Hoppa yfir valmynd
08. maí 2012 ForsætisráðuneytiðJóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra 2009-2013

Stofnfundur Austurbrúar

Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á stofnfundi Austurbrúar á Egilsstöðum 8. maí 2012.

Kæru gestir stofnfundar

Það er með mikilli ánægju sem ég ávarpa ykkur hér í dag í tilefni stofnunar Austurbrúar. Sú vinna sem hefur farið fram hér í þessum landshluta nú síðastliðin fjögur ár og leitt að stofnun Austurbrúar er til mikillar fyrirmyndar og eiga samtök sveitarfélaga hér á Austurlandi hrós skilið fyrir þann áfanga sem þau ná hér í dag.

Það að ná að skapa í Austurbrú þverfaglegan samstarfsvettvang þar sem unnið er sameiginlega fyrir Austurland að nýsköpun, þróun, eflingu atvinnulífs og samfélags. Öflugri símenntun, starfsþróun og starfsfræðslu, ásamt uppbyggingu háskólanáms, rannsókna, menninga, lista og skapandi greina er lofsvert. Slíkar skipulagbreytingar sem hér eru að eiga sér stað munu að mínu mati leiða til aukinnar hagræðingar, skilvirkni og almennt enn betri samskipta ríkis og sveitarfélaga.

Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á  eflingu sveitarstjórnarstigsins. Málefni fatlaðra hafa þegar verið flutt til sveitarfélaga og samið hefur verið um tónlistarkennslu. Næsta verkefni er yfirfærsla á málefnum aldraðra og hluta heilsugæslu og vonandi nást samningar um það fyrir lok kjörtímabilsins.  

Stjórnarráðið nú í tæp tvö árið unnið eftir þeirri hugmynda- og aðferðafræði sem birtist í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um Ísland 2020. Stefna stjórnvalda varðandi samskipti ríkis og sveitarfélaga í þeirri stefnumörkun endurspeglast í sóknaráætlunum landshluta.  Vinna við sóknaráætlanirnar hófst í byrjun árs 2011 en í þeim áfanga var opnað fyrir ákveðinn samskiptaás milli Stjórnarráðsins og átta landshlutasamtaka sveitarfélaga.   Í stað þess að 10 ráðuneyti eigi samskipti við 76 sveitarfélög þegar kemur að úthlutun almannafjár til almannaheilla þá á stýrinet allra ráðuneyta samskipti við sveitarfélögin í gegnum átta landshlutasamtök.  

Austurbrú verður mikilvægur hlekkur í einfaldaðri og skilvirkari samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Því til staðfestingar samþykkti ríkisstjórnin í morgun nýja útfærlsu aá aðkomu ríkisins að stofnunum eins og Austurbrú í gegnum sóknaráætlanir landshluta sem endurspeglar þá framtíðarsýn að allir styrkjafyrirkomulag ríkisins við sveitarfélög  s.s. vaxta- og menningarsamninga, atvinnuþróunarfélög og ýmsa þjónustu ríkisins í landshlutum verði sett undir eitt reglugerk sem tengist með beinum hætti sóknaráætlun hvers landshluta og forgangsröðun þeirra í því sambandi.

Landshlutasamtök og samþættar stoðstofnanir  munu svo gegna lykilhlutverki í að halda utan um samskipti landshluta við stýrinet Stjónarráðsins, vinna að stefnumótun, áætlanagerð og verkefnaþróun innan landshlutana. Með þessu fyrirkomulagi samskipta sé ég fyrir mér mikla hagræðingu og aukna skilvirkni og jafnvel í framtíðinni einn samning milli ríkis og sveitarfélaga þar sem landshlutinn hefur meira vægi og vald er kemur að úthlutun þeirra fjármuna og ákvörðuna stefnumála er snerta landshlutann.  

Með þessari framtíðarsýn óska ég ykkur enn og aftur til hamingju með þetta mikilvæga framfaraskref til aukinnar samstöðu og framfara hér á Austurlandi.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum