Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Jóns Sigurðssonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2007-05-21 00:00:0021. maí 2007Magma/Kvika á Listahátíð

<p>Ágætu gestir</p> <p align="justify">Á undanförnum misserum hefur áhugi Íslendinga á góðri hönnun farið verulega vaxandi. Þetta sjáum við meðal annars á mikilli umfjöllun um hönnun í fjölmiðlum og vaxandi umræðu um málefnið almennt. En hönnun snýst ekki bara um fagurfræði og nú er svo komið að viðurkennt er að hönnun er mikilvægur og í reynd ómissandi þáttur í nánast allri nýsköpun.</p> <p align="justify">Undanfarin ár hefur iðnaðarráðuneytið, í samstarfi við aðra aðila, þreifað fyrir sér með það hvaða leiðir væru vænlegar til að stuðla að eflingu hönnunar í íslensku atvinnulífi. Í þessum tilgangi var Hönnunvarvettvangur stofnsettur og hefur hann nú starfað í rúm tvö ár.</p> <p align="justify">Með setningu laga um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun var mjög mikilvægu nýmæli komið í lög sem varðar hönnunarmálefni og rétt er að vekja athygli á við þetta tilefni. Lögin kveða á um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands en sú stofnun mun taka til starfa 1. ágúst næst komandi. Meðal hlutverka hennar verður að auka veg hönnunar í íslensku efnahagslífi og vekja fyrirtæki til vitundar um mikilvægi hönnunar í nýsköpun og vexti. Stefnumótun fyrir nýja stofnun er framundan og bind ég miklar vonir við að vel takist til með að finna leiðir til að auka skilning fyrirtækja á mikilvægi hönnunar.</p> <p align="justify">Eins og sýningin Magma/Kvika ber með sér eigum við Íslendingar mikil verðmæti fólgin í hæfileikaríkum og skapandi hönnuðum. Mikill fjöldi framsækinna hönnuða tekur þátt í sýningunni og er henni ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem finnst í íslenskri samtímahönnun. Heiti sýningarinnar Magma/Kvika vísar til þess kraumandi sköpunarkrafts sem vissulega hefur einkennt íslenska hönnun að undanförnu.</p> <p align="justify">Um leið og ég þakka sýningarstjóra, hönnuðum og öðrum aðstandendum sýningarinnar fyrir þeirra góðu framlög vil ég óska þeim til hamingju með glæsilega sýningu.</p> <p align="justify">Að þessu sögðu er sýningin Magma/Kvika formlega opnuð.</p> <p>Takk fyrir.</p> <br /> <br />

2007-05-08 00:00:0008. maí 2007Ársfundur Iðntæknistofnunar

<p><span>Ágætu ársfundargestir.</span></p> <p><span>Iðntæknistofnun stendur nú á mikilvægum tímamótum, en á nýliðnu þingi voru samþykkt lög um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun. Þau lög boða mikilvæga breytingu á stuðningsumhverfi atvinnulífsins því til verður ný stofnun: Nýsköpunarmiðstöð Íslands - við sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Í þessu felst þó mun meiri breyting<span>&#160;</span> en í fyrstu kann að virðast því til verður ný stofnun <span>&#160;</span>með ný markmið og nýjar áherslur.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Í stuttu máli verður leiðarljós hinnar nýju stofnunar að sinna verkefnum sem eru til þess fallin að efla samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs með áherslu á sprota og nýsköpunarfyrirtæki.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Með tilkomu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er verið að hrinda í framkvæmd þeim ásetningi stjórnvalda að gera stoðkerfi atvinnulífsins einfaldara og skilvirkara.<span>&#160;</span> Með því er ég meðal annars að vísa til mikilvægis þess að þeir sem njóta eiga þjónustu okkar hafi skýra mynd af því sem í boði er og hvar hana er að finna. Sem dæmi um þetta má nefna að allvíða er rekin stoðþjónusta fyrir atvinnulífið en þótt hún sé í eðli sínu svipuð og hafi sömu markmið er hún dreifð og ósamhæfð.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Stoðþjónusta Iðntæknistofnunar er rekin undir heitinu IMPRA og fær hún nú aukið vægi sem leiðandi afl við að hrinda í framkvæmd stefnu stjórnvalda í nýsköpun og atvinnuþróun um allt land.<span>&#160;</span> Nú er ein starfsstöð utan Reykjavíkur á vegum Impru en mikill áhugi er á að fjölga þeim í þeim tilgangi að ná meiri árangri í svæðisbundinni nýsköpun úti á landi.<span>&#160;</span> Þannig er ein af lykiltillögum starfshóps um atvinnumál Vestfjarða að Impra taki við leiðandi hlutverki við uppbyggingu og rekstur þekkingarmiðstöðvar á Ísafirði.<span>&#160;&#160;</span> Að baki liggur sú hugmynd að á völdum stöðum úti á landi verði til þekkingarmiðstöðvar sem byggi á<span>&#160;</span> sambýli kennslu og rannsókna á vegum háskóla,<span>&#160;</span> opinberrar rannsóknarstofnana, sameinaðri stuðningsþjónustu fyrir atvinnulífið og rekstri og þróun sprotafyrirtækja.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Bakhjarl þessarar stuðningsþjónustu eru tæknirannsóknir og með sameiningu<span>&#160;</span> rannsóknarstarfsemi Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins er stefnt að því að til verði öflug rannsóknastarfsemi sem bæði getur tekið á grunnrannsóknum sem hafa mikla þjóðhagslega þýðingu, eins og byggingarannsóknir eru dæmi um - og<span>&#160;</span> sinni hagnýtum rannsóknum á þeim sviðum sem sérstaklega mikla þýðingu hafa fyrir framþróun og samkeppnisstöðu atvinnulífsins.<span>&#160;</span> Þessi hlutur starfseminnar verður rekinn undir heitinu Íslenskar tæknirannsóknir, sem sennilega verður útfært fyrir erlent samstarf með hinu kunnuglega heiti IceTec.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Að því er stefnt að Íslenskar tæknirannsóknir verði öflugur samstarfsaðili með erlendum rannsóknastofnunum og fyrirtækjum og geti í auknum mæli haslað sér völl á alþjóðlegum samkeppnismarkaði vísinda og tækni. Ekki er síst mikilvægt að Íslenskar tæknirannsóknir hafi kraft og færni til að afla samstarfsverkefna í gegnum rammaáætlanir Evrópusambandsins, en alþjóðlegt<span>&#160;</span> vísindasamstarf er grunnforsenda fyrir framsæknu rannsóknastarfi hér heima í okkar litla rannsóknasamfélagi.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Um Tækniþróunarsjóð er einnig fjallað í þessum nýju lögum, sem ég nefndi í upphafi, enda hefur sjóðurinn á stuttum starfstíma sínum gegnt lykilhlutverki í fjármögnun rannsókna og þróunar í þágu nýsköpunar atvinnulífsins.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Á þessu ári hefur sjóðurinn 500 m.kr. til ráðstöfunar en langflest stuðningsverkefna sjóðsins eru tengd starfsemi fyrirtækja, sem mörg eru í nánu samstarfi með háskólum eða opinberum rannsóknastofnunum.<span>&#160;</span> Sjóðurinn hefur getu til að styrkja um eða innan við 60 verkefni á ári, sem þýðir að aðeins um einn þriðji umsókna fær brautargengi.<span>&#160;</span> Mér er það full ljóst að mun fleiri verkefni þyrftu að geta notið stuðnings sjóðsins og að styrkir þurfa að vera stærri til að geta borið veigameiri verkefni.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Eins og ég skýrði frá á nýliðnu Iðnþingi hef ég ákveðið að beita mér fyrir því að framlög til Tækniþróunarsjóðs verði aukin. Til grundvallar þessari ákvörðun liggur reynsla mín af störfum í Vísinda- og tækniráði og skilningur á mikilvægi þess að nýsköpun atvinnulífsins þarf að vega þyngra í hinni atvinnupólitísku umfjöllun en verið hefur.<span>&#160;</span> Ég tel ekki ofmælt að framlög til Tækniþróunarsjóðs verði tvöfölduð á næstu fjórum árum - og verði einn milljarður árið 2011.<span>&#160;</span></span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Ég tel að viðbótarframlagi til sjóðsins á næsta ári, árið 2008,<span>&#160;</span> þurfi fyrst og fremst að verja til samstarfsverkefna með Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins í þeim tilgangi að sameiginlega geti þessir sjóðir<span>&#160;</span> gert alvarlega atlögu að því að brúa nýsköpunargjána,</span> <span>þ.e. bilið sem er milli<span>&#160;</span> fjármögnunar rannsóknarverkefna úr Tækniþróunarsjóði og aðkomu framtaksfjárfesta með hlutafé í sprotafyrirtækjum.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þá tel ég mikilvægt að með auknum fjárveitingum til Tækniþróunarsjóðs verði unnt að leggja nýjar áherslur - á sviðum þar sem helst er að vænta sérstaks árangurs fyrir framþróun atvinnulífsins.<span>&#160;</span> Ég er í raun að segja að Vísinda- og tækniráð þurfi að huga meira að því að skilgreina áherslur í starfseminni út frá efnahagslegum hagsmunum atvinnulífs og þjóðar.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Með auknum framlögum til Tækniþróunarsjóðs er stigið veigamikið skref í eflingu nýsköpunar í starfandi fyrirtækjum. Nýsköpun atvinnulífsins skiptir máli og það er grundvallaratriði að fjárfestingar ríkisins í vísindum og tækniþróun skili sér út í efnahagslífið.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Ágætu fundarmenn:</span></p> <p><span>Með tilkomu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands stígur iðnaðarráðuneytið sitt fyrsta skref í þátttöku í uppbyggingu öflugs vísinda- og tæknisamfélags í Vatnsmýrinni. Veigamikil spor hafa þegar verið tekin, samanber samning Háskólans í Reykjavík og borgaryfirvalda um starfsemi orkurannsóknaseturs og aukið samstarf á sviði kennslu, þróunar og rannsókna.<span>&#160;</span> Þá er undirbúningur Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni kominn vel á veg og er<span>&#160;</span> áætlað að byggingaframkvæmdir hefjist síðla á þessu ári.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Iðnaðarráðuneytið telur að samfélagið í Vatnsmýrinni verði uppspretta nýrrar þekkingar sem muni gagnast fjölþættri annarri starfsemi um allt land.<span>&#160;</span> Þar verði frjór vettvangur samstarfs háskóla, sprotafyrirtækja, nýsköpunar- og hátæknifyrirtækja, rannsóknastofnana og fleiri skyldra aðila.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Að lokum vil ég þakka öllum starfsmönnum Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins fyrir farsæl og<span>&#160;</span> vel unnin störf og óska þeim velferðar á nýjum starfsvettvangi.<span>&#160;</span></span></p> <p><span>&#160;</span></p> <span><br clear="all" /> </span> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <br /> <br />

2007-05-03 00:00:0003. maí 2007Brautargengi

<p><span>Útskriftarnemar, góðir gestir.</span></p> <p><span>Það er mér sönn ánægja að vera með ykkur hér í dag.</span></p> <p><span>Námskeiðin sem kölluð eru Brautargengi hófust fyrst á árinu 1996 og hafa verið haldin óslitið síðan. Námskeiðin hafa bæði verið haldin á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni og þau hafa án nokkurs vafa sannað gildi sitt sem markvisst og hnitmiðað nám fyrir konur sem standa í atvinnurekstri eða hafa í hyggju að hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd.</span></p> <p><span>Það hefur sýnt sig að þær konur sem sótt hafa námskeiðin hafa talið þau gagnleg og sú þekking sem þær öðlast á námskeiðunum nýtist þeim vel við sjálfstæða atvinnu. Skoðanakannanir og umsagnir nemenda hafa sýnt að hátt hlutfall þeirra kvenna sem sækja námskeiðin stunda atvinnurekstur og stjórnun að námi loknu og einnig að þau fyrirtæki sem stofnuð hafa verið í kjölfar Brautargengis hafa mjög fjölbreyttan rekstur með höndum. Sá fjölbreytileiki er að sjálfsögðu verðmætur og styrkir íslenskt atvinnulíf.</span></p> <p><span>Eins og kunnugt er, er mikil áhersla lögð á mikilvægi nýsköpunar í fyrirtækjum í dag. Hún er talin vera lykill að árangri og til þess fallin að auka samkeppnishæfni fyrirtækja og samfélaga. Nýsköpunarhugtakið hefur verið í sífelldri mótun og í reynd er svo komið að nýsköpun er talin nauðsynleg í öllum greinum atvinnulífs. Nýsköpun í ýmsum þjónustugreinum og afþreyingariðnaði er meðal þess sem sífellt er meiri gaumur gefinn og þess má vænta að umræða um nýsköpun í hinum ýmsu greinum, sem lítið hefur verið fjallað um í tengslum við nýsköpun, verði meira áberandi á næstu misserum. Þetta styrkir okkur í þeirri trú að nauðsynlegt er að hlúa að þeim sem búa yfir hugmyndum að nýjungum.</span></p> <p><span>Í dag verða 22 konur útskrifaðar eftir lokið nám á námskeiðinu Brautargengi. Þar með eru þær konur sem lokið hafa náminu farnar að nálgast sexhundruð. Ásóknin í námið sýnir glöggt að stöðugt er þörf fyrir nám af þessum toga enda fer ásóknin í það vaxandi. Hér hefur vafalaust mikil áhrif að gott orðspor fer af námskeiðinu og þeim ávinningi sem felst í menntuninni fyrir þátttakendurna.</span></p> <p><span>Ég játa það fúslega að það er mér sérstök ánægja að fá að ávarpa ykkur hér og árna ykkur heilla, ásamt kennurum og stjórnendum námskeiðsins. Ástæðan er sú að mér hlotnaðist á sínum tíma, fyrir um það bil áratug, sá heiður að vera kennari á námskeiðunum Brautargengi. Mig minnir að ég hafi þannig átt hlut að þremur eða fjórum námskeiðum Brautargengis. Það kemur mér alls ekki á óvart að reynslan af þessu námskeiði hefur verið svo framúrskarandi sem raun ber vitni.</span></p> <p><span>Ég vil að lokum óska ykkur innilega til hamingju með þennan áfanga og jafnframt velfarnaðar í þeim störfum sem þið takið ykkur fyrir hendur í framhaldinu.</span></p> <p><span>Takk fyrir</span></p> <p><span><img title="Brautargengi" alt="Útskriftarhópur Brautargengis og gestir" src="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/frettir/medium/Brautargengi.jpg" /></span></p> <p><span>&#160;</span></p> <br /> <br />

2007-04-27 00:00:0027. apríl 2007Ársfundur RARIK ehf

<p>Fundarstjóri, góðir gestir.</p> <p>Það er mér mikil ánægja að vera með ykkur hér í dag til að fagna því að 60 ár eru liðin frá stofnun Rafmagnsveitna ríkisins. Rafmagnsveiturnar eiga sér merka sögu sem er samofin þróun raforkumála landsins. Á þessum tíma hafa verið miklar sveiflur í rekstri fyrirtækisins en því og starfsmönnum þess hefur ávalt tekist vel að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.</p> <p>&#160;</p> <p>Sögu orkuauðlindanýtingar Íslands er oft skipt í nokkra kafla. Fyrsti kaflinn er rafvæðingin og virkjun aðgengilegra jarðhitasvæða til húshitunar. Um miðja síðustu öld ákváðu stjórnvöld að sem stærstum hluta þjóðarinnar skyldi tryggður aðgangur að raforku frá samveitum. Skipuleg rafvæðing hófst árið 1954 og henni lauk á áttunda áratugnum þegar lang stærstur hluti þjóðarinnar hafði orðið aðgang að rafmagni. Á þessum tíma fékk fjöldi heimila rafmagn í fyrsta sinn og bylting varð í lifnaðarháttum og atvinnulífi víða um land. Rafmagnsveitur ríkisins léku lykilhlutverk í þessu verkefni. Síðasti þátturinn í þessum kafla var að samtengja einagruð orkuveitusvæði landsins með lagningu Byggðalínunnar, sem telst til stærstu og viðamestu framkvæmda sem Rafmagnsveitur ríkisins hafa staðið að.</p> <p>&#160;</p> <p>Annar kaflinn í þessari sögu hófst með skipan stóriðjunefndar og tilraunum til að laða orkufrekan iðnað til landsins. Fyrstu skrefin í þessum efnum voru stigin með stofnun Landsvirkjunar, samningum um álver í Straumsvík árið 1965 og samningum um járnblendiverksmiðju á Grundartanga 10 árum síðar. Í kjölfarið varð stöðnun í þessum málum í tvo áratugi en síðustu 10 ár hefur átt sér stað mikil uppbygging í orkufrekum iðnaði. Þessi uppbygging hefur haldist í hendur við skeið framfara og velferðar. Nú sér fyrir endann á þeim framkvæmdum sem staðið hafa yfir síðustu ár. Áhuginn á frekari uppbyggingu er mikill en það á eftir að koma í ljóst hvaða verkefni verða að raunveruleika..</p> <p>&#160;</p> <p>Þriðji kaflinn í sögu orkuauðlindanýtingar var svo skrifaður í kjölfar olíukreppunnar í byrjun áttunda áratugarins. Þá hófust stjórnvöld við að skipta út olíu til húshitunar fyrir orkugjafa frá endurnýjanlegum orkulindum. Árangurinn af þessu er öllum ljós en í dag er einungis um 1% húsa á Íslandi kynnt með olíu og innlend endurnýjanleg orka hefur komið í stað olíu á öðrum sviðum eftir því sem sem það hefur orðið hagkvæmt.</p> <p>&#160;</p> <p>Við erum þegar farin að rita næsta kafla í þessari sögu með því að leita leiða til að nýta orkuauðlindir okkar í auknum mæli í samgöngum. Þar er mikið verk fyrir höndum en þegar liggja fyrir tillögur um fyrstu skref. Undanfarin ár hafa stjórnvöld tekið þátt í og stutt við bakið á ýmsum rannsóknarverkefnum á þessu sviði. Það er óneitanlega spennandi framtíðarsýn fyrir land og þjóð að geta orðið öðrum óháð um orku sem öll kæmi frá endurnýjanlegum orkulindum. Slíkt væri einsdæmi.</p> <p>&#160;</p> <p>Í mörgum skilningi stöndum við um þessar mundir á tímamótum í raforkumálum. Ný viðhorf hafa rutt sér til rúms sem við erum að tileinka okkur og aðlaga okkar aðstæðum. Slíkt er aldrei einfalt, sérstaklega í ljósi sérstöðu okkar í orkumálum. Breytingar á skipulagi raforkumála hafa því eðlilega verið fyrirferðarmiklar á undanförnum árum. Eldra kerfi var að mörgu leyti einfalt, skilvirkt og hafði reynst okkur vel, en það stóðst ekki lengur þær kröfur sem gerðar voru. Orkufyrirtækin voru að eflast að þekkingu og getu til að standa sjálf fyrir framkvæmdum. Þetta sést best á því að á síðasta ári stóð yfir bygging raforkuvera á vegum fjögurra orkufyrirtækja hérlendis auka smávirkjana..</p> <p>&#160;</p> <p>Þessi nýju viðhorf hafa kallað á miklar breytingar hjá orkufyrirtækjunum og Rafmagnsveitur ríkisins eru þar engin undantekning. Fyrirtækið hefur verið í fararbroddi að aðlaga sig þessum breytingum. Hápunktur þeirra breytinga voru þegar félaginu var breytt í hlutafélag og Orkusalan stofnuð. Aukið frelsi fyrirtækjanna og svigrúm til afhafna hafa virkjað þann mikla kraft og þekkingu sem þau og starfsmenn þeirra búa yfir.</p> <p>&#160;</p> <p><span>Orkuvinnsla er að stórum hluta þekkingariðnaður og sú þekking sem orðið hefur til hér á landi samhliða framkvæmdum á orkusviði er gríðarlega verðmæt. Samorka birti nýlega athyglisverðar tölur um orku- og veitufyrirtækin. Þar kom fram að á síðasta ári urðu til 730 ársverk háskóla- og tæknimenntaðra vegna orkufyrirtækjanna. Jafnt og þétt er verið að bæta við þessa þekkingu og stefnt inn á ný og áður ókönnuð svið. Orkufyrirtækin hafa á undanförnum árum verið að fikra sig áfram í útrás með þá þekkingu sem þau búa yfir. Áhugi fjársterkra aðila á að koma að þessum málum kann að skapa nýja möguleika í verkefnum erlendis.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Menntastofnanir hafa sýnt orku- og auðlindamálum mikinn áhuga á undanförnum árum og þar er um mjög spennandi hluti að ræða. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Háskóli á Akureyri bjóða allir upp á nám á sviði orku- og umhverfismála í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki.</span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Við Íslendingar eigum merka sögu í orkumálum. Hún einkennist af áræðni, framsýni og framtakssemi. Við höfum um langt árabil lagt áherslu á að nýta innlendar endurnýjanlegar orkulindir. Samfélagið allt, hagkerfið og þjóðlífið hvíla á þeim grundvelli og forsendu að orkulindirnar og aðrar auðlindir lands og lagar séu nýttar af ráðdeild og virðingu. Þetta hefur verið og verður áfram stefna íslenskra stjórnvalda.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Við höfum náð gríðarlega langt í nýtingu orkuauðlinda okkar til framfara fyrir land og þjóð. Raforkuframleiðsla á íbúa er með því mesta sem gerist og engin önnur þjóð í heiminum státar af jafn háu hlutfalli endurnýjanlegra orkulinda í raforkuframleiðslu. Mikilli áhugi annarra þjóða á samstarfi við Íslendinga í orkumálum ætti að verða okkur hvatning til enn frekari afreka.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Í gegnum tíðina hafa skiptst á skin og skúrir í rekstri Rafmagnsveitna ríkisins. Það er mín trú að breytingar á rekstri fyrirtækisins hafi verið til góðs og að framundan séu bjartir tímar í rekstri þess. RARIK gegnir mikilvægu hlutverki, sérstaklega á landsbyggðinni, og mun gera það áfram. Þar eru mörg verkefni óleyst og mikilvægt að vel takist til svo allir landsmenn getiávalt búið við öruggt raforkukerfi, hagstætt raforkuverð og hátt þjónustustig.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <span>Um leið og ég þakka áheyrnina vil ég óska RARIK velfarnaðar á komandi ár</span><br /> <br />

2007-04-26 00:00:0026. apríl 2007Aðalfundur Samtaka Fjármálafyrirtækja

<p><a href="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/Acrobat/Avarp_radherra.pdf">Ávarp ráðherra</a> pdf skjal</p> <br /> <br />

2007-03-31 00:00:0031. mars 2007Starfsmannahátíð Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði, 31. mars 2007.

<p>Ágætu starfsmenn Alcoa.</p> <p><span>Samstarfsmenn í ríkisstjórn, aðrir góðir gestir.</span></p> <p>Dear friends from Alcoa.</p> <p>Það er mér mikil ánægja að vera hér við þessa athöfn í dag til að samfagna framkvæmdaraðilum, starfsmönnum Alcoa Fjarðaáls og öðrum íbúum í Fjarðabyggð með byggingu álversins og merkan áfanga í atvinnusögu Austurlands.</p> <p>Sú uppbygging sem hér hefur átt sér stað á fáeinum árum er undraverð.<span>&#160;</span> Eftir nokkra daga verða liðin 5 ár frá því fyrstu viðræður áttu sér stað milli íslenskra stjórnvalda og fulltrúa Alcoa, en Valgerður Sverrisdóttir leiddi þær viðræður fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins, og tæplega 3 ár síðan fyrsta skóflustungan að byggingu álvers hér í Reyðarfirði var tekin snemma í júli 2004.. Þegar álverið verður komið í fullan rekstur í lok þessa árs fer heildarálframleiðsla hér á landi að nálgast 800 þúsund tonn á ári. Ísland verður þá orðið tólfta í röð álframleiðslulanda heims og annað stærsta í Evrópu næst á eftir Noregi.Það ætti því að vera öllum ljóst að áliðnaður er kominn til að vera og skiptir nú þegar gríðarlega miklu máli fyrir atvinnulíf og efnahag Íslendinga.</p> <p><span>Svo er einnig með störf í álverum.<span>&#160;</span> Þau eru komin til að vera.<span>&#160;&#160;</span> Léttmálmvinnsla er að verða einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar.<span>&#160;</span> Hann á það skilið að um hann sé rætt af jafn mikilli virðingu og gert er um hina svokölluðu hefðbundnu<span>&#160;</span> atvinnuvegi.<span>&#160;</span> Því vil ég segja við ykkur nýráðnu starfsmenn Alcoa Fjarðaáls: Berið höfuðið hátt og verið stolt af því að taka þátt í að byggja upp og móta nýjan atvinnuveg á Íslandi.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Ég ber ykkur kveðju frá Halldóri Ásgrímssyni fyrrverandi forsætisráðherra og þingmanni Austurlands og eiginkonu hans Sigurjónu Sigurðardóttur.<span>&#160;</span> Halldór telur þennan atburð sögulegan merkisdag í sögu Austurlands allt frá öndverðu.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Með samningum um byggingu Fjarðaáls lýkur átaksverkefni sem hófst 1988 með stofnun Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar en markmið þess var að auka orkusölu til orkufreks iðnaðar og nýta hreinar og endurnýjanlegar orkulindir landsins til þess að skapa útflutningsverðmæti, varanlegan hagvöxt og vel launuð störf.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þetta er einmitt það sem er að gerast hér í Reyðarfirði.<span>&#160;</span> Orkusala til stóriðju hefur rúmlega fimmfaldast á þessu tímabili.<span>&#160;</span> Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins spáir því að hlutur áls verði um fjórðungur af útflutningi vöru og þjónustu þegar á næsta ári og farinn að nálgast hlut sjávarútvegs í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar.<span>&#160;</span> Við erum ekki lengur með öll eggin í sömu körfunni eins og stundum var sagt.<span>&#160;</span> Við höfum hins vegar fjölgað eggjunum í iðnaðarkörfunni svo um munar.<span>&#160;</span> Reynslan sýnir, að störf í orkufrekum iðnaði eru trygg og vel launuð og engin ástæða er til að ætla annað en að svo verði einnig hér í Fjarðabyggð.<span>&#160;</span></span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Við höfum margar ástæður til að fagna Alcoa og bjóða þá velkomna til Austurlands.<span>&#160;</span> Vil ég hér nefna aðeins fáeinar.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Tæplega 400 varanleg störf verða til í álverinu og miklu skiptir að gert er ráð fyrir nánast jafn mörgum afleiddum störfum annars staðar í samfélaginu hér eystra vegna margfeldisáhrifa.<span>&#160;</span> Alcoa-Fjarðaál hefur tekið þá stefnu að útvista sem mest af þjónustu í þágu álversins sem ekki er framleiðslutengd starfsemi.<span>&#160;</span> Það eru því mörg atvinnutækifæri á næsta leiti fyrir athafnasama Austfirðinga og eftir ýmsu að slægjast einnig utan veggja álversins.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Alcoa-Fjarðaál hefur sýnt það í verki að samfélagið og umhverfið skiptir félagið miklu máli meðal annars með þátttöku í og stuðningi við félagsmál, skógræktun og önnur umhverfismál.<span>&#160;</span> Metnaður er í þá átt að milda neikvæð áhrif álversins eins og kemur vel fram í svokölluðu sjálfbærniverkefni í samvinnu við Landsvirkjun, þar sem verður með nýstárlegum hætti reynt að mæla árangur fyrirtækjanna við að draga úr óæskilegum áhrifum framkvæmdanna. Hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar er höfð að leiðarljósi þar sem tekið er tillit til umhverfis, efnahags og félagslegra þátta.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þá vil ég nefna ný vinnubrögð og áherslur í öryggismálum við stórframkvæmdir, sem Alcoa-Fjarðaál og Bechtel hafa innleitt með góðum árangri.<span>&#160;</span> Það er ekki sjálfgefið að svo umfangsmiklar framkvæmdir sem hér blasa við gangi fyrir sig því sem næst slysalaust eins og raun ber vitni.<span>&#160;</span> Íslendingar sem tekið hafa þátt í verkinu hafa mikið lært sem vonandi nýtist við stórframkvæmdir hér á landi í framtíðinni.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þakka ber að Alcoa Fjarðaál hefur gert sér far um að nýta starfskrafta og kunnáttu íslenskra verkfræðinga, arkitekta og verktaka við hönnun, framkvæmdir og byggingastjórn<span>&#160;</span> þessara miklu mannvirkja.<span>&#160;</span> Reynsla og þekking sem eftir situr í landinu þegar framkvæmdum lýkur gefur þessum fagmönnum meðmæli og tækifæri sem nú þegar hafa skilað sér í nýjum verkefnum hér á landi sem og á erlendum vettvangi. Við skulum minnast þess að málurinn ál er afkvæmi tækni, vísinda og þekkingar, og á sama hátt er áliðnaðurinn þekkingariðnaður sem nýtir og eykur tækni, vísindi og þekkingu og mun einnig þannig verða mikilvægur þáttur í framtíðarþróun í íslensku atvinnulífi og þjóðlífi.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Ég óska Alcoa Fjarðaáli og álverinu í Fjarðabyggð farsældar í framtíðinni og nýjum starfsmönnum óska ég velfarnaðar í spennandi störfum.<span>&#160;</span> Austfirðingum öllum óska ég til hamingju með að nú hefur loks ræst langþráður draumur um að breyta orkulindum Austurlands í auðlind til atvinnuuppbyggingar í landshlutanum og þjóðinni til heilla.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Til hamingju með þennan dag og með þennan áfanga.</span></p> <br /> <br />

2007-03-30 00:00:0030. mars 2007Ársfundur ÍSOR

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/Myndir/Radherra_a_arsfundir_ISOR.jpg"><img src="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/Myndir/Radherra_a_arsfundir_ISOR.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Ráðherra á ársfundi ISOR" class="media-object"></a><figcaption>Radherra_a_arsfundir_ISOR</figcaption></figure></div><p>Góðir ársfundargestir.</p> <p>Það er mér sönn ánægja að ávarpa ykkur hér í dag á ársfundi Íslenskra orkurannsókna. Á þeim fjórum árum sem brátt eru liðin frá því að stofnunin var sett á fót hefur hún vaxið og dafnað. Þær breytingar sem gerðar voru á stofnanaskipulagi í tengslum við nýtt skipulag raforkumála hafa verið til góðs og eiga eftir að sanna gildi sitt enn frekar á næstu árum. Undanfarin ár hafa einkennst af miklum framkvæmdum á orkusviði, sem trúlega eiga sér engin fordæmi í Íslandssögunni. Jarðhitinn á þar stóran þátt að máli. Nýverið voru tvær nýjar jarðvarmavirkjanir til raforkuframleiðslu teknar í notkun og víðsvegar um landið er annað hvort verið að koma á fót nýjum hitaveitum eða stækka starfandi hitaveitur. Allar þessar framkvæmdir hafa kallað á aðkomu vísindamanna og þar skiptir hlutur ÍSOR miklu máli, því stofnunin er leiðandi á sviði rannsókna, þróunar og ráðgjafar í jarðhitamálum eins og alkunna er.</p> <p>Breytingar í orkumálum heimsins eru að skapa okkur ný og spennandi tækifæri. Það á ekki síst við um nýtingu endurnýjanlegra orkulinda í tengslum við aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum. Þess má víða sjá merki á alþjóðavettvangi í nýjum áherslum í orkumálum. Evrópusambandsríkin hafa sameiginlega sett sér bindandi langtímamarkið um að auka hlutdeild endurnýjanlegra orkulinda upp í 20% fram til ársins 2020 og draga m.a. þannig úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þessar breytingar skapa tækifæri til að virkja í auknum mæli þann kraft sem býr í íslenskum orkuiðnaði til útrásar.</p> <p>Við Íslendingar höfum um langt árabil lagt áherslu á að nýta innlendar endurnýjanlegar orkulindir. Samfélagið allt, hagkerfið og þjóðlífið hvíla á þeim grundvelli og forsendu að orkulindirnar og aðrar auðlindir lands og lagar séu nýttar af ráðdeild og virðingu. Því er það aðkallandi að reyna að stuðla að víðtækri sátt um nýtingar- og verndaráætlun fyrir náttúruauðlindir þjóðarinnar. Þetta hefur verið og verður áfram stefna íslenskra stjórnvalda. Það er sameiginlegt verkefni okkar stjórnmálamannanna að finna málamiðlun milli sjónarmiða um nýtingu og verndun.</p> <p>Grundvöllur slíkrar málamiðlunar hlýtur að vera þekking á orkukostum, náttúru og umhverfi. Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma er stór liður í öflun slíkrar þekkingar. Vinna við rammaáætlun gengur samkvæmt áætlun en gert er ráð fyrir að 2. áfanga ljúki árið 2009, og er stefnt að því að gefa út framvinduskýrslu á þessu ári. Næsta skrefið í átt til sáttar er að skapa tiltrú á að tekið sé tillit til ólíkra sjónarmiða við ákvarðanatöku og hinir ólíku hagsmunir tryggðir eftir því sem kostur verður. Þar skipta breyting á stjórnarskrá varðandi þjóðareign á náttúruauðlindum, breytingar á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu og gjaldtaka vegna nýtingar orkulinda á forræði ríkisins mestu máli. Það voru því viss vonbrigði að ekki náðist samkomulag á Alþingi um þann farveg þjóðarsáttar sem gerð var tillaga um á nýafstöðnu þingi. Óvissa í þessum málum getur reynst bagaleg fyrir orkufyrirtækin og þá sem vilja standa að frekari uppbyggingu orkuiðnaðar hér á landi. Slík óvissa getur einnig haft áhrif á starfsemi Íslenskra orkurannsókna. Vonandi verður óvissu eytt innan langs tíma og víðtæk sátt staðfest.</p> <p>Orkuvinnsla er að hluta til þekkingariðnaður og sú þekking sem orðið hefur til hér á landi samhliða framkvæmdum á orkusviði er gríðarlega verðmæt. Jafnt og þétt er verið að bæta við þessa þekkingu og stefnt inn á ný og áður ókönnuð svið með verkefnum eins og djúpborunarverkefninu.</p> <p>Þessi þekking hefur frá árinu 1979, þegar jarðhitaskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna var stofnaður, verið notuð við að aðstoða þróunarlönd, þar sem nýtanlegur jarðhiti finnst, við að byggja upp og efla hóp sérfræðinga í jarðhitafræðum, sem geta unnið á hinum ýmsu sérsviðum í rannsóknum á jarðhita og nýtingu hans. Í kringum hann hefur skapast tengslanet við jarðhitafræðinga um allan heim. Þá hefur þessi þekking einnig verið notuð í verkefnum á sviði þróunarsamvinnu, t.d. í mið-Ameríku og Afríku.</p> <p>Aukins áhuga á samstarfi á sviði endurnýjanlegra orkulinda gætir einnig hjá öðrum ríkjum. Í ráðuneytinu eru í undirbúningi samstarfssamningar við Indland, Pólland og Rússland á þessu sviði. Slíkum samningum er ætlað að skapa skilyrði fyrir skipti á þekkingu og möguleika á verkefnum í viðkomandi löndum.</p> <p>Orkufyrirtækin í samstarfi við aðra aðila hafa á undanförnum árum verið að fikra sig áfram í útrás með þessa þekkingu. Stærsta dæmið um árangur af slíku er hitaveituverkefni í Kína. Áhugi nýrra og fjársterkra aðila kann að skapa nýja möguleika í þessum efnum með aðkomu að verkefnum erlendis.</p> <p align="justify">Menntastofnanir hafa sýnt orku- og auðlindamálum mikinn áhuga á undanförnum árum og þar er um mjög spennandi hluti að ræða. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Háskóli á Akureyri bjóða allir upp á nám á sviði orku- og umhverfismála í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki. Gott dæmi um slíkt samstarf eru samstarfssamningur Háskóla Íslands og ÍSOR. Það er afar mikilvægt að tryggja samstarf þessara aðila. Þá eru hugmyndir um uppbyggingu háskólasamfélags á gamla varnarliðssvæðinu á Miðnesheiði gríðarlega spennandi.</p> <p align="justify">Þessi fjölmörgu verkefni á jarðhitasviðinu kalla á skipulagningu og aukin samskipti þeirra aðila sem starfa að jarðhitamálum. Um nokkurt skeið hefur verið í undirbúningi stofnun svokallaðs Jarðhitavettvangs, sem ætlað er að vera óformlegur umræðuvettvangur allra þeirra mörgu sem koma að jarðhitamálum. Hlutverk stjórnvalda í þessu verður fyrst og fremst að hlusta og leitast við að hjálpa til við að koma á framfæri þekkingu okkar í jarðhitamálum á erlendri grundu. Á næstunni verður boðað til fyrsta fundar Jarðhitavettvangsins. Ég trúi því að hann eigi eftir að verða mikilvægur farvegur fyrir skoðanaskipti um þessi mál í framtíðinni.</p> <p align="justify">En það eru fleiri spennandi viðfangsefni í farvatninu eins og gerð verður frekari grein fyrir hér í dag. Landgrunnsmál og hafbotnsrannsóknir hafa verið umfangsmiklar á undanförnum árum. Ríkisstjórnin samþykkti í maí 2001 verkefnaáætlun um undirbúning greinargerðar til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna um mörk landgrunns Íslands utan 200 sjómílna. Vinna á grundvelli verkefnaáætlunarinnar hefur gengið mjög vel en áfram verður unnið að þessum málum á næstu árum.</p> <p align="justify">Áhugi á olíuleit við Ísland hefur farið vaxandi á undanförnum árum en sjónir manna hafa einkum beinst að Jan Mayen-svæðinu. Íslensk og norsk stjórnvöld stóðu þar fyrir sameiginlegum forrannsóknum á níunda áratugnum, og á árunum 2001 og 2002 fengu tvö fyrirtæki leyfi til leitar á þessu svæði, sem nú er kallað Drekasvæði. Helstu niðurstöður voru jákvæðar en frekari rannsókna er þörf til að ganga úr skugga um hvort olíu er að finna á svæðinu í vinnanlegu magni. Ekki er útilokað að þessar vísbendingar gætu vakið áhuga olíufyrirtækja á frekari athugunum, þ.m.t. borunum. Til að skapa grundvöll fyrir slíku hefur iðnaðar­ráðuneytið í samvinnu við sjö önnur ráðuneyti og undirstofnanir þeirra unnið að endurskoðun löggjafar um olíuleit.</p> <p align="justify">Þá hefur verið unnin skýrsla með tillögu að áætlun um útgáfu sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu olíu á norðanverðu Drekasvæði við Jan Mayen-hrygg og drög að umhverfisskýrslu í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum áætlana. Í skýrslunni er að finna úttektir á jarðfræði, veðurfari og lífríki á Drekasvæðinu og auk þess er farið yfir umhverfismál, vinnuverndar-, öryggis- og hollustuverndarmál. Á grundvelli þessa eru hugsanleg umhverfisáhrif áætlunarinnar metin í samræmi við nýleg lög um umhverfismat áætlana. Mikilvægt er að hafa í huga að umhverfismat áætlunar er ekki ætlað að vera jafn ítarlegt og það mat sem krafist er vegna einstakra framkvæmda vegna leitar, rannsókna og vinnslu olíu verði áætlunin samþykkt. Rannsóknar- og vinnsluboranir eru til að mynda matskyldar framkvæmdir og kalla á ítarlegt mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Nánar er fjallað um efni skýrslunnar í öðrum erindum hér á eftir.</p> <p align="justify">Skýrslan hefur verið lögð fram til kynningar og er í umsagnarferli sem standa mun yfir til 23. maí. Að loknu því ferli og að teknu tilliti til athugasemda úr kynningar- og umsagnarferlinu verður gefin út lokaskýrsla. Á grundvelli þeirrar skýrslu verður hægt að taka ákvörðun um hvort hefja eigi leyfisveitingaferli vegna útgáfu sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu olíu á Drekasvæðinu.</p> <p align="justify">Ef ákvörðun er tekin um að hefja eigi leyfisveitingaferli má gera má ráð fyrir að a.m.k. eins árs undirbúningsvinna sé framundan áður en hægt verði að úthluta sérleyfum til rannsókna og vinnslu olíu á norðanverðu Drekasvæðinu. Því verður væntanlega ekki hægt að veita slík sérleyfi fyrr en í fyrsta lagi á miðju næsta ári.</p> <p align="justify">Í þeim undirbúningi er sérstaklega mikilvægt að huga að skattamálum því áður en leyfi verða veitt þarf að taka ákvörðun um hvort leggja eigi sérstakan skatt á hagnað af olíustarfsemi, eins og gert er í flestum nágrannaríkjum okkar.</p> <p align="justify">Einnig þarf að meta á grundvelli framkominna tillagna þörfina á frekari rannsóknum á veður- og náttúrufari á Drekasvæðinu, sem og að ákveða hvort stjórnvöld eigi að standa að þeim rannsóknum eða hvort það verkefni verði að einhverju eða öllu leyti í höndum þeirra fyrirtækja sem fá munu úthlutað sérleyfum til leitar, rannsókna og vinnslu olíu á svæðinu.</p> <p align="justify">Það skal ítrekað að verði af rannsóknum og vinnslu á svæðinu þá munu þær framkvæmdir sem hafa í för með sér mikil umhverfisáhrif, t.d. rannsóknar- og vinnsluboranir, þurfa að fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum og kalla því á frekari rannsóknir m.a. á náttúrufari og lífríki.</p> <p align="justify">Góðir ársfundargestir.</p> <p align="justify">Ég vil í lokin ítreka þau orð mín að orkuiðnaður á Íslandi er þekkingariðnaður. Sem fyrrum skólamanni er það mér ánægjuefni að sjá hversu mikill áhugi og kraftur er í að tengja þá þekkingu sem til staðar er í jarðhitamálum á Íslandi við störf í menntastofnunum. Ég trúi því að þar sé farsælt samstarf sem eigi eftir að skila okkur verulegum ávinningi til framtíðar.</p> <p align="justify">Ég vil þakka starfsmönnum og stjórnendum Íslenskra orkurannsókna ánægjulegt samstarf og óska stofnuninni velfarnaðar á komandi árum. Ég þakka áheyrnina.<img title="Radherra_a_arsfundir_ISOR" alt="Ráðherra á ársfundi ISOR" src="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/Myndir/medium/Radherra_a_arsfundir_ISOR.jpg" /></p>

2007-03-23 00:00:0023. mars 2007Aðalfundur Samtaka Verslunar og Þjónustu

<p>Forsætisráðherra, fundarstjóri og aðalfundargestir,</p> <p>Það er mér heiður að ávarpa ykkur sem ráðherra og ánægja sem fyrrverandi starfsmaður samtaka ykkar.</p> <p align="justify">Í upphafi þessa mánaðar urðu miklar lækkanir á virðisaukaskatti, vörugjöldum og tollum á ýmsum mikilvægum matvörum. Auk þess urðu sambærilegar lækkanir á húshitun, gistiþjónustu, veitingaþjónustu, bókum, ritföngum og tímaritum og geisladiskum með tónlist. Miðað var að því að algengar verðlækkanir til neytenda yrðu um 7 % á matvöru, en þegar allt kæmi til alls yrði hér um lækkanir að ræða á matvöruliðum sem gætu numið um 9-11 % eða svo, og um 2 og hálfu stigi í vísitölu neysluverðs.</p> <p align="justify">Mikil vinna hefur verið lögð í þessar breytingar af hálfu verslunarfyrirtækjanna, enda ljóst að mikil fyrirhöfn fylgir breytingum af þessu tagi. Sjálfsagt hafa einhvers staðar orðið tafir og mistök eins og gengur, en það er full ástæða til þess af hálfu stjórnarvaldanna að þakka verslunarfyrirtækjunum og Samtökum verslunar og þjónustu fyrir virkt samstarf og jákvæða afstöðu og áhuga á því að láta þessar breytingar takast sem allra best fyrir allan almenning.</p> <p align="justify">Á þetta vil ég leggja áherslu hér og nú, um leið og við viðurkennum öll að nú er aðeins allra fyrsta reynsla fengin um þetta mikilvæga og óvenjulega verkefni. Þetta er mikilvæg og góð reynsla sem fengist hefur.</p> <p align="justify">Verslun og þjónusta skipa sífellt stærri sess í atvinnulífi landsmanna og hagkerfi Íslands. Hlutdeild þjónustunnar í landsframleiðslu að verslun meðtalinni er 67% og hefur hlutdeild hennar aukist um 14 prósentustig frá 1973. Með slíka hlutdeild er þjónustan grundvöllurinn að velferð framtíðarinnar og skilningur meðal almennings fer vaxandi á því að verslun og þjónusta skila vaxandi virðisauka til allrar þjóðarinnar. Stór hluti þeirrar útrásar íslenskra fyrirtækja sem hvað mest hefur borið á undanfarin misseri er í þjónustuviðskiptum. Útflutningur þjónustu í utanríkisviðskiptum okkar verður sífellt mikilvægari.</p> <p align="justify">Aðrar atvinnugreinar, sjávarútvegur, landbúnaður og iðnaður hafa í stjórnsýslunni sérstök ráðuneyti sér til halds og trausts, en þjónustustarfsemi hefur ekki sambærilega stjórnarstofnun út af fyrir sig. Við endurskoðun stjórnarráðsins er þetta meðal umfjöllunarefna, en víða hafa komið fram hugmyndir um sameiningu atvinnuvegaráðuneytanna.</p> <p align="justify">Í umræðum um atvinnulífið hefur oft komið fram að fákeppni ríki á hinum og þessum mörkuðum og þetta skapi óheppilegar aðstæður og hættu á samráði. Þetta er í hnotskurn vandi okkar fámenna þjóðfélags og má segja að á flestum sviðum atvinnulífs sé þessi staða uppi eða einhver áberandi einkenni fyrir hendi. Endurskoðun samkeppnislaga hefur farið fram að frumkvæði viðskiptaráðuneytisins og frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum var nýlega afgreitt á Alþingi. Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt ýmislegt í frumvarpinu og hefur verið reynt að koma til móts við sjónarmið þeirra í meðförum Alþingis.</p> <p align="justify">Rannsóknasetur verslunarinnar sem starfar í tengslum við Háskólann á Bifröst hefur nú starfað nokkurn tíma og er með margvíslegum verkefnum að skapa sér sess í íslensku þjóðfélagi. Þetta rannsóknasetur varð til af þeirri þörf verslunarinnar að fá betri upplýsingar um greinina en fyrir lá í opinberum gögnum en þau miðast að verulegu leyti við skattheimtu. Jafnframt tekur setrið að sér verkefni af ýmsum toga sem snerta verslun og neytendur. Þannig tók Rannsóknarsetrið þátt í að meta gildi þess að hefja birtingu á sk. neysluviðmiði fyrir Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, og nú er unnið að verkefni sem ætlað er varpa ljósi á stöðu starfsmannamála í greininni og hvort auka megi atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja í verslunum. Þetta verkefni er unnið fyrir þau samtök sem hér funda í dag, Samtök atvinnulífsins, VR og Félagsmálaráðuneytið. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið styrkti stofnun Rannsóknarseturs verslunarinnar og rekstur þess fyrstu árin. Ég tel að þetta hafi verið gott skref og notadrjúgt fyrir verslun í landinu sem m.a. geti stuðlað að upplýstri umræðu um málefni greinarinnar.</p> <p align="justify">Ég óska Samtökum verslunar og þjónustu heilla og vænti þess að mikilvægt samstarf samtakanna við Iðnaðar-og viðskiptaráðuneyti megi áfram verða öllum heilladrjúgt.</p> <p align="justify">Þakka áheyrnina.</p>

2007-03-23 00:00:0023. mars 2007Ársfundur Orkustofnunar

<p>Orkumálastjóri, góðir ársfundargestir.</p> <p>Það er mér mikil ánægja að fá tækifæri til að ávarpa ykkur hér í dag á ársfundi Orkustofnunar. Breytt skipulag og áherslur í orkumálum á undanförnum árum hafa haft í för með breytingar á starfsemi og verkefnum Orkustofnunar, sem og iðnaðarráðuneytisins. Á þessum breytingatímum hefur mikið mætt á stofnuninni en hún staðið sig með sóma, jafnt í að aðlaga sig þeim breytingum sem orðið hafa, og eins í þeim nýju verkefnum sem stofnuninni hafa verið falin. Það er mikilvægt að hafa öfluga fagstofnun til að annast stjórnsýsluverkefni á sviði orku- og auðlindamála og að vel takist til við framkvæmd nýrra laga á þessum sviðum.</p> <p>En fleiri breytingar eru í farvatninu. Sú stefna hefur verið mörkuð að færa ýmis stjórnsýsluverkefni frá ráðuneytinu til Orkustofnunar. Þessu er m.a. ætlað að stuðla að bættri stjórnsýslu og hagræðingu. Á nýafstöðu þingi voru lögð fram tvö frumvörp þar sem gerð var tillaga um að Orkustofnun yrðu falin enn frekari stjórnsýsluverkefni á sviði leyfisveitinga og eftirlits með auðlindanýtingu. <span>Þá er til skoðunar hvort unnt sé að efla starfsemi Orkusjóðs. Á árum áður skipaði Orkusjóður stóran sess í framkvæmdum í orkumálum þjóðarinnar, en umsvif hans hafa farið minnkandi á undanförnum árum. Orkusjóður er hins vegar mikilvægt tæki fyrir stjórnvöld til að koma í framkvæmd og styðja við ýmis verkefni í orkumálum.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Til að koma í veg fyrir hættu á hagsmunaárekstrum og gera mögulegt að fela stofnuninni stjórnsýsluverkefni var á sínum tíma tekin ákvörðun um að fela Íslenskum orkurannsóknum verkefni sem áður voru á rannsóknarsviði Orkustofnunar. Eftir stendur að rekstur vatnamælinga er enn hluti af verkefnum Orkustofnunar. Þetta hlýtur að teljast óheppilegt og því þótti ástæða til að stíga til fulls það skref sem var tekið árið 2003 í átt til aðskilnaðar rannsókna og stjórnsýslu Orkustofnunar. Því var lagt til að vatnamælingar Orkustofnunar færðust til Íslenskra orkurannsókna. Áður hafði verið kannað ítarlega hvort vatnafarsrannsóknum vatnamælinga Orkustofnunar væri betur fyrir komið með öðrum hætti, svo sem með samruna einingarinnar við aðrar stofnanir á sviði náttúrufarsrannsókna. Þetta leiddi ekki til niðurstöðu og með hliðsjón af mörgum atriðum var talið að tilfærsla til Íslenskra orkurannsókna væri heppilegust. Þannig næðust markmið um að til yrði öflug rannsóknarstofnun á sviði hagnýtra orkurannsókna og vatnafarsrannsókna, stofnun sem gæti einnig haslað sér völl á sviði ýmissa umhverfisrannsókna. Þrátt fyrir að ekkert benti til annars en að sátt væri um þessa breytingu náði hún ekki fram að ganga. Það er hins vegar ljóst að núverandi skipan getur ekki staðist til framtíðar og brýnt að ljúka skipulagsbreytingum á Orkustofnun.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þessar breytingar eru allar liður í að skapa nútímalegt, öflugt og þjóðhagslega hagkvæmt umhverfi orkumála. En ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig til hafi tekist með þær breytingar sem þegar eru komnar til framkvæmda. Frá setningu raforkulaga hafa einkum heyrst raddir um að breytt skipulag raforkumála hafi leitt til hækkunar á raforkuverði. Háar tölur hafa verið nefndar í því sambandi. Þessi umræða er á villigötum því staðreyndin er sú að breytt skipulag hefur frekar haft í för með sér aukinn jöfnuð á raforkuverði. Allt bendir til að á undanförnum árum hafi almennt orðið raunlækkun á orkuverði til landsmanna. Hins vegar má ekki gera lítið úr vanda þeirra sem búa við hátt orkuverð og það hlýtur að vera markmið okkar og samfélagsleg skylda að leitast við að allir eigi kost á orku á viðráðanlegu verði. Því ber okkur að skoða aðstæður þessara aðila og velta fyrir okkur hvort leiðir séu til úrbóta. <span>Álitamál er hversu langt á að ganga í að greiða niður húshitunarkostnað þeirra sem nota óeðlilega mikla orku til húshitunar og hvort ekki sé rétt að halda í hvata til orkusparnaðar. Í því sambandi hljóta aðrar aðgerðir, s.s. lagfæringar á húsnæði, sem leiða til orkusparnaðar að teljast vænlegri til árangurs ef til lengri tíma er litið.</span></span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p>Það verður ekki hjá því komist að fara nokkrum orðum um stöðu auðlindamála og þær umræður sem á undanförnum árum hafa verið um nýtingu orkuauðlinda landsins. Það er ljóst að koma þarf þessum málum úr þeim farvegi sem þau hafa verið í. Samfélagið allt, hagkerfið og þjóðlífið hvíla á þeim grundvelli og forsendu að orkulindirnar og aðrar auðlindir lands og lagar séu nýttar af ráðdeild og virðingu. <span>Því er það aðkallandi að reyna að stuðla að víðtækri sátt um nýtingar- og verndaráætlun fyrir náttúruauðlindir þjóðarinnar. Okkur ber að vanda rækilega allar ákvarðanir í þessum efnum og stíga varlega fram. Þetta hefur verið og verður áfram stefna íslenskra stjórnvalda. Það er sameiginlegt verkefni</span> okkar stjórnmálamannanna að finna málamiðlun milli sjónarmiða um nýtingu og verndun. Grundvöllur slíkrar málamiðlunar hlýtur að vera þekking á orkukostum, náttúru og umhverfi. Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma er stór liður í öflun slíkrar þekkingar. Vinna við rammaáætlun gengur samkvæmt áætlun en gert er ráð fyrir að 2. áfanga ljúki árið 2009, og er stefnt að því að gefa út framvinduskýrslu á þessu ári. Næsta skrefið í átt til sáttar er að skapa tiltrú á að tekið sé tillit til ólíkra sjónarmiða við ákvarðanatöku og hinir ólíku hagsmunir tryggðir eftir því sem kostur verður. Þar skipta breyting á stjórnarskrá varðandi þjóðareign á náttúruauðlindum, breytingar á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu og gjaldtaka vegna nýtingar orkulinda á forræði ríkisins mestu máli.</p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Í lagafrumvarpi um nýtingu orkuauðlindanna og gerð heildaráætlunar, sem samið var af fulltrúum allra þingflokka, Samorku og iðnaðarráðuneytis, var m.a. gerð tillaga um mörkun framtíðarstefnu um nýtingu þeirra auðlinda sem lögin ná til. Þar var lagt til að iðnaðarráðherra skipi starfshóp sem hafa mun það hlutverk að móta áætlun um nýtingu auðlinda í jörðu og vatnsafls, áætlun sem sýnir á hvaða svæðum verður heimilt að gefa út leyfi til rannsókna og nýtingar á auðlindum í jörðu og vatnsafli. Umhverfisráðherra var ætlað að skipa sérstakan og sambærilegan starfshóp til að móta sérstaka verndaráætlun fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl. Verndaráætlunin á að sýna á hvaða svæðum ekki verður heimilt að gefa út leyfi til rannsókna og nýtingar á auðlindum í jörðu og vatnsafli. Gert var ráð fyrir því að báðir starfshóparnir skiluðu tillögum sínum til forsætisráðherra sem skipaði síðan sérstakan starfshóp til að samræma tillögur beggja hópanna í eitt lagafrumvarp um verndar- og nýtingaráætlun sem lagt yrði fram á haustþingi 2010.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þar til verndar- og nýtingaráætlun hefur tekið gildi er í frumvarpinu lagt til að heimilt verði, að gættum öðrum lagaskilyrðum, að veita nýtingarleyfi þeim rannsóknarleyfishöfum sem við gildistöku laganna hafa fengið útgefið rannsóknarleyfi með fyrirheit um forgang að nýtingarleyfi. Þá er lagt til að þar til verndar- og nýtingaráætlun hefur tekið gildi verði jafnframt heimilt að veita ný rannsóknarleyfi fyrir þeim kostum í umhverfisflokki a í fyrsta áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og þeim kostum í umhverfisflokki b sem ekki eru gerðar sérstakar athugasemdir við vegna umhverfisverðmæta. Í umhverfisflokkum a og b í rammaáætluninni eru þeir hugsanlegu virkjunarkostir sem minnst umhverfisáhrif eru taldir hafa. Þar til verndar- og nýtingaráætlunin öðlaðist gildi væri hins vegar ekki heimilt að veita ný leyfi til rannsóknar og nýtingar á öðrum kostum til raforkuöflunar nema að undangengnum rannsóknum og mati, og með samþykki Alþingis.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Því miður tókst ekki að afgreiða frumvarpið á nýloknu þingi en slík verndar- og nýtingaráætlun hefði skapað vettvang til heildstæðrar pólitískrar umræðu um nýtingu náttúruauðlinda. Slík umræða er nauðsynleg til að ná málamiðlun í þessum málum og skapa meiri vissu fyrir þá sem að þessum málum koma. Það voru því vonbrigði að þessi mál hlutu ekki afgreiðslu á nýafstöðnu þingi en vinna við þau heldur áfram, einkum í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.</span></p> <p><span>Þannig er ekki skaði skeður við þetta.<span>&#160;</span> Samstaða virtist almenn um frumvarpið, fyrir utan 3. bráðabirgðaákvæði þess sem fjallar um ákvarðanir og framkvæmdir næstu þrjú ? fjögur árin.<span>&#160;</span> Þetta bráðabirgðaákvæði á að takmarka ákvörðunarsvigrúm iðnaðarráðherrans.<span>&#160;</span> Þar sem frumvarpið náði ekki fram að ganga nú, sætir iðnaðarráðherra þá ekki þessum takmörkunum enn um sinn.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p>Á Sprotaþingi gerði ég hugmynd um auðlindasjóð þjóðarinnar að umtalsefni. Í væntanlegri skipan með heildaráætlun um nýtingu og vernd náttúruauðlindanna er ráð fyrir því gert að gjald verði jafnan tekið fyrir leyfi og nýtingu. Með slíku auðlindagjaldi skapast tækifæri til að byggja upp á einhverju tímabili auðlindasjóð sem þjóðin getur notað til sérstakra þjóðþrifaverkefna. Alaskabúar hafa þegar góða reynslu á þessu sviði, en þeir endurgreiða líka öllum almenningi úr slíkum auðlindasjóði þegar arðstaða hans leyfir. Ég tel að auðlindasjóður eigi að geta tekið virkan þátt í eflingu þess nýsköpunar- og sprotakerfis sem íslenska þjóðin þarf á að halda. Þá væri arðinum af auðlindum Íslendinga varið til að byggja hér undir framtíðarárangur, og auk þess geta beinar greiðslur til almennings, þegar þannig ber undir, orðið öflug samfélagsstoð.</p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Í tengslum við nýlega skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hefur orðið nokkur umræða um stöðu Íslands og aðgerðir hér á landi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsbreytingar eru alþjóðlegt vandamál sem verður að nálgast sem slíkt. Okkur ber að axla þær byrðar sem á okkur eru lagðar til að bregðast við því vandamáli. Í samningaviðræðum um Kýótó-bókunina fékkst alþjóðleg viðurkenning á bæði aðgerðum okkar í orkumálum á undanförnum áratugum og eins möguleikum Íslands á að leggja sitt lóð á vogarskálarnar með nýtingu endurnýjanlegra orkulinda landsins til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaðarferlum.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Til að bregðast við loftslagsbreytingum og þörf fyrir jarðefnaeldsneyti leggja ríki mikla áherslu á orkusparnað, bætta orkunýtni og nýtingu þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem þeim standa til boða. Hins vegar er það svo að nýting þessara orkulinda kann að stangast á við sjónarmið um vernd umhverfis og náttúru. Má sjá þess dæmi að ríki séu farin að horfa til uppbyggingar kjarnorkuvera til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og þörf fyrir aðflutta orku. Við hljótum hins vegar að leggja áherslu á nýtingu endurnýjanlegra orkulinda í þessu sambandi og leita samstarfs við önnur ríki í þessu sambandi.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Stærstur hluti gróðurhúsalofttegunda á Íslandi kemur frá samgöngutækjum og öðrum hreyfanlegum uppsprettum. Það er ljóst að við getum dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda á þessum sviðum með því að nýta innlendar orkulindir til að knýja farartæki eða til framleiðslu eldsneytis til nota í samgöngum. Á undanförnum árum hefur ýmislegt verið gert til að stuðla að þessu og hafa stjórnvöld varið nokkrum fjármunum til að styrkja rannsóknarverkefni á þessu sviði. Má þar nefna ECTOS-vetnisverkefnið á vegum Íslenskrar nýorku. Þá hefur verið sett á laggirnar verkefnið ?Vettvangur um vistvænt eldsneyti? en meginhlutverk þess er að afla stjórnvöldum þekkingar og aðstoða þau við stefnumótun og æskilega forystu á þessu sviði og gera tillögur þar að lútandi. Stýrihópur Vettvangsins skilaði á síðasta ári tillögum um aðgerðir stjórnvalda í þessum efnum. Lagt er til að gjöld af bílum og notkun þeirra verði nær alfarið tengd losun á gróðurhúsalofttegundum. Ég tel að hér sé stefnt í rétta átt og nú liggi fyrir að fara í nánari útfærslu á þessum hugmyndum. Ánægjulegt er að þessu verkefni svo og öðrum verkefnum á sviði orkusparnaðar er sinnt hér á Akureyri í útibúi Orkustofnunar, meða annars undir merkjum Orkuseturs. Þá liggur fyrir samþykkt ríkisstjórnarinnar um stuðning við kaup á allt að 30 vetnisbifreiðum sem tryggja eiga samfellu í vetnisverkefnum hér á landi og er gert ráð fyrir að 225 milljónum króna verði varið til þessa á árunum 2007 til 2009. Hluti þessa fjármagns mun renna til samanburðarrannsókna á vetnisbílum og annars konar vistvænum bílum.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p>Góðir ársfundargestir.</p> <p>Við Íslendingar búum við þau náttúrulegu skilyrði að geta mætt orkuþörf okkar með nýtingu innlendra endurnýjanlegra orkulinda. Þetta er staða sem flest önnur ríki vildu trúlega vera í en fæst eiga í dag raunhæfan möguleika á að ná. Á undanförnum áratugum höfum við náð mjög langt á þessu sviði og er nú svo komið að þrátt fyrir að orkunotkun á íbúa sé hér sú mesta sem þekkist í veröldinni, þá er hlutfall endurnýjanlegra orkulinda af frumorkuþörf einnig það hæsta sem þekkist. Við höfum ráðist í sífellt stærri verkefni á þessum sviðum og bera Kárahnjúkavirkjun og Hellisheiðarvirkjun því vitni. Nýting innlendra orkulinda til orkuframleiðslu hefur skapað okkur bætt lífskjör og verið snar þáttur í að efla atvinnulíf á Íslandi, bæði beint og óbeint. Þá hafa íslensk orkufyrirtæki og þeir fjölmörgu aðrir sem koma að orkuframkvæmdum eflst og búa nú yfir þekkingu og reynslu sem nýst getur annars staðar. Mikilvægt er að stuðla að frekari framþróun á þessu sviði og horfa fram á veginn þegar ákvarðanir eru teknar um frekari skref í þróun orkumála á Íslandi.</p> <p>&#160;</p> <p>Að lokum vil ég þakka stjórnendum Orkustofnunar fyrir farsælt samstarf og óska stofnuninni og starfsmönnum hennar alls góðs á komandi árum.</p> <p>&#160;</p>

2007-03-21 00:00:0021. mars 2007Nútíðir framtíðir, nútímaaðferðir við stefnumótun.

<p align="justify">Ágætu ráðstefnugestir:</p> <p align="center">I.</p> <p align="justify">Orðið framtíðarsýn er í ekki nýtt af nálinni í almennri umræðu hér á landi en stundum er það meiningar- og innihaldslítið. Þá lýsir það hughrifum eða innblæstri frekar en niðurstöðu kerfisbundinnar hugsunar og aðferðafræði til að nálgast sæmilega trúverðuga sýn á líklega þróun mála í framtíðinni. Þessi ráðstefna um notkun sviðsmynda við stefnumótun - er aðferðarfræði nútímans til að spá fyrir um þróun framtíðarinnar.</p> <p align="center">II.</p> <p align="justify">Til skamms tíma var það lenska hér á landi að álíta, að vegna smæðar samfélagsins, einfaldleika atvinnulífsins og gengsæi þess, nægði góð heildarsýn og almenn þekking fárra manna til þess að móta stefnu margra þátta. Þetta hefur verið að breytast í takt við örar framfarir í tækni og þróun alþjólegra viðskipta þar sem upplýsinga- og samskiptatæknin hefur opnað áður ófærar leiðir. Einokun stórra alþjóðlegra fyrirtækja á þekkingu og mörkuðum hefur verið rofin og aðgangur opnast fyrir smá og meðalstór fyrirtæki - með framsæknar vörur og þjónustu sem eru í takt við kröfur kaupenda á hverjum tíma.</p> <p align="justify">Auðvitað er þetta hverfult umhverfi og því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að geta á sæmilegan hátt greint mikilvægar breytingar í umhverfinu og spáð fyrir um líklega þróun á undan keppinautunum. Framleiðsluiðnaðurinn hefur því í auknu mæli þurft að taka tillit til þessa óáþreifanlega mats á framtíðarþörfum neytandans. Í þessu sambandi er rétt að banda á að stærstu sigrar farsímaframleiðandans Nokia hafa byggst á því að spáð var rétt í framtíðarþróunina - og stærstu ósigrar þeirra hafa á sama hátt byggst á röngu mati á henni. Það gefur því auga leið að einn veigamesti þáttur í starfsemi Nokia hverfist nú um mat á þörfum og þrám markaðarins í ókominni framtíð.</p> <p align="center">III.</p> <p align="justify">Þörfin fyrir að bæta eigin árangur og samkeppnisstöðu í framtíðinni hefur leitt til þess að stöðugt fleiri hafa tekið upp aðferðarfræði framtíðarsýnar. Þetta hefur t.d. verið gert á sviði stefnumótunar í vísindum og tækni víða um lönd og hefur sambærileg vinna nú hafist hér á landi. Vísinda- og tækniráð þarf, á sama hátt og Nokia, að skilgreinina áherslusvið sem geta skilað okkur sérstökum ávinningi í framtíðinni.</p> <p align="justify">Ráðið hefur það hlutverk að móta framtíðarstefnum stjórnvalda í rannsóknum og nýsköpun og þar með leggja línur um ráðstöfun mikilla fjármuna. Því dugar ekki að horfa til stöðu í nútíð og reynslu úr fortíð enda er mikið í húfi þar sem markmiðið er að skilgreina áherslur sem fært geti íslensku samfélagi sem mestan félagslegan og efnahagslegan ávinning af rannsóknum og þróun. Í þeirri vinnu er nú í fyrsta sinn beitt aðferðafræði framtíðarsýnar ? þar sem stór hópur valinkunnra karla og kvenna ræðir framtíðina og spáir m.a. í þróun samfélagins, vísinda og nýsköpunar ? og metur hvernig við þurfum að breyta og bæta áherslum okkar til að árangurinn í óljósri framtíð verði sem mestur.</p> <p align="center">IV.</p> <p align="justify">Ágætu ráðstefnugestir:</p> <p align="justify">Ráðstefna um framtíðarsýn er mjög tímabær. Ég fagna henni og jafnframt útkomu bókarinnar: <em>Hvað er bak við ystu sjónarrönd,</em> sem fjallar um sama efni. Þetta er hreint frábært bókarheiti, sem lýsir dæmalaust vel þeirri miklu áskorun og ávinningi sem unnt er að hafa af því að geta skyggnst inn í framtíðina ? þó ekki væri nema eitt augnarblik. Það er von mín og trú að ráðstefna verði ykkur bæði til gagns og gleði.</p> <p align="justify">Takk fyrir.</p>

2007-03-16 00:00:0016. mars 2007Iðnþing 2007

<p>Ágætu fulltrúar og gestir á Iðnþingi. Ég óska Iðnþingi árangursríkra starfa.:</p> <p align="center">I.</p> <p align="justify">Yfirskrift Iðnþings að þessu sinni er: Farsæld til framtíðar, en þetta lýsir frábærum árangri íslensku þjóðarinnar á sviði efnahagsmála og félagslegra umbóta. Þetta endurspeglast einna skýrast í ráðstöfunartekjum heimilanna sem síðasta áratuginn hafa vaxið árlega um 4 1/2 % , en það er mun meira en víðast er í samkeppnislöndunum.</p> <p align="justify">Þessi góði árangur er engin tilviljun. Hann er fyrst og fremst afrakstur ótalmargra endurbóta stjórnvalda við að bæta umhverfi atvinnulífsins með einkavæðingu ríkisfyrirtækja, umbótum í skattamálum og almennri opnun efnahagslífsins í takt við alþjóðlega þróun. Afraksturinn hefur heldur ekki látið sér standa og íslensk fyrirtæki hafa vaxið og dafnað sem aldrei fyrr. Forsendur fyrir áframhaldandi vexti eru góðar, en það verður ekki nema með skýrri pólitískri framtíðarsýn og markvissri uppbyggingu.</p> <p align="justify">Á þessu Iðnþingi hef ég valið að taka til umfjöllunar tvö málefni sem hafa verið í mótun síðustu misserin og munu setja mark sitt á almenna umræðu og efnahagsþróun næstu ára. Annars vegar er þróun vísinda- og tækni og árangur okkar í nýsköpun atvinnulífsins, sem mun verða veigameiri þáttur í atvinnumálum og byggðaþróun næstu ára, en verið hefur. Hins vegar er þróun auðlindanýtingar sem á síðustu misserum hefur losnað úr greipum ríkisforræðis.</p> <p align="center">II.</p> <p align="justify">Mikil umræða hefur verið undanfarin misseri um nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda landsins og uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Eins og gjarnan er um veigamikil málefni þá hefur sitt sýnst hverjum. Ljóst er að meðvitund um mikilvægi umhverfisverndar hefur aukist mikið og er ástæða til að fagna því. Þrátt fyrir það megum við ekki gleyma því liðna og þá þurfum við að virða þá staðreynd að hagnýting orkulindanna hefur verið ein meginstoð efnahagslegra framfara síðusta áratuginn og að nokkru leyti í tæpa hálfa öld.</p> <p align="justify">Aukinn skilningur á mikilvægi opins hagkerfis fyrir almennar framfarir leiddi til þess að með raforkulögum árið 2003 voru skapaðar nýjar forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og viðskiptum með raforku. Þar með lauk beinum forystuafskiptum stjórnvalda af uppbyggingu stóriðju - sem síðan hefur lotið markaðslögmálum um kaup og sölu raforku, rammalöggjöf um umhverfisþætti og vilja heimamanna á hverjum stað til slíkra framkvæmda.</p> <p align="justify">Þessari þróun hefur bæði verið fagnað og hún gagnrýnd. Annars vegar er bent á að ríkisvaldið eigi alfarið að láta lögmál markaðarins ráða þróun atvinnulífsins, enda sé það bæði hagkvæmast og réttlátast. Hins vegar er bent á að með afskiptaleysi sé boðið upp á stjórnlausar framkvæmdir sem leitt geti til skaðlegrar þenslu efnahagslífsins og þjóðfélagsbreytinga sem m.a. fylgir miklum innflutningi vinnuafls.</p> <p align="justify">Vegna minnkandi beinna ríkisafskipta hefur hlutverk ríkisvaldsins orðið veigameira í skilgreiningu á ytri rammaskilyrðum. Þar vega málefni umhverfisins og vernd þeirra þyngst. Í samræmi við það var nýlega lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um meginreglur umhverfisréttar. Markmið laganna er að stuðla að sjálfbærri þróun, sjálfbærri nýtingu umhverfis, samþættingu umhverfissjónarmiða við önnur sjónarmið með hag núlifandi og komandi kynslóða að leiðarljósi.</p> <p align="justify">Þessi væntanlegu lög tengjast öðrum væntanlegum lögum sem eru til umfjöllunar, nefnilega um samræmda heildaráætlun um nýtingu auðlinda og verndun umhverfis en hún á að taka gildi fyrsta sinni árið 2010. Nátengt þessu er vinna við 2. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, sem er langtímaáætlun um nýtingu orkuauðlindanna. Í þessum áfanga er einkum lögð áhersla á háhitasvæðin með hliðsjón af bæði vinnslu- og verndunarsjónarmiðum. Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki árið 2009.</p> <p align="justify">Þessar breytingar munu leiða til þess að í framtíðinni verða gerðar ríkari kröfur til umhverfismála framkvæmda og vegur þar sennilega þyngst að ákvörðunartaka heimamanna mun mjög mótast af umhverfismálum og samfélagslegum áhrifaþáttum.</p> <p align="center">III.</p> <p align="justify">Útrás íslenskra fyrirtækja með þekkingu á nýtingu orkulindanna hefur verið í kastljósi fjölmiðla og vakið verðskuldaða athygli. Þar endurspeglast þau samlegðaráhrif sem myndast hafa í áranna rás á milli -hönnuða, -byggingarfyrirtækja, -rekstraraðila, -fjármálafyrirtækja og fleiri við uppbyggingu orku- og iðjuvera hér á landi. Þetta er í samræmi við aukið vægi tæknigreina og nýsköpunar atvinnulífsins almennt ? og ber að ýta undir þá þróun.</p> <p align="justify">Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið er gjarnan nefnt nýsköpunarráðuneytið þar sem áherslur þess beinast fyrst og fremst að eflingu samkeppnishæfni landsins, t.d. með því að hlúa betur að tæknirannsóknum, nýsköpun og atvinnuþróun. Meðal annars hefur verið lögð áhersla á sameiningu á rannsóknastarfsemi og stuðningsþjónustu iðnaðarráðuneytisins í eina stofnun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, - en tilgangurinn sameiningarinnar er einfaldlega að auka árangur okkar á sviði rannsókna og nýsköpunar.</p> <p align="justify">Þetta tengist m.a. þeirri staðreynd að þekking, - einkum tækniþekking, er orðin alþjóðleg söluvara og til þess að vera betur gjaldgeng á samkeppnismarkaði þekkingarinnar verðum við að byggja upp starfsemi sem er frambærileg í samstarfi í alþjóðlegum rannsóknum. Án þess mun rannsóknarstarfsemi okkar einangrast hér án þess að njóta alþjóðlegrar samlegðar, eins og okkur býðst, t.d. innan vébanda Rammaáætlunar ESB.</p> <p>Með tillögum ráðuneytisins um Nýsköpunarmiðstöð Íslands stígur það sitt fyrsta skref í þátttöku í uppbyggingu öflugs vísinda- og tæknisamfélag í Vatnsmýrinni. Veigamikil spor hafa þegar verið tekin, samanber samning Háskólans í Reykjavík og borgaryfirvalda um starfsemi orkurannsóknaseturs og aukið samstarf á sviði kennslu, þróunar og rannsókna. Þá er undirbúningur fyrir Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni kominn vel á veg og er áætlað að byggingaframkvæmdir hefjist síðla á þessu ári.</p> <p>Iðnaðarráðuneytið sér fyrir sér að samfélagið í Vatnsmýrinni verði uppspretta nýrrar þekkingar sem muni gagnast fjölþættri annarri starfsemi um allt land. Þar verði frjór vettvangur samstarfs háskóla, sprotafyrirtækja, nýsköpunar- og hátæknifyrirtækja, rannsóknastofnana og fleiri skyldra aðila.</p> <p align="center">&#160;</p> <p align="center">IV.</p> <p align="justify">Ég minni á fyrri ummæli mín um tillögur um auðlindasjóð íslensku þjóðarinnar, en ætla að þessu sinni að fjalla um Tækniþróunarsjóð.</p> <p align="justify">Tækniþróunarsjóður hefur á stuttum starfstíma sínum gegnt mikilvægu hlutverki í nýsköpun atvinnulífsins. Á þessu ári hefur sjóðurinn 500 m.kr. til ráðstöfunar í þróunar- og nýsköpunarverkefni. Langflest verkefnanna eru tengd starfsemi fyrirtækja, sem mörg eru í nánu samstarfi með háskólum eða opinberum rannsóknastofnunum. Sjóðurinn hefur getu til að styrkja um eða innan við 60 verkefni á ári, sem þýðir að aðeins um einn þriðji umsókna fær brautargengi. Mér er það fullljóst að mun fleiri verkefni þyrftu að geta notið stuðnings sjóðsins og að styrkir þurfa að vera stærri til að geta borið veigameiri verkefni.</p> <p align="justify">Ég hef því ákveðið að beita mér fyrir því að framlög til Tækniþróunarsjóðs verði aukin. Til grundvallar þessarar ákvörðunar liggur reynsla mín af störfum í Vísinda- og tækniráði og skilningur á mikilvægi þess að nýsköpun atvinnulífsins þarf að vega þyngra í atvinnupólitískri umfjöllun en verið hefur. Ég tel ekki ofmælt að framlög til Tækniþróunarsjóðs verði tvöfölduð á næstu fjórum árum - og verði einn milljarður árið 2012.</p> <p align="justify">Ég tel að viðbótarframlagi til sjóðsins á næsta ári, árið 2008, þurfi fyrst og fremst að verja til samstarfsverkefna með Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins í þeim tilgangi að sameiginlega geti þessir sjóðir gert alvarlega atlögu að því að brúa nýsköpunargjána. Orðið "nýsköpunargjá" vísar til misræmis sem verið hefur í opinberri fjármögnun.</p> <p align="justify">Þá tel ég mikilvægt að með auknum fjárveitingum til Tækniþróunarsjóðs verði unnt að leggja nýjar áherslur - á sviðum þar sem helst er að vænta sérstaks árangurs fyrir framþróun atvinnulífsins. Ég er í raun að segja að Vísinda- og tækniráð þurfi að huga meira að því að skilgreina áherslur í starfseminni út frá efnahagslegum hagsmunum atvinnulífs og þjóðar.</p> <p align="justify">Með auknum framlögum til Tækniþróunarsjóðs er stigið veigamikið skref í eflingu nýsköpunar í starfandi fyrirtækjum. Nýsköpun atvinnulífsins skiptir máli og það er grundvallaratriði að fjárfestingar ríkisins í vísindum og tækniþróun skili sér út í efnahagslífið. En það er ekki nægilegt eitt og sér að efla Tækniþróunarsjóð - meira þarf til. Miðað við alþjóðlegar samanburðarmælingar, t.d. nýlegan samanburð Evrópusambandsins á nýsköpun í Evrópu, nær Ísland ekki viðunandi árangri í hagnýtingu vísindalegrar- og tæknilegrar þekkingar þrátt fyrir ýmis hagstæð ytri skilyrði.</p> <p align="justify">Þessi lélega útkoma er verulegt áhyggjuefni og því vil ég nota tækifærið til að brýna ykkur - atvinnurekendur og samtök ykkar - til að taka þessar niðurstöður Evrópusambandsins til umfjöllunar og ályktunar. Takmörkuð nýsköpun í starfandi fyrirtækjum er nefnilega umhugsunarvert vandamál og það verður að vera sameiginlegt viðfangsefni stjórnvalda og ykkar sem hér eruð - að skilgreina aðgerðir til að hagnýting rannsókna skili okkur meiri árangri.</p> <p align="center">V.</p> <p align="justify">Menntun iðnaðarmanna hefur ætíð verið ofarlega á baugi í ykkar röðum. Nýsköpun atvinnulífsins byggist umfram annað á menntun á öllum skólastigum, og hafa þessir tveir málaflokkar oft fléttast saman í umfjöllun hér á Iðnþingi. Tækifæri til endurmenntunar eru nú fleiri og fjölbreyttari en nokkru sinnu fyrr og skólakerfið hefur tekið miklum stakkaskiptum síðustu áratugi. Í því sambandi má nefna tilkomu Háskólans í Reykjavík; tilurð Tækniháskóla Íslands og sameiningu þeirra síðar; farsæla uppbyggingu nýrra námsbrauta að Bifröst og vöxt Háskólans á Akureyri. Fyrir starfsemi iðnaðarins eru þó hugmyndir Starfsnámsnefndar um fagháskóla sennilega einna áhugaverðastar. Þar getur opnast löngu tímabært tækifæri fyrir framhaldsnám sem væri beintengt starfsnámi, án þess að skerða á nokkurn hátt gildi starfsnámsins sjálfs. Því fagna ég frumkvæði skólameistara Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans og umsögn um hugsanlegaa sameiningu skólanna, en það mun vafalaust styrkja starfsemi þeirra.</p> <p align="justify">Þá markar nýgerður samningur menntamálaráherra og Háskóla Íslands önnur tímamót, en með honum hækka framlög til skólans um þrjá milljarða á fimm ára tímabili frá og með árinu 2007 til 2011. Samningurinn felur í sér að fjárveitingar ríkisins til rannsókna við Háskóla Íslands þrefaldast á samningstímanum. Meðal annars er stefnt að því að stórefla rannsóknatengt framhaldsnám við Háskólann með því að fimmfalda fjölda brautskráðra doktora og tvöfalda fjölda brautskráðra meistaranema á samningstímabilinu. Samfara því er stefnt að auknum afköstum í rannsóknum og eflingu gæða. Ekki þarf að fara á milli mála að þessi efling rannsóknastarfsemi Háskóla Íslands mun leiða til aukinnar nýsköpunar í íslensku atvinnulífi og er bráðnauðsynlegt að fyrirtækin svari þessu á tilhlýðilegan hátt - með auknu rannsóknasamstarfi með háskólanum.</p> <p align="center">VI.</p> <p>Ágætu Iðnþingsgestir:</p> <p align="justify">Samkeppnishæfni þjóða er ekki einvörðungu undir ákvörðunum og gerðum stjórnvalda komin. Samkeppnishæfnin byggist ekki síður á vilja og getu fyrirtækjanna sjálfra til að takast á við tækniþróun og nýsköpun ? og einnig á samstöðu starfsmannanna til að ná markmiðum fyrirtækjanna um endurnýjun og bættan rekstararárangur.</p> <p align="justify">Nýsköpunin er um of borin áfram af tiltölulega fáum sterkum fyrirtækjum og nokkrum nýjum fyrirtækjum þar sem ferskur frumkvöðlaandi ríkir. Takmörkuð nýsköpun í starfandi fyrirtækjum er að mínu mati einn helsti veikleiki íslensks atvinnulífs og á þeim veikleika þarf að taka.</p> <p align="justify">Íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir stöðugt harðnandi samkeppni en hún krefst nýrrar þekkingar og hugsunar. Þekking og færni verða stöðugt stærri hluti af virðiskeðjunni og fyrir íslensk fyrirtæki, sem í alþjóðlegum samanburði eru lítil og veikburða, verður formlegt og náið samstarf þeirra á milli mikilvægara en nokkru sinni fyrr.</p> <p align="justify">Við höfum séð hvernig mikilvægi staðbundinna þekkingarklasa hefur aukist, t.d. í tengslum við tækniháskólana á Bostonsvæðinu, og í Kaliforníu, og staða Lundúna sem miðstöðvar alþjóðlegra fjármálaviðskipta er flestum Íslendingum augljós. Íslensk fyrirtæki þurfa að finna styrk sinn í formlegu klasasamstarfi sín á milli og styrkja stöðu sína enn frekar með tengslum við fyrirtæki á þessum alþjóðlegu kröftugu reitum nýsköpunar og viðskipta.</p> <p align="justify">Til lengri tíma litið mun fátt nýtast framþróun íslensks atvinnulífs betur en að við hagnýtum sérstöðu og styrk okkar, hvarvetna sem hann er að finna, - og yfirvinnum veikleika með því að tengjast fremstu háskólum og fyrirtækjum í veröldinni. Þannig treystum við aðgengi okkar að nýrri þekkingu og tengjumst verklagi og kröfum sem duga til sigurs - og farsældar til framtíðar.</p> <p>&#160;</p>

2007-03-12 00:00:0012. mars 2007Afhending Vaxtarsprotans 2007

<p align="justify">Ágætu samkomugestir:</p> <p align="justify">Það tendur yfir mikil tækni- og nýsköpunarveisla hér í Kópavogi þessa dagana. Stórsýningin Tækni og vit er þungamiðja atburðanna . Umfjöllunarefnið er fjölmargt er snertir þekkingu, tækniþróun og nýsköpun, sem eru undirstöður farsællar þróunar atvinnulífsins og þar með efnahagslegra framfara. Þar er staða nýsköpunar dregin fram, en mikilvægt er að nýsköpun á Íslandi verði ætíð í fremstu röð, en til þess þurfum við leggja okkur fram við að bæta þau ytri skilyrði sem stjórnvöld móta og jafnframt að efla vitund atvinnulífsins um gildi rannsókna og þróunar.</p> <p align="justify">Veiting viðurkenninga á grundvelli mats jafningja til þess sem skarar framúr er til þess fallin að hvetja aðra til dáða. Viðurkenningin beinir sjónum að þeim sem hana hlýtur, dregur fram leiðir að árangri sem tókust vel og verður þannig hvatning og fyrirmynd fyrir aðra til að sækjast eftir álíka árangri.</p> <p align="justify">Vaxtarsprotinn er viðurkenning sprotafyrirtækja til þess fremsta úr þeirra hópi. Það eru Samtök iðnaðarins, Háskólinn í Reykjavík og Rannís sem standa að þessari viðurkenningu og fulltrúar þeirra skipa dómnefnd, sem sér um skipulag, kynningu og val á þeim fyrirtækjum sem hljóta viðurkenningar og nafnbótina ?Vaxtarsproti ársins." Hver sem er getur sennt dómnefnd tilnefningu en dómnefndin metur fyrirtækin á grundvelli þriggja viðmiða:</p> <p align="justify">Í fyrsta lagi að um sé að ræða sprotafyrirtæki, þ.e. að það verji meira en 10% af veltu til rannsókna og þróunar að meðaltali tvö síðastliðin ár og að heildarveltan á fyrra árinu sé á bilinu 10 milljónir kr. til einn milljarður.</p> <p align="justify">Í öðru lagi er vöxtur fyrirtækisins metinn sem aukning á veltu þess síðustu tvö árin.</p> <p align="justify">Í þriðja lagi þurfa frumkvöðullinn eða frumkvöðlarnir að vera að störfum í fyrirtækinu og fyrirtækið má ekki vera að meirihluta í eigu - stórfyrirtækis, - fyrirtækis á aðallista kauphallar eða vera sjálft á aðallist kauphallar.</p> <p align="justify">Það fyrirtæki, sem tilnefnt er og sýnir mestan hlutfallslegan vöxt samkvæmt framangreindum viðmiðum, hlýtur nafnbótina ?Vaxtarsproti ársins" Fyrirtækið fær til varðveislu farandgrip með áletrun þar sem ?Vaxtarsproti" viðkomandi árs er skráður. Auk þess fær fyrirtækið sérstakan verðlaunaskjöld til eignar.</p> <p align="justify">Þá verða einnig veittar sérstakar viðurkenningar þeim tveimur sprotafyrirtækjum sem hafa sýnt mestan hlutfallslegan vöxt, annars vegar í flokki fyrirtækja sem velta 10 til 100 milljónum kr. og hins vegar 100 til 1000 milljónum króna.</p> <p align="justify">-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------</p> <p align="justify">Viðurkenningin "Vaxtarsproti ársins" er nú veitt í fyrsta skipti og er það mér sértök ánægja að tilkynna ykkur ? ágætu samkomugestir ? að nafnbótin "Vaxtarsproti ársins 2007" fellur í skaut fyrirtækisins Marorku ? og vil ég biðja fulltrúa þess Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson að koma hingað og taka við verðlaunagripnum.</p> <p align="justify">- - - Fyrirtækið Marorka er sprottið úr umhverfi háskóla. Upphaf þess má rekja til ársins 1997 þegar Jón Ágúst hóf að þróa aðferðir og tölvukerfi til að lágmarka olíunotkun skipa. Þetta tengdist doktorsverkefni hans í verkfræði við háskólann í Álaborg. Fyrirtækið Marorka var í framhaldi þess stofnað í júní 2002 með þremur starfsmönnum sem síðan hefur fjölgað í 24. Þetta þróunarferði Marorku hefur því tekið um tíu ár, sem sennilega er dæmigert fyrir mörg íslensk sprotafyrirtæki.</p> <p align="justify">Lausnir Marorku byggja á stærðfræði og aðferðafræði hennar til þess að ná fram bestu orkunýtingu fjölmargra vélbúnaðarhluta. Afurðir Marorku hafa vakið verðskuldaða athygli, bæði hér á landi og í útlöndum, enda fer orkukostnaður stöðugt vaxandi og hámörkun orkunotkunar í skipum er trúlega ein besta og farsælasta leiðin til að spara útgjöld og lágmarka útblástur mengandi gastegunda.</p> <p align="justify">Afurðir Marorku eru nú þegar í mögum íslenskum skipum. Meðal þeirra eru skip sem fyrirtækin Þormóður rammi, Grandi, Gjögur og Bergur-Huginn gera út, auk Hafrannsóknastofnunar. Þá er nýlokin gerð samnings við Landhelgisgæsluna um að nýjustu vöru Marorku verður komið fyrir í varðskipi Landhelgisgæslunnar sem til stendur að smíða.</p> <p align="justify">Afurðir Marorku eru alþjóðlegar og ekki bundin veið tiltekna gerð skipa. Stóri markaðurinn er því í útlöndum og hefur Marorka náð þar góðri fótfestu. Meðal öflugra viðskiptavina Marorku í útlöndum má nefna fyrirtæki á borð við Maersk, Lauritsen, Wilhelmsen og fleiri útgerðir á Norðurlöndum, sömuleiðis eru kaupendur í Kanada og í Bandaríkjunum.</p> <p align="justify">"Stefnan hefur alltaf verið út á við" segir Jón Ágúst í nýlegu blaðaviðtali - og bætir við: "Við erum með í höndunum það sem kallað er í iðnaðinum "born global" ? fyrirtækið hefur aldrei verið hugsað eingöngu á heimamarkaði, eða nærmarkaði, heldur er það frá byrjun hugsað sem alþjóðlegt fyrirtæki."</p> <p align="justify">Jón Ágúst - ég tel að engum dyljist að þú og fyrirtæki þitt eruð verðugir handhafar Vaxtarsprotans fyrir árið 2007.</p> <p align="justify">Til hamingju !!</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">&#160;</p> <p>&#160;</p>

2007-03-09 00:00:0009. mars 2007Aðalfundur SART

<p><span>Fundarstjóri, ágætu aðalfundargestir,</span></p> <p><span>Ég vil byrja á að þakka fyrir að fá að vera hér með ykkur í dag.<span>&#160;</span> Ég er fyrrverandi starfsmaður SART og það þótti mér lærdómsríkur tími og fræðandi.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Um þessar mundir eru liðin hartnær 15 ár frá því að iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hóf umfangsmiklar breytingar á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála hér á landi. Markmiðið með breytingunum var að draga úr opinberu eftirliti en auka þess í stað ábyrgð fagmanna, eigenda og umráðmanna raforkuvirkja og neysluveitna.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Gerð var krafa til raforkufyrirtækja og löggiltra rafverktaka um að beita gæðastjórnun í starfsemi sinni sem var í grundvallaratriðum sú sama og almennt er beitt í atvinnulífinu við framleiðslu og þjónustustarfsemi. Innra gæðaeftirlit fyrirtækja er mun árangursríkari leið til þess að tryggja öryggi og bæta starfsemi fyrirtækja í heild en að stjórnvöld standi að umfangsmiku opinberu eftirliti með þeim.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Teknar voru upp úrtaksskoðanir í stað alskoðana og þær framkvæmar af faggiltum skoðunarstofum í umboði stjórnvalda sem tóku við þeim af eftirlitsmönnum</span> <span>Rafmagnseftirlits ríkisins og rafveitna.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Settar voru skilgreindar og samræmdar verklags- og skoðunarreglur eftirlits. Þetta tryggði samræmt eftirlit um land allt og</span> <span>markaði eðlilegan ramma utan um samskipti verktaka og eftirlitsaðila. Samræmi var komið í hlutverkum og ábyrgð aðila í orði og á borði. Rík áhersla var lögð á að eigendur rafbúnaðar bæru ábyrgð á eignum sínum, en fagaðilar bæru faglega ábyrgð á verkum sínum.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Allar þessar breytingar voru unnar í nánu samstarfi við samtök rafveitna, rafverktaka og innflytjendur raffanga sem fögnuðu þeim og töldu umbjóðendur sína fyllilega í stakk búna til að mæta kröfum um aukna ábyrgð. Það sýndi sig einnig að fagaðilar á rafmagnssviði voru traustsins verðir og stóðu undir þeirri ábyrgð sem á þá var lögð.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Almennt má segja að þessar breytingar hafi tekist vel til. Í skýrslu Samtaka atvinnulífsins um eftirlit með atvinnustarfsemi sem gefin var út árið 2004 var sérstaklega tekið fram hversu vel hefði tekist til með breytingar á fyrirkomulagi rafmagnseftirlits í landinu. Þar var aðferðafræði við rafmagnseftirlit lýst sem góðu foræmdi um opinbert eftirlit á vegum stjórnvalda.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þrátt fyrir að vel hafi tekist til með breytingarnar eru öll mannanna verk umdeild og breytingum háð. Það þarf því sífellt að gæta þess að allir þættir rafmagnsöryggismála séu í takt við tímann, fyllsta öryggis sé gætt og að þarfir neytenda séu ávallt hafðar að leiðarljósi.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Rafræn stjórnsýsla hefur á undanförnum árum rutt sér hér til rúms og miðar m.a. að því að auka þjónustu við neytendur en gera stjórnsýsluna jafnframt einfaldari og öruggari.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Til að koma til móts við þessi sjónarmið hefur Neytendastofa hrundið af stað nýju verkefni sem lýtur að nýrri miðlægri skrá fyrir rafverktaka. Henni er ætlað að auka öryggi, gæði og aðgengi að upplýsingum sem löggiltir rafverktakar, Neytendastofa, rafveitur, byggingarfulltrúar og faggiltar skoðunarstofur nota vegna eftirlits Neytendastofu með starfsemi löggiltra rafverktaka. Þessi miðlæga skrá verður kynnt síðar á fundinum.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði hafa gegnt mikilvægu hlutverki í öllu sínu starfi og vænti ég þess að mikilvægt framlag þeirra til íslensks atvinnulífs megi blómgast um langa framtíð.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þakka áheyrnina.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>......</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span><span>&#160;</span></span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p>&#160;</p>

2007-03-07 00:00:0007. mars 2007Kynningarfundur Endurreisnar- og Þróunarbanka Evrópu

<p align="justify">Ladies and gentlemen.</p> <p align="justify">It´s a pleasure to welcome you to this breakfast meeting of the European Bank for Reconstruction and Development. I specially want to thank our guests from the bank for giving us part of their time to introduce the bank, it´s policy and services as well as investment opportunities in countries of operation.</p> <p align="justify">Góðir fundargestir.</p> <p align="justify">Tilgangur þessa fundar er að kynna starfsemi Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu. Af þessu tilefni höfum við fengið þrjá starfsmenn bankans til landsins til að greina frá stefnu bankans og starfsemi.</p> <p align="justify">Endurreisnar og þróunarbanki Evrópu var stofnaður árið 1991 og er Ísland meðal 60 landa sem hlut eiga í honum. Meginhlutverk bankans er að stuðla að umbreytingum frá miðstýrðum áætlunarbúskap fyrrverandi austantjaldsríkja og ríkja í Mið ? Asíu yfir í opin hagkerfi, en þetta eflir um leið hag- og lýðræðisþróun þessara landa. Bankinn hefur gegnt veigamiklu hlutverki við umbreytingar í þessum löndum en ljóst er að því verkefni er hvergi nærri lokið.</p> <p align="justify">Afkoma og árangur bankans hafa verið góð, þrátt fyrir oft erfiðar aðstæður í upphafi markaðsþróunar í þessum löndum. Tækin sem bankinn hefur yfir að ráða í þessu sambandi eru fyrst og fremst fjármagn til endurreisnar og þróunar í formi lána eða hlutafjár. Bankinn hefur einnig stutt þróun í átt til umbreytingar eða einkavæðingar ríkisfyrirtækja og fyrirtækja á sveitarstjórnarstigi, s.s. á sviði vatnsveitna.</p> <p align="justify">Stjórn bankans sinnir stefnumótun hans og er stjórnin skipuð fulltrúum þeirra landa sem hlut eiga. Eru fulltrúarnir einkum ráðherrar frá þessum löndum. Ég sit til að mynda sem stjórnarmaður fyrir hönd Íslands í stjórn bankans. Starfsemi bankans og dagleg stjórn hans er hins vegar falin framkvæmdastjórn bankans, sem skipuð er fulltrúum hinna ýmsu stjórnarskrifstofa hans. Eru þeir 27 að tölu og situr Baldur Pétursson aðstoðarframkvæmdarstjóri m.a. í framkvæmdastjórn bankans.</p> <p align="justify">Endurreisnar og þróunarbanki Evrópu veitir ekki einungis lán og tekur þátt í starfsemi fyrirtækja með eignaraðild, heldur er einnig möguleiki að fjármunum sé veitt til afmarkaðra ráðgjafaverkefna á vegum bankans. Þannig komu íslensk stjórnvöld m.a. á fót innlendum tæknisjóði innan bankans fljótlega eftir að bankinn hóf starfsemi sína. Sjóðurinn hefur það hlutverk að fjármagna vinnu ráðgjafa við undirbúning verkefna og hafa nokkrir ráðgjafar fengið styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn fjármagnar aðeins vinnu íslenskra ráðgjafa, að undangengnu mati sem ráðgjafar bankans annast.</p> <p align="justify">Á tímum alþjóðavæðingar eykst umfang og mikilvægi fjölþjóðastarfsemi fyrir fyrirtæki. Af þeim sökum eru fundir sem þessir mikilvægir, svo að atvinnulífið geti nýtt sér alla þá möguleika sem alþjóðlegir bankar og stofnanir bjóða og nýtast í útrás á erlenda markaði. Íslenskt atvinnulíf er orðið alþjóðlegt, en það gerir um leið auknar kröfur til allra aðila og starfsskilyrða, innan fyrirtækja sem utan - á innlendum sem erlendum mörkuðum. Það er afar ánægjulegt að verða vitni að velgengni íslenskra fyrirtækja, en það endurspeglar m.a. góða samkeppnisstöðu Íslands í alþjóðlegum könnunum.</p> <p align="justify">Ágætu fundargestir</p> <p align="justify">Það er von mín að þessi kynningarfundur um Endurreisnar og þróunarbanka Evrópu muni verða íslenskum fyrirtækjum gagnlegur og varpi ljósi á þau tækifæri sem felast í fjárfestingum á starfssvæði bankans.</p> <p align="justify">Takk fyrir</p>

2007-03-05 00:00:0005. mars 2007Málþing Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands um nýtingu fallvatna og jarðhita í sátt við umhverfi

<p align="justify">Góðir gestir.</p> <p align="justify">Ég vil byrja á því að þakka aðstandendum þessa málþings fyrir þetta þarfa framtak og fyrir að veita mér tækifæri á að ávarpa ykkur.</p> <p align="justify">Það er gagnlegt að koma saman til að ræða það sem helst er á döfinni í svo mikilsverðum málefnaflokki. Ég mun aðeins drepa á nokkur fá almenn atriði tímans vegna í svo stuttu ávarpi.</p> <p align="justify">Við Íslendingar búum við þau náttúrulegu skilyrði að geta mætt orkuþörf okkar með nýtingu innlendra endurnýjanlegra orkulinda. Þetta er staða sem flest önnur ríki vildu trúlega vera í en fæst eiga í dag raunhæfan möguleika á að ná.</p> <p align="justify">Á undanförnum áratugum höfum við náð mjög langt á þessu sviði og er nú svo komið að þrátt fyrir að orkunotkun á íbúa sé hér sú mesta sem þekkist í veröldinni, þá er hlutfall endurnýjanlegra orkulinda af frumorkuþörf einnig það hæsta sem þekkist.</p> <p align="justify">Nýting innlendra endurnýjanlegra orkulinda til orkuframleiðslu hefur verið framarlega á stefnuskrám ríkisstjórna á liðnum áratugum. Tilgangurinn hefur ýmist verið að draga úr innflutningi á orku, auka fjölbreytni atvinnulífs eða styrkja byggð í landinu. Við höfum ráðist í sífellt stærri verkefni á þessum sviðum og bera Kárahnjúkavirkjun og Hellisheiðarvirkjun þess skýrt vitni.</p> <p align="justify">Nýting innlendra orkulinda til orkuframleiðslu hefur skapað okkur bætt lífskjör og verið snar þáttur í að efla atvinnulíf á Íslandi, bæði beint og óbeint. Íslensk orkufyrirtæki hafa eflst að tækniþekkingu og búa nú yfir þekkingu og reynslu sem nýst getur annars staðar.</p> <p align="justify">Mörg heillandi verkefni eru framundan, og skulu aðeins nokkur dæmi nefnd.</p> <p align="justify">Djúpboranir eftir jarðvarma kunna að gerbreyta öllum aðstæðum og möguleikum þjóðarinnar. Ef þær takast vel kann orkuöflun að margfaldast úr hverri borholu.</p> <p align="justify">Unnið er að undirbúningi fyrir olíuleit norður af landinu og á Jan Mayen-hryggnum.</p> <p align="justify">Nýting endurnýjanlegra orkulinda til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum.</p> <p align="justify">Næsti megináfangi er að móta nýtingar- og verndaráætlun fyrir náttúruauðlindir þjóðarinnar.</p> <p align="justify">Þetta er sameiginlegt verkefni sem á að geta stuðlað að víðtækri sátt meðal þjóðarinnar.</p> <p align="justify">Samfélagið allt, hagkerfið og þjóðlífið hvíla á þeim grundvelli og forsendu að orkulindirnar og aðrar auðlindir lands og lagar séu nýttar af ráðdeild og virðingu.</p> <p align="justify">Nýting og vernd eru nefnilega tvær hliðar á sama máli, tveir þættir í sama bandi, hvor um sig ómissandi fyrir hinn og fyrir heildina.</p> <p align="justify">Afstaða langflestra Íslendinga til verndunar og nýtingar auðlindanna er sama afstaða og ríkisstjórn aðhyllist.</p> <p align="justify">Langflestir eru í senn nýtingarsinnar og verndunarsinnar og sjá ekki andstæðu í þessu.</p> <p align="justify">Aðeins örfáir vilja hamast áfram með framkvæmdir sem víðast, og aðeins örfáir aðrir vilja stöðva allar framkvæmdir og ný verkefni.</p> <p align="justify">Í þessu felast einmitt möguleikarnir á því að reyna að ná víðtækri sátt og þjóðlegri samstöðu um þessi miklu mál.</p> <p align="justify">Ég er ekki viss um að unnt sé að ná sátt allra, en annars vegar ber okkur skylda til að reyna það, og hins vegar er ljóst að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hefur sameiginleg sjónarmið í orku- og iðnþróunarmálum og málefnum náttúruverndar.</p> <p align="justify">Allt samfélagið, hagkerfið og þjóðlífið allt hvíla á þeirri forsendu að orkulindir og aðrar auðlindir lands og lagar séu nýttar af ráðdeild og skynsemi.</p> <p align="justify">Okkur ber að vanda rækilega allar ákvarðanir í þessum efnum og stíga varlega fram.</p> <p align="justify">Þetta hefur verið og verður áfram stefna íslenskra stjórnvalda.</p> <p align="justify">Eins og allir vita blandast heitar tilfinningar inn í þetta, vísindalegur metnaður og margs konar sárindi og misskilningur.</p> <p align="justify">Í fyrra var skipuð nefnd til að gera tillögur að stefnumótun varðandi rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu, en þar er einkum um að ræða jarðhita, jarðefni, grunnvatn og vatnsafl til raforkuframleiðslu.</p> <p align="justify">Tillögur nefndarinnar voru m.a. í frumvarpsformi en þær eiga að geta orðið farvegur að þjóðarsátt um þessi mikilvægu málefni.</p> <p align="justify">Í frumvarpinu, sem nú er, með litlum breytingum, til umfjöllunar á Alþingi er m.a. gerð tillaga um mörkun framtíðarstefnu um nýtingu þeirra auðlinda sem lögin ná til.</p> <p align="justify">Þar er lagt til að iðnaðarráðherra skipi starfshóp sem hafa mun það hlutverk að móta áætlun um nýtingu auðlinda í jörðu og vatnsafls. Áætlunin mun sýna á hvaða svæðum verður heimilt að gefa út leyfi til rannsókna og nýtingar á auðlindum í jörðu og vatnsafli skv. lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.</p> <p align="justify">Umhverfisráðherra mun skipa sérstakan og sambærilegan starfshóp til að móta sérstaka verndaráætlun fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl. Verndaráætlunin mun sýna á hvaða svæðum ekki verður heimilt að gefa út leyfi til rannsókna og nýtingar á auðlindum í jörðu og vatnsafli skv. lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.</p> <p align="justify">Gert er ráð fyrir því að báðir starfshóparnir skili tillögum sínum til forsætisráðherra og hann muni skipa sérstakan starfshóp sem hafa mun það hlutverk að samræma tillögur beggja hópanna í eitt lagafrumvarp um verndar- og nýtingaráætlun sem lagt verði fram á haustþingi 2010.</p> <p align="justify">Þar til verndar- og nýtingaráætlun hefur tekið gildi er í frumvarpinu lagt til að heimilt verði, að gættum öðrum lagaskilyrðum, að veita nýtingarleyfi þeim rannsóknarleyfishöfum sem við gildistöku laganna hafa fengið útgefið rannsóknarleyfi með fyrirheit um forgang að nýtingarleyfi.</p> <p align="justify">Þar til verndar- og nýtingaráætlun hefur tekið gildi verður jafnframt heimilt að veita ný rannsóknar- og nýtingarleyfi fyrir kostum í umhverfisflokki a í fyrsta áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og þeim kostum í umhverfisflokki b sem ekki eru gerðar sérstakar athugasemdir við vegna umhverfisverðmæta. Í umhverfisflokkum a og b í rammaáætluninni eru þeir hugsanlegu virkjunarkostir sem minnst umhverfisáhrif eru taldir hafa. Þar til verndar- og nýtingaráætlunin hefur tekið gildi verður hins vegar ekki heimilt að veita ný leyfi til rannsóknar og nýtingar á öðrum kostum til raforkuöflunar nema að undangengnum rannsóknum og mati, og með samþykki Alþingis.</p> <p align="justify">Grundvöllur slíkrar þjóðarsáttar hlýtur að vera þekking á orkukostum, náttúru og umhverfi. Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma er stór liður í öflun slíkrar þekkingar en aðrar náttúrufarsrannsóknir skipta einnig miklu máli.</p> <p align="justify">Vinna við rammaáætlun gengur samkvæmt áætlun en gert er ráð fyrir að 2. áfanga ljúki árið 2009, og er stefnt að því að gefa út framvinduskýrslu á þessu ári. Næsta skrefið í átt til þjóðarsáttar hefur nú verið tekið með framlagningu frumvarpsins til breytinga á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, sem ég nefndi hér áður.</p> <p align="justify">Á nýafstöðnu Sprotaþingi gerði ég hugmynd um auðlindasjóð að umtalsefni.</p> <p align="justify">Í væntanlegri skipan með heildaráætlun um nýtingu og vernd náttúruauðlindanna er ráð fyrir því gert að gjald verði jafnan tekið fyrir leyfi og nýtingu. Með slíku auðlindagjaldi skapast tækifæri til að byggja upp á einhverju tímabili auðlindasjóð sem þjóðin getur notað til sérstakra þjóðþrifaverkefna.</p> <p align="justify">Alaskabúar hafa þegar góða reynslu á þessu sviði, en þeir endurgreiða líka öllum almenningi úr slíkum auðlindasjóði þegar arðstaða hans leyfir.</p> <p align="justify">Ég tel að auðlindasjóður eigi að geta tekið virkan þátt í eflingu þess nýsköpunar- og sprotakerfis sem íslenska þjóðin þarf á að halda. Þá væri arðinum af auðlindum Íslendinga varið til að byggja hér undir framtíðarárangur, og auk þess geta beinar greiðslur til almennings, þegar þannig ber undir, orðið öflug samfélagsstoð.</p> <p align="justify">Góðir þátttakendur.</p> <p align="justify">Þjóðin þarf að sjá nýtingu og vernd orkulinda og hreinnar náttúru landsins í einu og sama hugtakinu. Með slíkum hætti getum við stuðlað að víðtækri sátt í landinu um þessi mikilvægu málefni.</p> <p align="justify">Orkulindirnar og fögur náttúra fósturjarðarinnar er meðal fjöreggja íslensku þjóðarinnar.</p> <p align="justify">Nýting orkuauðlinda landsins er eitt af undirstöðusatriðum í velferð þjóðarinnar.</p> <p align="justify">Eftir sem áður stefna íslensk stjórnvöld að ábyrgri nýtingu náttúruauðlindanna með fullri aðgát ? og um leið er þetta stefna varúðar, virðingar og verndar.</p> <p align="justify">Stefna Íslendinga í málum sem snerta náttúruvernd og nýtingu auðlinda er sú að við viljum verndun og nýtingu með fyllstu aðgát, varúð og virðingu.</p> <p align="justify">Meginstefin í framtíðinni verða þessi að minni hyggju:</p> <p align="justify">Gerð verður heildstæð nýtingar- og verndaráætlun sem alþingi fjallar um á nokkurra ára millibili.</p> <p align="justify">Ákvarðanir um umsóknir verða teknar með faglegu gegnsæju valferli.</p> <p align="justify">Í framtíðinni verða orkumál, atvinnumál og náttúruvernd samtengdar hliðar sömu málefna sem stjórnvöldin sem heild vinna sameiginlega að. Taka ber fullt tillit til skipulagssjónarmiða og náttúruverndarsjónarmiða og athafnir verða undir forystu landeigenda, sveitarfélaga og fjárfesta.</p> <p align="justify">Stefna Íslendinga er alls ekki að sökkva öllu, og ekki heldur að stöðva allt.</p> <p align="justify">Stefnan er ábyrgð, varúð, skynsemi, og virðing.</p> <p align="justify">Þakka áheyrnina.</p>

2007-02-26 00:00:0026. febrúar 2007Aðalfundur Icepro

<p align="justify">Fundarstjóri og ágætu aðalfundargestir.</p> <p align="justify">Á þeim tæpu 18 árum sem liðin eru frá stofnun Icepro hefur orðið mikil þróun í stöðlun og samræmingu í rafrænum viðskiptum. Vinnan hefur lotið að íslenskri útgáfu, innihaldi, samræmdri notkun og sammæli um EDI skeyti og miðlun upplýsinga á þeim. Skeytin eru notuð í samskiptum innflytjenda og tollstjóraembættisins, heildsöludreifingu matvöru og birgja þeirra, milli Tryggingastofnunar og lyfjadreifingaraðila, greiðslumiðlunar bankastofnana og flutningaskeyti dreifiaðila. Árlega eru sendar milljónir EDI skeyta innanlands og hafa þessir viðskiptahættir haft mikla hagræna þýðingu fyrir notendurna. Á síðustu árum hafa komið upp drög að nýjum stöðlum sem munu smátt og smátt taka við af hefðbundnum EDI samskiptum.</p> <p align="justify">Síðastliðið ár hefur Icepro í góðu samstarfi við systurfélög sín á norðurlöndunum, unnið að undirbúningi að samræmdri útgáfu um notkun XML staðalsins UBL 2.0 til að nota við kaup og sölu á vöru. Voru það iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og fjármálaráðuneytið sem fóru fram á þessa vinnu. Vinnunni lauk nú í byrjun árs og hafa nú verið gefnar út samnorrænar leiðbeiningar um notkun staðalsins þar sem tekið er sérstakt tillit til þarfa Íslendinga. Áhrif þessa mikla verks eru þau að nú verður hægt að senda XML skeyti rafrænt á milli landa en núverandi EDIFACT skeyti einskorðast við sendingar innanlands. Þetta er mikilvægur áfangi í því að taka næstu skref í þróun rafrænna viðskipta á Íslandi. Ekki síst þar sem samræmingin og sammælið nær út fyrir landsteinana og opnar fyrir víðtæk rafræn samskipti milli landa. Stöðlun og samræming í rafrænum viðskiptum byggt á alþjóðlegum viðurkenndum aðferðum er til mikilla hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf. Mikilvægt er að hvetja og virkja hagsmunaaðila til þátttöku við að hrinda í framkvæmd þeim verkefnum sem sinna þarf til að rafræn viðskipti dafni á Íslandi.</p> <p align="justify">Í febrúar 2005 skipaði forsætisráðherra starfshóp sem m. a. átti að kanna hvort gjaldtaka ríkisins í þágu félagasamtaka stæðist 74. gr. stjórnarskrárinnar. Starfshópurinn skilaði skýrslu í desember síðastliðnum. Þar var m. a. fjallað um þann hluta tryggingagjalds sem rennur til Icepro. Komst starfshópurinn að þeirri niðurstöðu sá hluti tryggingagjaldsins stæðist ekki ákvæði 74. gr. stjórnarskrárinnar um félagafrelsi. Í framhaldinu hefur iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið meðal annars haft til skoðunar hvort sú starfsemi sem Icepro hefur með höndum geti með einhverjum hætti fallið undir starfsemi Staðlaráðs og þá sérstaklega fagráðs í upplýsingatækni. Ráðuneytið hefur átt fundi með Icepro og Staðlaráði um málið og hefur óskað eftir sjónarmiðum Icepro um þessa hugmynd. Í kjölfarið mun ráðuneytið móta afstöðu sína til þess hvort það starf sem Icepro hefur haft með höndum geti átt heima innan vébanda Staðlaráðs.</p> <p align="justify">Sú þróun sem rafræn samskipti og viðskipti fela í sér er mjög mikilvægur þáttur í framþróun viðskiptalífsins. Viðskipti ? og hvers konar samskipti yfirleitt ? eru sífellt að aukast, verða hraðari og víðtækari. Það fer alls ekki á milli mála að hér erum við ræða um kvikuna í þeim tækniframförum sem skipta einna mestu máli fyrir viðskiptalíf og þjóðlíf framtíðarinnar.</p> <p align="justify">Að sama skapi ræður metnaðarfullt starf, verksvit og vandvirkni úrslitum um allan árangur. Þess vegna eru verðlaun svo mikilvæg sem þakklætisvottur og hvatning til frekari dáða.</p> <p align="justify"><strong>Afhending Icepro verðlaunanna</strong></p> <p align="justify">Góðir fundarmenn. Það er mér mikil ánægja að fá að afhenda Icepro verðlaunin en þetta mun vera í 11. sinn sem þau eru veitt. Dómnefnd Icepro skipa að þessu sinni: Karl Friðrik Garðarsson, formaður Icepro og forstöðumaður stjórnsýslusviðs við embætti tollstjórans í Reykjavík, Júlíus Sæberg Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.</p> <p align="justify">Hvað viðkemur rafrænum viðskiptum og þjónustu til bæði einstaklinga og fyrirtækja hefur íslenska bankakerfið skarað framúr á alþjóðavísu. Fá fyrirtæki hafa á að skipað jafn öflugum upplýsingatæknisviðum, og upplýsingatæknin er í dag orðin hornsteinn nútíma bankaviðskipta, þar sem Ísland er í fremstu röð. Flest ef ekki öll okkar hér inni eigum orðið mest af okkar bankaviðskiptum gegnum netið. Tækni og öryggi geta ekki hvort án annars verið og þar er bankakerfið einnig í fararbroddi. Hinir nýju auðkennislyklar sem nú er verið að dreifa á flesta landsmenn bera þess gott vitni auk þess sem bankar og sparisjóðir eiga samvinnu við íslensk stjórnvöld um rafrænar undirskriftir, sem auka munu mjög öryggi í rafrænum samskiptum almennt. Íslenskir bankar og sparisjóðir eru í fremstu röð hvað varðar þjónustu á vefnum þar sem bæði svokallaðir heimabankar og fyrirtækjabankar eru í stöðugri þróun auk þess sem flestar aðgerðir er jafnframt hægt að vinna í gegnum GSM síma. Að undanförnu hafa bankar og sparisjóðir unnið að gerð nýrrar framsetningar á XML bankaskeytum í anda ICEPRO, sem mun auðvelda til muna beintengingar á viðskiptakerfum fyrirtækja við þjónustustöðvar banka og sparisjóða.</p> <p align="justify">Það er mat dómnefndar Icepro að ekki sé hægt að gera upp á milli banka og sparisjóða í þessu efnum. Því leggur hún til að viðskiptabankarnir þrír, Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn ásamt sparisjóðunum hljóti Icepro verðlaunin árið 2007. Iceprobikarinn er hins vegar aðeins einn og er viðeigandi að hann verði hýstur næsta árið hjá nýstofnuðum Samtökum fjármálafyrirtækja, sem láta sig öryggi í upplýsingatækni miklu varða.</p> <p align="justify">Ég vil biðja að koma hér upp forstöðumenn upplýsingatæknisviða banka og sparisjóða; Gísla Heimisson Glitni, Guðmund Guðmundsson Landsbankanum, Óskar Jósepsson Kaupþingi, Sæmund Sæmundsson Tölvumiðstöð sparisjóðanna og framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja Guðjón Rúnarsson - sem ég ætla að biðja um að taka við verðlaunabikarnum fyrir þeirra hönd.<img title="Iceproverdlaun" alt="Ráðherra afhendir Iceproverðlaun 2007" src="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/frettir/medium/Iceproverdlaun.jpg" /></p>

2007-02-22 00:00:0022. febrúar 2007Nýsköpunarþing RANNÍS og Útflutningsráðs Íslands

<p align="justify">Ágætu tilheyrendur á Nýsköpunarþingi Rannís og Útflutningsráðs Íslands</p> <p align="justify">Það er mér heiður að fá tækifæri til að koma hingað og ávarpa ykkur.</p> <p align="justify">Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefur á síðustu árum breyst í nýsköpunarráðuneyti. Þessi áherslubreyting tengist framþróun viðskiptalífsins, orkumarkaðarins, gerð vaxtarsamninga um byggðaþróun, og fleiri slíkum áföngum í þróun mála.</p> <p align="justify">Þegar við lítum yfir framvindu síðustu ára, sjáum við að störfum fjölgar jafnt og þétt hjá fyrirtækjum sem við - fyrir tíu til tuttugu árum síðan - vissum ekki einu sinni að yrðu nokkru sinni til hér á landi. Á sama tíma heltast mörg eldri fyrirtæki úr lestinni og gamalgróin fyrirtæki fækka starfsliði til að mæta kröfum um aukna hagræðingu og tækniþróun.</p> <p align="justify">Þetta sýnir okkur í hnotskurn mikilvægi nýsköpunar í samfélaginu. Nýsköpun felur það í sér að tilraunir, vísindi og tækni, svo og þekking, útsjónarsemi og þjálfun mannanna, eru notuð til þess að finna nýjar leiðir í stað þeirra sem áður voru farnar. Þannig er sífelld og virk nýsköpun forsenda framþróunar og batnandi lífskjara og gróandi þjóðlífs í nútíð og framtíð.</p> <p align="justify">En atvinnulífið þróast því aðeins að hér sé stöðug nýsköpunarstarfsemi, sem byggist meðal annars á því að fyrir hendi séu öflug rannsókna- og menntakerfi - ekki hvað síst rannsóknir á háskólastigi. Tengslin á milli háskólakennslu og rannsókna annars vegar og nýsköpunarstarfsemi fyrirtækja skipta hér meginmáli, en Vísinda- og tækniráð hefur m.a. lagt áherslu á myndun slíkra tengsla á milli allra þeirra sem að rannsóknum og nýsköpun koma.</p> <p align="justify">Vísinda- og tækniráð hefur starfað í fjögur ár eða frá árinu 2003. Fyrir þann tíma var stefnumótun stjórnvalda unnin í hverju ráðuneyti fyrir sig án teljandi samráðs, þrátt fyrir að málaflokkar þeirra væru nátengdir og sköruðust jafnvel. Þannig var stefnumótun í málefnum mennta og vísinda alfarið á verksviði menntamálaráðuneytis sem miðaði ekki sérstaklega við stefnumótun atvinnumálaráðuneytanna sem á sama hátt fóru - hvert um sig - sína sjálfstæðu leið. Sagt er að almennt hafi lítið farið fyrir samráði um framkvæmdir en stundum togast á um forræði mála sem lágu á mörkum ráðuneytanna.</p> <p align="justify">Í hugum þeirra sem starfað hafa í Vísinda- og tækniráði er þessi staða nú langt að baki. Vísinda- og tækniráð hefur sameinað krafta margra ráðuneyta í heildstæðri stefnumótun og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Fyrir nýsköpun atvinnulífsins er sennilega mikilvægasta nýjungin sem fylgdi Vísinda- og tækniráði sú að til varð nýr sjóður Tækniþróunarsjóður til að styrkja framsæknar nýsköpunarhugmyndir. Þá fékk Nýsköpunarsjóður atvinnulífisins einn milljarð af söluandvirði Símans fyrir rúmu ári til að auka getu sína til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum Auk þess mun Nýsköpunarsjóður fá allt að einum og hálfum milljarði á næstu tveimur árum til að stofna samlagssjóð með öðrum framtaksfjárfestum en þetta mun styrkja stöðu nýsköpunar enn frekar.</p> <p align="justify">Af áherslum Vísinda- og tækniráðs um þessar mundir vil ég einkum leggja áherslu á tvennt. Fyrra atriðið lýtur að mikilvægi þess að auka nýsköpun í starfandi fyrirtækjum, en í alþjóðlegum samanburði, t.d. nýlegri matsskýrslu OECD um íslenska nýsköpun, er ítrekað bent á að einn helsti veikleikinn sé skortur á rannsóknum og tækniþróun í starfandi fyrirtækjum. Mikilvægt er að starfandi fyrirtæki sinni nýsköpun sem hluta af reglulegri starfsemi sinni til að viðhalda og efla samkeppnisstöðuna. Öflug fyrirtæki á borð við Össur og Marel endurnýja framleiðslu sína og efla samkeppnisgetu sína sífellt með nýrri vísinda- og tækniþekkingu í vöruþróun. Það er hollt að minnast þess að þessi fyrirtæki voru á sínum tíma sprotafyrirtæki með óvissa framtíð.</p> <p align="justify">Hitt atriðið sem ég vil minnast á er áhersla ráðsins á uppbyggingu tæknigarða þar sem skapað verði nábýli og samstarf milli háskóla, nýsköpunarfyrirtækja, opinberra rannsóknastofnana og frumkvöðlasetra. Hátæknifyrirtæki spretta úr frjósömum jarðvegi háskóla og rannsóknastofnana og er mikilvægt að ýta undir þá þróun. Einna helst er árangurs að vænta þar sem ólík fagsvið njóta nálægðar til þess að skapa nýjar hugmyndir út frá mismunandi styrkleikum. Á grundvelli þessa er nú horft til uppbyggingar nýs tækni- og vísindasamfélags í Vatnsmýrinni þar sem einstakt tækifæri mun gefast til að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd.</p> <p align="justify">Þrátt fyrir ótvírætt ágæti ályktana Vísinda- og tækniráðs er mikilvægt að þær séu skoðaðar í víðara samhengi en almennt er í daglegri umfjöllun. Nærtækast er að benda á að þær tengjast t.d. áherslum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, enda eru nýsköpun og atvinnuþróun augljóslega grunnstoðir efnahagslegra framfara. Á sama hátt hafa ályktanir ráðsins áhrif á aðrar stefnumótandi áherslur í atvinnumálum. Til þess að auka samfelluna í nýsköpun og atvinnuþróun hafa komið fram tillögur um að útvíkka starfssvið Vísinda- og tækniráðs þannig að það fjalli einnig um málefni annarrar atvinnuþróunar yfirleitt, en þetta hverfist í auknum mæli um eflingu menntunar, tækniþróunar og nýsköpunar. Í útfærslu gæti fyrirkomulagið t.d. verið þannig að Vísinda- og nýsköpunarráð ? takið eftir breyttu nafni - tæki sérstaklega til umfjöllunar málefni á borð við endurnýjun hefðbundinna atvinnuvega og hvernig vísinda- og tæknirannsóknir gætu gagnast þeim sem best. Ályktanir um þessi efni yrðu síðan útfærð nánar í öðrum stefnumótandi áætlunum, eins og til dæmis í byggðaáætlun. Þetta er nefnt sem dæmi um sérstakt verkefni við hlið annarra reglubundinna verkefna og umfjöllunarefna Vísinda- og nýsköpunarráðs.</p> <p align="justify">Ágætu fundarmenn</p> <p align="justify">Á undanförnum árum hefur orðið háskólabylting hér á landi. Fjöldi námsmanna á háskólastigi hefur vaxið stórkostlega, og skemmst er að minnast fyrirheita um stórauknar fjárveitingar til Háskóla Íslands og markmiða hans um að komast í fremstu röð rannsóknaháskóla. Markmiðin eru sett hátt og einmitt þannig þurfum við að móta vegferð okkar á sem flestum sviðum. Á sama tíma hefur útrás íslenskra fyrirtækja verið meiri en nokkru sinni fyrr og íslenska fjármála- og bankakerfið gengið í gegnum byltingu. Þá hafa stórframkvæmdir hleypt nýju lífi í heila landshluta og styrkt efnahagslega afkomu þjóðarinnar.</p> <p align="justify">Íslendingar hafa náð mjög góðum áföngum og árangri í háskólastarfi, rannsóknum og framhaldsnámsbrautum á undan förnum árum. Nú er tímabært, og einkum vegna nýsköpunar, að auka enn á fjölbreytni á háskólastiginu á Íslandi með stofnun starfsmenntaháskóla. Slíkur háskóli leggur megináherslu á verkmenntir, iðn- og tæknimenntun og starfstengda fræðslu og þjálfun á háskólastigi. Slík stofnun er ein forsenda frekari framþróunar verkmennta og er mjög mikilvæg fyrir framþróun atvinnulífsins. Um leið getur slík stofnun fært iðnmenntum þá viðurkenningu sem þeim ber. Nágrannaþjóðir okkar hafa náð miklum árangri með slíkum stofnunum, sem á Norðurlöndum kallast "yrkeshögskola", meðal enskumælandi þjóða "technical college" og Þjóðverjar kalla "Berufsakademie" og "Fachhochschule". Í rauninni skiptir það ekki mestu máli hvort hér verður um sérstaka nýja stofnun að ræða eða nýja deild í stærri samstæðu, stærri háskólaheild. Slíkt er útfærsluatriði og snertir tilhögun frekar en innihald og hlutverk.</p> <p align="justify">Næstu meginverkefni verða áfram á vettvangi vísinda og nýsköpunar, til að tryggja framfarasókn í framtíðinni. Sameiginlegt stefnumið þjóðarinnar verður að vera að þroska hér þekkingarþjóðfélag sem færir öllum landsmönnum og öllum byggðum landsins fjölbreytileg lífstækifæri í smáum og stórum fyrirtækjum sem byggja starfsemi og framleiðslu á menntun, vísindum og tækni og geta boðið fólkinu góð og batnandi lífskjör.</p> <p align="justify">Fræðslustarfsemi, rannsóknir, tæknifræði og vísindi og allt sem þessu fylgir er undirstaða þekkingarsamfélagsins. Í þessum skilningi ? og í víðtækum skilningi líka ? má þá segja að fræðsluatvinnuvegurinn verður undirstöðuatvinnuvegur allra annarra atvinnuvega. Það er ákaflega mikilvægt að við hættum að stúka fræðslu- og rannsóknarstarfsemina af í einhvers konar sérhólfi án virkra tenginga við atvinnustarfsemina. Nýsköpun og sprotastarfsemi er einmitt tengiliðurinn sem sýnir okkur að fræðsla og rannsóknir eiga fulleins heima á verksmiðjugólfinu eins og í skólastofunni. Án framlags fræðslu og rannsókna verður engin tækniþróun eða nýsköpun í hagkerfinu, og án verklegrar framkvæmdar koðna rannsóknirnar líka niður. Við eigum að tryggja jákvæða kveikingu og sameflingu þessara þátta sem grunn undir framtíðarsókn.</p> <p align="justify">Í þessu verður þjóðarmetnaður Íslendinga ekki hvað síst að birtast á komandi árum.</p>

2007-02-22 00:00:0022. febrúar 2007Eyrarrósin 2007

<p>Forseti Íslands, forsetafrú Dorrit Moussaieff</p> <p>ágætu tiheyrendur aðrir</p> <p>Við erum hér saman komin á hátíðlegum stað og að hátíðlegu og ánægjulegu tilefni</p> <p>Samningar um Eyrarrósina svonefndu eru merkilegt framlag. Þeir eru í rauninni handtak borgar og byggða í sameiginlegu verki.</p> <p>Íslensk menning er uppvaxin um land allt, í öllum byggðum landsins, og hefur fengið kraft sinn og þroska úr erfiði þjóðarinnar og úr sérstæðu safaríku umhverfi lands, lofts og lagar sem hafa mótað íslensku þjóðina um aldir.</p> <p>Og þjóðmenning okkar hefur eflst og magnast í vexti höfuðborgarinnar nú á síðustu tímum og einmitt um þessar mundir með einstaklega glæsilegum hætti í hvers konar menningarframtaki, listsköpun og listtúlkun svo að aðdáun hlýtur að vekja.</p> <p>Þannig er þetta sameiginlega handtak, eyrarrósin, svo táknrænt, svo eðlilegt, og svo ánægjulegt.</p> <p>Í þessu handtaki mætast allar byggðir landsins, Listahátíðin mikla og Byggðastofnun og tengiliðurinn Flugfélag Íslands.</p> <p>Byggðastefnan hvílir ekki síst á tveimur stoðum. Annars vegar stefnir hún að jafnræði allra landsmanna í öllum byggðum landsins, jafnræði á öllum sviðum eftir því sem því verður frekast við komið. Hins vegar felur byggðastefnan það í sér að áhersla verður lögð á frumkvæði og forsjá heimamanna í verkefnum, og þá erum við í dag helst að huga að menningarverkum og listviðburðum.</p> <p>Eyrarrósin felur þetta greinilega í sér. Nú er komin 3ja ára reynsla á hana og ánægja með árangurinn og nýr samningur um 2 ár áfram er staðfestur hér í dag. Þessi samningur á að tryggja aðgengi og þátttöku víða um landsbyggðina að að viðburðum með afburða listafólki.</p> <p>Þetta samstarf Listahátíðar og Byggðastofnunar og Flugfélagsins er til fyrirmyndar og eftirbreytni.</p> <p>Íslensk menning er að mörgu leyti eyrarrós, sambærileg við þetta merkilega íslenska blóm. Blómið hefur blöð og blóm í litum sem skera sig úr, grænleit blöð og rauðleit blóm með bleikum blæ. Eyrarrósin skartar sínu í grýttum skriðum og á gráum áreyrum. Hún vex og dafnar, ekki stærri eða viðameiri en hún er, í sínu harða og erfiða umhverfi.</p> <p>Og nú elur hún af sér list og sköpun og fegurð, og það er einmitt táknrænt. Þessu öllu svipar til þjóðarinnar sem nú á sér þessa glæsilegu velmektartíma og heldur uppi öllu þessu frábæra listastarfi, menningarlífi og sköpun.</p> <p>Þetta allt heyrir saman og á saman hvað með öðru, þjóðin, landið, listin og eyrrarósin. Og þess vegna er þessi stund líka ánægjustund.</p> <p>Ég vil að lokum þakka forsetafrúnni, Dorrit Moussaieff, fyrir áhuga hennar og aðild að þessu máli.</p> <p>Og ég óska öllum til hamingju með árangurinn, og með samningana sem nú eru staðfestir, og þá auðvitað óska ég einkum þeim til hamingju sem hér hljóta nú verðskuldaða viðurkenningu í dag</p>

2007-02-05 00:00:0005. febrúar 2007Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur 140 ára

<p>Forseti Íslands, heiðruðu tilheyrendur</p> <p>Í dag er hér dagur verðlauna og brautskráningar nýsveina. Mig langar að þessu tilefni að hefja mál mitt með því að óska ykkur öllum til hamingju, nýsveinar, og þá alveg sérstaklega þeim sem unnið hafa með samviskusemi og dugnaði til verðlauna.</p> <p>Jafnframt er nú áfangi í sögu Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, og ég vil einnig óska félaginu og forráðamönnum þess innilega til hamingju með daginn.</p> <p>Þessi athöfn er í mörgum skilningi uppskeruhátíð fræðslunnar. Iðnnám og verkmenntir eru grundvallarþáttur í framþróun atvinnulífs og lífsgæða fyrir almenning. Þess vegna er líka ástæða til að minnast nú þeirrar sérstöðu sem starfsmenntun, iðnmenntun og starfsþjálfun hefur í menntakerfi og fræðslumálum þjóðarinnar.</p> <p>Öll fræðsla, allt skólastarf, er auðvitað starfsmenntun í einhverjum skilningi. Öll menntun stefnir að heilsteyptum hamingjusömum einstaklingum og öflugri siðmenntaðri menningarþjóð. En iðnmenntunin og önnur starfsmenntun í þrengra skilningi er þó nánara og nær tengd lífsbjörginni sjálfri og beinu efnislegu framlagi til lífskjara og framþróunar í landinu heldur en ýmsar aðrar námsbrautir, og ætla ég þó alls ekki að efna í neinn meting hér.</p> <p>En ég minni á þetta vegna þess að, - satt að segja -, hafa iðnmenntir og aðrar starfsmenntir ekki hingað til notið þeirrar virðingar eða þeirrar áherslu sem verðugt og skynsamlegt er fyrir þjóðina. Nýlega var birt greinargerð á vegum menntamálaráðuneytisins um þessi efni sem boðar ný og skynsamleg viðhorf í þessum efnum og vil ég fagna henni sérstaklega.</p> <p>Við hljótum að stefna að eflingu iðnmenntunar og verkmennta á komandi árum vegna mikilvægis þeirra. Að ýmsu leyti höfum við á umliðnum árum lifað umbrotatíma í fræðslumálum og það hefur að einhverju leyti bitnað á verkmenntum, iðnnámi og starfsfræðslunni.</p> <p>Nú erum við að ganga í gegnum háskólabyltingu sem er glæsileg og mjög mikilvæg fyrir okkur sem metnaðarfulla nútímaþjóð. En næst hlýtur röðin að koma að verkmenntunum, með því að þeim verði til dæmis skipað á hærra fræðslustig heldur en verið hefur - vegna mikilvægis þeirra, vegna forsendna námsmannanna sem flestir eru áður búnir með mikinn hluta framhaldsskólans eða hafa lokið framhaldsskólanámi með öllu. Auk þess skiptir það meginmáli að slík breyting er í samræmi við hagsmuni atvinnulífsins og mætir þörfum þess.</p> <p>Ég er þá að tala um það að Íslendingar stofni starfsmenntaháskóla sem sjálfstæða stofnun eða hluta stærri heildar, en slíkir háskólar hafa fyrir löngu unnið sér sterkan sess í menntakerfum nágrannaþjóðanna. Þjóðverjar tala um Fachhochschule og Berufsakademie, enskumælandi þjóðir um technical college og norrænar þjóðir um yrkeshögskola.</p> <p>Saga Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík er merkilegur þáttur atvinnusögunnar og iðnvæðingarinnar sem er upphaf og þróun nútímans á Íslandi. Og skerfur félagsins er ekki síður mjög merkilegur og aðdáunarverður. Félagið hefur lengi haft forgöngu og frumkvæði um fræðslumál á sviði verkmennta og iðnfræðslu.</p> <p>Öll þessi viðleitni og öll þessi mikla fræðslu- og þjálfunarstarfsemi sem ég var að ræða um í orðum mínum er afkvæmi Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Sögulegt mikilvægi þessarar viðleitni er óumdeilanlegt og ómetanlegt fyrir þjóðina.</p> <p>Það er svo sannarlega verðugt að þessa sé minnst og fyrir það þakkað. Það verður seint nógsamlega gert.</p> <p>Nú má segja að í iðnaðinum sé um fjórðungur starfanna í landinu og útflutningsverðmæti iðnvöru tæp 40 % af vöruútflutningi. Mikilvægi iðnaðarins er ótvírætt, og hef ég þá ekki gert neina grein fyrir mikilvægi allra þeirra iðngreina sem þjóna innlendum markaði. Nýsköpun er forsenda framfara í landinu, og hún á sér einmitt fyrst og fremst stað í iðntækni, í tækni sem byggist á vönduðu fræðslustarfi og menntun og afurðum vísindalegra rannsókna. Þetta á jafnt við um margar hefðbundnar iðngreinar sem verksmiðjuiðn og orkufrekan iðnað.</p> <p>Forsendur nútímans voru vitaskuld í vélvæðingunni og iðnvæðingunni. Forsendur framtíðarinnar eru í fræðslu og tækni. Í þessu sjáum við í hnotskurn gildi þessarar samkomu í dag, gildi þess að sýna námsfólkinu virðingu, og gildi þess að muna og meta starf Iðnaðarmannafélagsins.</p> <p>Ég þakka fyrir boðið að koma hingað til ykkar. Mér er heiður að því að fá tækifæri til að vera hér með ykkur.</p> <p>Ég endurtek hamingjuóskir til námsmannanna og til Iðnaðarmannafélagsins</p>

2007-02-02 00:00:0002. febrúar 2007Sprotaþing 2007

<p align="justify">Ágætu fundarmenn á Sprotaþingi 2007</p> <p align="justify">Í öllum atvinnurekstri er það svo að þar eru þættir og viðfangsefni sem tilheyra framtíðinni hverju sinni. Í þessum skilningi eru einhverjir sprotar í öllum fyrirtækjum.</p> <p align="justify">En í sumum fyrirtækjum eru þessir sprotar ráðandi þáttur. Í slíkum fyrirtækjum nú á dögum eru rannsóknir, tæknivinnsla, tilraunir o.þ.h. einnig mjög ráðandi starfsverkefni í dagsins önn. Þarna eru framtíðarþættirnir þá sérstaklega fyrirferðarmiklir og ráða öllu um farsæld fyrirtækisins.</p> <p align="justify">Þetta eru svokölluð sprotafyrirtæki. Þótt ekki sé til formleg skilgreining á sprotafyrirtæki er almennt átt við fyrirtæki með innan við 50 starfsmenn og ársveltu innan við 500 milljónir króna sem byggja starfsemi sína á sérhæfðri þekkingu og verja meira en 10% af veltu í rannsóknir og þróunarstarfsemi.</p> <p align="justify">Sprotafyrirtæki eru að sjálfsögðu grunnskilyrði í nýsköpunarumhverfi og framþróun atvinnulífsins. En því má ekki gleyma að stöðug og virk nýsköpun er forsenda batnandi lífskjara og gróandi þjóðlífs á þessari öld.</p> <p align="justify">Þannig verða sprotafyrirtækin grundvallarþáttur í allri samfélagslegi stefnumótun.</p> <p align="justify">Nýsköpun og sprotafyrirtæki verða að styðjast við öflugan og afkastamikinn fræðsluatvinnuveg sem býður jöfnum höndum fræðslu, rannsóknir, ráðgjöf og vísindalegar afurðir. Fræðsluatvinnuvegurinn er undirstöðuatvinnuvegur allra annarra atvinnuvega á 21. öldinni og grundvöllur undir samkeppnishæfu atvinnulífi og gróskumiklu þjóðlífi og menningarlífi sem býður komandi kynslóðum lífvænlega kosti og glæsileg lífstækifæri.</p> <p align="justify">Á þessu byggjast viðfangsefni iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins sem er í raun orðið að nýsköpunarráðuneyti. Í hnotskurn felst í þessu að ráðuneytið vinnur að framgangi nýrra og endurbættra hugmynda á öllum fagsviðum sem eru til þess fallnar að bæta samkeppnisstöðu Íslands.</p> <p align="justify">Þetta er einnig megintilgangurinn með sprotaþinginu nú og þannig fara verkefni sprotaþings og ráðuneytisins saman í einn farveg.</p> <p align="justify">Á sprotaþingi 2005 var farið yfir stöðu sprota- og nýsköpunarfyrirtækja, staðan skoðuð og metin og stikað út hvert stefna skyldi. Á grundvelli þess réðust Samtök iðnaðarins og iðnaðaráðuneytið sameiginlega í viðamikla úttekt á stöðu hátækniiðnaðar á Íslandi, en sú skýrsla var m.a. í brennidepli á Iðnþingi 2005.</p> <p align="justify">Hátæknifyrirtæki eru skilgreind sem fyrirtæki sem leggja meira en 4 % af veltu til rannsókna og þróunar. Fjárfestingar þeirra til nýsköpunar voru um 10 milljarðar á árinu 2003, og hefur sú upphæð trúlega vaxið talsvert síðan. Þessi fyrirtæki sköpuðu þó aðeins á þessum tíma um 4 % af landsframleiðslunni og um 7 % gjaldeyristekna árið 2004 ? sem er allt of lítið ? en til samanburðar er um helmingur af útflutningstekjum OECD landanna vegna tækniafurða.</p> <p align="justify">Með tilliti til þessa bága samanburðar og að teknu tilliti til þess að mörg sterkustu fyrirtæki okkar byggja afkomu sína á rannsóknum, tækniþróun og nýsköpun er ljóst að nýsköpunarfyrirtæki þurfa að fá enn meiri athygli, m.a. frá stjórnvöldum og framtaksfjárfestum.</p> <p align="justify">Iðnaðarráðuneytið gerir sér vel grein fyrir þessu. Og í kjölfar útkomu hátækniskýrslunnar var settur á fót starfshópur til að meta leiðir til að bæta ytri skilyrði sem leitt gætu til aukins framboðs á framtaksfé fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki í landinu. Niðurstaðan varð fjórar athyglisverðar tillögur.</p> <p align="justify">Veigamest þeirra laut að því að treysta lagastoðir fyrir stofnun samlagshlutafélaga, en að mati framtaksfjárfesta var bráðnauðsynlegt að unnt yrði að stofna slík félög hér á landi, í stað þess að reka þau í útlöndum. Tillaga var um breytingar á lögum til að heimila þátttöku lífeyrissjóða í samlagshlutafélögum, en samkvæmt gildandi lögum var slíkt talið vera þátttaka í atvinnurekstri og óheimilt. Þriðja tillagan var um breytingu á kerfi virðisaukaskatts, á þá leið að sprotafyrirtæki fái tíma til að þróast til enda og þeim veitt svigrúm til að nýta innskatt í allt að 12 ár þrátt fyrir tekjuleysi. Með þessu yrði aðlögunartími fyrirtækjanna tvöfaldaður, úr sex í tólf ár. Fjórða og síðasta tillaga fjallar um skattaívilnanir til tæknifyrirtækja sem stunda rannsókna- og þróunarstarfsemi.</p> <p align="justify">Skemmst er frá því að segja að þrjár af þessum tillögum hafa komið til framkvæmda og sú fjórða ? um skattaívilnanir - er til athugunar hjá fjármálaráðuneyti.</p> <p align="justify">Samtök iðnaðarins tóku þessar tillögur upp á arma sína á fjölmennum fundi ? "Framtíðin er í okkar höndum" ? í janúar 2006. Fundurinn hafði óumdeilanlega áhrif á framgang tillagnanna. Í ályktun fundarins eru auk þessara fjögurra tillagna nefndar 10 aðrar tillögur um styrkingu hátæknigreinanna. Allar þessar tillögur hafa komið til umfjöllunar í iðnaðarráðuneytinu og eflaust víðar. Þessi víðtæka umfjöllun hefur leitt til þess að sumar tillagnanna eru nú komnar á framkvæmdastig, svo sem efling Nýsköpunarsjóðs og útvistunarstefna ríkisins, og aðrar eru enn í deiglunni, svo sem sameining rannsóknastofnana iðnaðarráðuneytisins, efling Tækniþróunarsjóðs og straumlínulögun á stoðkerfi atvinnulífsins. ? Þetta verður varla kallað annað en harla góður árangur !!</p> <p align="justify">Fyrir sprotafyrirtækin var tilkoma Tækniþróunarsjóðs árið 2004 sennilega veigamest þeirra nýjunga sem tengja má Vísinda- og tækniráði - enda var þá mikill skortur á fjármagni til tækniþróunar og nýsköpunar. Sjóðurinn hefur vaxið jafnt og þétt og á þessu ári hefur hann 500 m.kr. til ráðstöfunar. Langmesti hluti styrkja Tækniþróunarsjóðs rennur til þróunarverkefna á vegum fyrirtækja ? sem í flestum tilfellum eru sprotafyrirtæki.</p> <p align="justify">Nú er efnt til sprotaþings öðru sinni. Á þessu sprotaþingi ber hæst að nú verður efnt í sérstaka samvinnu við þingflokkana á alþingi. Þetta er skemmtileg og mjög áhugaverð tilraun og verður eftirtektarvert að sjá hvað hún getur fært okkur. Þetta er líka merkilegt nýmæli í samstarfsháttum atvinnulífs og stjórnvaldanna. Horft verður fram á veginn og metið hvar helst þurfi að bera niður til að bæta stöðu sprota- og nýsköpunarfyrirtækja ? og auka framlag þeirra til hagvaxtar og þróunar í landinu almennt.</p> <p align="justify">Þrátt fyrir veigamikinn stuðning stjórnvalda við sprotafyrirtæki og nýsköpun atvinnulífsins er ýmissa lagfæringa þörf ? og sennilega er það viðvarandi verkefni sem aldrei verður lokið. Augljósasti vandinn sem við er að fást um þessar mundir er að ekki hefur náðst að ná endum saman á milli opinberra fjárframlaga og aðkomu framtaksfjárfesta. Þessi ósamfella í fjármögnun nýsköpunar er í daglegu tali nefnd nýsköpunargjáin ? en það orð lýsir vandanum allvel.</p> <p align="justify">Þetta er gjá sem okkur ber að brúa og fylla.</p> <p align="justify">Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur hlutverki að gegna sem fjárfestir í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Þær fjárfestingar hafa ekki skilað arði enn sem komið er, og þetta hefur leitt til mikillar aðhaldssemi í fjárfestingum sjóðsins í sprotafyrirtækjum.</p> <p align="justify">Þessi vandi kallar á aðgerðir allra aðila, jafnt stjórnvalda sem annarra. Úrlausn felst annars vegar í auknum fjárframlögum til þessa málaflokks, og hins vegar í betri samræmingu til að tryggja nauðsynlega samfellu.</p> <p align="justify">Það þarf að efla Tækniþróunarsjóð áfram og einnig Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. Það þarf áfram að þróa skattaumhverfi sprotafyrirtækja og nýsköpunar í því skyni að tryggja sem best þroskunar- og framþróunartækifæri þeirra.</p> <p align="justify">Brátt verður þeim merka áfanga náð að orkumannvirkin við Kárahnjúka fara að skila arði til þjóðarbúsins, og í væntanlegri skipan með heildaráætlun um nýtingu og vernd náttúruauðlindanna er ráð fyrir því gert að gjald verði jafnan tekið fyrir leyfi og nýtingu. Með slíku auðlindagjaldi skapast tækifæri til að byggja upp á einhverju tímabili auðlindasjóð sem þjóðin getur notað til sérstakra þjóðþrifaverkefna. Alaskabúar hafa þegar góða reynslu á þessu sviði, en þeir endurgreiða líka öllum almenningi úr slíkum auðlindasjóði þegar arðstaða hans leyfir.</p> <p align="justify">Ég tel að auðlindasjóður eigi að geta tekið virkan þátt í eflingu þess nýsköpunar- og sprotakerfis sem íslenska þjóðin þarf á að halda. Þá væri arðinum af auðlindum Íslendinga varið til að byggja hér undir framtíðarárangur, og auk þess geta beinar greiðslur til almennings, þegar þannig ber undir, orðið öflug samfélagsstoð.</p> <p align="justify">Mikilvægir áfangar hafa náðst á síðustu árum. Áðan nefndi ég stórframkvæmdir við orkumannvirki. Einnig má nefna að fjármálakerfi og bankakerfi þjóðarinnar hefur tekið stakkaskiptum og útrás íslenskra fyrirtækja hafin. Mikilvæg reynsla hefur á sama tímabili skapast við störf Vísinda- og tækniráðs og sjóðir á vegum þess hafa verið efldir.</p> <p align="justify">Á þessum sama tíma hefur orðið hér sannkölluð háskólabylting í eflingu og vexti fræðslu og rannsókna. Að mínu mati er nú framundan að auka enn fjölbreytni háskólastigsins með stofnun starfsmenntaháskóla, sem sjálfstæða stofnun eða hluta stærri heildar. Þá á ég við stofnun sem á Norðurlöndum kallast "yrkeshögskola", meðal enskumælandi þjóða "technical college" og Þjóðverjar kalla "Berufsakademie" og "Fachhochschule". Starfsmenntaháskóli hefur miklum hlutverkum að gegna við nýsköpun og sprotastarfsemi.</p> <p align="justify">Nú er einnig framundan að taka sambærileg framfaraskref varðandi umhverfi og möguleika sprotafyrirtækja og annarrar nýsköpunarstarfsemi í landinu. Þetta er mjög mikilvægt mál sem ekki þolir langa bið.</p> <p align="justify">Framtíðarsýn um gróandi þjóðlíf byggist á öflugri og viðvarandi nýsköpun ásamt stöðugri mennta- og vísindasókn í fylkingarbrjósti. Þjóðarmetnaður Íslendingar verður m.a. að birtast einmitt í þessu.</p> <p align="justify">Ég þakka áheyrnina og óska þjóðinni mikils árangurs af þessu sprotaþingi.</p>

2007-02-01 00:00:0001. febrúar 2007Útskrift Stóriðjuskólans í Straumsvík

<p>Ágætu Straumsvíkingar, forstjóri, aðrir stjórnendur og starfsmenn, aðrir tilheyrendur</p> <p>Ég hef mál mitt með því að óska námsmönnum Stóriðjuskólans til hamingju með fenginn áfanga og glæsilegan árangur. Þetta er vitanlega stund og dagur námsfólksins, fagmannanna sem hér fagna og við fögnum með þeim.</p> <p>Skóli er umfram allt annað námsfólkið sem þar leggur sig fram í sameiginlegum verkefnum. Í skóla skapast félagsandi og samkennd og þar verða til dýrmætar endurminningar, hvort sem bernska, æska eða þroskaár eiga í hlut.</p> <p>Hér á þessu setri ræður metnaður og myndarskapur. Slík hefur verið og er stefna fyrirtækisins, og slík hefur verið reynsla samfélagsins af iðjuverinu í Straumsvík alla tíð. Hér hefur verið og er stærsta flaggskip íslensks iðnaðar allan síðari hluta síðustu aldar og það sem liðið er af nýrri öld.</p> <p>Í iðnaðinum eru mynduð og sköpuð verðmæti bæði handa og hugar. Iðnaður nútímans er allur þekkingarstarfsemi, allur tækniþróunarverkefni og meira eða minna djarfleg nýsköpunarverkefni.</p> <p>Allt er þetta reynsla og nám og nýtt og nýtt landnám í heimi framleiðslu, tækni og nýsköpunar. Verðmæti vörunnar sem framleidd er eru vissulega áþreifanleg, en um leið felast þau í þekkingu, vandvirkni, nákvæmni, og í tækni og vísindum sem að baki liggja.</p> <p>Verðmæti þekkingar, kunnáttu og þjálfunar lifa og dafna í starfsmönnunum, í fólkinu sem heldur framleiðslunni gangandi og mótar þannig lífskjarasókn þjóðanna. Þessi mannauður, sem er annað heiti á þessu, er grundvöllur og forsenda þeirrar framtíðar sem við viljum öll stefna að.</p> <p>Í þessum skilningi verður fræðslustarfsemin þá undirstöðuatvinnuvegur allra hinna. Og í þessu sjáum við þá líka að í raun og veru eru skilrúmin milli skóla, rannsóknastofnunar og iðjuvers að hluta til aðeins ásýnd, aðeins hagkvæm skilgreining í orðræðu. Í raun og veru er</p> <p>verksmiðjugólfið auðvitað rannsóknastofa sem skapar nýja þekkingu, nýja reynslu, ný vísindi og nýja tækni.</p> <p>Einmitt í þessu verður það augljóst að það er sameiginlegur hagur fyrirtækisins, starfsmannanna og allrar þjóðarinnar að fyrirtæki standi fyrir starfsfræðslu og menntun af þeim metnaði og myndarskap sem hér má sjá.</p> <p>Stóriðjuskólinn í Straumsvík hefur starfað í tæpna áratug, allt frá 1998. 160 starfsmenn hafa lokið grunnnámi og einir 12 nú í dag. Auk þess hafa 11 lokið framhaldsnámi.</p> <p>Námsbraut Stóriðjuskólans hefur að verðleikum hlotið staðfestingu menntamálaráðuneytisins sem hluti af námsskrá framhaldsskólastigsins, en það er m.a. mikilvægt til þess að einstaklingurinn fái námið metið og viðurkennt hvarvetna þar sem leiðir hans kunna að liggja í lífi, starfi og námsferli.</p> <p>Það er ástæða til að nefna tvo sérstaka þætti námsins sem miklu skipta, auk eiginlegra faglegra og almennra námsþátta. Þá á ég við þá miklu áherslu sem lögð er annars vegar á öryggisþætti og hins vegar á gæðastjórnun.</p> <p>Þessir tveir þættir eru alger grundvallaratriði eins og námsbraut Stóriðjuskólans ber með sér. Það er vitað að þekking starfsmanna á þessum sviðum hefur þegar skilað ómetanlegum árangri hér á iðjusetrinu í Straumsvík. Það er geymt en alls ekki gleymt, bæði meðal starfsmanna og einnig stjórnenda fyrirtækisins.</p> <p>Með áherslu á fræðslu og þjálfun, á mannauðinn, er fyrirtækið um leið að tryggja að virðisaukinn í framleiðslunni berist beint til fólksins, sem hæfileikar og geta sem eflir og styrkir mennina í öllu lífi þeirra.</p> <p>Þetta, að miðla verðmætasköpuninni til fólksins, er kjarni í iðnaðarstarfsemi og í allri skynsamlegri auðlindanýtingu. Hér á alls ekki að vera um andstæður að ræða, heldur þvert á móti samstæður og samfylgd. Fyrirtækin og fólkið eiga að leitast við að finna sameiginlegan hag og geta fundið hann allri þjóðinni til hagsbóta.</p> <p>Alveg á sama hátt þarf að leggja áherslu á samstæðu og samfylgd, þrátt fyrir lýðræðislegan ágreining, þegar kemur að ákvörðunum um iðnaðarþróun og skynsamlega og hófsamlega nýtingu auðlinda landsins.</p> <p>Okkur ber að sjá þetta allt í einni samstæðu, nýtingu og vernd auðlinda og fagurrar náttúru, sjálfbæra þróun og nýtingu hreinna orkugjafa, - og í sama vetfangi gróandi þjóðlíf, frjálst vel menntað og þjálfað starfsfólk og stjórnendur, og gróandi menningarlíf og þjóðlíf í landinu inn í framtíðina.</p> <p>Þetta er líka kjarni málsins. Þetta er líka hluti af framlagi Alcan í Straumsvík sem birtist hér í dag. Og þetta er vissulega þáttur í þeim skerfi sem námsmennirnir sem við samfögnum í dag hafa lagt til málanna og munu áfram leggja fram í störfum og annarri þátttöku.</p> <p>Ég óska ykkur, náms- og starfsmenn Alcan í Straumsvík, svo og fyrirtækinu og Stóriðjuskólanum aftur innilega til hamingju með áfanga þessa dags.</p>

2007-01-26 00:00:0026. janúar 2007Rannsóknadagar Stúdentaráðs Háskóla Íslands

<p>Ágæta háskólafólk og aðrir tilheyrendur, fulltrúar Háskóla Íslands, stúdentar, ungir vísindamenn.</p> <p>Ég þakka fyrir boðið að koma hingað og ég þakka fyrir þá ágætu kynningu metnaðarfullra og glæsilegra verkefna sem hér hefur farið fram í dag.</p> <p>Á síðustu 20 árum hafa Íslendingar orðið virkir þátttakendur í hnattvæðingu vísinda og tækniþróunar sem er ein helsta driffjöður hagvaxtar um þessar mundir.</p> <p>Síðustu árin hafa einkennst af sannkallaðri háskólabyltingu sem birtist í tvöföldun í fjölda námsmanna og í mikilli eflingu háskólanna og rannsóknastarfsins. Ekki síst hefur þessi bylting birst í metnaðarfullri stefnumótun Háskóla Íslands og í nýlegum samningi stjórnvaldanna og Háskóla Íslands um starfsemi hans, eflingu og framfarir á næstu árum.</p> <p>Stjórnvöld hafa auk þessa mætt þessari þróun með ýmsum hætti, með auknum fjárveitingum til vísinda, rannsókna og annars háskólastarfs og með heildstæðri stefnumótun á vettvangi Vísinda- og tækniráðs.</p> <p>Vísinda- og tækniráð hefur starfað í núverandi mynd í tæp fjögur ár. Ráðið er að því leyti óvenjulegt í stjórnskipan okkar að það er skipað nokkrum ráðherrum saman og fulltrúum hagsmunaaðila, þ.e. vísindanna, atvinnulífsins og stjórnsýslunnar.</p> <p>Ráðið er vettvangur sameiginlegs átaks háskóla, atvinnulífs og stjórnvalda til að efla frammistöðu og árangur ? þannig að stefnumörkun og áherslur þessara aðlila leggist á eitt við að efla samkeppnishæfni og ávinning.</p> <p>Um þessar mundir leggur Vísinda- og tækniráð höfuðáherslu á eftirfarandi fjögur atriði:</p> <p>1) að byggja upp mennta- og vísindakerfi sem er í fremstu röð meðal þjóða, starfar í nánum tengslum við atvinnulífið og getur brugðist við hraðfara breytingum og leitt þær;</p> <p>2) að efla opinbera samkeppnissjóði og sameina þá innan skyldra sviða;</p> <p>3) að hvetja fyrirtæki og opinbera aðila til að taka saman höndum um sókn í rannsóknum og þróunarstarfi til að ná betri árangri í arðbærri nýsköpun og bæta alþjóðlega samkeppnishæfni á grundvelli þekkingar;</p> <p>4) að endurskilgreina hlutverk ríkisins í stuðningi við</p> <p>vöktun og rannsóknir í þágu almannaheilla,</p> <p>umhverfisverndar og efnahagsframfara með aukinn</p> <p>árangur að leiðarljósi.</p> <p>Undirstaða þessara breytinga er sterkt menntakerfi á öllum skólastigum, en ekki síst rannsóknir á efstu stigum þess í tengslum við meistara- og doktorsnám - enda byggist nýsköpun atvinnulífsins fyrst og fremst á nýrri og framsækinni þekkingu sem háskólarnir og aðrar vísindastofnaninr í tengslum við þá leggja til.</p> <p>Verulega miklu máli skiptir að efla enn frekar samstarfið á milli atvinnulífsins og háskóla og rannsóknastofnana. Samstarf þessara aðila þarf að styrkja og koma í fastmótaðra form en verið hefur.</p> <p>Framundan er uppbygging háskólaumhverfis og vísindasamfélags í Vatnsmýrinni hér í Reykjavík. Hér er kjörið tækifæri til að hrinda í framkvæmd hugmyndum okkar um þekkingarklasa. Í þekkingarklasa mætast háskólar, rannsóknarstofnanir, fyrirtæki og stuðningsþjónusta stjórnvalda með frumkvöðlasetur og nýsköpunarmiðstöð og ástunda nána þekkingarsamvinnu til eflingar menntun, vísindarannsóknum og samkeppnishæfni þjóðarinnar.</p> <p>Það var ánægjulegt og lærdómsríkt að heyra hér áðan á fundinum kynningu háskólastúdenta á hugmyndum sínum. Kynningin á verkefnum um slysalækningar og augnlækningar var áhrifamikil. En með tilliti til verkefna iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins hlýt ég ekki síst að nefna hugmyndir um stofnun og rekstur Nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs, sem yrði þróunarmiðstöð fyrir rannsóknir og viðskiptahugmyndir stúdenta og starfsmanna háskólans.</p> <p>Hér er að ferðinni merkt framtak sem ber vott um framsýni stúdenta og meðvitund þeirra um mikilvægi þess að rannsóknir leiði til ávinnings fyrir þá sjálfa sem að þeim vinna og fyrir samfélagið í heild.</p> <p>Við stefnum að því að þroska hér á landi áfram þekkingarsamfélag sem býður öllum landsmönnum fjölbreytni lífstækifæra til þess að þeir fái lífsmetnaði sínum fullnægt hér á landi með góðum og batnandi lífskjörum. Háskólasamfélagið er í miðju þessa samfélags og fræðsla og vísindastörf eru undirstöðuatvinnuvegur allra annarra atvinnuvega í nútíð og einkum í framtíðinni.</p> <p>Þessi fundur hér í dag er enn ein staðfesting þess að við Íslendingar erum vel á vegi staddir, enda þótt enn sé fjöldamörg viðfangsefni og úrlausnarefni við að fást.</p> <p>Ég vil að síðustu óska stúdentum, Háskólanum og vísindasamfélaginu til hamingju með þessa rannsóknadaga.</p>

2007-01-12 00:00:0012. janúar 2007Virkjum kraft kvenna

<p>Góðan daginn, góðir námsstefnugestir</p> <p>Það er mér heiður að fá tækifæri til að ávarpa ykkur við upphaf námsstefnu um verkefnið Virkjum kraft kvenna. Fyrir hönd aðstandenda námsstefnunnar lýsi ég ánægju með mikla þátttöku í þessum stórglæsilega fundi.</p> <p>Öllum er okkur ljóst að við verðum að nýta alla krafta þjóðarinnar og alla hæfileika okkar allra til þess að standast ögranir og viðfangsefni nútíðar og framtíðar. Við verðum þá ekki síst að nýta alla krafta, þrek, gáfur og aðra hæfileika yfirleitt til stjórnunar , ákvarðana og forystu.</p> <p>Nú eru konur meirihluti þjóðarinnar. Þess vegna er verkefni eins og Virkjum kraft kvenna ef til vill eitt stærsta mál sem við er að fást til framtíðar í atvinnulífi og viðskiptalífi og opinberu lífi þjóðarinnar.</p> <p>Málið snýst um það að sem allra flestir einstaklingar fái tækifæri til að njóta sín í lífinu og fái tækifæri til að láta samfélagið njóta af því sem hvert og eitt okkar hefur fram að bjóða.</p> <p>En málið snýst líka um það að þjóðfélagið fái að njóta kosta og hæfileika hvers og eins.</p> <p>Þetta er þannig alls ekki barátta kvenna einna, heldur er þetta sameiginlegt hagsmunamál allra, jafnt karla sem kvenna, að kraftur kvenna verði virkjaður til jafns á við hitt kynið í atvinnulífi, í viðskiptum, í opinberu lífi og þá ekki síður í stjórnun, stjórnunarstörfum og ákvörðunum í samfélaginu.</p> <p>Þannig þurfum við að meta mikilvægi þess verkefnis sem hér verður til umfjöllunar á þessari námsstefnu. Námsstefnan er með öðrum orðum afskaplega mikilvæg fyrir okkur öll, fyrir árangur í þeirri framtíðarstefnu sem þjóðin verður að móta og framfylgja.<br /> </p> <p>Auðvitað eru sjónarmiðin mörg og ólík í þessum málum. Til eru þeir sem telja að árangur náist aðeins með persónulegum áhrifum í fjölskyldum þeirra sem eiga fyrirtækin og stýra málum í atvinnu- og viðskiptalífi. Aðrir telja að áherslu verði að leggja á ákvarðanaferli á hluthafafundum og félagsfundum sem tryggja stöðu kvenna betur en verið hefur.</p> <p>Í þriðja lagi hefur verið bent á kynjakvóta til að staðfesta einhvern marktækan árangur strax í fyrirsjáanlegri framtíð.</p> <p>Hér er um ýmsar leiðir að velja sem rétt er að ræða og skoða nánara.</p> <p>Árið 2004 var samþykkt þingsályktun um jafnréttisáætlun og nefnd um tækifæri kvenna á þessum sviðum var kölluð til starfa. Skýrsla var gefin út 2005. Með þessu öllu, og með þessari námsstefnu, er val stjórnarmanna í fyrirtækjum komið í opna og opinbera&#160; umræðu. Hér er um mikilvæg störf að ræða og mikla ábyrgð og það er sannarlega kominn tími til opinnar umræðu um þetta allt.</p> <p>Fyrir nokkru var hafið samstarfsverkefni stofnana og aðila til að kanna og meta stöðu kvenna í fyrirtækjum í landinu. Fram hefur komið að árið 2005 skipuðu konur aðeins um 10,5 % stjórnarsætanna og aðeins 5 % stjórnarformanna voru konur.Þetta staðfestir ónotaða auðlind hæfileika og orku og getu til forystustarfa. Hér er skarð í röðinni, vanræksla sem þjóðin, og ekki aðeins konurnar, geldur fyrir. Þetta er staðreyndin sem við stöndum frammi fyrir og þurfum að ræða og breyta. Því að það nægir ekki að ræða aðeins þegar fyrir liggur að mál þarfnast aðgerða og breytinga. Hér þarf greinilega meira til að koma.</p> <p>Góðir tilheyrendur</p> <p>Þessi námsstefna á að efla umræður og þekkingu. Hún á að efla gagnkvæm kynni og tengsl kvenna á vettvangi félagsmála og atvinnulífs. Og hún á að hafa áhrif á þá sem mestu ráða á þessum sviðum.</p> <p>Ég endurtek að þessi málefni eru sameiginlegt hagsmunamál allrar þjóðarinnar og árangur skiptir afskaplega miklu fyrir framtíðarstyrk íslenska samfélagsins.</p> <p>Ég óska námsstefnunni og ykkur öllum velgengni í störfum og ég óska þjóðinni mikils árangurs af starfi ykkar hér.</p> <p>Námsstefnan er tekin til starfa.<br /> </p>

2006-10-27 00:00:0027. október 2006Ársfundur Norsk Sparebankforening í Oslo

<p align="justify">Orförande, ärade tillhörare</p> <p align="justify">Jag får börja med att tacka för inbjudan till Ert årsmöte här i Oslo och för tillfället att tala om utvecklingen i Island här på årsmötet. Jag tackar också för mig och min fru för utmärkt middag igår och för den fina maten och underhållningen.</p> <p align="justify">Island har utvecklats som en helt-öppen väst-europäisk ekonomi med samma regler och lagutveckling som naboländerna (1.glæra). Island har haft en mycket snabb ekonomisk tillväxt under de senaste åren. Utvecklingen av finansmarknaden har samma drag som i andra europäiska länder, men började mycket senare i Island och sker mycket snabbt.</p> <p align="justify">Islands Centralbank har enligt lag eget ansvar för uppföljande av offentligt inflationsmål, 2,5 % inflation för varje 12 månader. Liksom andra västerländska centralbanker tar Islands Centralbank fri marknadsutveckling som grundval för sin inställning till utvecklingen i ekonomi och finanssystem. Översikt över reporäntan (2.glæra). Island har fritt-flytande marknadsvaluta. Översikt över utvecklingen i valutaindexet (3.glæra). Valutautvecklingen har naturligtvis stort inflytande på situationen till varje tid i en så öppen ekonomi som den isländska men en flytande fri marknadsvaluta ger också smidighet åt ekonomin och reaktionsförmåga mot ojämvikt så som också erfarenheten har visat.</p> <p align="justify">En kort lista över de inflytelsesrikaste förändringarna ger översikt över utvecklingen i det isländska samhället och ekonomin under de senaste åren (4.glæra). De senaste åren känntäcknas av storinvesteringar och rekord-underskott i bytesbalansen (5.glæra). Man har i Island sett mycket stora samhällsekonomiska förändringar och snabb ekonomisk tillväxt. Man har en smidig arbetsmarknad och nästan ingen arbetslöshet. Den isländska arbetsmarknaden bör snarare jämföras med Stor-Britannien eller Amerika än med det kontinentala Europa. Ekonomin har öppnats utåt och isländska investeringar har börjat utomlands, även om de er mycket mindre, också relativt, än de andra Nordiska ländernas investeringar utomlands (6.glæra). Utvecklingen i Island kan definieras som kapitalisering i en växande marknad och kapitalakkumulation. Och detta kan ske med hjälp också av våra starka självständiga pensionsfonder vilka är möjligen ett av världens starkaste pensionssystem. Globaliseringens inflytande visas också starkt i ett litet samhälle. Men vi måste komma ihåg att informationsteknik och utbildning förminskar alla distanser i investeringar utomlands och förbigår differenser i macro-ekonomisk storlek.</p> <p align="justify">Två aspekter av utvecklingen har en särställning som måste nämnas. Å ena sidan har vi förändrat skattesystemet och skattesatserna med syfte på bättre konkurrensförmåga gentemot utlandet. Å andra sidan har det isländska utbildningssystemet utvecklats starkt under senare åren, med till eksempel fördubbling av antalet studenter på universitets- och högskolenivå.</p> <p align="justify">En kort lista visar huvuddrag i utvecklingen av det isländska finanssystemet (7.glæra). Centralbankens roll i finanssystemet (8.glæra). Island är en del av gemensamt-europäisk lagutveckling, och man har länge haft ett ambitiöst program för utveckling av institutioner, lagstadgar och andra regler för finansmarknaden. Privatiseringen av bankväsendet i Island i året 2002 är en mycket radikal samhällelig förändring (9.glæra). Sedan dess har bankerna kapitaliserats snabbt og vuxit starkt både inom- och utomlands. Under samma tid har vi sett en omvälvning av bostadslåner och lägenhetsmarknaden (10.glæra). Nyligen har man sett ökat intresse för den isländska kronan utomlands och man har börjat i andra länder med utgåvor av internationella obligationer i isländska kronor. De internationella ratings-företagen har visat Island ökat intresse, och också olika utländska banker har visat stort intresse för isländska förhållanden.</p> <p align="justify">Å sidan måste det påpekas att debatt om euro och den Europäiska Unionen tillhör en helt annan politisk diskussion. Politisk debatt är inte alltid det samma som ekonomiska frågeställningar eller dialog om ekonomiska och finansiella förhållanden. Den isländska ekonomin och den isländska kronan klarar sig tämligen väl men påverkas naturligtvis både av politiska beslut och av marknadsbeslut. Island har en nationell valuta som fungerar vid sidan av multinationella världsvalutor och detta innebär naturligtvis sina uppgifter. Det är klart at förändringar kan komma på kort varsel och det finns olika meningar och åsikter i Island om medlemskap i EU, men denna fråga är inte og den har inte varit på den aktuella politiska horisonten.</p> <p align="justify">Man kan kort beskriva utvecklingen under de senaste åren med statistik (11.glæra). Utvecklingen under innevarande år 2006 har visat stark överhettning i ekonomin (12.glæra). Man måste understryka att förändringarna i de första månaderna av 2006 ger endast en del av bilden därför att man måste se på något längre sikt för bedömningar. Man kan också se på utsikter och prognoser för de närmaste åren (13.glæra).</p> <p align="justify">Vi kan definiera den isländska situationen som en liten helt-öppen och fri marknadsekonomi med flytande marknadsvaluta i en tid av stora utländska investeringar och andra förändringar i ekonomins struktur. Nya näringsgrenar ökar starkt (14.glæra). Islänningarna har uppvisat starkt intresse för ambitiös utveckling av lag och reglement om finansmarknaden. Island har sett förändringar i valutan, bytesbalansen, arbetsmarknaden, och jättelik tillväxt i bostadslåner till familjer för lägenheter. De här ovannämnda aspekterna ger också tilldels en översikt över utvecklingen i ekonomins struktur.</p> <p align="justify">Det finns alltid fordringar för stabiliseringspolitiken. I nuläget i Island er det viktigt at komma ihåg arbetsfördelningen mellan regeringen, statsfinanserna, och Centralbanken (15.glæra). Vi kan se på de olika varierande aspekter som penningpolitiken möter (16.glæra). Igen måste man påpeka att valutan också verkar för smidighet och reaktionsförmåga och därigenom som hjälp för jämviktssträvanden inom ekonomin. Även om några specialister har varslat om smärtsam landning efter den sammankoppling vi har av högkonjuntur, underskott i bytesbalansen, inflation, lägre valuta, - och därmed såkallad överhettning -, så finns det också realistiska prognoser för landning som blir tämligen lugn.</p> <p align="justify">Under innevarande år har den isländska regeringen fortsatt med sin ekonomiska politik. Under sommaren har vi vidtagit åtgärder i enighet med arbetsmarknadens parter, arbetsgivarna och Islands LO, med syfte på att komma till en lugnare marknad och mindre inflation under förra delen av nästa år. Vi har också fått en ny överenskomst med de äldres föreningar om pensionen o.s.v. Vid årets slut kommer de stora investeringarna i Östra Island till sitt slutskede, och under förra hälften av 2007 kommer produktionen där igång. Redan under sommarens senaste del kan Islänningarna se klara tecken på att överhettningen i ekonomin minskar och vi börjar närma oss till en ny jämnviktstid.</p> <p align="justify">Nyligen har den isländska regeringen vidtagit åtgärder med det syfte att de dagliga matvaropriserna i Island ska sänkas, mest genom förändringar i momsen, i marts 2007 och komma ner på gemensamt nordiskt nivå på Eurostats skala. Det här har blivit möjiligt genom den förstärkning av statsfinanserna som högkonjunkturen har inneburit.</p> <p align="justify">Det er intressant at se på aktuella utländska och internationella bedömningar av den isländska situationen och av den isländska finansmarknaden. Det finns olika rapporter från enskilda utländska banker (17.glæra). IMF - den internationella monetära fonden i Washington och de internationella ratings-företagen har publiserat rapporter om Island med rätt positiva och optimistiska bedömningar men samtidigt med professionella advarsel och rekommendationer (18.glæra).</p> <p align="justify">Island är en ny deltagare på den europäiska och internationella arenan för finanser och banker och möter naturligtvis som sådan skepsis från andra håll och hårda reaktioner från konkurrenterna. De isländska bankerna är företag i ett nyligen omorganiserat bankväsende i snabb tillväxt som tilldrar sig intresse från många håll. De isländska bankerna har uppenbart nog tillväxtproblemer och problemer i informationsspridning till marknaden och till allmänheten i andra länder och måste lära sig att arbeta i nya omgivningar, med initiativ också i nya områden och i nya professionella fält. Naturligtvis finns där många nya problem och uppgifter att ta hand om framåt. Vi har fått prognoser som visar möjligheter för en tämligen mjuk landning utan större störningar både i bankväsende och i ekonomin som helhet efter den såkallade överhettning som har skett. Bankerna har hittills klarat sina uppgifter på övertygande sätt, också redan sina finansiella behov för det kommande året. I grund och botten har Island en stark och smidig ekonomi med goda framtida möjligheter och utsikter. De internationella specialisterna i de stora ratings-företagen, som jag nämnde tidigare, ger de isländska bankerna rätt goda betyg på längre sikt men påpekar samtidigt uppenbara och väl kända faror på vägen. Med internationella mått mätt måste den isländska utvecklingen ses som en allmänt känd historia tidigare från många andra länder.</p> <p>Jag tackar igen för inbjudan till de norska sparbankernas årsmöte, och hoppas att mina ord har givit Er en översikt över utvecklingen</p> <br /> <br />

2006-10-16 00:00:0016. október 2006Undirritun vaxtarsamnings Suðurlands og Vestmannaeyja

<p align="justify">Föstudaginn 13. okt. 2006 var vaxtarsamningur Suðurlands og Vestmannaeyja undirritaður á Hótel Hvolsvelli. Við þetta tækifæri ávarpaði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra viðstadda sem voru allmargir sveitarstjórnarmenn, Alþingismenn, fulltrúar stofnana og fyrirtækja á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum og aðrir forkólfar sunnlenskra byggða. Jón minnti á að vaxtarsamningur er merkilegur áfangi og fagnaðarefni. Samningurinn er ekki aðeins fjárveitingar, heldur fyrst og fremst felur hann í sér samstarf, frumkvæði, forsjá og forystu heimamanna fyrir sameiginlegum verkefnum og átaki til eflingar byggðanna og nærsamfélaganna á svæðinu. Forysta heimamanna er lykilatriði í vaxtarsamningi. Mikilvægt frumkvæði þessu sinni hafi komið frá Vestmannaeyingum og vottaði ráðherra þeim þakkir. Jón rakti nokkur meginatriði og áherslur samningsins, og vakti athygli á því að klasar og klasamyndun er grunnþáttur í öllum vaxtarsamningum. Klasar hafa sannað gildi sitt bæði erlendis og hér á landi. Auk þessa nefndi ráðherra nokkur fleiri atriði í þessum samningi, svo sem áherslu á mannauð, tengslanet, samhæfingu og nýsköpun. Ráðherra rakti vinnu iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta að nýsköpun og vaxtarsamningum og sagði þetta tengjast vel því meginhlutverki ráðuneytanna að vera miðstöð þekkingarsamfélags og nýsköpunar í landinu. Þetta er einmitt eðli vaxtarsamninganna og því vilja ráðuneytin vinna að þeim. Með þeim sjáum við leiðina framundan og höfum leiðarljós. Auk þess er með þessu fært vald út í byggðirnar til fólksins sjálfs. Loks óskaði Jón öllum til hamingju með þennan nýja vaxtarsamning.</p> <br /> <br />

2006-10-12 00:00:0012. október 2006Orkuþing 2006

<p>Ágætu tilheyrendur</p> <p>Það er gagnlegt að koma saman til að sjá helstu drættina í heildarmynd af svo mikilsverðum málefnaflokki sem orkumál Íslendinga eru.</p> <p>Íslendingar hafa náð miklum árangri í nýtingu þeirra hreinu og endurnýjanlegu orkugjafa sem auðlindir landsins bjóða, okkur öllum til hagsældar.</p> <p>Jafnframt verðum við ævinlega að hafa það vel hugfast að ganga gætilega fram, því að það sem virðist vera gleðidyr getur orðið að fótakefli ef menn hafa ekki fulla gát á athöfnum sínum.</p> <p>Þetta á auðvitað við um orkunýtingu á Íslandi, eins og svo glögglega kemur fram í almennum umræðum landsmanna um þessar mundir.</p> <p>Þjóðin þarf að sjá nýtingu og vernd orkulinda og hreinnar náttúru landsins í einu og sama hugtakinu. Með slíkum hætti getum við stuðlað að víðtækri sátt í landinu um þessi mikilvægu málefni.</p> <p>Orkulindirnar og fögur náttúra fósturjarðarinnar er meðal fjöreggja íslensku þjóðarinnar.</p> <p>Í samræmi við þessi sjónarmið hyggst umhverfisráðherra nú á næstunni leggja fram frumvarp um stærsta þjóðgarð Evrópu, Vatnajökulsþjóðgarðinn. Þar fer saman vernd og hyggileg og hófsamleg nýting og aðgengi fólks að perlum náttúrunnar.</p> <p>Árið 2003 varð mikilvæg breyting á stjórnsýslu í orkumálum.</p> <p>Þessi breyting verður á sama tíma sem markaðsaðstæður gerbreytast í orkumálum Íslendinga. Áður hafði ríkisvaldið alla forystu og forgöngu um að leita og ná samningum við aðra aðila, einkum fjölþjóðafyrirtæki, um nýtingu orkulindanna.</p> <p>Nú blása vindarnir úr öðrum áttum. Nú er öflug eftirspurn eftir tækifærum til að nýta og beisla orkulindirnar.</p> <p>Þessar nýju ? og að sumu leyti óvæntu ? aðstæður þurfum við að skilgreina vel fyrir okkur sjálfum. Og við verðum að kunna að bregðast skynsamlega við þessum nýju aðstæðum.</p> <p>Fyrir nokkru var skipuð nefnd til að gera tillögur að stefnumótun varðandi rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu, en þar er einkum um að ræða jarðhita, jarðefni, grunnvatn og vatnsafl til raforkuframleiðslu.</p> <p>Nefndin hefur nú skilað tillögum sínum.</p> <p>Nefndin leggur til, í fyrsta lagi, að lögfestar verði verklagsreglur um val milli umsókna um rannsóknar- og nýtingarleyfi á auðlindum í þjóðlendum eða ríkisjörðum. Gert er ráð fyrir faglegu og gagnsæju ákvörðunarferli og að um gjaldtöku verði að ræða. Nefndin leggur einnig til að eigendur eignarlanda þurfi að afla sér allra tilskilinna leyfa að lögum en hafi að öðru leyti samningsfrelsi.</p> <p>Í öðru lagi gerir nefndin það að tillögu sinni að Alþingi samþykki ekki síðar en árið 2010 lög eða þingsályktun um verndar- og nýtingaráætlun um náttúruauðlindir. Áætlunin verði til langs árabils og sæti reglulegri endurskoðun.</p> <p>Í þriðja lagi kemur fram í áliti nefndarinnar að grunnur þessarar áætlunar verði lagður með samstarfi og samráðum helstu hagsmunaaðila og nokkurra ráðuneyta.</p> <p>Í fjórða lagi telur nefndin að niðurstöður 1. og 2. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma verði grundvöllur heildaráætlunar um verndun og nýtingu.</p> <p>Í fimmta lagi segir í áliti nefndarinnar að nauðsynlegt sé að leggja aukið fé til rannsókna vegna 2. áfanga rammaáætlunar og til annarra grunnrannsókna.</p> <p>Nú er ljóst að nokkur tími líður áður en tillögur nefndarinnar geta komist til framkvæmda, hvort sem fallist verður á þær óbreyttar eða einhverjar breytingar verða gerðar á þeim.</p> <p>Þangað til verðum við þá að miða við tilteknar skilgreindar mælistikur í þeim ákvörðunum sem taka ber á þessu tímabili.</p> <p>Um þetta leggur nefndin, í fyrsta lagi, til að heimilt verði að vinna áfram að þeim verkefnum sem þegar eru í gangi og að veita nýtingarleyfi í tengslum við þau.</p> <p>Í öðru lagi telur nefndin að heimilt eigi að verða að veita rannsóknar- og nýtingarleyfi verkefnum sem fullnægja umhverfismati a) og b) í 1. áfanga rammaáætlunar enda hafi ekki verið gerðar sérstakar athugasemdir við þau.</p> <p>Í þriðja lagi gerir nefndin þá tillögu að öðrum verkefnum verði ekki veitt brautargengi á tímabilinu nema að undangengnum rannsóknum og mati og með samþykki Alþingis.</p> <p>Ég vil nota þetta tækifæri til að fagna tillögum nefndarinnar og þakka nefndarmönnum, og ekki síst formanni nefndarinnar Karli Axelssyni, fyrir mikið og vandað starf.</p> <p>Almennt talað eru tillögur nefndarinnar í samræmi við hugmyndir og óskir langflestra landsmanna og í samræmi við þau almennu viðhorf sem ríkisstjórnin vill leggja til grundvallar.</p> <p>Þessar tillögur eiga að geta orðið farvegur að þjóðarsátt um þessi mikilvægu málefni.</p> <p>Samkvæmt dagskránni verður sérstök grein gerð fyrir áliti nefndarinnar hér á Orkuþingi.</p> <p>Eins og áður segir viljum við sjá nýtingu og vernd sem hliðar sama viðfangsefnis til framtíðar. Þjóðin vill eiga fjöreggin sín og telur óþarft að gera um of upp á milli þeirra. Hún vill njóta fjöreggja sinna.</p> <p>Eins og áður segir varð mikil breyting á stjórnsýslu orkumála fyrir þremur árum. Þetta var ekki breyting á pólitískri stefnu, heldur breytt verklag og stjórnsýsla.</p> <p>Tímabili virkrar stóriðju- og virkjanastefnu stjórnvalda lauk og fyrstu skref tekin í átt að orkumarkaði með forræði og frumkvæði landeigenda, sveitarfélaga, fjárfesta, orku- og iðjufyrirtækja, með virkri aðild opinberra eftirlits- og stjórnsýslustofnana, einkum Orkustofnunar, Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar.</p> <p>Mörg heillandi verkefni eru framundan, og skulu aðeins tvö dæmi nefnd.</p> <p>Djúpboranir eftir jarðvarma kunna að gerbreyta öllum aðstæðum og möguleikum þjóðarinnar. Ef þær takast vel kann orkuöflun að margfaldast úr hverri borholu.</p> <p>Unnið er að undirbúningi fyrir olíuleit norður af landinu og á Jan Mayen-hryggnum.</p> <p>Það er meira að segja búið að leggja fram tillögur um nöfn á þessi leitarsvæði. Er þá leitað fyrirmynda í skjaldarmerki Lýðveldisins Íslands.</p> <p>Þá skal svæðið á Jan Mayen-hyggnum heita "Dreki", setlagasvæðið undan Norðurlandi "Gammur" og svæðið suðaustur af Íslandi "Bergrisi".</p> <p>Íslendingar hafa náð mjög góðum árangri í orkumálum, enda gætir þess í lífsháttum og lífsgæðum á landi hér.</p> <p>Við höfum sérstöðu sem birtist skýrast í því að næstum því öll raforka okkar kemur frá endurnýjanlegum orkulindum.</p> <p>Eftir sem áður stefna íslensk stjórnvöld að ábyrgri nýtingu náttúruauðlindanna með fullri aðgát ? og um leið er þetta stefna varúðar, virðingar og verndar.</p> <p>Næsti megináfangi er að móta nýtingar- og verndaráætlun fyrir náttúruauðlindir þjóðarinnar.</p> <p>Þetta er sameiginlegrt verkefni sem á að geta stuðlað að víðtækri sátt meðal þjóðarinnar.</p> <p>Samfélagið allt, hagkerfið og þjóðlífið hvíla á þeim grundvelli og forsendu að orkulindirnar og aðrar auðlindir lands og lagar séu nýttar af ráðdeild og virðingu.</p> <p>Okkur ber að vanda rækilega allar ákvarðanir í þessum efnum og stíga varlega fram.</p> <p>Þetta hefur verið, er og verður áfram stefna íslenskra stjórnvalda.</p> <p>Að lokum vil ég þakka Samorku fyrir að hafa forgöngu um Orkuþing sem er nauðsynlegur vettvangur til að skiptast á og miðla upplýsingum um íslensk orkumál og þróun þeirra.</p> <p>Þakka áheyrnina</p> <br /> <br />

2006-10-09 00:00:0009. október 2006Lagnafélag Íslands 20 ára.

<p>Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra flutti stutt ávarp í tilefni af 20 ára afmæli Lagnafélags Íslands á sýningu félagsins í Vetrargarðinum í Smáralind föstudaginn 6. okt. sl.</p> <p>Í upphafi óskaði Jón félaginu og forystumönnum þess til hamingju með afmælið og minntist þess mikla árangurs sem félagið hefur náð. Hann óskaði nýjum heiðursfélögum þess einnig til hamingju. Hann gat þess að Lagnafélagið hefur náð miklum árangri í innra starfi lagnamanna og líka í opinberri og almennri kynningu á lagnamálum. Jón spurði síðan hverju máli lagnir og lagnamál skipta, og hvað í þeim felst. Hann rakti eigin reynslu frá þeim tíma er hann sjálfur var skólastjóri heimavistarskóla og komst að því að lagnir og lagnagæði eru undirstaða velferðar, vellíðunar, starfsárangurs og heilbrigðis dag frá degi. Enda þótt menn byrji með því að hugsa um náttúruhamfarir eða eldsvoða og beini athygli sinni að slíkum þáttum sem eðlilegt er, þá komi það á daginn að lagnakerfin og gæði þeirra og öryggi eru undirstaða í daglegu lífi.</p> <p>Jón minntist þess að Lagnafélagið gengst fyrir margs konar kynningarstarfi og þróunarstarfi. Birtar eru lagnafréttir í fjölmiðlum og efnt hefur verið til Norðurlandakeppni í pípulögnum. Veittar eru ýmsar viðurkenningar en með þessu öllu er félagið að efla starfsmetnað og starfsþróun og gæði.</p> <p>Síðast en ekki síst kvaðst Jón vilja nefna Lagnakerfamiðstöðina á Keldnaholti. Fyrir þetta allt þakkaði iðnaðarráðherra í nafni ráðuneytisins og stjórnvalda og óskaði Lagnafélagi Íslands og forystu þess allra heilla.</p> <br /> <br />

2006-10-05 00:00:0005. október 2006Náttúruvernd og nýting náttúruauðlinda

<p><span>Ágætu tilheyrendur</span></p> <p><span>Stefna Íslendinga í málum sem snerta náttúruvernd og nýtingu auðlinda er sú að við viljum verndun og nýtingu með fyllstu aðgát, varúð og virðingu.</span></p> <p><span>Verndun og nýting auðlinda eru tvær hliðar á sama máli.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Verndun og nýtingu auðlinda þurfum við að sjá og skilja í einu og sama hugtaki.</span></p> <p><span>&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p><span>Áratugum saman hafði ríkisvaldið alla forystu og forsjá um orkumál, stóriðju og rannsóknir sem þessu tengdust.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þessu tímabili virkrar stóriðju- og virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda lauk 2003, með breytingum sem þá voru gerðar á stjórnsýslu og umhverfi á þessum vettvangi.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Með þessum breytingum var horfið að mestu frá ríkisforsjá og fyrstu skref tekin í átt að orkumarkaði.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Um leið breyttist staða landeigenda, sveitarfélaga, skipulagsstofnunar og umhverfisstofnunar.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Síðan þessar breytingtar urðu er hlutverk iðnaðarráðuneytisins einkum fyrirgreiðsla og aðstoð, en ekki forysta eða stýring svo sem áður var.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þau verkefni sem nú eru helst á döfinni, við Húsavík, í Helguvík, og í Straumsvík, eru þannig á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytisins.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Kárahnjúkavirkjun og það sem henni tengist er eitt það síðasta sem tilheyrir gamla kerfinu.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Afstaða langflestra Íslendinga til verndunar og nýtingar auðlindanna er sama afstaða og ríkisstjórnin og Framsóknarflokkurinn aðhyllast.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Langflestir eru í senn nýtingarsinnar og verndunarsinnar og sjá ekki andstæðu í þessu.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Aðeins örfáir vilja hamast áfram með framkvæmdir sem víðast, og aðeins örfáir aðrir vilja stöðva allar framkvæmdir og ný verkefni.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Eins og allir vita blandast heitar tilfinningar inn í þetta, vísindalegur metnaður og margs konar sárindi og misskilningur.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Meginstefna Íslendinga miðar að því að þroska hér þekkingarsamfélag með fjölbreyttu atvinnulífi og framtaki, en orka og iðnaður eru aðeins hluti af þessu.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Næsti megináfangi verður, að minni hyggju, gerð heildstæðrar rammaáætlunar um nýtingu og vernd náttúruauðlindanna.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þetta verður sameiginlegt verkefni sem á að geta stuðlað að víðtækri sátt meðal þjóðarinnar um þessi mikilvægu málefni.</span></p> <p><span>&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p><span>Margt hefur verið talað og skrifað um þessi mál að undan förnu.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Fyrir nokkru kom út bókin Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þetta er skemmtileg og vel skrifuð bók með þeim geðþekka og aðlaðandi blæ sem einkennir önnur verk höfundarins.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Meginstef bókarinnar eru hrífandi:</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Við þurfum að losa um viðjar tæknihyggju og efnishyggju og losa um þær viðjar sem almennar umræður hafa lagt á ímyndunarafl og nýsköpunarmátt; - við eigum að vefengja ráðandi viðhorf og benda á möguleika og úrræði önnur en virkjanir og stóriðju; - höfundur vill hjálpa lesanda að sigrast á ótta við þessa vefengingu og ótta við aðrar leiðir sem til greina koma.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þetta er góður og tímabær boðskapur, - en ég hef líka ýmsar athugasemdir að gera við málflutninginn í bókinni.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Á 101. bls. er fjallað um möguleika til að komast út úr vandræðum og öngstræti í samfélagsþróun, en þetta er gert með þeim hætti sem kynni að ýta um of undir kæruleysi í rökfærslum.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þar er boðað að þjóðin geti komist "út úr kreppuhugsuninni" eins og það er orðað.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>En þarna er ekkert til skýringar á margra áratuga reynslu á landsbyggðinni í atvinnuhnignun og skorti á nýsköpun. <span>&#160;</span></span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Höfundurinn skautar yfir vandamál í byggðaþróun margra áratuga eins og ekkert sé.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Það er sem sé fátt lagt fram til að mæta þeim sögulegu og efnahagslegu forsendum sem liggja til grundvallar ákvörðunum stjórnvalda og heimamanna.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Á 151. bls. er skyndileg tenging yfir í stórframkvæmdirnar á Austurlandi.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þessi tenging er mjög mikilvæg fyrir allan þann málstað sem bókin kynnir og allan málflutning höfundarins í bókinni yfirleitt.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Umfjöllun í bókinni um stórframkvæmdirnar á Austurlandi hvílir á þeim grunni að einmitt þessi tenging, á 151. bls., sé ótvíræð og rökvíslega réttmæt.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þessi tenging í lesmálinu er gerð með mjög hugvitsamlegum hætti sem þó verður ekki talinn laus við áróður.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þessi tengsl eru nefnilega ekki rökvíslega nauðsynleg eða ótvíræð málefnaleg ályktun.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Ég get til dæmis vel tekið undir flest framan af í bókinni, en verið samt ósammála tengingunni á 151. bls.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Ég get tekið undir með höfundinum um þau heillandi stefnumið bókarinnar sem ég taldi upp áður, án þess í sjálfu sér að ég sé með því að láta í ljós einhverja tiltekna skoðun á tilteknum verklegum framkvæmdum.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Tengingin yfir í stórframkvæmdirnar fyrir austan er þess vegna ekki sannfærandi á þann hátt sem greinilega vakir fyrir höfundinum.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Röklegu tengslin og forsendurnar fyrir ályktunum hans standast því ekki með þeim hætti sem höfundurinn stefnir að.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Lesandi kann að kjósa<span>&#160;</span> að fylgja málflutningi höfundar, ef lesandanum þá þóknast af öðrum ástæðum, en röksemdafærslan í bókinni nægir ekki til þess.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Mikið af röksemdafærslunni í bókinni er ádeila á skrif eins nafngreinds manns og hefur þar af leiðandi takmarkað almennt gildi.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Á 176. bls. gagnrýnir höfundur að Ísland skuli hafa verið kynnt sem "ódýr orka".</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>En stofnunin sem þetta boðaði hefur m.a.s. verið lögð niður og verkefnum hennar hætt af opinberri hálfu.</span></p> <p><span><span>&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</span></span></p> <p><span>Ef "ódýr orka" er forsenda fyrir gagnrýni höfundar, þá má ætla að afstaða hans mótist af kröfu um hærra verð fyrir orkuna.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>En málflutningurinn í bókinni miðast þó allur við andstöðu við verklegar framkvæmdir af öðrum ástæðum.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Í þessu er æpandi mótsögn í málsmeðferð höfundarins og skaðar í raun málstað hans.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Lesandi verður ekki alveg viss um það hvort höfundurinn boðar andstöðu gegn stórvirkjunum vegna náttúruverndarsjónarmiða eða hann gagnrýnir orkusölusamningana vegna þess að þeir gefi ekki nægilegan gróða.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Margir áköfustu virkjanasinnar munu eflaust taka heilshugar undir kröfu um sem allra hæst verð.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>En varla er það ætlun höfundarins að styðja málflutning þeirra.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Enn er þess að geta að Íslandskort á 179. og 183. bls. eru mjög villandi eins og hver maður getur séð sem ferðast um landið.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Á 255. bls. er mjög hæpinn og kæruleysislegur samanburður við árangur margra áratuga starfs í Rovaniemi í Finnlandi og látið að því liggja</span></p> <p><span>að slíkur árangur kunni að vera auðveldur og skjótfenginn.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Bókinni lýkur með fyndinni léttúð á 259. bls., - en sannleikurinn er sá að það ristir ekki dýpra þarna, heldur er þetta aðeins fyndni og léttúð og skaðar málstaðinn líka þótt skemmtilegt sé og lýsi frjóu ímyndunarafli og hugkvæmni höfundarins.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Höfundur ber þarna saman verðmat á mannvirkjunum á Austurlandi við verðmat á stórfyrirtækinu Disney, en lesandinn er engu nær um röklegt samhengi.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Höfundur ímyndar sér að frægt listaverk Ólafs Elíassonar fylli hvelfinguna miklu sem grafin hefur verið inn í fjall þar eystra, - en lesandinn spyr:</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Er þetta gamansemi um listamanninn Ólaf Elíasson, eða um þetta listaverk hans, - eða gefur höfundurinn hér ímyndunarafli sínu og gamansemi lausan tauminn alveg út í bláinn ?</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þetta minnir nefnilega á orð hans á öðrum stað í bókinni þar sem hann talar um "fullkominn fiðrildaheim".</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Höfundurinn vefengir eins og ég sagði áður, og það er réttmætt og tímabært að vefengja.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>En það má líka vefengja málflutning hans sjálfs eins og ég hef nefnt dæmi um.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Ég er sem sagt gagnrýninn m.a. á tenginguna sem birtist allt í einu á 151. bls. og óánægður með ýmislegt annað í bókinni.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>En hún er tímabær og skemmtileg og margt í henni er heillandi og aðlaðandi eins og annað sem þessi höfundur hefur látið frá sér fara.</span></p> <p><span>&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p><span>Íslendingar hafa náð miklum árangri í orkumálum á liðnum áratugum.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Við höfum sérstöðu í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa sem ekki menga á sama eða svipaðan hátt og ýmsir aðrir.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Á árinu 2003 varð mikilvæg umbreyting eins og áður segir.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Eftir sem áður stefna íslensk stjórnvöld að<span>&#160;</span> ábyrgri nýtingu náttúruauðlindanna með fullri aðgát - og um leið er þetta stefna varúðar, virðingar og verndar.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Framundan er að móta verklagsreglur markaðar og jafnræðis á þessu sviði.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Leggja þarf grunn að nýtingar- og verndaráætlun til langs tíma.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>En þessi heildaráætlun verður varla tilbúin fyrr en eftir nokkur ár.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þangað til tel ég að við verðum að fylgja samþykktum skilgreindum mælistikum í ákvörðunum.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Við þurfum lagareglur um val um umsóknir.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Við þurfum að halda okkur við verkefni sem hlotið hafa jákvæðar umsagnir og hafa gott umhverfismat og hagkvæmnismat.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Sem fyrr verður stefna okkar miðuð við ábyrgð, varúð, aðgát, virðingu og ráðdeild.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Taka ber fullt tillit til skipulagssjónarmiða og náttúruverndarsjónarmiða og athafnir verða undir forystu landeigenda, sveitarfélaga og fjárfesta.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Fyrra tímabili lauk 2003 og nýtt tók við.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Nýtt tímabil er eðlilegt málefnalegt framhald og í samræmi við aðrar umbreytingar í viðskiptalífi og hagkerfi Íslendinga.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Nú eru ekki ný verkefni eða ný svæði í vinnslu inni á hálendinu.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Jarðvarmi er að taka fremsta sæti í orkuþróuninni.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Æskilegt er að halda áfram að skoða aðra orkukosti, vindorku og annað.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Djúpboranir geta markað alger tímamót og verður mjög spennandi að fylgjast með þeim tilraunum á næstunni.</span></p> <p><span>&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p><span>Íslendingar hafa nokkurt svigrúm innan Kyoto-samkomulagsins, - en önnur lönd kunna reyndar að vilja ýta meira á okkur en við sjálf kjósum.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Við munum að sjálfsögðu virða og fylgja framhaldi Kyoto þegar að því kemur.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Meginstefin í framtíðinni verða þessi að minni hyggju:</span></p> <p><span><span>&#160;</span></span></p> <p><span>Gerð verður heildstæð nýtingar- og verndaráætlun sem alþingi fjallar um á nokkurra ára millibili.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Ákvarðanir um umsóknir verða teknar með faglegu gegnsæju valferli.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Í framtíðinni verða orkumál, atvinnumál og náttúruvernd samtengdar hliðar sömu málefna sem stjórnvöldin sem heild vinna sameiginlega að.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar, á hálendi Austurlands og í Reyðarfirði, verða brátt á lokastigi.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þær fylgja mjög vönduðum undirbúningi og fagleg vinnubrögð eru viðhöfð á allan hátt, svo sem sannast hefur að undanförnu.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Jafnóðum hefur verið tekið á öllum þeim málefnalegu ábendingum, gagnrýni og athugasemdum sem fram hafa komið.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Framleiðsla hefst á næsta ári við Kárahnjúka og síðan við Reyðarfjörð.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Eiginlega er það alls ekki undarlegt að mönnum þyki nóg um, á meðan þessar risavöxnu framkvæmdir ganga yfir.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Það er alls ekki að undra að mörgum ofbýður stærð og umfang þessara framkvæmda.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>En slíkt viðbragð gefur alls ekki tilefni til þess að menn hverfi frá framkvæmdum.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Stefna Íslendinga er alls ekki að sökkva öllu, og ekki heldur að stöðva allt.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Stefnan er ábyrgð, varúð, skynsemi, og virðing.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>En meginstefnan er ekki á stóriðju eða stórvirkjanir, heldur á blóma og fjölbreytni í hvers konar smærri og meðalstórum fyrirtækjum þekkingarsamfélagsins, með vísindi og fræði, tækni og nýsköpun í fyrirrúmi.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Stóriðja og stórvirkjanir verða aðeins inngróinn, - en lítill -, þáttur í þessari kröftugu og lífrænu heild.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þarna er leiðin að gróandi þjóðlífi og glæsilegu menningarlífi framtíðarinnar, og með þessu verður blómi og framþróun tryggð um land allt.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þetta er kjarninn í stefnu langflestra Íslendinga, stefnu ríkisstjórnarinnar og er hluti af þjóðlegri og þjóðrækilegri umbótastefnu Framsóknarflokksins.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þess vegna er erindi Framsóknarmanna svo brýnt við alla þjóðina og fyrir alla þjóðina, um sanngirni og hófsamleg sjónarmið á þessu sviði,</span></p> <p><span>um alhliða umbótastefnu, varúð og virðingu.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Við verðum að sjá í gegnum samsæriskenningarnar og misskilninginn, óttann og efasemdirnar, - til þess líka að geta meðtekið og notið þess sem er heillandi og skemmtilegt í þessu ágæta riti sem ég nefndi áður, Draumalandinu eftir Andra Snæ Magnason.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Við viljum nefnilega líka geta notið þess sem er vekjandi og áhugavert í bókinni, og þess sem er tímabærar ábendingar og viðvaranir. <span>&#160;</span></span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Það er svo fjöldamargt í þessari bók sem stefnir alveg í sömu átt, - að blómlegri þjóðmenningu, að sterkri sjálfsvitund íslensku þjóðarinnar og trú á eigin framtíð í eigin landi, og að blómlegu og fjölbreytilegu þekkingarsamfélagi íslensku þjóðarinnar í framtíðinni.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Vefengingin sem í bókinni er að finna er um leið staðfesting á mikilvægum framtíðarsjónarmiðum sem snerta alla Íslendinga.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Nýting og vernd eru nefnilega tvær hliðar á sama máli, tveir þættir í sama bandi, hvor um sig ómissandi fyrir hinn og fyrir heildina.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Í þessu felast einmitt möguleikarnir á því að reyna að ná víðtækri sátt og þjóðlegri samstöðu um þessi miklu mál.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Ég er ekki viss um að unnt sé að ná sátt allra, en annars vegar ber okkur skylda til að reyna það, og hins vegar er ljóst að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hefur sameiginleg sjónarmið í orku- og iðnþróunarmálum og málefnum náttúruverndar.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Allt samfélagið, hagkerfið og þjóðlífið allt hvíla á þeirri forsendu að orkulindir og aðrar auðlindir lands og lagar séu nýttar af ráðdeild og skynsemi.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Okkur ber að vanda rækilega allar ákvarðanir í þessum efnum og stíga varlega fram.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þetta hefur verið og verður áfram stefna íslenskra stjórnvalda.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Þakkir</span></p> <br /> <br />

2006-10-04 00:00:0004. október 2006Fyrsti þingfundur 3. október 2006

<p align="justify">Hæstvirtur forseti alþingis, góðir landsmenn</p> <p align="justify">Núverandi ríkisstjórn er, - eins og fyrri ríkisstjórnir í þessu stjórnarsamstarfi -, ríkisstjórn nýsköpunar, frjálslyndis og alhliða framfara. Ríkisstjórnin stefnir að bættum lífskjörum alls almennings og vaxandi velmegun í sterku og kröftugu efnahagskerfi, menningarlífi og þjóðlífi í öllum byggðum landsins.</p> <p align="justify">Samstarfsflokkarnir í ríkisstjórninni hafa staðið fyrir róttækum umbótum og nýsköpun í samfélaginu, og þetta starf hefur skilað miklu til allrar þjóðinnar. Árangurinn má til dæmis sjá af mikilli fjölgun starfa í útrás, hátækni og nýsköpun.</p> <p align="justify">Alþingi kemur nú saman til funda þegar ljóst er að nýlegar aðgerðir stjórnvalda eru byrjaðar að skila árangri. Þessar aðgerðir stefna að því að hægja á og auka stöðugleika og efnahagslegt jafnvægi á næstu mánuðum.</p> <p align="justify">Ríkisstjórnin stendur á styrkum og stöðugum grunni þeirra miklu framfara og umbóta sem hún hefur staðið fyrir og mótað hafa algerlega nýtt umhverfi í efnahags- og viðskiptamálum og í lífskjörum, atvinnu- og menningarlífi í landinu.</p> <p align="justify">Alhliða árangur Íslendinga á síðustu árum hefur vakið verðskuldaða athygli erlendis.</p> <p align="justify">Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, á verulegan hlut að þessu öllu. Árum saman hefur hann barist fyrir mikilvægum framfaramálum sem skilað hafa öllum almenningi miklum árangri. Nú er stund til þess að þakka Halldóri allt hans mikla og glæsilega starf fyrir íslensku þjóðina.</p> <p align="justify">Það er ævinlega svo að róttækar breytingar kalla fram ný, - jafnvel áður óþekkt -, viðfangefni sem þarf að leysa. Árangur á einu sviði getur raskað aðstæðum í öðrum málaflokki og þá þarf að bregðast við því.</p> <p align="justify">Auðvitað á þetta við um þær miklu samfélagsbreytingar sem orðið hafa á landi hér á síðari árum. Þjóðin hefur jafnvel séð dæmi þess að reynt sé að nota mikilvæg umbótamál sem hömlulausa sérhyggju.</p> <p align="justify">Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins á síðastliðnu sumri bera vitni um sanngirni og umbótastefnu ríkisstjórnarinnar. Samkomulag sem gert var við samtök aldraðra og lífeyrisþega ber að sama brunni.</p> <p align="justify">Nú er unnið að marktækum áfanga varðandi verðlag á matvörum, öllum almenningi til hagsbóta. Að því máli eiga bændur landsins og afurðastöðvarnar mikilvægan þátt, öðrum til fyrirmyndar. Aðgerðirnar miða að sameiginlegum hag allrar þjóðarinnar.</p> <p align="justify">Nú verða einnig kaflaskil í varnar- og öryggismálum þjóðarinnar með nýju samkomulagi við Bandaríkjamenn.</p> <p align="justify">Við göngum nú til móts við nýja tíma á þessu mikilsverða sviði. Ákvarðanir um varnarmál og alþjóðleg verkefni ber jafnan að móta eftir vandaðasta undirbúning og trúnaðarsamráð í réttbærum stofnunum.</p> <p align="justify">Á því alþingi sem nú hefur hafið störf verður sem fyrr unnið að margháttuðum umbótum í formi löggjafar og annarra þingmála.</p> <p align="justify">Framsóknarmenn munu innan ríkisstjórnarinnar áfram leggja áherslu á vandaða umbótavinnu öllum landsmönnum til heilla, - til dæmis í heilbrigðis- og tryggingamálum, utanríkis- og alþjóðamálum, umhverfis- og skipulagsmálum, í félagsmálum og í landbúnaðarmálum.</p> <p align="justify">Sama er að segja um viðskiptamál og iðnaðar- og orkumál. Nýsköpun á þessum sviðum er forsenda framfara í verðmætasköpun, í ráðstöfun verðmætanna og í mótun lífskjaranna.</p> <p align="justify">Nú er framundan mótun stefnu og ákvarðanaferlis fyrir framtíðina á sviði orkunýtingar og náttúruverndar í landinu. Þetta verkefni snertir alla en er leitt af iðnaðarráðherra að því er lýtur að atvinnuþróuninni.</p> <p align="justify">Íslendingar vilja stefna að þjóðarsátt um þessi mikilvægu mál, eftir því sem slíkt verður unnt. Einkum þarf að halda áfram því starfi sem þegar er hafið að undirbúningi fyrir samfellda heildaráætlun til framtíðar um nýtingu og vernd auðlindanna. Meginstefnan verður áfram sú að ráðdeild og aðgát, varúð og virðing ráði ferðinni.</p> <p align="justify">Stjórnsýslu á sviði orkumála var breytt fyrir nokkrum árum þegar fyrstu skref í mótun raforkumarkaðar voru stigin, og síðan var sú stefna mótuð að öll fyrirtæki fylgi almennum reglum í íslensku viðskiptaumhverfi.</p> <p align="justify">Ríkisstjórnin hefur farið í fylkingarbrjósti í frjálslyndri umbótastefnu. Í mörgum málum hefur þurft að taka rösklega og fast á, enda þekkir þjóðin þær deilur sem oft kvikna á stjórnmálavettvangi.</p> <p align="justify">Þannig hefur þjóðin að undanförnu orðið vitni að ótrúlegum rangfærslum og misskilningi um undirbúning Kárahnjúkavirkjunar. Í þessu máli hefur ljóslega komið fram hvar átakalínurnar liggja, annars vegar frjálslynd framfarasókn með ráðdeild og virðingu fyrir landsins gæðum en hins vegar ótrúlegar úrtölur og afturhald.</p> <p align="justify">Árangur ríkisstjórnarinnar er ótvíræður og því hverfa stjórnarandstæðingar í örvæntingu að því óráði að sá fræjum ótta og kvíða, efasemda og samsæriskenninga. En þessi viðleitni hittir aðeins þá sjálfa fyrir.</p> <p align="justify">Samstarfið í ríkisstjórninni og milli stjórnarflokkanna er gott, málefnalegt og farsælt. Það skilar þjóðinni miklu. Þetta samstarf miðar áfram að frjálslyndri umbótastefnu sem snertir öll svið þjóðlífsins. Manngildi og sanngirni, nýsköpun og framþróun þekkingarþjóðfélagsins með vísindum og menningu eru þar í fyrirrúmi.</p> <p align="justify">Gerbreyttu samfélagi og efnahagslífi fylgja ný verkefni sem kalla að á hverjum tíma. Þau ber að leysa af ráðvendni og réttlætiskennd. Okkur ber að miðla lífsgæðum og velferð af sanngirni til allra landsmanna.</p> <p align="justify">Hæstvirtur forseti, góðir landsmenn.</p> <p align="justify">Upphaf þingstarfa er alltaf ný byrjun, og nú hafa breytingar orðið í ríkisstjórninni. Við munum móta starfið áfram á grunni sömu meginsjónarmiða sem fyrr.</p> <p align="justify">Framsóknarflokkurinn er umbótaafl á miðju íslenskra stjórnmála og ber fram hófsamlega félagshyggju, þjóðhyggju og samvinnu.</p> <p align="justify">Erindi Framsóknarmanna við íslensku þjóðina hefur alltaf verið mikilvægt. En erindi Framsóknarmanna við þjóðina er brýnna nú en nokkru sinni fyrr, á öld opnunar og hraðfleygra breytinga, á öld alþjóðavæðingar og vaxandi samskipta og viðskipta hvers konar. Nú skiptir mjög miklu máli að ábyrgt afl á miðju stjórnmálanna hafi mikil og alhliða áhrif áfram, meðal annars til að efla þjóðarvitund og þjóðarmetnað Íslendinga.</p> <p align="justify">Framundan er að staðfesta árangur umbótastefnunnar til frambúðar. Staðfesta þarf langvarandi stöðugleika og varanlegt öryggi í efnahagslífi og þjóðlífi og tryggja framfarasókn og umbótastefnu.</p> <p align="justify">Framsóknarflokkurinn er það þjóðmálaafl sem getur tryggt þetta. Það er sögulegt verkefni Framsóknarmanna að standa vörð um fenginn árangur og að stefna áfram að markmiðum um gróandi þjóðlíf á Íslandi.</p> <p align="justify">Þakka áheyrnina</p> <br /> <br />

2006-10-03 00:00:0003. október 2006Stækkun Norðuráls á Grundartanga

<p>Í upphafi máls sín óskaði ráðherra stjórnendum og starfsmönnum Norðuráls og Century Aluminium til hamigju með þann áfanga að verksmiðjan hefur verið stækkuð upp í 220 þús. tonna ársgetu. Síðan beindi hann orðum sínum á íslensku til starfsmanna fyrirtækisins og minntist m.a. á þá stefnu þess að skipta við íslenska verktaka og nýta íslenska verkkunnáttu, íslenska fjármögnun og að efla sem mest góð samskipti og samvinnu við innlenda aðila yfirleitt. Auk þess nefndi hann nokkrum orðum þátttöku fyrirtækisins í nýjum vaxtarsamningi Vesturlands en með þessu sýnir fyrirtækið áhuga sinn á framförum og framtíðarstefnu Íslendinga.</p> <p>Ráðherrann fjallaði síðan á ensku um þessi sömu atriði. He then mentioned that this important step to-day is on schedule and on budget. The externalities for the whole country are very important because Icelanders are getting new experiences, new technical know-how, by the policy of the corporation to maximize Icelandic involvement. He mentioned the proposed new project at Helguvík and said that even though the Department of Industry no longer has a role to direct and take initiative in assignments and projects, the government is supportive of further developments.</p> <p>Finally he extended best wishes and greetings to Norðurál and Century Aluminium at this occasion and for the future.</p> <br /> <br />

2006-10-02 00:00:0002. október 2006Ostadagar 2006

<p>Ráðherra þakkaði þann heiður að fá að taka þátt í athöfninni. Hann rakti í nokkrum orðum sögu ostaframleiðslu og ostaneyslu á Íslandi á síðustu áratugum og kallaði þessa sögu sannkallaða sigurgöngu. Hann rakti mikilvægi nýsköpunar, vöruþróunar, rannsókna og markaðsstarfs í þessari sögu. Hann sagði að hér væri um sannkallaðan þekkingariðnað að ræða og atvinnugrein í fremstu röð í landinu. Hann minntist þess að þetta er unnið landsmönnum til hollustu og gagns og um leið til munaðar og yndisauka í lífinu. Rómverskt skáld kvað að sá nær mestum árangri sem blandar saman gagnsemi og hollustu og yndi og sætleika. Þetta á líka við um íslenska osta. Einhver mikilvægasti þátturinn í þessu eru gæði, gæðastjórnun og gæðaþróun sem ævinlega hafa verið og eru ráðandi einkenni á íslenskri ostaframleiðslu. Loks óskaði hann þjóðinni til hamingju með íslenska ostaframleiðslu í bráð og lengd.</p> <p>Að ávarpi loknu afhenti ráðherra verðlaun til ostameistara sem skarað höfðu fram úr.</p> <br /> <br />

2006-09-27 00:00:0027. september 2006Vísindavaka Rannís

<p>Það er stórkostlegt að sjá öll rannsóknarverkefnin sem hér eru kynnt. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytin tengjast verkefnum vísindasamfélagsins sem ráðuneyti nýsköpunar og þekkingarsamfélags. Undirstöður nútímasamfélagsins eru í vísindum, rannsóknum og menntun. Vísinda- og tækniráð skipað fulltrúum úr öllum áttum skiptir miklu máli í þessu. Brýnt fyrir þjóðina að stefna inn í þessa framtíð því að við verðum að mannast á heimsins hátt eins og skáldið sagði. Nú er mjög mikil fjölgun námsmanna á háskólastigi. Hér er háskólabylting á eftir framhaldsskólabyltingu áður og íslenskir háskólar eru líka að breytast og eflast á framhaldsstigi og doktorsstigi. Fjárveitingar aukast ár frá ári. Eflum þjóðarmetnað og þjóðarvitund á þessu mikilvæga sviði. Vísindavaka er hluti af þessari viðleitni og hluti af evrópsku sameiginlegu verkefni. Hér er vísindafólkið kynnt og sérstök áhersla lögð á börnin og aðild þeirra.</p> <p>Óska okkur öllum til hamingju með þann metnað og þann vilja og þann árangur sem hér má sjá. Vísindavakan er opnuð.</p> <br /> <br />

2006-09-27 00:00:0027. september 2006Undirritun Vaxtarsamnings Vesturlands

<p>Vaxtarsamningar ryðja braut til framtíðarinnar og eru merkur áfangi og mikið fagnaðarefni. Samningurinn skiptir alla aðila miklu, sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og samtök í landshlutanum</p> <p>Samningurinn er ekki aðeins fjármagn heldur er hann fyrst og fremst frumkvæði heimamanna og á þeirra forræði með þátttöku aðila í landshlutanum.&#160; Helstu áherslur samningsins eru menntastörf og rannsóknir, ferðaþjónusta, aðrar þjónustugreinar, matvælaframleiðsla, iðnaður, samgönguþróun, upplýsingatækni, samstarf og sameiginleg forysta með virkri þátttöku fyrirtækja og sveitarfélaga.&#160; Fyrirtækjaklasar leika eitt mikilvægasta hlutverkið í þessari framvindu og það er í samræmi við hlutverk iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins að vinna að þessu verki sem&#160;nýsköpunarráðuneyti þekkingarsamfélagsins með áherslu á frjálst frumkvæði og á vísindi, rannsóknir og menntun.&#160; Mikilvægt að sjá markmiðin greinilega framundan og sækja að þeim með þetta að leiðarljósi og þannig er verið að færa valdið út til fólksins.</p> <p>Til hamingju.</p> <br /> <br />

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira