Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Steingríms J. Sigfússonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2013-05-21 00:00:0021. maí 2013Grein í Fréttablaðinu 18. maí  -  "Ísland með fyrstu einkunn, -að utan!"

<blockquote> <h2><strong>Ísland með fyrstu einkunn, -að utan!</strong></h2> Í vikunni bárust a.m.k&#160; tvennar jákvæðar fréttir sem tengjast áherslum Íslands í velferðarmálum. Báðar fréttirnar sýna að viðbrögð okkar við hruninu hafi verið félagslega meðvituð og árangursrík á sviði velferðarmálanna. Þetta er raunar langt í frá í fyrsta sinn sem þetta er staðfest á síðustu misserum.<br /> <br /> <p><strong>Jöfnuður eykst</strong></p> Í fyrsta lagi gefur OECD Íslandi góða einkunn í nýrri úttekt um þróun jafnaðar eða ójafnaðar í aðildarríkum stofnunarinnar.&#160; Jöfnuður er samkvæmt skýrslu OECD hvergi meiri en á Íslandi og hefur aukist umtalsvert undanfarin ár öfugt við mörg önnur lönd í efnahagserfiðleikum. Á mannamáli þýðir það að íslenskum stjórnvöldum, nánar tiltekið ríkisstjórn okkar Vinstri grænna og Samfylkingar, hefur tekist að jafna byrðunum þannig að kaupmáttur hinna tekjulægri hefur varist betur en annarra gegnum þrengingarnar. Jöfnuður er hér almennt meiri en áður, færri en ella eru útsettir fyrir fátækt og félagsleg vandamál hafa ekki aukist svo merkjanlegt sé þrátt fyrir þær efnahagslegu hamfarir sem landið hefur gengið í gegnum. Í velflestum kreppuhrjáðum löndum jókst ójöfnuður eftir hrun en það hefur ekki gerst á Íslandi. Ísland er því undantekning í þessu samhengi.<br /> <br /> <p><strong>Velferðin varin</strong></p> Í öðru lagi sendi breski fræðimaðurinn David Stuckler frá Cambridge háskólanum frá sér bók sem fjallar um áhrif kreppunnar á lýðheilsuástand fólks í Evrópu og Bandaríkjunum. Ítarlega hefur verið fjallað um útgáfu bókarinnar og rannsóknir Stuckler í erlendum fjölmiðlum síðustu daga. Niðurstaða Stuckler er að lýðheilsu í mörgum löndum í Evrópu og einnig í Bandaríkjunum hefur hrakað hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Athyglisvert er að Stuckler tiltekur Ísland sérstaklega sem dæmi um land þar sem vel hefur tekist til við að viðhalda góðu lýðheilsuástandi. Á Íslandi hefur aðgengi að heilbrigðisstofnunum haldist óbreytt og þjónustustigið hefur verið varið eins vel kostur var. Þessu er öfugt farið víðast hvar samkvæmt rannsóknum Stuckler. Þau lönd sem koma einna best út úr rannsóknum Stuckler eru Norðurlöndin og ætti það ekki að koma neinum á óvart.&#160; Lýðheilsu hefur á hinn boginn víða hrakað, sérstaklega nefnir Stuckler Grikkland í því sambandi en einnig hefur ástandið versnað í Bandaríkjunum og Bretlandi á allra síðustu árum.&#160;<br /> <br /> <p><strong>Réttlát dreifing gæða og/eða byrða stærsta velferðamálið</strong></p> Þessir vitnisburðir að utan hljóta að gleðja mörg samtök og hópa sem bera þessi gildi fyrir brjósti, t.d. þau eða þá sem hafa nú um sinn beðið í ofvæni eftir annarri ríkisstjórn eins og forseta ASÍ. Hægri og miðjuöflin mega heldur betur standa sig vel ef þau eiga að ná því að auka hér enn jöfnuð eða gera betur hvað varðar félagslega réttláta dreifingu byrðanna. Staðreyndir, vandaðar rannsóknir og óumdeildar mælingar sem eru samanburðarhæfar milli landa tala sínu máli hvað sem allri stjórnmálaþrætu líður. Íslendingar myndu gera rétt í því að taka a.m.k. í einhverjum mæli mark á slíku ekki síður en heimatilbúnum veruleika loforðamanna og hagsmunaafla hins gamla Íslands. Hvers konar samfélag viljum við hér í landinu? Jöfnuð og jafnrétti eða græðgi sérhagsmunahópanna? Þar er efinn, ekki síst nú eftir síðustu alþingiskosningar.<br /> <br /> Steingrímur J. Sigfússon<br /> </blockquote> <br />

2013-05-16 00:00:0016. maí 2013Grein í Financial Times 14. maí  -  "Iceland's election is a signal to the rest of Europe"

<div> <blockquote> <h2>Iceland's election is a signal to the rest of Europe</h2> <br /> Iceland's response to the financial crisis has been taken as a model for how a country should react to a dramatic economic shock. However, international observers should also take note of our country's recent election result. Despite guiding the country through a difficult but impressive recovery, the governing parties were ousted. The parties that were blamed for the financial crisis won a slim majority. This raises a fundamental question: in our age of austerity and slower growth, can politicians maintain popularity without the proceeds of a bubble economy? Put differently: can any politician meet the unrealistic expectations of Europe's voters?<br /> <br /> After Iceland's 2008 collapse, nearly the whole financial system went bust, inflation hit 18 per cent and the currency plunged. Unemployment spiked from 1 per cent to 9 per cent. Debt rocketed and commentators asked when we would default.<br /> <br /> The Icelandic recovery was not based on the sort of austerity measures seen elsewhere in Europe. Low-income groups and the unemployed were protected. Debt on homes with negative equity was written down. The International Monetary Fund rather unexpectedly lauded Iceland for retaining our Nordic welfare system.I was part of the ousted centre-left coalition that stopped the slide. At the time of last month's election, the deficit was turning into a surplus, the currency had stabilised, inflation had dropped to less than 4 per cent and unemployment had halved.<br /> <br /> Politicians caught in economic crisis south of Iceland would give a lot for our metrics. Presumably, however, they would not care for the coalition parties' election result, as together their vote fell by 27.7 per cent from the last election – the biggest swing in the country's history.<br /> <br /> There is no simple answer as to why. Some say the government did not boast enough about its success. Disunity within the coalition on the implementation of difficult measures was also a factor. Others say that the government tried to implement too many changes, too quickly – and there is a time lag for the impact of policies to be felt by Iceland's households. However, the truth is that we were beaten by the enormity of the task and the importance of public expectations.<br /> <br /> The two centre-right parties that implemented the policies that led to Iceland's crash have emerged victorious. It is a stunning result. Their election manifestos feature familiar jargon of boosting the economy through low taxes and deregulation. Extravagant measures have been promised to improve consumption in an economy that needs to focus on minimising government debt after the personal spending binge in the pre-crash years. The vote went for short-term consumption instead of long-term and stable foundations.<br /> <br /> Policy makers across Europe face the difficult question of how to survive a crisis. Taking tough but necessary measures to save a country's economy does not always win votes. Voters want immediate returns, so government leaders are pressurised to pursue policies that facilitate consumption. There is little understanding that growth has to be sustainable. That paves the way for opportunistic promises by opposition parties that everything will prosper if voters choose based on short-term needs or desires. These are the materialistic ideologies of the day – and the pre-crisis era – making it impossible for a democratic system to be long-sighted.<br /> <br /> It is important to ask whether governments implementing recovery measures can maintain power long enough to emerge from a crisis, if they cannot immediately deliver the same standards of living as citizens enjoyed during a bubble economy. Iceland has come a long way but it still faces huge tasks, such as the lifting of capital controls.<br /> The result from Iceland should prompt introspection not just from politicians, but from voters as well. Are our expectations realistic? Is the only way to meet the insatiable demand for growth to build economies based on quicksand? For that is a recipe for an ever more destructive boom-and-bust cycle.<br /> </blockquote> </div> <p><br /> </p>

2013-05-08 00:00:0008. maí 2013Grein í Fréttablaðinu 8. maí 2013  -  "VG og framtíðin!"

<blockquote> <h2><strong>VG og framtíðin!</strong></h2> <p>Nú rúmri <span>&#160;</span>viku bak kosningum og meðan vöfflubakstur stendur yfir á vegum Framsóknar- og Sjálfstæðismanna er ekki úr vegi að tjá hug sinn til kosningaúrslitanna. Hitt bíður betri tíma að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og mun ekki af veita, hver sem hún verður. Sú ríkisstjórn mun njóta góðs af þeim ótvíræða árangri sem náðst hefur í efnahagslegri endurreisn landsins frá hruni. Himin og haf eru milli aðstæðna nú og þeirra fordæmalausu erfiðleika sem við blöstu á öndverðu ári 2009. Mörg stór og vandasöm úrlausnarefni eru engu að síður framundan og efnahagsóáran í mest allri Evrópu smitar í vaxandi mæli hingað heim. <span>&#160;</span>Við þurfum því áfram að vanda okkur.</p> <p>Eins og yfirleitt féllu úrslit nálægt síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar en þó vörðum við Vinstri græn stöðu okkar ívið betur en flestar spár höfðu gert ráð fyrir. Það rímaði vel við það andrúmsloft sem maður varð áskynja á lokasprettinum. Við komum standandi niður eftir vel útfærða og málefnalega kosningabaráttu og engin óábyrg loforð munu þvælast fyrir okkur í framhaldinu. Formaður VG, Kartín Jakobsdóttir, var að mati undirritaðs og að öllum öðrum ólöstuðum sigurvegari þessarar kosningabaráttu. Skýr, málefnaleg og traust framkoma hennar skoraði meðal þjóðarinnar langt út fyrir raðir þeirra sem að lokum kusu hreyfinguna.</p> <p><strong>Komin til að vera<br /> </strong>Vinstrihreyfingin grænt framboð verður svo sannarlega hluti af framtíðinni og er fyrir löngu komin til að vera í íslenskum stjórnmálum. Með tæplega 11% fylgi í þessum kosningum og sjö þingmenn er okkur ekkert að vanbúnaði að leggja upp í nýtt kjörtímabil hvað sem það ber í skauti sínu og hvaða verkefni sem það færir okkur í hendur. Verði hlutskipti okkar stjórnarandstaða gefst á nýjan leik meiri tími og hægari aðstæður til að sinna innra flokksstarfi, til að uppfæra og efla málefnastarf og sinna ýmsu því sem annríki björgunarstarfsins í ríkisstjórn í á fimmta ár skammtaði nauman tíma. Vissulega getur átt eftir að reyna á styrk okkar í stjórnarandstöðu ef afturhvarf til stefnu og stjórnarhátta fyrirhrunsáranna verður veruleiki stjórnmálanna á Íslandi á nýjan leik. En þá verður það uppbyggilegt aðhald en ekki einhliða eyðileggingarstarf í anda fráfarandi stjórnarandstöðu.</p> <p>Að sama skapi erum við reynslunni ríkari og öflugri eftir eldskírn í ríkisstjórn við fordæmalaust erfiðar aðstæður komi til okkar kasta á þeim vettvangi. Nú, rétt eins og í upphafi árs 2009, er það mín sannfæring að við Vinstri græn eigum að hlíða kalli ef skyldan bíður og við trúum því að það verði landi og þjóð til góðs.</p> <p><strong>Glaðbeitt á vit framtíðarinnar<br /> </strong>Með öðrum orðum, við getum lagt glaðbeitt upp í nýhafið kjörtímabil. Á fundum og í samtölum við liðsmenn Vinstri grænna undanfarna daga eftir kosningar skynja ég samstöðu, bjartsýni og baráttuhug. Við getum verið og eigum að vera stolt af verkum okkar undafarin ár, þó það hafi vissulega verið ár erfiðra verkefna og fórna. En hvorutveggja er að stjórnmál snúast ekki um það að hafa það huggulegt fyrir sjálfan sig eða flokk sinn og hitt að menn leggja nú ýmislegt á sig fyrir minna en að bjarga landi sínu frá þjóðargjaldþroti. Okkur Vinstri grænum eru allir vegir færir úr núverandi stöðu og sama gildir um Ísland verði málum þess ekki klúðrað.</p> <p>Steingrímur J. Sigfússon</p> </blockquote> <p><span>&#160;</span> <span>&#160;&#160;&#160;</span><span>&#160;</span></p>

2013-05-02 00:00:0002. maí 2013Grein í Skarpi 19. apríl - "Tækifæri í Norðausturkjördæmi"

<blockquote> <h2>Tækifæri í Norðausturkjördæmi</h2> Mannlíf og atvinnuástand hefur haldist býsna stöðugt víðast hér í kjördæminu síðustu árin þrátt fyrir erfið ytri skilyrði. En vitaskuld höfum við ekki farið varhluta af hruninu fremur en aðrir landsmenn. Atvinnuástand hefur þó verið að meðaltali umtalsvert betra en á landsvísu og heilt yfir fer það batnandi, fjölbreytnin fer vaxandi og margar greinar eins og ferðaþjónustan í mikilli sókn. Stöldrum við nokkur af stóru málunum og einnig möguleika til framtíðar litið.<br /> <br /> <strong>Beint millilandaflug er raunhæft</strong><br /> Fyrir liggur að ferðaþjónusta er að sækja umtalsvert fram. Þetta er augljóst þegar ferðast er um kjördæmið að sumarlagi en sem betur fer er aukning í vetrarferðamennsku enn meiri. Þessi þróun hefur verulega jákvæð áhrif á atvinnustig, mannlíf og tekjur. Ég tel að miklir möguleikar séu til staðar til áframhaldandi aukinna umsvifa í ferðaþjónustu á svæðinu og sé fyrir mér að eftir því sem ferðaþjónustunni vex fiskur um hrygg þá aukist möguleikar á beinu millilandaflugi til Akureyrar eða Egilsstaða. Beint millilandaflug yrði mikil lyftistöng fyrir svæðið og einnig jákvætt innlegg í að dreifa álagi af vaxandi ferðamannafjölda.<br /> <br /> <strong>Bygging Norðfjarðar- og Vaðlaheiðarganga</strong><br /> Einhver stærsti og ánægjulegasti atburður á löngum þingmennskuferli mínum var að vera viðstaddur undirritun samninga um byggingu Vaðlaheiðarganga í Hofi fyrr í vetur. Ekki er síðra að fylgjast nú með vélunum hefjast handa þessa dagana. Auðvitað er þetta ekki síður gleðilegt fyrir okkur öll sem þjóð sem saman eigum samgöngukerfið. Vaðlaheiðargöng eru tímamótaframkvæmd fyrir Norðurland og gera Þingeyjarsýslur og Eyjafjarðarsvæðið meira og minna að einu atvinnusvæði. Göngin verða lykilmannvirki í samgöngukerfinu í heild að mínu mati. Á næstu dögum verða opnuð tilboð þeirra verktaka sem valdir voru í forvali til að bjóða í Norðfjarðargöng. Þar er á ferðinni stórframkvæmd sem munu gjörbreyta til hins betra samgöngum til Norðfjarðar.<br /> <br /> <strong>Bakki og PCC</strong><br /> Eins og fram hefur komið áformar PCC að byggja kísilver á Bakka. Um er að ræða áætlaða fjárfestingu uppá 170 milljónir evra eða um 28 milljarðar kr. Hér er um að ræða millistórt iðnaðarverkefni með takmarkaða orkuþörf. Engu að síður verður að vera hafið yfir vafa að umhverfisáhrif vegna þeirra virkjana sem ráðist verður í séu ásættanleg og í því sambandi verður að taka áhyggjur vegna mögulegra áhrifa virkjunar í Bjarnarflagi á lífríki Mývatns alvarlega. Heppilegast væri ef Landsvirkjun hæfist strax handa á Þeistarreykjum og gæfist þá meiri tími til að gaumgæfa málin varðandi Bjarnarflag. Störf á hvert megawatt verða þrefalt fleiri í kísilverinu samanborið við álver. Á uppbyggingartíma sem er um þrjú ár verða tæpir 400 starfsmenn við vinnu. Einnig verða til fjölmörg störf við byggingu vegtengingar og stækkun hafnarinnar. Þá verða umtalsverðar framkvæmdir og umsvif tengd byggingu virkjana og línulagna. Starfsmannafjöldi kísilversins verður í upphafi um 120 -130 manns en fjölgar í hátt í 200 við tvöföldun framleiðslunnar sem er áformuð fljótlega eftir að rekstur fyrri áfanga hefst. Ljóst er að veruleg umsvif munu fylgja allri þessari uppbyggingu í Þingeyjarsýslum á næstu árum. Fyrir liggur að íbúum hefur fækkað í Þingeyjarsýslum og atvinnumöguleikar eru víða fábrotnir. Fyrirhuguð uppbygging á Bakka er sérlega mikilvæg í byggðalegu tilliti eins og undirstrikað er í sérstakri greinargerð frá Byggðastofnun.<br /> <br /> <strong>Forsendur fyrir hagvexti í kjördæminu</strong><br /> Margt annað en ofangreint mætti telja sem horfir til framfara nú fyrir norðan- og austanvert landið. Ég tel á heildina litið að allar forsendur séu fyrir hendi til þess að atvinnulíf og mannlíf geti blómstrað á komandi árum. Þar vega m.a. þungt bættar samgöngur sem felast í Vaðlaheiðar- og Norðfjarðargöngum, tilkoma Dettifossvegar og vaxandi umsvif í ferðaþjónustu, uppbygging í Þingeyjarsýslum, norðurslóðamálin og hlutur svæðisins í þeim efnum, svo nokkuð sé nefnt.<br /> <br /> <em>Steingrímur J. Sigfússon,</em><br /> <em>atvinnu- og nýsköpunarráðherra og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis</em><br /> </blockquote> <em><br /> </em><br />

2013-05-02 00:00:0002. maí 2013Grein í Fréttablaðinu og Skarpi 25. apríl - "Kjörtímabil á enda runnið"

<blockquote> <h2>Kjörtímabil á enda runnið</h2> Nú við lok kjörtímsbils er ekki úr vegi að líta yfir farin veg, meta stöðuna og horfa fram á veginn.<br /> <br /> Staðan í upphafi árs 2009 var u.þ.b.eftirfarandi:<br /> <br /> <ul> <li>Um 85% af fjármálakerfinu var fallið, hið nýja bankakerfi ófjármagnað og gríðarflókið en um leið afdrifaríkt verkefni beið að ná niðurstöðu í uppgjör milli gömlu og nýju bankanna.</li> <li>Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknaði með því að fólksfækkun gæti orðið 3-4% á misserunum á eftir hruni.</li> <li>Nálægt 50% af lánum allra fyrirtækja voru í vanskilum. Fjármál tugþúsunda heimila voru í uppnámi.</li> <li>Gengi krónunnar var fallið um 50% og vextir og verðbólga voru nálægt 20%.</li> <li>Skuldatryggingarálag (CDS) á Ísland var 1.000-1.100 punktar.</li> <li>Í gildi var frysting íslenskra eigna í Bretlandi á grundvelli hryðjuverkalaga.</li> <li>Ísland var ofarlega á lista yfir þau tíu lönd sem líklegust eru talin til að lenda í greiðslufalli eða gjaldþroti.</li> <li>Seðlabankinn er nýorðinn gjaldþrota með um 200 milljarða kostnaði fyrir ríkissjóð.</li> <li>Ísland var komið í samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, alþjóðlegir fjármálamarkaðir lokaðir og fjármagnshöft komin á.</li> <li>Halli á rekstri ríkissjóðs var af stærðargráðunni 200 milljarðar króna, 10-14% af vergri landsframleiðslu.</li> <li>Atvinnuleysi á leið í 9-10%.</li> <li>Önnur lönd í Evrópu þar sem vandi steðjaði að kepptust við að fullvissa umheiminn um að þau séu ekki eins illa stödd og Ísland.</li> <li>Ríkisstjórn, Alþingi, Seðlabanki, Fjármálaeftirlit og bankakerfi voru rúin trausti, orðspor landsins á alþjóðavettvangi hrunið og samfélagið á barmi upplausnar.</li> </ul> &#160;<br /> <strong>Þjóðargjaldþroti afstýrt</strong><br /> <div align="justify"> Það var því verk að vinna þegar við Vinstri græn tókum þá djörfu ákvörðun að setjast í ríkisstjórn við þessar ógnarlegu aðstæður 1. febrúar 2009. Við völdum að axla ábyrgð þegar skyldan kallaði vitandi vel að framundan voru erfiðustu verkefni sem nokkur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins Íslands hafði staðið frammi fyrir. Í hnotskurn snerist verkefnið um að afstýra þjóðargjaldþroti og endurheimta efnahagslegt sjálfstæði landsins. Til þess þurfti að gera margt í senn; verja raunhagkerfið sem eftir stóð, verjast hættunni á keðjuverkandi fjöldagjaldþrotum, tugprósenta atvinnuleysi og stórfelldum landflótta, en ekki síst að verja velferðarkerfið og tryggja eins og kostur var stöðu hinna lakast settu í samfélaginu.<br /> </div> &#160;<br /> <strong>Hvað hefur svo gerst?</strong><br /> <div align="justify"> Hagtölur hafa, frá miðju ári 2010, farið jafnt og þétt batnandi. Í tvígang hefur íslenska ríkið gefið út ríkisskuldabréf á alþjóðlegum fjármálamarkaði á ásættanlegum kjörum. Með öðrum orðum; aðgangur að erlendum fjármálamörkuðum er opinn á nýjan leik. Í ágúst 2011 lauk samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með mjög jákvæðum umsögnum. Meira en helmingur gjaldeyrislánanna, sem tengdust samstarfsáætluninni, hefur þegar verið endurgreiddur. Rekstur ríkissjóðs er því sem næst komist í jafnvægi og opinberar skuldir fara nú lækkandi á nýjan leik sem hlutfall af VLF. Skráð atvinnuleysi hefur lækkað í 5,3% og gæti lækkað í 3-4% á háannatímanum í sumar. Hagvöxtur var 2,9% árið 2011 og 1,6% árið 2012 og spáð er 2-3% hagvexti næstu ár. Óvissa tengist f.o.f. ytri aðstæðum, sérstaklega efnahagshorfum í okkar helstu viðskiptalöndum. Verðbólguhorfur eru á nýjan leik betri en þær hafa verið um langa hríð, m.a. vegna styrkingar krónunnar. Skuldatryggingarálag á Ísland er nú um 150 stig og hefur ekki verið lægra frá því allnokkru fyrir hrun. Allar þessar hagtölur tala sínu máli og staðfesta efnahagsbatann.<br /> </div> &#160;<br /> <strong>Íslendingar snúa heim</strong><br /> <div align="justify"> Spár um mikla fólksfækkun á Íslandi gengu ekki eftir sem betur fer. Á síðustu tveimur ársfjórðungum hafa umtalsvert fleiri flutt til landsins en frá því samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta ásamt mun fleiri fæðingum en nemur fjölda þeirra sem falla frá veldur því að þjóðinni fjölgar nú myndarlega. Það að fleiri íslenskir ríkisborgarar snúa nú heim en fara frá landinu hlýtur að mega túlka sem vísbendingu um aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi.<br /> </div> &#160;<br /> <strong>Ísland komið fyrir vind</strong><br /> <div align="justify"> Engin önnur ríkisstjórn lýðveldistímans hefur tekið við landinu á barmi gjaldþrots. Verkefnið hefur tekist, landið er á réttri leið. Það er líka mat umheimsins, þeirra sem fjalla almennt um efnahagsmál, alþjóðastofnana, greiningaraðila og markaðarins. En áfram þarf af ábyrgð og festu að treysta batann í sessi. Skuldum vafin heimili, einkum yngri kynslóðarinnar, munu áfram þurfa mikinn stuðning.<br /> Kosningaloforð sem ganga út á gríðarlegar almennar skuldaniðurfellingar eru hins vegar óábyrgar. Ekki er í hendi hvort einhver umtalsverður fjárhagslegur ávinningur verður af þeim mikilvægu og vandasömu aðgerðum sem tengjast afnámi gjaldeyrishafta og uppgjöri þrotabúa gömlu bankanna í heild. Þaðan af síður hvenær slíkt gæti orðið. Allir eru hins vegar sammála um að gæta hagsmuna Íslands í því sambandi eins og best verður á kosið. Enginn einn flokkur á þá hugmynd og þaðan af síður réttinn á að eigna sér slíkt til kosningaloforða. Þá er einnig óraunhæft að skerða tekjur ríkissjóðs með tugmilljarða skattalækkunum í þágu hinna tekjuhæstu og efnuðustu. Það síðasta sem landið þarf á að halda er ábyrgðarlaus kosningabarátta með yfirboðum og loforðum um að nú sé hægt að gera allt fyrir alla og án þess að nokkur þurfi að borga fyrir það.<br /> </div> &#160;<br /> <strong>Stóra spurningin</strong><br /> <div align="justify"> Hin stóra spurning komandi kosninga er; hvort vilja menn áframhaldandi endurreisn og bata í anda félagshyggju samábyrgðar og umhverfisverndar eða gömlu hrun- og helmingaskiptastórnina aftur? Enginn deilir um að erfið ár eru að baki, né hitt að þrátt fyrir mikinn árangur er margt enn óleyst og áfram verk að vinna. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að við séum á réttri leið þrátt fyrir allt þá er valið skýrt. Við getum haldið þeirri stefnu áfram, en ef menn vilja gefa þeim sem því sem næst settu landið á hausinn annað tækifæri þá mekja menn við B eða D.<br /> </div> </blockquote> <p>&#160;<br /> <br /> </p>

2013-04-17 00:00:0017. apríl 2013Grein í Bændablaðiinu 19. mars - "Bændur segja allt gott"

<blockquote> <h2>Bændur segja allt gott</h2> Það var ánægjulegt að vera við setningu Búnaðarþings þann 3. mars sl. undir kjörorðunum; „Bændur segja allt gott“ og heyra þáverandi formann Bændasamtakanna ljúka ræðu sinni á sömu orðum – „Bændur segja allt gott“.<br /> <br /> Það væri óskandi að forustumenn annarra atvinnugreina sem margar hefðu nú ekki síður tilefni til að bera sig vel, eins og t.d. ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn töluðu á jafn uppbyggilegum nótum.<br /> <br /> Af þessu mætti e.t.v. álykta að bændur hefðu verið tiltölulega stikkfrí í hremmingum efnahagshrunsins og því sem á eftir fylgdi, en svo var nú alls ekki. Bændur og landbúnaðurinn hafa sannanlega greitt sinn toll og hann síst minni en almennt á við, auk þess að takast á við afleiðingar náttúruhamfara, hækkun aðfanga, skuldavanda og þar fram eftir götunum.<br /> <br /> Íslenskir bændur, eins og reyndar flestir landsmenn a.m.k. framan af, sýndu því hins vegar skilning að það varð að rétta Þjóðarskútuna af og koma henni af strandstað áramótanna 2008-2009. Auðvitað kostaði það fórnir og því vekur það vægast sagt furðu þegar stjórnmálamenn – jafnvel formenn flokka – hneykslast á því nú að ríkissjóður hafi fyrstu árin eftir hrunið verið rekin með miklum halla eða blöskrast á því að þurft hafi að innheimta skatta og draga úr útgjöldum. Er hægt að komast lægra í umræðu um þjóðmál en með því að afneyta einfaldlega veruleikanum?<br /> <br /> Nei, þeir sem á annað borð skynjuðu þá hættu sem íslenska þjóðin var í og þáverandi forsætisráðherra gerði svo ítarlega grein fyrir í sjónvarpinu 6. október 2008, vita innst inni að það hefur gengið vonum framar, – fyrst að endurheimta efnahagslegt sjálfstæði landsins og byggja að nýju upp traust á alþjóðavettvangi sem í einni svipan var rifið af þjóðinni. Loks, og ekki minnst um vert, koma rekstri ríkissjóðs nokkurn vegin í jafnvægi á aðeins fjórum árum. Við Íslendingar erum nú þriðja árið í röð að upplifa hagvöxt og minnkandi atvinnuleysi, en erum því miður í hópi örfárra Evrópu- eða OECD þjóða sem það á við um.&#160; Þeir sem láta nú sem ekkert hafi skeð, tala um hug sér og gjaldfella sjálfa sig hvað varðar vitræna og ábyrga umræðu um þá erfiðleika sem Ísland hefur gengið í gegn um. Þeim erfiðleikum er ekki lokið, þó ágætlega miði og við megum hvergi misstíga okkur á komandi misserum. Þess vegna eru innistæðulaus loforð og gylliboð óvenju ábyrgðarlaus við núverandi aðstæður. En nóg um það – hver og einn verður að ráða sínum orðum.<br /> <br /> <h3>Staða landbúnaðarins tryggð til næstu ára</h3> Ég hef haft af því mikla ánægju að fá að vinna fyrir og vinna með íslenskum bændum sem ráðherra landbúnaðarmála í nokkur skipti.&#160; Fyrst 1988 – 1991 og svo tvisvar sinnum eftir hrun, framan af ári 2009 og aftur frá áramótum 2012. Líkt og í hið fyrsta sinn var aðkoman ekki sérlega skemmtileg eftir áramótin 2009. Sannarlega hefði verið ánægjulegra að geta stutt myndarlega við íslenska bændur heldur en að þurfa að leita samkomulags um skerðingar á fullgildum samningi þeirra og ríkisvaldsins. En þannig var nú staðan og ekki þýddi að hlaupast undan merkjum.<br /> <br /> Við landbúnaðarráðherra blasti þá, að gerðir samningar við bændur voru í uppnámi. Sú ríkisstjórn sem fór frá völdum í janúarlok ákvað við lokaafgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2009 að skerða samningsbundin framlög um 10%.<br /> <br /> Ofaní kaupið blasti við gífurleg hækkun á áburðaverði og fráfarandi&#160; ríkisstjórn hafði ákveðið að skerða niðurgreiðslu dreifingarkostnaðar rafmangs hjá garðyrkjubændum.<br /> <br /> Svona var staðan vorið 2009.&#160; Mér var fullljóst að nauðsynlegt var að draga úr útgjöldum ríkissjóðs en mér var jafnljóst að um það yrði fyrir alla muni að nást sátt við bændur.<br /> <br /> Ég lagði áherslu á að fá bændur að borði með það fyrir augum að ná samningum þannig að friður gæti ríkt um óumflýjanlegar aðgerðir í ríkisfjármálum – og það tókst. Bændur sýndu málinu mikinn skilning og niðurstaða náðist með samkomulagi allra viðkomandi aðila.<br /> <br /> Þann 28. ágúst síðastliðinn undirritaði ég svo, ásamt þáverandi fjármálaráðherra Oddnýju Harðardóttur, nýja búvörusamninga og nýjan búnaðarlagasamning milli ríkisvaldsins og bænda. Aftur segi ég að betur væri að fleiri kæmu að samningaborðum með jafn mikinn skilning á stöðunni og af jafn mikilli ábyrgð og bændur landsins hafa gert í báðum þessum tilvikum. Niðurstaðan er gífurlega þýðingarmikil. Starfsfriður og fyrirsjáanleiki ríkir í íslenskum landbúnaði og grundvöllur hans er eins vel tryggður og kostur er til næstu nokkurra ára litið. Alþingi hefur samþykkt allar nauðsynlegar lagabreytingar og á það einnig við um lög- og fjárheimildir til að gera upp tjón við bændur vegna náttúruhamfara. Með ofangreindu tel ég að vel hafi tekist til, við þröngar aðstæður, að verja landbúnaðinn, grundvöll búvöruframleiðslunnar og í leiðinni kjör bænda gegn um kreppuna og þannig að nú er sóknarhugur í mönnum. Sem sagt; bændur segja allt gott.<br /> <br /> <h3>Uppbygging og sókn framundan &#160;</h3> Já bændur horfa nú fram og líta til nýrra tækifæra í landbúnaði sem sannarlega eru til staðar. Sem ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunarmála hika ég ekki við að fullyrða að fjárfestingar í innviðum og bættum aðstæðum sveitanna og strjálbýlisins almennt eru meðal þeirra allra ábatasömustu sem völ er á fyrir Ísland framtíðarinnar, öflugra Íslandi. Með því stækkum við Ísland, virkjum ónýtta möguleika til verðmætasköpunar, aukum sjálfbærni og fjölbreytni.<br /> <br /> Ég vil tæpa á nokkrum atriðum:<br /> <strong><br /> Kornrækt.</strong> Sífellt fleiri bændur sjá í kornræktinni möguleika á að rækta sitt eigið fóður og/eða selja korn til annarra nota. Í nýjum búnaðarlagasamningi er stuðningur við kornrækt aukinn verulega og sérstök áhersla er á að auðvelda svínabændum kornrækt<br /> <br /> <strong>Loðskinn.</strong> Með óbilandi þrautseigju hafa minkabændur þraukað erfiða tíma en eru nú loks heldur betur að uppskera árangur erfiðisins. Í þeirri búgrein eru notuð nær alfarið innlend aðföng og það, ásamt reynslu, þekkingu og faglegum vinnubrögðum þýðir að nú eru flutt út og seld skinn í hæsta gæðaflokki fyrir hátt í tvo milljarða króna, nær allt hreinar gjaldeyristekjur.<br /> <br /> <strong>Hestamennska og hrossarækt.</strong> Erlendir markaðir fyrir íslenska hesta eru óðum að opnast að nýju eftir að hafa því sem næst lokast í kjölfar hrunsins. Enginn vafi er á að hrossaræktendur munu aftur ná vopnum sínum, búgreinin skila góðum arði og íslenski hesturinn (sem sumir kalla besta sendiherrann með fullri virðingu fyrir hinum) áfram skipa veglegan sess.<br /> <br /> <strong>Fiskeldi.</strong> Aukinn þróttur er að færast að nýju í fiskeldi, bæði bleikjueldi og eldi fleiri og nýrra tegunda á landi og laxeldi í sjó. Mikilvægt er að viðhalda stöðu afurðanna sem fyrsta flokks gæðavöru og til þess höfum við kjöraðstæður. Í heimi sem kallar á sífellt meiri mat er augljóst að þessi búgrein, sem og matvælaframleiðsla almennt, á framtíðina fyrir sér.<br /> <br /> <strong>Ferðaþjónusta, handverk, heimavinnsla.</strong> Aukinn hlutur sveitanna í þessari mestu vaxtargrein íslensk atvinnulífs skiptir sköpum og fellur vel að markmiðum um að dreifa álagi af vaxandi ferðamannafjölda um landið og þætta saman við menningu, handverk og heimavinnslu. Framkvæmdasjóður ferðamála mun á þessu ári veita hátt í 600 milljónum króna til úrbóta og uppbyggingar gegn um líklega ein 100 verkefni vítt og breytt um landið.<br /> <br /> <strong>Lífræn ræktun.</strong> Stóraukin lífræn ræktun þarf að koma til eigi að mæta eftirspurn fyrir slíkar vörur og nýta þau sóknarfæri sem þar liggja. Í reynd erum við ekki nema rétt að byrja í þeim efnum borið saman við nálæg lönd.<br /> <strong><br /> Ylrækt og garðyrkja.&#160;</strong> Fullyrða má að greinin standi framar en nokkru sinni fyrr og mikill metnaður og möguleikar eru til að auka enn framleiðsluna, bæði fyrir vaxandi innlendan markað og til útflutnings.<br /> <br /> <strong>Skógrækt, hlunnindanýting, orkuskipti í landbúnaði að ógleymdum okkar hefðbundnu greinum.</strong> Fjölmargt er ótalið. Verði skilningur fyrir hendi og vilji til á komandi árum að fjárfesta í framtíðarmöguleikum landbúnaðarins og strjálbýlisins almennt þarf engu að kvíða. Bættar samgöngur og fjarskipti, jöfnun orkuverðs, betra aðgengi að menntun o.s.frv., mun allt hjálpa til. Mestu skiptir að tækifærin blasa við og vandamál eru til þess að leysa þau eins og ég tel að reynsla undangenginna fjögurra ára hafi sýnt. Vandamálin má auðvitað einnig nota sem efnivið í að búa til óvini úr einhverjum öðrum, þá sem ekki hafi látið þau öll með tölu hverfa á einu bretti með töfrabrögðum, en slíkt reynist skammgóður vermir. Í raunheiminum reynast töfrabrögðin bara sjónhverfingar, kanínan var einhvers staðar áður en hún kom upp úr hattinum og allt er eins og var þegar sýningunni lýkur.<br /> <br /> Innan fárra daga verður gengið til Alþingiskosninga og verk mín og annarra sem áður hafa starfað í stjórnmálum lögð í dóm kjósenda. Svo verða auðvitað einnig í boði óskrifuð blöð. Ómögulegt er að vita hver niðurstaðan verður. Ég legg viðskilnaðinn gagnvart landbúnaðinum sáttur í dóm, sem og verk mín að öðru leyti þar sem ég hef reynt að horfa til hagsmuna þjóðarinnar, almannahagsmuna, fremur en velta fyrir mér líklegum persónulegum vinsældum af hverju og einu. Það er betra að slíkir stjórnmálamenn séu uppi á auðveldari tímum.<br /> <br /> Steingrímur J. Sigfússon<br /> Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra<br /> </blockquote> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br />

2013-04-16 00:00:0016. apríl 2013Grein í Fréttablaðinu 16. apríl - "Aðgerðir í þágu nýsköpunar og nýfjárfestingar"

<blockquote> <h2>Aðgerðir í þágu nýsköpunar og nýfjárfestingar</h2> <br /> Fjölbreyttar aðgerðir undanfarin ár til stuðnings nýfjárfestingar og nýsköpunar sýna að margt hefur áunnist í þeim málaflokkum. Hér að neðan hef ég tekið saman stuttan en langt í frá tæmandi lista yfir aðgerðir sem núverandi ríkisstjórn hefur ráðist í í þessum málaflokki. Og eftir stendur spurningin; Fyrst þessi ríkisstjórn gat áorkað þetta í þeirri þröngu stöðu sem hún var í eftir efnahagshrunið – af hverju komu fyrri ríkisstjórnir ekki meiru í verk þegar staða ríkissjóðs var allt önnur og betri? Við því eru til fá svör.<br /> <br /> Tökum nokkur dæmi:<br /> <br /> <ol> <li>&#160;Lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi hafa breytt umgjörð um nýfjárfestingar í atvinnulífinu og þau munu nýtast fyrir fjölbreytileg minni og meðalstór ekki síður en stór fjárfestingaverkefni, jafnt innlendra sem erlendra aðila. Meðal samninga um fjárfestingarverkefni sem búið er að gera á grundvelli þessara laga má nefna&#160; stækkun aflþynnuverksmiðju Becromal á Akureyri, stálendurvinnslu GMR á Grundartanga og gagnaver Verne á Ásbrú.</li> <li>Lög um skattaívilnanir eða beinar endurgreiðslur rannsóknar- og þróunarkostnaðar í sprotafyrirtækjum hafa sannað sig svo um munar. Nú fer í hönd þriðja árið og hefur umfangið vaxið jafnt og þétt. Reiknað er með að umtalsverðir fjármunir fari í skattaafslætti eða endurgreiðslur sem er beinn stuðningur við rannsókna- og þróunarstarf í sprota- eða nýsköpunarfyrirtækjum.</li> <li>Allir vinna átakið sem gengur út á 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts á vinnu við endurbætur á íbúðarhúsnæði og húsnæði í eigu sveitarfélaga hefur hleypt auknum þrótti í byggingariðnaðinn og auk heldur komið þessum viðskiptum betur upp á yfirborðið.</li> <li>Markaðsátökin Inspired by Iceland, sem hrundið var af stað í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli og Ísland allt árið sem gengur út á að lengja ferðamannatímabilið á Íslandi hafa sannað gildi sitt. Og galdurinn á bak við velgengni beggja verkefnanna er sá að hér tóku saman höndum stjórnvöld og fyrirtækin sjálf í greininni.</li> <li>Framkvæmdasjóður ferðamála var settur á stofn gagngert til að lyfta grettistaki í uppbyggingu aðstöðu og vernd náttúru við helstu ferðamannastaði á landinu en einnig til að fjölga vinsælum ferðamannastöðum. Á næstu þremur árum verða settar 500 milljónir á ári í þennan sjóð.</li> <li>Lög um jöfnun flutningskostnaðar fela í sér mikilvægan stuðning við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni.</li> <li>Sóknaráætlanir hafa verið gerðar fyrir hvern landshluta og ganga þær út á að meta styrkleika hvers svæðis og hvernig best verði staðið að atvinnuuppbyggingu. Heimamenn sjálfir forgangsraða verkefnum og verður umtalsverðum fjármunum varið í þessi verkefni á næsta ári.</li> <li>Fjárfestingaáætlun sem nýlega hefur verið kynnt markar alger tímamót og setur nýjar áherslur í nýsköpun og atvinnuþróun. Stærra skref hefur ekki verið stigið í þeim efnum um árabil.</li> <li>Mótuð hefur verið aðgerðaáætlun um eflingu verk- og tæknináms á framhaldsskóla- og háskólastigi.</li> <li>Frá stofnun Tækniþróunarsjóðs og Rannsóknarsjóðs hefur aldrei fyrr verið lögð jafnmikil áhersla á eflingu þeirra eins og nú enda gegna þeir lykilhlutverki í framþróun atvinnu- og efnahagslífsins.&#160; Samkvæmt fjárfestingaráætlun er gert ráð fyrir miklu viðbótarfjármagni til þessara sjóða.</li> <li>Nýstofnsettur Verkefnasjóður fyrir skapandi greinar mun verða veigamikill stuðningur fyrir verkefni þar sem saman fer listrænn sköpunarkraftur og nýsköpun í atvinnulífinu og þar eru svo sannarlega mörg tækifæri.</li> <li>Grænn fjárfestingarsjóður hefur verður settur á laggirnar en tilgangur hans verður að efla stoðir Græns hagkerfis sem snýst um sókn í atvinnu- og efnahagsmálum þar sem umhverfisvænar lausnir leysa þær hefðbundnu af hólmi.</li> </ol> <br /> Sem sagt, heilmiklu hefur verið áorkað samhliða glímunni við beinar afleiðingar hrunsins á þessu kjörtímabili.<br /> <br /> <h4>Steingrímur J. Sigfússon</h4> <h4>Höfundur er atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra</h4> </blockquote> <br /> <br /> <br /> <br />

2013-04-16 00:00:0016. apríl 2013Grein í Fréttablaðinu 13. apríl - "Ísland og erlendir kröfuhafar"

<br /> <blockquote> <h2>Ísland og erlendir kröfuhafar</h2> <p>Þó svo að mörg þúsund milljarðar króna afskrifist vegna hruns stóru viðskiptabankanna í október 2008 standa&#160; umtalsverðar upphæðir eftir í þrotabúum þeirra. Ísland á gríðarlega mikið undir því að&#160; uppgjör þessara eigna og brotthvarf þeirra úr hagkerfinu stefni stöðugleika og hagsmunum samférlagsins ekki í voða samhliða því&#160; að okkur takist að afnema fjármagnshöft.&#160;&#160; Mestu hagsmunir þeirra erlendu aðila sem eiga kröfur í bú gömlu bankanna liggja í því að fá aðgang að eignum í erlendri mynt. Þær eignir nema 1.500-1.700 milljörðum króna.<br /> </p> Útgreiðsla þessara eigna til kröfuhafa eftir því sem þær breytast í reiðufé í erlendri mynt hefur í sjálfu sér ekki bein áhrif á gjaldeyrisjöfnuð landsins enda lendir það utan okkar hagkerfis. Engu að síður þurfa erlendu kröfuhafarnir undanþágur frá fjármagnshöftunum. Þær er erfitt að veita fyrr en séð er fyrir endann á lausn málsins í heild og þá einkum hvernig eignarhlutur búanna í krónum verður meðhöndlaður. Þessi eignarhluti búanna í krónum samanstendur af ríflega tvisvar sinnum 200 milljörðum. Annars vegar er um að ræða eignarhlut þeirra í Íslandsbanka og Arion og hins vegar ýmsum öðrum krónueignum. Gamla snjóhengjan uppá um 400 milljarða er svo þar fyrir utan. Þannig að í heild er umfang málsins um 2.200-2.400 milljarðar króna.<br /> <br /> <h3>Samningar við kröfuhafa eða skattlagning á útstreymi?</h3> Hvað er nú til ráða í þessari stöðu? Augljósasti kosturinn er að láta reyna&#160; á tilboð á viðskiptalegum grundvelli eða þá&#160; einhvers konar samninga. Ómögulegt er að slá mati á niðurstöðu slíkra viðskipta eða samninga fyrirfram. Það er þó ljóst að eignarhlutir í evrópskum bönkum, hvað þá íslenskum, seljast langt undir bókfærðu nafnverði í dag. Kröfuhafar þyrftu því að sitja lengi fastir inn í íslensku hagkerfi ef þeir sættu sig ekki við verulegan afslátt. Með hinar hreinu krónueignir búanna hefði væntanlega hvort eð er alltaf farið eins og með krónur í snjóhengjunni, þ.e. að þeim yrði seint skipt á fullu álandsgengi. Annar kostur í stöðunni væri að beita útgönguskatti sem er vel þekktur þegar fjármagns- eða gjaldeyrishöft eru afnumin og hefur verið hluti af áætlun stjórnvalda um afnám hafta.<br /> <br /> <h3>Lögin frá mars 2012 lykillinn</h3> Það er því fátt nýtt í umræðunni um að gera megi ráð fyrir verulegri verðfellingu þessara krónueigna í eigu útlendinga eins og annarra krónueigna þeirra, að baki fjármagnshöftum, þegar að því kemur að skipta þeim í gjaldeyri.&#160; Vissulega kunna óþolinmóðir erlendir kröfuhafar að sætta sig við afslátt á eignum sínum gegn því að koma fjármunum sínum úr landi.&#160; En hvernig varð sú staða til? Jú, sú staða hefur orðið til vegna þess að Seðlabanki, ríkisstjórn og stjórnarmeirihlutinn hafa á þessu kjörtímabili gert allt rétt til að tryggja hagsmuni landsins í þessu sambandi. Munar þar mest um samþykkt frumvarps meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem undirbúið var af Seðlabanka Íslands og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu undir forustu undirritaðs í marsmánuði 2012. Þar voru eignir búanna færðar bak við fjármagnshöftin. Ef ég man rétt greiddi Sjálfstæðisflokkurinn atkvæði gegn því frumvarpi og viðstaddir Framsóknarmenn sátu hjá. Já, framsókn sat hjá í þessu mikilvæga máli en þykjast nú hafa fundið málið upp og eiga einkarétt á því að útdeila á grundvelli þess mögulegum óorðnum ávinningi.<br /> <br /> <h3>Stórvarasöm loforð</h3> Aðalatriðið&#160; er að vandað sé til þessarar vinnu og að gullgrafaraæði grípi ekki um sig þannig að við fórnum sterkri samningsstöðu sem við höfum byggt upp með hárréttum aðgerðum. Kosningaloforð sem ganga út á að ákveða fyrirfram niðurstöðu sem eigi að skila svo og svo miklum ávinningi og setja á okkur tímapressu til að hægt verði að efna loforðin eru stórvarasöm, óábyrg og ekkert annað en ódýrt lýðskrum. Fari eitthvað úrskeiðis í aðgerðum til að vinda ofan af fjármagnshöftunum&#160; gæti hagkerfið orðið fyrir miklu höggi. Krónan myndi veikjast sem þýddi verðbólguskot með tilheyrandi afleiðingum fyrir fyrirtæki og heimili. Því er mikilvægt að stíga engin skref fyrr en vissa er fyrir því að heildarlausn á vandanum sé fundin.&#160; Þetta er hægt með samstilltu átaki og þolinmæði að vopni.<br /> <br /> <h4>Steingrímur J. Sigfússon,</h4> <h4>Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra</h4> </blockquote> <h3><br /> </h3> <h4><br /> </h4> <br />

2013-04-12 00:00:0012. apríl 2013Grein í Bændablaðinu 11. apríl - "Landsbyggðirnar og framtíð sveitanna!"

<blockquote> <h2>Landsbyggðirnar og framtíð sveitanna!</h2> <br /> Í tengslum við&#160; nýafstaðinn ársfund Byggðastofnunar sem haldinn var í Varmahlíð í Skagafirði var haldið fróðlegt málþing undir yfirskriftinni; „Brothættar byggðir – ný nálgun“. Þar var til umfjöllunar vinna Byggðastofnunar og fleiri aðila með íbúum nokkurra byggðarlaga sem skera sig úr hvað varðar mikla fólksfækkun , erfitt atvinnuástand og óhagstæða aldursþróun undangengin ár. Fulltrúi Byggðastofnunar rakti framgang verkefnis sem stofnunin ásamt Norðurþingi, Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, Háskólanum á Akureyri o.fl. hefur unnið að undanfarna mánuði með íbúum Raufarhafnar. Fulltrúi íbúasamtaka á Bíldudal lýsti horfum og væntingum þar í tengslum við sambærilegt verkefni. Fjallað var um tækifæri og möguleika ferðaþjónustunnar í strjálbýlinu frá áhugaverðu sjónarhorni (ferðaþjónustan sem ylrækt) og loks var afar upplífgandi erindi um „ævintýrið á Siglufirði“.<br /> <br /> Þróun umræðunnar um byggðamál hefur verið athyglisverð að undanförnu og á Byggðastofnun og ekki síst formaður stjórnar Byggðastofnunar, Þóroddur Bjarnason, hrós skilið fyrir frumkvæði í að breikka og dýpka umfjöllun um þennan mikilvæga málaflokk. Í sem styttstu máli má segja að nú sé í fyrsta lagi farið að tala um „landsbyggðirnar“ í fleirtölu í stað þess að fjalla um landsbyggðina sem einsleitt mengi. Það endurspeglar mun betur veruleikann eins og hann er.<br /> <br /> <strong>Þrískipt Ísland</strong><br /> Í grófum dráttum má segja að í byggðalegu tilliti sé Ísland þrískipt. Það er höfuðborgarsvæðið sjálft, síðan stórbaugurinn umhverfis höfuðborgarsvæðið með um 100 km. radíus þar sem verulegra áhrifa af nálægðinni við höfuðborgarsvæðið gætir. Loks landsbyggðin eða öllu heldur landsbyggðirnar þar fyrir utan. Og það er einmitt málið; landsbyggðirnar þar fyrir utan. Þar innan er að finna mikinn breytileika allt frá svæðum eins og Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu þar sem verið hefur nokkuð samfelld fólksfjölgun og allmörg svæði og byggðarlög önnur sem standa bærilega. Á hinum endanum er að finna einstakar byggðir eða svæði þar sem staðan er sannarlega orðin mjög brothætt. Við slíkar aðstæður er það orðin niðurstaða Byggðastofnunar að til þurfi nýja nálgun, sértækar aðgerðir og vinnu með íbúum þar sem hin almennu stuðningsúrræði á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og byggðaaðgerða dugi ekki ein til. Byggðastofnun var tryggt fé, 50 milljónir króna, á fjárlögum yfirstandandi árs til að vinna samkvæmt þessari nýju aðferðafræði . Það ásamt sóknaráætlunum landshlutanna með nýjum fjármunum upp á 400 milljónir króna þrátt fyrir þröngan fjárhag ríkisins sýnir ásamt mörgu fleiru í verki vilja núverandi ríkisstjórnar.<br /> <br /> <strong>Byggðamál eru eilífðarmál</strong><br /> Róm var ekki byggð á einum degi og verður það ekki heldur í þessu tilviki. Byggðamál eru eilífðarmál og kalla á sífellda og viðvarandi athygli og aðgerðir. Nokkur forgangsverkefni munu skipta miklu um þróunarmöguleika strjálbýlisins á Íslandi og aukið jafnrétti í byggðalegu tilliti:<br /> <br /> <ol> <li>Gera þarf heildaráætlun um ljósleiðaravæðingu alls landsins. Stjórnvöld þurfa í samstarfi við þá sem veita fjarskiptaþjónustu að finna heppilegustu leiðir og eftir atvikum stuðla að því með fjárhagslegum stuðningi að allir íbúar landsins njóti innan ásættanlegs tíma, t.d. 3-5 ára, fullnægjandi þjónustu í þessum efnum. Ef ekkert verður að gert bendir margt til að framvindan verði of tilviljankennd og ákveðin svæði verði útundan.</li> <li>Við næstu endurskoðun samgönguáætlunar þarf að gera sérstaka áætlun um átak í uppbyggingu tengivega og hvers kyns hliðarvega út frá megin leiðum.</li> <li>Í fjárlögum áranna 2014 og 2015 þarf að taka tvö seinni skrefin í að jafna húshitunarkostnað á köldum svæðum (í fjárlögum yfirstandandi árs er tekið um þriðjungsskref í þeim efnum). Með hitaveituvæðingu þéttbýliskjarna eins og Skagastrandar og vonandi einnig Hafnar í Hornafirði fækkar enn í þeim hópi landsmanna sem ekki njóta hlunnindanna af heitu vatni til húshitunar og annarra þarfa. Að sama skapi verður hlutfallslega minna mál og sjálfsagðara að jafna stöðu þeirra sem eftir sitja. Þá má einnig benda á þá möguleika er opnast á grundvelli laga sem taka kyntar veitur svo sem trjákurlsveituna á Hallormsstað inn í kerfið. Alþingi samþykkti á lokametrunum frumvarp frá undirrituðum þar um.</li> <li>Vinna þarf áfram á þeirri braut sem tilkoma náms á framhaldsskólastigi í fleiri byggðarlögum undanfarin ár hefur markað. Framhaldsdeildir eru nú starfræktar á Patreksfirði, Þórshöfn og Hvammstanga,&#160; Hólmavík bætist við í haust og Vopnafjörður er í undirbúningi. Framhaldsskóli í Fjallabyggð sem fór af stað á botni kreppunnar, allt hefur þetta sannað gildi sitt.</li> <li>Áfram á að færa aukin verkefni, fjármuni, áhrif og störf frá ríki til sveitarfélaga. Vel heppnuð yfirfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaganna í tíð núverandi ríkisstjórnar sem einnig fór fram á botni kreppunnar og þrátt fyrir hana á að vera mönnum hvatning í þeim efnum. Næst eru það málefni aldraðra og meiri samþætting allrar nærþjónustu á hendi sveitarfélaganna eða í samstarfi þeirra.</li> </ol> <br /> Hér læt ég staðar numið að sinni. Með batnandi þjóðarhag og ekki síst þeirri staðreynd að afkoma ríkissjóðs er nú að komast í jafnvægi á nýjan leik, sem svo sannarlega hefur kostað fórnir, eru möguleikar til að hrinda þessum og fleiri þjóðþrifamálum í framkvæmd allt aðrir og betri til næstu ára litið.<br /> </blockquote> <p>&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;<br /> <br /> </p>

2013-04-12 00:00:0012. apríl 2013Ræða á sprotaþingi Arionbanka 11. apríl

<br /> <blockquote> <h3>Dear guests at this Seed Forum Iceland Investment conference!</h3> <h3><br /> </h3> It is with great pleasure for me to be here with you today.&#160; Specially, I would like to thank Arion banki for hosting this important event and being the main sponsor. &#160;<br /> <br /> The Seed Forum is a good platform for investors who are interested in the business cases of the most promising seed and early stage growth companies in Iceland and the Nordic countries to meet and explore new possibilities. &#160;<br /> Furthermore it is obviously important that the entrepreneurs and the investors meet together to share thoughts and discuss new ideas.<br /> <br /> As you all know we Icelanders have been struggling for the past few years to build up or you could say refresh our economy which was hit so hard by the financial collapse. This has taken us some time but I think we are now back on track but hopefully not on the same track as before the crises.&#160; I know this better than many others being the financial minister during the most difficult time. &#160;<br /> <br /> But, we learned a lot from this time and we are still learning since we are still restructuring our economy. Some of the main lessons are probably that we must take a good care of our export industries and also to build up new industries which can stand beside our traditional export industries (mainly fisheries) here in Iceland.&#160; One part of this work has been to increase focus on industries which can grow fast and can have diversify our economy.&#160; This has led us to put more focus on the tourism, the creative industries and many types of start-up companies in different parts of the economy.&#160; Of course this is not done overnight but I think we have taken important steps in recent years. &#160;<br /> <br /> To mention some examples we have put in action a hugely ambitious Investment plan for the next three years that can be described as a turning point as it establishes new priorities for innovation and development of the industries. The aim is to build strong foundation for more diversified economy.<br /> <br /> In the wake of the financial collapse new legislation was passed by the Icelandic Parliament Althingi.&#160; The objective of the new legislation was to strengthen research and development activity and improve the competitive condition of innovation enterprises by providing them with the right to tax credits in respect of costs of innovation projects. An innovation enterprise that owns research and development projects and has received the certification by Icelandic authorities has the right to a special tax credit against assessed income tax of 20% of the paid cost of such projects.<br /> And during the most difficult budget deficit – when we had to cut down cost in almost every field of the state budget – we stood firmly guard of the competitive funds for research and technical development – Tækniþróunarsjóður and Rannsóknarsjóður. Instead of cutting down we increased the contribution to the funds. The only way to defeat the Economic depression is to rely on the innovation drive and creative power of the people.<br /> <br /> In the end I would also like to mention the Green investment fund that was just recently established. The aim is to strengthen the foundations of the new and green economic system where environmentally friendly are in the frontline.<br /> <br /> Thank you and I wish you all good luck with this conference today!<br /> </blockquote> <br /> <br /> <br />

2013-04-11 00:00:0011. apríl 2013Ræða á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar 11. apríl 2013

<strong><br /> </strong> <blockquote> <strong>Fundarstjóri – ágætu gestir,</strong><br /> <br /> Það er mér sérstök ánægja að fá að ávarpa þennan aðalfund Samtaka ferðaþjónustunnar í dag. Ég geri það hér í fyrsta sinn sem sá ráðherra er fer með ferðamál og þau verandi hluti af verksviði atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Eins og menn þekkja fluttust ferðamálin á umliðnu hausti inn í nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og eru þar komin í jafnræðissambúð við aðra undirstöðuatvinnuvegi landsins. Mér finnst reyndar að ferðaþjónustan hafi verið að hluta til á mínu borði sem fjármálaráðherra allar götur frá öndverðu ári 2009 til áramóta 2012 – og skyldi engan undra í ljósi umfjöllunarefnis fundarins: Tekjur í ferðaþjónustu og áhrif þeirra á þjóðarbúskapinn. Og má ég þá einnig rifja upp að ég er einn fárra ef ekki eini maðurinn sem hef farið með ferðamál innan Stjórnarráðs Íslands, með löngu árabili á milli, á tveimur öldum. Ég hafði mikla ánægju af því að vera á árunum 1988 – 1991 ráðherra ferðamála sem samgönguráðherra þess tíma. Þá var margt með öðrum brag og ferðaþjónustan miklu mun nær því að vera enn að slíta barnsskónum, en það var hugur í okkur þá eins og nú, ekki síst að fá ferðaþjónustuna viðurkennda sem fullgilda atvinnugrein og við hófumst þá handa um að safna saman betri þjóhagslegum gögnum um ferðaþjónustuna og mikilvægi hennar. Ferðaþjónustan var á svipuðum slóðum um 1990 og hinar skapandi greinar hafa verið um 20 árum síðar, þ.e. að berjast fyrir því að fá löngu réttmæta viðurkenningu á mikilvægi sínu. Ég kynntist mörgu góðu fólki á þessum árum sem gaman var að vinna með og hef átt marga vini í þeim hópi síðan en ég ætla engum manni að misvirða það þó ég nefni einn stórkostlegan mann og eldhuga sem var sérstakt lán að kynnast og fá að vinna með. Blessuð sé minning Birgis Þorgilssonar.<br /> <br /> Reyndar stendur ferðaþjónustan hjarta mínu nær af mörgum ástæðum: Í fyrsta lagi þeirri að við þær ógnarlega erfiðu aðstæður sem við okkur blöstu á vordögum 2009; erfiðustu verkefnum sem nokkur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins Íslands hafði staðið frammi fyrir, - var það niðurstaða okkar að ferðaþjónustan væri ein af þeim meginstoðum sem uppbygging landsins myndi hvíla á.<br /> <br /> Í hnotskurn snerist verkefnið um að afstýra þjóðargjaldþroti og endurheimta efnahagslegt sjálfstæði landsins. Til þess þurfti að gera margt í senn; verja raunhagkerfið sem eftir stóð, verjast hættunni á keðjuverkandi fjöldagjaldþrotum, tugprósenta atvinnuleysi og stórfelldum landflótta, en ekki síst að verja velferðarkerfið og tryggja eins og kostur var stöðu hinna lakast settu í samfélaginu.<br /> <br /> Og meginverkefnið hefur tekist, Ísland er sannarlega á réttri leið. Það er a.m.k. mat umheimsins, þeirra sem fjalla almennt um efnahagsmál, alþjóðastofnana, greiningaraðila og markaðarins.<br /> <br /> Velgengni og vöxtur í ferðþjónustunni hefur spilað þar sitt hlutverk með því að færa dýrmætar gjaldeyristekjur í bú, stuðla að jákvæðri ímynd landsins, efla bjartsýni, fjölga störfum og styðja við mannlíf og búsetuskilyrði víða um land. En þetta hefur ekki gerst sjálfkrafa – það er ekki náttúrulögmál eða hrein og bein heppni að vöxtur greinarinnar á umliðnum árum hefur verið eins og raun ber vitni.<br />  <br /> Á þessum fallega vordegi er mér ofarlega í huga dæmisagan um sáðmanninn og málshátturinn sem af henni er dreginn: svo uppsker hver sem sáir. Kannski er vorið ekki endilega tíminn þar sem uppskeran er skoðuð og þó … – þetta vor er að minnsta kosti bæði sáningar- og uppskerutími í pólitíkinni og þar með samfélaginu öllu. Nú fer einnig í hönd sá tími sem hefur verið hvað gjöfulastur í ferðaþjónustu – þótt sú árstíðasveifla sé sem betur fer að breytast. Á síðustu misserum hefur mörgum fræjum verið sáð í akur ferðaþjónustunnar og það er í raun hreint ævintýralegt að líta til þessa viðburðaríka tíma og uppskerunnar sem nú blasir við.<br /> <br /> Við þekkjum öll vaxtartölurnar – fjölgun ferðamanna, fjölgun gistinátta, vöxtur gjaldeyristekna, fjölgun starfa. Ég ætla ekki að fjölyrða hér í dag um þessar þekktu stærðir – en vildi þess í stað nota tímann til að nefna nokkra af mörgum stefnumarkandi áföngum sem náðst hafa á síðustu árum:<br /> <br /> Ferðamálaáætlun með skýrri stefnumótun frá 2011 – 2020 var afgreidd í þinginu, fyrirkomulagi markaðs- og kynningarmála var komið í skýran og öflugan farveg með stofnun Íslandsstofu árið 2010, Ferðaþjónustureikningar Hagstofunnar endurspegla nú umfang ferðaþjónustu – þótt enn megi betur gera við að kortleggja þær stærðir af meira öryggi, Vakinn – gæða- og umhverfisvottun íslenskrar ferðaþjónustu er kominn á fljúgandi ferð í umsjón Ferðamálastofu, fjárfestingar í innviðum og uppbyggingu ferðaþjónustu um allt land hafa aldrei verið meiri eða markvissari – og mun ég koma betur að því síðar.<br /> <br /> Síðustu fjögur ár hafa einnig verið tími áskorana – jafnvel ógna - sem náðst hefur að vinna úr og snúa í tækifæri með samstilltu átaki stjórnvalda og atvinnugreinarinnar. Nærtækast er að nefna dramatíska innkomu gossins úr jöklinum, sem enginn kunni að nefna nema Íslendingar, en varð einn vinsælasti tungubrjótur allra tíma í fjölmiðlum heimsins.  <br /> <br /> Skjót, markviss og kraftmikil viðbrögð ferðaþjónustunnar og stjórnvalda við eldgosunum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum skiptu sköpum. Það er í þessu samhengi talsvert umhugsunarefni að sjá hvaða alvarlegu áhrif neikvæðir atburðir og umfjöllun hefur haft á margfalt öflugri ferðamannastaði en Ísland og nægir þar að nefna ástandið sem Grikkland, Kýpur, Egyptaland og Indland glíma nú við.<br /> <br /> Þegar um hægðist kom í ljós í könnunum – og sannarlega í gestafjölda - að í gegnum átakið Inspired by Iceland hefur Ísland náð að skapa sér enn sterkari stöðu sem spennandi og eftirsóttur ákvörðunarstaður ferðamanna. 700 milljónum króna var varið til þessa verkefnis í samstarfi&#160; stjórnvalda og fyrirtækja.<br /> <br /> Á þessari stöðu byggir svo áframhaldandi verkefni í sama anda undir merkjunum Ísland allt árið - átak til eflingar vetrarferðaþjónustu sem er samstarfsverkefni ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila og stendur fram á haust 2014. Áætlaður heildarkostnaður er 1,8 milljarðar króna, þar af koma 900 milljónir úr ríkissjóði. Ég get upplýst það hér að við undirbúning fjárlaga mun ANR leggja áherslu á að áframhaldandi verði varið fjármunum til samstarfs um markaðssetningu Íslands. Boltinn er þá hjá greininni að bregðast við með kröftugu samstarfi og tryggja þannig áframhald verkefnisins.<br />  <br /> Önnur dýrmæt lexía sem við lærðum af gosunum er að öryggi, fagmennska og mikilvægi þess að formlegt viðbragðsteymi sé til staðar og verklagið skýrt þegar vá er fyrir dyrum. Viðbragðsteymi ferðaþjónustunnar með aðkomu allra helstu aðila er nú ávalt reiðubúið og þegar Hekla gamla virtist vera að minna á sig um daginn, hefði ekki þurft nema stuttan tíma til að kalla teymið saman og setja af stað vel ígrundaða áætlun sem snýr að samstillingu krafta, almannavörnum og upplýsingagjöf gagnvart ferðamönnum og erlendum fjölmiðlum. Í sama anda fagmennsku og aukins öryggis hefur verið komið á afar dýrmætu samstarfi við Vegagerðina um upplýsingagrunn á íslensku og ensku og Landsbjörgu um upplýsingagjöf og eftirlitskerfi fyrir ferðamenn utan fjölbýlis.<br /> <br /> Mörgum fræjum hefur því verið sáð - en blómleg uppskera kallar á umhirðu og alúð sáðmannsins.<br /> <br /> Samhliða hinni miklu fjölgun ferðamanna, sem við höfum upplifað undanfarin tvö ár hefur sá skilningur verið að vaxa að uppbygging innviða, nýsköpun og vöruþróun verði að haldast í hendur við aukna markaðssetningu til þess að tryggja að vöxtur ferðaþjónustunnar verði sjálfbær til framtíðar. Við þurfum í sameiningu að vinna af ábyrgð og festu til að treysta batann í sessi og byggja upp til framtíðar.<br />  <br /> <em>Landið er fagurt og frítt</em><br /> <em>og fannhvítir jöklanna tindar,</em><br /> <em>himinninn heiður og blár,</em><br /> <em>hafið er skínandi bjart.</em><br /> <br /> Kvað skáldið Jónas og spurði um leið:<br /> <br /> <em>Höfum við gengið til góðs</em><br /> <em>götuna fram eftir veg?</em><br /> <br /> Fyrir réttum tveimur vikum hélt Íslandsstofa ráðstefnu til að kynna skýrslu, sem breska ráðgjafafyrirtækið PKF hefur unnið fyrir Íslandsstofu og Græna hagkerfið í framhaldi af úttekt þeirra á íslenskri ferðaþjónustu. Í skýrslunni er tekið á viðfangsefnum sem snerta innviði, markaðssetningu, fjárfestingar, uppbyggingu á ferðaþjónustu og stefnumótun ásamt nokkurs konar aðgerðaráætlun á þessum sviðum.<br /> <br /> Skýrsla PKF spáir því að tvöföldun verði í heimsóknum erlendra ferðamanna til Íslands á næstu sjö árum, og hingað komi 1,3 milljónir erlendra ferðamanna árið 2020. Fjölgun verður líklega hægari þegar fram í sækir en hingað gætu komið 1,7 milljónir ferðamanna á ári um 2030.<br /> <br /> Hér er því framundan feikilega mikilvægt efnahagslegt tækifæri fyrir Ísland, og raunhæfur möguleiki fyrir íslenska ferðaþjónustu um allt land að þróast yfir í arðbæran atvinnuveg allan ársins hring – þ.e. ef rétt er á spilum haldið. En hér er um leið á ferðinni gríðarleg áskorun, krefjandi verkefni sem kallar á árvekni, skipulag og undirbúning ef vel á að takast.<br />  <br /> Hin mikla fjölgun ferðamanna á næstu árum kallar mjög hátt, hrópar á skýra stefnumótun til næstu 20 ára. Hér dugar ekki að tjalda til einnar nætur – eða hugsa stefnumótun til 3 eða 5 ára. Þetta viðfangsefni felur í sér að við verðum að ná betri yfirsýn og heildarstjórn, tryggja víðtækari grunnrannsóknir og stórauka markaðsrannsóknir, leiða markvissa uppbyggingu á innviðum sem tengjast ferðaþjónustu, skerpa lagaramma, og koma á mun ákveðnara eftirliti með framkvæmd laga. Síðast en ekki síst kallar þetta á ábyrga markaðssetningu.<br /> <br /> Ferðaþjónustan stendur á tímamótum í marvíslegum skilningi – og það þýðir að við verðum að setja í forgang vinnu við stefnu, þróun og stjórnun á umgengni og umferð um dýrmætustu auðlind okkar: landið sjálft. Rekist þetta tvennt á með óásættanlegum hætti, vaxandi fjöldi ferðamanna og vernd og varðveisla íslenskrar náttúru verður hið fyrra að víkja.<br /> <br /> Hlutverk stjórnvalda á að vera að tryggja það að ferðaþjónustan eflist á sjálfbæran hátt í sátt við landið og þjóðina. Í sátt við landið þannig að aukin umsvif ferðaþjónustunnar skili landinu jafn góðu eða í betra ástandi til komandi kynslóða. Í sátt við þjóðina þannig að fólk um allt land njóti góðs af vaxandi ferðaþjónustu og líti á hana hvarvetna sem kærkomna viðbót við atvinnulífið og mannlífið. Tryggja verður að stjórnvöld, ráðuneyti og stofnanir vinni samvirkt að verkefninu og að fulltrúar ferðaþjónustunnar eigi eðlilega hlutdeild í framtíðarsýn og stefnumótun á þessu sviði.<br />  <br /> Hlutverk ferðaþjónustufyrirtækja og fjármálastofnana er að byggja upp öfluga og arðbæra atvinnugrein á þeim sjálfbæra grunni og innan þess starfsumhverfis sem stjórnvöld hyggjast móta á næstu árum. Sem atvinnugrein leggur ferðaþjónustan sjálf til það fé sem þarf til þess að byggja upp viðskiptahlið ferðamálanna.<br /> Miðað við spá PKF má stilla verkefninu þannig upp að næstu árin bætist sveitarfélag á stærð við Akranes - og þegar fram á næsta áratug kemur sveitarfélag á borð við Akureyri - til viðbótar við umsvif og fjölgun Íslendinga sjálfra í landinu. Við getum alveg gert okkur í hugarlund hvað þyrfti til þess að byggja upp heilt sveitarfélag frá grunni með öllum þess innviðum, þjónustustofnunum og fyrirtækjum. Það er verkefni af þessari stærðargráðu sem við stöndum frammi fyrir - nema að ekki er um afmarkað sveitarfélag að ræða heldur fólk sem dreifist mismikið um landið og helstu náttúrusvæði þess. Önnur leið til að skoða þessa mynd er að segja að fólki á Íslandi, sem þarfnast margs konar þjónustu og er tilbúið að greiða fyrir hana muni fjölga um 5 til 10% umfram fólksfjölgun landsmanna.<br /> Í þessu sambandi vil ég minna á eitt stærsta umbótamál síðari ára er varðar íslenska ferðaþjónustu og skiptir sköpum þegar við ávörpum þetta brýna verkefni.<br /> <br /> Stefnumörkunin Ísland 2020 er framtíðarsýn sem varð til í samtölum og samvinnu hundruða, frekar jafnvel þúsunda, Íslendinga um land allt og samráði við landshlutasamtök, sveitarfélög, verkalýðshreyfingu og samtök í atvinnulífi. Eitt veigamesta verkefnið er fjárfestingaráætlun um þróun innviða, atvinnumála, mannauðs og samfélags.<br />  <br /> Framkvæmdasjóður ferðamannastaða var settur af stað til að nýta gistináttagjald til uppbyggingar. Markmið og hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt auk þess sem leitast skal við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði. Ríkisstjórnin tók ákvörðun um að efla sjóðinn verulega og nýta til þess fjármuni úr fjárfestingaráætluninni og mun hann því hafa 1,5 milljarða króna til ráðstöfunar næstu þrjú árin.<br /> <br /> Næsta úthlutun og seinni stóra úthlutunin á þessu ári verður gerð heyrinkunn allra næstu daga. Hátt á sjötta hundrað milljónir eru til ráðstöfunar í ár og munar um minna. Fjöldi metnaðarfullra verkefna vítt og breitt um landið fær brautargengi og langþráðar úrbætur verða þar sem slíkt hefur sums staðar dregist allt of lengi. Þar til viðbótar renna svo stórauknir fjármunir til uppbyggingar í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum gegnum umhverfis- og auðlindaráðuneytið eða 270- 280 milljónir samtals þegar saman er lagt fé frá gistináttagjaldi og úr fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar.<br /> <br /> Helstu samstarfsaðilar framkvæmdasjóðsins eru sveitarfélög um allt land. Þau hafa skipulagsvaldið og eru í ýmsum tilfellum einnig landeigendur þeirra ferðamannastaða sem um ræðir. Það er afar brýnt að finna fleiri leiðir til að efla sveitarfélögin sem lykilaðila í uppbyggingu, vexti og viðhaldi farsællar og ábyrgrar ferðaþjónustu í landinu.<br />  <br /> Við verðum að þróa fleiri segla sem draga til sín gesti víðs vegar um landið allt. Við verðum að fjölga hlutfallslega meira og gefa þeim ferðamönum tilefni sem eru tilbúnir til að ferðast utan sumartímans og við verðum að finna hagkvæmar og sanngjarnar leiðir til að fjármagna uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða um allt land.<br /> Sem stendur hafa sveitarfélögin afar takmarkaðar beinar tekjur af ferðaþjónustu. Það er í raun aðeins í gegnum fasteignagjöld og skyldar tekjur af uppbyggingu mannvirkja og svo útsvarstekjur tengdar störfum í ferðaþjónustu. Ég segi beinar tekjur: en auðvitað er ferðaþjónusta einnig mikill drifkraftur blómlegra mannlífs, fjölbreytni í þjónustu og atvinnulífi á hverjum stað og er því verðmætt afl til meiri velsældar og í þessu felast mikil verðmæti.<br /> <br /> En miðað við verkefnið sem við okkur blasir tel ég áríðandi að sveitarfélögin geti til frambúðar gengið að því vísu að þau fái fjármagn af auknum tekjum ríkisins til uppbyggingar, eins og í raun hefur þegar verið staðfest með starfsemi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og tímabundnum framlögum af fjárfestingaráætlun ríkisstjórnar til þriggja ára.<br /> Eitt þeirra módela sem áhugavert væri að skoða er að gert verði samkomulag milli stjórnvalda og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að hlutfalli af tekjuauka ríkissjóðs af fjölgun ferðamanna umfram einhverja tiltekna tölu verði ráðstafað í Framkvæmda- og umhverfissjóð. Útfærsluatriði væri svo hvernig þessu fjármagni væri varið - en verkefnin eru mörg: Uppbygging og verndun ferðamannastaða, rannsóknir og tölfræði í ferðaþjónustu, markaðsrannsóknir, markaðsstarf og samskipti.<br />  <br /> Mótuð verði ný stefna um uppbyggingu ferðaþjónustu og ferðamannastaða um leið og skattlagning og fjármögnun innviða verði endurskoðuð frá grunni. Í þessu efni yrði haft gott samráð við alla helstu hagsmunaaðila í ferðaþjónustu.<br /> <br /> Það er ekki hægt, þegar þessir fjárhagslegu þættir og tekjur af ferðaþjónustu eru nefndar, annað en nefna umfang svartrar starfsemi og starfsemi sem fram fer án tilskilinna leyfa í greininni. Við verðum að taka það vandamál föstum tökum, sögurnar sem við heyrum, dæmin sem við sjáum eru allt of mörg. Ferðaþjónustugreinin sjálf verður að líta á það sem eitt höfuðverkefni sitt að gera allt sem í hennar valdi stendur til að uppræta slíkt eins og mögulegt er og stjórnvöld verða að sjálfsögðu að gera betur en hingað til. Það er óþolandi fyrir þá sem eru með allt sitt á hreinu hvað varðar skattgreiðslur, leyfi og eftirlit að horfa uppá og eiga að keppa við svörtu sauðina. Það er afsiðandi fyrir alla sem í hlut eiga að svona viðgangist og það er stórhættulegt fyrir orðspor okkar, ímynd og metnað á sviði gæða- og öryggismála að svört og/eða leyfislaus starfsemi grasseri.<br /> <br /> Megináhersla þarf að vera á næstu árum á skilvirka móttöku ferðamanna, dreifingu þeirra innan dags, innan viku, yfir allt árið og um allt landið til þess að jafna álag á innviði, auka ánægju ferðamanna og landsmanna og forðast árekstra. Beint flug með erlenda ferðamenn, þó það komi að sjálfsögðu landanum einnig til góða, inn á flugvelli í fleiri landshlutum er augljóslega skilvirk leið í þeim efnum. Einnig þótti mér t.a.m. áhugavert að sjá tillögur þess efnis að takmarka ætti stærð þeirra skemmtiferðaskipa sem hingað koma í ljósi þess hvað áfangastaðurinn þolir og hvað þessir farþegar skilja í raun eftir sig af tekjum. Ég tel að í þessu efni verðum við að sýna dug og þor, horfa langt fram í tímann og hafa í forgrunni verndun þeirra grundvallar verðmæta sem allt þetta snýst nú um: landið sjálft!<br />  <br /> Samhliða ábyrgri uppbyggingu verðum við að gæta þess að móta skilaboð okkar í kynningarstarfinu þannig að við séum að tala til þess hóps sem við viljum fá. Áður nefnd skýrsla styður þær áherslur sem þegar eru að nokkru leyti leiðarljós í markaðssetningu á Íslandi: kynningarstaf miðist við að laða til landsins þá ferðamenn sem skilja eftir sem mesta fjármuni í landinu um leið og þeir stíga létt til jarðar og skilja vel við landið að lokinni ánægjulegri heimsókn.<br /> <br /> Ágætu gestir, hverju svörum við svo Jónasi þegar hann spyr:<br /> <br /> <em>Höfum við gengið til góðs</em><br /> <em>götuna fram eftir veg?</em><br /> <br /> Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að hún Snorrabúð verði stekkur?<br /> <br /> Eitt af mörgu gleðilegu og uppbyggilegu við ferðaþjónustuna er að verkefnin eru ætíð ærin. Ég hef aðeins tæpt á nokkrum af þeim stóru málum sem ég tel við blasa þegar horft er til ábyrgrar þróunar næsta áratuginn eða tvo. Við höfum í sameiningu þegar náð miklum árangri og ég er bjartsýnn á að góð reynsla af samstarfi, aukin fagmennska, ábyrgð og einlægur vilji til þess að byggja hér upp sjálfbæra og öfluga atvinnugrein, verði til þess að næstu skref verði farsæl.<br />  <br /> Ég held ég megi segja að við - sem sáðmenn á þessu ferðaþjónustuvori - höfum gætt þess að flest fræin hafa fallið í frjóan svörð – en sem fæst í grýttan jarðveg.<br /> <br /> Mín ósk í dag er að við höldum þessari góðu samvinnu áfram og tökumst af ábyrgð og alúð á við þau mörgu brýnu og spennandi verkefni sem framundan eru í íslenskri ferðaþjónustu. Gætum að landinu, byggjum upp og mótum sýn til framtíðar, sem tryggir stöðu íslenskrar ferðaþjónustu sem undirstöðuatvinnuvegar í raun. Ferðaþjónustan á Íslandi hefur fyrir löngu slitið barnsskónum, hún er komin yfir unglingsárin, hún er orðin fullvaxta og sækir hart á toppinn sem gjaldeyrisuppspretta Íslands númer eitt.<br /> <br /> Ég óska ferðaþjónustunni til hamingju með daginn.<br /> </blockquote> <br />

2013-03-27 00:00:0027. mars 2013Grein sem birtist í Skarpi, Akureyri vikublaði og Viðskiptablaðinu 22. mars  -  "Nokkur orð um stuðning við uppbyggingu á Bakka"

<h2>Nokkur orð um stuðning við uppbyggingu á Bakka</h2> <p>Misskilnings hefur gætt í opinberri umræðu um efni tveggja frumvarpa sem undirritaður lagði fyrir Alþingi og tengjast fyrirhugaðri uppbyggingu iðnaðarsvæðis í landi Bakka við Húsavík. Annars vegar er þar um að ræða að ríkið mun koma að og fjármagna hluta af nauðsynlegri innviðafjárfestingu á þessu nýja svæði, eins og jafnan hefur verið gert í fyrri hliðstæðum tilvikum. Hins vegar er aflað heimilda til að gera svonefndan ívilnunarsamning við þýska iðnfyrirtækið PCC sem hyggst reisa kísilver á Bakka. Ívilnunarsamningurinn byggir að uppistöðu til á nýlegum og reyndar nú nýbreyttum rammalögum um gerð slíkra samninga. Í tveimur tilvikum f.o.f. er þó gengið nokkru lengra í skattalegum ívilnunum á fyrstu 10 árum starfseminnar en rammalögin rúma. Fyrir því eru góð og gild rök sem betur verður komið að hér á eftir. Fyrir daga rammalöggjafar um slíka samninga vegna nýfjárfestingaverkefna voru sett sérlög um hvert og eitt stóriðjuverkefni og þá iðulega gengið mun lengra en nú stendur til, jafnvel þannig að ívilnanir stóðu í 20 til 40 ár.<br /> <br /> </p> <h3>Iðnaðargöng og höfn</h3> <p>Innviðarfjárfestingin samanstendur af þrennu:<br /> </p> <ol> <li>Hafnarframkvæmdum á Húsavík; dýpkun, stækkun og byggingu stálþils</li> <li>Uppbyggingu vegtengingar frá iðnaðarlóð að höfn (ríflega 1 km löng jarðgöng)</li> <li>Þátttöku í kostnaði við grófjöfnun iðnaðarlóðar PCC á Bakka</li> </ol> <p>Samtals nema útgjöld ríkisins við þessa innviðarfjárfestingu um 3,4 milljörðum króna og dreifast á nokkur ár á uppbyggingartímanum. Lang stærstur hluti þessara fjárfestinga snúa að hafnargerð og vegtengingu sem mun nýtast, ekki aðeins kísilveri PCC heldur, öllum þeim fyrirtækjum sem ákveða í framtíðinni að byggja upp starfsemi á svæðinu. Um er að ræða nauðsynlegan stofnkostnað, einskiptis fjárfestingu til framtíðar sem fleiri munu njóta góðs af. Raunar er líklegt að þegar fyrsta fyrirtækið hefur riðið á vaðið og ákveðið að hefja starfsemi á Bakka þá fylgi fleiri fljótlega í kjölfarið.<br /> <br /> Að hálfu stjórnvalda og Landsvirkjunar hefur verið lögð áhersla á að orkan í í Þingeyjarsýslum verði nýtt til atvinnuuppbyggingar í héraði. Þeir virkjanakostir sem um ræðir eru allir flokkaðir í nýtingarflokk í nýsamþykktri Rammaáætlun. Landsvirkjun metur það svo að um leið og ísinn hefur verið brotinn og starfsemi hafin þá verði svæðið með áhugaverðari kostum fyrir minni og meðalstór iðnfyrirtæki. Á bakvið er orka háhitasvæðanna í Þingeyjarsýslum með þann augljósa kost að hægt er að auka framleiðsluna í áföngum í samræmi við þarfir hvers og eins.<br /> <br /> </p> <h3>Mikil fjárfesting</h3> <p>Áformuð fjárfesting PCC í kísilveri á Bakka, þ.e. fyrri áfanga uppá 33 þúsund tonna framleiðslu, er áætluð 170 milljónir evra eða um 28 milljarðar króna. Á uppbyggingartíma, sem er um þrjú ár, verða um 400 starfsmenn við vinnu. Einnig verða til fjölmörg störf við byggingu vegtengingar og stækkun hafnarinnar. Þá verða umtalsverðar framkvæmdir og umsvif tengd byggingu virkjana og línulagna. Starfsmannafjöldi kísilversins verður í upphafi um 120 -130 manns en fjölgar í hátt í 200 við tvöföldun framleiðslunnar sem er áformuð fljótlega eftir að rekstur fyrri áfanga hefst. Ljóst er því að veruleg umsvif munu fylgja allri þessari uppbyggingu í Þingeyjarsýslum á næstu árum. Þá munu bæði ríki og sveitarfélagið njóta góðs af auknum umsvifum í formi tekjuskatts og útsvars og óbeinna skatta, sem engin afsláttur er veittur af, og þannig fá upphafsstuðning sinn við verkefnið margfalt til baka.<br /> <br /> </p> <h3>Kalt svæði</h3> <p>Fyrir liggur að íbúum hefur fækkað í Þingeyjarsýslum á síðustu árum og atvinnumöguleikar eru víða fábrotnir þótt t.d. ferðaþjónusta að sumri sé víða blómleg nú seinni árin. Mikið áhyggjuefni er hversu meðalaldur hefur hækkað á svæðinu og víða fækkað í grunn- og framhaldsskólum, þó frá því séu sem betur fer undantekningar. Í byggðalegu tilliti má því segja að Þingeyjarsýslur séu kalt svæði og fyrirhuguð uppbygging á Bakka er því mikilvæg í því ljósi eins og fram kemur í sérstakri greinargerð frá Byggðastofnun. Þar er strax komin veigamikil röksemd fyrir því að styðja við verkefnið með ívilnunarsamningi. Önnur er sú að hér er ný tegund iðnaðar að koma inn í landið og verið að opna upp nýtt svæði og þar með fjárfesta í fjölbreyttari þróunarmöguleikum fyrir iðnaðaruppbyggingu í landinu til framtíðar litið. Svæðið liggur langt frá núverandi þungamiðjum slíkrar starfsemi í landinu, á Suðvesturhorninu og Austfjörðum, og við slíkar aðstæður þarf oft nokkuð til að brjóta ísinn. Samkvæmt evrópskum reglum sem Ísland hefur undirgengist um slíkar ívilnanir eða opinberan stuðning er horft til byggðakortsins svonefnda þegar lagt er mat á hversu langt er heimilt að ganga. Stuðningurinn við uppbyggingu á Bakka er langt innan leyfilegra marka en um leið eru fyrir því góð og gild rök að ganga ívið lengra en þörf er á að gera annars staðar til að koma uppbyggingunni af stað eins og hér hefur verið rökstutt. Loks er þess að geta að þjóðhagslega hefur fjárfesting af þessari stærðargráðu umtalsverð jákvæð og vel merkjanleg áhrif. Gert er ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um a.m.k. 0,3% sem ætti að vera flestum fagnaðarefni, ekki síst þeim sem mikið kvarta undan ónógri fjárfestingu.<br /> <br /> Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis<br /> <br /> </p>

2013-03-22 00:00:0022. mars 2013Ræða á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu 21. mars 2013

<strong>Ágætu fundarmenn,</strong><br /> <p>Nú er rétt rúmlega hálft ár síðan að nýtt ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar tók til starfa. Ég fagna því að nú séu allar atvinnugreinar jafnar undir einu og sama ráðuneytisþakinu. Með því hafa stjórnvöld og atvinnulífið eignast öflugt tæki til stefnumótunar, framþróunar og nýsköpunar. Markmiðið er skýrt og klárt – að búa eins vel og kostur er í haginn fyrir öflugt atvinnulíf.<br /> <br /> Ég þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi verslunar og þjónusta við ykkur sem sitjið hér á þessum ársfundi. Verslun og þjónusta eru einn af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar – og innan greinarinnar starfa hátt í 30% alls vinnuafls á landinu.<br /> <br /> Öflug verslun og þjónusta er ein af undirstöðum nútíma samfélags. Að sama skapi eru góð almenn lífskjör forsenda fyrir því að hér blómstri öflug verslun og þjónusta. Á fundi sem þessum eigum við auðvitað fyrst og fremst að beina sjónum að þeim möguleikum sem búa framtíðinni. En það er bæði hollt og nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir þeim ógöngum sem við komum okkur í á árunum eftir aldamót – og hvaða skafli við erum búin að vera moka okkur út úr á undangengnu fjóru og hálfu ári.<br /> <br /> Hér blómstraði að því er virtist aukin velsæld og óhemju gróði og meint ríkidæmi fárra einstaklinga varð til svo náði heimsmælikvarða&#160; -&#160; en allt var þetta því miður byggt á handónýtum grunni gríðarlegarar skuldsetningar, gerfieignamyndunar og sjónhverfinga. Og þegar spilaborgin féll var ástandið ekki gæfulegt.<br /> <br /> Á síðustu fjórum árum, en þó einkum sl. tveimur og hálfu ári eða þar um bil hefur staðan hins vegar gjörbreyst. Það er nánast sama á hvaða mælikvarða við lítum. Fjárlögin eru nánast hallalaus 0,2% af VLF samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs, vöru- og þjónustujöfnuður er all myndarlega jákvæður (og þarf auðvitað að vera það), kaupmáttur launa fer hækkandi, atvinnuleysi fer lækkandi og þrátt fyrir að við vildum sjá hærri tölur þá er hagvöxturinn og hagvaxtahorfur engu að síður viðunandi og stöðugar 3ja árið í röð. Hvarvetna erlendis er litið til Íslands og sagt að hér hafi náðst mikill árangur. Við höfum vissulega ekki náð að gera allt fyrir alla – eins og sumir leyfa sér nú að lofa af fullkomnu ábyrgðarleysi í aðdraganda kosninga. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að á síðustu fjórum árum höfum við náð að endurreisa efnahag Íslands eftir að hann hafði brotlent í harkalegu nýfrjálshyggju slysi.<br /> <br /> Þennan viðsnúning skynjar auðvitað almenningur, þó vissulega séu margir ósáttir og enn sárir yfir því sem hér gerðist eða telji að betur hefði mátt ganga að greiða úr ástandinu. Engu að síður er ánægjulegt að sjá það í alþjóðlegum könnunum að Íslendingar hafa endurheimt trúna á framtíðina. Í nýlegri Eurobarometer könnun eru viðhorf hinna ýmsu Evrópuþjóða könnuð til allmargra þátta. Til að mynda var spurt hvort aðstæður í viðkomandi landi séu að þróast í rétta eða ranga átt. Þar kemur Ísland sláandi vel út í samanburði við önnur lönd. Mun stærri hluti íslensku þjóðarinnar telur þróunina vera í rétta átt en hjá næstu þjóðum. Tæplega 60% svarenda á Íslandi telja Ísland vera á réttri leið, næst bjartsýnastir eru Danir en 46% þeirra eru sömu skoðunar. Á sama tíma telja einungis 28% Íra að land þeirra sé á réttri leið – og meðaltal hinna bjartsýnu innan ESB ríkjanna er einungis um 24%. Staðan er því gerólík og jákvæðari hjá okkur á Íslandi.<br />  <br /> <strong>Ferðaþjónustan</strong><br /> Sú atvinnugrein sem er hástökkvari síðustu ára er auðvitað ferðaþjónustan. Vöxtur hennar er hins vegar ekki nýtilkominn. Þegar við skoðum tölur um komur erlenda ferðamanna hálfa öld aftur í tímann þá sést að fjöldi þeirra hefur að jafnaði tvöfaldast á hverjum áratug.&#160; Og ef sama þróun helst áfram þá er þess ekki langt að bíða að ferðamannafjöldinn nái einni milljón á ári.<br /> <br /> Þegar tölurnar eru orðnar jafn háar og raun ber vitni þá er aldeilis farið að muna um þær í öllum hagtölum. Á árunum 2011 og 2012 greiddu erlendir ferðamenn samtals með kreditkortum fyrir vöru og þjónustu fyrir upphæð sem nemur rúmlega 137 milljörðum króna.<br /> Og það dylst engum hvaða þýðingu þetta hefur fyrir verslun og þjónustu hvort heldur sem er á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi. Miðbær Reykjavíkur hefur tekið stakkaskiptum og hvarvetna má sjá ferðamenn, mér er sagt að það hafi verið starfræktar 12 veitingasölur á Húsavík síðasta sumar og það er magnað að verða vitni að þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað á Siglufirði – svo tekin séu dæmi af handahófi.<br />  <br /> <strong>Aukið frelsi í verslun með landbúnaðarvörur</strong><br /> Aukið frelsi í verslun með landbúnaðarvörur er mikið áhugamál Samtaka verslunar og þjónustu – og vissulega má færa fyrir því ágæt rök. Í þessu máli vegast hins vegar á rök og það er mikil og vanhugsuð einföldun að halda því fram að hér sé um að ræða þrönga sérhagsmunagæslu stjórnvalda&#160; með landbúnaði gegn heimilunum í landinu - eins og sumir vilja láta liggja að.<br /> <br /> Við Íslendingar höfum verið blessunarlega lausir að öllu eða mestu leyti við ýmsa þá sjúkdóma sem eru landlægir í mörgum heimshlutum, þ.m.t. í Evrópusambandinu. Aðeins lítill hluti þekktra sjúkdómsvalda, sem herja innan ESB, finnst á Íslandi. Af þeim sökum er búfé á Íslandi varnarlítið gagnvart ýmsum smitvöldum – og þau dýr, sem talið er að hafi minnsta mótstöðu gegn sjúkdómum, eru hross, sauðfé og nautgripir.<br /> <br /> Og vel að merkja - það er ekki eingöngu&#160; verið að vernda dýraheilsu heldur einnig lýðheilsu. Þetta á við bæði hvað varðar sjúkdómsvalda á borð við salmonellu og kampýlóbakter, en einnig er við innflutning gerðar kröfur um vottorð sem sýna að afurðir dýra komi ekki frá dýrum sem hafa verið gefin vaxtaraukandi efni á eldistímanum. Vissulega eru innlendar varnaráætlanir gegn salmonellu og kampýlóbakter mun strangari en í öðrum löndum en að baki því eru góðar og gildar ástæður.<br /> <br /> Það er mjög nauðsynlegt – og töluvert á sig leggjandi - fyrir Íslendinga að fara varlega þegar kemur að innflutningi á landbúnaðarvörum og eða lifandi dýrum sem geta borið með sér smitsjúkdóma í menn eða dýr. Aðstaða okkar sem eyþjóðar er einstök – og ef við misstígum okkur þá getur það haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar til langs tíma.<br /> Með þessu er ég ekki að mæla með einangrunarstefnu – öðru nær. Það hefur átt sér stað þróun í átt til aukins frelsis. Og við munum eflaust feta okkur lengra á þeirri braut. Þar koma líka við sögu þau sjónarmið að mæta þörfum viðskiptavinanna með hvaðeina sem þeir vilja kaupa. Þá megum við að sjálfsögðu aldrei missa sjónar á þörfum og réttindum þeirra sem verslunin þjónar, hvað varðar gæði, fjölbreytni, hollustu og heilnæmi þess sem selt er og loks auðvitað að verð sé eins hagstætt og mögulegt er og þar með lífskjör betri. Það er því að mörgu að hyggja í senn í þessum efnum.<br /> <br /> Eftirspurn eftir matvælum mun ekkert gera nema að vaxa á komandi áratugum og öll sólarmerki benda til að verð á matvælum muni halda áfram að hækka. Okkar eigin framleiðsla verður því hvoru tveggja í senn samkeppnisfærari og mikilvægari sem gjaldeyrissparandi og gjaldeyrisskapandi samkeppnisgrein. Útflutningur landbúnaðarvara er að aukast hröðum skrefum og mun á þessu ári nema nokkuð hærri fjárhæðum en sem nemur framlagi ríkisins til búvöruframleiðslu á fjárlögum.<br /> <br /> Heildarverðmæti landbúnaðarframleiðslu er að nálgast 60 milljarða – og með úrvinnslunni og tengdri starfsemi er um þó nokkuð stóran þátt í landsframleiðslunni að ræða. Landbúnaðurinn og innlendur matvælaiðnaður er mikilvæg uppspretta varnings sem verslunin selur og ég fæ ekki séð að það sé verra fyrir verslunina að höndla með það sem framleitt er innanlands heldur en hitt sem flutt er inn að breyttu breytanda, nema náttúrulega þá beint sem innflutninginn stunda. Og við skulum ekki heldur horfa fram hjá því að þær þúsundir og aftur þúsundir sem framleiða og vinna úr íslenskum búvörum eru ekki aðeins frameliðendur eða byrgjar fyrir innlenda verslun, þeir eru líka viðskiptavinir sem versla sjálfir. Verslunin mun ekkert græða á því frekar en aðrir að landbúnaðurinn veslist upp og hagkerfið minnki af þeim sökum. &#160;<br /> <br /> LANDBÚNAÐURINN og VERSLUNIN eiga ekki að skoðast sem andstæðir pólar – heldur þvert á móti sem hluti af sömu keðjunni sem undir engum kringumstæðum má slitna.<br />  <br /> <strong>Kynjakvóti</strong><br /> Fyrsta september næstkomandi ganga í gildi lög sem tryggja eiga lágmarkskynjajafnvægi í stjórnum fyrirtækja yfir ákveðinni stærð. Og það er ástæða til að hvetja alla viðkomandi að gera það sem til þarf til að ákvæði laganna um minnst 40% af hvoru kyni í stjórn verði að fullu virt frá fyrsta degi.<br /> <br /> Ástæðan fyrir því að leið lagasetningar var valin er einföld; hlutur kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi hefur aukist allt of hægt. Það er ekki hægt að kenna um skorti á hæfum og vel menntuðum konum til slíkra starfa. Þvert á móti útskrifast nú fleiri konur en karlar með háskólapróf í flestum greinum sem stjórnendur koma almennt úr. Ójafnt kynjahlutfall á þessu sviði sem fleirum er birtingarmynd þess sem enn er óunnið í jafnréttisbaráttunni.<br /> <br /> Það getur auðvitað verið ósanngjarnt að tína til einstök dæmi þar sem að hallar á annað kynið – og eðlilegar skýringar geta verið fyrir mörgu. Athygli mín var hins vegar vakin á því að á fundi sem haldinn var nú í morgun undir merkjum SVÞ og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins auk fleiri aðila og fjallaði um ágæti verslunar sem atvinnugreinar – að á þessum fundi voru allir frummælendur karlar. Lítið dæmi en umhugsunarvert - málið er jú okkur báðum skylt, SVÞ og ráðuneytinu. Betur má ef duga skal.<br /> <br /> Það er sannfæring mín að með lögum um lágmarks kynjajafnvægi í stjórnum fyrirtækja sé ekki aðeins stigið afar gagnlegt skref í jafnréttisátt og í átt til betri reksturs og eðlilegri aðstæðna í íslensku viðskiptalífi, heldur muni aukið jafnrétti á þessu sviði einnig hafa afleidd og jákvæð áhrif í jafnréttisbaráttunni að öðru leyti. Má þar nefna baráttu gegn kynbundnum launamun og gegn úreltum staðalímyndum um kynin og kynjahlutverk. Þegar allt kemur til alls sýnir bæði reynslan og rannsóknir að betri árangur næst í fyrirtækjarekstri eftir því sem kynjahlutföll eru jafnari í stjórnum og stjórnendastöðum.<br /> <br /> <strong>Samkeppnismál – McKinsey skýrslan</strong><br /> Það var mikill fengur að skýrslu McKinsey ráðgjafafyrirtækisins um framtíðarmöguleika íslensks hagkerfis – og þar er að finna fjölmargar gagnlegar ábendingar um það sem betur má fara. Við höfum ekki látið sitja við orðin tóm og komið hefur verið á fót þverpólitískum og þverfaglegum samráðsvettvangi um aukna hagsæld á Íslandi. Þar koma saman formenn allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi, helstu hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda, fulltrúar háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og stjórnendur fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum.<br /> <br /> Glöggt er gests augað og þrátt fyrir að almennt séð telji skýrsluhöfundar að sterkir innviðir á Íslandi geti lagt traustan grunn að góðum lífsgæðum þá eru líka veikleikar til staðar. Ísland hefur fallið niður lista efnuðustu landa heims, mælt í landsframleiðslu á mann, og helsta áskorunin nú er að endurheimta vaxtarmöguleika í krefjandi umhverfi. Framleiðni vinnuafls er 20% lægri á Íslandi en í helstu nágrannalöndum og umtalsverð tækifæri eru fyrir hendi til að auka arðsemi í fjármagnsfrekum atvinnugreinum.<br /> <br /> Í skýrslunni kemur fram að of mikill mannafli, vinnutími og fjármunir eru bundnir í fjármála- og smásölugeiranum samanborið við nágrannalöndin.<br /> <br /> Sú spurning er áleitin hvort vöruverð á mörgum sviðum gæti lækkað ef til dæmis minni fjármunir væru bundnir í verslunarhúsnæði - sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu? Og þegar afgreiðslutími verslana er gaumgæfður þá sést að afgreiðslutími verslana á Íslandi er töluvert lengri en hjá hinum norrænu ríkjunum. Margar verslanir hérlendis hafa jafnvel opið allan sólarhringinn!<br /> <br /> Að sama skapi vekur umfjöllun McKinsey um fjármálageirann upp spurningar um hagkvæmni. Er ekki mögulegt að vaxtakostnaður til fyrirtækja og einstaklinga geti lækkað töluvert ef starfsmannafjöldi, útibú og kostnaður þar með, yrði nær því sem tíðkast í nágrannalöndum? Svarið er líklega; jú. Vissulega hefur endurskipulagning á fjármálum fyrirtækja og einstaklinga verið mannaflsfrek en á móti hefur útlánastarfsemin verið rýr. Eftir stendur að kostnaður í fjármálakerfinu er hár í samanburði við nágrannalönd samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar.<br /> <br /> Við verðum að ná samstöðu meðal hagsmunaaðila um trúverðuga áætlun um hagvöxt sem byggir á grunnstyrkleikum hagkerfisins og að tekið sé á helstu áskorunum mismunandi greina atvinnulífsins. Við verðum að gæta að okkur að missa ekki hagkerfið aftur í viðvarandi viðskiptahalla samfara aukinni neyslu á meðan fjárfesting stendur í stað. Þetta myndi leiða til þess að landið festist í vítahring gjaldeyrishafta, hás fjármagnskostnaðar, lágs fjárfestingarstigs og lítils hagvaxtar.<br /> Ekkert okkar vill slíka framtíð. Það er ósiður að gera því skóna að nokkur stjórnmálamaður eða stjórnmálaflokkur sen býður fram krafta sína í almanna þágu – geri það ekki af góðum hug. Okkur getur greint á um leiðir – og það er eðlilegt. Til þess höfum við lýðræði að leysa úr slíkum málum.<br /> <br /> Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur öflugt umboð til að þjóna öllu atvinnulífinu vel, þar með talið og ekki síst hinni stóru þjónustugrein sem verslunin er – og situr nú í fyrsta sinn jafnsett öðrum greinum í sínu ráðuneyti.<br /> <br /> Það er margt sem við þurfum að skoða sem snýr bæði að stjórnvöldum og greininni sjálfri. Sjálfur er ég áhugasamur um að finna leiðir hvernig við getum fært betur inn í landið verslun með ýmsan varning sem að mínu mati fer óþarflega mikið fram erlendis – ég nefni hér til dæmis verslun með barnaföt. Takist okkur þetta þá á hagkvæmni og framlegð að geta aukist til góðs fyrir jafnt verslunina og þjóðfélagið allt.<br /> <br /> Við okkur blasa stórar áskoranir – og öllu skiptir að okkur auðnist að vinna saman að því að treysta samfélagsstoðirnar og efla með þjóðinni hug og dug. Ég veit að Samtök verslunar og þjónustu munu ekki liggja á liði sínu í þeirri baráttu.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p>

2013-03-22 00:00:0022. mars 2013Grein í DV 20. mars - "Ný lög um smálánastarfsemi"

<h2>Ný lög um smálánastarfsemi</h2> <p>Í vikunni voru samþykkt ný lög um neytendalán. Meðal efnisatriða þessara nýju laga er að til verður&#160; umgjörð um svokölluð smálán.&#160; Ekki veitti af því. Þessi nýju lög eru verulegt framfaraskref fyrir neytendur að mínu mati og bæta stöðu þeirra í samskiptum við lánveitendur og fjármálafyrirtæki.<br /> <br /> Mikil umræða hefur verið bæði hérlendis og í nágrannalöndunum um hætturnar sem fylgt geta svonefndum smálánum, þ.e. lánum til skammst tíma með mjög háum vöxtum og bágri réttarstöðu þess sem lánið tekur. Svonefnd smálánafyrirtæki hófu starfsemi hér á landi í upphafi árs 2010. Bæði hagsmunaaðilar og eftirlitsaðilar á neytendamarkaði hafa lýst yfir miklum áhyggjum af uppgangi smálánafyrirtækja hér á landi enda er hér um að ræða lán á okurkjörum, heildarkostnaði sem getur numið yfir 600% af lánsfjárhæð á ársgrundvelli. Þessi smálán hafa verið markaðssett sérstaklega gagnvart ungu fólki, þeim sem höllum fæti standa og þeim sem hafa lítið á milli handanna.<br /> <br /> </p> <h3>Umsagnaraðilar samhljóma um nýju lögin</h3> <p>Eins og staðan var fyrir tilkomu nýju laganna féll veiting smálána ekki undir ákvæði þáverandi laga um neytendalán vegna undanþágu sem sagði að lánssamningar sem gilda til skemmri tíma en þrjá mánuði væru undanskildir gildissviði laganna. Í nýsamþykktum lögum er ákvæði þess efnis að þau gildi um öll neytendalán óháð fjárhæð, þ.m.t. smálán.<br /> <br /> Við undirbúning frumvarpsins átti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samráð við ýmsa aðila, t.d. embætti umboðsmanns skuldara, hjálparstofnanir, Velferðarvaktina, Fjármálaeftirlitið og Neytendastofu. Þau sjónarmið sem fram komu í umsögnum þessara aðilar voru á þá leið að full ástæða væri til að tryggja hagsmuni neytenda með því að fella smálán undir lagaramma neytendalána.<br /> <br /> </p> <h3>Hámark á vöxtum</h3> <p>Sum nágrannalönd okkar hafa fundið sig knúin til að bregðast við uppgangi smálánafyrirtækja með aukinni reglusetningu til verndar neytendum. Í þessu samhengi er vert að nefna að um helmingur af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins hefur í löggjöf sinni ákvæði um hámarksvexti.<br /> <br /> Með tilliti til þessa var ákveðið í nýsamþykktum lögum að setja hámark á árlega hlutfallstölu kostnaðar vegna neytendalána. Hámark á árlega hlutfallstölu kostnaðar er 50% að viðbættum stýrivöxtum Seðlabankans, sem taka á tillit til kostnaðar fjármagns á hverjum tíma. Ekki er gert ráð fyrir að þetta þak á hámarkskostnað muni hafa áhrif á aðra aðila á lánamarkaði en smálánafyrirtæki, enda þekkist ekki hjá öðrum lánveitendum að lögð sé á hærri árleg hlutfallstala kostnaðar.<br /> <br /> Tilskipunin frá 2008 sem þessi nýju lög um neytendalán er m.a. ætlað að innleiða fela fyrst og fremst í sér tvær meginreglur þegar kemur að neytendavernd vegna lántöku. Annars vegar að neytendum skuli veittar fullnægjandi upplýsingar sem settar eru fram á samræmdan máta svo þeir geti borið mismunandi lánatilboð saman og tekið upplýsta ákvörðun. Hins vegar skal meta lánshæfi lántaka, svo og greiðsluhæfi ef lánið er yfir tilteknum fjárhæðarmörkum .<br /> <br /> Frá 15. apríl næstkomandi mun, t.d. smálánafyrirtæki sem&#160; innheimtir 11.700 kr. í kostnað vegna 60.000 kr. láns til tveggja vikna&#160; aðeins heimilt að innheimta 1.101 kr. vegna sams konar láns. Með nokkurri einföldun má tala um nafnvexti í stað árlegrar hlutfallstölu kostnaðar og þá má segja miðað við fyrrgreint dæmi að nafnvextir séu að lækka úr 468% í 44% í kjölfar þess að lögin voru samþykkt.<br /> <br /> Ný lög um neytendalán eru ótvírætt framfarskref, efla neytendavernd á fjármálamarkaði, bæta stöðu lántaka og koma í veg fyrir óeðlilega há vaxtakjör á stuttum neytendalánum.<br /> <em><br /> </em>Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra<br /> <br /> <br /> </p>

2013-03-20 00:00:0020. mars 2013Grein í færeyskum blöðum 15. mars - "Bestu vinir"

<h2>Bestu vinir!</h2> <p>Tá ið leið móti vetri 2008, kom búskaparligt ódnarveður inn yvir Ísland. Eftir fáum døgum rapaði bankakervið, alt sum tað var, og samfelagið skalv í grót og grund. Støðan var veruliga so ring, at stúrt var fyri, at íslendska ríkið kundi fara í gjaldsteðg.<br /> <br /> Á hesi lagnustund íslendsku tjóðarinnar gingu føroyingar fram á vøllin og buðu íslendingum, sum fyrsta tjóð, lán og fullan stuðul. Vit íslendingar fara ongantíð at gloyma hesa hetjuliga vinargerð næsta granna okkara. Lánið var nógv meiri enn peningaupphæddin, tí tað fekk íslendingar at sanna, at vit stóðu ikki einsamallir í víggi, og tað vakti í okkum stríðsvilja og kveikti framtíðarvón.<br /> <br /> Nú nærum fýra og eitt hálvt ár eftir eru vit komin væl ávegis at endurreisa íslendska búskapin, og flestøll tøl og metingar sýna, at vit eru á rættari kós. Búskaparvøksturin er áhaldandi og javnur, arbeiðsloysið liggur um 5,5% og lækkar alsamt, avlop er á handilsjavnanum, men fleiri dømi kundu verðið nevnd. Framtíðarútlitini eru heilt onnur og bjartari enn fyri fýra árum síðan, tó at støðan enn er trupul og avbjóðingarnar mangar og møtimiklar.<br /> <br /> Til at sýna føroysku tjóðini takksemi okkara í verki skeyt Ríkisstjórn Íslands upp fyri Føroya Landsstýri, at Ísland skuldi skipa fyri ráðstevnu um ótroyttar samstarvsmøguleikar landanna millum. Skotið var upp, at dentur skuldi leggjast á at finna fram til, hvussu vøkstur og fjølbroytni best verða skapað innan verandi vinnulív, eins og á vinnuliga nýmenning. Ráðstevnan var hildin í Norðurlandahúsinum í Føroyum í síðstu viku, og einki er at taka seg aftur í, at hon eydnaðist avbera væl. Avgjørt var at hava slíka ráðstevnu við í mesta lagi tveggja ára millumbili, aðruhvørja ferð í Føroyum og aðruhvørja ferð í Íslandi.<br /> <br /> Uttan mun til hvørt talan er um nýmenning, fiskaaling, telduspøl, ravmagn, ferðavinnu ella oljuleiting, eru møguleikar beggja tjóða mangir, tó at førleikarnir stundum eru ymiskir. Vit ivast onga løtu í, at rættast er at fara miðvíst til verka og styrkja og víðka samstarvið tjóðanna millum við at kunna hvønn annan um royndir og vitan á økjum, har vit hava betri førleika, tí tað gagnar báðum pørtum. Til dømis er mikil framgongd í ferðavinnuni í Íslandi, og hugsandi er, at føroyingar kundu havt gagn av at vita meiri um, hvussu íslendingar hava borið seg at. Á sama hátt kunnu íslendingar læra mangt og hvat av føroyingum, eittnú um fiskaaling og tænastuveiting til oljuvinnuna.<br /> <br /> Gamalt er, at vinarlag er grundvøllur undir eydnu og vælverð, og sannast má, at so er enn. Ígjøgnum aldir hava føroyingar og íslendingar havt álit á hvørjum øðrum, og vit, sum nú eru uppi, eiga at gera okkara ítarsta til, at so má verða í komandi tíðum.<br /> <br /> Katrín Júlíusdóttir, fíggjar- og búskaparmálaráðharri Íslands, og Steingrímur J. Sigfússon, vinnumála- og nýskapanarráðharri Íslands<br /> <br /> <img src="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/2013/Grein-i-Oyggjatidindi.jpg" alt="Oyggjatíðindi" title="Oyggjatíðindi" /><br /> <br /> </p>

2013-03-20 00:00:0020. mars 2013Ávarp við upphaf HönnunarMars 14. mars 2013

<p>Kæru gestir - það má eiginlega segja að HönnunarMars hafi leyst kríuna af hólmi sem helsti vorðboðinn hér í Reykjavík.<br /> <br /> Það er því með sól í hjarta sem ég fagna því með ykkur að fimmti HönnunarMarsinn sé nú að hefjast. Fyrir þetta framtak ber fyrst og fremst að þakka Hönnunarmiðstöð Íslands og svo auðvitað öllum þeim taka þátt og gera Reykjavík að borg ævintýra og upplifunar næstu daga.<br /> <br /> Það er mikið að gerast í þessari atvinnugrein og er ég afskaplega ánægður með tillögu starfshóps um hönnunarstefnu sem ég fékk í hendur nýlega. Ég fann meira að segja nokkuð til mín á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn þegar við mennta- og menningarmálaráðherra kynntum plagg hópsins í ríkisstjórn enda kom í ljós í bankahruninu að hvergi var meiri uppgangur og bjartsýni en einmitt í ykkar geira. Nú eru því allir sammála um gildi hönnunar fyrir sjálfstraust og efnahag þjóða.<br /> <br /> Í tillögu að hönnunarstefnu er auðvitað hvergi slegið af og staðhæft að hönnun sé drifkraftur í verðmætasköpun og betra þjóðfélagi. Og nú er komið grænt ljós á að halda áfram í anda þeirrar tillögu sem unnin er af sérfræðingum úr ykkar röðum.<br /> <br /> Að þessum orðum sögðum óska ég ykkur öllum til hamingju með HönnunarMars 2013.<br /> <br /> </p>

2013-03-04 00:00:0004. mars 2013BÚNAÐARÞINGSRÆÐA 3. MARS 2013.

<p>Forseti Íslands,</p> <p>formaður Bændasamtakanna og frú,</p> <p>búnaðarþingsfulltrúar,</p> <p>ágætu erlendu gestir og aðrir gestir sem hingað eru komnir til að heiðra þessa gömlu góðu samkomu.</p> <p>&#160;</p> <p>Ég sagði viljandi þessa gömlu góðu samkomu.</p> <p>&#160;</p> <p>Búnaðarþing á sögu sem rekja má rúmlega eina og hálfa öld aftur í tímann. Þingið hefur vissulega tekið ýmsum breytingum og lagað sig að breyttum aðstæðum hvers tíma en rætur sínar á það að rekja til miðrar þar síðustu aldar. Fulltrúar bænda hafa verið kosnir heima í sínum héruðum og á þinginu hafa margháttuð framfara- og hagsmunamál bændastéttarinnar verið rædd og mótuð. Þrátt fyrir gríðarlegar þjóðfélagsbreytingar á þessum langa tíma heldur Búnaðarþing velli og gegnir mikilvægu hlutverki – annars hefði það verið fyrir löngu verið lagt af. Það breytir ekki því&#160; að hinir eldri víkja fyrir hinum yngri og þannig gengur sagan fram koll af kolli – síung en byggð á gömlum og góðum gildum.</p> <p><br /> Ég man sem ungur strákur í einangraðri byggð þegar Þórarinn frændi minn í Holti kom heim eftir hálfs mánaðar veru á Búnaðarþingi og gerði í framhaldinu bændunum í kring grein fyrir þingstörfunum og þótti meðal helstu viðburða hvers vetrar.</p> <p>&#160;</p> <p>En, við lifum enn mikla breytingatíma og þó við séum væntanlega öll sammála um það hér inni að það hefði að ósekju mátt ganga aðeins minna á á Íslandi sl. 4-5 ár, þá skiptir auðvitað mestu hvernig okkur er að takast til og hvernig horfur eru til framtíðar. Hinu liðna fáum við víst ekki breyt, en okkar verkefni er að glíma við nútíðina en þó fyrst og fremst að móta framtíðina og gera hvað við getum til að þróunin verði farsæl fyrir land og þjóð.</p> <p>&#160;</p> <p>Mér telst svo til að þetta sé í sjötta skipti að ég sem sá ráðherra sem fer með landbúnaðarmál flyt ávarp við upphaf Búnaðarþings.<span>&#160;</span> Já, tíminn líður og<span>&#160;</span> hjá stjórnmálamönnum vindur sögunni einnig fram – þeir yngri taka við af þeim eldri og sá sem hér stendur er ekki ónæmur fyrir slíkum breytingum eins og kunnugt er.</p> <p>&#160;</p> <p>Þá er mest um vert að geta litið yfir farin veg – sáttur við sig sjálfan og viðfangsefnin og aldeilis ekki ónýtt að skila af sér í hendur yngri og glæsilegar kynslóðar sem tekur við keflinu. Annars er ég nú ekki að flytja hér neina kveðjuræðu. Ég held áfram í stjórnmálum og lofa engu um að þetta verði mín síðasta ræða sem ráðherra landbúnaðarmála við setningu Búnaðarþings.</p> <p>Sjálfur er ég úr sveit og þær rætur gildna og treystast eftir því sem árin líða.</p> <p>Ég hef fylgst grannt með þeim miklu breytingum, og fyrst og fremst auðvitað framförum, sem orðið hafa í sveitum landsins á síðustu 3-4 áratugum. Ég hef haft að því mikla ánægju að koma að málefnum landbúnaðarins á mismunandi tímum og í mismunandi hlutverkum, allt frá fyrstu verkum sveitastráksins norður í Þistilfirði fyrir um hálfri öld, sem frá blautu barnsbeini var alinn upp við að leggja sitt af mörkum eftir því sem kraftar leyfðu. Það hét að hjálpa til í þá daga.</p> <p>&#160;</p> <p>Í þrígang hefur það orðið mitt hlutskipti að gera mikilvæga búvörusamninga við bændur og samtök þeirra og auðvitað var það þægilegast þegar ég var bæði landbúnaðar- og fjármálaráðherra og gat skrifað einn undir allt saman. Í heild tel ég vel hafa til tekist að tryggja grundvöll búvöruframleiðslunnar og fleyta greininni gegn um erfiðleika undangenginna ára.<br /> Samningarnir 2009 og aftur sl. haust voru gríðarlega mikilvægir – og þakka ég þakka gott samstarf og trúnað í samskiptum við bændur við gerð þeirra. Eftirminnilegastur verður mér þó sennilega samningurinn 1991, tengsl hans við hina rómuðu þjóðarsátt, það hversu vel tókst til þá og sú framsýni sem forustumenn bænda sýndu á þeim afdrifaríku tímum.</p> <p>&#160;</p> <p>Fyrrum var landbúnaður í hugum fólks, sauðfé og kýr og fékk það virðulega samheiti hefðbundinn landbúnaður. Nú er það hugtak úrelt sem slíkt. Auk þessara tveggja gömlu góðu landbúnaðargreina hafa með árunum bæst við fjölmargar aðrar búgreinar og ýmiskonar tengd starfsemi sem ég hætti við reyna að telja upp fjöldans og margbreytileikans vegna. Landbúnaðurinn og sveitirnar hafa þróast og grundvöllur búsetunnar og afkomunnar með, þó vissulega sé því miður enn ýmislegt mönnum mótdrægt í þeim efnum.</p> <p>Samgöngurnar bæði innan svæða og milli og ekki síst bágborið ástand tengivega víða í hinum víðlendu héruðum. Nettengingar og fjarskipti, þrífösun rafmagns, hár kyndingarkostnaður á köldum svæðum, aðgengi að þjónustu og menntunarmöguleikum t.d. á framhaldskólastigi í heimabyggð. Við þekkjum þetta allt, vitum hvar skóinn kreppir og hvar þarf átaks við.</p> <p>Ég er sannfærður um að fjárfestingar í innviðum og bættum þróunarmöguleikum sveitanna og strjálbýlisins á Íslandi er einhver sú ábatasamasta sem við getum ráðist í sem þjóð út frá okkar framtíðarhagsmunum. Með slíku stækkum við Ísland, aukum fjölbreytni þess og þróunarmöguleika, virkjum verðmætasköpunartækifæri og krafta sem annars liggja dauðir.</p> <p>&#160;</p> <p>Sá lífsstíll sem sveitirnar bjóða uppá dregur víða í vestrænum löndum fleiri og fleiri til sín. Fólk, jafnvel tiltölulega ungt að árum velur að draga sig út úr atgangi og streitu nútímans í borgarsamfélögunum og leita einfaldara og jarðbundnara lífs í faðmi náttúrunnar og sveitanna.</p> <p>&#160;</p> <p>Í sumum af hinum fögru héruðum Nýja-Sjálands eins og Gullna Flóanum, ef við íslenskum Golden Bay þannig, (eitthvað sem okkar Flóamenn geta hugleitt), er setið um hvern skika og kofa, því þar vill fólk búa, rækta sitt grænmeti, mjólka sínar geitur eða hvað það nú er. Slík þróun getur hæglega orðið til góðs og styrkt svæðið, en má að sjálfsögðu ekki verða á kostnað þess sem fyrir er.</p> <p>En slík þróun hefur í för með sér breytingar og ljóst að við þeim getur þurft og á að bregðast af framsýni. M.a. á ég þar við ákvæði í jarðalögum sem þarf að endurskoða. Með það fyrir augum setti ég á fót nefnd þar sem í eiga sæti fulltrúi frá ráðuneytinu, frá Skipulagsstofnun og Fasteignamatinu auk lögmanns. Þeirri nefnd fól ég að skoða og leggja mat á nokkra þætti sem ofarlega eru í umræðunni. Má þar nefna hvort rétt sé að skýra frekar orðið Lögbýli – hvort það á að vera notað nema þar sem jörðin er á skilgreindu landbúnaðarlandi og með fastri ábúð. Nú er það staðreyndin að fjöldi jarða á landbúnaðarlandi eru í raun í eyði eins og það orð hefur verið túlkað – enginn búseta og engin ljós í gluggum.</p> <p>&#160;</p> <p>Þá hefur mjög færst í vöxt að jarðir hafa við erfðir orðið eign fjölda fólks – jafnvel svo tugum skiptir. Erfitt er oft að finna forsvarsaðila slíkra jarða – hann enginn til eða hann heimildarlaus um nauðsynlegar ákvarðanir sem snertir viðkomandi jörð. Við þessu verður að bregðast.</p> <p>Enn má nefna og það ekki minnsta atriðið – að ásókn hefur verið í að skipta góðum bújörðum upp í fjölda smærri eininga með sumarbústaðadvöl í huga eða fasta ábúð nýrra íbúa í viðkomandi sveitarfélagi. Og er þá nema von að spurningar vakni sem rétt er að velta fyrir sér; Á að banna sveitarfélagi að leysa úr landbúnaðarnotum e.t.v. bestu bújarðirnar en fá í staðinn fleira fólk og nýja skattgreiðendur? Eða á að leyfa hiklaust að leysa slíkar jarðir úr landbúnaðarnotum þannig að í framtíðinni verði besta landbúnaðarlandið horfið og búskapur stundaður við lakari skilyrði annars staðar. Ábyrgð okkar í þessum efnum er mikil, fæðuöryggi þjóða er alls staðar á leið upp forgangslistann í heiminum, leikreglur sjálfbærrar þróunar kalla á að sjálfbærni sé efld jafnt staðbundið sem á lands-, og heimsvísu. Matvælaframleiðsluþörfin kallar á hið sama sem og þörfin fyrir að lámarka vistspor mannsins.</p> <p>Þessar spurningar eru fjarri því einfaldar en ég held að meðvitundaleysi, óbreytt ástand sé ekki valkostur. Eða eins og sagði í frægri auglýsingu <strong>– ekki gera ekki neitt.</strong></p> <p><br /> Niðurstaða nefndarinnar eftir þessa nýjustu yfirferð á jarðalögunum var kynnt í ríkisstjórn sl. föstudag, þær verða birtar á heimasíðu ráðuneytisins nú kl. 15:30 og með bréfi hef ég óskað eftir því að þær verði lagðar fyrir Búnaðarþing og verður verðmætt að heyra viðhorfin til þeirra héðan og fá eftir atvikum umsögn eða álit til að vinna með í framhaldinu.</p> <p>&#160;</p> <p><strong>Ágæta samkoma!</strong></p> <p>Það hefur skapast sú venja að ráðherra fari nokkrum orðum um það helsta sem unnið hefur verið að og hver staðan er á sviði landbúnaðarins.</p> <p>&#160;</p> <p>Þótt það snerti fleira en landbúnaðinn vil ég fyrst tiltaka þær breytingar á stjórnarráðinu sem gerðar voru 1. sept. sl. þegar atvinnugreinarnar runnu saman í eitt ráðuneyti – atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.&#160; Þótt skammur tími sé síðan þessar breytingar urðu er ég sífellt að sannfærast betur um að þarna var stigið rétt skref í þá átt að styrkja enn frekar framþróun og tækifæri atvinnuveganna, þar á meðal landbúnaðarins með því að vera í góðu sambýli og á jafnræðisgrundvelli. Með þessum breytingum er t.d. landbúnaðurinn komin hlið við hlið, við ferðamál, byggðamál og nýsköpun og engin stjórnsýsluleg landamæri þar á milli.</p> <p><br /> Þar að auki fullyrði ég segja að ráðuneytið sjálft – vinnustaðurinn – hefur nú þegar mótast á afar jákvæðan hátt. Dugmikið fólk tekið höndum saman um að gera ráðuneytið að öflugum og góðum vinnustað til að þjóna sem best þeim sem það vinnur fyrir.</p> <p><br /> Móðir náttúra hefur minnt nokkuð harkalega á sig gagnvart landbúnaðinum og búsetu á ákveðnum svæðum landsins undanfarin misseri. Viðamiklar aðgerðir hafa siglt í kjölfarið til að bæta bændum tjón vegna náttúruhamfara, bæði eldgosa og hamfaraveðra. Í tvígang hafa Bjargráðsjóði verið lagðir til umtalsverðir fjármunir úr ríkissjóði í því skini og allt kapp verið lagt á að tjónið væri beitt eins fljótt og mögulegt væri, en engu að síður samkvæmt málefnalegum og skýrum reglum. Kann ég stjórn Bjargráðasjóðs bestu þakkir fyrir gott samstarf þar um sem og hefur samstarf viðkomandi ráðuneyta verið gott og stýrihópur ráðuneytisstjóra unnið afar vel og markvisst. Almannavarnir og björgunarsveitir hafa hér sem endranær uppskorið verðskuldaða virðingu og þakklæti og síðast en ekki síst, bændur sjálfir sýnt æðruleysi og þrautseigju við erfiðar aðstæður.</p> <p>&#160;</p> <p>Sala mjólkurvara gekk vel á sl. ári, þó hefur orðið lítilsháttar samdráttur í sölu mjólkurvara upp á rúmt 1%. Birgðir mjólkurvara hafa lækkað og af þeim sökum var hægt að hækka&#160; heildargreiðslumark þessa árs í 116 milljónir lítra, úr 114,5 milljónir lítra frá árinu áður.</p> <p>&#160;</p> <p>Útflutningur mjólkurvara samsvarar mjólkurframleiðslu upp á um 13,5 milljónir lítra. Til að setja það í samhengi samsvarar það u.þ.b. allri mjólkurframleiðslu í Skagafirði. Einkum er flutt út undanrennuduft, smjör og skyr. Að ósk Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði er unnið ötullega að því að fá stækkaða útflutningskvóta fyrir skyr og smjör til Evrópusambandsins og eru viðræður í gangi milli aðila. Skyrið er auðvitað á sigurbraut á mörgum markaðssvæðum og mikilvægt að greiða götu þess. Hvernig viðræðum við ESB um þetta lyktar er of snemmt að segja en það komst góður skriður á málin eftir fundi sem ég átti í Brussel með toppunum þar í byrjun síðasta árs. Alla vega er þegar ljóst að það er markaður í Evrópu fyrir þessar góðu vörur okkar Íslendinga. Að öðru leiti ætla ég ekki að nefna Evrópusambandið sérstaklega í þessari ræðu, þ.e.a.s. nema sem áhugaverðan útflutningsmarkað. Læt þó eftir mér að segja að ég held að áhyggjur einhverra hér inni ef vera kunni um að við séum á hraðri leið inn í ESB séu óþarfar.</p> <p>&#160;</p> <p>Sala á kindakjöti hér innanlands gekk vel á sl. ári og nam hún tæpum 6.660 tonnum sem er&#160; söluaukning upp á 11,5%. Nokkuð bakslag hefur þó verið í útflutningi á kindakjöti en hann nam um 2.460 tonnum sl. ár. Ljóst er að þeir efnahagsörðuleikar sem steðjað hafa að í Evrópu spila þar inn í. Þetta sýnir mæta vel hversu nátengdir við Íslendingar erum öðrum löndum í viðskiptum. Efnahagsbati í grannríkjum þýðir betri hag fyrir okkur og öfugt.</p> <p>&#160;</p> <p>Framleiðsla af nautakjöti var á sl. ári um 4.113 tonn og jókst um 255 tonn frá fyrra ári. Þrátt fyrir þessa framleiðsluaukningu var innflutt nautakjöt tæp 190 tonn en var 730 tonn árið 2011. Þó að framleiðsla nautkjöts hafi aukist lítillega eða a.m.k. haldið í horfinu, teiknar ásetningur ekki til aukningar og hér heima er mikil pressa frá innflutningsaðilum og veitingarhúsamarkaðinum um að lækka tolla á innfluttu kjöti og/eða auka innflutningskvóta þess. Þó halda margir því fram að íslenskt nautakjöt sé bragðmeira en það innflutta og því liggja augljóslegar tækifæri í því fyrir íslenska bændur að auka við framleiðslu kjöts í þessari búgrein.</p> <p>&#160;</p> <p>Mér er ljóst að stjórnvöld þurfa að koma að þessum málum hvað varðar innflutning á betra erfðaefni og endurnýjun á holdakúastofninum.</p> <p>Nú nýverið skilaði nefnd af sér sem hafði með að gera að greina stöðu nautakjötsframleiðslu í landinu. Í skýrslu nefndarinnar eru &#160;miklar upplýsingar að finna sem koma að góðu gagni þegar næstu skref verða stigin en starfshópur sem í sitja fulltrúar frá Landssambandi kúabænda, Bændasamtökum Íslands og Landssambandi sláturleyfishafa auk formanns sem ráðuneytið skipar, er nú að hefja störf. Hópnum er ætlað að rýna fyrrnefnda skýrslu m.t.t. helstu hagnýtra atriða sem þar koma fram, móta tillögur um hvernig standa skuli að innflutningi á erfðaefni til eflingar holdanautastofnsins í landinu þannig að gætt yrði að öryggi gagnvart sjúkadómavá sem því kynni að fylgja og að leggja drög að kynbótaskipulagi og að síðustu að móta tillögur um hvernig stuðla megi að aukinni fagmennsku við framleiðslu á nautakjöti.</p> <p>&#160;</p> <p>Garðyrkja, loðdýrarækt, svína- og alifuglarækt, ferðaþjónusta í sveitum, heimaframleiðsla, handverk, hlunnindanýting, orkumál og orkuskipti í landbúnaði og sveitum, nýliðun, kynslóðaskipti, menntunarmál, rannsóknir, o.s.frv. Góðir áheyrendur. Ég þyrfti 3 klukkutíma ef ég ætti að nefna allt sem vert væri. Eða þá ávarpa ykkur í nokkur ár í viðbót – sem ég væri svo sem alveg reiðubúinn til að gera. Ég vona að enginn misvirði eða taki til sín að ég nefni hér aðeins nokkur svið innan landbúnaðarins þar sem ég sá ástæðu til að staldra við vegna hluta sem þar eru sérstaklega á döfinni. Ég rakti í ræðu minni í fyrra vaxandi mikilvægi landbúnaðarins sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar. Ekki olli undangengið ár vonbrigðum hvað það varðar, enn met t.d. í útflutningi á æðardún og ævintýrið í minkaræktinni heldur áfram með útflutningstekjum sem gæti stefnt fast að tveimur milljörðum ef verð haldast svipuð út uppboðstímann næstu mánuði.</p> <p>&#160;</p> <p>Í lok septembermánaðar var gert samkomulag við Bændasamtök Íslands um breytingar á búvörusamningum sem fela það í sér að samningarnir framlengjast um tvö ár. Árleg framlög samkvæmt samningunum fyrir árið 2013 lækka um 1% frá árinu 2012, en taka eftir það, óskert, árlegum breytingum í samræmi við verðlagsuppfærslu fjárlaga. Ef þróun meðaltalsvísitölu neysluverðs (meðaltal ársins) verður önnur en verðlagsforsendur fjárlaga á árinu, skal mismunurinn leiðréttur í fjárlögum næsta árs.&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>Þá náðist og samkomulag um nýjan búnaðarlagasamning samkvæmt búnaðarlögum nr. 70/1998 og framlög ríkisins til þeirra á árunum 2013 til 2017. Á árinu 2013 hækka heildarframlög samkvæmt samningnum um 94 m.kr. frá árinu 2012 og verða samtals 555 m.kr. en í lok ársins 2017 verða þau 645 m.kr. Hækkun þessi kemur aðallega fram í auknum framlögum til jarðræktar og til Framleiðslusjóðs landbúnaðarins. Sérstaka áhersla er lögð á eflingu kornræktar hjá svínabændum og skulu stærðarmörk á svínabúum samkvæmt skilgreiningu í reglum vera 2,5 sinnum hærri en almennt gildir. Í samningnum var gert ráð fyrir þeirri uppstokkun í leiðbeiningaþjónustunni sem nú þegar hefur átt sér stað. Alþingi samþykkti nauðsynlegar lagabreytingar fyrir jólin, svo þessi mál eru að öllu leyti í höfn og frágengin til næstu ára. Vonandi eru bændur sæmilega sáttir við viðskilnað minn að þessu leyti, en ég sé ástæðu til að nefna hér nafn Oddnýjar Harðardóttur fyrrverandi fjármálaráðherra og þakki henni gott samstarf um þessi mál.</p> <p>Fyrir alþingi eru nú ný heildarlög um velferð dýra sem koma í stað eldri laga um dýravernd og að meginstofni til einnig laga um búfjárhald o.fl. Ný og einfölduð lög um búfjárhald eru þar af leiðandi einnig fyrir þinginu, en Þau taka hins vegar einungis til almennra ákvæða um vörslu búfjár o.þ.h. og öflun hagtalna. Því í lögunum um velferð dýra verður að finna öll atriði er m.a. snerta velferð og mannúðlega meðhöndlun búfjár. Mikil réttarbót verður af hinum nýju lögum.</p> <p>Hrossarækt og hestamennska er í nokkurri vörn um þessar mundir. Er þar einkum um að kenna efnahagsástandinu, bæði hér innanlends og í helstu markaðslöndum. Hrossaræktin sem slík, þ.e. kynbótastarfið gengur eigi að síður vel og landsmót á síðasta ári færði okkur enn einn ganginn heim sanninn í þeim efnum. Kjötmarkaður er jafnframt góður, hvoru tveggja er að vel selst hér innanlands, þá einkum folaldakjöt og útflutningur er vaxandi, ekki síst í kjöti af fullorðnum hrossum. Aukin afsetning er einungis til góðs fyrir greinina, þar eð hún opnar fyrir sölu á nýjum reiðhrossum og bætir stöðu stofnsins m.t.t. kynbóta. Allt stefnir í að í sumar verði haldið í Berlín í Þýskalandi stærsta og glæsilega heimsmeistaramót íslenska hestsins nokkru sinni. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið mun í samstarfi við sendiráði í Berlín og fleiri aðila stuðla að talsverðu kynningarstarfi í tengslum við þann atburð. &#160;</p> <p>&#160;</p> <p>Búnaðarþingsfulltrúar og góðri gestir!</p> <p>Nú verða þau tímamót á vettvangi ykkar bænda að formaður ykkar til níu ára, Haraldur Benediktsson lætur af embætti. Ég vil þakka honum fyrir traust samstarf og mikið og fórnfúst starf í þágu íslensks landbúnaðar. Það var ekki vandalaust verkefni að taka við af hinum fjalltrausta Þingeyingi og frænda mínum Ara Teitssyni en ég hef einskis annars orðið var en að Haraldi hafi tekist vel til í þeim efnum og reynst bændum og landbúnaðinum farsæll forustumaður. Ég leyfi mér fyrir hönd okkar allra að óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta á þessum tímamótum. Hitt er svo allt annað mál og ekki umfjöllunarefni hér að flest bendir til að við Haraldur séum ekki með öllu skildir að skiptum þó á öðrum vettvangi verði.</p> <p>Ég hef gegnt allmörgum embættum um dagana, þar á meðal verið ráðherra landbúnaðarmála samtals í eitthvað á fimmta ár í þremur lotum. Fyrst og síðast er ég þó sveitastrákur – eða sveitamaður og er stoltur af.</p> <p><br /> Ég tel mig þekkja landið og fólkið og ég tel mig þekkja íslenskan landbúnað allsæmilega. Í mínum huga er enginn efi um bjarta framtíð hans. Þegar ég fór ungur sveitastrákur út í heim rann það fljótlega upp fyrir mér að það var alveg eins ég sem var heimsborgarinn eins og stórborgarbörnin, komandi þó úr þeim afkima hnattarins sem var og er Norður-Þingeyjarsýsla. Heimurinn getur virst stór samanborið við sveitina, heimsborgin samanborið við þorpið, en minnimáttarkennd og heimóttarskapur er óbundið uppruna. Það er sjálfskapað. Sveitin mun aldrei yfirgefa mig, frekar en þorpið yfirgaf Jón úr Vör og ég hallast, eftir því sem árin líða, æ meir að því sem Stefán frá Möðrudal sagði stundum þegar á þurfti að halda; að það er innanmálið sem gildir.</p> <p>Öll menning er staðbundin sagði vinur minn Claas Anderson menningarmálaráðherra Finna á sinni tíð, snilldar skáld og jasspíanisti með meiru. Það er, menning á sér alltaf rætur, alltaf uppruna í einhverju staðbundnu.<span>&#160;</span> Málverk Van Gogh´s, bækur Márquez, kvikmyndir Kurosawa og söngur Bjarkar, allt á það sér rætur, staðbundinn uppruna þó heimurinn njóti þess saman sem þær rætur gáfu og gefa af sér. <span>&#160;</span></p> <p><br /> Að íslenskum landbúnaði standa sterkar rætur – hann á sér langa sögu og þegar reynsla kynslóðanna, menningin, rannsóknir og menntun nútímans koma saman þá er farið nokkuð traust.</p> <p>&#160;</p> <p>Ég óska Búnaðarþingi og íslenskum bændum allra heilla í störfum sínum og um ókomin ár.</p> <p><br /> </p> <br /> <br />

2013-02-22 00:00:0022. febrúar 2013Ræða á ársfundi Samorku 22. febrúar

<strong>Ræðupunktar Steingríms J. Sigfússon á ársfundi Samorku.<br /> </strong> <h3><strong><br /> </strong></h3> <h3><strong>Rammaáætlun</strong></h3> <p>Eitt fyrsta málið sem fór í gegnum þingið á þessu ári var samþykkt þingsályktunartillögu um rammaáætlun. Ég sá það í drögum stjórnar Samorku að ályktun þessa aðalfundar – að þar er lýst vonbrigðum með niðurstöðu Alþingis. &#160;<br /> Ég er þessu algerlega ósammála – ég lít á samþykkt rammaáætlunar sem stórt skref í átt til sáttar um það hvar beri að draga línur á milli verndar og nýtingar náttúruauðlinda okkar.<br /> <br /> Það eina sem breyttist í meðförum Alþingis er að ákveðnar virkjunarhugmyndir voru færðar úr nýtingarflokki yfir í biðflokk vegna þess að það var mat okkar að það þyrfti fyllri rannsóknir til að kveða endanlega úr um hvoru megin hryggjar þær skyldu lenda – í nýtingarflokk eða verndarflokk. Það vegast hér á ólík sjónarmið – og ef við viljum ekki slíta í sundur friðinn þá verða nauðsynleg rannsóknargögn að liggja fyrir áður en endanleg ákvörðun er tekin.<br /> Samkvæmt þingsályktunartillögunni á verkefnastjórnin að skila áfangaskýrslu fyrir 1. mars 2014 um stöðu mála hafi hún ekki þá þegar lagt fram endanlegar tillögur sínar sem skulu kynntar á Alþingi .<br /> <br /> En það þarf ekki bara að rannsaka þá orkukosti sem falla í biðflokk, áríðandi er að við förum að kynna okkur almennilega þá möguleika sem felast í nýtingu vindorku og sjávarfallaorku hér við land.<br /> <br /> Er þess skemmst að minnast að fyrir stuttu voru formlega gangsettar vindmyllur Landsvirkjunar við Búrfell og er það kærkomin viðbót við orkuframboðið hér á landi.<br /> <br /> </p> <h3>Eignarhald orkufyrirtækja</h3> <p>Nokkur umræða hefur verið hér á landi að undanförnu um eignarhald orkufyrirtækja.<br /> </p> <p>Aðeins eitt framleiðslufyrirtækjanna er í eigu einkaaðila og mikilvægt að ekki verði um frekari breytingu á eignarhaldi að ræða.<br /> <br /> Varðandi auðlindirnar sjálfar þá er það alveg skýrt, enda verið settir fyrirvarar um það í lög, að ekki er hægt að framselja orkuauðlindir ríkis og sveitarfélaga til einkaaðila.<br /> <br /> Í orkustefnu Íslands til 2020 sem nefnd var hér að framan er þetta áréttað, og&#160; mikilvægt er að þessu verði ekki breytt enda vilji þjóðarinnar að orkuauðlindir, sem og aðrar auðlindir verði í þjóðareigu.<br /> <br /> </p> <h3>Olíuleitarmál</h3> <p>Í upphafi árs voru gefin út tvö leyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu. Það sem vakti sérstaka athygli var að norsk stjórnvöld ákváðu að taka þátt í leyfunum, samkvæmt sérstökum samningi milli landanna frá árinu 1981. Það sem er eftirtektarvert er að þetta er í fyrsta sinn sem norska ríkið tekur þátt í olíuleitarleyfi utan norskar lögsögu, sem segir mér að Norðmenn, sem hafa mikla reynslu á þessu sviði, telji að líkurnar á að þarna finnist olía í vinnanlegu magni vera frekar meiri en minni.<br /> <br /> Í leyfum fyrirtækjanna er áætlun um þær rannsóknir sem þau áætla að gera. Innan stjórnsýslunnar er nú unnið að því að samræma og yfirfara allt regluverk er lýtur að leit og vinnslu kolvetnis. Rétt er að taka fram að rík samstaða er um að farið verði eftir ýtrustu öryggis- og umhverfiskröfum sem um þessi mál gilda og er í því sambandi horft til þeirra reglna sem Norðmenn hafa sett um olíuleit og vinnslu á sínu landgrunni.<br /> <br /> </p> <h3>Sæstrengur til Evrópu / Færeyja</h3> <p>Undanfarið hefur mikil vinna verið lögð í að kanna möguleika á að leggja sæstreng á milli Íslands og Evrópu&#160; sem og milli Íslands og Færeyja. Gulrótin er vitanlega sú að tengjast margfalt stærra markaðssvæði – þar sem greitt er mun hærra verð fyrir raforku og þá sérstaklega fyrir raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Mögulegir kostir við tenginguna sem hægt væri að telja upp eru m.a. þeir að hærra verð fæst fyrir íslenska raforku, virkjunarkostir nýtast betur og raforkuframleiðendur dreifa áhættunni með tengingu við nýjan og fjölbreyttari markað. En það er að ýmsu að hyggja áður en ráðist er í svo viðamikla framkvæmd sem getur haft umtalsverð áhrif á Íslandi. Spurningar sem vakna eru, hver verða áhrif tengingar á raforkuverð til almennings og iðnaðar á Ísland, hver verða<br /> umhverfisáhrifin, hver eru áhrifin á atvinnumöguleika hér á landi, hversu mikið þarf að virkja og hve mikil áhætta er fólgin í svo stóru verkefni sem gefið er að verði tæknilega flókið að leysa.<br /> <br /> </p> <h3>Grunnvatn</h3> <p>Þegar kemur að auðlindum Íslendinga er vatn meðal þeirra mikilvægustu og brýnt að skýr lagarammi sé til staðar þegar kemur að nýtingu á þeirri auðlind. Í tengslum við það vil ég greina frá því að á næstu dögum hyggst ég leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á auðlindalögunum frá 1998 (þ.e. lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu) og vatnalögunum frá 1923. Markmið þess frumvarps er að samræma reglur um vatnsréttindi í anda vatnalaga nr. 15/1923. Er frumvarpið lagt fram í samræmi við tillögur í skýrslu starfshóps iðnaðarráðherra um endurskoðun auðlindalaga (s.k. „grunnvatnsnefndar“) frá maí 2012 og í kjölfar breytinga sem gerðar voru á vatnalögunum í lok árs 2011, þar sem gömlu vatnalögin frá 1923 voru uppfærð og treyst enn frekar í sessi og fallið frá gildistöku þeirra vatnalaga sem samþykkt voru á Alþingi árið 2006.<br /> <br /> Í áðurnefndri skýrslu grunnvatnsnefndarinnar kom fram að niðurstaða starfshópsins sé sú að rétt sé að færa ákvæði um grunnvatn, þ.e. vatn neðan jarðar, sem verið hafa í auðlindalögunum frá 1998, inn í gömlu vatnalögin og jafnframt að skilgreina nánar hugtakið grunnvatn og þær takmarkanir á eignarráðum landeiganda sem lúta að grunnvatni. Er þessi breyting lögð til með frumvarpinu.<br /> <br /> Með þessum hætti er leitast við að tryggja að lagaþróun að því er varðar vatn verði í framtíðinni samræmd hvort sem varðar yfirborðsvatn eða grunnvatn. Sá aðskilnaður sem er í lögum í dag (og var lögfestur árið 1998) á reglum er varðar annars vegar grunnvatn og hins vegar yfirborðsvatn stenst tæplega frá vatnafræðilegu sjónarmiði og í ljósi þeirrar þekkingar sem menn nú hafa á eðli grunnvatns og samspili yfirborðsvatns og grunnvatns er að mínu mati eðlilegt að lagaákvæði um yfirborðsvatn og grunnvatn standi í samræmdu samhengi í einum lögum. Verði frumvarpið að lögum er því verið að treysta enn frekar, og samræma, þann lagaramma sem gildir um nýtingu vatns, hvort sem um er að ræða yfirborðsvatn eða vatn sem er neðan jarðar.<br /> <br /> </p> <h3>Orkuskipti</h3> <p>Eitt forgangsmálum okkar Íslendinga á sviði orkumála er að auka hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa fyrir farartæki og skipaflotann. Orkuskipti taka langan tíma og t.a.m. tók hitaveituvæðingin nokkra áratugi hér á landi, og stendur raunar enn yfir. Ísland er bundið alþjóðlegum skuldbindingum um að hlutur endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum árið 2020 verði minnst 10%. Verkefnið er því stórt – á næstu sjö árum skal okkur takast að tuttugfalda hlut endurnýjanlegra orkugjafa frá því sem nú er.<br /> <br /> Til að koma á orkuskiptum þarf að vera óslitin keðja orkunnar frá framleiðslu í gegnum dreifinguna og til viðtakanda. Rafmagn til samgangna á landi væri augljós kostur fyrir Íslendinga þegar og ef rafbílar verða komnir í almannaeigu. Metanframleiðsla hefur farið vel af stað þó örlað hafi á erfiðleikum við að framleiðslan anni eftirspurn og dreifingin gangi hnökralaus fyrir sig. Notkun lífeldsneytis til samgangna er ólíkt öðrum orkugjöfum ekki bundið því að nýir innviðir verði settir á laggirnar eða að allur samgönguflotinn verði endurnýjaður. Því hafa mörg ríki horft til þess að leggja skyldur á söluaðila að bjóða lífeldsneyti til að flýta fyrir þróuninni í orkuskiptum og til að styðja við framleiðendur nýrra orkugjafa.&#160; Nær allar þjóðir Evrópusambandsins auk Noregs hafa innleitt kvaðir í þessa veru til að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa. &#160;<br /> <br /> Fyrir Alþingi liggur nú stjórnarfrumvarp um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi.&#160; Það felur í sér þau nýmæli að lögð er sú skylda á söluaðila eldsneytis að minnst 3,5% orkusölunnar verði af endurnýjanlegum uppruna frá og með árinu 2015.&#160; Ári síðar hækkar þessi hlutur í 5%.<br /> <br /> </p> <h3>Raflínur í jörðu</h3> <p>Um nokkurra ára skeið hefur staðið styr um línulagnir og krafan aukist um að línur verði grafnar í jörð. Viðhorf breytast með tímanum, ósnortin náttúra verður verðmætari og umburðarlyndi gagnvart línulögnum fer þverrandi þó þær tilheyri mikilvægu grunnkerfi landsmanna.<br /> <br /> Nú nýverið skilaði nefnd um lagningu raflína í jörð niðurstöðum sínum til ráðherra.&#160; Nefndin náði ekki sameiginlegri niðurstöðu um heildstæða stefnu um lagningu raflína í jörð. Hins vegar var vörðuð leið að áframhaldandi vinnu með sameiginlegum grunntillögum varðandi aukið samráð við þróun kerfisáætlunar og undirbúning einstaka framkvæmda. Til viðbótar voru sett fram almenn grunnviðmið um hvenær skuli framkvæmt umhverfismat fyrir bæði línur og strengi. Jafnframt var áhersla lögð á rannsóknir, bæði umhverfisrannsóknir og hagfræði- og kostnaðargreiningar. Að mínu mati hefur farið fram mikilvægt samtal fylkinga andstæðra sjónarmiða í þessu máli sem í fyrsta sinn sammælast um grunntillögur. Tillögur sem munu nýtast við frekari stefnumótun og varða leiðina til aukinna sátta í þjóðfélaginu.<br /> <br /> </p>

2013-02-14 00:00:0014. febrúar 2013Grein í Fréttablaðinu febrúar - "Hagstætt skattaumhverfi fyrirtækja á Íslandi"

<h2>Hagstætt skattaumhverfi fyrirtækja á Íslandi</h2> <p>Stundum er því haldið fram að skattar á fyrirtæki séu óskaplega háir á Íslandi. Sérstaklega er kvartað yfir&#160; skattahækkunum eftir hrun. Það er vissulega rétt að skattar á fyrirtæki hafa hækkað. En hafa ber í huga að&#160; á árunum fyrir hrun höfðu þessir skattar verið lækkaðir ótæpilega. Eftir hrun kom í ljós að grunn skattstofnar voru margir hverjir veikir eins og sást á afkomu ríkissjóðs á fyrstu árum eftir hrun. Skattahækkanirnar voru nauðsynlegar til að ná niður miklum halla á rekstri ríkisins&#160; og ekki óeðlilegt að þær næðu einnig til þeirra skatta sem áður höfðu lækkað mest. Á árinu 2013 stefnir í að afkoma ríkissjóðs verði komin nálægt jafnvægi á ný. Eigendur og stjórnendur fyrirtækja mættu hafa í huga í umræðum um þessi mál, hversu gríðarlega mikilvægt hagsmunamál traust tök á ríkisfjármálum er fyrir einmitt atvinnu- og efnahagslífið. Jöfnuður og síðan afgangur af rekstri ríkissjóðs er ein mikilvægasta forsenda stöðugleika, betri lánskjara og áframhaldandi bata í þjóðarbúskapnum. &#160;<br /> <br /> <strong>Hagstæður samanburður<br /> </strong>Hvernig ætli skattar á fyrirtæki séu í raun og veru? OECD heldur úti góðum samanburðargögnum um skatta í aðildarríkjum sínum. Til einföldunar er gagnlegt að bera saman skatta á annars vegar lögaðila (tekjuskattsprósenta lögaðila) og hins vegar skatta á arðgreiðslur, þ.e. hagnaðinn þegar hann er tekinn út úr hlutafélagi. Þannig mætti til dæmis hugsa sér að fyrirtæki X hagnist um ákveðna tölu og ákveði svo að greiða allan umfram hagnað í arð. Í töflunni að neðan er þetta sýnt og Ísland borið saman við okkar helstu nágranna- og viðskiptalönd. Auk þess er sýnt hvernig Ísland kemur út í samanburði við OECD meðaltalið. Á Íslandi er 20% skattur á hagnað fyrirtækja og einnig 20% skattur á arð.&#160; Samtals eru skattar á hagnað og arð því 36% (20% + 20% af 80%). Í löndum OECD er meðaltalið 42%. Í flestum okkar nágrannalöndum eru skattar á fyrirtæki mun hærri en áÍslandi, ekki síst á öðrum Norðurlöndum. Þetta sýnir að hvað skatta varðar er viðskiptaumhverfið býsna hagstætt fyrir fyrirtækin í landinu og eigendur þeirra. Auðvitað segir þessi einfaldi samanburður beinna hagnaðartengdra skatta ekki alla söguna, en hann er réttmætur svo langt sem hann nær. Umræður um starfsskilyrði atvinnulífsins eru&#160; bráðnauðsynlegar en hjálpumst að við að byggja þær á staðreyndum.<br /> <br /> </p> <h3>Fyrirtæki - skattar á hagnað og arð</h3> <br /> <table> <tbody> <tr> <td><strong>Land</strong> </td> <td><strong>Tekjuskattur á lögaðila %</strong> </td> <td><strong>Skattur á arð %</strong> </td> <td><strong>Samtals skattur á hagnað fyrirtækja %</strong> </td> </tr> <tr> <td>Danmörk</td> <td>25,0</td> <td>42,0</td> <td>56,5</td> </tr> <tr> <td>Bandaríkin</td> <td>39,1</td> <td>21,3</td> <td>52,1</td> </tr> <tr> <td>Bretland</td> <td>24,0</td> <td>36,1</td> <td>51,4</td> </tr> <tr> <td>Þýskaland</td> <td>30,2</td> <td>26,4</td> <td>48,6</td> </tr> <tr> <td>Svíþjóð</td> <td>26,3</td> <td>30,0</td> <td>48,4</td> </tr> <tr> <td>Írland</td> <td>12,5</td> <td>41,0</td> <td>48,4</td> </tr> <tr> <td>Noregur</td> <td>28,0</td> <td>28,0</td> <td>48,2</td> </tr> <tr> <td>Kanada*</td> <td>26,1</td> <td>29,5</td> <td>47,9</td> </tr> <tr> <td>Lúxemborg</td> <td>28,8</td> <td>19,5</td> <td>42,7</td> </tr> <tr> <td>Finnland</td> <td>24,5</td> <td>22,4</td> <td>41,4</td> </tr> <tr> <td>Sviss</td> <td>21,2</td> <td>20,0</td> <td>36,9</td> </tr> <tr> <td><strong>Ísland</strong> </td> <td><strong>20,0</strong> </td> <td><strong>20,0</strong> </td> <td><strong>36,0</strong> </td> </tr> <tr> <td>Nýja Sjáland</td> <td>28,0</td> <td>6,9</td> <td>33,0</td> </tr> <tr> <td>&#160;</td> <td>&#160;</td> <td>&#160;</td> <td>&#160;</td> </tr> <tr> <td><strong>Meðaltal OECD ríkja</strong> </td> <td><strong>25,5</strong> </td> <td><strong>22,5</strong> </td> <td><strong>42,3</strong> </td> </tr> </tbody> </table> <br /> <br /> <br /> <br />

2013-02-13 00:00:0013. febrúar 2013Grein í Fréttablaðinu 8. febrúar - "Fleiri konur við stjórnvölinn"

<h2>Fleiri konur við stjórnvölinn</h2> <p>Hinn 1. september næstkomandi taka gildi ný lög sem tryggja eiga lágmarkskynjajafnvægi í stjórnum fyrirtækja yfir ákveðinni stærð. Lögin voru sett árið 2010 og eru að nokkru leyti sniðin að norskri fyrirmynd. Ástæða lagasetningarinnar er einföld; hlutur kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi hefur aukist allt of hægt. Ekki er um að kenna skorti á hæfum og vel menntuðum konum til slíkra starfa. Þvert á móti útskrifast nú fleiri konur en karlar með háskólapróf í flestum greinum sem stjórnendur koma almennt úr. Ójafnt kynjahlutfall á þessu sviði sem fleirum er birtingarmynd þess sem enn er óunnið í jafnréttisbaráttunni, íhaldssemi og skorts á fagmennsku og metnaðar í trénuðu andrúmslofti<br /> <br /> <strong>Virkjum mannauðinn allan<br /> </strong>Reynslan sýnir að betri árangur næst í fyrirtækjarekstri eftir því sem kynjahlutföll eru jafnari í stjórnum og stjórnendastöðum. Reyndar því betri eftir því sem konur eru fleiri, andinn á vinnustað er heilbrigðari og vinnan skemmtilegri.<br /> <br /> Gott samstarf hefur verið um undirbúning gildistöku laganna milli stjórnvalda, viðskiptalífsins og aðila eins og Félags kvenna í atvinnulífinu.<br /> <br /> <strong>Tími til aðgerða<br /> </strong>Fram undan eru aðalfundir fyrirtækja, þeir síðustu áður en lögin taka gildi. Hér með er skorað á alla viðkomandi að gera það sem til þarf til að ákvæði laganna um minnst 40% af hvoru kyni í stjórn verði að fullu virt frá fyrsta degi. Einnig er ástæða til að senda hvatningu um hið sama til þeirra sem enn eru ekki bundnir af ákvæðum laganna. Það á við um minni fyrirtæki og stjórnir þeirra, hagsmunasamtök o.s.frv.<br /> <br /> Það er sannfæring undirritaðs að ekki aðeins sé með þessu stigið afar gagnlegt skref í jafnréttisátt og í átt til betri reksturs og eðlilegri aðstæðna í íslensku viðskiptalífi, heldur muni aukið jafnrétti á þessu sviði einnig hafa afleidd og jákvæð áhrif í jafnréttisbaráttunni að öðru leyti. Má þar nefna baráttu gegn kynbundnum launamun og gegn úreltum staðalímyndum um kynin og kynjahlutverk.<br /> <br /> Til hamingju með þetta skref og tryggjum glæsilega gildistöku nýrra laga 1. september næstkomandi.<br /> <br /> </p>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira