Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

27. september 2006 MatvælaráðuneytiðJón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2006-2007

Undirritun Vaxtarsamnings Vesturlands

Vaxtarsamningar ryðja braut til framtíðarinnar og eru merkur áfangi og mikið fagnaðarefni. Samningurinn skiptir alla aðila miklu, sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og samtök í landshlutanum

Samningurinn er ekki aðeins fjármagn heldur er hann fyrst og fremst frumkvæði heimamanna og á þeirra forræði með þátttöku aðila í landshlutanum.  Helstu áherslur samningsins eru menntastörf og rannsóknir, ferðaþjónusta, aðrar þjónustugreinar, matvælaframleiðsla, iðnaður, samgönguþróun, upplýsingatækni, samstarf og sameiginleg forysta með virkri þátttöku fyrirtækja og sveitarfélaga.  Fyrirtækjaklasar leika eitt mikilvægasta hlutverkið í þessari framvindu og það er í samræmi við hlutverk iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins að vinna að þessu verki sem nýsköpunarráðuneyti þekkingarsamfélagsins með áherslu á frjálst frumkvæði og á vísindi, rannsóknir og menntun.  Mikilvægt að sjá markmiðin greinilega framundan og sækja að þeim með þetta að leiðarljósi og þannig er verið að færa valdið út til fólksins.

Til hamingju.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum