Fæðingar- og foreldraorlofsmál

Úrskurðarnefnd velferðarmála 

Hvað er unnt að kæra?

Til nefndarinnar er unnt að kæra ágreining sem kann að rísa á grundvelli laga um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, ákvarðanir framkvæmdaraðila (Tryggingastofnunar ríkisins) um réttindi foreldra langveikra barna og alvarlega fatlaðra barna sem teknar eru á grundvelli laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, nr. 22/2006, og ákvarðanir framkvæmdaraðila (Tryggingastofnunar ríkisins) um réttindi líffæragjafa sem teknar eru á grundvelli laga um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar, nr. 40/2009.

Kærufrestur

Kærufrestur er þrír mánuðir frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun.

Málsmeðferð hjá nefndinni

Eftir að gagnaöflun er lokið og allar upplýsingar eru taldar liggja fyrir er málið tekið til úrlausnar.

Hugsanlegt er að máli sé vísað frá þegar í upphafi. Það getur meðal annars stafað af því að ágreiningur reynist ekki heyra undir úrskurðarnefndina.

Málsmeðferð hjá nefndinni skal að jafnaði vera skrifleg en þó er nefndinni heimilt að kalla málsaðila eða fulltrúa þeirra á sinn fund.

Niðurstöður nefndarinnar eru endanlegar á stjórnsýslustigi og því verður þeim ekki skotið til annars stjórnvalds. Úrskurðir nefndarinnar koma ekki í veg fyrir að hægt sé að leggja mál fyrir dómstóla.

Málsmeðferðartími

Úrskurðarnefnd velferðarmála leitast við að kveða upp úrskurð eins fljótt og unnt er og eigi síðar en innan þriggja mánaða frá því að henni berst mál.

Kostnaður

Málsmeðferð er aðilum máls að kostnaðarlausu.

Eyðublað

Kæruna skal undirrita áður en hún er send til úrskurðarnefndar velferðarmála. Nauðsynlegt að senda umboð með kæru þegar kærandi veitir öðrum aðila umboð til að fara með mál fyrir sín hönd.

Fylgigögn

Þegar kæra er lögð fram er mikilvægt að henni fylgi öll nauðsynleg gögn, svo sem afrit af ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs eða Tryggingastofnunar ríkisins.

Aðsetur nefndarinnar

Úrskurðarnefnd velferðarmála
Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu
101 Reykjavík

Opnunartími kl. 10-12 og 13-15, mánudaga–föstudaga
Sími: 551 8200
Netfang: [email protected]

Birting úrskurða

Úrskurðir nefndarinnar eru birtir á urskurdir.is.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn