Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

16. október 2006 MatvælaráðuneytiðJón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2006-2007

Undirritun vaxtarsamnings Suðurlands og Vestmannaeyja

Föstudaginn 13. okt. 2006 var vaxtarsamningur Suðurlands og Vestmannaeyja undirritaður á Hótel Hvolsvelli. Við þetta tækifæri ávarpaði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra viðstadda sem voru allmargir sveitarstjórnarmenn, Alþingismenn, fulltrúar stofnana og fyrirtækja á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum og aðrir forkólfar sunnlenskra byggða. Jón minnti á að vaxtarsamningur er merkilegur áfangi og fagnaðarefni. Samningurinn er ekki aðeins fjárveitingar, heldur fyrst og fremst felur hann í sér samstarf, frumkvæði, forsjá og forystu heimamanna fyrir sameiginlegum verkefnum og átaki til eflingar byggðanna og nærsamfélaganna á svæðinu. Forysta heimamanna er lykilatriði í vaxtarsamningi. Mikilvægt frumkvæði þessu sinni hafi komið frá Vestmannaeyingum og vottaði ráðherra þeim þakkir. Jón rakti nokkur meginatriði og áherslur samningsins, og vakti athygli á því að klasar og klasamyndun er grunnþáttur í öllum vaxtarsamningum. Klasar hafa sannað gildi sitt bæði erlendis og hér á landi. Auk þessa nefndi ráðherra nokkur fleiri atriði í þessum samningi, svo sem áherslu á mannauð, tengslanet, samhæfingu og nýsköpun. Ráðherra rakti vinnu iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta að nýsköpun og vaxtarsamningum og sagði þetta tengjast vel því meginhlutverki ráðuneytanna að vera miðstöð þekkingarsamfélags og nýsköpunar í landinu. Þetta er einmitt eðli vaxtarsamninganna og því vilja ráðuneytin vinna að þeim. Með þeim sjáum við leiðina framundan og höfum leiðarljós. Auk þess er með þessu fært vald út í byggðirnar til fólksins sjálfs. Loks óskaði Jón öllum til hamingju með þennan nýja vaxtarsamning.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum