Hoppa yfir valmynd

Samráð

 

Ráðuneytið leggur ríka áherslu á að eiga gott samstarf og samráð um málaflokka sína. Að baki stefnumótun og áætlanagerð liggur mikill undirbúningur og víðtækt samstarf við önnur ráðuneyti, stofnanir, atvinnulíf og almenning.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti alls 54 mál til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda árið 2020 - áform um lagasetningu, drög að frumvörpum til laga, drög að reglugerðum, stefnum o.fl., sjá yfirlit yfir mál ráðuneytisins árið 2020 hér í samráðsgáttinni (hægt að flokka eftir tegund máls).

Markmið samráðsgáttarinnar er að auka gagnsæi og möguleika almennings og hagsmunaaðila á þátttöku í stefnumótun, reglusetningu og ákvarðanatöku opinberra aðila. Þar er á einum stað hægt að finna öll mál ráðuneyta sem birt eru til samráðs við almenning og öllum er frjálst að senda inn umsögn eða ábendingu.

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum