Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Katrínar Júlíusdóttur


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2012-08-10 00:00:0010. ágúst 2012Þjóðhagslegt mikilvægi landsbyggðar

<div> <span>Upplýsingar um íbúaþróun, búferlaflutninga og spár um líklega fólksfjöldaþróun eru mikilvægur grunnur í þjóðhagslegu tilliti. Þróun síðustu áratuga sýnir skýrt gríðarlega samþjöppun fólks á Íslandi á höfuðborgarsvæðið og reyndar hraða þéttbýlismyndun einnig út um land. Í ársbyrjun bjuggu á höfuðborgarsvæðinu í nær algerlega samfelldri byggð, þ.e. frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar 63% landsmanna eða rétt tæplega 200 þúsund manns. Á hinum endanum er það sem kallað er strjálbýli, þ.e. sveitir og minni þéttbýliskjarnar með undir 200 íbúum. Þar bjuggu hinn 1. janúar sl. 6,5% mannfjöldans eða rúmlega 20 þúsund manns. Svo brá við á síðasta ári að íbúum í fámennari byggðakjörnum og strjálbýli fjölgaði nokkuð umfram landsmeðaltal eða um 0,6% eftir meira og minna samfellda fækkun undangenginn áratug. Þetta og fleira gefur ákveðnar vísbendingar um að nokkur veðrabrigði kunna að vera í vændum í byggðamálum og veitir ekki af.</span> </div> <p><br /> <strong>Mannekla og húsnæðisskortur</strong><br /> Allvíða af landsbyggðinni berast nú þær fréttir að þar standi mannekla og húsnæðisskortur hvað helst í vegi framþróunar og eflingu viðkomandi byggðarlaga. Á mörgum stöðum við sjávarsíðuna hefur orðið mikil uppbygging í útgerð og þó ekki síður landvinnslu sjávarafurða. Má nefna í því sambandi staði eins og Vopnafjörð, Þórshöfn, Bolungarvík, Neskaupstað, Vestmannaeyjar, Dalvík og marga fleiri. Á öðrum stöðum er það fiskeldi, ferðaþjónusta, menning og handverk eða ylrækt, þang- eða þörungavinnsla sem er í sókn og kallar á aukinn mannafla og húsnæði. Ekki má gleyma hefðbundnum landbúnaði sem hefur verið að styrkjast með aukinni fjölbreytni, úrvinnslu heima á búunum og síðast en ekki síst með vaxandi útflutningi.</p> <p><br /> Því miður er framþróun þessara byggða mörgum annmörkum háð. Enn skortir víða á að samgöngur og fjarskipti séu í ásættanlegu horfi. Flutningskostnaður er hár, þó nú sé loksins komin til framkvæmda nokkur jöfnun þar á. Mjög víða á landsbyggðinni utan stærri þéttbýlisstaða er uppistaðan af yngra húsnæði frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Því er orðinn skortur á húsnæði á ákveðnum svæðum. Skýrist það bæði af því að nú búa færri einsktaklingar í hverju húsi en áður sem og að íbúum hefur sumstaðar tekið að fjölga á nýjan leik án þess að húsnæði hafi bætst við. Í nýju fasteignamati kom svo í ljós <span>&#160;</span>að nokkrir staðir sem höfðu nýlega fengið umtalsverðar samgöngubætur stóðu uppúr í hækkun fasteignamats. Segir það sína sögu um mikilvægi samgangna í þessu samhengi öllu.</p> <p>&#160;</p> <p><strong>Ólík staða svæða</strong><span><br /> Það sem við í daglegu tali köllum landsbyggð er þó fjarri því að vera einsleitt mengi. Sum svæði eiga við erfiðar aðstæður að glíma meðan önnur standa allvel. Kraginn í svona 100 km radíus út frá höfuðborgarsvæðinu nýtur um margt góðs af nábýlinu en finnur líka fyrir Stór-Reykjavíkursvæðinu sem sterkum segli sem sogar til sín ýmsa hluti. Sömuleiðis má segja að staðan sé nokkuð sterk á Eyjafjarðarsvæðinu í byggðalegu tilliti, þar hefur verið fólksfjölgun bæði til langs tíma og á síðustu árum, og þjónustustig er hátt. Mið-Austurland hefur alla burði til að eflast, en vantar enn úrbætur í samgöngumálum fyir Norðfjörð, Seyðisfjörð, tenginu Djúpavogs við Hérað og sama fyrir Borgarfjörð eystri. Skagafjörðurinn stendur líka traustum fótum og á síðustu árum eru vísbendingar um að telja megi Vestmannaeyjar í þessum hópi.<br /> Eftir standa þá 7-8% þjóðarinnar á svæðum þar sem glímt er við alvarlegri byggðavanda. Snæfellsnes, Húnavatnssýslur, Suður-Þingeyjarsýsla og Skaftafellssýslur hafa látið undan síga, þó finna megi byggðarlög eða byggðakjarna þar eins og annars staðar þar sem bærilega gengur. Bráðavandinn er hins vegar sérstaklega á Vestfjörðum og í vissum byggðum á Norð-austurhorninu.<br /> <strong><br /> Sóknaráætlanir mikilvægar<br /> </strong>Þó svo að engar töfralausnir séu til á byggðavandanum og ýmislegt hafi verið reynt í gegnum tíðina með misjöfnum árangri eru engu síður tilefni til nokkurrar bjartsýni í þessum efnum ef rétt verður á málum haldið. Sóknaráætlanir landshlutanna eru hér lykilverkfæri, sem og að líta almennt á bætt búsetuskilyrði og aðstæður á landsbyggðinni og í hinum dreifðu byggðum sem einn vænlegasta fjárfestingakost Íslands. Ofþensluárin voru landsbyggðinni mjög mótdræg og henni blæddi meir en endranær í hinu meinta góðæri. Bóluhagkerfið hafði neikvæð áhrif á afkomu og þrótt landsbyggðarinnar sem byggir afkomu sína á raunverðmætum. Alltof sterkt gengi krónunnar er gott dæmi í þessu sambandi en það dró þrótt úr útflutningsstarfseminni en jók á skuldsetningu þjóðarbúsins með óhóflegum innflutningi og viðskiptahalla. Eftir hrun blasir á nýjan leik við að útflutningstekjur á mann á landsbyggðinni eru mun hærri en á höfuðborgarsvæðinu og góður gangur er í raunhagkerfinu. Einnig ríkir nú meira jafnvægi í efnahagslífinu almennt og ágætt atvinnuástand er á flestum svæðum á landsbyggðinni. Þessir þættir ættu að geta skapað mikilvægan grunn að sókn landsbyggðarinnar eftir hin mögru ár „góðærisins“.</span></p> <p>&#160;</p> <p><strong>Fjárfest í innviðum á landsbyggðinni</strong></p> <p><strong>&#160;</strong></p> <p>Til þess að ýta enn frekar undir sókn hefur verið ákveðið að ráðast í viðamikil samgöngu- og fjárfestingaverkefni á landsbyggðinni. Mörg þessara verkefna hafa setið á hakanum árum saman. Nú eru að hefjast framkvæmdir við Vaðlaheiðagöng en þau munu marka tímamót í samöngubótum á Mið-Norður og Norð-Austurlandi sem og styðja við bakið á fyrirhuguðri uppbyggingu í Þingeyjarsýslum. Í nýrri fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar er jafnframt gert ráð fyrir flýtingu Norðfjarða- og Dýrafjarðagangna. Þar er líka gert ráð fyrir fjármagni í nýbyggingu við Háskólann á Akureyri, uppbyggingu ferðamannastaða um land allt og fjárfestingu í nýjum Herjólfi og úrbótum í Landeyjahöfn. Það sem gerir kleyft að ráðast í jafn viðamikla innviða fjárfestingu á landsbyggðinni eru auknar tekjur ríkissjóðs af sérstöku veiðigjaldi. Við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslenskum sjávarútvegi er skynsamlegt og sanngjarnt að nýta umframarð í óvenju góðu árferði til að fjárfesta í möguleikum og tækifærum landsbyggðarinnar. Sú ráðstöfun mun skila þjóðinni allri miklum ávinning til framtíðar litið.</p> <p>&#160;</p> <p>Steingrímur J. Sigfússon</p> <p>Höfundur er starfandi iðnaðarráðherra og fer með byggðamál</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2012-06-04 00:00:0004. júní 2012Ársfundur Byggðastofnunar

<p>Ágætu ársfundargestir Byggðastofnunar.<span>&#160;</span><br /> Ég vil byrja á að bera ykkur kveðju Oddnýjar Harðardóttur sem því miður gat ekki verið með okkur hér í dag.<span>&#160;</span> Fyrir rétt rúmu ári skipaði iðnaðarráðherra nýja stjórn yfir Byggðastofnun.<span>&#160;</span></p> <p>Sú skipan tókst vel þar sem stofnunin hefur á þessu ári siglt lygnari sjó en oft áður.<span>&#160;</span> Stjórnin hefur verið samhent og farsæl í sínum störfum sem einkennst hafa af faglegri nálgun við viðfangsefnin og hafa samskipti þeirra við iðnaðarráðuneytið einkennst af fagmennsku og trúnaði. <span>&#160;</span><br /> </p> <p><span>Fyrir<span>&#160;</span> Alþingi liggur nú fyrir frumvarp til laga lagt fram af iðnaðarráðherra þar sem kveðið er á um breytingar á lögum um Byggðastofnun.<span>&#160;</span></span> <span>&#160;Þegar Byggðastofnun var komið á fót með lögum nr. 64/1985 var litið svo á að stofnunin væri sjálfstæð ríkisstofnun og að ákvarðanir hennar væru ekki kæranlegar til ráðherra. Með breytingu á lögunum árið 1999 var stefnt að því að stjórnsýsluleg staða stofnunarinnar yrði skýrari, m.a. með þeim hætti að stofnunin hefði stöðu lægra setts stjórnvalds gagnvart ráðherra, og urðu ákvarðanir stofnunarinnar þar með kæranlegar til ráðuneytisins.<span>&#160;</span> Því er lagt til að ákvæði um kæruheimildir verði bætt við lögin þar sem kveðið verði skýrt á um að ákvarðanir Byggðastofnunar um veitingu lána eða ábyrgða séu endanlegar á stjórnsýslustigi og því ekki kæranlegar til ráðuneytis. <span>&#160;</span><span>&#160;</span></span><br /> </p> <p>Eins og flestum er kunnugt hefur þingsályktun um nýskipan Stjórnarráðsins verið samþykkt á Alþingi. Við það mun ráðuneytum fækka úr tólf í átta - og kemur sú ákvörun formlega til framkvæmda 1. september næstkomandi. Megin breytingarnar felast í því að í stað iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis kemur eitt öflugt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Í stað efnahags- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis kemur fjármála- og efnahagsráðuneyti og í stað umhverfisráðuneytis kemur umhverfis- og auðlindaráðuneyti.</p> <p>&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160; Markmið breytinganna er að gera stjórnsýsluna skilvirkari og skerpa og skýra verkaskiptingu milli ráðuneyta. Verkið er þó aðeins u.þ.b. hálfnað því framundan er endurskoðun á skiptingu verkefna á milli ráðuneyta, sem unnið verður að næstu vikur og mánuði. Sú ákvörðun þarfnast ekki samþykkis Alþingis.</p> <p><span>&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</span> Markmið breytinganna er fyrst og fremst að bæta verklag og árangur af starfsemi ráðuneytanna, en ekki síður að auka skilvirkni og þjónustu við viðskiptavini þeirra. Ætla má að<span>&#160;</span> heildarhagsmunir verði ríkjandi í starfseminni þótt gætt verði allra sjónarmiða, eins og verið hefur. Í gegnum tíðina hefur verið deilt á hefðbundna skiptingu ráðuneytinna út frá gæslu sérhagsmuna, t.d. einstakra atvinnuvega, án þess að heildarhagur hafi ætið ráðið för. Þetta hefur ýtt undir ágreining á milli atvinnuvega þótt minna beri á honum í seinni tíð en áður var. Skýringarnar var að finna í<span>&#160;</span> því að ábyrgð ráðherra var jafn lórétt og verkefni ráðuneytanna báru með sér. Þessi lóðrétta verkaskipting hefur í langan tíma staðið framfaramálum fyrir þrifum. Einfalt dæmi um það eru ýmis málefni líftækniiðnaðarins, sem margir telja vera meðal álitlegustu vaxtargreina atvinnulífsins. Um líftækniiðnaðainn var í mörg ár landlægur ágreiningur á milli þriggja ráðuneyta um forræði og faglegar áherslur sem kom í veg fyrir að heildarhagsmunir nýsköpunar og framfara næðu fram að ganga. Starfsmenn ráðuneytanna hafa fyrir löngu viðurkennt vandann sem leitt hafa af þessum lóðréttu skilveggjum á milli ráðuneytanna. Nú er aftur á móti runninn upp nýr tími nýrra tækifæra.</p> <p><span>&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</span> Þær breytingar sem við stöndum nú frammi fyrir munu leiða af sér betri og skilvirkari stjórnsýslu, sem m.a. munu lýsa sér í nýjum og breyttum áherslum hjá stofnunum ráðuneytanna. Stofnanirnar munu eflast, verkaskipting á milli þeirra verður skýrari og þær fá ný verkefni. Unnt verður að sameina eða samþætta skilda verkþætti, auðvelda aðkomu almennings að þjónustu ríkisins og gera hverskonar stoðþjónustu markvissari í þágu borgaranna. Þjónusta sem áður heyrði undir mörg ráðuneyti má nú fella í einn sameiginlegan farveg svo hlaup á milli stofnana verði úr sögunni. Breytingarnar eru því ekkert annað en tækifæri. Þær eru nú í mótun og of fljótt að segja til um hvernig þær verða endanlega.<span>&#160;</span></p> <p><span>&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160; Það er áhugavert að á sama tíma og þessi nýskipan stjórnarráðsins er að líta dagsins ljós eru að verða breytingar í stoðkerfi sveitarfélaganna. Tilkoma hins þverfaglega vettvangs Austurbrúar á Austurlandi er í anda þessara breytinga. Þar verður unnið sameiginlega að nýsköpun og atvinnuþróun í þágu efnahagslegra framfara og samfélagsins í heild. Þar verður þungamiðja öflugrar símenntunar,</span> <span>starfsþróunar og starfsfræðslu, ásamt uppbyggingu háskólanáms, rannsókna, menninga, lista og skapandi greina. Slíkar skipulagbreytingar sem hér eru að eiga sér stað munu vafalítið leiða til aukinnar hagræðingar, skilvirkni og almennt enn betri samskipta ríkis og sveitarfélaga.</span></p> <p><span>&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</span> Stefna stjórnvalda varðandi samskipti ríkis og sveitarfélaga sem endurspeglast í sóknaráætlunum landshluta er af sama toga sprottin.&#160; Þar verða samskipit stjórnvalda við landshlutasamtök sveitarfélaga um einn farveg,<span>&#160;</span> sem endurspeglar þá framtíðarsýn að styrkjafyrirkomulag ríkisins við sveitarfélög&#160; s.s. vaxta- og menningarsamninga, atvinnuþróunarfélög og ýmsa þjónustu ríkisins í landshlutum verði sett undir eitt reglugerk sem tengist með beinum hætti sóknaráætlun hvers landshluta og forgangsröðun þeirra í því sambandi. Það er mikilvægt að hafa þessa heildarmynd í huga þegar nýskipan ráðuneytanna er skoðuð til þess að hagræðið og ávinningurinn verði skýrari.<br /> <br /> Að sama skapi er rétt að árétta mikilvægi sóknaráætlunar sem grunn að byggðastefnu. Þannig hafa áherslur sóknaráætlanna stefnumarkandi áhrif á fjárlágagerð og að sóknaráætlanir landshluta endurspegli áherslur hvers landshluta sem í framtíðinni samræmist heildarstefnumótun og áætlanagerð ríkisins.<span>&#160;</span><br /> Sóknaráætlanir landshluta<span>&#160;</span> skerpa þannig og skýra samskiptaferlið milli ríkis og sveitarfélaga. Með slíkum samskiptaási hafa sveitarfélög landsins í gegnum landshlutasamtökin og stoðstofnanir<span>&#160;&#160;</span> aukin áhrif á úthlutun almannafjár og þannig<span>&#160;</span> áhrif á forgangsröðun opinberra verkefna í eigin landshlutum hvort sem þau snúa að fjárfestingum eða rekstri.<span>&#160;</span> <span>&#160;</span></p> <p>Iðnaðar- f<span>orsæt</span>is- innanríkis og fjármálaráðuneyti kostuðu sameiginlega starfsmann til að vinna með Byggðastofnun að <span>&#160;</span>sóknaráætlun landshluta til eins árs. <span>&#160;</span>Hlutverk þessa starfsmanns er að vinna að eflingu sveitastjórnarstigsins, bæta og einfalda samskipti ríkis og sveiotarfélaga og auka samráð milli ráðaneyta við útfærslu sóknáráætlanna.</p> <p>Undanfarna mánuði hefur jafnframt farið fram vinna við atvinnustefnu fyrir Ísland<span>&#160;</span> í sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneyti auk iðnaðarráðuneytis. <span>Við mótun atvinnustefnu er stuðst við niðurstöður 2020 Sóknaráætlunar eins og þær birtast í stefnumörkuninni Ísland 2020. Afmörkun verkefnisins felst í því að í atvinnustefnunni verði að finna áherslur stjórnvalda til eflingar fjölbreytts atvinnulífs og atvinnuþróunar í landinu þar sem m.a. verður byggt á samkeppnishæfni, sérstöðu og styrkleikum Íslands. Ljóst má vera að í vinnnu af þessu tagi er afar mikilvægt að litið sé atvinnulífs um land allt og að í heildstæðri atvinnustefnu fyrir Ísland endurspeglist styrkleikar landsbyggðarinnar og byggðanna og þau sóknarfæri sem þar má finna. Þau meginmarkmið, áherslur og úrlausnarefni sem tekist verður á við við undirbúning og framkvæmd atvinnustefnu eru þannig sett kynnt til að styðja við verðmætasköpun atvinnulífs um allt land. <span>&#160;&#160;</span><span>&#160;</span></span></p> <p><span>Byggðastofnun óskum við í iðnaðarráðuneytinu alls hins besta og megi næsta starfsár vera stofnunni farsælt og árangursríkt.</span> <span>Fyrir hönd iðnaðrráðuneytisins vil ég þakka stjórnarmönnum vel og starfsfólki Byggðastofnunar fyrir vel unnin störf.</span></p> <p>Takk fyrir mig&#160;</p>

2012-05-25 00:00:0025. maí 2012Ársfundur Nýsköpunarsjóðs

<p>Ágætu fundargestir. Ég vil í upphafi máls míns bera ykkur kveðju frá iðnaðarráðherra - en hún er stödd erlendis í embættiserindum og getur því ekki verið með okkur hér í dag.</p> <p>Allt frá stofnun Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins hefur hann gegnt veigamiklu hlutverki í því að greiða nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum leið. Sennilega hefur mikilvægi hans aldrei verið meira en einmitt núna - þegar við erum að reyna að ná okkur upp á strikið góða eftir hremmingar bankahrunsins. Og sannarlega má tala um tímana tvenna - fyrir og eftir hrun - hvað varðar fjármagn til nýsköpunar. Mér telst til að þegar best lét hafi verið starfræktir hér um 20 fjárfestingarsjóðir sem höfðu markvisst augun á lofandi sprotafyrirtækjum – en nú standa aðeins fáir eftir. Og þetta er kannski skýrasti vitnisburðurinn um mikilvægi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins – og um leið hlutverk ríkisins á þessu sviði.</p> <p>Mikilvægi Nýsköpunarsjóðs er óumdeilt og ég held að við séum öll sammála um það markmið að auka beri þá fjármuni sem lagðir eru í álitleg nýsköpunar- og sprotafyrirtæki. Það er hins vegar spurning með hvaða hætti það verði best gert. Það er ekkert launungarmál að staða ríkissjóðs er þröng - og það ríður á að gætt sé ítrustu ráðdeildarsemi. En um leið gera stjórnvöld sér fulla grein fyrir því að það þarf að sækja til að skora mörk. Þær áherslur sem lagðar eru á rannsóknir og nýsköpun í Fjárfestingaráætlun fyrir Ísland 2013-2015 eru því sérstaklega ánægjulegar en þar er gert ráð fyrir því meðal annars að árlegt framlag til Tækniþróunarsjóðs verði aukið um 750 milljónir og sama árleg aukning er ætluð til Rannsóknarsjóðs auk 500 milljóna í markáætlanir.</p> <p>Eftir stendur að staða Nýsköpunarsjóðs er þröng og sjóðurinn getur ekki beitt sér sem skyldi sem virkur fjárfestir í nýjum sprotafyrirtækjum – fremst í nýsköpunarferlinu á frumstigi fyrirtækjanna.</p> <p>Á síðasta ári bárust sjóðnum 242 erindi og tók hann þátt í 16 fjárfestingum - þar af voru 6 nýfjárfestingar. Handbært fé sjóðsins til fjárfestinga nemur nú um 900 millj. kr.&#160; en þessir fjármunir urðu til nýlega við sölu á öllum hlutum hans í tveimur fyrirtækjum. Hefði þessi sala ekki komið til væri lítil sem engin fjárfestingargeta hjá Nýsköpunarsjóði. Ekki er gert ráð fyrir meiriháttar sölu á eignarhlutum fyrr en í fyrsta lagi í lok árs 2013.</p> <p>Verkefnið sem við öll stöndum frammi fyrir er hvernig við getum aukið það fé sem lagt er til nýsköpunar. Það þarf að efla fjárfestingargetu Nýsköpunarsjóðs og tryggja að hann geti verið sá aflgjafi sem nýsköpunarumhverfið og íslenskt atvinnulíf getur reitt sig á.</p> <p>Við getum öll verið sammála um markmiðin – nú þarf að finna leiðirnar sem koma okkur á þann stað sem við viljum vera á. Samtök iðnaðarins, Samtök fiskvinnslustöðva og Landssamband íslenskra útvegsmanna höfðu nýlega frumkvæði að viðræðum við stjórnvöld um eignarhald á Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Hugmyndin sem sett er fram í erindinu gengur út á að eignir og skuldbindingar Nýsköpunarsjóðs verði metnar og fjárfestum boðið að fjárfesta í sjóðnum. Með því mætti auka fjárfestingargetu sjóðsins auk þess sem tekjur af slíkri sölu væri hægt að nýta til að efla tímabundið framlög ríkisins til Tækniþróunarsjóðs og AVS rannsóknarsjóðs.<br clear="all" /> </p> <p>Þessar hugmyndir hafa verið ræddar í ríkisstjórninni og hefur fjármálaráðherra verið falið, í samvinnu við iðnaðarráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að leiða viðræður við samtök í atvinnulífi og Alþýðusamband Íslands um framtíðarhlutverk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og hvort skynsamlegt geti verið að breyta eignarhaldi hans með það að markmiði að í opnu ferli sé opnað á aðkomu annarra áhugasamra aðila að sjóðnum að hluta eða öllu leyti.</p> <p>Markmið slíkra viðræðna yrði annars vegar að tryggja að starfsemi sjóðsins héldi áfram á grundvelli þeirra markmiða sem sett voru um starfsemi hans og hins vegar að breytingarnar hefðu í för með sér aukna fjárfestingargetu sjóðsins.</p> <p>Ágætu fundargestir.</p> <p>Hagstætt umhverfi fyrir nýsköpun – jafnt innan rótgróinna fyrirtækja og sprotafyrirtækja – er ein af forsendum þess að við tryggjum hér varanlegan hagvöxt sem getur staðið undir kraftmiklu velferðarsamfélagi.</p> <p>Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins gegnir hér mikilvægu hlutverki – og það er mikilsvert að við gefum honum þann styrk sem þarf - til að hann geti rækt hlutverk sitt sem skyldi.<br /> </p> <p>Ég vil að lokum þakka stjórn og starfsfólki Nýsköpunarsjóðs fyrir gott samstarf við iðnaðarráðuneytið, en eins og þið vitið þá er miðað við að starfsemi þess verði hluti af nýju atvinnu og nýsköpunarráðuneyti sem tekur til starfa 1. september n.k.<br /> </p> <br />

2012-05-11 00:00:0011. maí 2012Tæknidagar Tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík

<p>Ágætu gestir.</p> <p>Það er mér mikið ánægjuefni að koma hingað í Háskólann í Reykjavík og finna þann metnað og kraft sem einkennir allt starf skólans. Og ég skal líka gera þá játningu að það er kærkomin tilbreyting fyrir mig að taka þátt í markvissu þingi sem einkennist af jákvæðni og einbeittum vilja allra sem að koma til að taka höndum saman og láta góða hluti gerast hratt og örugglega.</p> <p>Yfirskrift þessa málþings er „Íslenskt atvinnulíf kallar á tæknimenntun“ – og ég gæti varla verið meira sammála .</p> <p>Verkefnið sem íslensk þjóð stendur frammi fyrir er með hvaða hætti við best byggjum upp öflugt og &#160;kraftmikið atvinnulíf sem skapar fjölbreytt og eftirsóknarverð störf - og er um leið undirstaða þess velferðarþjóðfélags sem við viljum búa í.</p> <p>Forsenda þess að okkur auðnist að ná markmiðum okkar er að við höfum hugrekki til að mæta þeim áskorunum sem felast í framtíðinni. Tækniþróun og framfarir eru á fljúgandi ferð og sá sem ekki er tilbúinn til að fylgja þróuninni mun einfaldlega sitja eftir.</p> <p>Við ætlum okkur hins vegar allt annað hlutskipti. Við ætlum – og skulum – vera í flokki þeirra þjóða sem standa í fylkingarbrjósti. Og sannarlega höfum fjölmörg dæmi um íslensk fyrirtæki – og íslenskar starfsgreinar - sem eru á meðal þeirra allra fremstu á sínum sviðum í heiminum.</p> <p>Það er flestu mikilvægara - að okkur takist að auka fjölbreytni íslensks atvinnulífs og reisa undir það fleiri og sterkari stoðir. Hagkerfið þarf að þroskast og þróast í átt að því að vera þekkingardrifið í stað þess að vera auðlindadrifið. Hér á Íslandi eigum við að rannsaka, skapa, og fullvinna.</p> <p>Það er jafnan auðveldara um að tala en í að komast – og til að þessi stefnumörkun verði annað og meira en orðin tóm þá þarf margt að ganga eftir. Umhverfi fyrirtækja þarf að vera sanngjarnt og samkeppnishæft við önnur lönd – stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki verður að vera öflugur og við verðum að styrkja enn frekar samkeppnissjóði eins og Tækniþróunarsjóð. Og umfram allt verðum að standa vörð um og efla skólakerfið – og þá ekki síst menntun í tæknigreinum hvers konar þannig að hér sé ævinlega til staðar sá mannauður sem atvinnulífið þarf á að halda. Það eru ákveðnar varúðarblikur á lofti&#160; hvað varðar menntakerfið – að lengra verði ekki gengið í aðhaldi – og það er mikilvægt að nú taki við tímabil enduruppbyggingar.</p> <p>Staðan í dag er sú að fyrirtækin sárvantar fólk með rétta tæknimenntun. Og það skýtur skökku við að á sama tíma og skortur er á háskólamenntuðu fólki í tækni- og raungreinum hefur um fjórðungur atvinnulausra lokið stúdentsprófi eða er háskólamenntaður. Það má öllum vera ljóst að þarna er ósamræmi sem verður að taka á. Þótt lögð verði aukin áhersla á tækni- og raungreinar er alls ekki verið að gefa í skyn að aðrar greinar verði hornreka - heldur aðeins að kúrsinn verði réttur af og tryggt að áherslur í menntamálum verði meiri aflvaki í endurreisn samfélagsins. Og auðvitað þarf til þessa fjármuni og stuðning. En einnig þarf að gera nám í tæknigreinum áhugaverðara fyrir nemendur því að í dag sýnist mér - þrátt fyrir alla möguleikana sem tæknimenntunin gefur – að framboð náms sé meira en eftirspunin. Og hér þurfa allir að taka höndum saman, stjórnvöld, atvinnulífið og í reynd samfélagið allt.</p> <p>Spurningin klassíska um það hvort komi á undan eggið eða hænan á ágætlega við þegar við horfum á þarfir atvinnulífsins fyrir tæknimenntað starfsfólk - og námsval ungs fólks. Tæknifyrirtækin munu blómstra sem aldrei fyrr velji nógu margir leið tæknimenntunar – og straumur ungs fólks í tæknigreinar verður efalaust mikill ef tæknifyrirtækin bjóða í enn ríkara mæli vel launuð og spennandi störf.</p> <p>Og þegar jafnan gengur upp þá halda okkur engin bönd. Tökum sem dæmi íslenskan sjávarútveg. Framtíðarmöguleikar hans felast ekki í meiri veiðum. Ég heyrði á mál forsvarsmanns sjávarklasans fyrir skömmu og þar á bæ telja menn það raunhæft að auka megi verðmæti hvers þorsks um 80%. Þetta þýðir 60 milljarða króna tekjuaukningu fyrir þorskinn einan - og það án þess að auka veiðarnar! Forsendan fyrir því að við getum náð þessum árangri er samspil margra þátta, svo sem frekari fullvinnslu aflans og ekki síst nýsköpun í líftækni og hátækniframleiðslu. Fyrirtækið Kerecis er gott dæmi í þessu samhengi en það umbreytir fiskroði í hátækni-lækningavörur – úrgangi í verðmæti.</p> <p>Kallið eftir öflugu tæknimenntuðu fólki kemur frá öllum geirum íslensks atvinnulífs – leikjaiðnaðinum, orkufyrirtækjunum, hugbúnaðargeiranum, iðnfyrirtækjum, stóriðjunni, matvælafyrirtækjum, hátæknifyrirtækjunum og sjávarútveginum. Tækifærin eru allt í kringum okkur. Það er okkar að koma auga á þau og hagnýta</p> <p>Ég efa ekki að við sem hér erum séum sammála um mikilvægi þess að svara kalli atvinnulífsins eftir tæknimenntuðu fólki. Framtíðin er sífellt að skora okkur á hólm – og við megum ekki skorast undan þessari áskorun. Sóknin til betri lífskjara er undir því komin að við svörum þessu kalli.</p> <p>Ég hlakka til að heyra boðskap þeirra sem hér koma á eftir – og ekki síður að fá þann heiður að afhenda viðurkenningar fyrir framúrskarandi lokaverkefni í tæknifræði. Þar eru á ferð einstaklingar sem eiga sannarlega framtíðina fyrir sér – og við öll horfum til með vonaraugum.</p> <p>Ég set þetta málþing formlega sett.</p> <p>&#160;</p>

2012-05-04 00:00:0004. maí 2012Afhending Vaxtarsprotans

<p>Ágætu samkomugestir</p> <p>Á björtum og fögrum snemmsumarmorgni sem þessum, þegar sólin gyllir tún og lyftir geði – þá finnur maður hvernig bjartsýnisstuðullinn rýkur upp. Og þegar við bætist tilefni þessarar samkomu hér í yndislegu umhverfi Grasagarðsins – að veita viðurkenningu sprotafyrirtæki sem hefur náð framúrskarandi árangri og vexti – þá verður bjartsýnin að fullvissu um betri tíð með blóm í haga.</p> <p>Einhvers staðar segir að stærsta synd sem hægt er að drýgja sé aða sitja með hendur í skauti og aðhafast ekkert.</p> <p>Það gerist ekkert af sjálfu sér – og til að byggja upp sterkt, kraftmikið og gott samfélag verðum við að treysta á nýsköpun og öflugt frumkvöðlastarf. Við Íslendingar erum fámenn þjóð í harðbýlu - en gjöfulu – landi, og forsenda þess að við náum árangri er að við leggjumst öll á árarnar.</p> <p><em>Ég vil elska mitt land,&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</em></p> <p><em>ég vil auðga mitt land,</em></p> <p><em>ég vil efla þess dáð, ég vil styrkja þess hag</em></p> <p>Þessi orð Jóns Trausta eiga sannarlega vel við núna þegar við veitum virðurkenningu aðilum sem hafa með dugnaði og hugviti lagt ríkulega sitt af mörkum til að efla íslenskt atvinnulíf.</p> <p>Til þess að vaxtarsprotar nái að skjóta rótum, vaxa og blómstra er nauðsynlegt að ytri skilyrði séu sem hagstæðust. Í náttúrunni snýst þetta um frjóan jarðveg, næga vökvun og birtu sólar. Og þegar að er gáð eru nauðsynleg skilyrði til vaxtar í atvinnulífinu kannski ekki svo ýkja eðlisólík. Starfsumhverfið þarf að vera frjótt, sem þýðir m.a. að reglur og lög þurfa að vera sanngjörn og skattar réttlátir. Fjármagn er nauðsynleg vökvun, og jákvæðu viðhorfi samfélagsins, sem sýnir sig meðal annars í vel menntuðu og hæfileikaríku starfsfólki má líkja við birtu sólar.&#160;</p> <p>Það er mikils um vert að við styðjum vel við nýsköpunarfyrirtækin okkar og hvetjum þau til dáða. Til þess er meðal annars Vaxtarsprotinn. Og til þess eru líka ýmis ráð sem að stjórnvöld geta beitt sér fyrir.</p> <p><span>Það er mér til að mynda mikið fagnaðarefni að lög um skattaafslátt til fyrirtækja</span> <span>sem leggja stund á rannsóknar- eða þróunarverkefni virðast hafa náð tilgangi sínum. Á þeim tveimur rekstrarárum sem lögin ná til, hafa um 250 verkefni hjá tæplega 140 lögaðilum verið samþykkt sem rannsóknar- eða þróunarverkefni. Það lætur nærri að skattafslátturinn nemi hálfum milljarði króna á ári sem rennur beint til fyrirtækjanna – þar sem þeir nýtast til enn frekari nýsköpunar og rannsókna. Og það gleður mig sem iðnaðarráðherra að öll sólarmerki benda til að þessi upphæð muni hækka fyrir nýliðið ár – en fjármálaráðherra mun upplýsa um það í haust þegar álagningin liggur fyrir.</span></p> <p>En snúum okkur þá að því sem allt snýst um hér í dag – hvaða fyrirtæki það er sem að hlýtur Vaxtarsprotann árið 2012.</p> <p>Það er mér mikil ánægja að tilkynna að Vaxtarsprota ársins 2012 fær fyrirtækið – Valka ehf.</p> <p>Ég vil biðja fulltrúa Valka að koma hingað og taka við verðlaunagripnum en auk hans fær fyrirtækið sérstakan verðlaunaskjöld til eignar.</p> <p><span>Ég vil óska stjórnendum og starfsmönnum Valka innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Á þeim tæpa áratug sem fyrirtækið hefur starfað hefur vöxtur þess sannarlega verið glæsilegur og þegar horft er til þess að velta fyrirtækisins þrefaldaðist á milli áranna 2010-2011, úr 130 milljónum króna í 410 milljónir, þá segir það í raun allt sem segja þarf um frjómagnið sem býr í fyrirtækinu og viðskiptahugmynd þess.</span> <span>Fyrirtækið hefur tvisvar áður hlotið viðurkenningu Vaxtarsprotans fyrir góðan vöxt, og nú er sem sagt kominn tími á aðalverðlaunin.</span></p> <p>Það er gömul saga og ný að nákvæm heimavinna og traustur heimamarkaður eru besti grunnurinn til að byggja á sókn á erlenda markaði. Valka er hátæknifyrirtæki sem hefur alla tíð lagt mikla áherslu á að byggja þróunarstarf sitt á náinni samvinnu við öflug fyrirtæki í sjávarútvegi. Saman vinna þau að því að leysa tilteknar þarfir – og þannig verður til lausn sem verður eftirsótt á alþjóðlegum markaði. Staðan í dag er sú að íslenski markaðurinn telur um&#160; 20% og sá erlendi 80% í rekstri fyrirtækisins.</p> <p><span>Það er ekki hægt að saka forsvarsmenn Valka um að sitja með hendur í skauti og fyrirtækið er stöðugt að vinna að nýjungum. Nýverið</span> <span>kynnti Valka nýja röntgen-stýrða beinaskurðarlínu sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum og bætist hún í fjöskrúðuga flóru framleiðsluvara sem spanna allt frá&#160; stökum vogum, innmötunarvélum og flokkurum yfir í heildarkerfi með heilfiskflokkurum, flæðilínum og pökkunarkerfi. Þá er ónefndur RapidFish hugbúnaðurinn sem er öflugt framleiðslustjórnar- og pantanakerfi fyrir fiskvinnslur og sölufyrirtæki.</span></p> <p>Það kostar peninga að skapa peninga – og þróun í hátækniiðnaði krefst umstalsverðra fjármuna. Það er gott til þess að vita að forsvarsmenn Valka hafa átt bandamenn í stuðningskerfi atvinnulífsins og má í því sambandi nefna AVS-sjóðinn og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. Það eru fyrirtæki eins og Valki sem sanna mikilvægi þess að við byggjum upp öflugt stuðningskerfi sem greiðir sprotafyrirtækjum leið. Samfélagið allt nýtur ávinningsins fyrr en varir.</p> <p>Það fer ekkert á milli mála að fyrirtækið Valki er sannarlega vel að þessari viðurkenningu komið. Og það blandast engum hugur um að það eru öflug, framsækin og skapandi fyrirtæki á borð við Valka sem munu mynda bakbeinið í sókn okkar Íslendinga til bættra lífskjara.</p> <p>Ég vil í lokin óska stofnandanum, Helga Hjálmarssyni og öllu starfsfólki Valka innilega til hamingju með frábæran árangur. Ykkar er framtíðin!</p> <h2>&#160;</h2> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2012-04-12 00:00:0012. apríl 2012Rammáætlun markar sátt um nýtingu og verndun

<p>Markmiðin að baki rammaáætlun eru alveg skýr og þau má draga saman í tvö hugtök; SKYNSEMI og SÁTT. Eða eins og segir í lögunum um rammaáætlun nr. 48/2011; að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og<br /> menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.</p> <p>Í lögunum er kveðið á um að flokka beri virkjunarkosti í verndarflokk, orkunýtingarflokk eða þá biðflokk ef „fyrirliggjandi gögn og upplýsingar gefa ekki nægilega afgerandi til kynna í hvorn flokkinn virkjunarkostirnir ættu að falla“. Ákveðin varúðarsjónarmið liggja að baki þessari hugsun laganna varðandi biðflokkinn.</p> <p><span>Ferlið við gerð rammáætlunar er skýrt afmarkað í lögum og var því að öllu leyti fylgt við gerð þeirrar þingsályktunartillögu sem nú liggur fyrir. Þingsályktunartillagan byggir á tillögum verkefnisstjórnar um gerð rammaáætlunar sem skilaði lokaskýrslu sinni til ráðherra þann 5. júlí 2011. Mikilvægt er að hafa í huga að í skýrslunni er ekki að finna flokkun þeirra virkjunarkosta sem verkefnisstjórnin hafði til skoðunar. Var því farið í þá vegferð með formanni verkefnisstjórnar, formönnum þeirra faghópa sem stóðu að skýrslunni og fulltrúum iðnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis að koma tillögum verkefnisstjórnar í þingtækan búning. Þeirri vinnu lauk í ágúst 2011 og þann 19. ágúst voru drög að<br /> þingsályktunartillögunni send í hið lögbundna 12 vikna umsagnarferli. Yfir 200 umsagnir bárust og er þingsályktunartillagan sem nú er lögð fram að mestu samhljóða drögunum sem send voru í umsagnarferlið og tóku alls til 69 virkjanakosta.</span> <span>Gerðar eru þó<a id="_GoBack" name="_GoBack"></a> breytingar í þá veru að virkjunarkostir á tveimur svæðum eru færðir úr nýtingarflokk í biðflokk, í ljósi nýrra upplýsinga sem borist höfðu í umsagnarferlinu. Allt er þetta ferli í samræmi við Árósarsamninginn sem innleiddur var í íslensk lög í lok síðasta árs og kveður m.a. á um aukna þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum.</span></p> <p>Það kemur ekki á óvart að nokkurs óþols gæti hjá sumum vegna þeirrar ákvörðunar að færa<span>&#160;</span> umrædda virkjunarkosti í biðflokk. En rétt skal vera rétt – og það er mikilvægt að við freistumst ekki til að stytta okkur leið í jafn viðamiklu máli og rammaáætlun er. Ég vil hins vegar taka það skýrt fram að biðflokkur er ekki geymsla fyrir umdeilda virkjunarkosti og ný<br /> verkefnisstjórn rammaáætlunar skal skila áfangaskýrslu til ráðherra fyrir 1. september 2013 um þær sértæku rannsóknir um áhrif virkjana á laxfiska sem lagt er til að verði gerðar í Þjórsá, hafi hún ekki þá þegar lagt fram nýja tillögu að flokkun. Í framhaldi af því mun ráðherra kynna Alþingi skýrsluna og, eftir atvikum, leggja fram nýja tillögu um flokkun viðkomandi virkjunarkosta.</p> <p>Í kjölfar samþykktar rammaáætlunar verður öll stefnumótun hvað varðar orkunýtingu og landvernd skýrari. Við vitum hvar skal virkja og leyfisferlið fyrir kosti í virkjunarflokki verður einfaldara en áður þar sem að sveitarfélög skulu gera<br /> ráð fyrir virkjuninni í skipulagsáætlunum sínum. Og um þá kosti sem falla í verndarflokk skulu stjórnvöld hefja undirbúning að friðlýsingu þeirra gagnvart orkuvinnslu.</p> <p>Eftir að ég hef mælt fyrir þingsályktunartillögunni tekur við vinna með hana í þingnefndum og endanlegt ákvörðunarvald um rammaáætlun liggur að sjálfsögðu hjá Alþingi.&#160;</p>

2012-03-30 00:00:0030. mars 2012Ræða iðnaðarráðherra á ársfundi Orkustofnunar

<p>Orkumálastjóri, starfsmenn Orkustofnunar og aðrir góðir gestir.</p> <p>Orkumál eru eitt allra stærsta mál samtímans – og í fyrirsjáanlegri framtíð á mikilvægi þeirra aðeins eftir að aukast.</p> <p>Það eru vissulega kólguský við sjónarrönd – þar sem að jarðefnaeldsneyti er takmörkuð auðlind sem einn daginn mun ganga til þurrðar. En á sama tíma stöndum við á þröskuldi mikilla tækifæra – þar sem vísindasamfélagið, atvinnulíf og stjórnvöld um allan heim eru loks að taka við sér af alvöru til að finna leiðir og lausnir - hvernig við mætum áskoruninni um nýja orkugjafa - og um leið hóflegri orkunotkun.</p> <p>Ógn og tækifæri - eru tvær hliðar á sama peningnum. Við á Íslandi erum í sterkari stöðu en flestar þjóðir og höfum allar forsendur til að búa svo um hnútana að yfirvofandi breytingar verði okkur til góðs.</p> <p>Forsjónin hagaði því þannig til að frá náttúrunnar hendi búum við yfir miklum orkuauðlindum í formi fallvatna og jarðhita. Það að öll orka til rafmagnsframleiðslu og húshitunar skuli koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum er kjörstaða sem við erum öfunduð af um allan heim. Okkur hefur auðnast á undanförnum áratugum að byggja upp feykiöflugt raforkukerfi – jafnt virkjanir sem dreifikerfi. Raforkuauðlindin myndar eina öflugustu stoðina undir samfélag okkar - og skapar þannig forsendur til sóknar eftir betri lífskjörum.</p> <p>Á þeirri vegferð er eitt mikilvægasta verkefnið að móta framtíðarsýn og um leið almenna sátt í þjóðfélaginu um hvar skuli virkja – og hvar vernda. Já, ég er að tala um rammaáætlun, sem eins og þið vitið hefur verið unnið að allt frá árinu 1999.</p> <p><span>Fyrr í dag lagði ég fram á Alþingi þingsályktunartillögu um rammaáætlun - í samráði við umhverfisráðherra. Þingsályktunartillagan byggir að langmestu leyti á þeim drögum sem lögð voru fram í 12 vikna opið umsagnar- og samráðsferli. Vel yfir 200 umsagnir bárust og eftir að hafa farið ítarlega&#160; yfir efni þeirra er það mat okkar að varðandi tvö svæði hafi komið fram nýjar upplýsingar sem beri að taka tillit til sökum varúðarsjónarmiða. Ef það er vafi -</span> <span>þá ber okkur að kanna hann til hlítar áður en endanleg ákvörðun er hoggin í stein. Af þessum sökum</span> <span>eru sex kostir færðir úr orkunýtingarflokki yfir í biðflokk - á meðan unnið er að nauðsynlegum rannsóknum og gagnaöflun.</span></p> <p><span>Rétt er að halda því til haga að breytingarnar sem gerðar eru ganga ekki gegn niðurstöðum verkefnisstjórnar - þar sem að ekki er um það að ræða að um einstaka kosti sé tekin varanleg ákvörðun þess eðlis að færa þá í verndarflokk eða nýtingarflokk.</span> <span>Einungis er verið að gæta ítrustu varúðar með tilliti til þeirra nýju upplýsinga sem fram komu í samráðsferlinu.</span></p> <p>Úr nýtingarflokki í biðflokk eru færðar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár; Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun. Og sömuleiðis þrjár virkjanir á hálendinu; Hágönguvirkjanir I og II og Skrokkölduvirkjun.</p> <p><span>Ég legg á það ríka áherslu að biðflokkurinn er ekki geymsla fyrir umdeilda virkjunarkosti.</span> <span>Í lögum um rammaáætlun er kveðið skýrt á um það hvaða rök réttlæta að flokka virkjunarkost í biðflokk. Þangað má aðeins setja virkjunarkosti þar „sem er talið að afla þurfi frekari upplýsinga um svo meta megi hvort þeir eigi að falla í orkunýtingarflokk eða verndarflokk“. Ef virkjunarkostur er fullrannsakaður og fyrirliggjandi gögn metin fullnægjandi <strong>ber að flokka hann í orkunýtingu eða vernd</strong>.</span></p> <p><a id="OLE_LINK4" name="OLE_LINK4"></a><a id="OLE_LINK3" name="OLE_LINK3">Það kemur síðan í hlut nýrrar verkefnisstjórnar rammaáætlunar, sem skipuð verður í kjölfar samþykktar Alþingis, að hrinda í framkvæmd nauðsynlegri rannsóknarvinnu og lögð er áhersla á að tillaga um endanlega flokkun liggi fyrir svo fljótt sem auðið er.</a><span>&#160; Því er það mikilvægt að hefja aftur hina faglegu vinnu sem allra fyrst.</span></p> <p>Þó að menn geti haft skiptar skoðanir um lokaútgáfu þingsályktunartillögunnar – þá verður ekki um það deilt að öll sú vinna sem liggur að baki skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar er lofsverð. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka verkefnisstjórn rammaáætlunar og öllum þeim mikla fjölda fólks sem kom að þeirri vinnu með einum eða öðrum hætti. Ég vona að ég móðgi engan þó að ég tiltaki hér sérstaklega þau Svanfríði Jónasdóttur, formann verkefnisstjórnar annars áfanga og Sveinbjörn Björnsson fyrrverandi háskólarektor. Þá vil ég sérstaklega þakka orkumálastjóra og starfsfólki Orkustofnunar fyrir þeirra framlag.<br clear="all" /> </p> <p>Ágætu fundargestir</p> <p>Ákvarðanir um línustæði hafa á stundum orðið að ágreiningsefni hér á landi og hefur þá jafnan verið bent á að í stað hinna hefðbundnu loftlína með tilheyrandi möstrum, færi betur á því að leggja strengi í jörðu.</p> <p>Jarðstrengir, sérstaklega þegar um er að ræða flutningslínur, með hárri spennu, hafa hins vegar verið margfalt dýrari en hefðbundnar loftlínur, auk þess sem umtalsvert jarðrask getur orðið við lagningu háspennustrengja í jörð.&#160;</p> <p>Á þingi nú í vor var samþykkt þingsályktunartillaga um að skipuð yrði nefnd til að móta stefnu um lagningu raflína í jörð og þau sjónarmið sem taka ber mið af við ákvarðanir um línulagnir.</p> <p>Mér er það ánægjuefni að greina frá því að umrædd nefnd hefur verið skipuð og hefur þegar hafið störf af krafti og vænti ég þess að niðurstöður hennar verði kynntar fyrir 1. október eins og segir í þingsályktuninni.</p> <p>Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð mikil áhersla á að mótuð sé orkustefnu fyrir Ísland. Í febrúar kynnti ég á þingi skýrslu um orkustefnu fyrir Ísland sem unnin var af stýrihópi. Þessi skýrsla verður grunnurinn að aðgerðaráætlun stjórnvalda sem nú er unnið að.</p> <p>Í orkustefnu annarra Evrópuríkja er jafnan mest áhersla lögð á orkuöryggi, skipulag orkumarkaða og samspil orku og umhverfismála. Hér á landi er jafnframt mikilvægt að fjalla um fjórða þáttinn sem er nýting orkuauðlinda í víðu samhengi, t.d. sem grunn að fjölbreyttu atvinnulífi og hvernig arði af sameiginlegum auðlindum verði skilað til þjóðarinnar.<br clear="all" /> </p> <p>Veigamikill hluti nýrrar orkustefnu snýst um að draga úr notkun á jarðefnaeldsneyti og auka að sama skapi hlut endurnýjanlegrar orku. Við erum nánast með fullt hús stiga - hvað varðar orku til rafmagnsframleiðslu og húshitunar. En þegar kemur að orkunotkun í samgöngum, þá blasir við allt önnur og dekkri mynd. Hér erum við nánast alfarið háð innflutningi á jarðefnaeldsneyti – og olíureikningurinn hljóðar árlega upp á tæpa 50 milljarða króna í beinhörðum gjaldeyri. Hér þurfum við að gera miklu betur – og sannarlega eru tækifærin til staðar.</p> <p>Í áætlun um orkuskipti í samgöngum eru sett fram metnaðarfull markmið sem skal vera náð árið 2020. Þessi markmið ríma jafnframt við stefnumörkun stjórnvalda um uppbyggingu græns hagkerfis.</p> <p>Til að ná settu marki þarf margt að koma til – en það sem á endanum drífur þróunina áfram er að það sé klár ávinningur fyrir notandann að taka skrefið og fjárfesta í grænum bíl eða grænni tækni. Við þurfum að koma á grænum hvötum, t.d. í gegnum skattkerfið. Þess vegna hef ég nú lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um virðisaukaskatt þar sem kveðið er á um endurgreiðslu virðisaukaskatts að hluta eða öllu leyti af bílum sem nota umhverfisvæna orku. Hér er ríkið að ganga á undan með góðu fordæmi - og þá er nú ekki verra að góður skilningur ríki á milli fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra.<br clear="all" /> </p> <p>Ágætu fundargestir</p> <p><span>Ríkisstjórnin hefur gert það opinbert að fyrir dyrum standi endurskipulagning ráðuneyta – og við það mun iðnaðarráðuneytið verða hluti af nýju atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Jafnframt mun verða til</span> <span>umhverfis- og auðlindaráðuneyti.</span></p> <p>Í þessum breytingum verða þrír þættir hafðir að leiðarljósi:</p> <p>Í fyrsta lagi mun umhverfis- og auðlindaráðuneytið hlutast til um mótun og eftir atvikum lögfestingu meginreglna umhverfisréttarins og skilgreiningu þeirra viðmiða sem gilda eiga um sjálfbæra nýtingu.</p> <p>Í öðru lagi verður samstarf ráðherranna formgert með mótun nýrrar aðferðafræði og tækja, svo sem vegna mótunar nýtingarreglna sem nauðsynlegar eru til að markmið um sjálfbæra nýtingu nái fram að ganga.</p> <p>Í þriðja lagi verður mælt fyrir um fastmótaðan og lögbundinn farveg sameiginlegrar vinnu ráðuneytanna við undirbúning ákvarðana um nýtingu.</p> <p>Með raforkulögum sem sett voru árið 2003 var Orkustofnun fært aukið stjórnsýsluhlutverk, og þá var sett á laggirnar raforkueftirlit stofnunarinnar sem m.a felur í sér umsjón með tekjumörkum fyrir sérleyfisþátt raforkuframleiðslunnar, þ.e. flutning og dreifingu. Þau fyrirtæki sem falla undir eftirlitið hafa nokkuð gagnrýnt framkvæmd þessa eftirlits m.a. hvað varðar setningu tekjumarka.<br clear="all" /> </p> <p>Á síðasta ári var ákveðið að fá óháðan aðila til að taka út framkvæmd raforkueftirlitsins og hafði iðnaðarráðuneytið frumkvæði að því að fá Orkustofnun Noregs til að gera slíka úttekt.</p> <p>Meginmarkmið úttektarinnar var að leggja mat á framkvæmd raforkueftirlitsins. Í skýrslunni er bæði bent á þætti sem eru til fyrirmyndar svo sem um opnun á raforkumarkaði og stofnun úrskurðarnefndar raforkumála.</p> <p>Þau atriði sem bent er á að þurfi að koma í betri farveg eru meðal annars :</p> <p><span>–&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</span> <span>að koma á formlegri samskiptum milli Orkustofnunar og eftirlitsskyldra aðila,</span></p> <p><span>–&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</span> <span>að auka þurfi úrræði raforkueftirlits til að beita eftirlitsskylda aðila viðurlögum við alvarlegri brotum gegn ákvæðum laga.</span></p> <p>Meginniðurstaða í skýrslunni var sú að starfsmannafjöldi Orkustofnunar sem sinnir raforkueftirliti væri ekki fullnægjandi og gerð var tillaga um að starfsmönnum verði fjölgað úr tveimur í fjóra.</p> <p>Til að bregðast við þessum athugasemdum hafa verið gerðar breytingar á raforkulögum og fjármagn til eftirlits Orkustofnunar verið aukið svo að hægt sé að fjölga starfsmönnum.</p> <p>Ég tel að raforkueftirlitið sé einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi Orkustofnunar og því áríðandi að þannig sé búið um hnútana að stofnuninni sé gert kleift að sinna því mikilvæga hlutverki og vænti ég mikils af þeim breytingum sem framundan eru.<br clear="all" /> </p> <p>Á mánudaginn lýkur útboði á sérleyfum til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu. Nú er best að fullyrða ekkert um niðurstöður útboðsins – mey skal jú að morgni lofa. Því ber hins vegar að fagna sérstaklega að á undanförnum mánuðum og misserum hafa farið fram viðamiklar rannsóknir á Drekasvæðinu – og í þeim hafa fundist ummerki um olíu frá Júratímabilinu. Og í rannsóknunum hefur það jafnframt fengist staðfest að þar er að finnna nauðsynleg jarðlög frá miðlífsöld. Við getum því nánast sagt með vissu; Já, það er olíu að finna á Drekasvæðinu. Hvort hún er í nægjanlegu magni og vinnanleg er síðan önnur saga. Líkurnar eru að minnsta kosti meiri í dag en við lok síðasta útboðs – en við skulum spyrja að leikslokum.</p> <p>Ég hóf mál mitt á því að tala um tækifæri og ógnanir í orkumálum. Frá bæjardyrum Íslands blasa við ótal tækifæri - og það er okkar að grípa þau og hagnýta. Við búum yfir ríkum orkuauðlindum, verðmætri þekkingu og dýrmætri reynslu. Um leið og ég segi að við skulum ganga til leiks af&#160; ákveðni – þá verðum við umfram allt að gæta þess að ná sátt meðal þjóðarinnar um þau skref sem við tökum.</p> <p>Virkjum af skynsemi – verndum af skynsemi!</p> <p>Ég óska ykkur, starfsmönnum Orkustofnunar, til hamingju með daginn – og um leið allra heilla í störfum ykkar í framtíðinni.<br /> </p>

2012-03-30 00:00:0030. mars 2012Virkjum af skynsemi – verndum af skynsemi!

<p>Virkjum af skynsemi – verndum af skynsemi!</p> <p>Fá mál hafa reynt jafn mikið á þjóðina á undanförnum áratugum eins og ágreiningurinn um hvar skuli virkjað og hvar verndað. Bæði sjónarmiðin eiga rétt á sér; landið okkar býr yfir miklum orkuauðlindum sem má umbreyta í uppbyggingu og störf. En það felast ekki síður verðmæti í einstakri og óspilltri náttúru náttúru Íslands sem okkur er treyst til að standa vörð um fyrir komandi kynslóðir. Auk þess hefur þeim sjónarmiðum verulega vaxið ásmegin að náttúruvernd sé mikilvægur grundvöllur ferðaþjónustunnar sem vaxandi atvinnugreinar.</p> <p>Í gær var þingsályktunartillaga um Rammaáætlun kynnt en hún verður síðan lögð fram á Alþingi til umfjöllunar og afgreiðslu. Í áætluninni er hugsanlegum virkjunarkostum raðað í orkunýtingarflokk, verndarflokk eða biðflokk og er markmiðið að skapa framtíðarsýn í verndunar- og virkjanamálum og ná almennri sátt í þjóðfélaginu um þennan mikilvæga málaflokk.</p> <p>Vinna við Rammaáætlun hefur staðið yfir allt frá árinu 1999 en að henni hafa komið fremstu vísindamenn þjóðarinnar á ótal sviðum. Í ágústmánuði sl. voru drög að þingsályktunartillögu lögð fram í 12 vikna opið umsagnar- og samráðsferli þar sem bárust vel yfir 200 umsagnir. Allar umsagnirnar voru metnar og á grundvelli þeirra gerðar breytingar á drögunum sem lögð voru fram til kynningar. Um er að ræða breytingar þar sem svæði eru færð úr nýtingarflokki í biðflokk; annars vegar virkjunarkostir í neðri hluta Þjórsár (Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun) og hins vegar kostir á hálendinu (Hágönguvirkjanir I og II og Skrokkölduvirkjun).</p> <p>Í öllum tilvikum eru rökin þau að vegna nýrra upplýsinga sem komu fram í samráðsferlinu beri að rannsaka tiltekna þætti betur áður en endanleg ákvörðun um nýtingu eða vernd verður tekin. Á grundvelli laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun, eru hér svokölluð varúðarsjónarmið höfð til hliðsjónar; ef um vafa er að ræða þá beri að kanna hann til hlítar áður en endanleg ákvörðun er tekin. <a id="OLE_LINK4" name="OLE_LINK4"></a><a id="OLE_LINK3" name="OLE_LINK3">Það kemur síðan í hlut nýrrar verkefnisstjórnar rammaáætlunar, sem skipuð verður í kjölfar samþykktar Alþingis, að hrinda í framkvæmd nauðsynlegri rannsóknarvinnu vegna umræddra virkjunarkosta og lögð er áhersla á að tillaga um endanlega flokkun liggi fyrir svo fljótt sem auðið er eftir að nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir.</a></p> <p>Þegar ólík sjónarmið takast á ríður á að finna jafnvægi sem breið samstaða getur náðst um. Náttúruverndarsamtök hafa lýst þeim sjónarmiðum sínum að mun fleiri virkjunarkostir eigi að falla í verndarflokk. Og frá þeim sem vilja ganga lengra í orkunýtingu heyrast öndverðar skoðanir.</p> <p>Rammaáætlun verður rædd á Alþingi á komandi mánuðum og endanlega afgreidd þaðan. Nú sér loks fyrir endann á löngu, flóknu og metnaðarfullu ferli um þetta stóra mál þar sem brýnt er að byggja hvert skref á yfirvegun og málefnalegri afstöðu.</p> <p>Oddný G Harðardóttir, iðnaðarráðherra</p> <p>Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra</p> <p>&#160;</p>

2012-03-23 00:00:0023. mars 2012Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF)

<p>Fundarstjóri, góðir aðalfundargestir.</p> <p>Það er fátt hollara sál og líkama en góð fjallganga. Ég segi ekki að maður eigi að hreykja sér á hæsta steini – en auðvitað á maður að láta það eftir sér að gleðjast yfir góðum áfanga. Á fjallstoppnum, fjarri amstri hversdagsins, sér maður vítt í allar áttir.&#160; Sérhver hóll og lækur fellur í eðlilegt samhengi hlutanna – stóra myndin verður ljós.</p> <p>Það má líkja þessum aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar við fjallstopp, eða áningarstað á langri gönguleið. Það gefur okkur kraft og styrk að kasta mæðinni, ræða saman og njóta stundarinnar. En þetta er líka kærkomið tækifæri til að njóta útsýnisins. Við lítum um öxl og hugsum um það sem er að baki - og lærum af því! Förum svo yfir ferðaáætlunina og horfum óþreyjufull fram á veginn.</p> <p><span>Í þessari ræðu langar mig</span> <span>að minnast á nokkrar af þeim vörðum <span></span><span>sem ferðaþjónustan og stjórnvöld hafa í sameiningu hlaðið á liðnum árum. Og þá vil ég deila með ykkur sýn minni á næstu áfanga eins og þeir blasa við héðan frá sjónarhóli ráðherra ferðamála.</span></span></p> <p>Á liðnum þremur árum hefur ótrúlega margt verið gert - og áunnist á vettvangi ferðaþjónustunnar. Fyrst upp í hugann koma auðvitað skjót og kraftmikil viðbrögð ferðaþjónustunnar og stjórnvalda við eldgosunum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum. Þar reyndi sem aldrei fyrr á samtakamátt, festu, útsjónarsemi og frjóa hugsun. Og þegar ósköpin voru gengin yfir og askan sest - þá kom í ljós í könnunum að Ísland hefur náð að skapa sér enn sterkari stöðu sem spennandi ákvörðunarstaður ferðamanna. Það væri kannski ráð að setja eldgos á reglulegum fresti inn á framkvæmdaáætlun Ferðamálastofu!</p> <p>Í iðnaðarráðuneytinu hefur ríkt mikill metnaður fyrir hönd ferðamála á undangegnum árum og ráðuneytið lagt sig í líma við að standa þétt við hlið greinarinnar með ýmsum hætti. Við gerum okkur, öðrum ráðuneytum betur, ljóst mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarhag.</p> <p><strong>Ferðaþjónustan er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs.</strong></p> <p><strong>Ferðaþjónustan er ein af helstu uppsprettum útflutningstekna þjóðarinnar.</strong> <span></span></p> <p>Í Ferðamálaáætlun til ársins 2020 eru markmiðin skýr.</p> <ul> <li><span>Við ætlum að leita allra leiða til að lengja ferðamannatímann.</span></li> <li><span>Við ætlum að fjölga heilsársstörfum í ferðaþjónustunni stórlega.</span></li> <li><span>Við ætlum að setja öryggis- og gæðamál í öndvegi.</span></li> <li><span>Og<span>&#160;</span> ... <span>&#160;</span>við ætlum að standa vörð um íslenska náttúru.</span><br /> </li> </ul> <p>Öll okkar stefnumörkun varðandi ferðaþjónustuna hverfist um þessa fjóra meginþætti.</p> <p>Okkur sem hér erum hefur lengi verið ljóst mikilvægi þess að fjölga ferðamönnum utan hins hefðbundna ferðamannatíma um sumarið. Í kjölfar átaksins <em>Inspired by Iceland</em> – og reyndar á grunni þess, ýttum við úr vör síðastliðið haust þriggja ára verkefni <strong><em>Ísland allt árið</em></strong>. <span>&#160;</span></p> <p><em>Ísland allt árið</em><span>var vandlega íhugað af stjórnvöldum áður en iðnaðarráðuneytið hófst handa við að fá fleiri aðila að verkefninu.</span> <span>Það var mat ríkisstjórnarinnar að fjárfesting sem miðaði að því að lengja ferðamannatímabilið væri ein allra fljótvirkasta og áhrifaríkasta leiðin á þessum tímapunkti til þess að skapa atvinnu og auka gjaldeyristekjur. Enda skapast með lengingu ferðamannatímabilsins grundvöllur til fjölgunar heilsársstarfa hjá fyrirtækjum sem fram til þessa hafa ráðið mikinn fjölda sumarstarfsmanna en haft aðeins lágmarksstarfssemi yfir stærstan hluta ársins. Og við þetta myndu skapast forsendur til að auka arðsemi í greininni.&#160;</span></p> <p>Það var síðan mikið fagnaðarefni að Icelandair, SAF, Reykjavíkurborg, ISAVIA, Iceland Express, Landsbankinn og Samtök verslunar og þjónustu komu með mótframlag til verkefnisins sem fengið hefur fljúgandi start!</p> <p>Það er alveg ljóst að þau skilaboð sem verið er að senda á vegum <em>Íslands allt árið</em> komast til skila. Vetrarherferðin á vegum <em>Ísland allt árið</em> var sú landkynningarherferð í heiminum sem var mest umtöluð í haust, samkvæmt mælingum.</p> <p>Í greiningu á umfjöllun í öllum miðlum á heimsvísu kemur fram að fjallað var í 57 löndum um þá nýjung að bjóða ferðafólki í heimsókn, m.a. til forsetans, borgarstjórans, ferðamálaráðherrans, Péturs og Páls, Jóns og Gunnu. Og án þess að virka of sjálfumglöð tel ég að fáar þjóðir gætu leikið þetta eftir okkur!</p> <p>Ágætu fundarmenn.</p> <p>Frá áramótum hefur orðið 20% fjölgun erlendra ferðamanna miðað við síðasta ár. Þessar tölur, ásamt góðri bókunarstöðu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum, gefa vísbendingar um að vetrarferðaþjónusta sé í mikilli sókn og ferðaárið í heild lofi einkar góðu. Ljóst er að þau markmið sem sett voru af stjórn <em>Íslands allt árið</em> um amk 12% fjölgun erlendra ferðamanna á yfirstandandi vetri munu nást.</p> <p><em>Ísland allt árið</em> <span>beinist að verulegu leyti að því að laða fólk á völdum markaðssvæðum að vefsíðunni <em>Inspired by Iceland</em>, stuðla að umræðu um Ísland sem áfangastað á samfélagsmiðlum og koma á framfæri sögum ferðamanna sem heimsótt hafa Ísland, enda eru þeir langflestir ánægðir með dvölina og hafa frá mörgu að segja.</span></p> <p><em>Ísland allt árið</em> <span>sameinar kraftana í markaðsstarfi ferðaþjónustunnar og skerpir fókusinn í kynningu og auglýsingum á vetrarferðum til Íslands meðal fyrirtækja og opinberra aðila. Aukið framboð á beinum flugferðum frá nýjum áfangastöðum og tilkoma nýrra flugfélaga sem hefja flug allt árið til Íslands, m.a. vegna afsláttarkjara ISAVIA fyrir flugrekstraraðila sem vilja fljúga hingað á nýjum flugleiðum allt árið, eiga einnig sinn þátt í þeirri aukningu sem nú verður vart hvarvetna á komum erlenda ferðamanna til Íslands á vetrarmánuðum.</span></p> <p>ISAVIA hefur kynnt sérstaka afslætti á lendingar- og þjónustugjöldum í Keflavík fyrir flugrekstraraðila og Icelandair gerir tilraun í vor með flug milli Keflavíkur og Akureyrar í beinum tengslum við millilandaflugið. Reykjavíkurborg þróar markvisst sína viðburðadagskrá yfir veturinn og hefur nú stofnað Ráðstefnuskrifstofu Reykjavíkur í félagi við fyrirtæki til þess að láta að sér kveða á funda- og ráðstefnumarkaðnum. Hér þarf ekki að taka fram mikilvægi Hörpu fyrir ferðaþjónustuna - sem sýnir hversu mikið gæfuspor það var að ljúka við framkvæmd hennar.</p> <p><em>Ísland allt árið</em> <span>er hins vegar ekki hægt að reka sem einhliða markaðsverkefni. Samhliða því að hafa frumkvæði að Inspired by Iceland í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli og með veglegri aðkomu að <em>Ísland allt árið</em> hafa ferðamálayfirvöld beitt sér fyrir eflingu ferðaþjónustu með ýmsu móti. Fyrst ber að geta stofnunar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða en lög um hann voru samþykkt á Alþingi s.l.sumar. Hlutverk sjóðsins er að vernda umhverfi á ferðamannastöðum og stórbæta aðgengi og öryggi ferðamanna.</span></p> <p><span>Fjármögnun sjóðsins er enn í burðarliðnum en það munar samt verulega um þær 70 milljónir sem nú hafa bæst við hefðbundna úthlutun Ferðamálastofu til úrbóta á ferðamannastöðum sem er alls 40 millj. kr á þessu ári.</span></p> <p>Ég bind miklar vonir við að þessi málaflokkur muni styrkjast enn frekar á næstu árum enda verkefnin mörg og sum þeirra verulega aðkallandi.</p> <p><span>Einnig hafa stjórnvöld kostað gerð gæða- og umhverfiskerfisins VAKANS sem var, í samstarfi við SAF og Ferðamálasamtök Íslands, stofnað til nýlega. Að baki liggur vönduð undirbúningsvinna, ekki síst að hálfu Ferðamálastofu sem sér um rekstur kerfisins.</span> <span>Markmiðið með kerfinu er að efla gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því byggja upp samfélagslega ábyrgð.</span></p> <p>Kerfið er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða gæðaúttekt fyrir ferðaþjónustu <em>aðra</em> en gistingu - og stjörnuflokkun fyrir allar tegundir gististaða.</p> <p>Hins vegar er um að ræða umhverfiskerfi þar sem þátttakendur eru hvattir til að stuðla að verndun umhverfisins og samfélagslegri ábyrgð með hagkvæmum og jákvæðum hætti og fá brons-, silfur- eða gullmerki eftir árangri.</p> <p><span>Undanfarnar vikur hafa verið haldnir samtals níu kynningarfundir um land allt, þar sem VAKINN hefur fengið mjög jákvæðar undirtektir. Góð þátttaka í VAKANUM mun efla jákvæða ímynd íslenskrar ferðaþjónustu og Íslands sem hágæða dvalarstaðar þar sem öryggi og sjálfbærni eru í öndvegi. Ég hvet því alla ferðaþjónustuaðila til að kynna sér VAKANN og sækja um þátttöku.</span></p> <p>Það er ótvírætt að rannsóknir og nýsköpun eru grunnur að vexti og viðgangi<br /> ferðaþjónustunnar. Mikill vilji er til þess að auka þekkingu í greininni og þar með rannsóknarstarfið. Á þessu ári hafa framlög stjórnvalda til rannsókna í ferðaþjónustu aukist umtalsvert, þannig hafa fjármunir á ársgrunni til Rannsóknamiðstöðvar ferðamála sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum, SAF og Ferðamálastofu aukist úr tólf og hálfri milljón í 42 og hálfa milljón króna.</p> <p>Í síðustu viku hlotnaðist mér það mjög svo ánægjulega hlutverk að afhenda fyrstu styrkina úr <em>Þróunarsjóði - Íslands allt árið,</em> sem Landsbankinn og iðnaðarráðuneytið standa sameiginlega að. Markmið sjóðsins er að lengja ferðamannatímabilið á Íslandi, með því að styrkja þróun afurða og upplifana utan háannatíma ferðaþjónustu og auka þannig arðsemi fyrirtækja í geiranum. Alls<span>&#160;</span> voru veittir 20 styrkir fyrir rétt tæpar 40 milljónir króna <span>&#160;</span>– og sannarlega lofa verkefnin góðu: Reglulegt millilandaflug um Akureyri, vetrarferðamennska í ríki Vatnajökuls, Gullkistan Ísafjarðardjúp, ísgöng í Langjökli, Vetrarupplifun á Austurlandi, Jarðvangur á Suðurnesjum og Regnbogar náttúrlífsins við Breiðafjörð eru aðeins nokkur af þeim verkefnum sem fengu styrki - og það er gaman að sjá hvernig þau raða sér hringinn í kringum landið.</p> <p>Þá fagna ég því sérstaklega hvernig Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur í stórauknum mæli snúið sér að verkefnum tengdum ferðaþjónustu. Markmið ráðuneytisins er auðvitað að allar stofnanir þess, ekki einungis Ferðamálastofa, séu meðvitaðar um þýðingu ferðaþjónustunnar og taki fullan þátt í eflingu hennar.</p> <p>Í gær mælti ég á Alþingi fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um skipan ferðamála. Í því er komið til móts við breytt umhverfi í greininni. Stofnun Íslandsstofu og Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hefur breytt hlutverki Ferðamálastofu auk þess sem Ferðamálaráð hefur lent í nokkrum tilvistarvanda í kjölfar stofnunar Íslandsstofu og tilkomu Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, <em>Íslands allt árið</em> og stórra klasa um allt land. Því gerir frumvarpið ráð fyrir samráðsvettvangi um ferðamál sem hittist fremur sjaldan en hefur skýrt hlutverk. Að honum munu eiga aðild m.a. Vegagerðin, Umhverfisstofnun og Félag leiðsögumanna.</p> <p><span>Mestar vonir bind ég þó við þann hluta frumvarpsins sem snýr að öryggi ferðamanna.</span> <span>Í frumvarpinu er ákvæði sem kveður á um skyldur allra aðila sem bjóða ferðir innanlands - til að útbúa öryggisáætlun þar sem fram kemur mat á áhættu viðkomandi ferðar og lýsing á því hvernig viðkomandi aðili hyggist bregðast við beri vá að höndum í ferðinni.</span></p> <p>Nái frumvarpið fram að ganga fær Ferðamálastofa það verkefni að leiðbeina við gerð öryggisáætlana, skrá þær og birta. Þá mun Ferðamálastofa halda uppi eftirliti með því að ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur leggi fram öryggisáætlanir og leggi á sektir ef þær eru ekki fyrir hendi.</p> <p>Það styttist í að rammaáætlun líti dagsins ljós en þar er virkjunarkostum á landinu skipað í orkunýtingarflokk, verndarflokk eða biðflokk ef þörf er á frekari rannsóknum. Í vinnu verkefnisstjórnar rammaáætlunar var mikið tillit tekið til sjónarmiða ferðaþjónustunnar – enda er íslensk náttúra sterkasti aðdráttaraflið fyrir erlenda ferðamenn. Það skiptir miklu að með rammaáætlun fáum við framtíðarsýn hvað varðar vernd og nýtingu náttúrusvæða.</p> <p><strong>Við þurfum að nýta af skynsemi.</strong></p> <p><strong>Og við þurfum að vernda af skynsemi!</strong></p> <p>Ég trúi því og treysti að með rammaáætlun sé kominn grundvöllur að breiðri og almennri sátt í þjóðfélaginu um þetta mikilvæga mál.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur sett fram metnaðarfull markmið um orkuskipti í samgöngum fram til ársins 2020. Við viljum vera í framvarðasveit þjóða í að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis – og auka að sama skapi hlut endurnýjanlegra og umhverfisvænna orkugjafa. Þetta markmið rímar fullkomlega við þá ímynd sem Ísland hefur - og við viljum með öllum ráðum styrkja í sessi.<br clear="all" /> </p> <p>Kæru fundargestir</p> <p>Aðalfundir SAF eru einn mælikvarðinn á það að ferðaþjónustan hér á landi er á öruggri og góðri siglingu. Fundirnir verða sífellt fjölmennari og glæsilegri og óska ég ykkur til hamingju með það.</p> <p>En það er mikilvægt að við höldum til haga sögu greinarinnar og því er það mér mikið ánægjuefni að Samtök ferðaþjónustunnar og iðnaðarráðuneytið hafa náð samkomulagi um að hefja ritun á sögu ferðaþjónustunnar. Þetta mikilvæga mál hefur verið SAF hugleikið um langt skeið og ekki seinna vænna að hefjast handa. Við viljum jú ...</p> <p>... Segja löngu seinna frá því:<br /> Sjáið tindinn! Þarna fór ég.</p> <p>Ég hóf mál mitt að líkja þessum ársfundi SAF við áningarstað á langri leið. Og þegar við lítum yfir farinn veg blasir við okkur að fjöldi ferðamanna hefur að jafnaði tvöfaldast á hverjum áratug síðustu hálfa öldina. Frá því að vera rúmlega 17 þúsund árið 1962 – yfir í það að vera yfir 600 þúsund nú á árinu 2012, eins og öll sólarmerki benda til.</p> <p>Og það bíða okkar ærin verkefni; að fjölga ferðamönnum utan hins hefðbundna ferðamannatíma, auka arðsemi greinarinnar, fjölga störfum innan hennar, standa vörð um náttúru Íslands og helstu ferðamannastaði, tryggja öfluga nýsköpun í hvers kyns afþreyingu, tryggja öryggis- og gæðamál ... og þá er aðeins fátt eitt upp talið. En þetta vex okkur ekki í augum - því að við höfum í heiðri orð Tómasar þess efnis ... að eiginlega sé nú ekkert bratt, aðeins mismunandi flatt.</p> <p>Ég óska ferðaþjónustunni alls hins besta í framtíðinni og heiti stuðningi iðnaðarráðuneytisins við ferðaþjónustuna - hér eftir sem hingað til.<br /> </p>

2012-03-16 00:00:0016. mars 2012Fyrsta úthlutun úr Þróunarsjóði Landsbanka og iðnaðarráðuneytis

<p>Góðir gestir,</p> <p><span>Ég óskar ykkur öllum til hamingju með daginn og þessa fyrstu úthlutun úr Þróunarsjóði Landsbankans og iðnaðarráðuneytisins sem varð til í tengslum við markaðsverkefnið Ísland, allt árið.</span></p> <p>Samstarf er lykilorð í ferðaþjónustu enda byggir öll uppbygging, þróun og vinna í ferðaþjónustu á fjölbreyttu og víðtæku samstarfi ólíkra aðila. Á síðustu árum höfum við séð mikla og jákvæða þróun um allt land í átt til samstarfs á milli ferðaþjónustunnar og ríkisstofnana og einnig þvert á greinar þar sem ferðaþjónustan á sér í raun engin landamæri.</p> <p>Þróunarsjóður Landsbanka og Iðnaðarráðuneytis er gott dæmi um samstarf þar sem öflugir aðilar leggja saman krafta sína til að veita þarfa og mikilvæga innspýtingu í ferðaþjónustu.</p> <p>Þróunarsjóði Landsbanka og iðnaðarráðuneytis er meðal annars ætlað að koma til móts við brýna þörf til að styrkja og efla fleiri áfangastaði og afurðir í ferðaþjónustu svo við getum stolt boðið gestum að upplifa okkar einstaka land allt árið um kring. Samtals var því ákveðið að leggja 70 milljónir í þróunarsjóðinn, 40 milljónir frá Landsbanka og 30 frá iðnaðarráðuneyti sem úthlutað skildi í tveimur úthlutunum.</p> <p>Í þessari fyrstu atrennu bárust 113 umsóknir þar sem samtals var óskað eftir 300 milljónum króna í styrk. Úthlutunarnefnd var skipuð þremur fulltrúum Landsbanka, fulltrúa skipuðum af ráðherra, einum frá Nýsköpunarmiðstöð, einum frá Ferðamálastofu og einum frá stjórn <em>Íslands allt árið</em> verkefnisins.</p> <p>Þegar til úthlutunar eru 35 milljónir en sótt um 300 er ljóst að mikill vandi er á höndum og hafna þurfti mörgum afbragðsgóðum verkefnum. Sú mikla ásókn sem varð í sjóðinn sýnir hina miklu grósku sem er í ferðaþjónustunni, að hugur er í fólki um allt land til að lengja tímabilið og efla ferðaþjónustu sem atvinnugrein. Ákveðið var að úthluta 39 milljónum til 20 fjölbreyttra verkefna.</p> <p>Fulltrúar margra þessara 20 spennandi verkefna eru hér í dag frá öllum landshlutum fá brautargengi til þróunar og uppbyggingar sem verður vonandi til þess að fleiri ferðamenn eigi erindi til Íslands og um Ísland vetur, vor og haust ekki síður en yfir sumartímann.</p> <p>Vonir standa til þess þegar lesið er yfir verkefnalistann að á næstu árum muni fleiri ferðamenn upplifa litbrigði og töfra árstíðanna við Breiðafjörð í gegnum náttúru og mannlíf, að fuglaskoðun og vetrarhátíð megi verða til þess að draga fleiri gesti norður, að á Vestfjörðum upplifi menn myrkrið, norðurljósin og náttúruna og að draga megi fram töfra <em>Ríkis Vatnajökuls</em> fyrir ferðamenn allt árið um kring.</p> <p>Í ferðaþjónustunni skiptir máli að afmarka vel markhópana sem stefnt er á og gott dæmi um verkefni sem hefur skýran og afmarkaðan markhóp eru verkefni <em>Pink Iceland</em> þar sem stefnt er að því að kynna Ísland sem vænlegan kost fyrir brúðkaup og brúðkaupsferðir fyrir svokallaða ,,hinsegin“ ferðamenn allt árið.</p> <p>Í úthlutun var mjög horft til slagkrafts verkefna og áforma um víðtækt samstarf á mismunandi svæðum til að bjóða ferðamönnum upplifanir og þjónustu allt árið þannig að samstarfsverkefni og klasar úr flestum landshlutum fá brautargengi í þessari úthlutun og er í öllum verkefnum.</p> <p>Þau verkefni sem styrkt eru hér í dag eiga það sameiginlegt að í þeim er áhersla lögð á að draga fram sérstöðuna í smáu jafnt sem stóru. Með þeim vilja aðstandendur þeirra aðgreina sína þjónustu, sitt svæði frá öðrum til að ná athygli RÉTTU gestanna í öllu því endalausa framboði af ferðavörum sem fólk stendur frammi fyrir.</p> <p>Ég <a id="_GoBack" name="_GoBack"></a>vil þakka úthlutunarnefnd sjóðsins fyrir góð störf og óska ykkur, ágætu styrkhafar til hamingju. Megi verkefnin sem þið vinnið að verða íslenskri ferðaþjónustu til framdráttar og heilla.</p> <p>Næst tekur til máls <strong>Jensína K. Böðvarsdóttir</strong>, framkvæmdastjóri Þróunar hjá Landsbankanum.<br /> </p>

2012-03-15 00:00:0015. mars 2012Ársfundur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

<p>Forseti Íslands, starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, góðir gestir - til hamingju með daginn!</p> <p>Það var árið 2007 sem að Nýsköpunarmiðstöð Íslands var sett á laggirnar og sannarlega fylgdu henni bæði vonir og væntingar. Þetta var vel að merkja sama árið og hljómsveitin Hundur í óskilum fagnaði fimm ára afmæli sínu með útgáfu plötunnar <em>Hundur í óskilum snýr aftur</em> – en það er önnur saga.</p> <p>Fimm ár eru svo sem ekki langur tími í sögu þjóðar – en ég er þess fullviss að í Íslandssögubókum framtíðarinnar mun undangengnum fimm árum verða gert hátt undir höfði.</p> <p>Ísland á hápunkti ríkidæmis síns – fallið – og síðan endurreisnin.</p> <p>Og þessi atburðarás hefur auðvitað markað starf og áherslur Þorsteins Inga og samstarfsfólks hans í Nýsköpunarmiðstöðinni – sem hefur sýnt getu og kjark - og fundið leiðir til að nýskapa sig til að mæta þörfum íslensks atvinnulífs á óvissutímum.</p> <p>Þegar það verða skyndilegar breytingar - þá verða skilin jafnan skörp og augljós á milli þess sem var og er. Fyrir hrun græddu mörg fyrirtæki á tá og fingri – en þegar betur er að gáð þá lá stærstur hluti gróðans í mörgum tilvikum í alls kyns fjármagnsæfingum - en eiginleg starfsemi fyrirtækisins skilaði oft litlu. Í dag verðum við að byggja á raunverulegri verðmætasköpun. Fyrirtækin þurfa að skapa verðmæti með vörum og/eða þjónustu. Á þeirri vegferð er nýsköpun algert grundvallaratriði - og í þeim leik er hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands mikilvægara en nokkru sinni.</p> <p>Nýsköpunarmiðstöðin brást við breyttum aðstæðum með kröftugum hætti. Námskeiðshald var stóraukið og frumkvöðlasetrum fjölgað. Þar fá frumkvöðlar vinnuaðstöðu og faglega ráðgjöf til að byggja upp fyrirtæki sín – sem mörg hver eru að ná mjög athyglisverðum árangri. Sjálf heimsótti ég ásamt kollega mínum Guðbjarti velferðarráðherra KÍM-MedicalPark í síðustu viku til að ganga frá samningi til þriggja ára um fjármögnun frumkvöðlasetursins. Og það get ég staðfest að á þeim bænum er verið að vinna að mörgum framúrskarandi verkefnum sem staðfesta sterka stöðu okkar á sviði heilbrigðistækni.</p> <p>Nýsköpun snýst um framtíðina - hvernig við best mætum þeim áskorunum sem framtíðin leggur fyrir okkur. Og þá reynir á hvoru tveggja; hæfileikann til að koma auga á tækifærin – og þekkinguna og getuna til að nýta þau.</p> <p>Tökum sem dæmi uppbyggingu græna hagkerfisins. Í því liggja fleiri tækifæri en sem nemur samanlögðum fjölda eyjanna í Breiðafirði og hólanna í Vatnsdal. Rannsókna- og þróunarstarf, tæknilausnir, ný þjónusta, nýjar vörur. Hér hefur Nýsköpunarmiðstöðin miklu hlutverki að gegna bæði hvað varðar rannsóknir sem og þróunarverkefni sem unnin eru með fyrirtækjum og frumkvöðlum.</p> <p>Og verkefnalistinn sem við ætlum Nýsköpunarmiðstöðinni er metnaðarfullur og langur – hann er í reynd ótæmandi!</p> <p>Nýsköpunarmiðstöð skal vera leiðandi við að innleiða nýjar aðferðir og þróunarverkefni á sviði nýsköpunar í atvinnulífi. Það er eilífðarverkefnið sem aldrei stoppar.</p> <p>Nýsköpunarmiðstöð á að vinna markvisst að eflingu atvinnulífs gegnum þá ráðgjöf, rannsóknir og stuðning sem stofnunin hefur upp á að bjóða – hvar sem er á landinu.&#160; Verkfærin eru til staðar – aðalatriði er að nýta þau sem best.</p> <p>Nýsköpunarmiðstöðin á að beita sér fyrir auknu samstarfi - háskóla, rannsókna og atvinnulífs. Mikið er rætt um öflugt samspil þessara þriggja þátta - en betur má ef duga skal. Allir þessir þættir eru hver öðrum háðir. Hagnýting þekkingar, sameiginleg verkefni og svo framvegis.</p> <p>Þá skal Nýsköpunarmiðstöð Íslands vera mikilvægur stuðningsaðili þeirra klasa sem hafa myndast í atvinnulífi og rannsóknum undanfarin misseri. Sérfræðiþekking er mikil hjá stofnuninni og það er okkur mikið kappsmál að þessi þekking nýtist atvinnulífinu til aukinnar verðmætasköpunar.</p> <p>Kæru fundargestir.</p> <p>Ég minntist stuttlega á það í upphafi máls míns að þeir félagar – og fundarstjórar – í Hundur í óskilum væru sléttum fimm árum eldri en óskabarnið sem allt snýst um hér í dag.</p> <p>Hundur í óskilum er úrvals dæmi um menningarlega nýsköpun. Þeir eru góð áminning til okkar um að nýsköpun á alls staðar við – og að oft er besta byggingarefnið að finna í samspili innlendra og erlendra strauma.</p> <p>Fyrir hálfri öld komu Rúllandi steinar frá Englandi og nýsköpuðu tónlistarsmekk heillar kynslóðar. Hundur í óskilum fer sér aftur á móti hægar yfir, og skemmtir sér – og okkur – með því að velta við stöku steinum. Og það er alveg stórmerkilegt hvað steinn á hvolfi er allt öðru vísi en sá hinn sami steinn sem hafði blasað við manni í árafjöld í sínum föstu skorðum.</p> <p>Ég skynjaði til dæmis Gunnarshólma á alveg nýjan hátt eftir að óskilahundurinn hafði snúið honum á haus og aftur til baka. Vissulega var þetta sami Gunnarshólminn og Gunnar leit augum forðum. Og Jónas kvað um löngu síðar og ég lærði utanbókar í barnaskóla. En þeim tókst á sinn einstaka hátt að bregða á hann óvæntri birtu og í einhverjum skilningi að nýskapa hann.</p> <p>Þessa dagana er Hundur í óskilum að segja sögu íslensku þjóðarinnar í Borgarleikhúsinu. Ég á nú enn eftir að fara að sjá sýninguna en ég geng út frá því sem gefnu að þeir ætli fimm ára sögu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands gott rúm í þeirri frásögn.</p> <p>Það má öllum vera ljóst að verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar eru bæði fjölbreytt og síbreytileg. Og rétt eins og Hundi í óskilum þá dugar Nýsköpunarmiðstöðinni ekki föst og niðurnegld hljóðfæraskipan – heldur verða starfsmennirnir að vera undir það búnir að grípa til fjölbreytilegra hljóðfæra og slá á ólíka strengi.</p> <p>Ég óska starfsfólki Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands til hamingju með daginn – og treysti á kraft þess og styrk í þeim mikilvægu verkefnum sem við blasa.</p> <p>&#160;</p>

2012-03-15 00:00:0015. mars 2012Iðnþing 2012

<p>Ágætu fundarmenn</p> <p>Við höfum verk að vinna – það er hverju orði sannara.</p> <p>En verkefnið sem blasir við okkur í dag er mun árennilegra en verkefnið sem blasti við okkur fyrir ári síðan – að ég tali nú ekki um vandann sem við stóðum frammi fyrir - fyrir tveimur árum síðan, hvað þá&#160; þremur.</p> <p>Hér varð efnahagshrun og það stóð tæpt að Ísland færi hreinlega í þrot.</p> <p>Frá hruni erum við á réttri leið og það hefur náðst mikill árangur. Nýjustu tölur um hagvöxt, þróun atvinnuleysis og afkomu ríkissjóðs benda allar til þess. Þetta er vegna þess að ríkisstjórnin hefur staðið í lappirnar – og sýnt festu og einurð. Orðtakið segir að sígandi lukka sé best – og ég held að það fari einmitt best á því að við tökum þetta eins og fjallgöngu – eitt skref í einu. Tími heljarstökkvanna er liðinn.</p> <p>Í máli mínu hér í dag langar mig að ræða tvennt. Staðreyndir og pólitík. Pólitíkin snýst um þau markmið sem&#160; við einsetjum okkur að ná og þær leiðir sem við viljum fara að settu marki. Staðreyndirnar eru síðan nokkurs konar uppgjör á því hvernig okkur vegnar á þessari vegferð.</p> <p>Þó að ég tali hér sem starfandi iðnaðarráðherra verð ég að fá að koma að öðru áhugamáli mínu og sameign okkar allra, ríkissjóði blessuðum. Mér finnst það vera skylda mín hvert sem ég kem að færa fréttir af stöðu ríkisfjármála, svo mikilvæg tel ég þau vera. Við hrunið varð ríkissjóður, rétt eins og heimili og fyrirtæki landsins, fyrir miklum skakkaföllum. Tekjur ríkisins drógust umtalsvert saman þar sem að margir skattstofnar veiktust mjög, og sumir nánast hurfu. Við það áfall varð einfaldlega að gera hvoru tveggja; fara í skattkerfisbreytingar og ráðast í mikinn niðurskurð. Skattkerfisbreytingarnar eru nú að mestu yfirstaðnar og ég vænti þess að komið sé að tímabili stöðugleika í þeim málum. &#160;Niðurskurðurinn hefur vissulega tekið á - en hann hefur skilað miklum árangri. En enn um hríð verðum við að standa fast á bremsunni.</p> <p>Þegar borin eru saman ríkisútgjöld áranna 2007 og 2011 kemur í ljós að niðurskurður á einstaka málaflokka hefur verið 15% að meðaltali, minna á suma og meira á aðra. Þetta hefur verið krefjandi – og á stundum sársaukafull ganga. En þetta er skýr og klár árangur sem gefur okkur forsendur til að byggja á til framtíðar. Styrk stjórn ríkisfjármála er einmitt forsenda stöðugleika í efnahagsmálum.</p> <p>Gert er ráð fyrir að vaxtakostnaður ríkissjóðs verði um 78 milljarðar króna í ár og hann hefur því hækkað um 143% frá árinu 2007 - þrátt fyrir hagstæð kjör á lánsfjármarkaði um þessar mundir. Samt höfum við náð þeim árangri að fjárlög gera ráð fyrir frumjöfnuði ríkissjóðs í ár, í fyrsta sinn frá hruni. Og langtímaáætlun gerir ráð fyrir heildarjöfnuður náist árið 2014.&#160;</p> <p>Ábyrgð og festa eru leiðarljós okkar við rekstur ríkissjóðs og frá því verður ekki hnikað!</p> <p>Og það reynir ekki síður á ábyrgð og festu á lokametrum rammaáætlunar. Vinna við 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða hefur staðið yfir síðastliðin 5 ár. Lúkning þess verks verður mikið framfaraspor fyrir orkuiðnað í landinu því að þá gefst í fyrsta sinn tækifæri til þess að horfa til lengri tíma í orkuöflun. Fyrir minn flokk er þetta veigamikið mál og við höfum lagt mikla áherslu á fagleg vinnubrögð. Endalega ákvörðun í þessu máli er þó alltaf í höndum Alþingis - og því pólitísk.&#160;</p> <p><span>Óþreyja margra, sem birst hefur okkur í fjölmiðlum að undanförnu er fyllilega skiljanleg, og ég skal trúa ykkur fyrir því að hennar gætir víðar en ykkur grunar.&#160;&#160;</span> <span>Og vonandi er biðin senn á enda.</span></p> <p>Um þessar mundir fer fram viðamikil stefnumótunarvinna sem á að skila sér í Atvinnustefnu fyrir Ísland. Atvinnustefna verður ekki mótuð nema með mikilli samvinnu og hreinskiptu samtali milli stjórnvalda og&#160; fyrirtækja. Hlutverk stjórnvalda er ekki að skapa störf heldur miklu heldur að leysa úr læðingi sköpunarkraft atvinnulífsins. Það gerum við best með því að að tryggja samkeppnishæft rekstrarumhverfi og treysta innviði samfélagsins.</p> <p><span>Eitt af þeim forgangsmálum sem stjórnvöld verða að beita sér fyrir - er að til staðar sé mannauður sem býr yfir þeirri kunnáttu og hæfileikum sem fyrirtækin þurfa á að halda til að geta vaxið og dafnað. Við þurfum til dæmis að efla og auka ásókn nemenda í ýmsar tækni- og raungreinar í framhaldsskólum og háskólunum. Það skýtur óneitanlega skökku við að á</span> <span>sama tíma og skortur er á háskólamenntuðu fólki í tækni- og raungreinum hefur um fjórðungur atvinnulausra lokið stúdentsprófi eða er háskólamenntaður.</span></p> <p>Ágætu fundarmenn</p> <p>Það er flestu mikilvægara - að okkur takist að auka fjölbreytni íslensks atvinnulífs og reisa undir það fleiri og sterkari stoðir. Hagkerfið þarf að þroskast og þróast í átt að því að vera þekkingardrifið í stað þess að vera auðlindadrifið. Hér á Íslandi eigum við að rannsaka, skapa, og fullvinna.</p> <p><span>Ég er með þessum orðum ekki að gera lítið úr hinum hefðbundnu grunnatvinnuvegum þjóðarinnar sem hafa að miklu leyti byggst á auðlindanýtingu. Öðru nær. Framtíðarmöguleikar íslensks sjávarútvegs felast til að mynda ekki í meiri veiðum. Möguleikarnir liggja í því hvernig við getum aukið verðmæti þess afla sem kemur á land. Það er haft eftir forsvarsmanni íslenska sjávarklasans – að hann telur það raunhæft að auka megi verðmæti hvers þorsks um 80%. Það myndi hafa í för með sér 60 milljarða króna tekjuaukningu fyrir þorskinn einan. Og það án þess að auka veiðarnar!</span> <span>Forsendan fyrir því að við getum náð þessum árangri er samspil margra þátta, svo sem frekari fullvinnslu aflans og ekki síst nýsköpun í líftækni og hátækniframleiðslu. Fyrirtækið Kerecis er gott dæmi í þessu samhengi en það umbreytir fiskroði í hátækni-lækningavörur – úrgangi í verðmæti.</span></p> <p>Og þá erum við komin að einu af meginhlutverkum rikisins í því að byggja upp sterka atvinnuvegi til framtíðar – og það eru grunnrannsóknir og nýsköpun. Það er ótvírætt hlutverk ríkisins að byggja upp og standa vörð um grunnrannsóknir og öflugt vísindastarf. Og í því sambandi er rétt að halda því til haga að þrátt fyrir þann harkalega niðurskurð sem ríkisstjórnin réðst í – og ég gerði grein fyrir hér áðan - þá stóðum við allan tímann vörð um Tækniþróunarsjóð.</p> <p>Það er nefnilega á grunni rannsókna og nýsköpunar sem við ætlum að sækja fram. Og dæmin sanna að mörg af sterkustu fyrirtækjum landsins hafa sprottið upp úr jarðvegi rannsókna.</p> <p>Og sannarlega eru tækifærin mörg - ég nefni svið eins og líftækni, heilbrigðistækni, málefni hafsins, endurnýjanlega orku, loftslagsvænni tækni og sjálfbærar samgöngur. Hér höfum við alla möguleika á að skipa okkur í forystusveit.</p> <p>Ég minntist á það áðan hve mikilvægt það er að milli ríkisvaldsins og atvinnulífsins sé gott samtal. Ég fagna frumkvæði Samtaka iðnaðarins og fleiri aðila í atvinnulífinu varðandi framtíð nýsköpunarsjóðs. Þau hafa kallað eftir viðræðum við stjórnvöld þar sem m.a. verða ræddar hugmyndir hvernig efla megi Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. Menn hafa stungið upp á því að rétt væri að breyta eignarhaldi á sjóðnum í þá veru að ríkið myndi selja eða að minnsta kosti minnka hlut sinn í sjóðnum – og fyrirtæki og e.t.v. lífeyrissjóðirnir kæmu þar sterkir inn. <span>&#160;</span>Iðnaðarráðherra tekur þessu erindi fagnandi og ég veit til þess að fjármálaráðherra sem fer með eignarhaldið er einnig tilbúinn til að skoða þetta með opnum huga.<span>&#160;</span></p> <p>Markmiðið væri að sjálfsögðu að fjárfestingargeta sjóðsins myndi aukast til muna. Nú, þegar ríkissjóður er í harðri varnarbaráttu er ef til vill eðlilegt að atvinnulífið taki forystu á því sviði sem Nýsköpunarsjóðurinn hefur starfað á – að hjálpa fiðruðum nýsköpunarfyrrtækjum að taka flugið. Og fyrir vikið gæfist svigrúm fyrir ríkisvaldið að beina auknu fé að rannsóknarstarfi.</p> <p>En víkjum þá að gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar – eða gjaldmiðlavandanum eins og það er kallað í fundarboði.</p> <p>Fyrr í vikunni hertum við á gjaldeyrishöftum, rétt eins og sumir höfðu spáð fyrir um. Mér finnst að greiningardeild Arion banka hafi hitt naglann á höfuðið í markaðspunktum sínum fyrr í vikunni þegar þeir segja „að íslenska þjóðin standi ekki frammi fyrir neinum góðum kostum þegar kemur að útfærslu gjaldeyrislaganna. Valið standi alltaf á milli fárra slæmra kosta.“</p> <p>Gjaldeyrishöftin eru skýr birtingarmynd þess - að íslenska krónan getur ekki talist góður kostur fyrir okkur til framtíðar. Þessi afstaða mín og míns flokks þarf ekki að koma neinum á óvart. <span>&#160;</span><span>&#160;</span>Er ég nú að tala niður krónuna með því að benda á vandamálið?<span>&#160;</span> Er vandi krónunnar kanski bara ímyndarvandi sem leysa mætti með góðu kynningarátaki?<span>&#160;</span> Því miður er það ekki svo.<span>&#160;</span></p> <p>Ríkisstjórn Íslands sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009 og með því var að mínu mati kúrsinn tekinn í átt að upptöku Evru - og á þeirri vegferð erum við nú. Allar götur síðan hafa ýmir aðilar reynt að afvegaleiða umræðuna með ályktunum, skoðanakönnunum og fegurðarsamkeppnum þar sem hinar ýmsu myntir heimsins eru mátaðar við íslenskt efnahagslíf. Fyrst var horft til Noregs eða jafnvel Færeyja. Síðan hafa menn rætt einhliða upptöku Evru eða Kanadadollars og gott ef Ástralíudollar er ekki nýjasta tilboðið. Sænska krónan og ný íslensk króna hafa einnig verið nefndar til leiks. Umræða um gjaldmiðilsmál er að sjálfsögðu holl og nauðsynleg – en að sama skapi verður hún að vera ábyrg og laus við gylliboð. <span>&#160;</span>Svo ég vitni aftur í markaðspunkta Arion banka frá í gær þá kom fram að vægi Kanadadollars í viðskiptavog Íslands er um 1,6%. Evran er hins vegar lang stærsta einstaka myntin í utanríkisviðskiptum Íslands, eða 54% í útflutningi og 30% í innflutningi. Og þá eru ekki teknir með gjaldmiðlar sem eru laus- eða beintengdir við Evruna, eins og til dæmis danska krónan.<span>&#160;&#160;</span></p> <p>Þess vegna er það mín skoðun að lang farsælast sé að stefna að inngöngu í Evrópusambandið og því samhliða að taka upp Evru sem gjaldmiðil. Það er jafnframt von mín og trú að í aðildarviðræðum verði kannað til hlítar hvort mögulegt sé að hraða nauðsynlegu ferli varðandi upptöku Evru. Ef við fáum gott veður varðandi þá málaleitan frá Evrópusambandinu og evrópska seðlabankanum - þá erum við um leið komin með þá nauðsynlegu kjölfestu og stöðugleika í gjaldmiðil okkar sem svo sárlega vantar í dag. Ég er þess fullviss að ef við ákveðum að taka skrefið til fulls þá getum við náð þessum áfanga fyrr en seinna. &#160;</p> <p>Eins og kunnugt er varðar eitt atriði Maastricht skilyrðana skuldastöðu hins opinbera.<span>&#160;</span> Vegna þess árangurs sem náðst hefur í fjármálum hins opinbera og trúverðugrar áætlunar á því sviði, bendir allt til þess að verg skuldastaða hins opinbera að frádregnum skuldum vegna gjaldeyrisvaraforðans gæti verið komin undir 60% af landsframleiðslu árið 2016.<span>&#160;</span></p> <p>Staða ríkisfjármála ætti því ekki að standa í vegi fyrir upptöku evru á næsta kjörtímabili.<span>&#160;</span> Allt er þetta þó háð því að sú aðhaldssama ríkisfjármálastefna til 2015 sem kynnt var í október s.l. gangi eftir.<span>&#160;</span> Við verðum að tryggja að svo verði.</p> <p>Á undanförnum misserum hafa æ fleiri fyrirtæki kosið að gera upp rekstur sinn í erlendum gjaldmiðli og ég efa ekki að það eru fjölmargir fulltrúar frá þessum fyrirtækjum hér á þessum fundi í dag. Ástæðan fyrir því að fyrirtækin kjósa þessa leið er einföld. Sá kostnaður sem fylgir sveiflum í gengi krónunnar er alltof dýru verði keyptur þegar megnið af tekjunum er í erlendri mynt. Þau fyrirtæki sem búa við þann munað að fá megnið af tekjum sínum í erlendri mynt geta líka leyft sér þann munað að gera upp í mynt sem heldur verðgildi sínu. Í þessum fyrirtækjahópi eru mörg af okkar stærstu og farsælustu fyrirtækjum sem hafa verið burðarásar í þeirri endurreisn sem íslenskt efnahagslíf er að ganga í gegnum. <span>&#160;</span><strong>Vegna þessa vofir yfir okkur sú að hætta að hér myndist tvöfalt hagkerfi.&#160;</strong> Hagkerfi forréttindhóps sem aflar erlendra tekna - og svo okkur hinna. Samkeppnistaðan er að sama skapi veruega skekkt. Fyrirtæki sem greitt geta út laun í erlendum gjaldeyri<span>&#160;</span> eru með miklu sterkari stöðu á vinnumarkaði í keppninni um hæfasta starfsfólkið.<span>&#160;</span> Það er eitthvað sem stríðir algerlega gegn gildum okkar um jöfn tækifæri og réttlæti.<span>&#160;</span></p> <p>Þetta er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við. Og skammir um að með þessu sé verið að tala niður krónuna eru því marklausar. Við erum einfaldlega að sýna ábyrgð og um leið að benda á vandamálið sem virðist stækka með hverjum mánuðinum sem líður. Gjaldmiðillinn er enn sem komið er vandlega lokaður í rammgerðri girðingu gjaldeyrishafta en það er ástand sem við verðum eftir megni að leitast við að vinda ofan af. Fyrirtæki gera þá kröfu að starfa í opnu og haftalausu hagkerfi. - <strong>Eðlilega!</strong> - Það er einfaldlega svo að rekstrarskilyrði íslenskra fyrirtækja verða ekki tryggð með viðunandi hætti til framtíðar með gjaldeyrishöftum. Ég efast ekki um að við séum öll sammála um það. Það blasir hins vegar við okkur vandi – og við þurfum að finna réttu leiðirnar til að sigrast á honum.</p> <p>Á síðasta iðnþingi árið 2011 var krafan skýr, íslenska krónan þjónar ekki lengur hagsmunum iðnaðarins og stefnt skal að upptöku Evru með inngöngu í Evrópusambandið.&#160;&#160;&#160;</p> <p>Samfylkingin hefur - ein stjórnmálaflokka sem nú sitja á Alþingi - tekið skýra afstöðu um að stefna skuli að upptöku Evru með inngöngu í ESB.<span>&#160;</span> Með öðrum orðum <span>&#160;</span>þá hefur Samfylkingin – einn stjórnmálaflokka sem nú sitja á Alþingi - <strong>tekið skýra afstöðu með hagsmunum iðnaðarins.</strong></p> <p>Það er engin vöntun á ljónum sem liggja á vegi aðildarviðræðna. Ég kalla hins vegar eftir enn sterkari stuðningi frá aðildarfélögum Samtaka iðnaðarins á þeirri vegferð sem framundan er við að sannfæra íslenska kjósendur um mikilvægi þess að við göngum í Evrópusambandið og tökum upp Evru. Í þessu sambandi má minna á að þegar Svíþjóð gekk í Evrópusambandið árið 1995 var það ekki hvað síst fyrir kröfu og atbeina sænsku iðnfyrirtækjanna.</p> <p>Ágætu fundargestir.</p> <p>Efnahagsumhverfið, gjaldmiðlavandinn og tækifæri í iðnaði til framtíðar eru umræðuefnin á þessu þingi. Ég hef hér rakið stuttlega þann árangur sem ríkisstjórnin hefur náð – en hann er í reynd alger forsenda fyrir þeirri sókn sem framundan er. Sókn sem á að byggja á því að skjóta fleiri og fjölbreyttari stoðum undir atvinnulífið. Og ein helsta forsendan fyrir því að svo megi verða er að við tökum upp þá mynt sem stærstur hluti viðskipta okkur við útlönd er í – og mun gefa íslensku efnahagslífi festu og stöðugleika.</p> <p>Já – við höfum sannarlega verk að vinna. Og mikið verður sú vinna auðveldari og líklegri til árangurs ef okkur auðnast sú gæfa að ná samstöðu í stað sundrungar um þetta stærsta hagsmunamál iðnaðarinns í dag.</p> <p>Mér hafa fundist stuðningsmenn raunhæfra lausna á gjaldmiðlavandamálinu vera full hljóðlátir að undanförnu.<span>&#160;</span> Ég þykist hins vegar vita að marga þeirra sé að finna hér í salnum í dag.<span>&#160;</span></p> <p>Við ykkur vil ég segja þetta<a id="_GoBack" name="_GoBack"></a>: Tölum fyrir raunhæfum lausnum.<span>&#160;</span> – Það verk höfum við að vinna.-</p> <p>Takk fyrir</p>

2012-03-14 00:00:0014. mars 2012Vel skal vanda það sem lengi skal standa

<p>Nú þegar vinna við rammaáætlun er á lokametrunum er farið að gæta óþreyju hjá mörgum. Ástæða þess að málið hefur tekið lengri tíma en áætlað var er einfaldlega hversu viðamikið það er og að við viljum gæta þess á öllum stigum að vinna faglega að málinu og fylgja réttri stjórnsýslu.</p> <p><span>Það var í júlí síðastliðnum að verkefnisstjórn 2. áfanga rammaáætlunar skilaði lokaskýrslu sinni. M</span><span>ikilvægt er að hafa í huga að í skýrslunni er ekki að finna flokkun þeirra virkjunarkosta sem verkefnisstjórnin hafði til skoðunar, en í lögum nr. 48/2011 um rammaáætlun er mælt fyrir um að virkjunarkostir séu flokkaðir í orkunýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk og lagðir þannig fram á Alþingi í formi þingsályktunartillögu.</span></p> <p>Á grundvelli tillagna verkefnisstjórnar voru virkjunarkostirnir flokkaðir hver í sinn flokk. Við þá vinnu nutum við liðsinnis formanns verkefnisstjórnarinnar og formanna þeirra fjögurra faghópa sem störfuðu í verkefnisstjórninni. Í kjölfarið voru samin drög að þingsályktunartillögu sem síðan var sett í lögbundið opið 12 vikna umsagnarferli.</p> <p>Alls bárust 225 umsagnir og í samræmi við 5. gr. laganna um rammaáætlun á að gæta varúðarsjónarmiða þegar umsagnir eru metnar og tillaga til þingsins <a id="_GoBack" name="_GoBack"></a>ákveðin.</p> <p>Heyrst hafa þær raddir að réttast væri að leggja einfaldlega fyrir Alþingi sem þingsályktunartillögu skýrslu verkefnisstjórnarinnar. Það er hins vegar ekki hægt skv. lögum þar sem að í henni er ekki að finna flokkun á virkjunarkostunum.</p> <p>Þá hafa aðrir bent á að nærtækast væri að leggja fyrir Alþingi drögin sem lögð voru fram í umsagnarferlinu. Ef sú leið væri farin værum við um leið að hafa að engu umsagnarferlið og færum jafnframt á svig við Árósarsamninginn sem kveður á um aukna þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum.</p> <p>Vinna við rammaáætlun hefur staðið yfir allt frá árinu 1999 og á öllum stigum málsins hefur verið lögð áhersla á að vinna málið eins vel og faglega og framast er kostur. Tilgangur vinnunnar er að vega og meta það hvernig orkuvinnsla næstu ára og áratuga geti þróast með heildarhagsmuni að leiðarljósi, svo sátt náist á milli sjónarmiða nýtingar og verndar.</p> <p>Oddný G Harðardóttir, iðnaðarráðherra</p> <p>Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra</p>

2012-02-21 00:00:0021. febrúar 2012Formleg opnun Verne gagnavers

<p><strong>Ágætu gestir / Ladies and gentlemen,</strong></p> <p>First I would like to say a few words in English for the English speaking stakeholders of Verne Global. On behalf of the Icelandic government I would like to congratulate you on this pleasant moment. The Data Center project at Ásbrú has been in preparation since 2007 and there have indeed been various obstacles to overcome on the way. I can for example mention one financial meltdown and two volcanic eruptions. Nevertheless you are still here and we are grateful for that and for your sincere commitment in seeing this project through. This project is indeed an inspiration for us all to continue our work on the restructuring of new industries and job creation in Iceland, in full harmony with the environment and society.</p> <p><strong>Ágætu gestir,</strong></p> <p>Oft er bent á þá staðreynd að græna orkan, sem við Íslendingar erum svo rík af hafi byggt upp tiltölulega einhæft atvinnulíf, hingað til a.m.k. <span></span> Það má til sanns vegar færa og því er tilkoma gagnaversiðnaðar á Íslandi sérlega ánægjuleg tíðindi enda er græn orka ein helsta forsenda þess að þessi tegund iðnaðar eða þjónustu ratar hingað til lands. <span></span> Tilkoma alþjóðlegs gagnaversiðnaðar á Íslandi er í fullu samræmi við hina nýju heildstæðu orkustefnu sem unnið hefur verið að undanfarin ár og var nýlega lögð fram til kynningar á Alþingi.</p> <p>Einnig fellur slíkur iðnaður vel að þeirri stefnumótun sem unnið er að varðandi beina erlenda fjárfestingu á Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum unnið markvisst að því að kynna Ísland sem áhugaverðan kost fyrir alþjóðleg gagnaver og er nú ánægjulegt að sjá þetta alþjóðlega gagnaver taka formlega til starfa. Við erum vongóð um að gagnaver Verne að Ásbrú verði ákveðinn ísbrjótur því ljóst er að möguleikar okkar eru miklir á þessu sviði.</p> <p>Önnur forsenda verkefnisins er svo blessuð norðanáttin, sem við formælum þegar hún bítur okkur hressilega í kinnarnar. <span></span> En eins og þekkt er þá hefur búnaður þessa iðnaðar mikla kæliþörf og því er náttúrulegur kuldi honum mikill ávinningur. <span></span> Hafandi alist upp á vindasömum stöðum, bæði yst á Snæfellsnesi og svo í Garðinum hefur mér aldrei dottið í hug að kaldviðrinu væri hægt að koma í verð með þessum hætti. <span></span> Ætli Einari Ben hafi dottið slíkt í hug?</p> <p>Í þriðja lagi byggir gagnaversiðnaðurinn á góðum og öruggum tengingum við ummheiminn. En með lagningu Danice gagnakapalsins til Jótlands fyrir nokkrum árum var hrundið úr vegi þeirri ógn sem stafaði af ótryggri tengingu.</p> <p>Fyrir hartnær tveimur árum tóku gildi lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. <span></span> Fyrir þá tíð voru slíkir samningar þungir í vöfum og þurftu samþykki Alþingis í hvert sinn. <span></span> Eingöngu allra stærstu fjárfestingarnar gátu farið þá leið. <span></span> Með hinum nýju lögum er regluverkið orðið mun gegnsærra og með markvissari hætti stuðlað að eflingu nýfjárfestingar í landinu. Verne Global var eitt fyrstu fyrirtækjum til að nýta sér þessi lög en í september á síðasta ári undirrituðu stjórnvöld fjárfestingarsamning við Verne vegna verkefnisins. Þrír aðrir fjárfestingarsamningar hafa verið undirritaðir á grundvelli nýju laganna og eru 10 nýfjárfestingarverkefni til meðferðar í stjórnkerfinu.</p> <p>Ég vil einnig nefna að þessa dagana stendur yfir endurskoðun á löggjöf um virðisaukaskatt þessa iðnaðar til að tryggja samkeppnishæfni hans á alþjóða vettvangi. <span></span> Fjármálaráðuneytið hefur einmitt notið liðsinnis starfsmanna Verne Global og fleiri fyrirtækja á þessu sviði við smíði þeirrar löggjafar. <span></span> Það er von okkar að með löggjöfinni verði umgjörð þessa iðnaðar það aðlaðandi að Ísland eigi raunhæfan möguleika á að verða miðstöð gagnaversiðnaðar. <span></span> En eins og fram hefur komið í fjölmiðlum ætlar Landsvirkjun sér stóra hlutdeild í þessum markaði.</p> <p>Þrautseigja þess fólks sem að gagnaveri Verne Global standa er aðdáunarverð. <span></span> Heil fjármálakreppa á heimsvísu, gjaldeyrifhöft eða eldgos í tvígang hefur ekki hróflað við áætlun þeirra. <span></span> Með áræðni og úthaldi hefur ætlunarverkið tekist, og nú erum við hér saman komin til að fagna þessum merka áfanga.</p> <p>Með tilkomu þessa gagnavers má segja að Íslenski gagnaversiðnaðurinn hafi slitið barnaskónum og orðið að unglingi. <span></span> Það er von ríkisstjórnarinnar að við séum aðeins að byrja á langri vegferð við að byggja upp nýja tegund tækniiðnaðar. <span></span></p> <p>Ég vil að lokum óska sveitungum mínum og nágrönnum hér á áhrifasvæði sveitafélagsins Garðs til hamingju með þessi tímamót.</p> <p>Þetta er góð byrjun.</p>

2012-02-17 00:00:0017. febrúar 2012Aðalfundur Samorku 2012

<p>Ágætu fundargestir</p> <p>Á undangengnum misserum hefur verið unnið að viðamikilli stefnumótunarvinnu á sviði orkumála þjóðarinnar. Og þessar vikunnar eru vorlaukar þessarar vinnu að skjóta upp kollinum einn af öðrum. Í síðustu viku kynnti ég á Alþingi skýrslu um orkuskipti í samgöngum sem unnin var af verkefnisstjórn Grænu orkunnar. Fyrr í vikunni lagði ég síðan fram á Alþingi skýrslu um heildstæða orkustefnu fyrir Ísland – og hún verður grunnur að stefnu stjórnvalda í þessum veigamikla málaflokki. Í framhaldi af umræðunum á Alþingi er lokavinna<span>&#160;</span> við samningu orkustefnunnar hafin í iðnaðarráðuneytinu og er stefnt að því að hún verði gefin út í vor. Og nú innan skamms mun ég í samráði við umhverfisráðherra leggja fram þingsályktunartillögu um rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði.<span>&#160;</span></p> <p>Allt eru þetta tímamótamál sem varða miklu um þjóðarhag. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi orkuauðlinda þjóðarinnar. Orkuframleiðslan er og verður ein af grunnstoðunum undir samfélagi okkar. Þess vegna kemur það á óvart að við sem þjóð höfum ekki fyrir löngu mótað okkur<span>&#160;</span> heildstæða orkustefnu sem kveður á um umgengni okkar við auðlindirnar og hvernig við best nýtum arðinn af þeim, samfélaginu öllu til hagsbóta. Mikilvægi orkustefnu felst í því að þegar hún hefur verið mótuð og samþykkt – þá er hún grundvöllurinn sem allar ákvarðanir og stefnumótun í orkumálum byggir á. Ég treysti því að þið öll hér inni hafið kynnt ykkur vel þá hugsun – og hugsjón – sem liggur að baki þessum fyrstu drögum að orkustefnu, enda fóru drög að skýrslu stýrihópsins í opið umsagnarferli í samfélaginu og margar umsagnir bárust. Ég býst við því að flest séum við sammála um meginlínurnar. Þar er t.d. lögð mikil áhersla á sjálfbæra nýtingu og að við tryggjum hér orkuöryggi. Að við aukum stórkostlega hlut endurnýjanlegrar orku þegar kemur að samgöngum. Fjallað er um mikilvægi þess að þjóðin fái sem mestan arð af orkuauðlindunum og þess sé jafnframt gætt að breikka kaupendahóp raforkunnar og dreifa þannig áhættunni - að hafa ekki of mörg egg í sömu körfunni. Það var mér því mikið gleðiefni þegar mér hlotnaðist sá heiður í síðustu viku að opna formlega nýtt gagnaver Verne á Suðurnesjum. En það segir sig sjálft að í jafn stóru máli og mótun orkustefnu þjóðarinnar til framtíðar að þar er að finna stór mál sem við þurfum eflaust að rökræða í þaula til að ná samstöðu um. Ég tek sem dæmi lengd nýtingarsamninga orkuauðlinda.<span>&#160;</span></p> <p>Vinna við rammaáætlun hefur staðið yfir allt frá árinu 1999 – og er markmiðið að ná framtíðarsýn í verndunar- og virkjanamálum og ekki síst almennri sátt í þjóðfélaginu. Margir hafa lagt mikið á sig í þessari vinnu og við höfum farið í miklar grundvallarrannsóknir á þeim svæðum sem hafa verið tekin til skoðunar. Þar er um að ræða rannsóknir á náttúrufari, ferðamennsku, mögulegri orkunýtinu osfrv. Frá því að vinna við rammaáætlun hófst árið 1999 höfum við varið um 500 milljónum kr. úr ríkissjóði í þetta verkefni og er þá miðað við verðlag hvers ár. Þá er ótalinn kotnaður við rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið af orkufyrirtækjunum.</p> <p>Ég mun ekki upplýsa hér og nú hvernig einstökum svæðum verður skipað í verndar-, nýtingar- eða biðflokk í þeirri tillögu til þingsályktunar sem lögð verður fram á Alþingi. Ég vil hins vegar vekja athygli ykkar á gjörbreyttri stöðu orkufyrirtækjanna þegar rammaáætlun hefur verið samþykkt. Hingað til hafa þau verið í þeirri stöðu að þurfa fyrst að rannsaka viðkomandi virkjunarkost og finna kaupendur að orkunni - og síðan að bíða eftir ákvörðun stjórnvalda um það hvort fara mætti í virkjunarframkvæmdir – með tilheyrandi óvissu og bið. Með rammaáætlun og þeirri röðun sem þar á sér stað liggja hlutirnir skýrir og klárir fyrir. Hvar má virkja – var skal verndað – og hvar er meiri rannsókna þörf. Og samkvæmt lögum ber sveitarfélögum að setja þá virkjanakosti sem settir eru í nýtingarflokk inn á skipulag sitt sem slíka.</p> <p>Ég deili þeirri sýn með fjölmörgum sem um þessi mál fjalla að okkur farnist best ef okkur tekst að fjölga orkukaupendum og að flóra þeirra verði sem fjölbreyttust.<span>&#160;</span> Að orkusölusamningar verði margir og þeir renni út á mismunandi tímum.<span>&#160;</span> Áliðnaðurinn hefur myndað hér grunn að öflugu orkusamfélagi sem við getum byggt á. Tilkoma álþynnuverksmiðju Becromal á Akureyri og fyrirætlanir þeirra um frekari stækkanir ognýjustu fréttir af gagnaversiðnaðinum eru góð vísbending í þessa átt. Vissulega er það svo að verkefnaþróun þeirrar gerðar sem hér um ræðir er oft flókin og áhættusöm og ekki víst að öll verkefni fari í gang á tilsettum tíma.<span>&#160;</span> En það er von okkar að fljótlega bætist í flóruna kísilver og etv. kísilhreinsun, stór gróðurhús og jafnvel vísir að efnaiðnaði.</p> <p>Í drögum að orkustefnu er fast kveðið á um að leitað skuli allra leiða til að auka hlut endurnýjanlegrar orku á kostnað jarðefnaeldsneytis. Og ríkisstjórnin hefur sett sér skýr mælanleg og metnaðarfull markmið þar um. Í dag nær hluti endurnýjanlegrar orku í samgöngum ekki einu prósenti. Árið 2020 stefnum við að því að þetta hlutfall verði komið í 10%. Og vel að merkja – það eru aðeins átta ár til stefnu!</p> <p>Evrópusambandið hefur sett sér markmið um aukinn hlut endurnýjanlegrar orku – og markmiðið er að ná 20% markinu fyrir árið 2020. Markmið einstakra landa er breytilegt eftir því hver staða þeirra er í dag. Skilgreint markmið Íslands er að 64% af heildarorkunotkuninni komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þar sem nú þegar 67% af heildarorkunotkun okkar á uppruna sinn í endurnýjanlegum orkugjöfum þá erum við í kjörstöðu. Við höfum þegar náð yfir marklínuna sem okkur var ætlað að ná eftir átta ár. Og því getum við átt viðskipti með það hlutfall sem er umfram okkar landsmarkmið. En við megum ekki láta staðar numið hér – þvert á móti eigum við að vera í fararbroddi þjóða og leggja mikið á okkur til að ná alvöru árangri á sviði orkuskipta í samgöngum. Okkur ber til þess samfélagsleg skylda. Og með því móti verðum við sjálfum okkur nægari um orku, spörum dýrmætan gjaldeyri og eflum um leið þekkingar- og framleiðsluiðnað með tilheyrandi fjölgun starfa. Og þeir sem mest hagnast á þessari umhverfisvæðingu orkugeirans eru framtíðarþegnar þessa lands – börnin okkar og barnabörn. Og auðvitað íslensk náttúra.</p> <p>Í Evrópu og víða um heim eru þjóðir að leggja gríðarlega mikið á sig til að ná settum markmiðum um hlutfall endurnýjanlegrar orku. Álögur hafa verið auknar og víða er verið að loka orkuverum sem ganga fyrir kjarnorku. Það kostar vissulega sitt að hverfa frá gráu yfir í grænt – en það er líka til mikils að vinna.</p> <p>Það er mikil umræða um það í þjóðfélaginu hversu bensínið sé orðið dýrt. Og sannarlega hefur þróun á bensínverði verið öll á einn veg á síðustu árum. Ég tek heilshugar undir áhyggjur margra þess efnis að hátt bensínverð komi illa við ferðaþjónustu á landsbyggðinni, vöruflutninga og reyndar daglegt líf okkar flestra. En samkvæmt öllum sólarmerkjum og spám vísustu sérfræðinga – þá eru líkur á að verð á <span>&#160;</span>jarðefnaeldsneyti eigi eftir að hækka frekar á komandi árum og áratugum. Á þá þróun getum við engin áhrif haft.<span>&#160;</span> Við getum eingöngu búið okkur undir hana.</p> <p>Og þá má velta fyrir sér spurningunni hvað sé dýrt. Sé bensínverð dagsins í dag borið saman við verð á bensíni fyrir 10 árum þá má vissulega segja að bensín í dag sé dýrt. En ef við berum verð á bensíni í dag saman við það bensínverð sem menn spá eftir 10 ár þá má leiða að því líkum að verð á bensíni í dag sé ódýrt. Og sú spurning sem brennur á okkur nú er hvort að við Íslendingar getum komst hjá því að vera jafn háðir innflutningi á bensíni og olíum eftir 10 ár og við erum í dag?</p> <p>Tækniþróun varðandi sparneytnari vélar - og vélar sem ganga að hluta til eða að öllu leyti fyrir umhverfisvænum orkugjöfum er á fullum skriði. Það er alveg ljóst að Ísland eitt og sér mun ekki ráða því í hvaða átt eða áttir þróun á heimsvísu varðandi tæknilausnir í ökutækjum mun fara. Verður raforka stóra lausnin, metan eða eitthvað allt annað?</p> <p>Lausn sem nú þegar er í boði eru svokallaðir Tvinn-tengibílar sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni. Þessi tækni er eins og sköpuð fyrir Ísland, bensíneyðsla er langtum minni en í hefðbundnum bílum - og af rafmagni eigum við jú gnógt. Og þessi lausn krefst engra byltinga í innviðum, aðeins hægfara þróunar.<span>&#160;</span> En það eru vissulega ljón í veginum. En í mörgum tilvikum er það í ákvörðunarvaldi<span>&#160;</span> okkar hvort við ryðjum þeim úr vegi eða ekki, t.d. með breytingum á skattkerfi og því að koma upp hraðhleðslustöðvum rafmagns á völdum stöðum.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur sett kúrsinn á orkuskipti í samgöngum. Markmiðið er að meira en tuttugu-falda hlut endurnýjanlegrar orku í samgöngum á næstu 8 árum þannig að hlutfallið verði 10 prósent af heildarorkunotkun. Og að árið 2020 gangi 75% nýskráðra bifreiða, undir fimm tonnum að þyngd, fyrir eldsneyti af endurnýjanlegum uppruna Þetta er eitt af 2020 markmiðunum.</p> <p>Verkefnið sem fyrir liggur er að að útfæra stefnuna, setja upp hvata til orkuskipta og byggja upp sterka og öfluga innviði. Og þar eiga stjórnvöld og Samorka sannarlega sameiginlega hagsmuni. Ríkisstjórnin vill eiga farsælt samstarf við orkusamfélagið um átak í þessum málum.&#160;</p> <p>Það hefur verið mér sem fjármálaráðherra kærkomið tækifæri að fá að vera í fyrirsvari sem&#160; ráðherra orkumála nú um hríð. Það er vitanlega stórhættulegt fyrir fjármálaráðherra á ströngum aðhaldstímum að fá of mikla innsýn og jákvæðan skilning á einstaka málaflokkum – sérstaklega ef þar er útgjaldaþörf. En að öllu gamni slepptu – þá er stórkostlegt að finna gerjunina og kraftinn sem einkennir orkumálin. Og það að á innan við mánuði sé mælt fyrir þremur grundvallarmálum varðandi orkumál þjóðarinnar er vitanlega einstakt og ber gott vitni þeim stórhug og framsýni sem einkennt hefur þennan málaflokk á síðustu árum.</p> <p>Að endingu vil ég fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins, þakka Samorku fyrir gott samstarf á liðnum árum - og vonast eftir gefandi samstarf á komandi árum!</p> <p>&#160;</p> <p><br /> </p>

2012-01-03 00:00:0003. janúar 2012Ferðaþjónustan og náttúran græða á gistináttagjaldi

<p><strong>Ferðaþjónustan og náttúran græða á gistináttagjaldi</strong></p> <p>Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem vaxið hefur hvað hraðast hér á Íslandi. Með hæfilegri einföldun má segja að fjöldi erlendra ferðamanna hafi að jafnaði tvöfaldast á hverjum áratug. Og nýliðið ár var metár í ferðamannafjölda og tölur frá Ferðamálastofu segja okkur að tæplega 600.000 erlendir ferðamenn hafi heimsótt landið á árinu sem er hátt í 20% fjölgun frá fyrra ári.</p> <p>Þessum mikla áhuga útlendra á Íslandsferðum, og reyndar á flestu því sem íslenskt er, ber auðvitað að fagna enda felast í þessu mikil tækifæri. En um leið leggur þetta okkur skyldur á herðar sem við verðum að standa undir.</p> <p><strong>Fjármunir til uppbyggingar ferðamannastaða og verndunar náttúru</strong></p> <p>Íslensk ferðaþjónusta byggir á því að hér upplifi erlendir ferðamenn einstaka náttúru. Það má hins vegar öllum vera ljóst að á mörgum af helstu ferðamannastöðum á landinu þarf virkilega að taka til hendinni.</p> <p>Nýlega var settur á laggirnar Framkvæmdasjóður ferðamannastaða en hlutverk hans er að stuðla að uppbyggingu,&#160; viðhaldi og verndun ferðamannastaða jafnframt því að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.</p> <p>Það segir sig sjálft að til þessa verks þarf umtalsverða fjármuni. Til að finna bestu og sanngjörnustu fjármögnunarleiðina var skipuð nefnd sem skyldi gera tillögu hvernig best yrði að því staðið. Til að gera langa sögu stutta skoðaði nefndin nokkrar leiðir, þ.á.m. aðgangseyri að völdum svæðum en niðurstaða nefndarinnar var sú að einfaldast væri að setja á hóflegt gistináttagjald og jafnframt gjald á flugfarþega; það myndi ná til flestra þeirra sem nýta sér þá þjónustu sem gjaldinu er ætlað að ganga til.</p> <p><strong>Gistináttagjald – því að við megum ekki sofa á verðinum</strong></p> <p>Alþingi samþykkti að leggja eingöngu á gistináttaskatt en fór þess á leit við fjármálaráðuneytið að grundvöllur fyrir farþegaskatti yrði kannaður til hlítar. Skattlagning af þessu tagi er vissulega ekki yfir gagnrýni hafin og í umræðum hefur komið fram sú skoðun að réttara væri að rukka aðgangsgjald að ákveðnum stöðum, eins og t.d. Gullfossi og Vatnajökulsþjóðgarði. Þessi leið hefur hins vegar þá ókosti að innheimtan yrði í senn flókin og kostnaðarsöm t.d. þar sem aðkomuleiðir inn á svæði eru fjölmargar og fjarri mannabyggðum. Þá getur gjaldtakan leitt til þess að ferðamenn sniðgangi þá staði þar sem krafist er aðgangseyris auk þess sem það má deila um réttmæti þess að gjaldtaka á einum stað standi undir uppbyggingu á öðrum stöðum.</p> <p>Á undanförnum misserum hafa stjórnvöld lagt verulega fjármuni í púkkið með aðilum innan ferðaþjónustunnar til að markaðssetja Ísland sem ákjósanlegan áfangastað og þar hefur sannarlega náðst eftirtektarverður árangur. En ef okkur auðnast ekki að standa vörð um náttúru landsins – sem vel að merkja er sterkasta aðdráttaraflið – þá er hætt við að allt þetta starf sé unnið fyrir gýg. Hagsmunir ferðaþjónustunnar og náttúrunnar fara nefnilega algerlega saman.</p> <p>&#160;</p>

2011-12-15 00:00:0015. desember 2011Hvatningaverðlaun heilsuferðaþjónustunnar.

<p>Formaður Heilsulandsins Íslands, kæru félagar,</p> <p>Ferðaþjónustan hefur verið í mikilli sókn þetta árið.</p> <p>Á vordögum var ný ferðamálaáætlun 2011-2020 samþykkt á Alþingi og í sumar voru samþykkt lög um Framkvæmdasjóð<br /> ferðamannastaða. - Við hrintum af stað átaki í vetrarferðaþjónustu í haust, nýr þróunarsjóður iðnaðarráðuneytis og Landsbankans hefur auglýst eftir umsóknum - og við héldum vel heppnað ferðamálaþing um samspil ferðaþjónustu og skapandi greina í haust.</p> <p>Uppbygging á vörumerkinu Inspired by Iceland hófst á síðasta ári í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Átakið Ísland allt<br /> árið mun halda áfram að byggja undir vörumerkið með markvissum hætti og mikilvægt er að þeir sem eru að þróa&#160;afurðir í ferðaþjónustu á Íslandi tengi þær við þau skilaboð sem við erum að senda út á markaðinn í gegnum þetta<br /> sameiginlega átak.<span>&#160;</span></p> <p>Þær fjölbreyttu vörur sem þegar eru til staðar allt árið á Íslandi tengdar heilsu og vellíðan eru mikilvægur þáttur í að<br /> Ísland geti talist heilsárs-ferðamannastaður enda alltaf hægt að fara í Bláa Lónið, Jarðböðin við Mývatn, náttúrulaugar – eða villiböð - og sundlaugar um allt land.</p> <p>Við þurfum í sumum tilfellum að pakka vörunni betur inn, draga fram upplifunina og tengja við fleiri þætti afþreyingar og<br /> þjónustu. Þar kemur þróunarsjóður iðnaðarráðuneytis og Landsbankans til og getur, ef vel tekst til, hjálpað til við þróun nýrra afurða og upplifana á sviði heilsuferðaþjónustu sem og öðrum sviðum.</p> <p>Við sjáum vöxtinn í greininni víða, framboð af ferðum er sífellt að aukast og nýsköpun í afþreyingu er mikil.</p> <p><span>Ein af þeim greinum sem vex og dafnar er heilsuferðaþjónustan og þar tel ég eins og ég hef áður nefnt að möguleikar<br /> okkar Íslendinga séu mjög miklir bæði fyrir innlendan markað og ekki síður þann erlenda. En það var einmitt í því ljósi sem ég beitti mér fyrir stofnun og stuðningi við klasann Ísland of Health sem flest ykkar kannast við.</span></p> <p>Á árinu 2011 var mótuð stefna fyrir heilsusamtökin og sett framtíðarsýn til 2021. Þar segir: <em><span>&#160;</span>„Öflug heilsuferðaþjónusta verður ein af meginstoðum ferðaþjónustu á Íslandi. Erlendir jafnt sem innlendir gestir njóta sérstöðu landsins á sviði heilsuferðaþjónustu. Hún byggir á fagmennsku þeirra sem í greininni starfa og góðri aðstöðu fyrir gesti, en ekki síst byggir hún á umhverfisvænni orku og einstakri náttúru landsins.“</em></p> <p>Í annað sinn eru nú veitt hvatningarverðlaun sem ætlað er að stuðla enn frekar að þróun og nýsköpun á sviði heilsuferðaþjónustu. Verðlaunin eru veitt til samstarfsverkefna fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem vinna að þróun á vörum á sviði heilsuferðaþjónustu.</p> <p>Auglýst var eftir umsóknum í október og var skilafrestur til 20. nóvember. Alls bárust 17 umsóknir. Margar umsóknanna lýsa hugmyndaauðgi og ákveðinni nýsköpun en þyrftu sumar betri útfærslu og meiri ígrundun.</p> <p>Við mat umsókna var litið til verkefnishugmyndar og markhóps en einnig til þess hvort varan er í boði á lágönn. Þá var litið til sérstöðu vörunnar og heilsuávinnings.</p> <p><span>Niðurstaða dómnefndar var einróma og hlýtur verkefnið „Heilsa og trú“ hvatningarverðlaunin að þessu sinni.</span></p> <p>Að verkefninu standa Heilsuhótel Íslands, Haukur Ingi Jónasson, Icelandair, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Nordic eMarketing og Team Works/David Jack.&#160;</p> <p>Verkefnið felst í að bjóða heilsuferðir fyrir trúaða Bandaríkjamenn þar sem hver hluti verkefnisins er nátengdur heilbrigði<br /> og trú með sterkri tilvísun í íslenska náttúru og menningu. Um er að ræða 14 daga hreinsandi meðferð, kennslu á andlega sviðinu og leiðtogaþjálfun samhliða föstu.</p> <p>Umsögn dómnefndar er eftirfarandi:&#160;</p> <p>„Verkefnið er mjög vel útfært, hlutverk samstarfsaðila eru vel skilgreind, markhópur er skýrt afmarkaður og tilgreint með hvaða hætti fyrirhugað er að ná til markhópsins. Hér er um að ræða nýjan markhóp til Íslands, umsóknin var vönduð og vörurnar vel afmarkaðar sem og heilsuávinningur ferðarinnar“.</p> <p>Ég vil þakka Sigrúnu Sigurðardóttur starfsmanni Heilsulandsins Íslands, Elíasi Gíslasyni forstöðumanni hjá Ferðamálastofu og Sigríði Ó. Kristjánsdóttur frá Nýsköpunarmiðstöð fyrir mat á umsóknum -<span>&#160;</span>og fyrirtækjunum þakka ég fyrir góða þátttöku í þessum leiðangri okkar sem viljum sjá heilsu- og lífsstílsferðamennsku sem hornstein ferðaþjónustunnar hér á landi.</p>

2011-12-14 00:00:0014. desember 2011Að jólum skal hyggja er framtíð skal byggja

<p><strong>Að jólum skal hyggja er framtíð skal byggja</strong></p> <p>Ég er í hjarta mínu jafnaðarmanneskja og aldrei er ég sannfærðari um þá lífsskoðun mína en á aðventunni og um jólahátíðina sjálfa. Ég man hvað það hafði mikil og mótandi áhrif á mig sem litla telpu að sjá myndir af sveltandi börnum í Afríku við hliðina á litskrúðugum auglýsingum um dýrindis jólagjafir. Maður þarf ekki að vera hár í loftinu til að sjá það hróplega óréttlæti sem misskipting auðæfa heimsins leiðir af sér. En um leið fann ég hve það var óendanlega dýrmætt að tilheyra stórfjölskyldu og vera umvafin vináttu og kærleika. Við jólaborðið eru allir jafnir.</p> <p>Kjarni jólanna snýst um kærleika og trú á framtíðina. Með hæfilegri einföldun þá eru þetta sömu grunngildin og liggja að baki hugsjónum mínum sem jafnaðarmanneskju. Kærleikurinn stendur fyrir umhyggju og jöfnuð. Og trúin á framtíðina lýsir sér í tækifærum einstaklinga til að vaxa af verkum sínum - samfélaginu öllu til heilla.<br /> </p> <p><strong>Það á enginn að fara í jólaköttinn</strong></p> <p>Sannarlega höfum við Íslendingar allar forsendur til að lifa hér í fyrirmyndarsamfélagi sem er allt í senn réttlátt, skapandi og kröftugt. Við eigum ríkulegar auðlindir í hreinu vatni, endurnýjanlegri orku, landgæðum og fiskistofnum. Við höfum lagt mikla vinnu og metnað í að skapa breiða sátt um hagnýtingu þessara auðlinda. Við höfum lagt fram orkustefnu fyrir Ísland. Sett okkur metnaðarfull markmið um það hvernig við aukum hlut endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum. Með Rammaáætlun er komin framtíðarsýn hvaða virkjunarkosti við ætlum að hagnýta og hvaða svæði skuli vernduð. Og á hverju ári er sett nýtt met í komu erlendra ferðamanna sem vilja koma, sjá og upplifa!</p> <p>Það er flestu mikilvægara að tryggja að þjóðin njóti í enn ríkara mæli arðs af þeim auðlindum sem landið býr yfir.&#160; Landsvirkjun ein hefur til að mynda sagt að arðurinn að orkuauðlindinni eigi að geta verið sambærilegur fyrir íslenskt samfélag og arðurinn sem Norðmenn hafa af olíuvinnslu sinni.</p> <p>Og svo eigum við allan þennan mannauð!<br /> </p> <p><strong>Hamingjuríka hátíð – og framtíð!</strong></p> <p>Stundum er látið líta út fyrir að stjórnmál séu svo flókin og tæknileg að það sé ekki á færi nema örfárra að fást við þau. Og víst eru þau mörg málin sem þarf að leysa sem eru bæði flókin og sérhæfð. En það má ekki rugla saman tæknilegum úrlausnarefnum og hugsjónum. Ef við minnum okkur reglulega á kjarnann í því fyrir hvað við stöndum þegar við tökumst á við úrlausnarefni dagsins þá verður ákvörðunartakan bæði auðveldari og betri.</p> <p>Jólahátíðinni fylgir ró og friður og þá gefst kærkomið næði til að velta fyrir sér hlutum sem kannski gleymast í amstri hversdagsins. Er ég með störfum mínum að láta gott af mér leiða? Er ég þeim sem mér eru kærastir sá vinur sem mér ber? Og það væri jafnframt hollt fyrir okkur sem samfélag að spyrja viðlíka spurninga.</p> <p>Um allan heim er litið til Norðurlandanna sem fyrirmyndar um góða stjórnarhætti og eftirsóknarverð lífskjör. Það er mikilvægt að við villumst ekki af leið og nýafstaðnar efnahagshamfarir ættu að vera okkur áminning um að huga vel að undirstöðunum. Við gleymdum okkur eitt augnablik og löngunin í skjótfengin gróða varð flestu yfirsterkari. En nú þegar loks sést til sólar í efnahagsmálum höfum við tækifæri til að betrumbæta það sem miður fór. Í þeirri uppbyggingarvinnu skulum við horfa til þeirra gilda sem klassísk jafnaðarhugsjón byggir á. Samfélag þar sem samheldni, ábyrgð og sókn til framfara eru leiðarstefin. Eða eins og riddararnir í sögunni um Benjamín dúfu orðuðu hugsjón sína; „Með réttlæti. Gegn ranglæti“.</p> <p>Við skulum njóta þess að gefa okkur hátíðleika og fegurð jólanna á vald. Sjálf elska ég jólin og allt tilstandið í kringum þau; jólagjafakaupin, bökunarilminn, tónlistina og umfram allt samskiptin við vini og fjölskyldu. Og þessi jól verða mér og fjölskyldu minni sérlega dýrmæt þar sem að litlu bumbubúarnir mínir munu eflaust taka ríkan þátt í gleðinni með spörkum og sprikli.</p> <p>Ég óska ykkur öllum hamingjuríkrar hátíðar – og framtíðar!</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2011-12-09 00:00:0009. desember 2011Fundur um beina erlenda fjárfestingu

<p>Ágæta áhugafólk um erlenda fjárfestingu,</p> <p>Hvernig byggjum við best sterkar stoðir undir samfélag okkar þannig að hér verði kjöraðstæður fyrir öflugt og sterkt atvinnulíf, gott og sanngjarnt samfélag - og blómlegt mannlíf? Þetta er milljón dollara spurningin sem brennur á okkur sem þjóð – þetta er spurningin sem fékk mig til að fara út í stjórnmál – og þetta er spurningin sem ég sem foreldri verð að leita svara við fyrir hönd barnanna minna.</p> <p>Svarið við þessari spurningu er ekki eitt. Svörin eru blanda af fjölmörgum þráðum sem fléttast saman eftir kúnstarinnar reglum - og ef vel gengur þá mynda þau þá sterkustu togtaug sem getur dregið með sér efnahagslegar framfarir.</p> <p>Erlend fjárfesting er umræðuefni dagsins í dag – og vonandi verður hún aflgjafi morgundagsins til sóknar og framfara. Það eru hins vegar ljón í veginum – svo sem efnahagslegar væringar í heiminum öllum – gjaldeyrishöft og veikur<br /> gjaldmiðill.<span>&#160;</span> En það sama gildir um ljón og aðra farartálma – það er hægt að finna lausnir, hvort sem þær felast í því<br /> að fara hjáleið eða einfaldlega ýta farartálmunum til hliðar.</p> <p>Það er bæði klárt og kvitt að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar stendur skýrum stöfum að stuðla skuli að beinum erlendum fjárfestingum. Allt orkar tvímælis þá gert er – og eflaust má finna dæmi um eitthvað sem þessi ríkisstjórn hefði<br /> getað gert betur í þessum efnum. Ég fullyrði hins vegar að stefnan er skýr og viljinn er klár.</p> <p>Út um allan heim eru stór sem smá ríki að leita leiða til að laða til sín beina erlenda fjárfestingu. Hvergi er slík fjárfesting jafn mikilvæg og í litlum opnum hagkerfum eins og því íslenska. Í kjölfar undangenginna efnhagsþrenginga hér á landi má jafnframt fullyrða að þörfin sé enn brýnni þar sem fjárfestingar eru nú í sögulegu lágmarki.<span>&#160;&#160;&#160;</span></p> <p>Í skýrslu sem Price Waterhouse í Belgíu vann fyrir Fjárfestingarstofu er það gagnrýnt að aldrei hefur verið mótuð opinber stefna um beinar erlendar fjárfestingar. Og þegar þær erlendu fjárfestingarnar sem hér hafa átt sér stað<br /> á undanförnum áratugum eru gaumgæfðar þá kemur í ljós að þær eru hvoru tveggja einhæfar og litlar - ef frá eru skildar fjárfestingar í tengslum við einstaka stóriðjuframkvæmdir og gríðarlegar erlendar fjárfestingar í upptakti bankahrunsins.</p> <p>Og þegar lög og reglur eru skoðaðar þá vakna menn upp við vondan draum. Það kemur nefnilega í ljós þegar gerður er samanburður á ríkjum í OECD að síðustu áratugi er Ísland það ríki sem er með hvað mestar takmarkanir og hömlur gagnvart beinum erlendum fjárfestingum. Samkvæmt nýjustu skýrslu OECD hefur heldur dregið úr takmörkunum hér á landi á allra síðustu misserum. En betur má ef duga skal.</p> <p>Það er deginum ljósara að við þurfum að marka skýra stefnu um beinar erlendar fjárfestingar. Og á grunni hennar að láta athafnir fylgja orðum.&#160; Við höfum lagt af stað, ívilnanalög, erlend og innlend.</p> <p>Fyrir góðu ári síðan setti ég á laggirnar starfshóp sem skyldi fara í saumana á þessum málum. Á grunni tillagna frá þessum hóp var afgreidd í ríkisstjórninni í fyrri viku þingsályktun um opinbera stefnu um beina erlenda fjárfestingu á<br /> Íslandi.</p> <p>Í þingsályktuninni er kveðið á um að iðnaðaráðherra skuli ásamt efnahags- og viðskiptaráðherra leggja fyrir vorþing 2012 tímasetta áætlun um aðgerðir til að bæta samkeppnisstöðu Íslands og efla markaðs- og kynningarstarf í því skyni. Þá skal móta tillögur um samhæfða stjórnsýslu til að styðja við framangreind markmið.&#160;</p> <p>Í þingsályktuninni er tekið skýrt fram hver stefnan eigi að vera. Með öðrum orðum - hvernig fjárfestingu við eigum að sækjast eftir:</p> <p>Efst á blaði er að við eigum að leitast eftir fjárfestingu sem stuðlar að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu og styður jafnframt við verndun og nýtingu umhverfisins á sjálfbærum grunni.<span>&#160;</span></p> <p>Það er lykilatriði fjárfestingin skapi í gegnum framleiðsluferilinn sem mestan virðisauka innanlands og nýti til þess nýjustu tækni.</p> <p>Við viljum að fjárfestingin skapi hlutfallslega mörg störf og hátt hlutfall verðmætra starfa. Og að hún stuðli að eflingu rannsókna og þróunur og öflunar nýrrar þekkingar.</p> <p>Og auðvitað er lykilatriði að fjárfestingin sé arðsöm og skili hlutfallslega miklum skatttekjum og styrki þá innlendu starfsemi sem fyrir er.<span>&#160;&#160;</span></p> <p>Þessu samhliða er mikilvægt að stjórnvöld komi á sérstakri fjárfestingarvakt sem kortleggur stöðuna hverju sinni og metur áform um erlendar sem innlendar fjárfestingar í einstökum geirum og áhrif þeirra á efnahagslífið.</p> <p>Þetta eru sú stefnumörkun sem við leggjum til grundvallar þegar kemur að beinum erlendum fjárfestingum. En við verðum að gera okkur grein fyrir að viðskipti sem þessi eru aldrei einungis á annan vegin. Og ég legg því mikla áherslu á að íslensk stjórnvöld tryggi gagnsæja meðferð mála er varða erlenda fjárfestingu og að gildandi reglur séu bæði skýrar og ótvíræðar.<span>&#160;</span></p> <p>Ég vil árétta að skýrslan sem liggur að baki þingsályktuninni fjallar um hvar við eigum að forgangsraða í okkar markaðsstarfi til að nýta markaðsfé sem best og auka fjölbreytni erlendrar fjárfestingar.<span>&#160;</span>Þær ályktanir sem dregnar hafa verið í fjölmiðlum um að hér séu lagðar til girðingar og bönn þegar kemur að erlendum fjárfestingum eru alrangar.<br /> Staðan er einfaldlega sú að við þurfum ekki að markaðssetja okkur gagnvart álverum þar sem við erum nú þegar vel staðsett á kortum þeirra. Við þurfum að marka leiðina ef við ætlum okkur að auka fjölbreytni erlendrar fjárfestingar.<br /> Ég minni á að núna er<span>&#160;</span> álfyrirtæki<span>&#160;</span> í viðræðum við Landsvirkjun um raforku á Norðausturlandi. Og öll tilskilin leyfi liggja fyrirvarðandi álver í Helguvík – þar strandar á samningum aðila um orkukaup.<span>&#160;&#160;&#160;</span></p> <p>Orðtakið segir að engin keðja sé sterkari en veikasti hlekkurinn. Það er alveg ljóst að við verðum að styrkja þann hlekk keðjunnar sem kallast bein erlend fjárfesting. Hún er of lítil. Hún er of einhæf.</p> <p>Nú er komið að því að snúa vörn í sókn. Ísland býr yfir mörgum þeim kostum sem gera landið mjög áhugavert fyrir erlenda fjárfestingu. Við búum yfir dýrmætum mannauði – endurnýjanlegri orku – miklum landgæðum - og er þá aðeins fátt eitt talið. Við höfum sett skýra löggjöf um ívilnanir til handa aðilum sem vilja fjárfesta hér og með Fjárfestingastofu höfum við öflugt verkfæri til að bera út boðskapinn.</p> <p>Ég bind miklar vonir við þá stefnumörkun sem nú á sér stað varðandi beinar erlendar fjárfestingar. Tækifærin eru þarna. Það er okkar að nýta þau.</p> <p>Þetta er stór áskorun, gjaldmiðillinn er viðskiptahindrun.&#160; Við þurfum að komast upp úr hjólförum&#160;kredduhugsunar varðandi lausnir á þeim vanda sem byrjaði ekki haustið 2008.<br /> <br /> </p>

2011-12-08 00:00:0008. desember 2011Nýsköpunarverðlaun SAF

<p>Kæru fundargestir – til hamingju með daginn!</p> <p>Ísland er um margt einstakur áfangastaður fyrir ferðamenn – og þeim fjölgar stöðugt útlendingunum sem kjósa að sækja landið okkar heim. Og sannarlega eiga þeir von á góðu. Ef ég væri útlendur ferðamaður á Íslandi – nú eða þá íslenskur - og vildi virkilega upplifa töfra landsins, þá gæti ferðin t.d. byrjað í Landnámssetrinu á Borgarnesi<span>&#160;</span> þar sem ég fengi einstaka næringu fyrir líkama og sál. Síðan tæki við ævintýraferð með íslenskum fjallaleiðsögumönnum um töfraveröld íslenskra jökla. Því næst lægi leiðin norður yfir heiðar til Húsavíkur í hvalaskoðun með Norðursiglingu út á Skjálfandaflóa. Og eftir að hafa skoðað stærstu spendýr jarðar myndi leið mín liggja í Mývatnssveitina - út á Ytri Neslönd þar sem fuglasafnið hans Sigurgeirs er til húsa. Þaðan er síðan aðeins spölkorn yfir í Sel-Hótel Mývatn sem er&#160;sannkallaður sælustaður. Ég myndi síðan fyrir alla muni gefa mér tíma til að auðga andann með heimsókn í<br /> Menningarsetrið Þórbergssetur í Suðursveit. Og til að hækka aðeins spennustigið myndi ég klikkja út með ofurdagsparti í Adrenalín ævintýragarðinum. Vel að merkja - ég væri búin að eignast tvíburana áður en ég færi í ferðalagið! <span>&#160;</span>En allt eru þetta áfangastaðir sem unnið hafa til nýsköpunarverðlauna SAF.</p> <p>Og eftir daginn í dag þá mun ég bæta einum áfangastað við í leiðarlýsinguna. Ég veit ekki alveg hvaða áfangastaður það er – er reyndar sjálf orðin mjög forvitin – en ég veit að þessi nýi áfangastaður á eftir að sóma sér vel með hinum gullmolunum – sem hlotið hafa nýsköpunarverðlaun SAF á síðustu árum.</p> <p>Það eru engar ýkjur að leiðarlýsingin sem ég fór með fer ansi nærri því að vera fyrir mér hin fullkomna Íslandsferð. Samt eru svo óendanlega margir framúrskarandi áfangastaðir sem ekki komust að. Og í því liggur kannski galdurinn, að þrátt fyrir að ferðamaðurinn hafi alla ferðina verið að sjá og upplifa eitthvað sérstakt og stórmerkilegt, þá náði hann aðeins<br /> að sjá lítið brot af því sem landið hefur að bjóða. Hann verður barasta að koma aftur!</p> <p>Vöxturinn í ferðaþjónustunni hefur verið mikill á undangengnum árum – þumalfingursreglan segir að fjöldi ferðamanna tvöfaldist á hverjum áratug. Árið í ár er metár og við erum að ná því marki að til landsins komi tveir erlendir ferðamenn á hvern íbúa landsins. 2 fyrir 1 – það er óneitanlega glæsilegur árangur. Og þessi árangur hefur skipað ferðaþjónustunni á efnahagslegan mikilvægispall með sjávarútveginum og stóriðjunni. Það er því ansi mikil&#160; viðurkenning því samfara að hljóta útnefningu sem nýsköpunarfyrirtæki ársins af samtökum ferðaþjónustunnar. Að vera valinn – fremst meðal jafningja - af fólkinu sem alla daga lifir og hrærist í greininni, fremst meðal jafnyngja <span>&#160;</span>það er alvöru viðurkenning. Ekki létt verka að velja enda íslensk ferðaþjónusta framúrskarandi þjónustugrein.</p> <p>En það fylgir vandi vegsemd hverri - og við þurfum alla daga öfluga nýsköpun og kraft ef við eigum að ná því metnaðarfulla markmiði sem við höfum sett okkur með markaðssókninni „Ísland allt árið“<span>&#160;</span> - <span>&#160;</span>að fjölga ferðamönnum utan hins hefðbundna ferðamannatímabils, jafna sveifluna og ná betri nýtingu fjárfestinga..</p> <p>Og við verðum jafnframt að leggja áherslu á að fá ferðamenn sem hafa sæmilega rúm auraráð þannig að ferðaþjónustuaðilar og verslun og þjónusta njóti virkilega góðs af. Það verður t.d. mjög spennandi að sjá hvaða áhrif lúxushótel við höfnina mun hafa.</p> <p>En umfram allt verðum við alltaf að vera sannfærð um að við séum ævinlega að bjóða vöru sem sem stenst væntingar ferðamanna – og helst gott betur. Við verðum að gæta þess að okkar helstu ferðamannastaðir standi undir nafni, náttúruperlurnar haldi sínum glæsileika. <span>&#160;</span>Bind ég miklar vonir við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í þeim efnum. En náttúran dugar ekki ein og sér - við verðum jafnframt að bjóða þjónustu, upplifun og afþreyingu sem gerir upplifun ferðamanna einstaka og eftirminnilega. Og eftir að hafa verið á ferðamálaþinginu sem haldið var á Ísafirði í fyrra mánuði undir gunnfána UPPLIFUNARFERÐAMENNSKU þá er ekki annað hægt en að vera bjartsýn.</p> <p>Í hverjum einasta landshluta er ferðaþjónusta það sem flestir horfa til við uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra. Og ég finn mikinn samtakamátt og kraft í íslenskri ferðaþjónustu. Aldrei fyrr hafa væntingarnar til ferðaþjónustunnar verið jafn miklar.<span>&#160;</span>Tíminn er því núna til að leggjast á árarnar og skapa ógleymanlega upplifun um allt land. Hér er það samvinnan sem er lykillinn að árangri.</p> <p>Það er í anda þessarar samvinnu að iðnaðarráðuneytið hefur nú tekið höndum saman með Landsbankanum og sett á stofn Ísland allt árið – þróunarsjóð, fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Þessum sjóði er ætlað að taka virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækja og verkefna í ferðaþjónustu sem skapað geta heilsársstörf og aukið þannig tekjur í ferðaþjónustunni. Sjóðurinn mun einkum styðja við fyrirtæki eða hópa fyrirtækja sem þegar eru starfandi í<br /> ferðaþjónustu og hafa mótaðar hugmyndir um verkefni sem stuðla að lengingu ferðamannatímabilsins. Einnig mun sjóðurinn koma að verkefnum sem auka þjónustuframboð á tilteknum svæðum og styðja samstarfsverkefni þar sem saman gætu komið fyrirtæki, samtök heimamanna og sveitarfélög.</p> <p>Stofnanir Iðnaðarráðuneytis Ferðamálastofa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands munu saman annast umsýslu hins nýja þróunarsjóðs í samvinnu við Landsbankann.<span>&#160;</span> Á næstu vikum verður sjóðurinn kynntur á opnum fundum um allt land og vil ég hvetja alla þá sem vilja þróa nýjar afurðir utan háannatíma til að kynna sér sjóðinn og hella sér í að skapa spennandi innihaldsríkar upplifanir!</p> <p>Ég gegni því skemmtilega starfi að vera ráðherra ferðamála, og það eru vissulega forréttindi. En einhverjar vikur á ári þá breytist ég sjálf í óbreyttan ferðamann á Íslandi og nýt þess að upplifa sem gestur ferðamannalandið Ísland. Og það er tvennt ólíkt að tala hátimbrað um þetta eða hitt á fundum eða úr ræðustól – eða reyna það á eigin skinni. Glöggt er jú gests augað. En vegna þeirrar miklu gerjunar sem er í ferðaþjónustunni þá hef ég sjaldan hlakkað jafn mikið til að fara í næsta ferðalag um Ísland og upplifa ævintýr. Og sem dæmi um það hve markhóparnir eru margir og misjafnir þá er ég auðvitað persónulega mjög spennt að gera óvísindalega úttekt á framboði á afþreyingu og aðstöðu fyrir fjölskyldur með smábörn og það fleiri en eitt.&#160;</p>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira