Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

2. október 2006 MatvælaráðuneytiðJón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2006-2007

Ostadagar 2006

Ráðherra þakkaði þann heiður að fá að taka þátt í athöfninni. Hann rakti í nokkrum orðum sögu ostaframleiðslu og ostaneyslu á Íslandi á síðustu áratugum og kallaði þessa sögu sannkallaða sigurgöngu. Hann rakti mikilvægi nýsköpunar, vöruþróunar, rannsókna og markaðsstarfs í þessari sögu. Hann sagði að hér væri um sannkallaðan þekkingariðnað að ræða og atvinnugrein í fremstu röð í landinu. Hann minntist þess að þetta er unnið landsmönnum til hollustu og gagns og um leið til munaðar og yndisauka í lífinu. Rómverskt skáld kvað að sá nær mestum árangri sem blandar saman gagnsemi og hollustu og yndi og sætleika. Þetta á líka við um íslenska osta. Einhver mikilvægasti þátturinn í þessu eru gæði, gæðastjórnun og gæðaþróun sem ævinlega hafa verið og eru ráðandi einkenni á íslenskri ostaframleiðslu. Loks óskaði hann þjóðinni til hamingju með íslenska ostaframleiðslu í bráð og lengd.

Að ávarpi loknu afhenti ráðherra verðlaun til ostameistara sem skarað höfðu fram úr.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum