Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

27. október 2000 MatvælaráðuneytiðValgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2004-2006

Íslensku vefverðlaunin, 26.10.00 -

Valgerður Sverrisdóttir,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Ávarp
í tilefni af afhendingu íslenskra vefverðlauna
Þórshöll, Brautarholti
fimmtudaginn 26. október 2000


Ágætu samkomugestir.

Netið er staðreynd - og við fögnum því. Stórfenglegar framfarir í upplýsinga- og fjarskiptatækni lögðu grundvöllinn að Netbyltingunni, - en tilkoma Netsins
er aðeins byrjun á langri vegferð sem mikilvægt er að okkur auðnist að nýta
á farsælan hátt.

Í einfaldri samlíkingu er Netið jafngildi vegakerfis sem eitt og sér hefur
takmarkað gildi. Hin raunverulegu verðmæti felast aftur á móti í þeim
flutningum sem fara um þetta vegakerfi, þ.e. þeirri vöru eða því efni sem
flutt er um vegina. Þannig hafa fræðimenn bent á að Netið sé mikilvægasti
innviður hins nýja hagkerfis, enda er það flutningsleið þekkingarinnar.

Efnahagsleg framtíð okkar mun að miklu leyti byggjast á hagnýtingu þeirra
gríðarlegu tækifæra sem bíða okkar á þessum vettvangi. Við höfum vissulega
tekið þetta stórvirka verkfæri, sem Netið er, í notkun og áhrifa þess er þegar
farið að gæta víðsvegar í þjóðlífinu. Þannig er hagnýting upplýsingatækninnar
orðin veigamikill þáttur í hverskonar skólastarfi og hefur gert fjarkennslu að
hversdagslegum veruleika. Upplýsingatæknin hefur styrkt búsetuskilyrði á
landsbyggðinni með því að gera fjarvinnslu óháða búsetu og aukið öryggi
íbúanna með tilkomu fjarlækninga.
Rafræn viðskipti ryðja sér nú til rúms með auknum hraða og landfræðilegar
fjarlægðir skipta orðið litlu máli.

Svona má áfram telja atburði nútímans eða þess liðna en um framtíðina vitum
við lítið - finnum sum hver aðeins að eitthvað enn meira er í aðsigi.

Mótun og framsetning efnis á Netinu er oft sá einstaki þáttur sem ræður mestu
um viðtökur neytandans og árangur eiganda efnisins. Vegna þess er ástæða til
að fagna því að þeir sem skarað hafa framúr í vefsíðugerð fái viðurkenningu
fyrir störf sín. Síkt framtak er hvetjandi fyrir aðra og má búast við að þær
vefsíður sem með þessu móti eru dregnar fram í dagsljósið verði öðrum til
fyrirmyndar.

Ágætu samkomugestir ég vil að lokum nota tækifærið og þakka fyrirtækinu
Vefsýn fyrir frábært frumkvæði sem felst í veitingu þessara íslensku
Vefverðlauna.

Takk fyrir.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum