Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

7. mars 2007 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðJón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2006-2007

Kynningarfundur Endurreisnar- og Þróunarbanka Evrópu

Ladies and gentlemen.

It´s a pleasure to welcome you to this breakfast meeting of the European Bank for Reconstruction and Development. I specially want to thank our guests from the bank for giving us part of their time to introduce the bank, it´s policy and services as well as investment opportunities in countries of operation.

Góðir fundargestir.

Tilgangur þessa fundar er að kynna starfsemi Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu. Af þessu tilefni höfum við fengið þrjá starfsmenn bankans til landsins til að greina frá stefnu bankans og starfsemi.

Endurreisnar og þróunarbanki Evrópu var stofnaður árið 1991 og er Ísland meðal 60 landa sem hlut eiga í honum. Meginhlutverk bankans er að stuðla að umbreytingum frá miðstýrðum áætlunarbúskap fyrrverandi austantjaldsríkja og ríkja í Mið ? Asíu yfir í opin hagkerfi, en þetta eflir um leið hag- og lýðræðisþróun þessara landa. Bankinn hefur gegnt veigamiklu hlutverki við umbreytingar í þessum löndum en ljóst er að því verkefni er hvergi nærri lokið.

Afkoma og árangur bankans hafa verið góð, þrátt fyrir oft erfiðar aðstæður í upphafi markaðsþróunar í þessum löndum. Tækin sem bankinn hefur yfir að ráða í þessu sambandi eru fyrst og fremst fjármagn til endurreisnar og þróunar í formi lána eða hlutafjár. Bankinn hefur einnig stutt þróun í átt til umbreytingar eða einkavæðingar ríkisfyrirtækja og fyrirtækja á sveitarstjórnarstigi, s.s. á sviði vatnsveitna.

Stjórn bankans sinnir stefnumótun hans og er stjórnin skipuð fulltrúum þeirra landa sem hlut eiga. Eru fulltrúarnir einkum ráðherrar frá þessum löndum. Ég sit til að mynda sem stjórnarmaður fyrir hönd Íslands í stjórn bankans. Starfsemi bankans og dagleg stjórn hans er hins vegar falin framkvæmdastjórn bankans, sem skipuð er fulltrúum hinna ýmsu stjórnarskrifstofa hans. Eru þeir 27 að tölu og situr Baldur Pétursson aðstoðarframkvæmdarstjóri m.a. í framkvæmdastjórn bankans.

Endurreisnar og þróunarbanki Evrópu veitir ekki einungis lán og tekur þátt í starfsemi fyrirtækja með eignaraðild, heldur er einnig möguleiki að fjármunum sé veitt til afmarkaðra ráðgjafaverkefna á vegum bankans. Þannig komu íslensk stjórnvöld m.a. á fót innlendum tæknisjóði innan bankans fljótlega eftir að bankinn hóf starfsemi sína. Sjóðurinn hefur það hlutverk að fjármagna vinnu ráðgjafa við undirbúning verkefna og hafa nokkrir ráðgjafar fengið styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn fjármagnar aðeins vinnu íslenskra ráðgjafa, að undangengnu mati sem ráðgjafar bankans annast.

Á tímum alþjóðavæðingar eykst umfang og mikilvægi fjölþjóðastarfsemi fyrir fyrirtæki. Af þeim sökum eru fundir sem þessir mikilvægir, svo að atvinnulífið geti nýtt sér alla þá möguleika sem alþjóðlegir bankar og stofnanir bjóða og nýtast í útrás á erlenda markaði. Íslenskt atvinnulíf er orðið alþjóðlegt, en það gerir um leið auknar kröfur til allra aðila og starfsskilyrða, innan fyrirtækja sem utan - á innlendum sem erlendum mörkuðum. Það er afar ánægjulegt að verða vitni að velgengni íslenskra fyrirtækja, en það endurspeglar m.a. góða samkeppnisstöðu Íslands í alþjóðlegum könnunum.

Ágætu fundargestir

Það er von mín að þessi kynningarfundur um Endurreisnar og þróunarbanka Evrópu muni verða íslenskum fyrirtækjum gagnlegur og varpi ljósi á þau tækifæri sem felast í fjárfestingum á starfssvæði bankans.

Takk fyrir

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira