Hoppa yfir valmynd

Samhæfing áætlana

Ný hugsun í opinberri stefnumótun

Ráðuneytið vinnur nú að samhæfingu áætlana málaflokka sinna. Þetta er í fyrsta sinn sem það er gert fyrir verkefnasvið ráðuneytis í heild. Með gildistöku laga til samræmingar á áætlunum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála, nr. 53/2018, var fyrsti áfanginn lögfestur.

Með lögunum er mótuð ný hugsun í stefnumótun, ný sýn og ný vinnubrögð. Samhæfing áætlana hefur undirstöðu í sameiginlegri framtíðarsýn og meginmarkmiðum fyrir alla málaflokka ráðuneytisins ásamt að horft er til samspils áherslna og aðgerða. Einnig verður horft til samspils og samhæfingar við aðrar áætlanir í Stjórnarráðinu þegar þær eru unnar, svo sem aðgerðaáætlun um loftslagsmál, heilbrigðisstefnu og landsskipulagsstefnu.

Ávinningur af samhæfingu er margþættur og felur til að mynda í sér möguleika á betri nýtingu fjármuna, aukið gegnsæi og samvinnu málaflokka um sambærilegar eða sameiginlegar áherslur og aðgerðir. 

Við samhæfingu áætlana ráðuneytisins er litið til ákveðinna þátta:

  • sameiginlegrar framtíðarsýnar.
  • leiðarljósa meginmarkmiða ráðuneytisins.
  • dreifingar fjármagns sem er í áætlunum til landshlutanna.
  • stærri verkefna í stefnumálum ráðherra og hvernig áætlanir geta stutt við þau verkefni á samræmdan hátt.

+ Kynningarrit um samhæfingu áætlana samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins (mars 2020)

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum