Hoppa yfir valmynd


Jafnréttisráðgjafi

Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu er starfandi jafnréttisráðgjafi. Starfið felst í því að hvetja til almennrar fræðslu um jafnréttismál í skólum, íþróttastarfi, æskulýðsstarfi og menningu. Einnig er ráðgjöf veitt um sértækar aðgerðir til að stuðla að jafnrétti kynjanna og gerð jafnréttisáætlana. Markmið með starfinu er að stuðla að auknu jafnrétti í mennta-, menningar- íþrótta- og æskulýðsmálum og að lögum um jafnrétti kynja innan þessara málaflokka sé fylgt eftir. Starfið er unnið samkvæmt 23. gr. laga nr. 10/2008

Jafnréttisfulltrúi

Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu er jafnréttisfulltrúi og um hlutverk hans og meginverkefni fer eftir starfsreglum sem samþykktar voru á fundi ráðuneytisstjóra 9. nóvember 2010.

  • Jafnréttisfulltrúi er Jóna Pálsdóttir jona.palsdottir hjá mrn.is.
  • Í jafnréttisnefnd mennta- og menningarmálaráðuneytis eru Svanhildur Kr. Sverrisdóttir sérfræðingur í framhaldsfræðslu. og starfsmenntunardeild og Þorgeir Ólafsson upplýsingafulltrúi.

Jafnréttisáætlun

Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu gildir Jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins, sem var unnin af jafnréttisfulltrúum Stjórnarráðsins í samstarfi við Jafnréttisstofu og samþykkt af ráðuneytisstjórum í janúar 2013. Þar eru markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki Stjórnarráðsins þau réttindi sem kveðið er á um í jafnréttislögum og markmið um innra starf ráðuneytisins.

Önnur verkefni

Um önnur verkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis á sviði jafnréttismála er kveðið á í Þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016–2019 . Helstu verkefnin eru:

  • Kyn og fjölmiðlar.
  • Jafnrétti í skólastarfi.
  • Jafnrétti við úthlutanir úr sjóðum á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis.
  • Þátttaka kvenna í íþróttastarfi.

Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð

  • Styrkjakerfi vísindarannsókna frá kynjasjónarmiði

Verkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð fjallaði um
styrkjakerfi vísindarannsókna frá kynjasjónarmiði. Sjá lokaskýrslu.

  • Fjöldi umsókna og úthlutana listamannalauna árin 2008 –2010

Tilraunaefni í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð í samráði við fjármálaráðuneytið. Verkefnið fólst í að safna, greina og birta upplýsingar um fjölda umsókna og úthlutana listamannalauna. Sjá lokaskýrslu

Kynungabók

Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf Kynungabók út í ágúst 2010. Bókin inniheldur upplýsingar fyrir ungt fólk um jafnrétti kynja. Markmið með útgáfu Kynungabókar eru að veita raunsæja mynd af stöðu kynjanna í samfélaginu og vekja ungt fólk til umhugsunar um hvernig mismunandi mótun kynjanna út frá menningu, umhverfi og tíma hefur áhrif á líf ungs fólks. Í ritinu eru hnitmiðaðar upplýsingar úr rannsóknum, gagnagrunnum, lögum og reglugerðum. Nafnið, sem felur bæði í sér tilvísun í kyn og ungt fólk, er gamalt og gilt orð samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs. Skilgreining orðabókar á orðinu er „að vera af ákveðnu kyni eða sauðahúsi“. Kynungabók er einkum ætluð 15-25 ára ungmennum. Vonir standa til að allir sem koma að uppeldi og kennslu geti nýtt sér efnið.The Centre for Gender Equality

The Centre for Gender Equality provides counselling and education in the field of gender equality, for governmental and municipal authorities, institutions, companies, individuals and non-governmental organizations.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira