Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Valgerðar Sverrisdóttur


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2006-06-14 00:00:0014. júní 2006Ársfundur Stofnunar Fræðasetra Háskóla Íslands

<p align="justify">Ágætu ársfundargestir.</p> <p align="center">I.</p> <p align="justify">Það er mér sérstök ánægja að vera hér með ykkur á ársfundi Stofnunar Fræðasetra Háskóla Íslands. Umfjöllunarefnið er mér mjög kært og spurningarnar sem fram eru settar eru mjög tímabærar, eins og þessar :</p> <p>· Hvaða gagn er af þekkingarstarfi utan höfuðborgarsvæðisins ?</p> <p align="justify">og</p> <p>· Hvers vegna á að byggja- upp þekkinarsetur á landsbyggðinni ?</p> <p align="justify">Svörin við þessum spurningum tengjast með skýrum hætti áherslum iðnaðarráðuneytisins um heildstæða og öfluga stefnu í atvinnu- og byggðamálum.</p> <p align="justify">Þessar áherslur endurspeglast í umfjöllun OECD um samkeppnishæfni, þar sem rík áhersla er lögð á að samfella sé á milli atvinnu- og byggðamála og að í því sambandi þurfi sérstaklega að stefna að því :</p> <p align="justify">- að auka samstarf atvinnulífs, háskóla og rannsóknastofnana;</p> <p align="justify">- að byggja upp vísindagarða;</p> <p align="justify">- að efla klasa-samstarf.</p> <p align="justify">Segja má að þessi atriði séu kjarninn í sókn atvinnulífs og svæða til aukinnar samkeppnishæfni og vaxtar, í framtíð þar sem byggða- og svæðamál eru orðin samofin stefnu stjórnvalda í málum er varða atvinnuþróun, rannsóknir og nýsköpun og mynda þar eina heild.</p> <p align="justify">Iðnaðarráðuneytið hefur lagt áherslu á þessi atriði sem m.a. endurspeglast í svæðisbundnum vaxtarsamningum, þar sem áhersla er lögð á sérstöðu og styrkleika hvers landsvæðis og samkeppnishæfni atvinnulífsins á hverjum stað. Þetta er í samræmi við áherslur erlendis, jafnt í stórum sem smáum hagkerfum</p> <p align="center">II</p> <p align="justify">Ekki eru þó allir sammála um þessar áherslur og sennilega hefur ekki farið fram hjá neinum að ýmsir þingmenn hafa verið ósparir á yfirlýsingar um frumvarp ríkisstjórnarinnar um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun. Þetta heiti frumvarpsins lýsir innihaldi þess nokkuð vel, en í hnotskurn fjallar það um framsæknar hugmyndir um <u>þekkingarsamfélög á Íslandi</u> – eins og yfirskrift þessarar ráðstefnu er.</p> <p align="justify">Með frumvarpinu er að því stefnt að öll aðkoma iðnaðarráðuneytis að tæknirannsóknum, nýsköpun og atvinnuþróun verði endurskipulögð, samræmd og felld í eina stofnun - Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Tilgangur þess er að efla sóknarkraft og tryggja hámarks árangur þessa málaflokks. Hvatinn að sameiningunni er fyrst og fremst þörf fyrir sterkari rannsókna- og starfseiningar og vaxandi krafa um sveigjanleika og árangur.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður þekkingarsetur og er þar m.a. byggt á hugmyndum Fræðaseturs Háskóla Íslands – og Rögnvalds Ólafssonar. Þekkingarsetur í þeim skilningi sem boðaður er í frumvarpinu er þó nokkuð víðtækari en almennt gerist og er þá horft til þess sem erlendis er nefnt <u>Centers of Expertice</u>, - þar sem vísinda- eða tæknigarðar skipa veglegan sess í kjarna starfseminnar. Í slíkum þekkingarsetrum tengjast saman staðbundnar rannsóknir sem hafa tengsl við rannsóknir í háskólum og háskólasetrum annarsvegar og þróunarstarfsemi fyrirtækja hinsvegar. Þar verður miðstöð upplýsinga og leiðsagnar fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem fást við hverskonar nýsköpunarvinnu. Þar verður að finna frumkvöðlasetur sem aðstoðar sprotafyrirtæki og frumkvöðla við þróun nýsköpunarhugmynda og veitir þeim aðstoð við að vaxa fyrstu rekstrarárin. Í hnotskurn er því hér um að ræða <u>- að kalla fram öll þau margvíslegu samlegðaráhrif sem nábýli mismunandi fagsviða getur leitt af sér.</u></p> <p align="justify"><u>&#160;</u></p> <p align="center">III.</p> <p align="justify">Efling starfseminnar um landið er ein af forsendum þessara breytinga. Þekkingarsetur á landsbyggðinni verða þungamiðja atvinnusóknar sem einkum munu byggja á helstu styrkleikum atvinnulífsins á viðkomandi svæði og getu til að ná árangri á alþjóðlegum samkeppnismarkaði. Einkum er horft til uppbyggingar þekkingarsetra á Akureyri, Ísafirði og á Egilsstöðum (Miðausturlandi), enda hefur styrking landshlutakjarna á þessum stöðum verið eitt af markmiðum byggðaáætlunar stjórnvalda. Háskólasetur Vestfjarða og Þekkingarnet Austurlands mynda nú þegar vaxtargrunn í þekkingarsetrum. Háskólinn á Akureyri og sú starfsemi sem fer fram í Rannsókna- og nýsköpunarhúsinu og enn frekari vöxtur rannsókna og nýsköpunarstarfsemi í væntanlegum Vísindagarði er sú umgerð sem mun mynda kjarna starfseminnar á Norðurlandi.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">Það er ljóst að með þessum tillögum vill iðnaðarráðuneytið blása til nýrrar sóknar í rannsóknum og atvinnuþróun um allt land. Slíkrar sóknar og endurnýjunar er þörf enda eru framfarir örar, og til að njóta áfram bættra lífskjara verða að koma til nýjar áherslur sem atvinnuþróunin getur byggt á.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="center">IV.</p> <p align="justify">Með nýrri stefnu í byggðamálum 2006-2009, sem var samþykkt samhljóða á Alþingi, fyrr í þessum mánuði eru þessar áherslur einnig ríkjandi. Grunntónnin þar er að sóknin í atvinnumálum landsbyggðarinnar þurfi í auknu mæli að byggjast á eflingu menntunar, rannsókna og nýsköpunar. – Ekki hverri fyrir sig – heldur samþætt - í einni heildarsýn á framsækin markmið fyrir framtíðina.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">Vaxtarsamningar eru tæki til að koma þessu fjölþætta samstarfi í framkvæmd, en slíkir samningar eru komnir í rekstur á Eyjafjarðarsvæðinu og Vestfjörðum, og sambærilegir samningar eru í undirbúningi á Norðurlandi vestra, Austurlandi, Vesturlandi og á Suðurlandi.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">Með tilkomu vaxtarsamninga hefur sú meginbreyting orðið að stefnumótun í framfaramálum landsbyggðarinnar er ekki lengur miðlæg í Reykjavík – heldur hefur ábyrgð á stefnumótun og einnig framkvæmd aðgerða fluttst heim í héruð enda eru heimamenn augljóslega best hæfir til að ráða fram úr eigin málum.</p> <p align="center">V.</p> <p align="justify">Ágætu ársfundargestir</p> <p align="justify">Það verður ekki horfið frá þessari umfjöllun án þess að spurningunum sem ég dró fram í upphafi erindis míns verði svarað í stuttri samantekt hér í lokin.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">Fyrri spurningin var:</p> <p>· Hvaða gagn er af þekkingarstarfi utan höfuðborgarsvæðisins ?</p> <p>Svarið við henni er að minnsta kosti tvíþætt:</p> <p>Annars vegar vísar hún til þess hrokafulla og skammsýna sjónarmiðs að ekkert dugi nema það sé fyrir sunnan – og gildi það þá jafnt fyrir þekkingar-öflun og þekkingar-störf.</p> <p>Hins vegar vísar hún til þess almenna kunnáttuleysis - sem sennilega er á undanhaldi – að þekkja ekki margbreytileika íslensks samfélags menningarlegan margbreytileika og atvinnutengdan margbreytileika – sem er auðlegð sem er bæði vanmetin og vannýtt.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">Síðari spurningin var:</p> <p>· Hvers vegna á að byggja upp þekkinarsetur á landsbyggðinni ?</p> <p align="justify">Þessi spurning er öllu praktískari en sú fyrri – en í stuttu máli er svarið ósköp einfalt : Það á að byggja upp þekkingarsetur á landsbyggðinni til þess að ná meiri árangri – þar á meðal í menntum, menningu, vísindum, tækni, atvinnuþróun og almennum velferðarmálum íbúanna.</p> <p align="justify">Svo mörg voru þau orð</p> <p align="justify">Þetta er síðasta ræðan sem ég flyt sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra þar sem ég mun láta af því embætti á morgun.</p> <p align="justify">Ég hef haft sanna ánægju af starfinu. Mín bíða önnur mikilvæg verkefni í öðru ráðuneyti.</p> <p align="justify">Ég færi mig þangað full tilhlökkunar.</p> <p align="justify">Megi ykkur vegna vel í ykkar mikilvægu störfum.</p> <br /> <br />

2006-06-09 00:00:0009. júní 2006Ársfundur Byggðastofnunar 2006

<p align="justify">Ágætu ársfundargestir.</p> <p align="justify">Á nýafstöðnu vorþingi ályktaði Alþingi um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2006-2009.</p> <p align="justify">Á gildistíma þeirrar byggðaáætlunar skulu stjórnvöld hafa þrjú meginmarkmið að leiðarljósi og eru þau - í fyrsta lagi að stórefla menntun á landsbyggðinni – í öðru lagi að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni og í þriðja lagi að efla Byggðastofnun og gera henni kleift með framlögum á fjárlögum að sinna mikilvægum verkefnum á sviði byggðamála.</p> <p align="justify">Í þingsályktuninni eru listaðar upp 23 aðgerðir sem grípa á til í því skyni að bæta búsetuskilyrði á landsbyggðinni og efla samkeppnishæfni landsins. Tillögurnar endurspegla í raun hversu margslungið verkefni það er að hlúa að byggð í landinu öllu enda eru þar talin upp atriði svo sem bættar samgöngur og bætt fjarskipti, uppbygging þekkingarsetra og bætt menntun, gerð vaxtarsamninga og uppbygging ferðaþjónustu - svo einhver dæmi séu tekin. Þetta er í raun og veru óþarft að rekja í þessum hópi en engu að síður finnst mér mikilvægt að halda því til haga núna – ekki síst í ljósi umræðunnar undanfarið - að málaflokkurinn er síður en svo einfaldur viðureignar. Í reynd þarf samstillt átak sveitarstjórna, atvinnulífs og ríkisvalds til að ná árangri í þessum mikilvæga málaflokki en það er einmitt það sem lagt er til grundvallar í byggðaáætluninni enda byggir hún á þeirri grundvallarforsendu að þessir aðilar vinni saman að einstökum verkefnum.</p> <p align="justify">Með þeirri byggðaáætlun sem gilti fyrir árin 2002 til 2005 og lögð var fyrir Alþingi, eftir að byggðamálin fluttust í iðnaðarráðuneyti, voru lagðar nýjar áherslur þar sem aukin þekking og nýsköpun voru þungamiðja áætlunarinnar. Þetta tel ég hafa verið mikið gæfuspor og að uppbygging háskólakennslu út um landið og það starf sem fram fer í tengslum við hana staðfesti það. Í nýsamþykktri byggðaáætlun má segja að haldið sé áfram á sömu braut, - hvað þetta varðar, - og sérstök áhersla lögð á menntunarmálin þar með talið uppbyggingu háskólasetra og þekkingarsetra. Þetta tel ég vera lykilatriði við styrkingu byggðar í landinu eins og mér varð reyndar tíðrætt um í allri umfjöllun um frumvarp til laga um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun oftast nefnt frumvarp til laga um Nýsköpunarmiðstöð Íslands.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="center">II.</p> <p align="justify">Vísinda- og tækniráð samþykkti þann 1. júní síðast liðinn þá vísinda- og tæknistefnu sem gilda á fyrir árin 2006 til 2009. Þetta er í annað sinn sem ráðið samþykkir vísinda og tæknistefnu en Vísinda- og tækniráð varð til með lögum nr. 2/2003. Markmiðið með stofnun stefnumótandi ráðs um vísindi, tækniþróun og nýsköpun undir forustu forsætisráðherra og með þátttöku fleiri ráðherra var að samhæfa stefnumótun sem um langt skeið hafði verið á ábyrgð einstakra fagráðuneyta. Í hinni nýsamþykktu vísinda– og tæknistefnu er uppbygging mennta- og vísindakerfis eitt af því sem lögð er höfuðáhersla á. Nánar tiltekið er lögð áhersla á að byggja upp mennta og vísindakerfi sem er í fremstu röð meðal þjóða - sem starfar í nánum tengslum við atvinnulíf og getur brugðist við hraðfara breytingum og leitt þær.</p> <p align="justify">Ég tel það mjög mikilvæga og jákvæða þróun hversu mikill samhljómur er þarna á ferðinni milli byggðaáætlunarinnar og vísinda og tæknistefnunnar fyrir sömu ár.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="center">III.</p> <p align="justify">Ég er þeirrar skoðunar að það sé afar brýnt í allri vinnu við hin svokölluðu byggðamál að sífellt sé leitað að nýrri þekkingu og reynslu, til að sækja fram á nýjum sviðum. Það höfum við raunar gert og má í því sambandi nefna vaxtarsamningana sem gerðir eru að erlendri fyrirmynd. Í umfjöllun alþjóðlegra stofnana um samkeppnishæfni svæða er rík áhersla lögð á að samræmis sé gætt á milli atvinnuþróunar og byggðamála. Lögð er áhersla á að auka samstarf atvinnulífs, háskóla og rannsóknastofnana og að byggja upp vísindagarða; en síðast en ekki síst að efla klasa-samstarf innan atvinnulífsins. Þessi atriði eru í raun kjarninn í sókn atvinnulífs til aukinnar samkeppnishæfni og vaxtar.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">Vaxtarsamningar eru tæki til að koma slíku starfi í framkvæmd. Vaxtarsamningar eru komnir í rekstur á Eyjafjarðarsvæðinu og Vestfjörðum, og sambærilegir samningar eru í undirbúningi á Norðurlandi vestra, Austurlandi, Vesturlandi og Suðurlandi. Tillögur verkefnisstjórnar að vaxtarsamningi fyrir Suðurland liggja fyrir í skýrslu sem kynnt var nýlega og stefnt er að því að sambærilegar skýrslur fyrir Norðurland vestra, Vesturland og Austurland muni liggja fyrir í þessum mánuði. Ég bind miklar vonir við það að vaxtarsamningarnir muni verða öflugt tæki til eflingar byggðar í landinu enda hafa þeir verið gerðir með góðum árangri víða um heim. Lykilatriði í gerð vaxtarsamninga er að í þeim er ábyrgð á framkvæmdum á sviði byggðamála færð til hagsmunaaðila í héraði og leitast er við að byggja á styrkleikum hvers svæðis. Ætlunin er að Byggðastofnun muni á næstunni fá aukið hlutverk við gerð og framkvæmd vaxtarsamninga.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="center">IV.</p> <p align="justify">Ágætu ársfundargestir</p> <p align="justify">Málefni Byggðastofnunar hafa verið talsvert til umræðu að undanförnu meðal annars í tilefni af frumvarpi til laga um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun - eða frumvarpi um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eins og það er gjarna kallað. Það frumvarp varð – eins og kunnugt er – ekki að lögum á nýafstöðnu vorþingi.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">Byggðastofnun mun því eitthvað áfram starfa eftir þeim lögum sem nú gilda um stofnunina. Eftir sem áður er heildarendurskoðun á stöðu og verkefnum Byggðastofnunar nauðsynleg. Niðurstaða greiningar á stöðu stofnunarinnar, sem gerð var á síðasta ári, var sú að stofnunin ætti við verulegan vanda að stríða. Fjárhagsstaðan væri erfið og fátt benti til þess að fjármögnunarstarfsemin geti orðið sjálfbær. Sérstökum áhyggjum hefur valdið að eiginfjárhlutfall stofnunarinnar fór á ákveðnum tímapunkti niður fyrir lögboðið 8% mark. Það breyttist sem betur fer lítillega til batnaðar en það verður ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að rekstrarumhverfi Byggðastofnunar, - sem lánastofnunar, - hefur mikið breyst frá því sem áður var.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">Sú staðreynd að frumvarpið um Nýsköpunarmiðstöð Íslands varð ekki að lögum gerir það að verkum að þessi vandamál Byggðastofnunar eru óleyst. Ég bind þó enn vonir við að samstaða muni nást um það á komandi þingi að efla starfsemi Byggðastofnunar þannig að nýjar áherslur muni ráða ferð og að nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs muni verða leiðarljós stofnunarinnar, hvaða nafni sem hún nefnist, í nánustu framtíð.</p> <p align="center">V.</p> <p align="justify">Ég vil að lokum þakka starfsmönnum og stjórn vel unnin störf á árinu. Þá hef ég ákveðið að stjórn Byggðastofnunfar skuli sitja óbreytt komandi starfsár.</p> <br /> <br />

2006-05-18 00:00:0018. maí 2006Opinn fundur Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða

<p align="justify">Ágætu Vestfirðingar</p> <p align="justify">Ég vil byrja á því að þakka fyrir að vera boðin til þessa fundar.</p> <p align="justify">Atvinnumál eru mér jafnan ofarlega í huga og þá ekki síst atvinnumál á landsbyggðinni. Undanfarnar vikur hefur verið mikil umræða í þjóðfélaginu um frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi um Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Frumvarpið ber reyndar heitið – frumvarp til laga um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.</p> <p align="justify">Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að mikil umræða skapist um jafn stórt mál og þetta enda verulega miklir hagsmunir í húfi og mjög brýnt að vel takist til. Umræða sem slík er líka af hinu góða, ekki síst ef málefnalega er að henni staðið. Það sem mér hefur hins vegar verulega þótt skorta á í umræðunni um þetta mál er að fjallað sé um þá hugmyndafræði sem býr að baki og að fjallað sé um þær aðstæður sem við búum við hvað varðar nauðsyn þess að viðhalda samkeppnishæfni atvinnulífsins í landinu.</p> <p align="justify">Eins og allir vita þá lifum við á tímum mikilla og örra breytinga. Þær þjóðir sem við berum okkur saman við keppast við að efla nýsköpun á öllum sviðum og viðhalda með því samkeppnishæfni atvinnulífsins. Eitt af því sem gefið hefur góða raun í þeim efnum er starfræksla svokallaðra þekkingarsetra en í þeim eru sköpuð skilyrði og aðstæður fyrir atvinnulíf, háskóla og rannsóknarstofnanir til að vinna saman að þróun nýrra atvinnutækifæra. Í frumvarpinu um Nýsköpunarmiðstöð Íslands er lagt til að eitt af aðalverkefnum hennar verði að efla samstarf á milli rannsóknarstofnana, háskóla og fyrirtækja og styrkja tengsl þeirra við atvinnuþróunarfélög.</p> <p align="justify">Góð hugmynd getur orðið til hvar sem er í heiminum og ekkert síður á Vestfjörðum en annars staðar. Til þess að góð hugmynd geti orðið að raunverulegri viðskiptahugmynd þarf hins vegar margt að koma til. Í sumum tilvikum rannsóknir á tæknilegum atriðum, vinna við vöruþróun, gerð viðskiptaáætlunar og svo mætti lengja telja. Í þekkingarsetrum er ætlunin að það bakland geti orðið til sem nauðsynlegt er til að þróa og hlúa að góðum hugmyndum og auka þar með líkurnar á því að þær geti skapað verðmæti.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">Það er ekkert óeðlilegt við það að jafn mikil skipulagsbreyting og lögð er til með frumvarpinu vekji spurningar og jafnvel ótta um það að landsbyggðin muni verða undir við stofnanasameiningu eins og þá sem lögð er til. Það verður þó að hafa hugfast, nú sem endranær, að því er þannig farið að þær breytingar sem eiga sér stað í heiminum taka ekki mið af áratuga gömlu stofnanafyrirkomulagi á Íslandi heldur verður stofnanakerfið hér að taka mið af breyttum aðstæðum í heiminum. Hlutverk Byggðastofnunar er fyrst og fremst það að hafa áhrif á þróun atvinnulífs á landsbyggðinni og er starfræksla Byggðastofnunar einungis einn liður af mörgum í viðleitni stjórnvalda við að jafna búsetuskilyrði og lífskjör í landinu. Byggðastofnun er ekki stór stofnun og getur eðli málsins samkvæmt ekki boðið nema takmarkaða þjónustu af þeim sökum.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">Í ljósi hinnar síharðnandi samkeppni er það mín trú að sameina verði Byggðastofnun annarri atvinnuþróunarstarfsemi sem fyrir er í landinu. Verði það ekki gert er að mínu mati mun meiri hætta á því að atvinnulíf á landsbyggðinni dragist aftur úr annarri atvinnustarfsemi.</p> <p align="justify">Í framvarpinu um Nýsköpunarmiðstöð Íslands er gert ráð fyrir að atvinnurþróunarfélög gegni lykilhlutverki við atvinnuuppbyggingu á hverjum stað eins og nú er. Gert er ráð fyrir því að í staðbundinni þjónustustarfsemi við frumkvöðla og fyrirtæki verði haft samráð við atvinnuþróunarfélög og einnig að atvinnuþróunarfélög vinni í nánu samstarfi við þekkingarsetur. Atvinnuþróunarfélög þurfa því ekki að óttast verkefnaskort verði frumvarpið að lögum.</p> <p align="center">----------------</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">Ágætu gestir</p> <p align="justify">Nú er til meðferðar á Alþingi tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2006 – 2009.</p> <p align="justify">Aðalmarkmið byggðaáætlunarinnar eru að bæta búsetuskilyrði á landsbyggðinni og efla samkeppnishæfni landsins.</p> <p align="justify">Í þingsályktuninni eru 23 aðgerðatillögur. Þessar tillögur bera það með sér að þær eru flestar hverjar unnar í samstarfi við viðkomandi fagráðuneyti. Ég mun hér á eftir gera grein fyrir þeim tillögum í byggðaáætluninni sem mestu skipta fyrir Vestfirðinga. Hins vegar verður að hafa í huga að sá árangur sem næst er fyrst og fremst undir því kominn að heimamenn sjái hverjir möguleikarnir eru og nýti þau áhöld sem standa til boða.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">Engir vita betur en Vestfirðingar hversu miklu máli samgöngurnar skipta. Það er því ekki að ófyrirsynju að fyrsta aðgerðin í byggðaáætluninni skuli heita "Bættar samgöngur". Það er viðurkennd staðreynd að góðar og öruggar samgöngur hafa afgerandi áhrif á búsetuskilyrði á landsbyggðinni. Þar þurfa bæði til að koma bættar samgöngur innan landshluta og eins til annara landshluta. Með því að hafa þessa aðgerð fremst er einfaldlega verið að undirstrika mikilvægi samgöngubóta og stuðla að því að sem mestu fé verið varið til þess málaflokks á komandi árum.</p> <p align="justify">Bætt fjarskipti skipta líka gríðarlegu mái fyrir landsbyggðina. Tryggir gagnaflutningar með háhraða verða að standa til boða um land allt, svo og GSM símaþjónusta og aðgangur að gagnvirku sjónvarpi. Þetta er einmitt þriðja aðgerðin í byggðaáætluninni og það sama á við og um samgöngubæturnar. Mikið átak er nú í gangi til að bæta fjarskipti í landinu, sem tengist sölu Símans.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">Hér á Vestfjörðum var skrifað undir vaxtarsamning fyrir um það bil ári síðan en gerð og framkvæmd vaxtarsamninga er fjórða aðgerðin í byggðaáætluninni. Eins og þið vitið þá er það Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða sem sér um framkvæmd vaxtarsamningsins en meginmarkmið vaxtarsamninga er einmitt að flytja ábyrgð á framkvæmdum á sviði byggðamála heim í hérað og stuðla jafnframt að auknu samstarfi heimaaðila.</p> <p align="justify">Það hefur háð allri umræðu um byggðamál að tölfræðileg gögn eru af mjög skornum skammti. Það liggja fyrir tölur um íbúaþróun einstakra svæða svo og atvinnuleysi en ekki til dæmis varðandi tekjuþróun eða fjölda starfa. Fimmta aðgerð byggðaáætlunarinnar felur Byggðastofnun að vinna að lausn vandans. Er nú þegar komin í gang vinna við að reikna út hagvöxt einstakra svæða. Tölfræðigrunnur um þessi efni þarf að vera aðgengilegur þeim sem vilja og þurfa á að halda.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">Sjötta aðgerð byggðaáætlunar er undirbúningur að gerð landshlutaáætlana. Það skiptir miklu máli að ná að skapa samkennd og samstöðu innan landshlutanna og laða alla aðila til samstarfs um þróun og áherslur frekar en harðrar samkeppni. Víða erlendis er unnið skipulag fyrir stór landsvæði þar sem mynduð er sameiginleg framtíðarsýn um sjálfbæra þróun efnahags, samfélags og náttúrufars. Byggðastofnun er ásamt Skipulagsstofnun þátttakandi í fjölþjóðlegu verkefni um gerð svæðisáætlana á norðlægum slóðum. Er þess vænst að niðurstaða verkefnisins nýtist sem grunnur til að vinna landshlutaáætlanir sem saman nái yfir Ísland allt.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">Sjöunda aðgerð byggðaáætlunar er athugun á stöðu byggðarlaga sem búa við viðvarandi fólksfækkun. Það er staðreynd að þó að á ýmsum svæðum fjölgi nú fólki þar sem áður var fækkun, svo sem í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, í Eyjafirði og á Mið-Austurlandi, þá er viðvarandi fólksfækkun á öðrum svæðum. Það á til dæmis við um stóran hluta Vestfjarða. Þessi þróun veldur mér áhyggjum ekki síður en ykkur sem hér búið. Byggðastofnun mun í samstarfi við atvinnuþróunarfélögin, sveitarfélögin og fleiri vinna sérstaka úttekt á stöðu byggðarlaga sem glímt hafa við viðvarandi fólksfækkun. Styrkleikar og veikleikar verða metnir og greindir möguleikar til eflingar byggðarlaganna.</p> <p align="justify">Ég vil engu að síður segja að ég sé ýmis jákvæð teikn á lofti á Vestfjörðum. Heimamenn eru að vinna að mörgum áhugaverðum verkefnum og hér ríkir meiri bjartsýni og meiri baráttuvilji en oft hefur verið. Ég óska ykkur til hamingju með það.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">Áttunda aðgerð byggðaáætlunar snýst um styrkingu atvinnuþróunar. Á undanförnum árum hafa greiðslur atvinnuþróunarfélaganna hækkað verulega umfram verðlag eða úr 106 milljónum árið 2002 í 133 milljónir í ár. Atvinnuþróunarfélögin eru hornsteinar svæðisbundinnar nýsköpunar og gegna ákaflega þýðingarmiklu hlutverki hvert á sínu svæði.</p> <p align="justify">Tíunda aðgerð byggðaáætlunar er uppbygging þekkingarsetra/háskólasetra. Sá merki áfangi náðist vorið 2005 á Háskólasetur Vestfjarða var stofnað. Það á að verða gróðrarstöð fjölbreittrar háskólamenntunar, rannsókna- og þekkingarstarfs á Vestfjörðum. Ég tel eðlilegt að í upphafi beini þekkingarsetrið sjónum að þeim sérkennum og styrk atvinnu- og mannlífs á Vestfjörðum. Mjög mikilvægt er að hér takist vel til því háskólanám á heimaslóð og vísinda- og þekkingarstarf er ein af forsendum fyrir öflugu nýsköpunarstarfi. Í þessu felast mikil sóknarfæri.</p> <p align="justify">&#160;</p> <p align="justify">Ég get haldið áfram að tilgreina aðgerðir í byggðaáætlun 2006 – 2008 sem eru mikilvægar fyrir Vestfirðinga. Ég nefni hér aðeins í viðbót eflingu þjónustu við innflytjendur og aukna fjölmenningu.</p> <p align="justify">Ágætu Vestfirðingar.</p> <p align="justify">Umræða um byggðamál er oft á neikvæðum nótum. Horft er fram hjá þeim árangri sem náðst hefur en vandamálin aftur á móti blásin út. Það er engum til góðs. Við eigum að horfast í augu við þau verkefni sem við okkur blasa og leita saman að lausnum. Horfum bjartsýn en raunsæ til framtíðar. Til þess eru öll efni þegar á heildina er litið.</p> <p align="justify">Takk fyrir.</p> <br /> <br />

2006-05-18 00:00:0018. maí 2006Skýrsla um Vaxtarsamning Suðurlands

<p>Kæru gestir,</p> <p>Það er mér sérstakt ánægjuefni að vera með ykkur hér í dag á kynningarfundi er varðar skýrslu um Vaxtarsamning Suðurlands.</p> <p>Á liðnum árum hefur iðnaðarráðuneytið lagt áherslu á að til verði heildstæð og öflug stefnumótun um atvinnu- og byggðamál, með það að markmiði að auka samkeppnishæfni atvinnulífs og svæða.</p> <p>Með nýrri byggðaáætlun sem lögð var fyrir Alþingi, eftir að byggðamálin fluttust í iðnaðarráðuneyti, voru lagðar nýjar áherslur þar sem aukin þekking og nýsköpun voru þungamiðja áætlunarinnar. Þessu er síðan fylgt eftir í nýju frumvarpi til laga um Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem er til umfjöllunar á Alþingi.</p> <p>Í umfjöllun alþjóðlegra stofnana um samkeppnishæfni svæða er rík áhersla lögð á að samræmis sé gætt á milli atvinnuþróunar og byggðamála. Lögð er áhersla á að auka samstarf atvinnulífs, háskóla og rannsóknastofnana og að byggja upp vísindagarða; en síðast en ekki síst að efla klasa-samstarf innan atvinnulífsins.</p> <p>Segja má að þessi atriði séu kjarninn í sókn atvinnulífs til aukinnar samkeppnishæfni og vaxtar. Vaxtarsamningar eru tæki til að koma slíku starfi í framkvæmd. Ég hef lagt sérstaka áherslu á þessi atriði í starfi mínu. Vaxtarsamningar eru komnir í rekstur á Eyjafjarðarsvæðinu og Vestfjörðum, og sambærilegir samningar eru í undirbúningi á Norðurlandi vestra, Austurlandi og Vesturlandi, auk þess öfluga starfs sem er til umfjöllunar hér í dag og varðar Suðurland.</p> <p>Á viðamikilli ráðstefnu um byggðamál á vegum OECD, var sérstök áhersla lögð á eftirfarandi atriði : <u>Í fyrsta lagi</u> að stuðla að aukinni samkeppnishæfni atvinnulífs og svæða. <u>Í öðru lagi</u> að auka völd og ábyrgð svæða á byggðamálum. <u>Í þriðja lagi</u> að auka samstarf á milli hinna ýmsu hópa um byggðamál. <u>Í fjórða lagi</u> að auka samstarf innan sem og á milli svæða - og landa um byggðamál. <u>Í fimmta lagi</u> að auka sjálfstæði svæða, sterkari einkenni þeirra og ímynd. <u>Í sjötta lagi</u> gegna klasar miklu hlutverki í uppbyggingu byggðakjarna. <u>Í sjöunda og síðasta lagi</u> eru hins vegar engar töfralausnir til í byggðamálum, heldur er þetta langtímaverkefni sem krefst samræmdra, skilvirkra og markvissra vinnubragða. Segja má að með Vaxtarsamningunum sé verið að sinna öllum þessum þáttum sem fram koma hjá OECD – ekki síst því að færa meira völd og ábyrgð á þessum málum til svæðanna sjálfra.</p> <p>Fyrir ári síðan eða í mars 2005 skipaði ég nefnd til að gera tillögu um stefnumörkun í byggðamálum á Suðurlandi, m.a. með sérstöku tilliti til Vestmannaeyja. Fjallað skyldi um hvaða kostir kæmu helst til greina við að treysta vöxt og samkeppnishæfni svæðisins. Í nefndina voru skipuð: Baldur Pétursson, deildarstjóri, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, formaður, Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri, Vestmannaeyjum, Elliði Vignisson, kennari, varaforseti bæjarstjórnar, Vestmannaeyjum, Friðrik Pálsson, hótelstjóri, Reykjavík, Guðrún Erlingsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Vestmannaeyjum, Orri Hlöðversson, bæjarstjóri, Hveragerði, Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, Vík, Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Selfossi Þorvaldur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar og Eyjólfur Árni Rafnsson, framkvæmdastjóri Hönnunar, Reykjavík. Auk þess tók Gunnsteinn Ómarsson sveitarstjóri Skaftárhrepps þátt í störfum nefndarinnar.</p> <p>Með verkefnisstjórninni störfuðu Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri á Iðntæknistofnun og Kristján Óskarsson, sérfræðingur einnig á Iðntæknistofnun, Róbert Jónsson framkvæmdastjóri og Örn Þórðarson sérfræðingur frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands og Páll Marvin Jónsson, forstöðumaður Rannsókna- og fræðaseturs Vestmannaeyja.</p> <p>Það er niðurstaða Verkefnisstjórnar að Suðurland eigi sér mikla möguleika til vaxtar og þróunar með þeim aukna fjölbreytileika og bættum lífskjörum sem því fylgir. Það er jafnframt mat nefndarinnar að fyrir árið 2020 verði íbúatala Suðurlands komin í um 26.500, sem samsvarar árlegri fjölgun íbúa um 290, eða sem nemur 1,2%. Þetta er vissulega björt framtíðarsýn, en árangur næst ekki sjálfkrafa. Til þess að hann náist þarf atorku og samvinnu allra aðila.</p> <p>Tillögum Verkefnisstjórnar er skipt í 3 flokka sem eru:</p> <p><u>Í fyrsta lagi</u> uppbyggingu helstu byggðakjarna s.s. Árborgarsvæðis og Vestmannaeyja auk uppbyggingar jaðarsvæða. <u>Í öðru lagi</u> verði gerður Vaxtarsamningur fyrir Suðurland og <u>í þriðja lagi</u> eru tillögur um beinar aðgerðir á einstaka sviðum.</p> <p>Útfærslan í Vaxtarsamningi sem þessum er nokkuð nýstárleg en áhersla er lögð á sérstöðu og styrkleika viðkomandi svæða, sem og samkeppnishæfni atvinnulífs. Áherslur eru um margt sambærilegar á Eyjafjarðarsvæðinu og á Vestfjörðum. Auk tillögu að vaxtarsamningi eru í skýrslunni einnig fjölmargar tillögur um einstaka framkvæmdir, er miða allar að því að efla Suðurland sem samfélag sem byggir á fjölbreyttu atvinnulífi og getur boðið íbúunum góð lífskjör.</p> <p>Ráðuneytið mun kalla eftir samráði viðeigandi aðila á næstunni, s.s. önnur ráðuneyti og aðra aðila með það að markmiði að meta þessar tillögur og hrinda þeim í framkvæmd eftir því sem tilefni, möguleikar og aðstæður leyfa. Samstillt átak sveitarstjórna, atvinnulífs og ríkisvalds er nauðsynlegt til að skila árangri.</p> <p>Ég tel æskilegt að vinna hratt og undirbúa stofnun Vaxtarsamnings Suðurlands í samstarfi við aðila á Suðurlandi og aðra. Með því að hefja rekstur Vaxtarsamnings sem fyrst, er ábyrgð þessara mála í meira mæli í höndum heimaaðila á Suðurlandi og þannig á það að vera.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Aðstæður á Suðurlandi eru ákaflega mismunandi eftir svæðum. Áhrifa frá höfuðborgarsvæðinu gætir mjög hér vestast, með tilheyrandi fólksfjölgun, en í V-Skaftafellssýslu hefur fólksfækkun átt sér stað. Það sama er að segja um Vestmannaeyjar en segja má að hvatinn að undirbúningi Vaxtarsamnings fyrir Suðurland hafi komið þaðan.</p> <p>Kosturinn við þetta samstarf sem byggir á samningnum er sá að unnið er saman án tillits til stærðar fyrirtækja eða sveitarfélaga. Fyrirtækin sem eru í samkeppni geta engu að síður átt samstarf á ákveðnum sviðum.</p> <p>Við þurfum að halda vöku okkar þegar byggðamál eru annars vegar. Þá er afar mikilvægt að leita að nýrri þekkingu og reynslu, til að sækja fram á nýjum sviðum. Með skýrslu þessari eru stigin skref í þá átt.</p> <p>Ég vil að lokum þakka þeim fjölmörgu aðilum sem komið hafa að þessu mikla starfi sem nú endurspeglast í þessari glæsilegu skýrslu. Síðast en ekki síst, vil ég þakka Verkefnisstjórninni fyrir sitt starf. Ég er bjartsýn fyrir hönd Suðurlands.</p> <p>Ég þakka áheyrnina.<br /> </p>

2006-05-17 00:00:0017. maí 2006Ársfundur Iðntæknistofnunar

<p>Ágætu ársfundargestir.</p> <p align="justify">Þegar málefni Iðntæknistofnunar ber á góma þessa dagana er það oft vegna frumvarps til laga um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun sem bíður afgreiðslu Alþingis að loknu yfirstandandi þinghléi.</p> <p align="justify">Ég leyfi mér að fullyrða að frumvarpið er eitt veigamesta framfaraspor sem lengi hefur verið stigið í þágu nýsköpunar atvinnulífsins hér á landi - þar sem áherslur og forgangsröðun er skilgreind upp á nýtt &ndash; í þeim tilgangi að ná MEIRI ÁRANGRI.</p> <p align="justify"></p> <p align="center">II.</p> <p align="justify">Frumvarpið hefur átt sér nokkurn aðdraganda og áður en það var lagt fram voru hugmyndirnar sem lágu til grundavallar rækilega kynntar fyrir fulltrúum flestra hagsmunaaðila. Um 40 kynningarfundir voru haldnir og útfærsla hugmyndanna var í stöðugri endurskoðun allan tímann.</p> <p align="justify">Málið var því undirbúið betur og samráðs leitað víðar en oft er gert. Undantekningarlítið var einhugur um grunnhugmyndina, þ.e. að þörf væri á heildstæðri stefnumótun um nýsköpun og atvinnuþróun þar sem gengið væri þvert á múra ráðuneytanna.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Með opinberum stuðningi við atvinnuþróun er hér átt við - að aðkoma ríkisins haldi áfram með markvissum hætti eftir að stofnun sprotafyrirtækja eða afmörkuðum nýsköpunarverkefnum er lokið. Vísinda- og tækniráð hefur á þriggja ára starfstíma sínum gjörbreytt stefnumótun fyrir vísindi og tæknimálefni en atvinnuþróunin hefur ekki notið góðs af því. Í ljósi reynslunnar af starfi Vísinda- og tækniráðs er eðlilegt að útvíkka starfsemi ráðsins og fela því einnig að fjalla um atvinnuþróunarmál. Með því að ráðið fái þetta hlutverk næst góð samfella í stefnumótandi umfjöllun um málaflokka sem falla hver að öðrum &ndash; frá stefnumótun um málefni vísinda og tækni - að þróun í þágu starfandi fyrirtækja.</p> <p align="justify">Markmið slíkrar stefnumótunar væri að auka samkeppnishæfni, nýsköpun og hagvöxt, jafna lífskjör og stuðla að meira byggðajafnvægi. Hér er því um að ræða samþættingu á áherslum er lúta að rannsóknum og tækniþróun annars vegar og atvinnu- og búsetuþróun hins vegar.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">III.</p> <p align="justify">Frumvarpið fjallar þannig um sameiningu þeirra tækja sem iðnaðarráðuneytið hefur - til að hrinda slíkri samræmdri stefnu í framkvæmd. Ekki er deilt um mikilvægi þess að sameina starfsemi Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Umsagnir um frumvarpið til iðnaðarnefndar Alþingis voru á einu máli um að sameining þeirra myndi leiða til sterkari rannsóknaeininga sem gætu náð meiri árangri sameinaðar en aðskildar eins og nú er.</p> <p align="justify">Aftur á móti voru flestir uppteknir af því að tæknirannsóknirnar ættu ekki að tengjast byggðamálum. En um hvað fjalla þessi svo-kölluðu byggðamál ?</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Byggðamál eru fjölbreyttur málaflokkur en aðkoma iðnaðaráðuneytis að honum er einvörðungu í tengslum við atvinnumál, þ.e. tækniþróun, nýsköpun og þróun starfandi fyrirtækja. Þetta hefur ekkert með niðurgreiðslur eða úthlutun annarra ríkisgæða að gera, eins og sumir vilja halda á lofti. Engar slíkar sértækar aðgerðir er að finna í frumvarpinu.</p> <p align="justify">Í ljósi þess er eðlilegt að spyrja: - Er það á einhvern hátt réttlætanlegt að eitt stuðningskerfi verið fyrir nýsköpun og atvinnuþróun á Reykjavíkursvæðinu og annað stuðningskerfi fyrir landsbyggðina ?</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Í mínum huga er svarið einfalt: Til þess að ná mestum árangri þarf að samræma stuðningskerfið, sameina skilda starfsemi og fella það að þörfum allra landsmanna.</p> <p align="justify">Með þessu er engu fórnað og tæknirannsóknir munu eflast í nýju umhverfi og í samstarfi við háskóla og fleiri, í þekkingarsetri sem væntanlega verður unnt að koma á fót í náinni framtíð.</p> <p align="center">IV.</p> <p align="justify">Orðið þekkingarsetur vísar til nábýlis og samstarfs háskólakennslu, rannsókna og rannsóknastofnana, þjónustu við nýsköpunarstarfsemi, frumkvöðla, atvinnuþróunarstarfsemi, starfsemi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja og ekki síst við þekkingarfyrirtæki. Slíkt nábýli og samstarf kallar fram samlegðaráhrif með betri nýtingu á mannauði og stuðlar að meiri árangri en unnt væri að ná ef starfsemin væri aðskilin.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Gagnsemi þekkingarsetra er ótvíræð. til þess að rannsóknastofnanirnar geti eflt tengsl sín við fremstu rannsóknaháskóla hér á landi og erlendis. Á sama hátt er mikilvægt að háskólarnir auki samstarfið við atvinnulífið og þá sem vinna að framgangi nýsköpunar og atvinnuþróunar. Í starfsemi þekkingarsetra mun hin nýja stofnun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, gegna lykilhlutverki.</p> <p align="justify">Þegar rætt er um þekkingarsetur er rétt að horfa til framtíðaruppbyggingar opinberra rannsókna í nábýli við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík í Vatnsmýrinni. Mikils ávinnings er að vænta af nánara samstarfi háskólarannsókna og með samnýtingu vísindamanna, sérfræðinga og með sameiginlegum rekstri í tæknigörðum. Auk rannsóknastarfseminnar yrði þar þungamiðja stuðningsins við nýsköpun og atvinnuþróun á öllu landinu. Gangi þetta eftir skapast þekkingarsetur af alþjóðlegum styrkleika í sérstaklega frjósömu umhverfi sem gæfi væntingar um meiri árangur en annars gæti fengist.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">V.</p> <p align="justify">Ágætu ársfundargestir:</p> <p align="justify">Hlutverk stjórnvalda er fyrst og fremst að skapa aðstæður fyrir atvinnulífið til að þróast á farsælann hátt. Í þessu felst einkum að til verði verðmæt störf hjá íslenskum fyrirtækjum, sem skila sér í bættum lífskjörum allra landsmanna.</p> <p align="justify">Það er á þessum grundvelli sem unnt er að réttlæta stuðning ríkisins við grunnrannsóknir, tækniþróun, nýsköpun og atvinnuþróun.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2006-05-12 00:00:0012. maí 2006Hornsteinn lagður að stöðvarhúsi Káranhnjúkavirkjunar.

<p align="justify">Skáldið Einar Benediktsson segir í einu kvæða sinna:</p> <div style="margin-left: 4em"> <p align="justify">Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör</p> <p align="justify">að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör, -</p> <p align="justify">að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum,</p> <p align="justify">svo hafinn yrði í veldi fallsins skör.</p> <p align="justify">- Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk,</p> <p align="justify">já, búning hitans sníða úr jökuls klæðum.</p> <p align="justify">Hér mætti leiða líf úr dauðans örk</p> <p align="justify">og ljósið tendra í húmsins eyðimörk</p> <p align="justify">við hjartaslög þíns afls í segulæðum. &ndash;</p> </div> <p align="justify">Hér er dýrt kveðið og ástæða til að vitna til skáldsins sem sameinaði svo skemmtilega skáldskapargyðjuna og athafnamanninn. Hann sem vildi sjá orkuauðlindir nýttar til framfara fyrir þá þjóð sem hann ann svo mjög og bjó við bág kjör á norðlægum slóðum. "Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör."</p> <p align="justify">Þær aðstæður sem íslensk þjóð býr við í dag eru á engan hátt sambærilegar við það sem þá var, enda lífskjör hér á landi talin meðal þeirra bestu sem þekkjast. Það sem á sér stað hér í dag og hefur verið að gerast á Austurlandi á síðustu misserum mun engu að síður valda straumhvörfum. Með því að nota máttinn rétt, eins og segir í kvæðinu og reisa Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði, eru bætt kjör Austfirðinga þannig að nú horfum við fram á fólksfjölgun hér, fjölbreyttara atvinnulíf, uppbyggingu á fjölmörgum sviðum og blómlegri byggð.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Það hafa verið áform allra ríkisstjórna Íslands síðustu 50 árin að nýta orkulindirnar til að byggja upp atvinnu og efla mannlíf. Hér á Austurlandi átti sú þróun sér lengri aðdraganda en nokkurn óraði fyrir. Fyrstu hugmyndir að nýtingu hinna kraftmiklu fallvatna norðan Vatnajökuls til eflingar atvinnulífs á Austurlandi má rekja til áttunda áratugs síðustu aldar þegar stóriðjunefnd bauð norska álfyrirtækinu &ndash; Ardal Sunndal að skoða aðstæður á Reyðarfirði fyrir byggingu álvers. Þrátt fyrir góð áform varð ekkert úr þeim framkvæmdum og það er kannski kaldhæðni örlaganna að hið sama gerðist með annað norskt fyrirtæki sem sýndi málinu áhuga síðar. Er ég þá að vitna til þess að eftir 5 ára undirbúning að byggingu álvers á Reyðarfirði í samstarfi við Norsk Hydro skaut fyrirtækið þeim áformum á frest á vordögum árið 2002.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Þá tóku við erfiðir tímar fyrir Austfirðinga en ég dáðist að þeirri yfirvegun sem fólk sýndi við þær aðstæður. Mér er eftirminnilegur fundur sem fulltrúar ríkisstjórnarinnar ásamt sveitarstjórnarfólki átti með íbúum hér á Austurlandi þar sem ný staða var rædd. Upp úr stóð samstaðan sem þar ríkti og ákveðnin um að markmiðum skyldi engu að síður náð.</p> <p align="justify">Fram kom á fundinum fyrirspurn um hversu langan tíma það tæki að finna nýjan fjárfesti. &ndash; Því var svarað til af forsvarsmönnum Reyðaráls að það gæti tekið 5 ár.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Á sama tíma átti sér hins vegar stað fyrsti fundur fulltrúa iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar með Alcoa úti í New York. Ég vildi þó ekki greina frá því á borgarafundinum á Reyðarfirði til að vekja ekki vonir, sem e.t.v. væri ekki hægt að standa undir.</p> <p align="justify">Um framhaldið þarf þó ekki að hafa mörg orð.</p> <p align="justify">Í stuttu máli sagt náðist að fella áform Alcoa inn í tímaáætlun Norsk Hydro og þess vegna erum við saman komin hér í dag. Eftir 1 ár mun álver Alcoa, Fjarðaál, hefja starfsemi sína og veita hundruðum karla og kvenna vel launuð störf.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Það er stórkostlegt að hafa verið þátttakandi í því ævintýri sem hér um ræðir. Ekkert eitt verkefni hefur haft jafnmikil áhrif á þróun byggðar og lífsgæða hér á þessu svæði síðustu áratugi. Verkefnið mun auk þess hafa varanleg jákvæð áhrif á efnahag íslensku þjóðarinnar.</p> <p align="justify">Ég hóf mál mitt með því að fara með erindi úr kvæði Einars Benediktssonar um Dettifoss. Í því felst auðvitað engin vísbending um að uppi séu áform um virkjun Jökulsár á Fjöllum. Um það ríkir samstaða að vatnasvæði Jökulsár á Fjöllum skuli friðað.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Nýlega heyrði ég Vilhjálm Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráðherra rifja upp þá tíð þegar hann var sveitarstjórnarmaður í Mjóafirði og var þátttakandi sendinefndar á vegum Fjórðungssambands Austurlands í ferð norður að Laugum í Reykjadal til stuðnings áformum Norðlendinga um virkjun Dettifoss. Það er tímanna tákn að nú finnst sérhverjum Íslendingi slík framkvæmd útilokuð af umhverfisástæðum.</p> <p align="justify">Kæru Austfirðingar, forsvarsmenn Landsvirkjunar og aðrir gestir.</p> <p align="justify">Ég óska ykkur til hamingju með áfangann. Hann er stórt skref á þeirri leið sem við nú förum í átt til betri byggðar á Austurlandi og bættra kjara á landinu öllu.</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2006-05-08 00:00:0008. maí 2006Málþing um breytta atvinnustefnu á Vestfjörðum

<p align="justify">Ágætu Vestfirðingar og aðrir málþingsgestir.</p> <p align="justify">Ég vil byrja á að óska Vestfirðingum til hamingju með glæsilega sýningu, sem nú stendur yfir í Perlunni hér í Reykjavík.</p> <p align="justify">Ég lýsi ánægju með það að vera boðið að vera með ykkur hér í dag á málþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga um breytta atvinnustefnu á Vestfjörðum. Atvinnumál eru mér jafnan ofarlega í huga og er það nokkuð sem ég tel mig hafa fengið í arf frá föður mínum, sem var bóndi á Lómatjörn allan sinn starfsaldur, en fékkst einnig við sveitarstjórnarmál, var oddviti í meira en 20 ár. Á þeim tíma var byggð höfn á Grenivík og fiskvinnsla í framhaldi af því. Ég minnist þess að það kom alltaf glampi í augun á honum þegar umræðan færðist inn á svið uppbyggingar og framfara.</p> <p align="justify">Góðir málþingsgestir,</p> <p align="justify">Hér á landi hafa orðið miklar framfarir á s.l. 10 árum og er Ísland nú á meðal þróuðustu landa heims þar sem velmegun ríkir. Sameinuðu þjóðirnar settu okkur í 2. sæti á eftir Noregi, þegar kemur að því að meta lífsgæði þegnanna.</p> <p align="justify">Ég verð mikið vör við undrun og ákveðna aðdáun hjá kollegum mínum erlendis, þegar talið berst að þeim framförum sem hér hafa orðið.</p> <p align="justify">Þar kemur margt til. Til þess að nefna nokkur atriði vil ég byrja á því að segja að nýting okkar á auðlindum bæði til lands og sjávar hafa skipt þar miklu máli. Enda hefur það verið stefna allra ríkisstjórna, sem ríkt hafa síðustu áratugi, að nýta orkuauðlindir þjóðarinnar til atvinnuuppbyggingar. Nú orðið gera hinsvegar allir sér grein fyrir þeim takmörkunum sem slík nýting sætir af náttúrufarslegum ástæðum.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Hvað auðlindir sjávar varðar þá hefur Íslendingum tekist að byggja hér upp arðbæran sjávarútveg, sem notar þá fullkomnustu tækni sem völ er á. Á því sviði erum við í fararbroddi þegar horft er til þjóða heims.</p> <p align="justify">Þann dag sem ég steig fæti inn í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti sem ráðherra málaflokkanna komu byggðamál til ráðuneytisins, en höfðu áður heyrt undir forsætisráðuneyti. Í þeirri byggðaætlun sem ég lagði fyrir Alþingi og gilti fyrir árin 2002 &ndash; 2005 var slegið á nýja strengi. Það var lögð áhersla á nýsköpun og aukna þekkingu á landsbygginni og einnig var í fyrsta skipti lögð áhersla á ákveðin kjarnasvæði sem sérstaklega skyldu efld.</p> <p align="justify">Í framhaldi af því var hafin vinna við vaxtasamninga og eru tveir komnir til framkvæmda þ.e.a.s. á Eyjafjarðarsvæðinu og á Vestfjörðum. Þessum samningum fylgir fjármagn af hálfu stjórnvalda og hafa þau ákveðna forystu á undirbúningstímanum en síðan taka heimamenn við, enda byggir starfið á samstarfi sveitarfélaga, einkaaðila og ríkisins. Fjöldi annarra vaxtasamninga eru í undirbúningi. Atvinnuþróunarfélögin eru í lykilhlutverki í þessu samstarfi og er þetta liður stjórnvalda í svæðisbundinni atvinnuþróun.</p> <p align="justify">Landið okkar er fagurt og frítt. Það er strjálbýlt og við höfum búið við fólksflutninga frá landsbyggð til höfuðborgarsvæðis. Í þeim efnum er nokkuð að rofa til, þó einstaka staðir eigi enn í erfiðleikum og þá eru það atvinnumálin sem valda vandanum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Uppskeran í atvinnutækifærum á landsbyggðinni hefur verið í hinum gömlu og grónu greinum, landbúnaði og sjávarútvegi. Þær greinar munu ekki viðhalda byggð á kmandi árum þó svo að vissulega séu tækifæri í nýsköpun einnig þar, einkum í sjávarútvegi. Því þarf að horfa til nýrra átta.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ég leyfi mér að fullyrða að frumvarpið um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun, oftast kallað Nýsköpunarmiðstöð Íslands er eitt veigamesta framfaraspor sem lengi hefur verið stigið í þágu atvinnuþróunar hér á landi - þar er brotist undan stöðnuðu 40 ára gömlu fyrirkomulagi og áherslur og forgangsröðun skilgreind upp á nýtt &ndash; í þeim tilgangi að ná. MEIRI ÁRANGRI.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">II.</p> <p align="justify">Áður en frumvarpið var lagt fram voru þær hugmyndir sem lágu til grundavallar kynntar fyrir fulltrúum flestra hagsmunaaðila. Um 40 kynningarfundir voru haldnir og var útfærsla hugmyndanna í stöðugri endurskoðun allan tímann, þar sem leitast var við að taka tillit til þeirra skoðana sem fram komu.</p> <p align="justify">Málið var því undirbúið betur og víðar leitað samráðs en oftast er gert. Undantekningarlítið var einhugur um grunnhugmyndina, þ.e. að þörf væri á heildstæðari stefnumótun um nýsköpun og atvinnuþróun. Í þessu frumvarpi er einungis fjallað um verkefni sem heyra undir iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, en allir vita að atvinnuþróunin er ekki sérverkefni iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta heldur fléttast málaflokkar margra ráðuneyta þar saman. Það er seinni tíma mál að fella allt þetta í einn farveg.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Það hefur að mínu mati staðið atvinnuþróuninni fyrir þrifum að ekki hefur verið nægileg samstaða á milli hagsmunaaðila um það hvernig að málum skuli staðið. Sameiginleg stefnumótun myndi bæta þar úr. Mikilvægt skref í þessa átt var þó stigið með tilkomu vaxtarsamninga eins og ég hef áður nefnt þar sem ábyrgð á stefnumótun og framkvæmd var flutt til heimamanna.</p> <p align="center">III.</p> <p align="justify">Annar veigamikill þáttur í þessari nýskipan er starfsemi þekkingarsetra. Hér er byggt á hugmynd sem mótuð hefur verið af menntamálaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti síðustu árin en fyrirmyndin er þó upprunin hjá OECD og best útfærð hjá Finnum og nefnist á ensku: Centres of Expertise". Vísinda- og tækniráð hefur einnig haldið þessu starfsformi á lofti og mælt með því.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Orðið þekkingarsetur vísar til nábýlis og samstarfs háskólakennslu og rannsókna; rannsóknastofnana; þjónustu við nýsköpunarstarfsemi og frumkvöðla; atvinnuþróunarstarfsemi; starfsemi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja og ekki síst þekkingarfyrirtækja. Slíkt nábýli og samstarf kallar fram samlegðaráhrif með betri nýtingu á mannauði og stuðlar að meiri árangri en unnt væri að ná ef starfsemin væri aðskilin.</p> <p align="justify">Einkum er horft til uppbyggingar þekkingarsetra á Ísafirði, Akureyri og á Egilsstöðum (Miðausturlandi), enda hefur styrking landshlutakjarna á þessum stöðum verið eitt af markmiðum byggðaáætlunar stjórnvalda. Háskólasetur Vestfjarða og Þekkingarnet Austurlands mynda nú þegar kjarna vaxtar í þekkingarsetrum á þessum stöðum. Háskólinn á Akureyri og sú starfsemi sem fer fram í Rannsókna- og nýsköpunarhúsinu og enn frekari vöxtur rannsókna og nýsköpunarstarfsemi í væntanlegum Tæknigarði er sú umgerð sem mun mynda kjarna starfseminnar á Norðurlandi.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Það er skoðun mín að efling þess þekkingarseturs sem nú þegar er vísir að á Ísafirði sé eitt vegamesta hagsmunamál Vestfirðinga til að ná auknum sóknarþunga í atvinnuþróunarstarfsemi sinni.</p> <p align="center">IV.</p> <p align="justify">Það hefur yfirleitt ekki verið ágreiningur um það að samræma þurfi betur atvinnuþróunarstarfið &ndash; tengja skilda starfsemi saman og efla getuna til að takast á við stærri og veigameiri verkefni.</p> <p align="justify">Það hefur heldur ekki verið ágreiningur um það að taka þurfi upp breytta atvinnustefnu þar sem tekið er mið af líklegri framtíðarþróun. Í þessu samhengi hefur verið fundið að því - að þótt atvinnulífið á höfuðborgarsvæðinu sé á fullri ferð inn í framtíðina þá sitji landsbyggðin eftir og tækniþróunin og nýsköpunin nái ekki þangað.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Spurningin sem vaknar við þetta er því:</p> <p align="justify">Hvernig á að bregðast við þessu - og hvernig er hægt að hvetja atvinnulífið á landsbyggðinni til að sinna í ríkari mæli rannsóknum og þróunarstarfi ?</p> <p align="justify">Það eru fleiri en ein leið til þess - en iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti hafa sín tæki til að beita á sem markvissastan hátt í þágu þessa.</p> <p align="justify">Þessi tæki eru:</p> <p>· hagnýtar rannsóknir í þágu atvinnulífsins,</p> <p>· stuðningsþjónusta við frumkvöðla og fyrirtæki,</p> <p>· rekstur frumkvöðlaseturs fyrir nýjar viðskiptahugmyndir,</p> <p>· þjónusta við atvinnuþróunarfélög</p> <p>· rannsóknir á þróun atvinnulífs og byggða -- og</p> <p>· sjóðir í þágu nýsköpunar og atvinnuþróunar - á mismunandi stigum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ég á erfitt með að trúa öðru en að flestir sjái þýðingu þess að samræma þessi tæki og stilla þeim saman í atvinnusókninni eins og gert er í frumvarpinu um Nýsköpunarmiðstöð Íslands.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">V.</p> <p align="justify">Það er fagnaðarefni að atvinnuþróunin er til umfjöllunar á þessu málþingi og að í brennidepli er nauðsyn þess að taka upp breytta atvinnustefnu. Vestfirðingar hafa tekið afgerandi forustu um mótun eigin atvinnustefnu og haft ábyrgð á framkvæmd hennar í samstarfi við iðnaðarráðuneytið og fleiri.</p> <p align="justify">Þær áherslur sem iðnaðarráðuneytið hefur mótað til að efla atvinnuþróunarstarfið á landsbyggðinni eru skýrar og eru til þess fallnar að styrkja starfsemi atvinnuþróunarfélaganna og bæta heildarárangur þess sameiginlega hagsmunamáls okkar allra sem er - að styrkja atvinnulífið og jafna lífskjör á Íslandi.</p> <p align="justify">Takk fyrir.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <br /> <br />

2006-05-05 00:00:0005. maí 2006Útskrift Brautargengiskvenna

<p align="justify">Útskriftarnemar, góðir gestir.</p> <p align="justify">Það er mér sönn ánægja að vera með ykkur hér í dag. Ég hef á undanförnum árum haft tækifæri til að fylgjast með því starfi sem fram fer í nafni Brautargengis og veit að þar er á ferðinni verulega gagnlegt nám bæði fyrir þann sem menntunina hlýtur og einnig þjóðfélagið í heild.</p> <p align="justify">Í dag útskrifast 27 Brautargengiskonur á höfuðborgarsvæðinu og einnig útskrifast í vor 8 konur á Akureyri. Þær konur sem lokið hafa náminu eru því komnar vel á sjötta hundrað og reynslan sýnir svo ekki verður um villst að stöðugt er þörf fyrir nám af þessum toga og ásóknin í það er vaxandi. Þar hefur vafalaust áhrif að niðurstöður kannana sýna að hátt hlutfall þeirra kvenna sem sækja námskeiðin stunda atvinnurekstur að námi loknu.</p> <p align="justify">Þetta má meðal annars sjá af niðurstöðum könnunar sem fram fór af hálfu Impru nýsköpunarmiðstöðvar sumarið 2005. Um var að ræða símakönnun þar sem metin voru áhrif Brautargengisnámskeiða á íslenskt efnahagslíf. Kannaðir voru ýmsir þættir, meðal annars fjöldi og stærð fyrirtækja sem Brautargengiskonur reka. Meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar er að 59% svarenda á höfuðborgarsvæðinu eru með fyrirtæki í rekstri og 46% á landsbyggðinni. Þá er einnig ánægjulegt að sjá að yfir 90% svarenda töldu að Brautargengisnámið væri sá drifkraftur sem þær höfðu vænst fyrirfram. Í samantekt er ennfremur sérstaklega tilgreint að það hafi vakið athygli hversu mikill fjöldi Brautargengisfyrirtækja er í rekstri, hversu mörg stöðugildi hafi verið sköpuð í Brautargengisfyrirtækjum og hversu há meðaltalsvelta þeirra er. Þessar niðurstöður gefa fullt tilefni til bjartsýni og eru enn ein staðfesting á því hversu mikilvægt Brautargengisnámið er.</p> <p align="justify">Þau fyrirtæki sem hafa verið stofnuð í kjölfar Brautargengisnáms hafa afar fjölbreyttan rekstur með höndum. Sá fjölbreytileiki er mjög mikilvægur og styrkir án nokkurs vafa íslenskt atvinnulíf. Það er mín trú að það sé mjög brýnt að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku kvenna með þessum hætti enda sýnir reynslan að það felast mikil verðmæti í viðskiptahugmyndum íslenskra kvenna og þeim drifkrafti sem í þeim býr.</p> <p><span>Viðurkenning</span></p> <p><span>Það hefur verið siður að veita viðurkenningar við þetta tækifæri fyrir bestu viðskiptaáætlunina sem og ákveðin hvatningarviðurkenning.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Það var ekki auðvelt að velja úr bestu viðskiptaáætlunina að þessu sinni því margar þeirra voru afar vel unnar, greinargóðar og í alla staði til fyrirmyndar. En sú viðskiptaáætlun sem hér hefur verið valin er um stofnun Dýralæknamiðstöðvar í Grafarholti.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Viðskiptahugmyndin felst í að stofna dýraspítala í Grafarholti í Reykjavík sem mun bjóða upp á afburðaaðstöðu í nýju húsi og dýralækna sem allir eru með framhaldsmenntun. Einnig verður glæsileg verslun á staðnum sem mun bjóða upp á hágæðafóður og fylgihluti fyrir dýrin. Fyrirtækið verður í eigu þriggja dýralækna, Sifjar Traustadóttur, Ellenar Ruthar Ingimundardóttur og Steinunnar Geirsdóttur og þegar hafa þær stöllur fengið afhenta lóð undir spítalann, búið er að panta kanadískt einingarhús og mun starfsemi hefjast síðar á þessu ári.</span></p> <p><span>Sif Traustadóttir dýralæknir og Brautargengiskona má ég biðja þig að koma hér upp og taka á móti viðurkenningu fyrir berstu viðskiptaáætlunina.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Hvatningarverðlaun verða veitt tveimur brautargengiskonum að þessu sinni, þar sem ómögulegt reyndist að gera upp á milli. En um afar ólík viðskipti er að ræða.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Fyrri hvatningarverðlaunin tengjast útrás en það er Svandís Edda Halldórsdóttir sem fær viðurkenningu fyrir viðskiptahugmynd sem hún hefur þegar hafist handa við að framkvæma. Svandís á og rekur JKE Design verslunina á Íslandi en viðskiptahugmyndin hennar nú felst í að kaupa JKE Design verslunina í Kaupmannahöfn ásamt umboði til að opna fleiri JKE verslanir á Kaupmannahafnarsvæðinu. Svandís réðst í þessi kaup á miðju námskeiðinu. Svandís er jarðbundin, raunsæ og veit nákvæmlega hvað hún vill, en er samt opin fyrir nýjum tækifærum, þekkingu og menntun. Hún hefur afar mikilvæga reynslu í ,,bransanum” og framúrskarandi árangur með verslunarrekstur sinn hér á landi, sem nýtist henni við að takast á við þetta krefjandi verkefni.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Seinni hvatningarverðlaunin eru fyrir afar áhugaverða og þjóðlega viðskiptahugmynd en hún ber heitið Matur – saga – menning.</span></p> <p><span>Hún felst í að stofnsetja matarsetur sem verði lifandi miðstöð íslensks matar, matarhefða og fornrar matargerðar. En matur og matargerð er veigamikill þáttur í sögu og menningu hverrar þjóðar. Íslensk matarhefð er að mörgu leyti sérstök og mótaðist mataræði Íslendinga af takmörkuðu hráefni, geymsluaðferðum og eldunaraðstöðu fyrri alda. Starfsemi Matarsetursins felst m.a. í<span> </span> kynningu á framleiðslu matvæla og þjóðlegum réttum frá ólíkum tímum og veita gestum tækifæri til að smakka á matnum og sjá handbragð, áhöld og tæki. Þegar hefur verið stofnað félag varðandi matararfinn og tekið á leiku húsnæði undir starfsemina í Víkinni – sjóminjasafni Reykjavíkur.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="justify"> </p> <br /> <br />

2006-05-02 00:00:0002. maí 200620 ára afmæli Verkmenntaskóla Austurlands

<p align="justify">Ágætu gestir</p> <p align="justify">Tilefni þessarar samkomu er 20 ára afmæli Verkmenntaskóla Austurlands. Þó nú sé haldið upp á þessi tímamót í starfsemi skólans á hann sér í raun mun eldri sögu. Segja má að rætur iðnnáms hér í Neskaupstað liggi allt aftur til ársins 1943 en þá hóf Iðnskóli Austurlands kennslu í iðnfræðum og var skólinn framan af rekinn af Iðnaðarmannafélagi Neskaupstaðar.</p> <p align="justify">Allt er breytingum undirorpið og er skólinn gott dæmi um þá þróun sem orðið hefur á íslensku skólakerfi undanfarna áratugi. Má þar nefna afnám landsprófs og gagnfræðaprófs ásamt breytingum á grunn- og framhaldsskólum, m.a. með tilkomu verkmenntaskóla og fjölbrautaskóla.</p> <p align="justify">Sérstaða Verkmenntaskóla Austurlands felst einkum í því að hann er eini skólinn á Austurlandi sem býður upp á verklegt nám. Er í skólanum boðið upp á almennt iðnnám svo og námsbrautir til stúdentsprófs.</p> <p align="justify">Verkmenntaskólinn hefur ávallt verið í góðum tengslum við atvinnulífið og m.a. boðið upp á námskeið sem sérstakalega eru tengd því.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Er þetta samstarf af hinu góða því það fer vart á milli mála að einn mikilvægasti þáttur þess að bæta samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs er aukin menntun. Fyrir atvinnulífið skiptir máli að menntunin hefur verið sveigjanleg og fylgt framförum. Stuðningur atvinnulífsins við framþróun verkmenntunar er því mjög mikilvæg, en milli skóla og atvinnulífs má segja að liggi þráður gagnkvæmra hagsmuna - þar sem annar getur ekki án hins verið.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Nú þegar framkvæmdir í þjóðfélaginu eru meiri en nokkru sinni, vex þörfin fyrir iðnaðarmenn að sama skapi. Í allri þessari uppbyggingu gegnir verkmenntun miklu hlutverki við að mennta fólk til góðra starfa. Því þarf að mínu mati að leggja enn frekari áherslu á hvers konar verkmenntun í landinu, því án þeirrar þekkingar og færni sem af þeirri menntun hlýst, munum við ekki ná þeim árangri sem þjóð sem vonir okkar standa til að verði.</p> <p align="justify">Það skiptir einnig miklu máli að þeir sem vilja búa áfram á Austurlandi, geti öðlast þar góða menntun og fengið vinnu við hæfi og er þýðing Verkmenntaskólans í því samhengi augljós, auk þeirrar uppbyggingar sem nú á sér stað í Fjarðarbyggð á sviði stóriðjuframkvæmda.</p> <p align="justify">Framfarir í atvinnulífinu eru hraðari en áður og líftími þekkingar og vöru er stöðugt að styttast. Þetta setur aukinn þrýsting á iðn- og verkmenntunina og gerir kröfu um stöðuga endurnýjun. Skólakerfið hefur lagt sig fram um að bregðast við þessu og er Verkmenntaskóli Austurlands engin undantekning þar á, enda um að ræða öfluga menntastofnun með skýra stefnu og metnaðarfull markmið. Skólinn hefur þannig sinnt því hlutverki að stuðla að símenntun almennings á svæðinu og gegnir því mikilvægu og fjölþættu hlutverki við eflingu byggðar.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ég vil að lokum flytja kveðjur frá þingmönnum kjördæmisins, um leið og ég óska skólanum, starfsfólki hans og nemendum til hamingju með daginn og velfarnaðar í framtíðinni. Er það einlæg von mín að Verkmenntaskóli Austurlands skólinn muni halda áfram að vaxa og dafna og vil ég raunar fullyrða að hann geti horft með eftirvæntingu til ókominna ára.</p> <p align="justify">Ég þakka áheyrnina.</p> <br /> <br />

2006-04-27 00:00:0027. apríl 2006Vottað Ísland

<p>Ágætu ráðstefnugestir</p> <p align="center">I.</p> <p align="justify">Það vakti nokkra athygli og jafnvel undrun þegar það spurðist að lítið fjölskyldufyrirtæki í Kópavogi, sem stundaði aðallega hrognavinnslu hafði fengið ISO-9002 vottun. Þetta var um mitt ár 1993 og fyrirtækið var eitt af þeim fyrstu til að fá vottað gæðakerfi.</p> <p align="justify">Nokkur umræða hafði staðið um innleiðingu gæðakerfa, t.d. "hassap" -kerfisins fyrir matvælaiðnaðinn. Vottun var hinsvegar ekki í umræðunni og því þótti það talsverðum tíðindum sæta að lítt þekkt hrognavinnsla í Kópavogi lagði í þann kostnað og þá umfangsmiklu vinnu að fá vottun. Á þeim tíma þótti mörgum þetta sérkennilegt, of umfangsmikið, dýrt og alveg óraunhæft fyrir svo lítið fyrirtæki.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Fyrirtækið réðst í þessa vinnu árið 1991 þrátt fyrir erfiða fjárhagslega stöðu - í kjölfar þess að fyrirtækið varð fyrir verulegum skakkaföllum vegna skemmda sem urðu á framleiðslu þess í flutningi.</p> <p align="justify">Um ástæðu þess að fyrirtækið sóttist eftir vottun á gæðakerfinu sagði forstjóri þess nokkrum árum síðar: "Við réðumst í að fá vottað gæðakerfi til að kortleggja starfsemi fyrirtækisins á skipulegan hátt og gera það hæfara til að takast á við aukna samkeppni, kröfur og þrýsting frá erlendum kaupendum, auk þess sem gæðakerfið greiðir aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins og færir fyrirtækinu aukin viðskipti."</p> <p align="justify">Ég reikna með að flestir hafi nú áttað sig á því hvaða fyrirtæki hér er um að ræða. &ndash; Jú það er Bakkavör &ndash; og framhaldið þekkja allir.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">II.</p> <p align="justify">Frá því að Bakkavör fékk ISO-9002 vottunina árið 1993 hafa um þrír tugir íslenskra fyrirtækja fengið gæðakerfi sín vottuð skv. ISO-staðli. Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun eru þetta allt of fá fyrirtæki og er mjög brýnt að fjölga þeim til að bæta samkeppnisstöðu okkar á alþjóðlegum markaði. Ávinningurinn af vottuðu gæðakerfi er flestum orðinn ljós og kröfur opinberra aðila til fyrirtækja, t.d. birgja eða verkataka fara vaxandi.</p> <p align="justify">Þannig munu forsendur fyrir þátttöku í opinberum útboðum á alþjóðlegum markaði verða krafa um einhverskonar vottað gæðakerfi. Vísir að þessu er þegar kominn um verkefni sem unnin eru á innri markaði ESB og tengjast t.d. opinberum innkaupum og framkvæmdum.</p> <p>&nbsp;</p> <p align="justify">Það er mikilvægt í þessari umræðu að átta sig á því að hér er ekki eingöngu um það að ræða að sá sem kaupir geti tryggt hagsmuni sína. Þvert a móti er um klára gagnkvæma hagsmuni að ræða. Ávinningurinn er tvennskonar, þ.e. bæði markaðslegur og rekstrarlegur.</p> <p align="justify">Markaðslegur ávinningur sem greiðir fyrir aðgangi fyrirtækja að mörkuðum og færir þannig fyrirtækjum aukin viðskipti. Ávinningurinn er rekstrarlegur þar sem gæðastjórnun fjallar í víðtækri merkingu um skilvirkni og ábatasama stjórnun, sem í raun og veru er, eða á að vera, viðfangsefni hvers einasta stjórnanda.</p> <p>&nbsp;</p> <p align="center">III.</p> <p>Ágætu ráðstefnugestir.</p> <p>Áður en ég lýk máli mínu langar mig að vitna í annan ágætan iðnrekanda, Bergstein Einarsson forstjóra Sets á Selfossi, sem framleiðir og selur rör og tengi fyrir íslenska lagnamarkaðinn. Með afnámi 22% vörugjalda á innflutt stálrör árið 1998 og annarra erfiðra ytri skilyrða stóð fyrirtækið frammi fyrir verulegum vanda sem ráðist var gegn með innleiðingu gæðastjórnunar. Og sú gagnsókn heppnaðist!</p> <p>Bergsteinn fjallaði um þetta og reynslu sína af ISO 9000 gæðakerfinu á ráðstefnu í október 2001. Þar varpaði hann m.a. fram spurningunni :</p> <p>&nbsp;</p> <p>En hver hagnaðist á gæðastarfinu ?</p> <p>Og svarið var:</p> <p>· Viðskiptavinurinn hagnaðist mest þar sem hann fékk betri vöru á lægra verði.</p> <p>· Þjóðarbúið hagnaðist einnig og sparaði m.a. gjaldeyri.</p> <p>· Sveitarfélagið hafði tekjur af umsvifum og hagnaðist af þeim.</p> <p>· Samfélagið naut margfeldisáhrifa af fjölgun starfa.</p> <p>· Starfsfólkið hélt störfum sínum og tekjum af þeim. ............... og loks:</p> <p>· Eigendur fyrirtækisins eiga verðmætara fyrirtæki en áður.</p> <p>Ágætu ráðstefnugestir: - Ég tel að ekki þurfi að hafa þau orð fleiri &ndash; og lýsi ráðstefnuna <strong>Vottað Ísland setta</strong>.</p> <p>Takk fyrir.</p> <br /> <br />

2006-04-11 00:00:0011. apríl 2006Ráðstefna um vísindagarða

<p>Ágætu ráðstefnugestir:</p> <p align="center">I.</p> <p align="justify">Á liðnum árum hefur iðnaðarráðuneytið lagt áherslu á að til verði heildstæð og öflug stefnumótun um atvinnu- og byggðamál. Þetta er gert á grundvelli þess megin markmiðs að auka samkeppnishæfni atvinnulífs, svæða og landa.</p> <p align="justify">Í umfjöllun OECD um samkeppnishæfni svæða er rík áhersla lögð á að samfella sé á milli atvinnu- og byggðamála &ndash; og í því sambandi verði sérstaklega unnið að því :</p> <p align="justify">- að auka samstarf atvinnulífs, háskóla og rannsóknastofnana;</p> <p align="justify">- að byggja upp vísindagarða;</p> <p align="justify">- að efla klasa-samstarf.</p> <p align="justify">Segja má að þessi atriði séu kjarninn í sókn atvinnulífs og svæða til aukinnar samkeppnishæfni og vaxtar, í framtíð þar sem byggða- og svæðamál eru orðin samofin stefnu stjórnvalda í málum er varða atvinnuþróun, rannsóknir og nýsköpun og myndi því eina heild.</p> <p align="justify">Iðnaðarráðuneytið hefur lagt áherslu á þessi atriði sem m.a. endurspeglast í svæðisbundnum vaxtarsamningum, þar sem áhersla er lögð á sérstöðu og styrkleika svæða og samkeppnishæfni atvinnulífs. Þetta er í samræmi við áherslur erlendis, í smáum og stórum hagkerfum</p> <p align="justify"></p> <p align="center">II</p> <p align="justify">Það eru þó ekki allir sammála um þessar áherslur og sennilega hefur ekki farið fram hjá neinum að sumir þingmenn hafa verið ósparir á yfirlýsingar um frumvarp ríkisstjórnarinnar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Reyndar ber frumvarpið ekki það heiti &ndash; heldur: Frumvarp til laga um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun. Hið rétta heiti lýsir innihaldi frumvarpsins nokkuð vel, en í hnotskurn fjallar það um framsæknar hugmyndir um <u>starfsumhverfi framtíðarinnar</u> &ndash; eins og er yfirskrift þessarar ráðstefnu.</p> <p align="justify">Með frumvarpinu er að því stefnt að öll aðkoma iðnaðarráðuneytis að tæknirannsóknum, nýsköpun og atvinnuþróun verði endurskipulögð, samræmd og felld í eina stofnun, en tilgangur þess er að efla sóknarkraft og tryggja hámarks árangur starfseminnar.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður til við sameiningu Byggðastofnunar, Iðntæknistofnunar Íslands og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Starfssvið þessara þriggja stofnana er hliðstætt en skarast að nokkru leyti enda er hlutverk þeirra allra að vinna að nýsköpun og atvinnuþróun í þágu samkeppnisstöðu landsins og bættra lífskjara. Hvatinn að sameiningunni er fyrst og fremst þörf fyrir sterkari rannsókna- og starfseiningar og vaxandi krafa um sveigjanleika og árangur.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður þekkingarsetur, sem erlendis eru almennt nefnd Centers of Expertice, - þar sem vísinda- eða tæknigarðar skipa veglegan sess í kjarna starfseminnar. Í þekkingarsetri tengjast saman tæknirannsóknir með tengsl við rannsóknir í háskólum og háskólasetrum annarsvegar og þróunarstarfsemi fyrirtækja hinsvegar. Þar verður miðstöð upplýsinga og leiðsagnar fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem fást við hverskonar nýsköpunarvinnu. Þar verður að finna frumkvöðlasetur sem aðstoðar sprotafyrirtæki og frumkvöðla við þróun nýsköpunarhugmynda og veitir þeim aðstoð við að vaxa fyrstu rekstrarárin. Þá verður unnið að greiningum á stöðu og þróun atvinnulífs og byggðalaga, m.a. til að unnt verði að bregðast við aðsteðjandi vanda hverju sinni með öllum þeim tækjum sem þekkingarsetrið Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun búa yfir.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">III.</p> <p align="justify">Efling starfseminnar úti á landi er ein af forsendum þessara breytinga. Þekkingarsetur á landsbyggðinni verða þungamiðja atvinnusóknar sem einkum munu byggja á helstu styrkleikum atvinnulífsins á viðkomandi svæði og getu þess til að ná árangri á alþjóðlegum samkeppnismarkaði. Einkum er horft til uppbyggingar þekkingarsetra á Akureyri, Ísafirði og á Egilsstöðum (Miðausturlandi), enda hefur styrking landshlutakjarna á þessum stöðum verið eitt af markmiðum byggðaáætlunar stjórnvalda. Háskólasetur Vestfjarða og Þekkingarnet Austurlands mynda nú þegar vaxtargrunn í þekkingarsetrum. Háskólinn á Akureyri og sú starfsemi sem fer fram í Rannsókna- og nýsköpunarhúsinu og enn frekari vöxtur rannsókna og nýsköpunarstarfsemi í væntanlegum Vísindagarði er sú umgerð sem mun mynda kjarna starfseminnar á Norðurlandi.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Það er ljóst að með þessum tillögum vill iðnaðarráðuneytið blása til nýrrar sóknar í rannsóknum og atvinnuþróun um allt land. Slíkrar sóknar og endurnýjunar er þörf enda eru framfarir örar, og til að njóta áfram bættra lífskjara verða að koma til nýjar áherslur sem atvinnuþróunin getur byggt á.</p> <p align="center">IV.</p> <p align="justify">Því miður eru einhverjir sem loka augunum fyrir þessari staðreynd og leggja mikið á sig til að verja núverandi ástand. En hvers vegna ætli að svo sé ?</p> <p align="justify">Tvær skýringar, tvær mjög andstæðar skýringar, eru augljósar:</p> <p align="justify">Annars vegar sú skoðun að beita eigi ríkisstyrkjum til að viðhalda óbreyttu atvinn- og mannlífi á landsbyggðinni, en tækniþróun og nýsköpun sé bara innantómt hjal.</p> <p align="justify">Hins vegar sú skoðun að ríkið eigi að hætta allri aðkomu að þróun og framförum í landinu og láta markaðsöflunum það eftir að móta starfsumhverfi atvinnulífsins og ráða örlögum borgaranna.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">V.</p> <p align="justify">Hvað sem þessu líður þá fagna ég því innilega að hér skuli haldin ráðstefna um Vísindagarða og hið mikilvæga hlutverk þeirra í að móta frjótt umhverfi fyrir rannsóknir og nýsköpun í atvinnulífinu. Iðnaðarráðuneytið hefur stutt framkomin áform um Vísidagarða við Háskólann á Akureyri og er það einlæg von mín að þeir verði fljótlega að veruleika eins og að er stefnt.</p> <p align="justify">Með þessum orðum lýsi ég rástefnu um vísindagarða, starfsumhverfi framtíðarinnar setta.</p> <br /> <br />

2006-04-06 00:00:0006. apríl 2006Samráðsfundur Landsvirkjunar 2006

<p align="justify">Ágætu fundargestir.</p> <p align="justify">Á undanförnum mánuðum og árum höfum við upplifað mikla breytingartíma á íslenskum raforkumarkaði og svo mun væntanlega verða áfram enn um sinn.</p> <p align="justify">Ný raforkulög voru sem kunnugt er samþykkt á Alþingi í mars árið 2003. Lögunum er m.a. ætlað að skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og viðskiptum með raforku, stuðla að skilvirkni og hagkvæmni í flutningi og dreifingu raforku, tryggja öryggi raforkukerfisins og hagsmuni neytenda, ásamt því að stuðla að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og taka tillit til umhverfissjónarmiða að öðru leyti. Samkeppni þessi á raforkumarkaði hefur verið innleidd í áföngum með þeim hætti að allir stærri notendur gátu valið sér raforkusala frá og með 1. janúar 2005 og allir aðrir frá og með síðustu áramótum.</p> <p align="justify">Fyrr í þessari viku varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá að samþykkja formlega fyrstu skipti aðila frá einum raforkusala til annars í nýju upplýsingakerfi sem fyrirtækið Netorka hf. hefur þróað á undanförnum mánuðum. Netorka hf. er hlutafélag í eigu raforkufyrirtækjanna og gegnir því hlutverki að vera sameiginlegt mæligagna- og uppgjörsfyrirtæki fyrir íslenskan raforkumarkað í markaðsvæddu umhverfi. Kerfi Netorku tryggir að samskipti og uppgjör á íslenska raforkumarkaðinum verða í senn einfaldari, sveigjanlegri og skilvirkari en gerist hjá öðrum þjóðum.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Raforkunotendur hafa því núna val sem þeir höfðu ekki áður og raforkusalar bjóða jafnframt upp á einfalt og skilvirkt kerfi sem tryggir að hugsanleg skipti geta gengið hratt og vel fyrir sig. Þótt fyrrgreint kerfi hafi aðeins verið tekið í gagnið fyrir þremur dögum síðan hefur samkeppnin sem innleidd var í fyrrgreindum skrefum um tvenn síðustu áramót þegar skilað sér í lækkun raforkuverðs.</p> <p align="justify">Þegar vísitala neysluverðs er skoðuð, svo verðbreytingar rafmagns séu metnar í einhverju samhengi, þá kemur í ljós að vísitala neysluverðs hækkaði frá janúar 2004 til mars 2006 um 9,6%. Ef rafmagnshluti neysluverðsvísitölunnar er borinn saman við þetta þá kemur í ljós að sá hluti hækkaði á sama tímabili um 7,1%. Ef rafmagnið er greint nánar niður á sama tímabili þá hækkaði rafmagn til lýsingar um 7,5% og rafmagn til húshitunar um 4,9%. Neysluverðsvísitalan hækkaði því meira þannig að ekki er hægt að segja annað en að hækkanir á rafmagni til almennings á undanförnu hafi verið nokkuð í takt við almenna verðþróun, og raunar heldur undir henni.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Ef skoðað er styttra tímabil, þ.e. frá janúar 2005 til mars 2006, eða í þann tíma sem samkeppni á raforkumarkaði hefur verið í gildi, þá hækkaði vísitala neysluverðs um u.þ.b. 5,4%. Rafmagnshluti vísitölunnar lækkaði á sama tíma um tæpt prósent. Þar af hækkaði rafmagn til lýsingar um 1,3% en rafmagn til húshitunar lækkaði um yfir 10%. Það er því óhætt að segja að verðþróun á raforkumarkaði hefur ekki stigið í takt við almenna verðlagsþróun hér á landi hin síðustu ár.</p> <p align="justify">Þrátt fyrir þetta er því ekki að neita að sökum þess að í nýju markaðsumhverfi er dreifiveitum ekki heimilt að mismuna notendum eftir því til hvers raforkan er notuð féllu afslættir fyrirtækja á dreifingu raforku til hitunar niður og hefur húshitunarkostnaður því sums staðar hækkað nokkuð frá því sem var. Breytingarnar leiddu þó einnig til lækkunar eins og ég hef þegar vikið að, m.a. á raforku til almennrar notkunar á þéttbýlissvæðum á landsbyggðinni og til fiskvinnslufyrirtækja og annarra iðnfyrirtækja á landsbyggðinni.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Einn liðurinn í þeim skipulagsumbótum á raforkumarkaði sem staðið hafa yfir fólst í undirritun viljayfirlýsingar iðnaðarráðherra, fjármálaráðherra, borgarstjórans í Reykjavík og bæjarstjórans á Akureyri í febrúar á síðasta ári um að íslenska ríkið leysti til sín eignarhluta Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun. Var ætlunin með þeirri breytingu að skýra línur í eignarhaldi raforkufyrirtækja sem starfa nú í umræddu samkeppnisumhverfi, enda ekki æskilegt í því ljósi að eigendur Landsvirkjunar ættu allir stóra hluti í öðrum orkufyrirtækjum. Má í því sambandi nefna að Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun eru stærstu fyrirtækin hér á landi í framleiðslu á raforku og ættu því að eiga í harðri samkeppni sín á milli á því sviði. Með tilliti til slíkra sjónarmiða er afar óæskilegt að sami eigandi geti átt stóra hluti í báðum fyrirtækjum og tekið ákvarðanir um viðskipti beggja.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Til að vinna að framgangi málsins var skipuð fjögurra manna samninganefnd, skipuð fulltrúum eigenda. Var að því stefnt að breyting á eignarhaldi Landsvirkjunar ætti sér stað 1. janúar 2006. Er hins vegar skemmst frá því að segja að eftir viðræður og samningaumleitanir sem stóðu yfir í tæpt ár urðu aðilar sammála um að ekki væru forsendur fyrir frekari viðræðum að svo stöddu.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Það sem er hvað verst í þessu máli er það að forsaga viðræðnanna var sú að fyrrverandi borgarstjóri gekk á minn fund og óskaði eftir því að ríkið keypti hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Í kjölfarið fór þessi atburðarás af stað. Tæpu ári eftir undirritun viljayfirlýsingarinnar opinberaðist það svo að deilur um verðmat Landsvirkjunar hefðu ekki verið ástæða þess að borgin lét viðræður falla niður heldur það að Vinstri grænir vildu hafa áhrif á mögulega uppbyggingu stóriðju í gegnum eign borgarinnar í fyrirtækinu og væru því mótfallnir sölunni. Óhætt er að segja að áhrif Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur hafi verið mikil á þessum tíma fyrst þeim tókst að stöðva sölu borgarinnar á hlut sínum í Landsvirkjun á þessum forsendum. Baráttan virðist þó hafa farið fyrir heldur lítið nú þegar vitnast hefur um einangrun fulltrúa þeirra í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, en sem kunnugt er hefur stjórn Orkuveitunnar falið forstjóra fyrirtækisins að gera úttekt á möguleikum þess til að afla raforku fyrir stóriðju í Helguvík, þvert á vilja Vinstri grænna.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Eftir að eigendur Landsvirkjunar urðu sammála um að halda ekki áfram að sinni viðræðum um breytingar á eignarhaldi fyrirtækisins ákváðu stjórnir Landsvirkjunar, Rafmagnsveitna ríkisins, og Orkubús Vestfjarða hf. að stofna sameiginlegt sölufyrirtæki á raforkumarkaði. Markmiðið með sölufyrirtækinu er að marka skýr skil milli einkaleyfis- og samkeppnisrekstrar hjá Orkubúinu og Rafmagnsveitunum, jafnframt því sem Landsvirkjun er gert kleift að taka þátt í þeirri samkeppni sem breytt raforkuumhverfi gerir ráð fyrir. Með tilkomu fyrirtækisins hefur því orðið til sterkur valkostur á smásölumarkaði með raforku til hagsbóta fyrir neytendur.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Sem kunnugt er hefur þróun álframleiðslu á Íslandi á síðari árum vakið óskipta athygli meðal álframleiðenda um allan heim. Hefur fjöldi þeirra lýst áhuga á að fá tækifæri til að skoða möguleika á uppbyggingu hér á landi. Ástæðan fyrir þeim áhuga er án efa stórbætt samkeppnisstaða Íslands og góður vitnisburður þeirra fyrirtækja sem þegar hafa búið um sig hér, enda eru þau öll með áform um frekari fjárfestingar. Slíkar fjárfestingar velta þó mikið á mögulegri orkuöflun og orkuverði. Landsvirkjun var á sínum tíma beinlínis stofnuð til þess m.a. að afla orku fyrir álver Alusuisse í Straumsvík og hefur allt frá þeim tíma verið virkur þátttakandi í orkusölu til stóriðju. Nú er útlit fyrir að ákveðin tímamót séu framundan hjá fyrirtækinu í þessum efnum þar sem Landsvirkjun er í undirbúningsvinnu fyrir byggingu jarðvarmavirkjana á Norðausturlandi en að uppbyggingu slíkra virkjana hefur fyrirtækið aðeins lítillega komið fram til þessa.</p> <p align="justify">Sökum mikils áhuga á uppbyggingu stóriðju hér á landi hefur áhugi orkufyrirtækja á úthlutun rannsóknar- og virkjunarleyfa eðlilega vaxið einnig. Þá hafa að undanförnu verið gerðar lagabreytingar sem snerta þessi mál og er skemmst að minnast breytinga á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu sem tryggja það að fyrirtæki sem leggur út í kostnaðarsamar rannsóknir á mögulegum virkjanakostum fær þá fjármuni til baka ef af einhverjum orsökum annað fyrirtæki hlýtur virkjana- eða nýtingarleyfi á viðkomandi stað.</p> <p align="justify">Í lögin var jafnframt sett ákvæði til bráðabirgða sem segir til um það að iðnaðarráðherra skuli skipa nefnd fulltrúa allra þingflokka sem sæti eiga á Alþingi, ásamt fulltrúum frá ráðuneytinu og Samorku. Hlutverk nefndarinnar er að gera tillögu um með hvaða hætti valið verði á milli umsókna um rannsóknar- og nýtingarleyfi á grunvelli laganna og marka framtíðarstefnu þeirra auðlinda sem þau ná til. Þessa nefnd hef ég nú skipað og er henni ætlað að skila tillögum sínum í formi lagafrumvarps eigi síðar en 15. september á þessu ári.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Ég lét þess getið hér áðan að Landsvirkjun hefði allt frá stofnun fyrirtækisins verið virkur þátttakandi í orkusölu hér á landi. Landsvirkjun lætur það ekki nægja og er í útrás eins og svo mörg önnur íslensk fyrirtæki. Má þar nefna hlut fyrirtækisins í Enex sem eins og kunnugt er flytur út innlenda þekkingu á sviði orkunýtingar. Þá er Landsvirkjun einnig að vinna í sjálfstæðum athugunum á möguleikum á vatnsaflsvirkjunum í Austur-Evrópu.</p> <p align="justify">Landsvirkjun stendur einnig framarlega á mörgum öðrum sviðum og er gott dæmi um það hið frábæra framtak fyrirtækisins að vinna að því að fá vottun fyrir vatnsaflsstöðvar sínar sem síðar fékkst með miklum glæsibrag. Þá hefur Landsvirkjun einnig hafið sölu á grænum íslenskum vottorðum til Evrópu og er það að segja má enn ein birtingarmynd útrásar fyrirtækisins, og henni ber að fagna.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Góðir gestir.</p> <p align="justify">Á liðnum áratugum höfum við borið gæfu til að nýta sjálfbærar orkulindir okkar til uppbyggingar byggðar og atvinnulífs sem skilað hefur sér aftur í öflugu velferðarkerfi. Landsvirkjun hefur allt frá stofnun fyrirtækisins leikið þar stórt hlutverk og skilað því farsællega af hendi.</p> <p align="justify">Aðstæður á raforkumarkaði hafa hins vegar gjörbreyst á stuttum tíma sem mun óhjákvæmilega hafa áhrif á þetta öfluga fyrirtæki. Það hefur þó sýnt það að þrátt fyrir að þurfa að taka tillit til margvíslegra og oft á tíðum mjög ólíkra sjónarmiða, ekki síst frá eigendum fyrirtækisins, þá hefur það borið gæfu til þess að feta nýjar brautir. Ég er þess fullviss að framundan eru miklir möguleikar fyrir Landsvirkjun til að láta enn frekar að sér kveða landi og þjóð til heilla. Möguleikarnir eru undir okkur komnir og þar er ábyrgðin mikil.</p> <p align="justify">Ég þakka áheyrnina.</p> <br /> <br />

2006-03-29 00:00:0029. mars 2006Svæðisbundin áhrif ferðaþjónustu á Íslandi

<p align="justify">Góðir gestir.</p> <p align="justify">Það er mér sönn ánægja að fá að ávarpa málþing um svæðisbundin og hagræn áhrif ferðaþjónustu á Íslandi.</p> <p align="justify">Mig langar í upphafi að fjalla í örfáum orðum um Vaxtarsamning Eyjafjarðar og tilurð hans. Sem kunnugt er var ritað undir samninginn um mitt ár 2004 og skyldi hann gilda til ársloka 2007. Var tilurð samningsins að mínu mati ákveðið frumkvöðlastarf í atvinnu- og byggðamálum hér á landi en fyrirmyndin er erlendis frá.</p> <p align="justify">Vaxtarsamningurinn, og þeir sem á eftir hafa komið, snúast um að auka sjálfbæran hagvöxt svæða, fjölga atvinnutækifærum og treysta viðkomandi byggðakjarna svo þeir geti enn frekar sinnt því lykilhlutverki að vera miðstöðvar atvinnu, menningar og þjónustu. Lögð er áhersla á sérstöðu og styrkleika svæða og samkeppnishæfni atvinnulífs. Þannig hefur í tilfelli Vaxtarsamnings Eyjafjarðar verið lögð áhersla á þær atvinnugreinar sem eru nú þegar sterkar í Eyjafirði og nágrenni og styðja þær enn frekar til að takast á við alþjóðlega samkeppni. Út frá þeirri grunngerð og atvinnuvegum sem fyrir eru á svæðinu voru því skilgreindir fjórir klasar sem orðið hafa þungamiðja í Vaxtarsamningnum. Þessir klasar eru matvælaklasi, mennta- og rannsóknaklasi, heilbrigðisklasi og svo sá klasi sem m.a. stendur fyrir málþinginu í dag sem er ferðaþjónustuklasinn.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Stjórn vaxtarsamningsins réði framkvæmdasstjóra til að annast reksturinn í samræmi við stefnumörkun stjórnar og framkvæmdastjórnar samningsins. Síðan var leitað til óháðra aðila til að stjórna klösunum sjálfum. Þannig sjá Ferðamálasetur Íslands og Markaðsskrifstofa Norðurlands um ferðamálaklasann en til að halda utan um samstarf innan klasanna og liðka fyrir ýmsum verkefnum stýrir verkefnastjóri starfsemi og verkefnum innan viðkomandi klasa.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Með uppbyggingu vaxtarsamninga vítt og breitt um landið hef ég viljað beita mér fyrir því að auka völd og ábyrgð heimaaðila í byggða- og atvinnuþróunarmálum. Segja má að á næstunni sé verið að stíga áframhaldandi skref í þeim efnum því ég hyggst leggja fram á Alþingi frumvarp sem gerir ráð fyrir umfangsmikilli uppstokkun í opinberu stuðningskerfi nýsköpunar og atvinnuþróunar með því að sameina starfsemi Byggðastofnunar, Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins í Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Er ætlunin að hin nýja stofnun verði með höfuðstöðvar á Sauðárkróki en jafnframt verður komið á fót þekkingarsetrum víða um land, eða þau efld, sem fyrir eru. Þar eiga að tengjast saman starfsemi háskóla, rannsóknarstofnana, þekkingarfyrirtækja og sprota- og nýsköpunarfyrirtækja til eflingar staðbundinni atvinnuþróun í byggðum landsins og er í fyrstu einkum horft til slíkrar uppbyggingar á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Áfram verða að sjálfsögðu reknar öflugar tæknirannsóknir og frumkvöðlastarfsemi hjá stofnuninni.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Með þessum breytingum vænti ég þess að svæðisbundin þekking muni hafa frekari áhrif á uppbyggingu atvinnulífs. Fyrrgreindir vaxtarsamningar hafa þar verið jákvætt skref enda ígildi svæðisbundinna byggðaáætlana og er ferðaþjónustu gert þar nokkuð hátt undir höfði.</p> <p align="justify">Ferðaþjónustan skiptir enda miklu máli fyrir okkur Íslendinga og ekki hvað síst fyrir landsbyggðina. Ábatinn fyrir þjóðarbúið í heildina er m.a. í formi bættrar framleiðni vinnuafls, einkafjármagns, opinbers fjármagns og innviða.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Í ljósi þessa hefur ferðaþjónusta notið nokkurs tilstyrks frá stjórnvöldum. Var hennar sérstaklega getið í byggðaáætlun 2002-2005 í tengslum við sóknarfæri landsbyggðarinnar í atvinnumálum. Bent var á að leggja þurfi áherslu á sérkenni hvers landshluta og á skipulagningu vaxtarsvæða. Markmiðið væri að tryggja markvissa uppbyggingu og sjálfbæra þróun greinarinnar, bæta arðsemi hennar, auka samkeppnishæfni einstakra svæða og efla þar með íslenska ferðaþjónustu almennt. Til að fylgja þessu eftir gerðu iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og samgönguráðuneyti með sér samkomulag á vormánuðum 2003 um uppbyggingu verkefna í ferðaþjónustu á landsbyggðinni og hefur til þess þriggja ára verkefnis verið varið ríflega 100 milljónum króna. Var þeim m.a. varið til uppbyggingar upplýsingamiðstöðva á lykilstöðum á landinu, til menningartengdrar ferðaþjónustu og þátttöku í vottunarkerfum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Í nýrri byggðaáætlun sem nær til ársins 2009 er gert ráð fyrir framhaldi á uppbyggingu greinarinnar. Er miðað að því að áhersla verði lögð á sérkenni hvers landshluta og skipulagningu vaxtarsvæða. Þá er gert ráð fyrir því á almennari nótunum að unnið verði að því að bæta aðstöðu ferðamanna í þjóðgörðum og á fjölsóttari ferðamannastöðum til þess að minnka álag á náttúru landsins. Jafnframt verði öruggt aðgengi ferðamanna tryggt. Er það í samræmi við ferðamálaáætlun fyrir árin 2006-2015.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Góðir gestir.</p> <p align="justify">Við eigum fallegt land sem vekur áhuga fjölda manna víða um heim að heimsækja landið og njóta þeirrar náttúrufegurðar sem það hefur uppá að bjóða. Fjölmargir njóta góðs af umsvifum ferðaþjónustunnar. Þar hefur hið opinbera ekki eingöngu hagsmuna að gæta heldur einnig fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar. Er óhætt að fullyrða að á undanförnum árum hefur átt sér stað mikil uppbygging á þessu sviði sem hefur skilað sér í aukningu erlendra sem innlendra ferðamanna. Til að framhald geti orðið þar á tel ég mikilvægt að byggt sé á svæðisbundnum styrkleikum, svo að tekjur og ábati skili sér með réttmætum hætti til sem flestra.</p> <p align="justify">Að lokum vil ég þakka aðstandendum þessa málþings fyrir að boða til þess. Ég er ekki í vafa um að við munum fá að hlýða á fróðleg erindi sem vonandi skila sér í markvissri uppbyggingu ferðaþjónustunnar og ávinningi fyrir þá sem við greinina starfa.</p> <br /> <br />

2006-03-24 00:00:0024. mars 2006Ársfundur Íslenskra orkurannsókna

<p align="justify">Ágætu ársfundargestir</p> <p align="justify">Það eru breytingar fram undan í íslenskum orkumálum en það er bjart yfir að líta. Landið okkar býr yfir miklum orkuauðlindum, bæði í vatnsorku og jarðvarma, sem við höfum á liðnum árum öðlast aukna tækni og færni við að nýta. Við eigum afar hæfa vísindamenn í orkurannsóknum og reynslumikla sérfræðinga í hönnun og rekstri virkjana. Þessi þekking hefur, auk þess að nýtast okkur Íslendingum, nú þegar nýst öðrum þjóðum. Enginn vafi er á því að á næstu árum mun sú starfsemi fara vaxandi sem lýtur að ráðgjöf, til þeirra þjóða er á þurfa að halda.</p> <p align="justify">Því miður búa ekki allir svo vel að þessu leyti og raunar virðist heldur syrta í álinn með aukna notkun endurnýtanlega orkugjafa á næstu áratugum. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og háleit markmið helstu ráðmanna heims um nauðsyn þess að draga úr notkun brennslueldsneytis á næstu árum til orkuframleiðslu benda allar spár Alþjóða orkumálastofnunarinnar til þess að hlutur þess orkugjafa muni á næstu 25 árum fremur aukast. Öllu alvarlegri eru spár orkumálastofnunarinnar fyrir losun gróðurhúsalofttegunda á sama tímabili. Stofnunin spáir því að losun koltvísýrings við orkuframleiðslu verði 62% hærri árið 2030 en hún er í dag, sem að tveimur þriðju hlutum stafar af aukinni orkuþörf þróunarríkja. Varnaðarorð glymja því víða um heim um að örva og auka enn frekar nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Staðreyndin er sú að alþjóðastofnanir og iðnríkin leggja alltof litla áherslu á það með hvaða hætti þau geti aðstoðað þróunarríkin við að draga úr fyrirsjáanlegri eldsneytisnotkun sinni með hefðbundinni brennslu kolefna. Á þessu þarf að verða breyting á næstu árum og þar getum við ekki undan vikist og munum ekki gera.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Á árinu 2004 ákvað ríkisstjórn Íslands að stórauka aðstoð við þróunarríki og meðal þess sem áhersla var lögð á í þeirri áætlun var aukin aðstoð í orkumálum ríkjanna. Á alþjóðlegri orkuráðstefnu í Bonn 2004 kynnti ég þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að framlag Íslands til þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda yrði í formi þess að efna til árlegra jarðhitanámskeiða í Afríku, Mið-Ameríku og í Asíu sem ákveðið var að myndu hefjast á árunum 2005-2007. Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna var falin framkvæmd námskeiðanna. Skólinn hélt fyrsta námskeiðið í Kenía í nóvember 2005 fyrir yfirmenn raforkufyrirtækja, jarðfræðistofnana og orkuráðuneyta frá fimm löndum Austur-Afríku þar sem aðstæður eru taldar bestar til að virkja jarðhita. Var á því námskeiði sjónum einkum beint að rekstri fyrirtækja. Jarðhitaskólinn og orkumálayfirvöld í Kenía stóðu fyrir námskeiðinu í samvinnu við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og Þróunarsamvinnustofnun Íslands.</p> <p align="justify">Nú í haust verður svo haldið annað námskeið í jarðhitaleit fyrir Afríkuríki í Kenía og sams konar námskeið fyrir Mið-Ameríkulönd í Kostaríka. Fyrirlesarar á námskeiðunum verða jarðhitasérfræðingar frá Íslandi og fyrrum nemendur Jarðhitaskólans í hinum ýmsu heimsálfum. Enginn vafi er á því að þessi háttur á þróunaraðstoð er afar árangursríkur og mun koma sér vel fyrir viðkomandi ríki í náinni framtíð.</p> <p align="justify">Þó svo að við séum að vinna gott starf við að aðstoða þróunarríkin í orkumálum er einnig nauðsynlegt að líta okkur nær. Grænlendingar hafa verið og munu því miður áfram verða verulega háðir notkun á brennsluefni til orkuframleiðslu, bæði til húshitunar en einnig fyrir fiskiskipaflota landsins. Hið sama á raunar við um frændur vora Færeyinga sem enn geta aðeins að litlu leyti stuðst við endurnýjanlega orkugjafa. Við höfum ákveðnu hlutverki að gegna í samskiptum við þessar nágrannaþjóðir. Í gildi er samstarfssamningur milli íslensku ríkisstjórnarinnar og grænlensku landsstjórnarinnar í orkumálum og færeysk stjórnvöld hafa óskað eftir samskonar samningi við okkur. Þessar nágrannaþjóðir líta til okkar sem forystuþjóðar á flestum sviðum orkumála. Á vettvangi</p> <p align="justify">Norðurlandaráðs og ráðherranefndarinnar um orkumál hefur Ísland veitt forystu sérstakri nefnd sem kannar með hvaða hætti verði unnt að draga úr eldsneytisnotkun þessara þjóða við orkuframleiðslu. Ríkisstjórnin samþykkti á sl. ári að veita 2 millj. kr. til sérstakrar jarðhitaleitar á Diskóeyju við vesturströnd Grænlands en þar voru nokkur svæði með volgu vatni og berglög á eyjunni voru að auki svipuð og elstu blágrýtislög hér á landi. Iðnaðarráðuneytið gerði samning við ÍSOR um þessar rannsóknir og þær lofa vissulega góðu. Af hálfu grænlenskra yfirvalda hefur verið ákveðið að ráðast í rannsóknarboranir næsta sumar á Diskóeyju og óskað hefur verið eftir að Íslendingar styðji með einum eða öðrum hætti þessa rannsókn. Mér er engin launung á því að með því að leggja þessu máli lið munum við gera okkar til að styrkja byggð sem hefur átt í vök að verjast á Grænlandi. Um leið lít ég svo á að með þessu framtaki og forystu sýnum við í verki hvaða þýðingu hið norræna samstarf getur haft fyrir minnstu aðildarríki Norðurlanda, ekki síst á sviði orkumála.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Þá finnst mér ekki síður áhugavert að efla samstarf við Færeyinga. Ef samstarfssamningur í orkumálum verður gerður við þá gæti hlutverk okkar til dæmis falist í því að kanna hvort nýtanlegur jarðhiti finnist þar. Færeyingar hafa svo aftur ákveðið forskot á okkur varðandi rannsóknir á hugsanlegum olíusvæðum. Í því efni getum við lært af grönnum okkar, á því er enginn vafi. Starfsmenn iðnaðarráðuneytisins, Orkustofnunar, ÍSOR, umhverfisráðuneytis og Umhverfisstofnunar fóru því í kynnisferð til Færeyja í janúar sl. gagngert með það að markmiði að fræðast um nauðsynlegan undirbúning og rannsóknir á hugsanlegum olíusvæðum á landgrunni sínu. Á þessum vettvangi getum við því átt gott samstarf við Færeyinga í gagnkvæmum orkurannsóknum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Vegna hins vaxandi áhuga á olíuleit á íslenska landgrunninu ákvað ríkisstjórnin síðastliðið vor að ráðist yrði í undirbúning að útgáfu leitar- og vinnsluleyfa fyrir olíu á íslensku yfirráðasvæði. Markmiðið er að undirbúningur komist það langt að næsta haust verði hægt að leggja fram á Alþingi frumvörp til breytinga á þeim lögum er tengjast verkefninu og vorið 2007 verði hægt að ákveða hvort hefja eigi leyfisveitingaferli fyrir olíuleit og olíuvinnslu á Jan Mayen-svæðinu. Ljóst er að til þess að tryggja framgang verkefnisins þarf samvinnu margra ráðuneyta og stofnana sem starfa á þeirra vegum, en alls átta ráðuneyti tengjast verkefninu á einhvern hátt.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Til þess að árangur verkefnisins verði sem mestur og til þess að tryggja samvinnu hinna mismunandi aðila innan stjórnsýslunnar samþykkti ríkisstjórnin fyrr í þessum mánuði að skipa nefnd ráðuneytisstjóra þeirra átta ráðuneyta sem tengjast verkefninu, og orkumálastjóri mun einnig starfa með nefndinni. Gert er ráð fyrir að nefndin verði vettvangur fyrir samstarf og samráð milli ráðuneyta um olíuleitarmál og að þar verði hægt að taka upp mál er varða undirbúning olíuleitar og þegar fram líða stundir þau álitaefni sem upp kunna að koma vegna olíuleitar og vinnslu. Hvert ráðuneyti fyrir sig ber hins vegar ábyrgð á sínu verkefnasviði, metur hvaða aðgerða er þörf og sér um framkvæmd þeirra aðgerða, hvort sem þar er um að ræða lagabreytingar, rannsóknir, upplýsingaöflun eða aðrar aðgerðir. Undirbúningsvinna er þegar hafin í iðnaðarráðuneytinu og hefur mikil vinna m.a. farið fram á vettvangi samráðsnefndar um landgrunns- og olíuleitarmál, en sú nefnd er skipuð fulltrúum frá iðnaðarráðuneyti, utanríkisráðuneyti og Orkustofnun, auk starfsmanns sem kemur frá ÍSOR.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Hér er vitaskuld horft til framtíðar, þessi hugsanlega auðlind okkar getur skipt gríðarmiklu máli fyrir hagsæld þjóðarinnar til lengri framtíðar alveg óháð því hvernig okkur farnast með að nýta aðrar endurnýjanlegar orkulindir þjóðarinnar. Ljóst er að allra næstu áratugi mun orkugjafi skipaflota okkar og flugvéla byggjast á brennslueldsneyti þó svo að takist góðu heilli að framleiða vistvænt eldsneyti fyrir samgöngur á landi.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Hin mikla uppbygging hitaveitna víða um land á síðustu áratugum hefur leitt til þess að hlutur olíu í húshitun landsmanna á síðustu áratugum hefur nánast horfið og eins og kunnugt er njóta um 90% landsmanna hitunar frá hitaveitum. Sú spurning brennur á mörgum hvort enn megi gera betur við nýtingu jarðhitans hér á landi með auknum rannsóknum og með sífellt betri vinnslutækni. Svarið virðist vera jákvætt, við getum enn gert betur. Aukin tækni, þekking og reynsla hefur gert okkur kleift að skilja betur eðli jarðhitans, sem eykur um leið möguleikana á því að finna heitt vatn á svæðum er áður voru ekki talin líkleg jarðhitasvæði. Með breytingum á lögum um niðurgreiðslur til húshitunar frá árinu 2004 var jarðhitaleit markaður sérstakur tekjustofn og því verður skipuleg jarðhitaleit fastur liður í orkurannsóknum hins opinbera á næstu árum í stað þess að ráðist verði í sérstök átaksverkefni til skamms tíma eins og verið hefur undanfarin ár. Með breytingum á</p> <p align="justify">sömu lögum frá 2004 voru stofnstyrkir til nýrra hitaveitna festir í sessi og þeir hækkaðir verulega frá því sem verið hefur undanfarin ár. Miðað við núverandi fjárveitingar geta þeir orðið allt að 200 millj. kr á ári og enginn vafi er á því að þessi styrkur mun renna stoðum undir hagkvæmni nýrra veitna.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Mörg ný verkefni blasa við okkur á jarðhitasviðinu. Víða um land er að finna sjóðandi lághita sem í dag er aðeins nýttur til hitaveitna. Auka þarf rannsóknir á frekari nýtingu þessara svæða sem sum hver mætti örugglega nýta til raforkuframleiðslu en tækni á því sviði fleygir nú mjög fram. Mörg þessara svæða eru í námunda við byggðarkjarna og gæti aukin nýting jarðhitans vafalaust eflt byggð á slíkum svæðum. Loks þarf að kanna með markvissari hætti en gert hefur verið hingað til hagkvæmni í notkun á varmadælum í byggðarlögum án hitaveitna sem hafa eigi að síður aðgang að volgu vatni.</p> <p align="justify">Góðir fundarmenn.</p> <p align="justify">Hagkvæmni jarðhitans fyrir íslenskt samfélag var fyrir fáum árum metin á bilinu 10-15 milljarðar á ári og var þá miðað við að upphitunaraðferðir frá 1970 hefðu verið óbreyttar. Möguleikar á aukinni nýtingu jarðvarma til upphitunar eru verulegir með bættri tækni og rannsóknum. Þá virðast möguleikar á aukinni raforkuframleiðslu á háhitasvæðum landsins vera meiri en áður hefur verið reiknað með. Það er nefnilega svo að eftir því sem vísindum, tækni og þekkingu hefur fleygt fram hafa útreikningar okkar færustu vísindamanna breyst í takt við fyrirliggjandi staðreyndir hvers tíma. Ég nefni þetta í því ljósi að nýverið kom út bók eftir ungan og frjóan íslenskan rithöfund. Í bókinni reynir höfundurinn m.a. að gera álit ýmissa sérfræðinga á sviði orkumála tortryggilegt og vitnar því til</p> <p align="justify">stuðnings í bæklinginn Orka Íslands sem kom út árið 2003. Grípur hann m.a. niður á einum stað í bæklingnum þar sem segir: &bdquo;Oftast hefur verið miðað við að nýtanlegt vatnsafl sé 30 TWh á ári... Þá er búið að draga frá þann hluta sem áætlað er að ekki verði virkjaður af umhverfisástæðum". Þessu vill höfundurinn að menn taki vel eftir og leggst síðan í mikla útreikninga og virkjar í gríð og erg á allmörgum blaðsíðum. Þó segja orðin ekki meira en það að oftast hafi verið miðað við 30 TWh á ári í nýtanlegu vatnsafli. Stundum hefur sú viðmiðun raunar verið dregin í efa eins og Orkumálastjóri gerði t.d. á ársfundi Orkustofnunar árið 2004 þar sem hann taldi að e.t.v. væri réttara að tala um 26 TWh á ári í stað 30 TWh í virkjanlegu vatnsafli en 23 TWh í stað 20 TWh í háhita. Og hvað varðar seinni hluta tilvitnunarinnar þá er það einnig rétt sem þar stendur að þá sé búið að draga frá þann hluta sem áætlað er að ekki verði virkjaður af umhverfisástæðum. Það</p> <p align="justify">þýðir hins vegar ekki það að öll sú orka sem er innifalin í 30 TWh verði nýtt. Í því skyni að leggja mat á þá líklegustu virkjunarkosti sem helst koma til greina og þarf að rannsaka frekar, var ráðist í gerð Rammaáætlunar undir kjörorðinu &bdquo;Maður &ndash; Nýting &ndash; Náttúra". Í henni eru kostirnir metnir með tilliti til orkugetu, hagkvæmni og annars þjóðhagslegs gildis, samhliða því að skilgreina, meta og flokka áhrif þeirra á náttúrufar, náttúru- og menningarminjar svo og á hagsmuni allra þeirra sem nýta þessi sömu gæði. Með þessu móti er lagður grundvöllur að forgangsröðun virkjunarkosta með tilliti til þarfar þjóðfélagsins. Niðurstöður 1. áfanga Rammaáætlunar komu út árið 2003 og niðurstöður 2. áfanga eru væntanlegar árið 2009.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Í öðrum áfanga verða fleiri virkjunarkostir teknir til mats og þá einkum háhitasvæði landsins, en verulega hefur skort á almennar náttúrufarsrannsóknir á þessum svæðum. Þá er í þessum áfanga unnið að endurbótum á aðferðafræði við mat á náttúrufari og þá einkum landslagi, en einnig verða helstu umhverfisáhrif smávirkjana metin. Með vinnu að rammaáætlun hefur myndast mikilvæg þekking um náttúrufar á virkjunarsvæðum sem kemur að miklu gagni þegar ráðist er í frekari rannsóknir eða áætlanagerð um orkunýtingu eða aðra landnýtingu. Enginn vafi er á því að sá samanburður virkjunarkosta er niðurstöður rammaáætlunar leiða í ljós gefa okkur gleggri sýn á líklegum virkjunarkostum og umhverfisáhrifum þeirra. Rammaáætlun þarf að veita sem gleggsta vísbendingu um það annars vegar hvar hyggilegast og hagkvæmast sé að rannsaka frekar með nýtingu í huga og hins vegar hve hátt verndargildi viðkomandi svæði hefur.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ég dreg þetta dæmi fram því mér finnst miklu máli skipta að þótt menn deili ekki sömu skoðunum sé hægt að ræða hluti og skiptast á skoðunum á málefnalegan og yfirvegaðan hátt í stað þess að leggjast í skotgrafir og afgreiða hluti eins og vísindalegar rannsóknir af léttúð sem einhverja &bdquo;hugaróra tæknimanna".</p> <p align="justify">Ágætu ársfundargestir.</p> <p align="justify">Eins og ég sagði í upphafi máls míns þá eru framundan breytingartímar í orkumálum. Ég sé hins vegar ekkert annað í spilunum en að í framtíðinni felist fjölmörg tækifæri á því sviði sem muni verða landi og þjóð til heilla.</p> <p align="justify">Ég þakka starfsmönnum og stjórnendum Íslenskra orkurannsókna ánægjulegt samstarf og óska stofnuninni velfarnaðar á komandi árum.</p> <br /> <br />

2006-03-24 00:00:0024. mars 2006Auðlindin Ísland

<p>Valgerður Sverrisdóttir</p> <p>iðnaðar- og viðskiptaráðherra</p> <p></p> <p align="center"><strong>Auðlindin Ísland</strong></p> <p align="center">Upplýsinga- og umræðufundur um samspil ferðaþjónustu og virkjana</p> <p align="justify">Ágætu fundargestir</p> <p align="justify">Ég vil í upphafi lýsa yfir ánægju minni með yfirskrift þessa fundar, um samspil ferðaþjónustu og virkjana. Mér hefur stundum fundist á undanförnum árum sem menn fari offari í alhæfingum um að uppbygging samfélags okkar byggist á eflingu eins atvinnuvegar á kostnað annars á hverjum tíma. Hið rétta er að samfélag okkar byggist á að þróa og efla allar greinar atvinnulífsins þegar horft er til framtíðar. Þetta á til dæmis við um það umræðuefni sem hér verður til umræðu, samspil ferðaþjónustu og uppbyggingu virkjana.</p> <p align="justify">Í mörgum tilvikum geta hagsmunir ferðaþjónustu og bygging virkjana fallið ágætlega saman þegar litið er til heildarhagsmuna. Í öðrum tilvikum getur verið um að ræða hagsmunaárekstra þar sem þarf að finna meðalveg og leita lausna á ágreiningsmálum. Talsmenn ferðaþjónustu þurfa einnig að gera sér grein fyrir því að skipulagðar hópferðir í stórum stíl um óbyggðir landsins eru óframkvæmanlegar án mannvirkja eins og vega, göngubrauta og þjónustumiðstöðva með veitingaaðstöðu og snyrtingu. Annars er viðkvæmri náttúru landsins stefnt í voða eins og dæmin sýna. Allar framkvæmdir, hvort heldur er um að ræða virkjanir eða vegagerð ellegar uppbygging ferðaþjónustumiðstöðva, valda breytingum á náttúrunni og geta haft áhrif á ferðamennsku viðkomandi svæðis. Við slíkum breytingum þarf að bregðast með ýmsum hætti, en mikilvægast er þó að greina í upphafi hver hin líklegu áhrif af nýjum mannvirkjum geti orðið. Um það verður rætt hér í dag og ber að fagna því.</p> <p align="justify">Bygging einstakra mannvirkja getur haft víðtæk áhrif á samgöngur. Um það höfum við mörg dæmi hér á landi. Samgöngubætur hafa ávallt jákvæð áhrif á atvinnulíf og samfélagið í heild og þá ekki síst möguleika ferðaþjónustunnar. Nokkur dæmi um þetta er vert að nefna:</p> <p align="justify">Á þriðja áratug síðustu aldar var unnið að gerð Flóaáveitunnar viðamesta mannvirkis er Íslendingar höfðu ráðist í til þess tíma. Þær framkvæmdir gerðu það að verkum að endurbyggja þurfti samgöngukerfi svæðisins og ráðast í viðamikla vega- og brúargerð. Framkvæmdirnar urðu einnig til þess að skyndilega varð mögulegt að flytja fólk og vörur um svæðið á bifreiðum sem áður hafði verið ókleift með öllu. Þessi breyting varð grundvöllur þess að unnt var að stofna Mjólkurbú Flóamanna og hefja mjólkuriðnað á Selfossi.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Annað dæmi um þessi áhrif er bygging Búrfellsvirkjunar ásamt Þórisvatnsmiðlun á sjöunda áratug síðustu aldar. Sú framkvæmd fól m.a. í sér endurgerð vegakerfisins í uppsveitum Árnessýslu og uppbyggingu á 80 km vegakerfi inn fyrir Þórisvatn ásamt brúargerð á Tungnaá, en á þessum slóðum var þá enginn vegur. Þessi framkvæmd varð til þess að opna aðgengi almennings að miðhálendi landsins að sunnan. Áður höfðu aðeins hörðustu fjallamenn barið augum stærstan hluta þessa svæðis. Óhætt er að segja að ferðaþjónustuaðilar og almenningur hafi fagnað þessum miklu umskiptum á ferðamöguleikum um miðhálendið og milli landshluta. Á síðustu árum hefur vegakerfið að Þórisvatni og Kvíslarveitum enn verið bætt og ferðaþjónusta á virkjanasvæðum sunnanlands hefur farið vaxandi eins og væntanlega verður nánar fjallað um hér í dag.</p> <p align="justify">Margir kunna að spyrja hvort þessi uppbygging samgöngukerfisins hefði ekki hvort sem er orðið í tímans rás án þess að til virkjanaframkvæmda hefði komið. Því er til að svara að fjármagn vegasjóðs dugir vart til þess að endurbæta vegakerfi landsins í byggð í samræmi við kröfur tímans og því hefur aðeins lágmarksfjárveitingum verið varið til hálendisvega, sem ekki eru heilsársvegir. Menn geta haft til marks um það hvernig miðað hefur vegagerð á Kjalvegi frá Gullfossi að Bláfellshálsi síðasta áratug eða svo.</p> <p align="justify">Vafalaust má deila um áhrif mannvirkja á upplifun ferðamanna, en í skoðanakönnunum sem gerðar voru fyrir um 10 árum hjá ferðamönnum á virkjunarsvæðum sunnanlands kom í ljós að aðeins 12% þeirra töldu að lón og mannvirki hefðu neikvæð áhrif á upplifun þeirra á náttúru svæðisins en yfir 80% töldu að þau hefðu engin eða jákvæð áhrif. Þessi könnun var gerð meðal þeirra er voru á svæðinu og þekktu þar til, það kann vel að vera að niðurstaðan yrði önnur í dag, einkum hjá þeim er fjærst búa og minnst þekkja til á svæðinu, en þeir virðast á síðustu tímum helst tjá sig um umhverfisáhrif mannvirkja.</p> <p align="justify">Ýmsir hafa í umræðu um virkjanir síðastliðin ár undrast það sjónarmið að virkjanamannvirki geti laðað að ferðamenn og talið það hina mestu firru. Staðreyndirnar um það tala hins vegar sínu máli bæði hér á landi og erlendis. Nægir þar að nefna Bláa lónið í Svartsengi sem dæmi um vel heppnaðan manngerðan ferðamannastað, sem þó var síður en svo hugsaður í upphafi sem sérstakt aðdráttarafl ferðamanna. Notkun á affallsvatni virkjunarinnar í Svartsengi varð á sínum tíma fyrsta baðlón sinnar tegundar í heiminum og er það talin vera ein af 25 bestu heilsulindum í heimi. Í dag laðar Bláa lónið þannig að mjög stóran hluta þeirra ferðamanna sem koma til landsins. Stór hluti gesta skoðar einnig orkuverið sjálft og þá athyglisverðu kynningu á náttúrufari landsins sem þar hefur verið komið upp. Hið sama á við um uppbyggingu orkuversins á Nesjavöllum. Þar hefur verið staðið glæsilega að allri aðstöðu fyrir ferðamenn frá upphafi og á síðasta ári voru skráðir gestir tæplega 20.000. Ég nefni Kröfluvirkjun í Mývatnssveit en inn á virkjunarsvæðið koma 100 þúsund ferðamenn ár hvertÞá má einnig bæta við glæsilegri uppbyggingu Jarðbaðanna við Mývatn en í þau rennur borholuvökvi úr borholu Landsvirkjunar í Bjarnarflagi.</p> <p align="justify">Landsvirkjun opnaði virkjanir sínar fyrir almenningi með skemmtilegu menningar- og fræðsluátaki fyrir nokkrum árum, sem síðan hefur staðið yfir óslitið á sumrin og laðað að fjölda innlendra og erlendra ferðamanna við sívaxandi vinsældir.</p> <p align="justify">Þá má og geta þess að við hina nýju Hellisheiðarvirkjun er gert ráð fyrir sérstakri 1000 m2 aðstöðu fyrir móttöku og kynningu fyrir ferðamenn, og við hina nýju Reykjanesvirkjun er sömuleiðis gert ráð fyrir slíkri aðstöðu.</p> <p align="justify">Reynsla úr löndum Alpafjalla staðfestir einnig jákvætt samspil ferðaþjónustu og virkjana. Vegir liggja að flestum stíflumannvirkjum hátt til fjalla sem opna ferðamönnum fjallasali, sem áður voru aðeins fáum aðgengilegir. Virðist það síður en svo hafa dregið úr áhuga manna á að njóta útivistar og náttúrufegurðar þrátt fyrir mannvirki á sömu slóðum.</p> <p align="justify">Af því sem ég hef þegar rakið má sjá að orkufyrirtæki landsins hafa kappkostað að búa svo um mannvirki og umhverfi þeirra að sómi sé að og kynning á rekstri virkjana og fræðsla um orkumál og umhverfi virkjana er veruleg. Þau hafa því á undanförnum árum aukið samstarf við ferðaþjónustuaðila og jafnframt aukið rannsóknir á ferðamennsku og áhrifum virkjana þar á. Fyrsta rannsókn hér á landi á þessu sviði er rannsókn á áhrifum virkjana norðan Vatnajökuls á ferðamennsku sem Anna Dóra Sæþórsdóttir landfræðingur vann fyrir iðnaðarráðuneytið og Landsvirkjun á árunum 1996-1997. Þar var gerð úttekt á ferðamennsku svæðisins og hver líkleg áhrif virkjana í jökulsánum gæti haft á ferðamennsku og hvernig ferðavenjur og mynstur myndu hugsanlega breytast. Þó svo að tilhögun virkjana hafi breyst frá þeim tíma er skýrslan kom út standa meginniðurstöður skýrslunnar enn fyrir sínu. Þær styðja í megindráttum tilgátuna um jákvætt samspil ferðaþjónustu og virkjana.</p> <p align="justify">Nokkru síðar vann Rögnvaldur Guðmundsson að könnun meðal ferðamanna á ákveðnum virkjunarsvæðum á vegum verkefnisstjórnar Rammaáætlunar. Rammaáætlun er ætlað að meta og flokka helstu virkjunarkosti landsins þar sem vegin eru saman orkugeta og hagkvæmni, þjóðhagsleg áhrif og áhrif á náttúru, menningarverðmæti, útivist og hlunnindi. Fjórir faghópar komu að vinnunni undir yfirumsjón sérstakrar verkefnisstjórnar. Ferðamennska og ferðaþjónusta féllu undir tvo hópa í raun. Faghópur II fjallaði þannig um útivist og hlunnindi, þar sem lagt var mat á gildi útivistar og veiða til afþreyingar. Hópurinn gaf síðan einkunnir um áhrif virkjunarkosta á viðkomandi ferðamennsku. Faghópur III fjallaði hins vegar um þá þætti ferðaþjónustu sem greitt er fyrir og flokkaði virkjunarkosti eða svæði eftir mikilvægi fyrir ferðaþjónustuna og því hvaða áhrif viðkomandi virkjunarkostur hefði á hana. Segja má að báðir hóparnir hafi þannig metið áhrif virkjana á ferðamennsku, en út frá mismunandi forsendum. Deila má um það hvort hyggilegra hefði verið að hafa útivist og ferðaþjónustu betur afmarkaða í einum faghópi, en niðurstaðan varð eigi að síður sú sem hér hefur verið rakin.</p> <p align="justify">Vinna við annan áfanga Rammaáætlunar hófst á síðastliðnu ári og er þess að vænta að niðurstöður liggi fyrir á árinu 2009. Þar er lögð áhersla á að rannsaka og fjalla meira um háhitasvæði en unnt var að gera í fyrsta áfanga áætlunarinnar. Þá verður reynt að endurbæta aðferðafræði við mat á ákveðnum þáttum frá fyrsta áfanga og hefur þar m.a. verið lögð áhersla á mat á landslagi og víðerni. Viðtökur við fyrsta áfanga áætlunarinnar voru mjög jákvæðar og enginn vafi er á því að sá samanburður virkjunarkosta er niðurstöður rammaáætlunar veitir gefur gleggri sýn á líklega virkjunarkosti í næstu framtíð. Þá hefur með vinnunni myndast mikilvægt gagnasafn um rannsóknir og náttúrufarsaðstæður á fjölmörgum svæðum sem kemur að miklu gagni þegar ráðist er í frekari rannsóknir eða nýtingu þeirra.</p> <p align="justify">Við skulum þó hafa í huga að Rammaáætlun er ekki einn stóridómur um það hvar skuli virkja eða ekki virkja. Í raun er áætlunin breytileg eftir eðli og umfangi þeirra rannsókna sem fyrir liggja um þau svæði sem til skoðunar eru. Meginatriðið er að menn leiti leiða til ásættanlegra lausna á hagkvæmustu nýtingu og eðlilegri verndun náttúrufars.</p> <p align="justify">Góðir fundargestir.</p> <p align="justify">Ég hef hér að framan rakið í stuttu máli hver sambúð ferðaþjónustu og virkjana hefur verið í áratugi og hvar við stöndum í dag í samstarfi okkar við gerð Rammaáætlunar. Hér á þessum fundi verður fluttur fjöldi fróðlegra erinda um þau álitaefni sem ég hef minnst á í máli mínu og því ber að fagna. Við eigum að halda áfram jákvæðum umræðum sem byggja á vísindalegri þekkingu. Í þessum efnum sem öðrum er samvinna og samstarf líklegast til að okkur farnist sem best í framtíðinni.</p> <p align="justify">Ég þakka áheyrnina.</p> <br /> <br />

2006-03-21 00:00:0021. mars 2006Aðalfundur Samtaka Verslunar og þjónustu

<p>Ágætu aðalfundargestir.</p> <p align="justify">Íslendingar eru sífellt oftar minntir á að þeir eru hluti af alþjóðasamfélagi og heimsmarkaði þar sem allt lýtur áhrifum þess heims sem við lifum í og jafnvel hræringar á landinu okkar hafa áhrif langt utan landsteinanna. Ísland er því ekki lengur einangrað eyland með lítinn heimamarkað og einsleita menningu. Landið er í viðskiptalegu tilliti hluti af heimsmarkaði þar sem mikil samkeppni ríkir hvað varðar viðskipti með vörur og þjónustu.</p> <p align="justify">Viðskipti með þjónustu eru raunar sífellt að aukast að umfangi og mikilvægi í hagkerfi okkar. Kemur það glögglega fram í nýútkominni skýrslu um mikilvægi þjónustugeirans fyrir íslenskan þjóðarbúskap, sem unnin var af viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík fyrir Samtök verslunar og þjónustu. Viðskiptaráðuneytið var meðal þeirra sem studdu gerð þessarar skýrslu og vill með því stuðla að aukinni umræðu um stöðu og framtíð þjónustuviðskipta fyrir land og þjóð.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Stjórnmálamenn vinna að því að skapa atvinnustarfsemi og þjóðlífi þá umgjörð sem gerir því kleift að standa sig og skara fram úr í hinni alþjóðlegu samkeppni sem Ísland er og verður þátttakandi í. Með samningnum um evrópska efnahagssvæðið, EES, var opnuð leið að stórum innri markaði Evrópu sem síðan hefur stækkað enn meira með aðild fleiri landa. Á liðnum árum hafa stjórnvöld auk þess beitt sér fyrir miklum skipulagsbreytingum og endurbótum á íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Fjármálamarkaður hefur til að mynda gjörbreyst, markvisst hefur verið unnið að því að draga hið opinbera úr samkeppnisrekstri, stjórnsýslan hefur verið gerð skilvirkari, leikreglur atvinnulífsins hafa verið bættar og erlend fjárfesting hefur aukist, svo fátt eitt sé nefnt. Þegar á heildina er litið má því segja að Ísland og Íslendingar hafi á undanförnum árum borið gæfu til að stórauka þátttöku í alþjóðavæðingu heimsins, á grunni bættra starfsskilyrða og aukinnar samkeppnishæfni. Þetta hefur skilað sér í aukinni verðmætasköpun, atvinnu og bættum lífskjörum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Gott dæmi um þetta kemur fram í fyrrgreindri skýrslu sem unnin var fyrir SVÞ en þar segir að atvinnutekjur á mann hafi hækkað meira í þjónustu en í öðrum greinum og að mesta hækkunin sé í fjármálageiranum. Er það í takt við gríðarlega aukin umsvif í greininni á liðnum árum. Hljóta þau að teljast jákvæð því öflugur þjónustuiðnaður og virkur fjármálamarkaður eflir atvinnustarfsemi í landinu og stuðlar þannig að bættum lífskjörum almennings.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Íslensk stjórnvöld munu áfram huga að alþjóðlegri viðskiptahæfni Íslands m.a. með því að fylgjast náið með alþjóðamörkuðum í samstarfi við atvinnulífið. Utanríkisráðuneytið hefur komið á fót samstarfsnefnd við atvinnulífið um áherslur við gerð fríverslunar-, fjárfestinga- og tvísköttunarsamninga og viðskiptaráðuneytið mun áfram stuðla að því að þjónusta geti þróast þannig að Ísland hafi hag af þjónustuviðskiptum, jafnt á heimamarkaði sem alþjóðlegum mörkuðum. Þá hafa stjórnvöld sýnt vilja sinn í verki til aukinnar nýsköpunar með því að stórauka fjárframlög til Nýsköpunarsjóðs auk stighækkandi framlaga til Tækniþróunarsjóðs. Það er mikilvægt að hagsmunaaðilar og stjórnvöld vinni áfram saman að því að efla atvinnulíf, þar með talin þjónustuviðskipti, og átti sig á styrk sínum og veikleikum, t.d. hvað varðar menntakerfi, rannsóknir og þróun, nýsköpun o.s.frv.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Í þessu samhengi má nefna að mörg fyrirtæki hafa álitið að þróun nýrra afurða væri best fyrir komið hjá þeim sjálfum, enda væri þar að finna betri þekkingu og færni á viðkomandi sviði en annars staðar bjóðist. Þetta hefur breyst samfara aukinni þekkingu og getu annarra til að stunda arðbærar rannsóknir. Nýsköpunarfyrirtæki, t.d. framleiðslufyrirtæki, hafa í auknum mæli áttað sig á mikilvægi sjálfstæðra rannsókna, t.d. háskóla, rannsóknastofnana og einstaklinga &ndash; jafnvel á fræðasviðum sem tengjast ekki með beinum hætti kjarnastarfsemi þeirra. Því er mikilvægt að efla vitund fyrirtækja um rannsóknir óskyldra aðila sem gætu nýst þeim við tækniþróun og nýsköpun.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ég hef rætt um það á öðrum vettvangi að í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum er vilji til þess í stærra samhengi að horfa til framtíðaruppbyggingar opinberra rannsókna í nábýli við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík í Vatnsmýrinni. Enginn vafi er á því að mikils ávinnings væri hægt að vænta af nánara samstarfi við háskólarannsóknir og með samnýtingu vísindamanna og sérfræðinga. Hugmynd sem þessa um þekkingarsetur væri æskilegt að sjá jafnt á höfuðborgarsvæði sem landsbyggð. Er ekki vafi á því að þar sem frjó hugsun fær aðstöðu til að njóta sín geta góðar hugmyndir orðið að veruleika og þær munu skila sér í formi öflugra atvinnulífs. Má einnig nefna að nú er unnið að tillögum er lúta að endurskoðun og einföldun Stjórnarráðsins í átt til þess þjóðfélags sem við búum í. Eðlileg afleiðing slíkra breytinga yrði endurskoðun á rannsóknastarfsemi atvinnuveganna.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Þá vil ég einnig nefna að s.l. vor skipaði ég starfshóp um fjármögnun nýsköpunar sem skilaði tillögum til mín í lok síðasta árs. Miðuðu þær einkum að skattalegum umbótum sem taldar eru nauðsynlegar til að auka aðgang nýsköpunarfyrirtækja að áhættufjármagni. Veigamesta tillagan laut að því að virkja samlagshlutafélagaformið sem vettvang þar sem ólíkir fjárfestar geta komið saman til þess að fjárfesta í nýsköpun. Þá er tillaga sem miðar að því að auðvelda þátttöku lífeyrissjóða í samlagshlutafélögum. Þriðja tillagan fjallar um þróunartíma nýsköpunarfyrirtækja og þau markmið laga um virðisaukaskatt að veita fyrirtækjum nægan aðlögunartíma til uppbyggingar. Fjórða og síðasta tillagan fjallar um skattaívilnanir til tæknifyrirtækja sem stunda rannsókna- og þróunarstarfsemi. Kynnti ég þessa</p> <p align="justify">niðurstöðu í ríkisstjórn í desember s.l. og í kjölfarið hefur fjármálaráðherra greint frá ákveðnum skattalegum umbótum er varða samlagshlutafélög, lífeyrissjóði og þróunartíma nýsköpunarfyrirtækja. Samhliða þeim breytingum skipaði fjármálaráðherra nefnd sem hefur það hlutverk að leggja mat á reynslu annarra þjóða af að veita fyrirtækjum sem stunda rannsóknir, þróun og nýsköpun, ríkisstyrki í formi sértækra skattaívilnana, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Í síðustu viku kynnti ég svo í ríkisstjórn frumvarp sem miðar að því að samlagshlutafélagaformið nýtist betur en nú er til sameiginlegra fjárfestinga, m.a. í nýsköpun.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Góðir aðalfundargestir.</p> <p align="justify">Ábyrgð, samhæfni, stefnufesta og ögun eru þættir sem þurfa að njóta viðurkenningar í íslensku þjóðfélagi. Jafn mikilvægt er að atvinnustarfsemin og hagkerfið hafi sveigjanleika til að takast á við síbreytilegt umhverfi í alþjóðaviðskiptum, sem stunda má frá Íslandi, ekki síður en frá öðrum stöðum á jarðkringlunni. Að þessu hefur ríkisstjórnin unnið á liðnum árum. Þá er ekki síður mikilvægt að fjölbreytt atvinnu- og efnahagslíf fái dafnað hér á landi. Slíkt er nauðsynlegt litlu hagkerfi því eftir því sem fleiri atvinnuvegir blómstra verður auðveldara að viðhalda stöðugleika sem skilar atvinnulífinu og almenningi áframhaldandi aukinni farsæld um ókomna framtíð.</p> <p align="justify">Takk fyrir.</p> <br /> <br />

2006-03-17 00:00:0017. mars 2006Iðnþing 2006

<p align="justify">Ágætu Iðnþingsgestir.</p> <p align="center">I.</p> <p align="justify">Í samræmi við yfirskrift Iðnþings 2006 - <em>Framtíðarsýn fyrir atvinnulífið &ndash; nýsköpun í hnattvæddum heimi</em> - mun ég að þessu sinni fyrst og fremst leggja áherslu á það stefnumótunarstarf sem unnið hefur verið að í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum og lýtur að eflingu íslensks atvinnulífs. Sú vinna hefur aðallega snúið að endurskipulagningu á öllu því stuðningsumhverfi atvinnulífsins sem fellur undir verksvið ráðuneytanna.</p> <p align="justify"></p> <p align="center">II.</p> <p align="justify">Starfsemi rannsóknastofnana atvinnuveganna var í meginatriðum mótuð árið 1965 &ndash; eða fyrir 40 árum - þegar rannsóknastofnanir - iðnaðar, - landbúnaðar, - byggingariðnaðar og - fiskiðnaðar voru settar á stofn. Þar með hófst mikilvægt uppbyggingarskeið í rannsóknum með tilsvarandi framförum í nýsköpun atvinnulífsins, enda voru rannsóknir annarra en ríkisins litlar sem engar á þeim tíma. Þessar rannsóknastofnanirnar hafa síðan skilað drjúgu dagsverki og lagt mikið af mörkum til þróunar atvinnulífsins og efnahagslegra framfara á Íslandi.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Framhjá því verður þó ekki litið að starfsemi stofnanana hefur verið sniðin að þröngri skilgreiningu atvinnuvega sem ekki á alls kostar við í samfélagi nútímans - og hefur það hamlað þróun þeirra. Hér er að sjálfsögðu átt við hinar þrjár svokölluðu hefðbundnu atvinnugreinar, þ.e. iðnað, sjávarútveg og landbúnað. Nýjar atvinnugreinar hafa ekki fylgt þessari afmörkun og í raun hefur krafturinn verið hvað mestur í greinum sem gengið hafa þvert á þessa skiptingu, eins og upplýsingatækniiðnaður, líftækniiðnaður og ýmiss konar þjónusta, líkt og fjármálaþjónusta, eru gott dæmi um.</p> <p align="justify">Áherslurnar og umfjöllunin hefur því breyst og á þeim rúmlega 6 árum sem ég hef verið iðnaðarráðherra hefur hugtakið <em>iðnaðarstefna</em> &ndash; ekki oft borið á góma. Aftur á móti hefur því meira verið fjallað um nýsköpun og tækniþróun, svo og áherslur í þágu einstakra greina, einkum þekkingargreina. Auðvitað hafa rannsóknastofnanirnar fylgt þessari þróun og aðlagað sig að nýjungum í vísindum og tækni og tekið upp nútímaleg stjórntæki.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">En þrátt fyrir það er ljóst að unnt er að ná meiri árangri - og að því er stefnt. Það er einkum fernt sem knýr á um þetta.</p> <p>- Í fyrsta lagi er þörf fyrir nýjar áherslur í rannsóknum og tækniþróun. Bráðnauðsynlegt er að skapa svigrúm fyrir rannsóknir á nýjum fræðasviðum sem munu hafa afgerandi áhrif á tækni- og atvinnuþróun næstu ára, eins og í efnis- og örtækni. Til að mæta þessu verður ríkinu að vera unnt að hætta að leggja áherslu á starfsemi sem aðrir geta sinnt, t.d. einkaaðilar.</p> <p>- Í öðru lagi er mikilvægt að tengja saman rannsóknir sem nú eru dreifðar en gætu skapað samlegðaráhrif í meiri nálægð eða með sameiningu. Sameining matvælarannsókna hjá fjórum opinberum rannsóknastofnunum í eitt fyrirtæki er dæmi um slík samlegðaráhrif. Einnig myndi sameining Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins leiða til aukins árangurs fyrir framsæknar rannsóknir.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p>- Í þriðja lagi er þátttöku okkar í alþjóðlegum rannsóknaverkefnum stefnt í hættu, eins og t.d. þátttaka í vísinda- og tækniþróunaráætlunum Evrópusambandsins, ef við styrkjum ekki rannsóknastofnanir okkar og gerum þær áhugaverðari samstarfsaðila fyrir sambærilega erlenda rannsóknaaðila og fyrirtæki.</p> <p>- Í fjórða lagi eru kröfur íslensks atvinnulífs aðrar en áður og þarf að taka tillit til þess í opinberri stefnumótun og verkefnavali.</p> <p align="center">III.</p> <p align="justify">Þótt rannsóknir og þróunarstarfsemi í þágu atvinnulífsins sé einn veigamesti hornsteinn opinbera stuðningskerfisins þá spannar það mun víðtækara svið. Hjá Iðntæknistofnun er starfrækt nýsköpunarmiðstöð undir heitinu IMPRA. Hún þjónar jafnt fyrirtækjum í rekstri sem frumkvöðlum sem vinna með nýsköpunarverkefni eða vilja stofna til fyrirtækjareksturs. Þessi starfsemi hefur reynst ákaflega vel og var hún því útvíkkuð fyrir fáeinum árum með rekstri Impru á Akureyri - til að geta betur sinnt nýsköpunarverkefnum og sprotafyrirtækjum á landsbyggðinni.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Impra sækir styrk sinn m.a. í öflugt bakland innan Iðntæknistofnunar sem nýtist nú nýsköpun á öllu landinu betur en áður. Það bakland verður enn öflugra ef af sameiningu Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins og Iðntæknistofnunar verður.</p> <p align="justify">Starfsemi Impru tengist starfsemi þróunarsviðs Byggðastofnunar þótt ekki sé um beina skörun að ræða. Ljóst er að kalla má fram aukinn árangur með samþættingu eða sameiningu þessara tveggja stuðnings-verksviða.</p> <p align="justify">Í stærra samhengi viljum við í iðnaðarráðuneyti horfa til framtíðaruppbyggingar opinberra rannsókna í nábýli við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík í Vatnsmýrinni. Mikils ávinnings er að vænta af nánara samstarfi við háskólarannsóknir og með samnýtingu vísindamanna og sérfræðinga og með sameiginlegum rekstri í tæknigörðum. Auk rannsóknastarfseminnar yrði þar væntanlega þungamiðja stuðnings við nýsköpun og atvinnuþróun á landinu öllu.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Í iðnaðarráðuneytinu tölum við um &ndash; þekkingarsetur - og er þar vísað til nábýlis og samstarfs háskólakennslu og rannsókna; - opinberra rannsóknastofnana; nýsköpunarmiðstöðva; starfsemi sprotafyrirtækja og ekki síður sterkra fyrirtækja. Þessa hugmynd um þekkingarsetur viljum við sjá jafnt á höfuðborgarsvæði sem landsbyggð. Þannig má sjá fyrir sér að á nokkrum stöðum á landsbyggðinni yrðu til þekkingarsetur þar sem áherslur í rannsóknum og nýsköpun tækju mið af styrkleika viðkomandi svæða og möguleikum á nýrri atvinnusókn.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">IV.</p> <p align="justify">Allt hverfist þetta auðvitað um fjármagn. Tilkoma Tækniþróunarsjóðs var mikil lyftistöng fyrir nýsköpun atvinnulífsins og brýnasta verkefnið nú er að tryggja samfellu hans við frumstig fjárfestinga sem er á verksviði Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Ljóst er að endar ná ekki saman á milli þessara tveggja sjóða, einkum vegna þess að mjög hefur dregið úr fjárfestingum í sprotafyrirtækjum síðustu árin. Það er þó von mín að viðbótarframleg frá ríkinu til Nýsköpunarsjóðs um síðustu áramót verði verulega til bóta. Engu að síður er það skoðun margra að efla þurfi Tækniþróunarsjóð til að veita styrki nær markaðinum en gert hefur verið &ndash; þ.e. til sprotafyrirtækja sem áður var sinnt af frumfjárfestum &ndash; en sem hafa þann bakhjarl ekki lengur.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Mikilvægt er að allt þetta stuðningskerfi fylgi markvissri stefnumótun. Stefnumótun um opinberan stuðning við atvinnuþróun er þó ekki einkamál iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta heldur nær það til margra fleiri. Reynslan hefur sýnt að starfsemi Vísinda- og tækniráðs hefur borið góðan árangur þar sem áherslur margra málaflokka og ráðuneyta hefur verið felld í einn farveg. Við teljum því álitlegt að útvíkka starfsemi ráðsins og í stað þess að hún sé einskorðuð við vísindi og tækniþróun þá verði þar fjallað um atvinnuþróun og nýsköpun í mun víðara samhengi. Útkoman gæti orðið heildstæð stefna ríkisstjórnarinnar um vísindi, nýsköpun og atvinnuþróun.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Slík stefna væri leiðbeinandi fyrir starfsemi og áherslur í - tæknirannsóknum; - fjármögnun nýsköpunar og atvinnuþróun; - aðgerðum til að jafna lífsgæði; - og til að ná efnahagslegum markmiðum ríkisstjórnarinnar.</p> <p align="center">V.</p> <p align="justify">Mótun þessara hugmynda er á lokastigi og hafa þær verið kynntar fyrir fulltrúum flestra hagsmunaaðila. Undirtektir hafa almennt verið mjög jákvæðar, enda er það viðurkennt að samkeppnisstaða Íslands muni í auknum mæli ráðast af tæknilegri getu og færni til að innleiða og taka upp nýja tækni, stjórnhætti og aðferðir við markaðssetningu. Til þess að íslenskt atvinnulíf geti staðið sig í alþjóðlegum samanburði þarf slík innleiðing að eiga sér stað fyrr eða samtímis hér á landi og hjá samkeppnisþjóðum okkar. Staðan hjá okkur er aftur á móti sú að kraftar okkar eru of dreifðir vegna margra og smárra eininga. Endurskipulagning, ný forgangsröðun og breyttar og sveigjanlegar áherslur eru ekki einungis nauðsynlegar til að aðlaga okkur að ytri breytingum sem þegar hafa gengið yfir - heldur miklu frekar til að stuðla að því að við verðum viðbúin því að mæta hinu óvænta í framtíðinni.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">VI.</p> <p align="justify">Orkufrekur iðnaður er ekki síðri nýsköpunar- og atvinnuþróunarmál en margt af því sem ég hef þegar vikið að. Það gleymist nefnilega oft í umræðunni að virkjun fallvatna og álframleiðsla voru fyrstu hátæknigreinarnar í íslensku atvinnulífi og eru enn sífelld uppspretta nýrra tækifæra á sviði rannsókna og þróunar. Ég get því ekki látið hjá líða á þessum vettvangi að fara nokkrum orðum um stóriðju og virkjunarframkvæmdir.</p> <p align="justify">Góðir gestir,</p> <p align="justify">Mikil umræða fer nú fram í þjóðfélaginu um svokallaða stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Sýnist sitt hverjum og ber nokkuð á gagnrýni eins og endranær.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ég ætla ekki að eyða tíma í það hér að rekja mótbárur , en bið menn um að hugleiða hvernig ástandið var í þjóðfélaginu á árunum fyrir 1995, þegar hér ríkti efnahagsleg stöðnun, atvinnuleysi var yfir 5%, fólki hríðfækkaði á landsbyggðinni allri og vonleysi ríkti í hugum manna. Stóriðjuframkvæmdir í Straumsvík og Hvalfirði með tilheyrandi virkjunarframkvæmdum gjörbreyttu efnahagsástandi þjóðarinnar og stöðunni á Suðvestur- og Vesturlandi. Um það tala staðreyndirnar sínu máli. Nú er sama saga að gerast á Austurlandi og líklegt að mannlíf þar verði mun bjartara að afloknum yfirstandandi framkvæmdum við uppbyggingu álvers í Fjarðabyggð og þegar varanleg margfeldisáhrif festa rætur í atvinnulífinu eystra.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Vissulega erum við að horfast í augu við tímabundinn vanda af völdum mikilla umsvifa í þjóðfélaginu. Er þá einkum litið til styrks krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum, vaxandi verðbólgu og viðskiptahalla. Það er rétt að fjárfesting í virkjunum og álverum á talsverðan þátt í tímabundinni aukningu þjóðarútgjalda og viðskiptahalla við útlönd. Staðreyndir málsins eru hins vegar þær að hágengið og aukin verðbólga verða ekki nema að hluta rakin til virkjana og álversframkvæmda.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">VII.</p> <p align="justify">Góðir gestir.</p> <p align="justify">Á Iðnþingi fyrir ári síðan var mér afhent tilboð Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja til stjórnvalda, sem nefnt er &bdquo;Þriðja stoðin" en markmið tilboðsins er að upplýsingatækni verði meginstoð í verðmætasköpun og gjaldeyristekjum Íslands árið 2010. Er óhætt að segja að stjórnvöld hafi tekið tilboðinu vel og að þau hafi í samvinnu við iðnaðinn lagt sig fram um að hrinda í framkvæmd aðgerðum sem bæta munu almenn starfsskilyrði fyrirtækja hér á landi, ekki hvað síst fyrir fyrirtæki í hátækniiðnaði. Ýmislegt hefur þannig þegar áunnist og annað er í þeim farvegi að vænta má frekari aðgerða á næstunni.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Þá vil ég einnig nefna að s.l. vor skipaði ég starfshóp um fjármögnun nýsköpunar sem skilaði tillögum til mín í lok síðasta árs. Miðuðu þær einkum að skattalegum umbótum sem taldar eru nauðsynlegar til að auka aðgang nýsköpunarfyrirtækja að áhættufjármagni.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Vinna sem þessi er í takt við framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar fyrir íslenskt atvinnulíf, þ.e. að hér á landi byggist áfram upp fjölbreytt og arðvænleg atvinnutækifæri sem byggi á öflugri nýsköpun. Markviss stuðningur hins opinbera og einkaframtaks við nýsköpun skiptir án vafa miklu máli í þeirri baráttu okkar að íslenskt samfélag verði áfram í fremstu röð í hnattvæddum heimi.</p> <p align="justify">Takk fyrir.</p> <br /> <br />

2006-03-17 00:00:0017. mars 2006Verk og vit 2006

<p align="justify">Góðir gestir.</p> <p align="justify">Það er mér mikið gleðiefni að bjóða ykkur velkomin á opnunarhátíð stærstu og fjölbreyttustu sýningar á sviði byggingariðnaðar, skipulagsmála og mannvirkjagerðar, sem nokkru sinni hefur verið haldin á Íslandi.</p> <p align="justify">Hér má á einum stað fræðast um nýjustu tækni í byggingariðnaði, innlend og innflutt byggingarefni og búnað til mannvirkjagerðar, auk þess að kynnast því besta í ráðgjöf, þjónustu og verktakastarfsemi sem markaðurinn hefur upp á að bjóða þessa stundina.</p> <p align="justify">Við lifum nú á mesta framfaraskeiði í sögu þjóðarinnar. Gríðarlegar fjárfestingar eiga sér stað við uppbyggingu á öllum sviðum. Fjármunamyndun í byggingum og mannvirkjagerð var á síðast liðnu ári um 180 milljarðar króna, sem er ríflega 17% aukning frá árinu áður. Heildar fjármunaeign þjóðarinnar var um síðust áramót 3.500 milljarðar króna. Tæplega 90% hennar, eða um 3.100 milljarðar króna, er bundin í byggingum og mannvirkjum af ýmsum toga. Þetta er hinn efnislegi þjóðarauður Íslendinga. Miklu skiptir að viðhalda honum vel.</p> <p align="justify">Velsæld þjóðarinnar byggir að mestu á mannvirkjum, sem reist hafa verið eftir síðustu heimsstyrjöld, það er að segja á undanförnum 60 árum. Þar á meðal eru hús, vegir, brýr, hafnir, virkjanir og verksmiðjur. Við upphaf þess tímabils var fagþekking hérlendis af skornum skammti og að mestu í höndum erlendra hönnuða og verktaka, en smám saman með aukinni menntun og framförum hefur okkur auðnast að tileinka okkur þá kunnáttu og verkmenningu, sem til þarf.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Er nú svo komið, að íslenskt hugvit og handverk ráða við að byggja flest þau mannvirki, sem hér þarf að reisa. Samtímis hafa fagmennska og þekking aukist á öllum sviðum svo sem byggingarrannsóknum, hönnun, framkvæmdum og fjármálaþjónustu. Eitt besta dæmi um það hve góðum tökum íslenskir fagmenn hafa náð á flókinni mannvirkjagerð er bygging álvers Norðuráls á Grundartanga. Framkvæmdir þær sem nú standa yfir við stækkun álversins eru því sem næst alfarið í höndum íslenskra hönnuða og verktaka og fjármögnun er undir handleiðslu íslenskra banka.</p> <p align="justify">Hér hefur menntun, áræði og verkvit ofist saman við meðfædda sjálfsbjargarviðleitni íslensku þjóðarinnar og skilað einstökum árangri. Nú þegar er farið að bera á útrás til annarra landa á vettvangi verkþekkingar og mannvirkjagerðar, ekki síst á sérsviði okkar, sem er virkjun og nýting jarðvarmaorku, og verður spennandi að fylgjast með þeirri þróun í framtíðinni.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Gamalt máltæki segir &bdquo;betur vinnur vit en strit". Ég er ekki viss um að það eigi við í dag og tel raunar að sýningin hér í Laugardal sýni það betur en nokkur orð fái lýst hve nauðsynlegt það er að verk og vit haldist í hendur.</p> <p align="justify">Ég vil að lokum fyrir hönd iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, sem er einn aðstandenda sýningarinnar, þakka öllum þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóginn við að gera hana svo vel úr garði sem raun ber vitni, og óska þeim til hamingju með árangurinn.</p> <p align="justify">Að svo mæltu lýsi ég sýninguna Verk og vit 2006 opna.</p> <br /> <br />

2006-03-15 00:00:0015. mars 2006Ársfundur Orkustofnunar.

<p>Ágætu ársfundargestir. Um þessar mundir eru þrjú ár liðin frá því að Alþingi samþykkti lög um Orkustofnun og Íslenskar orkurannsóknir sem komu til framkvæmda 1. júlí 2003. Þetta er því þriðji ársfundur stofnunarinnar í hinu nýja lagaumhverfi. Hið nýja hlutverk Orkustofnunar er afar mikilvægt, ekki síst vegna þess að umhverfi raforkumála hefur einnig verið breytt og þar gegnir Orkustofnun því hlutverki að vera eftirlits- og umsjónarstofnun hins opinbera. Í ljósi þeirra breytinga er hafa orðið og munu verða á umhverfi orkumála á næstu árum tel ég ótvírætt að hlutverk og mikilvægi stofnunarinnar muni enn aukast. Fáar ef nokkrar þjóðir hafa búið við jafn miklar samfélagslegar breytingar á örfáum áratugum og við Íslendingar. Þetta á ekki síst við um þróun í orkunotkun landsmanna. Athyglisvert er að það tók þjóðina um aldarfjórðung að rafvæðast þó svo að sú vinna hefði á þeim tíma verið forgangsverkefni opinberra aðila. Raunar eru aðeins 30 ár liðin frá því að því verkefni lauk. Þá tók við hið mikla átak í uppbyggingu hitaveitna víða um land og gerð byggðalínu á árunum 1973-1985. Með því verki tókst að búa svo um hnútana að þeir landsmenn sem ekki nytu hitaveitna ættu aðgang að rafmagni til húshitunar. Nú er svo komið að aðeins örfáir tugir heimila notast enn við olíuhitun vegna þess að þau eiga ekki möguleika á raforku til hitunar. Á fyrstu áratugum síðustu aldar var Ísland í tölu þeirra Evrópuþjóða er notuðu einna minnsta raforku á íbúa, en um 1970 voru Íslendingar komnir í sjötta sæti af þjóðum heims hvað snerti raforkunotkun á hvern íbúa. Nú er svo komið að raforkunotkun okkar er orðin sú hæsta í heiminum og ástæðan er vitaskuld sú að okkur hefur tekist að nýta hreinar orkulindir til uppbyggingar atvinnuvega þjóðarinnar. Mikil umræða hefur verið um raforkumál í samfélaginu undanfarna mánuði, meðal annars vegna nýrra raforkulaga sem komu til framkvæmda á síðasta ári. Þau lög eru efnislega svipuð og gildir í öllum nágrannalöndum okkar og raunar í flestum OECD ríkjunum, en miðast þó eins og kostur er við aðstæður hér á landi. Þrátt fyrir að einhverjir hnökrar hafi komið upp við framkvæmd laganna hingað til, eins og eðlilegt má telja, hefur farsællega tekist að greiða úr þeim. Að mínu mati hefur vel tekist til með að koma á samkeppni milli raforkuframleiðenda. Þar hefur vitaskuld mest mætt á orkuframleiðendum sjálfum við að koma á laggirnar samræmdu kerfi sem heldur utan um raforkuviðskipti þeirra við notendur. Raforkulögin höfðu eðlilega í för með sér grundvallarbreytingar á gjaldskrám raforkufyrirtækja vegna aðskilnaðar samkeppnis- og einokunarstarfsemi þeirra. Í nýju markaðsumhverfi er dreifveitum ekki heimilt að mismuna notendum með töxtum eftir því til hvers raforkan er notuð. Af þessum sökum féllu meðal annars niður afslættir orkufyrirtækja á raforkudreifingu til rafhitunar og þrátt fyrir auknar niðurgreiðslur ríkisins hefur rafhitunarkostnaður sums staðar hækkað nokkuð frá því sem áður var. Umræðan um breytt raforkuumhverfi á þessu ári hefur ekki síst beinst að þessum hækkunum og vissulega hefur hún verið íþyngjandi hjá stærstu rafhitunarnotendum. Rétt er þó að taka fram að breytingarnar á raforkuverði leiddu einnig til nokkurrar lækkunar hjá ýmsum notendum, m.a. á raforku til almennrar notkunar og til iðnfyrirtækja á landsbyggðinni. Til að koma til móts við stærstu rafhitunarnotendur jók ríkisstjórnin fjármagn til niðurgreiðslu rafhitunar um 100 millj. kr. í byrjun árs 2005 og við árslok var sú upphæð aukin um 40 millj. kr. þegar mörk á niðurgreiðslu til rafhitunar var hækkað úr 35.000 kWst upp í 40.000 kWst á ári. Ljóst er þó að slíkar aðgerðir leysa ekki vanda þeirra sem verst eru settir. Því hefur m.a. verið unnið að tillögum um styrkveitingar til bættrar einangrunar rafhitaðra húsa og eru sérfræðingar sammála um að það sé heillavænlegri leið fremur en að auka niðurgreiðslur. Hér er um að ræða notendur sem hafa háan upphitunarkostnað. Annars vegar er um að ræða óeðlilega mikla notkun sem fer yfir mörk á niðurgreiðslum en hins vegar er um að ræða notendur sem nota of mikla hitaorku á rúmmálseiningu, þó svo að þeir fái fullar niðurgreiðslur. Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og Háskóli Íslands hafa að undanförnu unnið að mótun tillagna um það á hvern hátt æskilegast sé að standa að framkvæmd átaksverkefnis í þessu skyni og má gera ráð fyrir því að unnt verði að hefja það starf þegar á þessu ári. Þetta verkefni mun verða undir umsjón hins nýja Orkuseturs, sem komið var á fót síðla á s.l. ári við Akureyrarsetur Orkustofnunar. Í flestum löndum Evrópu hafa stjórnvöld í auknum mæli haft frumkvæði að því að stuðla að bættri orkunýtingu á öllum sviðum þjóðfélagsins. Evrópusambandið hefur stuðlað að þessari þróun, m.a. með því að starfrækja sjóði sem reknir hafa verið í um áratug og eru ætlaðir til að styrkja annars vegar skilvirka orkunotkun og hins vegar notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Hér á landi hefur málefnum sem varða orkusparnað eða skilvirka orkunotkun verið lítill gaumur gefinn. Á síðustu árum hefur orkunotkun hér á landi aukist hröðum skrefum og með aukinni þekkingu á orkulindunum hefur mönnum orðið betur ljóst mikilvægi þess að fara vel með orkulindirnar og nýta þær á skynsamlegan hátt. Á árinu 2004 sótti iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Orkustofnun um styrk til Evrópusambandsins til að koma á fót sérstakri skrifstofu sem hefði þann tilgang að miðla upplýsingum um orkumál til almennings og stjórnvalda, hvetja til skilvirkrar orkunotkunar og veita almenningi aðstoð í því skyni. Styrkveiting Evrópusambandsins nemur 5-6 millj. kr á ári næstu 3 árin en að auki leggja iðnaðarráðuneytið og Samorka Orkusetrinu til fjárveitingar. Þá verður flutt til Akureyrarseturs Orkustofnunar starfsemi um aukna notkun vistvæns eldsneytis hér á landi, sem hófst á stofnuninni árið 2004. Alkunna er að meginhluti olíueldsneytis er notaður til samgangna og skipaflotans. Því er afar mikilvægt að hugað sé að öllum mögulegum leiðum í notkun vistvæns eldsneytis í framtíðinni til að draga verulega úr olíunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Á því sviði náðist merkur áfangi í maí s.l. er Alþingi samþykkti að fella niður virðisaukaskatt af vetnisbifreiðum og varahlutum í þær fram til ársloka 2008 og einnig að fella niður til sama tíma vörugjald af bifreiðum sem hafa í för með sér litla mengun. Vaxandi áhugi er nú á olíuleit á íslenska landgrunninu og tvö fyrirtæki hafa gert frumathuganir í íslenskri lögsögu á svæðinu suður af Jan Mayen. Leyfi til slíkra frumathugana eru gefin út á grundvelli kolvetnislaganna, en leyfin fela ekki sér rétt til frekari rannsókna eða borana. Til að hægt sé að ráðast í frekari rannsóknir og boranir þarf að gera ýmsar lagabreytingar og m.a. útfæra réttindi og skyldur þeirra sem vilja fá leyfi til frekari olíurannsókna og í kjölfarið hugsanlegrar olíuvinnslu við Ísland. Ríkisstjórnin ákvað því síðastliðið vor að ráðist yrði í undirbúning að útgáfu leitar- og vinnsluleyfa fyrir olíu á íslensku yfirráðasvæði. Markmiðið er að undirbúningur komist það langt að næsta haust verði hægt að leggja fram á Alþingi frumvörp til breytinga á þeim lögum er tengjast verkefninu og vorið 2007 verði hægt að ákveða hvort hefja eigi leyfisveitingaferli fyrir olíuleit og olíuvinnslu á Jan Mayen svæðinu. Ljóst er að til þess að tryggja framgang verkefnisins þarf samvinnu margra ráðuneyta og stofnana sem starfa á þeirra vegum. Til þess að framgangur verkefnisins verði sem bestur og til þess að tryggja samvinnu hinna mismunandi aðila innan stjórnsýslunnar, ákvað ríkisstjórnin í síðustu viku, að tillögu minni, að skipa nefnd ráðuneytisstjóra þeirra átta ráðuneyta sem tengjast verkefninu, en einnig mun orkumálastjóri starfa með nefndinni. Gert er ráð fyrir að nefndin verði vettvangur fyrir samstarf og samráð milli ráðuneyta um olíuleitarmál og að þar verði hægt að taka upp mál er varða undirbúning olíuleitar og þegar fram líða stundir þau álitaefni sem upp kunna að koma vegna olíuleitar og vinnslu. Hvert ráðuneyti fyrir sig ber hins vegar ábyrgð á sínu verkefnasviði, metur hvaða aðgerða er þörf og sér um framkvæmd þeirra aðgerða, hvort sem þar er um að ræða lagabreytingar, rannsóknir, upplýsingaöflun eða aðrar aðgerðir. Hér er vitaskuld um að ræða langtíma verkefni sem mikilvægt er að standa vel að enda mun þessi hugsanlega auðlind okkar geta skipt gríðarmiklu máli fyrir hagsæld þjóðarinnar til lengri framtíðar. Í síðasta mánuði tóku gildi lög um breytingu á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, þar sem gildissvið laganna var víkkað þannig að lögin ná núna til rannsókna á vatnsafli til raforkuframleiðslu eftir því sem við á. Lögin gera ráð fyrir að rannsóknarleyfi á tilteknu virkjunarsvæði verði veitt einum aðila, með þeirri undantekningu að hafi aðilar sammælst um rannsóknir og sæki sameiginlega um rannsóknarleyfi, skuli heimilt að veita þeim það sameiginlega. Þá er í lögunum ákvæði um endurkröfurétt þeirra sem fengið hafa rannsóknarleyfi og lagt í kostnað við rannsóknir en fá af einhverjum ástæðum ekki leyfi til að virkja eða nýta viðkomandi auðlind. Loks er í bráðabirgðaákvæði laganna lagt til að iðnaðarráðherra skipi nefnd er gera skuli tillögu um það með hvaða hætti valið verði á milli fyrirliggjandi umsókna um rannsóknar og nýtingarleyfi á tilteknu virkjunarsvæði. Skal nefndin skila tillögum sínum í formi lagafrumvarps til iðnaðarráðherra í september næstkomandi. Þó svo að þessi lög láti ekki mikið yfir sér eru þau afar þýðingarmikil í því breytta umhverfi orkurannsókna sem við stöndum frammi fyrir. Um það mikilvæga efni verður fjallað ítarlega hér á eftir í fjórum erindum og tel ég því ekki ástæðu til að fjalla nánar um það efni hér í máli mínu. Þessu máli tengt er sú vinna sem hófst á árinu 2004 við annan áfanga Rammaáætlunar og er stefnt að því að ljúka honum árið 2009. Í öðrum áfanga verða fleiri virkjunarkostir teknir til mats og þá einkum háhitasvæði landsins, en verulega hefur skort á almennar náttúrufarsrannsóknir á þessum svæðum. Þá er í þessum áfanga unnið að endurbótum á aðferðafræði við mat á náttúrufari og þá einkum landslagi, en einnig verða helstu umhverfisáhrif smávirkjana metin. Enginn vafi er á því að sá samanburður virkjunarkosta er niðurstöður rammaáætlunar leiða í ljós gefa okkur gleggri sýn á líklegum virkjunarkostum og umhverfisáhrifum þeirra. Með vinnu að rammaáætlun hefur myndast mikilvæg þekking um náttúrufar á virkjunarsvæðum sem kemur að miklu gagni þegar ráðist er í frekari rannsóknir eða áætlanagerð um orkunýtingu eða aðra landnýtingu. Rammaáætlun þarf að veita sem gleggsta vísbendingu um það annars vegar hvar hyggilegast og hagkvæmast sé að rannsaka frekar með nýtingu í huga og hins vegar hve hátt verndargildi. Ein þeirra leiða sem nefnd hefur verið til þess að auka nýtingu innlendra orkulinda er framleiðsla á innlendu eldsneyti og hefur vetni sérstaklega verið nefnt í því samhengi. Á undanförnum árum hefur þróun tækni við að nota vetni sem orkubera aukist hratt. Hefur ríkisstjórnin markað sér stefnu í vetnismálum og er hluti hennar að stuðla að því að Ísland geti verið alþjóðlegur vettvangur vetnisrannsókna. Stigin hafa verið mikilvæg skref á þessu sviði, s.s. með stofnun fyrirtækisins Nýorku, með aðild stjórnvalda, sem og erlendra stórfyrirtækja að verkefni sem gengur undir nafninu ECTOS og rekur 3 vetnisstrætisvagna í Reykjavík, og ekki síst með byggingu fyrstu vetnisstöðvar í heiminum sem staðsett er á hefðbundinni afgreiðslustöð eldsneytis. Það starf sem unnið hefur verið á sviði vetnismála hér á landi undanfarin misseri vekur mikla athygli víða um heim, sem vel má sjá af fjölda fyrirspurna um málið og fjölda erlendra gesta sem komið hafa til Íslands til að kynnast stefnu stjórnvalda í vetnismálum. Nú er ECTOS verkefnið að renna sitt skeið og ljóst að stjórnvöld munu þurfa að taka afstöðu til þess með hvaða hætti framgangi vetnismála verður háttað á næstu árum. Hefur Nýorka varpað fram hugmyndum að áframhaldandi vetnisuppbyggingu hér á landi, m.a. með þátttöku ríkisins og orkufyrirtækja. Ég tel mikilvægt að af því geti orðið. Er ríkisstjórnin með málið til athugunar og niðurstöðu að vænta á næstunni. Góðir fundargestir. Orkustofnun hefur í tæpa fjóra áratugi byggt upp mikla þekkingu og upplýsingar um íslenskar orkulindir og hagnýtingu þeirra. Flestar slíkar upplýsingar eru nú öllum landsmönnum aðgengilegar. Stofnunin hefur með nýjum lögum fengið mjög aukið og mikilvægt hlutverk við eftirlit með framkvæmd nýrra raforkulaga. Þá mun hlutverk stofnunarinnar varðandi kynningu og upplýsingagjöf til almennings um orkumál og orkusparnað aukast á næstunni. Það hefur að mínu mati gífurlega þýðingu að auka fræðslu og upplýsingagjöf til almennings og skóla um hina miklu þýðingu sem nýting orkulinda landsins hefur haft og mun hafa á lífskjör þjóðarinnar. Að lokum vil ég þakka stjórnendum Orkustofnunar fyrir farsælt samstarf á liðnum árum og óska stofnuninni og starfsmönnum hennar alls góðs á komandi tímum. Ég þakka áheyrnina.</p>

2006-03-09 00:00:0009. mars 2006Hver er nýsköpunin í útrásinni?

<p>Ágætu þinggestir: I. Útrás íslenskra fyrirtækja hefur vakið verðskuldaða athygli víða um lönd. Eflaust má rekja ástæður hennar til margra áhrifaþátta en einkum eru það þrjár ástæður sem þyngst vega. Í fyrsta lagi aðild okkar að EES sem m.a. opnaði okkur aðgang að innri markaði Evrópu og leiddi til þess að hér á landi gilda sömu meginreglur í viðskiptum og annarsstaðar á þessu stærsta viðskiptasvæði okkar. Í öðru lagi var það sala ríkisfyrirtækja, einkum ríkisbankanna, sem leysti úr læðingi fjármagn sem síðan hefur verið eitt helsta hreyfiafl útrásarinnar og Í þriðja lagi eru það svo margvíslegar skattalegar umbætur, einkum lækkun tekjuskatts fyrirtækja og heimildir til uppgjörs í erlendum gjaldmiðlum. II. Auk þessara ytri þátta, sem fyrst og fremst hafa nýst starfandi fyrirtækjum, hefur aukin áhersla verið lögð á frumstig nýsköpunarinnar sem oftast tengist hinum nýrri og smærri fyrirtækjum. Fjárfestingar okkar Íslendinga í rannsóknum og tækniþróun nema nú um 3% af landsframleiðslu og hafa þær næstum tvöfaldast á tíu árum. Framlög ríkisins hafa að meðaltali aukist um 7,2% á ári sem er talsvert umfram aukningu í landsframleiðslu. Tilkoma Tækniþróunarsjóðs og efling annarra samkeppnissjóða vega hér einna þyngst. Sé litið til fyrirtækja landsins þá er hlutur deCode í rannsóknum og þróun að sjálfsögðu veigamestur enda nema þær um fjórðungi af heildinni, þ.e. 0,7 til 0,8% af alls 3%. Nokkur önnur fyrirtæki eru veigamiklir þátttakendur í nýsköpuninni og má nefna Actavis, Marel og Össur sem dæmi um frábærar fyrirmyndir í þessum efnum. Flest önnur fyrirtæki eru smærri, en að mati Iðntæknistofnunar stunda 150 til 200 fyrirtæki rannsóknir og nýsköpun hér á landi. Samkvæmt nýlegri skýrslu ESB stunda flest þessara fyrirtækja svokallaða tækniaðlögun en mun færri reka rannsókna- og þróunarstarfsemi sem kjarnastarfsemi. Þetta eru ekki nógu góðar fréttir því eitt brýnasta verkefni langtíma stefnumótunar iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta er að stuðla að hraðari vexti hátæknigreina og aukinni framleiðni á öllum sviðum. Í þessu felst m.a. að skilgreina þarf markvissar aðgerðir til að efla þekkingarstig fyrirtækja og hvaða aðgerða sé þörf til að fjarlægja þær hindranir sem eru á vegi umbreytinga atvinnulífsins frá lágtækni yfir í þekkingargreinar. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti telja því mikilvægt að Vísinda- og tækniráð og aðrir þeir sem koma að opinberri stefnumótun rannsókna, tækniþróunar og nýsköpunar hugi sérstaklega að því með hvaða hætti sé unnt að hvetja fyrirtæki til þess að auka fjárfestingar sínar í rannsóknum og þróun og að þau beini áherslum sínum í auknum mæli að þekkingargreinum. III. Vísindi og tæknigreinar koma oft fyrst upp í hugann þegar rætt er um nýsköpun. Það er í sjálfu sér ekki neitt við það að athuga enda hafa þessar greinar verið mest áberandi í almennri umfjöllun um nýsköpunina. Því má þó ekki gleyma að íslenskt efnahagslíf einkennist umfram annað af verslun og þjónustugreinum. Samkvæmt hagtölum telst þjónusta einkaaðila vera um 34% af landsframleiðslu og þjónusta hins opinbera um 22% til viðbótar – eða samtals 56% af landsframleiðslu. Vöxtur þjónustugreina hefur verið ör og ber hiklaus framganga fjármálafyrirtækja á erlendri grund glöggt vitni um það. Ég geri þetta að umfjöllunarefni hér af tveimur ástæðum. Annars vegar til þess að hvetja til aukinnar umræðu um nýsköpun atvinnulífsins og efnahagslegra framfara - á fræðasviðum sem tengjast ekki nýsköpun með beinum hætti, eins og í hugvísindum og félagsvísindum. Hins vegar til að vekja athygli á yfirskrift fundarins sem er: Hver er nýsköpunin í útrásinni ? Þetta er dálítið snúin yfirskrift – en ég skil hana svo að þar sé m.a. vísað til þeirrar sérstöðu sem við Íslendingar búum við - í fámennu landi, - þar sem tengslanet manna á milli er mjög virkt. Meðal annars vegna þess er lagskipting í fyrirtækjum minni en víðast annars staðar og aðgangur að efstu stjórnendum fyrirtækja og stjórnsýslu greiðari. Yfirskriftin vísar einnig til þess að nýsköpunin er ekki bara bundin við vísindi og tækni heldur er hún þverfagleg og flæðir í raun yfir öll hefðbundin mörk. Það verður fróðlegt að heyra innlegg frummælendanna hér á eftir um þetta efni. Takk fyrir</p>

2006-03-08 00:00:0008. mars 2006Ráðstefna Íslensk-Ameríska Verslunarráðsins

<p>Ladies and gentlemen I am honoured and grateful for this opportunity to address this conference organised by the Icelandic American Chamber of Commerce - focusing on investment trends and opportunities in Iceland and the United States. Iceland went through a dramatic economic transformation in the last century; from being among the poorest nations in the Western hemisphere to enjoying one of the highest living standards in the world. This development is, of course, due to many factors, but the connection with the United States played a very important role. The arrival, first of British and then American troops during the Second World War, had tremendous influence on our economy and opened doors to new markets at the end of the war. Ever since, Iceland and the United States have had a close relationship built on co-operation and respect. This is important and this I wanted to underline in the beginning of my speech. Iceland has now enjoyed stable economic and political atmosphere for over a decade. This reflects in increased public and private saving and new opportunities for investors. The main export sector of the Icelandic economy has traditionally been the fishing sector. The heavy reliance on this single sector has reduced and it now accounts for around half of the currency earnings. The other main sectors are power intensive industry - mainly aluminium and tourism. New, knowledge-based industries, in fields such as biotechnology, prosthetics, pharmaceuticals and information technology, are also on the increase. And the latest “export” from Iceland is “money and entrepreneurship”. These last years, Icelandic investors have been making inroads into neighbouring countries as never before. The government has actively worked towards making the business climate friendly and attractive. For the last 15 years or so wide-ranging structural changes have taken place in Iceland, which have transformed the Icelandic economy. Both personal income and corporate taxes have been cut by a large margin. Today the corporate tax has been lowered from 51% to 18%, and is now amongst the lowest in Europe. Ten years ago the financial market was overwhelmingly in public hands, there was only one privately owned commercial bank and investment banking was scattered among various publicly owned "investment funds". Things look quite different now. Since 1992, Iceland has actively sold its state-assets. Actually, the largest privatisation in Iceland’s history was successfully executed only last year when Iceland Telecom was sold. The state also no longer holds share in any commercial bank after a string of successful privatisations, only retaining the Housing Finance Fund servicing private homebuyers. This has resulted in stronger banks, which are now more willing and more capable to take part in entrepreneurial activities and large-scale investments, domestically and internationally. In this context, one could mention the financial position of the Icelandic pension funds, which is very strong. The total asset of the pension funds amounts to 1.200 billion Icelandic Kronas, which constitutes about 20% more than Iceland’s national income. This means that there is a lot of capital available for investment purposes. Iceland has a unique energy situation. Its geographic location in the middle of the North Atlantic Ocean with large precipitation, glaciers and rivers provides abundance of hydropower potential. And being located on the crest of the Atlantic tectonic rift zone, Iceland has access to enormous geothermal energy potential which we Icelanders have learned to harness to our advantage. For over 40 years now, it has been the policy of all governments to promote the utilisation of the country’s clean and renewable hydro and geothermal energy resources for sustainable power development. We are very proud of our achievements in recent decades in utilising our geothermal resources, first for residential heating and, more recently, for the generation of electricity. Geothermal resources are located all across the country but it was not until early in the last century that technology made it possible to replace fossil fuels by utilising geothermal energy for house heating. This trend started on a small scale some 70 years ago and by 1970 around 50% of all house heating in Iceland was geothermal while 45% of housing was heated by oil. During the oil crisis between 1973 and 1979 the government stepped up the systematic development of heating utilities in the rural areas of the country where geothermal energy use was possible. Today, approximately 88% of Icelandic housing is geothermally heated and 11% is electrically heated. This means that practically all house heating comes from renewable energy sources. The use of geothermal resources for the production of electricity has increased over the past decade and it will increase more in coming years. The multiple use of geothermal energy is, therefore, an important part of the energy use as well as the quality of life in Iceland. Approximately 72% of the country’s total primary energy comes from renewable energy sources, a unique situation in the world. The use of these energy sources is of considerable economic significance for Iceland and one of the main pillars of the nation’s welfare and prosperity in recent decades. I have already mentioned the aluminium industry. Our environmentally clean and renewable resources are very attractive for power intensive industry in order to reduce the greenhouse gas emission often attached to the power production. For almost 40 years primary aluminium industry has played a major role in the economic development of Iceland. The first aluminium smelter was commissioned in 1969. Since then a second aluminium smelter has been built in the Southern part of Iceland and a new greenfield aluminium plant is now being built in East Iceland. By the end of this decade we will see the primary aluminium production increase to 760.000 metric tonnes annually. It goes without saying that these large projects, which I have mentioned, will have enormous impact on the relatively small economy of Iceland. An old saying tells us that where there is lot of sunshine there is also lot of shadows. We are also seeing signs of the shadow sides of the booming economy such as increasing inflation, temporary negative balance of accounts and the difficulties for our export industries due to the strength of the currency. The Government is aware of the signs and is challenged to deal with these temporary issues. Looking further ahead we are convinced that the positive impact on the economy due to the increased energy intensive industry will outweigh the negative one. We will see basic changes in the economic structure, a diversification, which makes Iceland less vulnerable to export fluctuations. The total share of manufacturing export will be 30% higher than 20 years ago. The permanent impact on the economic growth is estimated to be 2% higher annually when the situation stabilises after the new investments, measured by the annual Gross Domestic Product. As a result of the ongoing large investments in the aluminium industry, a number of renowned international aluminium producing companies have shown interest in investigating the possibility to build new smelter or to expand the ones already established in the country. New locations have been identified and investigated in co-operation between the Government and Municipalities. Yesterday, Alcoa announced that the company will make further studies on building a new aluminium smelter in Husavik in Northern Iceland. If this smelter is going to be built it will be the first aluminium smelter in the world using only geothermal power. Century Aluminium have also expressed their interest to explore the possibility of building a new aluminium smelter in the Southern part of Iceland. Ladies and Gentlemen, Iceland is internationally competitive in all the important areas for business operations as has been confirmed by a number of distinguished comparative studies. In one of the studies Iceland has been ranked first in Europe and fourth Worldwide in competitiveness, fifth in economic freedom, first in low corruption and third regarding quality of life. All these things matters when investors make their decisions – and of course many others as well. I hope you will all have an interesting morning, as I know that the following speakers have much to say. Hopefully this conference will further strengthen the business relation between Iceland and the United States. I thank you for your attention.</p>

2006-03-02 00:00:0002. mars 2006Börn og auglýsingar

<p>Ágætu ráðstefnugestir. Það er mér mikil ánægja að fá að ávarpa ráðstefnna „börn og auglýsingar“. Finnst mér fullt tilefni til að ræða þessi mál þar sem segja má að vaxandi kaupmáttur hér á landi á undanförnum árum, ekki síst hjá börnum, hafi stuðlað að því að sífellt eykst þrýstingur á neytendur frá auglýsendum vöru og þjónustu. Í lögum um óréttmæta viðskiptahætti og gagnsæi markaðarins er að finna lagaákvæði sem gera þær kröfur til þeirra sem beina auglýsingum til barna og unglinga að þeir hvorki misbjóði þeim né hagnýti sér með óréttmætum hætti áhrifagirni og reynsluleysi sem fylgir ungum aldri þeirra. Öllum er þó ljóst að erfitt er að taka á öllum tilbrigðum auglýsingamarkaðarins með lögum. Stjórnvöld hafa því hvatt til þess að til fyllingar settum lögum sé nauðsynlegt að koma á siðareglum og hefur Samband íslenskra auglýsingastofa einmitt samþykkt siðareglur um þetta efni sem jafnframt taka mið af alþjóðlegum viðmiðunum. Á undanförnum árum hafa orðið miklar tæknibreytingar sem hafa skapað nýjar leiðir til markaðssetningar á vörum og þjónustu. Það nægir að benda á að farsímaeign barna og unglinga hefur stóraukist með tilheyrandi smáskilaboðum og sölumennsku sem fylgir þeirri tækni. Börn og unglingar hagnýta sér að auki sífellt meira Netið bæði til gagns og gamans – og sífellt fleiri notfæra sér þennan miðil til markaðssetningar gagnvart börnum. Mikilvægt er því að allir sem hafa hagsmuna að gæta skoði með reglubundnum hætti hvort nýjungar sem þessar geri kröfu til þess að settar verði nýjar reglur eða leiðbeiningar um auglýsingar sem beint er til barna. Í nágrannalöndum okkar hafa verið gerðar kannanir sem m.a. sýna að milli 60-70% af vefsíðum sem eru skoðaðar hafa að geyma efni sem ekki er viðeigandi fyrir hlutaðeigandi markhóp og er algengast að það eigi við síður sem ætlaðar eru börnum sem eru 12 ára og eldri. Þegar ég vísa hér til óviðeigandi innihalds á síðum sem ætlaðar eru börnum, þá er ég fyrst og fremst að ræða um að þar eru notaðar klámfengnar aðferðir, tilvísanir til ofbeldis, fíkniefna eða hluta sem geta verið hættulegir lífi, heilsu og velferð ungs fólks. Það er því eðlilegt að stjórnvöld á Norðurlöndum hafi áhyggjur af þessari þróun og vilji fylgjast grannt með hvernig málin þróast. Framtak ykkar í dag er því lofsvert og leiðir vonandi til þess að nýjar upplýsingar komi fram um hvernig ástandi þessara mála er háttað hér á landi og hvort einhverra aðgerða er þörf á vegum stjórnvalda. Á norrænum ráðherrafundi um neytendamál sem haldinn var á Akureyri fyrir rúmlega einu ári ræddum við ráðherrarnir um aukinn viðskiptaþrýsting á börn og unglinga og þær greiningar sem þá lágu fyrir um þetta efni. Á þeim fundi kom m.a. fram að mikilvægt er að viðræður eigi sér stað milli þeirra stjórnvalda sem fara með þessi málefni og fulltrúa þeirra fyrirtækja sem einkum beina auglýsingum til barna og ungmenna. Það er mikil þörf á því að auka þekkingu allra sem koma að þessum málum á því hvaða reglur gilda um þetta efni. Vitundarvakning er einnig nauðsynleg meðal foreldra og skóla þannig að þeir aðilar geti kynnt sér vel þær lagareglur sem gilda á þessu sviði svo og þau siðferðismörk sem gilda um auglýsingar gagnvart börnum og unglingum. Aðeins á grundvelli vakandi umræðu og eftirfylgni okkar sem berum ábyrgð á börnum er unnt að veita viðnám gegn aðferðum sem ganga of langt að mati samfélagsins. Þetta getur þó verið vandkvæðum bundið því foreldrar hafa e.t.v. ekki sama tækifæri og áður til að vera vakandi yfir velferð barna sinna, m.a. vegna vinnu utan heimilis og í einhverjum tilfellum sökum skorts á tæknilegri þekkingu til jafns við börn. Því verður að gera þá kröfu að ávallt komi skýrt fram hvort upplýsingar sem börnum eru veittar séu liður í markaðsfræðslu og að slíkt efni sé ekki dulbúið sem hlutlaust fræðsluefni. Eðlilegt er einnig að auglýsingar séu ekki þannig úr garði gerðar að þær setji óeðlilegan þrýsting á börn og unglinga til þess að kaupa hlutaðeigandi vöru eða þjónustu með því að höfða til ótilhlýðilegra atriða. Að sjálfsögðu verður einnig að gera þá kröfu að auglýsingar séu ávallt innan marka settra laga og að við séum samþykk því að eftirlitsstofnanir beiti t.d. sektarúrræðum ef með þarf til þess að stemma stigu við auglýsingum sem eru bersýnilega lögbrot. Góðir ráðstefnugestir. Þrátt fyrir að ég geti ekki tekið þátt í störfum ykkar í dag og umræðum um þetta brýna málefni þá hlakka ég til að fá upplýsingar um helstu niðurstöður á ráðstefnunni. Það er einnig von mín að þessi ráðstefna verði upphaf að aukinni vitund um að „aðgát skuli höfð í nærveru sálar“. Við verðum að geta treyst því að auk þeirra laga sem gilda í landinu um þetta efni þá muni auglýsendur hafa í stöðugri endurskoðun siðareglur sínar og tryggja að þær taki ávallt mið af aðstæðum hverju sinni, ekki síst þegar örri tækniþróun sem við höfum verið vitni að á undanförnum árum er beitt. Með þetta í huga óska ég ykkur alls góðs í störfum ykkar í dag og þakka áheyrnina.</p>

2006-02-28 00:00:0028. febrúar 2006Skýrsla iðnaðarráðherrra um raforkumálefni.

<p> </p> <p>Í skýrslunni er leitast við að veita ítarlegar upplýsingar um þróun raforkumála hérlendis, í samræmi við ákvæði 39. gr. raforkulaga, nr. 65/2003, um upplýsingagjöf iðnaðarráðherra til Alþingis um raforkumálefni.</p> <p>Skýrslan skiptist í eftirfarandi sjö kafla:</p> <p>1. Skipulag raforkumála á Íslandi</p> <p>2. Þróun raforkuverðs og breytingar um áramótin 2004/2005</p> <p>3. Sala og notkun raforku</p> <p>4. Raforkuþörf og öryggi raforkukerfisins</p> <p>5. Gæði raforku og afhendingaröryggi</p> <p>6. Rannsóknir á orkulindum og undirbúningur á virkjun þeirra til raforkuvinnslu</p> <p>7. Þjóðhagsleg þýðing framkvæmda á sviði raforkumála</p> <p> </p> <p><a href="http://www.althingi.is/pdf/thingskjal.php4?lthing=132&skjalnr=382">Skýrsla Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um raforkumálefni</a> (á pdf-formi)</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <br /> <br />

2006-02-27 00:00:0027. febrúar 2006Aðalfundur IcePro.

<p>Ágætu fundargestir. Á undanförnum árum hefur verið mikill uppgangur í íslensku efnahagslífi. Hagkerfið hefur vaxið stórum skrefum og tækniþróunin og framfarir á fjölmörgum sviðum hafa í raun umbreytt heiminum öllum. Er í því samhengi gjarnan talað um svokallaða alþjóðavæðingu. Í þessum umskiptum felst m.a. að tilkoma rafrænna viðskipta hefur smám saman breytt hefðbundnum viðskiptaháttum og má ætla að þróunin á því sviði geti orðið enn hraðari á komandi árum. Sú hagræðing og sá drifkraftur sem felst að mínu mati í hagnýtingu rafrænna viðskipta getur skipt sköpum í aukinni samkeppnishæfni þjóðarinnar og þar af leiðandi velferð hennar. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefur allt frá stofnun IcePro stutt það starf sem fram hefur farið á vegum vettvangsins. Hlutverk IcePro er, eins og ykkur er kunnugt um, að tryggja einfalt og samræmt verklag í rafrænum viðskiptum þar sem alþjóðlegar verklagsreglur og staðlar á sviði rafrænna viðskipta eru lagðir til grundvallar. Fellur þetta vel að því markmiði ráðuneytisins að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Sem dæmi um það góða starf sem fram fer fyrir tilstilli og með aðkomu IcePro er samstarf Norðurlandaþjóða í þróun eins sameiginlegs staðals fyrir rafræn skjöl. Ákveðið var að byrja þróunina á reikningum en fleiri skjöl munu væntanlega fylgja í kjölfarið. Ef vel gengur mun vera um arðvænlegt starf að ræða sem ef til vill getur haft nokkuð víðtæk áhrif á alþjóðavísu. Það má því segja með sanni að Íslendingar komi víða við á sviði jafnt hefðbundinna sem rafrænna viðskipta og áhrifin nái inn á fleiri svið en gengisbreytinga íslenskrar krónu og annarra og fjarlægari mynta. Í árdaga rafrænna viðskiptahátta á Íslandi lagði iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið áherslu á að kynna þá möguleika sem í þeim fælist fyrir markaðnum. Síðar var farið út í þá vinnu að athuga hvort breyta þyrfti lögum og reglum til að ekki væru lagalegar hindranir fyrir rafrænum viðskiptaháttum hér á landi. Á síðustu árum hafa verið samþykkt nokkur frumvörp á þessu sviði sem ráðuneytið hefur unnið að og er nú svo komið að ekki verður séð að lög hamli rafrænum viðskiptum, né að lög skorti til þess að slíkir viðskiptahættir fái þrifist. Tæknilegar forsendur ættu ekki heldur að vera nein hindrun því Íslendingar hafa líkt og aðrir tekið Netinu opnum örmum er nú svo komið að notkun þess er hér einhver sú mesta í heiminum. Í því samhengi má geta þess að ef litið er til alþjóðlegs samanburðar er Ísland í öðru sæti á lista yfir þjóðir heims þegar litið er til þess hversu tilbúnar þær eru til að taka þátt í og haganýta sér upplýsinga- og samskiptatækni. Innviðirnir eru því fyrir hendi og undir okkur sjálfum komið að nýta tækifærin. Til að ýta undir að tækifærin séu nýtt hefur iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið á liðnum mánuðum og árum beitt sér fyrir því með ýmsum hætti að fólk og fyrirtæki séu meðvituð um hagnýtingu og ávinning tækninnar. Fyrir tæpu ári síðan lét ég í ljós í ávarpi eindreginn vilja minn til að beita mér fyrir sérstökum degi upplýsingatækninnar, svokölluðum UT-degi. Var sá dagur haldinn í lok janúar s.l. og er það samdóma álit manna að vel hafi tekist til. Það sem var e.t.v. hvað gleðilegast við þennan viðburð er að ég varð þess áskynja að mörgum kom á óvart hversu mikill kraftur og fjölbreytni er ríkjandi hjá íslenskum upplýsingatæknifyrirtækjum. Er það von mín að þennan skemmtilega viðburð megi endurtaka með einhverjum hætti. Í tengslum við UT-daginn fól iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið einni af undirstofnunum ráðuneytisins, Impru nýsköpunarmiðstöð, að taka saman fræðsluefni um rafræn viðskipti. Var fyrsti vísirinn að slíku efni birtur á vefsíðu Impru um miðjan janúar s.l. og þykist ég vita að við það verði aukið á næstu mánuðum. Þá má og nefna að IcePro stóð fyrir svokölluðum „XML degi rafrænna reikninga“ í tengslum við UT-daginn. Í framhaldi þess fundar var stofnaður vinnuhópur sem tengist fyrrgreindu samstarfi Norðurlandaþjóða í þróun sameiginlegs staðals fyrir rafræn skjöl. Í ávarpi mínu á ráðstefnu UT-dagsins nefndi ég að á liðnum mánuðum hefði verið unnið að því á vegum ráðuneytisins að skapa hér á landi skilyrði sem greitt gætu fyrir vexti íslensks upplýsingatækni- og hátækniiðnaðar. Tengist sú vinna m.a. tilboði sem Samtök upplýsingatæknifyrirtækja afhentu stjórnvöldum á síðasta ári, sem og starfshópi sem ég setti á laggirnar og tengist fjármögnun nýsköpunar. Er ánægjulegt að geta greint frá því að samstaða hefur náðst um framgang tillagna sem lúta að því að: · virkja samlagshlutafélagaformið sem vettvang þar sem ólíkir fjárfestar geta komið saman til þess að fjárfesta í nýsköpun · auðvelda þátttöku lífeyrissjóða í samlagshlutafélögum · veita fyrirtækjum nægan aðlögunartíma til uppbyggingar með breytingum á virðisaukaskattsumhverfinu Jafnframt er unnið að öðrum aðriðum sem ljóst þykir að bætt geta almenn starfsskilyrði fyrirtækja hér á landi. Þá hefur legið fyrir um skeið að breytingar kunni að vera framundan á stoðumhverfi rafrænna viðskipta. Þær stofnanir og samtök sem með einum eða öðrum hætti tengjast þróun rafrænna samskipta hafa um nokkra hríð unnið að auknu samstarfi eða samruna. Hillir undir að því ferli geti e.t.v. lokið á þessu ári. Afhending IcePro-verðlaunanna Góðir fundarmenn. Það er með ánægjulegri þáttum sem fylgja embætti mínu að fá af og til að veita verðlaun fyrir vel unnin verk en nú er einmitt komið að afhendingu IcePro-verðlaunanna. Ég mun nú lesa úrskurð dómnefndar Icepro, en hana skipa: Karl Friðrik Garðarsson, formaður ICEPRO og forstöðumaður stjórnsýslusviðs tollstjórans í Reykjavík. Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytis og verðandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Júlíus Sæberg Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa Ríkisskattstjóri hefur á undanförnum árum verið leiðandi í rafrænni stjórnsýslu á Íslandi. Á síðustu árum hefur orðið bylting í skilum á skattframtölum og það sem áður var leiðinleg kvöð er nú þægileg kvöldstund fyrir alla fjölskylduna og skilmerkilegt uppgjör á fjármálum síðasta árs. Yfir 90% framtala einstaklinga og fyrirtækja er skilað rafrænt. Rafræn bakvinnsla er í lykilhlutverk í hagkvæmri og öruggri vinnslu skattkerfisins. Í 80 - 90% tilvika er enginn pappír notaður fyrr en að prentun álagningarseðilsins kemur og þeim sem óska er sendur rafrænn skattseðill. Ríkisskattstjóri hefur undanfarin 8 ár notað rafræn skilríki til öruggra samskipta við endurskoðendur og bókara. Nú hyllir undir almenna útbreiðsla slíkra skilríkja á Íslandi. Ríkisskattstjóri hefur sýnt að nýta má þróaða upplýsingatækni til að breyta þunglamalegum pappírsferlum í einföld rafræn samskipti til hagsbóta fyrir stofnunina, fyrirtæki og almenning. Ég vil biðja fulltrúa Ríkisskattstjóra að koma hér upp og veita verðlaununum viðtöku.</p>

2006-02-15 00:00:0015. febrúar 2006Gangsetning stækkunar á Grundartanga

<p>Distinguished Ladies and Gentlemen: Today we have reached an important milestone in the enlargement of the Norðurál Smelter here at Grundartangi. - That is worth celebrating - and I do indeed gradulate the good people of Century Aluminium Company on that occation. It is also worth mentioning that ever since discussions started between the Ministry and Kenneth Peterson - the owner and CEO og Columbia Ventrures Corporation in 1996 - the relationship with the people working for Columbia and Century on the Grundartangi Project have in all respect been excellent. For that - I am thankful. I would also like to use this opportunity to congratulate you - Mr. Logan Kruger - on your new assignment as CEO of Century Aluminium - and I look forward to a fruitful collaboration with you in the future. Já, - það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með framkvæmdum hér. Verkinu hefur miðað vel og áfallalaust áfram og e.t.v. þess vegna hefur verið fremur hljótt um það í almennri umfjöllun. Öll skipulagning og framkvæmd verksins hefur verið farsæl og hagstæð fyrir íslenskt atvinnulíf. Því hefur verið skipt í hæfilega áfanga sem gert hefur íslenskum fyrirtækjum kleift að takast á við það. Fyrsti áfanginn, sem hafði 60-þúsund tonna framleiðslugetu á ári, var gangsettur í júní 1998. Síðar var kerskálinn lengdur og framleiðslugetan aukin um 50% eða í 90-þúsund tonn og var þessi 2. áfangi gangsettur í júní 2001. Sá atburður er mér í fersku minni - ekki síst fyrir það að við stækkunina störfuðu á milli 10 og 15 verktakar sem skiluðu verkinu vel á tíma og var ánægja Norðurálsmanna mað gang mála öllum augljós. Þær framkvæmdir sem við sjáum nú brátt fyrir endi á hófust í maí 2004. Þetta er bygging annarrar kerskálalínu, sem almennt er vísað til sem 3. og 4. áfanga uppbyggingar álversins. Hér er um að ræða stækkum um 130 þúsund tonn samtals, - þegar öll nýju kerin verða komin í rekstur síðar á þessu ári. Þá verður framleiðslugetan komin í 220 þúsund tonn. Þar með er ekki allt sagt því enn er fyrirhugað að stækka álverið í 260 þúsund tonn á næstunni sem verður 5. áfangi uppbyggingar Norðuráls. Allan þennan tíma hefur Norðurál nýtt íslenskt hugvit og verkkunnáttu. Famkvæmdirnar hafa verið undir stjórn verkfræðistofu HRV , sem samanstendur af íslensku verkfræðifyrirtækjunum Hönnun, Rafhönnun og VST. Þetta er í fyrsta skipti sem innlendir verkfræðingar sjá nánast alfarið um hönnun og framkvæmdaeftirlit með verkefni af þessu tagi. Þar hefur orðið til verðmæt þekking sem nú þegar hefur myndað grunn að útflutningi tækniþekkingar. Ef vel tekst til við að markaðssetja þessa starfsemi erlendis gæti hér verið komið upphaf að mikilvægum útflutningi á þekkingarstarfsemi í framtíðinni sem mun tvímælalaust verða til að efla starfsemin hér heima enn frekar. Alls hafa um 100 íslenskir verkfræðingar komið að þessu verki auk um 600 starfsmanna byggingarverktaka, - en um 85% þeirra hafa verið Íslendingar. Fljótlega eftir að Century Aluminium kom inn í íslenskt atvinnulíf, fyrir um tveimur árum, varð ljóst að hér var á ferð fjárfestir sem kunni að meta fyrirtækið Norðurál, starfsfólk þess og íslenskt viðskiptaumhverfi. Vilji var strax til að fylgja eftir framkomnum áformum um stækkun þessa 3. og 4. áfanga og jafnframt var leitað hófanna um möguleika á byggingu nýs álvers. Það er viðurkennd staðreynd að styrkur hvers fyrirtækis felst fyrst og fremst í mannauði þess. Þetta á svo sannarlega við um Noruðurál og get ég ekki lokið þessum ávarpsorðum án þess að óska fyrirtækinu og starfsmönnum þess til hamingu með þá viðurkenningu sem þeim hlotnaðist síðastliðið haust á alþjóðlegri ráðstefnu í Ástralíu um tækni í álverum - en dómnefndinni þótti afar mikið til um þann árangur sem náðst hefur í að bæta nýtni framleiðslueininga álversins hér á Grundartanga. Ég vil því óska Willy, Óskari og Gauti og félögum þeirra í kerskála til hamingu með árangurinn.</p>

2006-02-08 00:00:0008. febrúar 2006Kynningafundir á Norðurlandi.

<p>Kæru gestir. Ég vil í upphafi máls míns þakka ykkur fyrir þessa góðu mætingu hér í kvöld. Það er greinilegt að möguleg uppbygging stóriðju brennur á fólki hér. Áður en lengra er haldið langar mig einnig til að þakka öllum þeim sem komið hafa að þeirri vinnu sem fram hefur farið undanfarna mánuði í tengslum við mögulega uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi. Raunar hafa rannsóknir og annar undirbúningur stóriðju á Norðurlandi staðið yfir í á þriðja áratug og hefur ríkið varið til þeirra fleiri tugum milljóna króna. Svo farið sé yfir forsögu atburða síðustu mánaða þá lýsti Alcoa, móðurfélag Alcoa Fjarðaáls sf., í maí s.l. yfir áhuga á að reisa álver á Norðurlandi. Í kjölfarið var sett á laggirnar samráðsnefnd á milli stjórnvalda, sveitarfélaga á Norðurlandi - þ.e. úr Skagafirði, Eyjafirði og frá Húsavík, atvinnuþróunarfélaga og Alcoa. Hugmyndin með því var sú að láta ákvarðanir um staðsetningu næsta álvers ráðast af faglegum sjónarmiðum. Var í því skyni ráðist í viðamiklar rannsóknir þar sem m.a. voru athuguð jarðfræði, hafnarskilyrði, veðurfar, loftdreifingarútreikningar, umhverfisskilyrði, fornleifaskráning, samfélagsáhrif o.s.frv. Skapaðist um það starf góð sátt milli allra aðila nefndarinnar og hefur farið fram mjög góð vinna á hennar vegum sem ber að þakka fyrir. Vona ég að hvort og þá hvar sem næsta álver rísi á Norðurlandi beri sveitarfélögin gæfu til að vinna enn frekar saman og byggja upp öflugt og mannvænlegt samfélag sem verði eftirsóknarvert til búsetu. Mig langar einnig til að koma á framfæri þökkum til Alcoa fyrir þeirra aðkomu og áhuga fyrir atvinnuuppbyggingu á Íslandi. Eins og flestum er kunnugt horfði ekki vel með uppbyggingu stóriðju á Austurlandi fyrir fáeinum árum. Segja má að Alcoa hafi komið til sögunnar þar á elleftu stundu og er ein afleiðing þess að mínu mati sú að nú búa íslensk stjórnvöld við það umhverfi, sem mörgum hefði þótt einkennilegt fyrir mjög fáum árum, að áhugi á uppbyggingu stóriðju hér á landi er slíkur að ljóst er að færri komast að en vilja. Ég tel mig einnig tala fyrir munn fulltrúa samráðsnefndarinnar þegar ég segi að Alcoa hafi hvarvetna komið að málinu með faglegum hætti. Veit ég að þeir nefndarmenn sem fóru í ferð til Kanada skömmu fyrir áramót til að kynna sér starfsemi fyrirtækisins þar hafa orðið margs vísari og eflaust orðið sannfærðir um að Alcoa sinnir starfsemi sinni af fullri alvöru og gætir að aðbúnaði starfsfólks í hvívetna. Samkvæmt þeirri aðgerðaáætlun sem unnið er eftir verður tekin ákvörðun þann 1. mars n.k. um hvort þessari vinnu verði haldið áfram og þá hvaða staður á Norðurlandi verður fyrir valinu. Þeirri ákvörðun til grundvallar eru rannsóknarniðurstöður þær sem nú liggja fyrir. Og til að taka af allan vafa þá tók ég eftir því að Erna Indriðadóttir, verkefnisstjóri samfélags- og upplýsingamála hjá Alcoa Fjarðaáli sf., lét hafa eftir sér í Morgunblaðinu s.l. laugardag að enginn staður hér á Norðurlandi væri „heitari“ en annar á þessu stigi málsins. Ljóst væri að sumt væri betra á einum stað en öðrum en málið væri ekki komið svo langt að einn staður þætti alveg rakinn kostur. Hins vegar væri ljóst að allir staðirnir sem koma til greina væru góðir kostir. Verður farið nánar yfir það hér á eftir þar sem skýrsla með rannsóknarniðurstöðunum verður kynnt. Allir þeir sem fylgst hafa með uppbyggingunni í kringum virkjana- og álversframkvæmdirnar fyrir austan hafa tekið eftir þeim stakkaskiptum sem þar hafa orðið. Nú er vel liðið á framkvæmdatímabilið og sjá má að mörg fyrirtæki sem fyrir voru hafa vaxið og önnur hafa flutt þangað. Hundruð íbúða hafa verið byggðar eða eru í byggingu og hundruð lóða til viðbótar hefur verið úthlutað. Hefur þetta leitt af sér mikla hækkun fasteignaverðs. Þá hefur átt sér stað mikil uppbygging í opinberri þjónustu og raunar hefur þjónustustig almenn hækkað mjög. Ég vil einnig vekja athygli á því að á sínum tíma töluðu margir um að áhrif framkvæmdanna á austfirskt samfélag væru ofmetin. Raunin er sú að áætlanirnar virðast hafa verið vanmetnar. Því til staðfestu var í upphafi áætlað að fjöldi starfa sem myndu skapast í kringum uppbygginguna, bæði bein og óbein störf, yrðu 750. Nú er ljóst að þessi störf verða um 900 talsins. Fjöldi nýrra íbúða var í upphafi áætlaður 680 en nú gera áætlanir ráð fyrir að þær verði um 750. Bygging atvinnuhúsnæðis og opinbers húsnæðis var einnig vanmetið. Það sem er þó kannski hvað athyglisverðast að mínu mati eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Gallup. Samkvæmt þeim telja tæp 90% íbúa á Austurlandi að Fjarðarál verði góður vinnustaður. Þegar spurt var hvort Fjarðaál væri traust eða ótraust fyrirtæki svöruðu 96,6% íbúa Fjarðabyggðar því til að það væri traust fyrirtæki. Sambærileg svörun á Austurlandi öllu reyndist 90,9%. Tiltrú Austfirðinga á Fjarðaáli hefur því farið vaxandi frá fyrri könnun, sem segir töluvert um hvernig Austfirðingum finnst að fyrirtækið standi að málum í kringum uppbygginguna. Athyglisverðast finnst mér þó að hærra hlutfall kvenna en karla í Fjarðabyggð segist halda að gott verði að vinna hjá Fjarðaáli eða 98,5% á móti 91,3% karla. Ef þessar tölur munu á einhvern hátt endurspeglast í hlutfalli kynjanna í störfum hjá Fjarðaáli finnst mér það stórkostlegur árangur því það sem hefur ekki hvað síst skort á landsbyggðinni eru vel launuð kvennastörf. Könnunin endurspeglar einnig að hér á landi hefur reynslan af starfsemi álfyrirtækja verið góð. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Ísland fór til að mynda fögrum orðum um þau mál nú nýlega og sagði að störf í áliðnaði væru góð störf, vel launuð og mikill stöðugleiki væri í starfsmannahaldi hjá álfyrirtækjum. Meðalstarfsaldur hjá Alcan í Straumsvík er þannig með því lengsta sem gerist hér á landi, eða yfir 15 ár í árslok 2005. Veltuhraði starfsmanna í greininni er einnig með því lægsta sem þekkist, eða 3,5–4% í áliðnaði árið 2004. Í samanburði er meðaltalið meðal félagsmanna ASÍ yfir 30%. Þá eru regluleg mánaðarlaun verkafólks og iðnaðarmanna í álverum mun hærri en meðaltalið meðal þessara hópa á landsvísu. Þá greindi framkvæmdastjórinn frá því að stjórnendur álfyrirtækja væru frumkvöðlar og í fararbroddi í öryggis- og aðbúnaðarmálum hér á landi. Mig langar einnig til að grípa niður í áætluð áhrif mögulegs álvers á Norðurlandi. Samkvæmt samfélagsathugunum, sem unnar voru á vegum Nýsis og Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri í tengslum við athuganirnar hér Norðanlands, er áætlað að heildarfjöldi starfa í kringum nýtt álver gætu verið á bilinu 600-700 á Norðurlandi og í kringum 900-1050 á landinu öllu. Áhrifin yrðu jafnframt þau að þörfin fyrir húsnæði yrðu sem næmi 500-600 nýjum íbúðum á Eyjafjarðarsvæðinu ef álver yrði staðsett þar og 360-400 nýjum íbúðum á Húsavíkursvæðinu eða í Skagafirði, ef nýtt álver yrði staðsett á öðrum hvorum staðnum. Mismunurinn skýrist af því að álver annað hvort í nálægð við Húsavík eða í Skagafirði myndi þurfa að sækja þjónustu í töluverðum mæli til Akureyrar. Fólksfjölgun á Norðurlandi er áætluð um 1100-1400 manns og skiptist hún með mismunandi hætti á milli staða eftir því hvar álverið yrði staðsett. Þessar staðreyndir leiða einnig af sér að líklegt er að mögulegum framkvæmdum myndu fylgja töluverðar samgöngubætur í formi betri vega og jarðgangna. Ef vikið er að þjóðhagslegum áhrifum þá er ljóst að þau munu verða allnokkur. Hlutverk stjórnvalda er að viðhalda stöðugleika í efnahagsmálum og gæta þess að í áframhaldandi uppbyggingu muni framkvæmdir, ef af þeim verður, dreifast með skynsamlegum hætti yfir næstu ár þannig að ekki verði hér of mikil þensla og útflutnings- og samkeppnisgreinar standi ekki höllum fæti. Ef vel tekst til með að tímasetja framkvæmdir verður hagstjórnin auðveldari og óæskileg hliðarárhrif minni. Stjórnvöld munu jafnframt gæta þess að staðið verði við skuldbindingar gagnvart Kyoto-bókuninni. Í því sambandi má nefna að ég hef greint frá því opinberlega að jafnvel þótt litið sé til allra ítrustu hugmynda um stækkun álvera eða byggingu nýrra hér á landi, þá munu Íslendingar standa við skuldbindingar sínar í Kyoto-bókuninni gagnvart útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna stóriðju. Eins og komið hefur fram í fréttum er talsverður áhugi fyrir frekari uppbyggingu stóriðju annars staðar á landinu. Er þá einkum rætt um stækkun álvers Alcan í Straumsvík og nýtt álver í Helguvík. Hvort sem af þeim áformum verður eða ekki þá munu þau á engan hátt hafa áhrif á mögulega uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi. Áform um stækkun Alcan í Straumsvík hafa verið lengi uppi og það væri óhugsandi að stjórnvöld tækju þá ákvörðun að stöðva þær hugmyndir, ef öllum eðlilegum skilyrðum varðandi starfsemina er framfylgt. Staðan er sú að Alcan hefur undirritað samkomulag við Orkuveitu Reykjavíkur um afhendingu á tæplega helmingi af þeirri raforku sem þörf er á vegna stækkunarinnar og einnig liggur fyrir mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Alcan á einnig um þessar mundir í einkaviðræðum við Landsvirkjun um þá orku sem út af stendur til að af stækkun geti orðið. Ekki er hins vegar búið að taka neina ákvörðun um hvort af stækkun muni verða. Þá eru sem fyrr segir uppi áform um hugsanlegt álver í Helguvík en þær hugmyndir eru mun skemur á veg komin og allar tímasetningar þar óljósari. Hvað sem þessum hugmyndum líður vil ég ítreka það að þær munu ekki hafa áhrif á mögulega uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi, enda þessi áhugið verið bæði stjórnvöldum og Alcoa ljós. Góðir gestir. Ég hef nú í fáum orðum farið yfir megindrættina í því sem unnið hefur verið að varðandi frekari uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi og möguleg áhrif framkvæmda. Hér á eftir mun verða farið ítarlegar yfir þá vinnu sem búið er að inna af hendi á vegum samráðsnefndarinnar, sem og það sem framundan er á næstu vikum. Að kynningum loknum vonast ég til þess að framsögumenn fái viðbrögð og spurningar utan úr sal þannig að fundurinn varpi sem skýrustu ljósi á framvindu mála. Takk fyrir. Punktar vegna mögulegra spurninga um áform á Suðvesturhorninu: Sem kunnugt er hefur í fréttum að undanförnu nokkuð verið rætt um áform og uppbyggingu álvera á Suðvesturhorninu. Er þar annars vegar um að ræða að Alcan er að skoða stækkun álvers fyrirtækisins í Straumsvík um 280.000 tonna ársframleiðslugetu. Hefur félagið undirritað samkomulag við Orkuveitu Reykjavíkur um afhendingu á um 40% þeirrar raforku sem þörf er á vegna stækkunarinnar og einnig liggur fyrir mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Þá er Alcan um þessar mundir í einkaviðræðum við Landsvirkjun um þá orku sem út af stendur til að af stækkun geti orðið. Ekki er hins vegar búið að taka neina ákvörðun um hvort af stækkun muni verða og ítrekaði Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, það m.a. í Morgunblaðinu þann 28. janúar s.l. Century Aluminium, eigandi Norðuráls, er svo að skoða byggingu nýs allt að 250.000 tonna álvers við Helguvík á Reykjanesi. Ekki er á þessu stigi víst hvaða tímasetningar koma þar til greina en þó er ljóst að einkaviðræður Alcan og Landsvirkjunar geta eitthvað seinkað áformum þar. Í þessu sambandi langar mig til að nota tækifærið til að fara yfir aðkomu stjórnvalda að stóriðjuuppbyggingu á Íslandi, þar sem ég veit að andstæðingar mínir hér Norðanlands halda uppi þeim áróðri að ég sé ekki að vinna að atvinnuuppbyggingu á þessu svæði. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar kemur fram að það er markmið ríkisstjórnarinnar að „orkulindir hvers landsvæðis verði nýttar af skynsemi til að byggja upp atvinnu og efla mannlíf“. Að því tel ég jafnframt að við höfum verið að vinna á liðnum árum. Aðstæður hér á landi eru hins vegar nú um margt breyttar frá því sem áður var. Má í því sambandi nefna að nú hefur verið komið á samkeppni í vinnslu og sölu raforku. Stjórnvöld stýra því ekki með sama hætti og áður var hvar stóriðjuuppbygging á sér stað en þau geta liðkað til fyrir málum á svæðum sem eru innan byggðakorts ESA (útskýra hvað byggðakort ESA er) með svipuðum hætti og þau hafa gert hér á Norðurlandi þar sem milljónatugir hafa verið lagðir í undirbúning stóriðjuuppbyggingar af hálfu stjórnvalda. Sem dæmi um hvernig aðstæður eru þá hefur iðnaðarráðuneytið til að mynda ekki komið nálægt stækkunaráformum Alcan í Straumsvík. Orkuveita Reykjavíkur tók fyrsta skrefið þar með því að semja við Alcan í júní s.l. um að útvega fyrirtækinu 40% þeirrar orku sem þarf vegna stækkunarinnar. Meðal þeirra sem stóðu að þeirri ákvörðun voru fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í stjórn OR. Síðar samþykktu Alcan og Landsvirkjun að gengið yrði til einkaviðræðna um raforku til stækkunar álversins. Þá kann einhver að gagnrýna það að iðnaðarráðherra beiti sér ekki fyrir því að stjórn Landsvirkjunar greiði atkvæði á einn eða annan hátt. Því er til að svara að í stjórn Landsvirkjunar sitja sjö fulltrúar eigenda fyrirtækisins og miðast fjöldi þeirra við eignarhlut hvers aðila. Einn fulltrúi er skipaður af bæjarstjórn Akureyrar, þrír fulltrúar af borgarstjórn Reykjavíkur og þrjá fulltrúa skipar iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Sú hefð hefur skapast að eigendur Landsvirkjunar velja sér fulltrúa í stjórn fyrirtækisins í samræmi við pólitískan styrk og þannig eru fulltrúar Reykjavíkurborgar til að mynda tveir frá R-listanum og einn frá Sjálfstæðisflokki. Fulltrúi Akureyrar kemur frá meirihluta bæjarstjórnar og fulltrúar ríkisins eru tveir frá stjórnarmeirihlutanum og einn frá stjórnarandstöðu. Endurspeglar þessi tilhögun þann vilja að sjónarmið stjórnarmanna Landsvirkjunar komi frá jafnt minnihluta sem meirihluta kjörinna fulltrúa á alþingi og í sveitarfélögunum tveimur. Í lögum um Landsvirkjun segir jafnframt að stjórnarmenn fyrirtækisins hafi réttindi og skyldur opinberra sýslunarmanna. Stjórnarmenn hafa ekki þær skyldur að hlýta fyrirmælum þess ráðherra sem fer með eignarhald í hluta fyrirtækisins en eru hins vegar í stjórnarstörfum sínum bundnir af lögum og reglum sem um Landsvirkjun gilda. Í reglugerð fyrir Landsvirkjun segir að í verksviði stjórnar felist meðal annars að „gæta hagsmuna fyrirtækisins í hvívetna og marka heildarstefnu þess á hverjum tíma“. Þrátt fyrir þessar fréttir af áformum um uppbyggingu stóriðju á Suðvesturhorninu og þrátt fyrir þá vinnu sem unnin hefur verið á vegum samráðsnefndarinnar hér fyrir norðan langar mig til að ítreka að engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um hvort af þeim muni verða og þá hvaða tímasetningar væri um að ræða. En jafnvel þótt litið sé til allra ítrustu áforma um stækkun álvera eða byggingu nýrra hér á landi, og ef miðað er við þær tímaforsendur sem nú virðast vera uppi á borðum, þá munu Íslendingar standa við skuldbindingar sínar í Kyoto-bókuninni gagnvart útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna stóriðju. Mitt hlutverk og íslenskra stjórnvalda er að gæta þess að Íslendingar standi við þessar skuldbindingar gagnvart Kyoto-bókuninni. Stjórnvöld munu jafnframt vinna að því að viðhalda stöðugleika í efnahagsmálum og gæta þess að í áframhaldandi uppbyggingu muni framkvæmdir, ef af þeim verður, dreifast með skynsamlegum hætti yfir næstu ár þannig að ekki verði hér of mikil þensla og útflutnings- og samkeppnisgreinar standi ekki höllum fæti.</p>

2006-01-27 00:00:0027. janúar 2006Á fleygiferð - Vesturland morgundagsins

<p align="justify">Kæru gestir.</p> <p align="justify">Ég vil byrja á að óska ykkur til hamingju með þesa glæsilegu ráðstefnu. Það hafa orðið miklar breytingar í þjóðfélagi okkar á síðustu 10 árum og gríðarlegar framfarir. Ef við förum lengra aftur í tímann og veltum fyrir okkur því þjóðfélagi sem við þá bjuggum í, kemur í ljós að það hefur nánast orðið bylting. Þessi gjörbreyting á þjóðfélagsgerðinni er ekkert íslenskt fyrirbæri heldur mjög í takt við það sem við erum að horfa uppá hjá nágrannaþþjóðum okkar. Áhrifin sjást hvert sem litið er og þróunin mun halda áfram að verða hröð. Af því að við erum á fleygiferð eins og yfirskrift þessarar ráðstefnu segir.</p> <p align="justify">Óhjákvæmilega hafa breytingarnar áhrif á þróun byggðar og samkeppnishæfni atvinnulífs. Við slíkar aðstæður er afar mikilvægt fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stjórnvöld, að læra af því sem best hefur tekist og aðlaga að okkar aðstæðum til að gera betur á sem flestum sviðum og stuðla að framþróun og bættum lífskjörum um allt land.</p> <p align="justify">Í nýlegri skýrslu ráðuneytisins um þróun fasteignaverðs á Íslandi, kom fram sú athyglisverða niðurstaða að fasteignaverð hefur hækkað mest á Vesturlandi frá 1990 til 2004, sem sýnir glöggt að Vesturland er á réttri leið. Í skýrslunni kemur einnig fram að það eru sennilega þrír megin þættir sem hafa hvað mest áhrif til hækkunar , en þeir eru; Í fyrsta lagi öflug og vaxandi atvinnustarfsemi á svæðinu s.s. á sviði stóriðju. Í öðru lagi stórbættar samgöngur með tilkomu Hvalfjarðarganga og í þriðja lagi öflug og vaxandi háskólastarfsemi á svæðinu eins og glöggt má sjá af öflugri uppbyggingu hér á Bifröst.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Eins og fram hefur komið hef ég lagt áherslu á eflingu byggðakjarna. Einn þáttur í að efla byggðakjarna er gerð og framkvæmd svokallaðra Vaxtarsamninga sem unnir eru í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila. Með vaxtarsamningum er áhersla lögð á sérstöðu og styrkleika svæða og samkeppnishæfni atvinnulífs. Það er byggt er á markaðstengdum aðgerðum, m.a. auknu samstarfi einstaklinga, atvinnulífs, háskóla, tæknistofnana og mismunandi atvinnugreina. Markmiðið er að auka hagvöxt, fjölga atvinnutækifærum og treysta viðkomandi byggðakjarna svo hann geti enn frekar sinnt því lykilhlutverki að vera miðstöð atvinnu, menningar og þjónustu. Áherslurnar taka mið af sambærilegum aðgerðum erlendis, í smáum og stórum hagkerfum. Í raun má segja að markið sé sett á að treysta sjálfbæran vöxt svæða með aukinni ábyrgð og samstarfi lykilaðila. Þegar er hafið starf á þessu sviði hér á Vesturlandi.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Þeir vaxtarsamningar sem þegar eru komnir í rekstur eru á tveim stöðum á landinu, á Eyjafjarðarsvæðinu og á Vestfjörðum. Þegar vaxtarsamningar eru settir á stofn er mynduð formleg stjórn og framkvæmdastjórn, og ráðinn er sérstakur framkvæmdastjóri, sem og klasastjórar yfir hverjum þeim klasa sem ætlunin er að styrkja á viðkomandi svæðum, en náið samstarf er við atvinnuþróunarfélög um framkvæmdina. Leitað er almennt til óháðra aðila til að stjórna klösunum sjálfum og er þannig t.d. á Eyjafjarðarsvæðinu samstarf við Ferðamálasetur Íslands og Markaðsskrifstofa Norðurlands um ferðamálaklasann og Rannsóknarstofnun HA um mennta- og rannsóknarklasann. Mikil vinna hefur átt sér stað í Vaxtarsamningi Eyjafjarðar og hafa um 200 manns tekið þátt í vinnu klasanna til þessa og um 100 fyrirtæki og stofnanir hafa sent fulltrúa á kynningar- og vinnufundi.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Vaxtarsamningur Vestfjarða er skemmra á veg kominn en hann gildir frá miðju ári 2005 til ársloka 2008 og er rekstrarfyrirkomulag með sambærilegum hætti. Í raun má segja að Vaxtarsamningar séu reknir eins og hvert annað þekkingarfyrirtæki.</p> <p align="justify">Á Austurlandi, Suðurlandi, Norðurlandi vestra og hér á Vesturlandi er hafið undirbúningsstarf i sérstökum nefndum, sem Vestfirðir og Eyjafjarðarsvæðið hafa lokið – en slíku nefndarstarfi er ætlað að koma með stöðumat og tillögur um stefnumörkun í byggðamálum á þessum landssvæðum, samhliða tillögum að útfærslu vaxtarsamnings. Slíkt nefndarstarf er aðdragandi og grunnur að stofnun Vaxtarsamninga sem eru formlega settir af stað í kjölfar vinnslu slíkrar skýrslu.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Ný byggðaáætlun fyrir árin 2006-2009 mun m.a. leggja áherslu á uppbyggingu og hagnýtingu þekkingar í þágu atvinnulífs og velferðar. Ríkisstjórn Íslands hefur sýnt vilja sinn til þessara mála í verki og ákvað m.a. nú nýlega að auka eigið fé Nýsköpunarsjóðs um allt að 2,5 milljarða króna í áföngum til ársins 2009. Árið 2005 fékk sjóðurinn einn milljarð sem verður varið til sprotafyrirtækja í samræmi við lögbundið hlutverk sjóðsins og ákvarðanir stjórnar. Á árunum 2007-2009 fær sjóðurinn allt að 1,5 milljarða króna í viðbótarframlag til að standa undir hlutdeild sinni í stofnun sameignarsjóðs eða samlagssjóðs Nýsköpunarsjóðs, lífeyrissjóða og annarra fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Þá má einnig minnast á Tækniþróunarsjóð sem varð til árið 2004 en hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Tækniþróunarsjóður er rekinn af Rannís samkvæmt samningi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Sjóðurinn mun gegna veigamiklu hlutverki við fjármögnun nýsköpunarverkefna og brúa það bil sem verið hefur á milli gömlu Rannís-sjóðanna og aðkomu framtaksfjárfesta. Úthlutað var úr sjóðnum í fyrsta sinn árið 2004 en þá voru 200 milljónir kr. til ráðstöfunar. Framlag til Tækniþróunarsjóðs úr ríkissjóði mun fara stigvaxandi og miða áætlanir að því að 500 milljónir kr. verði til ráðstöfunar úr sjóðnum árið 2007. Bind ég miklar vonir við að þessar breytingar á umhverfi og fjármögnun nýsköpunar og sprotafyrirtækja skili sér í formi aukins frumkvöðlastarfs og endurnýjunar í atvinnulífinu. Ljóst er að víðast hvar erlendis eru stefna og verkefni í byggðamálum að verða í auknum mæli hluti af stefnu í tækni- og vísindum. Þetta er þróun sem við verðum að taka tillit til.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta hefur einnig verið unnið að fjölmörgum endurbótum m.a. hvað varðar fjármálamarkað, aukna erlenda fjárfestingu, einföldun á starfsskilyrðum fyrirtækja, endurbætum á hlutabréfamarkaði, einkavæðingu á fjármálamarkaði, og bættum starfsskilyrði frumkvöðla, svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta hefur stuðlað að aukinni samkeppnishæfni atvinnulífs og auðveldað aðlögun þess að þróun og kröfum alþjóðavæðingar, sem hefur verið forsenda framþróunar og hagvaxtar. Árangur af þessu starfi má m.a. sjá í aukinni erlendri fjárfestingu og á sama tíma meiri útrás íslenskra fyrirtækja.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Góðu gestir,</p> <p align="justify">Sóknarfæri Vesturlands eru á mörgum sviðum og þróun undanfarinna ára og missera sýnir glöggt að svæðið hefur nýtt sér þessi sóknarfæri með góðum árangri. Ég er ekki í nokkrum vafa um að sú þróun mun halda áfram og treysta enn frekar vöxt og lífskjör á svæðinu frá því sem nú er.</p> <br /> <br />

2006-01-24 00:00:0024. janúar 2006Upplýsingatækni áhrif og ávinningur.

<p align="justify">Ráðstefnustjóri, góðir gestir,</p> <p align="justify">Það er mér mikið fagnaðarefni að við skulum vera hér saman komin til að ræða um upplýsingatæknina á Íslandi og þýðingu hennar fyrir það samfélag sem land okkar byggir. Fyrir mitt leyti vil ég segja að það var orðið tímabært að þessari mikilvægu grein væri helgaður sérstakur dagur og er von mín sú að viðburðurinn takist vel og að framhald megi verða á.</p> <p align="center">- o -</p> <p align="justify">Reglulega birtast okkur niðurstöður hinna ýmsu kannana þar sem borinn er saman árangur þjóða heims á fjölmörgum sviðum og eiga þær það sammerkt að Ísland er ávallt í fremstu röð. Má þar nefna lista yfir lífskjör og ríkidæmi, samkeppnishæfni, vænlegt viðskiptaumhverfi og svona mætti halda lengi áfram.</p> <p align="justify">Skýringarnar á þessu eru m.a. þær að á liðnum árum hafa stjórnvöld beitt sér fyrir miklum skipulagsbreytingum og endurbótum á íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Fjármálamarkaður hefur gjörbreyst, markvisst hefur verið unnið að því að draga hið opinbera úr samkeppnisrekstri, stjórnsýslan hefur verið gerð skilvirkari, leikreglur atvinnulífsins hafa verið bættar og erlend fjárfesting hefur aukist, svo fátt eitt sé nefnt. Þegar á heildina er litið má því segja að Ísland og Íslendingar hafi á undanförnum árum borið gæfu til að stórauka þátttöku sína í alþjóðavæðingu heimsins, á grunni bættra almennra starfsskilyrða og aukinnar samkeppnishæfni. Þetta hefur skilað sér í meiri verðmætasköpun, atvinnu og bættum lífskjörum.</p> <p align="justify">Viðamikill þáttur í þessum góða árangri, ekki síst bættri samkeppnisstöðu Íslands, er sú áhersla sem lögð hefur verið á aukna nýsköpun á undanförnum árum. Má þar nefna að ríkisstjórn Íslands ákvað að verja hluta af söluandvirði Símans til að auka fjármagn til Nýsköpunarsjóðs um 2,5 milljarða króna í áföngum til ársins 2009. Þá má einnig minnast á Tækniþróunarsjóð sem varð til árið 2004 en hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Með tilkomu sjóðsins má segja að náðst hafi samfella í opinberum stuðningi frá því að hugmynd að vísindarannsóknum verður til og fram til þess að ný söluhæf afurð er tilbúin til markaðssetningar. Framlag til Tækniþróunarsjóðs úr ríkissjóði mun fara stigvaxandi og miða áætlanir að því að 500 milljónir kr. verði til ráðstöfunar úr sjóðnum árið 2007. Bind ég miklar vonir við að þessar breytingar á umhverfi og fjármögnun nýsköpunar og sprotafyrirtækja skili sér í formi aukins frumkvöðlastarfs og endurnýjunar í atvinnulífinu.</p> <p align="justify">Þrátt fyrir góðan árangur á mörgum sviðum er því ekki að neita að sterk staða krónunnar hefur að undanförnu komið útflutnings- og samkeppnisgreinum illa og er hátækniiðnaðurinn þar á meðal. Horfur virðast vera á að gengi krónunnar muni gefa eftir á þessu ári sem kemur greininni vel en við þurfum að gera okkur grein fyrir að sveiflur sem þessar eru mjög erfiðar allri uppbyggingu og langtímaáætlunum.</p> <p align="justify">Íslensk stjórnvöld hafa átt ágætt samstarf við hagsmunaaðila í upplýsinga- og hátækniiðnaði um að skapa hér á landi þau skilyrði sem greitt geta fyrir vexti greinarinnar. Mig langar í þessu samhengi til að minnast á það að á Iðnþingi í mars s.l. fékk ég afhent tilboð Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja til stjórnvalda, sem nefnt er „Þriðja stoðin". Markmið tilboðsins er að upplýsingatækni verði meginstoð í verðmætasköpun og gjaldeyristekjum Íslands árið 2010. Skýrsla sem kom út á síðasta ári og unnin var í samvinnu Samtaka iðnaðarins, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta og Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja, staðfestir hins vegar að þróun í uppbyggingu hátækniiðnaðar hefur ekki orðið jafn hröð hér á landi og annars staðar og leita þarf leiða til að bæta úr. Þrátt fyrir þetta segja opinberar tölur okkur að árið 2004 hafi um 4% verðmætasköpunarinnar og yfir 7% gjaldeyristekna komið frá hátækniiðnaði og innan hans hafi þá starfað um 6.400 manns. Það er því ljóst að til mikils er að vinna við að efla þennan iðnað og hafa stjórnvöld tekið tilboðinu af fullri alvöru eins og ég mun koma nánar að hér á eftir.</p> <p align="justify">Fyrrgreint tilboð samanstendur af verkefnum sem spanna víðfeðmt svið og heyra undir fjölmörg ráðuneyti. Því var ákveðið í samráði við forsvarsmenn Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja að beina tilboðinu til Vísinda- og tækniráðs sem ályktaði þann 19. desember sl. að beina því til „viðkomandi ráðherra að vinna að eflingu hátækniiðnaðar og sprotafyrirtækja". Þá kynnti ég tilboðið í ríkisstjórn í desember s.l. og var samþykkt að erindi er varða framgang málsins yrðu send til þeirra fagráðuneyta sem fara með viðkomandi málaflokka sem verkefnin heyra undir. Hefur það erindi verið sent út og er viðbragða að vænta á næstunni.</p> <p align="justify">Mig langar einnig til að nefna að s.l. vor skipaði ég starfshóp um fjármögnun nýsköpunar. Starfshópurinn skilaði tillögum sínum til mín í lok síðasta árs. Þær beinast aðallega að skattalegum umbótum sem fulltrúar fjármálamarkaðarins telja nauðsynlegar til þess að auka aðgang nýsköpunarfyrirtækja að áhættufjármagni. Veigamesta tillagan lýtur að því að virkja samlagshlutafélagaformið sem vettvang þar sem ólíkir fjárfestar geta komið saman til þess að fjárfesta í nýsköpun. Þá er tillaga sem miðar að því að auðvelda þátttöku lífeyrissjóða í samlagshlutafélögum. Þriðja tillagan fjallar um þróunartíma nýsköpunarfyrirtækja og þau markmið laga um virðisaukaskatt að veita fyrirtækjum nægan aðlögunartíma til uppbyggingar. Fjórða og síðasta tillaga fjallar um skattaívilnanir til tæknifyrirtækja sem stunda rannsókna- og þróunarstarfsemi.</p> <p align="justify">Um þessar mundir eru í gangi viðræður á vettvangi ríkisstjórnarinnar um hvernig vinna megi að framgangi fyrrgreindra tillagna og verkefna. Hafa þær viðræður verið góðar og ríkir einhugur um að hrinda í framkvæmd aðgerðum sem bæta munu almenn starfsskilyrði fyrirtækja hér á landi, ekki hvað síst fyrir fyrirtæki í hátækniiðnaði.</p> <p align="justify">Vil ég geta þess að nú þegar hefur verið ákveðið á þessum vettvangi að taka til athugunar mál sem snerta samkeppnisstöðu hýsingarfyrirtækja, sem miðar að því að gerðar verði nauðsynlegar breytingar til að fyrirtæki á almennum markaði sem veita hýsingarþjónustu geti keppt á jafnréttisgrundvelli um verkefni sem nú eru í einhverjum tilfellum innan deilda og stofnana hjá hinu opinbera. Snerta þær breytingar á virðisaukaskattkerfinu en hingað til hafa opinberir aðilar þurft að greiða virðisaukaskatt ef þeir kjósa að úthýsa hýsingu tölvukerfa. Sleppa þeir hins vegar við að greiða skattinn ef þeir hýsa tölvukerfin sjálfir. Ég er bjartsýn á að þetta mál hljóti farsæl málalok.</p> <p align="justify">Í þessu sambandi má einnig nefna það að fyrir fáeinum árum var á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis unnin könnun á umfangi hugbúnaðargerðar ríkisins. Hafa aðstæður og umfang opinberra upplýsingatæknideilda án vafa breyst síðan sú könnun var gerð. Tel ég því eðlilegt að skoða þetta mál aftur nú og að ráðist verði í úttekt sem hefði það að markmiði að kanna eðli og umfang upplýsingatæknistarfsemi opinberra aðila.</p> <p align="justify">Þá hafa stjórnvöld til skoðunar að gera breytingu á virðisaukaskattkerfinu sem tekur tillit til langs þróunartíma sprotafyrirtækja, en í dag er almennt gert ráð fyrir að sprotafyrirtæki þurfi 10-12 ár til að ná jákvæðri niðurstöðu í rekstrarreikningi. Stjórnvöld telja mikilvægt að búa þannig í haginn að sprotafyrirtæki fái þennan nauðsynlega tíma til að þróast til enda og skila eigendum sínum og samfélaginu arði. Í dag veitir skattkerfið sprotafyrirtækjum svigrúm til að nýta innskatt í allt að sex ár, þrátt fyrir tekjuleysi. Stjórnvöld eru hins vegar að kanna kosti þess að lengja þennan aðlögunartíma sprotafyrirtækja að virðisaukaskattskerfinu úr sex árum í allt að 10-12 ár.</p> <p align="justify">Fyrr í máli mínu minntist ég á eflingu Nýsköpunarsjóðs. Sjóðurinn hefur nú fengið heimildir til að stofna til nýrra sameignarsjóða með öðrum fjárfestum. Þrátt fyrir mikinn áhuga fjárfesta á að ganga til liðs við slíka sjóði hefur það staðið málinu fyrir þrifum að hér á landi eru samlagshlutafélög sjálfstæður skattaðili. Fjárfestar sem eru undanþegnir skatti, eins og til að mynda lífeyrissjóðir, hafa því ekki getað tekið þátt í fjárfestingarsjóðum með skattskyldum fjárfestum, án þess að þeim sé íþyngt með skattlagningu innan samlagshlutafélaga. Hér er um mál að ræða sem kann að virka einfalt við fyrstu sýn en er nokkuð flókið í framkvæmd. Stjórnvöld hafa þó tekið þá ákvörðun að endurskoða lagaumhverfi samlagshlutafélaga, m.a. með það að markmiði að samlagshlutafélögum sé gert kleift að starfa hér á landi án þess að vera sjálfstæðir skattaðilar.</p> <p align="justify">Þá vil ég einnig geta þess að í gangi er ýmis sú vinna sem atvinnulífið hefur kallað á, m.a. hvað varðar einföldun Stjórnarráðsins og endurskoðun atvinnuþróunarstarfsemi iðnaðarráðuneytisins. Miðar endurskoðun atvinnuþróunarstarfseminnar að samhæfingu eða samþættingu þeirrar viðamiklu starfsemi sem unnin er á því sviði á vegum ráðuneytisins, með það að markmiði að tryggja sterka stöðu og stuðla að öflugri atvinnuþróun og nýsköpun. Má segja að fyrrgreind einföldun og endurskoðun sé löngu tímabær enda miðaðist uppbygging Stjórnarráðsins og að hluta til atvinnuþróunarstarfsemi ráðuneytisins við annan tíma og gjörbreytt starfsumhverfi en nú er. Aðrar tillögur „Þriðju stoðarinnar" eru einnig á viðræðustigi milli ráðuneyta eins og ég greindi frá áðan.</p> <p>Stjórnvöld hafa ekki aðeins unnið að almennri eflingu íslensks upplýsingatækni- og hátækniiðnaðar, heldur hafa þau einnig beitt sér fyrir útbreiðslu tækninnar þannig að allir þjóðfélagshópar, hvar á landinu sem fólk er statt, geti hagnýtt sér kosti hennar. Er það í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið sem unnið er eftir til ársins 2008. Langar mig því til að nefna áhersluatriði í síðustu byggðaáætlun sem snérist um það að valin voru nokkur sveitarfélög, að undangenginni hugmyndasamkeppni, sem fengu fjármagn frá hinu opinbera til að vinna að eflingu búsetuskilyrða á sínu svæði með markvissri hagnýtingu upplýsingatækni og fjarskipta. Sveitarfélögin sem urðu fyrir valinu eru annars vegar Húsvíkurbær, Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit, sem vinna verkefnið undir heitinu „Virkjum alla", og hins vegar Árborg, Hveragerði og Ölfus, sem vinna verkefni undir heitinu Sunnan 3. Hafa verkefnin gengið vel og verða m.a. bæði kynnt sérstaklega á ráðstefnunni síðar í dag. Er ég þess fullviss að þær kynningar muni vekja mikla athygli og verða rafrænni uppbyggingu annarra sveitarfélaga góð fyrirmynd.</p> <p>Í þingsályktunartillögu að nýrri byggðaáætlun sem nú liggur fyrir er gert ráð fyrir að fjármagn verði lagt í að yfirfæra þekkingu og reynslu fyrrgreindra sveitarfélaga til annarra sveitarfélaga. Tímapunkturinn gæti vart verið betri þar sem stjórnvöld boða um þessar mundir gríðarlega eflingu fjarskipta og háhraðatenginga um land allt.</p> <p align="justify">Góðir gestir,</p> <p align="justify">Við höfum öll tækifæri til þess að standa í fararbroddi meðal þjóða heims hvað varðar uppbyggingu og vöxt hátæknigreina. Við höfum ágæta innviði – eins og kom fram í erindi Guðfinnu hér áðan - og búum yfir miklum metnaði og nýjungargirni, auk framúrskarandi fólks sem býr yfir mikilli þekkingu og hæfileikum. Að mörgu er þó að hyggja og enn er hægt að bæta og gera betur. Ég er þess fullviss að UT-dagurinn geti varpað enn skýrara ljósi á þau tækifæri sem upplýsinga- og fjarskiptatæknin geta fært okkur. Ef almenningur, atvinnulíf og opinberir aðilar leggjast öll á sömu sveif er enginn vafi á því að tækifæri tækninnar munu hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag, okkur sjálfum og afkomendum okkar til heilla. Ávinningurinn getur orðið enn meiri en við gerum okkur í hugarlund í dag.</p> <p align="justify">Takk fyrir.</p>

2006-01-05 00:00:0005. janúar 2006Lækkun matarverðs og landbúnaðarstefnan

<p><br /> Verslunarfrelsi og vernd – hver er hagur neytenda?</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég vil byrja á því að þakka Samtökum verslunar og þjónustu og Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga fyrir að boða til þessa fundar. Umræðuefnið, áhrif landbúnaðarstefnunnar og aðgerðir til lækkunar matarverðs, hefur verið nokkuð til umræðu á liðnum vikum, eða allt síðan að Samkeppniseftirlitið kynnti í desembermánuði skýrslu samkeppnisyfirvalda á Norðurlöndunum sem tilgreindi m.a. að verð á matvöru hér á landi væri að meðaltali um 42% hærra en það er í löndum ESB.</p> <p>Forsaga þessarar skýrslu er sú að norræn samkeppnisyfirvöld ákváðu haustið 2004 að skoða nánar aðstæður á matvörumörkuðum landanna. Skipaður var vinnuhópur með þátttakendum frá öllum Norðurlöndunum sem átti að skilgreina og rannsaka samkeppnishömlur á norrænum matvörumörkuðum og koma með tillögur um það hvernig mætti efla virka samkeppni á umræddum mörkuðum. Í tengslum við skýrsluna kynnti Samkeppniseftirlitið líka áherslur sínar varðandi samkeppni á matvörumarkaði. Að mati þess er mikilvægt að horfa til tveggja meginþátta. Annars vegar er brýnt að huga að hugsanlegum samkeppnishindrunum sem tengjast aukinni samþjöppun og fákeppni á matvörumarkaði. Hins vegar er nauðsynlegt, að mati eftirlitsins, að huga að skyldum stjórnvalda til að búa í haginn fyrir samkeppni, neytendum til hagsbóta. Samkeppniseftirlitið hefur skilgreint áherslur sínar nánar í sex liðum.</p> <p>Af hálfu Samkeppniseftirlitsins hefur komið fram að það hyggist beita almennum eftirlitsheimildum sínum til að ryðja úr vegi hugsanlegum ólögmætum samkeppnishindrunum. Einnig að það þurfi að kanna hvort forsendur séu til sérstakra aðgerða til að tryggja betri aðgang fyrirtækja að matvörumarkaði með vörur sínar, þannig að auðveldara verði fyrir birgja að fá hillupláss í verslunum. Samkeppniseftirlitið leggur einnig áherslu á að bregðast þurfi við hvers konar samruna á matvörumörkuðum með ítrustu rannsóknum á samkeppnislegum áhrifum. Loks mun Samkeppniseftirlitið beina því til skipulags- og byggingaryfirvalda að aðgangur fyrirtækja að verslunarhúsnæði og byggingarlóðum verði sem greiðastur í þágu virkrar samkeppni. Dæmi hafa verið um það á síðustu árum að í skipulagi nýrra hverfa sé bara gert ráð fyrir einni matvælaverslun, en slíkt fyrirkomulag hamlar samkeppni.</p> <p>Eftirlitið mun eiga fundi með hagsmunaaðilum og stjórnvöldum til að kynna þeim skýrsluna og til að móta nánar forgangsröðun í áherslum sínum. Ég fagna þessari vinnu Samkeppniseftirlitsins í tengslum við skýrslunna og mótun áherslna þess.</p> <p>Ég veit að ekki mun standa á stjórnvöldum að fara með málefnalegum hætti yfir það hvernig lækka megi matvælaverð hér á landi. Forsætisráðherra tiltók til að mynda í áramótaávarpi sínu í sjónvarpi að fátt skipti hag fjölskyldunnar meira máli en verðlag á brýnustu nauðsynjum og því verði ekki við það unað til framtíðar að matvælaverð á Íslandi væri langt umfram það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Hefur hann því ákveðið að setja á fót nefnd með fulltrúum stjórnvalda, aðilum vinnumarkaðarins og samtökum bænda til að skoða og skilgreina ástæður þessa verðmunar, og koma með tillögur um úrbætur.</p> <p>Ég tel mikilvægt að þessi mál séu skoðuð gaumgæfilega því sem fyrr segir ber margs að gæta í því samhengi. Athyglisvert er, til dæmis, að verð á matvörum og óáfengum drykkjarvörum hefur hækkað minna á Norðurlöndunum en í Evrópulöndunum 15 á árunum 1999-2004, samkvæmt norrænu skýrslunni. Þar sker Ísland sig þó úr og hafa verðhækkanir hér á landi verið umfram meðaltalshækkanir á bæði hinum Norðurlöndunum og í Evrópulöndunum á þessu tímabili. Þetta tel ég að þurfi að skoða og leita skýringa á.</p> <p>Margt getur orsakað hærra matvöruverð hér á landi en í nágrannalöndunum. Hvað samþjöppun á matvörumarkaði varðar kallast á sjónarmið hagkvæmra innkaupa og stærðarhagkvæmni, og fjölbreytni og samkeppni. Íslenski markaðurinn er tiltölulega lítill og flutningskostnaður hærri hér en annars staðar. Samþjöppun í smásöluverslun er hvergi meiri í Evrópu en á Norðurlöndunum og þróunin hér á landi er enn í átt til aukinnar hlutdeildar lágvöruverðsverslana. Þá bera tvö innkaupa- og vöruhús ægishjálm yfir aðra slíka aðila hér á landi. Þrátt fyrir að einhverjir kynnu að ætla að slíkt gæti skilað sér í minni flutningskostnaði og lægra verði er verðmunur á milli landa enn þetta mikill. Þetta verður að skoða nánar. Og verðmunurinn einskorðast ekki bara við landbúnaðarvörur.</p> <p>Virðisaukaskattur á matvæli spilar hér að einhverju leyti inn í enda er hann 14% hér á landi, sem er í meðallagi ef miðað er við hin Norðurlöndin, en til að mynda er enginn slíkur skattur á matvæli í Bretlandi og hann er aðeins 1,3% í Írlandi. Þrátt fyrir það er matvælaverð á Írlandi reyndar meðal þess hæsta sem þekkist í löndum Evrópusambandins. Má í þessu samhengi geta þess að í nýlegri skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar er bent á að kjarajöfnunaráhrif lækkunar matarskatts séu afar lítil umfram það sem almenn lækkun virðisaukaskattsins myndi skila. Vörugjöld á matvæli eru svo annar þáttur sem að mínu mati mætti huga að því að draga úr enda virkar oft tilviljanakennt hvaða vörur bera vörugjöld og hverjar ekki. Leiðarljósið hér á landi ætti að mínu mati að vera það að einfalda og samræma gjaldtöku og álögur á matvælum ásamt því að huga að því hvaða aðgerðir skila sér best til neytenda.</p> <p>Þá má einnig nefna það að á Íslandi ríkir velsæld og erum við t.d. í öðru sæti á eftir Noregi á lista Sameinuðu þjóðanna þar sem ríkjum heims er raðað eftir lífskjörum og ríkidæmi. Velsæld og verðlag haldast oft að og má þannig sjá í norrænu skýrslunni að verð á matvöru í Noregi er að meðaltali um 38% hærra en það er í löndum ESB. Ef litið er til þess hversu hátt hlutfall af útgjöldum heimilanna fara í matarkaup má sjá að hér á landi fóru árið 2004 16,3% af ráðstöfunartekjum í matar- og drykkjarkaup. Á Spáni, en þar var matvælaverð lægst í Evrópusambandsríkjunum, var hlutfall þetta mun hærra en hér á landi. Beinn samanburður segir því ekki alla söguna.</p> <p>Nauðsynlegt er að skapa atvinnulífinu áfram góð skilyrði til framsækni og eflingar, jafnframt því sem neytendavernd er tryggð. Þessu hafa stjórnvöld verið að vinna að og er nú svo komið að við erum í fimmta sæti yfir þau lönd þar sem mest frelsi ríkir í viðskiptum. Höfum við hækkað um þrjú sæti frá fyrra ári. Þróunin verður jafnframt að vera á þann veg að atvinnulífið verði skilvirkt og njóti trausts. Í því skyni verður að leita leiða til að halda úti eðlilegum, almennum og sanngjörnum leikreglum sem leiða til virkrar samkeppni, án þess að opinbert eftirlit hefti eðlilegan framgang fyrirtækja. Í því skyni voru s.l. vor samþykkt ný samkeppnislög ásamt lögum um Neytendastofu og talsmann neytenda. Með lögunum hefur eftirlit með samkeppnishömlum á markaði verið eflt og störf samkeppnisyfirvalda gerð skilvirkari en áður. Ný stofnun, Samkeppniseftirlit, fer nú með eftirlitið en stofnunin sinnir einungis eftirliti með samkeppnishömlum þar sem eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum fellur nú undir Neytendastofu. Fjárframlög til samkeppniseftirlits hafa jafnframt verið stóraukin. Með stofnun Neytendastofu og embættis talsmanns neytenda hefur verið stigið stórt skref í þágu neytenda. Talsmanni neytenda er ætlað að standa vörð um hagsmuni og réttindi neytenda og stuðla að aukinni neytendavernd. Neytendastofa mun vinna að stefnumótun á sviði neytendamála auk þess sem stofnunin skal beita sér fyrir því að gerðar verði rannsóknir á sviðinu. Þá mun Neytendastofa annast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði neytendamála. Bind ég vonir við að þessar nýju stofnanir veiti okkur öflugt liðsinni og komi með þarfar ábendingar um það sem betur má fara í þjóðfélaginu, neytendum til hagsbóta.</p> <p>Íslensk stjórnvöld hafa um áratuga skeið – án tillits til þess hvaða stjórnmálaflokkar hafa setið við völd hverju sinni – talið nauðsynlegt að styðja við innlendan landbúnað með einhverjum hætti vegna byggðastefnu, fæðuöryggis og annarra þátta. Kristallast þetta m.a. í því að stuðningur hins opinbera við landbúnað er óvíða meiri en hann er hér á landi. Á síðustu 15 árum hefur hins vegar verulega verið dregið úr stuðningi við innlenda búvöruframleiðslu. Þótt ýmsum hafi þótt hægt ganga við þær breytingar verður að hafa í huga að landbúnaður er víða um land enn mikilvæg atvinnugrein og byggja úrvinnslugreinar og þjónustuaðilar þar afkomu sína á aðstæðum í þeirri grein. Eðlilegt er því að þeim er starfa í landbúnaði og tengdum greinum sé gefinn hæfilegur aðlögunartími. Til þess að setja þetta í tölulegt samhengi má nefna að útgjöld ríkisins til landbúnaðar sem hlutfall af heildarútgjöldum þess hafa farið úr 8,6% árið 1990 í 3,8% árið 2003. Samkvæmt Hagstofu Íslands fóru útgjöld hins opinbera til landbúnaðarmála, ef miðað er við verðlag ársins 2003, úr tæpum 17,5 milljörðum króna árið 1990 í ríflega 11,3 milljarða króna árið 2003. Bændur hafa að auki hagrætt umtalsvert hjá sér og má sjá það á mikilli fækkun búa samhliða stækkun þeirra. Landbúnaðurinn hefur því verið að ganga í gegnum miklar breytingar og er að aðlagast nýjum og breyttum tímum.</p> <p>Í þessu samhengi má ennig geta þess að nú er nýlokið ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Hong Kong. Þótt niðurstöður þess fundar megi eflaust túlka á ýmsa vegu, er engu að síður ljóst, að Íslendingar koma til með að þurfa að breyta stuðningi sínum við innlendan landbúnað. Hið sama á við um þær Evrópuþjóðir sem við helst berum okkur saman við. Líklegt er að draga þurfi verulega úr – eða jafnvel afnema – allan framleiðslutengdan stuðning. Áhrifin verða væntanlega þau að innlend búvöruframleiðsla muni þurfa að laga sig enn frekar að aðstæðum á markaði. Stuðningur stjórnvalda mun því þurfa að byggjast á öðrum forsendum en hingað til. Þær forsendur sem ég staldra við í þessu samhengi eru byggðasjónarmið, landnýting, umhverfissjónarmið og þættir er varða hollustu, hreinleika og rekjanleika afurða.</p> <p>Þótt ég nefni þessi atriði hér vil ég að það komi skýrt fram að hér er aðeins verið að tæpa á atriðum sem óhjákvæmilega koma til skoðunar í þessu samhengi. Orð mín ber ekki að skilja svo að ríkisstjórnin hafi nú þegar mótað tillögur um – eða tekið ákvörðun um – hvernig stuðningi við landbúnað verður háttað í breyttu umhverfi.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Á heildina litið má segja að Ísland og Íslendingar séu stöðugt að auka þátttöku sína í alþjóðavæðingu heimsins, á grunni bættra starfsskilyrða og aukinnar samkeppnishæfni. Þetta hefur skilað sér í meiri verðmætasköpun, atvinnu og bættum lífskjörum. Áfram þarf að halda á þessari braut og búa þarf allar atvinnugreinar undir breytt viðskiptaumhverfi. Ég tel að við séum að stíga rétt skref í þessum efnum hvað varðar þróun matvælaverðs, annars vegar með nefnd þeirri sem á að skoða ástæður hins mikla verðmunar og hins vegar með yfirlýsingu Samkeppniseftirlitsins þess efnis að það hyggist í starfi sínu á næstu misserum leggja ríka áherslu á að fylgjast með samkeppnisháttum á matvörumarkaðnum.</p> <p>Takk fyrir.<br /> </p> <br /> <br />

2005-12-19 00:00:0019. desember 2005Ávarp ráðherra á fundi Vísinda- og tækniráðs.

<p align="justify">Forsætisráðherra, menntamálaráðherra, fjármálaráðherra, sjávarútvegsráðherra, landbúnaðarráðherra, ráðsmenn og gestir.</p> <p align="justify">Mér telst til að þetta sé sjötti fundur Vísinda- og tækniráðs &ndash; og ályktunin sem liggur fyrir fundinum er vitnisburður um að ýmsu hefur verið áorkað frá því ráðið kom fyrst saman. Ályktunin ber því jafnframt vitni að framundan eru brennandi verkefni. Mig langar til þess að snerta á nokkrum þáttum.</p> <p align="justify">Það verkefni sem nú brennur hvað heitast er staða þekkingariðnaðarins. Eins og fram kemur í ályktuninni hafa hátæknigreinar verið í mikilli sókn og þess er getið að frá 1990 hafa um 20% allra nýrra starfa orðið til í hátæknifyrirtækjum, sem veita nú um 6.400 manns vel launuð störf. Það er gleðiefni að vöxtur fyrirtækja sem byggja á hagnýtingu á niðurstöðum rannsókna og tækniþróunar er hraður og búast má við að hlutverk þeirra í efnahagsþróuninni fari vaxandi.</p> <p align="justify">Þrátt fyrir þessi fögru fyrirheit er önnur hlið á málinu &ndash; ekki jafn jákvæð. Forráðamenn hátæknifyrirtækja hafa greint mér frá því að önnur lönd hafi farið á fjörurnar við þá og boðið þeim mun betri kjör en hér eru í boði. Skilaboðin sem ég fæ eru að vissulega hafi lækkun á tekjuskatti fyrirtækja skipt mjög miklu máli svo og aðrar skattalegar breytingar sem gerðar hafa verið á síðustu árum - en betur megi ef duga skal. Þetta viti þær þjóðir sem hafa falast eftir því að hátæknifyrirtækin flyttu starfsemi til sín.</p> <p align="justify">Á grundvelli þessa tel ég eitt allra brýnasta verkefni Vísinda- og tækniráðs að taka málefni hátæknigreina fastari tökum en hingað til hefur verið gert. Ef fleiri íslensk hátæknifyrirtæki en þegar hafa flutt starfsemi sína í heild eða hluta til útlanda stefna sömu leið gæti endurnýjun atvinnulífsins verið stefnt í voða. Því þurfa starfsnefndirnar að taka stöðu og framtíðarhorfur hátæknigreina sérstaklega á dagskrá sem allra fyrst. Fyrir liggur ítarleg greining á hátækniiðnaðinum sem var samstarfsverkefni iðnaðarráðuneytisins, Samtaka iðnaðarins og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Einnig liggur fyrir framtíðarsýn sprotafyrirtækja og fyrirtækja í upplýsingaiðnaði.</p> <p align="justify">Í ályktuninni segir að Vísinda- og tækniráð telji mikilvægt að búa íslenskum fyrirtækjum slík skilyrði hér á landi að þau efli og auki rekstur sinn. Ráðið beinir því til viðkomandi ráðherra að vinna að eflingu hátækniiðnaðar og sprotafyrirtækja. Þetta er í lagi svo langt sem það nær - en það nær of skammt. Mjög mikið er í húfi og því ætlast ég til þess að ná megi samstöðu um mun ákveðnari og framsæknari ályktanir um hátækniiðnaðinn fyrir vorið.</p> <p align="justify">Að öðru.</p> <p align="justify">Í ályktuninni kemur fram að stefnt er að sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Frumvarp til laga um Íslenskar tæknirannsóknir, þar sem starfsemi stofnananna tveggja er sameinuð, er tilbúið í ráðuneytinu. Frumvarpið hefur hins vegar ekki verið lagt fram þar sem ég tel rétt að skoða víðtækari samþættingu atvinnuþróunarstarfsemi undirstofnana ráðuneytisins og ná þannig enn meiri samlegðaráhrifum og auknu bolmagni.</p> <p align="justify">Það er ljóst að atvinnulífið hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og uppbygging þess er í raun orðin önnur en sú sem stuðningskerfi stjórnvalda hefur tekið mið af. Nýjar áherslur og breytt skipan rannsóknastofnana ríkisins er því ákaflega mikilvægt verkefni en ný heildar- og framtíðarsýn varðandi skipan atvinnuþróunarstarfsemi er ekki síður mikilvæg.</p> <p align="justify">Ég tel því nauðsynlegt að fram fari heildarendurskoðun á atvinnuþróunarstarfsemi ríkisins, þar sem litið verði til stefnu og markmiða, aðferða, tækja og skipulags. Reynt verði að nálgast viðfangsefnið með almennum hætti, þannig að áherslan sé ekki á einstakar stofnanir og hugsanleg vandamál þeirra. Ég tel að meðal annars þurfi að fella betur saman atvinnuþróunar- og nýsköpunarmál í dreifbýli og þéttbýli.</p> <p align="justify">Sumir hafa sagt að aðgerðir í byggðamálum séu varnaraðgerðir &ndash; og það kann að vera rétt að einhverju leyti - en áherslan er engu að síður á framsækna atvinnustefnu sem byggir á framförum í vísindum og tækniþróun. Þannig endurspeglast áherslur og ályktanir Vísinda- og tækniráðs til dæmis skýrt í stefnumótun ríkisstjórnarinnar í byggðamálum.</p> <p align="justify">Á grundvelli þess sem ég hef nú rakið stefni ég að því að mótuð verði heildstæð langtímastefna í nýsköpun og atvinnuþróun fyrir málaflokka iðnaðarráðuneytisins. Stefnan taki mið af þróun atvinnulífsins og miði að eflingu starfsskilyrða þess. Stefnan þarf að fela í sér greiningu á því hvaða almenna og sérhæfða aðstoð ríkið geti veitt til að skapa góð starfsskilyrði - og horfa þarf til stefnumótunar annarra ríkja í þessu sambandi.</p> <p align="justify">Staðsetning rannsóknastofnana er hluti af slíkri heildstæðri stefnumótun enda skiptir aukin samvinna og samvirkni rannsóknastofnana, háskóla og atvinnulífs lykilmáli ef takast á að hámarka árangur og nýtingu fjármagns. Ég tek þess vegna heils hugar undir þau hvatningarorð sem fram koma í ályktun Vísinda- og tækniráðs um að hagsmunaaðilar samræmi áform um uppbyggingu þekkingarþorps á Vatnsmýrarsvæðinu.</p> <br /> <br />

2005-12-15 00:00:0015. desember 2005Ávarp ráðherra við útskrift Brautargengiskvenna.

<p>Útskriftarnemar, góðir gestir</p> <p align="justify">Það er mér sönn ánægja að vera með ykkur hér í dag. Ég hef á undanförnum árum fylgst með því starfi sem fram hefur farið í nafni Brautargengis og veit að þar er um að ræða gott og árangursríkt nám. Í því ljósi langar mig til að vekja sérstaka athygli ykkar á nýkominni skýrslu Byggðastofnunar um konur og stoðkerfi atvinnulífsins.</p> <p align="justify">Skýrsla þessi er úttekt á því hvernig stoðkerfi atvinnulífsins hefur nýst konum í atvinnurekstri. Var gögnum m.a. safnað með síma- og netkönnun sem IMG Gallup framkvæmdi, og með viðtölum við sérfræðinga sem starfa innan stoðkerfis atvinnulífsins. Í könnun Gallup kom í ljós að afgerandi flestir þátttakendur í Brautargengisnámskeiðum sögðu að þau hefðu nýst mjög vel og að þeir gætu mælt með þeim við aðrar konu. Þannig sögðu 63% kvenna að námskeiðin hefðu nýst mjög vel, 26% frekar vel, 11% að það hefði nýst hvorki vel né illan en engin aðspurðra sagði að það hefði nýst frekar illa eða mjög illa. Ennfremur kom fram í niðurstöðum könnunarinnar að þátttaka í Brautargengisnámskeiðum virðist auðvelda konum að leita eftir handleiðslu og ráðgjöf í stoðkerfinu ásamt því að vera mikilvægt verkfæri fyrir konur í atvinnurekstri sem vilja bæta við þekkingu og menntun sína um stofnun og rekstur fyrirtækja. Þá hafa námskeiðin orðið til þess að mynda tengslanet á meðal kvenna í atvinnurekstri.Yfir 90% svarenda töldu að Brautargengisnámskeiðið væri sá drifkraftur sem þær höfðu gert sér vonir um fyrirfram. Allt þetta segir mér að við séum á réttri leið með námskeiðið og að halda beri þeim áfram af krafti. Hefur það raunar verið gert á undanförnum árum og námskeiðin gerð aðgengileg fyrir konu á nokkrum þéttbýlisstöðum í öllum landshlutum, auk höfuðborgarsvæðis. Þetta ber að þakka og vil ég hér með koma þeim þökkum á framfæri til starfsmanna Imru sem hafa af dugnaði og ósérhlífni byggt upp þetta gagnlega námskeið.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Góðir útskriftarnemar,</p> <p align="justify">Þið farið ekki tómhentar héðan. Vonandi er ykkar reynsla sú sama og þátttakenda í fyrrgreindri könnun og að þið munið nýta þá þekkingu og reynslu sem hefur verið miðlað til ykkar til góðra verka. En mig langar til að minnst á annað sem þið munið hafa með í farteskinu héðan. Bókin &bdquo;Stofnun fyrirtækja" kom út fyrir nokkrum árum. Hún hefur eins og nafnið gefur til kynna að geyma margvíslegar upplýsingar sem að gagni koma við stofnun fyrirtækja. Bókin er nú að koma út í annað sinn og hefur að því tilefni verið uppfærð og endurrituð að miklu leyti. Í bókinni eru upplýsingar um alla þá þætti sem stofnendur fyrirtækja þurfa að hafa í huga þegar þeir hrinda viðskiptahugmyndum sínum í framkvæmd. Í bókinni er einnig fjallað um mikilvæga þætti varðandi daglegan rekstur fyrirtækja. Það er mér sönn ánægja að fá að afhenda ykkur útskriftarnemar góðir eintak af bókinni hér á eftir og er ég ekki í vafa um að hún mun reynast ykkur hinn ágætasti leiðarvísir og nytsamlegt uppflettirit.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Góðir gestir,</p> <p align="justify">Fyrirtæki sem hafa verið stofnuð í kjölfar Brautargengisnáms eru mörg og margvísleg og hefur námið sýnt sig að vera lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf. Nýsköpun af þessu tagi er enda ein helsta forsenda þess að unnt sé að auka fjölbreytni og bæta samkeppnisstöðu atvinnulífsins því vel rekin fyrirtæki, hvort sem þau eru stór eða smá, eru undirstaða öflugs efnahagslífs.</p> <p align="justify">Ég vil að endingu þakka ykkur fyrir og óska ykkur velfarnaðar í hverju því sem þið munið taka ykkur fyrir hendur.</p> <br /> <br />

2005-12-15 00:00:0015. desember 2005Þekkingarneti Austurlands ýtt úr vör.

<p align="justify">Menntamálaráðherra, góðir gestir.</p> <p align="justify">Það er ánægjulegt að fá tækifæri til þess að segja nokkur orð nú þegar Þekkingarneti Austurlands er ýtt úr vör, en þetta mál hefur verið eitt af stóru málunum í mínum huga á síðustu misserum. Fyrir rúmlega tveimur árum var ég viðstödd hátíðarhöld vegna 5 ára afmælis Fræðslunets Austurlands hér á Egilsstöðum &ndash; en afmælinu var fagnað með opnun háskólanámsseturs, sem var eitt þeirra verkefna sem menntamálaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti ákváðu að styrkja á grundvelli samkomulags ráðuneytanna um átak í uppbyggingu menntunar og menningar á landsbyggðinni. Í dag hefst nýr áfangi, þar sem fræðslunetinu er falið að vinna að stofnun Þekkingarnets Austurlands, sem er ætlað að verða framvörður í eflingu menntunar, rannsókna og samfélagsþróunar í landshlutanum. Menntamálaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti skipta rekstrarkostnaði jafnt á milli sín á næsta ári.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Á afmælishátíðinni fyrir tveimur árum vék ég að þeirri miklu trú sem ég hef á framtíð byggðarlaganna hér á Austurlandi. Þessi trú hefur síst dvínað. Fáum dylst að álvers- og virkjanaframkvæmdir á þessu svæði hafa í för með sér miklar og örar samfélagsbreytingar. Þegar svo viðamiklar breytingar verða er nauðsynlegt að huga að því að styrkja stoðir samfélagsins. Þar sé ég fyrir mér að Þekkingarnet Austurlands muni leika lykilhlutverk, enda er efling menntunar, rannsókna og atvinnuþróunar nauðsynleg forsenda jákvæðrar þróunar byggðar til langframa. Þetta gildir að sjálfsögðu um landshlutann allan og ég fagna þeirri grundvallarhugsun, sem býr að baki þekkingarnetinu, - að tengja saman og efla um leið þá fjölbreyttu þekkingarstarfsemi sem fyrir er á Austurlandi.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ég er ekki í nokkrum vafa um að Þekkingarnetið hefur góðan grunn að byggja á. Frumkvæði Austfirðinga hefur verið ríkt og hér hefur verið unninn veigamikill undirbúningur sem skapar tryggar undirstöður undir það starf sem framundan er.</p> <p align="justify">Góðir gestir.</p> <p align="justify">Að lokum vil ég óska Austfirðingum til hamingju með þann áfanga sem náðst hefur í dag og óska aðstandendum Þekkingarnets Austurlands velgengni og farsældar.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-11-30 00:00:0030. nóvember 2005Ársfundur Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands.

<p align="justify">Ágætu ársfundargestir.</p> <p align="justify">Mér finnst við hæfi á öðrum ársfundi Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands að gera stuttlega grein fyrir fáeinum málum sem um þessar mundir eru ofarlega á baugi í iðnaðarráðuneytinu og snerta beint og óbeint starfssvið ykkar. Ég mun byrja á því að fjalla lítillega um nýskipan orkumála og þau mál sem þar eru efst á baugi. Þá mun ég gera grein fyrir þeirri vinnu sem er í gangi varðandi byggingu nýs álvers hér á landi og að lokum mun ég fjalla um sameiningu opinberra rannsóknarstofnana.</p> <p align="justify">Eins og flestum er kunnugt um hefur skipulag orkumála breyst mikið á allra síðustu árum og þá einkum í raforkugeiranum. Að grunni til hefur skipulag og lagaumhverfi raforkumála byggst á lögum er sett voru fyrir hartnær 40 árum. Enda þótt þau hafi að mörgu leyti reynst vel var talið eðlilegt að endurskoða lagaumhverfi raforkumála þar sem aðstæður hafa breyst mikið frá þeim tíma er raforkukerfi landsins byggðist upp.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Ný raforkulög voru samþykkt á Alþingi 15. mars 2003 og tóku gildi þann 1. júlí sama ár. Koma þau að fullu til framkvæmda um næstu áramót. Raforkulögin grundvallast að verulegu leyti á tilskipun Evrópusambandsins um innri markað raforku, sem er eins og kunnugt er hluti af EES-samningnum. Samkvæmt hinum nýju lögum fær almenningur valfrelsi við raforkukaup frá næstu áramótum, en flutningur og dreifing raforku verður einkaleyfisskyldur rekstur undir eftirliti hins opinbera í verðlagningu. Í nágrannaríkjum okkar hefur áunnist veruleg reynsla á sviði samkeppni, vinnslu og sölu raforku. Við Íslendingar erum hins vegar meðal síðustu þjóða í Evrópu til að innleiða breytingar á raforkuumhverfi í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Aðskilnaður samkeppnis- og einokunarþátta er þar höfuðatriði en rekstrarform þessara þátta getur verið mismunandi eftir eðli þeirra.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Til þessa verður að telja að framkvæmd laganna hafi tekist vel og góð samvinna hefur verið á milli helstu hagsmunaaðila. Opnun markaðarins hefur frá síðustu áramótum verið takmörkuð við stærri notendur, en mun opnast öllum notendum frá og með næstu áramótum. Enn er þó mikið verk óunnið við að koma raforkulögunum að fullu í framkvæmd og margvísleg vandamál þarf að leysa á næstu misserum í samstarfi við hagsmunaaðila. Þá bíður okkar mikilvægt starf við að kynna fyrir almenningi opnun markaðarins og þau tækifæri sem nýtt markaðsumhverfi býður upp á fyrir notendur jafnt sem raforkuframleiðendur.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Þær skipulagsbreytingar er leiða af nýjum raforkulögum krefjast þess að við þurfum að koma á fót skilvirku eftirlitskerfi með áherslu á hagkvæmni og aðhaldi í flutnings- og dreifikerfinu, en einnig til að tryggja hagsmuni neytenda varðandi gæði og afhendingaröryggi raforku. Í þessu skyni hefur lögum um Orkustofnun verið breytt þannig að hún er í dag stjórnsýslustofnun, sem hefur miklu hlutverki að gegna í eftirliti með framkvæmd raforkulaganna ásamt Neytendastofu og Samkeppniseftirliti.</p> <p align="justify">Það hefur margt áorkast á undanförnum árum í sambandi við nýtingu jarðhitans hér á landi, eins og flestum er kunnugt um. Þar bera hæst þær umfangsmiklu rannsóknir og virkjanaframkvæmdir sem unnið er að á Hellisheiði og á Reykjanesi. Á Reykjanesi er áformað að ráðast í sérstaka djúpborun á einni borholunni á svæðinu sem er afar áhugavert verkefni og vakið hefur alþjóðaathygli.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Forathuganir á jarðhita á síðustu árum leiða að því líkur að nýtanlegar háhitaauðlindir landsins kunni að vera stórlega vanmetnar. Því hafa orkufyrirtæki landsins og stjórnvöld sameinast um að láta rannsaka til hlítar möguleika á að nýta jarðvarma á mun meira dýpi en hingað til hefur verið gert, til að ganga úr skugga um hvort unnt væri að nýta hann við mun hærra hitastig og þrýsting en áður. Þetta verkefni hefur fengið vinnuheitið íslenska djúpborunarverkefnið. Markmið verkefnisins er að kanna hugsanlega nýtingu varma úr rótum háhitakerfa á allt að 5 km dýpi og virkja með því móti mun meiri orku úr háhitanum en áður hefur verið gert. Komi í ljós að vinnanleg gufa fáist á þessu dýpi er líklegt að unnt verði að vinna margfalt meiri orku úr háhitasvæðum landsins. Þá yrðu umhverfisáhrif af jarðhitavinnslu ekki meiri en við hefðbundna jarðhitanýtingu. Að auki yrði orkunýtni slíkrar orkuvinnslu mun meiri en við hefðbundna nýtingu háhitasvæða. Heppnist þetta verkefni er ljóst að möguleikar íslendinga til aukinnar jarðvarmanýtingar mun gjörbreytast miðað við núverandi notkun á þessari auðlind.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Víkjum þá að sameiningu opinberra rannsóknarstofnana.</p> <p align="justify">Í stefnu Vísinda- og tækniráðs er rík áhersla lögð á að treysta menningarlega og efnahagslega stöðu Íslands í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi þannig að efnahagur og lífsgæði Íslendinga skipi þeim áfram í fremstu röð meðal þjóða heims. Ennfremur er lögð áhersla á sjálfbæra nýtingu auðlinda og aukna verðmætasköpun.</p> <p align="justify">Á grundvelli þessarar stefnu hafa stjórnvöld m.a. lagt áherslu á eftirfarandi verkefni:</p> <p>· Í fyrsta lagi að auka úthlutunarfé opinberra samkeppnissjóða, sem m.a. kemur fram í stofnun Tækniþróunarsjóðs.</p> <p>· Í öðru lagi að byggja upp og efla fjölbreyttar háskólarannsóknir á Íslandi.</p> <p>· Í þriðja lagi að endurskilgreina skipulag og starfshætti opinberra rannsóknastofnana.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Starfsemi Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins og Rannsókna-stofnunar iðnaðarins var mótuð árið 1965 með sérstökum lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Um leið var atvinnudeild Háskóla Íslands skipt upp og stofnaðar 5 sjálfstæðar atvinnugreinastofnanir. Þrátt fyrir að þessi skipting hafi verið góð og gild á sínum tíma hefur margt breyst síðan þá og er nú svo komið að rekstur Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins skarast á nokkrum sérfræði-sviðum, auk þess sem unnt er að sameina tækjakost að nokkru leyti við sameiningu stofnananna. Stofnanirnar hafa raunar þegar haft með sér náið samstarf um nokkurra ára skeið og til að mynda rekið sameiginlega símsvörun. Með sameiningu þeirra skapast umtalsverð samlegðaráhrif,</p> <p align="justify">bæði hvað varðar faglega getu og rekstrarlega hagræðingu. Þá eru verulegar líkur á ennfrekari samþættingu og sameiningu stofnana sem starfa á sviði nýsköpunar og atvinnuþróunar.</p> <p align="justify">Þá má geta þess að búið er að kynna frumvarp um stofnun Matvælarannsókna hf. í ríkisstjórn. Þar er gert ráð fyrir að myndað verði hlutafélag um matvælarannsóknir Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Iðntæknistofnunar Íslands og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar, sem renni inn í þessa nýju stofnun.</p> <p align="justify">Að lokum mun ég fjalla nokuð um áætlanir um ný álver til næstu framtíðar.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Fjárfestingarstofan og nokkur sveitarfélög á Norðurlandi gerðu samkomulag við ALCOA um sameiginlega aðgerðaráætlun um hugsanlega byggingu álvers á Norðurlandi fyrr á þessu ári. Verkefnið er unnið í þremur áföngum. Í fyrstu er unnið við að ljúka staðarvalsathugunum á þrem iðnaðarsvæðum á Norðurlandi. Að því loknu verður gerð samanburðarathugun á þessum stöðum með tilliti til byggingar álvers. Á grundvelli hennar velur ALCOA þann stað sem hagkvæmastur er talinn og gerir forhagkvæmniathugun á mögulegri byggingu álvers. Niðurstöður ALCOA verða kynntar í febrúar n.k. fyrir samráðsnefnd aðila, sem leggur á ráðin um næstu skref. Þessa dagana eru aðilar samkomulagsins í Kanada til að kynna sér álver ALCOA þar og hvernig að starfsemi fyrirtækisins er staðið.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Einnig er unnið að áætlunum um stækkun eða nýbyggingu núverandi álvera á Suðvesturlandi. Síðast liðið vor gerði Norðurál samning við Reykjanesbæ og Hitaveitu Suðurnesja um að kanna sameiginlega möguleika á byggingu meðalstórs álvers í Helguvík. Fjárfestingarstofan hefur tekið þátt í þessu verkefni og veitir upplýsingar og aðstoð eftir þörfum.</p> <p align="justify">Alcan á Íslandi hefur eins og kunnugt er um nokkurt skeið unnið að möguleikum á frekari stækkun álversins í Straumsvík. Skipulagsstofnun úrskurðaði jákvætt um mat á umhverfisáhrifum stækkunar í allt að 460.000 tonn á ári og Orkuveita Reykjavíkur hefur ritað undir viljayfirlýsingu um að leggja til allt að 200 MW afl frá jarðhitasvæðum fyrirtækisins í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þá hefur Umhverfisstofnun nýlega gefið út starfsleyfi fyrir fyrirhugaðri stækkun með ákveðnum skilmálum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Sú mikla uppbygging áliðnaðar á Íslandi sem orðið hefur á liðnum áratug leiðir hugann að þeirri staðreynd að íslenska þjóðin er óðum að þróast frá því að vera fyrst og fremst fiskveiðiþjóð í að verða iðnaðar- og hátækniþjóð. Álframleiðsla nú á dögum er ögrandi framleiðslugrein sem krefst mikillar sérþekkingar og reynslu. Stefnt er að því að í Fjarðaáli verði m.a. framleiddur álvír til notkunar í háspennukapla og frekari úrvinnsla áls hlýtur að verða keppikefli okkar í samningum við álfyrirtæki í framtíðinni. Þá skulum við minnast þess að ál er umhverfisvænn málmur, sem auðvelt er að endurvinna og sú vinnsla krefst aðeins um 5% þeirrar orku sem upphafleg framleiðsla krefst.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ágætu ársfundargestir.</p> <p align="justify">Forsendur fyrir aukinni úrvinnslu áls og þátttöku íslensks atvinnulífs í þeim iðnaði eru í fyrsta lagi öflug frumvinnsla og þjónusta í landinu og í öðru lagi og ekki síður í menntun og sérþekkingu starfsfólks til þess að takast á við verkefnin. Þar kemur meðal annars til kasta háskólanna við að efla kennslu og hlúa að rannsóknum í léttmálmafræðum. Vaxtartækifærin í áliðnaði felast því einna helst í úrvinnsluiðnaði og virðisauka sem verður til við sérhæfða framleiðslu á búnaði úr áli. Markmið okkar hlýtur því að vera að stuðla að aukinni nýtingu auðlinda landsins og um leið hagsæld þjóðarinnar með bættri verk- og tæknimenningu, til að standast samkeppni við aðrar þjóðir við nýtingu þeirra verðmæta sem landið okkar býður upp á.</p> <p align="justify">Ég þakka áheyrnina.</p> <br /> <br />

2005-11-30 00:00:0030. nóvember 2005Íslensku vefverðlaunin 2005.

<p>Ágætu samkomugestir.</p> <p>Á undanförnum árum hafa átt sér stað stórkostlegar framfarir í upplýsinga- og fjarskiptatækni. Óhætt er þó að fullyrða að fæst okkar gætu hugsað sér að vera án þeirra þæginda og tækifæra sem Netið býður upp á, þegar við erum einu sinni komin á bragðið.</p> <p>Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum beitt sér fyrir því að sem flestir landsmenn geti hagnýtt sér þá möguleika sem upplýsingatæknin gefur kost á. Í því skyni var stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið fyrst mótuð og kynnt árið 1996. Yfirmarkmið stefnunnar var það að Íslendingar yrðu í fararbroddi þjóða heims í nýtingu upplýsingatækni í þágu bætts mannlífs og aukinnar hagsældar. Hefur sú stefnumörkun varðað veginn til aukinnar nýtingar tækninnar, almenningi og atvinnulífi til heilla.</p> <p>Segja má að okkur hafi gengið nokkuð vel að framfylgja þessu háleita og metnaðarfulla markmiði. Er nú svo komið að notkun upplýsingatækni er hér einhver sú mesta í heiminum. Samkvæmt nýlegri skýrslu World Economic Forum er Ísland í öðru sæti á lista yfir þjóðir heims ef litið er til þess hversu tilbúnar þær eru til að taka þátt í og haganýta sér upplýsinga- og samskiptatækni.</p> <p>Ný stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum upplýsingasamfélagsins endurspeglar þennan árangur að nokkru leyti. Sem fyrr er stefnt að því að Ísland verði í fararbroddi þjóða í nýtingu upplýsingatækni en skerpt er á áherslum. Í stað þess að kílóbæti og kerfi, vélbúnaður og hugbúnaður séu miðpunktur umræðunnar, er horft til þess hvernig íbúar þessa lands geti haft ávinning af tækninni til að bæta líf sitt og auka hagsæld samfélagsins.</p> <p>Ekki er þó staðar numið í uppbyggingu fjarskiptakerfa landsins enda skapaðist einstakt tækifæri við sölu Símans til að verja auknum fjármunum í þann málaflokk. Í fjarskiptaáætlun sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor var mörkuð stefna stjórnvalda í háhraða- og farsímavæðingu landsins auk fjölmargra annarra þátta sem skipta okkur máli og horfa til framtíðar. Með því að stofna fjarskiptasjóð og láta renna til hans hálfan þriðja milljarð króna af söluandvirði Símans er staðfestur sá vilji ríkisstjórnarinnar að skapa hér hin bestu skilyrði til að nýta þá auðlind, sem í upplýsingatækninni felst.</p> <p>Að lokum vil ég fá að minnast á fyrirhugaðan viðburð sem tengist vef- og upplýsingamálum mjög. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, í samráði við verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið og aðra aðila, hefur ákveðið, í því skyni að vekja áhuga almennings, fyrirtækja og opinberra stofnana á þessum málum, að hér á landi verði haldinn svokallaður „rafrænn dagur" (e-dagur), líkt og margar aðrar þjóðir gera. Þetta yrði gert til að hvetja ríki og sveitarfélög til dáða í að efla rafræna stjórnsýslu, og enn fremur til að hvetja almenning til að nýta sér í auknum mæli þær sjálfsafgreiðslulausnir sem þegar eru í boði, ásamt því að efla tiltrú á öryggi slíkrar þjónustu. Stefnt er að því að rafrænn dagur verði haldinn í upphafi næsta árs.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég vil að lokum nota tækifærið og þakka fyrir þetta góða framtak sem veiting Íslensku vefverðlaunanna er. Ég er ekki í vafa um að viðurkenning af því tagi sem Íslensku vefverðlaunin eru hafa verið verðlaunahöfum mikil hvatning til frekari dáða og svo mun eflaust verða með þá sem hljóta hnossið í þetta sinn.</p> <p>Takk fyrir.</p> <br /> <br />

2005-11-24 00:00:0024. nóvember 2005Ráðstefna um orkunotkun og orkusparnað.

<p>Ágætu ráðstefnugestir</p> <p align="justify">Ég vil í upphafi máls míns fagna því að við skulum vera hér saman komin til þessarar ráðstefnu um orkunotkun og orkusparnað, í tilefni þess að starfsemi sérstaks Orkuseturs og skrifstofu um vistvænt eldsneyti er komið á laggirnar við Akureyrarsetur Orkustofnunar.</p> <p align="justify">Alkunna er a nýliðin öld færði okkur Íslendinga til nútímans. Hinar ótrúlegu framfarir og umskipti sem urðu á högum þjóðarinnar þá voru vafalaust meiri en orðið höfðu á öllu lífsskeiði hennar til þess tíma. Í upphafi aldarinnar voru vatnsaflið og jarðvarminn svo til alveg ónýttar auðlindir, en framsýnir menn horfðu til þeirra sem undirstöðu hagsældar og bættra kjara þjóðarinnar. Ekkert varð þó af þeim miklu áformum, meðal annars vegna styrjalda og heimskreppu. Í styrjaldarlok hafði þjóðin hins vegar kynnst verkmenningu og háttum erlendra þjóða, færst inn í nútímann og orðið hluti af alþjóðasamfélaginu.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Ein helsta ósk þjóðarinnar um miðja síðustu öld var að rafvæða byggðir landsins. Með raforkulögum frá 1946 og stofnun raforkumálaskrifstofunnar varð mikil breyting á skipulagi raforkumála hér á landi. Þáverandi stjórnvöld tóku ákvörðun um að rafvæðing þjóðarinnar væri forgangsverkefni, enda var flestum landsmönnum þá orðið ljóst að viðhald og uppbygging byggðar um landið væri ekki möguleg án raforku, miðað við kröfur samfélagsins. Á sjöunda áratugnum var lokið við að rafvæða flest heimili og má heita að tengingu flestra landsmanna við samveitukerfi væri lokið. Stór hluti þjóðarinnar hafði þá raforku til helstu heimilis- og búnytja en ríflega helmingur þjóðarinnar bjó enn við olíukyndingu og olíukreppan á áttunda áratug kom sérlega illa við þessa íbúa. Með hinu mikla átaki í uppbyggingu hitaveitna víða um land og gerð byggðalínu á árunum 1973-1985 tókst að búa svo um hnútana að þeir landsmenn er ekki nytu hitaveitna ættu aðgang að rafmagni til húshitunar og nú er svo komið að aðeins örfáir tugir heimila notast enn við olíuhitun og þá fyrst og fremst vegna þess að þau eiga ekki möguleika á raforku til hitunar.</p> <p>&nbsp;</p> <p align="justify">Uppbygging hitaveitna víða um land samhliða styrkingu flutnings- og dreifikerfis landsins hefur leitt til þess að hlutur jarðhitans í heildarorkunotkun landsins er nú yfir 50% og að langstærstum hluta er hér um að ræða húshitun. Nýting jarðhitans í stað olíu hefur sannanlega skilað landsmönnum árlega tugum milljarða í ábata og vonir standa vissulega til að notkun þessarar auðlindar muni enn aukast á næstu árum. Með lögum frá 2002 um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar var mörkuð stefna um greiðslu stofnstyrkja til nýrra hitaveitna sem renna mun stoðum undir uppbyggingu og hagkvæmni þeirra. Um leið mun smám saman draga úr þörf fyrir niðurgreiðslur á rafhitun húsa, en stofnstyrkur til nýrra hitaveitna nemur nú 8 ára niðurgreiðslufjárhæð vegna rafhitunar. Nú þegar hafa sparast á s.l. 5 árum um 60 milljónir kr. af niðurgreiðslufé vegna nýrra hitaveitna og fyrirsjáanlegt er að þessu til viðbótar muni á næstu 3-4 árum svipuð upphæð sparast. Einnig er í lögunum ákvæði um að ráðherra sé heimilt að verja ákveðinni fjárupphæð árlega til þess að efla jarðhitaleit á köldum svæðum. Með þeim hætti verður unnt að vinna mun markvissar að jarðhitaleit en áður hefur verið. Við erum því tvímælalaust á réttri leið við uppbyggingu nýrra hitaveitna.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Með þessari ráðstefnu tekur formlega til starfa starfsstöð Orkuseturs og vettvangs fyrir vistvænt eldsneyti við Akureyrarsetur Orkustofnunar. Í flestum löndum Evrópu hafa stjórnvöld í auknum mæli frumkvæði að því að stuðla að bættri orkunýtingu á öllum sviðum þjóðfélagsins. Evrópusambandið hefur stuðlað að þessari þróun, m.a. með því að starfrækja sjóði sem reknir hafa verið í um áratug og eru ætlaðir til að styrkja annars vegar skilvirka orkunotkun og hins vegar notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Hér á landi hefur málefnum sem varða orkusparnað eða skilvirka orkunotkun verið of lítill gaumur gefinn á undanförnum árum. Orkunotkun hér á landi hefur aukist hröðum skrefum og með aukinni þekkingu á orkulindunum hefur mönnum orðið betur ljóst mikilvægi þess að fara vel með orkulindirnar og nýta þær á skynsamlegan hátt. Bætt meðvitund um umhverfisáhrif orkuvinnslu</p> <p align="justify">og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands varðandi losun gróðurhúsalofttegunda hafa átt stóran þátt í þessari þróun. Á árinu 2004 sótti iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Orkustofnun um styrk til Evrópusambandsins um að koma á fót sérstakri skrifstofu er hefði þann tilgang að miðla upplýsingum um orkumál til almennings og stjórnvalda, hvetja til skilvirkrar orkunotkunar og þá sérstaklega við húshitun, og til að aðstoða fyrirtæki og sveitarfélög til bættrar orkunýtni. Styrkveiting Evrópusambandsins til Orkusetursins hefur nú verið staðfest og nemur 5-6 milljónum kr. á ári næstu 3 árin. Þá verður í dag ritað undir viljayfirlýsingu milli KEA, Orkustofnunar og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis um stuðning KEA við hina nýju starfsemi Akureyrarseturs Orkustofnunar og nemur styrkur félagsins 5 milljónum króna á ári næstu þrjú ár. Í viljayfirlýsingunni kemur einnig fram gagnkvæmur áhugi og vilji aðila til aukins samstafs á næstu árum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Vettvangur um vistvænt eldsneyti sem komið var á fót á Orkustofnun árið 2004 verður einnig frá og með deginum í dag fluttur til Akureyrarseturs Orkustofnunar. Alkunna er að meginhluti olíueldsneytis hér á landi er notaður til samgangna og skipaflotans og því er afar mikilvægt að hugað sé að öllum mögulegum leiðum í notkun vistvæns eldsneytis í framtíðinni. Með því er unnt að draga verulega úr olíunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Í tilefni af formlegri opnun skrifstofu Orkuseturs og Vettvangs um vistvænt eldsneyti hér við Akureyrarsetur Orkustofnunar er mér fagnaðarefni að geta boðið ráðstefnugestum til móttöku að Borgum við Norðurslóð að lokinni þessari ráðstefnu.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Meginumfjöllunarefni ráðstefnunnar eru orkunotkun og orkusparnaður heimila og iðnaðar, og verða mörg áhugaverð erindi flutt hér síðar í dag um þessi málefni. Raforkunotkun til heimila hefur aukist verulega á undanförnum árum og þá aðallega vegna aukinnar tækjaeignar heimilanna. Á árabilinu 1995-2004 nam þessi aukning raforkunotkunar um 26% sem er verulega meiri hækkun en sem nemur fólksfjölgun.Spáð er samsvarandi aukningu í raforkunotkun heimila á næsta áratug. Góðu heilli stefnir í að líkur séu á raunlækkun raforkuverðs til almennra heimilisnota á næstu árum þannig að sú þróun mun að einhverju leyti draga úr auknum kostnaði við almenna raforkunotkun heimila á þessu tímabili.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Um síðustu áramót varð nokkur breyting á raforkutöxtum orkufyrirtækja í kjölfar uppskiptingar raforkuverðs milli samkeppnisþátta annars vegar og einokunarþátta hins vegar samkvæmt raforkulögum. Í nýju markaðsumhverfi er dreifiveitum ekki heimilt að mismuna notendum með töxtum eftir því til hvers raforkan er notuð. Af þessum sökum féllu afslættir dreififyrirtækjanna á rafhitunartöxtum niður og þrátt fyrir auknar niðurgreiðslur ríkisins hefur húshitunarkostnaður sums staðar hækkað nokkuð frá því sem var. Rétt er þó að taka fram að breytingarnar leiddu einnig til lækkunar, m.a. á raforku til almennrar notkunar og til iðnfyrirtækja á landsbyggðinni.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Eðlilega hefur umræðan um breytt raforkuumhverfi á þessu ári nokkuð beinst að þessum hækkunum sem ná til um 20% rafhitunarnotenda og er verulega íþyngjandi hjá stærstu notendum. Um 900 millj. kr. fara á fjárlögum á þessu ári til beinna niðurgreiðslna til rafhitunar húsa sem rúmlega 12 þúsund notendur njóta. Upphæð niðurgreiðslna takmarkast að hámarki við 35.000 kWst. notkun á ári, en mörkin voru 50,000 kWst. á ári s.l. 3 ár og er sú lækkun vissulega hluti vandans er leysa þarf. Ljóst er að niðurgreiðsla á hverja kWst. er í dag það há að lítill hvati er til orkusparnaðar nema notendur fari upp fyrir hámarkið. Rafmagnsreikningar þeirra sem eru fyrir ofan þetta hámark hafa hins vegar hækkað hvað mest og því er vandi þeirra stærstur.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Iðnaðarráðuneytið og Orkustofnun hafa á síðustu mánuðum haft til skoðunar til hvaða aðgerða væri heppilegast grípa til að draga úr áhrifum hækkunar á rafhitunarkostnaði þeirra notenda er verst eru settir. Niðurstaða þessara athugana eru þær að hækka fjárframlög til niðurgreiðslna rafhitunar upp í 40.000 kWst notkun á ári og jafnframt að ráðast í styrkveitingar til endurbóta á einangrun þeirra húsa er hefðu hæstan kostnað við upphitun, gegn mótframlagi eigenda þeirra.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum s.l. þriðjudag að veita á næsta ári 25 millj. kr. til aukinna niðurgreiðslna rafhitunar. Ég hef því ákveðið að á næsta ári verði hámark niðurgreiðslna miðað við 40.000 kWst. á ári í stað 35.000 kWst. á ári. Jafnframt tel ég rétt að á vegum hins nýja Orkuseturs hér á Akureyri verði mótaðar reglur um það á hvern hátt unnt væri að koma á fót styrkjakerfi sem byggðist á styrkveitingum hins opinbera til endurbóta á einangrun húsnæðis og lækkun húshitunarkostnaðar. Ekki er loku fyrir það skotið að vinna mætti að tilraunaverkefnum á næsta ári á því sviði og slík vinna myndi auðvelda okkur frekari framgang þessarar farsælu lausnar til lengri tíma. Loks ber að nefna að vitaskuld munum við ljúka þeim margháttuðu orkurannsóknum er hér verða kynntar og snerta ekki aðeins orkunotkun heimila heldur einnig atvinnulífsins.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ágætu ráðstefnugestir.</p> <p align="justify">Ég hef hér reifað mörg mál sem eru á dagskrá ráðstefnunnar í dag og flest þeirra falla undir verksvið Orkustofnunar hér á Akureyri. Mörg þeirra vandamála sem við munum ræða eru ekki bundin við orkumál Íslendinga einna heldur eru þetta sameiginleg vandamál sem snerta ekki hvað síst nágrannaþjóðir okkar á norðurslóðum. Á vegum norrænu ráðherranefndarinnar um orkumál hefur á s.l. tveimur árum verið unnið að rannsóknum á því með hvaða hætti unnt væri að draga úr olíunotkun við orkuframleiðslu í jaðarbyggðum á norðurslóðum. Við þá vinnu hefur vel komið í ljós hve húshitun heimila er mikilvægur þáttur í orkunotkun á þessum svæðum. Því væri athugandi að efna til sérstaks fundar eða ráðstefnu um orkuvandamál heimila á norðurslóðum að ári.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ágætu ráðstefnugestir.</p> <p align="justify">Við sem hér sitjum njótum þeirra ávaxta sem raf- og hitaorka landsins hafa fært okkur á síðustu áratugum. Við verðum jafnframt að vera meðvituð um mikilvægi þess að vel sé með þessi verðmæti farið.</p> <p align="justify">Við megum ekki sofna á verðinum. Velmegun þjóðarinnar á liðinni öld hefur ekki komið af sjálfu sér. Hún hefur byggst á að nýta sér allar náttúruauðlindir lands og sjávar á sem hagkvæmastan hátt. Skynsamleg nýting orkulinda landsins er og verður verðugt og heillandi verkefni fyrir okkur öll.</p> <p align="justify">Ég þakka áheyrnina.</p> <br /> <br />

2005-11-18 00:00:0018. nóvember 2005Frelsi til að velja – breytingar sem verða við opnun raforkumarkaðarins

<p align="justify">Fundarstjóri, ágætu ráðstefnugestir!</p> <p align="justify">Einn af helstu grunnþáttum sem nútímasamfélag byggir á, og mun í vaxandi mæli gera, er öruggt og hagkvæmt raforkukerfi. Á síðustu árum höfum við öðru hvoru verið minnt á það hve raforkukerfi þjóða er mikilvægur þáttur samfélagsins - þegar straumleysi hefur orðið um lengri eða skemmri tíma. Nýleg dæmi um slíkt má finna hjá jafnvel þróuðustu þjóðum. Áleitnar spurningar hafa þá vaknað um það á hvern hátt öryggi og viðhaldi raforkuflutnings- og dreifikerfa verði best við komið til að tryggja afhendingaröryggi raforkunnar til notenda. Norðurlandaráð hefur á síðustu þingum sínum lagt mikla áherslu á það í ályktunum að efla og styrkja samstarf þjóðanna á þessu sviði og í nýlega samþykktri aðgerðaáætlun norrænu orkumálaráðherranna til næstu fjögurra ára er mikil áhersla lögð á öryggi flutnings- og dreifikerfa, en einnig þróun raforkumarkaða og notkun endurnýjanlegrar orku.</p> <p align="justify">Vegna landfræðilegra aðstæðna er staða Íslands hvað varðar flutningskerfi raforku með öðrum hætti en hjá nágrannaþjóðum okkar. Einnig varð uppbygging raforkukerfis okkar áratugum seinna á ferðinni en í þessum ríkjum - þó svo að dag megi heita að gæði og afhendingaröryggi raforku sé áþekkt. Það hefur vissulega kostað okkur verulega fjármuni að byggja upp dreifikerfi landsins. Einangrað eyríki þarf að kosta miklu meira til í öryggi raforkuframleiðslu og dreifingu raforku en að öðru jöfnu þarf að gera í samtengdum orkukerfum meginlandsins til að búa við svipað öryggi. Þetta hefur okkur hins vegar tekist að gera á síðustu áratugum.</p> <p align="justify">Rafvæðing hér á landi utan stærstu þéttbýlisstaða hófst ekki að marki fyrr en að aflokinni seinni heimsstyrjöld. Með raforkulögum frá 1946 var sérstakri ríkisstofnun falin uppbygging flutnings- og dreifiveitna landsins þar sem ekki voru fyrir hendi rafveitur. Hið mikla átak í rafvæðingu landsins á árunum 1950-1970 lyfti grettistaki til atvinnuuppbyggingar um allt land &ndash; jafnt til sjávar sem sveita - og á þeim tíma var rafvæðing landsins forgangsverkefni allra ríkisstjórna sem hér sátu að völdum. Enginn vafi er á því að þessi markvissa og öfluga uppbygging innviða samfélagsins var ein af meginástæðum þess að á þessu tímabili varð Ísland að nútímasamfélagi á alþjóðavísu.</p> <p align="justify">Skipan raforkumála mótaðist fyrst hér á landi með raforkulögunum frá 1946. Um miðjan sjöunda áratug var talin ástæða að endurskoða þá skipan mála og ný orkulög voru sett um starfsemi Orkustofnunar og Rafmagnsveitna ríkisins - og fyrirtækinu Landsvirkjun var komið á laggirnar. Aftur var gerð róttæk lagabreyting árið 1981 með setningu laga um raforkuver og í kjölfarið varð Landsvirkjun að orkufyrirtæki á landsvísu. Þessi lagarammi um orkumál hélst í meginatriðum óbreyttur þar til ný raforkulög tóku gildi fyrir 2 árum.</p> <p align="justify">Á árinu 1996 var mörkuð sú stefna af fjölskipaðri nefnd helstu hagsmunaaðila í raforkugeiranum - ásamt fulltrúum atvinnulífsins, stéttarfélaga og stjórnmálaflokka - að endurskoða bæri lagaumhverfi raforkumála. Enda þótt skipulag raforkumála hér á landi hafi að mörgu leyti reynst vel var talið eðlilegt að endurskoða lagaumhverfi þess, enda gjörbreyttar aðstæður miðað við þann tíma er raforkukerfi landsins byggðist upp.</p> <p align="justify">Eins og kunnugt er voru ný raforkulög samþykkt á Alþingi 15. mars 2003 og tóku þau gildi þann 1. júlí sama ár - með þeirri undantekningu að ákvæði um raforkuflutning tóku gildi 1. janúar 2005. Raforkulögin grundvallast að verulegu leyti á tilskipun Evrópusambandsins um innri markað raforku, sem er eins og kunnugt er orðin hluti af EES-samningnum.</p> <p align="justify">Með nýjum raforkulögum fær almenningur valfrelsi við raforkukaup. Í nágrannaríkjum okkar hefur áunnist veruleg reynsla á sviði samkeppni, vinnslu og sölu raforku. Við Íslendingar erum hins vegar meðal síðustu þjóða í Evrópu til að innleiða breytingar á raforkuumhverfi okkar í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Sjálfsagt er að færa sér í nyt reynslu annarra þjóða við þessar umfangsmiklu skipulagsbreytingar - þótt hér eins og annars staðar þurfi jafnframt að taka mið af aðstæðum. Aðskilnaður samkeppnis- og einokunarþátta er þar höfuðatriði, en rekstrarform þessara þátta getur verið mismunandi eftir eðli þeirra. Margt mælir með því að hlutafélagaformið taki við af núverandi rekstrarformi ríkis og sveitarfélaga varðandi samkeppnisþættina - framleiðslu og sölu - en hinir opinberu aðilar myndu áfram annast einokunarþættina - flutning og dreifingu. Þær skipulagsbreytingar er leiða af nýjum raforkulögum verða til þess við þurfum að koma á fót skilvirku eftirlitskerfi með áherslu á hagkvæmni og aðhald í flutnings- og dreifikerfinu, en einnig til að tryggja hagsmuni neytenda varðandi gæði og afhendingaröryggi raforku. Í þessu skyni hefur lögum um Orkustofnun verið breytt þannig að hún er í dag stjórnsýslustofnun, sem hefur lykilhlutverki að gegna í eftirliti með framkvæmd raforkulaganna.</p> <p align="justify">Til þessa verður að telja að framkvæmd laganna hafi tekist vel og góð samvinna hafi verið á milli helstu hagsmunaaðila. Opnun markaðarins hefur þó hingað til verið takmörkuð, en það mun breytast um næstu áramót þegar raforkumarkaðurinn opnast öllum notendum. Af þeirri ástæðu er boðað til þessarar ráðstefnu þar sem farið verður yfir reynslu nágrannaþjóða okkar við opnun raforkumarkaðarins - bæði frá sjónarhóli eftirlitsaðila og einnig notenda. Þar höfum við ekki síst horft til Norðmanna en þeir voru fyrstir Norðurlandaþjóða til að breyta raforkuumhverfi sínu. Að mínu mati er afar mikilvægt að nýta sér reynslu og þekkingu grannþjóða okkar við að móta hið nýja raforkuumhverfi hér á landi. Þannig má læra af mistökum sem kunna að hafa verið gerð og ekki síður nýta sér það sem vel hefur tekist til með.</p> <p align="justify">Enn er þó mikið verk óunnið við að koma raforkulögunum að fullu í framkvæmd. Á seinni hluta ráðstefnunnar hér í dag verður í áhugaverðum erindum fjallað um margvísleg viðfangsefni og vandamál sem fyrirsjáanlegt er að við þurfum að glíma við á næstu misserum. Einnig verður fjallað um þau fjölmörgu tækifæri sem nýtt markaðsumhverfi býður upp á fyrir rafmagnsnotendur og orkufyrirtæki.</p> <p align="justify">Ágætu ráðstefnugestir.</p> <p align="justify">Því miður átti ég þess ekki kost að sitja með ykkur hér í dag en ég fagna því að svo áhugaverð ráðstefna skuli haldin um þau mikilvægu verkefni sem við stöndum frammi fyrir á næstu misserum. Ég er sannfærð um að ráðstefnan muni verða upplýsandi og gera okkur betur kleift að móta nýtt raforkuumhverfi fyrir notendur og þannig gera hið ágæta raforkukerfi okkar enn betra.</p> <p align="justify">Ég þakka áheyrnina.</p> <br /> <br />

2005-11-18 00:00:0018. nóvember 2005Opnun Hönnunardaga 2005 og sýningar Húsa og híbýla í Laugardalshöll.

<p>Góðir gestir.</p> <p align="justify">Við Íslendingar stöndum framarlega meðal þjóða heims á fjölmörgum sviðum og erum stolt af. Er þetta m.a. að þakka aukinni áherslu á nýsköpun, sprotastarfsemi, menntun og rannsóknum. Árangur þessa endurspeglast í samkeppnishæfni þjóðarinnar þar sem við erum í fremstu röð meðal auðugustu og framsæknustu þjóða heims.</p> <p align="justify">Nýsköpun atvinnulífsins byggir á fleiri þáttum en vísindalegri þekkingu. Reynsla annarra þjóða hefur sýnt að fyrirtæki sem leggja aukna áherslu á hönnun í þróun framleiðslu sinnar njóta betri afkomu en þau sem gera það ekki. Hér á landi er stór hópur hönnuða sem hefur getið sér gott orð víða um heim. Til að efla starfsemi þeirra og tengja betur við framleiðendur hefur iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið stofnað til samstarfs um hönnun með Samtökum iðnaðarins, Útflutningsráði Íslands, Iðntæknistofnun og Aflvaka.</p> <p align="justify">Tilgangur Hönnunarvettvangs er að á einum stað verði aflað upplýsinga um íslenska hönnun og hönnuði, upplýsingum miðlað milli hönnuða og fyrirtækja, efla iðnhönnun og koma íslenskum hönnuðum á framfæri hér heima og erlendis.</p> <p align="justify">Framkvæmdastjóri Hönnunarvettvangs hefur svo sannarlega látið hendur standa fram úr ermum síðan til verkefnisins var stofnað og í góðri samvinnu við öfluga aðila unnið að þeim glæsilegu viðburðum sem framundan eru. Í tengslum við Hönnunardaga 2005 verða haldnar sýningar, námstefna, fyrirlestrar og fleira mætti nefna.</p> <p align="justify">Fyrir um viku síðan stóð Hönnunarvettvangur fyrir komu fulltrúa frá bandaríska fyrirtækinu IDEO sem stóðu að fyrirlestri og námskeiði fyrir hönnuði og aðra þá sem áhuga hafa á að læra áhrifaríkar vinnuaðferðir sem tengjast hönnun og nýsköpun. Móttökurnar voru góðar og sýna þann kraft sem ríkir í greininni.</p> <p align="justify">Meðal þess sem finna má á Hönnunardögunum sjálfum og í tengslum við þá eru m.a. sýning Húsa og híbýla sem fram fer hér í Laugardalshöll og er einkar glæsileg. Voru arkitekt og hönnuðir fengnir til aðstoðar við útlit sýningarinnar enda tókst að fylla nýju Laugardalshöllina af sýnendum þrátt fyrir að sýningarsvæði hennar sé u.þ.b. þrisvar sinnum stærra en svæði gömlu Laugardalshallarinnar. Á sýningarsvæðinu er einnig að finna sýningu Hönnunarvettvangs á íslenskri hönnun og ber hún yfirskriftina &bdquo;Brum". Er sú sýning staðsett í miðri Laugardalshöllinni. Allir þeir hlutir sem þar eru til sýnis hafa verið unnir á síðastliðnum tveimur árum og tengjast hugtakinu &bdquo;heimili" á einn eða annan hátt. Hönnuðir Brums eru þeir Óðinn Bolli Björgvinsson og Ísak Winther en listrænn stjórnandi og ábyrgðarmaður sýningarinnar er Hrafnkell Birgisson.</p> <p>Fleiri sýningar má nefna sem tengjast við Hönnunardaga en miðborgin verður um helgina iðandi af lífi og skemmtilegum uppákomum. Alls munu þar verða opnar 26 sýningar. Sumar þeirra má finna í búðargluggum en aðrar á vinnustofum og í sýningarsölum. Flestar þessara sýninga munu opna annað kvöld.</p> <p>Ekki er allt upp talið því á morgun verða fluttir fjölmargir fyrirlestrar undir yfirskriftinni &bdquo;Hönnun, viðskipti og innblástur". Þar hafa Hönnunarvettvangur og hin ýmsu fagfélög unnið að því að setja saman fjölbreytta og fróðlega dagskrá þar sem allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Að fyrirlestrunum loknum rennur svo upp einn af hápunktum viðburðanna en þá verða Hönnunarverðlaunin 2005 veitt fyrir þann eða þá sem þótt hafa sýna framúrskarandi árangur á sviði hönnunar á árinu.</p> <p align="justify">Góðir gestir.</p> <p align="justify">Hönnunardagar eins og þessir geta ekki átt sér stað nema til komi gott samstarf fjölda fólks, fyrirtækja og stofnana sem leggjast á eitt við að gera slíka uppákomu að raunveruleika. Markmiðið er að þróa einstakan viðburð á Íslandi.</p> <p align="justify">Ég vil að lokum nota tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgum sem komið hafa að þeim viðburðum sem framundan eru og óska ykkur til hamingju með afraksturinn. Með þeim orðum segi ég Hönnunardaga 2005 setta og mun nú jafnframt opna hinar glæsilegu sýningar Húsa og híbýla og Hönnunarvettvangs.</p> <p align="justify">Gjörið svo vel og njótið.</p> <br /> <br />

2005-11-18 00:00:0018. nóvember 2005Útgáfa margmiðlunardisks um nám og störf í rafiðnaði.

<p>Góðir gestir.</p> <p>Það er mér sönn ánægja að fá að vera með ykkur hér í dag og samfagna með ykkur útgáfu á þessum glæsilega margmiðlunardiski. Það má með sanni segja að með þessu framtaki sýni Rafiðnaðarsambandið enn og aftur í verki hversu öflug samtökin eru.</p> <p>Rafiðnaðarsamband Íslands var stofnað 28. nóvember 1970 af um 450 rafiðnaðarmönnum og fagnar það því brátt 35 ára afmæli sínu.</p> <p>Fjölgun rafiðnaðarstarfa er umfram fjölgun landsmanna, eða um 3% á ári. Árlega ljúka um 110-130 nemar námi í rafiðnaðargreinum en auk þess fjölgar rafiðnaðartæknimönnum sem eru með skemmra nám að baki töluvert</p> <p>Í ráðherratíð minni hef ég lagt mikla áherslu á að bæta samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Hafa stjórnvöld í heild sinni starfað ötullega að þessu markmiði og gert breytingar á skipulagi efnahagsmála hér á landi í samræmi við það.</p> <p></p> <p>Fleiri eiga þátt í þessum glæsilega árangri en stjórnvöld ein. Til þess að tryggja aukna samkeppnishæfni verður m.a. að hámarka framleiðni fyrirtækjanna. Það er torvelt viðfangsefni nema til komi að þau tileinki sér bestu tækni hvers tíma. Til þess þurfa fyrirtækin þjónustu góðra og vel menntaðra tæknimanna.</p> <p>Rafiðnaðarsamband Íslands hefur stutt við uppbyggingu íslensks atvinnulífs með því að verja umtalsverðum fjármunum í menntun innan rafiðnaðargeirans. Rafiðnaðarmenn eiga til að mynda og reka Rafiðnaðarskólann sem er ein öflugasta starfsmenntastöð atvinnulífsins. Um helmingur rafiðnaðarmanna fer þannig að jafnaði á eitt starfsmenntanámskeið á ári. Þetta hefur skilað sér í því að íslenskir rafiðnaðarmenn eru í dag meðal þeirra hæfustu í heiminum og eftirsóttir í samræmi við það.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ég vil fullyrða að störf í rafiðnaði eiga að vera eftirsótt. Ef litið er til stöðunnar hér á landi má sjá að atvinnuástand innan rafiðnaðargeirans hefur ætíð verið mjög gott. Atvinnuleysi meðal rafiðnaðarmanna hefur þannig ekki farið upp fyrir 2,5% síðan árið 1996. Undanfarið ár hefur það verið vel innan við 1% og er í dag aðeins 0.2%. Eru vafalaust einkum tveir þættir sem ráða þar mestu um, annars vegar ör tækniþróun og hins vegar mikil og stöðug símenntun rafiðnaðarmanna sem hefur stækkað atvinnusvið þeirra verulega.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Margar atvinnugreinar á Íslandi eiga í harðri samkeppni um að laða til sín ungt, kröftugt og vel menntað fólk. Til að verða ekki undir í þeirri samkeppni er ljóst að þessar greinar verða að standa vel að umhverfi starfsmanna sinna og ekki síður hitt að samtök eða sambönd starfsgreinanna þurfa að standa að öflugri kynningu á viðkomandi grein - réttindum, námi og starfi.</p> <p>Rafiðnaðarmenn þurfa svo sannarlega ekki að örvænta um sinn hag. Rafiðnaðarsamband Íslands er sterkt samband sem sýnir kraft sinn í verki á margvíslegan hátt. Gott dæmi um það er þessi glæsilegi margmiðlunardiskur sem á vafalítið eftir að gagnast vel í öflugri kynningarstarfsemi. Ég vil að lokum óska sambandinu til hamingju með útgáfuna og sömuleiðis til hamingju með afmælið í lok mánaðarins.</p> <p>Þakka ykkur fyrir.</p> <br /> <br />

2005-11-16 00:00:0016. nóvember 2005Í upphafi skyldi endinn skoða.

<p>Góðir gestir.</p> <p>Það er sönn ánægja að fá tækifæri til að ávarpa þennan fund sem ber yfirskriftina &bdquo;Í upphafi skyldi endinn skoða &ndash; eru breytingar í þínu fyrirtæki sóun á fjármunum?" Ef til vill helgast áhugi minn á viðfangsefninu af því að ég hef alla tíð viljað fara skynsamlega með peninga og má jafnvel segja að það viðhorf hafi verið mikilvægur liður í uppeldi mínu og systra minna.</p> <p>Yfirskrift fundarins hlýtur að skoðast í því ljósi að við lifum í dag á tímum þar sem breytingar verða ef til vill tíðari og meiri en nokkru sinni fyrr í mannkynssögunni. Á það við á öllum sviðum mannlífsins og ekki síst hjá fyrirtækjum sem hafa öll, á einn eða annan hátt, orðið að aðlagast að alþjóðavæðingu liðinna ára. Hugtakið alþjóðavæðing hefur raunar verið útvíkkað og er stundum talað um hnattvæðingu í því samhengi. Er þá vísað til þess að heimurinn hefur skroppið saman fyrir tilstuðlan framfara í tækni, fjarskiptum og samgöngum. Dæmi um slíkar ytri breytingar sem hafa haft áhrif á daglegt líf okkar flestra eru alþjóðlegir staðlar, hröð þróun í upplýsingatækni og atburðir eins og hryðjuverkaárásir liðinna ára.</p> <p>Við höfum öll orðið vör við það að íslensk fyrirtæki eru á fleygiferð og í mikilli útrás. Mörg þeirra hafa sameinast og stækkað en í öðrum tilfellum hafa óarðbærar einingar verið seldar. Svo hratt gerast þessar breytingar að maður má hafa sig allan við að fylgjast með því sem fram fer. Hlutabréfakaup og fjárfestingar geta jafnvel gerbreytt stefnu fyrirtækja og má sjá glögg dæmi um það þegar horft er til gömlu ríkisviðskiptabankanna sem voru seldir og hafa síðan leitt útrás íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði. Eins og allir sjá þá kallar svo &bdquo;dínamískt" umhverfi á mikil umskipti fyrir fyrirtæki og starfsfólk.</p> <p>Breytingar sem þessar í ytra umhverfi fyrirtækja eru óhjákvæmilegar og eiga sér stað hvort sem okkur líkar betur eða verr. Því er mikilvægt að stjórnendur séu tilbúnir að bregðast rétt við þeim. Það er mjög einfalt að segja þetta en getur verið öllu erfiðara að vita hver rétt viðbrögð við tilteknum aðstæðum eru. Ég ætla ekki að koma með töfraformúluna fyrir því í þessu ávarpi &ndash; en ég vil gjarnan minna á að síðan ég kom í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið fyrir 6 árum síðan hefur margt breyst. Má þar nefna að bankar og iðnfyrirtæki hafa verið seld og stofnanir verið teknar til gagngerrar endurskoðunar. Ég tala nú ekki um raforkukerfi landsmanna sem hefur tekið miklum stakkaskiptum eins og þið eflaust vitið.</p> <p>Það er hins vegar staðreynd að margir hræðast umskipti og af þeim sökum verða sumir undir í þeirri hörðu samkeppni sem á markaðnum ríkir. Mikilvægt hlutverk stjórnenda fyrirtækja er því að reyna að sjá fyrir mögulegar breytingar sem geta haft áhrif á rekstur og afkomu fyrirtækja, hvort sem er til hins betra eða verra. Ef ekki er nógu vel að breytingum staðið geta þær verið kostnaðarsamar og því e.t.v. betur heima setið en af stað farið. Fræðin segja okkur einnig að áætlanir og skipulagning í upphafi séu einn mikilvægasti liðurinn í umbreytingarferli og að fylgja þurfi þeim vel eftir. Meðan á ferlinu stendur þarf að gæta að fræðslu og upplýsingaflæði til starfsmanna. Skýr markmið og öflug framtíðarsýn ásamt sívirku kerfi sem vinnur að stjórnun breytinga eru því að segja má ákveðinn lykill að farsælli niðurstöðu.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Viðskipti eru drifkraftur framfara og uppgötvana. Slíkt leiðir af sér breytingar. Mikilvægt er að mínu mati að horfa til umskipta af því tagi á jákvæðan hátt - því í öllum breytingum felast tækifæri. Tækifærin ber að nýta til frekari framþróunar og hagnýtingar á þann hátt sem leiðir til farsællar niðurstöðu. Því eins og segir í máltækinu &bdquo;Í upphafi skyldi endinn skoða" og hafa skal í huga að við höfum oftast nær alla möguleika á að hafa endinn eins heilladrjúgan og við viljum helst.</p> <p>Ágætu gestir - með þessum ávarpsorðum lýsi ég fund þennan settan.</p> <p>Takk fyrir.</p> <br /> <br />

2005-11-10 00:00:0010. nóvember 2005Ráðstefna Sænsku kvikmyndamiðstöðvarinnar.

<p align="justify">Kære nordiske venner,</p> <p align="justify">Jeg vil begynde med at takke for denne lejlighed til at sige nogle ord og deltage i dette seminar. Det er meget glædeligt at man her diskuterer filmproduktion og dens betydning for egnsudvikling. Det forholder sig nemlig sådan at egnsudvikling hører ind under mit ministerium og desuden falder lovgivningen om midlertidig statsrefusion for filmproduktioner også under handels- og industriministeriet.</p> <p align="justify">I forlængelse af denne lovgivning er omfanget af filmproduktion i Island vokset meget og eftersom den særprægede islandske natur er blandt det som trækker filmproducenterne til landet så har landdistrikterne nydt godt af denne udvikling.</p> <p align="justify">Men, lad os gå tilbage til begyndelsen, som var i året 1998 (nitten nitti otte) da det amerikanske produktionsselskab Miramax viste interesse for at filme i Island. For at undersøge hvilke muligheder dette kunne medføre nedsatte daværende industriminister en arbejdsgruppe, der siden skulle komme med et handlingsforslag til regeringen.</p> <p align="justify">Arbejdsgruppen gik i gang med at undersøge hvordan det offentlige i de lande som Island konkurrerer med støtter filmproduktion, især når det drejer sig om at trække udenlandske produktionsselskaber til. På grundlag af arbejdsgruppens konklusioner blev der fremsat et lovforslag om midlertidige refusioner for filmproduktion i Island. Ordningen skulle virke som incitament for producenterne og var efter udenlandsk forbillede, blandt andet fra Canada.</p> <p align="justify">Vægten blev lagt på følgende ved udarbejdelsen af incitamentssystemet:</p> <p align="justify">At det ville forøge udenlandske filmproducenters interesse for Island.</p> <p align="justify">At statens udgifter skulle afpasses efter øgede indtægter.</p> <p align="justify">At systemet var enkelt og let gennemskueligt.</p> <p align="justify">At man respekterede lighedsprincippet ved statsstøtten.</p> <p align="justify">Og at handlingsplanen ville styrke islandsk filmproduktion.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Altinget vedtog lovforslaget i marts 1999 (nitten nitti ni) og kort efter fremsatte EFTAs kontrolinstitut, EAS, bemærkninger til bestemte punkter i lovforslaget, som efter instituttets opfattelse blandt andet var i modstrid med EØS-aftalens bestemmelser om statsstøtte. De punkter som EAS især fremsatte bemærkninger til angik det kulturelle indhold, støtteprocent, produktion i et andet medlemsland og forligelighed med EØS-aftalen. For at komme nærmere ind på de enkelte kritikpunkter, så var loven efter EØS’s opfattelse ikke målrettet nok hvad angik kulturindholdet, det vil sige at lovens mål angående styrkelse af filmindustrien som kunstnerisk udtryksform ikke fremgik klart nok. Endvidere var det efter instituttets opfattelse ubegrundet at tilbagebetalingen skulle være procentuelt forskellig, alt efter produktionsomkostningernes størrelse, samt at en produktion der ikke opnåede et bestemt minimumsbeløb, ikke var berettiget til refusion. Desuden var loven efter instituttets opfattelse ikke i overensstemmelsem med EØS-aftalens grundprincip om fri servicehandel, hvor vilkårene for refusion i dette tilfælde er bundet til de omkostninger der finder sted i Island alene.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Man reagerede på disse anmærkninger med en ændring i loven og samarbejdede deri med ESA. Myndighederne udsatte lovens ikrafttræden under denne periode. Lovændringen blev siden vedtaget af Altinget i 2000 (året to tusind) og da begyndte man at tilbagebetale 12% (tolv procent) af produktionsomkostningerne i Island.</p> <p align="justify">Formålet med den gældende lov er at medvirke til styrke islandsk kultur og præsentere landets historie og natur ved hjælp af en midlertidig støtteordning til film- og fjernsynsproduktioner der finder sted i Island.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Efter ESA indsendte sine bemærkninger skete den ændring, at i stedet for kun at tilbagebetale for omkostninger der sker i Island regner man i den gældende lov med at ved udregningen af refusionen for produktionsomkostninger er det tilladt at tilbagebetale omkostninger der kun finder sted i Island forudsat at 80% eller mindre af de produktionsomkostninger der finder sted i EØS-området sker i Island.</p> <p align="justify">I de tilfælde hvor over 80% (otti procent) af produktionsomkostningerne sker i Island skal tilbagebetalingen regnes ud fra de samlede produktionsomkostninger i</p> <p align="justify">EØS-området.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Tilbagebetalingen kan finde sted efter at visse vilkår bliver opfyldt. Blandt andet skal en anmodning om refusion indløbe inden filmatiseringen påbegyndes og filmatiseringen skal være færdig inden 3 år fra anmodningen om refusion fremsættes. Reklamer og beslægtet materiale samt nyheder falder ikke under betingelserne for refusion, men udelukkende film eller programmer der beregnet er til distribution i biografer eller fjernsynsstationer.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Den ændring blev endvidere foretaget at refusionsprocenten blev fastsat på 12% af produktionsomkostningerne, men tidligere regnede man med flere trin i tilbagebetalingen, alt efter produktionsomkostningerne. Denne ændring betød en betydelig forenkling af systemet. Man gjorde endvidere den ændring at trække tilbage bestemmelser om at materiale der modtog støtte fra den statslige filmfond ikke kunne få refusion og i stedet tilføjede man den bestemmelse i loven at sammenlagt støtte fra filmfonden og refusionsbeløbet aldrig måtte overstige 50% (femti procent) af de samlede produktionsomkostninger der sker i Island.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Denne nye lov trådte som før sagt i kraft i begyndelsen af 2001 (to tusind og ét) og gælder til den 31. (én og tredivte) december 2006 (to tusind og seks). Indtil videre har der hersket stor tilfredshed med loven; producenter, såvel islandske som udenlandske, har været enige om at loven er klar, enkel og effektiv i sin udformning. Refusion sker hurtigt efter at opgør for produktionerne indløber til det udvalg, der ifølge loven skal gennemgå ansøgningerne. Nu er loven under revision og der er vilje hos regeringen for at ordningen fortsætter, selv om at man i begyndelsen anså den for at være midlertidig.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Men hvilke er så resultaterne? Ministeriet hyrede instituttet ‘Invest in Iceland’ til at præsentere loven samtidig med at det arbejdede på at gøre Island til en interessant mulighed for filmoptagelser. Instituttets medarbejdere har deltaget i de vigtigste konferencer og udstillinger, hvor ‘film locations’ præsenteres.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Siden loven om 12% (tolv procent) refusion trådte i kraft i 2001 (to tusind og ét) beløber tilbagebetalingen sig til godt 4.2 millioner Euro. Man har endvidere givet løfter om at tilbagebetale 6.7 millioner Euro på grund af igangværende projekter. Eftersom vi her taler om en refusion på 12% (tolv procent) så står det klart at projekternes omsætning er ca. 91.5 millioner Euro. Samtidig med en revision af loven udarbejdes der nu en statusopgørelse af disse projekters økonomiske betydning. Det står klart at gevinsten er større end de direkte omkostninger og spredningseffekten er omfattende. Jeg kan for eksempel nævne et nyligt projekt der fandt sted i Island, som er den nyeste film fra Clint Eastwood, <em>Flag of our Fathers</em>. Filmen bygger på beretninger om USAs invasion i den japanske ø Iwo Jima og handler hovedsagelig om de seks soldater, der hejste det amerikanske flag på øen; en begivenhed som mange genkender fra et nyhedsfoto.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Omkostningerne i Island ved dette projekt alene beregnes til ca. 16 (seksten) millioner US-dollars. Filmoptagelserne tog 8 (otte) uger og fandt sted på landets syd-vestlige hjørne, tæt på lufthavnen i Keflavík. Der var et stort antal udenlandske medarbejdere der medvirkede i optagelserne foruden 240 (to hundrede og firti) islandske ansatte. Der blev købt næsten 11 000 (elve tusind) hotelovernatninger i Reykjavík og Keflavík i forbindelse med projektet.</p> <p align="justify">To andre projekter fandt endvidere sted sidste efterår i landdistrikterne. For det første optagelserne af <em>Beowulf</em>, hvor blandt andet Gerard Butler og Stellan Skarsgaard medvirker, og på den anden side optagelser af filmen <em>A little Trip to Heaven</em>, hvor blandt andet Forrest Whitaker og Julia Stiles spiller. Begge film havde premiere på filmfestivalen i Toronto for nylig. Desuden kan jeg nævne produktionen af tv-serien <em>Lazy Town</em> som bygger helt og holdent på islandske idéer; et projekt der har haft stor succes og er blevet vist i amerikansk tv i år og bliver vist i 78 (sytti-otte) lande ved udgangen af dette år. For nylig købte BBC rettighederne til serien, som bliver transmitteret til 57 (femti-syv) millioner seere.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Den pr-effekt som disse film- og fjernsynsprojekter har haft for Island har uden tvivl givet et godt udbytte og vil blive ved med at gøre det. Projekterne giver et stort udbytte under optagelserne, især hvis der er tale om projekter i landdistrikterne, der ofte finder sted uden for højsæsonen. Man håber endvidere på at den langsigtede effekt bliver stor og projekterne bidrager yderligere til en interesse for Island.</p> <p align="justify">Der er to grunde til at udenlandske producenter søger til Island. Dels er det den islandske natur og dels det arbejdsmiljø vi har at byde på. Derved mener jeg godt personale og gunstige økonomsiske vilkår. Jeg er overbevist om at de mange projekter der har fundet sted indenfor filmproduktion i Island i de seneste år aldrig var sket uden myndighedernes incitamentsordning.</p> <p align="justify">Kære tilhørere, til slut vil jeg vise jer en kort video, hvor vi ser en brøkdel af de projekter der er blevet realiseret i Island. God fornøjelse</p> <br /> <br />

2005-11-08 00:00:0008. nóvember 2005Norðurland vestra 2020 - Málþing um atvinnumál á Norðurlandi vestra.

<p>Kæru gestir.</p> <p>Það er mér sönn ánægja að fá tækifæri til að ávarpa þetta málþing um atvinnumál á Norðurlandi vestra og ekki skemmir veðrið í dag. Segja má að Skagafjörður skartar sínu fegursta. Svo sem sjá má af yfirskrift þess þings verður hér í dag skyggnst til framtíðar en vart er hægt að gera það svo vel sé nema huga aðeins að því sem hefur verið að gerast í þessum landshluta á liðnum árum, eða eins og segir í máltækinu &bdquo;að fortíð skal hyggja þá framtíð á að byggja". Einar Benediktsson skáld og athafnamaður orðaði þetta raunar á eftirfarandi hátt í einu ljóða sinna:</p> <p>&bdquo;Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja,</p> <p>án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt."</p> <p>Í þessum tveimur ljóðlínum felst að við eigum að muna eftir fortíðinni þegar við horfum fram á veginn og hugum að því hvernig hægt sé að bæta og efla.</p> <p>Á síðustu árum hafa átt sér stað örar breytingar í heiminum, sem rekja má m.a. til aukins frjálsræðis í viðskiptum og tæknilegra framfara. Áhrifa þeirra gætir víða og á fjölmörgum sviðum t.d. í menntun, menningu og efnahagsmálum. Óhjákvæmilega hafa breytingarnar einnig áhrif á þróun byggðar og samkeppnishæfni atvinnulífs, hér á landi sem í nágrannalöndunum. Eins og allir sem hér sitja vita þá hefur þróun byggðar á Íslandi síðustu ár og áratugi verið með nokkuð misjöfnum hætti sé litið til einstakra landshluta. Þróunin hefur á heildina séð verið þannig að fólk hefur flust úr dreifbýli í þéttbýli og langsamlega mesta fjölgunin verið á höfuðborgarsvæðinu. Á síðustu árum hefur hið svokallaða höfuðborgarsvæði verið að stækka og vilja margir meina að áhrifasvæði þess nái nú langt upp í Borgarfjörð sé horft til norðurs og allt austur fyrir Árborg.</p> <p>Því miður hefur Norðurland vestra verið einn þeirra landshluta sem hefur orðið fyrir því að fólksfjöldi hefur dregist saman. Í hinu gamla kjördæmi, og þá er Siglufjörður meðtalinn, bjuggu þann 1. desember árið 1990 10.446 manns en þann 1. desember sl. bjuggu hér 8.985 manns. Nemur fækkunin því 1.461 íbúa eða sem nemur rétt tæpum 14%. Á þessu sama tímabili hefur íbúum landsins alls fjölgað um tæp 15%. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það að þróunin hefur ekki verið nógu góð hvað þetta varðar og er að mörgu að hyggja þegar leitað er skýringa á því af hverju svo hefur farið. Augljósasta skýringin eru alþjóðavæðing, aukin sérhæfing og breyttir atvinnuhættir því störfum í hinum hefðbundnu atvinnugreinum sjávarútvegs og landbúnaðar, ásamt afurðaframleiðslugreinum tengdum þeim, hefur fækkað og jafnframt ekki verið mætt með fjölgun starfa í þjónustu og þekkingariðnaði, líkt og gerst hefur til að mynda á höfuðborgarsvæðinu.</p> <p>Einhvern hluta af skýringunni kann í því samhengi að vera að leita hjá okkur konum og auknu sjálfstæði kvenna því í fróðlegri grein sem ég las í málgagni okkar bænda fyrir stuttu síðan hefur ný rannsókn leitt í ljós að konur eigi gjarnan frumkvæði að búferlaflutningum hér á landi. Er það þá vegna samdráttar í einhverjum tilteknum atvinnugreinum, til að mynda í landbúnaði, sem ýtir undir það að konur leiti að starfi við sitt hæfi. Ég hef löngum barist fyrir jafnrétti kynjanna og bættri stöðu kvenna og get þar til að mynda bent á nýlegar skýrslur sem gefnar hafa verið út á vegum minna ráðuneyta um eignarhald og stöðu kvenna í íslensku atvinnulífi og um aukinn hlut kvenna í yfirstjórnum fyrirtækja. Þessi niðurstaða sem birtist í rannsókn sem greint var frá í Bændablaðinu kom mér sem sagt ekki á óvart. Þrátt fyrir það að hún hafi haft þessi áhrif á byggðaþróun þá finnst mér meira um vert að sjálfstæði kvenna hefur aukist.</p> <p>Atvinnulíf á Norðurlandi vestra hefur mörgum landshlutum fremur byggt á hinum hefðbundnu greinum landbúnaðar og sjávarútvegs. Sökum hagræðingar, tæknivæðingar og stækkunar fyrirtækja og býla á allra síðustu árum hefur störfum þar fækkað. Afleiðingin er fólksfækkun eins og fyrr var getið og það alvarlegasta er að sú fækkun virðist einkum hafa verið hjá fólki á svokölluðum &bdquo;fjölskyldualdri", þ.e. fólki á aldrinum 25-35/40 ára. Athuganir hafa einnig greint frá því að margt bendi til þess að menntunarstig á Norðurlandi vestra sé lægra en í flestum öðrum landshlutum og kunni að verða svo enn um sinn.</p> <p>Ég ætla ekki að vera með eintómt svartsýnisraus hér enda er það ekki minn stíll, en það þýðir ekki að stinga höfðinu í sandinn og láta sem ég sjái ekki vandann. Verkefni okkar stjórnmálamanna, í samvinnu við heimamenn og fleiri aðila, er að ráða bót á þessu og leita leiða til að snúa vörn í sókn. Stundum er sagt að stjórnmálamenn hafi ekki framtíðarsýn nema til fjögurra ára í senn. Kannski má það að einhverju leyti til sanns vegar færa en ég hef þó þá trú að flest okkar starfi af heilindum við að vinna landi og þjóð gagn, hvort sem um er að ræða alþingismenn eða sveitarstjórnarmenn.</p> <p>Ég vil í framhjáhlaupi fá að geta þeirrar skoðunar minnar að það séu ákveðin forréttindi að gegna starfi stjórnmálamanns. Ég minnist þess að fyrir nokkuð mörgum árum heyrði ég fyrrverandi forseta Stórþingsins í Noregi, Jo Benkov, segja að það væru forréttindi að gegna starfi, þar sem maður væri kjörinn af fólkinu, &bdquo;at være valgt af folket i landet". Ég get svo sannarlega tekið undir þessi orð og tel mig tala af reynslu þar sem ég hef nú verið alþingismaður í 18 ár og það sem fulltrúi landsbyggðarkjördæmis, sem mér finnst vera ákveðin forréttindi. Að mínu mati er nálægðin við kjósendur á landsbyggðinni meiri og öðruvísi en ég skynja hjá félögum mínum af höfuðborgarsvæðinu.</p> <p>Að þessu sögðu ætla ég að fara aðeins yfir sviðið og gera tilraun til þess að skyggnast til framtíðar.</p> <p align="center">- II -</p> <p>Á Norðurlandi vestra er sem fyrr segir til staðar mikil staðbundin þekking í atvinnugreinum eins og landbúnaði, sjávarútvegi og tengdum greinum. Því miður hefur ekki tekist að nýta hana sem grunn að atvinnuþróun í átt að hátækniiðnaði. Allar forsendur eru hins vegar fyrir hendi til að efla hér matvælaframleiðslu og uppbyggingu á sviði hestamennsku, hrossaræktar, fiskeldis, ferðamennsku og jafnvel fornleifafræði.</p> <p>Í hinum svonefndu vaxtarsamningum, sem ég ætla að koma betur inn á í lok ræðu minnar, er áhersla lögð á sérstöðu og styrkleika svæða og samkeppnishæfni atvinnulífs, þar sem byggt er á markaðstengdum aðgerðum. Markmiðið er að auka samkeppnishæfni og hagvöxt svæða, fjölga atvinnutækifærum og treysta viðkomandi byggðakjarna svo hann eða þeir geti enn frekar sinnt því lykilhlutverki að vera miðstöð atvinnu, menningar og þjónustu.</p> <p align="justify">Á viðamikilli ráðstefnu um byggðamál á vegum OECD fyrir skömmu var sérstök áhersla lögð á eftirfarandi atriði varðandi einstök svæði: Í fyrsta lagi að stuðla að aukinni samkeppnishæfni atvinnulífs og svæða. Í öðru lagi að auka völd og ábyrgð svæða á byggðamálum. Í þriðja lagi að auka samstarf á milli hinna ýmsu hópa um byggðamál. Í fjórða lagi að auka samstarf innan sem og á milli svæða - og landa um byggðamál. Í fimmta lagi að auka sjálfstæði svæða, sterkari einkenni þeirra og ímynd. Í sjötta lagi gegna klasar miklu hlutverki í uppbyggingu byggðakjarna. Í sjöunda og síðasta lagi eru hins vegar engar töfralausnir til í byggðamálum, heldur er þetta langtímaverkefni sem krefst samræmdra, skilvirkra og markvissra vinnubragða.</p> <p align="justify">Með vaxtarsamningum er einmitt verið að vinna að öllum þessum atriðum sem ráðstefna OECD lagði áherslu á. Í þessu sambandi ber þess einnig að geta að við stefnumörkun á sviði vaxtarsamninga hefur verið horft til ýmissa erlendra fyrirmynda, þar sem vaxtarsamningar og klasar hafa gengið vel s.s. í Finnlandi, öðrum Evrópulöndum og Bandaríkjunum.</p> <p>Þessu til viðbótar má geta þessa að vaxtarsamningarnir byggja að miklu leyti á uppbyggingu klasa á styrkleikasviðum viðkomandi svæða en klasar hafa verið skilgreindir sem landfræðileg þyrping tengdra fyrirtækja, birgja, þjónustuaðila og stofnana á sérhæfðum sviðum sem eiga í samkeppni en einnig samvinnu. Þegar fjallað er um einstaka klasa er því í raun verið að tala um alla aðila sem tengjast ákveðinni atvinnugrein á afmörkuðu landsvæði. Vaxtarsamningarnir eru ekki ætlaðir til þess að búa til nýja klasa frá grunni, enda torvelt ætlunarverk, heldur byggja á þeim styrkleikum og þar með vísi að klösum sem fyrir hendi eru. Með því að vinna skipulega í klasasamstarfi er mögulegt að auka nýsköpun í klasanum og gera viðkomandi atvinnugrein þróttmeiri. Í þessu sambandi er nærtækt að benda á öflugan sjávarútveg hér á landi sem hefur orðið vísir að nokkrum klösum sem hafa aftur leitt til nýsköpunar í greininni, s.s. hvað varðar hönnun og smíði fiskvinnsluvéla. Á vegum stjórnvalda hefur verið lögð áhersla á fræðslu um klasa og klasasamstarf og hafa í því skyni m.a. verið fengnir hingað til lands virtir erlendir sérfræðingar á þessu sviði. Síðast í gær birtist ágætt viðtal í Viðskiptablaði Morgunblaðsins við dr. Alec Hansen sem er einn helsti sérfræðingur á sviði klasasamstarfs í heiminum, en hann kom hingað fyrir tilstuðlan iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, Impru og Þekkingarseturs Iðntæknistofnunar, og miðlaði af þekkingu sinni og reynslu.</p> <p><strong>Ég bind vonir við að árið 2020 verði hér á Norðurlandi vestra öflugir klasar á nokkrum hinna fyrrgreindu sviða, til að mynda á sviðum matvælaframleiðslu og hestamennsku. Verður það afleiðing öflugs samstarfs, sérhæfingar og samkeppni sem komst í fastmótaðri farveg fyrir tilstuðlan einbeitts vilja og samtakamátts aðila vaxtarsamnings á svæðinu. Fyrir vikið verða til ný störf út frá nýsköpun og sprotastarfsemi innan þessara greina.</strong></p> <p>Ef litið er til nýsköpunar og frumkvöðlakrafts má segja að með lögum um Vísinda- og tækniráð, sem tóku gildi á árinu 2003 hafi umhverfi rannsókna og tækni verið breytt þannig að mótuð sé sameiginleg stefna á þessu sviði af ráðherrum, vísindasamfélaginu og atvinnulífinu. Ég fullyrði að þetta var mikilvæg breyting, sem á eftir að skila sér í gríðarlegum framförum á sviði nýsköpunar. Í tengslum við þessa breytingu var stofnað til Tækniþróunarsjóðs, en hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar, sem miðar að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Segja má að með tilkomu hans hafi náðst samfella í opinberum stuðningi við ferlið frá því að hugmynd að vísindarannsóknum verður til og fram til þess að ný söluhæf afurð er tilbúin til markaðssetningar. Eru framlög úr sjóðnum stigvaxandi og miða áætlanir að því að 500 milljónir króna verði til ráðstöfunar úr honum árið 2007.</p> <p>Annar liður í eflingu nýsköpunar og sprotastarfsemi eru breytingar á lögum sem samþykktar voru á liðnu þingi um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða. Miða breytingarnar að því að færa nýtt líf í áhættufjármögnun sprotafyrirtækja og vinna starfsmenn Kauphallar Íslands nú að því að útfæra þennan nýja markað. Bind ég miklar vonir við að þessar breytingar á umhverfi og fjármögnun nýsköpunar og sprotafyrirtækja skili sér í formi enn aukins frumkvöðlastarfs og endurnýjunar í atvinnulífinu.</p> <p>Svo áfram sé haldið með eflingu nýsköpunar má nefna þá mikilvægu ákvörðun stjórnarflokkanna að auka framlög til Nýsköpunarsjóðs um milljarða króna. Ef samstarf við lífeyrissjóði og fjárfesta gengur eftir mun eigið fé sjóðsins aukast um 4 milljarða sem mun hafa gífurleg áhrif á atvinnusköpun í landinu. Lögð hefur verið áhersla á að sú nýsköpun nái til landsins alls og má þar nefna að í tengslum við byggðaáætlun sem samþykkt var árið 2002, var sett á laggirnar Nýsköpunarmiðstöð á Akureyri sem hefur skilað miklum árangri og er tillaga um að halda því starfi áfram í nýrri byggðaáætlun. Þá er rétt að geta þess að á árinu 2003 keypti Byggðastofnun hlut í sprotafyrirtækjum fyrir 350 milljónir króna, sem skapa mun fjölda starfa á landsbyggðinni ef allt gengur eftir.</p> <p>Væntanlega verður ný byggðaáætlun lögð fyrir Alþingi nú í nóvember og eru meginmarkmið hennar mjög í takt við þessa áherslu á eflingu menntunar og nýsköpunar. Meginmarkmiðin eru:</p> <p>· Í fyrsta lagi að landshlutakjarnar verði efldir en jafnframt hugað sérstaklega að þeim byggðarlögum sem glímt hafa við viðvarandi fólksfækkun,</p> <p>· Í öðru lagi að byggðarlög nái að laga sig að örri samfélagsþróun og hröðum breytingum á atvinnuháttum,</p> <p>· Og í þriðja lagi að atvinnulíf, menntun, menning og félagslegt jafnræði verði styrkt á landsbyggðinni.</p> <p>Mikið verður því lagt upp úr eflingu nýsköpunar og atvinnuþróunar, áhersla lögð á gildi menntunar og menningar auk þess sem mikilvægi samgangna og fjarskipta er undirstrikað.</p> <p>Ekki má segja skilið við nýsköpun án þess að minnast á vaxandi framfarir í upplýsinga- og fjarskiptatækni. Í tengslum við sölu Símans var ákveðið að verja 2.5 milljörðum króna til fjarskiptamála. Samkvæmt nýrri fjarskiptaáætlun sem ríkisstjórnin hefur samþykkt verða háhraðatengingar til einstaklinga, fyrirtækja og menntastofnana efldar jafnt og þétt næstu fimm árin. Þannig eiga allir landsmenn að geta tengst háhraðaneti árið 2007. Einnig á að auka aðgengi að GSM-farsímaþjónustu á hringveginum og helstu stofnvegum, ferðamannastöðum og minni þéttbýlisstöðum. Verður ráðist í það verkefni þegar á næsta ári. Langdrægt stafrænt farsímakerfi, sem þjónar landinu öllu og miðunum, á að standa til boða eftir að rekstri NMT-kerfisins lýkur. Þjónusta sem ekki ber sig á viðskiptalegum forsendum verður boðin út og styrkt af fjarskiptasjóði. Með þessu er stefnt að því að Ísland allt verði í fremstu röð á sviði upplýsingatækni og fjarskipta. Afar mikilvægt er að uppfylla það markmið því vaxandi nýsköpun og þekkingariðnaður skipta sköpun í byggðaþróun næstu ára.</p> <p><strong>Árið 2020 munu hafa orðið til nokkur lítil og meðalstór fyrirtæki í þekkingariðnaði á Norðurlandi vestra sem veita hámenntuðu starfsfólki atvinnu. Sérhæft rannsóknar- og þróunarsetur, sem m.a. vinnur í afmörkuðum verkefnum eins og til að mynda á sviði nanótækni, er einnig starfrækt á Sauðárkróki fyrir tilstuðlan samvinnu á milli Iðntæknistofnunar, Háskóla Íslands og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Er það setur einnig í nánum tengslum við aðra háskóla í landinu. Hugbúnaðarfyrirtæki og þróunarhús á Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd eru setrinu öflugt bakland enda veita þau mikilvægt innlegg á mjög sérhæfðum sviðum.</strong></p> <p align="justify">Á vestanverðu Norðurlandi hafa á vegum ráðuneyta minna verið til athugunar kostir sem snúa að stærri iðjuverum. Fyrir hendi er gott dæmi um vel heppnaða uppbyggingu á þessu sviði þar sem er Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki. Steinull hf. hefur ekki aðeins verið mikilvæg fyrir atvinnulíf Skagafjarðar á liðnum áratugum heldur skilaði söluandvirði verksmiðjunnar að auki miklu til samfélagsins í öðru formi. Má þar nefna að helmingur söluandvirðisins, ríflega 100 milljónir króna, fóru til atvinnuuppbyggingar í Skagafirði og fór stærsti hluti þess fjármagns til uppbyggingar fiskeldisrannsókna við Hólaskóla. Þar af fór dágóður hluti til uppbyggingar nýrrar rannsókna- og kennsluaðstöðu í því húsi sem við erum í hér í dag. Auk þess var í tengslum við þessa ákvörðun verulegum fjármunum varið í uppbyggingu Þverárfjallsvegar sem hefur gjörbreytt samgöngum milli héraða á Norðvesturlandi.</p> <p align="justify">Nú um stundir er í gangi athugun og rannsóknir á þeim stöðum sem hvað fýsilegastir hafa verið taldir fyrir staðsetningu mögulegs álvers á Norðurlandi. Ritað var undir samning þess efnis í sumar og er einn aðila hans sveitarfélagið Skagafjörður. Vonast er til þess að samningurinn geti á næstu mánuðum leitt í ljós hvort af uppbyggingu álvers geti orðið á Norðurlandi og hafa í því sambandi verið nefndir einkum tveir möguleikar hér á Norðurlandi vestra. Þá hefur Fjárfestingarstofa fyrir hönd stjórnvalda átt aðkomu að athugun á byggingu koltrefjaverksmiðju sem mögulega gæti verið staðsett á þessu landsvæði. Allsendis óvíst er hvort af uppbyggingu annars hvors þessara möguleika mun verða en allar rannsóknir og hagkvæmniathuganir hjálpa til við að vekja athygli á þeim kostum sem svæðið býr yfir til uppbyggingar iðnaðar og auka því verulega líkurnar á því að skjótt sé hægt að bregðast við öllum möguleikum sem upp kunna að koma á næstu árum.</p> <p align="justify">Rétt er að benda á að það er ekki á hendi stjórnvalda að taka ákvörðun um hvort eða hvar einstök iðjuver eru staðsett þótt þau geti aðstoðað við að benda á heppilega kosti og verið viðkomandi fyrirtækjum innan handar um ýmis mál. Það er þekkt að hin ýmsu svæði á landsbyggðinni hafa margvíslega styrkleika og tækifæri sem standast fyllilega alþjóðlegan samanburð og rúmlega það. Í þessu sambandi skal það þó ítrekað að sveitarstjórnarmenn á Austurlandi unnu afar ötullega að þessum málum á skipulegan og samhentan hátt. Að mati hinna erlendu fjárfesta hefði sennilega ekki verið fjárfest á Austurlandi hefði slík samstaða og kraftur sveitarstjórna á svæðinu ekki komið til. Þetta er rétt að hafa í huga ekki síst út frá því sjónarmiði að það er afar mikil samkeppni um alþjóðlegar fjárfestingar sem þessar, enda gríðarlegir fjármunir í húfi og það verður að ríkja traust á milli samningsaðila í slíkum tilvikum.</p> <p><strong>Mín framtíðarsýn er sú að árið 2020 verði á Norðurlandi vestra orkufrekt iðjuver sem veiti tugum manna beina atvinnu og sem einnig hafi skapað mikinn fjölda afleiddra starfa.</strong></p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Í Skagafirði og Húnavatnssýslum standa menn nokkuð vel að vígi hvað varðar þróun í sameiningu sveitarfélaga og ekki síður á sviði góðra samgangna. Ekki er útlit fyrir annað en að áframhald verði á þessari þróun. Á árunum 2007-2010 mun 15 milljörðum króna af söluandvirði Símans verða varið til framkvæmda í vegamálum og eru þessir fjármunir hrein viðbót við það sem áður hafði verið áætlað til málaflokksins í núverandi samgönguáætlun. Viðbótarframkvæmdirnar ná til allra helstu þjóðvega landsins og m.a. mun unnt að ljúka gerð Þverárfjallsvegar og brúar yfir Gönguskarðsá við Sauðárkrók árið 2008. Sem afleiðing aðhaldssamrar stefnu í ríkisfjármálum og sölu Símans munu vaxtagjöld ríkissjóðs lækka áfram sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þannig má áætla að þessi gjöld séu tæpum 16 milljörðum króna lægri nú en ef miðað er við óbreytt hlutfall árið 1998. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2006 er áætlað að vaxtagjöld verði í fyrsta skipti lægri en vaxtatekjur. Þessi góða staða skapar svigrúm til enn frekari uppbyggingar á stoðkerfum samfélagsins, þar með töldu samgöngukerfinu, og má þar til að mynda nefna safn- og tengivegi. Ýmsir kostir munu að auki opnast á næstu árum með tækniframförum í jarðgangnagerð og er fullur vilji til að skoða þá til hlítar. Má í því sambandi geta þess að forsætisráðherra hefur sagt að hann telji að hægt sé að vinna við jarðgangnagerð á hverju ári héðan í frá og þarf ekki að fjölyrða um þau jákvæðu áhrif sem slíkar framkvæmdir munu hafa á byggð í landinu.</p> <p><strong>Árið 2020 má ætla að á Norðurlandi vestra verði a.m.k. ekki fleiri en þrjú sveitarfélög á svæðinu öllu og jafnvel aðeins eitt, sem myndar heildstætt atvinnu- og þjónustusvæði. Fyrir vikið hefur sveitarfélagið komið með aukinn slagkraft í atvinnu- og byggðamálum, stefnumótun þess er heildstæðari og skýrari, skilvirkni hefur aukist og þjónusta batnað. Þessi stærri eining mun vera mjög vel í stakk búin til að taka við ýmsum verkefnum sem nú eru á hendi ríkisins og þar með mun margvísleg þjónusta dagsins í dag hafa færst nær íbúum framtíðarinnar.</strong></p> <p><strong>Samgöngur innan svæðisins munu óhjákvæmilega enn hafa batnað. Vegabætur mun hafa verið gerðar á milli helstu þéttbýlisstaða svo þar eru ekki lengur fyrir hendi slysagildrur eða óþarfa krókar og skæklar. Verulegar vegabætur hafa orðið á safn- og tengivegum. Tengingin við Norðurland eystra hefur verið bætt með nýjum vegi um Norðurárdal í Skagafirði og þá hafa komið til sögunnar göng á milli Hjaltadals og Hörgárdals sem stytt hafa leiðina milli Sauðárkróks og Akureyrar um 20 km. auk þess að hafa gert hana mun greiðfærari. Má merkja mjög jákvæð áhrif þessa á margvíslegan máta, m.a. á öflugu samstarfi háskólanna á Hólum og á Akureyri og rannsóknarstofnana og þróunarsetra á Norðurlandi sem mynda þétt samstarfsnet sín á milli. Að auki hefur atvinnusvæðið með þessum samgöngubótum stækkað stórlega.</strong></p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Á Norðurlandi vestra er sagan bókstaflega við hvert fótmál. Má í því sambandi nefna merka sögustaði eins og Bjarg í Miðfirði, Hof í Vatnsdal, Hóla í Hjaltadal, Glaumbæ, Reynistað og Flugumýri svo aðeins séu fáeinir staðir nefndir. Grettis saga, Sturlunga og frásagnir Grænlendingasögu af fyrsta Ameríkumanninum af evrópskum uppruna, Snorra Þorfinnssyni, bjóða upp á mikla möguleika í ferðaþjónustu. Frásagnir seinni tíma, s.s. af Hólabiskupum, munkum á Þingeyrum og nunnum á Reynistað, bjóða upp á enn fleiri tækifæri, ekki síst í tengslum mikinn fornleifauppgröft síðustu ára. Ef haldið er enn nær nútímanum spila Vesturfarasetrið á Hofsósi, Síldarminjasafnið á Siglufirði og Textílsafnið á Blöndusósi stórt hlutverk. Frásagnir, ljóð og munir eftir snillinga eins og Bólu-Hjálmar og Sölva Helgason krydda þetta allt saman og bæta aðeins í fjölbreytta og safaríka flóru sögu og menningar sem þessi landshluti býr yfir.</p> <p>Þegar saman blandast fjölbreytt afþreying í formi til að mynda gönguferða um Tröllaskaga, selaskoðunar á Vatnsnesi, íþróttaiðkunar í skíðasvæði Tindastóls og á nýrri frjálsíþróttaaðstöðu á Sauðárkróki, stangveiða í Húnavatnssýslum, menningarsérstöðu í Kántrýbæ á Skagaströnd og auðvitað hestamennsku, söngs og gleði á svæðinu öllu þá er ljóst að Norðurland vestra býr yfir miklum styrkleikum á sviði ferðaþjónustu sem aðeins er hægt að nýta til mikillar sóknar fram á við og þar að auki eru Skagfirðingar að mínu mati skemmtilegt fólk.</p> <p><strong>Árið 2020 hefur byggst upp öflugur klasi á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Tekist hefur að auka samstarf, samvinnu og samkeppni heimamanna sem skilað hefur sér í því formi að ferðamenn, jafnt innlendir sem erlendir, hafa í mjög auknum mæli litið á svæðið sem endapunkt en ekki eingöngu skemmtilegan áfangastað á leið sinni landshluta á milli. Bættar samgöngur hafa einnig orðið til þess að vaxandi orlofshúsabyggð hefur risið víða í nýju sameinuðu sveitarfélagi þar sem menn leita friðsældar og kyrrðar í fallegu umhverfi, vitandi það að á næsta leiti eru í boði fjölbreyttustu afþreyingarmöguleikar á landinu öllu.</strong></p> <p>Ég geri mér grein fyrir því að eitthvað í þessari framtíðarsýn minni mun ekki ganga eftir enda myndi ég hafa talað svo varlega að þið væruð öll löngu sofnuð ef ætlunin hefði verið að horfa eingöngu til skotheldra verkefna. Ég lít heldur ekki á það sem hlutverk mitt í slíkri framtíðarsýn til langs tíma að tala sem hinn ábyrgðarfulli stjórnmálamaður sem ekki vill láta hanka sig á neinu. Eigi að síður er þessi framtíðarsýn sett fram í fullri alvöru. Vonandi gengur margt af framansögðu upp. Eflaust mun eitthvað falla niður en einnig munu koma til hlutir sem ég get ekki séð fyrir í dag. Stjórnmálamenn hafa til að mynda margir hverjir leitað leiða til að flytja opinberar stofnanir og störf frá höfuðborginni til landsbyggðar eins og gert hefur verið í tilfellum Byggðastofnunar, hluta Íbúðalánasjóðs og síðast í gær þegar tilkynnt var um að Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar verði sett upp á Blönduósi. Hefur sú viðleitni mætt nokkurri andstöðu en þrátt fyrir það er það vilji minn að framhald verði á þessari þróun enda hefur hún gefist vel. Markmið mitt og vonir eru jafnframt bundnar við að með einbeitni, samtakamætti og bjartsýni fái stjórnvöld og heimamenn, hvort sem er í atvinnulífi eða sveitarstjórnum, áorkað jákvæðum breytingum sem muni skila sér í öflugu atvinnulífi, fjölgun íbúa og blómlegri menningu. Norðurland vestra á það skilið.</p> <p align="center">- III -</p> <p>Eins og ég kom inn á fyrr í ræðu minni þá hafa í mörgum nágrannalanda okkar, og raunar mun víðar, áherslur í atvinnu- og byggðamálum breyst á undanförnum árum og í þá veru að héruð og sveitarfélög fá aukið sjálfstæði í atvinnu- og félagsmálum. Liður í því er m.a. að auka ábyrgð þessara aðila og veita liðsinni með ýmsum hætti, m.a. í formi fjármagns til eftirfylgni á einstökum verkefnum eða aðgerðum. Hafa þessar áherslubreytingar reynst vel og í því ljósi hef ég á undanförnum árum lagt áherslu á að byggðaaðgerðir hér á landi taki mið af þessari þróun.</p> <p>Ég hef lagt áherslu á gerð vaxtarsamninga og aukna samkeppnishæfni landsins alls, þar sem ég tel þessa þætti afar mikilvæga til að bæta lífskjör og treysta búsetu í landinu. Áhersla á þessa málaflokka á síðustu misserum hefur smátt og smátt verið að komast í framkvæmd með ýmsum verkefnum og aðgerðum.</p> <p>Ef litið er til þeirra vaxtarsamninga sem þegar eru komnir til framkvæmda þá er í gangi öflugt starf á vegum Vaxtarsamnings Eyjafjarðar sem miðar að því að styrkja Eyjafjarðarsvæðið sem öflugan byggðakjarna. Stjórn vaxtarsamningsins réði framkvæmdasstjóra til að annast reksturinn í samræmi við stefnumörkun stjórnar og framkvæmdastjórnar samningsins. Síðan var leitað til óháðra aðila til að stjórna klösunum sjálfum. Þannig sjá Ferðamálasetur Íslands og Markaðsskrifstofa Norðurlands um ferðamálaklasann og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri um mennta- og rannsóknarklasann og er gott samstaf við HA um framkvæmdina. Mikil vinna hefur átt sér stað fyrir norðan og hafa um 200 manns tekið þátt í vinnu klasanna til þessa og um 100 fyrirtæki og stofnanir hafa sent fulltrúa á kynningar- og vinnufundi. Á vegum Vaxtarsamnings Eyjafjarðar er unnið að fjölmörgum verkefnum sem einnig snerta Norðurland vestra, s.s. á sviði ferðamála og háskólastarfsemi.</p> <p>Vaxtarsamningur Vestfjarða er skemmra á veg kominn en hann gildir frá miðju ári 2005 til ársloka 2008. Sami háttur er hafður á rekstri Vaxtarsamnings Vestfjarða, þótt enn sé verið að móta reksturinn þar sem svo stutt er síðan samningurinn var gerður. Auk vaxtarsamningsins hafa iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti stutt við fjölda verkefna sem unnið hefur verið að þar með beinum eða óbeinum hætti, með stoðkerfi í nýsköpun og byggðamálum sem tengjast Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, Byggðastofnun, Iðntæknistofnun og Impru Nýsköpunarmiðstöð. Um fjölmörg verkefni er að ræða á þessu sviði og má þar m.a. nefna verkefni sem orðið hafa til í samstarfi við önnur ráðuneyti eins og háskólasetrið á Ísafirði og samstarfsverkefni á sviði fámennra skóla á Vestfjörðum en einnig ýmiss konar mál sem tengjast ferðaþjónustu, veiðafærastofnun og rannsóknum í fiskeldi.</p> <p>Á Austurlandi og á Suðurlandi hafa nefndir sem skipaðar voru tekið til starfa og er þeim ætlað að koma með tillögur um stefnumörkun í byggðamálum á þessum landssvæðum ásamt áætlun um aðgerðir.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Ég hef nú ákveðið að skipa verkefnisstjórn er hafi umsjón með undirbúningi fyrir gerð Vaxtarsamnings Norðurlands vestra. Hlutverk verkefnisstjórnarinnar er að gera tillögu til ráðherra um stefnumörkun í byggðamálum á Norðurlandi vestra, og kanna hvaða kostir komi helst til greina við að treysta vöxt og samkeppnishæfni svæðisins. Með tillögunum fylgi áætlun um aðgerðir þar sem fram komi markmið þeirra, forsendur, ábyrgð á framkvæmd, þátttakendur, ásamt tíma- og kostnaðaráætlun. Óskað er eftir að verkefnisstjórnin taki mið af skýrslum sem unnar voru fyrir ráðuneytið nýlega fyrir Eyjafjörð og Vestfirði.</p> <p>Í verkefnisstjórninni eiga sæti:</p> <p>Baldur Pétursson, deildarstjóri, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, formaður,</p> <p>Knútur Aadnegard, K-Tak ehf., Sauðárkróki</p> <p>Skúli Skúlason, skólameistari Hólaskóla</p> <p>Svanhildur Guðmundsdóttir, forstöðumaður þjónustusviðs Íbúðalánasjóðs</p> <p>Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi</p> <p>Steindór Haraldsson, framkvæmdastjóri Sero ehf., Skagaströnd</p> <p>Unnar Már Pétursson, fjármálastjóri Þormóðs ramma &ndash; Sæbergs hf., Siglufirði</p> <p>Elín R. Líndal, markaðsstjóri Forsvar ehf., Hvammstanga</p> <p>Guðmundur Guðmundsson, þróunasviði Byggðastofnunar, Sauðárkróki</p> <p>Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Leiðbeiningamiðstöðvarinnar ehf., Sauðárkróki</p> <p>Með nefndinni munu starfa Jakob Magnússon, SSNV atvinnuþróun og Elvar Knútur Valsson, verkefnisstjóri hjá Impru nýsköpunarmiðstöð.</p> <p>Góðir gestir. Í umfjöllun um byggðamál hefur stundum gætt togstreitu á milli dreifbýlis og þéttbýlis. Til lengri tíma litið fara hagsmunir saman. Til að þroska og þróa umfjöllun um þetta mikilvæga mál og efla enn frekar árangur á sviði byggðamála og samkeppnishæfni almennt, þurfa sem flestir hópar þjóðfélagsins að koma að umfjöllun málsins. Málþing sem þetta er mikilvægur liður í þá átt. Ég vil að lokum þakka ykkur fyrir að fá að ávarpa þessa glæsilegu samkomu og vona að dagurinn verði gagnlegur og fræðandi.</p> <p>Takk fyrir.</p> <br /> <br />

2005-11-03 00:00:0003. nóvember 2005Ársfundur Rannsóknarseturs verslunarinnar.

<p>Kæru gestir,</p> <p>Það er mér sönn ánægja að vera hér í dag og ávarpa fyrsta ársfund Rannsóknaseturs verslunarinnar. Rannsóknarsetrið hefur nú verið starfrækt í hartnær ár en að því standa viðskiptaráðuneyti, Samtök verslunar og þjónustu, verslunarfyrirtækin Hagar, Kaupás og Samkaup og síðast en ekki síst Viðskiptaháskólinn á Bifröst en þar er jafnframt aðsetur setursins.</p> <p align="justify">Markmiðin með starfrækslu setursins eru m.a. að:</p> <p>1. Skapa og miðla þekkingu um mikilvæg málefni er snerta smásöluverslun á Íslandi</p> <p>2. Taka virkan þátt í umræðu um málefni smásöluverslunar</p> <p>3. Aðstoða samtök og fyrirtæki í smásöluverslun við lausn faglegra úrlausnarefna</p> <p>Viðskiptaráðuneytið, sem beinn þátttakandi að setrinu, hefur bæði mikinn áhuga fyrir því sem þar fer fram og jafnframt mikinn metnað fyrir fyrir þess hönd. Ég fagna því útkomu nýrrar skýrslu setursins um skattamál verslunarinnar og vonast til að hún verði innlegg í frjóa umræðu í framtíðinni. Ber skýrslan þess merki að hjá Rannsóknarsetri verslunarinnar hafi nú þegar verið framkvæmdar viðamiklar úttektir á versluninni hér á landi og veit það á gott hvað framhald á rannsóknarþætti starfseminnar varðar.</p> <p></p> <p>Starfsgreinin verslun hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár. Fáar aðrar atvinnugreinar hafa tekið jafn áberandi þátt í alþjóðavæðingunni og fáar atvinnugreinar ef nokkrar hafa komið íslensku athafnalífi jafn rækilega á heimskortið og raun ber vitni með verslunina. Þessu til viðbótar má nefna að á Íslandi hefur trúlega aldrei verið meiri kraftur og athafnagleði ríkjandi hjá verslunarfólki en einmitt nú. Þetta er gleðileg þróun og afar jákvætt að geta fagnað 150 ára afmæli verslunarfrelsis á Íslandi með þeirri ánægjulegu staðreynd að íslensk fyrirtæki eru í mikilli útrás og stunda landvinninga víða um heim.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Í þessum mikla uppgangi verður þó að játast að nokkurt áhyggjuefni er að menntunarstig innan verslunargeirans hefur ekki þann verðuga sess sem því ber. Afleiðingin birtist viðskiptavinum of oft í formi ókunnugleika afgreiðslufólks um leið og verslanirnar sjálfar glíma við mikla starfsmannaveltu og skort á vel þjálfuðu starfsfólki. Á tímum þegar svo vel árar í efnahagsmálum þjóðarinnar sem nú eru öll tækifæri fyrir hendi til að bæta úr þessu.</p> <p>Ekki má misskilja orð mín á þann veg að ég telji íslenskt verslunarfólk síðri starfskrafta en aðra. Ég vil eingöngu benda á að svo virðist sem verslunargeirinn hafi dregist nokkuð aftur úr almennri þróun í menntunarmálum.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Verslunarfólk sjálft er mjög meðvitað um þennan vanda og reiðubúið til að bæta úr. Ég vil nefna í því sambandi verslunarstjóranám á Bifröst, sem hlaut starfsmenntaverðlaun Starfsmannaráðs og Menntar á síðasta ári, og spennandi tilraunaverkefni um verslunarfagnám í Verslunarskóla Íslands. Bæði þessi fræðsluverkefni eru unnin í samstarfi við Samtök verslunar og þjónustu.</p> <p>Um þessar mundir er Rannsóknasetur verslunarinnar, í samstarfi við SVÞ og með þátttöku verslunarfyrirtækja, að undirbúa nám á háskólastigi með sérstaka áherslu á smásölu. Ég tel þetta afar áhugavert og brýnt verkefni og til þess fallið að efla verslun á Íslandi enn frekar og styrkja undirstöður velgengni undanfarinna ára. Mikilvægt er að þessi menntun nýtist hvoru tveggja þeim sem þegar hafa valið verslun sem starfsgrein til að bæta færni sína og laði einnig ungt og menntað fólk í auknum mæli að henni.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ég sé mikið tækifæri fólgið í því að blanda saman færni íslenskra stjórnenda í smásölu og háu gæðastigi íslensku háskólanna. Slík blanda hefur alla burði til að vekja athygli á alþjóðavetvangi.</p> <p>Ég vil jafnframt geta þess að mér er kunnugt um að Rannsóknasetur verslunarinnar og Viðskiptaháskólinn á Bifröst eru komin í samstarf við Norræna smásöluháskólann (Nordiska detaljhandelshögskolan) í Stokkhólmi um sameiginleg kennsluverkefni. Í síðasta mánuði fór hópur nemenda ásamt forstöðumanni Rannsóknasetursins til Stokkhólms og tók þátt í sameiginlegu námskeiði fjögurra norrænna skóla. Mjög líklegt að áframhald verði á þessu samstarfi og á ég von á að það geti komið að miklu gagni. Viðskiptaháskólinn á Bifröst er til að mynda kominn mun lengra hvað fjarnámstækni varðar en hinir sænsku frændur okkar en á móti kemur að þeir hafa aðgang að stórum hópi afbragðs fyrirlesara og búa að dýrmætri reynslu í menntun fyrir smásölugeirann.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Þekking byggð á rannsóknum, viðskiptaleg samkeppnishæfni og hagfellt rekstrarumhverfi mun skipta meira máli fyrir íslenska verslun á komandi árum en nokkru sinni áður. Við munum mæta stöðugt sterkari samkeppni frá stórum alþjóðlegum fyrirtækjum og framleiðslugreinar og fjármagnsmarkaðir alþjóðavæðast í sífellt auknari mæli. Verslun er elsta atvinnugrein heimsins en hún breytist nú örar en áður. Á Íslandi hafa þróast dugmikil og framsækin verslunarfyrirtæki með samkeppnishæf rekstrarform og alþjóðlegan metnað. Til að byggja upp og þróa þekkingu í versluninni, skapa innlegg í þjóðfélagsumræðu og móta raunhæfa framtíðarsýn skiptir miklu máli að Rannsóknarsetri verslunarinnar takist vel til að sinna hlutverki sínu. Ég hef fulla trú á að svo verði.</p> <p>Takk fyrir</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-10-31 00:00:0031. október 2005Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

<p align="justify">Kæru gestir,</p> <p align="justify">Það er mér ánægjuefni að ávarpa þennan fund hér í dag á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, þar sem m.a. er fjallað um atvinnu &ndash; og byggðamál.</p> <p align="justify">Á síðusta áratug hafa miklar breytingar átt sér stað í heiminum, Áhrifanna gætir á fjölmörgum sviðum t.d. í menntunar- menningar- og efnahagsmálum. Stjórnvöld hér á landi hafa lagt ríka áherslu á að aðlagast þessari alþjóðlegu þróun með því að bæta starfsskilyrði og stuðla þannig að aukinni samkeppnishæfni atvinnulífs. Ýmsar nýjar áherslur hafa komið fram m.a. í byggðamálum.</p> <p align="justify">Þetta hefur skilað verulegum árangri, sem m.a. kemur fram í auknum hagvexti, nýsköpun, útrás fyrirtækja og auknum kaupmætti. Frá 1995 til ársins 2005, eða sl. 10 ár, hefur t.d. samkeppnisstaða Íslands í fjölþjóðlegum samanburði farið úr 25. sæti í það 4. samkvæmt mati virtrar stofnunar í Sviss og í það 7. samkvæmt World Economic Forum. Þetta er hækkun um 2 sæti að meðaltali á ári síðastliðin 10 ár, sem verður að teljast góður árangur, ekki síst með hliðsjón af því að það er langtímaþróun sem skiptir máli í þessu sambandi, en ekki sveiflur á milli einstakra ára.</p> <p align="justify">Eins og fram hefur komið hef ég lagt áherslu á eflingu byggðakjarna, m.a. með því að vinna einskonar stöðumat á viðkomandi svæðum, sem unnið er í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila. Það hefur síðan leitt til Vaxtarsamninga á þeim svæðum. Slík verkefni hafa verið unnin bæði fyrir Eyjafjarðarsvæðið og Vestfirði og eru í vinnslu á fleiri svæðum á landinu.</p> <p align="justify">Útfærslan á svokölluðum Vaxtarsamningi er nokkuð nýstárleg, áhersla er lögð á sérstöðu og styrkleika svæða og samkeppnishæfni atvinnulífs, þar sem byggt er á markaðstengdum aðgerðum. Markmiðið er að auka hagvöxt, fjölga atvinnutækifærum og treysta viðkomandi byggðakjarna svo hann geti enn frekar sinnt því lykilhlutverki að vera miðstöð atvinnu, menningar og þjónustu. Áherslurnar taka mið af sambærilegum aðgerðum erlendis, í smáum og stórum hagkerfum. Í raun má segja að um sé að ræða ákveðna nútímavæðingu byggðamála, þar sem kjarni málsins er að treysta sjálfbæran hagvöxt svæða með aukinni ábyrgð og þátttöku íbúa í viðkomandi byggðalagi.</p> <p align="justify">Á grunni þessarar vinnu hafa farið fram umræður um sambærilegt starf fyrir Vesturland og því hefur verið ákveðið að efna til undirbúningsvinnu vaxtarsamnings. Verkefnisstjórn er hafi umsjón með þessu verkefni hefur verið ákveðin. Hlutverk hennar er að gera tillögu til ráðherra um stefnumörkun í byggðamálum fyrir Vesturland og kanna hvaða kostir komi helst til greina við að treysta vöxt og samkeppnishæfni svæðisins. Með tillögunum fylgi áætlun um aðgerðir þar sem fram komi markmið þeirra, forsendur, ábyrgð á framkvæmd, þátttakendur ásamt tíma- og kostnaðaráætlun. Óskað er eftir að verkefnisstjórnin taki mið af skýrslum sem unnar voru fyrir ráðuneytið nýlega fyrir Eyjafjörð og Vestfirði.</p> <p align="justify">Væntanlega mun starf á þessu sviði ganga hratt fyrir sig, þar sem þegar hefur verið unnið verulegt undirbúningsstarf á svæðinu er varðar athuganir og klasastarf.</p> <p align="justify">Í verkefnisstjórninni eiga sæti:</p> <p>Baldur Pétursson, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, formaður,</p> <p>Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Norðuráls,</p> <p>Sigríður Finsen, forseti bæjarstjórnar í Grundarfirði,</p> <p>Páll Brynjarsson, bæjarstjóri í Borgarbyggð,</p> <p>Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ,.</p> <p>Dagný Sigurðardóttir, sveitarstjórnarmaður í Borgarfjarðarsveit,</p> <p>Bernhard Þór Bernhardsson, deildarforseti viðskiptadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst,</p> <p>Haraldur Líndal Haraldsson, sveitarstjóri Dalabyggðar,</p> <p>Björn Elísson, atvinnumálafulltrúi Akraneskaupstaðar,</p> <p>Gísli Gíslason, fráfarandi bæjarstjóri á Akranesi og verðandi hafnarstjóri og</p> <p>Þórarinn Sólmundarson Byggðastofnun</p> <p>Með nefndinni numu starfa</p> <p>Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Sveitarfélaga á Vesturlandi og Ólafur Sveinsson, forstöðumaður atvinnuráðgjafar Samtaka Sveitarfélaga á Vesturlandi.</p> <p align="justify">Góðir gestir,</p> <p align="justify">Það á sér stað ör þróun í þjóðfélaginu. Það sjáum við einnig hér á þessu svæði. nefna mál uppbyggingu á sviði samgöngumála, háskólamála og atvinnumála. Ég nefndi sérstaklega stóriðju. Árangurinn er fjölgun atvinnutækifæra, fjölgun íbúa, vaxandi eftirspurn eftir húsnæði og hækkun íbúðaverðs. Þetta er ánægjuleg þróun. Það starf sem hér fer í gang við undirbúning Vaxtarsamnings mun styrkja svæðið enn frekar.</p> <p align="justify">Ég óska ykkur alls hins besta.</p> <p>Takk fyrir</p> <br /> <br />

2005-10-27 00:00:0027. október 2005Fjárfestingartækifæri í Austur-Evrópu - Kynningarfundur EBRD.

<p>Ladies and Gentlemen. Welcome to this meeting. I specially want to thank our guest from EBRD, who will introduce the bank and it’s policy and services. It will be very interesting to hear about the bank’s new energy policy. Meetings like this one are very important, because the business world is getting smaller at the time of globalisation. Góðir fundargestir. Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu var stofnaður árið 1991 og er Ísland meðal 60 landa sem hlut eiga í honum. Meginhlutverk bankans er að stuðla að umbreytingum frá miðstýrðum áætlanabúskap fyrrverandi austantjaldsríkja og ríkja í Mið-Asíu, yfir í opin hagkerfi sem um leið eflir hag- og lýðræðisþróun þessara landa. Segja má að bankinn hafi gegnt veigamiklu hlutverki við umbreytingu þessara landa og um leið stuðlað að sjálfbærum hagvexti þeirra og þróun í átt til vestræns markaðsbúskapar. Því verkefni er hvergi nærri lokið. Afkoma og árangur bankans hefur einnig verið afar góður, þrátt fyrir oft erfiðar aðstæður í upphafi markaðsþróunar í þessum löndum. Tækin sem bankinn hefur yfir að ráða í þessu sambandi eru fyrst og fremst fjármagn til endurreisnar og þróunar. Þessi lán eru veitt til banka og opinberra jafnt sem einkarekinna fyrirtækja, til frumkvöðla og þeirra sem þegar hafa komið á fót starfsemi. Bankinn hefur einnig stutt þróun í átt til umbreytingar eða einkavæðingar ríkisfyrirtækja og fyrirtækja á sveitarstjórnarstigi, s.s. á sviði vatnsveitna. Stjórn bankans sinnir stefnumótun hans og er stjórnin skipuð fulltrúum þeirra landa sem hlut eiga. Eru fulltrúarnir einkum ráðherrar frá þessum löndum. Ég sit til að mynda sem stjórnarmaður fyrir hönd Íslands í stjórn bankans. Starfsemi bankans og dagleg stjórn hans er hins vegar falin framkvæmdastjórn bankans, sem skipuð er framkvæmdastjórum hinna ýmsu stjórnarskrifstofa hans. Eru þeir 27 að tölu og situr Sven Hegelund, framkvæmdarstjóri svæðaskrifstofu fyrir Ísland, Svíþjóð og Eistland, m.a. í framkvæmdastjórn bankans. Á tímum alþjóðavæðingar eykst umfang og mikilvægi fjölþjóðastarfsemi fyrir fyrirtæki. Af þeim ástæðum eru fundir sem þessir mikilvægir, til að atvinnulíf geti nýtt sér alla þá möguleika sem alþjóðlegir bankar og stofnanir bjóða og nýtast í útrás á erlenda markaði. Íslenskt atvinnulíf er að verða nokkuð alþjóðlegt, sem um leið gerir auknar kröfur til allra aðila, innan fyrirtækja sem utan, og á innlendum sem erlendum mörkuðum. Það er einnig afar ánægjulegt að verða vitni að velgengni fyrirtækja á innlendum sem erlendum mörkuðum, sem m.a. endurspeglar góða samkeppnisstöðu Íslands í alþjóðlegum könnunum. Má þar til að mynda geta samanburðarkönnunar IMD-viðskiptaháskólans í Sviss, þar sem Ísland hefur hækkað um 1 sæti að meðaltali undanfarin 10 ár og er nú í fjórða sæti þjóða heims og fremst Evrópuþjóða. Íslensk stjórnvöld komu á fót innlendum tæknisjóði fljótlega eftir að bankinn hóf starfsemi sína. Sjóðurinn hefur það hlutverk að fjármagna vinnu ráðgjafa við undirbúning verkefna og hafa nokkrir ráðgjafar fengið styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn fjármagnar aðeins vinnu íslenskra ráðgjafa, enda er sjóðurinn sem fyrr segir fjármagnaður af íslenskum stjórnvöldum. Tillaga um framlag úr sjóðnum þarf að koma frá einni af deildum bankans, sem velur ráðgjafann og gerir tillögu um upphæð greiðslunnar. Það er því ljóst að sýnileiki íslenskra ráðgjafa innan bankans er mjög mikilvægur. Ágætu fundargestir, Það er ósk mín að þessi kynningarfundur um Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu verði til þess fallinn að efla möguleika og tækifæri íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu og efla um leið stöðu þeirra á Íslandi. Takk fyrir</p>

2005-10-20 00:00:0020. október 2005Árangur og arðsemi - ávinningur rafrænna viðskipta.

<p>Góðir gestir,</p> <p>Það er mér sérstök ánægja að fá að ávarpa þessa ráðstefnu um drifkraft og hagræðingu í viðskiptum og þann ávinning sem hafa má af rafrænni notkun á þeim vettvangi.</p> <p>Hugtakið rafræn viðskipti er þýðing á því sem á ensku hefur verið kallað electronic commerce eða e-commerce. Nær þetta hugtak yfir viðskipti sem eiga sér stað á milli aðila á rafrænan hátt og hafa þau á síðustu árum gjarnan farið fram um Veraldarvefinn. Er það einkum komið til af því að vefurinn eða Netið sem miðill er orðinn mjög ódýr og útbreiðsla hans og notkun á heimsvísu mjög mikil.</p> <p>Tækniþróunin og framfarir á fjölmörgum sviðum hafa þannig verið að umbreyta heiminum og er í því samhengi gjarnan talað um svokallaða alþjóðavæðingu. Í því felst m.a. að rafræn viðskipti hafa smám saman breytt hefðbundnum viðskiptaháttum og má ætla að þróunin á því sviði geti orðið enn hraðari á komandi árum. Raunar hefur verið sagt að viðskipti milli einstaklinga og fyrirtækja á Netinu muni verða það umfangsmikil að hugtakið „rafræn viðskipti“ hverfi og þannig verði ekki gerður greinarmunur á því sem talin hafa verið „hefðbundin viðskipti“ annars vegar og „rafræn viðskipti“ hins vegar.</p> <p>Í árdaga rafrænna viðskiptahátta á Íslandi lagði iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið áherslu á að kynna þá möguleika sem í þeim fælist fyrir markaðnum. Síðar var farið út í þá vinnu að athuga hvort breyta þyrfti lögum og reglum til að ekki væru lagalegar hindranir fyrir rafrænum viðskiptaháttum hér á landi. Á síðustu árum hafa verið samþykkt nokkur frumvörp á þessu sviði sem ráðuneytið hefur unnið að og er nú svo komið að ekki verður séð að lög hamli rafrænum viðskiptum, né að lög skorti til þess að slíkir viðskiptahættir fái þrifist. Tæknilegar forsendur ættu ekki heldur að vera nein hindrun því Íslendingar hafa líkt og aðrir tekið Netinu opnum örmum er nú svo komið að notkun þess er hér einhver sú mesta í heiminum. Í því samhengi má geta þess að ef litið er til alþjóðlegs samanburðar er Ísland í öðru sæti á lista yfir þjóðir heims þegar litið er til þess hversu tilbúnar þær eru til að taka þátt í og haganýta sér upplýsinga- og samskiptatækni. Innviðirnir eru því fyrir hendi og undir okkur sjálfum komið að nýta tækifærin.</p> <p>Á vettvangi hins opinbera hefur verið unnið að framþróun rafrænna viðskipta á ýmsan hátt. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefur sem fyrr segir staðið fyrir ákveðnum lagabreytingum til að greiða götu rafrænna viðskipta ásamt því að eiga beina aðkomu að ákveðinni stefnumótun og samstarfi á vettvangi Tilraunasamfélags um rafræn viðskipti og ICEPRO. Í stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2004-2007 er ráðuneytinu einnig falin ábyrgð á framþróun annarra verkefna sem snúa að rafrænum viðskiptum og er svo um fleiri ráðuneyti. Þannig er svo dæmi séu tekin Fjármálaráðuneyti falið að vinna að almennri og útbreiddri notkun rafrænna skilríkja sem skiptir miklu máli í þessu samhengi.</p> <p>Ef litið er til viðskiptalegs ávinnings af rafrænum viðskiptum má velta fyrir sér í hvaða formi hann getur verið og hver reynslan er miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Fyrir neytendur skiptir máli að ábatinn af rafrænum viðskiptum sé sýnilegur og að byggt sé á trausti og vissu <span>fyrir því að sá sem þú skiptir við sé örugglega sá sem hann segist vera. Ábatinn getur falist í því að viðskiptin séu</span> <span>einfaldari, fljótlegri og ódýrari en að kaupa inn á hefðbundinn hátt. Forsendan hlýtur þó einnig að vera að upplýsingar seljandans séu áreiðanlegar, aðgengilegar og auðskildar. Hvað atvinnulífið snertir getur ávinningurinn falist í skilvirkri notkun lausna sem fela í sér margvíslegan sparnað, til að mynda í formi betri nýtingar á tíma, starfskröftum, minni ferðalögum og svo mætti áfram telja. Rafræn viðskipti hafa nú þegar breytt miklu fyrir íslenskt viðskiptaumhverfi en áfram er litið fram á veginn og nú um stundir er einkum horft til samþættingar, auðkenningar og rekjanleika. Á þessum sviðum eru mörg fyrirtæki að stíga sín fyrstu skref og spennandi verður að sjá afrakstur þess.</span></p> <p>Íslendingar eru framarlega á meðal ríkja heims á mörgum sviðum. Ég ber þá von í brjósti að á sviðum rafrænna viðskipta og rafrænnar stjórnsýslu munum við á næstu árum og áratugum standa í fararbroddi þjóða. Við höfum ágæta innviði, mikinn metnað og nýjungargirni auk framúrskarandi fólks sem býr yfir mikilli þekkingu og hæfileikum. Alla þessa orku þarf að virkja og með því að almenningur, atvinnulíf og opinberir aðilar leggist öll á sömu sveif er ég þess fullviss að tækifæri tækninnar verði nýtt til að bæta íslenskt samfélag. Í því skyni, og til að vekja áhuga almennings, fyrirtækja og opinberra stofnana á þessum málum, hefur iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið í samráði við verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið beitt sér fyrir því að hér á landi verði árlega haldinn svokallaður rafrænn dagur eða „UT-dagur“ líkt og sumar nágrannaþjóðir okkar hafa gert. Þetta yrði gert til að hvetja ríki og sveitarfélög til dáða í að efla rafræna stjórnsýslu, og enn fremur til að hvetja almenning og atvinnulíf til að nýta sér í auknum mæli þær sjálfsafgreiðslulausnir sem þegar eru í boði, ásamt því að tiltrúna á öryggi slíkrar þjónustu. Stefnt er að því að þessi dagur verði haldinn í upphafi næsta árs.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Sú hagræðing og sá drifkraftur sem felst að mínu mati í hagnýtingu rafrænna viðskipta getur skipt sköpum í aukinni samkeppnishæfni þjóðarinnar og þar af leiðandi velferð hennar. Mikilvægt er að ofmetnast ekki yfir vænlegri stöðu og sofna á verðinum heldur fylgja góðum árangri fast eftir. Ráðstefna sem þessi er mikilvægur liður í að koma þekkingu, hugmyndum og reynslu á framfæri og því fagna ég þessu framtaki þeirra félaga sem að henni standa.</p> <br /> <br />

2005-10-14 00:00:0014. október 2005100 ára afmælishátíð Verzlunarskóla Íslands.

<p>Forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson, góðir gestir. Til hamingju með daginn! Fyrr á þessu ári fögnuðu Íslendingar því að nú eru 150 ár liðin frá því að við fengum verslunarfrelsi, með lögum sem danska ríkisþingið samþykkti árið 1854 og tóku gildi ári síðar eða þann 1. apríl 1855. 50 árum eftir samþykkt laganna þ.e.a.s. árið 1904 héldu íslenskir verslunarmenn veglegt samsæti þar sem þeirra tímamóta var minnst og við það tækifæri flutti Brynjólfur H. Bjarnason kaupmaður ræðu og fjallaði um mikilvægi þess að stofnaður yrði verslunarskóli á Íslandi. Áður höfðu verið gerðar tilraunir til að koma slíkum skóla á fót en í þetta sinn sameinuðu Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Kaupmannafélag Reykjavíkur krafta sína og árangurinn lét ekki á sér standa því Verzlunarskóli Íslands tók til starfa rúmu ári síðar eða haustið 1905. Af þessu má sjá að Verzlunarskóli Íslands hefur ávallt, eins og nafnið gefur til kynna, verið samofinn íslensku viðskiptalífi. Verzlunarskóli Íslands hefur allt frá stofnun skólans haft afar jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Íslenskir nemendur öðluðust fyrir tilstuðlan skólans ekki aðeins betri þekkingu á sviði verslunar- og skrifstofustarfa - sem kom sér vel fyrir verslun sem hafði um aldir verið borin uppi af erlendum kaupmönnum – hitt er ekki síðra að stúlkur jafnt sem piltar höfðu jafnan aðgang að skólanum. Allt frá upphafi hefur því verið hefð fyrir því að stúlkur stundi þar nám og gefi piltunum ekkert eftir. Má þar sem dæmi nefna að fyrsti dúx skólans var stúlka að nafni Lovísa Ágústa Fjelsted en hún varð síðar kennari við skólann og kenndi þar bæði ensku og vélritun. Ég ætla ekki að rekja sögu Verzlunarskóla Íslands neitt frekar hér enda hefur sú saga verið skrásett og gefin út eins og við heyrðum af hér áðan. Hins vegar er ekki hægt að láta hjá líða að minnast aftur á hin nánu tengsl sem ávallt hafa verið milli Verzlunarskólans og íslensks viðskiptalífs. Viðskiptaráð Íslands eins og samtök félaga, fyrirtækja og einstaklinga í íslensku atvinnulífi heita í dag, hefur verið bakhjarl og rekstraraðili skólans allt frá árinu 1922 og sinnt með þeim hætti því metnaðarfulla hlutverki sínu að vinna að hvers konar framförum sem bætt geta starfsskilyrði atvinnulífsins og aukið velmegun hér á landi. Margt hefur breyst á eitthundrað árum. Íslenskt samfélag hefur tekið stakkaskiptum og þróast úr því að vera algerlega háð gæftum og afkomu í sjávarútvegi og landbúnaði yfir í fjölbreytt atvinnulíf þar sem ekki síst hátækni og menntun þjóðarinnar hafa fleytt okkur í þá stöðu að vera einhver auðugasta velferðarþjóð veraldar. Verzlunarskóli Íslands hefur átt sinn þátt í umbreytingunni og á starfstíma sínum ávallt verið öflugur og framsækinn og í fararbroddi þeirra skóla sem bjóða upp á fjölbreytt nám sem svarar kröfum síns tíma. Þá er gaman að geta þess að ein af dætrum mínum stundaði nám við skólann og önnur hóf nám nú í haust. Ég þekki því þennan skóla all vel í gegnum persónulega reynslu, sem er með afbrigðum góð. Ég er ekki í vafa um að íslenskt þjóðfélag mun um langa framtíð njóta krafta og hæfileika þess velmenntaða æskufólks sem skólinn útskrifar á ári hverju. Ég þakka áheyrnina og vona að þið eigið áfram ánægjulegan dag.</p>

2005-10-05 00:00:0005. október 2005Kynningarfundur um Vaxtarsamning Suðurlands.

<p>Kæru gestir, Það er mér sönn ánægja að fá tækifæri til að ávarpa þennan kynningarfund um Vaxtarsamning Suðurlands. Ég hef lagt sérstaka áherslu á gerð vaxtarsamninga og aukna samkeppnishæfni landsins alls, þar sem ég tel þessa þætti afar mikilvæga til að bæta lífskjör og treysta búsetu í landinu. Áhersla á þessa málaflokka á síðustu misserum hefur smátt og smátt verið að komast í framkvæmd með ýmsum verkefnum og aðgerðum. Á síðustu árum hafa átt sér stað örar breytingar í heiminum, sem rekja má m.a. til aukins frjálsræðis í viðskiptum og tæknilegra framfara. Áhrifa þeirra gætir víða og á fjölmörgum sviðum t.d. í menntun, menningu og efnahagsmálum. Óhjákvæmilega hafa breytingarnar einnig áhrif á þróun byggðar og samkeppnishæfni atvinnulífs, hér á landi sem í nágrannalöndunum. Atvinnulíf, byggðir, borgir og lönd verða að bregðast við þessum breyttu aðstæðum, eigi að vera mögulegt að auka verðmætasköpun, atvinnutækifærum og bæta lífskjör. Fjarlægðir á milli staða og landfræðileg staðsetning skipta sífellt minna máli og því er samstarf og samskipti á milli byggða og einstakra landa mun einfaldara en áður. Upplýsingar liggja fyrir um að þau svæði sem hvað mestum árangri hafa náð í hringiðu alþjóðavæðingar og í uppbyggingu byggðakjarna, eru þau svæði þar sem áhersla er lögð á samvinnu og samstarf á milli þéttbýlis og dreifbýlis, á milli mismunandi hópa og hagsmunaaðila. Á síðustu misserum hefur verið unnið að ýmiss konar verkefnum á sviði byggðamála á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta. Í núgildandi byggðaáætlun er að finna fjölmargar skilgreindar aðgerðir er tekið hafa til ýmissa verkefna og má þar nefna sem dæmi Nýsköpunarmiðstöð á Akureyri, rannsóknir á búsetu- og starfsskilyrðum atvinnulífs á landsbyggðinni, eflingu menntunar, ferðaþjónustu, rafræns samfélags og umhverfisstarfsemi sveitarfélaga. Vaxtarsamningar fyrir Eyjafjarðarsvæðið og Vestfirði eru meðal stærri verkefna á sviði núgildandi byggðaáætlunar sem hrundið hefur verið í framkvæmd en samskonar samningar eru í undirbúningi fyrir aðra landshluta, m.a. hér á Suðurlandi. Í stuttu máli má segja að vaxtarsamningar færi ábyrgð á framkvæmdum á sviði byggðamála heim í hérað, og einstök svæði og byggðir fái þannig aukið hlutverk í umsjón ýmissa verkefna. Er þetta mjög í takt við þá þróun sem verið hefur erlendis. Á vegum Vaxtarsamnings Eyjafjarðar er í gangi öflugt starf er miðar að því að styrkja Eyjafjarðarsvæðið sem byggðakjarna á Norðurlandi. Þar sér Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar um framkvæmd verkefnisins en leitað var til óháðra aðila til að stjórna klösunum sjálfum. Þannig sjá Ferðamálasetur Íslands og Markaðsskrifstofa Norðurlands um ferðamálaklasann og Rannsóknarstofnun HA um mennta- og rannsóknarklasann. Mikil vinna hefur átt sér stað fyrir norðan og hafa um 200 manns tekið þátt í vinnu klasanna til þessa og um 100 fyrirtæki og stofnanir hafa sent fulltrúa á kynningar- og vinnufundi. Vaxtarsamningur Vestfjarða er skemmra á veg kominn en hann gildir frá miðju ári 2005 til ársloka 2008. Þar sér Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða um framkvæmd samningsins í samræmi við ákvæði hans. Á Austurlandi og hér á Suðurlandi hafa nefndir sem skipaðar voru tekið til starfa og er þeim ætlað að koma með tillögur um stefnumörkun í byggðamálum á þessum landssvæðum, sem og áætlun um aðgerðir þar sem fram komi markmið þeirra, forsendur, ábyrgð á framkvæmd, þátttakendur, ásamt tíma- og kostnaðaráætlun. Síðar í dag verða kynnt drög að þeim tillögum sem verkefnisstjórn um Vaxtarsamning fyrir Suðurland hefur mótað. Bætt samkeppnishæfni einstakra svæða hjálpar til við að bæta samkeppnisstöðu landsins alls en á þann þátt hefur verið lögð mikil áhersla á liðnum árum. Ný byggðaáætlun fyrir árin 2006-2009 mun m.a. leggja áherslu á uppbyggingu og hagnýtingu þekkingar í þágu atvinnulífs og velferðar. Ríkisstjórn Íslands hefur sýnt vilja sinn til þessara mála í verki og ákvað m.a. nú nýlega að auka eigið fé Nýsköpunarsjóðs um allt að 2,5 milljarða króna í áföngum til ársins 2009. Í ár fær sjóðurinn einn milljarð sem verður varið til sprotafyrirtækja í samræmi við lögbundið hlutverk sjóðsins og ákvarðanir stjórnar. Á árunum 2007-2009 fær sjóðurinn allt að 1,5 milljarða króna í viðbótarframlag til að standa undir hlutdeild sinni í stofnun sameignarsjóðs Nýsköpunarsjóðs, lífeyrissjóða og annarra fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Þá má einnig minnast á Tækniþróunarsjóð sem varð til árið 2004 en hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Tækniþróunarsjóður er rekinn af Rannís samkvæmt samningi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Hann mun gegna veigamiklu hlutverki við fjármögnun nýsköpunarverkefna og brúa það bil sem verið hefur á milli gömlu Rannís-sjóðanna og aðkomu framtaksfjárfesta. Úthlutað var úr sjóðnum í fyrsta sinn árið 2004 en þá voru 200 milljónir kr. til ráðstöfunar. Framlag til Tækniþróunarsjóðs úr ríkissjóði mun fara stigvaxandi og miða áætlanir að því að 500 milljónir kr. verði til ráðstöfunar úr sjóðnum árið 2007. Bind ég miklar vonir við að þessar breytingar á umhverfi og fjármögnun nýsköpunar og sprotafyrirtækja skili sér í formi aukins frumkvöðlastarfs og endurnýjunar í atvinnulífinu. Á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta hefur einnig verið unnið að fjölmörgum endurbótum m.a. hvað varðar fjármálamarkað, aukna erlenda fjárfestingu, einföldun á starfsskilyrðum fyrirtækja, endurbætur á hlutabréfamarkaði, einkavæðingu á fjármálamarkaði, og bætt starfsskilyrði frumkvöðla, svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta hefur stuðlað að aukinni samkeppnishæfni atvinnulífs og auðveldað aðlögun þess að þróun og kröfum alþjóðavæðingar, sem hefur verið forsenda framþróunar og hagvaxtar. Árangur af þessu starfi má m.a. sjá í aukinni erlendri fjárfestingu hér á landi í ýmsum greinum og á sama tíma meiri útrás íslenskra fyrirtækja. Samhliða hefur gróska fyrirtækja og frumkvöðla á innlendum markaði aukist til muna. Í heildina litið má segja að Ísland hafi í auknum mæli orðið þátttakandi í þeirri alþjóðavæðingu sem nú ríkir, á grundvelli bættra starfsskilyrða og aukinnar samkeppnishæfni. Þetta hefur skilað sér í meiri verðmætasköpun, aukinni atvinnu og bættum lífskjörum. Góðir gestir. Í umfjöllun um byggðamál hefur stundum gætt togstreitu á milli dreifbýlis og þéttbýlis. Til lengri tíma litið fara hagsmunir saman. Til að þroska og þróa umfjöllun um þetta mikilvæga mál og efla enn frekar árangur á sviði byggðamála og samkeppnishæfni almennt, þurfa sem flestir hópar þjóðfélagsins að koma að umfjöllun málsins. Kynningarfundir sem þessi eru því afar mikilvægir. Ég vil að lokum þakka þeim aðilum sem komu að undirbúningi þessa kynningarfundar og innlendum og erlendum fyrirlesurum fyrir þeirra</p>

2005-10-03 00:00:0003. október 2005Skapandi atvinnugreinar.

<p>Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra á ráðstefnu um skapandi atvinnugreinar 1.10.2005 Háskóli Íslands, Oddi, stofa 101 Góðir gestir. Það er mér sérstök ánægja að fá að ávarpa þessa ráðstefnu um skapandi atvinnugreinar. Skapandi atvinnugreinar hafa verið mér sérstakt hugðarefni í tíð minni sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra og því fagna ég hverju því tækifæri og viðburði sem vekur athygli á mikilvægi þeirra fyrir íslenskt þjóðfélag. Ladies and Gentlemen. Before I continue with my address I want to use the opportunity to welcome our foreign guests and speakers. I hope you will enjoy this interesting conference. Miklar breytingar hafa átt sér stað í íslensku efnahags- og atvinnulífi á undanförnum árum. Hvarvetna má heyra fréttir af íslenskum kaupsýslumönnum sem standa í miklum fjárfestingum, jafnt hér á landi sem erlendis. Er þetta ekki síst að þakka breytingum sem gerðar hafa verið á skipulagi efnahagsmála hér á landi og má þar m.a. nefna að stjórnvöld hafa mótað almennan ramma um starfsemi fyrirtækja, eflt samkeppniseftirlit, innleitt frelsi á fjármagnsmarkaði ásamt því að hafa styrkt stoðir íslensks atvinnulífs. Skipulagsbreytingar á borð við þær sem stjórnvöld hafa beitt sér fyrir síðustu ár og árangurinn af þeim endurspeglast í samkeppnishæfni þjóðarinnar. Árið 2000 var Ísland í tíunda sæti á lista yfir samkeppnishæfni þjóða heims en í dag erum við í fjórða sæti og fremst allra Evrópuþjóða. Í annarri könnun á samkeppnishæfni þjóða sem birt var nýlega vorum við Íslendingar í sjöunda sæti og höfum hækkað þar um 18 sæti á tíu árum. Því er ljóst að samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs er í fremstu röð meðal auðugustu og framsæknustu þjóða heims. Viðamikill þáttur í bættri samkeppnisstöðu Íslands er sú áhersla sem lögð hefur verið á aukna nýsköpun á undanförnum árum. Nýsköpun byggist fyrst og fremst á getunni til að afla þekkingar og hagnýta sér hana. Í nýsköpun felst m.a. að til verði ný afurð, framleiðsluaðferð eða þjónusta. Ekki skiptir minna máli að nýsköpun getur átt sér ýmsar fleiri orsakir, eins og framsækna hönnun, menningarverðmæti, umbætur á innra skipulagi, breyttar markaðsaðstæður og fjölmargt annað. Ríkisstjórn Íslands hefur sýnt vilja sinn til þessara mála í verki og ákvað m.a. nú nýlega að auka eigið fé Nýsköpunarsjóðs um allt að 2,5 milljarða króna í áföngum til ársins 2009. Í ár fær sjóðurinn einn milljarð sem verður varið til sprotafyrirtækja í samræmi við lögbundið hlutverk sjóðsins og ákvarðanir stjórnar. Á árunum 2007-2009 fær sjóðurinn allt að 1,5 milljarða króna í viðbótarframlag til að standa undir hlutdeild sinni í stofnun sameignarsjóðs Nýsköpunarsjóðs, lífeyrissjóða og annarra fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Að auki hef ég lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða sem miðar að því að færa nýtt líf í áhættufjármögnun sprotafyrirtækja. Starfsmenn Kauphallar Íslands vinna nú að því að útfæra þennan nýja markað sem á að koma til móts við þarfir sprotafyrirtækja. Þá má einnig minnast á Tækniþróunarsjóð sem varð til árið 2004 en hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Tækniþróunarsjóður er rekinn af Rannís samkvæmt samningi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Hann mun gegna veigamiklu hlutverki við fjármögnun nýsköpunarverkefna og brúa það bil sem verið hefur á milli gömlu Rannís-sjóðanna og aðkomu framtaksfjárfesta. Úthlutað var úr sjóðnum í fyrsta sinn árið 2004 en þá voru 200 milljónir kr. til ráðstöfunar. Framlag til Tækniþróunarsjóðs úr ríkissjóði mun fara stigvaxandi og miða áætlanir að því að 500 milljónir kr. verði til ráðstöfunar úr sjóðnum árið 2007. Bind ég miklar vonir við að þessar breytingar á umhverfi og fjármögnun nýsköpunar og sprotafyrirtækja skili sér í formi aukins frumkvöðlastarfs og endurnýjunar í atvinnulífinu. Íslendingar eru framarlega á meðal þjóða heims á mörgum sviðum eins og fyrr hefur verið komið að. Samkvæmt nýlegri skýrslu World Economic Forum er Ísland í öðru sæti á lista yfir þjóðir heims ef litið er til þess hversu tilbúnar þær eru til að taka þátt í og hagnýta sér upplýsinga- og samskiptatækni. Við höfum alla burði til að vera áfram í fararbroddi þjóða heims á þessu sviði. Við höfum ágæta innviði, mikinn metnað og nýjungargirni auk framúrskarandi fólks sem býr yfir mikilli þekkingu og hæfileikum. Alla þessa orku þarf að virkja og með því að almenningur, atvinnulíf og opinberir aðilar leggist öll á sömu sveif er ég þess fullviss að tækifæri tækninnar verði nýtt til að bæta íslenskt samfélag. Í því skyni, og til að vekja áhuga almennings, fyrirtækja og opinberra stofnana á þessum málum, hefur iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið í samráði við verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið beitt sér fyrir því að hér á landi verði árlega haldinn svokallaður &bdquo;rafrænn dagur" (e-dagur), líkt og margar aðrar þjóðir gera. Þetta yrði gert til að hvetja ríki og sveitarfélög til dáða í að efla rafræna stjórnsýslu, og enn fremur til að hvetja almenning til að nýta sér í auknum mæli þær sjálfsafgreiðslulausnir sem þegar eru í boði, ásamt því að efla tiltrú hans á öryggi slíkrar þjónustu. Stefnt er að því að slíkur rafrænn dagur verði haldinn í upphafi næsta árs. Nýsköpun atvinnulífsins byggir á fleiri þáttum en vísindalegri þekkingu. Reynsla annarra þjóða hefur sýnt að fyrirtæki sem leggja aukna áherslu á hönnun í þróun framleiðslu sinnar njóta betri afkomu en þau sem gera það ekki. Hér á landi er stór hópur hönnuða sem getið hefur sér góðs orðspors víða um heim og er ástæða til að efla starfsemi þeirra og tengja betur við framleiðendur en verið hefur. Til að svo verði hefur iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið stofnað til samstarfs um hönnun með Samtökum iðnaðarins, Útflutningsráði Íslands, Iðntæknistofnun og Aflvaka. Samstarfsvettvangur um hönnun verður starfræktur sem þróunarverkefni í þrjú ár og verður vistaður hjá Impru nýsköpunarmiðstöð, enda fellur þessi starfsemi vel að þeirri stuðningsþjónustu sem þar er fyrir. Tilgangur verkefnisins er að á einum stað verði aflað upplýsinga um íslenska hönnun og hönnuði, upplýsingum miðlað milli hönnuða og fyrirtækja og að efla samstarf á markvissan hátt. Markmið Samstarfsvettvangs verður að auka skilning á mikilvægi hönnunar, efla iðnhönnun og koma íslenskum hönnuðum á framfæri hér heima og erlendis. Einnig mun iðnaðarráðuneytið beita sér fyrir því að unnin verði heildstæð úttekt á þýðingu hönnunar fyrir íslenskt atvinnulíf. Á grunvelli þeirrar vinnu verði lagður grunnur að stefnumörkun fyrir stjórnvöld sem gæti síðan orðið grundvöllur að ákvörðun um fyrirkomulag opinbers stuðnings við hönnun til lengri tíma litið. Ekki má sleppa hendinni af umfjöllun um íslenska hönnun án þess að minnast á hönnunardaga sem fyrirhugaðir eru 10.-13. nóvember nk. en þessa daga mun Hönnunarvettvangur standa fyrir námstefnu, fyrirlestrum og öðrum viðburðum til að kynna íslenska hönnuði og hönnun. Á ég von á því að hönnunardagar muni vekja mikla athygli enda eigum við Íslendingar hönnuði á heimsmælikvarða svo sem verk þeirra bera gott vitni um. Ef vikið er að öðrum skapandi greinum er óhætt að segja að mikil gróska hafi verið í framleiðslu kvikmynda hér á landi hin seinni ár. Hafa erlendir jafnt sem innlendir kvikmyndaframleiðendur gripið fegins hendi þau tækifæri sem opnast hafa með því endurgreiðslufyrirkomulagi sem ráðuneytið hefur boðið upp á. Það gengur út á það að kvikmyndaframleiðendur fá 12% heildarframleiðslukostnaðar endurgreiddan úr ríkissjóði vegna framleiðslu kvikmyndar er hér á landi. Í dag hafa 23 verkefni hlotið endurgreiðslu og nemur sú fjárhæð rúmum 316 milljónum króna. Þá hefur 24 verkefnum til viðbótar verið gefið vilyrði fyrir endurgreiðslum og er áætluð fjárhæð þeirra rúmar 478 milljónir króna. Má áætla að velta hér á landi vegna þessara 47 verkefna nemi rúmum 6,5 milljörðum króna á fimm ára tímabili. Nýlegt dæmi um stóra erlenda mynd sem tekin er upp hér á landi er kvikmynd Clint Eastwood "Flags of our Fathers". Um er að ræða afar stórt verkefni, enda Clint Eastwood enginn aukvisi í kvikmyndagerð. Kostnaður sem til fellur hér á landi vegna þessa verkefnis er talinn nema um 15-16 milljónum bandaríkjadala eða sem nemur um einum milljarði íslenskra króna. Fjöldi íslenskra og erlendra starfsmanna kom að tökunum, en á tímabili tóku um 500 leikarar þátt í þeim. Þessu fylgdi einnig mikið umstang í kringum leikmuni, búninga, förðun, tæknibrellur o.þ.h. enda ekki lítið verk að farða og klæða um 500 leikara upp fyrir sömu tökuna! Nærri 240 Íslendingar unnu við þetta verkefni í skemmri eða lengri tíma. Reiknað er með að keyptar hafi verið yfir 10.800 gistinætur á hótelum á Suðurnesjum og í Reykjavík vegna framleiðslu myndarinnar og að erlent starfsfólk hafi eytt yfir 70 milljónum króna á veitingastöðum og við kaup á annarri þjónustu þann tíma sem það dvaldi hér. Af þessu öllu má sjá hvað verkefni sem þetta hefur mikil og jákvæð áhrif hér á landi. Annað gott dæmi er Latibær en þættirnir hans Magnúsar Scheving eru komnir lengra í alþjóðlegum sjónvarpsheimi en nokkuð annað íslenskt efni. Nú nýlega voru undirritaðir samningar við BBC um sýningar á þáttunum og við það tækifæri kom fram að þeir hafa nú verið teknir til sýninga 46 löndum. Stefnt er að því að löndin verði orðin 78 í lok ársins. Enginn sjónvarpsþáttur fyrir börn hefur hlotið viðlíka útbreiðslu, hvorki fyrr né síðar. Í Bandaríkjunum einum horfa alls um 800 þúsund bandarísk börn á aldrinum 2-5 ára á hvern þátt af Latabæ. Önnur skapandi grein sem iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti hafa aðstoðað við að koma á framfæri er íslenskur tónlistariðnaður. Í samantekt á styrkjum ráðuneytisins til íslenskra tónlistarmanna sem kom út fyrir rúmu ári síðan kom glögglega í ljós að styrkveitingarnar höfðu gert gæfumuninn í langflestum þeim verkefnum sem íslenskir tónlistarmenn hafa lagt út í á erlendri grundu síðustu árin og að án þessara styrkveitinga hefðu flest þeirra verkefna sem ráðist var í ekki orðið að veruleika. Þetta er bein niðurstaða viðtala við nær alla þá sem fengu styrki frá ráðuneytinu á tímabilinu frá janúar 1999 til september 2003. Öllum tónlistarmönnunum bar saman um nauðsyn þess að hafa sjóði sem styrkja við bakið á íslenskum listamönnum sem vilja leita úr fyrir landsteinana að frægð og frama &ndash; og á sama tíma að kynna Ísland og Íslendinga fyrir umheiminum. Svo tekin séu þekkt dæmi um sjáanlegan árangur af styrkveitingunum má nefna hljómsveitina Sigurrós sem farið hefur sigurför um heiminn og tónlistarkonuna Emiliönu Torrini en á síðustu misserum hefur sól hennar risið hratt. Góðir gestir. Ég hef nú í fáeinum orðum farið yfir nokkur dæmi um aðkomu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og stjórnvalda að nokkrum hinna skapandi greina og umhverfi þeirra. Dæmin eru nokkuð afmörkuð en sýna glögglega hversu miklum tækifærum skapandi greinar búa yfir og hversu mikla þýðingu þær hafa haft og geta í enn auknari mæli haft á hagvöxt og velmegun þjóðarinnar. Um leið og ég vona að ráðstefna þessi veki menn til enn frekar til umhugsunar um þessi tækifæri vil ég þakka viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, Listaháskóla Íslands og Iðntæknistofnun fyrir að boða til hennar. Ekki síst vil ég þó þakka ykkur ágætu gestir fyrir að sýna málinu áhuga og koma hingað í dag.</p>

2005-10-03 00:00:0003. október 2005Vígsla 4. vélasamstæðu Nesjavallavirkjunar.

<p>Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ávarp í tilefni af gangsetningu 4. vélasamstæðu Nesjavallavirkjunar 1. október 2005 Ágætu samkomugestir. Það er mér gleðiefni að hafa verið boðið hingað til þessarar athafnar, sem felst í því að taka formlega í notkun fjórðu vélasamstæðu Nesjavallavirkjunar. Leyfi fyrir stækkun virkjunarinnar úr 90 MW afli upp í 120 MW var veitt í apríl á síðasta ári og því er ótrúlega skammur tími liðinn frá leyfisveitingu til verkloka þessa áfanga. Því ber vissulega að fagna hér í dag. Nýting jarðhitans telst vafalaust með merkustu tækniframförum nýliðinnar aldar. Í allri byggðasögu Íslands fer ekki mikið fyrir frásögnum af nýtingu jarðhitans fyrr en undir lok 19. aldar og í upphafi hinnar síðustu. Landsmenn notuðu heita vatnið að því er virðist helst til þvotta og baða og það var því ekki endilega talinn kostur jarðar að búa við jarðhita. Hitaveitubyltingin á Íslandi byrjaði á þriðja áratugnum og þar ber hæst stofnun Hitaveitu Reykjavíkur sem tekur til starfa árið 1928. Það kom í hlut Jónasar Jónssonar, sem var menntamála- og dómsmálaráðherra árin 1927-1932, að vera í forsvari þeirra manna sem helst vildu reisa opinber mannvirki og efla byggð á stöðum þar sem jarðhita var að finna. Hann var einn af fyrstu stjórnmálamönnum okkar til að skilja mikilvægi jarðhitans fyrir hagsæld og velferð almennings. Staðreyndin er sú að fáir höfðu í upphafi trú á að svo giftusamlega tækist til með uppbyggingu Hitaveitu Reykjavíkur á kreppu- og stríðsárum eins og raun ber vitni. Segja má í ljósi reynslunnar að landsmenn hafi óslitið frá þeim tíma lagt mikið kapp á að nýta jarðhitann til húshitunar hvar sem möguleiki hefur gefist. Víðast þar sem jarðhita var að finna efldist byggð og af hálfu opinberra aðila var lögð mikil áhersla á uppbyggingu hitaveitna, einkum á áttunda og níunda áratugnum. Það átak skilaði þeim árangri að um 90% húsnæðis hér á landi er nú hitað með jarðvarma og er það að sjálfsögðu heimsmet, eins og margt sem snýr að orkumálum okkar Íslendinga. Á alþjóðavettvangi hefur umræða um sjálfbæra þróun beinst mjög að því á hvern hátt unnt sé að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í orkuframleiðslu heimsins, meðal annars til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sífellt fleiri gera sér grein fyrir nauðsyn þess að allar þjóðir, sem þess eiga kost, nýti sem best endurnýjanlegar auðlindir sínar í þessu skyni. Enginn vafi er á því að jarðhitinn er víða um heim vannýtt auðlind, bæði til orkuframleiðslu og til margháttaðra iðnaðarnota, sem þjóðum heims ber að rannsaka og nýta í auknum mæli. Nýleg ákvörðun stjórnvalda og helstu orkufyrirtækja landsins um að ráðast í borun dýpri rannsóknarholu en áður hefur verið gert hér á landi kann að marka tímamót um möguleika okkar til að nýta háhitasvæði landsins í framtíðinni. Niðurstöður þessara rannsókna kunna ekki aðeins að margfalda möguleika okkar við orkuöflun heldur á það einnig við um lönd sem búa við háhitasvæði og svipaðar jarðfræðilegar aðstæður og hér eru. Þar á meðal eru mörg þróunarríki. Þessi rannsókn mun því geta haft veruleg áhrif á möguleika þeirra þjóða við að afla sér endurnýjanlegrar orku í framtíðinni. Íslensk orkufyrirtæki hafa á undanförnum árum haslað sér völl víða erlendis við jarðhitarannsóknir og uppbyggingu jarðvarmavirkjana og í sjónmáli eru áhugaverð og ögrandi verkefni á þessu sviði. Þar ber einna hæst fyrirhuguð uppbygging nýrrar hitaveitu í borginni Xianyang í Kína á vegum Orkuveitunnar. Voru fulltrúar borgarinnar staddir hér á landi í vikunni til undirskriftar á samningum. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að efla mjög þróunaraðstoð á næstu árum eins og kunnugt er og mun sú aðstoð ekki síst beinast að möguleikum okkar til að efla og styrkja jarðhitarannsóknir og nýtingu þeirra þróunarríkja er búa yfir jarðhita. Einnig er fyrirhugað að starfsemi Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi verði aukin, meðal annars með því að efna til námskeiða og kennslu í þróunarríkjunum sjálfum. Ágætu gestir. Enginn vafi er á því að nýting jarðhitans verður eitt helsta viðfangsefni í orkunýtingu þjóða heims á næstu áratugum. Auknar rannsóknir og almennur stuðningur við nýtingu hreinna orkulinda á heimsvísu munu vafalaust gera okkur kleift að auka stórlega hlut jarðhita í orkunotkun á næstu áratugum. Uppbygging og rekstur Nesjavallavirkjunar hefur um árabil verið eitt helsta mannvirki landsins og gott dæmi þegar sýna þarf í verki hvernig unnt er að nýta háhita og jarðvarma með fjölbreyttum og umhverfisvænum hætti. Hefur starfsemin hér og öll umgjörð virkjunarinnar vakið feikilega athygli þeirra fjölmörgu gesta er sótt hafa staðinn heim. Vil ég leyfa mér að þakka Orkuveitunni fyrir hina öflugu og glæsilegu kynningarstarfsemi hér á þessum stað um leið og ég óska fyrirtækinu til hamingju með þann áfanga virkjunarinnar sem nú er tekinn í notkun. Ég þakka áheyrnina.</p>

2005-09-27 00:00:0027. september 2005Fjölþjóðleg ráðstefna um byggða- og svæðaþróunarmál.

2005-09-22 00:00:0022. september 2005Eykur breidd í forystu hagnaðinn?

<p>Góðir gestir, Ég vil nota tækifærið og byrja á því að þakka fyrir þennan fund og að fá að vera með ykkur hér í dag. Ladies and gentlemen, I should like to begin by thanking for the opportunity to address this meeting. I especially want to welcome our foreign guest, Mrs. Lisa Levey, who is one of the key speakers here today. Fyrir um einu ári síðan skipaði ég nefnd sem ætlað er að leita leiða til að auka hlutdeild kvenna í forystusveit íslenskra fyrirtækja. Nefndin hefur undir forystu Þórs Sigfússonar formanns hennar unnið ötullega að því að greina stöðuna hérlendis, kanna hvort önnur lönd hafi gripið til ráðstafana í þessu skyni og bera saman stöðuna í atvinnulífinu hér á landi og í nágrannaríkjunum. Ég vænti mikils af starfi nefndarinnar og tel í raun að við séum á þröskuldi þess að fjölga mjög konum í forystu íslenskra fyrirtækja. Meðal þess sem nefndin hefur staðið fyrir og viðskiptaráðuneytið hefur staðið straum af er koma annars af framsögumönnum fundarins í dag hingað til lands. Lisa Levey er einn af æðstu stjórnendum ráðgjafasviðs bandaríska fyrirtækisins Catalyst en það fyrirtæki hefur sérhæft sig í rannsóknum og ráðgjöf á því sviði sem farið er yfir hér á eftir, þ.e. hvernig fjölga megi tækifærum kvenna í forystu fyrirtækja. Catalyst hefur bent á að fjölbreytileiki og breidd í forystu fyrirtækja megi tengja bættri afkomu fyrirtækja og því verður vafalítið mjög fróðlegt að heyra það sem hún hefur fram að færa. Þó ekki sé hægt að segja með nákvæmni hvernig þjóðfélagið mun þróast á næstu árum og áratugum er víst að aukin menntun kvenna mun leiða til aukinnar þátttöku þeirra í atvinnulífinu. Menntunarstig karla er hærra en kvenna yfir heildina en konur eru í meirihluta í langflestum greinum háskólanáms í dag og því ekki langt að bíða þess að menntunarstig þeirra verði hærra en karla. Einnig hefur verið bent á að viðskiptavinir margra fyrirtækja séu að stórum hluta konur, að kaupmáttur kvenna hafi vaxið og að konur taki stærstan hluta af daglegum kaupákvörðunum. Því mætti ætla að aukin þátttaka kvenna á efri stjórnunarstigum leiði til ákvarðanatöku sem byggir á betri skilningi á þörfum og eðli markaðarins. Í tölublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í júlíbyrjun á þessu ári var birtur ítarlegur listi yfir fjölda kvenstjórnarmeðlima í íslenskum fyrirtækjum. Þar kemur fram að konur skipuðu ríflega 13% af 643 stjórnarsætum 137 stærstu fyrirtækja landsins. Um nokkra framför virðist vera að ræða ef miðað er við óopinbera könnun sem gerð var á vegum ráðuneyta minna, en þó er augljóst að mínu mati að hæfileikar kvenna eru ekki nýttir sem skyldi hjá íslenskum fyrirtækjum. Ekki er gott að segja til um hvers vegna staðan er ekki betri en þetta en umræður um áleitnar spurningar líkt og þær sem hér verða bornar upp eru vel til þess fallnar að auka skilning manna á viðfangsefninu. Um leið og ég vona að fundurinn veki menn enn frekar til umhugsunar um þau tækifæri sem aukin breidd í forystu fyrirtækja hefur í för með sér vil ég þakka Viðskiptaráði Íslands og Félagi kvenna í atvinnurekstri fyrir að boða til fundarins. Ekki síst vil ég þó þakka ykkur ágætu gestir fyrir að sýna málinu áhuga og koma hingað í dag.</p>

2005-09-22 00:00:0022. september 2005Dagar prentiðnaðarins

<p>Góðir gestir, Það er mér sérstök ánægja að fá að ávarpa þessa ráðstefnu sem haldin er í tengslum við Daga íslensks prentiðnaðar. Sagt hefur verið að bylting hafi orðið á vettvangi fróðleiks og mennta þegar prentun kom til sögunnar. Fyrir daga prentiðnaðar rituðu Íslendingar hugðarefni sín einkum á bókfell sem síðan var oft afritað í tímans rás. Geta menn rétt ímyndað sér hversu tímafrek sú iðja hefur verið. Prentlistin varð ekki til fyrr en um miðja 15. öld og nam land hér á landi fyrir tilstuðlan Jóns biskups Arasonar um 1530. Prentiðnaður og bókagerð eru því meðal elstu og mikilvægustu atvinnugreina , enda varðveitist á prenti frjó hugsun og fjölbreytt og fallegt mál. Með tilkomu prentlistar má segja að andleg verðmæti hafi orðið almenningseign. Kirkjan var í fyrstu öflugust í hagnýtingu tækninnar en síðar tóku upplýsingarmenn við kyndlinum og voru öflugir í bóka-, tímarita- og blaðaútgáfu. Þáttaskil urðu svo í sögu íslenskrar prentlistarsögu þegar Danakonungur staðfesti árið 1855 lög um prentfrelsi og má því fagna 150 ára afmæli þeirra tímamóta nú í ár. Íslendingar eru bókaþjóð. Hér á landi þrífst blómlegur prentiðnaður, fjöldi blaða og tímarita er gefinn út og hátt hlutfall útgefinna bóka er prentað hér á landi. Er ánægjulegt að geta þess að ekki einungis standa Íslendingar framarlega meðal þjóða heims hvað varðar prentgæði heldur er prentiðnaðurinn í fararbroddi íslenskra atvinnuvega þegar kemur að umhverfismálum. Á síðustu árum hafa prentmiðlar tengst öðrum miðlum í sífellt auknum mæli. Prentað mál, talað mál, tölvutækni og fjarskipti verða æ nánari og ekki verður hjá því komist að velta fyrir sér eignarhaldi og ritstjórn þessara samreknu miðla. Allir vita hversu miklum deilum fjölmiðlalögin svokölluðu ollu fyrir rúmu ári síðan en á þeim stutta tíma sem liðinn er síðan hefur þróunin á sviði upplýsingamiðlunar haldið enn áfram og stórir aðilar sem samreka ólíka miðla hafa stækkað enn frekar. Það er því full ástæða til að huga að því hvernig lagaumhverfi og samkeppni eigi að vera háttað á þessum vettvangi. Ég fagna því einnig að Samtök iðnaðarins ætli að horfa til hins nýja umhverfis í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum með stofnun sérstaks starfsgreinahóps. Góðir gestir, Prentiðnaðurinn hefur tekið miklum breytingum í áranna rás. Þróunin er hröð og tækninýjungar örar. Til að koma góðri hugmynd vel á framfæri í upplýsingamiðlun nútímans þarf því mikla útsjónarsemi. Ráðstefna sem þessi og námstefnurnar á morgun munu því vafalítið verða fróðlegar og gagnlegar. Ágætu ráðstefnugestir - með þessum ávarpsorðum lýsi ég ráðstefnuna „Frá hugmynd til markaðar“ setta.</p>

2005-09-21 00:00:0021. september 2005International Conference and Workshop on Anode Rodding Plants for Primary Aluminium Smelters

<p>Mr Chairman, Ladies and Gentlemen! It is a great pleasure for me as Minister of Industry and Commerce to welcome you all to the International Conference and Workshop on Anode Rodding Plants for Primary Aluminium Smelters, which takes place here in Reykjavík for the third time. After the successful second conference with 145 delegates from 20 countries two years ago, and judged by the number of attendants today, it seems to me that this conference has grown to be a regular event, and I congratulate the organising committee to this success When I stood here addressing the second conference in September 2003, we could only anticipate the enormous upswing in the Icelandic economy now taking place as a result of new primary aluminium development and expansions of existing smelters. Let me therefore give you a brief overview of the situation I am not sure whether all of you are aware of the unique power situation in Iceland. Its geographic location in the middle of the North Atlantic Ocean with large annual precipitation, glaciers and rivers provides abundance of hydropower potential. Being located on the crest of the Atlantic tectonic rift zone, Iceland has also access to vast geothermal energy resources, which we have learned to harness to our advantage. Both resources are environmentally clean and renewable and therefore very attractive for power intensive industry in order to reduce the greenhouse gas emission often attached to the power production in other countries. Iceland is an island with isolated power system without linkage to outside power markets. Two third part of the total energy consumption comes from our indigenous and renewable power resources. 90% of the population heats up their houses with geothermal hot water and almost everyone has access to electricity from the grid. 65% of the total electricity generation goes to power intensive industry. One third part of the energy consumption is based on fossil fuel, mainly used in the transport sector and the fishing fleet. For almost 40 years primary aluminium industry has played a major role in the economic development of Iceland. The first aluminium reduction plant, ISAL, was commissioned in 1969 – as a result of an agreement between the Icelandic Government and Alusuisse of Switzerland. The plant is now owned by Alcan of Canada. A second aluminium plant, Norðurál, built by Columbia Ventures in 1998 is now owned by Century Aluminum of USA. Today the aluminium industry in Iceland produces some 270.000 metric tonnes of primary aluminium in two plants. Together with Icelandic Alloys, which produces annually 120.000 metric tonnes of ferro-silicon, the energy intensive industry uses annually about 5.500 Gigawatthours of electricity. Alcoa is building a large greenfield aluminium plant, Fjarðaál, in East Iceland which is scheduled to start production with 322.000 metric tonnes annually in 2007. Norðurál is expanding the plant at Grundartangi by 170.000 metric tonnes partly in 2006 and again early 2009. By the end of the decade we will see the primary aluminium production increase to 760.000 metric tonnes annually, using a total of 11.500 Gigawatthours of electricity annually. Energy intensive industry will at that time consume about 80% of the total annual electricity generation. Other projects considered for the next decade may include an Anode Plant with 340.000 tonnes of annual production, expansion of the Alcan smelter at Straumsvík, as well as possible greenfield aluminium plants in Northern and South-western part of the country The increasing electricity demand is a challenge for the power companies. A number of new power plants and expansions of existing plants are under construction in order to meet the needs of the power market. Close to 1000 Megawatts of new power will be installed until 2009. The largest one being the Kárahnjúkar hydroelectric power project in East Iceland with 690 MW power installation. The remaining 310 MW will be harnessed from geothermal fields near Reykjavík. As a result of the development in the energy intensive industry we see spin-off industry growing independently, providing various services to the existing aluminium industry. For instance, according to information from Alcan in Iceland, the company bought various services, goods and spare parts from local companies for 3.2 billion IKR last year. A similar development has occurred at Norðurál. Interestingly a large part of these services relate to the rodding shop operations as you will hear more about in some of the presentations given at this conference. A remarkable development has taken place in the high-tech sector in Iceland in the last few years, such as the production of electronic food processing equipment, protheses, pharmaceuticals and information technology. The turnover in the sector has grown from 20 billion IKR in 1997 to 120 billion IKR in 2004. This is in my mind a true demonstration of the capabilities of the human resources in this country based on massive R and D involvement. I am convinced that in the future we will not only see growth in the primary metals industry but also, on the side track, an emerging spin-off and downstream industry adding value to the light metal products for the international market. Ladies and Gentlemen! I hope that you will enjoy this interesting conference and that you will take home with you good memories and impressions from your visit to Iceland. Thank you!</p>

2005-09-07 00:00:0007. september 2005Ráðstefna á vegum sænska sendiráðsins, KB banka og Íslenskrar erfðagreiningar

<p>Chairman - ladies and gentlemen.</p> <p>I.<br /> It is interesting to note that the two most active research sectors here in Iceland are the fields of * Geo-Sciences and * Life-Sciences. In view of the unique geology of our country, with -volcanoes, -geysers and -glaciers, it is probably not unexpected that the Icelanders are greatly involved in Geoscience reearch. It is however not so obvious why we have emphasized research in Life Sciences to the same extent.</p> <p>There are probably several reasons for this. One could be Iceland’s unique resource in human genetics, a population with a known genealogy database, stretching back to the Nordic settlement of the country more than a thousand years ago. Another reason could be the entrepreneurial spirit that characterizes the R&D community. This is of course influenced by the fact that it has always been necessary and natural for Icelanders to seek knowledge and new influence abroad.</p> <p>Icelandic scientists have accordingly graduated from universities all over the world and brought back a great diversity of knowledge and experience. With reference to this, the Icelandic research community was said to be a melting pot of North American and European knowledge, which I feel is in a good correlation to the fact that Iceland is sitting on the Mid-Atlantic Ridge that geologically divides these two continents.</p> <p>II.<br /> Our small population of 300.000 people has a positive influence on the development of the Biomedical Sector. The widespread public acceptance and participation - is one of the distinct advantages that a small population offers for the development of the Life Sciences. Public trust in scientific research is high. People asked to take part in research projects generally respond positively - as they recognize the importance of scientific progress and in particular - within the field of Life Sciences. Without such a consensus the progress that we have seen in this field would have been much more difficult to accomplish.</p> <p>Although general trust towards scientific research is high in Iceland, the topic occasionally enters into public debate. The question of a centralized genetic databank was for example debated heavily in the media – a few years ago. The debate raised several important issues, - some of which have since been resolved by legislation and regulations - primarily concerning biobanks and data protection. I belief that this debate has made it easier to utilize our genetic resources in the future by creating a general consensus on where to draw the line between scientific utilization - and protection of privacy as regards the processing of personal data.</p> <p>Biobanks and Life Science Registers have been operated at the National University Hospital ever since 1934. The Icelandic Cancer Registry dates back to 1955 and contains records of all patients diagnosed as having cancer since then. A similar data registry of the Icelandic Heart Association has been operated since 1967 and is an important contributor to the research of heart diseases. More recently we have the Icelandic Genomics Corporation and deCode Genetics that carry out extensive genetic research using samples collected with informed consent from unidentifiable volunteers.</p> <p>III.<br /> In spite of these long research traditions within the healthcare system our investments in R and D on national basis were relatively low until some 40 years ago. It used to be almost fully government-funded research - aimed primarily at the harnessing of our energy- and fisheries resources.</p> <p>This has all changed now – and presently only about one-third of our R&D investments are government funded – half is financed by the private sector and almost one-fifth comes from abroad - through international co-operation. Now with R & D expenditure in excess of 3% of GDP, - technical sophistication and - progressive business environment, Iceland has experienced rapid economic growth – that is clearly evident in - the Life Sciences - the Pharmaceutical industry and - the Medical Technology Sectors.</p> <p>The Globalization and the forces of the free market, have brought us prosperity. International R&D co-operation, as within the Nordic Alliance, has been important contributors. I have for several years participated in the co-operation of the Nordic Council of Ministers and witnessed what we can accomplish together. With this in mind I am in particular pleased to be here to day at this Iceland- Sweden Life Science Forum.</p> <p>IV.<br /> Ladies and gentlemen. I want to congratulate the organizers on putting together this conference and this excellent program – and for choosing this unique and dynamic venue here at deCode. I wish you all the best in your endeavors her today.</p> <p>With these words I declare the Conference open</p>

2005-09-05 00:00:0005. september 200550. fjórðungsÞing Vestfjarða, 2. september 2005.

<p align="justify">Kæru þingfulltrúar og gestir.</p> <p align="justify">Það er mér sannarlega ánægjuefni að vera hér í dag.</p> <p align="justify">Það er reyndar ekki svo langt síðan ég var síðast á ferð á þessum slóðum, eða í lok júlí, með gönguhópi og leiðsögumanni sem var heimamaðurinn Úlfar Thoroddsen.</p> <p align="justify">Í erindi mínu nú ætla ég stuttlega að fjalla um áherslur og árangur á sviði byggða- og atvinnumála.</p> <p align="justify">Stefnt er að því að tillaga til þingsályktunar, um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2006-2009, verði lögð fyrir Alþingi fljótlega eftir að þing kemur saman. Áætlunin liggur nú fyrir í uppkasti og hefur verið send til umfjöllunar hjá þingflokkum stjórnarflokkanna. Í kjölfar þeirrar umfjöllunar verður uppkastið sent til umsagnar þeirra sem unnið hafa að mótun stefnunnar. Það er mikið ánægjuefni hversu margir hafa lagt hönd á plóg, má þar nefna atvinnuþróunarfélög og fulltrúa sveitarstjórna, Byggðastofnun og ráðuneyta. Fjölmargar hugmyndir hafa komið fram og munu flestar þeirra verða í einhverri mynd í endanlegri tillögu.</p> <p align="justify">Ný byggðaáætlun mun byggja á grunni núgildandi áætlunar. Með henni verður stefnt að því að treysta búsetuskilyrði á landsbyggðinni og efla samkeppnishæfni landsins í heild og einstakra landssvæða. Þrjú meginmarkmið hafa verið skilgreind, en þau eru: <em>í fyrsta lagi</em> að landshlutakjarnar verði efldir jafnframt því sem hugað verði að þeim byggðum sem búa við fólksfækkun, <em>í öðru lagi</em> að byggðarlög nái að laga sig að örri samfélagsþróun og hröðum breytingum í atvinnuháttum og <em>í þriðja lagi</em> að atvinnulíf, menntun, menning og félagslegt jafnræði verði styrkt á landsbyggðinni. Gildandi byggðaáætlun byggir á eftirtöldum fimm meginstoðum: Traustu og fjölbreyttu atvinnulífi, öflugum byggðarlögum, aukinni þekkingu og hæfni, bættum samgöngum og áherslu á sjálfbæra þróun. Sérstök áhersla verði þó lögð á fjögur atriði:</p> <p align="justify"> </p> <p>1. Gildi menntunar og menningar,</p> <p>2. aukna nýsköpunar- og atvinnuþróunarstarfsemi,</p> <p>3. bættar samgöngur og fjarskipti og</p> <p>4. styrkingu þriggja landshlutakjarna, þ.e. Akureyrar, Ísafjarðar og Mið-Austurlands.</p> <p align="justify">Það er ánægjulegt að gengið var frá undirritun Vaxtarsamnings Vestfjarða nú í sumar, sem gildir til ársins 2008. Fjölmargir aðilar eiga aðild að þessum samningi, jafnt einkaaðilar sem og opinberir aðilar, frá sveitarstjórnum, fyrirtækjum, fjármálastofnunum, rannsóknaraðilum, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og ráðuneyti. Það er nýjung að fjármálafyrirtæki komi nú að starfinu í fyrsta sinn. Með vaxtarsamningum er lögð áhersla á samkeppnishæfni og klasa í atvinnulífi á Vestfjörðum með samvinnu áðurnefndra aðila – en slíkt er um margt nýjung á sviði byggðamála. Höfð er hliðsjón af sambærilegum áherslum sem komin er góð reynsla á erlendis.</p> <p align="justify">Um 140 milljónir króna eru ætlaðar til vaxtarsamnings Vestfjarða og kemur um helmingur frá stjórnvöldum og hinn helmingurinn frá sveitarstjórnum á svæðinu og fyrirtækjum. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti hafa stutt við fjölda verkefna sem unnið hefur verið að hér á Vestfjörðum með beinum eða óbeinum hætti, með stoðkerfi í nýsköpun og byggðamálum sem tengjast Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, Byggðastofnun, Iðntæknistofnun og Impru Nýsköpunarmiðstöð. Um fjölmörg verkefni er að ræða á þessu sviði. Má þar nefna:</p> <p align="justify">verkefni sem orðið hafa til í samstarfi við önnur ráðuneyti, svo sem menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti, auk sjávarútvegsráðuneytis. Þar skal fyrst nefna háskólasetrið á Ísafirði og samstarfsverkefni á sviði fámennra skóla á Vestfjörðum. Einnig ýmiss konar mál sem tengjast ferðaþjónustu, veiðafærastofnun og rannsóknum í fiskeldi.</p> <p align="justify"> </p> <p> </p> <p>Góðu gestir:</p> <p align="justify">Andstæðingar stóriðju hafa að undanförnu nokkuð rætt um áhrif stóriðjuframkvæmda á efnahagsmál og atvinnulífið í landinu – og gengið svo langt að kenna þeim um nánast allt sem aflaga fer. Af málflutningi sumra mætti halda að við Íslendingar hefðum aldrei átt að byggja stóriðju því eitthvað annað hefði eflaust dottið af himnum ofan og komið í staðinn. Sérstaklega hefur verið látið að því liggja að gengishækkanir íslensku krónunnar séu allar vegna stóriðjuframkvæmda. Af þessu tilefni er rétt að benda á eftirfarandi:</p> <p align="justify">Breytingar á gengi krónunnar á undanförnum misserum má að stærstum hluta rekja til annars vegar aukinna lána bankakerfisins til húsnæðiskaupenda og hins vegar kaupa erlendra aðila á íslenskum skuldabréfum. Aukin lán til húsnæðiskaupenda nema nú tugum milljarða og Seðlabankinn hefur brugðist við með hækkun vaxta til að sporna við hækkun verðbólgu. Greiningardeild Landsbankans hefur bent á að stærstu þættir í fjárstreymi til landsins árið 2004 hafi verið lánaflæði hingað vegna samruna og yfirtöku í fyrirtækjum sem nema 120 milljörðum, kaup útlendinga á íslenskum skuldabréfum sem nema 75 milljörðum en að innstreymi vegna stóriðjuframkvæmda séu ekki nema 17 milljarðar. Lítur út fyrir að hlutur stóriðju í gjaldeyrisinnstreymi verði jafnvel enn minni nú í ár.</p> <p align="justify">Einhver ruðningsáhrif eru þó af völdum stórframkvæmda en þau koma fyrst og fremst fram á Austurlandi. Á sama tíma á sér hinsvegar stað stórkostleg uppbygging og verðmætasköpun auk þess sem hundruð nýrra atvinnutækifæra myndast.</p> <p align="justify">Mér finnst nauðsynlegt að nefna þetta hér, þar sem borið hefur við að stóriðjuframkvæmdum fyrir austan sé kennt um erfiðan rekstur sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum.</p> <p align="justify">Þetta er mikil einföldun og í raun ósannindi. Þegar ég segi þetta þá er ég ekki að gera lítið úr þeim erfiðleikum sem ýmis fyrirtæki hér eiga við að etja.</p> <p align="justify">Vandamál í sjávarútvegi og öðrum greinum geta stafað af margvíslegum öðrum ástæðum en háu gengi krónunnar. Þannig hefur rækjuafli farið minnkandi hér á landi á sama tíma og mikið verðfall er á erlendum mörkuðum m.a. vegna aukins afla frá Kanada. Þetta er mikið áhyggjuefni. Einnig má benda á mikið fall dollarans og aukna erlenda samkeppni að ég tali nú ekki um þróun olíuverðs, sem reyndar er nýlegt vandamál. Þar sem við erum stödd á Suðurfjörðum Vestfjarða er eðlilegt að beina sjónum að þeim málefnum sem þar eru efst á baugi. Ekki er útséð um það á þessari stundu hvort fiskvinnslan á Bíldudal fer í gang á nýjan leik, en vissulega vonumst við til að svo geti orðið. Mér er kunnugt um að heimamenn vinna að því hörðum höndum. Innan fárra mánaða hefst rekstur Kalkþörungaverksmiðjunnar á Bíldudal sem skapa mun 10 – 15 störf. Stjórnvöld hafa komið að því máli í tengslum við lóðarframkvæmdir sem ég tel að hafi haft afgerandi áhrif á málið á viðkvæmum tíma.</p> <p align="justify">Þær hugmyndir sem uppi eru um markaðssetningu sjóstangaveiði hér fyrir vestan fyrir ferðamenn eru mjög áhugaverðar. Þar gæti ónógt hótelrými orðið ákveðinn flöskuháls, sem þarf að skoða sérastaklega. Eitt af því sem lögð var áhersla á í skýrslu um vaxtarsamning fyrir Vestfirði</p> <p align="justify">Allir sem þekkja til á Vestfjörðum gera sér grein fyrir mikilvægi samgangna. Verulega hefur þokast í þeim málum á síðustu árum, en betur má ef duga skal.</p> <p align="justify">Í skýrslu um Vaxtarsamning Vestfjarða var fjallað um að hraða uppbyggingu heilsársvegar um Vestfirði með jarðgöngum og þannig má gera góðan heilsársveg á láglendi frá norðurfjörðum og stytta vegalengdinþaðan til Reykjavíkur um tæpa100 kílómetra, auk þess sem varanleg tenging næst á milli suðurfjarða og norðurfjarða. Það er mikilvægt að skoða slíkt í fullri alvöru því góðar samgöngur erustór hluti af starfsskilyrðum fyrirtækja og lífskjörum fólks.</p> <p align="justify">Í nútíma samfélagi eru samgöngur víðtækari en svo að þær snúist eingöngu um betri vegi. Ákveðið er að hluti af söluandvirði Símans verði varið til uppbyggingar fjarskiptakerfisins. Á það bæði við um gagnaflutninga og bætt GSM-kerfi. Auk þess má nefna bætta þjónustu við sjómenn.</p> <p align="justify">Einn mælikvarði á heildarárangur í þjóðfélaginu eru tölur um hagvöxt, kaupmátt, atvinnustig og lífskjör almennt. Á öllum þessum sviðum er staða okkar Íslendinga afar góð, sem er árangur mikils starfs á liðnum árum. Þessi árangur hefur hinsvegar ekki komið fyrirhafnarlaust – stjórnvöld hafa lagt sig fram um að skapa sem bestar aðstæður þannig að einstaklingar og fyrirtæki hafi skilyrði til vaxtar og þróunar. Þegar samkeppnisstaða landa er borin saman skorar Ísland hátt. Það segir hinsvegar ekki alla söguna. Markaðsaðferðir gilda ekki að öllu leyti á jaðarsvæðum og þess vegna þarf að leita annarra leiða til að treysta byggð þar. Við höfum náð árangri í byggðamálum á síðustu árum, viðhorfið hefur breyst. Það þarf að halda áfram á sömu braut.</p> <p align="justify">Ágætu fundarmenn.</p> <p align="justify">Það er ör þróun í okkar þjóðfélagi. Í öllum breytingum felast tækifæri. Fyrir tiltölulega fáum árum var strandlengjan setin af þorpum og bæjum, sem voru tiltölulega sjálfbær byggðalög. Þau höfðu útgerðarfélag, verslun, félagsheimili , barnaskóla og kirkju. Þegar vel var, einnig sláturhús og mjólkursamlag. Kaupfélögin höfðu miklu hlutverki að gegna. Þessi tími er að mestu liðinn. Höfum það í huga að þessi heimur, þó að hann fljótt á litið virðist heillandi, gengi ekki upp við þær ytri aðstæður sem við búum við í dag. Með aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu tókum við upp markaðshagkerfi og við erum í beinni samkeppni á innri markaði í Evrópu. Þessa samkeppni þurfum við að standast og í raun að standa framar öðrum þjóðum. Þessi nýi heimur býður upp á betri lífskjör í landinu en ella. Íslensk stjórnvöld leggja mikla áherslu á fjölbreytileikann. M.a. vegna þess er okkur annt um byggðir þessa lands og viljum leggja okkur fram við að styrkja þær og efla. Þetta á ekki síst við um Vestfirði.</p> <p>Ég óska ykkur velfarnaðar í mikilvægum störfum.</p> <p>Grein</p>

2005-09-01 00:00:0001. september 2005Byggðamál og samkeppnishæfni

2005-08-05 00:00:0005. ágúst 2005Kjarvalshátíð á Borgarfirði eystri.

<p>Góðir gestir,</p> <p>Það er mér sérstök ánægja að fá að ávarpa þetta málþing um listmálarann og Borgfirðinginn, meistara Jóhannes Sveinsson Kjarval, en sem kunnugt er eru á þessu ári 120 ár liðin frá fæðingu hans. Kjarval var frá unga aldri alinn upp hér í Borgarfirði og hélt alla tíð mikilli tryggð við staðinn svo sem sjá má af mörgum verka hans. Yfirskrift þessarar menningarhátíðar, &bdquo;Þakka þér fyrir að ég kom!", er því vel við hæfi, enda vitnað beint í orð meistarans sjálfs og hefur þar svo sannarlega fylgt hugur máli. Þar sem ég þykist þess fullviss að margir sem halda tölu hér á eftir mér muni veita ykkur góða innsýn í ævi og störf Kjarvals ætla ég í máli mínu að tæpa á nokkru sem tengist efni málþingsins ekki með beinum hætti en óbeinum þó, en það er menningartengd ferðaþjónusta.</p> <p>Menningartengd ferðaþjónusta er hugtak sem heyrist oft þegar fjallað er um ferðamennsku á Íslandi, framtíð hennar og möguleika ferðamanna til að kynnast íslenskri sögu og menningu. Með orðunum menningartengd ferðaþjónusta er ekki aðeins átt við listir og það sem menn nefna stundum hámenningu heldur einnig það sérstaka svipmót sem þjóðin hefur komið sér upp frá því forfeður okkar námu hér land fyrir meira en þúsund árum. Í því sambandi er stundum talað um sveitamenningu.</p> <p>Þannig getur menningartengd ferðaþjónusta verið þjónusta sem miðar t.d. að því að fá innlenda sem erlenda ferðamenn til að heimsækja Borgarfjörð eystri, ekki aðeins til að kynna sér meistara Kjarval og hina vel heppnuðu Kjarvalsstofu, heldur einnig aðra menningu eins og álfasögur Borgfirðinga sem og hinar fallegu gönguleiðir sem liggja um Víknaslóðir. Nútímamenning skiptir einnig máli og sú staðreynd að hún nýtur athygli og hylli á alþjóðavettvangi getur veitt umtalsverða aðstoð við kynningu lands og þjóðar. Borgfirðingar tvinna þetta saman á skemmtilegan hátt hér í dag þar sem saman fara m.a. málþing um Kjarval, gönguferð um Kjarvalsslóðir og tónleikar með heimafólkinu og heimsborgurunum Emilíönu Torrini og Magna Ásgeirssyni.</p> <p>Ríkisvaldið hefur komið að uppbyggingu menningarstarfsemi á Austurlandi, m.a. með menningarsamningi við sveitarfélög á Austurlandi. Fólst í því nokkurt brautryðjendaverkefni á sínum tíma þar sem ríkið hafði ekki gert slíkan samning áður við heilan landshluta. Svo vel þótti takast til með framkvæmd fyrri samnings að nýr samningur var undirritaður í mars á þessu ári og gildir hann til ársloka 2007. Tilgangur samningsins er sá að efla menningarstarf á Austurlandi og beina stuðningi ríkis og sveitarfélaganna við slíkt starf í einn farveg. Hefur þetta samstarf gert það að verkum að fyrir utan blómlega menningarstarfsemi hafa orðið til fjölmörg ný atvinnutækifæri í fjórðungnum.</p> <p>Frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar er brýnt að finna leiðir til að kynna menningararf þjóðarinnar í margbreytileika sínum og gera hann sýnilegri. Á undanförnum árum hefur fjölgun ferðamanna verið mikil og farið fram úr áætlunum. Á það við jafnt um innlenda sem erlenda ferðamenn. Hins vegar hafa komið fram vísbendingar um það frá hinum erlendu ferðamönnum að ekki takist alltaf nægilega vel til við að uppfylla væntingar þeirra um kynningu á íslenskri menningu. Því er ljóst að á þessu sviði eigum við mikil sóknarfæri, sem ég tel fara vel saman við þau markmið mín sem ráðherra byggðamála að treysta búsetu. Um land allt eru verðmæti fólgin í fjölbreyttri menningu sem kunna, ef rétt er að málum staðið, að verða gríðarlega mikilvæg fyrir hina ýmsu landshluta.</p> <p>Ágætu gestir,</p> <p>Í fögru umhverfi þrífst fagurt mannlíf og blómleg menning. Á því er enginn skortur hér á Borgarfirði eystri. Hér málaði Kjarval margar af sínum frægustu myndum og sótti fyrirmyndir í stórbrotið landslagið og borgfirskt öndvegisfólk. Ég flyt ykkur kveðju ríkisstjórnar Íslands um leið og ég óska ykkur innilega til hamingju með þetta málþing sem heldur með veglegum hætti minningu Jóhannesar Sveinssonar Kjarval á lofti.</p> <p>Ágætu gestir &ndash; með þessu orðum lýsi ég málþing þetta sett.</p> <p></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-06-28 00:00:0028. júní 2005Global Summit of Women

<p align="justify">Exelences, distinguished guests,</p> <p align="justify">It is an honour and a pleasure for me to have this opportunity to address the Twelfth Global Summit of Women. It has been very instructive for me to listen to the range of opinions and different experiences described by the many participants here.</p> <p align="justify">I should like to talk about some recent developments in my country, Iceland, regarding gender equality and the position of women.</p> <p align="justify">Equality issues came into the limelight in 1980 when Iceland&rsquo;s first woman president was elected. President Vigdís Finnbogadóttir was not only Iceland&rsquo;s first woman president: she was also the first woman in the world to be elected head of state in an open national election. This gave rise to a certain awakening of consciousness among the political parties in the following years. In 1983 a new party, the Women&rsquo;s Alliance, put forward candidates in the general election, and continued to do so until 1995. When I was elected to represent my party [the Progressive Party] in parliament in 1987, I was only the second woman in the history of the party &ndash; the oldest party in the country &ndash; to be elected to parliament.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Most of the political parties in Iceland are very much in favour of increasing the role of women in politics. The results of this can be seen from the fact that where about 15% of our members of parliament were women in 1983, this proportion rose to 31% after the last general election in 2003. Comparable figures at the local government level show that the proportion of women rose from 12% in 1982 to 31% in 2002. In this connection, I should mention that women have served in the position of Mayor of Reykjavík for 10 of the past 11 years.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">There is a fairly broad consensus in our parliament, the Althingi, on a programme to promote gender equality. A large step towards equality was taken with the passing of the new Act on Maternity, Paternity and Parental Leave. This act was passed five years ago, at the instigation of the government. When it took effect on 1 January 2001, Iceland was the first country to grant mothers and fathers the opportunity of taking paid leave for the same length of time following the birth of their children. Also, three months were added to the period, lengthening it from 6 months to 9. Each parent now has the right to take up to three months of maternity or paternity leave, and they can divide a further three months between them as they wish. The aim is to ensure that infant children have the chance to be brought up by both parents, and also to make it easier for the parents of young children to combine the demands of family life and work. In my opinion, this legislation is one of the largest steps forward in recent years in the direction of further gender equality from several points of view: participation in paid employment, wage equality and equal opportunity to take part in politics.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Since I became Minister of Industry and Commerce just over five years ago, I have tried to do what I can to have women play a greater part in the management and running of businesses. Even though women are becoming more and more active in the business world, and form the majority of university-educated specialists, they are still very much the exception in the top levels of management in Icelandic companies. This is something I would like to change, and I have taken measures to encourage women to play a greater part in running businesses. One of the government bodies that come under my ministries includes a service centre for entrepreneurs and businesses. This concentrates on helping women to start businesses. The main aim is to enable them to develop business ideas, giving them guidance on where to obtain further know-how and to set up a co-operative network of women who are in a similar position. Women who are already running businesses can also obtain guidance on potential openings for their companies. The guidance given to businesswomen under this scheme is intended to provide them with personal assistance and encouragement, develop their skills as planners and managers and stimulate collaboration between businesswomen.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Another programme of this type has been given the name "Step Ahead" (Brautargengi). This consists of a course on founding and running businesses for women who have ideas that they want to put into practice. A survey of the results of this programme showed that 50-60% of the women who have completed the course are now running companies, and most of them say that attending the course made all the difference in helping them to decide to set up their businesses. Also, the vast majority of them say they are far more capable managers after completing the course.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">My third example is the support given by a government fund to business ventures that are launched by women. The New Business Venture Fund is one of the bodies under my ministries, and was established to encourage new development and growth in Iceland&rsquo;s business sector. One of its functions is to give support to small and medium-sized business ventures. My ministry has urged the governing board of the fund to ensure that it supports ventures that create employment among women and open up new business opportunities for them.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">This same fund joined together with some strong private companies to back a special campaign intended to encourage women to start businesses. The campaign was called "Women&rsquo;s Resources" (Auður í krafti kvenna). It was launched in 2000 and lasted for three years. The aim was to achieve measurable results in the form of an increase in the number and size of businesses owned by women. The idea was to make better use of the resources that women have, so contributing to additional economic growth in Iceland. To achieve this, courses of various types were mounted for women in the management and running of businesses.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">The outcome of all these measures is that Icelandic women have been making more of a mark in the management and direct running of companies. I believe it is of great importance for Icelandic society that this development should continue, since both the business sector and the community as a whole miss so much unless the skills and talents of both sexes are used to the full. If we succeed in harnessing the know-how and energies of all our citizens, then this will directly increase our competitiveness as a nation and bring benefit to the community in the form of increased well-being.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ladies and gentlemen,</p> <p align="justify">I have said a little about the status of women in various fields in Iceland and described certain measures that have been taken to encourage them to play a greater part in economic life. My opinion, and that of others, is that these measures have produced very good results.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Finally, I should like to mention that in the last few years, Icelandic companies have turned their sights abroad and invested a great deal in setting up operations on overseas markets. Icelandic politicians have been keen to help them to do this. In this context, I should like to mention that as well as being here to attend this conference, I am heading a trade delegation from 8 women&rsquo;s companies on a visit to Mexico. This is a particularly gratifying responsibility, and in fact I find it logical to see the visit by this trade delegation as a natural consequence of the developments that have been taking place in Iceland. I hope this will prove to be only the first step in a sequence of overseas ventures by Icelandic businesswomen. And it is my sincere hope that their experience will be an encouragement to other women all over the world.</p> <p align="justify">Thank you.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-06-14 00:00:0014. júní 2005Ársfundur stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands

<p align="justify">Ágætu ársfundargestir.</p> <p align="justify">Ég vil byrja á að þakka fyrir að fá tækifæri til að ávarpa þetta málþing um svæðisbundnar áherslur í rannsóknum og þróunarstarfi. Það er lofsvert framtak að taka þetta mikilvæga mál á dagskrá.</p> <p align="justify">Efling menntunar, rannsókna og nýsköpunar á landsbyggðinni hefur verið ofarlega á baugi í iðnaðarráðuneytinu. Segja má að núgildandi byggðaáætlun &ndash; fyrir árin 2002-2005 &ndash; hafi að stórum hluta snúist um þróun byggðar á grunni þekkingar og nýsköpunar. Ég trúi því að þetta sé farsælasta byggðastefnan, því hugvit og þekking munu ráða kjörum okkar í framtíðinni. Við Íslendingar höfum til þessa fyrst og fremst byggt afkomu okkar á hagnýtingu gjöfulla en takmarkaðra auðlinda en stöndum nú frammi fyrir því að efnahagsþróunin mun í hratt vaxandi mæli byggjast á margskonar þekkingariðnaði. Nú þurfum við að virkja mannauðinn.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Það er þekkt staðreynd að menntunarstig er töluvert lægra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, þetta sýna tölur Hagstofunnar um brautskráða nemendur úr framhaldsskólum, sérskólum og háskólum m.a. glögglega. Hvort tveggja hefur valdið - að framboð á menntun hefur verið takmarkaðra úti á landi og skort hefur fjölbreytt störf fyrir vel menntað fólk. Hér verðum við að huga að leiðum til úrbóta.</p> <p align="justify">Iðnaðarráðuneyti hefur þegar komið að fjölmörgum verkefnum sem miða að því að efla menntun, rannsóknir og nýsköpun á landsbyggðinni. Mig langar til að nefna nokkur dæmi um slík verkefni sem ráðist hefur verið í á grundvelli gildandi byggðaáætlunar. Stofnuð var nýsköpunarmiðstöð á Akureyri, sem er ætlað að efla nýsköpun í atvinnulífi landsbyggðarinnar, og í samstarfi við menntamálaráðuneyti hefur verið unnið að eflingu dreifmenntunar í dreifbýli, styrkingu símenntunarmiðstöðva og eflingu háskólanáms. Þá standa Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, menntamálaráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti og Háskólinn á Akureyri saman að svokölluðu líftæknineti í auðlindanýtingu. Þetta er þróunarverkefni, sem hefur það að markmiði að efla rannsóknir og tækniþróun á sviði líftækni í þágu íslensks atvinnulífs.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Í nýrri ályktun Vísinda- og tækniráðs frá 2. júní sl. er lögð áhersla á þá sóknarmöguleika sem felast í sameiningu opinberra rannsóknastofnana og nábýli þeirra við háskóla og þekkingarfyrirtæki. Í ályktuninni kemur fram að miklu skiptir að aflstöðvar íslenskrar rannsókna- og þróunarstarfsemi styðji m.a. við fræðilega eflingu þekkingarsetra á landsbyggðinni. Hér kemur kannski að kjarna umræðuefnis þessa málþings.</p> <p align="justify">Í ályktun Vísinda- og tækniráðs segir orðrétt: "Til að fullnýta þá möguleika sem samþjöppun háskóla, rannsóknastofnana og annarrar þekkingarstarfsemi býður þarf að huga sérstaklega að leiðum til að nýta þennan styrk annars staðar á landinu. Taka verður mið af því að aðstæður eru mjög ólíkar milli landssvæða. Greina þarf hvað henti best á hverju svæði út frá stöðu þess."</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Þetta held ég að sé ákaflega mikilvægt að hafa í huga ef árangur á að nást í eflingu menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Við vitum að aðstæður eru ákaflega ólíkar eftir því hvar borið er niður á landsbyggðinni. Framboð menntunar er misjafnt, sérþekking liggur á mismunandi sviðum, sérhæfing atvinnulífsins er ólík og náttúrulegar aðstæður mismunandi. Það skiptir miklu að byggja á styrkleikum hvers svæðis þegar mótaðar eru áherslur í rannsóknum og þróunarstarfi. Frumkvæði og virk þátttaka heimamanna &ndash; og hér er ég meðal annars að tala um atvinnuþróunarfélögin - skiptir einnig sköpum, enda er þekking þeirra á aðstæðum og sérstöðu sinna svæða afar víðtæk.</p> <p align="justify">Háskólasetur Vestfjarða sem var stofnað nú í vor byggir einmitt á þeim aðstæðum sem fyrir eru í landshlutanum. Háskólasetrið sækir styrk sinn til sérstöðu og áhuga heima í héraði. Sama á við um Austurland, en nú vinnur starfshópur á vegum menntamálaráðuneytisins, með aðkomu iðnaðarráðuneytis, að undirbúningi þekkingarseturs á Austurlandi. Þar er áhugi heimamanna mikill og vinnuhópurinn hefur leitast við að sníða starf sitt sem best að umhverfinu fyrir austan.</p> <p align="justify">Þá má nefna það hér að iðnaðarráðuneytið hefur í auknu mæli lagt áherslu á að flytja mótun og ábyrgð á framkvæmd byggðaaðgerða heim í hérað með gerð svokallaðra vaxtarsamninga.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Góðir gestir.</p> <p align="justify">Gildandi byggðaáætlun rennur skeið sitt á enda um næstu áramót. Vinna við gerð nýrrar fjögurra ára áætlunar er langt komin í iðnaðarráðuneytinu, en stefnt er að því að tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2006-2009 verði lögð fyrir Alþingi fljótlega eftir að þing kemur saman í haust. Áætlunin byggir á grunni forvera síns og haft hefur verið víðtækt samráð við fjölmarga aðila við gerð hennar, m.a. Byggðastofnun, atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og önnur ráðuneyti. Stefnt er að því að drög að byggðaáætluninni liggi fyrir í uppkast í lok þessa mánaðar.</p> <p align="justify">Þrjú meginmarkmið hafa verið skilgreind með áætluninni. <em>Í fyrsta lagi</em> að landshlutakjarnar hafi eflst og treyst forsendur fyrir varanlegri búsetu, <em>í öðru lagi</em> að byggðarlög hafi lagað sig að örri samfélagsþróun og hröðum breytingum í atvinnuháttum og <em>í þriðja lagi</em> að atvinnulíf, menntun, menning og félagslegt jafnræði hafi styrkst á landsbyggðinni.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Áfram verður lögð áhersla á þróun byggðar á grunni þekkingar og nýsköpunar. Áherslan á menntun, rannsóknir, nýsköpunar- og atvinnuþróunarstarfsemi verður jafnvel enn ríkari en í gildandi byggðaáætlun. Gerð verður tillaga um á þriðja tug aðgerða til þess að ná markmiðum áætlunarinnar. Án þess að ég uppljóstri of miklu um innihald þeirra að svo stöddu get ég greint frá því að lagt er til að gerð verði áætlun um eflingu rannsókna, tækniþróunar og nýsköpunar á landsbyggðinni, þar sem m.a. verða skilgreind áherslusvið og mótað fyrirkomulag samstarfs hagsmunaaðila, þeirra á meðal atvinnuþróunarfélaga og háskóla. Lagt er til að unnið verði að eflingu dreifmenntunar á öllum skólastigum, eflingu símenntunar, styrkingu atvinnuþróunar og uppbyggingu þekkingarsetra. Þá verður haldið áfram gerð og framkvæmd vaxtarsamninga.</p> <p align="justify">Að lokum vil ég geta þess að uppkast að byggðaáætlun verður um næstu mánaðarmót sent til umsagnar þeirra fjölmörgu aðila sem komið hafa gerð þess, auk þess sem stefnt er að því að uppkastið verði gert aðgengilegt á Netinu. Við tökum öllum góðum hugmyndum fagnandi og ég reikna með að niðurstöður þessa málþings geti reynst gott innlegg í þá vinnu sem framundan er í ráðuneytinu.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-06-13 00:00:0013. júní 2005CRU World Aluminium Conference

<div style="margin-left: 2em"> <p>Ladies and Gentlemen!</p> <p align="justify">It is a great pleasure for me as Minister of Industry and Commerce to welcome you all to the 10th CRU World Aluminium Conference, which this time takes place here in Reykjavík. Someone may wonder, of all the beautiful, warm and comfortable conference places in the world, why on earth is the conference held up north in Reykjavík close to the Arctic Circle. The secret of the answer lies in these two words: power and aluminium.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">I am not sure whether all of you are aware of the unique power situation in Iceland. The country is located in the middle of the North Atlantic Ocean with large annual precipitation, glaciers and rivers, which provide abundance of hydropower potential. Secondly, being located on the crest of the Atlantic tectonic rift zone, Iceland has access to enormous geothermal energy potential, which we have learned to harness to our advantage.</p> <p align="justify">Both resources are environmentally clean and renewable and therefore very attractive for power intensive industry in order to reduce the greenhouse gas emission often attached to the power production.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Iceland is an island with isolated power system without linkage to outside power markets. Two third (2/3) of the <strong>total energy consumption</strong> comes from our own power resources. 90% of the population heats up their houses with geothermal hot water and the remaining 10% uses electricity for district heating. Electricity is used as the key source of power in business and industry, whereas fossil fuel consumption is mainly for the transport sector and the fishing fleet. About two third (2/3) of the <strong>total electricity generation</strong> goes to power intensive industry.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">For almost 40 years primary aluminium industry has played a major role in the economic development of Iceland. The first aluminium smelter, ISAL, was commissioned in 1969 &ndash; as a result of an agreement between the Icelandic Government and Alusuisse of Switzerland. Alcan of Canada now owns the plant. In 1998 a second aluminium smelter, Norðurál, was built by Columbia Ventures of USA, initiated by a legendary person in the aluminium industry, at least here in Iceland, Mr Kenneth Peterson. The plant is now owned by Century Aluminium of USA. Today the aluminium industry in Iceland produces some 270.000 metric tonnes of primary aluminium in two plants. Together with Icelandic Alloys which produces annually 120.000 metric tonnes of ferro-silicon, the energy intensive industry uses annually about 5.500 Gigawatthours of electricity.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">This is as far as the current situation is concerned. Let me give you a quick look at the future prospects and possible development in the Icelandic aluminium industry within the next few years.</p> <p align="justify">Alcoa is building a large greenfield aluminium plant, Fjarðaál, in East Iceland, which is scheduled to start production with 322.000 metric tonnes annually in 2007. Norðurál is expanding its plant at Grundartangi by 170.000 metric tonnes, to be commissioned partly in 2006 and again early 2009. By the end of the decade we will see the primary aluminium production increase to 760.000 metric tonnes annually, using a total of 11.500 Gigawatthours of electricity annually. Energy intensive industry will at that time consume about 80% of Iceland&rsquo;s total annual electricity generation.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">The emerging electric power demand is a challenge for the power companies. A number of new power plants and expansions of existing plants are under construction in order to meet this demand. Close to 1000 Megawatts of new power will be installed until 2009. The largest being the Kárahnjúkar hydroelectric power project in East Iceland, with 690 Megawatts of installed power. The remaining 300 Megawatts will be harnessed from geothermal fields near Reykjavík. I know that the power companies have invited the attendants of this conference to visit some of these power plants and I strongly recommend that you make the most of this opportunity.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">It goes without saying that these large projects, which I have mentioned, will have enormous impact on the relatively small economy of Iceland. In this year alone, the total investment cost is estimated at 90 billion Icelandic kronas, which are about 10% of the Gross Domestic Product in 2004. Due to this, and the domestic demand, the economic growth rate is expected to be above 5% and the unemployment rate as low as 2.5% this year.</p> <p align="justify">An old saying tells us that where there is lot of sunshine there is also lot of shadows. We are also seeing signs of the shadow sides of the booming economy such as increasing inflation, temporary negative balance of accounts and the difficulties for our export industries due to the strength of the currency. The Government is aware of the signs and is challenged to deal with these temporary issues.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Looking further ahead we are convinced that the positive impact on the economy due to the increased energy intensive industry will outweigh the negative one. We will see basic changes in the economic structure, a diversification, which makes Iceland less vulnerable to export fluctuations. What used to be the basic manufacturing export, namely the marine products, will reduce its share from 75% in 1990 to 45% in 2010, and will therefore be replaced by other industrial products. The total share of manufacturing export will be 30% higher than 20 years ago. The permanent impact on the economic growth is estimated to be 2% higher annually when the situation stabilises after the new investments, measured by the annual Gross Domestic Product.</p> <p align="justify">As a result of the ongoing large investments in the aluminium industry, a number of renowned international aluminium producing companies have shown interest in investigating the possibility to build new smelter capacity in Iceland, including the ones already established in the country. New locations, suitable for medium size aluminium plants, have been identified and investigated in co-operation between the Government and Municipalities. No decisions have been made so far, and we will examine all opportunities prior to such decisions.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">If it were only for the potential industrial sites and abundance of energy resources still to be harnessed, it would be technically possible to host a few more smelters. There are however limiting factors, which need to be studied and taken into account. I will at this opportunity only draw your attention to two issues to be considered.</p> <p align="justify">For the first, I will mention the economic impact. We are already approaching a situation where the primary aluminium industry is coming close to the fishing industry in terms of foreign currency earnings. The main reason for diversifying the export industry is to seek economic stability by creating new pillars to support the future economy. As soon as a new pillar grows to be larger than the existing one, there is a danger of going from one extreme towards the other. Instead of improving the economic stability, we might create a new instability as a result of the fluctuating aluminium price. Establishing aluminium fabrication in Iceland, instead of more primary aluminium production, might counteract such development.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Secondly I will mention the environmental impact and the issue of the greenhouse gas emission. Iceland became signatory to the Kyoto protocol in 2001. We had cleaned up in our backyard by replacing the burning of fossil fuel with geothermal hot water for house heating already in 1990, the year, which sets the basis for the emission allowance according to the Kyoto protocol. Due to circumstances particular to countries with small economies and abundance of unused, renewable energy resources, Iceland managed to negotiate a special provision. The provision allows the emission of carbon dioxide on account of new energy intensive industry after 1990 to be as high as 1.600 thousand tonnes annually in average in the years 2008-2012. When the aluminium projects currently under construction come on stream by the end of this decade, we will have used up 75% of the special provision leaving only 430.000 tonnes of carbon dioxide allowance for a new project. This is equivalent to the production of approximately 280.000 tonnes of aluminium. No one knows what will happen after 2012, but international trading for unused carbon dioxide quota has already begun, which may open new opportunities for Iceland and investors.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ladies and Gentlemen!</p> <p align="justify">I hope that you will enjoy this interesting conference and that you will take home with you good memories and impressions from your visit to Iceland.</p> <p align="justify">Thank you!</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> </div> <br /> <br />

2005-06-10 00:00:0010. júní 2005Ársfundur Byggðastofnunar 2005.

<p align="justify">Ágætu ársfundargestir.</p> <p align="center">I.</p> <p align="justify">Byggðastefna snýst um fólk, - afkomumöguleika þess og lífskjör almennt. Hún fjallar um markmið um jöfnun og skilgreinir aðgerðir til að ná árangri. Í þessu felst að stjórnvöld leggja áherslur sem hafa áhrif á þróun efnahagslífsins, og koma m.a. fram í sérsniðnum stuðningi við tilteknar atvinnugreinar og verkefni. Markmið og áherslur núverandi byggðastefnu hefur í hnotskurn verið að efla menntun og nýsköpun atvinnulífsins á breiðum grunni þar sem áhersla hefur verið á sérkenni og styrkleika hvers svæðis fyrir sig.</p> <p align="justify">Þessi áhersla kemur einna best fram í svo kölluðum vaxtarsamningum, en nú þegar er lokið við gerð vaxtarsamninga fyrir Eyjafjarðarsvæðið og Vestfirði og aðrir eru í undirbúningi. Til skýringar má segja að vaxtarsamningur sé samkomulag á milli þeirra sem láta sig varða framtíðarþróun viðkomandi svæðis og geta haft áhrif á þá þróun.</p> <p align="justify">Samningarnir byggja á niðurstöðum úttektar á styrkleikum svæðis og greiningu á þeim möguleikum sem eru til vaxtar og fjölgunar samkeppnishæfrar vöru eða þjónustu og fjölgunar starfa.</p> <p align="justify">Einkenni vaxtarsamninga er því fyrst og fremst - að þeir byggja á sameiginlegri stefnumótun heimamanna fyrir vaxtargreinar á svæðinu. Annað einkenni er - að komið er á formlegu tengslaneti eða klasasamstarfi þeirra, t.d. fyrirtækja og stofnana, sem geta styrkt hver aðra með nánu samstarfi til að þróa og styrkja atvinnulífið og efla svæðisbundna þekkingu. Þá er þriðja einkenni vaxtarsamninga að mótun og ábyrgð á framkvæmd byggðaðagerða er flutt heim í hérað.</p> <p align="justify">Vaxtarsamningurinn fyrir Eyjafjarðarsvæðið var gerður á grundvelli einnar af 22 aðgerðum gildandi byggðaáætlunarinnar, en þessar aðgerðir mynda uppistöðuna í framkvæmd áætlunarinnar.</p> <p align="center">II.</p> <p align="justify">Byggðaáætlunin rennur sitt skeið á enda nú við árslok. Gerð nýrrar fjögurra ára byggðaáætlunar fyrir árin 2006-2009 er langt komin og verður hún til í uppkasti fyrir lok þessa mánaðar.</p> <p align="justify">Áætlunin byggir á grunni núverandi byggðaáætlunar. Með henni er stefnt að því að treysta búsetuskilyrði á landsbyggðinni og efla samkeppnishæfni Íslands. Þrjú meginmarkmið hafa verið skilgreind, en þau eru <em>í fyrsta lagi</em> að landshlutakjarnar verði efldir og forsendur fyrir varanlegri búsetu treystar, <em>í öðru lagi</em> að byggðarlög nái að laga sig að örri samfélagsþróun og hröðum breytingum í atvinnuháttum og <em>í þriðja og síðasta lagi</em> að atvinnulíf, menntun, menning og félagslegt jafnræði verði styrkt á landsbyggðinni.</p> <p align="justify">Í drögum að nýrri byggðaáætlun er lagt til að sérstök áhersla verði lögð á eftirfarandi fjögur atriði:</p> <p>1. Gildi menntunar og menningar;</p> <p>2. aukna nýsköpunar- og atvinnuþróunarstarfsemi;</p> <p>3. bættar samgöngur og fjarskipti ; og</p> <p>4. styrkingu þriggja landshlutakjarna, þ.e. Akureyrar, Ísafjarðar og Mið-Austurlands.</p> <p align="justify">Í byggðaáætluninni verða skilgreindar á þriðja tug aðgerða til þess að ná markmiðum hennar. Aðgerðirnar fela í sér tiltekna meginhugmynd, sem verður útfærð nánar af tilgreindum ábyrgðaraðilum - fyrir framkvæmd hverrar þeirra - og öðrum þátttakendum, sem einnig eru tilgreindir í áætluninni. Iðnaðarráðuneytið hefur lagt áherslu á að auka ábyrgð Byggðastofnunar á framkvæmd byggðaáætlunar og hlutverk stofnunarinnar við eftirfylgni áætlunarinnar verður aukið frá því sem verið hefur.</p> <p align="justify">Það er mikið ánægjuefni hve margir hafa komið að gerð næstu byggðaáætlunar. Öll frumvinna var unnin hjá Byggðastofnun í vetur. Í febrúar var haldinn fundur með atvinnuþróunarfélögum og fulltrúum sveitastjórna þar sem fundarmenn skilgreindu aðgerðir til að ná tilgreindum markmiðum áætlunarinnar. Fjölmargar hugmyndir komu fram á fundinum og munu flestar þeirra verða í einni eða annarri mynd í endanlegri gerð áætlunarinnar.</p> <p align="justify">Þá hefur verið haft náið samráð við önnur ráðuneyti um skilgreiningu aðgerða sem tengjast verkefnasviðum þeirra. Samstarf við önnur ráðuneyti hefur verið lykilatriði í framkvæmd núgildandi áætlunar enda eru aðgerðir í byggðamálum þess eðlis að þær snerta starfssvið þeirra flestra.</p> <p align="justify">Uppkastið sem tilbúið verður í lok mánaðarins verður sent til umsagnar til allra þeirra fjölmörgu sem komið hafa að gerð þess, en stefnt er að því að tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2006-2009 verði lögð fyrir Alþingi fljótlega eftir að þing kemur saman í haust.</p> <p align="center">III.</p> <p align="justify">Byggðastofnun stendur á nokkrum tímamótum um þessar mundir. Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi og stöðu stofnunarinnar, en meginástæða þess er að framboð á lánsfé hefur stóraukist og vextir lækkað. Þetta hefur m.a. komið fram í því að fyrirtækjum, með traustan fjárhag, hafa boðist kostakjör á almenna markaðinum og því hafa þau fært lánaviðskipti sín frá Byggðastofnun yfir til banka og annarra fjármálafyrirtækja. Þessar breytingar hafa haft neikvæðar afleiðingar fyrir lánastarfsemi og afkomu stofnunarinnar Þá hefur stofnunin þurft að afskrifa verulegar upphæðir á undanförnum árum sem leitt hefur til þess að eiginfjárstaðan hefur versnað umtalsvert.</p> <p align="justify">Ráðuneytið hefur fylgst náið með þessari þróun og haft verulegar áhyggjur af henni. Það varð því að ráði að í mars sl. var ráðgjafafyrirtækið Stjórnhættir ehf. fengið til að greina núverandi stöðu stofnunarinnar út frá þróuninni síðustu ár og falið að meta þá kosti sem helst kæmu til greina varðandi framtíðarþróun stofnunarinnar.</p> <p align="justify">Meginniðurstaða þessarar greiningar á stöðu Byggðastofnunar er að stofnunin eigi við verulegan vanda að stríða. Fjárhagsstaðan sé mjög erfið og fátt bendi til þess að fjármögnunarstarfsemin geti orðið fjárhagslega sjálfbær. Þá virðist núverandi lánastefna frekar þjóna stöðnuðu atvinnulífi en framsæknum nýiðnaði. Sama máli gegni um atvinnuþróunarstarfsemina en þar hafi fyrst og fremst skort á það frumkvæðis- og forystuhlutverk sem ætla mætti að þróunarsviðið hefði í málaflokknum.</p> <p align="justify">Í greiningunni kemur fram að þetta sé ekki óumbreytanlegt og til staðar séu tækifæri til að móta nýja stefnu og áherslur með því markmiði að gera starfsemina markvissari og sérhæfðari. Slíkum breytingum megi e.t.v. ná með fram með áherslubreytingum innan núverandi skipulags, en einnig koma til greina stærri breytingar sem þá fælust í uppstokkun og endurskilgreiningu á bæði fjármögnunar- og atvinnuþróunarstarfseminni.</p> <p align="justify">Í þessu fælist að Byggðastofnun fengi nýtt hlutverk í framtíðinni þar sem blásið yrði til sóknar við nýjar aðstæður og með styrktri faglegri starfsemi. Meginmarkmið starfseminnar gæti þá verið að sinna fyrst og fremst nýsköpun atvinnulífsins á landsbyggðinni.</p> <p align="justify">Efnislega má segja að fyrirliggjandi greining á framtíðarþróun Byggðastofnunar hafi fært fyrir því ýmis rök að áhersla á nýsköpun sé vænlegasta leiðin til að stuðla að sjálfbærri atvinnuþróun á landsbyggðinni. Efling nýsköpunar, með aðstoð við fjármögnun eða aukningu á hæfni og þekkingu, er einn af lykilþáttum í efnahagsframförum á næstu árum og áratugum. Nýskipan byggðamála undir merkjum nýsköpunar er því verðugt úrlausnarefni stjórnvalda.</p> <p align="center">IV.</p> <p align="justify">Ágætu ársfundargestir.</p> <p align="justify">Framundan er að ljúka gerð nýrrar byggðaáætlunar fyrir árin 2006-2009. Þar mun Byggðastofnun fá aukið hlutverk við framkvæmd aðgerða og ný verkefni sem eru til þess fallin að styrkja stöðu málaflokksins. Þá er nýhafin vinna starfshóps sem mun fara yfir greiningarvinnu ráðgjafafyrirtækisins og gera tillögur um leiðir til þess að efla það hlutverk sem Byggðastofnun gegnir. Ef fram fer sem horfir er líklegt að ég muni á haustþinginu leggja fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um Byggðastofnun. Þar verður brugðist við þeim vanda sem við stöndum nú frammi fyrir.</p> <p align="justify">Ég vil að lokum þakka starfsmönnum og stjórn fyrir vel unnin störf á liðnu starfsári og hef til samræmis við það ákveðið að stjórn Byggðastofnunar skuli sitja óbreytt komandi starfsár.</p> <p></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-06-09 00:00:0009. júní 2005Ársfundur EBRD í Belgrad

<p align="center"><strong></strong></p> <p align="justify">Mr Chairman, President, Governors, Ladies and Gentlemen,</p> <p align="justify">It is a great pleasure for me to be here in Belgrade for this Annual Meeting and I am grateful to the Authorities of Serbia and Montenegro as well as to the City of Belgrade for their warm hospitality and excellent arrangements.</p> <p align="justify">In the context of the Annual Meeting, the Bank has co-hosted seminars in other Balkan countries. I am grateful that you, President Lemierre, are taking such a strong personal interest in the Balkan region. The contributions of the EBRD to the development and stability in this region may form a core part of the legacy of the Bank.</p> <p align="justify">The Bank performed remarkably well in 2004. All parameters on the scorecard were on or above the targets set out in the budget. The Bank&rsquo;s Management and Staff deserve credit for their excellent achievements. I note that the Bank has been able to disburse more of its loans, putting our capital to work better than ever before.</p> <p align="justify">A record 85 percent share of the projects approved last year represented projects rated <em>good</em> or <em>excellent</em> with regard to potential transition impact. The Bank has also put in place a monitoring system that measures the stock of projects in terms of their transition impact and risk. This shows that the Bank fulfills its mandate and refines its toolbox for that purpose.</p> <p align="justify">As another part of its mandate, the Bank only engages in operations where it is needed. The Bank&rsquo;s scrutiny of its additionality in each potential investment has resulted in a decline in business volumes in the advanced transition countries. With the fourth Capital Resources Review underway it is comforting to know that a natural graduation process is already happening &ndash; through the consistent application of the Bank&rsquo;s procedures.</p> <p align="justify">I am pleased to see that the Bank has developed a step-wise and thorough approach to dealing with the many issues of the Capital Resources Review. Fortunately, the Bank is not under an imminent capital constraint. Nevertheless, the Bank must strive to maximize its impact. It must gradually move south and east. However, an abrupt re-orientation to the most difficult environments is not a guarantee for transition impact. The EBRD and other institutions have only limited impact in partner countries unless there is a willingness to reform. Happily, the Bank&rsquo;s Early Transition Countries Initiative seems to produce results, although the real impact will only be seen in a few years time &ndash; when the projects have matured.</p> <p align="justify">The gradual move to the early and intermediate transition countries will increase the portfolio risk and probably reduce profitability for the Bank. Safeguarding financial soundness should be a strong objective for the Board in the course of the Review. Also, the Bank must not compromise its high standards regarding corporate governance. And, a more lax attitude regarding the political criteria in Article 1 of the Statutes of the Bank is not acceptable.</p> <p align="justify">Fortunately, there are some distinct moves towards democracy and pluralism in some of the early and intermediate countries. I am thinking of Georgia and Ukraine in particular. In those countries, the Bank must respond promptly and assist through policy dialogue and investments. If reforms are not followed by improvements for people in their daily lives, disillusion may erode the foundation for real change. I encourage the Bank to co-operate closely with the international community in these delicate cases.</p> <p align="justify">Finally, the EBRD has an important task in promoting environmentally sustainable development. It so happens that green energy production is an area where Iceland has something to contribute. My Government would be extremely proud to see among others Icelandic expertise in geothermal energy and hydro power come to use in the Balkan countries and other transition countries. Is there a better instrument for that than the EBRD, Mr. Chairman? I don&rsquo;t think so.</p> <p>Thank you, and I wish you all the best.</p> <br /> <br />

2005-06-02 00:00:0002. júní 2005Blaðamannafundur í Þjóðmenningarhúsi.

<p align="justify">Nú er úthlutað styrkjum úr Tækniþróunarsjóði í annað sinn, - en sjóðurinn varð til við endurskoðun á opinbera stuðningskerfinu fyrir -vísindarannsóknir, -tækniþróun og -nýsköpun á árinu 2003. Þá var Vísinda- og tækniráð stofnað, en forsætisráðherra er formaður þess - auk þess sem þar sitja fimm aðrir ráðherrar og 14 valinkunnir karlar og konur sem vinna á þessum fagsviðum.</p> <p align="justify">Tilkoma Tækniþróunarsjóðs var eitt veigamesta sporið sem stigið var með þessum breytingum enda stóð skortur á styrkjum til tækniþróunar og nýsköpunar framþróun atvinnulífsins fyrir þrifum. Fjölmörg dæmi má nefna um verkefni sem fengið höfðu styrki úr opinberum sjóðum til vísindrannsókna en náðu ekki því markmiði að skila sér út í atvinnulífið. Ástæaðan var einfaldlega sú að ekki var tiltækt fjármagn til hagnýtrar tækniþróunar - og framtaksfjárfestar voru ekki tilbúnir til að fjárfesta í verkefnum sem voru lítið meira en vísindalegar niðurstöður. Tækniþróunarsjóður var settur á stofn til að bæta úr þessari brýnu þörf. Sjóðurinn styður því fyrst og fremst við þróunarverkefni sem leitt geta til ávinnings fyrir þróandann og eru líkleg til að efla íslenskt atvinnulíf.</p> <p align="justify">Á þessu ári hefur Tækniþróunarsjóður 340 m.kr. til ráðstöfunar. Fyrir liggur ákvörðun um að ráðstöfunarfé sjóðsins muni vaxa á næstu tveimur árum í 500 m.kr. árið 2007 &ndash; sem er í samræmi við aukið mikilvægi hans. Það er ekki síst í tengslum við vaxandi vægi hátæknigreina fyrir íslenskt atvinnulíf sem þörf er á auknu stuðningsfé. Atvinnuhættir hafa breyst mikið á undanförnum árum. Þekkingariðnaður hefur sótt á en aðrir hefðbundnir atvinnuvegir hafa látið undan síga. Iðnaður aflar nú um fjórðungs af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins og hefur sú hlutdeild tvöfaldast frá gildistöku EES samningsins árið 1994 - farið úr 12% í 24 % árið 2004.</p> <p align="justify">Helming þessarar aukningar má rekja til útflutnings hátæknigreina iðnaðarins. Hátæknigreinar eins og upplýsingatækni, framleiðsla lyfja, lækningatækja og sérhæfðs vélbúnaðar standa nú undir 7% af útflutningstekjum okkar, en þær voru vart merkjanlegar í hagtölum fyrir áratug síðan. Þrátt fyrir þennan árangur stöndum við nokkuð að baki annarra OECD landa - þar sem hátækniiðnaðurinn leggur mun meira til landsframleiðslunnar en hér er raunin.</p> <p align="justify">Draga má fram veigamikil rök fyrir því að áherslur okkar í atvinnumálum þurfi, í auknum mæli, að taka mið af þeim gríðarmiklu vaxtarmöguleikum sem hátæknigreinarnar geta fært okkur. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að sennilega er raunhæfasta leiðin til að efla fjölbreytni atvinnulífsins og bæta efnahagslega afkomu í framtíðinni sú að efla hátæknigreinarnar. Áherslur í styrkveitingum þurfa í auknu mæli að taka mið af þessu.</p> <p align="justify">Hér á eftri verður fjallað um fyrirliggjandi úthlutunum úr Tækniþróunasjóði og þrjú áhugaverð verkefni sem sjóðurinn styrkir verða kynnt.</p> <p></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-05-31 00:00:0031. maí 2005Vaxtarsamningur Vestfjarða

<p align="justify">Bæjarstjóri, fundarstjóri, góðu gestir,</p> <p align="justify">Að undanförnu hefur Ísland komið vel út í ýmsum alþjóðlegum samanburðarkönnunum. Til að mynda voru fyrir fáum dögum síðan birtar niðurstöður úr GEM frumkvöðlarannsókn Háskólans í Reykjavík og erlendra háskóla. Þar kemur fram að frumkvöðlastarfsemi á Íslandi er einhver sú mesta í heiminum og sambærileg við það sem best gerist í öðrum löndum, s.s. í Bandaríkjunum og Kanada. Önnur alþjóðleg könnun var nýlega birt þar sem borin var saman samkeppnisstaða landa. Var sú könnun unnin á vegum IMD viðskiptaháskólans í Sviss. Þar er Ísland í 4. sæti á lista yfir samkeppnishæfustu þjóðir heims í samanburði 60 landa, og hækkar um eitt sæti frá því í fyrra og hefur hækkað um 21 sæti síðan 1995, eða rúmlega 2 sæti að meðaltali á ári. Ísland er jafnframt í efsta sæti af löndum Evrópu. Þetta gefur til kynna öflugt atvinnulíf og traustan vöxt á liðnum árum.</p> <p align="justify">Á sviði byggðamála hefur verið unnið að margvíslegum áherslum &ndash; með það að markmiði að treysta sjálfbæran hagvöxt einstakra svæða. Traust byggðastefna miðar að því að treysta hagvöxt á einstaka svæðum en um leið á landinu öllu. Í þessu sambandi má minna á þær miklu framkvæmdir sem nú eru í gangi á Austurlandi &ndash; sem um leið er verulegt framlag Austurlands til aukins hagvaxtar á Íslandi. Árangursrík byggðastefna er því hagsmunamál þéttbýlis jafnt sem dreifbýlis, en það virðist oft gleymast. Því er mikilvægt að byggðaaðgerðir séu markvissar &ndash; en um leið nútímalegar, markaðstengdar og alþjóðlegar. Á þetta hef ég lagt áherslu í gegnum tíðina.</p> <p align="justify">Ein af þeim alþjóðlegu nýjungum sem unnið er að á sviði byggðamála hér á landi er áhersla á svokallaða Vaxtarsamninga. Markmið þeirra er að auka sjálfbæran hagvöxt svæða, fjölga atvinnutækifærum og treysta viðkomandi byggðakjarna svo hann geti enn frekar sinnt því lykilhlutverki að vera miðstöð atvinnu, menningar og þjónustu. Vaxtarsamningar eru að erlendri fyrirmynd en þar er lögð áhersla á sérstöðu og styrkleika svæða og samkeppnishæfni atvinnulífs. Byggt er á markaðstengdum aðgerðum, stefnumörkun fyrir vaxtargreinar á svæðinu og auknu samstarfi aðila á viðkomandi sviði með netsamstarfi, klösum og stuðningsverkefnum og með skilvirku samstarfi einkaaðila og opinberra aðila. Forsendur þær sem vaxtarsamningar byggja á eru m.a. að starfsumhverfi atvinnulífs sé samkeppnishæft og að innviðir svæða séu í góðu lagi.</p> <p align="justify">Fyrir nokkru var kynnt skýrsla nefndar um byggðaþróun Vestfjarða, en þá nefnd skipaði ég með það að markmiði að efla samkeppnishæfni og vöxt byggðarlaga á Vestfjörðum. Í niðurstöðum skýrslunnar er lagt til að gerður verði svokallaður vaxtarsamningur er taki yfir tímabilið frá 2005 til 2008. Er einnig lagt til að sá samningur hafi það að markmiði að ná fram auknum hagvexti með uppbyggingu klasa, s.s. á sviðum sjávarútvegs og matvæla, mennta, rannsókna, menningar og ferðaþjónustu. Í framhaldi af tillögum skýrslunnar hefur verið unnið að undirbúningi Vaxtarsamnings Vestfjarða fyrir árin 2005 - 2008, í nánu samráði við aðila á Vestfjörðum. Má í þessu sambandi geta þess að sambærilegt verkefni er þegar komið til framkvæmda á Eyjafjarðarsvæðinu og önnur eru í farvatninu.</p> <p align="justify">Það er afar ánægjuleg nýjung að fjármálastofnanir skuli koma að þessu starfi hér á Vestfjörðum, en brýnt er að helstu aðilar á viðkomandi stöðum geti tekið þátt í starfi sem þessu, til að auka samkeppnishæfni og vöxt svæðisins. Slíkur árangur er allra hagur og samstarfið ekki hvað síst mikilvægt á tímum alþjóðavæðingar og vaxandi samkeppni.</p> <p align="justify">Heildarfjármagn til reksturs Vaxtarsamningsins er áætlað 135 milljónir króna sem skiptist á tæplega fjögurra ára tímabil. Um helmingur fjármagnsins kemur frá sveitarfélögum, einkaaðilum og stofnunum, sem að stórum hluta eru hér fyrir Vestan- og um helmingur frá stjórnvöldum, þ.e. byggðaáætlun í umsjón iðnaðarráðuneytis. Þannig leggur iðnaðarráðuneytið fyrir hönd stjórnvalda til 75 milljónir króna. Byggir sú upphæð á fjárheimildum sem þegar hafa verið veittar innan ramma byggðaáætlunar, fyrir árin 2004-2005, og fjárheimildum sem verða veittar til væntanlegrar byggðaáætlunar fyrir árin 2006-2007, með fyrirvara um samþykki Alþingis.</p> <p align="justify">Mótframlag að upphæð 60 milljónir króna verður sem fyrr segir fjármagnað af öðrum aðilum samningsins, þ.e. Ísafjarðarbæ, Fjórðungssambandi Vestfirðinga fyrir hönd sveitarfélaga á Vestfjörðum, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hf, Odda hf, Vinnuveitendafélagi Vestfjarða, Hólmadrangi hf og Kaupfélagi Steingrímsfjarðar, Sparisjóði Vestfirðinga, Sparisjóði Bolungarvíkur, Landsbanka Íslands, Íslandsbanka, Byggðastofnun, Háskólasetri Vestfjarða, Iðntæknistofnun Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Útflutningsráði Íslands.</p> <p align="justify">Framlag stofnana verður að mestu í formi sérfræðivinnu. Auk þessara aðila eru stéttarfélög á Vestfjörðum einnig aðilar að samningnum.</p> <p align="justify">Góðir gestir,</p> <p align="justify">Í dag stígum við mikilvægt skref. Í heimi aukinnar samkeppni er það svo að tækifærin koma ekki alltaf og banka á dyrnar hjá okkur. Tækifærin verðum að leita uppi. Við erum þó ekki allslaus í þeirri vegferð heldur erum við með tromp á hendi sem eru m.a. mannauður, samstarf og tækni. Vaxtarsamningar eru einnig tæki sem geta gefið okkur aukin sóknarfæri og ávinning &ndash; ef rétt er að málum staðið. Slíkt er að miklu leiti undir okkur sjálfum komið. Megi þessu verkefni farnast vel.</p> <p>Þakka ykkur fyrir.</p> <br /> <br />

2005-05-26 00:00:0026. maí 2005Ársfundur Samorku

<p></p> <p align="justify">Ágætu ársfundargestir</p> <p align="justify">Ég vil byrja á því að bjóða ársfundargesti velkoma til Akureyrar, höfðurstaðar Norðurlands, og fagna því að Samorka skuli ávallt halda vorfundi sína hér. Það á einkar vel við að leita til landsbyggðarinnar á vit vorsins, enda þótt í ár hafi okkur Norðlendingum þótt að eitthvað hafi brugðið út af venju í þeim efnum. Þó horfir það allt til bóta.</p> <p align="justify">Í upphafi máls míns vil ég þakka forsvarsmönnum Samorku fyrir afar vel heppnað og árangursríkt aldarafmælisár rafvæðingar hér á landi á síðasta ári. Óhætt er að fullyrða að afmælisárið hafi vakið fjölmarga til vitundar um þann mikilvæga áfanga í sögu þjóðar okkar sem uppbygging raforkukerfisins var á sínum tíma og þýðingu orkunnar í nútíma samfélagi.</p> <p align="justify">Víða um heim skynja menn með svipuðum hætti og okkar þjóð í byrjun síðustu aldar, hvaða þýðingu nýting orku getur haft fyrir framfarir og velmegun jarðarbúa. Æ fleiri þjóðum er orðið það ljóst að vandamál þróunarríkja heimsins eru nátengd ástandi orkumála viðkomandi ríkja. Sú staðreynd að um tveir miljarðar jarðarbúa eiga ekki kost á raforku til húshitunar og notkunar, en notast aðeins við brennslu lífræns efnis til orkuöflunar, færir mönnum sýn á að nauðsynlegar framfarir og þróun í þessum ríkjum gerast ekki án aukinnar rafvæðingar.</p> <p align="justify">Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Jóhannesarborg um sjálfbæra þróun, haustið 2002, kom ítrekað fram hjá fulltrúum þróunarríkja að aukin orkunotkun þeirra væri grundvallarþáttur í útrýmingu fátæktar, sem og fyrir framförum og sjálfbærri þróun þessara ríkja. Var sú skoðun þeirra vel rökstudd og mætti skilningi margra þjóða, þar á meðal okkar Íslendinga, enda er óhætt að segja að við þekkjum harla vel hvaða þýðingu aukin orkunotkun hefur haft fyrir alla þróun þjóðarinnar á liðnum áratugum.</p> <p align="justify">Annað áberandi umræðuefni fundarins var krafan um aukna hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í orkunotkun heimsins, og þá einna helst í hinum þróuðu ríkjum. Því miður er fátt sem bendir til þess að svo verði á næstu áratugum. Nýlegar spár Alþjóða orkumálastofnunarinnar greina frá því að orkueftirspurn heimsins muni aukast um 60% á næstu 25 árum og hlutdeild brennsluefnis muni aukast heldur meira eða um 62%, sem í raun þýðir að hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa mun minnka hlutfallslega. Að sama skapi eru spár um losun gróðurhúsalofttegunda alvarlegar fyrir þetta tímabil. Stofnunin spáir því að losun þessara lofttegunda vegna orkuframleiðslu verði 62% hærri árið 2030 en er í dag, sem að tveimur þriðju hlutum mun verða vegna aukinnar orkuþarfar þróunarríkja. Þessi varnaðarorð glymja nú víða um heim sem hvatning til allra þjóða um að örva og auka enn frekar nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa.</p> <p align="justify">Á nýlegri alþjóðaráðstefnu um jarðhitamál í Tyrklandi deildu forráðamenn helstu jarðhitaríkja heims mjög áhyggjum yfir þessari þróun. Þar var ítarlega bent á að tæknilega myndu afköst endurnýjanlegrar orku heims duga vel til að mæta orkuþörfinni, það væri hins vegar spurning um að hve miklu leyti hagkvæmt væri að nýta þessar orkulindir að teknu tilliti til umhverfissjónarmiða. Af endurnýjanlegum orkulindum sem tæknilega væri unnt að nýta nemur jarðhitinn tæpum 70%, en aðeins innan við 1% þessarar auðlindar er nýtt í dag.</p> <p align="justify">Sérstaða Íslendinga hvað varðar endurnýjanlegar orkulindir er, eins og öllum hér er kunnugt, einstök og hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi. Á jarðhitaráðstefnunni í Tyrklandi kom fram verulegur áhugi nokkurra þjóða á því að fjárfesta í nýjum jarðhitavirkjunum og átti ég m.a. fundi með orkuráðherrum Indónesíu og orkuyfirvöldum á Filippseyjum. Lýstu fulltrúar þessara þjóða yfir miklum áhuga á samstarfi við Íslendinga. Er þetta enn eitt dæmið um að hin jákvæða þróun orkumála hér á landi á undanförnum áratugum hefur leitt til þess að sívaxandi áhugi erlendra aðila er á samstarfi við okkur um rannsóknir og fjárfestingu í virkjunum. Enda þótt okkur hafi ef til vill ekki tekist alveg eins vel í jarðhitaútrás orkufyrirtækja hingað til og við hefðum viljað er sígandi lukka oft farsælust í þessum efnum eins og öðrum, og auðvitað þurfa menn að sníða sér stakk eftir vexti. Sá áfangi sem náðist í Kína fyrr í þessum mánuði lofar góðu um framhaldið.</p> <p align="justify">Ríkisstjórnin hefur nýlega samþykkt að auka mjög þróunaraðstoð landsins og verður verulegum hluta þeirrar aukningar varið til að styðja við rannsóknir og framkvæmdir á sviði jarðhitanýtingar í þróunarríkjum. Á þessum vettvangi er að mínu mati nauðsynlegt að koma á fót öflugu samstarfi utanríkis- og iðnaðarráðuneytis, ENEX, ÍSOR, Jarðborana hf., Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, auk ýmissa orku- og ráðgjafafyrirtækja. Tel ég mikilvægt að allir aðilar séu upplýstir um hugsanleg verkefni og óskir um samvinnu og samstarf við aðila hér á landi.</p> <p align="justify">Á síðustu árum hefur komið í ljós að orkufyrirtæki og stjórnvöld þurfa að hafa nánara samráð um margvísleg sameiginleg mál. Þetta á ekki hvað síst við um undirbúning að ýmsum lagabreytingum á orkusviði og í umhverfismálum, og raunar ýmsum öðrum sviðum er tengjast orkuiðnaðinum, eftir því sem ástæða er til hverju sinni. Hin jákvæða uppbygging í orkuiðnaði síðustu árin, og sú sem fyrirsjáanleg er á næstu árum, virðist hafa leitt til þess að æ fleiri aðilar í samfélaginu hafa efasemdir um þýðingu uppbyggingar orkuiðnaðarins í náinni framtíð. Oftar en ekki byggjast þær efasemdir á tilfinningum, og ekki er ástæða til að gera lítið úr þeim.</p> <p align="justify">Lífskjör þjóðarinnar til framtíðar hljóta þó ávallt að vega þungt þegar ákvarðanir um uppbyggingu orkuiðnaðarins eru teknar með lögformlegum hætti, og þá að teknu tilliti til umhverfisáhrifa í hverju tilviki, líkt og lög segja til um. Því tel ég mikilvægt að hagmunaaðilar orkuiðnaðarins standi saman að samstarfi í auknum mæli, þar á meðal varðandi kynningu á þýðingu orkuiðnaðarins fyrir samfélagið. Hugsanlegt væri að vinna sérstakt rit sem gæti til að mynda nýst í grunnskólum sem fræðsluefni um orkumál íslendinga. Nefni ég þetta sem dæmi því oftar en ekki hefur verið stuðst við erlend kennslugögn sem gefa ekki rétta sýn á stöðu okkar og áherslur í orkumálum.</p> <p align="justify">Um síðustu áramót má telja að ný raforkulög hafi formlega tekið gildi, en þá komu til framkvæmda kaflar laganna um skipulag raforkuflutnings og dreifingar, auk þess sem opnað var fyrir frjáls orkukaup stærstu notenda. Þótt á ýmsu hafi gengið og ekki séu öll kurl ef til vill komin til grafar enn, tel ég að vel hafi til tekist með framkvæmd laganna. Hinn knappi tími sem rafveitur höfðu til að birta gjaldskrár sínar, og sú róttæka kerfisbreyting á uppbyggingu raforkuverðs, sem leiddi af lögunum, olli einhverjum vandræðum í upphafi. Með alkunnri eljusemi landans hefur þó að mínu mati tekist vel til við að leysa úr þeim. Nú stöndum við frammi fyrir því að raforkumarkaðurinn opnast að öllu leyti um næstu áramót og því er nauðsynlegt að kynna notendum vandlega á hvern hátt staðið verður að þeirri breytingu. Hefur iðnaðarráðuneytið í huga að gefa út sérstakan kynningarbækling í því skyni, í samstarfi við Samorku og Orkustofnun.</p> <p align="justify">Sem kunnugt er varð frumvarp um jarðrænar auðlindir ekki að lögum á síðasta þingi. Hef ég þó ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun gildandi laga, eins og til stóð að gera samkvæmt frumvarpinu, og skipa sérstaka nefnd, Samorku og iðnaðarráðuneytis, en hugsanlega fleiri aðila til að gera tillögu um það með hvaða hætti valið verði á milli umsókna um rannsóknar- og nýtingaleyfi fyrir jarðrænar auðlindir, og á hvern hátt verði staðið að nýtingu þessara auðlinda. Er gert ráð fyrir að nefndin skili tillögum sínum í formi lagafrumvarps - eigi síðar en haustið 2006. Nefndinni til undirbúnings og aðstoðar í starfi hefur verið skipaður sérstakur starfshópur, sem hefur vinnu sína innan skamms.</p> <p align="justify">Þá vil ég einnig nefna að vinna er að hefjast við gerð frumvarps um hitaveitur, en engin heildstæð löggjöf er til um þennan mikilvæga málaflokk. Þar erum við eftirbátar annarra Evrópuþjóða. Mun iðnaðarráðuneytið í því skyni, óska eftir tilnefningu frá Samorku og Sambandi sveitarfélaga í sérstaka samráðsnefnd sem ætlað er að vera til ráðuneytis um efni og gerð frumvarpsins.</p> <p align="justify">Loks vil ég minnast á eitt mikilvægasta samstarfsverkefni Samorku og íslenskra stjórnvalda, en það er rekstur skrifstofu Alþjóða jarðhitasambandsins hér á landi, í húsakynnum Samorku. Um er að ræða verkefni til næstu 5 ára og er enginn vafi á því að skrifstofan verður mikilvægur tengiliður íslenskra rannsóknaraðila og fjárfesta við álitleg jarðhitaverkefni um heim allan. Verður hún vafalítið einnig mikilvægur kynningaraðili þeirra glæstu verkefna á sviði jarðhitans sem við stöndum nú frammi fyrir. Á ég þar ekki síst við djúpborunarverkefnið sem orkufyrirtækin og stjórnvöld hyggjast hrinda úr vör á næstu árum.</p> <p align="justify">Ágætu ársfundargestir</p> <p align="justify">Síðustu ár hafa verið afar viðburðarrík á sviði orkumála og er sama hvar borið er niður. Unnið er að mestu virkjunarframkvæmdum Íslandssögunnar austanlands og einnig eru í gangi miklar framkvæmdir á Suðvesturlandi. Nema framkvæmdirnar ríflega 900 MW að afli og munu þær auka afköst raforkukerfisins um 73%. Þá er einnig unnið að miklum jarðhitarannsóknum um þessar mundir, bæði vegna þeirra virkjana sem nú er unnið að, auk fyrirhugaðra vatnsafls- og jarðhitavirkjana á næstu árum.</p> <p align="justify">Þessar framkvæmdir munu allar styrkja innviði samfélags okkar og stórauka hagvöxt þjóðarinnar næstu árin. Aukin menntun og rannsóknir þjóðarinnar spretta ekki upp úr þurru eins og margir telja. Undirstaða bættra lífskjara eru auknar þjóðartekjur og með uppbyggingu orkugeirans á liðnum áratugum hefur tekist að renna styrkum stoðum undir það markmið að við getum skapað okkur enn bjartari framtíð.</p> <p align="justify">Minnumst þess að það var ekki fyrr en undir lok seinni heimsstyrjaldar sem íslenska þjóðin hafði í raun efni á að mennta fyrstu raunvísindamenn sína. Með auknum tekjum og velferð þjóðarinnar hefur okkur smám saman tekist að efla menntun og rannsóknir á þessu sviði sem öðrum. Vitaskuld eru þó takmörk fyrir því hversu langt við höfum getað gengið í sérhæfðri menntun í samanburði við stórþjóðir. Íslenska tæknisamfélagið hefur á undanförnum árum orðið að tileinka sér vinnulag og kröfur sem gerðar eru á alþjóðavettvangi um gæði rannsókna. Kröfur í þessum efnum eru sífellt að aukast og við verðum að mæta þessum kröfum hér á landi til að verða gjaldgengir í alþjóðlegu vísindaumhverfi. Á ýmsum sviðum erum við samt sem áður í fararbroddi, þar á meðal í jarðhitageiranum, þar sem vísindamenn okkar standa í fremstu röð á heimsvísu vegna þeirrar uppbyggingar er við höfum staðið að innan þessarar greinar á undanförnum áratugum. Þetta er dæmi um þekkingariðnað á háu stigi, sannkallaðan hátækniiðnað, sem við getum óhikað fullyrt að mun standa fyrir sínu í framtíðinni, eins og ég hef rakið hér að framan.</p> <p align="justify">Fundarstjóri og góðir fundarmenn</p> <p align="justify">Með því að halda áfram á þeirri braut sem við höfum ótrauð gengið á undanförum áratugum höfum við hag komandi kynslóða að leiðarljósi. Skynsamleg nýting orkulinda er einn mikilvægasti þátturinn í framþróun og eflingu íslensks samfélags.</p> <p>Ég þakka áheyrnina.</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-05-25 00:00:0025. maí 2005Ráðstefna um rafræna auðkenningu.

<p align="justify">Góðir gestir,</p> <p align="justify">Alþjóðlegt viðskiptaumhverfi hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Þessar breytingar eru af ýmsum toga, m.a. vegna alþjóðavæðingar og tilkomu Internetsins og rafrænna viðskipta.</p> <p align="justify">Ekki eru mörg ár síðan menn töldu að &bdquo;gamla hagkerfið" væri að líða undir lok. Um síðustu aldamót var &bdquo;nýja hagkerfið" svonefnda á fleygiferð og mikill vöxtur hjá hugbúnaðar- og hátæknifyrirtækjum. Bjartsýnin var mikil og reyndar svo mikil að ekki virtist skipta svo miklu máli hvort fyrirtækin væru að hagnast eða ekki, markaðsvirði þeirra hækkaði samt sem áður. Það sem svo varð þekkjum við öll og óþarfi að rifja upp frekar.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Þrátt fyrir þessi tímabundnu skakkaföll má segja að kapphlaupið sem varð á sínum tíma hafi samt sem áður verið mjög til góðs. Sú staðreynd að menn veðjuðu á Netið sem lykilinn að framtíðarvelgengni fyrirtækja hefur skipt sköpum í þróun viðskipta á síðustu árum. Ekki einungis er Netið sem miðill orðinn mjög ódýr heldur er útbreiðsla hans á heimsvísu orðin mjög mikil. Á sama hátt og tækniþróunin er þannig að umbreyta heiminum hafa rafræn viðskipti smám saman verið að gjörbylta hefðbundnum viðskiptaháttum. Raunar segja margir að viðskipti milli einstaklinga og fyrirtækja á Netinu muni fljótt verða það mikil að hugtakið &bdquo;rafræn viðskipti" muni hverfa. Sökum umfangsins verði þannig í náinni framtíð ekki lengur gerður greinarmunur á því sem talin hafa verið &bdquo;hefðbundin viðskipti" annars vegar og &bdquo;rafræn viðskipti" hins vegar.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Íslendingar hafa líkt og aðrir tekið Netinu opnum örmum. Er nú svo komið að notkun Netsins er hér einhver sú mesta í heiminum. Samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum er Ísland í öðru sæti á lista yfir þjóðir heims ef litið er til þess hversu tilbúnar þær eru til að taka þátt í og haganýta sér upplýsinga- og samskiptatækni. Tilgangur þessa mats er sá að skilja betur áhrif upplýsinga- og samskiptatækni á samkeppnishæfni þjóða, en aukin samkeppnishæfni þjóðarinnar hefur einmitt verið eitt af höfuðmarkmiðum mínum frá því að ég tók við embætti viðskiptaráðherra. Enda þótt við Íslendingar höfum ætíð verið mjög ofarlega á blaði frá því fyrrgreindar mælingar hófust er þetta besti árangurinn sem við höfum náð til þessa.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Með auknu umfangi Netsins skapast einnig hættur. Á síðustu árum hafa öryggismál orðið meira áhyggjuefni manna en sem kunnugt er hafa endurtekið komið upp árásir á ýmis vefsetur fólks og fyrirtækja. Þá er Netið einnig orðið vettvangur fyrir ruslpóst, tölvuveirur og annan óhroða. Því er ljóst að ef framþróun á að verða þarf að finna leiðir til að bæta öryggi Netsins þannig að almenningur geti treyst á það í viðskiptum og daglegu lífi.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Gegn slíkum ógnum er ef til vill aðeins eitt svar þegar kemur að verslun og viðskiptum enda má segja að það atriði breytist seint þrátt fyrir allar tækniframfarir. Hér er ég að tala um að farsæl viðskipti manna á milli munu ávallt byggjast á trausti. Grundvöllur þess er vissan fyrir því að sá sem þú skiptir við sé örugglega sá sem hann segist vera. Slíkt getur verið vandkvæðum bundið þegar um rafræn viðskipti er að ræða og því hafa verið þróaðar ýmsar aðferðir til að menn geti á óvéfengjanlegan hátt gert grein fyrir því hver viðkomandi sé, án þess að þurfa raunverulega að hitta þann sem ætlunin er að skipta við. Hefðbundin aðgangsstjórnun með notkun notendanafna og lykilorða þykir því ekki lengur fullnægjandi til að tryggja öryggi. Kröfur dagsins í dag eru aðrar og meiri og snúast um rafræna auðkenningu þannig að hægt sé að sannreyna að tiltekinn aðili sé örugglega sá sem hann segist vera.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Stefna íslenskra stjórnvalda í þessum málum kemur fram í ritinu &bdquo;Auðlindir í allra þágu" &ndash; stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2004-2007. Þar kemur m.a. fram að stefna beri að því að notkun rafrænna skilríkja verði almenn og útbreidd þannig að unnt verði að bera með öruggum hætti kennsl á samskiptaaðila. Rafrænum undirskriftum og dulritun verði komið við eftir því sem við á. Þá beri ennfremur að stefna að opnum en stöðluðum markaði með rafræn skilríki og vottunarþjónustu, og dreifilyklakerfi verði einfalt og hagkvæmt í rekstri.</p> <p align="justify">Eins og nærri má geta eru þessi markmið ekki einföld í framkvæmd né heldur ódýr. Stjórnvöld og atvinnulíf hafa undanfarin ár lagt mikla fjármuni í að byggja upp öflugt rafrænt samfélag. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefur m.a. komið að þessum málum á vettvangi Tilraunasamfélags um rafræn viðskipti, Staðlaráðs og ICEPRO.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Góðir gestir,</p> <p align="justify">Íslendingar eru framarlega á meðal þjóða heims á mörgum sviðum. Ég ber þá von í brjósti að á sviðum rafrænnar stjórnsýslu og rafrænna viðskipta munum við á næstu árum og áratugum standa í fararbroddi. Í því skyni, og til að vekja áhuga almennings, fyrirtækja og opinberra stofnana á þessum málum, mun ég vinna að framgangi þess að hér á landi verði árlega haldinn svokallaður &bdquo;rafrænn dagur" (e-dagur), líkt og margar aðrar þjóðir gera. Þetta yrði gert til að hvetja ríki og sveitarfélög til dáða í að efla rafræna stjórnsýslu, og enn fremur til að hvetja almenning til að nýta sér í auknum mæli þær sjálfsafgreiðslulausnir sem þegar eru í boði, ásamt því að efla tiltrú hans á öryggi slíkrar þjónustu.</p> <p align="justify">Við höfum alla burði til að vera í fremstu röð þjóða heims á þessu sviði. Við höfum ágæta innviði, mikinn metnað og nýjungargirni auk framúrskarandi fólks sem býr yfir mikilli þekkingu og hæfileikum. Alla þessa orku þarf að virkja og með því að almenningur, atvinnulíf og opinberir aðilar leggist öll á sömu sveif er ég þess fullviss að tækifæri tækninnar verði nýtt til að bæta íslenskt samfélag.</p> <p align="justify">Ágætu ráðstefnugestir - með þessum ávarpsorðum lýsi ég ráðstefnu þessa um rafræna auðkenningu setta.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-05-20 00:00:0020. maí 2005Rannsóknarþing Vísinda- og tækniráðs.

<p align="justify">Ágætu gestir Rannsóknaþings Vísinda- og tækniráðs.</p> <p align="center">I.</p> <p align="justify">Við lifum á spennandi tímum. Gerjun í vísindum, tækniþróun og nýsköpun er meiri en þessi þjóð hefur nokkru sinni upplifað. Ný og áður óþekkt tækifæri hafa skapast en til að nýta þau þarf að beita mikilli fyrirhyggju, útsjónarsemi og þolinmæði. Við lifum á tímum breytinga, þar sem þróunin er ör og kallar á viðvarandi árvekni og frumkvæði til að sækja nýja þekkingu og reynslu hvert þangað sem hana er að finna. Á mörgum sviðum hefur okkur tekist þetta vel, enda er útrás íslensks atvinnulífs sem aldrei fyrr.</p> <p align="justify">Ef við ætlum að viðhalda þeim hagvexti sem hér er blasir við mikilvægi þess að efla vísindarannsóknir og tækniþróun og tengsl þeirra við nýsköpun atvinnulífsins. Þetta er leiðarljós Vísinda- og tækniráðs.</p> <p align="justify">Það er deginum ljósara að Ísland er hluti af hinum alþjóðlega viðskiptaheimi. Þess vegna er mikilvægt að þekkja hver samkeppnisstaða okkar er í hópi erlendra þjóða &ndash; og bregðast við ef á þarf að halda. Mig langar til að rekja í stuttu máli niðurstöðu þriggja nýlegra kannana sem gefa okkur vísbendingu um stöðuna.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">II.</p> <p align="justify">Í síðustu viku voru birtar niðurstöður GEM (Global Entrepreneurship Monitor), frumkvöðlarannsóknar sem Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í með fjárhagslegum stuðningi forsætisráðuneytisins, Nýsköpunarsjóðs og Samtaka atvinnulífsins. Þessi rannsókn þykir viðamesta og virtasta rannsókn sem gerð er á frumkvöðlastarfsemi í heiminum. Umfang, eðli og umhverfi slíkrar starfsemi í allt að 40 löndum er rannsakað á samræmdan hátt með það að langtímamarkmiði að kanna tengsl milli frumkvöðlastarfsemi og hagvaxtar.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að á árinu 2004 voru um 25 þúsund Íslendingar þátttakendur í frumkvöðlastarfsemi. Þetta eru um 14% Íslendinga á aldrinum 18-64 ára, sem er tvöfalt hærra hlutfall en meðaltal annarra hátekjulanda &ndash; og sambærilegt við það sem gerist í Bandaríkjunum og Kanada. Þá er athyglisvert að tæplega 60% þeirra sem undirbúa nýja viðskiptastarfsemi hér á landi gera ráð fyrir að fá fjárframlag sitt a.m.k. fimmfalt til baka</p> <p align="justify">Sé litið til þess sem betur mætti fara í umhverfi frumkvöðla á Íslandi þá staðfestir rannsóknin að skortur á áhættufjármagni virðist vera stærsti veikleikinn í umhverfinu. Í umfjöllun Háskólans í Reykjavík segir orðrétt um þetta:</p> <p align="justify"><em>"Þessi skortur reynir mest á metnaðarfull og nýskapandi fyrirtæki, en þau fyrirtæki eru líklegust til þess að gefa mest af sér þegar til lengri tíma er litið. Ekki er nóg að auka áhættufjármagn í umferð heldur þarf einnig að byggja upp þekkingu og reynslu af áhættufjárfestingum."</em> Jafnframt er hið opinbera hvatt til að hvetja einkaaðila til áhættufjárfestinga á Íslandi.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Það er vissulega mikilvægt að beita sér á þessu sviði. Það er ótækt að ekki hafi enn tekist að vekja áhuga hérlendra fjármagnseigenda á mikilvægi nýsköpunar í íslensku atvinnulífi &ndash; sérstaklega í ljósi þess að fjármagn þeirra á væntanlega að stórum hluta uppruna einmitt hér. Það er athyglisvert að svo virðist sem áhættufjárfestingar í útlöndum hafi mun meira aðdráttarafl fyrir íslenska fjármagnseigendur en sambærilegar fjárfestingar hér heima. Þess vegna er ánægjulegt frá því að segja að iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefur skipað starfshóp um fjármögnun nýsköpunar með aðkomu fyrirtækja, fjármálamarkaðarins, lífeyrissjóða og annarra hagsmunaaðila. Hópurinn hefur nýlega hafið störf sín.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Annað sem niðurstöður GEM rannsóknarinnar benda til að þurfi að bæta í umhverfi frumkvöðla á Íslandi er frumkvöðlamenntun og jafnframt þarf að auka þátttöku kvenna í frumkvöðlastarfi. Iðnaðarráðuneytið er vakandi yfir þessu, það hefur þegar beitt sér fyrir aukinni þátttöku kvenna í atvinnulífinu og frumkvöðlafræðsla er á verkefnalista IMPRU Nýsköpunarmiðstöðvar.</p> <p align="center">III.</p> <p align="justify">Önnur alþjóðleg könnun sem var nýlega birt fyrir árið 2005 er könnun IMD viðskiptaháskólans í Sviss, þar sem samkeppnisstaða 60 landa er borin saman. Þar er Ísland í 4. sæti á lista yfir samkeppnishæfustu þjóðir heims og hækkar um eitt sæti frá því í fyrra. Ísland er í efsta sæti af löndum Evrópu á listanum. Það er athyglisvert að sjá að Ísland hefur hækkað um 21 sæti í könnunum IMD síðan árið 1995, eða rúmlega 2 sæti að meðaltali á ári. Þetta er stórkostlegur árangur og fá ríki - ef nokkurt - hafa bætt árangur sinn með sambærilegum hætti.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ef við skoðum nánar árangur Íslands í þeim fjórum meginþáttum sem könnunin mælir kemur í ljós að skilvirkni hins opinbera er góð. Ísland er þar í 6. sæti og hækkar um eitt milli ára. Skilvirkni viðskiptalífsins er einnig afar sterk, þar náum við 2. sæti &ndash; þremur sætum hærra en í fyrra. Þegar kemur að könnun á innviðum hagkerfisins höfum við hins vegar fallið úr 8. í 12. sæti og gangur hagkerfisins skilar okkur í 17. sæti samanborið við 15. sæti í síðustu könnun.</p> <p align="center">IV.</p> <p align="justify">Þriðja og síðasta könnunin sem mig langar að nefna er yfirgripsmikil könnun World Economic Forum fyrir árið 2004, sem mælir samkeppnisstöðu 104 landa. Þar er Ísland í 10. sæti og hefur bætt stöðu sína verulega á síðastliðnum 10 árum, eða um heil 15 sæti. Þessi niðurstaða er á sama veg og niðurstaða IMD könnunarinnar sem bendir sterklega til þess að Íslendingar hafi náð raunverulegum árangri og bætt samkeppnisstöðu sína svo um munar á síðastliðnum áratug.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">V.</p> <p align="justify">Að þessari yfirferð lokinni er rétt að huga að nokkrum atriðum sem brýnt er að vinna áfram - á vettvangi Vísinda- og tækniráðs &ndash; til að treysta stöðu okkar í alþjóðlegri samkeppni.</p> <p align="justify">Ljóst er að þróun í skipulagningu alþjóðlegra rannsóknaverkefna, t.d. innan rammaáætlunar ESB, er okkur í óhag. Kröfur um aukið umfang verkefna verða sífellt meiri og nú er kallað á víðtækt samstarf stórra og öflugra rannsóknaheilda. Þetta veldur okkur nokkrum vanda þar sem rannsóknaeiningar okkar eru bæði dreifðar og smáar &ndash; ekki síst á alþjóðlegan mælikvarða.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Vísinda- og tækniráð hefur beitt sér fyrir eflingu rannsóknareininga og í ályktunum ráðsins hefur m.a. verið bent á mikilvægi þess að sameina matvælarannsóknir í eina stofnun, en þær eru nú dreifðar á fjórar eða fleiri opinberar stofnanir. Jafnframt hefur Vísinda- og tækniráð beint því til okkar í iðnaðarráðuneyti að vinna að sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Sú vinna stendur yfir og má ljóst vera að með sameiningu þessara stofnana skapast nýjar forsendur fyrir auknum sóknarkrafti og bættum árangri. Í framhaldi þessa verður að telja eðlilegt að frekari efling þessa umhverfis verði til umræðu með aukinni sameiningu á rannsóknarstarfsemi hins opinbera.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Vísinda- og tækniráð hefur einnig beitt sér fyrir auknu samstarfi rannsóknaraðila í gegnum samkeppnissjóðina. Að tilstuðlan ráðsins hafa bæði Rannsóknarsjóður og Tækniþróunarsjóður lagt kapp á að verkefni sem þeir styðja feli í sér virka samvinnu á milli rannsókna háskólastofnana og opinberra rannsóknastofnana og ekki síður að þessir rannsóknarhópar sinni með afgerandi hætti þörfum atvinnulífsins fyrir rannsóknir og nýsköpun.</p> <p align="justify">Þetta hefur í veigamiklum atriðum tekist og við úthlutun úr Tækniþróunarsjóði, sem nú er nýlokið mun meira en helmingur af framlögum sjóðsins renna til margs konar samstarfs fyrirtækja, háskóla og opinberra rannsóknastofnana. Þetta er ákaflega góðs viti og til marks um það að háskólarannsóknir eru orðnar mun virkari í nýsköpun atvinnulífsins en margir vilja vera láta.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ég vil enn ítreka mikilvægi samstarfs háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Því þrátt fyrir að komið sé á gott samstarf um verkefni sem samkeppnissjóðirnir styrkja &ndash; þá er enn margt óunnið við að styrkja landfræðilegt sambýli þessara hópa, t.d. með uppbyggingu í Vatnsmýrinni. Ég sé fyrir mér að þangað gætu rannsóknarstofnanir mögulega stefnt með starfsemi sína í framtíðinni þegar grundvöllur fyrir flutningi þeirra hefur skapast.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">VI.</p> <p align="justify">Ágætu gestir Rannsóknaþings.</p> <p align="justify">Sterkar vísbendingar um góða &ndash; og batnandi - samkeppnisstöðu Íslands gefa tilefni til bjartsýni. Við þurfum þó að gæta þess að halda vöku okkar. Í fyrsta lagi er mikilvægt fyrir opinbera aðila, einkaaðila og stofnanir að nýta þær upplýsingar sem þessar viðamiklu kannanir sem hef vitnað til veita - og leggja sig eftir að bæta það sem bæta má, því það munu aðrar þjóðir gera í þeirri alþjóðlegu samkeppni og alþjóðavæðingu sem hvarvetna ríkir. Í öðru lagi er varasamt að ofmetnast, því ekkert er gefið um áframhaldandi velgengi ef ekki er staðið vel að verki í einu og öllu. Með þessum skilaboðum kýs ég að ljúka máli mínu og óska gestum gagnlegs og uppbyggilegs Rannsóknaþings.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-05-20 00:00:0020. maí 2005Ársfundur RARIK 2005

<p>Ágætu ársfundargestir</p> <p align="justify">Síðasta ár var viðburðarríkt á sviði orkumála. Þetta var ár merkra tímamóta í raforkusögu landsins og var þess minnst með margvíslegum hætti. Hæst ber þar aldarafmæli þess atburðar sem óumdeilanlega hefur valdið einna mestum þáttaskilum hér á landi á liðinni öld, en þar á ég við gangsetningu fyrstu rafstöðvarinnar, í desember árið 1904 í Hafnarfirði. Var haldið upp á aldarafmælið með veglegum hætti þann 12. desember s.l. og er óhætt að fullyrða að oft hefur ómerkari tímamóta verið minnst.</p> <p align="justify">Eins og kunnugt er tóku ný raforkulög gildi árið 2003, en gildistöku hluta laganna var frestað meðan unnið var að endurskoðun lagakaflanna um flutning og dreifingu raforku. Á liðnu haustþingi var lagt fram og samþykkt frumvarp um breytingar á raforkulögum er varðaði þennan hluta laganna. Breytt raforkulög tóku gildi um síðustu áramót og má telja að þá fyrst hafi öll ákvæði raforkulaga í raun tekið gildi.</p> <p align="justify">Ein mikilvægasta kerfisbreytingin er þá kom til framkvæmda var aðskilnaður raforkuflutnings frá framleiðslu og dreifingu. Um áramótin tók til starfa í samræmi við þessa breyttu tilhögun sérstakt raforkuflutningsfyrirtæki, Landsnet hf, en eigendur þess eru Landsvirkjun, RARIK og Orkubú Vestfjarða. Tilgangur þess er að annast rekstur og uppbyggingu flutningskerfis landsins ásamt kerfisstjórnun raforkukerfisins alls.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Í hinum nýju raforkulögum er gert ráð fyrir því að hver dreifiveita hafi eina gjaldskrá innan gjaldskrársvæðis síns, en verði heimilt að sækja sérstaklega um gjaldskrá fyrir strjálbýli, enda geti viðkomandi dreifiveita sýnt fram á hærri kostnað við dreifingu raforku þar.</p> <p align="justify">Hér er um að ræða nokkra breytingu frá fyrri tilhögun, en eins og kunnugt er hefur sama gjaldskrá gilt á öllu dreifiveitusvæði RARIK alla tíð. Í raun hafa þéttbýlissvæði landsbyggðarinnar með þessu greitt niður dreifingu á strjálbýlli svæðum um áratuga skeið. Með lögunum verður sama gjaldskrá fyrir allt þéttbýli á veitusvæði RARIK og önnur fyrir allt strjálbýli. Sú hugsun er hér að baki að óréttlátt sé að þéttbýlissvæði á landsbyggðinni skuli skattlögð sérstaklega umfram aðra landsmenn í formi hærra raforkuverðs til að niðurgreiða raforkudreifingu í dreifðari byggðum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Árlegur rekstrarhalli óarðbærra eininga í aðveitu- og dreifikerfi RARIK í strjálbýli hefur undanfarin ár verið áætlaður að minnsta kosti 400 milljónir kr. Þessi rekstrarvandi fyrirtækisins hefur verið fyrir hendi um margra ára skeið - eða í það minnsta frá því ég tók við embætti iðnaðarráðherra. Með stækkun flutningskerfisins hefur ákveðnum bagga vissulega verið létt af dreififyrirtækjum á landsbyggðinni, en meira þarf til að tryggja dreififyrirtækjum eðlilegar tekjur af dreifingu í jaðarbyggðum. Því voru lög um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku samþykkt á vorþingi 2004, þar sem segir að ákveði Alþingi að veita fjármuni til að lækka kostnað vegna dreifingar raforku, skuli einungis greiða niður þann kostnað á svæðum þar sem í gildi er sérstök dreifbýlisgjaldskrá. Með þessum aðgerðum, auknum jöfnuði kostnaðar í flutningskerfi landsins og beinum framlögum hins opinbera til jöfnunar í dreifikerfinu, hefur fjárhagsleg staða og rekstur RARIK breyst mjög til hins betra og gert fyrirtækinu kleift að sinna enn betur því veigamikla hlutverki er það hefur sinnt fyrir alla landsbyggðina.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Þegar raforkulögin komu til framkvæmda um síðustu áramót urðu eðlilega breytingar á gjaldskrám orkufyrirtækja með því að greina varð á milli flutnings- og dreifingarkostnaðar annars vegar og orkukostnaðar hins vegar. Kerfisbreytingin ein og sér olli ekki nema óverulegum verðhækkunum og þá helst hér á suðvesturhorni landsins en fyrir almennan notanda á þéttbýlissvæði RARIK og fyrir atvinnulíf almennt á landsbyggðinni munu breytingarnar leiða til lækkunar. Langveigamesta röskunin varð þó á gjaldskrá vegna rafhitunar húsnæðis og á fyrstu vikum ársins fóru margir að mínu mati offari við að fullyrða um gífurlegar hækkanir á því sviði. Þó voru hvorki gjaldskrár á þeim tíma endanlega komnar fram né lá fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um breytingar á niðurgreiðslum til húshitunar. Þegar gjaldskrár höfðu verið ákveðnar í janúar var unnt að skoða í heild áhrif gjaldskrárbreytinga og til hvaða aðgerða væri unnt að grípa gegn óeðlilegum hækkunum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Sem kunnugt er hefur rafmagn til upphitunar verið á sérstökum kjörum. Þannig veittu Landsvirkjun og dreifiveiturnar sérstakan rafhitunarafslátt auk þess sem það gjald er veiturnar fengu fyrir dreifingu raforkunnar var afar lágt. Ólíklegt er að þessir taxtar í heild sinni hafi staðið undir kostnaði og því má ætla að um hafi verið að ræða niðurgreiðslu frá öðrum notendum rafmagns til rafhitunarnotenda. En framlag ríkissjóðs hefur þó vegið langþyngst við niðurgreiðslur rafmagns til hitunar á íbúðarhúsnæði og nemur fjárlagaliður til þeirra niðurgreiðslna og tengdra verkefna 1 milljarði króna í ár. Var sú upphæð aukin um 130 milljónir kr. á þessu ári þar eð niðurgreiðslur orkufyrirtækjanna féllu niður um s.l. áramót.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Engu að síður hefur þessi breyting því miður haft í för með sér nokkra hækkun á rafhitunargjaldskrá dreififyrirtækja, en á móti hefur orðið nokkur lækkun á almennum töxtum og afltöxtum til fyrirtækja. Þegar í upphafi árs var ljóst að við gjaldflokka- og gjaldskrárbreytingar þyrfti að framkvæma álestur hjá notendum á fyrstu mánuðum ársins. Þeir álestrar leiddu til allharkalegra viðbragða margra notenda enda notkunin yfir hávetrartímann langtum meiri en árlegt jafnaðargjald. Þetta hefur góðu heilli verið leiðrétt í flestum tilvikum og allir þeir sem óskað hafa eftir fengið sín mál skoðuð nánar af RARIK eða Orkustofnun. Við getum ýmislegt lært af þessari reynslu og ekki síst það að huga þarf að augljósum annmörkum á gjaldskrám við lok ársins enda hefur verið litið á þetta fyrsta ár í nýju umhverfi sem reynsluár. Þá kennir þessi reynsla okkur ekki síður það að við þurfum að undirbúa vel kynningu fyrir opnun raforkumarkaðarins um næstu áramót fyrir almennum notendum raforku.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Nýtt raforkulagaumhverfi mun hafa jákvæð áhrif á rekstrarafkomu RARIK. Með þessum breytingum er leitast við að létta af raforkufyrirtækjum alls kyns óhagkvæmum skuldbindingum og niðurgreiðslum sem ríkið greiðir nú beint af fjárlögum og því fær RARIK nú greitt eðlilegt verð fyrir dreifingu raforkunnar óháð notkunarflokkum. Með breyttum tímum og atvinnuháttum hljóta raforkutaxtar að breytast og sem dæmi um þetta má nefna marktaxtana, sem byggðust á mikilli raforkunotkun að sumarlagi vegna súgþurrkunar. Þeir taxtar hafa nú verið aflagðir enda er notkun til sveita orðin líkari almennri raforkunotkun í dreifbýli. Þá vil ég fagna nýlegri áætlun RARIK um endurbætur á dreifikerfi fyrirtækisins sem ber vitni um metnaðarfull áform varðandi endurbætur og endurnýjun dreifikerfisins. Þar eru tillögur um að þrefalda upphæð til endurnýjunar dreifikerfis á jaðarsvæðum þar sem þrífösunar er þörf miðað við áætlanir fyrri ára. Þessi tillaga er byggð á ítarlegri áætlun sem iðnaðarráðuneytið, RARIK og Orkubúið unnu að á árunum 2001-2002 í samstarfi við sveitarfélög landsins.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Mér finnst ástæða til þess hér að þakka starfsmönnum og stjórnendum RARIK fyrir farsælar breytingar er gerðar voru á stjórnun fyrirtækisins á liðnu ári, í þá veru að aðlaga fyrirtækið að breyttum aðstæðum með nýjum lögum. Þar á ég við að fyrirtækið hefur verið í fremstu röð orkufyrirtækja við að upplýsa notendur og leiðbeina um gjaldskrárflokka í nýju umhverfi - og þá ekki síður verið vakandi við að afla nýrra raforkukaupenda. Þá er mikilvægt að RARIK undirbúi sig vel fyrir komandi breytingar um næstu áramót, þegar fullt frjálsræði mun ríkja um val á orkuseljendum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Uppbygging smávirkjana hér á landi hefur verið vaxandi og mikilvægur þáttur í uppbyggingu endurnýjanlegra orkulinda landsins. Smávirkjanir hafa á undanförnum árum sífellt orðið hagkvæmari og tækniþróun síðustu ára hefur leitt til þess að auðveldara er að samtengja smávirkjanir og dreifiveitur. Með því hafa opnast möguleikar smærri orkuframleiðenda á sölu sem gjörbreytir hagkvæmni flestra smávirkjana. Við breytingar raforkulaga á síðasta vori var minni orkuframleiðendum auðveldað að tengjast flutningskerfinu, sem ívilnar nokkuð samkeppnisstöðu smávirkjana gagnvart eldri og stærri virkjunum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Að mínu mati er þetta mikil örvun til eflingar á uppbyggingu smávirkjana á næstu áratugum. Sú uppbygging er mikilvægur hluti af þeirri stefnu stjórnvalda að nýta endurnýjanlegar orkulindir okkar á sjálfbæran og hagkvæman hátt og styrkja þar með og efla þær byggðir landsins sem hafa einna helst átt í vök að verjast.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Góðir gestir</p> <p align="justify">Við horfum enn til breytinga á næstu misserum. Í febrúar sl. undirrituðu iðnaðarráðherra, fjármálaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri viljayfirlýsingu um að íslenska ríkið leysi til sín eignarhluta sameigenda sinna í Landsvirkjun. Óformlegar viðræður aðila höfðu farið fram um þetta efni síðustu ár en með samkomulagi þessu var staðfest að samningur um þetta efni skuli liggja fyrir eigi síðar en 30. september næstkomandi og að eignabreytingar muni eiga sér stað um næstu áramót. Eigendur hafa hafið vinnu við að verðmeta Landsvirkjun og stefnt er að því að breytingar á eignarhaldi fyrirtækisins eigi sér stað um áramót. Ríkisstjórnin ráðgerir eftir að hafa leyst til sín eignarhluta sveitarfélaganna í Landsvirkjun að sameina Landsvirkjun, RARIK og Orkubú Vestfjarða, en þó þannig að sú starfsemi verði undir einum hatti móðurfyrirtækis og með sjálfstæðum dótturfyrirtækjum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Verði af þessum áformum er ljóst að stærsti hluti RARIK, dreifingarstarfsemin, verður áfram rekin í sjálfstæðu félagi. Orkuframleiðslan og sölusvið myndu aftur á móti flytjast til orkusviðs Landsvirkjunar í samkeppnishluta hins nýja fyrirtækis, sem yrði þá í smásölusamkeppni við aðra orkuframleiðendur. Ljóst er að gera þarf verulegar lagabreytingar áður en þetta nær fram að ganga. Þá þarf að endurskoða löggjöf um Orkubúið og Landsvirkjun, gangi viðræður þær sem ég hef greint hér frá eftir.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ágætu ársfundargestir</p> <p align="justify">Það eru jákvæðar breytingar framundan í íslenskum orkumálum og það er bjart yfir að líta. Við getum fagnað því að framtíð RARIK sem dreifingarfyrirtækis landsbyggðarinnar er tryggari en nokkru sinni fyrr. Landið okkar býr yfir gnægð ónýttra orkumöguleika, bæði í vatnsorku og jarðvarma, sem við höfum á liðnum árum öðlast síaukna færni og tæknigetu til að nýta. Við eigum afar hæfa vísindamenn í náttúrufars- og orkurannsóknum og reynslumikla sérfræðinga í hönnun og rekstri virkjana, og getum miðlað af reynslu okkar til þeirra þjóða er á þurfa að halda á þessu sviði.</p> <br /> <br />

2005-05-12 00:00:0012. maí 2005Ársfundur Iðntæknistofnunar 2005.

<p align="justify">Ágætu ársfundargestir:</p> <p align="center">I.</p> <p align="justify">Aðkoma ríkisins að rannsóknum og þróunarstarfi er oft til umræðu og sýnist sitt hverjum. Þá er jafnan spurt: - Hvers vegna er ríkið að reka rannsóknarstarfsemi sem e.t.v. væri jafnvel betur fyrir komið á almennum markaði ? Í þessu samhengi er gjarnan bent á að vöxtur atvinnulífsins sé fyrst og fremst háður krafti starfandi fyrirtækja - og því - að til sé frjósamur jarðvegur fyrir sprotafyrirtæki að vaxa úr. Í samræmi við þetta eigi aðkoma ríkis fyrst og fremst að vera sú: - að tryggja framboð áhættufjár til starfandi fyrirtækja - og að tryggja að til staðar sé nægilegt framboð styrkja úr samkeppnissjóðum til rannsókna, tækniþróunar og nýsköpunar.</p> <p align="justify">Þessar áleitnu skoðanir eiga nokkurn rétt á sér. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að starfsemi sem ríkið hefur eitt sinn komið á fót haldi óbreytt velli um ókomin ár. Þetta vita starfsmenn Iðntæknistofnunar en þeir hafa haldið faglega á málum og ekki látið þessa umræðu trufla starfsemi stofnunarinnar heldur gætt þess eins að hún sé ætíð í fararbroddi í rannsóknum og þróunarstarfi fyrir íslenskt atvinnulíf.</p> <p align="justify">Iðntæknistofnun hefur einnig verið meðvituð um að opinberar rannsóknir þurfa stöðugt að vera til endurskoðunar ef þær eiga að geta fullnægt framsæknustu rannsóknarþörfum hvers tíma og skilað hámarks afrakstri til íslensks samfélags. Þetta hefur kallað á mikinn sveigjanleika og vilja til að hverfa frá verkefnaframboði þegar hinn almenni markaður hefur verið tilbúinn til að taka við verkefnum stofnunarinnar.</p> <p align="justify">Jafnframt þessu hefur Iðntæknistofnun tekið að sér ný verkefni sem aðrir hafa ekki getað sinnt, - t.d. vegna þess að:</p> <p>1. tæknistig viðfangsefnanna var umfram getu annarra; - eða vegna þess</p> <p>2. að ávinningur af rannsóknarstarfseminni var svo langt inni í framtíðinni að fjárhagslega borgaði sig ekki fyrir aðra að sinna slíkum verkefnum; - eða vegna þess</p> <p>3. að ávinningurinn var fyrst og fremst tengdur samfélaginu í heild sinni en ekki hagsmunum einstakra fyrirtækja eða fjárfesta.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Það veigamikla hlutverk sem felst í því að sinna þessum þremur atriðum skýrir að mestu ástæður þess að ríkið hefur verk að vinna á sviði rannsókna og tækniþróunar &ndash; til hliðar við og - til stuðnings hinum almenna markaði.</p> <p align="center">II.</p> <p align="justify">Það er á grundvelli þessa hlutverks sem iðnaðarráðuneytið mun áfram vinna að eflingu tæknirannsókna. Sameining Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins er veigamikill þáttur í þeirri eflingu. Rannsóknarumhverfið er breytingum háð og eftir hart nær fjörutíu ára árangursríkan rekstur þessara stofnana er ástæða til að stokka upp og skilgreina stefnuna að nýju. Nýjar fræðagreinar hafa litið dagsins ljós og sá aðskilnaður sem áður var á milli starfsemi stofnananna hefur minnkað til muna.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Mörg hinna nýju fræðasviða ganga þvert á hefðbundin stofnanaskil. Sameining skyldrar starfsemi sem finna má innan vébanda stofnana ríkisins gefur starfseminni aukinn styrk og sóknarfæri sem annars myndu ekki bjóðast. Þannig á sameiningin að leiða til þess að fagleg geta aukist og að heildarávinningur af starfseminni verði meiri. Það er staðföst skoðun okkar í iðnaðarráðuneyti að sameining Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins sé markviss leið til að efla hlutverk þeirra beggja og til að auka þjóðhagslegan ávinning starfseminnar.</p> <p align="center">III.</p> <p align="justify">Tæknirannsóknir gegna stóru hlutverki í framtíðarsýn ráðuneytisins um atvinnumál. Atvinnuhættir hafa breyst mikið á undanförnum árum. Iðnaður hefur sótt á en aðrir hefðbundnir atvinnuvegir hafa látið undan síga. Iðnaður aflar nú um fjórðungs af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins og hefur sú hlutdeild tvöfaldast frá gildistöku EES samningsins árið 1994 - farið úr 12% í 24 % árið 2004.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Helming þessarar aukningar má rekja til útflutnings hátæknigreina iðnaðarins. Hátæknigreinar eins og upplýsingatækni, framleiðsla lyfja, lækningatækja og sérhæfðs vélbúnaðar standa nú undir tæpum 4% af landsframleiðslunni, en þær voru vart merkjanlegar í hagtölum fyrir áratug síðan. Þrátt fyrir að einhverjum finnist þetta góður árangur þá er hann ekki hagstæður ef borið er saman við önnur OECD lönd - þar sem hátækniiðnaðurinn leggur mun meira til landsframleiðslunnar en hér er.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Upplýsingar um stöðu þessara tæknigreina er að finna í nýrri skýrslu sem ber heitið: <em>Hátækniiðnaður</em> <em>&ndash; þróun og staða á Íslandi</em>, en gerð hennar var samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins og iðnaðarráðuneytis. Í skýrslunni eru dregin fram veigamikil rök fyrir því að áherslur okkar í atvinnumálum þurfi, í auknum mæli, að taka mið af þeim gríðarmiklu vaxtarmöguleikum sem hátæknigreinarnar geta fært okkur. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að sennilega er raunhæfasta leiðin til að efla fjölbreytni atvinnulífsins og bæta efnahagslega afkomu í framtíðinni sú að efla hátæknigreinarnar. Á grundvelli þessa þarf endurskipulagning á starfsemi rannsóknarstofnana iðnaðarráðuneytis að taka mið af þeim sóknarfærum sem hátæknin getur skapað fyrir íslenskt samfélag.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">IV.</p> <p align="justify">Samkeppnin um fjármagn til rannsókna og nýsköpunar fer jafnt og þétt harðnandi. Breytingarnar á rammaáætlunum Evrópusambandsins eru skýr dæmi um þetta. Nú er gerð krafa um mun stærri og flóknari alþjóðleg verkefni en var í fyrri áætlunum. Þetta hefur haft í för með sér að árangurslíkur íslenskra verkefna hefur versnað. Erfiðleikar okkar stafa fyrst og fremst af smæð rannsóknaeininga hér á landi og dreifðra rannsóknaráherslna.</p> <p align="justify">Vísinda- og tækniráð hefur beitt sér fyrir breytingum á þessu. Að tilstuðlan ráðsins hafa hinir opinberu samkeppnissjóðir: Rannsóknarsjóður og Tækniþróunarsjóður lagt allt kapp á að í verkefnum sem þeir styðja sé virk samvinna á milli rannsókna háskólastofnana og opinberra rannsóknastofnana, og ekki síður að þessir tveir rannsóknarhópar sinni með afgerandi hætti þörfum atvinnulífsins fyrir rannsóknir og nýsköpun.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Þetta hefur í veigamiklum atriðum tekist og við úthlutun úr Tækniþróunarsjóði, sem er um það bil að ljúka, mun meira en helmingur af styrkjum sjóðsins renna til margs konar samstarfs fyrirtækja, háskóla og opinberra rannsóknastofnana. Þetta er ákaflega góðs viti og til marks um það að háskólarannsóknir séu orðnar mun virkari í nýsköpun atvinnulífsins en margir vilja vera láta.</p> <p align="center">IV.</p> <p align="justify">Við skiljum öll mikilvægi þess að efla samstarf &ndash; háskóla; &ndash; rannsóknastofnana; og - fyrirtækja. Það er einmitt sú hugmyndafræði sem Háskóli Íslands hefur kynnt í sambandi við Tæknigarða í Vatnsmýrinni. Þar hefur verið unnið að því að tengja saman háskólakennslu og starfsemi opinberra rannsóknastofnana, t.d. með því að flétta saman kennslu og rannsóknir í samvinnu háskólans og rannsóknastofnana. Út á þetta sama hafa hugmyndir iðnaðarráðuneytis um framtíðarfyrirkomulag tæknirannsókna gengið.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Það er einlæg von mín að raunverulegt sambýli geti skapast milli Háskóla Íslands og Tækniháskólans, í einu samfelldu háskólahverfi, í Vatnsmýrinni. Þangað gætu rannsóknarstofnanir mögulega stefnt með starfsemi sína í framtíðinni þegar grundvöllur fyrir flutningi þeirra hefur skapast.</p> <p align="justify">Þær hugmyndir sem nú eru uppi um staðsetningu Tækniháskólans eru ef til vill ekki þær heppilegustu að allra mati. Þrátt fyrir það megum við ekki missa sjónar á markmiðum okkar heldur verðum við að finna allar mögulegar leiðir til að efla samstarf rannsóknarstofnana og háskóla. Til mikils er að vinna.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">V.</p> <p align="justify">Ágætu ársfundargestir.</p> <p align="justify">Eins og margir þekkja hafa áherslur iðnaðarráðuneytis í byggðamálum verið nátengdar stefnu stjórnvalda í vísindum og tækni. Með svokölluðum vaxtarsamningum hafa nýjar brautir verið ruddar fyrir framgang nýsköpunar í atvinnulífinu og eflingu hagvaxtar. Þar er byggt á sérkennum og styrkleikum byggðarlaganna. Meðal mikilvirkra verkfæra sem beitt hefur verið er samstarfsform í svokölluðum klösum.</p> <p align="justify">Iðnaðarráðuneyti, Iðntæknistofnun með IMPRU innanborðs, Byggðastofnun og Vaxtarsamningur Eyjafjarðar &ndash; hafa starfað saman að kynningu á klösum og hefur það samstarf tekist ákaflega vel. Þökk hafi þeir sem að því verkefni stóðu fyrir frábært frumkvæði og framsýni.</p> <p align="justify">Ég vil að lokum þakka starfsmönnum Iðntæknistofnunar fyrir vel unnin störf og ánægjulegt samstarf.</p> <p align="justify">Takk fyrir.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-05-12 00:00:0012. maí 2005Útskrift Brautargengiskvenna.

<p align="justify">Útskriftarnemar, góðir gestir</p> <p align="justify">Það er ánægjulegt að vera með ykkur hér í dag. Ég hef í gegnum tíðina fylgst af athygli með því góða starfi sem fram hefur farið í nafni Brautargengis á sl. árum og verið svo lánsöm að fá að eiga góðar stundir með ykkur í nokkur skipti.</p> <p align="justify">Í dag fögnum við útskrift Brautargengiskvenna í 8. sinn. Brautargengisnámið var fyrst í stað aðeins kennt á höfuðborgarsvæðinu og hugsað sem hvatning og stuðningur við sterkar konur sem hafa kjark og þor til að hrinda viðskiptahugmyndum sínum í framkvæmd. Dálítil lægð varð í aðsókn að náminu þegar verkefninu um Auð í krafti kvenna var hleypt af stokkunum, þar sem þörfin fyrir nám af þessu tagi var að einhverju leyti uppfyllt á þeim vettvangi. Fyrir tæpum tveimur árum, haustið 2003, varð svo mikil aukning í aðsókn að Brautargengisnámskeiðum þegar 50 konur hófu nám á einu bretti hér á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða jókst eftirspurn eftir viðlíka námskeiðum á landsbyggðinni svo verkefnið var útfært með það að markmiði að ná til þeirra kvenna á landsbyggðinni sem höfðu viðskiptahugmyndir í farteskinu en vantaði brautargengi fyrir þær. Nú er svo komið að búið er að útskrifa samtals 397 Brautargengiskonur, 77 af landsbyggðinni og 320 af höfuðborgarsvæðinu.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Fyrirtæki sem stofnuð hafa verið í kjölfar Brautargengisnáms eru orðin mörg og margvísleg. Að auki hafa fjölmargar konur í fyrirtækjarekstri sótt Brautargengisnámið og væri ósanngjarnt að nefna þar eitt fyrirtæki frekar en annað. Það trú mín að Brautargengi sé mikil lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf, sem vert er að veita athygli og efla enn frekar.</p> <p align="justify">Brautargengisnámskeiðin hafa í gegnum tíðina verið styrkt af Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ, Bessastaðahreppi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Kópavogi og Akureyrarbæ. Impra hefur því getað boðið Brautargengisnám á mjög hagstæðum kjörum og mun halda áfram að veita öflugum konum Brautargengi á meðan eftirspurn er stöðug. Það lítur reyndar ekki út fyrir að nokkurt lát sé á þátttöku í Brautargengi þar sem konur virðast sækja í sig veðrið á öllum sviðum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify"><em>Þá er komið að verðlaunaafhendingu.</em></p> <p align="justify">Viðskiptahugmyndin sem í ár hlýtur viðurkenningu fyrir að vekja sérstaka athygli er ekki alveg ný af nálinni. Konan sem stendur að henni hefur til margra ára lagt mikla vinnu í hana og gefið mikið af sér til að sjá hugmyndina verða að veruleika. Hugmyndin byggir á hreinleika íslenskrar náttúru og þeim krafti sem í henni býr og hefur nú þegar hlotið verðskuldaða athygli.</p> <p align="justify">Áætlanir frumkvöðulsins gera ráð fyrir útrás á næstu misserum, þar sem byggt er á þeirri ímynd sem kostir og gæði landsins hafa upp á að bjóða. Nú þegar hefur verið komið á viðskiptatengslum sem eru í þróun þessar vikurnar en aðstandanda hugmyndarinnar verður að hrósa fyrir afar vandaðan undirbúning og ítarlega og góða vöruþróun sem gerir honum kleift að sjá fram í tímann. Enda þótt enn virðist langt í land með að koma þessari vöru á alheimsmarkað og mikil vinna sé enn óunnin, er frumkvöðull þessi kraftmikill og snjall.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Áður en lengra er haldið er rétt er að taka fram að viðskiptahugmyndirnar voru metnar af sérstakri matsnefnd sem skipuð er Helgu Sigrúnu Harðardóttur verkefnisstjóra Brautargengis, Jóni Hreinssyni rekstrarstjóra Frumkvöðlaseturs og Ólafi Ingþórssyni verkefnastjóra Evrópumiðstöðvar Impru.</p> <p align="justify">Matsnefndin ákvað að veita Kristbjörgu Elínu Kristmundsdóttur viðurkenningu fyrir athyglisverða viðskiptahugmynd um íslenska blómadropa. Er það mat nefndarinnar að Íslenskir blómadropar Kristbjargar Elínar eigi framtíð fyrir sér, þar sem mikil vakning á sér stað um þessar mundir á þeim markaði sem ætlunin er að horfa til.</p> <p><em>Ráðherra afhendir blómvönd og innrammað viðurkenningarskjal</em></p> <br /> <br />

2005-05-09 00:00:0009. maí 2005Ráðstefna Norðurlandsdeilda VFÍ / TFÍ á Akureyri.

<p align="justify">Ágætu ráðstefnugestir,</p> <p align="justify">Það fer ekki fram hjá neinum sem fjallar um virkjunar- og iðnaðarmálefni að haldgóð þekking á verkefnisstjórnun er algert grundvallaratriði. Á þeim vettvangi eru það verkfræðingar og tæknifræðingar sem fyrst og fremst fara með verkefnisstjórnun. Í gegnum verkefni iðnaðarráðuneytisins hafa starfsmenn ráðuneytisins haft tækifæri til að kynnast verkefnisstjórnendum frá allmörgum þjóðum, auk þess sem sumir þeirra hafa verið beinir þátttakendur í verkefnisstjórnun um árabil, t.d. í tengslum við virkjunarframkvæmdir.</p> <p align="justify">Haft hefur verið á orði að á sviði verkefnastjórnunar sé frammistaða Íslendinga ákaflega góð og bakgrunnur og þekkingarsvið þeirra almennt breiðara en meðal margra erlendra starfsbræðra þeirra. Þetta gefi þeim oft á tíðum forskot hvað varðar getu til að skoða og meta úrlausnarefnin á heildstæðari hátt og út frá fleiri sjónarhornum. Þrátt fyrir þessa skoðun virðist sem erlendir verkkaupar, sem starfa hér á landi, sjái þetta ekki alltaf á sama hátt. Það er út af fyrir sig skiljanlegt - enda er ætíð tilhneiging til þess að viðhalda tengslum við trausta viðskiptamenn sem hafa áralanga samvinnu að baki. Það getur gert aðkomu íslenskra ráðgjafa erfiða, - einkum þegar reynsla þeirra af stórum og sambærilegum verkefnum er takmörkuð.</p> <p align="justify">Stundum hafa íslenskir verkkaupar, eins og t.d. Landsvirkjun, brugðið á það ráð að brjóta stór verk niður í nokkra verkþætti í þeim tilgangi að auðvelda aðkomu íslenskra fyrirtækja. Sé litið til virkjunarframkvæmda sérstaklega - þá var svo við byggingu Búrfellsvirkjunar á 7. áratug síðustu aldar, að öll hönnun, stjórnun, og eftirlit var á ábyrgð útlendinga enda var þar um að ræða fyrstu stórvirkjun Íslendinga og reynsla okkar af slíkum framkvæmdum á þeim tíma mjög takmörkuð. Þegar þriðja stórvirkjunin var byggð, sem var Hrauneyjafossvirkjun, var aftur á móti svo komið að hönnunin var að mestu á ábyrgð Íslendinga en stjórnun og eftirlit á byggingartíma alfarið í íslenskum höndum.</p> <p align="justify">Enn lengra var gengið til móts við íslenska hagsmuni við byggingu Blönduvirkjunar. Blönduvirkjun var fjórða stórvirkjunin, en þá var skrefið stigið til fulls með því að öll hönnun, stjórnun og byggingareftirlit var í höndum Íslendinga. Þar var einnig sú stefna tekin að brjóta verkið niður í tiltölulega smáa verksamninga sem gerði íslenskum verktökum kleift að vinna öll verk sem þeir höfðu hæfni til að sinna. Haft hefur verið eftir staðarverkfræðingnum þar - að þegar mest var umleikis - hafi á annan tug verksamninga verið í gangi samtímis.</p> <p align="justify">Talið er að þetta fyrirkomulag sem viðhaft var við byggingu Blönduvirkjunar hafi gefist vel og að í tengslum við verkefni þar hafi íslenskum tæknimönnum og verktökum gefist einstakt tækifæri til að skapa sér reynslu sem sjálfstæðir aðilar við stórframkvæmdir. Slík reynsla er einmitt það sem fyrst og fremst er litið til þegar nýir hönnuðir eða ráðgjafar eru valdir af erlendum aðilum. Einkum er þetta svo þegar í boði eru sjálfstæð ábyrgðarmikil verkefni. Þetta á við bæði þegar stórir verkkaupar koma til Íslands og leita eftir samstarfi við íslenskar verkfræðistofur og ekki síður þegar íslenskir tæknimenn vilja hasla sér völl á erlendri grund.</p> <p align="justify">Þá er og vert að minnast á ágætt framlag Verkefnisstjórnunarfélags Íslands til kynningar og fræðslu um þýðingu verkefnisstjórnunar, - sérgreinar, sem í auknum mæli krefst sérþekkingar og reynslu til að ná góðum árangri. Verkefnisstjórnunarfélagið var stofnað 1984 í því augnamiði að leiða þróun og eflingu verkefnisstjórnunar á Íslandi. Félagið telur nú um 300 meðlimi, einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Með aðild að Alþjóðlega verkefnisstjórnunarsambandinu, IPMA, hefur félagið aðgang að víðtækum upplýsingum og nýjum straumum í greininni. Á síðari árum hefur félagið boðið félagsmönnum alþjóðlega vottun á fjórum stigum verkefnisstjórnunar. Slík vottun undirstrikar ákveðna þekkingu og reynslu, sem orðin er eftirsótt á vinnumarkaði sérfræðinga.</p> <p align="justify">Í ljósi þeirra miklu umsvifa sem eru á sviði virkjunar- og stóriðjuframkvæmda er nú einstakt tækifæri fyrir íslenska tæknimenn að nýta meðbyrinn og skapa sér stöðu á hinum alþjóðlega ráðgjafamarkaði. Sú leið, sem farin hefur verið, að nokkrar verkfræðistofur stofni til formlegs samstarfs til að sinna stærstu verkefnunum, er áreiðanlega rétt. Það styrkir þær í samkeppninni við erlend hönnunar- og ráðgjafafyrirtæki og gefur þeim tækifæri til þess að byggja upp þekkingu, færni og orðspor sem er forsenda þess að þær geti leitað á erlenda markaði.</p> <p align="justify">Ágætu ráðstefnugestir - með þessum ávarpsorðum lýsi ég, fyrir hönd iðnaðar og viðskiptaráðherra, ráðstefnu þessa um verkefnisstjórnun við stórframkvæmdir setta.</p> <p></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-04-25 00:00:0025. apríl 2005Ráðstefna Alþjóðlega jarðhitasambandsins í Antalya Tyrklandi.

<p align="justify">Mr. Chairman, ministers, distinguished guests.</p> <p align="justify">I am honoured and grateful for this opportunity to address this World Geothermal Congress at the opening session and to serve as a member of the Honorary Commitee of the Congress.</p> <p align="justify">In Iceland, we have lived with the geothermal activity of our country through the centuries and the utilization of geothermal heat has been a part of our national culture for the last decades. For this reason, Iceland has been very active in international cooperation in the geothermal field during these years. Icelanders were among the founders of the International Geothermal Assosiation in 1989 and there have always been Icelandic members on the Board of Directors of IGA. Moreover, Icelandic geothermal experts have been very active participants in the three World Geothermal Congresses.</p> <p align="justify">Late last year, the Secretariat of the Geothermal Assoisation was moved from Italy to the capital of Iceland, Reykjavík, and the operating and the managment cost of the office will be financed jointly by the principal energy companies in Iceland and the Icelandic government. We surely hope that the location of the IGA Secretariat in Iceland will in the near future strengthen and sharpen the focus on the importance of geothermal utilization worldwide. We believe the IGA has an important role to play in the international energy community.</p> <p align="justify">The utilisation of geothermal energy is one of the most important aspects of daily life and public welfare in Iceland. We are very proud of our achievements in recent decades in utilising our geothermal resources, first for residential heating and, more recently, for the generation of electricity. Geothermal resources are located all across the country but it was not until early in the last century that technology made it possible to replace fossil fuels by utilising geothermal energy for house heating. This trend started on a small scale some 70 years ago and by 1970 around 50% of all house heating in Iceland was geothermal while 45% of housing was heated by oil. During the oil crisis between 1973 and 1979 the government stepped up the systematic development of heating utilities in the rural areas of the country where geothermal energy use was possible. Today, approximately 88% of Icelandic housing is geothermally heated and 11% is electrically heated. This means that practically all house heating comes from renewable energy sources. The use of geothermal resources for the production of electricity has increased over the past decade from 5% of the total electricity consumption to 18%, and it is likely that this use will increase still more in coming years.</p> <p align="justify">The multiple use of geothermal energy is, therefore, an important part of the energy use as well as the quality of life in Iceland. Geothermal use accounts for 54% of the primary energy use of the country and hydropower accounts for around 18%, which means that approximately 72% of the country&rsquo;s total primary energy comes from renewable energy sources, a unique situation in the world. The use of these energy sources is of considerable economic significance for Iceland and one of the main pillars of the nation&rsquo;s welfare and prosperity in recent decades.</p> <p align="justify">It is with pleasure that I draw your attention to the Iceland Deep Drilling Project which aims at drilling to some 5 km in a high temperature field to find 450-600 °C supercritical fluids during the next two years. This project will be described further at the congress. According to modelling, the power output from such wells could be 5-10 times higher than from conventional high-temperature wells. If this is technically and economically feasible, then the harnessable energy potential of high-temperature fields in volcanic regions in many parts of the world will be multiplied. This international research project is financially supported by the major energy companies in Iceland, the Government of Iceland, a number of international scientific funds, as well as a large number of universities and research institutions.</p> <p align="justify">Discussion on global energy issues has increased dramatically in recent years. At the World Summit on Sustainable Development in Johannesburg in 2002, much of the discussion was focused on energy matters, on ways in which the role of renewable energy sources could be increased in world energy production in order to reduce emissions of green-house gases and eliminate poverty in developing countries.</p> <p align="justify">The United Nations Framework Convention on Climate Change provides for the obligation of the world&rsquo;s nations to reduce greenhouse gas emissions, and there is no doubt that the increased use of geothermal energy could play a key role in many countries in this respect. Conferences such as this one are therefore an extremely important means of enabling the foremost geothermal energy experts of the world to find the best ways of utilising this important energy source, and I am absolutely certain that this will help us on the path to this noble objective that we have set ourselves.</p> <p align="justify">In this context it is important to realise that the world primary energy demand is expected to grow by almost 60% between 2000 and 2030 according to a recent Scenario of the International Energy Agency, and fossil fuel is expected to account for around 85 % of this increase. The global energy-related CO2 emission is expected to increase by 62% during this period, but unfortunately the share of renewable resources in the total energy consumption is expected to remain almost unchanged.</p> <p align="justify">These figures tell us that we have to use all the options available in utilising renewable energy sources to combat climate change, especially where we have available clean technologies that can be used much more widely than today. Geothermal energy is very competitive in many parts of the world, and although it is not found in every country, it is estimated that hundreds of millions of people could benefit from both electricity and heat from new geothermal resources. This is particularly true for many developing countries and it is extremely important to increase the share of geothermal use in these countries in near future.</p> <p align="justify">For the last tventy six years, Iceland has run the United Nations University Geothermal Training Programme to train geothermal professionals from the developing countries to engage in geothermal research and development in their home countries. We consider this training programme to be a great success and are proud of the results of this programme and even more proud of the success that the students have achieved in their geothermal fields. I am sure that their studies at the UNU Training Programme in Iceland have contributed to the increased geothermal energy experience and use in their home countries.</p> <p align="justify">I am especially pleased to announce that the Government of Iceland has recently decided to more than double our current allocations to International Development Aid. The goal is to reach this level in 2009. In our development efforts, we have focused particularly on promoting the sustainable use of natural resources, and in light of this fact geothermal energy is bound to receive considerable attention in the future. This increased support will be channeled to countries possessing unused geothermal resources with the objective of assisting them to develop their renewable energy resources.</p> <p align="justify">In this respect I am pleased to inform you that the Government of Iceland has secured core funding for the UNU Geothermal Training Programme to expand its capacity-building activities by means of short courses in geothermal development in selected countries in Africa, and later in Asia and Central America. The announcement was made at the International Conference for Renewable Energies in Bonn in June 2004, where government delegates from 154 countries adopted a political declaration on ways of promoting renewable energy sources. About 200 proposed voluntary actions and commitments were incorporated into the International Action Programme of the conference.</p> <p align="justify">The core activity of the UNU Geothermal Training Programme, with its six-month specialized courses in Iceland, will continue, but short courses will be added, first in Africa and later in Asia and Central America. The short courses will be organised in cooperation with the energy agencies/utilities and earth science institutions responsible for the exploration, development and operation of geothermal energy power stations and utilities in the respective countries. The first course in Africa is planned in Kenya in 2005 with participants attending also from the neighbouring countries. The time plans for the first courses in Asia and Central America have tentatively been set for 2006-2008.</p> <p align="justify">Mr. Chairman, ministers, distinguished guests.</p> <p align="justify">The technical programme of this congress is very impressive. I am certain that the information shared here during the week, and the ties of cooperation and friendship which will be established and strengthened will be of great value in promoting the increased use of geothermal energy worldwide.</p> <p align="justify">I wish you a very successful congress.</p> <p></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-04-22 00:00:0022. apríl 2005Norðurlandakeppni í pípulögnum

<p>Islands præsident, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, ærede gæster,</p> <p>Det er ingen overdrivelse at sige, at store kræfter er karakteristisk for islandsk erhvervsliv for tiden. Islandske virksomheder søger i stigende grad frem udenlands og investeringer herhjemme skaber en mængde nye jobs, ikke mindst inden for teknik og håndværk. Den lave arbejdsløshed som vi dog har oplevet, er faldet støt og roligt i de seneste måneder, hvadenten man betragter hovedstadsområdet eller provinsen. Udlændinge, der har stiftet bekendtskab med det islandske folk og nationen, taler med beundring om det samfund som vi udgør, og om den lyse fremtid forude. Her har der været kontinuerlig økonomisk vækst i en lang periode, stigende købekraft og et stærkt velfærdssystem udgør en solid støtte for indbyggerne.</p> <p>Blandt de håndværk, der nu nyder godt af de gode tider, er gas- og vandbranchen. På grund af kraftig aktivitet hos virksomheder og privatpersoner er der stor efterspørgsel efter gas- og vandmestre og derfor er det vigtigt at man i sådanne gode tider såvel som tidligere tænker på øget kvalitet i uddannelsen og videreudvikling i faget. Fordi der nu generelt sker hurtigere fremskridt i erhvervslivet end tidligere og kundskabernes levetid til stadighed bliver kortere, er der ligeledes et stort pres på håndværkeruddannelsen og krav om stadig fornyelse. Derfor er det glædeligt, at håndværket på eget initiativ har pålagt en fællesnordisk arbejdsgruppe at varetage disse sager.</p> <p></p> <p>Det kan næppe betvivles, at den vigtigste forudsætning for at kunne forbedre islandsk erhvervslivs konkurrencestilling er øget uddannelse. Der spiller håndværkeruddannelsen og anden erhvervsuddannelse en stor rolle. Det har haft betydning for håndværkeruddannelsen såvel som de fleste andre ting nu til dags, at den har været fleksibel og at man har fulgt godt med i fremskridt, både i teknologi og udvikling af forretningen. Det er faktisk beundringsværdigt at overvære, hvor store omvæltninger der er sket i håndværkeruddannelsen, erhvervsudviklingen og de økonomiske fremskridt her i Island i løbet af forholdsvis kort tid.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Skolesystemet har ligeledes bestræbt sig på at reagere og man kan som eksempel nævne håndværkeres øgede adgang til afvekslende videreuddannelse. Man kan sige, at der mellem skolen og erhvervslivet ligger en rød tråd af gensidige og lovende interesser, hvor den ene part ikke kan undvære den anden. Forholdet mellem disse parter har efter min mening været eksemplarisk. Håndværkerforeninger og industriens organisationer har stået solidt bag ved håndværkeruddannelsen og bidraget til dens stærke offensiv.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hvis man især betragter uddannelsen af gas- og vandmestre kan det nævnes at i efteråret 2003 blev der en ny læseplan i brug. Med ændringer i læseplanen gøres uddannelsen mere målrettet og den føres nærmere skolen. Der er stadig mange lærlinge, der uddanens efter den gamle læseplan men forhåbentlig vil den nye læseplan være kommet i fuld brug inden der er gået ret mange år. Målet med den er at stå vagt om håndværket, både inden for skolen og i erhvervslivet, med bedre uddannelse og godt håndværk som retningslinier.</p> <p>I de næste tre dage arrangeres der i svende og mesterregi over hele Norden en konkurrence i gas- og vandmesterarbejde. Konkurrencen afholdes nu for fjerde gang, men det er første gang den finder sted i Island. Formålet med konkurrencen er ikke mindst at henlede offentlighedens opmærksomhed på faget og øge unges interesse for at lære gas- og vandmesterfaget.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Det tør nok siges, at der bliver tale om en spændende konkurrence. Der vil repræsentanter for de nordiske lande deltage i krævende konkurrencer under tilskueres vågne øjne. I selve konkurrencen skal de 5 deltagere løse vanskelige og krævende installationsopgave på så kort tid som muligt. Det forventes dog, at konkurrencen sammenlagt kommer til at vare 22 timer, så det er klart, at deltagerne skal være vel forberedte og i god fysisk træning. Alle opnår dernæst ret til deltagelse verdensmesterskabsturneringen i gas- og vandarbejde, der afholdes i Finland i sommer.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Parallelt med konkurrencen vil virksomheder og serviceleverandører med tilknytning til gas- og vandbranchen afholde en stor udstilling her i Perlan, hvor der vises nyheder i branchen, indretninger af badeværelser og sanitetsartikler. Der er ikke tvivl om, at offentligheden der vil få mulighed for at stifte bekendtskab med udviklingen inden for branchen og udstyr og værktøj, der har tilknytning til den. Jeg vil især vække opmærksomhed på at gas- og vandmestre har i de forløbne år gjort meget ud af forskellige miljøvenlige nyheder, bl.a. inden for miljøvenlig energiproduktion og energibesparelse. Man kan sige, at miljø, rationalisering og rentabilitet har været retningslinierne.</p> <p>Jeg vil så også til slut nævne at i forbindelse med den nordiske turnering afholdes der her i Island en konference hvor man især behandler uddannelsen af gas- og vandmestre.</p> <p>Ærede gæster,</p> <p>Jeg ønsker arrangørerne af udstillingen, konferencen og konkurrencen, såvel som deltagere konkurrencen, held og lykke og håber at tilskuerne får noget god underholdning.</p> <br /> <br />

2005-04-19 00:00:0019. apríl 2005Samkeppnishæfni í breyttri heimsmynd.

<p>Góðir gestir,</p> <p>Það er sannarlega ánægjulegt að vera með ykkur hér í dag og fá að ávarpa þessa glæsilegu samkomu sem haldin er á vegum Félags kvenna í atvinnurekstri og Félagsins Auðar.</p> <p>Umfjöllunarefni þessarar ráðstefnu er samkeppnishæfni í breyttri heimsmynd. Kemur þá margt upp í hugann, m.a. breytt heimsmynd vegna alþjóðavæðingarinnar, vegna falls kommúnismans og lýðræðisvakningar í Austur-Evrópu og ekki síst vegna þess að konur sækja víða fram á við, í atvinnulífi jafnt sem stjórnmálum. Allir hafa þessir þættir áhrif á samkeppnishæfni fyrirtækja og þjóða.</p> <p>Ég hef lengi verið áhugasöm um að konur komi í auknum mæli að þátttöku í atvinnulífi og stjórnmálum. Sjálf hef ég um töluvert skeið verið þátttakandi í íslenskum stjórnmálum og þekki því vel hver þróunin hefur verið á þeim vettvangi á liðnum árum. Við þokumst hægt og bítandi áfram þótt alltaf megi gera betur. Atvinnulífið er hins vegar önnur saga en þar hefur þróunin ekki verið alveg eins góð hvað þetta varðar.</p> <p>Síðan ég varð iðnaðar- og viðskiptaráðherra í upphafi árs 2000 hef ég reynt með jákvæðum hætti að hafa þau áhrif að konur taki aukinn þátt í stjórnum atvinnufyrirtækja. Ég hef ekki viljað fara leið lagasetninga líkt og sumar nágrannaþjóða okkar, þar sem ég tel að ekki halli á konur í lagasetningunni sjálfri hér á landi. Fremur er það hugarfarið sem þarf að breytast. Hægt er að stuðla að því með ýmsum hætti. Ég sendi til að mynda forsvarsmönnum 80-90 stærstu fyrirtækja landsins bréf í febrúarbyrjun þar sem ég hvatti þá til að beita sér fyrir því að fjölga konum í stjórn. Ég hef fengið töluverð viðbrögð við þessu bréfi og býsna margar góðar fréttir þótt árangurinn hafi sums staðar vissulega mátt vera betri.</p> <p></p> <p>&nbsp;</p> <p>Ég hef einnig reynt að stuðla að jákvæðu hugarfari og hvatningu til kvenna með því að styðja við ýmis konar verkefni sem stuðlað hafa að aukinni þátttöku kvenna í stjórnun og rekstri fyrirtækja, og má þar nefna verkefni eins og &bdquo;Brautargengi" og &bdquo;Auður í krafti kvenna" sem og hið öfluga &bdquo;Félag kvenna í atvinnurekstri". Félagið Auður sem stendur að ráðstefnunni hér í dag, í samstarfi við Félag kvenna í atvinnurekstri, er einmitt stofnað af mörgum þeirra kvenna sem sóttu frumkvöðlanámskeið Auðs í krafti kvenna.</p> <p>&nbsp;</p> <p align="justify">Ég vil einnig geta þess að fyrir atbeina Norðmanna fékkst styrkur Evrópusambandsins til að vinna verkefni um konur í atvinnurekstri og landbúnaði sem m.a. bæri kennsl á hvaða hindranir verða helst á vegi kvenna sem reka eigin fyrirtæki og finna leiðir til þess að aðstoða og styðja konur í atvinnurekstri. Norðmenn stýrðu verkefninu, en önnur þátttökulönd voru Ísland, Svíþjóð, Lettland og Grikkland. Niðurstöðurnar hafa nú verið birtar í samanburðarskýrslunni "Women towards ownership in business and agriculture". Í ljósi þeirra ábendinga sem þar koma fram og í samræmi við jafnréttisáætlun ríkisstjórnarinnar, hef ég falið Byggðastofnun að vinna úttekt á því hvaða árangur hefur náðst undanfarin ár af verkefnum sem hafa haft það að markmiði að örva frumkvæði kvenna í atvinnurekstri, athuga stöðu kvenna gagnvart stuðningskerfi atvinnulífsins, og gera athugun á árangri nokkurra verkefna sem nú þegar eru í gangi til að hvetja konur til að hrinda viðskiptahugmyndum sínum í framkvæmd og styðja konur í rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Markmiðið er að afla upplýsinga sem geti orðið grundvöllur að frekari aðferðum til að efla þátt kvenna í atvinnurekstri.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ágætu ráðstefnugestir,</p> <p>Eins og ég sagði fyrr í máli mínu hefur heimsmyndin breyst hratt á síðustu árum og áratugum. Eðli málsins samkvæmt hafa fyrirtæki þurft að laga sig að þeim breytingum. Mörgum hefur gengið vel í þeirri aðlögun en öðrum síður. Óhætt er að fullyrða að Íslendingum hefur mörgum öðrum fremur tekist að nýta sér þau tækifæri sem viðskiptaumhverfið býður nú upp á. Kemur þar margt til.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Síðast liðinn áratug höfum við Íslendingar búið við stöðugt stjórnarfar og notið mikillar efnahagslegrar velsældar. Stjórnvöld hafa á þessum 10 árum komið í framkvæmd miklum skipulagsbreytingum á íslensku efnahagslífi. Markmið þeirra var að skapa umhverfi fyrir öflugt markaðshagkerfi og kröftugt atvinnulíf sem myndi skapa grundvöll fyrir traust velferðarkerfi. Meðal þess sem stjórnvöld hafa markvisst unnið að er sá þáttur að draga ríkið úr samkeppnisrekstri, m.a. til að fjölga tækifærum almennings og fyrirtækja til að láta að sér kveða og nýta þekkingu sína. Stjórnvöld hafa með öðrum orðum treyst einkaframtakinu til að sinna samkeppnisrekstri og hefur það að meginhluta til gengið afar vel. Áhrif þessara breytinga eru augljós og má þar nefna mörg dæmi en nærtækt er að benda á bætta samkeppnisstöðu þjóðarinnar í ljósi umræðuefnis dagsins. Þar höfum við tekið markviss skref fram á við og er nú svo komið að Íslendingar eru fremstir Evrópuþjóða hvað samkeppnishæfni varðar og í 5. sæti sé litið til þjóða heims. Eru það undraverðar framfarir á aðeins fáeinum árum.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Eins og flestum er kunnugt þá er framundan sala Símans. Hafa í tengslum við hana komið fram gagnrýnisraddir á tilhögun sölunnar og er það ekki nýtt af nálinni. Kom sú gagnrýni einnig fram þegar ákveðið var að ráðast í sölu á ríkisbönkunum tveimur og enn heyrast raddir sem segja að þeir hafi verið afhentir einhverjum gæðingum eða vinum stjórnvalda. Sannleikurinn er hins vegar sá að fullkomlega eðlilega hefur verið staðið að sölu ríkisfyrirtækja hér á landi undanfarin ár og er það m.a. staðfest í úttekt sem Ríkisendurskoðun gerði og nær yfir sölu ríkisfyrirtækja á tímabilinu frá 1998-2003. Til að staðfesta þetta enn frekar hefur forsætisráðherra upplýst að hann hafi átt fund með ríkisendurskoðanda og óskað eftir því að Ríkisendurskoðun fylgist með öllu söluferli Símans. Ætti mönnum því að vera ljóst að stjórnvöld hafa staðið faglega að málum í einkavæðingarferli síðustu ára og að í engu verður slakað á í þeim efnum nú.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Einkavæðing þessara ríkisfyrirtækja hefur haft jákvæð áhrif á íslenskan fjármálamarkað. Má þar nefna ýmis dæmi:</p> <p>§ Hann er nú samkeppnishæfari, sterkari til útrásar og skilvirkari en fyrir fáeinum árum.</p> <p>§ Hlutabréfamarkaður hefur eflst og dregið hefur úr pólitískum áhrifum í fyrirtækjarekstri.</p> <p>§ Ríkissjóður hefur greitt niður skuldir sínar og fjármagnað ýmis brýn verkefni með söluandvirði ríkisfyrirtækja.</p> <p>§ Hagkerfið hefur styrkst og skattar á fyrirtæki og einstaklinga hafa lækkað.</p> <p>§ Helstu matsfyrirtæki heims gefa okkur einhverjar bestu einkunnir sem hægt er að fá sem skilar sér í hagstæðum lánskjörum fyrir ríkissjóð og góðum einkunnum til handa viðskiptabönkunum. Það skilar sér aftur í lægri vöxtum til neytenda.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Þá vil ég fullyrða að ef ekki hefði komið til einkavæðingar á ríkisbönkunum væri ekki allur sá fjöldi íslenskra fyrirtækja sem raun ber vitni að fjárfesta á erlendum mörkuðum. Bankarnir hafa gegnt mikilvægu hlutverki í fjármögnun fyrirtækjanna. En þar kemur fleira til. Íslenskir athafnamenn búa yfir áræði, krafti, frumkvæði og útsjónarsemi sem kemur sér vel þegar horft er út fyrir hinn smáa íslenska markað og yfir til annarra landa sem bjóða upp á fjölda spennandi tækifæra í breyttri heimsmynd.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Við Íslendingar höfum náð glæsilegum árangri á mörgum sviðum hin síðustu ár. Ég hef þá trú að við getum gert enn betur. Kraftur kvenna hefur ekki enn verið að fullu leystur úr læðingi. Konur búa yfir ýmiss konar reynslu og þekkingu sem karlmenn hafa ekki. Sú auðlind og þau verðmæti sem búa í ólíkum efnistökum og sjónarhorni kvenna er eitthvað sem þjóðin hefur ekki efni á að fara á mis við. Við þurfum á kröftum kvenna jafnt sem karla að halda.</p> <p>Á heildina litið má segja að Ísland og Íslendingar séu stöðugt að auka þátttöku sína í alþjóðavæðingu heimsins, á grunni bættra starfsskilyrða og aukinnar samkeppnishæfni. Þetta hefur skilað sér í meiri verðmætasköpun, atvinnu og bættum lífskjörum. Svo mun verða enn um sinn ef við höldum vel á spöðunum og nýtum kraft og þekkingu þjóðarinnar allrar.</p> <p>Ég þakka gott hljóð.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-04-12 00:00:0012. apríl 2005Er framtíð í fortíðinni? - Gömul hús í skipulagi samtímans

<p align="justify">Kæru gestir,</p> <p align="justify">Það er mér sönn ánægja að fá að ávarpa þetta málþing sem ber yfirskriftina &bdquo;Er framtíð í fortíðinni?"</p> <p align="justify">Þegar stórt er spurt þarf oft að huga að mörgu í leit að svörum, ekki síst þegar fjallað er um jafn viðkvæmt málefni og gömul hús í skipulagi samtímans. Það er svo að um nokkurt skeið hefur staðið styr um friðun húsa hér á landi og þar blandast inn í ólík sjónarmið sem oft taka mið af varðveislu menningarverðmæta annars vegar og hagnýtingu húsa eða breytingu skipulags hins vegar.</p> <p align="justify">Ég vil áður en lengra er haldið, fá að óska Seyðfirðingum til hamingju með þetta málþing, en þó alveg sérstaklega óska ykkur til hamingju með öll fallegu húsin hér í bænum, sem eru að mínu mati hrein gersemi.</p> <p align="justify">Húsafriðunarnefnd hefur hlutverki að gegna í sambandi við friðun húsa. Samkvæmt húsafriðunarlögum eru öll hús, sem reist eru fyrir 1850, friðuð, sem og allar kirkjur, reistar fyrir 1918. Eigendum húsa, sem reist eru fyrir 1918 ,er skylt að leita álits hjá húsafriðunarnefnd, með góðum fyrirvara ef þeir hyggjast breyta húsi sínu, flytja það eða rífa. Auk þess má friða mannvirki, hús eða húshluta sem hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi. Húsafriðunarnefnd getur ákveðið skyndifriðun húsa ef talin er hætta á að hús, sem hafa fyrrgreind gildi, verði rifin eða gildi þeirra rýrt á einhvern hátt. Tilgangur friðunarinnar er að tryggja sem besta varðveislu hinna friðuðu mannvirkja.</p> <p align="justify">Þá er jafnframt starfræktur sérstakur sjóður, húsafriðunarsjóður, sem á að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðaðra húsa. Það er því ekki hægt að segja annað en að hið opinbera hafi ágæta stoð í lögum til að tryggja varðveislu húsa og mannvirkja sem hafa ákveðin gildi fyrir okkur sem þjóð.</p> <p align="justify">Viðkvæmasta atriðið, sem tengist friðun og varðveislu húsa, er hins vegar mat á því hvað telst hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi. Ekki er hægt að segja annað en það sé huglægt mat sem fram fer í því ferli og fulltrúar í húsafriðunarnefnd ef til vill ekki öfundsverðir af því að bera slíka ábyrgð.</p> <p align="justify">Hér er saman komið í dag margt fólk, sem án efa veltir því oft fyrir sér á hvern hátt hægt er að efla og styrkja byggð í heimabæ. Ég ber virðingu fyrir öllum hugmyndum sem koma upp í því sambandi.</p> <p align="justify">Ég hef til að mynda mikla trú á því að sú stefna Seyðfirðinga að varðveita gömul hús hér í kaupstaðnum hafi haft og muni hafa góð áhrif á afkomu staðarins. Um leið og menningarverðmæti hafa verið varðveitt er ég þess fullviss að jákvæð ímynd kaupstaðarins hefur styrkst og hann er aðdráttarafl í augum ferðamanna. Ekki er hægt að segja annað en að Seyðisfjörður, sem oft hefur verið kallaður &bdquo;norski bærinn" sökum þess hve mörg hús hér eru byggð í &bdquo;norskum stíl" á tímabili þar sem norskir athafnamenn höfðu hér mikla starfsemi, taki vel á móti þeim sem heimsækja bæinn. Það er afar þýðingarmikið, ekki síst vegna þess að Seyðisfjörður er fyrsti viðkomustaður margra erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands.</p> <p align="justify">Sambúð þeirra menningarverðmæta, sem Seyðfirðingar hafa varðveitt svo vel, fer vel saman við þau verðmæti og þær tekjur sem fá má með menningartengdri ferðaþjónustu af ýmsu tagi. Sú þjónusta skapar störf og í fögru umhverfi þrífst fagurt mannlíf og blómleg menning. Varðveisla minja og menningarverðmæta og skynsamleg nýting þeirra fer því vel saman við markmið mín sem ráðherra byggðamála að treysta búsetu á landsbyggðinni. Víða um land eru slík verðmæti sem kunna, ef rétt er að málum staðið, að verða mikil auðlind. Í þessu samhengi vil ég geta þess að ég hef heyrt af sveitarfélögum sem hafa tekið þá ákvörðun að gefa eða selja gömul hús á mjög vægu verði og jafnvel hafa þau borgað styrk með slíkum húsum til að hvetja nýja eigendur til að gera þau upp með veglegum hætti. Slík hvatning hlýtur að vera ómetanleg og verða til þess að eldri hús verði staðarprýði á ný.</p> <p align="justify">Í þessu sambandi er gaman að geta þess að Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna - UNESCO - hefur stutt verndun húsa og jafnvel götumynda auk ýmissa merkra mannvirkja. Skakki turninn í Pisa og Eiffelturninn draga að sér fjölda ferðamanna á hverju ári og menn ganga jafnvel svo langt að endurreisa gamlar byggingar sem hafa eyðilagst, t.d. gömlu húsin í miðborg Varsjár. Þannig mætti lengi telja. Í þessum tilfellum er talin nútíð og framtíð í fortíð.</p> <p align="justify">Á sama tíma er ég ekki að segja að við eigum að vera svo rígbundin í varðveislusjónarmið að skipulagssjónarmið séu alveg sett til hliðar. Skynsamlegt samspil varðveislu og endurnýjunar hlýtur að vera það sem flestir, sem að þessum málum koma, hafa að markmiði. Málþing sem þetta er því mikilvægur liður í að koma ólíkum sjónarmiðum að og auka skilning þeirra á milli og ber að fagna þessu framtaki Seyðisfjarðarkaupstaðar og Tækniminjasafnsins.</p> <p>Ágætu gestir &ndash;með þessu orðum lýsi ég málþing þetta sett.</p> <p></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-04-08 00:00:0008. apríl 2005Samráðsfundur Landsvirkjunar 2005.

<p>Valgerður Sverrisdóttir</p> <p>Iðnaðar- og viðskiptaráðherra</p> <p align="center">Ávarp</p> <p align="center">á samráðsfundi Landsvirkjunar</p> <p align="center">8. apríl 2005</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">16</p> <p align="justify">Ágætu fundargestir.</p> <p align="justify">Þegar íslensk stjórnvöld ákváðu að ráðast í byggingu stórvirkjana, og sölu raforku til stóriðju, varð það að ráði helstu sérfræðinga, að hagkvæmast væri að stofna sjálfstætt fyrirtæki, til að annast uppbyggingu og rekstur stórvirkjana ásamt helstu flutningslínum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Með lögum um Landsvirkjun árið 1965, verður því sú meginbreyting á skipan raforkumála, að komið er á fót fyrirtæki, sem að jöfnu var í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar og sem hafði það hlutverk að afla raforku til stóriðju og almenningsveitna á orkuveitusvæði sínu.</p> <p align="justify">Stofnun Landsvirkjunar fyrir 40 árum var merkilegur áfangi í orku- og iðnsögu Íslands. Fyrirtækið var beinlínis stofnað til þess að afla orku fyrir álver Alusuisse í Straumsvík, en um leið að selja dreifiveitum raforku á þeim hagkvæmu kjörum, sem hinn nýja Búrfellsvirkjun bauð upp á.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Aðstæður til að reisa stórar vatnsaflsvirkjanir á 7. og 8. áratug síðustu aldar voru sérlega hagkvæmar fyrir blandaða almenna orkunotkun annars vegar og sölu raforku til stóriðju hins vegar.</p> <p align="justify">Hlutfall stóriðju í raforkunotkun hefur eðlilega breyst með aukinni uppbyggingu hennar, og minni aukningu í almennri raforkunotkun en enginn vafi er á því að uppbygging raforkukerfis okkar með þessum hætti hefur reynst þjóðinni hagkvæm.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Landsvirkjun gegndi lykilhlutverki í þessari uppbyggingu allt frá upphafi, og er erfitt að sjá í ljósi reynslunnar, að betur hefði mátt standa að því að renna styrkari stoðum undir þessa uppbyggingu á raforkukerfi landsins og hinni kröftugu stóriðju sem hefur fest hér rætur.</p> <p align="justify">Með sérstöku samkomulagi við ríkisstjórn, yfirtók fyrirtækið rekstur byggðalínu árið 1982 og með lögum um Landsvirkjun árið 1983 sameinuðust Landsvirkjun og Laxárvirkjun, og fyrirtækið varð landsfyrirtæki eins og upphaflega var að stefnt með stofnun þess.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Þar með var mörkuð ný stefna í orkumálum landsins og í stórum dráttum höfum við búið við óbreytt lagaumhverfi raforkumála fram undir síðustu ár.</p> <p align="justify">Er óhætt að fullyrða að það hefur reynst vel í öllum megin atriðum.</p> <p align="center">*</p> <p align="justify">Þó svo að við höfum búið við stöðugleika í raforkulöggjöf okkar á síðustu áratugum, hafa orðið miklar breytingar í orkuumhverfi lands og þjóðar á þessum tíma.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Raforkuframleiðsla hér á landi hefur aukist um rúmlega 80% á síðustu 9 árum, og er raforkunotkun á mann hér á landi orðin sú mesta í heiminum. Þá hefur raforkuframleiðsla jarðvarmavirkjana meira en fimmfaldast á liðnum áratug.</p> <p align="justify">Á þessu tímabili hefur tekist að skjóta styrkum stoðum rótum undir uppbyggingu stóriðju, eftir áralanga stöðnun og vel lítur út með frekari aukningu á næstu árum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Við höfum því eðlilega þurft að huga að breytingum á lagaumhverfi orkumála okkar eins og gerst hefur hjá öðrum þjóðum.</p> <p align="justify">Á síðustu 10-15 árum hafa verið gerðar miklar breytingar á skipan raforkumála víða um heim, þar sem áhersla hefur verið lögð á, að draga úr lykilhlutverki hins opinbera og auka frjálsræði í raforkuviðskiptum.</p> <p align="justify">Tillögur í þessa veru um endurskipulagningu raforkumála hér á landi voru fyrst mótaðar, þegar á árinu 1996, af fjölmennri nefnd helstu hagsmunaaðila og stjórnmálaflokka, sem þáverandi ráðherra skipaði, til að vera sér til ráðuneytis um endurskoðun á löggjöf um raforkumál.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Með nýjum raforkulögum, er löggjöf hér á landi orðin efnislega svipuð og gildir í öllum nágrannalöndum okkar, og raunar í flestum OECD ríkjunum.</p> <p align="justify">Auðvitað miðast raforkulögin eins og kostur er við hinar sérstöku aðstæður hér á landi. Þau eru um þessar mundir að taka gildi og of snemmt er því að fullyrða um áhrif þeirra, en meginbreyting laganna er að komið er á samkeppni í framleiðslu og sölu á raforku en einokunarstarfsemi raforkufyrirtækja, flutningur og dreifing er aðskilin frá samkeppnishluta þeirra.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Með nýju lögunum hefur orðið sú breyting á að allir sameigendur Landsvirkjunar eru með beinum og óbeinum hætti að verða samkeppnisaðilar fyrirtækisins í raforkusölu sem telja verður mjög óeðlilegt.</p> <p align="justify">Því hefur eins og kunnugt er orðið að samkomulagi að vinna að því að ríkið kaupi eignarhluta Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og var viljayfirlýsing þess efnis undirritað í febrúar.</p> <p align="justify">Miðað er við að niðurstaða fáist fyrir lok þessa árs.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">*</p> <p align="justify">Ágætu samráðsfundargestir.</p> <p align="justify">Það eru breytingar framundan í íslenskum orkumálum en það er bjart yfir að líta. Landið býr yfir mikilli ónýttri orku, bæði í vatnsorku og jarðvarma, sem við höfum á liðnum árum öðlast síaukna tækni og færni á að nýta.</p> <p align="justify">Við eigum afar hæfa vísindamenn í orkurannsóknum og reynslumikla sérfræðinga í hönnun og rekstri virkjana, og getum miðlað af reynslu okkar, til annarra þjóða.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Eitt merkasta verkefni sem orkurannsóknir hér á landi hafa staðið frammi fyrir undanfarna áratugi er svokallað djúpborunarverkefni.</p> <p align="justify">Að mati fræðimanna á sviði jarðhita er möguleiki á því að vinna langtum meiri orku úr háhitasvæðum landsins en hingað til hefur verið gert.</p> <p align="justify">Markmiðið með slíku verkefni og tilheyrandi rannsóknum, er að kanna möguleika á að nýta varma úr rótum háhitakerfa á allt að 5 km dýpi.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Með djúpborunum er talið að vinna megi margfalt meiri orku úr háhitasvæðum landsins en hingað til hefur verið gert.</p> <p align="justify">Um þessar rannsóknir á djúphitakerfi landsins, þarf samstillt átak allra hagmuna- og rannsóknaraðila hér á landi, enda kosta þær mikla fjármuni, en geta varpað nýju ljósi á orkugetu landsins og stórauknum möguleikum á nýtingu jarðhitaorku hér á landi í framtíðinni.</p> <p align="justify">Hér er ekki um að ræða tilraunaborun og rannsóknir er gagnast aðeins hér á landi. Niðurstöður þessa verkefnis munu geta gagnast fjölmörgum ríkjum og ekki síst þróunarríkjum, er búa yfir háhitasvæðum sem hafa svipuð einkenni og hin eldvirku íslensku háhitasvæði.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Hér getur því verið um að ræða afar mikilvægt verkefni, fyrir íslensk stjórnvöld, að benda á, sem mikilvægt þróunarverkefni á sviði endurnýjanlegra orkulinda á heimsvísu.</p> <p align="justify">Þrátt fyrir göfug fyrirheit og háleit markmið helstu ráðmanna heims um nauðsyn þess að draga úr notkun brennslueldsneytis á næstu árum, til orkuframleiðslu, benda allar spár Alþjóða orkustofnunarinnar til þess, að hlutur þessa orkugjafa muni á næstu 25 árum heldur aukast, eða fara úr 80% árið 2002, upp í 82% árið 2030.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Öllu alvarlegri eru spár fyrir losun gróðurhúsalofttegunda fyrir þetta tímabil.</p> <p align="justify">Stofnunin spáir því að losun koltvísýrings við orkuframleiðslu verði 62% hærri árið 2030 en er í dag, sem að tveimur þriðju hlutum stafar af aukinni orkuþörf þróunarríkja.</p> <p align="justify">Þessi varnaðarorð glymja nú víða um heim sem hvatning til allra þjóða um að örva og auka enn frekar nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Þar getum við ekki undan vikist, aukin raforkuframleiðsla hér á landi í náinni framtíð mun auka hlutfall endurnýjanlegra orkulinda á heimsvísu.</p> <p align="center">*</p> <p align="justify">Þetta færir okkur heim sanninn um það að sú stefna er íslensk stjórnvöld hafa rekið undanfarna áratugi hefur verið afar giftudrjúg, bæði hitaveituvæðing síðustu áratuga og nýting raforku til atvinnusköpunar.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Góðir gestir.</p> <p align="justify">Okkur Íslendingum hefur tekist á liðnum áratugum að nýta sjálfbærar orkulindir okkar til uppbyggingar atvinnulífsins, sem mun verða undirstaða frekari vaxtar iðnaðar- og tæknigreina og leiða til aukins hagvaxtar og velmegunar þjóðarinnar um langa framtíð. Landsvirkjun hefur spilað þar stórt hlutverk og á farsæla sögu að baki.</p> <p align="justify">Nú er komið að ákveðnum tímamótum. Afmælisbarnið er orðið fullra 40 ára og hefur elst vel svo sem sjá má. Aðstæður hafa hins vegar breyst og með nýjum raforkulögum mun Landsvirkjun feta nýjar brautir. Ég er þess fullviss að þessar breytingar verða til góðs og að fyrirtækið muni dafna áfram í nýju umhverfi. Því eins og máltækið segir þá er allt fertugum fært.</p> <p align="justify">Ég þakka áheyrnina.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-04-05 00:00:0005. apríl 2005Vest-norrænt vetnisnámskeið.

<p align="justify">Kære gæster!</p> <p align="justify">Det er en stor glæde for mig at byde jer alle hjertelige velkommen til vores seminar her i dag. Dette hydrogen seminar blev planlagt i Island´s formandsskab i det nordiske energisamarbejde og med finansielt støtte fra nordisk ministerråd.</p> <p align="justify">Dette seminar er en del af øget aktivitet inden for det nordiske energisamarbejde hvor vi skal lægge større vægt på erfaringsudveksling imellem de nordiske lande. Fokus for dette indsatsområde vil, på baggrund af de erfaringer der er gjort i de nordiske lande, være øget udföring af vedvarende energi i Norden.</p> <p align="justify">Seminariet i dag handler om hydrogen som energibærer i framtiden. Programmet styres af islandske videnskabsmænd fra Islands Universitetet og personer fra Islandsk Nyenergi hvor vi får bred indsyn i udvikling og forskning af hydrogen i mange interessante forelæsninger.</p> <p align="justify">Udvikling af hydrogen i fremtiden kommer også ind på de udfordringer og problemer der knytter sig til energiforsyningen i de tyndt befolkede områder i Vest-Norden. Disse områder ligger enten i udkanten af centrale forsyningsnet og ikke forbundet til det nationale transmissionsnet eller har egen ø-eldrift.</p> <p align="justify">I morgen skal vi presentere en rapport om Muligheter for fornybare energisystemer og hydrogenteknologi i Vest-Norden.</p> <p align="justify">De nordiske energiministre drøftede energisituationen i tyndt bebygde områden på ministermøde i Haugesund i juni 2002. Da besluttede energiministrene at man skulle være specielt opmærksom på energisituationen i disse områder hvor ikke mindst sagen drejer sig om vestnordiske områder.</p> <p align="justify">I 2004 igangsattes med Nordisk Energiforskning som projektledere et udredningsprojekt med titlen <em>&bdquo;Muligheder for fornybare energisystemer og hydrogenteknologi i Vest-Norden"</em>. Projektet er en direkte opfølgning af ministrernes beslutninger i Haugesund med hensyn til at rette særlig opmærksomhed på tyndt befolkede områder med en svag eller ingen tilknytning til transmissionsnet. Projektet er finansieret af NMR-Energi, NMR&rsquo;s Nærområdes- og Arktiske pulje, de omfattende lande og selvstyrende områder samt de udførende parter.</p> <p align="justify">Projektet der nu er afsluttet og blev i sidste uge rapporteret til Ad hoc gruppen for Vest-Norden og embættesmandsgruppen for de nordiske energiministre. Rapporten bliver formelt presenteret for de nordiske energiministre i Grönland i august.</p> <p align="justify">Kære venner.</p> <p align="justify">De seneste måneder har vi arbejdet med et udkast til handlingsplan for det nordiske samarbejde i årene 2006-2009. Et af de tre politikområder som man er blevet enige om at lægge største vægt på i denne periode er bæredygtigt energisystem. Under bæredygtig energi falder forskællige insatsområder såsom vedvarande energi, energieffektivisering, klima, bæredygtig energi i tyndt bebygde områder.</p> <p align="justify">Derfor vil jeg sige at dette energiseminar i dag og i morgen vil sandsynligvis blive kun en begyndelse af langt større vægt som bliver lagt på Vest-Norden inden for Nordisk energisamarbejde. Jeg håber at I vil få någen nytte ud af det omfattende energispørgsmål som vi skal diskutere i vores møder som kan lede til og styrke udviklingen af bæredygtig teknologi og virkemidler i vores Vestnordiske lande.</p> <p align="justify">Tak.</p> <p></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-04-04 00:00:0004. apríl 2005150 ára afmæli verslunarfrelsis á Íslandi.

<p>Kæru hátíðargestir,</p> <p>Í dag minnumst við mikilvægra tímamóta í sögu okkar Íslendinga því nú eru 150 ár liðin frá því að við fengum verslunarfrelsi, með lögum sem danska ríkisþingið samþykkti og tóku gildi þann 1. apríl 1855.</p> <p>Aðdragandinn að þessari lagasetningu var allnokkur. Sem kunnugt er bjuggu Íslendingar við fyrirkomulag einokunarverslunar um tæplega tveggja alda skeið eða allt til ársins 1787 þegar einokunarverslun Dana á Íslandi lauk með setningu svokallaðra fríhöndlunarlaga. Þótt nokkur samkeppni milli danskra kaupmanna væri nú leyfð ríkti hin mesta fákeppni allt fram til 1855 og verslunarhættirnir minntu helst á einokunartímabilið.</p> <p>Baráttan fyrir frekari tilslökunum í átt til verslunarfrelsis fékk byr undir báða vængi þegar Alþingi var endurreist og kom fyrst saman 1845. Skapaðist þá innlendur vettvangur sem auðvelduðu Íslendingum að koma á framfæri við konung vilja sínum í verslunarmálinu. Á þessum árum var foringjaefni að kveða sér hljóðs meðal Íslendinga, Jón Sigurðsson forseti, en frjáls verslun var eitt af markmiðum hans og annarra sem börðust hvað mest fyrir þjóðfrelsinu. Í bréfi Jóns til Jens bróður hans 29. júní 1852 kemur þetta vel í ljós. Þar segir Jón: &bdquo;Ef verzlunarfrelsi kæmist á, þá vildi eg helzt komast heim að verða þar, því þá veit eg pólitiskt frelsi kemur á eptir".</p> <p>Með fríhöndlun má segja að saga íslensku kaupmanna- og borgarastéttarinnar hefjist. Íslenskum kaupmönnum fjölgaði smátt og smátt en verulegur meirihluti verslunarinnar var þó allt tímabilið í höndum erlendra manna.</p> <p>Á þessu tímabili skiptust kaupmenn í fastakaupmenn og lausakaupmenn. Fastakaupmenn voru nær undantekningalaust danskir og sömuleiðis búsettir í Kaupmannahöfn þótt þeir hefðu verslunarútibú á Íslandi. Þeir sáu sjálfir um inn- og útflutning en réðu verslunarstjóra &ndash; faktora - til að sjá um vöruskiptin á Íslandi. Stór hluti verslunargróðans var þess vegna fluttur út en ekki notaður til uppbyggingar í landinu. Erfitt var fyrir íslenskan kaupmann að opna fastaverslun því lítið pláss var á markaðnum fyrir fleiri verslanir en þær dönsku sem fyrir voru. Því voru það einkum lausakaupmenn sem veittu dönsku kaupmönnunum samkeppni. Ýmsar takmarkanir voru hins vegar á verslun þeirra sem leiddi til þess að hlutdeild þeirra í heildarversluninni var alltaf óveruleg. Heimildir segja þó frá því að fastakaupmenn lækkuðu oft innflutta vöru og hækkuðu innlenda vöru í verði ef lausakaupmann lögðust á viðkomandi höfn til verslunar. Verðlagið breyttist svo þegar lausakaupmenn hurfu á braut.</p> <p></p> <p>Krafan um fullt verslunarfrelsi fékkst viðurkennd með lögunum sem gengu í gildi þann 1. apríl 1855. Aðalbreytingin sem nýju lögin höfðu í för með sér var sú að kaupmönnum annarra ríkja var eftirleiðis heimilt að versla við Íslendinga. Jafnframt voru ýmsar tilslakanir leyfðar. Til dæmis var öllum innanríkiskaupmönnum heimilt að taka utanríkisskip á leigu til afnota fyrir verslanir sínar á Íslandi. Sérhverjum kaupmanni skyldi framvegis heimilt að sigla til allra löggiltra verslunarstaða í landinu og reka þar verslun. Hins vegar bar utanríkisskipum að koma fyrst til eftirlits á einhverja af eftirtöldum höfnum: Reykjavík, Vestmannaeyjar, Stykkishólm, Ísafjörð, Akureyri og Eskifjörð. Þetta voru skorður sem innanríkiskaupmenn þurftu ekki að sæta og voru seinna afnumdar.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Enda þótt nýju lögin hafi markað mikil tímamót &ndash; sem við minnumst í dag &ndash;breyttu þau ekki miklu fyrst í stað. Verslun var áfram að mestu leyti í höndum sömu kaupmanna. Veldi þeirra fór ekki að láta á sjá fyrr en um 15 árum síðar með tilkomu innlendra verslunarfélaga sem ráku verslun á eigin spýtur, s.s. Gránufélagsins og Félagsverslunarinnar við Húnaflóa. Slík verslunarfélög voru að segja má undanfarar pöntunarfélaga og kaupfélaga sem áttu eftir það langa sögu í íslensku viðskiptalífi.</p> <p>Með tilurð fyrstu íslensku verslunarfélaganna, pöntunarfélaga, kaupfélaga og einkaframtaks fóru Íslendingar brátt að verða varir við uppbyggingu í landinu sem skapaðist vegna tekna af versluninni. Eftir 1855 áttu erlendir athafnamenn greiðan aðgang að atvinnulífi hér á landi og urðu Norðmenn víða frumkvöðlar í atvinnurekstri á Íslandi.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Fram yfir 1900 var smásöluverslunin og heildverslunin samtvinnuð í sömu verslunarfyrirtækjum. Upp úr aldamótunum 1900 fór þetta að greinast að. Það sem greiddi götu þess var einkum stofnun Íslandsbanka árið 1904 og tilkoma símasambands við útlönd árið 1906. Urðu stórkaupmenn brátt áhrifamikil stétt í atvinnulífinu.</p> <p>Á þessu tímabili, þ.e. frá 1855 til 1914, voru opinber afskipti af verslun miklu minni en síðar varð. Má segja að á næstu áratugum þar á eftir hafi opinber afskipti af verslun og viðskiptum hins vegar verið í algleymingi og má þar nefna ýmis dæmi, svo sem:</p> <p>&nbsp;</p> <p>- Velferðarnefnd sem starfaði á árunum 1914&ndash;16. Hún fjallaði ásamt ráðherra um pantanir á vörum og ráðstöfun þeirra, leigu á skipum og vöruverðlag.</p> <p>- &bdquo;Landsverslunina" á árunum 1917&ndash;27 sem átti að tryggja að nægar birgðir af nauðsynjum væru til í landinu og að slíkar vörur væru seldar með hóflegri álagningu.</p> <p>- Ríkiseinkasölu á vörum eins og áfengi, olíu, tóbaki, bifreiðum, útvarpsviðtækjum og mörgu öðru frá og með þriðja áratugnum</p> <p>- Takmarkanir á óþörfum innflutningi, sem náðu á tímabili yfir allflestar vörutegundir aðrar en korn, kaffi, sykur, kol, olíu og veiðarfæri.</p> <p>Er hætt við að íslenskum kaupmönnum dagsins í dag brygði í brún ef þeir byggju við sama starfsumhverfi og kollegar þeirra á fyrri hluta og um miðbik síðustu aldar.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Allt frá sjöunda áratug síðustu aldar og til dagsins í dag hefur þróunin verið í átt til vaxandi frjálsræðis í íslensku verslunar- og viðskiptalífi. Samhliða þeirri þróun hafa orðið miklar breytingar á viðskiptaháttum. Lágvöruverðsverslanir og verslunarkeðjur hafa rutt sér til rúms, afgreiðslutími verslana hefur lengst, Íslendingar urðu aðilar að EES-samningnum sem tryggir frelsi á flutningi vara, þjónustu, fjármagni og vinnuafls milli aðildarlanda samningsins, og svo má lengi telja. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki síst gengist fyrir miklum skipulagsbreytingum í efnahagslífinu og má þar nefna umbyltingu á skattkerfinu, auknu frelsi á fjármagnsmarkaði og eflingu atvinnulífs. Áhrif þessara breytinga eru augljós allt í kringum okkur. Nauðsynlegt er að skapa atvinnulífinu áfram góð skilyrði til framsækni og eflingar. Þróunin verður jafnframt að vera á þann veg að atvinnulífið verði skilvirkt og njóti trausts. Í því skyni verður að leita leiða til að halda úti eðlilegum, almennum og sanngjörnum leikreglum án þess að opinbert eftirlit hefti eðlilegan framgang fyrirtækja.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Íslenskt viðskiptaumhverfi hefur tekið stakkaskiptum á umliðnum öldum og áratugum. Á tímum vaxandi útrásar íslenskra fyrirtækja er hollt að minnast þess að aðeins eru 150 ár liðin frá því að við Íslendingar fengum fullt verslunarfrelsi. Ég hygg að engan sem upplifði þá tíma hafi órað fyrir því sem á eftir hefur komið og allra síst að ein helsta skrautfjöðrin í dönsku verslunarlífi, stórverslunin Magasin du Nord við Kóngsins nýja torg í Kaupmannahöfn, yrði einhvern tímann í eigu íslenskra manna. Fleiri erlendar keðjur eru nú komnar í eigu Íslendinga og sífellt fleiri fyrirtæki sækja af vaxandi krafti á erlenda markaði. Á aðeins fáeinum árum hefur bein fjármunaeign Íslendinga erlendis fimmfaldast og íslensk fyrirtæki veita tugþúsundum manna atvinnu á erlendri grundu. Hér heima er verslunin einnig blómleg og starfa yfir 20 þúsund manns í íslenskri verslun. Þessari þróun ber að fagna en jafnframt um leið að minnast þeirra fjölmörgu sem börðust einarðlega fyrir verslunarfrelsinu. Þeir ruddu brautina, þeir sem á eftir komu nýttu tækifærið og við sem nú erum uppi getum náð enn lengra.</p> <p>Ég þakka gott hljóð.</p> <br /> <br />

2005-03-23 00:00:0023. mars 2005Útgáfa jarðhitabókarinnar.

<p>Góðir gestir</p> <p>Það er mér ánægja að vera hér viðstödd í dag í tilefni af útgáfu merkrar bókar um jarðhitann eðli og nýtingu hans og veita henni viðtöku fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Útgáfa þessarar bókar er mikið afrek og hefur gerð hennar verið sniðin að möguleikum og þörfum almennings til að geta nýtt sér þann fróðleik sem í bókinni er að finna.</p> <p align="justify">Nýting jarðhitans hér á landi á síðustu öld telst vafalaust með merkustu tækniframförum aldarinnar í hugum flestra landsmanna. Áður fyrr á öldum voru í raun ekki miklir möguleikar á verulegri nýtingu jarðhitans hérlendis nema mjög staðbundin notkun.</p> <p align="justify">Í allri byggðarsögu Íslands fer lítið fyrir frásögnum af nýtingu jarðhitans fyrr en undir lok 19 aldar og í upphafi hinnar síðustu. Landsmenn hafa vafalaust lengi velt fyrir sér ástæðum þess að heitt vatn spratt úr jörðu, en ekki haft mikil tök á að leita réttra skýringa á því. Þeir notuðu heita vatnið að því marki sem mögulegt var á hverjum stað og helst var það notað til þvotta og baða. Jafnvel finnast dæmi um að við jarðasölur fyrr á öldum hafi jarðhiti jarðarinnar fremur verið talinn til lasta hennar en kosta.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Það var svo í byrjun síðustu aldar að gerðar voru tilraunir til að hita híbýli með heitu vatni er hafði um aldir sprottið úr jörð. Að sjálfsögðu var hér til mikils unnið þegar tókst að nýta heitt vatn úr iðrum jarðar til upphitunar í landi þar sem kynda þurfti híbýlin manna árlangt og engan eldivið eða eldsneyti hafði til upphitunar. Fyrstu tilraunir bentu til þess að húshitun með jarðhita væri bæði gerleg og hagkvæm. Síðan rak hver áfangi annan í þessari sókn okkar til lífsgæða uns svo var komið á síðasta áratug liðinnar aldar að níu af hverjum tíu landsmönnum nutu jarðhitaveitu í híbýlum sínum. Árlegur sparnaður af þessar þróun nemur milljörðum króna og mun gera það um ófyrirsjáanlegan tíma.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ritstjóri og aðalhöfundur þessarar bókar var Guðmundur Pálmason fyrrum forstöðumaður Jarðhitadeildar Orkustofnunar, en hann lést fyrir einu ári síðan, 11. mars 2004. Útgáfa þessarar bókar er því verðugur minnisvarði um Guðmund og hans mikilvirku forystustörf við rannsóknir og nýtingu jarðhitans hér á landi.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Starf Guðmundar var samofið uppbyggingu og starfsemi Jarðhitadeildar Orkustofnunar um áratuga skeið. Hann var í forsvari fyrir jarðhitarannsóknum á Íslandi á miklum uppbyggingartímum jarðhitans og undir hans stjórn varð Jarðhitadeild Orkustofnunar að einni fremstu rannsóknarstofnun heims á sviði jarðhitarannsókna.</p> <p align="justify">Ég leyfi mér að óska þeim fjölmörgu aðilum til hamingju er lagt hafa hönd á plóginn við gerð þessarar bókar, bæði þeim er lagt hafa til efni, styrktaraðilum að útgáfu bókarinnar og síðast en ekki síst þeim er tóku að sér ritstjórn bókarinnar að Guðmundi Pálmasyni látnum, þeim Sveinbirni Björnssyni og Ólafi Pálmasyni. Það vil ég síðast en ekki síst þakka ekkju Guðmundar og sonum þeirra fyrir þeirra hlut að útgáfu þessarar merku bókar.</p> <p align="justify">Ég þakka áheyrnina.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-03-18 00:00:0018. mars 2005Ársfundur Íslenskra orkurannsókna 2005.

<p>Ágætu ársfundargestir!</p> <p align="justify">Í ellefu alda byggðarsögu Íslands fer ekki mikið fyrir frásögnum af nýtingu jarðhitans fyrr en kemur fram á 18. öld þegar fyrstu náttúrufræðingar okkar tóku að beina sjónum sínum að honum. Jarðhiti var þó allvel þekktur hérlendis frá upphafi landnáms og helst var það hann ásamt eldgosunum sem vakti athygli erlendra vísindamanna á náttúru landsins. Rannsóknir Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar á árunum 1752-1757 eru taldar vera fyrsta almenna rannsókn og lýsing á jarðhitaaðstæðum hér á landi. Fjölluðu þeir sérstaklega um jarðhitann í ferðabók sinni og greindu þar m.a. frá borun á fyrstu jarðhitaholum hérlendis, bæði við Þeistareyki og Krísuvík.</p> <p align="justify">Ekkert varð af framförum á sviði jarðnýtingar fyrr en um aldamótin 1900. Þá varð vart vakningar meðal þjóðarinnar á því að nýta laugar og hveri til baða, þvotta og sundiðkunar víða um land. Varð þessi þróun á fyrstu áratugum síðustu aldar í raun fyrsta skrefið til aukins þrifnaðar og hreinlætis þjóðarinnar um alda skeið. Uppbygging sundaðstöðu víða um landið hefur haldist í hendur við aukna jarðhitanotkun landsmanna alla nýliða öld og á þjóðin þar heimsmet miðað við íbúafjölda eins og á fleiri sviðum.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Menn hafa leitað margra skýringa á því af hverju Íslendingar voru seinir til þess að hita híbýli sín með jarðhita allt fram á síðustu öld. Ástæður þess eru margar, meðal annars ófullkomin húsakynni sem voru að stórum hluta til torfbæir, léleg tæknikunnátta landsmanna og tækni skorti til að leiða heitt vatn um nokkurn. Loks má nefna að þjóðin lifði við örbirgð og sárustu fátækt allt fram á síðustu öld þannig að frumkvæði og fjármagn skorti til allra athafna.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Sá árangur sem náðst hefur í nýtingu jarðhitans er vafalaust meðal merkustu framfara hér á landi á liðinni öld. Þessar framfarir eru þeim mun merkari fyrir þær sakir að á þessu sviði var minni þekkingar leitað til annarra þjóða en oftast hefur verið gert þegar Íslendingar hafa sótt fram á tæknisviði. Ástæða þess kann einnig að vera sú að ekki var í mörg hús að venda sem buðu upp á svipaðar aðstæður og hér voru. Íslendingar urði því snemma að marka þá stefnu að safna reynslu á þessu sviði heima fyrir í stað þess að sækja alla þekkingu til erlendra þjóða. Sú stefna hefur reynst vel, og nú eru Íslendingar komnir í fremstu röð þeirra þjóða sem nýta jarðhita að ráði og hafa sérþekkingu á honum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Í árdaga orkurannsókna um miðja síðustu öld voru sárafáir aðrir en Raforkumálaskrifstofan og síðar Orkustofnun sem sinntu einhverjum orku- og náttúrufarsrannsóknum og það er fyrst á síðustu tveimur áratugum að einhver breyting verður þar á. Rannsóknarhlutverk Orkustofnunar samkvæmt eldri lögum var mjög almennt og bundið við yfirlits- og grunnrannsóknir á orkulindum, sem fullyrða má að stofnunin hafi sinnt með miklum sóma. Helstu önnur verkefni á síðasta áratug hafa verið tengd hinni miklu uppbyggingu jarðhitavirkjana hér á landi. Óhætt mun að fullyrða að jarðhitarannsóknir stofnunarinnar hafi í áratugi verið í fararbroddi á alþjóðavísu. Stofnun Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi árið 1979 staðfestir það álit er jarðhitarannsóknir hérlendis nutu þá þegar á alþjóðavettvangi. Glæsilegur árangur skólans undanfarin 25 ár er enn frekari vitnisburður um stöðu jarðhitarannsókna hér á landi. Fyrir ári síðan var tekin ákvörðun um að skrifstofa og framkvæmdastjórn Alþjóða jarðhitasambandsins yrði staðsett hér á landi á árunum 2005&ndash;2010 og tók hún til starfa á síðari hluta liðins árs. Enginn vafi er á því að orðspor íslenskrar jarðhitaþekkingar og rannsókna hefur átt hlut að þeirri ákvörðun. Með staðsetningu skrifstofunnar hér munu opnast auknir möguleikar á kynningu og útbreiðslu á íslenskri jarðhitaþekkingu og menningu, og starfsemi hennar mun vafalaust geta leitt til aukinna jarðhitaverkefna erlendis.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Framtíð íslenskra jarðhitarannsókna á næstu árum er afar björt. Við erum enn að auka hlut hitaveitna í hitun húsnæðis með markvissari rannsóknum og betri tækni. Samkvæmt niðurstöðum úr fyrsta áfanga rammaáætlunar mun á næstu árum verða lögð aukin áhersla á jarðhitarannsóknir á þeim háhitasvæðum sem talin eru líkleg til nýtingar í framtíðinni. Þá eru önnur ný og heillandi rannsóknarverkefni í sjónmáli.</p> <p align="justify">Þar á ég við hið svokallaða djúpborunarverkefni, en unnið hefur verið að undirbúningi þess í nokkur ár. Því var hrint úr vör árið 2000 af Hitaveitu Suðurnesja, Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkustofnun. Undirbúningur að verkefninu hefur verið fjármagnaður af orkufyrirtækjunum þremur þar til fyrir ári að Orkustofnun bættist í hópinn. Forathugun á djúpborunarverkefninu hófst þegar árið 2001 og lauk með ítarlegri skýrslu vorið 2003.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Að mati fræðimanna á sviði jarðhita er möguleiki á því að vinna megi langtum meiri jarðhitaorku úr háhitasvæðum landsins en hingað til hefur verið gert. Markmið með slíku verkefni og tilheyrandi rannsóknum er að kanna möguleika á að nýta varma úr rótum háhitakerfa á allt að 5 km dýpi og með þeim hætti virkja mun meiri orku úr háhitanum en áður hefur verið gert. Verkefnið er í raun tilraunaborun niður á meira dýpi en þekkst hefur hér á landi.. Það er í raun eðlilegt framhald af þeim grunnrannsóknum er gerðar hafa verið á eðli og gerð jarðhitasvæða okkar og snýst um að reyna að meta raunverulegan og nýtanlegan jarðhitaforða landsins. Það getur leitt til þess að unnt verði að vinna margfalt meiri orku úr háhitasvæðum landsins en hingað til hefur verið gert án þess að umhverfisáhrif á yfirborði yrðu nokkru meiri eða meira gengi á orkuforða landsins. Að auki yrði orkunýtni slíkrar orkuvinnslu langtum meiri en við hefðbundna nýtingu háhitasvæða.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Nú er komið að þeim áfanga að leita eftir fjármagni til frekari rannsókna og borana og þá ekki síst frá erlendum rannsóknarsjóðum og fjárfestum. En vitaskuld þurfum við sjálf að standa að verulegum hluta kostnaðarins, ekki síst við boranirnar sjálfar. Fyrir liggur samningsuppkast milli fyrrgreindra aðila, helstu orkufyrirtækja landsins og Orkustofnunar f.h. ríkisins um það á hvern hátt djúpborunin yrði framkvæmd og fjármögnuð af þessum aðilum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Síðustu ár hafa verið afar viðburðarrík á sviði orkumála og það er sama á hvaða vettvangi borið er niður. Unnið er að mestu virkjunarframkvæmdum Íslandssögunnar við virkjanir austanlands og á Suðvesturlandi sem eru ríflega 900 MW að afli og auka munu afköst raforkukerfisins um 70%. Þá er unnið að miklum jarðhitarannsóknum um þessar mundir, bæði vegna þeirra virkjana er nú er unnið við, auk fyrirhugaðra virkjana á komandi árum. Þá hefur vart farið fram hjá neinum að mörg lagafrumvörp á sviði orkumála hafa verið til umfjöllunar á Alþingi á undanförnum árum og flest hafa þau orðið að lögum. Lang umfangsmesta lagasmíðin hefur verið gerð nýrra raforkulaga þar sem sett eru í fyrsta sinn heildarlöggjöf um framleiðslu, flutning, dreifingu og sölu á raforku hér á landi. Þau lög kveða á um samkeppni í orkuframleiðslu og sölu og aðskilnað þeirrar starfsemi frá einokunarhluta raforkukerfisins, flutningi og dreifingu, sem eru eins og kunnugt er í eigu sveitarfélaga og ríkis.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Um þessar mundir eru tvö ár liðin frá því að Alþingi samþykkti lög um Orkustofnun og Íslenskar orkurannsóknir, sem komu til framkvæmda 1. júlí 2003. Nokkur reynsla hefur fengist á þessum lögum. Vegna nýrra raforkulaga og hins gjörbreytta umhverfis orkumála var talið nauðsynlegt að skilja að stjórnsýslu og rannsóknir Orkustofnunar í sjálfstæðum stofnunum. Fyrirsjáanlegt er að verkefni Orkustofnunar sem stjórnsýslustofnunar munu stóraukast á næstu árum og umsvif ÍSOR hafa einnig stóraukist eins og ég hef rakið hér að framan og í ljósi fenginnar reynslu af hinu nýja lagaumhverfi tel ég hér hafi verið stigið rétt skref.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Til að tryggja eðlilega yfirsýn og eftirlit með rannsóknum og nýtingu orkulindanna þarf heilsteypta löggjöf þar að lútandi. Frumvarp til laga um jarðrænar auðlindir liggur nú fyrir Alþingi þar sem tekið er á helstu nauðsynlegum endurbótum gildandi laga frá 1998 með hliðsjón af nýlegum lagabreytingum á orkusviði. Mikilvægt er að lögin verði heildarlöggjöf er nái til rannsókna- og nýtingarleyfa á öllum jarðrænum auðlindum, þar á meðal vatnsorkunni, en engin lög hafa gilt um rannsóknir og nýtingu þeirrar auðlindar hingað til. Í bráðabirgðaákvæði frumvarpsins er lagt til að sérstakri nefnd helstu hagsmunaaðila og þingflokka verði falið að semja ný lög er varði sérstaklega úthlutun auðlindaréttinda ríkisins. Það er í raun aðalákvæði frumvarpsins.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Þá liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra vatnalaga sem ætlað er að leysa af hólmi gildandi vatnalög frá 1923. Tiltölulega fáar breytingar hafa verið gerðar á lögunum í tímans rás og því var orðið tímabært að endurskoða þau.</p> <p align="justify">Þá vil ég loks minnast á að vinna er hafin við gerð frumvarps um hitaveitur en engin heildstæð lög eru til um þennan mikilvægasta málaflokk íslenskrar orkunotkunar. Þar erum við eftirbátar annarra Evrópuþjóða sem öll búa við sérstök lög um hitaveitur. Stefnt er að því að leggja fram hitaveitufrumvarp til kynningar á núverandi þingi sem fari til umsagnar og kynningar hagsmunaaðila næsta sumar fram að haustþingi.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Íslendingar hafa á undanförnum árum rekið verulegan áróður fyrir aukinni jarðhitanotkun í þeim ríkjum heims er búa yfir vannýttum jarðvarma. Um þessar mundir er jarðvarmanotkun aðeins um 0,25% af árlegri orkunotkun mannkyns. Mikill vöxtur hefur verið í jarðvarmanýtingu víða um heim og meiri en í nýtingu annarra endurnýjanlegra orkulinda að undanskilinni vindorku. Hlutur háhita í framleiðslu raforku er verulegur og fer vaxandi í mörgum þróunarríkjum í Asíu, Mið-Ameríku og Afríku.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ríkisstjórnin hefur nýlega samþykkt að auka mjög þróunaraðstoð landsins og verður verulegum hluta þeirrar aukningar varið til að styðja rannsóknir og framkvæmdir við jarðhitanýtingu í þróunarríkjum. Enginn vafi er á því að efling á starfsemi jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna í þeim þróunarríkjum er búa við jarðhita væri eitt farsælasta framlag Íslands til þróunaraðstoðar. Á þessum vettvangi er einnig nauðsynlegt að koma á fót öflugu samstarfi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, Orkustofnunar, ÍSOR, Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og fyrirtækisins ENEX um það á hvern hátt best verði stutt við aukna jarðhitanotkun í þessum ríkjum á grundvelli íslenskrar orkuþekkingar og reynslu.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Krafan um stóraukna hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í vestrænum ríkjum heims hefur verið mjög áberandi undanfarin ár, meðal annars vegna skuldbindinga þessara ríkja vegna Kyoto bókunarinnar við loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Evrópusambandið hefur verið í fararbroddi þeirra ríkja er lengst vilja ganga í kröfum og með nýlegri stækkun sambandsins til austurs opnast möguleikar til útrásar á íslenskri jarðhitaþekkingu, en þar eru víða að finna vannýtt jarðhitasvæði. Stjórnvöld í nokkrum þessara ríkja hafa lýst áhuga á samstarfi við Íslendinga á þessu sviði og tel ég að þarna geti opnast verulegir möguleikar íslenskra orku- og ráðgjafarfyrirtækja til aukinna umsvifa í þeim ríkjum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Til þess að greiða fyrir auknu samstarfi íslenskra fyrirtækja og stjórnvalda við hin nýju lönd Evrópusambandsins hefur iðnaðarráðuneytið í samstarfi við sendiráð okkar í Brussels ákveðið að halda sérstakan orkudag þar 30. maí næstkomandi þar sem meginefni væri kynning á jarðhita sem endurnýjanlegri orku. Þar yrðu tvö mál einkum rædd. Í fyrsta lagi möguleikar okkar á að styðja við uppbyggingu jarðhita í Austur-Evrópuríkjum og í öðru lagi yrði rætt um djúpborunarverkefnið og þýðingu þess fyrir þróun jarðhitaþekkingar á alþjóðavísu.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ágætu fundarmenn!</p> <p align="justify">Orkuathafnir Íslendinga beinast ekki aðeins að dýpri borholum í átt að eldi í iðrum jarðar. Við höfum einnig aukið grunnrannsóknir á landi og landgrunninu umhverfis landið. Þessar rannsóknir hafa falist í kortlagningu á landslagi og jarðlögum á landgrunninu umhverfis landið til þess að afla viðurkenningar á landgrunnsréttindum okkar og kanna hvort þessi svæði hafi að geyma olíu- eða gaslindir. Á vegum utanríkis- og iðnaðarráðuneytisins hafa á undanförnum þremur árum verið farnir nokkrir rannsóknarleiðangrar í þeim tilgangi að staðsetja ytri mörk íslenska landgrunnsins í samræmi við ákvæði hafréttarsamningsins. Mælingar hafa verið gerðar eftir siglingalínum sem samtals eru tæp 40.000 km að lengd. Orkustofnun hefur haft umsjón með þessu verki fyrir hönd ráðuneytanna og fengið verktaka til að annast einstaka verkþætti, þar á meðal Hafrannsóknastofnun og Íslenskar orkurannsóknir. Mælingum á landgrunninu í þessum tilgangi er nú lokið og niðurstöður þeirra liggja fyrir á árinu 2006.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Þrjú svæði á landgrunninu koma helst til greina sem olíu- eða gassvæði: Hatton Rockall-svæðið, Jan Mayen-svæðið og loks landgrunn Norðurlands. Af þessum svæðum er Jan Mayen-svæðið álitlegast til olíuleitar við núverandi aðstæður. Vitað er að áhugi olíufyrirtækja á svæðinu fer vaxandi og tengist það að nokkru leyti háu olíuverði og framgangi olíuleitar við Færeyjar og Hjaltland.</p> <p align="justify">Rétt virðist að gera ráð fyrir því að aðstæður geti skapast innan fárra ára til að bjóða fram leyfi til rannsóknar og vinnslu olíuefnasambanda á Jan Mayen-svæðinu. Iðnaðarráðuneytið hefur látið taka saman yfirlit um þann undirbúning sem fram þarf að fara til þess að unnt sé veita slík leyfi og er stefnt að því að hann fari fram á næstu tveimur árum. Að honum loknum verður hægt að taka ákvörðun um hvort bjóða skuli fram leyfi á svæðinu með tiltölulega skömmum fyrirvara.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ráðuneytið hefur á undanförnum árum einnig látið kanna möguleika á olíu- og gasrannsóknum og vinnslu á landgrunni Norðurlands. Þessar rannsóknir Orkustofnunar og ÍSOR hafa sýnt fram á að kolagas gæti verið að finna í setlögum á því svæði og er verið að ljúka við áfangaskýrslu um rannsóknirnar.</p> <p align="justify">Allar þessar rannsóknir eru nýjar fyrir okkur og eru ekki hefðbundnar orkurannsóknir sem beinst hafa að endurnýjanlegum orkulindum. Vitaskuld verðum við að rannsaka af fullum krafti alla möguleika okkar á nýtingu orkulinda landsins og hafsvæðanna umhverfis landið með það fyrir augum að bæta lífskjör þjóðarinnar í framtíðinni. Olía og gas verða um langan aldur enn sá orkugjafi er við verðum að reiða okkur á eins og aðrar þjóðir þó svo að stefna okkar sé að nýta endurnýjanlegar orkulindir okkar í stað olíunotkunar þegar tæknin leyfir í fyllingu tímans.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ágætu ársfundargestir!</p> <p align="justify">Eins og fram hefur komið í máli mínu tel ég bjart vera yfir framtíð íslenskra orkumála. Nýting orkulinda þjóðarinnar mun ávallt verða veigamikill þáttur í velferð þjóðarinnar og okkur hefur tekist að nýta þær á sjálfbæran hátt til uppbyggingar atvinnulífs og aukins hagvaxtar.</p> <p align="justify">Ég þakka starfsmönnum og stjórnendum Íslenskra orkurannsókna ánægjulegt og árangursríkt samstarf um leið og ég árna stofnuninni velfarnaðar á komandi árum.</p> <p>Ég hef lokið máli mínu og þakka áheyrnina.</p> <br /> <br />

2005-03-18 00:00:0018. mars 2005Iðnþing 2005

<p>Ágætu þingfulltrúar og gestir,</p> <p align="center">I.</p> <p align="justify">Yfirskrift Iðnþings að þessu sinni er: - Auðlind framtíðarinnar. Þetta er umfjöllunarefni sem er mér kært enda fjalla málefni iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis fyrst og fremst um auðlindir framtíðarinnar. Hér er bæði vísað til þeirra náttúruauðlinda sem finna má í fallvötnunum og jarðhita &ndash; en ekki síður til hins mikla mannauðs sem verið hefur drifkraftur atvinnu- og efnahagsþróunarinnar síðustu árin. Það fer varla framhjá nokkrum þeim sem fylgist með þessari þróun að ef fram heldur sem horfir stefnir í að efnahagslífið muni innan fárra ára byggjast á þremur megin sviðum, sem eru sjávarfang, orkufrekur iðnaður og þekkingariðnaður og þjónusta.</p> <p align="justify">Áherslur iðnaðarráðuneytis í iðnaðar- og nýsköpunarmálum hafa einkum beinst að síðastnefnda þættinum, þ.e. þekkingariðnaði - sem endurspeglast einna best í áherslum Vísinda- og tækniráðs og í starfsemi Tækniþróunarsjóðs.</p> <p align="justify">Þrátt fyrr að margt hafi verið gert hin síðari ár til að efla nýsköpun atvinnulífsins er mikið verk enn óunnið.</p> <p align="center">II.</p> <p align="justify">Við Íslendingar gleðjumst gjarnan yfir útkomum úr hverskonar samanburðarrannsóknum enda erum við yfirleitt framarlega í röðinni. Það þarf ekki að koma á óvart að gæði íslenskra vísinda- og tæknirannsókna mælast í fremstu röð. Alþjóðlegur samanburður á fjölda útgefinna vísindagreina og tilvitnanir í verk íslenskra vísindamanna benda að minnsta kosti til þessa. Í nýrri skýrslu menntamálaráðuneytisins um þátttöku Íslands í 5.-rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og tækniþróun er þetta enn á ný staðfest en þar kemur fram að við erum fullgildir þátttakendur í evrópsku vísinda- og tæknisamstarfi og að samstarfið skilar okkur mjög miklu.</p> <p></p> <p align="justify">Þrátt fyrir þennan árangur virðist sem afrakstur þessarar frábæru frammistöðu á sviði vísindanna skili sér ekki nægilega vel út í efnahagslífið í formi nýrra fyrirtækja sem skapa arðsemi, vöxt og ný vellaunuð störf.</p> <p align="justify">En hvar liggur skýringin á þessari mótsögn? Ekki er unnt að segja að Íslendingar séu ófúsir að leggja út í frumkvöðlastarfsemi því samkvæmt GEM-rannsóknum Háskólans í Reykjavík eru óvenju margir Íslendingar þátttakendur í frumkvöðlastarfsemi og vilja stofna til fyrirtækjareksturs.</p> <p align="justify">Þeir sem um þessi mál hafa fjallað telja að meginástæðan liggi í skorti á áhættufjármagni til nýsköpunar. Það er þó óumdeilt að veruleg breyting til batnaðar varð með tilkomu Tækniþróunarsjóðs á síðasta ári, sem skipti sköpum fyrir fjölmörg sprotafyrirtæki og tækniþróunarverkefni. En það dugar skammt í ljósi krapprar stöðu Nýsköpunarsjóðs, enda þarf markaðurinn fyrir áhættuþolið fjármagn að mynda órjúfanlega keðju og hver hlekkur verður að læsast á tryggan hátt hlekkjunum til hvorrar handar. Þótt þessi erfiða staða Nýsköpunarsjóðs sé tímabundin er engu að síður mikilvægt að öllum ráðum verði beitt til að sjóðurinn rétti úr kútnum sem fyrst og geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki sem fyrr.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">III.</p> <p align="justify">Aðgangur að áhættufjármagni er mikilvægur, bæði fyrir ný og eldri fyrirtæki. Fyrirtæki hafa til að mynda þörf fyrir fjármagn þegar - auka á framleiðslu, - vegna vöruþróunar, - við endurskipulagningu og - þegar kynslóðaskipti verða í fyrirtækjum. Óhætt er að segja að aðgangur að áhættufjármagni sé forsenda þeirrar þróunar og endurnýjunar í atvinnulífinu - sem leggur grunn að efnahagsvexti og nýjum störfum í framtíðinni.</p> <p align="justify">Fjárþörfin er af ýmsum toga. Hún kann að vera tímabundin og því unnt að svara henni með lánsfé. En þegar um er að ræða sprotafyrirtæki sem er að hefja sína löngu og ströngu vegferð - eða þegar ráðast þarf í dýra og umfangsmikla nýsköpun í starfandi fyrirtækjum þarf þolinmótt hlutafé að vera til staðar. Við þekkjum það vel &ndash; að þessi þolinmæði er oft meiri en hinn almenni markaður telur sig geta sýnt - því staðreyndin er sú að oftar en ekki tekur 10 &ndash; 12 ár að koma sprotafyrirtækum á það stig að fyrirtækjafjárfestar séu tilbúnir að leysa frumfjárfestana af hólmi.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Það væri augljóslega best fyrir alla ef hinn frjálsi markaður einkaframtaksins gæti alfarið sinnt eftirspurninni eftir því áhættufjármagni sem atvinnulífið þarfnast hverju sinni. Sú er þó augljóslega ekki raunin &ndash; enn sem komið er að minnsta kosti.</p> <p align="justify">Vegna þessa er þörf á að beina sjónum að þeim aðgerðum sem stjórnvöld geta beitt til að hvetja einkaframtakið til að axla þetta mikilvæga hlutverk. Til þess að svo geti orðið koma nokkrar leiðir til greina.</p> <p>1. Í fyrsta lagi gætu orðið veruleg umskipti á þessum markaði ef tekst að skapa umhverfi þar sem innlendir lífeyrissjóðir sjái sér í auknum mæli hag í að verja stærri hluta af ráðstöfunarfé sínu til fjárfestinga hér heima og þá sérstaklega til nýsköpunarfyrirtækja. Það er ekki óeðlilegt að álykta sem svo að eigendur þessa fjár sjái sér hag í að stuðla að framgangi íslensks atvinnulífs svo að til verði sem fjölbreyttust og hæst launuð störf við hæfi komandi kynslóða. En hvernig getur ríkisvaldið stuðlað að þessu?</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <div style="margin-left: 2em"> <p align="justify">- Fram hafa komið hugmyndir um að aðlaga skattaumhverfið þannig að þar myndist hvati til þess að þessir stóru sjóðir landsmanna sjái sér meiri hag í að fjárfesta í nýsköpun atvinnulífsins á Íslandi. Einnig hefur verið bent á frekari uppbyggingu sérhæfðra áhættufjárfestingasjóða sem gegna mikilvægu hlutverki sem milliliðir á milli lífeyrissjóða annars vegar og sprotafyrirtækja hins vegar. Þessar hugmyndir eru allrar athygli verðar og munu verða til umræðu á næstunni.</p> </div> <p>2. Í öðru lagi þarf að bæta markaðssetningu rannsóknaniðurstaðna og sprotafyrirtækja. Þrátt fyrir að nokkur af áhugaverðustu nýsköpunarfyrirtækjum okkar hafi orðið til sem hugmynd í háskóla virðast tengsl háskólarannsókna við atvinnulífið vera takmörkuð. Úr þessu þarf að bæta og skapa markvissan farveg fyrir markaðssetninguna.</p> <div style="margin-left: 2em"> <p align="justify">- T.d. kæmi til greina að koma á tengslum á milli Tækniþróunarsjóðs annarsvegar og Nýsköpunarsjóðs hinsvegar. Tækniþróunarsjóður fjármagnar lokaskrefin í þróunarvinnunni með beinum styrkjum og Nýsköpunarsjóður er, eðli málsins samkvæmt, fyrsti fjárfestingaraðilinn. Má ekki ætla að nánara samstarf þessara tveggja sjóða ríkisins gæti orðið til að bæta árangurinn?</p> <p align="justify">- Þá mætti einnig skapa skilyrði til aukins samstarfs milli einkafjárfesta og þeirra sem fóstra nýsköpunarfyrirtæki, eins og t.d. frumkvöðlasetra IMPRU og Klaks. Hér er um það að ræða að skapa farveg til þess að koma nýsköpunarhugmyndum og sprotafyrirtækjum á framfæri við fjárfesta.</p> <p align="justify">- Þá er mikilvægt að hafa í huga að einkafjárfestar geta ekki eingöngu lagt fram fjármuni heldur einnig þekkingu á rekstri og markaðsmálum sem í flestum tilfellum er stærsti veikleiki þessara ungu fyrirtækja. Því snýst þetta í raun um það að tengja saman bæði fjármagn og þekkingu á breiðum grunni.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> </div> <p>3. Í þriðja lagi er mikilvægt að strax í upphafi sé nokkuð vel frá því gengið að trygg tenging sé á milli frumfjárfestinga og þeirra fjárfesta sem markað hafa sér fjárfestingarstefnu síðar á þroskabraut fyrirtækjanna, þ.e. að þeir sem taka mestu áhættuna í upphafi geti verið nokkuð vissir um að aðrir séu tilbúnir til að koma að málinu síðar þegar árangur hefur náðst. Mikilvægt er að frumfjárfestarnir sitji ekki uppi með fjárfestingar sínar &ndash; og geti ekki endurnýtt þær í nýjum framsæknum fyrirtækjum. Þessi veikleiki er t.d. einn veigamesti dragbítur Nýsköpunarsjóðs um þessar mundir.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p>4. Í fjórða lagi þarf að auka aðgengi sprotafyrirtækja að áhættufjármagni með því að skapa markað þar sem mögulegt verður að versla með hlutabréf þeirra. Sprotafyrirtæki hafa fæst burði til að skrá sig í Kauphöll en þurfa samt sem áður að hafa aðgang að markaði þar sem bréf þeirra ganga kaupum og sölum. Í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu er nú unnið að smíði frumvarps um svokallað markaðstorg sem er ætlað að koma til móts við þarfir þessara fyrirtækja. Með slíkum markaði yrði komið skipulagi á viðskipti sem nú fara utan markaða og fyrirtækjum gert auðveldara og ódýrara að fá skráningu en á hinum skipulega verðbréfamarkaði. Jafnframt er með þessu stuðlað að aukinni upplýsingagjöf smærri fyrirtækja og bættum viðskiptaháttum með hlutabréf þeirra. Er vonast til að þessi nýi markaður geti orðið nokkurskonar brú á milli áhættufjárfesta og sprotafyrirtækja. Jafnframt getur hinn nýi markaður orðið útgönguvettvangur fyrir framtaksfjárfesta til að rýma fyrir nýjum fjárfestingum. Við gerð frumvarpsins hefur verið höfð hliðsjón af góðri reynslu af sambærilegum mörkuðum í nágrannaríkjum, einkum í Bretlandi, sem og þróun í löggjöf Evrópusambandsins.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p>5. Í fimmta lagi er mikilvægt að lög og reglugerðir taki tillit til þeirrar einföldu staðreyndar að nýsköpunarfyrirtæki verða ekki til á einni nóttu. Reynslan hefur sýnt okkur að uppvaxtartíminn er oftast lengri en tíu ár. Uppvaxtartími fyrirtækja einkennist af því að þau stunda starfsemi á þróunar- eða undirbúningsstigi og hafa að jafnaði minni tekjur en sem nemur kostnaði við aðföng. Mikilvægt er að þessi nýju fyrirtæki búi ekki við lakari starfsskilyrði en eldri fyrirtæki. Í þessu sambandi er ég til dæmis að vísa til virðisaukaskatts en samkvæmt núgildandi lögum gildir sú regla að nýsköpunarfyrirtæki eigi rétt til skráningar á virðisaukaskattsskrá í sex ár. Ég tel rétt að kannað verði hvort ekki sé rétt að lengja þennan tíma, til dæmis í tíu ár.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <div style="margin-left: 2em"> <p align="justify">Framangreind fimm atriði snúast einfaldlega um það að koma af stað jákvæðri og skapandi hringrás þar sem áhættuþolið fjármagn myndar forsendur fyrir auknum vexti íslensks atvinnu- og efnahagslífs í framtíðinni.</p> <p>Fjármögnun nýsköpunar er brýnt úrlausnarefni og því hef ég ákveðið að setja af stað vinnu til að fara yfir þessar hugmyndir og fleiri, sem geta orðið til að bæta núverandi stöðu. Verða hagsmunaaðilar kallaðir til samstarfs um framtíðar stefnumótun á þessu sviði.</p> <p>&nbsp;</p> </div> <p align="center">IV.</p> <p align="justify">Eitt helsta umræðuefnið í dag verður skýrsla um hátækniiðnað á Íslandi. Það eru Samtök iðnaðarins og iðnaðarráðuneytið sem hafa látið vinna þessa skýrslu sem fjallar um &ndash;þróun; -stöðu; -framtíð; og -tækifæri hátækniiðnaðar á Íslandi. Það er að sjálfsögðu mikið kappsmál okkar allra að íslensk hátæknifyrirtæki nái að vaxa og dafna landsmönnum öllum til hagsbóta. Til lengri tíma litið er það einmitt þekkingariðnaðurinn sem mun skila Íslandi, - eins og öðrum þjóðum, - hvað mestu í efnahagslegu- og félagslegu tilliti.</p> <p align="justify">Skýrsla þessi er einnig mikilvægt framlag til umfjöllunar stjórnvalda um eigin áherslur og stefnumótun. Ég mun því leggja skýrsluna fyrir tækninefnd Vísinda- og tækniráðs til umfjöllunar, með það í huga að efni hennar geti orðið innlegg í stefnumótun ríkisstjórnarinnar á vettvangi Vísinda- og tækniráðs. Ég vil þakka þeim sem að gerð skýrslunnar komu fyrir stórgott starf.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Eitt af þeim hátæknifyrirtækjum sem vakið hafa athygli nýlega er tölvufyrirtækið CCP sem fékk Nýsköpunarverðlaun Útflutningsráðs og Rannís fyrir skömmu. Hjá frumkvöðlunum kviknaði hugmynd fyrir tæpum níu árum síðan - um tölvuleik sem spilaður yrði á Netinu með víðtækri þátttöku hvaðanæva úr heiminum. Þessi fjöl-þátttöku tölvuleikur er heilmikið ævintýri sem gerist einhvern tímann í framtíðinni úti í hinum endalausa alheimi, þar sem ástir og svikráð blandast saman við viðskipti og stríðsátök &ndash; e.t.v. eitthvað í átt við það sem gerist í þessum minni raunheimi okkar.</p> <p align="justify">En það er ekki efnisþráðurinn eða hið daglega líf í þessum sýndarveruleika sem mestu máli skiptir fyrir okkur nú - heldur það að með einstakri harðfylgni hefur hópi ungs fólks tekist að byggja upp fyrirtæki sem skilar eigendum sínum arði og veitir 40 manna hópi ungs fólks vel launaða atvinnu. Það er einnig athyglisvert í þessu samhengi að þróunarkostnaðurinn nam mörg hundruð milljónum króna og þróunartíminn tók hvorki meira né minna en nærri 170 mannár. Tekjur af leiknum á síðasta ári voru tæplega 600 m. kr og eru þær áætlaðar um 800 m. kr á þessu ári.</p> <p>&nbsp;</p> <p align="justify">Ég dreg þetta hátækniverkefni fram, - ekki bara vegna þess að það er frábært í sjálfu sér, - heldur einnig vegna þess að það mótaðist á árunum 1997&ndash;2000 þegar umhverfi nýsköpunar var hagstæðara og aðgengi að áhættuþolnu fjármagni meira en það hefur nokkru sinni verið, fyrr eða síðar. Ef til vill skipti þessi tímasetning sköpum fyrir velgengni fyrirtækisins &ndash; og það er umhugsunarefni fyrir okkur öll - hvort við höfum glatað verðmætum tækifærum í erfiðri stöðu síðustu ára.</p> <p align="center">V.</p> <p>Ágætu Iðnþingsgestir,</p> <p align="justify">Hinar þrjár meginstoðir íslensks atvinnulífs eru undirliggjandi í umræðu dagsins. Auðvitað er þekkingariðnaðurinn þar fyrirferðarmestur, en ég get ekki komist hjá því að minnast stuttlega á stöðu stóriðjuframkvæmda &ndash; en stóriðjan hefur verið einn veigamesti burðarstólpi efnahagslegra framfara hér á landi um áratuga skeið.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Við Íslendingar stöndum á tímamótum í þróun orkufreks iðnaðar. Eftir áralangan aðdraganda og þrotlausa vinnu við að finna leiðir til að nýta orkulindir landsins til atvinnuuppbyggingar er nú svo komið að færri komast að en vilja. Umfangsmikil markaðsvinna á síðasta áratug við að vekja athygli erlendra fjárfesta á ágæti landsins til þess að reisa hér orkufrekan iðnað hefur skilað sér á undraverðan hátt, þannig að nú er talað um Ísland sem best varðveitta leyndarmálið í Evrópu meðal álframleiðenda og er þá vitnað til þess hve aðstaða hér á landi er góð fyrir þess háttar framleiðslu.</p> <p align="justify">Nú eru framleidd hér 268 þús. tonn af áli á ári í tveimur álverum. Þegar byggingu Fjarðaráls og stækkun Norðuráls, sem nýlega var fastmælum bundin, lýkur í lok þessa áratugar, mun framleiðsla áls hér á landi hafa nær þrefaldast og verða komin í 760 þús. tonn á ári. Þetta er stórt stökk á stuttum tíma en verður að skoðast í ljósi þeirrar stefnu sem mörkuð var á sjötta áratugnum og var á stefnuskrá allra ríkisstjórna sem setið hafa síðan. Það hefur tekið heil 50 ár að ná þessum árangri og endurspeglast hann hvað best í því að nú þegar hafa sex heimsþekkt álfyrirtæki sýnt áhuga á að fjárfesta í nýjum álverum á Íslandi á næstu árum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ágætu Iðnþingsgestir,</p> <p align="justify">Stefna stjórnvalda á síðustu árum hefur endurspeglast í miklum skipulagsbreytingum á íslensku viðskipta- og atvinnulífi. Frelsi hefur verið innleitt á fjármagnsmarkaði, skattkerfinu hefur verið umbylt og styrkum stoðum hefur verið rennt undir íslenskt atvinnulíf og fjölbreytni þess aukin. Áfram er stefnt fram á við - til mótunar sterks og framtíðarvænlegs samfélags þar sem þegnarnir búa við kröftugt og fjölbreytt atvinnulíf og um leið öflugt velferðarkerfi sem byggir á samhjálp og mannkærleik. Sóknin mun ekki síst byggja á auknum fjárfestingum erlendra aðila á Íslandi og áframhaldandi útrás íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði. Íslenskt hugvit og áræðni mun skipta þar lykilmáli og verða undirstaðan í fjölbreyttri flóru arðvænlegra sprotafyrirtækja og öflugs hátækni- og þekkingariðnaðar.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-03-14 00:00:0014. mars 2005Byggðamála- og samkeppnishæfni á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum.

<p align="justify">Kæru gestir,</p> <p align="justify">Það er mér sérstakt ánægjuefni að vera hér í dag á fundi þar sem fjallað verður um byggðamál og samkeppnishæfni á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum, enda erfitt að fjalla um þróun á einum stað án þess að hafa hliðsjón af þróun í nánasta umhverfi.</p> <p align="justify">Á liðnum árum hafa örar breytingar átt sér stað hvarvetna í heiminum, samhliða aukinni alþjóðavæðingu, sem haft hefur veruleg áhrif á alþjóðavettvangi og á einstök lönd – jafnt á atvinnulíf sem byggðaþróun. Hér á landi hafa stjórnvöld lagt ríka áherslu á að aðlagast þessari alþjóðlegu þróun, bæta starfsskilyrði og stuðla að aukinni samkeppnishæfni atvinnulífs með margvíslegum áherslum, m.a. í byggða- og atvinnumálum. Þetta hefur skilað verulegum árangri, sem sjá má af hagvexti, nýsköpun, útrás fyrirtækja og auknum kaupmætti. Frá 1995 til ársins 2004, hefur t.d. samkeppnisstaða Íslands í fjölþjóðlegum samanburði farið úr 25. sæti í það 5., sem verður að teljast verulega mikill árangur.</p> <p align="justify">Í maí 2002 samþykkti Alþingi þingsályktun um stefnu í byggðamálum fyrir árin 2002 – 2005. Eitt meginmarkmið þeirrar stefnu er að treysta búsetuskilyrði á landsbyggðinni, ekki síst með því að efla byggðakjarna og sjálfbæran hagvöxt einstakra svæða. Framkvæmdin hefur m.a. verið í formi samstarfs við önnur ráðuneyti, enda tengjast byggðamál starfsemi allra ráðuneytanna á einhvern hátt, s.s. í menntamálum, ferðamálum og sjávarútvegsmálum.</p> <p align="justify">Eins og fram hefur komið hef ég lagt áherslu á eflingu byggðakjarna, m.a. með því að vinna einskonar stöðumat á viðkomandi svæðum, sem unnar eru í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila – sem hefur síðan leitt til Vaxtarsamninga á þeim svæðum. Slík verkefni hafa verið unnin bæði fyrir Eyjafjarðarsvæðið og Vestfirði.</p> <p align="justify">Útfærslan á svokölluðum Vaxtarsamningi er nokkuð nýstárleg, áhersla er lögð á sérstöðu og styrkleika svæðisins og samkeppnishæfni atvinnulífs, þar sem byggt er á markaðstengdum aðgerðum. Markmiðið er að auka hagvöxt svæðisins, fjölga atvinnutækifærum og treysta viðkomandi byggðakjarna svo hann geti enn frekar sinnt því lykilhlutverki að vera miðstöð atvinnu, menningar og þjónustu.</p> <p align="justify">Áherslurnar taka mið af sambærilegum aðgerðum víða erlendis, í fjölmenni eða fámenni, smáum sem stórum hagkerfum.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Góðir gestir,</p> <p align="justify">Á grunni þessarar vinnu hafa farið fram umræður um sambærilegt starf fyrir Suðurland og Vestmannaeyjar. Vegna þessa höfum við ákveðið að efna til sambærilegrar vinnu er nái til þessara svæða og tekið skal mið af þeim áherslum er unnar voru fyrir Eyjafjörð og Vestfirði.</p> <p align="justify">Ég hef skipað verkefnisstjórn er hafi umsjón með þessu verkefni og er hlutverk hennar að gera tillögu til ráðherra um stefnumörkun í byggðamálum á Suðurlandi, með sérstöku tilliti til Vestmannaeyja, og kanna hvaða kostir komi helst til greina við að treysta vöxt og samkeppnishæfni svæðisins. Með tillögunum fylgi áætlun um aðgerðir þar sem fram komi markmið þeirra, forsendur, ábyrgð á framkvæmd, þátttakendur, ásamt tíma- og kostnaðaráætlun. Óskað er eftir að verkefnisstjórnin taki mið af skýrslum sem unnar voru fyrir ráðuneytið nýlega fyrir Eyjafjörð og Vestfirði.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Í verkefnisstjórninni eiga sæti:</p> <p>Baldur Pétursson, deildarstjóri, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, formaður,<br /> Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri, Vestmannaeyjum,<br /> Elliði Vignisson, varaforseti bæjarstjórnar, Vestmannaeyjum,<br /> Friðrik Pálsson, hótelstjóri, Hótel Rangá,<br /> Guðrún Erlingsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Vestmannaeyjum,<br /> Orri Hlöðversson bæjarstjóri, Hveragerði,<br /> Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps,<br /> Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri, Samtökum Sunnlenskra Sveitarfélaga og,<br /> Eyjólfur Árni Rafnsson, framkvæmdastjóri Hönnunar, Reykjavík.</p> <p></p> <p align="justify">Með nefndinni munu starfa Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri hjá Iðntæknistofnun og Kristján Óskarsson, sérfræðingur á Iðntæknistofnun.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Góðir gestir,</p> <p align="justify">Við lifum á miklum breytingatímum. Við verðum hinsvegar að horfast í augu við þessar breytingar og nýta okkur þau fjölmörgu tækifæri sem í þessu felast. Þau eru e.t.v. ekki alltaf augljós, en leynast víða þegar betur er að gáð.</p> <p>Takk fyrir</p> <br /> <br />

2005-03-14 00:00:0014. mars 2005Matur-inn 2005 - Matvælasýning Norðurlands á Akureyri 13. mars 2005.

<p align="justify">Kæru gestir,</p> <p align="justify">Það er afar ánægjulegt að vera hér á meðal ykkar í dag og verða vitni að þeim árangri, frumkvöðlastarfi og drifkrafti sem á sér stað svo víða á okkar ágæta landi.</p> <p align="justify">Það er mikið talað um auðlindir í iðrum jarðar &ndash; auðlindir sjávar sem vissulega koma hér við sögu, en það eru þó fyrst og fremst mannlegar auðlindir sem hér skipta sköpum.</p> <p align="justify">Það er nefnilega þannig að það er ekki nægjanlegt að hafa gott hráefni á sviði matvæla til að gera góðan mat &ndash; heldur þarf bæði, hugmyndaflug, þekkingu og frumkvæði til að ná þeim árangri sem má sjá hér í þessari keppni um titilinn matreiðslumaður ársins 2005.</p> <p align="justify">Ég hef oft orðið vitni að því að erlendir gestir sem koma frá miklum matarsvæðum og borgum, telja í flestum tilvikum að íslenskur matur beri af á alþjólega vísu. Þetta eru afar góð meðmæli og sýna styrkleika sem að mínu mati þarf að auglýsa og nýta betur. Ísland er frábært matarland.</p> <p align="justify">Keppnin Matreiðslumaður ársins er landskeppni íslenskra matreiðslumanna og hefur hún verið haldin frá árinu 1994. Þetta er því í 12. skiptið sem hún er haldin, en að keppninni stendur Klúbbur matreiðslumanna. Keppnin hefur ávallt verið á höfuðborgarsvæðinu, nema árið 2003, þegar hún var haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Árið 2003 var í fyrsta skipti haldin eins konar vörusýning samhliða keppninni. Sýningin nú er veglegri en nokkru sinni fyrr en um 25 fyrirtæki kynna einnig vörur sínar og þjónustu samhliða keppninni. Sýningin er haldin hér í Verkmenntaskólanum, þar sem keppnin fer einnig fram, og eru flest fyrirtækin frá Norðurlandi en nokkur úr Reykjavík.</p> <p align="justify">Í keppninni í ár verða 17 keppendur og er þetta mesta þátttaka síðan árið 1996. Keppendur eru bæði nýútskrifaðir matreiðslumenn sem og landsliðsmenn í greininni. Allir keppendur eru af Reykjarvíkursvæðinu, utan eins sem kemur héðan frá Akureyri. Fimm manna dómnefnd keppninnar er alþjóðlega skipuð &ndash; tveir dómarar koma frá Íslandi og einn frá hverju eftirtalinna landa, þ.e. Finnlandi, Noregi og Danmörku.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Góðir gestir,</p> <p>Ég vil nefna það sérstakleg að Friðrik V veitingamaður á Akureyri og konan hans hún Arnrún eru frumkvöðlar og drifkrafturinn í þessu móti hér á Akureyri. Slík atorka skiptir oft sköpum þegar hlutir eiga að gerast. Þau heiðurshjón eiga miklar þakkir skildar fyrir framtakið. Það er einnig afar ánægjulegt að Vaxtarsamningur Eyjafjarðar hefur stutt</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-03-14 00:00:0014. mars 2005NOM-seminar í Reykjavík, 12. mars 2005

<p>Ladies and gentlemen,</p> <p align="justify">I should like to begin by thanking you for this opportunity to speak to you today. As the Icelandic government minister for Nordic co-operation, I play a part, together with my colleagues in the other Nordic countries, in formulating policy for the Nordic Council of Ministers (NCM), which is the forum for co-operation between the Nordic governments. During the past 15 years, the council has been involved to a considerable extent in Estonia, Latvia and Lithuania. I should like to give an account of this activity and mention some of the important changes that are currently taking place in this work.</p> <p align="justify">The involvement of the Nordic Council of Ministers in the Baltic countries began with the visit of the council&rsquo;s secretary-general to Tallinn, Riga and Vilnius in January 1990. Before that, Nordic parliamentarians had been in contact with their counterparts in the three Baltic countries and had urged the Nordic governments to make a contribution towards reconstruction and democratic development in the region. The political situation in the Baltic countries was sensitive at the time, and the Nordic countries were not united in their position. For example, Finland favoured a cautious approach, while Iceland stepped out and became the first nation to recognise Lithuania&rsquo;s declaration of independence in March 1990. The Nordic Council of Ministers, on the other hand, proved to be a neutral forum where the Nordic countries could work together to help with reconstruction in the Baltic region. As early as 1991, the council opened information offices in the three Baltic capitals, flying flags bearing the motif of the Nordic swan. The council&rsquo;s first Policy for the Adjacent Areas was adopted in 1996. This also extended to north-western Russia, where the council had opened an information office in 1995. Thus, the Nordic Council of Ministers was the first international body to enter into collaboration with Estonia, Latvia and Lithuania.</p> <p align="center"></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">The original aim of the council&rsquo;s activities in the "adjacent areas" was to support Estonia, Latvia and Lithuania in all the massive social changes that followed on their recovery of independence, and also to promote security and stability in the region, to encourage democratic development and the growth of a market-driven economy and to introduce the inhabitants of the region to a lifestyle based on sustainable development. Another important aim was to work for an improvement in people&rsquo;s standard of living and to open the way for "people-to-people" activities involving citizens of the Nordic countries and the Baltic states. And finally, I should mention another aim that materialised at a later stage, which was to help the three Baltic countries to meet the conditions set for joining the European Union and NATO.</p> <p align="justify">In the 15 years since this beginning, the Nordic Council of Ministers has devoted a considerable proportion of the Nordic countries&rsquo; budgets to this worthy cause. Thus, of the total Nordic budgets, which amount to more than DKK 817 million (817 million Danish kroner), about DKK 150 million have been channelled into a wide range of activities in the Baltic countries and north-western Russia.</p> <p align="justify">Funding has been allocated in recent years under the Adjacent Areas Policy for projects that have been carried out jointly by parties in the Nordic countries and the Baltic states or north-western Russia. These projects have been of many types, the common factor uniting them being that they have been intended, in one way or another, to promote the basic aims of the Nordic Council of Ministers which I mentioned earlier. They have included special projects devoted to children and young people, health protection, sustainable development and environmental protection, consumer affairs, the promotion of democracy, gender equality, education and research and cultural exchange programmes of many types.</p> <p align="justify">The Nordic Council of Ministers&rsquo; information offices in Tallinn, Riga and Vilnius have played a key role in all this work. As I mentioned earlier, these were opened in 1991, and have long since become firmly established. Branches of these main offices were opened in various localities in the Baltic countries a few years after the main offices themselves were opened. The offices are very much involved in implementing projects for the council. They ensure that contacts are established with the correct parties and that the projects are really of benefit to local people.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">A considerable part of the funding available under the Adjacent Areas Policy has been devoted to exchange programmes organised by the council in the Baltic countries and north-western Russia. These exchange programmes began on a very small scale in 1991, but have grown steadily with each passing year and have become very popular. About 500 people from the Baltic States and north-western Russia now take part in them every year.</p> <p align="justify">I should like to say very briefly what these exchange programmes consist of.</p> <p align="justify"><strong>Nordplus Nabo</strong> (Nordplus Neighbour) <strong></strong>and <strong>NorFa Nabo</strong> (NorFa Neighbour) are the names of two Nordic grant programmes that were set up in 1991 with the aim of making it possible to establish contact networks between universities and scientists in the Nordic countries, on the one hand, and the Baltic States and north-western Russia on the other.</p> <p align="justify"><strong>Civil servant staff exchanges</strong> are extremely popular. These are organised solely through the information offices in the region. Last year, applications from Estonia, Latvia and Lithuania received priority, since the aim was to build up a contact network and improve knowledge in connection with these countries&rsquo; admission into the European Union.</p> <p align="justify"><strong>NordProLink</strong> is an exchange scheme with a special focus on the business and professional sector. It is also administered by the council&rsquo;s information offices. The aim is to invite young people from firms in the Baltic States and north-western Russia to participate in working exchanges in small and medium-sized companies in the Nordic countries.</p> <p align="justify">I mentioned earlier that parliamentarians had established contact with their counterparts in the Baltic States at an early stage, and later did the same with those in north-western Russia. The <u>Nordic Council</u> (Norðurlandaráð), as the common forum of the Nordic parliaments, is in charge of the Council of Ministers&rsquo; exchange scheme that is specially intended for parliamentarians. The aim of this scheme is to make the experience of parliamentary work and representative democracy that has been gained in the Nordic countries available to the parliaments in the Adjacent Areas to our east. In this connection, particular importance is attached to an active and mutual exchange of opinion on a basis of equality between the Nordic countries and the Baltic States, and it is also seen as a priority to increase the involvement of parliamentarians from north-western Russia in this scheme.</p> <p align="justify"><strong>Sleipnir</strong> is a travel-grant scheme aimed at increasing mobility of young artists in the Nordic countries and their Adjacent Areas.</p> <p align="justify">To close this review of exchange schemes, I should like to mention one that is specially designed to promote collaboration between scientists in the field of <strong>energy production</strong>. Scientists and other specialists can apply for grants to develop active knowledge and information networks in their areas of specialisation, and grants are also available to increase scientists&rsquo; mobility in the Baltic States, the Nordic countries and north-western Russia.</p> <p align="justify">In this review I have mentioned only a few of the funds that make grants to stimulate contact and collaboration between people in the Nordic countries, the Baltic States and north-western Russia. The Nordic grants system is quite extensive, and the number of options open to applicants from the Adjacent Areas has increased from year to year. Clear information about these schemes is available on the homepages of the information offices.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Great changes have taken place over the past 15 years. The situation in Estonia, Latvia and Lithuania is now completely different from what it was when the Nordic Council of Ministers began its work there, and a considerable upswing is now being predicted in the years ahead in the countries bordering the Baltic. But even though things have been developing smoothly, this does not mean that the Nordic Council of Ministers&rsquo; task is finished. On the contrary, the council has been planning moves to stimulate further Nordic contact and collaboration with Estonia, Latvia and Lithuania in the coming years. On the other hand, the great social changes that have taken place in the region call for certain changes in the pattern of this collaboration.</p> <p align="justify">Ever since it was clear that the Baltic States would become members of the European Union, it has been understood that the Nordic Council of Ministers would have to revise its approach to these countries in order to observe greater equality between all concerned. In a spirit of co-operation with the governments of the Baltic States, new policy guidelines have been laid down for the Council of Ministers&rsquo; specialists to follow when establishing contact with parties in the Baltic States. Although these guidelines do not officially enter into force until the end of this year, they have already started to have an effect. Perhaps the clearest sign of this new chapter in the relationship between the Nordic countries and the Baltic States is the fact that the latter are now joint owners of the Nordic Investment Bank. This change occurred at the beginning of this year.</p> <p align="justify">Without doubt, the most important change in the new policy guidelines is the fact that in the future, it is envisaged that both Nordic and Baltic parties will participate in formulating policy and deciding on projects to be tackled, and also that the financing for these projects will come from both sides. <u>Nordic-Baltic benefit</u> will be used as a guiding principle when entering into joint ventures; this is an extension of the <u>Nordic benefit</u> principle that is commonly used as a criterion for approving joint ventures between the Nordic countries themselves. The intention is that both parties will contribute funding to joint ventures when it is to their mutual benefit to tackle them jointly rather than separately. As I mentioned earlier, the present Adjacent Areas Policy will come to an end at the end of 2005. After that, there will be no special allocation in the Nordic budgets for the Adjacent Areas in the form that there has been since 1991. The exchange schemes I spoke about earlier will remain unchanged, but it will be up to committees under the individual specialist ministries to evaluate the <u>Nordic benefit</u> of joint projects involving Estonia, Latvia or Lithuania and to grant Nordic funding for them out of their own budget allocations. The same will apply to the Baltic States. It is our hope that collaboration will continue in all fields where we have common interests. As I have mentioned, these new guidelines have been made known to the Baltic authorities, and there is great interest on both sides in maintaining collaboration in many professional areas.</p> <p align="center">&nbsp;</p> <p align="justify">Dear Guests,</p> <p align="justify">As you may be aware, Iceland and Norway are not members of the European Union. Nonetheless, both countries are closely associated with the union through their membership of the European Economic Area (EEA). Iceland, Denmark and Norway are members of NATO; Sweden and Finland are not. Despite these differences, the Nordic countries maintain close consultation on European affairs and other matters of foreign policy. The Nordic Council of Ministers has proved to be a good forum for discussion for this purpose, and will continue to be so in the future.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">In an expanded European Union, with 25 member states, regional collaboration will assume ever-greater importance. Now, when models are being sought for the huge tasks of reconstruction that face modern Europe, great attention is being focussed on the collaborative mechanism that the Nordic countries have been developing ever since 1952. Nordic collaboration has never been a single fixed entity &ndash; it has developed in step with the evolution of European politics and the changes that have been taking place within the European Union. As more emphasis is being placed on regional collaboration in Europe, new opportunities are opening up for local collaborative organs similar to the Nordic Council of Ministers. It is now becoming a more accepted view that the Nordic countries and the Baltic States, and also other states bordering on the Baltic region, should work together to make this into a powerful regional unit within the European Union. In this way, a vision of vigorous regional collaboration on the northern borders of the European Union has grown up. This is not to say that the intention is to try to establish a power block within the union &ndash; but there is no ignoring the fact that the interests of small nations in the same region must coincide in many ways, taking into account the fact that these nations share the same basic terms of existence.</p> <p align="justify">The Nordic Council of Ministers&rsquo; interest in developing vigorous regional collaboration in northern Europe can be seen in the council&rsquo;s involvement in the EU&rsquo;s Second <u>Northern Dimension Action Plan</u>, which covers the period 2004-2006. The geographical boundaries of the "northern dimension" are: Greenland and Iceland to the west, north-western Russia to the east, the Barents Sea and the Kara Sea to the north and the southern shores of the Baltic Sea to the south. Those involved in the implementation of this plan are, in addition to the Nordic Council of Ministers, the Council of the Baltic Sea States (CBSS), the Barents Euro-Arctic Council (BEAC) and the Arctic Council (AC). Far closer consultation has developed between the Nordic Council of Ministers and these bodies in recent years, and constantly greater importance is being attached to co-ordinating their activities in Northern Europe and establishing a clear division of roles and responsibilities.</p> <p align="justify"><u>The Northern Dimension Action Plan</u> embraces a great number of social and economic factors that affect the lives of the people living in this region in spheres such as health, security, measures to combat organised crime, reforms in the Kaliningrad area, improvements in administration, environmental protection and measures against radioactive contamination, collaboration on energy production, cultural affairs and employment.</p> <p align="justify">The Nordic Council of Ministers has also made it a priority to take part in the development of cross-border co-operation between the Baltic States, Poland, Russia and Belarus. Co-operation of this type is important as a means of preventing the emergence of new lines of political, economic and social division along the external borders of the European Union. Regular consultation and "people-to-people" measures are a good way of achieving this aim. A large-scale experimental project, designed to cover several years, is now about to be launched. This is the <u>Baltic Euroregional Network</u> &ndash; BEN. It will be financed by the Nordic Council of Ministers and the Council of the Baltic Sea States (CBSS), and it is also hoped that some funding will be provided under the EU&rsquo;s budget, Interreg IIIB 2005-2006. A lot of interest has been expressed in this idea, and well over thirty parties have already become involved in it. If all goes according to schedule, it will be launched later this year. It will be directed from the Nordic Council of Ministers&rsquo; office in Lithuania, and information on it will also be available on the homepages of the offices in Estonia, Latvia and St Petersburg.</p> <p align="justify">Ladies and gentlemen,</p> <p align="justify">I have spoken a little about collaborative projects in which the Nordic Council of Ministers has been involved in the "Adjacent Areas" as seen from the Nordic countries, meaning, first and foremost, the Baltic States &ndash; Estonia, Latvia and Lithuania &ndash; and also, to some extent, north-western Russia. As I mentioned, the Nordic countries are keen to upgrade this work and to enhance the political side of it in all ways, and in many professional spheres, valuable skills and experience have been gained which we are keen to maintain and develop further. There is no doubt that many changes have come about since the expansion of the EU, but there is still every reason to believe that the Nordic countries, together with the Baltic States, Poland and north-western Russia, can become the strong Northern European region that is needed to balance the regions of Central and Southern Europe.</p> <p>Thank you</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-03-10 00:00:0010. mars 2005Ársfundur Orkustofnunar.

<p>Ágætu ársfundargestir!</p> <p align="justify">Næstliðið ár var viðburðarríkt ár í orkumálum og þau voru mjög til umræðu í þjóðfélaginu eins og flesta rekur minni til. Árið var einnig að mörgu leyti merkilegt fyrir þær sakir að haldið var upp á aldarafmæli margra merkisatburða í sögu þjóðarinnar. Þar ber hæst aldarafmæli heimastjórnar, en einnig var minnst aldarafmælis þess atburðar sem óumdeilanlega hefur valdið einna mestum aldarhvörfum hér á landi. Þar á ég við gangsetningu fyrstu rafstöðvarinnar, en hún tók til starfa í desember 1904 í Hafnarfirði. Þar var haldið upp á aldarafmæli rafvæðingarinnar með veglegum hætti 12. desember og er óhætt að fullyrða að oft hefur ómerkari tímamóta verið minnst.</p> <p align="justify">Viðbrögð landsmanna við þessari nýjung létu ekki á sér standa. Á næstu þremur áratugunum fram að síðari heimsstyrjöld voru reistar hér á landi um 200 heimarafstöðvar og sýnir það okkur í hnotskurn hve mjög þessi sárafátæka þjóð hefur þráð þær framfarir er rafmagnið færði henni.</p> <p align="justify">Þrátt fyrir öra uppbyggingu staðbundinna rafstöðva víða um land hófst almenn rafvæðing þjóðarinnar ekki fyrr en undir miðja síðustu öld. Allar ríkisstjórnir þjóðarinnar fram á 7. áratug síðustu aldar lögðu ofuráherslu á rafvæðingu landsins og þetta verkefni var sannarlega mikið afrek á sínum tíma er gerði landið í raun byggilegt á nútímavísu. Á fyrstu árum aldarinnar var Ísland í tölu þeirra Evrópuþjóða er notuðu einna minnsta raforku á íbúa, en við lok rafvæðingar landsbyggðarinnar árið 1970 voru Íslendingar sjöttu í röðinni í heiminum hvað snerti raforkunotkun á mann og 98% þjóðarinnar höfðu þá þegar fengið rafmagn til eigin nota. Hin árangursríka rafvæðing landsins sýnir öðru fremur trú landsmanna á að nýta sér innlenda orku til aukinnar hagsældar og lífsgæða.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Þetta á ekki síður við um hina miklu aukningu á nýtingu jarðhitans, sem segja má að hafist hafi er rafvæðingunni lauk, í upphafi áttunda áratugarins. Þá voru um 50% húsnæðis hituð upp með olíu. Það átak er gert var á áttunda og níunda áratug síðustu aldar til að auka notkun jarðvarma hefur skilað þeim árangri að um 89% húsnæðis er nú hitað upp með hitaveitum. Fjárhagslegur ávinningur þjóðarinnar af nýtingu jarðhitans til hitaveitna á síðustu áratugum hefur því verið gríðarlegur og talinn nema vel á annan tug milljarða árlega sé miðað við að óbreytt olíuhitun húsnæðis hefði haldist frá árinu 1973.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Margvíslegir möguleikar eru vitaskuld á frekari nýtingu þessarar auðlindar í framtíðinni og horfa menn þar einkum til aukinnar raforkuframleiðslu sem er að mestu leyti bundin við háhitasvæði. Á síðasta áratug hefur raforkuframleiðsla jarðhitavirkjana fimmfaldast og þar með hafa opnast möguleikar á að nýta afgangsorku þessara raforkuvera til ýmis konar fjölbreytilegrar notkunar. Ekki hefur enn tekist að nýta afgangsvarma jarðhitavirkjana beint til iðnaðarframleiðslu, svo neinu nemi, og er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að leita allra leiða til að auka nýtingu jarðgufunnar meira en gert er í dag.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Staða okkar Íslendinga í orkumálum á alþjóðavísu er mjög sterk og þá sérstaklega varðandi nýtingu jarðhitans. Ýmsir möguleikar eru á útflutningi sérfræðiþekkingar og reynslu okkar á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Ríkisstjórnin hefur nýlega samþykkt að auka mjög þróunaraðstoð landsins og verður verulegum hluta þeirrar aukningar varið til að styðja rannsóknir og framkvæmdir við jarðhitanýtingu í þróunarríkjum. Á þessum vettvangi er nauðsynlegt að koma á fót öflugu samstarfi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Orkustofnunar, Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og fyrirtækisins ENEX, sem er sameiginlegt útrásarfyrirtæki orku- og ráðgjafafyrirtækja um útflutning á íslenskri orkuþekkingu.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Að undanförnu hefur krafa um stóraukna hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í þróuðum ríkjum heims verið mjög áberandi. Evrópusambandið hefur verið í fararbroddi þeirra ríkja er lengst vilja ganga í kröfum um aukinn hlut endurnýjanlegra orkugjafa og sett sér metnaðarfull markmið í því skyni. Með nýlegri stækkun Evrópusambandsins til austurs, opnast möguleikar til útrásar fyrir íslenska þekkingu og reynslu á nýtingu jarðhitans en þar er víða að finna mikil vannýtt jarðhitasvæði. Stjórnvöld í nokkrum þessara ríkja hafa lýst áhuga á samstarfi við Íslendinga á þessu sviði og tel ég að þarna opnist verulegir möguleika íslenskra orku- og ráðgjafarfyrirtækja fyrir aukna útrás jarðhitaþekkingar og reynslu ef vel er að verki staðið.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Á síðustu misserum hefur allnokkuð verið rætt um orkumál samgangna. Um 90% olíunotkunar Íslendinga eru vegna olíunotkunar í samgöngum og vegna fiskiskipa og þessi olíunotkun veldur um 70% af losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Því er afar mikilvægt að unnið verði að því að draga úr olíunotkun á þessu sviði og nýta innlendar orkulindir til samgangna strax og það þykir tæknilega mögulegt og hagkvæmt.</p> <p align="justify">Íslensk stjórnvöld mótuðu fyrir 5-6 árum þá stefnu að nýta bæri endurnýjanlegar orkulindir landsins til að framleiða vistvænt eldsneyti í framtíðinni. Þau og helstu orkufyrirtæki landsins stóðu að stofnun fyrirtækisins Íslensk-Nýorku á árinu 1999 ásamt erlendum stórfyrirtækjum. Það fyrirtæki hefur annast undirbúning og framkvæmd á umfangsmikilli og vel heppnaðri tilraun á notkun þriggja vetnisstrætisvagna hér í Reykjavík í tæp tvö ár.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Stjórnvöld hafa einnig sett sér það markmið að í framtíðinni verði íslenskt samfélag, samfélag hreinna orkulinda og orkubera þar sem notkun á vistvænu eldsneyti komi í stað hefðbundinna brennsluefna í samgöngum og skipum. Sérstakri skrifstofu um vistvænt eldsneyti hefur verið komið á laggirnar hjá Orkustofnun, en stofnunin hefur eins og kunnugt er verið frá upphafi sérfræðistofnun stjórnvalda um eldsneytismál. Þessi starfsemi er ekki síst hugsuð til að annast hina faglegu stjórnun þessa málaflokks fyrir hönd stjórnvalda undir yfirumsjón sérstaks stýrihóps fulltrúa sex ráðuneyta sem hefur það hlutverk að móta stefnu stjórnvalda í þessu efni til næstu framtíðar. Starfsemi þessarar skrifstofu hófst á síðasta ári og bind ég miklar vonir við starfsemi hennar á næstu árum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Gerð fyrsta áfanga svokallaðrar rammaáætlunar um virkjanir lauk fyrir rúmu ári. Hér er um að ræða yfirlitsáætlun um virkjunarkosti landsins, flokkun á hagkvæmni þeirra, umhverfisáhrifum er þeir kunna að valda og hver samfélagsleg áhrif þeirra muni geta orðið. Vinna við annan áfanga áætlunarinnar er nýlega hafin og er stefnt að því að ljúka honum árið 2009. Að mati margra sérfræðinga er vel til þekkja er hér um að ræða einstakt verkefni á alþjóðavísu og hefur verkefnið vakið nokkra athygli erlendis. Enginn vafi er á því að sá samanburður virkjunarkosta er niðurstöður rammaáætlunar leiða í ljós gefa okkur gleggri sýn á líklegum virkjunarkostum og umhverfisáhrifum þeirra. Þá hefur með vinnu að rammaáætlun myndast mikilvægt gagnasafn um rannsóknir og náttúrufarsaðstæður virkjunarkosta sem kemur að miklu gagni þegar ráðist er í frekari rannsóknir eða áætlanagerð um orku- eða landnýtingu.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Vinna við annan áfanga rammaáætlunar mun að verulegu leyti beinast að rannsóknum á jarðhitasvæðum landsins. Á þeim vettvangi ber hæst svokallað djúpborunarverkefni, en unnið hefur verið að undirbúningi þess í nokkur ár. Nú er komið að þeim áfanga að leita eftir fjármagni til frekari rannsókna og borana og þá ekki síst úr erlendum rannsóknarsjóðum. Þetta verkefni er í raun eðlilegt framhald af þeim grunnrannsóknum er unnar hafa verið hér á landi á eðli jarðhitasvæða og snýst um að reyna að meta raunverulegan og nýtanlegan jarðhitaforða landsins. Ákveðið hefur verið að ríkið verði formlegur aðili að þessu verkefni og þá í gegnum Orkustofnun, sem lögum samkvæmt ber að sinna grunnrannsóknum á jarðhita. Tryggt hefur verið fjármagn til verkefnisins á þessu ári og unnið er að því að skoða fjármögnun á hluta ríkisins fyrir fyrsta áfanga verksins næstu tvö ár.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Þá vil ég minnast á að á undanförnum árum hefur verið unnið að umfangsmiklum rannsóknum á landgrunninu umhverfis landið til að afla viðurkenningar á landgrunnsréttindum okkar og kanna hugsanleg svæði til olíu- og gasleitar. Munu niðurstöður þessara rannsókna liggja fyrir árið 2006. Iðnaðarráðuneytið hefur látið taka saman yfirlit um þann undirbúning er þarf að fara fram til að unnt verði að bjóða fram leyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Jan Mayen-svæðinu og er gert ráð fyrir því að hann fari fram á næstu 2 árum.</p> <p align="justify">Þá er einnig verið að ljúka við áfangaskýrslu um rannsóknir um hugsanlega olíu- og gasmöguleika á landgrunni Norðurlands.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Hin nýju raforkulög sem eru í raun að koma til framkvæmda um þessar mundir eru fyrstu heildstæðu lögin er sett hafa verið hér á landi um raforkumál. Þessi lög kalla á breytingar á ýmsum öðrum lögum.</p> <p align="justify">Til að tryggja góða stjórn og eftirlit með rannsóknum og nýtingu orkulindanna þarf heilsteypta löggjöf þar að lútandi. Frumvarp til laga um jarðrænar auðlindir liggur nú fyrir Alþingi þar sem tekið er á helstu nauðsynlegum endurbótum gildandi laga í ljósi breytinga á lagaumhverfi orkugeirans. Mikilvægt er að lögin verði heildarlöggjöf er nái til rannsókna- og nýtingarleyfa á öllum jarðrænum auðlindum, þar á meðal vatnsorkunni, en engin lög hafa gilt um rannsóknir og nýtingu þeirrar auðlindar hingað til.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Þá liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra vatnalaga sem ætlað er að leysa af hólmi gildandi vatnalög frá 1923. Tiltölulega fáar breytingar hafa verið gerðar á þeim lögum í tímans rás og því var orðið tímabært að endurskoða lögin.</p> <p align="justify">Nú er hafin að nýju lagasmíði um hitaveitur en engin heildstæð lög eru til um þennan mikilvæga málaflokk og erum við eina landið á Vesturlöndum sem ekki búa við sérstök lög um hitaveitur og er stefnt að því að leggja frumvarp fram til kynningar á núverandi þingi sem fari til umsagnar hagsmunaaðila næsta sumar.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Mikill áhugi hefur verið á uppbyggingu smárra vatnsaflsvirkjana á undanförnum árum. Ástæða þess er vitaskuld sú að hér á landi eins og erlendis leita menn leiða til mestu hagkvæmni við orkuframleiðslu og um leið að auka hlut endunýjanlegra orkulinda. Tækniþróun síðustu ára hefur gert það mögulegt að auðveldara er að samtengja smávirkjanir, dreifiveitukerfi og raforkunotendur og með því opnast möguleikar raforkuframleiðenda á sölumarkaði sem gjörbreytir hagkvæmni flestra smávirkjana. Ríkið hefur lítillega stutt við forrannsóknir smávirkjana og þá aðallega við vatnamælingar. Sú aðstoð byggist á tímabundinni fjárveitingu til 5 ára en ég tel eðlilegt að halda þeim stuðningi áfram um sinn, en vissulega þarf að móta reglur um það hve langt ríkið eigi að ganga á þessu sviði.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ágætu ársfundargestir.</p> <p align="justify">Um þessar mundir eru tæp tvö ár liðin frá því að Alþingi samþykkti lög um Orkustofnun og Íslenskar orkurannsóknir sem komu til framkvæmda 1. júlí 2003. Með lögunum er skilgreint hlutverk Orkustofnunar sem stjórnsýslustofnunar í samræmi við gildandi lög og með nýjum raforkulögum frá 2003 og aftur 2004 auk annarra laga er stofnuninni falin stóraukin hlutverk sem eftirlits- og umsjónarstofnun hins opinbera.</p> <p align="justify">Þó svo að ýmsir hafi verið efins um að nauðsynlegt hefði verið að skilja að stjórnsýslu og rannsóknir hygg ég að núna, í ljósi þeirra breytinga er orðið hafa í umhverfi raforkumála, blandist engum hugur um að hér hafi verið stigið heillaspor. Þessi aðskilnaður var nauðsynlegur og eðlilegur. Þá er fyrirsjáanlegt að hlutverk stofnunarinnar mun enn aukast með samþykkt frumvarps um jarðrænar auðlindir en þar er gert ráð fyrir að leyfisveitingar til rannsókna og nýtingar færist til stofnunarinnar.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Í framhaldi af setningu laga um Orkustofnun og Íslenskar orkurannsóknir skipaði ég sérstaka nefnd er skoða skyldi með hvaða hætti starfsemi Vatnamælinga yrði best fyrir komið. Nefndin skilaði áliti sínu í árslok 2003 þar sem lagt var til að skoðaðir yrðu möguleikar á samstarfi eða samruna svipaðrar starfsemi hjá öðrum stofnunum ríkisins til hagræðis og þá í sérstakri stofnun. Í framhaldi af því óskaði ég eftir því að formanni nefndarinnar auk fulltrúa viðkomandi ráðuneyta, yrði í sérstökum vinnuhópi, falið að kanna vilja annarra aðila til samstarfs við núverandi starfsemi vatnamælinga. Þeirri vinnu er enn ekki lokið, en niðurstöðu nefndarinnar er að vænta innan skamms.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ágætu ársfundargestir.</p> <p align="justify">Eins og flestum hér er kunnugt hafa blásið nokkrir vindar við setningu hinna nýju raforkulaga og sér enn ekki fyrir um veðurlag á þeim vettvangi.</p> <p align="justify">Lögin tóku gildi um síðustu áramót varðandi aðskilnað einokunar- og samkeppnisþátta í starfsemi raforkufyrirtækja. Við hina miklu undirbúningsvinnu að lagasetningu hefur mikið mætt á starfsmönnum Orkustofnunar og nú við framkvæmd laganna verður hlutur þeirra enn mikilvægari. Vil ég nota tækifærið og þakka starfsmönnum fyrir vel unna vinnu þeirra við þetta verkefni.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Orkustofnun er sá aðili er bæði almenningur og stjórnvöld geta leitað til varðandi margvíslegar upplýsingar innan orkugeirans. Stofnunin hefur einnig og ekki síðra hlutverk gagnvart stjórnvöldum varðandi eftirlit og ákvörðun um verðlagningu á einokunarþáttunum, flutningi og dreifingu á raforku. Þetta verður einna stærsta hlutverk hennar á næstu árum þar sem flutningur og dreifing raforkunnar nemur oftar en ekki 40-60% af verðmyndun raforku til neytandans. Ég geri mér grein fyrir því að á þessum sviðum þurfi hugsanlega að herða ýmsar ólar til hagræðingar bæði í flutningi og dreifingu raforkunnar.</p> <p align="justify">Að lokum vil ég þakka stjórnendum Orkustofnunar fyrir farsælt samstarf á liðnum árum og óska stofnuninni og starfsmönnum hennar alls góðs á komandi tímum.</p> <p align="justify">Ég þakka áheyrnina.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-03-09 00:00:0009. mars 2005Ársfundur Samtaka verslunar og þjónustu.

<p>Fundarstjóri, ágætu aðalfundargestir.</p> <p align="justify">Það er mér mikil ánægja að ávarpa Samtök verslunar og þjónustu á þessum aðalfundi. Samtökin hafa jafnt og þétt vaxið sem öflugur málsvari íslenskrar verslunar og augljóst er af störfum þeirra að þau láta sig hagsmuni félaga sinna miklu skipta. Verslun á Íslandi hefur undanfarna áratugi eflst og styrkst og er verslun og þjónusta fyrir löngu orðin mikilvægasta atvinnugrein landsmanna en rúmlega 60% landsframleiðslunnar eru þjónustugreinar einhvers konar. Undanfarin ár hafa svo verið ævintýri líkust þegar horft er til þess að íslensk verslunar- og þjónustufyrirtæki eru farin að hasla sér völl á erlendri grundu svo eftir er tekið. Fyrir stuttu var greint frá því í fjölmiðlum að íslensk fyrirtæki veita tugþúsundum manna vinnu víðs vegar um Evrópu.</p> <p align="justify">Eftir því sem íslensk verslun og þjónusta eflist að styrk og áræði er mikilvægara að hugað sé vel að því baklandi sem hún byggir á, sem er fólkið sem vinnur í þessum geira. Þar hafa Samtök verslunar og þjónustu gengið á undan með góðu fordæmi með því að vinna markvisst að því að efla mannauðinn innan íslenskra verslunar- og þjónustufyrirtækja.</p> <p align="justify">Eitt af því merkilegasta sem ég hef tekið eftir í starfi samtakanna undanfarin misseri er sú mikla áhersla sem þau hafa lagt á menntunarmál verslunarfólks en í þeim efnum hafa samtökin átt frumkvæði að mörgum athyglisverðum nýjungum. Þar má nefna til sögunnar samstarf samtakanna og nokkurra aðildarfyrirtækja þess við Viðskiptaháskólann á Bifröst, annars vegar um nám í verslunarstjórnun og hins vegar um stofnun Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst sem er verkefni sem viðskiptaráðuneytið hefur einnig komið að.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Það var ráðuneytinu ánægjuefni að geta ásamt SVÞ og stærstu verslunarfyrirtækjum landsins komið að stofnun Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þessum umfangsmikla þætti efnahagslífsins hefur verið tiltölulega lítið sinnt hér á landi og löngu orðið tímabært að gera bragarbót þar á. Ég vænti mikils af starfi þessa seturs og veit að starfsgreinin mun horfa til þeirra rannsókna sem þaðan koma.</p> <p align="justify">Góðir gestir,</p> <p align="justify">Síðan núverandi stjórnarflokkar tóku við stjórnartaumum hefur íslenskt efnahagslíf tekið gríðarlegum breytingum. Er það ekki síst miklum skipulagsbreytingum að þakka og má þar nefna umbyltingu á skattkerfinu, auknu frelsi á fjármagnsmarkaði og eflingu atvinnulífs. Áhrif þessara breytinga eru augljós og má þar nefna mörg dæmi en augljós áhrif eru t.d. bætt samkeppnisstaða þjóðarinnar. Þar höfum við Íslendingar tekið markviss skref fram á við og er nú svo komið að Íslendingar eru fremstir þjóða hvað samkeppnishæfni varðar og í 5. sæti sé litið til þjóða heims.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Nauðsynlegt er að skapa atvinnulífinu áfram góð skilyrði til framsækni og eflingar. Þróunin verður jafnframt að vera á þann veg að atvinnulífið verði skilvirkt og njóti trausts. Í því skyni verður að leita leiða til að halda úti eðlilegum, almennum og sanngjörnum leikreglum án þess að opinbert eftirlit hefti eðlilegan framgang fyrirtækja.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Fyrir um ári síðan skipaði ég nefnd um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis. Vann nefndin gott starf og kom með margar góðar tillögur, m.a. um samkeppnismál. Á grundvelli þeirra lét ég vinna frumvarp að nýjum samkeppnislögum og lögum sem hafa það að markmiði að efla neytendavernd og neytendavitund. Hafa þessi frumvörp nú verið lögð fram á Alþingi og mun ég mæla fyrir þeim í dag. Samkvæmt þeim verður skipulagi samkeppnisyfirvalda breytt og stjórnsýsla á sviði samkeppnismála einfölduð. Þá munu samkeppnisyfirvöld fá heimild til skipulagsbreytinga á fyrirtækjum sem brotið hafa gegn ákvæðum samkeppnislaga eða hafa skapað aðstæður sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Neytendastofa verður sett á fót en sú stofnun mun hafa með höndum eftirlit með lagaákvæðum sem snúa að neytendavernd og óréttmættum viðskiptaháttum. Jafnframt verður komið á fót embætti talsmanns neytenda sem hefur það hlutverk að standa vörð um hagsmuni og réttindi neytenda og stuðla að aukinni neytendavernd.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Öll miða þessi frumvörp að því að lífskjör almennings og afkoma fyrirtækja byggist á heilbrigðri samkeppni um góða þjónustu, vöruúrval og lágt verð. Atvinnulífið lúti þannig leikreglum sem örva samkeppni og hvetji um leið til hagræðingar og nýsköpunar.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Samhliða eðlilegum leikreglum verður að gæta þess að eftirlitsþátturinn og reglugerðir vinni ekki gegn þeim markmiðum stjórnvalda að efla samkeppnishæfni þjóðarinnar, búa í haginn fyrir enn frekari útrás íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði ásamt eflingu þeirra heima fyrir, og því að skapa skilyrði fyrir auknar fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi. Í því skyni voru sett lög um opinbert eftirlit fyrir nokkrum árum. Í 2. gr. laganna segir að eftirlit á vegum hins opinbera megi <strong>ekki</strong> leiða til mismununar né takmarka á athafnafrelsi nema almannahagsmunir krefjist. Sérstök ráðgjafarnefnd, skipuð af forsætisráðherra, vinnur að framgangi laganna. Tel ég rétt að minnast á þetta atriði þar sem oft heyrast raddir úr atvinnulífinu þess efnis að opinbert eftirlit blási óheft út. Sú er ekki raunin og svo má ekki verða enda lýsti forsætisráðherra yfir stuðningi við þau sjónarmið að stjórnvöld hugi að frekari breytingum á eftirlitsþáttum og reglugerðarumfangi í ræðu sinni á Viðskiptaþingi fyrir mánuði síðan. Takmörkun reglugerðarumfangs er mikilvægt skref til að bæta starfsskilyrði atvinnulífsins, auka samkeppnishæfi fyrirtækja og greiða þannig fyrir auknum hagvexti hér á landi.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Góðir fundargestir,</p> <p align="justify">Leikreglur einar og sér stuðla ekki að samkeppni. Þar spila aðrir þættir einnig inn í. Hefur mér á stundum fundist nokkuð vanta upp á öfluga samkeppni á ýmsum sviðum hér á landi. Sumir telja þetta afleiðingu þess að við Íslendingar séum ekki nógu meðvitaðir neytendur. Hvað sem því líður ber ávallt að fagna aukinni samkeppni, líkri þeirri sem við erum að upplifa nú á matvörumarkaðnum. Það er sannarlega gleðilegt að menn skuli vera tilbúnir að leita nýrra leiða til að geta boðið upp á lægra verð og þar með að auka samkeppni. Aukin samkeppni kemur neytendum til góða og vonandi verður framhald á þessari þróun.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Stjórnvöld hafa markvisst unnið í því á undanförnum árum að draga ríkið úr samkeppnisrekstri, m.a. til að fjölga tækifærum almennings og fyrirtækja til að láta að sér kveða og nýta þekkingu sína. Stjórnvöld hafa með öðrum orðum treyst einkaframtakinu til að sinna samkeppnisrekstri og því trausti má ekki spilla. Öflugir en jafnframt heiðarlegir forystumenn í viðskiptalífi skipta sköpum. Það má jafnvel að vissu leyti segja að í viðskiptalífinu ráðist örlög þjóða. Við munum ekki njóta hagsældar til framtíðar nema vera í fremstu röð í heiminum í verslun og viðskiptum. Ég hef fundið í starfi mínu sem ráðherra viðskipta að metnaður íslenskrar verslunar liggur ekki til neins annars.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ágætu fundarmenn,</p> <p align="justify">Þann 1. apríl næstkomandi verða 150 ár frá því að lög tóku gildi sem heimiluðu Íslendingum að reka verslun hér á landi fyrir eigin reikning. Fyrir þann tíma gátu Danir einir gert þetta. Í tilefni þessara merku tímamóta hef ég ákveðið að atburðarins verði minnst með athöfn í Þjóðmenningarhúsinu á afmælisdegi verslunarfrelsisins.</p> <p align="justify">Á þessum 150 árum hefur velsæld íslensku þjóðarinnar aukist gríðarlega. Byggir hún í dag ekki síst á verslun og viðskiptum með auðlindir og hugvit. Má segja að margir öflugustu vaxtarbroddar íslensks efnahagslífs byggi á hugviti öðru fremur. Verslunin hefur augljóslega áttað sig á þessum sannindum og það ekki síst fyrir tilstilli Samtaka verslunar og þjónustu. Ég óska samtökunum velfarnaðar í öllu sínu góða starfi og vænti þess að aðalfundur ykkar verði árangursríkur.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-03-09 00:00:0009. mars 2005Málstofa forsætisnefndar Norðurlandaráðs um jafnréttismál.

<p align="center"><strong>Introduktion ved Nordisk Råds præsidiums seminar om ligestillingsspørgsmål, den 8. marts 2005.</strong></p> <p align="center">I.</p> <p align="justify">Kære gæster. Kvinder engagerer sig i stadig højere grad i erhvervslivet. Et flertal blandt nye akademisk uddannede specialister er kvinder. Kvinder er imidlertid stadigvæk et yderst sjældent syn i islandske virksomheders øverste ledelse. Til trods for at meget tyder på, at det vil ændre sig med veluddannede kvinders øgede engagement i erhvervslivet, er der alligevel hindringer i vejen for at kvinder vælges til ledelsesfunktioner i store virksomheder.</p> <p align="justify">Som minister for handel har jeg bidraget til debatten om kvinders stilling i erhvervslivet og opfordret til ændringer. Jeg nedsatte et udvalg sidste efterår, der skulle udarbejde forslag om, hvorledes man kan øge antallet af kvinder i islandske virksomheders ledelse. Udvalget skal blandt andet undersøge, hvorvidt andre lande har truffet foranstaltninger i denne henseende, og sammenligne kvinders status i erhvervslivet her i Island og i nabolandene.</p> <p align="center">II.</p> <p align="justify">De hindringer, der er i vejen for at kvinder vælges til ledelse, er kommet tydeligt til udtryk på brainstormning-møder med udvalgte kvinder og mænd i erhvervslivet, der er blevet afholdt på det seneste på Industri- og handelsministeriets initiativ. Blandt de væsentligste hindringer, der blev nævnt på møderne, var de med tilknytning til mænds stærke netværk. I debatten nævnte man betydningen af at kvinder styrker deres eget netværk, f.eks. ved at arbejde målrettet på at pege på andre kompetente kvinder. Der blev også nævnt det synspunkt, at det ikke gav kvinder noget at have indbyrdes tilknytning. En gruppe kvinder uden indflydelse er lidet stærkere end kvinderne hver for sig. Kvinder har behov for at komme ind i mænds netværk.</p> <p align="justify">På møderne talte man også om, at alsidighed ikke vurderes som den burde. Al debat om kvinder i virksomheders ledelse er forgæves, hvis mænd ikke køber den idé, at kvinder i ledelsen har en positiv indvirkning på virksomheders værdi. Valg til bestyrelser er mere baseret på magt end på kompetance. Så længe mændene ejer kapitalen og styrer den, har de magten. Hvis ikke de tror på, at alsidigheden er af det gode for virksomhedernes rentabilitet, ændres intet.</p> <p align="center">III.</p> <p align="justify">Kære gæster. I december sidste år deltog jeg i et pressemøde i Oslo i anledning af udgivelsen af en rapport om kvinders deltagelse i bestyrelser og administrativ ledelse i 500 af de største virksomheder i Norden (Nordic 500).</p> <p align="justify">Af rapporten fremgår det, at kvinders andel i bestyrelserne i de største virksomheder i Norden udgør 16,5%. I USA er andelen 13,6% og i England 11,8%. I Norden er andelen størst i Norge 22%, i Sverige 19%, i Finland 13%, i Danmark 12% og i Island 11%. Hvis man udelukkende medregner børsregistrerede virksomheder, er andelen langt den laveste i Island, eller 5% imod 18% i gennemsnit i Norden. Norge og Sverige er de eneste nordiske lande, der har truffet beslutning om ved lovgivning at stile mod en stigning af antallet af kvinder i bestyrelser.</p> <p align="justify">Kvinders andel i den administrative ledelse i islandske virksomheder, der var med i udplukket i denne nordiske undersøgelse, var imidlertid højere i Island, 15%, og 12% i gennemsnit i Norden.</p> <p align="justify">Jeg sagde på dette møde, at jeg mente, at kvinders lave andel i bestyrelser i Island, skyldtes, at ejerne af kapitalen først og fremmest er mænd og at de ikke søgte uden for deres homogene netværk ved valget af bestyrelsesmedlemmer. På mødet blev der lagt vægt på, at i international konkurrence har alsidighed afgørende betydning. Virksomheder har behov for medarbejdere med forskellig bakgrund og viden for at være internationalt konkurrencedygtige. Flere kvinder i bestyrelser burde ikke være en del af politisk rettænkning, men derimod simpelthen en nødvendighed for at øge virksomheders overskud. En nylig dansk rapport stadfæster dette. De virksomheder, hvor der er kvinder blandt bestyrelsesmedlemmerne, viser signifikant bedre resultater end de virksomheder, hvor der udelukkende er mænd i bestyrelsen. Det er vigtigt at fremføre dette budskab. Alsidigheden fører til bedre resultateter i virksomheder.</p> <p align="center">IV.</p> <p align="justify">Det er bemærkelsesværdigt at se hvilke løsninger man har valgt i Norden for at udligne kønnenes andel i virksomheders bestyrelser. Svenskere og nordmænd har grebet til lovgivning, som i Sverige er møntet på at udligne kønsforskellen blandt ledere i virksomheder, og i Norge at øge antallet af kvinder i virksomhedernes bestyrelser. I Danmark og i Finland er der gældende lov om kønnenes andel i den offentlige sektor, men i begge lande har man valgt andre løsninger end lovgivning for at opnå samme resultat i privatsektoren.</p> <p align="justify">I maj 2003 blev der i Sverige vedtaget en lov med det formål at udligne kønsforskellene blandt ledere i virksomheder. Loven foreskriver, at virksomheder har pligt til i årsregnskabet at redegøre for kønnenes andel blandt lederne. Kravet gælder alle virksomheder og virksomhedskoncerner, der har pligt til at aflevere årsregnskab. Undtaget fra lovens bestemmelser er dog virksomheder med ti medarbejdere eller færre.</p> <p align="justify">Tanken bag bestemmelserne om at forpligte virksomheder til at redegøre for kønnenes andel blandt ledere i årsregnskabet var, at ved at gøre forholdet mellem kvinder og mænd i ledelsesstillinger synligt, bliver folk bevidste om den ujævne fordeling og det vil med tiden føre til mere lige kønsfordeling. Dette er bl.a. baseret på svensk erfaring med bestemmelser i en lov, der gælder virksomheders pligt til at redegøre for kønnenes andel blandt medarbejdere i årsregnskabet, bestemmelser, der har været gældende i nogle år.</p> <p align="justify">Norge er gået et skridt længere end Sverige. I december 2003 blev der i Norge vedtaget lovændringer, der skal øge antallet af kvinder i virksomhedernes bestyrelser. Med loven blev der foretaget ændringer i reglerne i selskabsretten om sammensætningen af bestyrelser i alle offentlige virksomheder. Der stilles krav om, at kønsfordelingen i virksomheders ledelse skal være således, at mindst 40% af bestyrelsesmedlemmerne er repræsenteret ved hvert køn. Loven bliver gennemført på grundlag af generelle regler i Loven om aktieselskaber, således at hvis den bestyrelse, der indberetttes til aktieselskabsregistret, ikke opfylder lovens betingelser om kønsfordeling og selskabet ikke udnytter sin ret til at ændre dette, kan det føre til opløsning af selskabet. Loven trådte i kraft den 1. januar 2004.</p> <p align="justify">Her i Island er der ikke, og heller ikke i Danmark og Finland, blevet vedtaget nogen lov om dette. I Island har der aldrig været så stor debat om dette emne som der er nu. Jeg er så optimistisk at jeg mener, at man kan stile mod ændringer med en positiv og opbyggelig debat. Tiden vil så afgøre, om jeg har ret.</p> <p align="center">V.</p> <p align="justify">Jeg kan ikke afslutte min omtale af ligestillingsspørgsmål uden at nævne loven om barselsorlov, som uden al tvivl har været det største skridt fremad i ligestillingskampen i meget lang tid. Der er islændinge i spidsen. Det er den sag, som jeg er mest tilfreds med af de sager, der er blevet vedtaget i Altinget siden jeg tog plads der.</p> <p align="justify">Desuden er det på sin plads at nævne nødvendigheden af, at mænd beskæftiger sig med ligestillingsspørgsmål. I stedet for at betragte kønnenes ligestilling som et specifikt emne, der udelukkende angår kvinder, har den holdning nu bredt sig, at ligestillingsspørgsmål er et anliggende for samfundet som helhed. Ændringer på dette område er til langt de flestes fordel og det er derfor naturligt at så mange som muligt deltager i debatten og i ændringerne. Det er et underliggende faktum, at ligestilling ikke udelukkende er et retfærdighedsspørgsmål, men at ligeretten af nationaløkonomiske årsager er nødvendig for at udnytte begge køns menneskelige ressourcer bedre end det sker i dag. Samfundet som helhed er bedst stillet, hvis hvert enkelt individ gør hvad han eller hun er mest kompetent til.</p> <p align="justify">Mænd drager fordel af ændringen på grund af deres øgede ansvar for familien. Mænd og kvinder har samme interesser i, at man opnår den gyldne balance mellem arbejde og familieliv. Tak for opmærksomheden.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-03-09 00:00:0009. mars 2005Fundur Reykjavíkurakademiunnar 5. mars 2005.

<p align="justify">Góðir gestir. Ég vil í upphafi nota tækifærið og þakka Reykjavíkurakademíunni fyrir fundarröðina um Virkjun lands og þjóðar. Þessi mál hafa verið í brennidepli þjóðmálaumræðunnar um langt skeið og ber að fagna allri málefnalegri umræðu um virkjanamál.</p> <p align="justify">Umræðuefni fundarins er einkavæðing Landsvirkjunar &ndash; Verður hún seld? &ndash; Hver vill kaupa? &ndash; Er hún eigulegt fyrirtæki? Fyrstu tveimur spurningunum um hvort Landsvirkjun verði seld og hverjir vilja kaupa get ég ekki svarað en hitt veit ég að Landsvirkjun er eigulegt fyrirtæki. Einkavæðing Landsvirkjunar er ekki upp á borðinu á næstu árum og það á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en fyrirtækið verður selt, ef til þess mun koma.</p> <p align="justify">Fyrir nokkru var skrifað undir viljayfirlýsingu um að ríkið leysi til sín eignir Akureyrar og Reykjavíkur í Landsvirkjun. Jafnframt gáfu iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra út yfirlýsingu um framtíð Landsvirkjunar. Það sem liggur fyrir nú er pólitísk stefnumörkun um að ríkið verði eini eigandi Landsvirkjunar og að ríkið hyggist sameina eignir sínar á orkusviði í eitt fyrirtæki. Stefnt er að því að þetta gerist á þessu ári.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Í yfirlýsingu iðnaðar- og fjármálaráðherra kom einnig fram hvernig ríkið sér fyrir sér framtíð hins sameinaða fyrirtækis til lengri tíma litið. Hlutafélagavæðing sameinaðs fyrirtækis er að mínu mati óumflýjanleg á næstu 3-5 árum. Hverjir eru valkostirnir við hlutafélagaformið? Ekki getur félagið verið sameignarfélag áfram því félagið verður aðeins í eigu eins aðila. Vart sjá menn fyrir sér að fyrirtækið verði ríkisstofnun. Hlutafélagaformið er langalgengasta og best skilgreinda rekstarform á Íslandi og því eðlilegast að stefnt sé að því að félag í samkeppnisrekstri sé rekið í því formi.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Í yfirlýsingunni kom einnig fram að hlutafélagavæðingin gæfi möguleika á aðkomu nýrra fjárfesta að fyrirtækinu. Í því felst ekki ákvörðun um einkavæðingu. Hægt væri að hugsa sér að nýir aðilar, svo sem lífeyrissjóðir, legðu fyrirtækinu til nýtt eigið fé í framtíðinni, án þess að til sölu hlutafjár ríkisins kæmi.</p> <p align="justify">Ég varð mjög vör við það þegar þessi yfirlýsing var gefin út að með sölu Landsvirkjunar væri útlendingum gefinn kostur á að eignast íslenskar virkjanir og það bæri að sjálfsögðu að stöðva með öllum tiltækum ráðum. En bíðið við. Útlendingum er heimilt að reisa virkjanir á Íslandi í dag og hefur reyndar verið heimilt að eiga virkjanir á Íslandi frá árinu 1996. Þetta kemur til vegna aðiladar okkar EES.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">II.</p> <p align="justify">Góðir gestir. Ég vil fara hér stuttlega yfir rökin fyrir kaupum ríkisins á Landsvirkjun og sameiningu orkufyrirtækja ríkisins. Það eru mikil tímamót á raforkumarkaði að eigendur Landsvirkjunar skuli hafa náð saman um stefnumörkun um eignarhald fyrirtækisins. Það eru nýju raforkulögin sem eru kveikjan að viljayfirlýsingu eigenda Landsvirkjun sem undirrituð var í síðustu viku. Núverandi eigendasamsetning raforkufyrirtækja er ekki heppileg til að ná fram því markmiði raforkulaganna að stuðla að samkeppni í vinnslu og sölu raforku. Ástæðan er ekki síst sú að allir eigendur Landsvirkjunar eru eigendur að öðrum raforkufyrirtækjum, en það skapar hagsmunaárekstra. Það er því nauðsynlegt að kanna hvort samkomulag geti tekist um nýja skipan eignarhalds raforkufyrirtækja.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Um þetta er ekki deilt meðal eigenda Landsvirkjunar og hefur í raun náðst mjög breið samstaða um að æskilegt sé að stefna að breyttri eignaraðild. En málið á langan aðdraganda. Reykjavíkurborg hefur í mörg ár óskað eftir viðræðum við iðnaðarráðuneytið um kaup ríkisins á Landsvirkjun að hluta eða heild. Á síðasta ári var byrjað að ræða möguleg kaup ríkisins í eigendanefnd Landsvirkjunar. Jafnframt var gefin út á síðasta ári stefnumótun Reykjavíkurborgar í orkumálum þar sem sú stefna var mörkuð að borgin losaði um eignarhlut sinn í Landsvirkjun.</p> <p>&nbsp;</p> <p align="center">III.</p> <p align="justify">En ríkið þarf einnig að móta stefnu um það hvað það hyggst fyrir með Landsvirkjun og önnur fyrirtæki í sinni eigu eftir að það hefur eignast Landsvirkjun að fullu. Það er eðlilegt að ríkið gefi strax út sína stefnu til framtíðar og byrji að vinna eftir henni. Ríkið ráðgerir að sameina Landsvirkjun, RARIK og Orkubú Vestfjarða eftir að hafa leyst til sín eignarhluta sveitarfélaganna í Landsvirkjun. Með því sameinar ríkið eigur sínar á raforkumarkaði í eitt fyrirtæki í framleiðslu, dreifingu og sölu raforku. Gárungarnir hafa kallað þetta sameinaða fyrirtæki OVON, sem er stytting á Orkubú Vestfjarða og nágrennis.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ég tel að mjög margt mæli með sameiningu Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða. Með því yrði til öflugt fyrirtæki í framleiðslu og sölu raforku. Með sameiningunni er eiginfjárstaðan styrkt og hagræðing yrði umtalsverð, m.a. í viðhaldi háspennulína. Með þessu móti lækkaði kostnaður við raforkukerfið og fyrir vikið yrði verð til notenda lægra en ella.</p> <p align="justify">Þessi samruni er lóðréttur, þ.e. núverandi starfsemi fyrirtækjanna er ólík. Landsvirkjun er fyrst og fremst í framleiðslu en RARIK og Orkubúið í dreifingu. Samruni þessara fyrirtækja hefur því sáralítil áhrif á samkeppni í samkepppnisþætti raforkukeðjunnar en nokkur hagræðing verður í einkaleyfaþáttum. Saman eiga svo fyrirtækin Landsnet að fullu.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Nokkur umræða hefur verið um það að undanförnu að rétt sé að búta RARIK í sundur og sameina hlutana þeim dreififyrirtækjum sem fyrir eru. Ég leyfi mér að fullyrða að það yrði ekki landsbyggðinni til framdráttar ef stofnaðar yrðu litlar dreifiveitur sem einbeittu sér að takmörkuðu landssvæði. Slíkt myndi einungis auka kostnað, hækka raforkuverð og minnka samkeppni á markaðnum til lengri tíma litið.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ég tel að við skipulagsbreytingar á raforkumarkaði verði að taka mið af hagræðingarsjónarmiðum, samkeppnissjónarmiðum og byggða-sjónarmiðum. Endurskipan raforkufyrirtækja verður að leiða til minni kostnaðar og betri reksturs í greininni. Þetta sjónarmið mun leiða til fækkunar fyrirtækja á raforkumarkaði. Hins vegar verður að gæta að því að samkeppni ríki í framleiðslu og sölu í samræmi við markmið raforkulaga. Hagræðing og fækkun fyrirtækja má ekki koma í veg fyrir að samkeppni geti þrifist. Að síðustu verður við endurskipan raforkumála að leitast við að treysta undirstöður byggðar í landinu í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.</p> <p align="justify">Sameining Landsvirkjunar, RARIK og Orkubúsins nær að mínu mati mjög vel þessum markmiðum. Það verður hagræðing án þess að samkeppni skerðist. Við sameininguna gefst einnig möguleiki á að hafa byggðasjónarmið í heiðri.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-03-03 00:00:0003. mars 2005Kynning á evrópskri skýrslu um eignarhald kvenna í atvinnurekstri.

<p align="justify">Ég býð ykkur velkomin til þessa blaðamannafundar, en til hans er boðað til að kynna Evrópuverkefnið &bdquo;Konur í atvinnurekstri og landbúnaði" og skýrslu um það efni sem hér liggur frammi.</p> <p align="justify">Með mér á fundinum eru Sigríður Elín Þórðardóttir, starfsmaður Byggðastofnunar, sem skrifaði íslenska hluta skýrslunnar, Herdís Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar, og þær Stefanía Óskarsdóttir , Erna Bjarnadóttir, Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Helga Björg Ragnarsdóttir og Kristín Karlsdóttir &nbsp;sem störfuðu í ráðgjafahóp verkefnisins. Sigríður Elín mun kynna skýrsluna stuttlega hér á eftir.</p> <p align="justify">Norðmenn áttu frumkvæði að því að sækja um styrk til Evrópusambandsins til að vinna verkefni um konur í atvinnurekstri og landbúnaði og leitaði eftir þátttöku Íslands, Lettlands, Svíþjóðar og Grikklands. Tilgangurinn var m.a. að bera kennsl á hvaða hindranir verða helst á vegi kvenna sem reka eigin fyrirtæki og finna leiðir til þess að aðstoða og styðja konur í atvinnurekstri í þeim tilgangi að fjölga konum sem sjá atvinnutækifæri í eigin viðskiptahugmyndum.</p> <p align="justify">Norðmenn stýrðu verkefninu. Ráðgjafahópar í hverju landi fyrir sig tóku saman þær upplýsingar sem til þurfti. Leitað var til kvenna í þátttökulöndunum sem hafa reynslu og þekkingu á því að reka eigin fyrirtæki. Þannig var miðlað þekkingu og varpað skýrara ljósi á aðstæður kvenna í atvinnurekstri í viðkomandi löndum.</p> <p align="justify">Haldinn var umræðufundur hér á landi í október s.l. með þátttöku fulltrúa úr stoðkerfi atvinnulífsins. Þar skapaðist góður umræðuvettvangur og var fjallað um á hvern hátt hið opinbera stoðkerfi atvinnulífsins, fjármálastofnanir og fræðasamfélagið geti með auknu samstarfi virkjað enn betur menntun, hæfni og þekkingu kvenna til sóknar. Fundurinn tókst mjög vel og varð mikilvægt innlegg í lokaskýrsluna til Evrópusambandsins.</p> <p align="justify">Nú hefur nefndin lokið störfum. Vinnan hefur tekið eitt ár og niðurstöðurnar eru birtar í samanburðarskýrslu sem ber heitið "Women towards ownership in business and agriculture". Er sú skýrsla kynnt í öllum þátttökulöndunum um þessar mundir.</p> <p align="justify">Ég gef hér með Sigríði Elínu orðið, hún mun kynna helstu niðurstöður skýrslunnar.</p> <p align="justify">Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Sigríði Elínu fyrir hennar framlag til þessa góða verkefnis.</p> <p align="justify">Í ljósi þeirra ábendinga sem fram koma í skýrslunni og í samræmi við jafnréttisáætlun ríkisstjórnarinnar, hef ég ákveðið að beita mér fyrir tilteknum aðgerðum:</p> <p align="justify"><u>Í fyrsta lagi</u> hef ég falið Byggðastofnun að vinna úttekt á því hvaða árangur hefur náðst undanfarin ár af verkefnum sem hafa haft það að markmiði að örva frumkvæði kvenna í atvinnurekstri, þ.m.t. stöðu kvenna gagnvart stuðningskerfi atvinnulífsins hvað varðar styrki, lánsfé og hlutabréf. Markmiðið er að afla upplýsinga sem geti orðið grundvöllur að frekari aðferðum til að efla þátt kvenna í atvinnurekstri.</p> <p align="justify"><u>Í öðru lagi</u> mun ég láta yfirfara og skerpa á reglum nokkurra viðvarandi verkefna sem nú þegar eru í gangi til að hvetja konur til að hrinda viðskiptahugmyndum sínum í framkvæmd og styðja konur í rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Má þar nefna <em>Impru, Brautargengi, Félag kvenna í atvinnurekstri, Lánatryggingasjóð kvenna og Atvinnurekstur kvenna á landsbyggðinni.</em></p> <p align="justify"><u>Í þriðja lagi</u> hef ég hvatt fyrirtæki til að skoða möguleg tækifæri fyrir konur í stjórn fyrirtækja. Nefnd er að störfum um þetta málefni. Vilji minn er að fyrirtæki taki sig sjálf á í þessum efnum í stað þess að gripið verði til lagasetningar. Í því skyni sendi ég m.a. nýlega stærstu fyrirtækjum landsins bréf þar sem farið var fram á að forsvarsmenn þeirra beiti sér fyrir því að konur fái aukið tækifæri til setu í stjórnum viðkomandi fyrirtækja. Vakti bréfið nokkra athygli og vona ég að árangur verði af þessu.</p> <p align="justify">Ég hef vitneskju fyrir því að fullur vilji er hjá Byggðastofnun og félagsmálaráðuneyti að tryggja framhald á því góða starfi sem jafnréttis- og atvinnuráðgjafar Byggðastofnunar hafa sinnt.</p> <p align="justify">Ég vil einnig taka það fram að ég er mjög meðvituð um nauðsyn þess að jafna kynjahlutfallið í nefndum og stjórnum á vegum opinberra aðila. Nauðsynlegt er að stjórnarráðið taki höndum saman um það mál.</p> <p align="justify">Ég vil þakka ráðgjafahópnum, Stefaníu Óskarsdóttur og Ernu Bjarnadóttur, auk Bjarnheiðar Jóhannsdóttur og Helgu Bjargar Ragnarsdóttur frá Byggðastofnun, fyrir vel unnin störf. Þessi skýrsla er mikilsvert innlegg inn í umræðuna um þátttöku kvenna í atvinnurekstri en eins og nærri má geta þá er fjölgun kvenna í atvinnurekstri mikilvægur liður í eflingu atvinnulífs hér á landi.</p> <p align="justify">Að lokum vil ég þakka ykkur ágætu gestum okkar fyrir að koma hingað í dag og sýna málinu áhuga.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-02-22 00:00:0022. febrúar 2005Aðalfundur IcePro um rafræn viðskipti, afhending IcePro verðlaunanna.

<p align="justify">Ágætu fundarmenn,</p> <p align="justify">Það er óhætt að segja að undanfarin ár hafi einkennst af miklum breytingum og framþróun á sviði upplýsingatækni sem og á sviði rafrænna viðskipta. Íslensk fyrirtæki hafa staðið þar framarlega í alþjóðlegum samanburði og náð athyglisverðum árangri.</p> <p align="justify">Stundum er sagt að upplýsingatæknin eigi sér ekki heimilisfesti í stjórnkerfinu. Ekki vil ég skrifa undir það, málaflokknum er skipt upp með ákveðnum hætti. Það fyrirkomulag krefst að sjálfsögðu stöðugrar endurskoðunar, líkt og annað. Þróunin hefur verið ör í þessari grein og spennandi tímar framundan. Því er mikilvægt að efla samstarf og stilla saman strengi. Á það ekki aðeins við um okkar vinnu innan ráðuneytanna heldur samstarf hins opinbera við fyrirtækin og lausnaraðilana. Í þessu ljósi má segja að hlutverk IcePro, eða hins sameinaða vettvangs, hafi sjaldan eða aldrei verið mikilvægara en einmitt nú.</p> <p align="justify"></p> <p>Ríkisstjórnin hefur eftir bestu getu reynt að sýna gott fordæmi á sviðum rafrænna viðskipta sem og rafrænni stjórnsýslu. Þannig markaði ríkisstjórn Íslands stefnu á síðastliðnu ári sem ber yfirskriftina &bdquo;Auðlindir í allra þágu - Stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2004-2007". Að þeirri stefnumótun komu fjölmargir fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila í samfélaginu. Leiðarljós stefnunnar er að skapa framtíðarsýn, skilning og vilja til þess að almenningur, atvinnulíf og opinberir aðilar leggist á eitt og vinni að því að nýta tækifæri tækninnar til að bæta íslenskt samfélag.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Í stefnunni er lögð áhersla á rafræn viðskipti og rafræna stjórnsýslu, en þar segir m.a.: &bdquo;Hið opinbera, bæði ríki og sveitarfélög leggi áherslu á rafræn viðskipti og rafræna stjórnsýslu. Í því felst m.a. að opinberar stofnanir veiti rafræna þjónustu hvarvetna þar sem hún leiðir til hagræðingar og bættrar þjónustu við almenning og atvinnulíf. Áhersla verði lögð á að hægt verði að nýta tiltölulega einfaldan tæknibúnað í samskiptum við stjórnvöld og að nýir samskiptamiðlar verði nýttir. Ávallt þarf þó að vera fyrir hendi val þannig að þeir sem ekki geta notað tæknina geti notið hefðbundinnar þjónustu áfram." Þó er ljóst að rafræn stjórnsýsla snýr ekki eingöngu að stjórnvöldum heldur er opinber stjórnsýsla málefni alls samfélagsins og ekki síst fyrirtækjanna í landinu. Hlutverk IcePro er mikilvægt í þessu ljósi, enda má segja að margir líti á IcePro sem brú milli hins opinbera og fyrirtækjanna í landinu. Brú þar sem atvinnulífið og stjórnvöld koma saman og móta stefnu til framtíðar.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ágætu fundargestir,</p> <p align="justify">Iðnaðarráðuneytið er um þessar mundir þátttakandi í Tilraunasamfélagi um rafræn viðskipti. Auk Iðnaðarráðuneytis eiga aðild að verkefninu fjölmargir aðilar frá atvinnulífinu og sveitastjórnum. <strong></strong>Hefur ráðuneytið miklar væntingar um að árangur náist af því verkefni. Ljóst er að Tilraunasamfélagið hefur hlotið alþjóðlega athygli, þannig hlaut verkefni á vegum þess styrk að upphæð 22 milljónir króna frá Norrænu Nýsköpunarmiðstöðinni. Nú er einnig verið að leggja lokahönd á umsókn í 6. rammaáætlun ESB þar sem sótt er um rúmlega tvær milljónir Evra. Er ljóst að mat ESB á þeirri umsókn kemur til með að ráða úrslitum um framtíð Tilraunasamfélagsins. Einnig tel ég ljóst að aðkoma IcePro að þeirri vinnu sem framundan er í Tilraunasamfélagi um rafræn viðskipti, sé eðli máls samkvæmt mikilvæg og forsenda þess að raunverulegur árangur náist.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Nú liggur fyrir að miklar breytingar eru framundan á stoðumhverfi rafrænna viðskipta, en á aðalfundi IcePro fyrir ári síðan gerði ég að umræðuefni mikilvægi þess að stofnanir og samtök sem með einum eða öðrum hætti tengjast þróun rafrænna samskipta stilltu saman strengi sína, efldu samstarf eða jafnvel sameinuðu starfsemi sína. Taldi ég þetta mikilvægt þar sem verkefni hafa stækkað og þunginn aukist. Það er því ánægjuefni að nú skuli vera starfandi vinnuhópur sem undirbýr aukið samstarf eða jafnvel samruna fjögurra samtaka á þessu sviði, þ.e. IcePro, FUT, Skýrslutæknifélagsins og EAN. Er það von mín að þessu ferli ljúki áður en lagt um líður þannig að á það reyni hvort um raunhæfan möguleika sé að ræða. Hvernig sem það fer má ljóst vera að þessi vinna hlýtur að skila okkur betri yfirsýn, varpa ljósi á hverjir snertifletirnir eru og skýra hlutverkaskipan.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Verðlaunaafhending:</p> <p align="justify">Góðir fundarmenn. Það er mér mikil ánægja að fá að afhenda IcePro-verðlaunin en þetta mun vera í 9. sinn sem þau eru veitt.</p> <p align="justify">Dómnefnd IcePro skipa að þessu sinni</p> <p align="justify">Karl. F. Garðarsson, formaður ICEPRO, forstöðumaður stjórnsýslusviðs Tollstjórans í Reykjavík.</p> <p align="justify">Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa og</p> <p align="justify">Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Í umsögn dómnefndar segir:</p> <p align="justify"><em>Dómnefnd IcePro hefur valið Landlæknisembætti sóttvarnarlæknis til að hljóta verðlaunin í ár. Fær embættið verðlaunin fyrir fyrsta hluta verkefnis sem unnið er í samstarfi við TölvuMyndir. Snýst verkefnið um koma bólusetningagögnum frá heilsugæslustöðvum í gagnagrunn sem geymdur er hjá Landlæknisembættinu, með hjálp sjálfvirkrar skeytamiðlunar.</em></p> <p align="justify"><em>&nbsp;</em></p> <p align="justify"><em>Ýtrustu öryggis- og persónuverndarsjónamiða er gætt og eru samskiptin dulkóðuð og rafrænt undirrituð. Gögn eru sett fram með XML sniði sem aðilar hafa komið sér saman um að nota. Við skilgreiningu þess var horft til HL7 staðalsins. Að ráðum IcePro er gagnaflutningur framkvæmdur samkvæmt ebMS gagnaflutningsstaðlinum sem er hluti ebXML staðlasettsins. Hugbúnaður frá TölvuMyndum sér um alla þætti gagnameðhöndlunar og gagnaflutnings.</em></p> <p align="justify"><em>Sú tækni sem hér er notuð er jafnframt sú sama og notuð er við sendingar rafrænna læknabréfa milli heilsugæslustöðva annars vegar og bæði Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Landsspítala Háskólasjúkrahúss hins vegar.</em></p> <p>Ég vil biðja Þórólf Guðnason yfirlækni Sóttverndarsviðs Landlæknisembættisins að koma hér upp og veita verðlaununum viðtöku.3</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-02-18 00:00:0018. febrúar 2005Framtíð og forsendur sprotafyrirtækja.

<p align="justify">Ágætu þinggestir.</p> <p align="justify">Það telst sennilega augljós staðreynd í þessum hópi að hagvöxtur byggir einkum á nýsköpun og framþróun í atvinnulífinu. Um þetta er fjallað í nýlegri skýrslu Evrópusambandsins um nýsköpunarstefnu á Íslandi 2003-2004 sem birt er í ritröðinni: "European Trend Chart on Innovation" en þar er staðfest að sterkt samband sé á milli efnahagslegra framfara &ndash; annars vegar og nýsköpunarstarfsemi hér á landi &ndash; hins vegar. Þá segir orðrétt í þessari skýrslu ESB: ..."and more precisely Icelandic industry is performing well in directing its innovation efforts towards economic returns".</p> <p align="justify">Það er í sjálfu sér gott að fá slíkt utanaðkomandi mat um að við séum að ná árangri í nýsköpunarstarfi okkar og að það skili efnahagslegum ávinningi. Almennt verður þó að telja að við getum átt von á mun meiri ávinningi í framtíðinni miðað við þær breytingar sem nú eru að verða í umhverfi nýsköpunar á Íslandi.</p> <p align="justify">Umhverfi þetta hefur verið í hraðri mótun á síðustu árum. Veigamestu skrefin eru sennilega tilkoma Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins 1998; upphaf á rekstri IMPRU nýsköpunarmiðstöðvar 1999; tilkoma Vísinda- og tækniráðs 2003, sem sameinaði stefnumótun stjórnvalda á þessu sviði og loks Tækniþróunarsjóður sem tók til starfa á árinu 2004.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Á þessu ári eru rúmlega 300 milljónir króna til ráðstöfunar úr Tækniþróunarsjóði, sem er meira en 100 milljóna króna aukning frá árinu 2003. Við úthlutunina í fyrra runnu 73 % fjármagnsins til verkefna sem voru undir forustu fyrirtækja, en fjórðungurinn sem eftir var dreifðist á verkefni sem voru undir forustu rannsóknastofnana og háskóla. Langflest verkefnin voru samstarfsverkefni þar sem fyrirtæki voru annar eða einn af þátttakendum, en aðeins 4% fjármagnsins rann til verkefna sem ekki voru með þátttöku fyrirtækja. Stærsti hópurinn var samstarf fyrirtækja og rannsóknastofnana og næst stærsti hópurinn samstarf fyrirtækja og háskóla. Fyrirtækin sem hér um ræðir voru öll sprotafyrirtæki.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ljóst er að tilkoma Tækniþróunarsjóðs hefur treyst mjög árangurslíkur sprotafyrirtækja enda hefur þörf þeirra fyrir aukið þróunarfé verið áberandi lengi. Þá er einnig mjög ánægjulegt að sjá hversu vel þeim hefur tekist að tengjast rannsóknum háskóla og opinberra rannsóknastofnana. Þetta samstaf er mikilvægt að treysta enn frekar enda hlýtur það að vera eitt af verkefnum stofnananna að taka þátt í og styðja við rannsóknir og tækniþróun fyrirtækja.</p> <p align="justify">Það er von mín að yfirstandandi endurskipulagning á starfsemi rannsóknastofnananna leiði til þess að unnt verði að styrkja þetta samstarf enn frekar og að það leiði til efldrar starfsemi sprotafyrirtækja.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Með þessum fáu orðum lýsi ég Sprotaþing 2005 sett.</p> <p>Ég óska ykkur velfarnaðar í störfum ykkar í dag.</p> <br /> <br />

2005-02-10 00:00:0010. febrúar 2005NORA ráðstefna á Íslandi.

<p align="justify">Ladies and Gentlemen,</p> <p align="justify">It is a great pleasure to welcome all of you to this conference on Challenges, Opportunities and Cooperation in the North Atlantic Region.</p> <p align="justify">I especially want to welcome the foreign guests from the 9 countries or regions in the North Atlantic Area - Newfoundland, Nova Scotia, Greenland, Scotland, Shetland, Faroe Islands, Norway, &ndash; as well as from the European Commission and Denmark.</p> <p align="justify">In recent years the world has changed rapidly due to factors in technology, economy, politics and other areas. These changes can also be seen in increased globalisation which has affected, the economy and culture on global, national and regional level at the same time &ndash; with both opportunities and threats - for business as well as people.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">The key challenge is however to cope with these changes &ndash; there is no other option - and to take advantage of opportunities and strengths as well as creating new ones. For many reasons - it is also more important than ever to deepen cross-border co-operation, between regions as well as countries &ndash; to be able to enhance our economy, culture and the standard of living.</p> <p align="justify">The strengths of our countries are many, such as; the culture, the sagas, skilled people, great natural resources, clean environment, etc. But at the same time our common challenges are many &ndash; like the cold climate, the sparse population, the long distances and therefore difficult transport conditions. It is therefore important to exchange experiences in order to find ways to exploit our common opportunities and strengths.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Co-operation and partnership between the North Atlantic countries and regions is the overall aim of this conference - and I am confident that the work at this meeting will bring us closer together, exchange experiences and help us with our common tasks towards more cooperation and growth. It is also important to highlight that we have joined in several successful projects supported by NORA. These programs have increased innovation, sales, value and growth of companies.</p> <p align="justify">The co-operation within the NORA program will increase our strengths and create opportunities, making us better prepared to cope with the challenges we are facing &ndash; in rapidly changing world and globalisation - and turn them into economic and cultural value. The NORA program is also an important step for many companies and individuals towards participation in programs like NPP - or developing co-operation and business.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">It has been the policy of our Government to strengthen the co-operation in the North Atlantic Region. This can be seen in how projects have been prioritised in our chairmanship in 2004 in the forum of Nordic Council of Ministers as well in other places. Implementation is however also depending on the private sector &ndash; as well as on public private partnership in the region. Therefore, I do hope you are able to take steps towards practical development in that direction. We have to create our future ourselves.</p> <p align="justify">Ladies and Gentlemen,</p> <p align="justify">I hope the work here today and tomorrow will be valuable for enhancing future co-operation between the North Atlantic countries and regions &ndash; and hopefully you will find solutions to do so &ndash; through the NORA program &ndash; or in another way.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Finally,</p> <p align="justify">I would like to use this opportunity to thank NORA for holding this conference here in Iceland - the subject is of great importance to us. I also want again to welcome our foreign guests to Iceland and wish them a pleasant stay.</p> <p align="justify">May you all have a fruitful meeting and I wish you all the best.</p> <p>Thank you.</p> <br /> <br />

2005-02-08 00:00:0008. febrúar 2005Blaðamannafundur - kynning á skýrslu Norrænu lýðræðisnefndarinnar.

<p>Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda ávarpaði blaðamannafund þar sem kynnt var skýrsla Norrænu lýðræðisnefndarinnar í Hringborðsstofu, Þjóðmenningarhúsi 7. febrúar 2005.</p> <ul> <li><a href="http://www.forsaetisraduneyti.is/nordurlandaskrifstofa/Norr_raedur_samatrfs/nr/1706">Ávarp ráðherra</a></li> </ul>

2005-02-07 00:00:0007. febrúar 2005Aðalfundur Félags íslenskra stórkaupmanna.

<p><u>Ný samkeppnislög.</u></p> <p>Fundarstjóri og aðrir góðir gestir.</p> <p align="justify">Ég vil í upphafi þakka fyrir að vera boðið að ávarpa árlegan aðalfund Félags íslenskra stórkaupmanna. Samtök ykkar hafa í gegnum tíðina mjög látið sig varða samkeppnismál og framkvæmd samkeppnisreglna og bent á það sem betur mætti fara í þeim efnum og er það vel.</p> <p align="justify">Þegar ég talaði hér síðast fyrir einu ári skýrði ég frá því að ég hefði skipað nefnd um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis sem m.a. var ætlað að taka fyrir hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í íslensku viðskiptalífi og með hvaða hætti þróa ætti reglur þannig að viðskiptalífið væri skilvirkt og nyti trausts.</p> <p align="justify">Að mínu mati vann þessi nefnd mjög gott starf og hún skilaði af sér skýrslu í september sl. sem hafði að geyma margar athyglisverðar tillögur til úrbóta. Meðal þeirra eru tillögur nefndarinnar varðandi samkeppnismál og á grundvelli þeirra hef ég látið vinna frumvarp að nýjum samkeppnislögum sem lagt verður fyrir Alþingi á næstu dögum. Þess skal þó getið að frumvarpið hefur einnig að geyma ný ákvæði sem rekja má til breyttra reglna EES-samningsins um framkvæmd samkeppnisreglna hans.</p> <p align="justify">Það er skemmst frá því að segja að frumvarpið felur ekki í sér breytingar á efnisákvæðum samkeppnisreglnanna sem slíkra, það er bannið við misnotkun markaðsyfirráða, bannið við samkeppnishamlandi samningum og inngripum í samruna fyrirtækja. Breytingarnar lúta fremur að skipulagi samkeppniseftirlits og viðbrögðum samkeppnisyfirvalda við tilteknum samkeppnisaðstæðum og ítrekuðum samkeppnislagabrotum sem ég mun koma nánar inn á hér á eftir.</p> <p align="justify">Hvað varðar skil á milli lögsögu lögregluyfirvalda og samkeppnisyfirvalda þegar upp koma alvarleg samkeppnislagabrot og þann ágreining sem upp kom milli þessara yfirvalda í því sambandi nýverið þá er starfandi nefnd á vegum forsætisráðuneytisins sem skoðar þetta mál en á þessari stundu er ekki ljóst hvenær niðurstöður hennar munu liggja fyrir.</p> <p align="justify">Ég vil sérstaklega taka það fram að enda þótt ríkisstjórnin telji nauðsynlegt að gera breytingar á skipulagi samkeppniseftirlits hér á landi felst ekki í því gagnrýni á starf núverandi samkeppnisyfirvalda. Samkeppnisráð og Samkeppnisstofnun hafa allt frá því að samkeppnislögin frá 1993 tóku gildi unnið mjög gott starf. Nægir í því sambandi að nefna stór mál eins og grænmetismálið og olíumálið sem allir þekkja. Hvað varðar olíumálið þá er það ljóst að vinna samkeppnisyfirvalda í því máli, hver sem endanleg niðurstaða verður fari málið alla leið í gegnum dómstólakerfi, hefur vakið verðskuldaða athygli allra á skaðsemi alvarlegustu samkeppnislagabrotanna og verður án efa áminning um ókomin ár til allra fyrirtækja að virða samkeppnisreglur.</p> <p align="justify">Framkvæmd samkeppnislaga, skipulag samkeppniseftirlits sem og efni reglnanna sjálfra tekur óhjákvæmilega breytingum í tímans rás. Efnahags- og viðskiptalíf sem byggir á frjálsu markaðshagkerfi stendur ekki í stað, það breytist í samræmi við þarfir þess og tækifæri, það þróast með tækniframförum og nýjum viðskiptaaðferðum og mótast að öðru leyti af þeirri umgjörð sem viðskiptalíf á hverjum tíma býr við og ég held að það sé ljóst að til þess að samkeppnisreglur virki sem best og hafi tilætluð áhrif verður að laga efni þeirra og framkvæmd að þeim samkeppnislegu vandkvæðum sem við er etja á hverjum tíma jafnframt því sem það verður að móta samkeppnisstefnu á grundvelli áherslna og mats á skaðsemi tiltekinna markaðs- og samkeppnisaðstæðna.</p> <p align="justify">Saga samkeppnisreglna hér á landi er ekki ýkja löng. Hún spannar einungis um 25 ár og enn skemmri tíma ef miðað er við virka samkeppnislagaframkvæmd. Á sama tíma hafa orðið gífurlegar breytingar í viðskipta- og efnahagslífi okkar og það er athyglisvert að samkeppnislöggjöfin hefur einnig tekið miklum breytingum á þessum tíma. Í því sambandi er sennilega stærst breytingin sem var gerð árið 2000 þegar samkeppnislögin voru efnislega færð í sama mót og samkeppnisreglur Evrópska efnahagssvæðisins og Evrópusambandsins. Þessar breytingar fólust í afdráttarlausu banni við misnotkun markaðsyfirráða og útvíkkun á því ákvæði sem bannar hvers konar samkeppnishamlandi samninga. Það er m.a. af þessari ástæðu sem viðskiptalífsnefndin taldi ekki ástæðu til að setja sérstök lög um hringamyndun.</p> <p align="justify">Stjórnsýsla og skipulag samkeppniseftirlits hefur hins vegar tekið mun minni breytingum frá því fyrstu lögin sem höfðu að geyma samkeppnislagaákvæði voru sett 1978 og má segja að við höfum búið við lítið breytt fyrirkomulag í þeim efnum allt frá þeim tíma. Á sama tíma hefur viðskiptalífið hins vegar tekið miklum breytingum. Samþjöppun hefur vaxið mikið á mörgum sviðum og fyrirtæki eru orðin stærri og öflugri en áður eru dæmi um í okkar tiltölulega litla hagkerfi. Í ljósi þessa og jafnframt með í huga hin umfangsmiklu mál sem samkeppnisyfirvöld hafa orðið að kljást við undanfarið er eðlilegt að stjórnvöld líti til þess hvort efla megi samkeppniseftirlit og gera það skilvirkara með því að gera breytingar á skipulagi þess um leið og þau skuldbinda sig til að láta meira fé rakna til samkeppniseftirlits í samræmi við þær pólitísku áherslur sem þau leggja á málaflokkinn.</p> <p align="justify">Samkvæmt núgildandi samkeppnislögum er það samkeppnisráð sem er hinn formlegi úrskurðaraðili í samkeppnismálum á neðra stjórnsýslustigi. Það er hins vegar Samkeppnisstofnun sem rannsakar og undirbýr mál sem lögð eru fyrir samkeppnisráð og annast dagleg störf ráðsins. Þannig er það Samkeppnisstofnun sem sér um málsmeðferð þar til ákvörðun er tekin í máli. Þá tekur Samkeppnisstofnun bráðabirgðaákvarðanir þegar mál þola ekki bið. Eins og fyrr segir byggir þetta fyrirkomulag stjórnsýslu í samkeppnismálum á arfleifð frá þeim tíma þegar verðlagsráð, verðlagseftirlit og verðlagsstofnun voru við lýði samkvæmt eldri lögum.</p> <p align="justify">Það var mat viðskiptalífsnefndarinnar að þetta fyrirkomulag væri óþarflega flókið og er ég sammála því mati. Frumvarpið að nýjum samkeppnislögum gerir ráð fyrir að þetta fyrirkomulag verði einfaldað og jafnframt verði starfssvið nýs samkeppniseftirlits afmarkaðra en áður og verður það gert með því að færa framkvæmd lagaákvæða sem lúta að neytendavernd og óréttmætum viðskiptaháttum til annarrar stofnunar. Tilgangurinn með hvoru tveggja er að leggja grunn að skilvirku samkeppniseftirliti.</p> <p align="justify">Samkvæmt frumvarpinu verður skipulag stjórnsýslunnar í samkeppnismálum þannig að ný stofnun, Samkeppniseftirlitið, mun fara með framkvæmd samkeppnismála í umboði ráðherra. Viðskiptaráðherra setur Samkeppniseftirlitinu þriggja manna stjórn sem skal hafa það hlutverk að móta áherslur í starfsemi stofnunarinnar og fylgjast með starfsemi hennar og rekstri. Samkvæmt frumvarpinu eru gerðar strangar kröfur um hæfni stjórnarmanna en þeir skulu hafa sérþekkingu á samkeppnis- og viðskiptamálum og hafa menntun sem nýtist á því sviði. Samkeppniseftirlitið mun annast eftirlit samkvæmt lögunum og daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin taka til. Í því felst m.a. að Samkeppniseftirlitið verður úrskurðaraðilinn í málum sem það tekur til rannsóknar, þó þannig að það skal bera undir stjórn eftirlitsins til samþykktar eða synjunar allar meiri háttar ákvarðanir. Þannig mun hlutverk stjórnar Samkeppniseftirlitsins verða annað og meira en samkeppnisráðs sem hefur fyrst og fremst lýst sér í því að það hefur verið hinn formlegi úrskurðaraðili í málum sem Samkeppnisstofnun hefur rannsakað.</p> <p align="justify">Þær skipulagsbreytingar sem ég hef gert hér grein fyrir í fáum orðum og sem felast í afmarkaðra starfssviði Samkeppniseftirlitsins, hnitmiðaðri málsmeðferð og skipun stjórnar fyrir Samkeppniseftirlitið sem mótar samkeppnisstefnuna eiga allar ásamt hækkunum á framlögum til Samkeppniseftirlits að leiða til skilvirks og öflugs samkeppniseftirlits sem verði vel í stakk búið til að framfylgja markmiði samkeppnislaganna og stuðla að réttlátri samkeppni okkur öllum til hagsbóta.</p> <p align="justify">Eins og ég nefndi í upphafi þá felast nýmælin í nýju samkeppnislögunum (ef frumvarpið nær fram að ganga) ekki eingöngu í skipulagsbreytingum á Samkeppniseftirlitinu. Samkvæmt frumvarpinu á Samkeppniseftirlitinu að vera heimilt að beita úrræðum bæði til breytinga á atferli og skipulagi fyrirtækja ef það er nauðsynlegt til að stöðva brot gegn ákvæðum laganna eða til að bregðast við aðstæðum sem skaðleg áhrif hafa á samkeppni.</p> <p align="justify">Fyrirmæli að ofan ef svo má að orði komast um breytingar á skipulagi fyrirtækis, jafnvel uppskiptingu þess, eru að sjálfsögðu mjög afdrifarík aðgerð sem verður ekki beitt nema að teknu tilliti til meginreglunnar í stjórnsýslurétti um meðalhóf. Engu að síður er hér um mjög athyglisvert ákvæði að ræða sem mun gera Samkeppniseftirlitinu kleift að grípa inn í aðstæður á fákeppnismörkuðum og mæla fyrir um skipulagsbreytingar hjá markaðsráðandi fyrirtækjum sem ítrekað misnota yfirburðastöðu sína.</p> <p align="justify">Hér er ekki tími til að gera nákvæma grein fyrir þeim nýju ákvæðum sem tekin verða upp í nýju samkeppnislögin vegna breytinga á framkvæmd samkeppnisreglna EES-samningsins. Þetta eru þó mjög athyglisverðar breytingar sem munu hafa bein áhrif á framkvæmd samkeppnisreglna hér á landi. Þessi áhrif munu m.a. birtast í því að íslensk samkeppnisyfirvöld og íslenskir dómstólar verða skyldugir til að beita samkeppnisreglum EES-samningsins þegar þær eiga á annað borð við.</p> <p align="justify">Hingað til hefur það fyrst og fremst verið í verkahring eftirlitsstofnunar EFTA að framfylgja samkeppnisreglum EES. Nú þegar ábyrgðin á að framfylgja samkeppnisreglum EES verður ekki síður í höndun íslenskra yfirvalda má segja að samkeppnisreglur EES séu raunverulega orðnar hluti af landslögum á Íslandi. Það er ljóst að þessar breytingar munu bæði hafa áhrif á starfsemi samkeppnisyfirvalda og dómstóla sem og á möguleika fyrirtækja að láta reyna á samkeppnisreglur EES fyrir þessum stofnunum.</p> <p align="justify">Ég hef hér gert grein fyrir í stuttu máli helstu breytingunum sem frumvarp að nýjum samkeppnislögum gerir ráð fyrir og markmiði þeirra breytinga. Ég get þó ekki skilist við ykkur hér í dag án þess að gera grein fyrir þeim breytingum sem gerðar verða á framkvæmd ákvæðanna um óréttmæta viðskiptahætti og neytendavernd samkvæmt tveimur frumvörpum sem verða lögð fram samhliða samkeppnislagafrumvarpinu. Annars vegar er um að ræða frumvarp að lögum um Neytendastofu og talsmann neytenda og hins vegar lagafrumvarp um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Það er mín skoðun að þær breytingar sem þessi frumvörp boða muni á sama hátt og nýju samkeppnislögin efla eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og neytendavernd. Samkvæmt frumvarpinu um Neytendastofu mun sú stofnun hafa með höndum eftirlit með lagaákvæðum sem snúa að neytendavernd og óréttmætum viðskiptaháttum, en auk þess verða færðir til hennar málaflokkar sem heyra nú undir Löggildingarstofu. Í tengslum við Neytendastofu er gert ráð fyrir að komið verði á stofn embætti talsmanns neytenda sem hafi það hlutverk að taka við erindum frá neytendum, gefa út álitsgerðir og hafa frumkvæði að úrbótum sem snerta hagsmuni einstaklinga sem neytenda. Talsmaðurinn mun ekki hafa yfir að ráða eigin starfsliði heldur nýta starfsmenn Neytendastofu sér til aðstoðar við dagleg störf og undirbúning mála. Ég bind miklar vonir við starf talsmanns neytenda. Það er full þörf á að tryggja enn frekar en nú er réttindi og hagsmuni neytenda í þjóðfélagi þar sem viðskiptalíf og viðskiptaaðferðir þróast jafn ört og raun ber vitni og eftir því sem fleiri svið þjónustu og atvinnustarfsemi eru færð undir lögmál markaðarins.</p> <p align="justify">Góðir aðalfundargestir.</p> <p align="justify">Ég óska Félagi íslenskra stórkaupmanna allra heilla og vænti hér eftir sem hingað til góðrar samvinnu við samtökin um úrlausn þeirra mála sem snerta verslun og viðskipti og til framfara horfa.</p> <br /> <br />

2005-02-03 00:00:0003. febrúar 2005Vaxtarsamningur Vestfjarða til aukinnar samkeppnishæfni og sóknar

<p align="justify">Kæru gestir,</p> <p align="justify">Það er mér sérstakt ánægjuefni að bjóða ykkur velkomin hingað í dag á kynningarfund um skýrslu Verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Vestfjarða.</p> <p align="justify">Á umliðnum árum hafa örar breytingar átt sér stað hvarvetna í heiminum, sem rekja má til efnahagslegra, tæknilegra og pólitískra þátta. Þessar breytingar má m.a. sjá í aukinni alþjóðavæðingu, sem hefur haft veruleg efnahagsleg og menningarleg áhrif á alþjóðavettvangi, einstök lönd, svæði, borgir og bæi. Allar þessar breytingar hafa haft áhrif á byggðaþróun og atvinnulíf. Við þessu þarf að bregðast, ef mögulegt á að vera að auka verðmætasköpun og bæta lífskjör.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Það var ekki síst á þessum grunni sem Alþingi samþykkti í maí 2002 tillögu til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 2002 &ndash; 2005. Eitt meginmarkmið þeirrar stefnu er að treysta búsetuskilyrði á landsbyggðinni, líka í þeim byggðarlögum sem eru fjölmennust, hafa mest aðdráttarafl fyrir fólk og besta möguleika til uppbyggingar atvinnulífs, skóla, menningarlífs og opinberrar þjónustu. Ástæða er til að leggja áherslu á að efling stærstu þéttbýlisstaðanna á landsbyggðinni er ekki á kostnað minni og dreifbýlli svæða. Þvert á móti.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Í árslok 2003 skipaði ég verkefnisstjórn til að gera tillögu um byggðaáætlun fyrir Vestfirði. Í verkefnisstjórnina voru skipuð: Baldur Pétursson, iðnaðarráðuneyti, sem jafnframt gegndi formennsku, Kristján G. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Ísafirði, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæ, Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði og Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri á Hólmavík. Starfsmenn verkefnisstjórnarinnar hafa verið þau, Aðalsteinn Óskarsson, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, Hrefna Magnúsdóttir, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Guðmundur Guðmundsson, Byggðastofnun.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Hlutverk nefndarinnar var að leggja áhersla á verkefni sem líkleg eru til að skila árangri í styrkingu atvinnulífs og annarra búsetuskilyrða á Vestfjörðum og gera tillögur til ráðherra um aðgerðir í byggðamálum fyrir Vestfirði &ndash; þar sem lögð yrði áhersla á að styrkja Ísafjörð sem byggðakjarna á Vestfjörðum. Áætlað var að verkefninu lyki eigi síðar en við lok ársins 2006. Verkefnisstjórnin hefur nú, einungis rúmlega ári frá því að hún hóf störf, skilað tillögum sínum í viðamikilli skýrslu &ndash; þar sem byggt er á upplýsingum og samráði við aðila á svæðinu, auk þess sem aflað var upplýsinga og samráð haft við erlenda sérfræðinga. Því má segja að tillögurnar séu verulega á undan áætlun.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Það er niðurstaða Verkefnisstjórnar að Vestfirðir eigi sér mikla möguleika til vaxtar og þróunar og aukinnar samkeppnishæfni, með þeim aukna fjölbreytileika og bættum lífskjörum sem því fylgir. Markmiðið er að fyrir árið 2020 verði íbúatala Vestfjarða komin í um 8300, sem samsvarar árlegri fjölgun íbúa um 40, eða sem nemur 0,5%. Þetta er vissulega björt framtíðarsýn, en árangur næst ekki sjálfkrafa. Til þess að hann náist þarf atorku og samvinnu allra aðila.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Tillögur Verkefnisstjórnar er skipt í 3 flokka sem eru: 1. Uppbyggingu Ísafjarðarbæjar sem byggðakjarna, 2. Vaxtarsamning og 3. tillögur um beinar aðgerðir á einstaka sviðum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Markmið tillagnanna er fyrst og fremst að auka hagvöxt svæðisins, fjölga atvinnutækifærum og treysta Ísafjörð sem byggðakjarna svo hann geti enn frekar sinnt því lykilhlutverki sínu að vera miðstöð atvinnu, menningar og þjónustu á öllum Vestfjörðum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Óhætt er að fullyrða að tillögur þær sem hér eru settar fram, séu um margt nýjung á sviði byggðamála hér á landi, ekki síst hvað varðar uppbyggingu í formi svokallaðs vaxtarsamnings þar sem lögð er áhersla á þrjá klasa á sviði sjávarútvegs og matvæla, mennta og rannsókna, og menningar og ferðaþjónustu.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Útfærslan í svokölluðum Vaxtarsamningi, er nokkuð nýstárleg en áhersla er lögð á sérstöðu og styrkleika svæðisins, sem og samkeppnishæfni atvinnulífs. Tillögurnar taka mið af sambærilegum áherslum víða erlendis í fjölmenni eða fámenni, þar sem lögð er aukin áhersla á að efla byggðakjarna með markaðstengdum aðgerðum þar sem atvinnulíf ber uppi hagvöxt svæðisins. Þessar áherslur byggjast á og eru í samræmi við fyrri stefnumörkun stjórnvalda um uppbygginu byggðakjarna, en segja má að hér séu stigin markviss skref um framkvæmd þeirrar stefnumörkunar. Áherslur eru um margt sambærilegar og á Eyjafjarðarsvæðinu. Fyrir utan tillögu er snýr að vaxtarsamningi eru í skýrslunni einnig fjölmargar tillögur um einstaka framkvæmdir, er miða allar að því að efla Vestfirði sem samfélag sem byggir á fjölbreytileika og góðum lífskjörum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Einnig er þess að geta að í um það bil eitt ár hefur verið unnið að þrem mikilvægum tillögum sem nefndin setti fram fljótlega eftir að hún hóf störf &ndash; og varða uppbygginu í eldis og veiðarfæratækni, snjófljóðarannsóknarmiðstöð og Háskólasetur. Sumar af þessum tillögum eru þegar komnar til framkvæmda og aðrar langt komnar.</p> <p align="justify">Þar sem þetta eru tillögur verkefnisstjórnar til ráðuneytisins, verður næsta skref að meta þær og kalla eftir samstarfi við viðeigandi aðila, s.s. önnur ráðuneyti, bæjaryfirvöld á Ísafirði, sveitarfélög á svæðinu, atvinnulíf o.s.frv. Einnig má líta á tillögurnar sem hugmyndabanka að framkvæmdum, sem meta verður með markvissum hætti á næstunni í samvinnu við hlutaðeigandi aðila.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Að mínu mati er æskilegt að sumar af þeim tillögum sem hér eru settar fram verði sem fyrst að veruleika, s.s. tillaga um vaxtarsamning sem byggir á því að efla Ísafjörð sem byggðakjarna Vestfjarða. Ráðuneytið mun kalla eftir samráði viðeigandi aðila á næstunni með það að markmiði að meta þessar tillögur og hrinda þeim í framkvæmd eftir því sem tilefni, möguleikar og aðstæður leyfa. Samstillt átak sveitarstjórna, atvinnulífs og ríkisvalds er nauðsynlegt til að skila árangri.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Góðir gestir,</p> <p align="justify">Við þurfum að halda vöku okkar þegar við vinnum að frekari þróun á sviði samkeppnishæfni og byggðamála. Þá er afar mikilvægt að leita að nýrri þekkingu og reynslu, til að sækja fram á nýjum sviðum. Með skýrslu þessari eru stigin skref í þessa átt.</p> <p align="justify">Ég vil að lokum þakka þeim fjölmörgu aðilum sem komið hafa að þessu starfi á einn eða annan hátt. Síðast en ekki síst, vil ég þakka Verkefnisstjórninni um byggðaáætlun Vestfjarða sérstaklega fyrir sitt starf.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Við sem hér erum samankomin trúum því öll að hér á Vestfjörðum séu sóknarfæri og góðir möguleikar til vaxtar. Sú vinna sem nú er gerð opinber er mikilvægt gagn og leiðarvísir í þeirri vinnu sem er framundan. Nú reynir á alla þá sem málið varðar að sameinast um framkvæmdir á hinum ýmsu sviðum. Ég er bjartsýn fyrir hönd Vestfjarða þegar ég lít fram á veginn.</p> <p align="justify">Ég þakka áheyrnina.</p> <br /> <br />

2005-02-01 00:00:0001. febrúar 2005Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðisins

<p align="justify">Ágætu samstarfsaðilar og gestir, - Ladies and Gentlemen,</p> <p align="justify">Let me first of all welcome here today &ndash; a special guest &ndash; Mr Ifor Williams &ndash; visiting us all the way from New Zealand &ndash; from the other side of this planet. He has been working on cluster-consulting in countries around the world, including for the OECD and the World Bank. I therefore do hope that you will use this opportunity to learn more about clusters to increase competitiveness of companies and the region of Eyjafjordur.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Í júlí síðastliðnum, var undirritaður Vaxtarsamningur Eyjafjarðar sem nær til áranna 2004 til 2007 þar sem þetta verkefni var formleg sett af stað. Nú er hinsvegar komið að framkvæmd hinna einstöku atriða samningsins.</p> <p align="justify">Óhætt er að fullyrða að aðferðir Vaxtarsamnings, séu nýjung hér á landi, en kjarni aðferðarinnar felst í því að styrkja samkeppnishæfni atvinnulífs og hagvöxt - með markaðstengdum áherslum &ndash; þar sem miðað er að samstarfi einkaaðila og opinberra aðila.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Samningurinn miðar að því að efla netsamstarf fyrirtækja svokallaðra klasa, m.a. á sviði menntamála og rannsókna, á heilsusviði, ferðaþjónustu og á sviði matvæla. Segja má að um sé að ræða ákveðið frumkvöðlastarf í atvinnu- og byggðaþróun á Íslandi, - þó að verkefni sem þessi séu í vaxandi mæli þekkt erlendis.</p> <p align="justify">Eins og í öllu frumkvöðlastarfi &ndash; verður það bæði spennandi og fróðlegt að sjá framvindu þessa verkefnis hér. Það er hinsvegar ekki síst undir aðilum í atvinnulífinu komið hvernig til tekst &ndash; þar sem verkefnið miðar fyrst og fremst að styrkingu atvinnulífsins. Það er því mikilvægt að aðilar í atvinnulífi nýti sér þessa þjónustu. Við skulum minnast þess að víða erlendis hefur netsamstarf og klasar skipt verulegu máli í sókn og útrás atvinnulífsins m.a. á Ítalíu, Finnlandi og Bandaríkjunum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Markmið samningsins er að stuðla að uppbyggingu Eyjafjarðarsvæðisins sem öflugs byggðakjarna á Norðurlandi, þar sem áhersla er lögð á sérstöðu og styrkleika svæðisins, samkeppnishæfni atvinnulífs og samkeppnishæf starfsskilyrði og aukin alþjóðleg tengsl.</p> <p align="justify">Aukin alþjóðavæðing á grundvelli opins hagkerfis og fríverslunar gerir það að verkum að við verðum að nýta okkur þær aðferðir og tækni sem möguleg eru til að auka, samkeppnishæfni. Netsamstarf og klasar eru viðurkenndar aðferðir á þessu sviði.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Tekið skal fram að nálæg svæði utan Eyjafjarðarsvæðisins munu einnig njóta þessa starfs með beinum og óbeinum hætti og í raun er öðrum svæðum heimilt að gerast aðilar að þessum samningi kjósi þau svo.</p> <p align="justify">Í þessu sambandi er ekki úr vegi að minnast þess að skilvirk samstaða sveitarfélaga á Austurlandi &ndash; er talin hafa flýtt fyrir samningum um stóriðju á því svæði Uppbyggingu atvinnulífs tengist gjarnan önnur uppbygging svo sem á sviði samgöngubóta.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ágætu gestir,</p> <p align="justify">Stjórnvöldum hefur tekist að auka samkeppnishæfni Íslands umtalsvert á liðnum árum miðað við alþjóðlegar samanburðarkannanir.</p> <p align="justify">Stefna stjórnvalda hefur skilað auknum hagvexti, aukinni erlendri fjárfestingu og hefur stutt við útrás íslensks atvinnulífs á sama tíma. Áhersla á netsamstarf og klasa er einungis einn liður í stefnu stjórnvalda til að halda áfram á þessari braut &ndash; og bjóða bætt starfsskilyrði, og þjónustu við atvinnulíf &ndash; þar sem stuðst er við nýjungar og alþjóðlega ráðgjöf. Tekið skal fram að starf og þjónusta er varðar netsamstarf og klasar er tæki sem gefist hefur vel víða &ndash; í dreifbýli sem þéttbýli í litlum hagkerfum sem stórum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Það er mikið og spennandi frumkvöðlastarf framundan. Við verðum alltaf að vera vakandi fyrir nýjungum Íslensk fyrirtæki og einstaklingar hafa verið fljót að tileinka sér nýjungar. Ég er ekki í vafa um að svo verður einnig nú.</p> <p align="justify">Ég óska ykkur velfarnaðar í því frumkvöðlastarfi sem er framundan.</p> <p align="justify">Takk fyrir.</p> <br /> <br />

2005-01-27 00:00:0027. janúar 2005Umræður utan dagskrár um gildistöku og áhrif nýrra raforkulaga

<p align="justify">Herra forseti</p> <p align="justify">Eins og kunnugt er hefur gjörbreyting á skipulagi raforkumála landsins verið í undirbúningi í mörg ár og Alþingi sett lög um það efni. Nú um nýliðin áramót reyndi loks á framkvæmd þessa mikla lagbálks. Fréttaflutningur og umræða hefur verið einhæf og dregin eru fram einstök dæmi um hækkanir, en lítið fjallað um lækkanir, sem einnig eru verulegar. Ég fagna því að fá tækifæri til að geta nú hér á hinu háa Alþingi gert grein fyrir stöðu málsins. Þetta mun ég gera með því</p> <p align="justify">Markmiðið með raforkulögunum er að skapa skilyrði fyrir samkeppni, en mér er fulljóst að lögin ein leiða ekki til samkeppni, til þess þarf markaðsvitund og auðvitað mun það taka tíma og réttar aðstæður að hún verði til. En það gagnsæi sem nú verður í verðmyndunni og það aukna eftirlit sem nú er með verðlagningu á sérleyfisþjónustunni, flutningi og dreifingu, hefur alla burði til að þess að veita fyrirtækjunum í raforkugeiranum aðhald.</p> <p align="justify">Sagt hefur verið í umræðunni að hið nýja fyrirkomulag valdi miklum nýjum kostnaði. Svo er ekki enda hefur Orkustofnun einungis viðurkennt tvo kostnaðarliði sem tengjast breytingunum: Annars vegar eftirlitsgjald, sem nemur um 40 m.kr. á ári og hins vegar kostnaður vegna stofnunar Landsnetsins upp á 100 m.kr. Til samans eru þessir kostnaðarliðir langt undir 1% af heildarsöluverðmæti raforkunnar. Orkustofnun er jafnframt upp á lagt að gera hagræðingarkröfu til sérleyfisfyrirtækjanna, hún nemur á þessu ári 1% af heildarveltu þeirra.</p> <p align="justify">Að settum tekjumörkum hafa fyrirtækin verið að setja sér gjaldskrár. Eins og vera ber rúmast þær innan hinna settu tekjumarka og sum fyrirtækjanna, RARIK, Orkubú Vestfjarða og Orkuveita Húsavíkur nýta þessi tekjumörk ekki að fullu, en aðrir þar með Landsnet nýta tekjumörkin því sem næst til fulls. Alþingi setti varfærnisleg mörk hvert arðsviðmiðið við setningu tekjumarkanna ætti að vera. Engu að síður er þetta viðmið hærra en sá arður sem fyrirtækin hafa almennt haft, enda hafa sum þeirra beinlínis verið rekin með tapi. Fyrirtækin eru nú að nýta tækifærið og auka arðsemi sína úr því að það rúmast innan tekjumarkanna. Þetta atriði eitt er stærsta skýringin á því að verð á rafmagni virðist nú vera að hækka nokkuð umfram almennt verðlag.</p> <p align="justify">Spyrja má hvort þetta sé afleiðing af raforkulögunum eða nokkuð sem fyrirtækin hefðu gert hvort eð er fyrr eða síðar ef ekki ætti að stefna í óefni. Það verður t.d. ekki annað séð en að Landsnetið og móðurfyrirtæki þess Landsvirkjun séu til samans að bæta hag sinn með gjaldskrárbreytingunn nú sem eitt og sér gæti valdið um tveimur prósentum í hækkun raforkuverðs. Þar við bætist á almennu nótunum að allar verðskrár eru nú færðar upp til nýs verðlags. Þetta skýrir um 2-4% af verðhækkunum allt eftir því hvenær síðast var sett gjaldskrá og hvort nú er horft til verðlags í ársbyrjun eða spáðu verði um mitt ár.</p> <p align="justify">Vitað var að það yrðu viðbótarhækkanir hjá Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur. Það á sér einkum þær skýringar að jöfnuður í flutningi á raforku er aukinn með hinum nýju lögum. Þeir sem gjalda þessa eru auðvitað þeir sem hafa lítinn ávinning af útvíkkun flutningskerfisins. Það eru einkum þessar tvær veitur auk Norðurorku. Aftur á móti kemur þetta atriði RARIK og Orkubúi Vestfjarða til góða. Þá veldur það hækkun hjá Hitaveitu Suðurnesja að nú er gert skylt að gjalda fyrir alla raforkuframleiðslu til hins sameiginlega flutningskerfis.</p> <p align="justify">Á móti þessum hækkunum kemur verulegt lækkunartilefni einkum á svæðum RARIK og Orkubúsins. Það er af tvennum toga: Annars vegar aukin flutningsjöfnun, eins og fyrr segir, og hins vegar 230 m.kr. framlag frá ríkinu til lækkunar á dreifingarkostnaði í dreifbýli. Rétt er að fara nánar í þetta síðara atriði:</p> <p align="justify">Hingað til hefur gilt sama gjaldskrá fyrir raforku á veitusvæðum RARIK og Orkubúsins hvort sem orkunni er dreift í strjálbýli eða þéttbýli, enda þótt vitað sé að það sé allt að tvöfalt dýrara að dreifa í sveitum en bæjum. Raforkunotendur í þéttbýli á þessum svæðum hafa því axlað þær byrðar umfram aðra landsmenn að greiða niður rafmagn fyrir dreifbýlið. Á þessu ranglæti var tekið með nýju lögunum.</p> <p align="justify">Þetta er gert með þeim hætti að kostnaður við dreifingu í dreifbýli og þéttbýli er aðgreindur og sett tvenns konar tekjumörk þar að lútandi. Síðan er fyrrgreind fjárhæð úr ríkissjóði notuð til að lækka gjaldskrá fyrir flutning og dreifingu í dreifbýlinu niður að því marki að hún sé ekki hærri en sú gjaldskrá sem hæst er í þéttbýli, en þar nemur dreifingarkostnaðurinn að meðaltali 3,60 kr. á kWst. Þetta markmið laganna um jöfnun dreifingarkostnaðar næst að fullu með umræddri upphæð, öndvert við það sem fram hefur komið í umræðunni að mikið vanti á.</p> <p align="justify">En lítum þá á nokkur dæmi um verðbreytingar. Í þeim dæmum sem ég ætla nú að nefna er gert ráð fyrir að ekki sé hitað upp með rafmagni.</p> <ul> <li>Rafmagnskostnaður heimilis á þéttbýlissvæði RARIK lækkar um 5-10%. Hjá heimilum á dreifbýlissvæði RARIK sem nota lítið rafmagn hækkar reikningurinn lítillega, en lækkar hjá þeim sem nota meira og því meira sem þau nota meira rafmagn.</li> <li>Rafmagnsreikningur fyrirtækja á þéttbýlissvæði RARIK lækkar um 20-25%, en heldur minna í dreifbýlinu, en lækkar þó talsvert. Þetta skiptir t.d. verulegu máli fyrir fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni.</li> <li>Rafmagnsreikningur til heimila á þéttbýlissvæði Orkubús Vestfjarða lækkar um allt að 10%, því meira sem notkunin er meiri.</li> </ul> <p align="justify">En það eru vissulega dæmi um hækkanir:</p> <ul> <li>Raforkukostnaður á eldri svæðum Hitaveitu Suðurnesja hækkar hlutfallslega allmikið eða um allt að 20%. Gildir það jafnt um heimili sem og fyrirtæki. Verðið verður þó áfram lágt. Á veitusvæðum Hitaveitu Suðurnesja í Árborg og Vestmannaeyjum verður hækkunin verulega minni og minnst hjá fyrirtækjum.</li> <li>Hjá Orkuveitu Reykjavíkur verður 2-8% hækkun hjá fyrirtækjum og heimilum.</li> <li>Hjá Orkubúi Vestfjarða hækkar verð til smærri heimila án rafhitunar talsvert eða um rúmlega 20% sem gerir allt að 10 þúsund kr. á ári (með VSK).</li> <li>Hjá Orkubúi Vestfjarða hækkar verð á afltaxta til fyrirtækja í dreifbýli á bilinu 15-25% en verð til fyrirtækja stendur nánast í stað í þéttbýlinu á Vestfjörðum.</li> </ul> <p align="justify">Fyrr í þessari ræðu hef ég rætt um ytra tilefni til hækkunar. Að teknu tilliti til þessa er samt um ríflega hækkun að ræða hjá Hitaveitu Suðurnesja, sem helgast væntanlega af því að fyrirtækið er að bæta hag raforkuþáttarins í rekstri sínum. Þá eru hækkanir hjá Orkubúi Vestfjarða meiri en við var búist, en hafa verður í huga að fyrirtækið hefur verið rekið með tapi undanfarin ár.</p> <p align="justify">En þá vil ég víkja að því sem mest hefur verið í umræðunni hækkun á kostnaði þeirra heimila sem hita upp með rafmagni. Sagðar hafa verið miklar sögur í þeim efnum. Hæst hef ég heyrt nefnda 75% hækkun! Sem betur fer fer því fjarri að um slíkar hækkanir sé almennt að ræða. Lítum á málið með sanngirni. Meðalheimili með rafhitun notar um 85% orkunnar til upphitunar og afganginn til venjulegra heimilisnota sem aðrir. Heildarnotkun slíkra heimila er þá á bilinu 30 til 40 þús. kWst á ári. Samkvæmt þeim gjaldskrám sem nú hafa verið gefnar út kemur eftirfarandi í ljós með þessi heimili:</p> <ul> <li>Rafmagnsreikningur þeirra heimila á svæði RARIK sem hita upp með rafmagni hækkar að öllu óbreyttu um 15-20% í þéttbýli, en vart minna en 30% í dreifbýli.</li> <li>Á Vestfjörðum er hliðstæð hækkun 5 til 10% í þéttbýli en 30 til 40% í dreifbýli.</li> </ul> <p align="justify">Vissulega er hér um að ræða hækkanir hjá þessu fólki sem ekki verður við unað en áður en rætt verður um aðgerðir í því skyni er rétt að greina helstu þættina í verðhækkuninni:</p> <p align="justify">Rafmagn til hitunar íbúðarhúsnæðis hefur notið sérstakra kjara með margvíslegum hætti og það svo að endanlegt verð til neytenda hefur verið undir helmingi verðs fyrir aðra raforku. Þetta er gert hér á landi til að jafna aðstöðu þessara íbúa við þá sem eru þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa jarðhita.</p> <ul> <li>Ríkið ver nær 900 m.kr. á ári til beinna niðurgreiðslna á rafhitun og annarra tengdra aðgerða.</li> <li>Landsvirkjun hefur veitt afslátt, allt að 100 m.kr. á ári.</li> <li>Veitufyrirtækin sjálf hafa bætt í kringum 20 m.kr. við þennan afslátt. En það sem er meira um vert þá hafa þau haft sérstaka rafhitunargjaldskrá sem hefur verið mun lægri en gjaldskrá fyrir aðra notkun raforku.</li> </ul> <p align="justify">Nú gerist það að fyrirtækin fella niður alla þessa sérívilnun til rafhitunar. Hvers vegna gera fyrirtækin þetta og er það innan heimilda þeirra? Er það jafnvel eitthvað sem lögin og eftirlitsaðilinn hefur fyrirskipað, eins sumir hafa haldið fram í fjölmiðlum? Hið sanna í þeim efnum er að sérleyfisfyrirtækin, Landsnetið og dreifiveiturnar, mega ekki veita sérívilnanir eftir því hver endanleg notkun rafmagnsins er. Þau mega því ekki hafa sértaxta fyrir flutning eða dreifingu á raforku, en séu rök fyrir því að mikil notkun, eins og rafhitun að jafnaði er, hafi minni kostnað í för með sér en venjuleg heimilisnotkun má láta það endurspeglast í gjaldskrám dreifiveitna.</p> <p align="justify">En þótt sérleyfisfyrirtækin hafi nokkuð skerta möguleika á því að taka tillit til húshitunar þá gildir annað um orkusalana, þá sem eru að framselja raforkuna frá framleiðendum. Ekki verður séð annað en þeim sé heimilt að laða að sér góða kaupendur með sérstökum rafhitunarkjörum, nokkuð sem þeir virðast ekki hafa gert. En með þeirri samkeppni sem vonandi verður má ætla að þessi notendahópur hefði allsterka stöðu til að ná góðum kjörum.</p> <p align="justify">Meðan fyrirtækin gera ekki betur er ljóst að ríkisvaldið verður að koma til sögunnar til að draga úr þeim hækkunum sem sérstaklega bitna á þeim heimilum sem búa við rafhitun. Að því hefur verið unnið á síðustu vikum í samstarfi iðnaðarráðuneytis, Orkustofnunar og dreififyrirtækja. Meðal tillagna sem hafa verið til skoðunar og kynntar voru í ríkisstjórn s.l. þriðjudag eru þær að lækka þak á niðurgreiddri hámarksnotkun úr 50.000 kWst á ári niður í 35.000 kWst á ári og nota það fjármagn er þannig sparaðist til aukinnar niðurgreiðslu á heimilishitun einkum þar sem hækkun hitunarkostnaðar er mest. Að auki hefur verið lagt til að hækka framlag til niðurgreiðslu húshitunar úr ríkissjóði þannig að hækkun á rafmagnskostnaði þessara heimila verði ekki hærri en 5-8% í þéttbýli og mest um 10% í strjálbýli. Þetta myndi þýða að auka þarf niðurgreiðslur til rafhitunar um allt að 135 mkr og nema þá heildarniðurgreiðslur til raffhitunar um 1 milljarði króna.</p> <p>Herra forseti</p> <p align="justify">Ég hef á naumum tíma farið vítt og breytt yfir mikið mál. Ég trúi því og treysti að þær breytingar sem nú ganga yfir raforkugeirann verði til góðs. Byrjunarörðugleikar eru nokkrir, flestir voru fyrirsjáanlegir aðrir síður. Enda þótt raforkuverð hafi nú lækkað víða, nokkuð sem mun ekki síst koma atvinnurekstri á landsbyggðinni til góða, hafa hækkanir einnig orðið nokkrar.</p> <p align="justify">Ástæðurnar eru bersýnilega þær að orkufyrirtækin eru að nota tækifærið til að bæta hag sinn, enda hefur afkoma þeirra margra verið fremur bágborin. Þetta hafa þau m.a. gert með því að fella niður ýmsar sérívilnanir sem veittar hafa verið einstökum hópum notenda. Þetta eru breytingar sem að óbreyttum raforkulögum hefðu verið gerðar hvort eð er. Sé talið nauðsynlegt af félagslegum eða byggðalegum ástæðum að veita slíkum hópum sérstaka ívilnun virðist óhjákvæmilegt að fjármagna það með almennum hætti, hvort sem það er með fjármunum úr ríkissjóði eða sérstöku raforkugjaldi, sem ég er þó ekki að leggja til hér og nú.</p> <p>Herra forseti</p> <p align="justify">Ég hef lokið máli mínu.</p> <br /> <br />

2005-01-11 00:00:0011. janúar 2005Hvert stefnir íslenskur fjármálamarkaður?

<p align="justify">Sir Howard Davies, Ladies and gentlemen</p> <p align="justify">Just before Christmas I received a beautiful Christmas card from The Icelandic Financial Supervisory Authority. It caught my attention because in the picture there are angels bringing something, which I imagine, is peace and happiness to earth, and in the picture there is also a guiding star. My first thought was" Well I hope this is how they see the Icelandic financial market evolve in 2005". Then I noticed that this is an interesting metaphor. Just like the angels watching over us from above and taking care of our well being, The Financial Supervisory Authority is watching the financial market from above. Continuing along these same lines, one can say that they are like a guarding angel guarding the rules and regulation of the market. The guiding star is also symbolic; we really have to know where we are going to be successful.</p> <p align="justify">I&rsquo;m sure that some of you will have a hard time thinking of the Supervisory Authority as angels, but it can not be denied that it is vital for the confidence in the market to have efficient supervisory authority that safeguards the rules. If one can not trust that the rules of the market will be enforced then that will scare away investors to the detriment of the market as a whole. I believe that confidence is extremely important in the financial market. With increasing international and more complex financial activities, the role of supervisory authorities is constantly becoming more important and authorities in different countries will have to cooperate more closely than ever.</p> <p align="justify">Last year we saw the three large commercial banks continue to make inroads into foreign markets. Large acquisitions took place and the rapid growth and overseas expansion caught attention in the foreign media. The focus was mostly on our neighboring countries Norway, Denmark and the UK. I welcome this new expansion of the commercial banks and other forward-looking enterprises here in Iceland. This development is a direct result of liberalisation of the Icelandic financial system and national and international legislative reform. Being part of the European Economic Area and the internal market has been a key factor. It creates a lot of opportunities but also puts big demands on the Icelandic firms. In the times of expansion businesses have to rely on skills and experience but not on luck.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">More than 1000 years ago Icelanders where also keen to explore other countries like today. Erik the Red discovered Greenland and his son Leifur was the first European to set foot on the American continent. Later he was called Leif the Lucky, but when we look more closely at his achievement we see that luck had nothing to do with it. He planned his actions carefully and based them on experience and knowledge. He came up with a brave plan and executed it successfully.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">In times of expansion like we are experiencing today it is ever more important not to loose focus and show utmost responsibility. After the liberalistaion of the Icelandic financial system, market participants are more free than ever to choose their actions but the freedom calls upon responsibility. Rules and legislation in the market make the framework which market participants must act within and respect. The legislation must therefore evolve with the market and fulfill its needs and demands so that there are no harmful weaknesses in the system. The Ministry of Industry and Commerce is currently putting a lot of effort into development of</p> <p align="justify">the regulatory framework of legislation of the financial market. In a government meeting last Friday I presented a bill that proposes changes of the Law of Securities Transactions. This is an extensive bill that proposes many changes of provisions on market abuse, takeovers and prospectus. The bill proposes more detailed provisions than we have now. With this new bill we are following European development and implementing into Icelandic legislation three directives of the European Union. The overriding principle is to establish a uniform internal market in securities trading. Directives on Market abuse, takeovers and prospectus are a part of the so-called Lamfalussy process which is a four step process that will speed up the legislative process of the European Union and able the legislators to act more quickly to evolution in the market.</p> <p align="justify">The bill also proposes increased means for the FME to act swiftly and be more transparent. In the Ministry we emphasise on working closely with market participants and the supervisory authority in developing the legislation on financial markets. This cooperation has been going very well until now and I sincerely hope that it will continue to do so. We should all have the same guiding star.</p> <p align="justify">Dear friends. It is a pleasure to participate in this ambitious conference on the question of where the Icelandic Financial Market is heading which I think is very appropriate. I look forward to hearing Sir Howard Davies thoughts on this issue and I believe this will be an interesting afternoon.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-01-03 00:00:0003. janúar 2005Flutningsfyrirtæki Landsnets hf.

<p>Stjórn og starfsmenn Landsnets, fulltrúar eigenda, gestir.</p> <p>Það er mér sönn ánægja að vera með ykkur hér í dag til þess að fagna tilkomu hins nýja flutningsfyrirtækis Landsnets hf.</p> <p>Landsnet hf. mun gegna veigamiklu hlutverki í raforkukerfi landsmanna. Flutningskerfi Landsnets mun tengjast öllum byggðum landsins og færa þá nauðsynjavöru sem raforkan er til dreifiveitna er síðan dreifa orkunni til allra landsmanna.</p> <p>Á undanförnum misserum hefur verið unnið að viðamiklum breytingum á raforkumarkaði í kjölfar nýrra raforkulaga sem sett voru í fyrravor. Nú um áramót verður stigið mikilvægt skref í markaðsvæðingu raforkukerfisins. Nýjar leikreglur koma til framkvæmda, flutningur og dreifing raforku verður háð einkaleyfi, undir eftirliti Orkustofnunar, en framleiðsla og sala raforku lúta markaðslögmálum. Við þessa breytingu er mikilvægt að vel takist til með starfsemi flutningsfyrirtækisins, Landsnets.</p> <p>Landsnet hf. byggir á traustum grunni. Meginhluti starfsmanna hefur áður starfað hjá Flutningssviði Landsvirkjunar að samskonar verkefnum. Þannig má með sanni segja að starfsmenn hins nýja fyrirtækis sé þaulkunnugir þeirri starfsemi sem framundan er hjá Landsneti hf. Hið nýja umhverfi á raforkumarkaði gerir það þó að verkum að um sumt þarf að nálgast verkefnin á annan hátt en áður.</p> <p>Iðnaðarráðuneytið hefur fylgst mjög náið með undirbúningi að starfsemi Landsnets hf. og er óhætt að fullyrða að allur undirbúningur hefur verið vandaður og starfsmönnum Landsvirkjunar og hinum nýju eigendum Landsnets hf. til sóma. Með þetta í huga og þegar ég lít yfir hóp starfsmanna Landsnets hf. er ég ekki í nokkrum vafa um að fyrirtækinu mun vel farnast. Ég óska hinu nýja fyrirtæki og starfsmönnum þess alls hins besta.</p> <p>Mér hefur verið falið að afhjúpa nýtt merki Landsnets hf. Merkið er hannað af auglýsingastofunni Hvíta húsinu. Nokkrar tillögur voru gerðar að merkinu og var síðan efnt til atkvæðagreiðslu meðal starfsmanna. Merki Landsnets hf. endurspeglar upptök orkunnar flutning eftir línum Landsnets og umbreytingu í afl til athafna.</p> <p>Nú mun ég afhjúpa merki Landsnets hf.</p> <p>(Afhjúpun)</p> <p>Eins og viðstaddir sjá er merkið einkar smekklegt og hæfir vel sem tákn hins nýja félags.</p> <p>Landsnet hf. er netfyrirtæki í þeim skilningi að það hefur með höndum rekstur flutningsnets raforkunnar hér á landi. Landsnet hf. verður einnig netfyrirtæki í öðrum skilningi því mikill hluti samskipta milli fyrirtækisins og viðskiptavina þess mun fara fram í gegnum internetið með aðstoð heimasíðu Landsnets. Þannig munu allar áætlanir um rafmagnsframleiðslu og rafmagnsnotkun koma til Landsnets í gegnum heimasíðu þess og fyrirtækið sinnir svo hlutverki sínu sem kerfisstjóri og stillir saman orkuframleiðslu og orkuþörf.</p> <p>Ég hef nú ekki frekari orð um heimasíðuna en mun nú opna hana.</p> <p>Ég ítreka óskir um velfarnað Landsneti til handa og lýsi heimasíðu Landsnets hf. formlega tekna í notkun.</p> <br /> <br />

2005-01-03 00:00:0003. janúar 2005Hornsteinn lagður að endurbyggðri Glerárvirkjun.

<p align="justify">Virðulega samkoma!</p> <p align="justify">Öld er nú liðin frá því að reist var fyrsta vatnsaflsstöð til raforkuframleiðslu hér á landi og hefur þess verið minnst með margvíslegum og veglegum hætti á árinu. Vissulega er rík ástæða til að staldra við og minnast þessa merka atburðar. Raflýsingin og síðar hitun í híbýlum manna í upphafi síðustu aldar eyddi ekki einungis myrkri margra alda heldur var raforkuframleiðsla er byggðist á vatnsafli landsins tákn nýrra tíma og framfara þjóðarinnar.</p> <p align="justify">Á þessu senn liðna ári er öld liðin fá því að bæjarstjórn Akureyrar fól landsverkfræðingi, Thorvald Krabbe, að koma fram með tillögur um uppbyggingu rafveitu á Akureyri. Hann taldi eðlilegt að stifla Glerá við Rangárvallabrúna og gerði áætlun um kostnað virkjunarinnar, sem nam um 170.000 kr. Ekki var að furða þótt bæjarfulltrúar þyrftu vandlega að hyggja að þessu máli því upphæðin var mikið fé á þeim árum eða um 1700 kýrverð. Í lok ársins 1904 var samþykkt að fresta málinu til næsta fundar. Það drógst hins vegar á langinn að taka málið upp að nýju, en á árunum 1912-1913 ákvað bæjarstjórn að kjósa sérstaka nefnd til að huga að raflýsingu í bænum. Í framhaldinu voru að nýju gerðar áætlanir um virkjun Glerár á árinu 1915, en málið lá niðri vegna stríðsátaka til ársins 1918. Þá var borgarafundur haldinn um rafveitumál bæjarins þar sem skorað var á bæjarsatjórn að hefjast handa við undirbúning virkjunar í Glerá. Niðurstaða frekari athugana leiddi til þess að valinn var virkjunarkostur með stíflu ofan Glerárfoss og stöðbvarhúsi neðan við fossinn. Framkvæmdir hófust á árinu 1921 og 30. september 1922 var rafstöðin, 240 kW að afli, formlega opnuð og straumi hleypt á þau hús er tengd voru rafveitunni. Virkjunin var í samfelldum rekstri allt til ársins 1960 en þá voru vélar teknar niður og stöðvarhús rifið.</p> <p align="justify">Á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar var lokið við byggingu vatnsaflsstöðva við nokkur þéttbýli á landsbyggðinni. Þar má nefna Hafnarfjörð, Patreksfjörð, Eskifjörð, Seyðisfjörð, Vík í Mýrdal, Siglufjörð og Húsavík. Það má undrun sæta að ekki voru nema um 30 ár liðin frá því að menn lærðu að framleiða og nýta sér rafmagn frá vatnsorkuverum þegar fátækir íbúar þessara þorpa höfðu nýtt sér þessa nýju tækni. Oftar en ekki var þó um að ræða afar litlar rafstöðvar sem gátu ekki annað allri raforkuþörf íbúa, en mjór er mikils vísir, það sannaðist svo sannarlega í þessu tilviki.</p> <p align="justify">Menn geta spurt sig í dag hver ástæða þess hafi verið að stærstu bæjarfélög landsins á árunum 1900-1920, Reykjavík og Akureyri, voru eftirbátar þessara minni þéttbýlisstaða í rafvæðingu. Báðir þessir kaupstaðir bjuggu við sérlega hagstæð skilyrði til virkjunar vatnsafls innan bæjarmarkanna eða jafnvel inni í bæjunum. Skýringarnar eru margar, bæði þessi bæjarfélög höfðu ráðist í umfangsmiklar vatnsveitu- og hafnarframkvæmdir um svipað leyti sem íþyngdi möguleikum til frekari fjárfestinga. Þá hafi Reykjavíkurbær ákveðið árið 1907 að ráðast í gerð gasveitu, sem óhjákvæmilega hlaut að fresta virkjun Elliðaánna.</p> <p align="justify">Raforkubúskap þjóðarinnar frá árinu 1904 og til þessa dags má skipta upp í þrjú tímaskeið. Fyrstu 30 árin var tímabil frumbýlingsára, þá risu hundruð heimavirkjana til sveita og allvíða á þéttbýlisstöðum var komið á laggirnar litlum rafveitum. Með lögum um Sogsvirkjun varð til vísir að samveitum til nærliggjandi sveitarfélaga og voru þessi lög fyrsti vísir að rafvæðingu landsbyggðarinnar, sem stóð næstu 30-40 árin og telja má að hafi lokið með gerð byggðalínu á áttunda áratugnum. Þriðja tímaskeiðið eru síðustu 40 árin, sem kalla má tímabil stórvirkjana og stóriðju og allt bendir til að það tímabil muni standa enn um hríð og að tími Norðurlands muni m.a. brátt renna upp í þeim efnum. Öll eru þessi tímaskeið merk hvert á sinn hátt en mynda samfellda þróun orkuuppbyggingar og undirstöðu nútíma samfélags.</p> <p align="justify">Óumdeilt er að uppbygging orkumannvirkja ásamt tengdum atvinnurekstri hefur haft gríðarlega mikil áhrif til aukinnar velferðar þjóðarinnar á síðustu öld. Því er nauðsynlegt að minnast frumkvöðlanna og frumverkanna, sem voru stórvirki á þeirra tíma mælikvarða. Því er það mikið fagnaðarefni að Norðurorka hefur nú ákveðið að endurreisa Glerárvirkjun, sem í hálfan annan áratug var næst stærsta virkjun hér á landi. Fyrir utan það að framleiða smávegis af raforku fyrir Akureyringa mun virkjunin hafa mikið menningarsögulegt gildi fyrir byggðarlagið og hér munu nemendur skólanna geta fræðst um það hvernig raforkuframleiðsla fer fram. Við þurfum að efla mjög fræðslu um það mikla hlutverk sem raforkan hefur í nútímasamfélagi og það er nauðsynlegt fyrir uppvaxandi kynslóðir á síauknum allsnægtar- og afþreyingartímun að hafa vitneskju um, að raforkan er grundvöllur þess nútíma samfélags sem við lifum í. Velmegun þjóðarinnar hefur ekki komið af sjálfu sér, hún hefur byggst á dugnaði, menntun og harðfylgi landsmanna við að hagnýta sér, með bestu tækni hvers tíma, allar náttúruauðlindir lands og sjávar í áranna rás.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p align="justify">Það er mér því vissulega mikil ánægja að mega leggja hér í daga hornstein að endurreistri Glerárvirkjun í tilefni af aldarafmæli rafvæðingar hér á landi og einnig í tilefni þess að öld er liðin frá því að fyrstu áætlanir voru gerðar um Glerárvirkjun. Megi hin nýja virkjun verða um langa hríð miðstöð þekkingar og fróðleiks um raforkuna og bautasteinn fyrir þá raforkumenningu sem þjóðin býr að. Áður en að því kemur er það mér heiður að afhenda virkjunarleyfi fyrir Glerárvirkjun í samræmi við ákvæði raforkulaga.</p> <p align="justify">Ég bið Franz Árnason, forstjóra Norðurorku, að veita leyfinu viðtöku.</p> <p align="justify">Takk fyrir.</p> <br /> <br />

2004-12-21 00:00:0021. desember 2004Afhending Viðskiptaverðlaunanna 2004.

<p align="center"><strong>I.</strong></p> <p align="justify">Góðir gestir. Það er mér mikil ánægja, eins og endranær, að afhenda hér hin árlegu Viðskiptaverðlaun sem Viðskiptablaðið stendur að með miklum myndarbrag. Þessi verðlaun hafa unnið sér verðugan sess í viðskiptalífinu. Viðskiptablaðið hefur veitt Viðskiptaverðlaunin árlega frá árinu 1996 en verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum sem skarað hafa framúr í íslensku atvinnulífi.</p> <p align="justify">Það má með sanni segja að það sé um auðugan garð að gresja þegar velja skal Viðskiptaverðlaun í hinni fjölbreytilegu flóru íslenskra viðskiptamanna og frumkvöðla um þessar mundir. Valið er því ekki auðvelt. Jafnan hefur valið takist með miklum ágætum og óhætt er að fullyrða að svo er einnig hér í dag.</p> <p align="justify">Verðlaunin eru tvenn, Viðskiptaverðlaunin 2004 og Frumkvöðull ársins. Við skulum hefja leikinn á Viðskiptaverðlaununum.</p> <p align="center"><strong>II.</strong></p> <p align="justify">Viðskiptaverðlaun 2004 hlýtur Guðfinna S. Bjarnadóttar, rektor Háskólans í Reykjavík.</p> <p align="justify">Viðskiptaháskólinn í Reykjavík var fyrst settur þann 4. september 1998 og frá upphafi hefur Guðfinna S. Bjarnadóttir verið rektor skólans. Við Viðskiptaháskólann í Reykjavík störfuðu tvær deildir, tölvunarfræðideild, sem byggði á starfi Tölvuháskóla Verslunarskóla Íslands, og viðskiptadeild. Auk þess var stofnuð við hinn nýja skóla Símennt Viðskiptaháskólans í Reykjavík, sem var framlag skólans til símenntunar starfsmanna og stjórnenda í atvinnulífinu.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Í janúar 2000 var nafni skólans breytt í Háskólinn í Reykjavík þar sem gamla nafnið þótti ekki nógu lýsandi fyrir hina fjölbreyttu starfsemi skólans. Árið 2001 hófst kennsla til MBA prófs við viðskiptadeild og stuttu seinna nýtt nám við deildina fyrir einstaklinga úr atvinnulífinu - Háskólanám með vinnu. Árið 2002 var þriðja deildin stofnuð við skólann, lagadeild Háskólans í Reykjavík.</p> <p align="justify">Af framansögðu má vera ljóst að tilkoma Háskólans í Reykjavík, hefur leikið veigamikið hlutverk í þeim miklu jákvæðu breytingum sem orðið hafa á undanförnum árum í íslensku menntakerfi á háskólastigi. Möguleikar ungs fólks til mennta hafa verið stórauknir. Framundan er sameining við Tækniháskólann sem er enn einn áfanginn í sögu Háskólans í Reykjavík og mun umbylta skólanum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Á tímum þar sem menntun skiptir gríðarlegu máli fyrir þjóð sem ætlar að standa sig í samkeppni þjóðanna og vill sækja fram í lífskjörum er við hæfi að vekja athygli á góðum árangri Háskólans í Reykjavík og þætti hans í að styðja við og efla íslenskt atvinnulíf. Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, er því vel að því kominn að hljóta Viðskiptaverðlaunin 2004.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify"><strong>III.</strong></p> <p align="justify">Vík ég þá sögunni að frumkvöðli ársins. Frumkvöðull ársins er Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi Kaffitárs.</p> <p align="justify">Kaffitár á sér ekki ýkja langa sögu eða flókna, en eins og hjá svo mörgum öðrum frumkvöðlafyrirtækjum er hún samofin sögu eiganda fyrirtækisins, Aðalheiði Héðinsdóttur og fjölskyldu hennar.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Eftir nokkurra ára námsdvöl í Bandaríkjunum kom Aðalheiður og fjölskylda hennar heim með þá hugmynd í farteskinu að selja Íslendingum öðruvísi kaffi, byggða á þeim kynnum sem hún hafði af kaffimenningu Vesturheimsbúa. Þegar fjölskyldan flutti heim var ákveðið að selja fjölskyldubílinn og kaupa kaffibrennsluofn. Fyrsta framleiðsla fyrirtækisins birtist í september 1990 og salan jókst smátt og smátt jafnframt því sem Aðalheiður hélt námskeið og sölusýningar þar sem hún kynnti nýja kaffimenningu fyrir Íslendingum. Það var svo fimm árum eftir stofnun Kaffitárs sem Aðalheiður sá sér fært um að opna kaffihús, en þá opnaði hún agnarsmáa kaffiverslun í Kringlunni. Fleiri staðir fylgdu í kjölfarið og fyrir ári síðan opnaði fyrirtækið nýja kaffibrennslu í Ytri-Njarðvík í nýju og glæsilegu húsnæði. Í dag rekur félagið kaffibrennslu og fjögur kaffihús og er með umtalsverða markaðshlutdeild fyrir kaffi á Íslandi og veitir 75 starfsmönnum atvinnu.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Með einbeittum vilja og mikilli hugmyndaauðgi hefur Aðalheiður þannig brotist inn á þröngan markað sem margir héldu að væri frátekinn og lokaður nýjum aðilum. Hún hefur sýnt mikla útsjónarsemi og þrautseigju við uppbyggingu fyrirtækis sem margir telja fremst á sínu sviði. Aðalheiður er því sannkallaður frumkvöðull.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2004-12-13 00:00:0013. desember 2004Aldarafmæli raforkuvinnslu á Íslandi.

<p align="justify">Forseti Íslands!</p> <p align="justify">Virðulega samkoma!</p> <p align="justify">Á þessu ári höfum við með margvíslegum hætti minnst þess að ein öld er nú liðin frá því að fyrsta rafstöðin hér á landi var tekin í notkun. Sá atburður gerðist hér í Hafnarfirði við Hamarskotslæk og eigandi og hönnuður rafstöðvarinnar, Jóhannes Reykdal, hafði raunar stuttu áður reist fyrsta trésmíðaverkstæði hérlendis og voru vélar þess knúðar af orku lækjarins.</p> <p align="justify">Þó svo að hér væri um að ræða afar lítið skref í raforkusögu þjóðarinnar markaði það tímamót. Aðeins rúmum 20 árum fyrr hafði ljósaperan verið fundin upp og því má tvímælalaust merkilegt telja hversu fljótt Íslendingar tileinkuðu sér þessa nýju tækni. Skýringin er vafalaust sú að þeir höfðu fylgst vel með framförum á sviði raftækni. Íslenskur hugsjónarmaður, Frímann B. Arngrímsson, hafði kynnt sér nýjungar á því sviði erlendis við lok 19. aldar og hélt hann nokkur erindi um rafvæðingu bæja á Íslandi, en því miður fyrir daufum eyrum ráðamanna.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Með auknu sjálfstæði, erlendu fjármagni og áhuga erlendra fjárfesta á rannsóknum, fóru hjólin að snúast svo um munaði á fyrstu áratugum síðustu aldar.</p> <p align="justify">&bdquo;<em>Nú hefst rafmagnsöld hjer á landi."</em> Með þeim orðum hóf Steingrímur Jónsson, fyrsti íslenski rafmagnsverkfræðingurinn, merkilegt erindi sem hann flutti á fundi í Verkfræðingafélaginu árið 1918 og boðaði þar nýja öld. Síðan sagði Steingrímur: <em>&bdquo;Lítil byrjun er þegar orðin, en fljótt mun umskiptast því svo óðfluga hefur sú öld farið meðal annarra þjóða, að erfitt er að hugsa sér að ekki séu nema rúm 30 ár síðan menn lærðu verulega rafmagnsnotkun."</em></p> <p align="justify"><em>&nbsp;</em></p> <p align="justify">Þetta reyndust orð að sönnu.Þau öru umskipti er höfðu orðið á fáum áratugum í þróun rafmagnsnotkunar færði mönnum heim sanninn um að tuttugusta öldin yrði öld rafmagnsins.</p> <p align="justify">Ekkert varð þó af stórhuga áformum erlendra fjárfesta við byggingu virkjana hér á landi á fyrstu áratugum aldarinnar, en við nutum góðs af og búum raunar enn í dag að margvíslegum rannsóknum og reynslu af störfum þessara frumherja orkurannsókna.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Þróun raforkunotkunar varð þó hæg í upphafi en litlar rafstöðvar risu víða í þéttbýli en mestu munaði þó um byggingu Elliðaárstöðvar árið 1921. Uppbygging heimilsrafstöðva til sveita varð góðu heilli mikil og þjóðin eignaðist hóp virkjanasnillinga sem virkjuðu margan bæjarlækinn á árunum 1910-1940.</p> <p align="justify">Með raforkulögum frá 1947 og stofnun raforkumálaskrifstofunnar komst á fast skipulag raforkumála hér á landi er stóð óbreytt í tæpa tvo áratugi. Rafvæðing landsbyggðarinnar hófst ekki að marki fyrr en þau lög tóku gildi. Með hinu mikla rafvæðingarátaki á árunum 1950-1965 var lyft grettistaki til atvinnuuppbyggingar um allt land bæði til sjávar og sveita. Raunar fannst mörgum þó hægt ganga þrátt fyrir að rafvæðing væri forgangsverkefni allra ríkisstjórna sem sátu að völdum á þessum árum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Óhikað má fullyrða að sú mikla og farsæla uppbygging raforkukerfis landsins á síðari hluta 20. aldar hafi gjörbreytt lífskjörum þjóðarinnar. Þeirri þróun er ekki síst að þakka áratuga löngum og miklum rannsóknum á orkuauðlindum landsins allt frá miðjum áratug aldarinnar sem stjórnvöld orkumála beittu sér fyrir af mikilli framsýni.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Uppbygging raforkukerfis okkar hefur vaxið mjög hratt á síðustu áratugum. Raforkuframleiðsla hér á landi á hvert mannsbarn er nú sú hæsta í heiminum og öll raforka kemur frá endurnýjanlegum orkulindum, vatnsafli og jarðhita. Allar hinar miklu breytingar á raforkuumhverfi heimsins síðustu 20 árin hafa eðlilega orðið til þess að flestar þjóðir hafa endurskoðað uppbyggingu og skipulag raforkugeirans miðað við nútíma samfélagshætti. Við Íslendingar höfum á undanförnum árum unnið að breytingum á raforkuumhverfi okkar í samræmi við breytta tíma og alþjóðlega þróun. Sjálfstætt flutningsfyrirtæki, Landsnet hf., í eigu orkuframleiðenda landsins mun taka formlega til starfa um næstu áramót og mun annast allan raforkuflutning frá virkjunum til dreifiveitna. Fyrsti aðalfundur Landsnets hf. var haldinn í dag, 12. desember í tilefni af 100 ára afmælisdegi raforkuvinnslunnar. Þar sem eigendur tóku formlega við fyrirtækinu af undirbúningsstjórn. Þeim áfanga ber að fagna.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Góðir gestir!</p> <p align="justify">Í grein í tímaritinu Fjallkonunni árið 1903 fjallar Jóhannes Reykdal um hugsanlega beislun Hamrakotslækjar til raforkuframleiðslu. Í greininni segir hann að til þess að svo geti orðið þurfi <em>&bdquo;töfrasprota þekkingarinnar í hendi dugnaðarmannsins til að leysa allt það reginafl sem landið á í lækjum og fossum."</em></p> <p align="justify">Jóhannes var sjálfur dugnaðarmaðurinn er hratt af stað nýtingu vatnsorkunnar á Íslandi ásamt raffræðingnum Halldóri Guðmundssyni sem var sannarlega töfrasproti þekkingarinnar fyrir þjóðina á réttum tíma. Í dag minnumst við þessara brautryðjenda er lýstu okkur veginn til betra samfélags.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Virðulegu gestir!</p> <p align="justify">Á nýbyrjaðri 21. raforkuöld Íslendinga er ég sannfærð um að okkur muni auðnist um ókomna framtíð að sækja enn frekar fram á þessum vettvangi og þar á ég ekki síst við þá miklu möguleika er felast í frekari nýtingu jarðhitans til raforkuframleiðslu. Mikil þekking og rannsóknir á jarðhita og vatnsafli hafa gert stöðu okkar sérstaka, sem byggist að verulegu leyti á þeim einstöku aðstæðum sem höfuðskepnur náttúrunnar hafa skapað hér á landi og okkur tekist að nýta.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Á aðeins einni öld hefur Ísland breyst úr einu af fátækustu löndum álfunnar í að vera land þar sem ein tekjuhæsta þjóð í heimi býr. Það sem sköpum hefur skipt er að okkur hefur tekist að nýta náttúruauðlindir landsins, fiskimiðin og orkulindirnar á farsælan hátt til að bæta lífskjör. Þeirri stefnu þurfum við að halda áfram, þá mun okkur vel farnast í framtíðinni.</p> <p align="justify">Ég þakka áheyrnina.</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2004-12-07 00:00:0007. desember 2004Þróun framkvæmdavalds gagnvart löggjafarvaldi.

<p align="justify">Forsætisráðherra, góðir fundarmenn!</p> <p align="justify">Undanfarnar vikur hafa nýafstaðnar forsetakosningar í Úkraínu verið eitt helsta umfjöllunarefni í fréttatímum fjölmiðla víða um heim. Sannað þykir að víðtækt kosningasvindl hafi átt sér stað og að mikilvægar grundvallarreglur um framkvæmd lýðræðislegra kosninga hafi verið þverbrotnar. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu um að forsenda fyrir samstarfi milli Norðurlandaráðs og þjóðþings Úkraínu væri frjálsar kosningar og að skoðanamyndun í landinu væri frjáls. Íslendingar jafnt og aðrir Norðurlandabúar hafa fylgst grannt með þessari atburðarrás þar sem segja má að lýðræði og réttlæti hafi tekist á við einræðið.</p> <p align="justify">Á Norðurlöndum höfum við um langt árabil notið þeirra sjálfsögðu réttinda sem almenningur í Úkraínu berst nú fyrir. Virðing er borin fyrir lýðræðinu og sem kjósendur getum við verið viss um að niðurstöður kosninga séu ekki svindl heldur í samræmi við vilja fólksins. En lýðræðið er ekki sjálfgefið, það þarf að fylgjast með þróun þess og standa vörð um það. Lýðræði á Norðurlöndum hefur verið ofarlega á baugi í norrænu samstarfi undanfarin ár. Á þemaráðstefnu Norðurlandaráðs sem haldin var í Reykjavík vorið 2002 var fjallað um stöðu lýðræðis á Norðurlöndum og hugsanlega þróun þess fram til ársins 2020. Á ráðstefnunni var meðal annars fjallað um dvínandi stjórnmálaáhuga almennings og minnkandi kosningaþátttöku, en það er óheillavænleg þróun sem norrænu ríkin hafa ekki farið varhluta af frekar en önnur vestræn lýðræðisríki. Í framhaldi af þemaráðstefnunni hvatti Norðurlandaráð eindregið til þess að umræðunni yrði haldið áfram. Þegar Ísland tók við stjórnartaumunum í Norrænu ráðherranefndinni í upphafi árs 2004 var þess vegna ákveðið að þetta málefni skyldi njóta forgangs í norrænu samstarfi á árinu. Að frumkvæði Íslendinga settu norrænu samstarfsráðherrarnir á laggirnar Lýðræðisnefnd sem tók til starfa í byrjun ársins. Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi þingkona, er formaður nefndarinnar, önnur Norðurlönd og sjálfstjórnarsvæðin eiga þar síðan hvert sinn fulltrúann. Í stuttu máli var það verkefni nefndarinnar að greina ástand og horfur í lýðræðismálum á Norðurlöndum til næstu 25 ára. Með hliðsjón af niðurstöðum úr nýgerðum valdaúttektum bæði í Noregi og Danmörku átti nefndin einnig að koma með tillögur um hvernig mætti treysta betur stoðir lýðræðis á Norðurlöndum og koma í veg fyrir hnignun þess. Nefndin fékk sem sagt nokkuð frjálsar hendur um efnistök og nálgun á viðfangsefnið &ndash; gert var ráð fyrir að hún skilaði af sér í lok formennskuárs Íslands. Í nútímasamfélagi er lýðræði flókið fyrirbæri, birtingarmyndir þess er að finna víða og mælikvarðar á lýðræði eru margbreytilegir. Fyrsta verkefni nefndarinnar var því að skilgreina og afmarka verkefni sitt. Ákvörðun var tekin um að beina einkum sjónum að lýðræðinu eins og það birtist í hinu staðbundna lýðræði og afstöðu borgaranna til ríkisvalds og sveitarstjórna, þátttöku í pólitísku og öðru félagsstarfi, og aðgengi almennings að nýjustu upplýsingatækni og möguleikum þess að nýta hana á markvissan hátt í lýðræðisferlum.</p> <p align="justify">Um þessar mundir er Lýðræðisnefndin að leggja lokahönd á skýrslu þar sem hún gerir grein fyrir niðurstöðum sínum og tillögum. Frumniðurstöður nefndarinnar hafa í tvígang verið kynntar opinberlega: fyrst á ráðstefnu um Lýðræði á öld upplýsingatækni sem haldin var hér í Reykjavík í lok ágúst sl. og síðan í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í byrjun nóvember. Það er mat nefndarinnar að ýmsar blikur séu á lofti þegar lýðræði á Norðurlöndum sé annars vegar sem rétt sé að bregðast við. Nefndin vekur m.a. athygli á að bregðast þurfi við þeirri staðreynd að Norðurlandabúar bera nú minna traust til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka en áður. Þetta birtist m.a. í því að skráðum félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað mjög í nokkrum landanna.</p> <p align="justify">Staðbundna lýðræðið á einnig í vök að verjast &ndash; sveitarstjórnarmönnum finnst að svigrúm þeirra til lýðræðislegra ákvarðana hafi minnkað og að þeir séu í of miklum mæli að framkvæma ákvarðanir ríkisvaldsins. Þá bendir nefndin á að nú sé orðið erfiðara en áður að fá Norðurlandabúa til að taka að sér pólitískar ábyrgðarstöður. Það er skoðun lýðræðisnefndarinnar að þróun þessara mála sé í þá átt að fulltrúalýðræðið geti átt undir högg að sækja. Það er þó ekkert sem bendir til þess að pólitískur áhugi almennings á Norðurlöndum hafi minnkað, Norðurlandabúar eru virkir í félagsstarfi og stjórnmálum. Þessi virkni er bara ekki í eins miklu mæli á vettvangi hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka og áður var. Þannig eiga Norðurlönd það sameiginlegt að bilið milli hins almenna borgara og stjórnmálamannanna hefur aukist nokkuð, án þess þó að dregið hafi úr trúnni á lýðræðið sjálft. Um leið og þetta gerist finna menn pólitískum áhugamálum sínum annan farveg með því að taka þátt í undirskriftasöfnunum, mótmælum eða starfsemi margvíslegra þrýstihópa. Í þessu sambandi má nefna þá niðurstöðu Lýðræðisnefndarinnar að nota megi upplýsingatæknina til að minnka bilið milli kjörinna fulltrúa og borgaranna, en nefndin bendir á að norrænir stjórnmálamenn nýti sér almennt ekki þann kost nægilega vel til að eiga samráð við umbjóðendur sína.</p> <p align="justify">Sem fyrr segir mun Lýðræðisnefndin skila skýrslu til samstarfsráðherranna í byrjun nýs árs. Þar mun nefndin einnig benda á leiðir til að styrkja lýðræðisferlana í norrænu samfélögunum. Atburðir síðustu vikna í Úkraínu minna okkur á að staða lýðræðis á Norðurlöndum er sterk. Þar með er ekki sagt að við þurfum ekki að halda vöku okkar. Stefnumótun um sterkara lýðræði er verkefni sem ég tel að Norðurlönd geti unnið að sameiginlega á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar. Eins tel ég að hér á landi sem og annars staðar á Norðurlöndum sé rétt að skoða af gaumgæfni hvaða lærdóm megi draga af þessu mikilvæga starfi. Og það er vel við hæfi einmitt á 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi að beina sjónum að því að tryggja grundvöll raunverulegs lýðræðis í landinu til frambúðar.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <br /> <br />

2004-11-29 00:00:0029. nóvember 2004Ársfundur Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands.

<p align="justify">Ágætu ársfundargestir.</p> <p align="justify">Um þessar mundir höfum við haldið upp á aldarafmæli margra tímamóta í sögu þjóðarinnar eins og kunnugt er. Ástæða er til að nefna hér í upphafi þessa ávarps á íslensk verkmenntun á aldarafmæli um þessar mundir, en Iðnskólinn í Reykjavík tók til starfa í október 2004. Þá er einnig rúm öld liðin frá því að fyrsti verkfræðingurinn tók til starfa hér á landi.</p> <p align="justify">Á sama tíma höfðu aðrar þjóðir Evrópu byggt upp borgarsamfélag og þróað iðnað sinn um aldir. Hér á landi hafði verkmenntun og verktækni nánast staðið í stað öldum saman. Þegar skoðuð er aldargömul saga íslenskrar verkmenntunar vekur það undrun hversu langt íslenska þjóðin hefur náð við að byggja upp eitt tæknivæddasta ríki á norðuhveli jarðar á nokkrum áratugum. Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að um síðustu aldamót var Ísland meðal vanþróaðri ríkja Evrópu, og þjóðin hafði rétt til hnífs og skeiðar.</p> <p align="center">II.</p> <p align="justify">Í upphafi tuttugustu aldar varð mikil vitundarvakning hjá þjóðinni um nauðsyn þess að bæta kjör sín. Þessi framfaraandi ásamt auknu erlendu fjármagni í þjóðfélaginu gerði þjóðinni kleift að ráðast fljótlega í margar framkvæmdir, sem aðeins örfáum áratugum áður hefði verið talið óhugsandi. Þar má nefna lagningu símans, uppbyggingu vegakerfis og hafna víða um land.</p> <p align="center">III.</p> <p align="justify">Fyrstu verkfræðingarnir ruddu þessa braut í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Þó svo að rannsóknir og áætlanagerð frumherja verkfræðinnar hefðu verið af vanefnum gerðar miðað við nútíma aðstæður voru þær eigi að síður merkar og unnar af alúð og vandvirkni sem skilaði þjóðinni miklu. Framan af öldinni voru tækni- og náttúrufarsrannsóknir hér á landi að mestu unnar af erlendum aðilum, sem hafa á margan hátt reynst traustur grunnur frekari þekkingaröflunar innlendra fræðimanna. Sem dæmi má nefna gerð grunnkorta af landinu sem unnin voru á fyrstu áratugum aldarinnar. Á þeim tíma voru einnig allmargir erlendir sérfræðingar hér á landi við rannsóknir á virkjunarmöguleikum. Þó að ekki hafi orðið af fyrirhuguðum framkvæmdum fyrr en síðar leiddi sú vinna margt jákvætt af sér. Allmargir íslenskir verkfræðingar og námsmenn unn að þessum rannsóknum og öðluðust þeir reynslu og þekkingu sem varð þeim mikilvægur skóli og kom að miklu gagni um miðja öldina þegar að því kom að þjóðin réðst í stórhuga mannvirkjagerð.</p> <p align="center">IV.</p> <p align="justify">Með aukinni velmegun á fimmta áratug aldarinnar hafði þjóðin fyrst efni á að mennta sína fyrstu raunvísindamenn með stofnun verkfræðideildar Háskóla Íslands. Smám saman hefur tekist að efla menntun og rannsóknir á þessu sviði, en vitaskuld eru takmörk fyrir því hversu langt við gátum gengið í sérhæfðri menntun í samanburði við stórþjóðir. Því var eðlilegt að íslenskir tæknimenn sæktu á fyrstu áratugum verkfræðimenntunar í framhalds- og sérmenntun sína við við erlenda háskóla og vísindastofnanir.</p> <p align="center">V.</p> <p align="justify">Á áttunda áratug síðustu aldar urðu veruleg umskipti í tæknimenntun hér á landi með byggingu sérhæfðra bygginga fyrir verkfræðideild Háskkólans. Sú aðstaða gerði það kleift að unnt varð að skapa nausðynlega rannsóknaraðstöðu við deildina og ljúka BS prófi hér á landi í nokkrum greinum verkfræðinnar og síðar hefur nám í MS og doktorsnám bæst við með betri rannsóknaraðstöðu. Hlutverk Verkfræðistofnunar hefur þar verið afar mikilvægt sem rannsóknarvettvangur í verkfræðigreinum, bæði fyrir kennslu og atvinnulífið. Rannsóknarstofnun á þessu sviði er vitaskuld nausðynleg til að byggja upp og þróa tækniþekkingu og þjálfun í landinu og hefur verið grunnur að framhaldsnámi á mörgum sviðum verkfræðinnar hérlendi og erlendis.</p> <p align="center">VI.</p> <p align="justify">Rannsóknir, tækniþróun og nýsköpun verður sífellt alþjóðlegri. Landamæri á þessu sviði eru að hverfa og samvinna þjóða um meiri háttar rannsóknarverkefni hefur stóraukist. Íslenska tæknisamfélagið hefur á undanförnum árum orðið að tileinka sér vinnulag og kröfur sem gerðar eru á alþjóðavettvangi um gæði rannsókna. Kröfur í þessum efnum eru sífellt að aukast og menn verða að mæta þessum kröfum hér á landi til að verða gjaldgengir í alþjóðlegu vísindaumhverfi. Þrátt fyrir síbatnandi aðstöðu til rannsókna hér á landi sækja íslendingar að afloku háskólaprófi hér á landi til fjölmargra háskóla erlendis til frekara náms. Það er fagnaðarefni að íslenskir verkfræðingar og raunvísindamenn skuli hafa staðið sig afar vel í framhaldsnámi sínu erlendis að afloknu námi hér við Háskólann og hafa þannig aukið orðspor þess menntunarsamfélags er við búum við hér á landi.</p> <p align="center">VII.</p> <p align="justify">Ágætu ársfundargestir.</p> <p align="justify">Það er oft haft á orði að mannauðurinn sé mikilvægasta auðlind þjóðarinnar. En gleymum ekki því að mannauðurinn verður aðeins auðsuppspretta að hæfileikar mannsins verði ræktaðir og virkjaðir við verðug verkefni. Mikilvægt er að bæta stöðugt jarðveg fyrir nýjar hugmyndir til að spretta úr og farveg fyrir þær út í atvinnulífið til efla efnahagslega- og félagslega velferð þjóðarinnar.</p> <p align="justify">Að þessu hefur verið unnið og er tilkoma Vísinda- og tækniráðs, sem starfsar undir forustu forsætisráðherra, einn mikilvægasti áfangi þeirrar vinnu. Efling samkeppnissjóðanna og einkum tilkoma Tækniþróunarsjóðs er veigamikil búbót fyrir tækniþróunina og nýsköpun atvinnulífsins. Miklar vonir eru bundnar við þessa nýskipan sem ég vænt að nýtist vel þeim sem stunda rannsóknir og tækniþróun hvar sem er í þjóðfélaginu.</p> <p align="justify">Takk fyrir</p> <br /> <br />

2004-11-29 00:00:0029. nóvember 2004Fundur kaupfélagsstjóra.

<p align="justify">Kæru kaupfélagsstjórar. Það er mjög ánægjulegt að fá að vera með ykkur þessa stund og heyra í ykkur hljóðið um stöðu atvinnulífsins út um hinar dreifðu byggðir landsins. Það er mikið umleikis í mínu ráðuneyti, eins og þið vitið. Í stóriðjumálunum hefur náðst mikill árangur og sjónir erlendra fjárfesta beinast nú æ oftar að Íslandi. Miklar breytingar eru á skipulagi raforkumarkaðarins um þessar mundir. Það er góður gangur í byggðamálum og ég skynja að það er ríkjandi meiri bjartsýni vítt og breitt um landið en oftast áður. Þá hafa allir tekið eftir miklum uppgangi á fjármálamarkaði. Ég vil nú ekki þreyta ykkur með langri ræðu, og það væri að æra óstöðugan að fara að rifja hér upp öll verkefni ráðuneytisins. Því ætla ég hér að beina sjónum mínum að tveimur málum sem oft eru í brennidepli, annars vegar staða atvinnulífsins og samkeppnismál og hins vegar byggðamál.</p> <p align="center">II.</p> <p align="justify">Ég verð mjög vör við að erlendir gestir undrast þá miklu uppbyggingu sem orðið hefur hér á landi á undanförnum árum. Þjóðfélagið hefur tekið miklum framförum, jafnvel stakkaskiptum, á stuttum tíma. Hagur almennings, hins opinbera og fyrirtækja hefur vænkast en samhliða hafa kröfur aukist. Almenningur krefst enn betri lífskjara og betri þjónustu hins opinbera og fyrirtækja en finnur hins vegar fyrir auknum kröfum og samkeppni á vinnumarkaði. Fyrirtæki keppa að sem bestri nýtingu framleiðsluþátta og þar með aukinni framleiðni en þrýstingur frá hluthöfum, hinu opinbera og almenningi fer vaxandi. Hið opinbera finnur einnig fyrir auknum kröfum um meiri gæði og betri velferðarþjónustu.</p> <p align="justify">Rót þessara breytinga á viðskiptalífinu má m.a. rekja til afnáms hafta á fjármálamarkaði, EES-samningsins, einkavæðingar banka, skilvirkara regluverks og mótunar verðbréfamarkaðar.</p> <p align="justify">Ég tel að þær þjóðfélagsumbætur sem orðið hafa séu mikilvægar. Frumkvæði, kraftur og útrás hafa einkennt þessa þróun. Þjóðfélagið nýtur góðs af. Hagvöxtur er mikill og kaupmáttur eykst. Meðal annarra fylgifiska þessara breytinga má nefna aukna hörku í viðskiptum og á vinnumarkaði, fyrirtæki hafa stækkað, Íslendingar hafa eignast auðmenn á heimsvísu og samþjöppun hefur aukist á vissum sviðum. Þá hafa einstaka menn í atvinnulífinu sagt mér að gamlar dyggðir eins og heiðarleiki og traust séu á undanhaldi í hinum harða heimi nútímaviðskipta.</p> <p align="justify">Við þessar aðstæður og í kjölfar mikillar pólitískrar umræðu um stöðu viðskiptalífsins skipaði ég nefnd um íslenskt viðskiptaumhverfi. Ég vildi að nefndin skoðaði regluumhverfi atvinnulífsins í heildstæðu samhengi eftir einkavæðingu bankanna og þær umfangsmiklu breytingar á regluverki sem átt hafa sér stað á undanförnum árum vegna EES-samningsins.</p> <p align="justify">Nefndin skilaði sinni skýrslu í september og hlaut hún ágætis viðbrögð. Tillögur nefndarinnar miða að því að efla samkeppniseftirlit, gera það skilvirkara og veita meira fjármagni til þess. Það á að efla kjarnastarfsemina í eftirlitsstarfseminni og skilja þá starfsemi sem snýr ekki sérstaklega að samkeppnismálum frá eftirlitinu. Jafnframt á að veita samkeppniseftirliti auknar heimildir sem eru í fullu samræmi við Evrópuþróun. Takist vel til með þessar breytingar er ekki nokkur vafi á að þær verða atvinnulífinu til heilla. Tillögur nefndarinnar um stjórnhætti fyrirtækja miðuðu einkum að því að bæta minnihlutavernd og upplýsingagjöf og auka hluthafalýðræði.</p> <p align="justify">Nú á næstu dögum mun ég leggja fram á Alþingi frumvörp sem taka mið af niðurstöðu nefndarinnar. Þar ber sérstaklega að nefna eflingu samkeppniseftirlits. Ég vonast til að það geti náðst mikil og góð sátt um það mál.</p> <p align="center">III.</p> <p align="justify">Byggðaáætlun er mér mjög hjartfólgin. Nú er gildistími byggðaáætlunar fyrir árin 2002 til 2005 hálfnaður, en áætlunin var samþykkt á Alþingi í maí 2002. Í örstuttri samantekt má segja að megininntak hennar sé að treysta búsetuskilyrði á landsbyggðinni með því að efla - atvinnulíf, - menntun og - samfélagslega grunngerð. Til að ná þessum markmiðum hefur fjölda verkefna verið hrundið í framkvæmd og verður ekki annað sagt en að þar hafi flest gengið vel og samkvæmt áætlunum.</p> <p align="justify">Við framkvæmd byggðaáætlunarinnar fyrst og fremst verið lögð áhesla á: <u>þróun byggðar á grundvelli þekkingar og nýsköpunar</u>. Þetta er ný nálgun, sem er í samræmi við þær öru breytingar sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum á síðusta áratug og sem mun gæta í enn ríkari mæli á komandi árum. Orsakir breytinganna má fyrst og fremst rekja til hraðra framfara í upplýsinga- og samskiptatækni - sem Netið er gleggsta dæmið um - og einnig til þeirrar miklu alþjóðavæðingar sem sett hefur mark sitt á íslenskt atvinnulíf og drifið áfram sókn þess í útlöndum. Þrátt fyrir að margir hafi fundið fyrir vaxtarverkjum þessara breytinga verður ekki undan þeim vikist. Í þessu sambandi er sóknin besta vörnin, eins og svo oft áður, og því er framundan er að afla þekkingar og reynslu sem nýtist til nýrrar sóknar með afurðir sem byggja á íslenskum sérkennum. Þannig getum við skapað okkur viðskiptalegt samkeppnisforskot í alþjóðlegu samhengi.</p> <p align="justify">Það gefur auga leið að aðlögun atvinnulífsins að þessum breytingum er jafn mikilvæg öllum landsmönnum. Hún hefur þó reynst auðveldari í hringiðu athafnalífsins á höfuðborgarsvæðinu en víðast annarsstaðar og á meðan svo er heldur rekstur sértækra byggðaaðgerða gildi sínu og réttmæti. Markmið þeirra mun áfram verða að leita jöfnunar í lífskjörum með uppbyggilegum aðgerðum eins og lagður er grunnur að í framkvæmd núverandi byggðaáætlunar.</p> <p align="justify">Svo umfangsmikið verkefni er þó enganvegin á færi eins ráðuneytis enda snerta málefni landsbyggðarinnar málefni allra ráðuneyta og stofnana þeirra. Veigamestu verkefnin hafa því verið unnin í nánu samráði við önnur ráðuneyti eins og menntamálaráðuneyti - um nýjungar í menntamálum á öllum skólastigum og með samgönguráðuneyti - um verkefni á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Þetta samstarf ráðuneytanna hefur verið mjög farsælt en hvert ráðuneyti sér um framkvæmd þeirra samstarfsverkefna sem tilheyra málaflokki þess.</p> <p align="justify">Góðir kaupfélagsstjórar. Eins og þið heyrið er í mörg horn að líta á stóru heimili. Ég veit að það á einnig við um ykkur. Ég vona að þið munið eiga hér góðan fund í dag. Ég þakka fyrir.</p> <p></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2004-11-17 00:00:0017. nóvember 2004Ráðstefna Orkustofnunar um nýja möguleika til orkuöflunar.

<p align="justify">Ágætu fundargestir</p> <p align="justify">Það er mér ánægjuefni að fá að ávarpa þennan fund hér í dag um nýja möguleika til orkuöflunar á Íslandi. Mér er til efs að sérstök ráðstefna eða opinn fundur hafi áður verið haldin hér á landi um þetta efni. Nýjum möguleikum til orkuöflunar var gerð nokkur skil á Orkuþingi árið 2002 án þess að sérstaklega væri fjallað um það efni miðað við íslenskar aðstæður. Því er það vel að við skulum huga að nýjum möguleikum er við sjáum til sjálfbærrar orkuöflunar í náinni framtíð.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Öll umræða um orkumál í heiminum í dag snýst eins og kunnugt er um sjálfbæra orkuvinnslu og nýtingu og krafa er um að allar þjóðir kanni möguleika sína á endurnýjanlegri orku. Umræðan um loftslagsmál á alþjóðavettvangi á undanförnum áratug er alveg skýr og í síðastliðinni viku lauk í Reykjavík ráðstefnu um áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Þar komu fram augljósar niðurstöður um að hitastigshækkun á norðurhveli sé mun hraðari og meiri en áður hafði verið gert ráð fyrir með ófyrirsjánlegum afleiðingum fyrir lífríki á þessum slóðum í framtíðinni.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Um þessar mundir höfum við horfst í augu við mikla hækkun á olíu á heimsmarkaði, sem margir sérfræðingar telja að geti orðið varanleg um lengri tíma. Við Íslendingar búum góðu heilli svo vel að hafa aðlagað okkur að þessum aðstæðum fyrir 20-30 árum þegar sérstakt átak var gert hér á landi við að draga úr olíunotkun landsmanna með því að auka hlut hitaveitna og raforku þar sem því var við komið. Árangurinn er alþekktur, húshitun landsmanna með þessum orkugjöfum er um 99% og raforkuframleiðsla okkar byggist alfarið á þeim. Segja má að allar innfluttar olíuvörur fari til samgangna og skipaflota landsmanna og við eigum ekki möguleika á að draga úr notkun þeirra nema með aukinni tækniþróun við að nýta endurnýjanlega orku til samgöngutækja og skipaflotans.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Enn sem komið er eru nýir endurnýjanlegir orkugjafar erlendis ósamkeppnisfærir við hefðbundna orkugjafa, t.d. jarðgas og kjarnorku. Einna mest hefur þróuninorðið í virkjun vindorku í Vestur-Evrópu, aðallega í Þýskalandi og Danmörku. Verð frá þessum orkuverum er þó enn ríflega tvöfalt hærra en við þekkjum til hér á landi, en það fer hægt lækkandi. Eigi að síður þurfum við að kanna möguleika okkar til framtíðar hvar mögulegt og hagkvæmt yrði að koma upp vindmyllum til orkuframleiðslu og þá ekki síst á einangruðum stöðum í upphafi til að draga úr notkun díselstöðva. Virkjun vindorku hér á landi kann að verða álitlegur kostur ef tækni- og hagkvæmniþróun þessa orkugjafa verður eins ör og hefur verið síðustu ár.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Rannsóknir á nýjum orkugjöfum hér á landi eru eðlilega skemur á veg komnar en víða erlendis. Skýringin er vitaskuld sú að við höfum einbeitt okkur að rannsóknum jarðhita og vatnsafli, sem við eigum góðu heilli enn gnægð af. Hugmyndir manna um lífræna orkuframleiðslu í Evrópu hafa ekki staðist á undanförnum árum, en þar hafa hins vegar önnur lönd eins og Brasilía verið í farabroddi við að framleiða ethanol sem eldsneyti á bifreiðar. Íslenska lífmassafélagið hefur undirbúið á síðustu árum nýtingu ethanols sem orkugjafa hér á landi, sem verður forvitnilegt að fylgjast frekar með. Rannsóknir hafa einnig verið gerðar hér á landi á því hvort unnt væri að framleiða etanol eða metanol með rafgreindu vetni sem blandað væri saman við kolefnissambönd frá Járnblendiverksmiðjunni í Hvalfirði, en það virðist enn sem komið er of dýr kostur til eldsneytisframleiðslu miðað við hefðbundið olíueldsneyti.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Rannsóknir á sjávarfalla- og ölduhreyfingavirkjunum verða til umfjöllunar hér á fundinum sem er áhugavert verkefni fyrir Íslendinga þegar til lengri framtíðar er horft Ég upplifði það síðastliðið haust ásamt starfsmönnum iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta að horfa á sjávarfallastrauma úr Hvammsfirði falla til Breiðafjarðar og var það afar merkilegt að horfa á alla þá orku sem þar fellur út og inn úr firðinum. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær þessi mikla orka verður beisluð. Við þurfum því að kanna hagkvæmustu staði hér á landi fyrir hugsanlegar sjávarfallavirkjanir með því að mæla sjávarstrauma og dýpi til að vera í stakk búin að meta hagvæmni þeirra strax og tæknin og reynslan leyfir.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Sjávarfallavirkjanir eiga það sammerkt með vindorkuvirkjunum að þær eru ekki í samfelldum rekstri. Þessar virkjanir verða því að styðjast við aðra raforkuframleiðslu, sem vissulega getur verið hagkvæmt, t.d. til að draga úr miðlunarþörf vatnsorkuvirkjana. Tækniþróun þessara orkugjafa kann einnig tímalega að haldast í hendur við mögulega þróun í vetnistækni. Verði framtíðarþróun í vetnistækni á þann veg að unnt verði með hagkvæmum hætti að geyma vetni sem orkubera fyrir samgöngutæki munu þessir virkjunarkostir verða álitlegir til raforkuframleiðslu fyrir vetni á Íslandi.</p> <p align="justify">Hér á þessum fundi verður fjallað um áhugaverð efni, sem eru smávirkjanir og varmadælur. Fyrir 2 árum voru á Alþingi samþykkt lög sem kveða á um tímabundið átak til að styðja við þróun á byggingu smávirkjana hér á landi og kanna möguleika á notkun varmadælna til húshitunar.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Á undanförnum árum hafa allmargir aðilar reist smávirkjanir víða um land. Búast má við að veruleg aukning verði í uppbyggingu þeirra á næstu árum ef marka má þróunina erlendis frá. Hefur allmikið verið unnið við þetta verkefni undanfarin 2 ár og ber þar hæst gerð afrennsliskorts af landinu til að geta lagt mat á langtíma rennsli til smávirkjana. Þá hefur einnig verið lögð nokkur vinna í leiðbeiningastarf, bæði kynningu á því hvernig að málum skuli staðið við byggingu smávirkjana en einnig í aðstoð við rennslismælingar, sem nauðsynlegt er að liggi að baki ákvörðunum um virkjanir.</p> <p align="justify">Svo ótrúlegt sem það hljómar erum við Íslendingar eftirbátar nágranna okkar við notkun varmadælna og er helsta skýringin sú hve vel hefur tekist að virkja jarðhitann beint til hitunar. Víða um land á svokölluðum köldum svæðum er að finna volgrur og allheitt vatn sem ekki er unnt að nýta beint til upphitunar. Við slíkar aðstæður er notkun varmadælna oft afar hagkvæmur kostur til að hita vatn upp í nothæfan hita með rafhitun. Í lögunum var einnig kveðið á um að raforka til varmadælna skyldi fá sömu niðurgreiðslu af hálfu ríkisins og venjuleg rafhitun fær, enda er hér um að ræða sambærilega notkun. Bind ég miklar vonir við að niðurstaða úttektar á varmadælum verði áhugaverð fyrir þau landsvæði sem ekki hafa notið jarðhitans enn sem komið er.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Á sviði jarðhitaleitar og vinnslu fleygir tækninni fram eins og á flestum öðrum sviðum. Okkur hefur í síauknum mæli tekist á farsælana hátt að virkja jarðhitann til hitunar og raforkuframleiðslu. Sífellt færri svæði landsins teljast nú vera &bdquo;köld" svæði þar sem ekki hefur tekist að finna heitt vatn. Leit á slíkum svæðum er hins vegar mun dýrari en hefðbundin jarðhitaleit á heitari svæðum og þarf að öðru jöfnu að leggja í langtum meiri kostnað við þær rannsóknarboranir. Þó svo að vel hafi tekist til um það átaksverkefni um jarðhitaleit á köldum svæðum, sem staðið hefur yfir frá árinu 1998, hefur skort fjárhagslegan grundvöll fyrir því að skipulega væri unnt að standa að rannsóknum á þessu sviði. Í lögunum um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar og stofnstyrki til nýrra hitaveitna frá 2003 er ákvæði er segir að iðnaðarráðherra sé heimilt að verja allt að 5% af fjármagni því er Alþingi ákvarðar til þessa verkefnis til jarðhitaleitar á köldum svæðum. Hér er vissulega um að ræða verulega fjármuni sem mun gera sveitarfélögum á köldum svæðum kleift að ganga úr skugga um möguleika sína til nýtingar jarðhita sem þau ella hefðu ekki haft möguleika á að gera ein og sér. Um þetta efni verður fjallað nánar hér á þessum fundi þar sem væntanlega verður gerð grein fyrir þeim verkefnum sem álitleg geta talist.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Góðir fundarmenn.</p> <p align="justify">Nefna má nokkra aðra nýja möguleika til orkuöflunar..</p> <p align="justify">Þar má fyrst og fremst telja orkusparnað, hugtak, sem Íslendingum hefur ekki verið tamt í munni síðastliðna 1-2 áratugi vegna hins lága raforku- og hitunarverðs hér á landi. Þar hyggjumst við í ráðuneytinu í samstarfi við orkufyrirtæki landsins skera upp herör og freista þess að kynna þýðingu og mikilvægi orkusparnaðar til að bæta ímynd okkar og eigin hag. Sú orka er þar sparast er verðmæt markaðsvara gleymum ekki því.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Í annan stað vil ég nefna djúpborunarverkefnið, ekki er hægt annað en að minnast á það þegar rætt er um nýja möguleika til orkuöflunar hér á landi til framtíðar.</p> <p align="justify">Hér er um að ræða rannsóknarverkefni á alþjóðamælikvarða sem kosta mun hundruð milljóna í upphafi og milljarða er yfir lýkur. Djúpborun er tilraunaverkefni að því markmiði að nýta háhitasvæði okkar mun betur en hingað til hefur verið gert og bora tilraunaholu niður að rótum jarðhitauppsprettunnar á 4-5 þús. metra dýpi. Líkur benda til að með djúpborun verði unnt að margfalda orkugetu ákveðinna háhitavæða sem ligga nærri Atlantshafshryggnum. Þetta er hins vegar langtíma rannsóknarverkefni sem erlendir aðilar munu vinna að í samstarfi orkufyrirtækja og stjórnvalda hér á landi, enda geta slíkar rannsóknir skipt sköpum varðandi möguleika á orkuvinnslu á næstu áratugum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Í þriðja lagi vil ég nefna orkunýtni. Bæði orkusparnaður og orkunýtni eru lykilorð í umræðu um orkumál meðal almennings erlendis vegna þess hve orkuverð þar er hátt. Hér hugsum við lítið um þetta enda er ekki lögð nein rækt við það af seljendum orkunnar að spara hana. Við höfum hafið og munum enn auka framleiðslu raforku með jarðvarmavirkjunum sem aðeins nýta 11-12% af orkunni, en 85-90% af virkjaðri orku er kastað út í umhverfið. .Bætt nýting orkunnar er því eitt form af orkuöflun..</p> <p align="justify">Ágætu gestir.</p> <p align="justify">Eins og ég hef rætt um er efni þessa fundar hvergi nærri tæmt með þeirri dagskrá er fyrir liggur. Okkar bíða því fleiri fundir sem fjalla munu um nýja orkuöflunarmöguleika. Ég vonast til þess að fundurinn verði til þess að við höldum áfram að hugsa og horfa fram á veginn til nýrra tækifæra í orkusamfélagi framtíðarinnar.</p> <p align="justify">Ég þakka áheyrnina.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2004-11-12 00:00:0012. nóvember 2004Málþing um lýðræði og stjórnmálaþátttöku.

<p>Ágætu gestir!</p> <p>Kære forelæsere!</p> <p>Det er mig en ære at åbne dette seminar med forskningsledere fra de nye magtudredninger der er blevet foretaget i Danmark og Norge, såvel som med repræsentanter fra de politiske partier i Island. En grundig viden om magt, politiske processer og borgernes sociale og politiske aktiviteter er en af forudsætningerne for at vi kan føre en praktisk politik til styrkelse af demokratiet i vore nordiske velfærdssamfund. Videnformidling mellem forskere og politikere er også en forudsætning for at den politiske debat får et reelt indhold og at den kan føre til konstruktive forslag.</p> <p>Það er mér mikil ánægja að setja þetta málþing um þann lýðræðisvanda sem steðjar að norrænum velferðarsamfélögum og fræðimenn hafa greint með áralöngum rannsóknum m.a. í nýlegum valdaúttektum í Noregi og Danmörku. Á þeim grunni og að áskorun Norðurlandaráðs beittu Íslendingar sér fyrir því á formennskutíma sínum í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári að setja á laggirnar lýðræðisnefnd undir formennsku Kristínar Ástgeirsdóttur. Lýðræðisnefndin hefur m.a. skoðað stöðu hins staðbundna lýðræðis og borið saman stjórnmálaþátttöku í norrænu ríkjunum. Í byrjun næsta árs verður skýrsla Lýðræðisnefndar gefin út ásamt greinasafni þar sem fjórtán norrænir fræðimenn fjalla um mótsagnir lýðræðisins (Demokratiets paradokser).</p> <p></p> <p>Ein megin niðurstaða Lýðræðisnefndarinnar sem hér verður kynnt á eftir er að Norðurlandabúar bera minna traust til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka en áður, og birtist það m.a. í dalandi kosningaþátttöku og því að skráðum félögum í stjórnmála-flokkum hefur fækkað mjög í nokkrum landanna.</p> <p>Hið staðbundna lýðræði á líka í vök að verjast &ndash; ríkisvaldið flytur verkefni yfir til sveitarfélaganna og þar finnst mönnum sem þeir hafi of lítil áhrif í framkvæmdinni. Þá er almennt ekki nógu vel búið að sveitarstjórnarmönnum.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Í umræðum um lýðræðisvandann hafa menn horft til upplýsingatækninnar og nýrra leiða til að styrkja samskipti þjóðkjörinna fulltrúa og borgaranna. Upplýsingatæknin er þó einungis eitt af mörgum tækjum í okkar samfélögum sem getur bætt skoðanaskiptin &ndash; spurningin hlýtur alltaf að vera sú hvernig virkja megi fólk til þátttöku í lýðræðinu og auka virðingu og áhuga á pólitísku starfi. Það er mikilvægt markmið að gera það eftirsóknarvert að gegna ábyrgðarstöðu í samfélaginu.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Vissulega höfum við Íslendingar forskot þegar kemur að upplýsingatækninni, en dæmin sanna að við gætum &ndash; líkt og grannþjóðirnar - nýtt hana betur í lýðræðisferlum. Með henni má leita eftir skoðunum almennings áður en pólitískar ákvarðanir eru teknar og hana má <strong></strong>nýta til beinna samskipta kjósenda og þeirra sem fara með valdið. Í niðurstöðum lýðræðisnefndarinnar kemur fram að það eru stafrænar gjár á Norðurlöndum, gjár sem eiga sér rætur í mismunandi menntun og efnahagsstöðu borgaranna, gjár á milli ungu og eldri kynslóðarinnar, gjár á milli þeirra sem eru virkir í pólitísku starfi og þeirra sem sýna samfélagsmálunum minni áhuga. Þetta er umhugsunarvert og vissulega þarf að huga að aðgerðum sem vinna gegn því að bilið breikki milli þeirra sem eiga greiðan aðgang að upplýsingum og geta tjáð sig og þeirra sem verr standa að vígi.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Lýðræðið er svo miklu meira en rétturinn til að kjósa. Það er menning og lífsform &ndash; fjörepli samfélags þar sem frjáls skoðanaskipti og virk þátttaka borgaranna eru lykilatriði. Lýðræðið hefur verið mjög til umræðu í íslensku samfélagi á þessu ári.</p> <p>Hvort það er vegna frumkvæðis Íslendinga á norrænum vettvangi skal ósagt látið, en það hlýtur að vera ánægjuefni að menn velti fyrir sér nýjum leiðum í ástundun lýðræðis, leiðum til að jafna og auka þátttöku í lýðræðisferlum og leiðum til að veita valdhöfum aukið aðhald með beinni hætti. Umræðan er afar mikilvæg og þetta málþing er liður í því að halda henni vakandi. Það er ljóst að stjórnmálaflokkar þurfa að líta í eigin barm og skoða sín vinnuferli. Það er líka ljóst að það þarf að efla rannsóknir á lýðræðinu og valdakerfum samfélagsins svo við getum á grundvelli sambærilegra upplýsinga í öllum norrænu ríkjunum mótað lýðræðisstefnu, líkt og Svíar hafa þegar gert.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hér á landi hefur aldrei verið gerð valdaúttekt sambærileg þeim sem gerðar hafa verið í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Þar erum við vissulega eftirbátar, en kannski verður sú vinna sem nú er farin af stað fyrsta skrefið í þá átt.</p> <p>Kære forelæsere og andre gæster</p> <p>Vi har under Islands formandskab i Nordisk Ministerråd prioriteret det højt at få analyseret demokratiets vilkår i de nordiske velfærdssamfund og de udviklingstendenser vi står overfor. Som I nok ved, er der flere udfordringer og problemer som vi må tage fat på.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Meningen med dette seminar er tofoldig; <u>for det første</u> at få noget at vide om konklusionerne af de nordiske magtudredninger der allerede er foretaget - og få præsenteret noget af Demokratiudvalgets forskningsarbejde. <u>For det andet</u> at diskutere hvordan vi &ndash; både forskere og politikere kan udforme en strategi til at indsamle mere viden om demokratiet, etablere et komparativt forskningsgrundlag og styrke demokratiets position. Jeg åbner hermed dette seminar og håber at vi får en livlig diskussion.</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2004-11-08 00:00:0008. nóvember 2004Háskólinn á Akureyri veitir Dr. Shirin Ebadi, friðarverðlaunahafa Nóbels, heiðursdoktorsnafnbót.

<p>Dr. Shirin Ebadi, friðarverðlaunahafi Nóbels, háskólarektor, bæjarstjóri, góðir gestir,</p> <p>Það er mér sönn ánægja að fá að vera hér í dag og taka þátt í þeirri merkilegu athöfn sem hér fer fram. Ég vil byrja á því að óska Shirin Ebadi til hamingju með heiðursdoktorsnafnbótina og ekki síður vil ég óska Háskólanum á Akureyri, stjórnendum, kennurum og nemendum, til hamingju með daginn. Það er skólanum ákaflega mikilvægt að Shirin Ebadi skuli vera hér í dag til að taka við þessari útnefningu.</p> <p>Það er okkur Íslendingum mikilvægt, eins og öðrum þjóðum, að mannréttindamál séu stöðugt til umræðu. Þess vegna er tilkoma nýrrar deildar hér við háskólann á sviði félagsvísinda og laga afar jákvæð þar sem sérstök áhersla er lögð á kennslu í mannréttindum.</p> <p>Það er mikill heiður fyrir svo unga deild að fyrsti heiðursdoktor við hana skuli vera handhafi friðarverðlauna Nóbels. Shirin Ebadi hefur lengi barist fyrir mannréttindum í heimalandi sínu Íran og einnig utan þess. Í baráttu sinni hefur hún lagt áherslu á friðsælar og lýðræðislegar lausnir á erfiðum málum. Rauði þráðurinn í hennar starfi er barátta gegn mismunum byggðri á kynferði eða trúarbrögðum. Þar hefur eðli málsins samkvæmt farið mest fyrir baráttu hennar fyrir frelsi kvenna innan íslamskra samfélaga. Hún hefur einnig barist fyrir mannréttindum barna í heimalandi sínu m.a. með stofnun samtaka til stuðnings börnum. Mikið verk er óunnið á því sviði og því skiptir máli að alþjóðasamfélagið viðurkenni störf einstaklinga eins og Shirin Ebadi. Það gerum við með ráðstefnu eins þeirri sem fram fer hér í dag og með því að veita heiðursdoktorsnafnbót. Veiting friðarverðlauna Nóbels hafa einnig mikla þýðingu fyrir það starf sem Shirin Ebadi vinnur.</p> <p>Við sem búum fjarri þeim heimi sem Shirin Ebadi er alin upp í þekkjum illa til aðstæðna þar. Því er fróðlegt að fá að hlýða hér á fyrirlestra um þetta efni. Áherslur Shirin Ebadi á nýtúlkun íslamskrar trúarkenninga eru afar athyglisverðar, en rangtúlkun á íslam hefur bitnað mjög á réttindum kvenna í gegnum tíðina, og gerir enn, þótt staða kvenna sé misjöfn milli ríkja. Þegar staða kvenna í fjarlægum heimshlutum kemur til umræðu virðast áhyggjur okkar hér á landi oft harla léttvægar. Það breytir þó ekki því að við eigum ekki að líða nokkra misnotkun byggða á kynferði í okkar samfélagi. Okkur ber einnig siðferðileg skylda til að styðja baráttu fyrir mannréttindum í fjarlægum löndum.</p> <p>Fordómum verður aðeins eytt með upplýstri umræðu.</p> <p>Ég endurtek hamingjuóskir mínar til Dr. Shirin Ebadi og til Háskólans á Akureyri og óska ráðstefnunni heilla.</p> <p>Takk fyrir.</p> <br /> <br />

2004-11-02 00:00:0002. nóvember 2004Investing in Canada - Partnering with Canada.

<p align="justify">Honorable Ambassador Richard Tetu, Mr. Stuart Mac Key, ladies and gentlemen.</p> <p align="justify">Seen from a cultural point of view - the heart of the Icelanders has for a long time been with the Icelandic settlements in Canada. The focus has generally been on the people of the Province of Manitoba - or ever since the sternwheel steamer landed at Fort Garry in Winnipeg on the 16th of July 1875, - which is the date when the first Icelanders set foot in the Great Northwest.</p> <p align="justify">In more practical terms &ndash; and closer in time - the Atlantic Provinces of Canada have been of a particular interest to the Icelanders. One can say that the two jurisdictions share a part of the North Atlantic Ocean and the people have fought the same harsh weather conditions at sea - in order to stay alive.</p> <p align="justify">Newfoundland is probably the first Atlantic Province that comes to mind for many. We have had direct shipping connections with Newfoundland for a long time and the airport at Gander was - before "the jet-age" - the last refueling stop for airplanes crossing the North Atlantic Ocean. The fishing banks off the shore of Newfoundland were - as well - frequent destinations for the Icelandic trawlers.</p> <p align="justify">Of course we have now a much broader view of what Canada is all about and what Canada has to offer - and the Icelanders have thoroughly explored the possibilities there. In the nineteen-nineties interest in doing business in Canada grew rapidly. This was greatly escalated when Icelandair started their thrice-weekly Halifax-Reykjavik flight in 1996. It resulted in the flourishing of business and cultural connections between all the four Atlantic Provinces and Iceland.</p> <p align="justify">Many of the Icelandic Ministries added Nova Scotia to their priority list and a great variety of exchanges took place between Iceland and Canada. My Ministry of Industry and Commerce led for example two Trade Missions to Newfoundland and three to Nova Scotia. We also observed increasing interest from the [Province of] Prince Edward Islands which resulted in at least two Trade Missions from PEI to Iceland - and exports to Iceland grew from almost nothing to over a half a million dollars in a year.</p> <p align="justify">But Icelandair terminated it&rsquo;s five year stay in Atlantic Canada sooner than most expected. The last flight was in October 2001. I think that our experience from the Icelandair period clearly shows that there is a direct linkage between transportation connectivity &ndash; on one hand &ndash; and economic and cultural development on the other hand.</p> <p align="justify">One researcher that has evaluated this period has stated the following:</p> <p align="justify">"In the period between 1994 and 2000, Atlantic Canadian exports to Iceland grew almost four-fold, to a value of almost eight-million dollars. With the termination of the Icelandair flight through Halifax, many of these businesses and affiliations will be severely affected".</p> <p align="justify">I can not avoid mentioning this because it relates to the role of Government. The general feeling in Iceland is that - in spite of extensive lobbying on behalf of Icelandair for permission to operate daily flights - all such requests were rejected by Transport Canada &ndash; and thereby making it impossible to maintain this important link with Canada.</p> <p align="justify">But &ndash; we have continued to travel to Canada and the opening of the Canadian Embassy here in Reykjavik and the Icelandic Embassy in Ottawa symbolizes the great will of the two Governments to increase relations. Both political and cultural relations are as good as they can be &ndash; but we definitely have a task to increase the business relations.</p> <p align="justify">Ladies and gentlemen.</p> <p align="justify">It is clear that the two nations &ndash; Iceland and Canada &ndash; have much in common: We for example - share the same sound business ethics; - honesty; - and - transparency in our business endeavors. In addition - there is a genuine warm feeling and mutual respect between the two nations. Based on this I belief that we have all that is needed to take a new step towards increasing trade between our two nations - for the benefit of both.</p> <p align="justify">Thank you for your attention.</p> <br /> <br />

2004-11-01 00:00:0001. nóvember 2004Aðild Íslands að evrópska einkaleyfasamingnum.

<p align="justify">Ágætu gestir.</p> <p align="justify">Við erum komin hér saman í glæsilegum húsakynnum Þjóðmenningarhússins á þessum Drottins degi sem er föstudagur til að minna á að næsta mánudag, 1. nóvember 2004, verður Ísland aðili að evrópska einkaleyfasamningnum og þar með Evrópsku einkaleyfastofnuninni. Verða þá tæp tvö ár liðin frá því ríkisstjórnin ákvað að Ísland mundi gerast aðili. Síðan þá hefur verið unnið að þýðingu að samningnum og gerð lagafrumvarps auk annars undirbúnings sem nauðsynlegur er vegna aðildarinnar. Sú vinna leiddi til þess að lög nr. 53/2004 litu loks dagsins ljós. Utanríkisráðuneytið gekk svo frá aðild miðað við 1. nóvember.</p> <p align="justify">Evrópska einkaleyfastofnunin - EPO- fær sennilega um eina af hverjum fimm umsóknum um einkaleyfi í heiminum til meðferðar. Stofnunin vinnur ötullega að því að gera rannsóknir á einkaleyfum áreiðanlegri og bæta þannig þjónustu við notendur einkaleyfakerfisins auk þess að vera leiðandi afl í heiminum við það að samræma einkaleyfalöggjöf og straumlínulaga alla meðferð einkaleyfisumsókna. Næsta mánudag verða aðildarríkin, að okkur meðtöldum, orðin 29 talsins. Þetta eru 22 af 25 aðildarríkjum Evrópusambandsins en auk þess 7 önnur ríki, þar á meðal 3 af 4 EFTA-ríkjum, Ísland, Liechtenstein og Sviss. Litháen mun gerast aðili 1. desember n.k. og Lettland væntanlega 1. janúar n.k. en síðasta ESB-ríkið Malta síðar á árinu 2005. Ekki er búist við að af aðild Noregs verði fyrr en í fyrsta lagi á árinu 2006.</p> <p align="justify">Íslenskir aðilar hafi getað sent umsóknir til Evrópsku einkaleyfastofnunarinnar án þess að Ísland væri aðili að stofnuninni. En með aðildinni geta Íslendingar bæði nýtt Einkaleyfastofuna sem millilið og, það sem er ekki síður mikilvægt, nýtt sér sérfræðiaðstoð hér á landi þegar íslenskir umboðsmenn geta gegnt hlutverki sem fyrirsvarsmenn umsækjenda hjá Evrópsku einkaleyfastofunni. Þá er um mikla hagræðingu að ræða fyrir erlenda umsækjendur sem geta tilnefnt Ísland í evrópskri einkaleyfisumsókn og þannig öðlast einkaleyfi í 29 Evrópuríkjum í einu, að Íslandi meðtöldu. Er eðlilegt að landið skipi sér í sveit nágrannaríkja með aðild að stofnuninni. Aðildin er talin vísbending um að ríki hafi nútímalegt og aðgengilegt viðskiptaumhverfi en slíkt getur skipt máli, jafnvel talsverðu máli, fyrir erlenda aðila sem hyggja á fjárfestingu hér á landi. Þá er vonast til þess að aðildin leiði til aukinnar vitundar um mikilvægi nýsköpunar og verndun uppfinninga sem geta skilað sér í auknum hagvexti hér á landi. Þá verður sparnaður vegna umsókna um einkaleyfi Íslendinga. Einnig opnast nú möguleiki fyrir Íslendinga að fá störf við stofnunina sem gæti síðar leitt til þess að þekking Íslendinga í þessum málum muni enn aukast. Aðild skapar og Íslendingum betri möguleika innan kerfisins, t.d. varðandi aðgang að áfrýjunarnefndum. Einhverjir gallar geta auðvitað fylgt aðild. Nefna má að gerðar eru strangar kröfur til þeirra sem hafa starfstengsl við stofnunina og þarf því að huga vel að hagsmunum íslenskra umboðsmanna á næstunni, þ.e. formlegri útnefningu þeirra. Aðildin mun og draga talsvert úr tekjum Einkaleyfastofunnar á nokkurra ára bili en síðar mun rætast úr vegna aukningar einkaleyfa á grundvelli fjölda tilnefninga í kerfi Evrópsku einkaleyfastofnunarinnar og innkomu helmings árgjalds af þeim.</p> <p align="justify">Með þátttöku í þessu evrópska einkaleyfakerfi mun meðferð einkaleyfismála hér á landi breytast mikið. Gera má ráð fyrir að meirihluti allra einkaleyfa hér á landi í framtíðinni verði evrópsk einkaleyfi. En með slíku miðlægu kerfi á að vera meira samræmi í rannsókn og meðferð umsókna um einkaleyfi. Þá veitir Evrópska einkaleyfastofan ýmsan stuðning við einkaleyfastofur samningsríkja í þeim tilgangi að hagræða meðferð einkaleyfa og gera alla þjónustu skilvirkari. Fyrirséð er að nokkur breyting verður á stöðu og hlutverki Einkaleyfastofunnar. Það er von mín að breytingin muni leiða til þess að stofnunin hafi meira svigrúm og möguleika á að auka þjónustu við umsækjendur og atvinnulíf hér á landi.</p> <p align="justify">Ég óska væntanlegum notendum evrópska einkaleyfakerfisins og starfsfólki Einkaleyfastofunnar velgengni í nýju starfsumhverfi.</p> <p align="justify">Ágætu gestir.</p> <p align="justify">Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta en býð ykkur öll velkomin í þetta síðdegishóf sem iðnaðarráðuneytið og Einkaleyfastofan standa að.</p> <br /> <br />

2004-11-01 00:00:0001. nóvember 2004Evrópuverkefnið "Konur í atvinnurekstri og landbúnaði".

<p align="justify">Góðir gestir,</p> <p align="justify">Ég þakka fyrir að fá að vera með ykkur hér í dag.</p> <p align="justify">Það er von mín að þátttaka Íslands í þessu samstarfsverkefni fimm þjóða, hvetji konur til aukinnar þátttöku í atvinnurekstri og með samstilltu átaki stoðkerfisins finnist leiðir til þess. Ég vil sérstaklega Norðmönnum frumkvæðið.</p> <p align="justify">Það er mikilvægt að bera kennsl á hindranir sem helst verða á vegi kvenna sem reka eigin fyrirtæki og finna leiðir til að aðstoða og styðja konur sem sjá atvinnutækifæri í eigin viðskiptahugmyndum.</p> <p align="justify">Við gerð þeirra skýrslu sem unnin hefur verið af Byggðastofnun var leitað til kvenna á Íslandi sem hafa reynslu og þekkingu á því að reka eigin fyrirtæki og mér er kunnugt um að nokkrar þeirra hittust í gær og miðluðu hver annari af þekkingu sinni.</p> <p align="justify">Tilgangur fundarins í dag er að skapa umræðuvettvang þar sem fjallað verður um á á hvern hátt hið opinbera stoðkerfi atvinnulífsins, fjármálastofnanir o.fl. geta með auknu samstarfi virkjað menntun, hæfni og þekkingu kvenna til sóknar.</p> <p align="justify">Þrátt fyrir tölur um yfirburðahlutfall karla í efstu stigum atvinnulífsins er ekki hægt að líta fram hjá því að konur hafa verið að hasla sér völl í atvinnulífinu með góðum árangri. Konur eru fjölmennar í næst efstu stigum pýramídans og þess verður sjálfsagt ekki langt að bíða að þær komist til æðstu metorða.</p> <p align="justify">Þó ekki sé hægt að segja með nákvæmni hvernig þjóðfélagið mun þróast á næstu árum og áratugum er víst að aukin menntun kvenna mun leiða til aukinnar þátttöku þeirra í atvinnulífinu. Menntunarstig karla er hærra en kvenna yfir heildina en konur eru í meirihluta í langflestum greinum háskólanáms í dag og því ekki langt að bíða þess að menntunarstig þeirra verði hærra en karla.</p> <p align="justify">Ég skipaði á dögunum nefnd sem hefur það hlutverk að skoða hvernig auka megi tækifæri kvenna í forystu íslenskra fyrirtækja. Nefndin skal meðal annars kanna hvort önnur lönd hafi gripið til ráðstafana í þessu skyni og bera saman stöðu kvenna í atvinnulífinu hér á landi og í nágrannaríkjunum. Ég vænti mikils af starfi nefndarinnar og tel að við séum á þröskuldi þess að fjölga mjög konum í forystu íslenskra fyrirtækja.</p> <p align="justify">Um leið og ég vona að fundurinn verði árangursríkur og margar góðar hugmyndir líti dagsins ljós, vil ég þakka Byggðastofnun og Sigríði Elínu Þórðardóttur, fyrir vinnu við gerð skýrslunnar, ráðgjafahópnum fyrir þeirra aðstoð. En ekki síst þakka ég ykkur ágætu gestir fyrir að sýna málinu áhuga og koma hingað í dagt.</p> <p></p> <br /> <br />

2004-11-01 00:00:0001. nóvember 2004Orkan okkar - heimili morgundagsins.

<p>Ágætu gestir.</p> <p align="justify">Ný öld er að ganga í garð og önnur er að kveðja sem færði okkur Íslendinga til nútímans. Þetta var öld rafurmagnsins, eins og fyrri aldamótakynslóð kallaði gjarnan raforkuna, sem leiddi til meiri byltingar á heimilishögum og öllum aðbúnaði þjóðarinnar en hafði orðið frá upphafi Íslandsbyggðar.</p> <p align="justify">Hægt gekk þó í upphafi rafvæðingarinnar. Á fyrstu áratugum aladarinnar var þjóðin fámenn og fátæk, hún óttaðist skjótar umbreytingar og umskiptin urðu fyrst á síðari hluta aldarinnar.</p> <p align="justify">Mörgum okkar sem ólumst upp úti á landsbyggðinni eftir miðja síðustu öld er í fersku minni þau gífurlegu umskipti er urðu hjá fólki þegar fyrstu raflínur risu við rafvæðingu dreifbýlisins. Yngra fólk upplifði rafmagnið sem mikla breytingu, en fyrir eldri kynslóðir, sem lifað höfðu myrkur og harðindi á sínum yngri árum má vissulega segja að bylting hafi orðið þegar í híbýli manna kom ljós og hiti í stað myrkurs, kulda og raka fyrri ára og alda.</p> <p align="justify">Þetta mættu yngri og uppvaxandi kynslóðir þjóðarinnar hugleiða á vaxandi allsnægtar- og afþreyingartímun. Velmegun þjóðarinnar hefur ekki komið af sjálfu sér, hún hefur byggst á dugnaði, menntun og harðfylgi við að hagnýta sér, með bestu tækni hvers tíma, allar náttúruauðlindir lands og sjávar til að byggja upp nútíma samfélag.</p> <p align="justify">Umskipti í lífskjörum þjóðarinnar urðu stórtækust eftir miðja síðustu öld eftir að þjóðin komst til bjargálna. Við skulum hafa í huga að Ísland taldist þróunarríki á sjötta áratug aldarinnar og við þáðum mikla styrki og lán erlendra aðila til samfélagslegrar uppbyggingar eins og raunar margar aðrar þjóðir Evrópulanda eftir að síðari heimsstyrjöld lauk.</p> <p align="justify">Bygging fyrstu stórvirkjunar landsins og byggingu álversins í Straumsvík á árunum 1965-1970 var mikið átak fyrir þjóðina. Uppbygging stóriðju á árunum þar á eftir var fremur hæg en almenn auking varð í raforkunotkun, meðal annars vegna uppbyggingar raforkukerfisins og atvinnufyrirtækja víða um land.</p> <p align="justify">Enginn vafi er á því að nýting orkulinda landsins hefur verið og mun verða áfram einn af grunnþáttunum í efnahagslegri velferð þjóðarinnar. Raforkuframleiðsla þjóðarinnar var nær eingöngu í vatnsaflsvirkjunum eftir að raforkukerfi landsins varð samtengt og olíunotkun til raforkuframleiðslu var aðeins bundin við neyðartilvik. Raforkuframleiðsla síðustu ára í jarðhitavirkjunum hefur góðu heilli stóraukist síðustu ár og hún mun enn aukast á næstu árum. Fjárhagslegur ávinningur þjóðarinnar af nýtingu jarðhitans til hitaveitna á síðustu áratugum hefur einnig verið ótrúlegur og nemur mörgum milljörðum árlega.</p> <p align="justify">Miklir möguleikar eru á nýtingu jarðhitans til raforkuframleiðslu víða um land í framtíðinni. Þar ber að nefna að unnið er að einstöku samstarfsverkefni fjölmargra þjóða og stofnana um rannsóknir á háhitagufu á tvöfalt meira dýpi en við höfum hingað til borað og nýtt okkur. Þetta alþjóðlega rannsóknarverkefni kann að leiða í ljós að unnt verði í lengri framtíð að margfalda afköst háhitasvæða landsins.</p> <p align="justify">Við nýtingu orkuauðlindanna skiptir miklu máli að samstarf og samkomulag takist milli nýtingarsjónarmiða annars vegar og náttúruverndarsjónarmiða hins vegar. Þessi ágreiningur hefur vissulega því miður aukist á undanförnum árum. Þar mun Rammaáætlun sú er unnið hefur verið að á síðustu árum geta skilað okkur mikilvægum árangri.</p> <p align="justify">Sérstaða Íslands varðandi nýtingu endurnýjanlegra orkulinda er einstök meðal þjóða heims. Öll raforka landsins er framleidd með endurnýjanlegum orkulindum og aðeins Noregur hefur jafnt hlutfall meðal þjóða heims. Þá eru 99% orku til húshitunar framleidd með jarðhita eða raforku sem hvergi þekkist annars staðar á byggðu bóli. Um 72% af heildarorkunotkun þjóðarinnar í dag kemur frá endurnýjanlegum orkulindum, jarðvarma og vatnsafli en 28% eru innflutt olía til samgangna og skipaflotans.</p> <p align="justify">Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Jóhannesarborg um sjálfbæra þróun haustið 2002 kom ítrekað fram hjá fulltrúum þróunarríkja að aukin orkunotkun þeirra væri grundvallaratriði fyrir útrýmingu fátæktar, framförum og sjálfbærri þróun í þessum ríkjum. Jafnframt var lögð mikil áhersla á að auka raforkuframleiðslu og dreifingu í þróunarríkjum til að þeir tveir milljarðar jarðarbúa sem ekki njóta rafmagns fái notið þess sem fyrst.</p> <p align="justify">Á vettvangi samnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hefur verið fallist á sérstöðu Íslands til að nýta hreinar orkulindir landsins áfram til notkunar við iðnaðarframleiðslu. Með þessu ákvæði verður okkur heimilt að byggja upp orkufreka stóriðju er styðst við endurnýjanlega orkugjafa, því ella hefði orka til þessara iðjuvera verið framleidd með mengandi orkugjöfum með margfalt meiri losun gróðurhúsalofttegunda.</p> <p align="justify">Okkur ber eigi að síður skylda til þess, eins og öðrum þjóðum, samkvæmt loftslagssamningnum að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi með öllum mögulegum aðgerðum.</p> <p>Ágætu gestir.</p> <p align="justify">Við lifum í allsnægtarsamfélagi sem okkur hefur tekist að byggja upp á örfáum áratugum. Á einni öld hefur Ísland breyst úr einu af fátækustu löndum álfunnar í að vera land þar sem ein tekjuhæsta þjóð í heimi býr. Aukin og bætt menntun og mannauður til margra alda skýrir þessa byltingu að nokkru leyti, en það sem sköpum skiptir er að okkur hefur tekist að nýta náttúruauðlindir landsins, fiskimiðin og orkulindirnar til bættra lífskjara þjóðarinnar.</p> <p align="justify">Megi svo verða lengi enn.</p> <br /> <br />

2004-10-28 00:00:0028. október 2004Ráðstefna í tilefni af aldarafmæli rafvæðingar á Íslandi.

<p align="justify">Forseti Íslands)</p> <p align="justify">Virðulegu samkomugestir!</p> <p align="justify">Á þessu ári höfum við haldið hátíðlegt aldarafmæli heimastjórnar hér á landi. Það gerðist ýmislegt annað markvert á árinu 1904 og þar ber hæst atburður sem ef til vill hefur valdið einna mestu um hagsæld og velferð þjóðarinnar á liðinni öld. Þar á ég við að fyrsta rafstöðin hér á landi tók til starfa í Hafnarfirði í desembermánuði þetta sama ár. Þó svo að okkur finnist lítið framfaraspor hafa verið stigið með þessari örlitlu heimarafstöð Jóhannesar Reykdals reyndist það öðru nær í fyllingu tímans. Starfsemi rafstöðvarinnar varð upphafið að hugarfarsbreytingu og skilningi almennings á mikilvægi raforkunotkunar til allra framfara þjóðarinnar.</p> <p align="justify">Fyrstu áratugir síðustu aldar voru merkilegur tími í sögu þjóðarinnar. Þá vaknaði hún til vitundar um möguleika sína og tækifæri og nýir straumar fóru um samfélagið. Liðin öld færði okkur Íslendinga til nútímans, hinar ótrúlegu framfarir og umskipti sem urðu á högum þjóðarinnar voru vafalaust meiri en höfðu orðið á öllu fyrra lífsskeiði hennar. Í upphafi aldarinnar var vatnsaflið og jarðvarminn svo til alveg ónýtt auðlind, en framsýnir menn horfðu til þessarar náttúruauðlindar sem undirstöðu hagsældar og bættra kjara þjóðarinnar. Strax á fyrsta áratug aldarinnar hófust í smáum stíl rannsóknir á hugsanlegum virkjunarkostum landsins og á öðrum áratug voru unnar raunhæfar áætlanir um nýtingu á vatnsorkulindum landsins, sem þóttu mjög stórhuga miðað við ríkjandi aðstæður í þjóðfélaginu. Ekkert varð þó af þeim miklu áformum, meðal annars vegna styrjalda og heimskreppu, en þó bar þjóðin gæfu til að reisa virkjanir í Elliðaám, Sogi og Laxá á millistríðsárunum sem breyttu verulega högum hennar á erfiðum tímum seinni heimsstyrjaldar.</p> <p align="justify">Við styrjaldarlok hafði þjóðin færst inn í nútímann og alþjóðasamfélagið og kynnst háttum erlendra þjóða. Ein af forgangsóskum þjóðarinnar var að rafvæðast. Hún hafði komist að raun um að raforkan var afl og uppspretta atvinnuvega annarra þjóða &mdash; og því skyldi svo ekki vera hér á landi einnig?</p> <p align="justify">Með raforkulögum frá 1947 og stofnun raforkumálaskrifstofunnar verður mikil breyting á skipulagi raforkumála hér á landi. Þáverandi stjórnvöld tóku ákvörðun um að rafvæðing þjóðarinnar væri forgangsverkefni. Rafvæðingin var raunar eitt helsta markmið allra ríkisstjórna þjóðarinnar fram á 7. áratug síðustu aldar, enda var flestum landsmönnum þá orðið ljóst að viðhald og uppbygging byggðar um landið allt væri ekki möguleg án raforku miðað við nútíma kröfur samfélagsins. Um allt land var mönnum raforkumálaskrifstofunnar og síðar RARIK fagnað er dreifilínur til flestra byggða voru reistar sem síðar tengdust samtengdu raforkukerfi landsins. Á 7. áratugnum var lokið við að rafvæða flest og má heita að tengingu flestra landsmanna við samveitukerfi væri lokið við lok þess áratugar.</p> <p align="justify">Stuttu síðar var nýtt framfaraspor stigið með ákvörðun um byggingu byggðalínu milli einstakra orkuveitusvæða alls landsins á árunum 1974-1984. Bygging byggðalínu var ekki óumdeild á sínum tíma en ótvírætt má telja að hún hafi stuðlað að hagkvæmni í rekstri raforkukerfisins, jafnað raforkuverð og aðgengi landsmanna að flutningskerfinu.</p> <p align="justify">Sjöundi áratugurinn var áratugur mikilla breytinga í íslensku raforkusamfélagi. Fyrst ber að telja að árið 1965 var stofnað sameignarfyrirtækið Landsvirkjun í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar um raforkuframleiðslu fyrir stóriðju. Með byggingu Búrfellsvirkjunar, sem reist var til þess að afla orku fyrir álver í Straumsvík, var brotið blað í tækniþróun hér á landi, sem of lítill gaumur hefur verið gefinn að. Bygging hennar var á sínum tíma ámóta átak og núverandi framkvæmdir við Kárahnúka ef miðað er við fjárfestingu sem hlutfall af þjóðartekjum. Bygging virkjunarinnar og annarra er á eftir fylgdu var grunnur að þekkingu í hönnun og byggingu virkjana er við búum að í dag og munum lengi gera. Reynslan af rekstri vatnsaflsvirkjana okkar hefur kennt okkur lausnir á fjölmörgum tæknilegu vandamálum sem fylgja beislun jökulfljóta og hefur síðan nýst við hönnun annarra virkjana síðar. Á síðustu 25 árum hefur nánast öll tækniþekking við byggingu nýrra vatnsaflsvirkjana hér á landi verið innlend og aðeins í undantekningartilfellum hefur þurft að kalla til erlenda sérfræðiþekkingu. Hið sama á raunar við um hinar nýju og glæsilegu jarðgufuvirkjanir er nú á síðasta áratug hafa risið, þær hafa verið alfarið íslensk hönnun. Þetta segir okkur mikla sögu um reynslu og menntunarstöðu þjóðarinnar á þessu sviði í dag.</p> <p align="justify">Sú mikla og farsæla uppbygging í raforkukerfi landsins er varð á síðari hluta síðustu aldar er ekki síst því að þakka að íslensk stjórnvöld báru gæfu til að veita verulegu fjármagn til rannsókna á orkulindum landsins, sem óhikað má fullyrða að sé grunnur að viðamikilli þekkingu Íslendinga á náttúrufari og orkulindum sínum. Uppbygging vatnsafls- og jarðvarmavirkjana á síðustu áratugum byggist á þessum rannsóknum og ekki síður tugi hitaveitna sem gjörbreytt hafa lífskjörum okkar. Munum við lengi enn búa að þessum rannsóknum.</p> <p align="justify">Og það hefur ekki síst komið í ljós er vinna hófst við gerð svokallaðrar Rammaáætlunar um virkjanir er hófst árið 1999 að frumkvæði ríkisstjórnarinnar. Hún er yfirlitsáætlun um nýtingu og hagkvæmni hugsanlegra virkjunarkosta, mat á helstu umhverfisáhrifum þeirra og samfélagslegum áhrifum. Fyrsta áfanga áætlunarinnar lauk um s.l. áramót og vinna næsta áfanga er nýlega hafin. Að mati margra aðila er vel til þekkja er hér um að ræða einstakt verkefni á alþjóðavísu og hefur það vakið nokkra athygli erlendis. Viðtökur við fyrsta áfanga áætlunarinnar hafa verið mjög jákvæðar og enginn vafi er á því að samanburður virkjunarkosta er niðurstöður Rammaáætlunar gefur okkur gleggri sýn á líklegum virkjunarkostum í næstu framtíð. sem kemur að miklu gagni þegar ráðist verður í frekari rannsóknir eða nýtingu virkjunarkosta framtíðarinnar.</p> <p align="justify">Við höfum á liðnum áratug upplifað mestu uppbyggingu orkumannvirkja hér á landi og þjóðin mun vart síðar upplifa jafn miklar breytingar. Raforkuframleiðsla hefur aukist um tæp 80% á árunum 1994-2003 og er sú aukning að mestu vegna aukinnar stóriðjuuppbyggingar, bæði í Straumsvík og í Hvalfirði. Við horfum fram til þess tíma að enn verði mikil aukning raforkunotkunar með nýju álveri Fjarðaáls á Reyðarfirði, sem auka mun raforkunotkun hér á landi enn frekar eða um 55%. Sú uppbygging er nú á sér stað á Austurlandi er augljóst dæmi um þau jákvæðu áhrif er hagnýting orkulinda landsins hefur bæði til aukningar á útflutningsverðmætum og hagvexti þjóðarinnar auk hinna miklu jákvæðu áhrifa er rekstur álversins mun hafa á alla byggðaþróun á svæðinu.</p> <p align="justify">Ágætu gestir.</p> <p align="justify">Sagt hefur verið að nauðsynlegt sé að þekkja sína sögu og skynja rétt samtíð sína ef ætlunin er að móta stefnu til framtíðar. Við bárum gæfu til að skynja hljóm aldamótaskáldanna til að láta ævintýrin við nýtingu orkuauðlinda okkar gerast í fyllingu tímans á síðustu öld. Orkusaga Íslendinga er nánast ein samfelld sigurganga, um það getum við verið sammála. Afar vel hefur tekist til um alla uppbyggingu virkjana landsins og þar ber ekki síst að nefna hversu vel hefur tekist að gera umhverfi þeirra aðlaðandi og smekklegt þannig að almenningur, eigendur og notendur þjónustu raforkufyrirtækjanna geta verið stoltir af.</p> <p align="justify">Á senn nýbyrjaðri raforkuöld er ég sannfærð um að okkur auðnist um ókomna framtíð að móta áfram framsækna og glæsta íslenska hreina orkustefnu. Mikil þekking okkar og rannsóknir á jarðhita og vatnsafli hafa gert stöðu okkar sérstaka, sem byggist að verulegu leyti á þeim einstöku aðstæðum sem höfuðskepnur náttúrunnar hafa skapað hér á landi og okkur hefur tekist að nýta.</p> <p align="justify">Megi svo verða enn um langa hríð.</p> <p align="justify">Ég þakka áheyrnina.</p> <p></p> <br /> <br />

2004-10-26 00:00:0026. október 2004Ráðstefna um nýsköpunarstarf á landsbyggðarsvæðum Norðurlanda.

<p>Ávarp iðnaðarráðherra á ráðstefnu</p> <p>um nýsköpunarstarf á landsbyggðarsvæðum Norðurlanda</p> <p>Háskólanum á Akureyri</p> <p>föstudaginn 22. október kl. 13:05</p> <p>Mr. Chairman, - ladies and gentlemen.</p> <p></p> <p align="justify">It gives me a great pleasure to be here with you today and to have the opportunity to address this conference on: Economic Development and Innovation in the Nordic Periphery.</p> <p align="justify">Regional Policy is an important part of the Portfolio of my Ministry. It is important primarily because we belief that all citizens of this country should have the same possibilities to enjoy a good and prosperous life, - including: - equal opportunities to obtain good education - proper employment; - good quality health care; - and over-all social well being.</p> <p align="justify">This is by no means an easy task - and the fact is - that for many years we have, - with a few exceptions, had a net out-migration from the rural areas to Reykjavik and the near-by communities. The negative consequences of this are that it becomes still more difficult than before to provide the desired services to those that remain behind. The task to reverse this development is not easy but all the efforts are much more than worth the while. They, however, require a holistic governmental approach.</p> <p align="justify">Regional Policy is therefore a crosss-sectorial policy that calls for a broader political vision than in many other fields. It also calls for a close co-operation with other ministries and governmental institutions.</p> <p align="justify">The implementation of the present 4-year Regional Policy is indeed based on such a co-operation between the ministries - where regional priorities are jointly defined - but the responsibility for carrying out the tasks remains with the other ministry in question.</p> <p align="justify">The present policy is for the period 2002 to 2005, - and has a strong focus on Economic Development.</p> <p align="justify">- Education; - knowledge-creation; and - innovation are among the key elements.</p> <p align="justify">In spite of the fact that we still have more than a year remaining of the present policy period - work has already started on preparations for the next Regional Policy for 2006 to 2009. I am mentioning this because I feel that many of the topics that are on this conference program could be an input in the up-coming policy work.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ladies and gentlemen.</p> <p align="justify">We are today formally opening this new building that is called - The Research and Innovation Building. The building and the activities that will be here - symbolize in many ways - a particular priority that we need to strengthen still further in our regional development &ndash; this is indeed research and innovation. Innovation facilitation should have some priority here - with the objective of strengthening the Economical Development in the rural areas of Iceland.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ladies and gentlemen.</p> <p align="justify">I wish you all a most fruitful working conference here today and hope that the organizers will inform me about your conclusions.</p> <p>Thank you.</p> <br /> <br />

2004-10-22 00:00:0022. október 2004Kaupstefnan Rekstur 2004

<p align="justify">Ágæta samkoma</p> <p align="justify">Það hefur verið vinsælt á þessu ári - eitthundrað ára afmæli heimastjórnar &ndash; að bera saman aðstæður í dag og aðstæður eins og þær voru árið 1904. Í stuttu opnunarávarpi - eins og þessu - gefst reyndar ekki tilefni til ítarlegrar umfjöllunar um þær aðstæður og umgjörð sem rekstri á Íslandi eru búnar í dag samanborið við umgjörðina þá, en engu að síður finnst mér ástæða til að stikla á stóru í því sambandi.</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Uppúr aldamótunum 1900 má segja að Íslendingar hafi staðið með annan fótinn í miðöldum en hinn í nútímanum. Þrátt fyrir að um 70% starfandi manna tengdust landbúnaði og rúm 20% útflutningstekna kæmi frá honum, var þegar kominn vísir að borgarastétt, iðnaði og verslun. Bætt menntun bænda og aukin framleiðni samfara aukinni vélanotkun leiddi til fólksfækkunar í sveitum og eflingar þéttbýlis. Verslun og viðskipti blómguðust og nýjar atvinnugreinar urðu til. Þessi þróun hefur staðið fram á þennan dag.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Tveir innlendir bankar höfðu tekið til starfa - Landsbankinn og Íslandsbanki-gamli. Í upphafi heimastjórnar var fyrsti togarinn keyptur til landsins og má þá segja að í raun hafi þá fyrst hafist raunveruleg eignamyndun byggð á ágóða af rekstri. Á stuttum tíma útrýmdu togarar seglskútum, enda voru þeir fljótir að borga sig upp. Líkja má komu togaranna til Íslands við iðnbyltinguna miklu í Bretlandi um öld áður.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Um svipað leyti voru íslenskir verslunarmenn að láta til sín taka. Þeir þrýstu á bættar samgöngur og fjarskipti. Sæsíminn skipti sköpum fyrir innlenda heildsala sem gátu eftir komu hans átt bein samskipti við byrgja sína erlendis. Íslendingar, sem öldum saman höfðu notast við tvo jafnfljóta, eða í besta falli við baggahesta, tileinkuðu sér á örskömmum tíma nýjustu tækni í samgöngum þess tíma. Hlaupið var yfir járnbrautartímabilið og beint inn í bílaöldina. Íslenskt skipafélag var stofnað og tryggðar voru reglubundnar og öruggar siglingar til landsins. Og Íslendingar lærðu að beisla raforkuna.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Eftir á að hyggja hafa þetta verið spennandi og viðburðaríkir tímar. En hið sama má segja um þá tíma sem við lifum á.</p> <p align="justify">Varla líður sá dagur að ekki berist fréttir af landvinningum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna erlendis. Stjórnvöld sem áður voru virkir þátttakendur í hvers konar atvinnurekstri hafa breytt um hlutverk og eru nú frekar í hlutverki þess sem tryggja á að hjól atvinnulífsins snúist landslýð til hagsbóta.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Og hvernig hefur svo til tekist. Þjóðartekjur á mann hér á landi eru með því mesta sem þekkist &ndash; atvinnuleysi er með því lægsta sem þekkist &ndash; langlífi er óvíða meira &ndash; fáir veita meiru fé til menntunar og heilbrigðismála en við Íslendingar. En eru þá engin verkefni eftir fyrir áhugasama stjórnmálamenn ?</p> <p align="justify">Því er fljótsvarað. Lengi getur gott batnað. Alveg eins og temja verður gæðingsefni til að það vinni til verðlauna á mótum, verður að setja atvinnulífinu leikreglur &ndash; temja það &ndash; svo allir geti keppt á sama grundvelli. Annað verkefni sem stjórnvöld eyða mikilli orku í - og er af sama meiði - er að tryggja að íslenskt atvinnulíf búi ekki við lakari kost en samkeppnisaðilar erlendis.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Unnið hefur verið markvisst að því að lækka skatta og álögur á atvinnulífið og búa íslensk fyrirtæki við næst-lægstu tekjuskatta í Evrópu. Þótt hljótt fari, er töluverðum tíma og fjármunum varið á ári hverju í gerð fríverslunarsamninga, gagnkvæmra samninga um vernd fjárfestinga og tvísköttunarsamninga. Allir slíkir samningar styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja erlendis.</p> <p align="justify">Þá er töluverðu opinberu fé varið til kynningarmála &ndash; svo sem vörusýninga- á erlendri grundu. Nú er nýlokið ferð viðskiptasendinefndar til Rúmeníu og Búlgaríu. Í ferðinni voru um 15 fyrirtæki - og um 30 karlar og konur úr íslensku atvinnulífi. Óhætt er að segja að ferðin hafi tekist mjög vel. Fundir með heimamönnum um atvinnulíf og viðskiptaumhverfi á Íslandi og í móttökulöndunum voru fjölsóttir og áhugi á samstarfi við íslensku fyrirtækin mikil. Þannig var a.m.k. eitt fyrirtæki með fleiri viðmælendur en það réð við að sinna.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Hlutverk ráðherra í slíkum ferðum er að gefa ferðinni opinbera og trúverðuga áferð. Nærvera ráðherra opnar fyrirtækjunum ýmsar dyr sem annars væru þeim lokaðar. Þannig voru t.d. skipulagðir þrír fundir ráðherra á fyrsta degi í Rúmeníu. Það var fundur með fyrirtækinu Enex með orkumálaráðherra Rúmeníu til að ræða möguleika á samstarfi landanna á sviði hagnýtingar jarðhita. Síðan var fundur með fyrirtækinu Límtré sem byggt hefur límtrésverksmiðju í Rúmeníu og landbúnaðarráðherranum um starfsemi fyrirtækisins í Rúmeníu og að lokum var fundur með fyrirtækinu Hugvit með borgarstjóra í Bukarest um Gopro kerfið og innleiðingu rafrænna lausna í opinberum rekstri þar í borg.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Hér innanlands hefur kannski borið meira á stjórnvöldum í hlutverki tamningamannsins &ndash; þess sem hugar að leikreglum og hegðun á markaði. Og þar hefur vel verið að verki staðið. Má fullyrða að þróun síðustu ára á þessu sviði sé sambærileg þeirri þróun sem var í atvinnumálum við upphaf heimastjórnartímabilsins. Síðustu 15 ára hefur Ísland færst úr miðstýrðu hagkerfi &ndash; þar sem opinberir aðilar úthlutuðu leyfum um alla skapaða hluti, allt frá innflutningsleyfum fyrir sælgæti til leyfa til þess að taka fjármuni að láni erlendis &ndash; og yfir í þróað markaðshagkerfi. Ríkið er ekki lengur ráðandi í daglegum rekstri banka og lánastofnana &ndash; ríkið er á leið út af fjarskiptamarkaði &ndash; ríkið á ekkert skipafélag og enga ferðaskrifstofu. Skýrari mörk eru orðin á milli ríkisvalds og atvinnulífs. Þetta er góð þróun.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">En þessi góða þróun kallar á breytt vinnubrögð og annars konar aga. Fyrir nokkrum árum voru sameinaðar tvær eftirlitsstofnanir sem reknar voru á vegum hins opinbera &ndash; þ.e. bankaeftirlit Seðlabanka Íslands og Vátryggingaeftirlitið &ndash; í eina stofnun, Fjármálaeftirlitið. Held ég að engum blandist hugur um að sú aðgerð - ein og sér - hefur skilað miklum árangri &ndash; ekki aðeins á eftirlitshliðinni- heldur ekki síður við að tryggja það að hér geti þrifist öflugar, velreknar og framsæknar fjármálastofnanir. En án öflugra fjármálastofnana verður trauðla um framþróun að ræða á öðrum sviðum atvinnulífsins.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Önnur eftirlitsstofnun á vegum hins opinbera stendur nú á tímamótum. Á ég þar við Samkeppnisstofnun. Eins og ykkur er kunnugt hefur nefnd sem skipuð var fyrr á þessu ári skilað niðurstöðum og tillögum um breytingar á skipulagi samkeppniseftirlits hér á landi. Er nú verið að fara yfir málið og semja frumvarp til laga sem byggir á tillögum nefndarinnar. Er megintilgangur með nýjum lögum sá að efla möguleika samkeppnisyfirvalda til að grípa inn í ef leikreglur á markaði eru ekki virtar.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Vissulega hefði verið freistandi að dvelja lengur við þau verkefni sem uppi á borðum stjórnvalda eru og snúa að atvinnulífinu. Tel ég þó að þessi stutta umfjöllun gefi innsýn inn í þau fjölmörgu verkefni á þessu sviði sem unnið er að.</p> <p align="justify">Að lokum vil ég þakka fyrir að fá að opna þessa kaupstefnu. Vona ég að hún muni leiða til aukinna viðskipta og velmegunar &ndash; fyrirtækjunum, viðskiptamönnum þeirra og öllum almenningi til góða.</p> <p>Ég lýsi hér með kaupstefnuna Rekstur 2004 formlega opna.</p> <br /> <br />

2004-10-13 00:00:0013. október 2004Fundur með formönnum norrænu félaganna 9. október 2004.

<p>Ágætu félagar í norrænu samstarfi.</p> <p>Það er mér sérstök ánægja að eitt af mínum fyrstu embættisverkum sem nýskipaður samstarfsráðherra skuli vera að koma hér á fund til ykkar formannanna í grasrót norræns samstarfs. Það má líkja Norrænu félögunum og þeim tengslanetum sem þau mynda við hjartavöðvann í norrænu samstarfi &ndash; það eru þau sem blása okkur stjórnmálamönnunum anda í brjóst, tengja okkur við fólkið og veita okkur upplýsingar um þau vandamál sem leysa þarf í hinu formlega samstarfi. Það er því ákaflega mikilvægt fyrir mig að eiga gott samstarf við ykkur og að geta leitað í þann þekkingarbrunn sem ykkar félög eiga sameiginlegan með systurfélögum á Norðurlöndum. Það er líka ánægjuefni að enn skuli bætast við í þá fjölskyldu - með 28. félagsdeildinni hér heima - úr Rangárþingi.</p> <p>Ég hef komið að norrænu samstarfi allar götur frá því að ég tók sæti á Alþingi fyrir sautján árum og veit af eigin raun hversu mikilvægt það er fyrir okkur Íslendinga.</p> <p>Það er afar brýnt að við sinnum því vel á öllum sviðum - í hinum ýmsu ráðherranefndum og samstarfsstofnunum og að við tökum virkan þátt í að móta stefnu og forgangsraða verkefnum á tímum þeirra öru breytinga sem við nú upplifum í Evrópu.</p> <p>Það hefur líka þýðingu að hin frjálsu félagasamtök, sem eru eitt helsta kennimerki norrænnar menningar og samstarfshefðar, séu virk í þessu starfi. Þau eru ein meginstoðin í okkar samfélagsskipan og drifkraftur umbóta á mörgum sviðum.</p> <p>Eins og þið eflaust vitið þá hafa Íslendingar leitt samstarfið í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári. Undir yfirskriftinni <em>Auðlindir Norðurlanda</em> var mótuð stefna fyrir fjölmörg samstarfsverkefni sem hrint var úr vör á árinu &ndash; verkefni sem falla undir undirkafla formennskuáætlunarinnar <em>Lýðræði, menningu og náttúru.</em> Þar er einmitt litið til þess auðs sem við Norðurlandabúar eigum í fólki, samfélagsskipan og náttúrugæðum.</p> <p>Við settum lýðræðið á oddinn vegna þess að það eru ýmis teikn á lofti í norrænum samfélögum sem benda til þess að hættur steðji að. Helstu sjúkdómseinkennin eru minnkandi kosningaþátttaka t.d. í síðustu sveitarstjórnarkosningum í Noregi í fyrra þar sem</p> <p>einungis 6 af hverjum tíu greiddu atkvæði. Í Finnlandi eru dæmi um enn dræmari kosningaþáttöku í sveitarstjórnarkosningum, svo ekki sé talað um kosningar til Evrópuþings þar sem einungis 4-5 af hverjum tíu ómaka sig á kjörstað.</p> <p>Norræn lýðræðisnefnd sem skipuð var í byrjun árs hefur m.a. skoðað þennan vanda og leitað skýringa. Ein er sú að alþjóðavæðingin hefur leitt til stöðugt flóknari viðfangsefna á vettvangi stjórnmálanna. Aðlögun Norðurlanda að lögum og reglugerðum á evrópska efnahagssvæðinu eru dæmi um slík viðfangsefni.</p> <p>Jafnframt hafa skapast nýjar forsendur fyrir stjórnmálastarfi og stjórnmálaþáttöku &ndash; í norrænum velferðarríkjum nútímans hefur fólk mun fleiri valkosti en stjórnmálaflokkana til að láta að sér kveða og velur sér fremur tengslanet á Netinu, þrýstihópa eða grasrótarhreyfingu um einstök málefni sem vettvang til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þetta gildir sérstaklega um ungt fólk, en norskar rannsóknir sýna að fækkun kjósenda er nær eingöngu vegna áhugaleysis yngstu kjósendanna.</p> <p>Þó við hér á Íslandi getum enn stært okkur af góðri kosningaþáttöku og virkri þátttöku í stjórnmálaflokkum &ndash; gætum við staðið andspænis sömu vandamálum þegar til lengri tíma er litið.</p> <p>Lýðræðisnefndin hefur einnig skoðað áhrif breyttrar verkskiptingar ríkis og sveitarfélaga á lýðræðisferli. Það er almenn tilhneiging til þess á Norðurlöndum að sveitarfélögum sé falin framkvæmd ákvarðana sem teknar eru af ríkisvaldinu &ndash; og að gengið sé á sjálfstæði þeirra sem stjórnsýslueiningar með full yfirráð yfir eigin tekjum. Slíkt getur grafið undan pólitískri virkni í hinu staðbundna lýðræði og trú fólks á að hafa raunveruleg áhrif á sitt nánasta umhverfi.</p> <p>En af hverju er ég að taka þetta upp hér með formönnum Norrænu félagana á Íslandi?</p> <p>Jú, af því að hin frjálsu félagasamtök eru brú í svo víðtækum skilningi í samfélaginu &ndash; það er sameiginleg ábyrgð &ndash; okkar sem störfum í stjórnmálum og ykkar sem leggið okkur til verkefnin - að virkja fólk til starfa á lýðræðislegum vettvangi. Við verðum að hlúa að lýðræðinu í stóru sem smáu &ndash; og efla lýðræðisleg vinnubrögð á öllum sviðum í norrænum samfélögum. Hið lýðræðislega stjórnarform sækir kraft sinn í virka þátttöku borgaranna í lifandi þjóðfélagsumræðu og félagastarfi.</p> <p>Þrátt fyrir sífellt flóknari pólitísk viðfangsefni &ndash; líka á hinum norræna vettvangi og sem ekki er alltaf auðvelt að úrskýra í stuttu máli fyrir kjósendum &ndash; er ég ákaflega bjartsýn á framtíð norræns samstarfs. Í ráðherratíð minni hef ég starfað í fjórum ráðherranefndum; þeim sem fara með atvinnumál, neytendamál, orkumál og byggðamál.</p> <p>Í þeim náðust nokkrir merkir áfangar á árinu. Á ráðherrafundum á Akureyri í ágúst</p> <p>voru gefnar út yfirlýsingar um aðgerðir til að koma á norrænum raforkumarkaði án landamæra og um samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til að bæta kjör neytenda og á fjarskiptasviði komu menn sér saman um aðferðir sem miða að því að jafna kostnað á símtölum innanlands og milli Norðurlanda .</p> <p>Þá leiddum við Íslendingar endurskoðun á norrænu rannsóknarsamstarfi.</p> <p>Það skilaði sér í nýrri Norrænni nýsköpunarmiðstöð, sem tók til starfa snemma árs, nýju sameiginlegu rannsóknarráði; NordForsk og nýrri framkvæmdaáætlun um vísindasamstarf og nýsköpun. Meginmarkmiðið er að nýta betur sameiginlegt fjármagn á norrænum þekkingarmarkaði, stuðla að samkeppnishæfara atvinnulífi og koma Norðurlöndum í fremstu röð á sviði rannsókna og nýsköpunar.</p> <p>Enn eitt sem mig langar að minnast á eru aðgerðir til að styrkja vestnorrænt samstarf og svæðasamstarf við granna okkar við Norður-Atlantshaf. Á árinu var gerð úttekt á samgöngum á útnorðri, sem vonandi nýtast í tvíhliða samningum Íslands, Grænlands og Færeyja um flugleiðir og tíðari flugsamgöngur á milli landanna. Möguleikar þess að nýta vistvæna orku á strjálbýlum svæðum voru líka kannaðir með það fyrir augum að auka hlut endurnýjanlegrar orku í stað olíu og verður þessu starfi haldið áfram með frekari rannsóknum. Þá stendur til að efla starfsemi Norrænu Atlantsnefndarinnar NORA sem hefur aðsetur í Færeyjum.</p> <p>Þetta eru aðeins nokkur dæmi um þá vinnu á norrænum vettvangi sem mætti gjarnan fá mun meiri umfjöllun í íslenskum og öðrum norrænum fjölmiðlum.</p> <p>Það eru forréttindi okkar Norðurlandabúa að eiga jafn greiðan aðgang inn í lönd frændþjóðanna og raun ber vitni, njóta þar réttinda til atvinnu og félagslegrar þjónustu, og geta á fjölmörgum sviðum gengið að samræmdri löggjöf. Þetta eru gæði sem stöðugt þarf að minna á og standa vörð um. Þetta vita menn manna best hér hjá Norræna félaginu sem hefur tekið að sér upplýsingaþjónustuna Halló Norðurlönd fyrir Norrænu ráðherranefndina. Ég er sannfærð um að á vettvangi félgsins eiga eftir að kvikna margar góðar hugmyndir um önnur samstarfsverkefni og viðburði til að efla samkennd Norðurlandabúa og sem ég get vonandi greitt fyrir á síðari stigum og átt samstarf við ykkur um.</p> <p>Ég þakka ykkur fyrir að bjóða mér á þennan fund.</p> <br /> <br />

2004-10-08 00:00:0008. október 2004Alþjóðleg ráðstefna um markaðssetningu á netinu.

<p>Ladies and Gentlemen,</p> <p>It is a <strong><u>great pleasure</u></strong> for me to open this conference on <strong><u>Internet Marketing</u></strong> --here in Smáralind today - arranged by -- <strong><u>e.c. Software</u></strong> -- in cooperation with Microsoft, the Trade Council of Iceland and ÍMARK the Icelandic marketing association.</p> <p><strong><u>Iceland is an ideal place to</u></strong> host a conference with the theme <strong><u>"Internet marketing"</u></strong> Over 93% of all Icelanders have access to the Internet through high speed connections, and according to statistics <strong><u>90%</u></strong> of Icelanders use the web searching for goods and services. Nine out of ten use the web for communication with email, 3 out of 4 read the news from the e-media and 3 out of 4 utilise the web banks.</p> <p>We live in a changing world; A world that is becoming more and more -- <strong><u>an open international forum,</u></strong> -- barriers are disappearing and the form of the communication between individuals and even government is becoming <strong>--the language of business</strong>. --In all this internationalisation the internet is becoming an important opportunity for all businesses, it establishes a direct link between the customer and the provider. Customers should be perceived as information seekers who evaluate marketers offering in terms of their own drives and needs.</p> <p></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>Here in Iceland, some<strong><u>communities</u></strong> are connecting all their inhabitants with a web connection, giving people opportunities to <strong><u>take care of all their affairs on-line,</u></strong> shortening the time it takes to take care of basic things like -- transferring money,-- filing reports and -- investigating status of various accounts.</p> <p>Icelandic companies are starting to harness more increasingly the possibilities and the opportunities of the internet. The Internet can in upcoming years increase our national productions dramatically and we have seen that it has been very successful for many organisations and companies for-example in the travelling industry.</p> <p>The airlines in Iceland have changed their ways noticeably in operating their business, we see increasing percentage of sales via the Internet, which <strong><u>lowers cost</u></strong> at the same time as the <strong><u>service has improved</u></strong>. This means that the focus in the business have changed, sales offices have been closed down while web sites have been improved to enable customers <strong><u>not only</u></strong> to book tickets on line, but as well to choose their seats in the plane. There are several companies and organisations in Iceland that have operated their web sites with fascinating success. Among them is the Internal Revenue Directorate in Iceland. The percentage of Icelanders that file tax reports on line is now over 82% and will likely increase and be over 90% next year.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>With a considerable cost, it is vital that the right content management software will be selected. In Iceland we have several influential vendors of this kind of software and <strong><u>e.c. Software</u></strong>, the organisation responsible for this conference here today, has been quite successful, not only on domestic markets but as well has the company implemented web applications for IKEA on international basis.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p><strong><u>Ladies and Gentlemen</u></strong></p> <p>Web search engines, along with content management systems, will in the near future be very important in placing goods and services on line. Up to 88% percent of all web users find goods and services on the web by utilising search engines.</p> <p>Here today all of you have the possibility to look thoroughly at some of the main issues you deal with while issuing successful web site marketing wise and how to optimise it for any kind of search engines.</p> <p>&nbsp;</p> <p>I feel confident that this conference will be useful for all participants. Sharing experience with colleagues and listening to the experts is always of use. My wish is that you will have an interesting conference ahead of you here today.</p> <p><strong><u>I declare the conference open.</u></strong></p> <br /> <br />

2004-10-01 00:00:0001. október 2004100 ára afmæli Iðnskólans í Reykjavík.

<p>Forseti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, góðir gestir</p> <p align="center">I.</p> <p align="justify">Á þeim hundrað árum sem liðin eru frá stofnun Iðnskólans í Reykjavík hafa verkmenntun, atvinnuþróun og efnahagslegar framfarir hér á landi tekið þvílíkum stakkaskiptum að þúsund ára aðdragandi er lítilfenglegur í þeim samanburði.</p> <p align="justify">Iðnnámið á sér þó nokkuð lengri sögu, sem sennilega má rekja til "tilskipunar um fríheit kaupstaðanna á Íslandi" frá 1786 og til "tilskipunar um hina íslensku verslun á Íslandi" frá árinu 1787. Þar fá iðnaðarmenn rétt til að setjast að í kaupstöðum og vinna þar við iðn sína og selja smíðisgripi sína svo nokkuð sé nefnt &ndash; en aðra verslun máttu þeir ekki stunda. Forsendur fyrir myndun þéttbýlis, með verslunar- og iðnaðarstarfsemi eru þar með komnar. Þjóðfélagsbreytingarnar voru þó fremur hægar framan af.</p> <p align="justify">Í lok 19. aldar verða aftur á móti miklar framfarir í atvinnuháttum landsins. Iðnmenntun tók framförum en þó áttu Íslendingar ekkert vélknúið skip um aldamótin. Tíu árum síðar var orðin gjörbreyting á þessu en þá áttu landsmenn um eitthundrað vélbáta og á annan tug togara. - En hvernig var þessi breyting möguleg á svo stuttum tíma?</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Fyrir því lágu nokkrar ástæður. Bæirnir efldust með auknu framboði á atvinnu. Það má m.a. rekja til atvinnureksturs útlendinga, einkum Norðmanna, á síðustu tveim áratugum 19. aldarinnar. Þá komu einnig fram á sjónarsviðið Íslendingar sem sýndu dug og áræði í atvinnurekstri. Þessir menn sáu tækifærin í hagnýtingu nýrrar tækni, einkum véltækninnar.</p> <p align="justify">Við þessum breytingum í atvinnu- og þjóðfélagsháttum var m.a. brugðist með setningu laga um iðnnám árið 1893 og reglugerð 10 árum síðar. Þar með var sú braut mörkuð í iðnmenntun sem fylgt hefur verið í megindráttum síðar. Hún hefur reynst þróun íslensks atvinnulífs einkar heilladrjúg og ótvíræður hvati til framfara.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">II.</p> <p align="justify">Það hefur vakið athygli mína hversu framsækinn Iðnskólinn í Reykjavík hefur verið því auk hinna hefðbundnu iðngreina hefur skólinn verið brautryðjandi í mótun nýrra náms-og starfsgreina sem atvinnulífið hefur kallað eftir. Iðnskólinn hefur þannig verið nýsköpunarskóli sem hefur verið óhræddur við að feta nýjar og oft torfærar leiðir. Sköpunarþörf einstaklinga hefur fengið útrás í lausn verkefna sem hafa haft beina skýrskotun til framfara í atvinnulífinu í breyttu þjóðfélagi. Þessar nýju brautir hafa gefið iðnmenntuninni nýja dýpt. Þær hafa skapað ný tengsl t.d. á sviðum hönnunar og tölvuþjónustu og gefið nemendum ný færi á að sækja framhaldsnám á nýjum sviðum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">III.</p> <p align="justify">Það fer varla á milli mála að mikilvægasti þáttur þess að bæta samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs er aukin menntun. Þar gegnir iðnnám og annað starfsnám miklu hutverki. Fyrir iðnnámið hefur skipt máli, eins og flest annað nú til dags, að það hefur verið sveigjanlegt og fylgst vel með framförum, - bæði í tækni og - varðandi þróun viðskipta. Stuðningur atvinnulífsins við framþróun iðnnáms hefur verið mikilvægur. Á milli skólans og atvinnulífsins liggur rauður þráður gagnkvæmra hagsmuna, - þar sem annar getur ekki án hins verið. Þessi samskipti hafa að mínu mati verið til fyrirmyndar. Félög iðnaðarmanna og iðnaðarins hafa staðið fast við bak iðnmenntunar og stuðlað að öflugri sókn hennar.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Nú þegar framkvæmdir í þjóðfélaginu eru meiri en nokkru sinni fyrr vex þörfin fyrir iðnaðarmenn að sama skapi. Janframt þessu eru framfarir í atvinnulífinu almennt hraðari og líftími þekkingar og vöru er stöðugt að styttast. Þetta setur aukinn þrýsting á iðnmenntunina og kröfu um stöðuga endurnýjun.</p> <p align="justify">Skólakerfið hefur lagt sig fram um að bregðast við þessu og má sem dæmi nefna aukið aðgengi iðnaðarmanna að fjölbreyttu framhaldsnámi. Eitt áhugaverðasta dæmið er tilkoma Tækniháskóla Íslands sem opnar iðnaðarmönnum einkar farsæla leið til háskólanáms.</p> <p align="center">IV.</p> <p align="justify">Ágætu hátíðargestir:</p> <p align="justify">Iðnskólinn í Reykjavík fagnar nú 100 ára afmæli. Á þessari öld hafa átt sér stað miklar framfarir.</p> <p align="justify">Iðnaðarmenn áttu drjúgan hlut í þeim framförum. Iðnmenntunin hefur haldið stöðu sinni, því hún hefur þróast í takt við margbreytilegar þarfir þjóðfélagsins. Iðnskólinn í Reykjavík getur litið stoltur yfir farinn veg og horft með eftirvæntingu til framtíðar.</p> <p align="justify">Ég færi Iðnskólanum í Reykjavík mínar bestu kveðjur og óskir um velfarnað á komandi árum</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2004-09-23 00:00:0023. september 2004Alþjóðlegur fundur IPHE á sviði vetnis á Íslandi

<p>Mr. Chairman, Ladies and Gentlemen, welcome to Iceland.</p> <p align="justify">Time flies, and it seems only yesterday, when the International Partnership for the Hydrogen Economy was signed in Washington last November, but already the process of IPHE is up and running, and the various activities are already in process, not least within the Implementation and Liaison Committee.</p> <p align="justify">The challenges and tasks we are facing in the area of energy, environment and technology are global in nature and therefore call for increased global solutions and co-operation. For this reason it is of great value for us to participate and contribute to such global cooperation, as the IPHE. The responsibility often depend on the bodies and individuals driving the process, like in this case not least the Implementation and Liaison Committee. This committee has therefore enormous and multiple tasks - and we have already seen some of your products and challenging priorities.</p> <p align="justify">Although international cooperation is important the private-public partnership is even more important. Building an efficient private-public partnership on global level is one of the most essential issue on the road towards the hydrogen economy.</p> <p align="justify">Ladies and gentlemen,</p> <p align="justify">It is the policy of the Government of Iceland to increase the utilization of the renewable energy resources in harmony with the environment. All electricity production in Iceland is totally carbon-free. The hydrogen policy and priorities are just one part of this long-term policy.</p> <p align="justify">A major element of the Icelandic hydrogen policy is to propose <em>Iceland as an international platform for hydrogen research and testing.</em> The policy has five main aspects: Favourable framework for business & research, international co-operation, hydrogen research, education and training, and ongoing policy formulation. This policy is a coherent part of our long-term policies on renewable energy and protection of the climate. Iceland alone is not able to take big steps in this area, but in co-operation with others important further steps can be taken</p> <p align="justify">In recent months our work in Iceland towards the hydrogen economy has been focusing more on the roadmap and its different roads – and special attention has been paid to the various elements of the framework for the platform, like for example, taxes and tariffs.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Because of the steps we took together by starting the IPHE process, in Washington last November, hydrogen is higher on the political agenda. Because of that - building a partnership is easier, which includes businesses, the research society and other stakeholders. Working on hydrogen programs at regional and national levels has also got more attention and drive than before thanks to the IPHE process.</p> <p align="justify">The task of IPHE leadership towards the hydrogen economy is not an easy one. But we have to face the challenges – there is no other way – we have to make international as well as private-public co-operation, practical and successful. The work and projects we have seen within the Implementation and Liaison Committee look very promising.</p> <p>Ladie