Hoppa yfir valmynd
Slice 1Created with Sketch.
Kristján Þór Júlíusson - sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Kristján Þór Júlíusson

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Kristján Þór Júlíusson tók við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 30. nóvember 2017. Hann hefur setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi síðan 2007 en var þar áður bæjarstjóri á Dalvík, Ísafirði og Akureyri. Kristján Þór Júlíusson var heilbrigðisráðherra frá 23. maí 2013 til 11. janúar 2017 og mennta- og menningarmálaráðherra frá 11. janúar 2017 til 30. nóvember sama ár.

Æviágrip

Fæddur á Dalvík 15. júlí 1957. Foreldrar: Júlíus Kristjánsson (fæddur 16. september 1930) forstjóri og Ragnheiður Sigvaldadóttir (fædd 5. maí 1934) skjalavörður. Maki: Guðbjörg Baldvinsdóttir Ringsted (fædd 12. janúar 1957) myndlistarmaður. Foreldrar: Baldvin Gunnar Sigurðsson Ringsted og Ágústa Sigurðardóttir Ringsted. Börn: María (1984), Júlíus (1986), Gunnar (1990), Þorsteinn (1997).

Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1977. Skipstjórnarpróf (1. og 2. stig) frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1978. Nám í íslensku og almennum bókmenntum HÍ 1981-1984. Kennsluréttindapróf HÍ 1984.

Stýrimaður og skipstjóri á skipum frá Dalvík 1978-1981 og á sumrin 1981-1985. Kennari við Stýrimannaskólann á Dalvík 1981-1986. Kennari við Dalvíkurskóla 1984-1986. Bæjarstjóri Dalvíkur 1986-1994. Í stjórn Útgerðarfélags Dalvíkinga hf. 1987-1990. Formaður stjórnar Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. 1987-1992. Í stjórn Söltunarfélags Dalvíkur hf. 1987-1993. Í stjórn Sæplasts hf. 1988-1994. Bæjarstjóri Ísafjarðar 1994-1997. Í stjórn Togaraútgerðar Ísafjarðar hf. 1996-1997. Formaður stjórnar Samherja hf. 1996-1998. Bæjarstjóri Akureyrar 1998-2006. Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar 1998-2007. Í stjórn Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands síðan 1999. Í stjórn Landsvirkjunar 1999-2007. Í stjórn Fjárfestingabanka atvinnulífsins 1999-2000. Í Ferðamálaráði Íslands 1999-2003. Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs Norðurlands 2000-2007. Í stjórn Fasteignamats ríkisins 2000-2007. Í stjórn Íslenskra verðbréfa 2002-2009.

Í ráðgjafanefnd Tölvuþjónustu sveitarfélaga 1988-1990. Í stjórn Fjórðungssambands Norðlendinga 1989-1990. Í Héraðsráði Eyjafjarðar 1990-1994. Formaður stjórnar Hafnasambands sveitarfélaga 1994-1997. Formaður stjórnar Eyþings 1998-2002. Í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1998-2007. Í bæjarstjórn Akureyrar 1998-2009. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins síðan 2002. Formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins 2002-2009.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2007 (Sjálfstæðisflokkur).
Fjárlaganefnd 2007-2013, iðnaðarnefnd 2007-2009, umhverfisnefnd 2009-2011.
Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2007-2009, Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál 2009-2013.
Heilbrigðisráðherra frá 23. maí 2013 – 11. janúar 2017.
Mennta- og menningarmálaráðherra frá 11. janúar 2017 - 30. nóvember 2017.

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs

-Curriculum Vitae in English
- Curriculum Vitae på dansk

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira