Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

9. október 2006 MatvælaráðuneytiðJón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2006-2007

Lagnafélag Íslands 20 ára.

Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra flutti stutt ávarp í tilefni af 20 ára afmæli Lagnafélags Íslands á sýningu félagsins í Vetrargarðinum í Smáralind föstudaginn 6. okt. sl.

Í upphafi óskaði Jón félaginu og forystumönnum þess til hamingju með afmælið og minntist þess mikla árangurs sem félagið hefur náð. Hann óskaði nýjum heiðursfélögum þess einnig til hamingju. Hann gat þess að Lagnafélagið hefur náð miklum árangri í innra starfi lagnamanna og líka í opinberri og almennri kynningu á lagnamálum. Jón spurði síðan hverju máli lagnir og lagnamál skipta, og hvað í þeim felst. Hann rakti eigin reynslu frá þeim tíma er hann sjálfur var skólastjóri heimavistarskóla og komst að því að lagnir og lagnagæði eru undirstaða velferðar, vellíðunar, starfsárangurs og heilbrigðis dag frá degi. Enda þótt menn byrji með því að hugsa um náttúruhamfarir eða eldsvoða og beini athygli sinni að slíkum þáttum sem eðlilegt er, þá komi það á daginn að lagnakerfin og gæði þeirra og öryggi eru undirstaða í daglegu lífi.

Jón minntist þess að Lagnafélagið gengst fyrir margs konar kynningarstarfi og þróunarstarfi. Birtar eru lagnafréttir í fjölmiðlum og efnt hefur verið til Norðurlandakeppni í pípulögnum. Veittar eru ýmsar viðurkenningar en með þessu öllu er félagið að efla starfsmetnað og starfsþróun og gæði.

Síðast en ekki síst kvaðst Jón vilja nefna Lagnakerfamiðstöðina á Keldnaholti. Fyrir þetta allt þakkaði iðnaðarráðherra í nafni ráðuneytisins og stjórnvalda og óskaði Lagnafélagi Íslands og forystu þess allra heilla.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum