Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

04. febrúar 2021 Mennta- og barnamálaráðuneytiðLilja Alfreðsdóttir

Í fótspor Ladda, Felix og Eddu Heiðrúnar

Í ára­tugi hef­ur kvik­mynd­aris­inn Disney skemmt heims­byggðinni með æv­in­týr­um og sög­um. Söguþráður­inn er oft svipaður í grunn­inn – aðal­sögu­hetj­an lend­ir í ógöng­um, berst við ill öfl, en hef­ur bet­ur að lok­um. Flest eig­um við minn­ing­ar af kvik­mynda­upp­lif­un með fjöl­skyld­um okk­ar, þar sem við hlæj­um eða grát­um yfir drama­tík­inni á hvíta tjald­inu. Lyk­ill­inn að þeirri upp­lif­un er sam­eig­in­leg­ur skiln­ing­ur þeirra sem horfa – barna og full­orðinna.

Íslend­ing­ar áttuðu sig á þessu fyr­ir löngu og hafa lagt ótrú­leg­an metnað í tal­setn­ing­ar og þýðing­ar. Okk­ar frá­bæra fag­fólk, bæði tækni- og lista­menn, hef­ur skilað vinnu á heims­mæli­kv­arða frá því fyrsta Disney-mynd­in í fullri lengd var hljóðsett árið 1993. Fel­ix í hlut­verki Aladdíns, Laddi í hlut­verki and­ans og Edda Heiðrún sem prins­ess­an Jasmín eru ógleym­an­leg og gáfu tón­inn fyr­ir það sem skyldi koma. All­ar göt­ur síðan hafa Disney-mynd­ir verið tal­sett­ar og þannig hafa text­ar og hljóðrás­ir orðið til. Þess vegna er ein­kenni­legt að fyr­ir­tækið skuli ekki bjóða upp á ís­lenska texta og tal á streym­isveit­unni Disney+.

Í vik­unni sendi ég for­stjóra Disney bréf og hvatti fyr­ir­tækið til að nota það frá­bæra efni sem þegar er til. Það er bæði sann­gjörn og eðli­leg krafa, enda er fátt þjóðinni kær­ara en ís­lensk­an, og það er skylda stjórn­valda að styðja við og efla þenn­an hluta fjöl­miðlun­ar. Raun­ar hvíl­ir sú laga­skylda á ís­lensk­um sjón­varps­stöðvum að texta er­lent efni, en lög­in ná ekki yfir streym­isveiturn­ar sem falla milli skips og bryggju.

Brýnt er að bregðast við þeirri stöðu, svo skarðið í varn­ar­vegg ís­lensk­unn­ar stækki ekki á kom­andi árum. Íslensk­an á að vera hluti af allri streym­isþjón­ustu hér­lend­is, auk þess sem sam­keppn­is­staða ís­lenskra fjöl­miðla skekk­ist ef þeir er­lendu kom­ast fram hjá lög­um. Hana geta stjórn­völd rétt með texta- og tal­setn­ing­ar­sjóði, sem ég vil að verði að veru­leika, auk þess sem tækni­fram­far­ir gefa góð fyr­ir­heit um að sjálf­virk textun á sjón­varps­efni verði að veru­leika áður en langt um líður.

Í því sam­hengi er gam­an að nefna fram­gang mál­tækni­áætl­un­ar stjórn­valda, sem miðar að því að gera ís­lensk­una gjald­genga í tækni­vædd­um heimi. Nú hafa rúm­lega 1,1 millj­ón setn­ing­ar á ís­lensku safn­ast inn í radd­gagna­safnið Samróm, sem verður notað til að þjálfa mál­tækni­hug­búnað og radd-smá­for­ritið Embla er þegar komið út í prufu­út­gáfu. Með því get­um við talað ís­lensku við snjall­tæk­in okk­ar, spurt þau í töluðu máli um frétt­ir dags­ins, áætl­un­ar­tíma strætó, af­greiðslu­tíma sund­lauga og fleira.

Enn er margt óunnið í bar­áttu okk­ar fyr­ir viðgangi og vexti ís­lensk­unn­ar. Það er mik­il­vægt að vera stöðugt á verði og taka aðal­sögu­hetj­ur teikni­mynd­anna til fyr­ir­mynd­ar. Þegar á móti blæs tök­um við vind­inn í fangið og sigr­um!

-

Greinin birtist í Morgunblaðinu, 4. febrúar 2021.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum