Hoppa yfir valmynd


Jafnréttisráðgjafi

Í mennta- og menningarmálaráðuneyti er starfandi jafnréttisráðgjafi. Starfið felst í því að hvetja til almennrar fræðslu um jafnréttismál í skólum, íþróttastarfi, æskulýðsstarfi og menningu. Einnig er ráðgjöf veitt um sértækar aðgerðir til að stuðla að jafnrétti kynjanna og gerð jafnréttisáætlana. Markmið með starfinu er að stuðla að auknu jafnrétti í mennta-, menningar- íþrótta- og æskulýðsmálum og að lögum um jafnrétti kynja innan þessara málaflokka sé fylgt eftir. 

Jafnréttisáætlun

Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu gildir Jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins, sem var unnin af jafnréttisfulltrúum Stjórnarráðsins í samstarfi við Jafnréttisstofu og samþykkt af ráðuneytisstjórum í janúar 2013. Þar eru markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki Stjórnarráðsins þau réttindi sem kveðið er á um í jafnréttislögum og markmið um innra starf ráðuneytisins.

Önnur verkefni

Önnur helstu verkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis á sviði jafnréttismála eru:

  • Kyn og fjölmiðlar.
  • Jafnrétti í skólastarfi.
  • Jafnrétti við úthlutanir úr sjóðum á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis.
  • Þátttaka kvenna í íþróttastarfi.

The Centre for Gender Equality

The Centre for Gender Equality provides counselling and education in the field of gender equality, for governmental and municipal authorities, institutions, companies, individuals and non-governmental organizations.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira