Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Sigurðar Inga Jóhannssonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2016-04-01 00:00:0001. apríl 2016Ræða á aðalfundi SFS, 1. apríl 2016

<p></p><p>Fundarstjóri, formaður, ágætu fundarmenn.<br></p><p> </p><p align="justify">Fiskurinn í sjónum hefur frá landnámi verið undirstaða og forsenda búsetu hér á landi – og má ég segja – er enn og verður um ókomin ár hvað svo sem öðrum atvinnugreinum líður. </p><p> </p><p align="justify">Elsta heimild um fiskveiðar norrænna manna á Íslandi er frásögn Landnámabókar af veiðiskap Flóka Vilgerðarsonar og förunauta hans í Vatnsfirði vestur. Þeir voru svo ákafir við veiðiskapinn, að þeir gleymdu að heyja handa búsmalanum og horféll hann allur um veturinn. Auðvitað gekk það ekki – allt þarf þetta að haldast í hendur en þeir sem sækja sjóinn vita það öðrum betur hve erfitt er að hætta veiðum þegar fiskur er á hverjum öngli.</p><p> </p><p align="justify">Öðru hverju heyrast raddir þess efnis að auka beri veiðar í ákveðnum stofnum. Menn hafi orðið varir við óvenju mikinn fisk á slóðinni, eins og það heitir. Hluti af stjórn fiskveiða byggist á samstarfi við sjómenn og útgerðarmenn, til dæmis með söfnun gagna. En, einhverja fasta viðmiðun verður að hafa í þessum efnum. Ég hef áður sagt það og segi enn; ég hef ekki önnur traustari ráð að styðjast við en þau sem koma frá Hafrannsóknarstofnun. &nbsp;</p><p> </p><p align="justify">Okkar lang mikilvægasti stofn, þorskurinn, hefur ekki verið líffræðilega sterkari undanfarin 50 ár. Ráðleggingar Hafró og fylgni við þær hljóta að hafa haft mjög mikið að segja við að ná þessum árangri. En vísindin eru ekki stöðnuð né óbrigðul og ákveðin í eitt skipti til framtíðar. Þau eru í stöðugri skoðun og fiskifræði sjómannsins er hluti af þeim. </p><p> </p><p align="justify">Sjálfbær nýting er forsenda fiskveiða hér við land. Þrátt fyrir það eru nú til umræðu í Bandaríkjunum kröfur um hertar reglur um rekjanleika. Ástæðan er sú að svo kallaðar sjóræningjaveiðar eru stundaðar víða um heim. Viðleitni Bandaríkjamanna er að sporna gegn þessu. En, einhverra hluta vegna er Norður-Atlantshafs þorskurinn nefndur í þessu samhengi, þótt hann sé ekki í útrýmingarhættu og á honum ekki stundaðar sjóræningjaveiðar svo vitað sé. Þarna verða stjórnvöld að hafa varann á og koma yfirvöldum vestra í skilning um að óþarfi sé að hafa áhyggjur af þorski frá Íslandi. Veiði á honum er sjálfbær. </p><p> </p><p align="justify">En þetta sýnir okkur að jafnvægið er viðkvæmt. Þjóðir heims láta nú náttúruna njóta vafans í meira mæli en áður og spurningar um uppruna matvæla og með hvaða hætti þau eru framleidd, verða sífellt áleitnari. Með þetta í huga má segja að vísindin séu nánast það eina sem hægt er að styðjast við þegar ákvarðanir eru teknar um hversu mikið má veiða og hvenær. En það er með þetta eins og sumt annað, að ef skynjun manna er sú að eitthvað sé að, þá gefa menn sér að svo sé. Þetta er veruleiki sem við þurfum að fást við. </p><p> </p><p align="justify">Nokkur orð um samninga við aðrar þjóðir. Ég þarf varla að kynna fyrir ykkur ástandið um svo kallaða deilistofna. Engir samningar eru í gildi milli þjóða um makríl, síld og kolmunna eins og sakir standa. Afleiðing þessa er að það er regla frekar en undantekning að stofnarnir eru árlega veiddir umfram ráðgjöf, líklega á bilinu 15-30%. Ég vil einnig nefna hér fjórða deilistofninn, sem oft er minna rætt um; karfinn á Reykjaneshrygg. Ofveiði á honum umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins mælist yfir 300 prósent, hvorki meira né minna. </p><p> </p><p align="justify">Öllum er ljóst hvað gerist ef hér verður engin breyting á. En ég vil segja ykkur að ég ætla að gera allt sem ég mögulega get á minni vakt sem sjávarútvegsráðherra til að bæta þessa stöðu og ná samningum um þessa mikilvægu nytjastofna. Ísland hafði forgöngu um að bjóða til fundar háttsettum embættismönnum hlutaðeigandi þjóða á Glym í Hvalfirði í fyrra haust. Þar urðu mjög gagnlegar umræður. Ég er staðráðinn í að halda áfram á þessari braut því ég hef þá trú að enginn vilji hafa ástandið svona um alla framtíð. Ástand sem er í reynd svartur blettur á fiskveiðistjórn allra þessara þjóða. </p><p> </p><p align="justify">Yfirskrift fundarins hjá ykkur í dag er: Sjávarútvegur: Stærstu vaxtartækifæri íslensks atvinnulífs. Þann tíma sem ég hef setið sem ráðherra sjávarútvegs hefur fréttum af tækniframförum og nýjungum í íslenskum sjávarútvegi fjölgað. Meðal annars hefur tæknigeirinn vaxið umtalsvert undanfarin ár, vinnsla svo kallaðra aukaafurða hefur aukist og alltaf eitthvað nýtt að koma fram á þeim vettvangi og fiskeldi hefur stóraukist. </p><p> </p><p align="justify">Virðiskeðjan í sjávarútvegi er löng. Allt frá frumvinnslu til hátækniafurða. Það er í raun öfundsverð staða fyrir Íslendinga að vera í; að hafa allan þennan fisk og hafa burði, áhuga og getu til að gera eins fjölbreyttar afurðir úr honum og hægt er. Stefnan hlýtur að vera sú að auka nýtinguna enn frekar, þannig að nánast ekkert fari til spillis. Mig langar að nefna hér, að &nbsp;á Íslandi er nýting á hverjum þorski umtalsvert hærri en sambærilegt hlutfall hjá öðrum stórum fiskveiðiþjóðum. Sama gildir væntanlega um aðrar tegundir. </p><p> </p><p align="justify">Mig langar að segja ykkur frá fundi sem ég átti á dögunum með vísindamönnum norðan úr landi, sem hafa verið að þróa svo kallaða fiskisósu, sem mun vera vinsæl mjög í austurheimi. Ástæða þess að þessir vísindamenn fóru að kíkja á þetta var sú, að erfiðleikar hafa verið með markað fyrir þurrkaðar afurðir í Nígeríu, eins og þið sennilega vitið. Því var spurt; hvað er hægt að gera í staðinn? Jú, í ljósi aðstæðna á skreiðarmörkuðum var hannað verkefni þar sem þróa á hágæða fiskisósu úr þorskhryggjum. Þetta er hugvit og sjálfsbjargarviðleitini. Um leið og einar dyr lokast, opnast aðrar. Rétta fólkið grípur tækifærið og gerir sér mat úr því; í bókstaflegri merkingu.&nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p> </p><p align="justify">Fiskiskipaflotinn á Íslandi er gamall, eða í öllu falli, roskinn. Í heild er meðalaldurinn um 25 ár, togarar enn eldri. Það er samhengi á milli þess hvernig gengur að koma með gott hráefni að landi og þeirra tækja og tóla sem menn nota til starfans. Sem betur fer hafa borist fréttir af nýjum skipum að koma til landsins og all nokkur skip eru í smíðum fyrir íslensk útgerðarfyrirtæki. Forsenda þess að hægt sé að fjárfesta er að fyrirtækin verði í efnum til þess. </p><p> </p><p align="justify">Það er því mikilvægt, þegar rætt er um gjaldheimtu af sjávarútveginum, að þess sé gætt, að ganga ekki of nærri honum og draga þar með úr getunni til fjárfestinga. Ekki bara í tækjum og tólum, heldur, og ekki síður, möguleikanum á að fjárfesta í sprotafyrirtækjum sem sérhæfa sig í að búa til afurðir úr öllu sem að landi berst. </p><p> </p><p align="justify">Ágætu fundargestir. </p><p> </p><p align="justify">Allt sem gert hefur verið í íslenskum sjávarútvegi, á undanförnum áratugum, hefur átt þátt í því að færa okkur í þann stað sem við erum nú á. Eða með öðrum orðum, þetta hefur verið þróun, hægfara á köflum, en ég tel að okkur hafi tekist vel upp. Í seinni tíð höfum við nálgast auðlindir á forsendum sjálfbærrar þróunar. Hin óhjákvæmilega niðurstaða rannsókna er einfaldlega sú, að ekki er hægt að taka meira úr sjónum, en í honum vex. Beri okkur gæfa til þess að halda áfram á sömu leið er ég ekki í neinum vafa um að stærstu vaxtartækifæri íslensks atvinnulífs felast í sjávarútvegi.&nbsp;</p><p> </p><p align="justify">Að lokum langar mig til að vitna í orð Nóbelsskáldsins okkar þar sem hann segir svo í Íslendingaspjalli: </p><p> </p><p align="justify">„Í fiskidrætti er reynsla og þekking djúprætt með þjóðinni frá alda öðli, enda skara Íslendingar þar framúr starfsbræðrum sínum, öðrum fiskimönnum, um allan heim. Með réttu hefur orðið „hetja“ í nútímamáli tapað allri merkingu, svipað og séní eða herra, nema þegar það er haft um „hetjur hafsins“ á sjómannadaginn; og hver sá sem á Íslandi notar þetta fornfræga orð í dag um aðra en framúrskarandi fiskimenn er einna líkastur manni sem fer að þéra hundinn sinn. Verk þessara manna er sá grundvöllur sem alt þjóðfélagið hvílir á.“</p><p> </p><p align="justify">Ég óska samtökum ykkar og hverjum og einum sem að þeim standa heilla á komandi árum.</p><p> </p><p align="justify">&nbsp;</p>

2016-03-01 00:00:0001. mars 2016Ræða við setningu Búnaðarþings, 27. febrúar 2016

<p> </p> <p>Fundarstjóri, formaður, ágætu fulltrúar búnaðarþings.</p> <p align="justify">Íslendingar hafa lifað á landsins gæðum í rúm ellefu hundruð ár og ekki verður betur séð en það hafi gengið bærilega. Matvælaframleiðsla er hér enn við lýði og svo verður um ókomin ár; þörf fyrir góð matvæli hefur aukist um allan heim og hún mun halda áfram að aukast. Fólki fjölgar og sífellt fleiri hafa efni á að kaupa matvæli; ekki bara einhver matvæli heldur góð matvæli. Ég hef sagt það áður og segi enn, í þessu felast tækifæri fyrir okkur Íslendinga og þau tækifæri eigum við að nýta okkur. </p> <p align="justify">Af einhverjum ástæðum hafa nánast allar þjóðir heims þá stefnu að styðja við matvælaframleiðslu. Það má geta þess þess, að þrátt fyrir allt tal um frjáls viðskipti með búvöru landa á milli, er talið að árið 2012 hafi einungis 10% af landbúnaðarframleiðslu heimsins verið seld frá einu ríki til annars, en 90% hafi verið neytt í því landi sem varan var framleidd. Þetta er engin tilviljun. Öll ríki leggja áherslu á, öryggisins vegna, að vera sjálfbjarga með matvæli.</p> <p align="justify">Við þekkjum þau rök en mig langar til að segja ykkur frá því sem bandarískur fiskkaupmaður sagði mér á fundi í ráðuneytinu nýlega. Hann hefur keypt og selt fisk frá Íslandi í mörg ár. Hann sagði að kaupendur spyrðu í mun meira mæli en áður, hvaðan matvælin kæmu. Og ástæðan væri sú, að fólk vildi síður kaupa matvæli sem flutt væru um langan veg með tilheyrandi áhrifum á umhverfið. Það væru sem sagt svo kölluð kolefnisfótspor sem neytendur væru farnir að taka mið af. Fyrir utan hin hefðbundnu rök fyrir því að framleiða matvæli innanlands, bætast nú ein veigamikil við; fólk vill staðbundin mat; eða upp á ensku, „local food“. </p> <p align="justify">Önnur rök, ekki síðri, er svo kallað sýklalyfja ónæmi. Íslensk matvæli eru í sérflokki þegar kemur að notkun sýklalyfja við framleiðslu þeirra. Þetta eru gæði sem erfitt er að meta til fjár. Því er haldið fram að ónæmi fyrir sýklalyfjum sé ein mesta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag. Mér finnst oft merkilega hljótt um þessa staðreynd í umfjöllun um íslenska matvælaframleiðslu.</p> <p align="justify">En er sýklalyfja ónæmi eitthvað sem almenningur á Íslandi þarf að hafa áhyggjur af. Karl G. Kristinsson prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum svaraði þessari spurningu í Morgunblaðinu í janúar með eftirfarandi: </p> <blockquote> <p align="justify"> <em>„Þetta virðist geta breiðst hratt út og spurningin er hvort það takist að þróa ný sýkla­lyf í tæka tíð. Við erum í betri aðstöðu en flest önnur lönd til að hefta út­breiðsluna; Við erum eyja, <u>erum með eigin land­búnaðarfram­leiðslu og getum stjórnað inn­flutn­ingi á þeim.</u> En það er ekkert hægt að líta framhjá því að þetta er ein alvarlegasta ógn sem við stöndum frammi fyrir varðandi lýðheilsu. Ég hef stundum líkt þessu við gróðurshúsaáhrifin.“ </em> </p> </blockquote> <p align="justify">En á að kaupa þetta hvaða verði sem er; hvers virði er heilsan? Nei, það er kannski engin ástæða til þess, það væri óábyrgt að halda því fram. Að einhverju leyti verðum við að miða okkur við aðrar þjóðir í þessum efnum. En ég velti því stundum fyrir mér, hvað aðrar þjóðir væru tilbúnar að gefa fyrir það að vera í sambærilegri stöðu og Ísland.</p> <p align="justify">Ef við reynum aðeins að glöggva okkur á því hvort styrkir til búvöruframleiðslu séu mjög frábrugðnir því sem gerist í kringum okkur kemur eftirfarandi í ljós. Samkvæmt skýrslum OECD hafa útgjöld til landbúnaðar á Íslandi lækkað úr 5% af landsframleiðslu á tímabilinu 1986-88 niður í 1,1% á tímabilinu 2012-14. Í báðum tilvikum er um að ræða meðaltal þriggja ára. Meðaltal aðildarríkja OECD lækkaði úr 2,8% í 0,8% á sama tíma. Þarna er átt bæði við bein fjárframlög úr ríkissjóði og tollvernd eins og OECD metur verðgildi hennar á hverjum tíma. Er þetta mikill munur? Mitt svar er nei, en að sjálfsögðu má alltaf gera betur. </p> <p align="justify">Fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um landbúnaðarmál:</p> <p align="justify">„Ríkisstjórnin lítur á landbúnað sem eina af mikilvægustu atvinnugreinum framtíðarinnar. Vaxandi eftirspurn eftir mat á heimsvísu skapar íslenskum landbúnaði sóknarfæri með möguleikum á aukinni framleiðslu og margbreytilegum afurðum. Ríkisstjórnin mun gera íslenskum landbúnaði kleift að nýta þau sóknarfæri sem greinin stendur frammi fyrir. Með það fyrir augum er brýnt að kanna með hvaða hætti er unnt að auka verðmætasköpun og nýta sem best tækifærin sem felast í sveitum landsins.“</p> <p align="justify">Á Búnaðarþingi í fyrra spurði ég í ræðu minni; Hvers má vænta í nýjum búvörusamningum? Svarið var að ég vonaðist til þess að samningarnir yrðu breytinga og sóknarsamningar. Nú liggur niðurstaðan fyrir, þótt enn sé ekki búið að kjósa um þá í ykkar röðum. En eru þessir samningar breytinga og sóknarsamningar og í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar?</p> <p align="justify">Já, ég tel að okkur hafi tekist að ná samningi sem nær þessum markmiðum. Það er lagt upp með töluverðar breytingar á starfsumhverfi bænda. Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfið á samningstímanum, bæði í mjólk og kjöti. Styrkjafyrirkomulagið verður gert opnara, þannig að hægt verður að fá styrki fyrir annað en framleiðslu á mjólk og kindakjöti. Það er takmarkað hversu stór skref er hægt að taka þegar samið er um starfsskilyrði bænda, en ég tel að þegar fram líða stundir muni menn líta til þessara samninga sem upphaf að breytingum sem þurftu að eiga sér stað. </p> <p align="justify">Fram komu skiptar skoðanir meðal bænda um ágæti þess að breyta um stefnu. Slíkt er eðlilegt, enda lítur hver á málið út frá sínum hagsmunum. Við að sætta sjónarmið vil ég nefna sérstaklega þátt formanns ykkar sem sýndi útsjónarsemi og sanngirni þegar á þurfti að halda og þegar að samninganefndinni var sótt.</p> <p align="justify">Eitt af því sem einkennir nýjan samning, er að reynt er að tryggja byggðafestu. Til að ná því markmiði er meðal annars kveðið á um svo kallaðar býlisgreiðslur sem greiddar verða framleiðendum frá og með árinu 2018. Eitt megin markmiðið er að styrkja byggð og viðhalda fjölskyldubúum. Til að hlúa enn betur að þessu markmiði er kveðið á um svæðisbundnar greiðslur til sauðfjárbænda. En samkvæmt skýrslu rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri eru ákveðin landssvæði þar sem búseta byggist í raun á sauðfjárrækt. Ég vil nefna í þessu samhengi að ég tel mikilvægt að allt landið sé í byggð, ekki síst með tilliti til þess, að mikill fjöldi ferðamanna sækir sveitirnar heim. Endanlegt fyrirkomulag á þessum stuðningi verður útfært með aðstoð Byggðastofnunar. </p> <p align="justify">Þið munuð væntanlega fara ítarlega yfir samninginn hér á þinginu og í kjölfar þess munu ykkar forsvarsmenn kynna hann fyrir atkvæðagreiðslu í ykkar röðum. Á sama tíma er nú unnið í ráðuneytinu að breytingu á búvöru-, búnaðarlaga- og tollalögum sem verða lögð fyrir Alþingi í framhaldinu.</p> <p align="justify">Þrennt annað vil ég nefna sem eru viðbót við búvörusamninga. Í fyrsta lagi Matvælalandið Ísland sem er nú komið á koppinn með 80 milljónir á ári til næstu 5 ára. Í öðru lagi Átaksverkefni um íslenska hestinn, sem geta orðið 25 milljónir á ári til næstu 4 ára – króna á móti krónu. Í þriðja lagi hefur Umhverfisráðherra í samstarfi við BÍ hafið vinnu við vegvísa vegna aðgerðaráætlunar um hvernig landbúnaðurinn getur lagt sitt af mörkum við að ná markmiðum Íslands vegna loftslagssamnings SÞ – þar má nefna Bændur græða landið og aukna skógrækt.</p> <p align="justify">Ég vil nota þetta tækifæri og minna á þá stefnu ríkisstjórnarinnar að treysta beri byggð sem víðast. Fyrir utan nýja búvörusamninga sem styðja við þetta markmið, má nefna að kostnaður við flutning og dreifingu rafmagns er nú að fullu niðurgreiddur – Ísland er eitt dreifikerfi m.t.t. kostnaðar. Þá verður 1. apríl n.k. náð fullri jöfnun vegna húshitunar hjá þeim sem ekki eiga kost á hitun með jarðvarma. Með því er litið svo á að húshitun sé hluti af grunnþjónustu sem allir íbúar landsins eigi að fá á sambærilegum kjörum. Þessi tvö atriði hafa verið baráttumál margra í áratugi.</p> <p align="justify">Unnið hefur verið samfellt að því að koma ljósleiðara sem víðast á kjörtímabilinu, þótt vissulega finnist flestum, sem ekki hafa aðgang að honum, það ganga of hægt. Undir það má taka. En vinnan er í gangi og mikið er undir því komið í nútímasamfélagi að hún verði kláruð sem fyrst – markmiðið er að því verkefni verði að fullu lokið á næstu 4 árum.</p> <p align="justify">Við höfum sem þjóð sett of lítið í samgönguverkefni síðastliðin 6-7 ár – á því verður nú breyting – Það er nauðsynlegt að forgangsraða mikilvægum samgöngubótum og viðhaldi hærra og hraðar – verkefnum út um land allt.</p> <p align="justify">Ágætu þingfulltrúar </p> <p align="justify">Í kvæðinu <em>Alþing hið nýja</em> eftir Jónas Hallgrímsson er eftirfarandi:</p> <p align="justify"> <em>Traustir skulu hornsteinar</em> </p> <p align="justify"> <em>hárra sala.</em> </p> <p align="justify"> <em>Í kili skal kjörviður.</em> </p> <p align="justify"> <em>Bóndi er bústólpi –</em> </p> <p align="justify"> <em>bú er landstólpi –,</em> </p> <p align="justify"> <em>því skal hann virður vel.</em> </p> <p align="justify">Þótt þessar línur hafi kannski átt betur við forðum daga, eiga þær enn vel við í dag. Lífið í sveitum landsins byggist víðast hvar að miklu leyti á bændum og daglegum starfa þeirra. Það er sérstakt líf að vera bóndi og flestir myndu vafalítið segja gefandi. En líf bóndans er barátta; ekki bara á hinum náttúrulegum vígstöðum, frá ári til árs; einnig í umræðu og umróti samtímans. Allt er vegið og metið í rauntíma og dómar felldir nær samtímis.</p> <p align="justify">Nýir búvörusamningar eru með tvenna skírskotun til þess að hann er samningur við allan landbúnaðinn – allar greinar. Annars vegar með því að koma öllum samningunum fjórum á sama stað í tíma og vera meira sambærilegir í uppbyggingu. Hins vegar að víkka út og breikka búnaðarlagasamninginn þannig að hann sé rammasamningur og taki til allra búgreina t.d. varðandi nýjar landgreiðslur.</p> <p align="justify">Að mínu mati eru þessar breytingar mjög mikilvægar í því að sýna landbúnaðinn sem eina heild. Það eru augljósir hagsmunir ykkar allra að umfjöllun um einstaka búgreinar sé um leið umfjöllun um landbúnaðinn sem eina heild.</p> <p align="justify">Því vil ég nota þetta tækifæri í dag, til að hvetja ykkur, bændur, til að styðja vel við bakið á þeirri forystusveit sem þið treystið á. Það er sú forysta sem á að leiða samtalið fyrir hönd bænda við þjóðina. Samstöðuleysi og sundrung mun koma öllum í koll.</p> <p align="justify">Ég óska ykkur góðra þingstarfa. </p> <p> </p>

2015-11-30 00:00:0030. nóvember 2015Ræða á 47. þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins, 26. nóvember 2015

<p style="text-align: justify;">Ágætu þingfulltrúar! </p> <p>Stöku sinnum fæ ég tækifæri til að ræða íslenskan sjávarútveg við erlenda starfsbræður. Þótt ýmislegt megi læra af því sem menn eru að sýsla við í erlendum sjávarútvegi, er reynslan oftar sú að margir vilja læra af okkur Íslendingum. Sum staðar standa þjóðir í sömu sporum og við Íslendingar stóðum skömmu áður en við gerðum breytingar á stjórn fiskveiða. Ég held að það þurfi ekki að hafa mörg orð um það hér í þessum sal, hver staðan var, og flestir þekkja þær breytingar sem orðið hafa.</p> <p style="text-align: justify;">Ég ætla ekki að gerast svo djarfur að segja að breytingarnar hafi verið með öllu óumdeildar. Sumir töldu sig hafa misst spón úr aski sínum. En ef við setjum það til hliðar og lítum hlutlægt á málið og spyrjum; gerðum við rétt; þá er ég ekki í vafa um að þær breytingar sem ráðist var í voru nauðsynlegar. Sjálfbærni og vísindi tóku við af magnveiði. Aflinn dróst mikið saman en verðmæti afurðanna jókst mun meira en sem svaraði aflasamdrættinum.</p> <p style="text-align: justify;">Íslenskur sjávarútvegur er sá eini innan OECD sem greiðir gjöld til ríkissjóðs; víða er hann ríkisstyrktur. Þessi staða er öfundsverð og í mínum huga ein veigamesta staðfestingin á því að íslenskur sjávarútvegur er einn sá hagkvæmasti í heimi. Sjálfsagt eru til aðrar leiðir til að reka hagkvæman sjávarútveg, en ég hef ekki fengið fréttir af þeim nýlega.</p> <p style="text-align: justify;">En sundurlyndisfjandinn er aldrei langt undan og það virðist keppikefli sumra að tala niður sjávarútveginn. Og það þrátt fyrir að velferð samfélagsins gangi að drjúgum hluta út á það að fyrirtækjum og einstaklingum innan hans gangi vel. Einstaka fyrirtækjum, sem eru stór á íslenskan mælikvarða en engan veginn stór á þeim mörkuðum sem þau keppa á, hefur gengið mjög vel og það hefur verið litið hornauga.</p> <p style="text-align: justify;">Að hluta til tel ég þetta vera ákveðinn misskilning. Við búum við mjög gott kerfi í dag og ég tel að það sé nokkuð samdóma álit þeirra sem í greininni starfa að ekki sé ástæða til að umbylta því. En við verðum að viðurkenna að í samfélaginu er þessi sátt ekki fyrir hendi. Sjávarútvegurinn þarf að geta starfað eins og hver önnur atvinnugrein í friði fyrir pólitískum upphlaupum á fjögurra ára fresti.</p> <p style="text-align: justify;">Í hringferð minni um landið, þar sem ég hitti eins marga í útgerð og hægt var, fannst mér vera skilningur á því að ná yrði sátt við þjóðina. Fulltrúar þjóðarinnar eru stjórnmálaflokkarnir og því tókum við umræðuna við þá um endurskoðun fiskveiðistjórnunarlaganna. Í fyrstu lotu virtust stjórnmálaflokkarnir vera tilbúnir til að standa að víðtækri sátt og þá var ekki langt milli manna, en þegar á hólminn var komið og nýtt frumvarp sá dagsins ljós treystu menn sér ekki upp úr skotgröfunum og sögðu: Það er betra fyrir minn flokk að halda þessum ágreiningi til streitu.</p> <p style="text-align: justify;">Ef svo fer fram sem horfir munu stjórnmálaflokkar, þegar nær dregur kosningum, nýta sér ósættið til að afla skoðunum fylgis um breytingar á kerfinu, sem ganga þvert á allar viðurkenndar hugmyndir um gott fiskveiðistjórnunarkerfi. Einn flokkur sem fer með himinskautum í skoðanakönnunum um þessar mundir hefur í raun mælt með sóknarmarkskerfi að hætti Færeyinga. En hvað er að gerast í Færeyjum? Það er nánast enginn bolfiskur eftir því sóknarmarkskerfið er búið að eyðileggja auðlindina. Svo til einu tegundirnar sem Færeyingar nýta auk ufsa eru uppsjávarstofnar sem eru flökkustofnar sem sagan segir að varhugavert sé að treysta alfarið á.</p> <p style="text-align: justify;">Og flökkustofnar eru nú eins og nafnið bendir til; á sífelldu flakki. En samningar til lengri tíma um nýtingu þeirra og gagnkvæman aðgang þjóða í lögsögu hverrar annarrar, virðist ekki til staðar. Og í fyrradag varð það ljóst að viljinn hjá viðsemjendum okkar til að ná saman við okkur um makrílinn er ekki fyrir hendi. Reyndar svo að þeim tókst ekki einu sinni að koma sér saman um tilboð til handa okkur Íslendingum sem hægt var að fjalla um. Þá er einnig ósamið um síld og kolmunna. Hvað verður núna veit víst enginn; en eitt er ljóst; menn byggja ekki fjárhagslega afkomu þjóðarinnar á flökkustofnum. Því þegar flökkustofnar eru annars vegar, þarf að gera ráð fyrir hinu versta en vona það besta.</p> <p style="text-align: justify;">Nú er eðlilegt að spyrja; hvað gerist ef ekki nást samningar? Of mikið verður veitt, það er augljóst þegar enginn vill gefa eftir. Eins augljóst er það að auðlind sem nýtt er með ósjálfbærum hætti, klárast að lokum. Íslandssíldin hvarf um langt skeið, þorskurinn var nánast kominn á gjörgæslu, karfinn á Reykjaneshrygg; það er ekki eins og vítin vanti. </p> <p style="text-align: justify;">Nú á tímum aukins áhuga á öllu því sem viðkemur umhverfi, náttúru og sjálfbærni, tel ég ekki útilokað að ríkjum heims verði einfaldlega ekki lengur treyst til þess að komast að samkomulagi um nýtingu auðlinda í sjónum. Hvað tekur þá við? Jú, það gætu orðið svo kallaðar yfirþjóðlegar stofnanir sem tækju að sér verkið og heildaraflinn yrði gefinn út í New York. Í hvaða sporum erum við þá? Kannski í sömu sporum og þegar hvalveiðar okkar eiga í hlut; þar sem vísindin eru sett til hliðar og tilfinningarnar eiga að ráða.</p> <p style="text-align: justify;">Ég þakka áheyrnina og óska ykkur góðra þingstarfa.</p>

2015-11-23 00:00:0023. nóvember 2015Ræða á 50 ára afmælishátíð Hafrannsóknastofnunar Íslands, 20. nóvember 2015

<p>Ágætu gestir</p> <p>Enginn sagði það betur en Jónas Hallgrímsson í veislunni góðu í Kaupmannahöfn um árið:</p> <p> <em> </em> Vísindin efla alla dáð,</p> <p> orkuna styrkja, viljann hvessa,</p> <p> vonina glæða, hugann hressa,</p> <p> farsældum vefja lýð og láð ...</p> <p align="justify">Falleg og hvetjandi orð sem fela í sér mikla dýpt og mikil sannindi. Vísindin eru eitt af þessum fyrirbærum sem hafa ekki alltaf átt upp á pallborðið hjá þjóðum heims eða almenningi. Hindurvitni, hjátrú og kreddur hafa oft yfirhöndina. Það þarf ekki annað en fletta dagblaði á Íslandi í dag til að sjá auglýsingar um eitt og annað sem <u>talið</u> er að <u>geti</u> bætt ástand sálar og líkama. Hér skal ekkert fullyrt um hversu vel viðkomandi vara stendur undir nafni. En ætli það megi ekki setja spurningamerki við það, hversu nákvæmum tilraunum sem lúta lögmálum vísindanna, hafi verið beitt til að við þróun hennar.</p> <p align="justify">Sannleikurinn er sá að þótt vísindin leiti sannleikans í hverju máli með því að safna gögnum, mæla og greina á hlutlægan hátt þá er ályktunargleðin og huglægnin svo rík í okkur mannfólkinu að vísindin eiga stundum á brattann að sækja.</p> <p align="justify">Og íslensk fiskivísindi eru þar ekki undanskilin. En þrátt fyrir þá títtnefndu fullyrðingu um að fiskifræðin og hafvísindi séu nú ekki nein nákvæmnivísindi - einkum þegar menn sjá ástæðu til þess að draga niðurstöður fiskifræðinga í efa - þá hefur okkur tekist bærilega að byggja á vísindunum í þessum efnum. Það þýðir ekki að vísindamenn geri aldrei mistök –því þeir eru undir þá sök seldir eins og við öll. Munurinn er hins vegar sá að vísindin eru harður húsbóndi sem krefst þess að mistök séu viðurkennd og leiðrétt, því ætíð skal hafa það er sannara reynist.</p> <p align="justify">Ég held að við Íslendingar höfum verið einstaklega gæfusamir að hafa átt frábæra vísindamenn á sviði hafvísinda og fiskifræði. Frá upphafi höfum við haft á að skipa afburðafólki í þessum greinum. Það sést best á því hve mikils metnir og eftirsóttir þeir eru sem þátttakendur í vísindastarfi annara þjóða.</p> <p align="justify">En það er víst enginn spámaður í eigin föðurlandi og landsmenn allir vita að starfsmenn Hafrannsóknastofnunar hafa oft á tíðum þurft að sæta mikilli gagnrýni, oft afar harðvítugri og ósanngjarnri. Þannig eiga þeir það væntanlega sameiginlegt með okkur stjórnmálamönnunum að þurfa að koma sér upp þykkum skráp til að geta haldið sínu striki. En of þykkir skrápar geta verið hættulegir því öll þurfum við að hlusta á gagnrýnisraddir. Þar eru vísindin þó í sérflokki því vísindin mega aldrei hafna nýjum kenningum að óathuguðu máli. Mér finnst gott orðtakið sem segir ,,að þeir sem þora að villast finna nýjar leiðir“.</p> <p align="justify">Það segir á boðskorti frá Hafró að: „Um þessar mundir eru 50 ár frá því að Hafrannsóknarstofnun var komið á fót.“ Við slík tímamót er sjálfsagt að koma ekki með öllu tómhentur til veislu.</p> <p align="justify">Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun lagði ég fram tillögu um að ráðist verði í kortlagningu hafsvæðisins í kringum Ísland. Þar segir að ríkisstjórn Íslands samþykki að leggja til við Alþingi, við framlagningu fjárlagafrumvarps fyrir árið 2017, að tryggt verði fjármagn til verkefnisins í fjárlögum þess árs á grundvelli 10-15 ára verkáætlunar sem þá mun liggja fyrir.</p> <p align="justify">Hafrannsóknastofnun mun sjá um úthald skipa, mælingar og frumúrvinnslu þannig að öll gögn verði aðgengileg stofnunum, háskólum og atvinnulífinu í landinu. Verkefnastjórn fær það hlutverk að skipuleggja verkefnið. Gaumgæft verður hvort aðrar stofnanir sem koma að verkefninu geti lagt fjármuni til þess. Má þar nefna Orkustofnum, Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun. Verkefnastjórn mun ljúka vinnu sinni í febrúar á næsta ári svo endanlegur kostnaður ríkissjóðs liggi fyrir við fjárlagagerð vegna 2017.</p> <p align="justify">Ég vona, og er þess reyndar fullviss, að þessi ákvörðun veiti starfsmönnum stofnunarinnar færi á að auka til muna þekkingu á aðstæðum og lífríki hafsins.</p> <p align="justify">Um leið og ég óska Hafrannsóknastofnun til hamingju með afmælið vil ég þakka öllum þeim sem að starfi stofnunarinnar hafa komið fyrir gott starf í þágu þjóðar og þó ekki síst fyrir það að hafa staðið ölduna í ágjöfinni og haldið kúrs. Og svo við ljúkum erindi Jónasar sem hálft var lesið í byrjun:</p> <p align="justify"> <em> tífaldar þakkir því ber færa</em> </p> <p> <em> þeim sem að guðdómseldinn skæra</em> </p> <p> <em> vakið og glætt og verndað fá</em> </p> <p> <em> viskunnar helga fjalli á.</em> </p>

2015-10-06 00:00:0006. október 2015Ræða á "Our Ocean" ráðstefnunni í Síle, 5. október 2005

<div> <blockquote> <div> <br /> </div> <div> <p><strong>Honourable Ministers distinguished guests, ladies and gentlemen.<span>&#160;</span></strong></p> </div> <div> <p>I would like to start by thanking our hosts in Chile for inviting to this important conference building on an initiative launched a year ago in Washington. It is a real pleasure to be in this beautiful place to focus on the oceans, both the opportunities and the challenges we are facing.</p> </div> <div> <p>Protection and sustainable use of the the ocean has received greater attention in recent years. Iceland particularly notes that the oceans have received special emphasis in the recently approved Sustainable Development Goals. Giving the oceans a stand-alone goal was an important step.</p> </div> <div> <p><span>The oceans are essential for global sustainable development. In Iceland, we had to put this into practice decades ago &#160;- as we rely on fisheries for our livelihood.</span></p> </div> <div> <p>The transition of the Icelandic economy in the 20<sup>th</sup> century into a modern welfare society can largely be contributed to developments in the fisheries sector.</p> </div> <div> <p><span>We have not always been successful in sustainable use of our resources, we have made mistakes, but were willing to learn from them and make necessary changes. The most fundamental management change took place around 30 years ago laying the ground for a sustainable fisheries management system.</span><span>&#160;</span></p> </div> <div> <p>Each fishing vessel was allocated an individual quota, a percentage of the total allowable catch, based on catch history. The size of the total allowable catches – the TAC - is decided each year on the basis of a <u>purely scientific advice</u> from the Marine Research Institute. This leaves no room for political speculations.</p> </div> <div> <p>At the time the new system was controversial, but today we have a sensible, functioning and sustainable framework.</p> </div> <div> <p>To put this in numbers: In the year 1981 the total catch of cod in Icelandic waters was 460 thousand tons. In 2013 it was down to 236 thousand tons, but the export value more than doubled in real terms.</p> </div> <div> <p>This system has also proven positive for the environment, with fever ships, and lower emission.</p> </div> <div> <p>Today, fisheries in Iceland&#160;are efficient and highly profitable,</p> </div> <div> <p>but not least sustainable - as the fish stocks are in a healthy condition.</p> </div> <div> <p>This summer it became clear that our most valuable fish resource, the cod stock, is now biologically stronger than it has been for half a century.</p> </div> <div> <p>Did we - back then - know the outcome for sure in advance?</p> </div> <div> <p>Honestly! - Not entirely.</p> </div> <div> <p>But we tried to come up with a reasonable system that worked. And so it did.</p> </div> <div> <p>Since then, the key words associated to fishing in Iceland are: SCIENSE-BASED AND SUSTAINABLE.</p> </div> <div> <p>But the system does not run itself!!</p> </div> <div> <p>We have efficient enforcement of compliance and transparent regulations. Inspectors board fishing vessels regularly and all catches are thoroughly recorded at landing.</p> </div> <div> <p>The Directorate of Fisheries and the Coast Guard keep a watchful eye and offenders are caught and sanctioned. In additon, the Icelandic fishing sector does not receive any distortive subsidies.</p> </div> <div> <p>In an EEZ that spans 760 thousand square kilometers - there are around 30 Marine Protected Areas. While some grounds are closed during the spawning season, others are permanently off limits and The Marine Research Institute can instantly close any area of concern.</p> </div> <div> <p>With sustainable use of the oceans Icelanders have been able to secure their countries' food security for centuries.</p> </div> <div> <p>Ladies and gentlemen</p> </div> <div> <p>The global community has committed itself to end hunger in the world. This will depend on how successful we are in utilizing resources in a sustainable way. If we want the oceans to be an essential part of this commitment, science based sustainable harvesting of marine resources must become a universal practice.</p> </div> <div> <p>In Iceland, the saying has been: „teach a man to fish and you feed him for a lifetime”.</p> </div> <div> <p>NOW WE MIGHT ADD: TEACH A MAN TO FISH SUSTAINABLY –and you also feed generations to come.</p> </div> <div> <p>Although Iceland has only 330 thousand inhabitants – we need all hands on deck to secure the healthy future of the oceans – large and small.</p> </div> <div> <p>Iceland has for almost two decades contributed to capacity-building in fisheries management in developing countries. We have done so through the UN Fisheries Training Program in Iceland. Around 300 experts from 50 countries have graduated and over 1.000 specialists have participated in shorter programs.</p> </div> <div> <p>I am pleased to announce our commitment for an additional contribution to the Fisheries Taining Program – with a special focus on Small Island Developing States.</p> </div> <div> <p>We have come a long way in our understanding of the challenges related to sustainable conserve and manage the oceans for current and future generations. However, understanding the vast oceans can be compared with sailing towards the horizon, the distance stays the same and more miles are still to be covered. We have charts to guide us on this journey. It is important to base our practice firmly on frameworks as established by the United Nations: the Convention on the Law of the Sea and the Fish Stocks Agreement.</p> </div> <div> <p>Sustainable management must start on a local level – extend to a regional level and in the end we must all be accountable</p> </div> <div> <p>It is important to use all tools available, not least Regional Fisheries Management Organisations and the FAO.</p> </div> <div> <p>One of the big challenges that we need to address on a global scale is IUU fisheries. The FAO Agreement on Port State Measures is one of the instruments to tackle&#160; this serious problem</p> </div> <div> <p>Iceland is pleased to confirm its ratification of the FAO Agreement on Ports State Measures and strongly encourage other countries to do the same and thus show their commitment to ending IUU fishing.</p> </div> <div> <p>Climate change is one of the greatest threats to the ocean today. Increase of temperature and ocean acidification will put the entire marine ecosystem at risk. The only way to turn this around is by cutting greenhouse gas emission. And Iceland aims to take part in collective delivery with the European Union and Norway of 40% reduction of greenhouse gas emission by 2030.</p> </div> <div> <p><strong>Distinguished guests</strong><span>,</span></p> </div> <div> <p>Finally, -an integrated approach and increased cooperation will be of fundamental importance to meet the challenges in front of us. “Our Oceans” is an important opportunity to share practices, and to discuss ways forward. Iceland remains committed to be a leading advocate for the oceans.</p> </div> <div> <p>Thank you</p> </div> </blockquote> </div> <div> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <br /> </div>

2015-09-09 00:00:0009. september 2015Nordisk byggetræf, 9. september 2015

<p align="justify"><br /> </p> <blockquote> <h4>Kære mødedeltagere</h4> <p align="justify"><span>Jeg vil gerne begynde med at byde jer velkommen til Island.&#160; Vi befinder os her i Hveragerði, som på mange måder er et specielt sted.&#160; Byen er dog først og fremmest kendt for to ting: For det første dyrkes her grøntsager i stor stil, for under vores fødder strømmer en overflod af jordvarme, som vi bruger til opvarmning af drivhuse.&#160; For det andet er der jordskælv.&#160; De fleste er heldigvis så svage at man ikke bemærker dem, Men Hveragerðis beboere føler jævnligt jordrystelser i byen.&#160; For godt syv år siden havde vi et stort jordskælv, der blev målt til 6,3 på Richterskalaen. Et sådant jordskælv har mange forskellige følger.&#160; Det forårsager ødelæggelser på de områder, der ligger nærmest jordskælvets epicenter, og da især inden døre, hvor møbler og andre løse genstande bliver kastet omkring.&#160; Ude i terrænet vil et så stort jordskælv også efterlade sig spor.&#160; Jord og sten styrter ned fra fjeldsiderne, og sprækker og revner åbner sig i jorden, som damp og varmt vand så vil strømme op igennem.&#160; Men tag det roligt. &#160;Sådan har naturen altid opført sig og vil formentlig blive ved med et godt stykke tid endnu. &#160;</span><br /> </p> <p align="justify">For nu at være helt ærlig ved jeg ikke forfærdelig meget om konstruktion af staldbygninger, selv om hele min karriere for den største del er foregået netop i sådanne bygninger.&#160; Jeg er nemlig dyrlæge og lærte mig fag på Den kongelige Veterinær- og Landbohøjskole på Frederiksberg.&#160; Jeg har på fornemmelsen at I vil få en overflod af forelæsninger om staldbygninger, så jeg har tænkt mig at tale lidt om fødevareproduktion.&#160;</p> <p align="justify">Jeg har længe været af den overbevisning, at produktion af fødevarer, gode og sunde fødevarer, har en stor fremtid foran sig her på det nordiske område.&#160; Dette skyldes en række grundlæggende faktorer: Vi har en streng lovgivning omkring al produktion af fødevarer.&#160; Medicinanvendelse i det nordiske landbrug er ganske minimalt.&#160; Luftkvaliteten er stadig relativ god, der forefindes store mængder rent og godt vand, og stadig findes der landområder, der kan inddrages til fødevareproduktion.&#160; Herudover må vi heller ikke glemme, at de nordiske nationer har en stærk infrastruktur.&#160;</p> <p align="justify">Mange vil sikkert påstå, og med rette, at et så lille landområde som Norden ikke har nogen afgørende betydning i den globale fødevareproduktion, og naturligvis er det nødvendigt at der sker en øgning på meget større skala.&#160; Men når vi husker på, at jordens befolkning muligvis vil nå op på 9,5 til 10 milliarder efter 35 år, tror jeg at alle nationer og områder må arbejde samlet hen mod en øget fødevareproduktion.&#160; Og da mener jeg ikke bare en hvilken som helst fødevareproduktion, for samtidigt med at efterspørgslen efter fødevarer øges fra år til år, så bliver kravet om sunde fødevarer endnu mere højlydt.&#160; Og på det felt har Norden faktisk allerede opnået et forspring.&#160; Efter min mening er det myndighedernes pligt at styrke sine respektive landes økonomi ved at udnytte dets produktionsmuligheder. En selvbærende udnyttelse af naturens resurer.</p> <p align="justify">Og selv om det måske ikke i dag synes indlysende at dette kan gennemføres ved en styrkelse af fødevareproduktionen, så tror jeg, set ud fra et økonomisk synspunkt, at det på lang sigt ikke alene er en fornuftig foranstaltning, men ganske enkelt nødvendigt.&#160; Så må vi heller ikke glemme, at en øget fødevareproduktion vil kræve betydelig arbejdskraft.&#160; Mange vil mene, at det ikke vil være muligt at ændre den udvikling, som vi har set i affolkning af landdistrikterne og tilflytning til byerne.&#160; Jeg vil ikke påstå, at det er muligt, men en øget fødevareproduktion vil medføre øgede arbejdsmuligheder i de tyndere befolkede områder.&#160;</p> <p align="justify">Til sidst vil jeg sige dette: I må godt kalde mig en romantisk ideolog, eller måske endda en bondeknold, med urealistiske ideer og forventninger om vores lokale fødevareproduktion og landdistrikternes fremtid.&#160; Og jeg vil give jer fuldstændig ret: jeg er endda en vaskeægte bondeknold og voksede op på en gård ikke langt herfra.&#160; Og hvad angår romantikken og ideologien, vil jeg lige minde på, at i løbet af den korte tid, der er gået siden jeg begyndte denne tale, er antallet af mennesker på jorden steget med 145.&#160; Fødselsoverskuddet, som er fødte minus døde, ligger på 2,4 pr. sekund. Man kan skændes om alt mellem himmel og jord, og det gør vi jo tit, men lige meget hvad der i øvrigt sker, så vil det altid være nødvendigt for mennesker at have noget at spise. Og de samme mennesker vil have rigtig god mad. Husk at der kommer 210 tusund flere til aftensmaden end i garkveld og endnu 210 tusund flere i morgenaften ogsa. Og sa videre langt ind i fremtiden.</p> <p align="justify">Men tilbage til Nordisk byggetræf 2015. Vi her i Island er meget glade for at jeres fine seminar holdes her hos os og sætter stor pris på det nordiske samarbejde inden for landbruget. Vi ved godt at vi ikke er så mange her oppe her i vores forholdsvis store land og ikke kan gøre det hele, vi er jo kun 330 tusind her oppe trods at mange måske tror andet efter vores historiske sejr over Holland i fodbold i sidste uge og på söndag kom vi so videre til VM i Frankrig næste sommer.</p> <p align="justify">Vi må derfor stole på viden og knowledge fra andre for at kunne være helt fremme i skoene som understreget vigtigheden for et seminar som dette. Jeg håber at i vil have nogle produktive dage her i Island, at seminaret vil føre jer videre i jeres konstant søgen efter ny viden og håber I vil nyde jeres tid her i vores dejlige land.</p> </blockquote> <p align="justify"><br /> </p>

2015-06-01 00:00:0001. júní 2015Ræða á ráðstefnu SFS, 29. maí 2015

<h3><span><br /> </span></h3> <blockquote> <h3 align="justify"><span>Fundarstjóri, ágætu fundarmenn</span></h3> <div> <p align="justify">Ég vil byrja á því að þakka tækifærið til að ávarpa aðalfund SFS, sem að þessu sinni er tileinkaður markaðssetningu og auknum verðmætum. Það fer vel á því.</p> </div> <div> <p align="justify">Fyrir tæpri öld mátti lesa í Ægi, mánaðarriti Fiskifélags Íslands, frásögn af fiskveiðum Dana, 1921. Þar er skrifari að velta fyrir sér verðmæti íslenskra sjávarafurða miðað við hina „…litlu fiskveiðiþjóð…“ sem hann sagði Dani vera. Niðurstaða hans var sú að það væri ógerningur að bera þetta saman, „Því þar til vantar, segjum alt.“ Hagur veiða og vinnslu var greinilega ekki álitið forgangsmál að taka saman á þessum árum. En niðurstaða skrifara er samt sú að fróðir menn álíti að upphæðin geti numið um 40 milljónum króna, „… þegar lýsi, gota, sundmagi og síld er reiknað með…“&#160; Þetta telur hann koma almenningi undarlega fyrir sjónir „ … að hinar dýru afurðir okkar gefi ekki meira af sér en fiskur sá, sem Danir afla, sem hér almennt væri nefndur <em>ruslfiskur.“&#160;</em> &#160;&#160;</p> </div> <div> <p align="justify">Það eru engin ný tíðindi fyrir ykkur í þessum sal að íslenskur fiskur er eftirsótt vara, meðal annars vegna ímyndar lands og sjávar. Og ég tek undir með málgagni Fiskifélagsins; gæðin eru mikil og hafa auðvitað enn batnað frá 1921. En það selur sig ekkert sjálft á alþjóðlegum samkeppnismarkaði, ekki frekar en fyrir tæpum 100 árum. Í tilvitnuðu tölublaði er greint frá því að Þjóðverjar séu farnir að selja kola í Danmörku. Þótti dönskum fiskimönnum „… það slæmir gestir, þar sem þeir selja svo miklu ódýrara…“.&#160; Á hinum alþjóðlega samkeppnismarkaði í dag eiga alveg sömu lögmál við. Það er keppt í verði, gæðum og afhendingaröryggi. Kunnugir segja mér að afhendingaröryggið sé mikilvægast af þessu þrennu; ef engin er varan, þarf ekki að ræða verð og gæði.</p> </div> <div> <p align="justify">Á dögunum hélt ég stutt erindi á ráðstefnu sem <em>Matvælalandið Ísland</em> stóð fyrir. En það er samstarfsvettvangur fyrirtækja og samtaka sem tengjast framleiðslu og markaðssetningu matvæla og ykkar samtök eru hluti af. Þar hélt ég því fram að Ísland væri vel í stakk búið til að framleiða mat og selja háu verði. Þessi niðurstaða byggist á því að fólki fjölgar og kaupgeta fólks er að aukast. Í þessu felast möguleikar sem ég tel að við hér á Íslandi eigum að nýta okkur. Við þetta bætist að krafa um hrein og heilnæm matvæli verður sífellt háværari. Fólki er ekki sama hvað það lætur ofan í sig. Sú staðreynd vinnur með okkur og ímyndin styrkir stöðu okkar.&#160;</p> </div> <div> <p align="justify">Sjálfsagt hnutu margir um fréttir af því á dögunum, að sænska risafyrirtækið Arla auglýsti íslenskt skyr fyrir Bretlandsmarkað. Skyrið var sagt framleitt á Höfn. Það reyndist rangt, það var upprunnið í Þýskalandi. Fram kom í fréttum, og haft eftir markaðsstjóra Mjólkursamsölunnar, að auglýsingaherferðin hefði ekki kostað undir einum milljarði króna. Kasper nokkur Beck, upplýsingafulltrúi Arla í Danmörku sagði að markaðsherferðin væri byggð á ákveðinni menningu og þar var hann væntanlega að vísa til hinnar íslensku.</p> </div> <div> <p align="justify">En hvað sem öllum útúrsnúningi og illa ígrunduðum afsökunum Arla manna líður, finnst mér þetta sterk vísbending um að ímynd Íslands og menning, eru öflug tæki til markaðssetningar á íslenskum mat. Það eru verðmæti falin í ímyndinni og þá auðlind eigum við sameiginlega og þurfum að umgangast hana í samræmi við það. Flestir eru að selja sömu söguna af Íslandi þegar kemur að mat. Og það er engum blöðum um það að fletta að sjávarútvegurinn hefur dregið vagninn í þeim efnum. Og svo verður væntanlega áfram.</p> </div> <div> <p align="justify">Ríkisvaldið á ekki að skipta sér af markaðsmálum einstakra fyrirtækja. Þó skarast leiðir hins opinbera og útflutningsfyrirtækja með ýmsum hætti. Ríkið gerir samninga um gagnkvæman markaðsaðgang og lætur stundum til sín taka ef snurða hleypur á þráðinn. Auk þess sem viðskiptasendinefndir eru oft með í för í opinberum heimsóknum íslenskra ráðamanna. Sú skikkan þekkist um allan heim.</p> </div> <div> <p align="justify">Hægt er að sjá fyrir sér að á vettvangi <em>Matvælalandsins Íslands,</em> að hægt verði að ná samstöðu um það hvernig við Íslendingar viljum standa að markaðssetningu á íslenskum matvælum. Ríkisvaldið hefur ákveðið að styðja við bakið á þeirri starfsemi og nýlega var samþykkt í ríkisstjórn að leggja til hennar 80 milljónir króna á ári, næstu fimm árin. Nú er verið að móta verkefnið á vegum Íslandsstofu og ég vonast til þess að sem flestir sjái sér hag í því að taka þátt og ég hvet alla til að ganga til leiks með opnum hug.&#160;</p> </div> <div> <p align="justify">Fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að hún hyggist leggja áherslu á áframhaldandi uppbyggingu í sjávarútvegi. Til að svo megi verða þarf að búa sjávarútveginum þau skilyrði að hann geti staðið undir þeirri ímynd sem við teljum svo mikils virði. Það felst meðal annars í því að fjárfestingar haldi áfram, bæði til sjós og lands.</p> </div> <div> <p align="justify">Það á að vera markmið okkar að fyrirtæki hafi getu og burði til að þróa nýja tækni og aðferðir við matvælavinnslu. Þar er mikilvægt að horft verið til þess að efla enn frekar samvinnu milli stofnana sem fara með rannsóknir, háskólasamfélagsins og fyrirtækja. Stöðug nýsköpun er mikilvæg og í raun forsenda þess að fyrirtæki hafi burði til þess að vera leiðandi í samkeppni á heimsmarkaði.</p> </div> <div> <p align="justify">Ég heimsótti Bergen í fyrri viku og hlustaði meðal annars á fyrirlestur fulltrúa Norsk sjömatråd. Fram kom að samtökin hafa úr að spila, sem svarar til tæplega níu milljarða íslenskra króna til að markaðssetja sjávarfang frá Noregi. Samtökin starfa náið með sjávarútvegsfyrirtækjum og taka mið af þörfum þeirra hverju sinni. En innan Norsk sjömatsråd hefur safnast mikil þekking á mörkuðum og hún stendur öllum til boða sem hyggja á útflutning. Og hvaða viðmið ætli frændur okkar styðjist við? Það er ekki flókið: <em>Besta sjávarfangið kemur frá Noregi</em> stendur á heimasíðunni.</p> </div> <div> <p align="justify">Ég eftirlæt ykkur að vinda ofan af þessum misskilningi Norðmanna; til þess höfum við allt og okkur mun ganga enn betur ef við stillum saman strengi við að kynna hvað það er sem gerir íslenskt sjávarfang einstakt. Og ef þið teljið að yfirvöld geti í þeirri vinnu lagt gott til mála, lýsi ég mig reiðubúinn til slíks samstarfs.&#160; &#160; &#160;</p> </div> <div> <div align="justify"> <br /> </div> </div> </blockquote> <div> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> </div> <p align="justify"><br /> </p> <p><br /> </p>

2015-05-22 00:00:0022. maí 2015Ræða flutt á ráðstefnunni "Matvælalandið Ísland", 21. maí 2015

<div> <br /> </div> <blockquote> <div> <p align="justify"><br /> </p> <p align="justify">Fundarstjóri, ágætu ráðstefnugestir</p> </div> <div> <p align="justify">Ég hef haldið því fram í ræðu og riti, bæði áður og eftir að ég varð ráðherra, að íslenskur matur og framleiðsla hans eigi sér bjarta framtíð. Það hef ég meðal annars byggt á spám um fólksfjölda og kaupgetu fólks á komandi árum og áratugum. Allir þurfa að borða og því þarf að framleiða meira af mat en nú er gert.&#160; Þetta tækifæri eigum við að grípa og notfæra.</p> </div> <div> <p align="justify">Okkur hefur gengið vel í markaðssetningu á sjávarafurðum og erum þar fremst meðal jafningja. En það er sífellt sótt að þeim sem vel gengur. Hér á landi er sú sjálfsagða krafa uppi, að sjávarútvegurinn greiði eðlileg gjöld fyrir aðgang að auðlindinni. En á sama tíma verður að huga að þeirri stöðu sem hann er í á alþjóðlegum markaði.</p> </div> <div> <p align="justify">Á kyningarfundi sem ég sat á vegum norskra stjórnvalda í Bergen í vikunni, kom fram að Norðmenn hafa árlega úr átta milljörðum að spila þegar kemur að sameiginlegri markaðssetningu á sjávarfangi. Við eigum í harðri samkeppni við Norðmenn og því verður að fara varlega í að veikja samkeppnisstöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Ef sölusamtök og fyrirtæki í sjávarútvegi hrökklast af góðum markaði, munu allir tapa.&#160;&#160;</p> </div> <div> <p align="justify">Betur má ef duga skal í landbúnaðarvörum og verkefni eins og <em>Matvælalandið Ísland</em> er mikilvægur áfangi á þeirri leið. Stjórnvöld víðast hvar í heiminum, ekki bara í Noregi, taka þátt í markaðssetningu á framleiðslu sinna landa. Og þess má geta að fram kom á fundinum í Bergen, að norsk fyrirtæki og samtök notfæra sér út í hörgul ferðalög ráðamanna til útlanda, ekki síst konungborinna, til að koma sínum afurðum í kastljósið. Enda útflutningur og verslun á alþjóðlegum markaði hverju landi mikilvæg.</p> </div> <div> <p align="justify">Aukin útflutningur á íslenskum matvælum, sem tengist ímynd landsins, getur treyst stoðir efnahagslegrar hagsældar. Og það virðast fleiri hafa áttað sig á því. Arla er fyrirtæki í Svíþjóð, um hundrað sinnum stærra en Mjólkursamsalan. Það hefur nú komið auga á verðmætin sem liggja í íslensku skyri. Þeir skyrrast ekki við að segja skyrið sem þeir selja vera íslenskt.</p> </div> <div> <p align="justify">Markaðsstjóri MS segir það ekki satt. Einnig kemur fram í máli hans að Arla hafi varið sem svarar einum milljarði króna í auglýsingaherferð á „íslensku skyri“. Ef eitt fyrirtæki er tilbúið að verja þessari upphæð í að auglýsa skyr, þá hljóta að felast í því gríðarleg verðmæti. Og fyrirgefið mér þótt ég dragi Noreg enn í umræðuna; en í nýrri stórglæsilegri sundhöll Bergen búa mátti sjá flenni stóra auglýsingu um SKYR, sem væri frábær biti milli mála.</p> </div> <div> <p align="justify">Á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudaginn í fyrri viku var kynnt minnisblað þar sem lagt er til að ríkisstjórnin samþykki að leggja árlega 80 milljónir króna í fimm ár í verkefnið „Matvælalandið Ísland“. Umsjón verkefnisins verður í höndum Íslandsstofu, en Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Utanríkisráðuneytið munu einnig koma að því. Samtals er upphæðin 400 milljónir króna á fimm árum. Þótt upphæðin sé vissulega há, er hún þó ekki nema 40% af þeirri sem Arla er tilbúið að verja í auglýsingu á einni vöru frá Íslandi. Það er umhugsunarefni.&#160;&#160;&#160;</p> </div> <div> <p align="justify">Á tímum þar sem ferðamönnum fjölgar dag frá degi, er skynsamlegt að hlusta eftir rödd þeirra sem starfa í grasrótinni og hafa tilfinningu fyrir því hvað það er sem útlendingarnir eru að sækjast eftir. Fyrir skömmu var rætt við veitingamanninn á Þremur frökkum í sjónvarpsfréttum, þar sem umræðan snerist um veitingastaði og útlendinga; „<strong>fólk vill sjá íslenskt</strong>!“ sagði hann. Það felast verðmæti í því að geta sagt að matvara sé „íslensk“. Ég treysti aðstandendum Matvælalandsins til að koma þeim verðmætum áleiðis.</p> </div> <div> <p align="justify">Svona ráðstefna er liður í viðleitni til að auka veg íslenskra matvæla. En fjölmargt meira þarf að koma til og ég er ekki maðurinn til að segja ykkur hvað þið eigið að gera. Þið þekkið betur til þessara hluta en nokkur annar. Mig langar hins vegar að nefna tvennt sem ég tel að hafa verði í huga. Hið fyrra er samvinna og hið síðara er áreiðanleiki. Ég skal útskýra stuttlega hvað ég á við.</p> </div> <div> <p align="justify">Þegar kemur að matvælum eru íslensk fyrirtæki flest að selja sömu söguna, ef svo má að orði komast. Þau eru að selja ímyndina; hreint land, hreint vatn, hreint loft og tær Norður-Atlantshafs sjórinn. Til að þetta gangi upp verður að vera einhvers konar samvinna, eða samræmi, um það hvernig beri að selja söguna. Það gengur ekki upp að bóndinn eða sjómaðurinn, einn og sér, sé að vanda sig, ef meðferð hráefnisins er lakari þegar það er komið í vinnslu. Það verða allir að vinna sameiginlega að því að varan sem verið er að selja, styrki ímyndina, en veiki hana ekki. Samtal um þetta verður að eiga sér stað og Matvælalandið er líklega rétti vettvangurinn til að samræma vinnuna.&#160;&#160;</p> </div> <div> <p align="justify">Áreiðanleiki snýst um það að allir sem eru hlekkir í virðiskeðjunni verða að geta treyst hvorir á aðra og þar með kaupandinn seljandanum. Treyst því að það sem sagt er standist, varan sé sú sem hún á að vera og uppfylli þær kröfur sem til hennar eru gerðar. Og ekki síður að hún sé afhent á þeim tíma sem um var samið. Umsvifamikill fiskkaupmaður í Grimsby sagði að þrjár reglur væru mikilvægastar í sínum rekstri; verð, gæði, afhendingaröryggi – EN- ekki í þessari röð, afhendingaröryggi kæmi í fyrsta sæti. Án þess væri vonlaust að eiga í samskiptum við smásala.&#160;&#160;&#160;</p> </div> <div> <p align="justify">Kæru fundargestir.</p> </div> <div> <p align="justify">Ég vona að Matvælalandið verði sameiginlegur vettvangur allra þeirra sem vilja vinna að sameiginlegum hagsmunum vegna framleiðslu og útflutnings á mat frá Íslandi. Samþykkt ríkisstjórnarinnar í fyrri viku er lóð á vogarskálarnar, en það eru þið sem munu láta þetta gerast. Ég óska ykkur góðrar ráðstefnu.</p> </div> <div> <p align="justify"><br /> </p> </div> </blockquote> <div> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p align="justify"><br /> </p> <div align="justify"> <br /> </div> </div>

2015-04-30 00:00:0030. apríl 2015Ársfundur Byggðastofnunar 10. apríl 2015

<p></p> <p><br /> </p> <p>Ársfundur Byggðastofnunar Vestmannaeyjum 2015</p> <p></p> <p><em>Ágætu fundarmenn, því miður komst ráðherra ekki til fundar við okkur í dag vegna anna. Ég vona að þið takið viljann fyrir verkið, þótt ég flytji ykkur boðskap ráðherra í hans stað.&#160;</em></p> <p></p> <p></p> <p>Ég hygg að þeir sem voru á ársfundi Byggðastofnunar í fyrra reki minni til þess að hafa heyrt þessi ávarpsorð þá; en þau eru nákvæmlega þau sömu og í fyrra. Ráðherra er fjarverandi vegna flokksþings, en biður fyrir kveðju til allra sem hér eru. Og til að forðast allan misskilning, þá vísar fyrsta persónu fornafnið ÉG í þessari ræðu, til ráðherra, en ekki mín, sem hér stend.</p> <p></p> <p>Ég talaði um það í fyrra, að það væri fengur í því að eiga að stofnun eins og Byggðastofnun, eins konar greiningardeild byggðamála. Þá hafði ég setið í embætti í tæpt ár, en nú, eðli máls samkvæmt, í tæp tvö ár. Og þessi skoðun mín á Byggðastofnun hefur í engu breyst, styrkst frekar en hitt. Starfsfólk hennar og stjórn eru stjórnvöldum hvers tíma afar mikilsverð, enda er það viðkvæmt mál og flókið að fást við vandamál lítilla samfélaga.<span>&#160;</span> <span>&#160;</span></p> <p></p> <p>Á ársfundi er rétt að spyrja, hvað hefur gerst síðan við sáum síðast. Ég vil nefna þrennt. Í fyrsta lagi að undirbúningur er hafin að ljósleiðaravæðingu landsins alls. Í öðru lagi er frumvarp um að kostnaður við flutning og dreifingu rafmagns vegna húshitunar, hjá þeim sem ekki eiga kost á hitun með jarðvarma verður að fullu niðurgreiddur frá og með 1. janúar 2016. Með frumvarpinu er stigið mikilvægt skref til að jafna orkukostnað eftir landsvæðum og til að jafna búsetuskilyrði um allt land. Í þriðja lagi vil ég nefna ný lög um jöfnun kostnaðar á dreifingu á rafmagni.</p> <p></p> <p>Af öðrum þáttum sem nefna má og horfa til framfara eru að sóknaráætlanir landshluta hafa verið festar í sessi með samningum til fimm ára. Búið er að sameina í einn samning verkefnin sóknaráætlanir landshluta, vaxtarsamninga og menningarsamninga. Þar er Byggðastofnun ætlað aukið hlutverk. Einnig vildi ég nefna svo kallaðan Byggðarannsóknarsjóð sem settur hefur verið á laggirnar, en ég er þess fullviss að með rannsóknum, sem hægt verður að stunda með stuðningi úr sjóðnum, verði hægt að leggja mikilsverðan grunn til uppbyggingar byggðastefnu til framtíðar.</p> <p></p> <p>Ríkisstjórnin sem nú situr, rekur og hyggst reka, virka byggðastefnu. Ástæðan er einföld; æskilegt er að byggð verði sem víðast á landinu. Ásókn í okkar ágæta land er að aukast stórum frá ári til árs; rúmlega milljón ferðamenn væntanlegir á þessu ári og enn fleiri á því næsta. Auk þess tel ég, og hef lengi verið þeirrar skoðunar, að landbúnaður og matvælaframleiðsla eigi sér bjarta framtíð. Spurn eftir matvælum er að aukast og kaupgeta fólk að styrkjast. Þessu þarf að mæta.</p> <p></p> <p>Ágætu fundarmenn</p> <p></p> <p>Það er ekki sér íslenskt vandamál að það fækki í sveitum og fjölgi í borgum. Ég tel að hér á landi séu tvö atriði sem hyggja þarf sérstaklega að, til að spyrna við þessu. Einhæfni atvinnulífs er það sem heldur mörgum frá því að flytja aftur í heimahagana. Ungt fólk menntar sig sífellt meira og vill gjarnan fá starf við hæfi. Á mörgum stöðum háttar einfaldlega þannig til, að störfin eru ekki til. Þessu þarf að breyta. &#160;</p> <p></p> <p>Þá vil ég einnig geta þess, að öll flugumferð, til og frá landinu, fer í gegnum einn flugvöll. Að sjálfsögðu er takmarkað hvað yfirvöld geta gert til þess að lokka flugfélög til að fljúga á vissa staði. En ég tel það ómaksins vert að gaumgæfa það eins og nefnd á vegum forsætisráðuneytisins hefur verið falið að gera. Með því mætti dreifa álagi vegna ferðamanna víðar um landið, til stórfellds ávinnings fyrir viðkomandi landsvæði, svo ekki sé talað um ómæld tækifæri fyrir sjávarútvegsfyrirtæki til að flytja ferskan fisk beint á markað. &#160;</p> <p></p> <p>Að lokum þetta.</p> <p></p> <p>Ég vil þakka starfsmönnum og stjórn Byggðastofnunar gott samstarf. Ég vil jafnframt nota tækifærið og bjóða nýjan stjórnarformann velkominn til starfa, Herdísi Sæmundardóttur.</p> <p></p> <p>Þá vil ég þakka fráfarandi stjórnarformanni, Þóroddi Bjarnasyni, einstaklega gott samstarf og minna hann í leiðinni á, það sem sagt var þegar hann tilkynnti mér ákvörðun sína; að ég mætti leita til hans með úrlausnarefni. &#160;</p> <p></p> <p>Ég óska ykkur góðs ársfundar.</p> <p>Takk fyrir mig.</p> <p><br /> </p>

2015-03-03 00:00:0003. mars 2015Ræða á Búnaðarþingi, 1. mars. 2015

<br /> <blockquote> <p align="justify">Ágætu gestir.&#160;</p> <p align="justify">Ég vil byrja á því að þakka fyrir tækifærið til ávarpa Búnaðarþing 2015. Búnaðarþing er ekki síður nauðsynlegt mér en ykkur. Hér fara skoðanaskiptin fram, hér eru teknar ákvarðanir, hér takast menn á, hér gleðjast menn saman. Þótt bændur séu bændur, eru þeir ekki ein sál í einum líkama. Svo mikið þekki ég til bænda, bæði úr fyrrverandi starfi mínu sem dýralæknir, og ekki síður úr núverandi starfi, að ég veit að sitt sýnist hverjum. Öll hagsmunagæsla og barátta sem henni tengist miðast við þarfir einstaklinga.</p> <p align="justify">En einstaklingarnir eru mismunandi og þarfirnar einnig, en að sjálfsögðu er það fleira sem sameinar ykkur en sundrar. Ég nefni þetta hér, því stutt er í að undirbúningur hefst við gerð nýrra búvörusamninga. Fyrir þjóð sem stærir sig af góðum og heilnæmum matvælum, er mikilvægt að vel takist til við gerð þeirra.</p> <p align="justify">Enn og aftur vil ég minna á stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um að matvælaframleiðsla í landinu verði efld. Það stendur skýrum stöfum í stefnuyfirlýsingu. Í samræmi við hana hef ég ákveðið að skipa í starfshóp um aukna matvælaframleiðslu á Íslandi og verða skipunarbréf send út í þessari viku. Ég ætla þeim hópi að koma fram með tillögur sem geta nýst við gerð nýrra samninga, en ekki síður um eflingu matvælaframleiðslu og markaðssetningar til framtíðar. &#160;&#160;</p> <p align="justify"><strong>Nýir samningar, hvers má vænta:</strong></p> <p align="justify">Hvers má vænta í nýjum búvörusamningum, er spurning sem æ oftar er spurt. Og ekki að ástæðulausu. Ég hef nokkuð mótaða skoðun um það, en samningar eru samningar, ekki einhliða ákvörðun annars viðsemjanda. Vona nú samt að mín sjónarmið séu ekki of langt frá ykkar í þessum efnum. Alla vega vonast ég til þess að við getum sammælst um að nýir samningar verði breytinga- og sóknarsamningar.</p> <p align="justify">Æskilegt er að nýir búvörusamningar styðji við landbúnað sem víðast á landinu. Þeir eiga hins vegar ekki að koma í veg fyrir &#160;hagræðingu. Hún hefur orðið og á eftir að verða meiri. Bú eru að stækka og það er eðlileg þróun. En stærðin er ekki allt; sumir kjósa að hafa lítil bú, eða einfaldlega hafa ekki rými til að búa stórt. Að þeim verður einnig að huga. Hornsteinninn á að vera svo kallað fjölskyldubú og þau eiga að vera sem víðast um landið. Það á að vera markmið á hverjum tíma að landið sé allt í byggð.</p> <p align="justify">Ég sé fyrir mér að við gerð nýrra búvörusamninga verði einn svo kallaður regnhlífar samningur fyrir allar greinar landbúnaðar og síðan verði kaflar fyrir hverja búgrein fyrir sig; &#160;t.a.m. nautgripi, sauðfé, garðyrkju og síðast en ekki síst; geitur! Og samningar verði gerðir frá sama tíma og til jafn langs tíma. En eins og ykkur er vafalítið kunnugt, renna þeir nú út hver á sínu árinu. Hugsanlegt er að framlengja þá samninga sem þarf og láta alla nýja taka gildi 2017. Ég tel að lágmarks tími samninga sé 10 ár, jafnvel 15.</p> <p align="justify">Bændur verða að fjárfesta og með því að gera samning til langs tíma, ef 10 til 15 ár eru þá langur tími, verður augljóslega auðveldara að ráðast í fjárfestingar. Það er ekki bara hagsmunamál bænda; afurðarstöðvar og kaupendur vörunnar ættu einnig hægara um vik að gera áætlanir ef framboðið er tryggt til lengri tíma, svo ekki sé talað um lánastofnanir.</p> <p align="justify">Þá tel ég einnig að ákveðið hagræði sé að því, að ein samninganefnd komi fram fyrir hönd Bændasamtaka Íslands. Þannig verður samtalið milli ríkisins og bænda markvissara og fljótlegra og sameiginlegur skilningur ríkir um sameiginleg mál. Að sjálfsögðu er ekki hugmyndin að dregið verði úr aðkomu búgreinasambandanna, og tryggja verður þeim aðgang og samráð við samninganefnd BÍ.</p> <p align="justify">Ég tel eðlilegt að byggja áfram á þeim tveim meginstoðum sem hafa verið í styrkjakerfi landbúnaðarins. Beingreiðslukerfi og tollvernd. En sennilega er tímabært að endurskoða beingreiðslukerfið, með það fyrir augum að stuðningurinn nýtist betur, þeim sem framleiða, skjóti styrkari stoðum undir það sem kallast fjölskyldubú og er til þess fallið að auka byggðafestu.</p> <p align="justify">Sumir kúabændur, til dæmis, sem eiga mjólkurkvóta, vilja ekki eða geta ekki, framleitt meiri mjólk. Fyrir því geta að sjálfsögðu verið margar ástæður. Aðrir vilja og geta framleitt meira. Hvernig á að bregðast við þessari stöðu? Það er að segja, gera þeim kleift að framleiða meira, sem það geta, án þess að það bitni á þeim sem vilja halda í horfinu, eða jafnvel draga úr framleiðslu.</p> <p align="justify">Er heppilegasta leiðin að skipta greiðslum eftir því fyrirkomulagi sem nú er, eða ættum við að huga að öðrum leiðum? Sumir vilja enga breytingu, aðrir segja sem svo; af hverju er ekki einfaldlega greitt fyrir alla framleiðslu? Eru einhver rök fyrir því fyrirkomulagi sem við höfum, þegar vantar mjólk?</p> <p align="justify">Ég tel að rökin fyrir núverandi fyrirkomulagi í mjólkinni, séu að nokkru leyti barn síns tíma og huga verði að öðru fyrirkomulagi og draga úr vægi kvótaeignar þegar kemur að framleiðslu á mjólk. Til dæmis með því að auka gripagreiðslur. Breytingar þurfa þó að gerast á löngum tíma, en ég tel rétt að fara að hefja verkið. Þá tel ég einnig rétt að sett verði hámark á stuðning sem einstaka bú getur fengið af heildarstuðningnum.</p> <p align="justify">Á það hefur verið bent að í ræktuðu landi felast mikil verðmæti. Án þess verður engin framleiðsla, hvorki kjöt eða mjólk. Einn af þeim þáttum sem ég sé fyrir mér að við verðum að ræða, er að styrkir hins opinbera verði að einhverjum hluta greiddir út á ræktað land, en ekki framleiðslu. Að sjálfsögðu ekki hvaða land sem er heldur nytjað ræktarland þar sem einhvers konar framleiðsla á sér stað.</p> <p align="justify">Með því myndu afskipti hins opinbera af framleiðslunni sjálfri minnka. Hægt er að benda á, að kornrækt hér á landi hefur verið að taka við sér á undanförnum árum og ef svo fer fram sem horfir, mun hún aukast enn frekar. Þarna eru að mínu mati sóknarfæri. &#160;</p> <p align="justify">Þá vil ég einnig að hugað verði sérstaklega að því í nýjum samningum, að tryggt verði að aðilaskipti, eða kynslóðaskipti geti orðið að jörðum svo ábúð og framleiðsla leggist ekki af. Einnig að Framleiðnisjóður verði efldur til að auka nýsköpun í sveitum. &#160;</p> <p align="justify">Þótt hér hafi verið nefndar leiðir til breytinga á stuðningi, sem ættu að leiða til þess að styrkirnir skiluðu sér betur til frumframleiðenda, verður að tryggja að þeir sem fjárfest hafa miðað við núverandi kerfi haldi sínum rekstrargrundvelli. Það verða vonandi breytingar til góða, en engar kollsteypur. &#160;</p> <p align="justify"><strong>Tollar:&#160;</strong></p> <p align="justify">Þótt stundum megi skilja á opinberri umræðu að tollar séu sér íslenskt fyrirbæri, þá fer því órafjarri. Nánast öll lönd verja sína matvælaframleiðslu. Hugmyndir um að réttast væri að lækka tolla einhliða eru sérstakar. Á hinn bóginn er ekkert að því að semja um lægri tolla í gagnkvæmum samningum. Í viðræðum sem staðið hafa yfir við Evrópusambandið höfum við lagt áherslu á, að útflutningur héðan hefur engin áhrif á markaðinn ytra. En kíló fyrir kíló, er það sem evrópusambandið vill hafa sem viðmiðun. Það þykir mér ósanngjarnt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Á Íslandi búa 330 þúsund manns, 500 milljónir búa í Evrópusambandinu. Nokkrar viðbótar skyrdollur héðan myndu varla setja sambandið á hliðina. Í þessu samhengi má til dæmis nefna, að Svisslendingar sætta sig við hlutfallslega meiri innflutning frá Íslandi, en frá Sviss til Íslands, vegna mismunandi stærðar markaða.</p> <p align="justify">Þetta er ekkert flókið fyrir þá sem vilja skilja; það er ekkert gefið í samskiptum ríkja, ríki gera ekki hvert öðru greiða þegar viðskiptahagsmunir eru annars vegar. Það útilokar þó ekki að liðkað sé fyrir innflutningi. Eins og áður hefur komið fram er unnið að því að fá fulltrúa ESB að samningaborðinu, en í tvígang hefur Evrópusambandið frestað því að mæta til viðræðna, fyrst í haust svo í febrúar. Það er því ekki við íslensk stjórnvöld að sakast að ekki hafi náðst gagnkvæmir samningar um aukin inn- og útflutning á landbúnaðarvörum.</p> <p align="justify">Ágætu fundarmenn.</p> <p align="justify">Matvælaframleiðsla á Íslandi á framtíðina fyrir sér. Á komandi misserum munum við reyna að móta þá framtíð. Ég mun ganga með opinn huga til þess verks. Megin verkefnið er að tryggja stöðu bænda og neytenda, auka framleiðslu og með því auka byggðafestu og farsæld í landinu. Megi Búnaðarþing 2015 verða ykkur drjúgt.</p> </blockquote> <p align="justify"><br /> </p>

2015-02-26 00:00:0026. febrúar 2015Ræða á aðalfundi Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, febrúar 2015

<div align="right"> <font color="#555555"><strong>Ath: Talað orð gildir</strong></font> </div> <p></p> <font color="#555555"><br /> </font> <blockquote> <p align="justify"><span>Ágætu fundarmenn.&#160;</span><br /> </p> <div align="justify"> <span>Mig langar í upphafi að beina orðum mínum að fráfarandi framkvæmdastjóra SAM, Guðna Ágústssyni bóndasyni frá Brúnastöðum, fyrrverandi mjólkureftirlitsmanni hjá MBF og fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Að öðrum ólöstuðum tel ég drenginn þann betri og einarðari talsmann íslensks landbúnaðar, en dæmi finnast um í síðari tíma sögu. Treysti ég á að svo verði áfram, þótt þú nú stigir til hliðar úr forystusveit SAM. Gangi þér vel.</span> </div> <p align="justify">Eðli máls samkvæmt eru hagsmunasamtök, samtök sem berjast fyrir hagsmunum sinna félagsmanna. SAM eru þess háttar samtök, eða eins og fram kemur á heimasíðu: Tilgangur samtakanna er að sjá til þess að mjólkuriðnaðurinn í landinu verði rekinn á sem hagkvæmastan hátt með það að markmiði að gæta hagsmuna afurðastöðvanna inn á við sem út á við auk þess að gæta þess að framleiðendur og afurðastöðvar nýti sem best tiltæka markaði hverju sinni, innanlands sem utan.</p> <div align="justify"> <span>Afurðastöðvar innan SAM eru nú 3 talsins og þannig háttar til að eitt fyrirtæki, sem við erum nú stödd í, er langstærsta fyrirtækið innan vébanda þess. Þó eru ekki öll fyrirtæki sem starfa í mjólkuriðnaði innan samtakanna. Þessi staða, með eitt risavaxið fyrirtæki innan sinna vébanda, gerir SAM að nokkru leyti frábrugðið öðrum hagsmunasamtökum. Og til að undirstrika sérstöðu SAM eru samtökin til húsa hjá einu aðildarfélaganna. Afl þess stóra kann, með réttu eða röngu, að fæla aðra frá. Og fyrir samtök sem þessi er mikilvægt að allir innan greinarinnar finni að þeir séu velkomnir. Það eykur styrkinn.&#160;</span> </div> <div align="justify"> <span>Fyrir ríkisvaldið er mikilvægt að hafa samtök fyrirtækja sem viðræðuaðila. Ríkisvaldið getur ekki átt í samtali um hagsmuni atvinnugreinar við eitt fyrirtæki. Fyrir ríkið eru breið samtök allra fyrirtækja í mjólkuriðnaði t.a.m. undir SAM því algjör nauðsyn. Án slíkra samtaka verður samtal ríkis og atvinnugreinar mun erfiðara.</span> </div> <div align="justify"> <span>Ágætu fundargestir&#160;</span> </div> <div align="justify"> <span>Mig langar aðeins til að staldra við þessa stöðu sem SAM er í. Það er ekki óvarlegt að ætla að fleiri fyrirtæki vilji reyna fyrir sér í mjólkuriðnaði á komandi árum. Gríðarlega góð sala hefur verið á mjólkurafurðum á undanförnum misserum af ástæðum sem flestum ættu að vera kunnar. Svo&#160;</span><span>staldrað sé við eina augljósa – gera má ráð fyrir stórauknum fjölda ferðamanna til Íslands og kúabændur og iðnaðurinn í heild sinni má hafa sig allan við til að mæta eftirspurn. Ég held að samtökin verði að spyrja sig; hvernig samtök ætlum við að vera? Fyrir hvaða hagsmunum ætla samtökin að berjast og kannski ekki síst, á hvaða vettvangi verður það best gert? Ég hef ekki svar á reiðum höndum um hvernig samtök SAM eiga að vera, enda ekki mitt að svara því hvernig&#160;</span><span>hagsmunasamtök sinna sínu starfi. Mín skoðun er hins vegar sú, að tryggja verði, það sem kallað er,&#160;</span><span>armslengdar sjónarmið í starfseminni – eins og ég nefndi áðan um mikilvægi þess fyrir ríkið að eiga tök á samtali við samtök fyrirtækja – en ekki eitt fyrirtæki. Það má spyrja hvort skrifstofa og starfsemi SAM eigi ekki að vera á „hlutlausu svæði“, en ekki inni í einu aðildarfélaginu. Þeirri spurningu þurfið þið að svara.</span> </div> <div align="justify"> <span>Í annan stað held ég að samtökin ættu að íhuga hvar þau eigi&#160; heima,&#160; er það innan Samtaka iðnaðarins? (eins og til dæmis SAMÁL).&#160; Því það segir nú einu sinni í tilvitnuðum orðum af heimasíðu SAM: „… að tilgangur samtakanna er að sjá til þess að mjólkuriðnaðurinn í landinu verði rekinn&#160;</span><span>á sem hagkvæmastan hátt …“ tilvitnun lýkur.</span> </div> <p align="justify">Ég byggi þetta sjónarmið á því, að ég tel góða tíma framundan í mjólkurframleiðslu og öllum þeim iðnaði sem í kringum hana þrífst. Það styttist í að hægt verði að hefja undirbúning að nýjum samstarfssamningi. En eins og þið kannist við, höfum við nú all lengi beðið skýrslu frá Hagfræðistofnun. Hún átti að koma með haustskipinu, en afhending dróst og enn dregst hún. En vonandi ekki lengi. Það sem ekki liggur síður á í þessu samhengi, er að svo kölluð verðlagsnefnd búvara komi saman. En það hefur hún ekki gert vegna þess að fulltrúar launþegarhreyfinganna, sem eiga aðild að henni, hafa viljað bíða þar til skýrslan kæmi. Hvað sem henni líður verðum við að fara að huga að samningi og ég hyggst setja þá vinnu af stað. Þótt ekki sé tímabært að greina frá þeim hugmyndum sem fram hafa komið og óskum einstakra hagsmunaaðila, um efni nýs samnings, get ég þó sagt það að ég tel að gera eigi samning sem geri framleiðendum kleift að horfa eitthvað fram í tímann. Það mun einfalda áætlanir þeirra, sérstaklega um uppbyggingu og fjárfestingar. Það mun einnig leiða til þess að mjólkuriðnaðurinn getur gert lengri áætlanir, sem byggjast á traustari grunni. Þá tel ég að svo kölluð tollvernd eigi að vera önnur tveggja meginstoða í nýjum samningi. Engin lönd fella niður tolla einhliða, heldur er það gert með gagnkvæmum samningum.</p> <div align="justify"> <span>Ástæða þessa er einföld. Ég tel að matvælaframleiðsla á Íslandi sé mikilvægur atvinnuvegur, ekki bara fyrir daginn í dag, heldur til framtíðar í hverfulum heimi. Og þetta er ekki bara mín prívat skoðun. Í&#160;</span><span>stjórnarsáttmálanum segir eftirfarandi:</span> <span>Ríkisstjórnin lítur á landbúnað sem eina af mikilvægustu atvinnugreinum framtíðarinnar. Vaxandi eftirspurn eftir mat á heimsvísu skapar íslenskum landbúnaði sóknarfæri með möguleikum á aukinni framleiðslu og margbreytilegum afurðum. Ríkisstjórnin mun gera íslenskum landbúnaði kleift að nýta þau sóknarfæri sem greinin stendur frammi fyrir.</span> </div> <p align="justify">&#160;</p> </blockquote> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p>&#160;</p>

2015-02-10 00:00:0010. febrúar 2015Ræða við undirskrift á sóknaráætlunum landshluta, 10. febrúar 2015

<blockquote> <p align="justify">Góðir gestir&#160;</p> <p align="justify">Ég vil byrja á að bjóða ykkur velkomin hingað í þetta sögufræga hús til að taka þátt í og verða vitni að undirritun samninga um sóknaráætlanir landshluta 2015-2019. Það á vel við að vera í húsi sem hefur sterka tengingu við landsbyggðina. Upphaflega reist af Norðmanninum Hans Ellefsen hvalveiðiforstjóra á Sólbakka við Önundarfjörð árið 1892. Hann bauð síðar vini sínum, Hannesi Hafstein sem verið hafði sýslumaður Ísfirðinga, húsið að gjöf – að&#160; því er talið er – eða&#160; til kaups á eina krónu, aðrir segja 5 krónur. Var húsið þá tekið sundur og flutt suður.</p> <p align="justify">Hér er um að ræða stóran áfanga í samskiptum ríkisins við landshlutasamtök sveitarfélaga og við erum að stíga mikilvæg skref í átt til einfaldara og gegnsærra kerfi. Leiðin að þessu marki hefur ekki beinlínis verið bein og breið og vissulega hafa væntingar okkar allra um aukið fjármagn í þennan farveg ekki orðið að veruleika en við megum samt ekki missa sjónar á því hvaða árangur hefur náðst með samningunum sem við undirritum nú á eftir:</p> <p align="justify">Í fyrsta lagi erum við hér að gera samninga til 5 ára. Lengri tíma en áður hefur þekkst. Gömlu vaxtarsamningarnir og menningarsamningarnir voru að jafnaði til þriggja ára og allar fyrri sóknaráætlanir voru einungis gerðar til eins árs í senn. Með því að gera samning um föst fjárframlög til fimm ára skapast rými til áætlunargerðar og eftirfylgni af öðrum og markvissari toga en áður hefur þekkst.</p> <p align="justify">Í öðru lagi eru hér verið að sameina fjóra potta úr tveimur ráðuneytum; menningarsamninga og framlög til menningartengdrar ferðaþjónustu, vaxtarsamninga og gömlu sóknaráætlanirnar. Til viðbótar koma svo framlög sveitarfélaganna í hverjum landshluta. Landshlutasamtökunum er falið að ráðstafa fjármagni allra þessara liða í samræmi við eigin sóknaráætlanir – ekki áherslur ríkisins heldur eigin áætlanir. Og heildarumsjón með þessu verkefni er hjá stýrihópi, skipuðum fulltrúum allra ráðuneyta stjórnarráðsins ásamt fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nýja fyrirkomulagið er kærkomin einföldun á regluverki og nýbreytni í opinberri stjórnsýslu og það verður spennandi að fylgjast með árangrinum.</p> <p align="justify">Í þriðja lagi hefur okkur auðnast að úthluta öllum þessum ólíku pottum með einni hlutlægri skiptareglu. Þar er reyndar sú undantekning að við treystum okkur ekki til að gefa höfuðborgarsvæðinu hlut í þeim fjármunum sem áður runnu til menningar- og vaxtarsamninga enda voru þeir potta beinlínis settir upp til að koma til móts við lægri framlög hins opinbera til menningar- og nýsköpunarmála utan höfuðborgarsvæðisins. Ég hef engu að síður verið því fylgjandi að höfuðborgarsvæðið sé þátttakandi í sóknaráætlunum og tel mikilvægt að byggðastefna Íslands hafi allt landið undir; þótt vissulega muni fjárframlög til svæða alltaf taka mið af stöðu þeirra.</p> <p align="justify">Í fjórða lagi höfum við með þessum samningum opnað á leið til að ráðstafa ýmsum smærri fjárlagaliðum til landshlutanna. Safnliðum sem hafa verið eyrnamerktir einstökum stofnunum eða verkefnum en geta nú runnið óskiptir til viðkomandi landshluta og það verður síðan þeirra að ákveða ráðstöfun fjármagnsins. Þar sem þetta er algerlega ný aðferðafræði höfum við valið að prófa okkur áfram með tiltölulega fáa liði og því munu ekki allir landshlutarnir fá verkefni að þessu tagi. Ef vel gengur, sé ég hins vegar fyrir mér að þessum liðum geti fjölgað - jafnvel innan núverandi samningstímabils.</p> <p align="justify">Góðir gestir; efniviðurinn í þetta hús sem við stöndum í, var líklega keyptur tilsniðinn frá Noregi. Það er við hæfi að vitna í norska þjóðskáldið, Bjørnstjerne Björnson, sem eitt sinn skrifaði;</p> <div align="justify"> <em>Takt, takt, pass på takten,</em> </div> <div align="justify"> <em>den er mer en halve makten!</em> </div> <p align="justify">Þessi orð eiga vel við í dag. Ef okkur – öllum þessum ráðuneytum, landshlutasamtökum og sveitarfélögum tekst að ganga í takt, þá mun okkur vegna vel og því meiri árangri sem þessi aðferðafræði skilar, því auðveldara verður að vinna henni fylgi og tryggja aukið fjármagn til lengri tíma.</p> </blockquote> <p align="justify"><img src="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/2015/large/IMG_7515.JPG" alt="Undirskrift á sóknaráætlunum" title="Undirskrift á sóknaráætlunum" /><br /> </p> <p><br /> </p>

2014-11-04 00:00:0004. nóvember 2014Ræða á stofnfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, 31. október 2014

<p><strong>ATH: Talað orð gildir</strong></p> <p>Ágætu fundargestir,</p> <p>Í því merka blaði, Þjóðólfi, 22. nóvember 1848 er all nokkur hugvekja um landsins hagi. Þar segir meðal annars: Jeg spyr yður, sjávarbændur! er nú sjávarútvegur yðar orðin svo ágætur, sem unnt er? Geta vertíðirnar í veiðistöðunum ekki orðið arðmeiri? Tilvitnun lýkur.</p> <p>Ég hygg að þróun veiða og vinnslu verði aldrei komin í endanlegt horf, þróunin er stöðug, endastöð í dag, er liðin tíð og úreld á morgun. &nbsp;</p> <p>Til hamingju með Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.</p> <p>Það hefur verið ykkar hlutskipti fram til þessa og verður til framtíðar, að auka hagsæld íbúa þessa lands með hagkvæmni og hugvitsemi í veiðum og vinnslu.</p> <p>&nbsp;Sjávarútvegurinn er öflugasta atvinnugreinin og í gegnum tíðina hefur hann aflað mestra þjóðartekna og stuðlað að atvinnu í bæ og borg. Yfirskrift fundarins í dag er "samkeppnisfærni fyrirtækja í sjávarútvegi". &nbsp;Hana þarf réttilega að treysta. Samhliða því þarf að huga að öðrum þáttum.&nbsp; Hér má nefna hlutverk sjávarútvegsins í að auka byggðafestu víða um land. Ábyrgðin er mikil og ber greininni skylda til að huga að samfélagslegri þátttöku sinni í því samhengi, ásamt því að hámarka tekjur þjóðarbúsins af nýtingu sameiginlegra auðlinda.</p> <p>Ég hlakka til að eiga samstarf við ný samtök um það hvernig við getum horft til framtíðar. Hvernig við getum treyst atvinnu – beggja &nbsp;kynja – með&nbsp; &nbsp;verðmætum sérfræðistörfum og byggð um allt land. Og síðast en ekki síst verið öflug á alþjóðavettvangi.</p> <p>Ég get minnt forsvarsmenn fyrirtækja í sjávarútvegi á ábyrgð, en í þeim efnum bera stjórnvöld líka sinn hlut. Og ekki síðri, því fyrirtækin feta þá leið sem stjórnvöld varða. Rekstraröryggi þarf að vera fyrir hendi. Nú erum við ansi nálægt frumvarpi sem ætlað er að skýra betur þau réttindi sem ráðstafað er til útgerða.</p> <p>Við viljum tryggja fyrirsjáanleika með tilteknum afnotatíma og tekjur ríkisins af ráðstöfun réttinda.&nbsp; Við viljum gegnsærri og aðgengilegri viðskipti með aflaheimildir.</p> <p style="text-align: justify;">Og við viljum að byggðasjónarmið séu höfð til hliðsjónar, án þess að fórna möguleikum til hagræðingar. Nú hugsa sjálfsagt margir; þetta er ósamrýmanlegt! Ég segi við ykkur, nei það er það ekki. Þið sem hér sitjið í dag þekkið vafalítið öll dæmi um pláss sem byggja afkomu sína á veiðum og vinnslu. Þótt aðrar leiðir séu færar til að tryggja byggð, veit ég að þannig háttar sum staðar til, að fáar leiðir eru eins hentugar en að styðja við þá útgerð og vinnslu sem fyrir er.</p> <p>En hver eru verkefni framtíðarinnar? Ég lofaði fundarboðendum að vera stuttorður svo nú þarf að stikla á stóru - tækifærin eru ógnarmörg en rétt þarf að spila úr.</p> <p>En er ég rétti maðurinn til að greina tækifæri og kenna ykkur hvernig á að spila úr þeim? Nei, ég held ekki. Engin er betur til þess fallinn að greina þau og raungera, en samtök eins og þið hafið kosið að stofna hér í dag. Ykkar er þekkingin og áræðnin. Það voru ekki stjórnmálamenn sem fundu kolmunna, makríl og túnfisk. Og það voru heldur ekki stjórnmálamenn sem plægðu markaði í útlöndum. EN, hvernig geta stjórnvöld hvatt menn áfram og liðkað fyrir?</p> <p>Þið þekkið verklega hlutann, stjórnmálamenn eiga að innleiða hvatann, án þess að missa sig algerlega í reglusetningu.</p> <p>Í sameiningu ættum við að vinna að ímynd íslensks sjávarútvegs. Eitt af þeim atriðum sem veruleg áhrif getur haft á stöðu okkar og ímynd á alþjóðavettvangi er afstaða og framlag til umhverfisverndar. Hér gætum við kannski gert betur. Valhæfni veiðafæra eykst og þekking okkar á þeim einnig. Öflug íslensk tæknifyrirtæki hafa þróað lausnir sem bæði eru hagkvæmar umhverfi og fyrirtækjum. Hér er vel að verki staðið.</p> <p>Fiskvinnslur hafa í auknum mæli „rafvæðst“ ef svo má að orði komast. Í stað olíu þá eru vinnslurnar drifnar áfram af rafmagni. Það er magnað að heyra og sjá hvernig þetta hefur þróast og vonandi bætast fleiri í hópinn.</p> <p>Íslensk stjórnvöld hafa sett sér ákveðin markmið í orkuskiptum. Í sjávarútvegi er markmiðið það, að vistvænt eldsneyti verði 10% árið 2020. &nbsp;Ágætu fundargestir, á árinu 2013 notuðu íslensk fiskiskip um 151 þúsund tonn af olíu. Af því voru 0,06% vistvænt eldsneyti. &nbsp;Hér þarf að gera betur, miklu, MIKLU betur. &nbsp;Enda er um brýnt umhverfis- og ímyndarmál atvinnugreinarinnar að ræða.</p> <p>Nýlega úthlutaði innanríkisráðherra styrkjum til orkuskipta í skipum þar sem lögð er áhersla á notkun innlendra orkugjafa, vistvænt eldsneyti og minni notkun á jarðefnaeldsneyti. Þetta er viðbót við framtak einstakra útgerðafyrirtækja. Takist vel til má ætla að framboð og notkun á vistvænu eldsneyti aukist mjög á komandi árum.</p> <p>Þá eru teikn á lofti um umhverfisvænni veiðar. Fréttir herma að sú endurnýjun sem á sér stað á hluta fiskiskipaflotans feli í sér að unnt sé að gera út með mun hagkvæmari hætti með tilliti til olíueyðslu. Um leið og ég fagna þessari þróun vil ég vekja athygli á því að löngu tímabærar fjárfestingar eru hafnar í sjávarútvegi á Íslandi. Við fögnum því að fyrirtæki í sjávarútvegi sjái tækifæri til þróunar. Það er á ný hagvöxtur á Íslandi. Og enn og aftur spilar sjávarútvegurinn stórt hlutverk í þeim efnum.</p> <p>Við Íslendingar eigum þjóðaratvinnuveg, atvinnuveg sem í fyrra greiddi sannarlega sitt til samfélagsins; tæplega 25 milljarða í opinber gjöld, skapaði atvinnu og stuðlaði að nýsköpun.</p> <p>Spurt var í upphafi, er nú sjávarútvegur yðar orðin svo ágætur, sem unnt er? Geta vertíðirnar í veiðistöðunum ekki orðið arðmeiri? Sjávarútvegurinn verður sennilega aldrei eins ágætur og unnt er, alltaf er hægt að gera betur. Og þið sem hér sitjið hér í dag, eruð sönnun þess.</p> <p>Ég óska nýjum samtökum alls hins besta.</p>

2014-10-14 00:00:0014. október 2014Ræða á fundi með ræðismönnum Íslands, 5. október 2014

<div align="right"> <strong>ATH: Talað orð gildir</strong> </div> <p>&#160;</p> <blockquote> <p align="justify">Distinguished Honorary Consuls</p> <p align="justify">We used to say about our independence hero, Jón Sigurðsson that he was Iceland´s ”pride, sword and shield”. The same can be said of you as you are guarding, defending and promoting Iceland´s interests around the world. That is not always an easy task and now our country is being seriously criticized. We are being accused of serious environmental mischief even environmental crimes. &#160;The accusations pertain to permitting the hunting of whales “without regard for the long term interests of cetacean conservation“ and that our claims for sustainable harvesting is lacking “an adequate scientific foundation“.&#160; Moreover, that Iceland´s international trade in whale products “ diminishes the effectiveness of the Convention on International Trade in Endangered Species of Wild Fauna and Flora (CITES)“.&#160;</p> <p align="justify">These quotes are not from the usual suspects, i.e. extreme environmental NGOs such as Sea Shepherd or Greenpeace. They are taken from a letter sent earlier this year by the president of the United States of America to the US Congress. Subsequently another letter with similar allegations, signed by 34 countries, was received, pleading with Iceland to start acting responsibly in these matters. Can 34 countries be wrong? The answer is yes they can. And I tell you they are wrong.</p> <p align="justify">How come?</p> <p align="justify">Before I answer that question let me make the following statement:</p> <p align="justify">Iceland is not harvesting any animal population that is threatened or in danger of extinction. Icelandic whaling has a sound scientific basis. Iceland´s international trade in whale products is in accordance with Iceland´s international legal obligations.</p> <p align="justify">So, you might ask, what is going on why don't you explain your case?&#160; The answer is: Of course we have. Repeatedly. For years. &#160;But to no avail. We are in the classic situation, actually not for the first time, that we are being bullied.</p> <p align="justify">I will try to explain.</p> <p align="justify">When the environmental movement came about decades ago it did very good things. It made us rethink the way we treat nature and the way we manage large scale resources such as wild animal populations and forests. &#160;</p> <p align="justify">Internationally we have made “agreement after agreement, convention after convention“ &#160;to negotiate the Rules of the Game. All with the purpose of making clear and predictable rules on how to harvest the oceans in a responsible and sustainable way.</p> <p align="justify">As for Iceland, the principle of sustainable use of marine resources has always been a key issue. &#160;&#160;We played a pivotal role in shaping the UN Convention on the Law of the Sea (UNCLOS) and in securing the 200 mile Exclusive Economic Zone (EEZ). We have been active participants in forging FAO agreements such as the Fish Stocks Agreement, &#160;the Compliance Agreement, Port State Agreements to name only a few. &#160;In 2001 Iceland hosted and funded the FAO Reykjavik Conference on Responsible Fisheries in the Marine Ecosystem. And now we have developed an environmental label, Iceland Responsible Fisheries to prove beyond doubt our adherence to responsible and sustainable fisheries.</p> <p align="justify">And yes, Iceland is one of the signatories to the International Convention for the Regulation of Whaling from 1946.</p> <p align="justify">But as much good as the environmental movement has done over the years, it has also spawned ideas and activism that is all about emotions rather than cold logic or science.</p> <p align="justify">Many environmental groups decided early on to make whales an icon for a better planet, or even for saving the planet.&#160; They passionately advocate for the idea that whales should be fully protected globally. And of course there is nothing wrong with that.</p> <p align="justify">What is wrong is that this idea has been promoted on the premise that these animals are threatened or endangered.&#160; That however is an old story that is systematically being reprocessed and marketed. &#160;&#160;</p> <p align="justify">You do not have to be a scientist to see that taking 154 animals from a population of 20 thousand is not going to do any harm as is the case for the northern fin whale population.&#160; That count of 20 thousand has been confirmed by the Scientific Committees of the International Whaling Commission and the North Atlantic Marine Mammal Commission (NAMMCO).</p> <p align="justify">Yet, the word is being spread around the world that this quota of 154 animals is endangering the global population of fin whales. It is true that other populations of this whale species in the southern hemisphere is endangered but not the one in our part of the world. And there is no mixing of these two populations as shown by the fact that they have recently been classified as special subspecies.&#160; This is actually only one of many examples how well established scientific facts are being twisted and distorted to serve perceived environmental goals.</p> <p align="justify">As I said before, it is perfectly acceptable and legitimate for free citizens in democratic societies to advocate for a global ban on hunting whales - or any other animal for that matter. &#160;Or to promote vegetarianism. Or not to consume beef. Or not to consume pork or dog meat. What is not acceptable is to allow special advocacy groups to force their opinions upon others.</p> <p align="justify">The whaling issue is not only about whales.&#160; It is about the meaning of binding agreements signed by sovereign governments. It is about how seriously countries take the fact that these agreements are to be based on Science. That, for example, applies to the Whaling Convention, the Convention to Prevent Trade in Endangered Species (CITES), and the Sanitary and Phytosanitary Agreement (SPS) of the World Trade Organization. &#160;The scientific approach, also called the Evidence Based Approach, is the guiding principle that we have agreed upon. &#160;We do not base these agreements on opinions or wishful thinking but on hard data, scientific analysis and sound reasoning. However dull that may sound! &#160;</p> <p align="justify">So, I am saying that we Icelanders are being judged wrongly, by systematic misinterpretation of the scientific evidence and by political interference of the scientific processes within the International Whaling Commission. &#160;</p> <p align="justify">We need assurances that the Agreements we work hard for and adopt in good faith have sound backing of all parties to those agreements. &#160;We need adherence to and respect for the principles on which we base such agreements.&#160; Not to give in to the temptation of twisting or fabricating evidence for political populism nationally or internationally.&#160;</p> <p align="justify">Distinguished Counsuls.</p> <p align="justify">Iceland is not going to go alone “against the whole world” in pursuing our hard won and fully legitimate rights to make use of living marine resources. However, we will not be bullied with false and twisted information. &#160;</p> <p align="justify">I do hope that the spirit of freedom and tolerance for individual food choices and tastes will prevail in international relations. Experience through the ages shows how easy it is to create mischief and intolerance. The best antidote against that are agreements based on verifiable principles- and good faith.</p> <p align="justify">So, let me repeat what I said before: Iceland is respecting all her international obligations with regard to sustainable use of living marine resources. And we intend to keep it that way.</p> <p align="justify">Thank you for your attention.</p> <p align="justify">&#160;</p> </blockquote> <p align="justify">&#160;</p> <p>&#160;</p>

2014-09-22 00:00:0022. september 2014Byggðarannsóknir, atvinnumál og Teigskógur, grein í Morgunblaðinu 20. september 2014

<p></p> <h2><br /> </h2> <h2><strong>Byggðarannsóknir, atvinnumál og Teigsskógur</strong></h2> <p></p> <p align="justify">Á Byggðaráðstefnu Íslands á Patreksfirði í gær voru áhugaverðar umræður um byggðamál. Þar fékk ég tækifæri til að kynna sérstakan byggðarannsóknarsjóð sem verður settur á laggirnar. Sjóðurinn mun hafa til ráðstöfunar allt að 10 milljónum króna á ári, næstu þrjú árin að minnsta kosti. Byggðarannsóknir hafa fram til þessa ekki verið fyrirferðarmiklar hér á landi. Þeir, sem stunda byggðarannsóknir, virðast ekki eiga greiðan aðgang að opinberum rannsóknarsjóðum og mjög fáar rannsóknir eru gerðar. Við vonumst til þess að öflugir rannsóknaraðilar sæki í sjóðinn og að rannsóknir styðji frekar við byggðastefnuna.</p> <p></p> <p align="justify">Nokkuð var rætt um atvinnumál og byggð og það hvort unnt sé að byggja upp öflugri vinnusóknarsvæði.&#160; Í því fælist að skilgreina sérstaklega auðlindir og „hæfni“ hvers svæðis, ef svo má að orði komast. Þannig gæti til dæmis vinnusóknarsvæði Eyjafjarðar byggst upp á hæfni tengdri sjávarútvegi, Vestfjarða á fiskeldi, Austfjarða á skógrækt, höfuðborgarsvæðisins á alþjóðasamskiptum, svo dæmi séu tekin. Augljóst er að ólík hæfni dreifist áfram um landið, en svona mætti til dæmis skerpa áherslur stjórnsýslunnar.&#160; Það er ekki líklegt til árangurs að dreifa störfum, einu eða fáum, vítt og breitt. Það er staðreynd að útibú, t.d., stofnana sem staðsettar eru víðsvegar um landið eru á tímum aðhalds, eins og hafa verið og eru fyrirsjáanlegir í ríkisrekstrinum, viðkvæmari fyrir niðurskurði en annað. Um það eru fjölmörg dæmi. Ég sé marga kosti í því að festa breiðari rætur stofnana á landsbyggðinni auk þess að samþætta og þétta í auknum mæli starfsemi starfsstöðva stofnana sem starfa vítt og breitt um landið. En það er ljóst að breytingar í þessa átt taka á.</p> <p></p> <p align="justify">Umræðu um byggðamál þarf að breikka. Ég tók til dæmis eftir því að stóru fjölmiðlarnir sáu sér ekki fært að mæta á fundinn, en þar fóru fram mikilvægar umræður um málaflokkinn, út frá sjónarhorni sveitastjórnafólks og landsbyggðarbúa. Sú athugasemd kom úr sal að líklegast orsakaðist fjarveran af því að fjölmiðlarnir eru allir í bænum! Framundan eru breytingar, sjávarútvegur er að breytast, landbúnaður er breytast og hefðbundin atvinna eins og við þekkjum í sveitum landsins að þróast. Við þurfum að fara í aukna svæðistengda stefnumótun og við þurfum að ræða málin út frá sjónarmiði okkar allra, enda snýst málið um okkur öll en ekki eingöngu þau hin.</p> <p></p> <p align="justify">Að lokum. Það var fyrir mikla hæfni flugmanna að það tókst að lenda á Bíldudal í gær eftir nokkrar tilraunir og ég og fleiri fengum tækifæri til að sitja þessa ágætu ráðstefnu. Ekki hefðum við tekið Breiðafjarðaferjuna, sem enn er ekki komin til landsins og landvegurinn er langur. Þráteflinu um Teigsskóg þarf að fara að ljúka!</p> <p></p> <p align="justify">&#160;</p> <p>&#160;</p>

2014-09-18 00:00:0018. september 2014Ræða í kvöldverði Humber Seafood Summit, 17. september 2014

<p></p> <p align="right"><strong>ATH: Talað orð gildir</strong></p> <p></p> <blockquote> <p align="justify">Ladies and gentlemen</p> <p align="justify">It gives me great pleasure to be here with you today.</p> <p align="justify">Every time I meet fish people from the North Atlantic I cannot avoid the notion that the nations living on the shores of the North Atlantic are forming an ever closer&#160; relationship.&#160; It is built&#160; on a common view of life, ancient kinship and trade as well as common interests. &#160;The fact is that our cultures have very strong attachments to the sea. We live by the sea and our livelihoods are strongly linked to the sea. Our cultures are marked by closeness with the forces of nature – the source of our livelihoods. &#160;And despite technology and computers this has not really changed.</p> <p align="justify">Yet, things are not what they used to be.&#160; Making a living from the sea means intervention into the sensitive food webs that exist in the ocean. That cannot be avoided.&#160; With increased environmental conciousness all around the world, our sector, -fisheries-, have been subject to ever more scrutiny in terms of treating marine resources carefully so as to minimize the harmful effects that fishing can have on the environment. All that is good news as long as the reasoning is sound. &#160;I belive that we in Iceland,&#160; and most of the serious fisheries operators in our part of the world, are generally doing a good job of accommodating environmental concerns in our fishing management operations.</p> <p align="justify">Closer to home, Iceland now has in place a binding “catch rule“ for some of the main commercial fish stocks, which greatly redcuces the temptation to disregard caution and scientific advice in face of economic hardship – a well known political problem around the world. &#160;I am proud to say that the two times I have decided catch quotas for our fishing fleet, I have followed the scientific expert advice 100% for all species. And belive me. That is progress.</p> <p align="justify">&#160;Moreover, despite the fact that our ITQ based system is not perfect in every way and is constantly under revision, we have data to show that it basically works: Landing figures reflect pretty well the quota decisions, and available evidence suggests that cheating in &#160;the system is not a big problem. Despite ups and downs in this regard we believe that a culture of self-policing is taking roots in the Icelandic fisheries management system.</p> <p align="justify">There is no question that the ITQ-system has led to a transformation of the industry: <em>From quantity mentality to that of quality and&#160; value.</em> &#160;To me, plans that are underway for building a new generation of icefish trawlers by HB Grandi Ltd and other companies says it all:&#160; Fish handling and storing systems on board are designed to ensure optimum quality of every fish coming on board as well as ensuring full use of all parts of the fish previously called by-products or even “waste“.</p> <p align="justify">Fishery products constitute 12-13% of our GDP and some 40% of exported goods. &#160;But the incentives created by the fisheries management system&#160; aided by technology and automation, have reduced the workforce directly involved in fishing and fish processing to only 5.3% of the total. With techological developments already on the horizon this figure is likely to go down further still.</p> <p align="justify">&#160;I make note of the fact that here in Humberside you have witnessed a similar trend, a decline in the number of fish processors, particularly small traditional processors. Yet you are being innovative and I note that you have been awarded the European Protected Geographical Indication (PGL) designation for your traditional smoked fish products. We are proud that most of the raw material for these products comes from Icelandic cod and haddock.</p> <p align="justify">This led me to think about the future of the wild fish we are catching and processing.&#160;&#160; Wild &#160;fish is fast becoming a <u>minority</u> item on the world‘s fish table with aquaculture providing the bulk. Already in Britain more than 50% of the fish in retail comes from aquaculture. In my view we should be joining hands in finding what is called “niche markets“, something traditional, something special and highly valued. Wild-prey fish if you like .&#160; And having a PGL designation is a very important step in that direction.&#160; The UK market, &#160;being one of the most sophisticated fish markets in the world is a very important partner for Icelandic fish exporters. Perhaps your world famous “fish and chips“ could beome a global product for niche markets around the world, even with a PGL designation.</p> <p align="justify">Icelandic fishery products are now truly global and sold to over 80 countries worldwide.&#160; However, I can assure you that we have every intention to cultivate the business relationships with our tradititional partners. We still have a lot of fish to export even if our population is growing fast and that our million tourists per year are now eating an ever bigger chunk of our fish production locally.</p> <p align="justify">Well, Tonight I have dedicated fish merchants in my audience.</p> <p align="justify">It is a standard joke in Nordic circles, that only one of the Nordic countries knows anything about marketing – and that is Denmark. The rest of us should be producing the goods land letting the Danes do the marketing. Not only can they export pork and beer at premium prices but they also import a lot of fish for re-exporting at higher prices. So, we have a lot to learn from them. &#160;&#160;&#160;</p> <p align="justify">Our nobelprize winner in literature, Halldór Laxness, wrote a book where the main character og the story was Iceland´s greatest fish merchant, Óskar Halldórsson, who struck it rich in era of the Herring Bonanza early in the last century&#160; by exporting herring salted in barrels.&#160;</p> <p align="justify">He was one of Icelands Great Speculators, wore his three piece suit and bowler hat every day,&#160; carrying a walking stick with an ebony handle. Actually his peers called him the Speculator of the Speculators. &#160;</p> <p align="justify">But herring, being what it always has been, a very unpredictable creature, both made Mr. Halldórsson very rich and then very poor. Many times over. But despite his many bankrupcies he never forgot to pay his debts, some even a few decades later.</p> <p align="justify">So, even if we Icelanders have never been anything close to our friends the Danes in terms of marketing skills, this period of the Speculators in Icelandic history has an aura of romantism and excitement that struck a cord with the national conciousness.&#160; Perhaps the storming of the financial markets during the “bubble years“ as we now call them was in part a legacy of the Herring Speculators. At least the metods they used were pretty similar.&#160; Now, we hopefully have learned that markteting fish, or financial products, for that matter, &#160;takes a lot of skill and a lot of patience so as to build long term relationships built on trust.&#160;</p> <p align="justify">As part of the Icelandic Sagas we do have one book written around 1240, called the „King´s Mirror“. It is basically a guide for merchants and has the English Title: “The Vikings´ Guide to Good Business“. There is really nothing new there and most of its contents are already being taught in modern business shools around the world. Be cautious, be prudent, choose good company, keep your table well, be cheerful and light hearted, etc. &#160;So, the trading side of the Vikings was a bit differnent from the savage side of their operations.</p> <p align="justify">As we are talking about developments and the changes in our industry there is a good reminder in this &#160;how difficult it is to foresee develoments in the marketplace and what is going to happen next. In the Vikings‘ Guide Book, under a chapter called “Adopt good customs“ we find this passage: “ And if you want to perfect your knowledge, master all languages, but above all Latin and French, for those languages can be used in most places. But do not forget your own language either“.</p> <p align="justify">So, ladies and gentlemen,</p> <p align="justify">It is a good reminder that life is more of a journey than a destination as the Chineese pointed out a very long time ago. As we politicians know all too well the only certainty we have is that the world is constantily changing and that we change with it.</p> <p align="justify">I wish you all success in your endevours.</p> <p align="justify">Thank your for your attention.</p> </blockquote> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p>&#160;</p>

2014-07-09 00:00:0009. júlí 2014Landsmót 2014

<p></p> <p align="right"><strong>ATH. Talað orð gildir.</strong><br /> </p> <p><br /> </p> <p>Ágætu hestamenn, landsmótsgestir,</p> <p></p> <p>Gleðilega hátíð. Sjálfur er ég hestamaður og hlakka ávallt mikið til landsmóts, þetta er okkar veisla.&#160; Að fá tækifæri til að rýna góð hross, vita betur en dómararnir og njóta samvista og útiveru með félögum er það sem einkennir þessa viku. Úrtökur undanfarinna vikna hafa verið geysisterkar, kynbótasýningar sem sögur fara af og ekki tilefni til annars en að mæta spennt til leiks.</p> <p></p> <p>Hestamennskan, sem íþrótt, nýtur vaxandi vinsælda. Ég þarf ekki að fjölyrða um gildi hennar fyrir okkur, sögulega, menningarlega eða til framtíðar. Því vil ég nota tækifærið hér og <span>&#160;</span>hvetja til þess að við höldum heiðri hestamennskunnar á lofti. Að við hugum vel að ungviðinu og sköpum umhverfi sem er samkeppnishæft við aðrar íþróttir <span>&#160;</span>sem börn stunda. Þar sem boðið er upp á reglulegar æfingar, leitast er við að skapa jöfn tækifæri fyrir alla sem vilja til að þroskast og hlúa að uppbyggingu sterkra íþróttamanna. Samkeppnin um tíma er mikil, en árangur til framtíðar felst í uppbyggingarstarfi nútíðar.</p> <p></p> <p>Hestamennska sem atvinnu- og útflutningsgrein felur í sér marga möguleika. Íslenski hesturinn er verðugur sendiherra og á að nýtast okkur sem slíkur. Því þurfum við að vera öflug í sölu- og markaðsmálum. Þar er mikilvægt að við komum fram sem ein heild. Hvort sem um er að ræða sölu á þekkingu, kynbótahrossum, keppnishrossum eða almennum reiðhestum. Markaðirnir eru stórir og líkurnar á árangri felast í sameiginlegri og öflugri sókn. Samstaða hestamanna og ólíkra félaga og sambanda hér innanlands leikur lykilhlutverk. Við þurfum að gæta að sameiginlegum hagsmunum okkar og nálgast samstarf og viðfangsefni með það að leiðarljósi. Ímynd greinarinnar hérlendis sem erlendis er mikilvæg. Við viljum við að hún vaxi sem atvinnu- og útflutningsgrein. Því er mikilvægt að starfsemin endurspeglist í hagtölum.</p> <p></p> <p>Velferð dýra hefur verið all nokkuð í umræðunni að undanförnu. Þar hafa málefni hrossa borið á góma, ef svo má að orði komast! Ég treysti því að hestamenn, fagmenn, umgangist hestinn okkar, félagann, af þeirri nærgætni og virðingu sem hann á skilið. Enginn ætti að nota búnað sem meiðir hestinn um það eiga allir hestamenn að vera sammála. &#160;Höndin á að vera mjúk og hesturinn ganga heill frá sýningu. Það er ekki síður mikilvægt en ánægja knapa og áhorfenda.</p> <p></p> <p>Sjáumst í brekkunum!</p> <p>Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra</p>

2014-06-03 00:00:0003. júní 2014Sjómannadagsræða ráðherra, 1. júní 2014

<div align="right"> <strong>ATH: Talað orð gildir</strong> </div> <div align="justify"> <blockquote> <div align="justify"> <br /> </div> <p align="justify"><strong><img src="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/2014/medium/Sjomannadagsraeda.jpg" alt="Sjómannadagsræða" title="Sjómannadagsræða" class="right" />Ágætu tilheyrendur – jafnt hér við Reykjavíkurhöfn og hlustendur útvarps</strong></p> <p align="justify">Ég vil byrja á því að óska sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra hjartanlega til hamingju með þennan hátíðardag íslenskra sjómanna.</p> <p align="justify">Það er slétt ár síðan að ég tók við embætti&#160; sjávarútvegsráðherra og eitt af mínum allra fyrstu embættisverkum var að koma hingað á þennan pall til að halda sjómannadagsræðu.</p> <p align="justify">Ég viðurkenndi það þá - og örlög sín fær víst enginn flúið - að ég er að upplagi landkrabbi enda fæddur og uppalinn á Suðurlandi þar sem að fátt er um hafnir - en þeim mun meira af gróðurríkum bithögum og búsældarlegum túnum.</p> <p align="justify">Og í þessum ræðustól fyrir réttu ári síðan hét ég því að við myndum vinna af alefli til að freista þess að ná breiðari sátt um þessa mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar en verið hefur.</p> <p align="justify">Stundum er gott að koma að málum með ný augu – að vera ekki pikkfastur í átökum og orðaskaki fortíðar. Hættan við flókin úrlausnarefni er oft sú að umræðan getur sogast yfir í tæknileg útfærsluatriði - og fyrir vikið – við misst nauðsynlega yfirsýn. Þegar allt kemur til alls þá snýst spurningin um það hvernig við sem þjóð viljum stýra íslenskum sjávarútvegi fyrst og síðast um fá en einkar mikilvæg grundvallaratriði.</p> <p align="justify">Ég hef allt frá fyrsta degi mínum í embætti lagt á það megináherslu að hlusta vel eftir sjónarmiðum allra þeirra sem eiga lífsafkomu sína undir sjávarútvegi. Ég hef heimsótt fjölda fyrirtækja hringinn í kringum landið, hlustað jafnt á sjónarmið útgerðarmanna, fiskvinnslufólks, almennings og sjómanna og&#160; drukkið með þeim fleiri kaffibolla en tölu verður á komið.</p> <p align="justify">Og eftir öll þessi samtöl - og alla þessa óteljandi tíu dropa - þá standa eftir fjögur atriði sem hvert og eitt gefa mér fullvissu um það að við sem þjóð eigum að geta fylkt okkur um öflugan sjávarútveg sem er í fararbroddi á heimsvísu &#160;- og sem myndar eina allra mikilvægustu grunnstoðina undir öflugu velferðarsamfélagi hér á eyjunni okkar gjöfulu og fögru.&#160;</p> <p align="justify">Í fyrsta lagi þá er fjölbreytileikinn í íslenskum sjávarútvegi eftirsóknarverður í sjálfu sér. Við megum ekki glata þessum dýrmæta fjölbreytileika sem er eitt af megineinkennum íslensks sjávarútvegs og sitja fyrir vikið uppi með örfáar stórútgerðir. Kjölfestan í íslenskum sjávarútvegi hefur verið - og á að vera - fjölbreytt flóra fyrirtækja hringinn í kringum landið. Allt frá trillukörlum og –kerlingum, litlum bátaútgerðum – allt upp í öflug stórútgerðarfyrirtæki sem eru leiðandi í nýjustu tækni og teljast meðalstór á heimsvísu. Fegurðin og krafturinn liggur í fjölbreytileikanum og honum megum við ekki undir neinum kringumstæðum fórna.</p> <p align="justify">Í annan stað vil ég nefna þá mögnuðu nýsköpun sem er að eiga sér stað í öllum kimum sjávarútvegsins hringinn í kringum landið. Þökk sé þessari öflugu nýsköpun og nýrri sóknarhugsun – að fyrir hennar tilstuðlan erum við að ná að stórauka verðmæti þess afla sem að berst á land. Það er ekki langt síðan að við héldum fund í húsakynnum Íslenska sjávarklasans undir yfirskriftinni 2 fyrir 1. Með öðrum orðum þá er það raunhæft markmið að við getum að minnsta kosti tvöfaldað verðmæti sjávaraflans án þess að auka veiðarnar – þökk sé tækniþróun, þróun í líftækni og fullvinnslu afurða. Það sem áður var skilgreint sem úrgangur er nú orðið dýrmætt hráefni í jafnt hátæknivörur til lækninga og verðmæts hráefnis í hátískuvörur. Það er kannski ekki úr vegi að tala um nýjan sjávarútveg.</p> <p align="justify">Og fyrir vikið hefur sjávarútvegur og sjósókn alla burði til að vera eftirsóttur starfsvettvangur fyrir ungt og vel menntað fólk sem vill láta að sér kveða og fá fyrir það góð laun. Það á að vera eftirsóknarvert að vinna í sjávarútvegi.</p> <p align="justify">Sjálfbær nýting og ábyrg hegðun er þriðja grunnstoðin. Við verðum ævinlega að umgangast sjávarauðlindina af virðingu. Sjórinn gefur – en hann getur líka tekið, eins og saga sjósóknar við Ísland geymir allt of mörg dæmi um.</p> <p align="justify">Ég hef lagt á það mikla áherslu – rétt eins og forverar mínir í embætti sjávarútvegsráðherra – að við fylgjum vísindalegum ráðleggingum fiskifræðinga og leggjum okkur fram um að byggja upp sterka nytjastofna til framtíðar. Freistingin er alltaf fyrir hendi að slaka á kröfunum fyrir stundarhag – en við Íslendingar höfum sýnt það í verki að við höfum styrk í okkar beinum og staðfestu í huga til að standa pikkföst á okkar grundvallarsjónarmiðum.</p> <p align="justify">En vissulega reynir stundum á – eins og til dæmis í alþjóðlegum samningum þjóða í milli. En fjöreggið er viðkvæmt og við Íslendingar tökum ekki þátt í öðrum samningum en þeim sem byggja á sjálfbærni, vísindalegri ráðgjöf og sanngirni.</p> <p align="justify">Og þá er komið að fjórða atriðinu sem er svo þýðingarmikið fyrir öfluga sókn íslensks sjávarútvegs til framtíðar. Allt of lengi hefur það þvælst fyrir okkur Íslendingum að komast niður á sanngjarnar leikreglur varðandi nýtingu sjávarauðlindarinnar.</p> <p align="justify">Það er eflaust of-ætlan að halda að það sé til ein töfralausn sem að allir geti fylkt sér um. Ég er hins vegar fullviss um að þegar við skoðum málið af yfirvegun og sanngirni þá sé ekki það ginnungagap á milli fylkinga sem ætla mætti.</p> <p align="justify">Frá því að ríkisstjórnin tók við stjórnartaumunum höfum við unnið hörðum höndum að því að koma fram með frumvarp um fiskveiðistjórnun – sem verður lagt fram á komandi hausti.</p> <p align="justify">Það byggir á nokkrum einföldum og skýrum grundvallaratriðum sem ég ætla að flest okkar geti fylkt sér á bakvið.</p> <p align="justify">Ég ætla að nánast allir séu sammála um það grunnatriði að fiskurinn í sjónum sé sameiginleg auðlind allrar þjóðarinnar. Á þessum grunni leggjum við til samningsbundin réttindi um nýtingu aflaheimilda taki við af varanlegri úthlutun.</p> <p align="justify">Ég er líka næsta viss um það að almenn sátt sé um það að sjávarútvegurinn skuli leggja sitt af mörkum til samfélagsins í formi sérstaks leigugjalds og gjalda sem að taki mið af afkomu greinarinnar. Áskorunin er að finna skurðarpunktinn hvað teljist rétt og eðlilegt.</p> <p align="justify">Ég endurtek þá skoðun mína að við Íslendingar eigum að geta staðið saman um þá grundvallarhugsun sem að við viljum byggja fiskveiðistjórnunarkerfið á. Grunatriðin eru fá og skýr&#160; -&#160; og snúast um sanngirni og skynsemi.</p> <p align="justify">En svo eru auðvitað fjölmörg úrlausnarefni sem snúast um útfærslur og ýmist gróf- eða fínpússningu á reglum – en til þeirrar vinnu skulum við ganga óverkkvíðin og með uppbrettar ermar.</p> <p align="justify">Það er vor og bjartsýni í lofti - og það blakta fánar um borg og bæ til heiðurs íslenskum sjómönnum.</p> <p align="justify">Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra sem og landsmönnum öllum til hamingju með daginn, sjálfan sjómannadaginn.</p> <p align="justify">Til hamingju sjómenn – þetta er ykkar dagur!</p> </blockquote> </div> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p align="justify">&#160;</p> <p><br /> </p>

2014-05-07 00:00:0007. maí 2014Ræða á fundi í Brussel um "Iceland´s approach to the fish resources in the Arctic", 7. maí 2014

<p align="right"><strong>ATH: Talað orð gildir</strong></p> <p><strong>Sustainable Fishing in the Arctic,&#160;</strong><strong>Seminar, 7th of May, Norway House, Rue Archimméde 17, Brussels</strong><br /> </p> <p><strong>"Iceland´s approach to the fish resources in the Arctic"</strong></p> <p><span>It is a great pleasure to be here with you today and share some reflections on fisheries issues under the banner of „Sustainable Fishing in the Arctic“.</span><br /> </p> <p>Fishing has for a long time been the backbone Iceland's economy.&#160; Today the modern fisheries that we have developed are the foundation of the country's progress and economic growth. Even more so after our recent and rather intense affair with the global financial markets that ended &#160;in –lets say a temporary setback.</p> <p>Back to the title of my talk today and Iceland´s approach to the fish resources in the Arctic. In brief, the bottom line for the Icelandic &#160;government&#160; regarding fishing in general, including the Arctic,&#160; is this:</p> <p>Precautionary, Science and Ecosystem based harvesting strategies with effective enforcement &#160;mechanisms, with access to key fishing information through the internet for verification of those processes.</p> <p>That is how we see ourselves fulfill the demands of the international community for sustainable and responsible fisheries.</p> <p>Let us not forget the history of global fisheries. For centuries, and even the bigger part of last century, there was a common belief &#160;that &#160;fishery resources were plentyful in the world´s oceans and that consequently there was little need for restraining fisheries with management measures.</p> <p>When serious overfishing became apparent in many parts of the world we started to act. Global &#160;agreements were negotiatied of which the UNCLOS is the most fundamental - that took over 25 years to negotiate. &#160;Then came the the Fish Stocks Agreement and the Compliance Agreement, followed by &#160;a long list (plethora) of other agreements and resolutions.</p> <p>At the same time, more and more countries attempted to put in place effective fisheries managment systems to prevent overfishing. But most countries have chosen to restrain fishing by using input controls. That means limiting the size of fishing vessels , gears and engines, coupled with specified number of days when fishing is allowed. These methods, all over the world, have proved to be largely ineffective. We tried such methods for a while in Iceland, but when their ineffectiveness&#160; became apparent they were replaced by a system of output controls, Individual Transferable Quotas (ITQ´s) &#160;that have served the country well.&#160; But no system is perfect and over time we&#160; have had to make various adjustments and modifications to it as it has developed. But it is effective and working well.</p> <p>Few, if any, food production systems are more international in nature than fisheries. Fish move around&#160; in great quantities not respecting any of the boundaries that we humans have made.&#160; The &#160;international agreements I mentioned serve &#160;to define the right of individual States to their share of the world´s fishery resources but with changing environmental conditions their shortcomings are coming &#160;into a clearer light.</p> <p>Iceland has been an active contributor to the policymaking on ocean affairs, ensuring the rights of coastal states to sustainable utilization of their living marine resources. These rights are of particular importance to the Arctic region as many of its communities base their existence and livelihoods on fisheries.</p> <p>The Arctic is of course a very special region: Sensitive, less known to us than most other regions of the planet&#160; and is now is opening up to the world. &#160;The Arctic is really also very much about how &#160;the Common Future of mankind is interlinked and how dependent we are on the actions of others.</p> <p>I am not going to lecture you today on the changes occurring in the Arctic. We all know that there is &#160;strong evidence that changes are taking place and our scientists are working hard to find out the nature and extent of these changes. &#160;But no Icelandic minister of fisheries can talk about these issues without mentioning the Atlantic mackerel.&#160; The changing pattern for this species is really testing all the declaractions regarding the ecosystem approach, responsible fisheries management, but perhaps most importantly international collaboration. As you all know&#160; this fish has markedly changed its migration pattern towards northern waters in recent years giving rise to serious disputes.</p> <p>This is not the place to dwell on the mackerel dispute, butmy point is this: We have made international agreements committing ourselves to resolve such disputes in a rational manner and based on science.</p> <p>Many factors would have to be taken into consideration,&#160; such as movement of the stocks, feeding behaviour, spawning grounds, history of&#160; catches etc. Yet, we should acknowledge at the outset that there will always be a political element in the final decision. In my view, we the &#160;politicians, should &#160;be taking a leadership role in this process .&#160; &#160;</p> <p>In closing.</p> <ul> <li><span>The&#160; Arctic is percieved as one of the last frontiers of the planet´s unspoiled environment.&#160; Therefore we have to be very cautious when deciding on the expolitation strategies.</span><br /> </li> <li><span>The Icelandic Parliament has recently laid down Iceland´s policy on Arctic matters. Some of which are the following:</span><br /> </li> <li style="list-style: none"> <ul> <li><span>Iceland supports the Arctic Council as the main collaborative Forum in arctic matters,</span><br /> </li> </ul> <ul> <li><span>Iceland wants to secure its position as an Arctic Costal State,</span><br /> </li> <li><span>We want to gather support for the idea of the Arctic as part of the High North,</span><br /> </li> <li><span>We want to&#160; build on the UN Convention of the Law of the Sea for resolving disputes,</span><br /> </li> <li><span>We particularly want to strengthen collaboration with the west nordic part of the Arctic i.e. between Iceland, Greenland and the Faroe Islands,</span><br /> </li> <li><span>We want to secure rights of indigenous peoples living&#160; in the High North and preserve their unique culture and involve them in all decision making processes regarding the area.</span><br /> </li> </ul> </li> </ul> <p>As we all know food security is an issue that is rising fast on the geopolitical agenda. It is estimated that the world will need some 60-70% more food by the middle of this century. Global food security is increasingly seen as a world peace issue – an issue of human justice. The international law on which marine governance is based, in particular the&#160; UN Convention of the Law of the Sea is clear about &#160;the use of living marine resources <u>for food</u>. &#160;It is unrealistic that the Arctic should be made a fully fledged sanctuary as some have suggested.</p> <p>Let us not forget that the four &#160;million people inhabiting the Arctic region have their normal aspirations towards economic progress that provides them with sustainable livelihoods for&#160; themselves and their children to prosper and be a fully fledged partner in the world.</p> <p>Thank you for your attention.</p> <p>&#160;</p>

2014-04-29 00:00:0029. apríl 2014Ársfundur Byggðastofnunar, 28 apríl 2014

<p></p> <p align="right">ATH: Talað orð gildir</p> <blockquote> <p align="justify"><span>Ágætu fundarmenn, því miður komst ráðherra ekki til fundar við okkur í dag vegna anna. Ég vona að þið takið viljann fyrir verkið, þótt ég flytji ykkur boðskap ráðherra í hans stað.</span></p> <p align="justify">Mig langar að hefja mál mitt á því að vitna í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, en þar segir undir kaflanum byggðamál: <em>Lögð verður áhersla á jafnrétti til búsetu og að íbúar landsins fái notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi.</em> Þetta er ekki löng setning en segir samt sem áður allt sem segja þarf.</p> <p align="justify">Jafnrétti til búsetu þýðir á mæltu máli að allir sitja við sama borð þegar opinber þjónusta á í hlut. En svona er þetta vitaskuld ekki. Ég þykist vita að fullkomið jafnrétti muni aldrei nást, enda má spyrja sig hvort það sé raunhæft eða í raun æskilegt. En í öllu falli eigum við að búa svo um hnútana að allir búi við sömu lágmarks grunnþjónustu.</p> <p align="justify">Þeirri skoðun heyrist stundum fleygt að óhagræði sé að því að hafa dreifða byggð á Íslandi. Allt sé best komið í Reykjavík, eða á höfuðborgarsvæðinu. Það má taka undir þá skoðun að sumt sé best niður komið á Suð-Vestur horninu. En ef við styðjum þessa skoðun út í hörgul, væri náttúrlega allt á einum stað á landinu. Fyrir því er enginn vilji né skynsamleg rök. Má strax nefna tvennt: við þurfum að framleiða meiri matvæli og það verður ekki gert nema í mjög litlum mæli á malbikinu; og í annan stað þá fjölgar ferðamönnum ört og þeir þurfa þjónustu um allt land. Reyndar á ekki að þurfa að takast á um þetta, svo sjálfsagt sem það er, að fólk fái að búa þar sem það vill og fást við sín hugðarefni.</p> <p align="justify">Það leiðir hugann að samgöngum í víðasta skilningi, en í stefnuyfirlýsingunni segir: Ríkisstjórnin mun vinna að samgöngubótum með áherslu á tengingu byggða. Ég fletti upp á samgöngubótum á vefnum timarit.is. Hvað skyldu menn hafa sagt um þær í þá daga þegar hestakerran var samgöngutækið?</p> <p align="justify">&#160;Í fréttum frá Íslandi, í Skírni fyrsta janúar 1899, segir frá landshögum. Samgöngumál fá þar sérstakan kafla og eru þar kunnuglegir frasar &#160;eins og að Alþingi leggi mikla áherslu á samgöngubætur og hyggist verja í þær nokkrum fjármunum einnig er þar minnst á heimild til stjórnarinnar til undirbúnings lagningar ritsíma frá Austfjörðum. Þá var það ritsími, nú ljósleiðari.&#160;</p> <p align="justify">Og fyrst ég er byrjaður að nefna gamlar fréttir langar mig aðeins að nefna stutta frétt úr Degi frá 1965. Þar segir að haldin hafi verið merkileg ráðstefna á Akureyri. Voru þar saman komnir menn með ólíkustu stjórnmálaskoðanir. Allir vildu þeir standa einhuga að málefnum fjórðungsins og leggja hreppapólitík til hliðar. Meðal annars var samþykkt að vinna að því að koma á fót byggðastofnun… dreifbýlinu til sóknar og varnar.</p> <p align="justify">Góðir fundarmenn.</p> <p align="justify">Þetta á við enn í dag; Byggðastofnun er nú á dögum lykilstofnun, þegar kemur að sókn og vörn dreifbýlisins. Innan veggja hennar eru færustu sérfræðingar í byggðamálum samankomnir. Það er ekki sama hvernig byggð í landinu þróast, það er ekki sama hvernig best er að standa vörnina og heldur ekki hvernig best er að blása til sóknar. Byggðastofnun er greiningardeild landsbyggðarinnar og á grundvelli ráðlegginga frá henni eru teknar ákvarðanir, sem hafa með heill fjölmargra að gera. Og þótt ég hafi aðeins verið ráðherra í tæpt ár, get ég sagt fullum fetum að ég treysti Byggðastofnun til að taka faglegar, hlutlægar ákvarðanir sem standast skoðun.</p> <p align="justify">Nýlegt dæmi má nefna, sem flestum er vafalítið ofarlega í huga. En það eru áform Vísis í Grindavík að færa alla landvinnslu í heimabæinn suður með sjó. Djúpivogur, Þingeyri og Húsavík eru skilin eftir í uppnámi og nánast í sárum; sérstaklega á það við um Djúpavog og Þingeyri. Ráðuneytið fékk Byggðastofnun strax til að gaumgæfa málið og skipti þá engu þótt stjórnarformaðurinn væri í fríi á Spáni! Og í miðri dymbilviku kom minnisblað forstjóra og formanns stjórnar um stöðu smærri sjávarbyggða og viðbrögð við vanda einstakra byggðalaga. Minnisblaðið er mikilvægt innlegg þegar lagðar verða fram lausnir á vanda þessara staða. &#160;</p> <p align="justify">Stefnumótun í byggðamálum byggist á byggðaáætlun. Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2014-2017 hefur verið lögð fyrir Alþingi og verður væntanlega afgreidd á þeim þingdögum sem eftir eru. Meginmarkmið byggðaáætlunar fyrir árin 2014–2017 eru að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu, þjónustu og annarra lífskjara og stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um land allt. Sérstök áhersla er lögð á stuðning við svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. Einnig er lögð áhersla á að aðgerðir byggðaáætlunar stuðli að auknu jafnrétti kynjanna. Til þess að ná markmiðum byggðaáætlunar verður hrint í framkvæmd aðgerðum, sem falla undir fjögur skilgreind lykilsvið: innviði, sértækar aðgerðir, atvinnumál og opinbera þjónustu.&#160;</p> <p align="justify">Ágætu fundarmenn.</p> <p align="justify">Ég væri ekki að segja satt, ef ég þættist ekki kannast við góðan ásetning stjórnvalda um að gera eitthvað í málefnum landsbyggðarinnar; ásetning sem oft verður minna úr en efni standa til. Því er ekki nema eðlilegt að spurt sé; er ástæða til að ætla annað núna? Því er til að svara að byggðaáætlun er einfaldari nú en áður. Það ætti að verða til þess að kraftar okkar dreifist ekki um of í alltof margar áttir. &#160;&#160;</p> <p align="justify">Eitt af þeim stefnumiðum sem sett er fram í nýrri byggðaáætlun, er, að sóknaráætlanir verða styrktar sem farvegur fyrir áherslu og aðgerðir byggðaáætlunar. Nú þegar hafa verið stigin ákveðin skref í þessa átt með því að tengja vaxtarsamningana með beinum hætti við sóknaráætlanirnar og frekari samþættingar er að vænta á næsta ári – vonandi með þátttöku menningarsamninga. Jafnframt þessu er einnig mikilvægt að fólk í öllum landshlutum líti í eigin barm og haldi áfram að efla sínar stofnanir og samþætta starf sitt. Öflug þróunarsetur í hverjum landshluta, er forsenda þess að hægt sé að færa framkvæmd byggðastefnunnar í meira mæli út í héruðin.</p> <p align="justify">Þótt byggðaáætlun fyrir árin 2014 til 2017 verði afgreidd á þessu þingi verður ekki látið staðar numið þar, heldur munum við strax hefjast handa við að vinna að endurskoðaðri áætlun sem mun gilda fyrir seinni hluta tímabilsins. Þannig er núverandi áætlun einungis skref í þá átt sem við viljum stefna í og búast má við að meiri þungi verði settur í byggðamálin á seinni hluta kjörtímabilsins. Eitt af því sem þá mun koma sérstaklega til skoðunar er hvernig við getum svæðaskipt landinu svo auðveldara verði að beina viðeigandi byggðastuðningi að þeim svæðum sem þörfin er brýnust. Mismunandi aðstæður kalla á ólíkar stuðningsleiðir. Þetta verður eitt af þeim atriðum sem hvað mest vinna verður lögð í á næstu misserum. Þar má líka sjá fyrir sér að sóknaráætlanir muni skipa stórt hlutverk. &#160;</p> <p align="justify">Kæru fundarmenn.</p> <p align="justify">Ég vil að lokum þakka starfsmönnum og stjórn Byggðastofnunar gott samstarf á þeim tíma sem ég hef setið sem ráðherra. Ég vil jafnframt nota tækifærið til að þakka þeim sérstaklega sem nú hverfa úr stjórn stofnunarinnar og bjóða nýja stjórnarmenn velkomna til starfa.&#160;&#160;</p> </blockquote> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira