Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

12. júlí 2002 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðSturla Böðvarsson, samgönguráðherra 1999-2007

Vígsla brúar yfir Haugsvörðugjá við Sandvík á Reykjanesi þar sem jarðskorpuflekar Evrópu og Ameríku mætast

Ræða samgönguráðherra við vígslu brúar yfir Haugsvörðugjá 3. júlí 2002.


Góðir gestir!

Það hefur stundum verið talað um að Ísland sé eins og kennslubók í jarðfræði. Íslendingar vita því almennt að landið er á mörkum Evrópu og Ameríku og hafa gert töluvert úr því við kynningu á landinu. Þetta hefur löngum verið útskýrt í smáatriðum fyrir erlendum ferðamönnum og þeim sýnt fyrirbærið eftir því sem kostur er, til dæmis á Þingvöllum.

Það sem við sjáum hins vegar hér í dag er hvernig hugmyndaauðgi og framtakssemi getur opnað leyndardóma jarðfræðinnar en frekar og gert hana að skemmtilegri upplifun. Fræðilegar útskýringar verða óþarfar, þetta blasir við. Hér er nú hægur leikur að ganga á milli heimsálfanna og eiga eflaust fjölmargir eftir að fara hér yfir í framtíðinni.

Ferðaþjónustan hefur löngum byggt á náttúru þessa lands og ekki síst því aðdráttarafli sem jarðhitasvæðin hafa en þau eru flest á þessari sömu sprungu og við sjáum hér. Það að hér skuli brugðið á leik til að skýra þetta náttúrufyrirbæri enn frekar er þakkarvert og á vonandi eftir að skila sér í stórauknum áhuga ferðamanna á Suðurnesjum.

Hér hefur atorkusamt fólk komið að verki og skal því öllu færðar miklar þakkir. Bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ óska ég innilega til hamingju með þetta gríðarlega skemmtilega mannvirki. Megi það stórefla ferðaþjónustu á Suðurnesjum.

Til hamingju!


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira