Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Árna Magnússonar

Áskriftir
Dags.TitillEfni
27. febrúar 2006Ávarp á málþingi í tilefni af 20 ára afmæli Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

<p>&nbsp;</p> <p>Ágætu málþingsgestir,</p> <p>Það er mér mikil ánægja að eiga þess kost að ávarpa ykkur hér í dag í tilefni af 20 ára afmæli Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins.</p> <p>Á þeim tæpu þremur árum sem liðin eru frá því að ég tók við embætti hef ég átt þess kost að kynnast fjölmörgum stofnunum sem annast þjónustu við fötluð börn og fullorðna og starfsfólki þeirra. Það hefur í sí auknum mæli fært mér heim sanninn um að þar fer fram afar merkilegt starf sem í senn er krefjandi og gefandi. Það er krefjandi vegna þess að sífellt er verið að takast á við afleiðingar aðstæðna sem enginn hefur beðið um og oft og tíðum mjög alvarlegar. Ég veit að það þarf sterk bein til þess að vera oftar en ekki boðberi óvæntra og erfiðra tíðinda og styðja við fólk sem tekst á við áföll og erfiðleika vegna þroskaskerðingar eða fötlunar barna sinna eða annarra vandamanna.<br /> &nbsp;<br /> En ég veit að það er líka gefandi að fá tækifæri til að veita þann stuðning, fylgjast með og samgleðjast í þeim mörgu smáu sigrum sem unnir eru í þroskaferli barna sem hlutu aðra vöggugjöf en vænst var. En á hvora hlið málsins sem við lítum er ljóst að þeir sem starfa á þessum vettvangi eru undir miklu álagi sem útheimtir þolgæði, þjónustulund og oft fórnfýsi, auk öflugrar faglegrar þekkingar og reynslu.</p> <p>Kynni mín af Greiningar- og ráðgjafarstöðinni hófust um leið og ég tók við embætti. Ég minnist ánægjulegrar heimsóknar í stöðina fáum vikum eftir að ég tók við embætti. Þá hlýddi ég á stjórnendur og starfsfólk kynna starfsemina með vandaðri og eftirminnilegri dagskrá part úr degi. Það varð mér til mikils gagns að fá þegar í upphafi nokkra innsýn í það merka starf sem hér er unnið.</p> <p>&nbsp;<br /> Ég hef æ síðan verið í góðum tengslum við yfirstjórn stöðvarinnar og sannfærst enn frekar um að hér er unnið gagnmerkt starf sem einkennist af skipulegum vinnubrögðum, miklum faglegum metnaði og víðtækri þekkingu á málefnum fatlaðra barna. Enda lít ég svo á að Greiningar- og ráðgjafarstöðin sé eins konar flaggskip í þessum málaflokki. Þar er unnið hörðum höndum að því að greina þá skerðingu sem börn kunna að búa við – um leið og lögð er áhersla á styrkleika þeirra – og það sem er ekki síður um vert að kanna hvað sé til ráða. Því sem betur fer er margt til ráða. En þá þurfum við líka að njóta starfskrafta þess fólks sem þekkir þau ráð. Það er að sjálfsögðu einnig að finna utan stöðvarinnar en eðli málsins samkvæmt er hin sérhæfða þekking hvað mest innan hennar og er aðal hennar.</p> <p>Mér var að sjálfsögðu þegar í upphafi kynnt sú staða að tilvísunum til stöðvarinnar hefði fjölgað mjög ört og er fullkunnugt um að þar hefur ekki orðið lát á. Við það hefði myndast svo langur biðtími eftir þjónustu við vissa hópa að ekki yrði við unað. Því óskaði ég eftir að fylgt yrði tillögum starfsstjórnar stöðvarinnar sem starfaði á árunum 2002-2003, og í sátu fulltrúar ráðuneytisins, hagsmunasamtaka og stöðvarinnar sjálfrar.<br /> &nbsp;<br /> Ljóst var af niðurstöðum stjórnarinnar að m.a. þyrfti að auka mannahald stöðvarinnar og bæta húsnæðisaðstöðu hennar. Ég hef leitast við að fylgja þeim málum eftir og all nokkuð hefur miðað undanfarin misseri. Fjármagn hefur verið aukið til mannahalds þannig að stöðugildum hefur fjölgað og það var mér sérstakt ánægjuefni að vera viðstaddur þegar tekið var í notkun viðbótarhúsnæði í fyrrum aðstöðu Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi að Digranesvegi 5 fyrir rúmu ári.</p> <p>En mér er ljóst að betur má ef duga skal. Mikilvægi skjótrar og áreiðanlegrar greiningar og öflugrar ráðgjafar og eftirfylgdar við fötluð börn og fjölskyldur þeirra er slíkt að þar má ekki láta deigan síga. Það á bæði við í því tilliti að hefja megi skipulega íhlutun sem fyrst og að fjölskyldur þurfi ekki að una við þrúgandi óvissu um ástand og horfur barna sinna. Það er því enn sem fyrr ofarlega á forgangslista félagsmálaráðuneytisins að styðja við frekari framþróun og eflingu stöðvarinnar í því skyni að hún geti gegnt hlutverki sínu með þeim hætti sem nauðsyn krefur.<br /> &nbsp;<br /> Við vitum öll að fjármagn er takmarkað en það er nú einu sinni hlutverk okkar stjórnmálamannanna að forgangsraða verkefnum stjórnvalda. Og ég get fullvissað ykkur um að Greiningar- og ráðgjafarstöðin mun ekki verða sett hjá í því sambandi. Ég ætla mér ekki þá dul að segja til um hvenær og hvernig verður að málum staðið, betra er að hafa færri orð og láta verkin tala.</p> <p>Undanfarið rúmt ár hefur á vegum félagsmálaráðuneytisins verið unnið að viðamikilli stefnumótun í málefnum fatlaðra barna og fullorðinna. Sú vinna hefur farið fram í samvinnu við notendur og aðstandendur og starfsfólk innan málaflokksins og er mikil að vöxtum enda víða leitað fanga, m.a. í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Og við ætlum okkur ekkert minna en að verða í fremstu röð þjóða í þjónustu við þá sem búa við fötlun. Þótt stefnan sé ekki orðin opinber vil ég geta um örfá grunngildi sem hún felur í sér:</p> <p>&nbsp;<br /> •&nbsp;Litið er svo á að réttindi fatlaðra séu í raun mannréttindi og að réttindagæsla þurfi því að vera öflug og virk.</p> <p>•&nbsp;Litið er á fötlun frá félagslegu sjónarhorni en það felur í sér að greint verði á milli skertrar færni einstaklings og þeirra félagslegu aðstæðna sem hann býr við. Fyrir því séu einnig félagslegar ástæður að fólk með skerta færni eigi þess ekki kost að taka fullan þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Því verði einnig að styrkja félagsleg úrræði til að koma til móts við það og draga úr áhrifum skerðingarinnar.</p> <p>•&nbsp;Lögð er mikil áhersla á faglega þekkingu, gæðastarf og skipulega verkferla.</p> <p>•&nbsp;Áréttað er að þjónusta við fötluð börn og fjölskyldur þeirra sé sniðin að þörfum notenda hverju sinni samkvæmt mati í kjölfar greiningar. Hún byggi á heildstæðri, einstaklingsmiðaðri þjónustuáætlun sem sé endurskoðuð reglulega. Stuðningur við fjölskyldur miðist við að foreldrar geti stundað nám eða gegnt starfi og notið frístunda til jafns við aðra. Ábyrgð á þjónustunni sé samhæfð hjá einum þjónustuaðila í heimabyggð í samráði við fjölskylduna. Þegar fötlun barns verður ljós hafi þjónustuaðili frumkvæði að því að gera aðstandendum ljóst hvaða þjónusta og stuðningur býðst.</p> <p>&nbsp;<br /> Þetta eru aðeins nokkur brot úr stefnunni til að gefa hugmynd um inntak hennar en verkefnið er nú á lokastigi og þess er skammt að bíða að stefnan verði kynnt í heild sinni.</p> <p>Góðir málþingsgestir.</p> <p>Ég hef í þessu stutta ávarpi nefnt nokkur atriði sem koma upp í hugann á tímamótum sem þessum. Ég vil að lokum segja að greiningar- og ráðgjafarstarf – grunnþátturinn í allri þjónustu við þá sem búa við fötlun – er að sjálfsögðu meðal helstu málasviða í hinni nýju stefnu í málaflokknum. Sú starfsemi sem nú fer fram í Greiningar- og ráðgjafarstöðinni verður því enn sem fyrr einn af burðarásunum í þjónustunni og mun skipa mikilvægan sess í framtíðarskipulagi hennar. Mikils er vænst af þeirri miklu reynslu og þekkingu sem byggð hefur verið upp í stöðinni á undanförnum árum og því metnaðarfulla starfi sem þar er unnið.</p> <p>Ég óska okkur öllum til hamingju með 20 ára afmælið og óska Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og starfsfólki hennar alls velfarnaðar í framtíðinni.</p> <p>Þakka ykkur fyrir.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

02. desember 2005Sextíu ára afmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga

<p><span>Herra forseti, virðulega samkoma.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ég vil byrja á að óska sveitarstjórnarmönnum til hamingju með 60 ára afmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það voru framsýnir sveitarstjórnarmenn sem komu saman þann 11. júní 1945 til að stofnsetja Sambandið. Í upphafi voru aðeins fimmtíu og tvö af rúmlega 220 sveitarfélögum í landinu, aðilar að Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en eins og við þekkjum öll hefur því vaxið fiskur um hrygg. Í dag eru öll sveitarfélög í landinu aðilar að Sambandinu og það er orðið lögformlegur samstarfsvettvangur þeirra.</span></p> <p><span>Undanfarið hefur umræða um málefni sveitarfélaga verið áberandi, ekki síst í aðdraganda atkvæðagreiðslna um sameiningu og er það vel. Það er mjög mikilvægt að við höldum þeirri umræðu lifandi og ráðstefnan hér í dag er gott innlegg í hana. Ég hef ákveðið að leggja nú í fyrsta sinn fram <span>skýrslu um málefni sveitarfélaga sem rædd verður á Alþingi þegar þing kemur saman að loknu jólahléi. Í þeirri skýrslu verður fyrst og fremst leitast við að varpa ljósi á sveitarfélögin og stöðu þeirra í stjórnskipan landsins, hlutverk þeirra og vægi í íslensku samfélagi. Ég vonast til þess að þær upplýsingar sem þar koma fram muni reynast góður grunnur að málefnalegri umræðu um málefni sveitarfélaga.</span></span></p> <p><span>En um hvað á ég að tala við ykkur í dag? Ég stýri jú því ráðuneyti sem fer meðal annars með sveitarstjórnarmál. Hvert er hlutverk þess gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga? Hvert er hlutverk ráðuneytisins gagnvart sveitarfélögunum? Hvernig stuðlar ráðuneytið að því að sjálfsstjórnarréttur sveitarfélaga sé tryggður í raun? Hvert er hlutverk ráðuneytisins gagnvart einstökum íbúum þessa lands, hvort sem þeir búa á Seltjarnarnesi eða í Súðavík? Hvert hefur hlutverkið verið fram að þessu og hvert á það að vera í framtíðinni? Til hvers er þetta allt saman; ríki, þrískipt ríkisvald, stjórnarráð, ráðuneyti, sveitarfélög, sjálfsstjórnarréttur sveitarfélaga og sameiginleg samfélagsleg verkefni? Hvernig áhrif hafa þessir þættir á lýðræðið?</span></p> <p><span>Er lýðræðið fjöregg í okkar samfélagi í dag eða fremur fagurt en innihaldslítið hugtak sem við grípum til á tyllidögum? Það er ekki einfalt að fjalla um lýðræðið. Nei, það er þvert á móti afar flókið og það er hægt að nálgast það frá ótal hliðum. Menn geta sennilega rammað flestar gerðir stjórnskipulags inn í lýðræðisrammann. Í ráðstjórnarríkjunum töldu menn sig búa við lýðræði, enda nálgaðist kosningaþátttaka almennings þar 100% og allir þeir sem mættu kjörstað kusu réttan flokk, þann eina sem var í boði. Í hugum flestra snýst þó lýðræði um réttindi fólks til að kjósa sér eða skipta um leiðtoga og aðra fulltrúa sem starfa á vettvangi samfélagsins og um frelsi til orða og athafna. Valkostir og frelsi eru þannig vissulega grundvöllur lýðræðisins.</span></p> <p><span>Umræða um lýðræðislegan grundvöll sveitarfélaga er mjög mikilvæg og getur tekið á sig ýmsar myndir. Ég tók við því verkefni að stýra átaki um eflingu sveitarstjórnarstigsins og sameiningarkosningum sem sumir segja að hafi verið mjög góð æfing í lýðræði. Í því sambandi get ég tekið undir orð forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, hér í morgun, er hann sagði að sveitarfélögin hefðu reynst íslensku lýðræði þjálfunarstöð. Við þá æfingu sem við höfum nú gengið í gegnum hafa vissulega vaknað margar spurningar. Hvað er það sem raunverulega hefur áhrif, hverjir beita sér í lýðræðinu og hvernig? Hvar ætla menn að enda þegar þeir leggja upp í lýðræðislega umræðu, eða ætti ég að segja baráttu? Ég hef átt þess kost að fara víða um land til að ræða við íbúa og sveitarstjórnarmenn um málefni sveitarfélaga. Á þeim fundum kom fram að fólk hefur mismunandi sýn á lýðræðið. Sú sýn er afstæð og í mjög mörgum tilvikum nánast einstaklingsbundin og þá nátengd menningu á viðkomandi svæðum eins og forsetinn minntist á hér í ávarpi sínu í morgun. Sumir telja lýðræðinu best borgið í fámennum sveitarfélögum þar sem nálægðin er mikil en aðrir telja að áhrifin verði meiri í stærri samfélögum sem geti haft víðtækari áhrif á þróun mála.</span></p> <p><span>Umræða um lýðræði hefur átt sér stað frá alda öðli. Gríski heimspekingurinn Aristóteles og félagar hans höfðu mótað sér skoðanir á lýðræði og stjórnsýslu borgríkja. Samkvæmt hugmyndum þess tíma átti borgríkið að vera sjálfbært, þannig að það gæti sinnt verkefnum sínum, en þó nógu lítið svo flestir þekktust og gætu hist til skrafs og ráðagerða. Með öðrum orðum voru þau tvö atriði sem mestu máli skiptu við stjórnsýslu þessara fornu borgríkja, nálægðin við borgarana og sjálfstæði þeirra til ákvarðanatöku í þeirra efnum.</span></p> <p><span>Margt fleira áhugavert hefur verið skrifað þar sem velt er upp ýmsum hliðum lýðræðisins, svo sem hið áhrifamikla rit breska heimspekingsins John Locke „Ritgerð um ríkisvald“.</span></p> <p><span>Við getum nálgast umræðu um lýðræði í sveitarfélögum í dag út frá grundvallarreglum sem eru nær okkur í tíma, það er sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga, samkvæmt 78. gr. stjórnarskrár íslenska lýðveldisins og nálægðarreglu Rómarsáttmálans.</span></p> <p><span>Í nálægðarreglu Rómarsáttmálans felst sú hugsun að heppilegast sé að ákvarðanir séu teknar sem næst þeim er þær varða og þar sem þær komast með sem einföldustum og skilvirkustum hætti í framkvæmd. Nálægðarreglan felur í sér að komist er hjá óþarfa miðstýringu en hamlar því hins vegar ekki að ríkið getur sett miðlægar reglur á þeim sviðum og í þeim tilfellum sem slíkt er talið nauðsynlegt.</span></p> <p><span>Megininntak sjálfsstjórnarréttar sveitarfélaga má lesa úr 78. gr. í mannréttindakafla stjórnarskrár okkar. Lýðræðislegur réttur íbúanna til að kjósa sjálfir fulltrúa til að fara með stjórn í málefnum sveitarfélagsins er grundvallarþáttur í sjálfsstjórn sveitarfélaganna.</span></p> <p><span>Í ákvæðinu kemur skýrt fram sá vilji stjórnarskrárgjafans að sveitarfélög séu til á Íslandi, þau skuli hafa með höndum verkefni og raunverulegt svigrúm innan ramma laga til að taka ákvarðanir varðandi sín málefni og setja eigin fingraför á þau í samræmi við staðbundnar þarfir og aðstæður. Auk þess skulu sveitarfélög hafa forráð yfir eigin tekjustofnum.</span></p> <p><span>Úr nálægðarreglunni og stjórnarskrá lýðveldisins má þannig lesa að sveitarfélög skuli hafa verkefni sem skipta íbúana máli. Ef helsta verkefni sveitarfélaganna er fjallskil, þá er líklega æskilegt að sveitarfélögin séu fámenn og taki fyrst og fremst mið af landfræðilegum aðstæðum til heiða. Líklega er það þó verkefni sem skiptir fæsta íbúa verulegu máli í dag.</span></p> <p><span>Til þess að sveitarfélög geti sinnt verkefnum sem skipta flesta íbúa máli í dag, svo sem félagsþjónustu og fræðslu, og umhverfis- og skipulagsmálum, þá þurfa þau að hafa til þess nægilegt bolmagn. Vera sjálfbær eins og Aristóteles sagði. Við erum líklega vanari því að ræða um sjálfbærni í tengslum við umhverfismál, en ég tel að það sé að vissu leyti hægt að heimfæra þá hugmyndafræði yfir á sveitarfélögin.</span></p> <p><span>Spurningin um sjálfbærni sveitarfélaga snýst þá um hversu marga íbúa og hve miklar tekjur sveitarfélaga þarf að hafa til að geta boðið upp á þá þjónustu og það umhverfi sem íbúar í nútímasamfélögum krefjast og raunverulega valkosti til að velja um í kosningum og milli sveitarfélaga.</span></p> <p><span>Að vissu leyti er hugtakið sjálfbærni líkt hinu efnislega hugtaki burðargetu. Burðargeta skips segir t.d. til um það hversu mikið skipið getur borið til að haldast á floti. Hugtakið sjálfbærni í tengslum við sveitarfélög snýst þannig ekki síst um það hversu öflugt sveitarfélag þarf að vera til að geta borið sjálft þau verkefni sem því er ætlað að sinna. Umræða um sjálfbærni sveitarfélaga á svo sannarlega rétt á sér, ekki síst nú, þegar vandi steðjar að mörgum sveitarfélögum á landsbyggðinni.</span></p> <p><span>Ef sveitarfélag er ekki sjálfbært er ólíklegt að sveitarstjórn geti nýtt sér sjálfsstjórnarrétt sinn, þ.e. réttinn til að velja milli mismunandi leiða við mótun stefnu og framkvæmd verkefna. En eins og áður hefur komið fram er grundvallaratriði í sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga að sveitarstjórn hafi bolmagn og svigrúm til að setja eigin fingraför á þá málaflokka sem skipta íbúana máli og ákveða skattheimtuna. Til að uppfylla þessi skilyrði má ljóst vera að sveitarfélög þurfa að hafa ákveðinn lágmarksíbúafjölda, eða með öðrum orðum, ákveðinn lágmarksfjölda skattgreiðenda.</span></p> <p><span>Í fámennustu sveitarfélögunum á Íslandi, þar sem kosið er óbundinni kosningu, er kosningaþátttaka minnst. Hugsanlega er það vísbending um að sveitarfélagið hafi ekki bolmagn til að sinna þeim verkefnum sem íbúarnir vilja hafa áhrif á.</span></p> <p><span>Sveitarfélagið sinnir ekki verkefnum sem raunverulega skipta íbúana máli og því telja þeir ekki ástæðu til þess að mæta á kjörstað, enda ekki boðið upp á mismunandi valkosti í stefnu og framkvæmd. Er hugsanlegt að lýðræði í mjög fámennum sveitarfélögum sé því kannski aðeins fögur orð en innihaldslítið í reynd? Hvernig horfir þetta við þeim sem búa á Seltjarnarnesi eða í Súðavík? Ég geri ráð fyrir því að sýn íbúa í þessum sveitarfélögum sé mismunandi enda aðstæður afar ólíkar. Og hið sama má segja um íbúa í Akrahreppi? Hver er þeirra sýn á lýðræðið og kostina við að hafa raunveruleg áhrif?</span></p> <p><span>Ég ætla ekki að svara þeim spurningum hér og nú en tel að við verðum að taka þessa umræðu á næstu misserum af fullri alvöru og einurð. Það er mitt mat og mín sannfæring að mörg sveitarfélög á Íslandi verði að stækka og eflast svo þau geti uppfyllt ákvæði stjórnarskrárinnar um sjálfstjórnarrétt og nálægðarreglu Rómarsáttmálans.</span></p> <p><span>Aðeins þannig geti lýðræðið orðið þeim og íbúum þeirra það fjöregg sem því er ætlað í hinu flókna nútímasamfélagi sem við búum í.</span></p> <p><span>Ég ætla að ljúka þessum orðum mínum hér með því að ítreka hamingjuóskir mínar til Sambands íslenskra sveitarfélaga í tilefni af sextíu ára afmæli Sambandsins á þessu ári. Ég tel að afmælisbarnið hafi dafnað afar vel og ég vænti þess að svo verði um ókomna framtíð. Formaður Sambandsins, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sagði hér í upphafsorðum sínum í morgun að hlutur kvenna hefði aukist á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga, og er það vel. En betur má ef duga skal. Það er mikilvægur þáttur í lýðræðinu að bæði kynin komi að ákvarðanatöku og á það ekki síst við á vettvangi stjórnmálanna. Því er mikilvægt að við leggjumst öll á árina við að efla hlut kvenna í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor.</span></p> <p><span>Ég vil biðja formann Sambandsins að koma hér til mín og taka við gjöf frá félagsmálaráðuneytinu með þökkum fyrir afar gott og gjöfult samstarf. Gjöfinni er ætlað að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga glögga yfirsýn yfir öll sveitarfélög á landinu, jafnt Súðavík sem Seltjarnarnes.</span></p> <p><span>Gjörðu svo vel og megi samstarf okkar vaxa og dafna í framtíðinni.</span></p> <br /> <br />

02. desember 2005Ráðstefna um starfsmannaleigur

<p>Ágætu ráðstefnugestir.</p> <p>Á undanförnum áratugum hefur frekar lítið farið fyrir umræðum í þjóðfélaginu um það sem meðal annarra þjóða er kallað stefna í vinnumálum eða vinnumarkaðsmálum. Hvað felist í slíkri stefnu. Að hverju sé stefnt. Hvaða leiðir séu valdar til þess að ná settum markmiðum.</p> <p>Mér finnst þetta miður. Aðrar þjóðir hafa lagt mikla áherslu á stefnu í vinnumálum og hún hefur í lýðræðissamfélögum verið tilefni pólitískra átaka eins og eðlilegt er. Í stuttu máli snýst stefna í vinnumálum um það að gera öllum sem vilja og geta kleift að taka virkan þátt í atvinnulífinu. Með öðrum orðum að beita tiltækum tækjum til að koma í veg fyrir atvinnuleysi.</p> <p><span>Stefna í vinnumálum snýr að því að starfsskilyrði og allur aðbúnaður sé með þeim hætti að vinnan veiti þá gleði og ánægju sem er forsenda þess að starfsmaður leysi starf sitt vel og samviskusamlega af hendi.<span> </span> Stefna í vinnumálum snýst um það að vinna gegn hvers kyns misrétti á vinnustöðunum og er launamisrétti þar með talið. Markvissar aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum er spurning um stefnu í vinnumálum. Það að gera<span> </span> einstaklingum kleift að taka virkan þátt í atvinnulífinu þrátt fyrir fötlun sína er einnig stefna í vinnumálum. Endurmenntun og starfstengd þjálfun sem gerir starfsmönnum kleift að takast á við nýja tækni eða ný viðfangsefni er líka spurning um stefnu í vinnumálum.<span> </span> Þetta eru örfá dæmi af mörgum um það hvað felst í stefnu í vinnumarkaðsmálum.</span></p> <p><span>Ég nefni þetta hér vegna þess eina málið sem hefur fengið verulega umfjöllun í þjóðfélaginu undanfarin missiri og flokka má til vinnumarkaðsmála og stefnu í vinnumálum er starfsemi starfsmannaleiga hér á landi. Þótt hér hafi vissulega verið og sé á ferðinni mikilvægt málefni sem nauðsynlegt var að taka á má alls ekki gleyma því að málefni vinnumarkaðarins eru miklu fleiri og taka til margra þátta samfélagsins.<span> </span></span></p> <p><span>Ég vil því strax í uppihafi láta í ljósi þá von mína að sú ráðstefna vinnumarkaðssetursins hér að Bifröst sem hér er að hefjast marki upphafið að mun ítarlegri og málefnalegri umfjöllun um málefni vinnumarkaðarins en við höfum átt að venjast fram til þessa. Þau eru ekki einkamálefni þeirra sem við köllum aðila vinnumarkaðarins og þau snúast ekki eingöngu um krónur og aura þótt það reiptog sé vissulega mikilvægt.</span></p> <p><span>Mig rekur ekki gjörla minni til þess hvenær ég heyrði fyrst nefnt orðið starfsmannaleiga. Ætli ég hafi ekki fyrst séð orðið fyrir einhverjum áratugum í viðtali við ónefndan íslenskan athafnamann sem hafði haslað sér völl í Suður-Afríku með því að leiga út hjúkrunarkonur.<span> </span> Ekki varð annað ráðið af viðtalinu en að sú starfsemi hafi verið blómleg og gefið eitthvað í aðra hönd, að minnsta kosti virtist þessi íslenski athafnamaður ekki vera á flæðiskeri staddur.</span></p> <p><span>Það er ekki fyrr en ég sest í stól félagsmálaráðherra að fyrirbrigðinu ber aftur fyrir. Að þessu sinni í tengslum við virkjunarframkvæmdirnar við Kárahnjúka. Segja má að frá því framkvæmdirnar hófust fyrir austan hafi málefni starfsmannaleiga verið framarlega í forgangsröð málefna í félagsmálaráðuneytinu.<span> </span></span></p> <p><span>Við upphaf framkvæmdanna var mjög takmörkuð reynsla af starfsemi starfsmannaleiga. Þegar ég tók við embætti félagsmálaráðherra hafði einungis eitt mál af því tagi komið til kasta ráðuneytisins. Það verður að segjast eins og er að það vafðist fyrir mönnum að taka á því máli. Skýringin er sú, sem kemur fram í ágætri greinargerð sem tekin var saman af rannsóknarsetrinu í vinnurétti og jafnréttismálum, að ekki hafa og eru ekki í gildi lög um starfsemi starfsmannaleiga. Það var einfaldlega litið þannig á að þessi starfsemi væri óheimil og að alls ekki mætti heimta gjald af leigustarfsmönnum hér á landi. Þetta byggist á því að í lögum um vinnumiðlun frá árinu 1956 var lagt blátt bann við því að rekin sé vinnumiðlun í ágóðaskyni. Á þeim tíma var vinnumiðlun eingöngu á vegum sveitarfélaga. Þetta bann er afnumið árið 1969 og með lögum 1985 er opnað á það að fleiri en sveitarfélög geti haft milligöngu um ráðningar. En ætíð er tekið fram að það skuli gert atvinnuleitandanum að kostnaðarlausu.<span> </span> Af þessari ástæðu hefur félagsmálaráðuneytið ætíð litið svo á að óheimilt væri að heimta gjald af starfsmanni vegna milligöngu um ráðningu hvort sem hún fer fram á vegum Hagvangs, Mannaafls - Liðsauka eða starfsmannaleigu.</span></p> <p><span>Það sem breytir aðstæðum á íslenskum vinnumarkaði að þessu leyti er tilskipun 96/71/EB störf útsendra starfsmanna í tengslum við veitingu þjónustu. Efni tilskipunarinnar var tekið í íslenskan rétt með lögum nr. 54/2001, um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið á Íslandi á vegum erlendra fyrirtækja. Markmið tilskipunar er að skapa virkt umhverfi fyrir veitingu þjónustu á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Í henni kemur fram að þetta sé ekki hægt að gera nema fyrirtækin geti sent starfsmenn tímabundið til starfa á yfirráðasvæði annars aðildarríkis að EES-samningnum.<span> </span> Ákvæði EES-samningins um þjónustuviðskipti<span> </span> og tilskipun 96/71 opna gáttina fyrir starfsmannaleigunum.</span></p> <p><span>Félagsmálaráðuneytið og stofnanir þess sem fjalla um vinnu- og jafnréttismál hafa áratugareynslu í samstarfi við hliðstæðar erlendar stofnanir.<span> </span> Að því er félagsmálaráðuneytið varðar hefur samstarfið við Alþjóðavinnumálastofnunina - ILO og nefndarstarf á vegum norrænu ráðherranefndarinnar verið þýðingarmest.<span> </span> Eitt af því sem hafði að vissu leyti háð þessu samstarfi var skortur á hagtölum um íslenska vinnumarkaðinn. Starfsgreinaskiptingin sem Hagstofan notaði var heimatilbúin og rímaði illa við starfsgreinaskiptingu ILO. Sama gilti um mælingu á vinnutíma.<span> </span> Kjararannsóknarnefnd notaði aðrar aðferðir við að reikna út vinnutíma en bæði ILO og OECD. Þar af leiðandi kom Ísland oft mjög einkennilega út í öllum samanburðarrannsóknum á vegum erlendra stofnana. Af þessu leiddi misskilning og leiðindi.</span></p> <p><span>Með þessa reynslu í farteskinu var ákveðið að hafa í eitt skipti vaðið fyrir neðan sig.<span> </span> Á vettvangi Evrópusambandsins höfðu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar verði lagðar fram nokkrar tillögur að Evrópulöggjöf um starfssemi starfsmannaleiga eða réttindi starfsmanna á þeirra vegum. Fyrsta tillagan að tilskipun um þetta efni var lögð fram árið 1982. Tillögunni var breytt árið 1984 en hún náði aldrei fram að ganga. Það var engin tilviljun að framkvæmdastjórnin lagði fram tillögu að tilskipun um þetta efni. Það sama gilti um aðildarríki ESB og okkur Íslendinga. Frelsi til að veita þjónustu yfir landamæri hafði ýmsar hliðarverkanir sem að mati ýmissa voru óæskileg.</span></p> <p><span>Árið 1995 ákvað framkvæmdastjórnin að beita ákvæðum sem heimila henni að beina málum til Evrópusamtaka aðila vinnumarkaðarins og fela þeim að taka málið á dagskrá í samningaviðræðum sín í milli.<span> </span> Í samningaviðræðunum kom fram stuðningur við það grundvallarsjónarmið að á þessu sviði væri nauðsynlegt að setja ákveðnar lágmarksreglur.<span> </span> Auðvitað voru skiptar skoðanir um umfang og inntak slíkra reglna og um formið. Hvort byggja ætti á kjarasamningi eða skuldbindandi Evrópulöggjöf.<span> </span> Árangurinn af þessum viðræðum var m.a. tilskipunin um starfsmenn með tímabundna ráðningarsamninga. Hins vegar tókust ekki samningar um að setja starfsemi starfsmannaleiga ákveðinn ramma.</span></p> <p><span>Þegar sýnt þótti að Evrópusamtökum aðila vinnumarkaðarins tækist ekki að ná samkomulagi lagði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fram á fyrri hluta árs 2002 nýja tillögu að tilskipun um starfsmannaleigur. Þessi tillaga hlaut misjafnar móttöku. Danir lýstu því strax yfir að þeir myndu ekki gera þetta að forgangsmáli í formennskutíð sinni í ESB. Hins vegar voru Hollendingar jákvæðari en þeir gegndu formennskunni seinni hluta árs 2004. Það þóttu því góðar líkur á því að innan ekki langs tíma yrðu settar samræmdar Evrópureglur á þessu sviði. Ekki væri ráðlegt að setja séríslenskar reglur sem ef til vill yrðu á skjön við ákvæði væntanlegrar Evrópulöggjafar. Þetta er ef til vill veigamesta ástæðan fyrir því að það dróst að hefja markvissa vinnu við að setja sérstakar íslenskar reglur um starfssemi starfsmannaleiga. Það kom hins vegar í ljós að bilið á milli aðildarríkja ESB í þessu máli hefur reynst óbrúanlegt og Evrópureglurnar hafa enn ekki séð dagsins ljós.</span></p> <p><span>Þótt stjórnvöldum hafi þannig fundist það fýsilegri kostur að bíða eftir samræmdri Evrópulöggjöf um starfssemi starfsmannaleiga, sem má segja með nokkrum sanni að sé í eðli sínu alþjóðleg, er ekki þar með sagt að þau hafi setið með hendur í skauti. Á vettvangi EFTA og norrænu ráðherranefndarinnar var unnið að því að hnika málum áfram og safna upplýsingum sem síðar komu að góðu gagni.</span></p> <p><span>Þegar sýnt þótti að ekki væri í bráð von á Evrópureglum um starfsmannaleigur var ákveðið að hefja smíði íslenskra reglna um þetta efni. Ljóst var að það stefndi í óefni ef ekkert yrði að gert. Bæði komu upp mál þar sem fram kom að réttur starfsmanna var mjög fyrir borð borinn. Einnig reyndist stjórnvöldum og hagsmunaaðilum nánast ókleift að sannreyna á óyggjandi hátt launakjör þessara starfsmanna.</span></p> <p><span>Ég skipaði því starfshóp í ágúst 2004 til að fjalla um stöðu starfsmannaleiga á íslenskum vinnumarkaði Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins auk fulltrúa félagsmálaráðuneytisins. Enn fremur fól ég Rannsóknarsetrinu á Bifröst í apríl sl. að taka saman greinargerð um starfsmannaleigur hér á landi og erlendis. Endanleg útgáfa hennar var afhent 6. október sl.<span> </span> en þá höfðu ASÍ og SA verið gefin kostur á að gera við hana athugasemdir. Á þeim grundvelli var samið frumvarp til laga sem lagt var fyrir Alþingi. Mælt var fyrir frumvarpinu á mánudaginn þessari viku.<span> </span> Ég mun nú með nokkrum orðum gera grein fyrir helstu efnisatriðum frumvarpsins.</span></p> <p><span>Fyrst vil ég taka fram að verði frumvarpið um starfsmannaleigur að lögunum er ekki gerð breyting á þeirri meginreglu sem ríkir á vinnumarkaði um að atvinnurekandi ráði starfsmann milliliðalaust ótímabundið í þjónustu sína. Frumvarpinu er með öðrum orðum ekki ætlað að raska þeim sveigjanleika við ráðningu starfsmanna sem hér er við lýði og margir telja að hafi<span> </span> auðveldað fyrirtækjum að bregðast við sveiflum í rekstri. Á þessu eru auðvitað tvær hliðar.<span> </span> Þessi hlið snýr að fyrirtækjunum. Síðan er sú hlið sem snýr að starfsmönnum. Það er ljóst að hér á landi búa starfsmenn við minna öryggi varðandi uppsagnir en í mörgum öðrum Evrópuríkjum. Auðvitað verður að vega þetta saman og meta kosti og galla. Niðurstaðan hefur orðið sú að viðhalda þessum sveigjanleika.<span> </span> Ég vil einnig leggja á það áherslu að það er sameiginlegt markmið stjórnvalda og helstu samtaka á vinnumarkaði, þ.e Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, að ótímabundnir ráðningarsamningar sem gerðir eru milliliðalaust á milli starfsmanna stjórnenda fyrirtækja verði áfram ríkjandi ráðningarform hér á landi. Þetta frumvarp breytir þar engu um.</span></p> <p><span>Ég legg á það ríka áherslu að atvinnurekendur gangist við ábyrgð um að virða framangreinda meginreglu sem og aðrar þær leikreglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. Margt bendir til þess að samskiptareglur á íslenskum vinnumarkaði séu býsna góðar. Reynslan hefur sýnt samdráttarskeið í atvinnu- og efnahagsmálum síðustu áratugina hafa varað í fremur skamman tíma. Fyrirtækin hafa verið fljót að laga sig að breyttum aðstæðum. Nýráðningum hefur fljótt fjölgað í kjölfar uppsagna og atvinnuleysis. Hins vegar bjóða sveigjanleiki og rúmar reglur þeirri hættu heim að glufur í löggjöf séu nýttar til að ganga á svig við það sem menn hafa sammælst um eða um var samið í kjarasamningi. Þess vegna verða allir aðilar standa saman um þau gildi sem hafa þrátt fyrir allt ráðið í samskiptum samtakanna á vinnumarkaðnum. Það tapa allir á deilum, óþarfa núningi og óánægju. Forsenda hagsældar er að hjól atvinnulífsins snúist snurðulaust, tekjuskiptingin sé réttlát og samfélagsþjónustan í lagi.</span></p> <p><span>Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að starfsmannaleigur þurfi að hlíta upplýsingaskyldu gagnvart stjórnvöldum. Kveðið er á um það að í síðasta lagi átta dögum áður en starfsmannaleiga hefji starfsemi hér á landi skuli hún tilkynna Vinnumálastofnun um þá fyrirætlan.<span> </span> Starfsmannaleiga sem hyggst veita þjónustu á Íslandi lengur en í tíu virka daga á hverju tólf mánaða tímabili skal útnefna sérstakan fulltrúa sinn hér á landi. Vinnumálastofnun skal hafa tiltæka skrá yfir starfsmannaleigur sem hafa sinnt þessari tilkynningaskyldu sem er forsenda fyrir starfsleyfi hér á landi. Leigurnar þurfa einnig að láta í té tilteknar grunnupplýsingar um starfsmenn sem starfa á þeirra vegum.</span></p> <p><span>Þessar skyldur eru óháðar því hvort starfsmannaleigan hafi staðfestu hér á landi eða veitir hér þjónustu með stoð í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.</span></p> <p><span>Ég gerði fyrr í máli mínu að umtalsefni greiðslur starfsmanna til starfsmannaleiga. Í frumvarpinu er tekið af skarið varðandi þetta atriði. Lagt er til að starfsmannaleigum verði með öllu óheimilt að krefjast greiðslu frá starfsmönnum sem starfa á þeirra vegum og gildi þá einu hvort sú krafa er gerð við upphaf ráðningarsambands eða síðar.</span></p> <p><span>Einnig er lagt til að líða þurfi a.m.k. sex mánuðir áður en starfsmannaleigu er heimilt að leigja út starfsmenn til fyrirtækis sem hann hefur áður starfað hjá. Með þessu er stefnt að því að koma í veg fyrir að fyrirtæki segi upp starfsmönnum til þess eins að endurráða þá í gegnum starfsmannaleigu. Þetta er mikilvægt til þess að viðhalda meginreglunni um milliliðalausa ótímabundna ráðningarsamninga á milli starfsmanns og atvinnurekanda. Þótt þessi kvöð verði lögð á starfsmannaleigu og hlutaðeigandi fyrirtæki<span> </span> hefur starfsmaðurinn full frelsi til að ráða sig til<span> </span> starfa hjá fyrirtækinu sem nýtti starfskrafta hans meðan hann var í þjónustu starfsmannaleigu. Með þeirri reglu er verið að nýta þann kost sem þrátt fyrir allt felst í ráðningu starfsmanns á vegum starfsmannaleigu. Það getur opnað starfsmanninum leið í hefðbundið ráðningarsamband og ótímabundið starf.</span></p> <p><span>Eftirlit með framkvæmd laganna er hjá félagsmálaráðuneytinu eins og með öðrum lögum um málefni vinnumarkaðarins. Vinnumálastofnun gegnir hins vegar veigamiklu hlutverki varðandi framkvæmd þeirra.<span> </span> Að uppfylltum tilteknum skilyrðum er lagt til að stofnuninni verði veitt heimild til þess að óska eftir því að lögregla stöðvi tímabundið vinnu eða stöðvi starfsemi starfsmannaleigunnar þangað til úrbætur hafa verið gerðar. Reynsla undanfarna mánuði gerir það nauðsynlegt að veita stofnuninni þessa heimild.</span></p> <p><span>Reynslan hefur einnig leitt í ljós að nauðsynlegt er að breyta öðrum lögum. Þannig er lagt til að heiti laga um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið á Íslandi verði breytt þannig að í stað orðsins “réttarstaða” komi orðið “starfskjör”.<span> </span> Með breytingunni er verið að draga fram meginatriði laganna en þau fjalla fyrst og fremst um starfskjör starfsmanna erlendra fyrirtækja sem eru sendir tímabundið hingað til lands til að veita þjónustu en starfa að jafnaði utan Íslands.<span> </span> Nokkrar aðrar breytingar eru gerðar á efni laganna sem miða að því að taka af tvímæli um það hvað telst til lágmarkskjara samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum.</span></p> <p><span>Samkvæmt frumvarpinu eru einnig gerðar breytingar á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Lagt til að óheimilt verði að veita atvinnuleyfi vegna starfa hjá starfsmannaleigum. Veiting atvinnuleyfis vegna starfa hjá starfsmannaleigum er ekki í samræmi lögin þar sem byggt er á þeirri meginreglunni á milliliðalaust ráðningarsamband á milli starfsmanns og atvinnurekanda.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ágætu ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Ég hef í þessu ávarpi mínu gert grein fyrir tilurð frumvarps til laga um starfsmannaleigur. Ég hef í stuttu máli farið yfir viðleitni Evrópusambandsins til að setja samræmdar Evrópureglur um þetta svið vinnumarkaðarins.<span> </span> Þótt þessi starfsemi taki til þjónustu á landsvísu sýnir reynslan a.m.k. á Evrópska efnahagssvæðinu að hún gegnir vaxandi hlutverki í nánara samstarfi Evrópuríkja í efnahags- og atvinnumálum.<span> </span></span></p> <p><span>Það hefur verið afstaða íslenskra stjórnvalda að heppilegast hefði verið að samstaða hefði tekist með aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið um að setja starfssemi starfsmannaleiga ramma sem<span> </span> gilti á öllu svæðinu.<span> </span> Íslensk stjórnvöld tóku af skarið þegar sýnt þótti að ekki mundi takast samstaða um að leysa málið við sameiginlegt borð aðildarríkja EES. Frumvarpið um starfsmannaleigur hefur verið samið í samstarfi við heildarsamtök aðila vinnumarkaðarins. Í slíku samstarfi eru mismunandi sjónarmið sem endurspegla ólíka hagsmuni.<span> </span> Hlutverk stjórnvalda er að velja þá leið sem telja verður farsælasta fyrir þjóðfélagið í heild og aðilar geti búið við.<span> </span> Ég er þeirrar skoðunar að það hafi tekist í því tilviki sem hér um ræðir. Hins vegar er rétt að undirstrika að Alþingi hefur síðasta orðið. Frumvarpið hefur verið lagt fyrir Alþingi og er til meðferðar þær. Það hefur löggjafarvaldið og niðurstaðan ræðst þar.</span></p> <p> </p> <p><span>Ég þakka fyrir.</span></p> <p><span> </span></p>

01. desember 2005Karlar um borð

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/karlaradstefna/05.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/karlaradstefna/05.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Karlar um borð" class="media-object"></a><figcaption>Frá ráðstefnu karla um jafnréttismál</figcaption></figure></div><p><span>Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti, forsætisráðherra, ráðstefnustjóri.</span></p> <p><span>Ágætu ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Til hamingju með daginn. Það er ánægjulegt að sjá hve margir karlar eru mættir hér á fullveldisdaginn til þessarar ráðstefnu. Fyrstu eiginlegu karla­ráðstefnunnar sem haldin er hér á landi um jafnréttismál, þar sem eingöngu eru karlar, með mikilvægri undantekningu þó. Ég leyfi mér að segja að það var kominn tími til. Það var kominn tími til að sú stund rynni upp að íslenskir karlar sýndu í verki að</span> <span>jafnréttismál skipta þá máli í raun og veru.</span> <span>Að við kæmum saman til að ræða þau mál okkar á milli.</span> <em><span>Ég hef orðið var við í störfum mínum að karlar hafa metnað fyrir hönd jafnréttisbaráttunnar en hafa ekki kunnað við eða viljað, jafnvel ekki þorað að mæta á ráðstefnur um málefnið þar sem þær hafa hingað til höfðað til kvenna. Nú mun það breytast og ekki síst vegna þess að konur vilja það einnig.</span></em></p> <p><span><img alt="Karlar um borð" hspace="5" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/karlaradstefna/medium/03.jpg" vspace="4" />Fram til þessa hafa jafnréttismál verið álitin kvennamál og framlag karla í umræðunni hefur fyrst og fremst verið að fylgja í fótspor kvenna. Á því eru auðvitað mikilvægar undantekningar og sumar þeirra lifandi undantekninga eru hér með okkur í dag.</span></p> <p><span>Á undanförnum árum og áratugum hefur jafnréttisbaráttan skilað okkur vel á veg, í rétta átt, undir handleiðslu vaskra kvenna. En það er ekki nóg að gert.</span> <span>Á</span> <span>það hefur skort að við karlar ræddum málin í okkar hópi og kryfðum þau til mergjar. Ég tel að við þurfum að brjótast út úr því fari, sem mér hefur stundum þótt bera á í umræðum, að við karlar lítum á okkur sem fórnarlömb jafnréttisbaráttunnar, jafnvel að hún beinist gegn okkur.</span></p> <p><span>Við karlar höfum, ekki síður en konur, fært miklar fórnir til að viðhalda hefðbundinni verkaskiptingu kynjanna. Ég get nefnt dæmi: Hversu margir hér inni kannast ekki við að hafa „orðið“ að sleppa þátttöku í afmæli barna sinna, ekki getað farið með þeim á jólaskemmtanir, ekki verið heima þegar barnið kom með fyrstu einkunnirnar, ekki tekið þátt í foreldraviðtali, ekki getað verið heima hjá veiku barni, ekki náð því að horfa á afrek unnin á sviði íþrótta? Hverjir kannast ekki við að hafa ekki mátt vera að því að vera heima hjá nýfæddu barni, ekki gefið sér tíma til að lesa fyrir barn að kvöldi? Hversu margir vita hver er uppáhaldslitur barnanna þeirra, hvað þeim þykir best að borða, hvað það er sem þau þola síst? Hvað þau langar mest að fá í jólagjöf? Auðvitað gætu margar konur samsamað sig þessari lýsingu en karlarnir eru örugglega talsvert fleiri. Og er það þannig sem við viljum hafa þetta? Viljum við halda áfram að færa þessar fórnir eða erum við tilbúnir að standa með sjálfum okkur og gefa meira af okkur á þessu sviði?</span></p> <p><span><img class="right" alt="Karlar um borð" hspace="6" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/karlaradstefna/02.jpg" vspace="4" />Við höfum eftir miklu að sækjast með auknu jafnrétti kynjanna. Auknum lífsgæðum, betra fjölskyldulífi, réttlátara samfélagi — fyrir okkur sjálfa en einnig syni okkar og dætur, eiginkonur og mæður. Jafnréttisbaráttan snýst um að bæta samfélagið og þess vegna er hún mál okkar karla ekki síður en kvenna.</span></p> <p><span>Nú er það svo að löggjöfin í landinu á að vera kynhlutlaus og fullt jafnrétti tryggt í orði kveðnu. Við vitum að á það vantar á ýmsum sviðum og í því sambandi er launamunur kynjanna það sem sker hvað mest í mín augu. Um leið tel ég að það sé auðvelt að ráðast gegn honum og útrýma — ef menn bara hafa viljann að vopni. Þegar hefur verið tekið á því máli innan félagsmálaráðuneytisins og vinnan er hafin í undirstofnunum þess.</span> <span>Ég hef hvatt til þess að það sama gerist</span> <span>í öðrum ráðuneytum Stjórnarráðsins og ég vona sannarlega að sú áeggjan beri áþreifanlegan árangur á næstu mánuðum.</span></p> <p><span>En einkamarkaðurinn er síður en svo undanskilinn. Ég greindi nýlega frá áformum sem ég hef um að koma á sérstakri gæðavottun jafnra launa. Slík vottun ætti að verða eftirsóknarvert verkfæri til að bæta og byggja upp ímynd fyrirtækja og þar með gera þau eftirsóknarverðari vinnustaði. Hugmynd þessari hefur verið afar vel tekið og nú þegar hafa fyrirtæki gert vart við sig og sýnt áhuga á að hljóta slíka vottun.</span></p> <p><span>Ég hef nú skipað hóp af góðu fólki til þess að hrinda í framkvæmd vottun jafnra launa.</span> <span>Hópnum er ætlað að móta verklag og kerfi til þess að gera úttekt á launakerfi fyrirtækja og stofnana. Markmiðið er að með kerfinu verði unnt að kanna hvort kynbundinn launamunur sé fyrir hendi og reynist svo ekki vera hljóti fyrirtækið eða stofnunin umrædda vottun. Formaður hópsins er Orri Hlöðversson bæjarstjóri og með honum starfa þau Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Avion Group, Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, Fanný Gunnarsdóttir, formaður Jafnréttisráðs, og Elín Blöndal, forstöðumaður Rannsóknarseturs í vinnurétti og jafnréttismálum við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Ég vænti þess að hópurinn ljúki störfum snemma í vor og að næsta sumar verði fyrstu vottanirnar að veruleika.</span></p> <p><span>Ágætu ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Framundan er athyglisverð ráðstefna þar sem er valinn maður í hverju rúmi. Við höfum lagt okkur fram um að skipuleggja hana með það í huga að hér eigi sér stað fjölbreytt nálgun að viðfangsefninu. Að hver og einn geti fundið hér umfjöllunarefni sem falla að áherslum hans og áhugasviði.</span> <em><span>Ég er þess fullviss þegar ég horfi yfir hópinn sem er saman kominn hér í dag að við erum að brjóta blað í sögu jafnréttisbaráttunnar.</span></em></p> <p><span>Ég vona að þessi dagur marki upphafið að kröftugri umræðu karla um jafnréttismál. Að upp frá þessum degi tökum við virkan þátt í jafnréttisumræðunni og að við tökum á því sviði forystu á heimsvísu. Ég skora á ykkur að stíga um borð í þennan bát og leggjast í árarnar.</span> <span>Standa keikir</span> <span>með konum í baráttunni fyrir auknu jafnrétti kynjanna á öllum sviðum og um allan heim. Karlar – um borð.</span></p> <br /> <br />

25. nóvember 2005Tæknin skiptir sköpum

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/20051124_0126.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/20051124_0126.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Tölvumiðstöð fatlaðra" class="media-object"></a><figcaption>Tölvumiðstöð fatlaðra</figcaption></figure></div><p><span>Ágætu ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Það er mér fagnaðarefni að fá tækifæri til að vera með ykkur á ráðstefnunni hér í dag þar sem viðfangsefnið er ný tækni og notkun hennar og gildi tækninnar fyrir þá sem hennar þurfa með til að geta átt samskipti við aðra á sem auðveldastan hátt. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Tæknin skiptir sköpum“. Það eru örugglega orð að sönnu. Í dag munum við hlýða á kynningar bæði notenda og þeirra sem starfa við að veita aðstoð við tæknilegar úrlausnir af ýmsum toga. Við munum sjá og heyra hvernig hægt er að nota tölvu sem tjáskiptatæki. Hvernig hægt er að nota ýmiss konar tæknibúnað til að auðvelda líf fólks svo það geti tekið þátt í lífi og starfi samfélagsins á sem auðveldastan hátt. Fjallað verður um hvernig blindir og sjónskertir nota tölvur, hvernig má nota táknmálsviðmót, hvernig tölvutækninni er beitt í daglegu lífi og hvernig nota má tölvu í skólastarfi á ýmsum skólastigum svo eitthvað sé nefnt.</span></p> <p><span>Hér verður því boðið upp á ýmislegt sem gerir bæði lærðum og leikum kleift að skyggnast inn í hinn stórbrotna heim tækninnar þar sem ekkert virðist ómögulegt. Í raun eru takmarkanirnar fyrst og fremst í huga þeirra sem standa frammi fyrir því að finna verkefnunum farveg.</span></p> <p><span>Stofnun Tölvumiðstöðvar fatlaðra fyrir um það bil 20 árum markaði tímamót í huga margra þeirra sem þurftu á ýmiss konar sértækum lausnum á sviði tölvumála að halda. Tölvumiðstöðin sem stofnuð var að frumkvæði Safír hópsins árið 1985 bar með sér mikla framsýni og skilning á mikilvægi tölvunnar sem tjáskiptatækis og hjálpartækis fyrir fjölda fólks sem auðveldaði því aðgengi að samfélaginu. Ég held að við getum öll horft til þess með aðdáun hver framsýnin var á þessum árum. Þegar við skoðum stöðu tölvunnar fyrir 20 árum síðan óraði fáa fyrir því hversu stórkostlegar breytingar ættu eftir að eiga sér stað á þessu sviði.</span></p> <p><span>Blindrafélagið, Félag heyrnalausra, Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, ásamt Öryrkjabandalagi Íslands eiga því þakkir skildar fyrir þá forsjálni að sjá þá möguleika sem fólgnir voru í tölvutækninni.</span></p> <p><span>Verkefni Tölvumiðstöðvarinnar hafa vitaskuld breyst og vaxið á undanförnum árum eftir því sem tölvunotkun hefur aukist. Kjarninn í starfseminni byggir á nokkrum meginþáttum. Þar er fyrst að nefna einstaklingsbundna ráðgjöf sem felur í sér mat á þörf fyrir tölvubúnað, val á búnaði, prófun hans og notkun. Í þessu sambandi er einnig unnið heildstætt þar sem höfð er samvinna um þróun lausna í samstarfi við þá aðila sem þurfa á búnaðinum að halda.</span></p> <p><span>Í öðru lagi er það mikilvægt verkefni Tölvumiðstöðvarinnar að vera í ráðgefandi hlutverki gagnvart fjölmörgum fagstéttum, þ.m. t. iðjuþjálfum, þroskaþjálfum og foreldrum, og öðrum aðstandendum þeirra sem þurfa á þjónustu miðstöðvarinnar að halda. Í nánum tengslum við ráðgjöfina er námskeiðahald og önnur upplýsingamiðlun þar sem reynt er að koma á framfæri því sem efst er á baugi bæði hérlendis og erlendis.</span></p> <p><span>Samtvinnun þeirra þátta sem fyrr eru nefndir er afar mikilvæg, eigi sem mestur árangur að nást.</span></p> <p><span>Segja má að á síðustu árum hafi samfélagið þróast í þá átt að tæknilegar lausnir hafa sífellt öðlast viðameira hlutverk. Sú þróun mun halda áfram ef að líkum lætur. Horft er til áður óþekktra möguleika í upplýsingatækni sem fært gætu okkur öllum nýja sýn á lífið. Í þessari hröðu þróun er mikilvægt að sjónarhornið sé skýrt og vinnan sé markviss til þess að möguleikar, fjármunir og snjallar lausnir hverfi ekki frá okkur.</span></p> <p><span>Það er ljóst að á næstu árum komum við til með að standa frammi fyrir mörgum áskorunum þar sem t.d. miklar lýðfræðilegar breytingar munu eiga sér stað. Fjölgun aldraðra mun m.a. hafa í för með sér aukna eftirspurn eftir hjálpartækjum og endurhæfingu þar sem möguleikar tölva munu geta veitt okkur aukið liðsinni. Markmiðið er að tryggja fullt aðgengi fyrir alla þjóðfélagsþegna þannig að þeir sem búa við skerta færni geti haft sömu möguleika til fullrar virkni og þátttöku og aðrir.</span></p> <p><span>Tengsl tækni og notenda eru einnig á miklu breytingaskeiði. Tæknin og notkun hennar verður sífellt einstaklingsbundnari þar sem notandinn mun fá aukið hlutverk við að þróa tæknilausnir af ýmsu tagi. Í því tilliti eru margar áskoranir handan við hornið. Það er því mikið gleðiefni að sjá hversu vitund um það hvernig tæknilausnir hafa aukist, hvort sem við erum að ræða um möguleika tölvutækninnar beint eða annarra tengdra lausna og möguleika.</span></p> <p><span>Við horfum til þess að draga með enn ákveðnari hætti fram möguleika slíkra hjálpartækja sem endurhæfandi þáttar í samfélaginu. Netið er og verður miðill fyrir allan almenning og á þess vegna að vera aðgengilegt fyrir alla. Aðgengilegt samfélag fyrir alla er hugmynd sem er raunhæf og mun örugglega verða viðurkennt markmið í allri samfélagsumræðu þegar til framtíðar er litið. Í samfélagi fyrir alla ber að líta á fötlun sem bilið milli getu einstaklingsins og möguleika hans til fullrar félagslegrar þátttöku. Í því tilliti skiptir skipan samfélagsins – m.a. tæknin – einmitt sköpum.</span></p> <p><span>Tjáskipti eru grundvallarþörf hverrar manneskju svo hún geti skapað sér sjálfstæða búsetuhætti, notið samfélags við aðra og þar með lífsgæða. Hindranir á sviði tjáskipta gera kröfur um hjálpartæki sem geta komið á móts við misjafnar þarfir. Tæknin þróast hratt og eðlilegt er að hjálpartæki fylgi henni til þess að hægt sé að gera öllum kleift að taka þátt í samfélaginu á líkum forsendum.</span></p> <p><span>Þróun tæknilausna fyrir fötluð börn fleygir líka stöðugt fram. Í því sambandi er mikilvægt að benda á þá möguleika sem felast í tölvutækninni til þess að auðvelda aðgengi að sértækum lausnum og samhæfa aðstoð hinna ýmsu þjónustukerfa þannig að sem bestur árangur náist.</span></p> <p><span>Loks má nefna stöðu aldraðs fólks og fatlaðs á heimilum sínum. Markmiðið er að sem flestir búi heima og þjónustan komi í meira mæli inn á heimilið en raunin hefur verið á undanförnum árum. Aðstæður hér á landi eru um margt líkar því sem gerist á Norðurlöndunum og getum við því sótt margt til þeirra varðandi úrlausnir af ýmsu tagi. Það er því mikilvægt að við horfum til aukins samstarfs og samvinnu við Norðurlöndin þar sem við höfum einatt ekki þá reynslu sem aflað hefur verið þar. Fyrir suma hópa er norrænt samstarf því lykill að lausnum sem erfitt hefði verið að leysa á heimavettvangi.</span></p> <p><span>Það má því með sanni segja að við Íslendingar stöndum frammi fyrir mörgum verkefnum á sviði tölva og tæknilausna þeim tengdum. Við þurfum að vera vakandi yfir þeim möguleikum sem við höfum og leita um leið samstarfs við einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir – innan lands sem utan – sem lagt geta lóð á þessar vogarskálar.</span></p> <p><span>Ég óska Tölvumiðstöð fatlaðra innilega til hamingju með árin 20 og segi hér með ráðstefnuna „Tæknin skiptir sköpum“ formlega setta.</span></p> <br /> <br />

23. nóvember 2005Ræða félagsmálaráðherra á fundi trúnaðarmanna SFR haldinn 22. nóvember

<p><span>Ágætu trúnaðarmenn.</span></p> <p><span>Það er mér sönn ánægja að verða við þeirri ósk SFR að segja hér nokkur orð um það helsta sem er að gerast á vettvangi félagsmálaráðuneytisins. Á þessum fundi eru mættir trúnaðarmenn sem margir hverjir hafa aflað sér mikillar reynslu og viðtækrar þekkingar með störfum sínum hjá stofnunum hins opinbera. Mér finnst því mikilvægt að fá þetta tækifæri til að eiga við ykkur milliliðalaus skoðanaskipti um framvinduna í félags- og vinnumálum í þjóðfélaginu.</span></p> <p><span>Um þessar mundir eru um það bil tvö og hálft ár síðan ég tók við embætti félagsmálaráðherra. Áður hafði ég aflað mér nokkurrar reynslu og þekkingar á verkefnum Stjórnarráðsins sem aðstoðarmaður ráðherra í tveimur ráðuneytum. Það kom mér samt á óvart hversu verkefni félagsmálaráðuneytisins eru víðfeðm og í raun ólík innbyrðis. Ráðuneytið fer með eins og þið vitið jafn ólíka málaflokka og sveitarstjórnarmál, húsnæðismál, málefni fatlaðra, fjölskyldumál og síðast enn ekki síst jafnréttis- og vinnumál.</span></p> <p><span>Ég segi síðast en ekki síst jafnréttis- og vinnumál. Þetta segi ég vegna þess að eitt af forgangsmálum mínum félagsmálaráðuneytinu er munur á launum kvenna og karla. Ég tek eftir því að á dagskrá þessa trúnaðarmannafundar er einmitt framkvæmd á bókun 2 með kjarasamningi fjármálaráðherra og SFR. Í þessari bókun er tekið fram að samningsaðilar séu sammála um að skipa vinnuhóp sem skal fara yfir ástæður launamunar sem kom fram í úttekt á launum kvenna og karla í SFR sem var framkvæmd í október 2004. Hér eigum við sameiginlegt áhugamál sem er að eyða mun á launum kvenna og karla. Í mínum huga liggur málið ljóst fyrir. Konur og karlar eiga lögbundinn rétt til að njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Ég hef margsagt það áður og endurtek það hér að það er með öllu óásættanlegt að á Íslandi sé enn til staðar kynbundinn launamunur.</span></p> <p><span>Eitt mitt fyrsta verk sem félagsmálaráðherra var að óska eftir úttekt á stöðu þessara mála í ráðuneytinu. Þegar hún lá fyrir var gengið í það að leiðrétta það sem hallaði á konur. Þetta hefur tekist. Er viðunandi verkefni er verður nú endurtekið. Næsta skrefið fólst í því að öllum forstöðumönnum stofnana ráðuneytisins var sent minnisblað. Í því er vakin athygli á að kannanir sýni að kynbundinn launamunur sé fyrir hendi á íslenskum vinnumarkaði, jafnt á almennum vinnumarkaði sem og hjá hinu opinbera. Kynbundinn launamunur sé ekki óbreytanleg staðreynd heldur mannanna verk sem unnt er að hafa áhrif á. Forstöðumenn ríkisstofnana hafi þannig tækifæri til að taka virkan þátt í að koma í veg fyrir að vinnuframlag kvenna og karla verði metin á grundvelli ólíkra sjónarmiða.</span></p> <p><span>Í minnisblaðinu er þess getið að það hafi vafist fyrir mörgum að finna leiðir að settum markmiðum. Kynbundinn launamunur komi ekki eingöngu fram í misjafnri röðun starfsfólks í launaflokka heldur sýni kannanir að svo virðist sem að yfirborganir og ýmis konar hlunnindi á almenna vinnumarkaðnum og hjá hinu opinbera gangi frekar til karla en kvenna. Mikilvægt sé að taka þessi atriði til markvissrar skoðunar við ákvörðun launa starfsfólks þar sem ávallt er hætta á að enn eimi af staðalmyndum um hlutverk kvenna og karla án þess að það sé ætlunin. Í minnisblaðinu er nefnt í dæmaskyni að það megi leiða að því líkum að yfirmaður hafi tilhneigingu til að telja líklegra að konan vinni síður yfirvinnu en karlinn þegar hann metur fjölda yfirvinnutíma við gerð fastlaunasamninga við starfsfólkið. Enn fremur geti verið tilhneiging til að líta svo á að karlinn beri meiri ábyrgð á verkefnum sínum en konan í sambærilegri stöðu.</span></p> <p><span>Með þetta í huga ákvað ráðuneytið að hrinda í framkvæmd verkefni er lýtur að meintum launamun kynjanna hjá stofnunum þess. Markmið verkefnisins er að fara kerfisbundið yfir launakerfi stofnana ráðuneytisins til að kanna hvort þar er að finna óútskýrðan launamun sem rekja má til kynferðis starfsmanna í sambærilegum störfum. Það skal tekið fram að tilgangurinn er ekki að finna að því hvernig launaákvarðanir hafa verið teknar innan einstakra stofnana heldur er einfaldlega verið að stuðla að viðunandi úrbótum reynist óútskýrður launamunur vera fyrir hendi sem megi rekja til kynferðis hlutaðeigandi starfsmanna.</span></p> <p><span>Hugsun okkar er sú að forstöðumenn stofnana flokki starfsfólk sem eru að vinna sambærileg störf, svo sem sviðstjóra og forstöðumenn útibúa, deildarstjóra, sérfræðinga og almennt starfsfólk og greini það eftir kyni. Síðan verði farið yfir röðun í launaflokka, dagvinnulaun og grunnlaun innan hvers hóps, hver hluti yfirvinnu í launakjörum er og þá hvort um er að ræða óunna eða unna yfirvinnutíma auk ýmissa hlunninda sem kunna að koma til.</span></p> <p><span>Komi fram launamunur milli einstakra starfsmanna innan sama hóps verði farið yfir það hvort hlutlægar ástæður geti legið þar að baki, t.d. ábyrgð og þá forsendur hennar, aldur, starfsaldur hjá stofnuninni eða önnur starfsreynsla sem metin er til launa. Standi enn eftir óútskýrður launamunur verði að finna leiðir til að uppræta þann mun.</span></p> <p><span>Áætlað er að verkefnið standi yfir í vetur en gera má ráð fyrir að þáttur hverrar stofnunar standi yfir í skemmri tíma. Hafist var handa í byrjun nóvember og byrjað á Vinnumálastofnun.</span></p> <p><span>Til þess að fylgja aðgerðum eftir og ekki síður hvetja til þeirra hef ég ákveðið að komið verði á sérstakri <strong>jafnlauna gæðavottun</strong>. Niðurstöður könnunar sem unnin var sameiginlega í sex Evrópulöndum árið 2002, þar á meðal á Íslandi, sýndu að hér er kynbundinn launamunur meiri á almenna vinnumarkaðnum en á þeim opinbera. Sömu vísbendingar hafa komið fram í launakönnunum sem Félagsvísindastofnun hefur unnið fyrir Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og í launakönnunum sem gerðar hafa verið á vegum Reykjavíkurborgar. Við vitum að þetta skýrist að hluta til af því að fyrirtæki á almennum vinnumarkaði hafa oft meira svigrúm við kjaraákvarðanir en almennt gildir um hið opinbera þar sem slíkar ákvarðanir markast jafnan af ramma kjarasamninga.</span></p> <p><span>Við höfum góða reynslu af umhverfisvottun eða mati sem hefur það markmið að verja umhverfið sem lengi hefur hallað á. Ég hef trú á því að hægt sé að ná árangri með því að koma á gæðavottun um jöfn laun í því skyni að hvetja stofnanir og fyrirtæki til að jafna laun kynjanna. Stofnanir og fyrirtæki sem fengju slíka viðurkenningu geta kynnt sig sem áhugaverðan vinnustað. Þannig yrði árangur í jafnréttismálum eftirsóknarverður og hvati til aðgerða.</span></p> <p><span>Í félagsmálaráðuneytinu er nú unnið að útfærslu þessa kerfis og verður unnið að því í nánu samráði við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu sem og fulltrúa vinnuveitenda og launafólks. Ég er sannfærður um að jafnlaunavottun geti gagnast vel sem tæki til framfara við að koma í veg fyrir áhrif kyns á launaákvarðanir enda þótt það hvarfli ekki að mér eitt augnablik að það eitt feli í sér hina einu sönnu töfralausn. Menn þurfa áfram að vinna vinnuna sína eins og ég kom inn á áðan og henni lýkur ekki með vottun einni saman.</span></p> <p><span>Kynbundinn launamunur er margslungið fyrirbæri sem kallar á mismunandi úrræði og verkfæri í verkfæratöskuna okkar. Aðgerðir á borð við sjálfstæðan rétt feðra til fæðingarorlofs sem rétti hlut karla í fæðingarorlofi er að mínu mati eitt mikilvægasta verkfærið sem við höfum mótað. Fyrir mig sem jafnréttisráðherra hefur verið ótrúlegt að ferðast um heiminn og greina frá þeim árangri sem við erum að ná þegar þátttaka feðra er annars vegar. Lögin vekja athygli fyrir það sem við köllum &bdquo;use it or loose it&ldquo; réttinn og fyrir það að um 90% feðra eru að nýta rétt rúmlega þrjá mánuði. Við hljótum að vera sammála um að markmið laganna um þátttöku feðra hefur heppnast vel og einhverra hluta vegna virðast íslenskir feður skera sig úr í þessu efni. Rannsóknir benda til þess að feður í aðildarríkjum Evrópusambandsins myndu ekki nýta slíkan rétt í jafn ríkum mæli, enda þótt hann væri fyrir hendi.</span></p> <p><span>Megin markmið jafnréttislaganna er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins. Samþætting er ein þeirra aðferða sem hefur verið talin vænleg til árangurs að þessu markmiði. Aðferðin felur meðal annars í sér að sjónarhorn kynferðis er fléttað inn í alla stefnumótun, litið er til þeirra áhrifa sem einstakar ákvarðanir kunna að hafa á bæði kynin sem og hvaða áhrif kyn getur haft á efni ákvörðunar. Áhersla er lögð á þessa aðferðafræði í áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum.</span></p> <p><span>Það hefur hins vegar vafist fyrir mörgum hvað samþætting felur í sér og flestir eru í góðri trú um að þeir taki ákvarðanir um rétt og skyldur einstaklinga óháð kynferði. Í ljósi þessa er í undirbúningi að félagsmálaráðuneytið í nánu samstarfi við stofnanir þess hefji tilraunaverkefni á sviði samþættingar. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði brotið upp í þrjú smærri verkefni sem taki til Barnaverndarstofu, Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi og Vinnumálastofnunar auk Jafnréttisstofu.</span></p> <p><span>Markmið verkefnisins er að kanna hvort þjónusta stofnana sem starfa á málefnasviði ráðuneytisins nýtist jafnt körlum sem konum þannig að ekki sé um kynbundna þjónustu að ræða. Gildir þá einu hvort um er að ræða barnavernd, þjónustu við fatlaða eða miðlun vinnu. Fundnar verði leiðir til úrbóta komi í ljós að kynin sitji ekki við sama borð að þessu leyti.</span></p> <p><span>Þótt við höfum þannig lagt áherslu á að byrja á okkur sjálfum í félagsmálaráðuneytinu höfum við látið til okkar taka annars staðar. Á formennskuári okkar í Norrænu samstarfi í fyrra lagði ég mikla áherslu á að við beittum okkur í þágu rannsókna í jafnréttismálum. Ísland tók að sér að leiða tvö verkefni. Annars vegar úttekt á þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndunum sem Jafnréttisstofa hafði umsjón með en skýrslan var gefin út um miðjan október. Hana er að finna á heimasíðum Jafnréttisstofu, félagsmálaráðuneytisins og Norrænu ráðherranefndarinnar og vil ég nota þetta tækifæri til að hvetja ykkur til að kynna ykkur efni hennar.</span></p> <p><span>Við höfðum einnig frumkvæði að því koma í framkvæmd verkefninu <strong>Mælistikur á launajafnrétti</strong> sem dr. Lilja Mósesdóttir hefur kynnt fyrir ykkur í dag. Það var sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur Íslendinga að geta teflt fram í þessu verkefni fræðimanni sem hefur víðtæka þekkingu og reynslu af slíkum rannsóknum. Ég hef miklar væntingar til þessa verkefnis og tel að það geti markað þáttaskil í áframhaldandi samstarfi á norrænum vettvangi við að útrýma kynbundnum launamun.</span></p> <p><span>Í jafnréttislögunum frá árinu 2000 er að finna ákvæði um að skipa skuli jafnréttisfulltrúa í hverju ráðuneyti sem fjalli um og hafi eftirlit með jafnréttisstarfi á málasviði ráðuneytisins og þeirra stofnana sem undir ráðuneytið heyra. Í byrjun þessa mánaðar, nánar tiltekið 3. nóvember sl. voru samþykktar á fundi ráðuneytisstjóra sérstakar starfsreglur um hlutverk jafnréttisfulltrúa ráðuneytanna. Með reglunum er jafnréttisfulltrúunum skapaður góðar forsendur til að vinna að umbótum á sviði jafnréttismála í stjórnsýslu ríkisins og stofnana þess.</span></p> <p><span>Mér finnst einnig ástæða til að nefna hér þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar í tilefni af kvennafrídeginum 24. október síðastliðinn um að veita 10 milljónum króna til að stofna sérstakan rannsóknarsjóð, <strong>Jafnréttissjóð</strong>. Þetta er mál sem ég taldi mikilvægt að fengi framgang. Markmið sjóðsins er að styrkja kynjarannsóknir almennt og er gert ráð fyrir að fyrst um sinn verði sérstök áhersla lögð á veita annars vegar fé til rannsókna á stöðu kvenna á vinnumarkaði, bæði að því er varðar launakjör og stöðu, og hins vegar til rannsókna á áhrifum gildandi löggjafar hér á landi eins og til dæmis fæðingarorlofslaganna þar sem kveðið er á um sjálfstæðan rétt feðra til fæðingarorlofs. Jafnréttissjóðurinn verður vistaður í forsætisráðuneyti en mér finnst skynsamlegast að í framtíðinni heyri jafnréttismálin undir það ráðuneyti. Þetta eru mannréttindamál sem öll ráðuneyti í Stjórnarráði Íslands eiga að láta sig varða.</span></p> <p><span>Áður en ég segi skilið við jafnréttismálin vil ég endurtaka það sem ég sagði á Alþingi í síðustu viku. Ég er þeirrar að til að ná fram raunverulegu jafnrétti kynjanna þurfi að virkja karlana. Ég greip því hugmynd frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, á lofti er hún kvað vera kominn tími til að karlar hittust á fundum til að ræða þessi mál á sama hátt og þeir sjá ástæðu til að fjalla um önnur málefni, svo sem efnahagsmál og fiskveiðar. Ég hef ákveðið að byrja hér innanlands og halda karlaráðstefnu þann 1. desember nk. og hef ég fengið góða menn til liðs við mig við að undirbúa slíka ráðstefnu. Ég hvet alla viðstadda karla til að taka tímann frá og koma til fundar um þess mikilvægu mál í Salnum í Kópavogi kl. 9.</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Ég hef í ræðu minni dvalið við jafnréttismálin sem mér finnast mjög mikilvæg. En eins og ég gat um í upphafi hefur félagsmálaráðuneytið fleira á sinni könnu.</span> <span>&nbsp;</span></p> <p><span>Staða og vinnuaðstæður útlendinga á íslenskum vinnumarkaði hafa verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum það sem af er þessu kjörtímabili einkum þeirra sem starfa hjá starfsmannaleigum sem er tiltölulega nýtt fyrirbrigði hjá okkur. Í síðustu viku náðist víðtæk samstaða um leiðir til að setja starfsmannaleigum lögbundnar starfsreglur. Nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins með aðild Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins varð sammála um efnisþætti frumvarps til laga sem verður lagt fyrir Alþingi fyrir jól.</span></p> <p><span>Í frumvarpinu er fjallað um fjölmörg atriði og réttur starfsmanna á þeirra vegum tryggður með ýmsu móti. Meðal annars er lagt til að starfsmannaleigum verði óheimilt að krefjast greiðslna frá starfsmönnum sínum fyrir að bjóða eða veita þeim vinnu, hvort sem er við upphaf ráðningarsambands eða síðar. Enn fremur er gert ráð fyrir að starfsmannaleigu sé óheimilt að leigja út starfsmann til fyrirtækis sem hann hefur áður starfað hjá fyrr en að sex mánuðir eru liðnir frá því að ráðningarsambandi hans við það fyrirtæki lauk. Einnig er starfsmannaleigu óheimilt að takmarka rétt starfsmanns sem leigður hefur verið til notendafyrirtækis til að stofna síðar til ráðningarsambands við það fyrirtæki. Samkvæmt frumvarpinu er Vinnumálastofnun falið að hafa eftirlit með framkvæmd laganna nái frumvarpið fram að ganga.</span></p> <p><span>Í síðustu viku tókst samstaða með stjórnvöldum og heildarsamtökum á vinnumarkaði um annað stórmál. Um er að ræða breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingasjóð og lög um vinnumarkaðsaðgerðir. Breytingarnar sem verða lagðar til við Alþingi að gerðar verði á atvinnuleysisbótakerfinu eru að mínu mati einhverjar þær veigamestu sem gerðar hafa verið á þeirri hálfu öld sem lögin hafa verið í gildi. Forseti ASÍ hefur tekið í svipaðan streng. Í lagafrumvarpi sem verður lagt fyrir Alþingi verður til dæmis gerð tillaga um þá grundvallarbreytingu að við útreikninga á atvinnuleysisbótum verði tekið tillit til launa áður en kom til atvinnumissis. Tekjutengingin verður miðuð við 70% af heildartekjum samkvæmt launaseðlum síðastliðna sex mánuði, að undanskildum síðasta mánuði fyrir atvinnumissi. Þak er sett á hámarksbætur sem geta ekki orðið hærri en 180 þúsund krónur á mánuði. Rétturinn til tekjutengdra bóta verður að hámarki þrír mánuðir á þriggja ára tímabili og hefst þegar sá atvinnulausi hefur verið í tíu virka daga á grunnbótum. Jafnframt verða lágmarksbætur hækkaðar úr rúmum 91 þúsund krónum í 96 þúsund krónur. Með þessari breytingu verður stórlega dregið úr því fjárhagslega áfalli sem uppsögn vinnu getur reynst einstaklingum og fjölskyldum.</span></p> <p><span>Í mínum huga er hér um að ræða mjög mikilvægt framfaraskref á sviði vinnumála ... ef ekki stærsta framfaraskrefið á síðari árum. Ég vil geta þess að nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins með aðild heildarsamtaka aðila vinnumarkaðarins hefur unnið að þessu máli í rúmt ár og skilað góðu verki.</span></p> <p><span>Málefni sveitarfélaganna er umfangsmikill málaflokkur í félagsmálaráðuneytinu. Það hefur sett sitt mark á starfsemi ráðuneytisins að undanfarin ár hefur verið unnið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga að eflingu sveitarstjórnarstigsins. Markmiðið hefur verið að stækka sveitarfélögin og gera þau betur í stakk búinn til að taka að sér verkefni sem eru þess eðlis að ætla má að þeim verði betur sinnt af staðbundnum stjórnvöldum eins og sveitarstjórnirnar eru. Mér finnst rétt að víkja með nokkrum orðum að framvindunni á þessu sviði þar sem það tengist á ýmsan hátt starfi ykkar sem trúnaðarmanna á stofnum ríkisins. Ég vil einnig geta þess að efling sveitarstjórnarstigsins kom til ítarlegrar umfjöllunar á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem lauk fyrir um hálfum mánuði síðan. Forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson flutti þar erindi fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.</span></p> <p><span>Samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga var skipt í þrjá þætti. Í fyrsta lagi lagði verkefnisstjórn fram tillögur í apríl 2004 sem meðal annars fela í sér að sveitarfélögin taki að sér nánast alla nærþjónustu á sviði velferðarmála. Í öðru lagi skilaði tekjustofnanefnd tillögum sem þessa dagana er verið að hrinda í framkvæmd með lagabreytingum. Í þriðja lagi lagði sameiningarnefnd fram tillögur um verulega fækkun sveitarfélaga með sameiningu þeirra. Kosið var um þær tillögur þann 8. október sl. Aðeins ein tillaga var samþykkt í öllum sveitarfélögum sem tillagan varðaði. Í aðdraganda átaksins voru samþykktar nokkrar sameiningar sveitarfélaga og stefnir í allnokkra fækkun á kjörtímabilinu, eða úr 101 í 89. Áfram verður mikill fjöldi sveitarfélaga með mjög fáa íbúa þótt einungis lítið brot landsmanna búi þar.</span></p> <p><span>Forsætisráðherra kvað réttilega þessa niðurstöðu vekja margar spurningar um hvert skuli stefna í málefnum sveitarfélaga.</span></p> <p><span>Bæði ríki og sveitarfélög hafa gengið út frá því að stækkun og efling sveitarfélaga væri forsenda þess að sveitarfélögin gætu tekið að sér aukin verkefni. Þótt í gildi séu nokkrir þjónustusamningar á sviði velferðarmála sem gerðir voru á grundvelli verkefnisins um reynslusveitarfélög hefur það sýnt sig að æskilegast er að ábyrgð á framkvæmd þjónustu og fjármögnun hennar sé á sömu hendi. Almenn yfirfærsla verkefna á grundvelli þjónustusamninga er því ekki góður kostur. Á meðan stærðarmunur sveitarfélaga er jafn gríðarlegur og hann er í dag er vandséð að aðrar leiðir séu færar, nema þá mögulega að t.d. stærstu sveitarfélögum í hverjum landshluta verði falið að þjónusta hin minni og fái til þess tekjustofna. Slíkt fyrirkomulag þekkist erlendis en það á sér ekki fordæmi hér á landi. Það eins og annað þarf að ræða í framhaldinu.</span></p> <p><span>Ég er þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að huga að áframhaldandi flutningi ýmissa þjónustuverkefna frá ríki til sveitarfélaga og stuðla þannig að bættri þjónustu við íbúa hvers sveitarfélags. Markmiðið er að bæta þjónustuna við íbúana. Sérstaklega má nefna málefni fatlaðra, heilsugæslu, heimahjúkrun, öldrunarþjónustu og minni sjúkrahús auk svæðismiðlunar og atvinnuráðgjafar. Það er álit býsna margra að sveitarfélögin séu betur í stakk búin en ríkið að sinna þessari þjónustu, þau eru í nánari tengslum við sitt heimafólk og finna betur hvaða þörfum er brýnast að sinna og hvernig þjónustunni verður best fyrir komið. Að sjálfsögðu verður þó ekki af slíkum verkefnaflutningi nema sveitarfélögin lýsi sig tilbúin til að taka við auknum verkefnum og að fundin verði leið til að færa þeim tekjustofna til að standa straum af kostnaði.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu trúnaðarmenn.</span></p> <p><span>Ég hef í þessu ávarpi mínu farið yfir nokkur málefni sem hafa verið ofarlega á baugi í félagsmálaráðuneytinu og snerta starf ykkar með einum eða öðrum hætti. Mér þótti við hæfi að dvelja nokkuð við jafnréttismálin. Bæði vegna þeirra vinnu sem er að hefjast í sambandi við útfærslu á bókuninni við kjarasamning ykkar og ríkisins. En ekki síður vegna þess að á jafnréttissviðinu er upp viðvarandi vandi sem þarf með þjóðaátaki að leysa. Þessi vandi er sannanlegur munur á launum kvenna og karla. Hér hefur of lengi rekið á reiðanum. Það er mál að linni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég þakka fyrir.</span></p> <br /> <br />

03. nóvember 200550 ára afmæli íbúðalána á Íslandi. Ávarp Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/20051102_0086.JPG"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/20051102_0086.JPG?proc=singleNewsItem" alt="AM hjá ILS v/50 ara afm" class="media-object"></a><figcaption>Opinber húsnæðislán í 50 ár</figcaption></figure></div><p><span>Góðir gestir,</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Að hafa húsaskjól er ekki einungis<span>&nbsp;</span> frumþörf hvers manns heldur<span>&nbsp;</span> er öryggi í húsnæðismálum einn stærsti velferðarþáttur hvers þjóðfélags.<span>&nbsp;</span> Það er meginskýringin á því að í flestum samfélögum samtímans hefur hið opinbera með einum eða öðrum hætti afskipti af skipan húsnæðismála með það að leiðarljósi að tryggja öryggi og jafnrétti þegnanna í húsnæðismálum.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ég setti mér það markmið þegar ég tók við embætti félagsmálaráðherra að móta heildstæða húsnæðisstefnu. <strong>Annars vegar</strong> hef ég lagt áherslu á að auka möguleika fólks til<span>&nbsp;</span> að eignast eigið húsnæði með því að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs í 90% af íbúðarverði og endurskipuleggja verðbréfaútgáfu sjóðsins með það fyrir augum að skapa forsendur fyrir vaxtalækkun.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>Aðgerðirnar hafa borið góðan ávöxt, útlán Íbúðalánasjóðs hafa aldrei verið hærri og vextir aldrei verið lægri á almennum íbúðalánum eftir að horfið var frá almennum niðurgreiðslum á lánum með upptöku húsbréfakerfisins á sínum tíma. Kaup á íbúðarhúsnæði eru stærsta fjárfesting og hæsti útgjaldaliður hverrar fjölskyldu.<span>&nbsp;</span> Lækkun vaxta af íbúðarhúsnæði hefur því reynst mikil kjarabót fyrir fjölskyldurnar í landinu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><strong><span>Hins vegar</span></strong> <span>hef ég lagt mikla áherslu á að efla og renna styrkari stoðum undir almennan leigumarkað. Leigumarkaður er mikilvæg forsenda fyrir öflugu húsnæðiskerfi. Árið 2001 var stofnað til átaks í byggingu leiguíbúða í samvinnu við sveitarfélög, Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóði. Samkvæmt niðurstöðum nefndar sem gerði úttekt á leigumarkaðnum og skilaði skýrslu árið 2004 þá er staðan á leigumarkaðnum góð, hefur raunar aldrei verið betri að því að best verður séð.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Sérstaka átakið hefur skilað góðum árangri, framboð hefur aukist verulega og nýir aðilar, bæði félög og fyrirtæki, hafa komið inn á markaðinn.<span>&nbsp;</span> Aukið framboð húsnæðis hefur haldið leiguverði niðri.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Ég hef gert samkomulag við fjármálaráðherra um að framhald verði á þessu átaki þannig að Íbúðalánasjóður<span>&nbsp;</span> hefur heimild til að veita lán til allt að 400 íbúða á ári næstu fjögur árin frá 1. janúar 2006 að telja.<span>&nbsp;</span> Lánin verða með 3,5% vöxtum og er gert ráð fyrir að sveitarfélög, félög námsmanna, fatlaðra, öryrkja og aldraðra njóti forgangs til lántöku, líkt og verið hefur.</span></p> <p><span>Á undanförnum 50 árum hefur margt breyst og stórstígar framfarir orðið í húsnæðismálum.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Tvær af hverjum þremur íbúðum landsmanna hafa verið byggðar á þessu tímaskeiði og hefur meginhluti þeirra verið fjármagnaður á grundvelli lánveitinga frá Húsnæðisstofnun eða Íbúðalánasjóði.<span>&nbsp;</span> Húsakostur Íslendinga er nú með því besta sem þekkist á Vesturlöndum bæði hvað varðar gæði og stærð.<span>&nbsp;</span> En það er ekki svo ýkja langt síðan að hér var húsnæðisekla og fólk bjó í heilsuspillandi húsnæði.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Alla síðustu öld var verkalýðshreyfing öflugur gerandi í húsnæðismálum.<span>&nbsp;</span> Félagslegar íbúðabyggingar má rekja allt til ársins 1919, þegar fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík beitti sér fyrir stofnun samvinnufélags um byggingu leiguíbúða, er hlaut nafnið Byggingarfélag Reykjavíkur hf.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Lögin um Byggingarsjóð verkamanna tóku gildi árið 1929 og fyrstu verkamannabústaðirnir við Hringbraut eru enn í dag glæsilegur vitnisburður um aðgerðir verkalýðshreyfingarinnar í húsnæðismálum.<span>&nbsp;</span> Húsnæðismálin voru oft í forgrunni verkalýðsbaráttunnar og hluti af kjarasamningum.<span>&nbsp;</span> Uppbygging Breiðholtshverfisins, sem var eitt stærsta byggingarátak í sögu landsins, kom í kjölfar &rdquo;júlíyfirlýsingar&rdquo; ríkisstjórnarinnar og samninga milli aðila vinnumarkaðarins árið 1965.</span></p> <p><span>Þróunin í húsnæðismálum hefur verið hröð undanfarin ár. Stofnun Íbúðalánasjóðs árið 1999 var mikið framfaraspor.<span>&nbsp;</span> Með stofnun sjóðsins var mörkuð ný sýn í húsnæðismálum.<span>&nbsp;</span> Horfið var frá lokuðu og flóknu félagslegu íbúðakerfi sem takmarkaði valfrelsi og frumkvæði fólks til að koma sér þaki yfir höfuðið.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Viðbótarlánin, sem leystu gamla félagslega eignaríbúðakerfið af hólmi, gerðu fólki kleift að velja sjálft hvar og hvernig það vildi búa.<span>&nbsp;</span> Þau voru þannig mjög mikilvægt skref í átt til aukins jafnræðis í þjóðfélagi okkar. Viðbótarlánin þjónuðu fjölskyldum landsins vel en þegar lánshlutfallið var hækkað í 90% á sl. ári voru þau eðli málsins samkvæmt lögð af.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mikil samstaða hefur lengst af ríkt í þjóðfélaginu um meginstefnuna í húsnæðismálum.<span>&nbsp;</span> Tveir þættir hafa verið í forgrunni, annars vegar sjálfseignarstefnan og hins vegar jafnrétti í húsnæðismálum með tilliti til búsetu og efnahags.<span>&nbsp;</span> Við höfum sérstöðu á Vesturlöndum varðandi séreign, um 80% fjölskyldna býr í eigin húsnæði. Félagslegi þátturinn í húsnæðisstefnunni hefur að mestu leyti byggst á eignaríbúðum ólíkt því sem var hjá frændum okkar á Norðurlöndunum.<span>&nbsp;</span> Sumir segja að í genum okkar Íslendinga leynist einhver sérstök &ldquo;eignargleði&rdquo; og að<span>&nbsp;</span> Bjartur í Sumarhúsum blundi í okkur flestum.</span></p> <p><span>Ríkisvaldið hefur verið sterkur bakhjarl þeirrar velmegunarbyltingar sem hófst um og eftir stríðslokin.<span>&nbsp;</span> En það má ekki gleyma dugnaði og elju fólks við koma sér upp þaki yfir höfuð.<span>&nbsp;</span> Að byggja eigið húsnæði var þjóðaríþrótt lengst af. Lánadeild smáíbúða, sem var forveri húsnæðismálastjórnar og smáíbúðahverfið svokallað er til vitnis um, var lánveiting sem ætluð var fólki sem vildi byggja eigið húsnæði.<span>&nbsp;</span> Í árdaga voru lánamöguleikar afar takmarkaðir en ríkisvaldið hefur leitt þróun lánamöguleika allt þar til fyrir rúmu ári síðan að lánastofnanir komu af krafti inn á lánamarkaðinn.<span>&nbsp;</span> Það ber að fagna þátttöku lánastofnana en lengst af hefur fjármögnun húsnæðismála hvílt á ríkisvaldinu<span>&nbsp;</span> og í raun í miklu meira mæli hér á landi en hjá frændum okkar á Norðurlöndum svo dæmi sé tekið.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Þróunin undanfarið hefur kallað á að þörfin fyrir aðkomu ríkisins á íbúðalánamarkaði verði endurmetin. Í mínum huga er meginhlutverk ríkisins að sjá til þess að markmið laga um húsnæðismál verði uppfyllt, og að öllum landsmönnum sé tryggður aðgangur að ódýru fjármagni til húsnæðisöflunar, óháð efnahag eða búsetu. Þær leiðir sem valdar eru til að uppfylla þessi markmið hljóta að taka mið af aðstæðum á hverjum tíma. Ég tel að Íbúðalánasjóður verði áfram starfandi á komandi árum, þótt hlutverk hans kunni hugsanlega að breytast. Að mínu mati er þó mikilvægast að ræða hugsanlegar breytingar án fordóma, og hafa eingöngu að leiðarljósi hagsmuni þeirra sem við öll störfum fyrir, sem eru íbúar þessa lands.</span></p> <p><span>Að lokum vil ég þakka fyrir að fá að vera með ykkur öllum á þessum tímamótum og vonast til þess að eiga hér með ykkur ánægjulega stund.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br /><section class="single-news__thumbnails"><div class="row"><div class="col-md-3"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/20051102_0086.JPG" class="galleryItems"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/20051102_0086.JPG?proc=smallerNewsImage" alt="AM hjá ILS v/50 ara afm" /></a><figcaption>Opinber húsnæðislán í 50 ár</figcaption></figure></div><div class="col-md-3"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/20051102_0086.JPG" class="galleryItems"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/20051102_0086.JPG?proc=smallerNewsImage" alt="AM hjá ILS v/50 ara afm" /></a><figcaption>Opinber húsnæðislán í 50 ár</figcaption></figure></div></div></section>

31. október 2005Ræða félagsmálaráðherra á norrænni ráðstefnu um börn með sérstakar þjónustuþarfir og fjölskyldur þeirra

<p align="left"><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p align="left"><span>Ágætu norrænu gestir.</span></p> <p><span>Það er mér sönn ánægja að vera með ykkur hér í dag á þessari ráðstefnu þar tekin verður til umfjöllunar staða barna með sérstakar þarfir og fjölskyldna þeirra. Jafnframt mun verða horft til nýrra hugmynda og hvaða áskorunum við kunnum að standa frammi fyrir þegar horft er til framtíðar. Viðfangsefni ráðstefnunnar er því afar umfangsmikið og fjölbreytt og ætti að gefa okkur öllum tækifæri til að öðlast aukin skilning og færni til að takast á við þau verkefni sem fylgja því að veita börnum með sérstakar þarfir og fjölskyldum þeirra góða og innihaldsríka þjónustu.</span></p> <p><span>Norrænt samstarf hefur veigamiklu hlutverki að gegna þegar við horfum til þess á hvern hátt við getum brugðist við þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Verkefni þau sem takast þarf á við eru meira að minna þekkt á öllum Norðurlöndunum og það er því ljóst að með því leggja saman krafta okkar getum við fengið miklu áorkað. Ráðstefnan í dag og á morgun mun því beina kastljósinu að þessum sameiginlegu áskorunum og á hvern hátt við getum lært hvert af öðru til þess að þróa betri þjónustu fyrir börnin og fjölskyldur þeirra.</span></p> <p><span>Við gerum okkur grein fyrir því að nokkuð skortir á að þjónustan sé með þeim hætti sem við viljum. Að baki þessari ráðstefnu liggur því viljinn til þess að gera betur, finna nýjar leiðir þannig að þjónustan sé alltaf í samræmi við kröfur nútímans og væntingar okkar til hennar.&nbsp;<span>&nbsp;</span></span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við stöndum frammi fyrir því að börn með sérstakar þarfir hafa oft þörf fyrir aðstoð frá fjölmörgum aðilum sem starfa innan þjónustukerfisins. Hluti þessara barna hefur oft umfangsmikla og margvíslega þörf fyrir aðstoð. Skortur á samhæfingu og samþættingu þjónustutilboða er að margra mati mikið og vaxandi vandamál. Foreldrar upplifa því oft að þeir þurfa sjálfir að stjórna og samhæfa þjónustuna í kringum barn sitt sem oft er mikið álag fyrir þá í erfiðum aðstæðum. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Það er líka ljóst að fjölskyldur barna með sérstakar þarfir fá oft takmarkaðar upplýsingar um þjónustutilboð, réttindi og möguleika sem þær kunna að eiga kost á til þess að létta þeim lífsbaráttuna.</span></p> <p><span>Það má einnig benda á mikilvægi þess að veitendur þjónustunnar búi stöðugt yfir nægilegri þekkingu og innsæi til að geta brugðist við fjölþættum þörfum í samræmi við þarfir barnanna og fjölskyldna þeirra hverju sinni. Væntingar eru því til aukinnar sérfræðiþekkingar, auk góðrar yfirsýnar gagnvart samspili þarfa og hvernig við þeim sé hægt að bregðast.</span></p> <p><span>Öll þekkjum við okkur í þeim verkefnum sem hér er lýst og öll hafa löndin reynt að bregðast við með þeim hætti sem best hefur þótt á hverjum tíma. Ísland hefur því ekki verið með neinum hætti frábrugðið hvað þetta varðar.</span></p> <p><span>Í félagsmálaráðuneytinu var því tekin sú ákvörðun við lok Evrópuárs fatlaðra í byrjun árs 2004 að hefja nýja vegferð til nýrra tíma í þjónustu við fólk með sérstakar þarfir á Íslandi. Tekin var ákvörðun um að skilgreina ný leiðarljós í hugmyndafræði í þjónustu við fatlaða þannig að þjónustan gæti orðið með því besta sem gerist. Þessi ákvörðun fól m.a. í sér að sérstaklega var horft til þess að skilgreina megináherslur í þjónustu við börn með sérstakar þarfir og fjölskyldur þeirra.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ráðist var í viðamikla stefnumótunarvinnu þar sem hagsmunaaðilar, þ.e. fulltrúar notenda, veitenda og greiðenda tókum höndum saman og skilgreindu væntingar sínar og vonir um hugmyndafræði, markmið og leiðir til næstu tíu ára.</span></p> <p><span>Í þessu samhengi var einnig horft til fyrirmynda í Vestur-Evrópu, Norður-Ameríku og víðar.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í stefnumótunarvinnunni var sérstaklega horft til þess hvernig hægt væri að samtvinna stefnu ráðuneytisins við viðmiðunarreglur Sameinuðu þjóðanna um jafna þátttöku (UN standard rules) og þá vinnu sem nú er unnið að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna (UN Convention on disability).<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ákveðið var að öll þau markmið sem sett væru fram í þessari stefnumótunarvinnu væru alltaf skoðuð í ljósi fimm viðmiða:</span></p> <p><span><span>-<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span><span>Að<span>&nbsp;</span> styrkja forsendur einstaklingsins til þátttöku og auka aðgengi hans að samfélaginu.</span></p> <p><span><span>-<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span><span>Að samfélagið veiti margvíslegan stuðning og aðstoð í því skyni að draga úr eða jafna áhrif færniskerðingar.</span></p> <p><span><span>-<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span><span>Að málefni þeirra sem búi við skerta færni varði öll svið þjóðlífsins.</span></p> <p><span><span>-<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span><span>Að þjónustan sem veitt er byggi á öflugri þekkingu og gæðastarfi og að hún sé einstaklingsmiðuð, byggð á heildstæðri og sveigjanlegri þarfagreiningu í samráði við notendur á hverjum tíma og fylgt eftir með mati á árangri og notendakönnunum.</span></p> <p><span><span>-<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span><span>Að réttindagæsla sé tryggð.</span></p> <p><span>Þjónusta við börn með sérstakar þjónustuþarfir skal alltaf vera sniðin að þörfum notenda samkvæmt mati í kjölfar greiningar og hún skal byggja á heildstæðri og einstaklingsmiðaðri þjónustu. Jafnframt skal stuðningur við fjölskyldur miðast við það að foreldrar geti stundað nám eða gegnt starfi og notið frístunda til jafns við aðra. Ábyrgð á þjónustunni sé samhæfð og hjá einum þjónustuaðila í heimabyggð í samráði við fjölskylduna.</span></p> <p><span>Við gerum okkur ljóst að til þess að ná þessum markmiðum okkar þurfum við að ráðast í breytingar á skipulagi og innihaldi þjónustunnar. Við Íslendingar stöndum því frammi fyrir sömu áskorunum og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa staðið frammi fyrir á undanförnum árum.</span></p> <p><span>Í þessu ljósi er það að mínu viti afar mikilvægt að leggja grunn að öflugu norrænu samstarfi á þessum sviðum. Hér höfum við mikið að sækja til hvers annars. Það er von mín að þessi ráðstefna geti verið byrjun á umfangsmeiri og kerfisbundnari samvinnu milli stjórnvalda, faghópa og notenda þjónustunnar til lifandi umræðu, reynslumiðlunar og þekkingaruppbyggingar til þess að bæta aðstæður barna með sérstakar þarfir og fjölskyldna þeirra.</span></p> <p><span>Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka sérstaklega fyrir framlag NSH og norska félagsmálaráðuneytisins til þessarar ráðstefnu.</span></p> <p><span>Ég segi hér með ráðstefnu um börn með sérstakar þarfir og fjölskyldur þeirra setta.</span></p> <br /> <br />

28. október 2005Málþing Jafnréttisráðs um launajafnrétti

<p><strong><span>Góðir fundarmenn</span></strong></p> <p><span>Ég veit að málþingið í dag hefur verið einkar áhugavert og jafnvel komið fram ábendingar um hvað betur megi fara. Það minnir okkur á að við þurfum alltaf að vera á varðbergi og reiðubúin að endurskoða þá þætti sem hugsanlega geta leitt okkur að settu marki. Fyrir mitt leyti get ég þá sagt að málþingið hafi skilað tilætluðum árangri þannig að við getum haldið þróuninni áfram. Til þess er leikurinn gerður, ekki satt.</span></p> <p><span>Kynbundinn launamunur er ekkert náttúrulögmál. Hér áður fyrr má segja að hann hafi átt sér sögulegar skýringar, en getum við sagt það í dag? Að sjálfsögðu taka breytingar tíma og auðvitað hefur menning meðal þjóða og fyrri kynslóða áhrif á þessu sviði sem öðrum. En í dag búum við, hér á Íslandi og Norðurlöndum, yfir svo miklum upplýsingum, tækjum, möguleikum til fræðslu og úrbóta að við höfum einfaldlega enga afsökun lengur. Konur og karlar hafa lögbundinn rétt til að <strong><em>njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf</em></strong> og það er með öllu <strong>óásættanlegt</strong> að á Íslandi sé enn til staðar kynbundinn launamunur. Ég hef sagt það áður og ég segi það hér enn einu sinni að eitt brýnasta verkefnið í jafnréttismálum er að með öllum tiltækum ráðum verði unnið gegn kynbundnum launamun.</span></p> <p><span>Ég hef líka sagt að Stjórnarráðið og opinberar stofnanir hljóti að fara fyrir með góðu fordæmi. Hjá okkur eru hæg heimatökin og ég sé einfaldlega ekki að við getum borið fyrir okkur einhverjar afsakanir. Ég hef látið fara yfir þessi mál í ráðuneytinu hjá mér og aftur verður farið yfir þau nú þegar nýir stofnanasamningar verða gerðir. Þetta er ekki eitthvað sem við gerum einu sinni og svo ekki meir. Nei, við þurfum reglulega að fara yfir stöðu mála og á það vil ég leggja áherslu.</span></p> <p><span>Ég hef jafnframt hrint í framkvæmd áætlun til að vinna gegn ætluðum kynbundnum launamun í stofnunum er starfa á verksviði félagsmálaráðuneytisins og á fundi með forstöðumönnum þeirra í lok síðastliðinnar viku kynnti ég þetta verkefni. Markmið þess er að fara kerfisbundið í gegnum launakerfi stofnananna til að kanna hvort þar sé að finna óútskýrðan launamun sem rekja má til kynferðis starfsmanna í sambærilegum störfum. Þá hef ég jafnframt ritað samráðherrum mínum í ríkisstjórninni bréf þar sem ég fer þess á leit að þeir geri hið sama gagnvart ráðuneytum sínum og stofnunum.</span></p> <p><span>Ég veit að þið eruð mér sammála um að baráttan gegn kynbundnum launamun eigi að vera forgangsmál og að það verði unnið að því með markvissum og skipulegum hætti. Allar opinberar stofnanir og fyrirtæki á almennum markaði ættu að greina launakerfi sín með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynbundinn launamun. Til þess að fylgja aðgerðum eftir og ekki síður hvetja til þeirra hef ég lagt til að komið verði á eins konar <strong>gæðavottunarkerfi</strong>. Niðurstöður könnunar sem unnin var sameiginlega í sex Evrópulöndum árið 2002, þar á meðal á Íslandi, sýndu að hér er kynbundinn launamunur meiri á almenna vinnumarkaðnum en á þeim opinbera. Sömu vísbendingar hafa komið fram í launakönnunum sem Félagsvísindastofnun hefur unnið fyrir Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og í launakönnunum sem gerðar hafa verið á vegum Reykjavíkurborgar. Við vitum það að þetta skýrist að hluta til af því að fyrirtæki á almennum vinnumarkaði hafa oft meira svigrúm við kjaraákvarðanir en almennt gildir um hið opinbera þar sem slíkar ákvarðanir markast jafnan af ramma kjarasamninga.</span></p> <p><span>Við höfum jú góða reynslu af umhverfisvottun eða mati sem hefur það markmið að verja umhverfið sem lengi hefur hallað á. Ég hef trú á því að hægt sé að ná árangri með því að koma á gæðavottun um jöfn laun í því skyni að hvetja stofnanir og fyrirtæki til að jafna laun kynjanna. Stofnanir og fyrirtæki sem fengju slíka viðurkenningu geta kynnt sig sem áhugaverðan vinnustað. Þannig yrði árangur fyrirtækja og stofnana í jafnréttismálum eftirsóknarverður og hvati til aðgerða.</span></p> <p><span>Í félagsmálaráðuneytinu er nú unnið að útfærslu íslensks jafnlaunavottunarkerfis og verður unnið að því í nánu samráði við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu sem og fulltrúa vinnuveitenda og launafólks.</span> <span>Ég er sannfærður um að jafnlaunavottun geti gagnast vel sem tæki til framfara við að koma í veg fyrir áhrif kyns á launaákvarðanir enda þótt það hvarfli ekki að mér eitt augnablik að það eitt feli í sér hina einu sönnu töfralausn. Menn þurfa áfram að vinna vinnuna sína eins og ég kom inn á áðan og henni lýkur ekki með vottun einni saman.</span></p> <p><span>Kynbundinn launamunur er margslungið fyrirbæri sem kallar á mismunandi úrræði og verkfæri í verkfæratöskuna okkar. Aðgerðir á borð við sjálfstæðan rétt feðra til fæðingarorlofs sem rétti hlut karla í fæðingarorlofi er að mínu mati eitt mikilvægasta verkfærið sem við höfum mótað. Fyrir mig sem jafnréttisráðherra hefur verið ótrúlegt að ferðast um heiminn og greina frá þeim árangri sem við erum að ná þegar þátttaka feðra er annars vegar. Lögin vekja athygli fyrir það sem við köllum &bdquo;use it or loose it&ldquo; réttinn og fyrir það að um 90% feðra eru að nýta rétt rúmlega þrjá mánuði. Við hljótum að vera sammála um að markmið laganna um þátttöku feðra hefur heppnast vel og einhverra hluta vegna virðast íslenskir feður skera sig úr í þessu efni. Rannsóknir benda til þess að feður í aðildarríkjum Evrópusambandsins myndu ekki nýta slíkan rétt í jafn ríkum mæli, enda þótt hann væri fyrir hendi.</span></p> <p><span>Ég hef lagt áherslu á að önnur áhrif laganna, svo sem áhrif á stöðu kynjanna á vinnumarkaði og á laun kynjanna, verði rannsökuð og í því megum við engan tíma missa. Rannsóknir á stöðu kynjanna eru mikilvæg forsenda úrbóta og stefnumótunar og við verðum að horfast í augu við það, Íslendingar, að þar höfum við ekki staðið okkur nægilega vel. Á formennskuári okkar í norrænu samstarfi í fyrra lagði ég mikla áherslu á að við beittum okkur í þágu rannsókna í jafnréttismálum. Ísland tók að sér að leiða tvö verkefni. Annars vegar úttekt á þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndunum sem Jafnréttisstofa hafði umsjón með en skýrslan var gefin út á þriðjudaginn. Hana er að finna á heimasíðum Jafnréttisstofu, félagsmálaráðuneytisins og Norrænu ráðherranefndarinnar og vil ég nota þetta tækifæri til að hvetja ykkur til að kynna ykkur efni hennar.</span></p> <p><span>Við höfðum einnig frumkvæði að því koma í framkvæmd verkefninu <strong>Mælistikur á launajafnrétti</strong> sem dr. Lilja Mósesdóttir hefur kynnt fyrir ykkur í dag. Það var sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur Íslendinga að geta teflt fram í þessu verkefni fræðimanni sem hefur víðtæka þekkingu og reynslu af slíkum rannsóknum.</span> <span>Ég hef miklar væntingar til þessa verkefnis og tel að það geti markað þáttaskil í áframhaldandi samstarfi á norrænum vettvangi við að útrýma kynbundnum launamun.</span></p> <p><span>Og síðast en ekki síst vil ég leyfa mér að nefna þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar í tilefni af kvennafrídeginum 24. október síðastliðinn um að veita 10 milljónum króna til að stofna sérstakan rannsóknarsjóð, <strong>Jafnréttissjóð</strong>. Þetta er mál sem ég taldi mikilvægt að fengi framgang og með fulltingi góðra og framsýnna samráðherra minna náðist það í gegn. Markmið sjóðsins er að styrkja kynjarannsóknir almennt og er gert ráð fyrir að fyrst um sinn verði sérstök áhersla lögð á veita annars vegar fé til rannsókna á stöðu kvenna á vinnumarkaði, bæði að því er varðar launakjör og stöðu, og hins vegar til rannsókna á áhrifum gildandi löggjafar hér á landi eins og til dæmis fæðingarorlofslaganna þar sem kveðið er á um sjálfstæðan rétt feðra til fæðingarorlofs. Jafnréttissjóðurinn verður vistaður í forsætisráðuneyti en eins og ég hef áður sagt finnst mér skynsamlegast að í framtíðinni vistuðust jafnréttismálin undir það ráðuneyti. Þetta eru mannréttindamál sem öll ráðuneyti í Stjórnarráði Íslands eiga að láta sig varða.</span></p> <p><span>Að lokum vil ég segja þetta: Þið sem hér eruð í dag eruð öll önnum kafið fólk. Við vitum öll að hver dagur er dýrmætur og að við þurfum að forgangsraða hjá okkur hvert og eitt, bæði í starfi og einkalífi.</span></p> <p><span>En ég vil segja við ykkur að í dag hafið þið forgangsraðað rétt. Þið hafið varið þessum dýrmæta degi vel. Fyrir það vil ég þakka ykkur, ég vil þakka ykkur öllum fyrir framlag ykkar, Jafnréttisráði, fyrirlesurum og ykkur sem hér sitjið og farið nú hvert og eitt fróðari og viljugri til þess að taka með okkur á því meini sem kynbundinn launamunur er og hefur verið í íslensku samfélagi.</span></p> <p><span>Takk fyrir mig.</span></p> <br /> <br />

25. október 2005Evrópska vinnuverndarvikan – Ávarp félagsmálaráðherra

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/ver22.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/ver22.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Vinnueftirlit rikisins 25. október 2005" class="media-object"></a><figcaption>Vinnueftirlit rikisins 25. október 2005</figcaption></figure></div><p><span>Ágætu fundarmenn.</span></p> <p><span>Evrópsk vinnuvika er að þessu sinni tileinkuð hávaða á vinnustöðum undir yfirskriftinni <em>Niður með hávaðann!</em> Ég geri ráð fyrir að þegar þetta viðfangsefni ber á góma telji margir að einungis sé átt við störf í verksmiðjum og ef til vill í byggingariðnaði. Við sjáum fyrir okkur fólk að störfum með heyrnarhlífar til að komast hjá hávaða frá vélum sem eru í gangi allt í kring.</span></p> <p><span>Þegar rýnt er betur í málið kemur í ljós að það eru mun fleiri starfsgreinar sem verða fyrir áhrifum frá hávaða við störf sín. Þegar ég kem inn í stórar verslanir eða veitingastaði þar sem tónlist er spiluð allan daginn hef ég til dæmis velt því fyrir mér hvernig starfsfólkinu líður &ndash; ég skal játa að ég er í það minnsta stundum feginn þegar ég kemst út. Einnig hefur hávaði verið viðurkenndur sem vandamál við símaþjónustu og í skólum.</span></p> <p><span>Hávaði getur haft neikvæðar afleiðingar fyrir heilsu starfsmanna en heyrnartjón af völdum hávaða er einn algengasti atvinnusjúkdómurinn í Evrópu. Enn fremur getur hávaði leitt til eyrnarsuðs og ýtt undir streitu. Þá eykur hávaði hættuna á vinnuslysum þar sem hann torveldar til dæmis starfsmönnum að heyra og skilja viðvörunarhljóð eða hefur truflandi áhrif á einbeitingu starfsmanna við störf sín þannig að líkur á mistökum verða meiri.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span><img class="borderl" alt="Vinnueftirlit ríkisins 25. október 2005" hspace="4" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/ver23.jpg" vspace="4" />Mikilvægt er því að atvinnurekendur taki tillit til áhrifa hávaða í vinnuumhverfi við gerð áhættumats og áætlunar um heilsuvernd. Þar skipta forvarnir miklu máli en finna þarf leiðir til að koma í veg fyrir hávaðann eða draga úr honum eins og frekast er kostur. Í þessu sambandi skiptir ekki síður máli að árangur forvarna sé metinn reglulega til að komast megi að hvort þær séu raunverulega að virka.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég hef oft sagt það að mannauðurinn sé það dýrmætasta sem hver þjóð á og við Íslendingar erum þar engin undantekning. Hvert unnið handtak skiptir máli við að viðhalda jákvæðri efnahagsþróun hér á landi. Þess vegna skiptir máli að fólki sé tryggt öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi þannig að því líði vel á vinnustaðnum.&nbsp;</span></p> <p><span>Fólk þarf hvatningu til að halda störfum sínum áfram og þar með framleiðni fyrirtækjanna. Um leið er það að stuðla að áframhaldandi hagsæld þjóðarinnar, einstaklinganna sem og heildarinnar. Við megum ekki gleyma þeirri staðreynd að fyrirtækin eru oftast lítið annað en fólkið sem starfar innan þeirra. Þetta langar mig að biðja ykkur að hafa hugfast í annríki hversdagsins.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Lykillinn að árangri við vinnuvernd starfsmanna er að mínu mati góð og náin samvinna starfsmanna og atvinnurekenda. Á þessari meginreglu byggjast lög okkar og reglur sem fjalla um vinnuvernd og er mikilvægt að fyrirtæki sjái sér hag í því að fylgja þeim eftir. Það á ekki síður við um starfsmennina sjálfa. Þýðingarmikið er því að atvinnurekendur og starfsmenn vinni sameiginlega að því markmiði að greina þær hættur sem geta leynst í vinnuumhverfinu svo draga megi úr þeirri áhættu sem þeim kann að fylgja.</span></p> <p><span>Fyrr í haust vakti umfjöllun í einu dagblaðanna athygli mína en þar voru áhrif áhættugreiningar gerð að umfjöllunarefni. Þar kom meðal annars fram að það að starfsmenn hefji vinnu sína á því að gera áhættugreiningu fyrir daginn hafi komið í veg fyrir alvarleg slys sem leitt hefðu til fjarveru starfsmanna. Þarna geta nokkrar mínútur á hverjum degi skipt sköpum. Hlýtur það að teljast vera til hagsbóta bæði fyrir fyrirtækið sem í hlut á sem og starfsmennina sjálfa.</span></p> <p><span>Um leið og ég segi þessa vinnuverndarviku setta vonast ég til að fleiri fyrirtæki sjái sér hag í að uppfylla skyldur sínar samkvæmt vinnuverndarlögum um gerð skriflegrar áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem felur bæði í sér gerð áhættumats og áætlun um heilsuvernd.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Gangi ykkur vel.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

25. október 2005Ávarp félagsmálaráðherra á fundi með borgara- og velferðarnefnd Norðurlandaráðs

<p>Kæru vinir</p> <p>Það er bæði mikill heiður og ánægja að fá að hitta ykkur hér í dag til að ræða við ykkur um fæðingarorlofið og jafnréttismál á Íslandi. <span></span></p> <p>Óhætt er að fullyrða að lögin um fæðingar- og foreldraorlof eru róttæk aðgerð í þágu jafnréttis á Íslandi og eins sú öflugasta í langan tíma.<span>&nbsp;</span></p> <p>Þau gjörbreyttu stöðu íslenskra foreldra.<span>&nbsp;</span>Aukin þátttaka karla í umönnun barna sinna ásamt jöfnun á stöðu kynjanna á vinnumarkaði er lykilatriði. Fæðingarorlofið leiðir til þess að karlar taka aukinn þátt í uppeldi barna sinna sem gefur þeim möguleika á að byggja upp náið samband við barn sitt strax frá byrjun.<span>&nbsp;</span>En fæðingarorlofið stuðlar einnig að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði.<span>&nbsp;</span>Þegar faðirinn kemur í meira mæli inn á heimilið, eins og fæðingarorlofið gerir kleift, auðveldar það móðurinni að fara aftur út á vinnumarkaðinn eftir fæðingu.<span>&nbsp;</span></p> <p>Í raun má segja að fæðingarorlofið snúist um að koma á jafnvægi milli karla og kvenna inni á<span>&nbsp;</span> heimilinu sem og úti<span>&nbsp;</span> á vinnumarkaðnum. Meginbreytingarnar á lögunum um fæðingar- og foreldraorlof sem samþykkt voru árið 2000 má draga saman í sex atriði.</p> <p>Orlofið var lengt í áföngum úr sex mánuðum í níu.</p> <p>Upp var tekin skipting þannig að þrír mánuðir eru bundnir föður, þrír eru bundnir móður og þremur geta foreldrarnir skipt á milli sín eins og þeim hentar. Bundnu mánuðirnir eru ekki millifæranlegir nema annað foreldrið deyi áður en það hefur fullnýtt sinn rétt.</p> <p>Orlofsmánuðina þarf að nýta áður en barnið nær 18 mánaða aldri.</p> <p>Foreldrar á vinnumarkaði fá greidd 80% launa í fæðingarorlofi. Þær greiðslur koma frá sérstökum Fæðingarorlofssjóði sem fær tekjur sínar af ákveðnu hlutfalli tryggingagjalds sem allir launagreiðendur greiða.</p> <p>Lágmark er á greiðslunum og mjög hátt þak.</p> <p>Taka orlofsins er sveigjanleg þannig að í samráði við atvinnurekanda má finna einhverja þá blöndu orlofs og vinnu sem öllum hentar. Launþegi á þó alltaf fullan rétt á að taka orlof og óheimilt er að segja upp karli eða konu eftir að viðkomandi hefur látið vita af því að til standi að fara í orlof.</p> <p>Meginmarkmið þessara lagabreytinga voru ferns konar.</p> <p>Í fyrsta lagi að bæta fjárhagslega stöðu barnafjölskyldna. Fyrir breytinguna hafði greiðsla til fólks í fæðingarorlofi verið flöt fjárhæð og frekar lág. Í mörgum tilfellum hafði það alvarleg áhrif á efnahagslega stöðu fólks að eignast barn. Ljóst er að ef báðir foreldrar höfðu verið á vinnumarkaði var það faðirinn &ndash; vegna launamunar kynjanna &ndash; sem var nauðbeygður til að auka launavinnu sína meðan konan var í orlofi til að tryggja efnahagslega stöðu fjölskyldunnar. Þetta markmið náðist auðvitað strax.</p> <p>Í öðru lagi var vonast til þess að staða kynjanna á vinnumarkaði yrði jafnari. Margar athuganir hafa bent til þess að atvinnurekendur líti á konur sem óöruggara vinnuafl sökum þess að þær ganga með og fæða börn, eru í kjölfarið fjarri vinnumarkaði og axla síðan fjölskylduábyrgð í ríkari mæli en karlar. Ef unnt væri að breyta þessu þá væri ástæða til að ætla að við hefðum stigið skref í átt að launajafnrétti og auknum möguleikum kvenna til frama á vinnumarkaði. Það er of snemmt að segja til um hvort þetta hafi tekist. En við höfum vissulega ákveðnar vísbendingar og ég nefni hér tvö dæmi:</p> <p>Þegar nokkuð var liðið á fyrsta árið sem lögin voru í gildi áttuðu yfirmenn slökkviliðsins í Reykjavík sig á því að þeir stóðu frammi fyrir vanda. Um fjórðungur slökkviliðsmannanna átti von á barni á árinu og allir ætluðu að nýta sér rétt sinn til fæðingarorlofs. Þetta hafði auðvitað aldrei gerst áður á þessum karlavinnustað en varð til þess að það varð að kalla til nýja menn og það þýddi aukin útgjöld. Yfirstjórnin varð að óska eftir aukafjárveitingu frá borginni því fæðingarorlof var atriði sem aldrei hafði þurft að reikna með við gerð fjárhagsáætlunar. En nú þurfa karlavinnustaðir ekkert síður en kvennavinnustaðir að reikna slíkt inn í fjárhagsáætlanir sínar.&nbsp;</p> <p>Hitt dæmið er ef til vill nokkru daprara, <span>&nbsp;</span>en fyrir skömmu sagði eitt af stærstu stéttarfélögum okkar frá því að mikil aukning hefði orðið á fjölda þeirra karla sem leita til félagsins sökum þess að þeim hefur verið sagt upp vegna fæðingarorlofs. Það er að sjálfsögðu ólöglegt og oftast hafa þau mál verið leyst í friði þegar viðkomandi atvinnurekanda hefur verið bent á lagaákvæðin. Konur hafa lengi þekkt þessa mismunun en nú bitnar hún einnig á körlum.</p> <p>Í þriðja lagi var vonast til að lögin myndu ýta undir þá tilhneigingu sem auðsæ var meðal karla að vilja auka þátttöku sína í umönnun og uppeldi barna sinna. Ég held að það sé alveg óhætt að fullyrða að það hafi tekist. Um 90% feðra nýta sér rétt sinn að hluta eða öllu leyti.</p> <p>Það þýðir með öðrum orðum að þeir taka um það bil þá þrjá mánuði sem er þeirra sérstaki réttur. Mæðurnar taka hins vegar hina sex. Ég fullyrði að í dag eru fleiri íslenskir feður virkir við umönnun ungra barna sinna en nokkru sinni fyrr. Við vitum því miður enn of lítið um það hvernig foreldrar eru nákvæmlega að nýta orlofið en nú er unnið að úttekt á því.</p> <p>Þessi atriði eru gríðarlega mikilvæg ekki síst í ljósi þess að samfara aukinni þátttöku kvenna á vinnumarkaði hefur verulega dregið úr frjósemi kvenna í Evrópu.</p> <p>Minni frjósemi hefur blasað við á Íslandi í nokkur ár. Við höfum að vísu verið með ákveðna sérstöðu í Evrópu því saman hefur farið einhver mesta vinnumarkaðsþátttaka kvenna sem um getur eða um 80% og ein mesta frjósemi í Evrópu.</p> <p>En það seig á ógæfuhliðina hjá okkur líka. Árið 1990 var frjósemi íslenskra kvenna 2,31 barn, tíu árum síðar var hún 2,08 og fór niður í 1,93 árið 2002. Síðan hefur þróunin snúist við og árið 2004 fór frjósemi íslenskra kvenna í 2 börn samkvæmt bráðabirgðatölum. Við erum sem sagt aftur á uppleið. Af hverju? Við vonum að hér leiki ný löggjöf um fæðingar- og foreldraorlof stórt hlutverk. Í fyrsta lagi þýðir tekjutengingin að efnahagslegar áhyggjur ættu ekki að þurfa að standa í vegi fyrir barneignum. Í öðru lagi hafa aðrar rannsóknir sýnt að ein meginforsenda þess að konur vilja eignast annað barn og það þriðja, er hversu virkur faðirinn hefur verið við umönnun fyrsta barnsins.</p> <p>Ef konan er ein um vökunæturnar, bleyjuskiptin, matargjafirnar og annað sem fylgir, þá er hún ekki spennt fyrir frekari fjölgun. Þurfi hún ein að yfirgefa vinnumarkaðinn þá er barneignin engan veginn jafn skemmtileg. Hafi faðirinn hins vegar axlað sinn hluta af byrðunum (og notið ánægjunnar) þá er líklegra að konan vilji fleiri börn. Og við höldum að vænlegasta leiðin til að auka þessa þátttöku feðranna sé að þeir geti verið með alveg frá byrjun.</p> <p>Eins og áður kom fram þá eru frjósemistölur okkar heldur á uppleið og við höldum jafnframt að það séu, enn sem komið er, fyrst og fremst hinar efnahagslegu ástæður sem þar eru að baki. Hitt er líklega meira spurning um langtímaáhrif.</p> <p>Fæðingarorlofið hefur tekist vel &ndash; um 90% karla nýta sér fæðingarorlofsréttinn eins og áður hefur komið fram.<span>&nbsp;</span> Eru íslenskir karlmenn duglegastir allra karlmanna á Norðurlöndunum að taka fæðingarorlof.<span>&nbsp;</span> Þessar upplýsingar má lesa í skýrslu undir heitinu &bdquo;Norræn reynsla af fæðingarorlofi og áhrifum þess á jafnrétti karla og kvenna&ldquo; sem kemur út í dag og verður í dag birt á heimasíðum<span>&nbsp;</span>Jafnréttisstofu, félagsmálaráðuneytisins og Norrænu ráðherranefndarinnar. <span>&nbsp;</span></p> <p>Á formennskuári Íslands var lagt upp með verkefnið á vegum norræns samstarfs í jafnréttismálum. Skýrslan er unnin á vegum íslensku Jafnréttisstofunnar.<span>&nbsp;</span>Þetta er afar fróðleg skýrsla sem gefur góða yfirsýn yfir mismunandi nálgun á Norðurlöndunum.</p> <p>Það þarf ekki að deila um það að tilkoma fæðingarorlofsins á Norðurlöndunum var stórt stökk fram á við í jafnréttismálum. Hvergi í heiminum hefur feðraorlof fengið jafnstóran sess og á Norðurlöndum og er Svíþjóð þar fremst á meðal jafningja. Með tilkomu núgildandi laga um fæðingarorlof hefur þróunin á Íslandi verið afar hröð og munar nú litlu á Íslandi og Svíþjóð þegar litið er til fæðingarorlofsin karla, enda hafa íslenskir karlar brugðist hratt við og nýta rétt sinn vel.</p> <p>Ég fullyrði því hér og nú að íslensku lögin um fæðingar- og foreldraorlof séu á öllum sviðum að skila því sem að var stefnt. Þau séu að auka frjósemi Íslendinga og þau eru stórt og mikilvægt skref í átt að auknu jafnrétti karla og kvenna. Maður sér þetta bara í Reykjavík, götumyndin er önnur en hún var fyrir nokkrum árum. Miklu fleiri karlar, einir eða í hóp, eru á göngu með barnavagna, tilla sér niður á bekk eða á útiveitingahúsi og gefa barninu pela.</p> <p>Íslenska þjóðkirkjan hefur lengi verið með samverustundir fyrir nýorðna foreldra. Fyrir nokkrum árum hétu þetta alltaf mömmumorgnar. Langflestir söfnuðir tala í dag um foreldramorgna. Og þannig væri hægt að halda áfram en allt ber þetta að sama brunni, okkur hefur skilað verulega fram á við með fæðingarorlofslögunum frá árinu 2000.</p> <br /> <br />

20. október 2005Ávarp félagsmálaráðherra á ársfundi Alþýðusambands Íslands fimmtudaginn 20. október 2005

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/ASI_20-10-05_002.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/ASI_20-10-05_002.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Félagsmálaráðherra ræðir við Grétar Þorsteinsson og Ingibjörgu Guðmundsdóttur á ársfundi ASÍ" class="media-object" /></a><figcaption>Á ársfundi ASÍ</figcaption></figure></div> <p>Ágætu ársfundarfulltrúar.</p> <p>Það eru liðin rétt tvö ár síðan ég fyrst fékk tækifæri til að ávarpa ársfund Alþýðusambands Íslands sem félagsmálaráðherra. Þetta hefur verið viðburðaríkur tími og með nokkrum sviptingum á sviði vinnumarkaðsmála þótt að mínu mati hafi tekist nokkuð vel til þegar á heildina er litið. Þar skiptir auðvitað höfuðmáli að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði tókust án átaka.</p> <p>Það er að mínu mati stundum hollt að velta fyrir sér, rifja upp og halda til haga ákveðnum grundvallaratriðum. Í okkar samfélagi hefur mótast almenn samstaða um að gefa heildarsamtökum atvinnurekenda og launafólks nokkuð mikið svigrúm til að semja sín á milli um kaup og kjör á vinnumarkaði.</p> <p>Þetta gerir það að verkum að svigrúm stjórnmálamannanna verður að sama skapi þrengra. Það er einfaldlega ekki hægt að verða við kröfum annars aðilans án þess að hyggja að afstöðu hins og kanna hvaða áhrif tilteknar aðgerðir hafa á umhverfið bæði í heild sem og á einstökum sviðum og greinum. Ég legg á það áherslu að ráðuneytið er ráðuneyti beggja aðila, bæði atvinnurekenda og launafólks. Hlutverk okkar er oftar en ekki hliðstætt hlutverki sáttasemjara í þeim skilningi að því ber að leita leiða sem báðir aðilar geti sætt sig við – og í versta falli búið við. Slíkar lausnir eru sjaldnast hristar fram úr erminni. Leit að þeim tekur tíma.</p> <p>Ég hef á þeim tíma sem ég hef gegnt embætti félagsmálaráðherra lagt áherslu á náið og reglubundið samráð við samtök atvinnurekenda og launafólks. Á þessum tíma hafa verið haldnir nokkuð reglulega samráðsfundir með fulltrúum Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Á fundunum hafa fulltrúar heildarsamtakanna farið yfir helstu hagsmunamál sín og þar hafa farið fram hreinskiptin skoðanaskipti. Það hefur ekki farið fram hjá mér að fulltrúum Alþýðusambandsins hefur á stundum fundist hlutirnir ganga hægt og óþarflega langur tími líða án þess að botn fáist í mál. Þetta má að einhverju leyti til sanns vegar færa en eðli þeirra mála er um ræðir er nú það að þar takast á ólíkir hagsmunir og skoðanir og því taka þau tíma.</p> <p>Ég leyfi mér að nefna reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga, starfsemi starfsmannaleiga og fullgildingu alþjóðasamþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um uppsögn starfs af hálfu atvinnurekanda í þessu sambandi.</p> <p>Í þessum málum sem og öðrum hefur ráðuneytið fylgt þeirri stefnu að vera vettvangur fyrir skoðanaskipti, reynt að skapa gagnkvæmt traust á milli aðila og freistað þess að beita á jákvæðan hátt áhrifum sínum til að niðurstaða fáist sem dragi úr ágreiningi, skapi forsendur fyrir því að vél samfélagsins gangi sem snurðulausast og starfsfólk búi við gott vinnuumhverfi. Þetta er að mínu mati forsendan fyrir því að hægt sé að viðhalda og endurbæta það velferðarsamfélag sem við búum við hér á landi. Þetta hefur ekki alltaf reynst auðvelt og auðvitað hafa menn mismunandi skoðanir á því hvernig til hefur tekist. Það er eðlilegt.</p> <p>Ánægjulegasta þróunin á þessum tveimur árum snertir atvinnustigið. Fyrr í mánuðinum hélt Vinnumálastofnun ársfund sinn og þar var farið ítarlega yfir framvinduna á vinnumarkaðinum, lagðar fram tölur um stöðuna og reynt að spá fyrir um þróunina næstu misserin. Það sem stendur upp úr er að fá lönd ef nokkur geta státað af jafngóðu atvinnuástandi og Íslendingar. Í síðasta mánuði var skráð atvinnuleysi 1,4% af vinnuaflinu. Þetta eru mikil umskipti á síðastliðnum tveimur árum svo að ekki sé talað um ástandið eins og það var árið 1995 þegar núverandi stjórnarsamstarf hófst en þá mældist atvinnuleysið fimm prósent. Stundum er eins og mönnum finnst þetta sjálfsagt og eðlilegt mál. Það er það hins vegar ekki. Markviss stjórnarstefna skiptir hér sköpum. Auðvitað dettur engum í hug að neita því að ytri aðstæður hafa áhrif á framvinduna heima fyrir ekki síst í landi sem á jafnmikið undir utanríkisviðskiptum og Íslandingar. En slæm stefna, framtaks- og viljaleysi og bábiljur ýmiss konar geta gert slæmt ástand ennþá verra.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur á stundum sætt harðri gagnrýni fyrir stefnu sína í atvinnumálum. Andstæðingar stóriðjuframkvæmda á Austurlandi hafa notað hvert tækifæri til að beina skeytum sínum að stjórnvöldum og reynt eftir mætti að torvelda vinnu á virkjunarsvæðinu allt undir merkjum náttúruverndar. Auðvitað ber að taka tillit til viðkvæmrar náttúru landsins þegar ráðist er í stórframkvæmdir. Almenningur gerir hins vegar þær kröfur til stjórnmálamanna að þeir leggi sig fram um að þjóðin hafi vinnu og njóti fjárhaglegs öryggis og lífsgæða. Undir þeim kröfum viljum við rísa.</p> <p>Ég tel að því verði ekki í móti mælt að ríkisstjórnin hefur fylgt framsækinni stefnu í atvinnu- og efnahagsmálum sem er að bera mikinn árangur eins og sjá má hvert sem litið er. Sumir segja að árangurinn sé of mikill og að það megi greina ýmis hættumerki. Ábendingar og áhyggjur talsmanna heildarsamtaka á vinnumarkaði hafa hvorki farið fram hjá mér né öðrum í ríkisstjórninni en bent hefur verið á að verðbólga sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar kjarasamningar voru undirritaðir í ársbyrjun 2004. Ég ætla ekki að draga úr áhyggjum manna yfir þessari þróun. Þvert á móti tel ég mjög mikilvægt að ríkisvald, sveitarfélög og samtök aðila vinnumarkaðarins taki höndum saman um að stýra þjóðarskútunni gegnum þann efnahagslega brimskafl sem við blasir næstu mánuðina eins og ég orðaði það á ársfundi Starfsgreinasambandins fyrir skömmu.</p> <p>Árangursríkt samstarf tryggir að Ísland verði áfram í fremstu röð þegar litið er til atvinnustigs og hagsældar almennings. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar áttu mjög góðan fund með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar fyrr í þessari viku þar sem öll helstu mál voru reifuð. Það kom glöggt í ljós hve hagsmunir okkar fara vel saman og fyrir mig er ánægjulegt að taka þátt í verkefni þar sem ég finn að menn koma fram af skynsemi og yfirvegun. Og ég get alveg sagt það hér í þessum hópi að ykkar forystusveit er sterk, ákveðin, raunsæ og framsýn. Ég segi framsýn af því að mér finnst afar mikilvægt að við, stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins, séu framsýn. Við eigum ekki að horfa á hlutina gerast, við eigum saman að móta framtíðina. Það eru margar áhugaverðar hugmyndir og mikilvægar lausnir sem eru þegar til skoðunar og menn farnir að reifa sín á milli. Þær varða m.a. starfsmannaleigur, atvinnuleysisbótakerfið, fræðslumál og málefni lífeyrissjóða. Allt mikilvæg grundvallaratriði sem mikilvægt er að við náum að þróa saman.</p> <p>Málefni útlendinga á íslenskum vinnumarkaði hafa mikið verið til umfjöllunar á undanförnum tveimur árum. Aukin umsvif innanlands og velgengni íslenskra fyrirtækja í útlöndum hafa valdið mikilli eftirspurn eftir vinnuafli. Fyrirtæki hafa keppst um starfsmenn ekki síst í byggingariðnaði. Þetta hefur stórlega dregið úr atvinnuleysi eins og ég kom að fyrr í ræðu minni. En fleira hefur gerst.</p> <p>Ásókn í erlent vinnuafl hefur farið verulega fram úr því sem áður hefur þekkst hér á landi. Gissur Pétursson gerði þessu vel skil í ræðu sinni á ársfundi Vinnumálastofnunar en eins og kunnugt er fer stofnunin með veitingu atvinnuleyfa. Hinn 1. maí 2004 fjölgaði aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagsvæðið úr 15 í 25. Að öllu jöfnu hefðu reglur um gagnkvæmt frelsi til að ferðast í atvinnuskyni um svæðið tekið gildi við þessi tímamót. Íslensk stjórnvöld ákváðu hins vegar að beita nokkrum takmörkunum gagnvart átta þeirra til að hafa betri stjórn á málunum. Af takmörkunum leiðir að áfram þarf að sækja um atvinnuleyfi fyrir borgara þessum frá þessum átta nýju aðildarríkjum.</p> <p>Á aðlögunartímabilinu hefur nokkuð borið á því að íslensk fyrirtæki ráði til sín starfsmenn með þjónustusamningum við erlendar starfsmannaleigur. Þetta hefur haft í för með sér að kjör og aðstæður þeirra sem hingað koma til starfa fyrir milligöngu starfsmannamiðlana eða á grundvelli þjónustusamninga eru í mörgum tilvikum óljós og erfitt að sannreyna að fylgt sé íslenskum lögum og samningum sem eru í gildi um þetta efni. Þetta er þó ekki séríslenskt fyrirbrigði. Um þetta er eðlilega rætt á öllu EES-svæðinu, enda byggist frjálst flæði vinnuafls á þeim ágæta samningi sem við höfum öll hagnast á. Ég hef viljað ná samstöðu um að taka á þessum hlutum með samræmdum hætti og tekið málið upp við erlenda og innlenda aðila.</p> <p>Ég hef sagt að vel komi til greina að setja sérstaka löggjöf um starfsmannaleigur eða setja ákvæði í gildandi löggjöf sem taka sérstaklega á starfsmannaleigum. Það er engu síður skýrt í mínum huga að við þurfum að vernda það kerfi sem við höfum verið að byggja upp saman á síðustu öld. Við ætlum ekki að kasta því fyrir róða. Þeir sem koma erlendis frá inn á okkar vinnumarkað þurfa hins vegar að virða okkar leikreglur kjósi þau að starfa hér á landi. Það er í mínum huga algjört grundvallaratriði.</p> <p>Það er enn verið að skoða starfsemi starfsmannaleiga og veit ég að það er kominn skriður á viðræður innan nefndarinnar. Það liggur fyrir að samtök aðila vinnumarkaðarins eru ekki á sama máli um þetta efni jafnframt því sem efnið er flókið og að mörgu að hyggja.</p> <p>Sveigjanleikinn á innlendum vinnumarkaði hefur reynst mikilvægur í því skyni að mæta sveiflum í efnahagslífinu en ég hef jafnframt lagt á það áherslu að fyrirtæki ráði til sín starfsfólk með hefðbundnum hætti. Þá er ég ekki síður að vísa til þess mikilvæga hlutverks sem aðilarnir sjálfir hafa við að halda uppi skipulagi á vinnumarkaði og móta leikreglurnar í samvinnu við stjórnvöld. Löng hefð er fyrir því hér á landi að aðilar vinnumarkaðarins semji um kaup og önnur starfsskilyrði og hafa þeir samningar haft almennt gildi á íslenskum vinnumarkaði. Við höfum ekki liðið að slíkir samningar séu brotnir og það ætlum við heldur ekki að gera nú. Um það eru allir sammála.</p> <p>Síðustu vikurnar hafa birst tvær gagnmerkar skýrslur um stöðu og framvindu efnahagsmála. Önnur er tekin saman af starfsfólki Seðlabankans en hin af fjármálaráðuneytinu. Þegar á heildina er litið er ástæða til gleðjast yfir góðum árangri. Hagvöxtur hefur verið mikill og verður ekki lát á á næsta ári. Á árinu 2004 var hann hvorki meira né minna en 6,2%, á þessu ári er gert ráð fyrir að hann verði 6% en eitthvað minni á árinu 2006. Það sem hlýtur að skipta launafólk miklu er að þrátt fyrir meiri verðbólgu hefur kaupmáttur launa haldið áfram að aukast. Á tímabilinu júlí 2004 til júlí 2005 hækkaði launavísitalan um 6,6% og kaupmáttur launa um 2,9% á þessum tíma. Í skýrslunum er einnig dregin upp glögg mynd af vandanum sem við er að glíma.</p> <p>Viðskiptahalli hefur aukist mjög mikið, raungengi hefur ekki verið hærra í langan tíma, íbúðaverð hefur hækkað mikið og&nbsp;skuldir heimila, fyrirtækja og þjóðarbúsins hafa því miður vaxið umtalsvert. Í stað þess að nota góðærið á sama hátt og ríkissjóður og grynnka á skuldum hafa einstaklingar og fyrirtæki aukið við skuldaklafann. Við þessu hefur Seðlabankinn aðeins átt eitt svar og það er að hækka stýrivexti sem hafa haldið raungengi íslensku krónunnar háu með tilheyrandi vanda fyrir fyrirtæki sem eru í framleiðslu á vöru og þjónustu fyrir markaði í útlöndum.</p> <p>Í skýrslu Seðlabankans er þetta orðað þannig að vandamálið nú sé jafnvel meira en um aldamótin. Á móti komi að gjörbreytt umgjörð peningastefnunnar frá fyrra tímabili felur í sér aukið svigrúm til þess að takast á við verðbólgu. Það er nauðsynlegt að hlutaðeigandi setjist sem fyrst niður og ræði þau úrræði sem koma til álita. Það er enginn sem græðir á því ef efnahagsmálin fara úr böndunum, allra síst skuldsettar fjölskyldur.</p> <p>Það var viðbúið að nokkur spenna myndi ríkja í efnahagslífi þjóðarinnar á þessum tíma þegar framkvæmdir þær sem nú eiga sér stað vegna stóriðjuframkvæmda í landinu væru í hámarki. Ofan á það hefur síðan bæst hækkun á olíuverði í ljósi heimsviðburða og hækkun húsnæðisverðs sem kemur í kjölfar breytinga á húsnæðismarkaði og innkomu banka og sparisjóða á þann markað. Þetta og eflaust eitthvað fleira er ástæða þess að verðbólga er að aukast með þeim alvarlegu fylgifiskum sem það hefur í för með sér. Þeir eru til sem vilja eigna Íbúðalánasjóði og aðgerðum í húsnæðismálum á síðasta ári, sem raunar leiddi af sér 1% lækkun á langtímavöxtum, þensluna í hagkerfinu, það er mikil einföldun.</p> <p>Í því samhengi vil ég minna á það að útlán Íbúðalánasjóðs á síðastliðnu ári eru eitthvað nálægt 70-80 milljörðum króna, sem er í ágætum takti við þau útlán sem hafa verið hjá sjóðnum á undanförnum árum. Á sama tíma hafa útlán bankanna vegna húsnæðislána verið um 280 milljarðar króna. Ég hafna því þeim málflutningi að Íbúðalánasjóður eigi stærstu sök á því að hér fari verðbólgan hækkandi, hann á eflaust sinn þátt í því en það verður hver að taka það sem hann á í því og þar eru bankarnir og sparisjóðirnir engin undantekning. Nú fer fram athugun á því hvort Íbúðalánasjóður geti og eigi að starfa með sama hætti og hann hefur gert til þessa. Miklar og örar breytingar hafa orðið á húsnæðismarkaði undangengna mánuði og ljóst að þessi markaður er í sífelldri þróun.</p> <p>Ég hef lagt upp með að starfshópurinn sem vinnur að úttekt á framtíðarhlutverki Íbúðalánasjóðs skili af sér áfangaáliti fyrir lok mánaðarins og allt útlit er fyrir að það muni ganga eftir. Þær ábendingar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur komið fram með eru í takt við þetta og ég vil vekja sérstaka athygli á því að í skýrslu sjóðsins er lögð áhersla á að við varðveitum góða kosti þess kerfis sem við höfum þegar byggt upp. Mér finnst sjálfum að það gleymist oft í umræðunni sem vel er gert og ég hef fengið tækifæri til þess sem félagsmálaráðherra að kynnast afar góðu þróunarstarfi sem unnið hefur verið hjá sérfræðingum Íbúðalánasjóðs.</p> <p>Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins komu í heimsókn hingað til lands og undirbjuggu þá skýrslu sem nú hefur litið dagsins ljós og vitnað hefur verið til. Þeir hældu ítrekað mörgu í uppbyggingu Íbúðalánasjóðs en gagnrýndu annað. Ég vil undirstrika það hér að markmið stjórnvalda er fyrst og fremst að tryggja að allir íbúar þessa lands, hver sem kjör þeirra eru og hvar á landinu sem þeir búa, njóti öruggs umhverfis þegar íbúðarhúsnæði er annars vegar. Gott húsnæðiskerfi og öruggt aðgengi að hagstæðu fé til þess að eignast húsnæði er og verður einn af horsteinum þess þjóðfélags sem við viljum sjá. Því megum við aldrei gleyma. Við eigum hins vegar í þessu sem öðru að líta til þess sem vel er gert í nágrannalöndum okkar og að sjálfsögðu að þróa okkur áfram í takt við tímann. Það vil ég gera og að því er nú unnið.</p> <p>Meðal mikilvægustu mála sem framundan eru hjá okkur eru starfsmenntamálin og starfsendurhæfing. Þetta er eitt af þeim grundvallaratriðum sem við þurfum að vinna að og er ein hlið á þríhyrningnum þar sem byggt er á efnahagsmálum, atvinnumálum og velferðarmálum og mikilvægi þess að þessi svið spili saman, samfélaginu í heild til hagsbóta.</p> <p>Ég veit að þið eruð sammála mér um þetta. Þetta ræddum við meðal annars á mjög góðum fundi sem ég átti með forystumönnum Alþýðusambandsins í sl. viku. Þeir vöktu m.a. réttilega athygli mína á því að tímabært sé að skoða starfsmenntamálin í víðara samhengi en áður hefur verið gert. Þá sérstaklega með tilliti til þeirra sem hafa litla sem enga fagmenntun en vilja bæta stöðu sína á vinnumarkaði eða einfaldlega komast inn á hann aftur eftir að hafa heltst úr lestinni.</p> <p>Ég hef lýst mig reiðubúinn til þess að fara ítarlega yfir þessi mál m.a. í samvinnu við menntamálaráðherra og aðila vinnumarkaðarins með það að markmiði að auka sveigjanleika og mæta raunverulegum þörfum samfélagsins. Þessi mál eru víðfeðm og snerta marga fleti, en ég hef sjálfur áhuga á því að finna lausnir sem varða sem flesta hópa í okkar ágæta þjóðfélagi. Hópa sem einhverra hluta vegna ganga ekki beina braut að því er atvinnu varðar. Markmið mitt er að ná á skynsamlegan og raunhæfan hátt utan um atvinnulausa, þá sem eru lítið menntaðir, öryrkja, geðfatlaða og aðra þá hafa af einhverjum ástæðum ekki verið fullir þátttakendur í samfélaginu og atvinnulífinu. Allt eru þetta mjög mikilvægir hópar þar sem fjöldi hæfra einstaklinga hefur af misjöfnum ástæðum lent á hliðarlínunni. Það eigum við ekki að viðurkenna sem óbreytanlega staðreynd. Nei, til mín hafa líka komið afar áhugasamir og kraftmiklir einstaklingar í þjóðfélaginu sem hafa lýst áhuga á því að taka höndum saman með mér og mínu fólki til þess að byggja upp víðtæka starfsendurhæfingu og mér finnst áhugavert að finna flöt á slíku samstarfi. Í mínum huga er þetta eitt af stærri málunum framundan, mál sem nást þyrfti þjóðarsátt um og ég hef mikinn áhuga á því að leggjast með ykkur á árarnar í þeim efnum.</p> <p>Þessi mál tengjast að sjálfsögðu einnig störfum nefndar sem ég setti á laggirnarí fyrra. Hún er skipuð fulltrúum Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, fjármálaráðuneytisins og tveimur fulltrúum mínum. Nefndin fékk það hlutverk að endurskoða málefni er varða atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir.</p> <p>Markmiðið með endurskoðuninni er að bæta stöðu og öryggi fólks í atvinnuleysi, tryggja gæði vinnumarkaðsaðgerða og auka skilvirkni og þjónustu við hinn atvinnulausa almennt. Nefndinni var sérstaklega falið að fjalla um stjórnsýslu, ábyrgð og yfirstjórn í málaflokknum, bótarétt, bótatíma og bótafjárhæðir auk þess að fjalla um samræmingu í tryggingarvernd og auka stuðning við fólk utan vinnumarkaðar.</p> <p>Nefndin hefur haldið fjölda funda og haft samráð við fjölmarga aðila sem með málefni atvinnulausra fara. Mér er tjáð að gott samstarf hafi verið innan nefndarinnar og að starf hennar hafi verið mjög uppbyggilegt þar sem fram hafi komið mjög framsæknar hugmyndir um bætt kjör og þjónustu til handa hinum atvinnulausa. Ég hef lagt á það áherslu að nefndin skili af sér fljótlega enda hugsanlegt að þær hugmyndir sem þar eru uppi á borði geti nýst við þá endurskoðun á kjarasamningum sem nú stendur yfir.</p> <p>Ágætu ársfundarfulltrúar.</p> <p>Í þessu sem öðrum verkefnum er gott samstarf og traust algjört grundvallaratriði. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka góð og ég vil segja gefandi kynni af forystu ASÍ. Ég met þessi samskipti mikils og mun leggja mitt af mörkum til þess að stjórnvöld og samtök aðila vinnumarkaðarins geti stigið í takt og haldist í hendur næstu ár. Á því er mikil þörf og forsenda þess að hagstæðar aðstæður verði þjóðinni gjöfular í margvíslegum skilningi en snúist ekki upp í andstæðu sína.</p> <section class="single-news__thumbnails"> <div class="row"> <div class="col-md-3"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/ASI_20-10-05_014.jpg" class="galleryItems"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/ASI_20-10-05_014.jpg?proc=smallerNewsImage" alt="Félagsmálaráðherra flutti ræðu á ársfundi ASÍ á Hótel Nordica." /></a><figcaption>ASI_20-10-05_014</figcaption></figure></div> </div> </section>

06. október 2005Starfsgreinasamband Íslands

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/Picture_048.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/Picture_048.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Starfsgreinasambandið 2005" class="media-object"></a><figcaption>Starfsgreinasambandið 2005</figcaption></figure></div><p><span><span><span><img title="Ræða ráðherra - hljóðskrá" alt="Hljóðskrá (ræða ráðherra)" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/Bullets/mp3.gif" vspace="8" />Upptaka frá ræðu félagsmálaráðherra:<br /> </span><span><strong><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/mp3/AM_Starfsgreinasambandis_2005.mp3">Starfsgreinasamband Íslands</a></strong><span><br /> <sup>(mp3-snið / 3MB)</sup></span></span></span></span></p> <p></p> <p><span>Forseti Alþýðusambands Íslands, formaður Starfsgreinarsambandsins, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofunnar, ágætu ársfundarfulltrúar.</span><br /> <br /> </p> <p><span>Ég vil hefja mál mitt á því að þakka fyrir að fá enn einu sinni tækifæri til að ávarpa ársfund Starfsgreinasambandsins. Ég ítreka það sem áður hefur komið fram að ég met mikils að fá tækifæri til að eiga milliliðalaus samskipti við fulltrúa samtaka aðila vinnumarkaðarins um framvinduna á sviði félags- og vinnumála. Ég hef lagt mikið upp úr slíku samstarfi þann tíma sem ég hef gegnt embætti félagsmálaráðherra og átt reglulega samráðsfundi með fulltrúum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Á þeim fundum hafa átt sér stað hreinskilin skoðanaskipti og ljóst að málin horfa oft misjafnlega við mönnum þegar á er horft frá mismunandi sjónarhorni.<span>&nbsp;</span>Ég held að um eitt atriði ríki full samstaða milli mín og talsmanna samtaka launafólks og það er að allar vinnufúsar hendur hafi verk að vinna.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ég tek eftir því að fyrir þessum fundi liggja nokkrar tillögur, þar á meðal um atvinnu- og kjaramál.<span>&nbsp;</span> Ég þori að fullyrða að í alþjóðlegu samhengi eru þessar tillögur nokkuð sér á báti fyrir það að í þeim er ekki minnst einu orði á atvinnuleysi.<span>&nbsp;</span> Þetta segir meira en mörg orð.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Dregið hefur mjög úr atvinnuleysi á síðustu misserum og mældist það 1,8% að meðaltali í ágúst sl. Atvinnuástandið er því mjög gott &ndash; eitt það besta í Evrópu. Við skulum þó ekki hælast um of vegna þess að enn er fólk á atvinnuleysisskrá. Gera má jafnvel ráð fyrir að enn erfiðara sé fyrir fólk að vera án atvinnu þegar atvinnulífið blómstrar. Vinnumálastofnun leggur nú mikla áherslu á að veita þessu fólki aðstoð en við höfum jafnframt tekið eftir því að konur eru hlutfallslega fleiri en karlar á skrá. Sú staðreynd veldur mér hugarangri.</span></p> <p><span><img class="borderl" alt="Starfsgreinasambandið 2005" hspace="4" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/Picture_047.jpg" />Ég tel að því verði ekki í móti mælt að ríkisstjórnin hefur fylgt framsækinni stefnu í atvinnu- og efnahagsmálum sem er að bera mikinn árangur eins og sjá má víða.<span>&nbsp;</span> Sumir segja að árangurinn sé of mikill og að það megi greina ýmis hættumerki. Þessa gætir m.a. í þeim ályktunum sem liggja fyrir þessum ársfundi.<span>&nbsp;</span> Í ályktun um kjaramál er réttilega bent á að verðbólga sé meiri en gert var ráð fyrir þegar kjarasamningar voru undirritaðir í ársbyrjun 2004.<span>&nbsp;</span> Ég ætla ekki að draga fjöður yfir þá staðreynd.<span>&nbsp;</span> Þvert á móti tel ég mjög mikilvægt að stjórnvöld og samtök aðila vinnumarkaðarins taki höndum saman um að stýra þjóðarskútunni gegnum þann efnahagslega brimskafl sem við blasir næstu mánuðina.<span>&nbsp;</span> Árangursríkt samstarf tryggir að Ísland verði áfram í fremstu röð þegar litið er til atvinnustigs og hagsældar almennings. Kaupmáttarauknin síðustu tíu ár er um 60%. Það er einstakur árangur sem við betum ekki fórna.</span></p> <p><span>Það var viðbúið að nokkur spenna myndi ríkja í efnahagslífi þjóðarinnar á þessum tíma þegar framkvæmdir þær sem nú eiga sér stað í landinu eru í hámarki.<span>&nbsp;</span> Ofan á það hefur síðan bæst hækkun á olíverði í ljósi heimsviðburða og hækkun húsnæðisverðs sem kemur í kjölfar breytinga á húsnæðismarkaði, einkum innkomu banka og sparisjóða á þann markað.<span>&nbsp;</span> Þetta og eflaust eitthvað fleira, svo sem gríðamikil einkaneysla er ástæða þess að verðbólga er að aukast með þeim alvarlegu fylgisfiskum sem það hefur í för með sér.<span>&nbsp;</span> Þeir eru til sem vilja kenna Íbúðalánasjóði og þá einkum aðgerðum ríkisstjórnarinnar<span>&nbsp;</span> í húsnæðismálum á síðasta ári, sem raunar leiddi af sér 1% lækkun á langtímavöxtum, þensluna í hagkerfinu, það er mikil einföldun.</span></p> <p><span>Í því samhengi vil ég minna á að útlán Íbúðalánasjóðs á síðastliðnu ári eru eitthvað nálægt 70-80 milljörðum króna sem er í ágætum takti við þau útlán sem hafa verið hjá sjóðnum á undanförnum árum.<span>&nbsp;</span> Á sama tíma hafa útlán bankanna vegna húsnæðislána verið á bilinu 260&ndash;280 milljarðar króna.<span>&nbsp;</span> Ég hafna því þeim málflutningi að Íbúðalánasjóður eigi stærsta sök á því að<span>&nbsp;</span> hér fari verðbólgan hækkandi, hann á eflaust sinn þátt í því en það verður hver að taka það sem hann á í þessum efnum og þar eru bankar og sparisjóðir engin undantekning.</span></p> <p><span>Nú fer fram skoðun á því í samstarfi við stjórn Íbúðalánasjóðs hvort sjóðurinn geti og eigi að starfa með sama hætti og hann hefur gert til þessa.<span>&nbsp;</span></span> <span>Miklar og örar breytingar hafa verið á húsnæðismarkaði undangengna mánuði og ljóst að þessi markaður er í sífelldri þróun.<span>&nbsp;</span> Ég hef lagt upp með að starfshópurinn sem vinnur að þessari úttekt skili af sér áfangaáliti fyrir lok mánaðarins og allt útlit er fyrir að það muni ganga eftir.</span></p> <p><span>Verði gerðar breytingar á opinbera húsnæðislánakerfinu, sem ég útiloka alls ekki, er í mínum huga alveg skýrt að halda verður í heiðri þau grundvallarmarkmið þess að með því verði trygt að andsmenn allir, hvar sem þeir búa og við hvaða félagslegu aðstæður, njóti áfram bestu kjara á húsnæðislánamarkaði. Riki hefur þar mikilvægu hluverki að gegna sem það á ekki og má ekki, hlaupast frá. Því trúi ég því að Íbúðalánasjóður muni áfram gegna mikilvægu hlutverki, jafnvel þótt það kunni að breytast í framtíðinni, rétt eins og í fortíðinni.</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Sá kraftur sem ríkir nú á innlendum vinnumarkaði hefur leitt til þess að atvinnulífið hefur þurft að leita út fyrir landsteinana eftir vinnuafli. Eftirspurn eftir erlendu vinnuafli hefur því aukist mjög að undanförnu og höfum við sætt gagnrýni fyrir að seinlega hafi gengið að afgreiða atvinnu- og dvalarleyfi.</span> <span>Þar af leiðandi hafa heyrst þær raddir að atvinnurekendur hafi leiðst út í að verða sér út um aukið vinnuafl í gegnum þjónustuviðskipti, þar á meðal starfsmannaleigur.</span></p> <p><span>Til að bregðast við þessu, breyttu Vinnumálastofnun og Útlendingastofnun verklagi sínu í byrjun september sl. þar sem markmiðið var að gera stjórnsýsluna skilvirkari. Nú ætti því seinvirkt kerfi ekki lengur að vera ástæða þess að erlendir starfsmenn séu ráðnir í gegnum óhefðbundið ráðningarform þar sem jafn greiðlega ætti að ganga að ráða starfsmenn frá nýju ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins með hefðbundinni ráðningu. Að sjálfsögðu er ekki langur tími liðinn frá því þessu nýja fyrirkomulagi var komið á en þó skilst mér að mörg fyrirtæki breyti um farveg þegar þau heyra af hinum nýju verklagsreglum &ndash; og þannig séum við á réttri leið.</span></p> <p><span><img class="borderr" alt="Starfsgreinasambandið 2005" hspace="3" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/Picture_044.jpg" />Það hefur ekki farið fram hjá mér að samtök launafólks hafa haft verulegar áhyggjur af framgangi mála að því er varðar starfsemi starfsmannaleiga. Sé ég að þessi fundur er þar engin undanteking.<span>&nbsp;</span> Eins og ég hef oft sagt áður hef ég haft vilja til að skoða þessi mál og hef meðal annars fylgst með þróuninni í öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þegar ég hef rætt við starfsbræður mína innan Evrópu þá virðast flestir vera að horfast í augu við sömu aðstæðurnar. Ríkisborgarar nýju ríkjanna hafa verið duglegir að veita þjónustu í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Málefni starfsmannaleiga hafa lengi verið á dagskrá Evrópusambandsins þar sem markmiðið hefur verið að setja samræmdar reglur um starfsemi af þessu tagi. Tillögurnar hafa ekki náð fram að ganga enda skiptar skoðanir meðal aðildarríkjanna um þetta efni.</span></p> <p><span>Fyrir rúmu ári síðan eða í september 2004 skipaði ég starfshóp um málið þar sem í eiga sæti fulltrúar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Sú vinna hefur gengið hægar fyrir sig en áætlað var í upphafi enda málin flókin og að mörgu að hyggja. Við höfum viljað skoða málið út frá sem flestum hliðum. Í vor var meðal annars ákveðið í samráði við starfshópinn, að óska eftir greinargerð frá Rannsóknarsetrinu í vinnurétti og jafnréttismálum á Bifröst. Áður hafði ég sent bréf til samstarfsráðherra minna innan Evrópska efnahagsvæðisins til að afla upplýsinga um reglur er gilda í öðrum ríkjum um starfsmannaleigur. Sú uppýsingaöflun nýttist síðan í vinnu Rannsóknarsetursins. Til marks um það hversu margþætt eða umfangsmikið efnið er tók sú vinna jafnframt lengri tíma en vonir stóðu til. Greinargerðin liggur nú fyrir og get ég upplýst það að hópurinn fundar nú mjög oft þannig að tillagna er að vænta á næstu vikum. Vænti ég þess að unnt verði að finna viðundandi lausn fyrir alla hlutaðeigandi aðila. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ég tek fram að ég tel að vel komi til greina að setja sérstaka löggjöf um starfsmannaleigur eða setja ákvæði í gildandi löggjöf sem taka sérstaklega á starfsmannaleigum. Til að mynda er ég þeirrar skoðunar að starfsmannaleigum eigi að verða með öllu óheimilt að taka gjald af starfsfólki sínu enda ekki venja hér á landi að atvinnurekendur taki fé af fólki þegar þeir ráða það til starfa.<span>&nbsp;</span> Ég verð þó að viðurkenna að ég er ekki alveg sannfærður um <span>&nbsp;</span>hvort slíkt regluverk eigi eftir að koma í veg fyrir þær aðstæður sem við horfumst í augu við í sambandi við veitingu þjónustu yfir landamæri á grundvelli Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Það dregur hins vegar ekki úr nauðsyn þess að við gerum það sem í okkar valdi stendur til að standa vörð um íslenskan vinnumarkað.</span></p> <p><span>Þá vil ég leggja áherslu á að sveigjanleikinn sem ríkir á íslenskum vinnumarkaði verði varðveittur sem og önnur grundvallareinkenni hans. Þar á ég ekki síður við að samtök aðila vinnumarkaðarins haldi hlutverkum sínum við að halda uppi skipulagi á vinnumarkaði og þar með því vinnumarkaðskerfi sem við höfum verið að þróa í sameiningu í tugi ára.</span></p> <p><span>Í því efni tel ég stéttarfélögin gegna afar veigamiklu hlutverki. Þess vegna langar mig að varpa þeirri spurningu fram um hvernig þið hafið hugsað ykkur að nálgast þessa erlendu gesti okkar ef svo má að orði komast til að kynna fyrir þeim starfsemi ykkar og bjóða þá velkomna í ykkar hóp. Ég tel að þið eigið að líta á þessa alþjóðavæðingu ekki síður sem sóknarfæri fyrir ykkur. Það er mikilvægt að þið leitist við að vekja áhuga þeirra á verkefnum ykkar í því skyni að hvetja þá til virkar þátttöku innan stéttarfélaganna.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Fyrir einhverjum árum var umræða meðal Norðurlandaþjóðanna um mikilvægi þess að kynna vinnumarkaðskerfi okkar í Eystrasaltslöndunum og jafnvel einnig í Póllandi. Ýmis verkefni voru sett af stað og eru eflaust einhver þeirra enn í gangi. Eigum við ekki að segja að þeir hafi nú komið til okkar í stað þess að við færum til þeirra. Ég er líka ráðherra þess hluta innflytjendamála er lýtur að aðlögun útlendinga hér á landi. Mér leikur því forvitni á að vita hvort einhverjir hinna erlendu starfsmanna sem hafa komið hingað á síðastliðnum árum séu farnir að láta að sér kveða í starfi ykkar? Þá á ég ekki endilega við að þeir séu félagsmenn heldur taki þátt í málefnastarfinu sem slíku.</span></p> <p><span>Meðal mikilvægustu mála sem framundan eru hjá okkur eru starfsmenntamálin og starfsendurhæfing. Þetta er eitt af þeim grundvallaratriðum sem við þurfum að vinna að og er ein hlið á þríhyrningnum þar sem byggt er á efnahagsmálum, atvinnumálum og velferðarmálum og mikilvægi þess að þessi svið spili saman, samfélaginu í heild til hagsbóta. Ég veit að þið eruð sammála mér um þetta. Þetta ræddum við meðal annars á mjög góðum fundi sem ég átti með forystumönnum Alþýðusambandsins í sl. viku. Þeir vöktu m.a. réttilega athygli mína á því að tímabært sé að skoða starfsmenntamálin í víðara samhengi en áður hefur verið gert. Þá sérstaklega með tilliti til þeirra sem hafa litla sem enga fagmenntun en vilja bæta stöðu sína á vinnumarkaði eða einfaldlega komast inn á hann aftur eftir að hafa heltst úr lestinni.</span></p> <p><span>Ég hef lýst mig reiðubúinn til þess að fara ítarlega yfir þessi mál m.a. í samvinnu við menntamálaráðherra og aðila vinnumarkaðarins með það að markmiði að auka sveigjanleika og mæta raunverulegum þörfum samfélagsins. Þessi mál tengjast að sjálfsögðu einnig störfum nefndar sem ég skipaði til þess að endurskoða vinnumarkaðsaðgerðir enda þótt ekki sé tímabært að greina hér og nú frá tillögum sem eru að mótast innan nefndarinnar á þessu stigi. En þar hafa meðal annars komið fram mjög góðar tillögur um uppbyggingu til frambúðar. Nefndin mun vonandi ljúka störfum innan skamms.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Þessi mál eru víðfeðm og snerta marga fleti en ég hef sjálfur áhuga á því að finna lausnir sem varða sem flesta hópa í okkar ágæta þjóðfélagi. Hópa sem einhverra hluta vegna ganga ekki beina braut að því er atvinnu varðar. Markmið mitt er að ná á skynsamlegan og raunhæfan hátt utan um atvinnulausa, þá sem eru lítið menntaðir, öryrkja, geðfatlaða og aðra þa sem eiga erfitt uppdráttar. Allt eru þetta mjög mikilvægir hópar þar sem fjöldi hæfra einstaklinga hefur af misjöfnum ástæðum lent á hliðarlínunni. Það eigum við ekki að viðurkenna sem óbreytanlega staðreynd. Nei, til mín hafa líka komið afar áhugasamir og kraftmiklir einstaklingar í þjóðfélaginu sem hafa lýst áhuga á því að taka höndum saman með mér og mínu fólki til þess að byggja upp viðtæka starfsendurhæfingu og mér finnst áhugavert að finna flöt á slíku samstarfi. Í mínum huga er þetta eitt af stærri málunum framundan, mál sem nást þyrfti þjóðarsátt um.</span></p> <p><span>Þá langar mig að upplýsa ykkur um að ríkisstjórnin samþykkti á dögunum tillögu mína um að skipaður verði starfshópur sem ætlað er að fjalla um efni gerða Evrópusambandsins um bann við mismunun með hliðsjón af aðstæðum á innlendum vinnumarkaði. Ég taldi mikilvægt að fulltrúar samtaka aðila vinnumarkaðarins ættu þar sæti. Má kannski segja að um hefðbundna skipan sé að ræða þegar að málefnum vinnumarkaðarins kemur enda legg ég áherslu á að viðhalda hinu þríhliða samstarfi sem er svo mikilvægt. Ég legg þó jafnframt áherslu á að starfshópurinn fái á sinn fund fulltrúa þeirra samtaka sem fjalla um mál þeirra hópa sem gerðirnar taka til. Má segja að umræðuefnið liggi fyrir og geri ég mér grein fyrir að skiptar skoðanir geti verið milli aðila um hvaða leiðir er best að fara í þessu efni. Kannski einmitt af þeirri ástæðu þótti mér farsælast að leggja málið í nefnd þar sem allir geta komið sjónarmiðum sínum að. Fyrir mig er kannski lítið annað nú að gera en að bíða og sjá hverju framvindur.</span></p> <p><span>Ágætu fundargestir.</span></p> <p><span>Það liggur fyrir að mörg krefjandi en um leið spennandi verkefni bíða vetrarins enda þótt kjaramálin séu þar kannski hvað efst á baugi. Ég hvet fólk til að beita skynseminni í þeim efnum og reyna að leita sátta með friðsamlegum hætti. Oft má finna lausnir á erfiðum málum ef báðir samningsaðilar viðhalda jákvæðu hugarfari, ákveðnir í að finna lausnir á þeim álitaefnum er liggja á borðinu.</span></p> <p><span>Ég óska ykkur góðs gengis í starfi ykkar hér í dag og á morgun sem og í þeim verkefnum sem bíða handan við hornið.</span><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

29. september 2005Staða íslenska velferðarsamfélagsins - framtíðarsýn

<p style="text-align: left;"><em><span>,,Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma...</span></em></p> <p><em><span>Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma....”</span></em></p> <p style="text-align: right;"><em><span>(Gamla testamentið, Predikarinn, 3. kafli)</span></em></p> <p><span>Fundarstjóri og góðir áheyrendur !</span></p> <p><span>Það kann að hljóma einkennilega í eyrum að hefja mál sitt hér undir fyrirsögninni “staða velferðarsamfélagsins og framtíðarsýn” á því að vitna í Gamla testamentið sem er nokkur þúsund ára gamalt rit. En yfirskrift þessa málþings “<em>velferð frá vöggu</em> <em>til grafar”</em> snýst einmitt um þetta – að öllu sé afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma frá vöggu til grafar.&nbsp; Að samfélagið búi þannig um hnútana að velferðarþjónustan sé heildstæð og samfelld og reki sig áfram frá einni&nbsp; kynslóð til annarrar.</span></p> <p><span>Ég mun hér í dag fjalla örstutt um þróun íslenska velferðarsamfélagsins í gegnum aldirnar.&nbsp; En fyrst og fremst skoðum við stöðuna í dag og hvað er framundan.&nbsp; Ég mun þar líta til flestra þátta velferðarsamfélagsins og fjalla um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.</span></p> <p><span>Saga og þróun íslenskra sveitarstjórnamála er samtvinnuð þróun velferðarþjónustunnar hér á landi.&nbsp; Margir telja að fátækraframfærslan hafi öðru fremur verið ein mikilvægasta orsök hreppamyndunar við upphaf byggðar hér á landi.&nbsp; Þó að ólíku sé saman að jafna, Ómagabálki Grágásar frá 12. öld og velferðarþjónustu nútímans, er munurinn minni en ætla má við fyrstu sýn.&nbsp; Allt frá því Ísland byggðist hafa hrepparnir axlað ábyrgð á þeim sem ekki hafa átt í sig eða á og ættingjar hafa ekki getað annast.&nbsp; Fjöldi hreppa á þjóðveldisöld er óþekktur, en í hreppi skyldu vera a.m.k. 20 þingfararkaupsbændur hið fæsta. Í manntalinu árið 1702 töldust hrepparnir 165, þeim fjölgaði um tíma við myndum þorpa og bæja og hefur í raun fækkað merkilega lítið síðan, þrátt fyrir bættar samgöngur og aukið þéttbýli.&nbsp;</span></p> <p><span>Löggjöf um framfærslu, sem var velferðarþjónusta fyrri tíma, tók litlum breytingum í gegnum aldirnar allt til þess að fátækrareglugerðin tók gildi árið 1834. Hér er ekki ætlunin að rekja sögu og þróun íslenskrar velferðarþjónustu, en segja má að á eftir fátækralögggjöfinni, sem fól í sér úrræði til að hjálpar fátæklingum, m.a. með því að brjóta upp fjölskyldur og setja niður á fleiri en einn bæ, hafi tekið við ýmsar félagslegar tryggingar, því næst uppbygging almannatryggingakerfisins og svo víðtækt velferðarríki samtímans.</span></p> <p><span>Hugmyndafræðin og væntingarnar sem menn báru í brjósti við stofnun “Almannatrygginganna íslensku” fyrir miðja síðustu öld bera bæði vott um heildarsýn og mikinn metnað.&nbsp; Þarna á glærunni má sjá “velferð frá vöggu til grafar” í hnotskurn. Myndin er úr bók &nbsp;Jóns Blöndal og Jóhanns Sæmundssonar um Almannatryggingar á Íslandi, sem gefin var út af félagsmálaráðuneytinu árið &nbsp;1945.</span></p> <p><span>Þessi þróun hélst í hendur við þróun Íslands úr landbúnaðarþjóðfélagi til þjónustuþjóðfélags og er vel lýst í bók &nbsp;feðganna Stefáns Ólafssonar og Kolbeins Stefánssonar.&nbsp; Myndin nær yfir árabilið 1890 til 2000 og sýnir umbreytingaskeið íslensks atvinnulífs og mikinn vöxt þjónustunnar.</span></p> <p><span>Samfélag manna vex og minnkar í senn.&nbsp; Það vex með auknum og fjölbreyttari viðfangsefnum fólks en heimurinn dregst samtímis saman með þróun upplýsingartækninnar og síauknum samgöngum heimshluta á milli.&nbsp; Við getum fylgst með því sem gerist í órafjarlægð og aflað okkur fróðleiks um allt milli himins og jarðar. Þessi þróun hefur líklega meiri áhrif á velferðarríkin heldur en þau sem skemmra eru á veg komin.&nbsp;&nbsp; Íslendingar hafa alla burði til að nýta sér þessa þekkingu til að efla velferðina í landinu – þar með talið að efla og styrkja fjölþætta þjónustu í dreifbýli og þéttbýli.</span></p> <p><span>Íslenska þjóðin er enn ung miðað við nágrannaþjóðirnar, en spáð er að hún muni eldast á nýrri öld.&nbsp; Í dag eru 30 % þjóðarinnar 19 ára og yngri.&nbsp; Hagstofan gerir&nbsp; ráð fyrir að þessi hópur verði 26% þjóðarinnar eftir 20 ár,&nbsp; og að öldruðum hafi þá fjölgað úr 10.% í 14% af heildarfjölda þjóðarinnar. &nbsp;Breytingin felur í sér að börnum fækkar og öldruðum fjölgar. Þessi framtíðarsýn skiptir verulegu máli þegar hugað er að velferð aldraðra, sem samhliða því að gera kröfu um bætta þjónustu vilja að sjálfsögðu halda áfram að vera virkir þátttakendur í samfélaginu, enda flestir við góða heilsu.&nbsp; Framtíð velferðar á Íslandi ræðst m.a. af því hvernig okkur tekst að tryggja hinn ört vaxandi eldri kynslóð góð lífskjör.</span></p> <p><span>Á seinnihluta síðustu aldar dró verulega úr frjósemi kvenna og er augljós fylgni á milli fækkunar barna á hverja konu og notkunar p-pillunnar, sem kom á almennan markað í kringum 1965. En íslenskar konur eru þrátt fyrir það meðal frjósömustu kvenna Evrópu og vekur það athygli ekki síst í ljósi mikillar þátttöku þeirra á vinnumarkaði. &nbsp;&nbsp;Á hinn bóginn &nbsp;hefur meðalaldur kvenna við fæðingu fyrsta barns hækkað umtalsvert á undanförnum áratugum úr rúmlega 21 ári í rúmlega 26 ár, sem er veruleg breyting og lýsir vel hvernig unga kynslóðin í dag lýkur fyrst námi og eignast jafnvel þak yfir höfuðið áður en barneignir hefjast.&nbsp;Fróðlegt verður að fylgjast með þessari þróun.&nbsp;</span></p> <p><span>Undirstöður íslenska velferðarríkisins eru margþættar og þjóðin er vel í stakk búin til að mæta framtíðarútgjöldum til velferðarmála. Íslendingar hafa lengst af búið við lítið atvinnuleysi, atvinnuþátttaka er með því hæsta sem gerist meðal OECD-ríkjanna, ekki síst þátttaka kvenna, og starfsaldur er almennt lengri en gengur og gerist í öðrum löndum. Allt byggir þetta grunn velferðarkerfisins okkar. Markviss uppbygging lífeyrissjóða, sem í dag eiga samanlagt yfir eitt þúsund milljarða króna, gerir það að verkum að breytt aldurssamsetning þjóðarinnar mun ekki reynast eins stór biti fyrir útgjöld hins opinbera hér á landi eins og hjá öðrum vestrænum þjóðum. Þetta eru athyglisverðar staðreyndir.</span> <span></span></p> <p><span>Á hinn bóginn birtast undirstöður&nbsp; velferðarkerfisins í margþættri, nauðsynlegri og sjálfsagðri þjónustu og aðstoð sem tryggir börnum leikskóla og grunnskóla. Þær birtast í heildstæðum almannatryggingum, öflugri heilsugæslu og sjúkrahúsum, &nbsp;húsnæðiskerfi sem gerir langflestum kleift að eignast þak yfir höfuðið og víðast hvar vandaðri félagsþjónustu sveitarfélaga.&nbsp; Og hér gegna sveitarfélögin sífellt umfangsmeira hlutverki.&nbsp; Á árum áður sáu þau næstum &nbsp;einvörðungu um félagsþjónustuna, sem byggð var á fornum meið fátækralöggjafarinnar. Í dag sjá þau einnig um menntun barna og ungmenna, bjóða upp á fjölþætta félagsþjónustu, bera ábyrgð á barnavernd og &nbsp;hafa víða&nbsp; tekið að sér þjónustu við fatlaða og aldraða.</span></p> <p><span>Félagsþjónustunni hefur vaxið fiskur um hrygg, en fámenn sveitarfélög eru óneitanlega enn illa í stakk búin til að veita þá altæku og umfangsmiklu þjónustu og aðstoð sem skylt er lögum samkvæmt.&nbsp; Framundan er ítarleg könnun á framkvæmd félagsþjónustunnar sem félagsmálaráðuneytið er nú að undirbúa þannig að meta megi hvernig staðið er að þjónustunni um land allt. Lögin um félagsþjónustu sveitarfélaga eru 14 ára gömul og það tók sveitarfélögin mörg hver langan tíma að byggja upp lágmarksþjónustu á ýmsum sviðum sem kveðið er á um.&nbsp; Má þar nefna vandaða félagslega ráðgjöf og reglubundið, viðunandi eftirlit með þjónustu dagmæðra svo ég leyfi mér að taka dæmi.</span></p> <p><span>Félagsleg heimaþjónusta er veitt um allt land og hefur aldrei staðið á sveitarfélögunum að viðurkenna þá þörf, hvorki fámennum né fjölmennum. Það má hins vegar gera mun betur hvað varðar eftirlit með heimaþjónustunni, bæði í þéttbýli og dreifbýli, og gert er ráð fyrir að könnunin sem framundan er nái að draga bæði fram það sem vel er gert á þessu sviði og það sem betur má fara.&nbsp; Í ljósi þess að öldruðum íbúum fjölgar stöðugt er brýnt að efla og útfæra betur en nú er gert félagslega heimaþjónustu svo koma megi í veg fyrir að eldri borgarar þurfi að yfirgefa heimili sín og fara á dvalarheimili eða stofnanir.&nbsp; Á sama tíma er rétt að halda augunum opnum fyrir nýjum búsetuúrræðum fyrir aldrað fólk, en úrræðagóð heimaþjónusta er ein af forsendum þess að útfæra megi ný búsetuúrræði.</span></p> <p><span>Fyrir tveimur árum samdi félagsmálaráðuneytið, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og samtök félagsmálastjóra, nýjar leiðbeiningar sem sveitarfélögin geta haft til hliðsjónar við smíði &nbsp;reglna sinna um fjárhagsaðstoð.&nbsp;&nbsp; Mörg sveitarfélög hafa notfært sér þessar fyrirmyndir, sem leiðir til aukins samræmis milli sveitarfélaga og er það vel. &nbsp;&nbsp;Þrátt fyrir það er enn verulegur munur á fjárhæðum fjárhagsaðstoðar með tilliti til stærðar sveitarfélaganna. Reykjavík sker sig úr með hæstu fjárhæð á heimili eins og hér sést, &nbsp;en meðalfjárhæð í &nbsp;fámennustu sveitarfélögunum árið 2002 er ekki mælanleg og er súlan á glærunni einungis til málamynda. Það er óneitanlega umhugsunarvert að ekki mælist greiðsla fjárhagsaðstoðar hjá því 61 sveitarfélagi, sem voru með færri en 250 íbúa árið 2002, en íbúafjöldi samtals í þessum sveitarfélögum var reyndar einungis 1.6% af heildarfjölda þjóðarinnar.&nbsp; Enda þótt meðalfjárhæð fjárhagsaðstoðar á heimili sé ef til vill ekki besti mælikvarðinn á þetta, er munurinn svo mikill að álykta má að á þessu sviði standi fjölmennari sveitarfélögin sig betur en hin fámennari.</span></p> <p><span>Þjónusta við fatlaða er eitt af þeim verkefnum sem lagt hefur verið til að sveitarfélögin taki að sér. Víða um land hafa sveitarfélögin tekið að sér rekstur þessa málaflokks, fyrst sem reynslusveitarfélög og síðar í gegnum þjónustusamninga við félagsmálaráðuneytið. Ljóst er að góð reynsla er af því að sveitarfélögin annist þennan málaflokk, verkefnin eiga samleið með mörgum viðfangsefnum sveitarfélaga á sviði félagsþjónustu og ákveðin samþætting skilar hagræði, bæði í rekstri og veitingu þjónustu, án þess að þjónustustig minnki.</span></p> <p><span>Flutningur á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga var nokkurn veginn frágenginn vorið 2001, þegar ákveðið var að hverfa frá málinu. Ráðuneytið hefur notað þann tíma sem síðan er liðinn til að þróa þjónustu í málaflokknum mjög vel, unnið að stefnumótun fyrir málaflokkinn með aðkomu fjölmargra aðila og minnkað biðlista eftir þjónustu. Að mínu mati verða sveitarfélögin að gefa skýr skilaboð um að þau séu tilbúin til að hefja undirbúning að yfirtöku málefna fatlaðra og jafnframt að þeim sé full alvara í því að taka við þessu verkefni. Hér sem endranær eru stærri og sterkari einingar nauðsynlegar og sameiningar því grundvallaratriði.</span></p> <p><span>Málefni geðfatlaðra hafa verið til allnokkurrar umfjöllunar á undanförnum misserum og það er vel.</span></p> <p><span>Geðfatlaðir og aðstandendur þeirra hafa vakið athygli á því að þeim sé í mörgum tilvikum ekki búin sómasamleg aðstaða, hvorki hvað varðar búsetu né ýmisskonar þjónustu. Við þeim ábendingum þarf að bregðast og það hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að gera. Með því að verja milljarði af söluandvirði Símans og hálfum milljarði að auki úr Framkvæmdasjóði fatlaðra næstu 5 ár, til uppbyggingar þjónustu fyrir geðfatlaða, hefur verið brotið blað á þessu sviði. Þessi ákvörðun er mér afskaplega mikils virði og ég trúi því að hún muni hafa varanleg áhrif á samfélag okkar um langa framtíð.</span></p> <p><span>Veruleg umbylting hefur orðið á stöðu kvenna á vinnumarkaði,&nbsp; en ég skal fúslega viðurkenna að ég vildi að við hefðum náð lengra og á ég þar ekki síst við jafnlaunamálin. &nbsp;&nbsp;Vel hefur tekist til að því er varðar kröftuga menntasókn kvenna og&nbsp; atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er líklega sú mesta í heiminum. Niðurstöður skýrslu um efnahagsleg völd kvenna</span> <span>[1]</span> <span>benda hins vegar&nbsp; til þess að vinnumarkaðurinn sé mjög kynskiptur; að hann endurspegli að einhverju leyti þá staðreynd að námsval sé kynbundið.&nbsp; Konur eru í meirihluta þeirra sem ljúka námi frá háskólum, en karlar sækja einkum í iðn- og tæknigreinar. Þörfin fyrir samþættingu starfsferils og fjölskyldulífs er sívaxandi.&nbsp; Velferðarríkin takast hér á við stórt verkefni og leika sveitarfélögin þar stórt hlutverk.&nbsp; Nauðsynlegt er að búa fjölskyldunum skilyrði til að ala börnin upp á farsælan hátt, en jafnframt að viðhalda mikilli virkri þátttöku á vinnumarkaði, sem er grundvöllur framleiðni.&nbsp; Öflugt samspil heilsugæslu, félagsþjónustu og skóla er forsenda þess að börnin fái notið menntunar og fjölbreyttra tækifæra þeim og samfélaginu öllu til hagsbóta.&nbsp; Taka verður tillit til þessa, ekki einungis við mótun velferðarstefnu ríkis og sveitarfélaga, heldur og ekki síður við mótun efnahagsstefnunnar. Við eigum að fjárfesta í börnum, forða þeim frá fátækt og leggja með því góðan grunn að menntun þeirra og þátttöku í samfélaginu í nútíð og framtíð.&nbsp; Þannig eflum við best mannauðinn og í því felst farsæl velferðarstefna.&nbsp;</span></p> <p><span>Atvinnulíf og atvinnuþátttaka breytist með breyttum tímum. Aðstæður launafólks breytast þessu samfara.&nbsp; Harðari samkeppni og auknar kröfur um arðsemi leiða til þess að gerðar eru ríkari kröfur um hagræðingu og arðsemi fjárfestinga.&nbsp; Þetta getur leitt til fækkunar starfsfólks og rannsóknir í nágrannaríkjum hafa á síðustu tveimur árum sýnt nokkrar breytingar á vinnumarkaði.&nbsp; Þar má til dæmis nefna : [2]</span></p> <p><span>·&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> <span>Auknar ráðningar fólks í hlutastörf og er það algengara meðal kvenna</span></p> <p><span>·&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> <span>Auknar ráðningar í tímabundin störf oft án réttinda og kjara sem fólk í venjulegri ráðningu nýtur</span></p> <p><span>·&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> <span>Aukna notkun starfsmannaleiga, m.a. með nýtingu erlends vinnuafls</span></p> <p><span>·&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> <span>Aukna notkun fjarvinnslu, sem losar atvinnurekendur frá svæðisbundnum vinnumarkaði</span></p> <p><span>·&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> <span>Aukin áhersla á sveigjanleika vinnumarkaða og í starfsliði einstakra fyrirtækja</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við höfum ekki farið varhluta af þessari þróun hér á landi og augljóst er að við verðum að standa vörð um réttindi fólks á vinnumarkaði í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins.&nbsp; Ég hef ekki hugsað mér að fjalla nánar um þessi mál en ég vil þó geta þess hér að ég lét Rannsóknarstofnun í vinnurétti og jafnréttismálum á Bifröst vinna fyrir mig ítarlega greinargerð um starfsmannaleigur og þá möguleika sem stjórnvöld kunna að hafa til þess að taka með einhverjum hætti á starfsemi erlendra starfsmannaleiga hér á landi. Greinargerðin lýtur einkum að því að kanna möguleika á lagasetningu í þessu skyni og sérstök nefnd sem ég skipaði til þess að fara yfir þessi mál hefur greinargerðina nú til skoðunar. Þessi mál þarfnast ítarlegrar og vandaðar skoðunar og sú vinna á sér nú stað í ráðuneytinu.&nbsp; &nbsp;&nbsp;Þróun á vinnumarkaði getur haft veruleg áhrif á velferðarsamfélagið í heild sinni og þar á meðal á möguleika fjölskyldna til að samþætta atvinnulíf og starf. Það leiðir enn og aftur hugann að skyldum ríkis og sveitarfélaga við fjölskyldurnar í landinu.&nbsp; Skýr fjölskyldu- og jafnréttisstefna stjórnvalda og fyrirtækja og öflug, heildstæð&nbsp; velferðarþjónusta getur haft jákvæð áhrif á þróun og uppbyggingu á vinnumarkaðnum.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Innflytjendum hefur fjölgað verulega &nbsp;hér á land á undanförnum áratug eða úr tæpum 2% í 3.8% á sl. áratug.&nbsp; Þetta fólk er á besta aldri og virkir þátttakendur í atvinnulífinu. &nbsp;Sambúð innfæddra og innflytjenda er farsæl og við höfum ekki orðið vitni að átökum milli kynþátta hér á landi.&nbsp; En slíkar fréttir berast okkur því miður reglulega utan úr heimi.&nbsp; Íslenskt atvinnulíf nýtur þess að útlendingar sækja í störf hér á landi. &nbsp;&nbsp;Hámark var í útgáfu atvinnuleyfa árið 1999 en í fyrra voru gefin út um það bil 3.600&nbsp; leyfi. Nú er svo komið að erlent vinnuafl, sem hlutfall af heildarvinnuafli hér á landi, er 4.5% og einungis Svíar af Norðurlandaþjóðunum hafa hærra hlutfall, en munurinn er lítill.&nbsp;</span></p> <p><span>Víða um land á atvinnulífið mikið undir erlendu vinnuafli og er mikilvægt að þeir sem hyggjast setjast að hér á landi&nbsp; nái sem fyrst fótfestu í íslensku samfélagi.&nbsp;Glæran sýnir hlutfall erlendra íbúa í 15 fjölmennstu sveitarfélögunum og sker Ísafjarðarbær sig úr.&nbsp; En þegar litið er til allra sveitarfélaganna með tilliti til erlendra ríkisborgara, kemur í ljós að víða eru erlendu ríkisborgararnir verulegur hluti mannfjöldans.</span></p> <p><span>Niðurstöður skoðanakönnunar Gallup sem Alþjóðahúsið lét framkvæma á sl. hausti skutu okkur skelk í bringu. Þar birtust viðhorf Íslendinga til útlendinga, til framandi menningar og flóttamanna. Bornar voru saman niðurstöður tveggja&nbsp;&nbsp; kannana, frá 1999 og frá árinu 2004.&nbsp; Það sem var mest sláandi var hversu þeim hafði fækkað sem voru jákvæðir gagnvart því að leyfa fleiri útlendingum að vinna hérlendis. Samkvæmt könnuninni hafði þeim fækkað um 14 prósentustig. Einnig hafði þeim þeim fækkað verulega sem voru jákvæðir gagnvart mótttöku flóttamanna. Árið 1999 voru þeir sem voru jákvæðir 45% svarenda en á sl. hausti voru þeir aðeins 27,5% svarenda.</span></p> <p><span>Það er verulegt umhugsunarefni hvað hafi valdið þessari viðhorfsbreytingu á einungis fimm árum. Íslendingar hafa allar forsendur til að vera jákvæðari gagnvart útlendingum og innflytjendum en margar aðrar þjóðir.</span></p> <p><span>Ísland er á hraðri leið með að verða fjölmenningarlegt samfélag.&nbsp; Framundan er skipun Innflytjendaráðs sem mun hafa aðsetur í félagsmálaráðuneyti.&nbsp; Fulltrúar í Innflytjendaráði koma frá 4 ráðuneytum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og innflytjendum sjálfum. Það verkefni snýst&nbsp; ekki síst um samstarf við önnur ráðuneyti, sveitarfélögin og hagsmunaaðila og að leita eftir breiðri samstöðu um málaflokkinn. Gert er ráð fyrir því að innflytjendaráðið byggi öðrum þræði starfsemi sína á því þróttmikla starfi sem þegar er unnið víða um land. Innflytjendaráðinu er samhliða ætlað veigamikið hlutverk innan stjórnsýslunnar, annars vegar að gera tillögur til stjórnvalda um stefnu í málefnum innflytjenda og hafa umsjón með framkvæmd hennar og á hinn bóginn að sjá um gerð þjónustusamninga um ýmis nauðsynleg verkefni.&nbsp; Þjónustusamningar geta snúist um upplýsingamiðlun til innflytjenda, um utanumhald tölfræðilegra upplýsinga, túlkaþjónustu, þjónustu&nbsp; við sveitarfélög og þróunarvinnu og rannsóknir. Samhliða verður stofnuð nefnd um flóttafólk og hælisleitendur, sem tekur m.a. við verkefnum flóttamannaráðs.</span></p> <p><span>Ágætu málþingsgestir.</span></p> <p><span>Í dag blasir margþætt&nbsp; þjónusta velferðarríkisins við okkur, opnari umræða um þjónustuna og fjölbreyttari faghópar sem sinna henni, samhliða aukinni þekkingu á því hvað fólki nýtist best í þjónustu og ráðgjöf. Áhrif hagsmunasamtaka verða sífellt meiri og faglegri.&nbsp; Hagsmunasamtökin horfa ekki á hin aðskildu viðfangsefni ráðuneytanna eða hvort þjónustan er veitt af ríki eða sveitarfélagi heldur fyrst og fremst á það hvort þjónustan sé viðunandi. Neytandinn þarfnast þjónustunnar hvort sem hún er veitt af ríki eða sveitarfélagi.&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta allt leiðir til þess að þær gjár sem verið hafa á milli faghópa innan velferðarþjónustunnar hverfa smám saman eða að minnsta kosti eru komnar brýr yfir þær sumar.&nbsp; Af þessu leiðir að fagstéttir og hin mismunandi svið velferðarþjónustunnar, sem hingað til hafa unnið hver á sínum aðskilda vettvangi, vinna meira saman.&nbsp; Dæmi um þetta er samstarf um félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun í Reykjavík.&nbsp; Ég sé einnig fyrir mér aukið samstarf á milli ungbarnaeftirlits og mæðraskoðunar annars vegar og félagslegrar ráðgjafar hins vegar.&nbsp; Í dag er annað verkefnið á hendi ríkis og hitt á hendi sveitarfélaga.&nbsp;</span></p> <p><span>Öflug&nbsp; sveitarfélög gætu veitt þessa alhliða velferðarþjónustu og rekið saman heilsugæslu og félagsþjónustu undir merkjum velferðar og&nbsp; samþætt þar með þjónustu við leik- og grunnskóla.&nbsp; Við þetta mætti bæta barnaverndinni, sem reyndar er mun sérhæfðara viðfangsefni. Og í þessu sambandi vil ég undirstrika að ég tel að við stæðum jafnframt betur að vígi með eitt velferðarrráðuneyti innan stjórnarráðsins en eins og ykkur er kunnugt er nú hafin endurskoðun á skipulagi stjórnarráðsins og verkaskiptingu á milli ráðuneyta.</span></p> <p><span>Við getum spurt okkur “til hvers eru sveitarfélögin?”&nbsp; Er ekki í lagi að sleppa þessu stjórnsýslustigi?&nbsp; Getur ekki ríkið séð um þetta?&nbsp; Fyrir svo fámenna þjóð?&nbsp;</span></p> <p><span>Ríkið sér um ýmsa þætti stjórnsýslunnar nú þegar, svo sem rekstur heilsugæslu, sjúkrahúsa og löggæslu.&nbsp; Á hinn bóginn er ég þeirrar skoðunar að við eigum einmitt að hlúa að sveitarfélögunum efla þau og styrkja, það er jafnnauðsynlegt fámennri þjóð sem fjölmennri og hinar dreifðu byggðir landsins kalla á öflugt sveitarstjórnastig. Sveitarfélögin sinna í fyrsta lagi</span> <span>staðbundinni stjórnsýslu í öðru lagi veita þau &nbsp;nærþjónustu og í þriðja lagi sinna þau hagsmunagæslu fyrir nærsamfélagið.&nbsp; Efling sveitarstjórnastigsins miðast að því að að efla þessa þætti, með nýjum nærþjónustuverkefnum, endurskoðun tekjustofna og styrkingu sveitarstjórnarstigsins með sameiningu sveitarfélaga.</span></p> <p><span>Eins og mönnum er kunnugt hefur mikil vinna verið lögð í að kanna og komast að farsælli niðurstöðu um flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga. &nbsp;Í október 2003 skipaði heilbrigðisráðherra nefnd um flutning á verkefnum á sviði heilbrigðismála og þjónustu við aldraða frá ríki til sveitarfélaga.&nbsp; Þá þegar var komin góð reynsla á að tvinna saman heilsugæslu, heimahjúkrun og félagsþjónustu eins og gert er í mismiklum mæli í nokkrum sveitarfélögum sem tekið hafa að sér þessi verkefni.&nbsp; Þessi nefnd hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að forsendur ákvörðunar&nbsp; um flutning verkefna í því umfangi sem hún fékk til umfjöllunar, m.a. hvort flytja mætti heislugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir til sveitarfélaganna, sé sameining sveitarfélaga og önnur efling sveitarstjórnastigsins, skýr flutningur tekjustofna og sátt meðal fulltrúa samningsaðila og helstu hagsmunaaðila um meginatriði verkefnaflutningsins. Það liggur því fyrir hér sem annars staðar að forsenda fyrir yfirflutningi stórra málaflokka frá ríki til sveitarfélaga er að sveitarfélögin eflist með sameiningum. Það liggur alveg ljóst fyrir.</span></p> <p><span>Verkefnisstjórn um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem ég skipaði í árslok 2003 óskaði eftir álitsgerð um mat á kostum þess og annmörkum að flytja ákveðin verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Þessi verkefni voru: Málefni fatlaðra, heilsugæsla, minni sjúkrahús, málefni aldraðra, umboð Tryggingarstofnunar ríkisins og vinnumiðlun og ráðgjöf.&nbsp; Óskað var eftir margþættu mati sem fólst m.a. í því að kanna hver yrðu áhrif á skiptingu opinberra útgjalda milli ríkis og sveitarfélaga, hvort málaflokkarnir myndu falla að núverandi verkefnum sveitarfélaganna og hvernig mætti koma fyrir heildstæðri félagsþjónustu á einum stað til hægðarauka fyrir neytendur.&nbsp; Einnig &nbsp;var óskað eftir könnun á því hvort verkefnin væru til þess fallin að uppfylla þau markmið sem verkefnisstjórnin hafði sett sér en þau eru:</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Að treysta og efla sveitarstjórnarstigið með aukinni valddreifingu</span><span>&nbsp;hins opinbera</span></p> <p><span>Að sveitarfélögin annist flesta nærþjónustu við íbúa</span></p> <p><span>Að sveitarfélögin ráðstafi auknum hlut í opinberum útgjöldum og fái til þess eðlilegan hluta tekna hins opinbera</span></p> <p><span>Að sveitarfélögin myndi heilstæð atvinnu- og þjónustusvæði</span></p> <p><span>Að efla sjálfsforræði byggðalaga</span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Niðurstaða þessarar úttektar var að innan allra málaflokkanna sex sem kannaðir voru kæmi vel til greina að flytja verkefni til sveitarfélaganna það, &nbsp;gæti bæði aukið skilvirkni og bætt þjónustu við almenning. Í framhaldinu lagði verkefnisstjórnin til tillögur um verkefnaflutning frá ríki til sveitarfélaga og hins vegar verkefnaflutning frá sveitarfélögum til ríkis. Allar tillögurnar miða að því að gera verkaskiptingu hins opinbera skýrari, auk þess sem tillögur um verkefnaflutning til sveitarfélaga miða að því að efla nærþjónustu við íbúa.</span></p> <p><span>Eftirfarandi verkefni setur verkefnisstjórnin í forgang og telur mikilvægt að vinna við flutning þeirra milli stjórnsýslustiga hefjist nú þegar.</span></p> <strong><span><br clear="all" /> </span></strong> <p><strong><span>Velferðar- og heilbrigðisþjónusta</span></strong></p> <p><span>Lagt er til að að nú þegar verði hafist handa við flutning eftirfarandi verkefna frá ríki til sveitarfélaga með það að markmiði að málaflokkarnir verði alfarið verkefni sveitarstjórnarstigsins.</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Málefni fatlaðra frá félagsmálaráðuneyti</span></li> <li><span>Heilsugæsla, heimahjúkrun, öldrunarþjónusta og minni sjúkrahús frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.</span></li> <li><span>Svæðisvinnumiðlun og atvinnuráðgjöf frá Vinnumálastofnun.</span></li> </ul> <p><strong><span>Opinber eftirlitsverkefni</span></strong></p> <p><span>Lagt er til að nú þegar verði hafinn undirbúningur að flutningi ákveðinna opinberra eftirlitsverkefna frá ríki til sveitarfélaga með það að markmiði að heildarstefnumótun og samræming sé á hendi ríkisins, en dagleg framkvæmd sé sem mest á hendi sveitarfélaga.</span></p> <span><br clear="all" /> </span> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Eftirlit með mengandi starfsemi og dýravernd gæludýra frá Umhverfisstofnun</span></li> <li><span>Verkefni héraðsdýralækna, þ.m.t. eftirlit með sláturhúsum og dýravernd frá embætti yfirdýralæknis</span></li> <li><span>Eftirlit með matvælaframleiðslu og útgáfa vinnsluleyfa frá Fiskistofu</span></li> <li><span>Eftirlit með aðbúnaði starfsfólks á vinnustöðum og öryggi vinnuvéla frá Vinnueftirliti ríkisins</span></li> <li><span>Annað sérhæft eftirlit, s.s. með geislamælingum og tækjabúnaði á heilbrigðissviði.</span></li> </ul> <p><span>Auk þessara verkefna leggur verkefnisstjórnin til að verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga í menntamálum verði skýrð, og að flutningur ýmissa annarra verkefna til sveitarfélaga verði kannaður, s.s. á sviði á samgöngumála.</span></p> <p><span>Það er augljós kostur að flytja málefni fatlaðra til sveitarfélaganna þjónusta við fatlaða fellur einstaklega vel að annarri félagsþjónustu sem nú þegar er á hendi sveitarfélaganna og góð reynsla þar sem það hefur verið reynt.&nbsp;</span></p> <p><span>Í öldrunarþjónustu kemur vel til greina að skoða stjórnsýslu málaflokksins nánar og jafnvel skipuleggja þjónustuna upp á nýtt.&nbsp; Meðal annars í þeim tilgangi &nbsp;að greina heilbrigðisþjónustuna frá hinni félagslegu þjónustu sem öldruðum er nú veitt samkvæmt lögum sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið, svo sem húsnæðismál aldraðra og stefna að því að sveitarfélögin beri ábyrgð á allri félagslegri aðstoð við aldraða þar með talin dag- og stoðþjónusta og búsetuúrræði.</span></p> <p><span>Það er vert að huga að því í fullri alvöru að fela sveitarfélögunum umsjón og rekstur heilsugæslunnar.&nbsp; Þessi þjónusta er sannarlega nærþjónusta og góður kostur að hún sé veitt í góðum tengslum við félagsþjónustu þar með talda þjónustu við aldraða og fatlaða.&nbsp;</span></p> <p><span>Frekari viðræður um flutning verkefna til sveitarfélaga bíða fram yfir sameiningarkosningarnar þann 8. október nk. Ríkið hefur lýst yfir mjög ákveðnum vilja til að færa sveitarfélögunum aukin verkefni en það mun líka reyna á vilja sveitarfélaganna í þeim efnum. Það er ekkert sérstakt kappsmál af minni hálfu, sveitarfélögin þurfa að vilja taka við verkefnunum. Það hef ég ítrekað sagt á fundum mínum með íbúum og sveitarstjórnarmönnum um land allt en það breytir því ekki að ég er sannfærður um að þjónustunni er best fyrir komi sem næst þeim sem eiga að njóta hennar.&nbsp; Mikilvægt er að sem flestir komu að mótun og þróun þeirrar grundvallarþjónustu sem við erum sammála um að samfélagið veiti.</span></p> <p><span>Ágætu málþingsgestir.</span></p> <p><span>Nútímaleg félagsþjónusta sveitarfélaganna gæti því litið svona út ef vel tekst til í náinni framtíð, þar sem allir þessir málaflokkar væru á einni hendi öflugs sveitarfélags.</span></p> <p><span>Ég vil að lokum óska Sambandi íslenskra sveitarfélaga til hamingju með árin 60.</span></p> <p><span>Um leið og ég þakka áheyrnina óska ég ykkur góðs vinnudags hér í Salnum en dagskrá málþingsins veit á gott.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <div> <br clear="all" /> <hr align="left" width="33%" size="1" /> <div id="ftn1"> <p><span>[1]</span> <span>Efnahagsleg völd kvenna forsætisráðuneyti, 2004</span></p> </div> <div id="ftn2"> <p><span>[2]</span> <span>Úr bók Stefáns Ólafssonar og Kolbeins Stefánssonar: Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag 2005, bls. 177</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> </div> </div> <br />

09. ágúst 2005Hinsegin dagar

<p><span>Ágætu áheyrendur.</span></p> <p><span>Það er mér sönn ánægja að fá tækifæri til að ávarpa ykkur á &ldquo;Hinsegin dögum&rdquo;, þegar borgin okkar iðar af mannlífi, litum og gleði. Þetta er fagnaðarhátið okkar <strong>allra</strong> sem búum í þessu samfélagi, og í raun stórkostlegt að með þessum hætti skulum við geta sýnt samstöðu okkar gagnvart samkynhneigðu fólki, hvort sem við tilheyrum þeim hópi eður ei.</span></p> <p><span>Við erum reiðubúin að fjölmenna út á götur borgarinnar á degi homma og lesbía en erum við tilbúin að viðurkenna fullan rétt þeirra á við aðra borgara þessa lands, til dæmis hvað varðar rétt til fjölskyldulífs? Við vitum að mikilvægt skref var stigið í réttindabaráttu homma og lesbía þegar lög um staðfesta samvist voru sett árið 1996, en ætlum við að láta þar staðar numið?</span></p> <ul> <li><span>Í dag eiga hommar og lesbíur ekki sömu möguleika og gagnkynhneigð pör að skrá óvígða sambúð hjá Hagstofunni.</span></li> <li><span>Samkynhneigð pör í staðfestri samvist eiga ekki rétt á að ættleiða íslensk eða erlend börn til jafns á við gagnkynhneigð hjón, eða einstaklinga.</span></li> <li><span>Lesbíur eiga ekki sama rétt og gagnkynhneigðar konur til tæknifrjóvgunar í opinberum sjúkrastofnunum.</span></li> <li><span>Að því ógleymdu að samkynhneigt fólk getur ekki óskað eftir því að prestar eða</span> <span>forstöðumenn safnaða gerist vígslumenn þeirra sem hyggjast ganga í staðfesta samvist.</span></li> </ul> <p><span>Baráttumál homma og lesbía er að öðlast fullan rétt á við gagnkynhneigða til fjölskylduþátttöku. Ég styð það sjónarmið heils hugar og mun halda áfram að beita mér fyrir því, í fullri samvinnu við ykkur.</span></p> <p><span>Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar um foreldrahlutverk samkynhneigðra sýna, að færni þeirra er ekki lakari en gagnkynhneigðra foreldra. Lesbíur eru ekki öðruvísi en aðrar mæður hvað varðar uppeldishætti og færni sem uppalendur. Jafnframt sýna rannsóknir að hommum og gagnkynhneigðum körlum svipar mjög saman sem feðrum, við helstu þætti þess mikilvæga hlutverks.</span></p> <p><span>Ég er þeirrar skoðunar að almennt sé afar brýnt að efla rannsóknir á högum ættleiddra barna af erlendum uppruna, en meðan rannsóknir sýna, að samkynhneigðir foreldrar eru hreint ágætlega færir um að annast börn jafnt á við gagnkynhneigð pör, ætti það að hvetja til þess að við tökum til alvarlegrar skoðunar, hvort það geti raunverulega verið réttlætanlegt að meina samkynhneigðum að ættleiða börn. Rétt eins og gert hefur verið í Svíþjóð þar sem samkynhneigðum hefur verið veittur réttur til frumættleiðinga á börnum, erlendum sem innlendum, með lögum sem tóku gildi 2002.</span></p> <p><span>Meginforsenda þess að par geti ættleitt barn er að hagir og aðstæður væntanlegra kjörforeldra séu þannig að barnið búi við sem vænlegustu þroskaskilyrði og að foreldrarnir séu færir um að veita barninu umönnun og ástúð. Ég vil meina að samkynhneigðir foreldrar geti uppfyllt þau skilyrði rétt eins vel og gagnkynhneigðir foreldrar.</span></p> <p><span>Ég tek undir það sjónarmið að meginmarkmið ættleiðingar er að útvega barni fjölskyldu en ekki útvega fjölskyldu barn. Nauðsynlegt er að tryggja barni bestu hugsanlegar aðstæður og ég tel þær geta allt eins verið að finna hjá samkynhneigðum sem gagnkynhneigðum foreldrum.</span></p> <p><span>Sama sjónarmið á í raun við um tæknifrjóvganir lesbía á sjúkrastofnunum. Meðan við viðurkennum að löngun til að eignast barn sé forsenda þess að gagnkynhneigð pör geti gengist undir tæknifrjóvgun þá stríðir það í mínum huga gegn jafnræðissjónarmiðum að meina lesbískum pörum að gangast undir slíka meðferð.</span></p> <p><span>Ég kalla á opnari og hreinskiptari umræðu um rétt samkynhneigðra til fjölskyldulífs. Við þurfum að auka fræðslu til skólabarna um þessi mál sem og almennings, til að sporna við fordómum, því við viljum standa vörð um að mannvirðing sé í heiðri höfð í okkar samfélagi. Við viljum búa í samfélagi þar sem engin þarf að þola eða óttast misrétti, útskúfun eða jafnvel högg og skítkast frá samborgurum sínum.</span></p> <p><span>Ég trúi því að innan tíðar verði réttur homma og lesbía til að ættleiða börn til jafns á við gagnkynhneigð pör. Að lesbíur í staðfestri samvist njóti sama réttar og aðrar konur til tæknifrjóvgunar á sjúkrastofnunum og að þess verði ekki heldur lengi að bíða að prestum og forstöðumönnum safnaða verði heimilaður réttur, óski þeir þess, til að gerast vígslumenn þeirra sem hyggjast ganga í staðfesta samvist.</span></p> <p><span>Ágætu áheyrendur.</span></p> <p><span>Það hefur verið mér sönn ánægja að ávarpa ykkur, á þessari</span> <span>Gay Pride hátíð hér í Reykjavík og finna gleðina sem hér ríkir. Á hátíð þar sem göturnar fyllast af litum, lífi og fjöri og sjá allan þann hóp fólks sem sýnir samstöðu sína með því fagna þessum degi með vinum, ættingjum og samborgurum sínum.</span></p> <p><span>Aðstandendur þessarar hátíðar eiga heiður skilinn fyrir undirbúning allan og framkvæmdina.</span></p> <p><span>Gleðilega hátíð.</span></p> <br /> <br />

09. ágúst 2005Haltur leiðir blindan

<p><span>Ágætu tilheyrendur.</span></p> <p><span>Ég vil byrja á því að óska þeim Bjarka Birgissyni og Guðbrandi Einarssyni innilega til hamingju með þann árangur sem þeir hafa náð hér í dag með því að ljúka göngu sinni í kringum landið. Við hittumst síðast við Mývatn þar sem þeir höfðu nýlokið göngu sinni um öræfin og voru glaðhlakkalegir á leið í sund. Þetta ferðalag félaganna, um 1100 km á 46 dögum, er mikið þrekvirki. Það eru ekki margir <a id="Tölvuorðabókin_5_1" name="Tölvuorðabókin_5_1">ófatlaðir</a> einstaklingar sem gætu tekist á við áskorun af þessu tagi. Árangur þeirra Bjarka og Guðbrands er hálfu meiri þar sem þeir, þrátt fyrir fötlun sína, hafa tekist á við verkefni sem þaulreyndir göngu- og hlaupagarpar myndu telja sig fullsæmda af.</span></p> <p><span>Með því að takast á við þetta verkefni undir yfirskriftinni <em>Haltur leiðir blindan</em> hafa Bjarki og Guðbrandur sýnt okkur öllum fram á það að rétt hugarfar og jákvæð lífsafstaða getur fleytt hverjum sem er yfir erfiðustu hindranir. Þeir eru því ekki einungis fyrirmyndir fyrir fólk með fötlun heldur einnig hina sem ekki eru fatlaðir.</span></p> <p><span>Með göngu sinni hafa þeir Bjarki og Guðbrandur varpað ljósi á ýmis atriði sem skipta fólk með fötlun <span></span>miklu máli í daglegu lífi þess. Mörg þessara atriða skipta kannski ekki svo miklu máli við fyrstu sýn, en eru þó veruleg hindrun fyrir fólk með fötlun við að komast leiðar sinnar og hafa aðgang að öllu því sem nútímasamfélag býður þegnum sínum upp á. Þeir hafa einnig varpað ljósi á það hve miklu máli aðgengi að byggingum og hvers kyns samgöngum skiptir þá sem eru hreyfihamlaðir. Einnig hve miklu máli það skiptir fyrir þá sem eru andlega fatlaðir að hafa möguleika til þess að geta valið sér lífsfarveg og tekist á við þá ábyrgð sem því fylgir.</span></p> <p><span>Tilgangur ferðar þeirra Bjarka og Guðbrands um landið var meðal annars að kynnast lífi og aðstæðum fatlaðra barna og barna sem eru að takast á við langvarandi og erfið veikindi. Samhliða vildu þeir kynnast möguleikum fatlaðra til náms, menningarþátttöku og atvinnu og hvernig hægt sé að yfirvinna hindranir með réttum hjálpartækjum, þjálfun og stuðningi.</span></p> <p><span>Það má segja að með þessu afreki sínu hafi þeir Bjarki og Guðbrandur kynnt fyrir okkur þá einföldu staðreynd að trúin ber okkur hálfa leið í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Jákvætt hugarfar og skilningur eru því lykilatriði á þessari vegferð.</span></p> <p><span>Ég þakka Bjarka og Guðbrandi fyrir framlag þeirra til að breyta viðhorfum og viðmóti í garð fólks með fötlun og með því móti veita okkur nýja sýn á stöðu fatlaðra á Íslandi.</span></p> <br /> <br />

15. júní 2005Norrænt atvinnuleysistryggingamót á Akureyri

<p><strong><span>Heiðraða samkoma</span></strong></p> <p><span>Ég vil byrja á því að bjóða ykkur hjartanlega velkomin til Íslands og hingað til Akureyrar til að eiga ykkar reglubundnu samræðu um atvinnuleysistryggingar og þróun vinnumarkaðarins á Norðurlöndum. Þessi samstarfsvettvangur hefur verið við líði um áratugaskeið, lengi vel án þátttöku Íslendinga, en ég get fullyrt að frá því að við hófum fulla þátttöku í norræna atvinnuleysistryggingamótinu höfum við haft af því mikið gagn og metum það mikils.<span> </span></span></p> <p><span>Akureyri þar sem þið eruð nú stödd er höfuðstaður Norðurlands og bæjarfélagið hér hefur gengið í gegnum margskonar þróunarskeið.<span> </span> Hér voru lengi vel öflugustu iðnfyrirtæki landsins þar sem framleidd var vefnaðarvara og margskonar úrvinnsla úr landbúnaðarafurðum, auk sjávarútvegs og þjónustu við hann.<span> </span> Alþjóðleg samkeppni og samfélagsmynstrið breytti þessari stöðu og um tíma barðist þetta bæjarfélag við talsvert atvinnuleysi.<span> </span></span></p> <p><span>Algerum stakkaskiptum olli þó þegar íslenska ríkisstjórnin ákvað að stofnsetja fyrsta háskólann utan Reykjavíkur, hér á Akureyri fyrir tæpum 20 <span> </span>árum.<span> </span> Það hefur hleypt miklu lífi í bæjarfélagið og<span> </span> haft margskonar jákvæð áhrif á atvinnulífið í heild.<span> </span> Er nú svo komið að hér á Akureyri er ekki meira atvinnuleysi en annars staðar á landinu þrátt fyrir hinar sársaukafullu breytingar sem hér urðu á sínum tíma.</span></p> <p><span>Íslenski vinnumarkaðurinn er um margt nokkuð sérstakur, þó svo að vitaskuld séu alltaf svipuð viðfangsefni sem við okkur blasa hvort sem um stór eða lítil samfélög er að ræða.<span> </span></span></p> <p><span>Atvinnuþátttaka á Íslandi hefur ávallt verið mikil og er nú með því mesta sem gerist í heiminum hjá báðum kynjum.<span> </span> Vinnan göfgar manninn segjum við hér og Íslendingar vinna að jafnaði langan vinnudag.<span> </span> Það dugir ekki til og um þessar mundir er mjög mikil eftirspurn eftir vinnuafli á vinnumarkaðnum og atvinnuleysi í lágmarki en það mældist um 2.3% nú í síðasta mánuði.<span> </span></span></p> <p><span>Ríkisvaldið hefur ávallt reynt að örva fjárfestingar í landinu til að viðhalda hagvexti og samkeppnishæfni þjóðarinnar.<span> </span> Um þessar mundir er verið að reisa stærstu vatnsaflsvirkjun á Austurlandi sem byggð hefur verið í landinu til þessa og verður hún jafnframt með þeim stærstu á Norðurlöndum.<span> </span> Einnig er verið að byggja álverksmiðju á Reyðarfirði sem nýta mun raforkuna frá virkjuninni.<span> </span> Þessar framkvæmdir kalla á mikið vinnuafl sem ekki hefur tekist að afla af innlendum vinnumarkaði og því verið þörf á að veita miklum fjölda erlendra starfsmanna atvinnuleyfi til að sinna þessu verkefni.<span> </span> Stór alþjóðleg verktakafyrirtæki standa að framkvæmdunum og við gerum kröfu um að þau virði íslensk launakjör og samskiptahætti á vinnumarkaði.<span> </span> Það hefur gengið á ýmsu í þeim efnum og málið vakið umræðu um þróun vinnumarkaðarins.<span> </span></span></p> <p><span>Á Norðurlöndum hafa aðstæður á vinnumarkaði og launakjör verið til fyrirmyndar í alþjóðlegum samanburði<span> </span> og það er ákaflega mikilvægt að halda þeirri stöðu. Þess vegna viljum við standa vörð um hið norræna módel. Flæði vinnuaflsins um heiminn gerir kröfu til að við höldum vel á spilunum í þeim efnum.<span> </span> Verkafólk býr víða í heiminum við hraksmánarleg kjör og aðstæður.<span> </span> Frjálst flæði vinnuaflsins á að verða til þess að bæta aðstæður fólks en ekki draga þær niður þar sem aðstæður hafa þótt góðar.<span> </span> Þetta er viðfangsefni aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins í hverju hinna norrænu ríkja og ekki er verra að hafa um það samstarf á milli landa.<span> </span></span></p> <p><span>Síðastliðið ár hefur hér á Íslandi staðið yfir endurskoðun á lögunum um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir.<span> </span> Markmiðið<span> </span> með endurskoðuninni er að bæta stöðu og öryggi fólks sem er atvinnulaust, fjölga úrræðum vinnumiðlunar til að gera atvinnuleitendum kleift að bæta starfshæfni eða skipta um starfsvettvang og auka skilvirkni almennt. <span> </span>Nefnd sem ég setti á laggirnar og skipuð er fulltrúum frá aðilum vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins hefur unnið að málinu og henni var einkum falið að fjalla um eftirfarandi þætti:</span></p> <p><span>Stjórnsýslu og ábyrgð í málaflokknum, þ.m.t. að leita leiða til þess að samræma betur yfirstjórn þessara málaflokka í því skyni að tryggja betri yfirsýn yfir málaflokkinn og gera stjórnsýsluna skilvirkari.</span></p> <p><span>Endurskoðun réttar til bóta, bótatíma og bótafjárhæðar, m.a. með tilliti til þróunar annarrar tryggingaverndar hér á landi, breytinga á samfélagsháttum, viðhorf og þróun á hinum Norðurlöndum og á Evrópska efnahagssvæðinu.</span></p> <p><span>Úrræði sem eru á færi Vinnumálastofnunar og vinnumiðlana til að aðstoða atvinnuleitendur og skipulag þeirra, þ.m.t. aðferðir og árangur, styrki og stuðning við starfstengda menntun.</span></p> <p><span>Stefnt er að því að nefndin komi fram með tillögur sínar þannig að eg geti lagt fram frumvarp um efnið þegar þing kemur saman í haust. Of fljótt er því að segja til um hvers eðlis þær breytingar verða sem nýtt frumvarp mun fela í sér.<span> </span> Ég get þó upplýst að ég legg mikla áherslu á að viðhalda hvatanum til að fólk leiti sér að vinnu enda þótt ég sé jafnframt talsmaður þess að mönnum sé tryggð lágmarksframfærsla í tímabundnu atvinnuleysi.</span></p> <p><span>Skipulag atvinnuleysistryggingakerfsins á Íslandi byggir um margt á sögulegri hefð og tekur mið af aðstæðum sem hafa tekið verulegum breytingum. Þessu þarf að breyta og því var nefndinni falið, eins og ég sagði áður, að skoða sérstaklega stjórnsýslu og yfirstjórnunarkerfið varðandi atvinnuleysistryggingarnar og vinnumiðlunina.<span> </span> Þessir tveir verkþættir þurfa að fara vel saman vegna þess að við leggjum mikla áherslu á skilduvirknina milli greiddra bóta og viljans til þess að leita sér að vinnu. Það að vera atvinnulaus er tímabundið ástand og atvinnuleysisbæturnar eru aðstoð við einstaklinginn meðan hann er að finna sér annað starf.<span> </span> Þessu má ekki gleyma.</span></p> <p><span>Ég á von á tillögum frá nefndinni um talsvert einfaldað stjórnsýslukerfi og ég treysti á að aðilar vinnumarkaðarins verði mér samtaka um skynsamlegar breytingar í þeim efnum. <span> </span>Opinber þjónusta þarf að vera skilvirk, einföld og gegnsæ, það er krafa borgaranna að svo sé.<span> </span> Þá mega gömul sjónarmið um ætluð völd og áhrif ekki koma í veg fyrir að svo geti orðið.</span></p> <p><span>Þriðji liðurinn í nýjum áherslum í vinnumarkaðsmálum hér á landi er að tengja betur saman starfsendurhæfingu öryrkja sem njóta bóta úr almannatryggingakerfinu við leitina að starfi.<span> </span> Eins og ég hef áður nefnt þá er mikil eftirspurn eftir vinnuafli hér á landi um þessar mundir.<span> </span> Það skýtur því skökku við að stór hópur fólks standi utan vinnumarkaðarins við slíkar aðstæður, en mikilvægt er að beina sjónum að því sem einstaklingar með skerta vinnufærni eru hæfir til. Það er trú mín að stærsti hluti þeirra sem heltst hafa úr lestinni kjósi að komast aftur á vinnumarkaðinn sem virkir þáttakendur. Í umræðunni er því nú mikilvægi þess að setja það sem skilyrði fyrir því að fá greiddar félagslegar bætur, af hvaða tagi sem þær nefnast, að skrá sig sem virkan vinnuleitanda hjá opinberu vinnumiðluninni.<span> </span> Það er þá okkar að búa þá starfsemi vel úr garði svo að hún geti betur ráðið við slíkt verkefni. <span> </span></span></p> <p><span>Að sama skapi þurfa fyrirtækin í landinu að koma sterkt inn í þetta samstarf.<span> </span> Við þurfum að hafa starfsþjálfunarúrræði inni í fyrirtækjunum til að koma þeim sem standa höllum fæti á vinnumarkaðnum aftur af stað.<span> </span> Skipulag fyrirtækjanna þarf að hafa sveigjanleika til að sýna samfélagslega ábyrgð vegna þess að þetta er sameiginlegt viðfangsefni okkar allra, ekki hvað síst atvinnulífsins vegna þess að það er verðmætasköpunin sem þar verður til, sem stendur undir okkar velferðarkerfi.</span></p> <p><span>Viðfangsefni þessarar ráðstefnu er að skoða áhrif stækkunar Evrópusambandsins á norræna vinnumarkaðinn.<span> </span> Ég hef áður nefnt mikilvægi þess að standa vörð um þau kjör og aðstæður sem við höfum mótað hér á Norðurlöndum.<span> </span> Í ljósi mikils innflutnings á erlendu vinnuafli hingað til lands síðustu ár, og sérstaklega síðasta og yfirstandi ár, þá sjáum við þörf á að breyta löggjöf okkar um atvinnu og dvalarleyfi, til að mæta þessum aðstæðum.<span> </span> Við höfum búið svo um hnútana að tiltölulega auðvelt hefur verið að framlengja atvinnu og dvalarleyfi í landinu, þegar þau hafa einu sinni verið gefin út.<span> </span> Sú staða getur aukið mjög aðgengi að ýmsum félagslegum réttindum á Íslandi t.d. atvinnuleysistryggingum.<span> </span> Af þeirri ástæðu er í gangi um þessar mundir vinna við mótun nýrra leyfaflokka þar sem m.a. verður mögulegt að veita aðgengi að íslenska vinnumarkaðnum í takmarkaðan tíma, án möguleika á framlengingu.<span> </span> Þetta sjáum við sem úrræði þegar bregðast þarf við vinnuaflsskorti við stórar tímabundnar framkvæmdir eins og þær sem standa nú yfir á Austurlandi.<span> </span></span></p> <p><span>Með stækkun Evrópska efnahagssvæðisins sem tók gildi<span> </span> 1. maí 2004 fjölgaði ríkjum að samningnum um Evrópska efnahagssvæðisins um tíu og eru í dag 25.<span> </span> Íslensk stjórnvöld ákváðu að nýta sér heimild til sérstakrar aðlögunar á ákvæðum um frjálsa för launafólks og frestuðu gildistöku 1- 6. gr. reglugerðar nr. 1612/68/EBE<span> </span> til 1. maí 2006.<span> </span> Við stækkun ESB fjölgaði íbúum um rúmar 75 milljónir á Evrópska efnahagssvæðinu.<span> </span> Það mun<span> </span> eigi síðar en 1. maí 2011 njóta allra sömu réttinda um frjálsa för launafólks sem við á um rétt ríkisborgara innan Evrópska efnahagssvæðisins til að ráða sig til vinnu í öðrum aðildarríkjum en sínu eigin.<span> </span></span> <span>Þessi mikla fjölgun þeirra sem hafa leyfi til að starfa innan EES svæðisins, þar á meðal hér á landi, getur gefið tilefni til að íslensk stjórnvöld takmarki fjölda atvinnuleyfa til þriðja ríkis borgara samhliða því að aðlögunarákvæði í tengslum við innleiðingu framangreindrar reglugerðar verði rýmkuð.</span></p> <p><span>Góðu heilli er atvinnuleysi meðal einstaklinga með erlent ríkisfang lítið hér á landi enn sem komið er og þannig á það líka að vera.<span> </span> Annað kann að vera forskrift af fordómum og neikvæðri umræðu sem við viljum ekki líða í samfélagi okkar.</span></p> <p><strong><span>Ágætu gestir</span></strong></p> <p><span>Því miður get ég ekki verið með ykkur hér á morgun til að fylgjast með þeirri gagnlegu umræðu sem hér mun fara fram. Ég hef þegar fengið gögn ráðstefnunnar í hendur og mun kynna mér þau.<span> </span> Eins og ég nefndi í upphafi þá er afar mikilvægt að skiptast á skoðunum og reynsludæmum um það sem vel hefur verið gert og annað sem betur má fara. Þannig erum við í stöðugu lærdómsferli sem seint mun taka enda.<span> </span></span></p> <p><span>Ég vona að þið munið eiga hér góða daga og farið heim reynslunni ríkari.<span> </span></span></p> <p><span>Með þessum orðum segi ég<span> </span> Norræna atvinnuleysistryggingamótið sett. </span><span> </span></p> <br /> <br />

20. maí 2005Vinnueftirlit ríkisins

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/ver2005/Image9.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/ver2005/Image9.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Ársfundur Vinnueftirlits ríkisins 18. maí 2005" class="media-object"></a><figcaption>Ársfundur Vinnueftirlits ríkisins</figcaption></figure></div><p><span><span><img title="Ræða ráðherra - hljóðskrá" alt="Hljóðskrá (ræða ráðherra)" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/Bullets/mp3.gif" vspace="8" />Upptaka frá ræðu félagsmálaráðherra:<br /> </span><span><strong><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/mp3/ver18mai2005.mp3">Vinnueftirlit ríkisins</a></strong><span><br /> <sup>(mp3-snið / 1MB)</sup></span></span></span></p> <p></p> <p><span>Ágætu fundargestir, stjórn og forstjóri.</span></p> <p><span>Meðal ánægjulegra verkefna ráðherra er að eiga samskipti við stofnanir ráðuneytisins, starfsfólk þess og stjórnendur. Heimsækja stofnanirnar, fylgjast með framgangi þeirra og verkefnum og aðferðum starfsmanna við að koma verkefnum í framkvæmd.</span></p> <p><span>En hvert er hlutverk ráðuneyta gagnvart stofnunum? Hvert á það að vera og hvernig spila ráðuneyti og stofnanir best saman til þess að ná settum markmiðum?</span></p> <p><span>Ég bý að því í starfi að hafa kynnst nokkrum ráðuneytum af eigin raun; iðnaðarráðuneyti, viðskiptaráðuneyti, utanríkis&shy;ráðuneyti og nú félagsmálaráðuneyti, sem er óneitanlega mjög fjölbreytt þegar litið er til verkefna og málefnasviða.</span></p> <p><span>Ég hef fengið tækifæri til þess að fylgjast með og stundum taka þátt í breytingum sem orðið hafa í rekstri hins opinbera undanfarna áratugi, breytingum sem flestar ef ekki allar hafa skilað árangri, að því er varðar bæði rekstur og þjónustu.</span></p> <p><span>Við, hvort sem um er að ræða stjórnmálamenn, embættismenn í ráðuneytum eða forsvarsmenn stofnana, eigum að vera sívakandi gagnvart nýjum tækifærum. Við eigum að fylgjast með því sem er að gerast í alþjóðaumhverfinu og hér á landi að því er varðar rekstur og þjónustu og tileinka okkur það besta hverju sinni.</span></p> <p><span>Höfum við verið að standa okkur vel þegar á heildina er litið? Að vissu leyti getum við leyft okkur að svara því játandi en við vitum að hægt er að gera betur.</span></p> <p><span><span><img class="borderl" alt="Ársfundur Vinnueftirlits ríkisins 18. maí 2005" hspace="6" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/ver2005/medium/104-0452_img.jpg" vspace="5" /></span>Það hefur til dæmis valdið mér nokkrum áhyggjum að útgjöld hins opinbera sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu er mjög hátt á Íslandi í samanburði við önnur OECD lönd og hefur farið hlutfallslega hækkandi, sem er vissulega umhugsunarefni. Jafnframt sýna tölulegar upplýsingar frá OECD að Íslendingar eru neðstir í hópi 18 samanburðarþjóða innan OECD, þegar kemur að svigrúmi almennings til að velja mismunandi tegundir þjónustu, ef svo má að orði komast, á vegum hins opinbera.</span></p> <p><span>Hvað segir þetta okkur? Að mínu mati fyrst og fremst að hér eru sóknarfæri. Getum við gert betur þannig að við höfum úr meiru að spila til menntamála og velferðarmála og uppbyggingar hvarvetna í þjóðfélaginu?</span></p> <p><span>Getum við lækkað skatta enn frekar í framtíðinni og aukið þar með hlutfall ráðstöfunartekna fyrir fólkið og fjölskyldurnar í landinu og eflt hagkerfið okkar? Við verðum alltaf að hafa þetta í huga og við sem gefum kost á okkur í stjórnmálin eigum ekki að unna okkur friðar við að leita sem hagkvæmastra lausna til hagsbóta fyrir sem allra flesta.</span></p> <p><span>Ég varpaði fram þeirri spurningu hér í upphafi hvert hlutverk ráðuneyta gagnvart stofnunum þess væri eða ætti að vera? Grundvallarþættirnir hljóta alltaf að vera annars vegar að móta stefnu í starfsemi stofnunarinnar sem hluta af stefnu ráðherra í hlutaðeigandi málaflokki og hins vegar að sinna almennum stjórnunar- og eftirlitsheimildum sínum. Öll fræðsla varðandi starfsemi opinberra stofnana hefur aukist mjög og stuðningur t.d. af hálfu fjármálaráðuneytisins við faglega stjórnun og ýmsar aðrar hliðar starfseminnar hefur aukist verulega á undanförnum árum.</span></p> <p><span><img class="borderr" alt="Ársfundur Vinnueftirlits ríkisins 18. maí 2005" hspace="6" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/ver2005/medium/104-0453_img.jpg" vspace="5" />Þá leyfi ég mér að fullyrða að samtök aðila á vinnumarkaði, svo sem Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands, hafa haft nokkuð að segja. Stjórn Vinnueftirlits ríkisins endurspeglar hið þríhliða fyrirkomulag sem hefur tíðkast við stefnumótun og framkvæmd sem tengist vinnumarkaðinum hér á landi sem og á hinum Norðurlöndunum. Reynslan af aðkomu aðila vinnumarkaðarins að stefnumótun á þessum sviðum hefur jafnan þótt góð og til dæmis er fyrirkomulagið sem nefnist &ldquo;social dialougue&rdquo; á vettvangi Evrópusambandsins einstakt. Það felur í sér að aðilar vinnumarkaðarins semja í raun stefnumótandi gerðir á sviði vinnuréttar og vinnuverndar og ef þeir ná samkomulagi þá mega stofnanir Evrópusambandsins ekki hrófla við einum stafkrók. Ég held því fram að góð samvinna þessara aðila við stjórnvöld geti verið gulls ígildi ef rétt og skynsamlega er á málum haldið og þar bera allir að sjálfsögðu ábyrgð, stjórnvöld og aðilarnir.</span></p> <p><span>Á þessu ári er liðinn aldarfjórðungur frá setningu gildandi laga um vinnuvernd enda þótt ítrekað hafi verið gerðar breytingar á einstökum ákvæðum eða jafnvel köflum í lögunum. Umgjörð Vinnueftirlits ríkisins er byggð á lagagrundvelli sem á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1980. Lögin um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum hafa að mínu mati gegnt hlutverki sínu vel í gegnum tíðina. Á sama hátt hefur ágæt sátt ríkt um starfsemi Vinnueftirlits ríkisins, stofnunin hefur þróast og dafnað, eflst og sífellt tekið við nýjum verkefnum.</span></p> <p><span>Enda þótt ég viti að margir hafi hér haft áhrif þá vil ég að öðrum ólöstuðum leyfa mér að nefna sérstaklega forstjórann, Eyjólf Sæmundsson, sem vakir vel yfir hag stofnunarinnar og framgangi hennar í hvívetna. Þegar kemur að eftirfylgni og krafti standa honum fáir á sporði.</span></p> <p><span>En okkur ber skylda til þess að huga að því hvort eitthvað megi bæta. Mér er kunnugt um að húsnæðið sem að stofnunin er í er að ýmsu leyti óhentugt fyrir starfsemina auk þess sem það uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum nú varðandi aðgengi fatlaðra. Félagsmála&shy;ráðuneytinu ber, sem ráðuneyti málefna fatlaðra, að vera í forystu að því leyti og til þess verðum við að horfa. Ég er því miður ekki í þeirri aðstöðu að geta afhent ykkur pakkann með slaufu í dag en ég get hins vegar sagt ykkur að þetta er verið að fara yfir af fullri alvöru. Eitt af því sem verið er að skoða er hvort Vinnueftirlitið gæti hugsanlega samnýtt gott húsnæði með annarri stofnun okkar í félagsmálaráðuneytinu. Markmið með slíkri sambúð yrði þá að samnýta stærri rými eins og fundarsali og hugsanlega að einhverju leyti aðra sameiginlega þjónustu. Án þess að nokkuð hafi verið ákveðið þá er einn af þeim möguleikum sem ræddur hefur verið að Vinnumálastofnun og hluti starfsemi svæðisvinnumiðlunar gæti samnýtt húsnæði með öðrum.</span></p> <p><span>Ég ítreka þó og undirstrika að þessi skoðun er á frumstigi og við munum stíga hvert skref í samvinnu við ykkur.</span></p> <p><span><img class="borderl" alt="Ársfundur Vinnueftirlits ríkisins 18. maí 2005" hspace="5" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/ver2005/medium/104-0460_img.jpg" vspace="4" />Í öðru lagi og ekki síður vil ég, með ykkar þátttöku, fara yfir sóknarfærin í starfsemi Vinnueftirlitsins út frá nýsköpun í ríkisrekstri og hvort ekki megi aðgreina stjórnsýsluhlutverk stofnunarinnar annars vegar og einstaka eftirlits- og fræðsluþætti hins vegar. Ég hef fylgst með því af áhuga hvernig þið hafið mótað ykkur stefnu fyrir árin 2005 &ndash; 2007 og tel að það sé til fyrirmyndar að gera svo. Eins og ég nefndi hér fyrr þá telur OECD út frá tilteknum mælikvörðum að Íslendingar séu neðstir í hópi 18 samanburðar&shy;þjóða innan OECD þegar kemur að frelsi til að velja þjónustu sem hið opinbera fjármagnar. Belgar eru þar í efsta sæti og hin Norðurlöndin eru yfir meðallagi í þessari mælingu. Þetta bendir til þess að við þurfum að vera betur vakandi yfir tækifærum til þess að auka fjölbreytni í þjónustu.</span></p> <p><span>Vinnueftirlit ríkisins er ein af mikilvægustu þjónustustofnunum okkar og snertir alla sem starfa á vinnumarkaði með einum eða öðrum hætti, jafnt launafólk sem atvinnurekendur. Félagsmála&shy;ráðuneytið hefur markað þá stefnu að allar undirstofnanir ráðuneytisins sæti reglulega endurmati og endurskoðun á uppbyggingu og slík vinna er nú í gangi gagnvart fleiri stofnunum. Jafnframt erum við að yfirfara störf nefnda, ráða og stjórna með það að markmiði að efla skilvirkni og hagkvæmni.</span></p> <p><span>Ég hef rætt við stjórnendur stofnunarinnar um nauðsyn þess að fara yfir öll hugsanleg sóknarfæri í starfsemi Vinnueftirlitsins í þessu efni. Ljóst er að alltaf má gera breytingar en við megum þó ekki leyfa okkur að fara í breytingar breytinganna vegna. Við skulum nálgast þetta verkefni í senn með opnum huga og af skynsemi og ég legg áherslu á að það verði unnið í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og starfsmenn og stjórn stofnunarinnar.</span></p> <p><span>Ég hef á undanförnum árum orðið vitni að því hve mannauðurinn er mikill hjá Vinnueftirliti ríksins. Þar starfar margt afar vel menntað og hæfileikaríkt fólk og fólk með mikla starfsreynslu og þekkingu á sviði vinneftirlits og vinnuverndar auk fleiri sviða.<span>&nbsp;</span> Ég hef fengið tækifæri til þess að hlýða á fræðandi erindi ykkar og ég veit að sú dagskrá sem hér fer á eftir verður þar engin undantekning.</span></p> <p><span>Ég óska ykkur velfarnaðar í starfi og hlakka til þess að eiga við ykkur enn frekara samstarf í framtíðinni.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

20. maí 200540 ára afmæli Þroskaþjálfafélagsins

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/thrs.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/thrs.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Þroskaþjálfafélag Íslands 40 ára" class="media-object"></a><figcaption>Þroskaþjálfafélag Íslands 40 ára</figcaption></figure></div><p><span>Ágætu þroskaþjálfar, aðrir gestir.</span></p> <p><span>Það er alltaf ánægjulegt að fá afmælisboð og það er mér sem félagsmálaráðherra sérstök ánægja að fá að vera með ykkur hér í dag til að fagna 40 ára afmæli Félags þroskaþjálfa. Afmælisbarnið er vel á sig komið og á besta aldri og á framtíðina fyrir sér.</span></p> <p><span>En við sem erum hér inni vitum að það kostaði baráttu að fá félagið viðurkennt sem samningsaðila fyrir kaupi og kjörum stéttarinnar. Það kostaði frumkvöðlana þrautseigju og áræðni að hasla félaginu völl og vinna því sess. <span></span> Já, það þurfti svo sannarlega að berjast fyrir hlutum sem okkur í dag finnast svo sjálfsagðir að í raun taki því ekki að nefna þá og ég vona að þeir sem hér lögðu hönd á plóg hafi tækifæri til þess að fagna hér í dag.</span></p> <p><span>Fyrir 40 árum bjuggum við Íslendingar við aðstæður sem voru að mörgu leyti gjörólíkar því sem er í dag.<span>&nbsp;</span> Það á við um mörg svið þjóðfélagsins og á þeim tíma voru til dæmis enn í gildi lög sem áttu sér rætur í viðhorfum og menningu frá upphafi síðustu aldar. Frumkvöðlar í þroskaþjálfastétt stóðu í sínu starfi oft frammi fyrir verkefnum sem voru bæði erfið og vandmeðfarin en með óbilandi krafti, baráttuhug og elju átti stéttin drjúgan þátt í því að búa fötluðum þær aðstæður og þá þjónustu sem veitt er í dag.</span></p> <p><span>Fróðir menn, og mér eldri, hafa sagt mér frá því hvernig stétt þroskaþjálfa barðist fyrir rétti þess fólks sem ekki hafði sjálft getu eða möguleika til þess að krefjast sjálfsagðra grundvallarréttinda sér til handa. Já, ég segi sjálfsagðra, af því að á Íslandi, sem víðast hvar í heiminum, hefur mikið vatn runnið til sjávar í umræðu um grundvallarmannréttindi. Umræða um mannréttindi er sem betur fer orðin hávær og á vonandi eftir að skila okkur betra samfélagi í ókominni framtíð.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Við getum öll verið sammála um mikilvægi þeirra fagstétta sem í nútímaþjóðfélögum veita almenningi þjónustu. Þroskaþjálfar sjá mjög margar hliðar mannlífsins og þær starfa á heimilum, vinnustöðum, endurhæfingarstofnunum, sjúkrastofnunum, skólum og leikskólum og svæðisskrifstofum svo ég nefni helstu staðinu. Þroskaþjálfastéttin hefur því verið órjúfanlegur hluti af réttindabaráttu fatlaðra síðustu 40 árin og hefur ásamt hagsmunasamtökum stuðlað að því að skapa aðstæður í þjónustu við fatlaða á Íslandi sem á margan hátt teljast til fyrirmyndar þótt víða væri leitað. Ég vil því nota þetta tækifæri og þakka sérstaklega frumkvöðlunum sem ruddu brautina fyrir þeirra framlag í þágu fatlaðra á Íslandi og ekki síður í þágu þjóðarinnar allrar, því starf þroskaþjálfa hefur stuðlað að mennskara og litríkara samfélagi þar sem allir eiga möguleika á virkni og þátttöku í samfélagi þar sem fjölbreytileikinn er ekki hindrun heldur miklu frekar tækifæri okkar allra til framtíðar. Þessa dagana er mikið rætt um stöðu öryrkja og starfsendurhæfingu og í mínum huga er það eitt af stóru forgangsmálum í samfélagi okkar í dag.</span></p> <p><span>Ég hef í starfi mínu sem félagsmálaráðherra fengið tækifæri til þess að hitta fólk um allt land sem telst fatlað eða með skerta starfsorku og ég verð að segja að mér finnst að í þessu fólki búi alveg sérstök orka, já óbeisluð orka. Mig langar til þess að fá tækifæri til þess að virkja hana en til þess þarf ég liðsinni ykkar sérfræðinganna, ég get stuðlað að breytingum en kemst skammt án liðsinnis ykkar og þekkingar.</span></p> <p><span>Já, ágætu þroskaþjálfar. Á tímamótum sem þessum eigum við að horfa til framtíðar. Í nútímasamfélagi eru tækifærin ótalmörg. Það er sagt að áhrif fötlunar birtist í samspili einstaklings og þess umhverfis sem hann býr í hverju sinni. Það er því m.a. hlutverk þroskaþjálfans að tryggja að þetta samspil verði með þeim hætti að allir fái þar notið sín með sem árangursríkustum hætti. Ég hef því mikla trú á því að þroskaþjálfar eigi um ókomna framtíð eftir að gegna lykilhlutverki við það verkefni að tryggja að fatlaðir eigi aðgang að þeim lífsgæðum sem aðrir íbúar þessa lands eiga aðgang að.</span></p> <p><span>Í félagsmálaráðuneytinu er í dag verið að vinna að mörgum verkefnum sem hafa verið þroskaþjálfum hugleikin í gegnum árin.<span>&nbsp;</span> Unnið er nú að stefnumörkun í málefnum fatlaðra sem heyra undir félagsmálaráðuneytið. Þessi vinna er unnin í samræmi við megináherslur þær sem lagðar voru í málefnum fatlaðra á lokaráðstefnu Evrópuárs fatlaðra á síðasta ári.</span></p> <p><span>Á þessari lokaráðstefnu var fjallað um fjölda viðfangsefna sem nauðsynlegt er að horfa til þegar skilgreind er stefna og markmið til framtíðar.<span>&nbsp;</span> Það var einnig ljóst miðað við þá þátttöku og samhug sem birtist á lokaráðstefnunni að við þurfum í engu að örvænta á leið okkar þar sem stefnan er að skapa samfélag fyrir alla. Vinnan við stefnumótunina hefur verið skemmtileg og gefandi. Að þessari vinnu hafa komið sex starfshópar, notenda, veitenda og greiðenda og hafa þessir hópar síðan<span>&nbsp;</span> haft samvinnu og samráð við fjöldann allan af notendum, öðrum sérfræðingum og fagfólki sem lagt hafa sitt lóð á vogarskálarnar til að afraksturinn yrði sem bestur. Ég á von á því að grunnþættir stefnumótunarinnar liggi fyrir í sumar.</span></p> <p><span>Félagsmálaráðuneyti í samráði við önnur ráðuneyti og hagsmunasamtök fatlaðra vinna að því að kortleggja stöðu íslensks samfélags í ljósi<span>&nbsp;</span> tuttugu og tveggja viðmiðunarreglna Sameinuðu þjóðanna um aðgengi fyrir alla. Í framhaldi af þessari kortlagningu er gert ráð fyrir því að gerð verði framkvæmdaáætlun um það hvernig aðgengi fyrir alla verði tryggt til framtíðar.</span></p> <p><span>Ágætu þroskaþjálfar,</span></p> <p><span>Mér hefur verið það umhugsunarefni um nokkurt skeið hvernig hægt verði að tryggja og styrkja innviði þeirrar þjónustu sem fötluðum er veitt. Í mínum huga er nauðsynlegt að horfa meðal annars til þess á hvern hátt hægt sé að tryggja það að þroskaþjálfar séu til staðar þar sem þeirra er þörf og að fagmennska þeirra nýtist notendum þjónustunnar sem best. Í tengslum við stefnumótun þá sem hér hefur verið minnst á verður sérstaklega horft til hlutverka þroskaþjálfa í þessu sambandi.</span></p> <p><span>Rannsóknir í málaflokki fatlaðra eru afar mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni að skapa þjónustu sem er alltaf í samræmi við óskir og þarfir þeirra sem þjónustunnar eiga að njóta. Ég mun á næsta ári beita mér fyrir frekari umbótum á þessu sviði og á von á því að þar geti þroskaþjálfar gegnt mikilvægu hlutverki.</span></p> <p><span>Ég vil að lokum óska Þroskaþjálfafélaginu innilega til hamingju með árin 40, það er ekki annað að sjá en félagið beri aldurinn með sóma.</span></p> <p><span>Til hamingju og njótið dagsins og þess sem framtíðin ber í skauti sér.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br /><section class="single-news__thumbnails"><div class="row"><div class="col-md-3"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/thorska01.jpg" class="galleryItems"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/thorska01.jpg?proc=smallerNewsImage" alt="Þroskaþjálfafélag Íslands 40 ára" /></a><figcaption>Þroskaþjálfafélag Íslands 40 ára</figcaption></figure></div></div></section>

12. maí 2005Vornámskeið Greiningastöðvar ríkisins

<p><span>Ágætu þátttakendur.</span></p> <p><span>Með sama hætti og haustin eru uppskerutími bænda og búaliðs má með nokkrum rétti segja að vorin séu uppskerutími stjórnmálamanna. Við frestun á störfum Alþingis gefst tækifæri til að staldra við og horfa um öxl. Frestunin skapar hlé frá átökum og skoðanaskiptum um markmið og leiðir í þjóðfélagsumbótum. Þá skapast oft andrými til að vega og meta árangur og leggja drög að nýjum viðfangsefnum. Sömuleiðis og það er ef til mest um vert, tími til að hitta fólkið í landinu, hlusta á það og skiptast á skoðunum. Ég tók því með þökkum að mæta á þetta vornámskeið og deila með ykkur því sem gerst hefur í málefnum fatlaðra. Samtímis viðra hugmyndir um það sem við erum að fjalla um í félagsmálaráðuneytinu og horfa til framtíðar í þessum mikilvæga og jafnframt viðkvæma málaflokki sem málefni fatlaðra er. Málaflokki sem hefur mikil áhrif á líf og starf þeirra fjölskyldna sem hann snertir.</span></p> <p><span>Við uppgjör vetrarins kemur í ljós að allnokkuð hefur gerst í málefnum fatlaðra. Við settum punktinn aftan við ár fatlaðra með myndarlegri lokaráðstefnu sem haldinn var í mars 2004 og var sótt af um 500 manns. Á alþjóðadegi fatlaðra 3. desember síðastliðinn fékk Vinnu- og hæfingarstöð fatlaðra á Suðurlandi afhent glæsilegt viðbótarhúsnæði á Selfossi. Það hefur skapað ný og fjölbreyttari tækifæri í atvinnumálum fatlaða til að auka færni sína og hæfni til virkrar þátttöku í samfélaginu. Í Þorlákshöfn var tekinn í notkun þjónustukjarni fyrir fatlaða. Með opnun hans var tekið enn eitt framfaraskrefið í þjónustu Svæðisskrifstofu í málefnum fatlaðra á Suðurlandi með það að markmiði að hún geti verið sveigjanlegri og mætt persónulegum þörfum hvers og eins. Tvö vefsetur tóku til starfa. Annað er vefsetur Samtakanna um vinnu og verkþjálfun en tilgangur þess er að gera aðgengilegar upplýsingar um vinnustaði og verkþjálfun fyrir fatlaða og einnig að kynna fjölbreytilega framleiðslu vinnustaðanna.</span></p> <p><span>Hitt er vefsetur í fötlunarfræðum. <span>Málefni fatlaðra er víðfeðmur málaflokkur sem snertir alla þætti mannlegs lífs. Það er því mjög mikilvægt að tengja saman eins marga þræði og hægt er. Þetta er verið að gera með vefsetrinu í fötlunarfræðum. Hér á landi hefur ekki fyrr verið á einum stað gerð tilraun til að hafa aðgengilegar upplýsingar fyrir alla sem tengjast málaflokknum, fatlaða sjálfa, starfsmenn og stjórnendur, fræðafólk og nemendur sem stunda nám sem tengist málefninu. Vefsetrið getur orðið mikilvæg upplýsingaveita í málefnum fatlaðra og miðstöð upplýsinga og fróðleiks; þekkingarbrunnur sem fólk á að geta leitað í.</span></span></p> <p><span>Í september 2003 skipaði ég starfshóp til að semja framkvæmdaáætlun um aðgengi fyrir alla. Starfshópurinn skipulagði verkefnið þannig að því var skipt upp í sex verkáfanga. Ekki er tími til að fara yfir alla verkáfangana en ég vil nefna að í fyrsta verkáfanganum er gerð nákvæm úttekt á aðgengi fatlaðra með hliðsjón af 22 grunnreglum Sameinuðu þjóðanna um jafna þátttöku fatlaðra. Einnig verður verkefnum forgangsraðað með tilliti til mikilvægis. Enn fremur verður sett fram ítarleg áætlun um hugsanlega framkvæmd og útfærslu.</span></p> <p><span>Töluverð vinna hefur farið í það að skoða hverja og eina reglu og brjóta einstök atriði hennar til mergjar. Það hefur verið gert með aðstoð ýmissa sérfræðinga sem best þekkja til á hverju sviði. Ætla má að hátt í 200 manns hafi komið að þessu verkefni. Ég á von á að fyrsta áfanga þessa verkefnis ljúki nú í sumar.</span></p> <p><span>Af viðburðum vetrarins vil ég nefna myndarlega norræna ráðstefnu sem haldin var á Hótel Loftleiðum í síðastliðnum mánuði um starfsendurhæfingu. Þar gafst tækifæri til að skiptast á skoðunum við fulltrúa grannþjóðanna um þróunina að því er varðar starfs- og endurþjálfun. Mér er efst í huga ræða finnsks fulltrúa sem sagði frá merkilegu tilraunaverkefni sem miðar að því að auðvelda örorkubótaþegum að snúa aftur á almennan vinnumarkað. Árangurinn af þessu tilraunverkefni var að mínum dómi það góður að ég tel að þetta sé eitthvað sem við Íslendingar ættum að kanna nánar.</span></p> <p><span>Það liggur fyrir að við verðum að finna leiðir til að hvetja alla til þátttöku á vinnumarkaði enda er mannauðurinn það dýrmætasta sem við eigum. Með því að virkja einstaklingana erum við ekki einungis að draga úr kostnaði fyrir samfélagið til lengri tíma litið heldur fyrst og fremst að bæta lífsgæði einstaklinganna sjálfra sem hlýtur að skipta mestu máli þegar allt kemur til alls.</span></p> <p><span>Í því efni gegnir starfsendurhæfing einu af lykilhlutverkunum til að hvetja fólk til virkrar þátttöku innan samfélagsins. Á sama tíma er hún jafnframt til þess fallin að koma í veg fyrir fátækt og félagslega einangrun.</span></p> <p><span>Starfsendurhæfing er síður en svo nýtt fyrirbrigði á Íslandi. Gallinn hefur fyrst og fremst verið sá að margir aðilar hafa haft á hendi þessa starfsemi, kraftarnir dreifðir og verulega hefur skort á heildaryfirsýn og samhæfingu. Þannig fara í dag þrjú ráðuneyti með starfsendurhæfingu. Á síðustu árum hafa þessi mál orðið meira aðkallandi og sífellt brýnna að leita nýrra leiða til að gera kerfið skilvirkara og nýta betur þá fjármuni sem varið er til þessarar starfsemi.</span></p> <p><span>Að mínu mati er heildarsýnin lykilorðið. Um þessar mundir eru 35 ár síðan fyrstu hugmyndirnar um heildarskipulag málefna fatlaðra sáu dagsins ljós. Úr þeim var unnið og valin ákveðin leið sem fest var í sessi með lögum um málefni fatlaðra árið 1979 eða fyrir rúmlega 25 árum. Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og ég er ekki frá því að heildarsýnin hafi að einhverju leyti glatast. Ég tel að nú sé lag að meta stöðuna og fyllilega tímabært að setja nýjan kúrs. Sú vinna er hafin í félagsmálaráðuneytinu og ég á von á fyrstu tillögum á næstu vikum.</span></p> <p><span>Að þessu máli er unnið á tveimur vígstöðvum. Annars vegar er að störfum fjöldi vinnuhópa sem eru að fjalla um og brjóta til mergjar stöðuna á hinum ýmsu sviðum sem telja má að séu hagsmunamál fatlaðra. Ég er ekki búinn að sjá tillögur vinnuhópanna en það sem er verið að ræða um er að sameina starfsemi, einfalda stjórnsýsluna og um leið auðvelda fötluðum og aðstandendum þeirra að fá þjónustu við hæfi.</span></p> <p><span>Í sömu átt stefnir nefnd sem ég skipaði í ágúst í fyrra sem fékk það verkefni að endurskoða lög um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir. Það nefndarstarf snýst einnig um samræmingu bótakerfa, samhæfingu félagslegs stoðkerfis og markmiðið er bætt þjónusta sem taki mið af þörfum hvers og eins. Í raun snýst þetta nefndarstarf að hluta til um það hvernig megi liðsinna þeim sem hafa horfið af vinnumarkaði vegna örorku til að verða aftur virkir þátttakendur í atvinnulífinu. Það gefur auga leið að þegar fjöldi þeirra sem lifa af örorkubótum er kominn fast að 13 þúsundum er verið að ræða um fjármuni sem skipta verulegu máli fyrir rekstur þjóðarbúsins svo að ekki sé talað um lífsgæði þessara sömu einstaklinga.</span></p> <p><span>Starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins hefur einnig verið mér ofarlega í huga. Tilvísunum til stofnunarinnar hefur fjölgað verulega síðastliðin fimm ár. Árið 1995 var 99 börnum vísað til greiningar, 205 börnum árið 2000 og 302 börnum á síðasta ári. Þar af var 258 börnum vísað til greiningar í fyrsta sinn. Það er ljóst að biðtími eftir þjónustu stofnunarinnar hefur lengst. Þess vegna var gerð á vegum ráðuneytisins ítarleg úttekt árin 2002 til 2003 á stöðu hennar og þörfum fyrir þjónustu. Úttektin leiddi í ljós að nauðsynlegt væri að fjölga starfsmönnum sem nemur átta stöðugildum á fjögurra ára tímabili. Með þeim hætti ætti stofnunin að ráða við verkefni sín. Í samræmi við þessa niðurstöðu fjölgaði starfsmönnum á síðasta ári sem nemur 1½ stöðu. Þar til viðbótar fékk stofnunin rýmra húsnæði á síðasta ári.</span></p> <p><span>Fjölgun tilvísana á síðasta ári kallar á endurskoðun á þörf stofnunarinnar fyrir starfsfólk. Fyrsta mat á breyttum aðstæðum bendir til að þörf sé fyrir fjóra til fimm starfsmenn í fullu starfi umfram þá átta sem áður var gert ráð fyrir. Um þessar mundir stendur glíman um skiptingu fjármuna í fjárlagafrumvarpinu sem hæst. Niðurstaðan ræðst ekki fyrr en við afgreiðslu frumvarpsins í desember næstkomandi en ég legg þunga áherslu á þetta mál í mínum ranni.</span></p> <p><span>Ég vil ljúka þessum orðum mínum með því að þakka starfsmönnum Greiningarstöðvarinnar fyrir gott samstarf á liðnum árum. Það er ástæða til að geta þess að Stefán Hreiðarsson kynnti starfsemi Greiningarstöðvarinnar á fræðslufundi fyrir starfsmenn félagsmálaráðuneytisins þann 10. mars síðastliðinn. Þetta erindi vakti athygli starfsmannanna sem lýstu einum rómi yfir ánægju sinni með gott yfirlit sem Stefán gaf yfir starfsemi stofnunarinnar og þau viðfangsefni sem hún er að fást við. Fræðslufundir af þessu tagi eru liður í viðleitni að auka þekkingu starfsmanna á stofnunum ráðuneytisins og gera góð samskipti enn betri.</span></p> <p><span>Ég þakka fyrir.</span></p> <br /> <br />

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum