Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Vörður í viku íslenskunnar

„Íslensk­an er sam­ein­ing­ar­tákn okk­ar,“ sagði frú Vig­dís Finn­boga­dótt­ir í hug­vekju sinni í viku ís­lensk­unn­ar þar sem ráðherra­nefnd um ís­lensku var kynnt til leiks, verðlaun Jónas­ar Hall­gríms­son­ar veitt á degi ís­lenskr­ar tungu og þjóðar­gjöf­in af­hent við hátíðlega at­höfn. Íslensk tunga er dýr­mæt auðlind sem á stór­an þátt í að móta okk­ar sterka sam­fé­lag og stend­ur nú frammi fyr­ir mikl­um tækni- og sam­fé­lags­breyt­ing­um. Við finn­um flest að ís­lensk tunga mæt­ir vax­andi áskor­un­um vegna auk­inn­ar sam­keppni við efni og miðlun á ensku.

 

Áfram ís­lenska

Stjórn­völd hafa á und­an­förn­um árum lagt mikla áherslu á að snúa vörn í sókn fyr­ir tungu­málið með ýms­um hætti. Sú vinna hef­ur grund­vall­ast meðal ann­ars á þings­álykt­un um að efla ís­lensku sem op­in­bert mál á Íslandi en hún var samþykkt á Alþingi 2019. Í kjöl­farið fylgdi aðgerðaáætl­un fyr­ir árin 2019-2022 und­ir yf­ir­skrift­inni „Áfram ís­lenska“. Þannig nam fjár­fest­ing í mál­efn­um ís­lensk­unn­ar á síðasta kjör­tíma­bili rúm­um 10 millj­örðum kr.

Verk­efnið er samt sem áður viðvar­andi og kall­ar á að við sem sam­fé­lag tök­um þá ákvörðun að gera okk­ar eig­in tungu­máli hátt und­ir höfði.

 

Ráðherra­nefnd um ís­lensku

Í upp­hafi viku ís­lensk­unn­ar raun­gerðist ein varða á þeirri veg­ferð þegar ný ráðherra­nefnd um ís­lenska tungu var sett á lagg­irn­ar. Í henni eiga fast sæti for­sæt­is­ráðherra, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barna­málaráðherra, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra og há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra. Nefnd­inni er ætlað að efla sam­ráð og sam­starf milli ráðuneyta og vinna mark­visst að stefnu­mót­un stjórn­valda og aðgerða í þágu tungu­máls­ins. Við ætl­um að sækja fram og styrkja stöðu ís­lensk­unn­ar til framtíðar, því ef við ger­um það ekki, ger­ir það eng­inn fyr­ir okk­ur.

 

Íslensk­an er okk­ar allra – Málþing um ís­lenska tungu

Á málþingi um mál­efni ís­lensk­unn­ar voru stjórn­völd brýnd til áfram­hald­andi aðgerða í þágu ís­lensk­unn­ar. Þar komu fram marg­ar góðar hug­mynd­ir og gagn­leg­ar vanga­velt­ur – meðal ann­ars frá full­trú­um yngri kyn­slóða sem meðal ann­ars töluðu öt­ul­lega fyr­ir bættu aðgengi að bæði mynd- og les­efni á ís­lensku fyr­ir sinn ald­ur og áhuga­svið. Skýrt ákall mátti finna í er­ind­um á málþing­inu að huga þyrfti bet­ur að ís­lensku­kennslu fyr­ir full­orðna, þá sér í lagi talþjálf­un og jafn­framt auka al­mennt umb­urðarlyndi fyr­ir ís­lensku sem töluð er með hreim. Eða líkt og frú Vig­dís Finn­boga­dótt­ir áréttaði í sinni hug­vekju á málþing­inu – við erum öll með hreim, öll töl­um við tungu­málið með okk­ar eig­in blæ­brigðum. Fyr­ir málþingið var fal­leg stund þegar börn á leik­skól­an­um Sæ­borgu færðu frú Vig­dísi fal­lega bók um tungu­mál sem þau bjuggu til.

 

Dúnd­ur diskó Bragi Valdi­mar fékk verðlaun Jónas­ar

Verðlaun Jónas­ar Hall­gríms­son­ar voru veitt á degi ís­lenskr­ar tungu. Bragi Valdi­mar Skúla­son, tón­list­armaður og texta­smiður, hlaut verðlaun­in en þau eru veitt ár­lega þeim ein­stak­lingi sem hef­ur með sér­stök­um hætti unnið ís­lenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáld­skap, fræðistörf­um eða kennslu og stuðlað að efl­ingu henn­ar, fram­gangi eða miðlun til nýrr­ar kyn­slóðar. Sér­staka viður­kenn­ingu dags ís­lenskr­ar tungu hlaut að þessu sinni verk­efnið Tungu­mála­töfr­ar sem býður upp á upp á málörv­andi um­hverfi í gegn­um skap­andi kennsluaðferðir fyr­ir fjöltyngd börn.

 

Þjóðar­gjöf­in – 550 ein­tök af heild­ar­út­gáfu Íslend­inga­sagn­anna

Þjóðar­gjöf­in er tákn­ræn viðleitni til þess að leita ávallt nýrra leiða til þess að kveikja áhuga og ástríðu fyr­ir ís­lenskri menn­ingu. Glæsi­leg út­gáfa Íslend­inga­sagn­anna er kjör­grip­ur sem nú er aðgengi­leg­ur nýj­um kyn­slóðum. Þetta eru al­vöru­sög­ur – eins og flest­ir vita, sög­ur um fólk sem skapaði sér nýtt líf og tæki­færi í þessu landi, hetju­sög­ur, skálda­sög­ur, ástar­sög­ur, út­laga­sög­ur og vit­an­lega hell­ing­ur af ætt­fræði, átök­um og auðvitað póli­tík. Saga for­lag hafði veg og vanda af fimm binda hátíðarút­gáfu sagn­anna, sem út kom í til­efni af 100 ára af­mæli full­veld­is­ins.

 

Næstu skref

Stjórn­völd eru staðráðin í að halda áfram að efla ís­lensk­una og verður ný þings­álykt­un­ar­til­laga og upp­færð aðgerðaáætl­un þess efn­is lögð fram á kom­andi vorþingi. Í þeim verður meðal ann­ars boðað stór­aukið aðgengi að ís­lensku­kennslu, vit­und­ar­vakn­ing um mik­il­vægi þess að ís­lensk­an verði í fyrsta sæti í al­manna­rými og áfram­hald­andi þróun mál­tækni­lausna sem nýt­ast fólki á öll­um aldri bæði í leik og starfi. Aðeins örfá dæmi um hag­nýt­ingu þess­ara mál­tækni­lausa eru raun­tíma­textun sjón­varps­efn­is, þýðing­ar­vél­ar á milli ís­lensku og ensku eða tal­gervilsradd­ir fyr­ir blinda og sjónskerta. Við vilj­um geta talað við tækið okk­ar á ís­lensku.

Það er sam­eig­in­legt verk­efni okk­ar sem sam­fé­lags að tryggja að móður­málið standi tím­ans tönn og verði á vör­um okk­ar um ald­ur og ævi – því ís­lensk­an er okk­ar allra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum