Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Ragnheiðar Elínar Árnadóttur


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2016-11-14 00:00:0014. nóvember 2016Ræða á málþingi um fjárfestingar á Íslandi, 11. nóvember 2016

<p align="right"><b>ATH: Talað orð gildir</b><br></p><p align="justify">Kæru fundargestir,<br></p><p align="justify"><i>"Allt umhverfi fyrir erlendar fjárfestingar hér á landi hefur gjörbreyst í frelsisátt, hvort sem um er að ræða löggjöf eða önnur efnahagsleg atriði. Nú hljóðar lagatextinn þannig að í megindráttum er öll fjárfesting erlendra aðila í íslenskum atvinnurekstri leyfileg, nema í sérstökum undantekningar tilfellum svo sem í veiðum og vinnslu sjávarafurða. Er þetta mikil breyting frá þvi sem var. Stefna núverandi ríkisstjórnar Íslands er skýr: Vinna skal að frekari erlendri fjárfestingu í atvinnulífinu, m.a. með því að efla markaðsstarfsemi og endurskoða lög um erlenda fjárfestingu. Á nýliðnum árum hafa íslensk stjórnvöld því tekið við sér í takt við það sem er að gerast annars staðar í heiminum og brugðist við kröfum nútímans um auðveldari viðskipti landa á milli".</i></p><p align="justify">Þar sem ég fer bráðlega að ljúka störfum sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra þá ver ég dögunum núna í það bráðskemmtilega verkefni að taka til á skrifborðinu mínu. Og þar kennir ýmissa grasa. Ég rakst til dæmis á bókargrein sem ég skrifaði fyrir 20 árum, áður en ég hóf afskipti af stjórnmálum. Greinin fjallaði um fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum atvinnurekstri - nátengt efni okkar hér í dag. Ég nefni í greininni að þeir dagar séu liðnir þegar litið var á erlendar fjárfestingar sem ógn við sjálfstæði ríkisins og öll löggjöf var sniðin að því að halda útlendingum frá. Málefnið er mér nú jafnhugleikið og þá. En tilvitnunin hér að framan er sem sagt 20 ára gömul.</p><p align="justify">Þá hrósaði ég þáverandi stjórnvöldum fyrir að hér á landi hefði lagaumhverfið breyst í frelsisátt. Væntingar mínar til erlendrar fjárfestingar voru þá að fá inn fjármagn í atvinnulífið, að erlend fyrirtæki myndu flytja inn nýja þekkingu til landsins, stjórnunar- og markaðsþekkingu auk tengsla og aðgengi að nýjum mörkuðum. <i>&nbsp;</i></p><p align="justify">Ég er ennþá þessarar sömu skoðunar. Það er mikilvægt að stjórnvöld á hverjum tíma reyni að búa þannig um hnútana að hér geti starfað öflug alþjóðlega samkeppnishæf fyrirtæki. Og alþjóðlega samkeppnisumhverfið tekur breytingum og því þurfum við alltaf að vera á tánum.</p><p align="justify">Virði alþjóðageirans í íslensku atvinnulífi er enn of lítið&nbsp; ef miðað er við önnur Norðurlönd, við ættum við að geta tvöfaldað virði þess með réttum aðgerðum. Ekki má gleyma því að nýfjárfestingar stuðla að aukinni samkeppnishæfni þjóða, en þær bera m.a. með sér nýjungar í framleiðslu og stjórnun sem geta stuðlað að aukinni framleiðni, öflugri útflutningi og hærra þekkingarstigi. </p><p align="justify">En hvar erum við stödd í dag - er gott að fjárfesta á Íslandi? </p><p align="justify">Á undanförnum árum höfum við lagt ríka áherslu á að gera Ísland að eftirsóknarverðari fjárfestingarstað. Með það að markmiði lagði ég fram tillögu til þingsályktunar sem varðaði stefnu um nýfjárfestingar sem var samþykkt &nbsp;á Alþingi síðasta vetur. </p><p align="justify">Með samþykkt hennar voru lagðar skýrar línur um hvernig nýfjárfestingar við viljum laða til landsins. Mikil samkeppni er á meðal ríkja um að laða til sín nýfjárfestingar og því mikilvægt fyrir okkur að koma okkur saman um hvaða stefnu skuli fylgt og hvaða tækjum skuli beitt.<b> </b></p><p align="justify">Til þess að auka enn frekar samkeppnishæfni okkar Íslendinga geta ívilnanir verið nauðsynlegar. Við störfum í samkeppnisumhverfi og flest þeirra ríkja sem við berum okkar saman við hafa um áratuga skeið beitt ýmis konar ívilnunum til þess að hvetja til nýfjárfestinga og beina þeim á tiltekin svæði. </p><p align="justify">Ég er persónulega þeirrar skoðunar að best væri að vera án slíkra ívilnana og að við ættum frekar að stefna að einföldu skattkerfi með lágum sköttum og fáum undanþágum til þess að tryggja samkeppnishæfni okkar. Jómfrúarræða mín á Alþingi fyrir næstum 10 árum fjallaði m.a. um þetta, en þá fagnaði ég því að álverið í Straumsvík hafði óskað eftir því að losna undan þeim sérsamningum sem það hafði haft í næstum 40 ár.</p><p align="justify">En við erum ekki komin þangað og þess vegna er ég einnig þeirrar skoðunar að þar til því markmiði verður náð þurfum við, eins og aðrar þjóðir að beita þeim sömu aðferðum og aðrar þjóðir sem við keppum um nýfjárfestingar um. </p><p align="justify">Með það að markmiði að skapa skýran almennan lagaramma utan um nýfjárfestingar og þær ívilnanir sem þar eru í boði lagði ég fyrir tveimur árum fram á Alþingi frumvarp til laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og tóku ný lög gildi um mitt ár 2015. Með þeim er heimilt að veita ívilnanir til verkefna í formi afslátta af sköttum og gjöldum að tilteknum skilyrðum uppfylltum. </p><p align="justify">Núgildandi rammalöggjöf er gegnsæ, almenn og skilvirk, og ívilnanir á grundvelli hennar eru aðeins til skamms tíma. </p><p align="justify">Einn lykilþáttur í því að skapa fyrirtækjum og fjárfestum gott umhverfi hér á landi er fyrirsjáanleiki og stöðugleiki. Það er afar mikilvægt að fyrirtæki og fjárfestar geti verið viss um að ekki verði gerðar stórkostlegar breytingar á starfsumhverfi þeirra með skömmum fyrirvara. </p><p align="justify">Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum áratugum, eins og fram kom í hinni 20 ára gömlu grein sem nefnd var hér áðan, lagt sig fram um að tryggja þann fyrirsjáanleika og stöðugleika, bæði með lagasetningu og í öðrum samskiptum. Að stærstum hluta hefur það gengið vel. </p><p align="justify">Ég verð þó - kannski sem víti til varnaðar - að nefna við ykkur hnökra sem upp hafa komið nýlega við eitt stærsta fjárfestingarverkefni síðari ára – sem er bygging kísilvers PCC í landi Bakka á Húsavík. Framkvæmd sem á sér upptök á síðasta (eða núna þarsíðasta) kjörtímabili og hefur verið heimiluð með sérstökum lögum og fjárveitingum frá Alþingi í tíð tveggja ríkisstjórna. </p><p align="justify">Bygging kísilversins er langt komin, Þeistareykjavirkjun er að verða tilbúin, búið er að byggja jarðgöng, leggja vegi, bæta hafnaraðstöðu og fleira þegar framkvæmdir við raflínulagnir sem tengja virkjunina við verksmiðjuna eru stöðvaðar. Það er afar skaðlegt fyrir alla aðila þegar upp koma, á síðustu metrum verkefnisins, álitamál eins og gerðist þar. Álitamál sem leiddu til afturköllunar framkvæmdaleyfa og stöðvunar framkvæmda sem settu allt verkefnið í uppnám. </p><p align="justify">Bakslag sem þetta getur haft slæm áhrif á önnur verkefni, ímynd landsins og að sjálfsögðu verkefnið sjálf. </p><p align="justify">Ég hef haft forgöngu um að kæruferlar og álitamál tengd leyfisveitingum vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku séu færð framar í ferlið, með það fyrir augum að tryggja fyrirsjáanleika og skýrleika. Var það síðast gert með breytingu á raforkulögum árið 2015 vegna kerfisáætlunar flutningsfyrirtækisins. &nbsp;En það dugar greinilega ekki að gera einungis umbætur á einu málefnasviði þegar framkvæmdir falla undir fleiri málefnasvið og bæði stjórnsýslustigin.</p><p align="justify">Þau álitamál og vandkvæði sem komu upp í Þingeyjasýslum sýna svo ekki verður um villst að við þurfum að fara ítarlega yfir fleiri atriði sem snerta slíkar stórframkvæmdir, t.a.m. þau er varða skipulagsmál og leyfisveitingar. Ég lagði því nýlega til í ríkisstjórn að komið yrði á fót starfshópi sem færi heildstætt, þvert á ráðuneyti yfir verkferlana við útgáfu leyfa vegna lagningar raflína. Markmiðið er að gera ferlið skilvirkara, einfaldara, traustara, fyrirsjáanlegra og gagnsærra, án þess þó að gefa afslátt af eðlilegum og nauðsynlegum kröfum til slíkra framkvæmda m.a. út frá sjónarhóli náttúruverndar. Er sú vinna þegar hafin.</p><p align="justify">Góðir gestir,</p><p align="justify">Á síðustu árum hefur áherslan ekki verið eingöngu á stór iðnaðarverkefni. Fjárfestingar hafa t.a.m. aukist mikið í kvikmyndagerð með tilheyrandi auknum tekjum inn í landið og fjölda nýrra heilsárs starfa. </p><p align="justify">Frá því 1999 hefur verið hér við lýði endurgreiðslukerfi/ívilnunarkerfi vegna kvikmyndagerðar og síðastliðið vor samþykkti Alþingi frumvarp að minni tillögu þess efnis að endurgreiðslur vegna framleiðslukostnaðar kvikmynda myndu hækka úr 20% í 25%. Lögin taka gildi 1. janúar n.k. og með þeim verður Ísland enn eftirsóknarverðara og enn samkeppnishæfara sem tökustaður fyrir erlend kvikmyndaverkefni.</p><p align="justify">Þennan mælanlega árangur og reynslu úr kvikmyndageiranum viljum við spegla yfir í aðra geira, t.a.m. tónlistargeirann. Íslenskir tónlistarmenn hafa getið sér gott orð út um allan heim og er íslensk tónlist fyrir löngu orðin að öflugri útflutningsvöru. Á síðustu dögum þingsins voru að minni tillögu samþykkt ný lög um samskonar endurgreiðslur vegna hljóðritunar tónlistar og við höfum haft vegna kvikmyndagerðar. </p><p align="justify">Með þessu er ætlunin að ýta enn frekar undir vöxt í tónlistariðnaði, skapa hér grundvöll fyrir enn frekari fjárfestingar og enn fleiri störf, líkt og við höfum séð í kvikmyndaiðnaði.</p><p align="justify">Ég er sannfærð um að ávinningurinn verður mikill fyrir þjóðarbúið og að þessi aðgerð muni styðja svo um munar við íslenskan tónlistariðnað og ekki síður aftur yfir í íslenskan kvikmyndaiðnað með vinnslu á tónlist fyrir kvikmyndir.</p><p align="justify">Góðir gestir,</p><p align="justify">Á kjörtímabilinu hefur verið ráðist í umfangsmikla vinnu sem miðar að aukinni skilvirkni í fjármögnunarumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja. Hér erum við auðvitað með það að markmiði að gera okkur enn samkeppnishæfari.</p><p align="justify">Ber þar hæst að nefna stóraukin framlög til Tækniþróunarsjóðs og hefur sjóðurinn nú til ráðstöfunar rúma 2,3 milljarða króna. </p><p align="justify">Við höfum markvisst beitt okkur fyrir breytingum á lagaumhverfinu þannig að það styðji betur við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og eitt af því sem ég er stoltust af er „Hnappurinn“, en hann einfaldar ársreikningaskil fyrir um 80% íslenskra fyrirtæka, gerir þau rafræn og lækkar kostnað umtalsvert. </p><p align="justify">Endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar hafa einnig verið auknar og ýmsir skattalegir hvatar hafa verið innleiddir.</p><p align="justify">Stærsta áskorun íslensks atvinnulífs á komandi árum er að takast á við landlæga lága framleiðni. Sögulega hefur íslenska hagkerfið verið of auðlindadrifið og of mikil áhersla lögð á frumframleiðslu hráefna sem flutt eru út til frekari úrvinnslu ofar í virðiskeðjunni þar sem meiri virðisauki verður til. </p><p align="justify">Sjávarútvegurinn er hér undantekning en þar hefur nýsköpun gengt lykilhlutverki í þróun nýrra framleiðsluaðferða og nýtingar hliðarafurða sem aukið hafa heildarverðmæti sjávarfangs gríðarlega þrátt fyrir samdrátt í afla.&nbsp; Með aukinni áherslu á hugvit og nýsköpun eru mikil tækifæri til þess að vinna upp á móti því. Við verðum aldrei stærst – en við getum orðið snjöllust.</p><p align="justify">Til að ná markmiðinu um að verða þau snjöllustu er mikilvægt að móta og innleiða stefnu um hvar hægt er að gera betur í lagaumhverfinu og í formi bættrar nýtingar á auðlindum, hönnunar eða tækni. &nbsp;Einnig þarf að leggja áherslu á hugvits- lista- og skapandi greinar í menntakerfinu. Þannig má byggja brýr á milli þeirra ólíku greina með þverfaglegu samstarfi. </p><p align="justify">En kæru gestir,</p><p align="justify">Við áðurnefnda tiltekt á skrifborði mínu fann ég annað merkilegt plagg. Handbók Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1949 sem mér var færð að gjöf í upphafi kjörtímabils. Þar segir:</p><p align="justify"><i>,,Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um nýsköpun atvinnuveganna í fyrrverandi ríkisstjórn. Núverandi stjórn hefur haldið nýsköpuninni áfram eftir fyllstu getu í fjárhags- og gjaldeyrismálum. Þannig hafa Íslendingar í dag eignast fullkomin og nýtísku tæki, sem geta skapað vinnu fyrir alla og blómlegt atvinnulíf. Þessa nýju og miklu möguleika verður þjóðin að hagnýta með því að atvinnuvegirnir, sjávarútvegur, iðnaður og landbúnaður fái eðlileg starfsskilyrði. Til þess þarf hallalausan búskap ríkissjóðs, baráttu gegn verðbólgunni, frjálsa verslun sem allra fyrst, afnám haftanna og aukið athafnafrelsi.“</i></p><p align="justify">Þegar mér var gefið þetta ágæta rit árið 2013 og ég las þessi orð fannst mér sláandi að í raun værum við aftur á sama stað, með sama verkefnalistann og fyrir rúmum 70 árum.</p><p align="justify">En hvar stöndum við nú að kjörtímabili loknu? </p><p align="justify">Á undanförnum árum hefur orðið alger efnahagslegur viðsnúningur á Íslandi og þær áskoranir sem ný ríkisstjórn mun standa frammi fyrir eru af allt öðrum toga en við stóðum frammi fyrir þremur árum. Í dag er atvinnulífið í mikilli sókn, atvinnuleysi er nánast ekkert og gjaldmiðillinn sterkur. Það er nánast sama hvaða hagvísar eru skoðaðir – Ísland er í eftirsóknarverðri stöðu.</p><p align="justify">Og það er gríðarlega mikilvægt. Við erum í þeirri stöðu að við getum tekið ákvarðanir á okkar forsendum. Við höfum val og eigum að vanda okkur. Þegar kemur að fjárfestingum viljum ekki bara "eitthvað" – við viljum nýfjárfestingu sem hefur sem mest jákvæð áhrif fyrir atvinnulíf, samfélag og umhverfi. Við viljum nýfjárfestingu sem fjölgar tækifærum, eykur þekkingu og fjölbreytileika íslensks atvinnulífs.</p><p align="justify">En við verðum líka að hafa í huga að forsendan fyrir öflugri og skapandi nýsköpun er - að bæði fjárfestirinn og samfélagið þar sem fjárfestingin á sér stað njóti góðs af. Þetta er ekki bara okkar ákvörðun – það þarf tvo til. </p><p align="justify">Í þeim samningum höfum sterk spil á hendi. Hreina raforku, öfluga innviði, landgæði, hreint vatn og gott samfélag – þetta eru gæði sem ekki allar þjóðir búa yfir. Hingað eiga fyrirtæki að vilja koma vegna þess að hér sjá þau hagsmunum sínum best borgið. &nbsp;Og okkar hagsmunir eru ennþá þeir sömu og listaðir voru í 20 ára gömlu greininni - að laða hingað til lands fjárfestingu sem kemur með nýja þekkingu, hugvit, tengsl og markaði. Við þurfum að vita hvað við viljum.</p><p align="justify">Þetta mat þarf sífellt að vera að endurskoða. Til dæmis var áhersla okkar upp úr síðustu aldamótum á að laða hingað til lands gagnaver. Þar náðist verulegur árangur og nú er svo komið að hér starfa nokkur gagnaver við góðan orðstír og Ísland er komið á kortið sem ákjósanlegur staður fyrir gagnaver. Þá má beina kröftunum annað.</p><p align="justify">Heimurinn er í reynd eitt markaðssvæði þar sem að lönd keppa sín á milli um að bjóða þegnum sínum sem best lífsgæði. Öflugt og framsækið atvinnulíf sem er í sátt við náttúru og þjóðfélag er undirstaðan sem allt hvílir á. Á því byggjum við velferðina sem er svo eftirsóknarverð og tryggir að hér vilja börnin okkar velja sér sinn starfsvettvang og sína framtíð.</p><p align="justify">Og við sjáum nú – að höfum við verið á árinu 1949 í byrjun kjörtímabilsins þá erum við sannarlega komin einhverjum áratugum framar í dag. </p><p align="justify">Það er gott að fjárfesta á Íslandi í dag og margir áhugaverðir hlutir að gerast.</p><p align="justify">Við þurfum að vita hvert við viljum fara. Ég sé ekki fyrir mér að áherslan í nýfjárfestingum, verði í stóriðju eða orkufrekum iðnaði á næstu árum, heldur miklu fremur í hugverkadrifnum iðnaði, nýsköpun, tæknigeiranum, lyfjageiranum, upplýsingatækni og umhverfistengdum iðnaði.</p><p align="justify">Mínar ráðleggingar til þess sem tekur við keflinu af mér eru því að taka þétt utan um nýsköpunargeirann í landinu og hlúa að honum af alúð og þrautseigju því þar liggja sprotarnir fyrir stóru fjárfestingar framtíðarinnar.&nbsp;</p>

2016-06-21 00:00:0021. júní 2016European Geothermal Energy Council - Making the EU number one in renewable heating and cooling 15. júní 2016

<p align="right"><b>ATH: Talað orð gildir &nbsp;/ &nbsp;check against delivery</b></p><h4 align="center"><b><p><b>European Geothermal Energy Council<i><br></i></b></p><p><b><i>Making the EU number one in renewable heating and cooling</i></b></p></b></h4><p align="left"></p><p align="center"><b>15. júní 2016</b></p><b><p>&nbsp;</p></b><p align="justify">Ladies and Gentlemen.</p><p align="justify">It is a great pleasure for me to be here today, to discuss opportunities in the field of renewable heating and cooling. I will speak of my countries experience – and raise the geothermal flag.</p><p align="justify">Lets start with the facts.</p><p align="justify">Heating and cooling in buildings and industry accounts for half of the EU's energy consumption. Only 16% of heating and cooling in the EU is generated from renewable energy, while 84% is generated from fossil fuel. It is evident that in order to fulfil EU's climate and energy goals, the heating and cooling sector must sharply reduce its energy consumption and cut its use of fossil fuels.</p><p align="justify">The positive side is that there is general recognition today that the EU will not achieve its climate and energy objectives unless renewable heating and cooling becomes more widely used. It is always important to first recognize the problem and then find ways to fix it.</p><p align="justify">The key question remains; how can we make renewable heating and cooling a priority in our decision making? The technologies as such are mature and readily available but require adequate targets, market conditions and accompanying policy measures.</p><p align="justify">In February 2016, the Commission proposed an EU heating and cooling strategy. Plans for this EU strategy were launched in 2015 as part of the Energy Union strategy. This is an important first step in exploring the issues and challenges in this sector.</p><p align="justify">The overarching question at this conference today is „<i>How to Make the EU Number One in Renewable Heating and Cooling?</i>“ This is a target we should and can achieve. There is a long way to go but I believe there is every reason for us to be optimistic in reaching this target, through combined systematic efforts.</p><p align="justify">Today we will be discussing strategies and sharing best practices and national views in order to try to shape the right policy framework across Europe, towards increased share of renewables, with a special focus on heating and cooling. </p><p align="justify">In this context Iceland has a story to tell which I hope can be inspiring. In many ways Iceland can be regarded as a model in terms of secure, sustainable and affordable heat supply to its citizens.</p><p align="justify">Here today I will focus on geothermal energy, and especially it‘s possibilities for district heating.</p><p align="justify">So what is geothermal energy and where does it come from? Geothermal energy is essentially the heat of the earth from its core. It sometimes happens that we have quite a visual display of this powerfull source, as we witness on a regular base in Iceland. When you think of it, it is in fact amazing that this source is used for heating 90% of houses in Iceland and producing 25% of our electricity, along with various other usage. </p><p align="justify">We have a long history of geothermal utilization in Iceland and this is one of the cornerstones of our energy sector.</p><p align="justify">The use of geothermal water for house heating already started in Reykjavik in 1930, but the main drive came in 1973 when the oil crises struck and crude oil prices on the world market increased by 70%. </p><p align="justify">At that time about half of all houses in Iceland were heated with fossil fuel, but concentrated efforts and a long-term political vision, and support mechanism, led to Iceland being transformed into a clean-energy economy within two decades. Today more than 99% of houses in Iceland are heated with renewable energy. Nine out of ten are heated directly with geothermal heat, through district heating systems, and the remaining 10% with renewable electricity (in areas where there are no geothermal resources).</p><p align="justify">The social and economical benefits of this development have been substantial. The macro economical benefits of the geothermal district heating system annually amounts to around 7% of our GDP, or equivalent to 3.000$ per capita per year. For a family of four this adds up to 12.000 per year.</p><p align="justify">It goes without saying that this development, switching from imported fossil fuel to a renewable domestic resource, has benefitted the environment and reduced CO2 emissions. For example in Reykjavík, the capital, CO2 emissions due to space heating have gone from 250.000 tonnes per year down to 0 in 50 years.</p><p align="justify">To put this into EU context - total CO2 savings by using domestic renewable energy instead of imported fossil fuel, from 1914 to 2014, have been calculated at 350 million tonnes of CO2. This equals to 175 billion trees in CO2 binding, or 800.000 square kilometers of forrest. Which so happens is the same size as France and the UK combined. </p><p align="justify">I believe this example serves as a contribution and input in any discussion on climate change mitigation, in order to meet our common targets under the COP21 agreement.</p><p align="justify">Mind you, there are various other benefits from utilising geothermal energy beside district house heating and electricity production and I could stand here all day and give you a lecture on that. For example we use geothermal energy to heat our swimming pools all year round, both indoor and outdoor. We also use it for various industrial purposes, greenhouses, agriculture, geothermal resource parks, snow melting and so on. The social, economical and environmental benefits are manyfolded and visible.</p><p align="justify"> <br clear="all"> </p><p align="justify">But, ladies and gentlemen, </p><p align="justify">What are then the challenges for further geothermal utilisation and what can we learn from our 50 years of experience in Iceland?</p><p align="justify">One important thing is financing. Financing geothermal projects has always been a challenge, and still is. Some claim they are not bankable. I want to mention that in Iceland we addressed this issue already in the sixties by establishing a National Energy Fund which offers loans to fund the initial cost of drilling and exploration. If this initial drilling turns out to be unsuccessful, the loan defaults to the state. </p><p align="justify">In the case of Iceland, this policy promoted the expansion of geothermal energy more than anything else. With every new well drilled, scientific understanding of the geological systems has further improved. The details of this National Energy Fund programme is something which we are willing to provide you more information on.</p><p align="justify">I also want to mention that building a geothermal district heating system is not only a way to establish a domestic and secure energy source, with the economic and environmental benefits included; it is also a way to establish industry knowledge, create new jobs and increase innovation. </p><p align="justify">In Iceland we have an active geothermal industry which participates in various geothermal projects around the world; including research, consulting, design and construction. The cumulative knowledge of our experts in this field for the last 50 years has become and important export product for Iceland.</p><p align="justify">There are many places in the world that have huge geothermal resources and in Europe geothermal district heating has great potentials of replacing a significant part of EU's demand for imported energy and fossil fuel. </p><p align="justify">There are over 240 geothermal district heating systems operated around Europe today and in addition there are about 5,000 district heating systems using other energy sources, mainly fossil fuel. </p><p align="justify">I was for example not aware that one of the largest geothermal district heating systems in the world is in Paris, and that there is still huge potential to extend that system. </p><p align="justify">There are clear opportunities and potentials to expand the use of geothermal, both for new district systems as well as the use of geothermal instead of fossil fuel in systems that are already in operation today in Europe. <br></p><p align="justify">In this context I want to mention that in cooperation with Norway and Liechtenstein, Iceland operates a funding facility named EEA Grants. This financial mechanism has been operated since 1994 and we recently concluded an agreement with the EU on a new operating period until 2021.</p><p align="justify">The EEA Grants, with the future funding of 1.5 billion euros, is intended to reduce economic and social disparities in the European Economic Area and the beneficiary states are the same as benefiting from the EU Cohesion Fund.</p><p align="justify">Under the current Grant Scheme, Iceland has emphasized supporting projects in the field of renewable energy, focusing on geothermal energy. The support has been used for various activities, ranging from feasibility studies, mapping of potentials, research and concrete projects. Project examples include a geothermal power plant in the Azores and drilling activities in Hungary and Romania.</p><p align="justify">Presently we are negotiating with our partner countries on how to use the funding until 2021 and Iceland's clear priority is to continue supporting geothermal activities, hopefully to even larger extent than until now. </p><p align="justify">I encourage those interested to explore the possibilities provided by the EEA Grants; your cooperation and participation would be highly appreciated.</p><p align="justify">In this regard I would also like to mention the United Nations University Geothermal Training Programme, which we have had in Iceland since 1979. Around 600 students from 58 countries have graduated from this programme as experts in the field of geothermal utilisation and this has had a very positive impact world wide as regards the promotion of geothermal energy and it‘s possibilities.</p><p align="justify"><br></p><p align="justify">Ladies and gentlemen,</p><p align="justify">In short the lessons learned from Icelandic geothermal district heating policy can be summarized as follows. Geothermal energy utilisation has allowed us to:</p><p align="justify">1.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Harness a domestic natural resource in a sustainable manner</p><p align="justify">2.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Gain economic advantage and savings</p><p align="justify">3.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Improve energy security (reducing dependency on fossil fuels for energy use)</p><p align="justify">4.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Reduce greenhouse gas emissions</p><p align="justify">5.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Establish new industries and employment opportunities</p><p align="justify">6.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Increase innovation and export of knowledge</p><p align="justify">7.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Improve quality of life</p><p align="justify">This is all quite clear in my mind, and no further evidence is needed.</p><p align="justify">Why is it then, that geothermal energy has not been promoted or utilised to a greater extent&nbsp; in Europe, as a means to making the EU number one in renewable heating and cooling?</p><p align="justify">I believe that there should be a stronger policy towards the promotion of renewable heating and cooling in Europe, and that such policy should not just focus on biomass, wind and solar energy, as we sometimes see in official documents and disucssions, but also on geothermal energy.</p><p align="justify">We need to develop innovative financial incentives that are right for renewable heating and cooling, including geothermal expansion. Furthermore, it is important that funds are available to train and support technicians and decision makers of regional and local authorities in order to provide the technical background necessary to approve and support projects.</p><p align="justify">The main point that I wish to make is that the benefits of harnessing geothermal energy for district heating are undeniable and fit well with the EU's goals of promoting secure and clean energy and environmental long term policies. </p><p align="justify">The promotion and development of geothermal energy for district heating will require concentrated and combined efforts. New geothermal heat plants are competing with well-established district heating systems, that by nature are monopolies, fuelled by gas, coal or wood. A level playing field is needed. This is one of the main challenges we need to dicuss and work on. </p><p align="justify">Ladies and Gentlemen, </p><p align="justify">I look forward to the discussions we will have here today at this conference on renewable heating and cooling. I would like to thank the European Geothermal Energy Council for arranging this event. This week in Brussels is the EU Sustainable Energy Week and this conference today is certainly at the core in any disucssion on sustainable energy utilization.</p><p align="justify">I hope todays disucssions will bring us one step closer to „Making the EU number one in renewable heating and cooling“. It is definitely worth trying.</p><p align="justify">I wish you a fruitful day and good sharing of experience.</p><p align="justify">Thank you !</p><p align="justify">&nbsp;</p><p align="justify">&nbsp;</p><b><br></b><p></p>

2016-06-02 00:00:0002. júní 2016Grein í Fréttablaðinu "Rangfærslurnar", 2. júní 2016

<p><b><br></b></p><h2><b>Rangfærslurnar</b></h2><p align="justify">Í leiðara Fréttablaðsins í gær er meint verkleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum ferðaþjónustunnar á kjörtímabilinu til umræðu. Þar finnst mér bera á þónokkrum skorti á upplýsingum og því tel ég nauðsynlegt að draga nokkrar staðreyndir fram.</p><p align="justify">Sú fyrsta er að aldrei áður hefur meiri fjármunum verið varið til uppbyggingar innviða á ferðamannastöðum en í tíð þessarar ríkisstjórnar. Á kjörtímabilinu hefur 2,3 milljörðum króna veitt í gegnum Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til margra tugi verkefna um allt land. Í þjónustuhús og bætta salernisaðstöðu hefur um 350 milljónum verið varið, þar af rúmum 300 milljónum í ár og í fyrra. Það er því einfaldlega rangt sem leiðarahöfundur heldur fram um að ekkert hafi verið gert til að finna lausn á því hvernig takast eigi á við innviðauppbygginguna, eins og það er orðað í leiðaranum. Skýrsla EFLU um salernismál (sem reyndar var birt opinberlega 20. maí, þó svo að leiðarahöfundur hafi ekki séð hana fyrr en í fyrradag) er unnin að beiðni stjórnvalda til að leggja mat á ástand mála, meta hvar mestra úrbóta er þörf svo forgangsraða megi verkefnum og hraða þeim sem mest. Ýmsar tillögur eru gerðar til úrbóta og einnig bent á hverjar helstu hindranir úrbóta hafa verið. </p><p align="justify">Í skýrslunni eru tilgreindir níu vinsælir staðir þar sem staðan er metin verst. Þegar er unnið að úrbótum við fimm þeirra; Goðafoss, Grábrók, Látrabjarg, Hjálparfoss og Dyrhólaey. Hinir fjórir staðirnir; Jökulsárlón, Seljalandsfoss, Dettifoss og Kerið eiga það allir sammerkt að vera ýmist í einkaeigu eða í eigu sveitarfélaga. Staða þeirra mála er því á ábyrgð eigenda svæðanna, í einhverjum tilfellum eru deilur á milli eigenda að tefja fyrir úrbótum, annars staðar vantar að ljúka skipulagsvinnu og á enn öðrum telja menn ekki þörf á salernum vegna nálægðar við aðra þjónustukjarna.&nbsp; </p><p align="justify">Og þá að fréttaflutningnum – “vorboðanum ljúfa” eins og leiðarahöfundur kallar hann – af ferðamönnum sem ganga örna sinna hér og þar. Sem dæmi nefnir höfundur fréttir frá því í fyrra af ferðamanni sem gerði slíkt í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Hvorki í leiðaranum – né í fréttinni sem vísað er til – er minnst á að í innan við 10 mínútna göngufæri við þjóðargrafreitinn eru í kringum 50 salerni sem þessum ferðamanni stóðu til boða. Er það aðstöðuleysi um að kenna að maðurinn kýs að fara þessa ósmekklegu leið sem vísað er til í fréttinni? Með sama hætti var ekki nefnt í fréttinni í fyrradag, um sambærilegt athæfi í heimreið við bæ í Eyjafirði, að sá staður er í um 10 km fjarlægð frá Akureyri og allri þeirri aðstöðu sem höfuðstaður Norðurlands býður upp á. Nú má ekki skilja sem svo að ég sé á einhvern hátt að réttlæta þetta athæfi, þvert á móti finnst mér það ógeðslegt hreint út sagt. En mitt verkefni er að vinna að því að tryggja aðstöðuna og bæta úr henni þar sem þess gerist þörf.</p><p align="justify">Í leiðaranum er einnig fjallað um skort á langtímastefnumörkun í málaflokknum. Það er alrangt eins og flestir vita og fjallað hefur verið ítrekað um í fjölmiðlum síðustu mánuði og misseri. Vegvísir í ferðaþjónustu, sem er afrakstur samstarfs stjórnvalda og Samtaka ferðaþjónustunnar var kynntur í október sl. Vinna við hann hófst haustið 2014 og tóku yfir 1.000 manns beinan þátt í þeirri vinnu. Stjórnstöð ferðamála sem er samræmingar- og samstarfsvettvangur tók svo til starfa 1. nóvember 2015, en þar koma ríkið, sveitarfélög og greinin sjálf sameiginlega að innleiðingu Vegvísisins. Þegar hefur náðst góður árangur af því samstarfi. Tryggðir voru auknir fjármunir til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á þessu ári, búið er að forgangsraða til öryggismála og öll þau verkefni sem sett voru á oddinn í Vegvísinum eru ýmist hafin, í undirbúningi eða jafnvel lokið.</p><p align="justify">Hér er einungis búið að nefna örlítið brot af því sem unnið hefur verið í málaflokki ferðaþjónustunnar á kjörtímabilinu. Auðvitað er verkefnalistinn hvergi tæmdur og áfram þarf að vinna í sameiningu að því að gera enn betur. Ég er að sjálfsögðu reiðubúin til þess að setjast niður með leiðarahöfundi hvenær sem er til þess að fara betur yfir þessi mál og veita allar þær upplýsingar sem hægt er til þess að tryggja að umræðan megi&nbsp; frekar verða á grundvelli staðreynda en ekki rangfærslna.</p><p align="justify"><br></p>

2016-05-24 00:00:0024. maí 2016Ræða Ragnheiðar Elínar á ársfundi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, 24. maí 2016

<p align="right"><b>ATH: Talað orð gildir</b></p><p>Góðir gestir,</p><p align="justify">Þetta er í þriðja sinn sem ég fæ þann heiður að ávarpa ársfund Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Því verkefni sem mér var falið fyrir þremur árum síðan að taka þátt með ykkur að gera nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfið hér á Íslandi betra – því verkefni hef ég haft einstaka ánægju af. Þetta er búið að vera skemmtilegt samstarf og ég vil þakka ykkur hér mörgum hverjum, flestum sem ég hef átt í beinum samskiptum við í gegnum þennan tíma. </p><p align="justify">Þegar ég stóð frammi fyrir þessu verkefni fyrir þremur árum voru sannarlega ýmsar áskoranir og viðfangsefni sem takast þurfti á við. Það voru auðvitað gjaldeyrishöft sem nú er búið að vinna baki brotnu við að afnema – en að auki voru helstu áherslur og helstu verkefnin sem að blöstu við til dæmist takmarkað aðgengi nýsköpunarfyrirtækja að fjármagni, bæði að styrkjum á fyrstu stigum en einnig framtaksfjármagni. Einnig hafði lengi verið kallað eftir skattalegum hvötum svo íslensk fyrirtæki gætu staðið a.m.k. jafnfætis þeim fyrirtækjum sem starfa í nágrannalöndunum. </p><p align="justify">Það þarf auðvitað ekki að nefna það hér í þennan hóp að þróunar- og nýsköpunarstarf er forsenda framfæra og verðmætasköpunar í atvinnulífinu. Við höfum því haft þennan málaflokk í miklum forgrunni allt kjörtímabilið. Og megin markmiðið verið að skapa nýsköpunarfyrirtækjum okkar&nbsp; ákjósanlegt rekstrarumhverfi svo þau geti haldið sínu mikilvæga starfi áfram og að gera umhverfið hér samkeppnishæft og betra heldur en í löndunum sem við berum okkur saman við.</p><p align="justify">Nú þegar styttist til kosninga og við stjórnmálamennirnir horfum á kosningar sem tímamót og uppgjörstíma og ég horfi til baka yfir þessi þrjú ár er ég ánægð með árangurinn sem við höfum í sameiningu náð. Okkur hefur sannarlega tekist vel til og nýsköpun blómstrar hér á landi sem aldrei fyrr. </p><p align="justify">Það bíða okkar samt margar áskoranir rétt handan við hornið og verkefnalistinn tæmist að sjálfsögðu aldrei, en ég leyfi mér að vera bjartsýn þegar ég horfi fram á veginn. Ég er bjartsýn þar sem nánast allir hagvísar benda í rétta átt um þessar mundir í íslensku efnahags- og atvinnulífi.&nbsp; Ég nefndi afnám gjaldeyrishafta þar sem við tókum stórt skref á sunnudagskvöldið undir styrkri stjórn fjármálaráðherra og höldum því verki áfram, ég nefni lækkun tryggingagjalds auk fjölda annarra verkefna sem eru í vinnslu og við munum ljúka fyrir þinglok sem munu bæta starfsumhverfi fyrirtækja almennt – og þar með veita öllum fyrirtækjum, stórum sem smáum, nýjum sem eldri svigrúm til aukins nýsköpunarstarfs.</p><p align="justify">Á þessum þremur árum hef ég notið þeirra forréttanda að fara sjálf og heimsækja fjöldann allan af nýsköpunarfyrirtækjum. En þessar heimsóknir hafa verið einstaklega skemmtlegar, fróðlegar og hjálplegar til að sjá nákvæmlega hvað að er sem að nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi á öllum stærðum og öllum stigum í þróuninni út um allt land – hvað það er sem aþu eru að fást við. Ég verð að segja að það kom strax í ljós ákveðinn samhljómur í málflutningi þessara fyrirtækja. Spurningin var alltaf sú sama: Hvar eruð þið stödd? Hver er ykkar saga? Hvaða hindranir hafa orðið á vegi ykkar? Hvar hefur stoðkerfi stjórnvalda hjálpað og hvar höfum við verið að þvælast fyrir? </p><p align="justify">Þessi samtöl og þessi tenging milli okkar og ykkar hefur orðið til þess að við höfum í sameiningu náð að endurbæta, laga og styrkja þetta umhverfi.</p><p align="justify">Þessi fyrirtæki í heildina telja án efa vel á annað hundrað. Af þeim 33 félögum sem NSA á hlut í hef ég heimsótt um þriðjung– nú síðast eTactica hjá Eggerti Guðmundssyni í Kópavogi.</p><p align="justify">Á þessum ferðum mínum hef ég fyllst slíkri aðdáun og bjartsýni á frumkvöðlakraftinum, útsjónarsemi og dugnaði sem ég hef orðið vör við hjá öllum þessum fyrirtækjum og því fjölbreytta starfi sem íslensk nýsköpunarfyrirtæki vinna við. </p><p align="justify">Heimsóknin til Eggerts og félaga var mjög eftirminnilega og leiddi það í ljós að íslensku atvinnulífi er sannarlega fátt óviðkomandi þegar við erum farin að vinna að lausnum á heimsvísu á sviði orkustjórnunar. Ég hlakka til að fylgjast með þessu fyrirtæki og öllum þeim sem hér eru að starfa og er sannfærð um að þær tæknilausnir og þær vörur sem hér er verið að vinna að út um allt mun koma okkur öllum, hvar sem er í heiminum til góða.</p><p align="justify">Góðir fundarmenn,</p><p align="justify">Í lok síðasta árs kynntum við í ráðuneytinu aðgerðaáætlun í þágu frumkvöðla og sprotafyrirtækja undir heitinu „Frumkvæði og framfarir“.&nbsp; Þar er kynnt sú sýn, það markmið, að Ísland verði uppspretta öflugra sprota- og nýsköpunarfyrirtækja sem stuðla að aukinni verðmætasköpun og fjölbreyttum störfum í íslensku atvinnulífi.&nbsp; </p><p align="justify">Ég vil nota þetta tækifæri hér og þakka þeim fjölmörgu sem hér eru innan dyra og tóku þátt í þessu verkefni með okkur. Þetta var fyrst og fremst samstarf og án þeirra athugasemda og þeirrar vinnu sem þið fjölmörg lögðuð á ykkur með okkur hefði þetta ekki orðið til.</p><p align="justify">Til að sýn þessi verði að veruleika er mikilvægt að á Íslandi verði alþjóðlega samkeppnishæft starfsumhverfi fyrir sprotafyrirtæki og nýsköpunarstarf.&nbsp; Eins og ég sagði áðan hafa stór skref hafa þegar verið stigin og vil ég byrja á að nefna, það sem við erum afar stolt af, hækkun framlaga til samkeppnissjóðanna. Í tilfelli Tækniþróunarsjóðs hækkuðu framlög til sjóðsins um 390 milljónir 2015 og svo um tæpan milljarð á þessu ári. Þetta þýðir að sjóðurinn hefur um 2,4 milljarða til ráðstöfunar og getur því stutt við nýsköpun og þróunarstarf sem aldrei fyrr.</p><p align="justify">Einnig vil ég leggja sérstaka áherslu á fyrirhugaðar breytingar á skattaumhverfinu hvað fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja varðar. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um innleiðingu skattalegra hvata til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum og tímabundna hvata vegna ráðninga erlendra sérfræðinga. Þá stendur einnig til að endurskoða skattlagningu kaupréttar hlutabréfa og efla enn frekar skattafrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna, svo dæmi séu nefnd. </p><p align="justify">Þessi mál hafa lengi verið á „óskalista“ ykkar sem starfa í nýsköpunarumhverfinu og því mikið gleðiefni að þessi mál séu komin í farveg í þinginu. Við munum leggja alla áherslu á að klára þessi mál fyrir þinglok og erum við öll sammála um og fjármálaráðherra hefur sagt það opinberlega oftar en einu sinni og oftar en tvisvar&nbsp; að þessi mál verði klárið fyrir lok kjörtímabilsins. </p><p align="justify">Ég vil að lokum halda því til haga að þær aðgerðir sem hér hafa verið taldar upp og þær aðgerðir sem við erum að vinna að í aðgerðaráætlunin&nbsp;&nbsp; ni eru auðvitað hluti af stærra samhengi. Framlag ríkisins er vissulega mikilvægt en hlutverk einkaaðila skiptir einnig sköpum. Í ljósi þess að við erum hér saman komin á ársfundi Nýsköpunarsjóðs er eðlilegt að áhersla sé lögð á fjármögnunarumhverfið. Innkoma nýrra framtakssjóða í ársbyrjun 2015 var afar þýðingarmikil og efldi til muna fjármögnunarumhverfið. Það er einmitt samspil ríkis og einkaaðila sem myndar þá heildarumgjörð sem íslensk nýsköpunar- og sprotafyrirtæki starfa í.&nbsp; </p><p align="justify">Okkur er að takast vel til að tryggja fjármögnun á ákveðnum stigum í vaxtar- og þroskaferli fyrirtækja en við þurfum að vera meðvituð um hvar skórinn kreppir. Aukningin, bæði til Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs, er mikilvæg fyrir hugmyndir á fyrstu stigum, hvort sem þær koma úr rannsóknaumhverfinu eða frá frumkvöðlum með viðskiptahugmynd. Með þeim skattalegu hvötum sem fjármálaráðherra hefur lagt fram er verið að skapa mikilvæga hvata til fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum. Það er nokkuð sem hefur verið kallað mikið eftir.</p><p align="justify">Eins og flestir þekkja gegnir Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins veigamiklu hlutverki í þessu samhengi. Það er mikilvægt er að við höfum hugfast að á fyrstu stigum vaxtarferlis fyrirtækja er nauðsynlegt að til staðar sé fjárfestir sem er reiðubúinn að koma inn þegar aðrir eru það ekki. Þörfin fyrir framtaksfé á frumstigum fyrirtækja hefur alltaf verið til staðar og einmitt þessi ástæða lá til grundvallar stofnunar Nýsköpunarsjóðs fyrir um 20 árum síðan.&nbsp;&nbsp;&nbsp; Það er einnig vert að minnast þess að Nýsköpunarsjóður hefur ætíð verið trúr því grundvallar hlutverki sínu að&nbsp; starfa fremst í virðiskeðju nýsköpunar og varða með því&nbsp; brautina fyrir aðra framtaksfjárfesta sem síðar hafa komið við sögu.</p><p align="justify">En 20 ár eru langur tími, sérstaklega í hinu kvika landslagi nýsköpunarstarfs. Tækniþróun og nýsköpun eru svo hröð þessi misserin að maður á fullt í fangið við að halda í við daginn í dag – hvað þá það sem er að gerast í framtíðinni!</p><p align="justify">Í ljósi þess og þeirrar miklu og hröðu þróunar sem við upplifum í dag er kannski rétti tímapunkturinn að staldra við og&nbsp; endurskoða þau opinberu úrræði sem að til staðar eru.&nbsp; Í aðgerðáætluninni, sem ég hef nefnt hér ítrekað, er gerð tillaga um að stoðkerfi frumkvöðla og nýsköpunarstarfs verði endurskoðað. Tilgangurinn er skýr: Að bæta þjónustu stoðkerfis ríkisins til að mæta síbreytilegum þörfum. </p><p align="justify">Ég tel einnig tímabært að endurskoða lögin um Nýsköpunarsjóð og fara yfir hlutverk hans og skerpa enn frekar á hlutverki ríkisins þegar kemur að fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja. Ríkið þarf að vera til staðar en ríkið má ekki og á ekki að vera í samstarfi þar sem að einkaaðilar sinna sínu hlutverki og geta tekið það að sér.&nbsp; Sú skoðun er að hefjast í ráðuneytinu og vænti ég góðs samstarfs við stjórn og starfsfólk Nýsköpunarsjóðs við þessa vinnu alla saman.</p><p align="justify">Ég vil að lokum, talandi um stjórn og starfsfólk Nýsköpunarsjóðs, þakka fyrir gott samstarf við okkur í ráðuneytinu þessi þrjú ár og hlakka til að hlakka til að heyra þau erindi sem verða flutt hér síðar á fundinum og óska ykkur öllum árangursríks fundar.</p><p align="justify">&nbsp;</p>

2016-05-19 00:00:0019. maí 2016Ávarp ráðherra á ársfundi Samáls, 18. maí 2016

<p align="right"><b>ATH: Talað orð gildir</b></p><p>Kæru fundargestir,<br></p><p align="justify">Það er mér ánægja að vera með ykkur hér í dag á ársfundi Samáls sem haldinn er undir yfirskriftinni „Grunnstoð í efnahagslífinu“. Þessi yfirskrift á afar vel við því framleiðsla áls á Íslandi er sannarlega ein af mikilvægustu grunnstoðum í okkar efnahagslífi.</p><p align="justify">Það var stór viðburður í atvinnusögu Íslands þegar Ísal, fyrsta álverið á Íslandi, hóf starfsemi í Straumsvík árið 1969 með 33 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. Íslendingar voru stoltir af þessu iðjuveri sem setti alþjóðlegan brag á fábrotið atvinnulífið. Það var einnig mikilvægur vitnisburður um framfrahug þjóðarinnar þar sem það stóð reisulegt við Reykjanesbrautina á leiðinni frá alþjóðaflugvellinum til höfðuborgarinnar.</p><p align="justify">Mikið vatn er til sjávar runnið síðan þá og hefur framleiðsla áls hér á landi 25-faldast og er nú um 800 þúsund tonn sem nemur um 1,7% af heimsframleiðslu áls. Það er ekki lítið framlag fámennrar þjóðar.</p><p align="justify">Ál- og orkuiðnaðurinn hefur á þessum tæpu 50 árum treyst grundvöll íslensks efnahagslífs svo um munar, aukið verðmætasköpun í landinu og gert okkur betur kleift að takast á við ytri aðstæður og sveiflur í efnahagslífinu.&nbsp; </p><p align="justify">Álframleiðsla á Íslandi, sem er svo langt frá helstu mörkuðum, hefur vakið upp spurningar hjá gestkomandi um forsendur staðsetningarinnar. Hún hefur, eins og við vitum öll, í gegnum tíðina fyrst og fremst byggst á nægu framboði endurnýjanlegrar raforku sem fengist hefur á samkeppnishæfu verði. Þetta skýrir hvers vegna að 70% af þeim 18 teravattsstundum af raforku sem nú eru framleidd á ári fer til áliðnaðar.</p><p align="justify">Í skýrslu um stöðu raforkumála, sem ég lagði nýverið fyrir Alþingi, kemur fram að raforkunotkun og eftirspurn eftir raforku er í stöðugum vexti, bæði hvað varðar ný stóriðjuverkefni, en ekki síður aðra almenna notkun til dæmis á sviði ferðaþjónustu og gagnavera. Samhliða þessari þróun fer raforkuverð hækkandi, í samræmi við lögmál markaðarins. Það eru því að einhverju leyti breyttir tímar frá því sem var á síðustu áratugum þegar raforkuframleiðslan óx ekki línulega heldur í stökkum sem tengdust einstaka stóriðju verkefnum. </p><p align="justify">Samkvæmt Orkuspá mun eftirspurn eftir raforku halda áfram að vaxa jafnt og þétt á næstu árum og áratugum. Með einhverjum hætti þarf að mæta þessari þróun með ábyrgum hætti og tryggja aukið framboð nýrrar raforkuvinnslu á Íslandi, ekki bara til skemmri tíma heldur með langtíma hugsun. Ábyrgð Alþingis er því mikil í haust þegar tillögur verkefnisstjórnar 3. áfanga Rammaáætlunar verða lagðar fyrir þingið. Það kemur þá væntanlega í hlut nýrrar ríkisstjórnar að afgreiða þá tillögu til þingsályktunar.</p><p align="justify">Kæru fundargestir,</p><p align="justify">Það hefur verið kappsmál íslenskra stjórnvalda alla tíð frá því að Ísal hóf starfsemi sína að hér á landi sköpuðust forsendur fyrir alvöru úrvinnsluiðnað sem nýtti framleiðslu álveranna og skyti enn frekari og fleiri stoðum undir okkar atvinnulíf. Ótal hugmyndir um slíkan úrvinnsluiðnað hafa komið fram og tilraunir hafa verið gerðar til þess að hrinda þeim í framkvæmd, en segja má að ekki hafi nægilega mikið áunnist í gegnum tíðina. Hvers konar þjónustustarfsemi hefur þó alla tíð blómstrað í nálægð iðjuveranna, t.d. vélsmíði og vélaviðgerðir.</p><p align="justify">Eins og formaður gat um hefur verið brotið blað í þessum efnum með tilkomu Álklasans. Þá var blásið til sóknar í sköpun nýrrar þekkingar og nýrra afurða og þjónustu á sviði efnistækni og áls. Með álklasanum hafa skapast tækifæri fyrir framsækið rannsókna- og þróunarstarf með auknu samstarfi fyrirtækja og háskóla og öflugri þátttöku stofnana. </p><p align="justify">Ég get sem dæmi nefnt að í tilefni af stofnun álklasans og fyrirhugaðrar sólar-kísilverksmiðju Silicor á Grundartanga, var sett á fót ný áætlun hjá Tækniþróunarsjóði á sviði efnistækni sem stuðla á að auknu nýsköpunar- og þróunarstarfi innan greinarinnar. Það er einlæg von mín að sú áætlun hafi nýst því veigamikla rannsóknar og þróunarstarfi sem aðilar álklasans hafa ástundað.</p><p align="justify">Hér á eftir munum við heyra frá Guðrúnu Sævarsdóttur, forseta tækni- og verkfræðideildar HR. Hún mun ræða framtíð menntunar í efnisverkfræði á háskólastigi. Þar hafa álfyrirtækin í landinu lagt sitt af mörkum, m.a. með því að styrkja fundaraðir, og ber að fagna því. Stjórnvöld gegna auðvitað mikilvægu hlutverki í að gera háskólana samkeppnishæfa í rannsóknum og á síðustu árum hefur ýmislegt áunnist í þeim efnum. Mikilvægt er að við höldum áfram á þessari braut og eflum samstarfið milli atvinnulífsins og háskólanna enn frekar. Áliðnaðurinn er skínandi dæmi um gagnkvæman ávinning af slíku samstarfi.</p><p align="justify">Í lok síðasta árs lagði ég fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um nýfjárfestingar. Þessi stefna hefur nú verið samþykkt á Alþingi. Þar er meðal annars lögð sérstök áhersla á að styðja við þau fyrirtæki sem fyrir eru í landinu og að efla virðisaukandi afleidda starfsemi hjá þeim, með margföldunaráhrif í huga (það sem á enskri tungu er kallað „spin off“). Er þetta í fullu samræmi við áherslur þær sem komu fram á sínum tíma í skýrslu McKinsey um sóknarfæri Íslands til framtíðar sem og vinnu Samráðsvettvangs um aukna hagsæld.</p><p align="justify">Áframvinnsla áls er eitt besta dæmið um þetta „spin off“ og er í athugasemdum við þingsályktunartillöguna sérstaklega fjallað um álklasann í þessu samhengi, sem veigamikið skref í þá átt að til verði fleiri þekkingar- og nýsköpunarfyrirtæki sem tengjast áliðnaðinum. Tækifæri okkar á þessu sviði eru nánast óþrjótandi með þá öflugu frumkvöðlastarfsemi og rannsóknar og þróunarstarf sem byggt hefur verið upp í landinu á undanförnum árum.</p><p align="justify">Kæru fundargestir,</p><p align="justify">Af gildri ástæðu eru loftlagsmál mjög í brennidepli þessa dagana. Á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember skipaði Ísland sér í hóp þeirra þjóða sem setja sér metnaðarfull markmið um 40% minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030. </p><p align="justify">Tölurnar sýna að íslensku álfyrirtækin eru í fremstu röð á sviði umhverfis- og öryggismála, eins og hér var getið um áðan, og fyrirtækin hafa lagt út í miklar fjárfestingar til að ná þeim árangri. Þar gegnir íslenskt hugvit og verkþekking veigamiklu hlutverki. Tölurnar sýna svo um munar að þetta hefur skilað árangri, en losun gróðurhúsalofttegunda fyrir hvert framleitt tonn hefur dregist saman um 75% frá 1990.</p><p align="justify">Á sviði loftslagsmála er fjölmargt sem Íslendingar hafa fram að færa einkum varðandi endurnýjanlegra orkuframleiðslu og orkunýtingu. Það vill stundum gleymast í umræðunni hversu endurnýjanleg orka á Íslandi skilar miklum ávinningi til umhverfis- og loftlagsmála heimsins. </p><p align="justify">Einhverra hluta vegna er sparnaður í losun gróðurhúsalofttegunda ekki alltaf tekinn með í reikninginn þegar mat er lagt á ávinning virkjanakosta eða stóriðju á Íslandi. Þetta á sannanlega við um áliðnaðinn í hinu stóra samhengi. Árlegur sparnaður í losun með nýtingu endurnýjanlegrar orku á Íslandi er 18 milljón tonn af CO<sub>2</sub>. Til að setja það í samhengi þá jafngildir þetta 9 milljörðum trjáa í bindingu á CO<sub>2</sub>, eða 43 þúsund ferkílómetrum af skógi sem myndi dekka um það bil helming Íslands.</p><p align="justify">Þetta samspil loftlagsmála og endurnýjanlegrar orku er að mínu mati of lítið rætt og er ástæða til að hvetja Samál og fleiri sem að taka þátt í þessari umræðu til að taka virkan þátt í því og setja hlutina í stóra samhengið.</p><p align="justify">Kæru fundargestir,</p><p align="justify">Ég vil að lokum nefna það góða samstarf sem við höfum átt á síðustu misserum við Samál og fleiri aðila um yfirferð á því regluverki sem stóriðja á Íslandi býr við. Brýnt er að starfsumhverfi þessara fyrirtækja, eins og annarra fyrirtækja á Íslandi, sé samkeppnishæft við starfsumhverfi í nágrannalöndum okkar. Flutningur á raforku spilar eðli máls samkvæmt stórt hlutverki í rekstri álfyrirtækja. Ég hef áður komið inn á mikilvægi uppbyggingar á flutningskerfi raforku á næstu árum og ætla ekki að endurtaka þau orð hér. </p><p align="justify">Ég vil hins vegar ítreka að mikilvægt er að regluverk okkar, þar með talið tekjumörk sem Orkustofnun setur flutningsfyrirtækinu Landsneti, virki sem hvati til að efla samkeppnishæfni orkuiðnaðar á Íslandi. </p><p align="justify">Í því skyni höfum við nýlega hafið greiningu sem felur meðal annars í sér skoðun á framtíðarfyrirkomulagi í orkuflutningum og samanburð á flutningskostnaði raforku á Íslandi og í Noregi. Íslenskur áliðnaður er sem áður segir ein af megin grunnstoðum í efnahagslífi Íslands og því leggja stjórnvöld, hér eftir sem hingað til, áherslu á það að leggja sitt af mörkum til að skapa þeirri stoð samkeppnishæft og traust rekstrarumhverfi.</p><p align="justify">Kæru fundarmenn,</p><p align="justify">Við eigum áhugaverða fyrirlestra fyrir höndum hér í dag. Einnig tek ég undir með formanni spenning minn yfir því að sjá sýninguna frá Málmsteypunni Hellu hér að fundi loknum. Þetta er sannarlega skemmtilegt fyrirtæki, sannkallað fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað fyrir miðbik síðustu aldar árið 1949 og vinnur ýmsa hluti úr áli og fleiri málmum. Það verður sannarlega spennandi að skoða það. </p><p align="justify">Ég vil að lokum þakka stjórn og starfsfólki Samáls fyrir gott samstarf og hlakka til frekari samstarfs við þennan mikilvæga iðnað – eina af grunnstoðunum í íslensku efnahagslífi.</p><p></p>

2016-04-05 00:00:0005. apríl 2016Ræða á vorfundi Landsnets, 5. apríl 2016

<p>&nbsp;</p> <p style="text-align: right;"><strong>ATH: Talað orð gildir</strong></p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Góðan dag kæru fundargestir,</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Það er mér gríðarlega mikil ánægja að ávarpa ykkur hér í dag á árlegum opnum vorfundi Landsnets.&nbsp;</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Yfirskrift vorfundarins að þessu sinni er: “Rafvædd framtíð í takt við samfélag – hverjar eru áskoranir Landsnets í stóru myndinni?“ finnst mér afar viðeigandi og ég fagna þessu uppleggi. Það vekur athygli að þetta er í annað sinn á innan við mánuði þar sem boðað er til fundar þar sem „Stóra myndin“ er til umræðu.&nbsp;</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Þetta er viðeigandi, tímabært og vel til fundið. Við þurfum einmitt að horfa á Stóru myndina, eins og ég kom inn á í ávarpi mínu á iðnþingi í síðasta mánuði. Það er nefnilega þannig að atvinnuvegirnir eru hjól í sömu keðju og styðja hver við annan. Við eigum ekki að einblína á sértæka hagsmuni, heldur horfa á stóru myndina myndina og heildarhagsmuni.</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Veröldin er ekki svarthvít. Það er ekki þannig að ef þér er annt um loftslagsmál og náttúruvernd þá sértu sjálfkrafa andsnúinn uppbyggingu flutningskerfis raforku, eða öfugt.</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Það má í raun segja að þetta sé stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir; það er að segja hugarfarið. Að við náum að víkka sjónarhornið og horfa á hlutina í stærra samgengi. Að við sem þjóðfélag náum sameiginlegum skilningi og sem allra bestri sátt um hver sé stóra myndin og hver sé vegurinn áfram.</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Loftslagsmál eru mjög í brennidepli þessa dagana, enda full ástæða til. Á COP21 í París í desember sl. skipaði Ísland sér meðal þeirra þjóða sem setja sér metnaðarfull markmið um 40% minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda til 2030. Á því sviði er fjöldamargt sem Íslendingar hafa fram að færa og þá ekki síst á sviði endurnýjanlegrar orkuframleiðslu og orkunýtingar. </p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Mér finnst það oft gleymast í umræðunni að endurnýjanleg orka á Íslandi skilar einmitt miklum ávinningi til umhverfis- og loftslagsmála heimsins. Einhverra hluta vegna er sparnaður í losun gróðurhúsalofttegunda oft ekki tekinn með í reikninginn þegar mat er lagt á ávinning virkjanakosta á Íslandi. Á ársfundi Orkustofnunar síðastliðinn föstudag fór Baldur Pétursson, verkefnisstjóri hjá Orkustofnun, vel í gegnum þetta og ætla ég að fá að nefna nokkrar athyglisverðar staðreyndir sem fram komu í erindi hans:</p> <p> </p> <p>&nbsp;</p> <ul> <li style="text-align: justify;">Uppsafnaður sparnaður í losun CO2 með endurnýjanlegri orku í stað olíu á Íslandi frá árinu 1944 er um 350 milljón tonn af CO2. Það jafngildir um 175 milljörðum trjáa í bindingu á CO2 og samsvarar skógi á stærð við Frakkland og Bretland samanlagt.</li> <li style="text-align: justify;">Árlegur sparnaður í losun með nýtingu endurnýjanlegrar orku á Íslandi er 18 milljón tonn af CO2. Það jafngildir 9 milljörðum trjáa í bindingu á CO2, eða 43 þúsund ferkílómetrum af skógi – tæplega helmingi alls Íslands.</li> <li style="text-align: justify;">100 MW virkjun sparar árlega um 400.000 tonn af CO2 sem jafngildir um 200 milljónum trjáa í bindingu á CO2, eða 950 ferkílómetrum af skógi.</li> </ul> <p>&nbsp;</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Þetta samspil loftslagsmála og endurnýjanlegrar orku er allt of lítið rætt að mínu mati. Sú spurning er áleitin hvort sparnaður í CO2 hafi ekkert verðgildi í mati á nýjum virkjunarkostum, þrátt fyrir vaxandi ógn af hlýnun jarðar vegna losunar á CO2? Svo virðist sem ganga laxa, eða fjöldi ferðamanna, hafi þannig (svo dæmi sé nefnt) meiri áhrif við mat á endurnýjanlegum virkjunarkostum heldur en umhverfislegur og efnahagslegur sparnaður í losun CO2. </p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Ég tel eðlilegt að við setjum spurningarmerki við þetta og tel að í opinbera umræðu vanti sárlega að fjalla betur um jákvætt samspil orkumála og loftslagsmála. </p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Það vill svo til að í síðustu viku fengum við ágætt dæmi um þennan skort á skilningi á samspili orkumála og loftslagsmála, þegar verkefnisstjórn Rammaáætlunar kynnti tillögur sínar að flokkun virkjanakosta í þriðja áfanga Rammaáætlunar. Í kynningunni á þeim tillögum kom fram að þær byggja eingöngu á niðurstöðum tveggja faghópa af fjórum; það er að segja faghópum 1 og 2. Faghópur 1 fjallar um náttúruverðmæti og menningarminjar, og faghópur 2 um ferðaþjónustu og hlunnindi. Ekki liggja fyrir niðurstöður frá faghópi 3 um samfélagsleg áhrif og faghópi 4 um efnahagsleg áhrif, og óljóst virðist hvenær þær niðurstöður koma fram.</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Í 3. gr. laga um Rammaáætlun kemur hins vegar skýrt fram að „í verndar- og orkunýtingaráætlun skal í samræmi við markmið laga þessara lagt mat á verndar- og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar.“</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Þarna virðist því skorta nokkuð upp á „Stóru myndina“ í framkomnu mati verkefnisstjórnar á virkjanakostum. Ekki verður séð af tillögum verkefnisstjórnar að til dæmis hafi verið lagt mat á sparnað í losun CO2 af þeim virkjunarkostum sem til skoðunar voru. Út frá þeim þremur víddum sjálfbærrar þróunar sem lögin gera ráð fyrir, þ.e. mat á efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum áhrifum nýtingar, ber að taka slíkt mat með í reikninginn, ásamt öðru, til að fá fram heildaráhrifin. </p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Ég geri ráð fyrir að í umsagnarferlinu sem framundan er á næstu vikum verði farið nánar yfir þennan þátt málsins, þannig að unnt verði að bregðast við áður en málið verður lagt fram á Alþingi næsta haust.</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Þetta samspil orkumála og loftslagsmála er mikilvægt og hefur marga snertifleti. Þessvegna fagna ég því að það sé sett á dagskrá hér í dag, á vorfundi Landsnets.</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Góðir fundarmenn,</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Fyrirtækið Landsnet tók formlega til starfa 1. janúar 2005. Samkvæmt lögum um stofnun Landsnets, og raforkulögum, er hlutverk fyrirtækisins að byggja flutningskerfi raforku „upp á hagkvæman hátt að teknu tilliti til öryggis, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, gæða raforku og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku“. Landsnet starfar samkvæmt sérleyfi og er háð opinberu eftirliti Orkustofnunar sem ákvarðar tekjumörk sem gjaldskrá fyrirtækisins byggir á.&nbsp; </p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Fyrirsjáanleiki og stöðugt rekstrarumhverfi er lykilatriði í rekstri sérleyfis fyrirtækis eins og Landsnets. Stór hluti af því er setning tekjumarka fyrir fyrirtækið og það regluverk sem að því snýr. Árið 2011 var gerð umfangsmikil breyting á raforkulögum sem laut að ákvæðum laganna um tekjumörk. Segja má að frá þeim tíma, og reyndar fyrir þann tíma líka, hafi talsverð vandkvæði verið við setningu og frágang tekjumarka bæði fyrir flutningsfyrirtækið Landsnet sem og dreifiveitur raforku. Kærumálin hafa gengið á víxl og hart hefur verið tekist á um viðmið, forsendur, aðferðarfræði og annað við setningu tekjumarka. </p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Þessi staða hefur verið afar bagaleg fyrir alla aðila, bæði flutningsfyrirtækið, dreifiveitur og viðskiptavini þeirra, og var því á vegum ráðuneytisins farið í víðtækt samráð um úrbætur undir þeim formerkjum að finna leiðir til að einfalda regluverkið í kringum setningu tekjumarka og reyna að ná fram meiri sátt. </p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Þetta samráð hefur nú staðið yfir í tæp tvö ár og ég tel að við höfum núna á síðustu vikum náð fram mikilvægum áföngum í þessu verkefni. Fyrr í vetur var gengið frá reglugerðarbreytingu sem tekur til frágangs á síðasta tekjumarkatímabili, fyrir árin 2011 til 2015, og er því loksins búið að gera það upp. Í byrjun síðasta mánaðar var síðan gefin út á vegum ráðuneytisins ný reglugerð sem snýr að tekjumarkatímabilinu 2016 til 2020.</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Við þessa vinnu höfum við lagt höfuðáherslu á að reyna að fækka matskenndum ágreiningsatriðum við setningu tekjumarka, ásamt því að auka fyrirsjáanleika og gagnsæi. Mikilvægt er að sama skapi að regluverkið virki sem hvati til að efla samkeppnishæfni orkuiðnaðar á Íslandi og í því skyni höfum við hafið greiningu sem felur meðal annars í sér samanburð á flutningskostnaði raforku á Íslandi og í Noregi. </p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Ég er því vongóð um að við séum loksins, með samstilltu átaki, að sjá til lands í þeim flóknu málum sem lúta að setningu tekjumarka fyrir flutningsfyrirtækið og dreifiveitur.</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Hér þurfum við, eins og í svo mörgum öðrum málum, að reyna að horfa á „Stóru myndina“ og komast í sameiningu út úr vítahring ágreinings og úrskurðarnefnda.</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Góðir fundarmenn,</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Hér á eftir munum við heyra um áskoranir sem Landsnet stendur frammi fyrir þessa dagana. Til þess að takast á við áskoranir þarf grunnurinn að vera í lagi. Í tilfelli Landsnets á það bæði við hvað varðar stöðugleika í rekstri, eins og ég hef hér komið inn á, en einnig hvað stefnu stjórnvalda og lagaumhverfi flutningskerfisins varðar. Þegar kemur að nauðsynlegum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku þarf stefna stjórnvalda að liggja fyrir sem og fyrirmæli löggjafans um hvernig vinna beri áætlun um slíka uppbyggingu.</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Á síðasta löggjafarþingi voru afgreidd tvö mikilvæg þingmál sem ég lagði fram sem lúta að uppbyggingu á flutningskerfi raforku. Annars vegar breyting á raforkulögum, að því er varðar kerfisáætlun Landsnets, og hins vegar þingsályktun um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Ég fjallaði ítarlega um þessi þingmál á vorfundi Landsnets á síðasta ári og ætla ekki að endurtaka það hér, en vil einungis undirstrika mikilvægi þess að þessi þingmál hafa verið afgreidd frá Alþingi. Voru afgreidd í lok síðasta vorþings. Með þeim er grunnurinn lagður fyrir Landsnet til að takast á við þær stóru áskoranir sem við okkur blasa í flutningskerfis raforku hér á landi.</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Í skýrslu sem ég lagði fram á Alþingi í gær, um raforkumálefni, kemur fram að raforkunotkun og eftirspurn eftir raforku er í stöðugum vexti. Ljóst er því að álag mun halda áfram að aukast á flutningskerfi raforku og því brýnt að menn bregðist við með ábyrgum hætti og með langtímahugsun að leiðarljósi. </p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Flutningskerfi raforku er hluti af okkar lykilinnviðum í landinu og fyrr í vetur, í fyrrnefndri neyðaræfingu Landsnets, fengum við ágætis nasaþef af því hversu háð við erum flutningskerfi raforku ef til stórkostlegra náttúruhamfara kemur. Ég leyfi mér að fullyrða að hvorki ég né aðrir iðnaðarráðherrar vilja standa frammi fyrir slíkum ákvörðunum sem lá fyrir að þurfti að taka á umræddri æfingu.</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Ég vil nota tækifærið og hrósa Landsneti fyrir þessa neyðaræfingu í nóvember. Að henni komu hátt í 200 manns þar sem æfð voru viðbrögð og verkferlar vegna alvarlegs hættuástands í kjölfar ímyndaðs eldgoss í vestanverðum Vatnajökli. Megintilgangurinn var að láta reyna á samhæfingu allra í raforkugeiranum, ef kæmi til náttúruhamfara og atburða af þessu tagi, og æfa jafnframt og yfirfara verkferla og viðbragðsáætlanir.</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Góðir fundarmenn,</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Eins og ég kom inn á áðan þá eru nú liðin rétt rúm 10 ár frá því að Landsnet var stofnað. Við slík tímamót er ágætt að staldra við og leggja mat á stöðu fyrirtækisins og hlutverk. Meðal annars með það fyrir augum að leggja mat á hvernig unnt sé með bestum hætti að ná fram því markmiði raforkulaga, sem fram kemur í 1. gr. þeirra, um „að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu“.</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Í september í fyrra skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu um Landsnet þar sem fjallað var um hlutverk, eignarhald og áætlanir Landsnets. Í stuttu máli má segja að fyrirtækið hafi almennt komið vel út úr þessari úttekt Ríkisendurskoðunar og ég tel að gagnlegt hafi verið að fá þessa skýrslu fram. Þar er að finna ágætar ábendingar, bæði til stjórnvalda sem og til fyrirtækisins.</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Meðal annars er þar fjallað um eignarhald og sjálfstæði fyrirtækisins. Í skýrslunni kemur fram það mat Ríkisendurskoðunar að mikilvægt sé að kannaðar verði „allar leiðir til að tryggja og efla sjálfstæði Landsnets gagnvart öðrum aðilum á raforkumarkaði“. </p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Á undanförnum árum hefur sú umræða af og til vaknað hvort skynsamlegt kunni að vera að gera breytingar á fyrirkomulagi eignarhalds Landsnets. Bent hefur verið á að til lengri tíma sé að ýmsu leyti óheppilegt að Landsnet sé í eigu orkuvinnslufyrirtækja og dreifiveitna, meðal annars út frá mögulegum hagsmunaárekstrum. Sem kunnugt er eru eigendur Landsnets í dag Landsvirkjun (65%), RARIK (22%), Orkuveita Reykjavíkur (7%) og Orkubú Vestfjarða (6%). Samkvæmt núgildandi lögum geta þessir aðilar einungis selt eignarhluti sína í Landsneti sín á milli. Ef einhver þeirra vill selja hlut sinn til einkaaðila eða opinberra aðila þarf því að breyta lögum.</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Í maí í fyrra skilaði lögskipuð nefnd sem skipuð var af fyrrverandi iðnaðarráðherra greinargerð um möguleika á breytingum á eignarhaldi Landsnets. Í greinargerðinni er fjallað um eignarhaldið og reifaðar tvær leiðir um lagabreytingar sem fela í sér að opnað yrði fyrir þann möguleika að núverandi hluthafar í Landsneti gætu losað um eignarhluti sína. </p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Annars vegar að lögum yrði breytt þannig að flutningsfyrirtækið yrði í beinni eigu ríkisins og/eða sveitarfélaga, eða hins vegar að flutningsfyrirtækið yrði ávallt í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga og/eða fyrirtækja í þeirra eigu.</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Ég tel að við eigum að ræða með opinskáum og yfirveguðum hætti hvernig við teljum eignarhaldi Landsnets best fyrir komið til lengri tíma. Ég er sammála Ríkisendurskoðun um að mikilvægt sé að efla og tryggja sjálfstæði Landsnets og tel því rétt að við skoðum vandlega allar leiðir í því skyni. </p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Að sama skapi þurfum við að gæta okkar og rasa ekki um ráð fram við lagabreytingar enda miklir hagsmunir í húfi, bæði hjá flutningsfyrirtækinu sem og eigendum þess. </p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Við þurfum fyrst og fremst ávallt að tryggja að rekstur og umhverfi flutningsfyrirtækisins sé í samræmi við markmið raforkulaga og að fyrirtækinu sé tryggt það svigrúm sem það þarf til þess að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu með sjálfstæðum og faglegum hætti.</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">En kæru vorfundargestir,</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Ég vil hér í lokin þakka starfsfólki Landsnets kærlega fyrir frábært samstarf hin síðustu ár, og óska ykkur alls hins besta í ykkar störfum.</p> <p> </p> <p style="text-align: justify;">Takk fyrir.</p> <p style="text-align: justify;">&nbsp;</p>

2016-04-01 00:00:0001. apríl 2016Ræða á ársfundi Orkustofnunar, 1. apríl 2016

<p></p><p align="right"><b>ATH: Talað orð gildir&nbsp;</b></p><p> </p><p>Fundarstjóri, orkumálastjóri og aðrir góðir gestir.<br></p><p> </p><p align="justify">Það er ánægjulegt að vera hér með ykkur í dag á ársfundi Orkustofnunar á þessum ágæta degi, 1. apríl. Spurning hvort við fáum eitthvað aprílgabb á þessum fundi. </p><p> </p><p align="justify">Ég vil hér í upphafi hrósa öllu því góða starfsfólki sem vinnur á Orkustofnun fyrir vel unnin störf. Ábyrgð Orkustofnunar er mikil og lögbundin hlutverk hennar fjöldamörg og krefjandi. Það er oft sem að stofnunin situr undir harðri orðræðu og gagnrýni. En það eru þó miklu fleiri sem koma að tali við mig sem hrósa starfi Orkustofnunar og ég vil því þakka ykkur afar vel unnin störf í öllum ykkar mikilvægu málaflokkum og jafnframt að þakka fyrir farsælt og gott samstarf við ráðuneytið undanfarin ár. </p><p> </p><p align="justify">En kæru gestir. </p><p> </p><p align="justify">Það er af mörgu að taka á sviði orku og auðlindamála og langar mig að koma inn á nokkur af þeim atriðum sem eru hvað efst á baugi þessa dagana.</p><p> </p><p align="justify">Efst á baugi þessa dagana er líklega Rammaáætlun.</p><p> </p><p align="justify">Verkefnisstjórn þriðja áfanga rammaáætlunar kynnti í gær tillögur sínar um flokkun virkjunarkosta. Í kjölfarið munu þær tillögur fara í lögbundið umsagnarferli og í framhaldi af því mun verkefnisstjórn vinna úr þeim umsögnum sem berast og skila síðan niðurstöðum sínum til ráðherra.</p><p> </p><p align="justify">Á síðustu misserum hafa ýmsir gert athugasemdir við starfshætti verkefnisstjórnar Rammaáætlunar. Rammaáætlun er vissulega vandmeðfarið verkfæri, enda var markmiðið sett hátt í upphafi; þ.e. að reyna að ná sem mestri sátt og framtíðarsýn um hvaða landsvæði beri að vernda og hvaða svæði nýta til orkuvinnslu. Það er því afar brýnt að leikreglurnar séu skýrar og að lögunum um Rammaáætlun frá 2011 sé fylgt. </p><p> </p><p align="justify">Í þeim lögum kemur skýrt fram hvert lögbundið hlutverk Orkustofnunar er og þar kemur fram að ef „virkjunarkostur er að mati Orkustofnunar nægilega skilgreindur skal verkefnisstjórn fá hann til umfjöllunar“.</p><p> </p><p align="justify">Fram hafa komið þau sjónarmið að verkefnisstjórn Rammaáætlunar sé heimilt að vega og meta hvaða virkjunarkosti, sem Orkustofnun hefur lögum samkvæmt beint til hennar, hún eigi að taka til umfjöllunar og hverja ekki. Með öðrum orðum að verkefnisstjórn geti tekið ákvörðun um að hafna að taka til umfjöllunar virkjunarkost sem Orkustofnun hefur metið sem nægilega vel skilgreindan og beint til verkefnisstjórnar. Ég tel að slíkir lögfræðifimleikar standist engan vegin og séu í skýru ósamræmi við lögin um Rammaáætlun frá 2011, og þau lögskýringargögn sem þeim fylgir. Með slíkri túlkun er verkefnisstjórn í raun að taka íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem hún hefur hvorki heimild né stöðu til.</p><p> </p><p align="justify">Í orðræðunni er flestum tíðrætt um að það þurfi „að standa vörð um Rammaáætlun“. Ég tel svo sannarlega að við þörfum að standa vörð um Rammaáætlun. Það að standa vörð um Rammaáætlun felst nefnilega í því að virða þær leikreglur sem settar voru með fyrrnefndum lögum frá árinu 2011 og hindra ekki faglegan framgang Rammaáætlunar. </p><p> </p><p align="justify">En nóg um það. Horfum á tillögur verkefnisstjórnar sem kynntar voru í gær. Ég fagna því að tillögurnar séu komnar fram. Samkvæmt þeim fara samtals 7 virkjunarkostir í nýtingarflokk, þ.m.t. Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun. Alls fara 10 virkjunarkostir í biðflokk og 8 í verndarflokk.</p><p> </p><p align="justify">Sem áður segir fara tillögurnar nú í lögbundið umsagnarferli og að því ferli loknu fara þær til umhverfisráðherra sem í samráði við þann ráðherra sem fer með orkumálin leggur málið fram á Alþingi næstkomandi vetur.</p><p> </p><p align="justify">Ég tel því ekki rétt á þessu stigi að ég tjái mig efnislega um sjálfar tillögurnar. </p><p> </p><p align="justify">Ég geri hinsvegar athugasemd við það sem að virðist nú blasa við, að tillögurnar byggi eingöngu á niðurstöðum tveggja faghópa af fjórum, þ.e. faghópi 1 sem fjallar um náttúruverðmæti og menningarminjar og faghópi 2 sem fjallar um ferðaþjónustu og hlunnindi. Þannig liggja ekki fyrir efnislegar niðurstöður frá faghópi 3 um samfélagsleg áhrif og faghópi 4 um efnahagsleg áhrif. </p><p> </p><p align="justify">Varðandi rammaáætlun þá er gríðarlega mikilvægt og nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina og það kemur beinlínis skýrt fram í 3. gr. laga um Rammaáætlun að í „verndar- og orkunýtingaráætlun skal í samræmi við markmið laga þessara lagt mat á verndar- og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar.“ Þessar niðurstöður virðast því haldnar þeim veigamikla ágalla að ekki hafi verið lagt mat á alla þá þætti sem kveðið er á um í lögum.</p><p> </p><p align="justify">Með því að styðjast eingöngu við niðurstöður úr faghópum 1 og 2 má halda því fram að tillögurnar taki eingöngu mið af umhverfislegum áhrifum en að ekki hafi verið lagt sams konar mat á efnahagsleg og samfélagsleg áhrif virkjunarkosta, eins og lögin gera ráð fyrir. Það skekkir óneitanlega myndina og er klárlega eitt af þeim mikilvægu atriðum sem skoða þarf í framhaldinu.</p><p> </p><p align="justify">Góðir fundarmenn,</p><p> </p><p align="justify">Það mikilvægasta í þessu máli að mínu mati er að við þurfum að hefja Rammaáætlun aftur til þess vegs og virðingar sem lagt var upp með í byrjun. Það er einfaldlega nauðsynlegt vegna mikilvægis Rammaáætlunar í okkar auðlindastjórnun og í atvinnu- og byggðaþróun.</p><p> </p><p align="justify">Rammaáætlun er lykil stjórntækið sem við höfum til að svara þeirri spurningu hvernig við ætlum að mæta vaxandi raforkuþörf á næstu árum og áratugum. Ábyrgð Alþingis er því mikil þegar kemur að afgreiðslu Rammaáætlunar.</p><p> </p><p align="justify">Mig langar í þessu samhengi að benda á að í síðasta mánuði tók ráðuneytið saman uppfært yfirlit um stöðuna varðandi framboð og eftirspurn raforku í landinu, bæði til skemmri og lengri tíma. Þá samantekt er að finna í lögbundinni skýrslu um raforkumál sem ég mun leggja fram og verður dreift í næstu viku á Alþingi. </p><p> </p><p align="justify">Sú staða sem blasir við okkur þar er visst áhyggjuefni. Staðreyndin er sú að hvort sem horft er til skemmri eða lengri tíma þá er eftirspurn eftir raforku talsvert umfram framboð og fer sá munur vaxandi. Ekki er þar eingöngu um ný stóriðjuverkefni að ræða (samanber PCC á Bakka, United Silicon og Thorsil í Helguvík og Silicor Materials á Grundartanga) heldur kemur einnig inn í myndina vaxandi aukning í almennri raforkunotkun á næstu árum, t.d. hjá gagnaverum, ferðaþjónustu og hjá almenningi.</p><p> </p><p align="justify">Við þurfum að leita leiða til að bregðast við þessari stöðu með ábyrgum hætti. Hvort sem það er með nýjum virkjunarkostum úr Rammaáætlun eða öðrum hætti, eins og t.d. aukinni áherslu á betri orkunýtingu og orkusparnað. </p><p> </p><p align="justify">Hér þarf að hugsa til lengri tíma en eins árs í senn því það tekur mörg ár að virkja, hvort sem um er að ræða í jarðvarma, vatnsorku eða vindi, til þess að mæta vaxandi eftirspurn. Hér er líka um orkuöryggi að ræða og brýnt að við tökum höndum saman og ræðum langtímaöryggi raforkuafhendingar á Íslandi. Þetta er eitt af stóru verkefnunum sem bíður okkar, og þar reiðum við okkur að sjálfsögðu áfram á gott samstarf við Orkustofnun.</p><p> </p><p align="justify">En góðir fundarmenn,</p><p> </p><p align="justify">Það eru mörg önnur brýn mál sem blasa við okkur á sviði orkumála þessa dagana. Eitt af þeim meira spennandi eru næstu skref okkar í orkuskiptum. Segja má að fyrsta stóra skrefið í okkar orkuskiptum hafi verið tekið á áttunda áratugnum þegar stjórnvöld mörkuðu þá langtímastefnu að hætta að kynda hús á Íslandi með innfluttri olíu og notast frekar við endurnýjanlega innlenda orku, þ.e.a.s. jarðvarma. </p><p> </p><p align="justify">Á þeim 40 árum sem liðin eru hefur hlutfall olíukyndingar á Íslandi, til húshitunar, farið úr rúmlega 50% niður fyrir 1%. Það verður að teljast nokkuð góður árangur, með tilheyrandi jákvæðum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum. </p><p> </p><p align="justify">En orkuskipti á Íslandi eru samt rétt að byrja. Næst á dagskrá eru orkuskipti í samgöngum, hvort sem er á landi, á hafi eða í lofti. Þar bíða okkar frábær tækifæri til að koma Íslandi á heimskortið sem frumkvöðli á sviði orkuskipta. </p><p> </p><p align="justify">Í ráðuneytinu erum við þessa dagana að leggja lokahönd á þingsályktunartillögu um orkuskipti, sem ég ráðgeri að kynna á Alþingi nú á vorþingi. Þar munum við setja fram aðgerðaráætlun til næstu ára og setja okkur metnaðarfull, en raunhæf, markmið um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum. Við höfum þegar náð góðum árangri á vissum sviðum, t.d. hefur fjöldi vistvænna bíla þrefaldast á síðustu 5 árum og magn innlends eldsneytis fimmfaldast. En við getum gert enn betur og ég tel að við eigum að setja okkur slík markmið.</p><p> </p><p align="justify">Eins og Sigurður Ingi Friðleifsson hjá Orkusetri útskýrði fyrir okkur með lifandi og skemmtilegum hætti nýlega á aðalfundi Samorku þá blasa tækifærin í orkuskiptum við okkur. Við gætum rafvætt fólksbílaflotann yfir nótt, orkulega séð. Menn geta því spurt sig, ef ekki á Íslandi hvar þá? Þetta er næsta stóra skrefið í orkumálunum hjá okkar.</p><p> </p><p align="justify">Ágætu fundarmenn,</p><p> </p><p align="justify">Eins og ég sagði í upphafi þá er af mörgu að taka þegar orkumálin eru annars vegar. Á <u>síðasta löggjafarþingi</u> náðum við miklum árangri með lögfestingu fjögurra stórra þingmála. Í fyrsta lagi með frumvarpi til laga um kerfisáætlun sem kveður skýrt á um stöðu og mikilvægi kerfisáætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Í öðru lagi tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Í þriðja lagi með lagabreytingu sem tryggir fulla jöfnun á þeim kostnaðarmun sem er á dreifingu á raforku í dreifbýli og í þéttbýli. Og í fjórða lagi með lagabreytingu sem kveður á um fulla niðurgreiðslu kostnaðar vegna flutnings og dreifingu á raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis hjá þeim sem ekki eiga kost á hitun með jarðvarma. </p><p> </p><p align="justify">Með þessum mikilvægu þingmálum var annars vegar lögð lokahönd á að jafna orkukostnað eftir landsvæðum og tryggja þannig jöfn búsetuskilyrði og jöfn tækifæri til atvinnuuppbyggingar. Og hins vegar var lagður grundvöllur fyrir nauðsynlegar úrbætur á flutningskerfi raforku og eflingu afhendingaröryggis á landsvísu.</p><p> </p><p align="justify">Hvort tveggja eru ára- og jafnvel áratugalöng úrlausnarefni sem loksins eru leidd til lykta.</p><p> </p><p align="justify">En góðir fundarmenn,</p><p> </p><p align="justify">Ég gæti nefnt fjöldamörg önnur góð verkefni sem eru í vinnslu, eins og til dæmis þau sem eru í gangi varðandi bætt orkuöryggi á Vestfjörðum, bæði með tengingu Hvalárvirkjunar og hringtengingu Vestfjarða. Þar er ástæða til að þakka Vestfjarðanefndinni svokölluðu sem að Guðni orkumálastjóri veitir forstöðu, fyrir vel unnin störfum, en við höfum þegar séð margar tillögur frá nefndinni verða að veruleika síðustu ár með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir svæðið.</p><p> </p><p align="justify">Margt fleira er í pípunum. Sams konar nefnd er að störfum fyrir Norðausturland. En ég vil að lokum ítreka þakkir mínar til starfsfólks Orkustofnunar fyrir afar traust og gott samstarf og ég er þess fullviss að svo mun áfram verða. Það eru spennandi tímar framundan og þar stólum við, nú sem áður, á áframhaldandi farsæla samvinnu okkar á milli.</p><p> </p><p align="justify">Takk fyrir.</p>

2016-03-15 00:00:0015. mars 2016Ræða á Ferðaþjónustudegi SAF, 15. mars. 2016

<strong>ATH: Talað orð gildir</strong> <p> <br /></p> <p align="justify">Kæru gestir</p> <p align="justify">Það vill þannig til að ráðuneyti ferðamála á sér heimilisfesti í gamla útvarpshúsinu Skúlagötu 4. Þegar ég las að yfirskrift þessa þings væri „Næst á dagskrá“ - þá ósjálfrátt fór ég að hugsa til móðursystur minnar Gerðar G Bjarklind sem í áratugi var þulur á Rás 1 - en á starfsferli sínum hefur hún örugglega byrjað fleiri setningar á þessum orðum en tölu verður á komið. </p> <p align="justify">Síðasta heila árið sem Ríkisútvarpið var til húsa á Skúlagötunni - 1986 - var tímamótaár í ferðaþjónustu á íslandi. Það ár komu í fyrsta sinn í sögunni yfir 100 þúsund ferðamenn til Íslands – og þótti mörgum nóg um!</p> <p align="justify">Í nýliðnum febrúarmánuði einum komu hingað rúmlega 100 þúsund ferðamenn. Ferðamönnum í febrúar hafði þar með fjölgað um 43% frá því í febrúarmánuði í fyrra – sem vel að merkja var líka metmánuður. Og það hef ég heyrt frá fleiri en einum og fleiri en tveimur ferðaþjónustuaðilum á landsbyggðinni að febrúar í ár hafi verið eins og júlí fyrir örfáum árum síðan.</p> <p align="justify">Ég hef sagt það áður og segi það aftur hér og nú. Það er alveg magnað – og í rauninni kraftaverk - hvernig ferðaþjónustunni hefur tekist að mæta þessari ótrúlegu fjölgun ferðamanna. Auðvitað koma öðru hvoru upp hnökrar og það reynir á – en ólíkt ríkisútvarpinu þá getur ferðaþjónustan ekki sagt „Afsakið hlé“ á meðan að viðgerð á sendi í Gufuskálum stendur yfir. Hún verður einfaldlega að takast á við og leysa úrlausnarefnin þegar og þar sem að þau koma upp. Eða eins og við segjum stundum í Keflavíkinni á frekar slæmri íslensku: „The show must go on“</p> <p align="justify">Ég skal viðurkenna að of oft finnst mér að umræða hér innanlands um ferðaþjónustuna fari of mikið í neikvæða gírinn. Hér sé allt að fara á verri veg - lóðbeint til helvítis ef marka má sumar fréttir. Ég er alls ekki að gera lítið úr þeim vandamálum sem þarf að leysa – og við erum svo sannarlega að vinna í því að leysa þau. En við verðum líka að vera dugleg að gera eins og gert var í myndbandinu hér áðan að halda á lofti þeim frábæru sigursögum sem eiga sér stað á hverjum einasta degi út um allt land.</p> <p align="justify">Mælingar sýna að langflestir þeirra erlendu ferðamannanna sem að hingað koma fara héðan ánægðir og það er besti mælikvarðinn. Hvar sem ég fer á erlendum vettvangi er ég litin öfundaraugum og það er tekið eftir þeim árangri sem að við erum að ná og alltaf fæ ég spurninguna – „Hvað er það eiginlega sem að þið eruð að gera svona rétt?“</p> <p align="justify">Það er ótrúlega margt að gerast á vettvangi ferðaþjónustunnar – það þekkið þið sem eruð í þessum sal allra manna best. Ég þarf víst ekki að sannfæra ykkur um mikilvægi þess að skjóta traustum undirstöðum undir atvinnugreinina og styrkja og betrumbæta alla innviði.</p> <p align="justify">Að þessu verkefni höfum við unnið saman í mikilli og góðri samvinnu – stjórnvöld og SAF. Útkoman er hvoru tveggja sáttmáli og stefnuskjal – Vegvísir í ferðaþjónustu – sem markar stefnuna hvert við viljum fara og hvaða aðgerðir séu nauðsynlegar til að komast þangað. Og það sem meira er – við smíðuðum líka verkfærið – eða veghefilinn – sem á að koma okkur yfir hverja þá hindrun sem orðið getur okkur til trafala. Það eru ekki litlar væntingar sem gerðar eru til Stjórnstöðvar ferðamála – og ég veit að Hörður og hans fólk - og allir þeir ótal aðilar sem munu sitja í hinum ýmsu starfshópum, vinnuhópum og nefndum á vegum Stjórnstöðvarinnar munu lyfta grettistaki.</p> <p align="justify">Ég vil nota þetta tækifæri til þess að vekja sérstaka athygli á nýjum vef Stjórnstöðvar ferðamála – en þar er birt yfirlit um stöðu allra þeirra verkefna sem Stjórnstöðin vinnur að og hverjir þar koma að málum. Ég vil hrósa ykkur sérstaklega fyrir þetta – vel að verki staðið.</p> <p align="justify">Ferðaþjónustan er í eðli sínu þannig að hún blandast nánast inn í alla þætti atvinnulífs og stjórnsýslu. Af því leiðir að það er enginn einn ábyrgðaraðili sem ber ábyrgð á öllu sem viðkemur ferðaþjónustunni. Það var þetta sem við horfðum við að leiða saman að sama borðinu alla sem ábyrgð bera.</p> <p align="justify">Það er þannig með þessa góðu og mikilvægu atvinnugrein að það er enginn einn ábyrgðaraðili sem ber ábyrgð á ferðaþjónustunni í heild.</p> <p align="justify">Tökum sem dæmi stjórnsýsluna: </p> <p align="justify">Iðnaðar- og viðskiptaráðherra ber á ábyrgð á ferðaþjónustu sem atvinnugrein sem og almennum úrbótum og uppbyggingu á ferðamannastöðum. Þar er stærsta og mikilvægasta tækið Framkvæmdasjóður ferðamannastaða sem nú er fjármagnaður sem aldrei fyrr.</p> <p align="justify">Síðan er það umhverfis- og auðlindaráðherra sem er hér í dag og sýnir mikilvægi þess og áhuga hennar á að tengjast þessum málaflokki og ég fagna nærveru hennar hér sérstaklega. Umhverfis- og auðlindaráðherra ber m.a. ábyrgð á úrbótum og uppbyggingu á aðstöðu til móttöku ferðamanna í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum. Landvarsla við Gullfoss, hálkuvarnir, rekstur salernis við Dimmuborgir og upplýsingagjöf við Skaftafell, Ásbyrgi og Dettifoss eru dæmi um verkefni á forræði umhverfis- og auðlindaráðherra og hennar stofnana.</p> <p align="justify">Forsætisráðherra ber ábyrgð á Þingvallaþjóðgarði, hálkuvörnum og salernum meðtöldum og þjóðlendum almennt.</p> <p align="justify">Innanríkisráðherra ber ábyrgð á samgöngum, vegakerfi, löggæslu og öryggismálum – öllum þeim verkefnum sem falla mega undir öryggismál.</p> <p align="justify">Fjármála- og efnahagsráðherra ber ábyrgð á tekjuöflun ríkisins og skattaumhverfi greinarinnar svo að dæmi séu tekin.</p> <p align="justify">Sveitarfélögin eru einnig mikilvægur hlekkur enda eru margir ferðamannastaðir í eigu eða umsjón sveitarfélaga og þar með á þeirra ábyrgð. Seljalandsfoss í klakaböndum, pallurinn meðtalinn, eru dæmi um það sem og yfirfull bílastæði á sama stað.</p> <p align="justify">Síðan má ekki gleyma greininni sjálfri enda augljóst að til þess að atvinnugreinin haldi áfram að þróast með jákvæðum hætti fyrir samfélagið er nauðsynlegt að góð samvinna sé milli greinarinnar og hins opinbera.</p> <p align="justify">Það er einmitt einn megin styrkur Stjórnstöðvar ferðamála að í stjórn hennar koma allir þessir aðilar saman við eitt borð – til að samhæfa aðgerðir, einfalda ákvörðunarferli og útrýma flækjustigum. Það er nefnilega alveg rétt sem forsætisráðherra nefndi hér áðan að kerfið getur verið ótrúlega flókið og þvælið. Þarna ætlum við að stytta boðleiðir og láta verkin tala.</p> <p align="justify">Við erum einmitt nú með á borði ríkisstjórnar tillögur til úrbóta á öryggismálum ferðamannastaða sem unnar voru á vettvangi Stjórnstöðvar og vonumst ég til að við náum að klára þær hratt og vel á næstu dögum.</p> <p align="justify">Ágætu félagar</p> <p align="justify">Því er þó ekki þannig farið að með tilkomu Vegvísis og Stjórnstöðvar ferðamála þá sé búið að þurrka út í eitt skipti fyrir öll öll vandamál og áskoranir sem taka þarf á – það verður víst aldrei.</p> <p align="justify">Við erum hins vegar á þeim stað að við erum búin ná utan um verkefnið og erum með klára sýn og markvissa forgangsröðun.</p> <p align="justify">Eftir sem áður eru þó nokkur álitamál sem að við þurfum að takast á við. Og þar ofarlega á blaði er vitanlega fíllinn í postulínsbúðinni – spurningin um það hvort og þá með hvaða hætti við ætlum að haga gjaldtöku af ferðamönnum.</p> <p align="justify">Ég veit það kemur ykkur á óvart – en sitt sýnist hverjum um það mál og það er ekki einhugur, hvorki hjá þinginu, greininni sjálfri, né landsmönnum - um eina leið umfram aðra. En þó svo að umræðan um gjaldtöku sé aftur farin af stað þá verður ekki séð að það hafi komið fram neinar nýjar leiðir sem ekki hafa verið nefndar áður. Við þekkjum þessar leiðir – þetta eru nefnilega engin geimvísindi – hver þeirra hefur sína kosti en líka um leið galla.</p> <p align="justify">Ég verð að viðurkenna það núna að fyrir mér er þetta ekki efsta málið á verkefnalistanum enda ljóst að greinin er að skila umtalsverðum fjármunum til ríkisins í formi skatta. Sem dæmi þá jukust tekjur af virðisaukaskatti af ferðamönnum um 10 milljarða á milli áranna 2014 og 2015. Bara aukningin þannig að við sjáum að til viðbótar við aðra skatta af greininni nema heildartekjur ríkisins af ferðaþjónustunni tugum milljarða króna á ári og því vel forsvaranlegt að taka nokkur hundruð milljónir af þeim tekjum í innviðauppbygginguna líkt og við erum að gera.</p> <p align="justify">Ef talið er nauðsynlegt að ríkissjóður afli frekari tekna af ferðamönnum til að standa straum af kostnaði við uppbyggingu innviða samfélagsins þá þarf að taka af skarið og velja leið eða leiðir, með öllum þeim kostum og göllum sem þeim fylgja. Og talandi um ábyrgð – þá er rétt að minna á að endanlegt mat á því hvort að þörf sé á frekari tekjuöflun er hjá fjármála- og efnahagsráðherra og skattlagningavaldið er hjá Alþingi.</p> <p align="justify">En talandi um Alþingi. Ég hef fundið fyrir mikilli samstöðu með ykkur - greininni sjálfri um þær leiðir sem við erum að fara og þá stefnu sem við höfum sameiginlega markað til að efla og styrkja íslenska ferðaþjónustu.</p> <p align="justify">Þetta fann ég vel í vinnunni við Vegvísi og á þeim sameiginlegu fundum sem við héldum hringinn í kringum landið við að kynna hann. Ég hef sömuleiðis fundið þetta eftir að Stjórnstöðin tók til starfa og er mjög þakklát fyrir þennan stuðning og samstöðuna og þetta mikilvæga verkefni.</p> <p align="justify">Á sama tíma hef ég fundið fyrir nokkuð yfirgripsmiklu þekkingarleysi hjá ákveðnum kollegum mínum á Alþingi. Þar virðast menn oft tjá sig digurbarkalega án þess að hafa kynnt sér málin og sumir verða jafnvel sjálfskipaðir sérfræðingar að því er virðist eftir að hafa lesið ýmsar fyrirsagnir á netinu.</p> <p align="justify">Til að koma þessari umræðu í betri farveg í þinginu ákvað ég að leggja fyrir Alþingi skýrslu um ferðamál þar sem farið er yfir það helsta sem á daga okkar hefur drifið á undanförnum misserum og stöðu þessa mikilvæga málaflokks í dag. Skýrslunni verður vonandi dreift í dag eða á morgun í þinginu og hún síðan væntanlega rædd eftir páska. Þannig vona ég að þingmenn nái að kynna sér málin og taka upplýsta umræðu út frá staðreyndum sem fyrir liggja.</p> <p align="justify">En ágætu ferðaþjónustuforkólfar,</p> <p align="justify">Eitt það mikilvægasta þegar kemur að stefnumörkun í ferðaþjónustu er að greinin geti vaxið og dafnað í sátt við land og þjóð. Hraður vöxtur ferðaþjónustunnar á undangengnum árum hefur haft gríðarlega efnahagslegu þýðingu fyrir þjóðarhag. Reykjavík er ekki sama borgin og hún var fyrir örfáum árum. Ég veit það þar sem ég bjó í Reykjavík til ársins 2004 og kom hingað á aðventunni fyrir síðustu jól til að njóta sem gestur og það var stórkostleg upplifun. Og þökk sé ferðaþjónustunni þá hefur landsbyggðin snúið vörn í sókn. En þessum mikla fjöldi ferðamanna fylgir álag bæði á náttúru og samfélag.</p> <p align="justify">Nýlega komu fram hugmyndir um þjóðgarð á hálendinu og stóðu að þeim fjölmargir einstaklingar og samtök – þ.a.m. Samtök ferðaþjónustunnar. Ég fagna því að sjálfsögðu allri umræðu um umhverfismál og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Ég er kannski á sömu slóðum og forsætisráðherra því ég er aðeins að velta fyrir mér hvort allir hafa sama skilning á því hvað felst í þessari þjóðgarðshugmynd.</p> <p align="justify">Felur hún í sér að engir vegir verða lagðir eða önnur mannvirki reist á þessu svæði? Hvernig ferðaþjónusta verður leyfð á svæðinu? Hvernig verður með skipulagsvald einstara sveitarfélaga? Mér reiknast til að það séu 22 sveitarfélög sem koma að þessu svæði. Hvað verður um Rammaáætlun sem byggir á mati færustu sérfræðinga landsins um það hvar skuli vernda og hvar komi til greina að virkja?</p> <p align="justify">Ég tel að það sé mikilvægt og fagna því að við séum að fara að ræða þessar spurningar og álitamál. En ég vara um leið við því að kostum sé fortakslaust stillt upp hvorum gegn öðrum. Orkunýting og náttúruvernd eru ekki andstæðir pólar frekar en ferðamennska og náttúruvernd.</p> <p align="justify">Í þessu samhengi má minna á að einn allra eftirsóttasti og fjölfarnasti áfangastaður ferðamanna á Íslandi er Bláa lónið – sem vel að merkja er skilgetið afkvæmi orkuvirkjunar sem er við hliðina á Bláa lóninu. Þannig að þetta getur og fer ljómandi vel saman.</p> <p align="justify">Góðir fundargestir</p> <p align="justify">„Næst á dagskrá“ er að fylgja þeirri stefnumörkun sem lögð er fram í Vegvísi fyrir ferðaþjónustu.</p> <p align="justify">Og í „fréttum er það helst“ að okkur miðar vel á þeirri vegferð að treysta undirstöður og innviði.</p> <p align="justify">Það hefur gríðarlega mikið áunnist á undanförnum misserum – við vitum hvert við viljum stefna, verkfærin eru öll til staðar og vinnan er í fullum gangi.</p> <p align="justify">Íslensk ferðaþjónusta er orðin ein mikilvægasta grunnstoðin í efnahagslífi þjóðarinnar. Við skulum byggja allt okkar starf á ábyrgð og virðingu og þannig tryggjum við að ferðaþjónstan blómstri í góðri sátt við umhverfi og samfélag.</p> <p align="justify">Eða svo ég noti tækifærið og ljúki máli mínu hér með því að vitna í framkvæmdastjóra SAF „að við viljum gera Ísland að frábærum ferðamannastað. Að frábæru ferðamannalandi sem jafnframt er gott að búa í.</p> <br />

2016-03-10 00:00:0010. mars 2016Ræða á Iðnþingi, 10. mars 2016

<p align="right"> <strong>ATH: Talað orð gildir </strong> </p> <p>Kæru Iðnþingsgestir, <br /></p> <p align="justify">Það kannast eflaust allir við mósaíkmynd Gerðar Helgadóttur sem prýðir Tollhúsið við Reykjavíkurhöfn.</p> <p align="justify">Myndin á vel við efni þessa fundar. Bæði að hún sýnir lífæð atvinnulífs þess tíma. Jafnframt er listaverkið gert úr ótal smærri einingum – sem hver um sig á sér sinn afmarkaða stað í myndverkinu. En það er ekki fyrr en að áhorfandinn sér heildarsamhengið – STÓRU MYNDINA - að honum opinberast sjálf snilldin.</p> <p align="justify">Í gamalli indverskri dæmisögu segir frá sex blindum mönnum sem skyldu lýsa því hvað fíll væri. Hver um sig fékk að þreifa á fílnum – og það stóð ekki á svörum.</p> <p align="justify">„ <em>Fíll er líkastur stórri grófgerðri slöngu</em>“ - sagði sá sem farið hafði höndum um fílsranann.</p> <p align="justify">„ <em>Öðru nær - honum svipar mest til gildvaxins trjástofns</em>“ sagði sá er tekið hafði á löppum fílsins.</p> <p align="justify">Og svona kom hver og einn með sína lýsingu á fílnum – sá sem handfjatlaði fílseyrun sagði hann skyldan flugeðlu, stór veggur var lýsing þess sem lagði hendur á fílsskrokkinn og sá sem þreifaði á skottinu sagði hann líkjast mest reipi.</p> <p align="justify">Og þrátt fyrir að allir væru þeir víðsfjarri sannleikanum – þá höfðu þeir samt allir rétt fyrir sér - að einhverju takmörkuðu leyti.</p> <p align="justify">Ég segi þessa sögu hér - því að allt of oft eru einstakir hagsmunir að byrgja okkur sýn á stóra samhengið. Við einblínum um of á smáatriðin og sjáum þess vegna ekki stóru myndina. Stóru myndina sem einmitt er til umfjöllunar hér.</p> <p align="justify">Og þegar sjónarhornið er of þröngt þá magnast hættan á því að við stillum upp kostum - einum gegn öðrum.</p> <ul> <li>Skapandi greinar – á móti – hefðbundnum atvinnugreinum. <br /></li> <li>Heilbrigðiskerfi – eða – listamannalaun. <br /></li> <li>Náttúruvernd – gegn – iðnaðaruppbyggingu. <br /></li> <li>Ferðaþjónustna – eða - orkunýting <br /></li> </ul> <p align="justify">Áfram mætti telja, en veröldin er ekki svört eða hvít. Góð eða vond. Blá eða rauð.</p> <p align="justify">Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu eiga allar atvinnugreinar sér samastað – og hver þeirra er mikilvægt tannhjól í því flókna úrverki sem íslenskt atvinnulíf er.</p> <p align="justify">Forsjónin gaf okkur framúrskarandi góð spil á hendi í formi náttúruauðlinda - sem verða sífellt verðmætari og verðmætari. Orkuauðlindir í rennandi vatni og jarðhita - hreint vatn - kynngimagnaða náttúru og ríkulegar fiskveiðiauðlindir svo aðeins fátt eitt sé talið.</p> <p align="justify">Og þegar við bætist svo stærsta auðlindin - sem vitanlega er fólgin í fólkinu og samfélagsgerðinni - þá eiga okkur að vera allir vegir færir.</p> <p align="justify">Við erum stödd í einni mestu tæknibyltingu sögunnar og stöndum frammi fyrir krefjandi áskorunum sem munu hafa mikil áhrif á atvinnulíf og samfélag. Í síauknum mæli mun reyna á samspil atvinnulífsins og nýrrar tækni. Ný tegund starfa verður til. Störf sem við þekkjum í dag munu breytast eða einfaldlega hverfa þar sem tæknilausnir leysa mannshöndina af hólmi. Og það er áhugavert að hugsa til þess að kannski er það þannig að stór hluti starfa barnanna okkar sem enn eru á grunnskólaaldri hafa ekki enn verið fundin upp.</p> <p align="justify">Búum okkur undir að heyra meira um sjálfvirkni, gervigreind, internet hlutanna, græna tækni og önnur fyrirbæri sem munu verða einkennandi fyrir atvinnuþróun um alla veröld. Þessi þróun mun sannarlega hafa áhrif á íslenskt atvinnulíf og opinbera þjónustu.</p> <p align="justify">Ágætu gestir</p> <p align="justify">Okkur er það stundum tamt að draga fram mikilvægi einstakra atvinnugreina og setja á þær einhvers konar mikilvægis merkimiða eftir því hvað þær skapa miklar gjaldeyristekjur eða spili stórt hlutverk í landsframleiðslunni.</p> <p align="justify">En í stóru myndinni sem við ætlum að ræða hér í dag þá getur enginn einn verið án allra hinna. Styrkurinn liggur í keðjunni sem heild – í myndinni sem heild – en ekki í einstaka hlekk hennar eða einstakra myndbrota.</p> <p align="justify">Tökum sem dæmi ferðaþjónustuna sem er vitanlega hástökkvari síðustu missera og ára. Mikilvægi hennar fyrir þjóðarhag er auðvitað gríðarmikið. En hvað telst til ferðaþjónustu? Þegar nánar er að gáð þá er varla sú atvinnugrein sem blandast ekki með einum eða öðrum hætti inn í ferðaþjónustuna.</p> <p align="justify">Matvælaframleiðsla, byggingariðnaður, iðnhönnun, þjónusta, skapandi greinar og tæknigeirinn allur eru með einum eða öðrum hætti hluti af ferðaþjónustu.</p> <p align="justify">Og gleymum ekki gullsmiðnum eða hönnuðinum sem gerði gjafavöruna eða fatnaðinn sem ferðamaðurinn tekur með sér heim.</p> <p align="justify">Það er því í þágu atvinnulífsins alls að ferðaþjónustan blómstri, enda skýtur hún stoðum undir allar þessar greinar.</p> <p align="justify">Það er stóra myndin.</p> <p align="justify">Annað dæmi sem ég vil nefna er sjávarútvegurinn sem hefur í gegnum tíðina verið burðarstoðin sem efnahagsgrunnur þjóðarinnar hvíldi á. Til allrar hamingju hefur okkur auðnast að fjölga burðarstoðunum þannig að í dag erum við ekki jafn háð aflabrögðum og fyrr. En það sem að mig langar að benda á er sú umbreyting sem sjávarútvegurinn hefur gengið í gegnum á á síðustu árum og áratugum með þeim árangri að verðmæti hvers fiskjar sem kemur á land hefur margfaldast.</p> <p align="justify">Og þessu getum við þakkað hugviti, framsýni og samstarfi sjávarútvegs og margskonar iðnaðar, hefðbundins sem óhefðbundins, sem hafa t.a.m. nánast úthýst orðinu „fiskúrgangur“ úr íslensku máli. Það sem á árum áður var úrgangur er í dag verðmæt auðlind – verðmætt hráefni til margskonar iðnaðar.</p> <p align="justify">Þriðja dæmið um samvinnu ólíkra atvinnugreina vil ég taka úr heimi gagnavera. Ég heimsótti Verne gagnaverið í mínum heimabæ fyrir skömmu og það er magnað að sjá þar tæknilausnir sem byggja á hugviti og verksnilld íslenskra blikksmiða þegar kemur að tæknilausnum og einum mikilvægasta verkþættinum sem er kæling ofurtölvanna. Og aðeins til að stækka myndina - þá sagði forsvarsmaður gagnaversins að á síðasta ári hefðu verið keyptir 1.000 flugmiðar til og frá Íslandi vegna þessa fyrirtækis eins.</p> <p align="justify">Saga Verne gagnaversins er því enn eitt dæmið um farsælt stefnumót nýjustu tækni og hefðbundinna atvinnugreina.</p> <p align="justify">Og punkturinn er alltaf þessi: Það er enginn eyland – forsenda fyrir árangri einnar atvinnugreinar er samstarf og samvinna við aðrar og jafnvel alls ólíkrar atvinnugreinar.</p> <p align="justify">Ágæta Iðnþing,</p> <p align="justify">Til að stuðla að því að stóra myndin geti verið máluð í björtum litum verða stoðirnar að vera sterkar. Nokkur augljós atriði blasa við:</p> <ul> <li>Það þarf að reka ríkissjóð með afgangi og greiða niður skuldir. <br /></li> <li>Það þarf að ríkja stöðugleiki og almennur friður á vinnumarkaði. <br /></li> <li>Það þarf að ljúka afnámi gjaldeyrishafta og tryggja að íslenskt atvinnulíf búi við frelsi og samkeppnishæfar aðstæður. <br /></li> </ul> <p align="justify">Í öllu þessu höfum við náð gríðarlegum árangri á síðustu misserum – og staða Íslands er nú allt önnur en hún var fyrir aðeins þremur árum. Nánast allir hagvísar eru í sólarátt. Hér eru því allar aðstæður til að góðir hlutir geti haldið áfram að gerast.</p> <p align="justify">En einstaka myndbrot stóru myndarinnar verða líka að vera í lagi og falla vel að heildinni. Og á þau hefur líka verið lögð áhersla. Ég vil nefna nokkur áherslumál sem unnið hefur verið að og byrja á nýsköpunarmálunum sem hafa verið í forgangi hjá okkur í ráðuneytinu.</p> <p align="justify">Í lok síðasta árs kynnti ég aðgerðaáætlun í þágu frumkvöðla og sprotafyrirtækja undir heitinu „Frumkvæði og framfarir“. Þar er sett fram sú sýn okkar að Ísland verði uppspretta öflugra sprota- og nýsköpunarfyrirtækja sem stuðla að aukinni verðmætasköpun og fjölbreyttum störfum. Markvissar aðgerðir voru kynntar í aðgerðaráætluninni og nú þegar er unnið að mörgum þeirra. Sú vinna rímar t.a.m. vel við áherslur nýstofnaðs Hugverkaráðs Samataka iðnaðarins og vænti ég góðs samstarf milli þess og ráðuneytisins um áframhaldandi innleiðingu stefnunnar.</p> <p align="justify">Í orkumálum er víða verk að vinna. Fyrir liggur að eftirspurn eftir raforku er að aukast, bæði til nýrra stóriðjuverkefna en einnig, og ekki síður, til annarrar almennrar notkunar. Hér er um jákvæða þróun að ræða en mikilvægt er að við séum reiðubúin að mæta þessari auknu eftirspurn, og þeirri atvinnusköpun sem henni fylgir, með ábyrgum hætti, bæði á sviði raforkuframleiðslu og raforkuflutnings.</p> <p align="justify">Í þessu sambandi höfum við tvær mikilvægar áætlanir sem ætlað er að varða leiðina. Annars vegar Kerfisáætlun, fyrir uppbyggingu flutningskerfis raforku, og hins vegar Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, þar sem afstaða er tekin til nýrra virkjanahugmynda. Þessar áætlanir skipta miklu þegar horft er á „stóru myndina“ og áætlunargerðar til langs tíma.</p> <p align="justify">Við vitum að þegar kemur að flutningskerfi raforku þá er úrbóta víða þörf og við sjáum í vaxandi mæli að ekki eru jöfn tækifæri á landsvísu varðandi aðgengi að raforku og afhendingaröryggi. Við verðum að tryggja að ólík landsvæði geti keppt á jafnræðisgrundvelli um sköpun nýrra atvinnutækifæra.</p> <p align="justify">Á síðasta löggjafarþingi voru gerðar mikilvægar úrbætur á því regluverki sem lítur að flutningskerfi raforku og mörkuð stefna stjórnvalda um lagningu raflína. Með þessum breytingum er lagður ákveðinn grunnur fyrir því að fara í nauðsynlegar úrbætur á flutningskerfi raforku og að reyna að ná sem mestri sátt um þau mál í gegnum markvisst samráð.</p> <p align="justify">Þegar síðan horft er til þess hvernig mæta á vaxandi orkuþörf næstu ára og áratuga á Rammaáætlun að vera sá vettvangur sem gerir okkur kleift að svara þeirri spurningu.</p> <p align="justify">Í dag bíðum við eftir að sjá tillögur verkefnisstjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar verða lagðar fram til umsagnar. Ég tel mikilvægt að sú vinna hafi eðlilegan framgang og að ákvæðum laganna um rammaáætlun sé fylgt. Við verðum að standa vörð um Rammaáætlun eins og lagt var upp með þá mikilvægu áætlun í upphafi, og komast út úr hinu daglega dægurþrasi þegar hana ber á góma.</p> <p align="justify">Við skulum ekki gleyma því að það blasa við okkur stórkostleg tækifæri þegar að orkumálum kemur. Ég nefni sem dæmi rafbílavæðingu fólksbílaflotans. Orkulega séð gætum við skipt öllum bílaflotanum yfir í rafmagn strax í dag. „Ef ekki á Ísland hvar þá?“ – er oft spurt. Orkuskipti í samgöngum eru skýrt dæmi um farsælt samspil orkumála, nýsköpunar og tækniþróunar; alveg eins og orkuskiptin í húshitun sem farið var í á sjöunda áratug síðustu aldar.</p> <p align="justify">En kæru iðnþingsgestir,</p> <p align="justify">Mér hefur verið tíðrætt um samstarf ólíkra greina og þá staðreynd að okkur farnast best þegar ólíkar atvinnugreinar vinna saman og styðja hverja aðra. Enn eitt dæmið um slíkt er íslenskur kvikmyndaiðnaður, sem má flokka sem óhefðbundinn iðnað, til skapandi greina og sem list.</p> <p align="justify">En á hinn bóginn er líka hægt að telja hann til ferðaþjónustu, nýsköpunar og tækniþróunargeirans.</p> <p align="justify">Þessi iðnaður hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og spilar æ stærra hlutverk í efnahagslífi okkar.</p> <p align="justify">Nýleg skýrsla Capacent um stöðu sjónvarps – og kvikmyndaiðnaðarins árið 2014 sýnir þetta svo um munar. Þar kemur fram að iðnaðurinn hafi það ár skilað 12 milljörðum króna í skatttekjur, eða helmingi meira en hann fékk í formi ríkisstuðnings. Heildarvelta sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi jókst, skv. skýrslunni, um 37 prósent árin 2009-2014. Bein ársverk í greininni árið 2014 voru um 1.300 og óbein ársverk um 2.000.</p> <p align="justify">Í skýrslunni kemur fram að launagreiðslur árið 2014 hafi numið tæpum 13 milljörðum króna. En bein og óbein velta kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðar það ár nam alls um 45 milljörðum króna.</p> <p align="justify">Síðasta ár var frábært í íslenskri kvikmyndagerð sem landaði um 100 verðlaunum á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum víða um heim. Af þessu megum við öll vera stolt. Einn liðinn í þessum mikla uppgangi íslensks kvikmyndaiðnaðar má rekja til stuðnings í formi endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar sem hefur verið í lögum síðan 1999.</p> <p align="justify">Sú löggjöf rennur að óbreyttu út um næstu áramót. En í frumvarpi sem ég hyggst leggja fram í ríkisstjórn í fyrramálið mun ég leggja til að lögin verði framlend um 5 ár og að hlutfall endurgreiðslnanna hækki úr 20% í 25%, sem lið í að bæta enn frekar samkeppnishæfni okkar.</p> <p align="justify">En kæru gestir,</p> <p align="justify">Stóra áskorunin sem að við stöndum frammi fyrir er sú hvernig við ætlum að hagnýta okkur öll þau fjölmörgu tækifæri og efla þannig lífskjör og bæta áfram það samfélag sem að við lifum í</p> <p align="justify">Mósaíkmynd Gerðar Helgadóttur hefur auðgað miðbæ Reykjavíkur í bráðum hálfa öld - staðist óblíða íslenska veðráttu og nært sálir okkar.</p> <p align="justify">Á sama tíma hefur íslenskt atvinnulíf tekið algerum stakkaskiptum.</p> <p align="justify">En það er okkur holl áminning um það - að hverjum tíma fylgja nýjar áskoranir.</p> <p align="justify">Þilskip - togarar - tölvur - þekkingariðnaður.</p> <p align="justify">Við verðum alltaf að hafa metnað, framsýni og dug til að taka okkur stöðu meðal þeirra þjóða sem standa í öndvegi - og tryggja þannig lífskjör og gott samfélag.</p> <p align="justify">Besta leiðin til þess að tryggja að svo megi verða - er að við sem þjóðfélag náum sameiginlegum skilningi og sem allra bestri sátt um stóru myndina. Þar verðum við að átta okkur á því að öll skiptum við máli, stór og smá og hvaðan sem við komum. Ef við áttum okkur á þessu – þá erum við á góðum stað.</p> <p align="justify">Ég vil að lokum þakka Samtökum iðnaðarins fyrir frábært samstarf á liðnum árum. Óska nýrri stjórn velfarnaðar í sínum störfum og lýsi mig og okkur í ráðuneytinu reiðubúin til áframhaldandi samstarf við samtökin í þágu alls iðnaðar og íslensks samfélags.</p>

2016-01-26 00:00:0026. janúar 2016Ræða á Arctic Frontiers - Industry and Environment, 26. janúar 2016

<h4 align="right"> <strong>ATH: Talað orð gildir <br /></strong> <strong>-check against delivery-</strong></h4> <p> </p> <p>Dear Ministers, President, distinguished guests, Ladies and Gentlemen,</p> <p align="justify">It gives me great pleasure to address the Arctic Frontiers, here in Tromsö.</p> <p align="justify">In the course of time the Arctic, the High North as it is sometime referred to, is occupying a more prominent place on the agenda of international affairs – with good reason.</p> <p align="justify">The Arctic is a global crossroad between commercial and environmental interests. On the one hand we have substantial natural resources within the region and on the other hand we have the perspective of the Arctic as being a particularly pristine and vulnerable environment.</p> <p align="justify">That's why it is so good that we are here to discuss the balance between resource utilization and preservation, and between industrial and environmental interest in the Arctic.</p> <p align="justify">I want to thank our Norwegian hosts for their organization and contribution.</p> <p align="justify">The eight Arctic States share a common responsibility and a mutual interest in the protection and sustainability of the Arctic. It is underlined by our commitment to the Arctic as a region of peace, stability and cooperation. The rapid pace of developments in the Arctic – driven by climate change, but also by strategic considerations and high economic and commercial interests – has contributed to this increased attention to the Arctic in recent years.</p> <p align="justify">For centuries, Iceland's social and economic well-being has been shaped by the natural riches and climatic conditions of the North. Our interests in the Arctic are manifold and the Government of Iceland has identified developments in the Arctic and Iceland‘s role in both managing and protecting it, as one of our top priorities.</p> <p align="justify">Regional co-operation with other stakeholders is of key importance. The Arctic Council, which celebrates its 20th anniversary this year, remains the most important forum for discussion and decision-making on issues pertaining to the Arctic. Iceland will chair the Council from 2019 to2021 and it gives us an opportunity to put our mark on the agenda, as other countries have done during their chairmanship.</p> <p align="justify">The United States, which currently holds the chairmanship, has for example placed strong emphasis on the ocean and on marine issues. It goes without saying that these are very important issues for Iceland. Climate change is one of the greatest threats to the ocean today. In this regard I want to mention ocean acidification, which is a serious threat for us all, not least in the Arctic. As Arctic seas become more open and accessible, we will face the challenge of potential illegal and unregulated fisheries. Another challenge is the added risk of environmental spills due to increased traffic in the Arctic. Fortunately, protection and sustainable utilization of the ocean resources has received greater attention in recent years. In every aspect, a broad-based co-operation is imperative. We need all hands on deck.</p> <p align="justify">Ladies and Gentlemen,</p> <p align="justify">We should be mindful that the Arctic has historically had renewable and non-renewable energy in abundance. It is my belief that the Arctic should be a region that other countries look to when exploring energy and industry related development. We speak from first-hand experience, coming from Iceland as we have been fortunate enough to be able to utilize our energy sector in a sustainable manner for decades, with a focus on geothermal energy and hydropower. Today this industry is one of the main pillars of our economy and our every day life.</p> <p align="justify">In addition Iceland has recently started exploration of hydrocarbons on the Jan Mayen Ridge north-east of Iceland in the so called „Dreki“ area. The Icelandic Government has stated that it will encourage the exploitation of potential oil and gas resources as soon as practicable, should these be discovered in sufficient quantity to make extraction feasible. To this end the Government has undertaken preparatory regulatory work in connection with health, safety, transport, rescue work, environmental protection, infrastructure and co-operation with neighboring countries. I would especially like to take this opportunity to thank the Norwegian friends and the Norwegian Government for their assistance and excellent cooperation with my Ministry and our agencies in recent years within this field.</p> <p align="justify">We also see new possibilities as new shipping routes open in the Arctic and various service potentials arise. This both applies to transport of goods and transport of people. Sustainable tourism, experiencing the wonders of the region, has for example great growing potentials. With proper management, this development can strengthen the local communities and fight depopulation. But this development does not only bring potentials, it also brings various risk management issues which we need to address with combined efforts on an institutional level. Again the Arctic Council plays a fundamental role and is now for instance putting enhanced emphasis on work regarding search and rescue in the region. The two legally binding agreements between the Arctic States facilitated by the Arctic Council on Search and Rescue and Cooperation on Marine Oil Pollution Preparedness and Response are pivotal in this regard.</p> <p align="justify">Looking into the future one can only foresee increased economic cooperation between Arctic countries, whether it is in the field of energy, industry, tourism or fisheries. The opportunities are there and in this regard we welcome and support the work of the Arctic Economic Council, recognizing the central role of business in the sustainable development of the Arctic.</p> <p align="justify">Having said this it is nevertheless always important to have both feet firmly on the ground and approach the Arctic issues in a sensible and responsible manner. In this regard we, therefore, need to rely on close regional co-operation and build on the previous 20 years work of the Arctic Council.</p> <p align="justify">Ladies and gentlemen,</p> <p align="justify">Innovation and new energy technologies can unlock new business potentials and energy technology innovation is central in meeting our common energy and climate goals. We see evidences of this transition all around us as we gradually move towards a clean energy era.</p> <p align="justify">Our Icelandic energy policy has proven that it is both realistic and economically sensible to pursue a clean energy agenda. I can mention just one practical example. In Iceland around 75% of final energy consumption is from renewable sources, and the remaining 25% is from fossil fuel used in transportation and the fisheries fleet. We have gradually been able to achieve this status through innovation and sustainable utilization of our renewable natural resources in hydropower and geothermal energy. In the last 40 years the share of fossil fuel in space heating in Iceland has decreased from 50% down to 1%. Today 99% of our house heating is from renewable sources and all our electricity production is from renewable sources. The social and economical benefits of this development have been enormous, but this would not have happened without a political decision and commitment being made in the seventies to move towards utilization of domestic renewable energy sources.</p> <p align="justify">And this can also be the story of the Arctic. The US Chairmanship of the Arctic Council has laid emphasis on increased use of renewable energy in the Arctic. The burning of fossil fuel and timber for energy generation causes formation of soot or black carbon, which is particularly harmful as it increases the melting of the ice-cap and threatens human health in the Arctic communities.</p> <p align="justify">Ways of increasing the share of renewable energy in the Arctic should therefore be a priority in our work in the coming years. This could entail a win-win scenario for the communities, industries and the environment.</p> <p align="justify">In this regard I would finally like to mention an interesting project which has received support from NORA and Nordisk Ministerråd: The „North Atlantic Energy Network project (NAEN)“. The aim of this project is to investigate how isolated energy systems in the North Atlantic, from Norway to Greenland can be connected to form an electrical grid in the North Atlantic. The project has explored the potential of connecting some of the best renewable energy sources in the Arctic and the North Atlantic, for example the vast hydropower potentials in Greenland. Access and utilization of renewable energy is a key element in fighting global warming and this project has allowed for informative exchange of knowledge between the participating regions and organizations.</p> <p align="justify">A report on the NAEN project will be published today and I encourage you all to take a look at it.</p> <p align="justify">Ladies and Gentlemen,</p> <p align="justify">The Arctic is a complex region, where different interests can pull in different directions.</p> <p align="justify">Looking ahead, I believe the future of the Arctic is very bright. I emphasize and what I think is of most importance is that today the Arctic is largely a well governed area. We have a well-structured and sound regional cooperation in the Arctic Council and we have legal regimes for the region firmly in place. We should have a vision of the Arctic not as a place of exploitation for short-term gain; but as a region of dynamic communities based on sustainable livelihoods and respect for the region's unique nature.</p> <p align="justify">Thank you.</p>

2015-11-05 00:00:0005. nóvember 2015Graduation ceremony of the UNU Geothermal Training Program, 23 October 2015

<p align="right"><strong>ATH: Talað orð gildir &#160;/ &#160;</strong><strong>check against delivery</strong></p> <blockquote> <p align="justify"><br /> </p> <h4 align="justify">Dear fellows of the United Nations University Geothermal Training Programme, ladies and gentlemen,</h4> <p align="justify"><br /> </p> <p align="justify">It is a real honor for me as the Minister for Industry, Energy and Commerce, to have the opportunity to address you today at this 37<sup>th</sup> graduation ceremony of the UNU Geothermal Training Program.</p> <p align="justify">After this graduation, you will be among the 613 fellows from 59 countries who have completed the six-month training program here in Iceland.</p> <p align="justify">Renewable energy resources are not distributed evenly around the world. Here in Iceland we are fortunate enough to have plenty of renewable energy resources – mainly hydropower and geothermal energy – which we use to our advantage in our daily life.</p> <p align="justify">As you have learned during your time here in Iceland that, we take pride in our energy situation. All of our electricity generation is from hydropower or geothermal energy. Over 90% of all houses in Iceland are heated with geothermal, and the remaining 10% heated with green electricity.</p> <p align="justify">But there is more to geothermal energy than electricity production, heating and swimming pools. Innovation brings new ideas which are being developed to create more value from this valuable resource. This includes new technology for traditional usage – such as drying fish products for export and farming of tropical fish species – to more novel products such as cosmetics from the minerals in the geothermal brine, and production of synthetic fuels from the gases associated with the geothermal steam.&#160; The possibilities in terms of geothermal utilization seem endless.</p> <p align="justify">We are convinced that geothermal energy utilization should become one of the primary methods of reducing greenhouse-gas effects, and by further developing technologies for harnessing the heat inside our planet, many countries will play an important role in reducing the use of fossil fuels. And of course that means that you, the geothermal experts, will have to be on board – and in the forefront of this development.</p> <p align="justify">We are honored and happy to share our experience and knowledge of harnessing geothermal resources with others, and in this the UNU-GTP is our pride and joy.</p> <p align="justify">Although I have always valued the UNU Geothermal training program very highly, I was reminded of its value and importance earlier this year, when I attended the World Geothermal Congress in Melbourne, Australia – often referred to as the Olympics of the geothermal sector. There I met many former UNU fellows, many of whom are now leading the geothermal sector in their respective countries. And I also noticed how warmly former UNU fellows spoke of Iceland and the time they spent here.</p> <p align="justify">It opened my eyes to the importance of the program and to the fact that the geothermal sector worldwide is aware of its existence and thinks highly of it. This might also be the reason why Icelandic experts in this field and the various Icelandic companies that participate in geothermal exploration and utilization around the world are widely respected.</p> <p align="justify">The energy sector has long been dominated by men. It is important that we get more women into this sector and I think we are slowly getting there.&#160; I know that those who have been leading the UNU Geothermal Training Program have been aware of the importance of attracting more women into the geothermal sector, and I think that is worth mentioning. Out of the 613 students that have graduated, 127 were women, that is, 21%. We need to do better – but we are getting there, so keep up the good work!</p> <p align="justify">For us, renewable energy is all about geothermal and hydropower, but when I speak to my colleagues at international meetings, the renewable concept for them is more about ‘wind, solar and biomass', and sometimes hydropower. Very rarely do they mention geothermal. This is what we want to change and bring more awareness of geothermal energy worldwide.</p> <p align="justify">Orkustofnun (the National Energy Authority) has been involved in several projects in Europe on the promotion of geothermal energy. And now the Ministry, in cooperation with the geothermal cluster in Iceland, is focusing on the promotion of the sector in Europe. There are great opportunities in the utilization of geothermal energy in Europe, not least for space heating. We need to help decision makers to realize the possibilities of utilizing geothermal, instead of using imported fossil fuel.</p> <p align="justify">In April next year, the Iceland Geothermal Congress 2016 will be held here in Reykjavik. Hopefully some of you will have the opportunity to come and visit again next spring and participate in the conference.</p> <p align="justify">At the very least, I hope you will all be able to participate in the World Geothermal Congress that will take place here in Iceland 2020. Actually, my idea is that it might be a wonderful opportunity for all the former fellows of the UNU Geothermal Training Program to visit Reykjavik and have a reunion.</p> <p align="justify">Time can be measured in many different ways. If we think of our lifetime, six months might not been seen as a long time – but six months away from family and friends, in a strange and different country, is a long time. I think that it shows courage and determination of you to come to Iceland and to live and work here for six months.</p> <p align="justify">But this time has been important as we have now more experts than before in how to harness geothermal energy in a sustainable manner. All of you are now part of an important network of geothermal experts. Welcome to our group of Geothermal Ambassadors!</p> <p align="justify">Dear Fellows, I really hope that you have enjoyed your time here in Iceland and I wish you and your families back home all the best in the future.</p> <p align="justify">&#160;</p> </blockquote>

2015-10-28 00:00:0028. október 2015Ræða á Ferðamálaþingi, 28. okt. 2015

<p></p> <p align="right"><strong>ATH: Talað orð gildir</strong></p> <p></p> <blockquote> <p align="justify"><br /> </p> <h3 align="justify">Ferðamálastjóri, góðir fundarmenn,</h3> <div> <br /> </div> <p align="justify">Fyrst vil ég byrja á að þakka fyrir það boð að fá að ávarpa Ferðamálaþing 2015 hér á Akureyri og &#160;óska ferðamálastjóra og starfsfólki Ferðamálastofu til hamingju með daginn.</p> <p align="justify">Ferðaþjónustan er afar gefandi og skemmtileg. Og það er gaman að fá að vera þátttakandi á þeim tímum sem hún stendur á núna. Enn eitt árið hefur ferðaþjónustan blómstrað og vaxið umfram væntingar. Í þessum mánuði brutum við milljón gesta múrinn og áframhaldandi tugprósenta fjölgun er fyrirséð næstu mánuði og misseri – mun lengra fram í tímann en við getum spáð með mikilli nákvæmni.</p> <p align="justify">Ferðaþjónustan hefur verið megin drifkraftur hagvaxtar hérlendis síðan 2011 og skapað þúsundir nýrra starfa. Í ár gerum við ráð fyrir að ferðaþjónustan skili í kringum 350 milljörðum króna inn í þjóðarbúið í formi gjaldeyristekna og ef okkur tekst rétt upp og vel á næstu árum gætum við verið að sjá þessa tölu margfaldast á næstu áratugum. Okkur verður því að takast vel til með þetta verkefni á þeirri vegferð sem framundan er.</p> <p align="justify">Það hefur tekist afar vel til á undanförnum árum að dreifa ferðamönnum betur yfir árið. Þetta sjáum við glöggt í því að aukningin utan háannar mælist margfalt meiri en yfir háönnina sjálfa og var til að mynda tæp 40% í september og hefur aldrei fyrr mælst svo mikil í þeim mánuði.</p> <p align="justify">Við erum einnig að fá jákvæð tíðindi sem snerta dreifinguna um landið. Fengum nýverið&#160; fregnir t.a.m. af því að breska ferðaskrifstofan <em><span>Discover</span> <span>the World</span></em> <span>hyggist fljúga allt næsta sumar tvisvar í viku beint milli Egilsstaða og London. Það er gleðiefni og vonandi sjáum við frekari árangur í þeim efnum og helst allt árið um kring, ekki síst hér á Akureyri.</span></p> <p align="justify">Kæru fundarmenn.</p> <p align="justify">Við vitum öll að þessari velgengni fylgja fjölmargar áskoranir og þrátt fyrir góðan vilja hefur okkur ekki tekist á undanförnum árum að halda í við vöxtinn, byggja upp innviði og tryggja að stjórnkerfið vinni í takt og að áætlanagerð okkar sé í samræmi við þennan nýja veruleika.</p> <p align="justify">Það var því löngu orðið tímabært að fara í markvissa vinnu við gerð stefnumótunar fyrir íslenska ferðaþjónustu, enda eru hagsmunirnir gríðarlegir, ekki bara þjóðhagslegir heldur líka fyrir allar byggðir landsins. Það er mikið rætt um byggðamál á hátíðarstundum en ég vil halda því fram að ferðaþjónustan er stærsta byggðamálið á Íslandi og þar er að finna stærstu tækifærin í jákvæðri byggðaþróun og betri byggðastefnu með vexti og viðgangi ferðaþjónustunnar.</p> <p align="justify">Afrakstur þessarar miklu vinnu, nýjan Vegvísi í ferðaþjónustu, kynnti ég nýverið &#160;ásamt formanni Samtaka ferðaþjónustunnar. við höfum unnið að þessu í kringum eitt ár með þátttöku um 1.000 manns á yfir 50 fundum um allt land. Það er því víðtækt eignarhald á þeim stefnumálum sem fram koma í Vegvísi og raunar mikil samhljómur um hann innan ferðaþjónustunnar – enda lögðum við okkur fram um að láta stefnumótunina endurspegla það sem við vorum að hlusta eftir í vinnunni í gegnum allt ferlið.</p> <p align="justify">Ég vil leyfa mér að segja að hér sé um nokkur tímamót að ræða.</p> <p align="justify">Ein af stóru tíðindunum eru án efa það samkomulag sem ríkisstjórnin, Samtök ferðaþjónustunnar og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðu með sér um að efla ferðaþjónustuna á Íslandi á næstu fimm árum. Sveitarfélögin voru ekki með okkur í stefnumótunarvinnunni frá upphafi, en við sáum það fljótt að án þeirra og samvinnu í þessum málaflokki myndum við ekki komast neitt áfram. Þannig að í vinnuferlinu tókum við sveitarfélögin að okkur og hafa þau komið inn í verkefnið af fullum þunga eins og sjá má á þessari skuldbindingu sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga undirritaði.</p> <p align="justify">Meðal þess sem við erum að vinna að er að koma á fót Stjórnstöð ferðamála sem ætlað er að samhæfa þá flóknu stjórnsýslu sem ferðaþjónustan býr við. En einnig er Stjórnstöðinni falið það verkefni að hrinda stefnunni, sem fram kemur í Vegvísinum, í framkvæmd.</p> <p align="justify">Í Vegvísinum er sýn okkar til ársins 2030 en áherslan lögð á þau brýnu verkefni sem hrinda þarf af stað á næstu 5 árum.</p> <p align="justify">Við ákváðum, svona eins og góður húsbyggjandi, að byrja á grunninum vegna þess að við sáum það í vinnunni hann skorti. Við settum fram sjö áhersluþætti til að vinna að á næstu fimm árum en við Ólöf Ýrr ætlum að fara yfir hann á eftir svo ég ætla ekki að dvelja meira við hann hér.</p> <p align="justify">Góðir fundarmenn,</p> <p align="justify">Yfirskrift þingsins „<em>Stefnumótun svæða – Stjórnun og skipulag</em>“ á afar vel við&#160; á þeim tímapunkti sem við stöndum á í dag með ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er eitt allra brýnasta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir og verkefni sem við þurfum að klára. Við þurfum að skipuleggja okkur betur og láta verkin tala.</p> <p align="justify">Í sumar í tengslum við fjárlagagerðina lét ráðuneytið gera úttekt á stöðu verkefna hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Í þeirri úttekt kemur fram að&#160; af þeim 448 verkefnum sem sjóðurinn hefur úthlutað til frá upphafi, árið 2011, er um 45% verkefnanna lokið eða 198 verkefni. Þau 247 verkefni sem eftir eru, eru ýmist ekki hafin, þau eru í vinnslu og sum sem betur fer á lokametrunum.</p> <p align="justify">Samkvæmt úttektinni eru helstu ástæður tafa við vinnslu verkefnanna skipulagsmál, deilur milli landeigenda, tímafrek hönnunarvinna, skortur á mótframlagi og skortur á verktökum eða mannafla til að vinna verkin.</p> <p align="justify">Það var annað sem kom á óvart – og ætti að vera auðvelt að lagfæra. Nokkur þessara verkefna eru þannig&#160; að einungis er eftir að skila lokauppgjöri til sjóðsins, og nokkrir aðilar, aðallega sveitarfélög, voru einfaldlega búin að gleyma að þau ættu inni hjá sjóðnum.</p> <p align="justify">Skýrsluskrifin virðast því vera mönnum til trafala. Lögum það.</p> <p align="justify">Það sem blasir við í þessari úttekt hversu miklu máli það skiptir að vera með skipulagið í lagi. Að sveitarfélögin, &#160;ríkið og aðrir landeigendur séu búin að vinna undirbúningsvinnu svo framkvæmdir geti gengið hratt og örugglega fyrir sig þegar þær hefjast.</p> <p align="justify">Staðreyndin er sú að aldrei fyrr hefur jafn miklum fjármunum verið varið til þessa málaflokks eins og á síðustu tveimur árum. Sjóðurinn hefur úthlutað alls 2.300 milljónum, þar af 1.700 milljónum á síðustu tveimur árum. Af þeim fjármunum hefur rúmlega 1.200 milljónum verið varið til sérstakra átaksverkefna án kröfu um mótframlag. En þrátt fyrir það komast verkefni ekki af stað eða þeim lýkur ekki af ástæðum þeim sem ég rakti áðan. Þarna ítreka ég að við verðum að taka höndum saman og gera bragarbót á.</p> <p align="justify">Þarna þarf aukna samhæfingu og samstarf – og horfum við til Stjórnstöðvarinnar í því samhengi þar sem allir aðilar máls munu sitja við borðið saman. Það styttir og bætir vonandi ákvarðanatökuferlið.</p> <p align="justify">En hver er lærdómurinn af þessari úttekt? Kannski sá að keðjan er ekki nógu sterk og svo vantar í hana hlekki. Á meðan svo er munum við ekki ná viðunandi árangri.</p> <p align="justify">Ég hvet alla sem eru þátttakendur í þessu ferli að horfa á sinn hlekk og styrkja hann.</p> <p align="justify">Hvort sem það er framkvæmdaaðili, sá sem skipuleggur og sá sem úthlutar. við þurfum öll að taka verkefnið alvarlega. Þar er ekki síst mikilvægt að hönnun og skipulag sé tekið föstum tökum og byrja á réttum enda. &#160;Það er mikilvægt að hönnun sé lokið áður en menn sækja um - því fjármagnið gerir ekkert á meðan það liggur ónotað.</p> <p align="justify">Við þurfum að líta til Framkvæmdasjóðsins, bæta verklag og hugsanlega breyta reglum hans, t.d. varðandi mótframlag. Við erum þegar byrjuð að velta þessu fyrir okkur og þetta er eitt af því fyrsta sem ný Stjórnstöð ferðamála mun taka til skoðunar.</p> <p align="justify">Góðir fundarmenn,</p> <p align="justify">Þó að við getum víða gert betur í þessum málum þá hefur margt gott verið gert undanfarin misseri varðandi skipulag í ferðaþjónustu.</p> <p align="justify">Mig langar að nefna verkefni Ferðamálastofu um Kortlagningu auðlinda íslenskrar ferðaþjónustu sem unnin var á vegum Ferðamálastofu og 350 manns um allt land komu að.</p> <p align="justify">Þetta verkefni miðar að því að kortleggja, með aðstoð landfræðilegra upplýsingakerfa, auðlindir ferðaþjónustu og helstu innviði svæða í samstarfi við heimafólk og greina þannig með myndrænum hætti hvar auðlindir ferðaþjónustunnar og tækifæri liggja til framtíðar.&#160;</p> <p align="justify"><span>Þetta er afar</span> <span>metnaðarfullt verkefni og í raun frábært verkfæri, sem mun nýtast mjög vel við þróun og uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu, bæði hjá opinberum stofnunum og hjá einkaaðilum. Skráningin gefur áhugaverðar vísbendingar um sérkenni svæða og var matið í höndum heimafólks á hverjum stað – sem er afar mikilvægt og rímar mjög vel við áherslur okkar í Vegvísinum.</span></p> <p align="justify">Annað jákvætt dæmi sem ég vil nefna er í Sveitarfélaginu Hornafirði – en þar fékk ég þann heiður að opna mjög áhugaverða gönguleið síðasta sumar milli Fjallsárlóns og Jökulsárlóns sem sveitarfélagið hefur skipulagt ásamt Vatnajökulsþjóðgarði og fleiri aðilum á svæðinu. Þarna er um að ræða eina samfellda gönguleið, sem byrjað er á og ákveðnum áföngum lokið, meðfram Vatnajökli þar sem lögð er áhersla á að veita upplýsingar gegnum smáforrit í síma. Þar er framsýn hugsun og bestu tæknilausnir notaðar til að tryggja jákvæða upplifun ferðamanna.</p> <p align="justify">Ég heimsótti líka Snæfellsnes í sumar og hitti þar bæði fulltrúa sveitarstjórna og ferðaþjónustunnar á svæðinu. Ég varð afar hrifin af þeirri vinnu sem þar hefur farið fram þar sem sveitarfélögin á nesinu öllu tóku sig saman og gerðu svæðisskipulag Snæfellsness 2014 – 2026, <em>Andi Snæfellsness – auðlind til sóknar,</em> &#160;sem hlaut Skipulagsverðlaunin 2014.</p> <p align="justify">Þarna hafa aðilar tekið höndum saman um langtíma stefnumarkandi skipulagsáætlun um eflingu samfélagsins alls á Snæfellsnesi á grunni auðlinda svæðisins og að sjálfsögðu kemur ferðaþjónustan þar sterk inn.</p> <p align="justify">Sambærileg vinna hefur verið unnin víða um land. Þar má nefna Reykjanesið og Sunnlendingar eru einnig að hefja samskonar vinnu hjá sér. Annað sem má m.a. nefna þar er sú umtalsverða skipulagsvinna sem hefur farið fram í Landmannalaugum svo eitthvað sé nefnt.</p> <p align="justify">Þetta er verklag sem verið er að innleiða um allt land. Ég legg áherslu á að í vinnu sem þessari sé hönnunin tekin fastari tökum og hönnuðir fengnir að borðinu í byrjun.</p> <p align="justify">Ég fékk tækifæri til að kynna mér hvernig menn hugsa þessa hluti í Ástralíu síðasta vetur þegar ég heimsótti fulltrúa <em>Parks of Victoria</em> í Melbourne þar sem ég var stödd. Þar eru þeir að gera frábæra hluti og við getum margt lært af þeim.</p> <p align="justify">Þar eru heilu friðlöndin, þjóðgarðarnir og svæðin tekin til heildarskipulags – ekki ósvipað því sem við sjáum gert á Snæfellsnesi og víðar hér heima.</p> <p align="justify">Þar er lagt mikið upp úr því að mannvirkin falli vel að umhverfinu og einnig hugað að því hvernig ólíkir hópar geti notið mismunandi upplifunar innan sömu svæðanna. Hvort sem gestir vilja takast á við áskoranir náttúrunnar í öllu sínu veldi, dag og nótt. Eða þeirra sem vilja njóta útivistar á daginn en góðrar þjónustu á kvöldin. Það er einnig tryggt að nauðsynleg þjónusta sé til staðar innan þjóðgarðanna, hvort sem er gisting eða veitingasala og sú þjónusta er í lang flestum tilvikum útvistuð til einkaaðila, sem mér þótti athyglisvert og jákvætt.</p> <p align="justify">Ég sé að hér verður fluttur fyrirlestur um þjóðgarðinn á Þingvöllum sem við berum öll í hjarta okkar og elskum meira en flesta aðra staði á landinu. Ég tel raunar að Þingvellir eigi að vera fyrsti „fyrirmyndarstaðurinn“ sbr. áherslur Vegvísis. En mér hefur oft fundist vanta heildarlausn á því svæði.&#160; Það eru of margar gerðir af pöllum og stígum. Við þurfum að gera betur og hugsa alltaf með heildarhugsunina í fyrirrúmi</p> <p align="justify">Kæru gestir,</p> <p align="justify">Við eigum mikið starf framundan í nýrri Stjórnstöð ferðamála. Það er ekki tilviljun að við köllum verkefnið „Samferða“ því við getum þetta ekki ein. Ég hef fulla trú á því að við klárum þessi verkefni með skipulögðum og samræmdum hætti - samtaka. Saman getum við stuðlað að því að gera þessa atvinnugrein enn öflugri.</p> <p align="justify">Ég hlakka til að vera hér í dag og hlusta á alla þá áhugaverðu fyrirlestra sem eru á dagskrá þingsins.</p> <p align="justify"><br /> </p> </blockquote> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p>

2015-10-04 00:00:0004. október 2015"Verum samferða". Grein í Fréttablaðinu um nýja ferðamálastefnu, 3. október 2015

<blockquote> <h2><strong><br /> </strong></h2> <h2><strong>Verum samferða</strong></h2> <p align="justify"><br /> </p> <p align="justify">Á síðustu árum hefur vöxtur í ferðaþjónustu á Íslandi verið ævintýri líkastur og spár sérfræðinga gera ráð fyrir viðlíka fjölgun á næstu árum.</p> <p align="justify">Þetta hefur haft í för með sér margvíslegan ávinning en um leið áskoranir fyrir íslenskt samfélag.</p> <p align="justify">Ferðaþjónustan hefur á örfáum árum vaxið í það að vera sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur og um allt land hefur sprottið upp blómleg atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu. Það er ekki að ástæðulausu að margir segja að uppgangur ferðaþjónustunnar marki straumhvörf í uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni.</p> <p align="justify">En á sama tíma hefur álag á náttúruna aukist og uppbygging á ýmis konar innviðum ekki náð að halda í við þessa öru þróun. Þar þurfum við að gera betur og breyta verklagi. Eitt það mikilvægasta sem við getum gert er að auka samhæfingu innan stjórnsýslunnar og efla samvinnu milli hans opinbera og greinarinnar sjálfrar.</p> <p align="justify">Undanfarin misseri hefur verið unnin viðamikil stefnumótunarvinna á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Samtaka ferðaþjónustunnar. Haldnir hafa verið fjölsóttir fundir hringinn í kringum landið og telst okkur til að ríflega þúsund manns hafi tekið þátt í stefnumótuninni með einum eða öðrum hætti.</p> <p align="justify">Það sem stendur upp úr eftir alla þessa vinnu er hversu mikill samhljómur er í því hvert beri að stefna og hvaða leiðir skuli feta.</p> <p align="justify">Næstkomandi þriðjudag munum við kynna afrakstur þessarar vinnu þar sem stefnan er mörkuð um uppbyggingu og þróun ferðaþjónustunnar á næstu árum og áratugum.</p> <p align="justify">Við erum þess fullviss að með góðu skipulagi, metnaði og skýrri sýn muni íslensk ferðaþjónusta, íslensk náttúra og íslenskt samfélag blómstra hlið við hlið.</p> <p align="justify">Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við mótun og gerð nýrrar ferðamálastefnu fyrir Ísland. Á næstu vikum munum við fylgja stefnunni eftir með kynningum um alla land og hvetjum alla áhugasama til að mæta á þá fundi og vera okkur samferða í þeirri vinnu sem framundan er.</p> <div align="justify"> <br /> </div> <p>&#160; &#160; &#160; &#160; &#160; &#160;<strong>Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra<br /> </strong></p> <p><strong>&#160; &#160; &#160; &#160; &#160; &#160;Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar</strong></p> <p><strong>&#160;</strong></p> </blockquote>

2015-09-29 00:00:0029. september 2015Ræða á "The Arctic Energy Summit", 28. september 2015

<div align="right"> <strong>ATH: Talað orð gildir</strong> </div> <div align="left"> <blockquote> <div align="left"> <br /> </div> <div> <h4>Ladies and gentlemen,</h4> </div> <div> <p>It gives me great pleasure to be here today at this important event at the 2015 Arctic Energy Summit.</p> </div> <div> <p>I remember well our meeting two years ago when the Arctic Energy Summit took place in Akureyri, in the north of Iceland, and I am delighted to be attending this Summit here and meet many of you again.</p> </div> <div> <p>To begin with, I would like to express my gratitude to the Institute of the North for organizing this Summit in such a beautiful and appropriate setting here in Fairbanks.</p> </div> <div> <p>Over the next couple of days, we will be discussing various Arctic Energy issues, - a topic which is both relevant and timely.</p> </div> <div> <p>Building on the experience from the Summit in Akureyri, which generated interactive and meaningful engagement and cross-sectorial communication among participants, this summit will undoubtedly provide us with more tools and information to help us take meaningful steps to meet the many challenges we share.</p> </div> <div> <p>Improved understanding of the Arctic helps governments to identify problems and makes us better able to implement solutions aimed at supporting strong and sustainable communities in the Arctic.</p> </div> <div> <p>Previous discussions and studies have brought our attention to the many urgent issues facing the Arctic today and how many of the challenges can be addressed only through co-operation at regional, national and international levels – for instance, within the Arctic Council.</p> </div> <div> <p>The government of Iceland places strong emphasis on the Arctic Council as the premier forum for Arctic cooperation. I am pleased that the Arctic Energy Summit is co-led, by the US and Iceland, within the Sustainable Development Working Group of the Arctic Council and that the outcomes of the Summit will be presented to that Working Group and the Arctic Council.</p> </div> <div> <p>Ladies and gentlemen,</p> </div> <div> <p>The climate change in the Arctic is affecting communities both in the Arctic and beyond. At the recent GLACIER conference here in Alaska earlier this month, the Arctic States recognized their leadership role in providing sustainable development and cooperation in the Arctic, and reaffirmed their commitment to take action to slow the pace of warming in the Arctic.</p> </div> <div> <p>We must cooperate to revert this development, starting in Paris in December, where we hope to agree on an ambitious long-term climate agreement.</p> </div> <div> <p>The theme of this morning discussion is ‘Security and Affordability for a Resilient North'. Energy security and sustainable energy utilization are fundamental issues within this theme and I would like to bring my focus to these topics.</p> </div> <div> <p>The Arctic has historically been rich in renewable and non-renewable energy. I believe that the Arctic could and should be a region which other countries look to regarding clean energy and development.</p> </div> <div> <p>In this context Iceland can contribute. We speak from first-hand experience, as we have been fortunate enough to utilize geothermal energy and hydro power in a sustainable manner for decades. Today, renewable energy is one of the main pillars of our economy as well as of our everyday life.</p> </div> <div> <p>When looking at the Arctic there are mainly three economically viable options for renewable energy generation: Hydro power, geothermal energy and wind power.</p> </div> <div> <p>I mention this to put emphasis on the vast possibilities various Arctic countries possess within these 3 categories. A good example is the geothermal energy potentials right here in Alaska, with your more than 70 active volcanoes. Also the hydropower possibilities in Greenland. I could go on; wind farms, off-shore and on-shore, new technologies. The opportunities are there, and we should embrace them with a focus on best practices and respect for the environment.</p> </div> <div> <p>In this regard, like I mentioned, Iceland can contribute with it's experience and knowledge of 75% electricity generation from hydro power, 25% from geothermal energy and 99% of house heating generated from geothermal energy and hydro power.</p> </div> <div> <p>However, renewable energy utilization is not the only item we need to put focus on. Community planning is for example important to facilitate distribution of energy in an economical manner. Some of the communities in the Arctic have limited urban planning, which entails costly methods of bringing fuel to those communities.</p> </div> <div> <p>Local renewable energy sources and increased energy efficiency will bring more economical and environmental benefits than in non-Arctic communities. In areas where there are no distribution systems for electricity and district heating, one possible solution could be energy quality management, using waste energy for heating or using centralized heat pump systems to provide heat.</p> </div> <div> <p>Furthermore, the benefits of energy efficiency can be significant. In harsh areas like the Arctic, simple things as improved standards of insulation in buildings could increase energy efficiency and energy security. In this region, saving energy is smart economics, adding security and comfort to the people.</p> </div> <div> <p>Ladies and gentlemen,</p> </div> <div> <p>Having said all this the question still remains, what can we do to increase the share of renewable energy in the Arctic and thereby enhancing energy security?</p> </div> <div> <p>To start with, we should map out all available renewable energy resources in the region. There, the International Renewable Energy Agency, IRENA, could have a role to play. This could facilitate support for renewable energy projects from multilateral financial frameworks.</p> </div> <div> <p>Second, we, the countries of the Arctic region, are all engaged in negotiating a new climate agreement, to be reached in Paris in December. An important part of that agreement will be pledging support to the UNFCCC Financial Mechanism, represented in the Green Climate Fund – GCF. We as donor countries can, and should, advocate financial resources to climate investments through our GCF contributions.</p> </div> <div> <p>We should also look into how community planning can support energy distribution, both for existing and new communities.</p> </div> <div> <p>And last, but not least, we should put a special focus on research, development and innovation. This applies to the Arctic issues as well as most other energy related issues.</p> </div> <div> <p>In this context I would like to mention that last week I attended a meeting of EU/EFTA energy ministers in Luxembourg where I had the pleasure of listening to inspiring lectures from Mr Elon Musk, CEO of Tesla, and Mr. Bernard Piccard, who built and flew the first solar driven aircraft.</p> </div> <div> <p>I think it is safe to say that the novelty and pioneering presentations, and dialogue, from these two gentlemen made the energy ministers, with their pre-written speeches and comments, go silent. And og back home filled with inspiration.</p> </div> <div> <p>New technology and new ways on thinking was their message - I think it is necessary to approach the Arctic issues from this angle. Not to repeat previous speeches but to look at the issues from a different and unexpected perspective. With innovation, technology, research and new ideas at the forefront.</p> </div> <div> <p>Let's for example keep in mind that it was not a candlemaker that invented the light bulb … to quoute Mr. Piccard</p> </div> <div> <p>When it comes to the Arctic we should allow ourselves to think outside of the box and be innovative. Increasing emphasis on research, development and innovation is there for essential in every aspect.</p> </div> <div> <p>Ladies and gentlemen,</p> </div> <div> <p>The Icelandic renewable-energy story can be told as the story of “best practice”, on how to use resources in a responsible and sustainable manner to create better living standards while at the same time ensuring energy security. This story can also become the story of the Arctic region.</p> </div> <div> <p>There are numerous investments possibilities in the Arctic in the field of energy and industry. It is important to look into these possibilities, and analyse them, as for example a number of Icelandic companies have been doing (Landsvirkjun, Ístak and EFLA).</p> </div> <div> <p>Having said that we need to be cautious and critical in our decision making when it comes to large-scale investment in the Arctic, while at the same time ensure that all stakeholders are involved and that the investment will deliver long-term benefits for the owners of the resources and the local communities.</p> </div> <div> <p>Ladies and gentlemen,</p> </div> <div> <p>Let me conclude by saying that this Summit in Fairbanks is an important venue for us in our continous Arctic discussions. It gives us an opportunity to take stock, share thoughts and past practice, and discuss ways to enhance our cooperation, guided by our shared interests.</p> </div> <div> <p>The Arctic is one of the last frontiers of unspoiled land on the planet. Exercising caution in the Arctic is not to be questioned. Past history shows that unfettered access to natural resources can lead to overexploitation and environmental disasters. We must concentrate our efforts on ensuring that increased economic activity in the Arctic region contributes to sustainable utilization of resources and observe responsible handling of the fragile ecosystem.</p> </div> <div> <p>And, as security is also the topic of discussions – I always like to share the former Norwegian Prime minister's vision for security in the Arctic with the simple fraze: “High-North – low tension”.</p> </div> <div> <p>That can only be attained by good cooperation of all stakeholders, preferably within the realm of the Arctic Council.</p> </div> <div> <p>Ladies and gentlemen,</p> </div> <div> <p>At all times we must contribute to preserve the unique culture and way of life of indigenous people which have developed in the Arctic region. There is not short cut to this.</p> </div> <div> <p>We share common responsibilities when it comes to the Arctic. Let's join hands and stand up to this responsibility and make sure that future generations can enjoy the wonders of the Arctic, as we can today.</p> </div> <div> <p>Thank you!</p> <p><br /> </p> <p><img src="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/2015/large/Arctic-Energy-1.png" alt="Ráðherra ávarpar Arctic Energy Summit" title="Ráðherra ávarpar Arctic Energy Summit" /><br /> </p> <p><br /> </p> <p><br /> </p> </div> <div> <br /> </div> </blockquote> </div> <div> <br /> </div>

2015-06-30 00:00:0030. júní 2015Ræða á stofnfundi álklasans, 29. júní 2015

<p align="right"><strong>ATH: Talað orð gildir</strong></p> <blockquote> <p align="justify">Ágæta klasafólk.</p> <p align="justify">Það er mér mikil ánægja að vera hér með ykkur í dag þegar álklasinn er formlega settur á stofn. Ég hef fylgst með undirbúningi þessa góða máls í nokkur ár og fagna því mjög að þessum áfanga sé náð í dag.</p> <p align="justify"><span>Í upphafi klasaumræðunnar var talsvert rætt um öll þau fjöldamörgu fyrirtæki sem</span> <span>störfuðu í tengslum við álverin hér á landi.</span></p> <p align="justify">Eins og við þekkjum hófu þau starfsemi sína í þjónustu við álfyrirtækin en þróuðust sum hver langt út fyrir þann ramma og eru því orðin mikilvirkir framleiðendur fyrir áliðnaðinn á alþjóðamarkaði. Þannig hefur í raun sterkt net fyrirtækja myndað sterkan álklasa án þess þó að hann hafi verið formgerður, fyrr en nú í dag.</p> <p align="justify">Klasaumræðan hér á landi hefur náð töluverðum þroska á þessum tíma. Jarðhitaklasinn GEORG (<em>Geothermal Research Group</em>) varð til 2009 með aðkomu ríkisins, fyrir tilstuðlan Vísinda- og tækniráðs, og með aðkomu orkufyrirtækja og annarra sem þeirri grein tengjast.</p> <p align="justify">Íslenski sjávarklasinn varð svo til 2011 og er að öllu leyti rekinn á viðskiptagrunni og er nú orðinn að fyrirmynd fyrir sjávarklasa í Portland í Maine í Bandaríkjunum. Reynslan af þessum tveimur stóru klösum sem fyrstir fóru af stað hefur verið mjög góð og er ástæða til að vænta hins sama af álklasanum – og ferðamálaklasanum sem er í undirbúningi.</p> <p align="justify">Klasar hafa reyndar verið á dagskrá í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti í mörg ár og hægt að minnast þess að upphafið má rekja til ársins 2003, en þá var ráðist í hugmyndavinnu í kjölfar skýrslu frá OECD um mikilvægi og árangur klassamstarfs. Áhersla ráðuneytisins var á upphafsárunum á samstarfið og ávinningin en ekki stærðina enda var markmiðið fyrst og fremst að veita hugmyndafræðinni um klasa brautargengi. Strax á upphafsárum Tækniþróunarsjóðs 2005 var einnig áhersla á klasa og samstarf við fyrirtæki.</p> <p align="justify">Klasamál eru ríkisstjórninni einnig kær. Í samstarfsyfirlýsingu hennar frá 2013 kemur fram að skerpa þurfi á hlutverki hins opinbera þegar kemur að þróun og uppbyggingu klasa hér á landi. Þar segir m.a. að til að örva samstarf og samlegð fyrirtækja og auka möguleika þeirra til að vinna að stærri þróunarverkefnum verði mótuð klasastefna á Íslandi.</p> <p align="justify">Ég vil hinsvegar ítreka að sjónarmið mitt að frumkvæðið að klasasamstarfi á ekki að koma frá opinberum aðilum, heldur að spretta upp frá fyrirtækjunum sjálfum – eins og hér er að gerast. Og þá séu opinberir aðilar klárir.</p> <p align="justify">Á grundvelli þessa hef ég nýleg skipað starfshóp um mótun klasastefnu. Þá er mikilvægt að miðla upplýsingum innan stjórnarráðsins um árangursríka þátttöku opinberra aðila í klasasamstarfi svo fagmennsku og jafnræðis sé gætt. Markmiðið með þessarri vinnu er að skerpa á hlutverki hins opinbera þegar kemur að þróun og uppbyggingu klasa. Í klasastefnunni komi m.a. fram áherslur og hlutverk opinberra stofnana og sjóða til stuðnings við klasa svo mæta megi þörfum fyrirtækja fyrir klasa með árangurríkum hætti. Þessari vinnu á að vera lokið fyrir 1. mars 2016.</p> <p align="justify">Telja má líklegt að þróun álklasans og ávinningur af starfi hans verði sambærilegur við það sem nú þegar má sjá í sjávarklasanum. Nú þegar hafa öflug fyrirtæki risið til vegs og virðingar innan álklasans og með auknu samstarfi má búast við að enn fleiri alþjóðlega samkeppnisfær fyrirtæki verði til. Þau munu stíga sín fyrstu skref á traustum heimamamarkaði eins og verið hefur en vegna smæðar hans verður stefnan fljótt sett á alþjóðlegan markað.</p> <p align="justify"><span>Við höfum áður rætt um að unnt sé að auka verðmæti álframleiðslu hér á landi með meiri og breiðari virðisaukandi starfsemi. Á þessum grunni erum við nú að byggja. Sá klasi sem þegar hefur myndast í kringum álframleiðsluna og uppbyggingu álvera hér á landi er frábært upphaf að aukinni fjölbreytni og aukinni verðmætasköpun.</span> <span>Verkefnið er að styðja við hagvöxt til langs tíma á Íslandi og leiðin að því marki felst í fjölbreyttu atvinnulífi með fótfestu í grunnatvinnuvegunum. Fátt er líklegra til að skila okkur fram veginn en skapandi vettvangur klasastarfsins.</span></p> <p align="justify">Að undirbúningi að stofnun álklasans hafa um 30 fyrirtæki komið að auk opinberra aðila og fleiri. Hér er um að ræða fjölbreytta flóru fyrirtækja sem spanna fjölmörg svið. Starf frumkvöðlanna er einkar áhugavert eins og fram kom á nýsköpunarþingi álklasans síðastliðið haust þegar frumkvöðlarnir kynntu margar áhugaverðar og framsæknar hugmyndir sínar.</p> <p align="justify">Ágætu fundarmenn.</p> <p align="justify"><span>Á ársfundi Samáls í fyrra var mörkuð ný braut um uppbyggingu áliðnaðarins. Þar var lokaáfanginn markaður fyrir stofnun álklasans og m.a. lögð fram drög að stofnun rannsóknarseturs í ál- og efnisvísindum til að takast á hendur metnaðarfull hagnýt rannsóknarverkefni til</span> <span>að auka verðmætasköpun í greininni og efla undirstöður áliðnaðarins. Hér er verið að leggja grunn að því að fyrirtæki geti aukið þátttöku sína í rannsókna- og þróunarstarfsemi með hagnýtingu og nýsköpun í huga. &#160;Ekki er vanþörf á því en samkvæmt mælingum Rannís frá 2013 vega rannsóknir og þróun á Íslandi aðeins um 1,9% af VLF, sem er langt undir því sem teljast má viðunandi. Með samanburði má sjá að íslensk fyrirtæki verja ekki nægjanlegu fjármagni til R&amp;Þ samanborið við nágrannalöndin. Við þeirri stöðu þarf að bregðast og kanna hvaða úrræði fyrirtækin geta gripið til svo þau geti aukið nýsköpunarstarfsemi sína.</span></p> <p align="justify">Tækifærin til öflugra rannsókna- og þróunarstarfs innan álklasans eru augljós. Með auknu samstarfi fyrirtækja og öflugri þátttöku stofnana má losa mikla nýsköpunarkrafta úr læðingi. Stjórnvöld munu ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum. Ég vil sérstaklega nefna fyrirhugaða áætlun Tækniþróunarsjóðs á sviði efnistækni sem stuðla á að auknu nýsköpunar- og þróunarstarfi innan greinarinnar. Upphafið má rekja til undirritunar viljayfirlýsingar vegna fjárfestingar Silicor á Grundartanga í síðari hluta árs 2014. Um miðjan apríl var ný stjórn Tækniþróunarsjóðs skipuð og vinnur hún nú að útfærslu styrkjakerfisins.</p> <p align="justify">Ég hlakka til frekara samstarfs við ykkur um framþróun þessara mála og vil ennfremur þakka fyrir afar gott samstarf á liðnu ári.</p> </blockquote>

2015-06-03 00:00:0003. júní 2015Ávarp á aðalfundi Almannaheilla, 1. júní 2015

<div align="right"> <strong>ATH: Talað orð gildir</strong> </div> <blockquote> <div> <p align="justify">Fundarstjóri, góðir fundarmenn.</p> </div> <div> <p align="justify">Ég þakka fyrir það tækifæri að fá að ávarpa ykkur hér í dag á aðalfundi Almannaheilla.</p> </div> <div> <p align="justify">Í hverri viku heyrum við af jákvæðu framlagi þeirra félagasamtaka sem eiga aðild að Almannaheillum til íslensks samfélags. Þannig leggja samtök sjálfboðaliða og hugsjónafólks æ meira á sig í þágu samfélagsins. Þið eruð að vinna ómissandi starf alla daga sem snertir daglegt líf fólks og samfélagið reiðir sig sannarlega á ykkur, hvort sem það snertir málefni barna, blindra, landgræðslu, skógrækt, landvernd, skólastarf, heilbrigðismál, trúmál, mannréttindi, neytendamál, málefni lamaðra, fatlaðs fólks, æskulýðsmál, íþróttamál og áfram mætti telja.</p> </div> <div> <p align="justify">Allt eru þetta málaflokkar sem ykkar aðildarfélög leggja mikið af mörkum til, ekki einungis í þjónustu heldur einnig og ekki síður til mikilvægra rannsókna, bæði á innlendum og alþjóða vettvangi. Hafið ávallt þökk fyrir það.</p> </div> <div> <p align="justify">Fyrir um mánuði átti ég fund með forsvarsmönnum ykkar þar sem drög að frumvarpi um félagasamtök til almannaheilla voru rædd – en skömmu áður hafði nefnd, sem verið hefur að störfum í rúm tvö ár, skilað til mín lokadrögum að frumvarpi.</p> </div> <div> <p align="justify">Frumvarpið er mikilvægt til að skýra stöðu félagasamtaka á borð við ykkar bæði gagnvart skattalögum og ekki síður varðandi réttindi og skyldur félagsmanna. Það er auðvitað stór munur á litlum félögum með litla starfssemi og mjög takmarkaðan fjárhag og svo samtökum á borð við mörg af ykkar aðildarsamtökum sem hafa orðið umfangsmikið bókhald og starfssemi alla daga ársins.</p> </div> <div> <p align="justify">Nefndarvinnan fór af stað m.a. vegna ykkar frumkvæðis, en í nefndinni voru: Ragna Árnadóttir, fyrrverandi formaður Almannaheilla, Hrafn Bragason, fyrrverandi Hæstaréttardómari og Ingibjörg H. Helgadóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og full ástæða til að þakka þeim fyrir góð störf.</p> </div> <div> <p align="justify">Í skipunarbréfi nefndarinnar kom fram að með frjálsum félagasamtökum og sjálfseignarstofnunum sem starfa að almannaheillum sé átt við frjáls félagasamtök sem hafa það að markmiði að vinna að heill ótiltekins fjölda manna án hagnaðarsjónarmiða þeirra sem reka og stýra félaginu. Þá sé einnig átt við sjálfseignarstofnanir, sem hafa samskonar markmið og uppfylla skilyrði laganna. Var nefndinni einkum ætlað að fjalla um hvaða skilyrði slík félög þurfi að uppfylla til að geta notið réttinda og borið skyldur samkvæmt lögunum.</p> </div> <div> <p align="justify">Nefndinni var sérstaklega falið að fjalla um skattaumhverfi almannaheillasamtaka, m.a. að því er varðar niðurfellingu skatts af aðföngum, sérreglur um erfðafjárskatt og skatt af gjafafé. Nefndinni var ætlað að horfa til lagaumhverfis í löndunum í kringum okkur og sótti m.a. fyrirmynd í finnsk félagalög.</p> </div> <div> <p align="justify">Með því að skilgreina samtök sem ykkar sérstaklega í lögum og setja heildarlöggjöf um þau er ætlunin að skjóta traustari stoðum undir starfsemina. Má þar m.a. nefna að reglur um opið bókhald, opna ársreikninga og opna endurskoðun geta haft sérstakt gildi í tengslum við samningsgerð hins opinbera við frjáls félagasamtök.</p> </div> <div> <p align="justify">Það væri unnt að setja sérstök skilyrði varðandi slíka samningsgerð án sérstakrar löggjafar, en það þykir þó traustara að setja sér lög sem geta auðveldað félagsmönnum í samtökum, sem byggja á grunni sjálfboðaliðastarfs, að skilja grundvallarreglur um starfsemina og reka hana betur en ella. Fordæmi eru fyrir slíku, t.d. í lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur. Þá hafa heildarlög verið sett um um hlutafélög og einkahlutafélög.</p> </div> <div> <p align="justify">Meðan á vinnu nefndarinnar stóð voru frumvarpsdrögin kynnt Almannaheillum og aðildarfélögum þess sem og fræðasetri þriðja geirans og velferðarráðuneytinu. Nefndin fékk einnig á sinn fund fulltrúa Ríkisendurskoðunar og Ríkisskattstjóra. Vinnan fór því fram á breiðum grunni sem er ákaflega mikilvægt til að sem mest sátt skapist um útkomuna.</p> </div> <div> <p align="justify">Eins og fyrr segir skilaði nefndin af sér tillögum fyrr á þessu ári. Helstu niðurstöður voru þær að nefndin telur að lög um sjálfseignastofnanir sem stunda atvinnurekstur gætu átt við um samtök sem ykkar. Þau lög séu nýleg og nái yfir sjálfseignarstofnanir sem hafa sambærileg markmið og félgasamtök sem vinna að almannaheillum.</p> </div> <div> <p align="justify">Hvað varðar lög um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, taldi nefndin rétt að leggja ekki til breytingar að svo stöddu meðan séð yrði hvernig frumvarpi um félög til almannaheilla reiddi af.</p> </div> <div> <p align="justify">Hvað skattaumhverfið varðar komst nefndin að þeirri niðurstöðu að huga þurfi að samningu nýrra skattalagaákvæða varðandi skatt af aðföngum, arfi og gjafafé – en meginniðurstaðan var sú að félagasamtök til almannaheilla ættu að lúta almennum skattalögum líkt og önnur félagaform, sjálfseignastofnanir og sjóðir.</p> </div> <div> <p align="justify">Í frumvarpsdrögunum eru tillögur um breytingar á lögum í þessa veru. Rýmkað verði á heimildum til frádráttar vegna gjafa og framlaga til kirkjufélaga, viðurkenndrar líknarstarfsemi, menningarmála, stjórnmálaflokka og vísindalegs rannsóknarstarfs. Slík frádráttarákvæði eru afar mikilvæg til öflunar tekna og hvetur til gjafa. Einnig er lagt til að lögum um erfðafjárskatt verði breytt þannig félagasamtök og sjálfseignastofnanir sem starfa að almannaheillum verði undanþegin erfðafjárskatti líkt og var í eldri lögum fyrir 2004.</p> </div> <div> <p align="justify">Góðir fundarmenn.</p> </div> <div> <p align="justify">Framvarpið var birt á heimasíður ráðuneytisins fyrir nokkrum vikum og í dag lýkur fresti til að senda inn athugasemdir. Í framhaldinu verður farið yfir þær og metið hvort og hvaða breytingar þurfi að gera á frumvarpinu í framhaldinu.</p> </div> <div> <p align="justify">Það er von mín að okkur takist að leggja frumvarpið fram strax á haustþingi – en það mun vissulega ráðast af því hvort um það takist að skapa góða sátt, því án hennar er betur heima setið en af stað farið.</p> </div> <div> <p align="justify">Verði frumvarpið að lögum verður það til þess fallið að styrkja starfsemi mikilvægra almannaheillasamtaka. Félagsmenn munu geta þekkt betur réttindi sín og skyldur, þ.á.m. þær sem snúa að skattareglum. Einnig munu þeir fjölmörgu sem almannaheillasamtök leggja lið njóta góðs af frumvarpinu verði það samþykkt, en almannaheillafélög byggja að mestu leyti á óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi í þágu mjög fjölbreytts hóps fólks.</p> </div> <div> <p align="justify">Ég leyfi mér að fullyrða að starfsemi frjálsra félagasamtaka sé nú mikilvægari en nokkru sinni fyrr og því skiptir máli að gera það sem hægt er til að styrkja stöðu þeirra gagnvart lögum.</p> </div> <div> <p align="justify">Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Almannaheillum hjartanlega fyrir góða samvinnu við ráðuneytið við gerð frumvarpsins. Ég vil ítreka áherslur mínar á að um þessi mál náist sem víðtækust sátt. Þá vil ég eindregið hvetja ykkur sem e.t.v. hafið ekki nú þegar séð frumvarpið að kynna ykkur það.</p> </div> <div> <p align="justify">Að endingu óska ég ykkur góðs aðalfundar og vænti hér eftir sem hingað til góðs samstarfs við ykkar góðu samtök.</p> </div> <div> <p align="justify">Takk fyrir.</p> </div> </blockquote> <div> <div align="justify"> <br /> </div> </div>

2015-06-03 00:00:0003. júní 2015Ávarp á málþingi um þjónustumiðstöð Norðurslóða, 2. júní 2015

<p></p> <p align="right"><strong>ATH: Talað orð gildir</strong></p> <blockquote> <p align="justify"><span>Ágætu gestir,</span></p> <p align="justify">Það er ánægjulegt að vera með ykkur hér í dag á Eskifirði á þessu málþingi um þjónustumiðstöð Norðurslóða. Ég vil byrja á að þakka Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði fyrir að hafa veg og vanda af því að boða til þessa málþings.</p> <p align="justify">Í dag munum við hlýða á áhugaverð erindi frá fjölda fyrirlesara um málefni norðurslóða; m.a. um tækifæri til atvinnuppbyggingar, alþjóðlegt samstarf og samfélagsleg áhrif.</p> <p align="justify">Málefni norðurslóða eru ein af áherslumálum ríkisstjórnarinnar.</p> <p align="justify">Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að unnið skuli að því að Ísland verði leiðandi afl á norðurslóðum og virkur þátttakandi í Vestnorrænu starfi. Enn fremur segir að hefja skuli undirbúning að nýtingu tækifæra sem skapast með opnun siglingaleiða um norðurslóðir og áhersla verði lögð á að verkefni þeim tengd verði vistuð hérlendis.</p> <p align="justify">Jafnframt er þar lögð áhersla á undirbúning leitar og vinnslu kolvetna á Drekasvæðinu og að íslenskir hagsmunir verði tryggðir í hvívetna, meðal annars með löggjöf um stofnun hlutafélags um þátttöku íslenska ríkisins í kolvetnisstarfsemi og almennum undirbúningi regluverks.</p> <p align="justify">Við höfum að undanförnu unnið markvisst að þessum undirbúningi. Má þar nefna að fyrr á þessu ári afgreiddi Alþingi frumvarp til laga sem ég lagði fram um stofnun hlutafélags um þátttöku íslenska ríkisins í kolvetnisstarfsemi. Einnig hefur mitt ráðuneyti undanfarna mánuði leitt heildstæða yfirferð og uppfærslu á öllu því regluverki sem tengist olíuleit og vinnslu en að því verkefni koma nokkur ráðuneyti og einar 10 undirstofnanir. Má nefna að þar höfum við notið góðrar samvinnu við kollega okkar í Noregi og m.a. gengið til formlegs samstarfs við stjórnvöld þar á sviði olíumála (Petroleumtilsynet og Oljedepartemented) þar sem við njótum góðs af þeirri áratuga reynslu og þekkingu sem Norðmenn búa yfir.</p> <p align="justify">Öll miðar þessi vinna að því að regluverk okkar sé tilbúið, og á pari við það sem best þekkist, að því er varðar olíuleit og vinnslu. Þannig er mikilvægt að þessari vinnu sé lokið þegar kemur að fyrstu rannsóknarborholu á svæðinu, vonandi árið 2018 eða 2019.</p> <p align="justify">Eins og kunnugt er eru nú tvö sérleyfi virk til leitar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu og eru þessi aðilar að undirbúa frekari hljóðbylgjumælingar á svæðinu í sumar. Síðar í dag munum við heyra frá fulltrúa annarra þessara sérleyfishafa (Heiðari Má frá Eykon Energy) um stöðu mála og einnig mun Þórarinn Sveinn frá Orkustofnun fara nánar yfir tímalínur og annað er varðar framhald þessara mála á næstu árum.</p> <p align="justify">En ágætu fundarmenn, hugmyndir um þjónustumiðstöð Norðurslóða snúa ekki eingöngu að málefnum tengt olíuleit og vinnslu (þó að það sé vissulega einn mikilvægur hluti þess).</p> <p align="justify">Almennt séð standa ríki við norðurskautið frammi fyrir margvíslegum tækifærum og áskorunum og hefur Ísland þar verulegra hagsmuna að gæta. Til að nýta þau tækifæri og mæta þeim áskorunum er ljóst að horfa þarf til þróunarinnar á norðurslóðum með heildstæðum hætti.</p> <p align="justify">Með það í huga, og til að tryggja skilvirka og samræmda hagsmunagæslu Íslands á æðsta stigi stjórnsýslunnar, ákvað ríkisstjórnin í október 2013 að setja á fót ráðherranefnd um málefni norðurslóða.</p> <p align="justify">Á vegum nefndarinnar hefur undanfarið verið unnið að hagsmunamati Íslands á norðurslóðum og þess freistað að greina jafnt styrk okkar sem veikleika, ógnanir og tækifæri í þessum efnum. Drög að skýrslu um mat á hagsmunum Íslands á norðurslóðum liggja nú fyrir og hafa verið birt til umsagnar.</p> <p align="justify">Ég tel að allar forsendur séu fyrir því að Ísland verði í hópi leiðandi þjóða á norðurslóðum og áfram virkur þátttakandi í Vestnorrænu starfi. Í þessu felst m.a. að tryggja hagsmuni Íslands á norðurslóðum með tilliti til loftslagsbreytinga, umhverfis- og auðlindamála, siglinga og samfélagsþróunar, auk þess að efla tengsl og samstarf við önnur ríki og hagsmunaaðila um málefni svæðisins.</p> <p align="justify">Mikilvægi norðurslóða fyrir Ísland tengjast mjög hagsmunum atvinnulífsins og fjölbreyttri atvinnuppbyggingu. Á það sérstaklega við ákveðin svæði á landsbyggðinni&#160; (eins og t.d. hér á Austurlandi). Eftir því sem hafísinn heldur áfram að hopa opnast ný hafsvæði og auknir möguleikar fyrir flutninga og ýmis konar starfsemi og auðlindanýtingu.</p> <p align="justify">Norðurslóðir eru margbrotnar í vistfræðilegu, efnahagslegu, öryggislegu og pólitísku tilliti. Í þróuninni felast í senn tækifæri og áskoranir og hagsmunir Íslands hljóta að miðast við að nýta tækifærin, en lágmarka hættur þeim samfara.</p> <p align="justify">Breytingar á loftslagi og sjávarhita hafa einnig áhrif á sókn ferðamanna norður á bóginn sem m.a. hefur byggst á auðveldara aðgengi, bættum samgöngum og auknum áhuga á mannlífi, menningu, náttúru og auðlindum norðursins. Þetta hefur leitt til aukins álags á náttúruna, en einnig til jákvæðra áhrifa sem vaxandi umsvif í ferðaþjónustu geta haft á afkomu íbúanna.</p> <p align="justify">Á jaðri norðurslóða hafa myndast tengistöðvar flutninga og samgangna inn á svæðið. Við á Íslandi höfum rík tækifæri til að byggja upp þjónustumiðstöð norðurslóða. Slíkar þjónustumiðstöðvar geta gegnt margvíslegum hlutverkum eins og t.d. við alþjóðlega björgunar- og vöktunarstarfsemi, þjónustu við Íshafssiglingar, þjónustu við iðnað eins og leit og vinnslu kolvetna, uppbyggingu innviða á Grænlandi og fleira. Að auki skulum við ekki gleyma þjónustu við sérhæfða umhverfisvæna ferðamennsku, sem þegar er vísir að með siglingum til Grænlands og Jan Mayen og ævintýraferðum þar.</p> <p align="justify">Innviðir á Íslandi eru sterkir í flestum samanburði á norðurslóðum. Hér á landi eru t.d. íslausar og góðar hafnir, fjórir skilgreindir alþjóðaflugvellir, tíðar flugsamgöngur, þétt samgöngunet á landi, gott gistirými, öflugt raforkukerfi, sérþekking á málefnum norðurslóða og hæft vinnuafl.</p> <p align="justify">Tækifæri Íslands á norðurslóðum eru því veruleg og það er brýnt að við byggjum upp og styrkjum þessa innviði ætli Ísland sér að vera samkeppnishæft um þjónustu á norðurslóðum.</p> <p align="justify">Við skulum einnig hafa í huga að tækifæri Íslands liggja að auki í því að þegar kemur að málefnum norðurslóða á alþjóðavettvangi þá situr Ísland við borðið og hefur rödd sem heyrist hærra en í flestum öðrum málaflokkum. Afstaða Íslands til málefna norðurslóða skiptir máli á alþjóðavettvangi og eftir henni er tekið. Ísland er þannig áhugaverður samstarfsaðili á norðurslóðum. Aukinn áhugi á norðurslóðum gefur Íslandi einnig tækifæri til að koma á framfæri öðrum og tengdum hagsmunamálum, eins og aukinni nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa.</p> <p align="justify">Góðir fundarmenn - tækifærin eru víða en að lokum skulum við hafa hugfast að það er mikilvægt að við&#160; nálgumst þessi mál með yfirveguðum og skipulegum hætti. Bæði að því er varðar fyrirhugaða olíuleit á Drekasvæðinu, uppbyggingu þjónustumiðstöðva fyrir norðurslóðir og aðra tengda atvinnuppbyggingu. Það er einmitt það sem við erum að gera og munum ræða nánar á þessu málþingi.</p> <p align="justify">Það er ástæða til að fagna því frumkvæði og framsýni sem aðilar hér á Austurlandi hafa sýnt í málefnum norðurslóða og segja má að svæðið sé þegar komið á kortið. Áform um þjónustumiðstöð norðurslóða á Austfjörðum eru afar spennandi enda hefur svæðið fjölmargt fram að bjóða. Stjórnvöld styðja almennt séð við þessi áform en við skulum þó ekki gleyma því að það er ekki stjórnvalda að velja ákveðin landsvæði til að þjónusta norðurslóða verkefni heldur eru það á endanum þau fyrirtæki sem þurfa á þeirri þjónustu að halda sem velja það landsvæði sem hentar best. Getum við þar til dæmis horft til reynslu Skota.</p> <p align="justify">Ég endurtek þakkir mínar til Fjarðarbyggðar og Fljótsdalshéraðs við að boða til þessa málþings og lýsi því hér með yfir að málþingið er sett.</p> </blockquote> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p>

2015-06-03 00:00:0003. júní 2015Ávarp á ársfundi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, 28. maí 2015

<p align="right"><strong>ATH: Talað orð gildir</strong></p> <blockquote> <p align="justify">Góðir gestir</p> <p align="justify">Í gær sat ég ásamt nokkrum hér í salnum ráðstefnuna&#160; Startup Iceland þar sem&#160; umhverfi frumkvöðla og sprotafyrirtækja var til umfjöllunar.. Það var frábært upphaf á vinnudegi að hlusta á reynslusögur og erindi fólk sem hefur með fjölbreyttum hætti tekið þátt í því að skapa og byggja upp. Að heyra bæði sögur af sigrum og eins ósigrum. Að heyra frá sjónarhorni frumkvöðla hvernig fjárfestingaumhverfið tók þeim í byrjun og eins frá sjónarhóli fjárfesta hvaða þættir skipta þá máli. Þetta leiddi huga minn að stöðunni hér heima.</p> <p align="justify">Nýsköpunarumhverfið er sífellt að verða betra hér á Íslandi. Það er verkefnihlutverk mitt sem ráðherra nýsköpunarmála að stuðla að samkeppnishæfu starfsumhverfi frumkvöðla og sprotafyrirtækja. Ástæðan er einföld. Metnaðarfull sprotafyrirtæki þurfa að geta starfað á Íslandi og metnaðarfull sprotafyrirtæki verða oft að verðmætum stórfyrirtækjum. Án þeirra viljum við ekki vera.</p> <p align="justify">Við stöndum frammi fyrir ýmsum áskorunum og auðvitað eru gjaldeyrishöftin þar stærsta viðfangsefnið. Eins og fram hefur komið er afnám hafta eitt helsta verkefni ríkisstjórnarinnar og tíðinda að vænta í þeim málum innan tíðar.</p> <p align="justify">Að höftunum frátöldum eru þó ýmis úrlausnarefni sem ég og ráðuneyti mitt vinnum að þessa dagana. Auk efnahagslegra skilyrða er aðgengi að framtaksfjármagni viðfangsefni sem stöðugt ber á góma þegar ég ræði&#160; við nýsköpunarfyrirtæki um hvað þurfi að gera betur hér á landi. Þetta á við bæði á sprotastigi en einnig á framhaldsstigi þegar fyrirtæki vaxa og ætla sér að herja á erlenda markaði.&#160;</p> <p align="justify">Þegar á ávarpaði ársfund Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins fyrir ári síðan ítrekaði ég mikilvægi þess að bæta þyrfti aðgengi að framtaksfjármagni og kanna hverjir gætu koma að því verkefni og með hvaða hætti. Mér var þá hugleikin sú spurning hvers vegna við ættum ekki fleiri framtakssjóði hér á landi en raun bar vitni. Ég benti á þá staðreynd að of&#160; lítið var fjárfest í nýsköpunarfyrirtækjum og það sama gildir í dag – þó margt jákvætt hafi gerst á liðnu ári.</p> <p align="justify">Nýsköpunarsjóður, Frumtak og aðrir sjóðir hafa verið að vinna að því að virkja lífeyrissjóðina inn í þetta umhverfi og er það vel. Þá vil ég sérstaklega nefna þau gleðitíðindi sem bárust okkur í byrjun árs þegar upplýst var um stofnun nýrra fjárfestingasjóða (Landsbréf og SA framtak auk Eyris Invest og Arion banka, Frumtak 2) sem gjörbreyta munu fjármögnunarumhverfi íslenskra sprotafyrirtækja og bæta þar með úr brýnni þörf til að styðja við uppbyggingu fyrirtækja framtíðarinnar. Með tilkomu nýrra sjóða má ætla að slagkraftur í íslensku sprota- og nýsköpunarumhverfi aukist verulega.</p> <p align="justify">Ég gleðst sérstaklega yfir því að innkoma nýrra sjóða á markaðinn sýnir fram á bæði áhuga og mikilvægi einkaaðila við að skapa hér á landi samkeppnishæft starfsumhverfi sprotafyrirtækja. Starfsumhverfið þarf að virka hvetjandi – því eins og við vitum og þarf ekki að ítreka mikið í þennan hóp er nýsköpun mikilvæg stoð atvinnusköpunar og aukins hagvaxtar.</p> <p align="justify">Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins gegnir veigamiklu hlutverki í þessu samhengi. Mikilvægt er að við höfum hugfast að á fyrstu stigum vaxtarferlis fyrirtækja er nauðsynlegt að til staðar sé fjárfestir sem er reiðubúinn að koma inn þegar aðrir eru það ekki. Þörfin fyrir framtaksfé á frumstigum fyrirtækja hefur alltaf verið til staðar og er viðeigandi á ársfundi Nýsköpunarsjóðs að minnast þess að einmitt þessi ástæða lá til grundvallar stofnunar Nýsköpunarsjóðs á sínum tíma á&#160; árunum 1996 og ´97.&#160;&#160;&#160;&#160;Það er einnig vert að minnast þess að Nýsköpunarsjóður hefur ætíð verið trúr því grundvallar hlutverki sínu að&#160; starfa fremst í virðiskeðju nýsköpunar og varða með því&#160; brautina fyrir aðra framtaksfjárfesta sem síðar hafa komið við sögu.</p> <p align="justify">Þó fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum flokkist sem áhættufjárfestingar – þá er einfaldlega of dýrkeypt að styðja ekki við slík fyrirtæki. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Ein er sú að framtíðarvöxtur íslensks atvinnulífs mun að miklu leyti byggja á slíkum fyrirtækjum þar sem vel menntað starfsfólk fær krefjandi störf við hæfi og stuðlar að verðmætasköpun til framtíðar.</p> <p align="justify">Við getum heldur ekki hunsað þá staðreynd að ekki er sjálfsagt mál að metnaðarfull sprotafyrirtæki sjái hag sínum best borgið á Íslandi. Því miður heyrum við af þeirri staðreynd að íslensk sprotafyrirtæki flytji starfsemi sína að fullu eða höfuðstöðvar úr landi. Ýmsar ástæður geta legið þar til grundvallar eins og nálægð við markaði og auðvitað eru efnahagsleg skilyrði mikilvæg í þessu samhengi eins og fram hefur komið.</p> <p align="justify">Okkar efnilegustu nýsköpunarfyrirtækjum verður að skapa ákjósanlegt rekstrarumhverfi svo þau geti haldið áfram sínu brautryðjandastarfi. Mikilvægt er að fyrirtæki geti byggt upp og viðhaldið kröftugri starfsemi á Íslandi og það er vilji minn og ráðuneytisins að vinna áfram ötullega að því að svo megi vera.</p> <p align="justify">Ég vil sjá að á Íslandi verði til kjöraðstæður fyrir frumkvöðla og nýsköpunarstarf í alþjóðlegum samanburði. Það er verkefni margra, ríkisins sem einkaaðila, að tryggja að svo megi verða. Ríkisstjórnin hefur stigið mikilvæg skref í þessa átt og sýnt stuðning sinn í verki. Vegferðinni er þó ekki lokið.</p> <p align="justify">Eins og ég ræddi hér að framan er aðgengi frumkvöðla að fjármögnun frá því hugmynd kviknar þar til hún þróast og fer á markað. Mér finnst gleðilegt að segja frá því að í fjárlögum þessa árs er stigið stórt skref í átt að auknu nýsköpunar- og þróunarstarfi á Íslandi með ákvörðun ríkisstjórninar um að hækka fjárframlög til Tækniþróunarsjóðs og Rannsóknasjóðs umtalsvert eða samtals um 800 milljónir kr. fyrir árið 2015.</p> <p align="justify">Nú stendur yfir vinna við gerð fjárlaga fyrir árið 2016 og stendur til að hækka framlög til sjóðanna um 2 milljarða til viðbótar – sem er fordæmalaus aukning til samkeppnissjóðanna og sýnir með ótvíræðum hætti áherslur mínar og ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Gangi þessar fyrirætlanir eftir hefur sjóðurinn rúmlega þrefaldast á þrem árum.</p> <p align="justify">Þessi ákvörðun tryggir umtalsverða eflingu tveggja okkar mikilvægustu samkeppnissjóða. Aukning á framlögum til samkeppnissjóða þýðir í stuttu máli að fleiri efnilegar viðskiptahugmyndir ná því stigi að geta leitað framtaksfjármagns til frekari vaxtar.</p> <p align="justify">En umræddir sjóðir eru aðeins hluti af fjármögnunarumhverfinu. Þar sem samkeppnissjóðunum sleppir þarf framtaksfjármagn að taka við. Stjórnvöld þurfa að hugleiða vel hvað þau geta gert til að auka áhuga fjármagnseigenda á að setja fé í nýsköpun og framtakssjóði. Tilkoma nýju framtakssjóðanna sem ég nefndi hér áðan er einmitt dæmi um hið mikilvæga samspil hins opinbera og einkaaðila.</p> <p align="justify">En það er fleira sem má nefna. Benda má á framlengingu laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki sem heimila skattafrádrátt vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni. Þetta úrræði hefur skipt sköpun fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki og stuðlar að auknu nýsköpunarstarfi í landinu.</p> <p align="justify">Eins má benda á ýmis verkefni sem eru í farvatninu, t.d. skattahvata vegna fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum sem munu án efa hafa jákvæð áhrif á nýsköpunarumhverfið auk annarra verkefna sem eru í undirbúningi.</p> <p align="justify">Góðir gestir,</p> <p align="justify">Frá því ég tók við embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra hef ég lagt ríka áherslu á að bæði ég og ráðuneyti mitt ættum uppbyggjandi samtal við frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Ástæðan er einföld, ég vil heyra hvað gengur vel og hvað má efla, hvað gengur ekki jafn vel og hverju þarf að skoða breyta á. Auk þess að heimsækja fyrirtæki hefur ráðuneyti mitt boðað frumkvöðla og sprotafyrirtæki á fundi þar sem tilgangurinn er að ræða opinskátt hvað megi bæta í starfsumhverfinu og hvernig stjórnvöld geta skapað kjöraðstæður og staðist samkeppni við löndin í kringum okkur.</p> <p align="justify">Sá fjöldi frumkvöðla- og sprotafyrirtækja sem ég hef hitt í ráðherratíð minni eru ástæða þess að ég er bjartsýn þegar ég horfi til framtíðar. Krafturinn í íslensku atvinnulífi er mikill um þessar mundir en við megum ekki sofna á verðinum. Við þurfum að hlúa að frumkvöðlum og sprotum dagsins í dag sem síðar meir geta orðið stjörnur íslensks atvinnulífs til lengri tíma litið og alið af sér enn fleiri sprota og enn nýjar stjörnur.</p> <p align="justify"><span>Það er mér gleðiefni að upplýsa ykkur um að í ráðuneytinu er nú einmitt unnið aðgerðaáætlun sem ætlað verður að</span> <span>bæta starfsumhverfi frumkvöðla- og sprotafyrirtækja á Íslandi. Aðgerðirnar eiga að skapa einfaldar og skýrar forsendur fyrir framtakssama einstaklinga og fyrirtæki til að nýta tækifæri til atvinnusköpunar á eigin forsendum til styrkingar á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.</span></p> <p align="justify">Það eru ýmis verkefni á teikniborðinu sem ég mun kynna betur síðar á þessu ári.&#160;</p> <p align="justify">Um leið og óska ykkur öllum góðs gengis – þá vonast ég til að geta að ári liðnu ávarpað ykkur á þessum fundi og fjallað um enn frekari sókn til eflingu sprota- og nýsköpunarfyrirtækja og þær aðgerðir sem þá verða komnar í framkvæmd.</p> </blockquote>

2015-04-27 00:00:0027. apríl 2015Ræða iðnaðar- og viðskiptaráðherra á heimsráðstefnu Alþjóða jarðhitasambandsins í Ástralíu, 24. apríl 2015

<div align="right"> <strong>ATH: Talað orð gildir</strong> </div> <blockquote> <p align="justify"><span>&#160;</span><span>Distinguished guests.</span></p> <p align="justify">First of all I would like to say a big and warm “Thank you” to our Australian hosts – and the co-hosts, New Zealand, for their great work, and an informative and well organized congress. The WGC 2015 is a great success, and I´m sure that the next phase when many of you travel to New Zealand to explore their impressive geothermal sites will also be productive.</p> <p align="justify">For me and the Icelandic delegation as a whole, coming here to Australia has been a valuable experience. Here we have been able to meet with the world's premiers in this sector, make contacts and network among the best of the best. &#160;We have also had the opportunity to explore a bit of Australia, get a taste of the great and welcoming city of Melbourne, dine at first rate restaurants and see a few of the city's many landmarks.</p> <p align="justify">Some of us have been fortunate enough to have travelled a bit outside the city and seen the beautiful landscape. And the lucky ones of us have even had the privilege to explore some of your unique wildlife…and even take a selfie with a kangaroo. That would be me!</p> <p align="justify">So again, many thanks to our hosts.</p> <p align="justify">Ladies and gentlemen,</p> <p align="justify">Although there are several meetings and congresses all over the world every year that are dedicated to geothermal energy issues, the WGC is the greatest event, sometimes even referred to as the Olympics of geothermal.</p> <p align="justify">Melbourne is an Olympic city and as such held in especially high regard with us Icelanders. Here we won our first Olympic medal ever when Vilhjálmur Einarsson won the silver medal in the triple jump in 1956.</p> <p align="justify">We are all to this day proud of him for this great achievement. I can say here that I am equally as proud today of the Icelandic delegation of experts and scientists who have conquered Melbourne these past few days.</p> <p align="justify">For us and other countries here present that have successfully developed and harnessed the geothermal resource to our countries' benefit, it is important to continue to get the geothermal message across. I am convinced that geothermal enhances the quality of life – we Icelanders and our friends of New Zealand are the best example of that ourselves.</p> <p align="justify">Only 80 years ago, Iceland was one of the poorest countries in Europe. An introduction of city wide geothermal district heating for the capital of Reykjavik was a major game changer.&#160; Not only has it saved a significant amount of foreign currency over the decades that would have been spent on imported coal and oil – it has also improved our air quality and our health, encouraged further environmental progress, and given us our geothermal swimming pools. Today, over 90% of Icelandic homes are connected to geothermal district heating systems and the remaining 10% come electricity generated from either hydro and geothermal.</p> <p align="justify">But the geothermal message is not only about space heating and power generation, it is also about all the other endless possibilities and spin-off industries deriving from the utilization of this great resource. We see a geothermal resource park being developed in the Reykjanes area in Iceland where the concept is that the residual of one industry becomes a resource for the next. A society without waste.</p> <p align="justify">Over the past decade problems that have come up related to the geothermal utilization have been solved with innovative solutions by our experts and scientists&#160; - leading to a whole new industry relying on the resource in another way.</p> <p align="justify">The best example is the Blue Lagoon – one of our most famous tourist sites that developed by “accident” when brine water from a geothermal power plant pooled up next to the plant – causing a problem, which was solved and then harnessed.</p> <p align="justify">Now it has developed into what we might call geothermal tourism.</p> <p align="justify">Other examples in that area include a land based fish farm that uses residual hot water to re-create the living conditions of Senegal Sole, a hot water fish that usually does not live anywhere near the North-Atlantic. And the list goes on and the potential is endless.</p> <p align="justify">This is the message that we want to present to the world. And that is best done through cooperation, both bilateral as well as multilateral at governmental level. I have had very productive meetings here with the energy ministers both from NZ and Australia where we discussed the possibilities of further cooperation. I did the same last week in Paris when I met with Madame Segoléne Royal, the French Minister of Energy, and she expressed great interest in developing this cooperation further.</p> <p align="justify">No less important are the partnerships of the private companies in the industry that we see developing all over the world and witness many of them here forming at the WGC.</p> <p align="justify">I am convinced that further utilization of geothermal energy could become one of the key tools&#160; in our battle against climate change and by further developing the technologies of harnessing the heat inside our planet many of our countries which most of are presented here will play an important role in reducing the global use of fossil fuels. And of course that means that you, the geothermal experts, will have to be on board.</p> <p align="justify">Ladies and Gentlemen,</p> <p align="justify">We came to Melbourne to share our knowledge and more importantly to learn from you.</p> <p align="justify">We are extremely proud to have been selected to host the next WGC in Reykjavik in five years time. We have five years to prepare for this event. We will hopefully see many new geothermal developments in Iceland. We will proudly showcase our industry and welcome you to our beautiful country.</p> <p align="justify">For anyone interested in geothermal energy, Iceland is the perfect show-case of opportunities and we look forward very much forward to be presenting them to you.</p> <p align="justify">It is my honour on behalf of the Icelandic Government and the whole geothermal community in Iceland to welcome the 6th World Geothermal Congress to Iceland in 2020.</p> <p align="justify">Ladies and Gentlemen,</p> <p align="justify">I look forward to see you in Iceland in 2020.</p> </blockquote>

2015-04-10 00:00:0010. apríl 2015Ávarp á ársfundi Orkustofnunar, 10. apríl 2015

<p></p> <p align="right"><strong>ATH: Talað orð gildir</strong>&#160;</p> <p></p> <blockquote> <p align="justify"><strong>Orkumálastjóri og aðrir góðir gestir.</strong></p> <p align="justify">Það er ánægjulegt að vera hér með ykkur í dag á ársfundi Orkustofnunar á þessum bjarta vordegi.</p> <p align="justify">Orkustofnun er kjölfesta stjórnsýslu á sviði orkumála og mig langar strax í upphafi fá að þakka orkumálastjóra og hans góða starfsfólki fyrir afar farsælt og gott samstarf við ráðuneytið undanfarin ár.</p> <p align="justify">Orkuöryggi er lykilorð þegar kemur að umræðu um orkumál og mig langar í ávarpi mínu að leggja aðeins út frá því hugtaki hér í dag. Að búa við viðunandi orkuöryggi er ákveðin grundvallar forsenda í nútímaþjóðfélagi, eitthvað sem við tökum kannski ekki eftir í daglegu lífi okkar, og tökum því sem gefnum hlut.</p> <p align="justify">Orkuöryggi felst meðal annars í tryggu orkuframboði og afhendingaröryggi raforku. Í samanburði við aðrar þjóðir höfum við Íslendingar verið tiltölulega lánsöm þegar kemur að orkuöryggi, sérstaklega að því er varðar raforkuframleiðslu og húshitun.</p> <p align="justify">Afhendingaröryggi raforku er hins vegar ábótavant víða á Íslandi og hefur sá vandi farið vaxandi undanfarin ár og mun halda áfram að vaxa ef ekkert er að gert.</p> <p align="justify">Við þessu höfum við reynt að bregðast með tveimur þingmálum í vetur. Annars vegar frumvarpi til laga um kerfisáætlun sem kveður skýrt á um stöðu og mikilvægi kerfisáætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Hitt þingmálið er tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Bæði málin bíða nú loka umræðu í þinginu og ég er því vongóð um að þau verði afgreidd&#160; fyrir sumarhlé Alþingis.</p> <p align="justify">Með þeim er brugðist við ákalli um úrbætur í því regluverki sem snýr að uppbyggingu á flutningskerfi raforku og lögð fram skýr sýn stjórnvalda um nauðsyn þess að efla afhendingaröryggi raforku á landsvísu með virkri og uppbyggilegri aðkomu hlutaðeigandi aðila.</p> <p align="justify">En orkuöryggið liggur víðar en í flutningskerfinu raforku.</p> <p align="justify">Þau skref sem tekin hafa verið í hita- og rafveituvæðingu Íslands undanfarna áratugi, voru mikil gæfuspor sem hafa skilað landinu orkuöryggi, þjóðhagslegum sparnaði og hreinni orkunýtingu. Í raun er þetta munaður sem ekki fyrirfinnst víða. Evrópuríki eru sum hver alfarið háð framboði af innfluttu gasi frá átakasvæðum austar í álfunni og eru því á vissan hátt berskjölduð. Að vera öðrum háður um orkuöflun felur í sér efnahagslega og pólitíska áhættu, og því leggur Evrópusambandið nú kapp á að auka orkuöryggi innan sambandsins með nýrri stefnumótun.</p> <p align="justify">Þrátt fyrir að við búum svo vel að vera nánast óháð olíu hvað varðar raforkuframleiðslu og húshitun erum við engu að síður nánast alfarið háð innflutningi á olíu á sviði samgangna og sjávarútvegs. Þar erum við háð sveiflum í framboði og olíuverði eins og við fáum reglulega að kynnast. Aukið orkuöryggi, eitt og sér, er því nægjanlegt tilefni til að róa að því öllum árum að draga sem mest úr notkun innflutts jarðefnaeldsneytis.</p> <p align="justify">En það eru einnig aðrar og ekki síður mikilvægari ástæður sem knýja á um orkuskipti, bæði í samgöngum og almennt. Fyrst og fremst eru augljósar umhverfislegar ástæður en fleira má nefna.</p> <p align="justify">Ávinningur er fólginn í því að byggja upp nýja atvinnugrein; innlendan umhverfisvænan eldsneytisiðnað, sem hefur í för með sér fjölgun starfa með tilheyrandi margfeldisáhrifum. Hér er um iðnað að ræða sem gæti annað innlendri eftirspurn og verið ný útflutningsafurð. Að samgöngur okkar verði að stórum hluta knúnar af innlendum orkugjöfum, og að hér byggist upp þekking og nýsköpun á þessu sviði, er verðugt markmið að stefna að.</p> <p align="justify">Augljós þjóðhagslegur ávinningur er fólginn í því að spara gjaldeyri með innlendri orkunýtingu sem annars færi í kaup á innfluttu jarðefnaeldsneyti. Stór hluti utanríkisviðskipta Íslendinga er fólginn í kaupum á innfluttu eldsneyti, eða um einn fimmti hluti innflutningsverðmæta. Hér er því til mikils að vinna.</p> <p align="justify">Nú eru fjögur ár síðan Alþingi ályktaði um orkuskipti í samgöngum og fól stjórnvöldum að draga úr hlut jarðefnaeldsneytis með notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Í ályktuninni var sett það markmið að hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa skyldi vera orðin 10% árið 2020.</p> <p align="justify">Á þessum tímamótum er vert að skoða árangur starfsins og hversu vel okkur miðar áfram með orkuskiptin. Fyrr í vetur óskaði ég eftir því að unnin yrði, í samstarfi við Orkustofnun og samstarfsvettvang um Grænu orkuna, áfangaskýrsla þar sem litið er yfir farinn veg og hvernig til hefur tekist að fylgja eftir áætlun um orkuskipti í samgöngum. Mun ég á næstu dögum leggja þá skýrslu fyrir Alþingi til kynningar og umfjöllunar. Í kjölfarið hef ég síðan í hyggju að leggja fram á Alþingi í haust nýja aðgerðaráætlun um orkuskipti, til næstu ára, sem tryggir að við höldum áfram með markvissum skrefum á þessari braut.</p> <p align="justify">Annar vinkill á orkuöryggi er jafnt aðgengi landsmanna að orku, óháð búsetu. Á þeim vettvangi hafa stjórnvöld nýlega gripið til tveggja aðgerða. Annars vegar að tryggja fulla jöfnun á þeim kostnaðarmun sem er á dreifingu á raforku í dreifbýli og í þéttbýli, en frumvarp þess efnis var samþykkt á Alþingi í síðasta mánuði. Hins vegar er það frumvarp til laga sem ég lagði nýverið fram á Alþingi og kveður á um fulla niðurgreiðslu kostnaðar vegna flutnings og dreifingu á raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis hjá þeim sem ekki eiga kost á að hita það með jarðvarma. En eins og kunnugt er er húshitunarkostnaður mun hærri hjá þeim 10% landsmanna sem þurfa að notast við rafhitun til hitunar íbúðarhúsnæðis og hefur þessi munur farið vaxandi undanfarin ár.</p> <p align="justify">Með þessum tveimur aðgerðum er því stigið stórt skref í að leggja lokahönd á að jafna orkukostnað eftir landsvæðum og tryggja þannig jöfn búsetuskilyrði og jöfn tækifæri til atvinnuuppbyggingar um allt land.</p> <p align="justify">Kæru gestir,</p> <p align="justify">Ég nefndi hér áðan orkuskipti í samgöngum og mikilvægi þess að draga úr notkun og innflutningi á jarðefnaeldsneyti. Einhverjir kunna að spyrja hvort&#160; sé ég að taka undir þá 180 gráðu beygju sem Samfylkingin tók nýlega að því er varðar leit að olíu og gasi innan íslenskrar efnahagslögsögu. Það er að segja, hvort ekki sé bara betra að láta þessa auðlind liggja áfram undir hafsbotni, ef hana er þá á annað borð að finna þar.</p> <p align="justify">Svarið mitt við þeirri spurningu er nei. Ég tel ekki skynsamlegt eða forsvaranlegt að við skiptum um hest í miðri á og gefum þau skilaboð að við séum hætt við olíuleit á Drekasvæðinu.</p> <p align="justify">Þrátt fyrir að rök séu til þess að draga til lengri tíma úr notkun jarðefnaeldsneytis, og skipta yfir í vistvænni orkugjafa, verðum við að vera raunsæ á að slík breyting gerist ekki yfir nótt. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að til eru mun skaðlegri orkugjafar en olía og gas, út frá umhverfislegu tilliti, og má þar t.d. nefna kol.</p> <p align="justify">Við skulum hafa í huga að þau sérleyfi sem íslensk stjórnvöld hafa gefið út á Drekasvæðinu eru bæði leitar- og vinnsluleyfi, þ.e. ekki bara leyfi til að leita á viðkomandi svæði heldur einnig leyfi til að vinna og nýta þá olíu eða gas sem viðkomandi leyfishafi kann að finna þar. Öll áhættan er hjá leyfishöfunum og hafa þeir þegar lagt út í mikinn kostnað og eiga eftir að leggja út í frekari kostnað á næstu árum. Fari svo að olía eða gas finnist í vinnanlegu magni innan svæðisins segir það sig sjálft að íslenska ríkið yrði skaðabótaskylt ef svipta ætti þessi aðila því nýtingarleyfi sem þeim var veitt í tíð síðustu ríkisstjórnar. Ég tel það því mikið ábyrgðarleysi að tala á þessum nótum og í alla staði skaðlegt fyrir hagsmuni Íslands og það umhverfi sem við erum að reyna að byggja hér upp um stöðugleika og fyrirsjáanleika.</p> <p align="justify">Kæru gestir,</p> <p align="justify">Ég vil að lokum nefna að síðar í þessum mánuði held ég, ásamt fríðu föruneyti íslenskra fyrirtækja og sérfræðinga, á heimsþing alþjóða jarðhitasambandsins í Melbourne í Ástralíu („World Geothermal Congress“), þar sem við munum kynna það sem Ísland hefur fram að færa á sviði jarðvarma og jarðvarmanýtingar.</p> <p align="justify">Við höfum náð langt í vinnslu þessarar dýrmætu auðlindar, en hana er vissulega ekki eingöngu að finna hér á landi. Jarðhiti er nýttur í mörgum löndum, bæði til raforkuframleiðslu og til húshitunar. Við myndum gjarnan vilja veg jarðhitans meiri og höfum beina hagsmuni af því að koma jarðhitanum á heimskortið þannig að horft verði á nýtingu jarðhita sem vænlegs kosts í stað annarra óumhverfisvænni orkugjafa.</p> <p align="justify">Ég hef oft rekið mig á það þegar ég ræði við erlenda kollega mína að þekking á nýtingu jarðhita virðist ekki hafa skilað sér til þeirra sem stýra stefnumótun og þeirra sem taka mikilvægustu ákvarðanirnar þegar kemur að uppbyggingu nýrra orkukosta og því verður jarðhitinn oft útundan þegar leitað er leiða til að skipta yfir í umhverfisvænni kosti.</p> <p align="justify">Liður í því að koma jarðvarmanum á framfæri til þeirra sem taka ákvarðanir var fundur sem ráðuneytið stóð fyrir í Brussel síðastliðið ár, í samvinnu við framkvæmdastjóra orkumála hjá ESB. Markmið fundarins var að kynna möguleika jarðhitanýtingar innan Evrópu og hvað betur megi fara. Ég tel að vel hafi til tekist og á fundinum var meðal annars rætt um fjármögnun jarðhitaverkefna og þá sérstöðu sem þeir sem fjármagna slík verkefni standa frammi fyrir varðandi áhættu á fyrstu stigum.</p> <p align="justify">Fjöldi íslenskra jarðvísindamanna og íslenskra fyrirtækja sækja jarðhita heimsþingið í Ástralíu síðar í mánuðinum – og fjölmargir þeirra vísindamanna eru höfundar erinda sem þar verða flutt. Sýnir það glögglega þann sess sem Ísland á í jarðhitaheiminum.</p> <p align="justify">Heimsþing þessi, sem haldin eru á fimm ára fresti, hafa verið kölluð „ólympíuleikar jarðhitans“, þar sem á þeim koma saman allir helstu jarðhitasérfræðingar heimsins en líka aðrir sem kom að jarðhitaverkefnum; eins og framleiðendur tæknibúnaðar, fulltrúar fjármálastofnana og fulltrúar stjórnvalda þeirra ríkja sem búa yfir jarðhita.</p> <p align="justify">Og Íslendingar verða að sjálfsögðu áberandi á ráðstefnunni, því í heimi jarðhitans má segja að þar séum við ein&#160; af stóru þjóðunum. Okkur þykir mikið til þess koma því það er ekki oft sem við getum státað okkur af því að vera í hópi þeirra stóru.</p> <p align="justify">Það er eftirsóknarvert að fá að halda ráðstefnu sem þessa og hjá Alþjóða jarðhitasambandinu fer fram formleg kosning milli þeirra landa sem sækja um að halda ráðstefnuna. Næsta heimsþing fer fram árið 2020. Ísland sótti í fyrra um að halda þá ráðstefnu og í lokaumferð kosninganna stóð valið á milli Íslands og Þýskalands og þar hafði Ísland betur.</p> <p align="justify">Það er því mikið ánægjuefni fyrir okkur að kynna að eftir fimm ár verður þetta stóra alþjóðlega jarðhita-heimsþing („World Geothermal Congress“) haldið hér á landi. Verður þetta ein umfangsmesta ráðstefna sem haldin hefur verið á Íslandi og er undirbúningur þegar hafinn. Það verður talsverð áskorun að halda þessa alþjóðlegu ráðstefnu hér á landi og styðja stjórnvöld heilshugar við þetta framtak. Að sama skapi getur uppskeran orðið ríkuleg ef vel mun takast til og er ég sannfærð um að svo verður.</p> <p align="justify">En kæru gestir,</p> <p align="justify">Tímans vegna hef ég ekki tæklifæri til að ræða öll þau mikilvægu mál sem eru dags daglega á mínu skrifborði, eins og t.d. Rammaáætlun. Við gætum rætt hana hér langt fram á kvöld, enda hefur Orkustofnun þar afar mikilvægu hlutverki að gegna. Við látum það bíða betri tíma og ég tel rétt að láta hér staðar numið.</p> <p align="justify">Ég vil að endingu aftur þakka starfsfólki Orkustofnunar fyrir afar traust og gott samstarf.</p> <p align="justify">Það eru spennandi tímar framundan og þar stólum við, nú sem áður, á áframhaldandi farsælt samstarf við Orkustofnun og ég hlakka til að heyra boðskapinn á þessum fundi hér í dag.</p> <p align="justify">Takk fyrir.</p> <p align="justify">&#160;</p> </blockquote> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira