Hoppa yfir valmynd

Samráðshópur um Kötlu jarðvang

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Skipaður 16. október 2017.

Með samningi sem undirritaður var af umhverfis- og auðlindaráðherra og framkvæmdastjóra Kötlu jarðvagns þann 21. júní 2017 mun umhverfis- og auðlindaráðuneytið styðja við uppbyggingu og þróun starfsemi Kötlu jarðvangs árin 2017-2021. Markmiðið með þessu samstarfi ráðuneytisins og Kötlu jarðvangs er m.a. að stuðla að aukinni vernd náttúru- og menningarminja innan jarðvangsins og uppbyggingu innviða í þágu verndar og útivistar ásamt því að unnin verði stefnumótandi stjórnunaráætlun vegna uppbyggingar ferðamannastaða fyrir jarðvanginn. 

Samráðshópur um Kötlu jarðvang er ætlað það hlutverk að tryggja samræmingu þessara verkefna og eftirfylgni og framgang þeirra. 

Samráðshópurinn er þannig skipaður:

Samkvæmt tilnefningu Kötlu jarðvangs
Brynja Davíðsdóttir, formaður

Samkvæmt tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs
Fanney Ásgeirsdóttir

Samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar
Daníel Freyr Jónsson

Samkvæmt tilnefningu Minjastofnunar Íslands
Uggi Ævarsson

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira