Hoppa yfir valmynd
17. júlí 2008 MatvælaráðuneytiðEinar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra 2005-2007, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2007-2009

Opnun Hestatorgs í Rangárhöllinni á Gaddastaðaflötum fimmtudaginn 3. júlí 2008.

Opnun Hestatorgs í Rangárhöllinni á Gaddstaðaflötum fimmtudaginn 3. júlí 2008 kl. 19

 

Ágætu gestir.

 

Það er mér í senn heiður og ánægja að fá tækifæri til að ávarpa ykkur hér við opnun Hestatorgsins á landsmóti 2008. Eins og ég gat um í ávarpi mínu í mótskránni er mér til efs að þeir merku og stórhuga brautryðjendur sem grunn lögðu að landsmótshaldinu hefðu látið sér til hugar koma að mótin gætu orðið eins glæsileg og raun ber vitni.

 

Hjálpast þar allt að sífellt bætt og aukin umgjörð, byltingarkennd framför í hestakosti, aukinn fagmennska og almennur áhugi á viðfangsefninu. Þrátt fyrir þetta á starf okkar sér enga endastöð alltaf má gera betur og fitja upp á nýjungum.

 

Hestatorgið er ein slík en ég hafði gott tækifæri til þess á Heimsmeistaramótinu í fyrra að kynna mér vel starfsemi þess þar, en slík starfsemi er ekki síður mikilvæg hér á heimavelli ef svo má að orði komast. Mér finnst það einnig ánægjuefni að öll samtök og stofnanir sem innan greinarinnar starfa skulu standa sameiginlega að Hestatorginu, það er mikilvægt fordæmi.

 

Ein helsta ástæða framfarabyltingarinnar sem átt hefur sér stað í hestamennskunni er aukin kunnátta. Lengi vel var sá misskilningur við lýði að hestamennskan yrði ekki lærð, hún væri meðfædd náðargjöf og eins að árangur í hrossarækt næðist fyrir eitthvert óútskýrt innsæi. Hvoutveggja er þetta misskilningur, hestamennskan er fag sem flestir sem áhuga hafa geta lært og náð árangri í og eins er það með hrossaræktina en ef mikill árangur á að nást krefst það vitaskuld óhemjulegrar ástundunar og það hafa ekki allir aðstöðu eða vilja til að taka þátt í svo löngum spretti. Sumir vilja láta sér nægja minna en þó að setja sig inn í málin og ekki skal gert lítið úr því. Hér á Hestatorginu finna allir eitthvað við sitt hæfi.

 

Hestatorgið er mikilvæg viðbót og eflir landsmótin enn frekar, ég óska öllum aðstandendum þess til hamingju með þetta framtak og opna hér með Hestatorgið á landsmótinu 2008.

 

 Skál!!!

 



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum