Hoppa yfir valmynd

Stök ræða fyrrum fjármálaráðherra

08. febrúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytiðKatrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra 2009-2013

Opnun Lífshlaupsins-landskeppni í hreyfingu 6.-26. febrúar 2013

6. febrúar 2012, Flataskóli

Ávarpsliðir
Lífhlaupið, átaks- og hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, fer af stað nú í sjötta sinn. Landsmenn hafa tekið Lífshlaupinu mjög  vel. Heildarfjöldi þátttakenda hefur aukist ár frá ári og fór yfir 20 þús. á síðasta ári.  Megin markmið verkefnisins er að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig og tileinka sér heilbrigða lífshætti og af áhuga fyrir verkefninu að dæma virðast landsmenn huga í meira mæli að þessum þætti en áður og er það vel.
Nú hafa skólarnir tekið þetta verkefni meira og meira inní sitt starf. Verkefnin heilsueflandi grunnskóli og heilsueflandi framhaldsskóli sem unnið er að í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og velferðarráðuneytisins undir umsjón landlæknisembættisins hefur einnig nýtt sér Lífshlaupið í þeirri viðleitni að auka vægi hreyfingar.
Mikið starf er unnið af hinum ýmsu aðilum á sviði almenningsíþrótta. Bæði opinberir aðilar, ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög auk frjálsra félagasamtaka og einkaaðila láta sig almenningsíþróttir varða. Rannsóknir og samanburður á líkamsástandi fólks hafa fyrst og fremst þann tilgang að fylgjast með breytum sem hafa áhrif á heilbrigði fólks. Slíkar rannsóknir ber að taka alvarlega og er mikilvægt að stefnumótunaraðilar hagi sinni vinnu í samræmi við það. Hreyfing og næring eru þættir sem eru sennilega þær breytur sem mest áhrif hafa á líkamsástand fólks og því þarf þekking á þessum þáttum að vera til staðar hjá öllu fólki. Í nýrri aðalnámskrá er einn hinna svokölluðu lykilþátta „Heilbrigði og velferð“. Þar er tekið á því hvernig hugmyndafræðin eigi að vera í uppfræðslu grunnskólanemenda á þessum sviðum. Þetta verður svo útfært nánar í námssviða- og námsgreinahluta um skólaíþróttir.
Ég hvet ykkur öll til þess að taka þátt í Lífshlaupinu. Það skiptir hvern einstakling miklu máli hvernig hann skipuleggur hreyfingu inn í daglegt líf. Þátttaka í Lífshlaupinu er góð leið til þess að huga að þessum þætti.

Takk fyrir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum