Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

14. mars 2005 MatvælaráðuneytiðValgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2004-2006

Matur-inn 2005 - Matvælasýning Norðurlands á Akureyri 13. mars 2005.

Kæru gestir,

Það er afar ánægjulegt að vera hér á meðal ykkar í dag og verða vitni að þeim árangri, frumkvöðlastarfi og drifkrafti sem á sér stað svo víða á okkar ágæta landi.

Það er mikið talað um auðlindir í iðrum jarðar – auðlindir sjávar sem vissulega koma hér við sögu, en það eru þó fyrst og fremst mannlegar auðlindir sem hér skipta sköpum.

Það er nefnilega þannig að það er ekki nægjanlegt að hafa gott hráefni á sviði matvæla til að gera góðan mat – heldur þarf bæði, hugmyndaflug, þekkingu og frumkvæði til að ná þeim árangri sem má sjá hér í þessari keppni um titilinn matreiðslumaður ársins 2005.

Ég hef oft orðið vitni að því að erlendir gestir sem koma frá miklum matarsvæðum og borgum, telja í flestum tilvikum að íslenskur matur beri af á alþjólega vísu. Þetta eru afar góð meðmæli og sýna styrkleika sem að mínu mati þarf að auglýsa og nýta betur. Ísland er frábært matarland.

Keppnin Matreiðslumaður ársins er landskeppni íslenskra matreiðslumanna og hefur hún verið haldin frá árinu 1994. Þetta er því í 12. skiptið sem hún er haldin, en að keppninni stendur Klúbbur matreiðslumanna. Keppnin hefur ávallt verið á höfuðborgarsvæðinu, nema árið 2003, þegar hún var haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Árið 2003 var í fyrsta skipti haldin eins konar vörusýning samhliða keppninni. Sýningin nú er veglegri en nokkru sinni fyrr en um 25 fyrirtæki kynna einnig vörur sínar og þjónustu samhliða keppninni. Sýningin er haldin hér í Verkmenntaskólanum, þar sem keppnin fer einnig fram, og eru flest fyrirtækin frá Norðurlandi en nokkur úr Reykjavík.

Í keppninni í ár verða 17 keppendur og er þetta mesta þátttaka síðan árið 1996. Keppendur eru bæði nýútskrifaðir matreiðslumenn sem og landsliðsmenn í greininni. Allir keppendur eru af Reykjarvíkursvæðinu, utan eins sem kemur héðan frá Akureyri. Fimm manna dómnefnd keppninnar er alþjóðlega skipuð – tveir dómarar koma frá Íslandi og einn frá hverju eftirtalinna landa, þ.e. Finnlandi, Noregi og Danmörku.

 

Góðir gestir,

Ég vil nefna það sérstakleg að Friðrik V veitingamaður á Akureyri og konan hans hún Arnrún eru frumkvöðlar og drifkrafturinn í þessu móti hér á Akureyri. Slík atorka skiptir oft sköpum þegar hlutir eiga að gerast. Þau heiðurshjón eiga miklar þakkir skildar fyrir framtakið. Það er einnig afar ánægjulegt að Vaxtarsamningur Eyjafjarðar hefur stutt

 

 

 



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum