Málefni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis
Málefni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Sjá nánar um verkefni.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti fer með mál er varða:
Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
Almenn starfsskilyrði og stuðningsumhverfi atvinnulífs, þar á meðal:
- Atvinnuþróun, tæknirannsóknir og nýsköpun.
- Stuðning ríkisins við rannsóknir, þróunarstarf og nýsköpun í atvinnugreinum, sbr. þó g-lið 2. tölul. 4. gr.
- Tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist.
- Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar.
- Opinberar fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum.
- Ívilnanir vegna nýfjárfestinga og gerð fjárfestingarsamninga annarra en milliríkjasamninga.
- Fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri.
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
- Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.
- Skrifstofu rannsóknarstofnana atvinnuveganna.
Orkumál og auðlindanýtingu, þar á meðal:
- Öryggi raforkukerfisins.
- Raforkumarkað.
- Jöfnun kostnaðar við húshitun og dreifingu raforku.
- Forystu um orkusparnað, nýtingu orku og orkuskipti.
- Visthönnun vöru sem notar orku og orkumerkingar.
- Hitaveitur, gjaldskrár og stofnstyrki.
- Leyfi til nýtingar á auðlindum í jörðu og á, í eða undir hafsbotni.
- Leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíuleit).
- Nýtingu vatns.
- Orkustofnun.
- Úrskurðarnefnd raforkumála.
Viðskiptalíf, almenna lagaumgjörð, þar á meðal:
- Rafræn viðskipti, rafræna þjónustu og rafrænar undirskriftir.
- Frum- og milliinnheimtu peningakrafna.
- Víxla, tékka og skuldabréf.
- Fyrningu kröfuréttinda.
- Ábyrgðarmenn.
- Hugverkaréttindi á sviði iðnaðar, þ.m.t. einkaleyfi, vörumerki, félagamerki, uppfinningar starfsmanna og hönnun.
- Einkaleyfastofu.
- Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar.
- Félagarétt, þ.m.t. bókhald, endurskoðendur og ársreikninga.
- Skráningu fyrirtækja og félaga og málefni fyrirtækjaskrár og ársreikningaskrár.
- Sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur.
- Framkvæmd útboða.
- Samkeppnismál.
- Samkeppniseftirlitið.
- Áfrýjunarnefnd samkeppnismála.
- Staðla og Staðlaráð Íslands.
- Faggildingu.
- Löggildingu viðskiptafræðinga og hagfræðinga.
- Löggildingu endurskoðenda og málefni Endurskoðendaráðs.
Sjávarútveg og veiði í ám og vötnum, eldi og ræktun nytjastofna, þar á meðal:
- Stjórn á verndun og nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins.
- Veiðigjöld.
- Rannsóknir og eftirlit með verndun og nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins.
- Hafrannsóknastofnun.
- Framkvæmd fiskveiðisamninga við erlend ríki.
- Fiskvinnslu og aðra vinnslu úr sjávarfangi.
- Skiptaverðmæti sjávarafla.
- Uppboðsmarkað sjávarafla.
- Eldi hvers konar nytjastofna í sjó eða ferskvatni, skipulag og eftirlit með því.
- Veiði í ám og vötnum.
- Rannsóknir á lífríki í ám og vötnum og ráðgjöf um nýtingu þeirra, þ.m.t. málefni Veiðimálastofnunar.
- Fiskræktarsjóð.
- Matsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði.
- Nýsköpun og þróun í sjávarútvegi.
- Fiskistofu.
- Málefni úrskurðarnefndar um ólögmætan sjávarafla.
- Verðlagsstofu skiptaverðs, verðlagsráð sjávarútvegsins.
- Málefni úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna.
Landbúnað, matvæli og matvælaöryggi, þar á meðal:
- Framleiðslu landbúnaðarafurða.
- Búfjárhald og slátrun.
- Verðlagningu og sölu á búvörum.
- Inn- og útflutning landbúnaðarafurða.
- Eftirlit með inn- og útflutningi dýra og plantna og erfðaefna þeirra.
- Velferð dýra.
- Varðveislu erfðaauðlinda í landbúnaði og yrkisrétt.
- Framkvæmd búnaðarlaga.
- Stuðning ríkisins við framleiðslu og markaðsmál, þ.m.t. framkvæmd búvörulaga.
- Almenn jarðamál, ábúðarmál, afrétti, fjallskil og girðingar, þ.m.t. málefni úttektarmanna og yfirmatsnefndar samkvæmt ábúðarlögum.
- Nýtingu hlunninda jarða.
- Dýralæknaþjónustu, þ.m.t. starfsleyfi dýralækna.
- Heilbrigðiseftirlit með framleiðslu, vinnslu, inn- og útflutningi og markaðssetningu matvæla og fóðurs.
- Heilbrigði dýra og varnir gegn dýrasjúkdómum.
- Heilbrigði plantna og varnir gegn plöntusjúkdómum.
- Eftirlit með sáðvöru og áburði.
- Hagþjónustu landbúnaðarins.
- Matvælarannsóknir.
- Matvælastofnun.
- Úrskurðarnefndir á sviði landbúnaðar, þ.m.t. æðardúnsnefnd, ullarmatsnefnd og gærumatsnefnd.
- Bjargráðasjóð.
Iðnað, verslun og þjónustu, þar á meðal:
- Iðnað, þ.m.t. verksmiðjuiðnað, handiðnað, stóriðju og fjárfestingarsamninga.
- Skipan ferðamála.
- Ferðamálastofu.
- Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
- Veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
- Bílaleigur.
- Skapandi greinar í þágu atvinnuþróunar.
- Sölu fasteigna og skipa.
- Eftirlitsnefnd fasteignasala.
- Verslunaratvinnu.
- Verslunarskrár, firmu og prókúruumboð.
- Umboðssöluviðskipti.
- Starfsréttindi í iðnaði.
- Löggildingu starfsheita í tækni- og hönnunargreinum.
Neytendamál, þar á meðal:
- Eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
- Vöruöryggi, þ.m.t. vörur unnar úr eðalmálmum.
- Neytendalán.
- Lausafjárkaup, fasteignakaup, neytendakaup og þjónustukaup, þ.m.t. málefni kærunefndar um lausafjár- og þjónustukaup.
- Samningarétt.
- Alferðir.
- Skiptileigusamninga fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl.
- Neytendasamninga.
- Mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.
- Neytendastofu.
- Áfrýjunarnefnd um neytendamál.
Um ráðuneytið
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.