Hoppa yfir valmynd

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Aðgerðir í menntamálum: leyfisbréf kennara

Stjórnvöld vinna að því að efla menntun í landinu með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla taka gildi í ársbyrjun 2020.

Spurt og svarað um leyfisbréf
- Lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda
- Aðgerðir sem miða að fjölgun kennara

 

Við leitum að liðsauka

Mennta- og menningarmálaráðuneytið er ráðuneyti framtíðarinnar. Sameiginlegur þráður í verkefnum okkar er skapandi hugsun, eiginleiki sem verður sífellt mikilvægari fyrir einstaklinga jafnt sem samfélög. Við leitum að drífandi einstaklingum sem brenna fyrir menntun og menningu. Umsóknafrestur er til 2. mars 2020.

- Skrifstofustjóri á skrifstofu skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála 
Skrifstofustjóri á skrifstofu framhaldsskóla og -fræðslu
- Mannauðsstjóri
- Gæðastjóri 

Hvað gerum við

Hlutverk mennta- og menningarmálaráðuneytis er að stuðla að öflugu menningarlífi og mennta- og vísindastarfsemi til að auka lífsgæði fólks í landinu. Framtíðarsýnin er að starf á sviði mennta, vísinda, menningar og lista verði í fremstu röð. Helstu málefni sem mennta- og menningarmálaráðuneytið fer með eru menntamál, rannsóknir og vísindi, listir og menningarstarf, fjölmiðlar, íþróttamál og æskulýðsstarfsemi. Ráðuneytið er annars vegar skrifstofa ráðherra sem mótar stefnur og áherslur í málaflokkum og hins vegar æðsta stjórnsýslustig framkvæmdavaldsins sem hrindir stefnum í framkvæmd, gætir þess að farið sé að lögum og reglum og hefur eftirlit með framkvæmd.

Nánar

Helstu verkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins

RÁÐUNEYTIÐ VEKUR ATHYGLI Á

STEFNUSKJAL OG ÞRIGGJA ÁRA ÁÆTLUN

Kallað hefur verið eftir stefnumiðaðri áætlun (stefnuskjali) og þriggja ára áætlun frá stofnunum ráðuneytisins og öðrum aðilum.

FJÁRLAGAFRUMVARP 2020

Samráð

Drög að lagafrumvörpum, reglugerðum og stefnum eru að jafnaði sett á vefinn til samráðs og umsagnar.

Mennta- og menningarmálaráðherra

Lilja Alfreðsdóttir

Lilja Alfreðsdóttir tók við embætti mennta- og menningarmálaráðherra 30. nóvember 2017. Hún hefur setið á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður síðan 2016 en var þar áður aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu alþjóðasamskipta og markaðsmála í Seðlabanka Íslands, ráðgjafi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington DC frá 2010 til 2013 og verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu 2014-2015. Lilja Alfreðsdóttir var utanríkisráðherra frá 7.apríl 2016 til 11. janúar 2017.

- Nánar ...

- Dagskrá ráðherra


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira