Hoppa yfir valmynd

Málefni mennta- og menningarmálaráðuneytis

Málefni mennta- og menningarmálaráðuneytis eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Mennta- og menningarmálaráðuneyti fer með mál er varða:

Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.

Fræðslumál, þar á meðal:

    a. Leikskóla.
    b. Grunnskóla.
    c. Framhaldsskóla.
    d. Lýðskóla.  
    e. Háskóla.
    f. Tónlistarskóla.

    g. Framhaldsfræðslu og málefni Fræðslusjóðs.
    h. Listaskóla.
    i.  Námskrárgerð.
    j.  Námsgögn.
    k. Námsmat.
    l.  Vinnustaðanámssjóð.
    m.
 Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.
    n.
 Úrskurðarnefnd vegna kostnaðar við skólagöngu fósturbarna.
    o. Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema.
    p. Menntamálastofnun.

Námsaðstoð, þar á meðal:
    a. Námslán.
    b. Námsstyrki.
    c. Lánasjóð íslenskra námsmanna.
    d. Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
    e. Námsstyrkjanefnd.

Vísindamál, þar á meðal:
    a. Rannsóknastarfsemi, einkum á sviði grunnrannsókna.
    b. Vísindastarfsemi sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
    c. Opinberan stuðning við vísindarannsóknir.
    d. Vandaða starfshætti í vísindum.
    e. Nefnd um vandaða starfshætti í vísindum.
    f. Rannsóknarsjóð.
    g. Innviðasjóð.
    h. Samtök um evrópska rannsóknarinnviði.
    i. Umsýslu og undirbúning funda fyrir Vísinda- og tækniráð.
    j. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum að Keldum.
    k. Rannsóknamiðstöð Íslands.  

Safnamál, þar á meðal:

    a. Bókasöfn, utan bókasafna prestakalla, þ.m.t. Landsbókasafn Íslands.
    b. Skjalasöfn, þ.m.t. málefni Þjóðskjalasafns Íslands.
    c. Listasöfn, þ.m.t. málefni Listasafns Íslands.
    d. Minjasöfn, þ.m.t. Þjóðminjasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands.
    e. Safnasjóð.

Menningarminjar, þar á meðal:

    a. Varðveislu menningararfs.
    b. Skil menningarverðmæta til annarra landa.
    c. Verndarsvæði í byggð.
    d. Minjastofnun Íslands.

Listir og menningu, þar á meðal:

    a. Bókmenntir.
    b. Myndlist.
    c. Listskreytingar opinberra bygginga.
    d. Sviðslist, þ.m.t. sviðslistaráð og sviðslistasjóð . 
    e. Tónlist, þ.m.t. málefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og málefni tónlistarsjóðs.
    f. Kvikmyndir, þ.m.t. málefni Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasafns Íslands.
    g. Starfslaun listamanna.
    h. Stuðning við listir og kynningu íslenskrar listar innan lands og utan.
    i. Miðstöð íslenskra bókmennta og bókmenntasjóð.
    j. Stuðning við útgáfu bóka á íslensku.  
    k.
 Listskreytingasjóð.
    l. Þjóðleikhúsið.

    m.
 Íslenska dansflokkinn.

Höfundarétt, þar á meðal:

    a. Fylgiréttargjald samkvæmt höfundalögum og lögum um verslunaratvinnu.
    b. Sameiginlega umsýslu höfundarréttar.  
    c. Úrskurðarnefnd höfundaréttarmála.


Íslensk fræði, þar á meðal:

    a. Íslenska tungu.
    b. Íslenskt táknmál.
    c. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
    d. Örnefni og bæjanöfn.
    e. Örnefnanefnd.

Fjölmiðla, þar á meðal:

    a. Mynd- og hljóðmiðla.
    b. Netmiðla.
    c. Prentmiðla.
    d. Eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum.
    e. Ríkisútvarpið.
    f. Fjölmiðlanefnd.

Ábyrgðarreglur og efnisréttindi á netinu, þ.m.t. höfundarétt.


Íþróttamál, þar á meðal:

    a. Málefni þjóðarleikvanga.
    b. Frjáls félagasamtök.
    c. Sjóði.
    d. Íslenskar getraunir.
    e. Launasjóð stórmeistara í skák og málefni Skákskóla Íslands.
    f. Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.  

Æskulýðsmál, þar á meðal:

    a. Æskulýðsráð
    b. Æskulýðssjóð.
    c. Frjáls félagasamtök.

Lögvernduð starfsheiti, þar á meðal:

    a. Starfsréttindi bókasafns- og upplýsingafræðinga.
    b. Lögverndun starfsréttinda leik-, grunn- og framhaldsskólakennara.
    c. Starfsréttindi náms- og starfsráðgjafa.
    d. Viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Erlent samstarf á sviði menntunar, menningar og vísinda.

Annað, þar á meðal:

    a. Félagsheimili.
    b. Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Íslands.
    c. Grænlandssjóð.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira