Hoppa yfir valmynd

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Vísindi, nýsköpun og rannsóknir

Vísinda- og tækniráð  hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækniþróun í landinu, og mótar opinbera stefnu í þeim efnum til þriggja ára í senn. Forsætisráðherra gegnir formennsku í ráðinu en auk hans sitja þar mennta- og menningarmálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og allt að fjórir aðrir ráðherrar auk fulltrúa háskóla, vísindasamfélags og atvinnulífs.

Hér getur þú kynnt þér stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs

Styrkir og sjóðir á sviði menningarmála

Helsta hlutverk stjórnvalda á sviði menningarmála er að skapa skilyrði fyrir fjölbreytni, sköpun og frumkvæði, stuðla að rannsóknum og miðlun á menningararfi þjóðarinnar auk þess að standa vörð um íslenska tungu. Þá er lögð áhersla á að efla menningu barna og ungmenna á landinu öllu og að þau séu virkir þátttakendur í menningarlífinu.

Hvað gerum við

Hlutverk mennta- og menningarmálaráðuneytis er að stuðla að öflugu menningarlífi og mennta- og vísindastarfsemi til að auka lífsgæði fólks í landinu. Framtíðarsýnin er að starf á sviði mennta, vísinda, menningar og lista verði í fremstu röð. Helstu málefni sem mennta- og menningarmálaráðuneytið fer með eru menntamál, rannsóknir og vísindi, listir og menningarstarf, fjölmiðlar, íþróttamál og æskulýðsstarfsemi. Ráðuneytið er annars vegar skrifstofa ráðherra sem mótar stefnur og áherslur í málaflokkum og hins vegar æðsta stjórnsýslustig framkvæmdavaldsins sem hrindir stefnum í framkvæmd, gætir þess að farið sé að lögum og reglum og hefur eftirlit með framkvæmd.

Nánar

Helstu verkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins

RÁÐUNEYTIÐ VEKUR ATHYGLI Á

STEFNUSKJAL OG ÞRIGGJA ÁRA ÁÆTLUN

Kallað hefur verið eftir stefnumiðaðri áætlun (stefnuskjali) og þriggja ára áætlun frá stofnunum ráðuneytisins og öðrum aðilum.

FJÁRLAGAFRUMVARP 2018

Samráð

Drög að lagafrumvörpum, reglugerðum og stefnum eru að jafnaði sett á vefinn til samráðs og umsagnar.

Lilja Alfreðsdóttir

Mennta- og menningarmálaráðherra

Lilja Alfreðsdóttir

Lilja Alfreðsdóttir tók við embætti mennta- og menningarmálaráðherra 30. nóvember 2017. Hún hefur setið á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður síðan 2016 en var þar áður aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu alþjóðasamskipta og markaðsmála í Seðlabanka Íslands, ráðgjafi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington DC frá 2010 til 2013 og verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu 2014-2015. Lilja Alfreðsdóttir var utanríkisráðherra frá 7.apríl 2016 til 11. janúar 2017.

- Nánar ...

- Dagskrá ráðherra


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira