Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

18. júní 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytiðLilja Alfreðsdóttir

Farsælt lýðveldi í 75 ár

Grein eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 17. júní 2019.

Á þess­um hátíðar­degi fögn­um við því að 75 ár eru liðin frá ákvörðun Alþing­is um að slíta form­lega kon­ungs­sam­band­inu við Dan­mörku og stofna lýðveldið Ísland. All­ar göt­ur síðan frá full­veldi og lýðveld­is­stofn­un hafa lífs­kjör á Íslandi auk­ist veru­lega en þjóðar­tekj­ur hafa vaxið mikið. Hrein er­lend staða þjóðarbús­ins er já­kvæð sem nem­ur 21% af lands­fram­leiðslu, sem þýðir að er­lend­ar eign­ir þjóðar­inn­ar erum mun meiri en skuld­ir. Tíma­mót sem þessi gefa okk­ur færi á að líta um öxl en ekki síður horfa björt­um aug­um til framtíðar.

Sjálfs­mynd þjóðar
Þegar við hugs­um til þess sem helst hef­ur mótað lýðveldið okk­ar og það sem skil­grein­ir okk­ur sem þjóð berst talið oft að menn­ing­unni; að tungu­mál­inu, bók­mennt­un­um og nátt­úr­unni. Í sjálf­stæðis­bar­átt­unni var þjóðtung­an ein helsta rök­semd þess að Íslend­ing­ar væru sér­stök þjóð og sjálf­stæðis­kröf­ur okk­ar rétt­mæt­ar. Tungu­málið er þannig lyk­ill­inn að sjálfs­mynd okk­ar og sjálfs­skiln­ingi, og líkt og lýðræðið stend­ur ís­lensk­an á ákveðnum tíma­mót­um. Hvor­ugt ætt­um við að álíta sjálf­sagðan hlut, hvorki þá né í dag. Íslensk stjórn­völd hafa í þessu sam­hengi kynnt heild­stæða áætl­un sem miðar að því að styrkja stöðu ís­lensk­unn­ar. Aðgerðirn­ar snerta ólík­ar hliðar þjóðlífs­ins en mark­mið þeirra ber að sama brunni; að tryggja að ís­lenska verði áfram notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins. Ný­verið náðist sá ánægju­legi áfangi að Alþingi samþykkti sam­hljóða þings­álykt­un­ar­til­lögu mína um efl­ingu ís­lensku sem op­in­bers máls á Íslandi. Meg­in­inn­tak henn­ar verða aðgerðir í 22 liðum sem snerta m.a. skólastarf, menn­ingu, tækniþróun, ný­sköp­un, at­vinnu­líf og stjórn­sýslu.

Mik­il­vægi kenn­ar­ans
Kenn­ar­ar og skóla­fólk eru lyk­ilaðilar í því að vekja áhuga nem­enda á ís­lensku máli en slík­ur áhugi er for­senda þess að ís­lensk­an þró­ist og dafni til framtíðar. Auk­in­held­ur er kenn­ara­starfið mik­il­væg­asta starf sam­fé­lags­ins, því það legg­ur grunn­inn að öll­um öðrum störf­um. Ef við ætl­um okk­ur að vera í fremstu röð meðal þjóða heims verðum við að styrkja mennta­kerfið og efla alla um­gjörð í kring­um kenn­ara á öll­um skóla­stig­um. Mik­il­vægt er að stuðla að viður­kenn­ingu á störf­um kenn­ara, efla fag­legt sjálf­stæði og leggja áherslu á skólaþróun. Íslensk stjórn­völd hafa í sam­vinnu við fag­fé­lög kenn­ara, at­vinnu­líf, há­skóla og sveit­ar­fé­lög ýtt úr vör fjölþætt­um aðgerðum til þess að auka nýliðun í kenn­ara­stétt­inni. Skemmst er frá því að segja að veru­leg­ur ár­ang­ur er þegar far­inn að skila sér af þeim aðgerðum en um­sókn­um um kenn­ara­nám hef­ur fjölgað um­tals­vert í há­skól­um lands­ins. Kenn­ar­ar eru lyk­ilfólk í mót­un framtíðar­inn­ar og munu leggja grunn­inn að áfram­hald­andi fram­sókn ís­lensks sam­fé­lags um ókomna tíð – en öll efl­ing mennt­un­ar stuðlar að jöfnuði, því að mennt­un­in set­ur alla und­ir sömu áhrif og veit­ir þeim aðgang að sama sjóði þekk­ing­ar.

Sendi­herr­ar um all­an heim
Sem frjálst og full­valda ríki eig­um við að halda áfram að rækta góð sam­skipti við aðrar þjóðir og skapa tæki­færi fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki til þess að reyna fyr­ir sér á er­lendri grundu. Þar gegn­ir mennta­kerfið mik­il­vægu hlut­verki en fjöl­marg­ir ís­lensk­ir náms­menn fara er­lend­is til þess að sækja sér þekk­ingu og að sama skapi kem­ur fjöld­inn all­ur af er­lend­um náms­mönn­um hingað til lands í sömu er­inda­gjörðum. Náms­menn verða á sinn hátt sendi­herr­ar þeirra ríkja þar sem þeir dvelja, þó dvöl­in sé ekki löng geta tengsl­in varað alla ævi. Dæm­in sanna að náms­dvöl er­lend­is verður oft kveikja að mun dýpri og lengri sam­skipt­um og það bygg­ir brýr milli fólks og landa sem ann­ars hefðu aldrei orðið til. Við sem þjóð búum að slík­um tengsl­um því með þeim ferðast þekk­ing, skiln­ing­ur, saga, menn­ing og tungu­mál.

Gagn­rýn­in hugs­un og frelsi
Sam­hliða öðrum sam­fé­lags- og tækni­breyt­ing­um stönd­um við sí­fellt frammi fyr­ir nýj­um og krefj­andi áskor­un­um. Meðal þeirra helstu er gott læsi á upp­lýs­ing­ar og gagn­rýn­in hugs­un til að greina rétt frá röngu. Við get­um horft til af­mæl­is­barns dags­ins, Jóns Sig­urðsson­ar for­seta, í því sam­hengi. Hann hafði djúp­stæð áhrif á Íslands­sög­una sem fræði- og stjórn­mála­maður, og fræðistörf­in mótuðu um margt orðræðu hans á vett­vangi stjórn­mál­anna. Hann var óhrædd­ur við að vera á önd­verðri skoðun en sam­tíma­menn sín­ir, hann beitti gagn­rýnni hugs­un, rök­um og staðreynd­um, í sín­um mik­il­væga mál­flutn­ingi. Það var raun­sær hug­sjónamaður sem kom okk­ur á braut sjálf­stæðis. Gagn­rýn­in hugs­un er að mínu mati það sem einna helst mun stuðla að já­kvæðri þróun þess­ara tveggja lyk­ilþátta; lýðræðis­ins og tungu­máls­ins. Það sem helst vinn­ur gegn þeim eru áhuga- og af­skipta­leysi. Virk þátt­taka og rýni til gagns skila okk­ur mest­um ár­angri, hvort sem verk­efn­in eru lít­il eða risa­vax­in. Þjóðir sem ann­ast sín eig­in mál­efni sjálf­ar eru frjáls­ar og þeim vegn­ar bet­ur.

Fögn­um sam­an
Sú staðreynd að við get­um fjöl­mennt á sam­kom­ur víða um land til þess að fagna þess­um merka áfanga í sögu þjóðar­inn­ar er ekki sjálf­gefið. Sú elja og þraut­seigja sem forfeður okk­ar sýndu í sjálf­stæðis­bar­áttu þjóðar­inn­ar lagði grunn­inn að þeim stað sem við erum á í dag. Það er okk­ar og kom­andi kyn­slóða að halda áfram á þeim grunni og byggja upp gott, skap­andi, fjöl­breytt og ör­uggt sam­fé­lag þar sem all­ir geta fundið sína fjöl. Hafa skal í huga að í sögu­legu sam­hengi, þá er lýðveldið okk­ar ungt að árum og við þurf­um að hlúa stöðugt að því til þess að efla það. Okk­ur ber skylda til að afla okk­ur þekk­ing­ar um mál­efni líðandi stund­ar til að styrkja lýðræðið. Ég óska okk­ur öll­um til ham­ingju með 75 ára af­mæli lýðveld­is­ins Íslands og ég vona að sem flest­ir gefi sér tæki­færi til þess að taka þátt í viðburðum sem skipu­lagðir eru víða um land af þessu hátíðlega til­efni.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum