Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

27. september 2003 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðValgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2004-2006

5 ára afmælishátíð starfsmanna Norðuráls.

Valgerður Sverrisdóttir
iðnaðar- og viðskiptaráðherra.


5 ára afmælishátíð starfsmanna Norðuráls.
Dear friend Kenneth Peterson, ágætu gestir

Það er mér sönn ánægja að bera Norðuráli afmæliskveðju ríkisstjórnarinnar á þessum merku tímamótum með bestu óskum um bjarta framtíð fyrirtækinu, eigendum þess og starfsmönnum til handa. Og í raun má hér bæta við þjóðfélaginu í heild því þetta fyrirtæki hefur vissulega verið vítamínsprauta ekki aðeins fyrir Akranes, Hvalfjörð og nærsveitir heldur einnig fyrir þjóðfélagið í heild. Það munar um minna en 200 manna vinnustað.

Þetta landsvæði á sér reyndar gamla sögu í iðnaði og verksmiðjurekstri; svona í íslensku samhengi, að minnsta kosti. Þannig að segja má að verksmiðjan og starfsumhverfi hennar hvíli hér á gömlum, traustum grunni. Hér út á Akranesi lét Brynjólfur Sveinsson, biskup, sem jafnframt var mikill athafnamaður, framleiða hurðir og glugga sem seldir voru um land allt. Og á Leirá var lengi rekin blómleg prentun. Ekki má heldur gleyma að minnast á töluverð umsvif sem voru hér innar í firðinum þegar Hallgrímur Pétursson, sálmaskáld, orti passíusálmana, sem vissulega voru stóriðjuverkefni á sinn hátt.

Þá má segja að fyrsti vísir að innlendri stóriðju utan höfuðborgarsvæðisins hafi sprottið úti á Akranesi þegar sementsverksmiðjan var reist á sjötta áratug síðustu aldar. Og enn nær okkur, hér á Grundartanga, stendur önnur verksmiðja, verksmiðja Íslenska járnblendifélagsins. Og ég ljóstra engu upp þótt ég skýri frá því að nú stendur yfir frumkönnun á möguleikum þess að reisa nýja verksmiðju hér rétt innar í firðinum, rafskautaverksmiðju á Katanesi. En Katanes hefur hingað til einkum verið frægt fyrir Katanes-dýrið, eða skrímslið, eins og ykkur er kunnugt.

En ég var nú ekki hingað komin til þess að gleyma mér í sagnfræðinni. Erindi mitt hingað var að gleðjast með ykkur á þessum tímamótum og færa ykkur árnaðaróskir.
So Kenneth, I convey to you and your company greetings from the Government of Iceland, wishing you a prosperous and bright future.

Thank you.
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira