Hoppa yfir valmynd

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Málþing um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi

Málþing um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi

Skráning er hafin á málþing um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi en það verður haldið í Háskóla Íslands, Stakkahlíð, fimmtudaginn 24. ágúst...

Ný verkáætlun um máltækni fyrir íslensku 2018-2022

Ný verkáætlun um máltækni fyrir íslensku 2018-2022

Ný verkáætlun um máltækni fyrir íslensku 2018-2022: Íslenska verði gjaldgeng í stafrænum heimi. Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra kynnti í...

Hvað gerum við

Hlutverk mennta- og menningarmálaráðuneytis er að stuðla að öflugu menningarlífi og mennta- og vísindastarfsemi til að auka lífsgæði fólks í landinu. Framtíðarsýnin er að starf á sviði mennta, vísinda, menningar og lista verði í fremstu röð. Helstu málefni sem mennta- og menningarmálaráðuneytið fer með eru menntamál, rannsóknir og vísindi, listir og menningarstarf, fjölmiðlar, íþróttamál og æskulýðsstarfsemi. Ráðuneytið er annars vegar skrifstofa ráðherra sem mótar stefnur og áherslur í málaflokkum og hins vegar æðsta stjórnsýslustig framkvæmdavaldsins sem hrindir stefnum í framkvæmd, gætir þess að farið sé að lögum og reglum og hefur eftirlit með framkvæmd.

Nánar

Helstu verkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins

RÁÐUNEYTIÐ VEKUR ATHYGLI Á

Breytingar á framsetningu fjárlaga

Framsetning  á frumvarpi til fjárlaga 2017 og fylgirit með frumvarpinu er breytt vegna nýrra laga um opinber fjármál nr. 123/2015.

Í fylgiritinu er búið að sameina ýmsa fjárlagaliði í nýjan fjárlagalið og í skjalinu hér að neðan sést hvaða liðir eru undir hverjum sameinuðum lið.

Samráð

Drög að lagafrumvörpum, reglugerðum og stefnum eru að jafnaði sett á vefinn til samráðs og umsagnar.

Mennta- og menningarmálaráðherra

Kristján Þór Júlíusson

Kristján Þór Júlíusson tók við embætti mennta- og menningarmálaráðherra 11. janúar 2017. Hann hefur setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi síðan 2007 en var þar áður bæjarstjóri á Dalvík, Ísafirði og Akureyri. Kristján Þór Júlíusson var heilbrigðisráðherra frá 23. maí 2013 til 11. janúar 2017.

ALLT Á EINUM STAÐ

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira