Hoppa yfir valmynd

Starfshópur til að leiða viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum í Landsneti hf.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Á fundi ríkisstjórnar þann 4. desember 2018 var samþykkt að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á hluta Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða, RARIK og Orkuveitu Reykjavíkur (og eiganda OR) í Landsneti. Í því samhengi þarf m.a. að kanna ýmis fjármálaleg atriði. Í framangreindri greinargerð frá 2015 kemur fram að virði Landsnets sé metið á um 80-85 ma.kr. og eiginfjár virði um 35 ma.kr.

Á fundi ríkisstjórnar þann 1. febrúar 2019 var málið rætt að nýju og samþykkt að settur yrði á laggirnar starfshópur, skipaður af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra til að leiða viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum í Landsneti hf. Gert er ráð fyrir að vinnu starfshópsins ljúki fyrir árslok 2019.

Í starfshópnum eiga sæti:

  • Hilmar Gunnlaugsson, skipaður formaður án tilnefningar
  • Jón Gunnar Vilhelmsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Erla Sigríður Gestsdóttir, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira