Skipulag forsætisráðuneytisins


Skipurit forsætisráðuneytisins


Upplýsingar um verkefni forsætisráðuneytisins eru undir flipanum Verkefni.

Æðsti yfirmaður forsætisráðuneytis er forsætisráðherra. Æðsti embættismaður ráðuneytisins er ráðuneytisstjóri, sem stýrir daglegum rekstri þess. Fjöldi starfsmanna er rúmlega 30.

Fjallað er um verkefnasvið forsætisráðuneytis í  forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta.

Forsætisráðuneytið skiptist í fjórar skrifstofur og er málefnasvið þeirra eftirfarandi:

Skrifstofa yfirstjórnar

 • Málefni ríkisstjórnar
 • Málefni ríkisráðs
 • Lög um Stjórnarráð Íslands
 • Samskipti við Alþingi og forseta Íslands
 • Alþjóðasamskipti
 • Málaskrá og skjalasafn
 • Þjóðartákn og orður

Skrifstofa þjóðhagsmála

 • Eftirfylgni með stefnu ríkisstjórnarinnar
 • Peningastefna og málefni Seðlabanka Íslands
 • Vinnumarkaðssamskipti og samstilling opinberra hagstjórnar

Skrifstofa löggjafarmála

 • Stjórnarskráin og þróun stjórnskipunarréttar
 • Stjórnsýslu- og upplýsingalög
 • Gæði lagasetningar og einföldun
 • Þjóðlendur

Skrifstofa fjármála

 • Rekstur ráðuneytisins
 • Fjármál
 • Fjárlagagerð
 • Mannauðsmál
 • Fjármál stofnana

Ráðherranefndir

Ráðherranefndir starfa undir forystu forsætisráðherra. Þetta eru ráðherranefndir um:

 • efnahagsmál
 • ríkisfjármál
 • samræmingu mála er varða fleiri en eitt ráðuneyti
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn