Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

23. febrúar 2021 Mennta- og barnamálaráðuneytiðLilja Alfreðsdóttir

Allir geta lært – en það læra ekki allir eins

Lilja Alfreðsdóttir - mynd

Í ís­lensk­um skól­um er gríðarleg­ur kraft­ur og vilji til góðra verka, bæði meðal nem­enda og starfs­fólks. Við vilj­um samt alltaf gera bet­ur og þar vinn­ur margt með okk­ur. Þekk­ing á skóla­starfi hef­ur auk­ist, rann­sókn­ir eru betri og fleiri, tækn­in skap­ar tæki­færi. Staða og náms­ár­ang­ur les­blindra barna er eitt þeirra mála sem hafa verið mér hvað hug­leikn­ust frá því ég tók við embætti mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra árið 2017. Ég trúi því af öllu hjarta að læsi sé lyk­ill­inn að lífs­gæðum og end­ur­spegli hæfni okk­ar til að skynja og skilja um­hverfið og sam­fé­lagið á gagn­rýn­inn hátt. Þess vegna leggj­um við höfuðáherslu á að efla læsi, og á mik­il­vægi þess að mæta öll­um nem­end­um sem glíma við les­blindu og lestr­arörðug­leika. Skiln­ing­ur á eðli les­blindu og áhrifa henn­ar hef­ur auk­ist og það viðhorf fer hverf­andi að sum­ir geti ein­fald­lega ekki lært. Það er skylda og vilji stjórn­valda að hjálpa öll­um börn­um að finna leið til þess að læra, vaxa og blómstra.

Það dug­ar ekki að tala um slík­an vilja, held­ur þurf­um við að setja okk­ur mark­mið og láta hend­ur standa fram úr erm­um. Þess vegna er brýnt að setja metnaðarfulla mennta­stefnu til árs­ins 2030, og inn­leiðing­in er haf­in með skýr­um mark­miðum og aðgerðum til að ná ár­angri! Í mennta­stefn­unni er börn­um og ung­menn­um heitið stuðningi við hæfi sem fyrst á náms­ferl­in­um. Því fyrr sem stuðning­ur­inn er veitt­ur, því betri ár­ang­urs má vænta. Stuðning­ur get­ur beinst að nem­and­an­um sjálf­um eða um­hverfi hans og mik­il­vægt er að laga stuðning­inn að þörf­um viðkvæmra ein­stak­linga og hópa. Á næstu vik­um mun ég leggja til alls­herj­ar-átaks­verk­efni rík­is og sveit­ar­fé­laga, sem felst í því að öll börn á Íslandi fái viðeig­andi stuðning fyr­ir 7 ára ald­ur. Það er for­gangs­mál og sam­taka er það raun­hæft mark­mið.

Þraut­seigja og hug­rekki liggja til grund­vall­ar mennta­stefn­unni. Við meg­um ekki við því að horfa fram hjá kröft­um og hæfi­leik­um allra, því sam­fé­lagið þarf sann­ar­lega á þeim að halda til að vaxa og dafna. Nú á fimmtu­dag­inn verður ný ís­lensk heim­ild­ar­mynd um ungt fólk og les­blindu sýnd á RÚV. Mynd­in er fróðleg og hvetj­andi og von­ir standa til að hún muni vekja umræðu um eðli og al­gengi les­blindu, þau úrræði sem standa til boða og mik­il­vægi þraut­seigj­unn­ar fyr­ir per­sónu­leg­an ár­ang­ur í námi.

Við höf­um áorkað miklu og sjá­um strax já­kvæðar breyt­ing­ar, t.d. með fjölg­un um­sókna í iðnnám, fjölg­un kenn­ara­nema og hækk­un braut­skrán­ing­ar­hlut­falls í fram­halds­skól­um. Það er nóg af verk­efn­um fram und­an, en við get­um engu að síður verið stolt af nem­end­um í ís­lensk­um skól­um, hug­viti þeirra og hug­mynda­flugi, færni og aug­ljós­um sköp­un­ar­krafti. Ef byggt er á styrk­leik­um barna og ung­menna, og við finn­um leiðina sem hent­ar hverj­um og ein­um, þá höf­um við engu að kvíða.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum