Hoppa yfir valmynd

Glókollur - styrkir til verkefna og viðburða á málefnasviðum HVIN

Opið er fyrir umsóknir.

Háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið veitir styrki til verkefna og viðburða á málefnasviði ráðherra. Ekki eru veittir styrkir til ríkisstofnana eða sveitarfélaga. Styrkjum er úthlutað samkvæmt reglum sem finna má hér að neðan.

Ávallt er hægt að sækja um styrki úr Glókolli. Umsóknir skulu berast rafrænt á umsóknareyðublaði sem nálgast má á minarsidur.hvin.is. Matsnefnd fer yfir umsóknir á tveggja mánaða fresti og gerir tillögu til ráðherra um úthlutun fjárstyrkja. Ráðherra tekur lokaákvörðun um styrkveitingar. Svarbréf eru send til umsækenda í kjölfarið. 

Ráðherra getur ákveðið að leggja áherslu á ákveðin mál á verkefnasviði ráðuneytisins þegar kemur að úthlutun styrkja. Slíkar áherslur eru auglýstar sérstaklega. 

Ekki eru veittir rekstrarstyrkir, styrkir til nefndarsetu eða styrkir til B.A./B.S. eða meistaraprófa. Samkvæmt úthlutunarreglum mun matshópur skipaður af ráðherra meta umsóknir en horft verður til ýmissa þátta við úthlutunina, m.a. hvort verkefnin þyki hafa gildi fyrir starfsemi viðkomandi málaflokks, hvort verkefnið búi yfir sérstöðu eða nýnæmi og hvort markmið og mælikvarðar séu skýrir. Frekari upplýsingar um styrkhæfi, mat á umsóknum og viðmið má finna í úthlutunarreglum. 

Hámarksupphæð styrks sem verkefni getur hlotið er 1.000.000 kr. 

Eftirtalin gögn skulu fylgja með umsóknum

  • Upplýsingar um umsækjanda eða umsækjendur.
  • Upplýsingar um aðra þátttakendur og/eða samstarfsaðila ef við á.
  • Nafn þess sem annast samskipti við ráðuneytið.
  • Nákvæm lýsing á verkefni, markmiðum þess og þýðingu fyrir umsækjanda og aðra.
  • Lýsing á því hvernig árangur verkefnisins verður metinn. 
  • Tíma- og verkáætlun.
  • Fjárhagsáætlun þar sem m.a. skulu koma fram upplýsingar um áætlaðan kostnað, tekjur, hlutdeild annarra í kostnaði við verkefnið og styrkfé sem verkefnið hefur hlotið eða hefur sótt um.
  • Hvaða styrki verkefnið hefur fengið eða sótt um. 
  • Staðfest gögn frá samstarfsaðilum sem og önnur gögn til stuðnings umsóknar.
  • Hafi umsækjandi áður fengið verkefnastyrk frá ráðuneytinu þarf að liggja fyrir greinargerð um framkvæmd fyrra verkefnis og ráðstöfun styrkfjársins til að ný umsókn verði tekin til umfjöllunar.

Umsóknarform má nálgast á minarsidur.hvin.is

Reglur Glókolls 

Nánari upplýsingar veitir:

Fyrri styrkþegar:

  • Háskólafélag Suðurlands: Uppsetning og kynning á Hreiðrum - frumkvöðlasetrum á Suðurlandi. Hreiðrin eru frumkvöðlasetur sem staðsett eru víða um Suðurland. Verkefnið felur í sér að kynna hugmyndafræðina í nágrenni setranna í því skyni að auka vitund frumvöðla og íbúa á þeirri aðstoð og aðstöðu sem þar er veitt auk þeirrar samvinnu sem á sér stað milli Hreiðra. 
  • Rata: Hugmyndasmiðir. Framtíðin kallar á skapandi einstaklinga til að leysa flókin vandamál. Hugmyndasmiðir er fræðsluvettvangur sem gefur börnum kunnáttu, verkfæri og trú á eigin getu til að bjarga heiminum í gegnum nýsköpun.
  • Svava Lóa Stefánsdóttir: Gott að heyra. Verkefni um þróun á tæknilega betri heyrnartækjum sem henta öllum kynjum.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum