Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

10. júní 2000 MatvælaráðuneytiðValgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2004-2006

Ávarp hjá Háskólanum á Akureyri, 10.06.00-

Valgerður Sverrisdóttir,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra


Þakkarávarp á Háskólahátíð á Akureyri,
laugardaginn 10. júní 2000.



Virðulegu samkomugestir.


Mér er það sérstakur heiður og ánægja að fá að vera hér með ykkur í dag og veita viðtöku þessu vandaða tímariti sem ég mun fela Háskólanum á Akureyri til varðveislu.

Jafnframt vil ég óska heilbrigðisráðherra Kúweit og ritstjórn Austral-Asian Journal of Cancer innilega til hamingju með útgáfu á þessu fyrsta ritrýnda tímariti sem gefið er út á þessu sviði í Asíu og Ástralíu.

Háskólanum á Akureyri og íslensku þjóðinni er mikill sómi sýndur með því að tilkynna fyrst um útgáfu þessa tímarits í Evrópu á þessum stað.

Ég vil einnig þakka fyrir þann heiður sem Sigríði Halldórsdóttur prófessor er sýndur með því að afhenda henni svo virðuleg rannsóknaverðlaun. Þessi viðurkenning er mikill sómi fyrir Sigríði, Háskólann á Akureyri og íslenskt vísindasamfélag á sviði heilbrigðisvísinda. Ég vætni alls góðs af samstarfi þjóða okkar á sviði heilbrigðisvísinda og á öðrum sviðum þar sem gagnkvæmur ávinningur er fyrir hendi.

Að lokum færi ég hinum erlendu gestum og ykkur öllum sérstakar kveðjur heilbrigðisráðherra sem ekki átti þessi kost að vera hér í dag vegna erinda sem hún sinnir á vegum ríkisstjórnarinnar á erlendri grundu.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum