Skipulag
Skrifstofur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins samanstanda af fagskrifstofum, skrifstofu ráðuneytisstjóra og einni stoðskrifstofu sem starfar þvert á ráðuneytið.
Fagskrifstofur ráðuneytisins eiga að sjá til þess að ávallt sé unnið faglega að undirbúningi mála og að þekking starfsmanna sé nýtt og henni viðhaldið. Fagskrifstofurnar bera ábyrgð á lagaramma og regluverki þeirra málaflokka sem eru á þeirra forræði, í samráði við stofnanir ráðuneytisins.
Stoðskrifstofa ráðuneytisins skal sjá til þess að ávallt séu til staðar stjórnunar- og fjárhagslegar upplýsingar til undirbúnings og stuðnings við ákvarðanatöku hjá ráðuneytinu og stofnunum þess eftir því sem við á.
Markmiðið með þessu stjórnskipulagi er að treysta stefnumótun og samræma aðgerðir og vinnubrögð við framkvæmd stefnu ráðuneytisins og ráðherra. Jafnframt felur stjórnskipulagið í sér eflingu á innri starfsemi ráðuneytisins með áherslu á markvissa stjórnun.
Skipurit
Skrifstofa ráðuneytisstjóra
Skrifstofunni er stýrt af ráðuneytisstjóra. Hlutverk hennar er m.a. að samræma stjórnsýslu ráðuneytisins og fara með forsvar gagnvart alþjóðasamstarfi og réttindamálum á málefnasviðum þess. Miðlun upplýsinga heyrir undir skrifstofuna sem og dagleg umsýsla verkefna er tengjast ráðherrum.
Skrifstofa landbúnaðarmála
Hlutverk skrifstofunnar er að skapa skilvirka umgjörð um landbúnaðarframleiðslu og viðskipti með landbúnaðarafurðir. Á skrifstofunni er unnið að greiningum og stefnumótun með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni. Nýsköpun, þróun og sjálfbærni er í forgrunni. Verkefnin skrifstofunnar varða meðal annars framleiðslu landbúnaðarafurða, framkvæmd búvörusamninga, málefni jarða og landbúnaðarlands, tollamál, verðlagningu og sölu á búvörum og viðskipti með landbúnaðarafurðir. Auk þess fer skrifstofan með málefni lax- og silungsveiði.
Skrifstofan annast samstarf m.a. á vettvangi EES, EFTA og norrænu ráðherranefndarinnar.
Helstu verkefni/hlutverk:
- Framleiðsla, verðlagning og sala landbúnaðarafurða
- Búvörusamningar og almenn búnaðarmál.
- Tollamál og viðskipti með landbúnaðarafurðir
- Varðveisla erfðaauðlinda í landbúnaði
- Almenn jarða- og ábúðarmál,
- Afréttarmálefni og fjallskil
- Rannsóknir á lífríki í ám og vötnum og ráðgjöf um nýtingu þeirra
- Veiði í ám og vötnum
- Hagrænar greiningar og stefnumótun.
- EES málefni
- Málefni norrænu ráðherranefndarinnar
Fagleg forysta og samhæfing fyrir eftirfarandi stofnanir/sjóði:
- MATÍS (í samvinnu við skrifstofu M&F vegna verkefna sem tengjst matvælaöryggi)
- Matvælasjóður
- Fiskræktarsjóður
- Matsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði.
- Bjargráðasjóður
Skrifstofa matvælaöryggis og fiskeldis
Hlutverk skrifstofunnar er að skapa skilvirka umgjörð um með málefni matvælaöryggis, fiskeldis og dýravelferðar. Á skrifstofunni er unnið að greiningum og stefnumótun með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni. Nýsköpun, þróun og sjálfbærni er í forgrunni. Verkefnin skrifstofunnar varða auk þessa dýra og plöntusjúkdóma, eftirlit með inn og útflutningi afurða o.fl.
Skrifstofan annast m.a. samstarf á sviði EES, EFTA og norrænu ráðherranefndarinnar.
Helstu verkefni/hlutverk:
- Rannsóknir vegna þarfa fiskeldis.
- Stjórnsýslueftirlit í fiskeldi.
- Gjaldtaka vegna fiskeldis
- Eftirlit með inn- og útflutningi dýra og plantna og erfðaefna þeirra
- Heilbrigðiseftirlit með framleiðslu, vinnslu, inn- og útflutningi og markaðssetningu matvæla og fóðurs.
- Heilbrigði dýra og varnir gegn dýrasjúkdómum
- Heilbrigði plantna, varnir gegn plöntusjúkdómum og yrkisréttur
- Velferð dýra.
- Dýralæknaþjónusta.
- Eftirlit með sáðvöru og áburði.
- Hagrænar greiningar og stefnumótun.
- EES málefni
- Norræna ráðherranefndin.
Fagleg forysta og samhæfing fyrir eftirfarandi stofnanir/sjóði: - Matvælastofnun.
- Fiskeldissjóður.
- Umhverfissjóður fiskeldis.
Skrifstofa sjávarútvegsmála
Hlutverk skrifstofunnar er að skapa sjávarútvegi skilvirkt og ábyrgt starfsumhverfi. Á skrifstofunni er unnið að greiningum og stefnumótun með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni. Nýsköpun, þróun og sjálfbærni er í forgrunni. Verkefni skrifstofunnar varða auk þess fiskvinnslu, markaðssetningu sjávarafurða, veiðigjöld, rannsóknir og eftirlit með nýtingu og verndun lifandi auðlinda hafsins.
Skrifstofan annast m.a. samstarf á sviði EES, EFTA og norrænu ráðherranefndarinnar auk þess að hún annast gerð og framkvæmd fiskveiðisamninga við önnur ríki.
Helstu verkefni/hlutverk:
- Rannsóknir á fiskistofnum og öðrum lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins
- Stjórn á og eftirlit með nýtingu og vernd fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins
- Veiðigjöld í sjávarútvegi.
- Fiskveiðisamningar við erlend ríki og framkvæmd þeirra
- Fiskvinnsla og önnur vinnsla úr sjávarfangi
- Tollamál og viðskipti með sjávarafurðir.
- Sjávarspendýr
- Hagrænar greiningar og stefnumótun.
- EES málefni
- Norræna ráðherranefndin
Fagleg forysta og samhæfing fyrir eftirfarandi stofnanir/sjóði: - Hafrannsóknastofnun
- Fiskistofa
- Verðlagsstofa skiptaverðs.
Skrifstofa orku, iðnaðar og viðskipta
Hlutverk skrifstofunnar er að skapa orku-, viðskipta-, iðnaðar-, og nýfjárfestingamálum hagkvæma og skilvirka umgjörð, skýrar leikreglur og vinna að stefnumótun á þessum sviðum.
Skrifstofa ferðamála og nýsköpunar
Hlutverk skrifstofunnar er að skapa ferðaþjónustu og málefnum nýsköpunar hagkvæma og skilvirka umgjörð og treysta grundvöll þeirra með skýrum leikreglum og stefnumótun. Með hliðsjón af því fer skrifstofan með stefnumótun ferðamála-, nýsköpunar- og klasastefnu. Á skrifstofunni fer fram leiðandi faglegt starf þar sem unnið er að greiningum og aðgerðum með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni.
Nýsköpun, þróun og sjálfbærni er í forgrunni.
Meginhlutverk skrifstofunnar snúa að skilgreiningu stefnumarkandi verkefna og forgangsröðun þeirra byggða á áherslum í framtíðarsýn atvinnugreinanna. Skrifstofan sinnir einnig þróun löggjafar og regluverks, úrskurðar í kærumálum og tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviði ferðamála og nýsköpunar.
Helstu verkefni/hlutverk skrifstofu:
- Atvinnuþróun, tæknirannsóknir og nýsköpun, m.a. þróun stoðkerfis nýsköpunar, starfsemi klasa og starfsemi stafrænna smiðja
- Stuðningur ríkisins við rannsóknir, þróunarstarf og nýsköpun í atvinnugreinum
- Fjármögnun nýsköpunar
- Hugverkaréttindi á sviði iðnaðar, þ.m.t. einkaleyfi, vörumerki, félagamerki, uppfinningar starfsmanna og hönnun
- Málefni ferðaþjónustu, m.a. mótun og eftirfylgni Fyrirmyndaráfangastaða, þróun stoðkerfis ferðaþjónustu, þróun og viðhald Jafnvægisáss ferðamála og eftirfylgni hæfni og gæða m.a., í gegnum Hæfnisetur ferðaþjónustunnar
- Pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun
- Veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald
- Bílaleigur
- Skapandi greinar í þágu atvinnuþróunar m.a., málefni hönnunar og endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist
- Erlent samstarf á sviði OECD, EES og Norrænu ráðherranefndarinnar
Fagleg forysta og samhæfing fyrir eftirfarandi stofnanir/sjóði: - Nýsköpunarmiðstöð Íslands
- Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
- Kría, sprota- og nýsköpunarsjóður
- Hugverkastofan
- Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar
- Ferðamálastofa
- Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
- Tækniþróunarsjóður
- Flugþróunarsjóður
Skrifstofa fjárlaga, rekstrar og innri þjónustu
Hlutverk skrifstofu fjárlaga, rekstrar og innri þjónustu er að styðja við innra starf ráðuneytisins og þróun þess í nánu samstarfi við yfirstjórn. Skrifstofan annast rekstur ráðuneytisins, innkaup, skiptingu á fjárhagsramma ásamt framkvæmd og eftirfylgni fjárlaga. Skrifstofan annast einnig mannauðsmál, innra eftirlit, stoðþjónustu og áætlanagerð. Skrifstofan samræmir framsetningu stefnumörkunar ráðuneytisins á þeim málefnasviðum og í þeim málaflokkum sem hún ber ábyrgð á. Hún hefur umsjón með fjárveitingum til málaflokka sem ráðuneytið ber ábyrgð á og fer með rekstrarlegt eftirlit með stofnunum ráðuneytisins ásamt stefnumótun og árangursstjórnun er þeim við kemur.
Skrifstofan leiðir mannauðsmál og aðstoðar við ráðningar, annast launamál, fræðslu og starfsþróun. Skrifstofan ber ábyrgð á gæðamálum, jafnlaunakerfi, skjalavistun og málaskrá ráðuneytisins ásamt öryggismálum og móttöku gesta. Kostnaðarmat frumvarpa ásamt eftirliti með samningagerð ráðuneytisins heyrir einnig undir skrifstofuna. Skrifstofa fjárlaga, rekstrar og innri þjónustu vinnur náið með yfirstjórn ráðuneytisins að framgangi verkefna sem varða ráðuneytið í heild eða að hluta og styður við starf verkefnahópa sem settir eru á fót og starfa þvert á ráðuneytið.
Fleira um ráðuneytið
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.