Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu

Hópnum er falið að taka mið af starfi sem unnið hefur verið í tengslum við opinber heilindi hérlendis og erlendis, sbr. til dæmis fimmtu úttektarskýrslu GRECO sem er væntanleg og fjallar meðal annars um vernd gegn spillingu meðal æðstu handhafa framkvæmdavalds og starf stýrihóps dómsmálaráðuneytisins um innleiðingu á alþjóðasamningum gegn mútum og spillingu. 

Starfshópurinn skal skila skýrslu um störf sín eigi síðar en 1. september 2018 en telji hann ástæðu til getur hann einnig sett fram afmarkaðar tillögur fyrr. 

Starfshópinn skipa:

  • Jón Ólafsson, prófessor, formaður hópsins
  • Ólöf Embla Eyjólfsdóttir, MSt í heimspeki
  • Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri
  • Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri
  • Sigurður Kristinsson, prófessor

 

Ítarefni

Minnisblað til forsætisráðherra 2018

Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum