Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Össurar Skarphéðinssonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2008-11-21 00:00:0021. nóvember 2008Ferðamálaþing 2008

<p><span>Það er ánægja, og forréttindi, að vera með ykkur hér í dag, og finna kraftinn, sem geislar af forkólfum ferðaþjónustunnar einsog jafnan áður. Ég leyfi mér alltaf að líta á ykkur sem helstu og bestu frumkvöðla í íslensku atvinnulífi.</span><span><span></span></span></p> <p><span>Ég vil jafnframt nota þetta tækifæri til að óska Samtökum ferðaþjónustunnar innilega til hamingju með nýliðið tíu ára afmæli. Á ferli sínum hafa samtökin verið einstök lyftistöng fyrir greinina, úrræðagóð og árvökul, einsog stefnumótun samtakanna í Evrópumálum ber gott vitni um. Á stuttum ferli sem ferðamálaráðherra hef ég átt prýðilegt og jákvætt samstarf við forystu samtakanna. Fyrir það er ég þakklátur. Mér er enn minnisstæður fyrsti fundurinn sem ég átti með forystufólki úr ferðaþjónustunni, meðan ég var enn að læra til ferðamálaráðherra, en það má segja að vegarnestið sem ég fékk á þeim fundi hafi mótað allar ákvarðanir mínar og stefnu í málaflokknum síðan.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ferðaþjónustan hefur staðið sig geysilega vel á liðnum árum, og það er óhætt að segja, að íslenskt samfélag hefur aldrei þurft á kröftum ykkar, frumkvæði og áræði að halda einsog nú.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Það er kunnara en frá þurfi að segja, að við Íslendingar höfum lent í alvarlegum erfiðleikum, og fyrir höndum er verulegt átak í að byggja upp samfélagið, og ná aftur fyrri styrk.&nbsp;</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ég get ekki glatt ykkur með því að það verði létt verk. Sjálfur hef ég framundir það síðasta meira og minna verið upptekinn við það sem líklega mætti helst kalla rústabjörgun, og verð að gera þá játningu að ferðamálin hafa ekki verið aðalviðfangsefni mitt síðustu sex vikurnar.<span>&nbsp;</span> Enda hefur skegg mitt gránað, en mín gamla bjartsýni stendur þó óhögguð. Á bjartsýni geta menn lengi lifað, einsog gamalreyndir frumkvöðlar í ferðaþjónustu geta vitnað um.&nbsp;</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Nú, þegar fyrstu og hugsanlega erfiðustu lotunni er lokið, byrjar uppbygging hins nýja Íslands.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur, og þarf, að ráðast í til að skýla sem flestum, bæði fólki og fyrirtækjum fyrir eftirskjálftum þeirra efnahagslegu jarðhræringa sem skóku Ísland, eru þegar hafnar. Þar skiptir þrennt í ákvörðunum ríkisstjórnarinnar mestu:</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Í fyrsta lagi sú ákvörðun að fá liðstyrk Alþjóðagjaldeyrisjóðsins til að koma gjaldeyrisviðskiptum aftur í gang. Það tók blóð, svita og tár og erfiðar samningaviðræður að koma því í höfn &ndash; en það er í höfn. Innan skamms verður því unnið að því að vinda ofan af þeirri erfiðu gjaldeyriskreppu sem ríkir, og koma viðskiptum við umheiminn í lag.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Í öðru lagi að grípa til margvíslegra aðgerða til að tryggja öryggi almennings, bæði með því að létta greiðslubyrði af húsnæðislánum, lækka dráttarvexti, og vitaskuld mörgum öðrum aðgerðum. Sérstakir tímar krefjast sérstakra aðstæðna, og ríkisstjórnin mun grípa til allra þeirra ráða sem hún þarf og getur til að tryggja að almenningi verði sem best borgið.&nbsp;</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Í þriðja lagi þarf að tryggja að bankarnir geti haldið atvinnulífinu gangandi og liðsinnt fyrirtækjum yfir þyngsta hjallann. Þar tel ég einboðið að mest áhersla verði á þær greinar sem skapa okkur það, sem mest þörf er á núna, gjaldeyri. Ég legg að sjálfsögðu sem ferðamálaráðherra mikla áherslu á fyrirtæki í ferðaþjónustu. Í því ferðalagi verður hún að vera í öndvegi ásamt öðrum atvinnugreinum sem skapa gjaldeyri. Þær eru einfaldlega mikilvægustu stoðir samfélagsins í dag.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Þessu til viðbótar tel ég óhjákvæmilegt að Ísland taki nú óhikað stefnuna á inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evrunnar. Frá því ég ávarpaði ferðaþjónustuna síðast hefur það gerst, að algjör umskipti hafa orðið meðal þjóðarinnar um Evrópu, og sama gildir um flesta stjórnmálaflokkana líka.</span></p> <p><span>Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er nú sammála því að Ísland sæki um fulla aðild að ESB og stefni að því að skipta krónunni út fyrir evru.</span></p> <p><span>Ísland hefði að öllum líkindum ekki lent í núverandi hremmingum, ef landið hefði verið komið í Evrópusambandið, og í versta falli hefðu þá afleiðingarnar orðið miklu léttbærari.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég minnist þess með sérstakri ánægju að á fyrsta fundinum sem ég mætti hjá SAF sem nýr ferðamálaráðherra<span>&nbsp;</span> gekk þáverandi formaður samtakanna, Jón Karl Ólafsson, fast eftir því í sinni ræðu að ríkisstjórnin fjarlægði þann óstöðugleika og óöryggi sem fylgdi krónunni með því að taka upp nýja mynt með inngöngu í ESB. Nú tel ég að það sé landsýn í því máli.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég segi hiklaust út frá hagsmunum bæði ferðaþjónustunnar og íslensku þjóðarinnar:</span></p> <p><span>því fyrr &ndash; því betra.&nbsp;</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Við búum, Íslendingar, við þá gæfu að grunnþættirnir í atvinnulífi okkar eru sterkir. Við búum ekki aðeins að vel menntuðum mannauði, og frumkvöðlaþrótti sem rannsóknir sýna að er meiri en annarra þjóða.<span>&nbsp;</span> Við eigum líka gjöful fiskimið, einstakar orkulindir, og við eigum náttúru og menningu, sem er grunnur ferðaþjónustunnar, sem er sú grein sem ég bind mestar vonir við sem vaxandi og öflugrar undirstöðu í atvinnulífi og útflutningi.&nbsp;</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Á þessum tímamótum sem nú eru, og með tilliti til þeirra væntinga sem gerðar eru til ferðaþjónustunnar, er rétt að skoða í hvaða stöðu hún er, og hvernig vægi hennar í samfélaginu hefur þróast &ndash; út frá hagstærðum.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Nýlega voru ferðaþjónustureikningar Hagstofunnar birtir í fyrsta sinni. Við höfum satt að segja beðið lengi eftir þeim. Þar birtist vöxtur og velgengni ferðaþjónustunnar með einkar skýrum hætti. Niðurstöðurnar styðja mjög vel við þær staðhæfingar sem greinin hefur sjálf haldið fram &ndash; um að hlutur hennar í landsframleiðslu er mun meiri en hefur áður birst,<span>&nbsp;</span> og að greinin er þjóðinni mun mikilvægari en fyrri hagskýrslur hafa sýnt.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Frá árinu 2000 fjölgaði ferðamönnum til Íslands úr 303 þúsundum upp í samtals 485 þúsund á síðasta ári, 2007. Vöxturinn er því 60% á þessu árabili. Sömuleiðis hefur verið stöðugur vöxtur í fjölda gistinátta erlendra ferðamanna á þessu tímabili, eða 51% frá árinu 2000.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Góðu fréttirnar eru einnig þær, að með svo hárri gengisvísitölu einsog núna skapast gríðarleg tækifæri hjá íslenskri ferðaþjónustu. Helsta umkvörtunarefni ferðamanna einsog þau hafa birst í skoðanakönnunum Ferðamálastofu <span>&nbsp;</span>hefur einkum verið hátt verð á þjónustu hér á landi. Nú er Ísland allt í einu orðið ódýrt land, erlendir ferðamenn munu sjá sér mikinn hag í að koma hingað, og Íslendingar sjálfir munu ferðast minna út fyrir landsteinana og meira um sitt eigið land.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Samkvæmt ferðaþjónusturreikningum Hagstofunnar námu heildarkaup á ferðaþjónustu innanlands árið 2006 tæplega 135 milljörðum króna. Það svarar til 11,5% af landsframleiðslu.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Álver og stóriðja hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni síðasta áratuginn, og það er þessvegna fróðlegt að bera saman framlag ferðaþjónustunnar til landsframleiðslu miðað við áliðnaðinn. Þar kemur fram, svart á hvítu, að á tímabilinu 2000-2006 hefur framlag ferðaþjónustu til landsframleiðslunnar verið tvöfalt meiri en hlutur alls áliðnaðarins.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Þetta eru fréttir, ekki síst fyrir þá, sem halda að öll vandamál dagsins séu leyst með nýjum álverum. Fyrir mig, sem ferðamálaráðherra, sem hef tekið mér sverð og skjöld í hönd til að berjast fyrir hagsmunum greinarinnar, eru þessar tölur ákaflega mikilvægt vopn.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Greinin þarf á tölulegum staðreyndum af þessu tagi um eigið mikilvægi að halda, og ég hef því ákveðið að beita mér fyrir því að gerð ferðaþjónustureikninga verði óslitin héðan í frá og að þeir verði þróaðir í eins gott horf og best gerist í heiminum.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég nefndi áðan að þeir þrír atvinnuvegir sem við verðum að reiða okkur á til að afla gjaldeyris fyrir þjóðarbúið á næstunni eru sjávarútvegur, áliðnaður og ferðaþjónusta.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í Hagstofureikningunum nýju kemur glöggt fram hversu mikilvæg okkar atvinnugrein er þjóðinni um sköpun gjaldeyris, Á síðasta ári, 2007, aflaði hún 56 milljarða í beinum gjaldeyri, og var fast að því hálfdrættingur á við sjávarútveg, mikilvægustu útflutningsgrein okkar frá upphafi.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Svo við höldum okkur við áliðnaðinn, þá kemur einnig fram að ferðaþjónustan hefur fram á allra síðustu ár aflað meiri gjaldeyris en áliðnaðurinn, þar til á síðustu misserum að álið hefur sigið framúr með tilkomu Fjarðaáls.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hvernig sem á það er litið er ljóst að ferðaþjónustan er og verður á næstu árum meðal þriggja helstu burðaratvinnuvega þjóðarinnar. Staða greinarinnar er góð og hin hliðin á lækkun krónunnar birtist auðvitað í auknum tekjum hennar. Ef vel tekst til hjá okkur öllum þá geri ég fastlega ráð fyrir því að hagur greinarinnar muni enn vænkast á komandi misserum. Ég sé það líka sjálfur sem yfirmaður Byggðastofnunar, þar sem tæpur þriðjungur allra lána er nú til ferðaþjónustu, að greininni<span>&nbsp;</span> hefur gengið vel að standa í skilum við stofnunina.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Það sem snýr að mér sem ferðamálaráðherra er að búa greininni umhverfi þar sem hún fær notið sín, og vaxið og dafnað. Skoðum þá aðeins hvernig sá rammi sem henni er búinn af stjórnvöldum er að þróast, og hvernig útlitið er.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ferðamálaráð og Samtök ferðaþjónustunnar gáfu mér sex meginverkefni í heimanmund sem nýjum ferðamálaráðherra þegar greinin fluttist yfir í iðnaðarráðuneytið í upphafi árs.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Þau voru eftirfarandi:</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Í fyrsta lagi, að freista þess að afla aukins fjár til markaðs- og kynningarmála á erlendri grund. Þegar ég tók við embættinu var greininni ekki skorinn víður stakkur. Forysta SAF mat það svo á þeim tíma, að á fjárlögum væru ekki ætlaðar nema 30 milljónir til þess verkefnis. Hvað þurfið þið? &ndash; spurði ég bláeygur. Svarið, var meðal annars var að finna í ályktunum, samtölum og niðurstöðum Svanhildarnefndarinnar um fjármögnun og fyrirkomulag ferðaþjónustu. Það lá á milli 300 &ndash; 500 milljóna króna. Ég er var um mig, lofa ekki upp í mína víðu ermi, en ég sagði á fyrsta fundinum sem ég sat með mínu ágæta ferðamálaráði, að ég myndi gera þetta að öðrum tveggja forgangsmála ráðuneytisins &ndash; hitt eru nýsköpun og sprotar &ndash; reyna að þrefalda upphæðina á fyrsta ári, og freista þess að í rammafjárlögum fyrir allt kjörtímabilið yrði fjárhæðin komin upp í 3-400 milljónir árið 2011.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Næstefst á óskalista greinarinnar og ferðamálaráðs var að stokka upp fyrirkomulag markaðsmálanna erlendis, sem af hálfu opinberra aðila hefur byggst upp á þremur svæðisskrifstofum</span> <span>og aðgerðum á öðrum lykilmörkuðum</span><span>, og umfram allt að koma á náinni samvinnu utanríkisþjónustunnar, Útflutningsráðs og ferðamálaráðuneytisins í kynningarmálum.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Í þriðja lagi að sjá til þess að efla stórlega rannsóknir þágu ferðaþjónustunnar &ndash; sem á því sviði hefur verið sannkölluð hornreka.&nbsp;</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Í fjórða lagi að hrinda af stað átaki í gæða- og þróunarmálum greinarinnar, m.a. í samstarfi við aðra stofnun ráðuneytisins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þetta er þáttur sem við höfum átt í nokkrum erfiðleikum með og er algjör grundvöllur til að tryggja framtíð ferðaþjónustu á Íslandi.</span><span>&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í fimmta lagi að beita mér fyrir því að fjárveitingar fengjust til að styrkja annars vegar innviði &ndash; og líka til að vernda - fjölsótta ferðamannastaði og hins vegar til að byggja upp nýjar greinar innan ferðaþjónustu og ný svæði &ndash; í reynd til að skapa nýja segla í því skyni að auka jafnt aðdráttarafl landsins og einstakra svæða.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Í sjötta lagi hefur verið lögð áhersla á að ráðuneytið beiti sér fyrir fjárveitingum til að koma starfsemi markaðsskrifstofanna á fastari grunn til framtíðar.</span></p> <p><span>Á öllum þessum sviðum hefur náðst umtalsverður árangur. Öll eru þessi verkefni á fleygiferð um þessar mundir.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í fjáraukalögum og fjárlagafrumvarpi sem lagt var fyrir Alþingi í haust er þannig fjármagn til markaðssóknar erlendis ekki þrefaldað einsog ég stefndi að á fyrsta ári mínu sem ferðamálaráðherra - heldur fimmfaldað. Það eykst úr 30 milljónum í 150 milljónir. Ég hef þar að auki &ndash; eftir kreppu -<span>&nbsp;</span> lagt fram tillögur um enn meira fjármagn, í krafti þeirra röksemda að ferðaþjónustan er helsti útvegur okkar til að afla fljótfengins viðbótargjaldeyris og besta vopn okkar til þess að styrkja ímynd Íslands á alþjóðavettvangi.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég get hins vegar sagt ykkur það að rammafjárlögin, sem átti að gera fyrir allt kjörtímabilið urðu aldrei fullgerð. Bankahrunið með öllum sínum þunga dundi yfir áður en þau voru fullgerð. Nú er þjóðin einsog allir vita í mestu kreppu lýðveldistímans og bullandi niðurskurður blasir við á flestum sviðum. Framtíðarhorfurnar varðandi markaðspeninga gætu því virst í uppnámi &ndash; en saman höfum við ráð undir hverju rifi - og um rifin og horfurnar fjalla ég í lok þessa spjalls.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hvað varðar endurskipulagningu og uppstokkun markaðsmála erlendis þá eru viðræður við utanríkisráðuneytið á góðum skriði. Þegar þeim viðræðum er lokið, vonandi fyrir árslok, mun ég leggja fram tillögur að stórauknu samstarfi ráðuneytanna og Útflutningsráðs í markaðs- og kynningarstarfi erlendis. Ég og utanríkisráðherrann höfum fullan hug á að endurskipleggja starfið þannig að sérhvert sendiráð verði í reynd markaðsskrifstofa fyrir Ísland. Þau eru 17 í dag, og það ætti að muna um þann liðsauka.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Jafnframt þarf að leiða til lykta hið fyrsta þær hugmyndir sem hafa verið uppi um samræmingu kynningarstarfs allra þeirra sem að því koma hérlendis, og hafa verið settar fram undir hattinum Promote Iceland.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Óskum um fjármagn til þróunarverkefna í ferðaþjónustu á landsbyggðinni hef ég mætt með því að ákveða að veita 100 milljónum<span>&nbsp;</span> króna af byggðafé til þeirra verka á næsta ári.<span>&nbsp;</span> Ferðamálastofa vinnur að þessu máli í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þar er um að ræða styrki til þróunarverkefna í Menningartengdri ferðaþjónustu, Þjónustuþróun sem leið til bættrar arðsemi og Matargerð úr héraði.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sjálfur hef ég svo haft sérstakan áhuga á því að stórefla rannsóknir í þágu ferðaþjónustu. Í því efni hefur greinin nánast verið svelt, og er fjarri því að njóta jafnræðis við aðrar greinar, sem flestar hafa öflug rannsóknarsetur í sinni þágu. Ég hef tekið þrjár ákvarðanir sem munu skipta greinina miklu máli um þetta:</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í fyrsta lagi hef ég ákveðið að setja á fót Rannsóknar- og þróunarsetur í ferðamálum í samvinnu við Háskólann á Hólum. Til þess þarf lagabreytingu, og þetta er vitaskuld sagt með fyrirvara um samþykki Alþingis. Ráðuneytið mun leggja til fjóra starfsmenn til Hólasetursins, og þar að auki er unnið ötullega að því að sameina krafta þess og Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála sem hefur þegar yfir tveimur starfsmönnum að ráða.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í öðru lagi hef ég orðið við óskum ferðaþjónustunnar um að breyta reglum Tækniþróunarsjóðs þannig að hann geti veitt fjármunum til þróunarverkefna í ferðaþjónustu.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í þriðja lagi hef ég sem ráðherra beitt mér fyrir því að fjármunum verði á næsta ári veitt til uppbyggingar fjögurra öndvegissetra. Þrjú þeirra byggja á markáætlunum sem verða auglýstar á vegum Tækniþróunarsjóðs og eitt þeirra verður á sviði ferðaþjónustu. Þarna er til dæmis kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu til þess að slá sér saman í stórverkefni.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég bind því miklar vonir við að nýtt skeið í rannsóknum á sviði ferðamála sé að hefjast, og er sannfærður um að sá metnaður sem Hólaskóli hefur sýnt á þeim vettvangi verði mikil lyftistöng fyrir greinina í heild.</span></p> <p><span>Ég get líka glatt ykkur með því að ráðuneytið hefur nú ákveðið að 100 milljónum af byggðaáætlun verði varið til styrkja innviði ferðamannastaða á næsta ári. Þessu fé verður fyrst og fremst varið til að bæta aðstöðu á fjölförnum<span>&nbsp;</span> ferðamannastöðum, þar sem við þurfum stórátak á næstu árum, og hluta fjárins verður líka beint til móttöku farþega á skemmtiferðaskipum. Í framtíðinni þarf hins vegar fastan tekjustofn á fjárlögum til að standa straum af stöðugri uppbyggingu á ferðamannastöðum, - ekki síst til að þróa nýja.</span></p> <p><span>Ríkisstjórnin samþykkti ennfremur tillögu mína um að í fjáraukalögum verði nýrri fjárveitingu að upphæð 80 milljónum króna varið til markaðs- og kynningarmála ferðaþjónustu<span>&nbsp;</span> innanlands. Ég dreg enga dul á að minn vilji er að þessum 80 milljónum verði varið til að gera þjónustusamninga um markaðsskrifstofur bæði á landsbyggðinni og í þéttbýlinu.</span></p> <p><span>Þessu til viðbótar er þegar búið á árinu að úthluta 160 milljónum króna til fjölmargra efnilegra sprota á sviði ferðaþjónustu á landsbyggðinni, í tengslum við mótvægisaðgerðir vegna þorskaflalægðar.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég hef því á fyrsta ári mínu sem ferðamálaráðherra lagt mig í framkróka um að verða við óskum greinarinnar. Ég hef rakið hér margvíslegar breytingar, sem allar eiga uppruna sinn í þeim meginverkefnum, sem þið lögðuð fyrir mig í upphafi þessa árs &ndash; og lúta allar að því að bæta verulega umhverfi ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar. Þessar breytingar, sem eru á sviði nýrrar markaðssóknar, uppstokkunar í kynningarmálum, rannsókna, þróunarverkefna, styrkja til sprota í ferðaþjónustu, og uppbyggingar á ferðamannastöðum fela í sér nýjar fjárveitingar sem leggja sig einhvers staðar á bilinu 750 &ndash; 1000 milljónir króna.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta er allt nýtt fjármagn.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þessu til viðbótar get ég þess einnig, að milli samgönguráðherra og mín hefur tekist feykilega gott samstarf. Minn góði samstarfsmaður Kristján Möller hefur góðan skilning á nauðsyn samgöngubóta í þágu ferðamála. Ég nefni í því sambandi tvennt:</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hann féllst á að flýta lagningu þjóðvegar með Jökulsárgljúfri, sem kostar fast að milljarði. Sú vegalagning er hafin. Þarmeð opnast hinn langþráði Demantshringur úr Mývatnssveit niður að Húsavík sem mun gjörbylta möguleikum til ferðamennsku á þeim slóðum. Sömuleiðis er í gangi vegalagning yfir Hólmaheiði fyrir Melrakkasléttu sem opnar nýjan heimskautahring, þar sem ferðamenn geta ekið frá Ásbyrgi yfir Sléttu að Raufarhöfn, skoðað hið stórkostlega Heimskautagerði þar, sem Alþingi hefur ríkulega stutt, farið á Rauðanúp, skoðað einstakt fuglalíf Sléttunnar, og vitaskuld heimsótt dys hins fræga fornkappa Þorgeirs Hávarsson, þess sem hékk á hvönninni í Gerplu og Halldór Laxness gerði ódauðlegan í íslenskri menningu. Fleiri slík samvinnuverkefni milli ferðamála og Vegagerðar eru á döfinni sem of snemmt er að greina frá fyrr en dilkarnir eru reknir til réttar.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég tel því að við séum á góðri leið. Ráðuneytið hefur sett ferðamálin í forgang meðal sinna margþættu málaflokka. Ég hef haft sérstaka ánægju af því að sjá hvernig ferðamálin hafa innan ráðuneytisins á stuttum tíma fléttast inn í samvinnu og starfsemi annarra þátta ráðuneytisins, ekki síst þann part þess sem lýtur að nýsköpun, sprotastarfsemi og byggðamálum.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við þurfum hins vegar að gera meira, og stefna hærra. Stjórnvöld og almenningur líta í vaxandi mæli til ferðaþjónustunnar sem mikilvægrar atvinnugreinar, sem skapar í senn þýðingarmikil störf, og mikilvægan gjaldeyri. Hvorutveggja hefur þjóðarbúið mikla þörf fyrir.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við þurfum því meira fjármagn til að byggja upp innviði ferðaþjónustunnar. Við þurfum meira fjármagn til að sækja hingað fleiri ferðamenn.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég er hins vegar sjóaður í stjórnmálum. Ég veit hversu gríðarlega erfitt verður að sækja nýtt fé á þessum erfiðu tímum. Tekjufall ríkisins á þessu og næstu árum vegna kreppunnar verður einstakt í sögunni. Halli á fjárlögum er líklegur til að verða miklu meiri en nokkru sinni hefur sést, eða 150-160 milljarðar. Það er nú þegar að hefjast bullandi niðurskurður þar sem meira að segja þungur ráðherra mun eiga fullt í fangi með að verja málaflokkinn.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í þessu efni þarf ég, góðir fundarmenn og félagar, að fá allan þann stuðning sem ég get frá ykkur. Á dagskrá minni í vetur er nefnilega enn eitt meginverkefnið, sem ég hef einsett mér að ráðast í.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Verkefnið helgast af því að við höfum sameinast um tvennt: Í fyrsta lagi að hefja öfluga uppbyggingu og nýsköpun á ferðamannastöðum á næstu árum.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Í öðru lagi höfum við einsett okkur að laða eins marga ferðamenn til landsins og kostur er. Það kann í fyrstu sýn að virðast auðvelt í ljósi þess, að krónan hefur aldrei verið hagstæðari fyrir ferðaþjónustuna. Ísland er loksins komið í flokk ódýrra landa frá sjónarhóli ferðamannsins. Meira að segja þýskir ferðamenn eru farnir að kaupa sér bjór á Íslandi. Við vitum hins vegar að það kostar peninga að markaðssetja Ísland og þau glæsilegu tilboð sem þið hafið fram að reiða. Þá peninga þurfum við með einhverjum hætti að búa til &ndash; þrátt fyrir djúpa tímabundna efnahagslægð.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég hef því fullan hug á að ná fram lögum á Alþingi sem marka þessu tvennu fastan tekjustofn. Tveir möguleikar eru til skoðunar í því efni. Í fyrsta lagi brottfaragjald, sem leggðist á alla farþega sem fara af landinu. Í öðru lagi að leggja sérstakt veltugjald, mjög lágt eða 0,05% á fyrirtæki til að standa straum af því tvennu sem einkum skortir fjármagn fyrir, uppbyggingu ferðamannastaða og kynningarmálin. Slíkt gjald er auðvelt að verja í ljósi þess, að á móti kemur að ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að lækka tekjuskatt á fyrirtæki um 3%.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fulltrúar ferðaþjónustunnar yrðu að sjálfsögðu í ráðum með hvernig tekjum af þessu gjaldi yrði varið, og ég lofa ykkur því að greinin getur haft að því alla þá aðkomu sem hún vill. En þið, sem atvinnugrein, þurfið að hjálpa mér í þessu máli. Það mun mæta andstöðu víða; á Alþingi, og hjá ýmsum sjálfskipuðum varðhundum úti í samfélaginu. Ef þið standið ekki með mér 100 prósent verður það jafnvel lífsreyndum ráðherra með ráð undir hverju rifi erfitt verk að koma þessu<span>&nbsp;</span> brýna framfaramáli í kring. Ég þarf því allan ykkar stuðning, félagar góðir.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ávinningurinn fyrir ykkur yrði geysilega mikilvægur. Ef tekst að koma á gjaldi af þessu tagi, sem rynni allt til ferðaþjónustunnar, værum við komin með fastan tekjustofn upp á 4-500 milljónir á hverju ári til markaðssóknar og uppbyggingar innviðanna. Það er fyrir utan það sem ráðuneytið leggur greininni til, og ég hef rakið hér fyrr í ræðu minni.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Takist þetta, þá mun sá hluti þessa tekjustofns, sem rennur til markaðssóknar og kynningarmála, ásamt tilleggi af fjárlögum, og þeim hundrað milljónum sem falla til vegna breytts skipulags markaðsmála Ferðamálastofu, gera okkur kleift að ná því marki sem Ferðamálaráð og greinin hefur sett, að árlega verði 4-500 milljónum varið til markaðssóknar erlendis.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta er lífsspursmál fyrir greinina, ekki síst með tilliti til þess hversu þröngt verður í búi ríkissjóðs meðan kreppan varir. Ég ætla mér að ná þessum breytingum í gegn hvað sem það kostar, og ég mun gera það, en leiðin yrði miklu léttari ef ég hefði óskoraðan stuðning ykkar.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við ætlum í sameiningu að byggja upp innviði greinarinnar, við ætlum að fjölga ferðamannastöðum, við ætlum að sækja fleiri ferðamenn til Íslands, við ætlum að bæta ímynd Íslands.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Til að svo verði er algjörlega nauðsynlegt að við vinnum saman að þessari meginbreytingu.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn,&nbsp;</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Þið eruð vormenn Íslands. Ferðaþjónustan er sú grein sem við öll, þjóðin öll, horfir til sem einnar björtustu vonarinnar í atvinnulífi Íslendinga. Þið hafið áður sýnt að þið gerið meira en rísa undir væntingum. Í ykkur býr meira frumkvæði og þróttur en i nokkurri annarri atvinnugrein. Það er vissulega dökkt framundan, en við vitum það öll, ekki síst þeir sem lifa og starfa innan ferðaþjónustunnar, að eftir vetur kemur sumar &ndash; og ég er ákaflega bjartsýnn á að ef vel tekst til þá kemur sumarið í atvinnulífi Íslands miklu fyrr en flesta grunar. Í öllu mótlæti skapast óvænt tækifæri. Við, í ferðaþjónustunni, eigum að líta á þá stöðu sem nú er komin upp, þar sem fall krónunnar skapar okkur einstakt sóknarfæri, sem tækifæri.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við skulum vinna saman að því að nýta þau tækifæri, og gera ferðaþjónustuna að enn öflugri, sterkari og mikilvægari atvinnugrein en hún hefur nokkru sinni verið.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Bestu þakkir fyrir samstarfið, og ég hlakka til þess áfram.</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2008-09-04 00:00:0004. september 2008Olíuleitarráðstefna í Reykjavík

<p>It is an honour to have such a distinguished audience, not least considering that this really is a historic first for Iceland.</p> <p>This is the first conference on Oil Exploration ever held in Iceland. Oil is an unchartered territory for us.</p> <p>But we are used to plowing into unchartered territories. We are a seafaring nation, and quite used to rough seas. Don´t forget, when we left Norway 1100 years ago, our journeys didn´t only lead us to Iceland &ndash; it only took us a bit longer to discover Greenland, and later America, where the Icelanders sailed all the way to the mouth of the Hudson river, where Manhattan with its financial power and glory now stands.</p> <p>The name Drake of course is a part of our Nordic heritage, a part of the Nordic mythology. Drake is the creature that protected the Eastern part of Iceland against a possible invasion &ndash; not from Norway &ndash; but Denmark Today, it is a part of the nations emblem.</p> <p>A century ago Iceland was one of the poorest countries in the world. On our way to the 21. century we have learnt to harness and care for our resources. Today, we are a prosperous nation. Our prosperity was built for a long time on three main pillars. Our sovereignty, fishing stocks, and renewable energy.</p> <p>Today, we are part of the global economy, it is easy to make business in Iceland, computer literacy is among the highest in the world, we have extremely good &ndash; and free &ndash; hospitals, and pr. capita we have more mobile phones than even the United States of America. It is a point of interest for the offshore business that we also have a very good Sea and Rescue Team in the form of our strong Coast Guard, whose claim to eternal fame was to chase the British off our fishing grounds, not once, but three times.</p> <p>The image of Iceland is green, not only because of our richness of pristine and untouched nature, but also because of our green energy, geothermal and hydro.</p> <p>Today, we meet 80% of our energy needs by our own renewable sources, 99,95% of all our electricity is green, and 80 % of all our space heating is geothermal. Sometimes, when our spot of Celtic blood gets the upper hand and we want to brag a little we say that the Icelanders are the geothermal kings of the world.</p> <p>That is of course why we know drilling. The geothermal energy is brought to surface through drilling. So we are going to welcome oil in to our energy stable, because we are familiar with drillers, their temperament, rough life, and in fact we consider them to be our champions.</p> <p>It may sound a bit paradoxical, that Iceland, which of all nations is least dependent on oil, and is even preparing to develop its own fuel for transport, is to open its economic zone for oil exploration.</p> <p>In Qatar, who admittedly does only produce gas, the Head of Qatar Petroleum remarked to me: Oil is too important to burn it.</p> <p>In Washington I heard President Bush say, in effect, the same thing.</p> <p>You may be of a different opinion, but I, like this two guys, that probably don´t love each other, believe that oil is a limited compound that for various industries is much more important than just as a source of energy. I believe, that later in the century, when alternative fueld sources have been developed, oil will still be a commodity much in demand, and probably even more expensive that today. Time will tell.</p> <p>There are several reasons why we have decided to embark on explorations for oil.</p> <p>Firstly, there have for quite a time been strong indications, based on extensive seismic soundings on the Jan Mayen ridge, that there is hydrocarbon to be found in the Dreki field. That isn´t really so surprising, considering that the area is in fact a microcontinent that 40 million years ago was ripped from what at the time was a continous landmass including what now is East Greenland, and West Norway. Dreki has the same geological stratifications, and there is oil in both places &ndash; like some of you will also find in the Drake field.</p> <p>Secondly, the price and the technology is ripe. For a long time it was technically not feasible to drill for oil at the depth and at the conditions existing in the Drake field. Technology has evolved by leaps and bounds, and today oil is being produced at a more difficult conditions than exist in the Drake field. It may be costly, but the demand for virgin fields is growing, and the development in the oil price and the price-predictions for the future make Drake a healthy risk in terms of economics. The time is simply right now.</p> <p>Thirdly, I´m of course not shy to admit, that Iceland stands to gain economically if some of you guys succeds. The Minister of finance will be very happy. Services to the explorations will also provide much needed jobs and opportunities in the Northeast.</p> <p>Fourthly, the North-Atlantic and the Arctic are areas of great resources that will be utilized in the coming years. The quest for research, positioning and development of Arctic and North-Atlantic resources has already started. If Iceland is not active in pursuing its interest in the North Atlantic and in the Arctic its possibilities to protect her interests in the future will diminish. It is therefore also of strategic geopolitical interest for us to take part in that development.</p> <p>And fifthly, we have the rights. Already in 1981 Iceland and Norway came to an agreement on the division of the continental shelf between Iceland and Jan Mayen. The agreement includes a reciprocal participation in exploration and production of oil and gas in a certain zone on the Jan Mayen Ridge, as well as on common preparatory research and prospecting in the area.</p> <p>These were the reasons for my proposal to the government to offer exclusive licences for exploration and production in the Dreki field in the coming January. The Government of Iceland aceepted my proposals, and here you are, and in Iceland we are well on schedule with all preparations.</p> <p>Unfortunately for you it is not my privilege to decide on the tax, but nevertheless, we aim to be competitive in taxation with a view to other prospective areas with similar outlook in the North-Atlantic.</p> <p>In any case, I hope you enjoy your stay in Iceland, enjoy the conference, relax and be happy &ndash; and I hope you strike oil.</p> <br /> <br />

2008-04-07 00:00:0007. apríl 2008Ráðstefna í Jemen um jarðvísindi

<p><span>Prime Minister, Ministers, distinguished audience,</span></p> <p><span>It is a great pleasure to be with you here in Yemen and I´m very grateful for the opportunity to speak to you Life is full of changes. Only yesterday I left my country covered in snow, in a frost of minus seven centigrades. Today I am with you in Yemen, in a blaze of sun and enjoying a temperature we can only dream of in Iceland.</span></p> <p><span>I can confide in you that I already like Yemen so much, that I might be tempted to ask your honourable prime minister for an asylum as a climatic refugee!</span></p> <p><span>Iceland</span> <span>and Yemen are certainly far apart. They belong to different continents, different cultures, and different religion. Yet, we are strangely related. We both belong to the smaller nations of the world, and my government strongly believes that the 21<sup>st</sup> century will be the age of the smaller states &ndash; if they have the good sense to stick together, share experiences and knowledge &ndash; and support each other.</span></p> <p><span>We are both nations of great seafarers. You of course are world famous sea merchants from times past, we were vikings on the seas. The sea is very important to both of us as a source of food, transport and most importantly, we are both &ndash; geologically speaking &ndash; living on the edge.</span></p> <p><span>Iceland</span> <span>and Yemen are both situated on the boundaries of tectonic plates. As a result we are forced by mother nature to live dangerously in the shadows of earthquakes and eruptions. However, living dangerously sometimes can also have its advantages. As geologically active countries we also are blessed with immense energy below the crust of the earth - in the form of geothermal power.</span></p> <p><span>In Iceland we have learned to live with the earthquakes and learned to harness the geothermal power and turn it into electricity - and wealth. That is not the least reason of the success of Iceland.</span></p> <p><span>I am honoured to have been given the opportunity to deliver a short talk about the earthquake hazards in Iceland, and our development of an early warning system, but as this is a symposium of experts on earthquakes and my main reason to visit Yemen is geothermal power &ndash; I shall <span></span>mainly stay on the latter. I want to tell you what we have done, what we are doing, what you could do, the possibilities of geothermal in the world at large, and reflect on our latest technological development.</span></p> <p><span>In short, we have frequent earthquakes in Iceland, albeit not very large ones. As you see from this slide, during the last ten years only a few exceeded magnitude 5 on the Richter scale.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Because of this, and our well developed geophysical monitoring system, intensive international research has been done on earthquakes in Iceland during the last 20 years. This is under the auspices of the Icelandic government &ndash; but lately our work has aroused great excitment in the EU, so much so that today EU is a major financial contributor to the project.</span></p> <p><span>Our worry of course is that Reykjavik, our capital, is placed on an active volanic zone. A lot of our volcanoes are also under the big glaciers, hence, great catastrophic glacial floods often precede in imminent eruption under the glaciers, and these may be even more dangerous than the eruption itself, or related earthquakes.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Our aim has therefore been to develop a system, that can foresee what may happen on both a long and a short time scale, in order to be able to prepare a response to hazards before they occur, and while they are on-going, by real time observations, and by real time research.</span></p> <p><span>We, as a responsible government, therefore greatly desire to be able to predict when a large earthquake occurs, what magnitude is to be expected, and be able to take the necessary precautions for our people. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>We have been quite successful.</span></p> <span>Since 1990 all larger earthquakes in Iceland have been preceded by observations of clusters of microquakes. To date, we have developed an early warning system, which integrates information from such microearthquakes to provide automatic short term warning. It is of course based on conditions in Iceland, where compressible liquids flow from perhaps 10 km depth as a response to changes in the tension in the crust, changing its fracturing conditions.</span><br /> <br /> <p><span>At least in Iceland these microquakes are sometimes observed <strong><u>years</u></strong> in advance, and thus give an early indication to a potential earthquake-zone. A point of major importance is that these clusters of microquakes increase rapidly <span>&nbsp;</span>1 &ndash; 3 weeks in advance. That is a major indication of a looming episode, and creates scope to prepare from <strong><u>weeks to days</u></strong> in advance. We managed, for example, to give a warning for the last big earthquake, in 2000, with almost 24 h in advance. This gives scope to undertake the<span>&nbsp;</span> final civil preparations in the last hours, or even minutes. When Mount Hekla erupted last time, the same year, a warning was issued almost an hour before which enabled the authorities to close roads, divert traffic and warn the local people.</span></p> <p><span>This system is by many experts considered to be the most precise, at least with conditions like the Icelandic ones. That is the reason why EU is funding its development. Recently, the government of China made an agreement with Iceland to develop a similar system, and the government of India, where similar earthquake pattern is shown under the Himalaya mountains, has also aquired Icelandic experts to develop such an early warning system.</span></p> <p><span>I add, that Iceland already operates the United Nations Geothermal University, as well as the UNU Fisheries School, and it might be of interest for you to know that we are planning to start a new UNU school in Iceland on geohazards, teaching these techniques.</span></p> <p><span>Distinguished audience,</span></p> <p><span>The earthquakes of course relate to the bad side of being on the edge of the tectonical plates. However, as I told you in the beginning, there is also a bright side &ndash; that literally speaking has shun into the lifes of the Icelandic nation. By that I mean the geothermal power, that today produces increasing part of all our electricity.</span></p> <p><span>Iceland</span> <span>is the land of the Sagas. We love to tell stories. Let me tell you our story with respect to sustainable green energy.</span></p> <p><span>Iceland</span> <span>used to be the poor kid of Europe.</span></p> <p><span>At the end of World War 2 Iceland was as dependent on imported energy, mostly oil, as any other western country. For centuries we thought that our only natural resources were the fishing stocks in the sea, but all the time we were literally walking on treasures in the underground and looking at them in the form of Geysers and waterfalls.</span></p> <p><span>With determination and huge investments in technology we managed in the lifetime of only one generation to start using the Geysers, and the waterfalls, and change from being largely an oil-dependent economy to being able to meet about 80% of our energy needs by clean, green energy.</span></p> <p><span>Today, virtually all electricity is produced from hydro and geothermal. We also use those resources &ndash; mostly the geothermal - to cover about 98% of our space heating requirements &ndash; quite a feat in an arctic country. Only about one quarter of the energy needs are met by imported energy, mostly in the form of oil and petrol, for the fishing fleet and the transport sector.</span></p> <p><span>This was our road to wealth. Today we have dragged ourselves from poverty into having almost the highest income per capita in the world. Last year, for the first time we topped the UN Human Development Index, meaning that Iceland was according to the UN the best place to live in.</span></p> <p><span>So, the rise of Iceland to become a wealthy nation is strongly linked to her<span>&nbsp;</span> utilisation of hydro- and geothermal power. That´s our oil.</span></p> <p><span>I can state with confidence that today the Icelanders the world´s leading experts in the use of geothermal energy. We truly are a geothermal nation. We possess not only state-of the art, but a breaking-edge technology on all fronts geothermal.</span></p> <p><span>This is of great importance. What we can do, you can do &ndash; and other countries in a similar situation. In a world that needs energy, geothermal power really can make a difference.</span></p> <p><span>In at least 140 countries geothermal energy is to be found in some form or other. On this world map you can see that we are only starting to use this resource.<span>&nbsp;</span> Yemen has of course as you know much better than I do, a great potential in geothermal. It is a country like Iceland, with a lot of mountains, active volcanoes, and several sites of high-temperature geothermal potential. Of course, your population is much<span>&nbsp;</span> greater than ours, but you, as every nation, needs cheap, dependable renewable energy.</span></p> <p><span>Let me tell you another story, this time about your neighbour, Djibouti.</span></p> <p><span>Like Iceland it has a great ring of fire underneath. The East African Rift Valley goes through the country, a rift that hosts many volcanoes and geothermal systems, and runs through Eritrea, Djibouti, Ethiopia, Kenya, Uganda and Tanzania. In fact the Red Sea Rift is a continuation of the East African Rift. The current production of geothermal power in East Africa is only 150 MW. The potential, however, is estimated somwhere close to 14 000 MW.</span></p> <p><span>The energy available to the Djiboutis is far too costly to be affordable. Cheap electricity, that makes the water run, the machines work, and lit the houses, is an absolute necessity if a country like Djibouti is to be able to eliminate poverty. Well, in Iceland we know how much it costs to produce geothermal electricity. We know that it is possible to do it at one-third of the present Djibouti prices, and still make a good return on investments.</span></p> <p><span>The Icelandic company Reykjavík Energy Invest, who is with us today in Yemen, will soon be drilling for geothermal power in the Lach Assal Rift in Djibouti, and will later this week sign an agreement that hopefully will lead to 50 MW geothermal plant, enough for the whole of Djibouti, and in future perhaps another 100 MW. We would like to raise the interest of other nations, financial institutions, preferrably the private market to continue along the whole East African rift &ndash; and of course, if we have somebody to play with, into the Red Sea Rift as well.</span></p> <p><span>But lets pause and look into the crystal ball of the future: What if we could increase the generation of electricity from each geothermal field four times compared to the present level? Well, we believe we can.</span></p> <p><span>In Iceland we are presently beginning on new break-through technique that is based on the so-called "deep-drilling." Here you can see a schematic picture of the process.</span></p> <p><span>The conventional method is to drill holes of 2-3 km depth into the ground, to extract steam to generate electricity, and in Iceland we then use the hot water as well for space heating. The deep-drilling entails going down to 4-5 kilometers depth, close to the magmatic intrusions, where scientists literally try to capture the energy in molten lava deep in the earths crust. The water at this depth is under a huge pressure at a very high temperature, and thus much more powerful. This enhances the yield in terms of power from each borehole 5-10 times as compared to the traditional boreholes, and the power from whole fields up to four times.</span></p> <p><span>Clearly this opens up unique, new possibilities and may enable us to produce vastly greater amounts of power from existing fields than before. This is the future of geothermal power. This is a technique, that is preesently under development in Iceland, and if successful, could have dramatic results in at least some countries.</span></p> <p><span>The potential in a country like Indonesia could be 120 000 MW instead of 30 000 MW and the potential in the African Rift Valley<span>&nbsp;</span> 40-50 000 MW instead of 14 000 MW. The potential in Yemen could be 4-5000 MW &ndash; and you could sell all your oil abroad for vital currency, and probably export electicity by cable as well to the Saudis.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ladies and gentleman</span></p> <p><span>So, to conclude, the technology exists, a genuine break-through is being developed, the potential is vast, and the need for green, renewable energy is huge.</span></p> <p><span>What we need is drive and vision, and optimism. Yemen has already taken great strides during the last few years, it is stirring up interest amont investors in the outer world, and from experience I know that despite the difficulties and the credit crunch in the financial markets, investors are cuing up to invest in green energy.</span></p> <p><span>Well, you are sitting on a lot of it, and I hope you will be successfull in creating a lot of wealth &ndash; and certainly we in Iceland are ready and willing to share with you our experience.</span></p> <br /> <br />

2008-04-04 00:00:0004. apríl 2008Let a thousand flowers bloom

<p>Ladies and gentlemen,</p> <p><em>"Let a thousand flowers bloom" -</em> the theme of the conference we are starting today</p> <p>is not just a blooming idea of strawberry fields forever but it is a field of creativity and different initiatives that emerge in different kind of businesses, different kind of flowers, for the prosperity of society.</p> <p>It is a vision of planting seeds for the future, seeds that will flourish into businesses. Iceland needs flourishing businesses. Iceland has built an impressive infrastructure for new businesses. It is time now to utilise that infrastructure for future prosperity!</p> <p><em>Competitiveness</em>, dear delegates, is the holy grail of a successful industrial society. When Michael E. Porter, the distinguished inventor of how to measure competitiveness visited Iceland about a year ago he reminded us thoroughly about how much work there was needed in order to maintain a good position in the competitive world we live in.</p> <p>As Porter reminded us, only private enterprises can create real profits; the state can harness from its resources; but the enterprises are there to turn the resources into profit and wealth for individuals and the public at large. It was also interesting to be reminded that all businesses can be high-tech and that that no sectors of industry should abandoned - much rather society should strive to build knowledge about them, and into them, and thus increase their productivity and ability to compete.</p> <p>Innovation and development are at the forefront of a nation&rsquo;s arsenal to compete. In the measurements taken so far, Iceland scores somewhere around average, with some exceptions of very high position. Given the fact that innovation is the seeding process of economic prosperity, it has been my vision to <em>strengthen the environment that our companies are living in.</em> This is the cooperation of universities, our important institutions like the newly established Innovation Center and many more. The educational system needs to provide human capital to fulfil he needs of the many aspects of a modern industrial society.</p> <p>The government of Iceland is certainly emphasizing innovation - this can be seen from our contribution to science and innovation funding and not the least from the fact that after the latest decision of the present government corporate taxation of income must be among the lowest seen on the planet.</p> <p>Ladies and gentlemen; Nations of the world are not born with the silver spoon of competitiveness in their mouth! But the environment created for their corporations in order to prosper is the key to their well being. We often see nations excel in areas where foresight, flexibility and competition is the fertile soil they thrive in. History also reminds us steadily that a nation´s competitiveness is not at all founded solely on available natural resources. Success is sometimes based on governmental initiatives; sometimes &ndash; and more often &ndash; with the entrepreneurs and their actions. My sole point is the importance of <u>creating the right environment</u> to exist in. It is my role as the minister responsible among other things for innovation and industry &ndash; to strive to achieve that.</p> <p>Examples from around the globe teach us that if innovation is neglected &ndash; society becomes more single-track, more one-sided, and the whole of society becomes more vulnerable to fluctuations. At the bottom of an economic system trapped in no-innovation, we see an increase in low paid jobs which in the end leads to suffering of the regions around the country and a general lack of well- being.</p> <p>A good company is like a tree that reaches out for the sky, blooms and yields flowers and fruits. The seeds of a good company need to have been based on good and solid ideas and the capital needed to nourish it acts like the rain to the tree in the field.</p> <p>There is ample experience to make us worry a little bit about the financial bridging of a good idea in it&rsquo;s path from a seed to a tree. We sometimes talk about the innovation gap or rather canyon, a sort of geological divide that separates a good idea and innovation from realization. A forum like the one we are experiencing today is exactly a meeting at the canyon&rsquo;s bottom. It is like a meeting of bridge-builders assessing how to make a bridge to a brighter future.</p> <p>Then there is the sort of a culture difference between the innovators and inventors on one hand and the owners and managers of capital on the other. They do not always talk the same language! To coin a phrase I could say that it probably has something to do with inventors being from Venus and financers from Mars!</p> <p>Looking to the future is always exciting. A venue like the one we share today is an excellent opportunity to embark upon a journey that we do not know where will take us. First impressions can be vital. Will the investor be charmed by the concept, the presented package and the glowing enthusiasm of the innovator?.</p> <p>Within the next hour or so, seven representatives of innovative companies will have seven minutes to introduce to investors a variety of business opportunities &ndash; only time will decide if the seven minutes will lead to a seventh heaven for a given idea!</p> <p>Another aspect of the seed forum is that it gives Icelandic companies the opportunity to get in touch with investors all over the world. We have seen a lot of successful introductions of Icelandic ideas all around the globe and I emphasise that this forum can be extremely important for Icelandic companies to invite a foreign partner into a mating dance &ndash; for a prosperous future. In a small society like ours, opening the window to the world when reaching out with a new idea, concept or business opportunity, is vital.</p> <p>Innovative companies need a solid financing environment when they cross the canyon. The Icelandic finance environment has seen enormous development in the past half a decade or so &ndash; almost a paradigm shift. In spite of temporary difficulties, some of which are outside our reach &ndash; the Icelandic banking system has really flourished. Banks, official development funds and risk capital funds, all have added to the bridge-building of new businesses.</p> <p>On the journey the government of course plays a vital role &ndash; but I must emphasize and I want to challenge the investors to view innovation from a new perspective. Perhaps now there is the time for a new system of value-assessment. We have to be prepared to see our economy flourish in a new way where <u>real value addition</u> replaces <u>fictive values</u> often seen in the former years when paper value changed owners in a conveyor belt of shuffling paper!.</p> <p>I am certainly happy to see the work of KLAK &ndash; the private innovation hub &ndash; who are preparing a network to link innovators to investors, and I complement them on their achievements.</p> <p>To you, <u>business angels</u>, gathering with us today I just want to say: I´m very happy to see you. Come with us today and fly across that canyon that is mostly in our minds! Build with us bridges to a new prosperous future where we have created a lasting value for our future. Then &ndash; to quote the Beatles - our strawberry fields will bloom in the arctic spring &ndash;</p> <p>and having said that I formally declare open this important event!</p>

2008-04-03 00:00:0003. apríl 2008Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar

<p align="justify">Fundarstjóri, kæra ferðaþjónustufólk,</p> <p align="justify">Kraftbirtingarhljómur guðdómsins var hugtak sem Halldór Laxness gerði frægt í skáldsögu, sem síðar varð ódauðleg. Ég ætla ekki að líkja einvalaliði ferðaþjónustunnar við guðdóminn, en kraftbirtingarhljómur var samt orðið sem datt inn á milli minna vestfirsku höfuðskelja þegar ég kom á fyrstu ráðstefnuna um ferðamál eftir að mér hlotnaðist sú vegsemd &ndash; og ábyrgð &ndash; að verða ferðamálaráðherra. Ráðstefnan var um strandmenningu, og það var slíkur kraftur í henni, að mér fannst sannast sagna að þar væri laxnessk kraftbirting á ferðinni.</p> <p align="justify">Þegar ég leit yfir þann sal rann það upp fyrir mér að þar voru á ferðinni frumkvöðlar hvaðanæva að af landinu. Þar var fólk sem lætur hendur standa fram úr ermum. Þannig fólk gerir ráðherra glaðan. Í mínu lífsglaða tilviki er kanski ekki nein sérstök þörf á því, en mér <strong>líkar</strong> að vinna með fólki sem hefur hugmyndir, sér sjaldan þröskulda og lætur verkin tala.</p> <p align="justify">Þið, sem eruð lífið og sálin í ferðaþjónustunni hafið staðið ykkur afburða vel. Á tíma &ndash; sem er tiltölulega skammur á lífsferli atinnugreina &ndash; hefur ykkur tekist að gera ferðaþjónustuna að einni mikilvægustu atvinnugrein Íslands. Hún aflar mikilvægs gjaldeyris, hún skapar fjölda starfa &ndash; og til hennar er horft sem burðaráss í atvinnulífi framtíðarinnar. Í hreinskilni sagt, þá hafið þið gert þetta svo að segja af eigin rammleik, þó sannarlega hafi liðveisla ríkisins aukist með árunum &ndash; ekki síst í tíð Sturlu Böðvarssonar, forvera míns.</p> <p align="justify">Sókn ferðaþjónustunnar hefur ekki aðeins verið innanlands, heldur líka út á við. Ankerið í greininni, Flugleiðir, hefur stöðugt fært út kvíarnar erlendis, og útrásin, sem á síðustu árum hefur orðið sérgrein Íslendinga, hefur tekist með þeim fádæmum í ferðaþjónustunni að ég leyfi mér að halda því fram að stærsta ferðaskrifstofa á Norðurlöndum í dag sé íslensk.</p> <p align="justify">Einsog þið vitið, þá er ég óhræddur við að taka ákvarðanir. Ég dreg heldur ekki af mér ef ég þarf að slást fyrir góðum málum. Nú er það mitt hlutverk að berjast fyrir málefnum og hagsmunum ferðaþjónustunnar á Íslandi, og það ætla ég að gera af öllum mínum skriðþunga - eins vel og mér er unnt.</p> <p align="justify">Ég hef þegar átt einstaklega gott samstarf við forystufólk ykkar. Ég hef þegið af þeim góð ráð &ndash; og ég vona að þau geti borið vitni um að ráðherrann kann að hlusta, og jafnvel að skipta um skoðun ef á hann er teflt sterkum rökum.</p> <p align="justify">Í þessu samhengi er vert að skilgreina og reifa hvert er hlutverk framkvæmdavaldsins &ndash; ríkisstjórnar &ndash; og hvert er hlutverk ykkar, greinarinnar sjálfrar?</p> <p align="justify">Hið almenna hlutverk ríkisvaldsins er að skapa stöðugt umhverfi, setja lög og reglur sem henta þörfum atvinnugreinarinnar, og beita sér fyrir ýmis konar liðveislu og hvatningu &ndash; meðal annars í formi fjármagns &ndash; sem ýtir undir frumkvæði og framkvæmdir innan greinarinnar. Ríkisstjórn verður líka að sjá til þess að innviðir og grunngerð samfélagsins séu með þeim hætti, að þörfum viðskiptavina greinarinnar sé mætt - til dæmis um samgöngur og fjarskipti. Í tilviki ferðaþjónustunnar verður hún líka að taka ríkan þátt í þeim kostnaði og vinnu sem þarf að leggja af höndum til að umheimurinn viti af Íslandi, fái vitneskju um það segulmagn sem landið, náttúra þess og menning, hafa upp á að bjóða - og að sjálfsögðu til að komast á snoðir um það framboð af úrvalsþjónustu sem þið, og fyrirtæki ykkar, bjóðið upp á.</p> <p align="justify">Það er rétt að ég útfæri aðeins nánar hlutverk og verkefni ferðamálaráðherra einsog þau blasa við honum sjálfum:</p> <p align="justify">Í fyrsta lagi þarf ríkisstjórnin - og ég fyrir hennar hönd - að hafa forystu um almenna landkynningu. Mér er algjörlega ljóst, að það þarf að auka verulega það markaðs- og kynningarfé sem Alþingi og ríkisstjórn reiða af höndum til þess. Ef ferðaþjónustan á að verða sá burðarás í atvinnulífi framtíðarinnar sem við stefnum að, þá verður að standa af meiri myndarskap að landkynningu en raunin hefur verið hin síðustu misseri. Það er líka augljóst í mínum huga að mikilvægi ríkisins í því efni hefur aukist samhliða því að stóru ferðaþjónustufyrirtækin eru að verða æ alþjóðlegri, og markaðssetning þeirra jafn einskorðuð við Ísland og áður, og meiri áhersla er sömuleiðis lögð á markaðssetningu svæðisbundinnar ferðaþjónustu innanlands.</p> <p align="justify">Ég hef þröngar ermar, og lofa engu fyrirfram upp í þær. En ég lofa ykkur því hins vegar að þetta markmið verður annað af tveimur forgangsverkefnum í mínu ráðuneyti. Sú Róm verður auðvitað ekki byggð á einum degi. Ég vænti þess hins vegar að með nýju verklagi þessarar ríkisstjórnar, sem felst í rammafjárlögum til enda kjörímabilsins, sjáist þessa staði. Ferðaþjónustan veit þá að hverju hún gengur í þessu efni næstu árin. Það er hluti af þeim stöðugleika sem hefur skort í greinina.</p> <p align="justify">Mín skuldbinding við greinina er því að gera auki fjármagn til landkynningar að forgangsverkefni. Það helst vonandi í hendur við störf sérsveitar forsætisráðherra að ímyndarmálum, sem senn skilar niðurstöðu. Af minni hálfu fylgja þeim böggli hins vegar skammrif tvenn: <strong>Í fyrsta lagi</strong> tel ég að komi til aukinna framlaga og skuldbindinga ríkisins í markaðsmálum verði sömuleiðis að koma sterkt mótframlag frá fyrirtækjunum &ndash; hvernig sem það verður útfært. <strong>Í öðru lagi</strong> verður að koma fjármögnun hins opinbera í uppbyggingu ferðaþjónustu í gegnsæjan og eðlilegan farveg. Ástandið nú er gersamlega ógegnsætt, óskipulegt ef ekki algerlega tilviljunarkennt. Í dag er staðan þannig að fyrir utan framlagið til ferðamálastofu - sem auðvitað er hið besta mál - þá ráðstafar Alþingi þess utan fé í ferðaþjónustuverkefni í gegnum ÖLL ráðuneyti. Það veit enginn &ndash; allra síst ráðherrann &ndash; hvernig sú ráðstöfun tekst við fjárlagagerðina hverju sinni og það er eftir því erfitt að skipuleggja til lengri tíma. Þessu þarf að breyta að mínum dómi.</p> <p align="justify">Í öðru lagi þarf framkvæmdavaldið að hafa forystu um að skipulag ferðaþjónustunnar sé eins heppilegt og best verður á kosið með þróun og uppbyggingu greinarinnar í huga. Hvað eiga til dæmis að vera margar markaðsskrifstofur? Hver á að reka þær? Hver á að kosta þær? Eiga þær að vera til? Og hvernig á að vinna að þróun upplýsingamiðstöðva um landið á næstunni? Þetta eru spurningar sem þarf að svara, og verður svarað - í samráði við greinina.</p> <p align="justify">Í þriðja lagi þarf að skoða nýja fleti á samstarfi innan stjórnkerfisins sem gætu nýst ferðaþjónustunni og orðið henni veruleg lyftistöng. Ég hef um langt skeið, og löngu áður en ferðamálin urðu hluti af mínu verkefni, verið þeirrar skoðunar að í utanríkisþjónustunni liggi fjárfesting sem hægt væri að nýta með frábærum árangri fyrir ferðaþjónustuna. Sendiráðin eiga ekki síst að vera sendiráð íslenskrar ferðaþjónustu. Þau eiga að taka þátt í landkynningu Íslands og markaðsmálum ferðaþjónustunnar. Það liggur gríðarleg fjárfesting okkar í utanríkisþjónustunni &ndash; nýtum hana fyrir okkur!</p> <p align="justify">Ég dreg enga dul á að úrvalssveitin, sem starfar nú í mínu umboði að skoðun á skipulagi og fjármögnun ferðaþjónustunnar hefur meðal annars það verkefni að fara rækilega ofan í saumana á því hvaða ávinningar gætu legið í miklu nánara samstarfi ferðamálaráðuneytis við utanríkisþjónustuna, útflutningsráð og fyrirtækin í greininni sjálfri. Það þarf sterk rök til að telja mig á aðra skoðun &ndash; en einsog ég sagði, þá hlusta ég á öll rök.</p> <p align="justify">Í fjórða lagi er það hlutverk ríkisins að gera landið úr garði með þeim hætti að við getum ekki aðeins tekið með sómasamlegum hætti við þeim fjölda sem nú þegar sækir okkur heim &ndash; heldur öllum þeim ótrúlega fjölda sem vísustu menn spá að verði gestir okkar á næstu árum.</p> <p align="justify">Við þurfum í senn að byggja upp þau svæði sem þegar eru orðin að álagsstöðum, og taka ákvarðanir um hvort byggja eigi upp nýja til að dreifa álaginu. Við þurfum að stýra ferðamannastraumnum þannig að hann dreifist um landið án þess að skemma það, og þannig að hann skili ávinningi, arðsemi og uppbyggingu. Við þurfum framtíðarsýn um það hvað þarf á næstu árum að gera af opinberri hálfu til viðbótar við Gullfoss, Geysi, Dettifoss, Dynjanda, í Landmannalaugum og við Jökulsárlón svo eitthvað sé nefnt. Við þurfum framtíðarsýn um það hvernig við getum gert nýja segla úr Látrabjargi, Kárahnjúkum/Snæfelli og strand- og fiskveiðimenningunni okkar t.d. út frá þríhyrningnum Ólafsvík, Stykkishólmi, Flatey &ndash; að ógleymdum Demantshringnum með þeim einstöku möguleikum sem hann hefur upp á að bjóða.</p> <p align="justify">Þá er ótalið það stórverkefni &ndash; vissulega til langs tíma - sem er að byggja upp stærsta þjóðgarð í Evrópu, Vatnajökulsþjóðgarð, sem nýjan stórsegul í flóru íslenskrar ferðamannaþjónustu.</p> <p align="justify">Inn á við, í sjálfu ráðuneyti ferðamálanna, blasa líka við nýir möguleikar. Um leið og ferðaþjónustan hefur flust yfir til iðnaðarráðuneytisins fellur hún inn í það stuðningskerfi atvinnuþróunar og nýsköpunar, sem hefur verið þróað á síðustu misserum. Nýsköpunarmiðstöðin, með alla sína reynslu og viðskiptaþekkingu hefur reynst góð fóstra nýrra hugmynda. Hún hefur svo sannarlega á örstuttu lífsskeiði sannað getu sína og tilgang. Framtíðin á eftir að leiða það í ljós, að nábýlið við Nýsköpunarmiðstöðina verður ferðaþjónustunni mikill fengur og ávinningur. Þetta sambýli hefur þegar leitt til þess að nú er unnið að því að víkka starfsramma Tækniþróunarsjóðs þannig að ferðaþjónustufyrirtæki eigi þar aðgang að þróunar- og nýsköpunarfé til jafns við aðra sprota, en þannig hefur það því miður ekki verið. Hið sama þarf að gerast varðandi Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.</p> <p align="justify">Ferðaþjónustan hefur goldið fyrir það að vera hálfgildings olnbogabarn þegar kemur að rannsóknum, og fjárveitingum til þeirra. Þó blasir það við, að eitt af því sem þarf að stórefla eru rannsóknir í þágu greinarinnar. Hvernig eigum við að skipuleggja til framtíðar, ef við þekkjum ekki stöðuna einsog hún er í dag? Við horfum fram á gleðilegar spár um mjög mikla fjölgun ferðamanna, og sem ábyrg þjóð verðum við að vita, hvað við getum boðið landinu okkar upp á. Það gildir það sama um ferðamannastaði og jarðhitasvæðin: Við megum ekki vera of ágeng við náttúruna í nýtingu. Við nýtum jarðhitann skynsamlega af því við höfum fjárfest í rannsóknum, og það sama þurfum við að gera varðandi þanþol hálendis og viðkvæma ferðamannastaði. Sambýli greinarinnar við aðra nýsköpun á að leiða til þess að ferðaþjónustan njóti jafnræðis við aðrar greinar þegar kemur að fjármögnun rannsókna gegnum opinbera rannsóknasjóði &ndash; hvort sem þeir eru undir mínu ráðuneyti eða menntamálaráðherra.</p> <p align="justify">Fyrir ferðaþjónustufyrirtækin á landsbyggðinni mun hið sama gilda um sambýlið við Byggðastofnun innan sama ráðuneytis. Áherslan, og tillögurnar, sem Byggðastofnun gerði varðandi mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar í sumar átti sinn ósmáa þátt í því að sérstakt fjármagn var sett til ferðaþjónustu á landsbyggðinni, og í gær var úthlutað 160 milljónum til ríflega 50 frumkvöðla &ndash; eftir mjög harða samkeppni. Sömuleiðis ákvað ég að verja 100 milljónum króna af byggðafé ráðuneytisins á þessu ári til sérstakra rannsókna- og þróunarverkefna sem tengjast ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Ég segi þetta til að undirstrika að það sést þegar í verki að sambýlið við byggðamál styrkir stórlega ferðaþjónustuna á landsbyggðinni.</p> <p align="justify">Það er einfaldlega þannig að ráðuneyti með þessi þrjú járn í sama eldi &ndash; byggðamál, nýsköpun og ferðaþjónustu &ndash; er kjörin blanda fyrir eflingu allra þessara þátta. Í líffræðinni kölluðum við þetta blendingsþrótt.</p> <p align="justify">Ég verð svo að nefna Orkustofnun líka, sem er hluti af stofnunum ráðuneytisins. Það hrista margir hausinn þegar ég nefni Orkustofnun í tengslum við ferðamálin. Í dag er græna endurnýjanlega orkan að verða aðalsmerki Íslands. Þið eigið eftir að finna það á næstu árum að sú ímynd á eftir að reynast ferðaþjónustunni gríðarlega mikilvæg. Græn orka selur. Hún er byrjuð að gera það, einsog sést á ferðaþjónustufyrirtækjum sem hyggjast sérhæfa sig í vetnisbílum, vetnisdrifnum eða rafdrifnum hvalaskoðunarbátum &ndash; og hver veit nema ferðaþjónustan gæti orðið frumkvöðull í að rafvæða bátaflotann okkar og leysa hann af olíuklafanum? Það er amk. fjallgrimm vissa mín að í framtíðinni mun samvinna Ferðamálastofu og Orkustofnunar skila árangri sem menn sjá ekki í dag. Græn orka er nú þegar að styrkja ímynd Íslands gríðarlega úti í hinni víðu veröld.</p> <p align="justify">Góðir fundarmenn!</p> <p align="justify">Stjórnvöld þurfa að bregðast við sívaxandi ferðamannastraumi með skarpari stefnumótun og auknu atfylgi. Samkeppnin verður hörð um bestu ferðamennina og við ætlum að vinna þann slag. Við eigum að sækjast eftir þeim sem vilja kosta mestu til ferðanna, og höfða til þeirra sérhópa sem eru á höttunum eftir einstökum upplifunum eins og tónlistar- og menningarhátíðum, köfun, lax- og silungsveiði, sjóstangveiði, hálendisgöngum, fuglaskoðun, strandmenningu, bað- og heilsuþjónustu, jöklaferðum, norðurljósunum og hvers kyns grænni ferðamennsku. Menn koma jafnvel til Íslands til að skoða það sem okkur dreymdi öll um að sjá í æsku &ndash; blesssaðan jólasveininn!</p> <p align="justify">Það eru alls staðar sóknarfæri. Mangi bróðir fór að tala við mig um hvalaskoðun sama ár og þeir í Sea Shepherd sökktu hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn. Ég var ekki meðal trúaðra. En, ég var einsog Tómas, lagði höndina í sárið &ndash; og neyddist til að trúa. Í dag fara tugþúsundir ferðamanna í hvalaskoðun og menn eru meira að segja með hugmyndir um kafbátaútgerð til hvalaskoðunar. Er ekki sama undrið að gerast varðandi sjóstöngina? Hugsanlega á Vitafélagið og strandmenningarfólkið okkar eftir að skapa þjónustu fyrir stóran hóp áhugafólks um þau efni. Orkutengd heilsuþjónusta við Bláa Lónið, Mývatn &ndash; eða í Stykkishólmi &ndash; á örugglega eftir að auka hingað straum ferðafólks í framtíðinni sem er reiðubúið til að greiða vel fyrir það sem er dýrmætast &ndash; heilsuna. Allt er þetta með einhverjum hætti græn ferðamennska, og í henni er framtíðin, því hún verður leiðarljós æ fleiri ferðamanna í vali á áfangastöðum sínum.</p> <p align="justify">Ég reifaði áðan kynningar- og skipulagsmál greinarinnar. Nú eru að störfum tvær sveitir á vegum ríkisstjórnarinnar sem skila munu tillögum á þessu vori sem snerta aðkomu hins opinbera að landkynningarstarfi og markaðsstarfsemi. "Sérsveit" forsætisráðherra um sterkari ímynd Íslands skilar tillögum sínum innan tíðar og í maí er von á tillögum "úrvalssveitar" sem ég skipaði um fjármögnun og skipulag í ferðaþjónustu. Þegar niðurstöður "sérsveitarinnar" og "úrvalssveitarinnar" liggja fyrir mun ég hafa samráð við ferðamálaráð um næstu skref sem varða skipan markaðs- og kynningarmála ferðaþjónustunnar bæði á erlendum vettvangi og innanlands. Þar stendur hugur minn til þess að ferðamálastofa verði öflug, stefnumótandi stofnun, sem geri samninga fyrir hönd ríkisins um markaðsstarf, kynningu, uppbyggingu og rannsóknir í þágu ferðaþjónustunnar við fyrirtæki og opinbera aðila.</p> <p align="justify">Ferðaþjónustan er atvinnugrein, sem sannarlega er á uppleið, og geislar af sjálfstrausti. Þó hún sé búin að slíta barnsskónum er hún enn full af krafti og því sem ég leyfi mér að kalla frumkvöðulsþrótt. Ég hlakka til að eiga við ykkur samskipti á komandi misserum, og árum.</p> <p align="justify">Ég vil að lokum þakka Samtökum ferðaþjónustunnar fyrir ákaflega gott samstarf á þeim örfáu mánuðum sem ég hef verið ráðherra málaflokksins, og ég vil líka þakka hér sérsaklega fyrir ötult starf samtakanna að gæða- og starfsmenntamálum greinarinnar. Það sýnir framsýni forystu ykkar.</p> <p align="justify">Megi ykkur svo ganga allt í haginn með aðalfund SAF og starfið framundan &ndash; og ég vona ég sjái sem flest ykkar í kvöld.</p> <br /> <br />

2008-03-31 00:00:0031. mars 2008Nýja atvinnulífið og möguleikar Suðurnesja

<p><a href="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/Acrobat/Sudurnes-2008.ppt">Glærusýning</a><br /> <br /> </p>

2008-03-13 00:00:0013. mars 2008Ársfundur Orkustofnunar 2008

<p align="justify">Fundarstjóri, orkumálastjóri og góðir ársfundargestir!</p> <p align="justify">Mér er ofarlega í huga dvöl mín í Washington í síðustu viku. Það var eins og tímatalinu hefði verið snúið þrjátíu ár aftur í tímann. Skyndilega eru bókstaflega allir farnir að tala á nýjan leik um endurnýjanlega orkugjafa. Jafnvel Bush Bandaríkjaforseti sagði í innblásinni ræðu sem við orkumálastjóri heyrðum og sáum hann flytja á WIREC ráðstefnunni þar í bæ: Við verðum að losa okkur við olíuna! Hingað til hefur því verið haldið fram að otarar olíuiðnaðurins hvísluðu í bæði eyru Bandaríkjaforseta en nú leggur hann ofuráherslu á orkusjálfstæði og baráttu gegn hlýnun loftslagsins af völdum gróðurhúsalofttegunda.</p> <p align="justify">Fyrir þrjátíu árum var öldungadeildarþingmaðurinn og Íslandsvinurinn Tom Harkin frá Iowa ungur þingmaður í fulltrúadeildinni. Hann lýsti því fyrir mér fjálglega hve upprifnir þeir voru í þinginu yfir öllum þeim möguleikum sem virtust á því að losna við olíuna á þeim tíma. Bandaríkjaþing ákvað að veita stórum fjárhæðum til rannsókna og þróunar á endurnýjanlegum orkugjöfum og hafist var handa í háskólum, rannsóknarstofnunum og á vegum fyrirtækja við að leggja drög að stórnýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Það var verið að tala um alla sömu möguleikana þá og nú: sólarorku, vindorku, lífeldsneyti, sjávarfallaorku, jarðhita o.s.frv.</p> <p align="justify">En hvað gerðist? Eftir olíukreppuna 1973 lækkaði olían fljótlega aftur í verði og upp úr 1980 var botninn dottinn úr sókn í átt til endurnýjanlegra orkugjafa. Fjárstraumar til rannsókna og þróunar þornuðu upp og áhugi stjórnmálamanna beindist að öðrum hlutum.</p> <p align="justify">Bandarískir stjórnmnálamenn iðrast nú sárum þessarar skammsýni. Afleiðing hennar er sú að heimurinn stendur frammi fyrir risaverkefnum í orku- og loftslagsmálum án þess að vera tilbúinn með tækni, rannsóknir og þróunarverkefni til þess að geta tekist á við þau.</p> <p align="justify">Raforkan er lykillinn að framþróun og velsæld í heiminum. Indland og Kína þurfa t.d. 100 GW af nýjum raforkuverum á ári næstu áratugina á braut sinni til velsældar. Það þýðir ein Kárhnjúkavirkjun á um það bil þriggja daga fresti. Hættan er sú að mest af heimsþörfinni verði mætt með gamalli tækni og svo gæti farið að 85% raforkunnar verði framleitt með jarðefnaeldsneyti að óbreyttu.</p> <p align="justify">Þegar olífatið slær upp í 107 dollara, loftslagsvandinn fer vaxandi og Afríku blæðir vegna orkuskorts þá er m. a. litið til okkar Íslendinga sem höfum ekki fylgt heiminum heldur rutt nýjar brautir í raforkuvinnslu með jarðvarma og vatnsorku frá því að olíukreppan hófst á áttunda áratug síðustu aldar. Ég hef bjargfasta trú á því að okkar bíði stórt hlutverk í virkjun jarðorku og vatnsorku víða um heim á næstu áratugu</p> <p align="justify">Bandaríkjastjórn hefur nú áhuga á því að efna til sérstaks samstarfs við okkur Íslendinga og nokkrar aðrar þjóðir um rannsóknar og þróunarverkefni sem miða að því að búa í haginn fyrir stórnýtingu á jarðvarma. Vandinn er nefnilega sá að í fyrirsjáanlegri framtíð munu endurnýjanlegir orkugjafar af öllu tagi aðeins svara litlum hluta af orkuþörfinni. Kapphlaupið um að koma einhverjum hinna mögulegu grænu orkugjafa í stórnýtingu er hafið.</p> <p align="justify">Þá er einnig áhugi á því að efna til samstarfs milli eyríkja á flekaskilum sem nú eru að setja sér háleit markmið um orkusjálfstæði og 70-90 % græna orku í orkukerfum sínum. Þarna gætu Ísland, Nýja Sjáland og Hawai gegnt forystuhlutverki. Við fundum í Washington í síðustu viku fyrir einlægum vilja Bandaríkjastjórnar til þess að vinna hratt að þessum verkefnum með Íslendingum. Hér er um það að ræða að fá fyrirtæki, stofnanir og stjórnmálamenn til þess að koma hlutum í verk - en ekki aðeins á pappír.</p> <p align="justify">Orkumálastjóra hefur verið falið að þróa þessi mál áfram ásamt bandaríska orkumálaráðuneytinu og undirbúa ráðstefnu sem haldin verður í Keflavík í júní, þar sem hugsanlega verður gengið frá samningum með þátttöku meðal annarra Ástrala og Nýsjálendinga.</p> <p align="justify">Þetta leiðir hugann að framtíðarhlutverki Orkustofnunar sem ég tel að verði æ mikilvægara. Hún þarf að taka fullan þátt í ýmsum nýsköpunar- og þróunarverkefnum á sviði orkumála m.a. í samvinnu við stofnanir og fyrirtæki í öðrum ríkjum. Það er ljóst að eigi að takast að leysa úr orkuþörf heimsins með ábyrgum hætti kallar það á stóraukið samstarf þjóða, stofnana og fyrirtækja. Ég sé fyrir mér að Orkustofnun gegni lykilhlutverki í að skipuleggja og samræma slíkt alþjóðasamstarf af okkar hálfu.</p> <p align="justify">Orkustofnun þarf ef til vill að geta tekið þátt í samstarfi við erlenda aðila með beinni hætti en tíðkast hefur. Því þarf að huga að fjármögnun stofnunarinnar í ljósi breytinga á umhverfinu. Væri t.d. hægt að gera það með því að beina fjármögnun meira í gegn um Orkusjóð? Gæfist þá betra færi á að taka þátt í erlendum rannsóknarverkefnum jafnvel með mótframlagi annarra ríkja og fyrirtækja?</p> <div style="margin-left: 4em"> <p align="justify">Við höfum að undanförnu unnið að tillögum um eflingu á starfsemi</p> </div> <p align="justify">Orkusjóðs. Á árum áður skipaði hann stóran sess í framkvæmdum í orkumálum þjóðarinnar, en umsvif hans hafa farið minnkandi á undanförnum árum. Orkusjóður er hins vegar mikilvægt tæki fyrir stjórnvöld til að koma í framkvæmd og styðja við ýmis verkefni í orkumálum.</p> <p align="justify">Þið hafið nú fengið það veigamikla hlutverk að undirbúa olíuleit á Drekasvæðinu svonenda. Fyrstu leitarleyfin verði boðin út innan árs. Þetta er gríðamikið verkefni sem mun reyna mjög á getu starfsfólks. Og fari svo að Íslendingar verði olíuþjóð eftir tíu til tólf ár er það mín spá að þá verði heimurinn að miklu leyti hættur að brenna olíu en farinn að nýta þetta verðmæta hráefni í hverskyns stoðefni, flíkur og fasta hluti. Hlæið ekki að því: Var ekki Virgin Atlantic flugfélagið nýlega að senda Boeing 747 risavél milli London og Amsterdam sem knúin var að hluta með kókoshnetum og brasilískum babassu hnetum? Það er orka í miklu fleiri hlutum en olíu.</p> <p align="justify">En í sambandi við olíuna þá má til gamans geta þess að orkumálastjóri Færeyja (sem flytur erindi hér í dag) er nú kominn með skrifstofu í Orkustofnun og ég fagna því. Guðni orkumálastjóri ætti e.t.v að huga að útibúi í Færeyjum ekki síst nú þegar við þurfum að læra fjölmargt af Færeyingum á sviði olíumála.</p> <p align="justify">Að allt öðru: Við þurfum senn að setja okkur heildstæða orkustefnu. Grundvöllur hennar er rammaáætlun þar sem við ákvörðun hvað við ætlum að nýta og hvað við ætlum að vernda. Þá loks getum við sett upp áætlun um nýtingu og til hvers við viljum nýta takmarkaðar orkuauðlindir. Hluti þeirra stefnu verður jafnframt að þróa nýja og græna orkugjafa í samgöngum. Eignarhald orkuauðlindanna sbr nýlegt frumvarp skiptir líka miklu þegar slík stefna er mótuð. Það er ekki alltaf nóg að líta einungis á hagræna mælikvarða, aðrir mælikvarðar skipta líka máli; svo sem samfélagsviðhorf, byggðasjónarmið og orkuöryggi</p> <p align="justify">Í lokin þetta: Orkustofnun hefur á undanförnum árum gengið í gegnum miklar breytingar. Stofnunin hefur verið skilgreind sem stjórnsýslu- og fagstofnun á sviði auðlinda- og orkumála og þær einingar sem annast rannsóknir á orkulindum landsins aðskildar frá henni. Með þessum breytingum var komið í veg fyrir mögulega hagsmunaárekstra og sköpuð skilyrði fyrir nútímalegri stjórnsýslu á sviði auðlinda- og orkumála.</p> <p align="justify">Við stefnum ótrauð á það í iðnaðarráðuneytinu að færa verkefni til undirstofnana. Ykkur hafa verið falin aukin stjórnsýsluverkefni tengd raforkumálum, niðurgreiðslum á húshitun og olíuleit. Við höfum í undirbúningi að færa allar leyfisveitingar frá ráðuneytinu til ykkar hjá Orkustofnun. Með þeim hætti er meðal annars skapað rúm fyrir málskot til æðra stjórnvalds.</p> <p align="justify">Samhliða þessu er unnið að því að færa framkvæmd laga um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar alfarið til ykkar hjá Orkustofnun. Þessu er m.a. ætlað að stuðla að bættri stjórnsýslu og hagræðingu.</p> <p align="justify">Ég vil svo að síðustu nefna að ég teldi ávinning af meiri samvinnu við aðrar undirstofnanir ráðuneytisins og þar á ég aðallega við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en einnig Ferðamálastofu og Byggðastofnun. Ég tel snertifletina geta verið fleiri og frjórri en margir gera sér grein fyrir við fyrstu sýn.</p> <p align="justify">Ég hlakka til samstarfs við ykkur hjá Orkustofnun á komandi árum og óska ykkur alls hins besta með ársfundinn!</p> <br /> <br />

2008-03-10 00:00:0010. mars 2008WIREC 2008

<span lang="en"></span> <p><span>Ladies and gentlemen!</span></p> <p><span>It is a pleasure to talk to such a distinguished audience on energy of the future.</span></p> <p><span>I come from Iceland , one of the smallest nations of the world. It used to be the poor kid of Europe . Yet, today we are among the nations that enjoy the highest income per capita. This year we topped for the first time the Human Index List of the United Nations.</span></p> <p><span>The success story of Iceland reflects our success in using our natural resources to produce almost all the energy we need.</span></p> <p><span>Iceland</span> <span>is the land of the Sagas and we love to tell stories. Let me tell you a Cinderella story:</span></p> <p><span>At the end of World War Two Iceland was as dependent on imported oil as any other western country.</span></p> <p><span>However, in the middle of last century &ndash; in the absence of private energy companies and private money at the time &ndash; the government decided to invest heavily in two things: Research and the development of renewable energy and energy infrastructure. In the lifetime of only one generation we transformed ourselves from being largely an oil-dependent economy to being able to meet about 80% of all our energy needs by clean, green energy.</span></p> <p><span>Today, virtually all electricity in Iceland &ndash; 99,95 % to be precise - is produced from from green and renewable hydro- and geothermal power. We also use those resources &ndash; mostly the geothermal - to cover about 98% of our space heating requirements. Only about 20% of our energy needs are met by imported energy, mostly in the form of oil and petrol, for the fishing fleet and the transport sector.</span></p> <p><span>We are currently engaged in using our abundance of cheap and green electricity to develop unconventional methods to power our fleet and transport, such as synthetic fuel, hydrogen as well as the direct use of electricity.</span></p> <p><span>In 1973 the world saw the first major repercussions of fossile-fuel insecurity when an oil crisis threatened the financial stability of the indurstrial countries.</span></p> <p><span>This spurred a wave of investments in research on alternative energy in the Western world. All sorts of wonderful research on future-looking techniques, such as solar and tidal power, were instigated.</span></p> <p><span>It was the same in Iceland . The oil crisis led to new investments in the use of geothermics to produce electricity. When Armstrong walked on the moon we built our first geothermal unit that produced electricity. We never looked back &ndash; but they stopped going to the moon.</span></p> <p><span>When the oil crisis receded, money for research on alternative energy dried up in the West. The world was weaned by cheap oil back to its old habits of fossile-fuels, hence the emission and energy problems of today.</span></p> <p><span>This betrayal of progressive energy research &ndash; created by the big oil interests - produced stagnation in terms of alternative energy. Just look at two facts: Since the oil crisis of the Eighties we have enjoyed no less than nine technical revolutions in fields such as medicine. In the field of energy, however, we have seen evolution not by mutation &ndash; not by revolutions &ndash; but by very small steps. Today, the world is basically using the same old technology as before the crisis of the Eighties.</span></p> <p><span>Some day, we shall find the silver bullit. We haven´t yet. In this century, we will take increasing steps in the right direction with a portfolio of new technologies, such as biofuels, solar power, wave power &ndash; and geothermal -<span> </span> and in a technology that is already proven &ndash; but underused as yet - hydropower.</span></p> <p><span>In my view hydro- and geothermal power are unsung and overlooked as important methods to satisfy &ndash; with little or no emission &ndash; quite a sizeable part of our energy needs.</span></p> <ul> <li><span>It is possible to triple the production of hydro-electricity in the world. The technology is proven, efficient, doesn´t need much research, it is available, and it is one of the cheapest ways of producing electricity.</span></li> <li><span>Just look at Africa . It is a continent bled by energy poverty. Lack of energy is one of the main reason for its lack of progress. Yet, only 7 % of the hydropower potential is used.</span></li> </ul> <p><span>Let´s turn back to geothermal. Very few realize, that in some parts of the world there is a huge geothermal potential, that with investments and new technology &ndash; being developed as we speak - could be of immense value.</span></p> <p><span>You might well ask: Isn´t this guy from Iceland - a volcanic island? Has geothermal power anything to do with the rest of the world?<span> </span></span></p> <p><span>The answer is a firm yes.</span></p> <p><span>In at least 140 countries geothermal energy is to be found in some form or other. The problem is, this potential source of clean renewable power hasn´t been detected on the radar of most of the big nations or the international organisations of the world.</span></p> <p><span>So, loud and clear my message is: Let´s not forget the tried and tested renewable technoglogies we already have. Hydro &ndash; and geothermal power.</span></p> <p><span>Now, allow me to mention a few research projects with a long term potential &ndash; that are derived from the Icelandic geothermal experience.</span></p> <p><span>First, deep drilling. The conventional method to produce geothermal power is to drill holes of 2-3 km depth into the ground. However, we are experimenting with deep-drilling down to 4-5 kilometers depth, close to the magmatic intrusions, where scientists literally try to capture the energy in molten lava deep in the earths crust. The water at this depth is under a huge pressure at a very high temperature, and thus much more powerful. This could enhance the yield from each borehole 5-10 times as compared to the traditional boreholes, and the power from whole fields up to four times.</span></p> <p><span>This is one of the future developments of geothermal power. Deep drilling could have dramatic results in at least some countries. The potential in Indonesia could be 120 000 MW instead of 30 000 MW. Deep drilling could in theory transform East-Africa, and also be of great importance in the USA</span></p> <p><span>Secondly, the black smoke. There is a huge unused geothermal potential on the sea-floor. On camera the geysers erupting on the boundaries of submerged tectonic plates look like a black smoke. We haven´t even started looking at the possibilites of using black smokes. However, under the seabed the distance you have to drill is shorter, as the groundwater is closer to the surface of the crust. Only in our memory, people said it wouldn´t be possible to extract oil from the sea-floor. Now it is done at the depth of one kilometer in extreme weather condition. If it is possible for oil &ndash; why not for steam? Of course it is possible, but we have to explore and research these possibilities.</span></p> <p><span>Thirdly, low temperature.We must develop better technology to utilize geothermic potential at low temperature. We already have techniques such as the ORC and the kalina techniques that enable us to produce electricity from water below 100 centigrades. We have to sharpen them, and find ways to produce power at even lower temperature. We have to find ways for non-conventional use of low-temperature geothermal energy &ndash; not only for production of energy and heat in the sub-arctic and temperate climates but also for cooling in the tropical climates. Icelandic scientists are already experimenting with the latter in the Persian Gulf.</span></p> <p><span>From my point of view, one of the most exciting news from this conference is in a booklet, distributed by the USA to the delegates, stating that in Chena, Alaska, the Alaskans have produced 400 kw from a source only 72,4 centigrades. This has strong indications for the future. There are vast resources, particularly in sedimentary basins, that cover almost 20 % of all dry land areas. In this context I mention that depleted oil fields are particulaly suitable candidates for such production, as there we have all the necessary geological information, even re-usable wells, and today we have 50 thousand oil sites in the world. Sooner or later they will all be depleted.</span></p> <p><span>The potential all over the world in low-temperature areas is simply vast &ndash; and mustn´t be wasted.</span></p> <p><span>Thank you for your attention.</span></p> <p><span> </span></p> <br /> <br />

2008-03-07 00:00:0007. mars 2008Iðnþing 2008

<p><span>Ágætu Iðnþingsgestir,</span></p> <p><span>Yfirskrift þessa Iðnþings er: "Mótum eigin framtíð."</span></p> <p><span>Ég veit vel, að vextirnir eru alltof háir, gengið of óstöðugt, og Evrópusambandið kanski í dapurlegri fjarlægð.</span></p> <p><span>Fyrir iðnaðinn eru samt góðar fréttir af framtíðinni!</span></p> <p><span>Ísland er allt í einu farið að þokast inn á radar alþjóðlegra hátæknifyrirtækja, sem vilja eignast sameiginlegar hosur með okkur og gera þær grænar.</span></p> <p><span>Er það meiri en áhugi? Sannarlega.</span></p> <p><span>Hlutirnir eru byrjaðir að gerast.</span></p> <p><span>Sjáum Becromal.</span></p> <p><span>Á síðasta sumri tókust samningar um nýtt hátæknifyrirtæki á Íslandi. Hið norður-ítalska Becromal í samvinnu við sunnlenska fjárfesta rak tjaldhæla sína í jörðu við hliðina á gömlu Krossanesverksmiðjunni á Akureyri.</span></p> <p><span>Skoðum Verne.</span></p> <p><span>Um leið og ríkisstjórnin tók af skarið um lagningu nýs sæstrengs, hvenær hann skyldi lagður og hvert hann skyldi liggja, þá opnaðist um leið farvegur fyrir nýja atvinnugrein á Íslandi, nýja tegund fyrirtækja,</span> <span>gagnaver.</span></p> <p><span>Ég get trúað ykkur fyrir því að ýmsir kollegar mínir á hinu háa Alþingi</span> <span>&ndash;</span> <span>sumir í þessum sal sem þið sitjið í núna</span> <span>&ndash;</span> <span>gerðu góðlátlegt grín að því í þinginu þegar nýir ráðherrar töluðu af bjartsýni um möguleika Íslands til að verða heitur reitur alþjóðlegra gagnavera, selja íslenska kuldann, og grænu íslensku orkuna</span> <span>&ndash;</span> <span>meira að segja á hærra verði en hingað til!</span></p> <p><span>Í síðustu viku var tilkynnt um fyrsta íslenska gagnaverið. Það verður líklega ekki hið síðasta. Einn af fjárfestunum, ættaður af slóðum vestfirsku lúðuveiðaranna í Boston, sagði að á næsta áratug gætu Íslendingar búist við "bylgju" af slíkum fyrirtækjum. Í sama streng tók yfirmaður tækniþróunardeildar IBM, sem ræddi við ýmsa ráðherra í síðasta mánuði, og sagði að sitt starf um þessar mundir væri aðallega að velja staði undir ný gagnaver.</span></p> <p><span>Mér þótti líka eftirtektarvert, að sá sem harðast gagnrýndi ákvörðun ríkisstjórnarinnar um legu sæstrengsins, tók svo til orða í Viðskiptablaðinu fyrir 3 vikum, að gera mætti ráð fyrir eftirspurn í þeim mæli, að innan fimm ára þyrfti hugsanlega að leggja nýjan sæstreng. Ef þess þarf til að greiða fyrir nýjum fyrirtækjum hingað til lands, þá mun ríkisstjórnin gera það.</span></p> <p><span>Sjálfum finnst mér það táknrænt að í Krossanesi, þar sem smávöxnum fiski var áður breytt í lýsi og mjöl breyta menn nú áli í aflþynnur sem á að nota í sólarrafhlöður.</span></p> <p><span>Jafntáknrænt fannst mér, að stofnun fyrsta gagnaversins, Verne, var tilkynnt þar sem áður var gamla Fiskifélagið.</span></p> <p><span>Við hlið gömlu, traustu greinanna hasla nýjar sér völl.</span></p> <p><span>Í þessu speglast samspil fortíðar og framtíðar í nýja atvinnulífinu. Í þessu speglast líka einbeittur vilji þessarar ríkisstjórnar til að greiða nýjum alþjóðlegum hátækniiðnaði leið inn í íslenskt atvinnulíf.</span></p> <ul> <li><span>Þessvegna hefur hún lýst því yfir að það sé til þess ætlast að íslensk orkufyrirtæki bindi ekki allt sitt svigrúm í álverum og hefðbundinni stóriðju</span> <span>&ndash;</span> <span>heldur hafi jafnan til reiðu orku handa nýjum, orkufrekum og mengunarlausum hátækniiðnaði. Það er að gerast.</span></li> <li><span>Þessvegna hefur hún ákveðið að lækka skatta á fyrirtæki úr 18-15%. Það er að gerast.</span></li> <li><span>Þessvegna hefur hún ákveðið að tvöfalda stuðnng við sprotaumhverfið á kjörtímabilinu. Það er að gerast.</span></li> <li><span>Þessvegna hefur hún til skoðunar sérstakt frumkvöðlanám á háskólastigi hér á landi, til að auðvelda þeim ferðalagið sem vilja þróa viðskiptahugmynd í kringum sprota.</span></li> </ul> <p><span>Það er samt ekki nóg. Góður veiðimaður þekkir, að það þarf rétta flugu á réttum tíma til að veiða harðskeyttan urriða. Ef Íslendingar ætla að verða samkeppnisfærir um hátæknifyrirtæki þurfum við að vera reiðubúin til þess að kosta nokkru til.</span></p> <p><span>Landfræðileg&nbsp;lega gerir að verkum, að það kostar meira&nbsp;fyrir erlend hátæknifyrirtæki að byggja sig upp hér, en í ýmsum öðrum löndum.</span></p> <p><span>Auðvitað bjóðum við upp á sérstöðu einsog umhverfisvæna, græna orku, hagstætt skattaumhverfi og menntaðan mannafla. Við þurfum samt, líkt og önnur lönd</span> <span>&ndash;</span> <span>og líkt og Evrópusambandið heimilar - að vera reiðubúin til að koma í einhverjum mæli til móts við landafræðina.</span></p> <p><span>Það verður hins vegar að gera með almennum hætti, þar sem jafnræði ríkir.</span></p> <p><span>Ríkisstjórnin hefur nú sett af stað vinnu til að skoða hvað önnur lönd gera í þessum efnum, og hvað Íslendingar þurfa að gera til að verða samkeppnishæfir utan þéttbýlisins eigi að takast að&nbsp;fá meira en hefðbundinn stóriðnað á landsbyggðina.</span></p> <p><span>Það eru ákveðnir möguleikar fyrir hendi</span> <span>&ndash;</span> <span>en við þurfum að markaðssetja þá rétt.</span></p> <p><span>Við gætum t.d. þurft að gera snarpt menntunar- og starfsþjálfunarátak í vissum greinum til þess að geta boðið ný&nbsp; og græn fyrirtæki velkomin.</span></p> <p><span>Lítum okkur nær: Iðnaðarráðuneytið og Samtök iðnaðarins hafa verið að þoka áfram ýmsum verkefnum og ég held að við getum með sanni sagt að okkur hafi miðað áleiðis:</span></p> <ul> <li><span>Stuðningskerfi atvinnuþróunar og nýsköpunar er orðið nokkuð heildstætt.</span></li> <li><span>Með Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur orðið til ný framtíðarsýn og nýjar áherslur.</span></li> <li><span>Við höfum lagt áherslu á eflingu samkeppnissjóðanna, ekki síst Tækniþróunarsjóðs, og einsog ég sagði þá verða framlög til hans tvöfölduð á kjörtímabilinu.&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></li> <li><span>Við höfum beitt okkur fyrir aukinni þátttöku atvinnulífsins í mótun stefnu Vísinda- og tækniráðs.</span></li> <li><span>Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins starfar nú með auknum þrótti.</span></li> </ul> <p><span>En betur má ef duga skal! Við þurfum &nbsp;að leggjast fastar á árar á nokkrum sviðum:</span></p> <ul> <li><span><strong>Í fyrsta lagi</strong> vil ég að sú gjá sem er í fjármögnun nýsköpunar- og sprotaverkefna á milli Tækniþróunarsjóðs og Nýsköpunarsjóðs verði brúuð.&nbsp; Forustumenn beggja sjóðanna hafa lýst áhuga á að sú brú verði byggð frá báðum endum.</span></li> <li><span><strong>Í öðru lagi</strong> er einn og hálfur milljarður króna eyrnamerktur Nýsköpunarsjóði í samlagssjóð með öðrum fjárfestum. Þar hafa eftirlitsstofnanir með óvæntum hætti lagt stein í götuna. Atvinnulífið verður nú að taka á með með okkur til þess að sú góða hugmynd verði að veruleika í nýjum búningi.</span></li> <li><span><strong>Í þriðja lagi</strong> felast nýir möguleikar í því að ferðaþjónustan er nú komin í umhverfi iðnþróunarmála. Til er orðin vel samstæð heild verkefna undir iðnaðarráðuneytinu sem getur sótt styrk hvers til annars. Það tækifæri þurfum við að nýta.</span></li> </ul> <p><span>Í yfirskrift þingsins :&nbsp;</span> <span>&ldquo;</span><span>Mótum eigin framtíð</span><span>&rdquo;</span><span>&nbsp;&nbsp; er sérstaklega vísað til þess hvernig Ísland kunni að tengjast þróun Evrópusambandsins á komandi árum.&nbsp;</span></p> <p><span>Það er auðvitað öllum ljóst að innganga í ESB er ekki á dagskrá hjá núverandi ríkisstjórn.&nbsp; Það breytir&nbsp;ekki þeirri skoðun minni að ávinningur af fullri þátttöku muni auka velmegun í landinu, t.d. með stöðugra gengi, lækkun viðskiptakostnaðar, lægri tollum og almennt lægra vöruverði. &nbsp;</span></p> <p><span>Í þessu efni má ekki kredda heldur blákalt hagsmunamat ráða. Ég trúi því að þekking landsmanna á þessum möguleikum fari vaxandi og að á komandi árum verði auðveldara en fyrr að skýra og ná fram sérhagsmunum okkar gagnvart Evrópusambandinu.&nbsp; Það er því óhjákvæmilegt að málefni&nbsp;þess verði snar þáttur í mótun framtíðar okkar Íslendinga.</span></p> <p><span>Megi ykkur ganga vel að móta eigin framtíð á Iðnþingi 2008!</span></p> <br /> <br /> <div> &nbsp; </div> <br /> <br />

2008-02-28 00:00:0028. febrúar 2008Framsöguræða iðnaðarráðherra á Alþingi

<p align="left"><span>Herra forseti.</span></p> <p><span>Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um breytingu á nokkrum lögum á auðlinda- og orkusviði, þskj. nr. 688.</span></p> <p><span>Efni frumvarpsins má skipta í fjóra þætti.</span></p> <ul> <li><span>Í fyrsta lagi er lagt til að kveðið verði á um í lögum að opinberum aðilum sé að meginstefnu til óheimilt að framselja varanlega vatns- og jarðhitaréttindi.</span></li> <li><span>Í öðru lagi er lagt til að samkeppnis- og sérleyfisþættir í rekstri orkufyrirtækja verði almennt reknir í aðskildum félögum.</span></li> <li><span>Í þriðja lagi er lagt til að kveðið verði á um að sérleyfisstarfsemi orkufyrirtækjanna verði í höndum fyrirtækja sem eru a.m.k. að 2/3 hlutum í eigu opinberra aðila.</span></li> <li><span>Loks er í <span></span>fjórða lagi lagt til að felld verði brott ýmis eldri lög á sviði orkumála sem ekki hafa lengur sjálfstætt gildi.</span></li> </ul> <p><span>&nbsp;<br /> </span><span>Frumvarpið er í formi bandorms þar sem lagðar eru til breytingar á gildandi lögum á sviði auðlinda- og orkumála sem fjalla um vatns- og jarðhitaréttinda og almennt rekstrarumhverfi orkufyrirtækja. Þau gildandi lög sem um ræðir á sviði auðlindamála eru vatnalög, nr. 15/1923, sem ná til yfirborðsvatns, og lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998, sem ná til grunnvatns og jarðhita. Breyta þarf ákvæðum beggja laga svo breytingarnar nái til vatns- og jarðhitaréttinda. Auk þessa hefur Alþingi samþykkt vatnalög, nr. 20/2006, sem öðlast gildi 1. nóvember 2008. Fyrir gildistöku laganna mun nefnd, sem ætlað er að skoða samræmi nýrra vatnalaga við önnur þau lagaákvæði íslensks réttar sem vatn og vatnsréttindi varða, skila tillögum sínum. Í ljósi þröngra tímamarka er lagt til að sambærilegar breytingar verði gerðar á ákvæðum þessara laga. Þá eru lagðar til breytingar á tvennum lögum á orkusviði, annars vegar orkulögum, nr. 58/1967, og hins vegar raforkulögum, nr. 65/2003.</span></p> <p><span>Áður en ég geri nánari grein fyrir efni frumvarpsins vil ég fara nokkrum almennum orðum um aðdraganda þess. Það hafa verið mikil umbrot í orkumálum á síðasta ári, en þau tengdust m.a. sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja og vilja orkufyrirtækjanna til þátttöku í útrásarverkefnum. Í kjölfar þessa spannst mikil umræða um hvernig best sé að skipa umhverfi orkumála með það fyrir augum að setja skýrari reglur, m.a. um eignarhald á auðlindum, skýr mörk samkeppnis- og sérleyfisþátta og skýrar tryggingar fyrir óskoruðum forgangi borgaranna að nauðþurftum einsog vatni og orku.</span></p> <p><span>Það er engum vafa undirorpið að skynsamleg nýting orkuauðlindanna hefur mikla efnahagslega þýðingu fyrir Ísland. Raforkukerfi landsins er ekki tengt orkukerfum annarra landa og því þarf að langmestu leyti að byggja á nýtingu innlendra orkugjafa fyrir almenna raforkunotendur og fyrirtækin í landinu.</span></p> <p><span>Verðmæti og mikilvægi hreinna orkugjafa er stöðugt að aukast, ekki síst vegna lykilhlutverks þeirra í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland er í sérstöðu hvað varðar hátt hlutfall endurnýjanlegra orkulinda í orkuframleiðslu. Nýting þessara auðlinda hefur verið að tilstuðlan opinberra aðila og byggst hafa upp öflug fyrirtæki sem búa yfir mikilli þekkingu. Miklir þjóðhagslegir og samfélagslegir hagsmunir tengjast eignarhaldi og nýtingu orkuauðlinda landsins. Með skírskotun til þessa er eðlilegt að eignarhald á þessum auðlindum verði að mestu leyti áfram á hendi hins opinbera, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, enda tryggir það jafnræði til aðgangs að auðlindunum þegar til lengri tíma er litið.</span></p> <p><span>Flest orkufyrirtæki landsins stunda bæði samkeppnisstarfsemi og starfsemi sem háð er sérleyfum. Fyrirtækjunum hefur frá gildistöku raforkulaga einungis verið skylt að halda þessum rekstri aðgreindum í bókhaldi. Þetta fyrirkomulag og breytingar á starfsemi orkufyrirtækjanna hafa leitt til áleitinna spurninga um það hvort rétt sé að blanda saman rekstri sem byggir á sérleyfum og samkeppnisrekstri.</span></p> <p><span>Starfsemi dreifi- og hitaveitna gegnir mjög mikilvægu hlutverki varðandi skilyrði til búsetu og atvinnustarfsemi í landinu öllu. Ísland er fámennt og strjálbýlt, auk þess sem tenging þess við raforkukerfi annarra landa er efnahagslega útilokuð í fyrirsjáanlegri framtíð. Íslendingar líta á dreifikerfi raforku og hitaveitna meðal mikilvægustu innviða þjóðfélagsins. Því er mikilvægt að áfram verði tryggt opinbert eignarhald á þessari starfsemi.</span></p> <p><span>Þessi mál eru hins vegar vandmeðfarin því ýmis þau réttindi sem hér um ræðir eru grundvallarréttindi sem varin eru af stjórnarskrá. Eins og rakið er í athugasemdum frumvarpsins var leitað ráðgjafar Eiríks Tómassonar, prófessors um þetta atriði.</span> <span><span>&nbsp;</span>Ákvæði þess fela að hans dómi í sér almenna takmörkun eignarréttar að meginstefnu, en ekki eignarnám. Slíka almenna takmörkun á eignarrétti verða þeir, sem fyrir henni verða, almennt að þola bótalaust.</span> <span>Í álitsgerðinni er einnig tekið sérstaklega til skoðunar, hvort það samrýmist fyrirmælum 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar að leggja bann við framsali sveitarfélaga á eignarréttindum í eigu þeirra sjálfra ellegar stofnana eða fyrirtækja þeirra. Um þetta segir m.a. <span>að telja verði að þegar sveitarfélög eiga í hlut geti löggjafinn gengið lengra í þá átt en ella að setja skorður við eignarrétti, enda sé það gert með almennum hætti og fulls jafnræðis gætt gagnvart sveitarfélögunum. Eins og fram kemur í athugasemdum með fyrirliggjandi frumvarpi, er tilgangur takmörkunar á eignarráðum sveitarfélaga sá að tryggja til frambúðar aðgang íbúa sveitarfélaga og landsmanna allra að auðlindum í formi heits og kalds vatns og raforku. Hér er um að ræða takmarkaðar auðlindir sem allir þurfa að hafa aðgang að í nútímaþjóðfélagi eigi frumþörfum borgaranna að vera sinnt. Svo <span>&nbsp;</span>sem rakið hefur verið að framan hefur löggjafinn af þessum sökum um langa hríð haft meiri eða minni afskipti af meðferð og ráðstöfun sveitarfélaganna á auðlindum af þessum toga. Í ljósi tilgangs takmarkana á eignarráðum, eðlis auðlindanna og afskipta löggjafans um langa hríð af meðferð og ráðstöfun sveitarfélaga á auðlindum <span>&nbsp;</span>er það álit Eiríks að slík takmörkun brjóti ekki gegn ákvæðum stjórnarskrár þannig að það baki ríkinu bótaskyldu. Í þeirri niðrustöðu miðar hann við að takmörkunin feli aðeins í sér bann við að ráðstafa beinum eignarrétti að tilteknum auðlindum í eigu sveitarfélaganna á varanlegan hátt, án þess að þau séu svipt rétti til þess að leyfa afnot af auðlindunum til takmarkaðs tíma,</span></span></p> <p><span>Í upphaflegum frumvarpsdrögum var gert ráð fyrir að bann við varanlegu framsali næði til allra orkufyrirtækja í</span> <span>meirihluta eigu opinberra aðila. Í álitsgerðinni er því fjallað um það hvernig fyrirhuguð skerðing víkur að einkaaðilum. Þar kemur fram að þ<span>egar litið er til sjónarmiðs um jafnræði og þeirrar staðreyndar að fyrirhuguð takmörkun á eignarrétti myndi væntanlega bitna einungis á einum einkaaðila í raun, leiki umtalsverður vafi á því hvort að það samrýmist ákvæðum stjórnarskrár að láta takmörkunina taka til fyrirtækja í meiri hluta eigu hins opinbera.</span> Í ljósi þessa er í frumvarpinu lagt til að takmarkanir á heimildum til framsals umræddra eignarréttinda verði einungis látnar ná til fyrirtækja sem alfarið eru í eigu ríkis og/eða sveitarfélaga.</span></p> <p><span>Ég hef í vetur í ræðu og riti viðrað þau sjónarmið sem fram koma í frumvarpinu. Ég hef ekki orðið var við andstöðu sveitarstjórna eða orkufyrirtækja við þau sjónarmið. Bæði sveitarstjórnarmenn í Reykjavík og sveitarfélögum suður með sjó hafa lýst áþekkum sjónarmiðum. Svipuð viðhorf hafa komið fram hjá öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi.</span></p> <p><span>Það er mat mitt að það sé víðtæk skoðun almennings í landinu að tryggja beri opinbert eignarhald orkuauðlindanna. Við vitum að græn, endurnýjanleg, orka er að verða mjög eftirsóknarverð. Þess vegna skiptir það þjóðina miklu máli að tryggt sé varanlegt vald á auðlindinni til framtíðar. Gleymum því ekki, að einsog lögin eru í dag, þá er ekkert sem hindrar að orkuauðlindirnar séu seldar &ndash; ef vilji er til þess hjá sveitarfélagi. Sú staða getur komið upp, og hefur komið upp.</span></p> <p><span>Ég mun nú fjalla nánar um einstaka þætti frumvarpsins.</span></p> <p><span><br /> <strong>Framsal réttinda</strong></span></p> <p><span>Frumvarpið nær til vatns- og jarðhitaréttinda sem nú eru í opinberri eigu og kemur í veg fyrir varanlegt framsal þeirra. Rétt er að það komi skýrt fram að ætlunin er ekki að taka réttindi af nokkrum manni. Ég hef sagt það alveg skýrt af minni hálfu að ég hef engan vilja til að ríkið ásælist þann hluta orkulindanna, sem nú eru í einkaeigu.</span></p> <p><span>Eðlilegt er að ríki geti framselt varanlega til sveitarfélaga og á sama hátt að sveitarfélög geti framselt til ríkis eða annarra sveitarfélöga þessi réttindi. Jafnframt er gert ráð fyrir að ríki og sveitarfélög geti framselt orkuauðlindir sínar til félaga sem sérstaklega er stofnuð til að fara með slík réttindi.</span></p> <p><span>Stór hluti vatns- og jarðhitaréttinda, bæði nýttra og ónýttra, er í dag í eigu ríkis og sveitarfélaga eða fyrirtækja í þeirra eigu. Verði frumvarpið að lögum verður ríki og sveitarfélögum einungis heimilt að leigja út afnotarétt að þessum auðlindum. Slík leiga mun einungis takmarkast af þeim almennu reglum sem í gildi eru hverju sinni og því að hámarksleigutími réttindanna sé 65 ár í senn. Í frumvarpinu er þó einnig að finna leiðbeiningarreglur um þau sjónarmið sem leggja ber til grundvallar við veitingu afnotaréttar. Í því sambandi er rétt að vekja athygli á ákvæði til bráðabirgða um skipun nefndar til að fjalla um fyrirkomulag varðandi leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins. Þar verður fjallað um atriði eins og leigugjald, leigutíma og hvaða aðgerða er þörf til að tryggja í senn sjálfbæra og hagkvæma nýtingu auðlindanna. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra skipi nefndina og að hún skili tillögum sínum fyrir 1. mars 2009. Jafnframt er vakin athygli á að samkvæmt frumvarpinu er forsætisráðherra falið að semja um endurgjald fyrir afnotarétt réttinda undir yfirráðum ríkisins. Þessi réttindi geta heyrt undir mismunandi ráðherra eftir því á hverju eignatilkall ríkisins byggist. Til að tryggja samræmi var talið réttast að einum ráðherra yrði falið að fara með þetta samningsumboð. Þykir nærtækast að forsætisráðherra verði falið þetta þar sem honum er þegar í þjóðlendulögum falið að semja um nýtingu þessara réttinda í þjóðlendum.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;<br /> </span></strong><strong><span>Aðskilnaður</span></strong></p> <p><span>Varðandi aðskilnaðarreglu frumvarpsins vil ég nefna að hún er m.a.</span> <span>í samræmi við ábendingar Samkeppniseftirlitsins sem hefur fjallað um að setja þurfi skýrari mörk milli sérleyfis- og samkeppnisrekstrar í starfsemi raforkufyrirtækja. Svipaðar ábendingar hafa komið frá ýmsum öðrum s.s. Samtökum iðnaðarins. Sum raforkufyrirtækjanna hafa þegar stigið skref í þessa átt og má í þessu sambandi benda á RARIK.</span></p> <p><span>Til að koma til móts við sérstaka stöðu smærri orkufyrirtækja er lagt til að þessi regla nái einungis til þeirra orkufyrirtæki sem hafa árlegar rekstrartekjur umfram 2 milljarða króna.</span></p> <p><span>Aðskilnaðarreglan felur í sér að fyrirtækjum í sérleyfisstarfsemi verður óheimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem þeim er nauðsynleg til að geta rækt skyldur sínar samkvæmt leyfum og lögum þar að lútandi. Þá er og gert ráð fyrir að stjórnir slíkra fyrirtækja séu sjálfstæðar gagnvart öðrum fyrirtækjum sem stunda vinnslu, flutning eða sölu raforku. Sambærilegar reglur gilda í dag um starfsemi og stjórn Landsnets. Ég vil leggja áherslu á að frumvarpið útilokar ekki að öll sérleyfisstarfsemi sé rekin í einu og sama fyrirtækinu.</span></p> <p><span>Í tengslum við þetta er rétt að vekja athygli á 3. gr. frumvarpsins en í þeirri grein er gengið út frá því að samkeppnisfyrirtæki sé heimilt að starfrækja jarðvarmaorkuver sem bæði vinnur raforku og framleiðslu á heitu vatni til húshitunar. Til að tryggja hagsmuni hitaveitu í slíkum tilvikum er lagt til að kveðið verði á um skyldu jarðvarmaorkuversins til afhendingar á varmaorku. Í 41. gr. raforkulaga er nú þegar að finna ákvæði um slík orkuver og uppskiptingu kostnaðar milli raforku- og hitaveituþátta og er lagt til að það ákvæði verði lagt til grundvallar.</span></p> <p><span>Í því skyni að gefa ráðrúm til að aðlagast þessu breytta fyrirkomulagi er lagt til að ákvæði er varða aðskilnað komi til framkvæmda 1. júlí 2009. Þannig ætti eigendum fyrirtækjanna og stjórnendum þeirra að gefast ráðrúm til að taka nauðsynlegar ákvarðanir um framtíðarfyrirkomulag og hrinda þeim í framkvæmd. Í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á fyrsta og</span> <span>öðru bráðabirgðaákvæði frumvarpsins. Til að auðvelda fyrirtækjum þessa framkvæmd er lagt til að þeim verði án leyfis heimilt að framselja leyfi til fyrirtækja sem stofnuð eru fram til 1. júlí 2009 og uppfylla ákvæði frumvarpsins um aðskilnað. Þá er lagt til að iðnaðarráðherra verði falið að beita sér fyrir endurskoðun á sérlögum um orkufyrirtæki þar sem m.a. verði skoðað hvort hægt sé að fella þau brott að hluta eða öllu leyti. Þetta verður að gera í samráði við þá sem fara með eignarhald í þessum fyrirtækjum. Þessari vinnu þarf að ljúka sem fyrst og heppilegast væri ef hægt væri að koma því svo fyrir að ekki þyrftu að gilda sérstök lög um hvert og eitt orkufyrirtæki eins og nú er.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>Eignarhald sérleyfisstarfsemi</span></strong></p> <p><span>Í frumvarpinu er gerð tillaga um að í raforku- og orkulögum verði kveðið á um að að fyrirtæki sem stunda sérleyfisstarfsemi, þ.e. Landsnet, dreifiveitur og hitaveitur, verði a.m.k. að 2/3 hlutum í eigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja sem alfarið eru í eigu þessara aðila. Í lögum um vatnsveitur sveitarfélaga er kveðið á um að sveitarstjórn sé heimilt að fela stofnun eða félagi, sem að meiri hluta er í eigu ríkis og/eða sveitarfélaga, skyldur sínar og réttindi samkvæmt þeim lögum. Ákvæðið er mjög í anda vatnsveitulaganna en þó eru gerð krafa um aukinn meirihluta. Er það gert til að tryggja að hinir opinberu eigendur fyrirtækjanna hafi á bak við sig þann meirihluta sem þarf til að taka allar meiriháttar ákvarðanir.</span></p> <p><span>&nbsp;<br /> </span><strong><span>Brottfall laga</span></strong></p> <p><span>Í gildi eru ýmis eldri lög um heimildir ráðherra til að veita leyfi til að reisa og reka virkjanir. Þessi lög má rekja til þess tíma þegar Alþingi veitti virkjunarleyfi. Í mörgum tilvikum var þetta gert með þeim hætti að Alþingi framseldi ráðherra heimildina til að gefa út virkjunarleyfi vegna einstakra virkjana. Í raforkulögum er nú kveðið á um að iðnaðarráðherra veiti leyfi til að reisa og reka virkjanir. Umrædd lög hafa því ekki sjálfstætt gildi lengur og því er lagt til að þau verði felld brott.</span></p> <p><span>&nbsp;<br /> </span><span>Herra forseti.</span></p> <p><span>Með frumvarpi þessu er lagt til að eignarhald orkuauðlinda verði áfram í opinberri eigu eins og verið hefur um leið og þannig er búið um hnúta að <span>&nbsp;</span>möguleikar orkufyrirtækjanna til að nýta orkulindir okkar á ábyrgan hátt eru á engan hátt skertir.</span></p> <p><span>&nbsp;<br /> </span><span>Herra forseti. Ég legg til að frumvarpinu verði að lokinni þessari umræðu vísað til hv. iðnaðarnefndar og 2. umr.</span></p> <br /> <br />

2008-02-15 00:00:0015. febrúar 2008Aðalfundur Samorku

<p align="justify">Ágætu tilheyrendur</p> <p align="justify">Ég vil byrja á því að þakka ykkur í Samorku það góða samstarf sem við höfum átt á þeim skamma ferli sem ég hef verið iðnaðar- og orkuráðherra. Mér hefur þótt gott að vinna með ykkur, okkar samskipti hafa öll verið ærleg og uppi á borðinu, og hafa stundum minnt mig á sjómennskuár mín, þar sem menn töluðu stundum með tveimur hrútshornum, en náðu alltaf saman.</p> <p align="justify">Orkugeirinn á miklu meiri þátt í velferð og hagsæld íslensks samfélags, heldur en fólk gerir sér almennt grein fyrir, og stundum finnst mér jafnvel að þið sjálf skynjið ekki til fulls, hversu gríðarlega mikilvægt framlag ykkar, og ykkar fyrirtækja, hefur verið til okkar samfélags. Staðreyndin er hins vegar sú, að það er vegna þeirra, og vegna ykkar, að íslenskt samfélag er einstakt &ndash; og auðugt. Það er fyrst og fremst tvennt sem hefur á síðustu hundrað árum brotið okkur leiðina frá fátækt til bjargálna: nýting auðlinda í hafinu og nýting auðlinda í fallvötnum og jörðu.</p> <p align="justify">Í dag eru tímamót. Við fögnum því að á þessu ári eru hundrað ár liðin frá því að hitaveita var lögð í bæjarhús á Íslandi. Við, almennir Íslendingar, erum svo vön orðin þeim einstöku gæðum, sem felast í því að eiga frábær fyrirtæki sem draga vatn úr jörðu, og hita upp híbýli okkar, lýsa þau líka upp með krafti jarðarinnar, að við skynjum ekki hversu einstakt og merkilegt fyrirbæri hin íslenska hitaveita er &ndash; á heimsvísu. Þessvegna skynja kanski ekki allir hvað þetta eru mikil tímamót. Þau eru það hins vegar. Og ég vil á þessum hundrað ára áfanga óska ykkur innilega til hamingju, og færa ykkur árnaðaróskir frá ríkisstjórn Íslands. Jónas Svafár skáld talaði um hlutabréf í sólarlaginu. Þið, og þeir sem á undan ykkur runnu, eiga svo sannarlega hlutabréf í þeirri sólarupprás sem hefur glætt íslenskt samfélag síðustu öldina og gert það að einstöku landi, einsog kom nú síðast fram í úttekt Sameinuðu þjóðanna, þar sem Ísland var efst á lista. Þakka ykkur, ykkar framsýni, útsjónarsemi og elju í tíu áratugi.</p> <p align="justify">Allt á sér sögu, og stundum slitrótta, en oft miklu lengri en við teljum í fljótu bragði. Við erum hér að fagna hundrað ára áfanga, en gætum allt eins verið að klappa fyrir því, að um þessar mundir eru líklega 800 ár frá því fyrsta hitaveitan var lögð, svo sannað sé. Ísland byggðist og hélst í byggð í árdögum landnáms af því að saman fór útrásarþróttur landnema úr austri, og langvinnt hlýskeið. Á þeim tíma sigldu menn reglulega milli landa, og fóru víða. Í Íslendingasögunum er siglingaleiðum til Írlands, til Noregs &ndash; að ógleymdu Grænlandi &ndash; lýst rækilega. Ungir menn sigldu utan, og komu heim með nýja, ómetanlega reynslu, alveg einsog ungt fólk gerir í dag. Hugsanlega komust þeir einhvers staðar í tæri við jarðvarmaveitur, sem vissulega voru til í Evrópu á miðöldum.</p> <p align="justify">Einn af þeim sem sigldu utan var fyrsti læknir Íslendinga, Hrafn Sveinbjarnarson. Hann fór um Evrópu, hugsanlega kom hann til bæjarins Chaudes-Aigues í Frakklandi þar sem jarðvarmaveita var frá miðöldum. Hver veit? Hitt vitum við að hann var vinur Snorra Sturlusonar, og eftir ferðir sínar um Evrópu kveikti Hrafn Sveinbjarnarson þannig í Snorra Sturlusyni að hann lét leggja leiðslu úr hvernum Skriflu til bæjarhúsa í Reykholti. Gufan úr Skriflu var líklega bæði notuð til hitunar og baða. Sérfræðingur minn í sögu Snorra, Óskar Guðmundsson fræðimaður sem nú situr við og skrifar sögu hans, segir að þetta muni hafa verið um 1220, en það gæti hafa verið fyrr. Af því að Snorri kom í Reykholt 1207-1208 gætum við því allt eins verið hér að fagna 800 ára afmæli hitaveitu í landinu eins og 100 ára afmælinu sem Samorka heldur hátíðlegt í ár.</p> <p align="justify">Gott samorkufólk!</p> <p align="justify">Það hafa verið mikil umbrot í orkumálum á síðasta ári, og þau hafa leitt til ófyrirsjáanlegra tíðinda á vettvangi stjórnmálanna. Upp úr þeim spannst mikil umræða um hvernig best sé að skipa umhverfi orkumála með það fyrir augum að setja skýrari reglur, m.a. um eignarhald á auðlindum, skýr mörk samkeppnis- og sérleyfisþátta og skýrar tryggingar fyrir óskoruðum forgangi borgaranna að nauðþurftum einsog vatni og orku til að lýsa og hita sér og sínum, á réttlátu verði.</p> <p align="justify">Meginatriðin í þeim viðhorfum sem ég hef sett fram opinberlega eru þrjú:</p> <div style="margin-left: 4em"> <p align="justify">Í fyrsta lagi, að opinberum aðilum, ríki og sveitarfélögum, verði ekki heimilt að framselja með varanlegum hætti orkuauðlindir sínar. Þau geta hins vegar leigt þau fyrirtækjum sem framleiða og selja orku til langs tíma.</p> <p align="justify">Í öðru lagi að greina að samkeppnis- og sérleyfisþættina í rekstri orkufyrirtækja.</p> <p align="justify">Í þriðja lagi að tryggja að fyrirtæki sem stunda sérleyfisstarfsemi verði að meirihluta í opinberri eigu.</p> </div> <p align="justify">Hvað eignarhaldið varðar, þá hef ég ekki orðið var við beina andstöðu sveitarstjórna, eða orkufyrirtækja, gegn markmiðinu sem ég lýsti. Það eru ekki allir ánægðir með þetta, en ef ég til dæmis tek mitt sveitarfélag, Reykjavík, þá fæ ég ekki betur séð en að þeir þrír meirihlutar sem hafa setið í Ráðhúsinu á þessu kjörtímabili, hafi allir verið mjög eindregið á þeirri skoðun, að auðlindirnar eigi að vera í eigu sveitarfélagsins til frambúðar. Svipuð viðhorf, hugsanlega ekki jafn afdráttarlaus, hafa komið fram hjá sveitarfélögum suður með sjó, sem hafa yfir að ráða miklum orkulindum. Forsætisráðherra hefur tjáð sig með eindregnum hætti um þetta mál bæði á Alþingi, og í fjölmiðlum, og kvað til dæmis ákaflega skýrt að orði í viðtali í Viðskiptablaðinu 12. október sl.: "Við viljum ekki að auðlindirnar sjálfar verði einkavæddar", sagði ráðherrann. Svipuð viðhorf hafa komið fram hjá öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi.</p> <p align="justify">Allur almenningur virðist jafnframt vera mjög skýrt á þessari sömu skoðun. Íslendingar vita, einsog þið vitið allra manna best, að græn, endurnýjanleg orka er að verða mjög eftirsóknarverð, og ég sem iðnaðarráðherra finn fyrir þeirri ásókn í hverri einustu viku, þegar ég tek á móti erlendum fyrirtækjum sem eru að kynna sér Ísland. Þess vegna skiptir það almenning miklu máli, að hann, og fulltrúar hans, hafi með þessum hætti fullt, varanlegt vald á auðlindinni til framtíðar. Gleymum því ekki, að einsog lögin eru í dag, þá er ekkert sem hindrar að orkuauðlindirnar séu seldar &ndash; ef vilji er til þess hjá sveitarfélagi. Sú staða getur komið upp, og hefur komið upp.</p> <p align="justify">Staðreyndin er líka sú, svo vísað sé í mat Orkustofnunar, til dæmis um háhitalindirnar, að 88% þeirra eru í forsjá hins opinbera. Ég vil líka segja það alveg skýrt, að ég hef engan vilja til að ríkið ásælist þann hluta orkulindanna, hvort sem er um að ræða í vatnsföllum eða jörðu, sem er í einkaeigu í dag.</p> <p align="justify">Í þessari umræðu, sem snýst um grundvallaratriði, er líka nauðsynlegt að árétta þá staðreynd, að ólíkt auðlindinni í hafinu, sem hefur byggst upp fyrir kraft einkaframtaksins, þá hefur nýting orkulindanna hér á landi að öllu leyti byggst upp með fjármagni og tæknilegri þekkingu innan hins opinbera, ríkisins og sveitarfélaganna.</p> <p align="justify">Af þessari rökfærslu má sjá það mjög skýrt, að þessi stefna um eignarhaldið, sem er einbeitt af minni hálfu, felur því hvorki í sér frávik frá vilja almennings, stjórnmálamanna &ndash; né heldur gildandi fyrirkomulagi á eignarhaldinu. Stefna mín er einungis sú, að það breytist ekki með varanlegum hætti frá því sem nú er.</p> <p align="justify">Hún rýrir hins vegar að engu leyti möguleika orkufyrirtækjanna til að nýta orkulindirnar, og ætti miklu fremur að auðvelda þeim það, því að sjálfsögðu er það hluti af þeirri stefnu, sem ég hef talað fyrir, að eigendur orkulindanna geti úthlutað rétti til að nýta þær til langs tíma. Þar er ósvarað nokkrum spurningum, sem ekki er hægt að svara nema í samráði við ykkur, svo sem um forgang þeirra, sem fyrir eru á svæðunum. Af því ég tala hreint út, en ekki á milli línanna, þá get ég trúað ykkur fyrir því, að ég tel að í þessu fyrirkomulagi felist líka leið til lausnar á ákveðnum vanda sem hefur komið upp á Suðurnesjum, en það verður auðvitað ekki mitt að skipa þeim málum til lykta &ndash; en menn ættu að skoða þessi orð mín vel.</p> <p align="justify">Ég vil líka árétta það sérsaklega hér að það er hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar að greiða fyrir því "að íslensk þekking og hugvit fái notið sín til fulls í útrás orkufyrirtækjanna". Ég tel að þar eigum við Íslendingar brýnt erindi við heiminn og getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til þess að bæta loftslagið og kjör alþýðu manna í mörgum löndum sem eru að brjótast út úr þeirri gíslingu sem orkufátækt ehfur búuið þeim. Ríkisstjórnin vill leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins til þessara verka og það er ekki ætlunin að leggja stein í götu þess, nema síður sé.</p> <p align="justify">Í raforkulögunum sem sett voru fyrir fimm árum var kveðið á um fjárhagslegan aðskilnað milli orkufyrirtækja í flutningi og dreifingu annars vegar og sölu og vinnslu hins vegar. Ég er þeirrar skoðunar að ganga eigi lengra í þessum efnum og gera kröfu um þessir þættir séu í aðskildum fyrirtækjum. En vel að merkja þá er ég ekki að setja fram hugmyndir um eigendaaðskilnað og mér finnst einnig eðlilegt að um verði að ræða einhverskonar veltumörk þannig að lítil fyrirtæki verði undanskilin í þessum efnum.</p> <p align="justify">Raforkulögin frá 2003 átti að endurskoða fyrir 31. desember 2010. Ég tel rétt að huga að skipun endurskoðunarnefndar hið fyrsta og stefna að því að ljúka starfinu fyrr en lögin segja til um. Það er meðal annars nauðsynlegt að endurskoða ákvæði um gjaldskrár fyrir flutning og dreifingu, enda virðast þau í ýmsum tilvikum ekki hvetja til hagræðingar og hagkvæms reksturs.</p> <p align="justify">Í ályktun ykkar aðalfundar nefnið þið drátt á styrkveitingum til nýrra hitaveitna. Ríkissjóður hefur frá árinu 1999 styrkt lagningu nýrra hitaveitna á köldum svæðum með eingreiðslum og hefur rúmlega 500 milljónum króna verði varið til þessa. Fjárheimildir til verkefnisins hafa hins vegar ekki dugað og hefur orðið að grípa til þess ráðs að dreifa greiðslum yfir fleiri fjárlagaár. Í lok síðasta árs var svo komið að rúmlega 200 milljónir króna vantaði til að gera upp allar þær styrkumsóknir sem borist höfðu. Í fjáraukalögum fyrir árið 2007 fengust 55 milljónir króna til viðbótar við fjárheimildir þess árs til að greiða upp hluta af útistandandi fjárhæð. Ég hef unnið að því að fá rýmri fjárheimildir svo unnt sé að greiða út alla styrki til verkefna sem þegar er lokið eða er verið að ljúka. Við sjáum hvað setur í þessu efni.</p> <p align="justify">Á næstu dögum mun Orkusjóður auglýsa eftir umsóknum um styrki í sérstakt jarðhitaleitarátak, sem ákveðið hefur verið að hleypa af stokkunum í tengslum við mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Á þessu ári verður varið 100 milljónum króna til verkefnsins en reiknað er með að 50 milljónum króna verði einnig veitt til verkefnisins árið 2009. Nú er svo komið að um 90% af orkuþörf vegna húshitunnar er mætt með jarðvarma en það er enn von um góðan og nýtanlegan jarðhita á nokkrum stöðum.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Í september á síðasta ári lagði iðnaðarráðuneytið fram áætlun um einföldun þeirra málaflokka sem undir það heyra. Þar er um að ræða álitlegan lista af verkefnum sem munu létta okkur lífið þegar þau hafa verið leyst af hendi. Einnig er unnið að því að færa stjórnsýsluverkefni frá ráðuneyti til Orkustofnunar. Við slíkt myndi umsagnaraðilum fækka og samskipti yrðu milliliðalaus, en það ætti að einfalda umsóknar- og afgreiðsluferil leyfa.</p> <p align="justify">Í vetur hafa spunnist athyglisverðar umræður á Alþingi í kringum fyrirspurnir um flutningskerfi Landsnets. Þar hefur margt borið á góma svo sem sá möguleiki að auka burðargetu byggðalínunnar sem gæti skilað okkur jafngildi einnar virkjunnar í betri nýtingu orkukerfisins. Ég tel að þetta gæti verið næsta stórverkefni okkar í orkumálum. Nú nýverið átti ég ágætan fund með Landsneti sem haldin var að frumkvæði fyrirtækisins og hann gæti orðið vísir að meiru.</p> <p align="justify">Ráðuneytið hefur að undanförnu unnið að drögum að frumvarpi til laga um hitaveitur. Tímafrekast hefur reynst að gera nýja tillögu að fyrirkomulagi gjaldskráreftirlits er taki mið af ólíkum þörfum. Ég get sagt ykkur þau tíðindi að verið er að leggja lokahönd á lagatexta frumvarpsins. Tillagan verður send Samorku til umsagnar í næstu viku en stefnt er að því að leggja frumvarpið fram á yfirstandandi þingi.</p> <p align="justify">Gott Samorkufólk!</p> <p align="justify">Orkufyrirtæki okkar hafa</p> <p align="justify">þekkingu, reynslu og burði til þess að takast á við verkefni á alþjóðavettvangi. Eftir því sem stórverkefnum fækkar á Íslandi er eðlilegt að þau líti til annarra átt en ég tel einnig að við berum ákveðnar siðferðilegar skyldur gagnvart umheiminum á þessu sviði:</p> <div style="margin-left: 4em"> <p align="justify">Orkuþörf heimsins á næstu áratugum er af stjarnfræðilegri stærðargráðu meðal annars vegna þess að fjölmennustu þjóðir eins og Kína og Indland eru að iðnvæðast.</p> <p align="justify">Í þróunarlöndum Afríku er hrópað á orku vegna þess að rafmagnið er forsenda þess að þjóðir geti brotist úr fátækt til bjargálna líkt og við Íslendingar.</p> <p align="justify">Nýting jarðvarma og vatnsorku til raforkuframleiðslu getur verið meðal bestu kosta í því brýna úrlausnarefni að draga úr losun koltvísýrings.</p> </div> <p align="justify">Meginvandinn er sá að verið er að leysa raforkuþörf heimsins með gamalli tækni og ef fram fer sem horfir verða olía og kol áfram notuð að 80% við raforkuframleiðsluna. Í stað þess að halda áfram að þróa tæknina eftir olíukreppuna fyrir 30 árum hættu stóru orkufyrirtækin og öflugustu háskólarnir við hálfnað verk. Það er fyrst nú sem þróun nýrrar tækni hefur tekið sprett við stórhækkandi olíuverð og hitnun andrúmsloftsins. Það kapphlaup gæti tapast og því er gríðarlegur ávinningur af því að hafa tiltæka hreina og græna tækni, sem hefur að baki langa reynslu, og gæti svarað hluta af framtíðarþörfum heimsins. Vandinn er sá að vatnsorkan hefur verið töluð niður á alþjóðavettvangi um árabil m.a. vegna þess óorðs sem stórar stíflur og stórlón hafa fengið á sig. Alþjóðastofnanir, umhverfissamtök og sjálfur raforkiðnaðurinn eru þó að endurskoða afstöðu sína til vatnsaflsvirkjana um þessar mundir og það lofar góðu. Jarðhitinn er hins vegar ekki á blaði í raun. Sjálfur lít ég á það sem eitt af mínum höfuðverkefnum í iðnaðarráðuneytinu að boða fagnaðarerindi jarðvarmans hvar sem ég fæ því við komið. Ég hef einsett mér það ásamt fleiri góðum mönnum að koma jarðhitanum á kortið hjá alþjóðastofnunum og ríkisstjórnum. Þar sem rætt er um endurnýjanlega orkugjafa á alþjóðavettvangi hefur jarðhiti til þessa ekki verið hátt skrifaður, þótt hann geti skipt verulegu máli hjá mörgum þjóðum í Asíu, Afríku og Mið- og Suður-Ameríku.</p> <p align="justify">Það þótti stórt skref fyrir mannkynið þegar Íslandsfarinn Neil Armstrong steig fyrstur manna fæti á tunglið árið 1969. Færri tóku eftir því að hið sama ár var byrjað að keyra 3ja Megawatta jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi á Íslandi. Það var okkar tunglganga. Síðan þá höfum við leyst ótrúlegustu þrautir í nýtingu jarðvarmans. Meðan aðrir svikust um að halda áfram þróun endurnýjanlegra orkugjafa þegar olíukreppan á áttunda áratugnum reyndist skammvinnari en ætlað var, þá boruðum við í eldfjöll, fengumst við saltblandaða gufu, leystum vandamál í sambandi við kísilúrfellingar, og komum auga á möguleikana til þess að margnýta gufuaflið.</p> <p align="justify">Heita vatnið og raforkan á Íslandi eru enn stökkpallur til nýrrar þróunar. Það er spá mín að græna orkan eigi eftir að reynast okkar aðaltromp í ferðamannaiðnaðinum og Bláa lónið er þar aðeins forsmekkurinn. Við eigum eftir að margnýta heita vatnið á miklu fjölbreyttari hátt en við gerum okkur í hugarlund í dag og þar verður sjálfsagt ekki látið staðar numið við ræktun þörunga fyrir snyrtivörur, lífrænt eldsneyti og kolefnisbindingu með öðrum hætti.</p> <p align="justify">Í upphafi talaði ég um hlutabréf í sólarupprás orkunýtingar á Íslandi og ég held að ég ljúki orðum mínum hér með því að fullyrða að það séu einu hlutabréfin sem ekki hafa fallið í verði og munu halda verðgildi sínu um ókomna tíð.</p> <p align="justify">Þakka ykkur fyrir.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2008-02-14 00:00:0014. febrúar 2008Skipulagður markaður fyrir raforku, Tækifæri eða takmörkun

<p><span>Ráðstefnustjóri, ágætu ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Ég vil byrja á að þakka fyrir að fá tækifæri til að opna þessa ráðstefnu Landsnets um skipulagðan markað fyrir raforku.</span></p> <p><span>Eins og þeir vita sem hér eru þá hafa fyrirtæki á vegum hins opinbera byggt upp orkukerfi sem er um margt einstætt í heiminum vegna þess að það nýtir í meginatriðum endurnýjanlegar orkulindir til framleiðslu sinnar. Uppbygging orkukerfisins er samofin sókn Íslendinga úr þeirri stöðu að vera eitt af fátækari löndum Evrópu í það að vera í hópi þeirra þjóða sem búa við best lífskjör. Það þarf því engan að undra þótt það liggi djúpt í þjóðarsálinni að líta á orkufyrirtækin sem fjöregg og að landsmenn uni því ekki að óvarlega sé með þau farið.</span></p> <p><span>Eftir því sem orkukerfið verður fjölþættara og öflugra skapast skilyrði til þess að reka tiltekna þætti þess á forsendum markaðar þar sem ríkið er einvörðungu í því hlutverki að setja reglur og annast eftirlit með því að þeim sé fylgt. Við sjáum það til dæmis að orkurannsóknir, sem voru kostaðar og reknar af ríkinu, eru nú í sérstöku fyrirtæki sem stendur undir sér með sölu á rannsóknarverkefnum. Þar hefur verið tekið skref út á markaðinn og spurningar hafa vaknað um það hvort ganga eigi lengra í þá átt. Þetta er ekki nema eðlileg og ánægjuleg staðfesting á að vel hefur til tekist í opinberri uppbyggingu. Og við skulum bara viðurkenna það að þótt við séum svo þrasgjarnir Íslendingar að stundum virðist allt í uppnámi, þá verður það ekki af okkur skafið að okkur hefur gengið vel að byggja upp nýjar atvinnugreinar fyrir tilstilli hins opinbera.</span></p> <p><span>Samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið ber Íslendingum að koma upp raforkumarkaði. Í því efni erum við að fikra okkur áfram, við erum að búa til markað með lögum frá Alþingi og það er ekki nema eðlilegt að við skiptumst á skoðunum um þann tilbúning allan.</span></p> <p><span>Mér hefur þótt bæði fróðlegt og ánægjulegt að kynnast því hvernig forráðamenn Landsnets rækja eitt af lykilhlutverkum fyrirtækisins sem er að örva samkeppni á raforkumarkaði. Innan veggja fyrirtækisins hefur mér fundist að í gangi sé frjó hugmyndavinna og að alúð sé lögð við að búa í haginn fyrir framtíðina.</span> <span></span><span><span></span>Í lögum er sérstaklega kveðið á um heimild Landsnets til að reka raforkumarkað. <span>&nbsp;</span>Í ljósi þessa hefur fyrirtækið staðið fyrir skoðun á möguleikum þess að stofna skyndimarkað fyrir raforku. Í þessari vinnu hefur Landsnet átt samstarf við Nord Pool og hagsmunaaðila á íslenskum raforkumarkaði.</span></p> <p><span>Skyndimarkaður með raforku getur verið mikilvægur hlekkur í skipulagi raforkumála sem flýtir innleiðingu markaðslausna. Hann hefur þá kosti að geta stuðlað að réttri verðmyndum raforkunnar, hann getur reynst tæki til úrlausnar á flutningstakmörkunum og örvað viðskipti og samkeppni á heildsölumarkaði fyrir rafmagn. Þá o</span><span>pnast með honum möguleiki á kaupum á flutningstöpum á opnum markaði</span></p> <p><span>Iðnaðarráðuneytið fagnar því frumkvæði sem Landsnet hefur haft og lýsir yfir ánægju með það víðtæka samráð sem fyrirtækið hefur staðið fyrir um málið. Gangi hugmyndir Landsnets eftir verður til tilboðsmarkaður þar sem aðilar geta átt viðskipti með rafmagn og sett fram kaup eða sölutilboð á einfaldan hátt. Á slíkum markaði fást fram mjög miklvægar upplýsingar um verð á rafmagni sem eiga að geta aukið gegnsæi á raforkumarkaði og örvað samkeppni.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>Sjálfsagt munu úrtölumenn halda því fram að tilboðsmarkaður Landsnets sé fyrirburi sem eigi sér litlar lífslíkur. Má ég þá minna á að engir standa okkur læknum á sporði við að koma fyrirburum á legg. Því skyldum við hafa minni metnað í orkugeiranum heldur en á heilbrigðissviðinu? <span>&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Vissulega eru</span> <span>aðstæður í raforkumálum um margt sérstakar hér á landi. <span>&nbsp;</span>Við erum sannarlega eyland í því tilliti: Raforkumarkaðurinn er lítill og einangraður, meirihluti raforkunnar er bundinn í langtímasamningum við stóriðjufyrirtæki og stærstur hluti framleiðslunnar er á höndum eins fyrirtækis.</span></p> <p><span>Allir landsmenn geta <span>&nbsp;</span>þó valið af hvaða raforkusala þeir kaupa raforku. Raforkusala er því ekki lengur bundin því orkufyrirtæki sem dreifir raforkunni á viðkomandi svæði, heldur opin öllum þeim sem hafa tilskilin leyfi.</span></p> <p><span>Það sem þó er gagnrýnt er skortur á samkeppni í raforkugeiranum og hátt gjald fyrir flutning og dreifingu á raforku. Við hljótum því að spyrja okkur að því hvað sé hægt að gera til að bæta ástandið?</span></p> <p><span>Bent er á að of stór hluti raforkuframleiðslunnar sé í höndum eins fyrirtækis, Landsvirkjunar. Þetta er réttmæt ábending en það verður hins vegar að skoða þá stöðu í sögulegu samhengi. Landsvirkjun hafði samkvæmt lögum skyldu til að afla orku jafnt fyrir stóriðju og almennan markað. Þessu hefur nú verið breytt og önnur fyrirtæki eins og Orkveita Reykjavikur og Hitaveita Suðurnesja hafa stóraukið framleiðslu sína og nálgast Landsvirkjun hraðfara í umsvifum. Þá hefur verið byggður nokkur fjöldi smávirkjana. Ef til vill getur skyndimarkaður, með þeim sveigjanleika sem hann býður upp á, opnað augu manna fyrir því að heppilegt kunni að vera að orkufyrirtækin verði fleiri en nú er raunin.</span></p> <p><span>Það getur verið erfitt að ráða í framtíðarþróun en það verður að telja líklegt að aðskilnaður einstakra þátta í starfsemi orkufyrirtækja muni greiða fyrir þróun í átt til virkari raforkumarkaðar og</span> <span><span>fjölgunar raforkuframleiðenda</span></span><span>. Ég hef margoft lýst þeirri skoðun minni að skilja eigi á milli þeirrar starfsemi sem er háð sérleyfum og<span>&nbsp;</span> samkeppnisstarfsemi. Í frumvarpi til laga sem ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fram á Alþingi er gert ráð fyrir að orkufyrirtækin þurfi að skilja að þessa þætti. Þó er ekki ætlunin að þessi krafa verði látin ná til minnstu fyrirtækjanna.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p><span>Undirstaða þess að raunverulegur samkeppnismarkaður geti þrifist er að neytendur séu vel upplýstir og virkir.</span></p> <p><span>Það er ánægjulegt til þess að vita að orkufyrirtækin hafa þegar lagað sig að breyttum aðstæðum með ýmsum breytingum sem ætlað er að einfalda raforkuviðskipti. Í þeim tilgangi sameinuðust þau til dæmis um stofnun</span> <span>Netorku hf. sem gegnir því hlutverki að vera sameiginlegt mæligagna- og uppgjörsfyrirtæki fyrir íslenskan raforkumarkað í markaðsvæddu umhverfi. Rekstur Netorku tryggir að samskipti og uppgjör á íslenska raforkumarkaðnum verða í senn einfaldari, sveigjanlegri og skilvirkari en gerist hjá öðrum þjóðum. <span>&nbsp;</span>Þá hafa ríki og Reykjavíkurborg rofið eignatengsl sín í orkugeiranum sem er mjög til bóta.</span></p> <p><span>Verkefnið til lengri tíma litið er að tryggja raunverulega samkeppni á raforkumarkaði þannig að neytendur geti valið úr kostum sem bjóðast.</span> <span><span><span>&nbsp;</span>Samkeppni um almenn raforkuviðskipti hefur hingað til verið takmörkuð og því má leiða að því líkur að grípa þurfi til aðgerða til að örva hana.</span></span></p> <p><span>Við þurfum að vinna áfram að því að bæta kosti neytenda til dæmis með aukinni upplýsingagjöf og nákvæmni í orkumælingum þannig að hætt verði að greiða fyrir áætlaða orkunotkun heldur einungis greitt fyrir þá orku sem notuð er. Það má líka einfalda reglur um álagningu virðisaukaskatts á raforku og gera orkureikninga skiljanlega öllum almenningi.</span></p> <p><span>Góðir ráðstefnugestir!</span></p> <p><span>Með því að koma á fót skipulögðum markaði fyrir raforku á Íslandi er stigið enn eitt skrefið &nbsp;í að opna raforkumarkaðinn og efla virkni hans. Skipulagður raforkumarkaður getur skapað frekari tækifæri til viðskipta með rafmagn en fram að þessu hafa verið til staðar. Samstarfsaðilar Landsnets hafa víðtæka reynslu af rekstri raforkumarkaðar og eru leiðandi á sínu sviði á alþjóðavettvangi. Það lofar góðu. Markaðurinn verður enn eitt dæmið um að orkugeirinn lagar sig að nýjum aðstæðum og að Alþingi og ríkisstjórn feta sig ásamt orkufyrirtækjunum skref fyrir skref í rétta átt.</span></p> <p><span>Megi Landsneti ganga allt í haginn með skyndimarkaðinn!</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-02-01 00:00:0001. febrúar 2008Samvinna um græna orku og betri framtíð

<p><span>Ladies and gentlemen!</span></p> <p><span>It is a pleasure to welcome you to this important gathering.</span></p> <p><span>Iceland is not only the land of the vikings but it is also the land of the Sagas. We like to tell stories.</span></p> <p><span>We are here to tell you a story. You could say it is a Cinderella story as it entails how a small country managed to change its energy systems from coal and oil to renewable energy in only one generation. On the way it went from being one of the poorest countries of Europe to one of the richest, and taking the top seat on the UN´s Human Development Index.</span></p> <p><span>Our road to wealth was inextricably linked to our use of green, renewable resources.</span></p> <p><span>Today we are, despite our smallness, a truly global player <span></span>in the field of energy with a story to tell.</span></p> <p><span>I am privileged to have by my side Mr Piebalgs, the Commissioner for energy, one of the most important portfolios of the European commission. I dare to say &ndash; as a minister of industry and energy in Iceland &ndash; Mr. Pielbags probably has the most important job in Europe these days. The issue is so urgent and the need for real success is so great.</span></p> <p><span>The Commissioner and I met in Rome &ndash; at the World Energy Congress in October - two guys from small European countries and I told him about geothermal power in Iceland , how crucial it was for the development of our nation, and how I felt it had not yet been detected by the radar of the world at large.</span></p> <p><span>I told him about the potential I felt it had for other countries, for Europe .</span></p> <p><span>It is an expression of Commissioners Pielbags leadership and strategic vision that he straight away invited me to Brussels to explain to our fellow Europeans what we feel is the great potential of the most profitable and clean energy resource available, the geothermal energy that can be drawn from &ndash; to quote Jerry Lee Lewis - the great ball of fire that is deep down in the earth underneath our feet.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <span><br clear="all" /> </span> <p><span>That´s why we are here today. I have with me a great team of experts and leaders of the geothermal companies that I can confidently state are world leaders. These are the people that today are going to explain to you, distinguished guests, the possibilities of geothermal power in our fight agains climate changes and energy poverty.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>The case for renewable energy is a compelling one. Emission is increasing, climate change is happening before our very eyes, oil prices are skyrocketing, and lack of energy is keeping the poor and needy of countries, even whole continents like Africa , in a trap of poverty.</span></p> <p><span>The European Union is to be applauded for its ambitious targets that really reflect is responsibility as a world player: 20 percent of energy shall be derived from renewable sources in 2020, that is to say, in welve years.</span></p> <p><span>It is a tough task. There is no single solution, no silver bullet.You are going to need a lot of tools, and some you already have,<span>&nbsp;&nbsp;</span> such as solar, wave and wind power, biofuels, nuclear, hopefully clean coal technology, not to forget hydropower.</span></p> <p><span>However, we would like to contribute to your arsenal a potent weapon that we feel has been unsung, underused and overlooked &ndash; the huge potential of geothermal power. What we have to offer is almost a century of experience, proven methods and new technical breakthroughs that in future may drastically enhance the geothermal yield in some countries at least, and unchallenged leadership in terms of experienced and educated manpower.</span></p> <p><span>I always sing the praises of geothermal, but I apart from being a politician I am also a scientist. When I say "huge potential" it is not my wording. The European Federation of Eeologists as well as the European Geothermal council have in a recent letter to commissioner Piebalgs stated, that there is &ndash; with their words - a huge geothermal potential existing in Europe,<span>&nbsp;&nbsp;</span> for direct heating, for cooling application, but also for the production of green electricity.</span></p> <p><span>By the middle of last century 80 % of Icelands energy needs were met with imported coal and oil. The coal ships came from Europe and the coal depot was one of the largest landmarks in downtown Reykjavik . We see in pictures how the coal smog lies over the city, a city which now proudly claims the status as the cleanest capital in the world.</span></p> <p><span>Today, hydro and geothermal are the major energy sources used in Iceland. 99,95% of all our electricity is produced by green energy. Nearly all our houses are heated with geothermal water.</span></p> <p><span>Close to 80 percent of the total energy needs of the whole country are met with these same clean energy sources.</span></p> <p><span>Only 20% of our needs is met with imported fossil fuel, mainly for our fishing fleet and transport.</span></p> <p><span>However, as a minister of industry and energy, with innovation in my portfolio, I can tell you that we are already using our abundance of cheap green electricity in developing new methods to supply the fleet and cars with synthetic fuel with the aim of being a totally carbon neutral country in the middle of this century.</span></p> <p><span>Indeed, I would welcome a cooperation with the powerful EU in this area. We should join hands in using our clean energy resources to develop fuel for the future, for cars or the fishing fleet, as has been done so ambitiously in the ECTOS hydrogen project.</span></p> <p><span>We should work together on developing infrastructure<span>&nbsp;&nbsp;</span> not only for hydrogen cars and ships, but also electric cars.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>We should combine our efforts in using green electricity in recycling carbon in a new way from the emission of big plants to produce synthetic fuels as Icelandic entrepreneurs are now demonstrating in a pilot project. Nothing aorused as much interest with the big investors in Qatar and Abu Dhabi when I led an Iclandic delegation of business and science there last week.</span></p> <p><span>The backbone of such a joint projects on alternative fuel, however, would always be the renewable energy resources, not least the geothermal, as it enables us to offer in Iceland what so many countries lack: Cheap, Abundant and Clean electricity.</span></p> <p><span>I tell you this, distinghuished audience, because I strongly feel that due to our green energy Iceland is ideally suited as an experimental laboratory for new methods and technology in synthetic fuel for the future.</span></p> <p><span>There are around 140 countries that have geothermal potential. Of these about 40 are ripe for ambitious projects. The technology is available, the political will is emerging, the investment community is finally realizing the profitability of geothermal &ndash; and there is a whole world waiting for it. So, ladies and gentlemen, why wait?</span></p> <p><span>We in Iceland have certainly not waited.</span></p> <p><span>Outside Europe , we have already managed to awake the interest in several large and small countries for their own geothermal potential.</span></p> <p><span>We are presently building the largest district heating system in the world in Shaanxi province, China . The Chinese leadership has decided that it wants to work with Iceland in undertaking geothermal projects all over that great country where the resource are quite richer than previously anticipated. When the first heating plant the Icelanders built in China was opened, the Chinese tore down an existing coal plant. Today the leaders of Shaanxi marvel at how the project is contributing to the health and wellbeing of their inhabitants, not only by making them warm and comfortable but also by reducing prespiratory diseases caused by the previous coal smog. Geothermal is about a better quality of life.</span></p> <p><span>I have recently been in the Philippines , as well as Indonesia , that has the greatest geothermal potential in the world &ndash; and it could be multiplied with break-through technologies presently under development in Iceland . I met with their presidents and other leaders who are eager and enthusiastic about developing geotheral plants on the great Pacific ring of fire.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>Only last weekend I came back from the Arab Gulf where we discussed partnership with energy rich but future looking countries &ndash; with a view to develop geothermal in third countries. For example in Djibouti with whom I signed last week a cooperation agreement.</span></p> <p><span>Djibouti is a case in point. It is dirt-poor, it has only electricity from polluting and unreliable diesel-generators, and it costs 17 cents a kilowatt. It is far too expensive to be affordable to the ordinary citizen, or a small company. To drag a country like Djibouti out of poverty you have to provide them with affordable electricity.</span></p> <p><span>Reykjavík Energy Invest, an Icelandic geothermal company present here today is now ambitiously developing the geothermal energy resources in this small African country which could, if this all works out, transform the energy system, and make electricity available at only third of the present prize.</span></p> <p><span>Using all its geothermal potential would revolutionize the standard of living in Djibouti .</span></p> <p><span>But, what can be done in Djibouti and be repeated in all the countries on the East African Rift Valley, where you have the onvergence of tectonic plates: <span>&nbsp;</span>Eritrea , Djibouti , Ethiopia &ndash; where our foreign secretary was this week, Burundi , Kenya , Tanzania .</span></p> <p><span>Geothermal power is their key to a decent and better future. But, despite our reasonable wealth, we lack investors, hence my visit last week to the Persian Gulf.</span></p> <p><span>And here I present my third <span>&nbsp;</span>offer of this morning: Why don´t we, Iceland and the EU, work together in eradicating energy poverty of Eastern Africa by means of geothermal power? Wouldn´t that be in the spirit of the good citizenship, the quest for a better world, and for better environment, that we both espouse and extoll?</span></p> <p><span>And for good measures and I´m willing to include Latin America as well!</span></p> <p><span>We already have built a geothermal plant in El Salvador , by a company led by one of the speakers later this morning.</span></p> <p><span>Only this week I had a long and fruitful discussion with my esteemed colleague from Nicaragua. During their visit an Icelandic company, also led by another speaker today, signed an agreement to built a geothermal plant in Nicaragua .</span></p> <p><span>So, the opportunities are everywhere, and the need is colossal.</span></p> <p><span>Now, what about Europe ? Here we no longer have an iron curtain, but also a ball of fire beneaths the earths crust. No Cold war but a hot zone to be harnessed. Poland has a great potential of many kinds, so has Germany where I inaugurated a new site with my friends from Enex last summer. We have projects in Slovakia , in Hungary , Slovenia and our President and the geothermal companies had interesting discussions in Romania this fall.</span></p> <p><span>Italy is an old superpower of the geothermal industry and outside the EU we have Ukraine and Serbia with its famous spa-culture not to mention Turkey with enormous potential. These experts here in the room will give you a fuller picture later on today and I am happy to tell you that the very able people from Geysir Green Energy and Enex have at my request put together an extensive report on the present and potential geothermal utilization in Europe .<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>Our UN University geothermal training programme in Iceland &ndash; which we are very proud of - has educated people from all these countries and our universities are providing opportunities for students from them to study in Iceland , learning about geothermal energy, to bring back home a new knowledge and experience.</span></p> <p><span>So, if I may dare to throw in a couple of new offers to the EU, Commissioner Pielbags, why don´t we work together to develop the geothermal resources in Europe and to cooperate in educating both young people and professionals about geothermal power?</span></p> <p><span>Geothermal is special as a power source. It has the beauty of being applicable according to the needs. You can heat a single household, provide energy for a small village, a large city and industry which demands stable clean energy. This is why we have a queue of companies wanting to talk to us in Iceland . They all believe it gives them a competitive edge to base their production or services on green energy. The fact is, that all future looking companies in Europe and elsewhere, are looking for stable renewable energy sources to drive their operations in the 21 st Century.</span></p> <p><span>Finally I wanted to mention three areas where we need more research and could transform the geothermal industry. First, the Iceland Deep Drilling Project which Dr Fridleifsson will describe in more detail later. The plan is to develop the methods to drill as far down as 5 kilometres, obtain steam in a much powerful form and to get up to ten times more energy out of each borehole. Secondly the Kalina technology which builds on creating electricity from low temperature areas of around 80-120 degrees.</span></p> <p><span>Thirdly I wanted to mention the possibility for drilling for geothermal energy where the teutonic plates meet on the ocean floor. If we can do it for oil, why not with hot steam? Research is needed into all these fields where we are available to share experience and develop knowledge.</span></p> <p><span>I have pointed out several avenues of potential cooperation in developing and investing in geothermal resources within and outside the European Union.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>I very much would like us to embark together on a journey, that will enable us to work together on reducing emission, creating a lot of renewable energy, reducing energy poverty in the developing countries such as Africa and Latin America , and at the same time, create a lot of exciting and profitable possibilities for companies in Europe .<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <br /> <br />

2007-12-19 00:00:0019. desember 200760 ára afmæli Vatnamælinga Orkustofnunar

<p align="justify">Ágætu ráðstefnugestir.</p> <p align="justify">Til hamingju með sextugsafmælið.</p> <p align="justify">Mig langar í upphafi til þess að hylla frumkvöðlana.</p> <p align="justify">"Við búum í snjóhúsi við Svartakrók. Snjóbíllinn er fastur í krapi. Hjálparleiðangur hafi meðferðis margar kraftlínur, mikið af vírum og köðlum, járnum, trjám og gaslampa.</p> <p align="justify">Sigurjón Rist."</p> <p align="justify">Þetta skeyti til Jakobs Gíslasonar raforkumálastjóra kunna allir vatnamælingamenn utanað og af því ganga sögur meðal jarðfræðinga. Jón Eyþórsson veðurfræðingur og formaður Jöklarannsóknarfélagsins þýddi skeytið fyrir Jakob:</p> <p align="justify">"Þetta er ekkert venjulegt krap", sagði Jón með áherslu.</p> <p align="justify">Og það voru orð að sönnu. Snjóbíll Guðmundar Jónassonar fjallabílstjóra, sem nefndur var Gusi, hafði fallið niður um ís á Tungnaá, sat á 170 cm dýpi með skíðin uppi á skararbrún. Gusi var 400 metra frá landi við Svartakrók.</p> <p align="justify">Þessi frásögn af svaðilför Guðmundar, Sigurjóns og Ebergs Elefsen frá 1957 er dæmigerð um þau afrek sem unnin voru á upphafsárum vatnamælinga á Íslandi. Mælinga sem lögðu grunn að betra Íslandi, að því Grettistaki í átt til góðra lífskjara sem brautyðjendurnir lyftu. Svo vel þekktust þeir menn sem ruddu braut til framfara á vegleysum hálendisins að það þurfti ekki að útmála hættur né háska. Og þegar þrír félagar úr Jöklarannsóknarfélaginu, þeir Haukur Hallgrímsson, Heiðar Steingrimsson og Gunnar Guðmundsson, höfðu brotist inn í Svartakrók á snjóbílnum Kraka er sagt að Guðmundur hafi tautað fyrir munni sér: "Haukur- já, Heiðar &ndash; já, Gunnar &ndash; já." Þarna voru komnir þrír menn sem hann treysti til þess að leysa af hendi hið ómögulega.</p> <p align="justify">Fyrstu tíu ár Vatnamælinga voru þær Sigurjón Rist. Punktur, basta. Og þó. Að baki honum var Jöklarannsóknafélagið og margir fullhugar sem skildu gildi vatnamælinga sem forsendu nýtingar á fallvötnum landsins og til skilnings á vatnafari öllu og vatnsbúskap sem mikilvægum þætti í lífskjörum og öryggi landsmanna. Í fjörutíu ár stýrði Sigurjón uppbyggingu Vatnamælinga og því er hans minnst með virðingu þegar þessi stofnun heldur upp á 60 ára afmæli sitt með veglegum hætti.</p> <p align="justify">Við skulum á þessari stundu hylla frumkvöðlana með góðu lófaklappi.</p> <p align="justify">Reglubundnar vatna- og rennslismælingar á vegum raforkumálastjóra hófust árið 1947- og Hekla hélt upp á það með stórgosi. Í orkulögum stóð þá þessi dásamlega setning: "Raforkumálastóri hefur umsjón með fallvötnum, sem eru í eigu ríkissjóðs, heldur skrá yfir þau og annast nauðsynlegt bókhald yfir þau," enda var Eysteinn Jónsson þá nýbúinn að finna upp tvöfalda bókhaldið fyrir ríkissjóð. Nú er bókhaldið ekki eins mikið í tísku og hlutverki vatnamælinga lýst á þann veg að það sé á þeirra könnu að veita áreiðanlegar upplýsingar um vatnafar og vatnsbúskap. Nú síðast var Sigurður Stefánsson, varðstjóri lögreglunnar á Sauðárkróki, að segja að allt hefði farið á best veg með flóðið í Austari Jökulsá. Það olli engum skemmdum svo vitað sé. "Þetta fór allt á besta veg og ég þakka það þeirri 10 tíma viðvörun sem við fengum." Þökk sé Vatnamælingum og Veðurstofu.</p> <p align="justify">Hvort sem um er að ræða rekstur vatnamælingastöðva, mælingar á jöklabúskap og snjóalögum, athuganir á efna- og eðlisfræðilegum eiginleikum vatnsfalla, dýptarmælingar stöðuvatna, þróun gangabanka og ráðgjafaþjónustu þá gegna Vatnamælingar mikilvægu hlutverki í okkar þjóðfélagi. Oftast snýst málið um rannsóknir og upplýsingar sem koma að gagni við ákvarðanatöku, áætlanagerð og framkvæmdir en eins og við höfum orðið vitni að í fréttum síðustu daga þá er einnig m að ræða aðstoð við almenning í landinu sem þarf að takast á við náttúruöflin í misjöfnum ham.</p> <p align="justify">Vatnamælingar hafa frá 1967 starfað sem deild í Orkustofnun og eru nú undir öryggri forystu Árna Snorrasonar. Vatnamælingar voru lengi fyrir karla í krapinu, en fyrir einum 15 árum varð breyting þar á. margar vel menntaðar konur eru ný meðal bestu vatnamælingamanna.</p> <p align="justify">Alt er breytingum undirorpið og fyrir dyrum standa vistaskipti og nánari samvinna vatna- og veðurmælinga. Talið er víst að sameining Vatnamælinga og Veðurstofu muni styrkja mælingarstarfsemi og nýta betur þekkingu og sérhæft starfsfólk við öflun gagna og úrvinnslu þeirra. Samstarf um vöktun umbrota og flóða hefur þegar skilað góðum árqangri og rauntímavöktun eldgosa reynir á helstu fagsviðp beggja stofnana. Á þessari reynslu er er hægt að byggja og ná viðlðíka árangri á fleiri sviðum.</p> <p align="justify">Alveg eins og vatnamælingar söfnuðu í upphafi mikilvægum upplýsingum sem byggðu grunninn að rafvæðingu landsins þá býður nýrrar stofnunar brautryðjendaverk í því efni að safna upplýsingum um loftslagsbreytingar sem valda okkur mestum áhyggjum í dag. Vatna- og Veðurstofa Íslands gæti orðið leiðandi í rannsóknum á loftslagsmálum, ekki aðeins á Íslandi heldur á heimsvísu, og beitt sér sömuleiðis fyrir rannsóknum á vatnsverndun og sjálfbærri nýtingu vatns sem gætu skipt máli fyrir heimsbyggðina. Vatnsbúskapur jarðarinnar er eitt af helstu framtíðarmálunum sem getur ráðið úrslitum á leið þróunarríkja frá fátækt til bjargálna og gæti einnig teflt friði í heimshlutum í tvísýnu. &nbsp;</p> <p align="justify">Í því undirbúningsstarfi sem unnið hefur verið að vistaskiptum og væntanlegri sameiningu hefur komið í ljós að mikilvægt er að styrkja lagasetningu um vatnafar og jarðvá til samræmis við lög um veðurþjónustu og snjóflóð og skriðuföll. Verði af sameiningu Veðurstofu og Vatnamælinga í byrjun árs 2009 mun sameinuð stofnun hafa breiðara fagsvið og meiri styrk til að sinna ýmsum verkefnum í náttúru Íslands sem fram til þessa hafa legið utangarðs. Nýja stofnunin mun án efa styrkja umhverfisráðuneytið í umsjón vatnsauðlinda okkar og í því verkefni að framfylgja evrópsku vatnatilskipuninni og alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að í þessum málaflokki. Mér finnst ánaægjulegt að sjá að í veglegri dagskrá þessa dags, sem efnt er til í tilefni af 60 ára afmælinu, er mikil áhersla lögð á norrænt og</p> <p align="justify">alþjóðlegt samstarf og það er eins og vera ber. Sem norrænn samstarfsráðherra hef ég fylgst með þeirri áherslubreytingu sem er að verða í norrænu samstarfi ríkisstjórna þar sem ætlunin er að einbeita kröftunum að úrvalsrannsóknum á sviði orku- og loftslagsmála og koma þeim rækilega á framfæri á alþjóðavettvangi. Ég treysti því að þar verði Vatnamælingar framarlega í hinum íslenska flokki á norrænum vettvangi.&nbsp;</p> <p align="justify">Ég dreg enga dul á það að það breytingaskeið sem framundan er getur reynst erfitt. Það verður til menning innan stofnana og fyrirtækja, sem hefur sína kosti og galla, sínar góðu hefðir og sína sérsöku ósiði. Það er meira en að segja það að breyta til. En það er jafnframt spennandi og jafnvel nauðsynlegt ef til þess er gengið með opnum huga. Auðvitað munu Orkustofnun og iðnaðarráðuneytið sjá eftir Vatnamælingum. Þó það nú væri. En það er eins og eftirsjá eftir börnum sem vaxa úr grasi og yfirgefa foreldrahús. Og hvað er betra en að eiga fleyga fugla. Eru ekki orkurannsóknir mest á vegum orkufyrirtækja og verkfræðistofa í dag? Þær voru áður verkefni Orkustofnunar. Eru ekki Íslenskar orkurannsóknir, sem áður voru innan vébanda Orkustofnunar, orðnar að fleygum fugli sem stendur undir sér með sölu á rannsóknum?&nbsp;&nbsp;</p> <p align="justify">Ég legg áherslu á það að ný stofnun, hvaða nafn sem hún nú hlýtur, þróist í nánu samstarfi við aðrar stofnanir, sveitarstjórnir og fólkið í landinu og líka markaðinn. Í okkar þjóðfélagi, sem verður sífellt margbrotnara og þróaðra, er sjálfsagt að opinberar stofnanir stundi dreifingu á verkefnum og valdi, um landið og til markaðarins eftir því sem efni og ástæður bjóða.&nbsp;&nbsp;</p> <p align="justify">Í upphafi máls brá ég upp lítilli mynd af nánu samstarfi veðurfræðings og vatnamælingamanns, Jóns Eyþórssonar og Sigurjóns Rist. Þeir þekktu og skildu hvorn annan án málalengina og vafninga. Það var vegna þess að þeir skildu hve mikilvægt starf þeira voru að vinna langt á undan sinni samtíð. Þeir voru samhentir um markmiðin og staðráðnir í að láta enga erfiðleika hindra sig í að ná þeim. Það er ósk mín til Vatnamælinga á þessum tímamótum þegar vistaskipti og breytingar fara í hönd að andi frumkvöðlanna megi svífa yfir vötnunum og veita ykkur leiðsögn yfir stríða strauma og úfin vötn.</p> <p align="justify">Að svo mæltu fel ég ykkur í hendur umhverfisráðuneytisins og veit að Þórunn Sveinbjarnardóttir mun vel fyrir sjá.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <br /> <br />

2007-11-07 00:00:0007. nóvember 2007Ræða Össurar Skarphéðinssonar samstarfsráðherra á 59. þingi Norðurlandaráðs 1. nóvember 2007

<p>Tale vedrørende Redegørelse om &ldquo;EU&rsquo;s Maritime Politik og Norden&rdquo;</p> <p><span>Fru præsident.</span></p> <p><span>Det er en særlig glæde for mig som gammel fiskermand fra de islandske trawlere og også som en gammel fiskeribiolog, at den første tale, jeg holder i Nordisk Råd, drejer sig om maritim politik. I den forbindelse kan man godt sige, at EU er ved at søsætte en politisk supertanker. Den er lige blevet navngivet: en integreret maritim politik for Den Europæiske Union, og den skal efter færdiggørelse søsættes i december 2007.</span></p> <p><span>Norden har heldigvis gode muligheder for at sørge for godt mandskab på broen og også for godt mandskab til at tage vagten i maskinrummet, og ikke mindst har Norden mulighed for at få indflydelse på, hvad skibet skal lastes med. Kursen og skibets fart bestemmes af de politiske processers hastighed, og lasten er bestemmende for processernes indholdsmæssige substans. Norden har derfor en unik mulighed for at påvirke en af Europas store politiske udfordringer inden for den maritime politik.</span></p> <p><span>EU&rsquo;s maritime politik er EU-landenes samlede vision om en helhedstilgang til havene og oceanerne. Den holistiske tilgang er at se alle maritime sektorers økonomiske aktiviteter med samme optik for derigennem at sikre en økonomisk udvikling af sektorerne, uden at det går ud over miljøet. De centrale elementer i EU&rsquo;s maritime politik er selve handlingsplanen. Den er Kommissionens bud på, hvordan den maritime politik kan realiseres, og handlingsplanen er et dokument med over 50 konkrete forslag, som dækker meget forskellige aktiviteter.</span></p> <p><span>Redegørelsen til Nordisk Råd gennemgår handlingsplanens syv indsatsområders formål og indhold og giver eksempler på nordiske aktiviteter, som matcher de aktiviteter, Kommissionen ønsker sat i gang. Disse områder er: integreret maritim forvaltning, redskaber til integreret politik, maksimal og bæredygtig udnyttelse af havet, kundskabsopbygningen og innovationsgrundlaget for den maritime politik, at levere høj livskvalitet i de kystnære samfund, at fremme europæisk ledelse på de maritime områder og at øge synligheden af det maritime Europa. Til sidst ser redegørelsen på handlingsplanen i et nordisk perspektiv og reflekterer over potentialer i regi af Nordisk Ministerråd.</span></p> <p><span>Vi ved jo, at der pågår flere sammenlignende analyser af nordisk maritim forvaltning. Norge har f.eks. udviklet en forvaltningsplan for Barentshavet og vil fortsætte processen på andre havområder. Under vores, Islands, formandskab i 2004 afholdtes en international konference, Ocean Government, og Island har udviklet en strategi for det islandske havområde.</span></p> <p><span>Nordisk Råd har drøftet EU&rsquo;s maritime politik i de tidlige faser af politikkens udvikling, og jeg er ganske spændt på at se, hvilke perspektiver de mulige fortsatte drøftelser i rådet vil bringe. Hvert enkelt land og Norden som helhed kan på visse områder med stor sandsynlighed bidrage med værdifulde indsatser, som kan matche og løfte kvaliteten af EU&rsquo;s maritime politik, og det er nu vores opgave. <span></span></span></p> <p><br /> &nbsp;</p>

2007-11-05 00:00:0005. nóvember 2007Orkulindir, stóriðja og útrás

<p><span>Orkan og þrautseigjan sigrast á öllum hlutum, sagði sá merki stjórnmála- og uppfinningamaður Benjamin Franklin eitt sinn. Við vitum að einstaklingar sem hlaðnir eru orku og hafa til að bera mikla þrautseigju geta komið miklu til leiðar. Þessar eigindir eiga ekki síður við um stjórnmálahreyfingar og nú hafa veður skyndilega skipast þannig í lofti að Samfylkingin er í einstakri aðstöðu til þess að láta að sér kveða. Við erum full af orku og vilja til þess að takast á við stjórn lands og bæjarfélaga en það mun einnig reyna á þrautseigju okkar við að koma málum fram.</span></p> <p><span>Orkumálin hafa færst í brennidepil stjórnmálanna fyrir margra hluta sakir. Þau eru í miðju umræðunnar um umhverfismál, sjálfbæra þróun og gróðurhúsaáhrif. Allra augu eru á þeim vegna umræðunnar um orkunýtingu til stóriðju eða til annarra iðjukosta. Og þau eru hitamál vegna þess að þekking okkar á nýtingu vatnsafls og jarðvarma og tengsl við jarðvísindamenn um allan heim gætu orðið forsenda stófelldrar útrásar íslenskra orkufyrirtækja ef rétt er á haldið. Einnig á því sviði mun þrautseigjan ráða úrslitum um það hvort við getum látið að okkur kveða þannig að máli skipti til þess að bæta kjör alþýðu manna víða um heim um leið og við stuðlum að sjálfbærri þróun í orkumálum.</span></p> <p><span>Á Íslandi hefur atburðarrásin sett í brennidepil þá staðreynd, að núverandi löggjöf í orkumálum er allsendis óviðunandi. Íslenska löggjöfin veitir þjóðinni ekki vernd gegn ásælni einkafyrirtækja í sjálfar orkulindirnar.</span></p> <p><span>Framsóknarflokkurinn skildi þannig við lagarammann um orkumarkaðinn, að ekki eru nokkur tök á því að koma í veg fyrir að einkamarkaðurinn kaupi sig inn í samfélagsleg orkufyrirtæki, sem eiga að tryggja almenningi lífsnauðsynlega þjónustu af háum gæðum og við sanngjörnu verði. Staðan er einfaldlega þannig, að vilji sveitarfélag &ndash; einsog Reykjanesbær &ndash; selja eign sína í viðkomandi orkufyrirtæki til einkafyrirtækis, þá er enga vernd að finna gegn því í lögunum.</span></p> <p><span>Sömuleiðis er þar engin vernd gegn því að einkafyrirtækið sé útlent og starfi á alþjóðlega vísu. Einu kvaðirnar sem það þarf að undirgangast er að það hafi lögfesti á EES-svæðinu. En hver sem er getur komist fram hjá þeirri kvöð með því að búa til skúffufyrirtæki á því svæði.</span></p> <p><span>Við skulum vera sanngjörn að því leyti að það er auðvitað ekkert áhlaupaverk að búa til raforkumarkað með lögum. Innleiðingin á tilskipun Evrópusambandsins um innri markað fyrir raforku hlaut að valda heilabrotum og hagsmunaárekstum og leiða til ýmissra byrjunarerfiðleika. Reynsla annarra þjóða í Evrópu hefur verið sú að nauðsynlegt hefur reynst að breyta lögum hvað eftir annað í því skyni að þróa orkumarkaðinn. Hér var miðstýringin allsráðandi í byrjun aldarinnar. Iðnaðarráðherra ákvað röð virkjunarframkvæmda. Landsvirkjun hafði forgangsrétt að virkjunarleyfum og bar ábyrgð á raforkuflutningi auk þess sem orkusölusamningar til stóriðju voru háðir samþykki iðnaðarráðherra. Öll stærri orkufyrirtæki landsins voru í eigu opinberra aðila. Allir sáu að það var verið að leggja upp í heilmikið ferðalag úr þessu miðstýrða umhverfi yfir í einhverskonar orkumarkað sem hlaut þó að byggjast á fáum fyrirtækjum.</span></p> <p><span>Þegar lagt er af stað í leiðangur er nauðsynlegt að vita hvert förinni er heitið og hvaða tækjum menn hafa yfir að ráða til þess að komast þangað. Það var í þessu atriði sem undirbúningur fararinnar var í molum. Stjórnvöld köstuðu frá sér stjórntækjum sínum án þess að búa sig út með öðrum áhöldum sem gætu dugað til þess að komast í áfangastað. Látið var undir höfuð leggjast að móta orkustefnu, heildaráætlun um verndun og nýtingu og skilgreina eignarhald á auðlindum og almannaveitum. Við Samfylkingarfólk vorum óþreytandi við að benda á þessa vankanta á undirbúningnum en töluðum fyrir daufum eyrum.</span></p> <p><span>Þetta ástand færðist í kastljós umræðunnar þegar sveitarfélög suður með sjó fóru að selja hluti sína til Geysis Green Energy. Í því efni geri ég engan mun á því hvort félagið sem um er að ræða er með heimilisfesti á Íslandi eða utan þess. Svo lengi sem viðkomandi fyrirtæki er á markaði liggur í augum uppi að það gæti þess vegna á morgun verið orðið að erlendu fyrirtæki.</span></p> <p><span>Ég hef brugðist við þessum lagabresti og örri þróun á orkumarkaðnum með því að vinna hörðum höndum að stefnu, sem tryggir samfélagslega eign á þeim orkulindum sem nú þegar eru í almannaeign, bæði innan ríkis og sveitarfélaga.<span>&nbsp;</span> Slík stefna þarf jafnframt að tryggja að þeir þættir orkumarkaðarins, sem í senn sjá íbúum fyrir lífsnauðsynlegri þjónustu og eru annaðhvort orpnir undir lögbundna eða náttúrulega einokun, verði áfram í félagslegri meirihlutaeign. Undir það síðarnefnda fellur dreifing á rafmagni, heitu og köldu vatni, og fráveitur.</span></p> <p><span>Höfuðatriðin sem þarf að tryggja framgang eru þessi:</span></p> <ol type="1"> <li><strong><span>Lögbundinn aðskilnaður á annars vegar samkeppnisrekstri, þeas. framleiðslu og sölu á orku, og hins vegar á sérleyfisþáttum, þeas. dreifingu orku, ss. rafmagns, heits og kalds vatns, og fráveitum.</span></strong></li> </ol> <p><span>Í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á að Eftirlitsstofnun EFTA og norræn samkeppnisyfirvöld hafa birt tvær nýjar skýrslur á þessu ári. Í þeim báðum er komist að þeirri niðurstöðu að skilja beri að einkaleyfis- og samkeppnisrekstur m.a. til þess að fyrirtæki og mismuni ekki viðskiptavinum sínum.</span></p> <p><span>Samkeppniseftirlitið á Íslandi telur það einnig í bestu samræmi við markmið samkeppnislaga að skilja að eignarhald samkeppnis- og einkaleyfisþátta.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <ol type="1" start="2"> <li><strong><span>Ríki, sveitarfélög eða fyrirtæki í þeirra eigu, megi ekki selja frá sér sjálfar orkulindirnar. Einkaaðilar sem búa yfir orkulindum fá hins vegar að ráðstafa þeim sjálfir að eigin vild í samræmi við lög og reglur. Þess ber hins vegar að geta, að langstærsti hluti nýttra og ónýttra orkulinda er nú þegar í opinberri eigu í gegnum þjóðlendur, ríkisfyrirtæki, ríkisjarðir, sveitarfélög, jarðir í þeirra eigu, eða fyrirtæki sem þau eiga.</span></strong></li> <li><strong><span>Sérleyfis- eða einokunarþættirnir verði í félagslegri meirihlutaeign til að tryggja hagsmuni íbúanna um verð og gæði. Fyrirmyndin að þessu er úr vatnsveitulögunum þar sem kveðið er á um að vatnsveita verður að vera undir slíku eignarhaldi.</span></strong></li> <li><strong><span>Nýting orkulindanna má láta með tímabundnum hætti í hendur einkafyrirtækja gegn fullu gjaldi, sem rennur þá til eigandans hverju sinni, sem er þá ýmist sveitarfélag, fyrirtæki í eigu sveitarfélaga, ríkið, eða fyrirtæki í eigu ríkisins.</span></strong></li> <li><strong><span>Forgangsákvæði tryggi að almennu veiturnar, sem yrðu þá á hendi félagslegs meirihluta, hefðu jafnan tryggan forgang að orku og vatni. Í því felst sterk vernd fyrir neytendur á viðkomandi svæði.</span></strong></li> <li><strong><span>Sömuleiðis yrði tryggt að flutnings- og dreifingarfyrirtæki þyrftu að hlíta ákveðnum kvöðum um verðlagningu, undir eftirliti Orkustofnunar, sem tryggði að verð á þjónustunni væri sanngjarnt, m.ö.o. að ekki yrði okrað á neytendum.</span></strong></li> <li><strong><span>Kveða þyrfti einnig á um uppsögn á samningi um nýtingarrétt ef þjónusta fullnægði ekki ákveðnum, skilgreindum skilyrðum, til dæmis varðandi gæði og verðlagningu á framleiðslunni, hvort sem þar er um að ræða rafmagn eða annað.</span></strong></li> </ol> <p><span>Mér virðist sem almenn pólitísk samstaða hafi skapast um þessi meginatriði. Í því sambandi gladdi það mig sérstaklega að forsætisráðherra tók af skarið í viðtali við Viðskiptablaðið fyrir skömmu og sagði að það stæði ekki til að einkavæða orkulindirnar.</span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></p> <p>Orku og stóriðjumál eru samtengd. <span>Eins og málum er nú háttað hafa stjórnvöld engin bein stjórntæki til þess að stýra uppbyggingu stóriðju á landinu &ndash; eða hafa áhrif á staðsetningu hennar eða tímasetningar byggingaráfanga.<span>&nbsp;</span> Þannig gæti bygging álvers í Helguvík hafist á fyrri hluta næsta árs (2008) án þess að ríkisvaldið hafi haft nokkuð með framvindu þess máls að gera.<span>&nbsp;</span> Forsendur slíkra framkvæmda eru aðallega að samningar hafi náðst um kaup á raforku og flutningi hennar og að kröfur laga um umhverfis- og skipulagsmál séu uppfyllt.<span>&nbsp;&nbsp;</span> Stjórnvöld hafa engin tæki til að stýra framkvæmdum, þannig að þær falli sem best að æskilegustu efnahagsþróun, t.d. framboði á innlendu starfsfólki, stöðu framkvæmda í víðara samhengi og öðrum hagvaxtarþáttum.<span>&nbsp;</span> Í þessu felst m.a. eins og ég sagði áðan að stjórnvöld geta ekki haft áhrif á tímasetningar framkvæmda eða hvar þær væru best í sveit settar, t.d. miðað við markmið ríkisstjórnarinnar um jöfnun búsetuskilyrða og félagslegra lífsgæða.<span>&nbsp;</span> Stjórnvöld verða, í þessu tilliti, að lúta því sem að hendi ber hverju sinni. Þetta er að mínu mati óviðunandi, og þarfnast rækilegrar skoðunar.</span></p> <p>Þau skilyrði sem hér hafa verið fyrir hendi til þess að afla grænnar og hagkvæmrar orku hafa vakið athygli allra helstu álframleiðenda heims. Það hefur leitt til þess að flest hinna stærri álfyrirtækja hafa að undanförnu komið og kynnt sér aðstæður. Um leið stefna þeir erlendu fjárfestar, sem þegar hafa búið um sig hér, að því að auka álframleiðslu. Það má eiginlega segja að fleiri berji nú á dyr en en boðnir eru eða rúmast í veislusalnum. Það kemur til af fernum ástæðum:<span>&nbsp;&nbsp;</span>&nbsp;</p> <p><strong>Í fyrsta lagi</strong> er öllum að verða ljóst að gjöfular orkulindir landsins eru takmarkaðar og að það er ekki æskilegt að nýta þær nær eingöngu til málmvinnslu. Það þarf svigrúm til að byggja upp aðrar orkufrekar atvinnugreinar, sem menga minna og auka fjölbreytni atvinnulífsins. Í árslok 2008 má búast við því að framleiðslugeta í þremur álverum landsins verði nálægt 800 þúsund tonnum á ári. Öll fyrirtækin hafa uppi áform um að auka álframleiðslu ýmist með byggingu nýrra álvera eða stækkun álvers sem fyrir er.<span>&nbsp;</span> Þar er ég að vísa til áforma um álver Norðuráls í Helguvík, áforma um álver Alcoa á Bakka við Húsavík og til hugsanlegrar stækkunar<span>&nbsp;</span> álvers<span>&nbsp;</span> Alcan í Straumsvík.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Samtals gæti þessi<span>&nbsp;</span> aukning orðið álíka mikil eða um 800 þús. tonn á ári og þannig tvöfaldað ársframleiðsluna. Hún yrði þá, ef þær hugmyndir yrðu að veruleika, 1,6 milljónir tonna á ári um 2015.<span>&nbsp;</span></p> <p>Samhliða hafa svo fregnir af öðrum verkefnum skotið upp kolli í fjölmiðlum og verið kynntar stjórnvöldum. Þar hefur m.a. verið rætt um tvö álver í Þorlákshöfn, annað á vegum Alcan og hitt á vegum Arctus, og um álver Hydro á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd.<span>&nbsp;</span> Ef öll þessi áform yrðu að veruleika yrðu á Íslandi framleidd samtals tæplega 2,9 milljónir tonna af hrááli. <u>Nær öll raforkuframleiðslugeta Íslands væri þá fullnýtt</u>.<span>&nbsp;</span> Það er varla ágreiningur um að slíkt dæmi gengur ekki upp. Þeir, sem það telja, búa einfaldlega í draumalandinu. <span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><strong>Í öðru lagi</strong> getur verið áhættusamt í efnahagslegu tilliti að binda of stóran hluta útflutningstekna þjóðarinnar við einhæfa framleiðslugrein eins og dæmin úr sjávarútvegi sanna.<span>&nbsp;</span> Það sem eitt sinn var byggt upp í þeim tilgangi að auka fjölbreytni útflutnings getur snúist upp í andhverfu sína.<span>&nbsp;</span> Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur í skýrslum sínum um íslenskt efnahagslíf ítrekað, og af sívaxandi þunga, bent á nauðsyn þess að reynt verði að meta hve langt megi ganga í þessa átt og hvar áhættumörkin liggi.</p> <p>Hið sama hefur margoft komið fram í opinberri umræðu og hjá greiningardeildum bankanna. Það<span>&nbsp;</span> er semsagt uppi krafa um að þjóðhagsleg úttekt verði gerð á hagrænum áhrifum aukinnar stóriðju með hliðsjón af stærð og viðkvæmni íslenska hagkerfisins, og heildar nettóarðsemi af iðnaðinum og orkusölu til hans. Það er ekki nóg að meta aðeins hagvaxtaráhrif einstakra framkvæmda og bera þau saman við þann valkost að ekkert annað kæmi í staðinn. Inn í dæmið þarf að reikna fórnarkostnað annars atvinnulífs og umhverfis, hæfilegt endurgjald fyrir nýtingu náttúruauðlinda auk áhættu fyrir hagkerfið og líkur á meiri óstöðugleika. Það er OECD sem svona talar.</p> <p>Ég hef sem iðnaðarráðherra ákveðið að bregðast við þessari áskorun OECD. Ég hef ákveðið að fela sérfræðingum að meta á faglegan hátt hagrænar afleiðingar af aukinni álframleiðslu á næstu árum.<span>&nbsp;</span> Upplýsingar sem þannig fengjust ættu að auka möguleika til þess að stýra fjárfestingunum eða afstýra þeim ef<span>&nbsp;</span> niðurstöður benda til þess að verkefni setji efnahagslífið á annan endann. Nú standa yfir viðræður við fjármálaráðuneytið og Hagfræðideild Háskóla Íslands um útfærslu og framkvæmd málsins. Greinargerð með niðurstöðum úr þessu mati ætti að liggja fyrir á útmánuðum.</p> <p><strong>Í þriðja lagi</strong> vitrum við öll að málmiðnaður losar gróðurhúsalofttegundir. Alþjóðasamþykktir, sem Ísland er aðili að, setja Íslendingum því skorður hvað stóriðju varðar. Með þeim iðnaði og aukinni álframleiðslu, sem nú þegar hefur verið samið um og verður komin í gagnið á næsta ári, hefur Ísland nýtt rúmlega ¾ hluta heimilda til losunar gróðurhúsalofttegunda. Það ætti því að vera öllum ljóst að svigrúm til enn frekari álvinnslu verður miklu þrengra í framtíðinni en margir virðast telja.</p> <p><strong>Í fjórða lagi</strong> verðum við hafa næga orku til að byggja upp öðru vísi iðnað, sem þarf orku, en mengar minna og skapar í sumum tilfellum miklu fleiri störf á hvert Megawatt. Á síðustu misserum hefur sem betur fer orðið vart verulegs aukins áhuga erlendra aðila á að fjárfesta á Íslandi í öðrum atvinnugreinum en frumvinnslu á áli. Bæði ég og forsætisráðherra höfum talað skýrt um það að orkufyrirtækin verði að hafa rúm fyrir þær. Þannig sagði forsætisráðherra í stefnuræðu <span>sinni á Alþingi í haust að við þyrftum &ldquo;að gæta þess að takmörkuðum orkuauð&shy;lind&shy;um verði ráðstafað af skynsemi og að rúm verði fyrir nýja atvinnustarfsemi til að renna enn frekari stoðum undir hagkerfið&rdquo;.</span></p> <p><span>Það er ekki hægt að tala um nýja möguleika á sviði íslenskrar orku, án þess að reifa íslensku orkuútrásina. Hún er hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar í orkumálum. Í stefnuyfirlýsingu <span>&nbsp;</span>er sagt skýrum stöfum að ríkisstjórnin vilji leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo &ndash; einsog þar stendur &ndash; &ldquo;að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í útrás orkufyrirtækja.&rdquo;</span></p> <p><span>Það hefur fallið í minn hlut að fylgja þessu eftir, sem ráðherra orkumála, og það hef ég gert svikalaust. Ég tel að það séu gríðarlegir möguleikar fólgnir í útrásinni, og eftir ferðalög mín í tengslum við útrásina til Þýskalands, Indónesíu og Filippseyja, tel ég að Vörumerkið Ísland sé ótrúlega verðmætt á þessu sviði.</span></p> <p><span>Útrásin er nú komin á flugskrið. Ég tel litlar líkur á að atburðir og deilur síðustu vikna breyti því. Það kunna að koma aðrir leikendur til skjalanna, en útrásin mun halda áfram. Víða um lönd hafa íslensk fyrirtæki, Enex, Geysir Green Energy, og hið umdeilda dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, REI, ásamt dótturfyrirtækjum, ýmist ein og sér, eða í samvinnu, eða jafnvel í samvinnu við erlend fyrirtæki í viðkomandi löndum, verið að hasla sér völl.</span></p> <p><span>Haldi útrásin áfram með núverandi skriði er líklegt að á næstu 2-3 árum muni hún fyrst og fremst felast í tvennu. Annars vegar munu íslensku útrásarfyrirtækin halda áfram að kaupa sig inn í, eða yfirtaka orkufyrirtæki sem eru starfandi.<span>&nbsp;</span> Hins vegar munu þau halda áfram að verða sér úti um ný svæði, sem enn eru ónýtt, einsog í stóru jarðhitalöndunum á borð við Indónesíu, og hefja þar uppbyggingu. Það tekur nokkur ár að hefja vinnslu á ónýttum svæðum, en flest þeirra sem eru á radar íslensku fyrirtækjanna hafa þegar verið kortlögð og rannsökuð, mörg af fyrrverandi nemendum íslenska jarðhitaháskólans.</span></p> <p><span>Íslenskar fjárfestingar á sviði jarðorku gætu því á næstu 2-3 árum orðið 50 &ndash; 100 milljarðar á ári, en gætu síðar miðað við áætlanir þeirra sem stýra útrásinni aukist í 2-300 milljarða á ári. Miðað við þann mikla áhuga sem er á alþjóðlega vísu á því að virkja jarðhita, og þær undirtektir sem íslensku útrásarfyrirtækin hafa fengið í stóru jarðhitalöndunum, einsog Indónesíu, Filippseyjum og Bandaríkjunum, þá er ekki ólíklegt að innan 10 ára gætu fjárfestingar íslenskra útrásarfyrirtækja á sviði jarðorku numið yfir 2 þúsundum milljarða íslenskra króna og í hreinni íslenskri eign yrðu þá 10-15 þúsund MW jarðorkuvirki &ndash; í 20 til 30 löndum. Til samanburðar má nefna að uppsett afl jarðvarmavirkjana í heiminum er um 9 þúsund MW í dag, miðað við síðustu fáanlegar tölur.</span></p> <p><span>Þetta kunna að þykja mjög stórar tölur en eru þó hóflegri en þær, sem byggja á bjartsýnustu áætlunum. Gengju þessi áform útrásarinnar eftir þá eru þetta samt sem áður innan við 0,3% af orkumarkaði heimsins.</span></p> <p><span>Jarðhitinn er mörgum svo framandi, að hann hefur varla komist á blað. Nú er á því gríðarleg breyting, og alls staðar þar sem von er á jarðhita, þar eru menn að ráðast í að virkja hann. Það er bersýnilega vakning á þessu sviði, og Íslendingar eiga að nýta sér hana. Hver hefði til dæmis hugsað sér að Þýskaland gæti bæst í hóp jarðhitalanda? Ég tók þar skóflustungu að jarðgufuvirkjun í sumar í Bæjaralandi þar sem Enex er að reisa sína fyrstu stöð í Þýskalandi. Bara í Þýsklanadi eru íslensk fyrirtæki komin með á annan tug leyfa til að reisa jarðgufuvirkjanir.</span></p> <p><span>Vakninguna sjáum við líka í löndum einsog Indónesíu. Þar er að finna mestu jarðhitasvæði heimsins, og varleg áætlun gerir ráð fyrir því að þar sé hægt að virkja fast að 30 þúsund MW. Indónesar ætla sér að virkja á næstu 10 árum um 6-8 þúsund MW, og<span>&nbsp;</span> þurfa bæði tækniþekkingu og fjárfestingar til að það geti orðið. Ég kom sjálfur með yfirmanni jarðhitadeildar ríkisorkufyrirtæksins í Indónesíu upp í 140 MW stöð í fjöllunum í Kamojang í Indónesíu, þar sem er hægt amk. að virkja 300-350 MW.<span>&nbsp;</span> Yfirmaðurinn, sem hafði verið í jarðhitaskóla SÞ hér á landi, bókstaflega bað mig um að beita áhrifum mínum til að íslensk fyrirtæki stofnuðu félag með Indónesum um áframhaldandi uppbyggingu þessarar stöðvar, og kæmu jafnt með tækniþekkingu sem fjármagn til að stækka virkjunina sem fyrst upp í 3-350 MW.</span></p> <p><span>Kollegi minn, orkuráðherra Indónesíu, sem kom hingað í opinbera heimsókn í sumar, og ég endurgalt nú fyrir tveimur vikum, sagðist aldrei hafa orðið jafn upptendraður og þegar hann hlustaði á íslenska vísindamenn lýsa möguleikum djúpborananna. Á sviðinu í fundarsalnum í Orkuveitu Reykjavíkur sagði hann uppnuminn að ef sú tækni gengi, og hægt yrði að yfirfæra hana á Indónesíu, þá væri hægt að sjá 230 milljón manna þjóð fyrir öllu sínu rafmagni úr jarðhita. Í þessu starfi okkar á vísindasviðinu felst einstakt forskot sem allir í hinu alþjóðlega jarðhitasamfélagi vita um. Við skulum hins vegar gera okkur grein fyrir því, að samkeppnin mun harðna. Mörg stóru olíufélaganna eru að fara inn í jarðhita, og sum eins og t.d. Chevron, eru komin á fullan skrið.</span></p> <p><span>Þegar ég sat með Gloríu Arroya forseta Filippseyja hafði hún með sér þrjá sérfræðinga, þar á meðal ungan yfirmann ríkisorkufyrirtækisins, sem virtist vita allt um Ísland enda hafði hann verið hér. Hún spurði hann ströng á svip: Hverjir eru bestir í jarðhita? Hann hallaði sér fram og sagði kappsfullur: Íslendingarnir! Þá fáum við þá, sagði Gloría forseti. Þetta sýnir virðinguna sem vörumerkið Ísland nýtur á sviði jarðhitavinnslu.</span></p> <p><span>Við sem jafnaðarmenn verðum að gera okkur grein fyrir að útrásin snýst ekki aðeins um að finna íslenskum höndum og hugum viðfang, eða ávaxta íslenskt fjármagn. Hún snýst líka um allt annað og meira. Tökum Djíbútí, þar sem Íslendingar eru á leið í níu milljarða fjárfestingar, til að virkja jarðhita í Sprungudalnum mikla sem liggur um Austur-Afríku. Þar er mikill orkuskortur, sem stendur bæði heilbrigði landsmanna og uppbyggingu atvinnulífs fyrir þrifum. Það rafmagn, sem þar er falt, er allt framleitt með litlum dísilrafstöðvum.<span>&nbsp;</span> Það mengar, og það er ótryggt. Það sem skiptir kanski mestu fyrir líf fólksins í Djíbútí er að það er fokdýrt. Þar kostar kílówattstundin 17-18 sent. Íslensku orkufyrirtækin gætu með því að virkja jarðhitann rafvætt Djíbútí og selt landsmönnum rafmagn, fyrir þriðjung af því verði sem menn borga í dag. Þetta snýst þessvegna líka um það að lyfta kjörum fátæks fólks, og gera líf þess léttara. Er það ekki líka okkar hlutverk?</span></p> <p><span>Tökum svo hana Meseret, sem var heimagangur hjá mér og Dr. Árnýju, sem hefur frá upphafi kennt við Jarðhitaháskólann. Hún er frá Eþíópíu, og er nú orðinn yfirmaður jarðhitastofnunar landsins. Hún var hér í sumar, og á sér ekki ósk heitari en þá, að íslensk fyrirtæki geri svipaðan samning við Eþíópa og þau gerðu í Djíbútí. Afhverju? Af því það er langbesta von þeirra til að fullt af fólki, sem ekki hefur efni á rafmagni í dag, geti lýst upp hús sín og skapað atvinnu &ndash; í krafti íslensks fjármagns og þekkingar &ndash; í samvinnu við heimamenn einsog hana Meseret. Ég hitti hana von bráðar á fundi Alþjóðaorkuráðsins, og bæði hún og ég vonumst til að þá verði undirritaður samningur, eða viljayfirlýsing, milli Eþíópu og íslensks fyrirtækis um jarðorkuvinnslu í Eþíópíu.</span></p> <p><span>Heimurinn er allur í vörn gegn þeim hamförum sem gætu leitt af hlýnun jarðar, og alls staðar eru menn að reyna að finna leiðir til að draga úr henni, með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Orkuvinnsla úr jarðhita er ein af leiðunum, og sú leið sem við kunnum. Jarðhiti leysir að sjálfsögðu ekki öll þau vandamál. En einsog Al Gore, friðarverðlaunahafi Nóbels sagði í einni af bókum sínum, þá getur jarðhiti, sólarafl og vindorka, hugsanlega leyst um fimmtung af þeim vanda í framtíðinni.</span></p> <p><span>Okkar hlutverk er að ýta fram jarðhitanum. Við kunnum að vera lítil þjóð, en á sviði jarðhita og orkuvinnslu úr jörðu erum við stórþjóð. Við höfum því móralska skyldu til að koma okkar þekkingu á framfæri, og ýta við öðrum þjóðum að ráðast í nýtingu sinna eigin jarðorkulinda. Það getur orðið okkar mikilvægasta <span>&nbsp;</span>framlag til að leysa vandamálin sem stafa af hlýnun jarðar.</span></p> <p><span>Við Íslendingar búum við forskot sem aðrar þjóðir hafa ekki:</span></p> <p><strong><span>Í fyrsta lagi</span></strong> <span>höfum við trú á jarðhita, og vitum að hann er hluti af daglegri velferð okkar sem þjóðar.</span></p> <p><strong><span>Í öðru lagi</span></strong> <span>búum við að lengstri reynslu allra við nýtingu jarðhita, en sú grein á 100 ára afmæli hér á landi í ár.</span></p> <p><strong><span>Í þriðja lagi</span></strong> <span>þá eigum við afkastamestu og best reknu jarðorkufyrirtæki í heiminum, þar sem eru Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja.</span></p> <p><strong><span>Í fjórða lagi</span></strong> <span>eigum við þá stofnun sem hefur allra skyldra stofnana í heiminum yfir að ráða mestu atgervi á þessu sviði, og ég á þá við Íslenskar Orkurannsóknir.</span></p> <p><strong><span>Í fimmta lagi</span></strong> <span>eigum við eitt besta borfyrirtæki á sviði jarðgufuborana.</span></p> <p><strong><span>Í sjötta lagi</span></strong> <span>eigum við eina bankann sem hefur sérhæft sig í fjármögnun jarðhitavirkja og gjörþekkir það svið einsog umsvif hans á þessu sviði í Bandaríkjunum sýna.</span></p> <p><strong><span>Í sjöunda lagi</span></strong> <span>erum við með í þróun merkustu tækninýjungarnar, sem eru djúpboranirnar. Þær gætu allt að tífaldað aflið úr sérhverri holu og 3-4 faldað afrakstur hvers jarðhitasvæðis.<span>&nbsp;</span> Ég nefni ekki einu sinni pælingar Alberts Albertssonar hjá Hitaveitu Suðurnesja um að virkja háhitasvæði á hafsbotni, sem örugglega verður gert í framtíðinni.</span></p> <p><strong><span>Í áttunda,</span></strong> <span>og síðasta lagi, þá erum við með forskot í formi leynivopns sem er vitaskuld Jarðhitaháskóli Sameinuðu þjóðanna hér á Íslandi, rekinn af einvalaliði, og við höfum frá upphafi kostað hann að 90%.</span></p> <p><span>Það er ekki hægt að skiljast við orkumál, og orkuútrásina, án þess að ræða Jarðhitaháskólann. Í gegnum hann hafa farið hátt í 600 manns frá því hann tók til starfa. Lauslegar kannanir sýna, að langflestir sem hafa farið um hann halda áfram að starfa í sinni grein, margir þeirra eru orðnir millistjórnendur í jarðhitafyrirtækjum og rannsóknarstofnunum sinna ríkja, og allir eiga það sameiginlega að þykja vænt um Ísland, minnast þess með hlýhug, og líta á sig sem hluta af hinu laustengda alþjóðlega íslenska samfélagi. Þetta er ómetanleg auðlind sem Íslendingar eiga þegar kemur að útrás í jarðhita. Um það sannfærðist ég þegar ég átti kost á að bjóða fyrrum námsmönnum við jarðhitaháskólann til endurfunda bæði í Indónesíu og Filippseyjum. Hlýhugur þeirra, og þakklæti í okkar garð, var einstakur, og það fór ekki á milli mála, með hverjum þau vilja að ríkisstjórnir sínar vinni í jarðorkumálum.</span></p> <p><span>Ég fullyrði að Jarðhitaháskólinn er líklega best heppnaða þróunaraðstoð sem Íslendingar hafa nokkru sinni lagt út í. Þessi tengsl eigum við að rækta. Við gerum það til dæmis með því að á næstu árum mun Jarðhitaháskólinn standa fyrir sumarskólum í Indónesíu og Filipsseyjum, þar sem helstu sérfræðingar hans, íslenskir og erlendir, munu kenna. Sumarskólarnir verða opnir öllum asískum jarðhitafræðingum. Þetta er í takt við svipuð námskeið sem Jarðhitaháskólinn hefur haldið í öðrum heimsálfum, eins og í Afríku.</span></p> <p><span>Nú stendur fyrir dyrum að auka þróunaraðstoð, og ég hef rætt það við góðar undirtektir bæði hjá utanríkisráðherra og óformlega í ríkisstjórn, að hluti af því verði notaður til að bjóða efnilegum stúdentum við skólann upp á möguleika til að ljúka hér á landi meistaragráðu og jafnvel doktorsgráðu. Það mun í senn auðga samfélög þeirra að þekkingu á þessu sviði, bæta einstaklingana sjálfa einsog öll menntun gerir jafnan, en það mun ekki síður verða öflugt liðsinni við íslensku útrásina &ndash; sem mun öðru fremur takmarkast af þjálfuðum mannafla.</span></p> <p><span>Við, einsog Indónesar og Filippseyingar gera, þurfum að standa vörð um eignarhald á orkulindum okkar. Þær eru partur af sjálfstæði og velferð okkar sem þjóðar, og þær á ekki að láta af hendi.</span></p> <p><span>Við þurfum líka að gæta þess að hafa ekki öll okkar orkuegg í einungis einni körfu, og verðum að kosta kapps um að það sé rúm fyrir fleiri orkufrek fyrirtæki en aðeins álfyrirtækin &ndash; ekki síst þau sem menga lítið, og skapa mikla atvinnu fyrir jafnt iðnaðarmenn, ófaglært fólk og háskólagengið.</span></p> <p><span>Við eigum líka að styðja útrás orkufyrirtækjanna af kappi, hvað sem þau heita, og skapa þannig í senn aukna vinnu fyrir íslenskt hug- og verksvit, ódýra orku fyrir almenning í fátækum löndum, og leggja okkar af mörkum til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda.</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2007-10-17 00:00:0017. október 2007Útskrift Jarðhitaskólans

<p>Dear friends, ladies and gentleman,</p> <p align="justify">You are the vanguard of the new geothermal generation. All of you come from countries that possess great geothermal potential. All of you are privileged to be able to take part in the great build-up of geothermal power plants, inyour own country or elsewhere, that I belive we shall see in the next decade.</p> <p align="justify">This also means, that you will be able to contribute not only to increase the wealth and development of your own country, but also to take part in solving the climatic problems that the whole world is facing.</p> <p align="justify">It is therefore with particular pleasure that I address you here today on this 29thy graduation ceremony of the UNU Geothermal Training Programme in Iceland &ndash; as a minister with particular interest as well as affection for the geothermal science.</p> <p align="justify">As some of you may know, I have a long standing relationship with this school.</p> <p align="justify">My wife, who has had the good or bad fortune to suffer me for almost 35 year in rather a happy marriage, has been a teacher at this school almost since its foundation, and throughout the years I have come to know quite a few of the students that have passed though its corridors.</p> <p align="justify">I certainly know a few in this audience, both from the present students, as well as some former ones, that have already made good careers in their own countries and are present here to day, visiting Iceland in relation to the IGE-meeting.</p> <p align="justify">So, I can state without reservation that I am truly a part of the international geothermal community.</p> <p align="justify">It is a pleasure to see you all.</p> <p align="justify">Allow me to use this opportunity to congratulate all of you on this occasion. First and foremost my congratulations go to the 21 individuals who are graduating today, but I also would like to congratulate the staff and teachers of the programme. They have done a fantastic job throughout the years, and I esp. congratulate Ingvar Birgir on the splendid success of the school.</p> <p align="justify">Ladies and gentlemen,</p> <p align="justify">I believe Iceland really can and has a moral duty to contribute to the production of green energy in the world on a much larger scale than we already do. Only today I read in the papers an interview with John Lund, the president of the IGE, who stated that Iceland was in the forefront of developing the geothermal science in the world, and that in his country, the USA, Icelandic geothermal companies were sougth after due to their success in power generation, and had great tasks ahead.</p> <p align="justify">I would like to take this opportunity to share with you some of my views on Iceland&rsquo;s role in the field geothermal energy. I always do, when I find the audience!</p> <p align="justify">They Icelanders are a self-proclaimed geothermal nation, and it has gradually become a part of our identity. I state without any reservation that the Icelanders are today among the world´s leading experts in the utilisation of geothermal energy. They posess not only state-of the art, but wield a breaking-edge technology on all fronts geothermal.</p> <p align="justify">In Iceland we have the longest track record in the use of geothermal energy, stretching back almost a century although production of electricity by geothermal means has only really taken off in the last decade or so.</p> <p align="justify">We also have the very strong geothermal energy companies, that have built up a lot of capital, and are ready and willing to expand abroad.</p> <p align="justify">I think we also - probably - possess the largest pool of educated talent in this particular field, one of the worlds most experienced geothermal drilling company is Icelandic and already operating around the globe, and presently we are developing a truly break-through technology that may enable to harness much greater energy from the geothermal fields than has been possible to date. I am, of course, referring to the deep-drilling project, that excites really a lot these days.</p> <p align="justify">Iceland is a small country and we may not have so much to contribute in other fields to fight the climatic problems, that overshadowhe so many nations today. It is therefore my firm believe, that our major contribution could &ndash; and should &ndash; be in making our expertise and experience in harnessing power from the earth and in building geopower plants available to the world.</p> <p align="justify">I also happen to think that this is our ethical and moral duty to the rest of the world, as I stated before.</p> <p align="justify">Geothermal energy is not going to solve the global problem, but it can be a part of the solution, and it is the field, where we, the Icelanders, and you, the future scientists in this particular science, can put our weight on the scales.</p> <p align="justify">Sometimes, when I give my vision on Iceland and the possibilities of geothermal power in the future, people ask me politely what this really has that to do with the rest of the world? Isn´t Iceland a volcanic island, and are there any geothermal fields to be harnessed in other parts of the world?</p> <p align="justify">You know the answer better than most. It is a firm yes.</p> <p align="justify">The truth is, that there are vast untapped geothermal resources in most parts of the world. In at least 140 countries geothermal energy is to be found in some form or other.</p> <p align="justify">You know the potential in your own countries. We know what can be done, and how to do it.</p> <p align="justify">As you can hear, the government that I represent as Minister for Industry and Energy has strong plans on promoting geothermal energey, and the production of geothermal power. That applies not only to Iceland, but to as many other countries as possible.</p> <p align="justify">When the government was formed last spring, we agreed a policy that included a clear commitment to the export of our experience and knowledge within the field of geothermics.</p> <p align="justify">Experience shows, however, that it is not enough to offer technological assistance. A lot of nations lack the financial strength to be able to invest on basis of the technology on offer. We as a government have therefore supported that Icelandic technical knowledge and experience in geothermics be joined with private capital, be it from our own strong financial institutions, banks from host-nations or international companies, to work globally for that aim.</p> <p align="justify">You perhaps know the story of Reykjavik Energy Invest, Rei, and its merger with Geysir Green Energy. This new company has great plans, and it moves swiftly, and already is making contracts in several countries. Most of you are likely to encounter it sooner than later in your own countries, be they in Africa, Asia or South-America. Some of you may even become employees for them in your countries, or continents, and thus continue your relationship with Iceland.</p> <p align="justify">I add, as I know a few of you come from Indonesia and the Philippiens, that next week I shall visit my colleaques in these two countries in my capacity as Minister for Energy, with a delegation from Reykjavik Energy Invest.</p> <p align="justify">Ladies and gentleman,</p> <p align="justify">The Icelandic government is committed to continue contributing with the export to of know-how through our schools and our scientists. I am proud to say that The United Nations University Geothermal Training Programme is an excellent example of this. Through it we have now had the pleasure of graduating 380 UNU fellows from 41 countries.</p> <p align="justify">As a result, in many countries in Africa, Asia, Central America and Central and Eastern Europe, graduates from the UN University in Iceland are among the leading specialists in geothermal research and development. They have been very successful, and have contributed significantly to energy development in their parts of the world. The same will apply to you.</p> <p align="justify">I have strongly advocated with a view to the governments pledge to increase aid to developing countries, that more money should in the coming years be advanced to the Geothermal Training Programme. Increased funding should particularly be diverted to increase the number of students offered to finish a Master´s Degree, and even advance to a PhD. I have discussed this both within the government, and especially with the Foreign Minister. The idea has been welcomed and appreciated.</p> <p align="justify">When you go home to your own countries, do not forget Iceland. We are a small nation, but our journey from being an underdeveloped country to a wealthy nation is an example, that a lot of nations can learn from.</p> <p align="justify">The story of Iceland transforming itself from an underdeveloping country at the end of the WW, and into a modern high-income welfare state in a relatively short period of time, is unquestionably closely related to our success in the utilization of renewable energy sources.</p> <p align="justify">Our example can serve as a show-case, and a very potent example, for a great many countries in the world, not least those nations with geothermal potential.</p> <p align="justify">And that is the role and duty of you, to use your education, learning and experience to create wealth for your people and at the same time to assist the transition of the world from being dependent on fossil fuels to renewable resources. Of course, geothermal power will not solve all the problems, but a part of it. You can contribute, and you should not only regard it as a duty, but a privilege.</p> <p align="justify">Dear friends,</p> <p align="justify">I know - if not from contacts with some of you personally the through my wife - how hard you have worked during your study in Iceland. It is hard to come to a foreign country from afar, where you hardly no anyone. I, who took my Ph.D. in a country I had never visited before, know that from my own experience. I know too, that it must be difficult to join a new culture, suffer, embrace, and perhaps come to love our strange climate.</p> <p align="justify">But it shows the calibre of the students, the strength both of you and the school, that all of you have succeded in finishing your study, and your story is therefore a story of success. Now you will go to your own countries, where you shall use your new experience, and continue to work hard for the good of your nations, and the good of the world. In that sense, you are privileged, you have a chance to pay back to your societies, and to the world.</p> <p align="justify">You will be a valued addition to the ever growing legion of able scientists around the world, who are going to create a new and a better future, for yourselves, for your families, for your nations.</p> <p align="justify">Be optimistic, resilitent, hard-working, and the future is yours.</p> <p align="justify">I trust that you have enjoyed your stay in Iceland and go from here with fond memories.</p> <p align="justify">I wish you all well for the future, and again, congratulations on your gradutation.</p> <p align="justify">Do not forget us.</p> <br /> <br />

2007-10-08 00:00:0008. október 2007Vísinda- og tækninefndarfundur á ársfundi NATO

<p>Dear friends, it&rsquo;s good to see you here in Iceland and nice being with you again. I had several good years with you in this prestigious assembly, and even serving on this committee with several of you, among other both the chair- and vicechairmen who remain my good friends.</p> <p>In my new capacity as Minister of Industry and Energy I am going to touch on some topics concerning energy supply and climate change, with special reference to the Icelandic situation.</p> <p>I believe, the energy risks for my country reflect the risks for the Arctic , that as we know is the most fragile part of the world´s ecosystem, the one at greatest risk, and the one that takes longest to heal in case of environmental accidents.</p> <p>I also happen to believe, that in terms of energy innovation, in terms of green energy, Iceland can serve as a positive example &ndash; esp. to the developing countries. Iceland has something special to contribute in terms of it´s unique experience and expertice in geothermal technology.</p> <p>Let us, however, start with global issues. A modern society can not function without energy. It is therefore of paramount importance that citizens and businesses have access to secure and affordable energy. Disruption in the flow of energy or fluctuations in prices can have enormous economical and thus social consequences. Unfortunately, the likelihood of such disruptions seems to be increasing. Changes in global demand, increased dependence on fossil fuel, fears that the peak in oil production may be approaching or even past, the threat of terrorism and natural disasters &ndash; all these factors are already affecting us.</p> <p>They are reflected in our daily lives by ever increasing energy prices. They have already have lead to competition if not conflicts over resources. Add to that the issue of climate change and it is clear that the situation could develope gravely for many countries and regions. It is therefore not surprising that energy security is high on the political agenda, and has on several occasions been raised at meetings og Nato.</p> <p>As already stated, we probably are fast approaching the limits of finding more of the conventional carbon-hydrate resources. Of course, there are still new fields to be developed. We know there are vast reserves of oil in the high Arctic, the USA Energy Authorities have stated just recently that huge potential is on and off the coast of East-Greenland, and here in Iceland we are now certain that there are potientially rich oil-fields in the northernmost parts of the Icelandic economic zone.</p> <p>All these areas will be harvested, and of course, in due course they, like any other oil-fields, will finally run to an end. The core issue obviously is therefore to reduce our dependence on carbon-rich fuel, which increasingly has to be imported to our part of the world. Our only viable options into the future are, therefore, basically the following:</p> <p>Firstly, better energy efficiency, preferably leading to a considerable reduction in our energy needs. Secondly, and perhaps most vitally, innovations and technical break-throughs that will lead to the use of more and diverse renewable resources of all kinds. Thirdly, the development of new technology related to carbon sequestration, as already being experimented with in several places. In Iceland , for example, our geothermal companies and university faculties have started promising experiments with several leading American Universities on this matter, where CO2 is put in contact with basaltic layers deep in the earth, and changed into quartz by chemical reaction.</p> <p>Fourthly, in connexion with the carbon sequestration it is a desirable option to develop clean coal- technology in order to enable us to utilize the vast coal and unconventional fuel resources in some of our member states - with due respect to the atmosphere.</p> <p>In the fifth place &ndash; but not to my liking - some countries want to increase the use of nuclear energy. That as you know is a highly charged and controversial issue.</p> <p>Let me now turn to the energy situation in Iceland and what lessons we can draw from it for the world at large. Our situation is actually quite different from most other countries. We are by nature blessed by relatively huge renewable energy- resources, both hydro and geothermal.</p> <p>At the end of World War 2 Iceland was as dependent on oil as any other western country. However, in the lifetime of only one generation we have managed to change from being largely an oil-dependent economy to being able to meet over 70% of our energy needs by clean, green energy. Today, virtually all electricity is produced from hydro and geothermal. We also use those resources to cover about 98% of our space heating requirements. Only approximately 30% of the energy need are met by imported energy, mostly in the form of oil and petrol. The oil consumption is mainly limited to fisheries and the transport sector.</p> <p>The Government has pinpointed those sectors as a priority. It has a manifested policy to have developed alternative fuel for both sectors at the middle of the century, in the form of hydrogen, as well as methanol produced from emission from large smelters.</p> <p>Iceland therefore strives to become the first really green economy in the world &ndash; and as I have explained that is quite a a realistic goal in relation to our past.</p> <p>Our experience and technology in green energy begs the question from someone in the audence: Could Iceland have a role to play in energy-security on world level or in the context of NATO concerns? I believe that in spite of our smallness we could. In some ways, we already do. Let me explain to you how.</p> <p>Of our annual production of electricity (16 TWh) more than three quarters are used by the power-intensive industry, producing mainly aluminium for the rest of the world to use. This is an intensive industry that is being driven by green energy.</p> <p>One can define it as a practical way of exporting our green energy. From that angle, it is even possible to argue that Iceland is currently exporting more energy units than we are importing in the form of fossil fuels, and thus, might stake a claim to already being net exporter of energy.</p> <p>However, it is in another field, where I believe Iceland really can and has a moral duty to contribute to the production of green energy on a much larger scale than we already do.</p> <p>We are a self-proclaimed geothermal nation. I state without any reservation that the Icelanders are today the world´s leading experts in the utilisation of geothermal energy. They posess not only state-of the art, but wield a breaking-edge technology on all fronts geothermal.</p> <p>In Iceland we have the longest and the best track record in the use of geothermal energy, stretching back almost a century although production of electricity by geothermal means has only really taken off in the last decade or so.</p> <p>We also have the strongest geothermal energy companies.</p> <p>We probably possess the largest pool of educated talent or man-power in this particular field, the worlds most experienced geothermal drilling company is Icelandic and already operating around the globe, and presently we are developing a truly break-through technology that may enable to harness much greater energy from the geothermal fields than has been possible to date.</p> <p>You may well ask: What has that to do with the rest of the world? Isn´t Iceland a volcanic island, and are there any geothermal fields to be harnessed in other parts of the world?</p> <p>The answer is a simple but firm yes.</p> <p>The truth is, that there are vast untapped geothermal resources in most parts of the world. In at least 140 countries geothermal energy is to be found in some form or other. Conventionally, geothermal energy is to be found on the boundaries of tectonic plates on the earths surface, where there usually is ample &ndash; in fact often too much - volcanic acitivity to be found. One such plate boundary crosses Iceland right beneath our feet and runs in fact along the whole of the Atlantic.</p> <p>The conventional method, perfected in Iceland , but also used in several other countries, is to drill 2-3 km. deep holes into the ground, to extract steam to generate power in turbines, and then use the hot water for space heating.</p> <p>However, in Iceland we are presently also beginning on new break-through technique, that is based on the so-called "deep-drilling." This entails drilling down to 5-6 kilometers depth, close to magmatic intrusions, where scientists literally try to capture the energy in molten lava deep in the earths crust. The water at this depth can be described as being much more powerful, it is in a stage called supercritical, as it is under a huge pressure at a very high temperature. This enhances the yield in terms of power from each borehole 5-10 times as compared to the traditional technology. Clearly this opens up unique, new possibilities, and may enable us to produce vastly greater amounts of power from existing fields than before.</p> <p>An added bonus is the fact, that one doesn´t need volcanic zones to be able to use the deep-drilling techniques for production of geothermal power. In places, for example, where the continental plates are thrust against each other, one may encounter thermal gradient due to the pressure of converging plates, that is also possible to harness by the break-through deep-drilling techniques.</p> <p>A kind of example is the south part of Germany, where Icelandic companies are starting to use these possibilities to produce green electricity. A recent MIT-report on these possibilities in the USA shows that by these methods geothermal energy could supply close to 10% of the total electricity needs of the USA . I add, that Iceland and USA under the auspices of the respective energy ministers are presently planning a cooperation on deep-drilling in our countries. Another potent example is Indonesia , the worlds largest geothermal reservois. Indonesia has an estimated potential of 30 thousand geothermal MW and could in theory meet all her energy needs if the deep-drilling technology would be applied.</p> <p>Iceland has in addition made a significant contribution to transfer technology from its geothermal industry to the developing countries by operating since 1978 a Geothermal Training Programme in Iceland as a section of the United Nations University. There we offer specialized training in all the major topics related to the exploration and utilization of geothermal energy, including environmental aspects.</p> <p>As a result, in many countries in Africa , Asia , Central America and Central and Eastern Europe , graduates from the UN University in Iceland are among the leading specialists in geothermal research and development. They have been very successful, and have contributed significantly to energy development in their parts of the world.</p> <p>To sum up:</p> <p>The story of Iceland transforming itself from an underdeveloped country into a modern high-income welfare state in a relatively short period of time is closely related to our utilization of renewable energy sources.</p> <p>The reversal of the Icelandic economy from dependence of oil to green, sustainable energy economy in a relatively short period of time can serve as a show-case and a potent example for a great many countries in the world, not least the developing nations with access to geothermal power.</p> <p>The projected participation of Icelandic energy firms in the transfer of geothermal technology can not only enhance prosperity and stability in third world countries but also increase security by saturating &ndash; directly or indirectly - some of the growing energy needs in many NATO-countries.</p> <p>It is my firm belive that in the face of looming climatic problems, Iceland can and should contribute far beyond its size to reverse the global climatic changes and our biggest contribution could be the export of our knowledge and experience in geothermal energy.</p> <p>It is therefore the declared policy of our new government to export our geothermal prowess and this was clearly manifested in its policy statement from the beginning.</p> <p>To achieve that aim, Iceland has established a highly unique cooperation between governmental institutes, our strongest private and public energy companies with huge injection of both public and private capital coming on one hand from the wealthy public energy companies and private international banks and financial institutions, both outside and inside Iceland.</p> <p>We are currently investing and transferring our technology in this field to countries as diverse as Indonesia, China, Russia, the Philippines, Indonesia, El Salvador, Slovenia, and also in countries such as Germany and the United States. On my desk in the Ministry of Industry I have requests from over 30 countries for technical assistance, cooperation and investments in relation to green energy.</p> <p>I have in my short speech outlined the Icelandic position, and how we can &ndash; and are going to - contribute to the rest of the world in the fight against global warming.</p> <p>I hope you will enjoy your stay in Reykjavík and I wish you all the best and great results from this conference.</p> <br /> <br />

2007-10-05 00:00:0005. október 2007Ráðstefna um strandmenningu.

<p><span>Ráðstefnustjóri, ágætu ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Flestir Íslendingar búa innan 5 kílómetra frá sjó og séu þeir ekki með hafið fyrir augum hvunndags þá finna þeir daglega fyrir hafrænu, út- og innlögn, hafgolu og landsynningi, allt eftir því hvað andblærinn frá Ægi konungi er nefndur í ólíkum landshlutum. Í meginlöndum Asíu, Evrópu og Ameríku er þessu þveröfugt farið: Þar eru fæstir í snertingu við hafið. Fyrir meirihluta mannkyns er ströndin forvitnileg en ekki sjálfsagt mál eins og hjá okkur.</span> <span></span></p> <p><span>Strandmenning er yfirgripsmikið hugtak sem hefur verið gefinn meiri gaumur í ýmsum nálægum strandríkjum heldur en hér á Íslandi. Segja má að við höfum lengst af verið heldur tómlát um lífið við sjávarsíðuna enda þótt það sé einhver merkasti arfurinn sem saga okkar varðveitir. Þar hefur margt verið látið veðrast um of og ef ekki væri fyrir stórvirki einstaklinga eins og Lúðvíks Kristjánssonar, sem færði okkur Íslenska sjávarhætti, og forgöngu áhugafólks víða á landinu um söfnun sjóminja, hefðu mikil söguleg verðmæti horfið sjónum okkar. Ströndin, hin mikla bók Guðmundar Páls Ólafssonar, opnaði líka augu margra fyrir mikilfengleik og fjölbreytni strandlengjunnar.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Með öllum Íslendingum blundar áhugi á strandmenningu og það er hægt að vekja hann ef rétt er á haldið. Íslenska vitafélagið og Sigurbjörg Árnadóttir máttu ekki vera seinna á ferðinni en félagið hefur þegar komið því til leiðar með aðstoð Húsfriðunarnefndar að fyrstu sjö vitarnir, sem reistir voru til að tryggja öryggi sjófarenda, hafa nú verið friðaðir. Í könnun um vita á árinu 2005 kom fram að um 77% Íslendinga hafa áhuga á vitum og 37% höfðu heimsótt vita. Áhugi á vitum er einnig mikill meðal erlendra ferðamanna, en fram kom í áðurnefndri könnun að 22% höfðu heimsótt vita í Íslandsferð sinni, enda eru það í flestum tilfellum reisulegar byggingar í stórbrotnu umhverfi.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fjölmargir sækjast um þessar mundir eftir að komast í heimsókn í Haraldarhús á Akranesi þar sem hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Haraldur Sturlaugsson hafa komið upp lifandi safni um 100 ára sögu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Haraldar Böðvarssonar. Í þessu safni er fólkið og lífshættir þess í forgrunni frá þeim tíma þegar lífið var saltfiskur.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við getum farið hringinn í kringum landið og týnt til dæmi um að hvarvetna eru menn að vakna til vitundar um hve mikinn fjársjóð við eigum í strandmenningu. Stemningin við höfnina á Húsavík, þar sem hvalaskoðun hefur verið þróuð í stórútgerð, er engu öðru lík. Ný ímynd sjávarþorpsins Súðavíkur þar sem stjóstangveiðar eru orðnar aðdráttarafl sýnir fram á hvað hágæða markaðsgreining getur skilað miklum ávinningi.<span>&nbsp;</span> Hið einstæða Síldarminjasafn á Siglufirði er orðið að segli sem dregur til sín nýskapandi ferðamennsku. Við getum einnig nefnt Selasetrið á Hvammstanga, Ósvörina við Bolungarvík, Neðstakaupstað á Ísafirði og Sjóminjasafnið í Reykjavík sem góðar fyrirmyndir í samtengingu strandmenningar og ferðaþjónustu.</span></p> <p><span>Umræðan í þjóðfélaginu hefur að undanförnu snúist um áhrif tímabundinnar þorsklægðar á þá sem í sjávarútvegi starfa og á sjávarbyggðir í landinu. Það er því fagnaðarefni að á ráðstefnu sem þessari sé horft til þeirrar menningar sem sjórinn og strendur landsins hafa fært okkur landsmönnum og hvernig nýta megi þennan efnivið okkur sjálfum til ánægju og til nýsköpunar í atvinnulífi.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hér í dag er mikið mannval samkomið og efni ráðstefnunnar fjölbreytt og spennandi; sjóminjasöfn, hvalaskoðun, tónlist, þjóðtrú og sjávarfang. Við höfum greinilega eignast stóran hóp sérfræðinga sem komið hefur auga á þessi verðmæti og leitast við að rannsaka þau og nýta landsmönnum og ferðafólki til fróðleiks. Ástæða er til þess að stjórnvöld leggist á árarnar með ykkur og leitist við að móta opinbera stefnu á þessu sviði eins og gert hefur verið annarsstaðar á Norðurlöndum.</span></p> <p><span>Eins og ykkur er kunnugt munu málefni ferðaþjónustunnar heyra undir það ráðuneyti sem ég stýri frá og með næstu áramótum. Þá koma þar í einn stað byggðamál, ferðamál og nýsköpun í atvinnulífi. Ég bind vonir við að það verði hægt að samræma áralag undirstofnana ráðuneytisins á þessum mikilvægu sviðum þannig að hægt verði innan tíðar að vinda upp segl og sigla hraðbyri í rétta átt.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Talið er að erlendir ferðamenn á Íslandi verði um 500 þúsund á þessu ári og miðað við fjölgun á síðasta áratug verður þess ekki langt að bíða að hingað komi milljón manns árlega. Það er ekkert sem segir að allt þetta fólk vilji endilega þveitast hringinn í kringum landið eða hringsóla um hálendið. Æ fleiri ferðamenn kjósa að komast í nána snertingu við einstaka landshluta, sem hafa sterk séreinkenni, og sökkva sér niður í sögu og lífshætti á staðnum. Það er þegar orðinn ríkur þáttur í ferðamennskunni að geta boðið upp á upplifun sem ekki fæst annars staðar; þess vegna á sú starfsemi framtíðina fyrir sér sem tengist menningu, heilsu og sögu. Fyrir byggðirnar í landinu skiptir miklu að fá ferðamenn til þess að staldra við hjá sér í nokkra daga hvað sem árstímanum líður og koma þar peningum í umferð.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Kristinn R. Ólafsson, fréttaritari útvarpsins á Spáni, kallar ferðamenn þar í landi fjörulalla og sandlægjur. Seint verður gert út á sandlægjur á Íslandi en fjörulallar ættu að gera orðið þeim mun fleiri. Og fyrst og fremst fólk sem hefur í huga orð völvunnar frá því forðum daga:</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar lundin þín er hrelld</span></p> <p><span>þessum hlýddu orðum:</span></p> <p><span>&ldquo;Gakktu með sjó og sittu við eld&rdquo;,</span></p> <p><span>svo kvað völvan forðum.</span></p> <p><span>Er nokkur betri sálarbót hugsanleg fyrir stórborgar- og meginlandsbúa en að berja augum það sjónarspil þegar svarrandi brim skellur á eldbrunnu hrauni, eða þá dorga þorsk á lognværum degi í Djúpinu. Ég held ekki.</span></p> <p><span>Megi ykkur vinnast vel. Ráðstefna um strandmenningu er sett!</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2007-09-29 00:00:0029. september 2007Málþing Sambands norrænu félaganna.

<p align="center"><strong><span>Samarbejdsminister Össur Skarphéðinsson åbningsindlæg</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>29. september 2007</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>ved styreseminar afholdt af Foreningerne Nordens Forbund</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>i Reykjavik</span></strong></p> <p align="center"><strong><span></span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Kære venner,</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nordiske møder er både nyttige og naturlige. Vi har meget til fælles kulturelt og historisk og vort syn på samfundet og vor tradition for praktiske løsninger på politiske og økonomiske problemer ligner hinanden meget. Den nordiske model med velfærd og økonomisk frihed er den bedste i verden, som vi alle ved.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Jeg selv kom sent til det nordiske samarbejde. Jeg har været fire valgperioder i det islandske parlament - seksten år - men det er først nu, at jeg deltager i nordisk samarbejde. I Sverige siger man at Bernadotterne kommer sent til kunsten &ndash; men så plejer de svenske konger også at leve længe. Måske min nye rolle som nordisk samarbejdsminister i den islandske regering vil garantere mig politisk overlevelse for de næste seksten år?</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Min interesse i nordisk samarbejde blev ikke mindst vakt af mit partis og vores norske søsterpartis nære kontakt gennem tiden, især angående spørgsmålet om Islands og Norges medlemskab af EU. Det er min bjergfaste tro at det er bedst for Norden, og nordisk samarbejde at alle de nordiske lande til sidst befinder sig som en nordisk helhed indenfor EU.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Vi, som står uden for EU må derfor nøjes med at bruge vores nordiske EU-kontakter til at beskytte vore interesser. Det er derfor ikke mindst i europæisk sammenhæng at man indser hvor utrolig vigtigt det nære, men ofte uformelle nordiske samarbejde er.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Den idéelle virksomhed der drives af Foreningerne Norden i vore lande er derfor også vigtig i mange henseender, ikke mindst for samarbejdet mellem de nordiske parlamentarikere og regeringerne. Før Nordisk Råd, og senere Nordisk Ministerråd blev dannet, var dette folkelige fællesskab allerede opstået for længe siden. Et samarbejde der på baggrund af nye strømme i Europa på den tid opstod af sig selv i græsroden og voksede sig stærkt uden hjælp eller støtte fra nogen myndigheder.</span></p> <p><span>Foreningen Norden i Island fejrer i dag sit 85 års jubilæum. Da Nordisk Råd blev dannet i 1952 havde man derfor her i landet allerede deltaget i nordisk samarbejde i hele 30 år. Det er aldeles åbenbart at dette var grunden som det nordiske parlamentariske samarbejde havde at bygge på.</span></p> <p><span>Dette må vi aldrig glemme, vi som arbejder med det officielle nordiske samarbejde.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>I dag er der et tæt samvirke mellem Foreningerne Norden og både Nordisk Råd og Nordisk Ministerråd. På vegne af de nordiske samarbejdsministre kan jeg konstatere at Foreningerne Norden stadigvæk er en vigtig inspirationskilde og pådriver for os &ndash; og det er sådan det skal være.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Som temmelig nybagt nordisk samarbejdsminister i Islands regering er jeg særdeles glad for at kunne træffe jer i dag og på den måde få mulighed for at berette helt kort om hvad der sker netop nu indenfor Nordisk Ministerråd. Det nordiske samarbejdes traditionelle grundsøjler er der stadig: Samarbejde indenfor kultur og uddannelse, forskning og innovation, social- og sundhedssamarbejdet, og nabopolitikken.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Men vejen ind i den nærmeste fremtid kendetegnes unægteligt af Ministerrådets nye satsning: Nemlig Nordens fælles svar på globaliseringens udfordringer. Ambitionen og målet er at gøre Norden som region stærkere i den globale konkurrence gennem at udvikle vore fælles styrkepositioner, ikke mindst på forsknings- og innovationsområdet.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Optakten til den nye satsning kan spores til debatskriftet, &ldquo;Norden som en global vinderregion&rdquo;, der blev publiceret for to år siden. Det vakte straks stor opmærksomhed og blev i de efterfølgende måneder diskuteret livligt i nordiske kredse. Uden at gå for meget ind på historikken kan vi bare konstatere at globaliseringen blev hovedtemaet på de nordiske statsministres årlige sommermøde i Finland i år.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Der enedes man om vigtigheden af at de nordiske lande sammen indtager et positivt standpunkt overfor globaliseringen og udnytter de nye muligheder og udfordringer som den medfører. Nøgleordene er et kyndigere, synligere og mere velstående Norden. Samarbejdsministrene fik til opgave at lede og gennemføre globaliseringsinitiativet. Jeg overlader til generalsekretær Halldór Ásgrímsson at fordybe sig i globaliserings-satsningen i sin helhed, men vælger i stedet at løfte et par områder frem - hvor jeg anser at Island har noget værdifuldt at bidrage med.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En vigtig komponent i globaliseringsinitiativet er en intensivering af de pågående bestræbelser på at gøre Norden til et stærkt kundskabs- og innovationsområde. Spørgsmål omkring klima, energi og miljø skal fremmes og samarbejdet på energiområdet styrkes. Her handler det om sager der står vore islandske hjerter meget nær. Norden vil profilere sig som en region der går i spidsen i anvendelsen af fornybar energi, energieffektivitet og miljøbeskyttelse.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Island har en lang historie i udnyttelse af jordvarme og vandkraft. Omkring 72% af alt energiforbrug her i landet kommer fra fornybare energikilder og mere end 99% af al elektricitet baseres på grøn energi, vand- og varmekraft. Det er egentlig bare skibe, biler og en del maskiner som vi endnu ikke har gjort grønne. På det område gør man opsigtsvækkende forsøg med at køre biler på methangas, hydrogen og etanol. Sådanne forsøg køres også andre steder i Norden og her har vi meget at vinde hvis vi slår pjalterne sammen.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Her på Island er vi overbeviste om at vi indenfor en overskuelig tid vil blive den første nation i verden der frigør sig totalt fra fossilt brændstof i sin energiforsyning. Islandske foretagender der har solid baggrund i den kundskab og erfaring vi har med at tøjle vand- og varmekraft, arbejder nu, ved hjælp af islandsk og international kapital, på at etablere sig i alle verdens hjørner. Bare i går offentliggjorde man en aftale i forbindelse med Clinton-Fonden hvor et islandsk foretagende garanterer investering på ti milliarder islandske kroner i et nyt geotermisk kraftværk i Djibouti. Inden længe håber vi at færdiggøre lignende aftaler i mange andre lande, så forskellige som Kalifornien, Tyskland, Kina, Guadalope og Indonesien, for kun at nævne nogle.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mere end 70 lande i verden har adgang til geotermisk energi. Men de fleste mangler ikke kun kapital, men også kundskab til at udnytte disse ressourser. Der kommer Island forhåbentlig til at spille en vigtig rolle.</span></p> <p><span>Dertil kommer at der netop i disse dage er påbegyndt et omfattende eksperiment med dybboringer hvor man vil bore ned til 3-5 tusinde meter, hvilket kan give 10 gange mere kraft fra hvert borehul. Hvis dette eksperiment giver resultater kan også de såkaldt &ldquo;kolde&rdquo; lande få adgang til denne varmekilde fra jordens indre. I det tilfælde kunne man med jordvarme producere al den energi som for eksempel Indonesien behøver i dag.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>I Island betragter vi os - med traditionel beskedenhed - som verdens eksperter i produktion af geotermisk energi. Islands bidrag til at bekæmpe de katastrofale klimaændringer som vi står overfor vil derfor ikke mindst være den specielle teknologi vi har udviklet i løbet af det sidste århundrede til udnyttelse af geotermisk energi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Der findes en hel del spændende idéer indenfor rammerne for globaliseringsinitiativet. Statsministrene vil årligt indkalde til et nordisk topmøde omkring globaliseringen for at fokusere bestræbelserne. Der er tanker om fælles nordiske innovationsrepræsentationer i Asien og en fælles international profilering af Nordens topforskning på prioriterede områder.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Som den minister som er ansvarlig for innovation er jeg specielt interesseret i praktiske løsninger på den mangel af risikokapital som mange ser som en tærskel for innovation i nogle af de nordiske lander. Eftersom de nordiske lande alle i lige høj grad satser på innovation og ny teknologi for at opbygge sin velfærd i fremtiden &ndash; da spiller adgangen til risikokapital en nøglerolle. Vore skatteregler i dag gør det imidlertid umuligt at etablere en venturefond i et nordisk land med investorer fra de andre lande. Jeg synes ikke at vi burde behøve at søge til Guernsey eller Bermuda for at etablere en nordisk risikokapitalfond. Dette er en sag som jeg, i min egenskab af islandsk industriminister, gerne vil virke for i globaliseringsinitiativet.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Kære venner,</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>for at Norden på overbevisende måde skal kunne fremstå som en attraktiv region med et velfungerende indre marked i den globale konkurrence, må vi være dygtigere til at gøre vores hjemmearbejde. Jeg beskæftiger mig nu med grænsehindringsspørgsmålene &ndash; der må vi virkelig tage nye tag og vise i handling at vi mener hvad vi siger: nemlig at unødvendige grænsehindringer der fortsat findes mellem vore lande skal ryddes af vejen med alle midler. Dette har altid været hensigten med det nordiske samarbejde &ndash; grundtanken er der jo i Helsingforsaftalen og andre vigtige nordiske aftaler.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>I løbet af de seneste år har vi rigtigt nok opnået vigtige resultater når det gælder enkeltpersoner. Men når det gælder næringslivet og specielt de mindre og mellemstore foretagender er der meget tilbage at tage fat på. Vi må gøre det enklere og smidigere for vore nordiske foretagender at sælge både varer og tjenester andre steder i Norden, og vi må også gøre det lettere for dem at etablere sig i et andet nordisk land. Der findes stadig for mange handelshindringer på næringslivsområdet til at vi kan betegne vores indre marked som velfungerende.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Kære venner!</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Den nordiske model er i dag beundret hele verden over som symbol for et vellykket demokratisk samfund, baseret på frihed, velfærd og respekt for mennesket.</span></p> <p><span>Det er noget som vi, til trods for forskellige politiske retninger og partilinjer, må enes om at bevare.</span></p> <p><span>Den irske poet, Oscar Wilde sagde engang at islændingene var heldige nok til at have fundet Amerika, men kloge nok til at have tabt det igen.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Vi i Norden fandt den bedste samfundsmodel i hele verden. Nu må vi være kloge nok til at ikke at tabe den igen!</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Jeg ønsker jer en god fortsættelse af konferencen og en fortsat behagelig oplevelse af Reykjavik og Island.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p>

2007-09-17 00:00:0017. september 2007Þróunarsetur á Patreksfirði

<p>Góðir alþingismenn, góðir heimamenn, aðrir góðir gestir.</p> <p>Ég vil byrja á því að óska ykkur og okkur hjartanlega til hamingju með stofnun hins nýja Þróunarsteturs í Vesturbyggð. Það er mér heiður að taka með því fyrsta skrefið. Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar óska ég ykkur öllum formlega til hamingju. Megi gæfa og gengi fylgja starfi þess.</p> <p>Ég tel að stofnun þróunarseturs hér í Vesturbyggð sé afar jákvætt skref í að leggja grunn að nýrri atvinnuuppbyggingu hér á svæðinu inn í framtíðina. Hugmyndafræðin í kringum þróunarsetrin hefur gengið ákaflega vel. Við þekkjum það vel af Ísafirði, en ekki síður af Hornafirði, sem má eiginlega segja að hafi verið vagga þessarar hugmyndar hér á landi.</p> <p>Hér er með okkur í dag einn af frumkkvöðlunum frá Hornafirði. Nýheimar Hornfirðinga standa sannarlega undir nafni. Ég hef fylgst með þróun þeirra frá upphafi, fyrst sem óbreyttur þingmaður og síðan sem iðnaðarráðherra, og bæði Hornfirðingar og Ísfirðingar hafa sýnt í verki, að þegar heimamönnum tekst vel upp með góða hugmynd stendur ekki á atbeina ríkisvaldsins til að rétta fram hönd til liðsinnis.</p> <p>Það sem er jákvæðast nú í upphafi við þróunarsetrið hér í Vesturbyggð er sú staðreynd, að hugmyndin og frumkvæðið að því er algerlega heimamanna.</p> <p>Formaður Vestfjarðanefndarinnar svokölluðu, Halldór Árnason, er með í för okkar Vesturfara dagsins.Vestfjarðanefndin var stofnuð af forsætisráðherra í mars á þessu ári. Hlutverk hennar var að kanna leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum, ekki síst með tilliti til starfa, sem ekki eru háð sveiflum í sjávarútvegi.</p> <p>Nefndinni var beinlínis falið það hlutverk að kanna hvaða hugmyndir heimamenn sjálfir hefðu í þessum efnum. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði einu sinni um landbúnaðarráðuneytið að þar ferðuðust mál með hraða snigilsins. Það er ekki hægt að segja um Vestfjarðanefndina. Miðað við snigilinn hans Guðna er óhætt að segja að undir sterkri forystu Halldórs hafi Vestfjarðanefndin að minnsta kosti ferðast á hraða melrakkans, sem félagar okkar í Súðavík eru í dag að stofna sérstakt setur um. Það tók hana ekki nema tvo mánuði til að skila úrvalstillögum.</p> <p>Vestfjarðanefndin hagaði sér líka einsog tófan að því leyti að hún lét ekkert ósnert, og skoðaði rækilega allar þær mörgu og góðu tillögur sem bárust henni frá heimamönnum. Afraksturinn var tillaga þar sem skilgreind voru um 80 opinber störf, sem hægt væri að hefja hér á Vestfjörðum. Þeim átti að hrinda í framkvæmd á þessu kjörtímabili, og áttu að kosta á ári um hálfan milljarð.</p> <p>Á sumarþinginu lýsti ég því yfir fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að stefnt væri að því að búið yrði að ganga frá því að fyrstu 20 störfin yrðu til reiðu fyrir þingbyrjun. Ríkisstjórnin tók jafnframt ákvörðun um að freista þess að flýta framkvæmd tillagnanna, og í dag losa þau störf sem ákvörðun hefur þegar verið tekin um ríflega 30. Mikill meirihluti þeirra sem eru beinlínis ný hefur þegar verið auglýstur, en þar að auki er um að ræða störf sem var að finna innan ríkisgeirans og verða ekki auglýst sérstaklega. Ríkisstjórnin hefur jafnframt ákveðið að verja á fjárlögum næsta árs 224 milljónum til þessa verks, til viðbótar við þær 60 milljónir sem fara í verkefnið á þessu ári.</p> <p>Þegar Vestfjarðanefndin fundaði á sínum tíma með íbúum í Vesturbyggð kom fram að sveitarstjórnarmenn á svæðinu höfðu mikinn áhuga á að efla vísi að þróunarsetri sem þeir höfðu komið upp hér á Patreksfirði. Efling þess var því mikilvægur hluti af tillögum Vestfjarðarnefndar, byggð á frumkvæði heimamanna. Nú er það ykkar, góðir félagar, að nota þetta nýja tæki með sem bestum og mestum árangri.</p> <p>Þessi hugmyndafræði sem birtist í samstarfi heimamanna hér í Vesturbyggð og ríkisins er hin sama og liggur að baki stefnu nýju ríkisstjórnarinnar í byggðamálum. Ríkisstjórnin lítur svo á að hennar hlutverk sé að skapa trausta innviði, sterka grunngerð, og búa þannig til umgjörð sem auðveldar að hrinda frumkvæði og hugmyndum heimanna í framkvæmd.</p> <p>Ríkið skapar nefnilega ekki verðmætin heldur fólkið. Hugmyndirnar og frumkvæðið verður að koma frá einstaklingum og hópum og þeim er hrundið í framkvæmd með samtakamætti fólksins og fyrirtækjum, sem framleiða vöru og þjónustu.</p> <p>Það er hins vegar hlutverk ríkisins að sjá til þess að fyrirtæki og fólk geti unnið verk sín og komið hugmyndum sínum í framkvæmd með hætti sem hæfir nútímanum.</p> <p>Til að það sé hægt verður að ríkja eins mikið jafnræði meðal þegna landsins, óháð búsetu, gagnvart þeirri þjónustu ríkisvaldsins sem á að vera órjúfanlegur hluti af grunngerðinni. Þessvegna hefur ríkisstjórnin einsett sér það markmið að landið verði eitt atvinnusvæði og að allir landsmenn eigi greiðan aðgang að menntun, atvinnu og þjónustu óháð búsetu, og fái notið sambærilegra lífskjara.</p> <p>Þetta felur í sér að allir landsmenn, Vestfirðingar líka, njóti þeirra lágmarksskilyrða sem menn og byggðir verða að hafa til þess að eiga möguleika á að spjara sig. Þó byggðir séu landfræðilega úr leið, og jafnvel afskekktar á kvarða nútímans, þá verða þær að hafa aðgang að þeirri grunngerð samfélagsins sem er nauðsynleg til að menn geti stundað atvinnu og búið þar sem þeir kjósa sér</p> <p>Þeir verða að hafa tryggar og öruggar samgöngur, trygg og örugg fjarskipti, bæði gsm-samband, háhraðatengingar og ljósleiðara, og þeir verða að eiga kost á að öðlast góða menntun í gegnum blöndu af menntastofnunum í héraði og um fjarnám. Og af því við erum stödd á Vestfjörðum, þar sem raforkudreifing er ótryggust á landinu, þá bæti ég líka við með tilliti til nýrra atvinnumöguleika sem geta opnast í krafti mengunarlausrar en tiltölulega orkufrekrar starfsemi, einsog gagnamiðstöðva, að svæði einsog Vestfirðir verðpa að búa við tryggt öryggi í afhendingu á sæmilegu magni af raforku. Það gera þeir ekki í dag, en það er eitt af því sem orkumálaráðherra hefur fullan hug á að laga á næstu árum.</p> <p>Þetta eru þeir þættir sem þarf að uppfylla til að landið sé hægt að kalla eitt atvinnusvæði.</p> <p>Í því ljósi er það fagnaðarefni að samgönguráðherra hefur þegar tilkynnt um flýtingu mikilvægra samgöngubóta hér á Vestfjörðum, GSM-sambandið, og mun þegar haustar skýra frá aðgerðum sem snerta hringtengingu ljósleiðarans og háhraðatengingum.</p> <p>ÉG ætla ekki að fjölyrða um afleiðingar kvótakerfisins fyrir svæði einsog Vestfirði. Allir þekkja mín viðhorf til þess, og það er ekki lengra en síðan í gær að ég tókst á í fjölmiðlum við dæmalausa frekju stórútgerðarinnar, sem virðist vilja nota þær þrengingar sem tímabundin þorsklægð hefur kallað yfir staði einsog Vestfirði - einsog Vesturbyggð - til að hrammsa frá henni það sem þó heldur uppi lífi margra, byggðakvótanum og línuívilnuninni.</p> <p>Sá málflutningur var þeim til skammar sem þar tóku til máls.</p> <p>Þessi hugmyndafræði, sem ég hef hér lýst, og felst í því annars vegar að styrkja innviðina og hins vegar að kalla eftir og liðsinna frumkvæði heimamanna í atvinnumálum, voru þau leiðarstef sem runnu gegnum þær tillögur sem ríkisstjórnin mun leggja fyrir alþingi í því skyni að styrkja byggð á þeim svæðum þar sem þorsklægðin kemur verst niður.</p> <p>Í þeim felst að samtals er lagt til að ríflega 3 milljörðum til viðbótar við flýtiframkvæmdir verði beinlínis varið til þessa verks: 280 milljónir fara til að flytja ný störf til Vestfjarða, Byggðastofnun fær 1200 milljón króna vítamínsprautu til að aðstoða lítil fyrirtæki í sjávarútvegi á landsbyggðinni gegnum brimskafl næstu 2-3 ára, nýsköpun í atvinnulífi á svæðum sem verða fyrir þorskaflabresti er styrkt með 500 milljónum, 200 milljónir fara í náms- og starfsþjálfun sem tengist nýsköpun í atvinnulífi, 240 milljónir fara í ný störf við skráningar, í jarðhitaleit og styrkingu rafmagnskerfis á hinum köldu svæðum verður varið ríflega 300 milljónum, og 160 milljónir fara sérstaklega í að byggja upp ferðaþjónustu á þessum svæðum. Sumt af þessum peningum er eyrnamerkt sérstökum byggðarlögum á þeim svæðum sem verða fyrir búsifjum af þorskaflalægð, en stórum hluta er þannig hagað að flest byggðarlaganna munu eiga möguleika á að sækja liðveislu í þessa potta.</p> <p>Þessu til viðbótar eru svo settar 1000 milljónir í viðhald á fasteignum ríkisins, sem beinlínis er ætlað til þess að skapa störf fyrir til dæmis sjómenn, og aðra, sem kunna að missa vinnu við störf tengd sjávarútvegi. Ríflega 200 milljónir fara til þess að fjölga greiddum atvinnuleysisdögum vegna hráefnisskorts, sem vitaskuld gagnast fiskverkafólki mjög vel, ásamt mörgum öðrum þáttum aðgerðanna.</p> <p>Í þessum tillögum er sérstaklega tekið vel í framrétta hönd þeirra sem hafa sýnt fram á lofsverða nýbreytni, og hafa sett fram nýjar hugmyndir á sviði atvinnusköpunar. 15 - 20 staðir fá sérstakt framlag til efla nýsköpun í kringum vel skilgreindar hugmyndir, sem flestar lúta reyndar að sjó, en fela allar í sér einhvers konar nýbreytni.</p> <p>Einn af þeim stöðum er Patreksfjörður, þar sem 20 milljónum er að þessu sinni varið til rannsókna á eldi sjávardýra, en hér um slóðir hafa menn verið með mjög athyglisverðar tilraunir og nýsköpun á því sviði. Það er mín von að með krafti og áframhaldandi frumkvæði heimamanna verði það í framtíðinni eitt af rannsóknarsetrum í þeirri grein.</p> <p>Það bíður svo ekki síst hins nýja þróunarseturs að vinna úr þessum efnivið, og fleiri hugmyndum sem ég þekki sjálfur að hér er að finna.</p> <p>Í þeirri vinnu mun það geta reitt sig á samstarf og samvinnu endurskipulagðs iðnaðarráðuneytis. Við munum innan skammst hafa eina af framtíðargreinum þessa svæðis innan okkar vébanda, ferðamálin. Við búum nú þar að auki yfir margefldri Byggðastofnun,og þar að auki nýju vopni, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem hefur það beinlínis sem lögbundið hlutverk að ýta undir og aðstoða tækniþróun í nýsköpun á landsbyggðinni. Það liggur í augum uppi að með ferðamál, nýsköpun og byggðamál á sínum haslaða velli mun iðnaðarráðuneytið verða í miklu betri færum með að liðsinna og hvetja frumkvæði heimamanna í framtíðinni en hingað til.</p> <p>Það mun ekki standa á mér í þeirri vinnu, okkar er að hjálpa til að skapa jákvæða umgjörð og grunngerð en hugmyndirna verða að koma úr héraði.</p> <p>Ég óska ykkur svo aftur hjartanlega til hamingju með þróunarsetur í Vesturbyggð.</p> <br /> <br />

2007-09-06 00:00:0006. september 2007Ráðstefna um netþjónabú.

<p align="justify">Fundarstjóri, ágætu ráðstefnugestir!</p> <p align="justify">Einar Benediktsson skáld varð nafntogaður fyrir hugmynd sína um að selja norðurljósin.</p> <p align="justify">Það var viðskiptaleguir fútúrismi sem hefur þó orðið að veruleika með ferðaþjónustu nútímans.</p> <p align="justify">Það er hugsanlegt að menn hafi hlegið að hugmynd skáldsins þegar hún kom fyrst fram. En hefði Einar Benediktsson sett fram hugmynd um að selja það afl náttúrunnar sem öðrum fremur hefur fjötrað og hrjáð okkur Íslendinga &ndash; kuldann &ndash; þá hefði samtíð hans örugglega talið hann galinn!</p> <p align="justify">Það er hins vegar til marks um hvernig tæknin og beislun vísinda ýtir burt öllum takmörkunum, og sér engar hindranir, að nú eygjum við auðlegð í því að selja kuldann &ndash; og það er í reynd eitt tilefni þessarar ráðstefnu.</p> <p align="justify">Eitt helsta aðdráttaraflið við Ísland sem heimaland netþjónafyrirtækja er nefnilega vindkælingin.</p> <p align="justify">Í harðri samkeppni er það oft hið óvænta, hið einstaka, sem ríður baggamuninn. Í samkeppni landanna um að ná til sín netþjónabúum er vel hugsanlegt að það sé íslenski kuldinn, ásamt gnótt af köldu vatni, sem veldur því að okkur tekst &ndash; vonandi fyrr en seinna &ndash; að ná til okkar fyrstu netþjónabúunum.</p> <p align="justify">Kuldinn veldur því að rekstrarkostnaður netþjónabús hér á landi er tugum milljhóna minni en í flestum löndunum, sem við erum að keppa við um hylli þeirra sem eru að leita að samastað fyrir slíka starfsemi. Hann gæti því verði þúfan sem á þessu sviði veltir fyrsta netþjónabúinu hingað til Íslands.</p> <p align="justify">Af hverju er mér kuldinn svona hugstæður í þessu samhengi? Af því hann er hið frumlega ljóð í söludæminu. Ég varð gersamlega heillaður þegar ég hlustaði á Þórð Hilmarsson hjá Fjárfestingarstofunni fara með þessa röksemd í mjög einbeittri söluræðu fyrir íslenskum netþjónabúum. Kuldinn í samhengi við að selja Ísland undir hátækni var fyrir mér svo óvænt og frrumleg röksemd, að hún bjó til hjá mér svipaða tilfinningu og þegar ég sá einu sinni Tal vinna skák með fléttu sem var ógleymanleg, og þegar ég sá síðar Ásgeir Sigurvinsson skora mark sem átti ekki að vera hægt að skora í stöðunni.</p> <p align="justify">Auðvitað er kuldinn ekki eina segulmagnið sem laðar hingað starfsemi af þessu tagi en hann er þó þáttur sem hægt er að meta í beinhörðum peningum upp á stórar upphæðir gegnum lægri rekstrarkostnað er annars staðar. Aðalorsökin fyrir fyrir því að Ísland er ákjósanlegt land fyrir netþjónabú er vitaskuld sú að við getum boðið upp á græna orku á samkeppnishæfu verði.</p> <p align="justify">Stóru alþjóðlegu fyrirtækin, sem eru að kanna möguleika á starfsemi hér á landi, hafa dregið umhverfisfánann að húni. Þau vita það betur en við, að í harðri samkeppni á hátæknisviðinu er það ávinningur að getra sýnt fram á að varan sem þau selja sé nærgætin við náttúru og umhverfi.</p> <p align="justify">Þau vita að það skapar þeim forskot á umhverfissinnuðum markaði að þjónustu þeirra sé knúin grænni náttúrurorku.</p> <p align="justify">Í þessu felst mesti styrkur Íslands í samkeppni um fyrirtæki af þessum toga. Við bjóðum upp á græna orku, íslenskan kulda og ímynd lands sem í augum umheimsins er ómengað.</p> <p align="justify">Saman við þetta fara auðvitað aðrir kostir. Orkuverð fer ört hækkandi í Bandaríkjunum og Evrópu, og hér á þeim að gefast kostur á að gera samninga til lengri tíma og auka þannig stöðugleika í rekstri sínum.</p> <p align="justify">Eigendur netþjónabúa í öðrum löndum geta jafnframt sparað sér stórar upphæðir í framtíðinni með því að flytja hingað starfseiningar af svæðum, þar sem fyrst og fremst er notast við brennsluorku, og sleppa þannig við kolefnagjald.</p> <p align="justify">Þá má ekki gleymna því að netþjónabú hafa til þessa helst verið sett upp nálægt stórborgum þar sem aðstöðukostnaður og verð á húsnæði er himinhátt.</p> <p align="justify">Hér á landi eru miklu minni líkur á hryðjuverkum en í stórborgum umheimsins, þar sem orkuver eru oft meðal skotmarka ógnarafla. Það er sannarlega kostur.</p> <p align="justify">Hér er öruggt að búa, gott að ala upp börn, og menntunarstig með því sem best gerist.</p> <p align="justify">Þetta eru nokkrar af þeim ástæðum sem gera Ísland að eftirsóknarverðum kosti.</p> <p align="justify">Hverjar eru þá líkur á að við löndum fyrirtæki af þessari gerð hér á Íslandi.</p> <p align="justify">Þær ættu að vera allgóðar.</p> <p align="justify">Netþjónabúuum fjölgar mjög ört. Þau eru í dag um 10 þúsund í Bandaríkjunum og 6 þúsund í Evrópu. Búin eru mjög mismunandi að stærð og eðli og fjölgar mjög ört.</p> <p align="justify">Þörfin fyrir þau eykst hratt. Það er almennt talið að gagnamagn sem geyma þarf á hverjum tíma tvöfaldist á um það bil tveggja ára fresti. Á síðari árum hefur afkastageta tölvubúnaðar einnig tvöfaldast á sama tíma. Afleiðingin er sú að orkukostnaður neþjónabúa á fermetra hefur aukist jöfnum skrefum og hann er í dag orðinn um 50% af rekstrarkostnaði netþjónabúa.</p> <p align="justify">Land, sem býður upp á trygga græna orku á samkeppnishæfu verði ætti því að hafa mjög mikla möguleika. Það er því rökrétt að spyrja: Hversvegna hafa ekki þegar verið sett upp netþjónabú á Íslandi?</p> <p align="justify">Langstærsti tálminn hefur verið skortur á varaleið fyrir gagnaflutninga til og frá landinu. Það hefur vantað annan sæstreng. Nú er verið að ryðja þeirri meginhindrun úr vegi. Ríkisstjórnin hefur ákveðið, væntanlega í félagi við aðra, að leggja næsta sumar annan sæstreng til viðbótar þeim Farice sæstreng sem fyrir er.</p> <p align="justify">Í öðru lagi hefur ríkt óvissa um það hvort við höfum upp á nægjanlega græna orku að bjóða til þess að netþjónabúskapur geti dafnað á Íslandi. Þeirri óvissu verður að eyða.</p> <p align="justify">Orkufyrirtækin, sem eru öll eign fólksins að miklum meirihluta, verða að tryggja að það sé til næg orka fyrir mengunarlausa orkufreka stóriðju á sviði hátækni &ndash; einsog netþjónabúin eru.</p> <p align="justify">Það er einfaldlega ekki boðlegt, ekki hagkvæmt frá efnahagslegu sjónarmiði, og ekki í anda stefnu ríkisstjórnarinnar um að búa til fjölbreyttari, mengunarminni og hátæknivæddri iðnað ef öll orkan sem hér er framleidd er fest í langtímasamningum um stóriðju á áli.</p> <p align="justify">Við verðum Íslendingar að setja okkar egg í fleiri körfur ef atvinnulíf okkar á ekki að verða einhæft um of og um of háð sveiflum á einni tiltekinni hrávöru.</p> <p align="justify">Staðan í dag er þannig, að þrjú fyrirtæki hafa þegar skoðað aðstæður á Íslandi. Þau eru öll að íhuga uppsetningu stórbúa sem þurfa hvert um sig raforku sem nemur 50-100 MW innan næstu 3-5 ára.</p> <p align="justify">Það er von mín að fyrirtæki þar sem Íslendingar eru í fararbroddi muni ríða á vaðið og setja upp fyrsta netþjónabúið. Margt bendir til þess að svo geti orðið.</p> <p align="justify">Iðnaðarráðuneytið hefur sinnt þessum málum í gegnum Fjárfestingarstofuna, og sérfræðingar á vegum þess áætla að raforkuþörfin fyrir starfsemi af þessu tagi gæti á næstu 3-5 árum numið 200-250 MW. Sé litið 5-7 ár fram í tímann geti verið um að ræða 350 MW. Það er svipað og orkuþörfin fyrir 250 þúsund tonna álver.</p> <p align="justify">Þetta verða íslensku orkufyrirtækin að hafa ofarlega í huga.</p> <p align="justify">Hér ber allt að sama brunni: Um er að ræða meiriháttar tækifæri fyrir Íslendinga. Þegar slíkur kostur fyrir hendi væri það slys ef vænleg fyrirtæki á þessu sviði, sem til okkar leita, þyrftu frá að snúa vegna þess að orkan væri öll bundin í framleiðslu á áli.</p> <p align="justify">Netþjónabúin þurfa á vel menntuðum iðnaðar- og tæknimönnum að halda við þjónustu- og eftirlitstörf. Hér er því yfirleitt um vel launuð störf að ræða með sérmenntuðu fólki.</p> <p align="justify">Íslensk fyrirtæki á sviði fjarskipta og hugbúnaðar hafa til að bera ótvíræða hæfni til að takast á við samstarf og þjónustu við erlend stórfyrirtæki, sem myndu vilja starfrækja netþjónabú á Íslandi. Dæmi munu vera um það að kringum starfsemi af þessu myndist klasar í þjónustu-og rannsóknarstarfsemi á sviði hugbúnaðar og vélbúnaðar.</p> <p align="justify">Spurn eftir grænni orku mun halda áfram að aukast og enginn nauður rekur okkur til þess að binda hana alla í stóriðju. Það hlýtur að vera skynsamlegt markmið að byggja upp fjölbreyttan orkufrekan iðnað á Íslandi sem nýtir græna orku án þess að auka mengun og gróðurhúsaáhrif.</p> <p align="justify">Ég þakka svo sérstaklega Skýrslutæknifélagi Íslands fyrir að efna til fundar um netþjónabú. Hér er um að ræða mikið viðskipta- og markaðstækifæri fyrir íslenskt samfélag ef rétt verður á spöðunum haldið.</p> <p align="justify">Þar verðum við öll að leggjast á eitt, stjórnvöld, einstaklingar og fyrirtækin &ndash; ekki síst orkufyrirtækin.</p> <br /> <br />

2007-08-27 00:00:0027. ágúst 2007Orkubú Vestfjarða 30 ára afmæli

<p>Góðir gestir.</p> <p>Það er mér sönn ánægja að fá tækifæri til að vera með ykkur hér í dag til að fagna 30 ára afmæli Orkubús Vestjarða, og formlegri gangsetningu Tungudalsvirkjunar. Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar færi ég ykkur formlegar árnaðaróskir hennar bæði í tilefni merks afmælis, og ekki síður í tilefni nýrrar virkjunar.</p> <p>Eins og mörg ykkar muna var eignarhald á orkufyrirtækjum ríkisins fært frá iðnaðarráðuneytinu til fjármálaráðuneytisins í upphafi þessa árs fært, og var það í takt við þá eðlilegu kröfu nútímans að sama ráðuneyti fari ekki bæði með eignarhald og eftirlit. Ég vil því fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins nota þetta tækifæri til að þakka öllum stjórnendum og starfsmönnum Orkubús Vestfjarða fyrir gott samstarf á liðnum árum og færa fram þá ósk að ráðuneytið megi áfram eiga gott samstarf við fyrirtækið. Ég hef þegar á skammri veru í ráðuneytinu átt ákaflega gott samstarf við stjórnendur fyrirtækisins, sem hafa ekki verið sínkir á góð ráð, sem við ætlum að hrinda í framkvæmd og ég vík að síðar.</p> <p>Það voru framsýnir einstaklingar sem börðust fyrir því að stofnað yriði sérstakt vestfirskt orkufyrirtæki í sameign ríkis og sveitarfélaga, sem hefði það hlutverk að annast um orkumál á Vestfjörðum. Verkefnið var stórt enda höfðu Vestfirðir orðið útundan í orkumálum þjóðarinnar.</p> <p>Ástandinu í raforkumálum Vestfirðinga var lýst þannig um miðja síðustu öld að í öllum kauptúnum Vestfjarða hafi raforka í senn verið ótrygg, ónóg og rándýr og við bættist lítt bærilegur rekstrarhalli dísilrafstöðva sem sveitarfélögin urðu að taka á sig. ,,Á Vestfjörðum var rafmagn dýrast á öllu landinu."</p> <p>Það vissu því engir betur en heimamenn hvar skóinn kreppti og frá stofnun fyrirtækisins hefur margt áunnist í orkumálum á Vestfjörðum. Hins vegar er það því miður svo eins og Vestfirðingar þekkja best á eigin skinni að hér er ekki hægt að ganga að orkunni vísri. Þar er svo sannarlega ekki við fyrirtækið að sakast heldur náttúrufar Vestfjarða, þar sem jafnan er allra veðra von, og fyrir vikið er hvergi á landinu meira um fyrirvaralausar rekstrartruflanir.</p> <p>Stofnun Orkubús Vestfjarða var því mikið heillaspor fyrir Vestfirðinga. Á þessum 30 árum hefur ýmislegt gerst og stundum komið upp ágreiningur um hvernig haldið skyldi á málum. Vestfirðingar hafa hins vegar ávallt fylkt sér að baki fyrirtækinu og staðið vörð um hagsmuni þess. En fyrirtækið hefur ekki síður verið framsýnt.</p> <p>Þannig var Orkubú Vestfjarða með fyrstu orkufyrirtækjum landsins til að breyta rekstrarformi sínu. Í kjölfarið fylgdi yfirtaka ríkisins á hlut sveitarfélaganna í Orkubúi Vestfjarða. Í tíð iðnaðarráðuneytisins sem fulltrúa eiganda var ávallt lögð áhersla á að tryggja aðkomu heimamanna að stjórn fyrirtækisins og þar með virkan þátt þeirra í ákvarðanatöku. Ég trúi því að engin breyting verði þar á þótt kominn sé nýr karl í brúna, enda veit ég af eigin reynslu að núverandi fjármálaráðherra ber hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti ekki síður en við Vestfirðingar. Þau störf sem fyrirtækið skapar fyrir fjórðunginn skipta miklu máli og það er afar mikilvægt að þeim sé viðhaldið og fjölgað eins og kostur er. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fjölga hér opinberum störfum á Vestfjörðum, og þar hefur Orkubúið ekki legið á liði sínu. Nú nýlegar voru auglýst þrjú ný sérfræðistörf á vegum Orkubúsins og yfir því gleðst ég sannarlega.</p> <p>Eitt af háleitustu markmiðum ríkisstjórnarinnar er að Ísland verði allt eitt búsetu- og atvinnusvæði. Því markmiði verður örugglega erfitt að ná og það næst tæpast á þessu kjörtímabili. Í því felst hins vegar að allir landsmenn eigi greiðan aðgang að menntun, atvinnu og þjónustu óháð búsetu, og fái notið sambærilegara lífskjara.</p> <p>Þetta þýðir að ríkisvaldið verður að taka þátt í að byggja upp bæði öflugan framhaldsskóla og rannsóknarháskóla hér á Ísafirði, það verður að tryggja að Vestfirðingar njóti jafnræðis um samgöngur, fjarskipti &ndash; en líka um orkumál.</p> <p>Hlutverk ríkisvaldsins er því að tryggja öfluga innviði, og treysta grunngerðina. Á þeim grundvelli verður það svo hlutverk Vestfirðinga sjálfra að byggja upp farsæla framtíð &ndash; eins og ég er ekki í nokkrum vafa um að þeim tekst þrátt fyrir tímabundna þorsklægð.</p> <p>Háskólasetrið er í góðri uppbyggingu. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að flytja 80 opinber störf til Vestjarða &ndash; og þar af liggja fyrstu 30 störfin fyrir í formi ákvörðunar sem er langt á undan áætlun. Samgönguráðherra hefur látið þau boð út ganga að framkvæmdir við Óshlíðargöng hefjist á þessu hausti og ýmsum mikilvægum vegabótum á Vestfjörðum verði flýtt miðað við það sem gert er ráð fyrir í vegaáætlun. Jafnframt er þess að vænta að ráðist verði í úrbætur í símamálum og komið á öruggu GSM sambandi í byggðum Vestfjarða. Þá verður lokið við að hringtengja ljósleiðarakerfið auk þess sem miklir möguleikar opnast með ljósleiðurum Ratsjárstöðvar og NATÓ sem í ráði er að nýta að hluta í þágu almennings.</p> <p>Orkumálin eru hins vegar ekki síðri þáttur grunngerðarinnar. Þau verða líka að vera í lagi, ef Vestfirðingar eiga að njóta jafnræðis á við aðra landsmenn. Í því ljósi verður ekki við það unað til langframa að afhendingaröryggi rafmagns sé langtum lakara á Vestfjörðum en gerist annars staðar á landinu.</p> <p>Hér þurfa stjórnvöld að koma til skjalanna. Verkið er bæði stórt og afar aðkallandi. Eitt helsta framtíðarverkefnið í raforkumálum Vestfjarða hlýtur því að vera að tryggja öryggi í orkuafhendingu með nýrri Vestfjarðalínulínu þannig að hægt sé að hringtengja kerfið.</p> <p>Það vill svo til að hér í næsta nágrenni við okkur er síðasti hluti fastalandsins sem ekki er tengdur raforkukerfinu &ndash; Inndjúpið. Það hefur legið alltof lengi eftir. Raforkulög leggja ríkisvaldinu beinlínis á herðar þá skyldu að tengja það við kerfið, og bæta þannig öryggi við afhendingu orku sem er fráleitt nógu góð vegna ótryggra smávirkjana.</p> <p>Verkefni morgundagsins er því að koma Inndjúpinu í tengsl við landskerfið. Orkubú Vestfjarða hefur fulla burði til að leysa það verkefni að hendi með sóma. Í þetta verður ráðist á kjörtímabilinu, og ég tel sjálfur að hægt verði að byrja það verk á næsta sumri.</p> <p>Þessi nýja tenging mun í senn treysta orkuöryggi svæðisins, skapa atvinnu, og spara fé til langs tíma. Orkubúið selur í dag raforku á sama verði í Djúpinu og annars staðar, og tapar á þeim þætti orkusölu um 15 milljónir á ári. Þessi aðgerð mun því borga sig upp á ágætum tíma, en kostnaðurinn við hana er áætlaður að verði ríflega 150 milljónir króna. Með tengingunni opnast líka nýjir möguleikar m.a. til þess að reisa smávirkjanir sem geta selt orku inn á landsnetið. Þessi framkvæmd mun því að öllum líkindum leiða til meiri orkuframleiðslu á Vestfjörðum inn á landsnetið, og verða þannig öllu landinu til farsældar.</p> <p>Ísland býr líka yfir einstökum auðlindum á sviði jarðvarma, og við höfum náð lengra en nokkurt land í að virkja hann. Í reynd er það svo, að hundrað ára saga nýtingar okkar á jarðhita hefur skapað einstaka þekkingu sem um þessar mundir er að vaxa í að verða að öflugri útflutningsgrein. Ég tel að útflutningur háþróaðrar þekkingar okkar á því sviði geti ef við spilum rétt úr okkar kortum orðið jafn öflug auðlind og útrás bankanna er orðin í dag.</p> <p>Við megum hins vegar ekki gleyma okkur sjálfum, ekki gleyma þeim Íslendingum sem búa á hinum köldu svæðum. Á síðustu árum hefur vísindamönnum okkar tekist að þróa tækni og þekkingu sem hefur leitt til þess að við höfum fundið heitt vatn á fjölmörgum stöðum, sem áður voru skilgreindir sem köld svæði. Í landafræðinni sem við dr. Árný kenndum saman í tilhugalífinu við Gaggann hér á Ísafirði var einmitt kennt, að þessi partur Vestfjarða væri kalt svæði. Hér er ekki hefðbundin hitaveita, Ísfirðingar búa ekki við þau lífsgæði sem til dæmis íbúar í mínu kjördæmi, Reykjavík, búa við í formi hitaveitu.</p> <p>Orkustofnun og Íslenkar orkurannsóknir telja hins vegar að miklar líkur séu á að finna heitt vatn á Ísafirði. Ég vil að gengið verði úr skugga um hvort unnt sé að finna hér heitt vatn, sem dugar &ndash; með núverandi kerfi Orkubúsins &ndash; til að koma upp jarðvarmaveitu hér á Ísafirði. Það verður án efa flókið og áhættusamt verkefni því það eru erfið jarðlög sem þarf að fara í gegnum á 6-800 metra dýpi.</p> <p>Í þetta verkefni verður hins vegar ráðist sem sameiginlegt viðfangsefni iðnaðarráðuneytisins og orkubús Vestfjarða. Ef þetta gengur upp mun það reynast mjög arðbært verkefni fyrir okkur öll, jafnt hið opinbera sem íbúa sem væntanlega munu þá njóta ódýrari upphitunar, og meiri lífsgæða.</p> <p>Þetta er í fullu samræmi við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að láta einskis ófreistað til að bæta grunngerð samfélaganna hér á Vestfjörðum. Sjálfur er ég líka þeirra skoðunar að við eigum að slá í á næstu árum og leita eftir heitu vatni víðar á Vestfjörðum þar sem jarðvarmaveitu er ekki að finna. En allt mun það koma í ljós síðar á þessu ári, og óþarft um að fjalla að sinni.</p> <p>Tungudalsvirkjun sem vígð er hér í dag á 30 ára afmæli Orkubús Vestfjarða er gott dæmi um það hvað hugvitið og útsjónarsemin geta skilað okkur langt. Þegar foss opnaðist í Vestfjarðargöngunum var það mótlæti nýtt til þess að færa Ísfirðingum gott og heilnæmt drykkjarvatn og til rafmagnsframleiðslu. Ég segi stundum að í pólitík og skák gildi hið sama: Svartur á alltaf leik! Eins og góðum skákmanni sem snýr við taflinu með snjöllum leik tókst Vestfirðingum með aðstoð snjallra verkfræðinga að snúa vatnslekanum í göngunum sér í hag. Mótlætið herðir ef hugvitið fær að njóta sín.</p> <p>Ég vil að lokum óska öllum til hamingju með áfangana.</p> <br /> <br />

2007-08-15 00:00:0015. ágúst 2007Undirritun samninga við Becromal

<p><span>Kæru landar og ágætu ítölsku samverkamenn!</span></p> <p><span>Til hamingju með daginn! Með undirritun tveggja samninga hér á eftir er mikilvægum áfanga náð á leið sem verið hefur bæði löng og ströng. <span></span></span></p> <p><span>Ég vil fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands bjóða ítalska hátæknifyrirtækið Becromal velkomið til Íslands.<span>&nbsp;</span> Sem iðnaðar- og orkuráðherra lýsi ég sérstaklega yfir ánægju með að verkefnið skuli vera komið á þetta stig. Nú er teningunum kastað og væntanlega verður ekki aftur snúið.&nbsp;<span>&nbsp;&nbsp;</span></span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við fögnum því hér í dag að Becromal og Landsvirkjun hafa náð samkomulagi um umfangsmikil raforkukaup til framleiðslu á rafhúðuðum álþynnum sem notaðar verða í rafþéttaiðnaði.<span>&nbsp;</span> Um þessa hágæða afurð liggur fyrir skemmtileg tillaga þess efnis að nota nýyrðið &ldquo;aflþynna&rdquo; í stað hins erlenda orðs &ldquo;capacitor&rdquo;.<span>&nbsp;</span></span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við fögnum því einnig að samningar hafa náðst milli Becromal og Akureyrarbæjar um lóð, aðstöðu og fjárfestingarkjör. Það er einnig ástæða til þess að ætla að samningar náist við Landsnet um að tryggja öryggi í orkuflutningum þegar kemur að stækkun fyrirhugaðrar aflþynnuverksmiðju.</span></p> <p><span>Langt er síðan Akureyrarbær leitaði með stuðningi Fjárfestingarstofu hófanna meðal erlendra fyrirtækja á þessu sviði orkufreks iðnaðar.<span>&nbsp;</span> Það hefur löngum verið áhugi á að finna leiðir til þess að innleiða hér úrvinnsluiðnað úr áli, sem gæfi okkur kost á að auka fjölbreytni áliðnaðar og skapa tugi nýrra hátæknistarfa á því sviði.<span>&nbsp;</span> Framleiðsla aflþynna er slíkur iðnaður, enda þótt ekki verði notast við íslenskt ál í fyrstu. Fyrsti hluti verksmiðjunnar mun skapa um 40 &ndash; 50 ný störf sem síðar mun fjölga enn frekar með nýjum áföngum. Ekki er ólíklegt að útflutningsverðmæti framleiðslunnar verði sambærilegt við það sem fiskvinnslufyrirtækin hér á Akureyri áorka í dag.</span></p> <p><span>Árið 1998 var fyrst rætt við fyrirtæki frá Japan um aflþynnugerð, en Austur Asía er helsta markaðssvæði í heimi fyrir þessar afurðir vegna mikillar framleiðslu á rafeindatækjum.<span>&nbsp;</span> Þrjú stærstu fyrirtækin í Japan sýndu málinu áhuga og komu fulltrúar þeirra hingað til að kynna sér aðstæður en ekkert varð úr þegar á reyndi.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Með reynsluna af þessum viðræðum í huga lá beint við að kynna aðstæður á Íslandi fyrir Becromal,<span>&nbsp;</span> stærsta fyrirtæki á þessu sviði í Evrópu, sem er með starfsemi á Ítalíu, í Noregi, í Sviss og Bandaríkjunum.<span>&nbsp;</span> Nú, fjórum árum síðar, eru samningar í höfn og ástæða til að samfagna öllum sem staðið hafa að þessu máli. &ldquo;Chi dorme non piglia pesci&rdquo;, segja Ítalir þegar við segjum: Þeir fiska sem róa. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Akureyringar, bæjarstjórnin og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, eiga mikið hrós skilið fyrir þrautseigju, sveigjanleika og þolinmæði við að landa þessum afla.</span></p> <p><span>Ég hef látið þá skoðun í ljós að orkufrekan iðnað eigi helst að byggja upp þar sem munar um hann í atvinnuþróun og aðdráttarafli búsetusvæðis. Hér á Akureyri er afar gott að búa í haginn fyrir orkufrekan úrvinnsluiðnað þar sem hægt er að styðjast við þróað þjónustukerfi og langa hefð fyrir þróttmiklum iðnaði. Þar við bætist nálægð við fjölbreyttar orkulindir; vatnsaflið í vestri og jarðvarmann í austri.<span>&nbsp;</span> Það hentar raforkukerfinu vel að fá á Norðurlandinu miðju stóriðju af hóflegri stærð, sem nýtir betur raforkuna, sem fyrir hendi er og krefst ekki strax stórframkvæmda við nýjar virkjanir.</span></p> <p><span>Ég vil ennfremur lýsa ánægju minni yfir þátttöku íslenskra fjárfesta í þessu verkefni.<span>&nbsp;</span> Fjárfestingarfyrirtækið Strokkur hefur sýnt mikinn framfara- og brautryðjendahug með því að taka þátt í þessu átaki, sem vonandi á eftir að efla þekkingu okkar á léttmálmiðnaði auk þess að skila fjárfestunum nauðsynlegum hagnaði.<span>&nbsp;</span> Ég hefði viljað sjá slíkan kraft og áræði hjá öðrum og öflugri fjárfestum þegar við áttum þess kost að eignast virkan hlut í álframleiðslu hér á landi á árum áður. Vonandi koma slíkir kostir upp að nýju í náinni framtíð.</span></p> <p><span>Í fögnuði okkar yfir þeim áfanga sem hér er náð megum við ekki gleyma því að nauðsynlegt er að standa vel að verki á næstu misserum. Og þótt hér sé ekki um sérstaklega mengandi iðnaðarstarfsemi að ræða er vonandi að aldrei verði hægt að skensa Becromal á Íslandi eins og hinum virta stjórnmálaforingja Halldóri Blöndal tókst að ljóða um Sambandið og Glerána á sínum tíma:</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hver er þessi eina á</span></p> <p><span>sem aldrei frýs,</span></p> <p><span>gul og rauð og græn og blá,</span></p> <p><span>gjörð af SÍS?</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fulltrúar Becromal hér í dag eru varaformaður félagsins, Rosanna Foresti Rosenthal, og Alex Rosenthal, sem leitt hefur samningagerð fyrir hönd þess, framkvæmdastjórinn Aldo Fasan, og Bittacco tæknistjóri. Rosanna og Aldo hef ég þegar hitt.</span></p> <p><span>Ég vil beina orðum mínum til þeirra og segja: &ldquo;Chi trova un amico, trova un tesoro&rdquo;.<span>&nbsp;</span> Ég vona að við höfum fundið vini og þar með nýjan fjársjóð í því samstarfi sem hafið er við Becromal og eigendur þess.</span></p> <p><span>Það er mjög vel til fundið að hafa þessa viðhöfn í dag í Listasafni Akureyrar. Þar kemur hvorttveggja til að við erum stödd í gamla mjólkursamlagi KEA, fyrrum höfuðstöðvum eyfirsks mjólkuriðnaðar, og svo hitt <span>&nbsp;</span>að Harry Rosenthal, stofnandi og aðaleigandi Becromal, er auk þess að vera snjall verkfræðingur á rafeindasviði, afar fær listamaður á sviði höggmyndalistar.<span>&nbsp;</span> Efniviður hans er einkum brons og gler.<span>&nbsp;</span> Hann hefur haldið sýningar á verkum sínum víða um heim.<span>&nbsp;</span> Vonandi eigum við eftir að kynnast verkum hans á sýningu hér á landi þegar fram líða stundir.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þar sem Harry átti þess ekki kost á vera viðstaddur í dag langar mig til að senda honum kveðju með þakklæti og hamingjuóskum og biðja konu hans Rosanna um að færa honum örlítið sýnishorn af íslenskri höggmyndalist sem birt er í þessari bók.</span></p> <p><span>Megi ykkur öllum sem hér standa að verki farnast vel og ég óska Becromal á Akureyri góðs gengis.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2007-06-06 00:00:0006. júní 2007Rannsóknarþing 2007

<p>Þingforseti, virðulega samkoma!</p> <p>Eins og mörg ykkar geta nærri um er sérlega ánægjulegt fyrir mig að fá tækifæri til þess að setja Rannsóknaþing. Ég stýrði sjálfur á sínum tíma stóru verkefni sem unnið var á vegum forvera Rannís, og sú var tíð, að mér datt ekki annað í hug en að ég yrði önnum kafinn vísindamaður og að mínir sigrar og ósigrar yrðu á þeim vettvangi alla starfsævina. Það fór á annan veg. Þótt ég sjái ekki eftir neinu, og vísindin virðist hafa komist bærilega af án mín, þá verð ég að viðurkenna að sú spurning hefur hvarflað að mér á angurværum stundum hvort ég ætti erindi inn í vísindaheiminn að nýju. Það má kanski segja að nú sé það orðið með tengslum mínum við vísindasamfélagið í gegnum ríkisstjórnina. Hvað sem því líður er að minnsta kosti gott að vera í snertingu við vísindamenn, og það segi ég ekki bara vegna þess að ég er kvæntur vísindakonu!</p> <p>Rannsóknaþing er vettvangur stefnumótandi umræðu um málefni vísinda og tækni og á rætur sínar að rekja til ársfunda Rannsóknaráðs ríkisins og Rannsóknaráðs Íslands. Eins og venjulega er það RANNÍS sem hefur annast umsjón með þinghaldinu og dagskráin sem við njótum hér í dag hefur verið ákveðin í samráði milli nefnda Vísinda- og tækniráðs og skrifstofu RANNÍS.</p> <p>Í ár eru 20 ár liðin frá því <strong><em>Hvatningarverðlaunin</em></strong> voru fyrst veitt, og voru þá kennd við Rannsóknarráð ríkisins. Fljótlega var tekin upp sú venja að dómnefnd úr hópi fyrri verðlaunahafa fengi það verkefni að meta þá sem tilnefningar hlutu og taka ákvörðun um nýja verðlaunahafa. Þannig hefur orðið til 20 manna "akademia" verðlaunahafa af flestum sviðum vísinda. Þar sem nú er að hefjast vinna við greiningu á framtíðarsýn Vísinda- og tækniráðs og mörkun á áherslu í vísinda- og tæknirannsóknum til næstu ára hafa nokkrir úr akademíu verðlaunahafa verið beðnir að lýsa viðhorfum sínum til framtíðarinnar hér á eftir. Verkefni þeirra er að velta því upp hvernig þeir telja að þróunin gæti orðið og hver framtíðarsýnin til ársins 2020 eigi að vera á þeim sviðum sem nefndir vísinda- og tækniráðs hafa tilgreint og skipað starfshópa um.</p> <p>Það verður aldrei of mikil áhersla lögð á mikilvægi grunnrannsókna og þar eiga áreiðanlega eftir að verða stórstígar framfarir. Það er þó ekki síður ástæða til þess að gefa gaum þeim miklu tíðindum sem gjarnan verða á skilunum milli fræða- og vísindasviða. Í umróti straumskila í hafinu verður gróska og umbreyting í lífríkinu. Þannig spretta einnig óvæntar og hrífandi hugmyndir á skilum milli greina, sem leiða til stórra stökka í nýjar áttir, opna upp á gátt algjörlega ný svið sem skapa uppfinningamönnum, hópum vísindamanna eða einstaklingum rými þar sem þeir geta verið kóngar um stund. Einstakar hugmyndir sem sprottnar eru upp af óvæntum og áður óhugsanlegum tengingum milli vísindagreina, samskiptum milli ólíkra menningarheima og undrum tölvuheima og örtækni geta haft áhrif og hafa valdið umskiptum í öllum heiminum á örfáum árum. Við sem hér erum þekkjum öll ýmis dæmi af þessu tagi frá síðustu áratugum.</p> <p>Og þó er þetta engin nýjung undir sólinni. Charles Darwin, Håkan Lans og Steve Jobs eiga það allir sameiginlegt að hafa ekki lokið æðri prófgráðum, en það sem sameinar þá enn frekar er einstakur hæfileiki til þess að uppgötva og greina nýja tengingar milli fræðasviða með ástríðufulltri athugun, óseðjandi forvitni og útsjónarsamri hagnýtingu á þekkingu annarra.</p> <p>Bandaríska fyrirtækið Corning skóp glerhulstrið sem umlukti ljósgjafa Tómasar Edisons fyrir 150 árum. Alla tíð síðan hefur það lagt heiminn að fótum sér með nýsköpun sem snert hefur daglegt líf okkar allra. Nægir þar að nefna eldföst glermót, litaskjái og ljósleiðaratrefjar og er þá fátt eitt talið. Rannsóknarstjóri glerdeildar Corning heitir Lina Echeverra og er frá því landi sem mér er hugstæðast utan Íslands, Kólombíu. Orð hennar eiga sannarlega erindi til vísindaheimsins: "Ég vil að vísindamenn mínir hafi til að bera sköpunarkraft VanGoghs en lifi lífi sínu eins og Michelangelo. Ég segi við þá að gera það sem hjartað býður þeim. Rannsakið það sem vekur áhuga ykkar og fyllir ykkur af nýrri orku. Þar hafið þið ástríðuna úr. Og sköpunarkrafturinn sprettur upp úr ástríðu."</p> <p>Ég skal ekki um það segja hvort ríkisstjórnin reynist eins ástríðufull og starfsmennirnir á rannsóknastofu Linu Echeverra. Stjórnin er allavega metnaðarfull og hefur sett sér það markmið að allt menntakerfi þjóðarinnar, frá leikskóla til háskóla, verði í fremstu röð í heiminum. Því er slegið föstu í stjórnarsáttmálanum að framfarir og hagvöxtur komandi ára verði knúin áfram af menntun, vísindum og rannsóknum. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir áframhaldandi fjárfestingu í rannsóknum og menntakerfi, enda ekki vanþörf á því að íslenskt atvinnulíf mun einkennast í sívaxandi mæli af þekkingarsköpun og útrás. Þá er einnig lögð áhersla á að samstarf atvinnulífsins og íslensku háskólanna sé lykill að bættum árangri og nýsköpun í atvinnurekstri.</p> <p>Ríkisstjórnin vill skapa kjörskilyrði fyrir áframhaldandi vöxt, útflutning og útrás íslenskra fyrirtækja, meðal annars með aðgerðum til að efla hátækniiðnað og starfsumhverfi sprotafyrirtækja, svo sem með eflingu Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs. Sjálfur bind ég miklar vonir við Nýsköpunarmiðstöðina sem tekur til starfa 1. ágúst næstkomandi og þá stefnumótun sem framundan er um starfsemi hennar og hlutverk Byggðastofnunar í atvinnuþróun.</p> <p>Ég vil sérstaklega leggja áherslu hér á mikilvægi orku- og umhverfisrannsókna þar sem við viljum vera í farabroddi, auk þess sem ég tel það skyldu okkar að varðveita fjöregg Íslendinga með þróttmiklum rannsóknum á sögu, máli og menningu.</p> <p>Engum blöðum er um það að fletta að ráðherrar og raunar alþingismenn allir hafa góðan vilja til þess að efla vísinda- og rannsóknastarf í landinu enn frekar og vonandi reynist styrk stoð í því.</p> <p>Á þessu Rannsóknaþingi verða Hvatningaverðlaunin sem ég minntist á í upphafi afhent í 21. sinn. Til þess að viðhalda spennunni mun Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs, ekki tilkynna hver 21. verðlaunahafinn er fyrr en í lok þingsins. Það eitt er víst að verðlaunin munu falla í skaut ungum vísindamanni eins og hefðin býður, konu eða karli, en sex konur eru í hópi verðlaunahafanna 20, sem þegar hafa orðið þessa heiðurs aðnjótandi. Verðlaunin eru greidd af Rannsókasjóði og eru ein stærstu peningaverðlaun sem veitt eru hér á landi, þótt þau verði væntanlega fyrr eða síðar slegin út af fjáðum fyrirtækjum sem þurfandi eru fyrir hagnýtar rannsóknir og skilja þýðingu grunnrannsókna.</p> <p>Það er mjög við hæfi að yfirskrift Rannsóknaþings 2007, <strong><em>Hvatningaverðlaun í 20 ár &ndash; Framtíðarsýn til 2020</em></strong>, vísi til tímamótanna og veki um leið athygli á því starfi sem Vísinda og tækniráð hefur hafið við mótun á nýrri framtíðarsýn.</p> <p>Ég segi Rannsóknaþing 2007 sett.</p> <p>Þökk fyrir.</p> <p></p>

2007-06-04 00:00:0004. júní 2007Hönnun, auðlind til framtíðar

<p align="justify">Ágætu gestir</p> <p align="justify">Það er mér mikil ánægja að vera boðinn á þennan fund. Það heyrir sannarlega til tíðinda að út komi áhugavert rit um hönnun og því fögnum við hér í dag. Ég óska höfundum skýrslunnar, &bdquo; <em>Hönnun &ndash; Auðlind til framtíðar",</em> þeim Halldóri Gíslasyni og Sóleyju Stefánsdóttur til hamingju með útgáfu hennar. Og okkar öllum raunar sem hér erum samankomin.</p> <p align="justify">Okkur er það nú mun ljósara en lengstum áður að samkeppnishæfni þjóðar á sviði hugmyndasköpunar og frjó útfærsla snjallra hugmynda, sem við í daglegu tali köllum nýsköpun, hefur æ meiri þýðingu fyrir efnahag okkar og velferð. Menning og listir leggja fram drjúgan skerf til landsframleiðslunnar og eiga óumdeilanlega stóran þátt í aðdráttarafli landa og eru um leið vaxandi uppspretta útflutningstekna. Það er jafnvel vel rætt í alvöru, eins og fjallað var um í Morgunblaðinu í gær, að listamenn og viðskiptajöfrar hafi tekið við því hlutverki stjórnmálamanna að túlka og skýra hin pólitísku viðfangsefni samtímans. Ég mun þó fyrir mitt leyti áskilja mér allan rétt til þess að veita enn um sinn harða samkeppni á þessu sviði.</p> <p align="justify">Hvað sem slíkum vangaveltum líður þá getum við verið sammála um að hönnun er lykilatriði í allri nýsköpun Sú ríkisstjórn sem nú er hefja störf hefur einsett sér tryggja að íslenskt atvinnulíf verði kraftmikið og einkennist af þekkingarsköpun og útrás. Til þess að svo megi verða þarf meðal annars að styðja við menningu og listir og efla nýsköpun í öllum atvinnugreinum.</p> <p align="justify">Það má til sanns vegar færa að stuðningur við hönnun á Íslandi hefur ekki verið eins mikill og markviss og gerist í flestum nágrannalöndunum. Sum þeirra hafa skapað sér sérstöðu með svipmikilli hönnun sem orðið hefur útflutningsvara í ýmsum myndum. Í þessum efnum hefur orðið mikil breyting hér á landi með uppbyggingu hönnunardeildar Listaháskólans. Mér er kunnugt um að þar fer fram metnaðarfullt starf. Það er mikill fengur fyrir íslenskt atvinnulíf að svo margir skuli mennta sig í þeim greinum sem þar eru kenndar og slíkir fagmenn er vissulega forsenda þess að hér á landi geti orðið til samkeppnishæft hönnunarsamfélag.</p> <p align="justify">Á vegum iðnaðarráðuneytisins hefur verið þreifað á því hvaða leiðir væru vænlegar til að stuðla að eflingu hönnunar í íslensku atvinnulífi. Í þessum tilgangi var kallað til þess samstarfs sem nú á sér stað í Hönnunarvettvangi. Sú vinna sem þar hefur átt sér stað hefur m.a. orðið til þess að auka skilning stjórnvalda á mikilvægi hönnunar. Það hlýtur svo að vekja okkur til enn frekari umhugsunar að í skýrslunni kemur fram að breska hönnunarmiðstöðin segir að 80% af umhverfisáhrifum vöru ákvarðist á hönnunarstiginu. Einnig er vitnað til fullyrðinga um að þróaðar þjóðir geti dregið úr efnis- og orkuflæði sínu um 90 %, hvorki meira né minna, án þess að skerða gæði þeirrar þjónustu sem fólk vill fá. Það er því sannarlega hægt að taka undir það með þeim Sóleyju og Halldóri að stefna um nýsköpun og hönnun eigi klárlega að taka mikilvægi sjálfbærar hönnunar með í reikninginn.</p> <p align="justify">Þann 1. ágúst n.k. mun Nýsköpunarmiðstöð Íslands taka til starfa og tilkynnt verður á næstu dögum um nýjan forstjóra hennar. Ég bind miklar vonir við að þessi nýja stofnun, sem byggir á gömlum grunni, verði leidd inn á farsæla framtíðarbraut. Ég þykist nokkuð viss um að hún muni setja fólk í fyrsta sæti en tæknina í annað sæti, tæknina í þjónustu fólksins en ekki öfugt. Þannig að við getum í þekkingar- og upplifunarsamfélagi næstu áratuga tekið undir með John Thackara, þegar hann segir: "Í veröld þar sem áherslan verður minna á dót og meira á fólk verður ekki síður þörf á kerfislausnum og þjónustu sem auðvelda fólki að eiga samskipti á árangursríkan og ánægjulegan máta. Slíkar lausnir krefjast nokkurrar tækni og víðtækrar hönnunar."</p> <p align="justify">Nýsköpunarmiðstöðin hefur það meginhlutverk að styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og efla hverskyns nýsköpun. Meðal skilgreindra hlutverka hennar í lögum er að auka veg hönnunar í íslensku efnahagslífi og vekja fyrirtæki til vitundar um mikilvægi hönnunar í nýsköpun og vexti. Stofnuninni er einnig ætlað að eiga nána samvinnu við atvinnulíf og háskóla þar með talið Listaháskóla Íslands.</p> <p align="justify">Með starfsemi þessarar nýju stofnunar er vissulega brotið blað í stuðningi við hönnun á Íslandi enda er það nýmæli að ríkisstofnun hafi það hlutverk með höndum að auka veg íslenskrar hönnunar. Stefnumótun fyrir hina nýju stofnun er um það bil að hefjast og meðal þess sem móta þarf er samvinna hennar við háskólana í landinu.</p> <p align="justify">Ég tel að skýrslan, sem er tilefni þessa fundar, sé meðal annars gott framlag vegna þess að hún skýrir stöðu okkar á þessu sviði og nauðsyn þess að jarðtengja hönnunarstarfið. Sagt er að fæstar hönnunarhugmyndir lifi af fyrsta fund með væntanlegum viðskiptavini. Og það er spurt í gamni hve marga hönnuði þurfi til þess að skipta um ljósaperu. Svarið er að það þurfi að minnsta kosti þrjá: Einn til þess að breyta formgerð perunnar, annan til þess að geta út bók um þörfina fyrir nýja peruhönnun og hinn þriðja til þess að blogga um ómögulega skrúfganga í ljósastæðum.</p> <p align="justify">Í þessu er ef til vill sá broddur að hönnun snýst ekki bara um flögrandi hugmyndir heldur ekki síður um tengingu þeirra inn í daglegt líf okkar, og því er hún frjór vettvangur samstarfs milli fjölda starfsstétta og öflug uppspretta nýrra atvinnutækifæra ef vel er á haldið. Skýrslan sem við fögnum hér í dag mun án efa verða meðal þeirra gagna sem höfð verða til hliðsjónar þegar línur verða lagðar um þróun hönnunardeildar í nýrri Nýsköpunarmiðstöð. Ég bind miklar vonir við þessa nýju stofnun og vonast til þess að hún muni eiga farsælt samstarf við Listaháskólann og atvinnulífið.</p> <p align="justify">Takk fyrir</p> <br /> <br />

2007-05-31 00:00:0031. maí 2007Ársfundur Byggðastofnunar

<p><span>Fundarstjóri, ágætu fundargestir,</span></p> <p><span>Þetta er fyrsti ársfundur Byggðastofnunar sem ég sæki, og reyndar fyrsti fundur um málefni ráðuneytisins sem ég ávarpa sem iðnaðarráðherra. Mér þykir vænt um það vegna þess að ég tel byggðamálin vera málefni, sem varða alla landsmenn.</span></p> <p><span>Þróun byggðar í landinu má segja að sé sífellt Sísifosarverkefni. Líkt Sísifosi hinum gríska þokum við hinum þunga steini upp fjallshlíðina, og þótt hann komist ekki alla leið, og velti stundum niður á við á ný, þá höldum við ótrauð áfram.</span></p> <p><span>Á heimasíðu <span></span> Byggðastofnunar er hægt að finna eftirfarandi orð &ndash; sem minnir pínulítið á kennslubók í marxisma frá því í gamla daga &ndash; "Byggð ræðst af framleiðslu og samfélagsháttum." Þar hafa menn það, góðir fundarmenn! Stutt og laggott! Í opnu og alþjóðlegu markaðskerfi er þess þá varla að vænta að stjórnarvöldin ráði miklu um hvernig kaupin gerast á eyrinni &ndash; eða hvað? Er ekki miklu líklegra að markaðurinn ráði því hvernig framleiðslu- og samfélagshættirnir þróist &ndash; og þarmeð byggðin?</span></p> <p><span>En "pólitík er að vilja" sagði Olof Palme, sá eldheiti leiðtogi jafnaðarmanna. Og við erum hér af því við trúum því að með þróttmikilli stefnumótun og með því að hagnýta reynslu, þekkingu og bestu aðferðir sé hægt að hafa áhrif á framleiðsluþættina til hagsbóta fyrir byggðirnar í landinu. En, við vitum líka, að togið frá sterkum þjónustu- og afþreyingarsvæðum á Suðvesturhorninu er svo firna sterkt &ndash; einsog það hefur verið alla síðustu öld. Það þarf því sterka stefnumótun, sterka samstöðu og mikla útsjónarsemi til að losna úr þeim álögum, og skapa á landsbyggðinni sterka þjónustu- og atvinnukjarna sem toga á móti, sem laða til sín fólk einsog járn að segli.</span></p> <p><span>Það, góðir fundarmenn, er verkefni okkar, stjórnvalda og Byggðastofnunar.</span></p> <p><span>Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde, ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins er á sínum fyrstu metrum. Langhlauparinn veit að það skiptir öllu, ef hann ætlar að komast í mark á góðum tíma, að fara sér hægt og sprengja sig ekki á fyrsta kílómetranum.</span></p> <p><span>Það er margt í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar sem getur skipt sköpum í byggðaþróun. Við vitum að öll tilranastarfsemi og nýsköpun sem bryddað hefur verið á í byggðum landsins hefur liðið fyrir sveiflur og óstöðugleika. Þess vegna skipta grunnmarkmiðin í stefnuyfirlýsingunni svo miklu máli fyrir farsæla byggðastefnu: Stöðugleiki í efnahagslífinu með lágri verðbólgu, lágu vaxtastigi, jöfnum og öflugum hagvexti og áframhaldandi traustri stöðu ríkissjóðs. Það eru kjöraðstæður og frumskilyrði fyrir vaxtarbrodda í atvinnulífi.</span></p> <p><span>Ríkisstjórnin hefur brotið í blað með því að lýsa yfir að hún hyggist setja á stofn samráðsvettvang milli ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga um aðgerðir og langtímamarkmið á sviði efnahags-, félags- og atvinnumála. Ef þau áform heppnast vel gæti það haft verulega þýðingu í byggðaþróun.</span></p> <p><span>Ákvæði stefnuyfirlýsingarinnar um samstarf skóla og atvinnulífs um þekkingar- og nýsköpun, aðgerðir til að efla hátækni- og sprotafyrirtæki ásamt öflugum stuðningi við menningu og listir eru líka viðspyrna sem áhugafólk um byggðaþróun ætti sérstaklega að leiða hugann að.</span></p> <p><span>Ég vænti sérstaklega mikils af þeim hluta yfirlýsingar nýju ríkisstjórnarinnar þar sem lýst er því markmiði að landið verði eitt búsetu- og atvinnusvæði. Það er stór yfirlýsing og vitaskuld næst hún ekki á einu kjörtímabili. Hún felur í sér að í rammfjárlögum fyrir næstu fjögur ár &ndash; sem er nýbreytni hjá ríkisstjórninni &ndash; þá verður lögð höfuðáhersla á að treysta innviði samfélagsins með fjárfestingu í sérstöku átaki í samgöngumálum, fjarskiptum og menntun.</span></p> <p><span>Úrbætur í samgöngumálum eru lykilatriði til að stuðla að jafnvægi í byggð og lækka flutningskostnað. Sterk fjarskiptakerfi og jafnræði allra landsmanna um gagnasamskipti í farvegum Netsins eru grundvöllur þess að hægt sé að auka aðgengi að menntun og þjónustu, óháð landfræðilegri staðsetningu, og fela auk þess í sér tækifæri til nýsköpunar.</span></p> <p><span>Ég nefni sérstaklega að fyrir dyrum stendur að skilgreina sérstaklega þau störf á vegum ríkisins sem hægt er að vinna án tillits til staðsetningar, og auglýsa þau sem slík, þegar þau losna. Í það verkefni verður ráðist af einbeitni á þessu ári. Ég ætla ekki að skapa of miklar væntingar í kringum þetta, en segi þó, að þetta mál þekki ég vel. Ég flutti um það þingsályktunartillögu, sem Alþingi samþykkti á lokaspretti þingsins í vetur, og ég tel, að í þessu felist sérstök tækifæri fyrir byggðir landsins til að ná til sín störfum, sem henta ekki síst konum, og myndu auka menntastig í héraði, og þarmeð launastig.</span></p> <p><span>Þetta mun hins vegar ekki gagnast okkur sem tæki til að stuðla að fjölgun starfa á landsbyggðinni nema jafnræði gildi varðandi gagnaflutninga og fjarskipti.</span></p> <p><span>Framfarir komandi ára verða knúnar áfram af menntun, vísindum og rannsóknum, einsog segir orðrétt í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Byggðir landsins verða að tryggja sér aflvélar sem settar eru saman úr þessum þáttum. Efling skóla, ekki síst háskólasetra einsog á Vestfjörðum og víðar, er lykilatriði til að smíða slíkar aflvélar. Áhersla ríkisstjórnarinnar, og ekki síst þess ráðherra sem hér stendur, á hátækniiðnað og útrás þekkingar- og þjónustuiðnaðar, er síður en svo einskorðuð við höfurborgarsvæðið.</span></p> <p><span>Atvinnulífið á landsbyggðinni verður að fá tækifæri til að fylgja þeirri þróun &ndash; frumatvinnuvegirnir verða að fá tækifæri til að þróast í hátækniiðnað. Vísir að þessu er orðinn til með beitingu líftækni í bæði landbúnaði og sjávarútvegi, og má rifja upp að auðlindalíftækni hefur einmitt notið stuðnings byggðaáætlunar.</span></p> <p><span>Það er mikilvægt að þessi þróun haldi áfram, og í því efni reiði ég mig á frumkvæði Byggðastofnunar og nýrrar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem tekur til starfa í ágúst. Nýr forstjóri hennar verður einmitt ráðinn innan skamms. Það er eitt af verkefnum mínum að sjá til þess að tannhjól þessara tveggja aflvéla geti gripið saman í átaki stjórnvalda til að auka fjölbreytni atvinnulífs, auka verðmætasköpun og treysta grunn landsbyggðarinnar.</span></p> <p><span>Nýsköpunarmiðstöðin mun starfa í nánu samstarfi við háskóla landsins, og ég hef þegar undirstrikað opinberlega að þar undir eru allir háskólar landsins &ndash; og háskólasetur.</span></p> <p><span>Starf og eðli iðnaðaráðuneytisins mun breytast á þessu ári að því marki að ferðamálin færast nú undir ráðuneytið. Sú breyting er ekki síst rökrétt í ljósi þess að ráðuneytið fer með byggðamálin, og marksækin ferðaþjónusta er einn af ótvíræðum vaxtarbroddum landsbyggðarinnar. Þetta gerir ráðherra byggðamála miklu hægar um vik að flétta saman stefnu í ferðamálum við þarfir atvinnulífs á landsbyggðinni, og skoða leiðir sem ekki aðeins auka ferðaþjónustu í byggðum landsins, heldur líka til að auka verðmætin sem hún skilur eftir í héraði. Byggðastofnun gjörþekkir ferðamál á landsbyggðinni og hefur lengi veitt henni margþættan stuðning. Þessvegna er ekki út í hött að leyfa sér að vona að það geti reynst lyftistöng fyrir landsbyggðina að ferðamál og byggðamál falli senn undir verksvið sama ráðuneytis.</span></p> <p><span>Hvað Byggðastofnun sjálfa snertir þurfum við að fást við þá grundvallarspurningu hvort ríkið eigi að reka (niðurgreidda) lánastarfsemi í samkeppni við almenna viðskiptabankastarfsemi. Í víðara samhengi er spurt, hvort ríkið eigi að styrkja atvinnulíf á landsbyggðinni með sértækri fjármálafyrirgreiðslu? Ekkert einhlítt svar liggur fyrir við þeirri spurningu en þær hremmingar sem atvinnulíf á Vestfjörðum hefur gengið í gegnum eru lýsandi dæmi um þau pólitísku álitaefni sem um er að ræða. Í sumar verður lagður grunnur að stefnumótunarvinnu fyrir Byggðastofnun sem hefst fyrir alvöru í haust, þar sem tilgangurinn verður ekki síst að svara spurningum einsog þessum sem varða framtíðarhlutverk stofnunarinnar.</span></p> <p><span>Það er þó ljóst m.a. í ljósi stöðunnar til dæmis á Flateyri og Vestfjörðum að ríkið verður að búa yfir tækjum til að grípa inn þar sem bráður vandi steðjar að byggðarlögum sem búa við mjög einhæft atvinnulíf. Það er líka freistandi að hugsa sér að Byggðastofnun komi í mun ríkari mæli að málum sem varða menntun, uppbyggingu menningarlífs, starfshæfnis- og þjálfunarmálum, og sú framtíðarmúsík verður skoðuð rækilega í komandi stefnumótun. Sömuleiðis er ljóst að miðlun þekkingar um rannsóknir og aðferðir í byggðaþróun sem reynst hafa vel annars staðar í Evrópu verður einnig frjór vettvangur til framtíðar. Ég hlakka til að eiga samstarf við alla þá sem að byggðamálum koma um framtíðarstefnu Byggðastofnunar og um skipulag starfs að byggðaþróun.</span></p> <p><span>Ágæti ársfundur,</span></p> <p><span>Framundan eru spennandi verkefni fyrir nýjan iðnaðarráðherra. Ég mun ekki draga af mér fremur en Sísifos forðum. Og ólíkt honum hef ég sjálfur af fúsum vilja gengið undir okið og mun reyna krafta mína á stærstu björgum með glöðu geði. Byggðastofnun mun gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi ráðuneytisins einsog verið hefur, en verkefni hennar munu sjálfsagt taka breytingum í samræmi við þróun atvinnlífsins og þörfina fyrir nýja og ferska nálgun ríkisins að stuðningi við þróun atvinnu- og mannlífs.</span></p> <p><span>Verkefnin sem bíða nýrrar stjórnar eru ærin. Það þarf gott fólk og öflugt til að stýra mikilvægum verkum. Í samræmi við það hef ég ákveðið að stjórn Byggðastofnunar fram að næsta ársfundi verði skipuð eftirtöldum einstaklingum:</span></p> <p><span>Örlygi Hnefli Jónssyni,</span></p> <p><span>Önnu Kristínu Gunnarsdóttur,</span></p> <p><span>Einari Oddi Kristjánssyni,</span></p> <p><span>Guðjóni Guðmundssyni,</span></p> <p><span>Drífu Hjartardóttur,</span></p> <p><span>Herdísi Sæmundardóttur,</span></p> <p><span>Bjarna Jónssyni</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég vil að lokum þakka fráfarandi stjórn fyrir þeirra störf, sérstaklega fráfarandi stjórnarformanni, Herdísi Sæmundardóttur, um leið og ég óska nýrri stjórn velfarnaðar í störfum.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira