Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Sigurðar Inga Jóhannssonar


Dags.Titill
12. mars 2024Ávarp í tilefni af útgáfu Vegvísis að mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjagerðar<p><span><em>Ávarp í tilefni af útgáfu <span>Útgáfa Vegvísis að mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjagerðar,&nbsp;</span>þriðjudag 12. mars 2024</em></span></p> <p><span>Góðir áheyrendur.&nbsp;</span></p> <p><span>Það er mér mikil ánægja að fá að ávarpa ykkur hér í dag þegar við fögnum útgáfu Vegvísis að mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjagerðar, sem HMS hefur unnið í nánu samráði við breiðan hóp hagaðila.&nbsp;</span></p> <p><span>Bakgrunnurinn er einna helst sá að samfélag okkar stendur frammi fyrir margs konar alvarlegum áskorunum, sem snerta ólíka málaflokka í mörgum ráðuneytum og við í innviðaráðuneytinu förum ekki varhluta af því. Í mannvirkjaiðnaði tengjast áskoranirnar meðal annars húsnæðis-, skipulags- og byggingarmálum, ásamt fleiri málaflokkum sem innviðaráðuneytið leiðir innan stjórnsýslunnar.&nbsp;</span></p> <p><span>Nefna má áskoranir sem tengjast losun gróðurhúsalofttegunda og baráttunni fyrir aukinni sjálfbærni þegar við byggjum og rekum mannvirki. Nefna má þær langtíma loftslagsbreytingar sem munu valda aukinni veðuráraun þegar til lengri tíma er litið. Allir þekkja umræðuna um það rask og þann skaða sem mygla og rakaskemmdir í byggingum valda.&nbsp;</span></p> <p><span>Til að geta brugðist við þessum og mörgum tengdum áskorunum þarf öflugar rannsóknir á sviði mannvirkjagerðar og það verður að tryggja utanumhald, miðlun og hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna.</span></p> <p><span>Jafnframt hefur verið vakin athygli á því að á Íslandi hefur verið vöntun á prófunarstofum sem uppfylla alþjóðlegar kröfur um samræmdar prófanir og gæði mælinga á eiginleikum byggingarvöru, sem og mælingum á öðrum skuldbindingum sem til dæmis tengjast sjálfbærni, loftslagsmálum og öryggismálum mannvirkja.&nbsp;</span></p> <p><span>Af öllu þessu er ljóst að við verðum að skoða vel hvernig við viljum skipuleggja og efla þann rannsóknavettvang sem umlykur mannvirkjaiðnaðinn. Og hvernig við viljum tryggja gott utanumhald, miðlun og hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna. Og samtímis skoða hvernig hægt sé að tryggja að prófanir og mælingar sem framkvæmdar eru uppfylli alþjóðlegar kröfur um gæði og áreiðanleika.</span></p> <p><span>Í þeim Vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjagerðar, sem hér er kynntur til sögunnar, eru einmitt settar fram 16 skýrar og vel skilgreindar aðgerðir sem gefa okkur möguleika á að taka ákvarðanir um rannsóknaumhverfið, miðlun niðurstaðna og prófanir í mannvirkjaiðnaði.&nbsp;</span></p> <p><span>Vegvísinum er ætlað að varða leiðina næstu 12 til 24 mánuðina svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um framtíðarskipan þessara mála. Niðurstöðurnar hafa verið settar fram og unnar í breiðu samráði við stjórnvöld, háskólasamfélag og mannvirkjageirann og byggja meðal annars á samtölum við hátt í 70 hagaðila. Þær taka einnig mið af aðgerð um mótun rannsóknavettvangs innviða í þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs og aðgerð um mótun rannsóknavettvangs mannvirkjagerðar í hvítbók um húsnæðismál, sem er nú til umfjöllunar á Alþingi.&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta verklag HMS við að varða leið til lausna á flóknum samfélagslegum vanda, í breiðu samráði, hefur áður reynst vel. Ég vil nefna hér annan vegvísi sem HMS gaf út fyrir um tveimur árum, en það er „Vegvísir um vistvænni mannvirkjagerð“. Í vegvísinum voru skilgreind markmið um vistvænni mannvirkjagerð til ársins 2030 og 74 skýrar og greinargóðar aðgerðir kynntar til að ná þessum markmiðum. Mjög góð eftirfylgni leiddi til þess að mörgum aðgerðum er lokið í miklu samráði stjórnvalda, atvinnulífs, háskólasamfélags og norrænna samstarfsaðila. Þannig var hægt að sammælast um aðferðafræði um lífsferilsgreiningar bygginga og lágmarksgildi hvað kolefnislosun mannvirkja varðar. Tillögurnar voru í Samráðsgátt í febrúar og allt stefnir í að opinberar kröfur um þessi atriði taki gildi í september 2025. Þannig hafa markmiðin og aðgerðirnar um að draga úr losun leitt til skýrrar niðurstöðu á frekar stuttum tíma. Þetta vinnulag er öllum þeim sem komu að vinnunni til mikils sóma og ég er mjög vongóður um að hið sama muni gilda um þann vegvísi sem við ræðum hér í dag, Vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjaiðnaðar.</span></p> <p><span>Góðir áheyrendur.</span></p> <p><span>Öflugar og samfelldar rannsóknir og nýsköpunarstarfsemi í mannvirkjaiðnaði leiða í ljós nýjar lausnir, stuðla að aukinni þekkingu, faglegri vinnubrögðum, vistvænni mannvirkjum með lengri líftíma og lægri byggingar- og viðhaldskostnaði. Þær aðgerðir sem skilgreindar eru í Vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjaiðnaðar munu gera okkur kleift að taka vel undirbyggðar ákvarðanir um rannsóknaumhverfi mannvirkjagerðar til framtíðar, miðlun rannsóknaniðurstaðna og alþjóðlega viðurkenndar prófanir og mælingar á þessu sviði.&nbsp;</span></p> <p><span>Ég vil þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg við mótun þessa mikilvæga vegvísis og er fullviss um að vinnan muni leiða til skýrrar framtíðarsýnar um umgjörð mannvirkjaannsókna á Íslandi þegar til lengri tíma er litið.</span></p>
09. febrúar 2024Ávarp við úthlutun úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði <p><span><em>Ávarp við úthlutun úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði 9. febrúar 2024</em></span></p> <p>Góðir áheyrendur, </p> <p>Það er ánægjulegt að fá að vera með ykkur hér í dag þegar við afhendum styrki úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði. Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 með góðri samstöðu stjórnvalda, atvinnulífs og vísindasamfélags í því skyni að auka þekkingu á sviði mannvirkjagerðar og hlúa að nýsköpun í byggingariðnaði, öllum til hagsbóta. Askur hlaut strax mjög góðar viðtökur. Fyrir tæpum tveimur árum veittum við fyrstu styrki úr sjóðnum og þá bárust 40 umsóknir, í fyrra voru umsóknirnar 62 en í ár voru þær 55 talsins. Og hingað til hafa um 60% umsókna hlotið styrk. </p> <p>Mikilvægi mannvirkjarannsókna er augljóst. Stærstur hluti fjárfestinga í landinu tengjast mannvirkjagerð. Samtímis er það svo að ein helsta áskorun mannkyns, til langrar framtíðar, er baráttan við losun gróðurhúsalofttegunda, en ljóst að 30-40% af þessari losun er vegna mannvirkjagerðar. Við verðum þess vegna að leita allra leiða til að draga úr kolefnisspori mannvirkja og byggingarefna. Talandi um byggingarefni þá búum við Íslendingar við þá sérstöðu að við flytjum inn mikinn meirihluta þeirrar byggingarvöru sem notuð er til mannvirkjagerðar. Því er mikilvægt að skoða til hlítar möguleikana á því að nota innlend efni til framleiðslu á slíkum vörum, sem samtímis stuðla að minni losun hvað varðar flutninga, framleiðslu og notkun yfir allan líftíma bygginganna. Við verðum að huga að því hvernig við getum nýtt betur orkuauðlindir okkar, hvernig við getum byggt betri og heilsusamlegri mannvirki og hvernig við berjumst við aldagamlan óvin okkar – myglu og raka. Verkefnin sem hljóta styrki úr Aski takast öll á við þessi stóru og mikilvægu viðfangsefni samfélagsins. </p> <p>Frá upphafi var lögð rík áhersla á að Askur væri samkeppnissjóður opinn öllum þeim sem vilja sinna metnaðarfullum rannsóknum og nýsköpun. Og við sjáum að verkefnin sem hljóta styrk eru flest mjög þverfagleg í eðli sínu og í mörgum þeirra koma saman aðilar sem eru sérfræðingar á margvíslegum fræðasviðum. Það er nefnilega ekki bara mikilvægt að fá fram niðurstöður úr verkefnunum sem hægt er að nýta beint í atvinnulífinu, heldur er einnig mikilvægt að styðja við myndun þverfaglegra hópa vísindamanna sem mynda rannsóknarteymi á ýmsum sviðum og efla þannig rannsóknarinnviði okkar á sviði mannvirkjagerðar. </p> <p>Sem innviðaráðherra þá hef ég það hlutverk að skipa sérstakt fagráð sjóðsins, sem metur verkefnin og samfélagslegan ávinning þeirra. Það kom síðan í minn hlut að staðfesta tillögur fagráðsins. Ég þakka þeim kærlega fyrir góðar tillögur að úthlutun og allt þeirra starf. Ég vil einnig færa sérstakar þakkir til þess starfsfólks HMS sem hefur séð um alla umsýslu og rekstur sjóðsins. en sjóðurinn hefur verið fjármagnaður í góðri samvinnu háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis og okkar í innviðaráðuneytinu. </p> <p>Askur&nbsp;<span>–&nbsp;</span>mannvirkjarannsóknasjóður gegnir mikilvægu hlutverki í að styðja við nýsköpun og rannsóknir á sviði mannvirkjagerðar á Íslandi. Það felast gríðarleg tækifæri í vistvænni mannvirkjagerð og sérstaklega ánægjulegt að sjá þennan mikla áhuga, þekkingu og hugmyndaauðgi sem einkennir þær umsóknir sem bárust. </p> <p>Við í innviðaráðuneytinu munum áfram styðja við nýsköpun og rannsóknir sem eru til þess fallnar að bæta samfélag okkar og lífsgæði og stefnum að því að efla sjóðinn enn frekar á næstu árum.</p> <p>Ég óska öllum styrkþegum innilega til hamingju með styrki og velgengni í mikilvægum rannsóknum sínum. Öðrum umsækjendum þakka ég fyrir góðar tillögur en Askur mun auðvitað snúa aftur – og nýtt úthlutunartímabil hefst næsta haust.</p>
06. nóvember 2023Ávarp við opnun Þverárfellsvegar í Refasveit og Skagastrandavegar um Laxá<span></span> <p><span><em>Ávarp við&nbsp;<span>opnun Þverárfellsvegar í Refasveit og Skagastrandavegar um Laxá</span>&nbsp;</em></span><em>6. nóvember 2023</em></p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Það er mér sönn ánægja að vera staddur hér með ykkur í dag við opnun Þverárfellsvegar í Refasveit og nýs vegarkafla um Skagastrandarveg ásamt nýrri brú yfir Laxá. Þessar framkvæmdir eru afar mikilvægt skref í átt að bættum samgöngum hér á Norðurlandi Vestra og gleðst ég innilega yfir því að framkvæmd verksins sé nú lokið, vegfarendum og íbúum á svæðinu til bóta.</p> <p>Útboð vegna byggingar veganna og brúarinnar fór fram sumarið 2021 og er framkvæmdum nú lokið, tæplega tveimur árum síðar. Uppbyggingin gekk samkvæmt áætlun og er það vel þar sem miklir hagsmunir felast í því fyrir íbúa að geta notið öruggari vegasamgagna ekki síst þar sem veturinn er við það að ganga í garð. </p> <p>Nýi Þverárfellsvegurinn og fyrsti hluti Skagastrandarvegar verða mun öruggari en gamli vegurinn sem fyrir er. Gamli vegurinn er bæði mjór og hæðóttur og ekki hannaður með það umferðarmagn og þungaflutninga í huga, sem nú fara um veginn. Nýi vegurinn er breiðari en sá gamli og er byggður upp miðað við nútíma kröfur til öryggis. </p> <p>Gamla einbreiða brúin frá 1973 yfir Laxá var sömuleiðis orðin úrelt samgöngumannvirki en nokkrir árekstrar hafa orðið á henni í gegnum tíðina, ekki síst vegna þess hversu blind aðkoma er að henni fyrir umferð. </p> <p>Það er því&nbsp; mikið framfararskref að brúin yfir Laxá sé orðin tvíbreið og á sama tíma gleðiefni að einbreiðum brúm á Íslandi fækkar nú jafnt og þétt. Á grundvelli Samgönguáætlunar verður einbreiðum brúm á landinu áfram fækkað á komandi árum og er t.a.m. stefnt að því að innan 15 ára verði engin einbreið brú lengur til staðar á hringveginum.</p> <p>Ég er ekki í vafa um það að framkvæmdirnar sem við vígjum hér í dag verði veruleg samgöngubót fyrir búa hér á svæðinu. Þessar framkvæmdir koma vonandi til með að draga úr ferðatíma og bæta öryggi vegfarenda til muna. Samgöngubæturnar munu styðja við atvinnulíf á svæðinu, svo sem fiskflutning og ferðaþjónustu enda vegurinn hluti af hinni nú heimsfrægu Norðurstrandarleið. &nbsp;Ásamt því bind ég vonir við að þær muni auðvelda ferðir um Norðurland vestra og stuðla að betri &nbsp;tengingu svæðisins við landið allt. </p> <p>Mikil lífsgæði eru fólgin í því að fólkið í landinu geti búið sér heimili þar sem það kýs og njóti öruggra innviða hvar á landinu sem er. Ein af forsendum þess er að íbúar hafi aðgang að öruggum og greiðum samgönguinnviðum. Hér á Norðurlandi Vestra eru ýmsar verðugar áskoranir tengdar samgöngum en opnunin hér í dag ber þess vitni að með samstöðu og samvinnu getum við látið farsælar lausnir við þeim áskorunum verða að veruleika. </p> <p>Mikillar uppbyggingar í samgönguinnviðum er þörf um land allt og verður ráðist í viðamiklar framkvæmdir á grundvelli Samgönguáætlunar á komandi árum. Við höfum metnað til þess að Ísland verði í fremstu röð hvað varðar trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Opnun Þverárfellsvegar í Refasveit og Skagastrandavegar um Laxá í dag er eitt skref af mörgum sem fyrirhuguð eru, í átt að þeirri framtíðarsýn. </p> <p>Ég vil nota tækifærið og færa öllum þeim fjölmörgu aðilum sem komu að verkinu innilegar þakkir fyrir þeirra framlag við að efla samgönguinnviðina hér á svæðinu. Að lokum óska ég ykkur öllum innilega til hamingju með daginn og lýsi Þverárfellsveg um Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá hér með opna. <span style="font-size: 17pt;"></span></p>
20. október 2023Ávarp á Hafnasambandsþingi 2023<p><em>Ávarp á 11. hafnafundi Hafnasambands Íslands 20. október 2023</em></p> <p>Ágætu fundarmenn,</p> <p>Það er ánægjulegt að geta verið með ykkur í dag. Ég átti því miður ekki kost á að vera með ykkur á þingi ykkar í Ólafsvík í fyrra og árin tvö þar kom heimsfaraldur í veg fyrir að ég gæti verið með ykkur á staðfundi. </p> <p>Í erindi mínu ætla að fara yfir helstu mál er varða hafnir sem eru í vinnslu í ráðuneytinu mínu. Sum þeirra sé ég að eru á dagskrá fundarins í dag og verða þar rædd í meiri þaula.</p> <h2>Samgönguáætlun</h2> <p>Fyrst vil ég fara yfir samgönguáætlun. Fyrir viku síðan mælti ég fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi um nýja samgönguáætlun, þ.e. fyrir árin 2024 – 2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024 – 2028.</p> <p>Vandlegur undirbúningur liggur að baki þessari áætlun. Stefnumótunarferlið hófst í byrjun árs 2021 með vinnslu grænbókar, þ.e.a.s. stöðumats um málaflokkinn ásamt tillögum að valkostum til framtíðar. Því næst var unnin hvítbók, en í henni birtust drög að stefnu málaflokksins. Við vinnslu beggja bóka voru haldnir opnir fundir í hverjum landshluta, þar sem fram fóru umræður um áherslumál hvers þeirra og þátttakendum gafst færi á að koma áherslum sínum og skoðunum á framfæri. Bæði grænbókin og hvítbókin fóru í opið samráð í Samráðsgátt stjórnvalda og að endingu fóru drög að þingsályktun um samgönguáætlun einnig í Samráðsgátt.</p> <p>Samgönguáætlun er lögð fram með hliðsjón af fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 þar sem meginverkefnið er að draga úr þenslu í þjóðfélaginu og þar með halda aftur af ríkisútgjöldum. Aukist svigrúm mun það hafa jákvæð áhrif á ramma samgönguáætlunar.</p> <p>Lykilviðfangsefnin næstu ár verða áfram öryggi og fækkun slysa sem og uppbygging, viðhald og þjónusta samgöngumannvirkja. Þá skal þróun samgangna mæta þörfum samfélagsins þar sem áhersla er á umhverfis- og loftslagsmál, breyttar ferðavenjur, ólíkar þarfi barna, ungmenna og fatlaðs fólks í samgöngum sem og nýsköpun og þróun í samgöngumálum.</p> <p>Í tillögunni er grunnnet samgangna skilgreint sem þau samgöngumannvirki sem bera meginþunga samgangna. Það samanstendur meðal annars af 37 umferðarmestu höfnunum. Uppbygging þessa nets, viðhald þess og rekstur eru í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun.</p> <p>Ef við horfum sérstaklega á framlög til hafna þá er lagt til að áfram verði haldið áfram í átakinu í uppbyggingu hafna sem hófst eftir að heimsfaraldur skall á. Þannig gerir áætlunin ráð fyrir að á næstu fimm árum fari 7,7 milljarðar króna í hafnabótasjóð. Það má segja að áður hafi um milljarði verið varið í þennan málaflokk á ári en nú er talan rúmlega 1,5 milljarður á ári. Með þessu móti tekst okkur að fjármagna stórar framkvæmdir, t.d. í Þorlákshöfn, Njarðvíkurhöfn og á Sauðárkróki.</p> <p>Þá er í tillögunni lagt til að áfram verði stutt við hafna- og strandrannsóknir sem verða kostaðar af ríkinu.</p> <p>Í þessum tölum eru ekki taldar framkvæmdir hjá Faxaflóahöfnum sf., Fjarðabyggðarhöfnum, Hafnarfjarðarhöfn og Kópavogshöfn en þessir fjórir hafnarsjóðir fjármagna að fullu sínar framkvæmdir með eigin aflafé.</p> <p>Samgönguáætlun er nú til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd og veit ég að Hafnasambandið fengið málið til umsagnar.</p> <h2>Frumvarp</h2> <p>Næst vil ég segja nokkur orð um laga- og reglugerðarbreytingar sem eru fram undan á sviði hafnamála. Í næsta mánuði mun ég mæla fyrir frumvarpi um breytingu á hafnalögum. Í frumvarpinu eru að finna ákvæði sem hafa verið til umræðu um nokkurt skeið og drög að þessu frumvarpi voru kynnt á samráðsgátt stjórnvalda í febrúar á þessu ári.</p> <p>Helst ber að nefna að í frumvarpinu verður lagt til að sett verði ákvæði um eldisgjald sem heimilar höfnum að taka gjald fyrir þjónustu við fiskeldisfyrirtæki. Þá verður kveðið á um afmörkun hafnarsvæða á sjó. Í eldri tillögu sem birtist í samráði reyndi ráðuneytið að búa til eina skilgreiningu á hafnarsvæði á sjó. Hafnasambandið benti réttilega á að sú útgáfa hefði haft veruleg fjárhagsleg áhrif á starfsemi hafna. Var brugðist við þessu og eftir frekara samráð verður lagt til að fjögur svæði verði skilgreind, þar á meðal þjónustusvæði. Tel ég að með þessu hafi verið fundin lausn sem kemur til móts við ykkar þarfir og leysir um leið þær lagalegu áskoranir sem leiðir af núverandi reglum. Það verður einnig lagt til að hafnarsvæði verði afmörkuð með baughnitum. Höfnum landsins verður veittur rúmur frestur til að afmarka þessi hafnarsvæði.</p> <p>Í frumvarpinu verða auk þessa ákvæði um rafræna vöktun í höfnum. Ákvæði um hafnsögu, sem eru í dag í lögum um vakstöð siglinga, verða færð í hafnalög. Þá verður kveðið á um heimildir Samgöngustofu um að mæla fyrir um aðgangsbann skipa ef þau hafa gerst brotleg við reglur. Þá verður ákvæði um kærur á ákvörðunum hafna, endurskoðuð.</p> <h2>Umhverfismiðuð gjaldtaka</h2> <p>Ég tel rétt í þessu sambandi að minnast á umhverfismiðaða gjaldtöku hafna. Eins og þið þekkið var frumvarp um breytingu á hafnalögum samþykkt á síðasta þingi. Í því voru að finna ákvæði sem gera ráðuneytinu kleift að innleiða reglugerð Evrópusambandsins um veitingu þjónustu í höfnum og fjármálalegt gagnsæi hafna. Ráðuneytið mun á komandi dögum birta drög að reglugerð á samráðsgátt stjórnvalda sem innleiðir þessar reglur sem við erum skuldbundin til að innleiða samkvæmt EES-samningnum. Ná þær til þeirra hafna sem eru á hinu svokallaða sam-evrópska flutninganeti.</p> <p>Með þessum lagabreytingum var höfnum, sem reknar eru í hlutafélagaformi, jafnframt veitt heimild til að taka upp umhverfismiðaða gjaldtöku. Faxaflóahafnir hafa tekið upp þetta fyrirkomulag og miða við matsfyrirkomulag EPI eða Environmental Port Index. Það var upphaflega ætlun ráðuneytisins að láta þessa heimild einnig ná til hafna sem eru í eigu sveitarfélaga. Þær hafnir eru hins vegar í annarri stöðu lagalega en hafnir sem eru rekin í hlutafélagaformi.</p> <p>Í stuttu máli má segja að hafnir í eigu sveitarfélaga eru bundin af reglum sem gilda um skatta og þjónustugjöld. Gjaldtaka hafna er í formi þjónustugjalda, þ.e. þegar hafnir veita tiltekna þjónustu eiga gjöldin að standa straum af því að veita þá þjónustu. Það þarf sem sagt að vera samband á milli gjaldtökunnar og þjónustunnar sem er veitt. Ef álag er lagt á hafnargjöld eins og gert er með umhverfismiðaðri gjaldtöku þá væri í skilningi stjórnarskrárinnar verið að leggja á skatt þar sem það er í raun engin viðbótarþjónusta veitt í staðinn fyrir álagsgreiðsluna. Stjórnarskráin gerir miklar kröfur um það hvernig skattlagningu skuli háttað. Það verður að mæla með mjög skýrum hætti í lögum á um hversu hár skatturinn er í hverju tilviki. Það er flókið verkefni í þessu tilviki þegar álag eða afsláttur er breytilegur eftir því hversu umhverfisvæn skip eru.</p> <p>Ég hef því fengið Lagastofnun Háskóla Íslands til að vinna álitsgerð um þetta álitaefni og er það í vinnslu. Niðurstöður þeirrar vinnu verða mikilvægar til að við getum unnið málið áfram. Það er mikilvægt að hér sé vandað til verka.</p> <h2>Heildarendurskoðun</h2> <p>Nú hef ég rakið það sem er á döfinni en það þarf einnig að horfa lengra fram á veginn. Í vor sendi Hafnasambandið ráðuneytinu drög að nýjum heildarlögum um hafnir. Ég vil byrja á því að þakka fyrir þá góðu vinnu. Hafnalögin, sem við störfum eftir í dag, hafa nú verið í gildi í tuttugu ár og ég held að það megi segja að tilkoma þeirra hafi verið framfaraskref í málefnum hafna. Ég tel hins vegar rétt, þegar vinnu hefur verið lokið við frumvarpið sem fer fyrir þing í vetur, að huga að heildarendurskoðun á lögunum. Í drögunum koma fram ýmsar hugmyndir sem ég tel rétt að horft verði til í þeirri vinnu. Verður sú vinna unnin í góðu samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Hafnasamband Íslands. Einnig er mikilvægt að hagsmunaaðilar úr atvinnulífinu hafi aðkomu að þeirri vinnu.</p> <h2>Orkuskipti</h2> <p>Eitt af þeim verkefnum sem stjórnvöld vinna að í tengslum við aðgerðir í loftslagsmálum eru orkuskipti í haftengdri starfsemi. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er þetta stórt áherslumál. Þar kemur m.a. fram að stutt verði áfram við orkuskipti í samgöngum um land allt, þ.m.t. í ferjum og höfnum. Árangur hefur náðst í þessum efnum og var afar ánægjulegt að fá að vera viðstaddur og vígja landtengingu fyrir skemmtiferðaskip í Faxagarði í síðasta mánuði. En betur má ef duga skal.</p> <p>Stjórnvöld styrkja orkuskiptaverkefni fyrst og fremst í gegnum Orkusjóð. Ríkisstjórnin hefur aukið fjármagnið í sjóðinn umtalsvert á síðastliðnum árum og í síðasta mánuði var tilkynnt um úthlutun til orkuskiptaverkefna, samtals fyrir 914 milljónir króna. Verkefni í höfnum í Hornafirði og á Norðurlandi voru meðal þeirra sem voru styrkt.</p> <p>En eins og stjórn Hafnasambandsins hefur fjallað um í bókun sem hún gaf út í framhaldi af úthlutuninni þá fengu stór verkefni hjá Faxaflóahöfnum, á Akureyri, Hafnarfirði og Vestmannaeyjum ekki styrk sem sótt hafði verið um. Hér er um dýrar framkvæmdir að ræða, eins og þið vitið. Það er ljóst að Evrópureglur munu gera kröfu um að stærstu hafnir landsins hafi yfir að ráða háspennutengingum árið 2030. Leiðir það af svokallaðri Fuel Maritime gerð um orkunotkun í siglingum sem samþykkt hefur verið innan ESB.</p> <p>Kostnaður við eina svona tengingu getur hlaupið á milljörðum og duga 914 milljónir króna skammt í því sambandi. Ísland mun einnig innleiða nýjar reglur sem víkka út viðskiptakerfi með losunarheimildir þannig að þær munu ná til sjóflutninga. Með þessu mun Ísland fá tekjur af sölu þessara heimilda. Það er mikilvægt að þessar tekjur nýtist við að stuðla að orkuskiptum, m.a. þannig að þessar hafnir verði í stakk búin til að uppfylla kröfur sem settar eru á þær.</p> <p>Þá verður einnig að tryggja að til staðar sé næg orka þannig að öruggt sé að skip sem leggist að höfn geti tengst.</p> <h2>Lokaorð</h2> <p>Góðir fundarmenn,</p> <p>Ég vil að lokum fyrir bæði mína hönd og ráðuneytisins þakka fyrir góða samvinnu við ykkur. Eins og ég hef minnst á hafa félagsmenn Hafnasambandsins komið með mikilvæg innlegg sem hafa nýst okkur vel í vinnu ráðuneytisins. Öll viljum við stefna í sömu átt, að tryggja öryggi og efla uppbyggingu hafna á landsvísu. </p> <p>Ég óska ykkur velfarnaðar í ykkar mikilvægu störfum.<span style="font-size: 12pt;"> </span></p> <span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;"><br clear="all" /> </span> <p>&nbsp;</p>
21. september 2023Ávarp á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2023<p><em>Ávarp á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 21. september 2023</em></p> <p>Kæru gestir.</p> <p>Ég er þakklátur fyrir að fá tækifæri til að ávarpa ykkur með þessum hætti í ár en vegna mjaðmaskiptaaðgerðar held ég mig enn á heimavelli en er óðum að ná fyrri styrk og fljótlega farið þið að sjá mig á vettvangi.</p> <p>Fjármálaráðstefna er afar mikilvægur vettvangur fyrir allt sveitarstjórnarfólk. Hér gefst tækifæri til að bera saman bækur sínar, heyra af reynslu annarra og horfa til framtíðar – ekki síst er varðar fjármál sveitarfélaga.&nbsp;</p> <p>Sjálfbærni er lykilhugtak þegar kemur að fjármálum og það þurfum við öll að hafa í huga þegar við vélum um fjármál sveitarfélaga eða ríkissjóðs. Langtímasýn er mikilvægt og einnig vönduð áætlunargerð, þó vissulega geti tímabundin frávik og aðstæður sett strik í reikningana.&nbsp;</p> <p>Það á t.d. við einmitt núna þegar verðbólgan, landsins forni fjandi, hefur náð sér á strik og Seðlabankinn beitir sínum stjórntækjum fast, ekki síst vaxtahækkunartækinu. Við sjáum það í ársreikningum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga að þessar aðstæður eru krefjandi, það á líka við um heimilin og fyrirtækin í landinu.&nbsp;</p> <p>Því er mikilvægt að við tökum öll höndum saman og vinnum markvisst að því að ná verðbólgunni niður svo við getum komið okkur á betri stað hvað vaxtastigið varðar.&nbsp;</p> <h3>Staða efnahagsmála og fjármál sveitarfélaga</h3> <p>Það er aðalviðfangsefni ríkisstjórnarinnar að ná niður vöxtum og verðbólgu. Frumvarp til fjárlaga er helgað því viðfangsefni þó svo að ríkisstjórnin sé samtímis einbeitt að varðveita og viðhalda þeirri félagslegu uppbyggingu sem átt hefur sér stað á umliðnum árum, tryggja áframhaldandi uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu, bæta velsæld íbúanna og verja mikilvæga grunninnviði. Frumvarpið ber vel með sér þessar áherslur, ábyrg fjármálastjórn en samfélagslegar farmfarir.</p> <p>Fjármálaráðherra hefur farið yfir þessi atriði með ykkur í morgun og því ætla ég ekki að bæta fleiru við hér.</p> <p>Mikilvægt er að sveitarfélög horfi til þessara áherslna einnig – ríkisstjórnin hefur lagst á sveif með Seðlabankanum að vinda ofan af verðbólgunni með umfangsmiklum aðhaldsaðgerðum. Dregið er úr opinberum útgjöldum þar sem hægt er, aukið aðhald er sett á stjórnsýsluna og verkefnum frestað.&nbsp;</p> <p>Sveitarfélögin þurfa að gera slíkt hið sama – velta við öllum steinum í sínu bókhaldi, verja grunnþjónustuna og kjaraverkefnin, en fórna því sem skiptir minna máli og hægt er að komast af með.</p> <p>Samvinna og samlegð eru einnig lykilhugtök – getum við nýtt fjármuni betur með því að auka samvinnu og samlegð – svo ekki sé talað um sameiningu lítilla rekstrareininga.</p> <p>Innviðaráðuneytið lýsir sig reiðubúið til að vinna náið með sveitarfélögunum að því að greina tækifæri til að auka aðhald í rekstri þeirra, bæta nýtingu tekjustofna og þróa meiri gæði við gerð langtímaáætlana.&nbsp;</p> <p>Legg ég til að slíkt samstarf verði rætt á vettvangi samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga – svokallaðri Jónsmessunefndar – sem eftir atvikum komi með tillögur um tilhögun á slíkri vinnu.</p> <h3>Samskipti við sveitarfélög – stefna í sveitarstjórnarmálum</h3> <p>Mikilvægt er að samstarf og samvinna sveitarfélaga sé góð, ekki síst á tímum sem þessum.&nbsp;</p> <p>Við áttum í mjög góðu samstarfi á tímum heimsfaraldursins, þar snérum við bökum saman og þannig tókst okkur að standa af okkur þá erfiðu tíma. Við gerðum sérstakar ráðstafanir gagnvart sveitarfélögum, m.a. að taka fjármálareglur sveitarfélaga úr sambandi, og nú er kominn tími til að virkja þær aftur. Það ættum við að geta gert ári fyrr en upphaflega stóð til, það væri alla vega skynsamlegt í mínum huga, og þá hægt að hugsa sér einhverja aðlögun gagnvart þeim sveitarfélögum sem verst standa.</p> <p>Við fórum líka í margvísleg átök til að halda uppi starfsemi í landinu, t.d. á sviði samgöngumála.</p> <p>Þetta sýnir að góð og hreinskiptin samskipti milli ríkis og sveitarfélaga eru mikilvæg og þau vil ég rækta sem sveitarstjórnarráðherra.&nbsp;</p> <p>Mótun stefnu fyrir sveitarstjórnarstigið er dæmi um góða afurð sem kemur út úr farsælu samstarfi okkar, en fljótlega mun ég flytja Alþingi tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024–2038 og aðgerðaáætlun fyrir næstu fimm ár.</p> <p>Fyrsta stefna ríkisins í málefnum sveitarfélaga var samþykkt á Alþingi árið 2020. Þungi hennar fólst í því markmiði ríkisvaldsins að í engu sveitarfélagi byggju færri en 1.000 íbúar. Með því er í senn stuðlað að því að gera sveitarfélögunum betur kleift að sinna lögbundnum skyldum sínum, efla þau hvert og eitt og þar með sveitarstjórnarstigið í heild sinni.</p> <p>Nú er komið að nýrri útgáfu og eru markmið stefnunnar skýr. Annars vegar að sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi. Hins vegar að sjálfstjórn og ábyrgð sveitarfélaga verði virt ásamt því að tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Stefnumörkuninni fylgir aðgerðaáætlun með 18 tölusettum aðgerðum til að vinna að þessum markmiðum.&nbsp;</p> <p>Helstu nýjungar nýrrar aðgerðaáætlunar felast annars vegar í áherslu á sjálfbærni og umhverfis- og loftslagsmál og hins vegar í útvíkkun aðgerðaáætlunarinnar inn á fagsvið annarra ráðuneyta í þágu ungra barna, fólks með fötlun og innflytjenda. Í samræmi við vilja samráðsaðila og í þéttu samstarfi við viðkomandi ráðuneyti geymir nýja aðgerðaáætlunin aðgerðir á sviði málaflokks fatlaðs fólks, barna og innflytjenda.</p> <p>Ég vil leyfa mér að sjaldan eða aldrei hefur farið fram jafn víðtækt samráð um stefnumótun við sveitarstjórnir, íbúa og aðra hagsmunaaðila eins og við endurskoðun sveitarstjórnaráætlunarinnar. Fyrst ber að nefna að 35 sveitarfélög með 87% íbúa í landinu á bakvið sig svöruðu ítarlegum spurningarlista á sviði skipulags-, húsnæðis- og sveitarstjórnarmála um mitt ári 2022. Með sama hætti skráðu sig yfir 360 manns á rafrænar vinnustofur undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman síðasta haust.</p> <p>Síðast en ekki síst fólst samráðið í viðhorfskönnun meðal 400 ungmenna á aldrinum 16 til 20 ára til málaflokka ráðuneytisins í byrjun þessa árs. Ótalið er hefðbundið opið samráð í gegnum samráðsgátt stjórnvalda um grænbók og drög að stefnuskjali í hvítbók. Í umsögnum um báðar skýrslurnar tókust á gagnrýnið viðhorf fulltrúa nokkurra fámenna sveitarfélaga gagnvart aðgerðum ríkisvaldsins til að stuðla að sameiningu sveitarfélaga og sjónarmið fulltrúa atvinnulífs og samtaka fatlað fólks um að ganga þurfi lengra í sameiningu sveitarfélaga.</p> <p>Þannig að ég vænti þess að tillaga til þingsályktunar fái góðar viðtökur á hinu háa Alþingi.</p> <h3>Húsnæðismálin</h3> <p>Við myndun nýrrar ríkisstjórnar á haustmánuðum 2021 varð nokkur uppstokkun á ráðuneytum. Nýtt innviðaráðuneyti hefur sameinað undir einum hatti sveitarstjórnarmál, byggðamál, samgöngumál, skipulagsmál og húsnæðismál. Með þessari breytingu náðist betri sýn yfir það sem er að mínu mati mikilvægasta verkefni samtímans: Uppbyggingu húsnæðis í takti við þörf.</p> <p>Þessi yfirsýn og ábyrgð er nauðsynleg svo hægt sé að vinna að krafti að því að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Ég lagði strax áherslu á það að ríki og sveitarfélög næðu sameiginlegri sýn á verkefnið og mokuðu ofan í skotgrafirnar en eins og við þekkjum öll hefur umræðan síðustu árin helst einkennst af því að hver bendir á hinn. Það er ekki gjöful aðferð til árangurs að skammast.</p> <p>Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga sem hefur það yfirmarkmið að ná jafnvægi og auknu réttlæti á húsnæðismarkaði felur meðal annars í sér að á tíu árum skuli byggðar 35 þúsund nýjar íbúðir. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að verðbólgan og þeir háu vextir sem settir hafa verið til höfuðs hennar er okkur Þrándur í götu.</p> <p>Fyrstu skrefin hafa verið stigin með verulegum stuðningi við byggingu nýrra íbúða fyrir tekju- og eignaminni með breytingum á hlutdeildarlánum og auknu fjármagni til stofnlána í almenna íbúðakerfinu. Þessi skref eru varfærin en gríðarlega mikilvæg fyrir viðkvæma hópa, en uppbygging húsnæðis fyrir tekju- og eignaminni er forgangsmál næstu ára.</p> <p>Fyrsti samningur ríkisins við sveitarfélag var gerður við Reykjavíkurborg en fleiri samningar eru í farvatninu.</p> <p>Þessi aukna samvinna ríkis og sveitarfélaga er gríðarlega þýðingarmikil svo hægt sé að ná jafnvægi og auknu réttlæti á þessum mikilvæga markaði. Aukið framboð á byggingarhæfum lóðum og markviss beiting þeirra verkfæra sem ríkið hefur byggt upp gefur góða von um að árangur náist í náinni framtíð. Í því sambandi má nefna að ég mun endurflytja mál á Alþingi nú í haust sem er ætlað að tryggja framboð hagkvæms húsnæðis með því að lögfesta heimild sveitarfélaga til að skilyrða notkun lands til uppbyggingar hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði, óháð eignarhaldi lóða.</p> <h3>Samgöngumálin</h3> <p>Á síðustu árum hefur ríkið fjárfest í samgöngum af meiri krafti en áður, ekki síst meðan heimsfaraldurinn heltók samfélagið. Við höfum séð gríðarlega uppbyggingu á Vestfjörðum, svæði sem setið hafði eftir um langt skeið. Miklar framfarir hafa orðið í uppbyggingu á umferðarþyngstu köflum hringvegarins út frá höfuðborgarsvæðinu eins og sést einna best á nýjum og glæsilegum vegi milli Hveragerðis og Selfoss. Síðast en ekki síst hefur uppbygging samkvæmt Samgöngusáttmálanum komist á skrið þótt hraði verkefna hefði mátt vera meiri. Frá þeim tíma sem samningurinn var gerður hafa nokkrar stórar framkvæmdir klárast og aðrar eru í framkvæmd.&nbsp;</p> <p>Samgöngusáttmálinn var undirritaður árið 2019 og markaði tímamót að því leyti að um langt árabil hafði verið frost í uppbyggingu stofnvegakerfis höfuðborgarsvæðisins. Samgöngusáttmálinn er sáttmáli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu stofnbrauta og innviða fyrir almenningssamgöngur. Endurskoðun sáttmálans hefur staðið yfir frá því síðasta vetur þar sem líkt og í öðrum samgönguverkefnum hafa kostnaðaráætlanir hækkað.&nbsp;</p> <p>Samgöngusáttmálinn er gríðarstórt verkefni. Enda vandinn sem blasir við íbúum höfuðborgarsvæðisins á hverjum degi. Það er augljóst að sá vandi verður ekki leystur með hókus pókus aðferðum. Verkefnið er stórt og umfangsmikið og það er kostnaðarsamt, líkt og aðrar samgönguframkvæmdir hringinn í kringum landið. Í sáttmálanum sem undirritaður var af samgönguráðherra, forsætisráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og öllum bæjarstjórum höfuðborgarsvæðisins og borgarstjóra var kostnaðarskiptingin nokkuð hagfelld sveitarstjórnarstiginu. Hluti af fjármögnuninni er breytt gjaldtaka af umferð, þar á meðal voru sérstök tafa- og umferðargjöld en þeirri vinnu hefur ekki miðað nógu vel áfram. Vinna sérstakrar verkefnastofu fjármálaráðuneytis og innviðaráðuneytis er nú komin á gott skrið.</p> <p>Við getum ekki frestað vandanum heldur verðum við að horfast í augu við hann. Það kostar líka mikið að loka augunum og bíða eftir einhverjum óskilgreindum tæknilegum töfralausnum.</p> <p>Víða um land eru áætluð samvinnuverkefni. Þeirra stærst er Sundabraut og er unnið hörðum höndum að undirbúningi hennar. Verið er að leggja nýjan veg um Hornafjarðarfljót og ný Ölfusárbrú hefur farið í forval sem er lokið. Þeir sem komast í gegnum forvalið geta tekið þátt í útboði sem fer af stað núna í september.&nbsp;</p> <p>En nýframkvæmdir eru ekki eina verkefni vegagerðar á Íslandi. Það eru fjölmargar áskoranir sem mæta okkur. Viðhald og þjónusta þurfa meira fjármagn og hefur sérstök aðgerðaáætlun verið rædd í ríkisstjórn.</p> <p>Á vorþingi varð að lögum frumvarp mitt um sérstakt varaflugvallargjald sem mun gjörbreyta stöðu innanlandskerfisins. Uppbygging á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík verður með auknu fjármagni markvissari og tengir byggðirnar betur.&nbsp;</p> <p>Allt kallar þetta á samráð og samvinnu og treysti ég því að ég muni áfram eiga gott samstarf við sveitarstjórnarfólk um allt land.</p> <h3>Skipulagsmálin</h3> <p>Unnið hefur verið að endurskoðun landsskipulagsstefnu og hyggst ég leggja tillögu til þingsályktunar fyrir Alþingi síðar í haust. Lokafrágangur á hvítbók stendur yfir og fer hún í samráðsgáttina á næstu dögum Grænbók var til umsagnar í sumar og bárust margar góðar og gagnlegar ábendingar, m.a. og ekki síst frá sveitarfélögunum. Hvet ég ykkur til að skoða Hvítbókina vel – því hún er lokahnykkurinn áður en þingsályktunartillaga Landskipulagsstefnu fyrir árin 2024-2038 verður lögð fyrir Alþingi.</p> <p>Meðal lykiláskorana hvað varðar landsskipulagsstefnuna að mínu mati eru&nbsp;</p> <p>Í fyrsta lagi loftslagsbreytingar - sem fela í sér áskoranir í landnotkun og hinu byggða umhverfi og til að takast á við þær þarf að hafa til þess verkfæri og byggja á bestu fáanlegu gögnum hverju sinni.</p> <p>Í öðru lagi jafnvægi í uppbygging húsnæðis og lífsgæði í byggðu umhverfi – en tryggja þarf fjölbreytt íbúðarframboð sem stuðlar að sjálfbærni og félagslegri samheldni með tilliti til efnahags.&nbsp;</p> <p>Í þriðja lagi uppbygging þjóðhagslegra mikilvægra innviða – sem eru forsenda fyrir þróun byggðar og kröftugu atvinnulífi.&nbsp;</p> <p>Í fjórða lagi landnotkun í dreifbýli – en land er takmörkuð auðlind og landbúnaðarland sem hentar vel til ræktunar matvæla og fóðurs er verðmætt.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Í fimmta lagi er skipulag vindorkunýtingar nýtt viðfangsefni í skipulagsmálum en í ríkisstjórnarsáttmála er lög áhersla á að vinduorkuver byggist upp á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og flutningslínum til þess að tryggja örugga afhendingu orkunnar.</p> <p>Og að lokum við ég nefna landnotkun á miðhálendi Íslands sem hefur verið nýtt sem almenningur um aldaskeið og er enn. Með vaxandi ferðaþjónustu er aukin ásókn á miðhálendið með vaxandi álagi. Aukið álag getur meðal annars falið í sér þörf fyrir uppbyggingu&nbsp; innviða fyrir samgöngur og ferðaþjónustu en samhliða slíkri uppbyggingu þarf að gæta að sjálfbærri gróðurframvindu, tryggja vernd óbyggðra víðerna, mikilvægra landslagsheilda og náttúru miðhálendisins.&nbsp;</p> <p>Það verður áhugavert að fá álit ykkar – og við munum síðan fjalla ítarlega um þessa stefnumörkun á Skipulagsdeginum sem er fyrirhugaður snemma í október.</p> <h3>Málefni Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga</h3> <p>Fyrir liggur frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, og er það afrakstur mikillar vinnu undangenginna ára. Með frumvarpinu er einnig lagt til að reglur um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og starfsemi hans verði færð úr lögum um tekjustofna sveitarfélaga og að sett verði ný heildarlög um sjóðinn.</p> <p>Aðaltillagan er nýtt líkan sem leysir tiltekin framlög Jöfnunarsjóðs af hólmi og sameinar það í eitt almennt jöfnunarframlag.</p> <p>Hér er komin fram tillaga sem margir hafa kallað eftir lengi, fyrsta alvöru tillagan að því að ná settum markmiðum um&nbsp;</p> <ul> <li>einföldun og gagnsæi kerfisins,</li> <li>og sanngjarnara kerfi – sem jafnaði betur stöðu sveitarfélaga með lægri tekjur í samanburði við sambærileg sveitarfélög, þannig að allir íbúar landsins fái notið samskonar þjónustu frá sínu sveitarfélagi, sama hvar þeir búa.</li> </ul> <p>Allar breytingar eru umdeildar og þau sveitarfélög sem fá lægri tekjur í samkvæmt nýja líkaninu eiga erfitt með að sætta sig við það. Þau verða þó að hafa í huga að aðstæður geta breyst – líka til hins verra – og þá er gott að búa við sanngjarnara kerfi sem er næmara á slíkar breytingar og grípur sveitarfélögin betur en í núverandi kerfi.</p> <p>Þá er rétt að innleiðing kerfisins fari fram á nokkrum árum svo einstök sveitarfélög eigi auðveldar með að aðlaga sig að breyttum veruleika.</p> <p>Þá verður tekið tillit til sérstakra áskorana og byggðasjónarmiða – og hef ég lagt ríka áherslu á það að hægt verði að bregðast við skyndilegum áföllum í rekstri sveitarfélaga og eins að vinna með svæðum sem hafa veikan tekjugrundvöll en talsverða útgjaldaþörf er snýr að grunnþjónustu og megin skyldum þeirra.</p> <p>Í frumvarpinu er nýtt ákvæði sem kveður á um að skerða skuli framlög til þeirra sveitarfélaga sem ekki fullnýta útsvarið sitt. Vissulega mjög umdeilt – en sanngirnismál.</p> <p>Hér er tekið fyrir það að sjóðurinn – og þar með tekjulægri sveitarfélögin – niðurgreiði útsvar fyrir þau sveitarfélög sem kjósa að hafa útsvarið lægra en almennt gerist.&nbsp;</p> <p>Það er bara gott eitt um það að segja ef sveitarfélög geta haft álögur á íbúa í hófi og þurfa ekki að nýta sér tekjustofna sína að öllu leyti til að sinna þjónustu við þá, en það er hins vegar ekki eðlilegt að þau haldi fullum framlögum úr Jöfnunarsjóði á sama tíma.</p> <p>Frumvarpið hefur nú verið sent Alþingi og á ég von á því að geta mælt fyrir því innan tíðar. Það er síðan Alþingis að taka endanlega ákvörðun um þetta fyrirkomulag – en ég vona að þar náist samstaða um þessar veigamiklu og tímabæru breytingar.</p> <p>Það er ánægjulegt að segja frá því að útkoma Jöfnunarsjóðs sé góð. Ég sagði frá því í gær á ársfundi sjóðsins að ég hefði að tillögu ráðgjafanefndar tekið ákvörðun um að hækka útgjaldajöfnunarframlög ársins um einn milljarð króna. Það eru góð tíðindi.</p> <h3>Lokaorð</h3> <p>Góðir gestir. </p> <p>Þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir eru margar og margvíslegum toga. Það eru alltaf tækifæri til umbóta. Stærsta verkefnið er þó baráttan við verðbólguna. Við verðum að taka höndum saman í þeirri baráttu og skapa hér að nýju umhverfi lágra vaxta. Við verðum að taka utan um viðkvæmustu hópana en skapa um breiðan grundvöll fyrir öfluga atvinnu land allt. Íslenskt samfélag hefur upplifað alls konar áföll og áskoranir á síðustu árum en okkur hefur alltaf auðnast að vinna okkur hratt út úr erfiðum aðstæðum. Við gefumst ekki upp. Við verðum að vinna saman að lausnum. Verðum að vinna saman að því að komast hratt út úr verðbólgunni. Með samvinnu eru okkur allir vegir færir.</p>
20. september 2023Ávarp á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2023<p><span><em>Ávarp á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 20. september 2023</em></span></p> <p><span>Ágætu gestir á ársfundi Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.</span></p> <p><span>Það er ánægjulegt að enn á ný erum við komin saman til þess að ræða þetta mikilvæga samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga – sem er Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og hans mikilvæga hlutverk.</span></p> <p><span>Ég er vissulega fjarri góðum félögum núna en fæ þess í stað að ávarpa ykkur með þessum hætti.</span></p> <p><span>Það væri vandséð hvernig væri hægt að reka hér umfangsmikið og þýðingarmikið sveitarstjórnarstig nema fyrir tilstilli sjóðsins eða einhvers sambærilegs kerfis – ekki síst í ljósi þess mikla fjölbreytileika sem einkennir íslenska sveitarstjórnarstigið.&nbsp;</span></p> <p><span>Sjóðurinn er vissulega vistaður hjá ríkinu, en er sameign okkar og mikilvægt samráð fyrir fram um alla starfsemina.&nbsp;</span></p> <p><span>Lengi hefur verið rætt um þörf fyrir breytingar á sjóðnum og regluverki hans.&nbsp;</span></p> <p><span>Nokkrar atlögur hafa verið gerðar og sumar skilað einhverjum framförum – en staðið hefur á heildarendurskoðun og umbreytingu sem breyttir tímar kalla á.</span></p> <p><span>Sveitarfélögum hefur fækkað mikið á umliðnum áratugum – og munu eflaust gera heldur fram sem horfir. Þau hafa stækkað og verkefni þeirra aukist talsvert, og hvað það varðar sjáum við líka fyrir okkur að sú þróun muni halda áfram.</span></p> <p><span>Árið 1990 voru sveitarfélög 204 talsins en um aldamótin síðustu voru þau 124. Í dag eru þau 64 og hefur þeim því fækkað um 60 frá því á árinu 2000.&nbsp;</span></p> <p><span>Það er því skylda okkar að vinna að slíkri endurskoðun og aðlaga kerfið að aðstæðum eins og þær eru hverju sinni.</span></p> <p><span>Fyrir liggur frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, og er það afrakstur mikillar vinnu undangenginna ára. Með frumvarpinu er einnig lagt til að reglur um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og starfsemi hans verði færð úr lögum um tekjustofna sveitarfélaga og að sett verði ný heildarlög um sjóðinn.</span></p> <p><span>Aðaltillagan er nýtt líkan sem leysir tiltekin framlög Jöfnunarsjóðs af hólmi og sameinar það í eitt almennt jöfnunarframlag.</span></p> <p><span>Hér er komin fram tillaga sem margir hafa kallað eftir lengi, fyrsta alvöru tillagan að því að ná settum markmiðum um&nbsp;</span></p> <p><span>einföldun og gagnsæi kerfisins,</span></p> <p><span>og sanngjarnara kerfi – sem jafnaði betur stöðu sveitarfélaga með lægri tekjur í samanburði við sambærileg sveitarfélög, þannig að allir íbúar landsins fái notið samskonar þjónustu frá sínu sveitarfélagi, sama hvar þeir búa.</span></p> <p><span>Allar breytingar eru umdeildar og þau sveitarfélög sem fá lægri tekjur í samkvæmt nýja líkaninu eiga erfitt með að sætta sig við það. Þau verða þó að hafa í huga að aðstæður geta breyst – líka til hins verra – og þá er gott að búa við sanngjarnara kerfi sem er næmara á slíkar breytingar og grípur sveitarfélögin betur en í núverandi kerfi.</span></p> <p><span>Þá er rétt að innleiðing kerfisins fari fram á nokkrum árum svo einstök sveitarfélög eigi auðveldar með að aðlaga sig að breyttum veruleika.</span></p> <p><span>Þá verður tekið tillit til sérstakra áskorana og byggðasjónarmiða – og hef ég lagt ríka áherslu á það að hægt verði að bregðast við skyndilegum áföllum í rekstri sveitarfélaga og eins að vinna með svæðum sem hafa veikan tekjugrundvöll en talsverða útgjaldaþörf er snýr að grunnþjónustu og megin skyldum þeirra.</span></p> <p><span>Í frumvarpinu er nýtt ákvæði sem kveður á um að skerða skuli framlög til þeirra sveitarfélaga sem ekki fullnýta útsvarið sitt. Vissulega mjög umdeilt – en sanngirnismál.</span></p> <p><span>Hér er tekið fyrir það að sjóðurinn – og þar með tekjulægri sveitarfélögin – niðurgreiði útsvar fyrir þau sveitarfélög sem kjósa að hafa útsvarið lægra en almennt gerist.&nbsp;</span></p> <p><span>Það er bara gott eitt um það að segja ef sveitarfélög geta haft álögur á íbúa í hófi og þurfa ekki að nýta sér tekjustofna sína að öllu leyti til að sinna þjónustu við þá, en það er hins vegar ekki eðlilegt að þau haldi fullum framlögum úr Jöfnunarsjóði á sama tíma.</span></p> <p><span>Frumvarpið hefur nú verið sent Alþingi og á ég von á því að geta mælt fyrir því innan tíðar. Það er síðan Alþingis að taka endanlega ákvörðun um þetta fyrirkomulag.</span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Það eru mörg mikilvægt úrlausnarefni í samskiptum ríkis og sveitarfélaga.&nbsp;</span></p> <p><span>Málefni fatlaðra eru þar efst á baugi og ríkið hefur nú þegar bætt við um fimm milljörðum við útsvarið til að bæta afkomu sveitarfélaganna hvað það varðar. Mikilvægt er að ljúka þeirri endurskoðunarvinnu sem fram fer undir yfirstjórn félags- og vinnumarkaðsmála – og reyna að ná varanlegri niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulagið í þessum málaflokki. Það myndi ég helst vilja gera fyrir áramót – svo hægt sé að vinna að frekari þróun og uppbyggingu í þágu fatlaðra íbúa þessa lands og horfa til framtíðar í góðri sátt allra hlutaðeigandi.&nbsp;</span></p> <p><span>Í því sambandi sé ég fyrir mér að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga gegni áfram lykilhlutverki.</span></p> <p><span>Ársreikningur Jöfnunarsjóðs liggur nú fyrir og fer Guðni Geir yfir hann á eftir. Útkoman er góð og ég get leyft mér að upplýsa hér að í því ljósi hef ég að tillögu ráðgjafarnefndar tekið ákvörðun um að hækka útgjaldajöfnunarframlög ársins um einn milljarð króna.</span></p> <p><span>Ég vil að endingu þakka ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir vel unnin störf og óska þeim góðs gengis í framtíðinni – jafnframt þakka ég starfsfólki sjóðsins kærlega fyrir vel unnin störf og veit að þau sinna sínum verkefnum af fagmennsku og metnaði.</span></p> <p><span>Lifið heil.</span></p>
22. ágúst 2023Ávarp á stöðufundi um samstarfsverkefnið Byggjum grænni framtíð<p><em>Ávarp á stöðufundi um samstarfsverkefnið Byggjum grænni framtíð 22. ágúst 2023</em></p> <p>Góðir áheyrendur.</p> <p>Mannkynið stendur frammi fyrir ýmsum alvarlegum áskorunum og ein stærsta áskorunin á heimsvísu er baráttan við losun gróðurhúsalofttegunda. Þessi áskorun snertir ólíka málaflokka í mörgum ráðuneytum og við í innviðaráðuneytinu förum ekki varhluta af því. Í mannvirkjaiðnaði tengist áskorunin meðal annars húsnæðis-, skipulags- og byggingarmálum, vegagerð og öðrum samgöngumálum og allt tengist þetta sveitarstjórnarmálum sterkum böndum ásamt fleiri málaflokkum sem innviðaráðuneytið leiðir innan stjórnsýslunnar.&nbsp;</p> <p>Ljóst er að mannvirkjagerð veldur um 30-40% af heildarkolefnislosun á heimsvísu. Ísland hefur þó nokkra sérstöðu miðað við önnur lönd. Orkunotkun mannvirkja á Íslandi, bæði hvað varðar upphitun og rafmagn, hefur í marga áratugi verið frá orkugjöfum sem ekki byggja á brennslu kolefna. Flest Evrópulönd leggja megináherslu á að hverfa frá notkun kolefna við orkuframleiðslu til að ná markmiðum sínum um aukna sjálfbærni mannvirkjaiðnaðarins. Hverjar eru þá helstu áherslur okkar Íslendinga til að ná markmiðum um minni kolefnislosun mannvirkjaiðnaðarins?&nbsp;</p> <p>Jú, þökk sé verkefninu Byggjum grænni framtíð, sem einmitt er viðfangsefnið hér í dag, erum við loksins komin með gróf töluleg gildi um kolefnislosun mannvirkjagerðar hér á landi. Talið er að um 58% af kolefnislosun mannvirkjaiðnaðar á Íslandi séu vegna byggingarefna, framkvæmda og flutnings, um 30% séu vegna orkunotkunar í rekstri og um 12% vegna viðhalds.&nbsp;</p> <p>Stefna innviðaráðuneytisins um vistvænni mannvirkjagerð er mjög skýr og á meðal annars rætur sínar að rekja til aðgerðar C3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Eins hafa Norðurlöndin sameiginlega stefnu um sjálfbærni í byggingariðnaði og tekur ráðuneytið fullan þátt í þeirri samvinnu. Samtímis er unnið að regluverki á þessu sviði á vegum Evrópusambandsins og við fylgjumst vel með þeirri vinnu.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Ég ætla að nota tækifærið hér til að lýsa í örstuttu máli fjórum verkefnum ráðuneytisins og HMS, sem eru í fullri vinnslu og eru að skila okkur miklum árangri í vegferð okkar í átt að aukinni sjálfbærni byggingariðnaðarins.&nbsp;</p> <p>Í fyrsta lagi nefni ég verkefnið sem er til umfjöllunar hér í dag - Byggjum grænni framtíð. Það hefur verið unnið í mjög góðri samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs, en HMS heldur utan um vinnuna. Mikið framfaraskref var stigið þegar samstarfsvettvangurinn gaf út „Vegvísi um vistvænni mannvirkjagerð“. Í vegvísinum voru birtar í fyrsta sinn tölur um losun vegna íslenskra bygginga, en það eru þær tölur sem ég nefndi áðan. Auk þess voru markmið skilgreind um vistvænni mannvirkjagerð til ársins 2030 og 74 skýrar og greinargóðar aðgerðir kynntar til að ná þessum markmiðum. Nú þegar hefur 13 aðgerðum verið lokið og 48 aðgerðir eru í vinnslu samkvæmt áætlun. Markmiðin og aðgerðirnar um að draga úr losun eru vel unnin og skýr, og eru þeim mörgu aðilum sem komu að vinnunni til sóma. Í því sambandi er gaman að segja frá því að horft hefur verið til þessa verkefnis sem sterkrar fyrirmyndar fyrir loftslagsvegvísa annarra atvinnugreina á Íslandi.&nbsp;</p> <p>Í öðru lagi er ástæða til að nefna mjög stórt og viðamikið norrænt samstarfsverkefni sem kallast Nordic Sustainable Construction. Árið 2019 samþykktu norrænir ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála stefnu um sjálfbærni í byggingariðnaði, sem miðar að því að setja samhæfðar norrænar kröfur um aukna sjálfbærni í regluverki byggingariðnaðarins. Í framhaldinu ákvað Norræna ráðherranefndin að veita rúmlega tveimur milljörðum króna til að styðja við þessa samvinnu. Þaðan fær innviðaráðuneytið samtals um 120 milljónir króna á árunum 2022 til 2024, til að vinna íslenskan hluta verkefnisins og tryggja samvinnu við hin Norðurlöndin. Verkefninu er stýrt af innviðaráðuneytinu en samstarfsvettvangurinn Grænni byggð sér um framkvæmd þess, ásamt HMS og umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, og rennur megnið af norræna styrknum til þessara aðila. Ef öll Norðurlöndin geta sett fram samhæft og heildstætt regluverk um þessi mál mun það hafa mjög sterk áhrif á vinnu Evrópusambandsins.&nbsp;</p> <p>Í þriðja lagi ber að nefna Ask – mannvirkjarannsóknarsjóð sem innviðaráðuneyti og háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti settu á fót árið 2021. Alls hafa 62 verkefni þegar hlotið styrk úr sjóðnum í tveimur úthlutunum. Mörg þeirra tengjast beint aðgerðunum sem kynntar eru í áðurnefndum Vegvísi sem Byggjum grænni framtíð gaf út – á meðan önnur verkefni stuðla að vistvænni mannvirkjagerð með óbeinum hætti, til dæmis með því að stuðla að lengri líftíma mannvirkja. Ljóst er að einn af lykilhvötum í vistvænni vegferð okkar eru styrkir úr Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði og því mikilvægt að styðja við og efla sjóðinn þegar til framtíðar er litið. Nefna ber að þriðja úthlutunin úr sjóðnum verður auglýst eftir rúman mánuð.</p> <p>Í fjórða lagi vil ég nefna að í ríkisstjórnarsáttmálanum er lögð áhersla á endurskoðun regluverks mannvirkjamála með það fyrir augum að innleiða stafræna stjórnsýslu í auknum mæli, einfalda umgjörð um byggingariðnaðinn og stuðla að vistvænni mannvirkjagerð og samdrætti í losun frá byggingariðnaði, án þess að það sé á kostnað gæða og algildrar hönnunar. Starfshópar um þetta mikilvæga verkefni eru komnir á fulla ferð og fullmótuðum tillögum þeirra er að vænta eftir rúmt ár. Hluti þessa verkefnis er að innleiða þær samhæfðu norrænu reglur sem nú er unnið að innan norræna verkefnisins Nordic Sustainable Construction, sem ég nefndi áðan.</p> <p>Ég tel jafnframt ástæðu til að nefna sérstaklega að ein skilvirkasta aðferðin til að draga úr losun í byggingariðnaði er að nýta okkur þegar byggð mannvirki í stað þess að rífa allt gamalt og byggja nýtt. Eitt dæmi er gamla byggingin sem hýsti Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík. Kostnaður við að breyta núverandi byggingu er sambærilegur við það að byggja nýtt hús, en með því að endurnýta bygginguna minnkar allur úrgangur og uppgröftur gríðarlega, sem og kolefnislosun vegna nýrra byggingarefna, framkvæmda og flutnings. Hugsið ykkur ef húsið hefði verið mulið niður. Hugsið ykkur alla vinnuna við að flokka þann úrgang og flutning hans til geymslu eða urðunar. Og vinnuna við að grafa gríðarstóra holu til að geta byggt grunn nýrrar byggingar. Og alls þess úrgangs og flutnings sem það hefði orsakað. Ljóst er að við Íslendingar verðum að leggja aukna áherslu á endurnýtingu og endurnotkun núverandi bygginga og byggingarefna.&nbsp;</p> <p>Losun mannvirkjageirans er mikil og markmið okkar háleit. Grunnforsenda þess að árangur náist felst ekki bara í því að stjórnsýslan vinni þau verkefni sem ég nefndi hér að framan – heldur þurfa allir hagaðilar í virðiskeðju byggingariðnaðarins að greina eigin vistvæn úrbótatækifæri og hrinda þeim í framkvæmd hið fyrsta. Okkur hefur borið gæfa til að varða saman hina vistvænu leið byggingariðnaðarins, í gegnum samvinnuna við útgáfu Vegvísisins - og við höfum þegar lagt af stað í þann góða leiðangur. Höldum áfram, fáum fleiri til að slást í hópinn og göngum í styrkum takti – enda er það er bæði miklu skemmtilegra og vænlegra til árangurs.</p> <p>Góðir áheyrendur.&nbsp;</p> <p>Ef ekki tekst að koma böndum á losun gróðurhúsalofttegunda og auka sjálfbærni er hætta á stórfelldri röskun á lífríki jarðar og lífsskilyrðum komandi kynslóða. Vandinn verður mestur fyrir afkomendur okkar svo það er á okkar ábyrgð að haga lifnaðarháttum okkar í sátt við umhverfið. Að fylgja eftir aðgerðum, s.s. Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð 2030 sem er mikilvægt skref í þessa átt.</p> <p>Við verðum að taka höndum saman, efla rannsóknir og nýsköpun, þróa nýja tækni og aðferðir svo að við taki tímar sjálfbærni í stað sóunar.&nbsp;<br /> Ég vil þakka ykkur öllum sem komið hafið að vinnu samstarfsvettvangsins Byggjum grænni framtíð og sérstaklega fyrir það mikilvæga framfaraskref sem stigið var með útgáfu Vegvísis um vistvænni mannvirkjagerð.</p> <p>Að lokum vil ég minna á að Húsnæðisþing 2023 verður haldið á Hótel Nordica eftir rúma viku, miðvikudaginn 30. ágúst, og ég hvet ykkur til að fylgjast með þeim mikilvæga viðburði, annað hvort á staðnum eða í streymi. Dagskráin er fjölbreytt og metnaðarfull en af þeim atriðum sem tengjast þessum fundi verður meðal annars fjallað nánar um vinnuna við endurskoðun byggingarreglugerðar og sagt frá þeirri samræmdu aðferðafræði sem verið er að þróa til að reikna út kolefnisspor íslenskra bygginga, eða svokallaðar lífsferilsgreiningar bygginga. Hægt er að skrá sig á vefnum husnaedisthing.is.</p> <p>Ég óska ykkur alls velfarnaðar í störfum ykkar og vona að okkur takist í sameiningu að hanna mannvirki nútímans með kröfur framtíðarinnar að leiðarljósi.</p>
29. júní 2023Ávarp við vígslu brúa yfir Núpsvötn og Hverfisfljót<p><span><em>Ræða Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra við vígslu tveggja nýrra brúa yfir Núpsvötn og Hverfisfljót - 29. júní 2023</em></span></p> <p><span>Það er mikil ánægja að vera með ykkur hér við vígslu þessara miklu samgöngubóta. Með opnun brúanna tveggja þarf ekki að velkjast í vafa um að mikilvægt framfaraskref hefur verið stigið. Samgöngur á svæðinu eru orðnar greiðari og ekki hvað síst öruggari.</span></p> <p><span>Lengst af voru fáir sem fóru yfir fljótin og sandana. Það voru þó til hetjur á borð við Hannes Jónsson landpóst, héðan af næsta bæ (Núpsstað), sem lögðu líf sitt í hættu svo til daglega og óðu yfir árnar, eða upp á jökulsporð í versta falli. Í Reykjavíkurbréfi sem birtist í Morgunblaðinu í nóvember árið 1971, var fjallað um fyrirhugaða brúargerð yfir Skeiðarársand og Núpsvötn. Kom þar fram að það væri ekkert annað en tæknilegt afrek EF okkur tækist að koma á sæmilega varanlegri samgönguleið um þetta mikla vatnasvæði. Þetta viðfangsefni í vegagerð væri einstætt í okkar heimshluta. Þetta tókst svo nokkrum árum seinna, landi og þjóð til mikillar blessunar.&nbsp;</span></p> <p><span>Verkefni okkar í dag er breytt, en ekki síður mikilvægt. Frá því gamla brúin yfir Hverfisfljót var reist árið 1968 og síðar yfir Núpsvötn árið 1973 er ljóst að margt hefur breyst. Kröfur til umferðaröryggis eru meiri og má í raun segja að þær hafi tekið stakkaskiptum. Einnig má líta til umferðarþróunar hér á svæðinu sem hefur að meðaltali aukist árlega um 11%. Um síðustu aldamót keyrðu að meðaltali 127 bílar um vegkaflann á dag, á meðan þeir voru 1152 árið 2022. Bílunum fer svo fjölgandi ár frá ári og nú yfir sumarmánuðina er gert ráð fyrir að á hverjum degi muni að meðaltali vel yfir 2000 bílar keyra um vegkaflann. Gömlu brýrnar sem opnuðu leið fyrir alla, ekki bara hetjur, yfir sandana voru ekki byggðar með þetta mikla álag í huga. Okkar verkefni í dag er því að breikka þær, styrkja, auka öryggi og fækka slysum.</span></p> <p><span>Brýrnar sem við fögnum í dag eru tímabærar og því einstaklega ánægjulegt að vera með ykkur hér í dag. Það er sannarlega gleðiefni fyrir ráðherra samgöngumála að sjá einbreiðu brúnum fara fækkandi og vera nú færri en 30 á hringveginum. Þar voru þær samtals 140 árið 1990 og því að mörgu leiti hægt að segja að loks fari að sjá til lands. Vil ég þá sérstaklega nefna að í tillögu að samgönguáætlun til fimmtán ára sem kynnt var nýlega er gert ráð fyrir að á hringveginum muni einbreiðar brýr heyra sögunni til.</span></p> <p><span>Í dag gleðjumst við yfir góðum árangri í umferðaröryggismálum og horfum bjartsýn fram á veginn. Þá vil ég einnig færa öllum þeim fjölmörgu aðilum sem komu að því verki sem við fögnum í dag verðskuldaðar þakkir fyrir þeirra mikilvæga framlag við að efla innviði samfélagsins.</span></p> <p><span>Til hamingju með daginn!</span></p>
22. júní 20232.800 íbúðir fyrir tekju- og eignaminni<p><em>Grein birt í Morgunblaðinu 22. júní 2023</em></p> <p>Á þriðjudag var stór stund í húsakynnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þegar kynnt var þriggja milljarða úthlutun til uppbyggingar hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Á árunum 2023-2025 verða byggðar 2.800 íbúðir fyrir þennan hóp sem er veruleg aukning frá fyrri áætlunum. Þar af verða 800 byggðar á þessu ári. Þessi úthlutun er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að mæta þrýstingi á húsnæðismarkaði á krefjandi verðbólgutímum.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tvöfalda framlög til stofnlána til leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlána til íbúðarkaupa. Fjármögnun er tryggð með svigrúmi í fjármálaáætlun og hliðrun annarra verkefna.</p> <h2>Minni sveiflur – meira jafnvægi</h2> <p>Mikilvægasta verkefni þessara missera er að skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði. Við höfum á síðustu árum og áratugum upplifað gríðarlegar sveiflur á húsnæðismarkaðinum sem hefur ákaflega mikil áhrif á verðbólgu og þar af leiðandi vaxtaumhverfi fjölskyldna og fyrirtækja. Þessar miklu sveiflur koma verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna.</p> <h2>Stuðningur til að eignast eða leigja</h2> <p>Við höfum á síðustu árum verið að búa til nýja umgjörð&nbsp; til að styðja við ungt fólk og aðra tekjulága hópa við að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegu verði. Skipta má kerfinu í tvo hluta. Annars vegar er það stofnlánakerfið þar sem stutt er við uppbyggingu leiguíbúða innan almenna húsnæðiskerfisins. Með því að ríki og sveitarfélög leggi til stofnframlög til uppbyggingar á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga á borð við Bjarg og Bríeti þá er lagður grunnur að öflugu almennu íbúðakerfi þar sem áherslan er lögð á að leigufjárhæð sé að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Þar sem ekki er greiddur úr arður úr leigufélaginu þá munu fjármunir sem safnast upp innan þeirra verða nýttir til frekari uppbyggingar á leiguíbúðum til tekju- og eignaminni hópa.&nbsp;</p> <p>Hins vegar er það hlutdeildarlánakerfið. Hlutdeildarlán felast í því að ríkið fjárfestir 20% í eigninni með fyrsta kaupanda eða kaupanda sem hefur ekki átt eign í tiltekinn tíma og því þarf kaupandinn einungis að reiða fram 5% kaupverðs í útborgun. Engir vextir eða afborganir eru af hlutdeildarláni og þegar eignin er seld þá fær ríkið sinn 20% hluta til baka. Hámarksverð er á íbúðunum þannig að þær verði eins hagkvæmar eins og kostur er með tilskyldri stærð og herbergjafjölda. Þessi séreignarleið höfðar til þeirra sem frekar vilja eiga en leigja.</p> <h2>Markmið að minnka þrýsting&nbsp;</h2> <p>Nú er tíminn fyrir stjórnvöld að stíga inn með stuðning við þá hópa sem erfiðast eiga með að eignast húsnæði eða leigja. Aukinn stuðningur við uppbyggingu húsnæðis fyrir þessa hópa er sveiflujöfnunaraðgerð sem lækkar þrýstinginn sem er á húsnæðismarkaði og minnkar líkurnar á miklum hækkunum þegar fram í sækir. Í fyrsta skipti eru stjórnvöld komin með heildaryfirsýn fyrir húsnæðismálin. Nú liggja fyrir upplýsingar um hvernig húsnæði þarf að byggja, fyrir hverja og hvar en einnig hvaða áform eru fyrir hendi um íbúðauppbyggingu. Sú yfirsýn sem hefur náðst með nýju innviðaráðuneyti sem húsnæðis-, skipulags- og sveitarstjórnarmál heyra undir er gríðarlega mikilvæg. Hið góða samstarf á milli Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Skipulagsstofnunar í samstarfi við sveitarfélög um að gera feril húsnæðisuppbyggingar að einum og skilvirkum ferli er hryggjarstykkið í því að okkur takist að vinda ofan af því ójafnvægi sem nú ríkir í húsnæðismálunum.&nbsp;</p> <h2>Réttlæti á húsnæðismarkaði</h2> <p>Nú er rétt ár síðan ég undirritaði rammasamkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga um sameiginlega sýn um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og markmið um 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum. Hálft ár er liðið frá fyrsta samkomulagi innviðaráðuneytisins og HMS við Reykjavíkurborg. Þetta þétta samstarf ríkis og sveitarfélaga markar tímamót í uppbyggingu húsnæðis og markar leiðina að jafnvægi á húsnæðismarkaði. Jafnvægi sem mun tryggja meira réttlæti og öryggi á húsnæðismarkaði.</p> <p>Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra</p>
06. júní 2023Á réttri leið – öryggi í samgöngum<p><em>Ávarp flutt á ráðstefnunni Á réttri leið - öryggi í samgöngum þri. 6. júní í Veröld, húsi Vigdísar.</em></p> <p>Kæru gestir</p> <p>Samgöngur eru lífæðar samfélaganna. Þær tengja saman fólk og fyrirtæki, fæða þörf okkar fyrir félagsskap, þrá til að upplifa eitthvað nýtt og eru grundvöllur fyrir viðskiptum.</p> <p>Það er merkilegt til þess að hugsa hversu fáar kynslóðir hafa lifað á Íslandi síðan byrjað var að byggja upp almennilegt samgöngukerfi. Og það er einnig merkilegt til þess að hugsa hversu stórstígar breytingar hafa orðið á því síðustu fáu áratugina. Á þetta við um samgöngur, jafnt á landi, í lofti og á sjó.</p> <p>Við myndun ríkisstjórnar árið 2017 sóttist ég eftir því að taka við samgönguráðuneytinu. Áður hafði ég gegnt þremur ráðherraembættum, verið forsætisráðherrra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra. Ástæðan fyrir því að ég sóttist eftir samgönguráðuneytinu var bæði pólitísk og persónuleg. Pólitísk vegna þess að samgöngur hafa gríðarlega mikil áhrif á daglegt líf allra Íslendinga. Persónuleg vegna þess að ég hafði upplifað mikið áfall, sáran missi.</p> <p>Öryggi í samgöngum er mér hjartans mál. Við fáum öll sting í hjartað þegar fréttir berast af alvarlegum slysum. Við þekkjum mörg sársaukann sem hlýst af því að missa ástvini eða því að horfa upp á ástvini örkumlast af völdum slysa. Sársaukinn er persónulegur. Skaðinn er samfélagslegur. Og hann er varanlegur.</p> <p>Til þess að auka öryggi í samgöngum þurfa margir ólíkir kraftar að leita í sömu átt. Við þekkjum það kannski best í vegasamgöngum hvernig betri vegir, öruggari bílar og bætt menntun og þjálfun nýrra ökumanna hefur breytt umferðarmenningu okkar hér á Íslandi til betri vegar.</p> <p>Á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar á samgöngum og öryggi í þeim. Árangur Íslands í að auka öryggi í flugi, umferð og siglingum er eftirtektarverður, jafnvel svo að vekur athygli langt út fyrir landsteina. Nú er Íslandi í flokki þeirra bestu í samgönguöryggi. Aðdáunarverður árangur hefur náðst í öryggi sjómanna þar sem banaslys heyra nánast fortíðinni til, það heyrir einnig til undantekninga að það verði banaslys í flugi og sem betur fer hefur ekki orðið slys í farþegaflugi í fjöldamörg ár.</p> <p>Við höfum sett okkur stefnu í Umferðaröryggisáætlun og fyrsta markmiðið í þeirri stefnu er að vera meðal þeirra fimm Evrópuþjóða hvað varðar fjölda látinna á hverja 100 þúsund íbúa. Er þar miðað við meðaltal fimm ára tímabils. Það er ákaflega gleðilegt að segja frá því að það markmið hefur nú náðst í fyrsta sinn. Af því getum við verið stolt en það þýðir ekki að við séum sátt. Við hljótum alltaf að horfa til þess að fækka slysum, koma í veg fyrir sársauka og minnka samfélagslegan kostnað. Með aukinni fjárfestingu í bættum vegasamgöngum getum við sett okkur núll-stefnu eins og sumar nágrannaþjóðir okkar. Rétt eins og í öryggi á sjó þá getum við enn bætt árangur okkar í samgöngum á landi.</p> <p>Ný samgönguáætlun, hvítbók í samgöngum 2024-2038, hefur verið lögð fram á Alþingi. Með henni eru lagðar fram Umferðaröryggisáætlun og Öryggisáætlun sjófarenda. Í fyrsta sinn er þar að finna samræmda nálgun við öryggi í þremur víddum: Notandinn, farartækið og innviðirnir.&nbsp; Fyrir hverja vídd eru sett markmið og árangursmælikvarðar, sem og áherslur forsenda aðgerða sem allt vinnur saman að því megin markmiði að enginn skuli láta lífið í samgöngum á Íslandi.</p> <p>Markið er sett hátt og því fylgt eftir með frammistöðumarkmiðum sem mæla fyrst og fremst viðhorf og hegðun notenda samgöngukerfisins. Það er ekki að ástæðulausu því að langflest slys má rekja til mannlegra mistaka og mistök eru óumflýjanleg.</p> <p>Augnabliks andvaraleysi getur orðið afdrifaríkt og því er það markmið öryggisáætlananna að draga úr afleiðingum af hegðun þeirra sem farartækjum stýra og um leið auka meðvitund um umhverfið. Lyklar að árangri eru fræðsla og forvarnir sem auka meðvitund notenda um hættur og auk þess að innviðir séu sem allra bestir, flugvellir, hafnir og siglingamerki, vegir og umhverfi þeirri öruggast.&nbsp; Ekki má heldur gleyma leiðarstjórnun þ.e. flugumferðarstjórn og vaktstöð siglinga en þar er Ísland meðal annars þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi um upplýsingamiðlun með gervitunglum. Í umferðinni má nefna umferðarljós og sjálfvirkt hraðaeftirlit&nbsp; þ.m.t. meðalhraðaeftirlit sem skilar í nágrannalöndunum gríðarlega góðum árangri í að fækka slysum.</p> <p>Flugslys eru sem betur fer afar fátíð á Íslandi og heyra nánast til undantekninga. Góð atvikaskráning hefur reynst vel sem grunnur að fyrirbyggjandi aðgerðum og hefur sú aðferðafræði nú einnig verið tekin upp í siglingum en rannsóknanefnd flugslysa byggir tillögur sínar í öryggisátt ekki hvað síst á greiningum alvarlegra atvika sem hefðu getað leitt til slyss. </p> <p>Öruggir innviðir í flugi, sérstaklega flugvellir, eru gríðarlega mikilvægir. Með ört vaxandi flugi til og frá landinu er nauðsynlegt að byggja upp og bæta alþjóðlegu flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri sem einnig gegna mikilvægu hlutverki sem varaflugvellir. Þess vegna hef ég lagt áherslu að koma á varaflugvallargjaldi sem ætlað er að tryggja fjármögnun nauðsynlegrar uppbyggingar, til dæmis nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli.</p> <p>Öflugt varaflugvallakerfi í landi þar sem öskuský eldgosa geta á svipstundu gjörbreytt aðstæðum í lofti er mikilvægt öryggismál nú þegar flugtök og lendingar í Keflavík eru hátt í hundrað þúsund og búast má við að&nbsp; um 8 milljónir farþega fari um völlinn í ár. </p> <p>Ekki er hægt að fjalla um öryggismál í flugi án þess að minnast á mikilvægi flugleiðsögu en flugumsjónarsvæði sem Ísland rekur er gríðarlega umfangsmikið. Þar undir fellur öryggi þeirra fjölmörgu flugvéla sem um flugumsjónarsvæði í umsjón Íslands fljúga og geta þurft að lenda og nýta þannig alþjóðaflugvellina kalli neyðin að.</p> <p>Öryggi í flugi markast fyrst og fremst af alþjóðlegum kröfum. Flugöryggisáætlun Íslands (State Safety Programme SSP) er útfærð hjá Samgöngustofu og er í samræmi við flugöryggisáætlun Evrópu og viðkomandi staðla frá ICAO.</p> <p>Megináherslan á tímabilinu er á innleiðingu og eftirfylgni nýrra reglna ESB og verkefna EASA á þessu sviði og um leið er áfram lögð áhersla á innleiðingu öryggisstjórnunarkerfaá öllum sviðum flugmála.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Sjómannadagurinn er einn merkasti hátíðisdagur Íslendinga. Síðasta sunnudag komu Íslendingar saman við flestar hafnir þessa lands, fögnuðu hetjum hafsins og minntust um leið þeirra fjölmörgu sem látið hafa lífið við störf sín til sjós. Við Íslendingar höfum náð miklum árangri þegar kemur að öryggi sjómanna. Það hefur verið gert með samstilltu átaki stjórnvalda, útgerðarinnar en þeir sem hafa haft mest áhrif eru sjómennirnir sjálfir.</p> <p>Það eru ekki mörg ár síðan að við misstum fjölmarga á ári hverju í sjóslysum. Á fimm ára tímabili í kringum 1960 fórust 135 í sjóslysum við Íslandsstrendur. Á fimm ára tímabili í kringum 1980 var talan komin niður í 65. Á árunum 2018-2022 fórust tveir. Það er auðvitað tveimur of mikið en sýnir þó svo ekki verður um villst að með breyttu viðhorfi, fræðslu og auknum kröfum til menntunar og aðbúnaðar er hægt að ná miklum árangri.</p> <p>Árið 2004 leit fyrst dagsins ljós langtímaáætlun um öryggi sjómanna með fastri fjárveitingu á fjárlögum. Öryggi sjófarenda verður alltaf best tryggt með góðri og stöðugri þjálfun sjómanna og samstilltu átaki stjórnvalda, útgerðar og sjómanna á sviði öryggismála. Samstarf þessara aðila í fagráði um siglingamál, Siglingaráði, um öryggisáætlun sjófarenda hefur á þessari öld skilað þeim frábæra árangri að banaslys á sjó eru fátíð og flest árin slysalaus. </p> <p>Stefna til næstu 15 ára í Öryggisáætlun sjófarenda hefur nú verið lögð fram á Alþingi en þar er að finna nýja nálgun við öryggi á sjó þar sem að öryggi siglinga er nú í fyrsta sinn ein þriggja grunnstoða stefnunnar.</p> <p>Áhersla er nú fyrst og fremst á að auka öryggisvitund sjómanna og öryggisstjórnum um borð þar með talið vegna orkuskipta og þeirra áskorana sem þeim fylgja. Nú er unnið ötullega að því að auka öryggi á sjó og færa til nútímans meðal annars með rafrænni atvikaskráningu, Skútunni, rafrænni lögskráningu og skipaskrá, með rafrænum öryggisstjórnunarkerfum fyrir fiskiskip og smábáta, og með heimildum til þess að gera rafræna lyfjadagbók og lækningahandbók aðgengilega öllum sjófarendum. </p> <p>Umferðaröryggisáætlun var fyrst lögð fram á Alþingi með samgönguáætlun árið 2005. Áætlunin er unnin af starfshóp ráðuneytis, Vegagerðar og Samgöngustofu og fulltrúa lögreglunnar&nbsp; undir stjórn Umferðaröryggisráðs en þar sitja forstjórar fyrrnefndra stofnana auk ríkislögreglustjóra undir formennsku ráðuneytisstjóra samgangna. Árið 2008 voru undirmarkmið áætlunarinnar arðsemismetin og í framhaldi áhersla lögð á þau verkefni sem mestum árangri skila í að fækka slysum. </p> <p>Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa hefur verið haldinn hér á landi árlega í rúman áratug í nóvember víða um land. Dagurinn hefur haft mikla þýðingu til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, þakka viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun á slysstað og vekja athygli á umferðaröryggi. Á þessum degi hafa margir stigið fram, sagt sögu sína og deilt erfiðri reynslu af afleiðingum umferðarslysa. Dagurinn hefur verið skipulagður í samvinnu ráðuneytisins, Samgöngustofu, Vegagerðarinnar, Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Lögreglunnar, ÖBÍ með aðkomu margra annarra. Minningardagurinn hefur öðlast fastan sess hjá aðstandendum og mér hefur þótt afar vænt um að vera viðstaddur athafnir í tilefni dagsins.</p> <p>Vel hefur tekist til og Ísland er nú eins og áður sagði í hópi þeirra fimm bestu í umferðaröryggi þrátt fyrir miklar áskoranir sem snúa að fjölda erlendra ferðamanna sem margfalda umferðina um vegi víða um land.</p> <p>Meðal helstu aðgerða má nefna aðskilnað aksturstefna á fjölförnustu stofnvegum, tvöföldun einbreiðra brúa á hringvegi, lagfæringum á hættulegum stöðum og umhverfi vega, og hraðaeftirlit lögreglu og hraðamyndavélum - og þá í vaxandi mæli með meðalhraðeftirliti. Með öllum tiltækum ráðum er svo leitast við að hafa áhrif á öryggisvitund vegfarenda m.a. gegn akstri undir áhrifum, nú síðast þeirra sem ferðast á rafhlaupahjólum þar sem hegðun notenda verður að breytast í öryggisátt. </p> <p>Ekki verður fjallað um öryggi í samgöngum án þess að minnast á Rannsóknanefnd samgönguslysa sem sett var á stofn árið 2013 með sameiningu rannsóknarnefnda sjóslysa, flugslysa og umferðarslysa. Markmið rannsóknanefndarinnar er að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika með forvarnir að leiðarljósi, en ekki að skipta sök eða ábyrgð. Nefndin skilar oft tillögum í öryggisátt sem hafðar eru til hliðsjónar við aðgerðir í öryggisáætlunum samgangna. </p> <p>Kæru gestir.</p> <p>Eins og þið heyrið þá erum við hvað öryggi í samgöngum á réttri leið. Á bak við þann árangur sem hefur náðst eru mörg handtök, mikil hugsun og margar ákvarðanir. Og þá komum við að heiðursgestinum okkar, Ragnhildi Hjaltadóttur, sem hefur síðustu 20 árin staðið í stafni ráðuneytis samgangna með ráðherrum sínum og verið vakin og sofin yfir öryggismálum í samgöngum. Það hefur hún ekki síst gert með því að stýra markvissri áætlanagerð og stefnumótun með árangurs- og arðsemismarkmiðum.</p> <p>Elsku Ragnhildur. </p> <p>Ég hóf mál mitt á því að ræða um mínar pólitísku og persónulegu ástæður fyrir því að sækjast eftir því að verða ráðherra samgangna - og hafa síðan verið í því embætti í sex ár. Það er fátt dýrmætara fyrir þann sem gegnir ráðherraembætti en að hafa við hlið sér öflugt fólk sem deilir sýn, deilir ástríðu. Ég er einstaklega þakklátur fyrir okkar samstarf síðustu árin. Ég er einnig ákaflega þakklátur fyrir allt þitt ómetanlega starf við það að gera samgöngur á Íslandi öruggari. Það hlýtur að vera markmið hvers manns að geta á tímamótum litið yfir starfsferilinn og hugsað: Ég skipti máli. Og það getur þú sannarlega gert, elsku Ragnhildur. Þú skiptir máli, miklu máli, vegna baráttu þinnar fyrir auknu öryggi í samgöngum á Íslandi. Hafðu hjartans þökk fyrir.</p>
11. maí 2023Ávarp á Degi stafrænnar mannvirkjagerðar<p><em>Ávarp flutt á ráðstefnu á vegum BIM Ísland – Dagur stafrænnar mannvirkjagerðar</em></p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það er mér mikil ánægja að fá að ávarpa ykkur hér á Degi stafrænnar mannvirkjagerðar, sem samtökin BIM Ísland hafa haft frumkvæði að. BIM stendur fyrir Building Information Modeling eins og þið vitið, en á íslensku tölum við gjarnan um upplýsingalíkön mannvirkja. Þegar þrívítt líkan af mannvirki er sett upp á stafrænan hátt í tölvu getur BIM aðferðafræðin nýst gríðarlega vel á öllum stigum mannvirkjagerðarinnar, og jafnframt í rekstri mannvirkisins allan líftíma þess. Málefnið sem þið munuð ræða í dag er því í hæsta máta mikilvægt.</p> <p>En áður en við förum nánar út í fyrirbærið stafræn mannvirkjagerð tel ég rétt að segja í upphafi nokkur orð um innviðaráðuneytið, sem var stofnað fyrir rúmu ári síðan, en það markar nokkur tímamót í sögu íslenskrar stjórnsýslu.</p> <p>Nú eru í fyrsta sinn undir einu ráðuneyti þeir þættir sem snúa að samgöngumálum, byggðamálum, og sveitarstjórnarmálum auk nýrra málaflokka húsnæðismála, skipulagsmála og mannvirkjamála og ábyrgð á þeim rafrænu grunnskrám sem þeim tengjast, þar með talið fasteignamat og brunabótamat.</p> <p>Sú yfirsýn sem náðst hefur með nýju innviðaráðuneyti felur í sér miklar breytingar og gerir okkur kleift að samhæfa þessa málaflokka, einfalda ferla og gera okkur betur grein fyrir þörfum íbúa um land allt með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi.</p> <p>Þetta er að sjálfsögðu gert í nánu samstarfi við sveitarfélög þar sem ábyrgð á framkvæmd margra þessara málaflokka, svo sem gerð húsnæðisáætlana sveitarfélaga og stjórnsýsla skipulags- og byggingarmála, er að mestu leyti í héraði.</p> <p>Lykilatriði í einföldun og straumlínulögun stjórnsýslu þessara málaflokka er að okkur auðnist að nýta þá gríðarlegu byltingu sem orðið hefur í tölvu- og upplýsingatækni undanfarna áratugi.&nbsp;</p> <p>Stjórnarsáttmáli núverandi ríkisstjórnar leggur einmitt mjög ríka áherslu á nýtingu stafrænnar tækni á öllum sviðum atvinnulífsins, þ.e. stafræn þróun í húsnæðismálum, skipulagsmálum og mannvirkjamálum. Og vinnan að stafrænni framtíð þessara málaflokka er á fullri ferð.</p> <p>Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, vinnur ötullega að stafrænni þróun á mörgum vígstöðvum. Fyrir tæpu ári síðan voru verkefni sem varða rafræna skráningu fasteigna flutt frá Þjóðskrá Íslands til HMS og unnið er hratt að þróun fasteignaskrár HMS.&nbsp;</p> <p>Ætlunin er að sú rafræna gátt fái margþætt hlutverk, meðal annars að þangað skuli skila öllum hönnunargögnum mannvirkja þegar sótt er um byggingarleyfi, svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu er ætlunin að kerfið muni geta tekið við BIM gögnum en slík virkni krefst samráðs við ykkur BIM sérfræðingana.</p> <p>Annað dæmi má nefna Skipulagsgátt, sem er landfræðileg samráðsgátt um skipulag, umhverfismat og framkvæmdir, en sú gátt var sett í loftið þann 1. maí, fyrir 11 dögum síðan.</p> <p>Þessu tengt má nefna að upplýsingar um húsnæðismarkað eru nú aðgengilegar á hverjum tíma þar sem hægt er að fylgjast með framvindu íbúða í byggingu. Ákkurat núna er t.d. 7.920 íbúð í byggingu og byggingaáform um land allt en 914 íbúðum er lokið á árinu. Og tölurnar breytast dag frá degi.</p> <p>Þá er í ríkisstjórnarsáttmálanum lögð áhersla á endurskoðun regluverks mannvirkjamála, með það fyrir augum að innleiða stafræna stjórnsýslu í auknum mæli og einfalda umgjörð um byggingariðnaðinn og starfshópur um það verkefni hefur hafið störf.&nbsp;</p> <p>Jafnframt get ég nefnt að innviðaráðuneytið gaf út Grænbók um húsnæðismál í síðasta mánuði þar sem stafrænni þróun er gert hátt undir höfði.</p> <p>Ég hef hér að framan nefnt nokkur dæmi um stafræna þróun í stjórnsýslu húsnæðis- mannvirkja- og skipulagsmála. Hér í dag munuð þið hins vegar ræða um þau miklu tækifæri sem BIM aðferðafræðin býður byggingariðnaðinum upp á þegar menn hanna, reisa og reka mannvirki.</p> <p>Þjóðir heims standa frammi fyrir tækifærum en einnig nýjum áskorunum sem fylgja tækniþróun og stafrænni umbreytingu. Stafræn verkfæri eru að verða eitt að mikilvægustu verkfærunum í byggingariðnaði, og hafa þróast hratt og breyst undanfarna áratugi, með tilkomu nýrra hugtaka eins og upplýsingalíkön mannvirkja, gervigreind, vélrænt nám, sýndarveruleiki, viðbótarveruleiki, Vélmennavæðing, Hlutanetið. Þessir þættir hafa skapað nýjan veruleika og ný sóknarfæri í flestum atvinnugreinum.</p> <p>Þessi tækniþróunin kallar á nýja færni fólks, til að starfa innan mannvirkjagerðar, og mun sí- og endurmenntun verða enn mikilvægari þegar fram í sækir. Að sama skapi er mikilvægt að staldra við og finna leiðir til þess að nýta tæknina, þróa verkferla og auka þekkingu á alla þessa tækni, til að leysa úr læðingi tækifærin og verðmætasköpunina.</p> <p>Eina áskorun til vil ég nefna við ykkur að lokum: Því hefur víða verið haldið fram að tækniframfarir á sviði tölvu- og upplýsingatækni skili sér ekki eins hratt til byggingariðnaðarins eins og til flestra annarra atvinnugreina. Og að þróun upplýsingatækni og stafrænna lausna innan byggingariðnaðarins sé hlutfallslega hæg. Samtímis benda rannsóknir á að tækifærin liggi einna helst í aukinni notkun stafrænna lausna og tækni, þá til að auka skilvirkni og hagræðingu, spara í kostnaði og efnisnotkun, auka gæði, bæta öryggi og minnka áhættu.</p> <p>Sú ráðstefna sem þið haldið hér í dag er því mjög mikilvæg að mínu mati. Við verðum að taka höndum saman, efla nýsköpun, þróa nýja tækni og aðferðir svo að við taki tímar sjálfbærni, sjálfvirkni og hagkvæmni í stað sóunar, bæði með tilliti til umhverfissjónarmiða, betri mannvirkja og bættra verkferla. Ég óska ykkur alls velfarnaðar í störfum ykkar og vona að okkur takist í sameiningu að efla notkun stafrænna lausna við hönnun, uppbyggingu og rekstur mannvirkja, með kröfur framtíðarinnar að leiðarljósi.</p>
27. apríl 2023Komum heil heim af rafskútunum <p><em>Ávarp á kynningarfundi um herferð Samgöngustofu vegna rafhlaupahjóla</em></p> <p><em></em>Ágætu gestir.</p> <p>Takk kærlega fyrir að bjóða mér til þessa fundar um nýja kynningarherferð Samgöngustofu.<br /> Við höfum á síðustu árum lagt mikla áherslu á að styðja við fjölbreytta ferðamáta. Með því að ferðast oftar í strætó, gangandi eða hjólandi drögum við úr losun gróðurhúsaloftegunda, stuðlum að betri loftgæðum í þéttbýli og vinnum að bættri lýðheilsu.</p> <p>Samhliða áherslu á fjölbreytta ferðamáta hefur smáfarartækjum fjölgað mikið í umferðinni á síðustu árum. Einkum eru það rafhlaupahjólin, eða rafskúturnar sem margir kalla þau, sem hafa breytt landslaginu. Vinsældir þeirra hafa verið miklar og notkun margfaldast á undanförnum árum. Þeim vinsældum hafa þó fylgt ýmsar áskoranir og hættur.<br /> Notkun þeirra hafa fylgt fjölmörg slys, og ekki aðeins skeinur og skrámur, heldur því miður mjög alvarleg slys og tvö andlát.</p> <p>Tölurnar tala sínu máli. Í nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys árið 2022 eru upplýsingar sem vekja mann alvarlega til umhugsunar.</p> <ul> <li>Um fjórðungur allra látinna og alvarlega slasaðra í umferðinni árið 2022 voru á rafhlaupahjólum, eða 49 tilvik af 204. Sömu tölur fyrir fólksbíla eru 61 tilvik af 204 en á það verður að líta að umferð fólksbíla er margfalt meiri en rafhlaupahjóla. Þessar tölur gefa til kynna að meiri áhætta er fólgin í því að vera á rafskútu heldur en í fólksbíl.</li> <li>Í sömu skýrslu kemur fram að tvöfalt fleiri slasast á rafhlaupahjóli en á venjulegu reiðhjóli. Notkun reiðhjóla er 4-5 sinnum meiri en á rafhlaupahjólum skv. síðustu könnun sem þýðir að áhættan við að vera á rafhlaupahjólum miðað við reiðhjól er sjö til tíföld.</li> <li>Þá kemur í ljós að 23% alvarlegra slysa á rafhlaupahjólum verða á svokölluðum „djammheimferðartíma“, seint á kvöldin á föstudags- og laugardagskvöldum. U.þ.b. 3% alvarlega slasaðra hjólreiðamanna, 3% alvarlega slasaðra fótgangandi og 3% alvarlega slasaðra í bifreið eru að slasast á þessum sama tíma.<br /> <br /> Við þurfum að muna að við erum óvarðari á rafhlaupahjólum en mörgum öðrum fararmátum. Líkamsstaða okkar á rafhlaupahjólum með hendur þétt upp að líkamanum þýðir einnig að minna þarf til að missa jafnvægið. Að sama skapi eigum við erfiðara með að bera hendur fyrir okkur ef við dettum. Þetta þýðir að andlitsmeiðsli eru algengari en í t.d. hjólreiðaslysum.</li> <li>Síðast en ekki síst hafa gögn sýnt að mörg börn slasast á rafhlaupahjólum en þau hafa verið allt að 45% þeirra sem leituðu á bráðamóttöku vegna slíkra slysa.</li> </ul> <p>Við þurfum að bregðast þessu af krafti með sameiginlegu átaki. Þessi ferðamáti er nýr af nálinni og við þurfum læra á hann, auka fræðslu og laga regluverk og innviði. Ég nefni hér þrennt sem skiptir miklu máli.</p> <p>Í fyrsta lagi vil ég nefna umferðarlögin sjálf. Nú er til umfjöllunar á Alþingi frumvarp sem ég lagði fram um breytingar á lögunum til að auka öryggi notenda smáfarartækja og annarra vegfarenda. Þar er m.a. lagt til að innleiða nýjan ökutækjaflott smáfarartækja í umferðarlög, að ökumenn verði að hafa náð 13 ára aldri og notendum yngri en 16 ára verði gert skylt að nota hjálm og að almennt bann verði við lagt við að breyta hraðastillingum.</p> <p>Í öðru lagi höfum við lagt áherslu á að bæta innviði. Framlög til uppbyggingar göngu- og hjólreiðastíga hafa aukist á undanförnum árum og áfram verður haldið á sömu braut. Mikilvægi slíkra innviða hefur aukist samhliða hraðri aukningu á umferð smáfarartækja.</p> <p>Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að efla fræðslu með áherslu á það að við sjálf sýnum ábyrgð og fyrirhyggju í umferðinni. Og þar kemur að tilefni þessa ágæta fundar – sem er hin nýja kynningarherferð.</p> <p>Samgöngustofa hefur í samstarfi við fjölmarga aðila – í þetta sinn tryggingafélaginu VÍS – gert áhrifaríkar herferðir og auglýsingar. Minnt okkur á að spenna beltin, nota ekki símana okkar undir stýri eða aka ekki undir áhrifum.</p> <p>Nú er kastljósinu beint að rafskútum. Rétt eins og við notkun annarra ferðamáta – ökutækja, reiðhjóla, mótorhjóla eða hesta – þurfum að sýna varkárni og vera skynsöm. Komum heil heim af rafskútunum.</p>
26. apríl 2023Byggjum brýr - ávarp á brúarráðstefnu Vegagerðarinnar <p><span>Byggjum brýr - ávarp á brúarráðstefnu Vegagerðarinnar 26. apríl</span></p> <p>Góðir ráðstefnugestir.</p> <p>Það er mér mikil ánægja að ávarpa þessa ráðstefnu um byggingu brúa, enda eru brýr mér mikið hugðarefni, eins og reyndar allar samgöngubætur. En málefnið er líka brýnt, mikið hefur verið unnið á undanförnum árum en jafnframt er mikið verk fram undan.</p> <p>Í íslenska vegakerfinu , sem er nærri 13.000 km langt, eru 1.185 brýr. Af þeim eru 645 einbreiðar. Á Hringveginum einum eru 229 brýr og hluti þeirra enn einbreiður. Þær einbreiðu brýr sem verða á vegi okkar þegar farið er um Hringveginn voru flestar byggðar í kringum miðja síðustu öld og því byggðar í vegakerfi þar sem þarfir, viðmið og umferðarhraði var allt annar en nú. </p> <p>Mikið hefur áunnist á síðustu 30 árum frá því að síðasta nýja einbreiða brúin var opnuð á Hringveginum árið 1985, en verkefnið er enn knýjandi. </p> <p>Umferð hefur margfaldast, m.a. vegna gríðarlegrar fjölgunar erlendra ferðamanna, og þá hafa þungaflutningar aukist mikið sömuleiðis. Þar að auki hefur hlutfall ökumanna sem hvorki er vanur malarvegum né einbreiðum brúm stóraukist. Árið 2015 var brúin á Jökulsá á Sólheimasandi til dæmis eina einbreiða brúin þar sem ársdagsumferðin var yfir 1.000 ökutæki. Árið 2016 voru 16 einbreiðar brýr með ársdagsumferð yfir 1.000 bílar.</p> <p>Fækkun einbreiðra brúa er og hefur verið áherslumál stjórnvalda enda um gríðar mikilvægt umferðaröryggismál að ræða. Verkefnið hefur gengið vel undanfarin ár og einbreiðum brúm fækkað hratt á Hringveginum. Árið 1990 voru einbreiðu brýrnar á Hringveginum hátt í 140 talsins. Þeim fækkaði hratt og voru orðnar um 60 í kringum 2006 og 39 árið 2016.</p> <p>Árið 2019 voru byggðar sjö nýjar brýr í stað einbreiðra brúa á landinu öllu. Árið 2021 var lokið við fjórar brýr á Hringveginum og síðan þá hafa bæst við nýjar brýr yfir Jökulsá á Sólheimasandi og yfir Hverfisfljót. </p> <p>Einbreiðar brýr á Hringveginum í dag eru því 30 talsins. Unnið er að byggingu nýrrar brúar yfir Núpsvötn og þegar framkvæmdum við Hringveg um Hornafjörð lýkur fækkar einbreiðum brúm um þrjár til viðbótar.</p> <p>Brúargerð er fjárfrek og árangur í fækkun einbreiðra brúa takmarkast af þeim fjárhagsramma sem helgaður er samgöngum. Það er því til mikils að vinna að leita leiða til að auka hagræði í byggingu þeirra.</p> <p>Í hvítbók um samgöngur sem birt var til samráðs í samráðsgátt fyrir rúmum mánuði síðan eru áform um að rýna hönnunarforsendur við uppbyggingu og lagningu bundins slitlags á umferðarminni vegi. Markmiðið er að flýta fyrir fækkun malarvega. </p> <p>Tækifæri gætu leynst í svipaðri rýni fyrir brýr, ekki síst minni brýr, þar sem kanna mætti hvort tækifæri eru í að draga úr kostnaði. </p> <p>En verkefni okkar snúa ekki aðeins að breikkun brúa. Við þurfum jafnframt að endurnýja eldri brýr. Ein mikilvægasta samgönguframkvæmd næstu ára verður ný brú yfir Ölfusá en um löngu tímabæra framkvæmd er að ræða.</p> <p>Gamla brúin er glæsileg, setur mikinn svip á Selfoss og hefur þjónað landsmönnum í áratugi samhliða því að standa af sér stóra jarðskjálfta. Umferðin um hana hefur hins vegar vaxið hratt undanfarin ár og nú er svo komið að hún annar henni ekki.</p> <p>Útboðsferli nýju brúarinnar er nýhafið og stefnt er að því að ný Ölfusárbrú opni fyrir umferð 2026.</p> <p>Góðir ráðstefnugestir. Fram undan í dag er áhugaverð dagskrá þar sem reifuð verða sjónarmið tengd brúargerð frá mörgum sjónarhornum. Ég vænti þess að ráðstefnan skili okkur góðu veganesti til að halda áfram á þeirri braut að byggja góðar og hagkvæmar brýr sem mæti þörfum samfélagsins til næstu framtíðar.</p>
22. mars 2023Facing a green future - Ávarp á ráðstefnu sveitar- og héraðsstjórna í Evrópuráðinu í Strassborg<p><span><em>Ávarp flutt á ensku á ráðstefnu sveitar- og héraðsstjórna í Evrópuráðinu í Strassborg 22. mars 2023</em></span></p> <p><span>It is an honour for me to address the Congress of Local and Regional Authorities on behalf of the Icelandic Presidency of the Council of Europe and leading up to the fourth summit of heads of state and government in Iceland in May.&nbsp;</span></p> <p><span>Iceland took over the Presidency of the Council of Europe in November last year, at a critical time for unity in Europe. The priorities of the Icelandic Presidency reflect our commitment to the Council’s core values.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>We also use this platform to champion the rights of women and girls, the environment, and children and youth.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>These four pillars are the priorities of our Presidency.&nbsp; &nbsp;<br /> </span></p> <p><span>Firstly, Iceland has put a strong focus on human rights, democracy, and rule of law - the core principles of the Council. We must return to our fundamental principles and the framework that has kept us together. In a time of democratic backsliding and rising authoritarianism, democracy cannot be considered in isolation from the rule of law and human rights.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Secondly, the Icelandic Presidency prioritizes the environment – where the interrelationship between human rights and the environment is highlighted. We also promote innovative solutions in green government. In Iceland all governmental institutions are encouraged to take steps to limit their environmental impact.</span></p> <p><span>These steps are called the green steps and the organisations can receive governmental vetting of their progress, increasing awareness both among staff but also the general public.</span></p> <p><span>Thirdly, we place a strong emphasis on the rights of children and young people and including young people in decision-making remains our priority. During our Presidency, consultative meetings with young people have been held and we will ensure the voices of young people will be recognized at the summit in Reykjavík.&nbsp;</span></p> <p><span>Iceland promotes child-centered policy making through integrating services and protection systems for children. An early model of this approach is the Icelandic Barnahús – or Children’s house – a child-friendly, interdisciplinary, and multi-agency response center for children suffering from sexual abuse.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>For a small nation, the Congress has truly been a valuable platform to gain knowledge and valuable connections across the European local government level. One of the most important products of this cooperation is The European Charter of Local Self-Government. Few things are more valuable to local authorities than the freedom of municipalities to serve their residents and shape the local environment in present and future.</span></p> <p><span>Local authorities know the needs of their residents, develop services and conditions best suited in each area. As a result, they often are at the forefront of implementing an innovative approach towards services. I know local authorities often feel the state is slow to react and conservative in implementing innovations. The dialogue between the levels of administration can therefore be challenging.&nbsp;</span></p> <p><span>Icelandic authorities are indeed facing challenges regarding the local government level.&nbsp; The biggest one is undoubtfully the number of small municipalities.&nbsp; As a surprise to many, we are only 360.000 people living in 64 municipalities. This means we have 18 municipalities per 100,000 inhabitants, compared to 4.6 municipalities in the other Nordic countries. Almost half of our municipalities have less than 1.000 inhabitants. Ten municipalities have less than 250 inhabitants.</span></p> <p><span>There is a wide range from the biggest municipality in the capital city Reykjavík with 136.000 inhabitants to the smallest one, located in the Westfjords, with only 42 people.&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span>Facing the future, Icelandic authorities have a clear vision for the local government stage.&nbsp; We want all parts of the country to have flourishing settlements with access to basic services, exemplary living conditions and employment opportunities. To reach these objectives, so-called freedom of residence (búsetufrelsi) is crucial. With this concept we refer to the right of people to choose their place of residence anywhere in the country in the assurance of our goal to promote equal access to services, good living conditions and job opportunities as possible in the whole country. </p> <p>The government’s policy is stated in a strategic action plan in municipal affairs every three years. The action plan aims to enable local authorities to deal with existing challenges and strengthen the local government stage to face the future. In the light of our emphasis on coordination, a wide consultation for all five policies of the ministry in the field of municipalities, regional affairs, transport, planning and housing was sought for the first time jointly in the years 2022 and 2023. </p> <p>The first step of the consultation process consisted of a list of detailed questions sent to the Icelandic Association of Local Authorities and all municipalities in the country last summer.</p> <p>The second step of the consultation consisted of project workshops with local authorities, the public and other stakeholders last autumn.</p> <p>The third step of consultation consisted of an open consultation about the green paper of a new strategic action plan in municipal affairs in the Icelandic government consultation portal in the end of last year.</p> <p>Finally, we received valuable input in all our strategic planning with a survey among young people aged 16-20 in the beginning of this year. In the survey we asked a group of 400 people in this age group some basic questions about their present and future lifestyle. With the results it became clear that employment opportunities are the most important factor for young people when choosing a place to live. Those results are a matter of contemplation for the government.</p> <p>Now the white paper on a new strategic action plan in municipal affairs is back in the consultation portal. We are interested to see the reviews as soon as the start to come in.&nbsp; After the process of the consultation portal is completed, the proposed parliamentary resolution process and traditional consultation within the parliament will take place. If everything goes as planned, we will have a new strategic action plan in place in the middle of the year. </p> <p>The sustainability of municipalities is promoted with mergers of municipalities and other actions within the strategic action plan in municipal affairs,. Another improvement within green administration is rooted in the Covid lesson of the advantage of online communication.&nbsp; This lesson reflects in many positive ways within the municipalities, e.g., in the increased flexibility of holding local government meetings online, which can be practical in a sparsely populated country like Iceland.</p> <p>Digital transformation has in some areas overturned our criteria for approaching various projects. The location of jobs is a good example. Previously, we assumed all state jobs were local unless otherwise specifically stated. Now, we assume all state jobs are non-local unless they need to be processed in a certain place. </p> <p>Green administration goes further than legislation and strategic plan in municipal affairs. All five ministry policies, i.e., in the field of municipalities, regional development, transport, planning, and housing, contain environmental and climatic actions. This has led to a special action within the new strategic action plan in municipal affairs to map out all defined actions of municipalities leading to improvements in the field of the environment and climate issues.</p> <p>This action will not only give a better overview of ongoing projects, but also lead us to more opportunities to achieve even better results in the field of environment and climate issues.</p> <p>Another fundamental action within the strategic plan in municipal affairs is analyzing criteria for sustainability in the fields of environment, society and finance in accordance with the United Nations Sustainable Development Goals.</p> <p>We must never be too busy dealing with present problems in our immediate environment to lose sight of the broader picture. Like many nations all over the world, Icelanders face big challenges such as declining democratic participation, population demographics and environmental threats. Icelanders take their responsibility of reducing greenhouse gas emissions seriously.</p> <p>Our aim is to reduce emission under Iceland's direct responsibility by 55% compared to emission in 2005. Projects in progress will deliver between 40 and 46% reduction in greenhouse gases. Our next step is to update the plan with more ambitious goals for each sector in consultation with local authorities and the business community. This way we are optimistic about reaching our goal.</p> <p>The Agreement on the Platform for the Coalition Government emphasizes the will of the government to work in a close collaboration with local authorities to ensure the success of actions in the field of climate and environmental issues. It refers to the introduction of a circular economy, actions in the field of sewage, pollution control, water conservation, nature conservation and biodiversity protection. </p> <p>Municipalities play a key role in the fight against climate change and adapting society to the changes that will inevitably occur because of global warming. Environmental issues are constantly rising on municipalities priorities list. Emphasis is placed on the need to better integrate municipal and regional planning policy to promote better utilization of infrastructure and services, support climate goals and adaptation to climate change, create a better overview of the supply of land and housing and support planning administration.</p> <p>All municipalities are obliged to adopt a climate policy according to the Act on Climate Matters. The purpose of the policy is to make it easier for local authorities to systematically reduce the impact of greenhouse gas emissions from their activities and to set an example with direct and indirect effects on Iceland's climate commitments.</p> <p>The strategy must contain quantitative goals for the reduction of greenhouse gas emissions and the municipality's carbon offset, along with an action plan on how to reach those goals.</p> <p>The current legal provision covers direct greenhouse gas emissions from activities controlled by the municipalities. Leading municipalities have taken a step further and included all activities within the municipality. More municipalities will undoubtfully follow in their steps soon. In some cases, this work has been done at the level of reginal associations. Some municipalities are members of the Covenant of Mayors for Climate &amp; Energy.</p> <p>All policymaking must consider present status, public policy, and the uniqueness of Icelandic living condition in a sparsely populated country. Thanks to the foresight of grandparents and great grandparents, 97% of space heating in Iceland is done using renewable energy sources.</p> <p>Because of our decarbonized electricity grid, based on hydropower and geothermal energy there are great opportunities to be successful in the upcoming energy transition, that is the shift from fossil fuels to renewable energy. Work is currently underway to facilitate and accelerate the energy transition in transportation, on land, sea and air. </p> <p>Our goal is to be carbon neutral and independent of fossil fuels by 2040. We have experience of being self-sufficient in terms of energy used for space heating and electricity. We envision our future where we have also achieved that goal in terms of transportation.</p> <p>Moving towards a green future, we believe few key elements will lead us the way towards freedom of residence in favor of the environment. Firstly, we will continue to emphasize the use of natural resources such as geothermal heat and electricity from renewable resources for house heating and transport.&nbsp; Secondly, we will continue to develop digital technology to facilitate communication of various kinds as has been mentioned. Thirdly, there is the growing interest of companies in taking on social responsibility for the benefit of the population and the environment. </p> <p>For the last few years, we have talked a lot about the threats our environment is facing. Now I feel we are more focused on solutions. We have an obligation to empower people, not to frighten them. We must use the knowledge of science and the creative energy of people and businesses to build a greener future. Looking back to the history of Iceland in the last century, and how we shifted from coals and oil to renewable energy to heat our houses and to power our businesses, can be a valuable lesson for the 21st century. We need optimism, rational optimism, to move on and to create a sustainable future.</p> <p>Thank you for listening.</p>
25. febrúar 2023Leið til aukinna lífsgæða fyrir alla<p><span><em>Grein birt í Morgunblaðinu laugardaginn 25. febrúar 2023</em></span></p> <p><span>Heimilið er mikilvægasti staður í tilveru okkar. Það er athvarf okkar og mikilvægur þáttur í lífhamingju. Heimili er stór hluti af því að finna til öryggis.</span></p> <p><span>Að eignast heimili getur verið brekka. Misbrött eftir því hvenær við komum fyrst inn á húsnæðismarkaðinn. Það ójafnvægi sem hefur ríkt á íslenskum húsnæðismarkaði bitnar misjafnlega á kynslóðunum. Sumir eru svo heppnir að flytja úr foreldrahúsum þegar fasteignaverð er lágt en aðrir minna lánsamir þegar þensla ríkir á markaðnum.</span></p> <p><span>Jafnvægi á húsnæðismarkaði er ekki aðeins mikilvægt fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Þær miklu sveiflur sem hafa verið og skapast af skorti á framboði eitt árið og offramboði annað árið hafa mikil áhrif á allt hagkerfið, hafa áhrif á verðbólgu og vexti. Það að ná jafnvægi er því ekki aðeins mikilvægt fyrir líf einstaklinga og fjölskyldna heldur einnig fyrirtækin í landinu.</span></p> <h2><span>Samvinna er lykill að árangri</span></h2> <p><span>Við gerð lífskjarasamninganna var mikil áhersla lögð á það í samtali verkalýðsforystunnar, forystu samtaka í atvinnulífi og stjórnvalda að bæta aðstæður á húsnæðismarkaði. Í framhaldi af því góða samtali og samstarfi hef ég lagt mikla áherslu á að ríkið stígi inn af festu til að fólk geti komið sér þaki yfir höfuðið, hvort heldur þar er eigið húsnæði eða leiguhúsnæði, og að húsnæðiskostnaður sé ekki alltof íþyngjandi og sveiflurnar ekki óbærilegar.</span></p> <p><span>Stöndum vörð um lífsgæði á Íslandi</span></p> <p><span>Í desember síðastliðnum ákvað ríkisstjórnin að grípa til aðgerða í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Snúa aðgerðirnar einkum að stuðningi við lífskjör lág- og millitekjufólks með markvissumaðgerðum í húsnæðismálum og auknum stuðningi við barnafjölskyldur. Fjölgun íbúða og uppbygging í almenna íbúðakerfinu með auknum stofnframlögum, endurbætur í húsnæðisstuðningi og bætt réttarstaða og húsnæðisöryggi leigjenda er meðal þess sem höfuðáhersla er lögð á. Markmið þessara aðgerða er skýrt og það er að standa vörð um lífsgæði almennings á Íslandi.</span></p> <h2><span>Hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði</span></h2> <p><span>Undanfarna mánuði og vikur hefur verið unnið að því hörðum höndum í innviðaráðuneytinu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að undirbúa aðgerðir sem miða að því að ná mikilvægu jafnvægi á húsnæðismarkaði. Í fyrrasumar var undirritaður rammasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga um uppbyggingu húsnæðis. Um áramót var síðan undirritaður samningur við Reykjavíkurborg þar sem borgin skuldbindur sig til að tryggja lóðaframboð í samræmi við mannfjölgun og ríki og borg koma með stofnframlög svo hægt sé að skapa stöðugan og réttlátan leigumarkað. 35% þeirra íbúða sem byggðar verða á næstu árum verða það sem kallað er hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði. Þær eru sérstaklega ætlaðar þeim sem eru tekjulægri, ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á íbúðamarkaði og fólki með fötlun.</span></p> <h2><span>Stuðningur við fyrstu kaup</span></h2> <p><span>Þegar horft er til þess að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði þurfa stjórnvöld að hafa fjölbreytt tól í verkfærakistu sinni. Sveiflurnar hafa ekki síst áhrif á þá sem eru að koma nýir inn á húsnæðismarkað og því er nauðsynlegt að styðja sérstaklega við þá. Hlutdeildarlán eru mikilvæg í því tilliti. Þar gefst ungu fólki og tekjulági kostur á að ríkið eignist hlut í fyrstu eign og brúi þannig bilið svo fólk geti komið þaki yfir höfuðið. Nú stendur yfir endurskoðun á reglum er varða hlutdeildarlán með það að markmiði að aðstoða, sérstaklega ungt fólk, við að flytja úr foreldrahúsum eða leiguhúsnæði í eigið.</span></p> <h2><span>Mikilvægasta kjarabótin</span></h2> <p><span>Það mikilvæga samtal sem stjórnvöld hafa átt við forystu verkalýðsfélaganna, atvinnulífið og sveitarfélögin er mikilvægur grunnur fyrir þá vinnu sem hefur átt sér stað síðustu mánuðina og mun bera ávöxt á næstu misserum. Öll erum við sammála um að mikilvægasta kjarabótin fyrir alla sé að halda húsnæðiskostnaði í böndum. Jafnvægi á húsnæðismarkaði og lágir vextir eru takmarkið og því munum við ná ef við stöndum saman.&nbsp;</span></p> <p><span>Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar</span></p>
22. febrúar 2023Ávarp við úthlutun úr annarri úthlutun úr Aski - mannvirkjarannsóknasjóði<p><em>Ræða flutt við úthlutun úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði 22. febrúar 2023</em></p> <p>Góðir gestir,&nbsp;</p> <p>Það er mér sönn ánægja að vera hér með ykkur í dag við afhendingu styrkja úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði. Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 með góðri samstöðu stjórnvalda, atvinnulífs og vísindafólks í því skyni að auka þekkingu á sviði mannvirkjagerðar og hlúa að nýsköpun öllum til hagsbóta.</p> <p>Frá upphafi var lögð rík áhersla á að sjóðurinn væri samkeppnissjóður opinn öllum þeim sem vilja sinna metnaðarfullum rannsóknum og nýsköpun. Markmiðið með sjóðnum var að efla íslenskt hugvit og styðja við rannsóknir í háskólasamsamfélaginu, rannsóknarstofnum og atvinnulífinu.</p> <p>Askur hefur þroskast og dafnað. Sjóðurinn hlaut strax mjög góðar viðtökur og fyrir tæpu ári veittum við fyrstu styrki úr sjóðnum. Í fyrra bárust 40 umsóknir en í ár voru þær 62 talsins. Það er því mikil gerjun á þessu sviði. Styrkþegum fjölgar líka nokkuð í ár en alls fá 39 verkefni brautargengi að þessu sinni og skipta milli sín 95 milljónum króna sem sjóðurinn hefur yfir að ráða.</p> <p>Sérstakt fagráð sjóðsins hefur metið verkefnin og samfélagslegan ávinning þeirra. Ég þakka þeim kærlega fyrir góða vinnu og tillögur sínar og starfsfólki HMS fyrir vinnu við umsjón. Það kom síðan í minn hlut að staðfesta tillögurnar en sjóðurinn hefur verið fjármagnaður í góðri samvinnu háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis og okkar í innviðaráðuneytinu.</p> <p>Verkefnin sem hljóta styrki úr sjóðnum takast öll á við stór og mikilvæg viðfangsefni fyrir samfélagið. Þar er m.a. leitað svara við því:</p> <ul> <li>hvernig við getum nýtt betur orkuauðlindir okkar</li> <li>hvernig við getum best fært okkur í nýt tæknilausnir samtímans.</li> <li>hvernig við getum byggt betri og heilsusamlegri mannvirki&nbsp;</li> <li>hvernig við berjumst við aldagamlan óvin okkar – myglu og raka,&nbsp;</li> </ul> <p>Við fáum því miður reglulegar áminningar um vanda þurfi til verka í mannvirkjagerð til að koma í veg fyrir galla, rakaskemmdir eða myglu. Vandinn tengdur raka og myglu er vissulega aldagamalt og okkur mannfólkinu hefur rauna ekki fyllilega auðnast að vinna bug á þessari meinsemd þrátt fyrir þverfaglegar rannsóknir og regluverk. Það er sérstakt fagnaðarefni að metnaðarfullar rannsóknir á sviði séu stundaðar af kappi hér á landi – og nokkrar þeirra fengið fjárstuðning hjá Aski.</p> <p>Tæknilegar kröfur um loftun og rakavernd eru skýrar í regluverki á Íslandi eins og í nágrannaþjóðunum en áfram þarf að tryggja að eftir þeim sé farið í einu og öllu. Húsnæði er iðulega mikilvægasta fjárfesting okkar og við getum ekki sætt okkur við að fólk búi við alvarlega galla eða rakaskemmdir á heimilum, skólum eða atvinnuhúsnæði. Í ráðuneytinu höfum við síðan lagt áherslu á að ábyrgð í byggingareftirliti sé skýr og að styrkja þurfi stöðu þeirra eigenda íbúðahúsnæðis sem verða fyrir tjóni vegna byggingargalla og rakaskemmda á íbúðarhúsnæði.</p> <p>Síðast en ekki síst eiga nær öll verkefnin það sameiginlegt – líkt og í fyrra – að leita svara við því:</p> <ul> <li>hvernig við tökumst á við að draga úr kolefnislosun í byggingariðnaði </li> </ul> <p>Þetta viðfangsefni er afar mikilvægt fyrir samfélagið og verður órjúfanlegur þáttur í flestum rannsóknaverkefnum á þessu sviði um fyrirsjáanlega framtíð. Ég ítreka það sem ég sagði við sama tækifæri í fyrra – og sú vísa verður aldrei of oft kveðin – að eitt mikilvægasta verkefni okkar um þessar mundir – er baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum. Og sú barátta fer fram á öllum sviðum samfélagsins. Við vitum að byggingariðnaður ber ábyrgð á um 40% af allri losun á heimsvísu. Við fengum síðan þær niðurstöður í fyrra í skýrslu verkefnisins Byggjum grænni framtíð að 45% af kolefnisspori íslenskra bygginga kemur frá byggingarefnum, einkum steypu. Við verðum þess vegna að leita allra leiða til að draga úr kolefnisspori mannvirkja og byggingarefna og samtímis að draga úr notkun óumhverfisvænna byggingarefna. </p> <p>Góðir gestir</p> <p>Ég óska öllum styrkþegum innilega til hamingju með styrki og velgengni í mikilvægum rannsóknum sínum. Öðrum umsækjendum þakka ég fyrir góðar tillögur en Askur mun auðvitað snúa aftur – og nýtt úthlutunartímabil hefst í haust.</p> <p>Við í innviðaráðuneytinu munum áfram styðja við nýsköpun og rannsóknir sem eru til þess fallnar að bæta samfélag okkar og lífsgæði. Askur – mannvirkjasjóður hefur fest sig í sessi og mun áfram styrkja þjóðhagslega mikilvægar rannsóknir á sviði mannvirkjagerðar.</p>
17. nóvember 2022Ávarp á Skipulagsdeginum 2022<p><span>Ávarp ráðherra á&nbsp;Skipulagsdeginum 17. nóvember 2022</span></p> <p><span>Kæru gestir!</span></p> <p><span>Það er mér sönn ánægja að flytja opnunarávarp á Skipulagsdeginum.</span></p> <p><span>Þetta er í fyrsta sinn sem ég flyt ávarp á þessari samkomu sem ráðherra nýs innviðaráðuneytis. Undir það ráðuneyti heyra nú byggðamál, húsnæðismál, skipulagsmál, samgöngur og málefni sveitarstjórna. Sú yfirsýn sem náðst hefur með nýju innviðaráðuneyti felur í sér miklar breytingar og gerir okkur kleift að samhæfa þessa málaflokka, einfalda ferla og gera okkur betur grein fyrir þörfum íbúa um land allt með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi.</span></p> <p><span>Með því að færa skipulagsmálin og húsnæðismálin á milli ráðuneyta og samþætta þau við aðra málaflokka í nýju innviðaráðuneyti næst fram betri yfirsýn, áætlunargerð verður markvissari og hagkvæmni eykst, sem til framtíðar mun aftur leiða til aukins stöðugleika. Á þeirri vegferð leika skilvirkir skipulagsferlar stórt hlutverk og að upplýsingar um húsnæðismarkað séu aðgengilegar á hverjum tíma. Þannig hafa sveitarfélög t.a.m. betri upplýsingar um þörf fyrir byggingarhæfar lóðir til samræmis við húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.&nbsp;</span></p> <p><span>Að mínu mati eru skipulagsmál einn mest spennandi málaflokkur sem ég hef komið að. Málaflokkinn þekki ég vel sem fyrrum sveitarstjórnarmaður og umhverfis- og auðlindaráðherra – og nú á ný sem innviðaráðherra. Og með þessa reynslu veit ég líka að þau geta verið mjög snúin og flókin þar sem þau snerta marga, ef ekki meira og minna flesta málaflokka sem snýr að stjórnsýslunni. Ég hef stundum sagt að í samgöngum séu um 360 þúsund ráðgjafar sem allir hafi eitthvað til málanna að leggja. Skipulagsmál eru um margt flóknari. Því er mikilvægt að skipulagsmálin séu skipuð næst þeim málaflokkum þar sem áskoranirnar eru stærstar á hverjum tíma, núna í samgöngum, húsnæðismálum og sveitarstjórnarmálum.</span></p> <p><span>Góðir gestir</span></p> <p><span>Skipulagsstofnun er um margt einstök stofnun.&nbsp;</span></p> <p><span>Umgjörð stofnunarinnar er á þann hátt að hún er lögbundin líkt og lægra sett stjórnvald á grundvelli skipulagslaga. Hlutverk stofnunarinnar sem ráðgefandi stofnun er hins vegar meira í ætt við ráðuneytisstofnun gagnvart innviðaráðherra en tekur hins vegar kæranlegar stjórnvaldsákvarðanir á grundvelli laga á forræði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra líkt og lægra sett stjórnvöld gera.</span></p> <p><span>Eitt af því sem Skipulagsstofnun gerir svo vel er að að veita upplýsingar og leiðbeiningar um skipulagsmál. Með öðrum orðum að fylgjast með stöðu skipulagsmála í sveitarfélögum og aðstoða þau og leiðbeina þeim við gerð skipulagsáætlana. Ráðherra leggur hins vegar fram tillögu til þingsályktunar um landskipulagsstefnu sem sveitarfélögin taka mið af við gerð skipulagsáætlana.</span></p> <p><span>Það er gaman frá því að segja að gildandi landsskipulagsstefna var að einhverju leyti unnin þegar ég var umhverfis- og auðlindaráðherra. Eftirmaður minn, Sigrún Magnúsdóttir, tók síðan við keflinu og lagði hana fram árið 2015 sem Alþingi samþykkti ári síðar.&nbsp;</span></p> <p><span>Ég hef nú ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun á gildandi landskipulagsstefnu 2015-2026. Landsskipulagsstefna felur í sér stefnu ríkisins í skipulagsmálum, til leiðbeiningar fyrir skipulagsgerð sveitarfélaga og aðra áætlanagerð um þróun byggðar og landnýtingu. Hún setur fram stefnu um skipulag á miðhálendi Íslands, í dreifbýli, um búsetumynstur og dreifingu byggðar og loks um skipulag á haf- og strandsvæðum.&nbsp;</span></p> <p><span>Leiðarljós stefnunnar verða sem fyrr að skipulag stuðli að sjálfbærri þróun, auknum lífsgæðum íbúa og samkeppnishæfni landsins og einstakra landshluta.</span></p> <p><span>Það fer vel á því að málaflokkurinn sé kominn til innviðaráðuneytisins þar sem stefnan tekur mið öðrum áætlunum sem varða landnýtingu, t.d. hvað varðar samgöngur, byggðamál og orkunýtingu auk náttúruverndar.</span></p> <p><span>Fyrstu skrefin við undirbúning endurskoðunarinnar hafa verið stigin og samráð verður haft á öllum stigum málsins eins og ávallt. Breytingin verður þó ekki meiri en svo að gerð verður tillaga um að ný viðfangefni fléttist inn í gildandi stefnu.</span></p> <p><span>Sem ráðherra hef ég lagt fram nokkrar áherslur til grundarvallar í þessari endurskoðun.</span></p> <p><span>Sérstök áhersla á skipulag í þágu loftslagsmála og setja fram stefnu um bindingu kolefnis, draga úr losun frá landnotkun og byggð.</span></p> <p><span>Mikilvægt er að skipulag stuðli að jafnvægi í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis en ég mun koma nánar að húsnæðismálum síðar.&nbsp;</span></p> <p><span>Þá er áhersla á fjölbreytta ferðamáta og orkuskipti í samgöngum og sett fram stefna sem stuðla að tryggum innviðum fyrir orkuskipti og blöndun byggðar sem stuðlar að tækifærum fyrir fjölbreytta ferðamáta.</span></p> <p><span>Við endurskoðun á landsskipulagsstefnu verði einnig&nbsp; mótuð nánari stefna um uppbyggingu vegasamgangna á miðhálendinu eins og er skilgreind í gildandi stefnu. Horft verður til þess að skoða útfærslu vega á miðhálendinu með tilliti til orkuskipta í samgöngum og mögulegs öryggishlutverks vega á miðhálendinu sem hjáleiðar vegna náttúruvár.</span></p> <p><span>Lögð verður áhersla á útfærslu úrræða til þess að stuðla að framgangi þjóðhagslega mikilvægrar innviðauppbyggingar. Í skipulagsgerð sveitarfélaga eru teknar ákvarðanir um hvernig uppbyggingu innviða skuli háttað, uppbygging sem í sumum tilvikum hefur áhrif á fleiri en íbúa sveitarfélagsins. Þegar um er að ræða uppbyggingu þjóðhagslega mikilvægra innviða er í sumum tilvikum eins og við gjarnan þekkjum mikilvægt að það sé til staðar farvegur til að móta stefnu sem varðar sameiginlegar skipulagsákvarðanir um þjóðhagslega mikilvæga innviði.</span></p> <p><span>Þá er mikilvægt að huga að skiptingu og útfærslu landbúnaðarlands. Það ríkir samkeppni um land og á það ekki síst við um land í dreifbýli, aukin eftirspurn er eftir landi til skógræktar, undir frístundabyggð, þéttbýlismyndun í dreifbýli og aukinn áhugi á nýtingu vindorku. Það reynir meira á að ná fram sátt í skipulagsgerð og móta þarf stefnur um varðveislu lands sem hentar vel til ræktunar.</span></p> <p><span>Vindorkan og nýting hennar skipar stóran sess í skipulagi og fylgir því nýjar áskoranir, ekki síst vegna sjónrænna áhrifa. Í ríkisstjórnarsáttmálanum er kveðið á um að vindorkuver byggist upp á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og flutningslínum til þess að tryggja örugga afhendingu orkunnar. Við endurskoðun landsskipulagsstefnu er lögð áhersla á að sett verði sett fram stefna og viðmið fyrir ákvarðanir um nýtingu vindorku.</span></p> <p><span>Loks verður við endurskoðun landsskipulagsstefnu stefna um skipulag haf- og strandsvæða endurskoðuð með hliðsjón af lögum um skipulag haf- og strandsvæða, tillögum svæðisráða um strandsvæðisskipulag á Vestfjörðum og Austfjörðum sem og annarri stefnumörkun stjórnvalda er snýr að nýtingu og vernd haf- og strandsvæða.</span></p> <p><span>Innviðaráðuneytið stóð nýlega fyrir samráðsfundum í öllum landshlutum þar sem fjallað var um stefnur og áætlanir sem heyra undir ráðuneytið. Íbúum og sveitarstjórnarfólki um land allt gafst þar tækifæri til að hafa áhrif á stefnumótun í málaflokkum ráðuneytisins. Þessir fundir voru í anda þeirrar samhæfingar sem ég hef áður lýst þar sem þessar málaflokkar hafa svo mikil hver á annan. Á fundunum var fjallað um nýsamþykkta byggðaáætlun, samgönguáætlun og stefnu í sveitarstjórnarmálum, sem eru í reglubundinni endurskoðun og&nbsp; nýja húsnæðisstefnu sem er í smíðum. Loks var fjallað um áherslur ráðherra í komandi endurskoðun á landsskipulagsstefnu.</span></p> <p><span>Samnefnari þessara áætlana er það sem við höfum nefnt búsetufrelsi. Skilgreining á búsetufrelsi er á þessa leið: Lífsgæði fólks eru ekki síst fólgin í því að það geti búið sér heimili þar sem það helst kýs, í því búsetuformi sem því hentar og njóti sambærilegra umhverfisgæða, innviða og opinberrar þjónustu hvar á landinu sem er.</span></p> <p><span>Fjölbreytt íbúðasamsetning, grunnþjónusta og grunnkerfi fjölbreyttra samgöngumáta óháð staðsetningu á landinu er því grunnstefið í hugtakinu búsetufrelsi.</span></p> <p><span>Góðir gestir – framundan er spennandi dagskrá og viðfangsefnin brýn.</span></p> <p><span>Eitt af viðfangsefnum fundarins hér í dag er fæðuöryggi og orkuskipti. Sem fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ber ég sterkar taugar til innlendrar matvælaframleiðslu en þessar tvær atvinnugreinar leggja grunninn að fæðuöryggi þjóðarinnar. Hvernig ætlum við að knýja áfram skipaflotann okkar, flugflotann og vinnuvélar í iðnaði og landbúnaði? Hvernig ætlum við að ná og viðhalda orkusjálfstæði sem leggur grunn að fæðuöryggi? Tækifærin eru mörg og þau eru stór.&nbsp;</span></p> <p><span>Við eigum allt undir því að fiskistofnarnir í sjónum séu heilbrigðir og að til staðar sé gott land til ræktunar, ásamt nýjustu þekkingu á framleiðslu og tækjum.</span></p> <p><span>Við vitum að í matvælaframleiðslu, eins og öðrum mikilvægum sviðum samfélagsins, þarf orku, innlenda græna endurnýjanlega orku. Þar erum við raunar í öfundsverðri stöðu á heimsvísu og verðum að nýta þekkingu okkar og aðstæður eins og kostur er. Og þá sérstaklega að gæta að skipulagi og nýtingu landbúnaðarlands til að tryggja innlenda framleiðslu á matvælum og fæðuöryggi, ekki síst á tímum loftslagsvár og stríðsátaka. Orkuskiptin geta ekki aðeins orðið lykill að kolefnishlutleysi heldur hreinlega styrkt efnahagslega stöðu þjóðarinnar.</span></p> <p><span>Loftslagsbreytingar eru ein af stærstu áskorunum samtímans. Loftslagsmálin er verkefni okkar allra, áskorun sem allir þurfa að taka og gera ráð fyrir í atvinnulífinu og daglegu lífi.&nbsp;</span></p> <p><span>Ríkisstjórnin hefur lagt fram mjög metnaðarfulla áætlun í loftslagsmálum með raunhæfum aðgerðum til að standa við skuldbindingar samkvæmt Parísarsamningnum, sem eru í raun skuldbindingar gagnvart okkur sjálfum.&nbsp;</span></p> <p><span>Og að því sögðu þarf skipulag að taka mið af samfélaginu hverju sinni en einnig og ekki síst að taka mið af breyttum heimi vegna loftslagsbreytinga. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra.</span></p>
13. október 2022Ávarp á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2022<p><span><em>Ávarp flutt á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 13. október 2022</em></span></p> <p><span>Kæru ráðstefnugestir. Sveitarstjórnarfólk, nýkjörið og reynt. Við lifum á átakatímum. Meðan við sitjum hér og veltum fyrir okkur fjármálum samfélaganna okkar, samfélagsins okkar, eru kollegar okkar í öðru Evrópulandi að kljást við aðrar áskoranir, hvernig samfélag þeirra verður best varið fyrir sprengjuárásum og ofbeldi nágrannaþjóðar. Það er nánast óhugsandi sú staða sem er uppi í ríki svo nærri okkur. Við sem förum fyrir þjóðinni höfum lýst yfir stuðningi okkar við Úkraínu og heitið aðstoð. Það eru sannarlega viðsjárverðir tímar í heiminum.</span></p> <p><span>Við vorum nýskriðin út úr hörmulegum heimsfaraldri þegar stríðið skall á. Stríð sem hefur sannarlega áhrif um alla Evrópu, um allan heim. Fjölskyldur á meginlandinu upplifa ekki aðeins nálægð við stríð heldur afleiðingar orkuskorts. Við hér á Íslandi erum svo einstaklega heppin að eiga orkuauðlindir sem hita híbýli okkar og lýsa og drífa áfram iðnað og atvinnutæki landsins.</span></p> <p><span>Mikilvægt er að við sem þjóð berum gæfu til að nýta þau tækifæri sem okkur gefast til að nýta orkuauðlindina í sátt við náttúru með það að markmiði að efla atvinnu og efnahag og mæta þannig skuldbindingum í loftslagsmálum.&nbsp;</span></p> <p><span>Kæru ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Ég stend hér við þetta tilefni, á þessari mikilvægu fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, í nýju hlutverki sem ráðherra nýs innviðaráðuneytis. Undir það ráðuneyti heyra sveitarstjórnar-, byggða-, samgöngu-, húsnæðis- og skipulagsmál. Svið ráðuneytisins er því vítt og undir það heyrir að taka fast á þeim skorti sem er uppi á húsnæðismarkaði og veldur hækkunum á húsnæði, vísitölum og þar af leiðandi vöxtum.</span></p> <p><span>Innviðaráðuneytið stendur þessa dagana fyrir samráðsfundum með öllum landshlutum þar sem fjallað er um allar þær stóru stefnur sem heyra undir innviðaráðuneytið. Tilgangur samráðsfundanna er að gefa íbúum landsins og sveitarstjórnarfólki um land allt tækifæri til að hafa áhrif á stefnumótun í málaflokkum ráðuneytisins. Á fjarfundunum verður kastljósinu beint að framtíðaráskorunum í málaflokkunum. Meginviðfangsefni fundanna verða umræður um stefnumótun í samgöngum, sveitarstjórnarmálum og húsnæðis- og skipulagsmálum. Einnig verður fjallað um nýsamþykkta byggðaáætlun.</span></p> <p><span>Miðpunktur þessara áætlana felst í því sem við höfum nefnt búsetufrelsi. Skilgreining á búsetufrelsi er á þessa leið: Lífsgæði fólks eru ekki síst fólgin í því að það geti búið sér heimili þar sem það helst kýs, í því búsetuformi sem því hentar og njóti sambærilegra umhverfisgæða, innviða og opinberrar þjónustu hvar á landinu sem er.&nbsp;</span></p> <p><span>Fjölbreytt íbúðasamsetning, nærþjónusta og grunnkerfi fjölbreyttra samgöngumáta óháð staðsetningu á landinu er því grunnstefið í hugtakinu búsetufrelsi.</span></p> <p><span>Eitt stærsta áherslumálið í sáttmála ríkisstjórnarinnar er að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði og koma í veg fyrir þær miklu sveiflur sem hafa einkennt hann síðustu ár. Það er því ánægjulegt að ríki og sveitarfélög hafi náð sameiginlegri sýn á að byggja þurfi 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum sem er&nbsp; forsenda þess að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði. HMS og sveitarfélögin eru nú þessa dagana að kortleggja byggingarhæfar lóðir og yfirfara húsnæðisáætlanir sveitarfélaganna til að tryggja að byggt verði í samræmi við áform rammasamningsins.</span></p> <p><span>En það er ekki nóg að hafa tölur á blaði eða í glærukynningu.&nbsp;</span></p> <p><span>Sameiginleg sýn og markmið ríkis og sveitarfélaga skapar um leið tækifæri til að einfalda ákvarðanir í skipulags- og byggingarmálum sem svo leiðir til aukinnar skilvirkni og framfara. Óhætt er að segja að staðan er frekar flókin í dag. Sveitarfélögin eiga samskipti við ríkið í skipulags- og húsnæðismálum í gegnum fjölmörg kerfi og stofnanir. Afleiðing þess getur verið óskilvirk og dýr stjórnsýsla, skortur á yfirsýn sem svo leiðir til „flöskuhálsa“ sem hafa neikvæð áhrif á framboð og gæði á húsnæðismarkaði.&nbsp;</span></p> <p><span>Stjórnsýslan hefur aukist að umfangi en því miður er ekki hægt að fullyrða að gæði húsnæðis hafi batnað að sama skapi. Hins vegar er hægt að fullyrða að þessir flóknu ferlar hafa ekki tryggt stöðugt framboð húsnæðis. Stjórnvöld eiga að þjónusta almenning með samræmdum hætti og mun innviðaráðuneytið leiða breytingar á sviði skipulags- og byggingarmála með því að stinga á kýli og samræma ferla sem mun til framtíðar tryggja landsmönnum aðgengi að öruggu og góðu húsnæði og leiða til aukins stöðugleika á húsnæðismarkaði.&nbsp;</span></p> <p><span>Það er ekki ofsögum sagt að jafnvægi á húsnæðismarkaði er stórt efnahagslegt mál og skortur á húsnæði ógnar þjóðarbúskapnum. Í nýlegri samantekt frá OECD kemur það beinlínis fram að jafnvægi á húsnæðismarkaði verði ekki náð nema með skýrri stefnu í húsnæðismálum þar sem skipulag miðar að fjölbreyttu framboði af húsnæði. Það sé þjóðhagslega brýnt að það sé gott aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði til að draga úr ójöfnuði. Punkturinn sem ég vil draga fram er að ef okkur tekst ekki að einfalda skipulagsferlana þá er afar ólíklegt að okkur takist að koma á langtímajafnvægi í húsnæðismálum. Á næstunni&nbsp; verður birt fyrsta grænbókin um húsnæðismál sem ætlað er að opna samtalið um gerð húsnæðisstefnu fyrir Ísland í fyrsta skiptið í sögunni. Það er til mikils unnið að lagður sé góður grunnur að fyrstu stefnu í húsnæðismálum sem verður mælt fyrir á fyrstu mánuðum nýs árs. Ég hvet því alla til að fylgjast með samráðsgátt og setja fram skoðanir og álit í þeirri undirbúningsvinnu sem stendur nú yfir.</span></p> <p><span>Á síðustu árum hefur verið mikil uppbygging á sviði samgangna á landinu. Á það jafnt við um vegi, hafnir og flug. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðinu er á góðri siglingu og sama má segja um önnur mikilvæg verkefni út um landið. Stofnun innviðafélags stendur fyrir dyrum en það félag mun halda utan um samvinnuverkefni í samgöngum á borð við Sundabraut, Ölfusárbrú og fleiri verkefni sem samþykkt hefur á Alþingi að ráðast í. Unnið er hörðum höndum að undirbúningi nýrrar Ölfusárbrúar og verkefnisstjórn Sundabrautar vinnur að þessari hagkvæmustu framkvæmd Íslandssögunnar og um leið þeirri stærstu.</span></p> <p><span>Nýtt jarðgangafélag mun hafa það hlutverk að halda utan um fjármögnun jarðganga með það að markmiði að flýta uppbyggingu um um það bil hálfa öld. Hálfa öld. Ég skil þær áhyggjur fólks er snúa að gjaldtöku í jarðgöngum, ekki þá síst þeim sem eru innan sveitarfélaga og vinnusóknarsvæða, en segi um leið að unnið er að leiðum sem eru sanngjarnar en skila okkur um leið miklum ávinningi, bæði hvað varðar öryggi og atvinnulíf.&nbsp;</span></p> <p><span>Ein helsta áskorunin í samgöngum snýst um fjármögnun þeirra. Álögur á bifreiðar hafa lækkað verulega á síðustu áratugum sé litið á hlutfall þeirra af þjóðarframleiðslu. Nýorkubílar hafa hingað til notið þeirra sérstöðu að greiða ekkert fyrir notkun sína á vegakerfinu. Það liggur í augum uppi að það er ekki sanngjarnt til lengdar.</span></p> <p><span>Í janúar 2020 samþykkti Alþingi stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga og er það fyrsta áætlun sinnar tegundar á Íslandi.&nbsp; Í fimm ára aðgerðaráætlun er að finna 11 aðgerðir sem almennt gengur vel að framfylgja.&nbsp; Vinna við endurskoðun stendur yfir og var spurningalisti sendur til allra sveitarfélaga í sumar og hefur svörun verið ágæt.&nbsp; Svörin hafa verið nýtt við vinnu við grænbók í málefnum sveitarfélaga.&nbsp; Áætlað er að grænbókin verði lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda á næstu vikum.</span></p> <p><span>Fjármál sveitarfélaga eru í brennidepli í dag og á morgun. Í byrjun september kallaði ráðuneytið eftir upplýsingum um rekstur A-hluta sveitarfélaga fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2022. Óskað var eftir upplýsingum um rekstrarreikning – efnahagsreikning og sjóðstreymi en að lágmarki upplýsingum um rekstrarreikning. 26 sveitarfélög af 64 skiluðu ekki upplýsingum og fá þeirra sem skila, gera uppgjör sem innifelur sjóðstreymi og efnahagsreikning.&nbsp;</span></p> <p><span>Vegna skorts á upplýsingum var farin sú leið að áætla sjóðstreymi sveitarfélaganna með því að styðjast við hlutföll úr sjóðstreymi þeirra sem skiluðu og upplýsingar frá ársreikningi 2021. Jafnframt voru fjárhagsáætlanir fyrir árið 2022 notaðar fyrir þau sveitafélög sem ekki skiluðu. Með þessari aðferðarfræði er hægt að nálgast áætlaða rekstrarstöðu fyrstu 6 mánuði ársins.</span></p> <p><span>Erfitt er að draga stórar ályktanir af þessari yfirferð, en þó alveg ljóst að rekstur Reykjavíkurborgar er mjög þröngur þar sem rekstrarniðurstaða eftir 6 mánuði er neikvæð um 8,9 milljarða og veltufé frá rekstri neikvætt um 3,4 milljarða.&nbsp; Fjárhagsáætlun ársins 2022 gerir ráð fyrir jákvæðu veltufé frá rekstri að fjárhæð um 2,5 milljarða.&nbsp;</span></p> <p><span>Á heildina litið er ljóst að verðbólga setur strik í rekstrarniðurstöðu 6 mánaða þar sem vísitala neysluverðs hækkaði um 6,17% á fyrstu 6 mánuðum ársins. Gera má ráð fyrir að sveitarfélögin hafi áætlað vísitölu neysluverð um 2-3% fyrir heilt ár í sínum áætlunum.</span></p> <p><span>Sveitarfélögin standa því, líkt og ríkið, frammi fyrir miklum áskorunum.</span></p> <p><span>Ég hef í störfum mínum sem sveitarstjórnarráðherra lagt mikið upp úr nánu og góðu samstarfi við forsvarsfólk sveitarfélaganna. Það voru mér því mikil vonbrigði hvernig starf tekjustofnanefndar endaði. Við komumst ekkert áfram án hvert annars. Það vitum við öll. Við berum saman ábyrgð á öllu starfi hins opinbera og því mikilvægt að milli okkar ríki traust og trúnaður. Það breytir því ekki að margvísleg úrlausnarefni eru framundan á vettvangi ríkis og sveitarfélaga, drög að skýrslu nefndarinnar dregur mörg þeirra ágætlega fram og verkefni okkar er því að halda áfram samtölum um þau. Það á t.d. við um kostnaðarþróun varðandi þjónustu við fatlað fólk.</span></p> <p><span>Yfirfærsla á málefnum fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga fór fram um áramótin 2010 og 2011. Var þá gert ráð fyrir því að fjárhagsrammi þjónustunnar væri 10,7 milljarðar. Gert var ráð fyrir því að sveitarfélögin fengju að njóta alls ábata af hagræðingu með samþættingu við félagsþjónustu sem átti að fylgja í kjölfarið. 9,7 milljarðar komu til sveitarfélaga með 1,20% hækkun á útsvarshlutfalli sveitarfélaga, 1 milljarður var veittur með beinum tímabundnum framlögum vegna veikrar stöðu útsvarsstofnsins, biðlista og fleiri þátta. Því til viðbótar afhenti ríkið sveitarfélögunum endurgjaldslaust allt húsnæði þar sem starfsemin fór fram en bókfært verðmæti þess var fært til gjalda í ríkisreikningi ársins 2010 og nam liðlega sex milljörðum króna á núverandi verðlagi.&nbsp;</span></p> <p><span>Árið 2015 var skrifað undir samkomulag og lagabreytingar að undangenginni mikilli nefndarvinnu og var niðurstaðan 1,24% varanleg hækkun á útsvarshlutfalli sveitarfélaga og 0,235% hækkun á lögbundnu framlagi ríkissjóðs af innheimtum skatttekjum inn í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.&nbsp;</span></p> <p><span>Framangreindir tekjustofnar skiluðu sveitarfélögum 21 ma.kr. í tekjur árið 2018, 21,8 ma.kr. árið 2019 og 23,3 ma.kr. árið 2020. Að viðbættum öðrum sértekjum sem námu um 1,8 ma.kr. árið 2020 þá námu tekjur málaflokksins um 25 ma.kr. árið 2020. Það er meira en tvöföldun á tekjunum samanborið við það sem gert var ráð fyrir við flutninginn árið 2011. Það svarar til um 13% nafnaukningar tekna á ári eða um 8% að raunvirði m.v. vísitölu neysluverðs.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Á hinn bóginn þá kemur fram í skýrslu starfshóps um kostnaðarþróun í málefnum fatlaðs fólks að útgjöld vegna málefna fatlaðs fólks voru um 25,2 ma.kr. árið 2018, 28,8 árið 2019 og 34 ma.kr. árið 2020. Það er meira en þreföldun á útgjöldum frá upphafi yfirfærslunnar. Gliðnun tekna og útgjalda í lok þessa tímabils var því orðin um 9 ma.kr. Nýverið hefur komið fram af hálfu sveitarfélaga að gliðnunin stefni í 12-13 ma.kr. en engin skoðun á þeim áætlunum hefur farið fram af hálfu ríkisins.</span></p> <p><span>Frá árinu 2014 hafa tekjur sveitarfélaga vaxið um 31% á föstu verðlagi en tekjur ríkissjóðs dregist á sama tíma saman um 1%. Á sama tíma hafa gjöld sveitarfélaga vaxið um 33% á föstu verðlagi en gjöld ríkissjóðs um 28%. Frá árinu 2019 til 2021 uxu tekjur sveitarfélaga um 3% á föstu verðlagi á sama tíma og tekjur ríkissjóðs drógust saman um 7%.</span></p> <p><span>Í ljósi þess að ágætur vöxtur hefur verið í tekjustofnum sveitarfélaga, einnig á tímabili kórónuveirufaraldursins, er ekki annað hægt að segja að sá fjárhagsvandi sem snýr að málaflokki fatlaðs fólks er ekki tekjuvandi heldur fyrst og fremst útgjaldavandi. Í því sambandi má benda á að auknar aðrar tekjur en þær sem markaðar eru málaflokknum ættu að gera þeim kleift að veita auknu fjármagni þangað, t.d. stórauknar tekjur af fasteignasköttum.</span></p> <p><span>Skýringar á auknum útgjöldum eru af ýmsum toga og má vafalaust benda á að auknar kröfur ríkisins í gegnum lagasetningu skýri einhvern hluta þeirrar aukningar. Á móti þarf að hafa í huga að útgjöld málaflokksins eru fyrst og fremst launakostnaður. Sá kostnaður hefur vaxið gríðarlega sl. ár en líkt og kemur fram í skýrslunni hafa laun og launatengd gjöld aukist um 5,3 ma.kr. eða 33,5% frá árinu 2018 til ársins 2020. Má þar ætla að til viðbótar fjölgunar stöðugildum hafi lífskjarasamningurinn verið málaflokknum afar íþyngjandi. Það verður þó að ætla sveitarfélögum að þau standi straum af kostnaði launahækkana sinna starfsmanna hvort sem það er í þessum málaflokki eða öðrum, enda er uppistaða tekna þeirra byggð á sköttum sem fylgja launaþróun.&nbsp;</span></p> <p><span>Um tveir þriðju af fráviki tekna og gjalda málaflokksins er hjá Reykjavíkurborg. Þannig nam þetta frávik 5,7 ma.kr. árið 2020 en var 2,6 ma.kr. árið 2018.</span></p> <p><span>Líkt og hefur komið fram í opinberri umræðu þá er engu að síður ljóst að umfang fjárhagsvandans í þessum málaflokki er orðið af þeirri stærðargráðu að tilefni gæti verið til að mæta honum sem fyrst með ráðstöfunum til bráðabirgða þar til fullnaðaruppgjör og greining liggur fyrir af hálfu sérstakrar nefndar sem hefur málið til umfjöllunar. Þannig gæti komið til álita að hækka útsvarshlutfallið enn frekar á móti samsvarandi lækkun tekjuskattshlutfallsins sem næmi umtalsverðum hluta vandans í því skyni að gera sveitarfélögum kleift að standa við þau meginmarkmið um þróun afkomu og skulda sem gert var samkomulag um í aðdraganda gildandi fjármálaáætlunar. Eftirstandandi vandi ætti þá að vera viðráðanlegri. Einnig gæfist meira svigrúm til að ákvarða fullnaðaruppgjör og þar með hvort réttmætt sé að ríkið taki á sig frekari stuðning að aflokinni skoðun nýs vinnuhóps um kostnaðarskiptingu í málefnum fatlaðs fólks. Hópnum er ætlað að ljúka störfum í desember á þessu ári en hætt er við að það dragist.&nbsp;</span></p> <p><span>Í ljósi þess að sveitarfélög byggja nær alfarið á sjálfstæðum tekjustofnum er mikilvægt að slíkur stuðningur verði veittur í þeirri mynd að hækka tekjur þeirra fremur en að ríkið fari að leggja bein framlög inn til að fjármagna hluta af rekstri tiltekins málaflokks. Að slíku uppgjöri og styrkingu tekjustofna afloknu kemur það í hlut sveitarfélaga að axla ábyrgð á sinni fjármálastjórn og áframhaldandi útgjaldaþróun málalflokksins.</span></p> <p><span>Með hliðsjón af umfangi fjárhagsvandans en einnig af góðum framgangi í tekjustofnum sveitarfélaga og í ljósi þess að ætla verður sveitarfélögunum að leggja sitt af mörkum til að glíma við sinn þátt í þessum útgjaldavexti mætti telja að hækkun árlegra tekna þeirra um 5-6 ma.kr. ætti að vera nægilegur stuðningur að sinni til að ekki þurfi að raska þessari þjónustu á næstu misserum. Skv. lauslegum útreikningi þyrfti að hækka útsvarsprósentuna um 0,26% til að skila þeirri tekjuaukningu.</span></p> <p><span>Fyrirkomulag á þessum stuðningi gæti verið með þeim hætti að öll skattþrep í tekjuskatti ríkisins lækki um 0,26 prósentustig til að allir skattgreiðendur væru jafnsettir eftir sem áður. Í öðru lagi þyrfti í lagabreytingum að standa þannig að málum að öll hækkun útsvarsprósentunnar gangi til hækkunar á hlutdeild Jöfnunarsjóðs í útsvarstekjunum. Eins og í fyrri samkomulögum væri tilgangurinn með þessu samkomulagi að öll sveitarfélög sjái sér hag í að hækka útsvarið sem og að tryggja að tekjurnar fari í málaflokkinn með því jöfnunarfyrirkomulagi sem felst í sjóðnum.</span></p> <p><span>Eins og áður er mikilvægt að slík fyrirgreiðsla væri gerð með traustum umbúnaði í sérstöku undirrituðu samkomulagi með viðeigandi skilmálum til að tryggja að sveitarfélögin veiti viðeigandi fjármunum í málaflokkinn og til að útkljá að ríkið sé þar með búið að tryggja ákveðna þætti til að varna því að hægt verði að efna aftur til ágreinings.</span></p> <p><span>Kæru ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Við búum í góðu samfélagi, einhverju því besta í heiminum. Það breytir ekki því að það eru mörg verkefni sem bíða okkar svo það geti orðið enn betra. Við höfum á síðustu misserum fundið fyrir vaxandi ólgu sem birtist í hatrömmum deilum. Það er skautun í samfélaginu og því fylgir aukið óþol fyrir skoðunum annarra og lífsviðhorfum. Þeir öfgafyllstu, sama á hvaða sviði þær öfgar eru, þeir öfgafyllstu hafa lítið til málanna að leggja. Þeir skila í raun auðu því þeir vita eins og við öll að öfgar eru tímabundið fyrirbæri. Það er í skynsamlegu og yfirveguðu samtali sem raunverulegar framfarir verða, raunverulegar umbætur.&nbsp;</span></p> <p><span>Það er stríð í Evrópu, það er ógnandi verðbólga í heiminum og við förum ekki varhluta af því. Við þessar aðstæður er ekki í boði að standa ekki saman. Við verðum að vinna saman af yfirvegun með hagsmuni íbúa þessa lands í fyrirrúmi. Við aðstæður sem þessar er ekki í boði að velta mikilvægum ákvörðunum á undan sér til að þurfa ekki að horfast í augu við þær.&nbsp;</span>Okkur sem stöndum í stafni í stjórnmálum er fyrirgefið margt en aldrei afstöðuleysi, aðgerðarleysi.</p> <p>Ég veit að við komumst saman í gegnum skaflana, hvort sem þeir heita verðbólga eða húsnæðisskortur. Ég veit að með samtali og samstöðu getum við haldið áfram aukinni sókn til lífsgæða á okkar fagra og gjöfula landi.</p> <p>Ég óska ykkur góðs gengis í störfum ykkar í dag og alla daga.</p>
12. október 2022Ávarp á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga<p><em>Ávarp á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 12. október 2022</em></p> <p><span>Sveitarstjórnarfólk, ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs, starfsmenn og aðrir fundargestir.</span></p> <p><span>Við erum ekki svo ýkja mörg sem byggjum þetta stóra land, Ísland. Byggðirnar eru dreifðar og aðstæður þeirra ólíkar. Þær hafa byggst upp vegna þeirra gæða sem náttúran hefur fært okkur, hafið er okkur gjöfult og landið einnig. Þróun síðustu áratuga hefur þó verið sú að flestir landsmenn búa á suðvesturhorninu, milli Hvítánna tveggja. Tækifærum utan höfuðborgarsvæðisins hefur fjölgað á síðustu árum með tilkomu öflugrar ferðaþjónustu og við sjáum fram á að orkuskiptum heimsins fylgja atvinnutækifæri í frekari nýtingu á orkuauðlindum landsins ef rétt er á spilum haldið.</span></p> <p><span>Það er mín bjargfasta trú að hagsmunir samfélagsins okkar séu að vel sé búið að byggðum um allt land. Að hagsmunir höfuðborgarsvæðisins og smærri byggða út um land séu sameiginlegir. Til þess að svo megi verða er öflugur Jöfnunarsjóður lykilþáttur í vefnaði samfélagsins. Á síðustu árum hefur reynt á íslenskt samfélag eins og önnur meðan heimsfaraldurinn gekk fyrir. Í þeim ólgusjó gleymdist mikilvægi sjóðsins ekki. Það kom best í ljós í samningi ríkis og sveitarfélaga um opinber fjármál árið 2020 þar sem beinn stuðningur var 3,3 milljarðar króna auk heimildar til að nýta einn og hálfan milljarð úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóð til almennra framlaga. Þessi samningur var mikilvægur fyrir samfélagið og byggðir landsins.&nbsp;</span></p> <p><span>Útsvarstekjur sveitarfélaganna voru í gegnum heimsfaraldurinn varðar með því að standa vörð um atvinnutekjur með hlutabótaleiðinni. Það var afskaplega mikilvæg ákvörðun enda fara hagsmunir sveitarfélaganna saman við hagsmuni launafólks.</span></p> <p><span>Kæru fundargestir.</span></p> <p><span>Það er alltaf ánægjulegt að fá að ávarpa ársfund Jöfnunarsjóðs en þetta er í fimmtánda sinn sem hann er haldinn. Sjóðurinn hóf starfsemi sína í núverandi mynd árið 1990 og hefur staðið undir nafni og gegnt þýðingarmiklu hlutverki til að jafna aðstöðumun sveitarfélaga. Við búum augljóslega við mismunandi aðstæður og Jöfnunarsjóðurinn er mikilvægt jöfnunartæki svo hægt sé að halda úti góðri grunnþjónustu án tillits til fjarlægða eða íbúafjölda. Hlutverk hans er skrifað inn í lög um tekjustofna sveitarfélaga. Hann jafnar mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum sem eru veitt á grundvelli ákvæða laga, reglugerða og vinnureglna sjóðsins. Jöfnunarsjóður er samtryggingarsjóður sveitarfélaganna.</span></p> <p><span>Ég vil við þetta tækifæri nefna eitt verkefni sem Jöfnunarsjóður tekur þátt í. Það er verkefnið Römpum upp Ísland. Frumkvæðið að verkefninu hefur hugsjónamaðurinn Haraldur Þorleifsson. Það er sérstaklega ánægjulegt að til sé fólk eins og Haraldur sem lætur ekki sitt eftir liggja í baráttu fyrir jöfnu aðgengi. Markmið Römpum upp Ísland er byggja á næstu fjórum árum eitt þúsund rampa um allt land sem gerir fólki með skerta hreyfigetu auðveldar að komast um. Ég vil sérstaklega þakka Haraldi fyrir framlag hans og einnig þeim fjölmörgu sveitarfélögum og einkaaðilum sem taka þátt í Römpum upp Ísland.&nbsp;</span></p> <p><span>Frá því sjóðurinn hóf göngu sína hefur hann vaxið mikið og ljóst að hann gegnir stóru hlutverki á ýmsum sviðum sveitarstjórnarstigsins. Má þar nefna hlutverk hans við yfirfærslu grunnskólans árið 1996 og nú síðast við yfirfærslu málaflokks fatlaðs fólks árið 2011.<br /> Ársskýrsla sjóðsins gefur glögga mynd af umfangi og mikilvægi sjóðsins. Tekjur Jöfnunarsjóðs námu á síðasta ári 55,5 milljörðum króna. Staða sjóðsins er góð og nam eigið fé hans um síðustu áramót rúmlega 700 milljónum króna. Í ljósi þessarar sterku stöðu hef ég fallist á tillögu ráðgjafanefndar um að hækka útgjaldajöfnunarframlög sjóðsins um 400 milljónir króna.</span></p> <p><span>Eitt af lögbundnum hlutverkum sjóðsins er að styðja við sameiningar sveitarfélaga. Miklum fjármunum hefur verið veitt til þess hlutverks á síðustu árum og mun stuðningur við nýsameinuð sveitarfélög nema um einum milljarði í ár og á því næsta. Ég hef lagt mikla áherslu á þennan mikla stuðning þar sem stærri og öflugri sveitarfélög eru lykillinn að sjálfbæru og sterku sveitarstjórnarstigi. Það eru hagsmunir allra íbúa landsins að sveitarfélögin hafi afl til að veita góða þjónustu og geta horft fram á veginn í þróun byggðanna.</span></p> <p><span>Eins og annað í þessu lífi er mikilvægt að Jöfnunarsjóður taki breytingum og taki mið af þörfum samfélagsins. Þess vegna hefur frá því í apríl á síðasta ári staðið yfir vinna við að endurskoða regluverk sjóðsins. Hópur sérfræðinga hefur unnið að tillögum sem ætlað er að auka gæði jöfnunar og auka gagnsæi. Regluverk sjóðsins hefur ekki tekið grundvallarbreytingum frá því að hann hóf störf og ég tel mikilvægt að sjóðurinn taka mið af þeim breytingum sem orðið hafa á sveitarstjórnarstiginu frá því að hann hóf störf. Byggðasjónarmið hafa frá upphafi verið eitt megin leiðarstef sjóðsins og mun ég tryggja að svo verði áfram. Þá er mikilvægt regluverk sjóðsins styðji vel við sameinuð sveitarfélög sem eftir sameiningu búa við flóknar útgjaldaþarfir.</span></p> <p><span>Ekki eru mörg ár síðan nokkur af fámennustu og best stæðu sveitarfélögum landsins unnu dómsmál gegn Jöfnunarsjóði vegna galla í lagasetningu. Úr þessum ágalla var bætt af Alþingi og í framhaldinu er betur tryggt að tekið sé mið af tekjumöguleikum einstakra sveitarfélaga við úthlutun. Það var högg fyrir sjóðinn að þurfa að greiða sveitarfélögunum út afturvirk framlög og ljóst að þau höfðu ekki þörf fyrir þennan stuðning úr sjóði sem hefur það hlutverk að jafna aðstæður sveitarfélaga á landinu.&nbsp;</span></p> <p><span>Ég hef áður við þetta tilefni lýst furðu minni á aðför Reykjavíkurborgar að Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna sem birtist í kröfu borgarinnar upp á 5,4 milljarða króna auk dráttarvaxta sem slagar líklega í heildina hátt í níu milljarða króna. Þessari kröfu er ekki, frekar en kröfu áðurnefndra tekjuhæstu sveitarfélaga landsins, beint að ríkissjóði heldur að Jöfnunarsjóði sjálfum og því í raun að öllum sveitarfélögum. Ég hef alltaf átt von á því að málið yrði dregið til baka en hefur ekki orðið að ósk minni. Ég hef opnað á það að gerð yrðu frávik fyrir samkomulaginu frá 1996, sérstaklega hvað varðar greiðslur vegna grunnskólanemenda með íslensku sem annað mál, en ég tel ekki eðlilegt Reykjavík sitji ein utan þess kerfis. Í þeim hugmyndum sem eru uppi um breytingar á Jöfnunarsjóði eru einnig hugmyndir sem myndu gagnast Reykjavíkurborg. Það er hins vegar ljóst að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga getur ekki verið smíðaður í kringum langfjölmennasta og öflugasta sveitarfélag landsins. Í því fælist lítill jöfnuður og byggðahlutverkinu um leið hent út um gluggann.</span></p> <p><span>Ég endurtek því hvatningarorð mín til borgarinnar um að draga kröfuna til baka. Svona veiðiferðir eru ekki til þess fallnar að auka samstöðu meðal sveitarstjórnarfólks og styrkja sveitarstjórnarstigið til framtíðar.</span></p> <p><span>Kæru fundargestir.</span></p> <p><span>Ég vil að lokum þakka ráðgjafarnefnd sjóðsins kærlega fyrir vel unnin störf. Það dregur að lokum skipunartíma hennar og um áramót mun ný nefnd taka við keflinu. Bestu þakkir fyrir ykkar mikilvæga framlag.</span></p> <p><span>Eins vil ég þakka starfsmönnum sjóðsins kærlega fyrir þeirra góðu störf. Miklir fjármunir fara um Jöfnunarsjóð og ábyrgð starfsmanna er mikil við að ráðstafa þeim samkvæmt lögum og reglum sem um hann gilda.</span></p> <p><span>Ykkur sveitarstjórnarfólki sem hér eruð óska ég góðs gengis í ykkar mikilvægu störfum.</span></p>
28. september 2022Ávarp á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga<p><em>Ávarp flutt á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga, 28. september 2022</em></p> <p>Kæra sveitarstjórnarfólk.</p> <p>Ég vil byrja á því að óska nýjum formanni, Heiðu Björg Hilmisdóttur, til hamingju með kjörið. Það er mikið ábyrgðarstarf sem þú átt fyrir höndum og ég hlakka til að vinna með nýjum formanni að eflingu sveitarstjórnarstigsins á næstu árum.</p> <p>Ég vil einnig þakka fráfarandi formanni, Aldísi Hafsteinsdóttur, fyrir ákaflega gott og traust samstarf síðustu árin. Næstu fundir okkar Aldísar verða væntanlega óformlegri en áður og fara að öllum líkindum fram í Litlu-Melabúðinni á Flúðum.</p> <p>Ég ávarpa ykkur nú í eilítið öðru hlutverki en síðast þar sem nýtt innviðaráðuneyti varð til við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Veigamikil breyting fólst í því að undir nýtt innviðaráðuneyti heyra nú húsnæðismál, skipulagsmál, samgöngumál, sveitarstjórnarmál og byggðamál. Með þessari breytingu hefur náðst betri yfirsýn sem leiðir til markvissari aðgerða.</p> <p>Eitt af lykilviðfangsefnum nýs innviðaráðuneytis er búsetufrelsi. Öll þau verkefni sem heyra undir innviðaráðuneytið eiga það sameiginlegt að leggja grunninn að búsetufrelsi. Í því felst að þjónusta hins opinbera þarf að vera aðgengileg öllum, hvar sem þeir búa á landinu. Hamingja fólks er ekki síst fólgin í því að það geti búið sér heimili þar sem það helst kýs. Búsetufrelsi ýtir undir fjölbreytileika byggðanna.</p> <p>Á næstu vikum mun innviðaráðuneytið fara í rafræna fundaferð um landið þar sem ykkur sveitarstjórnarfólki og öllum þeim sem áhuga hafa er boðið að taka þátt í kynningu og samráði um þær stóru stefnur og áætlanir sem heyra undir ráðuneytið. Yfirskrift fundaherferðarinnar er Vörðum leiðina saman. Ég hvet ykkur öll til að taka virkan þátt í þessu mikilvæga samráði.</p> <p>Kæru þingfulltrúar</p> <p>Síðustu ár hafa ekki verið tíðindalítil í íslensku samfélagi frekar en öðrum samfélögum heimsins þann tíma sem heimsfaraldurinn gekk yfir.</p> <p>Efnahagslíf okkar er kvikt. Við tókum snarpa dýfu í faraldrinum og stjórnvöld mættu henni með markvissum aðgerðum með það að markmiði að skapa öfluga viðspyrnu. Það hefur tekist og við sjáum nú háar hagvaxtartölur. Nýjar áskoranir hafa leyst eldri af hólmi og er sú stærsta sú að kveða niður verðbólgudrauginn sem aftur hefur látið á sér kræla. Í frumvarpi til fjárlaga er dregið úr útgjöldum á öllum sviðum nema þeim sem snúa að heilbrigðis og félagsmálum. Þær aðgerðir eru nauðsynlegar til að draga úr verðbólgu og standa þannig vörð um lífsgæði okkar til lengri tíma.</p> <p>Það verkefni sem flestir eru sammála um að sé það mikilvægasta er að koma jafnvægi á húsnæðismarkaðinn til framtíðar. Stór skref hafa þegar verið stigin til að auka verulega uppbyggingu húsnæðis. Fyrir hálfum mánuði kynnti ég ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga og HMS næstu skref sem miða að því að á næstu fimm árum verði byggðar 20 þúsund íbúðir og samtals 35 þúsund á næstu tíu árum. Sá samhljómur sem hefur náðst í samstarfi ríkis og sveitarfélaga er mikilvægur og þýðir í raun að fyrir dyrum stendur þjóðarátak í uppbyggingu húsnæðis. Markmiðið er að 30% nýrra íbúða verði hagkvæmar á viðráðanlegu verði og fimm prósent verði félagsleg húsnæðisúrræði. Ríkið mun koma með fjármuni í húsnæðisstuðning til að sameiginlegum markmiðum verði náð.</p> <p>Sú yfirsýn sem náðst hefur með nýju innviðaráðuneyti felur í sér miklar breytingar. Það að innan eins og sama ráðuneytis séu húsnæðis- og skipulagsmál, sveitarstjórnar-, byggða- og samgöngumál gerir okkur kleift að samhæfa betur alla þá þætti sem snúa að uppbyggingu húsnæðis. Öflugar stofnanir, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Skipulagsstofnun, og þétt samstarf þeirra á milli veitir tækifæri til að einfalda ferla og gera okkur betur grein fyrir þörfum samfélagsins á hverjum tíma.</p> <p>Starf HMS hefur á síðustu misserum miðað að því að gera upplýsingaöflun markvissari og þar með einnig að efla upplýsingagjöf. Það er ekki langt síðan að einu miðlægu upplýsingarnar um uppbyggingu á húsnæði voru fengnar með því að Samtök iðnaðarins gerðu út fólk til að telja íbúðir í hverfum sem voru að byggjast upp. Samræmdar og rafrænar húsnæðisáætlanir gera okkur mögulegt að gera okkur betur grein fyrir stöðunni í dag og samkeyrsla við mannfjöldaspár veitir okkur nauðsynlega sýn á hvernig uppbyggingu sé best háttað.</p> <p>Ef skyggnst er inn í húsnæðisáætlanir er aðeins gert ráð fyrir um 16 þúsund íbúðum á næstu fimm árum. Það er því mikilvægt að tryggja aukið framboð íbúða. Þar er lóðaframboð lykilþáttur og hvílir það á sveitarfélögunum að útvega byggingarhæfar lóðir í samræmi við þörf.</p> <p>Fjármál sveitarfélaga eru mikilvægt umræðuefni. Á meðan heimsfaraldur geisaði greip ríkið til aðgerða sem léttu undir með sveitarfélögunum, bæði með auknum stuðningi við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga en mikilvægasta aðgerðin var hlutabótaleiðin sem tryggði sveitarfélögunum útsvarsgreiðslur. Í umræðum á þeim tíma voru háværar raddir sem bentu á hin Norðurlöndin og stuðning þeirra við sveitarfélögin. Þær háværu raddir tóku ekki með í reikninginn að aðstæður sveitarfélaga á Íslandi eru að mörgu leyti ólíkar því sem gengur og gerist á öðrum Norðurlöndum. Hér eru sveitarfélögin sjálfstæðari, hér hafa sveitarfélögin sjálfstæða tekjustofna en eru ekki upp á ríkið komin á sama hátt. Þessu fylgir aukið sjálfstæði en um leið aukin ábyrgð sveitarfélaganna. Ég er hugsa að fáir vilji taka upp það kerfi sem er við lýði á hinum Norðurlöndunum.</p> <p>Auðvitað eru ýmis álitaefni þegar kemur að skiptingu tekjustofna ríkis og sveitarfélaga og það sama gildir um verkaskiptingu. Við höfum á síðustu árum unnið að því að kortleggja grá svæði, sérstaklega er varða félagsleg málefni og málefni aldraðra. Eftir síðasta Sambandsþing var sett af stað vinna sérstakrar tekjustofnanefndar sem hefur að mörgu leyti gengið vel þótt ekki hafi náðst fullkominn samhljómur um niðurstöðuna.</p> <p>Nefndinni var falið að skoða og leggja mat á hvort hægt væri að styrkja núverandi tekjustofna sveitarfélaga. Tekjustofnar sveitarfélaga á Íslandi eru eins og þið þekkið, útsvar, fasteignaskattar, þjónustutekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Eiga þessir stofnar það sameiginlegt að vera mjög stöðugir í samanburði við aðra stóra tekjustofna hins opinbera á borð við fjármagnstekjur og virðisaukaskatt.</p> <p>Í skýrsludrögunum eru settar fram margvíslegar ábendingar sem ættu að nýtast við frekari stefnumótun og ákvörðunartöku í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Skýrslan mun ekki innihalda beinar tillögur af hálfu nefndarinnar um breytingar en hins vegar eru settar fram margvíslegar ábendingar sem ættu að nýtast við frekari stefnumótun og ákvörðunartöku í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga.</p> <p>Standi vilji til þess að auka tekjur eða breyta skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga má vel ná þeim markmiðum innan núverandi kerfis, eða með hverju því kerfi sem komið verður á og uppfyllir þörf sveitarfélaganna um stöðuga og fyrirsjáanlega tekjustofna. Settar eru fram ábendingar um valkosti í því sambandi.</p> <p>Hvað varðar Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þá kynnir nefndin nýtt líkan sem gæti tekið við af núverandi fyrirkomulagi á útgjaldajöfnunarframlögum, tekjujöfnunarframlögum, fasteignaskattsframlögum og framlögum vegna yfirfærslu grunnskólans. Líkanið mun einfalda aðferðafræði við úthlutun framlaga úr sjóðnum, stuðla að meira gagnsæi, auka gæði úthlutunar og tryggja að sambærileg sveitarfélög að stærð og samsetningu fengju svipaða útkomu í útgjaldamælingu. Mögulegt er að innleiða það í áföngum á yfirstandandi kjörtímabili sveitarstjórna sem lýkur árið 2026.</p> <p>Staða sveitarfélaganna hefur versnað á síðustu árum. Árið 2019 voru 12 sveitarfélög undir lágmarksviðmiði Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Árið 2020 voru þau 22 og árið 2021 voru sveitarfélögin 30. Ástæður fjárhagsvanda þessara 30 sveitarfélaga má greina í þrennt: Rekstrarvandi, skuldavandi og í þriðja lagi ýmsar ástæður á borð við fábreytt atvinnulíf, fámenni og neikvæða íbúaþróun sem leiða oft til erfiðleika.</p> <p>Það er ljóst að málefni fatlaðs fólks hafa reynst sveitarfélögunum mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir við yfirfærslu. Halli sveitarfélaganna vegna reksturs málaflokksins nam árið 2020 hartnær 9 milljarða króna. Það er að mínu mati nauðsynlegt að skoða þessi mál sérstaklega og vinnur nú starfshópur félags- og vinnumarkaðsráðherra að mótun tillagna varðandi kostnaðarskiptingu.</p> <p>Einnig kemur fram í umfjöllun tekjustofnanefndar að kostnaðurinn við rekstur grunn- og leikskóla hefur aukist verulega á umliðnum árum og þá mælt í kostnaði á nemanda í samanburði við þróun verðlags og launa. Sveitarfélögin hafa staðið sig mjög vel í stuðningi við barnafjölskyldur sem sést best á því að í upphafi aldar námu leikskólagjöld um og yfir fjórðungi af rekstrarkostnaði skólanna en eru nú aðeins tæp 10%.</p> <p>Skortur á húsnæði hefur óhjákvæmilega leitt til hærra verðs og þar með til hærra fasteignamats. Og eins og þið þekkið vel þá miðast fasteignaskattar við fasteignamat. Sveitarfélögin hafa lagt mikla áherslu á að varðveita það kerfi sem nú er við lýði, enda er um mikilvægan skattstofn að ræða. Í vinnu við endurskoðun tekjustofna hafa komið upp hugmyndir að því hvernig hægt væri að þróa kerfið þannig að breytingar séu hóflegar og þróun skattstofnsins fyrirsjáanleg. Mikilvægt er að huga að því hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að stökkbreytingar á skattstofninum hafi alvarleg áhrif á sjálfa álagninguna. Það jafnvægi sem unnið er að á húsnæðismarkaði með viðamiklum aðgerðum er einmitt mikilvægt til að skapa stöðugleika og sanngirni.</p> <p>Sjálfstæðir og sterkir tekjustofnar sveitarfélaga eru mikilvægir fyrir framþróun byggða á landinu okkar. Á næstu mánuðum mun ég leggja fram tvö frumvörp til laga um breytingu á hafnalögum. Ef lögin verða að veruleika mun það tryggja að hafnir hafi fullnægjandi heimildir til að taka gjöld í samræmi við veitta þjónustu, til dæmis við starfsemi fiskeldisfyrirtækja.</p> <p>Annar tekjustofn sem mikið hefur verið rætt um í gegnum tíðina er gistináttagjald. Ferðaþjónustan er ein mikilvægasta stoð íslensks efnahags. Hún átti stóran þátt í því að við náðum að rísa hratt og örugglega upp úr erfiðleikum hrunsins. Ferðaþjónustan hefur á síðustu mánuðum sýnt afl sitt og lagt mikið af mörkum inn í byggðirnar, inn í þjóðarbúið eftir erfið og mögur ár heimsfaraldursins. Ferðaþjónustan er því vaxandi grein og ber að fara varlega í að leggja á hana of miklar byrðar. Það kemur til greina að mínu mati að búa til lagaumhverfi sem heimilar, ekki skyldar, sveitarfélögum að leggja á hóflegt gistináttagjald.</p> <p>Málefni Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er ætíð ofarlega á baugi í umræðum sveitarstjórnarfólks enda er hann gríðarlega mikilvægur þegar kemur að bókhaldi sveitarfélaganna. Jöfnunarsjóður er eins og nafnið gefur til kynna sjóður til að jafna aðstöðu sveitarfélaga. Hlutverk hans er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum á grundvelli ákvæða laga, reglugerða og vinnureglna sem settar eru um starfsemi hans. Tilgangurinn er að sveitarfélögin standi á jafnari grunni, að teknu tilliti til land- og lýðfræðilegra þátta auk fjárhagslegs styrks, til að sinna sínum lögbundnum verkefnum. Þá greiðir sjóðurinn framlög til samtaka sveitarfélaga, stofnana og annarra aðila í samræmi við ákvæði laga.</p> <p>Eitt af verkefnum nýrrar forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga hlýtur að vera að standa vörð um þennan mikilvæga sjóð og hlutverk hans. Á síðustu árum hafa málefni sjóðsins ekki aðeins verið rædd í sveitarstjórnum og á þingi heldur hafa þau einnig ratað inn í dómssali. Málssóknir eru að mínu mati ekki rétta leiðin í samskiptum sveitarfélaga og ríkis. Mikilvægt er að horfa á heildarmyndina og fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni þegar kemur að þessu mikilvæga jöfnunartæki sveitarfélaganna.</p> <p>Á síðustu árum hefur náðst nokkur árangur í sameiningum sveitarfélaga. Sá stuðningur sem stendur til boða er mikilvægur til þess að efla sveitarstjórnarstigið og búa til stærri og öflugri stjórnsýslueiningar. Það er krefjandi verkefni að sitja í stjórnum sveitarfélaga og mikilvægt að muna að skyldur fólks í stjórnmálum eru við samfélagið sitt en ekki tilbúin hreppamörk. Kröfur fólks og væntingar til þjónustu eru sífellt að vaxa og mikilvægt að leita allra leiða til að nýta það fjármagn sem sveitarfélögin hafa til að skapa blómleg samfélög sem er eftirsóknarvert að lifa og starfa í. Það er verkefni okkar allra.</p> <p>Kæru þingfulltrúar. Það er skammt liðið frá sveitarstjórnarkosningum. Þið eruð mörg hver ný á þessu mikilvæga sviði sem sveitarstjórnarmálin eru. Sjálfur á ég góðar minningar og mikilvæga reynslu frá störfum mínum í sveitarstjórn. Starf sveitarstjórnarfólks og þingmanna er að mörgu leyti ólíkt, ekki síst vegna þeirrar nálægðar sem er einkennandi fyrir sveitarstjórnarstarfið. Ég óska ykkur öllum, nýjum og gömlum, til hamingju með kjörið og óska ykkur velfarnaðar í störfum ykkar.&nbsp;</p>
23. september 2022Ávarp á Umferðarþingi 2022<p><span><em>Ávarp flutt á Umferðarþingi 2022 föstudaginn 23. september í Gamla bíói</em></span></p> <p><span>Ágætu þingfulltrúar</span></p> <p><span>Öryggi í samgöngum er í öndvegi markmiða samgönguáætlunar. Sjónum er þar sérstaklega beint að umferðaröryggi,&nbsp; þar sem langflest slysin verða.&nbsp; Árlega látast eða slasast alvarlega um 200 manns í umferðinni. Og þessum&nbsp; slysum fylgir mikil sorg, brostnar vonir og margskonar miski fyrir þá sem slasast, ástvini og aðra aðstandendur. Þá er ótalinn sá samfélagslegi kostnaður sem slysunum fylgir sem telur í tugum milljarða og álag á heilbrigðiskerfi.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Á síðustu 20 árum hafa orðið 8460 slys með meiðslum í umferðinni. Sem betur fer eru flest þeirra með smávægilegum meiðslum en allt of mörg með alvarlegum áverkum, jafnvel örkumlun og sum eru banaslys. Aðeins í fjórum prósentum tilfella er ástand ökutækis meðal orsaka. Ástand vegar, lausamöl eða steinkast eru meðal orsaka í öðrum tæpum fjórum prósentum. Oft eru ástæður slyss samverkandi þættir: slæm færð, hálka eða birtuskilyrði.&nbsp;&nbsp;<br /> Það er sorgleg staðreynd að langflest slys verða vegna mannlegra mistaka. Mistök sem oft hefði verið hægt að koma í veg fyrir með því að gæta varúðar. Slysin gerast hratt og fyrirvaralítið. Augnabliks andvaraleysi getur verið dýrkeypt.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Við vitum öll að okkur ber að vera með athyglina á akstrinum og aka miðað við aðstæður. Aðstæður breytast oft&nbsp; hratt hvort sem við erum á bíl,&nbsp; hjólandi eða gangandi. Myrkur, hálka, lausamöl eða aðrir vegfarendur, annað fólk, fuglar og ferfætlingar, allt getur þetta valdið því að við missum stjórn á farartækinu okkar.</span></p> <p><span>Í ár er Umferðarþing haldið í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna og er áherslan á virka en óvarða vegfarendur í umferðinni, innviðum fyrir þá og öryggismálum sem þeim tengjast.&nbsp;<br /> <br /> Á síðustu árum hefur það verið stefna stjórnvalda að styðja við fjölbreytta ferðamáta og markar þar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins tímamót. Með því að ferðast stuttar vegalengdir gangandi, hjólandi eða með strætó drögum við úr losun gróðurhúsaloftegunda, stuðlum að&nbsp; betri loftgæðum&nbsp; í þéttbýli og vinnum um leið að bættri lýðheilsu.<br /> Það eru þó ýmsar hættur sem stafa að óvörðum vegfarendum.&nbsp;</span></p> <p><span>Í bíl erum við vel varin af ökutækinu sjálfu, með beltin spennt og loftpúða sem taka af höggið. Því er ekki að heilsa með óvarða vegfarendur, þá sem eru hjólandi eða gangandi.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Með tilkomu nýrra smáfarartækja í umferðina, rafhlaupahjóla, hefur slysum óvarinna vegfarenda fjölgað gríðarlega. Af alvarlegum slösuðum í umferðarslysum á síðasta ári voru 42% óvarðir vegfarendur, þar af voru 17% þeirra á rafhlaupahjólum, þrátt fyrir að vera einungis 1% af umferðinni. Að auki voru flest slysin um helgar. Þá sýnir könnun að um 40% ungmenna hafa ekið rafhlaupahjóli undir áhrifum.&nbsp; Við þessari óheillaþróun þarf að bregðast.&nbsp; Til þess eru nokkrar leiðir.&nbsp;</span></p> <p><span>Í fyrsta lagi þarf betri innviði. Umtalsverðum fjármunum hefur verið varið í stígagerð þar sem Vegagerðin hefur unnið í góðu samstarfi við sveitarfélög um land allt að gerð stíga fyrir gangandi og örflæði smáfarartækjanna, reiðhjóla, rafhjóla og nú í hratt vaxandi mæli rafhlaupahjóla.&nbsp; Þá er leitast við að bæta öryggi á gatnamótum og draga úr aksturshraða til þess að gefa vegfarendum meiri tíma til þess að bregðast við eða betri sýn fram á veginn.</span></p> <p><span>Í öðru lagi er það fræðsla með áherslu á að við hegðum okkur betur í umferðinni. Þar hefur Samgöngustofa&nbsp; lagt sitt af mörkum með útsjónarsemi í aðferðum til þess að ná til þeirra sem þurfa að heyra. Margt sem okkur finnst sjálfsagt þarf engu að síður að árétta eins og að spenna beltin, nota ekki símana okkur undir stýri eða aka&nbsp; ekki, hvorki bíl né rafhlaupahjóli, undir áhrifum.&nbsp;</span></p> <p><span>Þá hefur lögreglan unnið ötullega að eftirliti með akstri ökutækja undir áhrifum sem og hraðakstri.</span></p> <p>Til þess að mæta breyttum ferðamátum með tilkomu rafhlaupahjóla eru nú unnið að breytingum á umferðarlögum þar sem bætast við ýmis ákvæði&nbsp; sem hafa það markmið að auka öryggi smáfarartækjanna.</p> <p>Allt vinnur þetta saman að öruggara umhverfi fyrir óvarða vegfarendur sem og þá sem fara um í bíl.</p> <p>Í dag birtast í samráðsgátt stjórnvalda ný drög að stefnu um umferðaröryggi sem byggir á samstarfi Samgöngustofu, Vegagerðar, lögreglu og ráðuneytisins. Markmið stefnunnar er&nbsp; að gera umferðina öruggari fyrir alla vegfarendur, óháð ferðamáta.&nbsp; Þar er nú ný nálgun sem tekjur mið af breytingum í samfélaginu.</p> <p>Í umferðaröryggisáætlun 2023-2037 eru&nbsp; skýr markmið:</p> <ul> <li>Að Ísland sé meðal fimm bestu Evrópulanda hvað varðar fjölda látinna í umferðinni á hverja hundrað þúsund íbúa. Við erum nú í áttunda sæti en stefnum ótrauð á að verða meðal þeirra þar sem öryggið er mest.</li> <li>Næsta markmið styður það fyrra: Að fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni lækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2037.</li> <li>Loks er þar nýtt markmið sem tekur mið af ört vaxandi akstri, ekki hvað síst vegna allra þeirra ferðamanna sem aka um vegina. Þetta markmið snýr að því að lækka slysakostnað á hvern ekinn kílómetra um 5% á ári.</li> </ul> <p>Til þess að ná þessum mikilvægu markmiðum þarf skýra stefnu, varðaða raunhæfum mælanlegum markmiðum. Eitt nýtt undirmarkmið lítur dagsins ljós, þ.e.&nbsp; að fækka alvarlegum slysum með aðild eldri ökumanna en þeim hefur fjölgað samfara hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar. Er þetta markmið samhljóða því sem verið hefur um yngstu ökumennina.</p> <p>Í stefnunni beinum við sjónum okkar að umferðaröryggi út frá&nbsp; þremur áherslum: Öruggari vegfarendum, öruggari vegum og öruggari ökutækjum.&nbsp; Unnið verður að auknu umferðaröryggi á grundvelli frammistöðumarkmiða.</p> <ul> <li>Í fyrsta lagi hefðbundin markmið sem snúa að vegafarendum. </li> <li>Ný markmið um öruggari vegi sem snúa að umferðaröryggisrýni og heildstæðu umferðaröryggismati.</li> <li>Sett eru markmið um öruggari ökutæki sem snúa að ástandi fólks- og farmflutningabíla og að meðalaldri fólksbíla í umferð en nýrri bílar eru almennt betur búnir með tilliti til öryggis.</li> <li>Í framtíðinni munu svo bætast við markmið sem snúa að snjalltækjabúnaði svo sem hlutfalli bíla með sjálfvirkri neyðarhemlun og umhverfisskynjurum.</li> </ul> <p>Með þessum nýju áherslum vonast ég til að auka meðvitund vegfarenda um eigin ábyrgð um leið og við bætum innviðina svo að umferðin verði öruggari. Þessi nýja umferðaröryggisáætlun hefur nú verið birt í samráðsgátt. Vona ég sú stefna og markmið sem þar eru birt megi verða ljós sem lýsir veginn&nbsp; til aukins öryggis í umferðinni fyrir alla vegfarendur, gamla sem unga, hjólandi sem gangandi eða akandi í bíl.</p> <p>Kæru þinggestir ég óska ykkur góðs og fræðandi umferðarþings.&nbsp;</p>
05. september 2022Aðlögun að breyttum heimi<p><span><em>Ávarp flutt á ráðstefnunni <span>„</span>Aðlögun að breyttum heimi - hefjum samtalið<span>“</span> sem haldin var á&nbsp; Grand hótel, 5. september 2022</em></span></p> <p>Ágætu fundargestir.</p> <p>Í dag ræðum við eina stærstu áskorun samtímans, breytingar á loftslagi og aðgerðir til að mæta þeim. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um ríflega milljón tonn af Co2-ígildum árið 2030 í samanburði við losun ársins 2005, samkvæmt gildandi aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Með því gera stjórnvöld gott betur en að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar um 29% samdrátt, því að samanlagt munu aðgerðirnar skila 35% samdrætti gróðurhúsalofttegunda á tímabilinu. Því til viðbótar eru aðgerðir í mótun taldar geta skilað 5-11% samdrætti til viðbótar.</p> <p>Hingað til höfum við að mestu beint sjónum okkar að losuninni en nú kveður við annan tón. Við, eins og aðrar þjóðir heims, stöndum nú frammi fyrir þeim veruleika að þurfa að hefjast handa við að undirbúa samfélög okkar undir afleiðingar loftslagsbreytinga. Mikilvægt er þó að halda því til haga að þó svo að tími aðlögunar sé vissulega runninn upp, þá gefur það okkur á engan hátt leyfi til þess að slá slöku við í aðgerðum okkar til samdráttar í losun. Þvert á móti, því hér er um að ræða tvo málaflokka með fjölmarga snertifleti og gífurlega mikilvægt að þeir tali saman, bæði hjá ríki og sveitarfélögum.</p> <p>Þegar við hugsum um helstu áhrif loftslagsbreytinga hér við land reikar hugur okkar gjarnan að þeim áhrifum sem við heyrum hvað mest um og sjáum af í fjölmiðlum. Bráðnandi jöklar, hækkun á yfirborði sjávar, breytingar í veðurfari, gróðureldar og skriðföll, svo eitthvað sé nefnt. Þó svo slíkir atburðir komi vissulega til með að hafa mikil og alvarleg áhrif á innviði okkar, byggðir og samfélög, þá er alveg ljóst að við þurfum að hugsa lengra en svo. Erindi dagsins hafa mörg hver bent á þörfina á því að skoða áhrif loftslagsbreytinga heildstætt og út frá öllum þremur víddum sjálfbærni, þ.e.a.s. á umhverfi okkar, efnahag og síðast en ekki síst, á samfélögin okkar og félagslega þætti. Við þurfum að öðlast dýpri skilning á því hvernig þær breytingar sem vænta má munu snerta okkar helstu atvinnugreinar, byggðirnar okkar, innviðina okkar, skipulagsmálin, fráveitukerfin, og, eins og Tinna ræddi hér á undan mér, á fólkið okkar og vilja þess til að búa áfram á svæðum sem verða fyrir áföllum. </p> <p>Áhrif loftslagsbreytinga munu leiða af sér fjölmargar áskoranir fyrir íslenskt samfélag. Margar þessara áskorana munu miða að því að styrkja innviði okkar og samfélög til þess að gera þau betur í stakk búin til þess að mæta bæði hægfara breytingum, sem og skyndilegum atburðum. Aðrar áskoranir munu miða að því að hámarka getu okkar til þess að grípa þau tækifæri sem gefast, s.s. í ræktun, eldi eða nýtingu nýrra tegunda, sóknarfæri innan nýsköpunar eða útflutning hugvits. En til þess að hámarka getu okkar til þess að aðlagast þeim breytingum sem vænta má, þá er mikilvægt fyrir okkur að vita hverjar slíkar breytingar koma helst til með að vera, hvar þær munu helst snerta okkur og á hvaða hátt. Það er einnig mikilvægt fyrir okkur að skilja hvernig og á hvaða hátt við getum undirbúið jarðveginn sem best til þess að hámarka viðbragðsgetu okkar og færni til þess að grípa tækifærin.</p> <p>Sveitarfélög landsins hafa sýnt það í verki að þau búa yfir miklum vilja til þess að gera vel í loftslagsmálum og hafa þegar ráðist í ýmis verkefni sem auka munu viðnámsþrótt þeirra gagnvart áhrifum loftslagsbreytinga. Sem dæmi um slíkt má nefna framkvæmdir í fráveitumálum og blágrænum ofanvatnslausnum. Í nýlegri stefnu íslenskra stjórnvalda um aðlögun gegn loftslagsbreytingum eru sveitarfélögin þungamiðjan, líkt og fram hefur komið hér í dag, og koma þar skipulagsmál til með að vera eitt stærsta viðfangsefnið. En sveitarfélög landsins reiða sig líka á ólíkar atvinnugreinar og auðlindir, eru byggð upp á mismunandi hátt, eru misstór og búa við fjölbreytt umhverfi, landslag og veðurfar. Það liggur því í hlutarins eðli að eitt mun ekki gilda um alla þegar kemur að áhrifum loftslagsbreytinga og aðferðir til aðlögunar innan sveitarfélaga. Afleiðingarnar munu koma við rekstur, starfsemi og innviði sveitarfélaga og ríkis á mismunandi hátt og því er mikilvægt að öll sveitarfélög nálgist þennan málaflokk út frá eigin forsendum, en þó í ríku samstarfi og samráði við önnur sveitarfélög, ríki, stofnanir og aðra sem að málaflokknum koma. Hér er um að ræða þverfaglegt viðfangsefni og ríkt samráð ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga kemur til með að vera algjört lykilatriði í þeirri vinnu sem framundan er. Til að mynda, þá munu aðlögunarmál koma á borð til okkar í flestum ef ekki öllum málaflokkum innviðaráðuneytisins, svo sem samgöngumálum, sveitarstjórnarmálum, skipulagsmálum, húsnæðismálum og ekki síst innan byggðamála.</p> <p>Vinna að aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda innan aðlögunar að loftslagsbreytingum er sérstaklega nefnd í stjórnarsáttmálanum. Umrædd aðgerðaáætlun, sem byggð verður á nýlegri stefnu Íslands í aðlögun sem rædd var hér fyrr í dag, verður mótuð með aðkomu fulltrúa sveitarfélaga og annarra aðila sem að málaflokknum koma. Líkt og fram kom í máli Ragnhildar hjá Byggðastofnun, miðar svo ný aðgerð í byggðaáætlun að því að móta enn frekar heildræna nálgun á aðlögun sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga. Með þessu skrefi, og ekki síður með því samtali sem er að eiga sér stað hér í dag, er ætlunin að ýta enn frekar undir samtalið og samráðið um gerð aðlögunaráætlana fyrir sveitarfélög landsins, með það að markmiði að auðvelda fulltrúum ríkis og sveita að ráðast í slíka vinnu á næstu misserum.</p> <p>Íslendingar hafa í aldanna rás sýnt mikla aðlögunarhæfni. Við höfum þurft að berjast við óblíð náttúruöflin og hættulegar afleiðingar þeirra allt frá upphafi byggðar og erum ýmsu vön. Við höfum þurft að beita skynsemi, framsýni og útsjónarsemi og tekist með því að aðlaga samfélög okkar, byggðir og atvinnugreinar að síbreytilegu umhverfi íslenskrar náttúru. Í mörgum tilfellum hefur okkur einnig tekist að nýta breytingar á umhverfinu okkur í hag, með jákvæðum afleiðingum fyrir hagsæld okkar og samfélög. Með slíku hugarfari og með vísindin að vopni og vilja til samstarfs í þessum mikilvæga málaflokki, er ég sannfærður um að okkur mun takast að auka viðnámsþrótt okkar í tíma til þess aðlagast komandi breytingum, okkur í hag og komandi kynslóðum.</p>
05. september 2022Vestfirðir sóttir heim<p><span><em>Greinin var birt á vef Bæjarins besta 5. september 2022</em></span></p> <p><span>&nbsp;</span>Það var stórfenglegt og hrikalegt í senn að stíga á útsýnispallinn á Bolafjalli á dögunum – glæsilegt mannvirki sem var byggt til að efla og styrkja samfélagið. Útsýnið þaðan lætur engan ósnortinn og verður aðdráttarafl jafnt fyrir heimabyggð og ferðafólk. Í samtölum mínum við sveitarstjórnarfólk í heimsókn ríkisstjórnarinnar vestur var ánægjulegt að finna fyrir gríðarlegum krafti og bjartsýni um framtíð Vestfjarða. Með góðri samvinnu íbúa, sveitarfélaga og stjórnvalda er hægt að stuðla að framförum. Útsýnispallurinn er gott dæmi um það hvernig frábær hugmynd getur orðið að veruleika með slíkri samvinnu. Þar hefur hugmyndaflug, þekking og verkvit verið nýtt til að skapa tækifæri til að upplifa vestfirskt landslag og náttúru á einstakan hátt.</p> <p><span>Ný hringtenging</span></p> <p><span>Á síðustu árum hefur viðhald og uppbygging vega verið tekið föstum tökum. Fjárframlög hafa stóraukist og frekari úrbætur fyrirhugaðar á næstu árum. Það voru mikil og langþráð tímamót þegar Dýrafjarðargöng voru opnuð fyrir rétt tæpum tveimur árum síðan. Göngin voru ein umfangsmesta framkvæmd í vegakerfinu og leystu erfiðan farartálma af hólmi, Hrafnseyrarheiði. Ný hringtenging varð til og aðgengi að landshlutanum opnaðist með fjölbreyttum tækifærum. Nýr vegur um Gufudalssveit og annar yfir Dynjandisheiði er í uppbyggingu og með tilkomu þeirra og Dýrafjarðarganga munu samgöngur á svæðinu gjörbreytast. Það er ánægjulegt að fleira fólk ferðist til Vestfjarða og nýtir sér fjölbreytta afþreyingu sem þetta fallega og stórbrotna svæði hefur upp á að bjóða. Vogskornir firðir, fallegar og stundum hrikalegar heiðar hafa haft áhrif á samgöngur en eru nú í aukum mæli orðin aðdráttarafl sem Vestfirðingar nýta sér á skynsaman hátt.&nbsp;</span></p> <p><span>Nýtt skip</span></p> <p><span>Mikilvægur hlekkur í hringtengingunni með bættum vegasamgöngum á milli sunnan- og norðanverða Vestfjarða, eru ferjusiglingar yfir Breiðafjörðinn. Vonir standa til þess að Vegagerðin fái nýtt skip til landsins um áramótin í stað Baldurs. Tímabært er að nýtt skip taki við þjónustunni þar sem núverandi skip er barn síns tíma. Á meðan beðið er eftir nýju skipi verður tryggt að dráttarbátur verði til staðar á Breiðafirði. Laxeldið hefur einnig notið góðs af bættum samgöngum og reglubundnum siglingum um Breiðafjörð og munu flutningar halda áfram að aukast sem reyna á vegakerfið. Samfélagið á mikið undir að vel takist til við áframhaldandi þróun atvinnugreinarinnar en henni fylgja auknir möguleikar til fjölbreyttari og verðmætari starfa.&nbsp;</span></p> <p><span>Búsetufrelsi</span></p> <p><span>Samhliða þessu þarf framboð af húsnæði að haldast í hendur við fyrirsjáanlega þörf. Stjórnvöld veita stofnframlög til íbúða á viðráðanlegu um allt land. Um 80 slíkar íbúðir eru á Vestfjörðum, ýmist tilbúnar, í undirbúningi og fleiri í farvatninu. Fólk vill geta haft frelsi um búsetu, valið sér heimili þar sem það helst kýs. Þannig heldur svæðið áfram að eflast og styrkjast með bættri þjónustu, en grunnþjónusta hins opinbera þarf að vera aðgengileg öllum. Gott dæmi um það er Loftbrúin en síðan hún var kynnt til sögunnar hafa fleiri og fleiri nýtt sér þjónustuna. 13 þúsund flugleggir hafa verið styrktir á Vestfjörðum, þ.e. flug um Bíldudal eða Ísafjörð, þar af rúmlega fimm þúsund leggir fyrstu sjö mánuði ársins 2022.&nbsp;</span></p> <p><span>Við búum í stórbrotnu en strjálbýlu landi með stórbrotinni strandlengju og misblíðri veðráttu. Það verða áfram fjallvegir og válynd veður koma af og til, því stjórnum við ekki. En með markvissum áætlunum um bætta innviði geta stjórnvöld lyft grettistaki. Það er síðan heimafólks að nýta þau tækifæri, búa til aðdráttarafl og sjálfbært samfélag.</span></p> <p><span>Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra</span></p>
13. júlí 202235 þúsund íbúðir á tíu árum<p><em>Birt í Morgunblaðinu 13. júní 2022</em></p> <p><span>Í gær var undirritað samkomulag ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði til næstu tíu ára. Markmiðið er skýrt og það er að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði með því að nota þau verkfæri sem birtist í samkomulaginu.</span></p> <h2><span>Grimmt happdrætti</span></h2> <p><span>Síðustu ár höfum við búið við miklar sveiflur á húsnæðismarkaði, bæði hvað varðar framboð á lóðum og húsnæði og þar af leiðandi verð. Þessar sveiflur skapa aðstæður sem valda því að kynslóðirnar sem koma inn á markaðinn sem fyrstu kaupendur verða hluti af eins konar grimmu happdrætti þar sem fæstir vinna og flestir hefja þátttöku með þungar byrðar. Vegna þessarar stöðu er mikil áhersla lögð á húsnæðismálin í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.<br /> Fyrstu skrefin voru þau að sameina undir einu ráðuneyti, nýju innviðaráðuneyti, málaflokka húsnæðis, skipulags, sveitarstjórna, samgangna og byggða. Þessi aðgerð er grundvöllur þess að hægt sé að greina stöðuna og koma með markvissar og öflugar aðgerðir til þess að skapa jafnvægi á þessum mikilvæga markaði.</span></p> <h2><span>Tímamótasamkomulag</span></h2> <p><span>Það samkomulag sem undirritað var í gær markar tímamót. Í því felst að ríki og sveitarfélög hafa sömu sýn, bæði á vandann, og þá ekki síður á lausnirnar. Markmiðið er að á næstu tíu árum verði byggðar 35 þúsund nýjar íbúðir, fjögur þúsund íbúðir á ári fyrstu fimm árin og þrjú þúsund síðari fimm árin. Þá er ekki síður mikilvægt að þriðjungur þessara 35 þúsund íbúða verði á viðráðanlegu verði og fimm prósent af öllu nýju húnsæði verði félagsleg húsnæðisúrræði til að mæta sérstaklega þörfum þeirra sem höllustum fæti standa. Einnig verður ráðist í sérstakt átak til að eyða biðlistum eftir sértækum húsnæðisúrræðum fyrir fatlað fólk.</span></p> <h2><span>Allir eiga að fá tækifæri</span></h2> <p><span>Það er engin ein lausn á þeim vanda sem við blasir á húsnæðismarkaði, lausnirnar eru margar. Í því tímamótasamkomulagi sem undirritað var í gær eru mikilvægir þræðir sem ofnir verða saman til að gera húsnæðismarkaðinn stöðugri. Það er einlæg trú mín að sú samstaða sem hefur náðst milli ríkis og sveitarfélaga varði leiðina til heilbrigðari húsnæðismarkaðar þar sem allir fái tækifæri og enginn verði skilinn eftir á götunni.</span></p> <p><span>Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar.</span></p>
23. júní 2022Óhagnaðardrifin leigufélög veita sterka viðspyrnu<p><span><em>Grein birt í Fréttablaðinu 23. júní 2022</em></span></p> <p><span>Aukið var við framboð leiguíbúða í vikunni þegar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði fyrri úthlutun stofnframlaga fyrir árið 2022. Þetta er mikilvæg innspýting í framboð á leigumarkaði en á þessu ári hafa 550 hagkvæmar leiguíbúðir verið teknar í notkun, það er 40% af öllum nýjum íbúðum sem komið hafa á markað á árinu. Landsbyggðin er stór þátttakandi í uppbyggingu á leiguhúsnæði sem styrkt eru með stofnframlögum.</span></p> <p><span>Mikil eftirspurn hefur verið eftir stofnframlögum en á síðasta ári náðist þó ekki að úthluta öllu því fjármagni sem heimildir voru fyrir í fjárlögum. Var skortur á byggingarhæfum lóðum einna helst skýringin. Stofnframlög skapa hvata til að auka framboð af leiguhúsnæði og er framlag ríkis og sveitarfélaga til kaupa eða byggingar á íbúðum til leigu fyrir einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum. Það er sérlega ánægjulegt að sjá að yfir 30 sveitarfélög víða um land sameinast um þessa mikilvægu lausn með því að setja á stofn sameiginlegt óhagnaðardrifið leigufélag og veita þar með sterka viðspyrnu gegn hækkunum á leigumarkaði.</span></p> <p><span>Það er ríkisstjórninni mikið hagsmunamál að stuðla að bættri stöðu fólks. Í gegnum stofnframlög hafa nú þegar verið byggðar 1.550 íbúðir og er annað eins í byggingu. Í fyrri úthlutun ársins 2022 hefur HMS úthlutað 2,6 milljörðum til uppbyggingar á 328 íbúðum en því til viðbótar bætist við framlag frá sveitarfélögum.</span></p> <p><span>Leiguíbúðirnar dreifast víða um land og hefur hlutfall íbúða á landsbyggðinni aldrei verið hærra eða 46%. Af þeim 328 íbúðum sem úthlutun ársins nær til stendur til að byggja 279 nýjar íbúðir en kaupa 49 nýjar og eldri íbúðir. Íbúðirnar verða allar að standast kröfur um hagkvæmni, en með því eru stjórnvöld að skapa hvata fyrir aukið framboð slíkra íbúða. Sameiginleg sýn ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu íbúða til samræmis við þörf til næstu ára mun skipta sköpum að ná og halda jafnvægi á húsnæðismarkaði.</span></p> <p><span>Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra</span></p>
18. maí 2022Brjótum hefðir, fleiri konur á sjó<p><em>Grein birt í Morgunblaðinu 18. maí 2022</em></p> <p><em>&nbsp;</em>Dagurinn í dag er tileinkaður konum&nbsp; sem starfa í siglingum, við sjósókn eða sjávarútvegi.&nbsp; Er það í fyrsta sinn en Alþjóðasiglingamálastofnunin IMO hefur valið þennan dag til þess að vekja athygli á stöðu kvenna í siglingum og verður 18. maí framvegis helgaður þeim.</p> <p>Hjá því verður ekki litið að jafnrétti er ein af grundvallar forsendum sjálfbærni til framtíðar.&nbsp; Alþjóða siglingamálastofnunin IMO hvetur aðildarríki sín til að fjölga konum í siglingum og vekja athygli á mikilvægi jafnréttis, fimmta heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna í siglingum&nbsp; og sjávarútvegi sem á öllum öðrum sviðum. Einkunnarorð dagsins í dag eru : „Þjálfun, sýnileiki og viðurkenning; Brjótum niður múra starfsgreinanna.“</p> <p>Í engri starfsstétt er jafnmikill kynjahalli og í sjómennsku. Örfáar konur hafa útskrifast úr skipstjórn eða vélstjórn. Einungis 1% skipastjórnarmenntaðra eru konur en til samanburðar eru konur handhafar tæplega 12% flugskírteina. Af 2542 sem hafa útskrifast af lokastigi vélstjórnar eru 7 konur. Það er þó örlítið bjartara framundan því að nú eru 7% af nemum í skipstjórn konur. Grunnurinn að miklum mun á heildarlaunum kynjanna í sjávarbyggðum stafar ekki síst af háum tekjum karla á sjó. Samkvæmt Hagstofu voru tæp 9% af þeim sem unnu við fiskveiðar konur en voru 43% af þeim sem unnu við fiskvinnslu. Laun við landvinnslu eru brot af því sem fólk fær fyrir sambærilegt starf á sjó þar sem ríkir jafnrétti og greitt er samkvæmt aflahlut.</p> <p>Siglingar eiga sér árþúsunda langa sögu og eru nátengdar sögu lands og þjóðar. Margar konur voru meðal landsnámsmanna, nægir að nefna Þuríði sundafylli og Auði djúpúðgu. Fram eftir öldum sóttu konur sjóinn og margar þeirra gátu sér gott orðspor svo sem Þuríður formaður. En sagan gleymist hratt og með vélbátavæðingu fækkaði þeim höndum sem þurfti á sjó og framlag kvenna fluttist inn á heimilin svo siglingar urðu í hugum flestra hefðbundið karlastarf. Það er þó að breytast hratt.</p> <p>Í nútíma samfélagi hefur tæknivæðing leyst af mörg þau verkefni sem áður þörfnuðust vöðvaafls ekki síður á sjó en á landi. Þá hafa orðið jákvæðar breytingar, heimilið er sameiginlegur vettvangur og barnauppeldi er samfélagslegt verkefni. Kynjamúrar í starfsvali falla hver af öðrum og það hafa opnast fjölmargir möguleikar fyrir konur til að hasla sér völl&nbsp; í starfsstéttum sem áður voru nær einokaðar af körlum, þar með talið á sjó. Meðal nýrra möguleika mætti nefna skipstjórn og vélstjórn á skipum í ferðaþjónustu, á þjónustubátum í laxeldi, hafnsögu, við löggæslu á hafinu, á fiskiskipum eða við farmflutninga. Þá eru ótalin störfin sem eru að verða til vegna nýsköpunar í sjávarútvegi með fullvinnslu aflans, líka þess sem áður var hent og er nú ígildi gulls. Það liggja mikil tækifæri í sjávarbyggðum fyrir ungt vel menntað fólk sem vert er að vekja athygli á.</p> <p>Markmið mitt með þessum skrifum er ekki hvað síst að athygli ungra kvenna á þeim fjölbreyttu starfsmöguleikum sem eru á sjó, hvort sem er við fiskveiðar, flutninga, rannsóknir eða&nbsp; nýsköpun tengda sjávarútvegi. Með fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifærum fyrir konur tryggjum við ekki einungis bætta stöðu kynjanna heldur rennum sterkari stoðum undir sjávarbyggðirnar þar sem kynjahalli hefur verið viðvarandi vegna einhæfni starfa. Leiða má að því sterkar líkur að valdefling kvenna á öllum sviðum ýti undir blómlegt samfélag, ýti undir framleiðni og vöxt og gagnist öllum hagsmunaaðilum hvort sem heima eða á alþjóðavettvangi. Við vitum að þau fyrirtæki sem vinna að jafnrétti&nbsp; skila betri afkomu og að fyrirtækjamenning verður betri. Ítrekað hefur verið sýnt fram á það að bestur árangur næst þar sem kynin standa hlið við hlið og vinna saman að markmiðum og árangri. Á það við í siglingum líkt og á öllum öðrum sviðum. Því höfum við í ráðuneyti mínu undanfarin ár leitað leiða til að hvetja konur til að hasla sér völl í siglingum og sjávarútvegi undir kjörorðunum; Fyrirmyndir, tækifæri og stuðningur. Árangur af því starfi er sýnilegur í umfjöllun um siglingar og sjávarútveg þar er sífellt oftar leitað í þekkingu sjókvenna.</p> <p>Ég vil hvetja stofnanir og fyrirtæki sem hafa sjóinn að vettvangi að brjóta hefðir og opna dyr sínar&nbsp; og skapa hvetjandi umhverfi þar sem konur njóta jafnræðis á við karla í störfum á sjó.</p> <p>Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra</p>
09. maí 2022Ávarp á Samorkuþingi<p><span><em>Ávarp flutt á Samorkuþingi – 9. maí 2022</em></span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Það er mér sannur heiður að fá að ávarpa ykkur öll hér á fjölmennu Samorkuþingi hér í Hofi á Akureyri. Það er líka tímabært að óska ykkur til hamingju með 25 ára afmælið um árið – og aldrei of seint að fagna því. Á móti kemur að þið verðið skyndilega orðin þrítug áður en þið vitið af.</span></p> <p><span>Dagskráin á þinginu er afskaplega metnaðarfull og glæsileg og það er virkilega ánægjulegt að vera gestur ykkar og fá að fylgjast aðeins með þinginu.&nbsp;</span></p> <h2><span>Ísland verði leiðandi á sviði orkunýtingar</span></h2> <p><span>Hin fjölmörgu orku- og veitufyrirtæki um land allt eru mikilvægir innviðir og mannauðurinn í þeim gegna ríku hlutverki fyrir samfélagið. Það er gríðarlega orka í landinu og mikil orka í mannauðinum sem vinnur við að beisla hana. Auðlindin færir okkur mikil auðæfi sem erum þakklát fyrir en megum heldur ekki taka sem gefna.&nbsp;</span></p> <p><span>Til framtíðar þurfum við að tryggja að nægt framboð sé til staðar grænni orku fyrir heimilin í landinu, atvinnulífið og orkuskiptin sem framundan eru, ásamt framleiðslu á rafeldsneyti.</span></p> <p><span>Ísland hefur öll tækifæri til þess að verða leiðandi á sviði skynsamlegrar orkunýtingar og grænum lausnum sem leysa munu jarðefnaeldsneyti af hólmi. Með því móti náum við einnig metnaðarfullum markmiðum okkar um kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum.</span></p> <h2><span>Orkumál í víðu samhengi</span></h2> <p><span>Samstarf stjórnarflokkanna hefur nú staðið á fimmta ár. Þegar við endurnýjuðum samstarfið í vetur settum við fram mjög skýr markmið á sviði orkumála, ekki síst í tengslum við loftslagsmál og orkuskipti. Þetta eru málaflokkar sem gríðarlega þýðingarmiklir fyrir samfélagið og því mikilvægt að ná breiðri samstöðu um aðgerðir.&nbsp;</span></p> <p><span>Í stjórnarsáttmálanum er kveðið skýrt á um þetta: Markmiðið er að tryggja nýtingu orkuauðlinda með hagkvæmum og sjálfbærum hætti. Við ætlum að ljúka við þriðja áfanga rammaáætlunar og fjölga kostum í biðflokki. Samhliða verða lög um verndar- og orkunýtingaráætlun endurskoðuð frá grunni.&nbsp;</span></p> <p><span>Við stefnum einnig að því að setja lög um nýtingu vindorku í því augnamiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Áhersla verður lögð á byggja vindorkuver á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og flutningslínum svo hægt sé að tryggja afhendingaröryggi. Það er afskaplega þýðingarmikið að breið sátt ríki um uppbyggingu vindorkuvera og horft verði til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru.&nbsp;</span></p> <p><span>Þá er einnig rétt að geta þess að í stjórnarsáttmálanum er stefnt að því að stjórnvöld beiti fyrir stórátaki í samvinnu við sveitarfélög í frárennslismálum þannig að þau standist ítrustu kröfur náttúruverndar um allt land eigi síðar en 2028.</span></p> <h2><span>Flutnings- og dreifikerfi raforku í landinu</span></h2> <p><span>Það eru rúm tvö ár síðan mikið óveður gekk yfir landið, einkum norðanvert, og hafði í för með sér verulegt tjón á mannvirkjum, ekki síst raflínum. Þegar í stað var lagt í mikla fjárfestingu í innviðum raforkukerfisins og sömuleiðis í varaafli í fjarskiptakerfinu. Þessir innviðir hafa staðist öll próf það sem af er vond veður. Það er ánægjulegt og sýnir að rétt skref hafa verið stigin á síðustu misserum.</span></p> <p><span>Við ætlum þó ekki að láta staðar numið. Við vitum að nauðsynlegt er að stórefla innviði flutnings- og dreifikerfi raforku í landinu til lengri tíma. Við þurfum að tengja betur lykilsvæði á landinu og tryggja afhendingaröryggi raforku um land allt.&nbsp;</span></p> <p><span>Í því skyni er mikilvægt að hraða eins og kostur er stjórnsýslumeðferð ákvarðana sem tengjast línulögnum. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp að breytingu á skipulagslögum sem ætlað er að einfalda skipulags- og leyfisveitingaferli vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku. Frumvarpið byggist á tillögum starfshóps sem skipaður var til að fjalla sérstaklega um þetta álitamál í tengslum við viðameiri vinnu átakshóps í kjölfar fárviðrisins í desember 2019. Frumvarpið var fyrst lagt fram af umhverfis- og auðlindaráðherra á 151. löggjafarþingi en það kom nú í minn hlut að leggja það fram að nýju eftir að skipulagsmál færðust yfir til innviðaráðuneytisins.</span></p> <p><span>Ég tel þessar breytingar á stjórnsýslunni bæði tímabærar og nauðsynlegar. Athuganir starfshópsins leiddu í ljós að töluverðar tafir hafi orðið á síðustu árum í undirbúningsferli framkvæmda við flutningskerfi raforku. Það er því til mikils að vinna. Ná breiðri sátt um að þessi verkefni fái skýrari farveg en áfram gætt að faglegri meðferð allra mála.&nbsp;</span></p> <p><span>Framkvæmdir í meginflutningskerfi raforku eru umfangsmiklar og liggja gjarnan um mörg sveitarfélög. Gera verður ráð fyrir að slíkar framkvæmdir útheimti ítarlega umfjöllun í skipulagi og umhverfismati. Þá er það von okkar að skýrari stefnumótun, til að mynda með endurskoðaðri landsskipulagsstefnu verði til þess fallin að minnka líkur á ágreiningi og vafamálum í undirbúningsferli framkvæmda.</span></p> <p><span>Eins og áður segir heyra skipulagsmál nú undir innviðaráðuneytið ásamt húsnæðis- og mannvirkjamálum. Nýir málaflokkar munu tvinnast saman við sveitarstjórnarmál, byggðamál og samgöngumál en verður stefnur og áætlanir í þessum málaflokkum samhæfðar. Framundan er að leggja fram nýja húsnæðisstefnu til fimmtán ára og að endurskoða landsskipulagsstefnu.</span></p> <h2><span>Loftslagsmálin verkefni okkar allra</span></h2> <p><span>Eitt mikilvægasta verkefni okkar um þessar mundir – er baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum. Og sú barátta fer fram á öllum sviðum samfélagsins. Loftslagsmálin er verkefni okkar allra, áskorun sem allir þurfa að taka og gera ráð fyrir í atvinnulífinu og daglegu lífi.</span></p> <p><span>Ríkisstjórnin hefur lagt fram mjög metnaðarfulla áætlun í loftslagsmálum með raunhæfum aðgerðum til að standa við skuldbindingar samkvæmt Parísarsamningnum, sem eru í raun skuldbindingar gagnvart okkur sjálfum.&nbsp;</span></p> <p><span>Við höfum sett okkur sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt á losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við árið 2005. Lögð verður áhersla á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun vegna landnotkunar og hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.</span></p> <p><span>Loftslagsáætlunin var fyrst lögð fram árið 2020 og var sú metnaðarfyllsta sem íslensk stjórnvöld hafa sett fram. Frá þeim tíma höfum við heldur gefið í enda full ástæða til. Aðgerðirnar í áætluninni eru 50 talsins - vinna hafin við þær allar og eru 47 þeirra komnar vel á veg eða í framkvæmd. Hægt er að fylgjast með því hvernig gengur á vef Stjórnarráðsins.</span></p> <p><span>Það er lykilatriði að unnið er að loftslagsmálum hjá öllum ráðuneytum og aðgerðirnar skiptast á milli þeirra. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið gegnir þó vitanlega afar mikilvægu hlutverki með stórar aðgerðir og við samræma og fylgja eftir loftslagsáætluninni.</span></p> <p><span>Einn allra stærsta tækifæri okkar Íslendingar í baráttunni við loftslagsvána er að vera í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu. Þar byggjum við bæði á þekkingu og reynslu okkar og ríkum auðlindum. Orkuskiptin geta ekki aðeins orðið lykill að kolefnishlutleysi heldur hreinlega styrkt efnahagslega stöðu þjóðarinnar.</span></p> <p><span>Meðal verkefna ríkisstjórnarinnar verður að leggja fram þingsályktun um orkuskipti og útfösun jarðefnaeldsneytis, þar sem settar verða fram aðgerðir og grunnur lagður að því að fullum orkuskiptum verði náð eigi síðar en 2040 og Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða.</span></p> <h2><span>Orkuskipti á sviði samgangna</span></h2> <p><span>Orkuskipti í samgöngum er ein megináhersla í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum Innviðaráðuneytið leiðir stefnumótun á sviði orkuskipta í samgöngum og mikilvægt er að samhæfa við aðrar áætlanir ráðuneytisins – samgönguáætlun, byggðaáætlun, húsnæðisáætlun sem er í smíðum og skipulagsáætlun.</span></p> <p><span>Áætlað er að 1,5 milljarði króna verði varið á fimm ára tímabili aðgerðaáætlunar samgönguáætlunar til uppbyggingar innviða fyrir virka ferðamáta, rafvæðingu hafna, orkuskipta í ferjum og fleiri nauðsynlegra aðgerða í orkuskiptum hér á landi.</span></p> <p><span>Mikil tímamót urðu til að mynda þegar nýr Herjólfur hóf siglingar árið 2019 en hann mun að fullu geta gengið fyrir umhverfisvænni orku.</span></p> <p><span>Og ef við víkjum að fluginu, má geta þess að nú er að unnið að því að móta heildarstefnu og aðgerðaráætlun um orkuskipti í flugi svo að Ísland verði í fremstu röð á því sviði. Stefnt er að því að setja markmið um að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi fyrir árið 2030 og styðja nýsköpun og prófanir á svipi orkuskipta í flugi.</span></p> <p><span>Þá hefur verið unnið markvisst að rannsóknum og undirbúningi þess að rækta orkujurtir og framleiða lífdísil sem nota má sem íblöndun í jarðdísilolíu fyrir skip, báta og ferjur – og draga þannig úr losun gróðurhúsalofttegunda.</span></p> <p><span>Á síðasta kjörtímabili var ráðist mikið átak í að fjölga rafhleðslustöðvum við þjóðveginn og átak um að stuðla að orkuskiptum hjá bílaleigum. Áfram verður stutt við slík verkefni og styrkjum úthlutað úr Orkusjóði, sem ráðherra umhverfis-, orku og loftslagsmála veitir. Á þessu ári hafa verið auglýstir styrkir til orkuskipta allt að 900 milljónum kr. Það er umtalsverð hækkun frá síðasta ári á undan þegar styrkupphæðir námu 470 milljónum kr.&nbsp;</span></p> <p><span>Loks stöndum við frammi fyrir því stóra verkefni að móta nýtt framtíðartekjuöflunarkerfi ríkissjóðs vegna umferðar og orkuskipta en það verður unnið í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið.</span></p> <p><span>Næstu ár og áratugir munu færa okkur spennandi tækifæri í því að byggja upp atvinnu í kringum hreina orku. Þau tækifæri þurfum við að íhuga vel og vandlega. Við megum ekki ana að neinu en við megum ekki heldur sitja aðgerðarlaus og láta tækifærin fram hjá okkur fara. Við getum orðið leiðandi í því að framleiða rafeldsneyti sem mun hjálpa okkur síðustu metrana til orkusjálfstæðis. Við munum þurfa að knýja skipaflota okkar, þungavinnuvélar og flugflota með rafeldsneyti og þá er mikilvægt að við byggjum upp þekkingu og tækni til að búa það til hér á landi. Útflutningur á rafeldsneyti gæti orðið nauðsynlegur til þess að skapa stærðarhagkvæmni í framleiðslunni – og um leið orðið mikilvægur grænn iðnaður sem hjálpar til að leysa loftslagsvandann. Á slíkum iðnaði munum við öll græða – í sátt við náttúru okkar. Slíkur iðnaður gæti orðið mikil lyftistöng fyrir byggðir vítt og breitt um landið. Yfir 100 milljarða gjaldeyrissparnaður er ávísun á veruleg lífsgæði samhliða ávinningnum um hreint loft – og engan útblástur kolefnis.</span></p> <h2><span>Lokaorð</span></h2> <p><span>Það hefur verið áhugavert að sjá þróunina í umræðunni um loftslagsmál síðustu árin. Um tíma hafði ég áhyggjur af því að umræðan væri svo yfirþyrmandi að hún drægi úr okkur alla von og þar með allan kraft til þess að finna leiðir til að mæta vandanum. Við erum komin á betri stað hvað það varðar að við erum nú á öllum vígstöðvum að vinna að lausnum, hvort heldur í vísindasamfélaginu, iðnaði, landbúnaði, viðskiptum eða í stjórnmálum. Það er mikils virði að missa ekki vonina. Aðeins með von í hjarta getum við tekið skrefin fram á við.</span></p> <p><span>Samfélagið er í stöðugri þróun. Mikilvægt er að halda áfram að byggja upp öfluga og áreiðanlega innviði fyrir samfélagið, byggðir landsins og atvinnulífið. Að við gerum það í sátt við náttúruna og fólkið í landinu til að bæta lífskjör í landinu.</span></p> <p><span>Ég þakka ykkur kærlega fyrir áheyrnina og óska ykkur aftur til hamingju með afmælið og óska ykkur velgengni í þingstörfum og góðar skemmtunar í viðburðum í tilefni af þinginu.</span></p>
02. maí 2022Straumhvörf með breytingum á regluverki um steypu<span></span> <p><em>Ávarp á morgunfundi innviðráðuneytisins og HMS um straumhvörf með nýju regluverki um steypu mánudaginn 2. maí 2022</em></p> <p>Fyrir tæpum tveimur árum kom út merkilegt fræðirit eftir arkitektinn Hjörleif Stefánsson um þá byltingu í húsagerð sem varð þegar Íslendingar yfirgáfu torfbæinn og tóku að byggja úr steinsteypu. Bókin ber hið skemmtilega heiti: Hvílíkt torf – tóm steypa! og gefur góð fyrirheit um þann fund sem hér er að hefjast. Auk þess að góða veita innsýn í lokaskeið torfhúsahefðar á Íslandi er fjallað um mótunarsögu steinsteypuhús á 20. öld, sem oft hefur verið kölluð steinsteypuöldin.&nbsp;</p> <p>Saga steinsteypuhúsa verður ekki rakin frekar hér. Straumhvörf urðu í samfélaginu með steypunni og hægt var að byggja hratt og vel betri húsakynni fyrir íbúa landsins. Alla tíð síðan höfum við kappkostað að stuðla að framförum í byggingargerð, rannsaka steypu og sementsíblöndur og veita fjármunum í rannsóknir í þágu byggingariðnaðar. Allt gert til að bæta endingu og gæði byggingarefna.<br /> <br /> Ég hef sagt það áður – meðal annars nýlega við úthlutun úr Aski, nýjum mannvirkjarannsóknasjóði í mars – að eitt mikilvægasta verkefni okkar um þessar mundir væri baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum. Og þar sagði ég einnig að við verðum að leita allra leiða til að draga úr kolefnisspori mannvirkja og byggingarefna og samtímis að draga úr notkun óumhverfisvænna byggingarefna. Við vitum að kolefnisspor í byggingariðnaði er hátt og það var staðfest rækilega í nýlegri rannsókn á vegum HMS fyrr á árinu. Þar kom meðal annars fram að byggingarefnin sjálf beri ábyrgð á 45% af kolefnisspori íslenskra bygginga.&nbsp;</p> <p>Og þar komum við að tilefni þessa fundar. Í dag ætlum við að kynna nýjar og vandaðar tillögur að breytingum á regluverki um steypu í byggingarreglugerð. Með nýju regluverki um steypu verða sannkölluð straumhvörf en með þeim er opnað fyrir grænar vistvænar lausnir og margvíslega möguleika til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig munu breytingarnar koma til móts við hækkandi heimsmarkaðsverð á sementi og stuðla að lægra byggingarverði, öllum til hagsbóta.<br /> <br /> Helstu breytingar í tillögunum felast í sveigjanlegri og markmiðsbundnum ákvæðum sem munu opna fyrir grænar lausnir án þess að slakað verði á kröfum um öryggi og gæði. Framvegis verður hægt að nota fjölbreyttari samsetningar í steypuíblöndun, nýta mismunandi blöndur fyrir ólíkar aðstæður og endurvinna steinefni. Markmiðið er að lágmarka umhverfisáhrif steypunnar og tryggja endingu með tilheyrandi ávinningi. Síðar á fundinum verður farið nánar yfir þessar góðu tillögur.</p> <p>Tillögurnar voru birtar fyrr í morgun í samráðsgátt stjórnvalda – sem drög að reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð, nr. 112/2012. Ég hvet ykkur öll til að kynna ykkur breytingarnar og senda inn ábendingar.</p> <p>Sérstakur faghópur hefur, í samstarfi við HMS og í víðtæku samráði við fagaðila, unnið tillögurnar að breytingum á steypukafla byggingarreglugerðar. Ég vil færa öllum þeim sem komu að þessari vinnu mínar bestu þakkir fyrir vandaða og góða vinnu.</p> <p>Góðir gestir!&nbsp;</p> <p>Við fyrstu sýn kunna reglugerðarbreytingar að hljóma veigalitlar – en það er öðru nær í þessu tilviki. Fáar reglugerðarbreytingar sem ég hef staðið að á mínum ferli munu reynast jafn áhrifaríkar til að koma af stað nauðsynlegum breytingum í þágu loftslags og samfélags. Með þeim eigum við þess kost á að draga verulega losun gróðurhúsalofttegunda og byggja á grænni framtíð í húsnæðismálum.</p> <p>Hér á máltækið góða vel við: Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.</p>
17. mars 2022Ávarp við úthlutun úr Aski - mannvirkjarannsóknasjóði<p><em>Ávarp flutt við fyrstu úthlutun úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði í Veröld - húsi Vigdísar 17. mars 2022</em></p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Við búum við þau forréttindi á Íslandi að hafa endurnýjanlega orku. Rafmagn er framleitt með endurnýjanlegum hætti og er stærstur hluti heimila hitaður með jarðvarma. Heppileg landfræðileg lega landsins er að sjálfsögðu forsenda þess að slíkt er mögulegt. Við eigum jarðvarmann fyrir heimili og atvinnulífið og það eru vissulega forréttindi. Vegna staðsetningar okkar norður í Atlantshafi höfum við á hinn bóginn búið við skort á byggingarefnum og hverju sinni þurft að vera sjálfum okkur nóg. Torfbæirnir voru reistir úr efnivið sem fannst í nálægð við bæinn. Fólkið sem byggði landið áður fyrr þurfti að vera útsjónarsamt og sjálfum sér nógt við að koma þaki yfir höfuðið og bústofninn. Að einhverju leyti er þetta það sem við köllum sjálfbærni í dag.&nbsp;</p> <p>Löngu síðar, eftir að samfélagið breyttist hratt, áttum við þess kost að flytja inn vörur og hráefni til húsasmíða og mannvirkjagerðar og nýttum í bland við eigin auðlindir og reistum nýstárlegri mannvirki með kostum og göllum af tækni hvers tíma.</p> <p>Nú liggur það þó ljóst fyrir – að eitt mikilvægasta verkefni okkar um þessar mundir – er baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum. Og sú barátta fer fram á öllum sviðum samfélagsins. Við verðum þess vegna að leita allra leiða til að draga úr kolefnisspori mannvirkja og byggingarefna og samtímis að draga úr notkun óumhverfisvænna byggingarefna. Það getum við gert með því að líta okkur nær, nýta þekkingu okkar, rannsóknir, bæta hönnun og efla hringrásarhagkerfið.</p> <p>Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við erum hér í dag. Mannvirkjarannsóknasjóðurinn Askur var settur á laggirnar í fyrra í náinni og góðri samvinnu stjórnvalda, vísindasamfélags og atvinnulífs til að efla þessa þekkingu, ekki síst með hliðsjón af loftslagsmálum, og styrkja mörg mikilvæg nýsköpunar- og rannsóknaverkefni á sviði mannvirkjagerðar.</p> <p>Mikilvægt er að sjóðurinn er opinn samkeppnissjóður. Það þýðir að margvíslegir aðilar geta ýmist einir eða í samvinnu við aðra lagt fram skýrar og mótaðar hugmyndir að rannsóknarverkefni tengdu mannvirkjagerð og sótt um í sjóðinn. Sérstakt fagráð sjóðsins skipað fólki með ólíkan bakgrunn metur mögulegan samfélagslegan ávinning af verkefninu og gerir tillögu til ráðherra um hvaða verkefni fái framgang og styrk.</p> <p>Ætlun okkar með stofnun sjóðsins var meðal annars að opna aðgang að rannsóknarfjármagni til breiðs hóps fólks, ýmist í byggingariðnaði, háskólasamfélaginu, rannsóknarstofnunum, hjá hagsmunasamtökum eða einstaklingar með sérfræðiþekkingu á sínu sviði. Við viljum efla íslenskt hugvit á þessu sviði. Við viljum fá fram hugmyndir um notkun íslenskra hráefna í byggingariðnaði, en þar má nefna sandinn okkar, hampinn, skógana, og ekki síður íslenskt hugvit á mörgum ólíkum sviðum. Við viljum einnig geta bætt orkunýtingu og nýtt stafræna tækni eins og kostur er. Við viljum leysa vandamál sem eru sérstaklega mikilvæg fyrir okkur Íslendinga.&nbsp;</p> <p>Afurðirnar sjáum við svo þegar niðurstöður verkefna liggja fyrir eftir ár eða svo. Önnur en ekki síður mikilvæg afurð er mannauðurinn og rannsóknarhópar sem standa að verkefnunum. Í mörgum verkefnum hefur fólk úr ýmsum áttum komið saman, myndað tengsl og skapað verkefni sem kalla á breiða samvinnu og ólíka þekkingu. Samvinna af þessu tagi vex og dafnar og eflir þannig rannsóknarsamfélagið á Íslandi.&nbsp;</p> <p>Ég vil færa þeim sem komu sjóðnum á laggirnar og unnið að framgangi hans síðan sérstakar þakkir. Þar má nefna starfsfólk Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og ráðuneytanna sem standa að sjóðnum. Ég þakka einnig fagráðinu fyrir sitt vandvirka starf við mat á umsóknum.</p> <p>Málefni húsnæðismála, mannvirkja og skipulagsmála heyra nú undir innviðaráðuneytið. Nýir málaflokkar okkar munu tvinnast saman við sveitarstjórnarmál, byggðamál og samgöngumál en stefnur og áætlanir í þessum málaflokkum eru þegar samhæfðar. Við í innviðaráðuneytinu teljum mikilvægt að veita rannsóknum í þessum málaflokki verðskuldaða athygli og stuðning í verki. Mannvirkjagerð er í eðli sínu mjög þverfagleg, þar þarf að koma saman reynsla, hæfni og menntun af mjög mörgum mismunandi sviðum.</p> <p>Það er í allra þágu að styðja mannvirkjarannsóknir til að auka gæði mannvirkja og minnka viðhald þeirra. Flest mannvirki standa í áratugi og velta byggingariðnaðar mörg hundruð milljarðar á ári hverju. Það er því gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt ef framfarir verða við mannvirkjagerð. Því er mikilvægt að viðhalda öflugum rannsóknum og tækniþróun á sviði mannvirkjagerðar.</p> <p>Ég óska styrkþegum til hamingju með sína styrki – og öllum umsækjendum fyrir góðar tillögur og hugmyndir. Úthlutanir úr Aski í ár sýna mikla breidd í vali rannsóknarverkefna og ég tel sjóðurinn geti til lengri tíma orðið mikilvæg lyftistöng fyrir byggingariðnaðinn í landinu.</p>
18. febrúar 2022Fjárfest í framtíðinni<p><em>Greinin var birt í Viðskiptablaðinu 18. febrúar 2022</em></p> <p>Það verður að segjast að tíðin hefur verið heldur leiðinleg það sem af er ári. Mikil úrkoma og leiðindaveður sem hefur valdið því að vegir hafa lokast, meira að segja leiðin um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokuð nokkra daga. Vegagerðin og Almannavarnir hafa staðið þétt saman og sýnt mikla ábyrgð og lokað vegum þegar spár og aðstæður eru sem verstar. Það eru eðlileg viðbrögð við alvöru íslenskum vetri. Slys og tjón af völdum veðursins hafa því verið með minnsta móti.</p> <h2>Innviðir stóðust prófið</h2> <p>Það eru rétt rúm tvö ár síðan mikið óveður gekk yfir landið norðanvert og hafði í för með sér verulegt tjón á mannvirkjum, ekki síst raflínum. Síðan þá hefur orðið mikil fjárfesting í innviðum raforkukerfisins og verulegt átak í varaafli í fjarskiptakerfinu. Þessir innviðir hafa staðist öll próf það sem af er vetri þrátt fyrir virkilega vond veður. Það er ánægjulegt og sýnir að rétt skref hafa verið stigin á síðustu árum.</p> <h2>Ljósleiðarabylting síðustu ára</h2> <p>Á síðustu árum hefur ríkið fjárfest mikið í innviðum, ekki síst í samgöngum og fjarskiptum. Verkefninu Ísland ljóstengt er lokið og nýtt verkefni Ísland fulltengt tók við. Þessi bylting í ljósleiðaravæðingu landsins er grundvöllur að auknu búsetufrelsi fólks og hefur verið mikilvæg í því ástandi sem hefur ríkt síðastliðin tvö ár meðan heimsfaraldurinn hefur gengið yfir.</p> <h2>Jákvæð áhrif Sundabrautar</h2> <p>Það þarf ekki að hafa mörg orð um þær miklu framkvæmdir sem hafa verið í samgöngukerfi okkar, hvort heldur er litið til vegakerfisins eða hafna um allt land. Samgöngur eru lífæð samfélagsins og tengja fólk og fyrirtæki um landið allt. Framundan eru stórar og mikilvægar framkvæmdir og vil ég þar sérstaklega minnast á Sundabraut sem unnið hefur verið að í víðtækri samstöðu síðustu ár og hillir nú undir að verði að veruleika á næstu árum. Hún mun ekki aðeins hafa góð og mikil áhrif á tengingu höfuðborgarsvæðisins við landsbyggðina heldur mun hún hafa jákvæð áhrif á umferðarflæðið innan höfuðborgarsvæðisins.</p> <h2>Samgöngusáttmálinn rauf stöðnun</h2> <p>Samgöngusáttmálinn var stórt skref í því að skapa samstöðu um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Sáttmálinn rauf þá stöðnun sem fylgdi óeiningu um lausnir í umferðarmálum höfuðborgarinnar. Hann snýst ekki aðeins um að efla innviði almenningssamgangna heldur ekki síður um að styrkja stofnbrautir höfuðborgarsvæðisins og göngu- og hjólastíga. Við sjáum fram á enn frekari fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu og því afar brýnt að stíga þau skref sem verið er að stíga til að auðvelda fólki för innan svæðisins.</p> <h2>Aukin yfirsýn á húsnæðismarkaði</h2> <p>Með stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar urðu miklar breytingar á stjórnarráðinu til að stjórnarráðið þjóni betur breyttu samfélagi. Hluti af þeirri breytingu var að skipulagsmál og húsnæðismál fluttust til nýs innviðaráðuneytis. Það er mikilvægt skref til þess að hægt sé að auka yfirsýn yfir húsnæðismarkaðinn og þróun hans.</p> <h2>Húsnæðismarkaðurinn má ekki vera happdrætti</h2> <p>Það er ljóst að ein helsta áskorun dagsins í dag er það ójafnvægi sem ríkir á húsnæðismarkaði. Það er dagsljóst að það verður að byggja meira til að svara eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Spár sem byggja á góðum gögnum benda til þess að ráðast verði í sérstakt átak til að auka framboð á lóðum og nýbyggingum. Það að húsnæðismál, skipulagsmál, sveitarstjórnarmál og samgöngumál séu nú á einum stað í stjórnarráðinu veitir aukin tækifæri til að taka mikilvæg skref til að skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði. Það er algjörlega ólíðandi að húsnæðismarkaðurinn sé happdrætti þar sem fáir græða en flestir blæða.</p> <h2>Sáttmáli um jafnvægi á húsnæðismarkaði</h2> <p>Það er samfélaginu öllu til hagsbóta að jafnvægi náist á húsnæðismarkaði og að húsnæðiskostnaður sé sem minnstur. Það eykur ráðstöfunartekjur heimilanna verulega. Fjármunir sem fara í afborganir lána nýtast heimilunum ekki til annarra fjárfestinga og sparnaðar. Ég mun því leggja mikla áherslu á að ná góðu samtali við þann fjölbreytta hóp sem þarf að koma að því að leggja drög að sáttmála um jafnvægi á húsnæðismarkaði. Ríki, sveitarfélög, launþegasamtökin, samtök iðnaðar og atvinnulífs þurfa öll að leggja sitt af mörkum til að skapa jafnvægi og draga úr húsnæðiskostnaði fólksins í landinu. Það er okkur öllum mikilvægt.</p> <p>Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og innviðaráðherra</p>
21. janúar 2022Ávarp á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins<p>Ávarp flutt á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins 21. janúar 2022</p> <p>Ágætu gestir.</p> <p>Þegar við fjölskyldan snerum heim frá Danmörku, eftir nokkurra ára nám, lá fyrir að flytja aftur heim í sveitina. Þaðan var stutt í alla helstu þjónustu sem ung fjölskylda þurfti á að halda, við gátum stundað vinnu á svæðinu – eða búið hana til, húsnæði var á lausu og viðhaldið tengslum við upprunann. Ég hef oft hugsað hversu lánsöm við vorum, að geta uppfyllt þarfir fjölskyldunnar, verið í nálægð við grunnskóla barnanna og á sama tíma haft raunverulegt val um búsetu.&nbsp;</p> <p>Frá því að ég byrjaði í stjórnmálum hefur sú hugmyndafræði, að hafa val um búsetu, verið eitt af mínum hjartans málum. Að fólk sem velji sér búsetu óháð vinnu geti fengið jafna og góða þjónustu á sama verði og að samfélagið uppfylli þær þarfir sem þykja sjálfsagðar.</p> <p>Við búum í strjálbýlu landi og tökumst á við þær áskoranir að jafna tækifæri almennings sem leiðarljós. Verkefni okkar er að skapa umhverfi þar sem traustir innviðir eru til staðar um land allt. Efnislegir og samfélagslegir sem þurfa að taka mið af ólíkum þörfum og stuðla að jafnvægi á milli kynja og kynslóða.</p> <p>Samstarf stjórnarflokkanna hefur nú staðið á fimmta ár. Í upphafi samstarfsins lögðum við áherslu á að hraða þyrfti framkvæmdum í innviðum landsins, sem voru margir orðnir lúnir eftir áralangt tímabil of lítillar fjárfestingar. Við þetta var staðið og gott betur, fjármagn til nýframkvæmda, þjónustu og viðhalds var stóraukið og brýnum framkvæmdum var flýtt um land allt.&nbsp;</p> <p>Hér áður fyrr var oft litið á fjármagn til samgönguframkvæmda sem sokkinn kostnað í bókhaldi ríkisins. Hver króna sem fór í samgönguframkvæmdir kom út sem króna í halla á ríkissjóði. Nú er þetta sem betur fer breytt. Innviðauppbygging er ekki kostnaður fyrir samfélagið, heldur fjárfesting. Innviðir þurfa að vera skilvirkir og haldast í hendur við þarfir samfélagsins með góðum samgöngum og fjarskiptatengingum. Nýframkvæmdir og viðhald stuðla að víðtækum framförum með fækkun slysa, þróun atvinnuvega og bættum búsetugæðum. Skilvirkir innviðir auðvelda og bæta samvinnu og samstarf innan og milli landshluta.</p> <p>En hversu mikið erum við að fara að fjárfesta og hvað þurfum við að hafa í huga?&nbsp;</p> <p>Álag á vegi landsins hefur að öllu jöfnu aukist, þó tímabundið hafi það minnkað vegna heimsfaraldurs. Ferðamönnum mun áfram fjölga og fólk ferðast meira til og frá vinnu búsetu sinnar vegna. Þá hefur hlutfall af landsframleiðslu til viðhalds og nýframkvæmda farið hækkandi.&nbsp;</p> <p>Fjárfesting í vegaframkvæmdum, flugvöllum og höfnum hefur aldrei verið jafnmikil og nú. Umbreytingarnar eru þegar orðnar ljósar á umferðaþyngstu vegunum og landsmenn eru að upplifa stórkostlegar framkvæmdir sem stuðla að auknu umferðaröryggi og vinnur gegn samdrætti í hagkerfinu.</p> <p>Heildarumsvif sem samgönguáætlun (2020-2034) boðar er um 970 ma. kr. til ársins 2034. Eftir tólf ár, sem líða fljótt, verður búið að aðskilja akstursstefnur á stofnvegum út frá höfuðborgarsvæðinu, austur að Hellu, upp í Borgarnes, suður í Leifsstöð, klára umfangsmiklar framkvæmdir á Vestfjörðum, stækka lykilhafnir hringinn í kringum landið eins og í Þorlákshöfn, á Ísafirði, Njarðvíkurhöfn og á Sauðárkróki, byggja stærri flugstöð á Akureyri og flughlað, styrkja aðra innanlandsflugvelli, útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegi eitt, stytta hringveginn og loks rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar með Fjarðarheiðagöngum svo nokkur stór verkefni séu nefnd.</p> <p>Og áfram er unnið og undirbúið og Vegagerðin slær ekki slöku við, en unnið er að undirbúningi jarðgangaáætlunar og er horft til þess að stofnað verði opinbert félag um jarðgangagerð. Markmiðið er að þegar einum göngum sleppir hefjist framkvæmdir við önnur göng, þannig að jarðgangaframkvæmdir verði stöðugt í gangi – a.m.k. ein göng í gangi á hverjum tíma.</p> <p>Í nokkrum afmörkuðum stærri framkvæmdum er uppbygging innviða fjármögnuð með samvinnuleið, PPP. Það er fyrst og fremst gert til að flýta og stuðla að þjóðhaglega arðbærri fjárfestingu en ekki síður er það liður í því að laga tekjustofna ríkisins vegna samgangna að orkuskiptum. Vegagerðin vinnur að því að útfæra nokkrar stórar framkvæmdir með fjársterkum aðilum sem hafa áhuga á að fjárfesta í innviðum landsins. Þessi leið er vel þekkt frá Hvalfjarðagangamódelinu.&nbsp;</p> <p>Samvinnuleið í vegaframkvæmdum er sameiginlegt verkefni okkar allra þar sem hið opinbera og fjárfestar koma sameignlega að borðinu og finna leiðir þar sem kostnaði er haldið í lágmarki og fullur aðgangur er að þekkingu. Útboðsferilinn er með öðru sniði, haldnir eru kynningarfundir, markaðssamtöl og samningaferli. Ef horft er til Norðurlandanna hafa þessi verkefni oftar en ekki komið vel út, hvort tveggja hvað varðar kostnað og tímamörk. Með samvinnuleið munum við reisa nýja brú yfir Hornafjarðarfljótið, nýjan Axarveg og nýja brú yfir Ölfusá.</p> <p>Til framtíðar bíða svo risavaxin verkefni. Sundabrautarverkefnið er loksins komið í traustan farveg. Sundabrautin verður sennilega stærsta einstaka innviðaverkefni Íslandssögunnar, fyrir utan kannski Kóngsveginn. Nýjustu kostnaðaráætlanir gera ráð fyrir að kostnaður geti numið á bilinu 69-83 ma. kr., eftir því hvort Kleppsvík verður þveruð á brú eða í göngum. Með öðrum orðum, heildarfjárfesting með samvinnuleið gæti orðið á bilinu: 110 til 135 ma. kr.&nbsp;</p> <p>Á höfuðborgarsvæðinu er síðan verið að fara í um 120 milljarða innviðafjárfestingu á almenningssamgöngum á grundvelli höfuðborgarsáttmála ríkis og sveitarfélaganna á svæðinu. Þar eru risavaxin útboð fyrirhuguð, á borð við stokkanna undir Sæbraut og Miklubraut, Arnarnesveg og gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar.&nbsp;</p> <p>Þar við bætist fjöldinn allur af „minni“ en engu síður afar mikilvægum verkefnum. Dæmi um það er átak í lagningu bundins slitlags á tengivegi, sem gegna mikilvægu hlutverki víða um land í að tengja dreifbýlli svæði við stofnvegakerfið. Um þessa vegi ferðast börn á skólaaldri dag hvern með skólaakstri. Á þessum svæðum leynast einnig mikil tækifæri meðal annars í þróun ferðaþjónustu. Slæmir og holóttir malarvegir halda aftur af slíkum tækifærum auk þess sem umferðaröryggi á þeim er víða óviðunandi.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég nefndi í byrjun að jafnt aðgengi að fjölbreyttum atvinnutækifærum og þjónustu er forsenda þess að hafa raunverulegt val um búsetu. Og þangað ætlum við að stefna í samvinnu við sveitarfélögin.&nbsp;</p> <p>Til að fólk hafi raunverulegt val verður að vera jafnvægi á húsnæðismarkaði. Eftirspurn og framboð verða að haldast í hendur en það hefur reynst áskorun fyrir ríki og sveitarfélög að bregðast við skyndilegum breytingum á einstökum svæðum. Skortur af húsnæði hefur leitt til þenslu á húsnæðismarkaði með fordæmalausum verðhækkunum og hefur víðtæk áhrif í hagkerfinu.&nbsp;</p> <p>Húsnæðismarkaðurinn er eins og stórt púsluspil þar hver aðili gegnir sínu hlutverki. Stjórnvöld tóku á sínum tíma mikilvægt skref með sameiningu tveggja stofnana í Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Samtök iðnaðarins hafa sýnt frumkvæði síðustu ár með því að varpa ljósi á fjölda nýbygginga. Yfirsýn hafði lengi skort um heildarumfang íbúða á byggingarstigi. Í nóvember opnaði Húsnæðis- og mannvirkjastofnun síðan glæsilega mannvirkjaskrá sem inniheldur nákvæmar og áreiðanlegar rauntímaupplýsingar um mannvirki á Íslandi og stöðu á húsnæðismarkaði. Sveitarfélögin eru síðan farin að stað með húsnæðisáætlanir og þar með geta byggingaraðilar betur skipulagt sig.&nbsp;</p> <p>Til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði þarf að ganga enn lengra. Skipulagsferlið getur verið þungt í vöfum, tekið of langan tíma og það er lóðarskortur. Við því ætlum við að bregðast.</p> <p>Ríki og sveitarfélög bera ábyrgð á því að hraða skipulagsferlum. Við þurfum að samræma og samtvinna skipulagsmál við húsnæðismálin og horfum til Norðurlandanna í þeim efnum. Með samstilltu átaki, þar sem skipulagsmálin eru samþætt við húsnæðismálin verður unnt að tryggja blandaðar lausnir fyrir ólíkar þarfir fólks. Ríkið ber ábyrgð á að einfalda regluverk en sveitarfélög þurfa að tryggja skjóta afgreiðslu. Þetta er jú samfélagslegt verkefni þar sem einnig verður lögð áhersla á félagslegar aðgerðir í gegnum almenna íbúðakerfið.</p> <p>Áætlanir í samgöngumálum, húsnæðismálum og skipulagsmálum verða samþættar og lagðar fram samhliða og þannig tryggt að samgöngur séu í þágu byggðar og loftslags og skapa sjálfbær hverfi og sjálfbærar byggðir sem mæta þörfum fólks. Breytingar í stjórnsýslunni munu endurspegla nýjar áherslur og verða húsnæðis- og skipulagsmál framvegis í nýju innviðaráðuneyti. Frekari útfærslur verða kynntar síðar.&nbsp;</p> <p>Kæru gestir.</p> <p>Þessi fundur er boðaður af félagi vinnuvélaeigenda og Mannvirkis – félagi verktaka. Það mun mikið mæða á ykkur á næstu árum, það verður miklu meira að gera en verið hefur hingað til. Þessi miklu umsvif munu hafa mikil áhrif á þjóðarhag. Það skiptir miklu að framkvæmdir standist tímaáætlanir. Því fyrr sem innviðir komast í notkun, þeim mun fyrr skila þeir þjóðfélagslegum ábata. Það skiptir miklu að vandað verði til verka. Það hefur áhrif á viðhalds- og þjónustukostnað til framtíðar. Og vitanlega skiptir það máli fyrir ríkissjóð að skynsamlega sé boðið í verkið, það eykur svigrúm okkar til þess að halda stefnu eða bæta mögulega í. Við verðum að tryggja að hægt sé að auka umsvifin án þess að tilboð í verk rjúki upp og verði óaðgengileg. Við erum að feta nýjar slóðir – það er mikilvægt að allir leggi sig fram til að vel takist til með samvinnuleiðarverkefnin.</p> <p>Á hverju ári er ungt fólk að ljúka námi, hér heima eða erlendis. Við þurfum að þekkja hvað ræður vali á búsetu, hvaða þættir hafa mest áhrif og hvernig samfélagið getur komið á móts við þessar þarfir? Frétt í vikunni um flutninga fólks hingað til lands vakti athygli mína. Þar sýndu tölur að fólkið dreifðist tiltölulega jafnt um landið. Þetta eru jákvæð teikn og hverjar sem ástæðurnar eru er mikilvægast að fólk hafi raunverulegt val um búsetu og að það finni ekki fyrir neinum þröskuldum í kerfinu.&nbsp;</p> <p>Góðar stundir.</p>
21. nóvember 2021Ávarp á minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa<p><em>Ávarp flutt á minningarstund um fórnarlömb umferðarslysa í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð 21. nóvember 2021</em></p> <p>Forseti Íslands, aðstandendur, fulltrúar heilbrigðisstétta, lögreglu, björgunarsveita, samgöngustofnana og aðrir gestir.</p> <p>Minningar eru stór og mikilvægur þáttur í tilveru okkar allra. Í minningum okkar birtast ástvinir sem hafa kvatt þessa jarðvist, í minningum okkar birtast liðnir atburðir, ljúfir jafnt sem sárir, og verða ljóslifandi hluti af tilveru dagsins í dag. Þessar minningar eru okkur stöðug áminning um það hversu lífið er gjöfult og hversu lífið getur verið miskunnarlaust.</p> <p>Í dag kemur fólk saman um allan heim og minnist þeirra sem látið hafa lífið í umferðinni. Er þetta í tíunda sinn sem minningardagurinn er haldinn á Íslandi og í fjórða sinn sem mér hlotnast sá heiður að taka þátt í athöfninni sem ráðherra samgöngumála. Á þessum degi hugsum við líka til þeirra fjölmörgu sem slasast hafa alvarlega í umferðinni. Hugsum til þeirra sem hafa misst. Og á þessum degi þökkum við þeim sem starfa við björgun fólks úr umferðarslysum.</p> <p>Sá sem hér talar þekkir alltof vel þann sársauka og þá sorg sem hlýst af því að missa ástvini í umferðarslysum. Þessi árlega minningarstund er falleg í eðli sínu þótt hún eigi rætur sínar í sorginni. En hvað er sorgin svo sem annað en ákveðin birtingarmynd af ást, af kærleika, til þeirra sem hafa verið kallaðir burt. Þessi árlega minningarstund er mikilvæg áminning um það hversu áríðandi það er að bæta vegakerfið og umferðarmenninguna.</p> <p>Banaslys og alvarleg slys í umferðinni eru óásættanleg. Í minni vinnu og stefnumörkun hef ég lagt og mun áfram leggja höfuðáherslu á að mannslíf og heilsa séu ávallt höfð í öndvegi. Að öryggi sé metið framar í forgangsröðun aðgerða en ferðatími, þægindi eða önnur markmið framkvæmda í umferðarmálum. Ávallt þarf að hafa í huga að mannleg mistök eru óhjákvæmileg og það er mikilvægt að allt skipulag, hönnun og gerð umferðarmannvirkja taki mið af því. </p> <p>Þróunin í umferðinni hefur verið jákvæð. Vegirnir okkar verða öruggari með hverju árinu og bílarnir einnig. Tilgangurinn með þeirri þróun er ekki sá að við getum ekið hraðar á betri bílum á betri vegum. </p> <p>Og þá komum við að þeim þætti í umferðinni sem er örðugast að glíma við: Það að flest slys verða vegna mistaka okkar sjálfra og jafnvel gáleysis. Það er mikilvægt að við munum það þegar við sitjum undir stýri að það er líka sárt að vera örlagavaldur í lífi annarra, það er sárt að hafa með hugsunarleysi verið valdur að dauða og sársauka annarra.</p> <p>Í Hávamálum segir:</p> <p>Sorg etur hjarta,<br /> ef þú segja né náir<br /> einhverjum allan hug.</p> <p>Þess vegna er dagurinn í dag mikilvægur. Það er mikilvægt að deila minningum sínum með öðrum. Það er mikilvægt að hlusta á minningar annarra. Munum að það er skylda okkar við okkar nánustu, skylda okkar við samfélagið, að við sýnum ábyrgð í umferðinni. Það er okkar skylda að læra af þeim sársauka sem við þekkjum alltof mörg og leggja okkar af mörkum til betri samgangna og betri umferðarmenningar. </p> <p>Munum að við erum ekki ein á vegunum. Munum að í næsta bíl er manneskja sem elskar og er elskuð – alveg eins og við sjálf.</p>
06. október 2021Ávarp á ársfundi Jöfnunarsjóðs<p><span><em>Ræða flutt á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 6. október 2021</em></span></p> <p><span>Kæru gestir</span></p> <p><span>Við erum saman komin á ársfund Jöfnunarsjóðs að nýju – og nú við aðeins skaplegri aðstæður en síðast. Fyrir ári síðan vorum við hér saman komin í nokkrum hólfum og máttum ekki komast í færi hvert við annað. Staðan nú er allt önnur – og vonandi er íslensk samfélag núna komið á þann stað að við getum farið að lifa eðlilegu lífi.</span></p> <p><span>Þetta hefur tekið á fyrir okkar samfélag – fjárhagslega og heilsufarslega. En með réttum og góðum aðgerðum hefur okkur tekist að vinna okkur að þessari stöðu og lítum núna björtum augum fram á veginn.</span></p> <p><span>Eitt er víst: Það verða ætíð einhver verkefni á borði okkar sem störfum í stjórnmálum og stjórnsýslu.&nbsp;</span></p> <p><span>Ofan í veiruna höfum við sem búum á Íslandi fengið jarðskjálfta, eldgos, snjóföll og skriður, nú síðast í Köldukinn.&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar svona áföll skella á okkur þá er mikilvægt að hafa búið í haginn fyrir erfiðleikana þegar kemur að fjármálum ríkis og sveitarfélaga; þegar svona áföll skella á okkur er mikilvægt að við eigum sterkbyggt og gott samfélag.</span></p> <h2><span>Jöfnunarsjóður varinn </span></h2> <p><span>Við fórum yfir það á síðasta ársfundi hvernig ríkið kom til móts við fjármál sveitarfélaga vegna Covid.&nbsp;</span></p> <p><span>Þar var horft til tiltekinna þátta, og einkum að verja mikilvæga félagsþjónustu.<br /> Sveitarfélögin nutu síðan hinna umfangsmiklu aðgerða sem ríkið greip til, sem með beinum og óbeinum hætti gerðu það að verkum að útkoma sveitarfélaganna árið 2020 var býsna mikið í samræmi við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga.</span></p> <p>Það sama á við um Jöfnunarsjóð eins og við sjáum í ársskýrslunni sem nú liggur fyrir, þá aukast tekjurnar um meira en 6% milli áranna 2019 og 2020. Þetta sýnir að okkur tókst að verja sjóðinn og tryggja lögbundið hlutverk hans.</p> <p>Það er síðan einhver óvissa með horfurnar á þessu ári og hugsanlega verður hækkun tekna sjóðsins eitthvað minni – það á þó eftir að koma í ljós þegar árið verður gert upp, en víða er komin góður gangur í atvinnulífið eftir erfiðan tíma – t.d. í ferðaþjónustu.</p> <p>Ég var nýlega að staðfesta endurskoðaða áætlun fyrir útgjaldajöfnunarframlög ársins og þar bættist milljarður við – þannig að við getum leyft okkur að vera bjartsýn.</p> <p>Svo er blessuð loðnan að koma og það eru góðar fréttir fyrir þjóðarbúið allt. Ég sé tækifærin víðar en í því sem við höfum kallað hinar hefðbundnu þrjár stoðir efnahagslífsins á Íslandi. Fjórða stoðin er handan við hornið og mun færa okkur aukin lífsgæði og fjölbreyttara atvinnulíf ef við stöndum rétt að málum.</p> <h2>Hlutverk Jöfnunarsjóðs</h2> <p>Það er áhugavert að rifja það upp að þetta haustið eru 25 ár síðan málefni grunnskólans voru færð til sveitarfélaganna. Þar með fékk Jöfnunarsjóðurinn mikið hlutverk, en um fjórðungur af því fjármagni sem færðist frá ríki til sveitarfélaga fer í gegnum sjóðinn.</p> <p>Það var niðurstaðan eftir miklar samningaviðræður ríkisins, sem öll sveitarfélög landsins stóðu að og byggt hefur verið á síðan.</p> <p>Reykjavíkurborg var núllstillt með útsvarshækkun sinni og sérstökum greiðslum vegna sérskóla, en fjárþörf annarra sveitarfélaga metin í gegnum reiknilíkan sjóðsins og að teknu tilliti til útsvarstekna.</p> <p>Bara gott um þetta að segja, þó vissulega séu skiptar skoðanir um það nú hvernig væri rétt að þróa þetta módel áfram. </p> <p>Þar sýnist mér að séu talsverðar átakalínu milli sveitarfélaganna – en mín áhersla hefur annars vegar verið sú að virða samninga og standa við þá þar til þeim er breytt – og hins vegar að ekki sé rétt að fé fari úr Jöfnunarsjóðnum til sveitarfélaga sem þurfa ekki á því að halda.</p> <p>Þá skipta byggðasjónarmiðin einnig miklu máli og endurskoðun á starfsemi sjóðsins verður – ég endurtek – verður að horfa til þeirra þátta.</p> <h2>Styrk starfsemi</h2> <p>Frá því að grunnskólinn var fluttur til sveitarfélaganna hafa fleiri verkefni bæst við, málefni fatlaðs fólks fyrir um 11 árum og nú um áramótin tekur hann að sér hlutverk varðandi nýtt og framsækið skipulag sem snýr að velferð og samþættingu í þágu barna. Þetta sýnir að það er þörf fyrir sjóðinn og aðkomu hans að fjármögnun margvíslegra verkefna sveitarfélaga.</p> <p>Og á bakvið öll þessi verkefni er Jöfnunarsjóðs er traust og gott starfslið. Það hefur verið lán sjóðsins og ráðuneytisins að til hans hefur valist einstaklega gott og grandvart fólk. </p> <p>Sjóðurinn naut þess að hafa Elínu Pálsdóttur sem framkvæmdastjóra um áratugaskeið. Síðustu árin hefur Guðni Geir Einarsson staðið vaktina með sínum góðu samstarfsmönnum. Og vert er að nefna dygga stoð ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra og annarra starfsmanna ráðuneytisins. </p> <p>Þetta góða fólk hefur áunnið sér traust í störfum sínum fyrir sjóðinn og ráðuneytið og þess vegna er það oftar en ekki niðurstaðan, að leita til hans varðandi margvísleg úrlausnarefni í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga.</p> <p>Og þannig verður það áfram.</p> <p>Eins ber að þakka ráðgjafarnefndinni fyrir hennar góðu störf – hún tengir starfsemina vel við áskoranir líðandi stunda á sveitarstjórnarstiginu.</p> <p>Bestu þakkir þið öll.</p> <h2>Samstarf um stórbætt aðgengi</h2> <p>Ég er sérstaklega ánægður með samstarf okkar, félagsmálaráðuneytisins, Sambandsins og ekki síst Öryrkjabandalagsins um stórbætt aðgengi í sveitarfélögum landsins.</p> <p>Þar tökum við höndum saman um að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk í opinberum byggingum, almenningssamgöngum, útivistarsvæðum og almenningsgörðum svo dæmi séu tekin. Alls verður um 700 milljónum kr. varið í úrbætur í aðgengismálum á tímabili átaksins til loka árs 2022. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga&nbsp; leggur fram helming fjármagns í úrbætur á móti sveitarfélögum.</p> <p>Tilgangur átaksins er að uppfylla markmið í framkvæmdaáætlun um málefni fatlaðra um að fatlað fólk hafi aðgengi að samfélaginu til jafns við aðra, en sveitarfélög á Íslandi gegna lykilhlutverki við að ná því markmiði.</p> <p>Við fáum nánari kynningu á þessu verkefni á eftir, en ég hvet ykkur kæra sveitarstjórnarfólk til að taka vel við þessu ákalli.</p> <h2>Nýtt kjörtímabil</h2> <p>Fram undan eru áhugaverðir tímar. Heimsfaraldurinn hefur kennt okkur margt um samfélag okkar, áskoranir og tækifæri. Hann hefur kennt okkur að við eigum frábært heilbrigðisstarfsfólk, hefur kennt okkur að þjóðin stendur saman ef á bjátar og hann hefur líka kennt okkur að við verðum að auka fjölbreytni í íslensku efnahagslífi.</p> <p>Hugvitið, krafturinn og metnaðurinn eru til staðar og tækifærin bíða. Við þurfum að stíga djörf skref.</p> <p>Ég þakka ykkur öllum gott samstarf á síðustu fjórum árum.</p> <p>Lifið heil.</p>
15. júlí 2021Börn í umferðinni<p>Nýtt samfélagsmynstur og aukin þéttbýlismyndun á síðustu árum hafa breytt þörfum fólks um aðstöðu og skipulag í þéttbýli. Umhverfi hvers og eins skiptir mestu máli í daglegu lífi flestra. Staðsetning skóla, göngu- og hjólaleiðir, skólaakstur og umferð eru þættir sem hafa áhrif á ákvörðun fólks hvar það býr. Flestir þeir sem koma með einum eða öðrum hætti að uppbyggingu og skipulagningu samgönguinnviða hafa hingað til verið á á fullorðinsaldri, fólk tvítugt og eldra. Það er því kannski ekki skrítið að sú vinna hafi verið unnin að mestu út frá sjónarhóli fullorðinna. Stór hluti samfélagsþegna hefur þó oft viljað gleymast og það eru þarfir barna og öryggi þeirra í umferðinni.&nbsp;</p> <h2>Staða barna í samgöngum</h2> <p>Ef hlustað er á börn og þau fá tækifæri til að láta rödd sína heyrast eru þau fær um að hafa áhrif á líf sitt. Það er m.a. í samræmi við ákvæði Barnasáttmála og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og þingsályktun um Barnvænt Ísland fyrir árin 2021-2024. Samgöngur og áhrif þeirra á börn hafa til þessa lítið verið til umfjöllunar og ekki greind með nægilega skýrum hætti. Með samgönguáætlun 2020-2034 var ákveðið að hefja vinnu við að greina stöðu barna og ungmenna í samgöngum. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að fyrstu skrefin hafa verið stigin með greinargerð sem kemur út í dag um stöðu barna og ungmenna í samgöngum hér á landi. Skýrslan er unnin í samvinnu við Vegagerðina, Samgöngustofu og Samband íslenskra sveitarfélaga.</p> <p>Í henni kemur m.a. fram að ferðavenjur barna og ungmenna eru mun fjölbreyttari en þeirra sem eldri eru. Þau eru engu minni notendur og ferðast jafnvel að jafnaði ívið fleiri ferðir á degi hverjum. Börn og ungmenni eru mestu notendur virkra samgöngumáta og almenningssamgangna. Börn og ungmenni ferðast hlutfallslega minna með innanlandsflugi en þeir sem eldri eru. Lægri fargjöld vegna Loftbrúar virðast nýtast þeim sérstaklega vel. Bestu sóknarfæri til þess að stuðla að breyttum ferðavenjum allra felast í því að hlúa betur að þessu ferðamynstri barna og ungmenna, enda eru þau ekki með sama fastmótaða ferðavenjumynstur og þeir sem eldri eru.</p> <h2>Ungir sem aldnir</h2> <p>Stefnumörkun í samgöngumálum þarf að snúast um að börn og ungmenni séu örugg börn á leið sinni til og frá skóla, leiksvæða, íþrótta, tómstunda eða sem þau þurfa að fara. Taka þarf mið af þörfum þeirra sem birtist í ferðavenjukönnuninni sem gerð var um land allt. Í henni kom fram að börn eru helstu notendur virkra samgöngumáta þ.e. að ganga, hjóla, nota skólaakstur eða almenningssamgöngur. Hönnun og uppbygging innviða þarf að taka mið af því og er það okkar sem eldri eru að fylgja því fast eftir. Þá er öflugt forvarnarstarf og fræðsla á öllum skólastigum árangursrík leið.&nbsp;</p> <p>Ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman að því að bæta samgöngur barna og ungmenna og eru tækifæri í skipulagðri vinnu sveitarfélaga með gerð og framfylgni umferðaröryggisáætlana. Tónn í þá átt hefur verið sleginn með samvinnu ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga við gerð skýrslunnar.</p> <p>Greiðar og öruggar samgöngur skipta okkur öll máli. Hvort sem við erum ung eða gömul höfum við þörf til þess að fara á milli staða. Málefnið er ungmennum mikilvægt og hugleikið. Þau vilja verða&nbsp; þátttakendur í stefnumótun og við tökum fagnandi á móti þeim. Við þurfum að eiga uppbyggilegt samtal þar sem hlúð er betur að ferðamynstri barna og borin virðing fyrir ólíkum sjónarmiðum.&nbsp; Skipulagning samgönguinnviða sem miðar við þarfir fólks frá unga aldri og upp úr skilar sér í betra og skilningsríkara samfélagi.&nbsp;</p> <p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</em></p>
09. júlí 2021Sundabraut að veruleika<p><em>Grein birt í Fréttablaðinu 9. júlí 2021</em></p> <p>Sundabraut er komin af byrjunarreit en næstu skref voru römmuð inn í vikunni með yfirlýsingu ríkis og borgar um lagningu brautarinnar. Yfirlýsingin markar tímamót um að Sundabraut verði að veruleika og hún staðfestir sameiginlega sýn og skilning á hvaða skref eru næst. Mannvirkið er stórt, stærsta einstaka samgöngumannvirki hér á landi og hefur verið á aðalskipulagi borgarinnar frá 1975. Valkostirnir yfir Kleppsvík eru brú eða göng, en nýlegar greiningar starfshóps staðfesta að Sundabrú er um 14 milljörðum krónum ódýrari, dreifir umferð betur og verður aðgengileg fyrir gangandi og hjólandi.</p> <h2>Framkvæmdir hefjist 2026</h2> <p>Vegagerðin hefur nú fengið skýrt leiðarljós og áframhaldandi vinna römmuð inn með sveitarfélaginu og hagaðilum. Mikil vinna er framundan og áður en grafan getur byrjað og verklegar framkvæmdir hefjast þarf að leggja fleiri þúsundir tíma í undirbúning sem er forsenda fyrir góðu verki. Næsta skref er að klára félagshagfræðilega greiningu á þverun Kleppsvíkur en að henni lokinni verður hafist handa við að undirbúa breytingar á aðalskipulagi borgarinnar, sem felur í sér endanlegt leiðarval.. Gera má ráð fyrir því að mat á umhverfisáhrifum og breytingar á skipulagsáætlunum taki 2-3 ár, hönnun og rannsóknir um 2 ár og útboðsferli svona stórrar framkvæmdar tekur 1-2 ár. Þetta er hægt að vinna samhliða til að flýta sem mest fyrir. Því er stefnt að því að framkvæmdir hefjist árið 2026 og að verklok verði árið 2031.</p> <h2>Léttari umferð</h2> <p>Sundabraut mun gjörbreyta umferðarmynstri höfuðborgarinnar, mynda góða tengingu á milli borgarhverfa og landshluta, létta á umferð í gegnum Mosfellsbæ og Ártúnsbrekku og styrkja öryggisleiðir út úr borginni. Yfirlýsing ríkis og borgar um Sundabraut markar tímamót því nú getum við brett upp ermar og hafist handa við að búa til tignarlegt kennileiti í borginni með Sundabrú.</p> <p>Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</p>
01. júlí 2021Störf án staðsetningar: næsta skref<p><em>Greinin birtist á Vísi.is fimmtudaginn 1. júlí 2021</em></p> <p><span>Í dag skrifaði ég undir samning við Sigtún – Þróunarfélag um mikilvægt tilraunaverkefni sem felst í því að byggja upp vinnustofu, einskonar klasa, í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi. Í þessari vinnustofu gefst þeim sem búa á Suðurlandi og sækja vinnu hjá ríkinu á höfuðborgarsvæðinu að starfa alla vinnuvikuna eða hluta hennar í heimabyggð. Með þessu er stigið stórt skref í þróun þess sem í stjórnarsáttmála var nefnt störf án staðsetningar. Má í raun segja að nýr vinnustaður verði opnaður í lok sumars á Selfossi.</span></p> <p><span>Störf án staðsetningar eru ný hugsun í stofnanakerfi ríkisins, hugsun sem skilur starfsemi frá steinsteypu og veitir fólki tækifæri til að starfa í heimabyggð, þeirri byggð þar sem þeim og fjölskyldum þeirra líður best. Störf án staðsetningar skapa tækifæri til þess að nýta hæfileika fólks hringinn í kringum landið og fá sjónarmið ólíkra landshluta á sterkari hátt inn í starf stofnana ríkisins.</span></p> <p><span>Tilraunaverkefnið á Selfossi veitir þeim sem búa á svæðinu tækifæri til að stunda vinnu sína án þess að þurfa að leggja á sig langan akstur yfir heiði sem getur verið grimm á vetrum. Í verkefninu felst að starfsmaðurinn minnkar akstur verulega með tilheyrandi lífsgæðaaukningu því fæstum okkar þykir gefandi að sitja lengi í bíl. Kolefnisbókhald starfsmannsins tekur einnig stakkaskiptum.</span></p> <p><span>Störf án staðsetningar er hugmyndafræði sem veitir byggðum landsins stórkostlegt tækifæri til að vaxa og dafna. Það samstarf sem felst í sameiginlegri undirritun ríkisins, sveitarfélagsins, Samtaka atvinnulífsins og einkaaðila á Selfossi færir stefnuna um störf án staðsetningar af hugmyndastiginu yfir í markvissar aðgerðir og uppbyggingu.&nbsp;</span></p> <p><span>Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>
01. júlí 2021Ísland fulltengt – farnet á vegum<p><span><em>Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. júlí 2021</em></span></p> <p><span>Við lifum á tímum tæknisamruna. Á sama tíma og verið er að leggja niður gamla einfalda heimasímann huga fjarskiptafyrirtæki og stjórnvöld nú að uppbyggingu fimmtu kynslóðar farnets (5G) sem veitir hnökralausan aðgang að háhraðaneti, stafrænum samskiptum og háskerpu afþreyingu, tölvuvinnslu í skýinu o.fl. um lófastór handtæki.</span></p> <p><span>Á samráðsfundum fjarskiptaráðs með landshlutasamtökum nýverið var tvennt sem stóð upp úr. Ljósleiðaravæðing þéttbýlis á landsbyggðinni bar þar hæst. Ég brást við því ákalli með grein hér í blaðinu 22. apríl síðastliðinn „Ísland fulltengt – ljósleiðaravæðing byggðakjarna“. Hitt atriðið var slitrótt farsíma- og farnetssamband á vegum. Mikilvægi farsímans sem öryggisbúnaðar er að aukast enda það samskiptatæki sem yfirleitt er með í för á öllum ferðalögum. Skilningur gagnvart sambandsleysi á vegum er að hverfa og greina þarf leiðir til úrbóta.</span></p> <h2><span>Farnet á vegum er samgöngumál</span></h2> <p><span>Opinber markmið um farnet á vegum er eðlilega að finna í fjarskiptaáætlun. Í drögum að nýrri byggðaáætlun er jafnframt að finna slíka áherslu. Góð fjarskipti eru meðal helstu byggðamála og því eðlilegt að það endurspeglist í byggðaáætlun.&nbsp;</span></p> <p><span>Aðgengi, gæði og öryggi farnets á vegum verður í fyrirsjáanlegri framtíð eitt af stærri viðfangsefnum í samgöngum. Tímabært er að áherslur og eftir atvikum verkefni er varða farnet á vegum verði einnig í samgönguáætlun. Skortur á farneti á vegum getur verið dauðans alvara. Um er að ræða brýnt og vaxandi öryggismál fyrir vegfarendur, veghaldara og viðbragðsaðila.</span></p> <h2><span>Undirbúningur hafinn</span></h2> <p><span>Póst- og fjarskiptastofnun, sem brátt fær nafnið Fjarskiptastofa, vinnur nú að undirbúningi langtíma úthlutunar á farnetstíðnum á landsvísu til rekstraraðila farneta. Liður í því er verkfræðileg greining á uppbyggingarþörf og kostnaði við aðstöðusköpun og farnetskerfi sem tryggir fulla útbreiðslu af tilteknum gæðum á skilgreindum vegum um allt land. Niðurstaða þeirrar greiningar mun liggja fyrir í haust og opnar möguleika á að útbúa sviðsmyndir um hagkvæma uppbyggingu farnets í vegakerfinu og aðkomu ólíkra aðila. Óhjákvæmilegt er að horfa þar m.a. til tæknisamruna opinberra dreifikerfa og hagnýta eiginleika 5G til að leysa af hólmi a.m.k. víðast hvar, núverandi dreifikerfi útvarps og TETRA kerfi neyðar- og viðbragðsaðila. Eitt öflugt landsdekkandi kerfi í stað þriggja.&nbsp;</span></p> <p><span>Hraðvirkt, slitlaust og öruggt farnet á öllum helstu vegum landsins er í senn byggða-, fjarskipta- og samgöngumál sem varðar hagsmuni allra landsmanna. Undirbúningur fyrir næstu samgönguáætlun og fjarskiptaáætlun er hafinn. Ég hef því falið formönnum samgönguráðs og fjarskiptaráðs að sjá til þess að undirbúningur þessara tveggja lykil innviðaáætlana samfélagsins verði í takt og að þær vinni þétt saman er kemur að farneti gagnvart vegum. Áfram Ísland – fulltengt.</span></p> <p><span>Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra</span></p>
15. júní 2021Skóflustunga að flugstöðvarbyggingu á Akureyri - ávarp ráðherra<p><span><em>Ávarp við fyrstu skóflustungu fyrir nýja flugstöð á Akureyrarflugvelli 15. júní 2021</em></span></p> <p><span>Ágætu Akureyringar og nærsveitungar</span></p> <p><span>Við stöndum nú á merkum tímamótum. Við reisum hér nýja flugstöðvarbyggingu sem getur þjónað millilandaflugi - og höfum tryggt fjármagn fyrir nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli. Við byggjum á góðum grunni og fjárfestum til framtíðar. Og þetta er réttur tími því það skiptir miklu máli fyrir Norður- og Austurland að skapa ný tækifæri í ferðaþjónustu á svæðinu, nú þegar áhrif plágunnar fara minnkandi.</span></p> <p><span>Ég hef í ráðherratíð minni lagt mikla áherslu á að efla innanlandsflug og að fjölga fluggáttum inn í landið – til að efla ferðaþjónustu um land allt. Óhætt er að fullyrða við höfum stigið stór og mikilvæg skref í flugmálum á kjörtímabilinu.&nbsp;</span></p> <p><span>Alþingi samþykkti á kjörtímabilinu fyrstu flugstefnu Íslands – í rúmlega hundrað ára sögu flugs á Íslandi – en í henni er m.a. sérstaklega kveðið á um að fjölga fluggáttum inn til landsins til að dreifa ferðafólki um landið í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.</span></p> <p><span>Fjármagn var tryggt fyrir flugstöðvarbyggingu og flughlað hér á Akureyri í samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2024. Í þeirri áætlun er einnig gert ráð fyrir mikilvægum endurbótum á akbraut á Egilsstaðaflugvelli. Hvort tveggja eflir flugið á Norðurlandi og Austurlandi til mikilla muna.</span></p> <p><span>Fyrr á kjörtímabilinu var settur upp aðflugsbúnaður (ILS-búnaður) á flugvellinum á Akureyri sem er mikilvægur öryggisbúnaður fyrir millilandaflug og nýverið var einnig tekið í notkun nákvæmnisaðflug úr norðri (EGNOS) með gervihnattaleiðsögu.</span></p> <p><span>Síðast en ekki síst vil ég minnast á Loftbrú, sem er komin á gott flug. Loftbrú veitir íbúum sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu 40% afslátt af flugfargjöldum til borgarinnar. Markmið verkefnisins er að jafna aðstöðumun íbúa og efla byggðir landsins með því að gera innanlandsflug að hagkvæmari samgöngukosti. Viðtökur hafa verið mjög góðar en vel yfir tuttugu þúsund flugleggir höfðu verið bókaðir með afsláttarkóða Loftbrúar nú í vor.<br /> Það gleður mig ákaflega að sjá þá miklu áherslu sem ég hef lagt á flugsamgöngur í ráðherratíð minni skila sér í raunverulegum framkvæmdum, raunverulegum framförum.</span></p> <p><span>Flugið á sér djúpar rætur hér á Akureyri. Elsta starfandi flugfélag landsins rekur sögu sína til stofnunar Flugfélags Akureyrar árið 1937 en nafni þess var fáum árum síðar breytt í Flugfélag Íslands sem síðar varð Flugleiðir eftir samruna við Loftleiðir og heitir í dag Icelandair.&nbsp;</span></p> <p><span>Bretar reistu flugvöll á Melgerðismelum sem reyndist óhagkvæmur vegna legu sinnar nærri fjöllum og fjarlægðar frá þéttbýli. Það varð síðan úr að Akureyrarflugvöllur var gerður hér á Hólminum við Eyjafjarðará og vígður í lok árs 1954. Framkvæmdin var flókin og umfangsmikil og sú langstærsta á Íslandi til þess tíma. Eins og oft áður á þessum árum var það eldmóður heimamanna sem skipti máli og góð samvinna við flugmálayfirvöld á þeim tíma. Og eftir þessa upptalningu þá er ljóst að það er engin tilviljun að hér við hlið okkar er Flugsafn Íslands.</span></p> <p><span>Talsverðar umbætur hafa verið gerðar jafnt og þétt á flugvellinum frá þessum tíma. Hann hefur verið lengdur, breikkaður og lengdur enn meira og síðast en ekki síst hefur ný tækni verið tekin í notkun. Þá hefur verið unnið að því um árabil að efla millilandaflug til Akureyrar, m.a. með öflugri markaðssetningu heimafólks. Mikilvægi góðra samgangna fyrir efnahaginn er sjaldnast ofmetið.</span></p> <p><span>Akureyrarflugvöllur hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir heimamenn og fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi. Flugvöllurinn þjónar allt í senn áætlunarflugi, leiguflugi, kennsluflugi, sjúkra- og neyðarflugi – og millilandaflugi. Hann er einnig mikilvægur tengiflugvöllur við byggðir á Norðausturhorni landsins.</span></p> <p><span>En aftur að flugstöðinni. Við höfum lagt grunn að þessu verkefni síðustu misseri og mánuði og átt gott samstarf við heimafólk. Árið 2019 undirritaði ég viljayfirlýsingu, ásamt Þórdísi Kolbrúnu ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, um að mat yrði lagt á þörf fyrir aðstöðu og þjónustu í flugstöð á Akureyrarflugvelli.</span></p> <p><span>Vinnuhópur skilaði tillögum í mars á síðasta ári. Niðurstaðan var eindregin, núverandi flugstöð væri of lítil og aðstaðan ófullnægjandi til að sinna hlutverki sínu til framtíðar.&nbsp;</span></p> <p><span>Í framhaldinu var ákveðið ráðast í hönnun 1.000 fermetra millilandaflugstöð til að auka öryggi enn frekar og koma til móts við aukin umsvif þegar fram í sækir. Forsendur miðast við að hægt verði að afgreiða allt að 220 sæta millilandavél á innan við klukkutíma samhliða 70 sæta innanlandsvél. Isavia var falið að sjá um framkvæmdina og að hanna flugstöðina að lokinni fjármögnun hennar.&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta eru arðbær verkefni og hafa mikla þýðingu fyrir samfélagið nær og fjær. Áætlað er að við bæði verkefnin á Akureyrarflugvelli verði til um 90 ársverk í hönnunar- og verktakavinnu, þar af um 50 ársverk við flugstöðina. Heildarkostnaður við nýja millilandaflugstöð er metinn á 1,1 milljarð króna en framkvæmdir vegna flughlaðsins 1,6 milljarðar króna.</span></p> <p><span>Góðir gestir</span></p> <p><span>Með þessari skóflustungu eru mörkuð tímamót í sögu flugs á Akureyri og Norðurlandi öllu.</span></p> <p><span>Ég færi öllum þeim sem hafa tekið þátt í undirbúningi verkefnisins kærar þakkir fyrir sitt framlag, vinnuhópum sem hafa metið verkefnið fram og til baka, starfsfólki ISAVIA fyrir að sjá um framkvæmdina.</span></p> <p><span>Síðast en ekki síst þakka ég heimafólki fyrir samstarfið um að láta þetta verða að veruleika og óska Akureyringum og landsmönnum til hamingju með þennan áfanga.</span></p>
15. júní 2021Akureyrarflugvöllur - millilandaflugstöð<p><em>Grein birt í Morgunblaðinu 15. júní 2021</em></p> <p>Í dag verður tekin langþráð skóflustunga að stækkun flugstöðvar á Akureyri. Hún markar upphaf að nýrri sókn í ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi sem Framsókn hefur haft í forgrunni í sínum áherslum. Stækkun flugstöðvarinnar leggur grunn að öflugri ferðaþjónustu og býr til öflug tækifæri til að fjölga störfum á svæðinu og auka verðmætasköpun.&nbsp;</p> <p>Landshlutinn er stór og töfrandi sem magnar Ísland sem eftirsóttan áfangastað og hefur hlutfall erlendra ferðamanna verið að aukast. Framan af gegndi flugvöllurinn á Akureyri hlutverki varaflugvallar en smám saman, vegna ötullar vinnu og vel heppnaðrar markaðssetningar heimamanna, hófst beint flug sem hefur aukist og er nú farið að skipta verulegu máli í efnahagslegu tilliti fyrir svæðið. Stækkun flugstöðvar á Akureyri ásamt flughlaði eru meðal fjölbreytta verkefna sem ríkisstjórnin leggur áherslu á að verði hafist handa við strax svo hægt verði að taka á móti stærri flugvélum og snúa hjólum atvinnulífsins í gang aftur.</p> <h2>Stórkostlegt byggðamál</h2> <p>Á síðustu árum hef ég lagt áherslu á að stíga stór skref sem styðja við uppbyggingu innanlandslandsflugvalla og að jafna aðstöðumun íbúa að grunnþjónustu landsmanna. Loftbrúin er hóf sig til flugs síðasta haust er eitt það stórkostlega byggðamál síðari tíma og jafnar verulega aðstöðumun þeirra sem búa fjarri höfuðborginni. Jöfnun á aðstöðumun snýst um að búa til tækifæri þar sem íbúar hafa jöfn tækifæri, geta blómstrað og skapa samfélag þar sem hlúð er að atvinnurekstri og sprotum. Ljóst er að það eru ekki eingöngu sveitarfélög á svæðinu sem munu njóta áhrifanna að auknum ferðamannastraumi og beinu flugi til Akureyrar, óbeinu tekjurnar og störfin verða til um land allt. Tími fjárfestinga er núna og fyrir Norður- og Austurland skiptir öllu máli að vera vel í stakk búinn til að taka á móti ferðamönnum nú þegar við sjáum til lands eftir Covid-tímabilið.&nbsp;</p> <h2>Skýr sýn</h2> <p>Í ályktun Framsóknar er sett fram heildarstefna fyrir allt landið um uppbyggingu innviða fyrir flugsamgöngur. Stefnu sem kveður á um hvar eiga að vera flugvellir, hvernig þeir eiga að vera búnir og hverju þeir eiga að geta þjónað. Í framhaldi lagði ég til í samgönguáætlun að mótuð yrði flugstefna um helstu þætti flugs með hagvöxt, flugtengingar og atvinnusköpun í forgrunni. Í flugstefnu er horft til lengri tíma og var stefnan sett um að fjölga hliðum inn til landsins, að dreifa ferðamönnum um landið og fjölga tækifærum til atvinnusköpunar og ferðaþjónustu.&nbsp;</p> <p><span>Til að fylgja málinu eftir var skipaður vinnuhópur með fulltrúum tveggja ráðuneyta, Akureyrarbæjar, Eyþings, ferðaþjónustu á Norðurlandi og Isavia. Hópnum var falið að gera tillögu um endurbætur á flugstöðinni til framtíðar, vinna greiningu á markaðssetningu á Norður-landi sem áfangastað og gera kostnaðaráætlun um mögulega stækkun eða endurbætur. Niðurstöður voru kynntar í mars 2020 og að lokinni fjármögnun flugstöðvarinnar var Isavia falið að hefjast handa við að láta hanna flugstöðina og nú er komið að þessum ánægjulega áfanga að taka fyrstu skóflustunguna. Ég óska íbúum á Norður- og Austurlandi innilega til hamingju með áfangann og megi hann styrkja og efla svæðið til lengri tíma.<br /> <br /> Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</span></p>
10. júní 2021Ávinningur og arðsemi umferðaröryggis<p><span><em>Grein birt í Morgunblaðinu 10. júní 2021</em></span></p> <p><span>Í störfum mínum sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hef ég lagt ríka áherslu á umferðaröryggi og hvatt stofnanir ráðuneytisins til að hafa öryggi ávallt í forgangi. Stefnan hefur skilað góðum árangri. Í mínum huga er alveg ljóst að hver króna sem fer til þess að auka umferðaröryggi okkar skilar sér margfalt, m.a. í fækkun slysa.</span></p> <h2><span>Umferðarslys eru hræðileg</span></h2> <p><span>Umferðarslys eru harmleikur en banaslys og alvarleg slys í umferðinni eru alltof mörg. Þau eru ekki aðeins hræðileg fyrir þá sem í þeim lenda og aðstandendur þeirra, heldur eru þau líka gríðarlega kostnaðarsöm fyrir samfélagið. Árlegur kostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa og afleiðinga þeirra er nú talinn nema að meðaltali um 50 milljörðum króna á ári eða 14 krónum á hvern ekinn kílómetra, en væri mun hærri hefðu umferðaröryggisaðgerðir ekki verið í forgangi.&nbsp;</span></p> <p><span>Langstærstur hluti þess kostnaðar er vegna umsýslu og tjónabóta tryggingafélaga, kostnaður heilbrigðiskerfis, Sjúkratrygginga Íslands, lífeyrissjóða, löggæslu&nbsp; og sjúkraflutninga o.fl. Þá er ótalinn tekjumissir þeirra sem í slysunum lenda og ástvina þeirra sem sjaldnast fæst bættur. Mesta tjónið verður á hinn bóginn aldrei metið til fjár en það er&nbsp; hinn mannlegi harmleikur sem slys hafa í för með sér.</span></p> <h2><span>Fækkum slysum</span></h2> <p><span>Í nýrri stefnu umferðaröryggisáætlunar 2023-2037 sem nú er í undirbúningi er allt kapp lagt á að auka umferðaröryggi og fækka slysum. Við forgangsröðun aðgerða verður byggt á niðurstöðum arðsemismats sem og slysaskýrslum síðustu ára sem sýna hvar þörfin er mest, slysakortinu sem sýnir verstu slysastaðina og könnunum á hegðun vegfarenda. Á þessum góða grunni tel ég að okkur muni takast að fækka slysum enn frekar með markvissum aðgerðum og fræðslu.&nbsp; Vil ég þar sérstaklega nefna árangur ungra ökumanna en með bættu ökunámi og fræðslu hefur slysum sem valdið er af ungum ökumönnum fækkað mikið.&nbsp;</span></p> <p><span>Aðgerðir sem skila mikilli arðsemi:&nbsp;</span></p> <ul> <li><span>Aðskilnaður aksturstefna á fjölförnustu vegköflunum til og frá höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut, Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Á Suðurlandsvegi hefur aðskilnaður fækkað slysum mikið og slysakostnaður á hvern ekinn kílómetra lækkað um 70%. Á Reykjanesbraut hefur aðgerðin skilað miklum árangri og nú er hafin vinna við aðskilnað aksturstefna á Vesturlandsvegi.</span></li> <li><span>Hringtorg skila bættu öryggi á hættulegum gatnamótum á Hringveginum. Vegrið og lagfæringar sem auka öryggi vegfarenda eru aðgerðir sem kosta ekki mikið en vega samanlagt þungt.</span></li> <li><span>Aukið hraðaeftirlit, þ.m.t meðalhraðaeftirlit, sem mun fækka hraðakstursbrotum og auka umferðaröryggi. Með því er hægt að ná þeim sem freistast til að gefa í um leið og þeir aka framhjá myndavél og halda að þeir sleppi ef þeir hægja á sér við næstu myndavél. Hafi þeir verið grunsamlega fljótir á milli véla er nokkuð ljóst að þeir hafa farið yfir leyfileg hraðamörk. Slíkt meðalhraðaeftirlit hefur gefið góða raun í nágrannalöndum okkar. Meðalhraði á Hringveginum hefur lækkað um 5 km/klst. frá 2004 en sú hraðalækkun er talin fækka banaslysum um allt að 40% samkvæmt erlendum mælingum.</span></li> <li><span>Fræðsla til ferðamanna&nbsp; og annarra erlendra ökumanna hefur haft marktæk áhrif og slysum fækkað þó ferðamannafjöldinn hafi aukist.</span></li> <li><span>Loks ber að nefna bílbeltanotkun ökumanna sem og farþega en því miður er bílbeltanotkun ábótavant, sérstaklega innanbæjar. Það verður seint of oft sagt að bílbeltin bjarga.&nbsp;</span></li> </ul> <p><span>Á undanförnum árum hefur þeim fjölgað mikið sem nýta sér fjölbreytta ferðamáta samhliða því að göngu- og hjólastígum hefur fjölgað, sem er vel. Nýjum ferðamátum fylgja nýjar hættur sem krefjast þess að aðgát er sýnd og fyllsta öryggis gætt. Við berum öll ábyrgð á eigin öryggi og það er brýnt að foreldrar fræði börn sín um ábyrgðina sem fylgir því að ferðast um á smáfarartækjum.&nbsp;</span></p> <p><span>Nú í upphafi ferðasumars vil ég óska öllum vegfarendum fararheilla. Munum að við erum aldrei ein í umferðinni, sýnum aðgát, spennum belti og setjum&nbsp; hjálmana á höfuðið.</span></p>
31. maí 2021Vegir hálendisins<span></span> <p><em>Grein birt í Bændablaðinu 27. maí 2021</em></p> <p>Framtíðarsýn fyrir þjóðvegi á hálendinu er mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr. Viðfangsefnið er spennandi þar sem margir ólíkir hagsmunir koma að. Vegakerfið á þjóðvegum landsins fylgir ákveðinni stefnu í samgönguáætlun, en á hálendinu eru tækifæri til að móta skýra sýn. Hægt er að fara margar leiðir í því. Á meðan uppbygging vega er þyrnir í augum sumra er hún tækifæri í augum annarra sem vilja gott aðgengi að hálendi Íslands, óháð fararskjótum. Í mínum huga er mikilvægt að móta framtíðarsýn um það hvaða vegi við viljum að séu greiðfærir og uppbyggðir svo allir komist og hvaða vegi við viljum að aðeins að vel útbúnar bifreiðar komist yfir.</p> <h2>Aðgengi fyrir alla</h2> <p>Með auknum ferðalögum fólks inn á hálendi Íslands og fjölgun ferðamanna undanfarinn áratug hafa augu fólks opnast fyrir nauðsyn þess að byggja upp innviði á hálendinu. Stofnvegirnir eru lífæð hálendisins, Kjalvegur, Sprengisandsleið, Kaldadalsvegur og Fjallabaksleið Nyrðri eiga að geta þjónað allri almennri umferð. Vegirnir eru núna lítið sem ekkert uppbyggðir og aðeins færir vel búnum bifreiðum. Töluvert vantar upp á að allir hafi jafnan aðgang og geti upplifað dulmögnuð svæði hálendisins.</p> <p>Sú stefna sem er sett fram í landsskipulagsstefnu um samgöngur á miðhálendinu byggist á þeirri stefnu sem sett var með svæðisskipulagi miðhálendisins. Þar var gert ráð fyrir að stofnvegir um miðhálendið skyldu vera byggðir upp sem góðir sumarvegir með brúuðum ám og færir fólksbílum.</p> <h2>Kjalvegur</h2> <p>Kjalvegur er til að mynda stofnleið með töluverða umferð, þverar landið frá suðri til norðurs og er annar tveggja þekktustu fjallvega landsins. Vegurinn er að stærstum hluta malarvegur. Annars vegar eru rúmlega 53 km niðurgrafnir, krókóttir og sums staðar mjór. Hins vegar hafa rúmlega 107 km verið byggðir upp, þar af tæplega 19 km með bundnu slitlagi. Umferð um Kjöl hefur aukist. Svæðið er magnað eins og við þekkjum, vinsælt útivistarsvæði og dregur að sér fjölbreyttan hóp ferðamanna, hestafólk, göngufólk, skíðafólk, hjólafólk, þá sem fara um á bifreiðum o.fl. Víða myndast stórir pollar í vegum hálendisins sem gerir það að verkum að menn leita út fyrir þá og er því töluverður utanvegaakstur meðfram þeim. Með ört vaxandi umferð er mikilvægt að hægt sé að gera lagfæringar og hugsa til framtíðar eins og Vegagerðin hefur gert, í þeim tilgangi að gera viðhald auðveldara, með því að vinna að styrkingu og lítillega að uppbyggingu, þó aðeins á stuttum köflum í senn.</p> <h2>Fyrirvarar þingflokks Framsóknar við miðhálendisþjóðgarð</h2> <p>Þingflokkur Framsóknar fjallaði um uppbyggingu Kjalvegar í fyrirvörum sínum við frumvarp um miðhálendisþjóðgarð. Fyrirvara um að nauðsynlegt sé að viðurkenna og setja inn í frumvarpstexta að byggja þurfi upp vegi t.a.m. Kjalveg og setja fjármuni í umhverfismat og hönnun. Einnig voru fyrirvarar um að jaðarsvæðið taki tillit til uppbyggingar Kjalvegar og skipulags annarra vega með beinni skírskotun til skipulags og umráðaréttar sveitarfélaga.</p> <h2>Orkuskipti</h2> <p>Þá staðfesti ég fyrir tveimur árum síðan samning við Neyðarlínuna um lagningu ljósleiðara milli Hveravalla og Blöndudals. Að því verkefni loknu komst á óslitin ljósleiðaratenging milli Suðurlands og Norðurlands sem bætir bæði öryggi og afkastagetu grunnkerfis fjarskipta hér á landi. Samhliða lagningu ljósleiðara um Kjöl var lagður raforkustrengur sem leysir af hólmi dísilvélar sem rekstraraðilar hafa hingað til reitt sig á. Raforkustrengurinn er liður í því að tryggja að Ísland nái&nbsp; markmiðum Parísarsamkomulagsins til 2030 og markar framtíðarsýn fyrir Kjöl og þá uppbyggingu þarf að vera til staðar svo flestir geti notið þess að fara um á fjölbreyttum fararskjótum. Rafstrengurinn er með flutningsgetu sem í náinni framtíð verður hægt að nýta til að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafknúna umferð um Kjalveg. Og vegna þess að við erum jú í orkuskiptum í samgöngum verða innviðirnir að haldast í hendur við nýja tíma því innan fárra ára verðar flestir bílar rafmagnsbílar.</p> <h2>Öryggi umfram allt</h2> <p>Ef horft er til umfangs ferðamennsku á hálendinu er það brýnt öryggismál í mínum huga að innviðir, hvort um er að ræða vegi eða fjarskipti geti þjónað þeim sem um svæðið fara. Til að hægt sé að uppfylla kröfur um að allir hafi sama aðgang og uppfylla ákvæði vegalaga um frjálsa för fólks um þjóðvegi þá þarf uppbygging innviða að miðast við að rafmagnsbílar komist um, hvort sem um er að ræða fólksbíla, jeppa eða rútur seinna meir. Rafstrengurinn á Kjalvegi boðar byltingu og dísilolía á tunnum heyrir nú sögunni til. Enginn þarf lengur að koma að köldum og saggafullum húsum utan mesta hlýindatímans. Þetta skapar alveg nýja möguleika og tækifæri fyrir fólk til að njóta útivistar á hálendinu. Ég vona að sem flestir sjái sér fært að njóta hálendisins, því hvergi er betra að vera, hvort sem er ríðandi eða akandi, við smalamennsku eða sem ferðamaður.</p> <p>Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar</p>
21. maí 2021Ávarp á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021<p><span>Einhvern tímann fyrir löngu rakst ég á orð höfð eftir Pierre Trudeau sem var forsætisráðherra Kanada á áttunda áratug síðustu aldar. Hugsunin var eitthvað á þessa leið: Samfélag er ekki hús sem forfeður okkar byggðu og við búum í. Samfélag er eitthvað sem við byggjum saman á hverjum degi úr þeim gildum sem við eigum sameiginleg.</span></p> <p><span>Þessi orð hans hafa setið í mér enda ríma þau vel við þær hugmyndir sem við í Framsókn höfum um stjórnmál og samfélag. Við viljum stefna ótrauð fram á veginn, fögnum nýjum hugmyndum um umbætur og framfarir en viljum halda í þann auð sem býr í hefðinni og reynslunni. Þessi orð hafa leitað á mig undanfarið þegar ég hef litið yfir síðasta rúma árið sem hefur einkennst af baráttunni við heimsfaraldurinn, einkennst af því að verja mannslíf, vernda störf og veita viðspyrnu. Þau hafa leitað á mig vegna þess að það hefur sjaldan verið augljósara að samfélagið okkar er lifandi og síkvikt, viðkvæmt en um leið svo sterkt. Á þessu síðasta ári hafa margir, eflaust flestir, upplifað margar tilfinningar. Ein þeirra er óttinn, óttinn við að við missum heilsuna eða einhver nákominn okkur, óttinn við að missa lífsviðurværi sitt. Og svo er það önnur tilfinning sem hefur vegið á móti öllum þessum ótta og það er einfaldlega kærleikurinn, ekki síst náungakærleikurinn og umhyggjan fyrir öðru fólki, skyldu og óskyldu. Þessi kærleikur hefur snert streng í brjósti mínu og fyllt mig bjartsýni. Þetta verður allt í lagi.</span></p> <p><span>Ég held að við getum sagt að íslenskt samfélag hafi staðist þessa raun af mikilli prýði.</span></p> <p><span>Ég er mjög þakklátur fyrir þá góðu samvinnu sem ríki og sveitarfélög hafa átt við þessar erfiðu aðstæður. Okkur hefur lánast að halda fókus á það sem skiptir fólkið í landinu mestu máli, við höfum staðið vörð um velferð fólks, tekið utan um þá hópa sem standa höllustum fæti og um leið lagt grunninn að öflugri viðspyrnu nú þegar við sjáum til lands. Það er mín skoðun - og hún kemur kannski ekki á óvart - það er mín skoðun að það hafi verið styrkur fyrir þjóðina að ríkisstjórnin sé breið samvinnustjórn þriggja flokka sem hver og einn endurspeglar ólíka þætti í litrófi stjórnmálanna, vinstri, hægri og miðju. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar endurspegla þessa litríku samsetningu.</span></p> <p><span>En þrátt fyrir að bölvuð veiran hafi litað líf okkar síðustu misserin þá höfum við unnið ötullega að mikilvægum framfaramálum.</span></p> <p><span>Áætlun í málefnum sveitarfélaga</span></p> <p><span>Stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga var samþykkt fyrir rúmu ári síðan. Þetta er fyrsta áætlun sinnar tegundar, sem hefur skýra framtíðarsýn og markmið um eflingu og styrkingu sveitarstjórnarstigins – og ellefu skilgreindar aðgerðir.&nbsp;Allt í þágu borgara þessa lands.</span></p> <p><span>Áætlunin var afrakstur af mikilli vinnu starfsmanna ráðuneytisins, sambandsins og sveitarfélaga. Mikið samráð var viðhaft um allt land og allir komu sínum sjónarmiðum að. Þess vegna fékk þingsályktunartillaga um áætlunina góðan stuðning í þinginu og var hún samþykkt af yfirgnæfandi meirihluta þingmanna.</span></p> <p><span>En við höfum ekki látið kyrrt liggja – við höfum líka verið ansi dugleg að hrinda henni í framkvæmd.</span></p> <p><span>Frumvarp um lágmarksíbúafjölda</span></p> <p><span>Frumvarp um lágmarksíbúafjölda er nú til meðferðar á hinu háa Alþingi og vænti ég þess að það verði afgreitt þaðan á yfirstandandi þingi.&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar ég mælti fyrir málinu lýsti ég mig opinn fyrir umræðu um málamiðlanir ef það gæti verið til þess fallið að tryggja breiðari samstöðu um þetta mikilvæga umbótaverkefni.&nbsp;<br /> Umhverfis- og samgöngunefnd hefur verið að skoða leiðir til þess og ég er bjartsýnn á farsæl málalok.</span></p> <p><span>Aðalatriðið er að við erum öll sammála um markmiðin sem er að efla sveitarstjórnarstigið á Íslandi til hagbóta fyrir íbúa þeirra og landsmenn alla. Það skiptir mestu máli. Okkur gefst svo tækifæri til að þróa leiðirnar við næstu og þarnæstu endurskoðun áætlunarinnar.</span></p> <p><span>Stuðningur Jöfnunarsjóðs við sameiningar</span></p> <p><span>Stóraukinn stuðningur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar sveitarfélaga hefur haft mjög jákvæð áhrif og unnið er að sameiningum vítt og breitt um landið. Ef öll þau áform sem eru í pípunum hljóta samþykki íbúanna og ef litið er til nýlegra sameininga mun sveitarfélögum á Íslandi fækka á annan tug á skömmum tíma.&nbsp;</span></p> <p><span>Við megum ekki gleyma því að ríkissjóður hefur þegar stutt við verkefnið sem nemur einum milljarði og það er mun meira en þegar við byrjuðum að ræða fjármögnun aðgerðarinnar fyrir um tveimur árum síðan. Viðræður um frekari stuðning ríkisins við verkefni bíður svo næstu ríkisstjórnar og ákvörðunar í fjármálaáætlunum komandi ára.&nbsp;</span></p> <p><span>Sjálfur mun ég beita mér fyrir auknum framlögum ríkisins í verkefnið, en í því fælist einnig gríðarlega mikilvæg yfirlýsing um stuðning ríkisstjórnar og Alþingis við þessi áform og þann samfélagslega ávinning sem í þeim felast.</span></p> <p><span>Tekjustofnar sveitarfélaga</span></p> <p><span>Ég hef skipað nefnd til að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga – og hefur hún hafið störf af krafti. Í henni eiga sæti þrír fulltrúar sambandsins, tveir fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytis og síðan eru tveir fulltrúar sem skipaðir voru af mér án tilnefningar.</span></p> <p><span>Markmið verkefnisins er að styrkja tekjustofna sveitarfélaga og auka fjárhagslega sjálfbærni þeirra.</span></p> <p><span>Ég geri ráð fyrir því að um næstu áramót liggi fyrir tillögur eða valkostagreining nefndarinnar og að ný ríkisstjórn geti á þeim grundvelli tekið afstöðu til framhaldsins. Í þessari vinnu verða menn þó að vera raunsæir og skynsamir varðandi þær tillögur sem settar eru fram.</span></p> <p><span>Í fyrsta lagi verður ekki hægt að sækja mikið fé til ríkisins á næstu árum. Ríkissjóður hefur tekið á sig megin þungan vegna heimsfaraldursins og það mun taka nokkur ár að vinna okkur út úr því.</span></p> <p><span>Í öðru lagi er ljóst að mörg sveitarfélög hafa trausta tekjustofna til að takast á við lögbundin verkefni. Þá vitum við að mörg sveitarfélög geta nýtt tekjustofna sína betur.&nbsp;<br /> Á höfuðborgarsvæðinu væri t.d. hægt að innheimta um milljaðri meira í útsvar en gert er – og því vekur það alveg sérstaka furðu þegar koma stórar fjárkröfur á hendur ríkinu vegna fjármála sveitarfélaganna þaðan – eins og gerðist á síðasta ári.</span></p> <p><span>Þannig að ein spurningin er hér, ef sum sveitarfélög eru svo vel haldin að þau þurfa ekki að nýta skattstofna sína, hvernig getum við þá jafnað byrðum betur og tryggt betri afkomu þeirra sveitarfélaga sem standa verr að vígi.</span></p> <p><span>Í þriðja lagi verð ég sem byggðamálaráðherra að leggja áherslu á að við þurfum við svona endurskoðun að horfa á landið allt. Það er ekki hægt að hafa eingöngu hagsmuni ákveðinna sveitarfélaga eða svæða í huga, við þurfum að horfa til landsins alls.</span></p> <p><span>Mikilvægi Jöfnunarsjóð við að tryggja getu sveitarfélaga til að sinna þjónustu og velferðarmálum á fámennari stöðum og í dreifbýli eru ómetanlegar fyrir byggðaþróun í landinu. Af því vil ég ekki gefa afslátt, þó örugglega sé hægt að einfalda það regluverk allt og tryggja meiri gæði í jöfnunaraðgerðum.</span></p> <p><span>Í fjórða lagi er hægt að hagræða í rekstri sveitarfélaganna og nýta fjármuni þess betur – ekki síður en hjá ríkinu. Það verður því að vera verkefni þeirra að skoða leiðir til að hagræða og auka skilvirkni.&nbsp;</span></p> <p><span>Aukinn sameining sveitarfélaga mun t.d. leiða til betri nýtingu fjármuna – sem væri þá hægt að nýta til þess að styrkja grunnþjónustu við íbúa.&nbsp;</span></p> <p><span>En það er klárlega tímabært að fara vel yfir tekjustofnakerfið og meta tækifæri til úrbóta, m.a. mögulega nýja tekjustofna til að mæta nýjum áskorunum, t.d. á sviði umhverfismála. Þetta snýst um fjárhagslega sjálfbærni og getu sveitarfélaga til að annast brýn og krefjandi verkefi.</span></p> <p><span>Stafræn framþróun</span></p> <p><span>Þá er hin stafræn framþróun þegar farin að skila hinu opinbera og íbúum landsins miklum ávinningi.</span></p> <p><span>Ríkið hefur veitt 100 m.kr. til stuðnings stafrænnar þróunar hjá sveitarfélögum og er nú unnið að krafti að hrinda af stað ýmsum umbótaverkefnum á því sviði. Gott samstarf er milli Stafræns Íslands og sambandsins og vænti ég þess að það skili góðum árangri. Þá veit ég að einstök sveitarfélög hafa sett þessi mál í forgang og það er vel.</span></p> <p><span>Landshlutasamtök sveitarfélaga</span></p> <p><span>Það liggur fyrir skýrsla um landshlutasamtök sveitarfélaga, en ein aðgerð áætlunarinnar miðar að því að skýra stöðu þeirra og hlutverk. Niðurstaðan er sú að það vanti heildstæðan lagaramma utan um starfsemi landshlutasamtakanna og að við endurskoðun þurfi að hafa í huga að leyst verði úr vafaatriðum sem upp hafa komið og tengjast starfsemi þeirra.&nbsp;Ráðuneytið mun taka þessar ábendingar til skoðunar og innleiða þau umbótaverkefni sem skýrslan dregur fram við fyrsta tækifæri.</span></p> <p><span>Starfsaðstæður kjörinna fulltrúa</span></p> <p><span>Þannig að þetta eru þær aðgerðir í áætluninni sem eru komnar vel á veg. Síðan eru unnið að því að koma öðrum af stað.</span></p> <p><span>Sú mikilvægasta í mínum huga er sú áttunda, en hún miðar að því að bæta starfsaðstæður kjörinna fulltrúa og gæta að kynjajafnrétti sveitarstjórnarfólks.&nbsp;</span>Verkefnið er þríþætt:</p> <p>Í fyrsta lagi að vinna greiningu á starfsaðstæðum kjörinna fulltrúa.</p> <p>Í öðru lagi að setja viðmið um greiðslur og önnur réttindi sveitarstjórnarmanna og </p> <p>Í þriðja lagi að vinna með stjórnsýslu jafnréttismála og Sambandi íslenskra sveitarfélaga að gerð jafnréttisáætlunar fyrir sveitarstjórnarstigið, skv. nýjum lögum um stjórnsýslu jafnréttismála. </p> <p>Verkefnið hefur verið í undirbúningi í ráðuneytinu og verða áformin kynnt á allra næstu dögum. Við undirbúning verkefnisins hefur ráðuneytið m.a. haft samráð við önnur ráðuneyti, Jafnréttisstofu og Samband íslenskra sveitarfélaga.</p> <p>Í tengslum við undirbúning verkefnisins óskaði ráðuneytið eftir því við Dr. Evu Marín Hlynsdóttur að fá niðurstöður úr nokkrum afmörkuðum spurningum úr viðamikilli könnun sem hún stendur fyrir á starfsaðstæðum og viðhorfum kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa. Þessar spurningar varða mögulegt áreiti sem þeir verða fyrir í tengslum við störf sín í sveitarstjórn.</p> <p>Niðurstöður hennar benda til þess að ríflega helmingur þeirra hafi orðið fyrir áreiti eða neikvæðu umtali á yfirstandandi eða síðasta kjörtímabili og var lítill sem enginn munur á milli kynja. </p> <p>Tölurnar sýna að algengast var að þátttakendur höfðu orðið fyrir áreiti á samfélagsmiðlum en einnig var töluvert um áreiti í opinberu rými, t.d. á skemmtunum, í búð, o.s.frv. Allt að 10% höfðu orðið fyrir slíku áreiti á heimilum sínum.</p> <p>Mikilvægt er að hafa sem bestar upplýsingar um vinnuaðstæður og viðhorf kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa, m.a. í&nbsp; ljósi þess að við lok undanfarinna tveggja kjörtímabila hafa rúmlega helmingur þeirra ekki gefið kost á sér til endurkjörs.</p> <p>Ég sé það fyrir mér að þessi vinna geti skapað grundvöll fyrir aðgerðaráætlun sem fæli í sér að bæta starfsaðstæður kjörinna fulltrúa og að hægt verði að vinna með slíka áætlun fljótlega eftir næstu sveitarstjórnarkosningar.</p> <p>Byggðaáætlun</p> <p>Vinna við endurskoðun byggðaáætlunar er langt komin og nú nýlega gaf ráðuneytið út drög að nýrri stefnu í svokallaðri hvítbók. Vil ég sérstaklega nefna að Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru fléttuð inn í stefnuna.</p> <p>Hvet ég ykkur, kæra sveitarstjórnarfólk, til að skoða hana vel og senda ábendingar til ráðuneytisins, en um leið nota ég tækifærið og þakka fyrir hönd mín og starfsmanna ráðuneytisins fyrir framlag ykkar til endurskoðunarinnar. Umfangsmikið samráð um mótun stefnu af þessu tagi er mjög áríðandi sem tryggir samstöðu og skilvirkni þegar kemur að framkvæmd hennar.</p> <p>Lagðar eru til 45 aðgerðir til að ná markmiðum áætlunarinnar og hluti þeirra eru nýjar aðgerðir, aðrar eru einnig hluti af núgilandi áætlun.</p> <p>Ég vil nefna sérstaklega eina sem er í núgildandi og verður einnig í nýrri áætlun, en það er Höfuðborgarstefna.</p> <p>Ég hef ekki talið tímabært að setja hana af stað fyrr en nú, m.a. vegna ýmissa stórra mála sem hafa verið í vinnslu á vettvangi ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, en nú tel ég rétti tíminn sé kominn.</p> <p>Markmið verkefnisins er að móta stefnu sem skilgreini hlutverk Reykjavíkurborgar sem höfuðborgar allra landsmanna, réttindi og skyldur borgarinnar sem höfuðborgar Íslands og stuðli að aukinni samkeppnishæfni höfuðborgarsvæðisins og landsins alls.</p> <p>Þetta er brýnt verkefni sem áhugavert verður að fylgjast með. Það er í senn ný nálgun á það hvernig við skilgreinum Reykjavíkurborg sem höfuðborg landsins alls. Það snýst í mínum huga ekki bara um hagsmuni sveitarfélagsins Reykjavíkurborgar, þó vissulega þurfi að huga að því samhengi, heldur einnig um hlutverk Reykjavíkurborgar gagnvart byggðaþróun í landinu. Þetta er ekki bara spurning um að þiggja, heldur líka gefa.</p> <p>Höfuðborgarsvæðið er óumdeild miðstöð opinberrar stjórnsýslu og miðlægrar þjónustu landsins en við gerum líka kröfu um sem allir landsmenn hafi gott aðgengi að henni. Stafrænar lausnir hjálpa vissulega til í þeim efnum, sem og samgöngubætur og hér verða menn að horfa heildsætt á málin.</p> <p>Höfuðborgarstefna væri því stefna sem miðar að því að samræma margvíslegar aðgerðir fyrir höfuðborgarsvæðið sem efla landið í heild og leiða til aukinnar samkeppnishæfni þess og höfuðborgarsvæðisins í alþjóðlegu samhengi.</p> <p>Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, hefur tekið að sér að leiða verkefnið fyrir mína hönd, en auk hennar eru í verkefnisstjórninni. Birgir Guðmundsson, dósent við Háskólann á Akureyri, án tilnefningar, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar fyrir hönd SSH og Gauti Jóhannesson forseti sveitarstjórnar Múlaþings fyrir hönd sambandsins. Þetta er reynslumikið fólk og mjög gott að fá aðila úr háskólasamfélaginu til liðs við verkefnið.</p> <p>Vegvísir</p> <p>Ég vil nýta tækifærið hér og segja frá Vegvísi sem er ný vefgátt ráðuneytisins sem er mælaborð um samgöngur, fjarskipti og byggðamál. Á Vegvísi er hægt að skoða markmið, einstök verkefni, raunstöðu þeirra og þá mælikvarða sem notaðir eru til að meta árangurinn. Á einfaldan hátt er hægt að sjá að hverju er verið að vinna í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og fagstofnunum sem undir það heyra. Þetta tæki, vegvísir.is, er þýðingarmikið nýsköpunar- og umbótaverkefni sem veitir mikilvægan aðgang að opinberum gögnum og á eftir að nýtast ykkur vel sem starfið á þessum vettvangi.</p> <p>Lokaorð</p> <p>Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og áratugum. Flestar breytingarnar eru jákvæðar og einkennast af auknum lífsgæðum á Íslandi. Á þessu kjörtímabili hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að fjárfesta í innviðum, hvort sem þeir heita samgöngur, menntakerfi, heilbrigðiskerfi, loftlagsmál eða nýsköpun. Allar þessar fjárfestingar miða að því að auka lífsgæði á Íslandi. Ég hef í mínum störfum lagt mikla áherslu á að fólk um allt land njóti þessara fjárfestinga. Það er að mínu mati gríðarlega mikilvægt að við byggjum þannig upp að fólk geti sest að þar sem því líður best og í því umhverfi sem það vill ala börnin sín upp. Faraldurinn hefur sýnt fram á það að starfsfólk þarf ekki að vera bundið við ákveðið skrifborð í ákveðnu póstnúmeri til að skila sínu. Eitt af því sem kemur fram í þeirri byggðaáætlun sem er í samráðsgátt nú er öll störf sem ekki eru sérstaklega bundin við staðsetningu verði auglýst án staðsetningar. Það er hluti af þeirri eðlilegu tækniþróun sem nú stendur yfir.</p> <p>Stærri og sterkari sveitarfélög hafa verið eitt af baráttumálum mínum á kjörtímabilinu. Stærri og sterkari sveitarfélög eru mikilvægur þáttur í því að styrkja sveitarstjórnarstigið í heild sinni. Þessi stefna er ekki einhver formalismi heldur hluti af því að bæta þjónustuna við íbúa landsins. Félags- og barnamálaráðherra hefur á kjörtímabilinu unnið að byltingarkenndum umbótum í barnamálum sem miða að því að bæta þjónustu við börn og auka lífsgæði þeirra. Til þess þurfa sveitarfélögin að vera öflug. Á svipaðan hátt tel ég við þurfum að nálgast málefni eldri borgara en hvar sem ég kem á landinu heyri ég áhyggjur fólks af stöðu eldra fólks og þá ekki síst áhyggjur af hjúkrunarheimilum. Málefni eldra fólks eru þáttur sem margir sjá fyrir sér í höndum sveitarfélaganna enda mikilvæg verkefni nærsamfélagsins. Það er verkefni okkar, stjórnmálamannanna, hvort heldur er á sveitarstjórnarstiginu eða í landsmálunum að vinna saman að því að auka lífsgæði þessa stóra og stækkandi hóps. Stefnan um stærri og sterkari sveitarfélög snýst því ekki um okkur sem sitjum þetta þing heldur um lífsgæði borgaranna sem okkur er falið í kosningum að standa vörð um og auka.</p> <p>Lykillinn að umbótum er samvinna. Ég er þakklátur fyrir þá góðu samvinnu sem við höfum átt á undanförnum árum og veit að á henni getum við byggt til framtíðar. Því samfélag er ekki hús sem forfeður okkar byggðu og við búum í. Samfélag er eitthvað sem við byggjum saman á hverjum degi úr þeim gildum sem við eigum sameiginleg.</p> <p>Ég þakka fyrir áheyrnina og óska ykkur góðs gengis í ykkar mikilvægu störfum.</p>
11. maí 2021Ávarp á málþingi Vegagerðarinnar um framtíð þjóðvega á hálendinu<p><span><em>Ávarp flutt á <a href="http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/malthing-um-thjodvegi-a-halendinu">málþingi Vegagerðarinnar</a>&nbsp;um framtíð þjóðvega á hálendinu 11. maí 2021</em></span></p> <p><span>Góðir gestir,</span></p> <p><span>Með auknum ferðalögum fólks inn á hálendi Íslands og fjölgun ferðamanna undanfarinn áratug hafa augu manna opnast fyrir nauðsyn þess að byggja upp innviði á hálendinu. Stofnvegirnir eru lífæð hálendisins, Kjalvegur, Sprengisandsleið, Kaldadalsvegur og Fjallabak sem eiga að geta þjónað allri almennri umferð. Vegirnir eru lítið sem ekkert uppbyggðir og aðeins færir vel búnum bifreiðum. Á miðhálendi Íslands er kerfi þjóðvega, vega og slóða. Mikilvægt er að gera grein á milli mismunandi kerfa og teikna þá framtíðarsýn hvaða vegi við viljum að séu greiðfærir svo allir komist og hvaða vegi við viljum að aðeins að vel útbúnar bifreiðar komist yfir.</span></p> <p><span>Til að mynda er Kjalvegur stofnleið með töluverða umferð, þverar landið frá suðri til norðurs og er annar tveggja þekktustu fjallvega landsins. Vegurinn er að stærstum hluta malarvegur. Annarsvegar eru rúmlega 53 km niðurgrafnir, krókóttir og sums staðar mjór. Hinsvegar hafa rúmlega 107 km verið byggðir upp, þar af tæplega 19 km með bundnu slitlagi.</span></p> <p><span>Allt frá landnámi hefur Kjölur verið þekkt ferðaleið milli landshluta þegar Norðlendingar riðu á þing á Þingvöllum. Nú á tímum eru ferðalög um Kjöl aftur orðin vinsæl. Svæðið er magnað eins og við þekkjum, vinsælt útivistarsvæði og dregur að sér fjölbreyttan hóp ferðamanna, hestafólk, göngufólk, skíðafólk, hjólafólk, þá sem fara um á bifreiðum ofl.&nbsp;</span></p> <p><span>Fyrir tveimur árum síðan staðfesti ég samning við Neyðarlínuna um lagningu ljósleiðara milli Hveravalla og Blöndudals. Að því verkefni loknu komst á óslitin ljósleiðaratenging milli Suðurlands og Norðurlands sem bætir bæði öryggi og afkastagetu grunnkerfis fjarskipta hér á landi. Samhliða lagningu ljósleiðara um Kjöl var lagður raforkustrengur sem leysir af hólmi dísilvélar sem rekstraraðilar hafa hingað til reitt sig á. Raforkustrengurinn er liður í því að tryggja að Ísland nái&nbsp; markmiðum Parísarsamningsins til 2030.&nbsp;</span></p> <p><span>Verkefnið er samvinnuverkefni eins og þau gerast best með sveitarfélögunum sem hafa beina aðkomu að þessum hluta hálendisins, ferðaþjónustunnar á þessu svæði og viðkomandi stofnunum ríkisins.</span></p> <p><span>Verkefnið sem kallast „Orkuskipti á Kili“ er mjög ánægjulegur áfangi í loftslagmálum. Orkuskipti á Kili hefur sannarleg áhrif og markar framtíðarsýn fyrir svæðið og þá uppbyggingu og innviði sem þurfa að vera til staðar svo flestir geti notið þess að fara um svæðið á fjölbreyttum fararskjótum. Fyrir ferðaþjónustuna er um algjöra byltingu að ræða. Hægt er að kynda árið um kring og enginn þarf lengur að koma að þeim köldum og saggafullum húsum utan mesta hlýindatímans. Þetta skapar alveg nýja möguleika og tækifæri fyrir fólk til að njóta útivistar á hálendinu.</span></p> <p><span>Með ljósleiðaranum kemur internet í stað örbylgjusambands á Hveravöllum og í Kerlingarfjöllum. Það nýtist til öruggari samskipta í þágu ferðafólks og skapar forsendur til að stýra rafhleðslustöðvum á fullkominn hátt. Rafstrengurinn er með flutningsgetu sem í náinni framtíð verður hægt að nýta til að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafknúna umferð um Kjalveg. Vegna þess að við erum jú í orkuskiptum í samgöngum og innan fárra ára verðar flestir bílar rafmagnsbílar.&nbsp;</span></p> <p><span>Ef horft er til umfangs ferðamennskunnar á hálendinu þá er í mínum huga brýnt öryggismál að innviðir, hvort um er að ræða vegi eða fjarskipti geti þjónað þeim sem um svæðið fara. Til að hægt sé að uppfylla kröfur um að allir hafi sama aðgang og uppfylla ákvæði vegalaga um frjálsa för fólks um þjóðvegi þá þarf uppbygging innviða að miðast við að rafmagnsbílar komist um, hvort sem um er að ræða fólksbíla, jeppa eða rútur seinna meir. Og ekki síst á vegi eins og á Kjalvegi þar sem við höfum tekið ákvörðun um að leggja rafstreng, í þessum tilgangi, og þá hlýtur B að koma á eftir A.&nbsp;</span></p> <p><span>Víða myndast stórir pollar í vegum hálendisins sem gerir það að verkum að menn leita út fyrir þá og er því töluverður utanvegaakstur meðfram þeim. Með ört vaxandi umferð er mikilvægt að hægt sé að gera lagfæringar og hugsa til framtíðar eins og Vegagerðin hefur gert, í þeim tilgangi að gera viðhald auðveldara, með því að vinna að styrkingu og lítillega að uppbyggingu, þó aðeins á stuttum köflum í senn.&nbsp;</span></p> <p><span>Í mínum huga er skýrt að bæta þurfi aðgengi almennings að hálendinu. Við höfum því á undanförnum árum aukið fjármagn til svokallaða styrkvegi sem eru vegir sem ekki teljast til þjóðvega, en liggja gjarnan að fjallaskálum, ferðamannastöðum, leitarmannaskálum og oft sveitarfélögin sem sjá um úthlutun fjármagnsins eða framkvæmdina alla.&nbsp;</span></p> <p><span>Sú stefna sem er sett fram í landsskipulagsstefnu um samgöngur á miðhálendinu byggist á þeirri stefnu sem sett var með svæðisskipulagi miðhálendisins. Þar var gert ráð fyrir að stofnvegir um miðhálendið (nefndir aðalfjallvegir í svæðisskipulaginu) skyldu vera byggðir upp sem góðir sumarvegir með brúuðum ám og færir fólksbílum.</span></p> <p><span>Þótt stefna svæðisskipulags miðhálendisins hafi verið í gildi í rúman áratug, hefur vegakerfi hálendisins ekki verið byggt upp í samræmi við stefnu þess. Má nefna í þessu sambandi að meðal fyrirvara sem þingflokkur Framsóknar gerði um frumvarp um miðhálendisþjóðgarð var að nauðsynlegt sé að viðurkenna og setja inn í frumvarptexta að byggja þurfi upp vegi t.a.m. Kjalveg og setja fjármuni í umhverfismat og hönnun. Einnig voru fyrirvarar um að jaðarsvæðið taki tillit til uppbyggingu Kjalvegs og skipulags annara vega með beinni skírskotun til skipulags og umráðaréttar sveitarfélaga.&nbsp;</span></p> <p><span>Þá má ekki gleyma því að ef og þegar vá ber að dyrum eins og við höfum fengið að kynnast þá verða skilgreindar flóttaleiðir að vera greiðfærar. Fyrr en varir gætum við fengið textaboð í símann um rýmingu svæðis, Eldgos er hafið í Kötlu. Og þá þurfa flóttaleiðirnar að virka. Syðri Fjallabaksleið er mikilvægur hlekkur í viðbragðsáætlun vegna eldgoss undir Mýrdalsjökli ef lokanir verða á Hringvegi 1. Því er brýnt að við förum að setja áætlanir um að hvernig þessi flóttaleið á að vera byggð upp og að hún verði tilbúin, það er áskorun.&nbsp;</span></p> <p><span>Að lokum þá hvet ég sem flesta á njóta hálendisins, því hvergi er betra að vera, hvort sem er ríðandi eða akandi við smalamennsku eða sem ferðamaður. Koma við á fallegum stöðum eins og í Kerlingafjöllum sem skarta svo oft sínu fegursta í fallegri vetrarsól eða á síðsumarkvöldum. Það er ánægjulegt að sjá hve margir unna hálendinu og eru duglegir að ferðast og njóta alls hins besta sem það hefur upp á að bjóða. Og þar sem margt fólk er samankomið þá er skylda okkar að tryggja sem best öryggi svo allir geti haldið aftur heilir heim.</span></p>
06. maí 2021Ávarp á ársfundi Byggðastofnunar<p><span><em>Ávarp flutt á ársfundi Byggðastofnunar 6. maí</em></span></p> <p>Fundarstjóri, góðu fundargestir.</p> <p>Það verður að segjast að það er heldur fátæklegt lífið þegar maður hittir eins fáa og raunin hefur verið síðasta rúma árið. Faraldurinn hefur settur okkur fastar skorður en hann hefur líka neytt okkur til að hugsa upp nýjar leiðir í samskiptum sem margar hverjar hafa reynst vel og munu í framtíðinni nýtast áfram og jafnvel spara töluverða fjármuni í ferðir milli heimshluta, landshluta, bæjarhluta – jafnvel hæða.</p> <p>„Það er þetta með alfaraleiðina, er hún nú ekki bara þar sem maður er?“ spyr Geiri í kvikmyndinni Börn náttúrunnar þegar dóttir hans talar við hann um að samskipti þeirra hafi ekki verið mikil í gegnum tíðina. Þetta er stórfengleg mynd hjá Friðriki Þór Friðrikssyni enda var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna á sínum tíma. En það er þetta með alfaraleiðina, hún er þar sem maður er. Og við finnum fyrir því núna, á þessum tímum sem heimsfaraldurinn hefur sett mark sitt á, að alfaraleiðin hefur breyst. Hún liggur nú inn á hvert heimili. Og þótt við söknum þess vissulega að geta ekki setið saman á stórum ráðstefnum eins og þessari þá búum við að því að á síðustu árum hefur verið lyft grettistaki í ljósleiðaravæðingu landsins alls með Ísland ljóstengt sem ég kallaði í grein minni árið 2013, Ljós í fjós. Þessi háhraðatenging sem yfirstígur hindranir veðurs og fjalla hefur gert okkur lífið bærilegra í kófinu. Það er líka eitt af því sem við tökum jákvætt út úr þessu ástandi að þröskuldarnir sem hafa heft verkefni eins og störf án staðsetningar hafa verið pússaðir niður og eina fyrirstaðan nú er í huga stjórnenda hjá stofnunum hins opinbera og fyrirtækjum landsins. En það kemur og munum við leggja okkar af mörkum til þess að fólk geti sest að þar sem því líkar best og unnið nálægt heimili sínu þótt það sé fjarri höfuðborginni.</p> <p>Fyrir nokkru síðan, nánast eilífð finnst mér því það var fyrir faraldur, sat ég ráðstefnu um byggðamál í Aþenu. Þar var mikið um það sem á ensku er nefnt „mega-trend“ og lýsti sér í þessum miklu flutningum úr dreifbýli og minna þéttbýli í stóru borgirnar. Eitt af mínum hjartans málum í stjórnmálum hefur verið að berjast gegn þessari þróun. Ekki af því að ég sé einhver óvinur höfuðborgarsvæðisins, þvert á móti, heldur vegna þess að ég vil að fólk geti búið sér líf þar sem því líður best og þurfi ekki bara að fylgja straumnum þangað sem hann liggur sterkastur. Um það snýst mín byggðastefna að styðja við byggðir um allt land með því að auka atvinnutækifæri og tækifæri til menntunar hringinn í kringum landið</p> <p>Við upplifum ægikraft náttúrunnar á ýmsan hátt. Heimsfaraldur, eldgos, snjóflóð, aurskriður, óveður. Við Íslendingar þekkjum þennan kraft, eyðileggingarmátt og sköpunarmátt náttúrunnar. Við höfum brugðist við þessum krafti nátúrunnar með því að byggja varnargarða, tryggt fjarskipti og raforkukerfi og við höfum – síðast en ekki síst - lagt mikla áherslu á efla þekkingu okkar á þessum náttúruöflum. Þessi byggðaþróun, þessir miklu fólksflutningar til stórborganna, eru ekki náttúrulögmál en líkt og með náttúruöflin verðum við að viðurkenna straumana, kvikuhólfin og veirurnar til þess að geta brugðist við. Við verðum að efla þekkinguna á því hvers vegna fólk færir sig, hvaða aðstæðum það sækist eftir, hvernig það sér framtíð sína fyrir sér. Við eigum vísindafólk sem hefur helgað sig rannsóknum á byggðamálum en mín skoðun er sú að við þurfum að gefa slíkum rannsóknum meira vægi til að geta tekist á við þá staðreynd að á Íslandi búa 64% íbúa á höfuðborgarsvæðinu einu en til samanburðar búa 36% íbúa Danmerkur á Kaupmannahafnarsvæðinu, 30% íbúa Noregs á Oslóarsvæðinu og 26% íbúa Finnlands á Helsinkisvæðinu. Hugsa mætti sér að Byggðastofnun fengi í framtíðinni stærra hlutverk í því að stækka þennan þekkingargrundvöll.</p> <p>Þessi öfgakennda staða sem búum við hér hefur leitt til þess að umræða um byggðamál hér á landi hefur tilhneigingu til að kristallast í andstæðunum: Höfuðborgarsvæði – landsbyggð. Það er í mínum huga augljóst að slík einföldun, slík andstæðugreining, er slæm og engum til gagns. Við viljum öll að það sé byggð um allt land. Um það er enginn ágreiningur. Samspil þéttbýlis og dreifbýlis er ein af helstu áskorunum og viðfangsefnum á sviði byggðaþróunar og mjög mikilvægur þáttur í því að byggja upp sjálfbær byggðalög. Dreifbýli og þéttbýli eru ekki andstæður og við þurfum að forðast að líta þannig á það, en í staðinn nýta styrkleika þéttbýlismyndunar og styrkja samspil við aðliggjandi dreifbýlissvæði í þeim tilgangi að bæta grunnþjónustu. Við eigum að styðja við sérstöðu einstakra svæða í þágu þeirra og landsins alls. Mannlíf, menning og blómlegt atvinnulíf er aðdráttarafl fyrir fólk og fyrirtæki hvaðanæva að. Þetta samspil þéttbýlis og dreifbýlis, sem og stuðningur við sérstöðu einstakra svæða styrkir samkeppnishæfni landsins alls og er þannig hagsmunamál okkar allra.</p> <p>Byggðamál eru þverlægur málaflokkur sem snertir flesta, ef ekki alla, málaflokka ríkisins. Því er byggðaáætlun gott og mikilvægt tæki til að tengja saman opinberar áætlanir. Og það ríkir góð sátt um byggðaáætlun í samfélaginu. Segja má að byggðamálin eru loksins orðin „alvöru“ málaflokkur, en það var ekki litið þannig á þau fyrir nokkrum árum. Þá þóttu þau jafnvel bara óþörf eða í besta falli frekar „púkó“. </p> <p>Lögum samkvæmt skal endurskoða byggðaáætlun á þriggja ára fresti og sú vinna er nú á lokametrunum, enda verða þrjú ár liðin frá samþykkt hennar í júní. Ég hef lagt mikla áherslu á að samhæfa byggðaáætlun eins og kostur er við aðrar áætlanir ríkisins sem skipta miklu máli fyrir byggð í landinu. Sem dæmi má nefna heilbrigðismál, menntamál og orkumál. En allt eru þetta stór byggðamál. Og ekki má gleyma hinum þremur áætlunum sem heyra undir mitt ráðuneyti, samgönguáætlun, fjarskiptaáætlun og áætlun í málefnum sveitarfélaga.&nbsp; Við horfum til allra þessara áætlana nú við endurskoðun byggðaáætlunar.</p> <p>Stefnt er að því að hvítbók, þ.e. drög að stefnu, verða lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda á næstu dögum. Byggðastofnun og ráðuneytið leiða þessa vinnu í nánu samráði við haghafa í samfélaginu, svo sem sveitarfélög og önnur ráðuneyti.</p> <p>Landsátakið Ísland ljóstengt og uppbygging opinberra aðila á fjarskiptaaðstöðu á undanförnum árum er lýsandi dæmi um sérstaka fjármögnun á vegum ríkis og heimafólks til að jafna aðstöðumun milli dreifbýlis og þéttbýlis. Með lokaúthlutun fjarskiptasjóðs seinna í þessum mánuði hefur ríkið styrkt með beinum hætti tengingu um 6.000 lögheimila og annarra styrkhæfra staða í dreifbýli landsins og stuðlað óbeint að tengingu þúsunda sumarhúsa og annarra bygginga. Þetta landsátak hefur þegar bylt forsendum búsetu og atvinnurekstrar í sveitum landsins.</p> <p>Á kjörtímabilinu hefur margt áunnist, hvort tveggja er varðar uppfærslu regluverks fjarskipta og netöryggis og uppbyggingu fjarskiptainnviða. Tímabært er að leggja línur fyrir nýja framsókn í fjarskiptum. Ísland fulltengt – ljósleiðari og 5G óháð búsetu.</p> <p>Með slíkri framtíðarsýn og tilheyrandi aðgerðum væri óvissu eytt um það hvort fólk, óháð búsetu, fái notið þeirrar þjónustu sem verður forsenda og hvati samfélagslegra framfara og nýsköpunar um land allt í fyrirsjáanlegri framtíð. Standi hún til boða er eðlilegt að hún verði jafnframt áreiðanleg, örugg og á sanngjörnu verði.</p> <p>Ég man eftir því að hafa fyrir nokkru síðan lesið grein um mannauðsmál fyrirtækja þar sem rætt var við forstjóra veitingasölukeðju í Bretlandi. Það hafði vakið mikla athygli hvað viðhorf og framkoma starfsmanna keðjunnar voru jákvæð og að starfsmenn hefðu hærri starfsaldur en í sambærilegum keðjum. Forstjórinn var spurður hvað olli þessu, hvernig stefna fyrirtækisins í mannauðsmálum væri frábrugðin annarra. Hann sagði að stefnan væri frekar einföld. Þau legðu sig fram um að ráða hamingjusamt fólk til starfa. Ég nefni þetta hér og nú af því að ég held að byggðamál snúist ekki síst um hamingju fólks. Störf án staðsetningar eru frábær viðbót við möguleika okkar til að breyta byggðaþróuninni en fleira verður auðvitað að koma til og þar leika stórt hlutverk hinar stóru byggðaáætlanir míns ráðuneytis, samgönguáætlun, fjarskiptaáætlun og sveitarstjórnaráætlun. Að ekki sé talað um áætlanir í mennta- og heilbrigðismálum. Fólk á að geta valið sér búsetu þar sem því líður vel og í umhverfi sem gerir það hamingjusamt. Og hamingja er, eins og við vitum öll, bráðsmitandi og hefur áhrif á umhverfi okkar, framlag okkar í vinnu og þar með á verkefnin og útkomu þeirra.</p> <p>Ég trúi því að það sé bjart framundan í byggðamálum Íslendinga. Við höfum gert byggðaáætlun að alvöru áætlun sem mark er á tekið. Þó svo að áætlunin sé ekki stór í krónum talið þá gerum við okkar besta til að tengja hana við áætlanir annarra ráðuneyta – svo sem ráðuneyta heilbrigðis, mennta og atvinnumála – enda eru innan þeirra ráðuneyta stórar byggðaáætlanir, þó þær heiti öðrum nöfnum. Við kappkostum að samhæfa byggðaáætlun sem mest þessum áætlunum og leggja þannig áherslu á mikilvægi byggðamála í sem flestum málaflokkum ríkisins.</p> <p>Byggðastofnun er öflug stofnun. Með verkum sínum hefur stofnunin áunnið sér traust – ekki bara mitt og ráðuneytisins -&nbsp; heldur líka samfélagsins alls. Ég vil þakka stjórn, stjórnendum og öllu því öfluga starfsfólki sem stofnunin hefur á að skipa kærlega fyrir gott samstarf og vel unnin störf.</p> <p>Að lokum vil ég segja þetta: Við sjáum til lands. Stundin er að renna upp, stundin sem við höfum beðið eftir síðan heimsfaraldurinn skall á með öllu sínu tjóni á heilsu og hag fólks um allan heim. Allt síðasta ár hefur verið helgað baráttunni við faraldurinn, helgað því að vernda heilsu fólks og afkomu og því að tryggja hraða og markvissa viðspyrnu fyrir Ísland. Augnablikið þegar allt horfir til betri vegar er ekki síst upplifun okkar hvers og eins þegar við fáum stunguna í öxlina, þegar við sjáum fram á að losna við óttann við veiruna, ótta sem snýst ekki aðeins um okkur sjálf heldur ekki síst um ástvini okkar.</p> <p>Ég er stoltur af þjóðinni okkar. Á erfiðum tímum, tímum þegar faraldurinn hefur ógnað heilsu okkar og okkar nánustu, hefur þjóðin staðið saman og mætt erfiðleikum af einurð og styrk. Sól hækkar á lofti, hópur bólusettra stækkar, atvinnulausum fækkar. Við horfum bjartsýn fram á veginn. </p> <p>Takk fyrir mig.</p>
22. apríl 2021Ísland fulltengt - ljósleiðaravæðing byggðakjarna<p><span><em>Grein birt í Morgunblaðinu 22. apríl 2021</em></span></p> <p><span>Í lok þessa mánaðar mun ég staðfesta síðustu samninga ríkisins við sveitarfélög á grundvelli samvinnuverkefnisins Ísland ljóstengt, en um það verkefni hefur ríkt þverpólitísk samstaða. Margt má læra af skipulagi og framkvæmd þessa verkefnis sem ég lagði hornstein að með grein minni „Ljós í fjós“ árið 2013. Það veganesti þurfum við að nýta við áframhaldandi uppbyggingu fjarskiptainnviða á landsvísu. Fjarskiptaráð, sem starfar á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, fundaði nýverið með öllum landshlutasamtökum utan höfuðborgarsvæðisins um stöðu og áskoranir í fjarskiptum. Niðurstaða þessara funda var m.a. sú að áskoranir eru ekki alls staðar þær sömu þó að brýnasta úrlausnarefnið sé hið sama um allt land, en það er ljósleiðaravæðing byggðakjarna.</span></p> <p><span>Stóra myndin í ljósleiðaravæðingu landsins er sú að eftir sitja byggðakjarnar vítt og breitt um landið, sem hafa ekki aðgang að ljósleiðara nema að takmörkuðu leyti. Það er einfaldlega ekki boðleg staða á fyrstu árum fjórðu iðnbyltingarinnar. Skilaboð sveitarfélaga eru afdráttarlaus og skýr í þessum efnum – það er forgangsmál að ljósleiðaravæða alla byggðakjarna.&nbsp;</span></p> <p><span>Í nýlegri grein okkar Jóns Björns Hákonarsonar, formanns fjarskiptaráðs, undir yfirskriftinni „Ísland fulltengt - ljósleiðari og 5G óháð búsetu“, er kynnt framtíðarsýn um almennan aðgang heimila og fyrirtækja að ljósleiðara án þess þó að fjalla um hvernig samfélagið geti náð henni fram. Tímabært er að taka upp þann þráð. Eftir því sem nær dregur verklokum í Ísland ljóstengt er oftar spurt hvort ríkið ætli að láta sig ljósleiðavæðingu byggðakjarnanna varða og þá hvernig. Fram til þessa hef ég talið mikilvægt að draga ekki athygli sveitarfélaga of snemma frá ljósleiðaravæðingu dreifbýlisins, sem hefur reynst töluverð áskorun, einkum fyrir minni og dreifbýlli sveitarfélög. Vonir stóðu til þess að ljósleiðaravæðing byggðakjarna færi fram samhliða Ísland ljóstengt verkefninu á markaðslegum forsendum en sú uppbygging hefur því miður ekki gengið eftir sem skyldi.</span></p> <p><span>Ég hyggst svara ákalli um ljósleiðarvæðingu byggðakjarna og leggja grunn að nýju samvinnuverkefni, Ísland fulltengt, í samræmi við markmið fjarskiptaáætlunar um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins alls fyrir árslok 2025. Fjarskiptaráði og byggðamálaráði hefur þegar verið falið að greina stöðuna á landsvísu í samvinnu við Póst- og fjarskiptastofnun, í því skyni að undirbyggja valkosti og ákvörðunartöku um aðkomu stjórnvalda að einu brýnasta byggðamáli samtímans.</span></p> <p><span>Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</span></p>
23. mars 2021Ótvíræður ávinningu af norrænu samstarfi<p><span><em>Ávarp samstarfsráðherra í tilefni dags Norðurlanda 23. mars 2021</em></span></p> <p><span>Góðan daginn kæru þátttakendur, bæði þið sem eruð samankomin hér í Norræna húsinu í Reykjavík og þið hin sem eruð með okkur í netheimum til að halda upp á dag Norðurlanda, sem fagnað er á Norðurlöndunum, með fjölbreyttum viðburðum og umræðum líkt og þessum hér í dag.&nbsp;</span></p> <p><span>Ég vil byrja á að þakka skipuleggjendum fyrir boðið á þennan áhugaverða umræðufund.</span></p> <p><span>Þátttaka okkar Íslendinga í samstarfi Norðurlanda er mjög umfangsmikil og kveður sáttmáli ríkisstjórnarinnar á um að norrænt samstarf verði áfram einn af hornsteinum utanríkisstefnu Íslands.</span></p> <p><span>Gildisauki af norrænu samstarfi, þá hálfu öld sem liðin er frá stofnun Norrænu ráðherranefndarinnar, er ótvíræður og samstarfið hefur líklega aldrei verið mikilvægara en einmitt nú.&nbsp;</span></p> <p><span>Norðurlöndin og norrænt samstarf er auk þess gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland og hefur þessi vettvangur þjónað vel hagsmunum Íslands í gegnum árin. Ekki síst vegna þess hve samvinnan er fjölbreytt.</span></p> <p><span>Það er vel við hæfi að halda þennan fund og ræða verðmætasköpun af menningarsamstarfi Norðurlanda hér í Norræna húsinu, en allt frá opnun hússins sumarið 1968 hefur hér verið ein helsta miðstöð norrænnar menningar hér á landi.&nbsp;</span></p> <p><span>Norrænu samstarfsráðherrarnir komu sér saman um nýja framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf á fundi á Hellu 19. júní árið 2019, í formennskutíð Íslands, og forsætisráðherrar Norðurlanda samþykktu síðan á fundi sínum í ágúst sama ár. Framtíðarsýnin byggist á að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims á árunum fram til 2030.</span></p> <p><span>Í framtíðarsýninni voru sett fram stefnumarkandi áherslur og markmið um græn Norðurlönd, samkeppnishæf Norðurlönd og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Lagt er upp með að þessar áherslur verði sem rauður þráður í öllu starfinu á næstu árum.&nbsp;</span></p> <p><span>Til þess að ná þessum stefnumarkandi áherslum og markmiðum voru allar fagráðherranefndir, norrænar stofnanir og Norðurlandaráð beðin um að leggja fram tillögur að verkefnum og áherslum. Þá var einnig haft meira samráð við almenning og atvinnulíf á Norðurlöndum en nokkru sinni fyrr. Afraksturinn er framkvæmdaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar til næstu fjögurra ára.</span></p> <p><span>Hluti af framkvæmdaáætluninni felst í áherslu á þverfagleg verkefni, sem stuðla eiga að því að sviðin starfi saman að því að ná settum markmiðum og gera samstarfið skilvirkara.</span></p> <p><span>Annað mikilvægt markmið í framkvæmdaáætluninni er að auka þátttöku almennings á Norðurlöndum í norrænu samstarfi og með starfi sínu að grænum, samkeppnishæfum og félagslega sjálfbærum Norðurlöndum leggur norrænt samstarf áherslu á að skila raunverulegum árangri í úrlausnarefnum dagsins í dag.</span></p> <p><span>Þegar vinnan við framtíðarsýnina hófst var strax ákveðið að ekki yrði aðeins um fögur fyrirheit að ræða, heldur breyttar áherslur sem endurspegluðust í tilfærslu fjármuna. Þannig væru breytingar gerðar á fjárhagsrömmum einstakra fagráðherranefnda og fjármunum forgangsraðað yfir í verkefni á sviði loftslagsmála og sjálfbærni, sem styðja við framtíðarsýnina um sjálfbær og samþætt Norðurlönd.&nbsp;</span></p> <p><span>Eins og áður segir, beinir framkvæmdaáætlunin samstarfinu meira inn á loftslagsvænni og sjálfbærnimiðaðri brautir. Þá hefur heimsfaraldurinn einnig opnað augu okkar betur fyrir þeim tækifærum sem felast í stafrænni væðingu, m.a. á sviði rannsókna og menntunar, og nýsköpunar á heilbrigðissviði. Einnig geta stafrænar lausnir hjálpað til við að auðvelda frjálsa för fólks innan Norðurlanda, en slíkt ferðafrelsi er einn hornsteina norræns samstarf.</span></p> <p><span>Þótt framkvæmdaáætluninni sé ætlað að vera leiðarljósið í norrænni starfsemi næstu fjögur árin er einnig gerð krafa um eftirfylgni. Reynslan af yfirstandandi heimsfaraldri sýnir glöggt að samstarfið þarf að vera sveigjanlegt og geta aðlagað sig að breyttum aðstæðum til að geta ráðið betur við vágest eins og þann sem við glímum við í dag.</span></p> <p><span>Með nýrri forgangsröðun til að ná markmiðum nýrrar framtíðarsýnar Norrænu ráðherranefndarinnar er leitast við að efla samheldni, þróun og samstarf á öllum Norðurlöndum. Menning og listir munu halda áfram að gegna stóru hlutverki í norrænu samstarfi og skapa vettvang fyrir aðkomu almennings og hjálpa okkur að skilja og takast á við hnattrænar áskoranir eins og loftslagsvandann og yfirstandandi heimsfaraldur.</span></p> <p><span>Að lokum vil ég þakka fyrir mig og óska ykkur öllum góðs dags Norðurlanda.</span></p>
23. mars 2021Öryggi smáfarartækja<p><em>Ávarp á morgunfund ráðuneytisins og umferðaröryggisráðs um öryggi smáfarartækja 23. mars 2021</em></p> <p><em></em>Ágætu fundargestir.</p> <p>Markmið þessa fundar er að vekja athygli á mikilvægi smáfarartækjanna í umferðinni. Þörfum þeirra fyrir innviði, öryggi þeirra sem þau nota og ávinninginn af notkun þeirra fyrir samfélagið.</p> <p>Flest ferðumst við ein í bíl sem gerður er til að flytja hið minnsta fjóra farþega auk ökumanns og eru bílarnir því flestir „einmenningsfarartæki“ sem þurfa rými í gatnakerfinu. Mikilvægt er að stuðla að fjölbreyttum ferðamátum sem koma á móts við loftslagsmarkmið og aðstæður hvers og eins.</p> <p>Fjölbreyttir ferðamátar og öruggir innviðir fyrir þá er eitt af markmiðum samgönguáætlunar og aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Við höfum mikið forskot í notkun grænnar orku sem veitir birtu og yl, hitar upp húsin og framleiðir rafmagn og því eru samgöngutækin ein helsta uppspretta innanlandslosunar.</p> <p>Með áherslu á eflingu fjölbreyttra ferðamáta er ekki einvörðungu komið til móts við skuldbindingar í loftslagsmálum heldur eru þeir ekki síður heilsueflandi og umhverfisvænir auk þess að vera hógværir í þörfum og kröfum fyrir innviði.&nbsp;</p> <p>Undir fjölbreytta ferðamáta falla margvíslegir ferðamátar, að fara gangandi eða í strætó, eða nýta sér smáfarartækin, vistvæn einmenningsfarartæki. Að vera hjólandi á eigin afli eða með hjálparvélar,&nbsp; ferðast á rafhlaupahjóli eða rafmagnsvespu, litlu rafknúnu fjórhjóli eða rafhjólastól, því flestir eiga að geta nýtt sér innviðina sem verða sífellt betri.&nbsp;</p> <p>Í frumvarpi að umferðarlögum sem ég lagði fram á þar síðasta þingi var ekki gerð krafa um skráningaskyldu léttra bifhjóla í flokki 1. Markmiðið var að hvetja til notkunar fjölbreytta ferðamáta hjá ungum sem öldum. Í meðförum þingsins var frumvarpinu breytt og farartækin gerð skráningarskyld. Nú kveðjur hins vegar við annan tón og þingið hefur breytt afstöðu sinni, svo nú liggur fyrir tillaga um afnáms skráningaskyldu, líkt og ég lagði fram í upphafi.&nbsp;</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Smáfarartækin eru ekki ný af nálinni. Um hjólhestinn sem seinna fékk heitið reiðhjól var fyrst fjallað um í grein um jafnrétti í Fjallkonunni árið 1887 þar sem konur voru hvattar til að hjóla. Fyrstu reiðhjólin komu svo til landsins 1890. Fyrsti maðurinn til að nýta sér reiðhjól sem farartæki í atvinnuskyni var Guðmundur Björnsson frumkvöðull og læknir sem hjólaði í vitjanir um allt höfuðborgarsvæðið.&nbsp;</p> <p>Konur fóru líka snemma að hjóla og í grein í Ísafold árið 1904 segir „Það er nú fyrst að verða tíska hér að kvenfólk fari á hjólum.” Þess má reyndar geta að nýlegar ferðavenjukannanir sýna að konur ferðast í dag töluvert minna á smáfarartækjum en karlar.</p> <p>Til þess að þessir ferðamátar nýtist sem best þarf góða og örugga innviði, göngu- og hjólastíga. Á undanförnum árum hefur umtalsverðum fjármunum verið varið um land allt í samstarfi við sveitarfélög við að byggja innviði fyrir fjölbreytta ferðamáta þar sem að öryggi ferðalanga er í öndvegi.</p> <p>Örflæði er hugtak sem við notum fyrir umferð þessara smáu fararskjóta í stað enska hugtaksins „micromobility“. Í samgönguáætlun er áfram gert ráð fyrir fjárveitingum í innviði fyrir smáfarartækin til að tryggja örflæðinu öruggar brautir.&nbsp;</p> <p>Það er þó ekki nóg að byggja örugga innviði, vegfarendurnir þurfa ekki síður að hugsa um öryggi. Sitt eigið öryggi með því að vera sýnilegir með endurskin, ljós, hjálma og öryggi annarra vegfarenda á stígunum með því að sína þeim virðingu, tillitssemi og fara með aðgát.</p> <p>Örflæðið er hljóðlátur og vistvænn ferðamáti sem er að auki heilsusamlegur og gefandi því fólkið á smáfarartækjunum fær meiri hreyfingu og G-vítamín þegar heilsast það mætist, brosir og spjallar jafnvel saman á rauðu ljósi.&nbsp;</p> <p>Örflæðið er komið til að vera og mun á næstu árum aukast með fleiri og fleiri nýjungum á borð við rafmagnshjólin og rafhjólaleigurnar sem gera sífellt fleirum kost á að nýta þessa ágætu ferðamáta í þéttbýlinu og nánasta umhverfi.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Við fáum í dag nokkra af okkar helstu sérfræðingum til að fræða okkur um smáfarartækin, örflæðið og öryggið. Ég óska ykkur fræðandi fundar.&nbsp;</p>
22. mars 2021Virðingin fyrir náttúrunni<p><em>Grein birt á Vísi mánudaginn 22. mars 2021</em></p> <p>Náttúran. Alla mína æsku beið ég eftir stóra skjálftanum. Hann var alltaf yfirvofandi, eiginlega hluti af hversdeginum. Þess vegna skil ég vel fólkið á Reykjanesi sem finnur fyrir feginleika nú þegar lítið eldgos hefur fæðst við Fagradalsfjall og það virðist hafa dregið úr spennu á svæðinu. Ég finn líka fyrir þessum feginleika. Hins vegar þykir mér tal um „túristagos“ vera ákveðið virðingarleysi við náttúruna og þann gríðarlega sköpunar- og eyðileggingarmátt sem hún býr yfir.</p> <h2>Maðurinn er hluti af náttúrunni</h2> <p>Maðurinn er ekki aðskotadýr í náttúrunni, hann er hluti af henni og hennar stórkostlega sköpunarverki. Við höfum í gegnum aldir og árþúsundir lært að lifa með krafti náttúrunnar og náð að beisla orku hennar. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni eru að ganga ekki á gæði hennar á þann hátt að það hafi í för með sér óafturkræfa eyðileggingu. </p> <h2>Nýting á sjálfbæran hátt</h2> <p>Á síðustu árum hefur orðið almenn viðhorfsbreyting gagnvart náttúrunni sem felst í meiri virðingu fyrir henni. Ég hef áður sagt að ég telji óhugsandi að ráðist verði í stórvirkjanir á borð við Kárahnjúkavirkjun á komandi árum og áratugum. Og um það held ég sé almenn samstaða. Ég tel hins vegar að það sé eðlilegt að nýta krafta náttúrunnar á sjálfbæran hátt til þess að viðhalda og auka lífsgæði á Íslandi. </p> <h2>Vísindi og stjórnmál leika lykilhlutverk</h2> <p>Loftlagsmálin eru brýnasta úrlausnarefni samtímans og mikilvægt að þjóðir heims taki höndum saman við að leysa þau flóknu verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Þar leika vísindin og stjórnmálin lykilhlutverk. Og sú samstaða og samvinna sem hefur tekist með þjóðum heims í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn vekur bjartsýni um að það takist.</p> <h2>Ísland er mikilvæg fyrirmynd</h2> <p>Við Íslendingar höfum þegar stigið mikilvæg skref sem geta verið öðrum þjóðum fyrirmynd. Þar er mikilvægasta fyrirmyndin að við höfum með hjálp náttúrunnar náð að hita híbýli okkar með heitu vatni og knýja samfélagið með raforku sem er framleidd á loftlagsvænan hátt. Við vorum því komin langt í loftlagsmálum áður en þjóðir heims hittust í Kyoto í Japan í lok síðustu aldar.</p> <h2>Uppspretta nýrra leiða</h2> <p>Við höfum á síðustu mánuðum upplifað þá gríðarlegu auðlind sem felst í þekkingu vísindanna, bæði hvað varðar sjúkdóma og jarðfræði. Sú þekking er uppspretta nýrra leiða til að fást við vanda sem mannkynið hefur tekist á við alla sína tíð. Sú þekking sem vísindin færir okkur er einnig grundvöllurinn að allri þeirri nýsköpun sem verður í lykilhlutverki í baráttunni gegn loftlagsbreytingum.</p> <h2>Umgöngumst náttúruna af virðingu</h2> <p>Náttúran og kraftar hennar eru hluti af daglegu lífi á Íslandi. Hún er uppspretta stórs hluta af lífsgæðum okkar, hvort heldur er matvæli, orka eða ferðaþjónusta, og um leið er hún ógn við lífsgæði okkar með vályndum veðrum, jarðhræringum, flóðum og skriðum. Við verðum að umgangast hana af virðingu.</p> <p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</em></p>
11. mars 2021Ísland fulltengt - ljósleiðari og 5G óháð búsetu<span></span> <p><em>Greinin var birt í Morgunblaðinu 11. mars 2021</em></p> <p>Öflugir fjarskiptainnviðir eru forsenda búsetu og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi á landsbyggðinni. Ísland er í röð fremstu ríkja heims í fjarskiptainnviðum samkvæmt mati Alþjóðafjarskiptastofnunarinnar. Sú staða er ómetanleg en enginn endapunktur því tækninni fleygir fram og nýjar áskoranir blasa við. Þörf er á metnaðarfullri framtíðarsýn fyrir útbreiðslu og áreiðanleika fjarskipta um land allt nú þegar landsátakinu Ísland ljóstengt, sem á stóran þátt í að þessari góðu stöðu, fer að ljúka.&nbsp;</p> <p>Landsátakið Ísland ljóstengt og uppbygging opinberra aðila á fjarskiptaaðstöðu á undanförnum árum er lýsandi dæmi um sérstaka fjármögnun á vegum ríkis og heimafólks til að jafna aðstöðumun milli dreifbýlis og þéttbýlis. Með lokaúthlutun fjarskiptasjóðs seinna í þessum mánuði hefur ríkið styrkt með beinum hætti tengingu um 6.000 lögheimila og annarra styrkhæfra staða í dreifbýli landsins og stuðlað óbeint að tengingu þúsunda sumarhúsa og annarra bygginga. Þetta landsátak hefur þegar bylt forsendum búsetu og atvinnurekstrar í sveitum landsins.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Rúmt ár er síðan óveður afhjúpaði veikleika í raforkukerfinu sem olli truflun á fjarskiptum einkum á Norðurlandi og Austurlandi. Brugðist var hratt við og hafa stjórnvöld þegar m.a. bætt varaafl á rúmlega 68 fjarskiptastöðum víða um land. Framhald verður á verkefninu í ár í samvinnu fjarskiptasjóðs sem leggur til fjármuni og Neyðarlínunnar sem sér um framkvæmdir. Öryggiskröfur samfélagsins eru einfaldlega ríkari en það sem fjarskiptafyrirtæki eru skuldbundin til að gera eða geta tryggt á markaðslegum forsendum, einkum á landbyggðinni.</p> <h2>Fyrirsjáanleiki aðalatriði</h2> <p>Fólk vill aðgang að nýjustu og bestu fjarskiptaþjónustu hverju sinni og gerir jafnframt kröfu um að þjónustan sé áreiðanleg, örugg og á viðráðanlegu verði. Regluverkið, með áherslu á samkeppni og markaðslausnir, tryggir það upp að vissu marki. Þolinmæði gagnvart óvissu og bið eftir markaðslausnum er þó á undanhaldi.</p> <p>Áhyggjur íbúa utan helstu þéttbýlissvæða hafa lengi snúist um hvort ljósleiðarinn eða nýjar kynslóðir farneta verði yfir höfuð í boði. Vissan fyrir því að ljósleiðarinn komi á grundvelli Ísland ljóstengt, hefur skapað ákveðna sátt og skilning gagnvart því að slík uppbygging getur ekki átt sér stað samtímis um allt land. Einhver byggðarlög verða á undan öðrum. Stóra málið er fyrirsjáanleiki um að ljósleiðarinn sé í það minnsta á leiðinni.</p> <p>Kveikjan að Ísland ljóstengt var framtíðarsýn og markmið stjórnvalda um að ljósleiðaravæða dreifbýlið. Það gleðiefni að sjá nú fyrir endann á þessu samvinnuverkefni sem hornsteinn var lagður að með blaðagrein sem birtist 30. mars 2013 undir yfirskriftinni „<em>Ljós í fjós</em>“.&nbsp;</p> <h2>Landsdekkandi þráðlaus fjarskiptakerfi í opinberri eigu</h2> <p>Þó að 5G uppbygging sé ekki mjög brýn í þeim afmarkaða tilgangi að auka bandbreidd hér á landi, er sannarlega tímabært að huga að almennum markmiðum og aðgerðum til þess að gera samfélagið í stakk búið að hagnýta þá fjölbreyttu þjónustu sem 5G gerir mögulega á næstu árum.&nbsp;</p> <p>Við þessi tímamót er viðeigandi að setja fram nýja framtíðarsýn sem er verðugur arftaki „<em>Ljós í fjós</em>“.&nbsp;</p> <p>Neyðarlínan, sem er í opinberri eigu, á og rekur landsdekkandi neyðarfjarskiptakerfið TETRA fyrir neyðar- og viðbragðsaðila af miklum myndarskap. Hugað er nú að endurnýjun eða arftaka þess kerfis hér á landi, í Noregi og víðar.&nbsp;</p> <p>Rekstur fjarskiptaaðstöðu og sendakerfa reynist Ríkisútvarpinu umtalsverð áskorun og tímabært er fyrir félagið að huga að endurnýjun/arftaka eigin og útvistaðra sendakerfa.</p> <p>Margt bendir til þess að 5G tæknin geti hæglega leyst þarfir þeirra sem nýta TETRA og RÚV til framtíðar er varðar þráðlaus fjarskipti eða útsendingar. Í því felast tækifæri til tækniuppfærslu og hagræðingar. Fátt bendir til þess að skynsamlegt sé fyrir opinbera aðila að reka mörg sjálfstæð þráðlaus fjarskiptakerfi með háu öryggisstigi til framtíðar á sömu svæðum.&nbsp;</p> <h2>Ljósleiðari og 5G í byggðakjörnum</h2> <p>Ljósleiðaravæðing landsins heldur áfram og eru það eingöngu byggðakjarnar á landsbyggðinni sem búa nú við óvissu um hvort eða hvenær röðin kemur að þeim og á hvaða forsendum. Búast má við að fyrirhugað útboð á tveimur NATO-ljósleiðurum verði útfært m.a. með aukna samkeppni á landshringnum í huga og hvata til ljósleiðarauppbyggingar fjarskiptafyrirtækja í byggðakjörnum. Sú ljósleiðaravæðing, og þar með landsins alls, gæti því verið langt komin fyrir lok næsta kjörtímabils.&nbsp;</p> <p>Líklegt er að uppbygging 5G gagnvart helstu þéttbýlissvæðum fari fram á markaðslegum forsendum og án sérstakra opinberra hvata. Slík uppbygging er hafin. Fyrirsjáanleiki í uppbyggingu markaðsaðila á 5G gagnvart litlum byggðakjörnum og utan þéttbýlis er hins vegar minni.&nbsp;&nbsp;</p> <h2>Ísland fulltengt – ljósleiðari og 5G óháð búsetu</h2> <p>Á kjörtímabilinu hefur margt áunnist, hvort tveggja er varðar uppfærslu regluverks fjarskipta og netöryggis og uppbyggingu fjarskiptainnviða. Tímabært er að leggja línur fyrir nýja framsókn í fjarskiptum.&nbsp;<em>Ísland fulltengt</em>&nbsp;– ljósleiðari og 5G óháð búsetu.</p> <p>Með slíkri framtíðarsýn og tilheyrandi aðgerðum væri óvissu eytt um það hvort fólk, óháð búsetu, fái notið þeirrar þjónustu sem verður forsenda og hvati samfélagslegra framfara og nýsköpunar um land allt í fyrirsjáanlegri framtíð. Standi hún til boða er eðlilegt að hún verði jafnframt áreiðanleg, örugg og á sanngjörnu verði.&nbsp;</p> <p>Á svæðum þar sem forsendur fyrir samkeppni í innviðum er ekki til staðar virðist vera skynsamlegt að byggja og reka eitt gott dreifikerfi sem bæði opinberir aðilar og markaðsaðilar geta nýtt. Hagkvæmni í innviðauppbyggingu skiptir máli. Kominn er tími til að opinberir aðilar sem eiga og reka fjarskiptainnviði ræði uppbyggingu fjarskiptainnviða til framtíðar og ákveðið verði hvernig hið mikilvæga hlutverk þeirra og samspil verður útfært með hliðsjón af heildstæðri framtíðarsýn og áherslu á byggðasjónarmið. Þar gæti komið til greina full sameining eða verulega aukið samstarf fjarskiptainnviðafyrirtækja í opinberri eigu.</p> <p>5G verður bráðlega nauðsynleg innviðaþjónusta gangi spár eftir. Verður nokkurs konar grunnþjónusta og því enn ríkari ástæða til þess að setja fram heildstæða nálgun þess hvernig við ætlum að tryggja þá grunnþjónustu íslensku samfélagi til hagsbóta, óháð búsetu. Sundabraut verður ekki byggð á einum degi og það sama á við um 5G þjónustu um land allt, en framtíðarsýnin og markmiðin þurfa að vera skýr.</p> <p>Verkefnið hlýtur að vera að tryggja fyrirsjáanleika í aðgengi, öryggi og verðlagningu 5G þjónustu gagnvart byggð, atvinnulífi, samgöngum og samfélagslega mikilvægum svæðum á landsbyggðinni sem og annars staðar. Einn lykill að þeirri vegferð er að nýta tækifæri til uppfærslu og langtíma hagkvæmni í fjárfestingum og rekstri landsdekkandi þráðlausra fjarskiptakerfa opinberra aðila, þ.m.t. Neyðarlínu og Ríkisútvarps. Annar lykill er að auka samvinnu og samþætta starfsemi fjarskiptainnviðafyrirtækja í opinberri eigu þannig að styðji við þessa vegferð, þ.m.t. að efla fjarskiptaaðstöðu og ljósleiðarastofnnet um landið.&nbsp;</p> <h2>Valkostir við uppbyggingu á landsbyggðinni</h2> <p>Fyrir liggur hvert viðfangsefnið er en ekki hvernig eigi að leysa það. Líkt og oftast eru valkostir í þeim efnum.</p> <p>Nýstárlegur valkostur væri að efla Neyðarlínuna og fela henni að byggja og reka 5G kerfi, a.m.k. á markaðsbrestssvæðum, sem leysti af TETRA og kerfi RÚV á þeim svæðum. Með því gæti skapast möguleiki fyrir markaðsaðila að semja um aðgang að öruggum 5G sendum Neyðarlínunnar og möguleiki fyrir Neyðarlínuna að semja um aðgang að öruggum 5G sendum markaðsaðila á markaðssvæðum þeirra.&nbsp;</p> <p>Aðrir hefðbundnari valkostir koma til greina, t.d. væri hægt að bíða og sjá hvað markaðsaðilum hugnast að gera á næstu árum. Þar má horfa til aukins samstarfs og samnýtingar við innviðauppbyggingu og jafnvel bjóða út 5G þjónustu svæðisbundið. Einnig mætti fela markaðsaðilum með útboðsleið að leysa verkefni Neyðarlínunnar og RÚV heildstætt um allt land með 5G og svo framvegis.&nbsp;</p> <p>Það eru sem sagt fleiri en einn valkostur um leiðir og gaumgæfa þarf útfærslu þeirra. Aðalatriðið er að sammælast um það markmið að ná samlegð, hagræði og auknu öryggi með þróun kerfa RUV og Neyðarlínunnar í ljósi þeirrar 5G uppbyggingar sem fyrir dyrum stendur, almenningi í landinu öllu til heilla.</p> <h2>Áfram veginn</h2> <p>Greina þarf og bera saman mismunandi leiðir til að ná fram þeirri framtíðarsýn sem lögð er hér fram,&nbsp;<em>Ísland fulltengt&nbsp;</em>– ljósleiðari og 5G óháð búsetu. Þær hafa tiltekna kosti og galla, mismunandi eftir því hver metur. Hér er ekki talað fyrir almennri ríkisvæðingu fjarskipta, heldur raunsæi gagnvart þeim fyrirsjáanlega markaðsbresti sem verður m.a. í uppbyggingu framtíðarkerfa og ekki síst 5G innviða. Þróunin er ör og mikilvægt er að taka verkefnið traustum tökum. Endurskoðun fjarskiptaáætlunar er hafin og því er tímabært að ræða um sameiginlega framtíðarsýn fyrir samfélagið og færar leiðir.&nbsp;&nbsp;</p> <p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar og formaður Fjarskiptaráðs</em></p>
18. febrúar 2021Sjálfsögðu hlutirnir<p><em>Grein birt í Morgunblaðinu 18. febrúar 2021</em></p> <p>Lífsgæði, hagsæld, og staða innviða eru nátengd hvert öðru. Í gegnum tíðina höfum við líkast til farið að taka því sem gefnum hlut að búa við trausta og góða innviði, hafa heimilið upplýst allan sólarhringinn, alla daga ársins, vera með háhraða nettengingu, jafnvel víðs fjarri þéttbýli og að úr krananum renni bæði heitt vatn og kalt. Besta neysluvatn í heimi, fyrir 0 krónur. Að við komumst ferðar okkar að vild, bæði innanlands og utan. Að vísu skal það viðurkennt að við höfum ekki enn fundið endanlega lausn á ófærð, en við gerum okkar besta.</p> <p>En svo gerist allt í einu eitthvað sem fær okkur til að staldra við og muna hvílík verðmæti þetta eru. Á landinu skellur stormur og í nokkra daga missir hluti landsmanna aðgang að hluta þessara innviða; vegir loka, rafmagnið dettur út og fjarskiptasamband rofnar. Algjört neyðarástand skapast. Ástand sem ekki er hægt að sætta sig við.&nbsp;</p> <h2>Endurreisn</h2> <p>Samtök iðnaðarins gáfu út innviðaskýrslu árið 2017 í aðdraganda síðustu kosninga. Það var ljómandi góð tímasetning. Í mínum augum var sú skýrsla mjög gagnlegt því hún dró upp mynd af innviðum landsins í sennilega því slakasta ástandi sem þeir hafa verið í langan tíma. Árin á undan, allt frá bankahruni, voru ár vanfjárfestingar í samgönguinnviðum og þeir liðu fyrir og létu á sjá.&nbsp;</p> <p>Þeir innviðir sem undir mitt ráðuneyti heyra, þjóðvegir, hafnir og flugvellir fengu ekki háa einkunn þá.</p> <p>Í ríkisstjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar var kveðið á um nauðsynlega endurreisn íslenskra samgönguinnviða þar sem uppbyggingu væri hraðað, bæði í nýbyggingu og viðhaldi. Frá því ég tók við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa framlög í samgönguframkvæmdir aukist hratt.&nbsp;</p> <h2>Vegir, hafnir, flugvellir</h2> <p>Árið 2016, ári áður en umrædd skýrsla kom út, voru heildarframlög til framkvæmda og viðhalds vegakerfisins 16,4 milljarðar á verðlagi dagsins í dag. Þar af fóru rúmir 6 milljarðar í viðhald. Framlög til viðhalds höfðu haldist á bilinu 4,5-6 milljarðar frá 2010 og jafnvel lengur.</p> <p>Í ár erum við að gera ráð fyrir að heildarframlög til framkvæmda og viðhalds vegakerfisins verði 35,5 milljarðar, þar af 11 milljarðar í viðhald, sjá meðfylgjandi töflu.</p> <p>Framlög til hafnarframkvæmda úr hafnarbótasjóði voru 660 milljónir 2016 og 412 milljónir árið 2017. Á þessu ári verða framlögin rúmir 1,6 milljarðar.</p> <p>Framlög til flugvalla og flugleiðsögu voru rúmir 1,9 milljarðar 2016 og 1,8 árið 2017. Á þessu ári verða framlögin 4,4 milljarðar. Allar þessar upphæðir eru á sama verðlagi og skiptast í viðhald og nýframkvæmdir í samræmi við ráðgjöf og forgangsröðun þeirra sem til þekkja.&nbsp;</p> <h2>Áfram veginn&nbsp;</h2> <p>Tveimur samgönguáætlunum og einu fjárfestingarátaki síðar fullyrði ég að staðan nú er allt önnur og betri. Það besta er að við erum rétt að byrja. Á næstu árum höfum við lagt grunn að&nbsp; miklum uppbyggingaráformum um allt land. Nýtum við þar öll trixin í bókinni; stóraukin bein framlög til framkvæmda, þjónustu og viðhalds, aukin þátttaka einkaaðila og einkafjármagns með hinni svokölluðu samvinnuleið (PPP) ásamt möguleika á að nýta sértæka gjaldtöku til enn frekari framfara. Ég ætla að leyfa mér að slá því föstu að næstu 15 ár verði tímabil framfara og uppbyggingar sem muni búa í haginn fyrir hagvexti morgundagsins og lífskjörum framtíðar kynslóða þessa lands.</p> <p>Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</p>
29. janúar 2021Staðir, störf og hamingja<p><span><em>Ávarp ráðherra á rafrænu málþingi SSNE og Akureyrarstofu 28. janúar 2021</em><br /> <br /> Kæru fundargestir. Ég vil byrja á því að þakka fyrir þetta málþing. Það er mikilvægt að við ræðum atvinnumál, ekki síst við þær aðstæður sem við búum við núna, og einnig&nbsp; vegna þess að tækniþróunin getur fært aukið líf í byggðir um allt land. Já, tæknin er til og ljósleiðaratengingin sterk um allt land en áhugann og ákafann hefur skort innan kerfisins sjálfs. Ég finn það að heimsfaraldurinn hefur opnað augu margra, jafnvel flestra, fyrir því að það er vinnustaðurinn getur verið víða, jafnvel alls staðar.</span></p> <p><span>En förum aðeins yfir stöðuna: Störf án staðsetningar eru aðgerð sem finna má bæði í ríkisstjórnarsáttmálanum og í byggðaáætlun. Í ríkisstjórnarsáttmálanum, undir kaflanum um byggðamál segir:</span></p> <p><span>„Ráðuneytum og stofnunum verður falið að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar eins og kostur er.“</span></p> <p>Í byggðaáætlun er þetta sérstök aðgerð sem hefur það að markmið:</p> <p>„Að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra verði án staðsetningar árið 2024 þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki í ráðuneytum.“ </p> <p>Það þýðir, á mannamáli, að hæfasti umsækjandi er ráðinn og skiptir ekki máli hvort viðkomandi býr á Kópaskeri eða í Kópavogi. Verði starfsmaður ráðinn sem býr utan daglegrar vinnusóknar frá viðkomandi ráðuneyti eða stofnun leitist vinnuveitandi við að finna viðunandi starfsaðstöðu nærri heimili. Og það virðist ekki vera vandamál. Að beiðni ráðuneytisins hefur Byggðastofnun tekið saman upplýsingar um mögulegt húsnæði fyrir störf án staðsetningar og sett myndrænt fram á korti. Ég þykist vita að Laufey frá Byggðastofnun muni segja ykkur frá hér á eftir.</p> <p>Árið 2019 skipaði ríkisstjórnin verkefnishóp með fulltrúum allra ráðuneyta til að annast framkvæmd verkefnisins og tryggja að þau markmið sem að er stefnt náist. Verkefnisstjórn er í höndum fulltrúa forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.</p> <p>Í febrúar í fyrra óskað hópurinn eftir upplýsingum frá öllum ráðuneytum og stofnunum þeirra á höfuðborgarsvæðinu um heildarfjöldi starfa og þar af fjölda starfa sem geta verið án tilgreindrar staðsetningar.</p> <p>100 stofnanir af 122 skiluðu greiningu og voru niðurstöðurnar kynntar í ríkisstjórn fyrr í þessum mánuði. Þar kemur fram að mögulegt er að auglýsa allt að 890 störf án staðsetningar eða 13% stöðugilda þeirra stofnana sem svöruðu. Hlutfallið var mismunandi eftir ráðuneytum, hæst hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 38% og lægst hjá dómsmálaráðuneytinu, eða 2%.</p> <p>Hafa ber í huga að könnunin var send út áður en áhrifa heimsfaraldursins var farið að gæta. Greining stofnana gæti því verið önnur í dag – og þá í þá átt að enn fleiri störf mætti auglýsa án staðsetningar.</p> <p>Nú er unnið að skýrslu um verkefnið sem mun greina frá núverandi stöðu, næstu skrefum og leiðbeiningum um hvað stjórnendur og starfsfólk þurfi að hafa í huga til þess að vel takist til. Þar verður m.a. fjallað um húsnæðismál í samstarfi við Byggðastofnun sem og stjórnunarlega og félagslega þætti.</p> <p>Störf án staðsetningar er mjög skýr aðgerð og henni fylgja skýrir mælikvarðar. Þannig segir í byggðaáætlun að fyrir lok þessa árs, 2021, skuli 5% auglýstra starfa vera „án staðsetningar“ og í árslok 2024 skulu 10% auglýstra starfa vera „án staðsetningar“. En þetta gerist ekki af sjálfu sér. Ríkið þarf að leggja skýrar línur. Segja má að kófið hafi sýnt bæði stjórnendum og starfsfólki að búseta skiptir ekki máli með tilliti til starfa í mjög mörgum tilfellum.</p> <p>Yfirskriftin á þessu málþingi – Fólk færir störf – kjarnar þetta kannski. Það er ekki nóg að línur séu skýrar og hugarfar stjórnenda rétt. Það er á endanum fólkið sjálft, Jón og Gunna sem kjósa að búa á landsbyggðinni, sem skipta mestu máli. Ef þau eru búsett á landsbyggðinni þá sækja þau um störf sem áður var eingöngu hægt að sinna á höfuðborgarsvæðinu eða ef þau eru búsett á höfuðborgarsvæðinu og eru í störfum sem gætu verið unnin án staðsetningar þá flytja þau störfin með sér á þann stað sem þau kjósa að búa á. Ég veit að þetta hljómar eins og þetta sé ekkert mál – og ég held að þetta sé í raun ekkert mál.</p> <p>Ég man eftir því að hafa fyrir nokkru síðan lesið grein um mannauðsmál fyrirtækja þar sem rætt var við forstjóra veitingasölukeðju í Bretlandi. Það hafði vakið mikla athygli hvað viðhorf og framkoma starfsmanna keðjunnar var jákvæð og að starfsmenn hefðu hærri starfsaldur en í sambærilegum keðjum. Forstjórinn var spurður hvað olli þessu, hvernig stefna fyrirtækisins í mannauðsmálum væri frábrugðin annarra. Hann sagði að stefnan væri frekar einföld. Þau legðu sig fram um að ráða hamingjusamt fólk til starfa. Ég nefni þetta hér og nú af því að ég held að störf án staðsetningar snúist ekki aðeins um byggðamál, ekki aðeins um það að ráða þann hæfasta burtséð frá búsetu heldur ekki síst um það að fólk geti valið sér búsetu óháð starfi á stað þar sem því líður vel og í umhverfi sem gerir það hamingjusamt.</p> <p>Ég þakka fyrir tækifærið til að fá að segja hér nokkur orð um málefni sem er mér afar hugleikið og vona að okkur takist að nýta viðhorfsbreytinguna sem heimsfaraldurinn hefur fært okkur til að stíga stór og örugg skref í átt til starfa án staðsetningar.</p>
27. janúar 2021Fjarfundafært<p><em>Greinin birtist í Fréttablaðinu 27. janúar 2021</em></p> <p>„Þú ert á mjút“ er líklega setning síðasta árs enda hefur fjarfundaformið rutt sér hratt og örugglega til rúms sem viðbragð við samkomutakmörkunum. Þessi hraða þróun í fjarfundum mun eflaust nýtast okkur til frambúðar af því að þetta form nýtist einkar vel í stóru og dreifbýlu landi. Við höfum ekki aðeins nýtt fjarfundina í vinnunni heldur hefur netið verið mikilvægur gluggi milli fjölskyldu og vina á erfiðum tímum.</p> <p>Það er ekki langt síðan samfélagið og atvinnulífið hefði lamast algjörlega við samkomutakmarkanir eins og þær sem við höfum búið við að mestu síðasta árið. Lykillinn að því að allir þessir fjarfundir, oft landshorna á milli, hafa getið farið fram er sú mikla uppbygging sem hefur verið í ljósleiðaratengingum um allt land. Sú stefna sem síðar fékk nafnið Ísland ljóstengt á upphaf sitt í grein sem ég skrifaði árið 2013 og bar yfirskriftina „Ljós í fjós“. Því verkefni lýkur á þessu ári og þá verða yfir 99% heimila og fyrirtækja með ljósleiðaratengingu sem er samkvæmt síðustu upplýsingum einsdæmi í heiminum.</p> <p>Byggðamálin hafa lengi verið mér sérstaklega hugleikin. Það er mikilvægt að þau skilyrði séu sköpuð að fólk geti búið og starfað um allt land. Nú stendur yfir vinna við metnaðarfulla byggðaáætlun sem lögð verður fyrir þingið á vormánuðum. Sú áætlun sem nú er í gangi hefur reynst vel og náðst að sameina krafta ólíkra aðila í því að hugsa um hvað það er sem þarf til að byggðir geti dafnað á ólíkum stöðum. Byggðaáætlun er þó ekki eina áætlunin sem snýr að blómlegum byggðum um allt land því samgöngur og fjarskipti leika þar lykilhlutverk. Stórsókn í samgöngum er hafin og metnaðarfullar áætlanir eru um áframhaldandi eflingu fjarskipta um allt land. Það er aðeins ein leið út kófinu: áfram, áfram veginn.</p> <p>Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar</p>
23. desember 2020Höfn í höfn í Þorlákshöfn<p><em>Greinin birtist í Morgunblaðinu 23. desember 2020</em></p> <p>Fyrir rúmum þremur árum urðu vörusiglingar til Þorlákshafnar að veruleika, eftir hundrað ára bið. Aðdraganda þeirra má rekja til þess þegar bændur af öllu landinu komu saman til fundar að Þjórsártúni í janúar 1916. Tilefnið var að berjast fyrir jákvæðri byggðaþróun og uppbyggingu landsins. Í framhaldinu varð Framsóknarflokkurinn stofnaður, 16. desember sama ár, og er því nýorðinn 104 ára. Enn er þörf fyrir flokk sem berst fyrir uppbyggingu landsins. Á fundinum að Þjórsártúni, sem haldinn var úti um miðjan vetur, var samþykkt ályktun um nauðsyn þess að byggja upp höfn í Þorlákshöfn sem myndi tryggja bændum ódýrari og betri flutninga til og frá landinu án afskipta Reykjavíkurvaldsins og kaupmanna.</p> <p>Haustið 2017 skrifaði ég grein sem birtist í Dagskránni um vörusiglingar til Þorlákshafnar sem þá voru loks nýhafnar, eftir 100 ára bið. Þar hvatti ég Sunnlendinga sem aðra að nýta tækifærin sem út- og innflutningshöfn hefur að færa. Forsenda þess að stærri höfn gæti orðið að veruleika væri sú að ríkisstjórnin kæmi að með aukna fjármuni. Það er því afar ánægjulegt að geta sagt nú, að ríkisstjórnin hefur samþykkt að auka fjármagn svo um munar, til hafnarbótasjóðs og styðja dyggilega við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn og aðrar brýnar framkvæmdir við hafnir og sjóvarnir. Þetta hefur verið staðfest á Alþingi með nýsamþykktri fjármálaáætlun.&nbsp;</p> <p>Það er engum blöðum um það að fletta að vöruflutningar um Þorlákshöfn hafa opnað nýja möguleika fyrir ferskflutning á sjávarföngum frá Íslandi til meginlands Evrópu. Eftirspurn eftir vöruflutningum hefur aukist jafnt og þétt á ekki lengri tíma og er árangurinn framar vonum. Tvær vöruflutningaferjur, Mykines og Mistral, sigla á vegum færeyska skipafélagsins Smyril-Line vikulega og hugmyndir eru uppi um farþegarsiglingar frá Þorlákshöfn til Evrópu. Kostirnir eru ótvíræðir með verulegum ávinningi fyrir sunnlenskt atvinnulíf og byggðaþróun. Fyrir utan störf sem skapast við löndun og ýmsa aðra þjónustu þá er sjóflutningstíminn sá stysti til og frá landinu sem styrkir ferskfiskútflutninginn til muna. Flutningur á ferskum sjávarafurðum kemur til með að stóraukast á næstunni þar sem meiri krafa er um að afurðir séu fluttar á markað á sem hagkvæmastan hátt, fyrir umhverfið. Ef fyrirætlanir um stækkun í fiskeldi verða að veruleika þurfa innviðir að vera í stakk búnir til þess að afkasta aukinni framleiðslu á markaði erlendis. Núverandi skip sem venja komu sína til Þorlákshafnar fullnýta stærðarramma hafnarinnar og því er ekki möguleiki á að taka við stærri skipum ef uppfylla á alþjóðlegar öryggiskröfur.</p> <p>Inn á núgildandi samgönguáætlun er endurbygging á tveimur stálþilsbryggjum í Þorlákshöfn,<br /> við Svartaskersbryggju og Suðurvarabryggju auk dýpkunar framan við Svartaskersbryggju. Aukið fjármagn í fjármálaáætlun gefur sveitarfélaginu svigrúm til að ráðast í þær breytingar sem þarf að gera á höfninni til þess að taka á móti stærri skipum og er ekki inn á<br /> samþykktri samgönguáætlun. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vinnur að forgangsröðun verkefna miðað við aukið fjármagn sem verður lögð fram á nýju ári.</p> <p>Þolinmæði er dyggð og ekkert gerist af sjálfu sér. Samstaða sunnlenskra sveitarfélaga með Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur skilað sér. Stuðningur þingmanna kjördæmisins var mikilvægur. Áratuga löng barátta er loks í höfn. Jú, það er sagt að við Sunnlendingar séum þolinmóðir. Það þarf þrautseigju og dugnað til. Áfram veginn.</p>
18. nóvember 2020Jöfnunarsjóðurinn varinn<p><span><em>Ávarp á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 18. nóvember 2020</em></span></p> <h2><span>Stafræn tækni</span></h2> <p><span>Enn á ný er blásið til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – nú við heldur óvenjulegar aðstæður.&nbsp;</span></p> <p><span>Fundurinn fer nú að mestu fram sem fjarfundur – fáir á vettvangi að þessu sinni - en með því að hagnýta stafræna tækni og öfluga fjarskiptainnviði sem byggðir hafa verið upp á síðustu árum er fundurinn aðgengilegur sveitarstjórnarfólki um allt land.&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta eru góðu tíðindin sem vert er að draga fram. Það þurfti – því miður – heimsfaraldur&nbsp; til þess að við Íslendingar færum á fullt að nýta okkur þessa tækni alla. Nú er ekkert mál að skipuleggja fundi sem þennan og tryggja að við getum haldið störfum okkar áfram eins og ekkert hafi í skorist.</span></p> <p><span>Góðu fréttirnar eru líka þær að skyndilega höfum við áttað okkur á því að það er hægt að vinna vinnuna sína þó maður keyri ekki um langa leið með tilheyrandi kostnaði og tímasóun. Nú vitum við öll að störf án staðsetningar er raunverulegur og góður kostur en ekki fjarlæg draumsýn. Við vitum líka, reynslunni ríkari, að þetta fyrirkomulag snýst núna bara um hugarfar þeirra sem hafa vald yfir starfsmannamálum, hvort sem það er hjá ríki, sveitarfélögum eða einkafyrirtækjum.</span></p> <p><span>Ég sá fyrir stuttu yfirlit yfir viðhorf allra stjórnenda stofnana ríkisins, sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, til starfa án staðsetningar. Umhverfisstofnun er gott dæmi fyrirmyndarstofnun þar sem þessi nútímalega hugsun er ráðandi.&nbsp; Þar er talið að 72 af 75 starfsmönnum stofnunarinnar geti unnið utan höfuðstöðvar, reyndar á tilteknum starfsstöðvum á landsbyggðinni – 96% allra starfsmanna!</span></p> <p><span>Hagstofan með 126 manns taldi hins vegar að aðeins 11 starfsmenn gætu unnið án staðsetningar. Það er í mínum huga óskiljanlegt og hlýtur að þurfa nánari skoðun við með viðkomandi stjórnendum.</span></p> <p><span>Störf án staðsetningar, jafnvel með skilgreindum starfsstöðvum víða um land, er raunverulegur og skynsamur valkostur, sama hvernig á málin er litið – tæknin er til staðar, þetta snýst bara um hugarfar – breytum því.</span></p> <p><span>Ég hef falið Byggðastofnun að vinna yfirlit um húsnæði og aðstöðu á landinu öllu sem stendur til boða fyrir störf án staðsetningar.</span></p> <h2><span>Óvissutímar</span></h2> <p><span>Góðir fundargestir.</span></p> <p><span>Sveitarstjórnarfólk hefur áhyggjur af fjármálum sinna sveitarfélaga um þessar mundir, óvissan er mikil og enginn veit með vissu hvað er fram undan – hvenær þokunni léttir og fer að sjást til sólar á ný.&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta eru skiljanlegar áhyggjur og engin ástæða til að gera lítið úr þeim. Sveitarfélögin sinna mikilvægri grunnþjónustu sem má ekki við því að skerðast, allra síst á tímum sem þessum.</span></p> <p><span>Enda hefur Ríkisstjórnin lýst því yfir að hún muni standa að baki sveitarfélögum eins og frekast er unnt svo starfsemi þeirra raskist ekki um of á komandi mánuðum og misserum.&nbsp;</span></p> <p><span>Þessi afstaða kom skýrt fram í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í tengslum við undirritun á samningi milli ríkis og sveitarfélaga um opinber fjármál. Þar lýsti hún því einnig yfir að hún hyggst beita sér fyrir því að afla aukinna fjárheimilda til að styðja fjárhagslega við margvísleg brýn verkefni sveitarfélaga, t.d. vegna þjónustu fatlað fólk og fjárhagsaðstoð, sem hefur aukist víða á árinu.&nbsp;</span></p> <p><span>Samtals nemur beinn stuðningur samkvæmt yfirlýsingunni um 3,3 milljörðum, en til viðbótar er heimilt að nýta 1,5 milljarða úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs til almennra framlag sjóðsins.<br /> <br /> Ríkisstjórnin lítur á þennan stuðning sem mikilvægt skref í þeirri vegferð að styðja við bakið á sveitarfélögunum – örugglega ekki þann eina. Við eigum sjálfsagt eftir að bæta ýmsu við – en mikilvægt er að allar slíkar ákvarðanir byggi á yfirvegum og góðri greiningu.&nbsp;</span></p> <p><span>Eitt er þó víst, að á þessu stigi erum við ekki að fara í einhverjar almennar aðgerðir sem dreifa peningum úr ríkissjóði til sveitafélaga án tillits til getu þeirra til að standa sjálf undir sínum lögbundnu skyldum. Það væri óábyrgt eins og staðan er núna hjá ríkissjóði.&nbsp;</span></p> <p><span>Forgangsverkefni hins opinbera um þessar mundir er að bjarga atvinnulífinu, koma í veg fyrir atvinnuleysi og fjöldauppsagnir, tryggja atvinnu og aftur atvinnu. Þar þurfa ríki og sveitarfélög að standa staman og beina kröftum sínum í þá átt.</span></p> <h2><span>Jöfnunarsjóðurinn varinn</span></h2> <p><span>Við vitum að afkomuþróun sveitarfélaga verður talsvert neikvæðari á árinu 2020 en búist var við í fjárhagsáætlunum. En við vitum líka að staðan er er afar misjöfn og mörg þeirra hafa góðar forsendur til að vinna sig í gegnum þennan tímabundna vanda. Önnur munu eiga í meiri erfiðleikum, m.a. vegna skuldastöðu og íbúaþróunar.&nbsp;</span></p> <p><span>Almennt eru bæði útsvar og fasteignaskattar að aukast að nafnvirði á milli 2019 og 2020. Útsvarið er til að mynda að hækka um ein 2 prósent sem segir mér að hinar umfangsmiklu aðgerðir ríkisins séu að skila miklum ávinningi fyrir sveitarfélögin.&nbsp;</span></p> <p><span>Það er stefndi hins vegar í að Jöfnunarsjóðurinn yrði einna helst fyrir barðinu á þessu ástandi vegna lækkun á lögbundnum framlögum sem tengjast þróun tekna ríkisins. Ef ekkert hefði verið að gert hefðu tekjur hans lækkað um ein 5 prósent, eða um 3,6 milljarða frá því sem við væntum í upphafi árs.&nbsp;</span></p> <p><span>Það hefði að sjálfsögðu bitnað mest á þeim sveitarfélögum sem reiða sig hlutfallslega mest á framlög úr sjóðnum, einna helst á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Austurlandi.</span></p> <p><span>Hins vegar leiða þær sérstöku aðgerðir sem ríkisstjórnin greip til vegna fjárhagslegrar stöðu sveitarfélaganna að framlög Jöfnunarsjóðs á yfirstandandi ári verða svipaðar og við væntum í ársbyrjun. Guðni Geir mun kynna þá niðurstöðu fyrir ykkur á eftir – en við gleðjumst yfir því hér í dag að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar er Jöfnunarsjóðurinn varinn.</span></p> <p><span>Við vitum síðan að horfurnar eru ekki góðar fyrir næsta ár og sjálfsagt þarf ríkið að koma sveitarfélögunum til aðstoðar á einhvern hátt – það verður þó að byggja á raunverulegu mati á stöðu einstakra sveitarfélaga, ekki upphrópunum og yfirboði um fjárþörf. Einhliða kröfugerð og óskalistar koma ekki til greina – sem virðast hafa þann tilgang að forða einstökum sveitarfélögum frá því að nýta skattstofna sína eins og önnur eða fresta nauðsynlegri tiltekt í fjármálastjórn.</span></p> <h2><span>Samstarf á sviði fjárfestinga</span></h2> <p><span>Ríkistjórnin hvetur til fjárfestinga hins opinbera og með því móti er tryggt að hjól atvinnulífsins snúist. Frumvarp til fjárlaga ber með sér mestu fjárfestingaráætlun sem sögur fara af, t.d. á sviði samgangna. Við þekkjum líka metnaðarfulla áætlun um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu en þar verður 120 milljörðum varið til þess verkefni á næstu árum, í góðu samstarfi ríkis og sveitarfélaga.</span></p> <p><span>Þannig að við hvetjum sveitarfélögin til að huga að því með sama hætti og eins og unnt er, að halda til streitu sínum fjárfestingaráformum og helst að bæta í.&nbsp;</span></p> <p><span>Það kæmi síðan alveg til greina í mínum huga að formgera samstarf ríkis og sveitarfélaga um tiltekin fjárfestingarverkefni sem eru arðbær og skila samfélaginu augljósum ávinningi til langs tíma. Það gæti t.d. verið stórátak í uppbyggingu hjúkrunarheimila, uppbygging leik- og grunnskóla, enn frekari aukning í uppbyggingu hagkvæms íbúðarhúsnæðis t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu og til arðbærra umhverfisverkefna.</span></p> <p><span>Þetta mætti skoða og ég er opinn fyrir góðum hugmyndum – samstarf okkar og sveitarfélaganna er gott, og saman getum við komið mörgu góðu til leiðar í þágu íslensks samfélags.</span></p> <h2><span>Jöfnunarsjóður á að vera jöfnunarsjóður</span></h2> <p><span>Jöfnunarsjóður sveitarfélaga gegnir mikilvægu hlutverki fyrir sveitarstjórnarstigið, það er ekki spurning í mínum huga. Hann tryggir jafna skiptingu tekjustofna, hann tryggir að hægt er að halda úti góðri grunnþjónustu í byggðum landsins án tillits til fjarlægða eða íbúafjölda. Hann tryggir lífsgæði óháð búsetu og aðgengi að opinberri þjónustu ríkisins.&nbsp;</span></p> <p><span>Hlutverk hans er rækilega skrifað inn í lög um tekjustofna sveitarfélaga – að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum á grundvelli ákvæða laga, reglugerða og vinnureglna sem settar eru um starfsemi sjóðsins. Þetta er samtryggingarsjóður sveitarfélaganna.</span></p> <p><span>Hann er hins vegar mannanna verk og þarf eins og önnur slík að undirgangast stöðuga rýni og endurskoðun. Ég held að það hafi verið gert og margskonar umbætur gerðar á umliðnum árum. Það heldur áfram, en um leið þarf að gæta að því hver er megintilgangurinn – að jafna.</span></p> <p><span>Það var því vissulega mikið áfall fyrir okkur sem viljum standa vörð um þetta hlutverk sjóðsins þegar galli í lagasetningu leiddi til þess að fimm tekjuhæstu sveitarfélög landsins fengu úthlutað framlögum sem þau augljóslega höfðu ekki þörf fyrir.&nbsp;</span></p> <p><span>Úr þessum ágalla var snarlega bætt af Alþingi og þar með er betur tryggt að tekið er mið af tekjumöguleikum einstakra sveitarfélaga við úthlutun framlaga.&nbsp;</span></p> <h2><span>Óskiljanleg aðför Reykjavíkurborgar</span></h2> <p><span>Það kom síðan okkur í Stjórnarráðinu í opna skjöldu, og eflaust einnig flestum ykkur, kæra sveitarstjórnarfólk, þegar krafa upp á 8,7 milljarða króna barst fjármála- og efnahagsráðuneyti fyrir rétt um ári síðan frá stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjavíkurborg. Þar var því haldið fram að ekki hafi verið skýr stoð með vísan til 2. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar fyrir þeim reiknireglum sem giltu um tiltekin framlög Jöfnunarsjóðs á árunum 2015 til 2019.&nbsp;</span></p> <p><span>Þessari kröfu var að sjálfsögðu hafnað af hálfu ríkisins, enda fráleit. Ég hef tekið málið upp við borgarstjóra og átti eiginlega von á því að þetta mál yrði dregið til baka, enda finnst mér að umræða um Jöfnunarsjóð eigi að snúast um það hvernig við viljum hafa hann til framtíðar, ekki hvernig hann var í fortíðinni. Mér varð hins vegar ekki að óski minni því fyrir um tveimur vikum barst ríkislögmanni ítrekunarbréf frá borginni um þessa kröfugerð.</span></p> <p><span>Mikilvægt er að borgarfulltrúar í Reykjavík sem og allt sveitarstjórnarfólk geri sér grein fyrir því að þessari kröfu er ekki beint gegn ríkissjóði – henni er beint gegn sveitarfélögunum í landinu.&nbsp;</span></p> <p><span>Ríkissjóður borgar ekki kröfur sem verða dæmdar á ríkissjóð vegna Jöfnunarsjóðs, það verður Jöfnunarsjóður að gera sjálfur. Við sjáum dæmi þess í fyrirliggjandi ársreikningi sjóðsins, en þar er bókfærð skuld sjóðsins við ríkissjóð vegna dóms Hæstaréttar.</span></p> <p><span>Þannig að ég hvet borgina til að draga þessa kröfu til baka – en lýsi mig reiðubúinn til að setjast niður með fulltrúum allra sveitarfélaganna í landinu til að ræða endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga og – ekki síst – Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.&nbsp;</span></p> <p><span>En það verður að vera með jöfnuð og þarfir alls landsins að meginmarkmiði.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>
22. október 2020Samgönguáætlun snýst um mannslíf og lífsgæði<p><span><em>Grein birt í Fréttablaðinu 22. október 2020.</em></span></p> <p><span>Sú stórsókn sem hafin er í samgöngum snýst ekki um kílómetra heldur um mannslíf og lífsgæði. Sóknin fellst í stórauknum framlögum ríkisins til vega, hafna og flugvalla um allt land. Samgöngukerfið er lífæð samskipta og viðskipta í landinu okkar. Betri samgöngur milli byggða stækka atvinnu- og skólasóknarsvæði og styrkja byggðalögin og samfélög þeirra.</span></p> <h2><span>900 milljarða umfang</span></h2> <p><span>Í nýendurskoðaðri samgönguáætlun er beint framlag ríkisins til 640 milljarðar króna á næstu fimmtán árum. Þegar við tökum með í reikninginn samgöngusáttmála ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og þau sex verkefni sem Alþingi hefur samþykkt að falli undir samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila (PPP), Sundabraut, nýja Ölfusárbrú, láglendisveg í Mýrdal og göng gegnum Reynisfjall, nýja brú yfir Hornafjarðarfljót, nýjan veg um Öxi og tvöföldun Hvalfjarðarganga þá er heildarumfang samgöngumála á næstu 15 árum um 900 milljarðar króna.</span></p> <h2><span>Samgöngusáttmálinn</span></h2> <p><span>Það markaði tímamót þegar skrifað var undir samgöngusáttmála um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Segja má að frost hafi ríkt í samskiptum ríkis og borgarinnar á síðustu árum og jafnvel áratugum þegar kom að uppbyggingu samgönguinnviða. Ekki ríkti heldur samstaða um heildarsýn hjá sveitarfélögunum sex. Sú sátt sem náðist um heildarsýn um uppbyggingu hefur í för með sér stórkostlegar framfarir í samgöngum á suðvesturhorninu.</span></p> <h2><span>Meira en tvöföldun framlaga</span></h2> <p><span>Framlög til vegagerðar, nýframkvæmda og viðhalds, hafa verið aukin um 117% frá árinu 2016. Ég hef lagt mikla áherslu á að aðskilja akstursstefnur á umferðarþyngstu vegunum inn á höfuðborgarsvæðið, frá Keflavíkurflugvelli, frá Borgarnesi og frá Hellu. Það hefur sýnt sig að aðskilnaður akstursstefna á Reykjanesbrautinni hefur aukið öryggi og bjargað mannslífum á þessari fjölförnu leið.</span></p> <h2><span>Fækkun einbreiðra brúa</span></h2> <p><span>Ég hef einnig lagt mikla áherslu á að fækka einbreiðum brúm, sérstaklega á hringveginum, en þær eru sérstaklega hættulegar, ekki síst þegar umferðin hefur stóraukist og fólki sem ekki er vant íslenska vegakerfinu hefur fjölgað á vegunum. Á næstu fimm árum mun einbreiðum brúm á hringveginum fækka um 17.</span></p> <h2><span>Núllsýn í umferðinni</span></h2> <p><span>Ég hef bent á það í ræðu og riti að það er ekki langt síðan við misstum marga á hverju ári sem fórust á sjó. Með markvissum aðgerðum og samvinnu opinberra aðila og útgerða og auðvitað betri tækni höfum við náð að fækka þeim sem drukkna í hafi. Takmarkið þar er að enginn farist og það er takmark sem við getum yfirfært á umferðina á næstu árum þegar við höfum komið vegakerfinu í betra horf. Það er markmið samgönguáætlunar til fimmtán ára og því mun ég fylgja eftir af öllum mætti.</span></p> <p><span>Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</span></p>
12. október 2020Uppbygging um allt land<p><span><em>Greinin birt í Bændablaðinu í byrjun október 2020</em></span></p> <p><span>Síðastliðinn vetur var viðburðaríkur svo ekki verði meira sagt. Óveður geisuðu, þau verstu í manna minnum sem ullu gríðarlegu eignatjóni, sérstaklega í raforku- og fjarskiptakerfinu. Ríkisstjórnin brást skjótt við og lýsti yfir að fjárhagslegt tjón yrði bætt. Síðan kom heimsfaraldurinn og enn er verið að bæta í fjárfestingar með opinberri fjárfestingu til að verja og skapa störf. Fjölbreyttar fjárfestingar sjást í samgöngum, byggingum, nýsköpun og til styrkingar á innviðum tengdum fárviðrinu. Fjárfest er nú meira en nokkru sinni fyrr í samgöngum- og fjarskiptum og eru áætluð tæpir 58,3 ma.kr. á næsta ári og aukast um 10,5 ma.kr. frá gildandi fjárlögum eða um 22% að raunvirði. Sú aukning er að mestu leyti tilkomin vegna aukinna framlaga í gegnum fjárfestingar- og uppbyggingarátakið 2021-2023. Til að fá raunhæfan samanburð þarf að bera saman fjárlög heilla ára en hætt er við miklum skekkjum ef verið er að bera saman ársfjórðungsuppgjör mismunandi fjárlagaára.</span></p> <h2><span>Allt komið í gang</span></h2> <p><span>Vegaframkvæmdir eru ekki hilluvara úti í búð. Þær eru misumfangsmiklar og þarf ýmis undirbúningur búinn að eiga sér stað áður en grafan mætir á staðinn. Með fjárfestingarátakinu var hægt að flýta mörgum mikilvægum framkvæmdum sem voru fullhönnuð. Dæmi um slík verkefni sem voru klár, er breikkun og aðskilnaður aksturstefna Bæjarháls-Vesturlandsvegur á Suðurlandsvegi og breikkun og aðskilnaður Langitangi-Hafravatnsvegur í Mosfellsbæ. Önnur stór fjárfestingaverkefni til viðbótar við aðrar fjárveitingar á samgönguáætlun er að milljarður var settur til viðbótar í tengivegi og annað eins í viðhald á vegum vítt og breitt um landið. Þessar framkvæmdir eru allar komnar í gang. Hafnarframkvæmdir og nýjar tvöfaldar brýr í stað einbreiðra; Köldukvíslargil á Norðausturvegi, Gilsá á Völlum, Botnsá í Tálknafirði, Bjarnadalsá í Önundarfirði, Núpsvötn, Skjálfandafljót og Stóra-Laxá á Skeiða og Hrunamannavegi. Hringtorg á Flúðum, við Landvegamót og á Eyrabakkavegi. Fyrir utan þær brýr sem voru á samgönguáætlun.</span></p> <p><span>Stærri vegaframkvæmdir sem krefjast lengri undirbúnings og voru settar af stað í fjárfestingaátakinu voru Reykjanesbraut, Hvassahraun-Krísuvíkurafleggjari, Suðurlandsvegur og Fossvellir-Norðlingavað. Undirbúningur er fjármagnaður á þessu ári og á næsta ári verða þær sýnilegar þegar grafan kemur. Þá er ótalin ný flugstöð á Akureyri sem er í hönnun og flughlað ásamt, akbraut og flughlaði á Egilsstöðum. Allar boðaðar fjárfestingar í samgöngu- og fjarskiptamálum sem lagðar voru fram í&nbsp; samgönguáætlun og samþykkt síðastliðið vor hafa farið af stað eru í undirbúningi, vinnslu og mörgum þeirra er lokið.&nbsp;</span></p> <h2><span>Fjarskiptaöryggi í óveðrum</span></h2> <p><span>Af fjarskiptaverkefnum er það að frétta að verið er að leggja lokahönd á að styrkja fjarskiptastöðvar víða um land með auknu varaafli og færanlegum varaaflstöðvum er fjölgað. Óveðrið sem gekk yfir landið afhjúpaði marga veikleika í rafmagns- og fjarskiptakerfum landsins og boðaði ríkisstjórnin fjárfestingaátak sem er að klárast. Tilgangurinn er að tryggja fjarskiptaöryggi í óveðrum. Við ætlum að tryggja sem best að ef slíkt fárviðri geisar aftur sé til staðar varaafl og nægt rafmagn. Skipting framkvæmda fer eftir stöðu varaaflstöðva sem kom í ljós að flestar sem viðgerðar þurftu við eru á Norðurlandi. Þar er búið að gera heilmiklar úrbætur sem og í öðrum landshlutum og verða verklok núna í október. Það er svo sannarlega verið að standa við stóru orðin. Framundan eru einhverjar mestu umbætur í samgöngum sem sést hafa. Um leið og við vinnum gegn samdrætti í hagkerfinu þá stórbætum við vegakerfið okkar og aukum umferðaröryggi sem hefur verið og er mitt hjartans mál.&nbsp;</span></p> <p><span>Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</span></p>
01. október 2020Atvinna, atvinna, atvinna<p><em>Ræða flutt í umræðum á Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra</em></p> <p>Virðulegi forseti.</p> <p>Upp er runninn fyrsti október: Áttundu mánaðamótin frá því kórónuveirufaraldurinn fór fyrir alvöru að hafa áhrif á líf okkar. Fjöldi fólks sem var með vinnu 1. mars er nú án atvinnu.&nbsp;</p> <p>Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa miðað að því að milda þetta mikla högg um leið og heilsa landsmanna er vernduð eftir því sem best er hægt. Og hvað felst í því að milda höggið: jú, það felst fyrst og fremst í því að standa vörð um atvinnu fólks og lifibrauð.</p> <p>Líklega er stærsta aðgerðin hlutastarfaleiðin. Eftir því sem liðið hefur á faraldurinn þá höfum við framlengt leiðina og auk þess framlengt tekjutengdar atvinnuleysisbætur.&nbsp;</p> <p>Þessar aðgerðir hafa það að markmiði að standa vörð um ráðstöfunartekjur heimilanna eftir því sem kostur er. Því mánaðamótin koma með öllum sínum skuldbindingum.&nbsp;</p> <p>Við stöndum vörð um störf og sköpum ný störf. Atvinna, atvinna, atvinna.</p> <p>Sumarið var ólíkt síðustu sumrum þar sem erlendir ferðamenn hafa sett mark sitt á mannlíf landsins. Nú voru það Íslendingar sem nýttu sér þá frábæru ferðaþjónustu sem fólk vítt og breitt um landið hefur byggt upp á síðustu árum. Ég trúi því að öll þessi ferðalög hafi þjappað þjóðinni saman, hafi aukið skilning okkar á aðstæðum hvert annars og hafi skapað sterkari tilfinningar gagnvart landinu okkar fagra.</p> <p>Ísland er nefnilega ekki bara höfuðborg og landsbyggð; við eigum landsbyggðir, ólíkar en samt með sömu hagsmuni fólks, hagsmuni þar sem atvinna er efst á blaði, það að geta mætt mánaðamótunum án þess að vera með kvíðahnút í maganum.</p> <p>Um það snýst vinna okkar á Alþingi og í ríkisstjórn- síðustu mánuði - næstu vikur, næstu mánuði: Að standa vörð um störf og skapa ný störf. Atvinna, atvinna, atvinna.</p> <p>Næstu mánuði leggjum við grunninn að framtíðinni. </p> <p>Viðamikil mennta- og starfsúrræði eru framundan fyrir þá sem missa vinnuna auk áherslunnar á að skapa ný störf og ný tækifæri. </p> <p>Það á ekki síst við um á þeim svæðum sem hafa orðið harðast úti vegna frosts í ferðaþjónustu, atvinnugreininni sem hefur auk landbúnaðar og sjávarútvegs verið lífæðin í byggðum landsins. </p> <p>Við vitum öll að þegar þessar hörmungar hafa gengið yfir þá er framtíðin björt í ferðaþjónustu á Íslandi. Náttúran er enn jafnfögur, innviðir enn til staðar og styrkjast með hverju ári með metnaðarfullri samgönguáætlun – og það sem er mikilvægast: </p> <p>Þekkingin hjá fólkinu og krafturinn er enn til staðar og mun springa út sem aldrei fyrr þegar veiran gefur eftir og ferðaþráin springur út að nýju. </p> <p>Nú eiga lítil og meðalstór fyrirtæki allt sitt undir því að fjármagnseigendur séu þolinmóðir og bíði af sér ölduganginn. Þar eru störf fólks og heimili í húfi.</p> <p>Ég er bjartsýnn að eðlisfari. Og síðustu mánuðir hafa styrkt þann eiginleika minn því ég hef upplifað mikla samstöðu þjóðarinnar við erfiðar aðstæður. Þrátt fyrir þá miklu erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir. Þrátt fyrir að við höfum ekki getað lifað eðlilegu lífi.</p> <p>Þrátt fyrir það að kreppan komi mismunandi við fólk þá hefur ríkt skilningur um að við komumst í gegnum þetta saman,&nbsp;með samvinnu,&nbsp;með skilningi á aðstæðum annarra, umburðarlyndi og bjartsýni.&nbsp;Og verkefnið er, fyrst og fremst, atvinna, atvinna, atvinna.</p> <p>Og í dag er gleðidagur – eftir margra ára baráttu fyrir bættum samgöngum á sunnanverðum Vestfjörðum hefur sá dómur verið kveðinn upp að framkvæmdir geta loks hafist í gegnum Teigsskóg. Áfram veginn um Teigskóg.</p> <p>Fullyrða má að aukning í nýframkvæmdum á næstu árum í samgöngum vegi á móti samdrætti næstu ára.&nbsp;Sú sókn grundvallast annars vegar á metnaðarfullri framtíðarsýn í fimmtán ára samgönguáætlun og á viðbótarfjármagni sem lagt var í samgönguframkvæmdir úr fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar. Samgönguframkvæmdir næstu ára skapa 8.700 störf einar og sér.</p> <p>Þá er mikilvægt að við séum meðvituð um áhrif okkar sem neytenda því þegar við kaupum íslenskar vörur, hvort heldur er lambakjöt eða súkkulaði eða fatnaður; þannig verjum við störf og sköpum ný. Við höfum val&nbsp; Íslenskt gjörið svo vel. Láttu það ganga.</p> <p>Haustið bítur aðeins í nef okkar og veturinn færist nær. Frá því þing var sett haustið 2019 hefur margt gengið á. Ekki aðeins veiran heldur var síðasti vetur mörgum erfiður með vályndum veðrum.</p> <p>Óveður sem gengu yfir landið síðasta vetur sýndu svo ekki verður um villst aðstöðumun milli landshluta. Ríkisstjórnin brást við af festu og nú myndi óveður af þessari stærðargráðu ekki hafa slík áhrif. </p> <p>Allir studdu þær aðgerðir. Umræða um byggðamál og byggðastefnu á ekki og má ekki vera útilokandi og ala á úlfúð milli svæða og hópa. Skilningur á aðstæðum annarra er lykilatriði og þar stöndum við betur nú, sameinaðri en fyrir ári síðan.</p> <p>Ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna - er breið í eðli sínu, þar koma saman ólíkir kraftar sem endurspegla að miklu leyti skoðanir þjóðarinnar. Hún hefur verið einbeitt í því að horfa á sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar og vinna að sátt í samfélaginu. Hún er á réttum tíma á réttum stað. </p> <p>Stærsta hagsmunamálið hefur verið að tryggja frið á vinnumarkaði. Það var mikilvægt þegar var skrifað undir lífskjarasamningana og það var stórt skref að ná að tryggja að samningarnir héldu. Við megum ekki við því nú að láta ófriðinn ná yfirhöndinni því verkefnin eru stór og þau snúast um að komast í gegnum þennan vetur með það að markmiði að vernda störf og skapa störf. </p> <p>Það er verkefni sem við getum sameinast um. Og þegar fer að vora verðum við tilbúin til að snúa vörn í sókn. Framsókn fyrir íslenskt samfélag. Því framtíðin ræðst á miðjunni.</p> <p>Fyrsti október 2020 og við erum í miðju stríði við kórónuveiruna. En hver mánaðamót sem renna upp segja okkur líka að það styttist í að lífið færist að nýju í eðlilegt horf. Gleymum því ekki. Og sameinumst um að vernda störf og skapa störf því verkefnið er brýnt og verkefnið er ljóst: atvinna, atvinna, atvinna.</p> <p>Góðar stundir.</p>
01. október 2020Uppbyggilegt samtal varðar leiðina áfram veginn<p><em>Ávarp flutt á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna 2020</em></p> <p>Kæru ráðstefnugestir.</p> <p>Fjármálaráðstefnan í ár er haldin&nbsp; við óvenjulegar aðstæður. Við erum vön því að vera fleiri saman komin á Nordica en er í dag, en í staðinn erum við hvert um sig á heimavelli og nýtum tímann og aðstæður vel.&nbsp;</p> <p>Ég sakna þess vissulega að fá ekki að hitta ykkur í persónu og njóta samveru og uppbyggilegra samtala um málefni líðandi stundar – en í staðinn gerum við þetta svona í ár og vonum að það komi tímar og komi ráð sem leiði samfélagið okkar í eðlilegt horf.</p> <p>En við erum líka lánsöm Íslendingar að hafa byggt upp á síðustu árum hágæða innviði á sviði fjarskipta. Þess vegna getum við nýtt&nbsp; nútíma samskiptatækni til að halda öllu gangandi á tímum sem þessum, óháð því hvert verkefnið er eða hvar fólk er. Þetta hefði ekki verið hægt fyrir 10 árum síðan.&nbsp;</p> <p>Ísland ljóstengt er vel heppnað verkefni sem við getum verið stolt af. Okkur hefur tekist að tengja 99,9% íslenskra heimila og fyrirtækja hraðvirku neti og með því jafnað tækifæri allra landsmanna á svo mörgum sviðum.&nbsp;</p> <p>Ísland ljóstengt er nú að renna sitt skeið en á næsta ári úthlutar Fjarskiptasjóður í síðasta sinn á grundvelli verkefnisins. Um er að ræða sannkallað fyrirmyndarverkefni þar sem markmið þess hafa náðst á réttum tíma og innan fjárhagsáætlunar.&nbsp;</p> <p>Ég vil nefna hér sérstaklega vinnu sem miðar að því að nýta hluta af NATO-ljósleiðaraþráðum sem gætu stuðlað að sambærilegri uppbyggingu ljósleiðarakerfa í byggðakjörnum á landsbyggðinni, en það eru helst slíkir staðir sem þarf að huga að. Með eflingu samkeppni á landshring fjarskipta yrði&nbsp; stuðlað að hraðari og hagkvæmari uppbyggingu í mörgum byggðakjörnum en ella. Þá myndi valkostum um þjónustuaðila sveitaneta líklega fjölga. Slíkt er þó bæði háð útfærslu og niðurstöðu útboðs á NATO-þráðum.</p> <p>Verkefnið er síðan að hagnýta þessa tækni til hins ítrasta, og þar er fátt sem takmarkar. Hér, eins og víðar, er það fyrst og fremst hugmyndaauðgi, færni og vilji sem getur greitt götuna í nýsköpun og umbótum með starfræna tækni að vopni.</p> <h2>Fjármál hins opinbera á tímum heimsfaraldursins</h2> <p>Heimsfaraldurinn setur svo sannarlega&nbsp; mark sitt á íslenskt samfélag og heiminn allan. Ferðamenn sjást hér varla í dag en voru á þriðju milljón á síðasta ári, fyrirtæki í öllum landshlutum glíma við rekstrarvanda, atvinnuleysi eykst og allt samkomuhald er úr skorðum.&nbsp;<br /> Okkur hefur þó tekist að sigla í gegnum þetta með skynsemi og ráðdeild. Sóttvarnaraðgerðir eru metnar eftir aðstæðum og reynt er að tryggja að við getum lifað sem best með veirunni. Við förum ekki hörðu leiðina og lokum öllu eða setjum á útgöngubann og göngum freklega fram gegn mannréttindum, né látum við reka á reiðanum með þeim afleiðingum að við missum fjölda fólks úr sjúkdómnum.&nbsp;</p> <p>Við höfum valið meðalveginn og þannig munum við vinna okkur út úr þessu.<br /> Ríkisstjórnin hefur gripið til margvíslegra aðgerða til viðspyrnu og viðsnúnings fyrir íslenskt efnahagslíf og er stöðugt að meta þörf fyrir nýjar aðgerðir. Þannig verður það áfram.&nbsp;</p> <h2>Samstarf ríkis og sveitarfélaga um fjárhagsleg áhrif heimsfaraldursins</h2> <p>Við áttum strax á fyrstu dögum faraldursins í nánu samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga um aðkomu sveitarfélaganna og viðbúnað allan. Samstarfið hefur m.a. miðað að því hvetja sveitarfélögin til að grípa til sambærilegra aðgerða og ríkið varðandi frestun gjalda, lækkun eða niðurfellingu þeirra eftir atvikum, auknar fjárfestingar og viðhaldsframkvæmdir. Margt jákvætt kom út úr því og sendi til dæmis sambandið frá sér áskorun til sveitarfélaga um að hrinda í framkvæmd hugmyndum og ábendingum þess um aðgerðir til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf.</p> <p>Við fengum líka margvíslegar ályktanir sendar og kröfur&nbsp; um beinan fjárhagslegan og almennan stuðning ríkisins við sveitarfélögin. Sumt var málefnalegt og hægt að verða við, annað síður. Mín afstaða er sú að það hlýtur að vera leiðarljós hjá hinu opinbera að hjálpa hinum veiku í gegnum erfiðleikana en ekki setja þá á gjörgæslu sem eru við góða heilsu.<br /> Ég átti líka fjarfund með formönnum og framkvæmdarstjórum landhlutasamtaka sveitarfélaga, Sambandi sveitarfélaga og Byggðastofnun í vor. Við áttum mjög gagnlegar umræður um verkefni ríkisstjórnar til viðnáms, verndar og viðspyrnu, auk þess sem áskoranir sveitarfélaganna vítt og breitt um landið voru ræddar.</p> <p>Þannig hefur samtalið verið mikið og fjarskiptin stytt allar vegalengdir sem er afar mikilvægt ekki síst á tímum sem þessum.</p> <p>Í raun er þetta þannig að ríkissjóður hefur tekið að sér að bera hitann og þungann af öllum mótvægisaðgerðum vegna áhrifa faraldursins og því verða áhrifin á fjárhag ríkissjóðs mikil. Fjármálaráðherra mun fara nánar yfir það með ykkur á morgun. Verkefnið var – og er – að styðja við heimilin og fyrirtækin í landinu og það hefur tekist á margan hátt vel, þótt enn sé gríðarmikið verk að vinna.</p> <p>Flestar þessar aðgerðir ríkisins hafa haft bein eða óbein áhrif á fjármál sveitarfélaganna. Hlutabótaleiðin og öflugt atvinnuleysistryggingarkerfi hefur til dæmis án efa gert það að verkum að fallið í útsvarinu var minna en búast mátti við, enda tekur ríkið á sig jaðaráhrifin í tekjuskattskerfinu en sveitarfélögin fá útsvarið af fyrstu krónu sem ríkið tryggir. Endurgreiðsla á virðisaukaskatti til sveitarfélaga eða stofna þeirra gæti skilað um 2 milljörðum króna á tímabilinu, veitt var 600 m.kr. framlag til að styðja við lágtekjuheimili til að tryggja jöfn tækifæri barna til íþrótta og tómstundastarfs og svo mætti áfram telja.</p> <p>Sérstöku framlagi var veitt til atvinnuskapandi verkefna á Suðurnesjum, í fimm sveitarfélögum á Suðurlandi og einu á Norðurlandi eystra. Samtals nam stuðningurinn 400 m.kr. en hann byggði á ágætri greiningu Byggðastofnunar á þeim sveitarfélögum og svæðum sem orðið höfðu fyrir einna mestum áhrifum af skyndilegu hruni ferðaþjónustunnar.&nbsp;</p> <p>Samtalið leiddi einnig til þess að fjármálareglum sveitarstjórnarlaga hefur verið vikið tímabundið til hliðar – eða til ársins 2023 – og sett var í lögin ákvæði sem heimilar sveitarfélögum að víkja tímabundið frá tilteknum ákvæðum laganna til að tryggja að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku.</p> <p>Þannig hefur gott samtal og samráð milli ríkis og sveitarfélaga leitt&nbsp; til margs góðs fyrir sveitarfélögin, þó ekki sé hægt að verða við öllu. Mikilvægt er að forgangsraða stuðningi, almennar aðgerðir sem renna líka þangað þar sem þeirra er ekki þörf, skila engu gagni fyrir þjóðarbúið eða sveitarfélögin.</p> <h2>Greining á fjármálum sveitarfélaga</h2> <p>Varðandi fjármál sveitarfélaga almennt þá komumst við að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að mikilvægt væri að fá heildstæða greiningu á fjárhagslegri stöðu einstakra sveitarfélaga sem hægt væri að byggja tillögugerð og ákvarðanatöku á. Það var alveg ljóst að staða þeirra var misjöfn og afar brýnt fyrir málefnaleg umræðu að fá fram eins raunsanna mynd af stöðunni og unnt er á þessum óvissutímum.</p> <p>Vaskur hópur var settur til verka undir forystu Gunnars Haraldssonar hagfræðings og formanns fjármálaráðs og skilaði hann af sér í lok ágústmánaðar.</p> <p>Í niðurstöðum starfshópsins segir að gera megi ráð fyrir að samanlögð rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna allra verði 26,6 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlunum ársins 2020. Þá megi búast við að auknar fjárfestingar sveitarfélaga nemi rúmlega 6,5 milljörðum króna. Samanlagt væru áhrifin því rúmlega 33 milljarðar króna eða rúmlega 91 þúsund króna á hvern íbúa.</p> <p>Það stefnir því í að sveitarfélögin verði fyrir töluverðum áhrifum, það er alveg ljóst. Þetta eru um 9% af heildarútgjöldum sveitarfélaga miðað við árið 2019 eða um 1,1% af vergri landsframleiðslu. Hér er því um verulegar upphæðir að ræða í þjóðhagslegu tilliti.<br /> Reiknað er með því að útsvarstekjur geti dregist saman um 11 milljarða króna á árinu í samanburði við forsendur í fjárhagsáætlunum sveitarfélaga og þá liggur fyrir að tekjur Jöfnunarsjóðs munu lækka um fjóra milljarða króna.</p> <p>Að mínu mati dregur skýrslan vel fram áætluð áhrif efnahagsþróunarinnar í kjölfar Covid-19 faraldursins á fjármál sveitarfélaga og skapar traustan grundvöll fyrir frekari umræður um fjárhagsleg málefni sveitarfélaganna á þessum óvissutímum.&nbsp;</p> <p>Ljóst er að staða þeirra er afar misjöfn, mörg hver hafa t.d. rúmt svigrúm til að takast á við þessar tímabundnu þrengingar meðan önnur eiga erfiðara um vik, m.a. vegna skuldastöðu, tekjusamsetningar og íbúaþróunar.&nbsp;</p> <p>Þegar veltu fé frá rekstri er skoðað er meirihluti sveitarfélaga þrátt fyrir áföll ársins enn með jákvætt veltufé frá rekstri sem er vísbending um að grunnþjónustan sé varin þó erfiðara kunni að vera um vik varðandi afborganir langtímalána.&nbsp;</p> <h2>Yfirlýsing um fjárhagslegan stuðning&nbsp;</h2> <p>Þessi góða greining hefur síðan verið til hliðsjónar við ákvarðanir um frekari skref af hálfu ríkisins í þá átt að styðja við sveitarfélögin. Yfirlýsing ríkisstjórnar frá í gær í tengslum við undirritun samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga vegna opinberra fjármála er grundvölluð á þessum gögnum og samtölum&nbsp;</p> <p>Yfirlýsingin felur í sér beinan stuðning við fjármál sveitarfélaga og felur hún í sér um 5 milljarða innspýtingu. Aðgerðir eru:</p> <ul> <li>670 m.kr. aukaframlag sem varið verði til framlaga til sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólks.</li> <li>720 m.kr. framlag sem renni til sveitarfélaga þar sem kostnaður við fjárhagsaðstoð er yfir nánar tilgreindum mörkum.&nbsp;</li> <li>500 m.kr. framlag sem nýtist til stuðnings þeirra sveitarfélaga sem glíma við hvað mesta fjárhagserfiðleika vegna Covid-19 faraldursins. Framlögin verði veitt í samstarfi við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og eftir atvikum Lánasjóð sveitarfélaga.&nbsp;</li> <li>935 m.kr. framlag sem styðji við stefnumarkandi áætlun stjórnvalda um eflingu sveitarstjórnarstigsins og aukna sjálfbærni þess með sameiningum sveitarfélaga.</li> <li>Og að endingu að heimild til að nýta 1.500 m.kr. úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði nýtt í ár og á næsta ári til þess að vega upp á móti lækkun almennra tekju- og útgjaldajöfnunarframlaga sjóðsins.</li> </ul> <p>Viðbótarframlög ríkissjóðs nema því samtals 2.825 m.kr. Heildarstuðningur til viðspyrnu fyrir sveitarfélögin á grundvelli yfirlýsingarinnar næmi því 4.325 m.kr. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga annaðist útgreiðslur framlaga á grundvelli nánar skilgreindra reglna þar um, sem unnar verði í nánu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.&nbsp;</p> <p>Við munum fylgjast áfram með þróun í fjármálum sveitarfélaga. Greining á fjármálum þeirra verður uppfærð reglulega og brugðist verður við eins og nauðsynlegt er hverju sinni til að tryggja að sveitarfélögin geti sinnt þeirri mikilvægu nærþjónustu sem þeim er falið að sinna skv. lögum.&nbsp;<br /> „Ríkisstjórnin mun standa að baki sveitarfélögum eins og frekast er unnt svo starfsemi þeirra</p> <p>raskist ekki um of á komandi mánuðum og misserum. Líta ber á þann stuðning sem yfirlýsing þessi felur í sér enn eitt skrefið í þeirri vegferð,“&nbsp; segir orðrétt í yfirlýsingunni.&nbsp;</p> <p>Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir allt þetta góða og uppbyggilega samtal sem ég hef átt við forystu sveitarfélaganna, sveitarstjórnarfólk úr öllum landshlutum og ekki síst þakka ég formanni Sambandsins og framkvæmdarstjóra, sem hafa verið afskaplega fylgin sér við að halda til haga sjónarmiðum og hagsmunum sveitarfélaganna í þessari umræðu.</p> <h2>Stefnumótun fyrir sveitarstjórnarstigið</h2> <p>Ágætu gestir.</p> <p>Eins og þið þekkið samþykkti Alþingi stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga í janúar síðastliðinn. Þetta er fyrsta áætlunin sinnar tegundar, tímamótaáætlun sem felur&nbsp; í sér metnaðarfull áform um eflingu sveitarstjórnarstigsins, aukna sjálfbærni þess og góða þjónustu við íbúana. Ellefu skilgreindum aðgerðum er ætlað að vinna að þessum markmiðum.&nbsp;</p> <p>Ein þeirra lýtur að því að stórefla stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar og gaf ég út nýjar reglur þar að lútandi í ágúst síðastliðnum. Nú geta forsvarsmenn hvers sveitarfélags séð hver stuðningurinn verður óháð því hvaða sveitarfélög hyggjast sameinast.&nbsp;</p> <p>Önnur aðgerð felur í sér átak til að efla stafræna stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélaga. Áhersla verði á að hagnýta þá innviði sem byggðir hafa verið upp og þekkingu á stafrænum lausnum hins opinbera.</p> <p>Enn önnur miðar að því að styrkja tekjustofna sveitarfélaga og auka fjárhagslega sjálfbærni þeirra. Í því felst m.a. að lokið verði við heildarendurskoðun á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir almennar sveitarstjórnarkosningar 2022 og breytingar innleiddar í áföngum á því kjörtímabili.</p> <p>Mikilvægasta aðgerðin, sem&nbsp; er forsenda fyrir raunverulegum umbótum á sveitarstjórnarstigi, er tillagan um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Frumvarp sem innleiðir aðgerðina – vilja Alþingis, ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga – er nú tilbúið í ráðuneytinu og verður kynnt í ríkisstjórn innan fárra daga.&nbsp;</p> <p>Það felur í sér að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026. Áætlað er að heildarávinningur af aðgerðinni geti numið á bilinu 3,5 til 5 milljarðar króna, sem eru fjármunir sem nýtast til þess að bæta þjónustu við íbúa, lækka skuldir eða byggja upp trausta innviði.</p> <p>Hér er um tímabært umbótaverkefni að ræða, eitt hið stærsta á sviði opinberrar stjórnsýslu á Íslandi og er skjót leið til að gera það sem við erum öll sammála um, að efla sveitarstjórnarstigið, nýta opinbera fjármuni betur og bæta þjónustu við íbúa.<br /> Það er ekkert að vanbúnaði og stóraukinn stuðningur Jöfnunarsjóðs liggur fyrir. Jákvæð reynsla við nýlegar sameiningar á Austurlandi er góð fyrirmynd. Það er ljóst er að nýta þarf opinbert fé betur á komandi árum – brettum upp ermar og hefjumst handa.</p> <h2>Samgönguáætlun – tímamótaáætlun&nbsp;&nbsp;</h2> <p>Ágæta sveitarstjórnarfólk. Ég&nbsp; vil nota tækifærið og segja nokkur orð um nýsamþykkta samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034. Áætlunin er ein sú mikilvægasta sem ríkið stendur að enda er samgöngukerfið er ein verðmætasta eign ríkisins og þar með okkar landsmanna allra.&nbsp;</p> <p>Það er ánægjulegt að segja frá því að aldrei áður hefur jafnmiklum fjármunum verið varið til samgangna. Á næstu fimmtán árum er gert ráð fyrir 640 milljarða króna framlagi ríkisins til samgönguáætlunar en heildarumfang áætlunarinnar er metið á um 900 milljarða króna.<br /> Samgönguáætlun felur í sér mikilvæga framtíðarsýn í samskiptum, atvinnu og samkeppnishæfni þjóðarinnar allrar og stuðlar um leið að því að öflug samfélög geti blómstrað um allt land. Mikilvægasta verkefni okkar er að auka öryggi, tengja byggðir landsins og bæta lífsgæði, auk þess að uppfylla skyldur í loftlagsmálum. Einnig viljum við tryggja greiðar samgöngur, gott aðgengi að þjónustu, stytta vegalengdir og almenningssamgöngur á milli staða.</p> <h2>Arðbær verkefni og ný störf</h2> <p>Fjárfestingar í samgönguinnviðum reynast mjög mikilvægar þegar mæta þarf niðursveiflunni sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur valdið. Verkefnum er flýtt og fjölgað en við það skapast fjölmörg ný störf. Þessum fjármunum er varið til arðbærra verkefna og ávinningurinn mun skila sér strax, hagkerfið eflist og samfélagið verður mun betur í stakk búið þegar tekist hefur að vinna bug á faraldrinum. Alls verða til 8.700 fjölbreytt ársverk á næstu fimm árum, frá hönnun til beinna framkvæmda.</p> <p>Sérstök áhersla á umferðaröryggi miðar að því m.a. að fækka einbreiðum brúm á Hringveginum um 14 til ársins 2024 og að aðskilja akstursstefnur á umferðarþyngstu vegköflum landsins frá höfuðborgarsvæðinu að Borgarnesi, austur fyrir Hellu og að Leifsstöð.</p> <p>Fullyrða má að aukning í nýframkvæmdum á næstu árum í samgöngum sé fordæmalaus – svo að notað sé orðið sem hefur verið á allra vörum í ár. Það grundvallast annars vegar á metnaðarfullri framtíðarsýn í fimmtán ára samgönguáætlun og á viðbótarfjármagni sem lagt var í samgönguframkvæmdir úr fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar.</p> <h2>Samvinnuverkefni</h2> <p>Í því skyni að flýta enn frekar þjóðfélagslega mikilvægum samgönguframkvæmdum hefur Alþingi heimilað samstarf hins opinbera og einkaaðila um sex afmarkaðar framkvæmdir og gjaldtöku vegna þeirra. Verkefnin auka öll umferðaröryggi og stuðla að verulegri styttingu leiða og áfram verður hægt að fara fyrri leið.</p> <p>Verkefnin eru vel skilgreind og fyrir fram ákveðin. Brú yfir Hornafjarðarfljót er þegar fullhönnuð og að verða klár fyrir útboð. Ný brú yfir Ölfusá, nýr vegur yfir Öxi, láglendisvegur og göng í gegnum Reynisfjall, önnur göng undir Hvalfjörð og hin langþráða Sundabraut eru þar næst á dagskrá.&nbsp;</p> <p>Með Samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var stigið stærsta skref í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu sem stigið hefur verið. Höggvið var á þann hnút sem hefur verið í samskiptum ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um áratugaskeið og komið hefur í veg fyrir alvöru uppbyggingu á svæðinu. Sáttmálinn markar tímamót sem mun skila sér í greiðari samgöngum, hvort sem litið er á fjölskyldubílinn, almenningssamgöngur eða gangandi og hjólandi umferð.</p> <h2>Loftbrú - lægri flugfargjöld fyrir íbúa landsbyggðarinnar</h2> <p>Það var mér sérstök ánægja í síðasta mánuði að kynna Loftbrú sem gefur íbúum á landsbyggðinni, sem búa fjarri höfuðborginni, kost á lægri flugfargjöldum til borgarinnar. Loftbrú veitir 40% afslátt af innanlandsflugi fyrir allt að þrjár ferðir á ári til og frá Reykjavík. Þetta er afar mikilvægt skref við að bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni að miðlægri þjónustu og gera innanlandsflug að hagkvæmari samgöngukosti.</p> <p>Í mínum huga er Loftbrú ein af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur verið í og með því er tekið stórt skref til að jafna aðstöðumun þeirra sem búa annarsstaðar en á suðvesturhorninu. Það er mikið réttlætismál að þeir sem búa fjarri höfuðborginni og vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað fái niðurgreiðslu á ferðum sínum með flugi. Verkefnið hefur verið á stefnuskrá minni síðan ég kom í ráðuneytið. Fyrirmyndin var sótt til nágranna okkar Skota en við höfum nú útfært verkefnið á okkar hátt og gert aðgengilegt í takt við áherslur um stafræna þjónustu hins opinbera.</p> <h2>Endurskoðun byggðaáætlunar</h2> <p>Vinna við endurskoðun byggðaáætlunar er hafin.</p> <p>Þessa dagana stendur yfir vinna við stöðumat, eða svokallaða grænbók, þar sem rýnt er í hvað hefur tekist vel í gildandi áætlun og hvað mætti betur fara. Áætlað er að grænbókin verði lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda í lok október og í framhaldinu fer fram víðtækt samráð um allt land og hvet ég sveitarstjórnarfólk til að taka þátt í mótun nýrrar áætlunar. Ég gerir ráð fyrir að tillaga verði lögð fyrir Alþingi seint næsta vor.&nbsp;</p> <p>Framkvæmd núverandi áætlunar hefur gengið vel að mínu mati. Við höfum náð að flétta byggðaáætlun saman við aðrar opinberar áætlanir með beinum fjárframlögum. Má þar nefna aðgerðir eins og Ísland ljóstengt, en þar hefur byggðaliðurinn lagt til 400 m.kr. frá árinu 2017 til að styðja við verkefni Fjarskiptasjóðs. Mjög gott dæmi um samhæfingu allra áætlana ráðuneytisins.</p> <p>Fjarheilbrigðisþjónusta er annað gott dæmi þar sem byggðaliðurinn styður við stefnu stjórnvalda um að jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu með því að nýta þá tækni sem fyrir er. Þar skiptir miklu að vel hefur gengið að ljósleiðaravæða dreifðustu byggðir landsins.&nbsp;</p> <p>Almennt gengur vel að koma aðgerðunum í framkvæmd en þær eru alls 54. Ég viðurkenni þó að það hefur valdið mér vonbrigðum og áhyggjum hve illa virðist ganga að hrinda aðgerðinni „Störf án staðsetningar“ í framkvæmd. Ég vil meina að þar sé meðal annars um að kenna að ekki hefur tekist að sannfæra stjórnendur ríkisstofnana (þar með talið ráðuneytanna) um hve mikill akkur er í aðgerðinni og hve einföld hún er í raun.&nbsp;</p> <p>Þegar starf er auglýst „án staðsetningar“ þýðir það að búseta skiptir ekki máli við val á starfsfólki. Þannig stækkar mengið sem stjórnendur geta valið úr. Það kallar á hugarfarsbreytingu að hrinda þessari aðgerð í framkvæmd og ég mun leggja mitt af mörkum á komandi mánuðum til þess að svo megi verða. Það er okkar allra hagur.</p> <p>Ég vil nota tækifærið og hvetja sveitarfélög til að skoða vel hvaða tækifæri felast í þessari aðgerð og hvort það séu ekki störf á þeirra vegum sem þurfa ekki endilega að vera unnin við tiltekið skrifborð í tiltekinni byggingu í tilteknu póstnúmeri (sem oft byrjar á einum og endar á einum). Þetta á ekki hvað síst við um fjölkjarna sveitarfélög og þau sem eru að sameinast núna og á næstu misserum.&nbsp;</p> <p>Framkvæmd byggðaáætlunar er einnig gott dæmi um vel heppnað samstarf ríkis og sveitarfélaga, en við höfum lagt kapp á að hafa fulltrúa þeirra með á öllum stigum.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Við lifum á óvenjulegum tímum. Nú er tími fyrir jákvæðar hugsanir og skynsamar lausnir. Það er ekki tími íhaldssemi, svartsýni og úrtölur, heldur tími nýsköpunar og úrræða sem leiða okkur áfram veginn.</p>
19. september 2020Að vera í sambandi við önnur lönd<p><span><em>Greinin var birt í Morgunblaðinu 19. september 2020</em></span></p> <p><span>„Að vera í sambandi við annað fólk er mér lífsnauðsyn“ ortu Stuðmenn og hlýtur það að vera heilagur sannleikur eins og annað sem hefur komið frá þeim mætu mönnum. Samskipti eru okkur öllum mikilvæg og eftir því sem tíminn líður verður það æ mikilvægara fyrir okkur sem á þessari fallegu eyju búum að hafa öruggt og öflugt samband við útlönd. Eins og stendur er fjarskiptasamband okkar við útlönd tryggt með þremur fjarskiptastrengjum, tveimur sem liggja til Evrópu, Farice og Danice, og einum sem tengir okkur við Norður-Ameríku, Greenland Connect.</span></p> <p><span>Í fjarskiptaáætlun sem ég lagði fyrir Alþingi árið 2019 og var samþykkt, legg ég áherslu á að lagður verði nýr fjarskiptasæstrengur til að tryggja en frekar samband okkar við umheiminn. Ástæðurnar fyrir lagningu nýs strengs varða allt í senn öryggis-, efnahags-, varnar- og almannahagsmuni. Fjölmargir hafa tekið undir mikilvægi slíkrar aðgerðar, þar á meðal Samtök iðnaðarins og Samtök gagnavera.</span></p> <p><span>Það var því ánægjulegt þegar ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir skemmstu tillögu mína og fjármála- og efnahagsráðherra um að tryggja fjármögnun nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Írlands sem nefndur hefur verið Íris.</span></p> <p><span>Mikilvægt er að endurnýja kerfið tímanlega þar sem Farice-strengurinn er kominn til ára sinna. Þeir tímar sem við höfum gengið í gegnum undanfarið undirstrika enn fremur nauðsyn öruggs og öflugs útlandasambands þegar samgöngur í heiminum eru takmarkaðar um ófyrirséðan tíma.</span></p> <p><span>Þótt öryggisþátturinn ráði miklu er efnahagsþátturinn ekki síður mikilvægur. Hér á landi hefur byggst upp öflug starfsemi sem reiðir sig mjög á öruggt og gott samband. Má þar nefna ört vaxandi geira eins og tölvuleikjageirann sem nýtir sér styrk skapandi greina á Íslandi, geira sem ég tel mikilvægt að hlúa að og efla á komandi tímum. Þá eru mikil tækifæri fólgin í uppbyggingu gagnavera en ný og öflug tenging eykur mjög möguleikana þegar kemur að gagnaverum fyrir stóra aðila eins og Google og Facebook, svo einhver fyrirtæki séu nefnd</span></p> <p><span>&nbsp;</span>„Að vera í takt við tímann getur tekið á. Að vera up to date er okkar innsta þrá“ ortu Stuðmenn einnig og má segja að þessi miklu og jákvæðu tíðindi af uppbyggingu fullkomins sambands við útlönd séu í takt við nýja tíma þar sem áhersla stjórnvalda er á fjölbreyttari atvinnuvegi. Og af því ég var byrjaður að garfa í textum Stuðmanna get ég ekki annað en endað á þessari línu sem er eins og töluð út úr hjarta framsóknarmannsins: „Hvers kyns fanatík er okkur framandi. Hún er handbremsa á hugann, lamandi.“</p> <p><span>Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>
10. september 2020Lægri flugfargjöld með Loftbrú jafna aðstöðumun íbúa landsins<p><em>Grein birt í Morgunblaðinu 10. september 2020</em></p> <p><em></em>Íbúar á landsbyggðinni sem búa lengst frá höfuðborginni eiga þess nú kost á að fá lægri flugfargjöld innanlands. Við höfum undirbúið verkefnið um nokkurt skeið undir heitinu skoska leiðin – en skrefið var stigið til fulls í gær, miðvikudag, þegar ég opnaði Loftbrú með formlegum hætti á þjónustuvefnum Ísland.is. Það var í senn tímabært og sérlega ánægjulegt að koma þessu í loftið.</p> <p>Loftbrú veitir íbúum með lögheimili á búsetusvæðum fjærst höfuðborginni 40% afslátt af heildarfargjaldi í þremur ferðum á ári (sex flugleggjum) til og frá höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er mjög skýrt, að jafna aðstöðumun íbúa á landinu og bæta aðgengi að miðlægri þjónustu í höfuðborginni. Heilbrigðisþjónustan er sú sem flestir þurfa á að halda, en ekki síður menntun, menning og afþreying. Með þessu er verið að auka möguleika íbúa af landsbyggðinni á félagslegri þátttöku í borgarsamfélaginu sem til staðar er á suðvestur horni Íslands.&nbsp;</p> <p>Í samtölum mínum við fólk víðsvegar um landið hefur umræða um ójafnt aðgengi að þjónustu oftar en ekki skipað stóran sess í huga fólks. Flestir landsmenn búa á suðvesturhorninu og hefur opinber þjónusta byggst þar upp. Þeir sem búa lengst frá höfuðborginni þurfa því að reiða fram hærri fjárhæðir til að komast á milli landssvæða en þorri landsmanna til að fá aðgang að sömu þjónustu. Þetta er skekkja í kerfinu sem þarf að leiðrétta, ekki síst með það í huga að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna.&nbsp;</p> <p>Fyrirmyndin að Loftbrú er sótt til Skotlands. Þar hefur þessi leið heppnast vel og hjálpað til við að halda í og laða að ungt fólk til afskekktra svæða. Skoska leiðin var eitt af loforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar og ein af aðgerðum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.&nbsp;</p> <p>Í mínum huga er Loftbrú ein af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur verið í og með því tekið stórt skref til að koma á móts við grunnþarfir fólks sem býr úti á landi. Ísland ljóstengt er annað gott dæmi um vel heppnaða byggðaaðgerð sem leggur áherslu á sem mest jafnræði landsmanna hvað varðar aðgang að fjarskiptainnviðum.&nbsp;</p> <p>Lægri flugfargjöld verða liður í gefa fólki kost á því að velja sér búsetu óháð starfi og leiða til þess að búseta á landsbyggðinni verði auðveldari. Búseta á landsbyggðinni mun styrkjast sem hefur jákvæð áhrif á íbúðaverð. Þá mun leiðrétting þessi hafa víðtæk samfélagsleg áhrif, auka lífsgæði fólks sem eiga þess kost á að skreppa til borgarinnar fyrir lægra fargjald, nýta ferðina og heimsækja ættingja og vini.</p> <p>Í Skotlandi hefur flugferðum fjölgað og ef greiðsluþátttaka stjórnvalda með þessum hætti hjálpar flugfélögum að halda uppi þjónustustigi er það af hinu góða og stuðlar að öruggum samgöngum. Einhverjir hafa haft þær áhyggjur að flugfélögin myndu sjá sér leik á borði og hækka fargjöldin en mér er það til efst að það væri góð ákvörðun að hækka flugfargjöld til allra hinna sem njóta ekki þessara mótvægisaðgerða. Það er afskaplega einfalt að nýta sér afsláttarkjör með Loftbrú. Á Ísland.is auðkennir fólk sig með rafrænum skilríkjum og sér þar yfirlit yfir réttindi sín. Þeir sem vilja nýta afsláttinn sækja sérstakan afsláttarkóða sem nota má á bókunarsíðum flugfélaga þegar flug er pantað. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur málið frekar á vefnum Loftbru.is.</p>
05. september 2020Fordæmalausar samgönguframkvæmdir mynda hagvöxt og skapa atvinnu<p><em>Grein birt í Morgunblaðinu laugardaginn 5. september 2020</em></p> <p>Ríkisstjórnin hefur mætt niðursveiflunni sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur valdið með nauðsynlegum og markvissum aðgerðum sem styðja við fólk og fyrirtæki. Stefnan er skýr, að skapa samfélag sem er í eins miklu jafnvægi og hægt er miðað við ytri aðstæður hverju sinni.&nbsp;</p> <p>Baráttan við veiruna hefur óhjákvæmilega reynt á þolrif og seiglu allra en með góðri samvinnu hefur árangurinn skilað sér í fækkun innanlandssmita. Stöðugt endurmat á aðgerðum er nauðsynlegt í þeirri von um að ekki verði verulegt bakslag. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að samfélagið geti verið í eins eðlilegu horfi og kostur er.</p> <h2>Arðbærar fjárfestingar</h2> <p>Til lengri tíma er stóra myndin að efla fjárfestingar sem mynda hagvöxt til framtíðar og skapa atvinnu. Fjárfestingarnar í innviðum eru arðbærar og bæta upp samrdrátt í hagkerfinu. Skýrt dæmi um slík áform ríkisstjórnarinnar eru í nýsamþykktri samgönguáætlun. Aldrei áður hefur eins miklum fjármunum verið varið til arðbærra verkefna og er hlutfall framlaga af landsframleiðsluspá fyrir 2020 komið upp í 1,4%. Ávinningurinn mun skila sér strax, ný störf verða til og samfélagið verður mun betur í stakk búið þegar tímabundið veiruástand er yfirstaðið og ferðaþjónustan tekur við sér á ný. </p> <h2>8.700 störf</h2> <p>Nýsamþykkt samgönguáætlun gerir ráð fyrir rúmlega 640 milljarða ríkisframlagi en heildarumfang allra samgönguframkvæmda með samvinnuverkefnum nemur um 900 milljörðum króna. Áætlunin er ein sú umfangsmesta sem samþykkt hefur verið og felur í sér mikilvæga uppbyggingu á eignum ríkisins. Áætlunin sem er ein stærsta framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar felur í sér 70% hækkun á framlagi til nýframkvæmda á þessu ári. Verkefnum er flýtt og fjölgað en við það skapast fjölmörg ný störf. Alls verða til 8.700 fjölbreytt störf á næstu fimm árum, frá hönnun til beinna framkvæmda. </p> <p>Viðhaldsþörfin er mest í vegagerð sem á eftir að skila sér í greiðari og öruggari umferð og enn betri tengingu má milli byggða. Vegalengdir styttast, möguleikar fólks til að velja sér búsetu aukast og atvinnusvæði eflast. Meðal verkefna er að einbreiðum brúm á Hringveginum verður fækkað úr 36 í 22 á næstu fimm árum. Til viðbótar þessu var í ár 6,5 milljörðum króna veitt aukalega í samgönguframkvæmdir úr fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónaveirunnar.</p> <p>Hafnir og innanlandsflugvellir fá umtalsvert meira fjármagn en hingað til svo hægt sé mæta eðlilegum kröfum samfélagsins um grunnþjónustu og koma á móts við flutning aðfanga innan- og millilanda. Aukin framlög eru til innanlandsflugvalla með áherslu á varaflugvelli. Þá eru mikil tækifæri í útflutningshöfnum norðan og sunnan lands sem efla atvinnusvæðin og skapa störf.</p> <h2>Samvinnuverkefni</h2> <p>Forgangsröðun fjárfestingar í samgönguáætlun er skýr með áherslu á umferðaröryggi sem styður við arðsemi og efnahagslegan grænan vöxt. Hæfileg blanda af einka- og ríkisreknum verkefnum skila sér til samfélagsins ef tilgangurinn er skýr. Sú hugmyndafræði var tekin lengra með samþykkt Alþingis á frumvarpi um samvinnuverkefni í vegaframkvæmdum (PPP). Nýju lögin heimila samvinnu á milli einkaaðila og ríkis að fara í tiltekin samgöngumannvirki. Ábatinn er aukin skilvirkni í vegagerð og býr til aukið svigrúm ríkisins til að sinna nauðsynlegri grunnþjónustu samfélagsins. Samgönguverkefni henta vel til samvinnuverkefna og þegar áhugi innlendra fjárfesta er til staðar er óskynsamlegt annað en að velja þessa leið. </p> <p>Verkefnin eru sem fyrr vel skilgreind og fyrirfram ákveðin og er brú yfir Hornafjarðarfljót fullhönnuð og að verða klár fyrir útboð. Ný brú yfir Ölfusá, nýr vegur yfir Öxi, láglendisvegur og göng í gegnum Reynisfjall, önnur göng undir Hvalfjörð og hin langþráða Sundabraut eru þar næst á dagskrá. Mikilvæg þekking og reynsla byggist upp í þessum verkefnum þar sem þverfagleg þekking verður til í hönnun, hjá fjárfestum, verktökum og hinu opinbera.</p> <p>Fullyrða má að aukning í nýframkvæmdum á næstu árum í samgöngum sé fordæmalaus – svo að notað sé orðið sem hefur verið á allra vörum í ár. Það grundvallast annars vegar á metnaðarfullri framtíðarsýn í fimmtán ára samgönguáætlun og á viðbótarfjármagni sem lagt var í samgönguframkvæmdir úr fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar.</p>
27. ágúst 2020Samvinna og samheldni á tímum heimsfaraldurs<p><span><em>Ræða flutt á Alþingi 27. ágúst 2020</em></span></p> <p><span>Virðulegi forseti.</span></p> <p><span>Í viðtali í síðustu viku sagði yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, með leyfi forseta: „Það sem gerist er að það verður þessi gríðarlega samvinna og samskipti. Okkar fremstu vísindamenn á alþjóðavísu og fyrirtæki á þessum markaði fara að deila upplýsingum. Þetta er einstakt - sigur fyrir mannkynið, ef ég má orða það sem svo“.</span></p> <p><span>Það viðhorf er orðið ríkjandi að samvinnan og samskiptin muni leiða okkur út úr þessu ástandi sem ríkir í heiminum um þessar mundir. Þetta er viðhorf sem er inngróið í stefnu Framsóknar enda hefur flokkurinn í gegnum tíðina verið boðberi samvinnunnar sem leysir úr læðingi helstu framfaramál í sögu þjóðarinnar.</span></p> <p><span>Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur fært okkur mörg og stór verkefni. Hver hefði ímyndað sér fyrir ári síðan að fara þyrfti í aðgerðir til að tryggja flugsamgöngur til landsins, tryggja almenningssamgöngur milli svæða, heimila sérstaklega fjarfundi hjá sveitarstjórnum því fólk gæti ekki komið saman, og margt fleira má telja upp. Þá má ekki gleyma því að í miðju kófinu í vor voru samþykkt lög og þingsályktanir um samgönguverkefni sem að heildarumfangi nema 900 milljörðum króna næstu 15 árin. Í því felast störf, meira umferðaröryggi og aukin lífsgæði um landið allt.</span></p> <p><span>Það sem stendur upp úr í mínum huga er þó sú samheldni sem hefur einkennt viðbrögð þjóðarinnar. Fólk hefur tekið höndum saman um að berjast við veiruna þótt það hafi kostað fórnir, bæði efnahagslegar og hvað varðar breytingu á daglegu lífi fólks. En líkt og þjóðin hefur staðið með sóttvarnaryfirvöldum þá mun Framsókn og þessi ríkisstjórn standa með þjóðinni. Nú er mikilvægasta verkefnið að verja störf og skapa störf - fjölbreytt störf um allt land því áfall ferðaþjónustunnar er áfall landsbyggðanna. Í viðbragðinu nú leika tvö ráðuneyti Framsóknar lykilhlutverk, félags- og barnamálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið sem tryggja velferð okkar og skapa tækifæri okkar fyrir framtíðina.</span></p> <p><span>Stærsta ákvörðun, sú langstærsta, sem þessi ríkisstjórn hefur tekið er ákvörðunin um að mæta þessari kreppu ekki með skattahækkunum eða niðurskurði heldur með sókn. Við sækjum fram með auknum fjárfestingum ríkisins á sama tíma og við grípum þá sem lenda tímabundið í hremmingum vegna atvinnumissis. Þetta getur þessi ríkisstjórn af því hún hefur breiða skírskotun. Hún er ríkisstjórn jafnvægis og með þessu jafnvægi hefur okkur tekist að ná samstöðu um að breyta námslánakerfinu, barnamálakerfinu, húsnæðiskerfinu, samgöngukerfinu - svo nokkur mál Framsóknar séu nefnd.</span></p> <p><span>Heimsfaraldurinn getur leitt til sundrungar og átaka en líkt og þegar kemur að því að ráða niðurlögum veirunnar sjálfrar þá þurfum við samvinnu til að byggja upp sterkara samfélag. Framsókn mun hér eftir sem hingað til vinna að sátt um framþróun samfélagsins. Sú sátt verður ekki til með öfgum til hægri eða vinstri. Framtíðin ræðst á miðjunni.<br /> </span></p>
01. júlí 2020Stóra stökkið í samgöngum <p><span><em>Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. júlí 2020</em><br /> <br /> Nýsamþykkt samgönguáætlun sem nær til áranna 2020-2034 er stórt stökk í samgöngum á Íslandi. Þetta er ein mikilvægasta áætlun sem ríkið stendur að enda er samgöngukerfið, vegakerfið, flugvellir og hafnir, líklega stærsta eign íslenska ríkisins, metið á tæpa 900 milljarða króna. Aldrei áður hefur jafnmiklum fjármunum verið varið til samgangna og gert er í þessari áætlun sem á eftir að skila sér í öruggari og greiðari umferð um allt land.&nbsp;</span></p> <h2><span>Stóra byggðastefnan</span></h2> <p><span>Í nágrannalöndum okkar er stundum talað um stóru byggðastefnuna þegar rætt er um samgönguáætlanir landanna. Í samgönguáætlun felast enda gríðarlega miklir hagsmunir fyrir samfélögin vítt og breytt um landið. Efnahagslegir hagsmunir eru líka mjög miklir því allar styttingar á leiðum innan og milli svæða fela í sér þjóðhagslegan sparnað.</span></p> <h2><span>Skoska leiðin – niðurgreiðsla á fargjöldum</span></h2> <p><span>Samgönguáætlunin sem ég lagði fram í lok ársins 2019 og var samþykkt á Alþingi á mánudag markar að mörgu leyti tímamót. Innan hennar er fyrsta flugstefna sem gerð hefur verið á landinu þótt flug á Íslandi hafi átt aldarafmæli á síðasta ári. Eitt af stóru málunum er að í haust hefur það sem í daglegu tali hefur verið nefnt „skoska-leiðin“ göngu sína. Í henni felst að ríkið mun greiða niður hluta af flugfargjaldi þeirra sem búa á landsbyggðinni. Það er mikið réttlætismál að þeir sem búa fjarri höfuðborginni og vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað fái niðurgreiðslur á ferðum sínum með flugi. Þetta er mikilvægt skref í því að jafna aðstöðumun þeirra sem búa annar staðar en á suðvesturhorninu.</span></p> <h2><span>Greiðar og góðar samgöngur fyrir alla ferðamáta</span></h2> <p><span>Innan samgönguáætlunar er einnig sérstök áætlun um almenningssamgöngur milli landshluta. Þar er líka mikil áhersla á uppbyggingu, göngu- og hjólastíga og reiðvega. Það því mikil áhersla lögð á alla fararmáta til að mæta kröfum sem flestra um greiðar og góðar samgöngur.</span></p> <h2><span>Samvinnuverkefni flýta framförum</span></h2> <p><span>Samhliða samgönguáætlun voru líka samþykkt lög um samvinnuverkefni í samgöngum sem byggja á Hvalfjarðargangamódelinu. Þau verkefni sem falla undir löggjöfina eru ný brú yfir Ölfusá ofan Selfoss, láglendisvegur og göng í gegnum Reynisfjall, ný brú yfir Hornafjarðarfljót, nýr vegur yfir Öxi, önnur göng undir Hvalfjörð og hin langþráða Sundabraut. Allt eru þetta verkefni sem fela í sér verulega styttingu leiða og aukið öryggi en þeir sem vilja ekki nýta sér þessi mannvirki geta áfram farið gömlu leiðina en munu þá verða af þeim ávinningi, fjárhagslegum og varðandi öryggi.</span></p> <h2><span>Rafvæðing ferja og hafna</span></h2> <p><span>Á síðasta ári urðu þau tímamót að nýr Herjólfur hóf siglingar milli Eyja og lands. Ekki er síst ánægjulegt að ferjan er knúin rafmagni, svokölluð tvinn-ferja. Áfram verður hlúð að almenningssamgöngum með ferjum. Mikil fjárfesting verður í höfnum víða um land og áhersla lögð á að búa þær búnaði til að skip geti tengst rafmagni til að vinna gegn óþarfa útblæstri.</span></p> <h2><span>Tímamót í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu</span></h2> <p><span>Að síðustu vil ég nefna að með samgönguáætlun og samþykkt laga um stofnun hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðisins er stigið stærsta skref sem stigið hefur verið í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Byggja þær framkvæmdir á samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem undirritaður var í fyrra. Með honum var höggvið á þann hnút sem hefur verið í samskiptum ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og komið hafði í veg fyrir alvöru uppbyggingu á svæðinu. Sáttmálinn markar tímamót sem mun skila sér í greiðari samgöngum, hvort sem litið er á fjölskyldubílinn, almenningssamgöngur eða gangandi og hjólandi umferð.</span></p> <p><span>Ég bið alla um að fara varlega í umferðinni í sumar og sýna tillit þeim fjölmörgu sem vinna við uppbyggingu og endurbætur á vegunum. Góða ferð á íslensku ferðasumri.<br /> <br /> Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar.</span></p>
11. júní 2020​Rýnt til gagns – upphaf að endurskoðun byggðaáætlunar<p><span><em>Ávarp á samráðsfundi um byggðaáætlun í Hafnarborg fimmtudaginn 11. júní 2020</em></span></p> <p><span>Ég vil byrja á því að bjóða ykkur velkomin á þennan fund, bæði þið sem eruð hér með okkur í Hafnarfirði og þið sem fylgist með á fjarfundi.</span></p> <p><span>Í dag eru tvö ár liðin frá því að Alþingi samþykkti einum rómi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Það var mikill einhugur um áætlunina - sem er alls ekki sjálfgefið. Ég tel að það megi þakka miklu og virku samráði sem haft var við vinnuna frá upphafi til enda. Það samráð náði til allra landsmanna, þó sérstök áhersla hafi verið lögð á samráð við sveitarfélögin í gegnum landshlutasamtökin og ráðuneytin í gegnum stýrihóp Stjórnarráðsins um byggðamál.&nbsp;</span></p> <p><span>Núgildandi byggðaáætlun er fyrsta og eina byggðaáætlunin sem nær til sjö ára. Fyrri áætlanir voru gerðar til fjögurra ára og sú næsta mun ná til 15 ára - en samkvæmt lögum frá 2018 var gerð sú breyting að ráðherra skuli, að minnsta kosti þriggja ára fresti, leggja fyrir Alþingi endurskoðaða byggðaáætlun sem nær til 15 ára. Jafnframt skal mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára.&nbsp;</span></p> <p><span>Samkvæmt þessu skal þannig leggja fram endurskoðaða byggðaáætlun eigi síðar en vorið 2021. Til að svo megi verða erum við hér samankomin í dag.&nbsp;</span></p> <p><span>Tilgangurinn með þessum fundi er að hefja formlegt ferli endurskoðunar með því að safna efnivið í stöðumat fyrir núverandi byggðaáætlun, svokallaðri grænbók og fá fram hugmyndir um það hvert á að stefna með nýrri byggðaáætlun.</span></p> <p><span>Við spyrjum ykkur í einlægni hvernig ykkur finnst til hafa tekist? Hvar höfum við staðið okkur vel og hvað mætti betur fara? Hvað eigum við að taka með okkur áfram í nýja byggðaáætlun og hvað eigum við að skilja eftir? Er byggðaáætlun að taka nægt tillit til annarra opinberra stefna og áætlana eða erum við kannski að gera of mikið úr því að tengja við aðrar stefnur?</span></p> <p><span>Við gerum ráð fyrir að stöðumat liggi fyrir eigi síðar en í nóvember og þá verður hafist handa við ritun þingsályktunar.&nbsp;</span></p> <p><span>Þar sem framkvæmd byggðaáætlunar þykir um margt hafa verið til fyrirmyndar hefur forsætisráðuneytið óskað eftir að samhliða endurskoðuninni verði unnið tilraunaverkefni þar sem hugað verður sérstaklega að kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Sú vinna fer fram undir leiðsögn sérfræðings forsætisráðuneytisins í kynjasamþættingu, sem mér skilst að sé einmitt með okkur hér í dag. Gert er ráð fyrir því að innan skamms tíma verði það meginregla að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið við allar opinberar áætlanir. Byggðaáætlun mun þannig ríða á vaðið og verða fyrst til. Sem er ánægjulegt.</span></p> <p><span>Ég tel að við höfum haldið vel á spilunum hvað framkvæmd og eftirfylgd byggðaáætlunar varðar og við höfum ávallt gætt þess að sýna vel á spilin. Þannig má til dæmis finna upplýsingar um stöðu allra aðgerðanna á vef ráðuneytisins og tiltekin er tengiliður við hverja aðgerð.&nbsp;</span></p> <p><span>Í byggðaáætlun eru tilgreindar 54 aðgerðir og er vinna hafin við þær allar. Nokkrum aðgerðum er þegar lokið og aðrar aðgerðir eru komnar mislangt á veg. Af þessum 54 aðgerðum eru 30 þeirra fjármagnaðar af byggðalið, sumar að öllu leyti en aðrar að hluta til. Af þessum 30 aðgerðum eru 20 sem eru á ábyrgð annarra ráðuneyta en samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Byggðamál eru nefnilega ekki einkamál samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins heldur snerta þau flest, ef ekki öll, ráðuneyti. Ég tel að með því að setja fjármagn til aðgerða sem eru á ábyrgðasviði annarra ráðuneyta, svo sem til stuðnings við innleiðingu fjarheilbrigðisþjónustu, þá séum við að stuðla að framgangi brýnna byggðaaðgerða.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Lögum samkvæmt þá skal byggðaáætlun lýsa stefnu ríkisins í byggðamálum hverju sinni og samhæfingu við aðra stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Jafnframt eru meginmarkmið byggðaáætlunar fest í lög en þau eru að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um land allt. Sérstaka áherslu skal leggja á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.</span></p> <p><span>Þetta segja lögin. Þau segja líka með nokkuð afdráttarlausum hætti að hafa skuli víðtækt samráð við undirbúning og mótun byggðaáætlunar og þar stendur að almenningi skuli gefinn kostur á að koma að sjónarmiðum sínum og athugasemdum í opnu samráðsferli. Þetta virðum við að sjálfsögðu og í dag opnar sérstök samráðsgátt á vef Byggðastofnunar sem vonandi verður vel nýtt. Þar er meðal annars kallað eftir skoðunum á núverandi byggðaáætlun, kostum hennar og göllum, og hverjar eru helstu áskoranir framundan við mótun nýrrar áætlunar.&nbsp;</span></p> <p><span>Byggðastofnun mun gegna lykilhlutverki við vinnuna framundan, líkt og við gerð síðustu byggðaáætlunar. Ég vil nota tækifærið og þakka starfsfólki stofnunarinnar fyrir þeirra mikilvæga framlag, í fortíð, nútíð og framtíð.&nbsp;</span></p> <p><span>Í gegnum framkvæmd þessarar byggðaáætlunar hefur tekist vel til að vinna með sveitarfélögunum og samstarf Byggðastofnunar við þau er til fyrirmyndar. Nýleg greining hennar á áhrifum Covid-19 faraldursins á sveitarfélögin sýnir að stofnunin hefur einnig hlutverki að gegna þegar kemur að málefnum sveitarfélaga. Því er spurning hvort ekki eigi, þegar kemur að því að endurskoða lög um Byggðastofnun, að auka hlutverk hennar á sviði sveitarstjórnarmála, t.d. varðandi rannsóknir og greiningar. Það gæti styrkt enn betur samspilið á milli þróunar byggðamála almennt og þessa mikilvæga stjórnsýslustigs, sveitarstjórnarstigsins. Er það ekki prýðis hugmynd?&nbsp;</span></p> <p><span>Við leggjum nú byggðaáætlun og framkvæmd hennar á ykkar borð. Höfum við gengið til góðs? Hvernig getur byggðaáætlun stuðlað að enn blómlegri byggðum um land allt?&nbsp;</span></p>
03. júní 2020Atvinna um allt land<p><em>Grein birt í Fréttablaðinu 3. júní 2020</em></p> <p>Þau áföll sem við höfum orðið fyrir vegna kórónuveirufaraldursins knýja okkur til að svara mikilvægum spurningum varðandi atvinnuuppbyggingu á Íslandi. Ekki er langt síðan íslenskt efnahagslíf var borið uppi af fábreyttu atvinnulífi þar sem sjávarútvegurinn var langmikilvægastur og aflaði mikilvægs gjaldeyris fyrir þjóðina. Til að styrkja undirstöður samfélagsins var því á sínum tíma mikilvægt skref stigið þegar álverið í Straumsvík var reist og í kjölfarið fylgdu aðrar álverksmiðjur sem allar studdu við lífsgæði á Íslandi með því að skapa útflutningsverðmæti og síðast en ekki síst: skapað atvinnu.</p> <p>Í kjölfar bankahrunsins byrjaði ferðaþjónustan að gera sig gildandi á Íslandi. Eldgosið í Eyjafjallajökli vakti heimsathygli sem ferðaþjónustan náði að nýta sér með markvissum herferðum og hingað byrjuðu að streyma ferðamenn til að njóta landsins okkar. Margir hafa á síðustu vikum dottið í hefðiátt-gírinn og gagnrýnt að ekki hefði verið meiri stýring á þeirri hröðu uppbyggingu sem orðið hefur í ferðaþjónustu. Það þykir mér sérkennilegt sjónarhorn því mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir Ísland og þá ekki síst landsbyggðirnar hefur verið gífurlegt og bæði skapað miklar útflutningstekjur og síðast en ekki síst: skapað atvinnu.<br /> <br /> Undanfarin ár hefur verið mikil uppbygging í fiskeldi á Íslandi. Bæði hefur verið um að ræða eldi á landi en mestur hefur vöxturinn verið í sjókvíaeldi. Stjórnvöld hafa sýnt ábyrgð þegar kemur að uppbyggingu sjókvíaeldis svo ekki verði gengið á hinn villta íslenska laxastofn. Strax árið 2004 var ákveðið að sjókvíaeldi yrði aðeins leyft á afmörkuðum svæðum landsins sem afmarkast fyrst og fremst við Vestfirði og Austfirði. Var það gert til að gæta fyllstu varúðar. Vöxtur greinarinnar hefur verið mikill og hefur hún aukið útflutningstekjur Íslands töluvert og síðast en ekki síst: skapað atvinnu.</p> <p>Framþróun í fiskeldi er hröð. Þær þjóðir sem líklega eru fremstar í fiskeldi eru Norðmenn og Færeyingar. Fiskeldið hefur skilað Færeyingum miklum ágóða sem sýnir sig best í því að lífsgæði í Færeyjum eru með því sem best gerist í heiminum. Norðmenn bera höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir þegar kemur að fiskeldi. Sú staða hefur ekki náðst án vandkvæða en framfarir í greininni, til dæmis hvað varðar umgengni við lífríki sjávar, hafa náðst með þrotlausum rannsóknum og sífellt betri vinnubrögðum í greininni. Hér á landi þurfum við að læra af reynslu Norðmanna og nýta okkur þekkingu þeirra og reynslu til að efla byggðir á Vestfjörðum og Austfjörðum og enn fremur: skapa atvinnu.</p> <p>Viðspyrna Íslands er meðal annars fólgin í því að styðja við uppbyggingu fiskeldis í sátt við náttúruna. Það er Íslendingum í blóð borið að nýta sjóinn og ná jafnvægi milli náttúru og manns. Það er heldur ekki úr vegi að benda á það stóraukna fjármagn sem sett hefur verið í nýsköpun með aðgerðum ríkisstjórnarinnar og getur hjálpað til við að auka virði fiskeldisins við strendur Íslands og síðast en ekki síst: skapað atvinnu.</p> <p>Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.</p>
02. maí 2020Stöndum með ferðaþjónustunni<p><em>Grein birt í Morgunblaðinu 2. maí 2020</em></p> <p><span>Þegar ég horfi upp í himininn á kvöldin á leiðinni úr hesthúsinu þá er hann eins og hann var þegar ég var lítill strákur. Þótt það séu ekki aldir síðan þá voru rákirnar sem þoturnar skildu eftir sig á himninum sjaldgæfari en síðustu ár. Um allan heim eru þoturnar sem fyrir nokkrum vikum fluttu fólk milli landa og heimsálfa í stæðum á jörðu niðri og bíða þess að heimurinn opnist að nýju og fólk láti drauminn um fjarlægari staði rætast.</span></p> <p><span>Mörgum gæti þótt rómantískt að okkar fögru ferðamannastaðir séu fámennir og að einhverju leyti er það heillandi. Afleiðingarnar af þessu fámenni eru þó gríðarlegar fyrir fjölskyldur um allt land. Ferðaþjónustan hefur lengi verið mikilvægur þáttur í íslensku mannlífi en aldrei eins og síðustu árin þegar áhugi heimsins á Íslandi hefur verið mikill og ferðalag til eyjunnar okkar í Atlantshafinu á óskalista margra. Okkur hefur líka lánast það að Ísland er áfangastaður sem fólk vill heimsækja aftur og mælir með við vini sína og fjölskyldur.</span></p> <p><span>Ríkisstjórnin hefur á síðustu vikum komið með fjölmargar aðgerðir sem ætlað er að brúa bilið þangað til aftur er hægt að ferðast um heiminn. Við höfum lagt áherslu á að vernda lífsgæði fólks og það að fyrirtækin geti hafið starfsemi sína að nýju þegar óveðrinu slotar, veitt fólki störf og skapað samfélaginu tekjur.</span></p> <p><span>Ég er bjartsýnn maður að eðlisfari og trúi því að ekki verði grundvallarbreytingar á ferðaþrá fólks og ferðalögum. Það er einfaldlega mjög sterkur þráður í manninum að vilja skoða sig um á ókunnum slóðum. Þess vegna er mikilvægt að við séum viðbúin þegar náðst hefur stjórn á veirunni.</span></p> <p><span>Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg fyrir samfélagið og ekki síst er hún stórkostlegt afl úti í hinum dreifðu byggðum. Og þangað til hún endurheimtir kraftinn úr ferðaþrá heimsins þá hef ég lagt ofuráherslu á að ríkisstjórnin skapi ný störf sem geta veitt fólki um allt land tekjur á meðan þetta ástand varir. Margra milljarða aukning í verkefnum tengdum samgöngum um allt land er til þess ætluð að skapa fjölskyldum tekjur til að lifa góðu lífi. Og auk þess eru samgönguframkvæmdir arðsamar fyrir samfélagið.</span></p> <p><span>Framsókn hefur alltaf verið nátengd lífinu í landinu, enda sprettur flokkurinn upp úr bændasamfélagi fyrir rúmri öld síðan. Við höfum stutt við uppbyggingu um allt land og ferðaþjónustan hefur staðið okkur nærri. Við munum áfram berjast fyrir því að hagsmunir fjölskyldna um allt land séu hafðir í öndvegi við ákvarðanatöku við ríkisstjórnarborðið.</span></p> <p><span>Ég hvet alla Íslendinga til að ferðast um okkar fagra land í sumar. Þannig styðjum við það fólk sem hefur haldið uppi mikilvægu starfi fyrir land og þjóð síðustu árin og höldum hjólunum gangandi þangað til rákunum á himninum fjölgar að nýju.</span></p> <p><span><em>Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</em></span></p>
01. maí 2020Viðspyrna fyrir Austurland<p><em>Grein birt í Austurfrétt í byrjun maí 2020</em></p> <p>Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku annan áfanga efnahagsaðgerða sinna undir yfirskriftinni Viðspyrna fyrir Ísland. Í fyrsta áfanga fyrir um mánuði síðan voru kynntar miklar fjárfestingar í samgöngum og byggðamálum til að vinna gegn samdrætti. Mikill einhugur er um að bregðast hratt við þeim usla sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur valdið um allan heim. Áskorunin er tvíþætt, annars vegar hefur innlend eftirspurn dregist saman og hins vegar er algert frost í ferðaþjónustu á heimsvísu.</p> <h2>6,5 milljarðar aukalega í samgöngur á árinu</h2> <p>Til að sporna gegn samdrætti og minnka skaðann verða á þessu ári 6,5 milljarðar kr. settir aukalega í samgöngumál víðs vegar um landið. Stór hluti framkvæmdanna verða á Austurlandi og Norðurlandi svo svæðin verði enn betur í stakk búin til að taka á móti ferðamönnum þegar Covid-tímabilið er afstaðið. Stækkun flugstöðvar á Akureyri, flughlað á Akureyri og akbraut á Egilsstaðaflugvelli eru stærstu verkefnin.&nbsp;</p> <p>Gerðar verða nauðsynlegar endurbætur á Egilsstaðaflugvelli til að tryggja flugöryggi á Íslandi, efla varaflugvallarhlutverkið og auka virði og getu til aukinna umsvifa. Á Egilsstöðum verður hægt að taka á móti stærri og fleiri flugvélum sem gæti skapað atvinnu.&nbsp;<br /> Norðfjarðarflugvöllur mun með betri aðflugsljósum þjóna umdæmissjúkrahúsi Austurlands enn betur. Heimamenn og ríkið fjárfestu í umtalsverðum endurbótum á vellinum árin 2016 og 2017 og nú skapast tækifæri til að halda áfram og bæta ljósabúnað á vellinum. Þá mun tveimur ofanflóðaverkefnum einnig verða flýtt í Fjarðabyggð.&nbsp;</p> <p>Á Norðurlandi eru framkvæmdir við stækkun flugstöðvar á Akureyri á næsta leiti og samhliða verður flughlaðið stækkað. Mögulegt verður að afgreiða farþega í innanlands- og millilandaflugi samtímis og auka þannig samkeppnishæfni flugvallarins. Þá er mikil þörf á viðhaldi á flugvellinum á Þórshöfn sem mun bæta öryggi flugfarþega og skapa störf við framkvæmdina. Áætlað er að við flugvallaframkvæmdirnar verði til um 140 ársverk, í hönnunar- og verktakavinnu.&nbsp;</p> <p>Brimvarnargarðurinn á Bakkafirði verður síðan endurbyggður og sjóvarnir bættar víða um kjördæmið, m.a. brugðist við skemmdum í kjölfar veðra vetrarins.</p> <p>Á Djúpavogi hefur fiskeldi vaxið fiskur um hrygg. Slátrun á eldisfiski er orðin umfangsmikil atvinnugrein og kemur þar að einhverju leyti í stað hefðbundins sjávarútvegs. Bættar hafnaraðstæður gera vaxandi starfsemina mögulega, og eru forsenda fyrir auknum umsvifum á Austfjörðum og tengdum störfum. Við framkvæmdirnar þarf 8-9 ársverk, þær voru að hluta til inn á áætlun, en verður nú flýtt.</p> <p>Í tengslum við fjárfestingaátak ríkisstjórnarinnar mun einbreiðum brúm á Norðurlandi fækka um tvær, Köldukvíslargil og Skjálfandafljót og á Austurlandi verður brúin yfir Gilsá á Völlum tvöfölduð. Borgarfjarðarvegur frá Eiðum að Laufási fær yfirlögn, unnið er að vegbótum á leiðinni milli Þórshafnar og Bakkafjarðar, framkvæmdir við Dettifossveg eru á lokametrunum og auk endurbóta á malarvegum hingað og þangað. Hæst bera þó framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng og Axarveg.</p> <p>Þá fékk ljósleiðaravæðing í dreifbýli auka fjármagn og brátt sér fyrir endann á að þrífösun rafmagns.&nbsp;</p> <p>Að þessu sögðu eru fjöldamörg samgönguverkefni, stór og smá, í samgönguáætlun sem munu hjálpa að koma hjólum atvinnulífsins í gang að nýju. Fjárfestingarnar eru arðbærar, slá á atvinnuleysi, auka eftirspurn eftir vinnuafli og örva landsframleiðslu. Aðgerðirnar í fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar eru fjölbreyttar. Þær hefjast allar á þessu ári og miða að því að verja störf og efnahag heimilanna. Tími aukinna opinbera fjárfestinga er núna og mikilvægt að horfa björtum augum til framtíðar.</p>
23. apríl 2020Íslensk matvæli, gjörið svo vel<p><span><em>Birt í Morgunblaðinu 23. apríl 2020</em></span></p> <p>Í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar Viðspyrna fyrir Ísland er lögð mikil áhersla á innlenda framleiðslu og verðmætasköpun. Nýsköpun er þar í öndvegi enda lengi verið ljóst að skjóta verður fleiri stoðum undir íslenskan efnahag.</p> <p>Síðustu vikurnar hefur helsta umræðuefni fólks um heim allan verið heilsa og heilbrigði. Fólk óttast þennan vágest sem kórónuveiran er og leggur mikið á sig til að komast hjá smiti. Veikindin leggjast misþungt á fólk og hefur ekki verið útskýrt að fullu hvað veldur þeim mun. Hins vegar er ljóst að sumir hópar eru veikari fyrir en aðrir og hefur til dæmis í Bandaríkjunum verið bent á að þeir sem stríða við lífsstílssjúkdóma geta orðið sérstaklega illa fyrir barðinu á Covid-19.</p> <p>Þegar heilsan er okkur svo ofarlega í huga þá er ekki laust við að maður þakki fyrir þá öfundsverðu stöðu sem við Íslendingar erum í varðandi matvælaframleiðslu, hvort heldur það er landbúnaður eða sjávarútvegur. Rúmt ár er nú frá því við í Framsókn héldum fjölmennan fund þar sem Lance Price, prófessor við Washington háskóla, hélt fyrirlestur um þá ógn sem mannkyninu stafar af sýklalyfjaónæmum bakteríum. Á sama fundi hélt erindi Karl G. Kristinsson, helsti sérfræðingur okkar í sýklafræði, og sjáum við honum bregða fyrir á skjánum um þessar mundir í tengslum við heimsfaraldurinn sem nú herjar á okkur. Fundinn héldum við til að vekja fólk til vitundar um að sérfræðingar telja að árið 2050 muni tíu milljónir manna deyja í heiminum af völdum sýklalyfjaónæmis og ekki vildum við síður benda á þau verðmæti sem felast í íslenskum landbúnaði sem er ásamt Noregi með minnsta notkun sýklalyfja í landbúnaði í heiminum.</p> <p>Matvælaframleiðsla er gríðarlega mikilvægur þáttur í íslenska hagkerfinu og sannkallaður lýðheilsufjársjóður. Ríkisstjórnin ákvað í fyrra að Ísland yrði fyrsta landið í heiminum til að banna sölu og dreifingu á matvöru, kjöti, fiski og grænmeti, sem innihalda sýklalyfjaónæmar bakteríur. Þannig verndum við heilsu Íslendinga og undirstrikum þau miklu gæði sem einkenna íslenska matvælaframleiðslu.</p> <p>Hluti af öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar er aukinn stuðningur við grænmetisbændur, bæði beinn og einnig með endurgreiðslu kostnaðar vegna dreifingar og flutnings raforku bænda. Þar er stigið gríðarlega mikilvægt skref til að efla greinina og munu íslenskir neytendur njóta þess þegar framleiðsla á íslensku grænmeti eykst. Vonandi stendur verslunin með þjóðinni og íslenskum matvælaframleiðendum og gefur íslensku grænmeti heiðurssess.</p> <p>Það er bjargföst trú mín að það eru gríðarleg tækifæri framundan fyrir íslenskan landbúnað og íslenskan sjávarútveg. Því ef fólk er almennt orðið meðvitaðra um heilsuna þá hugsar það meira um hvað það lætur ofan í sig. Ég segi því að lokum: Íslenskt, gjörið svo vel.</p> <p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</em></p>
21. apríl 2020Leiðin til öflugra Íslands<p><span><em>Birt í Fréttablaðinu þriðjudaginn 21. apríl 2020</em></span></p> <p><span>Ríkisstjórnin kynnti í dag annan hluta Viðspyrnu fyrir Ísland í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Heldur þannig áfram vinna stjórnvalda til að bregðast við þeim mikla vanda sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur skapað um allan heim. Eins og í fyrri pakka þá eru aðgerðirnar þrískiptar: Varnir, vernd og viðspyrna.</span></p> <p><span>Aðgerðirnar eru fjölbreyttar. Varnirnar felast í því að veita þeim fyrirtækjum styrki sem hefur verið gert að hætta tímabundið starfsemi vegna sóttvarna, fyrirtækjum verða veitt lán með ríkisábyrgð til að standa straum af föstum rekstrarkostnaði og fyrirtækjum verður gert kleift að jafna saman tapi ársins 2020 og hagnaðar ársins 2019. Allt er þetta mikilvægt til að veita aðstoð lífvænlegum fyrirtækjum sem mikilvæg eru í viðspyrnunni.</span></p> <p><span>Verndarhlutinn felur í sér áherslu á að veita fjölskyldum og einstaklingum tækifæri til að vinna sig í gegnum vandann og koma eftir fremsta megni í veg fyrir óafturkræf félagsleg vandamál sem fylgja áföllum eins og þeim sem við göngum nú í gegnum. Stutt verður duglega við námsmenn, bæði með því að bjóða upp á sumarnám og 3000 sumarstörf, sexföldun Nýsköpunarsjóðs námsmanna auk þess sem námsmönnum verður auðveldað að fá atvinnuleysisbætur. Einnig er háum fjárhæðum varið til þess að auka virkni atvinnulausra og gefa þeim kost á námi samhliða bótum. Áætlað er að úrræðið nái til um 15 þúsund manns á árinu. Fjarheilbrigðisþjónusta verður efld sem styrkir mjög aðgang fólks um allt land að þjónustu heilbrigðiskerfisins. Þá er 600 milljónum veitt til sveitarfélaga til að styðja við 12 þúsund börn á tekjulægri heimilum til að stunda íþrótta- og frístundastarf.</span></p> <p><span>Nú er ekki síst þörf á því að horfa til framtíðar. Nauðsyn er að styrkja enn stoðir íslensks atvinnulífs með mikilli áherslu á nýsköpun. Framlög til endurgreiðslu á rannsóknar- og þróunarkostnaði verður aukin 2,5 milljarða króna auk þess sem umgjörð fjármögnunar sprota- og nýsköpunarfyrirtækja verður styrkt með sérstakri áherslu á grænar tæknilausnir.</span></p> <p><span>Ég hef áður bent á mikilvægi þess að hlúð verði að íslenskri matvælaframleiðslu. Þar er ekki aðeins um fjárhagslegt mál að ræða heldur er augljóst að lýðheilsusjónarmið eru þar mikilvæg. Þau skref sem eru stigin í þeim aðgerðum sem kynntar voru í dag eru mikilvæg og felast í nýjum Matvælasjóði þar sem hálfum milljarði verður bætt við það fjármagn sem áður fór í Framleiðnisjóð landbúnaðarins og AVS-rannsóknasjóð í sjávarútvegi. Þá fagna ég því að nýr samningur við garðyrkjubændur feli í sér aukningu um 200 milljónir auk þess að fjármagn verður aukið til endurgreiðslu flutnings- og dreifingarkostnaðar á rafmagni.</span></p> <p><span>Leiðin framundan er grýtt en eftir því sem tíminn líður sjáum við smátt og smátt landslagið breytast fyrir framan okkur, göturnar verða greiðfærari og bjartara yfir. Við verðum að halda hópinn og styðja hvert annað á leiðinni. Þá fer allt vel.</span></p>
16. apríl 2020Norðurlöndin þjappa sér saman<p><span><em>Greinin birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 16. apríl 2020</em></span></p> <p><span>Við væntum þess öll, og vonum innilega, að bráðlega verði hið versta yfirstaðið í Covid-faraldrinum. Vissulega er brekkan brött, við stöndum í þeirri öfundsverðu stöðu að geta byrjað að létta af takmörkunum, eftir þrjár vikur, ef allt gengur að óskum. Allir eru að gera sitt besta. Við horfum á hvað þessi veira gerir því að hún er óvissuþátturinn. Og hvað gerir hún nú?</span></p> <p><span>Mun hún leggjast í dvala eða koma upp aftur og aftur? Við vitum það ekki. Nú þegar smitum fer fækkandi þá þurfum við að huga hratt að því hvernig við getum komið Íslandi aftur í gang. Þess vegna þurfum við að vera viðbúin öllu og erum að vinna að efnahagsaðgerðum nr. 2.&nbsp;</span></p> <p><span>Norðurlöndin hafa hvert um sig farið sínar leiðir í viðbrögðum en á flestan hátt erum við á sömu braut. Öll byggja Norðurlöndin aðgerðir í sóttvörnum á besta mati fagfólks og stefna Norðurlandanna til að styðja við fjölskyldur og atvinnulíf hefur verið fumlaus og skýr.&nbsp;</span></p> <p><span>Norðurlöndin hafa líka átt náið samráð sín á milli. Þar búum við Íslendingar að því að hafa þar til um síðustu áramót verið í formennsku í Norrænu ráðherranefndinni þar sem ég leyfi mér að fullyrða að okkur hafi tekist að blása lífi og krafti í norrænt samstarf með áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Norræna samstarfið heldur nú áfram en við gjörbreyttar aðstæður.&nbsp;</span></p> <p><span>Eitt af því mikilvægasta framundan er að opna landamæri og koma samgöngum aftur í samt lag. Vöruflutningar hafa sem betur fer haldið áfram, öfugt við fólksflutninga. Ferðaþjónustan hefur nánast stöðvast. Við ætlum okkur að koma þessari grundvallaratvinnugrein aftur af stað og það mun krefjast útsjónarsemi og úthalds.&nbsp;</span></p> <p><span>Margt bendir til þess að veröldin muni opnast í skrefum. Þá kann það að gerast að nærsvæðin – í okkar tilviki Norðurlöndin og vestnorræna svæðið – opnist fyrst. Kannski verður þróunin sú að ferðalög og viðskipti milli Norðurlandanna muni aukast umtalsvert á næstum misserum, því á milli okkar ríkir traust og samstaða. Þar skiptir samstarfið við Norðurlöndin miklu máli.&nbsp;</span></p> <p><span>Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda</span></p>
15. apríl 2020Íslenskur landbúnaður í breyttum heimi<p><em>Birt í Bændablaðinu miðvikudaginn 15. apríl 2020</em></p> <p>Við lifum á einkennilegum tímum. Við sótthreinsum á okkur hendur og setjum á okkur hanska þegar við förum í kjörbúðina og ekki er ólíklegt að við rekumst á fólk með andlitsgrímur í verslunum og á förnum vegi. Við erum flest, ef ekki öll, orðin meðvitaðri um hvað við snertum, hvort heldur það er hurðarhúnar eða andlit okkar. Okkur er ráðlagt af yfirvöldum að heilsa ekki með handabandi, kossum eða faðmlögum. Fyrir nokkrum vikum hefðum við litið á slíkt ástand sem kafla úr vísindaskáldsögu, jafnvel hryllingssögu. Þessi fjandans veira hefur mikil áhrif á daglegt líf okkar og mun eflaust hafa það um ókomna tíð.</p> <h2>Vísindi og lýðheilsa</h2> <p>Eitt af því sem ég tel að þessar einkennilegu vikur muni hafa áhrif á er viðhorf til matvæla. Norrænir fréttamiðlar hafa á síðustu dögum fjallað um að sýklalyfjaónæmi gæti verið einn þeirra þátta sem hafi áhrif á alvarlegar afleiðingar Covid-19. Ekki er nema rúmt ár síðan Framsókn stóð fyrir fjölsóttum fundi um sýklalyfjaónæmi þar sem amerískur prófessor, Lance Price, lofaði íslenska matvælaframleiðslu fyrir ábyrgð og framsýni hvað varðar notkun sýklalyfja í framleiðslu sinni. Á þessum fundi var einnig framsögumaður Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir, sem hefur verið einn helsti baráttumaðurinn í því að vekja athygli á þeim ógnum sem fylgja óheftri notkun sýklalyfja í landbúnaði. Við sjáum honum bregða fyrir í fréttum þessa dagana þar sem hann berst við kórónuveiruna ásamt frábæru íslensku heilbrigðisstarfsfólki.</p> <p>Það var á grunni vísinda og lýðheilsu sem Framsókn barðist fyrir því að íslensk stjórnvöld lýstu því yfir að Ísland yrði fyrsta landið í heiminum til að banna sölu og dreifingu á matvælum með sýklalyfjaónæmum bakteríum. Þar stigum við mikilvægt skref sem á síðustu vikum sýnir mikilvægi sitt enn frekar.</p> <h2>Hráa kjötið</h2> <p>Innflutningur á hráu kjöti til landsins hefur verið mikið hitamál enda mikið undir fyrir bændur en þó einn meira fyrir íslenska neytendur sem eru vanir því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að það sem þeir kaupa í verslunum, hvort heldur það er í kjötborði eða grænmetisdeild, sé ekki örugg fæða. Ástæðan fyrir því að opna varð á innflutning er sú að árið 2004 gerðu íslensk stjórnvöld ekki kröfu um bann við innflutning á hráu kjöti, heldur aðeins lifandi dýrum og erfðaefni. Það er þó ljóst að atburðir síðustu vikna hljóta að breyta stöðunni. Þjóðir Evrópu hafa tekið ákvarðanir sem eflaust eiga eftir að hafa gríðarleg áhrif á samvinnuna innan Evrópu. Þar sannast hið fornkveðna: Það er ekkert til sem heitir vinátta þjóða, aðeins hagsmunir.</p> <h2>Sáttmáli um fæðuöryggi</h2> <p>Velta má því fyrir sér hvort komið sé að gerð sáttmála milli matvælaframleiðenda, neytenda,&nbsp; verslunarinnar og ríkisvaldsins þar sem fæðuöryggi þjóðarinnar yrði tryggt. Sáttmála um að umhverfi matvælaframleiðslunnar verði tryggt. Þjóðin treystir á innlendan mat, það sannast núna á þessum erfiðu tímum. Við verðum sem þjóð, sér í lagi vegna landfræðilegrar staðsetningar okkar að tryggja það að matvælaframleiðsla standi sterkum fótum og víkka út þá geira sem fyrir eru á jötunni. Þá liggur fyrst og beinast við að koma til móts við grænmetisbændur varðandi flutningsverð á raforku. Um það hefur verið rætt og á ég von á að það verði hægt innan skamms.</p> <h2>Ábyrg framleiðsla</h2> <p>Hætt er við því að sú efnahagsdýfa sem hafin er og tímabundin fækkun ferðamanna á Íslandi mun hafa einhver áhrif á íslenska bændur og allt það fólk sem starfar í matvælageiranum. Framtíðin er þó björt sé rétt haldið á spilum. Sá grunnur sem íslenskur landbúnaður stendur á með sinni hreinu matvælaframleiðslu er lýðheilsulegur fjársjóður fyrir íslensku þjóðina. Vörur úr þeim jarðvegi geta einnig orðið eftirsóttar fyrir íbúa annarra þjóða nú þegar allir gera sér grein fyrir því hvað óábyrg framleiðsla og óábyrg meðhöndlun matvæla getur haft alvarleg áhrif á heilsu og hag fólks um allan heim.</p> <p>Ég efast ekki eina mínútu um að við komumst í gegnum þetta ef við stöndum saman. Við mætum þessum vanda af yfirvegun og æðruleysi eins og stórhríðunum sem við þekkjum vel. Öll él birtir um síðir. Það kemur vor og það kemur sól og daginn lengir. Við höfum áður tekist á við erfiðleika og staðið sterkari eftir. Við getum gert það aftur.</p> <p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</em></p>
24. mars 2020Flugstöð og varaflugvellir<p><span><em>Birt á Vísi.is 24. mars 2020</em></span></p> <p><span>Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að efla og fjárfesta í innviðum samfélagsins. Nú á að gera enn betur og hefja sérstakt 15 milljarða króna flýtifjárfestingarátak sem kynnt var í Hörpu sl. laugardag. Mikilvægt er að bregðast hratt við en gera jafnframt langtímaáætlanir eins og kostur er í þessari erfiðu stöðu sem samfélagið glímir við. Halda áfram að byggja upp vegi, flugvelli og hafnir svo samfélagið verði í stakk búið þegar Covid-19 faraldurinn verður um garð genginn. Þrátt fyrir hrun í ferðaþjónustunni er brýn þörf fyrir uppbyggingu innviða og eru flugvellir einn af lykilþáttum fjárfestingarátaksins. Notum tímann vel og höldum áfram.</span></p> <h2><span>Akureyri og Egilsstaðir</span></h2> <p><span>&nbsp;</span>Stækkun við flugstöð á Akureyri, flughlað á Akureyri og akbraut á Egilsstaðaflugvelli eru meðal fjölbreytta verkefna sem ríkisstjórnin leggur áherslu á að verði hafist handa við strax. Áformað er að verja milli 500 til 600 milljónum í ár til undirbúnings. Viðbygging við flugstöð á Akureyri styður við eflingu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi þegar allt fer í gang aftur. Stækkun á flughlaði á Akureyrarflugvelli eykur öryggi flugvallarins. Hægt er að bjóða verkið út á vormánuðum og má áætla að um 40 ársverk skapist hjá verktökum á svæðinu. Á Egilsstöðum eykst rekstraröryggi Egilsstaðarflugvallar og flugöryggi á Íslandi almennt. Hægt verður að taka á móti stærri flugvélum sem skapa auka þess atvinnu á svæðinu.</p> <p>Verkefnin eru arðbær. Þeim er hægt að flýta og þau skapa fjölbreytt störf með skömmum fyrirvara. Samgönguáætlun hefur gefið tóninn að þeim verkefnum sem munu líta dagsins ljós og munu auknir fjármunir verða settir í verkefni um allt land. Þegar fram í sækir mun samkeppnishæfni landsins eiga mikið undir góðum alþjóðlegum flugtengingum en fleiri hlið inn til landsins hafa verið á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar.</p> <p>Í nýrri flugstefnu sem ég mælti fyrir í samgönguáætlun er horft til lengri tíma og er rík áhersla lögð á að alþjóðaflugvellir landsins mæti sem best þörfum flugrekanda fyrir varaflugvelli og fleiri hliðum inn til landsins verði fjölgað sem geta notið góðs af ferðaþjónustu. Hjá ríkisstjórninni er síðan annað átak í undirbúningi sem tekur við á árunum 2021-2023 og mun flýting þessara framkvæmda sem og annarra samgönguframkvæmda birtast þar. Gerum það sem gera þarf og verum skynsöm.</p>
11. mars 2020Óháð úttekt á Landeyjahöfn<p><em>Greinin var birt á vefmiðlinum Eyjar.net 11. mars 2020</em></p> <p>Opnun Landeyjahafnar árið 2010 markaði mikil tímamót í samgöngumálum íbúa og fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Fyrsta árið nær tvöfaldaðist farþegafjöldi Herjólfs á og fyrir ári síðan var annað framfaraskref stigið þegar fargjöld íbúa í Vestmannaeyjum voru lækkuð og sama gjald tryggt, óháð í hvora höfnina er siglt.</p> <p><span>Landeyjahöfn var frá upphafi hönnuð með nýtt skip í huga og til stóð að taka hvort tveggja í notkun á sama tíma, nýja höfn og nýtt skip sem yrði sérhannað fyrir höfnina með a.m.k. 1,5 metra minni djúpristu en gamli Herjólfur. Til stóð að semja um smíði á nýju skipi á síðustu mánuðum ársins 2008 en eftir hrun bankanna voru ekki lengur forsendur til þess. Það hefur legið fyrir að Landeyjahöfn myndi ekki nýtast að fullu fyrr en ný sérhönnuð ferja hæfi þangað siglingar og að ekki yrði hægt að þróa höfnina að fullu fyrr en reynslan af siglingu slíkt skips lægi fyrir.&nbsp;</span></p> <p><span>Nýr Herjólfur hóf siglingar síðastliðið sumar. Skipið hefur þegar sannað gildi sitt, stjórnhæfni þess er góð og ferðum hefur fjölgað. Þá hefur Vestmannaeyjabær tekið við stjórn rekstrarins. Ákveðinni óvissu hefur því þegar verið eytt. Endanlegri þróun Landeyjahafnar er þó ekki lokið og er skiljanlegt að Vestmannaeyinga sé farið að lengja eftir því. Ég hef áður sagt og stend við það að ég hef hug á því að þeirri þróun ljúki sem fyrst. Það er í samræmi við vilja Alþingis sem ályktaði í desember síðastliðnum að hefja óháða úttekt á Landeyjahöfn í samræmi við samgönguáætlun fyrir árin 2019–2033 og fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019–2023 og að henni verði lokið eigi síðar en 31. ágúst 2020.</span></p> <p><span>Ráðuneytið auglýsti því með svokölluðu örútboði eftir óháðum sérfræðingum til að rýna gögn Vegagerðarinnar og rannsóknir sem hafa verið gerðar á Landeyjahöfn og koma með vel rökstuddar og skilgreindar tillögur til úrbóta sem væri hægt að framkvæma strax eða prófa í líkani. Örútboð er fljótvirk útboðsaðferð og í samræmi við innkaupareglur.</span></p> <p><span>Tillögurnar verða nýttar til að sníða útboð til endurbóta á höfninni. Mikilvægt er að úttektin einskorðist ekki aðeins við gögn og rannsóknir varðandi dýpi Landeyjahafnar heldur verði einnig litið til annarra þátta sem geta haft áhrif á nýtingu hafnarinnar. Ég bind vonir við að hægt verði að ráðast strax í úrbætur að lokinni úttektinni. Ef í ljós kemur að rannsaka þurfi einstaka lausnir betur, verður það gert. Það yrði annað sjálfstætt verk.</span></p> <p><span>Það er brýnt að vandað verði til verka þegar aflað er svara um hvað þurfi að gera til að tryggja að Landeyjahöfn geti þjónað hlutverki sínu að fullu. Svörin þurfa að byggja á skilningi á þeim flóknu aðstæðum sem eru við höfnina og vandaðri greiningu. Það mun skila mestum árangri til framtíðar. Áfram veginn.</span></p>
31. janúar 2020Mikil tíðindi - grein í Fréttablaðinu 31. janúar 2020<h2>Mikil tíðindi </h2> <p>Þau ánægjulegu tíðindi komu frá Alþingi í vikunni að búið væri að samþykkja tillögu ríkisstjórnarinnar að tillögu til þingsályktunar um stefnumótun í málefnum sveitarfélaga.&nbsp;Stefnumótunin, sem er hin fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, hefur verið lengi í undirbúningi og víðtækt samráð farið fram um allt land. </p> <p>Á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í haust var samþykkt með afgerandi meirihluta að lýsa yfir stuðningi við tillöguna og þá framtíðarsýn og áherslur sem í henni felast. Vissulega eru skiptar skoðanir um einstakar aðgerðir, ekki síst varðandi ákvæði um lágmarksfjölda íbúa, sem verður 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum 2022 og 1.000 fjórum árum síðar. Sum minni sveitarfélög hafa sett fyrirvara og lagt áherslu á að vilji íbúa eigi að ráða för. Það kom t.d. mjög vel fram á fjölmennum íbúafundi sem ég sótti á Grenivík í vikunni. Þar hefur byggst upp blómlegt samfélag þar sem íbúar njóta góðrar þjónustu og búa við atvinnuöryggi. Það eru ýmsar leiðir til að tryggja að svo verði en umfram allt er það að mestu í höndum íbúanna sjálfra.&nbsp;Stefnumörkuninni er að sjálfsögðu ekki beint gegn einstökum sveitarfélögum heldur felur hún í sér heildarsýn fyrir allt landið um eflingu sveitarstjórnarstigsins með ýmsum aðgerðum. Það stendur ekki til að sameina samfélög eða byggðalög – þau verða áfram til og vonandi blómleg og fjölbreytt. Sveitarfélög hafa síðan góðan tíma til að ákveða á lýðræðislegan hátt hvernig lágmarksviðmiðum verður náð og því fylgir mikill fjárhagslegur stuðningur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.</p> <p>Ég tel þessa stefnumörkun vera eitt mesta umbótaverkefni í opinberri stjórnsýslu sem um getur. Stjórnsýsla sveitarfélaga eflist, tækifæri skapast til að bæta þjónustu og geta þeirra að berjast fyrir hagsmunamálum íbúanna eykst. Nýtt og öflugra sveitarstjórnarstig verður til.&nbsp;Nú þegar þessi ánægjulegu tíðindi liggja fyrir hefst vinna í ráðuneytinu við að útfæra einstakar aðgerðir stefnumótunarinnar, meðal annars varðandi lágmarksíbúafjölda og í þeirri vinnu verður áfram haft náið og gott samráð við sveitarstjórnarstigið.</p> <p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</em></p>
22. janúar 2020Ávarp á ráðstefnu um áskoranir í samgöngum<span><em>Ávarp haldið á ráðstefnu Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands 22. janúar 2020 í Hátíðarsal Háskólans,<br /> Áskoranir í samgöngumálum, staða og framtíð.</em><br /> <br /> Kæru fundargestir,<br /> <br /> það er ánægjulegt að ávarpa metnaðarfulla ráðstefnu Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands um áskoranir í samgöngumálum, stöðu þeirra og framtíð. Ég þakka Háskólanum fyrir að taka þessi mál til umræðu en samtal um verkfræðilegar áskoranir læt ég ykkur eftir.<br /> <br /> Áskoranirnar eru margar og víða um land. Við myndun ríkisstjórnarinnar voru samgöngur eitt af þeim viðfangsefnum sem settar voru í forgang þar sem verkefnaþörfin er brýn. Samgöngur hafa alltaf skipt þessa þjóð miklu máli. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og því er uppbygging nútíma samgönguinnviða mikil áskorun.&nbsp;<br /> <br /> Við viljum að íbúar og atvinnulíf njóti greiðra samgangna og nútíma samskiptamöguleika. Þarfir okkar og kröfur til kerfisins þróast líka í takt við tímann. Þannig eru samgöngur og fjarskipti meðal grunnstoða í innviðum þjóðfélagsins. Og að sumu leyti hafa þær sömuleiðis þróast með mismunandi hætti í þéttbýli og dreifbýli.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Þróunin er hröð og ekki er svo langt síðan að eitt helsta kappsmálið var að ljúka vegtengingu hringinn í kringum landið. Það verkefni kláraðist, árið 1974. En þessum stóra áfanga lauk raunverulega ekki fyrr en síðasta sumar þegar hringvegurinn var loks að fullu lagður bundnu slitlagi.&nbsp;<br /> <br /> Frá því að ég kom inn í ráðuneyti samgöngumála hef ég lagt áherslu á að breyta forgangsröðun og flýta framkvæmdum á umferðarþyngstu vegunum. Þannig hafa framlög til vegagerðar verið aukin umtalsvert með áherslu á umferðaröryggi.&nbsp;<br /> <br /> Aukið fjármagn hefur verið sett í málaflokkinn í samgönguáætlun sem ég lagði fram á Alþingi í byrjun desember. Gert er ráð fyrir að flýta framkvæmdum sem í heild eru metnar á 214 milljarða króna. Þá eru einnig tillögur í samgönguáætlun að úrlausnum mikilvægra verkefna, sem sum hafa lengi verið föst vegna deilna eða fjárskorts.<br /> <br /> Verkefnalistinn er þó enn langur. Víða um land þurfa íbúar, fullorðnir og börn að ferðast um malarvegi, yfir einbreiðar brýr og fjallvegi á hverjum degi í vinnu eða skóla. Meðan slíkt ástand ríkir er ekki hægt að segja að allir sitji við sama borð þegar kemur að aðgengi okkar allra að sameiginlegum gæðum og þjónustu. En að þessum aðgerðum er unnið.&nbsp;<br /> <br /> Uppfærsla vegakerfisins í takt við lágmarksstaðla, uppbygging jarðganga, fækkun einbreiðra brúa og áframhaldandi átak í lagningu bundins slitlags á malarvegi eru þau verkefni sem helst standa upp út í aðgerðum okkar á vegakerfinu til þess að jafna stöðu íbúa.&nbsp;<br /> <br /> Fyrir þá sem búa á landsbyggðinni hefur það sýnt sig að öflugt innanlandsflug er byggðunum lífsnauðsynlegt. Raunar er það svo að þar sem fara þarf langt á milli hér á landi, milli Austurlands og höfuðborgarsvæðisins, er innanlandsflug sá samgöngumáti sem flestir nýta.&nbsp;<br /> <br /> Öflugt og samþætt kerfi innanlandsflugs, áætlunarbíla og ferja sem er raunhæfur kostur fyrir alla, óháð efnahag, er því mikilvægt framlag til aðstöðujöfnunar íbúa á landsbyggðinni.&nbsp;<br /> <br /> Stór liður til að jafna aðstöðumun landsmanna er hin svokallaða skoska leið, þ.e. greiðsluþátttaka stjórnvalda til þeirra íbúa á landsbyggðinni sem koma langt að og þurfa að fara fljúgandi.<br /> <br /> Jöfn tækifæri og aðgengi fyrir alla hefur verið, er enn og mun halda áfram að vera einn megin áskorun þjóðarinnar í samgöngumálum.&nbsp;<br /> <br /> Á sama tíma og hringvegurinn var loks lagður langþráðu bundnu slitlagi stóðu yfir samningaviðræður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um mestu uppbyggingaráform í sögu svæðisins, svokallaðs Samgöngusáttmála.&nbsp;<br /> <br /> Höfuðborgarsvæðið hefur þanist hratt út á síðustu 50-60 árum. Sú uppbygging byggði að miklu leyti á stefnu þess tíma í skipulagsmálum sem gekk m.a. út á að auðvelda íbúum að nota eigin bíla. Í dag er stefna borgarinnar (höfuðborgarsvæðisins) önnur. Þétta á byggð og stuðla að aukinni blöndun íbúabyggða og atvinnustarfsemi. Stefnan er stundum kölluð „samgöngumiðað skipulag“ og gengur út á að íbúar búi í auknum mæli stutt frá vinnu, skóla og verslun og þurfi minna að ferðast en áður.&nbsp;<br /> <br /> Ekki er í þessu skipulagi gert ráð fyrir mikilli bílaeign íbúa. Því er nauðsynlegt að í boði séu góðar almenningssamgöngur og innviðir fyrir virkar samgöngur, göngu og hjólreiðar.&nbsp;<br /> <br /> Markmið og áskoranir eru því ólíkar eftir því hvar við búum. Markmið samgöngusáttmálans eru ólík t.d. þeim sem unnið var að í Berufirði.&nbsp;<br /> <br /> Helstu áskoranir á höfuðborgarsvæðinu tengjast töfum og umferðarþunga, loftmengun og nýjum áherslum í skipulagsmálum.&nbsp;<br /> <br /> Síðustu ár hafa sömuleiðis verið mikill uppbyggingartími hjá sveitarfélögum innan vinnusóknarsvæðis höfuðborgarinnar, svokallaðs Hvítár-Hvítár svæðis, og íbúum þar fjölgað mikið, telja nú um 84% þjóðarinnar.&nbsp;<br /> <br /> Margir þeirra sækja vinnu og skóla til höfuðborgarsvæðisins á hverjum degi. Þetta veldur því, ásamt þeirri staðreynd að árlegur ferðamannafjöldi hefur margfaldast á fáeinum árum, að umferð um vegina til og frá höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mjög mikið.&nbsp;<br /> <br /> Það er því gríðarlega mikilvægt að byggja upp vegi á þessu svæði, aðskilja akstursstefnur og auka þar öryggi. Það er sláandi hvað aðskilnaður akstursstefna hefur stuðlað að mikilli fækkun slysa á Reykjanesbrautinni.&nbsp;<br /> <br /> Ein stærsta einstaka framkvæmdin í þessa átt er Sundabrautin, en hún bætir til mikilla muna aðgengi að megingáttum landsmanna. Greiðara aðgengi, minni umferðatafir og mengun verður fyrir þá sem þurfa að sækja vinnu og flytja vörur milli höfuðborgarsvæðisins og Vesturlands og Norðurlands.&nbsp;<br /> <br /> Ég hef því lagt áherslu á að taka frumkvæðið í Sundabrautarmálinu og hefur næsta skref verið tekið með því að leita liðsinnis Reykjavíkurborgar í þeirri vinnu.<br /> <br /> Góðir gestir.<br /> <br /> Það er enginn skortur á spádómum um framtíð samgangna. Það er svo sem ekki ný staða og flest þekkjum við gömul dæmi um lausnir sem síðar varð ekkert úr. Verður umferðin sjálfkeyrandi, færist verslun og þjónusta alfarið á netið eru meðal þeirra spurninga sem menn velta upp nú á dögum.&nbsp;<br /> <br /> Hvað sem verður er lykilatriði að stjórnvöld séu vakandi yfir þróuninni og tryggi að bæði áætlanir og lagaumhverfi styðji við innleiðingu góðra lausna sem bæta lífskjör hér á landi. Líklegt verður að teljast að lausnir framtíðar kalli á aukið samtal og samþættingu milli málaflokka svo sem milli fjarskipta, samgangna, byggðamála, umhverfismála og sjálfsagt fleiri.&nbsp;<br /> <br /> Einmitt þess vegna höfum við í mínu ráðuneyti lagt á það mikla áherslu að samþætta þær áætlanir sem við berum ábyrgð á.&nbsp;<br /> <br /> Skýr langtímasýn er ávallt nauðsynleg. Hún leggur markmiðin svo hægt sé að finna leiðirnar að þeim. Fyrir Alþingi liggur nú frammi tillaga að uppfærðri Í samgönguáætlun þar sem horft er til næstu 15 ára. Í áætluninni eru metnaðarfull uppbyggingaráform, fyrsta flugstefna Íslands, ný heildarstefna í almenningssamgöngum milli byggða auk verkefna og annarra áherslna sem sérstaklega miða að því að unnið verði skipulega að úrlausn allra þessara mála til næstu ára.&nbsp;<br /> <br /> Þessi ráðstefna er mikilvægt skref í því að móta leiðirnar að markmiðunum.&nbsp;<br /> <br /> Ég óska ykkur góðs og gagnlegs fundar og þakka áheyrnina.</span>
02. janúar 2020Ísland tækifæranna 2020<p><em>Greinin birtist í nýársblaði Fréttablaðsins fimmtudaginn 2. janúar 2020</em></p> <p>Nú er upp runnið árið 2020. Þetta er fallegt ártal og ég heyri á mörgum að þeir hafa góða tilfinningu fyrir þessu ári. Ég er einn þeirra.</p> <p>Árið 2019 var mikill prófsteinn á styrk ríkisstjórnarinnar og þá ekki síður íslenska hagskerfisins. Við stóðum fyrir réttu ári frammi fyrir hörðum deilum á vinnumarkaði sem leystar voru með tímamótasamningum sem kallaðar hafa verið Lífskjarasamningurinn. Það var mikið högg þegar Wow air varð gjaldþrota og ekki var það síður mikill skellur þegar loðna fannst ekki við strendur Íslands. Það sýndi svo ekki verður um það deilt að íslenskt hagkerfi er sterkt að þola slík áföll. Við höfum frá hruni náð að byggja okkur upp þannig að kaupmáttur hefur aldrei verið meiri og lífsgæði almennt með því besta sem gerist í heiminum.</p> <p>Í mínum huga er mikilvægasta verkefni stjórnmálanna að skapa umgjörð fyrir fólk til að nýta hæfileika sína og auka þannig lífsgæði sín og lífshamingju. Við erum svo lánsöm á Íslandi að búa í þjóðfélagi þar sem félagslegur hreyfanleiki er mikill og stéttskipting með því minnsta sem gerist og gengur í samfélögum. Það þýðir ekki að allir séu ánægðir og sáttir heldur að allir hafi tækifæri til að verða ánægðir og sáttir.</p> <p>Það sem er mér efst í huga um þessi áramót er að hvetja ungt fólk til þátttöku í stjórnmálum. Við höfum séð það á síðustu árum að ungt fólk hefur mikið að segja og vill taka þátt í að skapa framtíð sína. Besti farvegurinn fyrir þann kraft sem yngri kynslóðir eiga í brjósti sínu er að taka þátt í stjórnmálastarfi. Framsókn hefur borið gæfa til að eiga í röðum sínum öflugt ungt fólk sem hefur barist fyrir hagsmunum yngri kynslóða. Forysta Framsóknar hefur í gegnum tíðina hlustað á þessar raddir og til dæmis hrint mikilvægum baráttumálum yngra fólks í framkvæmd og vil ég þar sérstaklega nefna fæðingarorlof en flokkurinn hefur bæði hrint í framkvæmd því brýna jafnréttismáli sem fæðingarorlof feðra er og nú rétt fyrir jól var samþykkt á Alþingi frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12.</p> <p>Annað brýnt mál sem snýr sérstaklega að ungu fólki er frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um nýjan Menntasjóð námsmanna. Þar er um byltingarkennda breytingu að ræða, ekki síst hvað varðar niðurfellingu 30% af námsláni að gefnum ákveðnum skilyrðum. Í frumvarpinu er einnig áberandi sú stefna að nám eigi að vera öllum aðgengilegt, óháð fjárhag og búsetu. Í þessu kristallast stefna Framsóknar frá stofnun flokksins.</p> <p>Breytingar eru hluti af lífinu. Ungt fólk er í vaxandi mæli drifkraftur breytinga. Viðhorf ungs fólks í umhverfismálum er mikilvægur þáttur í vaxandi meðvitund allra um mikilvægi þess að takast á við loftlagsvandann. Ungt fólk er viljugt til að breyta lífsháttum sínum til að tryggja komandi kynslóðum betri heim. Hluti af þessum breyttu kröfum kemur fram í Samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Í honum felst að margra áratuga stöðnun í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu er rofin með fjölþættum aðgerðum sem miða að fjölbreyttum samgöngum.</p> <p>En unga fólkið er ekki aðeins búsett á suðvesturhorni landsins. Það er mikilvægt að þau skilyrði séu sköpuð um allt land að fólk geti sest þar að og átt gott líf. Samgöngur, fjarskipti, raforka, heilbrigðisþjónusta og menntun eru þar í lykilhlutverkum.</p> <p>Það býr mikill kraftur í íslensku samfélagi. Þann kraft þurfum við að leggja áherslu á að virkja. Við stöndum frammi fyrir miklum breytingum þegar sjálfvirknivæðing og gervigreind fjórðu iðnbyltingarinnar verða að veruleika. Lykillinn að því að Ísland standi framarlega meðal þjóða er að leiða saman ólíka krafta og byggja upp fjölbreytt samfélag sem þar sem allir hafa tækifæri til að skapa sér gott líf.</p> <p>Ég óska öllum landsmönnum gleðilegs árs og hlakka til að vinna að frekari umbótum í íslensku samfélagi. Þar verður samvinnan í aðalhlutverki.<br /> <br /> Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</p>
31. desember 2019Samvinnan er lykill að framförum<p><em>Greinin birtist í áramótablaði Morgunblaðsins þriðjudaginn 31. desember 2019</em></p> <p>Traustir skulu hornsteinar<br /> hárra sala;<br /> í kili skal kjörviður;<br /> bóndi er bústólpi,<br /> bú er landstólpi,<br /> því skal hann virður vel.</p> <p>Þannig hljómar annað erindi kvæðis Jónasar Hallgrímssonar, Alþing hið nýja, frá árinu 1840. Jónas var gjarnan kallaður listaskáldið góða og á mikilvægan sess í menningu okkar Íslendinga. Dagur tungunnar okkar er enda á afmælisdegi skáldsins. Jónas á nú eins og fyrr mikið erindi til okkar núlifandi Íslendinga enda var hann náttúrufræðingur og náttúruunnandi. Sveitastrákurinn úr Öxnadalnum fylgdi honum alla tíð, alla leið til Kaupmannahafnar. Það er líka einkennandi fyrir Íslendinga að vera umhugað um landið sitt og uppruna hvar sem þeir ala manninn. Jónas á líka sérstakan sess í hjarta Framsóknarmanna því orðið framsókn er nýyrði skáldsins sem kom fyrst fram í þýðingu Jónasar á kennslubók í stjörnufræði. Nokkrum áratugum síðar var orðið tekið upp við stofnun nýs flokks, Framsóknarflokksins, sem er elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Saga flokksins er samofin sögu þjóðarinnar og hefur Framsókn komið að mörgum helstu framfara- og umbótamálum þjóðarinnar á þeirri rúmu öld sem liðin er frá stofnun flokksins.</p> <p>Nú er liðinn rúmur áratugur frá því að bankakerfi Íslands hrundi. Margir eru enn brenndir af því enda fólst í þessu hruni ekki síður áfellisdómur yfir framferði íslenskra viðskiptajöfra og að mörgu leyti máttleysi kerfisins til að vernda hagsmuni almennings gagnvart háttsemi þeirra. Þessi áratugur hefur einkennst af sársaukafullu uppgjöri við þennan tíma og öllu því vantrausti og tortryggni sem hruninu fylgdi. Það tekur langan tíma að græða þau sár og lægja öldur tortryggninnar. Sú ríkisstjórn sem nú er við völd var mynduð til að ná sátt í samfélaginu, skapa jafnvægi og vinna að mikilvægum uppbyggingarmálum á innviðum samfélagsins. Og nú þegar kjörtímabilið er ríflega hálfnað hefur okkur miðað ágætlega.</p> <p>Fyrir sléttu ári höfðu margir miklar áhyggjur af þeirri hörðu kjarabaráttu sem við stóðum frammi fyrir. Undirritun Lífskjarasamningsins var því stórt skref í að skapa jafnvægi í samfélaginu. Niðurstaða samningsins var mikið framfaraskref og öllum sem þar komu að til mikils sóma. Samningsaðilar sýndu að þeir gerðu sér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem hvíldi á þeirra herðum. Niðurstaða samninganna var hófsöm og hlúði fyrst og fremst að kjörum þeirra lægst launuðu og þá ekki síst með útspili ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Því öll viljum við að fólk njóti almennilegra lífskjara á landinu okkar. Það verður einnig að taka inn í reikninginn að á Íslandi er félagslegur hreyfanleiki mikill, jafnvel einn sá mesti í heiminum. Þar skiptir góður stuðningur við námsmenn miklu máli og eitt mikilvægasta mál þingsins næstu mánuðina er frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um nýjan Menntasjóð námsmanna þar sem mikilvægi menntunar fyrir þjóðfélagið allt er undirstrikað. Ég vil einnig sérstaklega nefna að skömmu fyrir jól var samþykkt frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í 12.</p> <p>Stjórnmál eru mikilvægur þáttur í samfélagsgerð okkar. Það er í stjórnmálunum sem leikreglur samfélagsins eru settar. Það er í stjórnmálunum þar sem tónninn er sleginn og drög lögð að betra samfélagi. Það er því mikilvægt að fólk taki þátt í stjórnmálum og starfi stjórnmálaflokkanna. Þar er grundvöllurinn lagður að stefnu og sérstökum áherslumálum sem eru mismunandi eftir flokkum. Stjórnmálin eru litrík eins og lífið sjálft þótt margir leitist við að gera þau svarthvít. Eitt er að hafa hugsjónir og stefnu, annað hvernig unnið er að framgangi þeirra. Stjórnmál Framsóknar eru stjórnmál umbóta og sátta, ekki byltinga. Fyrir mér eiga stjórnmál að gefa fólki von, þau eiga að sameina fólk frekar en sundra. Það er líka augljóst í mínum huga að sundrungin er af hinu illa og drepur niður þær framfarir sem samtakamátturinn kallar fram.</p> <p>Stærsta verkefni samtímans snýr að loftlagsmálunum. Skiptir þá engu hvort fólk talar um hamfarahlýnun, hlýnun jarðar, súrnun sjávar eða neyðarástand í loftlagsmálum: verkefni okkar allra, ekki síst stjórnmálanna, er að taka með ábyrgum hætti á loftlagsvandanum. Þá er verkefni stjórnmálamanna ekki hvort taka skuli á vandanum heldur hvernig það er gert. Þar er að mörgu að hyggja, ekki síst þarf að huga að því að það bitni ekki á þeim sem minna mega sín. Hagsmunir þjóðfélagsins felast í því að gæta að hagsmunum komandi kynslóða.</p> <p>Við sigrumst ekki á þessari ógn með því að láta hnútasvipuna dynja á bakinu eða með skattlagningu eina að vopni. Við þurfum að nýta almenna viðhorfsbreytingu til að leysa verkefnið með hjálp vísinda og tækni. Það er verkefni einstaklinga og atvinnulífs en stjórnmálin þurfa að varða leiðina að markmiðinu. Það er ljóst að markmiðinu verður ekki náð nema með samvinnu og sátt.</p> <p>Ungt fólk, í sumum tilfellum á barnsaldri, hefur leitt umræðuna um loftlagsmálin. Það er mikilvægt að þetta unga fólk komi með sína sterku rödd inn í stjórnmálaflokkana og láti til sín taka á þeim vettvangi. Íslensk stjórnvöld hafa lagt sig eftir því að hlusta á áhyggjuraddir unga fólksins og því er jarðvegurinn innan flestra íslenskra stjórnmálaflokka góður fyrir þetta öfluga hugsjónafólk.</p> <p>Loftlagsváin er ekki eini vandinn sem við stöndum frammi fyrir. Ríkisstjórnin steig mikilvægt skref síðastliðið vor þegar því var lýst yfir að Ísland ætlaði fyrst þjóða að banna sölu og dreifingu matvæla sem innihalda tilgreindar sýklalyfjaónæmar bakteríur. Vísindamenn hafa bent á að ef ekki verði brugðist við þá muni fleiri deyja af völdum sýklalyfjaónæmis árið 2050 en deyja af völdum krabbameins.</p> <p>Aðra aðsteðjandi hættu benti Þorgrímur Þráinsson, lýðheilsufrömuður og rithöfundur, á í pistli fyrr í vetur og það er að samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar fái fjögur af hverjum fimm börnum ekki næga daglega hreyfingu. Það er því ekki síður mikilvægt að við, hin fullorðnu, hvetjum börnin okkar til að hreyfa sig til að byggja sterkari grunn fyrir heilsu fullorðinsáranna.</p> <p>Fyrir skemmstu urðum við mörg fyrir áfalli þegar fárviðri gekk yfir norðanvert landið með skelfilegum afleiðingum. Ofviðrið leiddi í ljós brotalamir í kerfum okkar og þá sérstaklega þegar kemur að raforkuöryggi. Það er verkefni næstu vikna að rannsaka hvað fór úrskeiðis og koma með tillögur að úrbótum. Framsókn hefur alla tíð lagt mikla áherslu á að tækifæri séu jöfn hvar sem fólk kýs að búa á okkar stóra landi. Þar er grundvallaratriði að samgöngu-, fjarskipta- og raforkukerfi séu öflug um allt land. Við höfum náð undraverðum og einstökum árangri á heimsvísu þegar kemur að útbreiðslu háhraða-internets og stórsókn í samgöngumálum er hafin. Greinilegt er að við þurfum að horfa til eflingar raforkukerfisins á sama hátt og samhliða vinna að jöfnum raforkukostnaðar – sami dreifikostnaður um allt land enda auðlindin í eigu þjóðarinnar allrar.</p> <p>Framsókn hefur sýnt það í störfum sínum í ríkisstjórninni að flokkurinn hugsar um hag almennings og hefur hugrekki og kraft til að leysa erfið verkefni. Íbúar höfuðborgarsvæðisins munu finna fyrir því þegar ráðist verður í framkvæmd Samgöngusáttmálans en með gerð hans var áratuga frost í samskiptum ríkisins og sveitarfélaganna úr sögunni. Því eins og saga Íslands á lýðveldistímanum kennir okkur þá er samvinnan lykilinn að því að bæta samfélagið.</p> <p>Ég óska landsmönnum öllum gleðilegs árs. Ég hlakka til að vinna áfram að umbótamálum með sterkri og framsýnni ríkisstjórn.&nbsp;</p> <p>Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</p>
12. desember 2019Endurreisn vegakerfisins<p><span><em><span>Grein birt í Fréttablaðinu 12. desember 2019.</span></em></span></p> <p>Þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum er gríðarmikil. Vegagerðin áætlar að nauðsynlegt sé að fara í um 200 verkefni næstu 25 árin og eru þær framkvæmdir alls metnar á yfir 400 milljarða króna. Í síðustu viku lagði ég fram á Alþingi uppfærða samgönguáætlun. Í henni eru framlög aukin um 4 milljarða á ári næstu fimm árin og framkvæmdum, sem í heild eru metnar á 214 milljarða króna, er flýtt. </p> <p>Til að ná enn meiri árangri er gert ráð fyrir að sértækar framkvæmdir verði fjármagnaðar sem samvinnuverkefni, sbr. Hvalfjarðargangamódel. Slík verkefni mynda sterkan hvata til nýsköpunar sem getur lækkað kostnað og stytt framkvæmdatíma. Þau eru þjóðhagslega arðbær. Sex verkefni hafa verið talin fýsileg í þeim efnum og eru til umfjöllunar í sérstöku frumvarpi um samvinnuverkefni (PPP), þ.m.t. ný Ölfusárbrú (2022) og nýr vegur um Öxi (2021).</p> <p>Ný samgönguáætlun boðar byltingu í uppbyggingu og viðhaldi miðað við síðustu ár. Á næstu fimm árum er gert ráð fyrir að lágmarki 120 milljarðar fari til vegaframkvæmda, eða um þriðjungur þess sem þarf til nauðsynlegra framkvæmda. Loksins verður hægt að endurreisa vegakerfið og tryggja viðunandi viðhald svo tryggja megi örugga og greiða umferð með áherslu á tengingu á milli byggða. Viðhald á vegum verður aukið í takt við meiri umferð og lagt verður bundið slitlag á 400-450 km á tengivegi. Gaman er að segja frá því að Vatnsnesvegur er nú loksins kominn á áætlun eftir umsagnir á samráðsgátt stjórnvalda. </p> <p>Í lok tímabils samgönguáætlunar verða umferðarmestu vegir til og frá höfuðborgarsvæðinu komnir með aðskildar akstursstefnur. Það gildir um Vesturlandsveg fram hjá Borgarnesi, á Suðurlandsvegi að Hellu og á Reykjanesbraut að flugstöðinni. Unnið er að því að finna leiðir til að flýta framkvæmdum við Reykjanesbraut enn frekar, einum umferðarmesta þjóðvegi landsins. Þar eru óleyst skipulagsmál við Straumsvík en Vegagerðin telur að framkvæmdir þar fari í útboð í lok árs 2022. Þá verður jarðgöngum á Austurlandi flýtt og næstu skref að Sundabraut kynnt fljótlega.</p> <p>&nbsp;</p>
09. desember 2019Styrking sveitarstjórnarstigsins - erindi á fundi í Strassborg <p style="text-align: center;"><strong>Ræða Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á fundi stýrihóps Evrópuráðsins um lýðræði og sveitarstjórnarmál (CDDG) <br /> Strassborg 9. desember 2019</strong></p> <p>&nbsp;</p> <p>Thank you very much for inviting me to your meeting in Strasbourg.</p> <p>It is an honor for me to be here and explain to you the current state regarding the Municipal level in Iceland and what we are doing to strengthen it.</p> <p>This is the first time an Icelandic Minister has been invited to address this committee and it is therefore a special pleasure for me to be here today.</p> <p><strong>The </strong><strong>current situation</strong></p> <p>I'm going to start by describing the Municipal level in Iceland, its structure and tasks, but first some information about my country. It makes it easier for you to put what follows in context.</p> <p>Iceland has an area of about 103,000 km<sup>2</sup> and a population of around 357,000 with a density <br /> of 3,4 people per square kilometer – which makes is the most sparsely populated country in Europe. </p> <p>Around 78% of the Icelandic population lives in the capital city, Reykjavik and its neighboring areas and towns (in ca 100 km radius).</p> <p>90% of the population increase in Iceland in the last decade occurred there. 94% of the Icelandic population lives in urban areas. </p> <p>63% of the Icelandic population live in the 7 municipalities in the capital area</p> <p><strong>Strong municipalities</strong></p> <p>The status of the local governments in Iceland is generally strong. We have a similar system as the other Nordic countries. </p> <p>Iceland has two administrative levels of government, the State and the municipalities. The municipalities are ruled according to the principle of uniformity: all municipalities possess the same legal status, without any differences in either responsibilities or resources</p> <p>The municipalities are responsible for about 33% of public spending and their tasks are many.</p> <p>The main tasks are the operation of compulsory schools and kindergartens, social services including services for the disabled, youth and sport issues, environment and planing, and various projects related to infrastructure. </p> <p>Education issues cover about half of their spending.</p> <p>Local authorities in Iceland enjoy a great deal of fiscal autonomy compared to local authorities in most countries. </p> <p>The municipalities are financed with their own income sources and tariffs. The largest single source of income is their own income tax, which is 65% of their total income.<br /> Real estate taxes are the second largest source of income, and then the municipalities receive contributions from the Municipal Equalization Fund, which is about 14% of the total income.</p> <p>The financial situation of municipalities has been improving after the economic collapse of 2008, which was a major blow to the entire Icelandic nation.</p> <p>However, after the financial crises, we imposed stricter fiscal regulation, as part of the new Local Government Act from 2011 - which states that no municipality may owe more than 150% of their income. At that time there were about 30 municipalities above these limits in 2011, today none.</p> <p>We are now looking into whether we should reduce these criteria further.</p> <p>We had good cooperation with the Council of Europe and your predecessor - in working on creating these new financial rules.&nbsp; You launched <strong>a Peer Review Group of Experts </strong>that worked with the Ministry in Iceland and the Association of Local Government to review the financial section in the municipal Act. Thank you for that!</p> <p><strong>Some words on matters that are associated with democracy</strong></p> <p>Turnout in general election in Iceland is good compared to other countries. </p> <p>But in the last municipal election, the turnout rate was just 68%, which is less than we have seen before. Participation in municipal election has been declining, which is a cause for concern. </p> <p>It is also of concern that the turnout of voters of foreign nationals who have the right to vote was only 18%. The turnout of Nordic residents living in Iceland was just over 50%.</p> <p>The gender status of elected members in municipal councils is almost equal. Women being 47% of council’s members. In some municipalities, the majority are women, so we are happy with this trend.</p> <p>However, we are concerned about the working condition of the elected council’s members We have seen a very large renewal (dropout), or close to 60% in two recent elections, and we can see that this is especially true of women and representatives in the smaller municipalities.</p> <p>This is something we must look into in our future work.</p> <p>In general, we can say that there is a lot of good things going on in the Icelandic local government system and the relations and collaboration with the state have been improving and we are determined to keep it that way. </p> <p>The conclusion of the <strong>Monitoring Committee from the Congress of Local and Regional Authorities in 2016</strong> was - that Iceland has a satisfactory level of local democracy. </p> <p>The report praised recent developments fostering local self-government, including the promotion of the involvement of local authorities in national decision-making and increased inter-municipal co-operation and citizen participation in local authorities.</p> <p><strong>Size and structure </strong></p> <p>However, there are several things that needed to be improved regarding the local government level in Iceland – as the Monitoring Committee pointed out.</p> <p>Such as the fact that municipalities in Iceland are <strong>too many</strong> - and - too many of them <strong>too small</strong> regarding member of inhabitants. This fact weakens the local government level in general and limits what can be done to strengthen it and bring more power and tasks to the local community.</p> <p>Therefore, the Monitoring committee urged the Icelandic government to investigate these issues more closely.</p> <p>And what is the situation today?</p> <ul> <li>There are 72 municipalities, will be 69 from the middle of next year because recently 4 municipalities agreed in referendum - to merge </li> <li>More than half of the municipalities have fewer than 1,000 inhabitants, about 14 have less than 250 inhabitants and the smallest municipality in Iceland counts 38 inhabitants.</li> <li>Less than 5% of the country's total population live in municipalities with less than 1,000 inhabitants.</li> <li>Only six municipalities with more than 10,000 inhabitants and the country's largest municipality, the City of Reykjavik, have 130 thousand inhabitants.</li> </ul> <p>It goes without saying that these are not strong administrative units - bearing in mind the level of responsibility they hold. They are - in my opinion - simply not sustainable bodies.</p> <p>The Local Governments have solved this problem in various ways.</p> <p>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; <strong>First</strong>, smaller municipalities participate in extensive inter-municipal cooperation. There are municipalities that purchase all mandatory services of neighboring municipalities or cooperate with them. This reduces democratic responsibility and increases the complexity level. It is difficult for democratically elected representatives to monitor or influence these tasks - and thereby carry out their duties on behalf of the voters.</p> <p><strong>Secondly,</strong> an extensive equalization system has been set up that brings funds - specifically to smaller municipalities. There are municipalities that receive up to half, even more - of their income - from the Equalization Fund. In my opinion, this is not an example of sustainability when a local government is so heavily dependent on the equalization system.</p> <p>Too many of these small municipalities are also not socially sustainable in terms of the average age that just rises and the need and demand for services increases at the same time and it is not possible to maintain an elementary school where the children are 2-3 - even none</p> <p><strong>Positive development</strong></p> <p>We have seen positive development the last decades as the number of municipalities have been going down. They were 229 in 1950, at the turn of the century, they were down to 120 and now they are 72 and will be 69 next year</p> <p><strong>But</strong> - Despite <strong>that</strong>- the main characteristic of the Icelandic system stubbornly remains - more than half of the municipalities have less than 1000 inhabitants and 1/3 have less than 500. </p> <p>The small size of many municipalities contributes to explain why local government in Iceland has relatively few functions, in comparison with other Nordic countries, where local governments are entrusted with wide and important functions and a strong welfare state was built on strong local government<sup>.</sup></p> <p><strong>Reforms are needed</strong></p> <p>You have to change to stay the same – someone said.</p> <p>In modern society the demand for services is great – there is an increased demand for professionalism in administration and for high quality and transparency in public services.&nbsp; </p> <p>All this makes it necessary to re-evaluate the present arrangement. On this, politicians in Iceland have agreed - but disagreed about solutions. We have been debating this question for the past decades. </p> <p>When I took over as Minister of Local Government two years ago, several proposals had recently been presented on how to go forward with reforms.</p> <p>The three main proposals were:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>First, the government should develop a clear, long-term policy regarding the municipalities that included main issues related to them, as tasks, financial sustainability and the relations with the state.&nbsp; </li> <li>Secondly, to set a provision in the Local Government Act defining the minimum size of municipalities as of 1.000. </li> <li>Thirdly, portion of the revenue of the Municipality Equalisation Fund should be used to facilitate amalgamations.</li> </ul> <p>The proposals - prepared by a Joint Committee of State and Local Authorities - were presented following extensive consultations throughout the country and numerous meetings with local government officials.</p> <p>I liked those ideas and immediately put in motion efforts to amend the Local Government Act to make the first proposal come through. </p> <p>Now, the ministry shall at least every three years submit to the Alþingi proposals for <strong>parliamentary resolution </strong>laying out<strong> </strong>the Strategic Policy for the Municipalities in Iceland for the following fifteen years, containing a five-year action-plan to make sure that the goals are obtained.&nbsp;</p> <p><strong>Policy shaping</strong></p> <p>When the legislative changes had taken place - around the end of last year, I appointed a working committee that was given the task of drafting this new policy plan. </p> <p>The chairman of the committee is an experienced local councilor from a small municipality in the north of Iceland. The chairman of the Association of Local Government, who is the mayor of a medium-sized municipality in the south and the mayor of Reykjavik were part of the committee. The ministry's experts worked with the committee.</p> <p>The committee worked fast and well. They could rely on recent data and analyzes that had been processed over the past 2 - 3 years.</p> <p>In May this year - the committee sent out a <strong>Green Paper</strong> - A status rapport of the local government level and description of the challenges it faces and - proposed various measure .</p> <p>The Green Paper was open for consultation in the Governments consultation portal until the end of June, and at the same time the working group held meetings in all parts of the country and met with representatives from all municipalities in the country.</p> <p>Then - the committee drafted a <strong>White paper – in a form of a draft parliamentary resolution –</strong> with concrete proposals. And it was available in the consultation portal from mid-August to September 10. </p> <p>The draft was then presented to an extra ordinary Congress of Association of Local Government where it was discussed in detail and received overwhelming voting support.&nbsp;</p> <p><strong>The main proposals</strong></p> <p>The main goals of this Policy are twofold:</p> <ul> <li>Firstly, Local Governments in Iceland should become a powerful and sustainable platform for democratic activities; <p>and secondly</p> </li> <li>Respect for local self-government and their responsibility and ensuring equal rights and access for residents to services.</li> </ul> <p>Various actions are defined to achieve this goal, including: </p> <p>to strengthen the conditions of elected representatives, </p> <p>to improve relations between state and local authorities, </p> <p>and large-scale effort for better utilization of digital technologies for providing services and involvement of the citizens in local affairs.</p> <p>To make this possible the number of municipalities must be reduced and the tasks that they must be able to fulfil autonomously must be clearly defined. </p> <p>The most noticed proposal in the resolution is that a minimum population will again be set in the Local Government Act and that it will be 250 by the election 2022 and 1000 by the elections in 2026. </p> <p>That means that all municipalities with fewer residents will have to amalgamate before 2026. </p> <p>And as I mentioned earlier, more than half of the municipalities have less than 1000 residents. Therefore, this would have a significant impact on the number of municipalities – the number would be close to 30 in total after this reform.</p> <p><strong>Alþingi has the final word</strong></p> <p>A proposal for a Parliamentary resolution laying out this policy was submitted to the Parliament – Alþingi – in the beginning of October. If the Parliament approves it, which I hope will before the end of this year, then subsequently a new bill or an amendment to the Local Government Act a will be put forward which implements this new policy.</p> <p>In my opinion, the benefits of this unique operation are great and will with no doubt strengthen the local democracy in Iceland.</p> <p>Economic gain (or impact) will also be considerable. A new analysis suggests that financial benefits following this action could range from three and a half to five billion kroner per year. That money could be used to improve services for children and adolescents or pay down debt, thereby reducing costs.</p> <p>I will allow myself to say that here is one of the most interesting proposals for public administration reform in the long term, as the policy and its measures involves a comprehensive approach to the future of the local government level. This has been worked out and achieved in close cooperation between the state and the municipalities, and after a extensive consultation and dialogue throughout the country.</p> <p>I would like to end my speech by showing you a short video which presents the main objectives of this important and timely reform and illustrate the positive effects of it for the municipalities and regional affairs as well.</p>
27. nóvember 2019Nordregio Forum 2019 - opnunarávarp<h2 style="text-align: center;"><strong>Nordic cooperation, resilient regions <br /> and the regional policy in Iceland</strong></h2> &nbsp; <p style="text-align: justify;">Dear guest at Nordregio Forum 2019.</p> <p style="text-align: justify;">Iceland has had the pleasure of chairing the Nordic Council of Ministers this year, and I have had an opportunity to wear two interesting and important hats during this time, both as the Minister for Nordic Cooperation and the Minister for Regional Policies.</p> <p style="text-align: justify;">We started the presidency with an ambitious plan. Our presidency program “Common Path”, with its point of departure in the timeless wisdom of Hávamál, Sayings of the High One, refers to the foundation of Nordic cooperation, our common values, trust the Nordic gold and friendship. The path to a friend is always easy to tread.</p> <p style="text-align: justify;">During our presidency we have prioritized three areas: </p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Youth in the Nordic region, the importance of engaging young people. We all know about the energy young people have brought to the table, not least regarding the climate crises. </li> <li>The oceans are a common theme in all the presidencies of Iceland this year, not only for the Nordic Council of Ministers, but also the Arctic Council and the cooperation of Nordic and Baltic Foreign Ministers, for example. The sea is the main road for people and ideas, a transport network for goods and services and a sustainable source of welfare and values. The importance of the sea is indisputable for culture, trade and the entire nature of the Nordic region. Plastics, energy transformation, innovation and the blue bio economy are our activities to fight for a healthy ocean.</li> <li>Last but not least we focus on sustainable tourism in the north. Tourism continues to be extremely important in Iceland, and the same can be said about our closest neighbours, as well as the northern parts of Scandinavia and Finland. Despite a little decline in the number of foreign tourists in Iceland this year, we are still receiving well over two million visitors.</li> </ul> <p style="text-align: justify;">All these guests are not without impact, both positive and negative. We need to maintain the natural wonders and environmental goods most of our tourists come to see. We need to minimize the climate footprint of the tourism industry. At the same time, we need to continue to innovate within the industry, for example by using local food traditions and food innovation to attract and provide content.</p> <p style="text-align: justify;">The Icelandic presidency is looking forward to continuing working with these issues, the presidency projects will run until 2021. We have emphasized results and so far, we have a reason to be optimistic.</p> <p style="text-align: justify;"><strong>Icelandic chairmanship coming to end</strong></p> <p style="text-align: justify;">We are nearing the end of our presidency year and the number of events is close to 180. This has been a big task, at the same time interesting, exciting and giving. I can tell you that we could never have done it without the dedication of other ministries, the Ministry of Foreign Affairs, the great work of the Secretariat in Copenhagen and the excellent work of our Nordic institutions such as Nordregio and NORA. Thank you for your contribution.</p> <p style="text-align: justify;">During the year we have also worked together on formulating a <strong>new vision</strong> for the Nordic Council of Ministers. All Nordic countries have been actively involved in the process so far, and the Ministers of Nordic Cooperation are very much looking forward to seeing and deciding, in February, which ideas and activities will implement the vision.</p> <p style="text-align: justify;">Our Vision 2030 is ambitious and has created expectations, but equally as important I believe that it is also timely and relevant. Addressing the most important challenges of today, building on Nordic strengths, addressing the weaknesses and focusing on results and solutions.</p> <p style="text-align: justify;">We need to think anew, be creative and innovative. New activities, new partnerships, breaking down silos, thinking outside of the box is the order of the day. Business as usual is not enough.</p> <p style="text-align: justify;"><strong>Regional cooperation in the Nordic countries</strong></p> <p style="text-align: justify;">It was great pleasure at the meeting of regional ministers here in Reykjavik this summer that the North Atlantic Development Strategy (NAUST) was set out. With this the North Atlantic region has received increased attention during our presidency. </p> <p style="text-align: justify;">The strategy will provide direction and guide in the North Atlantic cooperation, which covers the Faroe Islands, Greenland, Iceland and coastal Norway. It deepens the cooperation program for regional development and planning and is a good knowledge base for further development in the region.</p> <p style="text-align: justify;">As some of you know it has been a long but fulfilled process to reach a document that satisfies everyone, but we have succeeded.</p> <p style="text-align: justify;">The Icelandic Presidency in 2014 took the initiative to develop a strategy together with all the Nordic countries. The Nordic Cooperation Committee (MR-SAM) supported this work. It is therefore very gratifying that we finish this work during our presidency five years later.</p> <p style="text-align: justify;">We have given the strategy air under the wings and impact by seeking partnerships for pilot projects in all other sectors within the Council of Ministers and by seeking additional project funding where appropriate.</p> <p style="text-align: justify;">NORA in the Faroe Islands will use NAUST's goals and priorities in its work, in strategic development and through action plans and activities, and set measurable goals for its work. I am very grateful for this work and congratulate the Regional Committee (EK-R) and the Secretariat for their contribution to the strategy.</p> <p style="text-align: justify;">But other issues have also been high on the Nordic agenda. They are Climate and the Environment – here we and the world face huge challenges and no one is an island in that regard. The Nordic ministers are determined to gather their forces, as much is at stake for us and everyone living in the Arctic. </p> <p style="text-align: justify;">This has a huge impact on the regional sectors as well as others and the sector will need to have a powerful and focused approach, results will not be achieved unless everyone is on board. And there are many opportunities for municipalities and regions to do better in climate and environmental issues.</p> <p style="text-align: justify;"><strong>Regional development in Iceland</strong></p> <p style="text-align: justify;">Dear guests</p> <p style="text-align: justify;">The Government of Iceland, which is celebrating a two-year term at the end of the month, places great emphasis on regional affairs.</p> <p style="text-align: justify;">It is important for every country to have a strong regional policy that promotes improved living standards and ensures equal access to service and job opportunities, irrespective of economic means and place of residence.</p> <p style="text-align: justify;">In this respect, the Nordic countries have a great deal of coherence, the challenges we are facing are similar, situations are the same and therefore it is important that we work together. Nordregio has contributed a lot with its research and network and The State of the Nordic region, which will be released early next year, is a good testimony to that.</p> <p style="text-align: justify;">Regional policy concerns all fields and the society as a whole – and they must be approached from that perspective, as we do about gender equality. Regional affairs are mainstream.</p> <p style="text-align: justify;">This has been my approach and as Minister of Regional Affairs I have urged my colleague in government to see it the same way and that regional dimension should be integrated in other other policies and decisions wherever appropriate.</p> <p style="text-align: justify;">The Municipalities also play a major role when it comes to regional affairs. Our aim has been to activate them, and I think it is safe to say that there is good cooperation and understanding between the government and the municipalities on the importance of regional affairs for economic growth and the competitiveness of the country.</p> <p style="text-align: justify;">We are now working together on three important policies and projects that aim to improve living standards and quality of life throughout the country.</p> <p style="text-align: justify;">First, is the Strategic Regional Development Plan for the period 2018-2024, which was passed by Parliament about one and a half year ago.</p> <p style="text-align: justify;">The main goals of the strategic regional plan are to:</p> <p style="text-align: justify;">equalize access to services,</p> <p style="text-align: justify;">equalize employment opportunities,</p> <p style="text-align: justify;">promote the sustainable development of regions throughout the country.</p> <p style="text-align: justify;">These objectives lead to direct and designated actions and a few examples of important are:</p> <p style="text-align: justify;">That all legal domiciles and companies occupied throughout the year or business operations in rural areas shall have access to fiber optic connectivity. In the year 2021, wired internet connectivity of at least 100 Mb/sec should be available to 99.9% of legal domiciles/business operations in rural areas.</p> <p style="text-align: justify;">Supporting distance health services shall seek to equalize public access to general and specialist health services.</p> <p style="text-align: justify;">To support retail and shopping in areas of sparse population.</p> <p style="text-align: justify;">To make domestic flight a realistic option for residents of rural areas – the Scottish way as we call it.</p> <p style="text-align: justify;">To ensure that residents of Iceland, irrespective of place of residence, have equal access to basic public services through improved conditions and technological solutions.</p> <p style="text-align: justify;">To ensure that 10% of all advertised jobs at ministries and their institutions shall be without specified location by the year 2024, meaning that residence has no influence on ministry staff selection</p> <p style="text-align: justify;">Good cooperation between ministries and Local Authorities ensures that we are well on track in implementing this important plan, which will be revised in two years.</p> <p style="text-align: justify;">Secondly, we have created partnerships that brings the regional Associations of Local Authorities increased authority and responsibility for regional development - so-called Regional Plans of Action.</p> <p style="text-align: justify;">They consist of an assessment of the situation in the region, a future vision, specific targets and actions aimed at achieving those targets.</p> <p style="text-align: justify;">Regional Plans of Action set out regional priorities that consider the main objectives of the strategic regional plan and other public policies.</p> <p style="text-align: justify;">The aim is to increase the sustainability of the regions, to bring responsibility for their own affairs back into the region, to better engage the population in regional development, and thereby decentralize power.</p> <p style="text-align: justify;">The State provides the Regional Associations with funding and the Municipalities and local businesses participate as well.</p> <p style="text-align: justify;">It is safe to say that this has been successful and in the beginning of next year eight new Regional Plans of Actions for the years 2020-2024 will take effect.</p> <p style="text-align: justify;">Finally, I would like to mention that the government and the municipalities have been working on creating the first comprehensive policy for the Local Government level, for the 15 years and an action plan for 5 years.</p> <p style="text-align: justify;">In modern society the demand for services is greater, tasks and responsibilities have been moved to the municipalities, there is an increased demand for professionalism in administration in a complex society and for high quality services as well as for services that the municipalities are not legally required to provide. </p> <p style="text-align: justify;">All this makes it necessary to re-evaluate the present arrangement. The goal of the policy and action plan is to strengthen the municipalities so that they will be sustainable service and administration units.</p> <p style="text-align: justify;">Various actions are defined to achieve this goal, including: </p> <p style="text-align: justify;">to strengthen the conditions of elected representatives, </p> <p style="text-align: justify;">improve relations between state and local authorities, </p> <p style="text-align: justify;">large-scale digital technologies that municipalities use in services and more.</p> <p style="text-align: justify;">To make this possible the number of municipalities must be reduced and the tasks that they must be able to fulfil autonomously must be clearly defined. </p> <p style="text-align: justify;">The most noticed proposal in the resolution is that a minimum population will again be set in the Local Government Act and that it will be 1000 by the elections in 2026. </p> <p style="text-align: justify;">That means that all municipalities with fewer residents will have to amalgamate by 2026. </p> <p style="text-align: justify;">Today, more than half of the municipalities have less than 1000 residents and the smallest has less than 40. Therefore, this would have a significant impact on the number of municipalities - they are today 72 but could be reduce by perhaps 40 – and would be close to 30 in total after this change.</p> <p style="text-align: justify;">A proposal for a parliamentary resolution laying out this policy was submitted to the parliament in the beginning of October. If the Parliament approves it, which I hope will before the end of this year, then subsequently a new bill or an amendment to the Local Government Act a will be put forward which implements this new policy.</p> <p style="text-align: justify;">The proposal generally has an overwhelming support from the municipalities as well as the Association of Local Government. If approved by Parliament, the resolution will also greatly increase the ability of municipalities to participate in the governments work on regional affairs.</p> <p style="text-align: justify;">I would like to end my opening speech by showing you a short video which presents the main objectives of this important and timely reform and illustrate the positive effects of it for the municipalities and regional affairs as well.</p> <p style="text-align: justify;">Best wishes for you stay in Iceland and participation in Nordregio Forum 2019.</p> <p style="text-align: justify;">&nbsp;</p>
20. nóvember 2019Framtíð fjarskipta á Íslandi - ávarp á hádegisfundi SKÝ<p style="text-align: center;"><strong>Framtíð</strong><strong> fjarskipta</strong><strong> á Íslandi</strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>Hádegisfundur Ský, um framtíð fjarskipta á Íslandi.<br /> </strong><strong>20. nóvember 2019, Grand Hótel Reykjavík</strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>Ávarp Sigurðar Inga Jóhannssonar <br /> samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</strong></p> <p>&nbsp;</p> <p>Ágætu fundarmenn, </p> <p>árið 2017 fór Ísland í efsta sæti á lista Alþjóða fjarskiptasambandsins (ITU) yfir þær þjóðir sem lengst hafa náð við uppbyggingu og nýtingu upplýsinga- og fjarskiptatækni. Þessi kvarði er nefndur „ICT Development Index“. Að baki kvarðanum eru 11 þættir sem ekki eru allir tæknilegir. Til dæmis skipta þættir eins og læsi og menntunarstig máli en einnig hlutfall þeirra sem nota internetið, hlutfall heimila með fastar tengingar, hlutfall farsímaáskrifta og heimila sem eiga tölvu. Einnig skiptir máli hve góða tengingu landið hefur við internetið metið í bitum á sekúndu fyrir hvern íbúa. </p> <p>Að setjast í efsta sæti listans má telja undraverðan árangur hjá þjóð sem býr í stóru landi í N-Atlantshafinu langt frá öllum meginleiðum internetsins. Til dæmis eru internettengingar Íslendinga kostnaðarsamari en flestra nágrannaþjóða af því að okkar tengingar þurfa að fara um ljósleiðarastrengi neðansjávar inn á tengistaði internetsins, strengi sem eru miklu lengri en hjá flestum nágrannaþjóðum. Strjálbýlið og fámennið á Íslandi vinna einnig á móti netvæðingu enda er augljóst að kostnaðarsamt er að tengja fjarlægar byggðir með hröðum netum og fámennið veldur því að kostnaðurinn skiptist á fáa. </p> <p>Við erum í einstakri stöðu hvað varðar nýtingarmöguleika netsins. Hins vegar höfum við ekki nýtt okkur þessa möguleika sem skyldi og stöndum þar talsvert að baki þeirra þjóða sem lengst eru komnar á því sviði. Til dæmis er ýmis þjónusta hins opinbera ekki orðin nægilega rafræn til þess að hægt sé að veita hana um okkar frábæru fjarskiptanet. Við erum meðvituð um þetta og unnið er hörðum höndum víða í stjórnkerfinu að því að bæta úr. Ég á von á því að á næstu misserum verði umtalsverðar breytingar til batnaðar á þessu sviði. Við Íslendingar búum yfir frábærum fjarskiptanetum og kannski eigum við að staldra við og huga að því hvernig við getum nýtt þau enn betur. Hér bíða ótal kostir, bæði í þjónustu opinberra og einkaaðila. Við þekkjum þegar ýmsa nýja fjármálaþjónustu sem fer alfarið gegnum netið en einnig eru margir ónýttir möguleikar í heilbrigðisþjónustu, menntun og gagnvart fjarvinnu. Til dæmis heyrði ég nýlega af þeim möguleika að stunda sjúkraþjálfun gegnum netið, sem getur hentað vel fyrir sumar tegundir meðferðar. Allt stuðlar þetta að meiri þægindum landsmanna, fækkar ferðum, lengir tímann sem við höfum til annarra hluta og minnkar kolefnissporið. </p> <p>Við vinnum nú eftir nýrri fjarskiptaáætlun sem gildir fyrir árin 2019-2033 og var samþykkt á Alþingi sl. vor. Í henni er sett fram framtíðarsýn og meginmarkmið stjórnvalda á sviði fjarskipta. Þau eru að Ísland verði áfram í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengi saman byggðir landsins og Ísland við umheiminn með umhverfissjónarmið í huga. Áherslur til þess að ná þessum markmiðum felast m.a. í því að </p> <ul> <li>Aðgengi lögheimila og atvinnuhúsnæðis að ljósleiðara verði 99,9%.</li> <li>Þrír virkir fjarskiptastrengir tengi landið við Evrópu frá mismunandilandtökustöðum.</li> <li>Við styrkta lagningu ljósleiðarakerfa verði hugað sérstaklega að stofnleiðum, radíófjarskiptastöðum og samtengingu kerfa.</li> </ul> <p>Á sviði farneta felast markmiðin í því að </p> <ul> <li>Íslendingar verði meðal forystuþjóða í hagnýtingu fimmtu kynslóðar farneta, 5G.</li> <li>Farnetssamband verði tryggt, meðal annars í þéttbýli, á þjóðvegum, fjölsóttum ferðamannastöðum og við strendur landsins.</li> </ul> <p>Fjarskiptaáætlunin hefur einnig að geyma markmið um örugg fjarskipti. Við höfum því miður fengið sífellt fleiri fréttir af miklu tjóni fyrirtækja sem hafa orðið fyrir netglæpum og tjón einstaklinga er einnig tilfinnanlegt þó að það fari ekki hátt í fréttum. Netglæpir eru ekki lengur stundaðir af einstaka „nördum“ sem hafa ekki aðrar hvatir en þær að sýna hve klárir þeir eru. Nú eru netglæpir framdir af samtökum glæpamanna sem búa oft yfir mikilli og djúpri þekkingu á upplýsinga- og fjarskiptatækni og jafnframt þeirri starfsemi sem þeir ráðast á. Tjón okkar Íslendinga vegna glæpa af þessu tagi er mjög vaxandi og brýnt er að þjóðfélagið bregðist við bæði hart og fljótt. Á sl. vori samþykkti Alþingi ný lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða og taka þau gildi 1. september á næsta ári. Nú er unnið að undirbúningi gildistöku þessara laga í ráðuneytinu í samvinnu við eftirlitsstofnanir. Mjög brýnt er að auka vitund fólks og fyrirtækja um netöryggismál og stuðla að víðtæku samstarfi opinberra aðila og einkageirans til að ná fram sem bestum árangri í baráttunni gegn netglæpum.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>stærsta lagalega verkefnið sem nú er í vinnslu í stjórnsýslunni á sviði fjarskipta er undirbúningur nýrrar heildarlöggjafar um fjarskipti. Þessi löggjöf er í daglegu tali kölluð Kóðinn. Um er að ræða stórt og flókið verkefni sem felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins -&nbsp; og er starfandi vinnuhópur sem í eiga sæti fulltrúar ráðuneytisins og Póst- og fjarskiptastofnunar. Í lok ágúst var haldinn opinn fundur um þetta frumvarp hér á Grand Hótel og segja má að þar hafi hafist opið samtal milli þeirra sem skrifa frumvarpið og hagsmunaaðila. Þegar kemur að því að frumvarpsdrög verði lögð fram til umsagnar í samráðsgáttinni vil ég hvetja ykkur til að leggja inn umsagnir þannig að hægt sé að bregðast við þeim og eftir atvikum breyta frumvarpinu áður en frumvarpið gengur til ríkisstjórnar og Alþingis. </p> <p>Við búumst við að frumvarpsdrögin verði birt í samráðsgáttinni innan fárra daga en stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi 2020.</p> <p>Með nýju lögunum færum við löggjöf hér á landi til samræmis við nýendurnýjað samevrópskt regluverk á sviði fjarskipta og uppfyllum þar með tímanlega fyrirsjáanlegar skuldbindingar íslenska ríkisins að þjóðarrétti. </p> <p>Að lokum,</p> <p>á vegum verkefnisins Ísland ljóstengt er nú verið að ljúka við ljósleiðara-tengingu til Mjóafjarðar, sem verður seinasti byggðakjarninn í landinu sem fær slíka tengingu. Þar með opnast öll undur internetsins þessum afskekktu landsmönnum okkar og þeir munu m.a. geta fengið þjónustu sjúkraþjálfara sem geta verið staddir í mörg hundruð km fjarlægð. </p> <p>Það er ánægjulegt að segja frá því að Ísland ljóstengt hefur verið áherslumál Framsóknarflokksins. Segja má að kveikjan að alvöru umræðu og undirbúningi þessa mesta byggðaverkefnis seinni ára, sé grein sem ég skrifaði í mars 2013 og bar yfirskriftina ,,Ljós í fjós“. Þá var mér og öðrum þegar orðið ljóst að ljósleiðaratæknin væri framtíðarlausn fyrir landið allt og ekki síst fyrir dreifbýlið þar sem erfiðara eða jafnvel ógjörningur er að beita annarri þráðbundinni aðgangsnetstækni. Það kom líka seinna í ljós að það þurfti samvinnuleið til að klára landsátakið á skynsamlegan hátt.</p> <p>Ég óska ykkur góðs og gagnlegs fundar og þakka áheyrnina. </p>
18. nóvember 2019Ávarp á málþingi um börn og samgöngur<p style="text-align: center;">Ávarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,&nbsp;<br /> á málþingi um börn og samgöngur<br /> 18. nóvember 2019</p> <p>Kæru fundargestir.</p> <p>Það er mér mikið fagnaðarefni að ávarpa málþing um börn og samgöngur hér í dag. </p> <p>Á undanförnum árum hefur sú krafa að börn og ungmenni fái aðkomu að ákvörðunum sem snerta þau aukist og er það m.a. í samræmi við ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. </p> <p>Núna á miðvikudaginn eru 30 ár síðan samningurinn var samþykktur og er 20. nóvember árlega tileinkaður réttindum barna. Það er margt sem snýr að réttindum yngstu kynslóðarinnar sem gera mætti betur og taka tillit til. </p> <p>Það er mikilvægt að hlusta og heyra hvað börn segja. Börn eru fær til þess að hafa áhrif á líf sitt, og&nbsp; ef þeim er gefin tækifæri til að láta rödd sína heyrast og hlustað er á þau hafa börnin margt fram að færa um eigin aðstæður sem vert er að taka tillit til. </p> <p>Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna rammar inn réttindi barna og gefur þeim rétt til að koma sínum sjónarmiðum að við ákvarðanatöku. Í grófum dráttum má skipta réttindum barna í þrjá flokka; vernd, umönnun og þátttöku. </p> <p>Sáttmálinn tryggir því börnum rétt til þess að láta í ljós skoðanir sínar á öllum málum sem varða þau. </p> <p>Börn eru virkir þátttakendur í samfélaginu og því skiptir þeirra innlegg máli þegar ákvarðanir eru teknar. Til marks um þetta þá samþykkti ríkisstjórnin um síðustu áramót að bæta barnamálaráðherra við ríkisstjórnarborðið svo rödd barna fengi meira vægi. </p> <p>Barnamálaráðherra hefur lagt áherslu á að tillögur barna og sjónarmið þurfi að taka alvarlega og gera að veruleika. Ekki ætti að tala um þátttöku barna heldur samstarf við ákvarðanatöku og að ætlunin sé að skapa raunverulega barnvænt samfélag þannig að árið 2030 verði hvergi betra að vera barn en á Íslandi.</p> <p>Það er einnig ánægjulegt að segja frá því að ríkisstjórnin samþykkti fyrr á þessu ári að stefnt verði að aukinni þátttöku barna og ungmenna í stefnumótun stjórnvalda sem og að allar stærri ákvarðanatökur sem og lagafrumvörp skuli rýnd út frá áhrifum á stöðu og réttindi barna.</p> <p>Samgönguáætlun er svo sannarlega umfangsmikil stefnu- og aðgerðaráætlun og þarf því að vera sett fram með þessi atriði í huga.</p> <p>Samgöngur þurfa bæði að vera öruggar og greiðar fyrir unga og gamla. Flestir þeir sem koma með einum eða öðrum hætti að uppbyggingu og skipulagningu samgönguinnviða landsmanna hafa hingað til verið einhversstaðar á bilinu tvítugt upp í sjötugt. Það er því kannski ekki skrítið að sú vinna hafi verið unnin að mestu út frá sjónarhóli sama hóps. Það er þó alltaf að koma betur og betur í ljós að börn og ungmenni eru um margt ekki að fullu samanburðarhæfur hópur á við þá sem eldri eru, þegar kemur að samgöngum. </p> <p>Börn og ungmenni er virkir þátttakendur í samgöngum ekki síður en þeir sem eldri eru. Þannig skiptir máli að horft sé til þarfa þeirra og hlustað á skoðanir þeirra í stefnumótun í samgöngumálum. </p> <p>Samgöngur og hvernig þær nýtast og hafa áhrif á líf barnanna okkar er stórt mál sem þangað til nú hefur ekki verið ávarpað eða greint með nægilega skýrum hætti. </p> <p>&nbsp;</p> <p>Unnið er að undirbúningi þess að greina stöðuna betur og mun þess sjást stað í næstu heildarendurskoðun samgönguáætlunar. Eitt af því sem þarf að skoða eru skipulagsmálin og þá þarf aðkomu sveitarfélagana. Skipulag sveitarfélaga verður að taka mið af því hvar börn eru í leik og starfi. </p> <p>Ég fagna því að Samband íslenskra sveitarfélaga komi nú að þessari vinnu í samvinnu við ráðuneytið, Vegagerðina og Samgöngustofu. Í mínum augum er það alveg ljóst að ef við eigum að ná einhverjum árangri í þessum málum verða sveitarfélögin að taka þátt í vinnunni. </p> <p>Það ætti að vera markmið skipulagsins að tryggja öruggt umhverfi barna. Ýmis dæmi er hægt að nefna til marks um að hér séu brotalamir á að svo sé. </p> <p>Dæmi er Hringbraut með tvo skóla sitt hvoru megin þar sem börnin þurfa að fara yfir götuna til að sækja tíma. Skipulagið tók ekki mið af þessum aðstæðum en megin umferð vestur í bæ liggur einmitt um þessa götu. </p> <p>Annað dæmi er sameining Álftamýrar- og Hvassaleitisskóla þvert yfir Miklubraut. Það er ljóst að þetta er ekki góð lausn fyrir nemendur með hliðsjón af samgöngum á milli skólanna. </p> <p>Ferðamynstur og val á ferðamáta barna og ungmenna er talsvert frábrugðið þeirra sem eldri eru. Þegar rýnt er í niðurstöður ferðavenjukannanna kemur t.a.m. í ljós að börn og ungmenni ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur mest af öllum öðrum aldurshópum. Samkvæmt sömu könnunum kemur sömuleiðis í ljós að ferðaþörf þeirra en engu síðri en þeirra sem eldri eru. </p> <p>Þessar vísbendingar benda til þess að mikilvægt er fyrir vandaða áætlanagerð í samgöngum að taka sérstakt tillit til barna og ungmenna. Það er því fagnaðarefni að samgönguráð hafi samþykkt að í næstu heildarendurskoðun samgönguáætlunar verði þessum málum gert hærra undir höfði og þeim gerð sérstök skil. Þetta málþing er fyrsta skrefið í þá átt. </p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>
17. nóvember 2019Ávarp á minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa<h2 style="text-align: center;"><strong>Ávarp Sigurðar Inga Jóhannssonar <br /> samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</strong></h2> <p>&nbsp;</p> <p>Forseti Íslands, aðstandendur, fulltrúar heilbrigðisstétta, lögreglu, björgunarsveita, samgöngustofnana og aðrir gestir.</p> <p>&nbsp;</p> <ul> <li>Í dag minnumst við þeirra sem hafa látist í umferðarslysum í heiminum og höldum alþjóðlegan minningardag sem helgaður er þeim.</li> <li>Ég vil segja það í upphafi að við erum hér bæði vegna þeirra og einnig vegna allra hinna sem eftir standa og syrgja. Við erum hér saman komin vegna hvers annars. Því þó við viljum oft syrgja ein þá erum við mannfólkið þannig gert að hluti af því að syrgja er að deila þeirri tilfinningu með öðrum.</li> <li>Ég vil líka nefna sérstaklega þátt þeirra sem koma að því að líkna og liðsinna eftir umferðarslys. Þetta er ekki síst ykkar dagur. Þið eigið stóran þátt í að draga úr tíðni dauðaslysa.</li> <li>Það eru alltaf einhverjir sem þola, einhverjir sem gera og aðstoða og einhverjir sem málið snertir með öðrum hætti. Það er alltaf samfélag. Við erum þetta samfélag. Þetta er okkar dagur.</li> <li>Umferðarslys eru sorglegur hluti af tilveru okkar og það sárgrætilegasta við það er að stórt hlutfall sem látast eða örkumlast í umferðarslysum eru ungt fólk. Þau hafa fylgt okkur í yfir heild öld. En fyrr á þessu ári höfðu tæplega 1.580 látist í umferðinni hér á landi frá því að fyrsta banaslysið varð árið 1915 samkvæmt samantekt Óla H. Þórðarsonar.</li> <li>Þegar ég stóð hér á þessum stað fyrir um ári síðan höfðum við misst 13 manns í umferðarslysum það árið. Í ár höfum við misst 5 manns. Það eru 5 of margir, þrátt fyrir að umferðarslysin séu færri í ár. Við eigum aldrei að þurfa að sætta okkur við slys. Baráttunni lýkur seint eða kannski aldrei. Því ef ekki verður brugðist við með afgerandi hætti í baráttunni gegn umferðarslysum í heiminum er því spáð að árið 2030 verði banaslys í umferðinni sjöunda algengasta dánarorsökin. <p>Að meðaltali slasast árlega 178 manns alvarlega í umferðinni hér á landi og því miður er það svo að vart er til sá einstaklingur sem þekkir ekki einhvern sem lent hefur í alvarlegu slysi í umferðinni. </p> <p>Ljóst er umferðarslys eru eitt af þurftarfrekustu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar og kosta samfélagið bæði mikla fjármuni og vinnu. Þá eru ótaldar allar sálarkvalirnar, sorgin og vonbrigðin sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að fólki í blóma lífsins er skyndilega kippt í burtu eða það svipt færninni til þess að lifa og starfa með eðlilegum hætti.</p> <p>Tjónið sem þjóðir heims bera af völdum umferðarslysa nemur um 3% af vergri landsframleiðslu hvers árs. Árið 2018 lætur nærri að sú upphæð sé 84 milljarðar króna hér á landi. Að baki þessum köldu tölum eru sögur af föður eða móður, syni eða dóttur, bróður eða systur, barni eða barnabarni, samstarfsélaga, vini eða skólafélaga sem hafa orðið fórnarlömb umferðarslysa. Að baki einum slösuðum eða látnum er fjöldi ástvina sem einnig eru skertir lífsgæðum og munu stríða við sorg og missi sem varið getur alla ævi.</p> </li> <li>Einn þessara einstaklinga kemur hér fram í dag sem fulltrúi þeirra tugþúsunda aðstandenda sem eiga um sárt að binda. Ása Ottesen mun segja okkur sögu sína en fyrir 22 árum missti hún 2 ára gamlan bróður sinn í umferðarslysi. Nú síðast liðið sumar slasaðist systir hennar alvarlega í umferðarslysi. <p>&nbsp;</p> <p>Ég sagði áðan að baráttunni gegn umferðarslysum má aldrei ljúka. Margir þættir spila inni og er vegakerfið einn hluti þess sem þarf að halda áfram að laga og bæta. </p> <p>Við hönnun og smíði umferðarmannvirkja er áhersla lögð á öryggi þeirra, þ.e. að þau þyrmi þeim sem um þau fara ef eitthvað fer úrskeiðis. Dæmi um þetta er aðskilnaður akstursstefnu sem Vegagerðin leggur í dag mikil áhersla á. Uppsetning vegriða er annað mikilsvert atriði og fækkun einbreiðra brúa í vegakerfinu. </p> <p>Með öflugri fræðslu og kynningum Samgöngustofu og fleiri aðila hefur áunnist mikið í því að fækka slysum. Þá bera að minnast sérstaklega á það sem hefur áunnist í því að breyta viðhorfi okkar til umferðarinnar. Það sem sumum þótti áður vitna um hugrekki og djörfung þykja nú dæmi um hættulegt athæfi.</p> </li> <li>Ábyrgðin er þó ætíð okkar vegfarendanna sjálfra. Við getum ekki komið henni á aðra. Hún er okkar sjálfra. Því miður er það enn þannig að flest slys eru afleiðing mannlegrar hegðunar. Algengustu orsakir umferðarslysa eru of mikill hraði, akstur undir áhrifum, að bílbelti eru ekki notuð, að athygli ökumanna er við annað en aksturinn t.d. við að nota síma eða annað snjalltæki. Þannig mætti lengi telja. Þetta er áhættuhegðun sem við verðum að stöðva.</li> </ul> <p>&nbsp;</p> <h3><strong>Nokkur orð til viðbragðsaðila</strong></h3> <p>Til ykkar sem takið þátt í þeim viðbrögðum sem verða þegar slys á sér stað.</p> <ul> <li>Þakka ykkur fyrir. Þakka ykkur fyrir það sem þið gerið og að gera það við erfiðar og stundum óbærilegar aðstæður.Þakka ykkur fyrir öll erfiðu augnablikin sem þið þurfið að takast á við. Þakka ykkur fyrir það sem þið þurfið að bera og getið ekki deilt nema innan ykkar hóps. Þakka ykkur fyrir að vera okkur fyrirmyndir. Þakka ykkur fyrir að láta okkur finna að í okkar samfélagi er fólk sem telur ekki eftir sér að taka þátt því að gera samfélagið betra. Samfélagi þar sem hver og einn skiptir máli. Starf ykkar skiptir okkur miklu máli. Þið skiptið okkur miklu máli. </li> <li>Þið öll sem hér standið. Einnig þið öll sem tilheyrið þessum hópi en eruð ekki hér í dag. Þakka ykkur kærlega fyrir. <h3><strong>Minningarreitur</strong></h3> </li> <li>Mig langar til að minnast á þá hugmynd sem fram hefur komið að láta gera hér við þennan stað minningarreit um þá sem hafa látist í umferðarslysum.</li> <li>Við í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu sendum borgarstjóra Reykjavíkur erindi þar sem farið var þess á leit að borgin ráðstafaði reit í þessum tilgangi. Borgin tók því afar vel. Minningareiturinn verður við nýjan Landspítala við Hringbraut. Hann verður þar sem minningarreitur fyrir fórnarlömb umferðarslysa en ekki síður athvarf og friðarreitur fyrir þá sem eiga um sárt að binda. </li> </ul> <h3><strong>Góðir gestir</strong></h3> <p>Missir þeirra sem átt hafa ástvini í banaslysum er mikill. Honum er erfitt að lýsa með orðum. Honum er lýst með tilfinningum. Tilfinningu sem við sem hér erum saman komin skiljum ofur vel. Við erum hér með öðrum sem deila sömu reynslu. Við skiljum hvert annað. Látum ekki þar staðar numið. Setjum fordæmi. Leggjum í hverja ferð minnug þess sem getur gerst, bætum hegðun okkar allra og strengjum þess heit að koma heil heim.</p>
15. nóvember 2019Aðalfundur Eyþings<h2 style="text-align: center;">Ávarp <br /> Sigurðar Inga Jóhannssonar, <br /> samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, <br /> á aðalfundi Eyþings, 15. nóvember 2019</h2> <p>&nbsp;</p> <h3>Ágæta sveitarstjórnarfólk.</h3> <p>Ég þakka fyrir boðið um að ávarpa aðalfund Eyþings hér á Dalvík. </p> <p>Það er alltaf gott að koma hingað og eiga með ykkur samtal og skiptast á skoðunum um málefni líðandi stundar. </p> <h3>Íbúaþróun og atvinnulíf</h3> <p>Það er iðandi og blómlegt mannlíf á Norðurlandi eystra – hér er stærsti einstaki þéttbýlisstaðurinn utan höfuðborgarsvæðisins og þannig séð ákveðið mótvægi við þéttbýlismyndunina syðra. Hér eru myndarleg landbúnaðarhéruð og framsækin matvælaframleiðsla sem er í sérflokki. Stærstu fyrirtæki landsins í sjávarútvegi eiga hér bækistöð sem skapa gríðarleg verðmæti fyrir landið allt. Við höfum séð ánægjulega uppbyggingu í stóriðnaði sem búa til ný tækifæri í atvinnulífi og stuðla að fjölbreytni hér á svæðinu. Þá hefur ferðaþjónustan blómstrað enda er hér á svæðinu að finna nokkrar af eftirsóttustu náttúruperlum landsins.</p> <p>Það eru hins vegar ýmsar áskoranir sem þarf að takast á við og nýta má enn betur tækifærin sem svæðið og mannauðurinn hér hefur upp á að bjóða.</p> <p>Það er t.d. áhyggjuefni að íbúaþróun landshlutans hefur ekki haldið í við íbúaþróunina á landsvísu.</p> <p>Síðustu 10 ár hefur Íslendingum fjölgað um 12% en á ykkar svæði hefur fjölgunin verið innan við 5%. Íbúum hefur fjölgað mest við Eyfjörðinn og í Skútustaðahreppi, en það er samt áhyggjuefni að Akureyri er rétt rúmlega hálfdrættingur á við þróunina á landsvísu. </p> <p>Mér finnst koma til greina að Akureyrarbær og sveitarfélögin við Eyjafjörð og ríkið ræði leiðir til að styrkja svæðið enn frekar sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Í gildandi byggðaáætlun eru tvær aðgerðir sem annars vegar er ætlað að móta stefnu fyrir höfuðborgarsvæðið og hins vegar að stuðla að betri samvinnu milli vaxtarsvæða og ríkisvaldsins. </p> <p>Ég sé fyrir mér að við gætum farið í verkefni með Akureyrarbæ sem væri nokkurs konar blanda af þessum tveimur aðgerðum. Í því fælist að við myndum greina tækifærin og leiðir til að styrkja sveitarfélagið og nærsvæðið og móta aðgerðaráætlun til segjum 15 ára til að vinna eftir. </p> <p>Það er mikilvægt að við höldum áfram að vinna að því að bæta samkeppnishæfni landsbyggðarinnar á sem flestum sviðum, eflum byggð og búsetu sem víðast. Það að hafa sterka og samkeppnishæfa bæi á borð við Akureyri, Húsavík, Dalvík, Ólafsfjörð og Siglufjörð skiptir okkur öll miklu máli.</p> <p>Nýsköpun er lykilorð á flestum sviðum. Við þurfum að &nbsp;hugsa í nýjum lausnum – leita leiða til að skapa og endurhanna í okkar samfélagi, til að bæta þjónustuna við íbúana, til að styrkja stoðir atvinnulífs, til að laða að nýja íbúa – til að vaxa og dafna á sjálfbæran hátt.</p> <h3>Sóknaráætlanir landshluta</h3> <p>Og hér skipta sveitarfélögin miklu máli – þið kæra sveitarstjórnarfólk hafið verið valin til að leiða ykkar samfélög áfram og sækja fram fyrir íbúana. Það getið þið auðvitað gert á forsendum hvers sveitarfélags en samstarfið er líka mikilvægt, sameinuð eruð þið sterkari og það eru ótal dæmi um það.</p> <p>Ég er mjög ánægður með hvernig samvinna sveitarfélaga á vettvangi sóknaráætlana landshluta hafa verið að þróast og hvernig almennt til hefur tekist.</p> <p>Nýleg úttekt á sóknaráætlunum landshluta kemst að þeirri niðurstöðu að stoðir menningar í landshlutum hafi styrkst og að einhverju leyti samkeppnishæfni þeirra. Margar góðar ábendingar er að finna í úttektinni sem ég geri ráð fyrir að þið haftið horft til við mótun nýrrar sóknaráætlunar fyrir ykkar svæði. Meðal annars er bent á að skynsamlegt væri að búa til hvata í uppbyggingarsjóði, sérstaklega þann hluta sem snýr að atvinnuþróun- og nýsköpun, og nota þannig sóknaráætlanir sem tæki til að auka samkeppnishæfni landshlutanna. </p> <p>Þá er í úttektinni bent á að áhersluverkefni séu almennt of mörg í hverjum landshluta. Ég vil nota tækifærið til að hvetja ykkur til að skoða hvort vænlegra er til árangurs að velja færri verkefni og sem setja mætti meira fjármagn til og gefa þeim aukin slagkraft og athygli. </p> <p>Það er líka mikið í húfi því á síðasta ári runnu samtals tæplega 200 milljónir til sóknaráætlunar Norðurlands eystra og þar af var framlag frá ríkinu um 185 milljónir. Fjármagnið fór í menningartengda þætti, styrkingu innviða, uppbyggingar ferðaþjónustu og til nýsköpunar. </p> <p>Með sóknaráætlunum kemur fram raunverulegur vilji ríkisins til að fela heimamönnum í hverjum landshluta aukið vald og aukna ábyrgð.</p> <p>Fimm ára gildistími sóknaráætlana er að renna sitt skeið um komandi áramót. Allir landshlutarnir eru að undirbúa nýjar sóknaráætlanir sem gilda munu til ársloka 2024. Sú skiptaregla fjármagns sem stuðst hefur verið við síðustu fimm árin hefur verið endurskoðuð. Grunnframlag ríkisins til Norðurlands eystra verður 118 milljónir króna árið 2020. Til viðbótar koma viðaukasamningar og framlag sveitarfélaganna. </p> <p>Ég veit að þið eruð langt komin með að vinnu við nýja sóknaráætlun og ég hef líka heyrt að sú vinna gangi vel og að ný sóknaráætlun Norðurlands eystra verði jafnvel enn betra og öflugra <strong>tæki</strong>.</p> <h3>Byggðaáætlun</h3> <p>Byggðaáætlun gengir einnig lykilhlutverki í að vinna að umbótum og nýsköpun í atvinnulífi. Hún er mikilvægt stjórntæki fyrir ríkisvaldið og einnig sveitarfélögin, og með henni viljum við leita leiða til að tvinna &nbsp;byggðamál saman við alla málaflokka.</p> <p>Ég hef talað um að við þurfum að setja upp byggðagleraugun sem víðast – líkt og talað er um jafnréttismálin. Byggðamál eru allsherjarmál, hér bera allir ábyrgð. Ekki bara ríki, eða sveitarfélög, heldur einnig atvinnulífið.</p> <p>Á því rúma ári sem liðið er frá samþykkt nýrrar byggðaáætlunar hefur margt jákvætt gerst. Okkur hefur tekist á mörgum sviðum að styðja við mörg brýn verkefni á landsbyggðinni.</p> <p>&nbsp;Ég er til dæmis stoltur af því hvernig til hefur tekist við framkvæmd á aðgerðinni „sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða“ en þar höfum við á síðustu tveimur árum úthlutað samtals 220 milljónum í gegnum samkeppnissjóð sem eingöngu landshlutasamtök sveitarfélaga sem geta sótt í. Ég hvet ykkur til að skoða það vel þegar auglýst verður næst, sem verður í byrjun næsta árs.</p> <p>Við þekkjum öll hve vel hefur tekist til við að vinna að framgangi verkefnisins Ísland ljóstengt, en þar hefur byggðaáætlun lagt 100 m.kr. til árlega sem hefur haft það í för með sér að við erum að ná mjög góðum árangri í þessu verkefni.</p> <p>Næsta stórátak í innviðauppbyggingu sem byggðaáætlun kemur að tengist þrífösun rafmagns og vonandi fáum við fljótlega að heyra nánar um þau áform þegar líður á veturinn.</p> <p>Byggðaáætlun styður einnig verkefni á sviði félags- og heilbrigðismála. Þannig má nefna tvær aðgerðir sem áætlunin leggur til fé til, annars vegar að jafna aðgang að sérfræðilæknum og hins vegar innleiðingu fjarheilbrigðisþjónustu. Í þessum verkefnum felast raunveruleg tækifæri til að bæta aðstæður fólks um land allt, tryggja betra aðgengi að þjónustu og lækka kostnað við ferðalög.</p> <p>Þannig að ég get bara verið sáttur við hvernig til hefur tekist við framgang áætlunarinnar og þakka ykkur öllum fyrir gott samstarf á því sviði.</p> <h3>Áskoranir í atvinnulífi</h3> <p>Ágæta sveitarstjórnarfólk. </p> <p>En þó vel hafi gengið í atvinnulífi þjóðarinnar á umliðnum árum, með tilkomu stóraukins fjölda ferðamanna og nýsköpunar á mörgum sviðum atvinnulífsins, m.a. í sjávarútvegi og líftækni, þá vitum við að góðu árin koma og fara. </p> <p>Það hafa verið ýmsar blikur á lofti sem þarf að horfa til við stjórn efnahagsmála og á sumum sviðum er samdráttur kominn fram. </p> <p>Þetta sýnir þó að hlutirnir geta breyst hratt og samfélagið allt, ekki síst ríki og sveitarfélög, þurfa á hverjum tíma að vera í stakk búin til að mæta áföllum, til að takast á við óvæntar uppákomur í atvinnulífi, eða almennt að geta stutt við samfélagið sama hvernig árar. </p> <p>Ríkisstjórnin er að takast á við þessar áskoranir fyrir landið í heild. </p> <p>Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2020 endurspeglar markmið ríkisstjórnarinnar um að vinna gegn skammvinnri niðursveiflu í hagkerfinu í kjölfar samdráttar í ferðamennsku og loðnubrests. </p> <p>Það er gert án þess að hverfa þurfi frá áformum um uppbyggingu innviða og grunnþjónustu ríkisins við samfélagið á grundvelli þess góða árangurs sem náðst hefur undanfarin ár við að byggja upp fjárhagslegan styrk ríkissjóðs. </p> <p>Í samræmi við nýlega endurskoðun á fjármálastefnu til fimm ára verður dregið úr áður fyrirhuguðum afgangi af rekstri ríkissjóðs á meðan hagkerfið leitar jafnvægis og fær fótfestu fyrir nýtt hagvaxtarskeið. Leiðarljós þeirrar hagstjórnar er að stuðla að stöðugleika og bættum lífskjörum.</p> <p>Hér skiptir ábyrg fjármálastjórn sköpum, en um leið þarf að horfa til heildarhagsmuna samfélagsins og til framtíðar, um leið og við forgangsröðun.</p> <p>Sem fyrr er það ásetningur ríkisstjórnarinnar að standa vörð um mikilvæga uppbyggingu innviða og þjónustu ríkisins. Aukin framlög til opinberra framkvæmda í fjárlagafrumvarpinu vega upp á móti minnkandi atvinnuvegafjárfestingu og eru liður í aðgerðum til að milda áhrif niðursveiflu. </p> <p>Hlutfallsleg útgjaldaaukning hefur verið mest í samgöngu- og fjarskiptamálum á kjörtímabilinu, eða 25% að raungildi. Á árinu 2020 er gert ráð fyrir ríflega 28 ma.kr. framlögum til fjárfestinga í samgöngum. Þetta eru góðar fréttir, því ekki veitir af eins og þið vitið öll.</p> <h3>Samgöngumál almennt</h3> <p>Fyrir skemmstu kynnti ég drög að nýrri samgönguáætlun. Í samgönguáætluninni er sérstök áhersla lögð á að flýta framkvæmdum innan tímabilsins frá því sem áður var. Einnig eru nýjar stefnur kynntar um flug á Íslandi og almenningssamgöngur milli byggða.</p> <p>Bein framlög til samgöngumála nema alls tæpum 633 milljörðum króna á fimmtán ára tímabili samgönguáætlunar. Til vegagerðar falla tæp 560 milljarðar, um 37 milljarðar til flugvalla og flugleiðsögu, rúmir 14 milljarðar til hafnamála, rúmir 19 milljarðar í stjórnsýslu, öryggi og eftirlit og rúmir 2,5 milljarðar til Rannsóknarnefndar samgönguslysa.</p> <p>Þetta er mikil aukning frá því sem fyrri áætlun gerði ráð fyrir, og í sögulegu samhengi er hér um eina mestu fjárfestingaráætlun í samgönguinnviðum sem um getur.</p> <p>Fjölmörgum framkvæmdum er flýtt á tímabili áætlunarinnar með sérstakri áherslu á að bæta umferðaröryggi og tengingar milli byggða. Á tímabilinu verður framkvæmdum, sem í heild eru metnar á um 214,3 milljarða króna, flýtt. Þar af eru framkvæmdir fyrir um 125,5 milljarða króna utan höfuðborgarsvæðisins og 88,8 milljarða króna í samræmi við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.&nbsp;</p> <p>Auk þess sem fjármagn til viðhalds vega verður aukið talsvert sem mun nýtast vel um allt land.</p> <h3>Samgöngumál Norðausturland</h3> <p>Flugstefna Íslands lítur nú dagsins ljós í fyrsta sinn og er hluti af uppfærðri samgönguáætlun. Fjöldamargar umsagnir bárust í samráðsgátt stjórnvalda nú í október sem varðaði flugstefnuna sérstaklega. Slíkt sýnir mikilvægi þess að flugsamgöngur verði að mæta þörfum fólks, sama hvar er á landinu. Flugsamgöngur skipta Íslendinga miklu sem atvinnugrein, sem lifibrauð fólks. Millilandaflug íslenskra flugfélaga er undirstaða ferðaþjónustunnar auk þess sem erlend flugfélög hafa á síðustu árum aukið markaðssetningu sína með Íslandsferðum. Áætlunarflugferðir til og frá landinu styðja við marga aðra þætti efnahagslífsins og stuðla að verðmætaaukningu í framleiðslugreinum á borð við sjávarútveg og landbúnað. Flugstefnan fjallar um þessar áherslur, að það verði skilvirkt kerfi alþjóðaflugvalla hér á landi sem er samþætt og á einni hendi. </p> <p>Í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga að landfræðileg staða landsins gerir það að verkum að þegar flogið er til Íslands þarf að skrá varaflugvelli erlendis ef annarra varaflugvalla hér á landi nyti ekki við. Með öðrum orðum að uppbygging varaflugvalla á Íslandi er flugöryggisverkefni fyrir þá sem fljúga um Keflavíkurflugvöll. Við erum eyja langt út í ballarhafi og sitjum því ekki við sama borð og margar aðrar þjóðir á meginlandinu. Við þurfum að vera sjálfbær með okkar eigin varaflugvelli.</p> <p>Flug á varaflugvellina hvort sem er á Akureyri eða Egilsstaði tekur mun skemmri tíma en flug til Skotlands, það er aukakostnaður fyrir flugrekendur að bera viðbótareldsneytisbirgðir til landsins og að fljúga til Skotlands þegar neyðir kallar. </p> <p>Ein af áherslum flugstefnunnar er að stutt verði við uppbyggingu Akureyrar- og Egilsstaðarflugvalla sem alþjóðlegra fluggátta. Við uppbyggingu verði lög áhersla á að mæta sem best þörfum flugrekanda fyrir varaflugvelli og Egilsstaðaflugvöllur verði að því leyti í forgangi. </p> <p>Fjármagni til framkvæmda á flugvöllum landsins er forgangsraðað í þágu flugöryggis sem Isavia vinnur fyrir ráðuneytið. </p> <p>Undanfarna mánuði höfum við verið að skoða með Isavia þann möguleika að Isavia taki að sér það hlutverk að sjá um rekstur og uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar. En um flugöryggismál er að ræða og þörfin fyrir framkvæmdirnar og þjónustuna miðast við að skapa aðstöðu til að taka við nægu magni af fjölda véla í neyðarástandi.</p> <p>Það að Isavia taki við rekstri og uppbyggingu Egilsstaðarflugvallar býr til svigrúm strax á næsta ári sem felst í viðbótarfjármagni sem nýtist til viðhalds á öðrum flugvöllum. Ástandið er vægast sagt orðið mjög bágborið víða og má sem dæmi nefna að sérstaklega voru gerðar athugasemdir við að lítið fjármagn sé ætlað til slíkra framkvæmda á Akureyrarflugvelli þrátt fyrir mikla og aukna þörf.</p> <p>Samhliða þessu er unnið að því að finna leiðir til þess að auka fjármagn og nýta í viðhald á flugvöllum landsins og jafna aðstöðumun landsmanna. Þá er mikilvægt að náðst hefur samstaða um aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu, sem einnig hafa jákvæð áhrif á tengingar þess við landsbyggðina. Sáttmáli ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu felur í sér sameiginlega sýn og heildarhugsun fyrir fjölbreyttar samgöngur á svæðinu.</p> <p>Það er þörf á samgöngubótum um land allt og það er bjargföst trú mín að með betri og fjölbreyttari samgöngum megi byggja sterkara samfélag. Aukið öryggi á vegum skiptir höfuðmáli en sömuleiðis framkvæmdir til að stytta leið fólks milli byggðarlaga sem aftur eflir atvinnusvæðin.</p> <h3>Sjálfbær sveitarfélög</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Nýrri tillögu til þingsályktunar um stefnumótun ríkisins í málefnum sveitarfélaga er ætlað að auka sjálfbærni sveitarstjórnarstigins á landsvísu. Sjálfbærni þarf að vera leiðarljós fyrir okkur á öllum sviðum, í umhverfismálum, félagsmálum og efnahagsmálum, öll okkar stefnumótun og aðgerðir þurfa að miða við það.</p> <p>Markmið stefnunnar eru skýr, en þau eru</p> <p>•&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; að sveitarfélög á Íslandi verði öflugur og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi,</p> <p>•&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga verði virt </p> <p>og að tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu.</p> <p>Stefnumörkuninni fylgir aðgerðaráætlun til fimm ára og tilgreindar eru ellefu aðgerðir sem vinna ber að til að ná settum markmiðum. </p> <p>Þetta er metnaðarfull áætlun – og við það stend ég þó ég viti að mörgum finnist tillagan sumpart ganga of skammt og öðrum of langt. </p> <p>Ég er hins vegar sannfærður um það, gangi þessi tillaga fram og fái stuðning Alþingis, þá er stigið mjög mikilvægt skref í þá átt að efla sveitarstjórnarstigið og bæta þjónustu við íbúana.</p> <p>Það var því mjög ánægjulegt að aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga skyldi bakka stefnumörkunina upp með svo afgerandi hætti sem raun bar vitni, það gefur mjög góð fyrirheit um framhaldið. </p> <p>Ég vil líka hrósa forystu sambandsins fyrir framsýni og faglega nálgun í þessu verkefni öllu.</p> <h3>Lokaorð</h3> <p>Kæra sveitarstjórnarfólk.</p> <p>Verum bjartsýn og jákvæð, framtíðin ef björt og ef við stöndum saman og vöndum okkur við það sem við erum að gera. </p> <p>Við erum að þjóna íbúum sveitarfélaganna, einstaklingum, fjölskyldum, fullorðnum en ekki síst börnum. Það er okkar metnaður að vinna af dugnaði og heiðarleika fyrir land og þjóð með samvinnuna sem leiðarljós.</p>
21. október 2019Ávarp á ráðherraráðstefnu í Torremolinos <span></span> <p><span>MINISTERIAL CONFERENCE ON FISHING VESSEL SAFETY AND ILLEGAL, UNREPORTED AND UNREGULATED (IUU) FISHING, TORREMOLINOS, MÁLAGA, SPAIN, 21 – 23 OCTOBER 2019</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: center;"><span>Speech by Mr. Sigur</span><span>ð</span><span>ur Ingi Jóhannsson,<br /> </span>Minister of Transport and Local Government, Iceland</p> <p><span>Excellencies, President of the Conference, distinguished participants, ladies and gentlemen,</span></p> <p><span>Fishing is one of the most dangerous occupations in the world. There are many reasons for this, such as extreme weather conditions, unsafe vessels, poorly educated and trained crews, insufficient search and rescue services, just to mention a few. All these reasons also applied to my country, Iceland, where fishing was the most dangerous occupation for centuries, with a high fatality rate.</span></p> <p><span>The fishing industry has been the backbone of the economy of Iceland for a long time. Not that long ago, more that 70% of the goods export revenues came from the export of fisheries products. Because of this importance, the high death toll in the industry was generally accepted – by the vessel owners, by the politicians and by the general public. Even the crew members accepted the high risk for a better salary. At that time, safety culture hardly existed.</span></p> <p><span>This situation was unacceptable in Iceland, especially to those directly affected.&nbsp; Wives, mothers and daughters to fishermen knew too well the consequences of accidents at sea and campaigned for actions to improve the conditions of vessels and their crews.</span></p> <p><span>Last month, my Ministry organised a conference in Reykjavik to celebrate the World Maritime Day, focusing on this year’s theme, Empowering Women in the Maritime Community. In his opening speech, the President of Iceland, and former professor of History, Dr. Guðni Th. Jóhannesson, drew the attention to the role that women have played in improving the safety of fishers, not only in Iceland but also in other countries. In his speech, he spoke about accidents that took place 51 years ago in Icelandic waters, when three British trawlers and one Icelandic fishing vessel capsized and sank. More than 60 fishermen lost their lives in these accidents that took place within just a couple of weeks. The accidents triggered a safety campaign led by women from Hull, England, who travelled to London to meet with ministers to discuss a variety of reforms to the fishing industry that led immediately to new safety arrangements for the trawlers. </span></p> <p><span>The lessons learned from these accidents were also useful for the IMO Sub-Committee on Safety of Fishing Vessels, which was at that time, working on measures to improve safety, including a new international convention on the safety of fishing vessels. The chairman of the sub-committee, Mr. Hjálmar R. Bárðarson, State Director of Shipping in Iceland, became the First President and Rapporteur at the 1977 Conference that adopted the Torremolinos International Convention for the Safety of Fishing Vessels, the first ever international instrument on the safety of fishing vessels, and the forerunner to the Cape Town Agreement.</span></p> <p><span>The provisions of the Cape Town Agreement and other international instruments that establish minimum standards for the safety of fishing vessels, aim to reduce or eliminate the number of substandard fishing vessels and establish a level playing field on the market for the catch of fishing vessels. Furthermore, the application of these instruments lead to better and more attractive second-hand market for fishing vessels as the vessels are designed, constructed and equipped to a recognised international standard.</span></p> <p><span>In Iceland, fisheries are and have been economically sustainable. Iceland has furthermore been a party to the relevant international instruments. In this regard, I am pleased to inform you that a legal proposal implementing the ILO Work in Fishing Convention into Icelandic legislation has been prepared and which I will submit to the Parliament in the coming week. I hope that the Parliament will finish its deliberations and approve the proposal in the spring session.</span></p> <p><span>Every country that wants to improve the safety of its fishing vessels and their crews needs an overall and complete safety programme with necessary legislation in place. Comprehensive international instruments and safety standards are the most practical and economical way to ensure safety at sea for all states. For a country, like Iceland, with a small administration and limited human resources, the regulatory development work carried out within the international community on the venue of international organisations is of the utmost importance.&nbsp; </span></p> <p><span>Today, the provisions of the Cape Town Agreement and its forerunners are the backbone of the national legislation in Iceland concerning the design, construction and equipment of fishing vessels. </span></p> <p><span>The impact of this legislation, together with regulations on education and training of fishers; and on onboard working and living conditions, has been vital for safety at sea in Iceland. &nbsp;The number of vessels lost, and of accidents and fatalities at sea, are greatly reduced. In the decades from 1970 to 2010 the number of fatalities dropped by 90%, from 203 in the 70’s down to 21 in the first decade of this century.</span></p> <p><span>And, I am proud to inform you that over the last 11 years, there have been several years without any fatal accident at sea – In fact, the last fatal accident, involving an Icelandic vessel was more than three and a half years ago.</span></p> <p><span>Fishing has evolved from being the most dangerous occupation in Iceland, to being safe, professional and attractive to young people, both men and women.</span></p> <p><span>If someone had told me 42 years ago, i.e. when the Torremolinos Convention was adopted, that the number of fatal accidents at sea in my country would within one generation drop to zero, I would have thought that person was probably hallucinating. This remarkable achievement can in many ways be contributed to the impacts of the Convention. </span></p> <p><span>My message to you today is that as since these improvements were possible in Iceland, they are possible anywhere!</span></p> <p><span>I wish all of us an interesting and productive conference!</span></p> <p><span>Thank you.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p>
11. október 2019Öruggar samgöngur eru forgangsmál<p><span><em>Ávarp flutt á ráðstefnu Landsbjargar Slysavarnir 2019 föstudaginn 11. október</em></span></p> <p><span>Ágætu gestir.&nbsp;<br /> <br /> Öruggar samgöngur eru forgangsmál. Í tillögu að samgönguáætlun sem ég mun mæla fyrir á Alþingi í nóvember er ríkuleg áhersla á öryggi sem í grundvallar atriðum gengur það út á að banaslys í samgöngum séu ekki ásættanleg og að allt skuli gert sem í mannlegu valdi stendur til að koma í veg fyrir þau.<br /> <br /> Á undanförnum árum hefur verulegur árangur náðst í öryggismálum og eiga viðbragðsaðilar; lögregla, slökkvilið, Landhelgisgæslan, heilbrigðisstarfsmenn og síðast en ekki síst sjálfboðaliðar björgunarsveitanna, ríkulegan þátt í þeim árangri.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Ísland hefur með ykkar aðstoð náð eftirtektarverðum árangri í siglingum þar sem banaslys eru orðin afar fátíð og í nokkur ár hefur engin látið lífið á sjó. Þar vegur gæfuríkt samstarf við Slysavarnafélögin þungt, að ekki sé minnst á Slysavarnaskóla sjómanna sem hefur lagt grunninn að þeim frábæra árangri.&nbsp;<br /> <br /> Slysavarnafélögin hafa unnið þrekvirki við björgun á sjó, af því tilefni hefur ríkisstjórnin nú sett á laggirnar starfshóp sem í samstarfi við þau mun vinna tillögu að eflingu björgunarskipanna sem mörg hver eru komin til ára sinna.&nbsp;<br /> <br /> Eftir mörg&nbsp; góð ár í flugi urðu á þessu ári tvö slys með sorglegum afleiðingum. Viðbragðsaðilarnir voru mættir um leið og köllin bárust og sinntu þeim sem af komust og veittu ómetanlega aðstoð við rannsókn á vettvangi.&nbsp;<br /> <br /> Því miður höfum við ekki borið gæfu til að koma í veg fyrir umferðarslys. Þar er mannlegi þátturinn helsti sökudólgurinn. Árlega slasast um 200 manns alvarlega í umferðinni og margir látið lífið sem er ekki ásættanlegt með öllum þeim sársauka og sorg sem slysunum fylgja.&nbsp;<br /> <br /> Árlegur samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er metinn um 40 til 60 ma.kr. fyrir utan tilfinningalegt tjón.<br /> <br /> Aukið öryggi á vegum skiptir höfuðmáli og að því er unnið með flýtingu vegaframkvæmda sem birtist í samgönguáætlun. Ég legg áherslu á að mannslíf og heilsa séu ávallt höfð í öndvegi&nbsp; og&nbsp; öryggi metið framar í forgangsröðun aðgerða en ferðatími, þægindi eða önnur markmið framkvæmda og aðgerða í samgöngumálum.&nbsp;<br /> <br /> En hvað veldur alvarlegustu slysunum og hvernig komum við í veg fyrir þau? Ávallt þarf að hafa í huga að&nbsp; mannleg mistök eru óhjákvæmileg&nbsp; og það er mikilvægt að við allt skipulag, hönnun og gerð allra samgöngumannvirkja sé tekið mið af því.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Vissulega veldur óblíð náttúran stundum og óhjákvæmilega slysum. Ástæðan getur einnig verið augnabliks ógát eða andvaraleysi en allt of oft koma aðrir þættir við sögu svo sem notkun snjalltækja undir stýri, áfengis og fíknefnaneysla eða hraðakstur langt umfram getu ökumanns til að stýra tæki sínu.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Til að breyta hegðun þarf markvissa og góða fræðslu. Einnig hér hefur samstarfið ráðuneytisins og Samgöngustofu við sveitir Landsbjargar verið ómetanlegt. Það eitt að vekja athygli á og stuðla að notkun almennings, ekki hvað síst skólabarna er mikilvægt.&nbsp;<br /> <br /> Verkefni sem hvetja ökumenn til að huga að aksturshæfni sinni þegar þeir eldast, sjónin daprast og viðbragðið lengist.<br /> <br /> Verkefnið „Vertu&nbsp; snjall undir stýri“ er þörf áminning um að nota aldrei snjalltæki undir stýri.&nbsp; Loks njótum við aðstoðar Landsbjargar við að framkvæma kannanir á hegðun ökumanna um allt land, þar sem m.a. er skoðuð beltanotkun og öryggi barna í bílum, gera úttektir á öryggismálum tengdum umferðinni, halda fræðsluerindi fyrir 10. bekki grunnskólans, ásamt því að vera með fræðsluefni og námsefni um umferðaröryggi.&nbsp;<br /> <br /> Á fundi sem þessum er einnig mikilvægt að minnast á vaxandi hlutverk viðbragðsaðila vegna mikillar fjölgunar ferðamanna.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Á undanförnum árum hefur gríðarleg breyting orðið á notkun vegakerfisins. Umferðin aukist um nærri 40% og því fylgja áskoranir, miklar áskoranir. Um vegina ferðast, auk íbúa, tugþúsundir ferðamanna dag hvern.&nbsp;<br /> <br /> Segja má að íslenskir þjóðvegir þjóni nú tvennum tilgangi; að vera samgönguæðar milli staða og að vera upplifunarvegir ferðamanna, hlutverk sem oft fara illa saman.&nbsp;<br /> <br /> Brýnt er að fræðsla skili sér til erlenda ökumanna um íslenskar aðstæður. Akstur á malarvegum, um óbrúaðar ár og hálendisslóða eru aðstæður sem margir erlendir ferðamenn eru að upplifa í fyrsta skipti á ævinni. Ég tala nú ekki um þau óvæntu veðrabrigði sem hér geta skollið á fyrirvaralítið svo akstursskilyrði breytast á augabragði.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Í þessu sambandi vil ég nefna þær góðu ábendingar sem finna má á stýrispjöldunum sem nú fylgja hverjum bílaleigubíl og fjalla um öryggismál sem við teljum sjálfsögð eins og að nota öryggisbelti, því „beltin bjarga“.&nbsp;<br /> <br /> Ekki má heldur gleyma verkefnum eins og SafeTravel og Hálendisvaktinni&nbsp; sem skipt hafa sköpum fyrir öryggi ferðafólks sem og aðstoð björgunarsveitanna við Vegagerðina í vetrarófærð eða aðrar illar aðstæður.<br /> <br /> Við erum heppin á Íslandi. Þegar slys ber að höndum er rétt að muna að við eigum góða að. Hér eru í dag staddir margir fulltrúar þeirra sem ávallt eru viðbúnir að bregðast við þegar kallið kemur og slys hefur orðið. Eldsnögg á&nbsp; vettvang, í hvaða veðri sem er og yfirgefa ástvini jafnvel á stórhátíðum til að bjarga, hlúa að og koma okkur undir læknishendur, oft við afar erfiðar aðstæður.&nbsp;<br /> <br /> Björgunarsveitirnar láta ekkert aftra sér og eiga margfaldar þakkir skyldar.&nbsp;<br /> <br /> Ég vil þakka Slysavarnafélaginu Landsbjörg og þeim þúsundum sjálfboðaliða sem þar vinna af ósérhlífni og fórnfýsni við fræðslu og forvarnir, leit eða björgun til þess að við hin komumst örugg heim. Við starfsmönnum þeirra blasa við þau stóru og krefjandi verkefni að auka öryggi allra vegfarenda hvort sem þeir fara gangandi, hjólandi akandi , eða ríðandi um vegi landsins, á láglendi jafnt sem hálendi, í þéttbýli sem dreifbýli, sem og þeirra sem sigla eða fljúga um loftin blá.<br /> <br /> Ég veit ég tala fyrir hönd allra landsmanna þegar ég&nbsp; færi ykkur öllum, viðbragðsaðilum og heilbrigðisstarfsfólki þakkir okkar allra fyrir þjónustu þeirra – og einstakt framlag.&nbsp;<br /> <br /> Framundan er spennandi og fræðandi dagskrá. Ég óska ykkur öllum góðra stunda hér á Slysavarnaþingi.&nbsp;</span></p>
11. október 2019Sjálfbærni sveitarfélaga - ávarp á fundi SSA<p><em>Ræða á haustþingi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi á Borgarfirði eystri 11. október 2019</em></p> <p><em></em>Ágæta sveitarstjórnarfólk. Ég þakka fyrir boðið um að ávarpa haustþing Sambands sveitarfélaga á Austurlandi hér á Borgarfirði eystri. Það er alltaf gott að koma hingað og eiga með ykkur samtal og skiptast á skoðunum um málefni líðandi stundar. Það var sérstaklega ánægjulegt að keyra hingað á Borgarfjörð í dag á svona nýjum og góðum vegi sem kominn er. </p> <h3>Samvinna heimamanna – nýsköpun í stjórnsýslu</h3> <p>Í gegnum tíðina hafa Austfirðingar sýnt mikið frumkvæði þegar kemur að samstarfi sveitarfélaga og hefur verið ánægjulegt að fylgjast með því. Það var einmitt hér á Austurlandi sem fyrstu landshlutasamtök sveitarfélaga voru stofnuð, árið 1966. Allir hinir landshlutarnir fylgdu í kjölfarið og stofnuðu með sér samtök sveitarfélaga, byggða á kjördæmaskipan frá árinu 1959.&nbsp;<br /> <br /> Austfirðingar voru líka fyrstir til að setja sínar stoðstofnanir undir einn hatt, þegar Austurbrú varð til árið 2012. Svona mætti áfram telja þegar kemur að öflugu samstarfi sveitarstjórnarmanna á Austurlandi. Þetta mikla og góða samstarf heimamanna hefur vakið verðskuldaða athygli og er í raun nýsköpun í opinberri stjórnsýslu.&nbsp;<br /> <br /> Austfirðingar hafa líka lagt sitt af mörkum þegar kemur að sameiningu sveitarfélaga og enn er tíðinda að vænta í lok þessa mánaðar þegar fjögur sveitarfélög kjósa um sameiningu. Það hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með þeirri vinnu og ef af sameiningu verður þá mun enn ein nýsköpun í opinberri stjórnsýslu verða til hér á Austurlandi. Þar er ég að tala um heimastjórnirnar fjórar sem ráðgert er að setja upp inn í nýtt stjórnskipulag hins nýja sveitarfélags.&nbsp;<br /> <br /> Þá má ekki gleyma almenningssamgöngum en þar hafið þið sýnt mikið frumkvæði og stefnir í að þið verðið eini landshlutinn sem hefur gert samning við ríkið um að vinna áfram með það fyrir augum að heimamenn sjálfir sjái um rekstur og skipulag.</p> <h3>Íbúaþróun</h3> <p>Ég vil halda því fram að þessi mikla samstaða heimamanna hér sé meðal ykkar helstu styrkleika. Með samstöðunni hafið þið áorkað miklu, meðal annars því að hér reis álver Alcoa á Reyðarfirði, sem er stærsta iðnfyrirtæki landsins.&nbsp;<br /> <br /> Fjölgun íbúa hefur vissulega verið mest á svæðum nærri höfuðborgarsvæðinu – Hvítár-Hvítársvæðið er það svæði á Íslandi sem vaxið hefur hraðast undanfarin ár og það er vissulega áhyggjuefni að svæðin fjarri höfuðborgarsvæðinu halda ekki í við landsmeðaltalið hvað þróun íbúafjölda varðar, og sums staðar er fækkun sem er ekki gott. Þó svo að íbúum á Austurlandi hafi fjölgað undanfarið, hefur ekki tekist að halda í við fjölgunina á landsvísu. Þannig voru Austfirðingar 3,9% allra Íslendinga árið 2010 en voru í upphafi árs 2019 3,7%.&nbsp;<br /> <br /> Engu að síður blómstrar atvinnulíf víða um land og mjög ánægjulegt er að sjá hvernig þið hér á Austurlandi hafið náð styrkja stoðir ykkar hvað á ýmsum sviðum, svo sem í ferðaþjónustu og skapandi greinum. Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði er gott dæmi um það, en þar er í gangi tilraunaverkefni um byggðaþróun á sviði menningar, menntunar og atvinnusköpunar. Það hefur verið ánægjulegt að hafa fengið tækifæri til að styðja við það verkefni, en í gegnum Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur það fengið styrk að upphæð 62,5 milljónir á tímabilinu 2018-2021 sem kemur í gegnum eina af aðgerðum byggðaáætlunar, sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.&nbsp;<br /> <br /> Nýsköpun er lykilorð á þessu sviði sem öðrum, við þurfum að&nbsp; hugsa í nýjum lausnum – leita leiða til að skapa og endurhanna í okkar samfélagi, til að bæta þjónustuna við íbúana, til að styrkja stoðir atvinnulífs, til að laða að nýja íbúa – til að vaxa og dafna á sjálfbæran hátt.</p> <h3>Sóknaráætlanir landshluta</h3> <p>Og hér skipta sveitarfélögin miklu máli – þið, kæra sveitarstjórnarfólk, hafið verið valin til að leiða ykkar samfélög áfram og sækja fram fyrir ykkar íbúa. Það getið þið auðvitað gert á forsendum hvers sveitarfélags en samstarfið er líka mikilvægt, sameinuð eruð þið sterkari og það eru ótal dæmi um það.<br /> <br /> Ég er mjög ánægður með hvernig samvinna sveitarfélaga á vettvangi sóknaráætlana landshluta hafa verið að þróast og hvernig almennt til hefur tekist í því sambandi.<br /> <br /> Nýleg úttekt á sóknaráætlunum landshluta kemst að þeirri niðurstöðu að stoðir menningar í landshlutum hafi styrkst og að einhverju leyti samkeppnishæfni þeirra. Margar góðar ábendingar er að finna í úttektinni sem ég geri ráð fyrir að þið horfið til við mótun nýrrar sóknaráætlunar fyrir Austurland. M.a. er bent á að skynsamlegt væri að búa til hvata í uppbyggingarsjóði, sérstaklega þann hluta sem snýr að atvinnuþróun- og nýsköpun, og nota þannig sóknaráætlanir sem tæki til að auka samkeppnishæfni landshlutanna.<br /> <br /> Þá er í skýrslunni bent á að áhersluverkefni landshluta séu oft á tíðum ansi mörg og fjármagni þar af leiðandi of þunnt smurt. Þetta á hins vegar ekki við um hér á Austurlandi og vil ég nota tækifærið til að hrósa ykkur fyrir það. Kannski er það einmitt þessi mikla hefð fyrir samvinnu sem hefur leitt af sér að þið hafið valið færri en stærri verkefni sem hafa þannig meiri slagkraft til að styrkja svæðið sem heild.&nbsp;<br /> <br /> Það er líka mikið í húfi því á síðasta ári runnu samtals 156 milljónir til sóknaráætlunar Austurlands og þar af var framlag frá ríkinu um 122 milljónir. Fjármagnið fór í menningartengda þætti, styrkingu innviða, uppbyggingar ferðaþjónustu og til nýsköpunar.&nbsp;<br /> <br /> Með sóknaráætlunum kemur fram raunverulegur vilji ríkisins til að fela heimamönnum í hverjum landshluta aukið vald og aukna ábyrgð.<br /> <br /> Ég hef heyrt að Austfirðingar séu langt komnir með að vinnu við nýja sóknaráætlun sem ná mun til næstu fimm ára, 2020-2024. Hef líka heyrt að sú vinna gangi vel og að ný sóknaráætlun Austurlands verði jafnvel enn betra og öflugra tæki.&nbsp;<br /> <br /> En það er einmitt það sem sóknaráætlun er og á að vera. Hún snýst ekki bara um það fjármagn sem lagt er til hennar samkvæmt samningi – þó svo að vissulega sé það mikilvægt – heldur er sóknaráætlun miklu meira og getur þannig nýst landshlutanum á ótal vegu.&nbsp;</p> <h3>Byggðaáætlun</h3> <p>Byggðaáætlun gegnir einnig lykilhlutverki í að vinna að umbótum og nýsköpun í atvinnulífi. Hún er mikilvægt stjórntæki fyrir ríkisvaldið og einnig sveitarfélögin, og með henni viljum við leita leiða til að tvinna byggðamálin saman við alla málaflokka.<br /> <br /> Ég hef talað um að við þurfum að setja upp byggðagleraugun sem víðast – líkt og talað er um jafnréttismálin. Byggðamál eru allsherjarmál, hér bera allir ábyrgð. Ekki bara ríki, eða sveitarfélög, heldur einnig atvinnulífið.<br /> <br /> Á því rúma ári sem liðið er frá samþykkt nýrrar byggðaáætlunar hefur margt jákvætt gerst. Okkur hefur tekist á mörgum sviðum að styðja við mörg brýn verkefni á landsbyggðinni.<br /> <br /> Ég nefndi áðan sértæk verkefni sóknaráætlana landshluta, sem hafa fengið myndarlegan stuðning og leitt til atvinnusköpunar.<br /> <br /> Við þekkjum öll hve vel hefur tekist til við að vinna að framgangi verkefnisins Ísland ljóstengt, en þar hefur byggðaáætlun lagt 100 m.kr. árlega til að aðstoða sveitarfélög og svæði sem standa höllum fæti í samkeppni við önnur um tengingar. Þetta hefur haft það í för með sér að við erum að ná einstökum árangri í þessu verkefni.<br /> <br /> Næsta stórátak í innviðauppbyggingu sem byggðaáætlun kemur að tengist þrífösun rafmagns. Það er að hluta hafið meðal annars á ykkar svæði og við fáum að heyra nánar um þau áform þegar líður á haustið.<br /> <br /> Byggðaáætlun styður einnig verkefni á sviði félags- og heilbrigðismála. Þannig má nefna tvær aðgerðir sem áætlunin leggur til fé til, annars vegar innleiðingu fjarheilbrigðisþjónustu og hins vegar til að jafna aðgang að sérfræðilæknum. Hér eru raunveruleg tækifæri til að bæta aðstæður fólks um land allt, tryggja betra aðgengi að þjónustu og lækka kostnað við ferðalög.<br /> <br /> Þannig að ég get bara verið sáttur við hvernig til hefur tekist við framgang áætlunarinnar og þakka ykkur öllum fyrir gott samstarf á því sviði.</p> <h3>Áskoranir í atvinnulífi</h3> <p>Ágæta sveitarstjórnarfólk.&nbsp;<br /> <br /> En þó vel hafi gengið í atvinnulífi þjóðarinnar á umliðnum árum, með tilkomu stóraukins fjölda ferðamanna og nýsköpunar á mörgum sviðum atvinnulífsins, m.a. í sjávarútvegi og líftækni, þá vitum við að góðu árin koma og fara.&nbsp;<br /> <br /> Það hafa verið ýmsar blikur á lofti sem þarf að horfa til við stjórn efnahagsmála og á sumum sviðum er samdráttur kominn fram.&nbsp;<br /> <br /> Þetta sýnir þó að hlutirnir geta breyst hratt og samfélagið allt, ekki síst ríki og sveitarfélög, þurfa á hverjum tíma að vera í stakk búin til að mæta áföllum, til að takast á við óvæntar uppákomur í atvinnulífi, eða almennt að geta stutt við samfélagið sama hvernig árar.&nbsp;<br /> <br /> Ríkisstjórnin er að takast á við þessar áskoranir fyrir landið í heild.&nbsp;<br /> <br /> Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2020 endurspeglar markmið ríkisstjórnarinnar um að vinna gegn skammvinnri niðursveiflu í hagkerfinu í kjölfar samdráttar í ferðamennsku og loðnubrests.&nbsp;<br /> <br /> Það er gert án þess að hverfa þurfi frá áformum um uppbyggingu innviða og grunnþjónustu ríkisins við samfélagið á grundvelli þess góða árangurs sem náðst hefur undanfarin ár við að byggja upp fjárhagslegan styrk ríkissjóðs.&nbsp;<br /> <br /> Í samræmi við nýlega endurskoðun á fjármálastefnu til fimm ára verður dregið úr áður fyrirhuguðum afgangi af rekstri ríkissjóðs á meðan hagkerfið leitar jafnvægis og fær fótfestu fyrir nýtt hagvaxtarskeið. Leiðarljós þeirrar hagstjórnar er að stuðla að stöðugleika og bættum lífskjörum.<br /> <br /> Hér skiptir ábyrg fjármálastjórn sköpum, en um leið þarf að horfa til heildarhagsmuna samfélagsins og til framtíðar, um leið og við forgangsröðun.<br /> <br /> Sem fyrr er það ásetningur ríkisstjórnarinnar að standa vörð um mikilvæga uppbyggingu innviða og þjónustu ríkisins. Aukin framlög til opinberra framkvæmda í fjárlagafrumvarpinu vega upp á móti minnkandi atvinnuvegafjárfestingu og eru liður í aðgerðum til að milda áhrif niðursveiflu.&nbsp;<br /> <br /> Hlutfallsleg útgjaldaaukning hefur verið mest í samgöngu- og fjarskiptamálum á kjörtímabilinu, eða 25% að raungildi. Á árinu 2020 er gert ráð fyrir ríflega 28 ma.kr. framlögum til fjárfestinga í samgöngum. Þetta eru góðar fréttir, því ekki veitir af eins og þið vitið öll.&nbsp;<br /> <br /> Þá verður aukinn kraftur settur í uppbyggingu nýs Landspítala. Framlög til verkefnisins verða samtals 8,5 ma.kr. á árinu 2020 en bygging spítalans er stærsta einstaka fjárfestingaverkefni ríkisins. Meðal annara stórra fjárfestingaverkefna má nefna kaup á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna, framlög vegna smíði nýs hafrannsóknarskips og byggingu Húss íslenskunnar. Alls nema framlög til fjárfestinga ríflega 78 ma.kr. og hafa aukist um rúma 27 ma.kr. að raungildi frá árinu 2017.</p> <h3>Framkvæmdir á Austurlandi – Ný samgönguáætlun</h3> <p><strong>Vegir</strong><br /> <br /> Ný samgönguáætlun boðar bæði talsverðar samgöngubætur fyrir Austurland. Felst það bæði í flýtingu einstakra verkefna sem og að ný verkefni hafa bæst við.&nbsp;<br /> <br /> Fyrst ber að nefna að á ný verður þar sett fram sérstök jarðgangaáætlun. Miðað er við að jafnaði sé unnið í einum göngum á landinu á hverjum tíma. Fjarðarheiðargöng eru þar sett í forgang, í samræmi við niðurstöðu verkefnishóps um jarðgangakosti á Austurlandi. Gert er ráð fyrir að á gildistíma áætlunarinnar muni verkefnið klárast. Í kjölfarið verði svo farið í framkvæmdir á göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og svo frá Mjóafirði til Norðfjarðar og þannig verði komið á hringtengingu á svæðinu sem gæti gerbreytt aðstæðum til hins betra á Austurlandi. Gert er ráð fyrir að bein framlög af samgönguáætlun og jarðgangaáætlun standi undir helmingi framkvæmdakostnaðar jarðganga. Stefnt er að því að tekin verði upp sérstök gjaldtaka af umferð í jarðgöngum á Íslandi. Sú innheimta mun fjármagna rekstur og viðhald ganganna, sem og að standa undir því sem uppá vantar í framkvæmdakostnað.<br /> <br /> Til að mynda er lagt til að framkvæmdir við Hornafjarðarfljót og Axarveg verði flýtt og að þau verði unnin sem samvinnuverkefni á milli opinberra aðila og einkaaðila. Sérstakt félag, líkt og Hvalfjarðagangamódelið, héldi utan um bæði hvaðan tekjur koma og hvert þær fara.&nbsp;<br /> Fyrir utan að styrkja grundvöll byggðar og atvinnustarfsemi um allt land, auka þessar framkvæmdir öryggi og stytta vegalengdir og spara þannig þjóðfélaginu slysakostnað og draga úr samgöngukostnaði vegfarenda.&nbsp;</p> <h3>Nýjar stefnur – flug og almenningssamgöngur</h3> <p>Nýjar stefnur í flugmálum og almenningssamgöngum fylgja samgönguáætlun. Í báðum áætlunum eru lagaðar til áherslur og leiðir til þess að styrkja grundvöll þjónustunnar landsmönnum öllum til hagsbóta.&nbsp;<br /> <br /> Í flugstefnunni er lögð áhersla á að til verði skilvirkt kerfi alþjóðaflugvalla þar sem lögð er áhersla á að byggðir verði upp innviðir og er Egilsstaðaflugvöllur í forgangi að því leiti.<br /> <br /> Í almenningssamgöngum er lögð áhersla á að til verði heildstætt leiðarkerfi innanlandsflugs, almenningsvagna og ferja séu skipulögð með samþættum hætti þannig að leiðir tengist. Það þýðir t.d. að hægt verði að fljúga til Reykjavíkurflugvallar og taka strætó þaðan á Keflavíkurflugvöll þannig búa þannig til tengingu milli innanlands- og millilandaflugs. Einnig þarf að auðvelda aðgengi og upplýsingaöflun farþega um þjónustuna. Leitað verði leiða til að styrkja samkeppnishæfni fararmátans og það hvernig hann geti styrkt vinnu- og skólasóknarsvæði. Dæmi um aðgerð í þá átt er aukin kostnaðarþáttaka hins opinbera í farmiðaverði innanlandsflugs, sem stefnt er á að verði komin til framkvæmda á næsta ári.</p> <h3>Sjálfbær sveitarfélög&nbsp;</h3> <p>Nýrri tillögu til þingsályktunar um stefnumótun ríkisins í málefnum sveitarfélaga er ætlað að auka sjálfbærni sveitarstjórnarstigins á landsvísu. Sjálfbærni þarf að vera leiðarljós fyrir okkur á öllum sviðum, í umhverfismálum, félagsmálum og efnahagsmálum, öll okkar stefnumótun og aðgerðir þurfa að miða við það.<br /> <br /> Markmið stefnunnar eru skýr, en þau eru</p> <ul> <li>að sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi,</li> <li>að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga verði virt </li> <li>og að tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu.</li> </ul> <p>Stefnumörkuninni fylgir aðgerðaráætlun til fimm ára og tilgreindar eru ellefu aðgerðir sem vinna ber að til að ná settum markmiðum.&nbsp;<br /> <br /> Þetta er metnaðarfull áætlun – og við það stend ég þó ég viti að mörgum finnist tillagan sumpart ganga of skammt og öðrum of langt.&nbsp;<br /> <br /> Ég er hins vegar sannfærður um það, gangi þessi tillaga fram og fái stuðning Alþingis, þá er stigið mjög mikilvægt skref í þá átt að efla sveitarstjórnarstigið og bæta þjónustu við íbúana.<br /> <br /> Það var því mjög ánægjulegt að aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga skyldi bakka stefnumörkunina upp með svo afgerandi hætti sem raun bar vitni, það gefur mjög góð fyrirheit um framhaldið.&nbsp;<br /> <br /> Ég vil líka hrósa forystu sambandsins fyrir framsýni og faglega nálgun í þessu verkefni öllu.<br /> <br /> Kæra sveitarstjórnarfólk.<br /> <br /> Verum bjartsýn og jákvæð, framtíðin ef björt og ef við stöndum saman og vöndum okkur við það sem við erum að gera.&nbsp;<br /> <br /> Við erum að þjóna íbúum sveitarfélaganna, einstaklingum, fjölskyldum, fullorðnum en ekki síst börnum. Það er okkar metnaður að vinna af dugnaði og heiðarleika fyrir land og þjóð með samvinnuna sem leiðarljós.</p> <p>&nbsp;</p>
08. október 2019Netógnir í nýjum heimi<span><em>Greinin var birt í Fréttablaðinu 8. október 2019</em><br /> <br /> Einstaklingar og fyrirtæki hér á landi hafa nú þegar orðið fyrir verulegu fjártjóni og ýmsu öðru tjóni þegar viðkvæmar upplýsingar komast í hendur óviðkomandi. Margt bendir til þess að atvikum af þessu tagi muni halda áfram að fjölga á næstu árum. Talið er að íslensk fyrirtæki hafi orðið fyrir tugmilljarða króna tapi, en aðeins lítið brot er tilkynnt til Lögreglu og rannsakað. Fyrirtæki upplifa sig mörg nokkuð varnarlaus gagnvart vaxandi ógnum á netinu. Hið sama má segja um heimilin í landinu sem eru að taka í notkun margs konar snjalltæki, svo sem reykskynjara, hitastilla, öryggiskerfi, eftirlitsmynavélar og læsingar, sem tengd eru Internetinu með tilheyrandi hættu á að óviðkomandi geti farið að stýra þeim sé ekki gætt fyllsta öryggis.&nbsp;<br /> <br /> Októbermánuður er tileinkaður netöryggismálum og hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birt hagnýtar leiðbeiningar fyrir almenning og fyrirtæki á stjornarradid.is/netoryggi til að auðvelda fólki og fyrirtækjum að verjast í netheimum. Einföld atriði geta stóraukið öryggi við notkun snjalltækja svo sem:<br /> <br /> Að nota ólík lykilorð fyrir mismunandi þjónustur.<br /> Að spyrja sölu- eða þjónustuaðila snjalltækja um hvaða öryggisráðstafanir séu mögulegar við uppsetningu og notkun tækjanna.&nbsp;<br /> Að breyta upphaflegu lykilorði Wi-Fi neta og snjalltækja þegar þau eru tekin í notkun.<br /> Að breyta persónuverndar- og öryggisstillingum tækis miðað við þarfir og gera þá eiginleika óvirka sem ekki á að nota.<br /> Að setja inn öryggisuppfærslur um leið og þær eru fáanlegar.Ný samþykkt lög um netöryggismál ásamt nýrri stefnu og aðgerðaráætlun leggja grunn að verkefnum stjórnvalda á þessu sviði.&nbsp; Net- og upplýsingaöryggis mál varða samfélagið allt, einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila.&nbsp;<br /> <br /> Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra&nbsp;</span>
03. október 2019Sjálfbærni er leiðarljósið<p><em>Ávarp flutt á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 3. október 2019</em><br /> <br /> Fundarstjórar – ágætu ráðstefnugestir.</p> <p>Bestu þakkir fyrir að vera boðin að ávarpa fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Þetta er mikilvægur vettvangur fyrir sveitarstjórnarfólk til þess að fara yfir sviðið, ræða stöðuna í búskap sveitarfélaganna og hins opinbera í heild. Hér eru saman komnir kjörnir fulltrúar, starfsmenn sveitarfélaga, fulltrúar ríkisins, landshlutasamtaka, fyrirtækja og atvinnulífs – og fyrir löngu uppselt!&nbsp;</p> <p>Samband íslenskra sveitarfélaga standur vel að verki, þetta er gott skipulag og frumkvæði, mörg áhugaverð og brýn erindi sem eru til umræðu – og svo hlökkum við líka til kvöldsins þegar við komum saman í mismunandi einingum, borðum saman og erum saman – sveitarstjórnarfjölskyldan. Ég hlakka alltaf til og er þakklátur fyrir að fá að vera þátttakandi með ykkur á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.</p> <h3>Sjálfbærni - heimsmarkmiðin</h3> <p>Ákall dagsins er sjálfbærni. Hvað sem við gerum, hvert sem við förum, allar okkar athafnir þurfa að hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Það á við um okkur og það á við um heiminn allan. Sautján heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru sjálfbærnimarkmið sem þjóðir heims eru hvattar til að innleiða í alla sína ákvarðanatöku og stefnumótun.&nbsp;</p> <p>Ríkisstjórnin er áfram um að vinna vel að þeim og í góðu samstarfi við alla, ekki síst sveitarfélögin sem eru mikilvægur aðili þegar kemur að því að tryggja árangur.&nbsp;</p> <p>Mörg sveitarfélög hafa líka tekið gott frumkvæði sjálf og eru þegar farin að vinna markvisst að því að innleiða heimsmarkmiðin í sína stefnumótun og áætlanagerð. Komið hefur verið á fót samráðsvettvangi sambandsins um þessi mál og þar býðst öllum sveitarfélögum að takak þátt.&nbsp;</p> <p>Ég hef lýst yfir vilja mínum til að styðja við þessa vinnu ykkar. Það er t.d. mikilvægt að þróa sameiginlega mælikvarða fyrir sveitarfélögin til að meta árangur og framvindu þeirra markmiða sem skilgreind eru og tengjast starfsemi sveitarfélaga.</p> <p>Í nýlegri úttekt OECD á árangri Kópavogsbæjar á innleiðingu heimsmarkmiða er einmitt bent á það atriði, að það ætti að vera forgangsverkefni að þróa gagnavinnslu sem gefur tækifæri til að mæla framvindu og árangur sveitarfélaga. Þeir leggja því til að komið verði á fót sameiginlegri verkefnisstjórn ríkis og sveitarfélaga sem fái sterkt umboð til að vinna að slíku mælaborði og tengja heimsmarkmiðin enn betur við alla starfsemi sveitarfélaga.</p> <p>Þetta vil ég gjarnan ræða við ykkur kæra sveitarstjórnarfólk á komandi vetri og leggja mitt af mörkum.</p> <h3>Sjálfbærni - loftslagsmál</h3> <p>Loftslagsmál og umhverfismál eru mál málanna – hér er um risa áskoranir að ræða sem heimurinn allur stendur frammi fyrir og enginn er eyland í þeim efnum. Ríkisstjórnin er staðráðin í að láta ekki sitt eftir liggja, enda mikið í húfi fyrir okkur Íslendinga og alla sem búa á norðurslóðum.</p> <p>Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018 - 2030 var kynnt í fyrstu útgáfu 10. september 2018.&nbsp;<br /> Markmiðið með áætluninni er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig að Ísland geti staðið við markmið Parísarsamningsins til 2030 og markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040.</p> <p>Þetta er heildstæð áætlun sem samanstendur af 34 aðgerðum á mörgum sviðum. Megináherslurnar eru tvær:</p> <ul> <li>Í fyrsta lagi orkuskipti í samgöngum, með sérstakri áherslu á rafvæðingu í vegasamgöngum.</li> <li>Í öðru lagi átak í kolefnisbindingu þar sem skógrækt og landgræðsla gegna lykilhlutverki og markvisst verður dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis.</li> </ul> <p>Verulega verður aukið við fjárfestingar og innviði vegna rafvæðingar í samgöngum en áætlað er að verja 1,5 milljarði króna á næstu fimm árum til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla, rafvæðingu hafna og fleiri nauðsynlegra aðgerða í orkuskiptum hér á landi.&nbsp;</p> <p>Ný samgönguáætlun sem lögð verður fyrir Alþingi fljótlega tekur m.a. mið af þessum áherslum ríkisstjórnarinnar.&nbsp;</p> <p>Hér – eins og á öðrum sviðum – þurfa sveitarfélögin að hafa öfluga og markvissa aðkomu, árangri verður ekki náð nema allir leggist á eitt. Og það eru víða eru tækifæri fyrir sveitarfélögin til að gera betur í loftslagsmálum.</p> <p>Mörg sveitarfélög hafa tekið gott frumkvæði, má þar t.d. nefna Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ. Samband sveitarfélaga gegnir síðan mikilvægu hlutverki við að virkja öll sveitarfélögin og sú vinna er farin af stað – menn binda miklar vonir við hinn nýja samráðsvettvang.</p> <p>Við ríkisins megin þurfum líka að huga því að tryggja náið og gott samstarf við sveitarfélögin – það má örugglega vera meira og þéttara– t.d. í allri stefnumótun, aðgerðaráætlunum og fleira. Ríkið getur einnig hjálpað mikið til með stuðningi við fjárfestingar í innviðum, við erum t.d. að hefja samráð um mögulegan stuðning ríkisins við uppbyggingu fráveitna sveitarfélaga og í síðustu viku var höfuðborgarpakkinn kynntur sem er risa samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga – ekki síður á sviði umhverfis og loftslagsmála en samgöngumála.</p> <h3>Sjálfbær sveitarfélög</h3> <p>Þess vegna er sjálfbærni kjarninn í tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga.&nbsp;</p> <p>Markmið stefnunnar eru skýr, en þau eru</p> <ul> <li>að sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi,</li> <li>að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga verði virt og að tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu.</li> </ul> <p>Stefnumörkuninni fylgir aðgerðaráætlun til fimm ára og tilgreindar eru ellefu aðgerðir sem vinna ber að til að ná settum markmiðum.&nbsp;</p> <p>Stefnuna og aðgerðaráætlunina skal svo endurskoða að þremur árum liðnum og þá gefst tækifæri til að bæta við aðgerðum og skerpa á leiðum til að ná enn betur settum markmiðum.</p> <h3>Tillaga um lágmarksíbúafjölda</h3> <p>Sennilega er fyrsta aðgerðin sú róttækasta – og þar af leiðandi umdeildust – en hún felur í sér að sett verði að nýju ákvæði í sveitarstjórnarlög um lágmarksíbúafjölda. Slíkt ákvæði var í lögum frá 1961 til ársins 2011.&nbsp;</p> <p>Lagt er til að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026.</p> <p>Í aðalatriðum er um sambærilega tillögu að ræða og verkefnisstjórn um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga lagði til fyrir tveimur árum – líka að undangengnu víðtæku samráði um allt land.</p> <p>Áhrif þessarar tillögu yrðu miklar, því yfir helmingur sveitarfélaga í dag hefur færri en eittþúsund íbúa. Gangi þetta eftir svona gæti sveitarfélögum hér á landi fækkað um helming á tímabilinu.</p> <h3>Ávinningurinn</h3> <p>Í mínum huga er ávinningurinn af þessari einstöku aðgerð mikill. Sveitarfélögin verða betur í stakk búin til að sinna skyldum sínum og þjóna íbúunum sem best. Þau munu ráða betur við verkefni sín án þess að þurfa að reiða sig á umtalsverðan stuðning úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eða reka sín mál í gegnum frumskóg byggðasamlaga og samstarfssamninga. Sjálfbærni þeirra eykst – lýðræðislegt umboð styrkist – og stjórnsýsla verður enn betur í stakk búin að mæta auknum kröfum um gæði og skilvirkni.</p> <p>Hagræn áhrif verða einnig umtalsverð nái þessi tillaga fram að ganga, á það hefur margoft verið bent meðal annars af Samtökum atvinnulífsins. Í nýrri greiningu tveggja sérfræðinga er talið að fjárhagslegur ávinningur í kjölfar þessarar aðgerðar gæti numið á bilinu þriggja og hálfs til fimm milljarða króna á ári. Hver slær hendinni á móti því – þá fjármuni væri hægt að nota til að bæta þjónustu við börn og unglinga eða greiða niður skuldir og lækka þar með kostnað.</p> <p>Þá skapar tillagan frekari grundvöll til að færa fleiri verkefni frá ríki til sveitarfélaga, sem eykur sjálfsábyrgð og lýðræðislega aðkomu á sveitarstjórnarstigi að staðbundnum málefnum.</p> <p>Ennfremur tel ég að þessi tillaga muni skapa betri skilyrði fyrir einstök svæði og sveitarfélög að sækja fram á sviði byggðamála og atvinnusköpunar, í samskiptum við ríkisvaldið um forgangsröðun verkefna t.d. á sviði samgöngumála.</p> <p>Fleira mætti nefna, en í mínum huga eru augljós sóknarfæri í þessu fyrir íbúa landsins.</p> <h3>Það sem þarf að passa</h3> <p>Síðan er ýmislegt sem þarf að huga að við þessa framkvæmd.</p> <p>Ýmsir hafa t.d. áhyggjur af því að minni byggðalög kunni að fara halloka í stærri sveitarfélögum, að allt vald færist til stærri staðanna í sameinuðu sveitarfélaga.&nbsp;</p> <p>Það er auðvitað ekki gott ef mál skipast á þann hátt og það er ábyrgðarhluti og skylda hverrar sveitarstjórnar að sjá til þess að svo verði ekki – að valdi sé dreift, að íbúar séu hafðir með í ráðum, að gæðum samfélagsins sé skipt á sanngjarnan hátt.&nbsp;</p> <p>Byggðastofnun hefur bent á að það gæti leitt til meiri sáttar um lágmarksíbúafjölda ef hlutverk sveitarfélaga til að verja hinar veikari byggðir væri skilgreint og sett fram jafnhliða ákvörðun um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Að mati Byggðastofnunar er eðlilegt að gera kröfu um það að sveitarfélög móti sjálf og geri grein fyrir sinni stefnu varðandi aðsteðjandi vanda um þróun byggðar innan marka viðkomandi sveitarfélags.</p> <p>Þetta finnst mér góðar og uppbyggilegar ábendingar sem vert er að skoða.</p> <p>Þá er í þróun mjög áhugavert módel í tengslum við tillögu um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi. Það er hugsað sem tilraunaverkefni til nokkurra ára en þar sem reynt er að tryggja að minni samfélögin haldi áfram tiltekinni heimastjórn. Rafræn stjórnsýsla og hagnýting nýrrar tækni til að miðla upplýsingum og tryggja samráð og samskipti koma þar til sögu.</p> <p>Þetta gæti verið fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög og hvet ég til þess að það verði skoðað, en það er heimild í sveitarstjórnarlögum fyrir ráherra að veita undanþágur frá ýmsum ákvæðum laganna í því skyni að gera tilraunir á sveitarstjórnarstigi. Þann möguleika ættu fleiri að skoða.</p> <h3>Sjálfbærni í fjármálum sveitarfélaga</h3> <p>Önnur aðgerð áætlunarinnar nær einnig til fjármálanna, en fátt er mikilvægara fyrir sveitarfélög en traustur og góður fjárhagur. Markmið aðgerðarinnar er að tryggja sjálfbærni fjármála sveitarfélaga og lækkun skuldaviðmiðs sveitarstjórnarlaga fyrir A- og B-hluta reikningsskila sveitarfélaga. Hér er lagt til að viðmið fyrir A-hluta verði 100% frá 1. janúar 2027, en veittur verði tíu ára aðlögunartími til að ná nýju viðmiði.&nbsp;</p> <p>Þetta er raunhæft markmið, sveitarfélögin hafa náð góðum árangri á síðustu árum við að lækka skuldir og tryggja þar með aukna fjárhagslega sjálfbærni.&nbsp;</p> <p>Árið 2012 voru um 25 sveitarfélög yfir þessum mörkum, nú eru þau hins vegar innan við 10. Þetta eru góðar fréttir og við ætlum að halda áfram á sömu braut.</p> <p>Nefnd er að störfum sem ætlað er að útfæra nánar ýmsar breytingar á fjármálakafla sveitarstjórnarlaga, meðal annars þessum þætti og ég á von á tillögum frá henni fyrir áramót. Við gætum t.d. þurf að skoða samhliða heimildir til að víkja frá reglum við sérstakar aðstæður, t.d. vegna áfalla eða sérstakra uppbyggingarverkefna.</p> <p>Aðalatriðið er þó það, að sú endurskoðun sem gerð var á sveitarstjórnarlögum fyrir um 7 árum síðan hvað fjármál sveitarfélaga varðar hefur skilað góðum árangri. Fjármálareglur sveitarstjórnarlaga setja skýr viðmið og nú er kominn tími til að endurskoða þau, setja okkur ný markmið um enn betri árangur.&nbsp;</p> <p>Nýjar reglur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um framlög til sameinaðra sveitarfélaga styðja síðan við þessi markmið, því þar er lagður til aukinn stuðningur til skuldalækkunar. Reglurnar eru til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins og þar er hægt að kynna sér nánar hvernig þær nýtast til að ná þessum markmiðum, sem og varðandi það hvernig sjóðurinn gæti stutt myndarlega við sameiningar sveitarfélaga á komandi árum.&nbsp;</p> <p>Samkvæmt tillögunni geta sveitarfélög séð fyrir fram hvað fylgir þeim í sameiningu óháð því hvaða sveitarfélagi eða sveitarfélögum er sameinast. Íbúarnir eru því vel upplýstir og geta betur tekið afstöðu til sameiningartillagna.</p> <h3>Er Jöfnunarsjóður jöfnunarsjóður?</h3> <p>Ágætu gestir á fjármálaráðstefnu.</p> <p>Hlutverk og verkefni Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga eru stöðugt umfjöllunarefni og það er skiljanlegt. Hann er einn af tekjustofnum sveitarfélaga og á að gegna sérstöku hlutverki við að tryggja jöfn skilyrði sveitarfélaga til að rækja sín lögbundnu verkefni, að veita íbúum sínum þjónustu sem þeir eiga rétt á og þarfnast. Það er alla vega skilmerkilega skrifað inn í tekjustofnalögin.</p> <p>En er Jöfnunarsjóður jöfnunarsjóður?&nbsp;</p> <p>Þessi spurning kemur eðlilega upp í hugann þegar horft er á eftir fúlgum fjár úr sjóðnum til sveitarfélaga sem augljóslega hafa tekjur langt umfram það sem gerist og gengur á landsvísu.&nbsp;<br /> Fimm tekjuhæstu sveitarfélög landsins voru að fá niðurstöðu í dómsmáli sem gerir að verkum að greiða hefur þurft til þeirra ríflega 1300 milljónir króna.&nbsp;</p> <p>Vissulega harma allir þau lagatæknilegu mistök sem er grundvöllur dómsniðurstöðunnar, að heimildir til skerðingar hafi ekki verið nægjanlega skýrðar í efnisákvæðum laganna, heldur aðeins í greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum.&nbsp;</p> <p>Þessi aðgerð var hins vegar niðurstaða af samtali milli ríkis og sveitarfélaga um leiðir til að bæta gæði jöfnunar, til að skipta kökunni réttlátar og nýta fjármuni hins opinbera betur.</p> <p>Og þá getur maður spurt – á Jöfnunarsjóður að vera jöfnunarsjóður.</p> <p>Ef svarið er nei, þá getum við allt eins lagt hann niður og fært þessa fjármuni til sveitarfélaganna eftir einhverjum almennum leiðum, t.d. eftir útsvarstofni þeirra eða öðrum skatttekjum.&nbsp;</p> <p>Við vitum hins vegar að það myndi hafa mjög alvarlega afleiðingar fyrir sveitarstjórnarstigið, ekki síst úti á landsbyggðinni. Misskipting tekna og aðstöðumunur yrði slíkur að ekki væri við það unað, grundvöllur þessa stjórnsýslustig er brostin víða um land.</p> <p>Ef svarið er já, þá verðum við að berja í brestina og reyna að halda áfram að styrkja stoðirnar í samræmi við hlutverkið – sem er að jafna og styðja.</p> <h3>Frumvarp um tekjustofna</h3> <p>Þess vegna hef ég nú lagt fram í samráðsgátt Stjórnarráðsins frumvarp til breytinga á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem tryggja þennan tilgang sjóðsins – að vera jöfnunarsjóður.</p> <p>Frumvarpið felur í sér að umrædd skerðingarheimild til tekjuhæstu sveitarfélaganna er nú fell inn í meginmál laganna. Ennfremur eru gerðar breytingar á öðrum ákvæðum til að styrkja enn frekar ýmsar stoðir fyrir útreikningi einstakra framlaga. Þá felur frumvarpið í sér tillögur um aðlögun á endurgreiðslum annarra sveitarfélaga á ofgreiddum framlögum vegna þessarar dómsniðurstöðu. Að endingu eru tillögur um að hægt verði að leggja til hliðar allt að einn milljarðar árlega í sjóð sem rennur til sameinaðra sveitarfélaga á grundvelli nýrra reglna.&nbsp;</p> <p>Það getur vel verið að verði hægt að einfalda þetta jöfnunarkerfi enn frekar í náinni framtíð, t.d. í tengslum við árangur sem við vonandi náum í tengslum við þingsályktunartillöguna um stefnumótun í málefnum sveitarfélaga.</p> <p>Þangað til verðum við að tryggja að Jöfnunarsjóður, miðað við núverandi skipulag og núverandi aðstæður hjá sveitarfélögum vítt og breytt um landið, mismunandi tekjur þeirra og útgjaldaþörf, geti sinnt sínu lögbundna hlutverki – að vera jöfnunarsjóður.</p> <p>Ég hvet alla sveitarstjórnarmenn, allar sveitarstjórnir, til að virða þessi meginsjónarmið.&nbsp;</p> <h3>Lokaorð – sjálfbærni</h3> <p>Ágætu ráðstefnugestir.</p> <p>Ég hef lagt út af sjálfbærni í þessu árvarpi mínu.</p> <p>Það er lykilorð dagsins – samfélagsleg, umhverfisleg og efnahagsleg sjálfbærni er það sem við viljum búa við. Við þurfum mælikvarða, tæki og tól af ýmsu tagi, til að máta okkur við og mæla árangur. Við þurfum samtal og samstöðu um framkvæmd og aðgerðir. En umfram allt þurfum við sameiginlega sýn og markmið að stefna að.</p> <p>Ég tel að tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga sé einmitt það tæki sem við þurfum á að halda. Þetta er fyrsta áætlun fyrir sveitarstjórnarstigið sem lögð er fyrir Alþingi og ég hlakka til að mæla fyrir henni í næstu viku.</p> <p>Afgerandi stuðningur aukalandsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga við tillöguna var mjög mikilvægur og gefur góð fyrirheit um framhaldið.</p> <p>Bestu þakkir.</p>
28. september 2019Betri tímar í umferðinni<p><span><em style="box-sizing: border-box; font-size: 16px; line-height: 25px; color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans'; background-color: #ffffff;">Greinin birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 27. september 2019</em></span></p> <p>Í gær skrifuðu ríkisstjórn og stjórnendur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu undir tímamótasamkomulag um stórsókn til bættra samgangna. Tímamótin felast ekki síst í því að ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa náð saman um sameiginlega sýn um fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu en samskipti þessara aðila hafa nánast verið í frosti áratugum saman þegar kemur að samgöngum. Borgin hefur barist fyrir einni leið og Vegagerðin fyrir annarri en báðir hafa haft sama markmið: að bæta og auðvelda umferð á svæðinu.</p> <h3>Ekki lausn, heldur lausnir</h3> <p>Niðurstaðan sem kynnt var í gær er ávöxtur þess að strax þegar ég settist stól ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála ákvað ég að leiða saman þessa andstæðu póla til vinna að lausn málsins. Útkoman er hagstæð fyrir alla, hvort sem þeir vilja aka sínum fjölskyldubíl, nýta almenningssamgöngur, ganga eða hjóla. Ríflega 52 milljarðar króna fara í stofnvegi, tæplega 50 milljarðar í uppbyggingu innviða fyrir hágæða almenningssamgöngur, rúmlega 8 milljarðar í göngu- og hjólastíga, brýr og undirgöng og rétt rúmir sjö milljarðar í umferðarstýringu.</p> <h3>Fjölbreytt fjármögnun</h3> <p>Lykillinn að því að hægt sé að ráðast í svo stórkostlegar framkvæmdir er að fjármagn sé tryggt. Ríkið leggur til 45 milljarða, sveitarfélögin 15 milljarða og sérstök fjármögnun verður 60 milljarðar. Sérstök fjármögnun verður að einhverju leyti í formi umferðargjalda sem verður hluti af þeirri vinnu sem unnið er að í fjármálaráðuneytinu varðandi endurskipulagningu fjármögnunarkerfis í samgöngum vegna orkuskiptanna. Samgöngukerfið er nú fjármagnað með bensín- og olíugjöldum sem fara hratt minnkandi vegna örrar fjölgunar vistvænna ökutækja.</p> <h3>Sundabraut</h3> <p>Eitt af því sem samkomulagið rennir stoðum undir er bygging Sundabrautar sem lengi hefur verið í umræðunni en ekki hefur náðst samkomulag um. Með þessum framkvæmdum er lagður grunnur að betri tengingu höfuðborgarsvæðisins við landsbyggðina með veglagningu yfir sundin upp á Kjalarnes. Sú tenging myndi létta á umferð í Ártúnsbrekku og með sterkari stofnvegum á höfuðborgarsvæðinu auðvelda mjög umferð í gegnum svæðið til Keflavíkurflugvallar.</p> <h3>Tíminn er dýrmætur</h3> <p>Samgöngur snúast fyrst og fremst um lífsgæði. Tíminn er stöðugt mikilvægari þáttur í&nbsp; lífsgæðum, við viljum ráða því sem mest sjálf hvernig við verjum tíma okkar. Tíminn sem fer í umferðarflækjur er ekki aðeins óhagstæður fyrir efnahaginn heldur gengur hann á þann tíma sem við ætlum okkur með fjölskyldu og vinum. Betri umferðarmannvirki stuðla einnig að bættri umferðarmenningu og öruggari umferð, færri slysum. Áhersla mín á öflugar samgöngur um allt land er komin til vegna þess að ég trúi því að öflugar samgöngur séu hluti af sterkara samfélagi. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er mikilvægur hluti af þeirri sýn.</p>
06. september 2019Björt framtíð fyrir sveitarstjórnarstigið<p><em>Ræða flutt á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. september 2019</em><br /> <br /> Góðir landsþingsfulltrúar – aðrir gestir.<br /> Nú eru spennandi tímar fyrir okkur Íslendinga.&nbsp;Það eru miklar framfarir í tækni og þekkingu, fjórða iðnbyltingin hefur hafið innreið sína með allri þeirri sjálfvirkni sem henni tilheyrir, nýjum lausnum og hraða.&nbsp;</p> <p>Verkefnið Íslands ljóstengt er á lokametrunum og hefur vakið heimsathygli, en með því eru 99,9 prósent heimila og fyrirtækja tengd háharða neti. Við þurfum að hagnýta þessa tækni, sem skapar líka mikil tækifæri fyrir hinar dreifðu byggðir.<br /> <br /> Við erum að vinna að mikilli uppbyggingu og fjárfestingu í samgönguinnviðum um allt land sem bætir lífsgæði og stuðlar að jákvæðri byggðaþróun.&nbsp;Þarna skiptir frumkvæði og styrkur sveitarfélaganna sjálfra miklu máli.</p> <p>Við erum líka að undirbúa stóra sókn í samgöngumálum hérna á höfuðborgarsvæðinu í nánu samstarfi við sveitarfélögin, þar er bæði verið að horfa til mikilvægra stofnbrauta sem eykur umferðaröryggi og bætir flæði innan sem utan svæðisins, en eins er verið að horfa til gríðarlegrar mikilvægrar uppbyggingar í almenningssamgöngum.</p> Ríkisstjórnin er líka að vinna í því að bæta kjör fólksins í landinu á mörgum sviðum, í menntamálum, húsnæðismálum, í félagsmálum og heilbrigðismálum. Af mörgu er að taka, fæðingarorlofið sem verður lengt í 12 mánuði og stuðningskerfi lánasjóðs námsmanna tekið til gagngerrar endurskoðunar.&nbsp;<br /> <h2>Miklar áskoranir</h2> <p>En það eru líka krefjandi áskoranir sem eru af þeirri stærðargráðu að ríki heims og samfélög um veröld víða þurfa að standa saman og taka til hendinni. Þar ber hæst sú vá sem staðan í umhverfis og loftslagsmálum felur í sér. Hitnun jarðar er alvarleg ógn við okkur öll og ekki síst fyrir okkur sem lifum hér á norðurslóðum.&nbsp;</p> <p>Einhverjir eru farnir að tala um hættu á lítilli Ísöld í tilteknum sviðsmyndum, sem myndi hafa mikil áhrif á daglegt líf og kjör Íslendinga. Það er þó enn von, það er hægt er að gera margt til að snúa þróuninni við og ríkisstjórn Íslands er staðráðin í að leggja sitt af mörkum. Ný loftslagsstefna er til marks um það, sem og miklir fjármunir sem renna til beinna verkefna á næstu árum, í nánu samstarfi meðal annars við sveitarfélögin.</p> <p>Þá þurfa Íslendingar að beita sér fyrir félags- og mannréttindum hvar sem við verður komið. Ójöfnuður og fátækt, kúgun og helsi eru því miður ekki á undanhaldi og staða mála er því miður ekki allsstaðar góð í okkar heimshluta.&nbsp;<br /> Íslendingar í samstarfi við frændur okkar á Norðurlöndum eru í forystu á þessum sviðum og samstaða okkar og annarra lýðræðisríkja skiptir hér sköpum. Við erum til fyrirmyndar á sviði jafnréttismála og höldum áfram að gera gott þar, lenging fæðingarorlofs er enn eitt dæmið um skýra sýn í þeim efnum – og hér getum við látið gott af okkur leiða – allsstaðar.&nbsp;</p> <h2>Sterk og sjálfbær sveitarfélög</h2> <p>En til að nýta til fulls tækifærin til sóknar og jafnframt til að takast á við áskoranirnar þá þurfum við líka öflug og sjálfbær sveitarfélög. Sveitarfélög sem bæði geta veitt íbúum sínum bestu þjónustu sem völ er á og unnið að hagsmunamálum þeirra og samfélagsins alls.&nbsp;<br /> Þáttur sveitarfélaga í nýsköpun og framfaramálum verður seint ofmetin, t.d. við að hagnýta nýjustu tækni, innleiða ný vinnubrögð og nýjar lausnir í opinberum rekstri og þjónustu. Ríkisstjórnin þarf líka öfluga liðsmenn í loftslagsbaráttunni, þar þarf hitt stjórnsýslustigið – sveitarfélögin – að&nbsp; koma sterkt inn.</p> <p>Ég vil lýsa sérstakri ánægju minni með það að sveitarfélögin eru að taka gott frumkvæði í að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna inn í sína stefnumótun og þróa mælikvarða sem segja til um framganginn. Ég tel að hér geti íslensku sveitarfélögin búið til ferla og verklag sem nýst geta sveitarstjórnarstiginu í öðrum löndum og lýsi ég yfir vilja okkar í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til að styðja sveitarfélögin enn frekar við þetta verkefni.</p> <p>Það gæti t.d. verið í formi stuðnings úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að þróa mælikvarða og til að kynna verkefnið og árangur okkar á alþjóðavettvangi. Hvernig væri t.d. að boða til alþjóðlegrar ráðstefnu á Íslandi næsta haust þar sem íslensk sveitarfélög miðla af góðri reynslu sinni á þessu sviði.</p> <p>Og þó að ég sé að kalla eftir öflugum sveitarfélögum þá er líka mikilvægt að undirstrika að enginn er eyland –&nbsp; en Samband íslenskra sveitarfélaga gegnir mikilvægu hlutverki sem samnefnari og samræmingaraðili fyrir hönd sveitarfélaganna, meðal annars gagnvart Stjórnarráðinu og Alþingi.</p> <p>Þetta hlutverk sambandsins hefur verið að eflast og styrkjast, ég vil hrósa stjórn þess og framkvæmdarstjórn fyrir fagleg vinnubrögð og góða samvinnu.</p> <h2>Stefna í málefnum sveitarfélaga</h2> <p>Við þurfum sterk og öflug sveitarfélög segi ég og meina, og þess vegna er það ánægjulegt að nú hefur litið dagsins ljós – í fyrsta skipti – metnaðarfull stefna í málefnum sveitarfélaga til 15 ára. Ég leyfi mér að segja – og taka aðeins stórt til orða – að hér sé um að ræða eina áhugaverðustu tillögu til umbóta í opinberri stjórnsýslu í langan tíma.</p> <p>Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnuna hefur verið sett í samráðsgátt stjórnarráðsins og líkt og Valgarður gat um áðan, er hún afurð af víðtæku samráði um allt land.</p> <p>Ég segi metnaðarfull áætlun – og við það stend ég þó ég viti að mörgum finnist tillagan sumpart ganga of skammt og öðrum of langt.&nbsp;<br /> <br /> Ég er hins vegar sannfærður um það, gangi þessi tillaga fram og fái stuðning Alþingis, þá er stigið mjög mikilvægt skref í þá átt að efla sveitarstjórnarstigið, auka sjálfbærni sveitarfélaganna þannig að þau geti betur nýtt tækifærin sem ég nefndi áðan, bætt þjónustu við íbúana og unnið markvisst að því að ná árangri gagnvart öllum þeim áskorunum sem þau standa frammi fyrir.&nbsp;</p> <p>Tíminn mun svo leiða í ljós hvaða fleiri skef verða stigin til að ná enn betur þessum markmiðum. Aðalatriði er þó það, að sveitarstjórnarstigið þarf að þróast í takt við breytta tíma, þarfir samfélagsins, og því er ánægjulegt að nú er komin fram tillaga að stefnumörkun sem hægt er að vinna skipulega eftir til að tryggja að svo verði.&nbsp;<br /> <br /> Það er alla vega ekki gott að láta þetta bara gerast, eins og kannski hefur verið reyndin að einhverju leyti, því þá er hættan sú að það gerist ekki neitt. Það hefur ekki þótt gott í minni sveit að láta reka á reiðanum – við viljum heldur ekki gera það með opinbera stjórnsýslu og þjónustu við fólk.</p> <h2>Markmið áætlunarinnar</h2> <p>Markmið stefnunnar eru skýr, en þau eru</p> <ul> <li>að sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi,</li> <li>að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga verði virt&nbsp;</li> <li>og að tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu.</li> </ul> <p>Stefnumörkuninni fylgir aðgerðaráætlun til fimm ára og tilgreindar eru ellefu aðgerðir sem vinna ber að til að ná settum markmiðum.&nbsp;<br /> Stefnuna og aðgerðaráætlunina skal svo endurskoða að þremur árum liðnum og þá gefst tækifæri til að bæta við aðgerðum og skerpa á leiðum til að ná enn betur settum markmiðum.</p> <h2>Tillaga um lágmarksíbúafjölda</h2> Sennilega er fyrsta aðgerðin sú róttækasta – og þar af leiðandi umdeildust – en hún felur í sér að sett verði að nýju ákvæði í sveitarstjórnarlög um lágmarksíbúafjölda. Slíkt ákvæði var í lögum frá 1961 til ársins 2011.&nbsp;Lagt er til að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026.<br /> <br /> Í aðalatriðum er um sambærilega tillögu að ræða og verkefnisstjórn um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga lagði til fyrir tveimur árum – líka að undangengnu víðtæku samráði um allt land. Áhrif þessarar tillögu yrðu mikil, því yfir helmingur sveitarfélaga í dag hefur færri en eitt þúsund íbúa. Gangi þetta eftir svona gæti sveitarfélögum hér á landi fækkað um helming á tímabilinu.<br /> <h2>Ávinningurinn</h2> <p>Í mínum huga er ávinningurinn af þessari einstöku aðgerð mikill. Sveitarfélögin verða betur í stakk búin til að sinna skyldum sínum og þjóna íbúunum sem best. Þau munu ráða betur við verkefni sín án þess að þurfa að reiða sig á umtalsverðan stuðning úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eða reka sín mál í gegnum frumskóg byggðasamlaga og samstarfssamninga. Sjálfbærni þeirra eykst – lýðræðislegt umboð styrkist – og stjórnsýsla verður enn betur í stakk búin að mæta auknum kröfum um gæði og skilvirkni.</p> <p>Hagræn áhrif verða einnig umtalsverð nái þessi tillaga fram að ganga, á það hefur margoft verið bent meðal annars af Samtökum atvinnulífsins. Í nýrri greiningu tveggja sérfræðinga er talið að fjárhagslegur ávinningur í kjölfar þessarar aðgerðar gæti numið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna á ári. Þá fjármuni væri hægt að nota til að bæta þjónustu við börn og unglinga eða greiða niður skuldir og lækka þar með kostnað.<br /> <br /> Þá skapar tillagan frekari grundvöll til að færa fleiri verkefni frá ríki til sveitarfélaga, sem eykur sjálfsábyrgð og lýðræðislega aðkomu á sveitarstjórnarstigi að staðbundnum málefnum.</p> <p>Enn fremur tel ég að þessi tillaga muni skapa betri skilyrði fyrir einstök svæði og sveitarfélög að sækja fram á sviði byggðamála og atvinnusköpunar, í samskiptum við ríkisvaldið um forgangsröðun verkefna t.d. á sviði samgöngumála.</p> Fleira mætti nefna, en í mínum huga eru augljós sóknarfæri í þessu fyrir íbúa landsins.<br /> <h2>Það sem þarf að passa</h2> <p>Síðan er ýmislegt sem þarf að huga að við þessa framkvæmd. Ýmsir hafa t.d. áhyggjur af því að minni byggðarlög kunni að fara halloka í stærri sveitarfélögum, að allt vald færist til stærri staðanna í sameinuðu sveitarfélagi.&nbsp;</p> <p>Það er auðvitað ekki gott ef mál skipast á þann hátt og það er ábyrgðarhluti og skylda hverrar sveitarstjórnar að sjá til þess að svo verði ekki – að valdi sé dreift, að íbúar séu hafðir með í ráðum, að gæðum samfélagsins sé skipt á sanngjarnan hátt.&nbsp;</p> <p>Byggðastofnun hefur bent á að það gæti leitt til meiri sáttar um lágmarksíbúafjölda ef hlutverk sveitarfélaga til að verja hinar veikari byggðir væri skilgreint og sett fram jafnhliða ákvörðun um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Að mati Byggðastofnunar er eðlilegt að gera kröfu um það að sveitarfélög móti sjálf og geri grein fyrir sinni stefnu varðandi aðsteðjandi vanda um þróun byggðar innan marka viðkomandi sveitarfélags. Þetta finnst mér góðar og uppbyggilegar ábendingar sem vert er að skoða.</p> <p>Þá er í þróun mjög áhugavert módel í tengslum við tillögu um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi. Það er hugsað sem tilraunaverkefni til nokkurra ára en þar sem reynt er að tryggja að minni samfélögin haldi áfram tiltekinni heimastjórn. Rafræn stjórnsýsla og hagnýting nýrrar tækni til að miðla upplýsingum og tryggja samráð og samskipti koma þar við sögu.<br /> Þetta gæti verið fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög og hvet ég til þess að það verði skoðað, en það er heimild í sveitarstjórnarlögum fyrir ráherra að veita undanþágur frá ýmsum ákvæðum laganna í því skyni að gera tilraunir á sveitarstjórnarstigi. Þann möguleika ættu fleiri að skoða.</p> <h2>Af hverju 1.000? – Eða, af hverju ekki?</h2> <p>Þá hefur verið spurt, af hverju þúsund – hvers vegna ekki eitthvað annað? Ég get alveg eins spurt – af hverju ekki?&nbsp;Einfalt svar gæti falist í því að við höfum ekki reynt þetta áður, 50 íbúamarkmið sem áður var við lýði, myndi ekki skila miklum árangri í dag og væri til lítils.&nbsp;Eitt þúsund er sú tala sem oftast hefur komið upp sem tillaga á undanförnum árum og kannski má segja að hún sé ágætis málamiðlun, því margir vilja ganga enn lengra.&nbsp;</p> <p>Það má líka segja að hún sé hófleg, því eftir sem áður yrðu sveitarfélögin á Íslandi mörg og mörg þeirra enn fámenn enda er í alþjóðlegum samanburði óvíða hægt að finna svo fámenn sveitarfélög sem samtímis hafa miklum skyldum að gegna gagnvart íbúunum sínum.&nbsp;<br /> <br /> Það væri sjálfsagt lítið mál að leyfa sveitarfélögum að fá að vera óáreitt svo fámenn ef skyldur þeirra væru óverulegar, eins og t.d. í Frakklandi og í mörgum Evrópuríkjum þar sem sterk millistjórnsýslustig hefur tekið að sér hin staðbundnu verkefni. </p> <p>En við höfum valið aðra leið – Norrænu leiðina – sem felur í sér að við viljum deila valdi og efla sjálfsstjórn sveitarfélaga með því að færa sem flest verkefni sem varða daglegt líf íbúanna til þeirra sjálfra. Þess vegna skiptir geta og sjálfbærni sveitarfélaganna máli.<br /> Gangi tillagan eftir hafa íbúar þessa lands eftir sem áður fjölbreytt val á milli sveitarfélaga, enn væru um eða vel yfir 30 sveitarfélög í landinu og þau halda áfram að keppa sín á milli um framboð á þjónustu og gæðum. Þannig að ég held að það sé fínt að byrja við þetta mark og sjá svo til hvernig það þróast þegar fram líða stundir.</p> <h2>Vandaður undirbúningur</h2> <p>Einhverjir hafa mótmælt þessari tillögu á þeim forsendum að hún sé ólýðræðisleg, inngrip í sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga og svo framvegis. Vissulega má segja að það sé verið að setja nýja ramma fyrir skipan sveitarstjórnarstigsins sem geti verið í andstöðu við vilja íbúa á einstökum svæðum.&nbsp;</p> <p>Fernt verður þó að hafa í huga hér.</p> <ol> <li>Í fyrsta lagi felur tillagan í sér að íbúar hafa val um leið til að ná settu markmiði. Það er þeirra að ákveða hverjum á að sameinast og kjósa um það í lýðræðislegum kosningum. </li> <li>Í öðru lagi er gefinn góður tími til undirbúnings og hægt að vinna góða greiningu á valkostum og mati á þeim. </li> <li>Í þriðja lagi fylgir þessu mjög öflugur stuðningur úr Jöfnunarsjóði, sem þýðir að íbúarnir þurfa ekki að nýta eigin skatttekjur til að standa undir kostnaði við breytingar, heldur fylgir myndarlegur stuðningur til endurskipulagningar á stjórnsýslu og þjónustu við íbúa.&nbsp;</li> <li>Og að endingu verða menn að hafa í huga, að það er lýðræðislega kjörið Alþingi sem hefur ákvörðunarréttinn í þessum efnum. Í íslenskri réttarframkvæmd hefur almennt verið gengið út frá því löggjafinn geti tekið ákvarðanir um staðarmörk sveitarfélaga án sérstaks samráðs, eða kosningu íbúa þeirra sveitarfélaga sem um ræðir.</li> </ol> <p>Almennt getur það vissulega verið svo að ákvarðanir Alþingis á ýmsum sviðum geti verið í andstöðu við vilja manna. Við verðum þó að virða vilja Alþingis sem hlýtur að horfa til heildarhagsmuna samfélagsins og nauðsynlegrar þróunar á skipan sveitarstjórnarmála.&nbsp;</p> <h2>Stuðningur Jöfnunarsjóðs</h2> <p>Önnur mikilvæg aðgerð í þingsályktunartillögunni er tillaga um stóraukinn stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar. Drög að útfærslu á nýjum reglum hafa verið unnin í ráðuneytinu og voru þau kynnt nú í vikunni og eru til umsagnar.&nbsp;Samkvæmt tillögunni gæti á bilinu 10 til 15 milljarðar runnið til sveitafélaga í tengslum við þetta átak, til niðurgreiðslu skulda, til að styrkja innviði í nýsameinu sveitarfélagi, eða til nýsköpunar.&nbsp;</p> <p>Nýmæli við þessa framsetningu á reglum er sú, að nú getur hvert sveitarfélag séð hve mikill stuðningurinn er óháð því hvaða sveitarfélagi það hyggst sameinast.&nbsp;<br /> <br /> Það munar um þennan stuðning, sem sumpart er einnig mikill byggðastuðningur því ég geri ráð fyrir því að hann nýtist í meira mæli utan höfuðborgarsvæðisins. Hann er líka hlutfallslega mestur í fámennari sveitarfélögum. Ég mun taka upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar þá hugmynd að ríkissjóður komi einnig í einhverju mæli að fjármögnun þessa mikilvæga átaks til eflingar sveitarstjórnarstigsins.</p> <h2>Starfsaðstæður kjörinna fulltrúa</h2> <p>Ágætu landsþingsfulltrúar.</p> <p>Einni aðgerðinni er ætlað að bæta starfsaðstæður kjörinna fulltrúa og gæta að kynjajafnrétti sveitarstjórnarfólks. Samkvæmt tillögunni skal vinna greiningu á starfsaðstæðum og starfskjörum kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum hér á landi og bera saman við aðstæður annars staðar á Norðurlöndum.</p> <p>Þetta er gott mál að mínu mati og tímabært, en mikil endurnýjun í hópi sveitarstjórnarmanna, a.m.k. eftir síðustu tvennar sveitarstjórnarkosningar, um eða yfir 50%, vekur upp spurningar margar spurningar um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.&nbsp;Þótt ákveðin endurnýjun sé í sjálfu sér jákvæð er þessi mikla endurnýjun umhugsunarefni og er jafnvel talað um brottfall í því sambandi. Því er það álitaefni hvort og þá hvernig hægt sé að hafa áhrif á þessi mál og hvernig stefnumótun til framtíðar getur tekið á þáttum sem að því snúa.</p> <h2>Áætlun um opinber störf</h2> <p>Enn annarri aðgerð er ætlað að stuðla að aukinni fjölbreytni í atvinnulífi um allt land og bæta forsendur fyrir jöfn tækifæri sveitarfélaga óháð stærð og staðsetningu til sjálfbærs vaxtar.</p> <p>Ég tel mikilvægt að samhliða stefnumörkuninni verði ráðist í átak til að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni. Með því móti verði leitast við að styrkja atvinnugrundvöll í nýsameinuðum sveitarfélögum víða um land, og nýta um leið stafræna innviði.&nbsp;Aðgerðin miðar að því að unnin verði greining á stöðu þessara mála sem nýtist við að móta aðgerðaáætlun um fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.</p> <p>Á þeim svæðum sem eru í mikilli fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu hafa menn áhyggjur af neikvæðri byggðaþróun og því að sameining sveitarfélaga ein og sér geti ekki breytt þeirri þróun. Fleira þurfi að koma til, sjálfbærni samfélaga tengist ekki bara stærð sveitarfélags og stjórnsýslu þess heldur líka stöðu atvinnulífs, tekjumöguleikum og fjölbreytni og nútímakröfum um lífsgæði og þjónustu. Sameining tveggja eða fleiri veikra sveitarfélaga býr ekki sjálfkrafa til eitt sterkt.</p> <p>Þess vegna er mikilvægt að við, líkt og flest Norðurlöndin, mótum stefnu um jafnari dreifingu á opinberum störfum og hér er komið kærkomið tækifæri til að vinna slíka áætlun og framkvæmda samhliða eflingu sveitarstjórnarstigsins.</p> <h2>Framkvæmdin</h2> <p>Það er ekki tími hér til að fjalla um allar aðgerðirnar, en skoða ber þær allar sem mikilvægan hluta af þessari fyrstu stefnumörkun í málefnum sveitarfélaga. Þeim er ætlað að vinna að settum markmiðum og skilvirk framkvæmd stefnunnar leiðir okkur fram á veginn. Þið hafið eflaust kynnt ykkur efni hennar vel og allar aðgerðir, og ég hlakka til að heyra ykkar sjónarmið.&nbsp;</p> <p>Þessi fundur er mikilvægur liður í samráðsferlinu, sem lýkur formlega þann 10. september næstkomandi. Ég mun skoða vel allar umsagnir og meta hvaða breytingar er þörf á að gera á skjalinu áður en það fer fyrir ríkisstjórn og síðan til Alþingis. Stefna mín er sú að tillagan verði send og dreift á Alþingi í byrjun októbermánaðar.</p> <p>Það sem hefur einkennt þessa vinnu og undirbúning allan að þeirri tillögu sem hér er til umræðu er að samráð hefur hefur staðið yfir lengi og margir komið sínum sjónarmiðum að.&nbsp;<br /> <br /> Ég þakka öllum þeim sem hafa tekið þátt og lagt á sig að mæta á fundi og skrifa álitsgerðir, þetta er allt mikilvægt. Ekki síst þakka ég nefndinni sem vann að stefnumörkuninni, og öllum þeim komið hafa að gerð hennar.</p> <p>Hins vegar er það svo, að einhverjir upplifa að ekki sé tekið tilliti til sjónarmiða sem sett eru fram, það þýðir þó ekki að ekki sé hlustað. Það er í þessum málum sem öðrum, þar sem áherslurnar eru ólíkar, að það verður að velja og hafna – samráðið hefur engu að síður leitt fram mismunandi sjónarmið.</p> <p>Árangurinn af framkvæmd stefnunnar ræðst síðan af samstarfi allra hlutaðeigandi aðila, ekki síst ríkis og sveitarfélaga. Ég mun leggja mitt af mörkum og veit að stjórn sambandsins mun einnig veita okkur gott og uppbyggilegt aðhald og aðstoð við framkvæmdina. Þetta er samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga, samfélagsins allt, með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi.</p> <h2>Framtíðin er björt – en hvað vilja sveitarfélögin gera?</h2> <p>Kæru landsþingsfulltrúar.</p> <p>Ég hef trú á að þessi stefna leiði sveitarstjórnarstigið vel til móts við framtíðina – til að nýta tækifærin og til að takast á við áskoranir.&nbsp;<br /> Tillagan felur í sér að pólitísk forysta er efld í sveitarfélögum um allt land, til hagsbóta fyrir einstök byggðarlög og íbúana. Ákvæði um íbúamark felur ekki í sér sameiningu byggðarlaga, að þeim þarf að hlúa áfram með ráðum og dáð. Hins vegar er pólitíska forystan sameinuð, stjórnsýslan gerð öflugri og hagkvæmari til hagsbóta fyrir alla – þó aðallega íbúana.<br /> <br /> Og nú er spurningin hvað ætlið þið, kæru sveitarstjórnarmenn að gera. Hvernig sjáið þið framtíðina fyrir ykkar sveitarfélög og íbúa? Hvernig verður staðan hjá ykkur eftir 20 eða 30 ár? Verður enn til staðar frumskógur byggðasamlaga þar sem vald er framselt til þriðja aðila? Sveitarfélög sem reiða sig á fjármögnun úr miðlægum sjóðum? Eða náum við að einfalda skipulagið, efla sveitarstjórnarstigið, bæta þjónustuna við íbúana, nýta fjármagnið betur? Sjáum fyrir fyrir okkur sjálfbær og öflug sveitarfélög?</p> <p>Tillaga að stefnu í málefnum sveitarfélaga er núna komin fram, hún hefur verið unnin í nánu samráði við ykkur og að miklu leyti einnig að ykkar frumkvæði. Boltinn er núna hjá ykkur.</p> <p>En ég segi:&nbsp; Framtíðin er björt – fyrir íslensk sveitarfélög – en saman getum við gert hana enn bjartari.</p>
30. ágúst 2019Nýr heimur fjarskipta<p><span><em>Ræða á ráðstefnunni Nýr heimur fjarskipta á Grand hótel&nbsp;30. ágúst 2019</em></span></p> <p><span>Ágætu fundarmenn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span>Eins og kunnugt er er staða Íslands hvað varðar fjarskiptainnviði mjög góð í samanburði við önnur lönd. Því ber að fagna - en jafnframt er ljóst að halda þarf vel á spöðunum eigi okkur að takast að halda okkur í fremstu röð ríkja í fjarskiptum. Þar gegna fjarskiptafyrirtækin að sjálfsögðu mikilvægu hlutverki en að sama skapi er mikilvægt að opinberir aðilar sjái til þess að lagaleg umgjörð fjarskiptanna sé í takti við tækniþróunina og önnur Evrópulönd.</p> <p>Þegar stjórnmálamenn og aðrir framtíðarspekúlantar líta fram á veginn og fjalla um áskoranir 21. aldarinnar - eru tækniframfarir og áhrif þeirra á líf okkar og störf fyrirferðarmikil. Rætt er um að fjórða iðnbyltingin sé þegar hafin og tími sé til kominn að takast á við 5G, internet hlutanna og sjálfvirkni í samgöngum.</p> <p>Mikill ávinningur fyrir samfélagið er fyrirsjáanlegur en tækninni fylgja einnig skuggahliðar. Þar staldra menn gjarnan við netöryggismálin og fækkun starfa. En eitt er alveg ljóst og það er að fjarskipti eru rauði þráðurinn, grundvöllurinn og viðfangsefnið í þeim tæknibreytingum sem framundan eru – og regluverk fjarskipta þarf að þróast í takti við þær breytingar.</p> <p>Ég hef lagt áherslu á fyrir liggi skýr stefna í þeim málaflokkum sem undir ráðuneytið heyra. Stefnan birtist í stefnuskjölum eins og fjarskiptaáætlun og samgönguáætlun en hún birtist einnig í lögum sem varða viðkomandi málaflokk. Hvað varðar fjarskiptin þá hefur umtalsverð vinna átt sér stað síðustu misseri. Vil ég nefna í því sambandi að á síðastliðnu vorþingi náðist að koma tveimur mikilvægum málum í gegnum þingið.&nbsp;&nbsp;</p> <ul> <li><span>Fyrst ber að nefna fjarskiptaáætlun sem birtist í tveimur þingsályktunum um stefnu og aðgerðaráætlun í fjarskiptum. Þær ná yfir málaflokkana fjarskipti, netöryggismál, póstmál og málefni Þjóðskrár Íslands. Fjarskiptaráð undirbýr nú innleiðingu fjarskiptaáætlunarinnar og er að móta aðgerðaráætlun sem fylgt verður eftir.</span></li> <li><span>Á vorþingi samþykkti Alþingi einnig lög um net- og upplýsingaöryggi mikilvægra innviða, sem byggð er á tilskipun Evrópusambandsins varðandi ráðstafanir til að ná háu sameiginlegu öryggisstigi í net- og upplýsingakerfum í öllu Evrópusambandinu, oft nefnd NIS eða NIS-D. Lögunum er ætlað að auka hæfni Íslands til að bæta netöryggi og bregðast við aðstæðum þar sem netöryggi er raskað. Áhersla er einkum á rekstraraðila mikilvægra innviða samfélagsins. Mikilvægur þáttur í nýrri löggjöf er krafa um miðlæga netöryggissveit sem gegni meðal annars samhæfingarhlutverki. Netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar, CERT-IS, hefur sinnt því hlutverki en efla þarf sveitina til að hún geti staðið undir þeim auknu verkefnum sem henni er ætlað að sinna.</span></li> <li><span>Á síðasta þingi var einnig lagt fram frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta en ekki náðist að afgreiða það. Frumvarpið snýst um reglusetningu varðandi samnýtingu jarðvegsframkvæmda á&nbsp; sviði fjarskipta-, raforku- og veitukerfa. Meginmarkmið tilskipunarinnar er að draga úr kostnaði við uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta. Frumvarp sama efnis verður, að óbreyttu, lagt fram nú á haustþingi 2019.&nbsp;</span></li> </ul> <p><span>Framundan eru fyrirsjáanlegar miklar tæknilegar breytingar í fjarskiptum en miklar breytingar verða einnig í lagaumhverfinu.</span></p> <ul> <li><span>Í ráðuneytinu er nú verið að undirbúa frumvarp um landshöfuðlénið .is en íslensk lög ná ekki til þess enn sem komið er. Frumvarp til laga um landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén var lagt fram á löggjafarþingi 2010–2011, löggjafarþingi 2011–2012 og löggjafarþingi 2012–2013 en hlaut ekki framgang. Við samningu frumvarps um lénamál nú er litið til eldri frumvarpa, umsagna sem bárust Alþingi á sínum tíma, og samtals við hagsmunaaðila sem staðið hefur yfir um nokkuð skeið.&nbsp; Ráðuneytið nálgast verkefnið út frá sjónarmiðum neytenda en einnig út frá öryggissjónarmiði, þ.e. hve mikilvæg lénaumsýsla er fyrir íslenskt samfélag. Geri ég ráð fyrir að frumvarpsdrög verði birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag.</span></li> <li><span>Annað verkefni sem ég vil nefna er verkefnið Ísland ljóstengt sem snýst um ljósleiðarvæðingu í dreifbýli. Verkefnið gengur vel og þegar hafa verið veittir styrkir til tenginga við 5.850 heimili og vinnustaði í dreifbýli. Áætlað er að verkefninu ljúki á árinu 2021 og þá verði búið að tengja um 6000 staði. Þá verða 99,9% heimila og fyrirtækja tengt við ljósleiðara sem er heimsmet.</span></li> <li><span>Auk innleiðingar á fjarskiptaáætlun sem nær m.a. til netöryggismála er Netöryggisráð að hrinda í framkvæmd þeim ráðleggingum sem fram komu í skýrslu sem&nbsp; Oxford-háskóli vann fyrir ráðuneytið um stöðu netöryggismála hér á landi. Hefur ráðleggingunum verið stillt upp sem verkefnum sem viðeigandi aðilar hafa tekið að sér að fylgja eftir. Netöryggisráð hefur heildaryfirsýn um framgang verkefnanna og fylgir þeim eftir.</span></li> <li><span>Stærsta lagalega verkefnið sem nú er í vinnslu á sviði fjarskipta er svo undirbúningur nýrrar heildarlöggjafar um fjarskipti. Þessi löggjöf er í daglegu tali kölluð Kóðinn og er aðalefni þessa fundar. Um er að ræða stórt og flókið verkefni og er starfandi vinnuhópur sem í eiga sæti fulltrúar ráðuneytisins og Póst- og fjarskiptastofnunar. Þessi fundur er mikilvægur þáttur í mótun þessa frumvarps því hér hefst opið samtal milli þeirra sem skrifa frumvarpið og hagsmunaaðila. Þegar kemur að því að frumvarpsdrög verði lögð fram til umsagnar í samráðsgáttinni vil ég svo hvetja ykkur til að leggja inn umsagnir þannig að hægt sé að bregðast við þeim áður en frumvarpið gengur til ríkisstjórnar og Alþingis. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi 2020.&nbsp;</span></li> </ul> <p><span>Að lokum vona ég að þessi fundur verði gagnlegur og stuðli að því að hagsmunaaðilar séu upplýstir um hvert stefnir í lagaumhverfi fjarskipta.&nbsp;<br /> <br /> Takk fyrir.</span></p>
14. ágúst 2019Hringnum lokað<p><span><em>Greinin birtist í Morgunblaðinu miðvikudaginn 14. júlí 2019</em></span></p> <p><span>Fyrir nákvæmlega 45 árum og mánuði síðan, 14. júlí 1974, var blásið í lúðra við Skeiðarárbrú sem lauk með dansleik á palli fram eftir kvöldi. Tilefnið var vígsla brúarinnar en með henni var hringnum lokað og Hringvegurinn, sem tengir byggðir umhverfis landið, formlega opnaður. Skeiðarárbrú var án nokkurs efa ein mesta samgöngubót Íslendinga, fyrr og síðar. Upp frá þeim tíma var ekkert sem gat hamlað greiðri för bifreiða hringinn í kringum landið og vegasamgöngur tóku stakkaskiptum.&nbsp;</span></p> <p><span>Í framhaldi var fljótlega farið að leggja bundið slitlag á þjóðvegi víðs vegar um landið. Nú fjórum áratugum seinna er tímabært og ánægjulegt að hafa lokið því brýna verkefni að leggja slitlag á allan hringinn með nýjum vegarkafla um Berufjarðarbotn. Það kann að hljóma undarlega í eyrum margra að ekki hafi verið komið bundið slitlag á allan hringinn fyrir löngu síðan og má tína til margar ástæður fyrir því.&nbsp;</span></p> <h3><span>Skiptar skoðanir um leiðir</span></h3> <p><span>Þjóðvegakerfið er viðamikið, um 13 þúsund kílómetrar, og fyrir fámenna þjóð kostar mikla fjármuni að byggja það upp svo uppfylli megi lámarkskröfur. Á undanförnum árum hafa fjármunir verið af enn skornari skammti og forgangsröðun vegaframkvæmda verið í þágu umferðaröryggis þar sem umferðin er mest. Undirbúningur að þessum lokakafla hringvegarins á sér langan aðdraganda og má rekja til ársins 2007. Skiptar skoðanir voru um leiðir um Berufjarðarbotn sem seinkaði undirbúningi verksins, en niðurstaðan var þessi nýi vegkafli sem ég held að við getum öll verið ánægð með.&nbsp;</span></p> <h3><span>Flókinn undirbúningur</span></h3> <p><span>Það leiðir hugann að öðrum brýnum vegaframkvæmdum sem hafa dregist úr hófi. Undirbúningur nýrrar veglínu er mun flóknari í dag, ferlið langt þar sem margir aðilar og stofnanir koma að málum, s.s. skipulagsyfirvöld, landeigendur og íbúar.&nbsp; Stjórnsýsluferlið er því flókið og getur leitt af sér ófyrirséðar niðurstöður með tilheyrandi seinkunum á samgöngubótum. Hverjar sem ástæðurnar kunna að vera koma þær nær oftast niður á almenningi og fyrirtækjum á svæðinu.&nbsp;</span></p> <h3><span>Ný samgönguáætlun</span></h3> <p><span>Frá því að hringnum var lokað hefur vegakerfið batnað umtalsvert undanfarna áratugi. Mikið verk er þó óunnið sem brýnt er að hraða eins og kostur er. Umferð á vegum hefur aukist mjög hratt á síðustu árum með en vegakerfið er víða við þolmörk vegna umferðar og ber þess merki. Í stjórnarsáttmálanum var sammælst um stórsókn í samgöngumálum og verður um 120 milljörðum kr. varið úr ríkissjóði til framkvæmda á vegakerfinu á næstu fimm árum. Þess fyrir utan hefur verið leitað allra leiða til að hraða vegaframkvæmdum enn frekar og mun ég leggja fram endurskoðaða fimm ára samgönguáætlun núna í haust á Alþingi. Þar ber hæst stærri framkvæmdir sem mætti flýta, en verða gjaldskyldar að þeim loknum. Gert er ráð fyrir sérstakri jarðgangaáætlun og er miðað við að hafin verði hófleg gjaldtaka til þess að standa straum af kostnaði við rekstur og viðhald þeirra. Þá er markmið að gera umferð á höfuðborgarsvæðinu skilvirkari og er ljóst að ríki og sveitarfélög geta ekki borið nema að hluta til fyrirhuguð samgöngumannvirki, umferðargjöld muni því renna til verkefnanna.&nbsp;</span></p> <h3><span>Næstu ár</span></h3> <p><span>Öryggi er sem fyrr leiðarljósið í öllum framkvæmdum og er stærsta verkefnið að auka öryggi í umferðinni. Markmið til lengri tíma er að stytta vegalengdir og tengja byggðir með bundnu slitlagi sem er eðlilegt framhald eftir að hafa lokað hringnum. Tilgangurinn er skýr; að efla atvinnusvæði og búsetu um land allt til að Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði og öflug sveitarfélög.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>
08. ágúst 2019Stærri og sterkari sveitarfélög<p><em>Greinin birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 8. ágúst 2019</em></p> <p><span>Sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir stjórnskipan landsins og lýðræði. Þau eru ein elsta skipulagseining landsins. Fyrstu rituðu heimildirnar um hreppa er að finna í Grágás, lögbók Íslendinga frá 12. öld, en þar er talað um að í löghreppi skuli vera 20 bændur eða fleiri. Nýrri skipan var komið á með tilskipun frá Kristjáni IX. Danakonungi 4. maí 1872 en fyrstu sveitarstjórnarlögin voru sett árið 1905.<br /> <br /> Það má segja að hver tími hafi sín einkenni. Um eða upp úr þarsíðustu aldamótum tók sveitarfélögum að fjölga. Flest urðu sveitarfélögin 229 en á seinni hluta aldarinnar var farið að leggja aukna áherslu á sameiningu sveitarfélaga og auka hlutverk þeirra í opinberri stjórnsýslu. Fækkaði sveitarfélögum úr 157 um miðbik síðustu aldar og eru þau 72 í dag. Meira en helmingur hefur færri en 1.000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálfbærar einingar.<br /> <br /> Í nýrri tillögu til þingsályktunar, sem ég mun kynna fyrir ríkisstjórn á fundi hennar í Mývatnssveit í dag, er í fyrsta skipti sett fram heildarstefna um sveitarstjórnarstigið. Tillagan er sprottin upp úr víðtæku samráði um land allt. Meginmarkmiðið er að sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi og að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga sé virt og tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu.<br /> <br /> Stefnunni fylgir aðgerðaáætlun með 11 aðgerðum. Ein aðgerðin felur í sér að lágmarksíbúamark verði að nýju sett í sveitarstjórnarlög, önnur fjallar um aukinn stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar og sú þriðja miðar að því að lækka skuldaviðmið sveitarstjórnarlaga. Þá felur ein aðgerð í sér eflingu rafrænnar stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélaga.<br /> <br /> Hér er um tímamót að ræða sem fela í sér stórtækar umbætur í opinberri stjórnsýslu sem eflir sveitarstjórnarstigið. Tillagan verður kynnt í samráðsgátt stjórnvalda síðar í dag og hvet ég landsmenn alla til að kynna sér efni hennar vel og senda inn umsagnir.</span></p>
08. júní 2019Árangursríkt samstarf um Norðurstrandarleið<p><em>Ávarp flutt við opnun Norðurstrandarleiðar 8. júní 2019</em></p> <p>Norðurstrandarleið er gott dæmi um árangursríkt samstarf tveggja sóknaráætlunarsvæða, Norðurlands vestra og Norðurlands eystra, í gegnum landshlutasamtökin SSNV og Eyþing. Stuðningur við þróun leiðarinnar í gegnum sóknaráætlun hefur verið umtalsverður, bæði í formi sérstakra áhersluverkefna sem og í formi verkefnastyrkja úr uppbyggingarsjóðum landshlutanna. Einnig hafa sveitarfélögin styrkt verkefnið beint. Þetta samstarf sóknaráætlunarsvæðanna hefur m.a. gert það að verkum að stuðningur við verkefnið hefur verið meiri en annars hefði verið mögulegur og verkefnið því farið hraðar af stað en ella.</p> <p>Það er sérstaklega ánægjulegt að leiðin sé að opna nú þegar verið er að ganga frá samningum milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og&nbsp; landshlutasamtanna um sóknaráætlanir áranna 2020-2024 og landshlutasamtökin að hefja vinnu við gerð nýrra sóknaráætlana í tengslum við samninginn. Í samningsdrögunum er einmitt lögð áhersla á samvinnu á milli sóknaráætlunarsvæða. Norðurstrandarleið er skólabókardæmi um hvernig slíkt samstarf getur skilað frábærum árangri.</p> <p><span>Leiðin er einstök og leiðir ferðamanninn í gegnum íslensk sjávarþorp, um blómlegar sveitir, að ósnortinni og kyngimagnaðri náttúru og er á köflum afskekkt og fjarri alfaraleið. Það er það sem fjölmargir ferðamenn sækjast eftir. Fullkomið fyrir þá ferðamenn sem vilja fara hægt yfir (slow travel) og stoppa lengur. Leiðin er mikilvægur liður í eflingu ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu.<br /> <br /> Heildarmarkmið ferðamannavegarins Norðurstrandarleiðar er að skapa betri tækifæri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki til að selja sínar vörur undir vörumerki Norðurstrandarleiðar og í leiðinni gera sig sýnilegri á innlendum og erlendum markaði. Vegurinn mun einnig hjálpa til við að fá ferðamenn inn á jaðarsvæðin svo þeir fari ekki bara á þekktustu ferðamannastaði Norðurlands. Með því að þróa tækifæri fyrir ferðamenn til að upplifa eitthvað nýtt og skapa þannig minningar, er verkefninu einnig ætlað að stuðla að því að ferðamenn dvelji lengur á Norðurlandi og lengja ferðaþjónustutímabilið. Tilkoma Norðurstrandarleiðar verður einnig góður valkostur fyrir ábyrga ferðaþjónustu og þá ferðamenn sem vilja ná betri tengingu við óspillta náttúru meðfram strandlengjunni. Sömuleiðis geta þeir uppgötvað sjávarþorpin, fólkið sem þar býr og sögu þess og menningu sem sprettur upp úr hinu daglega amstri þeirra sem búa rétt við Norðurheimskautsbauginn.</span></p>
09. maí 2019Víti til varnaðar - markmið Íslands og framtíðarsýn<p><span></span><span><em>Ávarp á morgunverðarfundi um umferðaröryggi í Norræna húsinu fimmtudaginn 9. maí<br /> </em></span><span><br /> Góðir gestir,&nbsp;&nbsp;<br /> yfirskrift þessarar fundar er Víti til varnaðar. Markmið fundarins er að kynna nýtt slysakort, fara yfir tölfræði umferðarslysa síðastliðins árs og með hvaða hætti tölfræðin nýtist til forvarna. Þannig verður til þekking sem hægt er að nýta til jákvæðrar þróunar að bættu umferðaröryggi og fækkun slysa.<br /> <br /> Það er sárt að hugsa til allra þeirra sem eiga um sárt að binda vegna alvarlegra slysa í umferðinni. Það er því það minnsta sem við getum gert að nýta þær upplýsingar sem við eigum um slys til að bæta öryggi okkar í umferðinni og koma í veg fyrir slys. Það er því ekki að ástæðulausu sem yfirskrift þessa morgunverðarfundar um umferðaröryggi er Víti til varnaðar.<br /> <br /> Þegar vorar og sól hækkar á lofti breytast ferðavenjur okkar.&nbsp; Fjölmargir ungir vegfarendur sem eru að fóta sig í fyrsta sinn á nýjum farartækjum, hlaupahjólum, reiðhjólum, bifhjólum eða bílum streyma út í umferðina.&nbsp;<br /> <br /> Við sem erum eldri breytum okkar ferðavenjum, tökum fram hjólið eða leggjum í langferðir um byggðir landsins eða hálendi. Meðal vegfarenda eru líka tugþúsundir ferðamanna í leit að upplifun og tækifærum fyrir ódauðlega mynd. Fyrir þeim er vegakerfið aðgangur að upplifun en okkur heimamönnum samgönguæð til að komast sem hraðast milli staða.&nbsp; Ferðamenn koma frá öllum heimshornum, meðal annars frá löndum þar sem umferðar- og akstursmenning er með allt öðrum hætti en hér tíðkast.&nbsp;<br /> Þeir sem koma frá öðrum löndum eru oft óvanir íslenska vegakerfinu og geta lent í erfiðum akstursaðstæðum. Á sama tíma og umferðin hefur aukist þá er fjölbreytileiki farartækja meiri en nokkru sinni. Nýjum venjum fylgja nýjar áskoranir og margt sem þarf að varast ekki hvað síst þar sem mætast margir og ferðamátar mismunandi.&nbsp;<br /> <br /> Í starfi mínu sem samgönguráðherra hef ég lagt ríkulega áherslu á að öryggi vegfarenda sé tryggt eins og best verður á kosið, óháð ferðamáta, eins fram kemur í samgönguáætlun. Þar er líka að finna ríkulegar áherslur á umhverfismál, ekki bara orkuskipti vegna loftslagsbreytinga heldur einnig að tryggja sem heilnæmast umhverfi fyrir vegfarendur og þá sem við vegina búa.&nbsp;<br /> <br /> Í samgönguáætlun er markmiðið um umferðaröryggi að við séum í hópi 5 bestu í heimi. Til að slíkt markmið náist þarf að færa vegakerfið upp um umferðaröryggisflokka og ljóst að ákveðnar framkvæmdir á fjölförnum stöðum þurfa að eiga sér stað á skömmum tíma. Sambærileg framlög og á undanförnum árum mæta engan veginn uppsafnaðri þörf til að endurbæta vegakerfið.&nbsp;<br /> <br /> Ríkisstjórnin var mynduð um framsýn markmið um uppbyggingu á innviðum og því tengdu verða ríflega 120 milljörðum króna varið til nauðsynlegra framkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum, sem er veruleg hækkun frá því sem var. Í haust megum við því sjá endurskoðaða samgönguáætlun í samræmi við það auka-fjármagn sem kom inn með fjármálaáætlun fyrr í vor. Í kjölfarið þarf að hrinda ýmsum verkum í framkvæmd.&nbsp;<br /> <br /> Á umferðarþyngstu þjóðvegum þarf að halda áfram að aðskilja aksturstefnur en sú aðgerð hefur skilað góðum árangri og má nefna að umferðarslysum á Reykjanesbrautinni hefur fækkað um 40% frá því að aksturstefnur voru aðskildar. Þar vitum við nú þegar að slíkar upplýsingar nýtast til að auka umferðaröryggi.&nbsp;<br /> <br /> Unnið er að því að bæta leiðbeinandi merkingar enn frekar, að fækka einbreiðum brúm og að eyða stöðum þar sem slys hafa verið tíð eða staðir metnir hættulegir. Þá er brýnt að fjölga stöðum meðfram vegum þar sem ferðamenn geta stöðvað til að njóta landsins eða hvílst án þess að valda sjálfum sér eða öðrum hættu.&nbsp;<br /> <br /> Einnig hefur vetrarþjónusta á þjóðvegakerfinu verið aukin, sérstaklega hálkuvarnir þar sem umferð hefur aukist með tilkomu aukinna ferðalaga yfir veturinn. Og vinna þarf ötullega að aðskilnaði ferðamáta í þéttbýli og innan vinnusóknarsvæða til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.&nbsp;<br /> <br /> Mig langar einnig að nefna að frumvarp til nýrra umferðarlaga, sem er til umfjöllunar á þingi, hefur það að markmiði að stuðla enn frekar að öryggi í umferðinni, laga kerfið að kröfum nútímans og alþjóðlegum samningum, taka tillit til fjölbreyttari samgöngumáta og ferðavenja.</span></p> <p><span>&nbsp;</span>Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna eru í öndvegi með áherslum á umhverfi, heilsu og vellíðan og öryggi þar á meðal skal stefnt að því að fækka þeim sem slasast eða látast í umferðinni um helming á heimsvísu fyrir árið 2030.&nbsp;</p> <p><span>Til að þessi markmið náist þurfum við öll að vera vakandi og vanda til verka. Ég er nokkuð bjartsýnn á að þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru hafi jákvæð áhrif á þróun slysa í umferðinni svo sannarlegur árangur náist.&nbsp;<br /> <br /> Kæru gestir,<br /> </span></p> <p><span>Eins og ég kom inn á áðan þá hafa gríðarlegar breytingar orðið á notkun vegakerfisins á örfáum árum. Á aðeins 5 árum hefur umferðin á þjóðvegunum aukist um ríflega 40%. Mest&nbsp; á Suðurlandsvegi austur að Jökulsárlóni þar sem hún hefur nánast tvöfaldast, langmest að vetrarlagi.<br /> <br /> Það eru miklir hagsmunir í húfi. Síðustu árin hafa að meðaltali hátt í&nbsp; 200 manns slasast alvarlega eða látið lífið árlega sem ekki er ásættanlegt. Umferðarslys og óhöpp eru talin kosta yfir 50 milljarða á ári, og er þá ekki talinn sá sársauki og sorg sem slysunum fylgja. Því er til mikils að vinna að því að draga úr slysum með öllum tiltækum ráðum. Því legg ég áherslu á að mannslíf og heilsa séu ávallt höfð í öndvegi og öryggi metið framar í forgangsröðun en ferðatími.&nbsp; &nbsp;<br /> <br /> Árlega er umferðaröryggisáætlun uppfærð á grundvelli bestu upplýsinga sem fást úr slysaskráningum, færðar á slysakort til frekari greininga og aðgerðum forgangsraðað. Gerðar&nbsp; eru ítarlegar kannanir sem veita upplýsingar um líklega hegðun vegfarenda og&nbsp; eru, ásamt slysagögnum, forsenda fræðslu með áherslu á þá þætti sem flestum slysum valda.<br /> <br /> Á 13 þúsund kílómetra löngu þjóðvegakerfi&nbsp; geta víða leynst hættur. Slysin gera ekki boð á undan sér. Sundum er orsök slysa augnabliks ógát en alltof oft er ástæðan hegðun ökumannsins, vímuefnaneysla eða hraðakstur langt umfram getu ökumanns til að stýra tæki sínu. Mannleg mistök eru óhjákvæmileg&nbsp; og það er mikilvægt að við allt skipulag, hönnun og gerð umferðarmannvirkja sé tekið mið af því.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Síaukinn umferðarþungi kallar á nýframkvæmdir, meira viðhald og auknar öryggisaðgerðir. Uppbygging samgöngumannvirkja er stór þáttur í því að bæta umferðaröryggi í ört vaxandi umferð.&nbsp;<br /> <br /> Auknu fjármagni hefur verið veitt til ýmissa framkvæmda til að flýta vegabótum og aukinn kraftur verður settur í yfirlagnir á vegum, malbik, viðhald malarvega og styrkingar. Allar slíkar framkvæmdir auka umferðaröryggi. En betur má ef duga skal.<br /> <br /> Fræðsla er vaxandi og mikilvægur þáttur í umferðaröryggi fyrir alla vegfarendur. Það hefur sýnt sig að brýnt er að fræða erlenda ökumenn um íslenskar aðstæður. Gott dæmi er nýtt samstarfsverkefni Safetravel, Samgöngustofu og Hertz þar sem að erlendir ferðamenn fá ekki&nbsp; afhenta lyklana að bílnum fyrr en þeir hafa horft á fræðslumynd og tekið próf, með það markmið&nbsp; að bæta hegðun og fækka óhöppum.&nbsp;  </span></p> <p><span>En við heimamenn þurfum einnig áminningar enda skilar fræðsla sér í meiri aga í umferðinni. Síðan veita umferðarsektirnar aðhald ef við erum staðin að því að brjóta umferðarreglur.</span></p> <p><span>Fyrir ári síðan tók ný reglugerð gildi um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum. Sektir fyrir að brjóta umferðarlög eiga að koma við kaunin á okkur enda er það dauðans alvara að virða ekki þessar reglur.</span></p> <p>Sektarupphæðirnar voru hækkaðar umtalsvert og má nefna að sekt fyrir að nota farsíma við stýrið án handfrjáls búnaðar hækkuðu í 40 þúsund krónur.&nbsp;</p> <p><span>Þá má ekki gleyma mikilvægi eftirlits og sýnilegrar löggæslu sem skiptir sköpum í því að fyrirbyggja umferðarslys með því að veita aðhald og vonandi gera okkur að betri vegfarendum.</span></p> <p><span>Við eigum að vera meðal fremstu þjóða í umferðaröryggi. Ég vil þakka starfsfólki Samgöngustofu,&nbsp; Vegagerðar, Ríkislögreglustjóra&nbsp; og ráðuneytis fyrir fórnfúst starf í þágu umferðaröryggis, við þau stóru og krefjandi verkefni að auka öryggi allra þeirra sem um vegi landsins fara, á láglendi jafnt sem hálendi, í þéttbýli sem dreifbýli.</span></p> <p><span>Við notum öll samgöngukerfið daglega, með einum eða öðrum hætti, og saman berum við ábyrgð. Umfram allt er mikilvægt að haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni og sýna hvort öðru virðingu og tillitssemi svo allir komi heilir heim.&nbsp;<br /> <br /> Eins og ég sagði í upphafi þá er yfirskrift þessarar fundar Víti til varnaðar þar sem við leitumst við að nota upplýsingar til forvarna. Samgöngustofa hefur uppfært nýtt slysakort sem sýnir slys undanfarinna ára sem eru gagnlegar upplýsingar til að átta sig á þeim hættum sem geta leynst þar sem slys verða. Mig langar því að lokum að fá Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóra Öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu til að koma hingað til að kynna og opna með mér uppfært slysakort.&nbsp;<br /> <br /> Ég óska ykkur góðs fundar.</span></p>
11. apríl 2019Öflug byggðastefna – horfum til tækifæranna<span></span> <p><span><em>Ávarp flutt á ársfundi Byggðastofnunar 11. apríl 2019</em></span></p> <p><span>Kæru fundargestir.</span></p> <p>Það er ánægjulegt að ávarpa ársfund Byggðastofnunar sem haldinn er hér á Siglufirði – í Fjallabyggð.</p> <p>Samfélagið hérna á utanverðum Tröllaskaga hefur tekist á við ýmsar áskoranir í gegnum tíðina hvað varðar byggða- og atvinnumál.</p> <p>Mikill uppgangur í sjávarútvegi um og upp úr miðri síðustu öld færði samfélaginu mikil verðmæti og uppgangur var á öllum sviðum, næga atvinnu var að hafa og fólki fjölgaði. Siglufjörður var sennilega fimmti stærsti kaupstaðurinn á landinu um 1950 og Ólafsfjörður þá vaxandi bær, sem fékk kaupstaðarréttindi um svipað leyti.</p> <p>Breytingar í vistkerfi hafsins höfðu síðan mikil áhrif á þróun mála, síldin hvarf og þó bolfiskveiðar hafi kannski um tíma haft mikla þýðingu fyrir svæðið hérna, þá kom það ekki í staðinn fyrir hinn mikla síldarafla fyrri ára.</p> <p>Breytingar í sjávarútvegi almennt hafa einnig haft sín áhrif hér sem annarsstaðar. Tæknivæðing í veiðum og vinnslu hefur leitt af sér færri störf í sjávarútvegi, upptaka kvótakerfis og nákvæmari stýring á veiðum hefur takmarkað aðgengi að sjávarauðlindum, og svo mætti halda áfram að telja. </p> <p>Þannig að hér hafa menn gengið í gengum breytingar sem ekki eru allar jákvæðar í byggðalegu tilliti.&nbsp; Því er vel til fundið að ársfundur Byggðastofnunar sé haldinn hér – sem gefur okkur líka tækifæri til að rifa þetta upp þegar við horfum til framtíðar. </p> <p>Við þurfum í því sambandi að líta til tækifæranna þegar við veltum fyrir okkur áskorunum sem við stöndum frammi fyrir á hverjum tíma. Hér eru blómlegar byggðir, sem við viljum varðveita og efla enn frekar – og hér eru tækifærin. Líftækniiðnaður og ferðaþjónusta skapa ný tækifæri – og mikilvægt er að stuðla að nýsköpun á sem flestum sviðum. </p> <h2>Samgöngumálin</h2> <p>Það eru ýmsar leiðir til að hafa góð áhrif á þróun byggðarlaga um allt land – og það er ríkur vilji þess sem hér stendur og ríkisstjórnarinnar allar, að nýta þær leiðir sem tiltækar eru til jákvæðrar byggðaþróunar.</p> <p>Ein leið er t.d. á sviði samgöngumála. Við sjáum það ljóslifandi hér hversu mikil og varanleg áhrif jarðgöng á Tröllaskaga hafa haft fyrir allt svæðið. Hver væri staða Siglufjarðar og Ólafsfjarðar ef ekki hefði verið ráðist í það stórkostlega mannvirki sem Héðinsfjarðargöng eru? Hver eru áhrifin?</p> <p>Niðurstöður sjö ára rannsóknar á samfélagslegum áhrifum Héðinsfjarðarganganna, sem Þóroddur Bjarnason kynnti fyrir nokkrum árum síðan, sýna að efnahagslíf í Fjallabyggð hefur eflst og aukin ánægja er með vöruverð og fjölbreytni í verslun. Þar kom líka fram að Siglufjörður – og væntanlega þá einnig Ólafsfjörður – er orðinn hluti ferðamannasvæðis Eyjafjarðar og áfangastaður ferðamanna milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins.</p> <p>Bættar samgöngur skipta því veigamiklu máli þegar við viljum hafa jákvæð áhrif á byggðaþróun í dag. </p> <p>Þess vegna er það ánægjulegt að geta sagt frá því eitt af markmiðum nýrrar samgönguáætlunar er markmið um jákvæða byggðaþróun. Við viljum stefna að því að auka lífsgæði um land allt með bættum samgöngum og stuðla að þeim grunni sem nauðsynlegur er til að efla fjölbreytta atvinnu og bæta samkeppnishæfni, svo sem með betri aðgangi að þjónustu.</p> <p>Í samgönguáætluninni felast einnig margþætt tímamót – ég nefni hér nokkur:</p> <p>Orkuskipti og skyldur í loftslagsmálum – stórt mál fyrir allt okkar samfélag.</p> <p>Tímamótasamkomulag við SSH um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og um uppbyggingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Við erum að tala um að koma okkur út úr skotgröfunum dreifbýli – þéttbýli. Hér verða allir að geta unnið saman.</p> <p>Niðurgreiðsla á flugfargjöldum fyrir íbúa á landsbyggðinni – hin svokallaða skoska leið sem beðið hefur verið eftir – er mikið jafnréttismál. Niðurgreiðsla á flugfargjöldum íbúa á landsbyggðum eykur möguleika fólks á að sækja þjónustu sem aðeins er hægt að fá á höfuðborgarsvæðinu.</p> <p>Rekstur varaflugvalla í millilandaflugi færður undir Isavia er stórt byggðamál því að það verður að horfa á þetta kerfi í heild sinni og vonandi tekst okkur í því sambandi að fjölga flughliðum inn í landið – m.a. inn á þetta svæði hér. </p> <p>Þannig gæti ég haldið áfram og leiðarljósið er umferðaröryggi – við erum að tala um STÓRT STÖKK í umferðaröryggismálum og af því er ég stoltur.</p> <p>Og við erum ekki bara að tala um orð – heldur athafnir. </p> <p>Það sést vel í fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, en þar er dregin fram sú staðreynd að framlög til samgönguinnviða hafa ekki verið hærri að raunvirði frá árinu 1998, að undanskildum árunum 2008 og 2009. </p> <p>Árið 2018 var fjórum milljörðum króna bætt við málaflokkinn til viðhaldsframkvæmda í samgöngum. Frá því ríkisstjórnin tók við hefur verið ákveðið að setja um 40 milljarða króna aukalega í samgöngur. Á tímabili fjármálaáætlunar er stefnt að fimm milljarða aukningu til samgöngumála á ári. </p> <p>Fjárfesting í samgöngumannvirkjum mun því nema ríflega 120 ma.kr. á tímabili fjármálaáætlunar! Þessi fjárfesting kemur líka á góðum tíma þegar svo kann að vera, að eitthvað sé að hægjast um í hagkerfinu hjá okkur.</p> <p>Meðal framkvæmda sem unnið verður að eru Vestfjarðavegur um Gufudalssveit, tvöföldun Reykjanesbrautar að Reykjanesbæ, breikkun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Þá verður lokið við gerð Dýrafjarðagangna og Dettifossveg. </p> <p>Fleiri verkefni væri hægt að telja upp, en allt er þetta tíundað í nýsamþykktri samgönguáætlun. Hana þarf hins vegar uppfæra með haustinu í ljósi nýju fjármálaáætlunarinnar. Svigrúmið hefur verið aukið og það verður nýtt til að hraða framkvæmdum á stofnbrautum sem þola ekki bið, m.a. vegna óásættanlegs umferðaröryggis.</p> <p>Ég tel einnig að byggðaleg áhrif þessarar metnaðarfullu samgönguáætlunar séu einnig talsverð og því ber að fagna.</p> <h2>Byggðaáætlun</h2> <p>Ágæta samkoma.</p> <p>Það er einmitt um það bil ár liðið frá því að tillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi byggðaáætlun var lögð fyrir Alþingi.</p> <p>Áætlunin var síðan samþykkt í júní síðastliðinn eftir fína umfjöllun Alþingis.</p> <p>Ég hef áður sagt að það mikilvægasta við framkvæmd hennar sé tryggja samþættingu byggðamála við aðra málaflokka og tryggja að byggðagleraugun séu á lofti alltaf og alls staðar.</p> <p>Ég held að okkur hafi tekist ágætlega til hvað það varðar. Þar gegnir stýrihópur stjórnarráðsins lykilhlutverki en hann tryggir aðkomu allra ráðuneyta að stefnumörkuninni og einstökum aðgerðum. </p> <p>Þá skiptir það miklu máli að Sambands íslenskra sveitarfélaga á bæði fulltrúa sinn í stýrihópnum og nú í nýskipuðu byggðamálaráði – þannig er tryggt að hitt stjórnsýslustigið í landinu, sveitarfélögin, komi með beinum hætti að mótun og framkvæmd byggðaáætlunar.</p> <p>Það var farsælt skref að færa byggðamálin til ráðuneytis sveitarstjórnarmála. Það eitt og sér hefur skapað tækifæri til að horfa heildstætt yfir sviðið – eins má segja að breytingin hafi fært <br /> lykilpersónur og leikendur fyrir þessa málaflokka betur saman.</p> <p>Náið og reglubundið samband ráðuneytisins við fulltrúa landshlutasamtaka sveitarfélaga skiptir þar einnig máli.</p> <p>Og á þessu tæpa ári sem liðið er frá samþykkt byggðaáætlunar hefur margt gerst – við höfum ekki setið auðum höndum hér frekar en á öðrum sviðum. </p> <p>Af 54 aðgerðum byggðaáætlunar er þremur þegar lokið og 36 aðgerðir eru komnar í framkvæmd. Aðeins 15 aðgerðir eru ekki enn komnar í framkvæmd eða okkur skortir upplýsingar um. </p> <p>Það sem af er hefur verið úthlutað eða ráðstafað á annan milljarð króna til framkvæmdaraðila. Þar af hefur um 460 milljónum króna verið ráðstafað til verkefna sem samkeppni hefur verið um, til sértækra verkefna sóknaráætlana, til verslunar í dreifbýli og fjarvinnslustöðva. Alls hafa 26 verkefni verið styrkt á þann hátt.</p> <p>Það er líka ánægjulegt að sjá að byggðaáætlun er að koma við sögu í mörgum málaflokkum og þannig næst góð samþætting við stefnur og áherslur ríkisins á mörgum sviðum. Um 100 m.kr. á ári hafa t.d. runnið í verkefnið Íslands ljóstengt til að styðja við byggðarlög sem standa höllum fæti í samkeppni vegna mikils kostnaðar. Þegar því verkefni lýkur á næsta ári mun sambærileg fjárhæð renna til þess að vinna að þrífösun rafmagns í hinum dreifðu byggðum landsins.</p> <p>Þannig að ég er ánægður með framkvæmdina eins og hún hefur gengið fyrir sig, allir hlutaðeigandi hafa staðið sig vel og færi ég öllum bestu þakkir fyrir.</p> <p>Ég mun gera Alþingi grein fyrir framkvæmdinni með skýrslu næsta haust, en einn þáttur í því er að draga fram þá mælikvarða sem innbyggðir eru í áætlunina og ætlað er að mæta árangurinn.</p> <h2>Byggðamálaráð</h2> <p>Annað nýmæli sem ég tel rétt að gera grein fyrir hér, sem komið hefur til frá því við hittumst á ársfundi fyrir ári síðan, en það er Byggðamálaráð. Lögbundið hlutverk þess er að gera tillögu til ráðherra að stefnumótandi byggðaáætlun til 15 ára í senn og aðgerðaráætlun til fimm ára, sem endurskoða skal á þriggja ára fresti.</p> <p>Með tilkomu þess og þeim breytingum sem gerðar voru á lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir landshluta síðastliðið haust er verið að aðlaga vinnubrögð og aðferðafræði við gerð áætlana samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að nýrri hugsun samhæfðrar og samþættrar stefnumótunar og áætlanagerðar og hins vegar að samhæfa stefnumótun og áætlanagerð við lög um opinber fjármál, nr. 123/2015.</p> <p>Við undirbúning byggðaáætlunar á byggðamálaráð að hafa samráð við öll ráðuneyti á vettvangi stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál og Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin. </p> <p>Byggðamálaráð er skipað tveimur fulltrúum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þeim Ágústi Bjarna Garðarssyni, formanni ráðsins og Ingveldi Ásu Konráðsdóttur, Karli Björnssyni, fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, Aðalsteini Þorsteinssyni, forstjóra Byggðastofnunar og Hönnu Dóru Hólm Másdóttur, fulltrúa skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Verkefnisstjóri ráðsins er Hólmfríður Sveinsdóttir, sérfræðingur á sömu skrifstofu.</p> <p>Þannig að ráðið er að mínu mati vel skipað og vænti ég góðs af störfum þeirra. Verkefni þeirra verður síðan að móta nýja stefnu á þessu sviði og aðgerðaráætlun innan tveggja ára.</p> <h2>Sóknaráætlanir </h2> <p>Ágætu gestir.</p> <p>Ríkisstjórnin er meðvituð um þýðingu virkrar byggðastefnu fyrir landið. Við teljum að mikil verðmæti felist í því að landið sé í blómlegri byggð og að landsmenn hafi jafnan aðgang að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum um land allt.</p> <p>Sóknaráætlanir landshlutanna eru mikilvægt tæki til að reka byggðastefnu á forsendum heimamanna. Við höfum verið að styrkja þær með auknum fjárveitingum og viljum leita leiða til að gera það enn frekar.</p> <p>Verklagið sem sóknaráætlanir byggja á hefur reynst vel og almenn ánægja er með það, bæði meðal ríkis og sveitarfélaga, enda færir það aukna ábyrgð og forræði á byggðamálum heim í hérað. Þá felur sóknaráætlunarverkefnið í sér mikið og verðmætt samstarf þvert á ráðuneyti, milli sveitarfélaga og síðast en ekki síst milli ríkis og sveitarfélaga. Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál fer með stórt og mikilvægt hlutverk í þessu nýja verklagi og vil ég þakka fulltrúum í stýrihópnum fyrir vel unnin störf.</p> <p>Grunnframlög til gildandi samninga koma frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og mennta- og menningarmálaráðuneytinu, samtals 730,7 m.kr. á ári. Heimamenn í hverjum landshluta ákveða svo sjálfir til hvaða verkefna framlögunum er varið. </p> <p>Þetta fyrirkomulag hefur gefið góða raun og nú þegar nýir samningar eru í burðarliðnum er tækifæri fyrir fleiri ráðuneyti að koma að sóknaráætlunum með beinum hætti. </p> <p>Ég hef óskað eftir því við stýrihóp stjórnarráðsins að þar verði reifaðar hugmyndir um verkefni sem mögulega væri hægt að færa til sóknaráætlana landshluta – líkt og menntamálaráðuneytið gerir nú varðandi fjárstuðning á sviði menningarmála. Ég hyggst nýta þá reifun til að ræða við félaga mína í ríkisstjórn og vonast til að út úr því samtali komi tillögur um frekari sókn á þessu sviði.</p> <h2>Störf án staðsetningar</h2> <p>Að endingu, ágætu fundargestir, vil ég nefna þau áform ríkisstjórnarinnar að fela ráðuneytum og stofnunum að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar eins og kostur er. Því miður hefur samræmd nálgun innan Stjórnarráðsins hvað þetta stefnumál varðar ekki náð því flugi sem æskilegt væri, en ég bind vonir um að það gerist fljótlega. </p> <p>Markmið byggðaáætlunar eru að 10% allra starfa ráðuneyta og stofnana verði skilgreind sem störf án staðsetningar í árslok 2014. </p> <p>Við í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu höfum þegar lagt okkar á vogarskálarnar og tekið okkar fyrsta skef því nú nýlega auglýstum við fyrstu stöðuna sem er skilgreind án staðsetningar. Vænti ég þess að fljótlega fylgi önnur ráðuneyti og stofnanir í kjölfarið</p> <p>Eins er hægt að færa störf út á land með beinum hætti.</p> <p>Ég er hjartanlega sammála bæjarráði Fjallabyggðar þegar það í erindi sínu til mín í desember síðastliðinn bendir á að flutningur ríkisstofnana út á land sé ein leið til að ná markmiði um að styrkja byggð í landinu. Það benti ennfremur á að það geti varla verið lögmál að sem flestar stofnanir séu í 101 Reykjavík og að nútíma tækni í samskiptum og gagnaflutningum hljóti að breyta þessu.</p> <p>Ég held að við getum öll verið sammála – vinnum áfram að því að auka fjölbreytni starfa um allt land. Horfum til tækifæranna – nýtum þau.</p> <h2>Stjórn Byggðastofnunar</h2> <p>Ágætu þingfulltrúar.</p> <p>Verkefni mitt á þessum ársfundi er ekki síst að tilkynna um skipun nýrrar stjórnar Byggðastofnunar.</p> <h3><strong>Ný stjórn er skipuð eftirtöldum aðilum:</strong></h3> <ul> <li>Magnús Jónsson, </li> <li>Halldóra Kristín Hauksdóttir</li> <li>Sigríður Jóhannesdóttir</li> <li>Gunnar Þorgeirsson</li> <li>Karl Björnsson</li> <li>María Hjálmarsdóttir </li> <li>Gunnar Þór Sigbjörnsson</li> </ul> <h3><strong> Varamenn eru:</strong></h3> <ul> <li>Bergur Elías Ágústsson</li> <li>Herdís Þórðardóttir</li> <li>Þórey Edda Elísdóttir</li> <li>Eiríkur Blöndal</li> <li>Anna Guðrún Björnsdóttir</li> <li>Oddný María Gunnarsdóttir</li> <li>Halldór Gunnarsson </li> </ul> <p>Ég óska þeim velfarnaðar í sínum störfum.</p> <p>Jafnframt vil ég nota tækifærið og þakka fráfarandi stjórn fyrir sín góðu störf í þágu byggðamála í landinu. Sérstaklega færi ég Illuga Gunnarssyni mínar bestu þakkir, en hann lætur nú af störfum eftir tveggja ára formennskutíð. Takk kærlega fyrir þitt framlag Illugi.</p> <p>Og að endingu – kærar þakkir til starfsfólks Byggðastofnunar fyrir alla ykkar góðu vinnu.</p> <p>Góðar stundir.</p>
29. mars 2019Ávarp á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga<p><em>Ávarp á landsþingi&nbsp;Sambands íslenskra sveitarfélaga 29. mars 2019</em></p> <p>Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga – ágæta sveitarstjórnarfólk</p> <p>Þakka þann heiður að ávarpa ykkur á landsþingi ykkar og taka þátt í umræðum um samgöngumál en greiðar og góðar samgöngur eru grunnurinn að þjónustu og vexti hvers samfélags.</p> <p>Ég vil þó leyfa mér í lokin að koma að nokkrum orðum varðandi húsnæðismál, það er eitt af meginviðfangsefnum landsþings ykkar og var umfjöllunarefni fyrir hádegi.</p> <p>Atburðir gærdagsins eru vissulega vonbrigði að ekki hafi tekist að tryggja rekstur félagsins. Áfallið er fyrir starfsfólk fyrirtækja í flugtengdum rekstri sem missa vinnuna og þurfa nú að leita annað. </p> <p>Áfallið nær einnig inn í fjöldamörg fyrirtæki tengd ferðaþjónustu sem eru víðsvegar um landið.</p> <p>Áfallið er einnig fyrir ríkissjóð sem mun trúlega þurfa að endurskoða afkomumarkmiðin til skemmri tíma. Óvissuþættirnir við smíði fjármálaáætlunar voru Wowair, loðnan og kjarasamningar. Nú er ljóst að tveir þeirra hafa skýrst. </p> <p>Ég vil þó undirstrika að þó að landsframleiða muni taka einhverja dýfu þá er efnahagurinn sterkur og við horfum bjartsýn til framtíðarinnar og að ferðaþjónustan nái sér á strik fljótt aftur.</p> <p><strong>Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar<br /> </strong>Þrátt fyrir óvissu þá megum við ekki tapa sjónar á markmiðum þessarar ríkisstjórnar sem var mynduð um uppbyggingu á innviðum og&nbsp; hefur lagt ríka áherslu á mikilvægi samgöngumála sem er undirstaða fyrir þróun byggðar og búsetu um allt land. </p> <p>Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að hraða uppbyggingu í vegamálum og öðrum samgönguinnviðum bæði með nýframkvæmdum og viðhaldi. </p> <p>Við viljum gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa landsbyggðanna og teljum nauðsynlegt að byggja upp almenningssamgöngur um land allt.</p> <p>Þá styður ríkisstjórnin uppbyggingu borgarlínu og það þarf að gera í nánu samstarfi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. </p> <p>Þetta vildi ég nefna því að öllu þessu hefur markvisst verið unnið frá því að ríkisstjórnin tók til starfa.</p> <p>Tíminn hefur verið nýttur vel og það er vel til fundið að gera stöðumat á landsþingi ykkar nú.</p> <p><strong>Samgönguáætlun – aukið fé til framkvæmda<br /> </strong>Ef við byrjum á fjármögnun samgöngumannvirkja þá var okkur það strax ljóst að ráðast þyrfti í mikla fjárfestingu. Mikil þörf var fyrir auknu viðhaldi og nýframkvæmdir eftir mörg niðurskurðarár. </p> <p>Veruleg stórsókn er fram undan.</p> <p>Þar ber hæst 20 milljarða aukning til framkvæmda á vegakerfinu. Má segja að þessi vilji og ásetningur sé varanlega rammaður inn. Þar er dregin fram sú staðreynd að framlög til samgönguinnviða hafa ekki verið hærri að raunvirði frá árinu 1998, að undanskildum árunum 2008 og 2009.</p> <p>Er það viðbót við 16,5 milljarða aukningu frá gildandi áætlun, og tæplega 4 milljarða króna viðbót til að flýta fyrir nauðsynlegum nýframkvæmdum og viðhaldi. Samtals rúmlega 40 milljarðar. </p> <p>Fjárfesting í samgöngumannvirkjum mun því nema ríflega 120 ma.kr. á tímabili fjármálaáætlunar. Þessi fjárfesting kemur líka á góðum tíma þegar svo kann að vera, að eitthvað sé að hægjast um í hagkerfinu hjá okkur. En mestu máli skipir að vegfarendur munu innan tíðar aka á öruggari vegum víða um land.</p> <p>Meðal framkvæmda sem unnið verður að eru Vestfjarðavegur um Gufudalssveit, tvöföldun Reykjanesbrautar að Reykjanesbæ, breikkun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Þá verður lokið við gerð Dýrafjarðagangna og Dettifossveg. <br /> Fleiri verkefni væri hægt að telja upp, en allt er þetta tíundað í nýsamþykktri samgönguáætlun. Hana þarf hins vegar uppfæra með haustinu í ljósi nýju fjármálaáætlunarinnar. Svigrúmið hefur verið aukið, eins og ég kom inn á, og það verður nýtt til að hraða framkvæmdum á stofnbrautum sem þola ekki bið.</p> <p>Þá er rétt að geta þess að endurgerð samgönguáætlunar mun einnig taka mið af niðurstöðum starfshóps um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu – en viðræðuhópi var falið að leiða þau málefni til lykta, m.a. varðandi Sundabraut. Gert er ráð fyrir að hann skili tillögum sínum á næstu vikum.</p> <p><strong>Flýtiframkvæmdir - veggjöld<br /> </strong>Það verður líka verkefni nýrrar samgönguáætlunar að taka mið af niðurstöðu starfshóps um flýtiframkvæmdir með gjaldtöku. </p> <p>Þar yrði einnig fjallað um möguleg samstarfsverkefni (PPP) í samgönguframkvæmdum þar sem umferð er næg til að standa undir slíku.</p> <p>Eins og þið þekkið mæta vel þá er enn verk að vinna í samgöngumálum – betur má ef duga skal. Víða er þörf og brýnt að halda vel á spöðunum. Álag á vegi landsins hefur aukist mikið á undanförnum árum meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna til að stuðla að fækkun slysa og auka umferðaröryggi.</p> <p>Vegagerðin telur nauðsynlegt að fara í um 200 verkefni á næsta aldarfjórðungi sem áætlað er að kosti yfir 400 milljarða króna. Þó að aukið fjármagn hafi komið til vegagerðar í gildandi fjármálaáætlun þá dugar það engan veginn til að fullnægja þörfinni. Það þarf því að finna leiðir til þess að fjármagna og forgangsraða framkvæmdum og flýta þeim eins og kostur er. </p> <p>Það eru nokkrir kostir í boði þegar kemur að því að fjármagna vegakerfið. Mitt markmið hefur alltaf verið að byggja upp vegakerfið. Mitt markmið hefur ekki verið veggjöld í sjálfu sér. Ég hef sagt að æskilegt er að nýta arðgreiðslur Landsvirkjunar og bankanna. Sú leið er hagkvæmari fyrir ríkið en aðrir kostir vegna lægri fjármagnskostnaðar. </p> <p>Hins vegar geta samvinnuverkefni (PPP) hentað vel í stórum og vel skilgreindum nýframkvæmdum. Dæmi um slík verkefni eru Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Þá væri hægt að flýta brú yfir Hornafjarðafljót og veg yfir Öxi með gjaldtöku að hluta, sé vilji til þess. Á þessum leiðum skiptir máli að hafa val um aðra leið.</p> <p>Tillögur starfshóps um fjármögnun á vegakerfinu verða síðan kynntar formlega í næstu viku.<br /> &nbsp;<br /> Verkefnið er hins vegar stórt og hvaða leið sem við förum þá þarf að fjárfesta í samgönguinnviðum umfram það sem lagt er upp með í fjármálaáætlun þeirri sem nú liggur fyrir. Það er sameiginlegt verkefni stjórnmálanna að finna leiðirnar að sameiginlegu markmiði.</p> <p><strong>Almenningssamgöngur</strong><br /> Oft þegar rætt er um almenningssamgöngur á landsbyggðinni reikar hugurinn að rútum og það&nbsp; gleymist að almenningssamgöngur eru allir reglubundnir fólksflutningar hvort sem er með áætlanabíl, flugi eða ferjum. </p> <p>Almenningssamgöngur hafa margþætt og mikilvægt samfélagslegt hlutverk. Vegur þar þyngst að tryggja aðgengi að nauðsynlegri opinberri þjónustu og atvinnu.&nbsp; Þá eru almenningssamgöngur öruggur ferðamáti og tryggja möguleika ungmenna og aldraðra, sem annarra sem ekki geta ekið eða eiga bíl að þjónustu og afþreyingu til að nefna fátt eitt. </p> <p>Almenningssamgöngur þurfa að vera raunhæfur valkostur sem styrkja hreyfanleika og aðgengi, ekki bara að þjónustu heldur að menntun, menningu og afþreyingu.</p> <p>Síðast en ekki síst skila þær betri umhverfisgæðum með því að draga úr neikvæðum svæðis- og staðbundnum áhrifum svo sem hljóðvist, svifryk og almenn loftgæði.</p> <p>Á árinu 2012 var fallið frá sérleyfiskerfinu í akstri áætlanabíla og kerfið fært með samningum til landshlutasamtaka sveitarfélaga með það að markmið að bæta þjónustuna og færa nær notendum með þá von í brjósti að fjölga farþegum.</p> <p>Sú breyting hefur skilað árangri, ekki hvað síst í viðhorfum íbúa á landsbyggðinni sem almennt eru ánægðir með þjónustuna.</p> <p>Almennt hefur reksturinn gengið vel, farþegum fjölgað töluvert á nánast öllum leiðum og það er mikil ánægja með hið nýja kerfi.</p> <p>Vandamál hafa snúið að fjármögnun og rekstrarfyrirkomulagi og hafa viðræður farið fram um þau mál á milli ríkisins og landshlutasamtaka.</p> <p>Við þurfum hins vegar að huga að framtíðinni og í nýrri stefnu um almenningssamgöngur, Ferðumst saman, er lagt til samhæft, heildstætt kerfi&nbsp; sem sé jafnframt hagkvæmt og skilvirkt, með sameiginlegri upplýsingagátt fyrir áætlanabíla, flug og ferjur með rauntíma upplýsingamiðlun og skýru fargjaldakerfi.</p> <p>Drögin að stefnunni voru til samráðs á samráðsgátt stjórnvalda og er nú verið að vinna úr umsögnum.&nbsp; Eftir að unnið hefur verið úr ábendingum og athugasemdum hefst vinna við að koma stefnunni í framkvæmd. Fyrsta viðfangsefnið er að semja við landshlutasamtök um rekstur á almenningsvögnum milli byggða. Væntum við þess að landshlutasamtökin muni þar koma sameinuð að borði í einu félagi.</p> <p><strong>Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu - borgarlínan<br /> </strong>Í september 2018 vil ég segja að hafi orðið þau tíðindi að ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu settust niður til að móta framtíðina í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta gerðist eftir ára- eða áratugaþref þar sem ríkið talaði um stofnbrautir og höfuðborgin um almenningssamgöngur. Út úr sameiginlegum starfshópi kom framtíðarsýn um blandaða leið uppbyggingar stofnbrauta og Borgarlínu.</p> <p>Niðurstöður viðræðnanna um framkvæmdapakka á höfuðborgarsvæðinu voru teknar inn í meðferð Alþingis á tillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um samgönguáætlun 2019-2034. Í þeim var meðal annars gerð tillaga um ýmsar framkvæmdir á stofnvegakerfinu, stóraukið fé til uppbyggingar hjólreiðastíga og um uppbyggingu fyrsta áfanga Borgarlínu. Í kjölfarið samþykkti Alþingi að verja samtals 800 m.kr. gegn samsvarandi mótframlagi fyrstu tvö árin til undirbúnings Borgarlínu.</p> <p>Í gær var ákveðið í samstarfi ríkisstjórnarinnar og SSH að stofna vinnuhóp sem hefur það að markmiði að finna fjármögnunarleiðir fyrir stórframkvæmdirnar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir sumarið verða því komin samningsdrög um hvernig ríkið og sveitarfélögin skipta með sér fjármögnun verkefnisins. Þetta verða mikil tímamót enda verður á grunni væntanlegs samkomulags hægt að hefjast handa við ríflega 100 milljarða uppbyggingu á þéttbýlasta svæði landsins.</p> <p><strong>Húsnæðismál<br /> </strong>Ég vil leyfa mér í lokin að koma aðeins inn á húsnæðismálin. Ég veit að þau voru til umfjöllunar hjá ykkur í morgun og það er ánægjulegt að þið takið þau sérstaklega fyrir.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur frá upphafi verið með skýra stefnu í húsnæðismálum sem er að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði og nægjanlegt framboð af viðunandi húsnæði fyrir alla, óháð efnahag og búsetu. Þetta er ein af grundvallarforsendum fyrir því að við getum byggt upp og viðhaldið öflugu samfélagi á landinu öllu.</p> <p>Í dag er staðan sú að stór hópur fólks býr við þröngan kost og óöryggi í húsnæðismálum og margir, og þá einkum þeir tekjulægri, hafa slæmt aðgengi að viðunandi húsnæði og verja of háum hluta af tekjum sínum í húsnæði. Það er alveg ljóst að við þetta ástand verður ekki unað.</p> <p>Til þess að skapa aukin stöðugleika á húsnæðismarkaði þurfum við breytta umgjörð í húsnæðismálum, umgjörð sem grundvallast á stefnumótun og áætlanagerð til langs tíma og er byggð á áreiðanlegum upplýsingum.</p> <p>Mörg mikilvæg skref hafa verið stigin í þá átt á síðustu mánuðum og hefur Íbúðalánasjóði til að mynda verið falið mikilvægt hlutverk í þeim efnum með breytingu á lögum um húsnæðismál og er það fagnaðarefni að sterk stofnun fari nú með samhæfingu og framkvæmd húsnæðismála á landsvísu. </p> <p>Þá hefur sveitarfélögunum landsins einnig verið falið veigamikið hlutverk við gerð húsnæðisáætlana en þær eru lykilþáttur í stefnumótun stjórnvalda í húsnæðismálum. Með því kristallast mikilvægi þess að gott samstarf sé á milli ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að húsnæðismálum. </p> <p>Unnið er að ýmsum forgangsverkefnum til þess að bregðast við stöðunni á húsnæðismarkaði. </p> <p>Ég vil sérstaklega nefna mikilvægi þess að auka möguleika til fyrstu íbúðakaupa og lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Starfshópur var skipaður í desember síðastliðnum sem unnið hefur að því að útfæra sértækar aðgerðir til þess að auðvelda ungu og tekjulágu fólki að kaupa sér íbúðarhúsnæði. Þar er m.a. horft til þess að endurskoða húsnæðisstuðning hins opinbera þannig að tryggt verði að hann nýtist fyrst og fremst þessum hópum. Ég bind miklar vonir við tillögur þessa hóps og á von á að þær verði kynntar innan skamms. </p> <p>Þá hefur markvisst verið unnið að fjölgun hagkvæmra leiguíbúða á síðustu árum í gegnum uppbyggingu almenna íbúðakerfisins með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga. Almenna íbúðakerfið mun auka aðgengi tekju- og eignalágra einstaklinga og fjölskyldna að öruggu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði og er ljóst að mikil þörf er á úrræði sem þessu. </p> <p>Í fjármálaáætlun kemur fram að fjármagn til uppbyggingar almenna íbúðakerfisins hafið verið aukið um 2,1 milljarð á næsta ári til þess að bregðast við þeirri erfiðu stöðu sem margir leigjendur eru í. </p> <p>Ég er þess fullviss að þau skref sem við höfum stigið síðustu misseri marki ákveðin vatnaskil, leggi grunninn að bættri umgjörð í húsnæðismálum og færi okkur í áttina að því markmiði að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði ásamt nægjanlegu framboði af húsnæði fyrir alla, óháð efnahag og í öllum byggðum landsins.</p> <p>Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við sveitarfélögin á þessu sviði.</p> <p>Ég vil þakka aftur fyrir tækifærið til að fá að tala við ykkur á aðalfundi Sambandsins. Eins og ég hef áður sagt standa sveitarstjórnarmálin mér afskaplega nærri. Hlutverk sveitarstjórnarstigsins er ekki síst mikilvægt í þeim pólitísku hræringum sem við sjáum á heimsvísu. Það er á sveitarstjórnarstiginu sem stjórnmálamenn eru í mestri nánd við umbjóðendur sína, kjósendur. Á sveitarstjórnarstiginu geta íbúar haft mikil áhrif á nærumhverfi sitt. Það er að mínu viti ljóst að hluti, kannski stór hluti, af pólitískum hræringum austan hafs og vestan stafar af því að almenningur upplifir sig vald- og áhrifalítinn og jafnvel áhrifalausan. Það vitum við sem höfum starfað í stjórnmálum á Íslandi að er fjarri sanni. Verum því dugleg að hvetja íbúa til þátttöku í ákvörðunum sveitarfélaga og ekki síður í skipulögðu starfi stjórnmálaflokkanna. Það er enginn annar sem kemur til með að bæta ímynd stjórnmálanna og traust á þeim en við sjálf.</p> <p>Takk fyrir og til hamingju með góðan fund.</p>
22. mars 2019Norðurlöndin, já takk!<p><span><em>Greinin var birt í Fréttablaðinu, föstudaginn 22. mars 2019.</em></span></p> <p><span>Sem samstarfsráðherra Norðurlanda á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni átta ég mig enn betur á hve norrænt samstarf skiptir Íslendinga gríðarlega miklu máli. Rúmlega 30 þúsund manns búa á hinum Norðurlöndunum, sem eru samanlagt stærsta einstaka viðskiptalands Íslands. Við flytjum meira inn og út&nbsp; frá Norðurlöndunum heldur en til Bandaríkjanna eða Bretlands. Þátttaka í norrænu vísinda- og menntasamstarfi, nýsköpun, menningu og skapandi greinum, er lífæð fyrir okkar fólk og fyrirtæki. Samvinna Norðurlandanna á alþjóðavettvangi gefur Íslandi pólitíska fótfestu, sem er ómetanlegt á óróatímum.</span></p> <p><span>Á morgun er Dagur Norðurlandanna og því ágætt að rifja þetta upp. Ég vil líka í tilefni dagsins ganga svolítið lengra og spyrja: Getur verið að við göngum að norrænu samstarfi sem gefnu, sem sjálfsögðum hlut? Hvað finnst unga fólkinu okkar um norrænt samstarf? Er danskan á útleið og þá kannski líka áhugi ungs fólks á að&nbsp; læra, starfa og stofna fyrirtæki á hinum Norðurlöndunum sem eru sannarlega sem annar heimamarkaður fyrir Ísland? Þykir hallærislegt að vinna í Gautaborg þegar allir eru leið til Singapúr? Munu Íslendingar framtíðarinnar mennta sig í Kína og Kóreu og engan tíma hafa fyrir Kaupmannahöfn eða Stokkhólm? Hvernig verður staðan 2050?</span></p> <p><span>Framtíðin ein veit svörin. Eina sem við vitum er að sannarlega munu tímarnir breytast – og mennirnir með. Og þó Ísland eigi vissulega að vera áfram með öflug tengsl um allan heim, þá megum við heldur ekki gleyma hvar við erum, hvaðan við komum og hvaða fjölskyldu við tilheyrum. Norðurlöndin eru nefnilega ein stór fjölskylda. Við erum ekki sammála um allt en við stöndum saman þegar á reynir. Saman eru Norðurlöndin heimavöllur fyrir menntun, vísindi, viðskipti, menningu og allt hitt sem&nbsp;gerir okkur að góðum samfélögum. Norrænt samstarf er drifkraftur breytinga sem er lífsnauðsynlegt í heimi á fullri ferð. Okkar styrkur eru sameiginleg grundvallargildi um mannréttindi og lýðræði, sanngirni, velferð og velsæld – fyrir alla íbúa. </span></p> <p><span>Ég hef bullandi trú á norrænu samstarfi. Í formennsku Íslands munum við halda áfram að þróa það og efla, ekki síst í samstarfi við ungt fólk. Norðurlöndin, já takk!</span></p>
14. febrúar 2019Almenningssamgöngur fyrir allt landið<p><span><em>Greinin var birt í Fréttablaðinu, fimmtudaginn 14. febrúar 2019.</em></span></p> <p><span>Skilvirkar samgöngur eru undirstaða verðmætasköpunar. Almenningssamgöngur eru stór liður í þeirri breytu ásamt því að ná settum markmiðum í umhverfismálum. Sterkt almenningssamgöngukerfi um land allt, sem tengir saman byggðakjarna landsins og höfuðborgarsvæðið við landsbyggðina, er forsenda þess að jafna stöðu landsmanna og færa okkur nær hvert öðru. Notkun á almenningssamgöngum verður ekki aukin nema að þjónustustigið taki mið af þörfum notandans þar sem lykilatriði er að hægt sé að rata um leiðarkerfið með skjótum og einföldum hætti. Nýrri stefnu ríkisins um almenningssamgöngur sem mótuð hefur verið í fyrsta sinn er ætlað að tryggja að þær verði raunhæfur valkostur fyrir alla landsmenn.</span></p> <p><span><strong>Jafnt aðgengi</strong><br /> Markmið núverandi ríkisstjórnar er að jafna aðgengi að þjónustu og til atvinnu. Í stjórnarsáttmálanum er lögð áhersla á að byggja áfram upp almenningssamgöngur um land allt, gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa og að stutt verði við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Nýsamþykkt samgönguáætlun á Alþingi kveður á um að almenningssamgöngur verði skipulagðar sem heildstætt kerfi og í byggðaáætlun er lög áhersla á að skilgreina net almenningssamgangna á landinu öllu og reglur mótaðar um niðurgreiðslu fargjalda. </span></p> <p><span><strong>Eitt leiðakerfi og sameiginleg upplýsingagátt</strong><br /> Lykilatriði í nýju stefnumótuninni eru bætt þjónustustig, sameiginleg upplýsingaveita og þéttari tengingarnar svo ferðamátinn sé sem þægilegastur. Þá er lagt til að upplýsingar um áfangastaði og tímasetningar verði aðgengilegar og stefnt að því að öllum upplýsingum um leiðarkerfi almenningssamgangna verði komið á einn gagnvirkan upplýsingavef. Fyrir farþega er lykilatriði að hægt sé að rata um leiðarkerfið með skjótum og einföldum hætti. Sá sem ætlar að fara frá Vopnafirði til Ísafjarðar eða Kaupmannahafnar til Dalvíkur á ekki að þurfa að leita að fari nema í einni gátt. Upplifunin þarf að vera að eitt far sé pantað, óháð staðsetningu.</span></p> <p><span>Ný drög að heildstæðri stefnu um almenningssamgöngur fara nú til umsagnar til almennings í samráðsgátt stjórnvalda. Stefnan er rökrétt framhald af nýrri samgönguáætlun sem Alþingi hefur samþykkt og verður leiðarljós að bættri þjónustu fyrir almenning. Ég hvet sem flesta til þess að kynna sér tillögurnar á vef samráðsgáttar – samradsgatt.island.is – og vænti þess að sú stefnumótun sem lögð er hér fram muni tryggja áreiðanlega og góða þjónustu til allra landsmanna, stuðla að bættum þjóðarhag og styrkja byggðir landsins í sessi.<br /> Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</span></p>
31. janúar 2019Horft til framtíðar<p><span><em>Ávarp flutt á ráðstefnu ungmennaráða á Suðurlandi sem haldin var dagana 30.-31. janúar og&nbsp;bar yfirskriftina Ungt fólk á Suðurlandi horfir til framtíðar.</em></span></p> <p><span>Kæru fundargestir.</span></p> <p><span>Ég þakka fyrir að vera boðinn til þessarar ráðstefnu, mér er það bæði mikill heiður og mikil ánægja.</span></p> <p><span>Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að eiga samtal við og vinna með ungu fólki á sem flestum sviðum samfélagsins.&nbsp;Það má m.a. sjá í þungum áherslum á uppbyggingu og þróun í menntakerfinu – á öllu skólastigum og í öðrum málaflokkum sem skipta máli fyrir ungt fólk.</span></p> <p><span>Þess má m.a. sjá stað í formennsku okkar Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni þetta ár. <br /> Embætti samstarfsráðherra Norðurlands féll mér í skaut og í okkar áherslum sem við vildum&nbsp; halda lofti og vinna að í því mikilvæga samstarfi – eru málefni sem lúta að ungu fólki, sjálfbærri ferðamennsku og málefnum hafsins, með sérstakri áherslu á bláa lífhagkerfið. <br /> Norrænar áherslur á jafnrétti, stafræna væðingu og sjálfbæra þróun fléttast inn í formennskuverkefnin, sem og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.</span></p> <p><span>Hér eru málefni unga fólksins í fyrsta sæti - málefni kynslóðarinnar sem fæddist í kringum aldamótin og er að hefja vegferð sína út í lífið. Við viljum hlusta á ungt fólk og standa fyrir samstarfsverkefnum sem efla menntun, menningu og heilbrigði.</span></p> <p><span>Þess vegna er það enn mikilvægara fyrir mig – sem samstarfsráðherra Norðurlanda þetta árið – að koma hingað og hlusta á ykkur.</span></p> <p><span>Í ráðuneyti mínu vinnum við að málefnum sveitarfélaga og það er hlutverk mitt&nbsp;sem ráðherra sveitarstjórnarmála að standa vörð um hagsmuni sveitarfélaga, um sjálfstjórn þeirra, um verkefni þeirra og fjárhag.</span></p> <p><span>En hvað er sveitarfélag? Það eru til nokkrar skilgreiningar – en svarið er&nbsp;í raun mjög einfalt – Sveitarfélag er fyrst og fremst samfélag fólks á öllum aldri, fólks sem býr saman á ákveðnum svæði og lifir lífi sínu frá degi til dag.&nbsp;Samfélag þar sem við ölumst upp í, göngum í skóla,&nbsp;stundum&nbsp; tómstundir og félagslíf, eignumst vini og nágranna. Þegar við verðum fullorðin –&nbsp;er það staðurinn þar sem við ölum upp börnin okkar, stundum launavinnu, eigum fjölskyldu og félagslíf. Þar sem aldraðir búa eftir að þeir hafa lokið sínu ævistarfi. Og svo miklu, miklu meira.</span></p> <p><span>Þetta er flókin heild og um hana gilda&nbsp;lög og reglur sem við þurfum að kunna og virða. Lýðræði er grunnurinn að þeim reglum.</span></p> <p><span>Við kjósum sveitarstjórn til að gæta að hagsmunum íbúa sveitarfélagsins og tryggja að þeir búi við bestu mögulegu aðstæður á hverjum tíma,&nbsp;fái lifað góðu og öruggu lífi.</span></p> <p><span>Hér er hugtakið lýðræði lykilhugtak og það er mjög mikilvægt að lýðræðislega kjörnar sveitarstjórnir séu í góðum tengslum við íbúa sína og þekkja viðhorf þeirra og þarfir. <br /> Þær þurfa að kunna að hlusta á það sem þið hafið að segja – hvers konar samfélagi þið viljið lifa í.</span></p> <p><span>Íbúar sveitarfélags – á öllum aldri – eru sérfræðingar í nærumhverfi sínu og samráð við þá stuðlar að vandaðri ákvörðunartöku og sem oftast meiri sátt – betra umhverfi.<br /> Í sveitarstjórnarlögum er sérstakur kafli þar sem m.a. er fjallað um samráð sveitarstjórna við íbúa sveitarfélaganna. Þessi ákvæði voru sett í lög 2011 en þá hafði orðið mikil vakning í sveitarfélögum og samfélaginu um mikilvægi almenns og víðtæks samráðs um opinber málefni. Í þessum lagakafla eru lögbundið hvernig þess samráði skuli háttað. Á þessum tíma var aðaláhersla (og krafan) á – að í búalýðræði fælist rétturinn til að íbúar gætu kallað fram kosninga um ákv. mál sem væru í&nbsp; meðferð sveitarstjórnarinnar.&nbsp;Ótrúlegar fáar sveitarstjórnir hafa valið þessa leið og enn færri íbúahópar hafa lagt það á sig að kalla fram kosningu.&nbsp;Reynslan hefur sýnt okkur og öðrum sambærilegum þjóðum eins og Norðurlandaþjóðum að þetta er ekki sú leið sem skilar bestum árangri og því hefur verið leitað eftir og þróaðar aðrar leiðir sem við í mínu ráðuneyti höfum mikinn áhuga á að skoða.<br /> Fyrir rúmu ári stóð ráðuneytið ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir málþingi um íbúasamráð. Markmið þess var að miðla þekkingu og reynslu til sveitarfélaga um hvernig sé hægt að stunda markvisst og árangursríkt íbúasamráð og virkja íbúa til jákvæðrar þátttöku. Á málþinginu kynntu sveitarfélög þróunarverkefni sín og skiptast á sjónarmiðum og reynslu í umræðum eftir kynningar.</span></p> <p><span>Ráðuneyti mitt (í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga) hefur nýlega samþykkt að leggja til fjármagn í verkefni sem hefur að markmiði – að byggja upp þekkingu í nokkrum tilraunasveitafélögum á því <strong><span>– </span></strong>hvernig hægt er að beita nýjum samráðsaðferðum – þar sem lögð er áhersla á að flétta íbúasamráði inn í ákvörðunarferla sveitarfélagsins og þar sem er beitt sértækum aðferðum til að&nbsp; til að ná til breiðs hóps íbúa –&nbsp;og sérstaklega þeirra sem hafa mikla hagsmuni að gæta en hafa sig lítið í frammi. Markmiðið með þessari aðferð er líka að tryggja að&nbsp;sem flest sjónarmið heyrist og leitast er við að skapa skilning meðal íbúa á mismunandi hagsmunum og forsendum sveitarstjórnar fyrir ákvörðunartöku.</span></p> <p><span>Það er starfshópur á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er að undirbúa þetta verkefni með þátttöku sérfræðinga frá háskólasamfélaginu og ráðuneytisins.&nbsp;Innan skamms verður auglýst eftir áhugasömum sveitarfélögum þar sem í umsókn þarf&nbsp; að skilgreina hvers konar verkefni þau sjá fyrir sér að setja af stað og það er ekki úr vegi fyrir ykkur – ungmennaráðin og annað ungt fólk að fylgjast með og koma með tillögur til ykkar sveitarstjórna.</span></p> <p><span>Skýringin á því af hverju lýðræðisþjóðir í fremstu röð&nbsp;eins og Norðurlöndin hafa verið að leita eftir og þróa leiðir til að&nbsp;auka lýðræðislega þátttöku&nbsp;almennings er að&nbsp;dregið hefur verulega úr kosningaþátttöku almennings og kannanir sýna að almenningur ber minna traust til pólitískra valdahafa en áður. </span></p> <p><span>Þetta þekkjum við vel hér á Íslandi.&nbsp;Við höfum haft miklar áhyggjur af minnkandi kosningaþátttöku og sérstaklega meðal yngstu kjósenda og það hefur verið gert átak í tengslum við kosningar sem stjórnvöld hafa styrkt til að fræða ungt fólk um mikilvægi þátttöku og hetja það til að kjósa.&nbsp;Flest öll félagasamtök ungs fólk hafa tekið þátt í slíkum átakverkefnum og&nbsp;kannski er skýringin á að sífellt fleiri sveitarfélög kosið sér eða skipað sérstök ungmennaráð sér til halds og traust.</span></p> <p><span>Mér finnst&nbsp;ánægjulegt að geta sagt það hér að við í ráðuneytinu höfum sannarlega orðið þess vör að sífellt fleiri sveitarfélög eru komin með ákvæði um ungmennaráð í sínar samþykktir.&nbsp; Og það er ánægjuleg þróun.</span></p> <p><span>En ég vil ljúka máli mínu með að hvetja ykkur – fulltrúa í ungmennaráðum – og annað ungt fólk sem hér er – til virkrar þátttöku í mótun nýrra sóknaráætlana –&nbsp;en nú er er að hefjast&nbsp;nýr áfangi á þeim vettvangi. Þar getið þið haft umtalsverð áhrif – ekki bara á sveitarfélagið ykkar&nbsp; – heldur landshlutann ykkar og skapað ykkur meiri lífsgæði.</span></p>
30. janúar 2019De vestnordiske landes stilling i den nye geopolitiske virkelighed<span></span> <p><em>Åben konference i Nordens Hus i Reykjavik<br /> Onsdag den 30. januar</em></p> <p><em>Åbningstale af Sigurður Ingi Jóhannsson, Islands nordiske samarbejdsminister</em></p> <p>Vivian Motzfeld, præsident Vestnordisk råd<br /> Guðjón Brjánsson, formand for den islandske delegation til Vestnordisk råd, <br /> Kári Páll Højgaard, formand for Færøernes delegation<br /> Kære kollegaer, kære gæster, aluu – god morgen – góðan daginn!</p> <p>Må man ikke starte med lykønskninger til Danmark med verdensmesterskabet i håndbold, det var velfortjent, verdens bedste målmand og verdens bedste udespiller. Tillykke Norge med anden plads, fantastisk præstation og til Sverige med femte plads, ikke slemt. Island derimod, ser frem til kommende verdensmesterskaber, med sit unge hold med fremtiden foran sig. Talende om fremtiden så kan jeg ikke undgå at nævne Ukaleq Astri Slettemarks guldmedalje i skiskydning på Junior Verdensmesterkabet i Slovakiet i søndags, Grønlands første medalje og det blev guld. Godt gået.</p> <p>For det første vil jeg takke vores værter, Vestnordisk råd, for invitationen. Det er altid en stor fornøjelse at sætte fokus på den vestnordiske region, vores nærmeste naboer, venner og samarbejdspartnere. Fornøjelsen er særlig stor nu hvor Island har formandsskab i Nordisk Ministerråd, hvor vi blandt andet lægger vægt på Vestnorden og Arktis formandskabsprogrammet.</p> <p>Vestnordisk samarbejde har udviklet sig markant i løbet af de sidste tyve år. Vestnordisk råd ivaretager vores fælles vestnordiske interesser, og er en arena for den vigtige parlimentariske dialog, på områder som transport, fiskeri, kultur, uddannelse og forskning. Denne diskussion kan danne grundlaget for vores nationale politiske debat og skabe substans for regionalt samarbejde.</p> <p>Nu til konferencens overskrift og indhold, ”De vestnordiske landes stilling i den nye geopolitiske virkelighed”.</p> <p>Man kan godt sige at vi lever i accelerationsalderen, hvor alt og alting udvikler sig hurtigere og er mere kompliceret end nogensinde. Den bekendte amerikanske forfatter og journalist Thomas Friedman snakker om acceleration i teknologi, handel, information og klima. Dette koncept af øget hastighed gælder også for international fred og sikkerhed hvor trusler som cyber og hybrid tager alt mere af vores opmærksomhed og bliver mere og mere kompliceret.</p> <p>Klimaforandringerne er den mest alvorlige globale trussel i vores tid og rører os alle. Den vestnordiske region og Arktis er endnu mere påvirket og udviklingen er endnu mere acceleret end andre steder i verden. Vi kan ikke undgå at lægge mærke til hvor hurtigt vores gletschere og havis forsvinder, og hvor dramatiske udsvingene i vejret er blevet. Konsekvenserne er alvorlige for beboerne, selvom mindre havis også skaber økonomiske muligheder.</p> <p>På dette område kan og skal den vestnordiske region vise lederskab, dér har vi intet valg. Vi behøver overvåge klimaforandringene nøje i vores region, og aktivt deltage i den internationale dialog og handlinger som verdens nationer nu går i gang med. Intet om os uden os.</p> <p>Vi lever i en sammenkoblet og evigt forbundet verden, hvor internettet altid er tændt og folk bevæger sig verdenshjørne imellem på nogle få timer. Men trods at Norden på mange måder er en forgangsregion, er Vestnorden stadigvæk på periferien, og det kan være langt imellem folk, langt til hovedstaden og 5G forbindelsen uden for hovedstæderne en fjern drøm.</p> <p>Som transportminister er bedre forbindelser mellem folk og steder og mellem varer og markeder mit udgangspunkt. Det har været meget/yderst interessant for mig at følge udviklingen af søtransportnetværket i Nordatlanten, som for eksempel Eimskips vækst. Vi håber at samarbejdet mellem Eimskip og Royal Arctic Line snart træder i kraft, da det vil gøre stor forskel for regionen.</p> <p>Kære venner,</p> <p>Det kan godt være at vi i Island, Grønland og Færøerne er små nationer, men vi er beboere i et enormt område, land og hav, og det betyder også noget. Bemærk også at regionens globale udenrikspolitiske betydning vokser igen og vi har, som en del af den nordiske familie, en stærk og vigtig stemme at støtte menneskerettigheder, retsstaten og folkeretten i internationalt samarbejde. </p> <p>Vi er alle store havnationer og man kan konstatere at havet er fuldt af udfordringer, men havet er også mulighedernes ophav. Bæredygtig anvendelse af havets levende ressourcer inden for rammen af bæredygtig fiskeriforvaltning, den blå bioøkonomi og blå vækst, er en af vores største styrkepositioner. Innovative løsninger til hvordan vi hånterer dilemmaet mellem økonomisk vækst og beskyttelse af naturens ressourcer er en forudsætning for vores velstand og velfærd.</p> <p>Vi står overfor et lignende dilemma vedrørende den enorme vækst i vores turisme. Turisme i de nordlige egne er til stor grad naturbaseret turisme, hvor balansen mellem brug og værn er afgørende for bæredygtigheden. Der har vi et behov til at udvikle vestnordiske og nordiske løsninger for en bæredygtig turisme i en sårbar natur, der også kunne blive til en international styrkeposition. </p> <p>Ungdommen er derudover en af vores styrker her i Vestnorden, men er også forbundet til nogle af vores sværeste udfordringer. Aktiv deltagelse af de unge i samfundet, deres psykiske helbred, og integration af nye nordboer, er nogle af de udfordringer hvor det gavner os mest at arbejde sammen, dele erfaringer og kundskab. </p> <p>Kære naboer,</p> <p>Som jeg nævnte før har Island påtaget sig ansvaret for at lede nordisk samarbejde i Nordisk Ministerråd i år. Vi er allerede kommet godt i gang og afholdt vores kick-off event her i Nordens Hus i sidste uge. Det er ikke helt tilfældigt at vores formandskabsprogram prioriterer ungdommens udfordringer og muligheder i Norden, bæredygtig turisme i de nordlige egne og blå vækst i den havbaserede økonomi. Dette er områder, hvor vi kan lære af hinanden, og hvor vi står stærkere sammen. </p> <p>Formandskabet varer i et år, men formandskabsprogrammet og formandskabsprojekterne varer i tre. Formandskabsprogrammet består af de tre prioriteringer jeg nævnte, hver prioritering indeholder så tre projekter, ni projekter i alt. Vi involverede Grønland og Færøerne på et tidligt tidspunkt i forberedelserne for formandskabet, jeg mødte mine grønlandske og færøske kollegaer allerede sidste forår. Det har blandt andet resulteret at Grønland og Færøerne er partnere i flere af formandskabsprojekterne og et af projekterne, der handler om havne som innovationsøkosystemer og drivere for lokal økonomisk vækst.</p> <p>Til sidst vil jeg igen sige at vi lever i en kompliceret og accelereret verden, hvor der ikke findes nogen nemme løsninger eller quick fix. Vi behøver samarbejde tæt som aldrig før i den vestnordiske region og i Norden. Vi kan og bør begge vise at sammen er vi stærkere og har en stærk stemme i verden, sammen kan vi gøre en forskel.</p> <p>Tak for opmærksomheden.</p>
30. janúar 2019Efling sveitarstjórnarstigsins<p><span><em>Greinin var birt í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 30. janúar 2019.</em></span></p> <p>Ég átti fyrir skemmstu ánægjulegan fund með fulltrúum fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu sem ræða nú sameiningu sveitarfélaganna. Þar var ég upplýstur um stöðu viðræðna og þá vinnu sem er í gangi við að greina áhrifin ef af sameiningu yrði og þeim áskorunum sem takast þyrfti á við í náinni framtíð. Íbúum sveitarfélaganna hefur fækkað á umliðnum árum, hefðbundin landbúnaður dregist saman og atvinnulíf er fremur einhæft í samburði við aðra landshluta. Þá þarf að bæta samgöngur innan héraðs, en almennt má segja að staða annarra innviða er góð. </p> <p>Á fundinum var einnig rætt um þau fjölmörgu tækifæri sem eru til staðar í héraðinu og að með samstilltu átaki heimamanna og stjórnvalda væri hægt að snúa þessari þróun við. Uppbygging gagnavers á Blönduósi er nærtækasta dæmið um það auk margvíslegrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað í tengslum við ferðaþjónustu. </p> <h2>Styrkur kemur með stærð</h2> <p>Það verður að sjálfsögðu íbúanna sjálfra að ákveða hvort af sameiningu sveitarfélaganna fjögurra verður eða ekki. Það er sjálfsagt að sveitarfélögin taki sér góðan tíma til undirbúnings og kynningu meðal íbúa. </p> <p>Ég hef þá bjargföstu skoðun að almennt hafi stærri sveitarfélög meiri burði til að sinna lögbundinni þjónustu við íbúanna. Þau eru betur í stakk búin til að takast á við hvers konar breytingar í umhverfi sínu, svo sem á sviði tækni og til að berjast fyrir mikilvægum hagsmunamálum sveitarfélagsins. Mörg sveitarfélög hér á landi eru ansi fámenn og það er umhugsunarefni. Verkefnisstjórn um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga, sem skilaði áliti sínu og tillögum árið 2017, taldi að of mikill tími og fjármunir færu í rekstur sveitarfélaga og of lítið væri aflögu til stefnumótunar og til að móta framtíðarsýn fyrir sveitarfélögin. Núverandi sveitarstjórnarskipan væri að hluta til haldið við með samstarfi á milli sveitarfélaga og byggðasamlögum.</p> <h2>Stefnumótun fyrir sveitarstjórnarstigið</h2> <p>Ég hef nýlega skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að vinna stefnumótandi áætlun um málefni sveitarfélaga, sem meðal annars er ætlað samræma stefnumótun ríkis og sveitarfélaga með heildarhagsmuni sveitarstjórnarstigsins að leiðarljósi. Stefnumótun ríkisins á þessu sviði er nýmæli og felur í sér að gerð langtímaáætlunar í takt við aðra stefnumótun og áætlanagerð á verksviði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, þ.e. samgönguáætlun, fjarskiptaáætlun og byggðaáætlun og sóknaráætlanir. </p> <p>Vinnan hefst formlega í þessari viku þegar starfshópurinn kemur saman í fyrsta skipti. Meðal þátta sem stefnumótunin mun taka til er stærð og geta sveitarfélaganna til að rísa undir lögbundinni þjónustu og vera öflugur málsvari íbúa sinna. Þá hef ég áður lýst yfir að stórauka þurfi fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar. Mikilvægt er að nýsameinuð sveitarfélög hafi gott fjárhagsleg svigrúm til að vinna að nauðsynlegri endurskipulagningu á stjórnsýslu og þjónustu í samræmi við forsendur sameiningar og hafi svigrúm til að styðja við nýsköpun. Þá er mikilvægt að svigrúm sé til lækkunar skulda í kjölfar sameiningar, þar sem það á við.</p> <h2>Samstaða um framtíðina</h2> <p>Ég bind miklar vonir við starfshópinn og þá vinnu sem framundan er, sem meðal annars felur í sér víðtækt og gott samráð um allt land. Það er mín von og trú að afurðin verði áætlun sem samstaða er um og stuðli markvisst að eflingu sveitarfélaganna á Íslandi til hagsbóta fyrir íbúa þeirra og landið allt. </p> <p>Þar sem tilefni greinarinnar var ánægjuleg heimsókn sveitarstjórnarmanna úr Austur-Húnavatnssýslu er að lokum gaman að segja frá því, að formaður starfshópsins er Austur-Húnvetningurinn Valgarður Hilmarsson, fyrrverandi oddviti og sveitarstjórnarmaður á Blönduósi til langs tíma og nú síðast bæjarstjóri á Blönduósi.</p> <p>Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</p>
24. janúar 2019Norræn samvinna<p><span><em>Greinin var birt í Fréttablaðinu, fimmtudaginn 24. janúar 2019</em></span></p> <p><span>Ísland tekur við formennskunni í Norrænu ráðherranefndinni á spennandi tímum. Staðreyndin er sú að mjög víða geta Norðurlöndin skilað betri árangri með samstarfi, heldur en sitt í hvoru lagi. Með samstarfi sín á milli hafa Norðurlöndin náð því að vera í fremstu röð hvort sem litið er til nýsköpunar, velferðar, jöfnuðar eða jafnréttis. Norðurlöndin hafa ítrekað sýnt að með samvinnu geta þau haft slagkraft umfram þyngd enda telja þau samtals 27 milljónir íbúa og mynda 12. stærsta hagkerfi heims.</span></p> <p><span>Við Íslendingar njótum góðs af þessu. Rúmlega 30 þúsund Íslendingar búa á hinum Norðurlöndunum sem samsvarar þriðja stærsta bæjarfélagi landsins. Samanlagt eru Norðurlöndin stærsta „viðskiptaland“ Íslands þegar litið til inn- og útflutnings á vörum og þjónustu. Norrænar kvikmyndir, sjónvarpsseríur, glæpasögur, tónlist, myndlist og hönnun – Ísland er þar í góðum hópi og norræna vörumerkið er sterkt. Norðurlöndin veita hvort öðru pólitíska fótfestu á óróatímum. </span></p> <p><span>Ég er þeirrar skoðunar að aukin óvissa á alþjóðavettvangi hafi á vissan hátt þjappað Norðurlöndunum betur saman. Nýleg könnun um afstöðu til norræns samstarfs sýndi að mikill meirihluti íbúa vill meiri eða mun meiri samvinnu en nú er. Þó Norðurlöndin séu vitaskuld ekki sammála um allt þá eru grundvallaratriðin á hreinu: Mannréttindi, lýðræði, réttarríki og friðsamleg lausn deilumála.</span></p> <p><span>Norræn samvinna er vissulega rótgróin en um leið sprelllifandi og lítur til framtíðar. Og framtíðin kallar á nýju hugsun og nýsköpun í norrænu samstarfi. Það er enginn hörgull á áskorunum. Gervigreind og vélmenni mun gjörbreyta vinnumarkaði framtíðar. Samkeppni við önnur markaðssvæði um fólk og fyrirtæki fer vaxandi. Umhverfis- og loftslagsmálin þola enga bið. Norðurlöndin standa frammi fyrir þessum breytingum og takast á við þær saman. Um leið stöndum við vörð um hefðbundnari samvinnu í þágu íbúa og hlúum að vináttu okkar og velferð.</span></p> <p><span>Það er með stolti og metnaði sem Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2019. Á formennskuárinu leggjum við áherslu á hagsmuni ungs fólks, sjálfbæra ferðamennsku og málefni hafsins, og eigum frumkvæði að níu norrænum formennskuverkefnum á þessum sviðum. Meira um það á norden.org.</span></p> <p><span>Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda</span></p>
15. janúar 2019Flýtum framkvæmdum - fækkum slysum<p><em>Greinin var birt í Fréttablaðinu, þriðjudaginn 15. janúar 2019</em></p> <p>Markmiðið með metnaðarfullri samgönguáætlun verður ekki mælt í kílómetrum, heldur mannslífum og lífsgæðum. Til að stuðla að fækkun slysa og auka umferðaröryggi er áhrifaríkast að endurbæta vegakerfið sem lætur víða á sjá í kjölfar aukinnar umferðar og þungaflutninga, m.a. vegna mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna. Sambærileg framlög og á undanförnum árum mæta engan veginn uppsafnaðri þörf til að breikka og tvöfalda vegi til að mæta aukinni umferð. Tekjur af ökutækjum og eldsneyti renna að stærstum hluta til vegagerðar en spár gera ráð fyrir með aukinni nýtingu annarra orkugjafa muni þær minnka á næstu árum. Ný leið í fjármögnun er að fólk greiði fyrir notkun sína.</p> <p><strong>Stóraukið álag á vegakerfinu</strong><br /> Fjöldi ekinna kílómetra á þjóðvegum landsins hefur aldrei verið meiri en nú. Umferðin hefur breyst mikið á undanförnum árum og aukist um 46% á Hringveginum á sl. fimm árum. Vegakerfið annar varla umferðarálaginu enda var það að miklu leyti byggt upp þegar bílar og þungaflutningar voru færri og umferðarhraðinn lægri. Fjölgun ferðamanna hefur ítrekað farið fram úr bjartsýnustu spám og eru ákveðnir staðir vinsælli en aðrir með tilheyrandi álagi á stofnæðar þjóðvegakerfisins til og frá Reykjavík. </p> <p><strong>Almenningssamgöngur</strong><br /> Aukning í umferð er ekki einungis á vinsælum ferðamannaleiðum og helstu tengingum út úr höfuðborginni. Umferðaraukning hefur einnig verið á höfuðborgarsvæðinu en miðað við óbreytt ástand þá er áætlað að hún aukist um 40% til ársins 2040. Viðræður eru í starfshópi ríkisins og sveitarfélaganna um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu.</p> <p><strong>Fjármögnun samgangna</strong><br /> Fjármagn vegna ökutækja og eldsneytis skila ríkissjóði um 47 milljörðum og er hlutfall þess sem rennur til vegagerðar um 70%. Restin, eða um 30% af fjármagni vegna ökutækja og eldsneytis fer í tengda liði, okkar sameiginlegu sjóði sem deilist út í heilbrigðiskerfið, tollgæslu og löggæslu, meðal annars til að standa undir kostnaði við eftirlit og afleiðingar af notkun ökutækja. Á allra næstu árum munu orkuskipti leiða til þess að þróun skatttekna af ökutækjum fer minnkandi.</p> <p><strong>Stóra stökkið </strong><br /> Ástand í samgöngum eiga ekki að hefta lífsgæði eða hafa neikvæð áhrif á líf fólks, heldur þvert á móti. Færa þarf vegakerfið upp um umferðaröryggisflokka og ljóst að ákveðnar framkvæmdir á fjölförnum stöðum þurfa að eiga sér stað á skömmum tíma. Umfang áætlaðra flýtiframkvæmda er um 10% af heildar samgönguáætlun, um 60 milljarðar króna. Þær fela í sér alvöru framkvæmdir s.s. breikkun vega, tvöföldun á vegum og aðskildar aksturstefnur. Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og aðskilnaður akstursstefna er gott dæmi um hve miklum árangri má ná með slíkum aðgerðum en verulega hefur dregið úr alvarlegum slysum á þeirri leið eftir framkvæmdina. Bylting verður í umferðaröryggi þegar Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur verða tvöfaldaðir. </p> <p><strong>Gjaldtöku lýkur</strong><br /> Gert er ráð fyrir að afmarkaðar leiðir verði fjármagnaðar af þeim sem nýta, líkt og þekkt var í Hvalfjarðargöngum. Gjaldtaka hófst og gjaldtöku lauk. Afmörkuðu leiðirnar þurfa að taka mið af stöðu svæða, ferðaþjónustu, öryggissjónarmiðum og vali um aðra leið þar sem því verður við komið. Að loknum framkvæmdum og endurbótum verður innheimt tímabundið gjald og gjaldtöku hætt að lokinni uppgreiðslu láns. Tímalínan gæti verið þessi: Útboð hefjast á þessu ári, framkvæmdir á því næsta og innheimta að þeim loknum, árið 2024. Gjaldtakan myndi þá hefjast á svipuðum tíma og skatttekjur af ökutækjum færu minnkandi. </p> <p><strong>Sátt um samgönguáætlun</strong><br /> Samgönguáætlun hefur verið til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, síðan í október. Mikilvægt er að sátt náist um hvaða leiðir á að taka út fyrir sviga og setja í flýtiframkvæmdir. Forsenda þess að farið verði í gjaldtöku er gagnsæi um ráðstöfun fjármagns, að innheimt gjöld fari til afmörkuðu framkvæmdanna. </p> <p><strong>Jafnræði</strong><br /> Stefnt er að því að leggja fram frumvarp á vorþingi um framtíðarfjármögnun vegakerfisins. Jafnræði þarf að ríkja um greiðslu gjalda. Markmiðið er að sem flestir taki þátt, að gjaldið deilist á sem flesta, t.d. þannig að ferðamenn greiði einnig. Bæði kostnaður flýtiframkvæmda og umferð er mismikil á hverri leið fyrir sig. Þannig þarf umfjöllun að eiga sér stað um annars vegar að sama gjaldið gildi fyrir allar leiðir, óháð umferð eða hins vegar hvort að gjaldið eigi að endurspegla kostnað framkvæmda og umferð á hverjum stað. Mikilvægt er að fá sameiginlega sýn en niðurstöður starfshóps og nánari útfærslur munu liggja fyrir á næstu dögum sem frumvarpið mun byggja á. </p> <p><strong>Að lokum</strong><br /> Markmiðið með flýtiframkvæmdum er að auka umferðaröryggi, skilvirkni í umferðinni og fækka slysum. Þrátt fyrir allar þessar aðgerðir eru það fyrst og fremst við sjálf sem ráðum því hvaða árangri við náum í umferðaröryggi og slysavörnum. Högum akstri eftir aðstæðum.</p> <p>Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</p>
21. júní 2018Ávarp á stefnumótunarfundi í fjarskiptum, póstmálum, netöryggismálum og málefnum Þjóðskrár Íslands <p style="text-align: center;">Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</p> <p style="text-align: center;"><strong>Stefnumótun í fjarskiptum, póstmálum, netöryggismálum og málefnum Þjóðskrár Íslands</strong> </p> <p style="text-align: center;">21. júní 2018, kl. 09:00 Heklu, Hótel Sögu, Reykjavík</p> <p>Komið þið sæl</p> <p>Ég býð ykkur velkomin til þessa stefnumótunarfundar sem er mjög mikilvægur þáttur í mótun nýrrar stefnu í þeim málaflokkum sem heyra undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.</p> <p>Ég hef tekið að mér það mikilvæga hlutverk að stýra samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu næstu fjögur árin og ætla mér að nýta þann tíma til hins ítrasta til að ná fram nauðsynlegum breytingum og umbótum á þeim sviðum sem undir ráðuneytið heyra. Frumvarpavinna verður skipulögð nokkur ár fram í tímann og nú í upphafi kjörtímabilsins er stefnumótunarvinna í algjörum forgangi og stefnt að því að í lok ársins liggi fyrir nýjar stefnur í öllum helstu málaflokkum sem undir ráðuneytið heyra. </p> <p>Eftir hádegi í dag er samgönguþing þar sem lagðar verða línur fyrir samgönguáætlun en hér og nú og fram að hádegi verða lagðar línur fyrir nýja fjarskiptaáætlun sem nær ekki einungis til fjarskipta heldur einnig til póstmála, netöryggismála og málefna sem heyra undir Þjóðskrá Íslands. </p> <p>Ráðuneytið eitt og sér mótar ekki stefnu. Við þurfum á ykkur öllum sem eruð hér í dag að halda til að segja okkur hvað er brýnast, hvaða hindrunum þarf að ryðja úr vegi og hvernig ríkið á að haga sér í þeim gríðarlegu tækni- og samfélagsbreytingum sem spáð er að muni eiga sér stað á næstu árum og áratugum. </p> <p>Hvaða hlutverki eiga opinberir aðilar að gegna t.d. við innleiðingu 5g-tækninnar og hvað hlutverki eiga markaðsaðilar að gegna?&nbsp; Þetta þarf að ræða og svo margt, margt fleira.</p> <p>Á síðustu vikum hef ég tekið á móti forystumanni Alþjóðafjarskiptasambandsins og Indverskum ráðherra og vildu báðir ræða framúrskarandi árangur Íslands í fjarskiptum – og þá hvernig við hefðum náð svo framúrskarandi árangri í fjarskiptamálum. </p> <p>Fundir sem þessir eru góð áminning um að með miklum metnaði, skýrri stefnu og eftirfylgni getum við náð miklum árangri. </p> <p>Við búum að góðri reynslu af því að móta fyrri stefnur og innleiða þær. Þar er mér efst í huga verkefnið Ísland ljóstengt og hvernig til tókst að fá ríkið, sveitarfélögin, fjarskiptafélögin og byggðasjóði til að leggjast sameiginlega á árarnar til að koma háhraðatengingum til heimila og fyrirtækja á dreifbýlustu svæðum landsins. Ef það hefði ekki tekist væri Ísland ekki í fyrsta sæti á lista ITU yfir fjarskiptainnviði. </p> <p>Nú, - fundargestir góðir, spyr ég, eigum við ekki að yfirfæra reynslu okkar af árangursríkri nálgun á fjarskiptamálin yfir á netöryggismálin, póstmálin og málefni Þjóðskrár Íslands?&nbsp; Er nokkur ástæða til að ætla annað en við getum stórbætt stöðu okkar í þessum málaflokkum með því að sýna metnað, móta skýr stefnu og fylgja henni skipulega og fast eftir?</p> <p>Þau viðfangsefni eða þær áskoranir sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir á næsta áratug eru að mörgu leyti óljósar. Tæknileg umbreyting íslensks samfélags er hér undir, hvorki meira né minna. Fjarskiptin eru grunnurinn sem allt byggir á í fjórðu iðnbyltingunni, í 5g og Interneti hlutanna. Og útbreiðsla og notkun tækninnar er háð því að fólk og fyrirtæki treysti tækninni og því að viðkvæmar upplýsingar&nbsp; komist ekki í hendur óviðkomandi. Þar kemur netöryggið inn í dæmið. </p> <p>Ráðuneytið hefur verið að undirbúa frumvarp um netöryggismálin sem nú er búið að birta til umsagnar í samráðsgátt ráðuneytanna en mikið verk er framundan við að auka öryggi upplýsinga, ýmissa grunnkerfa samfélagsins og neta. Þessi mál verða eðlis síns vegna að vera í forgangi.</p> <p>Í póstmálum blasa við miklar áskoranir sem eru þær sömu í flestum vestrænum löndum. Magn bréfapósts fer hratt minnkandi en bögglapóstur eykst.&nbsp; Þetta kallar á breytingar og stefni ég að því að leggja fram frumvarp til nýrra póstlaga á haustþingi. </p> <p>Opinberir aðila halda nokkrar stórar skrár sem oft er vísað til sem grunnskráa ríkisins. Þjóðskrá Íslands heldur utan um tvær af þeim allra&nbsp; mikilvægustu það er þjóðskrá og fasteignskrá. Í slíkum skrám felast mikil verðmæti. Við blasir að þau kerfi sem halda utan um persónulegar upplýsingar eða upplýsingar um fasteignir þurfa að fá upplýsingar greiðlega úr þessum skrám.&nbsp; Og þróun þeirra og virkni hefur áhrif á fjölda annarra kerfa stofnana og fyrirtækja. Mikilvægi þess að þeir sem taka ákvarðanir í samfélaginu geti byggt þær á áreiðanlegum gögnum – verður ekki ofmetið. Ég tel að íslensk stjórnvöld þurfi að huga vel að þessu. </p> <p>Tæknileg umbreyting samfélagsins er sannarlega hafin.&nbsp; Og Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að vera með besta fjarskiptakerfi í heimi að mati ITU.&nbsp; Að auki er menntunarstig, efnahagur og stjórnskipulag með þeim hætti að Ísland ætti að geta gert tímanlega þær ráðstafanir sem tryggðu farsæla tæknilega umbreytingu samfélagsins alls – og á þann hátt að allir landsmenn njóti afrakstursins.&nbsp; Með öðrum orðum þá er mín sýn á þau verkefni sem framundan eru sú að: Með metnaði, skýrri stefnu og skipulegri eftirfylgni getum við tryggt farsæla tæknilega umbreytingu samfélagsins á þann hátt að landsmenn allir njóti afrakstursins. </p> <p>Ég er því fullur bjartsýni og vonast til að við hjálpumst að við að móta metnaðarfulla stefnu sem lýsir því hver meginviðfangsefnin eru, hvert við viljum komast á hverju sviði og um leið hvernig við ætlum að komast þangað.&nbsp;&nbsp;&nbsp; </p> <p>Ég vil þakka vinnuhópnum sem heldur utan um mótun nýrrar stefnu og þakka sérstaklega Póst- og fjarskiptastofnun og Þjóðskrá Íslands fyrir þeirra þátt í vinnunni. </p> <p>Að lokum vil ég svo þakka ykkur öllum fyrir að mæta hér í dag og leggja ykkar að mörkum við mótun stefnunnar.</p>
21. júní 2018Erindi á samgönguþingi 21. júní 2018<p style="text-align: center;"><strong>Samgönguþing 21. júní 2018</strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</strong></p> <p>&nbsp;</p> <p>Góðir gestir</p> <p>Samgöngur eru undirstaða atvinnugreina landsins og eru lykilatriði þegar kemur að uppbyggingu byggða- og atvinnukjarna. Ferðaþjónusta, sjávarútvegur og orkuframleiðsla sem skapa stærstu verðmætin fyrir þjóðarbúið eru allar háðar samgöngum í lofti, láði og legi. Samkeppnishæfni þessara atvinnugreina eiga því mikið undir greiðum samgöngum, hvort sem er innanlands eða á milli landa. </p> <p>Samgöngurnar sjálfar eru einnig stór og mikilvæg atvinnugrein, nægir þar að nefna að aðeins flugið og tengd starfsemi er talið standa undir hið minnsta fjórðungi landsframleiðslu og skapa tugþúsundir starfa. </p> <p>Samgöngur skipta sköpum fyrir daglegt líf. Íbúar á landsbyggðinni þurfa að geta reitt sig á greiðar samgöngur en vaxandi samþjöppun grunnþjónustu á stærstu þéttbýlisstöðum ýtir enn frekar undir mikilvægi þeirra. Fólksfjölgun hefur aðallega átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu og í nærliggjandi byggðum. Víða erlendis er þó vaxandi eftirspurn eftir því að búa úti á landi og bendir ýmislegt til að slík þróun sé hafin hér á landi í ríkari mæli ef marka má tölur Hagstofunnar frá janúar 2018. </p> <p>Samgöngur eru einn mikilvægasti þátturinn í grunnþjónustu ríkisins og hafa útgjöldin að langmestu leyti verið á vegum þess. Á síðustu árum hefur þróun framlaga til vegakerfis verið í öfugu hlutfalli við fjölda notenda og ekna kílómetra á vegunum og þar með hefur hægst á uppbyggingu vegakerfisins. </p> <p>Afleiðing þessarar þróunar hefur verið að ýmsar brýnar framkvæmdir, m.a. með tilliti til umferðaröryggis, hafa setið á hakanum. Þessu þarf að breyta en eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar er að hraða uppbyggingu í vegamálum til að tryggja umferðaröryggi vegfarenda og treysta fjölbreytt atvinnulíf um land allt. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að við forgangsröðun í vegamálum verði litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða. </p> <p>Í samgönguáætlun, sem mun verða lögð á Alþingi í haust, verður m.a. horft til fyrrnefndra atriða. Áætlunin sem verður í takt við þær fjárheimildir sem eru til umráða hverju sinni tekur mið af fjármálastefnu og fjármálaáætlun sem eru hvoru tveggja til 5 ára. Það er liðin tíð að samgönguáætlun sé einhver óskalisti, en hún á að vera raunsæ og tímasett áætlun um samgöngukerfið, sem er lífæð landsins.</p> <p>Í fjármálaáætlun næstu fimm árin er gert ráð fyrir umtalsverðri aukningu á fjármagni eða 16,5 milljörðum strax á næstu þremur árum. Alls er gert ráð fyrir að 160 milljarðar gætu runnið til vegaframkvæmda á næstu 5 árum (2019-2023). </p> <p>Umtalsverð aukning í fjárveitingum varð einnig í fjárlögum þessa árs sem eru nú komnir til framkvæmda víðsvegar um landið. Bæði er um að ræða aukna fjármuni til vegaþjónustu og viðhalds vega. Þá samþykkti ríkisstjórnin á vordögum að fjórir milljarðar króna færu aukalega núna strax til brýnna vegaframkvæmda sem snúa að því að verja vegakerfið fyrir frekari skemmdum í kjölfar umhleypinga vetrarins og stóraukinnar umferðar.</p> <p>Með auknu fjármagni er hægt að setja aukinn kraft í viðhald, styrkingar og ýmsar endurbætur. Aukið fjármagn gefur svigrúm til að forgangsraða og ráðstafa því fjármagni sem er til reiðu og leggja áherslu á brýn verkefni sem setið hafa á hakanum og eru tilbúin til framkvæmda strax. Nú verður hægt að flýta mikilvægum vegabótum um land allt sem ella hefðu þurft að bíða, t.d. á Grindavíkurvegi og Borgarfjarðarvegi. </p> <p>Ljóst er að síaukinn umferðarþungi knýr á um að ráðist verði enn frekar í fjárfrekar framkvæmdir til að bæta samgöngur og auka öryggi. Þannig óx akstur á vegum um 47% frá árinu 2010 til 2017, þar af langmest síðustu 2 árin.&nbsp; Þar skipti mestu akstur erlendra ferðamanna sem óku í síðastliðnum ágústmánuði hátt í 120 milljónir kílómetra eða sem nemur fjórðungi af heildarakstri á þjóðvegum landsins.</p> <p>Ríkið fær tekjur af umferð ökutækja gegnum bifreiða- og eldsneytisgjöld. Þróun tekna hefur verið hlutfallslega neikvæð sem skýrist af því að þau ökutæki sem flutt eru inn eru sífellt sparneytnari og losa minni koltvísýring en áður var. Hlutfall þeirra bifreiða sem ekki nota eldsneyti mun aukast hratt á næstu árum. Loftslagsbreytingar hafa knúið á um jávæða þróun bílaflota landsins í umhverfisvænni átt og mun sú þróun í sífellt meira mæli leiða til þess að gjöld fyrir notendur munu lækka. </p> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneytið setti á laggirnar nefnd sem fékk það hlutverk að endurskoða skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Benedikt S. Benediktsson sem fór fyrir nefndinni mun kynna niðurstöður hennar&nbsp; en verkefnið var að skoða núverandi kerfi og leggja fram tillögu að framtíðarstefnu stjórnvalda í þessum efnum.</p> <p>Góðir gestir</p> <p>Ljóst er að við stöndum á nokkurs konar krossgötum umbreytinga og því nauðsynlegt að taka umræðu um framtíðarstefnu um fjármögnun vegakerfisins.</p> <p>Ég hef því ákveðið að setja á laggirnar starfshóp til að koma með tillögur um hvernig flýta megi uppbyggingu greiðra og öruggra samgöngumannvirkja til að mæta auknu álagi á einstaka leiðum. </p> <p>Verið er að skipa nefnd um fjármögnun í vegakerfinu sem &nbsp;verður falið að stilla upp sviðsmyndum af svo kölluðu flýtigjaldi fyrir stærri framkvæmdir eins og að brúm og göngum og horfa til annarra landa í þeim efnum. </p> <p>Í því sambandi hef ég nefnt, sem dæmi, gjaldtöku af einstaka mannvirkjum á þjóðvegi 1. Í þeirri sviðsmynd má hugsa sér nýja brú yfir Ölfusá, nýjan veg um Mýrdal og göng í gegnum Reynisfjall, sem myndi færa umferð frá byggðinni í Vík, nýjan veg um Öxi og nýja leið um Sundabraut, (að ógleymdum Seyðisfjarðargöngum). Staðsetning þessara framkvæmda miðast við að ökumenn hafi valkost að aka aðrar leiðir og eru því ekki bundnir af því að greiða gjöldin. Valið stæði þá á milli nýju leiðarinnar og þeirrar gömlu. Gjaldið yrði að vera hóflegt og tímabundið og innheimt með sjálfvirkum hætti. </p> <p>Einnig væri útfærsla af tímagjaldi fyrir afnot af vegakerfinu möguleiki. Hægt væri að hugsa sér mismunandi gjald eftir aðgangstíma, til dæmis ársgjald, gjald fyrir samfelldan 2ja mánaða aðgang og samfelldan 10 daga aðgang svo eitthvað sé nefnt. </p> <p>Helstu kostir eru að gjaldtakan er sjálfvirk og hefur ekki truflandi áhrif á umferð, en hópurinn mun leggja mat á kosti, galla og helstu áhættuþætti. Ég vil ítreka hér að vinnan er að hefjast – leiðir og útfærslur eru allar eftir og ætlunin er að taka umræðuna -í samfélaginu -við pólitíkina. Hér hafa fyrst og fremst verið nefnd dæmi.</p> <p>Þannig er ekkert til fyrirstöðu að innleiða blandaða leið að einhverju marki og ekkert til fyrirstöðu að taka ákvörðun um að hefja tilteknar framkvæmdir, svo sem við Sundabraut sem er orðin löngu tímabær. Sundabrautin sem auk þess hefur mikla þýðingu fyrir höfuðborgarsvæðið og þróun byggðar á suðvesturhorni landsins mætti fjármagna með sérstakri gjaldtöku nú en taka að auki upp tímagjald á síðari stigum þegar almenn stefnumótun um gjaldtöku af umferð liggur fyrir. </p> <p>Ef nokkrar slíkar brýnar framkvæmdir á brúm og göngum eru teknar lauslega saman þá gæti fjárþörfin verið á svipaðri stærðargráðu og sú fjárhæð sem gert er ráð fyrir í fjármálaáætlun á næstu 5 árum eða um 160 milljarðar.</p> <p>Hugsa mætti sér að fjármögnun vegakerfisins samanstæði af blandaðri fjármögnun, þ.e. hefðbundinni fjárveitingu og gjaldtöku. </p> <p>Eigi að síður þá er markmiðið að fjármagn til vegaframkvæmda sem eru á fjárlögum ríkisins hækki og verði um 1,5% af vergri landsframleiðslu – til lengri tíma. Þar með yrði snúið við þróun undanfarinna ára sem hefur einkennst af samdrætti. Ljóst er að umtalsvert átak þarf á næstu árum til að vinna upp samdráttinn og ná upp lagfæringu á vegakerfinu í takt við aukna umferð og notkun.</p> <p>Góðir gestir</p> <p>Fjöldi ferðamanna til landsins ýtir einnig undir að flugrekstur hefur færst í aukana sem sjá má á auknum umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Það er einkar ánægjulegt og hefur jákvæðan efnahagslegan ávinning í för með sér og er flugstarfsemi nú ein allra stærsta atvinnugrein þjóðarinnar. </p> <p>Við erum ennþá að læra hvernig nýta megi tækifærin í ferðaþjónustunni og íbúum landsins til góðs. Örðugt hefur reynst að tryggja rekstrargrundvöll flugvallarkerfisins, innanlands. Viðhald og nýframkvæmdir hafa setið á hakanum og lendingarstöðum verið lokað. Þeirri þróun verður að snúa við. </p> <p>Stjórnarsáttmálinn gerir ráð fyrir að mótuð verði eigendastefna fyrir Isavia og unnið verði í því að gera innanlandsflugið að hagkvæmari kosti fyrir íbúa landsbyggðanna. Innanlandsflug þarf að vera mikilvægari hluti af almenningssamgöngum sem við þurfum að tengja betur við alla landshluta og verða hagkvæmari kostur fyrir íbúa landsbyggðanna. </p> <p>Tvinna þarf samgöngunetið saman og hver hluti þarf að tengjast öðrum í byggðarkjörnum svo hér fái allir sem jafnasta þjónustu. Nýta þarf sóknartækifæri sem fylgja auknum ferðamannastraumi með frekari tengingum innanlandsflugvalla við Keflavíkurflugvöll og beinu flugi á aðra alþjóðaflugvelli landsins. Þarfir farþegans þurfa ávallt að vera í fyrirrúmi þannig að þjónustan verði sem skilvirkust, aðgengi að flugi þarf vera gott og auðvelt fyrir þann sem bókar ferð alla leið, frá A til B.</p> <p>Þar spilar rekstur innanlandsflugvalla stórt hlutverk en markmiðið er að fjölga farþegum í innanlandsflugi. Notendur, flugrekendur og flugvallarekendur verða að hafa sameiginlega hvata og hagsmuni af fluginu. </p> <p>Hugmyndin er að alþjóðaflugvellir landsins fari allir undir rekstur Isavia og innanlandsflugið verði eflt með því að niðurgreiða fargjöld íbúa og nemenda með fasta búsetu á afskekktum svæðum til að jafna aðgengi þeirra að þjónustu sem ekki er í boði í heimabyggð. Fyrir almenning þurfa flugfargjöld að lækka svo innanlandsflug verði raunhæfur valkostur. Ég hef talað fyrir því að fara svipaða leið og Skotar hafa farið til að greiða niður farmiðakaup íbúa á landsbyggðinni.</p> <p>Áskorunin er að auka flugumferð til að efla samgöngur á milli landsbyggða og höfuðborgarsvæðisins og jafna aðgengi íbúa landsins að grunnþjónustu s.s. heilbrigðisþjónustu. Þar gegnir Reykjavíkurflugvöllur mikilvægu hlutverki sem einn af tengipunktum landsbyggðar við þessa þjónustu. </p> <p>Ljóst er að einnig þarf að bretta upp ermarnar í hafnaframkvæmdum með því að efla hafnabótasjóð. Stálþil eru víða komin til ára sinna. Þá hafa margar hafnir fengið nýtt hlutverk með vaxandi ferðaþjónustu, hvort sem er með skemmtiferðaskipum eða afþreyingu eins og hvalaskoðun eða sjóstöng.&nbsp; Þá munu loftslagsbreytingar hafa umtalsverð áhrif á hafnir með hækkandi sjávarstöðu og er nú að hefjast vinna við aðlögunaráætlun að þeim miklu breytingum bæði ógnunum en ekki síður tækifærum hér í ráðuneytinu.</p> <p>Það verður ekki hjá því komist að minnast á vaxandi þátt upplýsingatækninnar í samgöngunum sem snúa í vaxandi mæli að sjálfvirknivæðingu farartækjanna og samskipti þeirra sín á milli, við umhverfið og við inniviðina. </p> <p>Spennandi tækninýjungar eiga eftir að hafa mikil áhrif á samfélagið. Ég var að koma af ráðherraráðstefnu um sjálfkeyrandi bíla sem var í Gautaborg. Þar kom fram að þróunin sem er vissulega hröð þurfi að vinnast í samvinnu við stjórnvöld, stofnanir, lagaumhverfið og framleiðendur. Hvert og eitt okkar þarf að aðlagast og nýta tæknina til góðs. Nýta tæknina til að fækka umferðarslysum og bæta umferðaröryggi. Þó okkur finnist sjálfkeyrandi bílar ekki vera brýnasta verkefnið í samgöngumálum hér á landi, þá skiptir máli að fylgjast með þróuninni. T.d. eru veðurfarslegar áskoranir hér á landi annars konar en víðast hvar annars staðar. </p> <p>Á fjarskiptaráðstefnunni í morgun kom fram að fjarskiptin eru grunnurinn að tæknibreytingunum. Fjarskiptin munu bæta öryggi í umferðinni og gera samgöngur skilvirkari og hagkvæmari. En rannsóknir hafa sýnt að allt að 90% umferðarslysa verða vegna mannlegra mistaka. </p> <p>Þá er hægt að sjá fyrir sér að deilihagkerfið muni koma til með að breyta almenningssamgöngum. Slíkt kallar á að við hugsum öll kerfi upp á nýtt. Við erum á krossgötum og getum byrjað með hreint blað. Við eigum að spyrja okkur að því hvernig viljum við að samgöngur framtíðarinnar verði. Hvernig viljum við að tæknin og sjálfkeyrandi bílar þjóni okkur? Við höfum tækifæri til að svara þeirri spurningu núna og því er mikilvægt að eiga þetta samtal við ykkur. </p> <p>Góðir gestir</p> <p>Um leið og ég þakka gott hljóð vil ég á það minnast að í næstu viku mun ég sækja fund í Finnlandi með samgönguráðherrum Norðurlandanna þar sem umræðuefnið verður fjármögnun stærri verkefna í samgöngukerfinu. Við erum því ekki ein í þessum vangaveltum og þurfum að miðla sýn, reynslu og finna lausnir til framtíðar. </p> <p>Góðar stundir.</p>
31. maí 2018Ávarp við athöfn við Skúlagötu 4: Hægri umferð í 50 ár<p style="text-align: center;"><strong>Ávarp Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við athöfn 31. maí<br /> í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að skipt var úr vinstri yfir í hægri umferð á Íslandi</strong></p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p>Kæru gestir</p> <p>Með miklu og samhentu átaki í aðdraganda þess að skipt var úr vinstri yfir í hægri umferð á Íslandi fyrir 50 árum var lagður grunnur að vitund Íslendinga um ábyrgð sína í umferðaröryggismálum og mikilvægi forvarna og fræðslu. </p> <p>Slysum fækkaði umtalsvert í kjölfar H-dagsins öfugt við fullyrðingar andstæðinga þessara breytinga um hið gagnstæða. Ber þar án efa að þakka þeim sem báru hitann og þungann af undirbúningnum – við sem vorum komin til vits og ára munum eftir þeirri öflugu vitundarvakningu sem varð í aðdraganda 26. maí 1968. </p> <p>Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að við forgangsröðun í vegamálum verði litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða. Á þessu ári er áætlað að verja auknu fé til aðgerða á sviði umferðaröryggis. Aðgerðirnar snerta fræðslu og eftirlit með okkur ökumönnum, aðgerðir á vegakerfinu og rannsóknir á hegðun okkar í umferðinni.</p> <p>Þessu tengt þá hefur verið unnið að heildarendurskoðun umferðarlaga. Markmiðið er að stuðla enn frekar að umferðaröryggi en brýnt er að bregðast við þeirri þróun sem hefur orðið í samfélaginu á undanförnum árum. Sem dæmi má nefna tækniþróun í samgöngum, aukinni sjálfvirkni bíla og notkun snjalltækja við akstur eru þættir sem hafa áhrif á öryggi okkar í umferðinni. </p> <p>Meðal helstu breytinga í frumvarpinu eru ákvæði sem færa ákveðna þætti til nútímalegra horfs, nýr kafli um hjólreiðar og hámarkssekt vegna umferðarlagabrota hækkuð úr 300.000 í 500.000 krónur. </p> <p>Í mínum huga er alveg ljóst að hver króna sem fer til þess að auka umferðaröryggi okkar skilar sér. Er þá sama hvert litið er. Eftirlit lögreglu nær þeim sem brjóta umferðarreglur og kennir okkur lexíu, fræðslan nær til allra aldurshópa vegfarenda og stuðlar að því að gera okkur að betri vegfarendum, aðgerðir og endurbætur á vegum miða að því að minnka áhættu og draga úr afleiðingum umferðarslysa og færa okkur vitneskju um hvar við getum bætt úr.</p> <p>H-dagurinn 26. maí 1968 markaði tímamót í umferðaröryggismálum hér á landi. Að baki breytingunum lá mikill undirbúningur og kostnaður. Þó nokkur aðdragandi var að breytingunum, en til gamans má nefna að vinir okkar og nágrannar Danir innleiddu hægri umferð árið 1793. Umferð hér á landi var lítil framan af byrjun í seinustu aldar og ef til vill ekki verið forgangsmál að innleiða hægri umferð fyrr en var gert.</p> <p>Ný hugsun var tekin upp fyrir fimmtíu árum síðan, þökk sé þeim sem vörðuðu þessa leið svona vel til framtíðar. Næstu fimmtíu ár munu án nokkurs vafa færa okkur nýjar áskoranir og breytt landslag. Fyrst og fremst er ábyrgðin samt hjá okkur sjálfum - við ráðum því sjálf hvaða árangri við náum í umferðaröryggi og slysavörnum. Lítum í eigin barm.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>
30. maí 2018Ávarp við setningu European Marine Accident Investigators’ International Forum í Reykjavík<p style="text-align: center;"><strong>European Marine Accident Investigators’ International Forum</strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>30<sup>th </sup>and 31<sup>st</sup> May at Hilton Reykjavik Nordic</strong></p> <p>&nbsp;</p> <p style="text-align: center;">Ávarp ráðherra við setningu 30. maí</p> <p>Distinguished guests, welcome to Iceland and to the European Marine Accident Investigator’s International Forum. </p> <p>Iceland is a maritime nation and as such attaches great importance to maritime safety, security and protection of the marine environment.</p> <p>The sea has always placed an important part of Icelandic society. As an island nation Iceland depends on safe and secure freight transport by sea.</p> <p>For centuries the fisheries industry has been an integral part of Iceland. As a fishing nation with harsh climate around Iceland, frequent storms and large wave heights, we have great concern for the alarming number of Icelandic fishermen who have lost their lives while pursuing their profession.</p> <p>But Icelanders decided to challenge this high number of accidents and fatalities with effective safety training, strong commitment by the Government of Iceland, the maritime sector and the maritime workers. The number of fatalities has reduced considerably and over the past nine years there have been three years without any fatal accidents at sea.</p> <p>Iceland has experience and knowledge in safety at sea. Therefore, Iceland has contributed and played an active role in the development of maritime safety regime and especially in the fishing industry.</p> <p>The development of the Torremolinos Convention, adopted some forty years ago, was led by an Icelander. Iceland also played an important role in the development of the Torremolinos Protocol to the Convention.</p> <p>The timely and accurate reports that identify the circumstances and causes of marine casualties and incidents enhances the safety of seafarers and passengers and the protection of the marine environment.</p> <p>The investigation and careful analysis of marine casualties and incidents is essential to find safety weaknesses and to develop effective remedial measures for the purposes of enhancing safety of life at sea and protection of the marine environment.</p> <p>But no nation acts alone. Shipping is an international industry and as such the need for co-operation between nations, including accident investigation, is very important for the interest of maritime safety. Iceland strongly believes that sharing of best practices and an effective implementation of carefully designed international maritime instruments will enhance safety at sea.&nbsp;</p> <p>Iceland believes that forum such as the Marine Accident Investigator’s Forum serves an integral part in enhancing maritime safety. Only by bringing together best practices and knowledge can we foster and develop the maritime safety regime with the purpose of preventing maritime accidents. </p> <p>It is a real pleasure for Iceland to host this forum and I wish you all the best in your work here today and tomorrow.</p> <p>Thank you.</p>
16. maí 2018Ávarp í Helsinki: Introductory address on transport, logistics, maritime safety and meteorological cooperation in the Arctic<p style="text-align: center;"><strong>Introductory address on transport, logistics, maritime safety and meteorological cooperation in the Arctic </strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>Minister Sigurður Ingi Jóhannsson</strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>&nbsp;</strong></p> <p><em>President of Finland Sauli Niinistö</em></p> <p><em>President of Iceland Guðni Th. Jóhannesson </em></p> <p><em>Ladies and gentlemen,</em> </p> <p>It is a great pleasure to have the opportunity to address this esteemed gathering here in Helsinki. I very much appreciate the valuable opportunity to exchange views on the important Arctic issues identified for this meeting. </p> <p>I sincerely thank our Finnish friends for the invitation and for their long standing and strong contribution to Arctic cooperation. </p> <p>In our view, the cooperation within the Arctic, in particular within the Arctic Council, has been a great success. We have seen the original priority aims of the Arctic Council - to protect the environment and ensure sustainable development - develop from ground breaking studies and reports into real action, taking the form of – amongst other things – legally binding agreements. </p> <p>The Arctic Council has also been an important venue for political dialogue and peaceful cooperation. The Council´s clear mandate, with its regional focus on sustainable development in the Arctic, has allowed it to continue its work, irrespective of global political tensions. </p> <p>We have seen the Arctic become an object of international attention and we must of course be prepared to recognise the prospect of a globalised Arctic with all of its challenges relating to new logistical hubs, increased land, sea and air traffic - to mention only a few.&nbsp; </p> <p>We are all aware that with increased melting of sea-ice and the opening of new transport routes from the Pacific to the North-Atlantic the pressure to utilize the resources within the Arctic grows considerably. With this development, there are bound to be challenges in terms of finding the right balance between use and protection of natural resources. </p> <p>In order to properly address the issue of transport, logistics, maritime safety and meteorological cooperation, appropriate attention must be given to climate change on the one hand and the marine environment on the other. </p> <p>In this regard, the Paris agreement is a significant boost for the future of the Arctic and certainly needs to be implemented effectively.&nbsp; </p> <p>The growing emphasis on coordinated search and rescue capabilities and preparedness for dealing with pollution incidents is a testimony of the Arctic Council‘s work to meet new challenges and must be further developed. </p> <p>Meteorology is being discussed within the Arctic Council for the first time and we very much welcome this addition. Better weather forecasts is certainly one example of increased maritime safety in the Arctic. The importance of ensuring close relations between the different international organization dealing with Arctic related matters can not be stressed enough.&nbsp; </p> <p>Climatic and developmental pressures on the marine environment from shipping, dumping, offshore oil and gas development and land-based activities will only continue to increase in the Arctic. </p> <p>However, we must resist pessimistic approaches that too often characterise the debate over global climate change. The Arctic is truly an area of opportunity and innovation and our task is to make use of these opportunities while safeguarding the environment. </p> <p>In fact, many Arctic communities have demonstrated exceptional resourcefulness in adapting to demanding circumstances and have the potential to continue doing so in a sustainable manner. </p> <p>We must continue to improve our ability to learn from past experiences and use our resources to design appropriate response strategies and in this way create the best possible framework for environmental protection and business development alike. </p> <p>A fundamental point in Iceland‘s Arctic policy is to support, and strenghten, the Arctic Council. We want to cooperate with other relevant states, and nations, to strenghten the Council, and give it a more assertive role. In addition, we see value on strengthening the links between the Arctic Council and the Arctic Economic Council. </p> <p>I congratulate Finland for its leadership in the Arctic Council and thank you for the support you have extended to us in the preparations for our upcoming chairmanship. </p> <p>With that, I wish all of us a fruitful discussion and I thank you for your attention. </p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>
08. maí 2018Ávarp við opnunarathöfn Arctic Circle Forum í Þórshöfn í Færeyjum <p style="text-align: center;"><strong>Sigurður Ingi Jóhannsson, Minister of Transport and Local Government,</strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>and Minister for Nordic Cooperation</strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>Arctic Circle Forum </strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>Nordic House, Thorshavn, 8 May 2018</strong></p> <p>&nbsp;</p> <p>Former President of Iceland, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson; </p> <p>Foreign Minister Poul Michelsen and other Ministers; </p> <p>Excellencies, ladies and gentlemen, good morning – or “góðan daginn“, as we say both in the Faroe Islands and in Iceland.&nbsp; </p> <p>At the outset, allow me to join the two previous speakers in thanking and congratulating the organizers of the Arctic Circle Forum for their hard work. We have ahead of us two exciting days, filled with important topics, relevant questions and the right people. </p> <p>I also wish to mention the instrumental role that the former President of Iceland, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson, has played in establishing this dialogue, not only among the Arctic states but worldwide. His resolve and dedication are truly an example to all of us. Thank you, Ólafur. </p> <p>Then I would not want to end my brief introduction without recognizing the great hospitality of our friendly hosts, the Faroese government and the Faroese people, for allowing this “Arctic invasion” into the beautiful capital of Thorshavn. Thank you for hosting us – and what a great venue this is, the Nordic House. </p> <p style="text-align: center;">* * *</p> <p>Arctic cooperation has indeed come a long way since the 1996 Ottawa Declaration established the Arctic Council, only 22 years ago.</p> <p>The Arctic Council has perhaps had the most concrete value as a forum for <em>environmental cooperation</em>. Within its framework, we have initiated and implemented numerous scientific research projects, aimed at enhancing our understanding of the magnificent – but fragile – natural environment. </p> <p>Through mapping and monitoring biodiversity, and by ensuring sustainable use of the Arctic marine environment, we are now better equipped to tackle pollution and mitigate the negative effects of climate change. The well-established scientific cooperation in the Arctic allows us to anticipate many of the changes in our region, and thus influence and address them.</p> <p>In fact, it can be argued that Arctic cooperation was well ahead of many other international cooperation on climate change. That is why our Arctic policies and projects already firmly support the implementation of the Paris Agreement, the UN Agenda 2030 and the new Sustainable Development Goals. </p> <p>Secondly, the Arctic council has also proven to be an important venue for <em>political dialogue</em>. One only has to take a quick look at the membership of the Council to recognize how crucial it is for Arctic States to have a solid foundation for their cooperation. </p> <p>The Council´s clear mandate, with its regional focus on sustainable development in the Arctic, has allowed it to continue its work, irrespective of global political tensions. </p> <p>The three legally binding Agreements between the Arctic eight – on search-and-rescue; on oil pollution and response; and most recently on international Arctic scientific cooperation – testify to these accomplishments. </p> <p>In the best case, the Arctic Council has even been a venue where Member States have been able to maintain dialogue and cooperation, when relations have reached a freezing point in other fora. This we must uphold, not least in today´s testing times. </p> <p>The third pillar is <em>economic cooperation</em>. The economic element is in fact anchored in the Arctic Council´s founding document (the before-mentioned Ottawa Declaration), which affirms a commitment to the economic and social development of the roughly four million people living in the region. </p> <p>From an economic point of view the Arctic is an area of opportunities with its vast natural resources, new transport routes, tourism and more. The list is long and what we predicted some 10, 20 years ago, has already become true, only at a faster pace than we anticipated. </p> <p>Still, out of the three pillars of Arctic cooperation – the environmental, political and economic – it can be argued that the largest room for improvement is in the economic domain.&nbsp; </p> <p>This is why Iceland and other Arctic Council Member States see value in strengthening the links between the Arctic Council and the Arctic Economic Council, and we will certainly continue to focus on economic development during Iceland´s upcoming chairmanship in the Arctic Council. </p> <p>Regional economic development will also be one of the focal points during Iceland´s Chairmanship in the Nordic Council of Ministers in 2019, where we are, amongst others, preparing a Nordic project on “Harbors as innovation hubs”, building, in fact, on policy initiatives from NORA here in Thorshavn.&nbsp; </p> <p style="text-align: center;">* * *</p> <p>This leads me to today´s topic “Arctic Hubs – Building Dynamic Economies and Sustainable Communities in the North”, which I gladly admit is close to my heart as a Minister responsible for infrastructure, communication and municipalities. </p> <p>The fact is, that economic development does not happen top-down – it occurs bottom-up, as well as in-between. Governments can establish policies and guidelines, initiate projects and investments, but the actual work originates with the people themselves. </p> <p>Economic development happens with companies, big and small. From small-boat owners to high-tech start-ups; in townships, harbors, cities and municipalities; on a local and regional level. All these activities, on different levels, are they building blocks of a dynamic economy. </p> <p>Much can be said about the numerous economic opportunities in the Arctic region, and many of them will be discussed today and tomorrow. I will therefore not describe them in any detail but instead make the following point on the concept of “hubs”. </p> <p>One element of an economic hub entails that it is connected with other hubs. It is a center for service, production and transport, but also for education, research and innovation, that are instrumental for businesses to thrive. </p> <p>Here, I believe we in the Arctic can and must cooperate more closely. We must continue to address the infrastructure deficiencies, and establish transport linkages, encourage trade and investments, and perhaps most importantly connect throught the exchange ideas and best practices. </p> <p>Connections are not only shipping and flight routes, and the associated infrastructure. They also include fiber cables and the various wireless networks needed for 5G and other future communication. </p> <p>With other words: Connections can be ensured both by a 500 tonnes airplane and a 50 gram mobile phone. I leave it to you to debate in the coffee break which of these are more effective!</p> <p>My point is that Arctic hubs need both. They need classic infrastructure; harbors, air strips, accommodation and services, and they need best possible internet connectivity. That kind of connectivity puts the Arctic region, not least the remote and more isolated areas, on an equal footing with everyone else. </p> <p>Finally, the economy in the Arctic must always respect the environment. That is rule number one and sustainability is key.&nbsp; And that is possible, because economic development and environmental protection are no opposites. There is no contradiction in supporting economic development and safeguarding nature. </p> <p>My colleague, the Foreign Minister of Iceland, addressed this issue at last year´s Arctic Circle in Reykjavik, and in fact added the local and social dimension, when he stated that “Economic activities must not only be sustainable and considerate to the vulnerable ecosystem, they should also benefit the local populations, with improved infrastructure, health care, school system, communications and other aspects of modern society.”</p> <p>This should be our our goal. And when I say “we” I mean “you”. Governments, municipalities, businesses, scientists and researcher – all of us. </p> <p>With that, I wish you two fruitful days of discussion and deliberations, and I thank your for your attention. </p>
11. apríl 2018Staða og framtíðarsýn í fjarskiptum<p style="text-align: center;"><strong>Staða og framtíðarsýn í fjarskiptum</strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>Morgunfundur í tilefni af heimsókn Houlin Zhao, aðalritara ITU </strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>&nbsp;11. apríl 2018, Grand Hótel Reykjavík, Háteigur 4. hæð</strong></p> <p>&nbsp;</p> <p>Dear Secretary General, Mr. Houlin Zhao</p> <p>I am honoured to welcome you to Iceland and to accept this award for the best performing country, (ranked No 1) according to the Information and Communication Technology Development Index for 2017. </p> <p>I believe this is your first visit to Iceland, and to my best knowledge, this is the first time the Secretary General of the International Telecommunications Union has honoured our country with a visit. </p> <p>The ITU plays <strong>a </strong>very important International role. Iceland has been a member since 1906 which is an indication of the importance Icelanders attribute to telecommunication, even 112 years ago!</p> <p>This award and the fact that ITU has ranked Iceland no 1 (2017) in the ICT Development Index is a source of pride for the Icelandic Government and the Icelandic people.&nbsp; Not only as an international indicator that we have been doing the right things, but also that it underlines the ambitious future visions and goals of ICT that we have.</p> <p>We want to continue being in the forefront of nations in ICT and, I think we can.</p> <p>I would like to thank you for visiting us and bestowing this honour upon us.</p> <p>I do hope you will enjoy your stay in Iceland.</p> <p>I will now turn to Icelandic, with your permission.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ágætu fundarmenn, </p> <p>Það vekur athygli að Ísland hefur náð þeirri stöðu að vera fremst allra landa í innviðum upplýsingasamfélags og fjarskipta. Þar er vísað til góðrar stöðu í fjarskiptainnviðum, notkunar almennings og fyrirtækja á upplýsinga- og fjarskiptatækni og hækkandi menntunarstigs þjóðarinnar. Alls eru það 11 aðskildir þættir sem metnir eru og skila okkur í fyrsta sæti á heimsvísu. </p> <p>Við skulum staldra við og meðtaka þetta. Hvað höfum við verið að gera rétt og hvernig getum við nýtt þessa stöðu til framdráttar fyrir íslenskt samfélag. Eins og fram hefur komið í opinberri umræðu eru miklar samfélagsbreytingar fyrirsjáanlegar á næstu áratugum. Breytingar sem eru tæknidrifnar og er rætt um sem fjórðu iðnbyltinguna. Undirstaða alls þessa er öflugt fjarskiptakerfi, góð tækniþekking og almenn þekking og menntun þjóðarinnar</p> <p>Ekki verður fram hjá því litið að nýjar ógnir fylgja tækniframförum og þurfum við eins og aðrar þjóðir að móta skipulag í kringum netöryggismálin og gera ýmsar ráðstafanir til að auka öryggi á netinu. Stjórnsýslan er nú að undirbúa tvö frumvörp sem eiga að auka netöryggi og persónuvernd.&nbsp; Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið ber ábyrgð á innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins um net- og upplýsingaöryggi, svokallaðrar NIS-tilskipunar sem fyrirhugað er að leggja fram á næsta þingi.&nbsp; </p> <p>Svo við snúum okkur aftur að þeim góða árangri sem við erum að fagna í dag þá má öllum vera það ljóst að hann hefur ekki komið af sjálfu sér. Margir aðskildir þættir hafa þar áhrif.</p> <p>Þar má nefna:</p> <ul> <li>Í fyrsta lagi: Virk samkeppni og miklar fjárfestingar fjarskiptafyrirtækja sem skila Íslendingum sterkum fjarskiptainnviðum og greiðum aðgangi almennings og fyrirtækja að háhraðatengingum við Internetið. Þessu tengt er að tölvueign og notkun almennings á tækninni hér á landi er mikil í alþjóðlegu samhengi. </li> <li>Í öðru lagi má nefna: Verkefnið, Ísland ljóstengt, og stefnu stjórnvalda til margra ára um að leggja áherslu á sem mest jafnræði landsmanna hvað varðar aðgang að fjarskiptainnviðum. Þarna skiptir máli að sveitarfélögin hafa með beinum hætti tekið þátt í uppbyggingunni og einnig hefur framlag úr byggðasjóðum til uppbyggingar háhraðatenginga hjálpað verst settu sveitarfélögunum. <p>Ég nefndi fjarskiptafyrirtækin fyrst enda eru fjárfestingar þeirra umtalsverðar en ég vil leggja áherslu á mikilvægi metnaðarfullrar &nbsp;stefnu og stuðnings ríkisins í þeim árangri sem náðst hefur. </p> <p>Fjarskiptasjóður hefur til margra ára lagt til fé til að mæta kostnaði við uppbyggingu á þeim svæðum þar sem eru markaðs brestir. Þannig hefur náðst að koma háhraðatengingum til síðasta bæjarins í dalnum, ef svo má að orði komast. </p> </li> <li>Í þriðja lagi byggir árangur okkar í dag á góðri almennri menntun en menntunarstig þjóðarinnar hefur verið að aukast jafnt og þétt.</li> </ul> <p>Lítum nú til framtíðar.&nbsp; Það er sannarlega ekki gefið að Ísland verði í fremstu röð þjóða heims þegar kemur að því nýta sér og innleiða tækni og þjónustu fjórðu iðnbyltingarinnar. En við erum sannarlega með góða upphafsstöðu í þeim fjarskiptainnviðum sem við höfum í dag og áætlum að byggja upp á næstu árum. </p> <p>Í ráðuneytinu eru nú hafin vinna við að undirbúa nýja stefnu í fjarskiptum, póstmálum og netöryggismálum þar sem mótuð verður metnaðarfull framtíðarsýn, markmið og árangursmælikvarðar. Í þessu verkefni verða hagsmunaaðilar að sjálfsögðu kallaðir að borðinu og óska ég hér með eftir víðtæku og góðu samstarfi um þetta mikilvæga verkefni. </p> <p>Stefnumótun hjá ríkinu hefur, að margra mati, ekki verið gert nógu hátt undir höfði hingað til en óhætt er að fullyrða að það er að breytast.&nbsp; Unnið er að því í ráðuneytunum að og bæta stefnumótunarferlin og tengja opinberar stefnur betur við fjárlagagerðina en gert hefur verið. Samfélagsþróunin er svo ör að stjórnvöld þurfa stöðugt að endurskoða vinnubrögð sín.</p> <p>Sem ráðherra&nbsp; fjarskiptamála, byggðamála og samgangna sé ég að það er hæpið að móta aðskildar stefnur í málaflokkum ráðuneytisins, eins og gert hefur verið hingað til, án samtals og samþættingar þeirra í millum.&nbsp; Fjarskiptin, aðgengi að &nbsp;háhraðatengingum og öflugu farneti, svo dæmi sé tekið, skipta sköpum í þróun og eflingu byggða. Og ein af stóru áskorunum sem við sannarlega stöndum frammi fyrir í samgöngumálum varðar fjarskipti í samgöngum, innleiðingu 5g og skjálfkeyrandi bíla.</p> <p>Ég hef því ákveðið að kalla til sameiginlegs framtíðarfundar um öll málefnasvið ráðuneytisins síðar í þessum mánuði eða í byrjun maí. Þar verða kallaðir til fulltrúar hagsmunaaðila í málaflokkum ráðuneytisins því mér er ljóst að sú stefna sem mótuð verður þarf að byggja á sérþekkingu margra og það þarf að nást sátt um þau markmið sem sett verða. </p> <p>Fjarskiptin varða svo að sjálfsögðu mörg, ef ekki flest önnur málefnasvið ríkisins.&nbsp; Á næsta áratug er gert ráð fyrir að allir geirar samfélagsins þurfi að nýta sér upplýsinga- og fjarskiptatækni til fulls til þess að standast samkeppni.&nbsp; Gengið er út frá því að þróaðar verði alls konar netþjónustur eða öpp t.d. í heilbrigðisþjónustu, &nbsp;menntakerfinu og þjónustugeiranum sem reyna verulega á fjarskiptakerfið.</p> <p>Að lokum vil ég segja að ríkisstjórnin hefur metnað til að Ísland haldi stöðu sinni sem eitt af forysturíkjum heims í fjarskiptainnviðum og nýtingu þeirra í þágu samfélagsins. Í því felst að fjórða iðnbyltingin, innleiðing 5g og nýjar þjónustur sem byggja á 5g þurfa að vera í forgrunni í stefnumótuninni sem nú er að hefjast. &nbsp;Og ég legg áherslu á gott samstarf og samráð um mótun nýrra stefnu og innleiðingu hennar.</p>
12. mars 2018Framsókn til framtíðar - grein í Fréttablaðinu 12. mars<p>Grein Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Fréttablaðið 12. mars.</p> <p>Fjölmennu og afar vel heppnuðu flokksþingi Framsóknar lauk í gær. Yfirskrift þess var Framsókn til framtíðar. </p> <p>Við höfum í hendi okkar hvernig við vinnum úr tækifærum framtíðarinnar og hvernig sú saga verður skrifuð. Á kjörtímabilinu verður unnið að því að byggja upp gott og samkeppnishæft samfélag. Engum vafa er undirorpið að ríkuleg verðmæti felast í því að landið allt sé í blómlegri byggð. Við eigum að vera í fremstu röð hvað jöfnuð snertir og skapa hvata til að laða ungt vel menntað fólk til þess að setjast að á landsbyggðinni. </p> <p>Sýn Framsóknarflokksins er að íbúar landsins hafi jöfn tækifæri hvar sem þeir búa á landinu. Sem dæmi má nefna að íbúar á Raufarhöfn eða Þingeyri eiga rétt á að hafa sama aðgengi að grunnþjónustu og Reykvíkingar. </p> <p><strong>Jöfn tækifæri</strong></p> <p>Samfélagið er á fleygiferð. Framundan er tæknibylting sem breytir því hvernig við lifum og störfum. Störfin munu breytast og þau munu færast til. Tæknin tengir saman byggðir og Ísland við umheiminn. Ljósleiðarinn og verkefnið <em>Ísland ljóstengt</em> er gott dæmi um framsækna stefnu okkar framsóknarmanna.</p> <p>Heilbrigðiskerfið þarf að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Þjónustan á að vera sem mest í nærsamfélaginu, en jafnframt þarf að vera gott aðgengi að henni á höfuðborgarsvæðinu. </p> <p>Aldrei hefur verið jafn mikil þörf á að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu. Aldrei hefur verið jafn mikil þörf á að spyrna við fæti á svæðum sem búa við fólksfækkun og einhæfu atvinnulífi. Um allt land er verk að vinna. </p> <p><strong>Menntamál</strong></p> <p>Á aldarafmæli Framsóknarflokksins, í desember 2016, var sem fyrr horft til framtíðar og settur á fót menntastefnuhópur til að móta nýja stefnu flokksins í menntamálum. Stefnan var síðan kynnt á nýliðnu flokksþingi.</p> <p>Því miður eru mennta- og skólamál víða í ólagi og starfsumhverfi skólanna þarf að bæta. Skólinn á að vera eftirsóttur vinnustaður. Það er skylda okkar að efla skólastarfið á öllum stigum. Kennarar verja margir hverjir meiri tíma með börnunum en foreldrar. Þeir hafa áhrif á mannauð framtíðarinnar. Okkur ber skylda til þess að styðja betur við kennarana en hér þurfa ríki og sveitarfélög að koma að. </p> <p>Við megum ekki missa fleiri störf úr landi. Það þarf að efla nýsköpun og þróun á öllum skólastigum enda er menntun kjarninn í nýsköpun til framtíðar. Við erum í samkeppni við aðrar þjóðir um störfin okkar. Hvernig okkur tekst til mun ráða miklu um framtíðarlífskjör á Íslandi. </p> <p><strong>Samgöngur </strong></p> <p>Við vitum líka að vegakerfið er grundvöllurinn að búsetu, atvinnulífi um land allt. Samgöngur eru hreyfiafl samfélagsins hvernig sem á það er litið. Við viljum og þurfum að komast leiðar okkar. Sum okkar eru einnig háð því að samgöngur á sjó séu skilvirkar. Frá og með deginum í dag verður sama fargjald og er til og frá Landeyjarhöfn, þó siglt sé í Þorlákshöfn. Það er byggðastefna í verki.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Vegakerfið hefur setið á hakanum og krefst risavaxinna fjármuna. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar segir að hraða eigi uppbyggingu í vegamálum. Vegakerfið var ekki byggt fyrir þá umferð sem við horfum nú upp á. Við höfum ekki undan við að endurbyggja þjóðvegina og koma þeim í það horf sem nútíma þjóðfélag krefst. Ástæðurnar eru öllum kunnar: Of lág fjárframlög til vegamála, stóraukin umferð og álag á vegakerfið.</p> <p>Verkefnið er stórt og við ætlum í uppbygginu, enda veitir ekki af. </p> <p>&nbsp;</p> <p>Við ætlum einnig að gera innanlandsflugið að raunhæfari kosti fyrir íbúa í dreifðum byggðum og tengja byggðir landsins saman með almenningssamgöngum. Aukin notkun mun stuðla að fjölgun ferðamanna um landið, allt árið um kring.</p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>Húsnæði</strong></p> <p>Framsóknarflokkurinn hefur áorkað miklu í húsnæðismálum. Lög um fyrstu fasteign skiluðu góðum árangri fyrir fyrstu kaupendur. Húsnæðissamvinnufélög fengu betri umgjörð. En við viljum gera betur og halda áfram að styðja við ungt fólk. Við höfum horft til annarra þjóða í þeim efnum. Og hvernig við getum lært af þeim sem hafa glímt við sams konar vanda og fundið á honum lausnir. Staðan er alvarleg, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig vítt og breitt um landið.</p> <p><strong>Ísland í fremstu röð</strong></p> <p>Fyrir kosningar lögðum við áherslu á að bankarnir nýttu strax það svigrúm sem þeir hafa til að greiða arð í ríkissjóð. Við stöndum við það loforð. Við ætlum að nýta fjármagn frá bönkunum til að byggja upp vegakerfið. Innviðir er slagæðar samfélagsins. Án þeirra drögumst við aftur úr öðrum þjóðum og samkeppnishæfni landsins minnkar. Framsóknarflokkurinn ætlar að koma Íslandi í fremstu röð. Framsókn til framtíðar.</p>
10. mars 2018Uppbygging vega og þjónusta krefjast mun hærri fjárframlaga<p>Grein Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Morgunblaðinu 10. mars síðastliðinn.</p> <p>Ríkisstjórnin vill hraða uppbyggingu í vegamálum og öðrum samgönguinnviðum bæði með nýframkvæmdum og viðhaldi. Við forgangsröðun í vegamálum verður sérstaklega litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða.</p> <p>Vegakerfi landsins er smám saman að gefa sig þar sem við höfum ekki undan að koma vegum í það horf sem nútíma þjóðfélag krefst. Ástæðurnar eru kunnar: Of lág fjárframlög og stóraukin umferð og álag. Vegakerfið er grundvöllurinn að búsetu, atvinnulífi og samskiptum. Ef ekkert er vegakerfið verður stöðnun. Vegakerfið er hreyfiafl samfélagsins. Okkar undirstöðu atvinnugreinar, sem skapa verðmætin, eru háðar samgöngum í lofti, láði og legi. Góðar samgöngur eru brýnar fyrir tekjuöflun samfélagsins og stuðla að hagvexti framtíðarinnar.</p> <p><strong>Umferðin jókst um 11% </strong></p> <p>Álag á vegakerfið hefur stóraukist með aukinni umferð. Þannig jókst akstur um allt að 11% á síðasta ári einu saman. Einn þátturinn er fjölgun ferðamanna og vaxandi ferðaþjónusta. Annar eru daglegir flutningar fyrir atvinnulífið sem ná nú til nánast allra afkima. Enn annar þáttur eru aukin samskipti okkar og félagslegur samgangur. Þetta krefst þess að vegirnir séu ávallt öruggir og greiðfærir. Við viljum og þurfum að komast leiðar okkar.<br /> <br /> Á sama tíma hafa fjárveitingar verið langt undir brýnni þörf og kröfur samfélagsins um greiðar og öruggar samgöngur allt árið eru meiri nú en áður.</p> <p><strong> Slæmt ástand </strong></p> <p>Þörfin fyrir þjónustu, viðhald og framkvæmdir er aðkallandi. Framkvæmdir eru háðar verkefnabundnum fjárveitingum. Aðeins sú framkvæmd að tvöfalda stofnleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut, Suðurlandsveg og Vesturlandsveg um Kjalarnes, er metin á um 45 milljarða króna en heildar framlög til nýframkvæmda á þessu ári eru 11,7 milljarðar króna. Þá er aukin þörf fyrir viðhald vega og þurfa fjárveitingar að nema um 10-11 milljörðum króna á ári en voru ríflega 8 milljarðar árið 2017. </p> <p>Einnig eru vaxandi kröfur til þjónustu, sérstaklega vetrarþjónustu og til vegmerkinga, sem þurfa að nema minnst 5,5 milljörðum árlega en námu á síðasta ári 4,6 milljörðum. </p> <p>Samgönguáætlun er í vinnslu núna, en stefnt er að því að leggja hana fram á fyrsta degi þings í haust. Ríkisstjórnin ætlar í uppbyggingu vegamála enda veitir ekki af. Flestir vegir á Íslandi eru að verða meira og minna ónýtir. Þau svæði sem verst búa varðandi þessi mál eru í forgangi til að ýta undir aukna hagsæld í búsetu, atvinnulífi og öllu mannlífi.</p>
21. febrúar 2018Umferðaröryggi<p>Umferðarslys eru harmleikur og eru banaslys og alvarleg slys í umferðinni alltof mörg. Árið 2017 voru alvarleg slys 145 talsins, minniháttar slys 711 og árið þar á undan voru alvarleg slys 183 og minni háttar 785. Reiknað hefur verið að hvert og eitt alvarlegt umferðarslys kostar kringum 90 milljónir króna, slys með minni meiðslum um 30 milljónir og að samfélagslegur kostnaður vegna banaslysa sé yfir 600 milljónir króna. Ofan á þetta bætist hinn mannlegi harmleikur sem slysin hafa í för með sér og verður aldrei metinn í peningum.</p> <p>Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að við forgangsröðun í vegamálum verði litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggisjónarmiða. Á þessu ári er áætlað að verja auknu fé til aðgerða á sviði umferðaröryggis. Aðgerðirnar snerta fræðslu og eftirlit með okkur ökumönnum, aðgerðir á vegakerfinu og rannsóknir á hegðun okkar í umferðinni.</p> <p>Markmiðið er að fækka umferðarslysum.</p> <p>Í mínum huga er alveg ljóst að hver króna sem fer til þess að auka umferðaröryggi okkar skilar sér. Er þá sama hvert litið er. Eftirlit lögreglu nær þeim sem brjóta umferðarreglur og kennir okkur lexíu, fræðslan nær til allra aldurshópa vegfarenda og stuðlar að því að gera okkur að betri vegfarendum, aðgerðir og endurbætur á vegum miða að því að minnka áhættu og draga úr afleiðingum umferðarslysa og færa okkur vitneskju um hvar við getum bætt úr.</p> <p>Þá eru úttektir EuroRAP áhugaverðar sem felast í góðum ábendingum um hvað betur má fara til að bæta öryggi okkar allra, en þær eru byggðar á því að vegir landsins eru skoðaðir með tilliti til öryggisþátta.</p> <p><strong>Nýjar eftirlitmyndavélar</strong></p> <p>Umferðaröryggisáætlun er sett fram með samgönguáætlun og nú er til skoðunar aðgerðaáætlun áranna 2018 til 2021. Eitt fjárfrekasta einstaka verkefnið nú er að endurnýja eftirlitsmyndavélar með ökuhraða og er gert ráð fyrir að kaupa nokkrar nýjar myndavélar á hverju þessara fjögurra ára. Undanfarin ár hafa verið skráð milli 20 og 45 þúsund brot á ári hverju og eykst fjöldinn í réttu hlutfalli við fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þá má nefna að innheimt sektarfjárhæð vegna hraðakstursbrota eftir myndavélaeftirlit námu 217-293 milljónum króna árin 2015-2017.</p> <p><strong>Meðalhraðaeftirlit tekið upp</strong></p> <p>Verið er að undirbúa nýjung varðandi hraðaeftirlit sem er fólgin í því að taka upp myndavélaeftirlit með meðalhraða. Eru þá tvær eftirlitsmyndavélar settar upp á ákveðnum vegarkafla og tími ökutækja mældur á milli vélanna. Með því er hægt að ná þeim sem freistast til að gefa í um leið og þeir aka framhjá myndavél og halda að þeir sleppi ef þeir hægja á sér við næstu myndavél. Hafi þeir verið grunsamlega fljótir á milli véla er nokkuð ljóst að þeir hafa farið yfir leyfileg hraðamörk. Slíkt meðalhraðaeftirlit hefur gefið góða raun í nágrannalöndum.</p> <p><strong>Meira aðhald</strong></p> <p>Annað atriði sem veitir okkur aðhald í umferðinni eru sektirnar sem við fáum ef við erum staðin að því að brjóta umferðarreglur. Ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum verður bráðlega gefin út. Lágmarkssektarupphæð verður þá 20 þúsund krónur en var áður 5 þúsund kr. Undantekning er þó sekt við því að hafa ekki ökuskírteini meðferðis, hún verður 10 þúsund krónur. Þá mun sekt fyrir að nota farsíma við stýrið án handfrjáls búnaðar hækka í 40 þúsund krónur. Sektir fyrir að brjóta umferðarlög eiga að koma við kaunin á okkur enda er það dauðans alvara að virða ekki þessar reglur.</p> <p>Þessi breyting tekur gildi 1. maí og er ég sannfærður um að þetta þýðir að við hugsum okkur tvisvar um áður en við förum á svig við reglurnar. Ég er nokkuð viss um að yfirleitt gerum við okkur mjög vel grein fyrir því ef við brjótum umferðarreglur, hvort sem er að aka yfir leyfilegum hámarkshraða, nota símann við stýrið eða aka gegn rauðu ljósi. Við teljum bara að reglurnar eigi ekki við okkur.</p> <p>Þrátt fyrir allar þessar aðgerðir er það fyrst og fremst við sjálf sem ráðum því hvaða árangri við náum í umferðaröryggi og slysavörnum. Lítum í eigin barm.</p> <p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.</em></p> <p><em>Greinin birtist í Fréttablaðinu 21. febrúar</em></p>
12. febrúar 2018Umferðaröryggi er forgangsmál - grein í Fréttablaðinu 12. febrúar<p>Umferðaröryggi á að vera forgangsmál. Banaslys og alvarleg slys í umferðinni eru alltof mörg. Við þurfum að spyrna við fæti. Þar á ég bæði við stjórnvöld og okkur vegfarendur.</p> <p>Á síðasta ári urðu hvorki banaslys í flugi né siglingum og ekki heldur árið áður. Við þurfum að stefna að sama árangri í umferðinni. Undanfarin ár hafa 9 til 18 manns látist í umferðinni á ári hverju með undantekningu árið 2014 þegar fjórir létust. Á þessu ári hafa þegar þrír látist af völdum umferðarslysa. Milli 130 og 210 manns hafa slasast alvarlega á ári hverju síðustu árin.</p> <p>Margt gott hefur verið gert á liðnum árum til að bæta öryggi vegfaranda en betur má ef duga skal. Í stjórnarviðræðum og sáttmála ríkisstjórnarinnar var samkomulag um að við forgangsröðun í vegamálum verði sérstaklega litið til ólíkrar stöðu landsvæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða. Í samgönguáætlun sem er nú er unnið að verður sérstakur kafli um umferðaröryggi með það markmiði að fækka slysum.</p> <p><strong>Endurbætur og uppbygging vega</strong></p> <p>Eins og fram kemur í stjórnarsáttmálanum er brýnt að hraða uppbyggingu í vegamálum og öðrum samgönguinnviðum bæði nýframkvæmdum og viðhaldi. Síaukinn umferðarþungi kallar á nýbyggingu og endurnýjun vega, meira viðhald og auknar öryggisaðgerðir víða á vegum landsins. Vegakerfið annar varla umferðarálaginu í dag enda er það að miklu leyti byggt upp þegar bílar voru færri, vöruflutningar minni og hraðinn lægri. Uppbygging samgöngumannvirkja er stór þáttur í því að bæta umferðaröryggi en sú uppbygging þarf að vera mun hraðari en verið hefur. Undanfarin ár hafa framkvæmdir verið litlar, umferð aukist mikið og því bíða mikilvæg stórverkefni. Til að ná tilætluðum árangri verða sett metnaðarfull og skilvirk markmið um öryggi samgangna og skilvirkar öryggisáætlanir fyrir samgöngur á landi.</p> <p><strong>Öryggisaðgerðir</strong></p> <p>Meðal öryggisaðgerða á þjóðvegum eru að bæta merkingar enn frekar, til dæmis þar sem vegir liggja að einbreiðum brúm. Auk þess er markvisst unnið að því að fækka einbreiðum brúm. Þá þarf að eyða svartblettum, þ.e. ráðast í aðgerðir á svæðum þar sem slys hafa verið tíð. Dæmi um það er að lengja vegrið, laga vegfláa og bæta úr þar sem umhverfi vega getur verið skeinuhætt fólki ef t.d. bíll lendir útaf. Þá er brýnt að fjölga stöðum meðfram vegum þar sem ferðamenn geta stöðvað til að njóta landsins án þess að valda sjálfum sér eða öðrum hættu.<br /> <br /> <strong>Aukin v</strong><strong>etrarþjónusta</strong></p> <p>Vetrarþjónusta á þjóðvegakerfinu var aukin í byrjun árs. Góðar hálkuvarnir auka öryggi og þörfin var brýn víða þar sem umferð hefur aukist með tilkomu aukinna ferðalaga yfir veturinn. Mokstursdögum var fjölgað á ákveðnum leiðum á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi og hálkuvarnir hafa nú verið auknar. <br /> <br /> <strong>Umferðarfræðslan</strong><span style="text-decoration: underline;"> </span></p> <p>Umferðarfræðsla er ekki síst mikilvægur þáttur í umferðaröryggi. Það hefur sýnt sig að brýnt er að fræða erlenda ökumenn um íslenskar aðstæður og er þá til dæmis átt við malarvegina og þau óvæntu veðrabrigði sem hér geta orðið ekki síst að vetri sem gjörbreyta á andartaki öllum akstursskilyrðum. En við heimamenn þurfum einnig áminningar enda skilar áróður og fræðsla sér í meiri aga í umferðinni. Skólarnir eru einnig mikilvægur vettvangur fyrir umferðarfræðslu.</p> <p><strong>Hærri sektir og aukið eftirlit</strong></p> <div> <p>Að lokum er aukinn umferðarhraði áhyggjuefni. Hraðaeftirlit skiptir sköpum og hækkun sekta við umferðarlagabrotum sem nú er í farvatninu er liður í því að fyrirbyggja umferðarslys. Við eigum að vera meðal bestu þjóða hvað varðar fjölda látinna í umferð.&nbsp;Eftirlit og sektir ef við brjótum af okkur veita aðhald og eru til þess fallin að gera okkur að betri vegfarendum. Það er kjarni málsins þegar umferðaröryggi er annars vegar.</p> <p>Forgangsröðum með agaðri umferð – það skilar líka árangri&nbsp; í umferðaröryggi.</p> <p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</em></p> <p><em>Greinin birtist í Fréttablaðinu 12. febrúar 2017.</em></p> </div>
08. febrúar 2018Net- og tölvuárásir eru vaxandi ógn sem veldur fjárhagslegum og tilfinnanlegum skaða<span></span> <p><span>Net- og tölvuárásir eru vaxandi ógn sem veldur fjárhagslegum og tilfinnanlegum skaða hjá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. Varlega er áætlað að kostnaður af völdum netglæpa hér á landi hlaupi á hundruðum milljóna króna og gæti jafnvel numið milljörðum. Skaðinn er mikill – skortur á netöryggi skerðir trúverðugleika ríkja og þar með samkeppnisstöðu þeirra á ýmsum sviðum. Fjallað hefur verið um ýmiss konar netvá í fjölmiðlum undanfarið og ekki að ástæðulausu. Netöryggi er eitt brýnasta mál allra ríkja í okkar heimshluta þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins.</span></p> <p>Á sama tíma og netið gerir okkur kleift að nýta tölvutæknina með fjölbreyttum hætti þá fylgir notkun þess ýmsar ófyrirséðar áskoranir sem við verðum að takast á við og getum ekki lokað augunum fyrir. Æ algengara er að veilur í netkerfum og tölvubúnaði séu nýttar skipulega til afbrota, njósna eða einfaldlega til að valda tjóni. Skaðsemi slíkra árása getur verið mikil en umræðan fer jafnan ekki hátt.</p> <p>Eins og staðan er í dag sjá öll lönd fram á skort á sérfræðingum á þessu sviði en nú stendur yfir átak á vegum ráðuneytisins til að efla menntun í netöryggismálum. Við- ræður við Tækniháskólann í Noregi (NTNU) hafa leitt til þess að sérfræðingar frá skólanum koma hingað til lands síðar í þessum mánuði og munu þeir kynna nám á framhaldsstigi á sviði netöryggis sem hentar einstaklingum sem lokið hafa grunnprófi í tölvunarfræði. Þessi heimsókn er í samvinnu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Auk þessarar kynningar verður rætt um mögulegt samstarf skólanna þriggja á þessu sviði.</p> <p><strong>Bætt netöryggi </strong></p> <p>Þó að ýmislegt hafi verið gert til að efla net- og upplýsingaöryggi hér á landi er brýnt að halda áfram eftir því sem tækninni fleygir fram. Ein brýnasta aðgerð til að bæta netöryggi er mótun frumvarps um heildarlöggjöf um net- og upplýsingaöryggi en jafnframt er unnið að endurskoðun á stefnu um netöryggi og nýrri aðgerðaáætlun.</p> <p>Markmiðið með frumvarpinu er að ná til þeirra sem veita nauðsynlega stafræna þjónustu, s.s. orkuveitur, bankaþjónustu, fjármálamarkaði, heilbrigðisþjónustu, vatnsveitur og stafræn grunnvirki. Mikilvægt er að tryggja að slíkir aðilar geti veitt þessa þjónustu þvert á landamæri með samræmdum öryggiskröfum og þar með aukið samkeppnishæfni og dregið úr óþarfa kostnaði vegna mismunandi krafna og lagaumgjörðar. Gildissvið fyrirhugaðrar löggjafar er umfangsmikið og samráð er hafið við hagsmunaaðila, auk þess sem farið verður í opið samráð á netinu. Miðað er við að leggja umrætt frumvarp fram á komandi haustþingi og að það taki gildi um næstu áramót.</p> <p>Samkvæmt NIS-tilskipuninni sem frumvarpið byggist á ber netöryggissveit að vera starfandi í hverju ríki sem tilskipunin nær til. Netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar, sem er ein af stofnunum ráðuneytisins, greinir netvá og á að sinna ýmsum samhæfingarverkefnum innanlands og jafnframt að taka virkan þátt í samstarfi evrópskra netöryggissveita. Efling Netöryggissveitarinnar er því mikilvæg. Stórum áfanga var nýverið náð þegar undirritaður var þjónustusamningur sveitarinnar við stjórnsýsluna um netöryggisþjónustu. Þetta er fyrsti þjónustusamningurinn sem hefur verið undirritaður og munu aðrir væntanlega fylgja í kjölfarið. Samningur Netöryggissveitarinnar við orkugeirann er t.d. langt kominn.</p> <p>Markmið samningsins við stjórnsýsluna er að verjast öryggisatvikum og takast á við netárásir og hliðstæðar ógnir. Hann er til marks um aðgerðir sem samgönguog sveitarstjórnarráðuneytið hefur beitt sér fyrir til að efla netöryggi.</p> <p><strong>Ábendingar frá Oxford </strong></p> <p>Auk tæknilegra þátta þarf einnig að huga að þeim samfélagslegu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fékk Háskólann í Oxford til að gera skýrslu um stöðu netöryggis á Íslandi sem skilað var nýlega. Í skýrslunni eru ýmsar ráðleggingar til úrbóta og er verið að vinna að mótun aðgerða byggðum á ráðleggingunum. Skýrslan, ásamt tillögum um aðgerðir, verður bráðlega kynnt opinberlega.</p> <p>Ljóst er að mikil þróun er nú í öllu skipulagi netöryggismála hjá grannríkjum okkar og sér ekki fyrir endann á því. Víðtæk innleiðing nettækni hefur róttæk áhrif á samfélög okkar sem bregðast verður við. Ráðuneytið hefur fylgst náið með þessum breytingum og átt gott samstarf við grannríki okkar, ekki síst Norðurlönd. Nýja persónuverndarreglugerðin (GDPR) hefur verið mikið til umræðu undanfarið, nú mun NIS-tilskipunin bætast við og fleiri breytingar á stjórnskipun netöryggismála eru fyrirsjáanlegar. Með efldu netöryggi byggðu á góðu samstarfi getum við öll nýtt þau tækifæri sem netnotkun getur boðið upp á, styrkt samkeppnisstöðu okkar og bætt lífsgæði í vinnu og einkalífi.</p> <p><em>Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.</em></p> <p><em><span>Greinin birtist í Viðskiptablaðinu 8. febrúar.</span></em></p>
22. desember 2017Samgönguáætlun og fjármálaáætlun þurfa að vera samhljóða<span></span> <p>Brýnt er að hraða uppbyggingu í vegamálum og öðrum samgönguinnviðum bæði með nýjum framkvæmdum og viðhaldi. Ríkisstjórnin ætlar á næstum árum að bæta enn við fjárframlög til vegaframkvæmda og taka á uppsöfnuðum vanda sem blasir við hringinn í kringum landið. </p> <p>Í fjögurra ára samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi í október í fyrra voru áætlaðar framkvæmdir fyrir um 13 milljörðum krónum meira en þær fjárheimildirnar sem Alþingi samþykkti. Þessi munur á milli samgönguáætlunar og fjárheimilda hefur minnkað og er nú kominn í rúma 7 milljarða. Eigi að síður þá þarf samgönguáætlun að vera í takt við þær fjárheimildir sem eru til umráða hverju sinni. </p> <p>Ljóst er að aukin fjárframlög eru nauðsynleg enda verkefnin brýn og því er mikilvægt að ákveðinn fyrirsjánaleiki sé til staðar sem verður tryggður með að samhljómur verði á milli samgönguáætlunar og fjármálaáætlunar. </p> <p><strong>Ný samgönguáætlun </strong></p> <p>Almenn umræða um samgöngumál er nauðsynleg og því er gott þegar þau eru rædd af hreinskilni og ástríðu í hverju byggðarlagi. Því er skiljanlegt að umræðan sé hvað hressilegust þegar fram kemur annars vegar samgönguáætlun og hins vegar fjárlagafrumvarp og menn sjá dæmið ekki ganga alveg upp. Samræming þessara áætlana er því forgangsmál.</p> <p>Í fyrsta lagi er vinna nú að hefjast við nýja samgönguáætlun sem stefnt er að leggja fram á Alþingi á nýju ári. Horfa þarf til umferðaröryggis, umferðarþunga, vinnusóknarsvæða og þensluáhrifa.</p> <p>Í öðru lagi verða nýjar línur lagðar samhliða henni í fjármálaáætlun fyrir næstu ár kjörtímabilsins og líta þær dagsins ljós í apríl. </p> <p>Í þriðja lagi þurfa báðar þessar áætlanir síðan að vera í takt við þær fjárheimildir sem Alþingi er tilbúið að samþykkja. </p> <p>Samgönguáætlun á ekki að vera óskalisti í aðdraganda kosninga heldur raunsæ og tímasett áætlun um samgöngukerfið sem er lífæð hverrar þjóðar.</p> <p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</em></p> <em>Grein birt í Morgunblaðinu 22. desember</em> <p>&nbsp;</p>
14. desember 2017Ræða ráðherra í umræðu á Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra<p><span>Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ræðu við umræður á Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra sem fram fóru 14. desember 2017.</span></p> <p style="text-align: center;"><strong>Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra, 14. des. 2017</strong></p> <p>Virðulegur forseti. Góðir landsmenn.</p> <p>Við lifum á tímum þar sem óstöðugleiki hefur ríkt í stjórnmálum en á síðustu 10 árum hefur verið kosið 5 sinnum til Alþingis. Núverandi ríkisstjórnarsamstarf þriggja stærstu þingflokkanna á Alþingi byggist á sameiginlegri sýn ólíkra flokka sem hafa það markmið að vinna að ákveðnum lykilverkefnum sem koma Íslandi í fremstu röð. Auka þarf samkeppnishæfni landsins til að unga fólkið okkar velji Ísland til búsetu vegna þessa að hér er gott að búa og starfa. Til þess að svo megi verða þurfa innviðir samfélagsins að vera sterkir alls staðar á landinu. Samhliða er markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja öldruðum raunverulegt áhyggjulaust ævikvöld. </p> <p>Óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu kalla á breytt vinnubrögð, opnari stjórnsýslu, gagnsæi og virðingu gagnvart verkefnum. Við stjórnmálamenn þurfum að nálgast málin lausnamiðað með velferð almennings að leiðarljósi. </p> <p>Þekking og reynsla allra flokka þarf að koma hér að og vonumst við, í meirihlutanum, eftir góðu samstarfi við minnihlutann, sem einnig er með nokkuð breiða skírskotun og flokkarnir þar eru ólíkir. </p> <p>Við stjórnmálamenn megum ekki gleyma því að við erum fulltrúar fólksins í landinu og eigum að stefna að góðu samstarfi okkar á milli, það er á ábyrgð okkar allra. Sameiginleg gildi eins og&nbsp; ábyrgð, framsýni og þjónusta geta styrkt liðsheildina hér á Alþingi til að ná sem bestum árangri fyrir land og þjóð.</p> <p>Góð niðurstaða sem næst í samtali fleiri flokka heldur til lengri tíma og stuðlar um leið að meiri sátt í samfélaginu. Til að ná farsælli sátt er oft betra að taka krók á leiðinni ef mikið ber á milli sjónarmiða. Í þeim tilvikum þarf að fara aðeins hægar en oftast erum við í stórum dráttum sammála um markmiðin, þó að okkur greini á um leiðirnar.</p> <p>Góðir landsmenn. </p> <p>Framundan eru stór verkefni þar sem horfa þarf til lengri tíma en viðhalda um leið &nbsp;stöðugleika. </p> <p>Sá efnahagslegi stöðugleiki og kaupmáttaraukning, sem hefur náðst án þess að verðbólga hafi farið úr böndunum, eru verðmæti sem við verðum að tryggja. M.a. þess vegna áttum við forystufólk ríkisstjórnarflokkanna samtal við aðila vinnumarkaðarins í stjórnarmyndunarviðræðunum um hvernig við gætum nálgast verkefnið sameiginlega.</p> <p>Langtímaáætlanir og samráð auka fyrirsjáanleika. Við Íslendingar höfum stundum fengið að heyra að ákvarðanir okkar miðist við viðkvæðið &nbsp;„þetta reddast”. Það leiðarljós hefur ekki alltaf verið okkur farsælt og þurfum við sem þjóð að miða ákvarðanir til lengri tíma. Áskoranir framtíðarinnar beinlínis krefjast þess að við vinnum í þágu hagsældar landsins og veltum langtímamarkmiðinu fyrir okkur. Við þurfum að spyrja okkur hvernig við viljum sjá landið okkar þróast næstu 20 til 30 árin, hvað gerist á næstu 10-20 árum, hvernig ætlum við að efla samkeppnishæfni landsins og hvað við þurfum að gera í nánustu framtíð til að styðja þau áform. </p> <p>Þessi hugsun á ekki síst við í þeim stóru framkvæmdum sem framundan eru þar sem tryggja þarf að allir landsmenn búi við sömu skilyrði, til þjónustu hins opinbera hafi jöfn tækifæri til atvinnuþróunar og að atvinnulíf verði fjölbreytt á hverjum stað. </p> <p>Okkar undirstöðuatvinnugreinar ferðaþjónusta, sjávarútvegur, orka, landbúnaður og skapandi greinar eiga allt undir að hér séu innviðir sem stuðla að heilbrigðum hagvexti til framtíðar. </p> <p>Til að stuðla að frekari verðmætasköpun þarf landið allt að vera í blómlegri byggð og stefnumörkun í byggðamálum þarf að samþættast við sem flesta málaflokka. Atvinnulíf og nærsamfélög þurfa að geta tekist á við ytri breytingar og á svæðum með dreifða búsetu þarf að vera atvinnulíf sem skapar verðmæti. Við þurfum að horfa til byggðaaðgerða sem tíðkast í nágrannalöndum okkar, meðal annars með því að styrkja námslánakerfið og nýta svæðisbundna þekkingu sem best. </p> <p>Þá þarf flutnings- og dreifikerfi raforku að mæta þörfum atvinnulífs og almennings en alls staðar á landinu þurfa orkuskiptin að taka mið af loftslagsmarkmiðum okkar eins og best verður á kosið. </p> <p>Ljósleiðartenging til allra landsmanna sem verður lokið við innan þriggja ára mun m.a. skipa okkur í fremstu röð&nbsp; upplýsinga og tæknisamfélaga. Um leið er það, það veitukerfi sem skiptir hvað mestu máli fyrir alla fjölskyldumeðlimi sem eiga jafnframt að hafa aðgang að sömu grunnþjónustu óháð búsetu. Mun gerð þjónustukorts bæta yfirsýn og skapa grundvöll fyrir nauðsynlegar aðgerðir.</p> <p>Góðir landsmenn.</p> <p>Það er vissulega svigrúm á næstu árum, vegna góðrar afkomu ríkisins, en einnig til að nýta eignatekjur ríkisins í slík verkefni og tryggja þá traustu innviði sem eru forsendan fyrir fjölbreyttu og kröftugu atvinnulífi. Hins vegar verður ekki hjá því komist að til þess að viðhalda stöðugleika um ókomin ár verður að forgangsraða stóru framkvæmdunum. Þá skiptir máli að við náum sameiginlegri niðurstöðu um það til lengri tíma, en ekki bara til næstu fjögurra ára. </p> <p>Í samgöngum sem er ein mikilvægasta fjárfesting sem við stöndum frammi fyrir, þarf að forgangsraða með tilliti til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu, og öryggissjónarmiða. Við þá forgangsröðun þarf einnig að taka tillit til hagkvæmni og byggðarsjónarmiða og tengja byggðir og samfélög til að skapa stærri vinnusóknarsvæði en einnig að tryggja öruggar samgöngur við umheiminn. Samgöngur og fjarskipti skipa stóran sess í umgjörð og tækifærum landsins. Þær þurfa að styðja við hver aðra og samanstanda af öruggu vegakerfi, höfnum , flugvöllum og netöryggi. </p> <p>Þá eykst þörf fyrir bættar almenningssamgöngur við þéttleika byggðar. Ákvarðanir þurfa að miðast út frá auknum ferðamannafjölda og hvernig við getum sem best þjónað heimamönnum við að komast á milli svæða. </p> <p>Innanlandsflug þarf að vera mikilvægari hluti af almenningssamgöngum sem við þurfum að tengja betur við alla landshluta. Kerfin þurfa að tvinnast saman og verða ein heild svo hér fái allir sem jafnasta þjónustu.</p> <p>Samstarf við sveitarfélögin þarf að vera gott, en þau eru lykilaðili í því að þróa nærsamfélagið, velferð íbúa og mannlíf samfélaga. Þau þurfa að styrkjast og eflast til að geta sinnt sínum verkefnum sem m.a. stuðlar að öflugri þjónustu og að störfum fjölgi og að þau haldist í byggð.</p> <p>Já, skrefin eru vissulega mörg og sum munu taka lengri tíma en &nbsp;önnur. Það sem skiptir mestu máli er að þetta séu verkefni sem skipta velferð íbúa landsins miklu. Það mun hjálpa til séum við öll sammála um hvert við erum að fara. Uppbyggingin verður að fara fram en án þess að auka þenslu á einstökum svæðum. Það er hægt og þá mun okkur farnast vel um ókomna framtíð. </p> <p>Góðar stundir.</p>
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum