Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Jóns Bjarnasonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2011-11-24 00:00:0024. nóvember 2011Opnunarræða sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra á alþjóðlegri ráðstefnu um kaldsjávarrækju

<strong>The importance of collaboration</strong> <p>&nbsp;</p> <p>Dear conference guests, ladies and gentelmen</p> <p>It is a special honor and privilege for me to have this opportunity to address this forum on coldwater shrimp<span></span> -<span>&nbsp;&nbsp;</span> a forum of producers, sellers and buyers, who gather here to discuss this important industry. The nations focusing the most on catching and processing coldwater shrimp (Pandalus borealis) are Canada, Greenland and Denmark, Iceland and Norway.&nbsp;</p> <p>I wish to use this opportunity to emphasize how sustainable fishing practices have come high on the international agenda in recent years. This has led to intensive debates on what ground rules in this respect should prevail (what the minimum requirements should be). Iceland has taken an active part in elaborating these rules and standards on the international scene, including within FAO, and we have striven to adapt our national legislation to accord with international agreements on approved fishing practices and the protection of the marine environment.&nbsp;</p> <p>You may be familiar with the recent <em>Iceland Responsible Fisheries</em> program<span></span> -<span></span> a marketing program signifying certified Icelandic <span></span>responsible fisheries. I am proud to say that this effort was initiated by the seafood industry itself and supported by the Icelandic Ministry of Fisheries as a response to increasing market demands for sustainable utilization of marine resources. This program, which was built on a joint <em>Statement on Responsible Fisheries</em> from 2007, was designed to inform buyers on how fisheries management is conducted in Iceland and also that controls would be based on the best available scientific knowledge and expertise.&nbsp;</p> <p>Very importantly, it also states that the Government of Iceland is firmly committed to comply with international laws and agreements regarding access to marine resource and responsible fisheries in general.&nbsp;</p> <p>Coldwater shrimp is a very sought-after delicacy. What makes this type of shrimp so popular? The physical appearance of the shrimp is attractive; in fact it is quite beautiful; it has a very good and special sweet taste, which reminds people a bit of the taste of game. Last but not least<span></span> -<span></span> shrimp is indeed a healthy food. These characteristics have resulted in high demand that consumers are willing to pay good prices for. Most people who are familiar with warm-water shrimp, which is in indirect market competition with coldwater shrimp, agree that the first-mentioned shrimp does not possess the same quality properties as the coldwater shrimp.&nbsp;</p> <p>Last decade saw the total catches of coldwater shrimp in the North Atlantic being in the region of 250-400 thousand tons. Extensive changes in the quantity of shrimp at individual areas are usually not due to overfishing; instead the reason being that cod feed on shrimp as well as several other fish species.&nbsp;</p> <p>The production of coldwater shrimp constitutes only a small fraction of the world shrimp production. The global shrimp production today is estimated to be <span></span>7 to 8 million tons both from capture and aquaculture. <span></span>There exists some uncertainty about how accurate this figure is, however, shrimp production has significantly increased over the last few years.&nbsp;</p> <p>Coldwater shrimp is only small &nbsp;fraction of the total production and it may be assumed that this fraction will in fact decrease in the next few years as the production of farmed shrimp (warm-water shrimp) is rapidly increasing. The largest producers of farmed shrimp are China, Indonesia, India and Thailand.&nbsp;&nbsp;</p> <p>One of the factors characterizing<span></span> the shrimp stocks in the North Atlantic is the extensive changes in stock biomass at the fishing grounds. At the same time the stock biomass in the Icelandic waters may decrease, the stock biomass may increase elsewhere. The shrimp fisheries in the Icelandic waters have been highly fluctuating <span></span>over the years. These catches peaked during 1994-1997, during which period the catch was about 60-80 thousand tons. Recent years, however, have seen limited shrimp catches in the Icelandic waters, whereas the catches off the coast of Greenland and Canada have been substantial. <span></span>These fluctuations have <span></span>caused much difficulty in this sector of the fishing industry. Catches have suddenly decreased leaving producers stuck with expensive investments in terms of gear and machinery that cannot be used. A few years ago the number of shrimp processing facilities in Iceland was 20, whereas today there are only 5. This has generated increased collaboration between the countries fishing shrimp. An example of this is that in Iceland we now process shrimp for other countries, i.e. during a period where the shrimp biomass in the Icelandic waters is going through a low. Shrimp producers in Iceland and elsewhere have had to economize to a great extent in their operations in order to meet these changed circumstances.&nbsp;</p> <p><span>Iceland</span> <span>has gathered extensive knowledge of shrimp fisheries and shrimp processing over the years. Icelandic shrimp processors have adopted the best of technology, both in terms of fishing and processing. This knowledge yields increased and steady product quality of shrimp produced in Iceland.</span>&nbsp;</p> <p>Ladies and gentlemen&nbsp;</p> <p>The International Coldwater Prawn forum is very important to us all.&nbsp; Due to the nature of the shrimp industry collaboration between countries and other players is of utmost importance, both in processing and quality issues, and, of course, also in marketing. Through collaboration parties work toward a more steady industry, more and steady quality levels and thus yielding a more stable market price. Referring to all of these factors I have touched on in this short address, I wish you my very best in your work here today.</p> <p>Thank you</p>

2011-10-13 00:00:0013. október 2011Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda 13. október 2011

<p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p><strong>Fundarstjóri;</strong></p> <p><strong>-<span>&#160;</span> formaður Landssambands smábátaeigenda -<span>&#160;</span> ágætu aðalfundarfulltrúar og gestir.</strong></p> <p>&#160;</p> <p>Ég þakka fyrir það boð að koma og ávarpa aðalfund ykkar fáeinum orðum.</p> <p>Það er nú einu sinni svo að ég lít á það sem ekki aðeins skyldu ráðherra að koma til svona fundar – heldur og er það nauðsynlegt hverjum ráðherra að fá að fylgjast með þeim málaflokkum sem undir hann heyra – endurnýja kynni og sjá ný andlit.</p> <p>Ég vona að aðalfundurinn verði góður og árangursríkur.&#160;&#160;</p> <p>Í ár er aldarafmæli Fiskifélags Íslands sem var um áratugi sameiginlegur vettvangur sjávarútvegsins í landinu og því nefni ég það hér að mér er það líkt og fyrr hugstætt að slíkur vettvangur þarf að vera til staðar. Sameiginlegir hagsmunir greinarinnar eru miklir og mikilvægt að standa þar vörð. Við sem tilheyrum íslenskum sjávarútvegi með einum eða öðrum hætti eigum mun fleira sem sameinar okkur heldur en hitt sem er öndvert innan okkar raða.&#160;&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>Sjávarauðlindin er grundvöllur hagsældar okkar í landinu og engin tíðindi eru því ánægjulegri en einmitt þau að fiskistofnanir í hafinu séu í sókn og að auka megi veiðar. Á slíkum dögum er gott að vera ráðherra sjávarútvegsmála.</p> <p>&#160;</p> <p>Það segi ég þrátt fyrir að okkur greini á um hversu langt megi og eigi að ganga. Ég ætla ekki að gera þá umræðu langa hér en minni á smæð okkar mannanna í ríki náttúrunnar.&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>En það er ekki bara að við getum glaðst yfir árgæsku. Við getum líka horft til fiskveiðistjórnunarinnar og glaðst yfir að við höfum á undanförnu ári og árum stígið skref að breytingum í fyrirkomulagi sjávarútvegsins sem eru til farsældar.</p> <p>&#160;</p> <p>Það er vitaskuld margt óunnið og ráðuneytið hefur nú að nýju tekið við af alþingi frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða og ég legg áherslu á að koma því sem fyrst í þinglega meðferð að nýju. Ráðuneytið mun yfirfara þær athugasemdir sem fram hafa komið og fara yfir ýmis álitamál.&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>Þær breytingar sem þegar hafa áunnist í stjórn fiskveiða eru ekki litlar og snerta margar hinar smærri útgerðir, líf lítilla útgerðarstaða og snúa að hinni samfélagslegu ábyrgð sem okkur er nauðsynlegt að horfa til í þeim atvinnuvegi sem þyngst vegur.</p> <p>&#160;</p> <p>Hér ber strandveiðina vitaskuld hæst en með henni hefur verið komið til móts við sjónarmið um frelsi og mannréttindi allra til að stunda útgerð innan þeirra marka sem mögulegt er. Aukning í strandveiðinni hefur gefið landsbyggðinni líf og það segir sína sögu að löndunarstaðir strandveiðibáta í landinu voru yfir 60 á liðnu sumri.</p> <p>&#160;</p> <p>Við höfum sem kunnugt er sveigt frá þeirri stefnu að nær öllum aflaheimildum ríkisins sé ráðstafað til útgerða á grundvelli aflamarksreglu, fyrst í skötusel og nú síld. Í úthlutun aflaheimildum í makríl hefur einnig verið farið um nýja stigu og einkanlega verið horft til þess að sem mest af þeim afla fari til manneldis.</p> <p>&#160;</p> <p>Undirtektir við þessu hafa verið með ýmsum hætti en í heildina hafa breytingarnar gefist vel. Við höfum náð umtalsverðum árangri í meðferð makrílsins og stöndum þar öðrum þjóðum síst á sporði. Hver sem stefnan er þá er engin aðferð gallalaus eða hafin yfir gagnrýni og það á við um aflamarkskerfið líkt og önnur mannanna verk. Aflamarkskerfið sem hefur verið nær því einrátt í stjórn veiðanna á rétt á sér en er fjarri því að vera algild lausn í öllum vanda.</p> <p>&#160;</p> <p>II</p> <p>Ég vék hér fyrr að samfélagslegri ábyrgð sjávarútvegsins. Íslenskur sjávarútvegur er ekki bara grundvöllur hagsældar okkar í landinu, hann er einnig prófsteinn á samspil manns og náttúru og samspil þjóðar og landsins sem hún, þessi okkar þjóð, hefur að láni.</p> <p>&#160;</p> <p>Frjálshyggjan, markaðshyggjan, 20. aldar trúin á mammon og mammon einan hafa öll hamrað á sömu stefnu í málefnum atvinnuveganna, stefna sem er í reynd “laissez faire” stefna þegar kemur að hinum óhefta framgangi fjármagnsins. Að þjóðin sjálf, byggðir hennar og stjórnkerfi skuli halda sig fjarri og ekki leggja á atvinnuvegina neinar þær hömlur og stýringu sem skerða frelsi þeirra til að skapa sem mest verðmæti, mesta peninga.</p> <p>&#160;</p> <p>Markaðurinn og hagkvæmnin munu leiða af sér það réttlæti sem mun svo aftur skapa hámarks arðsemi, hámark í peningalegum gildum. Í dag birtast þessi sjónarmið okkur með ýmsum hætti, meðal annars í hugmyndum að allt skuli falt og selt hæstbjóðanda. Það er eðlilegt framhald slíkrar hugsunar að vilja senda hin miklu verðmæti sem þannig fást heim til þjóðarinnar í pósti.</p> <p>&#160;</p> <p>Þjóðin getur svo farið í búð, hver fjölskylda og hver einstaklingur, með sína hlutdeild í þjóðarauðnum sem hún hefur leigt og selt. Og þar með er allt gott og þjóð sem þannig hefur étið frumburðarrétt sinn er södd daginn þann.</p> <p>&#160;</p> <p>Hin peningalega trú gerir ráð fyrir að allt sem þjóðin eigi heimtingu á sé að fá rétt verð fyrir sinn hlut, nógu gjaldgenga ávísun hvort sem hún á að fara í ríkiskassann eða eins og háttvirtur alþingismaður Pétur Blöndal hefur lagt til, heim í hvert hús með áritaðri hlutdeild hvers og eins í fiskveiðiauðlindinni. Þar með er stigið skref í þá átt að skipta upp hinni samfélagslegu eign og gera þau einstaklingsbundin.</p> <p>&#160;</p> <p>Hér gildir hið fornkveðna að ekkert er nýtt undir sólinni. Við höfum fyrr heyrt þann boðskap að þjóðinni sé hollast og best að ráða sem minnstu og láta hinn alvitra markað um að ávaxta sitt pund. Þegar upp er staðið hefur þó á stundum svo farið að jafnvel hinn fákæni sem gróf talentu sína í jörðu var betur settur en hinn sem treysti markaðinum.</p> <p>&#160;</p> <p>Ég þarf ekki að tvítaka það hér fyrir ykkur, kæru fundarmenn, að það að fela markaðslögmálunum alfarið að sjá fyrir íslenskum sjávarútvegi er ekki mín stefna, það er ekki minn draumur og í því tek ég ekki þátt.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>III&#160;</p> <p>Ég hef fyrr sagt að okkur beri að horfa á öryggi allra sem að sjávarútveginum koma, ekki bara þeirra sem eru á hverjum tíma handhafar aflaheimilda heldur einnig landverkafólksins og byggðanna. Rétturinn er greinarinnar í heild og einmitt í þessu þurfum við meira á því að halda en verið hefur að horfa á heildarhagsmuni.</p> <p>&#160;</p> <p>Verðmætasköpun greinarinnar skiptir máli, meira máli en flest annað. En við verðum um leið að spyrja okkur áleitinna spurninga. Þegar því er hampað að verðmætin verði sem mest er eðlilegt að spurt sé: Verðmæti fyrir hvern? Hvert fara verðmætin? Hver nýtur góðs af þeim? Ef við ekki gætum að samspilinu sem sjávarútvegurinn á við byggðirnar og samfélagslega ábyrgð hans þar getur verið eftir litlu að slægjast.</p> <p>&#160;</p> <p>Þegar því er haldið fram að þar með séu lagðar á greinina byrðar sem geri hana óhagkvæma og ófæra um að gegna hlutverki sínu þá skriplast á skötu. Ekkert okkar efast um að hin líffræðilega sjálfbæra nýting auðlindarinnar er nauðsynleg og rúmast innan þess ramma sem við hljótum og verðum að setja arðbærum sjávarútvegi.</p> <p>&#160;</p> <p>Sama gildir um hið samfélagslega og hinni samfélagslegu ábyrgð fylgir byrði en einnig öryggi. Það er öryggi þess sem hefur jarðsamband, í sinni byggð, í sínu fólki, í sínu hlutverki. Kreppan sem nú ríður yfir heimsbyggðina færir okkur ekki bara heim sanninn um hverfulleika markaðshyggjunnar, heldur einnig að án jarðsambands er okkur og verkum okkar fyrst hætta búin.</p> <p>&#160;</p> <p>Sá mikli veraldarmaður Sölvi Helgason gat með sexkanti reiknað mislita tvíbura í konu í annarri sókn og taldi það til afreka. Geimvísindi verðbréfanna sem engar skyldur höfðu gátu með sama hætti reiknað okkur allar heimsins snekkjur og lystisemdir til handa þjóð sem átti að verða sú ríkasta í heimi um aldir alda en skildi þó ekki annað eftir en hrundar skýjaborgir og ógreidda víxla.</p> <p>&#160;</p> <p>Íslenskur sjávarútvegur sem treystir á jarðsamband byggðanna, skyldur sínar við þær og rækir hlutverk sitt í samfélaginu er sennilegri til farsældar þjóð sem er þá aðeins rík þegar henni tekst að sitja land sitt og byggðir þannig að sómi sé að.</p> <p>&#160;</p> <p>IV</p> <p>&#160;Ágætu smábátasjómenn</p> <p>&#160;</p> <p>Sjávarútvegurinn er allt í senn, atvinnugrein, byggð og glíma við náttúruöflin. Við komumst þá lengst sem virðing okkar fyrir öllum þessum þáttum er fyrir hendi og skiljum samþættingu þeirra. Mig langar í framhaldi af framansögðu að víkja að samspili smábátanna og sjávarbyggðanna.</p> <p>&#160;</p> <p>Þegar litið er til baka í þróun smábátaveiða sést vel að í fjöldamörgum minni sjávarbyggðum hefur það verið eina ráð sjómanna til varnar vegna atvinnumissis að fara yfir í smábátaútgerð og efla þann þátt útgerðar að nýju.</p> <p>&#160;</p> <p>Hvatinn sem var til staðar á árum áður var vissulega sá að ekki þurfti að kaupa kvóta í öllum fisktegundum. Aðeins þorskurinn var kvótabundinn í fyrra kerfi þorskaflahámarksins en aðrar fisktegundir eins og ýsa, steinbítur, karfi voru smábátasjómönnum frjálsar. Þetta frelsi til veiða efldi smábátaútgerðina og kom í veg fyrir fall margra smærri byggða.</p> <p>&#160;</p> <p>Núverandi stjórnarflokkar hafa mætt sömu þörf og komið til móts við hagsmuni hinna smærri byggða með því að styðja að nýju sókn og rekstur smábátaútgerða. Sem kunnugt er höfum við ýtt undir notkun vistvænna veiðarfæra með hærri línuívilnun sem nemur 20% vegna dagróðra þegar unnið er að beitningu í landi og með því að koma á strandveiðikerfi sem byggir einnig á dagróðrum. Síðan hefur markvist verið unnið að því að bæta gæði og aflameðferð.</p> <p>Opnað hefur verið á aðgang smábáta að veiðum á makríl og skötusel og nú þessa dagana er verið að opna smærri skipum leið til þátttöku í síldveiðum að nýju og þau geta nú fengið beitusíld á betra verði en verið hefur að undanförnu. Þetta stuðlar allt að betri möguleikum til viðhalds og eflingar smærri útgerða sem ég tel að eigi að efla enn frekar.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p><strong>Ágætu aðalfundarfulltrúar.</strong></p> <p>Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun áfram vinna að að breytingum á stjórnkerfi fiskveiða með það að leiðarljósi að stuðla að vernd fiskistofna, skapa sátt um nýtinguna en jafnframt að efla hagkvæmni og byggðir landsins. Allt er þetta stefnan eins og hún er sett fram í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna og með henni er í reynd fetaður vandrataður meðalvegur.</p> <p>&#160;</p> <p>Ég hef sagt og það eru ykkur engin ný sannindi að svo virðist sem um 320 þúsund skoðanir séu uppi um hvernig haga beri fiskveiðum við Ísland eða sem nemur einni skoðun á hvern íbúa.</p> <p>Um er að ræða mikil auðæfi og skipting auðs – í hvaða formi sem er – er ekki auðveld.</p> <p>Það er einlæg von mín að breið sátt náist um breytt stjórnkerfi fiskveiða. Íslenskur sjávarútvegur er undirstaða velferðar þjóðarinnar og lífsbjörg hennar nú sem áður fyrr.</p> <p>&#160;</p> <p>Ég ítreka þakkir mínar fyrir að fá að ávarpa fundinn og óska ykkur allra heilla.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2011-10-13 00:00:0013. október 2011Sjávarútvegssýning CONXEMAR í Vigo á Spáni

<p>&#160;</p> <p>Distinguished (dear) conference guests, ladies and gentlemen</p> <p>&#160;</p> <p>I do welcome the opportunity to accompany and give my support to Icelandic fisheries (seafood) companies in their marketing effort here in Spain. As many of you know, the Spanish market for salted cod (baccalau) is very valuable for the Icelandic export industries as fisheries constitute one of the main pillars of our economy.</p> <p>&#160;</p> <p>Sustainable fishing practices have come high on the international agenda in recent years. This has led to intensive debates on what the ground rules in that respect should be (what the minimum requirements in that respect should be). Iceland has taken active part in elaborating these rules and standards in international fora such as the FAO and we have strived to adapt our national legislation to accord with international agreements on approved fishing practices and protection of the marine environment.</p> <p>&#160;</p> <p>You may be familiar with the recent Iceland Responsible Fisheries marketing programme signifying certified Icelandic origin of the seafood products and responsible fisheries. I am proud to say that this work was initiated by the seafood industry itself and supported by the Ministry, as a response to market demands for sustainable utilization of marine resources. The programme, built on a joint Statement on Responsible Fisheries from 2007, was designed to inform buyers on how fisheries management is conducted in Iceland and that controls would be based on the best scientific knowledge.</p> <p>&#160;</p> <p>Very importantly, it also states that the Government is firmly committed to comply with international laws and agreements regarding access to marine resources and responsibke fisheries in general.</p> <p>&#160;</p> <p>Ladies and gentlemen</p> <p>I am very pleased to see how well this initiative by the Icelandic seafood industry has been received in many parts of the world. I do hope that the Spanish market will seriously consider making use of the logo as a clear sign to Spanish consumers that the Icelandic fish they are buying is harvested in a sustainable and responsible way.</p> <p>&#160;</p> <p><img class="center" title="Jón Bjarnason Vigo" alt="Jón Bjarnason Vigo" src="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/2011/large/Jon-Bjarnason-Vigo.jpg" /></p>

2011-09-23 00:00:0023. september 2011Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva

<p>Formaður, fundarstjóri, ágætu fulltrúar.&nbsp;</p> <p>Ég þakka fyrir þann heiður að mega ávarpa ykkur hér í dag á fundi Samtaka fiskvinnslustöðva.&nbsp;</p> <p>Það er ánægjulegt hlutskipti að vera sjávarútvegsráðherra á því herrans ári 2011 eins og jafnan er þegar vel gengur. Staða helstu nytjastofna í íslensku lögsögunni er góð, staða sjávarútvegsfyrirtækja er betri en verið hefur um langt skeið og horfur í greininni eru með þeim hætti að við getum horft með bjartsýni til komandi daga.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Aflaverðmæti fyrri helmingi ársins nemur tæpum 70 milljörðum króna og tölur sýna að hagnaður sem hlutfall af tekjum er vaxandi í greininni. Í gæðamálum eru merkjanlegar og mikilvægar framfarir í greininni og þar einnig horfum við fram á veginn með aukinni kröfu um að færa allan afla að landi og nýta afla til manneldis.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Stærstu tíðindin eru þó aukin fiskgengd sem endurspeglast í auknum aflaheimildum. Þar að baki eru margir samverkandi þættir og þó að við getum í nokkru klappað okkur sjálfum á bakið þá megum við ekki gleyma smæð okkar í ríki náttúrunnar og hér eru einnig þau öfl að verki sem við höfum minna í okkar hendi.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Ánægjulegustu tíðindin eru af makrílnum annarsvegar sem ég kem að síðar og þorskstofninum. Hafrannsóknarstofnunin staðfestir nú það sem einnig hefur verið bent á af sjómönnum og öðrum sem starfa í greininni að stærð og styrkur þorskstofnsins er meiri en verið hefur í a.m.k. tvo næstliðna áratugi. Heimildir til þorskveiða á nýbyrjuðu fiskveiðiári eru vegna þessa 10% meiri en á fyrra ári eða 177 þúsund tonn í stað 160 á fyrra fiskveiðiári. Vitaskuld vildu margir að hér væru tekin stærri skref en á okkur hvílir einnig rík ábyrgð og krafa um að fara að varúð í allri umgengni um þetta fjöregg í afkomu þjóðarinnar. Breytingar í öðrum botnfisktegundum eru minni og ýmist til hækkunar eða lækkunar frá fyrri árum.&nbsp;</p> <p>Í uppsjávarafla er aftur á móti um verulega aukningu að ræða frá því sem var fyrir nokkrum árum og makríllinn sem hefur nú unnið sér þegnrétt i íslenski lögsögu skiptir orðið verulegu máli fyrir afkomu greinarinnar.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Ágætu tilheyrendur.&nbsp;</p> <p>Þrátt fyrir góðæri í sjávarútvegi eru verkefnin næg og langt því frá að vera lognmolla ríkjandi í greininni. Sjávarútvegurinn er og verður áfram ein mikilvægasta undirstaða hagkerfis okkar. Undir velgengni og þróun sjávarútvegsins eigum við það að hafa á fullveldistímanum vaxið frá því að vera ein fátækasta þjóð allrar Evrópu yfir í það að vera í röð hinna fremstu. Grundvallaratriði í þeirri vegferð eru yfirráð okkar yfir fiskimiðunum með útfærslu landhelginnar, fyrst til muna 1958 og svo áfram.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Eins og jafnan er tíminn afstæður. Í stjórnmálum getur einn dagur verið langur tími en þegar kemur að náttúru, sögu og varðveislu á fjöreggi þjóðar þá eru hálf öld ekki langur tími. Ég get svo bætt því við að fyrir okkur sem erum komnir af barnsaldri og vaxnir upp úr hárinu eins og sá sem hér stendur þá eru 50 ár heldur ekki langur tími.&nbsp;&nbsp;</p> <p>En það er einmitt svo að fyrir aðeins 50 árum var meira en helmingur alls afla á Íslandsmiðum dreginn á land af erlendum útgerðum og hagur þjóðarinnar þá allt annar en nú. Nú er þetta hlutfall komið niður fyrir 5% og stærstur hluti þess raunar til Færeyinga sem voru hér fyrrmeir og vonandi enn fremur taldir frændur en útlendingar.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Við þurfum áfram að gæta að fjöregginu og það má aldrei verða að Íslendingar semji frá sér hvorki yfirráðin yfir fiskveiðilögsögunni né heldur sem ekki er minna um vert, yfirráðunum yfir okkar samningsforræði í deili- og flökkustofnum sem standa undir nær fjórum tíundu af öllum þeim afla sem í land kemur af okkar miðum.&nbsp;</p> <p>En yfirráð þjóðar yfir fjöreggi sínu hefur margar hliðar og við sem stöndum í eldlínunni, hvort sem það er í stjórnmálum eða greininni sjálfri förum ekki varhluta af því að það er ágreiningur um það hvernig þessum yfirráðum skuli háttað. Fyrir þeim sem hér stendur er það enginn vafi að breytinga er þörf. Ekki bara vegna þess að meirihluti þjóðar kalli á það eða vegna þess að það sé niðurstaða síðustu Alþingiskosninga að í slíkar breytingar eigi að fara. Heldur fyrst og fremst vegna þess að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi fylgja annmarkar sem ekki verður litið fram hjá.</p> <p>Það er fullkomnlega réttmætt og eðlilegt að þeir sem í greininni starfa kalli á öryggi í sínum atvinnuvegi og ég vil síst kasta þar rýrð á. En öryggið þarf líka að vera fyrir hendi þegar kemur að stöðu byggða og atvinnuöryggi landverkafólks. Sjónarmiðin í þessu eru mörg og meðalvegurinn mjór og vandrataður. Það skal fúslega viðurkennt að endurskoðun á stjórn fiskveiða hefur tekið lengri tíma en áætlað var en fyrir þeim sem þekkja til kemur það ekki á óvart. Við munum áfram vinna ótrauð að þessu verkefni og hafa þar að leiðarljósi jafnvægi hagsmuna greinarinnar, þjóðarinnar og byggðarlaganna.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Ég mun ekki rekja gang þessarar vinnu frekar að sinni en frekari fréttir verða af málinu á komandi vetri.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Fjölmörg önnur verkefni lúta að sjávarútveginum og verða ekki öll talin hér. Stærst í því er vitaskuld samþykki frumvarps til breytinga á lögum um fiskveiðistjórnun sem varð að veruleika síðastliðið vor. Samkvæmt því er aukinn sá hluti sem fer til strandveiða og byggðatengdra aðgerða og almennt festar í sessi þær breytingar sem þegar höfðu verið gerðar á kjörtímabilinu.</p> <p>Margar af þessum breytingum hafa orðið byggðum landsins mikil lyftistöng. Þó að um þetta hafi verið skiptar skoðanir og ýmsir mótmælt þeim þegar þær voru í undirbúningi hafa þær reynst vel og síst valdið þeim búsifjum sem spáð hafði verið. Þvert á móti hafa þær komið til móts við kröfur almennings vítt og breitt í sjávarbyggðunum og við höfum stigið skref í þá átt að skapa meira jafnvægi milli ólíkra hagsmunahópa.</p> <p>Til dæmis á reynsla undanfarinna missira af strandveiðum, útboði aflaheimilda í skötusel og fleiri ráðstöfunum sem gripið hefur verið til að kenna okkur að það er gott að vinna málefnalega og hafa umræðuna um þau efni hófstillta. Það skilar okkur engu að tala með þeim hætti að núverandi stjórn fiskveiða og þær línur sem hún dregur séu algildar og leysi allan vanda. Þeir sem þannig tala gera það gegn betri vitund því vitaskuld er kerfið mannanna verk með kostum sínum og göllum. Við getum aðeins komist upp úr skotgröfum umræðunnar með því að hugsa út fyrir þennan ramma og viðurkenna þau viðfangsefni sem fyrir okkur liggja. Ég treysti því að umræðan hér í dag taki mið af þessu, sem og áframhald hennar á komandi vetri.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna er lögð áhersla á siðræn viðhorf í umgengni um hafið og auðlindir sjávar í ljósi þess að maðurinn er hluti af náttúrunni og verður að umgangast hana af ábyrgð.</p> <p>Þessi stefnumörkun endurspeglast í kröfu stjórnvalda um gæði og nýtingu. Ráðuneytið hefur hrundið af stað vinnu sem miðar að bættri nýtingu bolfisks, auknum gæðum strandveiðiafla, fræðslu varðandi ísun afla dagróðrabáta og svo mætti áfram telja. Þá tók nú um mánaðamótin gildi reglugerð sem skyldar útgerðir til að koma með afla að landi.</p> <p>Þó að slíkt kunni að valda tímabundnum vanda hjá einstaka útgerðum eða útgerðarflokkum er hér fyrst og fremst um tækifæri fyrir greinina að ræða. Með framþróun, hugviti, markaðsstarfi og vilja höfum við lyft grettistaki í íslenskum sjávarútvegi og eigum þó enn framundan verkefni. Í þessu er þáttur fiskvinnslunnar mikilvægur og sóknarfærin ekki síst hennar.</p> <p>Nýleg skýrsla um gæði strandveiðiafla 2011 undirstrikar að verkefnin eru hér staðar og margskonar úrbóta er þörf í meðferð á ísfiski dagróðrabáta. En skýrslan varpar einnig ljósi á það að strandveiðiaflinn er í heildina tekið sambærilegur við annan ísfiskafla og kveður í raun upp sinn dóm um mörg þau stóryrði sem fallið hafa í gagnrýni á þennan þátt okkar sjávarútvegs.</p> <p>Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur að undanförnu unnið að nýjum reglum um vigtarmál og endurvigtun afla. Hér varðar miklu að finna farsæla lausn og þó að við eigum þar nokkuð í land þá vil ég engu að síður þakka sérstaklega fyrir einbeittan vilja Samtaka fiskvinnslustöðva til samstarfs í þessu máli. Við þekkjum og viðurkennum vandann, lausnin er verkefni sem við munum leysa.</p> <p>Góðir fundarmenn</p> <p>Ég vék hér í upphafi að makrílnum og þegnrétti hans í okkar lögsögu og mun nú gera aðeins grein fyrir stöðu mála í viðræðum við nágrannaþjóðir okkar. Makríllinn er okkur vitaskuld mikill aufúsugestur í lögsögunni en við skulum vera þess minnug að það gildir um hann eins önnur höpp í þessu lífi að þeim fylgja einnig skyldur.</p> <p>Sem ráðherra sjávarútvegsmála hefi ég og starfsfólk mitt í ráðuneytinu lagt áherslu á að fá sem stærstan hluta makrílaflans í vinnslu til manneldis. Það er okkur vitaskuld mikilvægt í viðræðum okkar en fyrst og fremst er það okkur sjálfstætt keppikefli sem hluti af siðrænni og ábyrgri umgengni um auðlind sjávarins.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Árið 2009 voru útgerðaraðilar hvattir til að vinna sem mest af makríl til manneldis og það sama var endurtekið með auknum þunga sumarið 2010. Stór hluti greinarinnar tók þessi tilmæli alvarlega sem var ánægjulegt þó vitaskuld hafi okkur einnig verið vonbrigði að sjá að innan greinarinnar voru aðilar sem höfðu í rekstri sínum aðrar áherslur og börðust fyrir annarri leið.</p> <p>Ráðuneytið innleiddi svo vinnsluskyldu í makríl á þessari vertíð sem hefur nú skilað gríðarlegum árangri þar sem vel 90% af öllum makríl okkar fer til manneldisvinnslu. Hér höfum við náð umtalsverðum árangri og ég vil hér þakka ykkur og útgerðinni fyrir þá stefnubreytingu sem orðið hefur. Stefnan verður nú sett á frekari kröfu um vinnslu í öðrum uppsjávartegundum og þar vænti ég góðs af samstarfi við greinina.</p> <p>Mikil umræða hefur verið á kjörtímabilinu um samninga okkar og samningsviðræður við aðrar þjóðir varðandi okkar fiskveiðihagsmuni og þar bera hæst málefni makrílsins. Á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hefur mikið verið unnið að málum þessa sprettharða landnema okkar sem hefur þekkst hér í landhelginni um áratugi ef ekki aldir en aðeins í litlu magni. Umtalsverð sumarvist hans nú er til vitnis um þær breytingar sem eru að verða í lífríkinu og eru vitaskuld sífelld verðandi. Það er alls ekki svo og hefur aldrei verið að náttúran byggi á kyrrstöðu. Af þeim sökum hljóta sjávarnytjar einnig að taka breytingum og þessi breyting undirstrika hina margslungnu hagsmuni okkar sem fiskveiðiþjóðar. Í umræðu um Evrópusambandsaðild hafa menn orðið til að benda á reglur ESB um hlutfallslegan stöðugleika sem tryggingu fyrir íslenskum hagsmunum. Þetta eina orð, makríll, er okkur nóg til að muna að svo einföld er þessi veröld ekki.</p> <p>Því fer fjarri að Ísland taki of stóran hlut makrílsins í sinn hlut, þvert á móti má halda því fram út frá þeirri stöðu sem uppi er og þeim athugunum sem Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur haft frumkvæði að að gera að hlutur okkar í þessu sé síst stærri en vera ætti miðað við fæðunám makrílsins í íslenskri fiskveiðilögsögu.&nbsp;</p> <p>Frá 2009 höfum við vitaskuld náð árangri í samningaviðræðum okkar en fyrir aðeins tveimur árum var réttur Íslands til setu við samningaborðið dreginn í efa. Það hefur breyst og nú er nýafstaðinn óformlegur fundur strandríkjanna fjögurra, Íslands, Færeyja, ESB og Noregs. Staðan er þannig að Noregur og ESB hafa skipt sín í milli liðlega 90% af ráðlögðum heildarafla í makríl og af því sem þá er eftir gera Rússar kröfu um bróðurpartinn. Þessi staða er langt frá því sem við getum sæst á.</p> <p>Við erum þess fullviss að málefnaleg staða okkar í þessum viðræðum er sterk miðað við það sem var og að mínu mati hefur af hálfu Íslands verið haldið vel á íslenskum hagsmunum.</p> <p>Góðir fundarmenn</p> <p>Ég þakka áheyrnina og vil óska Samtökum fiskvinnslustöðva farsældar í bráð og lengd.</p>

2011-09-22 00:00:0022. september 2011Íslenska sjávarútvegssýningin opnuð í tíunda sinn

<p>&nbsp;</p> <p>Kæru gestir</p> <p>&nbsp;</p> <p>Fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands óska ég okkur öllum til hamingju með Íslensku sjávarútvegssýninguna sem hér er opnuð, nú í tíunda sinn og öflugri með ári hverju.</p> <p>Stórviðburðir síðustu ára og missera hafa fært okkur heim sanninn um það að sjálfbær, tæknivæddur og vel rekinn sjávarútvegur er dýrmæt og mikilvæg undirstaða. Ekki bara hér í okkar litla eyríki Íslandi heldur með öllum strandþjóðum heimsins. Þrátt fyrir allar tækniframfarir&nbsp; erum við sífellt háð náttúrunni og sjálfbærri nýtingu hennar.</p> <p>Hér á Íslandi gegnir sjávarútvegurinn nú jafnvel mikilvægara hlutverki en talið var fyrir nokkrum árum þegar við sigldum með himinskautum banka- og íbúðabólunnar. Og nú á því herrans ári 2011 býr íslenskur sjávarútvegur við velgengni. Ekki bara vegna þess að gengið er hagstætt, heldur einnig og einkanlega vegna þess að staða flestra fiskistofna er góð. Samhliða hafa stjórnvöld beitt sér með markvissum hætti til þess að bæta og auka nýtingu sjávarfangs og þar átt farsælt samstarf við greinina.</p> <p>En einmitt þetta, bætt nýting, hófleg sókn í fiskistofnana og góð afkoma fyrirtækja er undir því komin að allar stoðir greinarinnar dafni. Ein þeirra er að við fylgjumst með og séum í fremstu röð í tækni og uppbyggingu. Þar má sífellt betur gera og sjávarútvegssýningin ýtir hér undir.</p> <p>Af þeim aðgerðum sem hér hefur verið ráðist langar mig sérstaklega að nefna nýjar reglur um að allur afli skuli koma að landi, ekki bara besti biti fisksins heldur einnig það sem við áður flokkuðum sem úrgang og fór af skipunum beint í sjóinn. Sú hugsun, að nýta allt sem um borð er dregið er ekki byrði á greininni heldur tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og þróunar. Þegar ég horfi yfir sýningarsvæði með allri þeirri hátækni sem hér er sýnd er ég ekki í neinum vafa um annað en íslenskur tækiniðnaður leysi þau verkefni sem hér krefjast úrlausnar.&nbsp;</p> <p>Farsælt og gott samstarf á alþjóðavettvangi er önnur stoð þessa rekstrar og alþjóðleg sýning sem þessi gegnir þar veigamiklu hlutverki. Hér hittast samstarfsaðilar víðsvegar að af jarðarkringlunni, deila með sér þekkingu og stofna til kynna, sem síðar geta skilað ófyrirsjánlegum verðmætum.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Gæði, tækni og sjálfbærni eru allt hliðar á sama teningi. Með aukinni framþróun og tækni tekst okkur að nýta betur þau auðæfi sem hafið gefur, með aukinni nýtingu stuðlum við að sjálfbærni og með bættum gæðum er unnið að aukinni nýtingu. Lykilorð mannkyns er og verður sjálfbærni á öllum sviðum. Þar gegnir nýting hafsins afar mikilvægu hlutverki og aðeins með skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu auðlinda jarðar tekst kynslóðunum að skila því, sem þær hafa að láni frá náttúnni, til eftirkomenda sinna.</p> <p>Góðir sýningargestir og forystumenn þessa glæsilega verkefnis:</p> <p>Það er okkur Íslendingum heiður að fá að hýsa þessa mikilvægu og glæsilegu sýningu og ánægjuefni að mega bjóða ykkur öll velkomin hingað. Ég lýsi Íslensku sjávarútvegssýninguna 2011 opna.&nbsp;</p> <p><img title="sjávarútvegssýning 2011-1" alt="sjávarútvegssýning 2011-1" src="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/2011/xlarge/sjavarutvegssyning-2011-1.JPG" /></p> <p > Eftir setningu fóru sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt sýningarstjóranum Marianne Rasmussen-Coulling, Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri Kópavogs og fylgdarlið um sýningarsvæðið í íþróttahúsinu Smáranum ásamt fylgdarliði.</p>

2011-09-21 00:00:0021. september 2011Conference on Cod farming in the Nordic Countries

<p>&#160;</p> <p><strong>Greetings from the Minister of Fisheries and Agriculture</strong></p> <p>I want to express my appreciation to all those attending the conference on Cod farming in the Nordic Countries and welcome you to this event.&#160; Your contribution to research and development of this new industry is important and highly appreciated by the Icelandic Ministry of Fisheries and Agriculture.&#160;</p> <p>This is the third conference on cod farming in the Nordic Countries held in Reykjavík.<span>&#160;</span> In the first one held in 2005 there were high hopes about cod farming.<span>&#160;</span> There had been a breakthrough in production of juveniles, selective breeding had started and many research projects on cod farming were ongoing.<span>&#160;</span> In Norway which was the leading country several hatcheries had been built with the capacity of producing several million juveniles.<span>&#160;</span> At that time leading scientists and producers in Norway made a prognosis that within the next 10-15 years the production of farmed cod would reach levels similar to those of farmed salmon.</p> <p>This year the world production of farmed cod is about 20 thousand tons and decreasing. In Norway only three cod hatcheries remain and only 10 on-growing farms. Clearly some problems still remain to be solved before the cod farming industry can start to grow again.&#160; Many of these problems are the same in different countries and therefore international cooperation is important in finding solutions. The challenge of this conference is to define important biological challenges and bottlenecks in cod farming, get the industrial view of the current setback and think about where to go from here.&#160;&#160;</p> <p>I would like to thank all those who have helped to organize this conference and I am certain that it will make an important contribution to the development of cod farming.</p> <p>&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</p> <p>Jón Bjarnason</p> <p>Minister of Fisheries and Agriculture</p>

2011-08-11 00:00:0011. ágúst 2011Heimsleikar íslenska hestsins 2011

<p>&#160;</p> <p>Dear friends of the Icelandic Horse.</p> <p>It is my honour and pleasure to be here with you today at this great international festival of the Icelandic Horse and to see once again how our amazing horse breed makes people from different countries, bacground and ages come together to enjoy this event.</p> <p>The Icelandic Horse has always played a key role in the Icelandic culture and history as well as being valuable for transporation and work, and today the Icelandic Horse still plays a big part in our agriculture, tourism as well as being one of the most popular sports and hobbies in the country.</p> <p>Here at the World Championships we can see the result of this in good horses, both bred in Iceland and abroad. The passion for breeding and competition is what drives our industry and it is a pleasure to see the excellent results horses from many countries are getting at these championships. Both in the breeding show and in the sports competition.</p> <p>It is also wonderful to see how the audience here at the World Championships has been supportive and welcoming to riders from the newer FEIF countries and everyone has come together to cheer for great perfomances, beutiful riding and top class horses no matter where they come from. It is the spirit of unity that is typical for lovers of the Icelandic Horse for we all share that common passion and drive.</p> <p>This year WorldFengur, the international database on Icelandic Horses, is ten years old. WorldFengur is constantly developing and it is important part of the FEIF co-operation. We are pleased to see how it is growing and improving as well as all the FEIF work which we all value very much.</p> <p>I congratulate all those who have won prizes here this week as well as all participants who made it here and enjoyed the honour of taking part. I want to thank all of you for being a part of the adventure that the Icelandic Horse had become. Lets all enjoy it together – now and in the future. I will also thank Austria for to prepare and manage the World Championships 2011.</p> <p>Finally, I wish you success and good times with your horses and hope to see you at the Landsmót National Show in Iceland next year where we warmly welcome you all and aim to put on the biggest and best Landsmót ever!</p> <p>&#160;</p> <p>Thank you!</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2011-06-28 00:00:0028. júní 201137. fundur FAO í Róm dagana 25. júní til 2. júlí 2011

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/2011/JB-FAO-Rom-juni-2011.JPG"><img src="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/2011/JB-FAO-Rom-juni-2011.JPG?proc=singleNewsItem" alt="JB FAO Róm júní 2011" class="media-object"></a><figcaption>JB FAO Róm júní 2011</figcaption></figure></div><p>&#160;</p> <p><strong>Address of H. E. Jón Bjarnason,</strong></p> <p><strong>Minister for Fisheries and Agriculture of Iceland,</strong></p> <p><strong>at the 37th Conference of FAO, held in Rome 25 June – 2 July 2011.</strong></p> <p>&#160;</p> <p>Mr. Chairman, ladies and gentlemen<img class="right" title="JB FAO Róm júní 2011" alt="JB FAO Róm júní 2011" src="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/2011/large/JB-FAO-Rom-juni-2011.JPG" /></p> <p>Allow me to begin, on behalf of the Government of Iceland, by congratulating Mr José Graziano da Silva upon his election as the incoming Director General of the FAO. I wish him all the best in his new and challenging occupation. I also like to use this opportunity to convey to Dr Jacques Diouf my Government´s sincere thanks and appreciation.</p> <p><span>Iceland</span> <span>welcomes this year´s <em>State</em> <em>of Food and Agriculture</em> report and its theme <em>Women in Agriculture, Closing the Gender Gap for Development</em>. The document shows that enhanced equality between men and women could reduce the number of undernourished people in the world by 12 – 17% or by 100 – 150 million people. We do commend the FAO Gender, Equity and Rural Employment Division and were honored when in May of this year, Iceland was chosen as one of the countries to present the findings of the SOFA-report. Let´s remember that our first agricultural societies where matriarchal, based on the need for security in feeding the family.</span></p> <p>The Government of Iceland has put development cooperation and gender equality at the heart of its foreign policy. Iceland´s new Strategic Plan for Development Cooperation 2011 – 2014, has as one of its pillars the sustainable utilization of natural resources, such as fisheries, thus making the FAO, and its Department for Fisheries and Aquaculture, a key partner for us.</p> <p>There is no simple solution to the many faceted problem of feeding the hungry and in that respect each country has to examine its own capabilities.</p> <p>My country is a food producing country. We have grass based agriculture but by far our most important food-producing sector is harvesting our plentiful marine resources. It has taken decades for the international community to develop the necessary framework for regulating the use of marine resources as marine life does not respect national borders. Iceland has proudly fully participated in this work over the decades.</p> <p>As you surely know, in recent years various special interest groups have managed to interrupt the political processes and Agreements we have made, Agreements that are firmly based on the principles of sustainable development and are underpinned by sound science.&#160;</p> <p>For example, there is a lack of recognition by some countries towards the natural sustainable harvest of marine mammals in the North-Atlantic. Products from this area and Iceland included suffer trade measures in various countries. These trade-measures raise serious concerns for the future of international cooperation on responsible management and the understanding of sustainable harvest of renewable natural resources in general.</p> <p><span>Iceland</span> <span>wants the FAO and other UN agencies to secure Rule Based Approaches to sustainable use of marine resources, which are agreed upon in a civilized manner, so as to avoid confusion and to avoid derailing the Agreements we already have made.</span></p> <p>-----</p> <p>All food production needs to be ecologically, economically and socially sustainable if it is to benefit our aim of gender equality, interest of the local society as well as the global population. It is our duty to commit all ourselves to this goal.</p> <p>Mr. Chairman, Ladies and Gentlemen thank you for your kind attention.</p> <p>&#160;</p>

2011-06-06 00:00:0006. júní 2011Sjómannadagurinn 5. júní 2011

<p>&#160;</p> <p><em>Föðurland vort hálft er hafið</em><em><br /> <em>helgað þúsund feðra dáð.</em><br /> <em>Þangað lífsbjörg þjóðin sótti,</em><br /> <em>þar mun verða stríðið háð.</em></em> <span></span></p> <p>Með þessum hendingum úr sálmi Jóns Magnússonar vil ég fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands færa íslenskri sjómannsstétt og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir. Og svo sannarlega er þetta um leið hátíðisdagur allra sem sjávarútveginum tengjast og þjóðarinnar.</p> <p>Áframhaldandi sjálfbær þróun í nýtingu sjávar er okkur mikilvæg. Ekki bara hvað okkar fræknu sjómenn draga þar að hlunn heldur og ekki síður hvernig okkur tekst til við að skapa sífellt meiri verðmæti og betri nýtingu á því sem að landi kemur.</p> <p>Og sjávarútvegurinn er meira en bara mikilvæg undirstaða undir efnahag okkar hann er líka mikilvæg undirstaða samfélagsgerðarinnar, byggðanna í landinu, velgengni þeirra og öryggi fólksins sem þær byggja. Í umræðu um sjávarútveginn er tíðrætt um sjálfbærni atvinnuvegarins og rekstrarlega undirstöðu og það er vel. En við þurfum einnig á komandi tímum að huga að samfélagslegri sjálfbærni og því hvert hlutverk sjávarútvegsins er í þeirri mynd. Í okkar sjávarútvegssamfélagi er samofinn sá samhljómur sem þarf að vera um samfélagsbygginguna og sú sátt sem hér þarf að vera um íslenska fiskveiðistjórnun.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram fyrir Alþingi viðamiklar lagabreytingar á því fyrirkomulagi sem er í sjávarútveginum. Undanfarna áratugi hefur á hverju ári verið vakandi sú umræða að íslensku sjávarplássin hafi farið halloka fyrir ósveigjanlegum markaðslögmálum í meðferð aflaheimilda og tilflutningi yfirráða yfir miðum landsins. Hér eiga samfélögin sjálf, íbúar þeirra, mikinn rétt til náttúruauðlindarinnar sem er fólgin í fengsælum fiskimiðum fyrir strönd byggðarlagsins og þann rétt ber okkur að virða.</p> <p>Sátt um það kerfi sem ríkja þarf í sjávarútvegi næst þá fyrst þegar við hugum fyrir alvöru að þessum þáttum málsins. Um einstaka útfærslu þess hvernig þessum markmiðum verður náð getur hver séð með sínu auga og víst er að fá umræðuefni eru þjóðinni jafn hugleikin. Stór hluti þeirrar umræðu snýr vitaskuld að því meginmarkmiði að tryggja þjóðareign fullvalda þjóðar til að fara með þau verðmæti eins og henni rétt þykir og samrýmst getur þeim viðhorfum að við einnig metum rétt hinna óbornu til arfleifðarinnar. Þó svo að við notum hér í pólitískri umræðu orðið eignarréttur þjóðar þá er hann ætíð takmarkaður af þeirri staðreynd að náttúruna höfum við að láni og okkur ber að skila henni heilli til komandi kynslóða.</p> <p>Fullveldi þjóðar og fullveldi Íslendinga yfir miðunum, yfir fiskiauðlindinni er forsenda fyrir öflugri byggð. Við látum ekki fiskimiðin af hendi, hvort sem það er til ríkjasambands eða til fyrirtækja.</p> <p>Verum þess minnug að þrátt fyrir að umræðan um stjórn fiskveiða virki hörð er hitt jafn víst að um meginmarkmið þeirra mála ber minna í minna milli en í fyrstu getur sýnst. Með þeirri vissu óska ég þess að sjómannsárið 2011 verði okkur gjöfult og íslenskum sjómönnum til hamingju með daginn.</p>

2011-03-28 00:00:0028. mars 2011Ávarp ráðherra á sýningu til heiðurs Orra frá Þúfu 26. mars 2011.

<p>&#160;</p> <p>Gestir á Orra hátíð</p> <p>Hér hafa tveir menn verið heiðraðir sem mikið hafa lagt til Orra: Ræktandinn Indriði Ólafsson á Þúfu og Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki ræktandi Oturs föður Orra en fleiri nöfn verður að hafa í huga þegar Orra er getið og þess hins mikla sem hann hefur fært íslenskri hrossarækt og við fáum notið hér í þennan eftirmiðdag. Í því sambandi vil ég hér halda á lofti nöfnum tveggja heiðursmanna til viðbótar þeirra Einars Ellertssonar frá Meðalfelli ræktanda Adams afa Orra en það er samdóma álit þeirra sem til þekkja að hinn mikli stöðugleiki lundarfarsins og gangfestan óumdeilda sé umfram annað þaðan komin og eigi helstu upptök sín hjá Hrafni frá Holtsmúla en ræktandi hans var skagfirski sómabóndinn Sigurður Ellertsson í Holtsmúla.</p> <p>Hlutverk Orra í íslenskri hrossarækt er að sumu leyti líkt og hlutverk Hólaskóla í íslenskri hestamennskurækt, hlutverk beggja er að efla þróun og framgang greinarinnar á traustum grunni. Orri leggur mest til efniviðarins Hólaskóli leggur til smiðina. Í báðum tilvikum koma þó fleiri að en Orri einn eða Hólaskóli. Því það eru til hreint frábærir stóðhetar, hryssur og geldingar á Íslandi sem eru algerlega óskyld Orra og það er líka til frábært reiðfólk sem aldrei hefur til Hóla komið. Það skal ég fúslega viðurkenna fyrir hönd Hóla og það hljótið þið Orra menn að viðurkenna einnig fyrir ykkar leist.</p> <p>Hólar sem hæst hafa risið í hrossaræktinni með Þ-línunni, út af Þernu frá Kolkuósi og hér þennan eftirmiðdaginn gleður hestamennsku auga ykkar gæðingurinn Þóra frá Prestsbæ sem er glæsilegur fulltrúi fjórðu kynslóðar af Þ-línu Hólaræktunarinnar og er jafnframt dóttir Orra. Hún er hér setin af þjálfara sínum Þórarni Eymundssyni frá Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi, meistara Félags tamningamanna og lektor í reiðmennsku við Hólaskóla – Háskólann á Hólum.</p> <p>&#160;</p> <p>Takk fyrir og njótið!</p>

2011-03-28 00:00:0028. mars 2011Ávarp ráðherra í afmælishófi Félags tamningamanna 19. febrúar 2011.

<p>&#160;</p> <p>Tamningamenn, gestir, kæru vinir</p> <p>&#160;</p> <p>Ég þakka kærlega fyrir þann heiður sem mér er auðsýndur hér í kvöld á 40 ára afmælishátíð félagsins. Stofnun Félags tamningamanna markaði á sínum tíma mikil þáttaskil og minnist ég þess tíma þó að samskipti mín og félagsins hafi orðið mun meiri síðar. Fyrir þá tíma viljið þið þakka eins og fram kemur í áletrun á þessum fallega skyldi sem mér var afhentur og fyrir þann tíma vil ég og þakka.</p> <p>Stofnun Félags tamningamanna markaði eins og ég sagði hér áðan þáttaskil og í þeim anda sem helgaði stofnun félagsins unnum við síðan á Hólum og reyndum frekar að bæta í og um það snerist einmitt samstarf okkar, ykkar hjá FT og skólans.</p> <p>Þáttaskilin og andinn sem ég hér vitnaði til snerust um það að hestamennska væri alls ekki alfarið einhverjar launhelgar sem sumir væru fæddir til en öðrum lokaðar, heldur væri hestamennskan fag sem mætti læra og hana mætti því tileinka sér í gegnum markvisst nám og ástundun. Auðvitað er fólk misvel til hestamennsku fallið rétt eins og hæfileikar fólks eru ólíkir; þannig verða þeir ekki góðir smiðir sem hafa tíu þumalfingur eða litblindir góðir málarar, þannig verða þeir heldur ekki góðir reiðmenn sem ekki búa yfir þeirri fimi og næmni sem reiðmennskan krefst, en ótrúlega mikilu má ná með ástundun í námi.</p> <p>Þetta gerðu frumherjarnir sér ljóst þegar félag ykkar var stofnað og þetta gerðum við okkur ljóst við uppbyggingu námsins á Hólum. Fagmennsku í hestamennsku hefur enda fleygt svo fram að ekkert minna orð en bylting nægir til að lýsa þeim algeru þáttaskilum sem á eru orðin í öllum þáttum sem að hestamennskunni snúa og þá ekki bara í því að mennta sig til fagsins heldur ekki síður hvernig ber að stunda fagið. Því til að ná árangri í hestamennsku þarfa að ástunda fagið dag eftir dag, viku eftir viku og ár eftir ár. Þannig verða góðir reiðmenn til og þannig eru gæðingarnir mótaðir. Engir gera sér þetta betur ljóst en þig tamningamenn. Síðan ef við lítum til systurstarfsemi ykkar fags; hrossaræktarinnar, má bæta við tímaviðmiðið einingunni áratug eftir áratug.</p> <p>Ég ætla ekki að hafa þessi orð öllu fleiri en vil bara ítreka þessa samleið sem hrossaræktin og hestamennskan eiga og mér er það mikil ánægja að hafa ennþá tækifæri til að vinna að viðgangi þessa hvorutveggja.</p> <p>&#160;</p> <p>Takk fyrir mig og lifið heil.</p>

2011-03-06 00:00:0006. mars 2011Ræða ráðherra á Búnaðarþingi 2011

<p><strong>Ræða Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á Búnaðarþingi 2011</strong></p> <p><a href="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/2011/tn_DSC03988.JPG"><strong>&#160;</strong></a></p> <p><strong>Ágætu búnaðarþingsfulltrúar og góðir gestir</strong></p> <p>&#160;</p> <p>Búnaðarþing kemur nú saman og á sem fyrr <span>&#160;</span>fullt mikið erindi við okkur, bæði landbúnaðinn og íslenska þjóð. Við lifum á miklum umbrotatímum, hvort heldur litið er út í heim eða til okkar eigin þjóðfélags. <span>&#160;</span>Íslensk þjóð stendur á rústum þeirrar hugmyndafræði sem taldi æðstu verðmæti í efnislitlum pappírum og viðskiptavild stórfyrirtækja. Þegar þeim veruleika er sópað í burtu standa þó altjent eftir þau verðmæti sem landið og hafið umhverfis það gefa okkur. Sumir vilja við þetta kannast og ekki yfirgefa þennan hrunda veruleika heldur byggja aftur upp á sömu fúnu stoðunum.</p> <p>&#160;</p> <p>Úti í hinum stóra heimi riðlast heilu samfélögin, harðstjórar hrökklast frá völdum en allur almenningur sömu landa gerir kröfur til réttlætis og mannsæmandi lífs. Eins og í byltingaröldu löngu fyrr, nefnilega þeirri frönsku, er það staða landbúnaðar í heiminum sem er hinn sívirki drifkraftur breytinga og gerjunar. &#160;</p> <p>&#160;</p> <p>En víkjum nánar að ástandinu hér heima.</p> <p>&#160;</p> <p>Við skulum ekki gera lítið úr þeim vanda er fjármálakreppan hefur skapað og þeim viðfangsefnum sem framundan eru . Það er engu að síður svo að við sjáum nú glöggt, meðal annars með samanburði við frændur okkar Íra, að með okkar eigin samfélagsskipan og fullveldi mun okkur takast að vinna bug á erfiðleikunum Það höfum við áður gert og enn skal á það minnt að fyrir aðeins örfáum árum ef litið er til Íslandssögunnar í heild – var hér sú stjórnskipan að okkur var stjórnað af evrópskum konungi. Þá voru efasemdir um að okkur væri hollt að taka stjórnina í eigin hendur en sagan er hér ólygnust. Fullveldistími okkar í hartnær öld hefur verið samfelld saga framfara og aukinna lífsgæða. Við höfum á undraskömmum tíma náð að þróast í þá átt að verða meðal fremstu velferðarsamfélaga heims og erum það enn þrátt fyrir heimskreppu. Nú er á heimsvísu tekið eftir hve vel okkur gengur að feta okkur fram úr þeim ógöngum sem þjóðfélag okkar rak í við sofandahátt, óstjórn og múgmennsku hinnar óheftu markaðshyggju. En sýn okkar á lausnir morgundagsins eru með ýmsum hætti.</p> <p>&#160;</p> <p><em>Sú þjóð sem veit sér ekkert æðra mark</em></p> <p><em>en aurasníkjur, sukk og fleðulæti,</em></p> <p><em>mun hljóta notuð herra sinna spark</em></p> <p><em>og heykjast lágt í verðgangsmanna sæti.</em></p> <p><em>Sú þjóð sem dottar dáðlaus, viljasljó,</em></p> <p><em>og dillar þeim er ljúga, blekkja, svíkja,</em></p> <p><em>skal fyrr en varir hremmd í harða kló.</em></p> <p><em>Hægt er að festast, bágt mun úr að víkja!</em></p> <p>&#160;</p> <p>Svo orti Jón Helgason prófessor í Árnastofnun í Kaupmannahöfn fyrir liðlega hálfri öld síðan og enn eiga þessi orð erindi við okkur. Kannski fremur nú en þá. &#160;&#160;&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>Stór hluti þjóðfélagsumræðunnar snýst um hugsanlega aðild okkar að Evrópusambandinu. Ég hef ekki farið leynt með mína skoðun á þessu máli og hefur viðhorf mitt farið í taugarnar á sumum – ekki síst þar sem ég gegni embætti ráðherra. Það getur hins vegar enginn vænt mig um að hafa þar gengið gegn því sem ég hefi áður sagt. Skoðanir mínar til ESB mála lágu fyrir við myndun núverandi ríkisstjórnar og þær hafa ekki breyst.</p> <p>Sama er að segja um þann flokk sem ég hefi starfað fyrir á vettvangi þings í meira en áratug. Stefna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er skýr í þessum efnum, hefur verið það og verður. Skýr áherslumunur stjórnarflokkanna tveggja til þessa eina máls er raunar það stærsta sem þeim ber í milli. Þingsályktunartillaga um aðildarviðræður við Evrópusambandið var samþykkt með naumum meirihluta og við vorum nokkur í stjórnarliði sem lögðumst þar á móti. Réttur hvors flokks fyrir sig og einstakra stjórnarþingmanna til að halda fram sinni skoðun í þessu máli var undirstrikaður í samkomulagi flokkanna og er í fullu gildi. Eins og til þessa máls var stofnað þarf því engan að undra að það mæti andstöðu innan stjórnar og má miklu fremur spyrja sig að því hvort ekki væri eðlilegt að sú andstaða væri meiri og virkari þegar horft er til viðhorfa, ekki bara í einstökum atvinnugreinum eins og þeim sem undir mitt ráðuneyti heyra heldur ekki síður til viðhorfa almennings í landinu.</p> <p>Allmargir lögðu upp í þessa ferð í þeirri trú að hér væri mögulegt og raunhæft að sjá án skuldbindinga hvað í boði er og ég mun hér víkja aðeins að því hversu vel sú sýn hefur staðist.</p> <p>Eftir því sem á umsóknarferlið hefur liðið hef ég fengið staðfest það álit mitt að samningaferlið yrði rekið á forsendum Evrópusambandsins, lögum þess og reglum. Í umræðunni hafa margir horft til þess að Noregur hafi oftar en einu sinni farið í gegnum aðildarviðræður og síðan nýtt sér sinn lýðræðislega rétt til að hafna aðild.</p> <p>Staðreyndir þær sem blasa við íslenskum samningamönnum og ráðuneytum hér heima tala öðru máli. Það Evrópusamband sem Noregur átti í viðræðum við er ekki lengur til staðar og aðferðafræði stækkunarstjóra ESB er í reynd innlimunar- og aðlögunarferli. Fái ESB og talsmenn þess meðal Íslendinga að ráða ferðinni verður Ísland að miklu leyti orðið aðili að ESB með margháttuðum aðlögunum íslenskra samfélagshátta áður en þjóðinni stendur til boða að ganga til kosninga um málið. Þær kosningar geta þá hæglega snúist upp í að verða kosningar um afarkosti.</p> <p>Þegar við bætist að Evrópusambandið heitir hér stórum fjárhæðum til styrkja og verkefna inni í íslensku samfélagi er ljóst að allar hugmyndir manna um lýðræðislegt ferli eru horfnar okkur. Hér stendur smáþjóð í efnahagslegri kreppu frammi fyrir þeim Trójuhesti gulls og fagurgala sem illt getur verið að verjast.</p> <p>&#160;</p> <p>Það er því mikilvægt að íslenskir stjórnmálamenn, stéttarfélög, sveitarfélög og allur almenningur standi fast gegn fémútum Evrópusambandsins á þessum viðsjárverðu tímum. Um leið verðum við að verjast öllum tilhneigingum hins erlenda stórveldis til að taka hér stjórnartauma af réttkjörnum og lýðræðislegum stjórnvöldum landsins með innleiðingu breytinga sem gerðar eru til þess eins að flækja Ísland í net innlimunar og missi fullveldis.</p> <p>&#160;</p> <p><span>Í þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu frá 13. júlí 2009 segir að v</span><span>ið undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skuli ríkisstjórnin fylgja þeim leiðbeiningum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar. Hvað varðar landbúnaðarþátt míns ráðuneytis má segja að fyrri þætti þessa verkefnis, sé lokið. Það gerðist í fyrsta lagi með svörum sem voru gefin við fyrirspurnum ESB um gildandi löggjöf og framkvæmd hennar í þeim málaflokkum sem undir landbúnað heyra Síðan með undirbúningi og þátttöku í svonefndum rýnifundum sem Evrópusambandið hefur boðað til þar sem greindur er mismunur á löggjöf ESB og löggjöf Íslands í landbúnaði.</span></p> <p>&#160;</p> <p>Framkvæmdastjórn ESB mun nú taka næstu skref í þessu ferli, sem er að ákveða hvort og með hvaða skilyrðum Íslandi verður boðið að samningaborðinu. Verði af því er komið að okkur að móta samingsskilyrði fyrir landbúnaðinn. Hvað varðar þá ákvörðun skal byggt m.a. á meirihlutaáliti í greinargerð eins og skýrt er tekið fram í samþykkt Alþingis;</p> <p>&#160;</p> <p><strong><em>„Meirihlutinn leggur áherslu á að ríkisstjórnin fylgi þeim leiðbeiningum sem gefnar eru með áliti þessu um þá grundvallarhagsmuni sem um er að ræða. Að mati meirihlutans verður ekki vikið frá þeim hagsmunum án undanfarandi umræðu á Alþingi.“</em></strong></p> <p><strong><em>&#160;</em></strong></p> <p>Það er því síður en svo að Ísland gangi skilyrðislaust til viðræðna við ESB því þar gilda þeir fyrirvarar sem settir eru í nefndarálitinu og þeir eru mjög skýrir þegar kemur að forræði okkar á sviði landbúnaðar sem og margra annarra þátta. Næsta skref okkar í þessum efnum er einmitt að setja þessi skilyrði með skýrum hætti og árétta þar með þá línu sem við getum sagt þjóðinni og viðsemjendum okkar að ekki verði hvikað frá og veit ég að afstaða Bændasamtakanna er þar mjög skýr og heil. Það er vitaskuld ekki hlutverk íslenskra samningamanna og embættismanna að setja þessi skilyrði eða að vera sérstakir talsmenn þeirra sjónarmiða sem ESB stendur fyrir. Umboð þeirra og ríkisstjórnarinnar til þessara samninga er skilyrt af hálfu Alþingis og það vona ég að allir geri sér grein fyrir.</p> <p>Að lokum þetta um þennan þátt mála. Deilur um utanríkismál eru hverri þjóð vandmeðfarin og við sem stöndum gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið erum og eigum að að vera framherjar í baráttu fyrir víðsýni en ekki þröngsýni, umburðarlyndi og gæta okkar á öllum stigum á hverskyns talsmönnum þjóðrembu og einangrunar. Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og getur sem slíkt borið höfuðið hátt. Okkur er lífsnauðsyn að eiga mikil og góð samskipti í allar áttir og vera minnug alþjóðlegrar þátttöku okkar í heimssögunni fyrr og síðar. Það er þessvegna mjög af hinu góða þegar menn minnast nú þess mæta Íslendings, Guðríðar Þorbjarnardóttur sem fyrst evrópskra kvenna ól barn sitt á meginlandi Norður Ameríku og var lengi vel víðförulust íslenskra kynsystra sinna. Hennar saga minnir okkur á að horfa vítt yfir og að smæð þjóðar minnkar ekki þann sem ætlar sér annað.</p> <p>&#160;</p> <p><strong>Góðir áheyrendur</strong></p> <p><span>Mér er það ekkert launungarmál að ég hef haldið fast fram þeirri skoðun að hvorki eigi að leggja niður ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðar né heldur að veikja stjórnsýslulega stöðu þess með því að sameina það eða fella inn í önnur ráðuneyti.</span></p> <p>Við Búnaðarþing vil ég í þessu samhengi koma á framfæri þakklæti fyrir órofa samstöðu og stuðningsyfirlýsingar frá félagasamtökum bænda um allt land sem hafa lagt mikla áherslu á að halda öflugu og sjálfstæðu ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og sama afstaða heyrist nú jafnt frá sjávarútvegi og úr af öðrum atvinnugreinum sem hér eru undir.</p> <p>Menn skulu horfa til þess að hjá þessum atvinnugreinum míns ráðuneytis - með svo sterka jarðtengingu - er hörðust andstaða við aðilda að ESB. Þetta mál snýst þess vegna alls ekki um mína persónu.</p> <p>&#160;</p> <p><strong>Góðir samkomugestir.</strong></p> <p>&#160;</p> <p>Það hefur skapast sú venja að ráðherra geri í þessu ávarpi sínu við upphaf Búnaðarþings, grein fyrir helstu viðfangsefnum sem hann er að vinna að og hvert hann stefnir í málefnum landbúnaðarins.&#160; Ég ætla að byrja hér á svínaræktinni.</p> <p>Þá hyggst ég á næstunni leggja fram lagafrumvarp sem miðar að því að svínarækt verði stunduð í auknum mæli á fjölskyldubúum. Staða þessara mála er með þeim hætti í dag að ekki er við búandi. Ný aðbúnaðarreglugerð svína mun einnig líta dagsins ljós innan skamms tíma.</p> <p>Við getum dregið mikinn lærdóm af því hvernig þessi búgrein hefur þróast undanfarin ár. Á síðastliðnum árum hefur svínaræktin farið í gegnum nokkur tímabil offramleiðslu og verðhruns sem leitt hefur til gjaldþrota búa, nú síðast í kjölfar bankahrunsins. Fjármálastofnanir hafa ítrekað leyst til sín bú, afskrifað skuldir sem nema margföldu verðmæti dæmigerðs fjölskyldbús og selt þau aftur oftar en ekki til aðila sem fyrir eru á markaðnum.&#160; Á skömmum tíma hefur framleiðslan færst á fárra manna hendur og er nú svo komið að aðeins um tugur bænda stendur að allri framleiðslu svínakjöts á Íslandi þar sem stærsti frameiðandinn ræður yfir meira en helmingi framleiðslunnar. Til að setja þessar tölur í samhengi þá er hún sambærileg því að einn mjólkurframleiðandi hefði hér 70 milljón lítra framleiðslurétt. Það liggur í augum uppi að slík staða skekkir mjög samkeppnisstöðu innan búgreinarinnar og smærri framleiðendur láta í minni pokann fyrir þeim stóra vegna yfirburða hans á markaði.</p> <p>Þessi þróun er líka alvarleg út frá sjónarmiðum um traust fæðuframboð og öryggi við framleiðsluna. Smitálag eyskt í stærri einingum og þar með hættan á að upp komi alvarlegir sjúkdómar. Ekki þarf að tíunda þau áhrif sem það hefði á kjötmarkaðinn á Íslandi ef svo stór framleiðandi yrði fyrir alvarlegu áfalli og myndu þau áhrif teygja sig yfir í aðrar búgreinar. Fyrir ríkissjóð sem er bótaksyldur í slíkum tilfellum yrði þetta einnig stór biti að kyngja</p> <p>Í ljósi gríðarlegs ójafnvægis í samkeppnisstöðu innan búgreinarinnar vekur það óneitanlega undrun að Samkeppniseftirlitið hefur ekki séð sér fært að ógilda samruna á þessu sviði þrátt fyrir að þar hafi nú einn aðili ”<em><u>óumdeilanlega markaðsráðandi stöðu sem skapað getur umtalsverðar samkeppnishömlur,”</u></em> eins og það er orðað í áliti eftirlitsins. Við slíku úrræðaleysi hljóta stjórnvöld að þurfa að bregðast og búa svo um hnútana að hægt sé að tryggja eðlilegt rekstrarumhverfi í landbúnaði og þar með öruggt framboð matvæla.</p> <p>&#160;</p> <p>Í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp í svínaræktinni, hljótum við að varpa fram spurningunni um í hvaða átt við viljum sjá íslenskan landbúnað þróast. Eigum við á hættu að sjá fleiri búgreinar feta þessa slóð með tilheyrandi afleiðingum fyrir búsetu og atvinnu á landsbyggðinni?</p> <p>Ég tel að snúa verði af þessari braut og svínarækt á Íslandi eigi að reka á sömu forsendum og aðrar búgreinar íslensks landbúnaðar. Við framleiðslu í landbúnaði ber að taka mið af fæðuöryggi þjóðarinnar og hollustu afurðanna ásamt samfélagslegum áhrifum búgreinannanna hvað varðar verðmætasköpun, aukna atvinnu og því hlutverki að treysta byggð í landinu. Það er stefnt að því að frumvarp um svínaræktina komi til afgreiðslu Alþingis á yfirstandandi þingi.</p> <p>Aðra nefnd skipaði ég sem er að ljúka störfum og varðar alifuglaframleiðslu. Þótt staða þeirrar búgreinar sé tiltölulega góð veit ég að nefndin mun leggja þar áherslu á nokkur atriði sem vert er að koma í framkvæmd m.a. hvað úrganginn varðar og atriði er varða stærðir búanna. Alifuglaræktin glímdi á liðnu ári við meiri vanda hvað varðar salmonellusýkingar en verið hefur lengi. Það ánægjulegt að þær fregnir sem við nú höfum úr greininni eru mun betri og að innan hennar er mikil og almenn samstaða um að verjast þessum vágesti og að við höldum okkur við þær ströngu reglur um heilbrigði og hollustu sem hér gilda þó þær gangi umtalsvert lengra en almennt er í okkar samanburðarlöndum.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>Í desember undirritaði ég tvær reglugerðir. Önnur þeirra fjallar um hámark transfitusýra í matvælum en samkvæmt henni er óheimilt að markaðssetja matvæli sem innihalda meira en 2 grömm af transfitusýrum í hverjum 100 grömmum af heildarfitumagni. Reglugerðin gildir ekki um transfitusýrur sem eru í dýrafitu frá náttúrunnar hendi.</p> <p>Hin reglugerðin varðar merkingar og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og fóðurs. Samkvæmt henni er matvæla- og fóðurfyrirtækjum gert skylt að merkja matvæli sem mögulega samanstanda af eða innihalda erfðabreytt efni. Markmið reglugerðarinnar er að tryggja upplýst val neytenda við kaup á matvöru.</p> <p>Frestur til að uppfylla ákvæði beggja þessara reglugerða rennur út 1. ágúst næstkomandi. Með báðum reglugerðunum er markmiðið að tryggja enn frekar hreinleika íslenskra matvæla sem er afar mikilvægt í harðri samkeppni á markaðnum og til að halda uppi þeirri ímynd hreinleika og hollustu sem íslensk matvæli eru þekkt fyrir. Áfram verður unnið á þessari braut með hagsmuni landbúnaðar og neytenda að leiðarljósi.</p> <p>&#160;</p> <p>Eins og oft hefur áður komið fram í máli mínu þá hef ég mikinn áhuga á að gera ýmsar breytingar á jarðalögum, einkum til að formfesta skynsamlega landnýtingu með tilliti til fæðuöryggis þjóðarinnar. Ég skipaði vinnuhóp haustið 2009 í þessu skyni og skilaði hann drögum að frumvarpi þann 1. desember.</p> <p>Fyrir hverja sjálfstæða þjóð er grundvallaratriði að þurfa ekki að treysta á að aðrir sjái henni fyrir fæðu. Landbúnaðarland er ein af stærstu auðlindum hverrar þjóðar og þessa auðlind líkt og aðrar ber okkur skylda til að nýta og umgangast af virðingu, skynsemi og ábyrgð, með langtímahagsmuni í huga. Í þessum málum líkt og öðrum þurfum við að endurskoða stöðu okkar og átta okkur á þeim raunveruleika sem blasir við. Á meðan aðrar þjóðir leggja kapp á að tryggja sér nægjanlegt ræktunarland höfum við leyft okkur, ég leyfi mér að segja, óásættanlegt kæruleysi í þessum efnum og horft aðgerðarlaus á bestu bújarðirnar í okkar frjósömustu sveitum teknar úr ræktun og jafnvel gerðar ónýtanlegar til matvælaframleiðslu fyrir komandi kynslóðir. Slíkt er mikill ábyrgðarhluti að gera þegar fyrirsjáanlegt er að á næstu árum mun samkeppni um fæðu heimsins harðna svo um munar</p> <p>Það hefur löngum verið ríkt í þjóðarsálinni að eiga land. Í aðdraganda hrunsins kepptust fjármálamenn og stórfyrirtæki við að kaupa jarðir enda engin maður með mönnum nema hann ætti góða jörð og helst fleiri en eina. Allt var falt fyrir rétt verið og hugtök eins og framtíðarhagsmunir, ábyrgð og fæðuöryggi þóttu óþægilegt nöldur sem settu mönnum óeðlilegar hömlur í gróðabraskinu. Af þessari braut hömlulausrar frjálshyggu og skammtímahagsmunahyggju verðum við að snúa áður en í óefni er komið. Ég tel að við eigum mikla möguleika að efla okkar innlendu matvælaframleiðlsu til hagsbóta fyrir þjóðina til framtíðar. Tryggja þarf ábúð á bújörðum og að landbúnaðarland sé nýtt af skynsemi með hliðsjón af sjónarmiðum fæðuöryggis og samfélagslegum hagsmunun til langs tíma litið.</p> <p>Þetta mál snertir okkur einnig þegar kemur að nýliðun í bændastétt. Framtíð hverrar einustu atvinnugreinar byggir á því að eðlileg nýliðun verði í greininni þannig að kynslóð taki við af kynslóð. Það er því ákveðið áhyggjuefni að meðalaldur íslenskra bænda heldur áfram að hækka sem bendir til þess að óeðlilega lítil nýliðun sé í greininni. Við verðum því velta fyrir okkur hvaða ástæður liggja þarna að baki og til hvaða aðgerða er hægt að grípa til að sporna við þessari þróun. Einnig hér er stefnt að frumvarpi á yfirstandandi þingi.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</p> <p>Margt hefur þrátt fyrir allt lagst á betri veg fyrir bændum. Þar vil ég nefna útflutning á lambakjöti sem hefur gengið vel. Á sl. ári var t.d. heildarútflutningur þess 3.400 tonn og fékkst fyrir hann rúmur 2,1 milljarður króna. Meðalverð á kíló í útflutningi á árinu nam 616 krónum en útflutningsverðið er nú sambærilegt og/eða jafnvel betra en það verð sem fæst fyrir lambakjötið hér innanlands. Þetta eru vissulega góðar fréttir.</p> <p>Hvað mjólkurframleiðsluna varðar vil ég nefna að sala mjólkurvara gengur vel og við búum þar að mjög góðri markaðsstöðu sem öflug fyrirtæki bænda hafa rækt af kostgæfni. Þann 1. febrúar sl. ákvað verðlagsnefnd búvara hækkun á afurðarstöðvarverði til bænda um 3,25 kr. á lítra mjólkur, þ.e. úr 71,13 í 74,38 kr., eða um 4,56%. Mjólkurframleiðendur hefðu eflaust kosið meiri hækkun en þessi hækkun var engu að síður sameiginleg ákvörðun verðlagsnefndar og án ágreinings í nefndinni. Í heildina hefur tekist mjög vel til að halda verðlagningu mjólkurvara og vinnslu hennar sanngjarnri og mikilvægt að svo verði áfram.</p> <p>Á síðastliðnu ári voru einnig gerðar breytingar á reglum sem gilda um aðilaskipti vegna greiðslumarks í mjólk. Breytingarnar fólu í sér að tekinn var upp kvótamarkaður með tveim markaðsdögum á ári. Fyrir utan eigendaskipti á jörðum í rekstri og nú eftir breytingar á reglugerð, aðilaskipti milli aðila innan sömu jarðatorfu, fara öll viðskipti með greiðslumark fram á markaði. Fyrsti markaðurinn samkvæmt nýju fyrirkomulagi var haldinn 1. desember síðastliðinn og þótt viðskipti hefðu að ósekju mátt vera meiri er ánægjulegt að þrátt fyrir efasemdir náðist jafnvægisverð og viðskipti urðu á fyrsta markaði. Næsti markaður verður svo haldinn 1. apríl næstkomandi og mun næsta ár gefa frekari reynslu af þessu fyrirkomulagi.</p> <p>Ég minntist hér áðan á verðlag mjólkurvara og þar skiptir þátttaka ríkisins miklu. Greiðslumarkið sem er arftaki beinna niðurgreiðslna í mjólk er pólitísk ákvörðun um að stuðla að lágu vöruverði. Það er þessvegna mikilvægt og raunar alger forsenda þess kerfis sem við búum við að viðskipti með greiðslumark mjólkur sé ekki með þeim hætti að bændur fénýti sérstaklega rétt sinn til framleiðslu. Sáttin um innlenda landbúnaðarframleiðslu sem er eitt það dýrmætasta sem bændastéttin á er hér að veði.</p> <p>Fyrirkomulag og úthlutun greiðslumarks í mjólk hefur verið óbreytt til margra ára enda mikilvægt fyrir greinina að búa við ákveðinn stöðugleika hvað það varðar. Engu að síður er okkur hollt að staldra annað slagið við og íhuga hvort eitthvað megi betur fara. Það er staðreynd að alltaf eru einhverjir framleiðendur sem ekki ná að framleiða upp í það greiðslumark sem þeir hafa fengið úthlutað og hefur reglan hingað til verið sú að það sem eftir stendur deilist á þá sem nýtt hafa sinn kvóta. Gildir þar hlutfallsleg úthlutunarregla þannig að þeir sem mest eiga fá mest en þeir sem minni eru fá minna. Hugsanlega væri ávinningur fyrir greinina í heild sinni að deila þessu ónýtta greiðslumarki út á annan hátt og horfi ég þar sérstaklega til nýliða í greininni eða til eflingar minni framleiðenda. Hef ég í hyggju að skoða þesas möguleika í samvinnu við bændur og móta frekari hugmyndir hvað þetta varðar.</p> <p>&#160;</p> <p>Árið 2010 var æði sviptingasamt á sviði hrossaræktarinnar en í upphafi árs leit allt vel út, landsmót á Vindheimamelum framundan og útflutningurinn hafði gengið vel. Á fyrstu mánuðum ársins fór þá að stinga sér niður á fleiri og fleiri stöðum þrálátur hósti í hrossum sem þróaðist upp í pest sem öll hross tóku fyrir rest og kom þá enn í ljós hve íslenski hesturinn er viðkvæmur fyrir smitsjúkdómum. Pestin leiddi til þess að hestamennskan lá því sem næst alveg niðri frá því í byrjun maí og fram á sumar og aflýsa þurfti landsmóti, en þau mót hafa verið haldin með reglubundnum hætti allt frá árinu 1950.</p> <p><span>Stjórnvöld beittu sér fyrir mótvægisaðgerðum sem heppnuðust vel, veitt var fjármagni til aukinna rannsókna á eðli sjúkdómsins. Tjónið varð hins vegar margfalt, margfalt meira en það tók greinin sjálf öll á sig.</span> <span>Hrossaræktendur og hestamenn náðu engu að síður vopnum sínum að nýju á miðju sumri og sneru vörn í sókn. Sett var upp nýtt plan fyrir kynbótasýningar, almennar hesta- og reiðmennskukeppnir sem gengu vel og útflutningsmarkaðirnir opnuðust að nýju í haust. Auðvitað var tapið eftir sem áður gríðarlegt en greinin komst ótrúlega vel frá þessu og er nú á fullum spretti, útflutningur stöðugur, einkum á betri og því verðmætari hrossum og framundan er nú í ár bæði landsmót og heimsmeistaramót.</span></p> <p>&#160;</p> <p><span>Sú ánægjulega þróun hefur orðið í loðdýraframleiðslunni að íslensk skinn seljast sem aldrei fyrr og á góðu verði.</span> <span>Staða greinarinnar er því góð og allt önnur en var. Trúa mín er sú að loðdýraræktin eigi mikla framtíð fyrir sér og að Ísland geti boðið þessari grein hagstæð rekstrarskilyrði.</span></p> <p>&#160;</p> <p>Sömuleiðis hefur vöxtur verið mikill í ferðaþjónustu bænda. Til langs tíma litið er þetta ný búgrein sem er farin að skila verulegum arði. Hundruð starfa liggja í búgreininni og sífellt er boðið upp á nýbreytni sem laðar að fleiri ferðamenn og eflir greinina. Ferðaþjónusta bænda vekur okkur vissulega til umhugsunar um að sagan, landið og byggðin þurfa að fylgjast að ef vel á að takast. Það eru því mikil öfugmæli þegar því er haldið fram að innlend tollvernd matvæla hamli hér ferðaþjónustu. Mig langar í því sambandi að vitna til ályktunar frá sveitarstjórn Skagafjarðar þar sem þessi mál komu til umræðu nýlega. Þar var lýst áhyggjum vegna yfirlýsinga í þessa veru og síðan segir m.a.</p> <p>&#160;</p> <p><em><u>&#160;Nefndin vill vekja athygli á að einn helsti vaxtarbroddur í ferðaþjónustu á landsbyggðinni er matartengd ferðaþjónusta og að í henni felast ótal tækifæri, ekki síst tengd sérkennum einstakra svæða.&#160; Þá er bent á að víða á landsbyggðinni er ferðaþjónusta nátengd landbúnaði.&#160;</u></em></p> <p>&#160;</p> <p>Beint frá býli hefur haldið áfram að vaxa og dafna og má segja að þessi vaxtarsproti í íslenskum landbúnaði tengi saman hinar hefðbundnu framleiðslubúgreinar, úrvinnslugreinar og ferðaþjónustuna. Hefur þetta verið kærkomin og ánægjuleg viðbót við landbúnaðarflóruna og náð að skapa atvinnu og virðisauka heima í héraði.</p> <p>Lífrænn landbúnaður og eftirspurn eftir slíkum hollustu og gæðavörum er í vexti. Þar er nauðsynlegt að ríkissjóður komi til og leggi nokkuð að mörkum. Á vegum ráðuneytisins hafa nú verið unnar tillögur um stuðning við lífrænan landbúnað og framkvæmd þess er að verða að veruleika þó í litlu sé nú á þeim miklu niðurskurðartímum sem eru í öllum ríkisfjármálum.</p> <p>&#160;</p> <p>Í upphafi þessa árs skilað starfshópur um starfskilyrði í garðyrkju af sér skýrslu en sá starfshópur var skipaður <span>í framhaldi af&#160; viljayfirlýsingu sem var gerð í sambandi við</span> breytingu á samningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða á milli landbúnaðarráðuneytisins og Sambands garðyrkjubænda<span>&#160;</span> í júlí 2009.</p> <p>Hlutverk hópsins var að koma með tillögur til að auka hagkvæmni íslenskrar ylræktar með því að benda á leiðir til að, draga úr framleiðslukostnaði eins og með bættri orkunýtingu, efla þróun og nýungar almennt og auka möguleika greinarinnar almennt t.d. með útflutningi</p> <p>Í niðurstöðu hópsins kemur berlega fram að garðyrkja er mikilvægur þáttur í að tryggja matvælaöryggi þjóðarinnar .Sérstaða Íslands á sviði garðyrkju felst meðal annar í því að hér er stunduð framleiðsla allt árið um kring með hjálp endurnýtanlegrar orku í formi jarðvarma til hitunar og raforku til lýsingar í gróðurhúsum.&#160; Garðyrkja er gríðarlega mikilvægur þáttur í að tryggja matvælaöryggi okkar enda eins og segir á áliti hópsins “er réttur og skylda hverrar þjóðar að hafa aðgang að nægum og góðum, fjölbreyttum mat”.</p> <p>Mikilvægt er að hlúa að þessar búgrein og tryggja sjálfbærni og samkeppnisstöðu hennar til framtíðar</p> <p>&#160;</p> <p>Á þessu ári lauk umfangsmikilli úttekt á landshlutaverkefnunum í skógrækt sem nefnd á vegum ráðuneytisins vann. Fjöldi bænda stunda nú skógrækt undir merkjum verkefnanna. Með þessu verklagi hafa þeir öðlast reynslu og trú á þeim möguleikum sem í þessari ræktun felast.</p> <p>Skógræktarverkefnin hafa óefað lagt sitt af mörkum til að treysta byggð víða í sveitum sem sumar hverjar stóðu höllum fæti vegna breyttra aðstæðna og þróunar í landbúnaði. Kemur hér tvennt til, annars vegar fjárhagslegur hvati sem í verkefnunum býr en að mínu mati ekki síður trú á skógrækt sem búgrein og einnig þau jákvæðu félagslegu áhrif sem þeim hafa fylgt. Verkefnin eru nú það langt komin að skógrækt er tekin að skila nokkrum fjárhagslegum ábata sem tengist grisjun skóganna.</p> <p>Á síðustu árum hefur komið æ sterkar í ljós þýðing skógræktar við kolefnisbindingu. Þar hefur Ísland skyldum að gegna og hefur tekið á sig alþjóðlegar skuldbindingar. Það fer ekkert milli mála að skógræktin er ein okkar sterkasta og besta leið í þessari mikilvægu baráttu. Landshlutaverkefnin í skógrækt hafa eins og önnur viðfangsefni orðið fyrir skerðingu en nú er unnið að áætlun til næstu 10 ára, sem ég vona að treysti búgreinina í sessi til lengri tíma.</p> <p>&#160;</p> <p>Jafn og stöðugur vöxtur hefur verið í kornrækt sem hefur tvöfaldast á síðasta áratug. Framleiðslan var um 17 þúsund tonn á síðasta ári. Ýmislegt bendir til að slaki sé kominn í þá aukningu sem hefur verið á síðustu árum en jafnframt að hagkvæmt gæti verið að auka ræktunina og jafnvel þrefalda hana á næstu árum.</p> <p>Mikill hagur væri af slíkri aukningu. Er þar fyrst að nefna þjóðhagslega hagkvæmni sem felst í aukinni heimaöflun fóðurs. Kornrækt er einnig mikilvægur liður í bættri ræktunarmenningu sem hefur jákvæð áhrif á alla ræktun. Með því að auka hlut innlendrar fóðurframleiðslu dregur jafnframt úr áhrifum sveiflna á heimsmarkaðsverði. Með aukinni kornrækt er auknum stoðum skotið undir fjölbreyttari landbúnað auk þess sem rétt er að nefna að öflug kornrækt skiptir máli með hliðsjón af hlutverki landbúnaðarins í hagvörnum.</p> <p>Á undanförnum árum hefur framleiðsla og útflutningur eldisfisks verið vaxandi. Á árinu 2010 voru rúmlega 3000 tonn af bleikju framleidd til útflutnings og var verðmæti afurðanna um tveir milljarðar. Aðrar mikilvægar eldistegundir eru lax og þorskur. Heildarverðmæti útflutnings fiskeldisafurða var á síðasta ári um 4 milljaraðar. Gert er ráð fyrir að bleikjueldi haldi áfram að vaxa á næstu árum, en framleiðslan byggir m.a. á öflugu kynbóta- og þróunarstarfi hjá Hólaskóla.</p> <p>Laxveiði síðasta sumar var mjög góð. Um 75.500 laxar veiddust í stangveiði sem er næstbesta veiði frá upphafi. Tekjur bænda af leigu veiðivatna til stangveiða eru mjög mikilvægar. Víða um land skila þær miklu og eru í raun snar þáttur í búsetu í sumum héruðum. Stangveiði er mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu og skapar mörg störf í samfélaginu og ekki síst í hinu dreifðu byggðum. Samkvæmt rannsókn Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og Veiðimálastofnunar er velta í kringum stangveiði rúmir 12 milljarðar og í greininni eru 1.200 ársverk.</p> <p>Nytjar sjávarspendýra er eitt þeirra viðfangsefna sem eru til skoðunar í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Sjálfum er mér sem Strandamanni og Breiðfirðingi þessi málefni hugleikin. Okkur Íslendingum er mikilvægt að standa hér vel að málum, halda á rétti okkur og tapa honum ekki undir yfirþjóðlegt vald. Það gildir bæði um hvalina sem ekki heyra undir þá samkomu sem hér kemur saman en ekki síður nytjar sela sem við höfum þingað nokkuð um í ráðuneytinu undanfarið. Ísland er nú fyrir atbeina ráðuneytisins aðili að málsvörn selanytja norðlægra þjóða gagnvart Evrópusambandinu sem hefur lagt stein í götu allra viðskipta með selaafurðir.</p> <p>&#160;</p> <p><strong>Ágæta samkoma.</strong></p> <p>Síðasta Búnaðarþing var haldið undir fréttum um vaxandi skjálftavirkni við Eyjafjallajökul og Fimmvörðuháls. Engan óraði þó þá fyrir þeim ósköpum sem í vændum voru og hafa haft mikil áhrif á landbúnað í einu blómlegasta landbúnaðarhéraði landsins.</p> <p>Á útmánuðum 2010 fór mikill tími hjá starfsmönnum ráðuneytis í málefni sem tengdust náttúruhamförunum undir Eyjafjallajökli og sá sem hér stendur fór átta ferðir um gossvæðið til þes að geta fylgst sem gerst með. Í einni greinabestu fréttaskýringu ársins, áramótaskaupi ríkissjónvarpsins síðastliðið gamlárskvöld sáum við þess glögg merki að þetta hafði vakið athygli þó nokkuð væri nú orðum aukið að ráðherra hefði alla sína vasa fulla af gjósku Eyjafjallajökuls. Við úrlausn þessara mála skipti félagskerfi landbúnaðarins öllu máli og Bjargráðasjóður sem ýmis hafa viljað feigan á undanförnum árum kom sér nú í góðar þarfir. Það hefði vitaskuld verið enn betra að eiga þann sjóð jafn sterkan og hann var.</p> <p>Vísitala matvælaverðs eins og það er mælt hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er nú hærra en nokkru sinni og hefur nú hækkað samfellt átta mánuði í röð. Barátta mannkyns við matvælaöflun getur átt eftir að harðna og enginn vafi er á að ólgan við Miðjarðarhaf og í Miðausturlöndum tengist þessum verðhækkunum.</p> <p>&#160;</p> <p>Það sama gerðist þegar móðuharðindin íslensku urðu til þess að uppskerubrestur varð í Evrópu seint á 18. öld. Franska byltingin varð þegar fram liðu stundir upphaf að mikilli frelsishreyfingu alþýðu á Vesturlöndum og í hennar slóð fylgdi margt það besta sem við búum við enn þann dag í dag. Íslenska þjóðríkið er ekki fundið upp af Fjönismönnum heldur skilgetið afkvæmi þessarar alþjóðlegu gerjunar og það sama á við um nútíma lýðræði sem er tengt þjóðríkinu órjúfanlegum böndum. Við hljótum því að binda vonir við að uppreisn alþýðu í Miðausturlöndum skili samfélögum þeirra að lokum fram á veginn.</p> <p>En þessi staða kemur okkur Íslendingum einnig við og leggur okkur ríkar skyldur á herðar. Allar hugmyndir um að best sé og farsælast fyrir okkur að leggja af innlenda landbúnaðarframleiðslu en reiða okkur á innflutning verða nú ekki bara broslegar í efnalegu tilliti heldur siðlausar þegar horft er til þeirrar stöðu sem er í heiminum. Ísland býr yfir frjórri mold, hreinu vatni og miklu landi sem okkur ber skylda til að nýta skynsamlega.</p> <p>&#160;</p> <p>Með því að nýta þá möguleika sem við eigum til matvælaframleiðslu, til fulls erum við að leggja okkar af mörkum til að mæta síaukinni þörf heimsins fyrir matvæli. Miklir möguleikar felast í íslenskum landbúnaði. Auk þess að eiga hér land og vatn höfum við á að skipa öflugum bændum og vel menntuðu fagfólki. Rektor Landbúnaðarháskólans tjáði mér fyrir stuttu síðan að metaðsókn væri í búfræðinám við skólann. Unga fólkið sér tækifæri í landbúnaði og hefur áhuga á að feta þessa braut, það þó að leiðin til að koma upp nútíma búskap sé bæði grýtt og ströng. Í krafti og áhuga ungs fólks eru einnig mikil verðmæti fólgin. Framtíðin er í þeirra höndum en okkar hlutverk er að undirbúa þá framtíð sem best við getum</p> <p>&#160;</p> <p>Ég þakka gott hljóð og ítreka mínar bestu árnaðaróskir til Búnaðarþings 2011.</p> <br /> <br /> <br /> <br />

2010-10-28 00:00:0028. október 2010Aðalfundur Landssambands íslenskra útvegsmanna

<p><strong>Ágætu fulltrúar á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna</strong></p> <p>Ég vil hér í upphafi þakka fyrir að fá þetta tækifæri að ávarpa aðalfund Landssambands íslenskra útvegsmanna en þetta er í annað skipti sem ég geri það.</p> <p>Ýmislegt hefur drifið á dagana á þessu ári sem liðið er frá því ég var hérna síðast. Ætla ég að leyfa mér hér að nefna það helsta sem upp í hugann kemur.</p> <p><strong>Staðan</strong></p> <p><span>Sé litið til síðustu fimm fiskveiðiára</span> <span>hefur heildarafli í kvótabundnum tegundum minnkað töluvert samkvæmt Fiskistofu. Aflinn minnkaði t.d. um 13,9% á milli tveggja síðustu fiskveiðiára. Ef við lítum til ársins 2009 í heild sinni, þá var afli íslenskra skipa tæp 1.130 þúsund tonn, 153 þúsund tonnum minni en árið 2008.</span></p> <p>Heildarafli á fiskveiðiárinu 2009/2010 er helmingi minni en hann var fiskveiðiárið 2001/2002 sem er eitt af aflahæstu fiskveiðiárunum þegar litið er til þeirra ára sem miðað er við í fiskveiðiára viðmiðuninni frá 1991/1992. Helstu ástæður þessarar minnkunar má&#160; rekja til minni uppsjávarafla en afli í kolmunna, síld og loðnu er almennt minnkandi yfir tímabilið og þrátt fyrir auknar veiðar á makríl þá vega þær veiðar í magni ekki upp minni veiðar í framangreindum tegundum. Heildarafli í botnfiski sveiflast á tímabilinu og er öllu minni á síðasta fiskveiðiári en hann var fyrir fimm fiskveiðiárum síðan. Skel- og krabbadýraafli hefur aukist á tímabilinu sem horft er til.</p> <p>Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar nam aflaverðmæti íslenskra skipa&#160; rúmum 57 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins 2010, samanborið við 43,1 milljarð á sama tímabili 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpa 14 milljarða, eða 32,4% á milli ára.&#160; Aflaverðmæti nam rúmum 115 milljörðum króna og jókst um 16,4% frá árinu 2008, en var 2,8% minna ef mælt er á föstu verði.</p> <p>Ekki hef ég nýjustu upplýsingar um hag sjávarútvegsfyrirtækjanna, en sé tekið mið af rekstrarafkomunni eins og hún var fyrir fjármagnsliði 2008, virðist hægt að fullyrða að hún hljóti enn að teljast góð sé horft fram hjá skuldunum, en þær ætla ég ekki að gera að umræðuefni hér. Til stuðnings þessu vitna ég til þess sem fram kom í ræðu Arnars Sigurmundssonar formanns Samtaka fiskvinnslustöðva á aðalfundi samtakanna nú nýverið. Hann taldi að það stefni í 4% aukningu í útflutningsverðmæti sjávarafurða á þessu ári, þrátt fyrir styrkingu á gengi krónunnar frá áramótum. Hér skal þó tekið skýrt fram að greinin er fjölbreytt og meðaltalsútreikningar því varhugaverðir.</p> <p>Um hag annarra atvinnugreina verður ekki fjallað hér en víst er að hann er mjög misjafn og sumar eru enn í miklum sárum eftir bankahrunið. Það liggur alveg þó fyrir að mikilvægi sjávarútvegsins í þjóðarbúskapnum hefur aukist stórlega í kjölfar efnahagshrunsinsm og af því leiðir að ábyrgð okkar sem vinnum við þessa grein og um hana höfum að segja er mikil.</p> <p>Ég ætla enn að halda áfram að líta yfir farinn veg á þessu eina ári, en nóg er komið af talnaefni sem ég veit að þið þekkið sjálfir út í nokkurn hörgul.</p> <p><strong>Stefnan í sjávarútvegsmálum</strong></p> <p>Sú ríkisstjórn sem nú situr og hefur góðan meirihluta á Alþingi gaf út stefnuyfirlýsingu sína í upphafi líkt og aðrar ríkisstjórnir sem myndaðar hafa verið hér á landi. Í henni er sérstakur kafli sem helgaður er fiskveiðum. Þar eru tekin fram bæði það sem kallað eru brýn atriði og einnig að ríkisstjórnin ætli sér að endurskoða stjórn fiskveiða. Hér er því um veigamikla stefnuyfirlýsingu að ræða og ef það eru einhverjir hér inni sem halda enn að engin alvara fylgi þessum orðum þá segi ég við þá sömu – það er mikill misskilningur! Þó að við horfum bara á eitt atriði þá er verkefnið mikið þegar við tölum um það að skapa sátt meðal þjóðarinnar um eignarhald og nýtingu sjávarauðlindarinnar. Menn þurfa hreinlega að vera blindir að mínu mati til þess að sjá ekki að þjóðin mun ekki sætta sig við óbreytt ástand! En að þessu mun ég víkja síðar í ræðu minni.</p> <p>Lítum nú aðeins nánar á þessa tvo undirkafla stefnuyfirlýsingarinnar um fiskveiðar, bæði brýnu atriðin og sjálfa endurskoðunina til þess að sjá hvernig fram hefur gengið.</p> <p>Brýnu atriðin voru í stórum dráttum að: Knýja á um frekari fullvinnslu afla hérlendis, takmarka framsal á aflaheimildum, auka veiðiskyldu og endurskoða tilfærslur á heimildum milli ára, stofna auðlindasjóð, vernda grunnslóðina, skipa ráðgefandi hópa og heimila frjálsar handfæraveiðar smábáta yfir sumarmánuðina.</p> <p>Þegar ég lít yfir þessa upptalningu, og fer ekkert út í smáatriðin,&#160; þá er það mín niðurstaða að í nær öllum ef ekki öllum tilvikum hefur náðst verulegur árangur í samræmi við sjálfa stefnuyfirlýsinguna. Þarf ég ekki að nefna annað en strandveiðarnar, breytingar á tilfærslum og sjálfan skötuselinn heittelskaða.</p> <p>Skoðum nú á sama hátt undirkaflann um endurskoðun á stjórn fiskveiða. Í þeim kafla er áskilið eins og áður sagði að ríkisstjórnin muni hefja slíka endurskoðun. Í stefnuyfirlýsingunni eru tiltekin sex markmið sem hafa beri í huga við slíka endurskoðun. Fjögur fyrstu markmiðin eru gamalkunn og eiga sér beina tilvísun til núgildandi laga um stjórn fiskveiða. Þessi fjögur eru í stuttu máli: stuðla að vernd fiskistofna, stuðla að hagkvæmri nýtingu auðlinda sjávar, treysta atvinnu og efla byggð í landinu.</p> <p>Markmið fimm og sex eru hins vegar af öðrum toga og eiga sér ekki hliðstæðu í núgildandi lögum um stjórn fiskveiða. Markmið númer fimm segir að skapa skuli sátt meðal þjóðarinnar um eignarhald og nýtingu auðlinda sjávar og það sjötta segir í stuttu máli að leggja skuli grunn að innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda.</p> <p><span>Í stefnuyfirlýsingunni er síðan tiltekið að s</span><span>kipaður verði starfshópur er vinni að endurskoðuninni og kalli til samráðs hagsmunaaðila og sérfræðinga. Engin sérstök skilyrði eru hins vegar sett fram um skipan þessa hóps og líta ber svo á að ég hafi haft um það frjálsar hendur.</span></p> <p><strong>Starfshópurinn</strong></p> <p>Það er varla að ég þurfi að fara yfir sögu þessa máls svo kunn er hún öllum en í stuttu máli ákvað ég að setja á laggirnar mjög breiðan vinnuhóp sem allir aðilar fengu sæti í er vildu. Vinnuhópurinn var skipaður 1. júlí 2009 og tók rúmlega ár til starfa síns. Hann skilaði af sér mikilli skýrslu með fylgigögnum þann 6. september síðastliðinn. Vil ég nota tækifærið hér og enn og aftur þakka þeim sem að komu. Ýmsir hafa undanfarið stigið fram og fundið skýrslu hópsins margt til foráttu en það þarf hins vegar ekki að koma á óvart að menn túlki einstaka þætti hennar út frá sínu hagsmunalegu sjónarhorni. Ég er samt ekki í þeim hópi og segi að vel hafi tekist til miðað við aðstæður. Skýrslan gerir á skilmerkilegan hátt grein fyrir mismunandi sjónarmiðum, dregur fram þau atriði sem mest sátt er um en tiltekur jafnframt á heiðarlegan hátt atriði sem minni sátt er um. Að lokum eru settir fram valkostir í framhaldi málsins. Ég veit ekki hvað menn gátu farið fram á meira!</p> <p><strong>Næstu skref</strong></p> <p>Næsta skref í endurskoðun á stjórn fiskveiða samanber stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er að sérstakur starfshópur innan ráðuneytisins, með þáttöku utanaðkomandi sérfræðinga, hefji vinnu við sjálfa frumvarpssmíðina. Grunnskipulagningu er að mestu lokið og ég á ekki von á öðru en allt sé að komast á fulla ferð. Skýrsla vinnuhópsins mun koma að fullum notum við þessa vinnu. Ekki hefur enn verið útfært hvernig samráði við hagsmunaaðila verður hagað meðan á vinnu þessari stendur en það verður viðhaft eftir því sem eðlilegt og nauðsynlegt er. Vinnunni verður hraðað eftir mætti en á þessu stigi er ekki hægt að tilgreina hvenær henni lýkur.</p> <p>Ég hef hér gert fortíðina að nokkru umræðuefni og það má spyrja sig hvers vegna ég geri svo. Jú, með þessari umfjöllun sést að fylgt er heildstæðri stefnu í sjávarútvegsmálum þjóðarinnar og hér er hvergi hvikað. Ummælum um annað vísa ég til föðurhúsanna. Stefnan er mörkuð en það er jafnframt skýr vilji til umræðu í leit að bestu lausn. Það hafa á þessu ári átt sér stað breytingar og það eru fleiri breytingar í farvatninu og ástæðan fyrir þeim á sér þær djúpar rætur sem allir þekkja. Framan í þessar breytingar þurfa menn að þora að horfa og taka þátt í þeim af opnum hug en ekki stinga höfðinu í sandinn. Það færir engum neitt.</p> <p><strong>Nýr sáttmáli</strong></p> <p>Það er komið að nýjum sáttmála í sjávarútveginum eða líkt og “new deal” sá er Roosvelt Bandaríkjaforseti kom á árið 1933. Hann sat undir því að vera kallaður kommúnisti í upphafi þess máls og þótti ekki lítið skammaryrði á þá daga í henni Ameríku. Ég held samt að það sé almenn og viðurkennd skoðun manna nú að einmitt þessi sáttmáli hafi leitt hina miklu þjóð út úr kreppunni miklu.</p> <p><strong>Aukning aflaheimilda</strong></p> <p><span>Það er mjög eðlilegt við þær aðstæður sem nú eru í efnhags- og atvinnulífi þjóðarinnnar að menn horfi til þess hvort hægt sé að auka afrakstur fiskveiðiauðlindarinnar. Komið hafa áskoranir víða af landsbyggðinni um að kannað verði hvort hægt sé að auka aflaheimildir í einstaka fisktegundum tímabundið. Ég hef fullan skilning á þessu þó svo að við verðum að gæta okkar á því að fara að öllu með gát og tryggja sjálfbærni veiðanna. Ég mun því kanna þetta mál til hlýtar á næstunni. Hér tiltek ég sérstaklega að þegar og ef kemur til úthlutunar slíkra heimilda í þorski þá mun ég hafa samráð um þær úthlutanir við þann samráðsvettvang sem stofnaður hefur verið um m.a. nýtingarstefnuna í þorski með ykkar aðkomu. Þannig verði tryggt að sjálfbærni veiðanna haldist. Ég geri svo ráð fyrir að þessi mál verði mjög í umræðunni</span> <span>á næstu vikum.</span></p> <p><strong><span>Makríllinn</span></strong></p> <p>Næst ætla ég að gera a umtalsefni sjálfan makrílinn. Þó að á ýmsu öðru hafi gengið þá held ég að skipan fiskveiðistjórnunar í makríl á þessu ári og samvinna ráðuneytisins og útgerðarinnar hafi í öllum aðalatriðum skilað frábærum árangri eða hvað segja menn annars um mögulega þreföldun verðmæta sem gætu orðið 15 milljarðar. Jafnframt hefur skapast grunnur fyrir mismunandi útgerðaform, bæði stóra og smáa til að stunda þessar veiðar sér sjálfum og þjóðinni til hagsbóta. Samkvæmt nýjustu tölum frá Fiskistofu er nú búið að veiða a.m.k. 122 þúsund tonn en lokauppgjör hefur ekki farið fram. Fyrir virðist þó liggja að það magn sem unnið var til manneldis&#160; sé um 60% en 40% hafi gengið til bræðslu. Þessar tölur verður að skoða í samhengi við 5% vinnsluhlutfall 2008 og þeirra 20% sem unnin voru til manneldis á síðasta ári. Þetta eru gleðitíðindi sem þýða eins og áður sagði mikil verðmæti og einnig verulega atvinnusköpun sem alls ekki má gleyma nú á þessum erfiðu tímum! Ég vill því nota tækifærið og óska okkur öllum til hamingju með þetta.</p> <p>Af makrílviðræðunum er það að frétta að Noregur lagði til í morgun að hlutdeild Íslands í makrílveiðunum á næsta ári yrði 3,1% og lýsti Evrópusambandið stuðningi við tillöguna. Afstaða Norðmanna kemur í sjálfu sér ekki á óvart enda hafa þeir ekki sýnt neinn sveigjanleika í samningaviðræðunum fram að þessu. Afstaða ESB vekur hins vegar furðu þar sem óformlegar viðræður höfðu farið fram milli Íslands og ESB á síðustu dögum um miklu hærri hlutdeild Íslands. Við tókum þátt í þessum viðræðum í góðri trú en svo virðist sem það hafi ekki verið gagnkvæmt. Ljóst er að tillaga Noregs og ESB er með öllu óraunhæf þegar litið er til upplýsinga um stóraukna göngu makríls í íslensku lögsöguna á undanförnum árum og fæðunám hans þar. Til samanburðar er rétt að hafa í huga að hlutfall Íslands í heildarveiðunum í ár er 17%. Við Íslendingar eigum skýlausan rétt samkvæmt hafréttarsamningnum til veiða á makríl í okkar lögsögu sem ekki verður frá okkur tekinn meðan Ísland er fullvalda ríki. Við munum áfram beita okkur fyrir samkomulagi við hin strandríkin um heildarstjórnun makrílveiða á komandi árum sem tryggir ábyrgar og sjálfbærar veiðar.</p> <p><span>&#160;</span><strong>Aðildarviðræðurnar</strong></p> <p>Lítil þjóð í stóru og gjöfulu landi hlýtur alltaf að heyja baráttu fyrir tilvist sinni og fullveldi. Sú barátta hefur raunar litað íslenskt stjórnmálalíf um aldir. Og sú barátta stendur ofar dægurþrasi um skipan mála hér innanlands.</p> <p>Fyrir sjávarútvegsráðuneytið er það gríðarleg áskorun og þýingarmikið að undirbúa og fara í gegnum samninga við aðrar þjóðir sem jafnvel eru taldar í hundruðum milljóna með tilheyrandi styrk. Þessvegna er okkur mikilvægt að tryggja samstöðu þjóðarinnar að baki okkur, eins og við höfum skynjað í yfirstandandi makrílviðræðum. Þar starfa hlið við hlið fagaðilar úr ráðuneyti og frá hagsmunasamtökum og þar er samstaða innan stjórnmála og stjórnsýslu.</p> <p>Um hitt er lýðræðislegur ágreiningur hvaða leiðir skuli fara varðandi framtíðarsamband okkar þjóðar við Evrópusambandið og mögulega inngöngu í það. Makrílviðræðurnar hafa samt fært mér heim sanninn um það hversu gríðarlega mikilvægt það er fyrir Ísland að eiga sjálfstæða fullvalda rödd í þeim viðræðum. Það eru fjögur fullvalda ríki sem semja um þessi mál, Ísland er eitt þeirra, Færeyjar annað, Noregur þriðja en það fjórða er Evrópusambandið. Þannig eiga makrílþjóðir eins og Bretar og Spánverjar, með langa sögu af makrílveiðum, ekki sjálfstæða rödd í þessum viðræðum. Þess í stað situr Evrópusambandið&#160; beggja megin borðs í málefnum þessara þjóða, deilir og drottnar. Þegar kemur að flökkustofnum í hafinu getur enginn ágreiningur verið um það að fullveldi ESB ríkjanna er ekki fyrir hendi.</p> <p><span>Þessi þáttur ESB umræðunnar hér á landi vill stundum verða útundan og er miður því hagsmunir okkar eru miklir af því að hafa fullt og óskorað samningsumboð þegar kemur að veiðum á</span> <span>síld, loðnu, kolmunna, rækju, karfa og makríl. Varlega áætlað afla þessir stofnar tæpan helming af heildarverðmæti sjávarafurða okkar.</span></p> <p>Bæði í þessu máli og hinni meira hefðbundnu umræðu um fiskveiðilögsöguna er það fleira og stærra sem bindur okkur saman en það sem aðskilur hvort sem við horfum á það út frá skoðunum, hagsmunum eða hinni pólitísku umræðu eins og hún stendur í landinu nú og mun væntanlega næstu misseri.</p> <p>Það er mikið gert út á það í málflutningi þess ágæta fólks sem vill að Ísland gangi í ESB að í sjávarútvegsstefnu ESB gildi framar öðru reglan um hlutfallslegan stöðugleika. Það er góð regla og síst ástæða til að draga úr mikilvægi hennar fyrir grónar fiskveiðiþjóðir. Með þeirri reglu er mörkuð sú stefna að fiskveiðiheimildum er úthlutað út frá veiðireynslu og vitaskuld er það þá styrkur okkar að hafa hér 200 mílna lögsögu sem vannst í síðustu lotu sjálfstæðisbaráttu okkar.</p> <p>En um hitt er minna talað að reglan um hlutfallslegan stöðugleika er hvorki bundin eldri stjórnarskrám sambandsins né svokölluðum Lissabonsáttmála. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika er regla sem ráðherraráð ESB getur breytt með einföldum meirihluta og á undanförnum árum hafa komið upp umræður um að það skuli gert. Engir samningar sem gerðir væru við Ísland í þessu máli stæðust slíka samþykkt ráðherraráðsins og síðan eftir atvikum úrskurði Evrópudómstólsins.</p> <p>Það sama gildir raunar um þær samningaviðræður sem nú eru að fara af stað þar sem heyrst hefur það sjónarmið að Ísland geti náð tímabundnum eða jafnvel varanlegum samningum um að 200 mílna lögsaga okkar yrði viðurkennd sem sérstakt fiskveiðisvæði undir stjórn Íslendinga. Slíkir samningar yrðu líkt og fiskveiðisamningar sem ESB gerði við Breta aðeins blekking því þegar kæmi til kasta Evrópudómstólsins stæðust þeir aldrei grundvallarlög sambandsins.</p> <p>Samningar um aðild að ESB eru því vandmeðfarnir, umræðan þarf að vera vönduð og það er mikilvægt að við horfum þar til langrar framtíðar, á hagsmuni afkomenda okkar og lítum á heildina í stóru sögulegu samhengi. En við þurfum líka á þessum tímum að huga að hinu náttúrufræðilega samhengi hlutanna. Á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar í lífríknu og þær munu halda áfram. Við hlýnun sjávar er næsta víst að hingað koma tegundir líkt og makríllinn sem áður voru á suðlægari slóðum. Þær verða hér í kosti og það sem þær nýta af fæðu í okkar landhelgi gagnast ekki að sama skapi öðrum tegundum. Þess vegna verða hagsmunir okkar vegna flökkustofnana enn meiri eftir því sem árin líða og reglan um hlutfallslega stöðugleika getur þá leikið okkur grátt en það er í anda hennar að ætla okkur Íslendingum 3,1% af heildaraflamarki í makríl.</p> <p><strong>Lokaorð</strong></p> <p>Allt þetta skulum við hafa í huga í þeirri umræðu sem framundan er. Sem ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála hef ég mótmælt því ESB aðlögunarferli sem nú á sér stað og mun ekki fallast á að málefni þau sem falla undir ráðuneytið verði aðlöguð að regluverki ESB meðan aðild hefur ekki verið ákveðin í þjóðaratkvæðagreiðslu.</p> <p>Ég vill svo að lokum þakka fyrir áheyrnina og óska ykkur alls velfarnaðar á ykkar aðalfundi.</p>

2010-10-14 00:00:0014. október 2010Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn í Reykholti 8. -9. október 2010

<p>Ágætu skógareigendur.</p> <p>&#160;</p> <p>Í einni svipan við samantekt þessa ávarps, hugleiddi ég þetta orð – <strong>skógareigendur.&#160;</strong> Fyrir 20 árum var það varla til en nú ávarpa ég hóp manna sem bera stoltir þetta heiti – skógarbændur/ skógareigendur.</p> <p>Með tilkomu landshlutaverkefnanna í skógrækt urðu straumhvörf í skógrækt í landinu.</p> <p>Ákveðið var af Alþingi að gera tilraun með hvort gerlegt væri að rækta nytjaskóg í miklum mæli og með það að markmiði að hér yrði til skógarauðlind sem í áranna rás gæti fullnægt þörfum þjóðarinnar hvað stóran hluta af trjáviði varðaði.</p> <p>Auðvitað var þetta ekki hægt nema fá bændur í lið með sér og þeim falin framganga verksins.&#160; Þeir áttu jarðirnar – þá vantaði fjölbreyttari búskap og þeir höfðu áhugann.</p> <p>Ég ætla ekki að rekja sögu landshlutaverkefnanna en undirstrika að með tilkomu þeirra hófst til vegs ný búgrein hér á landi – skógrækt – og hver sem vill sjá verður að viðurkenna að allt útlit er fyrir að markmið um raunverulega nytjaskógrækt á Íslandi náist.</p> <p>Á þeim tíma sem verkefnin hafa starfað sem ekki er langur tími í ræktun skóga, er það samt svo að hér er standandi skógur á um 15 þúsundum hekturum lands. Úr þessum skógi má ætla að eftir þrjá áratugi muni fást iðnviður talinn í tugum þúsund rúmmetra á ári og<span>&#160;</span> um 10-20 þúsund<span>&#160;</span> rúmmetrar af borðviði eftir annan eins tíma.</p> <p>Á næstu 100 árum sem er talin að jafnaði vera eðlileg lotulengd skógar eða þá er kominn tími til að fella skóginn munu rúmlega 40 þúsund rúmmetrar af iðnvið og borðvið verða til á þessum 15,5 þúsund ha. Samt er einungis reiknað með að helmingur skógarins verði felldur þó svo að tími sé kominn á lokafellingu hans.</p> <p>Þetta er því ekki lítil auðlind sem hér er að vaxa og núverandi kynslóð afhendir afkomendum sínum</p> <p>En fleira hefur fylgt þessari skógrækt.<span>&#160;</span> Fjöldi starfa hefur skapast fyrir vel menntað fólk heima í héruðum og starfsemi verkefnanna hefur skapað fjölda afleiddra starfa s.s. verslun og þjónustu.<span>&#160;</span> Þessu hafa heimamenn á starfssvæðum verkefnanna tekið eftir og ef heldur áfram sem horfir verður enn frekari aukning á þessum vettvangi.<span>&#160;</span> Skógurinn stækkar – afurðirnar aukast og kalla á frekari úrvinnslu.<span>&#160;</span> Það er einn þátturinn sem nauðsynlegt er að huga vel að.<span>&#160;</span></p> <p>Ég fullyrði að landshlutaverkefnin hafa treyst byggð – ekki aðeins til sveita heldur og í dreifbýlinu öllu.</p> <p>Því er ekki að neita að stundum heyrast úrtöluraddir varðandi þessa landshlutabundnu skógrækt sem ég er sannfærður um að sett er fram vegna vanþekkingar – ekki aðeins á verkefnunum sjálfum og hlutverki þeirra – heldur og vegna þröngra sjónarmiða – jafnvel öfgakenndra sem sjá ofsjónum yfir því hve vel hefur miðað í skógræktinni.&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p><strong>&#160;</strong></p> <p>Eins og ykkur er kunnugt um hefur undanfarna mánuði verið starfandi nefnd á vegum ráðuneytisins með það hlutverk að vinna að langtímastefnumótun fyrir íslenska nytjaskógrækt og er formaður hennar Jón Birgir Jónsson.</p> <p>Nefndin hefur lokið störfum en enn hefur mér ekki gefist nægur tími til að kynna mér til hlítar innihald tillagna hennar og greinargerðir.</p> <p>Í skýrslunni er víða komið við en ég veit að Valgerður Jónsdóttir framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga mun fjalla um hana hér í erindi sem hún mun flytja til ykkar hér á eftir og mun ég því láta henni eftir að gera henni ítarlegri skil.</p> <p>En ég vil þó drepa á fáein atriði sem koma fram í skýrslunni svo og einnig að varpa fram nokkrum spurningum sem ég tel rétt að skógarbændur velti fyrir sér á þrengingartímum.</p> <p>Í samantekt skýrslunnar segir m.a.:</p> <p>Aukinn almennur skilningur er á jákvæðum áhrifum skóga á umhverfið meðal annars þýðingu hennar sem aflmikilli mótvægisaðgerð gegn uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti.. Aukin skógrækt er tvímælalaust einn besti valkostur Íslendinga til að mæta skuldbindingum sínum í þessu mikilvægasta umhverfismáli nútímans.</p> <p>Í kjölfar efnahagshruns þjóðarinnar hefur orðið samdráttur á fjárveitingum hins opinbera. Það er mat nefndarinnar að leita verði allra leiða til sem minnst dragi úr skógrækt við þessar aðstæður og að skipulag og framkvæmd verkefnanna taki mið af því að skógrækt verði aukin og efld í náinni framtíð.</p> <p>Áratuga reynsla er nú komin á starfsemi landshlutaverkefnanna. Þótt árangur af starfsemi þeirra sé góður, má að mati nefndarinnar, ýmislegt bæta í framkvæmd þeirra er myndi styrkja rekstur þeirra og auka árangur í skógrækt.</p> <p>Í skýrslunni er lagt til að langtímaáætlun um framkvæmdir landshlutaverkefnanna verði gerð til 40 ára en landshlutaáætlanir verði einungis til 10 ára en báðar endurskoðaðar á 5 ára fresti. Ég hef ákveðið að leggja fyrir Alþingi nú í vetur langtímaáætlun og mun fela ráðuneyti mínu að vinna hana og mun ég fylgjast með henni og skulu tillögur nefndarinnar hafðar til viðmiðunar.</p> <p>Í nefndaráliti segir m.a. „að núverandi fyrirkomulag og rekstur landshlutaverkefnanna miðað við samdrátt í fjárveitingum, þarfnist endurskoðunar til að treysta framgang nýræktunar skóga í landinu og einnig eru tilnefndir aðrir möguleikar sem æskilegt er að skoða .“</p> <p>Þar sem starfstími stjórna verkefnanna er útrunninn og nauðsynlegt að skipa nýjar eða framlengja störf fyrri stjórna mun ég íhuga hvort og þá hvernig eigi að standa að skipun nýrra stjórna og leita þar umsagna verkefnanna sjálfra og skógareigenda.<span>&#160;</span> Með öðrum orðum – ég mun ekki umbylta því sem fyrir er nema að vel íhuguðu máli.<span>&#160;</span> Einn af möguleikunum er að skipuð verði ein stjórn fyrir öll verkefnin.</p> <p>Já það er hart í ári og dregið úr fjárveitingum á flestum sviðum – svo er einnig hvað skógræktina varðar og landshlutaverkefnin.</p> <p>Mér er ljóst að þessi óhjákvæmilegi niðurskurður mun bitna á starfi þeirra en hitt er líka sannfærður um að skógrækt í því formi sem hún hefur nú sannaði sig í sl. 20 ár – í höndum bænda og undir leiðsögn fagfólks og með stuðningi íbúa skógræktarsvæðanna á mikla framtíð fyrir sér.</p> <p>Höfum samt í huga að verkefnin - með sínar stjórnir heimamanna - hafa gengið vel.</p> <p>Ég endurtek það sem ég sagði áður, að allar breytingar mun ég kanna gaumgæfilega áður en núverandi kerfi verður lagt til hliðar og það mun ég gera í samvinnu við ykkur.</p> <p>Góðir aðalfundarfulltrúar.</p> <p>Þegar Héraðsskógar voru stofnaðir fyrir 20 árum var markmiðið að gera tilraun hvort takast mætti að rækta timburskóg með fjölbreyttan iðnað að leiðarljósi.<span>&#160;</span> Í tímans rás hefur markmiðunum fjölgað og nú ræktaðir skógar undir fjölda heita s.s. landbótaskógur, fjölnytjaskógur, skjólbelti og iðnviðarskógur og svo mætti áfram telja.<span>&#160;</span> Allt er þetta af hinu góða og ört vaxandi skilningur er bæði hér á landi sem annars staðar í heiminum á fjölþættu gildi skóganna.<span>&#160;</span> Mýmörg dæmi sýna líka hve skaðvænlega áhrif það hefur að fjarlægja skóga eða eyða þeim á annan hátt.</p> <p>Ein ástæða þess að markmið landshlutaverkefnanna fjölgað og urðu víðtækari er sá almenni áhugi um allt land sem þessi verkefni kveiktu.<span>&#160;</span> Á Vestfjörðum sem á Vopnafirði ; í Skagafirði sem á Skeiðum; - í Öræfum sem í Eyjafirði var óskað eftir starfsemi þeirra.<span>&#160;</span> Ljóst er hins vegar að þótt alls staðar sé hægt að rækta skóg eru skilyrðin mismunandi.<span>&#160;</span> Nú má velta því upp þegar þrengir að hvaða skógrækt á að leggja áherslu á og hvers konar skógrækt má frekar bíða.<span>&#160;</span> Breyta má áherslum tímabundið.</p> <p>Að síðustu get ég ekki látið hjá líða að minna ekki á það sem kemur fram í áliti nefndarinnar og varðar kolefnisbindinguna.<span>&#160;</span> Íslendingar, fárra þjóða, hafa möguleika á að nýta sér kolefnisbindingu skóganna og skjótt gera skipast veður á þeim vettvangi.<span>&#160;</span> Hver veit nema stjórnvöld nýti sér þennan möguleika enn frekar og leggi fram fjármagn í skógrækt umfram það sem áætlað er með það að markmiðið að vinna gegn uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda.</p> <p>Nýkomin er út MS ritgerð eftir Valgeir Stefánsson sem ber heitið Framtíðarþróun, úrvinnsla og markaðssetning afurða í skógrækt á Íslandi.<span>&#160;</span> Í inngangi þeirrar skýrslu leggur höfundur út frá því að stjórnvöld þurfi að svara því hvort nytjaskógrækt eigi framtíð fyrir sér eða hvort skógrækt framtíðarinnar snúist fyrst og fremst um að græða upp land og efla græn svæði.<span>&#160;</span></p> <p>Skógrækt sem atvinnugrein er landbúnaður sem hefur þegar skilað miklum árangri sem slíkur og það mun enn betur sannast á næstu árum.</p> <p>Megi aðalfundur ykkar ganga vel, - starf ykkar blessast og bera góðan ávöxt.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2010-10-14 00:00:0014. október 2010HaustfundarHeilbrigðiseftirlits sveitarfélaga með Umhverfisstofnun, Matvælastofnun, umhverfisráðuneytiog sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, 13. október 2010

<p>Ágæta samkoma.</p> <p><span>Það er mér ánægja að fá að ávarpa ykkur hér á h</span><span>austfundi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.</span></p> <p>Ég vil þakka það framtak að efnt skuli til fundar þar sem opinberir aðilar sem sinna matvælaeftirliti hittast, bera saman bækur sínar og ræða það sem efst er á baugi. Ræða það sem vel er gert eða það sem betur má fara í starfseminni. &#160;</p> <p>Það hefur ekki farið framhjá neinum sem að matvælaeftirlitli og matvælaframleiðslu koma að 1. mars 2010 tók gildi <em>“ný matvælalöggjöf</em>”.</p> <p>Um var að ræða breytingar á lögum um matvæli. Lagabreytingarnar fólu í sér að gerðar voru breytingar á matvælalögunum sjálfum, þar sem slíkar breytingar voru nauðsynlegar vegna EES-löggjafar. Jafnframt fólu lagabreytingarnar í sér að ráðuneytið fékk skýrar heimildir til að setja reglugerðir til að innleiða EES-gerðir. &#160;Meginefni nýrrar matvælalöggjafar er þannig að finna í gerðum Evrópusambandins sem byggðar eru á EES samningum.</p> <p><span>Auk efnisákvæða matvælalaganna sjálfra, sem eru tæp 30 ákvæði, er búið að gefa út um 30 reglugerðir sem innleiða yfir 50 reglugerðir, tilskipanir og ákvarðanir Evrópusambandsins á þessu sviði. Ný gjaldskrá fyrir MAST hefur verið gefin út og auk þess ný reglugerð um birtingu niðurstaðna úr eftirliti með áburði.</span></p> <p>Þetta var gert á einu bretti og undir allar þessar reglugerðir þurfti ég að skrifa. Ég vona að viðstaddir gerir sér grein fyrir því að það var ekki beinlínis efst á mínum óskalista.&#160; Reglugerðir koma aldrei í staðinn fyrir heilbrigða skynsemi og þekkingu.</p> <p>Efnislega er hér um mikla löggjöf að ræða og ítarlega. Þessi löggjöf mun hafa víðtæk áhrif á matvælaframleiðendur og eftirlitsaðila og ég veit að þið sem hér eruð inni voruð ekki alltaf á eitt sátt um efni hennar og túlkun í öllum atriðum, en við getum verið sammála um það að á matvælalöggjöfinni voru gerðar breytingar sem voru nauðsynlegar og tímabærar.&#160; Minnumst þess einnig að við erum liðlega 300 þúsund manna þjóð í dreifbýlu landi.</p> <p><span>Við skulum heldur ekki gleyma því að eftir samþykkt lagabreytinganna 1. mars 2010 gilda engin ákvæði laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit um matvælaeftirlit. Þannig er nú endanlega orðinn fullur aðskilnaður milli matvælaeftirlits og mengunareftirlits í lagalegum skilningi.</span></p> <p>&#160;</p> <p>Góðir gestir !</p> <p>&#160;</p> <p>Mig langar að drepa á fimm atriði sem mér þykja mikilvæg og þurfa skoðunar við á næstum mánuðum.<span>&#160;</span> <span>&#160;&#160;</span></p> <p><strong><span>a.</span> <u>Leiðbeiningar um góðar starfsvenjur</u></strong></p> <p><span>L</span><span>öggjöfin hvetur til þess að gerðar verði leiðbeiningar um góðar starfsvenjur með tilliti til hollustuhátta og beitingar meginreglna um greiningu hættu. Þessar leiðbeiningar um góðar starfsvenjur þarf að semja í samráði við fulltrúa hagsmunaaðila á hverju sviði matvælaframleiðslu.</span></p> <p><span>Ég hvet menn eindregið til að taka hér höndum saman og vinna að gerð þessara leiðbeininga.</span></p> <p><strong><u>b. Merkingar matvæla</u></strong></p> <p>Eftirlit með merkingum matvæla hefur verið mér hugleikið sem ráðherra. Það er skoðun mín að neytendur eigi kröfu á skýrum og greinargóðum upplýsingum um innihald og uppruna matvæla. Reglugerð um upprunamerkingar grænmetis tók gildi síðasta sumar. Ég hef ekki heyrt annað en að hún hafi gefist vel. Ráðuneytið er nú að vinna að setningu reglugerðar um merkingar og rekjanleika erfðabreyttra matvæla sem ég vona að taki gildi innan ekki mjög langs tíma.</p> <p>Neytendur eiga rétt á upplýstu vali um matvæli sem þeir neyta. En það dugar ekki að setja reglur um merkingar ef þeim er ekki framfylgt. Ég heyri gagnrýnisraddir sem telja að á markaðinum séu merkingar sem ekki standast lög.&#160; Ég hvet MAST og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna til að taka til skoðunar hvort eftirlit með merkingum matvæla sé fullnægjandi.</p> <p><strong><u>c. Framsal eftirlits &#160;</u></strong></p> <p>Það voru gerðar breytingar á verkaskiptingu milli MAST og&#160; heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna við matvælaeftirlit eins og þið þekkið öll vel. Í lögunum er þó heimild til handa stofnuninni og heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna til að fela hvort öðru að annast tiltekin verkefni sem eru á verksviði þessara aðila.</p> <p>Ráðuneytið hefur ekki talið skynsamlegt að koma að þessu máli á þessu stigi&#160; Ég lít svo á að þessi framsalsmál séu í ykkar höndum, eftirlitsaðilanna, og bið ykkur að setja málið í forgang.</p> <p><strong><u>d. Eftirlit með fæðubótarefnum</u></strong></p> <p><span>Með breytingum á matvælalögunum voru ákvæði matvælalaganna gerð skýrari hvað varðar fæðubótarefni og hvenær megi markaðsetja þau.</span> <a id="G11M1" name="G11M1">Óheimilt er þannig að flytja til landsins eða markaðssetja matvæli, þ.m.t. fæðubótarefni, sem innihalda lyf samkvæmt skilgreiningu lyfjalaga.</a><span><span>Þetta voru löngu tímabær ákvæði enda mikil aukning á markaðsetningu á fæðubótarefnum hérlendis hin síðari ár</span><span>.</span></span></p> <p>Ýmsir aðilar, þar með talið heilbrigðisráðuneytið, hafa lýst yfir áhyggjum með eftirlit fæðubótarefna og sagt að lítið eftirlit sé með innflutningi þeirra. Hér þurfa MAST og heiðbrigðiseftirlit sveitarfélaganna að taka höndum saman og skoða hvort brotalamir séu í eftirliti með fæðubótarefnum og ef svo er að bæta úr.</p> <p><strong><u>e. Setning sérreglna á grundvelli landslaga</u></strong></p> <p>Síðast en ekki síst vil ég nefna að með nýju matvælalöggjöfinni eru heimildir fyrir því að setja “sérreglur” byggðar á landslögum. Þannig gildir reglugerð ESB nr. 853 frá 2004, sem fjallar um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu, ekki um smásölu og beina afhendingu framleiðenda á litlu magni frumframleiðsluvara til neytanda.</p> <p>Við þurfum á næstu vikum og mánuðum að ræða meðal annars hvernig við viljum sjá eftirlit með vinnslu matvæla úr dýraafurðum hjá smáum framleiðendum sem selja beint til neytenda.</p> <p>Góðir gestir!</p> <p>Ef þörf er á þátttöku ráðuneytisins vegna vinnu við ofangreint, mun ekki standa á okkur í ráðuneytinu að létta þar undir. Ég vil líka segja ykkur hér að minn vilji stendur til að efla matvælasvið ráðuneytisins og hefja það upp til þeirra vegsemdar sem það á skilið.</p> <p>Á rúmum fjórum árum hefur stofnunin, sem við núna köllum Matvælastofnun eða MAST, gengið í gegnum veigamiklar breytingar. &#160;</p> <p>Það er mat ráðuneytisins að þessi breyting hafi verið mjög til bóta. Betri yfirsýn fékkst yfir þennan mikilvæga málaflokk og ákvarðanataka varð einfaldari og skilvirkari. Sérhæfing starfsfólks varð jafnframt meiri en áður. Það var líka von manna að eftirlit eins eftirlitsaðila - MAST, í stað þriggja áður, kæmi í veg fyrir mismunandi framkvæmd eftirlits gagnvart eftirlitsþolum. &#160;Ég trúi því að eftirlitsþegar og aðrir viðskiptavinir MAST hafi fundið fyrir þessum stjórnkerfisbreytingum með jákvæðum hætti.</p> <p>Ein meginástæða þess að allt matvælaeftirlit ríkisins var fært undir eina stofnun og eitt ráðuneyti var sú staðreynd að ríkisstjórnin hafði samþykkt yfirtöku á matvælalöggjöf Evrópusambandsins. Þessi löggjöf gerir minni greinarmun á tegundum afurða og matvæla en eldri löggjöf þannig að hefðbundin skipting milli sjávar-, landbúnaðar- og grænmetisafurða og unninna matvæla varð óljósari. Þessi löggjöf virti þannig ekki hið eldra skipulag stjórnarráðsins.</p> <p><span>Löggjöfin gerir einnig ríkar kröfur til samræmds eftirlits á landinu öllu. Og þá langar mig að ljúka þessu ávarpi með því að spyrja ykkur sem hér eruð spurninga, sem ég held að þurfi að svara. Nú hefur MAST verið umbylt á síðustu fjórum árum. Við höfum tekið yfir nýja matvælalöggjöf sem gerir meiri kröfur til opinberra eftirlitsaðila. Þar eru gerðar ríkar kröfur til samræmds eftirlits. &#160;Ég spyr mig: Er þörf breytinga á fyrirkomulagi</span> <span>Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna? <span>&#160;</span>Má sameina 10 heilbrigðissvæði sveitarfélaganna? <span>&#160;</span>Má þannig samræma verklag og ákvarðanatöku með sameiningu svæða? <span>&#160;</span>Mundi slíkt bæta matvælaeftirlitið eða myndi það hafa slæm áhrif ?</span></p> <p>Að lokum þetta:</p> <p>Gleymum ekki endanlegu markmiði okkar – að stuðla að framleiðslu öruggra matvæla eins og við gerum í dag, og ef eitthvað er að gera enn betur.</p> <p>Gleymum því ekki að við sem störfum við opinbert matvælaeftirlit, erum einungis einn hlekkur í keðju sem samanstendur af þremur aðilum, það er <strong>matvælafyrirtækjum – eftirlitsaðilum og neytendum.</strong></p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2010-10-14 00:00:0014. október 2010Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda 14.– 15. október 2010

<p>Formaður og ágætu fulltrúar á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda.&#160; Til hamingju með 25 ára afmælið!<br /> <br /> Mér er það enn á ný mikill heiður að fá að ávarpa ykkur hér í dag á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda.<br /> <br /> Frá því fyrir ári síðan hefur ýmislegt á dagana drifið. Mörg mál hafa þokast í rétta átt en önnur síður eins og gengur.<br /> <br /> Ef litið er á sjávarútveginn í heild sinni, held ég að megi fullyrða að staða hans verði að teljast ótrúlega góð miðað við aðstæður. Þá er ég að tala um aðstæður tveimur árum eftir bankahrun með þeim afleiðingum sem það hafði á fyrirtækin og það að aflaheimildir hafa verið í lágmarki. Ég segi aftur, að miðað við aðstæður þá verður þetta að teljast betra en hægt var að vona. Ég í það minnsta er hræddur um að ýmsir atvinnuvegir hér á landi myndu geta sætt sig við og vilja eiga sjálfir þá stöðu sem í sjávarútveginum.<br /> <br /> Eftir sem áður er ennþá mikil ósamstaða í greininni. Ég held að það sé löngu tímabært að sjávarútvegurinn á Íslandi sameinist undir hatti einna samtaka. Það má kalla þau regnhlífarsamtök eða eitthvað annað, en það liggur hins vegar alveg fyrir að hinir sameiginlegu hagsmunir eru meiri en þeir sem skilja að. Það held ég að allir hljóti að sjá.<br /> <br /> </p> <h3>Verkefni ríkisstjórnarinnar</h3> <p>Í ræðu minni á aðalfundi ykkar í fyrra fór ég yfir þau verkefni í sjávarútvegi sem gert var ráð fyrir að unnið yrði að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Nú þegar að ég lít yfir farinn veg sé ég að talsvert hefur áunnist. Ætla ég að leyfa mér að fara yfir það sem kölluð voru brýnu verkefnin í þessu sambandi.<br /> <br /> Mér var sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ætlað að knýja á um frekari fullvinnslu afla hérlendis með því m.a. að skoða hóflegt útflutningsálag á fisk og/eða að óunninn afli verði settur á innlendan markað.<br /> <br /> Ástæða fyrir þessu markmiði var öllum ljós. Útflutningur á ferskum fiski hafði aukist mjög og var orðinn nær 13% af öllum botnfiski. Banakhrun og kreppa skollin á og verulegt atvinnuleysi staðreynd. Mjög voru skiptar skoðanir um þetta markmið stjórnvalda sem vonlegt var, því horfa má á þetta útfrá ýmsum hliðum. Árangurinn er hins vegar auðsær: Á nýliðnu fiskveiðiári var fluttur út óunninn ísaður fiskur á erlenda fiskmarkaði með veiðiskipum og gámum að verðmæti 13,2 milljarða króna miðað við 17,8 milljarða króna á fiskveiðiárinu 2008/2009. Verðmæti útflutts óunnins afla dróst því saman um rúm 26% á milli fiskveiðiára. Útflutt magn dróst einnig verulega saman, úr 58.978 tonnum á fiskveiðiárinu 2008/2009 niður í 38.201 tonn á nýliðnu fiskveiðiári, eða um rúm 35%. Ég ætla ekki að þakka mínum aðgerðum þetta einum og sér, því margir samverkandi þættir áttu hér hlut að máli og þá ekki síst að íslensk fiskvinnsla hefur bætt samkeppnishæfni sína og því ber að fagna. Við verðum samt að hafa í huga að fjölbreyttir markaðir er hagur allrar greinarinnar. Það m.a. gildir um markaðina á Humbersvæðinu.<br /> <br /> Mér var síðan falið að takmarka framsal á aflaheimildum, auka veiðiskyldu, draga úr möguleikum á hinni s.k. kínversku leið og endurskoða tilfærslur á heimildum milli ára. Þetta allt hefur verið gert í breytingum sem gerðar voru á lögunum um stjórn fiskveiða sl. vetur. Nokkrar takmarkanir voru settar á framsal, veiðiskyldan var tvöfölduð og heimild til tilfærslu á milli ára var minnkuð um meira en helming svo eitthvað sé nefnt.<br /> <br /> Tekið hefur verið á veiðiheimildum ýmiss konar ferðaþjónustubáta og vona ég að þau mál séu nú komin í viðunandi horf.<br /> <br /> Ég tiltók í ræðu minni á síðasta aðalfundi ykkar að gripið yrði til sérstakra ráðstafana vegna skötusels. Benti ég á að veruleg breyting hefur orðið á útbreiðslu skötusels hér við land á þessum áratug. Veiðislóðin var í áratugi aðallega við mið- og austurhluta suðurstrandarinnar og á þeim grunni var upphafs aflahlutdeild úthlutað. Nú hefur þessi veiðislóð í vaxandi mæli færst á Vesturmið og jafnvel norður. Þetta hefur jafnframt þýtt að skötuselur hefur í vaxandi mæli komið fram sem meðafli við grásleppuveiðar á grunnsævi í Breiðafirði, Ísafjarðardjúpi og norður fyrir land. Þetta hefur svo þýtt að í óvenju miklum mæli veiða skötuselinn aðrir en þeir sem hafa yfir aflahlutdeild að ráða. Til ráðstafana var gripið og ákvæði samþykkt á Alþingi sem gefur ráðherra heimild til að bjóða til kaups allt að 2.000 tonn af skötusel á hverju ári í tvö ár á tilteknu verði. Þegar þessar tillögur komu fram nutu þær mjög víðtæks stuðnings í samfélaginu en hjá ýmsum öðrum var eins og heimurinn væri þeim að farast. Ég veit að þetta þekkið þið vel. Við létum það hins vegar engin áhrif hafa á okkur og á sl. fiskveiðiári voru boðin til kaups með þessum hætti 800 tonn og ekki veit ég betur en allt hafi gengið að óskum. Nú fyrir skömmu voru síðan aftur boðin til kaups 400 tonn. Það hefur hins vegar ekkert umtal hlotið og mér er næst að halda að nú líti menn á þetta sem sjálfsagðan hlut. Að minnsta kosti var það þannig að áður en ákvörðunin um 400 tonna söluna var tilkynnt bárust ráðuneytinu fjölda áskorana um að fara nú að koma út með meiri skötusel. Þær áskoranir komu bæði frá félagsmönnum ykkar og frá félagsmönnum í öðrum samtökum sem ég nefni ekki hér.<br /> <br /> Annað brýnt verkefni snerist um vernd grunnslóðar og ég get sagt það við ykkur hér, að það er mér hvað hjartfólgnast. Áskilið var í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að kannaðir yrðu möguleikar þess að veiðar afkastamikilla skipa á grunnslóð og inn á fjörðum verði takmarkaðar frá því sem nú er, með það að markmiði að treysta grunnslóðina sem veiðislóð fyrir smærri báta og umhverfisvænni veiði. Í maí sl. setti ég fram tillögur um lokun 7 fjarða fyrir dregnum veiðafærum. Þessar tillögur fengu einnig mjög víðtækan stuðning meðal sjómanna og almennings víða um land. Vissulega vöktu þessar ákvarðanir viðbrögð dragnótarmanna. Tekið var tillit til þess og ákveðið að fara hægar í sakrirnar en stefnan er óbreytt. Nú þegar hefur helmingur þessara lokana sem ákveðnar voru í vor tekið gildi, en áætlað er að um næstu áramót taki þær allar gildi. Ég er sannfærður um að framtíðin muni leiða það í ljós að þessar aðgerðir sem miða að lokun fjarðarbotnanna og strandanna umhverfis landið munu skila sér í betri fiskistofnum þegar til framtíðar er litið. Þeir sem telja sig órétti beitta verða að skilja þetta markmið og aðlaga sig og ég bið menn að athuga að ég mun halda áfram á þessari braut, enda bara sjálfsagt mál.<br /> <br /> Hér vil ég svo nefna sameiginlegt verkefni ráðuneytisins, Matís og LS um nýtingu afla smábáta. Bind ég miklar vonir við þetta verkefni en sambærilegt verkefni var unnið fyrir má segja stærri skipin og nú er verið að leggja lokahönd á stefnumótun sem er því samfara. Vissa mín er sem fyrr, að mikið miklu má ná með því að bæta nýtinguna og henda engu hráefni. Ég held t.d. að nú sé mjög farið að styttast í að settar verði auknar kröfur á þá sem veiða grásleppu í þessu sambandi.&#160; Það bið ég menn að athuga.<br /> <br /> Að lokum var tiltekið í stefnuyfirlýsingunni að heimilaðar skyldu frjálsar handfæraveiðar smábáta yfir sumarmánuðina. Allir þekkja efndir þessa. Strandveiðar hafa nú verið lögfestar með varanlegum hætti. Síðastliðið sumar tóku 741 bátur þátt í strandveiðunum og heildaraflinn í þeim yfir sumarið var rúmlega 6.000 tonn. Það var algjörlega nauðsynlegt að ráðast í þessa framkvæmd og þakka ég þann einlæga stuðning og áhuga sem félög ykkar víða um land og þá ekki síst vil ég þakka stjórn og framkvæmdastjórn LS sem hafa sýnt málinu mikinn stuðning allan tímann. Mér er líka ljóst að strandveiðarnar eru ennþá á þróunarskeiðinu. Ýmislegt má enn bæta og að því verðum við að vinna. Það er t.d. þannig að við höfum ekki efni á því að einn einasti þessara 741 báta komi að landi með afla sem illa hefur verið hirt um. Til að koma í veg fyrir slíkt verða allir að vinna saman og treysti ég mönnum vel til þess.<br /> <br /> </p> <h3>Vinnuhópur um endurskoðun fiskveiðistjórnunarinnar</h3> <p>Eins og þið þekkið þá ákvað ég á grundvelli stefnuyfirlýsingar þessarar ríkisstjórnar að setja á fót vinnuhóp til þess að fara yfir stóru drættina og álitaefnin í fiskveiðistjórnunarkerfinu og koma með tillögur til úrbóta. Eina bindingin af minni hálfu sem sjávarútvegsráðherra var að greininni yrðu sköpuð góð rekstrarskilyrði til lengri tíma í sátt við þjóðina! Vinnuhópurinn var mjög fjölmennur og það reyndi mjög á hann til að ná fram niðurstöðu. Það tókst þó að lokum og ég hef nú undir höndum skýrslu vinnuhópsins.<br /> <br /> Gangur málsins á næstunni verður eins og áður hefur komið fram að nú mun ráðuneytið taka að sér að vinna upp frumvarp eða frumvörp um breytingar á stjórn fiskveiða. Ætlunin er að því verki verði lokið þannig að slíkt verði hægt að leggja fyrir Alþingi fyrir jólafrí. Er þá ætlunin að breytingarnar geti orðið að lögum á vorþingi þannig að ný skipan mála taki gildi á fiskveiðiárinu 2011/12.&#160;<br /> <br /> </p> <h3>Samráðsvettvangurinn</h3> <p>Þegar heildaraflamarki var úthlutað í byrjun júlí sl. var tiltekið að í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kæmi fram að veiðiheimildir skuli ákvarðast á grundvelli nýtingarstefnu sem gefin er út til lengri tíma. Hafrannsóknastofnunin hefur hafið undirbúning&#160; nýtingarstefnu í ufsa og ýsu og jafnvel fleiri tegundum, sem mun gera það kleift að setja fram slíka stefnu fyrir fleiri stofna en þorsk. Síðar var sagt að skiptar skoðanir hafa verið um nýtingarstefnuna í þorski og þá aflareglu sem nú er miðað við. Þorskstofninn hefur stækkað meira og fyrr en gert var ráð fyrir í eldri spám Hafrannsóknastofnunarinnar, þrátt fyrir að veitt hafi verið talsvert umfram aflareglu. Raunar hefur tvívegis verið aukið við þorskaflann um 30 þúsund tonn í hvort skipti á liðnum árum og síðast í janúar 2009. Með hliðsjón af þessu sagðist ég ætla að setja á laggirnar samráðsvettvang um nýtingarstefnuna sem í ættu sæti m.a. fulltrúar stjórnvalda, atvinnugreinarinnar og fiskifræðinga. Fyrsta verkefni samráðsvettvangsins er að fara yfir aflaregluna í þorski og meta hvort ástæða sé til að leggja til breytingu á henni með tilliti til breyttra aðstæðna og sterkari&#160; stöðu stofnsins. Verði lögð til breyting, mun verða haft samráð við Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) m.a. með tilliti til sjálfbærni veiðanna. Næsta verkefni samráðsvettvangsins, svo dæmi sé tekið, er að fjalla um hvort hægt sé að mæla með að tekin verði upp nýtingarstefna vegna veiða á ufsa.<br /> <br /> Samráðsvettvangurinn er núna að taka á sig heildstæða mynd. Fulltrúar mínir í honum verða Skúli Skúlason rektor Hólaskóla og dr. í líffræði, Sveinn Kári Valdimarsson fiskalíffræðingur og forstöðumaður Náttúrseturs Reykjaness ásamt Daða Má Kristóferssyni auðlindahagfræðingi hjá Háskóla Íslands. Á næstu dögum mun ég skipa aðra fulltrúa í þennan vettvang, þ.m.t. eftir ykkar tilnefningu.<br /> <br /> Markmið vinnu vettvangsins er að fá fram og ræða hlutlaust vísindalegt mat á núverandi nýtingarstefnu og aflareglu Hafrannsóknastofnunarinnar og komast að því hvort rétt sé að leggja til breytingar á þessum þáttum og mögulega bæta enn frekar grunn þeirra. Þannig verði t.d. lögð drög að nauðsynlegum frekari rannsóknum og þróunarvinnu varðandi þessi mál ef þörf er talin á.<br /> Á fyrstu fundum hópsins verður aflað upplýsinga og reynt fá skýra mynd af sjónarmiðum og skoðunum allra aðila, þ.m.t. aðila utan vettvangsins. Gert er ráð fyrir að síðan muni hinir ráðherratilnefndu fulltrúar vettvangsins fá tíma til að fara vandlega yfir málið og leita ráða hjá bæði innlendum og erlendum sérfæðingum. Að því loknu yrði vettvangurinn kallaður saman aftur og farið yfir þær ályktanir sem fram hafa komið. Það komi síðan í hlut hópsins í heild að vega og meta þær niðurstöður og komast að sameiginlegri niðurstöðu um tillögur til ráðherra. Lögð verður áhersla á góð samskipti og samráð við alla aðila á þessum vettvangi og mín von er að LS taki vel í þá bón að skipa sinn fulltrúa í þetta mikilvæga verkefni.<br /> <br /> </p> <h3>Nýjar aðgerðir í fiskveiðistjórnun</h3> <p>Starfshópur, sem sumarið 2009 var skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að vinna upphafsvinnu er lýtur að endurskoðun á löggjöf er varðar fiskveiðistjórnun, hefur nú skilað skýrslu sinni eins og áður hefur komið fram. Fyrirséð er að vinna að frumvarpsgerð mun taka nokkurn tíma og er því ljóst að lög nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, munu enn sem komið er halda gildi sínu.<br /> <br /> Fyrir liggur að viðskipti með aflamark eru nú í lágmarki og margar útgerðir eiga í erfiðleikum með að fá nauðsynlegar aflaheimildir til að geta stundað blandaðar veiðar. Þessi staða torveldar veiðar og eykur líkur á brottkasti. Jafnframt verður að líta til þess að nú oftar en áður er nauðsynlegt að tekjur þjóðarbúsins verði hámarkaðar á öllum mögulegum sviðum til þess að takast á við þá erfiðleika sem framundan eru og allir þekkja. Nokkra áhættu verður því að taka í því sambandi.<br /> <br /> Ég tel því mikilvægt og mun kanna til hlítar þá möguleika sem eru á að rýmka heimildir til veiða og veiðistýringar og þá jafnframt að skapa þjóðinni auknar beinar tekjur af þessari auðlind, enda mun ekki af veita sé þess kostur að afla fjár sem geti unnið á móti þeim mikla niðurskurði sem boðaður hefur verið á grunnþjónustu eins og t.d. heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.<br /> <br /> Í framhaldi af þeirri vinnu og útfrá þeim niðurstöðum sem hún gefur kemur til greina að leggja til breytingar á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, sem hafa það markmið að auka möguleika útgerðaraðila til kaupa á aflamarki undir sérstökum reglum.<br /> <br /> Með ákvæði I til bráðbirgða í lögum nr. 22/2010, um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, var ráðherra veitt sérstök heimild til úthlutunar á aflaheimildum í skötusel sem gildir fyrir fiskveiðiárin 2009/2010 og 2010/2011.<br /> &#160;<br /> Í framkvæmd þykir vel hafa tekist til og mun ég því leggja til að ráðherra hafi heimild til að úthluta ákveðnu magni af þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa og íslenskri sumargotssíld til skipa sem hafa veiðileyfi. Útgerðir munu þurfa að greiða tiltekið sanngjarnt gjald fyrir aflaheimildirnar sem renna mun í ríkissjóð eða til tiltekinna verkefna. Tek ég skýrt fram að um verður að ræða heimildir og mun ég t.d. hafa samráð um að nýta slíkar heimildir, ef fást, hvað þorskinn varðar við þann samráðsvettvang sem nefndur var hér áðan, þannig að fylgt verði að sjálfbærni veiðanna haldist og nýtingarstefna okkar verði í heiðri höfð.<br /> <br /> Til viðbótar þessu nefni ég að í auknum mæli veiðast langa og keila sem meðafli við þorsk- og ýsuveiðar. Mögulegt er að aukin veiði á þessum tegundum komi til vegna aukinnar útbreiðslu þeirra vegna hlýnunar sjávar. Kannski ekki ósvipað og hvað skötuselinni varðar og aukið landnám hans.<br /> <br /> Líkur á brottkasti aukast verulega þegar erfitt er að kaupa aflamark í meðaflategundum líkt og hér er staðreynd. Vegna þessa er vel athugandi að á fiskveiðiárunum 2010/2011 og 2011/2012 verði skipstjóra skips heimilt að ákveða að hluti keilu- og lönguafli skips reiknist ekki til aflamarks þess. Sá hluti sem þannig reiknast ekki til aflamarks skipsins skal þó ekki nema meira en ákveðnu hlutfalli af þeim heildarafla sem landað er hverju sinni, enda sé afli ekki fluttur óvigtaður á markað erlendis. Þessi leið er sambærileg við svokallaðan VS afla, sem hefur það markmið að auka sveigjanleika kerfisins og minnka hvata til brottkasts. Þegar þessi leið er farin er það skilyrði að keilu- og lönguafli verði boðinn upp á viðurkenndum uppboðsmarkaði og fast hlutfall af andvirði aflans renni í ríkissjóð eða til tiltekinna verkefna, að frádregnum hafnargjöldum og kostnaði við uppboðið. Kemur það í staðinn fyrir greiðslu gjalds fyrir aflaheimildir.<br /> <br /> Þessar heimildir verða hugsaðar til bráðabirgða og gætu komið til framkvæmda á þessu fiskveiðiári, en það fer eftir því hvort og hve fljótt Alþingi samþykkir þær.<br /> <br /> Kæru aðalfundarfulltrúar.<br /> <br /> Ég vona að starf ykkar á þessu þingi verði árangursríkt og allt gangi ykkur í haginn. Þökk fyrir áheyrina.<br /> <br /> <br /> </p>

2010-09-24 00:00:0024. september 2010Aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva, 24. september 2010

<div align="center"> <strong>Ávarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</strong><br /> <strong>á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva, 24. september 2010</strong><br /> </div> <br /> <p>Formaður og ágætu fulltrúar á aðalfundi Samtaka fiskvinnslunnar.<br /> <br /> Mér er það enn á ný mikill heiður að fá að ávarpa ykkur hér í dag á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva.<br /> <br /> Frá því fyrir ári síðan hefur ýmislegt á dagana drifið. Mörg mál hafa þokast í rétta átt en önnur síður eins og gengur.<br /> Ef litið er á sjávarútveginn í heild sinni, held ég að megi fullyrða að staða hans verði að teljast ótrúlega góð miðað við aðstæður. Þá er ég að tala um aðstæður tveimur árum eftir bankahrun, með þeim afleiðingum sem það hafði á fyrirtækin og það að aflaheimildir hafa verið í lágmarki. Máli mínu til stuðnings get ég bent á, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar,&#160; að aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 57 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins 2010, samanborið við 43,1 milljarð á sama tímabili 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpa 14 milljarða, eða 32,4% á milli ára.&#160; Ef við lítum til ársins 2009 í heild sinni þá var afli íslenskra skipa tæp 1.130 þúsund tonn, 153 þúsund tonnum minni en árið 2008. Aflaverðmæti nam rúmum 115 milljörðum króna og jókst um 16,4% frá árinu 2008, en var 2,8% minna ef mælt er á föstu verði.<br /> <br /> Svona til viðbótar í þessu sambandi til fróðleiks bætir Hagstofan við, að stærsti hluti afla íslenskra fiskiskipa hafi verið unninn á Austurlandi, mest uppsjávarafli sem landað var þar. Stærsti hluti botnfiskaflans var unninn á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum eða rúm 42%. Af þorskaflanum fór mest í landfrystingu og einnig stærsti hluti ýsuaflans<br /> <br /> Ég segi aftur að miðað við aðstæður þá verður þetta að teljast betra en hægt var að vona. Ég í það minnsta er hræddur um að ýmsir atvinnuvegir hér á landi myndu geta sætt sig við þessa frammistöðu og þó það væri ekki nema að hálfu. Ekki má gleyma því að við höfum búið við árgæsku til sjávar og sveita.<br /> <br /> </p> <h3>Verkefni ríkisstjórnarinnar</h3> <p>Í ræðu minni á aðalfundi ykkar fór ég yfir þau verkefni í sjávarútvegi sem gert var ráð fyrir að unnið yrði að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Nú þegar að ég lít yfir farinn veg sé ég að talsvert hefur áunnist. Ætla ég að leyfa mér að fara yfir það sem að kölluð voru brýnu verkefnin í þessu sambandi.<br /> <br /> Mér var sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ætlað að knýja á um frekari fullvinnslu afla hérlendis með því m.a. að skoða hóflegt útflutningsálag á fisk og/eða að óunninn afli verði settur á innlendan markað.<br /> <br /> Ástæða fyrir þessi markmið var öllum ljós. Útflutningur á ferskum fiski hafði aukist mjög og var orðinn nær 13% af öllum botnfiski. Bankahrun og kreppa skollin á og verulegt atvinnuleysi staðreynd. Mjög voru skiptar skoðanir um þetta markmið stjórnvalda sem vonlegt var, því horfa má á þetta út frá ýmsum hliðum. Árangurinn er hins vegar auðsær: Á nýliðnu fiskveiðiári var fluttur út óunninn ísaður fiskur á erlenda fiskmarkaði með veiðiskipum og gámum að verðmæti 13,2 milljarða króna miðað við 17,8 milljarða króna á fiskveiðiárinu 2008/2009. Verðmæti útflutts óunnins afla dróst því saman um rúm 26% á milli fiskveiðiára. Útflutt magn dróst einnig verulega saman, úr 58.978 tonnum á fiskveiðiárinu 2008/2009 niður í 38.201 tonn á nýliðnu fiskveiðiári eða um rúm 35%. Ég ætla ekki að þakka mínum aðgerðum þetta einum og sér, því margir samverkandi þættir áttu hér hlut að máli og þá ekki síst að íslensk fiskvinnsla hefur bætt samkeppnishæfni sína og því ber að fagna.<br /> <br /> Mér var síðan falið að takmarka framsal á aflaheimildum, auka veiðiskyldu og endurskoða tilfærslur á heimildum milli ára. Þetta allt hefur verið gert í breytingum sem gerðar voru á lögunum um stjórn fiskveiða s.l. vetur. Nokkrar takmarkanir voru settar á framsal, veiðiskyldan var tvöfölduð og heimil til tilfærslu á milli ára var minnkuð um meira en helming.<br /> <br /> Annað brýnt verkefni snérist um vernd grunnslóðar. Áskilið var í stefnuyfirlýsingunni að kannaðir yrðu möguleikar þess að veiðar afkastamikilla skipa á grunnslóð og inn á fjörðum verði takmarkaðar frá því sem nú er með það að markmiði að vernda viðkvæmt lífríki grunnsævisins og treysta hana frekar sem veiðislóð fyrir smærri báta. Allir vita að mörgum fjörðum hefur þegar verið lokað bæði tímabundið og ótímabundið fyrir stórvirkari veiðafærum á fyrri árum. Í maí sl. setti ég fram tillögur um lokun sjö fjarða fyrir dregnum veiðafærum. Vöktu þessar tillögur almennt mjög góð viðbrögð þó svo að dragnótarmenn teldu mjög á sig hallað. Nú þegar hefur helmingur þessara lokana tekið gildi en áætlað er að um næstu áramót munu þær allar koma til framkvæmda. Áfram verður unnið á þessum nótum í samæmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Ég er sannfærður um að framtíðin muni leiða það í ljós að þessar aðgerðir, sem miða af lokun fjarðarbotnanna og strandanna umhverfis landið, munu skila sér í betri fiskistofnum þegar til framtíðar er litið.<br /> <br /> Allir þekkja þau nýmæli sem sett voru í lög með bráðabirgðaákvæðinu um skötuselinn. Með þeim voru kynnt til sögunnar önnur hugsun við stjórn fiskveiða. Mín upplifun var sú að almennt var þessu vel tekið og rétt skref stigið. Umdeildur var hann þó vegna hinna eignarréttarlegu sjónarmiða en ég er sannfærður um það meir en nokkru sinni, að slíkar ráðstafanir er nauðsynlegt að hafa í ýmsum tegundum út frá sjónarmiðum fiskveiðistjórnunarinnar. Í okkar blönduðu veiðum koma upp meðaflavandamál á hverju einasta ári. Stundum er það þessi tegund og stundum er það hin. Tegundatilfærslurnar og önnur ráð innan núverandi kerfis hafa ekki að ráðið við þetta með viðunandi hætti að mínu mati.<br /> <br /> Þá vil ég tiltaka hér það ákvæði í stefnuyfirlýsingunni, að heimilaðar skyldu frjálsar handfæraveiðar smábáta yfir sumarmánuðina. Allir þekkja efndir þessa. Strandveiðar hafa nú verði lögfestar með varanlegum hætti. Síðastliðið sumar tóku 741 bátur þátt í strandveiðunum og heildaraflinn í þeim yfir sumarið var rúmlega 6.000 tonn. Mikil sátt og almenn ánægja hefur verið með þessa ráðstöfun, þótt ýmisr hafi viljað knýja á og viljað veiða meira og með öðrum hætti, en raddir þeirra sem lögðust alfarið gegn þessu finnst mér hafa hljóðnað.<br /> Mín skoðun hefur hins vegar frá upphafi verið skýr. Það var algjörlega nauðsynlegt að ráðast í þessa framkvæmd. Annað hefði ekki verið liðið og bið ég menn að hætta að líta á þær sem ógn því þær eru, trúið mér, hluti af sátt þjórðarinnar við sjávarútveginn. Mér er líka ljóst að strandveiðarnar eru ennþá á þrónunarskeiðinu. Ýmislegt má enn bæta og að því verðum við að vinna. Það er t.d. þannig að við höfum ekki efni á því að einn einasti þessara 741 báta komi með afla sem illa hefur verið hirt um að landi. Til að koma í veg fyrir slíkt verða allir að vinna saman og treysti ég mönnum vel til þess.<br /> <br /> Eins og þið þekkið, þá ákvað ég á grundvelli stefnuyfirlýsingar þessarar ríkisstjórnar að setja á fót vinnuhóp til þess að fara yfir stóru drættina og álitaefnin í fiskveiðistjórnunarkerfinu og koma með tillögur til úrbóta. Eina bindingin af minni hálfu sem sjávarútvegsráðherra var að greininni yrðu sköpuð góð rekstrarskilyrði til lengri tíma í sátt við þjóðina! Ekki þarf að ítreka hér þá afstöðu mína að við hér stundum sjálfbærar fiskveiðar út frá líffræðilegum, efnhagslegum, og samfélagslegum sjónarmiðum. Vinnuhópurinn var mjög fjölmennur og reyndi töluvert á hann í vinnunni. Það olli mér vissulega vonbrigðum að sumir skyldu segja sig frá vinnunni tímabundið, en hins vegar fagna ég því að hann var fullskipaður að lokum. Ég hef nú undir höndum skýrslu vinnuhópsins.<br /> <br /> Gangur málsins á næstunni verður sá, að nú mun ráðuneytið taka að sér að vinna upp frumvarp eða frumvörp um breytingar á stjórn fiskveiða. Ætlunin er að því verki verði lokið, þannig að slíkt verði hægt að leggja fyrir Alþingi fyrir jólafrí. Er þá ætlunin að breytingarnar geti orðið að lögum á vorþingi þannig að ný skipan mála taki gildi á fiskveiðiárinu 2011/12.&#160; Ég veit að það vakna margar spurningar við þessi orð mín. Menn spyrja - munt þú í einu og öllu fara eftir áliti meirihluta nefndarinnar þegar að slíkt meirihlutaálit liggur fyrir. Hvað munt þú gera þar sem leiðbeining nefndarinnar náði aðeins til grundvallar atriða en ekki var sett fram nánari skilgreining. Svarið við þessum spurningum er, að ráðuneytið mun vinna að þessu máli af festu og öryggi. Það mun leita eftir ráðgjöf sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum þar sem það telur á því sé þörf. Það mun jafnframt hafa samráð við aðila utan ráðuneytis sem og á hinum pólitíska vettvangi eins og þörf verður talin málefnisins vegna, en hin pólitíska ábyrgð á þeim frumvörpum sem líta dagsins ljós verður ráðherrans og ríkisstjórnarinnar.<br /> <br /> Þegar heildaraflamarki var úthlutað í byrjun júlí sl. var tiltekið að í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kæmi fram að veiðiheimildir skuli ákvarðast á grundvelli nýtingarstefnu sem gefin er út til lengri tíma. Hafrannsóknastofnunin hefur hafið undirbúning&#160; nýtingarstefnu í ufsa og ýsu eins og þekkt er og jafnvel fleiri tegundum, sem mun gera það kleift að setja fram slíka stefnu fyrir fleiri stofna en þorsk. Síðar var sagt að skiptar skoðanir hafa verið um nýtingarstefnuna í þorski og þá aflareglu sem nú er miðað við. Þorskstofninn hefur stækkað meira og fyrr en gert var ráð fyrir í eldri spám Hafrannsóknastofnunarinnar, þrátt fyrir að veitt hafi verið talsvert umfram aflareglu. Raunar hefur tvívegis verið aukið við þorskaflann um 30 þúsund tonn í hvort skipti á liðnum árum og síðast í janúar 2009.<br /> <br /> Með hliðsjón af þessu sagðist ég ætla að setja á laggirnar samráðsvettvang um nýtingarstefnuna, sem í ættu sæti m.a. fulltrúar stjórnvalda, atvinnugreinarinnar og fiskifræðinga.&#160; Fyrsta verkefni samráðsvettvangsins væri að fara yfir aflaregluna í þorski og meta hvort ástæða er til að leggja til breytingu á henni með tilliti til breyttra aðstæðna og sterkari&#160; stöðu stofnsins. Verði lögð til breyting mun verða haft samráð við Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) m.a. með tilliti til sjálfbærni veiðanna. Næsta verkefni samráðsvettvangsins væri að fjalla um, hvort hægt sé að mæla með að tekin verði upp nýtingarstefna vegna veiða á ufsa og annarra tegunda. Þetta sagði ég vegna þess að mér er alveg ljóst að það verður að nást viðunandi samstaða og stuðningur í greininni um þessi verkefni Hafrannóknastofnunarinnar. Samræða, skoðanaskipti og fræðsla er besta leiðin að því markmiði.<br /> <br /> Undirbúningur framangreinds hefur staðið yfir í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu að undanförnu. Ráðuneytið gerir sér jafnframt grein fyrir að þetta hefur komið til skoðunar oft áður á liðnum árum. Niðurstaða mín er sú að ég hef óskað eftir því við Skúla Skúlason, rektor Háskólans á Hólum og doktor í líffræði, að hann taki að sér verkstjórn þessa verkefnis. Skipulag þess verður á þann veg að hann tilnefnir sjálfur til sín tvo óháða íslenska sérfræðinga. Þetta teymi dr. Skúla mun óska eftir viðræðum við Hafrannsóknastofnunina og helstu hagsmunaaðila þar sem fram fara skoðanaskipti og gagnasöfnun. Teymið mun vinna úr þeim upplýsingum og kalla til sína aðra sérfræðinga, eftir atvikum erlenda, til þess að ná fram mati á þeirri stöðu sem óskað er eftir. Dr. Skúli stýrir þessari vinnu eins og áður sagði og mun kalla á ný til samráðs og síðan skila af sér niðurstöðu til mín.<br /> <br /> Hér vil ég taka fram að ég bind miklar vonir við starf Skúla og þeirra sem að þessu munu koma. Allir vita að það er svo gríðarlega mikið undir fyrir þessa þjóð!<br /> <br /> Eins og þekkt er liggur fyrir skýrsla Matís ohf. um bætta nýtingu sjávarafla. Í skýrslunni er fjallað um stöðu þessara mála í dag. Síðan eru settar fram hugmyndir um nýtingu til framtíðar og hvað megi gera til að ná fram betri árangri. Fram kemur í skýrslunni að víða ætti að vera hægt að ná verulegum árangri í bættri nýtingu til hagsbóta fyrir viðkomandi fyrirtæki og þjóðarbúið í heild. Talið er hér líklegt að skýrsla þessi geti nýst sem leiðarljós í áframhaldinu.<br /> <br /> Með hliðsjón af þessari skýrslu ákvað ég sl. vor að setja á fót samstarfshóp útgerðar, fiskvinnslu, Matís og ráðuneytis til þess að vinna að bættri nýtingu og verðmætasköpun í sjávarútvegi.<br /> <br /> Gert er ráð fyrir að samstarfshópurinn, sem er undir forystu Jóns Eðvalds Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Fisks á Sauðárkróki, fjalli hvorutveggja um ísfisk og frystan fisk ásamt sjóvinnslu og landvinnslu. Meginverkefni hópsins verði að setja upp tíma og markmiðssetta áætlun í tilteknum skrefum um að bæta nýtingu og auka verðmæti sjávarafla. Gert er ráð fyrir að slík áætlun geti orðið fyrirmynd að samningi eða sameignlegri yfirlýsingu milli greinarinnar og stjórnvalda til að tryggja framgang þess þjóðþrifamáls.<br /> <br /> Stutt er í að hópurinn skili af sér og vona ég að mikill árangur verði af störfum hans, því miklir hagsmunir eru undir fyrir íslenskan sjávarútveg.<br /> <br /> Fyrir nokkru voru afgreidd sem lög frá Alþingi lög um Stjórnarráð Íslands. Þar er lögð til sameining fjögurra ráðuneyta í tvö ráðuneyti. Er hér átt við sameiningu dómsmála- og samgönguráðuneytis í innanríkisráðuneyti og heildbrgðis- og félagsmálaráðuneytis í velferðarráðuneyti.<br /> <br /> Því ber hins vegar að fagna að Alþingi féllst ekki á að sameinga sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og iðnaðarráðuneytið í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Voru ákvæði þessa efnis tekin út úr upphaflegu frumvarpi forsætisráðherra. Sérstök ástæða er til að gleðjast yfir þessari niðurstöðu enda í samræmi við umsagnir flestra þeirra atvinnugreina sem hér um ræðir og í samræmi við niðurstöðu flokksráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.<br /> <br /> Því hefur verið haldið fram að það sé grundvallaratriði að rannsóknir á auðlindum og ráðgjöf um nýtingu sé haldið aðskildu frá nýtingarsjónarmiðum. Mín skoðun er sú að þetta sé ekki einhlítt og hér verði að stíga varlega til jarðar og ekki stuðla að nýju kerfi til hliðar við og úr tengslum við það sem við nú höfum með tilheyrandi kostnaði fyrir litla þjóð. Í dag er til að mynda sjálfstæði Hafrannsóknastofnunarinnar virt, hvort sem menn eru sammála eða ósammála niðurstöðum hennar. Ég hef í það minnsta hvergi heyrt kvartað yfir afskiptum ráðherra af stofnuninni. Þótt ekkert sé fullkomið og þá ekki ástand fiskistofna við Íslandsstrendur, þá er það samt til muna betra en hjá næstu nágrönnum okkar í ESB. Augljóst er öllum að Hafrannsóknastofnuninni verður ekki skipt upp af fræðilegum ástæðum.<br /> <br /> Stundum hefur það borið við að málefni eru keyrð áfram á frösum sem eru þegar betur er að gáð án nokkurs innihalds. Sem betur fer sá Alþingi í gegnum orðagjálfrið og samþykkti ekki stofnun atvinnuvegaráðuneytis, enda engin frambærileg rök lögð fram málinu til stuðnings.<br /> <br /> Þann 11. ágúst 2010 birtist leiðari í einu dagblaði um makrílveiðar Íslendinga. Leiðarinn, svo ótrúlegt sem það má virðast, fjallar um hvað það myndi vera miklu betra fyrir okkur að vera í ESB nú þegar átökin eru um makrílinn. Þessi afstaða er hreint út sagt ótrúleg, því öllum má vera ljóst að ekki værum við að veiða mikinn makríl núna værum við í ESB. Ég nefni þetta aðeins hér vegna þess að nú tel ég mikilvægast af öllu að menn haldi vöku sinni. ESB maskínan hér á landi er auðsjánlega komin með fjármuni í hendur. Grímulaus áróður flæðir nú um allt. Ég hvet ykkur öll til að bregðast hart við og láta þetta ekki yfir okkur ganga. Þið þekkið málið eins vel og ég og vitið að ekki verður aftur snúið komi til inngöngu.<br /> <br /> Þróunin í makrílveiðunum er að öllu leyti ánægjuleg. Aldrei jafnmikið unnið til manneldis og fjölbreytni veiðanna að aukast í krafti veiðistjórnunar. Verðmæti og atvinnuþátttaka í miklum vexti svo allir geta verið stoltir. Makrílvinnslan í sumar sýnir viðbragðsflýti íslensks sjávarútvegs.<br /> <br /> Ég vil ljúka þessu erindi mínu með því að segja að ég hafði mikla ánægju af að setja íslensku sjávarútvegsráðstefnuna núna um daginn og náði að fylgjast með nokkrum mjög áhugaverðum erindum í upphafi ráðstefnunnar. Sérstaklega þótti mér atyglisvert erindi Kristjáns&#160; Hjaltasonar, þar sem hann svaraði því játandi að okkur ætti að takast að láta sjávarútveginn vaxa um 50 milljarða á næstu fimm árum. Hann nefndi sjö atriði sérstaklega:<br /> <br /> •&#160;&#160; &#160;Stóraukin hlutdeild ferskra afurða gæti gefið 8-10 mrð.kr. í viðbót,<br /> •&#160;&#160; &#160;Draga mjög úr sölu á óunninni ýsu og karfa gæti gefið 2-3 mrð.kr.<br /> •&#160;&#160; &#160;Þróa nýrra aðferða til að draga bein úr flaki gæfi hvorki meira né minna 1-2 mrð.kr.,<br /> •&#160;&#160; &#160;Stóraukna vinnslu á uppsjávarfiski til manneldis taldi hann að gæfi 13 mrð.kr. Frysting flakaskammta á sjó gæfi 2 mrð.kr.,<br /> •&#160;&#160; &#160;Vinnsla alla hausa og hryggja gæfi hvorki meira nér minna en 7 mrð.kr<br /> •&#160;&#160; &#160;Markaðssetja Ísland og efla enn frekar ímynd þess á lykilmörkuðum<br /> •&#160;&#160; &#160;mætti ná fram 6-8 mrð.kr.<br /> <br /> Ég segi svo bara við okkur öll að lokum: Gangi okkur vel við það verkefni að efla íslenskan sjávarútveg og verði vegur hans sem mestur í framtíðinni!<br /> <br /> <br /> </p>

2010-06-09 00:00:0009. júní 2010Sjómannadagurinn 6. júní 2010

<p align="center"><strong>Ræða Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</strong></p> <p align="center"><strong>á sjómannadaginn, 6. júní 2010.</strong></p> <p></p> <p>Góðir áheyrendur, sjómenn um allt land &ndash; Gleðilega hátíð</p> <p>Föðurland vort hálft er hafið<br /> helgað þúsund feðra dáð.<br /> Þangað lífsbjörg þjóðin sótti,<br /> þar mun verða stríðið háð.</p> <p align="left">Um mitt síðasta ár skipaði ég starfshóp um endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Markmiðið var og er að ná fram alvöru breytingum á núverandi sjávarútvegsstefnu þannig að greininni verði sköpuð góð rekstrarskilyrði til framtíðar, fiskveiðar verði stundaðar með sjálfbærum hætti og sem víðtækust sátt náist um fiskveiðistjórnunina meðal þjóðarinnar. Ég treystir því að starfshópurinn ljúki vinnu sinni innan mjög<br /> skamms tíma í samræmi við erindisbréf sitt. Það er ekki lengur eftir neinu að bíða.</p> <p>Menn skulu samt hafa í huga að á þessu ári hafa orðið talsverðar breytingar. Nefni að með strandveiðunum hefur færst aukið líf í sjávarþorpin og fólkið fær aftur á tilfinninguna að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar, en ekki eign einhverra fárra. Aukið tillit er tekið til þarfa ferðaþjónustunnar vegna frístundaveiða. Skötuselsákvæðið fræga varð að lögum og aflaheimildirnar leigðar út með góðum árangri og ef til vill meira á<br /> leiðinni. Þetta reyndist farsæl aðgerð og kemur í góðar þarfir bæði fyrir sjómenn og ríkissjóð. Reynslan af þessum og öðrum breytingum sem gerðar hafa verið á árinu, gefur gott veganesti inn í framtíðina.</p> <p>Bætt nýting á þeim afla sem Íslendingar draga úr sjó er mjög mikilvæg. Það er mín eindregna skoðun að koma eigi með allan afla að landi. Þetta snýr ekki síst að siðlegri umgengni okkar við sjávarauðlindina og ég segi það bara beint út að hér eiga ekki að gilda neinar undantekningar. Nú þegar má sjá merki þess að þorskstofninn er að rétta úr kútnum og ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hljóðar upp á 10.000 tonna aukningu í<br /> þorskafla á næsta fiskveiðiári samkvæmt aflareglu. Vonandi hvetja þessi góðu tiðindin okkur áfram veginn í verndun og sjálfbærri nýtingu auðlindarinnar.</p> <p>Ég styð ekki inngöngu í ESB frekar en hagsmunasamtökin í sjávarútvegi og er sú skoðun mín öllum ljós og á henni hef ég staðið í ríkisstjórn og á Alþingi. Ég er þess fullviss að mikill meirihluti landsmanna er mér sammála og munu ekki breyta um skoðun þrátt fyrir boð um gull og græna skóga sem örugglega koma fram á næstunni ef ég met stöðuna rétt. Þau áform að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið við núverandi aðstæður eru ekki hyggileg og reyndar fráleit. Tek ég þar með eindregið undir áskoranir og varnaðarorð hagsmunasamtaka í sjávarúvegiog landbúnaði.</p> <p>Grunnauðlindir þjóðarinnar skulu vera í almannaeigu hvort sem er til lands eða sjávar. Þannig farnast þjóðinni best. Um þessar auðlindir verður nú tekist, hver skuli fara með forsjá þeirra og yfirráð. Þar mun sitt sýnast<br /> hverjum. Ég vill gera að mínum, lokaorð Guðmundar Böðvarssonar skálds í ljóðinu Fylgd.</p> <p>þá er ei þörf að velja:<br /> Þú mátt aldrei selja<br /> það úr hendi þér.</p> <p>Ég óska sjómönnum, fiskvinnslufólki og öðrum sem við íslenskan sjávarútveg starfa til hamingju með daginn. Megi blessun og farsæld fylgjastörfum ykkar um ókomin ár.<br /> </p> <br /> <br />

2010-03-29 00:00:0029. mars 2010Ávarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við setningu aðalfundar Landssambands kúabænda 26. mars 2010, haldinn á Hótel Sögu

<p>Ágætu aðalfundarfulltrúar.</p> <p>Skömmu eftir að síðsti aðalfundur LK sem haldinn var fyrir ári síðan, nánar tiltekið í apríl, gekk þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon frá breytingum á gildandi búvörusamningum milli ríkisins og bænda. Með þessum breytingum tókst að eyða þeirri óvissu og þeim ágreiningi sem upp var kominn milli samningsaðila. Í stuttu máli fólst samkomulagið í því að gildandi samningar um sauðfé og mjólk, voru framlengdir um tvö ár. Þá var samið sérstaklega um meðferð verðbóta. Mjólkursamningurinn var þó framlengdur um 28 mánuði eða til ársloka 2014. Þetta ver gert m.a. í þeim tilgangi að miða við &bdquo;almanaksár&ldquo; í <span></span> stað &bdquo;verðlagsárs.&rdquo;</p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p>Þá vil ég einnig nefna samþykkt matvælafrumvarpsins svokallaðs á síðastliðnu haustþingi. Þar tókst ekki síst fyrir baráttu samtaka bænda, afurðastöðva, félagasamtaka og fjölda einstaklinga að fá góða samstöðu um það á Alþingi að viðhalda banni á innflutningi á<span>&nbsp;</span> hráum, ófrosnum kjötvörum.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Þið þekkið sjónarmið mín varðandi umsóknina um aðild að ESB og þau fara saman við stefnu Bændasamtakanna í þeim efnum. Að öðru leyti geri ég ekki þetta mál að umtalsefni hér.</p> <p>&nbsp;</p> <p><span>&nbsp;</span>Mikil þróun og breytingar hafa orðið í íslenskum landbúnaði á undanförnum árum og þar hafa kúabændur ekki látið sitt eftir liggja. Þörf var orðin á endurnýjum fjósa og bættum aðbúnaði bæði fyrir menn og skepnur. Sumir bændur hafa komist vel frá þessum fjárfestingum þrátt fyrir háa vexti og erlendar lántökur. Hins vegar er<span>&nbsp;</span> hópur bænda sem eiga í miklum erfiðleikum og ekki er fyrirséð hvernig þeim málalokum lyktar.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ráðuneytið hefur átt marga fundi með bönkunum og Bændasamtökunum til að fara yfir mál þessara bænda og leitast við að finna almennar leiðir sem mættu koma til aðstoðar. Það er þó ljóst að ráðuneytið getur ekki fjallað um einstök mál, eða komið að úrlausn þeirra. Ég get ekki leynt því, að ég óttast að í ákveðnum tilfellum komi þær aðstæður upp, að einhverjir kúabændur lendi í þroti. <span>&nbsp;</span>Ef slíkt kæmi til hefði það að sjálfsögðu í för með sér mikla röskun á högum þessara bænda og fjölskyldna þeirra. Í þannig tilfellum koma einnig fram mörg álitamál varðandi það greiðslumark sem tilheyrir slíku búi. Ef það greiðslumark fer burt af jörðinni eða úr byggðarlaginu, getur það leitt til mjög óheppilegrar röskunar eða samþjöppunar sem sumum finnst nóg komið af.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ég hef svo sannarlega velt því fyrir mér hvort rétt sé og þá hvernig <span>&nbsp;</span>stjórnvöld geti grípið inn í þessa atburðarás. Ef það yrði gert mætti hugsa sér að lögbinda ákvæði þess efnis að binda framsali greiðslumarks a.m.k. tímabundið ákveðnum skilyrðum og t.d. ákveða að óheimilt væri að framselja eða ráðstafa með öðrum hætti greiðslumarki mjólkur úr einstökum sveitarfélögum eða byggðarlögum, sem tilheyra gjaldþroti einstaklinga eða fyrirtækja sem hafa fengið heimild til greiðslustöðvunar.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hliðstæð lagasetning um sjávarútveg varðandi takmörkun á flutningi afheimilda<span>&nbsp;</span> úr byggðarlögum<span>&nbsp;</span> er nú í meðferð Alþingis.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Það eru fullkomlega afbrigðilegar aðstæður í samfélaginu og afleiðingar fjármálakreppunnar mega ekki verða til þess að kollvarpa atvinnu- og byggðarinnviðunum í landinu eða stefna framtíðar<span>&nbsp;</span> fæðuöryggi þjóðarinnar í óvissu.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Í annan stað finnst mér geta komið til greina að setja a.m.k. tímabundið hámark á það hvað auka má við greiðslumark á hverju búi eða jafnvel stöðva viðskipti með greiðslumark mjólkur, meðan kannaður er grundvöllur þess að koma upp miðlægum kvótamarkaði og vísa ég þá til bókunar, sem gerð var við undirritun mjólkursamningsins 2004. Hér kemur einnig til grundvallarspurningin hvað viljum við hafa mikla samþjöppun í þessari grein og eiga beingreiðslur að renna óskertar til allra bústærða. Þetta þurfa ykkar samtök m.a. að hugleiða og að þessu vík ég síðar í ræðunni. Í öllum þessum tilvikum þyrfti ný lagasetning að koma til, en svona aðgerðir gætu spornað við alvarlegri röskun innan greinarinnar á þessum erfiðleikatíma.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Én tek ítrekað fram hér að ekki verður gripið til neinna aðgerða af þessu taginu án samráðs við samtök bænda.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ýmsir hafa í gegnum tíðina gagnrýnt &bdquo;landbúnaðarkerfið&ldquo; og m.a. mjólkuriðnaðinn og löggjöf hans. Engin kerfi eru fullkomin og þá ekki landbúnaðarkerfið heldur. Við verðum samt að hafa það hugfast að við þurfum að tryggja bændum viðunandi afkomu, tryggja búsetu og stuðla að fæðu- og <span>&nbsp;</span>matvælaöryggi hér á landi.<span>&nbsp;</span> Þegar að við skoðum landbúnaðarkerfið núna eftir kreppu þá er vert <span>&nbsp;</span>að velta því fyrir sér hvernig staðan hefði verið ef þessa <span>&nbsp;</span>félagslega kerfis hefði ekki notið við. Ég ætla að láta ykkur það eftir að velta vöngum yfir því, en mér sýnist svarið liggja í augum uppi. En þetta var og er ekki sjálfgefið. Það gat alveg eins farið þannig að <span>&nbsp;</span>spurningin snerist aðeins um það hvað fyrirtækið héti sem átt hefði þetta allt saman &ndash; Baugur, Gaumur eða Glaumur. Í staðinn, vegna þess að þessi leið var ekki farin, <span>&nbsp;</span>höfum við ennþá afurðastöðvar í félagslegri eigu og framleidd er gæðavara. Neyslan hefur haldist stöðug og þó ætíð séu einhverjir erfiðleikar allstaðar, sem ég vík að síðar, þá eru þeir að mínu mati vel yfirstíganlegir og við munum komast út úr þeim í krafti samstöðu og félagshyggju.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Landbúnaðarkerfið verður hins vegar ætíð að gæta þess að vera í sátt við sína þjóð.</p> <p>Og nýjustu skoðanakannanir og umræðan í samfélaginu að mikil sátt er um landbúnaðinn og verkefni og ábyrgð hans. Það er samt heldur ekki sjálfgefið eins og umræðan um aðra mikilvæga atvinnuvegi þjóðarinnar þessa dagana staðfestir.<span>&nbsp;</span> Mér er það einnig <span>&nbsp;</span>ljóst að forsvarsmenn ykkar og stéttin í heild er sér meðvituð um mikilvægi þeirrar sáttar og ánægju sem þjóðin sýnir landbúnaðinum.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Mjólkurframleiðendur á landinu eru nú 694 talsins sem er svipuð tala og árið áður og því greinilegt að hægt hefur á þeirri fækkun sem verið hefur undanfarin ár. Það er þó ekki ólíklegt að framleiðendum muni fækka eitthvað á næstu 2-3 árum. Ekki er óeðlilegt að staldrað sé við undir svona kringumstæðum og menn velti því fyrir sér, hvernig við viljum að þessi þróun haldi áfram og hvort ekki sé í öllum aðalatriðum nóg komið. Hvaða bú voru annars viðkvæmust þegar að kreppan skall á. Þarf ég nokkuð að segja ykkur það hér?</p> <p>&nbsp;</p> <p>Spurningin er hvort við eigum að láta þróunina <span>&nbsp;</span>afskiptalausa og lúta afbrigðilegum aðstæðum eða eigum við að hafa uppi einhverja skilgreinda skoðun eða stefnu? Er það eðlilegt eða æskilegt að búum fækki niður í t.d. 3-400? Fyrir liggur að ástæða þess að við styðjum öll íslenska mjólkurframleiðslu á sjálfbærum grunni. Hún er grunnur að fæðuöryggi þjóðarinnar, hollustu afurðanna og það að við viljum hafa byggð í öllu landinu. Einn af hornsteinum þessa er fjölskyldueiningin þar sem saman fer vel rekin eining af viðráðanlegri stærð og aðbúnaður dýranna er manneskjulegur og annað í lagi að öðru leyti. Ég er hreint ekki viss um að risastórar iðnaðareiningar falli undir þessa skilgreiningu.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Talsmenn kúabænda hafa vakið athygli á að ýta þurfi áfram vinnu við að koma á skipulagi í sjúkdómaskráningu fyrir nautgripi. Ráðuneytið hefur rætt þetta mál við Matvælastofnun og fengið vissu fyrir því að vinna við skráningakerfið njóti nú forgangs og það muni verða starfhæft fyrir haustið.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Kúabændur hafa farið þess á leit við mig að láta fara fram endurskoðun á reglugerð um aðbúnað nautgripa. Ég vil nota þetta tækifæri og upplýsa að ég hef nú ákveðið að setja á fót starfshóp til að taka þetta mál til umfjöllunar og óskað eftir tilnefningum í starfshópinn í samræmi við tillögur LK þar um.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Örar breytingar hafa einnig orðið innan mjólkuriðnaðarins á síðustu árum, en leitast hefur verið við að ná fram sem mestri hagræðingu og lækkun tilkostnaðar. Mér er t.d. kunnugt um að störfum í mjólkuriðnaðinum hefur fækkað um u.þ.b. eitthundrað eða um 18% frá árinu 2007. Þrátt fyrir þessa miklu hagræðingu hefur iðnaðurinn verið rekinn með tapi síðustu tvö ár, þó svo að vonir standi til að jafnvægi náist á yfirstandandi ári. Við munum hins vegar komast úr úr þessum erfiðleikum eins og ég áður gat.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Að lokum vil ég geta hinna smáu sprota. Við verðum að rækta þá líka því í því eru einnig heilmiklir möguleikar ef betur er að gáð. Mín skoðun er sú að framtak m.a. Beint frá býli og annarra í slíkri stöðu verðum við að styðja af öllum mætti. Þessi framleiðsla er að mínu viti hrein viðbót við markaðinn og engin ástæða er að óttast samkeppni af hennar völdum. Hún gerir ekkert annað en að bæta ímynd landbúnaðarins enn frekar í augum þjóðarinnar. Minni ég einnig á fjölþætta ferðaþjónustu sem m.a. byggir á þessum heimaframleiddu afurðum í þessu sambandi.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Góðir aðalfundarfulltrúar.</p> <p>Fæðuöryggi er orð sem gjarnan gleymist á tímum góðæris, en núna göngum við Íslendingar í gegnum afleiðingar bankakreppu og þurfum þar af leiðandi að endurskoða og endurmeta margt sem áður þótti sjálfsagt og jafnvel eðlilegt í okkar góða samfélagi. Við þessar þrengingar hefur landsmönnum orðið æ ljósara mikilvægi íslensks landbúnaðar og hversu mikilvægu hlutverki hann hefur að gegna í fæðuöryggi þjóðarinnar.<span>&nbsp;</span> Ég spyr hvaða vit er í að treysta á óheftan innflutning, eða höfum við nægan gjaldeyri til að standa undir þannig útlátum og hvar standa þá &bdquo;hagvarnir&ldquo; í landinu? Nei, Íslendingar vilja íslenskar afurðir, því er mikilvægt að íslenskur landbúnaður fái að þróast og dafna á komandi árum.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ég óska aðalfundinum velfarnaðar í störfum sínum.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2010-03-01 00:00:0001. mars 2010Ávarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við setningu Búnaðarþings 28. febrúar 2010

<p>Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Haraldur Benediktsson, Búnaðarþingsfulltrúar og aðrir viðstaddir.</p> <p>Nú er Búnaðarþing að hefja störf að nýju, þessi virta samkoma, sem fyrir löngu hefur fest sig í sessi – og haft áhrif á fjölmörgum sviðum íslensks samfélags.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Á vettvangi Búnaðarþings eru hagsmunamál bænda tekin til umræðu og afgreiðslu.&nbsp;</p> <p>Við setningu Búnaðarþings gefst ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og greina frá því sem verið er að vinna í þágu atvinnuvegarins.</p> <p>Fram undan eru stór verkefni og sjaldan eða aldrei hefur verið meiri nauðsyn á yfirvegaðri umræðu og samstöðu þjóðarinnar þannig&nbsp; að sigrast megi á þeim miklu erfiðleikum sem við blasa.&nbsp; Hvorki má nokkur undan líta né láta sérhyggju ráða för.&nbsp; Samstaða þjóðarinnar og trú hennar á landið og möguleika þess er það sem öllu skiptir.</p> <p>Viðhorf þjóðarinnar til íslenskra sveita er órjúfanlega tengt íslenskum landbúnaði og ég fullyrði að sjaldan eða aldrei hafi jákvæðari straumar legið frá hinum almenna borgara út í sveitirnar en einmitt nú.&nbsp; Þetta jákvæða viðhorf er afar mikilvægt.&nbsp;</p> <p>Gildi landbúnaðar og sjávarútvegs fyrir íslenska þjóð er meira nú en oft áður. Menn gera sér nú enfremur betur grein fyrir þýðingu þess að grunnstoðir og ímynd þessara greina verði tryggðar í stjórnsýslu landsins. Borist hefur fjöldi ályktana og greinargerða víðs vegar af landinu þar sem þetta sjónarmið er áréttað sterklega, þjóðin vill öflugt ráðuneyti landbúnaðar og sjávarútvegs. Ég hef lýst mig sammála þessum sjónarmiðum og legg á það áherslu að ekki sé hrapað að neinum breytingum í þeim efnum.</p> <p>Margir hafa bent á sérstöðu okkar hvað varðar hollar og hreinar afurðir, nýja markaði, sívaxandi fæðuþörf heimsins og ný tækifæri sem hafa skapast hér á landi vegna breytts veðurfars.&nbsp; Þessi umræða hefur magnast síðustu misseri, ekki aðeins hér á Íslandi, heldur um allan heim sem kristallast í þeim markmiðum að þjóðir lifi við fæðuöryggi.</p> <p>Að sama skapi og það er mikilvægt að treysta grunnstoðir samfélags okkar er ekki síður mikilvægt að efla svo sem unnt er alla nýsköpun og framfarir í landinu. Við verðum að halda ótrauð áfram vinnu við að móta og fullgera og meðan ég er í stöðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun ég leggja mitt af mörkum.</p> <p>Hér vil ég sérstaklega nefna framlag &nbsp;Matíss og hið mikla starf stofnunarinnar í þróun matvæla og matvælavinnslu. Stofnunin hefur jafnframt borið gæfu til&nbsp; að efla&nbsp; starf sitt í hinum dreifðu byggðum og sýnir það mikil hyggindi stjórnenda hennar.</p> <p>Fjárhagsstaða ríkisins mætti vera betri og það vitum við öll. Beita þarf niðurskurðarhnífnum óspart og það kemur og mun koma niður á starfsemi Bændasamtakanna eins og annarra. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka forsvarsmönnum bænda skilning og samstarf vegna þessa erfiða verkefnis. Enn er ólokið frágangi málefna er varða búnaðarmálasamning og Lífeyrissjóð bænda. Meginástæðan er sú, að enn er verið að vinna að heildaráætlunum fyrir fjárhag íslenska ríkisins og óvissan er mikil. Unnið er hörðum höndum að lausn þessara mála hjá ráðuneytum landbúnaðar og fjármála í samvinnu við Bændasamtök Íslands.</p> <p>Allmargir íslenskir bændur eiga í verulegum fjárhagsvanda vegna fjármálakreppunnar. Á því stóra sviði eru bændur leiksoppar örlaganna fremur en áhrifavaldar.&nbsp; Slæm fjárhagsstaða margra í landbúnaði og skortur á rekstrarfé hjá hinum verst stöddu er háalvarlegt mál því þar er í húfi fæðuöryggi þjóðarinnar, dýravernd og hætta á óhóflegri samþjöppun og þar með veikingu fjölskyldueiningarinnar sem er okkur svo mikilvæg. Það er því mikil samfélagsleg áhætta sem fylgir í þessu máli og því verður að tryggja rekstrargrundvöllinn, þannig að framleiðsla haldist. Í síðustu viku átti ég fund með stóru bönkunum þremur ásamt fulltrúum úr sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis, viðskiptanefnd og forsvarsmönnum Bændasamtakanna. Ekki gat ég merkt annað en þessir aðilar séu allir af vilja gerðir til að reyna sameiginlega að ná fram lausn sem dugir. Þessu starfi mun verða haldið áfram núna á næstu dögum og mun ráðuneytið fylgjast með framvindu þess.</p> <p>Verkfæri ráðuneytisins eru hins vegar af skornum skammti. Lánasjóður landbúnaðarins varð snemma einkavæðingareldinum að bráð og Jarðasjóður er ekki eins öflugur og þyrfti. Spurning vaknar hvort ekki sé rétt að huga að nýju fyrirkomulagi í fjármögnun landbúnaðarins sem taki mið af því besta sem áður var. Er hægt að endurvekja sjóði til að styrkja nýliðun og til þess að standa vörð um landbúnaðarframleiðslu á jörðunum? Þessu er hér varpað fram til umhugsunar.</p> <p>Síðastliðið haust var í Búðardal blásið á kreppu og aðra óáran og stofnað Félag ungra bænda. Ég var á stofnfundinum og hreyfst af baráttuandanum sem ríkti á þeirri samkomu. Nú er verið að stofna félagsdeildir ungra bænda víða um land. Til hamingju, ungir bændur, og farnist nýjum samtökum ykkar vel í framtíðinni! &nbsp;Ég heiti mínum stuðningi þar sem ég get.</p> <p>Við megum ekki gleyma því að margt hefur snúist á sveif með okkur á síðustu misserum, bæði hvað varðar útflutning og annað. Við megum því sem þjóð undir engum kringumstæðum festast í einhverju svartagallsrausi. Það hefur hvorki verið né er eðli Íslendinga að leggja upp árar þótt&nbsp; á móti blási. Hvað eftir annað hefur það einnig sýnt sig að þegar mest reynir á er þjóðin hvað frjóust í hugsun í leit að úrræðum og svo sannarlega gefur íslenskur landbúnaðar mikla möguleika.&nbsp; Samhliða því að vinna áfram að þróun hins hefðbundna búskapar í mjólkur- og sauðfjárframleiðslu, eru íslenskir bændur og þeir aðrir sem í sveitum landsins búa að kanna nýjar hugmyndir – vinna þeim brautargengi með það að markmiði að skapa sér tekjur og bæta hag sinn og þjóðarinnar allrar.&nbsp; Framsýni og dugur ásamt aðgæslu skiptir nú öllu máli.</p> <p>Ágæta samkoma.</p> <p>Eins og kunnugt er ákvað Alþingi að skerða samningsbundnar greiðslur samkvæmt búvörusamningum á árinu 2009. Það var gert í andstöðu við bændur sem töldu raunar að um samningsbrot væri um að ræða af hálfu ríkisvaldsins. Það var því fagnaðarefni þegar samningar milli ríkisins og bænda tókust í apríl á sl. ári um breytingar á gildandi búvörusamningum og þar með að eyða óvissu og þeim ágreiningi sem var orðinn milli samningsaðila. Ég held að það sé full ástæða til að þakka Steingrími J. Sigfússyni fv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir aðkomu hans að þessu máli, því án hans atbeina er ekki víst hvernig farið hefði.</p> <p>Síðastliðið sumar gengum við fjármálaráðherra síðan frá sambærilegum samningi við garðyrkjubændur. Samhliða þeim samningi var undirrituð „viljayfirlýsing“ um þann ásetning aðila að bæta hagkvæmni íslenskrar ylræktar og auka möguleika greinarinnar á komandi árum. Í framhaldi af viljayfirlýsingunni skipaði ég starfshóp um málið sem nú er að störfum og vænti ég tillagna frá hópnum á næstu vikum. Um leið og samningurinn við garðyrkjubændur var kynntur, undirritaði ég reglugerð um nýjar upprunamerkingar matvæla. Í þessu sambandi held ég að það sé afar mikilvægt að forsætisráðuneytið ljúki endurskoðun á fánalögum sem fyrst með það að markmiði að nota megi íslenska fánann á &nbsp;framleiðsluvörur okkar.</p> <p>Mikil vinna hefur verið unnin í ráðuneytinu við að undirbúa nýja matvælalöggjöf. Þeirri vinnu lauk með samþykkt laga nú rétt fyrir jólin, sem fela í sér að ný matvælalöggjöf tekur gildi hérlendis að hluta 1. mars næstkomandi.</p> <p>Undanfarnar tvær ríkisstjórnir, ef bráðabirgðastjórnin er undanskilin, tókust á við þetta mál, en höfðu hreinlega gefist upp í því að halda til haga hagsmunum Íslands eins og vera bar. Um tiltekin atriði í þessari matvælalöggjöf var tekist á af mikilli hörku á þeim tíma. Það var því talsvert afrek ríkisstjórnarinnar að ná matvælafrumvarpinu fram með þeim breytingum sem gerðar voru og það mótatkvæðalaust á Alþingi. Mikilvægast var að það tókst að halda innflutningsbanni á ófrosnu hráu kjöti. Rétt er að nota tækifærið hér og þakka Atla Gíslasyni formanni sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar fyrir hans þátt í þessu máli sem var mikill. Jafnframt vil ég þakka einarða baráttu og stuðning samtaka bænda og afurðastöðva, kvenfélaga og sveitarfélaga um land allt í þessu máli.</p> <p>Alþingi samþykkti á síðastliðnu vori að senda inn aðildarumsókn að ESB. Afar skiptar skoðanir eru meðal þjóðarinnar varðandi umsóknina og hugsanlega aðild en andstaða við hana er nú mjög mikil. Sú sérkennilega staða er að annar stjórnarflokkurinn er mjög áfram um aðild en hinn opinberlega andvígur henni.&nbsp; Öllum er ljós mín afstaða í þessu máli og fer hún saman við skoðanir og áherslur Bændasamtaka Íslands sem og samtaka í sjávarútvegi og matvælavinnslu. Bændasamtökin hafa sett varnarlínur sem ekki verði farið yfir í viðræðunum. Það sama hefur&nbsp; sjávarútvegurinn gert. &nbsp;Í nýbirtu áliti framkvæmdastjórnar ESB um aðildarumsókn Íslands er tilgreint að Ísland þurfi að breyta í veigamiklum atriðum löggjöf sinni í landbúnaði ef hún á að falla að löggjöf ESB.</p> <p>Það sama er uppi á teningnum í sjávarútveginum, en þar höldum við fast við þá kröfu að auðlindin í sjónum umhverfis landið verði alltaf í eigu þjóðarinnar og að fiskveiðar og fiskveiðistjórnun í lögsögu Íslands lúti ætíð íslenskum lögum og forræði, jafnframt því sem við höfum áfram fullt forræði yfir samningum um hlut okkar í deilistofnum.</p> <p>Gerð er ítarleg grein fyrir þessum sömu grundvallarhagsmunum og skilyrðum í þingsályktunartillögunni sem Alþingi samþykkti. &nbsp;Í greinargerð með tillögunni segir orðrétt:&nbsp;&nbsp;</p> <p><em>„Meirihlutinn leggur áherslu á að ríkisstjórnin fylgi þeim leiðbeiningum sem gefnar eru með áliti þessu um þá grundvallarhagsmuni&nbsp; sem um er að ræða. Að mati meirihlutans verður ekki vikið frá þeim hagsmunum án undanfarandi umræðu á Alþingi.“</em></p> <p>Eftir að ég tók við starfi ráðherra hef ég lagt áherslu á að greina stöðu nokkurra búgreina.&nbsp; Ég hef farið þá leið að kalla saman vinnuhópa til aðstoðar og árangur af starfi þeirra er nú að koma í ljós. Ég tiltek hér að söfnun þessara upplýsinga hefur heildartilgang sem er sá að undirbúa vinnu við heildarendurskoðun landbúnaðarstefnunnar líkt og tiltekið er í nýgerðum búvörusamningum. Vonast ég eftir góðri samvinnu og samstarfi við Bændasamtökin og aðra hagsmunaaðila þegar það starf hefst formlega.</p> <p>Lokið er starfi nefndar er ég skipaði í byrjun október á síðasta ári sem hafði það verkefni að kanna og leggja fram tillögur um hvernig megi efla svínarækt á Íslandi með sérstöku tilliti til íslenskra aðstæðna hvað varðar fæðuöryggi, fóðuröflun og umhverfissjónarmið.&nbsp; Nefndin hefur skilað mér skýrslu sinni og er þar að finna gagnmerkar tillögur sem unnar verða áfram. Umfjöllun nefndarinnar er allrar athygli verð og vona ég að Búnaðarþingi auðnist að fjalla um skýrslu hennar.</p> <p>Þá hef ég nýlega með sama hætti skipað nefnd sem ætlað er að fjalla um umgjörð alifugla- og eggjaframleiðslu með sérstöku tilliti til íslenskra aðstæðna hvað varðar sömu þætti, fæðuöryggi þjóðarinnar, fóðuröflun og umhverfissjónarmið.&nbsp; Vænti ég að nefndin ljúki störfum fyrir vorið.</p> <p>Í samstarfsyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er skýrt kveðið á um mikilvægi þess að standa vörð um innlendan landbúnað og tryggja fæðu- og matvælaöryggi þjóðarinnar.</p> <p>Jarða- og ábúðarmál eru nátengd yfirlýstum markmiðum um sjálfbærni og fæðuöryggi. Meginstefnan hlýtur að felast í að halda utan um og vernda núverandi og framtíðar landnæði sem til matvælaframleiðslu er fallið og skapa jafnframt sem best skilyrði í hinum dreifðu byggðum til fjölþættra nota sem á þessu byggjast. Í því felst jafnframt að hafa í huga verndun einstakra náttúrufyrirbæra og vistkerfa.</p> <p>Mikill meirihluti lögbýla í eigu ríkisins er á forræði ráðuneytis míns og ég er þeirrar skoðunar að farsælast sé að svo verði áfram.&nbsp; Eins og gefur að skilja hafa þjóðfélagsbreytingarnar haft áhrif á þá stefnu ráðuneytisins sem tengjast ríkisjörðunum og ég tók meðal annars ákvörðun um að setja ríkisjarðir ekki í sölu á frjálsan markað, nema í undantekningartilvikum.&nbsp; Þetta er í samræmi við stefnu sem Steingrímur J. Sigfússon markaði í ráðherratíð sinni. Þetta merkir að ég hyggst fremur auglýsa ríkisjarðir sem losna til leigu en að selja þær.&nbsp;</p> <p>Við sem þekkjum málefni sveitanna vitum af þeirri öru þróun í byggð og búháttum sem hefur orðið á síðustu árum. Henni hafa stundum verið gerð skil með þeim orðum að búunum fækki um leið og þau stækki. Við það að jörðum í búrekstri fækkar breytist landnýting. Margir bændur hasla sér völl í nýjum búgreinum, en einnig verða sífellt fleiri jarðir að frístundajörðum. Þessi þróun á sér bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar sem gera má skil í löngu máli. Ég tel mikilvægt að stjórnvöld nýti þær heimildir sem þau hafa á hendi til þess að hafa áhrif á þróunina á hverjum tíma. Við breytta nýtingu lands á ætíð að freista þess að koma í veg fyrir að landbúnaðarland eða land sem getur hentað sem landbúnaðarland í framtíðinni verði tekið undir önnur not.&nbsp;</p> <p>Ræktunarland er nefnilega af skornum skammti hér á landi ef við berum okkur saman við nágrannalönd okkar. Oft er sagt að Ísland sé stórt land fyrir litla þjóð. Það kann að vera rétt ef aðeins er höfð í huga stærð landsins. Hins vegar fer því fjarri að landið okkar sé stórt ef við skoðum hversu stór hluti þess er ræktunarland og berum það saman við ræktunarlönd annarra þjóða. Mikilvægt er fyrir framtíð þjóðarinnar að sú auðlind sem felst í ræktunarlandi verði varðveitt og nýtt á sjálfbæran hátt.</p> <p>Nefnd um landnýtingu hefur skilað skýrslu, sem mun nýtast við stefnumótun í þeim efnum á næstu árum. Það er raunar stórmerkilegt að meðal þess sem lesa má úr skýrslu nefndarinnar er að jarðalög og ábúðarlög frá árinu 2004 hafa næsta litla eða enga þýðingu við að stýra eignarráðum á bújörðum og nýtingu á landi þeirra. Mikið íhugunarefni hlýtur að vera hvort það sé viðunandi til framtíðar. Ég vona að búnaðarþing taki skýrsluna til ítarlegrar skoðunar.</p> <p>Þá tel ég einnig ljóst að skýrslan muni nýtast vel og flýta starfi vinnuhóps um endurskoðun jarða- og ábúðarlaga sem nú er starfandi. Það hafa orðið mannabreytingar í vinnuhópnum af óviðráðanlegum orsökum og hef ég nú falið Ernu Bjarnadóttur starfsmanni Bændasamtakanna að taka við formennsku í honum og ljúka því starfi með tillögu að frumvarpi til nýrra jarða- og ábúðarlaga.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Starfandi er nefnd um framtíð kornræktar á Íslandi.&nbsp; Ör þróun hefur átt sér stað á þeim vettvangi og bendir fátt til annars en stórauka megi kornrækt, bæði til manneldis og til dýrafóðurs. Þarf vart að fjölyrða um gildi þessarar nýju búgreinar en rétt að benda á gjaldeyrissparnað og fóðuröryggi. Nú stendur íslenskt korn undir um helmingi kjarnfóðurnotkunar mjólkurframleiðslunnar og menn tala um að það megi margfalda hlutdeild byggs og þar með íslensks korns í fóðri svína. Áríðandi er nú að við setjum okkur bein tímasett markmið um aukið hlutfall íslensks korns í fóðurnotkun búpenings okkar í matvælaframleiðslunni. Þessari nefnd er falið það verkefni og jafnframt gera tillögur um hvað þurfi að gera svo þau markmið náist. Ekki má heldur gleyma framleiðslu á korni beint til manneldis og vil ég hér mæla sérstaklega með „brauði ársins“ sem framleitt er úr íslensku korni frá Þorvaldseyri. Það er bæði gott og ljúffengt og án nokkurs vafa gríðarlega heilsusamlegt.</p> <p>Fiskeldið hefur verið í talsverðri sókn að undanförnu.&nbsp; Bleikjan er okkar verðmætasti eldisfiskur og á síðasta ári var útflutningur eldisbleikju um 3.000 tonn og söluverðmætið um 2.000 milljónir en það er um 70% af heildarútflutningsverðmætum eldisfisks. Gert er ráð fyrir að framleiðsla á bleikju aukist á næstu árum og framleiðslan verði orðin um 5.000 tonn árið 2015. Bleikjueldið er gott dæmi um vel heppnað þróunarstarf, þar sem kynbætur og rannsóknir hafa skipt sköpun varðandi framgang greinarinnar. Bleikjukynbótastarfið við Hólaskóla er forsenda þess að framþróun bleikjueldisins sé tryggð.</p> <p>Hlunnindi í ám og vötnum hafa ávallt verið íslenskum bændum mikilvæg. Þau hafa mikla þýðingu núna þegar nýta þarf alla möguleika sem gefast með sjálfbærum hætti. Veiðimálastofnun hefur í áranna rás unnið að þessu verkefni með góðum árangri.</p> <p>Mikill og vaxandi áhugi er á kræklingarækt og hefur fyrirtækið Norðurskel í Hrísey ræktað krækling bæði fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings. Í undirbúningi í ráðuneytinu er ný löggjöf um skelrækt og vona ég að hægt verði að mæla fyrir henni á þessu þingi.</p> <p>Ekki má gleyma því að nýting strandhlunninda og strandsvæða hefur löngum reynst mörgum bóndanum góð búbót. Dúnn, grásleppa o.fl. hafa lengi verið fastir liðir í tekjum strandbænda og ekki veit ég betur en ýmsir þeirra hafi tekið þátt í hinum margrómuðu strandveiðum á síðastliðnu ári og hyggist gera það áfram. Strandveiðarnar munu því reynast ómetanlegur stuðningur við tiltekna bændur sem búa við sjóinn í kringum landið.</p> <p>Hestamennska og hrossarækt hefur verið í stöðugri sókn á undanförnum árum og áratugum. Fagmennsku í ræktun og allri meðhöndlun íslenska hestsins hefur fleygt fram þannig að nú má fullyrða að við séum nokkuð framarlega í röð iðkenda hestamennsku í heiminum og er þá sama um hvaða hrossakyn ræðir. Þessi þróun er jákvæð á allan hátt. Atvinnulíf tengt íslenska hestinum hefur einnig fest frekar í sessi bæði hér heima og erlendis. Vafalaust er íslenski hesturinn besti sendiherra okkar á erlendum vettvangi, með fullri virðingu fyrir öðrum diplómötum.</p> <p>Starfandi er nefnd á vegum ráðuneytisins sem vinnur að aðgerðum til að bæta nýtingu lífræns úrgangs. Þá eru Matvælastofnun og Umhverfisstofnun að vinna að ákveðnum verkefnum sem nefndin mun taka til skoðunar og væntanlega ljúka nú fyrri hluta ársins. Í tengslum við þetta verkefni hefur og tekist gott samstarf við Samband íslenskra loðdýraframleiðenda, sem hvort tveggja mun hafa í för með sér aukna nýtingu á lífrænum úrgangi frá bæði sláturhúsum og fiskvinnslum og bæta fóðurgæði loðdýrafóðurs.</p> <p>Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með hækkun á uppboðsmörkuðum á loðdýraskinnum undanfarið. Loðdýrabændur hafa átt sína góðu og slæmu daga frá upphafi greinarinnar en nú er framtíðin björt í þeirri grein. Það er ánægjulegt að núna eru það fiskeldi og loðdýrarækt sem rísa hratt upp. Þetta segir okkur bara eitt og það er að ómælt þolgæði þarf þegar nýbúgreinar eru annars vegar.</p> <p>Núverandi fyrirkomulag gerir ekki ráð fyrir miklum afskiptum ráðuneytisins að markaðsmálum í landbúnaði. Ég vil þó nefna að þrátt fyrir að samdráttar hafi orðið vart á innanlandsmarkaði fyrir kindakjöt, stendur útflutningur með nokkrum blóma. Ekki má heldur gleyma hlutverki Matvælastofnunar (MAST) þegar markaðsfærsla landbúnaðarafurða er annars vegar. Kaupendur bæði innanlands og erlendis krefjast þess að eftirlit með vörunum sé með fullnægjandi hætti. Ekki verður annað séð en að MAST njóti fulls trausts í því sambandi og eftirlitskerfi þess standist kröfur. Starfsemi MAST mun eftir sem áður þurfa að fara í gegnum endurskoðun í kjölfar nýrrar matvælalöggjafar og breyttra aðstæðna. Taka þarf tillit til margs m.a. viðunandi verkaskiptingu stofnunarinnar og heilbrigðiseftirlitanna víða um land.</p> <p>Ég hef sett á fót nefnd ásamt Bændasamtökunum, efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og fulltrúum afurðastöðva, sem á að finna leiðir til að framleiðendur geti staðið saman að útflutningi sláturafurða þegar markaðsaðstæður krefjast þess.</p> <p>Skógrækt bænda er auðvitað alvörubúgrein og eru nú um 800 jarðir skráðar með skógrækt.&nbsp; Skógurinn, þótt ungur sé, er strax farinn að skila margvíslegum afurðum og mun innan tíðar verða snar þáttur í landbúnaðarframleiðslu þessarar þjóðar.&nbsp; Starfandi er nefnd sem hefur það hlutverk að fjalla um framtíðarskipan landshlutabundnu skógræktarverkefnanna og búast má við tillögum hennar innan fárra vikna</p> <p>Þegar hluti rannsókna í landbúnaði var færður undir menntamálaráðuneytið var þannig frá málum gengið að töluvert fjármagn var skilið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Er ráðuneytinu ætlað að beita þessu fjármagni til þess að tryggja áfram hagnýtar rannsóknir við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nú er komin eins árs reynsla á þetta fyrirkomulag og mun ráðuneytið í framhaldinu fara yfir einstök atriði samningsins með Landbúnaðarháskólanum í náinni samvinnu við atvinnugreinarnar.</p> <p>Í fjárlögum 2010 tókst að ná fram nokkru fjárframlagi til eflingar lífrænni ræktun. Mun ég á næstunni ákveða í samráði við framleiðendur í þessari grein, hvernig best verði að nýtingu þess fjármagns staðið. Í mínum huga er alveg ljóst að við Íslendingar eigum mikla möguleika á þessu sviði og eigum að efla hlut &nbsp;lífrænnar framleiðslu þjóðarinnar.</p> <p>Á sama hátt fékkst fjárframlag til að efla starfsemi „Beint frá býli“ og til þess að finna út hvort hægt sé að búa nýtingu sláturafurða heima á býli betri farveg en nú er. Bæði þessi verkefni eru mikilvæg fyrir íslenskan landbúnað. Heimareykt hangikjöt og heimagerður ís svo dæmi séu tekin njóta vaxandi vinsælda og auðga matarmenninguna.&nbsp;</p> <p>Ekki verður svo skilið við sveitir landsins og möguleika þeirra að ekki sé minnst á ferðaþjónustu í dreifbýli og þann mikla og stóra þátt sem bændur eigi í þeirri sigurgöngu.</p> <p>Ferðaþjónusta bænda og þjónusta við ferðafólk tengist órjúfanlega sívaxandi þörf bænda til að selja handverk sitt og ekki síður fjölbreyttar afurðir búanna milliliðalaust.</p> <p>Ánægjulegt er að fylgjast með hversu íslenska ullin er nú eftirsótt til hvers konar vinnslu og handverks. &nbsp;Þótt vel hafi verið staðið að þessum málum er ljóst að fé vantar til framkvæmda og kynningar. Þá hefur borið á því að fólk sem hugar að sölu búvara óttist reglugerðarflækjur og fjölda vottorða sem þurfi að afla sér áður en til framkvæmda kemur. Vel má vera að einfalda megi þennan farveg, en ég bendi þó á að þeir sem hafa farið út í rekstur af þessu tagi hafa tjáð mér að þegar upp sé staðið sé þetta tiltölulega einfalt.&nbsp;</p> <p>Góðir áheyrendur.</p> <p>Ég get ekki neitað að mér þykir beinlínis sorglegt að fylgjast með framgöngu okkar fyrrum ágæta &nbsp;fyrirtækis „Símans“ sem auðvitað átti aldrei að selja úr þjóðareign. Nú ríður húsum sjónvarpsauglýsing, einhvers konar húmorslaus 2007-útgáfa í anda útrásarvíkinga þar sem gert er lítið úr hefðbundnum íslenskum þjóðlegum afurðum. Nokkrir karlmenn, í lopapeysum þó, eru látnir fúlsa við íslenskum þorramat eins og um hvert annað ómeti sé að ræða. Ekki átta ég mig á hvað fyrir þessu fyrirtæki vakir eða í hvaða heimi það lifir, en ég er nokkuð viss um að svona framkoma bætir ekki ímynd „Símans“ í huga fólks. Finnst mér lítið leggjast fyrir fyrirtæki sem áður var í þjóðareign og með stolti borin mikil virðing fyrir.</p> <p>Ég nefndi í upphafi mikla þýðingu Búnaðarþings. Fjölmörg mál verða þar tekin til meðferðar og afgreiðslu og þar á meðal eitthvað af þeim málum sem ég hef drepið hér á. Í landbúnaði ríkir engin stöðnun og er því sífellt horft til framtíðar. Framtíð íslenskra sveita er sterk, ímyndin góð og möguleikarnir margir.</p> <p>Landið er gjöfult og margir líta til þess vonaraugum – sjá þar möguleika sem aðrar þjóðir eiga ekki. Vera má að borið verði á okkur glópagull og lofað grænum skógum. &nbsp;Hyggjum hér vel að. Okkur ber að standa vörð um Ísland – gæði þess, náttúru, menningu og samfélag, landið sem okkur var trúað fyrir. &nbsp;Hér fara bændur í fylkingarbrjósti.</p> <p>Í Íslandsklukkunni lætur Nóbelsskáldið Arnas Arnæus segja eftirfarandi sem okkur er hollt að muna: <em>„Þú getur sagt þeim frá mér að Ísland hafi ekki verið selt; ekki í þetta sinn. Þeir skilja það seinna.“</em></p> <p>Ég þakka góða áheyrn og óska Búnaðarþingi farsældar í störfum.</p>

2010-02-21 00:00:0021. febrúar 2010Sjávarútvegssýning Fish International 2010 og aðalfundur þýsk-íslenska viðskiptaráðsins

<p align="center"><strong><span>Address</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>The Minister of Fisheries and Agriculture of Iceland</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Mr. Jón Bjarnason</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Bremen</span></strong><strong><span>21. February 2010</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mr. Chairman</span></p> <p><span>Ladies and gentlemen</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>First, let me thank the organizers of this event, particularly Ambassador Gunnar Snorri Gunnarsson and his staff at the embassy for the effort necessary for preparing such a meeting and bringing us together here today.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>I am glad to see how many of you are here, representing companies that are involved in buying, marketing and trading Icelandic fish and fish products.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>We value highly the good relations that have evolved over time between our fishing industry and exporters in Iceland and you, who, one way or another, are involved in marketing our products in this country, one of the important market area for Icelandic fish products. Our exchange of information and views today gives us a good opportunity to foster and strengthen this important relationship.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>We realize that your work is very demanding; you have to be able to adapt and meet the diverse and constantly changing needs and wishes of the consumers, one aspect of which is the increasing awareness of environmental considerations.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>As you all know fishing has been an important activitiy in Iceland ever since the country was settled, and during the past century it was chiefly the development of fisheries that provided the bases for the country´s progress and economic growth. Even though the Icelandic economy has become more and more diverse it remains very dependent on the fisheries, and we are aware of the importance of our natural resources and the sustainable use of our fish stocks that will be the backbone of our economy for years to come.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>It follows that this overriding dependence on the marine resources has made the Icelandic nation and the authorities very much aware of the importance of reasonable and sustainable fisheries for which we have been an active advocate in international fora.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fishing and fish processing contributes about 7% of the GDP and employs about 7% of the working population. The fisheries sector in Iceland provides approximately 37% of the earnings of exported goods. It shows how valuable the export of fish and fish products are for Icelanders and the importance of foreign markets, like the German redfish market is to us.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Recent years have seen Icelanders &ndash; both authorities and industry representatives &ndash; having to spend increasing time and effort explaining their fisheries policy, constantly pointing out and emphasizing how it is based on the ideology of sustainable utilisation. One of the reason for this time and effort are incorrect statements by organisations that damage our reputation and cause problems at our markets.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>In light of above and recent events it is important to know that there are two species of redfish caught in Icelandic waters, <em>Sebastes marinus</em> or golden redfish and <em>Sebastes mentella,</em> the beaked readfish. The catch of these two species is recorded seperately. The advice for both species, which the Ministry uses as a basis for deciding the total allowable catch, comes from the Marine Research Institute in Iceland as well as the International Council for the Exploration of the Sea. The landings of these species have for decades been close to the advice given by the Marine Research Institute. The majority of redfish products from Iceland on the German market are from the golden redfish stock, which according to Marine Research Institute survey series has been increasing in size since mid-1990s, due to increased recruitment to the fishable part of the stock.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>We are constantly working on improvement of our fisheries management and recently I put forward a parliamentary bill for the Icelandic Parliament which will improve the management of the redfish fisheries, The bill recommends a seperate quotas on the golden redfish and beaked redfish, which is anticipated to take effect this year.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Two years ago we were faced with a drastic cutdown in the total allowable catch for cod, our single most important fish stock. Under the circumstances that Iceland is facing today we stand up against heavy pressure to increase the total allowable catch of the cod. However, our present policy and our approach is to continue to build up the spawning stock to secure the future and seek the goal of optimal stock size for sustainable and profitable fisheries.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>There is every reason to emphasize that the management and utilisation of the marine resources are never an easy task and many factors that must be included in the equation. In utilizing the marine resources in a sensible manner, we must remember that we are not tackling situations were all factors of the equation are known &ndash; far from it! This is a complex interaction of factors that in turn are affected by various things. We are not only talkning aout the utilisation by mankind as being the only contributing factor; we must also undrestand the complex interaction in the ocean. This is why our answer is first and foremost entailed in increasing research and thereby casting a clearer light on the ecosystem here being addressed.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2009-11-26 00:00:0026. nóvember 2009Alþjóðleg ráðstefna um strandveiðar í Biarritz 25. nóvember 2009

<p align="center"><strong><span>Ávarp Jóns Bjarnasonar,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á alþjóðlegri ráðstefnu um strandveiðar</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>í Biarritz 25. nóvember 2009</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mr. Mayor of Biarritz,</span></p> <p><span>Mr. and Mrs. representative of Pyrenées Atlantique and Region Aquitaine,</span></p> <p><span>Dear conference guests.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>First of all I would like to thank Orri Vigfússon from NASF for asking me to come here and give a speech to applaud small-scale costal fisheries and believe me, for me it was no problem at all. I only asked Orri: When do you want me to do this!</span></p> <p><span>I have to let<span>&nbsp;</span> it come especially forward here that I am very privilaged to know Orri and I am also following the good work of NASF in which he has his big part.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>I am very proud to stand here as a minister for fisheries and a member of parliment for the left &ndash;green party and be able to give you an overview of the Icelandic fisheries policies and those aspects which mainly concern costal fishing. To be able to do so I first need to describe the system in general terms. I hope you do not mind even though it is complicated.</span></p> <p><span>In recent years the total Icelandic sustainable fish catches have been around 1.7-2.1 million tonnes annually and counting for 1.8-2.5% of the world total catches. The annual catches within the Icelandic Exclusive Economic Zone have been approximately 1.450.000 tons and around 500.000 tons beyond the Icelandic Exclusive Economic Zone. The total annual market value of exported Icelandic marine products is around 2 billion US dollars.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>To give you a better sense of where we stand as a fishing nation in terms of volume compared to other fishing nations then it should be noted that in 2005 Iceland ranked 14th of the world&rsquo;s total catches with 1.7 million tonnes or 1.8%. The leading 15 nations account for 70% of the world&rsquo;s total catches, Norway and Iceland being the only European countries on this list.</span></p> <p><span>Fishing has been an important activity in Iceland ever since the country was settled and has provided the basis for the country&rsquo;s progress and economic growth during the past century. Considering recent events in Iceland, the melt down of the banking sector, sustainable fisheries have proven to be the fundamental pillar of Iceland&rsquo;s economy and social structure and will continue to do so for the years to come. It will provide over 40% of all exports value in 2009 and it is the single most important exporting industry in Iceland.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>The Icelandic Fishing Fleet consists of approximately:</span></strong></p> <p><span><span>?</span></span><span>66 Freezers and wetfish trawlers</span></p> <p><span><span>?</span></span><span>46 Trawling vessels,</span></p> <p><span><span>?</span></span><span>375 Other fishing vessels of which 250 are active<br /> <em>(Long liners, Danish seine, Gill-netters)</em></span></p> <p><span><span>?</span></span><span>800 Small boats, of which are 600 active<br /> <em>(Hook and line boats)</em></span></p> <p><span><span>?</span></span><span>Total fishing fleet approx. 1,300</span></p> <p><em><span>(Vessels and boats)</span></em></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>In 2008 the small boats catch made for about 10-15% of the total value of our fishing catch and one boat &ldquo;Ragnar SF&rdquo; from Hornafjörður with only two men onboard managed to bring 1.329 tonnes to land. I think this is quite an achievement!</span></p> <p><span>Soon after gaining control over the 200 miles in 1976, serious concerns were raised that the most valuable fish stocks were being exploited. Various forms of fisheries restrictions have been applied and there has been an intensive political debate on different systems of management ever since.</span></p> <p><span>In the early eighties, effort limitations which had been in force since 1973, proved to be unsuccessful resulting in the decline of the cod stock. As a result, the Parliament adopted a management system of individual transferable quotas (ITQs) based on each vessel&#39;s catch performance. However, there was an effort option in the system that made it difficult to limit total fish catches and to evaluate the results from the ITQ system.</span></p> <p><span>The present comprehensive Fisheries Management system is still based on ITQs. The objectives are, according to the Fisheries Management Act, to promote the conservation and efficient utilisation of the marine resources and thus, to ensure stable employment and economic viability of fishing communities. In other words, the aim is to ensure the sustainability of the fisheries while emphasising the economic benefits of the fisheries sector.</span></p> <p><span>According to the law the total allowable catch (TAC) is set by the Minister of Fisheries and Agriculture and his decision should be based on scientic advice from the Marine Research Institute (MRI). Fishing vessels are allocated a fixed quota share of the species subject to the TAC. All economically important species, or some 95% of the total catch value, are now included in the ITQ system.</span></p> <p><span>Noone can pursue commercial fishing in Icelandic waters without having a general fishing permit. General fishing permits are of two types, i.e. a general fishing permit with a catch quota and a general fishing permit with a hook-and-line catch quota.</span></p> <p><span>The owners of fishing vessels and operators must also fulfil these requirements to pursue fishing in Icelandic waters, as provided for in the Act on Investment by Foreign Parties in Industrial Operations and the Act on Fishing and Processing by Foreign Vessels in Iceland&#39;s Exclusive Fishing Zone.</span></p> <p><span>Vessels holding fishing permits with hook-and-line catch quotas may fish those species for which they hold quotas plus species which are not subject to limits on total allowable catch.</span></p> <p><span>Hook-and-line catch quotas may only be used for logline and hand-line fishing. The Minister may, however, grant hook-and-line boats permission to fish for benthic species using such fishing gear as is required, such as plows and traps, and to use nets for lumpfish fishing.</span></p> <p><span>The three main objectives of the Icelandic fisheries management system are to increase <span>efficiency</span> in the industry, <span>conservation</span> of the marine stocks and to ensure <span>stable employment and settlement</span> throughout the country. Many consolidations and rationalisations have of course taken place.<span>&nbsp;</span> But this has also caused concerns that the industry might become too concentrated.<span>&nbsp;</span> For this reason a single operator or related operators are limited to a maximum of 12% off the quota shares.</span></p> <p><span>The Minister of Fisheries and Agriculture has the mandate to allocate up to 12 thousand tonnes of cod equivalent quotas to use for special purposes.<span>&nbsp;</span> These 12 thousand tonnes have usually been less than 3% of the total quota allocations.<span>&nbsp;</span> It is mainly intended to serve as a shock absorber and as a regional policy instrument. There is also a special preferential treatment of long-line fishery where the line has been prepared ashore and the vessels land their catches daily.<span>&nbsp;</span> This preference has been up to 16%. These extra allocations are favouring the smallest vessels and the smallest fishing villages.</span></p> <p><span>Icelandic legislation forbids discards and fishermen are required to land all their catch.</span> <span>Vessels are obliged to have catch quota for their catches in all species, which are subjected to the ITQ system, there are no by catch rules.</span></p> <p><span>If vessels don&rsquo;t have sufficient catch quota for all their catches it is required that sufficient catch quota is transferred to them from other vessels.</span></p> <p><span>According to the law,<span>&nbsp;</span> vessels are not allowed to commence a fishing trip unless they have sufficient catch quota for their probable catches.</span></p> <p><span>To sum up the most important measures incorporated into the Icelandic management system to fight discards.</span></p> <p><span>The measures are:</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Undersized fish is only partially withdrawn from catch quotas</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Permission to land up to 5% excessive to quotas - monetary value of catch goes into a special development fund, run by the minister</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Species conversion (demersal species only)</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>5% can be caught in excess of a vessel&rsquo;s catch quota - deducted from next year&rsquo;s quota</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>33% of each vessel&rsquo;s catch quota can be transferred to the following fishing year</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Closures of areas in case of undersized fish &ndash; by catches in pelagic fisheries</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Mesh sizes and fishing grids (undersized fish, unwanted by catches)</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>A special procedure to suspend fishing permits in case of excessive catches</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>The collection of data is unique and it has been recognised world wide. Data is sent electronically directly into the Directorate&rsquo;s of Fisheries database and this process enables the Directorate to act quickly if vessels have exceeded their quotas.</span></p> <p><span>The statistical Bureau of Iceland has direct access to weight and processing data for the production of statistics on the economy. All the information is immediately made available with open access on the internet including information on individual vessels as well as summarized data for all Icelandic vessels. This benefits both the administration in monitoring the fisheries as well as the industry as it makes it easier for vessel owners and fishermen to monitor their catches and quota status.</span></p> <p><span>As a Minister of Fisheries and Agriculture, I have placed the strongest emphasis on applying sustainable methods in managing our marine resources. By sustainable I mean all the three dimensions; economical, ecological and social. To me it is a vital issue to strengthen the position of the smaller and more remote fishing communities. To pursue these priorities, I prepared a bill of law last spring introducing a new possibility for smaller boats, which has been referred to as coastal fisheries.</span></p> <p><a id="OLE_LINK2" name="OLE_LINK2"></a><a id="OLE_LINK1" name="OLE_LINK1"><span><span>Amendments to the Fisheries Management Act, which took effect in the summer of 2009, permitted jigging (hand line fishing) outside the ITQ system by small boats from June to August 2009. This was a temporary provision, which applied only to this specific year. The system was constructed by excluding a total of 3,955 tonnes of ungutted cod from the catch quota system and allocating this in a specific manner to small boats in four areas of the country. The total catch for each boat on each trip was limited to 800 kg of ungutted catch of species subject to quotas. Boats could set out to fish once a day from Sunday to Thursday on fishing trips lasting a maximum of 14 hours. Boats were limited to a maximum of four jigging lines and had to land their catch daily. A total of 595 permits were issued for this fishing. A total of 3,450 tonnes of cod were caught, or 87.2% of the cod TAC allocated for this purpose. Catch other than cod amounted to 654 tonnes, mostly pollock and redfish. <span>It is my opinion that this arrangement was very successful both for the fishermen and the communities. Suddenly there was laughter and joy at the quays. Older men participating in this programme became young and strong again. This confirmed what I already knew; general participation of the society is vital for any sustainable fishing regime. It is my intention to continue with the programme and allocate new quotas for the next fishing year</span>.</span></span></a></p> <p><span><span><span>I have also just now put forward a new bill to the Althingi, our Parliament. That bill includes several measures to improve our fisheries management schemes and perhaps make it more ethical.<span>&nbsp;</span> To mention a few examples, it is proposed that the quota allowed to be transferred between years will be reduced from 33% to 10% this year but 15% in the coming years. Those who hold quota must now fish themselves 50% of the their own quota each year instead of 50% every second year which is now applicable. The main purpose of these measures is to make it clear that all TAC are to be caught now but not used for other purposes. If the bill is adapted it will be possible for the minister of fisheries to put forward a rule that will oblige a fishing vessel to land a certain part of their catch of pelagic fish for human consumption instead of only fish meal or oil. Allowing this measure is first of all symbolic to begin with, but the fishermen should know there is a strong ethical component in fisheries. It&rsquo;s not only about money.</span></span></span></p> <p><span><span><span>At last I would like to mention that if the bill is granted the minister will be allowed to tender out up to 2.000 tonnes of new monk fish quota instead of giving it automatically to the quota holders. This is put forward because the monk fish has now migrated from the south coast all over to the north but the original quota was in 2001 mostly distributed to those who were fishing vessel owners in the south. It is disputed but I strongly belief that we should have justice in mind when dealing with fishing rights.</span></span></span></p> <p><span>Last summer the Icelandic Parliament, Althingi, decided, to apply for EU membership. The process has already begun, although nobody knows how much time is needed for the negotiations. The political background is somewhat peculiar. The two parties in government have opposing opinions. While one is for membership, the other my party the Left-greens is rather strongly against it but has agreed to let a national referendum have the final say. Recent opinion polls in Iceland show a huge majority against membership. Keeping in mind that all the agricultural sector, the farmers and the food industry are against membership, and the same goes for the whole of the fishing industry as my own party the left-greens, it should not surprise anyone that I am not in favor of membership myself. Iceland is a small island situated in the middle of the Atlantic Ocean with just over 300 thousand inhabitants. The foundation of our livelyhood lies in our natural resources; we must maintain sovereignty over our most valued assets, our economy, our culture and our future generations are depending on it. We can enjoy wide-ranging international cooperation without being tied up in the EU framework. Given these circumstances, it is my firm belief that the future of our country is will be much better off outside European Union than inside.</span></p> <p><span>Now as it is coming to the end of my speech I like to wish you all good and fruitful working days here in Biarritz.</span></p> <p><span>Thank you.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2009-11-24 00:00:0024. nóvember 2009Genetic Diversity and Food Security in a Climate Changing World

<p align="center"><strong><span>Jón Bjarnason, Minister for Fisheries and Agriculture, Iceland</span></strong></p> <p align="center"><strong><span><span>&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</span></span></strong> <strong><span>Genetic Diversity and Food Security in a Time of Climatic Change</span></strong></p> <p align="center"><span>&#160;</span></p> <p align="center"><span>Opening Address</span></p> <p><strong><span>&#160;</span></strong></p> <p><span>Good friends, ladies and gentlemen</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>The <span>Nordic Countries</span> take turn in chairing the <span>Nordic Council</span> and currently <span>Iceland</span> holds the chair.</span></p> <p><span>It gives me great pleasure to welcome you on behalf of the <span>Nordic Council of Ministers</span> to this <span>Side Event</span> highlighting the effort to ensure sustainable use of genetic resources.</span></p> <p><span>As you see from the agenda it is arranged jointly with some of our important partners in this vital task. Many aspects of our work in this field are closely interwoven with the work of FAO and its affiliated organizations.</span></p> <p><span>It is of interest to note that this year is in a way an anniversary since <span>fifty years</span> ago, in its tenth FAO Conference session in <span>November of 1959</span> FAO made a strong recommendation for the start of a truly intergovernmental initiative for the conservation of crop germplasm under the aegis of <span>FAO</span>.</span></p> <p><span>The challenges in the preservation and use of genetic resources call for both regional and international co-operation. The <span>Nordic</span> countries, via the <span>Nordic Council of Ministers</span>, have long been promoting close regional co-operation on the preservation and sustainable use of genetic resources.</span></p> <p><span>This has been facilitated through close informal cooperation among scientists and breeders going back to the beginning of the 20<sup>th</sup> century.</span></p> <p><span>Work in <span>FAO<strong>,</strong></span> especially on preservation of plant genetic resources was inspired by the pioneering work of sir <span>Otto Frankel</span> and <span>Erna Bennet</span> and others from the early fifties<span>&#160;</span> and greatly influenced this development.</span></p> <p><span>The close links to <span>FAO</span> is highlighted by the fact that the first director of the Nordic Gene bank, Dr. <span>Ebbe Kjellquist</span> was at the helm when a pilot <span>Gene Resource Regional Centre was</span> established in <span>Izmir, Turkey</span> in <span>1964</span> under the aegis of <span>FAO</span> and cooperating governments.</span></p> <p><span>In 1979 the <span>Nordic Council of Ministers</span> initiated the <span>Nordic Gene Bank</span> <span>for plants in agriculture and horticulture</span>.<span>&#160;</span></span></p> <p><span>In the same year it initiated a significant Nordic cooperative project on plant breeding which later became incorporated in the mandate of the <span>Nordic Genebank</span>. The <span>Nordic Genebank for Domesticated animals</span> was founded in 1983 and two years ago these two institutions were joined together with same type of activity in the field of forestry into the current <span>Nordic Gene Resource Center</span>,- <span>Nordgen</span> which holds the central stage here today.<span>&#160;</span></span></p> <p><span>These Nordic <span>institutions</span> have formed the basis for several partnerships such as with the Southern African development Community countries in Africa which established a <span>Gene resources center</span> to a large degree based on a similar regional model as the <span>Nordic Genebank</span>.</span></p> <p><span>The <span>Nordic countries</span> have collaborated on several issues in regional and international cooperation on genetic resources. Important partnerships with the <span>Baltic States and Russia</span> have been on the agenda and joint development projects within the <span>EU</span> programme. The Nordic countries participated from the beginning in the <span>European Cooperative Programme on Plant genetic Resources (ECPGR)</span> and a joint approach was taken towards the initiation and participation in the <span>International Treaty on Plant Genetic Resources for Food and Agriculture.</span></span></p> <p><span>Last but not least I want to mention the impressive <span>Norwegian</span> initiative to create the <span>Global Seed Vault</span> on <span>Svalbard</span> which will described during this event. The concept of using the natural cold conditions in Svalbard traces back to the Nordic Genebank and <span>Nordgen</span> has an operative role in its operation.</span></p> <p><span>I will not dwell on statistics in support of the need for increased and more secure food production in the world which has been highlighted in the <span>Food Summit</span> here in <span>FAO</span></span></p> <p><span>The stark fact is that global agriculture needs to increase production by 70% in order to guarantee enough food for a population that is expected to grow by 2.3 billion by 2050.</span></p> <p><span>Modern agriculture uses relatively few but intensively bred plant and livestock species with good yields.<span>&#160;</span> Many of the poorest countries and production areas lack the resources to develop crops suited to their region, their climate and the challenges they face.</span></p> <p><span>Man-made climate change means that we must now with urgency start the long-term work of developing new strains of crop plants. At the same time we must strive for preserving the diversity upon which progress depends.<span>&#160;</span></span></p> <p><span>Unless massive efforts are made in plant breeding, it will be difficult to solve the food-supply problem in the longer term – indeed, it is possible that supplies will become more vulnerable. With regard to livestock, it is also very important to support sustainable management of breeds without impoverishing the genetic resource base.</span></p> <p><span>Breeding for adaptation will increase in importance as droughts, saline soils and&#160;wildly fluctuating climate conditions create increasing strain on the production system.</span></p> <p><span>Special attention has to be given to <span>trees</span> with their long generation interval that puts strain on their ability to react to rapid climatic changes.</span></p> <p><span>To meet these challenges, nations and regions must work more closely together.</span></p> <p><span>Through <span>NordGen</span>, the <span>Nordic Countries</span> are well placed to do so and it is clear that this institution will become ever more important as time goes by.</span></p> <p><span>It is also clear that the concept of cooperation that has been honed in the history of <span>Nordgen</span> and its predecessors in tandem with the work here at FAO has created a valuable path for international cooperation which will only increase in the coming years.<span>&#160;</span></span></p> <p><span>It is our conviction that this side event will highlight some of the most important issues and opportunities in this field.</span></p> <p><span>I now hand over the chair to <span>Dr Gary Fowler, director of the Global Crop Diversity Trust</span> who will steer us through the agenda today.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Thank you</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <br /> <br />

2009-11-24 00:00:0024. nóvember 200936. aðalfundur FAO í Róm 18. - 23. nóvember 2009

<p align="center"><strong><span>Jón Bjarnason, Minister for Fisheries and Agriculture, Iceland</span></strong></p> <p align="center"><strong><span></span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Opening Statement on the 36<sup>th</sup> FAO Conference</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Rome</span></strong><strong><span>18 &ndash; 23<sup>rd</sup> November 2009</span></strong></p> <p><span>Madam Chair, Excellencies, Distinguished Delegates, ladies and gentlemen</span></p> <p><span>Allow me, Madame Chair and Vice Chairs, to congratulate you all upon your elections to chair this Conference.</span></p> <p><span>Iceland regards the work of FAO in the field of fisheries and agriculture as crucial in the international arena as it provides a forum for both co-operation and co-ordination. I applaud the work of the FAO Fisheries and Aquaculture Department both in regards to food security and as an important source of knowledge in the field of fisheries. The central role of the department was clearly demonstrated this year with the conclusion of the international agreement on port state measures to combat illegal fishing &ndash; which will help to prevent illegally caught fish from entering international markets.</span></p> <p><span>I would also like to commend the FAO for organizing the World Summit on Food Security earlier this week. It is, after all, one of the main priorities of each nation to be able to secure food to its people. The Summit&rsquo;s Declaration &ndash; which pledges renewed commitment to abolish hunger - gives us important guidelines to reach the first Millennium Development Goal.</span></p> <p><span>I am gravely concerned over the diminishing role of agriculture in development cooperation. To fight poverty and feed the growing human population, a more fair distribution as well as an increase of food production is vital. It is therefore of utmost importance that agriculture and fisheries be restored to the central role they should possess in development cooperation. We need a solid commitment to the sustainable use of natural resources on a local and global level.</span></p> <p><span>&nbsp; Iceland has made efforts to contribute to sustainable food production, both by enhancing its fisheries management according to sustainable measures and by working towards soil conservation and land restoration.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>I was encouraged by the interesting discussions at the side-event held yesterday by the Nordic Council of Ministers on &ldquo;Genetic Diversity and Food Security in a Climate Changing World&rdquo; where it was heavily stressed that the conservation of biodiversity and genetic resources are key issues in obtaining food security and mitigating measures for climate change.</span></p> <p><span>Fish and other marine products are undoubtedly among the most valuable sources of nutrition and income for the developing countries. Ninety-five per cent of those who make their living from fisheries are situated in the developing world. Iceland has cooperated with many developing countries in capacity building in fisheries, on projects which emphasize the sustainable use of resources to benefit the local population. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>All food production needs to be ecologically, economically and socially sustainable if it is to benefit the local society as well as the global population. It is our firm duty to commit ourselves to this goal.</span></p> <p><span>Thank you</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2009-11-17 00:00:0017. nóvember 2009Strandveiðar - kær búbót á erfiðum tímum

<p><strong><span>Strandveiðar &ndash; kær búbót á erfiðum tímum</span></strong></p> <p><span>Eitt af mínum fyrstu verkum, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var að heimila strandveiðar með undirritun reglugerðar þann 25. júní 2009, en veiðar þessar höfðu áður verið boðaðar af forvera mínum í embættinu, Steingrími J. Sigfússyni. Nú er beðið eftir því að <span></span>lokið verði mati á árangri tilraunarinnar og lagður grunnur fyrir framhaldi þessara veiða á næsta ári.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Eins og við mátti búast hafa komið fram úrtöluraddir gegn þessum veiðum og því m.a. mótmælt að strandveiðarnar hafi tekist vel og sömuleiðis því haldið fram að strandveiðarnar stuðli<span>&nbsp;</span> hvorki að nýliðun í atvinnugreininni né bættri aflameðferð.</span></p> <p><span>Nú er það svo með þetta mál sem önnur að sitt sýnist hverjum og sannarlega hef ég fengið þakkir fyrir að heimila strandveiðarnar frá fjölmörgum m.a. frá flestum ef ekki öllum félögum smábátasjómanna í landinu. Fyrir skömmu barst mér bréf sem innihélt þakkir fyrir strandveiðar frá smábátasjómönnum og íbúum <span>&nbsp;</span>í Langanesbyggð.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Í bréfinu segir m.a.:<span>&nbsp;</span> &ldquo;Með bréfi þessu viljum við undirritaðir í Langanesbyggð koma á framfæri þökkum okkar fyrir þá miklu framför sem strandveiðikerfið er og það mikla líf sem það hefur hleypt í hafnir landsins.<span>&nbsp;</span> Hér í Langanesbyggð réri í sumar vel á annan tug báta og höfðu um 25 manns beina atvinnu af þessum róðrum auk afleiddra starfa.<span>&nbsp;</span> Kemur slíkt sér vel í ekki stærra byggðalagi.<span>&nbsp;</span> Er það mat okkar að hér sé um kæra búbót að ræða á erfiðum tímum.&rdquo;</span></p> <p><span>Bréf þetta var undirritað af 183 einstaklingum í Langanesbyggð..</span></p> <p><span>Mér er ljúft að þakka þessa kveðju og tel rétt að koma henni á framfæri við landsmenn.</span></p> <p><strong><span>Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.</span></strong></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2009-11-16 00:00:0016. nóvember 2009Framsöguræða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

<p align="center"><strong><span>Framsöguræða</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hæstvirtur forseti.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í dag legg ég <span>&nbsp;</span>fram á Alþingi nýtt frumvarp. Frumvarpið er samið í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, en með því eru lagðar til breytingar á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. Eru þær helstar eftirfarandi:&nbsp;</span></p> <p><span><span>1.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Heimilað verði að stunda veiðar í atvinnuskyni á sama tímabili og frístundaveiðar eru stundaðar.</span></p> <p><span><span>2.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Dregið verði úr heimild til að flytja aflamark milli fiskveiðiára úr 33% í 15%, en sérstaklega kveðið á um í bráðabirgðaákvæði að á þessu fiskveiðistjórnunarári verði heimildin 10%.</span></p> <p><span><span>3.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Línuívilnun aukin.</span></p> <p><span><span>4.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Heimild til að kveða á um vinnsluskyldu á uppsjávarfiski.</span></p> <p><span><span>5.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Svokölluð veiðiskylda aukin en í því sambandi tekið tillit til veiða utan lögsögu úr stofnum sem ekki teljast til deilistofna.</span></p> <p><span><span>6.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Heimild til flutnings aflamarks frá skipi takmörkuð.</span></p> <p><span><span>7.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Bráðabirgðaákvæði er lýtur að veiðistjórnun á skötusel og gjaldtöku fyrir úthlutun aflamarks í þeirri tegund.</span></p> <p><span><span>8.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Skipting leyfilegs heildarafla í karfa.</span></p> <p><span>Meginmarkmiðin með framlagningu frumvarpsins eru tvenns konar. Annars vegar er verið að leggja til ýmsar brýnar lagfæringar á núverandi kerfi og hins vegar er verið að leggja til tímabundnar breytingar, sem til eru komnar vegna sérstakra aðstæðna sem skapast hafa. Undirliggjandi fyrir öllum þeim hóflegu breytingum sem lagðar eru til eru efnisleg rök sem eru vel ígrunduð.</span></p> <p><span>Undanfarin áratug eða lengur var á Íslandi rekin einstök tilraun sem tók til þjóðfélagsins alls. Frelsi fyrirtækja til athafna var meira en víðast hvar þekktist.<span>&nbsp;</span> Frjálshyggja sem var heimatilbúin en einnig andaði sama napra andardrættinum frá höfuðvíginu í Brussel. Tilraunin gekk lengi og þær fáu gagnrýnisraddir sem heyrðust fyrir ári síðan voru þaggaðar niður sem afturganga löngu liðins tíma. Svo gerist það þann 6. október sl. að tilrauninni lauk snögglega. Ekki var þó ráð fyrir því gert í tilraunaskipulaginu. Henni lauk vegna eigin bresta því sennilega er þetta ein misheppnaðasta tilraun með nokkra þjóð sem gerð hefur verið. Afleiðingarnar eru lamað þjóðríki sem sleikja mun sár sín næsta áratuginn. Sú spurning vaknar hvað gerir þjóð sem í slíkum hörmungum lendir. Fer hún í sama hjólfarið og hún var í fyrir hrunið eða leitar hún annarra lausna og lagar það sem aflaga hefur farið.</span></p> <p><span>Tilraunin gegnsýrði alla hluta <span>&nbsp;</span>þjóðfélgsins og þá var sjávarútvegur þjóðarinnar ekki undanskilinn. Reikningur hans eftir veisluna miklu er ámóta og annarra. Eftir stendur svo þjóð sem er ekki lengur sátt við þennan höfuðatvinnuveg sinn og veit ekki hvað upp á sig stendur veðrið í þeim efnum.</span></p> <p><span>Hluta af ósætti þjóðarinnar má beint rekja til þeirrar stöðugu kröfu útgerða að skapað verði sem mest svigrúm og sveigjanleiki í fiskveiðistjórnunarkefinu. Allt annað komi í veg fyrir hagkvæma útgerð er sagt. Þetta er krafa sem hlotið hefur slíkan hljómgrunn að til eru aðilar innan kerfis sem náð hafa endanlegu mörkum sveigjanleikans og þurfa sjaldan að dýfa öngul í sjó. Mörg önnur dæmi í svipuðum dúr mætti rekja. Margir aðilar reka hins vegar útgerð til fyrirmyndar og veiða allar sínar heimildir, en mín skoðun er að of langt hafi verið gengið í þessum efnum og næg tilefni séu til að taka skref tilbaka.</span></p> <p><span>Raddir innan útgerðarinnar hafa einnig haldið því fram að hið opinbera ætti yfirleitt ekkert að koma nálægt fiskveiðistjórnuninni. Þessu væri að best fyrirkomið hjá útgerðinni sjálfri. Við þessu segi ég bara: Er þetta fyrirkomulag sem menn halda að þjóðin sætti sig við eftir það sem á hefur gengið.</span></p> <p><span>Stefna stjórnvalda hefur verið að halda nokkuð styrkri hönd á þessu tímabili utan um einn þátt fiskveiðitjórnunarinnar. Það er ákvörðun heildarafla. Sú ákvörðun hefur ekki verið látin í hendur annarra þó þrýstingur hafi verið mikill. Mikilvægt er að við gerum okkur grein fyrir því að gagnstætt því sem víða er uppá teningnum í heimshöfunum, þá eru fiskimiðin í kringum landið enn gjöful og ein aðal kjölfestan sem við höfum á að byggja til framtíðar. Ekki er þó allt yfir gagnrýni hafið og þannig farið að ekki hefði mátt betur gera. Ég skal fúslega taka undir það að ég hefði viljað sjá betri árangur af uppbyggingu fiskistofna undanfarinna áratuga. Segi þó bara: Hvernig væri ástandið ef þetta hefði ekki verið gert!</span></p> <p><span>Frú forseti.<span>&nbsp;</span> Nú mun ég víkja máli mínu að einstökum efnisatriðum frumvarpsins. Megintilgangur þess er eins og áður sagði að lagfæra ýmsa smærri ágalla og hafa sum ákvæðin ekki miklar breytingar í för með sér, en þegar allt er tekið saman hef ég þá trú að frumvarpið, verði það að lögum, leiði til heilbrigðara fiskveiðistjórnunarkerfis þó grundvallarþáttum þess sé ekki hnikað.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Jafnframt því sem það er lagt hér fram til meðferðar Alþingis þá er rétt að vekja athygli á störfum starrfshóps sem ég skipaði í sumar. Nefndin mun mun skila af sér álti sem mun taka á hinum stóru þáttum kerfisins til þess að ná fram sátt um það meðal þjóðarinnar. Bind ég miklar vonir við vinnu þessa hóps.<span>&nbsp;</span></span> <span>Þegar að hún hefur lokið störfum og skilað af sér verða tillögur hennar metnar á eigin forsendum og um það er full sátt. Ef þær tillögur hennar sem samþykktar verða ganga þvert á það sem hér er lagt til verður auðvitað þegar að því kemur tekið tillit til þess.</span></p> <p><span>Með frumvarpinu eru heimildir útgerða sem stunda frístundaveiðar, og eiga&nbsp; aflaheimildir, rýmkaðar þannig að þeim skipum sem einnig hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni verði eftirleiðis heimilt innan sama fiskveiðiárs að stunda frístundaveiðar og veiðar í atvinnuskyni á sama tíma. Í núgildandi lögum er þetta&nbsp; óheimilt og hefur það skapað vandamál fyrir þá sem leggja stund á hvorutveggja.</span></p> <p><span>Frá upphafi kvótakerfisins hefur verið að finna ákvæði í lögum sem heimilar að ákveðið hlutfall aflamarks sé flutt á milli fiskveiðiára. Á síðasta ári var heimild þessi hækkuð úr 20% í 33% af aflamarki hverrar botnfisktegundar, úthafsrækju, humars og síldar. Nú er lagt til að þessi heimild verði lækkuð í 15% en ráðherra hafi þó heimild til hækkunar fyrir einstakar fisktegundir séu fyrir því haldbær rök. Sveigjanleikinn verðu eftir sem áður mikill að mínu mati. Allt að 15% geymd og í gildi eru ákvæði 11. gr. sem heimilar útgerðum að veiða 5% umfram aflamark hverrar botnfisktegundar. Sveigjanleikinn yrði sem sagt 20% og þætti sumum nóg um. Fleiri ákvæði eru í núgildandi lögum sem skapa útgerðum sveigjanleika af ýmsu tagi, eins og t.d. tegundatilfærslurnar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Gengið er enn lengra á þessu fiskveiðistjórnunarári þar sem lagt er til að flutningsheimildin verði 10%. Rökin eru einfaldlega að sem mestur afli berist að landi á fiskveiðiárinu.&nbsp;&nbsp;</span><span>Þau varða því öðrum þræði ríka þjóðarhagsmuni þar sem áherslan er á að sem mestur afli komi að landi þetta árið vegna efnahagslegra ástæðna sem óþarfi er að rekja hér. Auk þess skapar of mikill sveigjanleiki af þessu taginu óvissu í fiskveiðistjórnuninni ef aðstæður breytast skyndilega líkt og allir geta séð. Samkvæmt mati Fiskistofu, með öllum fyrirvörum um aðra þætti, má áætla að þessi breyting úr 33% í 10% sé tekið mið af síðasta fiskveiðiári, hefði valdið því að 4.077 tonnum af þorski, 7.084 tonnum af ýsu, 4.026 tonnum af ufsa og 544 tonnum af steinbít hefði þurft að ráðstafa á annan hátt en með flutningi á milli ára eins og gert var ef að heimild til flutnings á milli ára hefði verið aðeins 10% það ár. Það er auðvitað ekki gefið að allur þessi fiskurinn hefði verið veiðanlegur <span>&nbsp;</span>en menn sjá af þessu ljóslega að mikið liggur undir. Hér <span>&nbsp;</span>er svo um að ræða breytingu sem lögð er fram rétt þegar að liðnir eru aðeins rúmir 2 mánuðir af fiskveiðiárinu sem auðvitað er aldrei æskilegt. Breytingin er þó þess eðlis að fyrir henni eru almanna rök, hún kemur jafnt við alla og felur því ekki í sér mismunun. Nægur tími ætti jafnframt að vera fyrir hlutaðeigandi til að aðlaga sig að breyttu ástandi.</span></p> <p><span>Lagt er til að svokölluð veiðiskylda verði aukin þannig að miðað verði við að 50% af aflamarki skips sé nýtt með veiðum þess á hverju fiskveiðiári en ekki að það sé gert annað hvert ár eins og kveðið er á um í núgildandi lögum. Meginmarkmiðið með úthlutun aflaheimilda er að þeim sé ráðstafað til veiða innan fiskveiðiársins. Hér er lagt til að svigrúm til annarrar nýtingar verði takmarkað sem þessu nemur. Að mínu mati er ákvæði núgildandi laga alltof rúm og skortir rökstuðning. Þau er auk þess til þess fallin að ala á tortryggni.</span></p> <p><span>Samkvæmt núgildandi lögum er óheimilt að flytja frá skipi meira en sem nemur 50% úthlutaðs aflamarks í þorskígildum talið nema þegar breyting hefur orðið á skipakosti útgerðar eða skip hefur horfið úr rekstri um lengri tíma vegna alvarlegra bilana eða sjótjóns. Til að stuðla að því að aflaheimildir séu nýttar til veiða er lagt til að einungis verði heimilt að flytja af fiskiskipi 50% þess aflamarks sem skipi var úthlutað á fiskveiðiárinu, í þorskígildum talið. Hér er að sama skapi verið að herða reglur í þá veru að þeir sem hafi aflaheimildir ráðstafi þeim til veiða en þær séu ekki nýttar til þess að auka tilflutninga á öðrum fisktegundum. Að mínu mati leiðir þessi breyting einnig til heilbrigðara fiskveiðistjórnunarkerfis.</span></p> <p><span>Ennfremur er lagt til að framvegis verði að koma til varanleg breyting á skipakosti til að breyting á skipakosti leiði til aukinnar flutningsheimildar aflamarks. Með varanlegri breytingu á skipakosti er átt við þau tilvik þegar útgerð selur skip sitt, útgerð kaupir til sín skip og gerir út og þegar skip er tekið af skipaskrá. Ákvæði þetta er sett fram til þess að styrkja heimildir framkvæmdavaldsins til að tálma aðferð sem þekkt er og oft er kölluð &ldquo;kínverska leiðin&rdquo; og verður seint talin æskileg. Verði þessi breyting að lögum tekst okkur vonandi að afmá þennan blett af stjórn fiskveiða.</span></p> <p><span>Með frumvarpi þessu er lögð til breyting á ákvæði laganna sem snýr að línuívilnun, þ.e. þeirri reglu að afli sem veiddur er á línu reiknast ekki, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, að fullu til aflamarks hlutaðeigandi báts. Samkvæmt núgildandi lögum nær línuívilnun einungis til afla sem veiðist á línu sem beitt hefur verið í landi en í frumvarpi þessu er lagt til að sé lína stokkuð upp í landi taki ívilnunarregla einnig til þess afla sem á hana veiðist. Þá er hlutfall hefðbundnar línuívilnunar aukið úr 16% í 20% og ný 15% regla kemur til fyrir þá sem stokka línu í landi og ætti þá að vera tryggt að þær aflaheimildir er tilheyra línuívilnun sem m.a. eru ákveðnar í lögum verði veiddar að fullu en það hefur ekki náðst undanfarin fiskveiðiár. Ekki nýttust í línuívilnun á síðasta fiskeveiðári 1.518 tonn af þorski, 28 tonn af ýsu og 78 tonn af steinbít þrátt fyrir heimildir.<span>&nbsp;</span> Línuívilnun á yfirstandandi fiskveiðiári er 3.375 tonn af þorski, 2.100 tonn af ýsu og 700 tonn af steinbít. Jafnframt er fallið frá þeirri skyldu vegna öryggissjónarmiða að bátur skuli landa í sömu höfn og haldið var til veiða frá. Línuívilnun er ákveðin með lögum frá Alþingi. Henni er ætlað að styðja við bakið á þeirri atvinnusköpun sem felst í beitningu í landi. Með breytingunni er eingöngu verið að aðlaga reglur þannig að lögin nái markmiði sínu um magn eins og Alþingi hefur sett það fram.</span></p> <p><span>Þá er gert ráð fyrir að sett verði í lög ákvæði sem heimilar ráðherra að skylda útgerðir skipa er stunda veiðar á uppsjávarfiski til að vinna hluta aflans. Þekkt er að veiðar á ýmsum uppsjávarfiski til bræðslu hafa verið umdeildar útfrá því sjónarmiði að um sé að ræða fisk sem fyllilega sé hæfur til manneldis. Ekki síst hefur þessi gagnrýni komið erlendis frá og bið ég Alþingi að gera ekki of <span>&nbsp;</span>lítið úr henni. Verðhlutföll afurða stjórna því að stærstum hluta hvernig útgerðir haga sinni vinnslu. Það er mat mitt að nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld af ýmsum ástæðum ekki síst siðrænum og þeim er varða umgengni við auðlindina að stjórnvöld hafi þetta tæki til að hlutast til um þegar að nauðsyn krefur. Það er mat margra að það verði ekki liðið til langs tíma í samfélagi þjóðanna að góður matfiskur sé bræddur í mjöl og lýsi í heimi þar sem fyrirsjánlegur skortur er á mat. Það er áréttað að hér er beðið um heimild sem eðli málsins samkvæmt getur verið á bilinu 0 - 70%. Heimildin er stefnumarkandi og alls ekki er víst að henni þurfi að beita. Með samþykkt verður hinsvegar alveg ljóst til hvers vilji Alþingis stendur í þessum efnum þegar til framtíðar er litið.</span></p> <p><span>Útbreiðsla skötusels við Ísland virðist aukast í samræmi við hærri sjávarhita við landið. Þessar breytingar koma mjög skýrt fram í upplýsingum frá Hafrannsóknastofnuninni um veiði og breytingar á sjávarhita á síðast liðnum árum. Fiskifræðingar og starfsmenn Hafrannsóknastofnunarinnar lýsa þessum breytingum á veiðisvæðum, hækkandi sjávarhita, nýliðun og vexti skötusels afar vel í grein í tímariti hins íslenska náttúrufræðifélags, Náttúrufræðingnum 2006.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við upphafsúthlutun kvóta í skötusel 2001 voru 402 skip með úthlutun, að vísu sum með aðeins fá kíló. Þróunin síðan hefur verið sú að veiðiskipum með kvótaúthlutun í upphafi fiskveiðiárs fækkar um 20-40 árlega og er nú 157 fiskiskip með upphafsúthlutun. Af þeim fjölda eru 51 fiskiskip með 2.037 tonn af skötusel ef miðað er við 10 tonn eða meira. Samtals eru þessi 51 skip með 90% af kvótanum, en 106 fiskiskip með 213 tonn eða 10% af kvótanum. Við skoðun á þeim sem eru með mest virðist svo að það séu einnig sömu útgerðir og leigja mest frá sér. Fyrir liggur að 11 af kvótahæstu skipunum ráðstafa frá sér 83% af aflaheimildunum með öðru en veiðum sem er þá annaðhvort leiga eða skipti. Tvö þeirra veiða svo ekki neinn skötusel.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Árið 2001 er ákveðið að skötuselur verði færður í aflamarkskerfið. Væntanlega var kvótasetning á hvert skip byggð á veiði áranna 1998 til 2000 en athygli vekur að ekki lá á þeim tíma fyrir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar sem þó hefur yfirleitt verið talin forsenda heildaraflamarksákvörunar. Samkvæmt upplýsingum úr aflaskýrslum veiðiskipa var öll veiði á skötusel árin 1995-2000, bæði ár meðtalin, frá Selvogsbanka í vestri og austur í Hornafjarðardýpi.<span>&nbsp;</span> Skötuselsafli var hægt vaxandi á þessu svæði við Suðurströndina frá 176 tonnum árið 1995 upp í 1.023 tonn árið 2000. Síðan minnkar skötusels aflinn niður í 571 tonn árið 2002 og fer ekki að aukast aftur fyrr en frá árinu 2003 og þá með mjög vaxandi veiði skötusels á nýjum veiðisvæðum við Reykjanes, í Faxaflóa og við Snæfellsnes. Nú síðustu ár í Breiðafirði og allt norður á Vestfirði er orðið mikið vart við skötusel og jafnvel útaf Norðurlandi líka. Frá 2005 hefur afli af skötusel verið yfir 2.000 tonn og var 3.400 tonn 2008/2009 og mest af veiðinni er á nýjum veiðisvæðum vestan Selvogsbanka og fyrir Vesturlandi sem voru ekki inni þegar skötuselur var settur í kvóta árið 2001 eins og áður sagði.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við ákvörðun heildar aflamarks í sumar fyrir fiskveiðiárið 2009/2010 var úthlutað heildaraflamarki upp að 2.500 tonnum sem var í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar en veiðin 2008/2009 var 3.400 tonn. Núverandi umráðamenn hludeildar hafa því fengið hefðbundna úthlutun og á rétt þeirra er ekki gengið. Ég tiltók þá að ég myndi úthluta viðbótaraflamarki en það yrði gert með öðrum hætti.</span> <span></span><span>Í fréttatilkynningu ráðuneytisins dagsett tíunda júlí síðast liðinn sem fylgdi ákvörðun um heildaraflamark frá því í sumar sagði:</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&ldquo;Ráðherra tekur þó fram að hann hefur í hyggju að skoða aðrar leiðir til viðbótar varðandi fiskveiðistjórn í skötusel.&rdquo;<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Að þessu sést að það hefur allan tímann verið unnið eftir ákveðinni áætlun sem ekkert hefur breyst og með þessum opna hætti.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Rökin fyrir viðbótinni er hin gríðarlega aukna útbreiðsla, ekki liggja fyrir áhrif þessa fiskjar á lífríkið og veiðin hefur aukist. Þessu til staðfestingar er hér bent á að í dag skv. skýrslum Fiskistofu er nú þegar búið að veiða tæp 56% af heildaraflamarki ársins og það þrátt fyrir að aðeins séu liðnir rúmir tveir mánuðir af þessu fiskveiðiári. Þetta er hærra hlutfall en áður þekkist. <span>&nbsp;</span>Með vísan til þessa er hér lagt til að sett verði ákvæði til bráðabirgða sem heimilar ráðherra á fiskveiðiárunum 2009/2010 og 2010/2011 sérstaka ráðstöfun hvort ár á allt að&nbsp; 2.000 lestum af skötusel án þess að þeim verði úthlutað á grundvelli aflahlutdeilda í tegundinni. Gert er ráð fyrir að útgerðum skipa sem hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni verði heimilað að sækja um að fá í hvert sinn að hámrki 5 tonn af þeim aflaheimildum gegn greiðslu gjalds. Aflaheimildir þessar eru ekki framsegjanlegar, skapa engan rétt og geta ekki nýst á nokkurn annan hátt í fiskveiðistjórnunarkerfinu en til veiða. Gert er ráð fyrir reglugerðarheimild í frumvarpinu þar sem þetta o.fl. verður útfært nánar.<span>&nbsp;</span> Eins er gert ráð fyrir að tekjur af aflaheimildum renni í ríkissjóð og skuli ráðstafað á þann veg að 40% hluti þeirra renni í rannsóknasjóð til að auka verðmæti sjávarfangs og 60% hluti renni í byggðaáætlun með það að markmiði að stuðla að atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðum undir forsjá iðnaðarráðherra. Tiltekið er að um brýna ráðstöfun er að ræða sem er í samræmi við stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar um brýnar aðgerðir vegna stjórnunar fiskveiða. Aðgerðin er tímabundin og einstök að því leyti að hún tekur á nær fordæmislausum breytingum á útbreiðslu nýs stofns sem eru tilkomnar að líkindum vegna hlýnunar loftslags og hækkandi hita sjávar.&nbsp;&nbsp;</span><span>Af þessu leiðir að ráðuneytið telur að málefni skötusels séu svo sérstök að ekki sé um að ræða fordæmi fyrir grundvöll fiskveiðistjórnunarinnar yfirleitt og er ákvæðið sett til bráðabirgða til að taka af allan vafa í því sambandi.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Þá eru bráðabirgða ákvæði sem varða skiptingu úthlutunar karfaaflaheimilda í gullkarfa og djúpkarfa þar sem Hafrannsóknunarstofnunin setur nú fram tvískipta ráðgjöf fyrir karfann og ákvæði sem kveður á um að úthlutað aflamark í úthafsrækju leiði ekki til þess að fiskiskip missi aflahlutdeild í úthafsrækju eða öðrum tegundum 2009/2010, en samhljóða ákvæði hefur verið í gildi síðast liðin fjögur fiskveiðiár. Vakin er athygli á því að ekki er endunýjuð heimild til þess að eingöngu veiðar á úthafsræju skuli bera veiðigjald. Það ásamt takmörkun á flutningi á milli skipa ætti að stuðla að auknum veiðum á þessari tegund. Jafnframt er ákvæði sem takmarkar heimild til flutnings aflamarks á yfirstandandi fiskveiðiári við 10% sem ég hef áður getið.</span></p> <p><span>Hæstvirtur forseti!</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég legg til að frumvarpinu verði að lokinni þessari umræðu vísað til hæstvirtrar sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar og annarrar umræðu.</span></p> <br /> <br />

2009-10-29 00:00:0029. október 2009Sjötugasti aðalfundur Landssambands íslenskra útvegsmanna

<p align="center"><strong>Ávarp Jóns Bjarnasonar,</strong></p> <p align="center"><strong>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</strong></p> <p align="center"><strong>á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna</strong></p> <p align="center"><strong>29. október 2009</strong></p> <p>Ágætu aðalfundargestir.</p> <p></p> <p>Margt hefur gerst í íslensku þjóðlífi undanfarin misseri sem á sér fá dæmi og staðan er alvarleg. Sumir ganga svo langt að segja að allt hafi breyst frá því sem áður var. Þeir segja að nú verði að treysta á ungu útgerðarmennina og upp úr öskustónni þurfi að rísa ný fyrirtæki sem geti tekist á við breytta tíma með nýjum gjaldmiðli, meiri stöðugleika og að tryggður verði betri aðgangur að erlendum mörkuðum í hinu nýja umhverfi.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Það liggur auðvitað fyrir að margir fóru langt fram úr sér undanfarin ár. Menn aðhöfðust ýmislegt sem þeir hefðu ekki átt að gera. Reikna varla með að ég þurfi að nefna þar til nokkur dæmi. Þetta er öllum kunnugt. Fullkomlega óábyrg ævintýramennska sem gaf ekkert fyrir<span>&nbsp;</span> hagsmuni íslensku þjóðarinnar og nærðist á græðgi í sinni hreinustu mynd dugir sem lýsing.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Að þessu sögðu get ég þó ekki tekið undir að gera eigi sérstaka atlögu að þeim fyrirtækjum sem eru starfandi í dag og setja þar með allt í enn frekara uppnám. Við byggjum ekki upp nýtt Ísland úr engu. Það hlýtur hver maður að sjá. Við verðum að byggja upp á nýjan leik á þeim grunni sem fyrir er í landinu. Við verðum að hlúa að þeim fyrirtækjum sem fyrir hendi eru og geta starfað í framtíðinni og skapa þeim góð rekstrarskilyrði til þess að svo geti orðið. Við verðum að nýta þá gríðarlegu þekkingu og mannauð sem fyrir hendi er í atvinnulífinu. Engir aðrir möguleikar eru fyrir hendi. Eftir sem áður verður að vera góður möguleiki á eðlilegri nýliðun í þessari grein eins og öðrum og er það skylda bæði stjórnvalda og atvinnugreinarinnar að sjá um að svo verði. <span>&nbsp;</span>Þessu til viðbótar nefni ég að þjóðinni er nú ljóst, að í framtíðinni verður hún fyrst og fremst að treysta á sig sjálfa, mátt sinn og megin. Það kemur nefnilega engin skilyrðislaus hjálp að utan. Það fylgir alltaf böggull skammrifi.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Og enn og aftur að þessu sögðu, þá þýða orð mín ekki að allt verði óbreytt þó að framtíðin byggi á þeim mannauð og fyrirtækjum sem til staðar eru. Við þurfum einfaldlega að ráðast í það erfiða verkefni að breyta okkur sjálfum og það hvernig við hugsum hlutina. Þetta verðum við að gera hvort sem okkur líkar betur eða verr. Taumlaus, ómenguð gróðahyggja gengur ekki lengur.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Mín sýn er, að vel rekin fyrirtæki í sjávarútvegi af öllum stærðum og gerðum sem taka á sama tíma mið af hagkvæmni, virðingu fyrir umhverfinu, fjölbreytni, samvinnu og samfélagslegri ábyrgð, er það sem koma skal. Með þessu er ég ekki að segja að slík fyrirtæki hafi ekki fundist í íslenskum sjávarútvegi. Öðru nær, því til er fjöldi þeirra, en það eru líka til fyrirtæki sem enga virðingu báru fyrir öðru en gróðahyggjunni og hafa nú sum hver fengið það goldið.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Eitt hefur komið mér á óvart eftir að ég tók við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og það er hversu miklir flokkadrættir og jafnvel tortryggni eru bæði innan og milli helstu hagsmunasamtaka í sjávarútvegi og samvinna þeirra sumra lítil. Ég vill hvetja ykkur og aðra til taka nú á í þessum efnum. Þetta eru þrátt fyrir allt að sömu þjóðarhagsmunirnir sem um er að tefla.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ég get sagt ykkur hér alveg heiðarlega og beint frá hjartanu, að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur verið mér þungbær svo ekki sé meira sagt. Ég hef þó lagt á það áherslu að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið stæði sem best að allri vinnu sem af því er krafist í aðildarferlinu. Ráðuneytið ásamt undirstofnunum lagði á sig mikla vinnu við að svara spurningunum frægu. Ég hef kappkostað að upplýsa samtök ykkar reglulega um þá vinnu og þakka gott samstarf og starfsmönnum ykkar í þeim efnum. Nú fer í hönd yfirferð ESB á þessum spurningum. Síðan verður lagt fyrir ráðherraráðið, annaðhvort á fundi þess í desember eða mars, álit framkvæmdastjórnar ESB hvort við séum tæk til aðildar að þessu bandalagi. Að þessu loknu mun fara af stað s.k. screening process, hugsanlega í apríl, en hann felur í sér að framkvæmdastjórnin fer yfir hver sé mismunur á okkar löggjöf og þeirra. Að honum loknum munu hinar eiginlegu aðildarviðræður hefjast, hafi ég skilið þetta rétt. Í millitíðinni eða núna mjög fljótlega þarf að skipa aðalsamninganefnd og samninganefndir á fagsviðum. Mín bjargfasta skoðun er, að nauðsynlegt sé að hver samninganefnd fái strax samningsskilyrði í umboð sitt til að vinna eftir. Þau skilyrði liggja algjörlega ljós fyrir af hálfu sjávarútvegsins og koma jafnframt fram í greinargerð með þingsályktun Alþingis. Ég hef líka þá skoðun að mörg rök mæli með því að fulltrúar hagsmunaaðila eigi að fá aðild að samninganefndunum. Kosti og galla þess þarf a.m.k. að skoða vel í samvinnu við m.a. ykkur. Ég get ekki séð það fyrir mér að þessar nefndir fari af stað til að semja um eitthvað án skýrs samningsumboðs. Útilokað er að samþykkja að þessar nefndir verði settar af stað umboðslausar og þeirra eina verkefni verði að ná bara samningi. Ástæða þessa er auðvitað sú að komi til þess að brotni á málefnum líkt og full og óskoruð yfirráð Íslendinga yfir sínum eigin fiskimiðum, þá verði því málefni ekki ýtt til hliðar þar til síðast. Þess í stað verði fengin niðurstaða strax um svo mikilvæg málefni þannig að ríkisstjórn, Alþingi, hagsmunaaðilum og þjóðinni allri gefist færi á að taka afstöðu til hversu langt eigi að ganga.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Í upphafi máls míns um ESB sagði ég að þessar aðildarviðræður yllu mér miklum áhyggjum. Sá kostnaður sem fylgir þeim er ómældur og margfalt meiri en látið hefur verið í veðri vaka. Álag á okkar smáu stjórnsýslu er mikið og á eftir að stóraukast. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur fram til þessa engar sérstakar fjárveitingar fengið til að standa straum að kostnaði við aðildarviðræðurnar. Engir fjármunir liggja fyrir til þess að standa straum að sérfræðingavinnu eða nauðsynlegum greiningum. Ég get ekki ímyndað mér annað en það sama eigi eftir að gilda um hagsmunasamtök eins og Landssamband íslenskra útvegsmanna. Ennþá hef ég ekkert séð um að aðild að ESB verði okkur til hagsbóta.</p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Alveg nýlega komu fulltrúar frá Möltu í heimsókn í ráðuneytið til þess að segja okkur frá reynslu sinni í aðildarviðræðum og reynslu sinni að aðild. Heimsóknin var mjög gagnleg og veitti þetta góða fólk frá Möltu okkur greiðlega svör við öllum okkar spurningum. Malta er níunda þéttbýlasta ríki jarðarinnar og aðstæður þar eru að flestu leyti ólíkar okkar. Eftir sem áður er Malta eyja í miðju hafi og þar eru nokkrir hagsmunir í sjávarútvegi þó þeir séu á örskala miðað við okkar. Maltverjarnir tjáðu okkur að í upphafi aðildarviðræðnanna hefðu þeir farið fram á að vera undanþegnir ESB-reglunni um jafnan aðgang fiskiskipa. Þeir komust mjög fljótt að því að á slíku var enginn möguleiki. Þeir sömdu hins vegar um sérstakar reglur um veiðar innan 25 mílna lögsögu, en þær fela í sér, að þar megi einungis nota báta styttri en 12 metra og með takmörkuðu vélarafli, sem útilokar í raun að hægt sé að sækja á þessi mið frá öðrum löndum. Oft hefur verið vitnað til þessa Möltuákvæðis í umræðunni hér á landi, en þar er þó ólíku saman að jafna. Möltumenn verja þessa smábátaútgerð á grundvelli þess sem þeir nefna &ldquo;identity&rdquo; og kannski má þýða sem menningarlegt þjóðareinkenni. Þessir bátar veiða árlega á annað þúsund tonn allir saman, og geta menn af því gert sér í hugarlund hagsmunasamanburðinn. Ekki veit ég annað en okkar góðu vinum Maltverjum líði vel í ESB og óska ég þeim alls velfarnaðar í því ágæta bandalagi, en þessi litla saga segir mér að þarna inn höfum við ekkert að gera. Það er samt ekki svo að hana hafi þurft til þess hvað mig varðar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eins og þið þekkið þá ákvað ég á grundvelli samstarfsyfirlýsingar þessarar ríkisstjórnar að setja á fót vinnuhóp til þess að fara yfir stóru drættina og álitaefnin í fiskveiðistjórnunarkerfinu og koma með tillögur til úrbóta. Megin markmiðið með skipan þessa vinnuhóps er að freista þess að ná fram tillögum sem skapa meiri sátt um það meðal þjóðarinnar. Ég vil tiltaka hér sérstaklega að ég hef fyrir löngu ákveðið að gefa vinnuhópnum það svigrúm sem hann þarf. Með þessu á ég við að hann mun fá frið til verka sinna án sérstakrar íhlutunar af minni hálfu. Ég tel mikilvægt að aðrir sem hér eiga hlut að máli haldi þessari sömu stefnu í heiðri. Rétt er að nota tækifærið og<span>&nbsp;</span> tiltaka að samtök ykkar hafa tekið fullan þátt í starfi hópsins þó það hafi án alls vafa verið samtökunum erfitt í byrjun. Ég fagna bara aðkomu ykkar að þessu máli. Gríðarlega mikilvægt er fyrir hagsmunasamtök eins og ykkar að takast á við umræðuna í þjóðfélagninu með málefnalegum hætti, hversu illvíg sem hún kann að reynast.</span></p> <p>Á undanförnum mánuðum hefur mér verið hugsað til þess hve gæfusamir við Íslendingar erum að búa að miklum og verðmætum endurnýjanlegum auðlindum sem geta tryggt búsetuskilyrði í landinu um ókomna tíð ef rétt er á haldið. Við eigum gnótt af tæru vatni til neyslu og til framleiðslu heilnæmra matvæla, gnægð rafmagns og heitt vatn til upphitunar og sem orkugjafa en síðast en ekki síst eigum við lifandi auðlindir hafsins, sem standa flestum hafsvæðum framar hvað magn og gæði snertir. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að við landsmenn njótum allra þessara gæða í framtíðinni því það er háð því hvernig á er haldið.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Þegar við horfum nú yfir rústir fjármálalífsins er okkur nauðsynlegt að átta okkur á hvað fór úrskeiðis &ndash; ekki einvörðungu til að draga menn til saka og láta þá sem sannanlega áttu hlut að máli bera ábyrgð á gjörðum sínum, heldur til þess sem ekki síður er mikilvægt, að koma í veg fyrir að mistökin endurtaki sig. Og þegar við nú metum okkar stöðu er margt óljóst, en eitt virðist þó ljóst og það er að náttúruauðlindirnar eru fjöregg framtíðarinnar. Mikilvægt er að við gerum okkur grein fyrir því að gagnstætt því sem víða er uppá teningnum í heimshöfunum, þá eru fiskimiðin í kringum landið enn gjöful og ein aðal kjölfestan sem við höfum á að byggja til framtíðar. Það er fráleitt sjálfsagt að svo sé, en með ábyrgri stefnu við stjórn fiskveiða þá hefur atvinnugreinin hlýtt kalli stjórnvalda á undanförnum árum um að takmarka sóknina í sjávarauðlindina í samræmi við afrakstursgetu hennar. Ekki er þó allt yfir gagnrýni hafið og þannig farið að ekki hefði mátt betur gera, en í grundvallaratriðum hefur okkur tekist að stilla veiðum þannig í hóf að þessa dagana tala sjómenn um mikla fiskigengd!<span>&nbsp;</span> Það er gott að svo sé, að fiskistofnarnir séu í því ástandi að auðvelt og hagkvæmt sé að afla afurða í hæsta verðflokki.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ekki verður hér undan því vikist að nefna mikilvægasta þáttinn, þekkingargrunninn og vísindastarfsemina sem hér hefur verið lögð af mörkum með staðföstu og ötulu framlagi okkar vísindamanna, einkum starfsmanna Hafrannsóknastofnunarinnar. Ekki verður sagt að þeir hafi sofnað eitt augnablik á verðinum gagnvart því að tryggja með þekkingaröflun sinni og fræðum að nýting stofnanna sé sem næst endurnýjunargetu þeirra. Engum vafa er undirorpið að fjárfesting í þekkingu á sviði haf- og fiskifræði hefur skilað íslenskri þjóð í fremstu röð, ekki aðeins á sviði vísindanna sjálfra, heldur einnig hvað snertir forystu Íslands á heimsvísu í sjálfbærri nýtingu fiskistofna á grundvelli vísindalegrar þekkingar.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Mér finnst eins og í hita umræðunnar og ákafa aðila til að halda til streitu ýmsum sértækum sjónarmiðum, að mönnum hafi láðst að láta það fólk sem hér hefur lagt heiður að veði til að standa faglega að rannsóknum á auðlindinni og standa vörð um hana, njóta sanngirni og þeirrar kurteisi sem réttmætt er í siðuðu samfélagi. Það er skylda okkar í þessari mikilvægu atvinnugrein að stilla orðræðunni svo í hóf, að við fjarlægjumst ekki staðreyndir málsins. Færa má fyrir því rök að einmitt hin háværa og jafnvel vanstillta orðræða, sem stundum einkennir skoðanaskipti í sjávarútvegi, sé undirrót þess að ungt fólk, samkvæmt nýlegri könnun HA, telji hann ekki álitlegan kost til atvinnu á komandi árum og er það áhyggjuefni. Þessu þurfum við að breyta og taka menntun og fræðslu í sjávarútvegi á öllum skólastigum til gagngerrar endurskoðunar í náinni samvinnu við atvinnulífið. Við þurfum að standa vörð um og virða það fólk sem hefur gert það að lífsstarfi sínu að undirbyggja þekkingargrunninn á þessu sviði, því sannarlega eru vel ígrunduð vísindi forsenda hagfelldrar þróunar í atvinnugreininni. Það breytir því ekki að málefnaleg gagnrýni og gríðarleg þekking og reynsla t.d. sjómanna og útgerðarmanna sett fram af sanngirni og hógværð er nauðsyn fyrir fræðin til að þróast vel og eðlilega. Þar eiga allir samleið. <span>&nbsp;</span>Okkar vísindamenn vita best hve þekkingin er oft takmörkuð og mikils er um vert að sækja kunnáttu til allra sem lagt geta hönd á plóg, ekki síst útvegsmanna og sjómanna. Í þessu sambandi finnst mér vert að lýsa yfir ánægju minni með gott samstarf útvegsmanna, sjómanna og fiskifræðinga við leit og rannsóknir á loðnu, síld og makríl að undanförnu. Einnig verður hér á fundi ykkar í dag fjallað um niðurstöður skýrslu samstarfshóps atvinnugreinarinnar og fiskifræðinga um stofnmælingar botnfiska, m.a. togararallið svokallaða, sem unnin var<span>&nbsp;</span> af frumkvæði ráðuneytisins og Hafrannsóknastofnunarinnar. Hér eru á ferðinni aðeins tvö nýleg dæmi um mikilvægt samstarf.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Á undanförnum áratug höfum við orðið áskynja um marvíslegar breytingar í t.d. útbreiðslu og stærðum fiskistofnanna sem að verulegu leyti eru taldar tengjast breytingum á umhverfisaðstæðum í sjónum. Þessi staðreynd kallar á áframhaldandi öflugar rannsóknir og vöktun umhverfis og fiskistofna á Íslandsmiðum í víðtæku samstarfi við hagsmunaaðila og ég geri mér grein fyrir að þar má í engu slaka á þrátt fyrir tímabundnar þrengingar þjóðarbúsins</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ég vil hér að lokum í umfjöllun minni um Hafrannsóknarstofnunina segja að ég hef með öllu hafnað hugmyndum um að stofnunin, ásamt Veiðimálastofnun, flyttist frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu til annars ráðuneytis. Hugmyndin er fráleit í alla staði og ég veit að atvinnugreinin í heild sinni stendur með mér í þessum efnum og vil ég hér nota tækifærið þakka fyrir stuðning og samstöðu ykkar í þeim efnum.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Stóraukin makrílgengd í íslenskri lögsögu er staðreynd, þó viðsemjendur okkar meðal annarra strandríkja kjósi enn að þráast við. <span>Aukin makrílveiði okkar Íslendinga er þannig kærkomin bútbót, sérstaklega um þessar mundir er við stöndum frammi fyrir margháttuðum erfiðleikum hvort sem er<span>&nbsp;</span> vegna þeirra þrenginga sem við stöndum fyrir vegna falls íslensku bankanna eða í ljósi þeirra áfalla vegna loðnubrests, sýkingar í síldinni og mikills niðurskurðar í aflaheimildum í kolmunna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p>Makrílinn fékk ég í fangið fljótlega eftir að ég tók við embætti ráðherra og hefur sú reynsla verið mér lærdómrík. Í mínum huga, eins og ég veit að á við um ykkur, þá skiptir öllu máli að við sköpum og tryggjum sem allra mest verðmæti úr makrílaflanum og öll umgengni okkar um þennan verðmæta veiðistofn taki mið af því og sé okkur til sóma. Þá skiptir máli að við nýtum öll þau tækifæri sem skapast geta bæði í tengslum við veiðar og vinnslu<em>.</em></p> <p>&nbsp;</p> <p>Í ágúst sl. skipaði ég vinnuhóp sem í sitja fulltrúi ráðuneytisins, Landssambands íslenskra útvegsmanna, MATÍS, Hafrannsóknastofnunarinnar og Fiskistofu. Er honum ætlað að fara yfir makrílveiðar íslenskra skipa síðustu ár og vinna greinargerð um framkvæmd veiðanna, sem nýst getur til ráðgjafar við að móta framtíðar skipulag veiða og vinnslu. Þá er hópnum ætlað að draga saman upplýsingar um stöðu makrílstofnsins, en miklu skiptir að við öðlumst enn frekar vitneskju um útbreiðslu og magn makríls í lögsögunni og samspil hans og áhrif á allt vistkerfi hafsins.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ég veit að vinna hópsins er langt á veg komin og er vongóður um að hún muni nýtast okkur í tengslum við mótun framtíðarskipulags veiðanna og í því sambandi skiptir miklu að geta átt gott og uppbyggilegt samstarf m.a. við ykkur, útgerðarmenn, enda augljóst að það er kappsmál okkar allra að vel takist til í þessum efnum.</p> <p>Íslensk stjórnvöld hafa árum saman, án árangurs, leitað eftir því að taka þátt í heildarstjórnun makrílveiða ásamt öðrum hlutaðeigandi strandríkjunum. Hin strandríkin hafa hinsvegar neitað að viðurkenna stöðu Íslands sem strandríkis að því er makríl varðar og gefið upp sem ástæðu að lítinn sem engan makríl sé að finna í íslenskri lögsögu. Af þessum sökum hafa íslensk stjórnvöld þurft að taka einhliða ákvörðun um árlegan afla Íslands. Þrátt fyrir stóraukna makrílgengd í íslensku lögsöguna og að íslensk skip hafi veitt 112 þúsund tonn af makríl í fyrra og ríflega það magn í ár, hefur það engu breytt um afstöðu Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja. Þau þverskallast við að viðurkenna Ísland sem strandríki, halda nú vikulangan fund um stjórn makrílveiða fyrir árið 2010 í Cork á Írlandi og hafa aðeins boðið Íslandi að sitja lokadag fundarins. Með þessu er augljóst að aðilarnir þrír hafna þeirri ósk Íslands að taka þátt í heildarstjórnun makrílveiðanna á næsta ári, sem við eigum fullan rétt á samkvæmt hafréttarsamningnum og úthafsveiðisamningnum. Með þessum aðgerðum eru íslensk stjórnvöld knúin til að taka enn á ný einhliða ákvörðun um aflahámark fyrir næsta ár. Við þá ákvörðun verður augljóslega litið til veiðanna undanfarin ár og jafnframt til vaxandi útbreiðslu makríls innan íslensku efnahagslögsögunnar.</p> <p>Í haustfundi strandríkja fyrr í þessum mánuði náðist samkomulag um kolmunnaveiðar og veiðar á norsk-íslenskri síld. Ákvörðun varðandi heildaraflamark í síldveiðunum er í samræmi við þá langtíma stjórnunarráðstöfun sem strandríkin samþykktu á sínum tíma, líkt og hefur verið undanfarin ár en einnig tókst að ná samkomulegi um kolmunnaveiðar sem er í samræmi við niðurstöður Alþjóða hafrannsóknaráðsins og lúta þær nú einnig aflareglu.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Niðurstöður vinnuhóps Alþjóða hafrannsóknaráðsins um úthafskarfa og ráðgjöf ráðsins fyrir árið 2010 taka loks mið að því að um efri og neðri stofn sé að ræða sem stjórna beri aðskildum. Þessu höfum við haldið fram undanfarna tvo áratugi og stjórnað okkar veiðum í samræmi við það. Samningaviðræðum er ekki lokið fyrir árið 2010 og verður haldið áfram á næstu mánuðum.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ísland leggur sem strandríki áherslu á réttinn til sjálfbærrar nýtingar lifandi auðlinda hafsins, þ.á.m. hvalastofna. Hvalveiðar Íslendinga eru byggðar á vísindalegum grunni, þær eru sjálfbærar og beinast aðeins að stofnum sem eru í mjög góðu ásigkomulagi.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ísland hefur tekið virkan þátt í vinnu að betrumbótum á starfsemi Alþjóðahvalveiðiráðsins undanfarin ár, en ráðið hefur verið nánast óstarfhæft vegna togstreitu milli ríkja sem eru fylgjandi hvalveiðum annars vegar og ríkja sem eru andstæð þeim hins vegar. Á ársfundi ráðsins á Madeira í júní sl. var ákveðið að gera úrslitatilraun til að ná málamiðlunarsamkomulagi milli þessara ríkjahópa. Var hópi 12 ríkja falið að leita slíks samkomulags fyrir næsta ársfund ráðsins sem haldinn verður í Marokkó næsta sumar. Hópurinn hélt sinn fyrsta fund í Santiago, Chile, á dögunum og var hann mjög jákvæður og gagnlegur. Ríkin eru einhuga um að freista þess að ná samkomulagi sem felur í sér í senn aukna hvalavernd og bætta stjórnun hvalveiða af hálfu Alþjóðahvalveiðiráðsins. Hópur ríkjanna 12 mun funda öðru sinni í desember n.k. og er ég reiðubúinn að leggja mitt af mörkum til að samkomulag náist.</p> <p><strong>&nbsp;</strong></p> <p>Í gær lét ég setja á netsíðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins kynningu á áformuðum breytingum á reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla er varða útflutning á óvigtuðum afla íslenskra skipa og framkvæmd úrtaksvigtunar við endurvigtun sjávarafla. Er það ætlun mín að þessi kynning verði á netinu í hálfan mánuð og gefist þar með öllum tækifæri á að tjá sig um þetta efni. Beinn útflutningur á fiskmarkaði erlendis hefur verið mjög til umræðu og sýnist sitt hverjum. Mikilvægt er þó að tryggja innlendri fiskvinnslu a.m.k. jafnrétti í aðgengi að þeim fiski og eru ofangreind áform sett fram í þeim tilgangi.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ég mun leggja fram frumvarp um ýmis atriði er lúta að stjórn fiskveiða. Það mun væntanlega verða kynnt í næstu viku. Eðlilega má vænta nokkurrar umræðu um það mál í meðförum Alþingis og þar munið þið fá tækifæri eins og aðrir til að koma skoðunum og ábendingum ykkar á framfæri.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Leigumarkaðir fyrir aflamark eru botnfrosnir um þessar mundir og veldur það áhyggjum. Ástæðurnar eru m.a. þær að aflaheimildir hafa dregist saman í sumum fisktegundum. Ég vil samt biðja menn að gæta að því, að þessi markaður hefur fram að þessu verið talinn nauðsynlegur fyrir hagkvæmni fiskveiðistjórnunarinnar og fjölbreytni í sjávarútvegi og það eru býsna mörg fyrirtæki og jafnvel heilar byggðir sem hafa reitt sig mjög á þennan leigumarkað. Því bera bæði stjórnvöld og greinin sameiginlega ábyrgð á því að hann sé virkur og ekki afnuminn í einu vettvangi. Ég verð að segja það hér, að það er ekki hægt að láta sér vel líka hvernig háttað virðist verðlagningu á aflamarki þar sem leiguverð eru jafnvel tvö- eða þrefölduð eins og hendi sé veifað. Ég tel að þarna mætti ríkja meiri ábyrgð og meiri samkennd. Ég vill geta þess hér að ég hef hafið viðræður við Hagfræðistofnun HÍ um könnun á því hvort einhverjir markaðsbrestir gætu verið á ferðinni í leigumarkaði fyrir aflamark. Verði það niðurstaðan mun ég íhuga vel að grípa til aðgerða sem gætu falið í sér frekari afskipti opinberra aðila að þessum markaði.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Það er kannski ekki sérstök ástæða til þess við þetta tækifæri að minna á mikilvægi sjávarútvegsins fyrir þjóðarhag, en það ætla ég þó að gera hér að lokum. Öll vitum við að sjávarútvegurinn er grundvallaratvinnuvegur þjóðarinnar. Framfarir og árangur í sjávarútvegi átti stóran þátt í vaxtar- og framfaratímabili þjóðarinnar á síðustu öld. Þó svo að hlutfallslegt mikilvægi sjávarútvegsins, í efnahagslegu tilliti, hafi eitthvað dregist saman um tíma er ljóst að sjálfbær og ábyrg nýting sjávarauðlindarinnar á eftir að skipta höfuðmáli í þeirri uppbyggingu sem framundan er. Þannig er það bæði kappsmál okkar og ábyrgð sem störfum á vettvangi sjávarútvegsins, að við stöndum okkur &ndash; þjóðarhagur er undir. Er ég því þeirrar skoðunar að miklu máli skipti að sátt ríki bæði innan og utan sjávarútvegsins um þær leikreglur og áherslur sem unnið er eftir og vil ég beita mér í þeim efnum eins og ég frekast get. Það er undirstaða þess að vel geti tekist til til langrar framtíðar.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Að lokum vil ég þakka stjórn samtaka ykkar og Friðriki J. Arngrímssyni framkvæmdastjóra og öðru starfsfólki Landsambands íslenskra útvegsmanna gott samstarf á þeim stutta tíma sem ég hef starfað sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Færi ég ykkur mínar bestu óskir um velfarnað í framtíðinni.</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2009-10-19 00:00:0019. október 200925. Aðalfundur landssambands smábátaeigenda 15. október 2009

<p style="text-align: center;"><strong><span>Ávarp Jóns Bjarnasonar</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>15. október 2009</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span></span><span>Kæru aðalfundargestir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú er liðið rúmt ár síðan bankakreppan skall með formlegum hætti á strendur þessa lands með brimskafli, þó glöggir menn geti eflaust sagt að sjálf aldan hafi myndast mörgum árum fyrr. Síðustu tólf mánuðir hafa verið nær fordæmalausir í íslenskri nútíð og eflaust enginn sem&nbsp; myndi vilja upplifa slíkan gjörningavetur aftur. Maður ræður samt ekki alltaf sinni för og ekki verður aftur tekið allt það sem þegar er. Fyrir okkur sem þjóð liggur fyrir að bæta skútuna sem enn marar löskuð í hálfu kafi, ausa óhroðann burt, vinda upp segl og sigla á ný undir nýjum siglingareglum á vit nýrra tíma og tækifæra. Skipt hefur verið um fólk í brúnni en áhöfnin er sú sama sem er hin íslenska þjóð. Enn á ný verður hún eingöngu að treysta á sinn eigin dugnað og djörfung og hún veit að það verður hún sjálf sem kemur skútunni á lygnari sjó. Ljóst er að tæpt er að treysta á hjálp annarra sem bundin er skilyrðum í bak og fyrir. Skilyrðum sem fær mann til að efast um tilgang hjálparinnar.</span></p> <p><span>Mér hefur oft verið tíðrætt um ímynd sjávarútvegsins í ávörpum og ræðum síðan ég tók við starfi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Mín skoðun er, að efling þessarar ímyndar sé gríðarlega þýðingarmikil fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein. Ég þreytist ekki á að segja frá könnuninni í framhaldsskólum sem Háskólinn á Akureyri gerði, þar sem langflestir nemendurnir voru á því að sjávarútvegur, landbúnaður og ferðaþjónusta væru þær atvinnugreinar sem Ísland yrði að reiða sig mest á í náinni framtíð. Sjávarútvegurinn auðvitað í efsta sæti, enda skynug ungmenni. Þegar þau voru síðan spurð við hvaða grein þau vildu vinna þá svöruðu aðeins 2% að þau vildu vinna við sjávarútveg. Þetta er það alvarlega í stöðunni og þessu þurfum við að breyta. Til þess þurfum við að bæta menntakerfið og gera störf sem boðið er uppá meira aðlaðandi, en við þurfum líka öll að taka höndum saman um að bæta ímynd þessarar greinar. Er ekki mögulegt að við þurfum að skoða okkur sjálf í þessu sambandi og bæta okkur. Hætta nagi og tortryggni út í aðra í sömu grein sem smitar alls staðar út og sýna að við getum öll unnið saman. &nbsp;Ég skora á ykkur að taka nú höndum saman um það verkefni. Ég veit við getum það svo vel.</span></p> <p><span>Flest álitaefni fiskveiðistjórnuarkerfisins í dag má rekja til ákvarðana sem teknar hafa verið fyrir margt löngu. Við bætast vandamál sem sköpuðust í hinu sýkta hagkerfi útrásarvíkinganna og þeirra sem studdu það.</span></p> <p><span>Mín skoðun hefur verið sú að við eigum að stefna að sjálfbærni á þessu sviði sem öðrum og ég býst ekki við að neinn sé mér mjög ósammála í þeim efnum. Sjálfbær fiskveiðistjórn stendur á þremur stoðum. Í fyrsta lagi hagkvæmni, í öðru lagi líffræðilegu jafnvægi vistkerfanna, þrátt fyrir nýtingu, og í þriðja lagi samfélagslegri ábyrgð þeirra sem taka þátt og rétti fólksins í byggðunum til afkomu og öryggis. Þannig sé ég þetta og þetta er mitt leiðarljós. Auðvitað eiga sér stað málamiðlanir en stefna mín er mjög skýr í þessum efnum.</span></p> <p><span>Ég veit að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi átta sig á því að hér er ekki hægt að halda úti fiskveiðistjórnuarkerfi sem ekki er í sátt við þjóðina. Ég held reyndar að þeir geri það því við erum ein þjóð. Ég átta mig á því að mörgum þeirra finnst þeir séu hafðir fyrir rangri sök enda hafa þeir flestir ekkert gert annað en farið eftir þeim lögum og reglum sem í gildi eru, en þeir geta ekki horft framhjá því að það er skortur á sátt meðal þjóðarinnar um núverandi kerfi og því verður að taka alvarlega hvort sem mönnum líkar betur eða verr.</span></p> <p><span>Þeir sem tala hæst um galla núverandi kerfis benda á óréttlætið sem í því er fólgið. Þeir telja að ekki hafi verið sýnd næg samfélagsleg ábyrgð undanfarin ár af þeim sem hafa þessa miklu auðlind þjóðarinnar í hendi sér. Þeir hafa ýmislegt til síns máls, en á stundum er skotið yfir markið.</span></p> <p><span>Eins og þið þekkið þá ákvað ég á grundvelli samstarfsyfirlýsingar þessarar ríkisstjórnar að setja á fót vinnuhóp til þess að fara yfir stóru drættina og álitaefnin í fiskveiðistjórnunarkerfinu og koma með tillögur til úrbóta. Megin markmiðið með skipan þessa vinnuhóps er að freista þess að ná fram tillögum sem skapa meiri sátt um það meðal þjóðarinnar.</span></p> <p><span>Ég vil tiltaka hér undir lokin á þessari umfjöllun minni um fiskveiðistjórnunarkerfið almennt, að ég hef fyrir löngu ákveðið að gefa vinnuhópnum það svigrúm sem hann þarf. Með þessu á ég við að hann mun fá frið til verka án sérstakra afskipta af hálfu ráðuneytisins.</span></p> <p><span>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er mér ætlað að vinna að nokkrum brýnum aðgerðum í sjávarútvegi. Flest ef ekki öll þessara &nbsp;verkefna eru komin í gang og er að vænta lagafrumvarps um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða mjög fljótlega. Á þessari stundu ætla ég ekki að fara djúpt í efnisatriði frumvarpsins. Það er hvorki tímabært né ráðlegt en ég get hins vegar sagt ykkur hvaða efnisatriði það eru sem fjallað er um:</span> <span></span></p> <p><strong><span>1.&nbsp; Flutningur aflaheimilda milli skipa</span></strong></p> <p><span>Ávallt hefur verið umdeild sú heimild laga um stjórn fiskveiða að leyfa, án nokkurar íhlutunar, flutning aflaheimilda milli skipa sem verða til þess að viðtökuskipið getur síðan í staðinn leigt frá sér meiri verðmæti í öðrum aflaheimildum.</span></p> <p><strong><span>2.&nbsp; Línuívilnun</span></strong></p> <p><span>Línuívilnun fjallar um sértæka ívilnun til veiða á þorski, ýsu og steinbít sem veitt er þeim sem handbeita línu í landi. Tilgangur þessarar ívilnunar er auðsær og almennt er tiltekið að framkvæmd hennar hefur gengið vel. Ívilnun þessi er nú 16%.</span></p> <p><strong><span>3.&nbsp; Flutningur aflaheimilda milli ára</span></strong></p> <p><span>Á síðasta vetri var aukin heimild fyrir flutningi aflamarks milli ára og í dag er þessi heimild t.d. 33% fyrir botnfisk.</span></p> <p><strong><span>4.&nbsp; Kínverska leiðin</span></strong></p> <p><span>Eitt atriði hefur valdið vanda í fiskveðistjórnuninni og það er að með leigu heilla skipa tímabundið milli manna hefur verið hægt að komast hjá ýmsum takmörkunum sem settar hafa verið á viðskipti með aflahlutdeild. Þessi aðferð hefur oft gengið undir nafninu “Kínverska leiðin” af einhverju ástæðum.</span></p> <p><strong><span>5.&nbsp; Veiðar ferðamanna</span></strong></p> <p><span>Síðastliðið vor voru samþykktar á Alþingi breytingar á fiskveiðistjórnuninni á þann veg að tekið var tillit til þarfa ferðaþjónustunnar og sjóstangaveiðinnar fyrir ramma í þessu kerfi. Á þessum breytingum hafa fundist hnökrar og er það til skoðunar.</span></p> <p><strong><span>6.&nbsp; Skötuselur</span></strong></p> <p><span>Varðandi skötusel skal það tiltekið að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákvað aflahámark er svarar til 2.500 tonna. Ráðherra tók þó fram að hann hefði í hyggju að skoða aðrar leiðir til viðbótar varðandi fiskveiðistjórn í skötusel og við því gæti verið að búast að ákveðinn yrði viðbótarafli því samhliða. Veruleg breyting hefur orðið á útbreiðslu skötusels hér við land á þessum áratug. Veiðislóðin var í áratugi aðallega við mið- og austurhluta suðurstrandarinnar og á þeim grunni var upphafs aflahlutdeild úthlutað. Nú hefur þessi veiðislóð í vaxandi mæli færst á Vesturmið og jafnvel norður. Þetta hefur jafnframt þýtt að skötuselur hefur í vaxandi mæli komið fram sem meðafli við grásleppuveiðar á grunnsævi í Breiðafirði og Ísafjarðardjúpi.&nbsp; Þetta hefur svo þýtt að í óvenju miklum mæli veiða skötuselinn aðrir en þeir sem hafa yfir aflahlutdeild að ráða.</span></p> <p><strong><span>7.&nbsp; Veiðiskylda</span></strong></p> <p><span>Í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er verið að skoða ákvæði laga um veiðiskyldu.</span></p> <p><strong><span>8. Vinnsluskylda</span></strong></p> <p><span>Í ráðuneytinu er verið að skoða fýsileika þess að taka af öll tvímæli um heimild ráðherra til þess að setja á vinnsluskyldu við veiðar. Með vinnsluskyldu er átt við að afli skuli fara til manneldis. Þetta á einkum við um veiðar á uppsjávarfiski.</span></p> <p><strong><span>9. Karfi</span></strong></p> <p><span>Til athugunar er að taka enn á ný upp gamalt mál er snertir uppskiptingu karfastofnsins í djúpkarfa og gullkarfa og jafnframt að taka af öll tvímæli um að sömu heimildir til veiðistjórnunar á deilistofnum gildi innan lögsögunnar og gilda utan hennar.</span></p> <p><strong><span>Strandveiðar</span></strong></p> <p><span>Í þessu sambandi get ég ekki annað en nefnt strandveiðarnar líka. Þær gengu mjög vel að mínu mati og greinilega annarra því ég veit ekki betur en flest öll aðildarfélögin ykkar hafi undanfarið tekið undir þetta sjónarmið. Mín skoðun er að menn verða að sætta sig við að í fiskveiðistjónunarkerfinu verði að vera pláss fyrir sem flesta. Þess vegna er þessi möguleiki sem strandveiðarnar gefa nauðsynlegur. Standveiðarnar eru, hvað sem menn segja, þáttur í því að þjóðin nái betur sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Nú verður farið yfir reynsluna af þeim og síðan lagt fram nýtt frumvarp um þær á yfirstandandi þingi og svo það komi skýrt fram hér þá er ég eindregið fylgjandi áframhaldi þeirra. Nú er beðið skýrslu frá strandsetri Háskóla Íslands á Ísafirði um hvernig strandveiðarnar í sumar tókust til. Að henni fenginni mun ráðuneytið gera sérstaka tillögu um breytingar á stjórn fiskveiða um áframhald veiðanna á næsta ári. Sú breyting verður ekki lögð fram samhliða þeim sem nefndar eru að ofan heldur sem sérstakt mál.</span></p> <p><span>Ég er síðan að láta skoða sérstaklega mál er tengjast verndun á grunnslóð í Skagafirði. Skipaður hefur verið sérstakur vinnuhópur með aðild Hafró, Biopol á Skagaströnd og Veiðimálastofnunar. Ég geri ráð fyrir að hópurinn skili áfangaskýrslu fljótlega og á grundvelli hennar verða teknar frekari ákvarðanir.</span></p> <p><span>Makríll hefur verið mér hugleikinn í sumar. Tók ég m.a. upp málefni hans á fundi með formanni ykkar og lagði til að þið skoðuðuð með hvaða hætti smábátar gætu veitt makríl og þar með stuðlað að meiri verðmætum og síðan áframahaldandi vinnslu í landi. Vísaði ég til reynslu Norðmanna en þar hefur fjöldi smábáta gert út á makríl. Hvet ég ykkur til að skoða þetta mjö vel.</span></p> <p><span>Ég vill nefna Hafrannsóknastofnunina og hennar góða starf. Auðvitað er óhætt að gagnrýna hana eins og aðra en ég segi bara, hvar stæðum við núna ef hennar nyti ekki við. Menn verða að átta sig á því að þessi stofnun stenst öll alþjóðleg viðmið sem gerðar er til stofnana af þessu tagi og gott betur en það. Ábyrgð okkar er mikil sem höfum að gera með nýtingu fiskimiða okkar og segi ég bara að án Hafrannsóknastofnunarinnar vildi ég ekki taka þátt í því verkefni.</span></p> <p><span>Nýtingarmál er eitt af þeim málum sem ég hyggst skoða í vetur. Mér sjálfum finnst að það verði að ganga í það að allur afli komi að landi. Við annað verði ekki unað. Mér skilst að tilraunir til sölu á grásleppuhvelju til Kína lofi mjög góðu. Ég held því að þess verði ekki langt að bíða að jafnvel grásleppukarlar verði skyldaðir til að koma með allan afla að landi í nánustu framtíð.</span></p> <p><span>Að lokum þakka ég samstarfið fram að þessu sem hefur verið í alla staði ánægjulegt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2009-09-25 00:00:0025. september 2009Ávarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðvahaldinn 25. september 2009

<p><span>Formaður og ágætu fulltrúar á aðalfundi Samtaka fiskvinnslunnar.</span></p> <p><span>Mér er það mikill heiður að fá að ávarpa ykkur hér í dag, nú þegar það lætur nærri að ég hef gegnt embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í eina fjóra mánuði.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig það hefði verið að gegna embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ef allt væri svona eins og það var. Engir þingfundir þennan tíma, þingflokksfundir á stangli og ríkisstjórnarfundir aðeins einu sinni í viku, a.m.k. yfir hásumarið. Ég hefði getað sinnt sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu óskipt. Væntanlega hefði mér gefist rúmur tími til að setja mig inn í málin og væri eflaust vel undirbúinn með mörg mál á komandi þingi. Ég hefði eflaust víða farið bæði innanlands og erlendis og hefði horft björtum augum götuna fram eftir vegi.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Tilveran hefur þó ekki verið svona. Ég ætla ekki hér að lýsa því sem á þessari þjóð hefur dunið þennan tíma, mest vegna afleiðinga bankahrunsins. Ykkur er það jafnvel kunnugt og mér. Þingið hefur starfað nær allan tímann með miklum fundarhöldum og það er einsdæmi. Þingflokkur minn hefur til viðbótar verið á nær stöðugum fundum á sama tíma og fundir ríkisstjórnarinnar eru orðnir 40. Það er skal ég segja ykkur mikið á sig leggjandi að fá að vinna með sinni þjóð til þess að komast útúr þeirri klemmu sem við erum lent í og ég get lofað ykkur því hér og nú, að ég mun leggja mig allan fram í því verki. Þetta hefur ekki verið skemmtilegt og það verður það eflaust ekki á næstunni en við munum með samstöðu og einhug ná að vinna okkur út úr þessu. Þessi vissa rekur mig áfram, annars væri ég ekki að þessu og ég veit að það sama gildir um ykkur öll líka.</span></p> <p><span> </span></p> <p><strong><span>Matvælalöggjöfin</span></strong></p> <p><span>Ég reikna með að þið þekkið öll sögu matvælafrumvarpsins. Ekkert bendir til annars en að það verði lagt fyrir Alþingi í fjórða skipti nú í byrjun haustþings og fer ferill þessa frumvaps fljótlega að teljast sögulegur. Það frumvarp sem nú lítur dagsins ljós verður í nær alla staði það sama og ég lagði fyrir Alþingi í sumar. Ég geri mér vel grein fyrir þýðingu þess að viðskipti með fisk og fiskafurðir gangi fyrir sig með sem auðveldustum hætti og þeim miklu hagsmundum sem í því er fólgið. Ég veit hins vegar að þið gerið ykkur grein fyrir stórum hagsmunum íslensks landbúnaðarins í þessu samhengi og hversu gríðarlega mikilvægt það er fyrir hann að lágmörkuð sé áhætta á matvælasviðinu, bæði gagnvart búfjársjúkdómum og gagnvart heilsu manna. Því vil ég nota þetta tækifæri og lýsa yfir sérstakri ánægju hér á þessum vettvangi hvernig hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa virt hagsmuni landabúnaðarins og ekki gengið fram með neinni hörku í þessu máli og haft þjóðarhag að leiðarljósi. Ég á ekki von á öðru en þetta frumvarp fái hefðbundna þinglega meðferð nú í haust og hljóti samþykki af því loknu.</span></p> <p><span> </span></p> <p><strong><span>Flutningur á Matís</span></strong></p> <p><span>Úr því ég er staddur á þessum slóðum í ræðu minni tel ég rétt að minnast á nokkur atriði er tengjast Matís. Fyrst vil ég nefna að vonandi um næstu áramót flytur Matís í nýtt húsnæði. Nýtt húsnæði sem gerir það að verkum að allar deildir fyrirtækisins geta sameinast hér á einn stað á höfuðborgarsvæðinu. Ég geri ekki ráð fyrir öðru en það verði starfseminni mikil lyftistöng og ég segi bara gott verður örugglega betra! Það er ekki að ástæðulausu að ég fagna. Á þessum tímum sem við lifum núna er þýðing Matís alveg gríðarleg fyrir þetta þjóðfélag og fyrir þær atvinnugreinar sem hún þjónar. Ég nefni hérna nokkur dæmi:</span><span> </span></p> <p><span>Matís kemur að bættri nýtingu á aukahráefni &ndash; hráefni til lýsisvinnslu, aukin nýting á hráefni frá frystitogurum.</span></p> <p><span>Matís vinnur að meiri framleiðslu á hágæða próteinum og lífvirkum afurðum úr sjávarfangi.</span></p> <p><span>Matís vinnur að bættir meðhöndlun afla og tryggir að slök gæði hráefni komi ekki í veg fyrir að hægt verði að ná sem mestu verðmætum úr hráefninu.</span></p> <p><span>Matís hefur komið víða að því að bæta vinnsluferla og auka vinnslunýtingu og bæta verðmætasköpunina meira í greininni, með betri sóknar- og vinnslustýringu.</span></p> <p><span>Að mínu mati er Matís öflug stofnun í rannsóknum og nýsköpun sem við erum stolt af.</span></p> <p><span>Til viðbótar vildi ég nefna hér AVS, en sjóðurinn skilar miklu í samstarfi og auknum verðmætum á Íslandi. Hann er mikilvægur í ljósi þess að þetta er eini sjóðurinn sem er sérmerktur sjávarútvegi og fyrirtæki og rannsóknaraðilar geta sótt í til að fjármagna verkefni sem auka verðmæti sjávarfangs. Einnig er mikilvægt að sjávarútvegurinn á beina þátttöku í vali á verkefnum. AVS hefur skipt lykilmáli við fjármögnun rannsókna og þróunarverkefna á þessu sviði á undanförnum árum og skiptir miklu máli við frekari framþróun.</span></p> <p><span>Ég hef gert mér tíðrætt um Matís og tækifæri í rannsóknum og þróun. Það leiðir mig að því sem ég tel eitt brýnasta verkefnið sem við þurfum að kljást við og það er ímynd þeirrar atvinnugreinar sem við vinnum við.</span></p> <p><span>Ég þreytist ekki á að segja frá könnuninni í framhaldsskólum sem Háskólinn á Akureyri gerði, þar sem langflestir nemendurnur voru á því að sjávarútvegur, landbúnaður og ferðaþjónusta væru þær atvinnugreinar sem Ísland yrði að reiða sig mest á í náinni framtíð. Sjávarútvegurinn auðvitað í efsta sæti enda skynug ungmenni. Þegar þau voru síðan spurð við hvaða grein þau vildu vinna þá svöruðu aðeins 2% að þau vildu vinna við sjávarútveg. Þetta er það alvarlega í stöðunni og þetta þurfum við öll að taka höndum saman um að breyta. Til þess þurfum við að bæta menntakefið og gera störf sem boðið er uppá meira aðlaðandi, en við þurfum líka öll að taka höndum saman um að bæta ímynd þessarar greinar. Það er mín sannfæring og ég skora á ykkur að taka nú höndum saman um það verkefni. Ég veit við getum það svo vel ef við vinnum saman.</span></p> <p><strong><span>Ferskur fiskur</span></strong></p> <p><span>Eitt af þeim verkefnum sem tekið hefur drjúgan tíma í ráðuneytinu eru málefni ferska fisksins sem fluttur er út óunnin. Þessi útflutningur hófst fyrir áratugum og hefur verið umdeildur allar götur síðan og hann er það enn. Mér sýnist málið vera í nákvæmlega sömu stöðu og það hefur yfirleitt verið og jafnvægi vantar. Þau úrræði sem löggjafinn hefur sett fram til að tryggja jafnvægi eru ekki að virka sem skyldi, það þó að ýmislegt hafi verið reynt til þess að slípa af vankanta. <span> </span>Engum blöðum er um það að fletta, að gámaútflutningurinn getur verið ábatasamur fyrir þá sem hann stunda og hann veltir umtalsverðum gjaldeyristekjum inn í landið, sem full þörf er á og í nokkrum byggðalögum hafa verið búnar til háþróaðir ferlar með sérhæfðum skipum til þess að nýta þennan möguleika til fullnustu. Eftir sem áður eru margir innlendir fiskkaupendur og vinnslur mjög óánægð með gang mála og telja að ekki ríki jafnræði hvað varðar aðgang að þessum fiski.</span></p> <p><span>Í stjórnaryfirlýsingunni er eftirfarandi tiltekið: <span> </span></span><span>Knýja á um frekari fullvinnslu afla hérlendis með því m.a. að skoða hóflegt útflutningsálag á fisk og/eða að óunninn afli verði settur á innlendan markað.</span></p> <p><span>Umboð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrans er því alveg ljós í þessu máli. Honum ber að ná fram jafnvægi milli innlendra og erlendra fiskkaupenda og að knýja á um frekari fullvinnslu hér innanlands. Ég segi það samt hér, að ég læt ekki þvinga mig til einhverra lausna af hvorugum hagsmunahópnum.</span></p> <p><span>Á mínum vegum var í gær haldinn fjölmennur fundur hagsmunaaðila úr öllum áttum um þennan útflutning. Fundurinn var málefnalegur og öllum gafst tækifæri á að láta í ljós sína skoðun og vil ég nota tækifærið hér og þakka öllum sem að þessu komu.</span> <span>Á þessari stundu ætla ég ekki að tjá mig frekar um hvað gert verði. Tiltek þó að takist atvinnulífinu sjálfu að setja fram ásættanlegar lausnir, þá verður hlustað á það.</span></p> <p><strong><span>ESB</span></strong></p> <p><span>Margir þingmenn hafa sagt í umræðunni um aðild að ESB, að það að senda inn formlega umsókn um aðild sé ein stærsta ákvörðun Íslandssögunnar. Ég vil að það komi skýrt fram að við afgreiðslu á samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Samfylkingar að ég studdi ekki þau áform að sækja um aðild og lét bóka það í þingflokknum og að ég áskyldi mér rétt til að fylgja sannfæringu minni í þeim efnum við afgreiðslu málsins. Þennan sama fyrirvara hafði ég á þegar málið var afgreitt úr ríkisstjórn.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ég tók einnig fram að þegar aðildarumsóknin var samþykkt á Alþingi og farið verði í aðildarviðræður muni ég leggja mig allan fram fyrir hönd míns ráðuneytis í að halda sem best á málum til að tryggja hagsmuni íslensku þjóðarinnar í þeim samningum. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að þeir málflokkar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fer með, grunnatvinnuvegir þjóðarinnar, eiga hvað mest í húfi í þeim samningum. Ég mun því gera það sem í mínu valdi stendur til að ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og stofnanir þess geri sig mjög gildandi í samningaferlinu öllu og þannig verði hagsmunir þessara atvinnugreina best tryggðir.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Nú er mitt ráðuneyti og stofnanir þess önnum kafið við að svara spurningum frá ESB. Mér er sagt að milli 40-50 manns hafi komið að þessari vinnu.<span> </span> Er af hálfu ráðuneytisins kappkostað að sú vinna sé vönduð sem kostur er.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Spurningarnar sem bárust voru á ensku og til þess ætlast að svörin bærust ESB einnig á ensku.</span></p> <p><span>Fyrir nokkru síðan leituðu Bændasamtök Íslands eftir því við utanríkisráðuneytið<span> </span> að þessar spurningar og svörin við þeim yrðu þýdd<span> </span> á íslenska tungu. &rdquo;Samtökin leggja áherslu á að nauðsynleg og opinská umræða<span> </span> fari fram líkt og kveðið er á um í nefndaráliti með þingsályktun Alþingis um aðildar umsókn að ESB.&rdquo;</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Mér býður í grun að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hugsi á sömu nótum. Nú hefur svar borist frá utanríkisráðuneytinu þar sem erindi Bændasamtakanna er hafnað. Er það gert m.a. með þeim rökum að kostnaður sé of mikil. Þýðing spurningalistanna og svör við þeim geti kostað allt að 10 milljónum króna. Hér er að mínu mati um grundvallaratriði að ræða. Íslenska er þjóðtunga okkar þótt ekki sé sérstaklega kveðið á um það í stjórnarskránni.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ég vil lýsa því hér yfir að ég er sammála Bændasamtökunum og öðrum þeim sem telja nauðsynlegt að bæði spurningar og svör og önnur þau málefnalegu gögn sem lúta að umsókninni um aðild að Evrópusambandinu verði birt samhliða á íslensku. Ég tók þetta mál upp í ríkisstjórn í morgun og taldi eðlilegt að þessi tilhögun gilti samræmt fyrir öll ráðuneyti.. Málið verður að minni ósk rætt frekar á ríkisstjórnarfundi n.k. þriðjudag.</span></p> <p><span> </span></p> <p><strong><span>Sjávarútvegur</span></strong></p> <p><span>Flest álitaefni fiskveiðistjórnuarkerfisins í dag má rekja til ákvarðana sem teknar hafa verið fyrir margt löngu. Við bætist vandamál sem sköpuðust í hinu sýkta hagkerfi útrásarvíkinganna og þeirra sem studdu það.</span></p> <p><span>Mín skoðun hefur verið sú að við eigum að stefna að sjálfbærni á þessu sviði sem öðrum og ég býst ekki við að neinn sé mér mjög ósammála í þeim efnum. Sjálfbær fiskveiðistjórn stendur á þremur stoðum. Í fyrsta lagi hagkvæmni, í öðru lagi líffræðilegu jafnvægi vistkerfanna, þrátt fyrir nýtingu, og í þriðja lagi samfélagslegri ábyrgð þeirra sem taka þátt og rétti fólksins í byggðunum til afkomu og öryggis. Þannig sé ég þetta og þetta er mitt leiðarljós. Auðvitað eiga sér stað málamiðlanir en stefna mín er mjög skýr í þessum efnum.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ég veit að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi átta sig á því að hér er ekki hægt að halda úti fiskveiðistjórnuarkerfi sem ekki er í sátt við þjóðina. Ég held reynar að þeir geri það því við erum ein þjóð. Ég átta mig á því að mörgum þeirra finnst þeir séu hafðir fyrir rangri sök, en þeir geta ekki horft framhjá því að það ríkir engin sátt meðal þjóðarinnar um núverandi kerfi og því verður að taka alvarlega hvort sem mönnum líkar betur eða verr.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Þeir sem tala hæst um galla núverandi kerfis benda á óréttlætið sem í því er fólgið. Þeir telja að ekki hafi verið sýnd næg samfélagsleg ábyrgð undanfarin ár af þeim sem hafa þessa miklu auðlind þjóðarinnar í hendi sér. Þeir hafa ýmislegt til síns máls en á stundum er skotið yfir markið.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Eins og þið þekkið þá ákvað ég á grundvelli samstarfsyfirlýsingar þessarar ríkisstjórnar að setja á fót vinnuhóp til þess að fara yfir stóru drættina og álitaefnin í fiskveiðistjórnunarkerfinu og koma með tillögur til úrbóta. Megin markmiðið með skipan þessa vinnuhóps er að freista þess að ná fram tillögum sem skapa meiri sátt um það meðal þjóðarinnar.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Vinnuhópurinn er fjölmennur og það mun því reyna mjög á hann til að ná samkomulagi:</span></p> <p><span> </span></p> <blockquote dir="ltr"> <p><span>Eina bindingin af minni hálfu sem sjávarútvegsráðherra er að greininni verði sköpuð góð rekstrarskilyrði til lengri tíma í sátt við þjóðina!</span></p> <p><span>Vil faglega vinnu fyrst og fremst sem unnin verði fordómalaust.</span></p> <p><span>Treysti tilnefndum aðilum að leggja sig alla fram.</span></p> <p><span>Mjög mikil ábyrgð lögð á herðar þeirra &ndash; þeir vita hvað er undir &ndash; þeir verða að ná saman um skynsamlegar tillögur.</span></p> <p><span>Vinnuhópurinn á að leggja fram valkosti og ég er því ekki að biðja um 13 sérálit og ég vona því að menn taki tillit til skoðana hvers annars. Eftir að vinnuhópur hefur skilað af sér tek ég greinargerð hans til skoðunar.</span></p> </blockquote> <p><span> </span></p> <p><span>Ég vil tiltaka hér undir lokin á þessari umfjöllun minni um fiskveiðistjórnunarkerfið almennt, að ég hef fyrir löngu ákveðið að gefa vinnuhópnum það svigrúm sem hann þarf.</span></p> <p><span> </span></p> <p><strong><span>Brýnar aðgerðir</span></strong></p> <p><span>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er mér ætlað að vinna að nokkrum brýnum aðgerðum í sjávarútvegi. Þær eru þessar helstar:</span></p> <ol type="1"> <li><span>Knýja á um frekari fullvinnslu afla hérlendis með því m.a. að skoða hóflegt útflutningsálag á fisk og/eða að óunninn afli verði settur á innlendan markað.</span></li> <li><span>Takmarka framsal á aflaheimildum, auka veiðiskyldu og endurskoða tilfærslur á heimildum milli ára.</span></li> <li><span>Vernda grunnslóð. Kannaðir verði möguleikar þess að veiðar afkastamikilla skipa á grunnslóð og inn á fjörðum verði takmarkaðar frá því sem nú er með það að markmiði að treysta grunnslóðina sem veiðislóð fyrir smærri báta og umhverfisvænni veiði.</span></li> <li><span>Skipa ráðgefandi hópa útgerðarmanna og sjómanna varðandi veiðiráðgjöf og nýtingu sjávarauðlinda og ástand í lífríki sjávar.</span></li> <li><span>Heimila frjálsar handfæraveiðar smábáta yfir sumarmánuðina.</span></li> </ol> <p><span> </span></p> <p><span>Meirihlutinn af þessum verkefnum er komið í gang. Ég er að láta skoða sérstaklega mál er tengjast verndun á grunnslóð í Skagafirði, línuívilnun og frekari þróun þess kerfis, stjórnun skötuselsveiða og veiða á úthafsrækju og sérstök tæknilega atriði varðandi ýsuveiðar svo eitthvað sé nefnt.</span> <span>Í þessu sambandi get ég ekki annað en nefnt strandveiðarnar líka. Þær gengu mjög vel að mínu mati. nú verður farið yfir reynsluna af þeim og síðan lagt fram nýtt frumvarp um þær á yfirstandandi þingi. Mín skoðun er að menn verða að sætta sig við að í fiskveiðistjónunarkerfinu verði að vera pláss fyrir sem flesta. Þess vegna er þessi möguleiki sem strandveiðarnar gefa nauðsynlegur. Standveiðarnar eru, hvað sem menn segja, þáttur í því að þjóðin nái betur sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <br /> <br />

2009-09-14 00:00:0014. september 2009Litróf landbúnaðarins - málþing í Norræna húsinu 14. september 2009

<p align="center"><strong><span>- Litróf landbúnaðarins -</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Ávarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á málþingi í Norræna húsinu 14. september 2009</span></strong></p> <p align="center"><strong><span></span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Ágæti ráðstefnustjóri, góðir málþingsfulltrúar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég þakka að fá að taka þátt í því málþingi sem hér fer fram undir heitinu Litróf landbúnaðarins.<span>&nbsp;</span> Sannarlega er heiti málþingsins bæði frumlegt og gott og litróf þessa stóra málaflokks fjölbreytt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í því erindi sem ég fékk var sú fullyrðing sett fram, að atvinnulíf í sveitum hefði breyst mikið á undanförnum árum og bent á nýsköpun til sveita bættar samgöngur sem auðvelda aðgengi bændafólks að vinnu utan heimilis. Undir þetta get ég heils hugar tekið en vissulega var ég nokkuð hugsi yfir síðasta atriðinu sem ég fékk, þ.e. að í vaxandi mæli sé viðurkennt að bændur hafi hlutverki að gegna við að sjá samfélaginu fyrir ýmsum almannagæðum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Lengst af bjó hér fátæk bændaþjóð sem stríddi við skort á flestum tólum og tækjum, efnum og búnaði til sjós og lands sem þjóðin þarfnaðist.<span>&nbsp;</span> Síðast en ekki síst var þjóðin lengst af undir stjórn erlendra aðila sem skeyttu oft lítið um hag hennar. Það var því varla von að um stórstígar framfarir væri að ræða. Fyrst og síðast varð þjóðin að treysta á sjálfa sig - og þá fyrst og fremst hvað fæðu varðaði, sem er og var forsenda hverrar lífveru.<span>&nbsp;</span> Hafið gaf og gefur enn ríkulega af sér og þótt erfitt væri að sækja sjóinn var þangað sótt björg í bú.<span>&nbsp;</span> Hin auðlindin var landið sem bændur nýttu til búskapar sem gaf af sér þær afurðir sem nauðsynlegar voru hverju heimili, ekki aðeins til matar heldur og til hvers kyns klæðnaðar og reynar flestu öðru.<span>&nbsp;</span> Á þessum auðlindum lifði þjóðin og vegna þeirra lifði hún af einokun, fátækt, drepsóttir og hvers konar náttúruhamfarir og aðra óáran.<span>&nbsp;</span> Fæðan og klæðin voru í raun almannagæðin sem nú eru nefnd svo.<span>&nbsp;</span> Nú er sagt á málþingi:</span></p> <p><u><span><span>&nbsp;</span></span></u></p> <p><span>Í sögunni Næturgalanum eftir H.C. Andersen er einmitt í dæmisögu fjallað um þessa hluti.<span>&nbsp;</span> Keisarinn í Kína heyrði af söngfugli sem var með miklu fegurri söngrödd en allir fuglar heimsins.<span>&nbsp;</span> Þetta var næturgalinn.<span>&nbsp;</span> Hann lét finna slíkan fugl og hafið hann í búri hjá sér, hlustaði á hann daglega og dáði hann mjög.<span>&nbsp;</span> Einn dag barst honum smíðaður næturgali, skreyttur með dýrindis gimsteinum og gulli og auðvitað skaraði hann fram úr hinum látlausa lifandi fugli og því var búr næturgalans fjarlægt og gleymdist.<span>&nbsp;</span> En þessi skemmtan tók enda.<span>&nbsp;</span> Upptrekkti fuglinn bilaði og missti sinn lit og þegar keisarinn veiktist og vildi fá sinn gamla fugl að nýju uppgötvaðist öllum til skelfingar að búrið var tómt og fuglinn horfinn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir málþingsfulltrúar.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég lít svo á svo á að kraftmikill landbúnaður sé nauðsynlegur til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Einnig er landbúnaðurinn brýnt samfélags- og umhverfismál. Framtíð þessa atvinnuvegar á Íslandi veltur á því að víðtæk sátt ríki um starfsskilyrði landbúnaðarins og það fjölþætta hlutverk sem hann gegnir í landinu, þar á meðal að framleiða holl matvæli á viðráðanlegu verði, treysta búsetu í dreifbýli, viðhalda umhverfisgæðum, tryggja fæðu- og matvælaöryggi, styðja ferðaþjónustu og aðrar atvinnugreinar. Við eigum auðvitað eins og í öðrum greinum að stefna að sjálfbærni landbúnaðar á Íslandi.</span></p> <p><span>Mín stefna er að fjölskyldubúið verði áfram sú framleiðslueining sem halda skal í heiðri og stuðningskerfi landbúnaðarins verði skipulagt út frá þeirri einingu. Fjölskyldubúin eru líka lykillinn að litrófi landbúnaðrins.</span></p> <p><span>Eitt af mínum markiðum sem landbúnaðarráðherra er að auðvelda kynslóðaskipti í landbúnaði, m.a. með lánasjóði til handa nýliða í greininni til jarðakaupa, og hindra að verslun með bújarðir hnekki byggð í sveitum landsins.</span></p> <p><span>Um nokkurt skeið hafa verið í gangi samningar um alþjóðaviðskipti með búvörur þar sem hinar ríkari þjóðir hafa lagt áherslu á óheft markasðviðskipti þar sem hagsmunir og yfirburðir hinna ríku ráð för, þótt ríkt sé mörgum að vilja keyra allt í sama var.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hin alþjóðlega efnahagskreppa, veðurfarsógnir og loftlagsbreytingar og vaxandi hungurvofa víða í heiminum kallar á nýja og gjörbreytta sýn. Bara það eitt hversu brýnt er að draga úr notkun á orkugjöfum úr jörðu ætti að vera nægt tilefni til að endurskoða hina óheftu markaðshyggju í viðskiptum með matvörur.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Noregur hefur lagt þunga áherslu á eigin landbúnað og matvælaframleiðslu og vill halda ræktarlandi í hefð og dreifðri byggð í landinu. Einn af forystumönnum í norskri landbúnaðrpólitík, Áslaug Haga skrifaði fyrir skömmu: Skynsamleg hnattræn stefna um matvælaöflun<span>&nbsp;</span> leiðir til kúvendingar á stefnu WTO. <span>&nbsp;</span>Forsenda nýrrar stefnu<span>&nbsp;</span> hlýtur að vera sú<span>&nbsp;</span> að öll lönd hafi bæði rétt og skyldur til að brauðfæða þjóðir sínar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Öllum ætti að vera ljóst að baráttan um ræktunarlandið harðnar. Efnuð fyritæki og ríki fjárfesta nú í ræktunarlandi og vatni. Olíuríkin við Persaflóa kaupa ræktunarland í fátækum þróunaríkjum. Kína hefur keypt um 2,8 milljónir hektara ræktarlands í Kongó. Suður Kórea hefur keypt upp 600 þús. hektara í Súdan. Úkraína, sem glímir við mikil efnahagsvandræði, var áður eitt af kornforðabúrum heimsins gerði þau mistök til að bæta efnahags sinn að selja 40 þús. hektara til bankans Morgan Stanley. <span>&nbsp;</span>Hvað gerist svo ef alvarlegur matarskortur kemur upp eða verður viðvarnadi á sama tíma og fjárfestarnir hirða uppskeruna. Ísland er ekki undanskilið þessari heimsmynd. Ef sú staða kæmi upp að við þyrftum að nýta raforkuna í stað jarðefnaeldsneytis og við værum búin að ráðstafa henni allri í stóriðju. Við berum ábyrgð gagnvart okkar eigin þjóð og hún fer saman við hagsmuni og skyldur alþjóðasamfélagsins gangvart framtíðinni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þess vegna hef ég skipað starfshóp til að fara yfir íslensk ábúðar- og jarðarlög með þessa framtíðarhagsmuni í huga. Honum er ætlað að skilgreina fæðu- og matvælaöryggi þjóðarinnarinnar, gera tillögur um hvernig treysta megi með lögum vernd ræktunarlands og tryggja framtíðarlandnæði til matvælaframleiðslu og fjölþætts landbúnaðar og skapa jafnframt sem best skilyrði fyrir öfluga búsetu í hinum dreifðu byggðum. <span>&nbsp;</span>Hópnum verður jafnframt ætlað að bera saman löggjöf í öðrum löndum en mun strangari ákvæði eru þar um búsetuskyldu á jörðum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hluti af sama meiði er krafan okkar um að viðhalda banni á<span>&nbsp;</span> innflutningi á hráu og ófrosnu<span>&nbsp;</span> kjöti og kjötvörum, ekki síst til að tryggja heilsu okkar sérstæða innlenda búfjárkyns og hollustu og öryggi innlendar matvælaframleiðslu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þá má nefna reglugerð sem kom til framkvæmda 1. september sl. um upprunamerkingu á öllu fersku grænmeti.<span>&nbsp;</span> Framleiðsla og sala á vörum beint frá býli færir neytendur og framleiðendur nær hvor öðrum og eykur samkennd. Þessa þróun ber að efla.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Framþróun í kynbótum og ræktun korns hér á landi býður upp á mila möguleika. Ég minni á verðlaunabrauðið bakað úr byggi ræktuðu á Þorvaldseyri.<span>&nbsp;</span> Við eigum að setja okkur markmið um hlut<span>&nbsp;</span> heimaræktaðs korns í heildarneyslu okkar og notkun í fóðri dýra.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég tel það vera markmið sem geti verið í sjónmáli að öll mjólkurframleiðsla og kjötframleisla hér á landi sé framleidd á innlendu fóðri. Ég hef sett á laggirnar starfshópum frekari eflingu kornræktar og hvernig megi aðlaga svínabúskap hér á landi innlendri fóðurframleiðslu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég fór á heimsmeistaramót íslenka hestsins í Sviss. Það var hrein upplifun að sjá þar saman kominn fjölda fóks frá mörgum þjóðlöndum til að njóta þar fegurð og glæsileika íslenska hestsins.<span>&nbsp;</span> Ég minnist þess að sjá í skýrslum um ástæður ferðamanna að velja Ísland að 70 þús. manns komu það árið beinlínis vegna tengsla við íslenska hestinn .</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Með þessu innleggi mínu vona ég að þeir sem hafa efast um gildi íslensks landbúnaðar - ef þeir þá hafa einhverjir verið - átti sig betur á fjölbreytileika hans og verðmæti fyrir þjóðina.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2009-08-31 00:00:0031. ágúst 2009Ráðstefna í fiskihagfræði í Norrænu ráðherranefndinni 2009, um skilvirka fiskveiðistjórnun, 27. ágúst 2009

<p align="center"><strong><span>Ávarp Jóns Bjarnasonar,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>flutt 27. ágúst á ráðstefnu í fiskihagfræði á formennskuári Íslands í</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Norrænu ráðherranefndinni 2009, um skilvirka fiskveiðistjórnun.</span></strong></p> <p align="center"><strong><span></span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ladies and Gentlemen.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>On behalf of the Nordic Council of Ministers, I would like to welcome you to this conference on &ldquo;Efficient fisheries management.&rdquo;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Globally there are several problems facing fisheries managers. These include decreasing catches, over harvested fish stocks and low economic rent.</span></p> <p><span>In many countries fisheries are highly subsidized while at the same governments are trying to decrease fishing effort to preserve fish stocks.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>For Iceland efficient management of fisheries is not just a worthy goal to strive towards - but a basic economic necessity.</span></p> <p><span>We have been painfully reminded of this in the economic crisis that has shaken the Icelandic economy in the past months.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>In the 20th century, especially after the nation gained control of its fishing grounds the fisheries were the driving of economic development in Iceland. A development which put Icelanders among the most prosperous nations in the world.</span></p> <p><span>The fisheries still are &ndash; or should I say again are? &ndash; One of the backbones of the economy. Icelandic fish products amount to around 40% of exports of goods &ndash; and around 7% of gross domestic product.</span></p> <p><span>This means that unsustainable management of fisheries is simply not an option; small mistakes can easily become large in economic terms for the nation.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sustainable fisheries management needs to address several factors, ecological, economical and social. Complex interaction of ecosystems and economical systems as well as the delicate balancing act between conflicting interest and goals is not and never will be an easy task &ndash; fisheries management is an ongoing job in a complex and ever-changing environment.</span></p> <p><span>There is a need to take a &ldquo;holistic&rdquo; view to fisheries management and forward an ecosystem based approach, one that takes into account all these complex factors.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>In this conference we will have the opportunity to hear speakers from around the world address some of the pressing problems of fisheries management and how these lessons can be applied to the task of sustainable and rational resource management.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>This is not least important for Iceland, since the Icelandic government has announced its intention to re-evaluate the Icelandic fisheries management system. Bearing in mind the economic importance of the sector and that it took the nation the best part of the 20th century to gain full control over its fisheries resources this is a task that is not taken lightly.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>I would therefore like to thank our guest, not least our foreign speakers for accepting to participate in this conference and hope for a fruitful two days of dialogue.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2009-08-11 00:00:0011. ágúst 2009Ræður og greinar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

<p>Ræður og greinar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</p>

2009-06-08 00:00:0008. júní 2009Sjómannadagurinn 7. júní 2009

<h3 align="center"><span>Ræða Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra<br /> </span> <span>á sjómannadaginn, 7. júní 2009.</span></h3> <p><span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Úr útsæ rísa Íslandsfjöll</span></p> <p><span>með eld í hjarta, þakin mjöll,</span></p> <p><span>og brim og björg og sand.</span></p> <p><span>Þó mái tíminn margra spor,</span></p> <p><span>þá man og elskar kynslóð vor</span></p> <p><span>sitt fagra föðurland.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þannig orti þjóðskáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Á Sjómannadegi &ndash; hátíðisdegi íslenskra sjómanna - er margt sem leitar á hugann, ekki síst þakklæti til íslenskra sjómanna og annarra þeirra sem vinna að sjávarútvegi, þeirri undirstöðuatvinnugrein sem landsmenn hafa lifað á og skapað hefur stóran hlut í þeirri velferð sem við, íslensk þjóð, höfum búið við. Á tímabili virtist sem þessi staðreynd hefði vikið fyrir hugmyndum um skjótfengari gróða en nú þegar sverfur að skynjum við betur en nokkru sinni mikilvægi sjávarútvegsins og þeirra starfa sem færa okkur lífsbjörg úr hafinu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú um stundir stendur þessi fámenna þjóð, sem býr í fallegu og gjöfulu landi,<span>&nbsp;</span> frammi fyrir vandasömum verkefnum. Við erum hins vegar staðráðin í að skapa börnum okkar skilyrði til farsællar framtíðar og ætlum okkur og munum standast gjörningaveðrið. Sjómenn þekkja slík skyndileg veðuráhlaup og þá gildir að halda ró sinni og standa saman ef sigla á fleyinu heilu til hafnar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á þessum tímum hugsum við um og virðum okkar fagra föðurland og þau auðæfi sem það á og gefur. Lítið væri samt um tekjur frá sjávarútvegi ef þjóðin ætti ekki dugmikla sjómenn sem stunda þennan atvinnuveg og atorkusamt fólk í landi sem vinnur úr hráefninu hágæðavöru.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eftir efnahagshrunið lítur þjóðin að sjálfsögðu til baka og spyr: Hvers vegna fór þetta svo? Er ekki hafið sú auðlind sem þjóðin hefur ætið getað treyst á? Hafið hefur ekkert breyst! Er von að spurt sé!</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Auðvitað þarf að líta til fleiri átta en sjávarútvegurinn er samt sem áður ein okkar besta tekjulind. Íslenskur sjávarútvegur mun augljóslega gegna lykilhlutverki við þá endurreisn íslensks efnahags- og atvinnulífs sem framundan er.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég vil í þessu sambandi gera að umtalsefni frétt sem birtist í sjónvarpinu 3. júní sl. og bar yfirskriftina &bdquo;Fáir vilja starfa við sjávarútveg þrátt fyrir mikilvægi greinarinnar&ldquo;. Þótt þessi frétt kunni að hafa farið framhjá sumum vakti hún óskipta athygli mína og leyfi ég mér að lesa upp úr henni:</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><em><span>&ldquo;Menntaskólanemendur telja að sjávarútvegur verði einn af þremur mikilvægustu atvinnugreinum landsins í framtíðinni, en sárafáir vilja hins vegar starfa í greininni eða læra eitthvað sem tengist sjávarútvegi.<span>&nbsp;</span> Innan við 10% álíta að fjármálaþjónusta verði ein af mikilvægustu atvinnugreinum landsins.</span></em></p> <p><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p><em><span>Það var Háskólinn á Akureyri sem kannaði hug flestra nemenda á þriðja og fjórða ári í menntaskóla til ýmissa framtíðaráforma.<span>&nbsp;</span> Rírlega 80% ætla í háskólanám að loknum framhaldsskóla og 90% hafa áhuga á að starfa tímabundið erlendis.<span>&nbsp;</span> Nemendurnir voru beðnir um að segja hvaða þrjár atvinnugreinar verði mikilvægastar í framtíðinni.<span>&nbsp;</span> Langflestir nefndu sjávarútveginn, þar á eftir ferðaþjónustu og svo landbúnað, en svarendur virðast ekki vilja vinna við þessa höfuðatvinnuvegi framtíðarinnar.</span></em></p> <p><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p><em><span>Hörður Sævaldsson, sérfræðingur við sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri:<span>&nbsp;</span> Einungis 2-3% vilja starfa í sjávarútvegi eða læra í sjávarútvegi.<span>&nbsp;</span> Nemendur í þessu, þessari könnun vilja frekar læra í heilbrigðisgeiranum eða félags- og laga, lagavísindum.<span>&nbsp;</span> Og þau vilja starfa innan heilbrigðisgeirans, menntageirans og við hönnun og listir.<span>&nbsp;</span> Og maður spyr sig að því hvort að það sé bara ekki einhver misbrestur eða hvort að það vanti á greinar eða gleggri þekk, kennslu í sjávarútvegi í grunn- og framhaldsskóla.&rdquo;</span></em></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þessi frétt vekur hjá mér spurningu: Hvernig stendur á því að hinir greinilega mjög svo skynugu menntaskólanemendur sem átta sig vel á því að sjávarútvegur okkar muni gegna lykilhlutverki í uppbyggingu efnahags- og atvinnulífsins á næstu árum skuli að þessari niðurstöðu fenginni ekki vilja starfa við greinina? Hvað er eiginlega að?</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Gæti skýringin verið sú að þær hörðu deilur sem staðið hafa meðal þjóðarinnar um stjórn fiskveiða og ráðstöfun aflaheimilda í meira en tvo áratugi eigi hér hlut að máli og valdi því að ungt fólk geti ekki hugsað sér að takast á við þau verkefni og nýta þá möguleika sem svo sannarlega búa í sjávarútveginum? Augljóst er að gera þarf stórátak til að styrkja og bæta ímynd þessarar höfuðatvinnugreinar svo að hún höfði til ungs fóks og raunar þjóðarinnar allrar. Ég bið alla að hugleiða þetta í mikilli alvöru og þá jafnframt hvort ekki sé fyrir löngu kominn tími til að jafna þessar deilur með sátt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég skipaði í sl. viku vinnuhóp til þess fara yfir þessi mál og leggja fram nýja valkosti, eins og <span>&nbsp;</span>núverandi ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Samfylkingarinnar boðaði í stjórnaryfirlýsingu sinni. Starfshópurinn er skipaður aðilum bæði úr stjórn- og stjórnarandstöðu ásamt ýmsum þeirra aðila sem tengjast sjávarútvegi beint.</span> <span>Gert er ráð fyrir að vinna starfshópsins felist í að skilgreina helstu álitaefni í fiskveiðistjórnuninni og lýsa þeim. Starfshópurinn lætur gera nauðsynlegar greiningar og setur að því loknu fram valkosti um leiðir til úrbóta. Honum er gert að hafa sem víðtækast samráð við aðra aðila í þjóðfélaginu.</span> <span></span><span>Ég geri miklar kröfur til vinnuhópsins um að koma fram með tillögur um fyrirkomulag sem skapi</span> <span>greininni góð rekstrarskilyrði til lengri tíma í sátt við þjóðina og með sjálfbærni að leiðarljósi. Hópnum er einnig ætlað að taka fullt tillit til atvinnuöryggis, gæta réttar fólks í sjávarbyggðunum og leysa ímyndarvanda sjávarútvegsins líkt og ég nefndi áður. Ég legg áherslu á að vinnuhópurinn vinni faglega að málinu og treysti þeim sem tilnefndir verða til að leggja sig alla fram, því mjög mikil ábyrgð er lögð á herðar þessu fólki &ndash; það veit hvað er í húfi &ndash; þau verða beinlínis að ná saman.</span> <span>Ég bind mjög miklar vonir við vinnu starfshópsins og að hún verði til þess að okkur takist sem þjóð að ná sátt um fiskveiðistjórnunina. Þá gæti ungt fólk á ný sóst eftir störfum í sjávarútvegi og greinum honum tengdum. Okkur<span>&nbsp;</span> er það öllum lífsspursmál að þetta takist.</span></p> <p><span>Ágætu sjómenn, hvert sem fley ykkar siglir, - fiskvinnslu&shy;fólk og aðrir starfsmenn í sjávarútvegi.</span></p> <p><span>Ég geri mér grein fyrir þeim aðstæðum íslensks sjávarútvegs um þessar mundir. Kröfur um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eru háværar og eiga rétt á sér. Í þessum málum sem öðrum verður að leita að færum leiðum að sameiginlegu markmiði, sem hlýtur að vera að nýta í sjávarbyggðunum í sátt við umhverfið þá auðlind sem Íslendingar eiga; fullvinna þann sjávarafla sem dreginn er að landi, breyta honum í hágæðavöru sem færir landinu gjaldeyri og síðast en ekki síst skapa sjómönnum, fiskvinnslufólki og öðrum sem að sjávarútvegi starfa góðan aðbúnað og tekjur í samræmi við störf sín.</span></p> <p><span>Ég mun sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra leggja mig allan fram í að bæta og treysta ímynd sjávarútvegsins í heild og stöðu<span>&nbsp;</span> þessa höfuðatvinnuvegar</span> <span>þjóðarinnar, þannig að ungu fólki sé ekki aðeins ljós mikilvægi hans heldur einnig að störfin og tækifærin freisti.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Föðurland vort hálft er hafið.</span></p> <p><span>Ég óska íslenskum sjómönnum, fiskvinnslufólki og öðrum sem við íslenskan sjávarútveg vinna til hamingju með daginn. Megi blessun fylgja störfum ykkar um ókomin ár.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira