Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

27. júní 2005 InnviðaráðuneytiðSturla Böðvarsson, samgönguráðherra 1999-2007

Við Almannaskarð 24. júní 2005

Sturla Böðvarsson flutti eftirfarandi ávarp við opnun ganga undir Almannaskarð síðastliðinn föstudag.

Ráðherrar, vegamálastjóri, fulltrúar verktaka, alþingismenn, heimamenn og gestir.

Í nafni samgönguráðuneytisins fagna ég verklokum hér við Almannaskarð.

Gott verk hefur verið unnið sem hefur mikla þýðingu fyrir íslenska samfélagið. Hver einasti hluti vegakerfisins sem endurbyggður er þjónar okkur Íslendingum öllum.

Þess skulum við minnast. Við eigum og verðum að muna að við erum ein þjóð sem byggir þetta land. Við verðum að minnast þess að við eigum allt undir því að samtakamáttur okkar verði það að afl sem tryggir sjálfstæði okkar og varðveiti menningu okkar. Mikilvægur hluti þeirrar viðleitni er að tryggja samgöngur með öruggu vegakerfi.

Um leið og ég lýsi jarðgöngin hér í Almannaskarði formlega opnuð vil ég leyfa mér að þakka almættinu fyrir að hafa haldið sinni verndarhendi yfir þessu verki og tryggt slysalausa framvindu þessa mikilvæga mannvirkis sem við tökum í notkun á þessum fallega degi.

Ég lýsi jarðgöngin í Almannaskarði opin fyrir umferð. Megi gæfan fylgja öllum vegfarendum og megi góðir vættir vaka yfir byggðum þessa héraðs.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum