Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

31. október 2005 MatvælaráðuneytiðValgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2004-2006

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Kæru gestir,

Það er mér ánægjuefni að ávarpa þennan fund hér í dag á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, þar sem m.a. er fjallað um atvinnu – og byggðamál.

Á síðusta áratug hafa miklar breytingar átt sér stað í heiminum, Áhrifanna gætir á fjölmörgum sviðum t.d. í menntunar- menningar- og efnahagsmálum. Stjórnvöld hér á landi hafa lagt ríka áherslu á að aðlagast þessari alþjóðlegu þróun með því að bæta starfsskilyrði og stuðla þannig að aukinni samkeppnishæfni atvinnulífs. Ýmsar nýjar áherslur hafa komið fram m.a. í byggðamálum.

Þetta hefur skilað verulegum árangri, sem m.a. kemur fram í auknum hagvexti, nýsköpun, útrás fyrirtækja og auknum kaupmætti. Frá 1995 til ársins 2005, eða sl. 10 ár, hefur t.d. samkeppnisstaða Íslands í fjölþjóðlegum samanburði farið úr 25. sæti í það 4. samkvæmt mati virtrar stofnunar í Sviss og í það 7. samkvæmt World Economic Forum. Þetta er hækkun um 2 sæti að meðaltali á ári síðastliðin 10 ár, sem verður að teljast góður árangur, ekki síst með hliðsjón af því að það er langtímaþróun sem skiptir máli í þessu sambandi, en ekki sveiflur á milli einstakra ára.

Eins og fram hefur komið hef ég lagt áherslu á eflingu byggðakjarna, m.a. með því að vinna einskonar stöðumat á viðkomandi svæðum, sem unnið er í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila. Það hefur síðan leitt til Vaxtarsamninga á þeim svæðum. Slík verkefni hafa verið unnin bæði fyrir Eyjafjarðarsvæðið og Vestfirði og eru í vinnslu á fleiri svæðum á landinu.

Útfærslan á svokölluðum Vaxtarsamningi er nokkuð nýstárleg, áhersla er lögð á sérstöðu og styrkleika svæða og samkeppnishæfni atvinnulífs, þar sem byggt er á markaðstengdum aðgerðum. Markmiðið er að auka hagvöxt, fjölga atvinnutækifærum og treysta viðkomandi byggðakjarna svo hann geti enn frekar sinnt því lykilhlutverki að vera miðstöð atvinnu, menningar og þjónustu. Áherslurnar taka mið af sambærilegum aðgerðum erlendis, í smáum og stórum hagkerfum. Í raun má segja að um sé að ræða ákveðna nútímavæðingu byggðamála, þar sem kjarni málsins er að treysta sjálfbæran hagvöxt svæða með aukinni ábyrgð og þátttöku íbúa í viðkomandi byggðalagi.

Á grunni þessarar vinnu hafa farið fram umræður um sambærilegt starf fyrir Vesturland og því hefur verið ákveðið að efna til undirbúningsvinnu vaxtarsamnings. Verkefnisstjórn er hafi umsjón með þessu verkefni hefur verið ákveðin. Hlutverk hennar er að gera tillögu til ráðherra um stefnumörkun í byggðamálum fyrir Vesturland og kanna hvaða kostir komi helst til greina við að treysta vöxt og samkeppnishæfni svæðisins. Með tillögunum fylgi áætlun um aðgerðir þar sem fram komi markmið þeirra, forsendur, ábyrgð á framkvæmd, þátttakendur ásamt tíma- og kostnaðaráætlun. Óskað er eftir að verkefnisstjórnin taki mið af skýrslum sem unnar voru fyrir ráðuneytið nýlega fyrir Eyjafjörð og Vestfirði.

Væntanlega mun starf á þessu sviði ganga hratt fyrir sig, þar sem þegar hefur verið unnið verulegt undirbúningsstarf á svæðinu er varðar athuganir og klasastarf.

Í verkefnisstjórninni eiga sæti:

Baldur Pétursson, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, formaður,

Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Norðuráls,

Sigríður Finsen, forseti bæjarstjórnar í Grundarfirði,

Páll Brynjarsson, bæjarstjóri í Borgarbyggð,

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ,.

Dagný Sigurðardóttir, sveitarstjórnarmaður í Borgarfjarðarsveit,

Bernhard Þór Bernhardsson, deildarforseti viðskiptadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst,

Haraldur Líndal Haraldsson, sveitarstjóri Dalabyggðar,

Björn Elísson, atvinnumálafulltrúi Akraneskaupstaðar,

Gísli Gíslason, fráfarandi bæjarstjóri á Akranesi og verðandi hafnarstjóri og

Þórarinn Sólmundarson Byggðastofnun

Með nefndinni numu starfa

Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Sveitarfélaga á Vesturlandi og Ólafur Sveinsson, forstöðumaður atvinnuráðgjafar Samtaka Sveitarfélaga á Vesturlandi.

Góðir gestir,

Það á sér stað ör þróun í þjóðfélaginu. Það sjáum við einnig hér á þessu svæði. nefna mál uppbyggingu á sviði samgöngumála, háskólamála og atvinnumála. Ég nefndi sérstaklega stóriðju. Árangurinn er fjölgun atvinnutækifæra, fjölgun íbúa, vaxandi eftirspurn eftir húsnæði og hækkun íbúðaverðs. Þetta er ánægjuleg þróun. Það starf sem hér fer í gang við undirbúning Vaxtarsamnings mun styrkja svæðið enn frekar.

Ég óska ykkur alls hins besta.

Takk fyrir



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum