Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

24. febrúar 2005 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðÁrni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra 2001-2005

Ársfundur Samtaka sjávarútvegsins í Þýskalandi

Fréttatilkynning

Í gær 23. febrúar ávarpaði Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra ársfund Samtaka sjávarútvegsins í Þýskalandi sem fram fór í Berlín. Í ræðu sinni fjallaði ráðherra um sögu viðskipta þjóðanna í gegnum tíðina, jafnframt því sem hann fór yfir þau viðskipti sem þjóðirnar eiga með sér um þessar mundir og þá sérstaklega á sviði sjávarútvegs þar sem í Þýskaland er mjög mikilvægur markaður.

Í ræðunni fór sjávarútvegsráðherra einnig yfir þær breytingar sem hafa verið að eiga sér stað á allra síðustu árum í umhverfi sjávarútvegsins, ekki síst með tilkomu Kínverja inn á evrópska fiskmarkaði. Þá eru kröfur þeirra sem sjá um innkaup á fiski og kröfur neytenda að taka stöðugum breytingum og verða sífellt flóknari. Fiskútflytjendur standa að auki frammi fyrir þeirri staðreynd að ýmis öfgasamtök halda uppi rakalausum áróðri gegn fiskveiðum og hefur það sýnt sig hafa áhrif á neytendur að einhverju marki. Þá gerði ráðherra og að umtalsefni hvernig nýjar reglur og lög hins opinbera geta í sviphendingu breytt umhverfi sjávarútvegsins og tók hann sem dæmi þegar Evrópusambandið setti nýjar reglur um innflutning á mjöli sem komu illa við íslenska hagsmuni. Ráðherra benti á helsta svarið sem Íslendingar hefðu til að bregðast við nýjum aðstæðum og nýjum kröfum og tryggja þannig eins og best verður á kosið öryggi útflutningstekna, væri að hafa alltaf til reiðu allar hugsanlegar upplýsingar um efnainnihald fisks héðan frá Íslandi. Þá væri einnig nauðsynlegt allra hluta vegna að hafa trúverðugt skipulag á fiskveiðunum en núorðið leggja stórfyrirtæki á borð við Mc Donalds, Carrefour, Unilever og Waitros mikið upp úr því.

Berlin 23 feb 05

Á myndinni eru: Ólafur Davíðsson sendiherra, Haraldur Grétarsson Framkvæmdastjóri DFFU Deutsche Fischfang Union, Cuxhaven, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Dr. Matthias Keller Framkvæmdastjóri Bundesmarktverband der Fischwirtschaft e.V., Klaus Hartmann, Forstjóri Bundesmarktverband der Fischwirtschaft e.V.Framkvæmdastjóri Ocean Food GmbH & Co.KG, Bremerhaven,

Sjávarútvegsráðuneytið

24. febrúar 2005



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira