Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

17. nóvember 2009 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðJón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2009-2011

Strandveiðar - kær búbót á erfiðum tímum

Strandveiðar – kær búbót á erfiðum tímum

Eitt af mínum fyrstu verkum, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var að heimila strandveiðar með undirritun reglugerðar þann 25. júní 2009, en veiðar þessar höfðu áður verið boðaðar af forvera mínum í embættinu, Steingrími J. Sigfússyni. Nú er beðið eftir því að lokið verði mati á árangri tilraunarinnar og lagður grunnur fyrir framhaldi þessara veiða á næsta ári. 

Eins og við mátti búast hafa komið fram úrtöluraddir gegn þessum veiðum og því m.a. mótmælt að strandveiðarnar hafi tekist vel og sömuleiðis því haldið fram að strandveiðarnar stuðli  hvorki að nýliðun í atvinnugreininni né bættri aflameðferð.

Nú er það svo með þetta mál sem önnur að sitt sýnist hverjum og sannarlega hef ég fengið þakkir fyrir að heimila strandveiðarnar frá fjölmörgum m.a. frá flestum ef ekki öllum félögum smábátasjómanna í landinu. Fyrir skömmu barst mér bréf sem innihélt þakkir fyrir strandveiðar frá smábátasjómönnum og íbúum  í Langanesbyggð. 

Í bréfinu segir m.a.:  “Með bréfi þessu viljum við undirritaðir í Langanesbyggð koma á framfæri þökkum okkar fyrir þá miklu framför sem strandveiðikerfið er og það mikla líf sem það hefur hleypt í hafnir landsins.  Hér í Langanesbyggð réri í sumar vel á annan tug báta og höfðu um 25 manns beina atvinnu af þessum róðrum auk afleiddra starfa.  Kemur slíkt sér vel í ekki stærra byggðalagi.  Er það mat okkar að hér sé um kæra búbót að ræða á erfiðum tímum.”

Bréf þetta var undirritað af 183 einstaklingum í Langanesbyggð..

Mér er ljúft að þakka þessa kveðju og tel rétt að koma henni á framfæri við landsmenn.

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

 Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira