Hoppa yfir valmynd
07. febrúar 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Leggjumst öll á árarnar

Verðbólga hef­ur markað umræðu um efna­hags­mál á Íslandi um ára­bil og glímdi Ísland lengi við verðbólgu sem mæld­ist langt um­fram það sem tíðkaðist í lönd­um í kring­um okk­ur.

Und­an­far­in 30 ár eða svo náðist að tempra verðbólg­una meðal ann­ars með þjóðarsátt­inni þegar all­ir lögðust á ár­arn­ar og meiri agi náðist í hag­stjórn, rík­is­fjár­mál­um og pen­inga­mál­um. Þótt verðbólg­an væri stund­um um­fram það sem tíðkaðist í ná­granna­lönd­un­um var hún þó ekki langt um­fram.

Á síðasta ári voru verðbólgu­mæl­ing­ar hér þó ekki um­fram ná­granna­lönd­in og var Ísland á fyrri hluta árs­ins yf­ir­leitt í lægri kant­in­um miðað við sam­an­b­urðarlönd okk­ar. Á tíma­bili mæld­ist sam­ræmd vísi­tala neyslu­verðs í Evr­ópu næst­lægst á Íslandi. Mæld­ist vísi­tal­an aðeins neðar í Sviss. Á síðasta ári urðu veru­leg­ar hækk­an­ir á alþjóðamörkuðum sem staf­ar af berg­máli vegna fram­leiðslu­hnökra frá þeim tíma að far­sótt­in stóð sem hæst og skelfi­legu stríði sem ekki hef­ur þekkst í marg­ar kyn­slóðir og skapað það sem kallað hef­ur verið lífs­kjara­kreppa á Vest­ur­lönd­um. Þannig má segja að verðbólga hafi því miður orðið að inn­flutn­ings­vöru, en á sama tíma hafa áfram orðið inn­lend­ar kostnaðar­hækk­an­ir og gengi krón­unn­ar gefið eft­ir. Það er gam­all sann­leik­ur í hag­fræðinni að verðbólga er af hinu illa og kem­ur verst niður á þeim sem viðkvæm­ast­ir eru, bæði þeim sem minnst hafa á milli hand­anna og þeim sem standa frammi fyr­ir fjár­fest­ingu eins og ungt fólk og fjöl­skyldu­fólk að koma sér upp hús­næði.

Á und­an­förn­um miss­er­um hafa stjórn­völd kynnt ýms­ar aðgerðir til þess að draga úr áhrif­um verðbólgu á lífs­kjör viðkvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins. Má þar nefna hækk­un bóta al­manna­trygg­inga, hærri hús­næðis­bæt­ur, sér­stak­an barna­bóta­auka, auk­inn slag­kraft í hús­næðismál og fleira. Í mínu ráðuneyti á sér stað mik­il­væg vinna er snýr að sam­keppn­is- og neyt­enda­mál­um, en heil­brigð sam­keppni er grund­vall­ar­atriði í verðmynd­un. Í þeim mál­um er meðal ann­ars unnið að end­ur­skoðun stofnanaum­gj­arðar sam­keppn­is- og neyt­enda­mála með það að mark­miði að efla slag­kraft í þágu neyt­enda. Fjár­mun­ir hafa verið aukn­ir til Neyt­enda­sam­tak­anna til að efla þeirra ágæta starf í þágu neyt­enda, og á næstu vik­um mun ráðuneyti mitt kynna nýtt verk­efni sem mun stuðla að betri upp­lýs­inga­miðlum um verðlagn­ingu til neyt­enda. Þá skipaði ég vinnu­hóp sem hef­ur það hlut­verk að rýna hagnað bank­anna til að kanna hvort neyt­end­ur hér á landi borgi meira fyr­ir fjár­málaþjón­ustu en neyt­end­ur ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um.

Það er gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir þjóðfé­lagið að halda verðbólgu í skefj­um og það verk­efni þarf að nálg­ast úr ýms­um átt­um. Ég hef þá trú að ár­ang­ur ná­ist þegar við öll leggj­umst sam­an á ár­arn­ar og róum í sömu átt. Það er til að mynda mik­il­vægt að neyt­end­ur séu á tán­um gagn­vart verðlagn­ingu á vöru og þjón­ustu og fyr­ir­tæki hækki ekki verð um­fram það sem eðli­legt get­ur tal­ist. Slíkt skipt­ir máli fyr­ir lífs­kjör­in í okk­ar góða landi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum