Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

19. september 2003 MatvælaráðuneytiðValgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2004-2006

Samtök auglýsenda gefa út handbók um gildi auglýsinga.

Valgerður Sverrisdóttir
viðskiptaráðherra

Ávarp við móttöku bókar frá Samtökum auglýsenda.


Góðir gestir. Ég vil þakka þann heiður að veita viðtöku fyrsta eintaki af þessari glæsilegu bók frá Samtökum auglýsenda.

Titill bókarinnar ,,Auglýsingar og árangur" gæti allt eins verið kominn frá okkur framsóknarmönnum því að margir héldu því fram að árangur okkar í síðustu kosningum væri aðallega tilkominn vegna snjallra auglýsinga. Ég vil nú ekki alveg samþykkja það.

Tilgangur Samtaka auglýsenda er svo þeirra eigin orð séu notuð:" að gæta sameiginlegra hagsmuna auglýsenda gagnvart fjölmiðlum, stjórnvöldum og auglýsingastofum." Jafnframt er það markmið Samtaka auglýsenda að vera hagsmuna- og fræðslusamtök fyrir alla auglýsendur og sinna hvers konar faglegri fræðslu um markaðslega boðmiðlun.

Samtökin hafa nú um nokkurra ára skeið sinnt fræðsluþættinum með t.d greinaskrifum, námskeiðahaldi og hádegisverðarfundum. Bókin er framhald og útvíkkun á þessari fræðslustarfsemi og sýnir að Samtök auglýsenda ætla að láta enn frekar til sín taka í framtíðinni.

Bókin fer nú á náttborðið hjá mér ásamt frumvörpum og heimsbókmenntum. Mér hefur verið tjáð að hún sé hin besta lesning og að í bókinni sé samþjappaðan hátt fjallað um marga þætti sem nútímastjórnendur og markaðsstjórar þurfa að glíma við þegar þeir markaðssetja og auglýsa vörur.

Ég óska Samtökum auglýsenda til hamingju með þennan glæsilegan prentgrip. Það er einmitt með þessum hætti sem viðskiptalífið verður best eflt og bætt, með markvissri viðleitni allra aðila þess til aukinnar fagmennsku.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum