Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Kristjáns L. Möller


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2010-08-27 00:00:0027. ágúst 2010Ársfundur Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra

<p>Ræða Kristjáns L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á ársfundi Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á Blönduósi 27. ágúst.</p><p>Ræða Kristjáns L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra&amp;nbsp;á ársfundi Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á Blönduósi 27. ágúst.</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Ég vil byrja á því að óska ykkur, kæru fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, til hamingju með kjör til sveitarstjórna í vor.</p> <p>Ykkar bíða trúlega mörg vandasöm verk í þágu samborgaranna og það er mikil áskorun og ábyrgð sem fylgir því að starfa í sveitarstjórn. Ég var sjálfur í sveitarstjórnarmálum í allmörg ár fyrir minn heimabæ, Siglufjörð, og ég held að sveitarstjórnarmenn geri sér almennt ljósa þá ábyrgð sem felst í því að leiða sveit og samfélag áfram veginn. Verkefnið snýst um að fara vel með ábyrgðina sem okkur er falin með lýðræðislegu umboði frá kjósendum, það snýst um styrka fjármálastjórn og það snýst um að rækja vel þjónustu við íbúa og að láta sér annt um velferð þeirra í hvívetna.</p> <p>Ég hef líka stundum sagt bæði í gamni og alvöru að þetta er nokkuð dýrt hobbý og ég er viss um að þið getið mörg tekið undir það. En ég sé ekki eftir þeim tíma sem ég varði í störf fyrir sveitarstjórn, það hefur veitt mér margs konar reynslu og margvísleg vinátta hefur skapast í gegnum samskipti og samvinnu sem ég bý enn að í dag á öðrum vettvangi.</p> <p>Ég hygg að það sé ennþá erfiðara að vera sveitarstjórnarmaður á þessum tímum aðhalds og sparnaðar sem við öll þurfum að horfast í augu við því það á bæði við landsmálin og sveitarstjórnarmálin.</p> <h3>Efnahagsástandið</h3> <p>Efnahagsástandið er áfram þannig að aðhald, hagræðing og sparnaður eru lykilorðin og Alþingi tekst á við það með fjárlögum ríkisins rétt eins og þið gerið með ykkar ábyrgu fjármálastjórn heima í héraði.</p> <p>Ég get ekki farið nánar út í hvaða horfur eru varðandi fjárlög næsta árs því nú stendur yfir lokasprettur í undirbúningi þeirra. Við vitum þó að fyrirséður er 9% niðurskurður í mörgum málaflokkum, meðal annars samgöngum, en við vonum að botninum sé náð og að þetta verði síðasta þunga fjárlagafrumvarpið. Væntingarvísitalan er farin að rísa og vonir standa til þess að ríkissjóður nái jafnvægi 2013 og jafnvel fyrr.</p> <p sizset="1" sizcache="0">Glæra um áætlun í ríkisfjármálum</p> <p>Við sjáum ýmis teikn um batnandi efnahag og myndin sýnir að við erum að ná árangri fyrr en við þorðum að vona. Atvinnuleysið fer minnkandi, verðbólgan hjaðnar og vextir hafa lækkað. Við erum á réttri leið en við megum ekki misstíga okkur og verðum að vinna samkvæmt þeirri áætlun sem mörkuð hefur verið.</p> <p>Vegna hins bágborna efnahagsástands hefur þurft að forgangsraða stíft hjá ríkinu og þar eru samgöngumál ekki undanskilin. Allir landshlutar finna fyrir því að við höfum talsvert minni fjármunum úr að spila til nýframkvæmda og við höfum einnig orðið að draga úr þjónustu og það finna menn líka.</p> <h3>Samgöngumálin</h3> <p>Við höfum þó ekki setið auðum höndum og ég vil minna á að í ár lýkur mjög svo mörgum og umfangsmiklum framkvæmdum eins og Bolungarvíkurgöngum, Héðinsfjarðargöngum, Landeyjahöfn, nýjum vegum um Melrakkasléttu og nýjum Lyngdalsheiðarvegi. Einnig kláruðust á liðnu hausti framkvæmdirnar í Ísafjarðardjúpi með brú yfir Mjóafjörð, nýjan veg um Arnkötludal og alllanga kafla á sunnanverðum Vestfjörðum sem nú er unnið að. Ég nefni sérstlega varðandi Djúpveginn að leiðin styttist um 70 km milli höfuðborgarsvæðisins og Bolungarvíkur og komið varanlegt slitlag alla leið. Það hafði meðal annars í för með sér lækkun á flutningsgjöldum.</p> <p>Öllu þessu var haldið áfram þrátt fyrir erfiða tíma og vitanlega kom ekki annað til greina en að halda áfram og ljúka þessum miklu verkefnum.</p> <p sizset="2" sizcache="0">Glæra um nokkur samgönguverkefni</p> <p>Nú þegar umsvif í vegaframkvæmdum hafa minnkað vegna niðurskurðar vil ég einnig minna á að árin 2008 og 2009 voru metár hvað framlög til vegamála varðar þrátt fyrir niðurskurð þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Árið 2008 runnu um 25 milljarðar króna til framkvæmda og árið 2009 tæplega 21 milljarður eftir 6 milljarða niðurskurð frá því sem áætlað hafði verið.</p> <p>Til viðbótar þessum niðurskurði hefur flutningur á framkvæmdafé milli ára verið takmarkaður. Verk sem hafa verið á áætlun eitt árið hafa stundum ekki komist í gang og þá hefur fjárveiting til þeirra flust á milli ára. Dregið hefur verið úr þessum heimildum auk þess sem verðbólgan undanfarin misseri hefur aukið kostnaðinn um allt að 70%. Þetta hefur því allt lagst á eitt með að skerða framkvæmdafé Vegagerðarinnar. Í ár eru framlög til nýframkvæmda tæpir 12 milljarðar en á næstu tveimur árum verðum við enn að þola niðurskurð og þá verður framlag til nýframkvæmda líklega ekki nema 6-7 milljarðar króna hvort ár.</p> <p>Ef litið er tvo áratugi aftur í tímann og fjármagn hvers árs fært til verðlags dagsins í dag þá kemur í ljós að til nýframkvæmda hefur framlag vaxið úr 6 milljörðum króna í 27 milljarða og gerir það að meðaltali um 10 milljarða á ári.</p> <p>En kæru sveitarstjórnarmenn, við höfum þó ekki gleymt okkur alveg í niðurskurði og aðhaldi – við höfum líka lagt okkur fram um að finna nýjar leiðir og nýta tækifæri sem þessar kringumstæður þó geta fært okkur og þar á ég einkum við fjármögnun samgönguverkefna.</p> <p>Alþingi hefur heimilað stofnun félaga um ákveðnar vegaframkvæmdir sem fjármagnaðar verða með láni frá lífeyrissjóðunum. Ráðuneyti mitt vinnur nú af miklum krafti að því að undirbúa samning við sjóðina og stofnun þessara félaga. Þessi lán verða síðan greidd með notendagjöldum á þá sem nýta viðkomandi mannvirki.</p> <p sizset="3" sizcache="0">Glæra um nýframkvæmdir í vegagerð</p> <p>Verkefnin sem eru á samningaborði undir þessum formerkjum eru breikkun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar, lokahnykkur við breikkun Reykjanesbrautar, Vaðlaheiðargöng, samgöngumiðstöð í Reykjavík og stækkun flugstöðvar á Akureyrarflugvelli.</p> <p sizset="4" sizcache="0">Glæra um nýframkvæmdir – greiddar með veggjöldum</p> <p>Heildarkostnaður við þessi verkefni er 35 til 40 milljarðar króna og það verður &nbsp;mikil lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf þegar þessi verkefni komast af stað. Atvinnuleysið er mikið í þessum greinum og vonandi verður hægt að bjóða út strax í haust fyrstu áfanga þessara verka. Verkefnin eru mjög arðbær og auka umferðaröryggi á þessum svæðum til mikilla muna.</p> <h3>Fjármál sveitarfélaga</h3> <p>Góðir fundarmenn, það er margt í deiglunni í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og mörg verkefni í vinnslu. Ég minntist áðan á ný tækifæri og einmitt á sveitastjórnarstiginu kunna einnig að vera tækifæri til endurnýjunar og nýrrar hugsunar í sambandi við rekstur og stjórnsýslu sveitarfélaga – við þurfum að huga vel að þeim möguleikum.</p> <p>Margir kannast við undirritun okkar fjármálaráðherra og fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga síðast liðið haust á því sem við köllum vegvísi að gerð hagstjórnarsamnings sem var í október 2009.</p> <p sizset="5" sizcache="0">Glæra hagstjórnarsamningur</p> <p>Markmiðið er að ríki og sveitarfélög vinni enn betur saman að hagstjórn í landinu og er ætlunin að þróa það samstarf á grundvelli formlegs samstarfs sem við höfum kallað hagstjórnarsamning. Samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál hefur unnið að málinu undanfarna mánuði og mun á næstu dögum kynna okkur tillögur sínar. Samningurinn yrði endurnýjaður árlega og er markmiðið að greina efnahagsforsendur fyrir fjármál ríkis og sveitarfélaga sem skapar þannig grundvöll fyrir ákvörðun hagstjórnarmarkmiða fyrir hinn opinbera geira í heild sinni. Með slíkum samningi er einnig viðurkennt að hlutur sveitarfélaga í búskap hins opinbera hefur farið mjög vaxandi og enda má segja að hagsmunir ríkis og sveitarfélaga tvinnist mjög saman.</p> <p>Í þessu sambandi má minna á þann mikla tilflutning sem verður í byrjun næsta árs þegar málefni fatlaðra færast frá ríki til sveitarfélaga. Kringum ellefu milljarðar króna færast frá ríki til sveitarfélaga og hlutur sveitarfélaga í opinberum rekstri hækkar úr 31% í um 36%.</p> <p>Samráðsnefndinni um efnahagsmál var einnig falið það verkefni að móta tillögur um fjármálareglur fyrir sveitarfélög en slíkum reglum er einkum ætlað að tryggja markmið um að rekstrarafkoma náist og að reistar verði skorður við skuldsetningu sveitarfélaga.</p> <p>Það er mjög tímabært að við komum okkur saman um slíkar reglur sem veiti sveitarfélögum uppbyggilegt aðhald og kemur í veg fyrir vandamál eins og við þekkjum dæmi um í dag.</p> <p sizset="6" sizcache="0">Glæra – skuldir sveitarfélaga</p> <p>Vissulega er staða sveitarfélaga afar misjöfn og það er rangt að alhæfa um stöðu sveitarfélaga hér á landi með vísan til erfiðustu tilvikanna. Engu að síður er of mörg sveitarfélög skuldsettari en eðlilegt má telja og það má sjá á þessari glæru, sem sýnir skuldsetningu sveitarfélaga (A+B) á síðasta ári sem hlutfall af heildartekjum þeirra (A). Þannig skulduðu 13 sveitarfélög meira en sem nemur 200% af tekjum sínum.</p> <p>Markmiðið með fjármálareglum er að tryggja að sveitarfélög skuldsetji sig ekki meira en góðu hófi gegnir og það er verkefni samráðsnefndarinnar að komast að niðurstöðu hvaða viðmiðanir á að setja í þessum efnum.</p> <p>Nefndin skoðar jafnframt hvaða viðmið teljast eðlileg varðandi rekstrarafkomu sveitarfélaga en þegar þróun mála hér á landi er skoðuð er sláandi hversu mörg sveitarfélög hafa rekið sig með viðvarandi halla undanfarin ár.</p> <p sizset="7" sizcache="0">Glæra um halla sveitarfélaga síðustu 10 árin</p> <p>Myndin sýnir að það er aðeins á árununum 2005 til 2007 sem sveitarfélögin í heild sinni eru rekin með jákvæðri afkomu.</p> <p>Það vekur athygli mína að á tímabilinu 2002 til 2008 voru aðeins 11 sveitarfélög algerlega hallalaus en 30 sveitarfélög voru með halla á þessu tímabili í fjögur ár eða lengur.</p> <p>Vissulega hefur efnahagskreppan komið hart niður á mörgum sveitarfélögum og gengisfall krónunnar og verðbólga hefur aukið mjög á vanda margra sveitarfélaga, það má ekki gleyma því. En engu að síður er niðurstaðan sú að við verðum að setja betri ramma um fjármál sveitarfélaga á Íslandi en verið hefur og vænti ég þess að við verðum búin áður en næsta fjárhagsár gengur í garð að innleiða bæði hagstjórnarsamstarf ríkis og sveitarfélaga og fjármálareglur.</p> <h3>Endurskoðun mikilvægra laga</h3> <p>Ágætu fundarmenn.</p> <p>Á vegum ráðuneytisins hefur ýmis endurskoðunarvinna á málefnum sveitarfélaga farið fram eða stendur enn yfir sem ég vil nefna.</p> <p>Í fyrsta lagi hefur verið starfandi nefnd sem fékk það verkefni að undirbúa heildarendurskoðun á sveitarstjórnarlögum. Trausti Fannar Valsson, lektor við HÍ, leiðir þá vinnu.</p> <p sizset="8" sizcache="0"><span>Glæra – mynd af nefndinni</span></p> <p>Ég vænti þess að drög að nýju frumvarpi til sveitarstjórnarlaga verði send ykkur til kynningar og umsagnar fljótlega í september. Þar er farið yfir öll atriði laganna og reynt að styrkja lögin sem hina lýðræðislegu umgjörð fyrir sveitarstjórnir og allt skiplag þeirra. Nefndin tekur jafnframt þær tillögur sem samráðsnefndin hefur sett fram um fjármálareglur og hagstjórnarreglur inn í frumvarpsdrögin. Þætti mér vænt um að þið færuð vel yfir þessi drög og senduð ráðuneytinu athugasemdir ykkar og umsagnir en ég mun með hliðsjón af öllum ábendingum leggja frumvarpið fyrir Alþingi í október.</p> <p>Í öðru lagi hefur verið starfandi nefnd við að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga. Gunnar Svavarsson leiðir þá vinnu en í nefndinni eiga sæti fulltrúa allir þingflokkar á Alþingi auk fulltrúa frá ráðuneytum og Sambandinu.</p> <p>Eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum er vilji til að styrkja og breikka tekjustofna sveitarfélaga og er það meginverkefni nefndarinnar að fjalla um það markmið. Nefndin skilaði áfangaskýrslu í desember en formaðurinn stefnir að því að nefndin ljúki störfum í september.</p> <p>Meðal þeirra álitaefna sem nefndin fjallar um er spurningin um hvort heimila eigi meiri hækkun hámarksútsvars en eins og kunnugt er hækkaði útsvar um 0,25 prósentustig árið 2009. Við verðum hins vegar að vera raunsæ hvað varðar &nbsp;allar breytingar á tekjustofnakerfinu. Það er alla vega ljóst að lítið svigrúm er hjá ríkissjóði til að sjá á eftir tekjustofnum. En við bíðum eftir tillögum nefndarinnar og munum að sjálfsögðu meta breytingaþörf á tekjustofnalögunum.</p> <p>Í þriðja lagi vil ég nefna nýlega skýrslu starfshóps sem fékk það hlutverk að endurskoða allt regluverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Formaður hans er Flosi Eiríksson. Þetta er efnismikil og greinargóð skýrsla sem fjallar ítarlega um starfsemi sjóðsins og þarna eru settar fram mjög áhugaverðar tillögur til heildarendurskoðunar á öllu regluverki sjóðsins. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur þessa skýrslu því hún er mjög gagnleg lesning.</p> <p>Starfshópurinn leggur til þrjár leiðir í endurskoðun sem ganga misjafnlega langt.</p> <p sizset="10" sizcache="0">Glæra um þrjár leiðir</p> <p>Fyrsta leiðin er að taka til í núverandi kerfi og gera ákveðnar lagfæringar svo sem útfærslu á skólaakstri og fleira.</p> <p>Önnur leiðin gengur lengra því auk tiltektar er stigið ákveðið skref til að nálgast útgjaldaþörf sveitarfélaga með öðrum hætti en áður. Helst má þar nefna að útgjaldajöfnunarframlag og tekjujöfnunarframlag eru sameinuð í eitt framlag og hin fræga hagkvæmnilína lögð niður. Þess í stað er tekin upp ný lína sem að mati starfshópsins endurspeglar betur hagkvæmni í rekstri sveitarfélaga eftir stærð þeirra.</p> <p>Þriðja leiðin gengur lengst og felur í sér grundvallaruppstokkun á öllu jöfnunarkerfinu. Hún er í aðalatriðum fólgin í því að öll jöfnunarframlög sjóðsins verði sameinuð í eitt heildstætt jöfnunarkerfi og samtímis þróað nýtt og nákvæmt kerfi til að mæla mismunandi útgjaldaþörf sveitarfélaga. Þar er tekið mið af þjónustuþörf, stærð sveitarfélaga, legu og fleiri atriðum og það ásamt tekjum muni þá ráða því hvað kemur út úr þessum eina stóra jöfnunarpakka.</p> <p>Það er skemmst frá því að segja að ég hef ákveðið að hefja þegar útfærslu á leið eitt og tvö og hefur verið ráðinn sérfræðingur til Jöfnunarsjóðsins til að vinna að því. Ég sé það fyrir mér að það sé fyrsta skref að því að innleiða þriðja skrefið, þar er sleginn sá jöfnunartónn í kerfið sem þið sveitarstjórnarmenn hafið í raun verið að kalla eftir. Það þýðir að frá árinu 2012 og 2013 verði hægt að koma á því framtíðarkerfi sem menn hafa verið að bíða eftir. Þetta getur auðvitað þýtt að ákveðin tilfærsla verður hjá einhverjum sveitarfélögin, að sum sveitarfélög fái minna en núna og önnur meira en það verður unnið í samráði við Sambandið. En ég legg enn og aftur áherslu á að í þessum efnum vil ég fá fram umræðu og hafa samvinnu.</p> <p>Jöfnunarsjóður skiptir miklu máli fyrir sveitarfélögin og verkefni þeirra og auðvitað munu framlög sjóðsins til einstakra sveitarfélaga breytast eitthvað. Þessi glæra sýnir þróun sjóðsins frá árinu 1990.</p> <p sizset="11" sizcache="0">Glæra um þróun sjóðsins</p> <p>Við sjáum að Jöfnunarsjóður fær stöðugt ný verkefni og umfang hans eykst, og nú liggur fyrir að enn eitt nýtt verkefni bætist í safnið þegar málefni fatlaðra færast til sveitarfélaganna. Þá mun um 80% af heildarfjármagni málaflokksins renna í gegnum Jöfnunarsjóð.</p> <h3>Efling sveitarstjórnarstigsins</h3> <p>Kæru sveitarstjórnarmenn.</p> <p>Öll þessi verkefni sem við erum að vinna að í góðri samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga miða að því að efla og styrkja sveitarstjórnarstigið. Það er okkar sameiginlega markmið, að styrkja sveitarstjórnarstigið með tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga, styrkingu tekjustofna, bættum samskiptum og blómlegu umhverfi fyrir hið staðbundna lýðræði. Við viljum færa valdið heim í hérað en getan til að taka við þarf að vera til staðar.</p> <p>En ég hef hins vegar frá því ég tók við keflinu sem ráðherra sveitarstjórnarmála í ársbyrjun 2008, og raunar mun lengur, sagt að það sé ekki hægt að ná fullnægjandi árangri nema við stækkum líka sveitarfélögin með sameiningum.</p> <p sizset="12" sizcache="0">Glæra um fjölda sveitarfélaga</p> <p>Meira en helmingur sveitarfélaga á Íslandi hefur færri en eitt þúsund íbúa og það er mjög erfitt að ná markmiðum um eflingu sveitarstjórnarstigins nema við styrkjum grunngerðina. Vissulega hefur náðst ákveðinn árangur í sameiningu sveitarfélaga síðustu tvo áratugina og þessi landshluti er gott dæmi um það, t.d. Sveitarfélagið Skagafjörður þar sem fram fór stærsta sameining Íslandssögunnar og því ber að fagna.</p> <p sizset="13" sizcache="0">Glæra um sveitarfélög í SSNV</p> <p>En betur má ef duga skal og að þessu markmiði vil ég vinna. Fækkun sveitarfélaga og efling þeirra er eitt margra umbótatækifæra sem ég sé á sveitarstjórnarstiginu</p> <p sizset="14" sizcache="0">Glæra – mynd KLM og HH</p> <p>Síðastliðið haust undirrituðum við Halldór Halldórsson, formaður ykkur, yfirlýsingu um að prófa nýja leið til að ná þessu sameiginlega markmiði.</p> <p sizset="15" sizcache="0">Glæra sameiningarleið</p> <p>Samkomulagið fól í sér að skipuð var samstarfsnefnd sem fékk það hlutverk að ræða og meta sameiningarkosti sveitarfélaga í hverjum landshluta en hana leiðir Flosi Eiríksson. Nefndinni ber að kynna sér stöðu mála í einstökum landshlutum og viðhorf sveitarstjórnarmanna og almennings til sameiningar. Að því loknu skal hún leggja fram hugmyndir um sameiningarkosti í hverjum landshluta sem síðan skal leggja fyrir landsþing eða aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2010 til umræðu og álits. Að þessu ferli loknu er það mitt hlutverk að fara með málið fyrir Alþingi þar sem rædd verður áætlun um sameiningar sveitarfélaga til ársins 2014 sem byggist á umræðum og áliti landsþingsins.</p> <p>Við eigum ekki, kæru sveitarstjórnarmenn, að hlífa okkur við umræðu af þessum toga, við vitum að það er hægt að gera betur á mörgum sviðum í opinberum rekstri og stjórnsýslu, ríkið er að gera breytingar á flestum sviðum og sveitarfélögin eiga einnig að gera slíkt hið sama. Nú er tími til endurbóta, við skulum ekki láta okkar eftir liggja í því sambandi.</p> <p>Að lokum nefni ég að í gær opnuðum við sérstakt svæði á vefsíðu ráðuneytisins um stefnumótun og framtíðrsýn mína. Að þessu höfum við unnið síðustu misserin og þarna eru sett fram markmið sem við ætlum að stefna að í öllum málaflokkum ráðuneytisins. Ég hvet ykkur til að skoða þetta efni og hafa samband við mig til að tjá mér skoðanir ykkar og ábendingar.</p> <p>Kæru fundarmenn</p> <p>Ég trúi því að við sjáum brátt fram úr erfiðleikunum.</p> <p>Að lokum þakka ég fyrir áheyrnina og óska ykkur góðs gengis í störfum ykkar á fundinum. Ég þakka áheyrnina.</p> <ul> <li><a href="/media/innanrikisraduneyti-media/media/frettir2010/270810_Landshlutasamtakaarsfundir_Blonduos.ppt">Glærukynning ráðherra á ársfundinum</a></li> </ul> <p>&nbsp;</p>

2010-01-29 00:00:0029. janúar 2010Stofnfundur FLUG-KEF

Ávarp Kristjáns L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á stofnfundi FLUG-KEF 29. janúar 2010.<p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Ég vil þakka ykkur fyrir þátttökuna í þessum stofnfundi um opinbert hlutafélag þar sem við sameinum rekstur Flugstoða ohf. og Keflavíkurflugvallar ohf. Áður en við slítum fundi vil ég fá að gera örstutta grein fyrir aðdraganda þessarar ráðstöfunar.</p> <p>Ríkisstjórnin sem nú situr og fyrrverandi ríkisstjórn sömu flokka hefur markað þá stefnu að leita allra leiða til að hagræða í rekstri ríkisins. Um leið er það markmið stjórnvalda að öll stjórnsýslan sé gagnsæ og að ráðuneytin jafnt sem stofnanir þeirra veiti skilvirka og góða þjónustu á öllum sviðum. Meðal leiða til að ná fram þessum markmiðum er að endurskipuleggja rækilega allan ríkisreksturinn og hugsanlega sameina stofnanir.</p> <p>Í byrjun síðasta árs skipaði ég starfshóp sem falið var að kanna kosti þess að sameina opinberu hlutafélögin Flugstoðir og Keflavíkurflugvöll. Er skemmst frá því að segja að starfshópurinn taldi sameiningu félaganna hagkvæma og að stefna bæri að henni. Að því hefur verið unnið síðan í haust og voru lög um heimild til samruna félaganna samþykkt á Alþingi 21. desember síðastliðinn. Þar kemur fram að fjármálaráðherra fer með hlut ríkisins í félaginu.</p> <p>Við höfum nú hleypt hinu nýja félagi af stokkunum. Tilgangur þess er skýr: Að reka alla flugvelli landsins og sjá um uppbyggingu þeirra með tilheyrandi flugstöðvum og mannvirkjum, reka á sama hátt og byggja upp flugleiðsögu- og flugumferðarþjónustu og annast annan rekstur hins nýja félags sem tengist flugi nánast á hvaða hátt sem vera skal.</p> <p>Stjórn félagsins sem nú hefur verið kjörin hefur umfangsmikið hlutverk strax frá fyrsta degi. Ég vænti þess að hún muni eiga góða samvinnu bæði við fjármálaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um málefni félagsins. Fjármálaráðherra fer eins og áður sagði með hlut ríkisins í félaginu og ber ábyrgð á fjárhagshliðinni. Það kemur hins vegar í hlut samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að bera ábyrgð á faglegri stefnumótun í samvinnu við stjórnina.</p> <p>Slík stefnumótun verður ekki hrist framúr erminni. Hún þarf annars vegar að byggjast á vönduðum spám um hversu umfangsmikil flug- og flugþjónustustarfsemi okkar þarf að vera og hins vegar á þeirri stefnu sem yfirvöld marka hverju sinni í samgönguáætlun. Stefnu sem byggist á hagkvæmni og arðsemi og lýtur einnig umhverfis- og byggðasjónarmiðum.</p> <p>Ég vil einnig minna á að flutningur á málefnum Keflavíkurflugvallar frá utanríkisráðuneyti til samgönguráðuneytis og breytingar í framhaldi af því tókust vel og ég á mér þá ósk að það takist ekki síður vel til með þessa breytingu nú.</p> <p>Ég óska hinu nýju félagi velfarnaðar og hlakka til góðrar samvinnu við ykkur stjórnarmenn og fjármálaráðherra sem fer með eignarhlut ríkisins.</p> <p>Góða ferð.</p> <p>&#160;</p>

2009-10-16 00:00:0016. október 2009Arnkötludalsvegur - formleg opnun miðvikudaginn 14. október 2009

</P> <P>Ávarp Kristjáns L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við formlega opnun vegar um Arnkötludal.</P> <P><p>Góðir Vestfirðingar, Strandamenn og aðrir gestir</p> <p>Mikil tímamót hafa orðið í samgöngumálum Vestfirðinga með þeim lokaáfanga umfangsmikilla vegabóta sem við fögnum í dag. Ég vil í upphafi máls míns þakka öllum sem hér hafa komið við sögu, Vegagerðinni og öllu hennar fólki og starfsmönnum verktakans, Ingileifs Jónssonar.</p> <p>Mér finnst eiga vel við að vitna í ljóð eftir Davíð Stefánsson sem heitir Vegurinn. Fyrsta erindið er svona:</p> <blockquote dir="ltr"> <p>Einn talaði oft um veg yfir vegleysur og hraun.<br /> Einn vitnaði í samtök, er ynnu þyngstu raun.<br /> Einn mældi fyrir vegi og vissi upp á hár,<br /> hvar vegur ætti að koma... Svo liðu hundrað ár.</p> </blockquote> <p>Svo liðu hundrað ár &ndash; og hér hafa menn beðið í hundrað ár eða næstum því.</p> <p>Með nýju vegarköflunum í Ísafjarðardjúpi og með hinum nýja vegi um Arnkötludal hefur vetrarleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur styst um rúmlega 75 kílómetra. Þá hefur leiðin milli Hólmavíkur og Reykjavíkur styst um 42 kílómetra. Og það sem meira er: Nú ökum við þessa 455 kílómetra löngu leið á bundnu slitlagi &ndash; með öðrum orðum það er nú komið bundið slitlag milli Reykjavíkur og Bolungarvíkur. Mér finnst eðlilegra að nota Bolungarvík í þessu sambandi en ekki staðnæmast við Ísafjarðarbæ. Við getum kannski einhvern tímann bætt Skálavík við. Og ekki gleymum við Þingeyri því þangað er bundið slitlag líka ef farin er Djúpleiðin.</p> <p>Í ljóði Davíðs er talað um að ekkert breytist, hraunið og björgin hafi legið kyrr, menn hafi talað og haft góðan vilja en sumum fundist heimska að leggja nokkra braut. Við erum ekki alltaf sammála um hlutina og við erum gjörn á að tala lengi áður en nokkuð gerist. Stundum hittum við líka úrtölumenn sem telja það hinn mesta óþarfa að leggja nokkurt fé í samgöngubætur á landsbyggðinni þar sem fáir búa að þeirra sögn.</p> <p>En áfram með skáldið frá Fagraskógi:</p> <blockquote dir="ltr"> <p>En loksins hætti æskan að lúta þeirra sið,<br /> sem líta fjærst til baka, en aldrei fram á við.<br /> Og æskan, hún er samhent og sagði: Hér er ég.<br /> Og sjá, hún ruddi hraunið og lagði nýjan veg.</p> </blockquote> <p>Já, hér höfum við sannarlega nýjan veg og glæsilegan. Hér hefur hraunið verið rutt og hér hefur verið horft fram á við og af því að ljóðskáldið minnist sérstaklega á æskuna leyfi ég mér að halda því fram að hér hafi æskan og ellin tekið höndum saman um að ryðja brautina.<br /> Þetta eru sannkölluð samgöngumannvirki og nú geta íbúar í þessum byggðum og aðrir sem nota þessi mannvirki fagnað og glaðst yfir því að komast leiðar sinnar með skjótum og öruggum hætti. Hér hafa verið lagðir beinir og breiðir vegir eins og hægt er þegar vegir liggja um fjöll og firði og loks má fagna því að viðunandi vegasamband er nú komið á hér um slóðir.<br /> Vegurinn um Arnkötludal gefur líka nýja möguleika á samskiptum Dala- og Strandamanna sem nú verða næsta auðveld. Nú er tækifæri til daglegra atvinnu- eða menningarsamskipta sem ég efa ekki að menn munu nýta sér í þessum byggðum.</p> <p>En eitt þýðingarmesta atriðið sem þessar framkvæmdir hafa í för með sér er stytting vegalengda sem ég minntist á. Hún verður arðbærasta atriðið í þessari samgöngubót. Við erum ósköp fegin og ánægð þegar við ferðumst milli landshluta í sumarleyfum eða öðrum slíkum erindum þegar við uppgötvum að leið sem við höfum oft farið er allt í einu orðin styttri. Það sparar okkur bæði fé og fyrirhöfn.</p> <p>Styttingin er þó enn mikilvægari fyrir þá sem aka þessar leiðir í atvinnuskyni, þá sem stunda flutninga milli landshluta hvort sem er með fisk til vinnslu eða útflutnings eða með daglega nauðsynjavöru í byggðarlagið. Það munar um 40 til 70 kílómetra styttingu milli höfuðborgarsvæðisins og Hólmavíkur eða Ísafjarðar. Já, hverju munar?</p> <p>Tökum til dæmis leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Ég hef aðeins heyrt í þeim sem sinna vöruflutningum á þessari leið og þeir segja að nú sé unnt að aka hana á um 7 tímum sem áður tók 8 og jafnvel 9 tíma. Leiðin er ekki aðeins styttri heldur fljótlegri. Það munar miklu, sérstaklega á þessum stóru flutningabílum, hvort ekið er á mjóum, krókóttum og holóttum malarvegi eða eðlilegum breiðum vegi með bundnu slitlagi. Vegur með bundnu slitlagi þýðir líka að bílstjórarnir þurfa ekki annað en að skola lauslega af bílunum í stað þess að hamast á leiðjunni sem safnaðist á þá á gömlu vegunum. Það er líka þægilegt að þurfa ekki lengur að fara um erfiða fjallvegi, til dæmis Ennisháls og Eyrarfjall.</p> <p>Þessi bylting í samgöngumálum sem ég leyfi mér að kalla svo hefur líka leitt til þess að í gær tilkynnti Eimskip um lækkun flutningsgjalda um 8%. Þeir sem reka flutningaþjónustu segja að stytting leiðar hafi eðlilega í för með sér lægri kostnað og vegur með bundnu slitlagi og vegur sem liggur um færri fjallvegi þýðir líka minni olíukostnað. Þá minni ég líka á að við losnum við þungatakmarkanir þegar vegir eru byggðir almennilega upp og þar sem hönnun þeirra gerir ráð fyrir ákveðnu álagi. Lækkandi flutningskostnaður er mikilvægur liður í því að styrkja búsetu út um land og með þessu leggja flutningafyrirtækin strax sitt lóð á þá vogarskál. Landflutningar-Samskip hljóta einnig að huga að lækkun.</p> <p>Verið er að koma á farsímasambandi á leiðinni um Arnkötludalinn og er þegar kominn sendir að norðanverðu og verið að ganga frá endurvarpi að sunnan sem á að geta tengst einhvern næstu daga. Farsímasamband á þjóðvegunum er eins og við vitum nauðsynlegt öryggisatriði, jafnvel þótt ekki sé hver einasti blettur í sambandi, og það er mikilvægt að geta nýtt farsímann á þessum helstu leiðum.</p> <p>Menn hafa nokkuð lengi horft á leiðina um Arnkötludal til að stytta vegalengdir milli landshluta. Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bolungarvík, er aðalforgöngumaður samtakanna Leiðar, sem strax árið 2001 hóf að rannsaka mögulegar veglínur og lét vinna umhverfismat fyrir framkvæmdina. Vegagerðin nýtti síðan þessa rannsóknarvinnu Leiðar og boltinn fór að rúlla og hér erum við í dag.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Í lokin ætla ég að tilfæra síðasta erindið úr ljóði Davíðs Stefánssonar:</p> <blockquote dir="ltr"> <p>Er starfinu var lokið og leyst hin mikla þraut,<br /> fannst lýðum öllum sjálfsagt, að þarna væri braut.<br /> En víða eru í byggðunum björg og keldur enn,<br /> sem bíða ykkar, stórhuga vegabótamenn.</p> </blockquote> <p>Við sem sinnum samgöngumálum þjóðarinnar skulum taka þessa brýningu skáldsins alvarlega: Það bíða okkar víða björg og keldur. Við þurfum ekki að hugsa lengra en til vegabóta milli norður- og suðurhluta Vestfjarða og samgöngubóta hér út frá Hólmavík og lengra norður Strandir.</p> <p>Það er víða sem þörf er á að taka til hendinni. Við verðum að rifa seglin um stund meðan við náum aftur getu til að hefjast handa af krafti. Látum ekki hundrað árin líða &ndash; horfum bjartsýn til framtíðar og skipuleggjum næstu áfanga.</p> <p>Ég nota mér lokaorð frá einum sem starfar við flutningana: Það er alveg óhætt að halda uppá þetta. Og ég bæti við að næsta fagnaðarefni er að slá í gegn í Bolungarvíkurgöngunum nú í næsta mánuði.</p> <p>Til hamingju með daginn.</p> <p></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2009-10-02 00:00:0002. október 2009Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009

<p>Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ,&#160;flutti ræðu á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn var á á Hilton Hótel Nordica, föstudaginn 2. október 2009.</p><p>Góðir fundarmenn á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.</p> <p>Í fréttum af sveitarstjórnarmálum er þetta helst: Vikan hefur verið undirlögð af verkefnum sem tengjast sveitarfélögum og Jöfnunarsjóði og hún hefur einnig verið árangursrík. Við höfum gengið frá verklagi við eflingu sveitarfélaga, skipulagðara samráði ríkis og sveitarfélaga og endurskoðun á tekjustofnum er langt komin.</p> <p>Ég mun nú fjalla nánar um þessar fréttir og ýmislegt fleira sem unnið er að í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og snertir Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem er umfjöllunarefni okkar í dag en þessi verkefni snerta einnig fjármál sveitarfélaga og hag sveitarfélaganna í víðu samhengi.</p> <p>Það er engin tilviljun að heitið ,,sveitarstjórnar” bætist nú í nafn ráðuneytisins. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir því að efla sveitarfélögin með ýmsum hætti og þið þekkið orðið þann lista: Flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga, endurskoða tekjustofna, setja samskiptareglur og koma yfirleitt á mun formlegri samskiptum og samráði milli þessara aðila. Með öðrum orðum: Vægi sveitarstjórnarmála í ráðuneytinu er að aukast. Langflest málefni sem samgönguráðuneytið eitt og sér hefur sýslað með í gegnum árin snerta sveitarfélögin. Það var því bæði rökrétt og sjálfsagt að flytja sveitarstjórnarmál í samgönguráðuneytið og rökréttur lokahnykkur í því er að aðlaga nafnið þessari breytingu.</p> <p>Síðastliðinn þriðjudag var haldinn samráðsfundur ríkis og sveitarfélaga og sátu hann, auk okkar í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, fulltrúar fjármálaráðuneytis og forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjármálaráðherra gerði þar grein fyrir stöðu og horfum í búskap ríkisins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði frá stöðu og horfum í búskap sveitarfélaganna. Síðan greindi ég frá ýmsum verkefnum sem unnið er að í ráðuneytinu og snerta vöxt og viðgang sveitarfélaganna.</p> <p>Fundur sem þessi er boðaður á grundvelli samstarfssáttmála ríkis og sveitarfélaga en tilgangur hans er að efla formlegt samstarf ríkis og sveitarfélaga. Er það gert með reglulegum samskiptum aðila, stuðla að sameiginlegri sýn á þróun, stöðu og framtíð sveitarstjórnarstigsins og stuðla að aðhaldi og ábyrgð í opinberum rekstri. Skipuð var samráðsnefnd, Jónsmessunefnd, í fyrra sem ætlað er að auka formfestu í þessum samskiptum, innleiða samskiptareglur og skapa traust. Mér er óhætt að fullyrða að nefndinni hefur orðið vel ágengt og er almenn ánægja beggja aðila með starf hennar.</p> <p>Í framhaldi af samráðsfundinum á þriðjudag skrifuðum við Halldór Halldórsson undir yfirlýsingu um að sameinast um vinnu við áframhaldandi eflingu sveitarstjórnarstigsins. Skipuð verður samstarfsnefnd sem meta skal sameiningarkosti með því að fara um landið og ræða við sveitarstjórnarmenn og aðra íbúa um land allt. Hún mun leggja tillögur sínar fyrir landsþing eða aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og afgreiðsla þeirra verður síðan grundvöllur að tillögum mínum til Alþingis. Alþingi mun hafa síðasta orðið í þessu ferli. Grunnurinn kemur frá grasrótinni sem verður svo formlega staðfest í meðförum Alþingis og þannig má segja að þessi aðferð sé blanda af frjálsu vali og lögfestingu löggjafans.</p> <p>Aftur minni ég á þá ætlan ríkisstjórnarinnar að efla sveitarfélögin. Grunnur að eflingu þeirra er að stækka þau enda eru flestir innst inni sammála um að fámenn sveitarfélög rísa ekki lengur undir þeirri þjónustu og starfsemi sem samfélagið krefst. Með því að teikna þannig upp ígrundaðar tillögur að sameiningu og stækkun sveitarfélaga sem byggjast á viðræðum við heimamenn sé ég fyrir mér árangur í þessum efnum. Árangur sem leiðir til þess að sveitarfélagaskipanin verður orðin allt önnur eftir kosningarnar 2014 og árangur sem felur í sér sterkari sveitarfélög. Þau verða jafnframt umtalsvert færri og ég hef nefnt töluna 17, fækkun úr 77 sveitarfélögum í 17.</p> <p>Ég sé þessa fækkun fyrir mér meðal annars með þeim rökum að til dæmis hafa landshlutasamtök á Vestfjörðum og Austurlandi lýst yfir áhuga á að kanna allsherjarsameiningu í sínum fjórðungum. Ég sé einnig fyrir mér margháttuð sameiningartækifæri á Norðurlandi, Suðurlandi og Reykjanesi og ég vil heldur ekki undanskilja höfuðborgarsvæðið. Gleymum ekki að kanna möguleikana þar.</p> <p>Þá vil ég minna á að efling sveitarfélaga er nánast óhugsandi án þess að þau fái til sín fleiri verkefni og tilheyrandi tekjustofna. Ríkisstjórnin hefur þegar ákveðið flutning á málefnum fatlaðra og aldraðra árin 2011 og 2012 og nefnt hefur verið að flytja einnig heilsugæslu í fyllingu tímans. Eflaust fylgir fleira í kjölfarið og sveitarstjórnarmenn hafa til dæmis nefnt framhaldsskólann og því ekki einhver verkefni á sviði samgöngumála.</p> <p>Þessu öllu tengjast vitanlega tekjustofnar sveitarfélaganna. Við þurfum að efla þá og treysta. Nefnd undir forystu Gunnars Svavarssonar vinnur nú að endurskoðun á öllu tekjustofnakerfinu. Í nefndinni eru margir sveitarstjórnarmenn, núverandi og fyrrverandi og þar er því mikil reynsla og þekking fyrir hendi. Tillögur hennar munu líta dagsins ljós uppúr áramótum og ég er þess fullviss að þær verða vandaðar og raunhæfar. Á sama hátt er verið að endurskoða allt regluverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og stýrir Flosi Eiríksson því verkefni. Ég veit að þar verður hverjum steini velt við og vegið og metið hver ættu að vera eðlileg verkefni Jöfnunarsjóðs og hverju mætti breyta.</p> <p>Af öðrum fréttum varðandi sveitarfélögin vil ég nefna endurskoðun á sveitarstjórnarlögunum. Það verkefni er að hefjast og hefur Trausti Fannar Valsson verið ráðinn til þess verks.</p> <p>Enn vil ég nefna verkefni sem hleypt var af stokkunum að frumkvæði ríkisstjórnarinnar sem er starfshópur um sóknaráætlanir sem Dagur B. Eggertsson stýrir. Sá hópur er að móta sóknaráætlanir fyrir hvern landshluta og er honum falið að finna nýjar leiðir í svæðasamvinnu, samþætta opinberar áætlanir og færa meiri ábyrgð heim í hérað. Þarna á samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið stóran hlut að máli með samgönguáætlun og fjarskiptaáætlun.</p> <p>Þá minni ég á að nú síðsumars lauk störfum nefnd sem kannaði starfsemi landshlutasamtaka sveitarfélaga. Því verki stýrði Hólmfríður Sveinsdóttir. Niðurstaða nefndarinnar var sú að landshlutasamtökin ættu fullan rétt á sér og vel væri hugsanlegt að fela þeim enn frekari verkefni til dæmis á sviði alþjóðlegrar samvinnu. Ábendingar skýrslunnar og starfsemi landshlutasamtakanna verða áfram til skoðunar og hlýtur að tengjast mjög niðurstöðum næstu missera varðandi stækkun sveitarfélaga.</p> <p>Kosningar til sveitarstjórna verða eflaust mikið til umræðu næstu misserin bæði í ljósi þess að sveitarstjórnarkosningar verða næsta vor og rætt hefur verið um að taka um persónukjör. Á liðnum vetri skipaði ég starfshóp til að kanna hvernig auka megi hlut kvenna í sveitarstjórnum. Ég taldi æskilegt að vinna út frá því markmiði að hlutfall kvenna og karla í sveitarstjórnum verði því sem næst jafnt við næstu sveitarstjórnarkosningar og að engin sveitarstjórn verði skipuð aðeins öðru kyninu. Núna eru að minnsta kosti fimm sveitarstjórnir aðeins skipaðar körlum. Starfshópurinn er að ljúka störfum og ég hlakka til að sjá hvað hann hefur fram að færa.</p> <p>Í lokin er rétt að segja frá vegvísi að gerð hagstjórnarsamnings sem undirritaður var í gær þar sem þið voruð mörg viðstödd. Að vegvísinum standa fjármálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þessir aðilar eru sammála um að líta á fjármál opinberra aðila sem eina heild í hagstjórnarlegu tilliti. Meðal leiðarljósa í því samstarfi er að eiga náið samstarf um að áætlanir og útgjöld ríkis og sveitarfélaga taki mið af markmiðum um þjóðhagslegan stöðugleika, leita leiða til að afkoma þeirra verði í samræmi við þau viðmið sem sett eru um jöfnuð í fjármálum hins opinbera og að vinna að setningu fjármálareglna fyrir sveitarfélög sem tryggi markmið um rekstrarafkomu og reisi skorður við skuldsetningu.</p> <p>Eitt þýðingarmesta atriði hagstjórnarsamningsins er ákvæði um að leita leiða til að tryggja að öll lagafrumvörp og allar reglugerðir sem geta haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs og/eða sveitarsjóði verði kostnaðarmetin áður en kynning fer fram í ríkisstjórn og áður en frumvarp er lagt fram á Alþingi eða reglugerð birt í Stjórnartíðinum. Þetta er þýðingarmikið atriði sem sveitarfélögin hafa lengi hamrað á að tekið sé tillit til við laga- og reglugerðasmíð og ég tel hér farsællega komið til skila.</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Nú er fjárlagafrumvarpið komið fram og er það í anda þess sem boðað var varðandi fjögurra ára áætlun ríkisfjármála 2010 til 2013 meðal annars um að ná jöfnuði á fjórum árum. Þið vitið það jafn vel og ég að þetta verður ekki auðvelt.</p> <p>Staða ríkissjóðs er erfið, staða sveitarfélaga er erfið og staða heimila er erfið. Það skulda allir of mikið. Af þeim sökum hafa allir orðið að endurskoða og endurmeta alla hluti, spara, skera niður, fresta verkefnum og leita hagræðingar. Forgangsröðin verður önnur við slíkar aðstæður.</p> <p>En við erum líka sannfærð um að betri tímar séu framundan og að við munum komast út úr þessum erfiðleikum.</p> <p>Jöfnunarsjóður sveitarfélaga er sveitarfélögunum mikilvæg stoð. Sveitarfélögin verða að eiga hann að um ókomin ár þrátt fyrir að regluverk hans sé nú í endurskoðun.</p> <p>Af yfirferð minni hér að framan heyrið þið að verkefnin eru mörg. Við höfum verið í eins konar undirbúningsferli síðustu mánuði og misseri. Verkefnahópar hafa verið skipaðir og samningar undirritaðir. Nú er undirbúningi lokið og sjálf verkefnin taka við.</p> <p>Í lok máls míns vil ég þakka öllu starfsfólki Jöfnunarsjóðsins fyrir gott og mikið starf. Ég vona að þið takið undir það með mér með lófataki.</p> <br /> <br />

2009-09-10 00:00:0010. september 2009Sókn er besta vörnin

<p>Kristján L. Möller flutti ræðu á málþingi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 26. ágúst þar sem rætt var um eflingu sveitarfélaga og búsetu á Austurlandi undir yfirskriftinni Sókn er besta vörnin. Ráðherra ræddi í upphafi stöðu ríkissjóðs og sveitarfélaga og fór yfir ýmsar aðgerðir sem ríkisstjórnin og sveitarfélög vinna að sameiginlega til að mæta efnahagserfiðleikunum. Í lokin setti hann fram nokkra möguleika á sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi.</p><div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/innanrikisraduneyti-media/media/08Frettamyndir/SoknErBestaVornin.jpg"><img src="/media/innanrikisraduneyti-media/media/08Frettamyndir/SoknErBestaVornin.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Samgönguráðherra ávarpar fundarmenn á ráðstefnunni Sókn er besta vörnin" class="media-object"></a><figcaption>Sókn er besta vörnin</figcaption></figure></div><h3 align="center">Sókn er besta vörnin – eflum sveitarfélögin<br /> Ráðstefna á Egilsstöðum 26. ágúst 2009</h3> <p>Ávarp samgönguráðherra</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Það er ánægjulegt að sitja þetta málþing með ykkur undir yfirskriftinni sókn er besta vörnin fyrir Ísland í dag og að við erum sammála um að efling sveitarstjórnarstigsins sé sú sókn sem við þurfum á að halda nú.</p> <p>Það er mikill áhugi á því að efla sveitarstjórnarstigið, ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á það eins og fram kemur í stjórnarsáttmálanum og Samband sveitarfélaga hefur margítrekað stuðning sinn við áform um eflingu þess.</p> <p>Ég hef alla tíð lagt áherslu á þetta verkefni, ekki einvörðungu frá því að ég settist í stól samgönguráðherra, heldur einnig áður sem þingmaður og enn fyrr sem sveitarstjórnarmaður. Ég hef kappkostað að efla samskipti ráðuneytis og sveitarstjórnarmanna, bæði formleg og óformleg og nú er unnið að allmörgum verkefnum í stjórnarráðinu sem tengjast umræðuefni dagsins: Að efla sveitarfélögin.</p> <h3>Sóknaráætlun og svæðisbundin samvinna</h3> <p>Undir forystu forsætisráðuneytisins er nú unnið að gerð sóknaráætlana fyrir alla landshluta til eflingar á atvinnulífi og lífsgæðum til framtíðar. Markmiðið er að kalla fram sameiginlega framtíðarsýn og að samþættar verði áætlanir í samgöngum, fjarskiptum, ferðamálum og byggðaáætlanir auk áætlana um eflingu sveitarstjórnarstigsins og fleiri þátta.</p> <p>Það er ekki nokkur spurning að þessi áform, sem Dagur B. Eggertsson stýrir fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, mun hafa veruleg áhrif í þá átt bæði að dreifa valdi og auka ábyrgð einstakra landsvæða á eigin málum. Þetta áhugaverða verkefni verður kynnt sérstaklega hér á eftir.</p> <p>Ný skýrsla nefndar sem Hólmfríður Sveinsdóttir stýrði gefur gott yfirlit yfir svæðisbundna samvinnu sveitarfélaga og er mikilvægt innlegg í vinnu Dags um sóknaráætlanir. Meginspurningin er sú hvernig við getum nýtt þá svæðasamvinnu sem fyrir er, þ.e. landshlutasamtökin, eða að hve miklu leyti við verðum horfa til stærri eininga. Einnig þarf að huga að því hvernig við endurskipuleggjum svæðasamvinnuna með hliðsjón af Evrópusamvinnu, óháð því hvort við göngum í ESB eða ekki. Hólmfríður mun kynna niðurstöður sínar hér á eftir.</p> <h3>Verkaskipting</h3> <p>Metnaðarfull áform eru uppi varðandi breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og er unnið að því af hálfu sameiginlegrar verkefnisstjórnar ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt þeim áformum verða málefni fatlaðra komin til sveitarfélaganna árið 2011 og málefni aldraðra árið 2012. Ég sé það fyrir mér að næsta skrefið verði að skoða heilsugæsluna og þar á eftir framhaldsskólann.</p> <p>Það má ljóst vera eftir geysi fjölmennan undirbúningsfund í vor að mikill áhugi er á að samþætta opinbera velferþarþjónustu og það er skoðun mín að afar mikilvægt sé að verkefnið gangi eftir eins og áætlanir gera ráð fyrir.</p> <p>Þetta mun efla sveitarstjórnarstigið og færa meiri ábyrgð á málum heim í hérað. Við höfum áætlað að umsvif sveitarfélaga í búskap hins opinbera muni aukast um 5 til 7 prósentustig við þessa breytingu á verkaskiptingu. Allmörg sveitarfélög hafa þegar tekið við þessu verkefni með góðum árangri.</p> <p>Stærð sveitarfélaga er þó ákveðin hindrun og ræðir verkefnisstjórnin því um að mynda þurfi þjónustusvæði fyrir verkefnaflutning þar sem fjöldi íbúa yrði ekki minni en sjö þúsund.</p> <h3>Tekjustofnar</h3> <p>Nefnd undir forystu Gunnars Svavarssonar vinnur nú að endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga. Nefndin er skipuð fulltrúum allra þingflokka sem sæti eiga á Alþingi og Samband sveitarfélaga á þar þrjá fulltrúa. Tekjustofnar þurfa að vera í sífelldri endurskoðun og þróun en verkefnið er ekki einfalt og væntanlega munu efnahagsaðstæður takmarka að einhverju leyti mögulegar breytingar. Það verður þó að skoða allar leiðir til að skapa sátt um tekjustofnakerfið og tryggja að tekjustofnar séu í samræmi við verkefnin.</p> <p>Því er eðlilegt að spurt sé samhliða slíkri endurskoðun, hvort hægt sé að nýta betur þá tekjustofna sem sveitarfélög hafa nú til ráðstöfunar. Sum sveitarfélög þurfa til dæmis ekki að leggja á hámarksútsvar, meðan önnur fullnýta útsvar og dugar ekki til.</p> <p>Þá er nefnd undir forystu Flosa Eiríkssonar langt komin með að endurskoða hlutverk og markmið Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Ljóst er að mörg sveitarfélög, einkum hin smærri, eru afar háð sjóðnum varðandi fjármögnun lögbundinna verkefna. Ég spyr hvort það sé eðlilegt að framlög Jöfnunarsjóðs séu meiri en helmingur heildartekna hjá allmörgum sveitarfélögum.</p> <h3>Samráð ríkis og sveitarfélaga</h3> <p>Starfandi hefur verið svokölluð Jónsmessunefnd sem hefur það hlutverk að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga, stuðla að markvissari vinnubrögðum og efla efnahagssamráð. Ég verð að segja að þessi vettvangur hefur starfað mjög vel síðustu mánuðina, það ríkir traust milli aðila og eindreginn áhugi er á því að bæta samskiptin. Áhersla nefndarinnar hefur verið á umbætur hvað efnahagssamráð varðar, samráðsnefnd um efnahagsmál fær aukið hlutverk, meðal annars það verkefni að móta ný vinnubrögð í tengslum við efnahagssasmráðið.</p> <p>Ekki verður hjá því komist að stórefla þetta samráð ríkis og sveitarfélaga á tímum sem þessum. Það er ein af þeim ábendingum sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur sett fram, og það er ein af þeim forsendum sem lagt er upp með í áætlun fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum fram til ársins 2013.</p> <p>Samráðsfundur ríkis og sveitarfélaga er ráðgerður 28. september og verður helgaður efnahagsmálum.</p> <h3>Sameining sveitarfélaga</h3> <p>Þannig að það er breið og góð samstaða um að efla sveitarstjórnarstigið, færa verkefni, bæta samskiptin og skapa nýja sýn á svæðasamvinnu. Við þurfum öflug sveitarfélög, bæði vegna verkefna á landsvísu og eins til að takast á við nýjar áskoranir á alþjóðavettvangi. Það er enn brýnna nú en nokkru sinni að efla hið staðbundna lýðræði.</p> <p>En hvað með stærð sveitarfélaga? Skiptir hún ekki máli þegar verið er að tala um áform um eflingu sveitarstjórnarstigsins? Er hægt að skilja þennan mikilvæga þátt eftir þegar til stendur að efla sveitarstjórnarstigið?</p> <p>Svar mitt er nei, og það sem meira er: Leið frjálsrar sameiningar skilar ekki nauðsynlegum árangri og því þarf að fara aðrar leiðir.</p> <p>Á ársfundum landshlutasamtakanna í fyrra kynnti ég nokkuð ítarlega hugmyndir um að lögbinda hækkun á lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga úr 50 í þúsund. Frumvarp var tilbúið í haust en það náði ekki fram að ganga vegna þeirrar stöðu sem upp var komin í þjóðfélaginu.</p> <p>Það var mat mitt að mikilvægt væri að halda þessum bolta á lofti, og á landsþingi ykkar í vor lagði ég fram tillögu að nýrri leið til sameiningar sveitarfélaga. Hún felur það í sér að sameiningarkostir í hverjum landshluta verði metnir og samræmdar tillögur um stækkun og eflingu sveitarfélaga á hverju svæði fyrir sig verði settar fram til umræðu og afgreiðslu á Alþingi. Það væri því Alþingi sem æðsta lýðræðisstofnun þjóðarinnar sem tæki ákvörðun um sveitarstjórnarskipan á grundvelli tillagna sameiningarnefnda.</p> <p>Ég ritaði í kjölfar landsþingsins stjórn Sambandsins bréf og óskaði samstarfs um þetta verkefni. Í svari stjórnarinnar kom fram vilji til að ræða málin á komandi hausti án þess að afstaða væri tekin til hugmyndanna. Ég bíð eftir þeim fundi, en vil þó ítreka að þessari vinnu verður að halda áfram og Samband íslenskra sveitarfélaga verður að taka af krafti þátt í henni.</p> <p>Ég hygg að íbúafjöldi ráði alltaf mjög miklu um hversu öflugt sveitarfélag verður. Sterkar einingar, fjölmennir byggða- og þjónustukjarnar og stór atvinnusvæði stuðla að því að hægt sé að standa undir nauðsynlegri þjónustu sveitarfélags í nútímasamfélagi. Íbúafjöldinn hlýtur því alltaf að vera ákveðin viðmiðun enda er bent á það í tengslum við flutning á þjónustu við fatlaða og aldraða að þjónustusvæðin þurfi að telja sjö til átta þúsund íbúa.</p> <p>Í áðurnefndri skýrslu um framtíð landshlutasamtaka sveitarfélaga kemur fram yfirlit um eflingu sveitarstjórnarstigsins hjá nágrannaþjóðum okkar. Ég nefni sem dæmi að í Danmörku var í ársbyrjun 2007 til ný skipan sveitarstjórnarmála. Sveitarfélögunum var fækkað með lagaboði, gömlu ömtin voru lögð niður og lagt upp með ný, mun valdaminni svæðasambönd (regioner). Í kjölfarið voru verkefni og fjármagn flutt á milli stjórnsýslustiga, aðallega frá ömtum til ríkis og sveitarfélaga.</p> <p>Í Færeyjum var síðasta sumar kynnt áætlun sem hefur það að markmiði að fækka sveitarfélögum úr 34 í 7 fyrir lok janúar 2010.</p> <p>Í ársbyrjun 2009 fækkaði sveitarfélögum á Grænlandi úr 18 í 4 með lagasetningu. Um leið yfirtaka sveitarfélögin mörg ný verkefni sem styrkir sveitarstjórnarstigið.</p> <p>Í Noregi hefur síðuðustu 10 ár verið rætt um breytingar en engin niðurstaða fengist. Markmiðið er að styrkja fylkin með því að flytja til þeirri fleiri verkefni frá ríkinu og svipað er uppi á teningnum í Svíþjóð.</p> <p>Breytingaferli hófst í Finnlandi með setningu rammalaga í febrúar 2007. Þegar hafa orðið allmargar frjálsar sameiningar í kjölfarið og fleiri eru á dagskrá. Einnig hafa svæði sameinast og yfirtekið verkefni og á Álandseyjum hefur þróunin verið í þá átt að fámenn sveitarfélög leysa verkefni sín í samstarfi við önnur.</p> <p>Góðir fundarmenn.<br /> Það hefur náðst árangur í sameiningarmálum hjá okkur, Austurland er gott dæmi um það. Sameiningar hafa eflt sveitarstjórnarstigið hér í fjórðungnum og hafa beinlínis skapað forsendur fyrir þeim vexti sem hér hefur orðið. Sameiningarumræðan heldur áfram, Fljótsdalshérað og Djúpivogur eru í viðræðum og heyrst hefur af þreifingum milli Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar. !!!!</p> <p>Ég vil til gamans og hvatningar setja fram mynd af því hvernig hægt væri að halda áfram að sameina sveitarfélög hérna á svæðinu.</p> <p>Ég hef nú staldrað við nokkur atriði varðandi eflingu sveitarfélaga. Ég þykist vita að samgöngumál séu einnig mjög ráðandi þáttur í því hvernig gengur að stækka og sameina sveitarfélög yfir fjallvegi og firði. Ég fer ekki nánar út í þá sálma en veit að þið hafið ýmsar hugmyndir og óskir sem þið hafið komið á framfæri við ráðuneytið og eigið áreiðanlega eftir að gera það áfram.</p> <p>Ég vil að lokum þakka fyrir þennan fund og hlakka til að heyra erindi og umræður hér á eftir.</p> <br /> <br />

2009-05-08 00:00:0008. maí 2009Náum aftur góðu flugi eftir þrengingar

Kristján L. Möller samgönguráðherra flutti ávarp við setningu ráðstefnu um rekstur flugfélaga sem Tækniskólinn hafði frumkvæði að. Fulltrúar íslenskra flugrekenda fluttu þar erindi um rekstur sinn og rektor School of Aviation, John Wensveen, ræddi um vanda, stefnu og framtíð flugheimsins.<p>Kristján L. Möller samgönguráðherra flutti ávarp við setningu ráðstefnu um rekstur flugfélaga sem Tækniskólinn hafði frumkvæði að. Fulltrúar íslenskra flugekenda fluttu þar erindi um rekstur sinn og rektor School of Aviation, John Wensveen, ræddi um vanda, stefnu og framtíð flugheimsins.</p> <p>Góðir ráðstefnugestir.</p> <p>Rekstur flugfélaga er áhugavert efni enda eigum við Íslendingar langa og merkilega sögu í flugrekstri. Flugið er mjög samtvinnað daglegu lífi okkar og atvinnusögu þjóðarinnar. Við erum flest beinir eða óbeinir þátttakendur í fluginu auk nær daglegrar nálægðar við flugvelli og flugumferð. Og ef við erum ekki beinir þátttakendur í fluginu getum við að minnsta kosti sameinast í rifrildi um það hvort Reykjavíkurflugvöllur á að vera áfram í Vatnsmýri eða ekki.</p> <p>Það liðu ekki margir áratugir frá því að Wright bræður hófu flugið fyrir rúmum hundrað árum þar til Íslendingar voru búnir að stofna flugfélög. Þar með varð flugið fljótlega ein helsta samgönguleið okkar um landið og milli landa.</p> <p>Flugið er Íslendingum mikilvægur samgöngumáti og atvinnugrein. Við sjáum alls staðar merki þess. Hér eru skráðir tugir stórra farþegaþota, um tvær milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll á ári, a.m.k. fram að þessu, um hundrað þúsund flugvélar fara um íslenska flugstjórnarsvæðið á ári, flugfélög okkar sinna verkefnum nánast um allan heiminn og þessi rekstur veitir þúsundum manna atvinnu. Ég hygg að við heyrum í dag margt sem sýnir þetta betur.</p> <p>Rekstur flugfélaga &ndash; þetta er yfirgripsmikið efni og þetta er flókinn rekstur og fjölþættur:</p> <ul> <li>Til þess að rekstur flugfélags geti þrifist þarf nauðsynlega innviði og jákvætt rekstrar- og starfsumhverfi.</li> <li>Til þess að reka flugfélag þarf sérsniðið menntakerfi sem ungar út sérhæfðum starfsmönnum.</li> <li>Til þess að reka flugfélag þarf fjármagn og lánstraust.</li> <li>Til þess að reka flugfélag þarf margs konar stuðnings- og tækniþjónustu þar sem þróaðar eru nýjar lausnir og nýr búnaður.</li> <li>Til þess að reka flugfélag þarf að setja öryggið ofar öllu.</li> <li>Til þess að reka flugfélag þarf að kunna skil á áhrifum þess á umhverfið.</li> <li>Og síðast en ekki síst - til þess að reka flugfélag þarf áræði, djörfung og dug til að sækja fram og sýna frumkvæði.</li> </ul> <p>Ég ætla aðeins að staldra við tengda starfsemi. Flugmálastjórn og síðar Flugstoðir reka til dæmis dótturfyrirtækið Flugkerfi. Þar eru stundaðar rannsóknir og þróun á flugstjórnar- og flugleiðsögutækni og starfa við það um 30 manns. Fyrirtækið hefur selt erlendum aðilum tæknilausnir sínar og þessi útrás er enn í fullu gildi.</p> <p>Við getum líka nefnt flugvélaleigu sem íslensk flugfélög hafa alltaf sinnt. Þegar verkefnin voru í lágmarki heima fyrir var unnt að leigja hluta flugflotans í tímabundin verkefni úti í heimi. Síðar hefur þessi starfsemi þróast í sérhæfð fyrirtæki sem kaupa, leigja og selja flugvélar.</p> <p>Enn fleira mætti tína til sem er afleidd starfsemi og tengist fluginu svo sem margs konar landkynningar- og markaðsstarfsemi og ferðaþjónustuna í heild sem færir okkur ómældar gjaldeyristekjur. Allt þetta sýnir hversu víðtæk atvinnugreinin er og að hún teygir anga sína meðal annars yfir í margs konar þróunar- og rannsóknarstarfsemi.</p> <p>Stjórnvöld þurfa líka sífellt að meta hvar og hvernig er unnt að reka alla þjónustu sína á skilvirkan og hagkvæman hátt. Ég er kannski kominn út á hálan ís þegar ég nefni Evrópusamvinnu en væri til dæmis mögulegt að koma á samevrópskri skráningu fyrir flugvélar í stað þess að hvert og eitt land annist þá umfangsmiklu vinnu sem skráningin kallar á? Væri líka hugsanlegt að sameina á einhvern hátt rannsóknarnefndir flugslysa Evrópulanda? Þessu tvennu hefur verið varpað fram í hinum evrópska flugheimi.</p> <p>Samgönguyfirvöld eru að stíga eitt skref í hagræðingarátt hérlendis með því að kanna hvort hagkvæmt væri að sameina rannsóknarnefndir samgönguslysa. Tilgangurinn er ekki aðeins hagkvæmni heldur er einnig stefnt að því að efla rannsóknir á samgönguslysum.</p> <p>Við erum einnig að stíga annað skref í þágu þess að reyna að ná fram minnkandi kostnaði í þjónustu við flugið. Það er athugunin á sameiningu á rekstri Flugstoða ohf. og Keflavíkurflugvallar ohf. Starfshópur um málið hefur þegar haldið nokkra fundi og er að kanna alla kosti og galla við hugsanlega sameiningu. Meðal þess sem hópurinn hefur rætt er að hafa millilandaflugvellina í Keflavík, Reykjavík, Akureyri og á Egilsstöðum í sameinuðu fyrirtæki en láta til dæmis sveitarfélög um að annast innalandsflugvelli.</p> <p>Í þessu sambandi þarf að marka stefnu í gjaldtökumálum. Eiga flugvellir að standa undir sér með gjaldtöku fyrir þjónustuna? Verður þá gjaldið of hátt og flugfélög fælast frá? Eða á ríkið að halda uppi flugi með styrkjum á ákveðnum leiðum? Þýðir það ekki að samkeppnin leggst af?</p> <p>Loftferðasamningar eru lykillinn að milliríkjasamskiptum þegar flugið er annars vegar. Í dag eru í gildi um 20 loftferðasamningar milli Íslands og annarra landa og hátt í annar eins fjöldi bíður undirritunar eða gildistöku. Viðræður standa yfir við fjölmörg lönd og í undirbúningi eru viðræður við um 50 ríki.</p> <p>Í þessum efnum stendur ekki á áhuga okkar Íslendinga að koma á samningum. Í mörgum tilvikum hafa þreifingar staðið yfir árum og jafnvel áratugum saman áður en þær leiða til árangurs. Við höfum oft þurft að kyngja því að við erum of lítil þjóð með of lítið markaðssvæði fyrir flugfélög stórþjóða og þar með er áhugi þeirra á samningum við okkur enginn.</p> <p>Í þessu sambandi kem ég aftur að Evrópumálunum. Aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi færa okkur mun sterkari stöðu hvað varðar loftferðasamninga við fjölmörg ríki. Þeirra á meðal eru ríki í Asíu, Afríku og Eyjaálfu, í ríkjum þar sem íslensk flugfélög hafa verið að þreifa fyrir sér með verkefni til lengri eða skemmri tíma. Þessi verkefni stranda iðulega á því að loftferðasamningur er ekki fyrir hendi.</p> <p>Góðir ráðstefnugestir.</p> <p>Rekstur flugfélaga verður seint auðveldur. Við gerum miklar kröfur til flugfélaga og er krafan um öryggi þar efst á blaði. Í kjölfarið koma síðan kröfur um fjölbreytta og góða þjónustu.</p> <p>Tímabundnir erfiðleikar í efnahagslífinu steðja að okkur en ég er sannfærður um að við munum fyrr en varir ná aftur góðu flugi. Á þrengingatímum þurfum við að tileinka okkur nýja hugsun og leit að nýjum leiðum. Ég er sannfærður um að í dag verður margt áhugavert borið hér á borð og að umræður verða gagnlegar og fræðandi. Gangi ykkur vel.</p> <br /> <br />

2009-03-13 00:00:0013. mars 2009Ýmsar aðgerðir í þágu sveitarfélaga

<p>Ávarp Kristjáns L. Möller samgönguráðherra sem hann flutti við setningu landsþings Sambands ísl. sveitarfélaga 13. mars 2009.</p><p>Hér fer á eftir ávarp Kristjáns L. Möller samgönguráðherra sem hann flutti við setningu landsþings Sambands ísl. sveitarfélaga 13. mars.</p> <p>Mér er það mikil ánægja að vera aftur gestur á landsþingi ykkar sem nú er að hefjast. Viðamikil mál eru á dagskránni sem krefjast ítarlegrar umræðu og afgreiðslu.</p> <p>Mér finnst ánægjulegt að sjá, að þrátt fyrir efnahagsástandið og þann bráðavanda sem ríkir og sveitarfélög eiga nú við að etja, að þið sveitarstjórnarmenn ætlið einnig á þessu landsþingi að horfa til framtíðar. Það er brýnt, um leið og við gerum okkar besta við að sinna daglegum viðfangsefnum, að menn gefi einnig gaum að framtíðinni, marki sér stefnu í hinum ýmsu málaflokkum og stuðli þannig að frekari framþróun í samfélagi okkar. Ekki veitir af á tímum sem þessum og því fagna ég að málefni eins og hugmyndir um aukið lýðræði í sveitarfélögum og Evrópumál skuli vera á dagskrá landsþingsins. Bæði þessi umfjöllunarefni eru afar brýn, ekki bara fyrir sveitarstjórnarstigið heldur einnig fyrir samfélagið í heild.</p> <p>Við sem störfum á vettvangi landsmálanna verðum einnig að leitast við að gera slíkt hið sama, þó við séum engu að síður í sömu andránni önnum kafin við hið mikla björgunarstarf að reisa samfélag vort við eftir efnahagshrunið, koma hjólum atvinnulífsins í gang og verja hag heimilanna í landinu. Þó stutt skerf sé nú stigið með því frumvarpi sem nú liggur fyrir til breytinga á stjórnarskránni, markar það engu að síður mikilvægt upphaf að hinu nauðsynlega endurbótaferli sem þarf að að eiga sér stað á stjórnarskránni og hinni lýðræðislegri umræðu og umgjörð í landinu.</p> <p>Það er mikilvægt að þið sveitarstjórnarmenn horfið til framtíðar hvað varðar breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Það er þess vegna ánægjulegt að við skyldum hafa sameinast um þá viljayfirlýsingu sem undirrituð verður hér í hádeginu, sem varðar veginn fyrir áframhaldandi vinnu við það verkefni.</p> <p>Á samráðsfundi okkar og fjármálaráðherra með formanni ykkar og framkvæmdastjóra í vikunni var upplýst að við fjármálaráðherra höfum sameiginlega ákveðið að þegar verði hafist handa við að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaga. Nefnd verður skipuð fulltrúum alla stjórnmálaflokka á Alþingi auk fulltrúa ykkar og okkar. Meðal verkefna nefndarinnar er að móta það hvernig staðið verður að tekjutilfærslu til sveitarfélaga í tengslum við yfirfærslu á verkefnum frá ríki. Nefndin á að vinna hratt og vænti ég þess að tillögur hennar geti legið fyrir eigi síðar en um áramótin. Jafnframt vil ég geta þess að starfandi er nefnd sem endurskoðar heildstætt reglur Jöfnunarsjóðs, en Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi í Kópavogi leiðir þá vinnu.</p> <p>Það hefur valdið mér áhyggjum að illa hefur gengið að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum og þrátt fyrir umbætur hvað þetta varðar síðustu áratugina þá hallar enn verulega á konur. Við síðustu sveitarstjórnarkosningar 2006 voru kjörnar 189 konur í sveitarstjórnir, eða 36% og karlar 340 eða 64%. Í fimm sveitarfélögum var engin kona kjörin í sveitarstjórn.</p> <p>Ég hef því ákveðið að skipa starfshóp sem fær það hlutverk að meta leiðir og koma með tillögur um aðgerðir til stjórnvalda sem miðað geta að því að jafna betur stöðu kynjanna í sveitarstjórnum. Starfhópurinn verður skipaður fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Ég teldi það vera æskilegt markmið fyrir þessa vinnu að hlutfall kvenna og karla í sveitarstjórnum verði sem næst 50% á landsvísu við sveitarstjórnarkosningarnar 2010 og að engin sveitarstjórn verði einvörðungu skipuð öðru kyninu. Ég óska eftir góðu samstarfi við ykkur, sveitarstjórnarmenn góðir, um þetta mikilvæga verkefni.</p> <p>Stuttu eftir að efnahagsvandinn skall á okkur í haust af fullum þunga var komið á nánu samráði milli samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það fólst meðal annars í því að ég hitti reglulega formann ykkar og aðra lykilmenn Sambandsins og bæði við í ráðuneytinu og starfsmenn ykkar hafa gert sér far um að skiptast reglulega á upplýsingum. Á þessum samráðsvettvangi höfum við til dæmis getað tekið fljótt á ýmsum málum og hugmyndum sem upp hafa komið og varða stöðu sveitarfélaga. Ýmsar óskir og verkefni höfum við náð að leysa en vissulega hefur ekki verið hægt að verða við öllum ítrustu óskum um aðgerðir. Ég vil þó leyfa mér að vona að þessar aðgerðir hafi veitt einhverja viðspyrnu í því mikilvæga verkefni að varðveita grunnþjónustuna og velferð borgaranna.</p> <p>Hámarksútsvar var hækkað úr 13,03 í 13,28 prósent. Hækkunin ætti að geta skilað sveitarfélögum á landsvísu um tveimur milljörðum króna í auknar tekjur miðað við fullnýtingu. Það eru hins vegar aðeins um 2/3 hluti sveitarfélaganna sem nýta sér hámarksálagningu, önnur virðast ekki hafa þörf fyrir þessar tekjur og það leiðir auðvitað hugann að því hvort innbyrðis tekjuskipting sveitarfélaga þurfi ekki frekari skoðunar við. Þetta tel ég að verði að kanna sérstaklega í tengslum við endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga og heildarendurskoðun á reglum Jöfnunarsjóðs.</p> <p>Aukaframlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga var jafnframt tryggt, þó svo að það hafi lækkað um 400 milljónir á milli ára. Ríkið féll hins vegar frá þeirri kröfu að lækka álagningarprósentu í B hluta fasteignaskatts, sem hefði þýtt tekjulækkun fyrir sveitarfélög sem var að minnsta kosti sama fjárhæð eða um 430 milljónir króna.</p> <p>Lög hafa nú verið samþykkt á Alþingi sem eru til hagsbóta fyrir sveitarfélög varðandi endurgreiðslu gatnagerðargjalda, en ekki var hægt að láta þær reglur gilda afturvirkt eins og gefur að skilja. Mikilvægt er þó í því sambandi að verðbætur á endurgreiðslu gjaldanna hefur nú verið afnumin.</p> <p>Þá hafa verið samþykkt lög frá Alþingi sem gerir ráð fyrir því að almenningur geti tekið út séreignasparnað sinn að ákveðnu marki á þessu og næsta ári. Þetta mun færa sveitarfélögum útsvarstekjur af lífeyrisgreiðslum fyrr en ella hefði orðið og kemur þeim vel á tímum sem þessum, en búast má við því að um 40 milljarðar króna verði greiddir út á þessum grundvelli.</p> <p>Frumvarp um Bjargráðasjóð er komið í þingið. Þar er lagt til að sveitarfélögin hætti aðkomu sinni að sjóðnum og fái greiddan út eignarhluta sinn, sem er allt að 250 milljónir króna. Jafnframt fellur niður skylda sveitarfélaga til að borga til sjóðsins frá og með þessu ári, sem er allt að 50 milljónir króna á ári.</p> <p>Ágætu sveitarstjórnarmenn.</p> <p>Ég kemst ekki hjá því að fjalla örlítið um samgönguframkvæmdir þar sem þær snerta íbúa sveitarfélaga um landið allt. Þrátt fyrir niðurskurð uppá meira en 6 milljarða króna verður árið eitt það umfangsmesta í Íslandssögunni hvað samgönguframkvæmdir varðar.</p> <p>Í ár höldum við áfram verkefnum sem komin voru í gang í fyrra fyrir um 15 milljarða króna og bjóðum út ný verkefni fyrir um 6 milljarða. Þetta þýðir að verktakar um land allt eru með ýmis vegagerðarverkefni og fleiri eru framundan. Þetta er í þágu þess að halda uppi sem mestri atvinnu enda er atvinnuleysi einn alvarlegasti vandinn sem yfirvöld þurfa að glíma við um þessar mundir.</p> <p>Ég vil einnig minnast hér á háhraðanettengingarnar sem fjarskiptasjóður samdi nýlega við Símann um að annast að undangengnu útboði. Tilboðin voru opnuð í haust rétt fyrir hrun og kom í ljós að tilboð Símans var það hagstæðasta. Talsverðan tíma tók að ganga frá samningum enda að mörgu að hyggja vegna breytts efnahagsumhverfis. En verkefnið er komið í gang á hagstæðum kjörum og í ár og á næsta ári verða kringum 1.800 sveitabæir og vinnustaðir tengdir. Þar með munu landsmenn allir sitja við sama borð þegar háhraðanetsamband er annars vegar enda er það löngu orðinn eðlilegur og sjálfsagður þáttur í daglegu lífi okkar.</p> <p>Vík ég þá að eflingu sveitarstjórnarstigsins og stækkun sveitarfélaga.</p> <p>Á aðalfundum landshlutasamtaka sveitarfélaga á liðnu hausti og víðar hef ég talað fyrir því að brýnt sé að hækka lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Hef ég sett fram íbúafjöldann eitt þúsund í stað 50 eins og nú er enda sér það hvert mannsbarn að rekstrareining með 50 íbúum er ekki burðug.</p> <p>Frumvarp var lagt fyrir þingflokkanna í október eða nóvember og átti síðan að fara sína leið á Alþingi en málið hafði ekki verið afgreitt þegar skipt var um ríkisstjórn. Kemst það ekki á dagskrá nú þegar önnur mál er varða efnahag og aðgerðir hafa forgang. En ég fagna þeim sameiningarviðræðum sem nú eru hafnar, meðal annars milli Grímseyjar og Akureyrar, Djúpavogs og Fljótsdalshéraðs og ánægjulegt var að heyra áðan af áhuga á sameiningu Bolungarvíkur, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkur.</p> <p>Það er bjargföst skoðun mín, að ef ætlunin er að efla sveitarstjórnarstigið með auknum verkefnum og breytingum á tekjustofnum verður ekki hjá því komist að huga að stærð sveitarfélaganna. Núverandi sveitarstjórnarskipan er alvarleg hindrun fyrir því að við getum náð markmiðum um að efla sveitarstjórnarstigið, sem við erum öll sammála um og þið sveitarstjórnarmenn hafið margsinnis ályktað um.</p> <p>Það er eins með þetta eins og Evrópumálin, við getum ekki haldið áfram að ræða hvað sé mikilvægt að gera eitthvað, en láta svo þar við sitja. Við verðum að taka ákveðin skref í sameiningarmálum. Leið frjálsra sameininga er ekki fær eða í besta falli of seinfær, það höfum við fengið að sjá, aðrar leiðir verður að fara.</p> <p>Mig langar til þess að nota tækifærið hér, kæru sveitarstjórnarmenn, og bera undir ykkur þann valkost, að í stað þess að reynt verði að ná fram sameiningu með hækkun lágmarksíbúafjölda verði farin sú leið að skoða hvert landsvæði fyrir sig og meta þá sameiningarkosti sem þar koma til greina.</p> <p>Til þessa verkefnis yrði settur starfshópur skipaður fulltrúum Sambandsins og ríkis sem auk sérfræðinga myndi þannig skoða hvern landshluta fyrir sig, setja fram tillögur um raunhæfa sameiningarkosti sem ná markmiði um heildstætt atvinnu- og þjónustusvæði, og eru jafnframt liður í að styrkja og efla sveitarstjórnarstigið. Jafnframt yrði metið hvort og þá hvaða aðrar aðgerðir þyrftu að eiga sér stað sem stuðlað gætu enn frekar að samþættingu og eflingu viðkomandi byggðarlags, svo sem á sviði samgangna, fjarskipta eða í byggðalegu tilliti. Íbúafjöldinn sem slíkur verður þá í öðru sæti eða með öðrum orðum við hengjum okkur ekki í þúsund eða 500 íbúa lágmark heldur horfum til áðurnefndra atriða fyrst og fremst.</p> <p>Þegar tillögur liggja fyrir myndi ég leggja málið fyrir Alþingi til frekari afgreiðslu. Þar koma til greina tvær leiðir. Annars vegar að leggja fram tillögu til þingsályktunar sem byggð verður á tillögum starfshópsins. Með samþykkt hennar yrði samgönguráðuneytinu falið að leggja fram frumvarp um ákveðnar sameiningar eða stækkanir sveitarfélaga og næsta þing myndi síðan fjalla um frumvarpið sjálft. Við meðferð Alþingis yrði síðan leitað álits sveitarfélaga.</p> <p>Hin leiðin væri sú að leggja strax fram frumvarp um sameiningartillögur og að afgreiðsla þess á Alþingi yrði tekin í einu skrefi. Þar með væri settur fram vilji stjórnvalda um eins konar sameiningaráætlun með tímasetningu og fjárhagsáætlun.</p> <p>Báðar snúast þessar hugmyndir um það að hið æðsta lýðræðislega kjörna vald ákveði hvernig háttað yrði stækkun og eflingu sveitarfélaga landsins, sem ég sé fyrir mér að geti gerst frá og með almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2014.</p> <p>Þessi leið til sameiningar hefur verið farin m.a. á Norðurlöndum, nú síðast í Grænlandi þar sem sveitarfélögum er fækkað úr 18 í 4.</p> <p>Ég leyfi mér að slá þessu fram hér – þetta er í rauninni sama verkefnið, stækkun og efling sveitarfélaga en aðferðafræðin er önnur.</p> <p>Góðir landsfundafulltrúar.</p> <p>Ég hef nú farið vítt og breitt yfir það sem er á verkefnaskrá okkar í ráðuneyti sveitarstjórnarmála. Eins og þið sjáið er ýmislegt á dagskrá, sumt gengur hratt fyrir sig en annað hægar og stundum hægar en bæði þið og við hefðum kosið. Ný verkefni bætast stöðugt við og þannig er yfirleitt af nógu að taka í sveitarstjórnarmálum rétt eins og í öðrum verkefnum ráðuneytisins.</p> <p>Ég fagna því að hafa átt góð samskipti og gott samstarf við forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarstjórnarmenn hér og þar um landið. Okkur í ráðuneytinu er nauðsynlegt að vera í góðu sambandi við ykkur – og ég leyfi mér að vona að það sé gagnkvæmt.</p> <br /> <br />

2009-01-30 00:00:0030. janúar 2009Vegaframkvæmdir boðnar út að nýju

Kristján L. Möller skrifar um framlög til vegamála. Greinin birtist í Morgunblaðinu 30. janúar 2009.<p><br /> Vegagerðin hefur að ósk minni aftur hafið undirbúning og auglýsingu útboða vegna verkefna á næstu misserum í samræmi við gildandi samgönguáætlun og fjárveitingar ársins 2009. Í nóvember var ákveðið að bíða með öll verkútboð þar til séð yrði hver yrði framvinda efnahagsmála og hversu umfangsmikil lækkun framlaga til vegamála yrði.</p> <p>Þrátt fyrir 6 milljarða króna lækkun útgjalda á þessu ári blasir við að árið verður annað mesta framkvæmdaár sögunnar í vegamálum. Á síðasta ári runnu um 25 milljarðar króna til framkvæmda og í ár mun tæplega 21 milljarður fara til framkvæmda. Aðrir stórir liðir í vegamálum eru rúmir 5 milljarðar til viðhalds, 3,7 milljarðar til vetrar- og sumarþjónustu á vegum og 1,4 milljarðar fara til að styrkja ferjur og sérleyfishafa í fólksflutningum og innanlandsflugi.</p> <h3>6-7 milljarðar til nýrra útboða á árinu</h3> <p>Áætlað er að um 14 milljarðar af framlaginu til nýframkvæmda ársins séu þegar bundnir í verkefnum sem komin voru af stað í fyrra. Eru það allmörg og umfangsmikil verkefni. Milli 6 og 7 milljarðar króna verða til ráðstöfunar í ný verkefni á árinu og er val á þeim langt komið. Þegar er hins vegar hægt að bjóða út verkefni sem komin voru á útboðsstig og má þar nefna kafla á Rangárvallavegi, Vestfjarðavegi milli Kjálkafjarðar og Vatnsfjarðar og veginn milli Vopnafjarðar og Hringvegar. Þessi og fleiri verkefni verða boðin út næstu vikur og mánuði. Með því er ætlunin að nýta komandi sumar sem mest til framkvæmda. Einnig er ætlunin að dreifa útboðum nokkuð yfir árið.</p> <p>Við val á verkum hef ég lagt aukna áherslu á suðvesturhorn landsins og á samgöngubætur sem krefjast mikils mannafla. Er í fyrstunni miðað við að um helmingur af þeim 6-7 milljörðum króna sem til ráðstöfunar eru fari í verkefni á Suðvesturlandi og hinn helmingurinn skiptist á önnur landsvæði. Höfum í huga að flýtiframkvæmdir ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðs aflaheimilda voru allar í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Nú þegar er unnið að mörgum viðamiklum framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu og mörg til viðbótar eru komin á útboðsstig og verða boðin út á næstunni.<br /> Ljóst er að þegar framlög lækka frestast einhver verkefni sem komin voru á áætlun. Önnur ástæða er sú að vegna aukinnar verðbólgu og verðbóta sem Vegagerðin verður að greiða verktökum upp að vissu marki hrökkva fjárveitingar ekki eins langt og ráð var fyrir gert. Ég geri mér samt sem áður vonir um að þessi verkefni sem við frestum nú komist á dagskrá á næsta ári og því mun hönnun og annar undirbúningur halda áfram.</p> <h3>Arðbær verkefni</h3> <p>Vegaframkvæmdir eru yfirleitt með arðbærustu verkefnum í nútímaþjóðfélagi. Samgöngubætur eru til þess fallnar að stytta leiðir, auka öryggi og sameina byggðir. Í strjálbýlu landi getur hins vegar stundum verið erfitt að sýna fram á ótvíræða arðsemi. Vega- og samgöngumannvirki lúta ákveðnum hönnunar- og öryggisstöðlum og það er hvorki eðlilegt né réttlætanlegt að gefa afslátt frá þeim þótt umferð sé lítil. Af þessum sökum þurfum við að vega og meta hverja framkvæmd í þessu samhengi.</p> <p>Nýr sæstrengur verður senn tilbúinn og samningaviðræður við Símann vegna háhraðatenginga á landsbyggðinni eru á síðustu metrunum þrátt fyrir erfitt árferði. Þessar tvær framkvæmdir á sviði fjarskipta geta skipt sköpum í atvinnuuppbyggingu næstu ára.</p> <p>Í lokin vil ég ítreka að þótt hægist lítillega á nýframkvæmdum í bili verður samt varið um 5 milljörðum króna til viðhalds á vegakerfinu á árinu og tæplega 21 milljarði verður varið til vegaframkvæmda. Það eru líka framkvæmdir sem skipta máli, þær eiga sér stað um landið allt og eiga þátt í að halda uppi atvinnu.</p> <br /> <br />

2009-01-29 00:00:0029. janúar 2009Nánara samráð vegna efnahagsástandsins

Kristján L. Möller skrifar um samstarf ríkis og sveitarfélaga. Greinin birtist í Morgunblaðinu 29. janúar 2009.<p><br /> Efnahagsástandið í landinu kemur illa við alla landsmenn, heimilin, fyrirtækin og samfélagið í heild sinni. Það mun taka okkur tíma að vinna okkur út úr þessum mikla vanda en með samstilltum aðgerðum hér heima fyrir og í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og alþjóðasamfélagið mun okkur takast að vinna á þessum erfiðleikum.</p> <p>Mér segir svo hugur, þó að ástandið verði erfitt næstu misserin, að við Íslendingar verðum fljótari en margar aðrar þjóðir að ná nauðsynlegum efnahagsstöðugleika. Við höfum þrátt fyrir allt allar forsendur til þess. Unnið er að endurreisn fjármálastarfsemi landsins og varnarbarátta er háð fyrir atvinnulífið og heimilin. Samstaða er um það að eitt meginviðfangsefnið sé við þessar aðstæður að styrkja stoðir velferðarkerfisins og verja grunnþjónustuna.</p> <p>Hlutverk sveitarfélaganna í þessu samhengi er afar mikilvægt. Sveitarfélögin bera ábyrgð á um þriðjungi af opinberum útgjöldum og á herðum þeirra hvílir mikilvæg grunnþjónusta, svo sem menntun barna og félagsþjónusta. Þess vegna hef ég lagt mikla áherslu á að eiga gott og náið samráð við sveitarfélögin og stutt við bakið á þeim eins og kostur er.</p> <h3>Sameiginlegt verkefni að verja grunnþjónustu</h3> <p>Strax og ljóst var í hvert óefni var komið, eða þann 10. október, átti ég fund með formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem við undirrituðum yfirlýsingu þess efnis að það væri sameiginlegt verkefni okkar að verja grunnþjónustuna. Við hétum jafnframt auknu og nánara samstarfi og höfum síðan átt reglulega samráðsfundi þar sem rætt hefur verið um leiðir til að treysta stöðu sveitarsjóðanna við hinar gerbreyttu aðstæður.</p> <p>Ég þakka fyrir þetta góða samstarf við forystu Sambandsins og tel afrakstur þess heilmikinn. Í grundvallaratriðum hefur áherslum sveitarfélaganna, sem kynntar voru á samráðsfundi þeirra um efnahagsmál þann 17. október síðast liðinn, verið mætt með margvíslegum hætti.</p> <p>Í fyrsta lagi hefur Lánasjóður sveitarfélaganna verið efldur.</p> <p>Í öðru lagi liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga sem breytir lögum um tekjustofna sveitarfélaga og lögum um gatnagerðargjald.</p> <p>Í þriðja lagi hefur verið tryggt að einn milljarður mun frá og með þessu ári renna varanlega í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í því skyni að verja sveitarfélög sem standa höllum fæti, en þurfa að veita umtalsverða grunnþjónustu. Jafnframt hefur ríkið fallið frá kröfum um að lækka álagningarprósentu á opinberar fasteignir úr 1,32% í 0,88%.</p> <p>Í fjórða lagi hefur verið unnið að öflun samtíma upplýsinga um fjárhagsleg málefni sveitarsjóðanna og auknu svigrúmi við gerð fjárhagsáætlana.</p> <p>Jafnframt var ákveðið að breyta lögum um tekjustofna á þann veg, að hámarksútsvarsprósenta hækkar um 0,25 prósentustig frá og með þessu ári, verður 13,28% í stað 13,03%. Áætlað er að þessi breyting geti skilað sveitarfélögunum allt að tveimur milljörðum í viðbótartekjur miðað við að þau fullnýti heimildina. Það hefur hins vegar komið í ljós að mörg sveitarfélög munu ekki nýta sér hið aukna svigrúm til útsvarsálagningar, sem bendir til góðrar fjárhagsstöðu viðkomandi sveitarfélaga. Af 78 sveitarfélögum leggja 54 á hámarksútsvar.</p> <h3>Fjármálareglur nauðsynlegar</h3> <p>Enn er verk að vinna til að gera sveitarfélögin betur í stakk búin til að rækja hlutverk sitt. Við þurfum að efla sveitarstjórnarstigið enn frekar og að því vil ég stefna. Mikilvægt er að áfram verði unnið að mótun fjármálareglna fyrir sveitarfélögin og að þau fari að vinna eftir slíkum reglum. Ég er ekki í vafa um það að fjármálareglur munu hafa jákvæð áhrif á búskap hins opinbera og tryggja betur en nú er samspil efnahagsmála ríkis og sveitarfélaganna. Ég leyfi mér að fullyrða að það hefði komið sér vel í þessu efnahagsástandi ef slíkar reglur væru í gildi.</p> <p>Ég tel brýnt að vinna áfram að eflingu sveitarstjórnarstigsins með því að færa verkefni frá ríki til sveitarfélaganna. Unnið hefur verið að því undir forystu félags- og tryggingamálaráðherra að færa málefni fatlaðra og aldraðra til sveitarfélaganna árin 2011 og 2012. Efnahagsástandið á ekki að trufla þau áform.</p> <p>Á fundum með sveitarstjórnarmönnum hef ég boðað endurskoðun á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, þar með talið regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Vegna efnahagsástandsins hefur dregist að koma þessari vinnu af stað, en nú er okkur ekkert að vanbúnaði. Ég hef þegar skipað starfshóp sem fjalla á um framlög Jöfnunarsjóðs og meta hvort og hvernig hægt sé að auka gæði jöfnunar. Það er umhugsunarefni að sum sveitarfélög fá allmikla fjármuni úr sjóðnum án þess að hafa þörf fyrir að fullnýta tekjustofna. Ég vonast til þess að geta fljótlega skipað nefnd um tekjustofna sveitarfélaga og mun bjóða öllum þingflokkum sem nú starfa á Alþingi að eiga fulltrúa í nefndinni.</p> <h3>Efling með sameiningu</h3> <p>Að lokum vil ég nefna það mikilvæga verkefni sem er sameining sveitarfélaga. Í dag er meira en helmingur allra sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa, eða 45 sveitarfélög. Þar af eru 30 með færri en 500 íbúa. Ég tel einboðið að mikil tækifæri til hagræðingar og um leið eflingar sveitarstjórnarstigins felist í því að sameina frekar sveitarfélögin á Íslandi. Ég hef hvatt til þess að nýjar leiðir verði farnar til sameiningar sveitarfélaga. Mín skoðun er sú að besta og skilvirkasta leiðin sé að hækka núverandi íbúalágmark, sem er 50 samkvæmt sveitarstjórnarlögum, í 1.000. Að því mikilvæga verkefni vil ég vinna í samstarfi við sveitarfélögin.</p> <p></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2009-01-02 00:00:0002. janúar 2009Keflavíkurflugvöllur ohf. fer í loftið

Ávarp Kristjáns L. Möllers 2. janúar 2009.<p>Góðir starfsmenn og gestir.</p> <p>Keflavíkurflugvöllur ohf. tekur hér með formlega til starfa. Ég vil byrja á því að óska ykkur, starfsmönnum öllum, til hamingju með daginn og þakka ykkur fyrir framlag ykkar í þessu verkefni.</p> <p>Ég vil jafnframt þakka stjórn hins opinbera hlutafélags fyrir þátt hennar í að koma þessu gangverki öllu af stað undir nýjum formerkjum með skilvirkni og hagkvæmni að leiðarljósi. Það var ekki auðvelt verkefni og varð ekki auðveldara í breyttum heimi efnahagsmálanna.</p> <p>Hvað boðar nýárs blessuð sól?</p> <p>Þessari spurningu sálmaskáldsins Matthíasar Jochumssonar hefur oftlega verið varpað fram við áramót í heila öld. Prestar vitna til sálmsins í predikunum, leiðarahöfundar í dagblöðum, bloggarar á netinu og ráðherrar í tækifærisræðum.</p> <p>Og hvað boðar nýárssólin &ndash; fyrir utan náttúrunnar jól, eins og sálmaskáldið sagði &ndash; og fyrir utan líf og líknarráð. Hvernig svörum við þessari spurningu? Hvað boðar hún fyrir okkur, einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki, opinber hlutafélög?</p> <p>Við sem hér erum og berum ábyrgð á rekstri Keflavíkurflugvallar ohf. stöndum frammi fyrir þessari spurningu. Við höfum í höndunum öflugt fyrirtæki. Hér eru hæfir starfsmenn sem hafa í áraraðir sinnt krefjandi verkefnum og veitt góða þjónustu. Því verður haldið áfram og þó að við verðum að þola samdrátt um skeið er ég sannfærður um að aftur birti og að við getum nýtt krafta okkar, tæki og aðstöðuna hér til að þjóna flugi og ferðamönnum um ókomin ár.</p> <p>Við þurfum að gera áætlanir og það er eðlilegt og sjálfsagt í öllum rekstri. Það er hins vegar ekki auðvelt í dag þegar efnahagslífið er frosið og öll hreyfing með minnsta móti. Farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkaði umtalsvert á síðasta ári og sömuleiðis minnkaði umfang póst- og vöruflutninga.</p> <p>Hvað þýðir það? Það þýðir að tekjurnar minnka þar sem þær eru tengdar fjölda flugvéla, farþega og annars flutnings. Það þýðir að handtökin og verkefnin eru færri sem vinna þarf og það þýðir að endurskipuleggja þarf starfstilhögun.</p> <p>Þetta hefur verið og verður verkefni stjórnar og forráðamanna Keflavíkurflugvallar ohf. enn um sinn. Það þarf að leita leiða til að mæta samdrætti með hvers konar aðhaldi og hagræðingu.</p> <p>Samdrátturinn í haust hefur verið hraður, ferðir Íslendinga hafa dregist saman og það er ekki raunhæft að gera ráð fyrir aukningu þar á næstu mánuðum. Vonarglæta er hins vegar í erlendum ferðamönnum sem hafa áfram streymt hingað til lands enda verðlagið hagstætt þeim.</p> <p>Iðnaðarráðherra, sem einnig er ráðherra ferðamála, hefur ýtt undir aukningu á þessu sviði með meiri fjárframlögum til landkynningar og við vonum að það skili sér.</p> <p>Þrátt fyrir þetta gerir stjórn Keflavíkurflugvallar ohf. ráð fyrir talsverðum samdrætti á árinu. Það er nauðsynlegt að vera varkár í áætlunum og búa sig undir það versta en vona það besta.</p> <p>Í lokin vil ég minnst á þá hugmynd sem ég varpaði fram á fundi með forstöðumönnum stofnana og félaga samgönguráðuneytisins, að kanna sameiningu Keflavíkurflugvallar ohf. og Flugstoða ohf. Efnahagsástandið knýr okkur til að leita allra leiða til ráðdeildar og sparnaðar. Ein þeirra gæti verið sameining þessara tveggja opinberu hlutafélaga. Við þurfum að kanna rækilega kosti þess og galla.</p> <p>Með þessu er ég ekki að segja að félögin tvö séu illa rekin eða að þar hafi ekki verið unnið í anda hagkvæmni og skilvirkni heldur er ég aðeins að varpa því fram hvort sinna mætti þessum verkefnum með enn meiri hagkvæmni og skilvirkni. Ég legg líka áherslu á að þessari könnun verði hraðað sem mest.</p> <p>Góðir samstarfsmenn.</p> <p>Ég hef kannski dvalið um of við dekkri hliðarnar en ég hygg að þið getið verið sammála mér um að við eigum að vera raunsæ. Þið hafið áður horfst í augu við samdrátt og sveiflur í starfseminni hér og þið hafið áður staðið af ykkur slík tímabil. Þið eruð vön að takast á við hið óvænta.</p> <p>Um leið og við búum okkur undir ákveðin viðbrögð og þreyjum þorrann og góuna skulum við íhuga hvar ný tækifæri liggja og hvernig við nýtum þau. Þau eru til &ndash; við þurfum bara að finna þau &ndash; og ég er sannfærður um að það mun takast. Það er í mínum huga boðskapur nýárssólarinnar.</p> <p>Að svo mæltu ætla ég að opinbera merki félagsins sem á að birtast hér á skjánum.....</p> <br /> <br />

2008-11-26 00:00:0026. nóvember 2008Umferðarþing 2008

Ávarp samgönguráðherra á Umferðarþingi miðvikudaginn 26. nóvember 2008.<p>Góðir ráðstefnugestir.</p> <p>Enn á ný blásum við til umferðarþings til að fjalla um ýmis áhugaverð efni sem tengjast umferðaröryggi. Við heyrum meðal annars af umferðaröryggisáætlun, um það markmið að útrýma banaslysum, um EuroRap vegamatið, endurskoðun umferðarlaga og margt fleira.</p> <p>Alltof oft höfum við rifjað upp tölur sem snúast um slys í umferðinni, kostnað þjóðfélagsins og einstaklinganna við slysin og um leið höfum við reynt að gera okkur grein fyrir þeim mannlega harmleik sem hvert og eitt slys veldur. Það er óþarfi að fara út í þá umræðu hér - við þekkjum alltof vel þennan raunveruleika sem blasir of oft við okkur.</p> <p>Að þessu sinni langar mig til að staldra við umferðaröryggisáætlunina sem er hluti af samgönguáætlun. Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri mun annars gera nánari grein fyrir henni hér á eftir. Við spyrjum kannski til hvers er umferðaröryggisáætlun? Er þetta ekki allt í sómanum, við höfum lög og reglur, eigum góða bíla og erum góðir ökumenn? Nei, því miður er þetta ekki alveg svona einfalt.</p> <p>Reynslan sýnir okkur að umferðaröryggisáætlunin er það tæki sem við getum beitt með mestum árangri til að fækka umferðarslysum. Það er vegna þess að hún tekur til allra þátta umferðar og samgangna, allt frá hönnun mannvirkja til hegðunar okkar í umferðinni - sem bílstjórar og gangandi eða hjólandi vegfarendur allt frá unga aldri.</p> <p>Þess vegna setjum við fram markmið í umferðaröryggisáætlun. Þar kemur fram metnaður okkar sem höfum umsjón með þessum málaflokki og um leið á áætlunin að vera öðrum aðilum hvatning til dáða á þessu sviði. Þar nefni ég til dæmis sveitarfélögin og við fáum að heyra hér á eftir fróðleik frá Danmörku um það. En sveitarfélögin eru nauðsynlegur aðili að umferðaröryggisáætlun því þau reka að stærstum hluta gatnakerfi innan sinnar lögsögu. Þess vegna skiptir miklu máli að þau setji sér markmið líka.</p> <p>Ég ætla einnig að gera að umtalsefni þann vanda sem við stöndum stundum frammi fyrir þegar aldurinn færist yfir. Við vitum alveg að ýmsir hæfileikar okkar dvína með aldrinum og jafnvel glatast alveg. Ég þarf ekki að minnast á að við gerumst gleymin, töpum heyrn, sjónin daprast og snerpan minnkar. Hvaða áhrif hefur þetta á okkur sem ökumenn? Engin áhrif, segjum við og teljum okkur alltaf jafn hæf til að allra hluta. En auðvitað er það ekki svo en hver á að segja okkur það þegar bílprófið er annars vegar.</p> <p>Um þennan vanda verður fjallað sérstaklega hér á eftir og ég veit að hann er ekki auðveldur viðureignar. Læknar bera mikla ábyrgð þegar þeir eru beðnir um vottorð til að framlengja ökuskírteini fyrir aldraða. Hvernig á að segja þeim að þeir séu ekki færir um að aka bíl? Okkur finnst nefnilega svo mikil mannréttindi felast í bílprófinu. Ferðafrelsið skerðist, við getum bara alls ekki hreyft okkur ef við höfum ekki bílpróf. Það verður fróðlegt að heyra hvað er til ráða á þessu sviði.</p> <p>Við heyrum líka hér á eftir af einkunnagjöf eða gæðamati íslenska vegakerfisins. Með aðferð EuroRap er lagt ískalt mat á það hvernig vegunum er háttað og umhverfi þeirra. Komið hefur í ljós að úrbóta er víða þörf en það eru einnig langir kaflar í vegakerfinu þar sem þeir teljast góðir og umhverfi þeirra með besta móti. Vegagerðin hefur líka á síðustu árum tekið umferðaröryggismál enn fastari tökum og horft til öryggisþátta strax við hönnun samgöngumannvirkja.</p> <h3>Umferðarljósið afhent</h3> <p>Góðir ráðstefnugestir.</p> <p>Í lokin fæ ég það ánægjulega hlutverk að afhenda umferðarljósið - viðurkenninguna sem er veitt þeim einstaklingi, samtökum eða stofnun sem unnið hafa sérstaklega árangursríkt eða eftirtektarvert starf á sviði umferðaröryggismála.</p> <p>Megintilgangur verðlaunanna er að hvetja til góðra og þýðingarmikilla starfa sem stuðla að betri og öruggari umferð. Umferðarljósið var fyrst veitt árið 1990 og er það nú veitt í 8. sinn. Jafnan er Umferðarljósið afhent á Umferðarþingi.</p> <p>Það er skemmst frá því að segja að það eru stjórnendur útvarpsþáttarins Reykjavík sídegis á Bylgjunni sem fá Umferðarljósið í ár.</p> <p>Hlutverk fjölmiðla í umferðaröryggisstarfinu er mjög mikilvægt. Fjölmiðlar eiga ríkan þátt í því að koma mikilvægum boðskap á framfæri, boðskap sem skapar örugga umferð. Þeir eru einnig afar mikilvegur þáttur í að veita stjórnamálamönnum og embættismönnum sem starfa að umferðarmálum aðhald og stundum veitir ekki af. Það er óhætt að segja að íslenskir fjölmiðlar hafi almennt séð gegnt þessu hlutverki vel, sérstaklega á undanförnum misserum. Er það vel því flestir landsmenn hafa skoðanir á umferðinni þar sem hún snertir líf fólks með svo áþreifanlegum hætti á degi hverjum.</p> <p>Að öðrum ólöstuðum hafa umsjónarmenn útvarpsþáttarins ,,Reykjavík síðdegis&rdquo;, þeir Þorgeir Ástvaldsson, Kristófer Helgason, Bragi Guðmundsson og áður Ásgeir Páll Ágústsson verið fundvísir á áhugaverð málefni, ekki hvað síst í sambandi við umferð og umferðaröryggi. Meðal þess sem einkennir þætti þeirra og umfjallanir, er að oftar en ekki er kafað dýpra ofan í málin&nbsp; en almennt gerist og þannig koma fram ólík viðhorf og sjónarhorn, sem efla skilning fólks á viðfangsefninu.</p> <p>Þeirra styrkur er að þeir eru í beinu sambandi við hlustendur og hika ekki við að leita til þeirra sem þekkingu hafa á einstökum sviðum þegar umferðarmál eru til umræðu. Einnig virðast þeir vera vakandi vegfarendur, því að oft brydda þeir upp á einhverju sem þeir sjálfir hafa séð eða upplifað.&nbsp; Öll umfjöllun þeirra félaga hefur verið í anda þess að gera umferðina örugga fyrir alla vegfarendur.</p> <p>Þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis eru með athyglina á því sem máli skiptir, ekki hvað síst varðandi umferðaröryggi. Þá athygli mega vegfarendur taka sér til eftirbreytni. Að athygli þeirra sé óskert - á því sem máli skiptir í umferðinni. Framlag þáttarins Reykjavík síðdegis til þess að allir megi komast heilir heim er þakkarvert. Þess vegna eru þeir Þorgeir, Kristófer og Bragi handhafar Umferðarljóssins í ár.</p> <p>Þeir félagar hafa iðulega hringt í mig til að spyrja frétta eða álits á ýmsu er varðar samgöngur, umferð og öryggi. Ég hef alltaf talið mér það bæði ljúft og skylt að bregðast við kalli þeirra enda er umfjöllunin í síðdegisþætti Bylgjunnar þýðingarmikið innlegg í þessa umræðu. Ég þykist vita að þeir muni halda áfram á þessari braut og á grænu ljósi. Ég óska þeim til hamingju með þessa viðurkenningu og þeir eru vel að henni komnir.</p> <br /> <br />

2008-11-13 00:00:0013. nóvember 2008Fjármálaráðstefna sveitarfélaga

Ávarp ráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, fimmtudaginn 13. nóvember 2008.<h3>Efnahagsástandið</h3> <p>Góðir ráðstefnugestir.</p> <p>Eins og þið vitið er ég frá Siglufirði. Og eins og þið vitið líka þá er ég ákaflega stoltur af því að vera Siglfirðingur. Jafn undarlegt og það kann að hljóma er ég eiginlega aldrei jafn stoltur af því að vera Siglfirðingur eins og þegar ég er ekki á Siglufirði.<br /> Einmitt þannig hafa Íslendingar á erlendri grundu verið. Við erum stolt þjóð. En getur verið að sá dagur sé runninn upp að Íslendingar skammist sín fyrir þjóðerni sitt í útlöndum?<br /> Ég vona ekki.</p> <p>Heima hjá mér rakst ég í gærkvöldi á bláu bókina með skólaljóðunum sem ég held að mörg okkar kannist við úr æsku, ýmist okkar eigin eða barnanna okkar. Þarna eru öll ættjarðarljóðin eftir stóru skáldin; Davíð Stefánsson, Jóhannes úr Kötlum og Jónas Hallgrímsson. Ég fór að lesa. Þið munið að skáldin okkar gegndu geysimiklu hlutverki í að byggja upp nýja þjóðarvitund kotungsþjóðarinnar sem braust til bjargræðis á hnefanum. Jónas vakti forfeður okkar af móki deyfðar og framtaksleysis:</p> <blockquote dir="ltr"> <p>Ísland, farsælda frón og hagsælda hrímhvíta móðir,<br /> hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best?</p> </blockquote> <p>Þessi orð brýna okkur Íslendinga enn í dag, einni og hálfri öld eftir að þau voru ort. Við þurfum að muna þessa hvatningu þó að nú sé hún Snorrabúð stekkur. Við endurreistum Alþingi, við urðum sjálfstæð þjóð, færðum út landhelgina og tökumst á við náttúruna vetur eftir vetur. Ár eftir ár, öld eftir öld. Og stöndum enn.</p> <p>Ég brýni ykkur sveitarstjórnarmenn til góðra verka. Foreldrar okkar og forfeður okkar, höfuðskáldin og sjálfstæðishetjurnar börðust ekki fyrir komandi kynslóðir, fyrir okkur, til þess að við myndum bregðast á ögurstundu. Við vorum ekki alin upp til að láta hendur falla í skaut nú þegar fyrst á reynir, í alvöru. Þá fyrst yrðum við að skammast okkar.</p> <p>Sveitarfélögin standa á tímamótum. Lokið er miklu hagvaxtar- og uppgangstímabili í sögu landsins og framundan er dýfa sem mun reyna á allt okkar samfélag.</p> <p>Búskapur sveitarfélaganna hefur vaxið hratt og mikil uppbygging hefur átt sér stað í mörgum sveitarfélögum undanfarin ár, einkum hér á höfuðborgarsvæðinu og nálægum vaxtarsvæðum.</p> <p>Mikil bjartsýni hefur ráðið ríkjum, eftirspurn á öllum sviðum hefur verið einkennandi og sveitarfélögin hafa hamast við að mæta þeim þörfum sem hinn mikli vöxtur hefur leitt af sér. Sveitarfélög hafa keppst við að brjóta niður land til lóðaúthlutunar og uppbyggingar nýrra hverfa með tilheyrandi fjárfestingum í innviðum.</p> <p>Við sjáum þetta á aukningu í tekjum sveitarfélaganna. Í gögnum þeim, sem kynnt hafa verið hér á ráðstefnunini, kemur fram að tekjur sveitarfélaganna jukust á verðlagi ársins 2007 um 39% frá árinu 2004 þar til í fyrra. Þar af jukust útsvarstekjurnar um tæp 27% og Jöfnunarsjóður um nærri 60%.</p> <p>Því hafa þau sveitarfélög, sem reiða sig hlutfallslega meira á framlög sjóðsins, einnig notið góðs af tekjuaukningunni.</p> <p>Afkoma sveitarsjóðanna var því með besta móti síðasta ár um allt land. Fá sveitarfélög voru rekin með halla og rekstrarniðurstaða þeirra var jákvæð sem nemur 32.7 milljörðum og þá eru óreglulegar tekjur ótaldar.</p> <p>Þessi góða útkoma hefur vonandi skapað svigrúm til endurskipulagningar í rekstri sumra sveitarfélaga og þar af leiðandi betri stöðu til að mæta þeim miklu erfiðleikum sem nú steðja að í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ég veit hins vegar að víða er staðan ekki nægilega góð, því miður.</p> <p>Ég neita því ekki að ég hefði gjarnan viljað sjá að sveitarfélög væru farin að vinna eftir sameiginlegum fjármálareglum til þess að geta betur gengið í takt við það efnahagsumhverfi sem ríkir hverju sinni.</p> <p>Ég er ekki að segja að slíkar reglur hefðu haft afgerandi þýðingu fyrir þann mikla og óvænta samdrátt sem við nú stöndum frammi fyrir, en engu að síður tel ég ljóst að slíkar reglur, ef við hefðum verið farin að beita þeim markvisst, hefðu klárlega komið að gagni.</p> <p>Því vil ég ekki gefa upp alla von um að okkur takist, ríki og sveitarfélögum, að ná samstöðu um að beita slíkum reglum í framtíðinni.</p> <p>Mín framtíðarsýn hvað þetta varðar og efnahagslegt samráð ríkis og sveitarfélaga er sú, að árlega geri aðilar með sér rammasamning, sem nær til fleiri ára og lýtur að hagstjórn, fjármálareglum og fjármálastjórn. Við slíkan samning væri hægt að tengja ýmsar aðrar og tímabundnar aðgerðir á sviði fjármála og reksturs hins opbera, sem ríki og sveitarfélög koma sér saman um hverju sinni.</p> <p>Ágætu ráðstefnugestir<br /> Það er risavaxið verkefni sem við stöndum frammi fyrir í dag og í raun vitum við ekki ennþá hversu afdrifaríkt hrun bankakerfisins mun í reynd verða þegar öll kurl verða komin til grafar. Meginviðfangsefni ríkisstjórnarinnar síðustu vikur hefur verið að endurreisa og endurskipuleggja fjármálastarfsemi landsins og koma henni í eðlilegt horf. Það hefur tekið sinn tíma en ég vænti þess að um leið og fyrir liggur samþykki stjórnar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um lán til Íslands muni sá hluti endurreisnarstarfsins að baki. <br /> Það mun þýða að gjaldeyrisviðskipti eru þá komin í eðlilegra horf og fleiri ríki munu vera tilbúin að veita Íslandi fyrirgreiðslu.</p> <p>Það mun taka nokkurn tíma að ná þeim stöðugleika sem við þurfum á að halda og þetta ástand bitnar á öllum hér á landi, almenningi, fyrirtækjunum og stjórnvöldum, hvort sem það er ríki eða sveitarfélögin.</p> <p>Ég hef átt mjög gott samstarf við forystumenn Sambands íslenskra sveitarfélaga á síðustu vikum. Við höfum, í samræmi við yfirlýsingu sem við undirrituðum í byrjun október, átt nær vikulega fundi. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera með ykkur á samráðsfundinum á Grandhótel fyrir skemmstu og í þar síðustu viku kom ég inn á stjórnarfund Sambandsins þar sem fram fóru mjög hreinskiptar og góðar umræður.</p> <p>Á þessum reglulegu fundum með forystumönnum ykkar hefur verið farið yfir það sem efst er á baugi hverju sinni og ég hef eftir atvikum reynt að upplýsa um það sem ríkisstjórnin er að fást við hverju sinni. Ég skil vel óþreyju ykkar og annarra við því að skort hefur upplýsingar og að ekki hefur verið hægt að greina frá öllu því sem unnið er að vegna eðli þeirra mála.</p> <p>Sumar upplýsingar hafa heldur ekki alltaf legið fyrir, ekki einu sinni hjá ríkisstjórninni, en það mun ekki standa á að upplýsa sveitarstjórnarmenn um hvaðeina sem viðkemur efnahagsmálum.<br /> Enn er mikil óvissa um fjárhagslegar forsendur fyrir næsta ár. Við bíðum öll eftir því að endurgert fjárlagafrumvarp líti dagsins ljós, en það mun hafa áhrif á alla áætlanagerð bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Það á einnig við um forsendur fyrir framlögum Jöfnunarsjóðs á næsta ári.</p> <p>Mikilvægast af öllu er að ríki og sveitarfélög standi saman um að varðveita grunnþjónustuna út um allt land og þar með velferð borgaranna. Því fagna ég sérstaklega því frumkvæði sem mörg sveitarfélög hafa tekið um að breyta sínum áætlunum á þann veg, að láta þessa velferðarþætti ganga fyrir en fresta verkefnum sem hafa minni þýðingu á tímum sem þessum.</p> <p>Ég hyggst beita mér fyrir því, að þegar fjárlagafrumvarpið er komið fram, að kalla saman til samráðs fulltrúa úr ráðuneytum heilbrigðis, félags- og trygginga- og menntamála, og helstu forystumenn Sambandsins til samráðs um það, hvernig best sé að verja grunn- og velferðarþjónustuna í landinu. Ég tel mikilvægt að fulltrúar ríkisvaldsins annars vegar og sveitarfélaganna hins vegar eigi um það náið samráð - og ég mun boða til fleiri slíkra funda eftir því sem mér finnst þurfa þykja.</p> <h3>Ýmsar aðgerðir</h3> <p>Bráðavandi sveitarfélaga um þessar mundir hefur verið takmarkaður aðgangur að lánsfé. Ég fagna því frumkvæði sem Sambandið og Lánasjóður sveitarfélaga hafa sýnt hvað það varðar að byggja upp Lánasjóðinn enn frekar sem bakhjarl sveitarfélaganna í bráð og lengd. Ég mun áfram leggja því verkefni lið eftir því sem þörf verður á.</p> <p>Ég hef nú gefið út reglugerð sem breytir tímabundið reglugerð um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Breytingin felur það í sér að eftirlitsnefndin á ekki sjálfkrafa að hefja eftirlitsaðgerðir þó henni berist fjárhagsáætlanir frá sveitarfélögum sem sýna halla á rekstri ársins 2009. Nefndinni ber að skoða slíkar áætlanir heildstætt og í ljósi þess tímabundna efnhagsástands sem nú varir. Engu að síður ber sveitarfélögum að gera grein fyrir hallarekstrinum til eftirlitsnefndar.</p> <p>Þá hafa verið smíðuð frumvörp í ráðuneytinu sem fela í sér breytingar á annars vegar lögum um tekjustofna sveitarfélaga og hins vegar lögum um gatnagerðargjald.<br /> Ég ætla ekki á þessari stundu að greina nánar frá efni þessara tillagna, en vil þó segja að þeim er ætlað að koma til móts við óskir sveitarstjórnarmanna um annars vegar lengd lögveðs vegna fasteignaskatts og hins vegar endurgreiðslu gatnagerðargjalda. Ég vænti þess geta lagt frumvarpið fram um leið og þing kemur saman eftir kjördæmavikuna, sem er í næstu viku.</p> <p>Þó vil ég geta þess að ekki er hægt að breyta þessum lögum þannig að þau taki á þeim skaða sem þegar er skeður. Ef til vill hafa sum sveitarfélög farið of geyst í uppbyggingu nýrra hverfa og standa af af leiðandi frammi fyrir miklum vanda vegna þess mikla fjölda lóða sem nú hefur verið skilað. Ég er til í skoða þetta lagaumhverfi heildstætt í samstarfi við ykkur, sveitarstjórnarmenn góðir, t.d. með það að augnamiði að þetta regluumhverfi verði heildstæðara og gegnsærra.</p> <p>Gott verk hefur verið unnið í samstarfi samgönguráðuneytisins og Sambandsins um að afla upplýsinga frá öllum sveitarfélögum landsins um fjárhagslega stöðu sveitarsjóðanna og A-hluta stofnana um þessar mundir. Markmiðið er að reyna að fá heildarmynd af fjárhagslegri stöðu allra sveitarfélaga í landinu svo hægt sé að segja betur til hvar skóinn kreppir og hvernig.<br /> Slíkum upplýsingum munum við óska reglulega eftir héðan í frá og bið ég ykkur um að sjá til þess að engar tafir verði á því, þegar beiðni um slíkt berst á ykkar borð.</p> <p>Nú þegar mikill meirihluti sveitarfélaga er búinn að skila upplýsingum um rekstur fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2008 kemur í ljós við framreikning að restrarniðurstaða gæti orðið neikvæð um 4.3 milljarða eins og fram kom í máli Karls Björnssonar í morgun. Það er mikill viðsnúningur frá síðasta ári og er mikið áhyggjuefni.</p> <h3>Efling sveitarstjórnarstigsins</h3> <p>Kæru sveitarstjórnarmenn og aðrir gestir.</p> <p>Eins og ég sagði hér í upphafi þá standa sveitarfélögin á tímamótum. Það er ekki aðeins í þeim skilningi að við séum við lok mikils góðæriskafla og framundan sé kröpp dýfa sem kallar á aðhald og niðurskurð í rekstri og fjármálum heldur kallar það líka á mikla endurforgangsröðun verkefna. </p> <p>Öllum steinum þarf að velta við þegar kemur að því að ákveða hvernig áætlanir næstu ára eiga að líta út.</p> <p>Ég tel að sveitarstjórnarstigið standi einnig á tímamótum í þeim skilningi, að við eigum okkur sameiginlega framtíðarsýn um að efla sveitarstjórnarstigið. Við megum ekki örvænta og gleyma því að við munum vinna okkur út úr þeim erfiðleikum sem framundan eru á vonandi sem skemmstum tíma.</p> <p>Við ætlum því ekki að leggja árar í bát og henda öllu frá okkur sem við höfum verið að vinna að. Við ætlum okkur að efla sveitarstjórnarstigið og gera það betur í stakk búið til þess að þjóna íbúum sínum og vinna landi og þjóð gagn.</p> <p>Ríkisstjórnin mun áfram vinna að því að færa málefni fatlaðra og aldraðra yfir til sveitarfélaganna árið 2011 og 2012 eins og áætlanir hafa gert ráð fyrir. Þessari þjónustu er betur komið fyrir í höndum sveitarfélaganna, það hafa dæmin sannað og því skulum við ótrauð halda þessari vinnu áfram.</p> <p>Það verður sett af stað vinna við að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga til þess að tryggt verði að tekjustofnar verði í samræmi við fjárþörf vegna nýrra verkefna. Dregist hefur að óska tilnefninga í nefndina vegna þess mikla álags sem verið hefur á stjórnarráðinu, en það verður gert við fyrsta tækifæri. Ég hyggst bjóða öllum þingflokkum að eiga þarna fulltrúa, auk þeirra sem Samband íslenskra sveitarfélaga mun skipa.</p> <p>Við munum ráðast í heildarendurskoðun á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga með það að markmiði að nýjar og vonandi einfaldari úthlutunarreglur taki gildi um leið og ný verkefni færast til sveitarfélaganna árið 2011.</p> <p>Og að endingu um þetta, þá mun ég senn leggja fram frumvarp um hækkun lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga úr 50 í 1000 samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Frumvarpið mun gera ráð fyrir því að frá árinu 2014 verði ekkert sveitarfélag með færri íbúa en sem því nemur, nema sérstakar aðstæður landfræðilegar eða félagslegar mæli með öðru.</p> <p>Við hljótum að spyrja okkur þeirrar spurningar á þessum tímamótum hvort við höfum í raun og veru efni á óbreyttu ástandi. Hvort hægt sé lengur að réttlæta t.d. tvo tónlistarskóla með aðins 12 kílómetra millibili. Ég hef þegar svarað þessari spurningu fyrir sjálfan mig. Okkur ber skylda til að reka sveitarfélögin með sem hagkvæmustum hætti svo unnt sé að bjóða uppá bestu mögulegu þjónustu &ndash; íbúunum til heilla.</p> <p>Þetta er mín framtíðarsýn, og þetta er sú efling sveitarstjórnarstigsins sem við höfum þörf fyrir á Íslandi.</p> <p>Góðir ráðstefnugestir.<br /> Að endingu vil ég nefna þau tímamót, sem bæði íslensk sveitarfélög standa frammi fyrir og þjóðin í heild sinni, en það er staða Íslands í alþjóðasamvinnunni.</p> <p>Ég hef persónulega trú á því að við munum fyrr en síðar ganga í Evrópusambandið og vinna að því á þeim vettvangi að skapa varanlegan grundvöll fyrir peningamálastefnu okkar.</p> <p>Ég er jafnframt sannfærður um að sveitarfélögin munu hafa tækifæri til að nýta sér þann vettvang enn frekar sér til framdráttar en þau hafa getað gert innan EES. Margvíslegt gagnlegt starf helgað sveitarstjórnarstiginu fer fram á vegum sambandsins eins og mörg ykkar vita sem t.d. hafið sótt hina svokölluðu opna daga sveitarfélaganna í Brussel.</p> <p>Á undanförnum árum hafa verið birtar niðurstöður skýrslna sem sýna ávinninginn af því fyrir Ísland að ganga inn í Evrópusambandið og ennfremur kostnaðinn. Ýmsar hagstærðir liggja til grundvallar slíkum útreikningum. Fróðlegt væri að vita hvað Ísland myndi fá úr uppbyggingarsjóðum ESB við aðild að sambandinu nú miðað við þá útreikninga sem gerðir voru þegar þjóðarframleiðsla á mann var sú mesta í Evrópu.</p> <p>Kaldhamrað hagsmunamat sýnir okkur í dag að fullveldi okkar og sjálfstæði er best varðveitt í samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir sem tryggir okkur raunverulega hagsæld og varanlegan stöðugleika. Þó nú ólgi kólguský í gráum himni, þá koma tímar. Og koma ráð.</p> <p>Því brýni ég ykkur, kæru sveitarstjórnarmenn, að horfa til framtíðar. Hafið þið trú á sveitarfélögum ykkar og þeirri heild í Íslandi öllu sem þau tilheyra og styrkir þau og sjálfstæði þeirra. Við munum aftur sjá að;</p> <blockquote dir="ltr"> <p>Landið er fagurt og frítt<br /> og fannhvítir jöklanna tindar,<br /> himinninn heiður og blár,<br /> hafið er skínandi bjart.</p> </blockquote> <br /> <br />

2008-10-17 00:00:0017. október 2008Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 17. október 2008

Ávarp ráðherra á fyrsta ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, föstudaginn17. október 2008.<p><br /> </p> <ul> <li><a href="/media/innanrikisraduneyti-media/media/Raedur_radherra/ArsfundurJofnunarsjods2008.ppt">Glærur frá fundinum</a> (PPT)<br /> </li> </ul> <p> </p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Ég fagna því að við efnum nú til fyrsta ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Tilgangurinn er annars vegar að fræðast um starfsemina á liðnu ári og hins vegar að skyggnast fram á við og reyna að sjá fyrir þær breytingar sem framundan eru á starfssviði Jöfnunarsjóðs og hjá sveitarfélögunum sjálfum og á ég þar við mögulega eflingu og stækkun þeirra.</p> <p>Varla þarf að rifja upp að málefni sveitarfélaganna voru um síðustu áramót flutt frá félagsmálaráðuneytinu til samgönguráðuneytisins. Þetta er umfangsmikill málaflokkur en með í kaupunum fylgdi afbragðsgott og hæft starfslið sem hefur verið gaman að kynnast og starfa með.<br /> Samgöngu- og fjarskiptamál, þar með talin póstmálin, eru mjög svo samofin ýmsu og kannski flestu því sem sveitarfélögin sýsla með í daglegri starfsemi sinni og því hefur það reynst farsælt skref að þessum málaflokkum er nú sinnt af einu og sama ráðuneytinu.</p> <h3>Efnahagsmálin</h3> <p>Efnahagsmálin eru mál málanna um þessar mundir og við erum öll afar áhyggjufull vegna hinnar alvarlegu stöðu sem komin er upp. Svo miklar fjárhæðir hafa tapast í hlutafé og beinhörðum peningum að við skynjum það varla. Engan gat órað fyrir því að atburðarásin yrði með þeim hætti sem hún hefur verið og ríkisstjórnin hefur unnið hörðum höndum að því að takmarka það tjón sem af þessu hlýst.</p> <p>Unnið hefur verið að því að tryggja verðmæti almennings og að þjóðfélagið í heild sinni geti starfað með sem eðlilegustum hætti. Allir stóru viðskiptabankarnir eru nú komnir undir stjórn ríkisins og í raun er verið að byggja upp fjármálakerfið á Íslandi frá grunni.</p> <p>Það er ljóst að það mun taka okkur einhvern tíma að ná þeim stöðugleika sem við þurfum á að koma fjármálastarfsemi landsins í eðlilegt horf á ný. Þetta bitnar á öllum hér á landi, almenningi, fyrirtækjunum og stjórnvöldum, hvort sem það er ríki eða sveitarfélögin.</p> <p>Það er mikilvægt að við höldum ró okkar og yfirvegun við þessar aðstæður og við reynum að láta þessa erfiðu tíma ekki hafa grundvallar áhrif á daglegt líf okkar.</p> <p>Því er mikilvægt að ríki og sveitarfélög standi saman um það að varðveita grunnþjónustuna út um allt land og þar með velferð borgaranna. Því fagna ég sérstaklega því frumkvæði sem nokkur sveitarfélög hafa tekið um að breyta sínum áætlunum á þann veg, að láta þessa velferðarþætti ganga fyrir en fresta verkefnum sem hafa minni þýðingu á tímum sem þessum.</p> <p>Ég hef undanfarið verið í nánu sambandi við forystumenn sambandsins um þessa stöðu og þann vanda sem sveitarfélögin eiga við að etja. Við skrifuðum undir yfirlýsingu í síðustu viku þar sem við hétum hvor öðrum auknu samráði og samstöðu.</p> <p>Ég er einnig þakklátur fyrir að hafa fengið að sitja upplýsingafundinn með ykkur í morgun og hlusta á ykkar sjónarmið og ráðleggingar, en í framhaldi af honum átti ég fund með formanni ykkar til þess að ræða frekar hvernig við getum stillt saman strengi.</p> <p>Ljóst er að mikil óvissa er um fjárhagslegar forsendur fyrir næsta ár. Fjárlagafrumvarpið er í fullkominni óvissu og öll áætlanagerð hjá sveitarfélögunum varðandi næsta ár þar af leiðandi einnig. Það á einnig við um forsendur fyrir framlög Jöfnunarsjóðs á næsta ári.</p> <p>Þá hafa sveitarfélögin skertan aðgang að lánsfé um þessar mundir. Ég fagna því frumkvæði sem Sambandið og Lánasjóður sveitarfélaga hafa sýnt hvað það varðar og ég er bjartsýnn á, eftir samtöl mín við seðlabankastjóra og framkvæmdastjóra Lánasjóðsins, að fljótlega takist að hrinda í framkvæmd þeim áformum sem Lánasjóðurinn hefur á prjónunum með aðkomu lífeyrissjóðanna.</p> <h3>Aðgerðir ráðuneytisins</h3> <p>Hvað ráðuneytið varðar vil ég nefna þrennt:</p> <p>Í fyrsta lagi er nú unnið að því í samstarfi við Sambandið að fá upplýsingar frá öllum sveitarfélögum landsins um fjárhagslega stöðu sveitarsjóðanna og A-hluta stofnana um þessar mundir. Markmiðið er að reyna að fá heildarmynd af fjárhagslegri stöðu allra sveitarfélaga í landinu svo hægt sé að segja betur til hvar skóinn kreppir helst að, og hvernig. Slíkum upplýsingum munum við óska reglulega eftir héðan í frá og bið ég ykkur um að sjá til þess að engar tafir verði á því, þegar beiðni um slíkt berst á ykkar borð.</p> <p>Í öðru lagi mun ég fá í næstu viku tillögur að úthlutun 250 milljón króna aukaframlags úr ríkissjóði vegna niðurskurðar í aflamarki og stefni ég á því að koma þeim fjármunum til sveitarfélaganna sem fyrst.</p> <p>Í þriðja lagi hef ég beðið starfsmenn mína að skoða með hvaða hætti væri hægt að flýta greiðslum framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, t.d. þannig að greiðslur sem eiga að berst uppúr mánaðamótum berist strax í næstu viku. Um 2 milljarðar ættu því að geta runnið inn á reikninga sveitarfélaganna úr Jöfnunarsjóði í næstu viku. Þá kemur í mínum huga til greina að greiða fyrr en ráð var fyrir gert helmings þess aukaframlags sem eftir er (sem er 500 m.kr.).</p> <h3>Jöfnunarsjóður sveitarfélaga</h3> <p>Þá vil ég greina frá því, að til stóð að kynna fyrir ykkur hér í dag með hvaða hætti ég hyggðist breyta reglum Jöfnunarsjóðs með hliðsjón af þeim tillögum, sem endurskoðunarnefnd sjóðsins kom á framfæri í greinargerð um síðustu áramót. Það er skemmst frá því að segja að ég hef ákveðið að bíða enn um sinn með ákvarðanir um breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs.</p> <p>Ég tel, að með hliðsjón af þeirri óvissu nú sem ríkir í fjármálum sveitarfélaga, að sé ekki rétt að taka neinar ákvarðanir sem kunna að auka óvissuna enn frekar.</p> <p>Ekki er þar með sagt, að ekki sé breytinga von fyrir næsta fjárhagsár, ég vil hins vegar bíða með allar ákvarðanir hvað þetta varðar meðan á þessari óvissu stendur. Bæði formaður ykkar og formaður ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs eru mér sammála um þetta atriði.</p> <p>Þó vil ég geta þess, og það var hluti af tillögum nefndarinnar, að ég hef skipað starfshóp til að fjalla um svæðisbundna samvinnu sveitarfélaga og starfsemi landshlutasamtakanna. Hólmfríður Sveinsdóttir mun leiða þá vinnu fyrir mína hönd.</p> <p>Ég er hins vegar staðráðinn í að hefja vinnu sem miðar að því að endurskoða regluverk Jöfnunarsjóðs í heild sinni og horfa þannig til framtíðar. Flosi Eiríksson mun leiða þá vinnu fyrir mína hönd og hafa sér til fulltingis góðan hóp sérfræðinga.<br /> Finnst mér eðlilegt að taka til rækilegrar athugunar hvort ekki má einfalda þessar reglur og um leið auka gæði jöfnunaraðgerða sem við nýtum með Jöfnunarsjóði.</p> <p>Í því sambandi verður að hafa í huga að Jöfnunarsjóður leikur stórt og þýðingarmikið hlutverk fyrir sveitarfélög landsins og það hefur hann gert allt frá stofnun árið 1937. Það munum við sjá betur á eftir í erindi Elínar Pálsdóttur, forstöðumanns sjóðsins.</p> <p>Næstum 10% skatttekna sveitarfélaga að meðaltali koma úr Jöfnunarsjóðnum. Hjá þeim sveitarfélögum sem mesta hlutdeild hafa er þetta hlutfall yfir 60%, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.</p> <p>Í ár og í fyrra munar líka mjög mikið um það 1.400 milljóna króna aukaframlag sem Jöfnunarsjóður fékk til ráðstöfunar. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort framhald verður á því aukaframlagi en ég hef talað fyrir því enda er brýnt að styðja áfram við þau sveitarfélög sem verst eru stödd fjárhagslega. Efnahagsástandið kann þó að hafa áhrif á niðurstöðuna í því máli.</p> <h3>Efling sveitarstjórnarstigsins</h3> <p>Jöfnunarsjóður hefur alltaf komið til skoðunar þegar verkaskipting ríkis og sveitarfélaga er annars vegar. Þessi verkaskipting hefur verið tekin til endurskoðunar af og til í gegnum árin. Má segja að á síðustu árum hafi annað meginhlutverk sjóðsins verið að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga og það í bókstaflegri merkingu og hitt stóra verkefni Jöfnunarsjóðs á síðustu árum tengist flutningi grunnskóla til sveitarfélaganna árið 1996.</p> <p>Nú eru framundan ný verkefni sem við munum fela sveitarfélögunum, sem þýðir að nýjar skyldur verða lagðar á herðar Jöfnunarsjóði. Það fellur mjög að þeim hugmyndum sem uppi hafa verið um stækkun og eflingu sveitarfélaga og hækkun á lágmarksíbúafjölda þeirra sem er í dag aðeins 50.</p> <p>Verið er að undirbúa flutning á málefnum fatlaðra og aldraðra til sveitarfélaganna á árunum 2011 og 2012. Þetta eru risavaxin verkefni, umfangið er um 30 milljarðar króna árlega, og kringum 20% af núverandi útgjöldum sveitarfélaganna. Í verkefnastjórn, sem undirbýr þennan flutning, er talað um að lágmarksíbúafjöldi þjónustusvæða fyrir málefni fatlaðra verði 7 til 8 þúsund íbúar.</p> <p>Í þessu samhengi verður það æ áleitnari spurning hvort sveitarfélögin séu nægilega fjölmenn og öflug til að takast nýjar skyldur á herðar &ndash; jafnvel þótt Jöfnunarsjóðsins njóti við. Meira en helmingur sveitarfélaga hefur innan við þúsund íbúa og í þeim býr aðeins um 6% þjóðarinnar.</p> <p>Ég tel rétt að kanna gaumgæfilega hvort ekki sé tímabært að hækka lágmarksíbúafjöldann úr 50 í kannski eitt þúsund og hef varpað því fram í ræðu og riti undanfarið. Um þetta eru skiptar skoðanir en ég hygg að æ fleiri sjái kosti þess að stækka einingarnar og efla með þessum hætti.<br /> Best er að þetta gerist sjálfkrafa en lagasetning myndi tvímælalaust ýta við sveitastjórnarmönnum og tekið skal fram að í slíkri lagasetningu yrði að sjálfsögðu gefinn góður aðlögunartími og vel má vera að á stöku stað krefjist aðstæður þess að við gerum á þessu undantekningu.</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Ég þakka ykkur fyrir komuna á þennan fyrsta ársfund Jöfnunarsjóðsins og vonum að við eigum eftir að eiga hér góðan fund saman.</p> <ul> <li><a href="/media/innanrikisraduneyti-media/media/Raedur_radherra/ArsfundurJofnunarsjods2008.ppt">Glærur frá fundinum</a> (PPT)<br /> <br /> </li> </ul>

2008-10-13 00:00:0013. október 2008Höfum umferðaröryggisdag alla daga

Samgönguráðherra skrifar um evrópskan umferðaröryggisdag. Greinin birtist í Morgunblaðinu 13. október 2008.<h3>Kristján L. Möller skrifar um umferð í þéttbýli</h3> <p>Evrópskur umferðaröryggisdagur, sem nú er haldinn öðru sinni, er í ár helgaður umferð í borgum og bæjum. Þar erum við einkum að horfa á þá vegfarendur sem eru óvarðir í umferðinni, gangandi og hjólandi.</p> <p>Við vorum ekki há í loftinu þegar byrjað var að kenna að við skyldum vara okkur á bílunum. Líta til hægri og vinstri áður en farið var yfir götu, nota gangbrautir og umferðarljós og síðar undirgöng eða göngubrýr. Þegar kom að hjólreiðunum þurftum við að sýna enn meiri varkárni og gæta okkar bæði á bílunum og að hjóla ekki niður gangandi vegfarendur. Það er því ekki eins einfalt og það sýnist að vera gangandi eða hjólandi vegfarandi og það er alls ekki hættulaust.</p> <p>Umferðin og allt umhverfi okkar hefur breyst mikið í gegnum árin. Umferðarþunginn er sívaxandi, hraðinn er meiri og okkur liggur meira á í dag en í gamla daga. Við þessar kringumstæður getur bíllinn verið mikil ógn við þá sem óvarðir eru í umferðinni: Gangandi, hjólandi, börn, blint fólk sem er á ferð með hvíta stafinn og fatlaða og aðra sem búa kannski við einhvers konar skerðingu eða takmarkanir.</p> <p>Þessar aðstæður leggja okkur ýmsar skyldur á herðar og það á við alla þátttakendur í umferðinni og alla sem stýra samgöngu- og umferðarmálum. Aukin og þyngri umferð í þéttbýlinu veldur margs konar álagi og við lendum í biðröðum og töfum. Fleiri bílar á götunum leiða til skorts á bílastæðum og við freistumst til að leggja á gangstéttum og grasi þar sem för gangandi fólks er trufluð.<br /> Ábyrgð bílstjóra</p> <p>Við slíkar aðstæður skapast enn meiri áhætta og því vil ég beina orðum mínum sérstaklega til okkar sem bílstjóra. Ábyrgð okkar er kannski mest. Við verðum að sýna aðgæslu og ábyrgð og við verðum að virða reglur um umgengnisrétt gangandi og hjólandi vegfarenda. Virðum rétt þeirra á gangbrautum og umferðarljósum, á gangstéttum og hvar sem þeir fara í umferðinni. Þeir eru óvarðir og hafa ekki öryggisbelti eða loftpúða sér til stuðnings ef eitthvað ber útaf.</p> <p>Ég vil einnig hvetja til þess að við séum vel sýnileg í umferðinni þegar við erum fótgangandi eða á reiðhjóli. Það er næsta auðvelt með því að nota endurskinsmerki.</p> <p>Í því sambandi er einnig rétt að við höfum í huga að með því að ferðast fótgangandi eða hjólandi, jafnvel nú þegar haustar, leggjum við okkar að mörkum varðandi minnkandi útblástur ökutækja og betra andrúmslofti. Einnig má minna á að með því að nota almenningssamgöngur stuðlum við að slíkum markmiðum.</p> <p>Að lokum hvet ég okkur öll til þess að muna að áherslur umferðaröryggisdagsins gilda ekki bara í dag heldur hvar og hvenær sem við erum á ferðinni.</p> <br /> <br />

2008-09-25 00:00:0025. september 2008Hafnasambandsþing á Akureyri

Ávarp Kristjáns L. Möller samgönguráðherra á hafnasambandsþing á Akureyri 25. september 2008. Þema þingsins er: Framtíðarhorfur í starfsemi hafna.<h3 align="center">Hafnasambandsþing á Akureyri<br /> Ávarp samgönguráðherra 25. september 2008 kl. 10.15<br /> Þema þingsins: Framtíðarhorfur í starfsemi hafna</h3> <p>Fundarstjóri og ágætu þingfulltrúar</p> <p>Rekstrarumhverfi hafna er ofarlega í huga okkar flestra. Ýmsar breytingar í atvinnulífinu undanfarið hafa haft neikvæð áhrif á reksturinn. Niðurskurður á aflaheimildum hefur haft neikvæð áhrif á fiskihafnir þó svo að gengisþróunin undanfarið hafi þýtt að meiri verðmæti koma á land. Afli fer minnkandi og honum er landað í æ færri höfnum eins og atvinnuþróun hefur verið. Þetta skerðir tekjumöguleika þeirra hafna sem byggt hafa upp þjónustu við slíka starfsemi.</p> <p>Þá hafa almennir vöruflutningar um margar hafnir dregist saman þótt nýjar tilraunir með strandflutninga standi nú yfir. Enn má nefna að íbúa- og byggðaþróun getur haft þau áhrif að endurskoða þurfi starfsemi hafna til dæmis þegar sveitarfélög leita leiða til að hagræða og sameina ýmsa rekstrarþætti sína.</p> <p>Breytingar á hafnalögum hafa einnig þau áhrif að fjárframlög ríkisins munu fara minnkandi og allt þetta þýðir að fjárhagur flestra hafna fer versnandi.</p> <p>Samkvæmt úttekt Hagfræðistofnunar Háskólans frá því í vor um fjárhagslega stöðu hafna er talið að viðbótarfjárþörf hafna verði kringum 820 milljónir króna til að þær geti staðið undir rekstri og eðlilegri endurnýjun og viðhaldi mannvirkja. Einnig segir í skýrslunni að þrjár stærstu hafnirnar, Faxaflóahafnir, Hafnarfjarðarhöfn og höfn Fjarðabyggðar, muni geta fjármagnað sig sjálfar, framlög ríkisins munu duga hjá þremur öðrum höfnum en aðrir 30 hafnarsjóðir þurfa á viðbótarfjármagni að halda.</p> <p>Fram kemur í skýrslunni að hækkun gjalda á viðskiptavini sé neyðarbrauð en að aukið aðhald í rekstri og hagræðing ætti víða að geta bætt rekstur hafna. Brýnt sé að halda rekstri hafna aðskildum frá annarri starfsemi sveitarfélaga.</p> <p>Settir eru fram þrír valkostir til að leysa vandann. Sú fyrsta er eins konar núllkostur, að breyta ekki hafnalögum og láta hafnarstjórnum og sveitarstjórnum eftir að sníða starfseminni stakk eftir vexti. Slíkt myndi mest áhrif hafa á miðlungsstórar hafnir þar sem umsvif hafa minnkað og styrkir minnka samkvæmt lögunum.</p> <p>Önnur leið er að auka ríkisstyrki sem í dag eru aðeins heimilir til endurbygginga og fjárfestinga í mannvirkjum og tækjum en ekki rekstrar. Finna yrði þessu farveg með því að breyta hafnalögum eða líta á framlögin sem byggðastyrk. Hins vegar er bent er á að byggðastyrkir gætu stangast á við samkeppnissjónarmið.</p> <p>Þriðja leiðin væri eins konar blanda af þessu tvennu. Þá þyrfti annars vegar að breyta styrktarflokkunum og hins vegar setja fram áætlun um hvaða hafnir væri hugsanlega hagkvæmt að leggja af og mætti hugsa sér ríkisaðstoð til að úrelda eða leggja af hafnir. Skýrsluhöfundur ætlar sér þó ekki það hlutverk sjálfur að setja fram tillögur um slíkt en hvetur til umræðu um það og undir það tek ég.</p> <p>Við þurfum að finna bestu leiðina í þessu og það verður verkefni okkar næstu misseri að fara yfir þetta mál allt og marka stefnu enda hefur mér borist áskorun Hafnasambandsins um að leitað verði leiða til að rétta hlut hafnanna og skapa þeim fjárhagslegar forsendur og fari sú vinna fram í samráði við Hafnasambandið. Að því skulum við stefna.</p> <p>Mörg verkefni eru framundan í höfnum landsins. Sum þeirra tengjast nýrri atvinnuuppbyggingu og krefjast mikilla fjárfestinga eins og fram hafa komið óskir um í tengslum við næstu samgönguáætlun. Þar er bent á uppbyggingu stórskipahafnar við Húsavík og Þorlákshöfn og álvershöfnina í Helguvík. Þetta eru verkefni uppá 12 til 13 milljarða króna. Fyrir utan þetta má nefna ýmsar endurbætur og verkefni hjá öðrum höfnum þar sem heildarkostnaður er áætlaður um 1.200 milljónir króna.</p> <p>Allt tengist þetta umræðuefni dagsins, framtíðarhorfum í starfsemi hafna. Hver á forgangsröðin að vera og á hvað eigum við að leggja mesta áherslu næstu árin?</p> <p>Ein tegund hafnaþjónustu hefur vaxið og dafnað síðustu árin þar sem hægt er að koma slíkri þjónustu við en það eru skemmtiferðaskipin. Tugir skipa hafa viðdvöl í nokkrum höfnum á sumri hverju og er ánægjulegt að fylgjast með þeirri grósku sem þeim fylgir. Farþegafjöldi þessara skipa hefur vitanlega góð áhrif á verslun og ferðaþjónustu og um leið leggur þetta kannski nýjar skyldur á herðar þeim höfnum sem þjóna þeim með bættri aðstöðu. Þennan lið þarf að halda áfram að styrkja og efla þar sem það á við.</p> <p>Ég nefndi strandsiglingar áðan og nú er ljóst að áhugi er hjá skipafélögunum fyrir því að gera alvarlegar tilraunir í að endurvekja þær. Ef þær takast vel er það tvímælalaust í þágu aukins umferðaröryggis um leið og létt verður talsverðu álagi á þjóðvegakerfinu. Strandsiglingar eru þjóðhagslega og umhverfislega til mikilla bóta.</p> <p>Þetta leiðir mig í næsta atriði sem eru loftslagsmálin sem koma til umræðu á öllum sviðum samgangna. Ljóst er að settur verður kvóti á útblástur í flugi með nýju kerfi í flugi í Evrópu. Slíkar aðgerðir munu hafa áhrif á íslenskan flugrekstur en leitað er leiða til rýmri losunarheimilda vegna sérstöðu Íslands sem er mjög háð flugsamgöngum. Þetta getur þó hins vegar reynst erfitt. Vel má ímynda sér að settar verði reglur um losun gróðurhúsalofttegunda í siglingum. Allar samgöngurgreinar þurfa og eru að taka öll þessi mál til endurskoðunar með það í huga að nýta annars konar eldsneyti, með framförum í tækni sem leiða til minni eldsneytisnotkunar og með leiðaskipulagningu og sem mestri nýtingu farartækja. Við þurfum að fylgjast vel með á þessum sviðum og reyndar eru þegar í gangi ýmsar aðgerðir sem snúast um olíusparnað ekki síst hjá fiskiskipaflotanum og þar hefur forysta útgerðarmanna ekki látið sitt eftir liggja.</p> <p>Í þessu sambandi hef ég ákveðið að stofna nýjan stýrihóp til að fjalla um loftslagsmálin út frá sjónarhorni siglinga. Á hann að fylgjast með þróun og meta hvort tilefni er til aðgerða. Ég hef þegar ákveðið að formaður stýrihóps um loftslagsmál í flugi, Gunnlaugur Stefánsson, verði formaður þessa nýja hóps og að samsetning hans verði með líku sniði þó með hliðsjón af því að hann mun fjalla um siglingar.</p> <p>Ef við horfum lengra út í sjóndeildarhringinn þá eru ýmsar breytingar í millilandasiglingum á norðurhveli jarðar í sjónmáli. Nýjar siglingaleiðir eru að opnast sem eiga eftir að hafa í för með sér mun meiri stórflutninga um hafsvæði okkar. Þetta kallar á ákveðinn viðbúnað af okkar hálfu sem við gerum okkur þegar grein fyrir og við þurfum að móta okkur vinnubrögð í þessu sambandi í samhengi við alþjóðlegar siglingareglur.</p> <p>Tvær áfangaskýrslur og tillögur starfshóps um siglingaleiðir, neyðarhafnir og skipaafdrep liggja nú fyrir en í hópnum sat meðal annarra fulltrúi Hafnasambandsins. Þetta eru yfirgripsmikilar greinargerðir og tillögur um verklag við aðgerðir þegar skip í nauðum eru annars vegar. Taka þær tillögur bæði til björgunar og umhverfisvarna svo og hvernig fara skal með uppgjör kostnaðar og tjónabóta. Hafnirnar hafa komið með ákveðnar tillögur um ábyrgð og uppgjör kostnaðar svo og við stjórn aðila inn í þessa vinnu sem ég er sammála um að skoða þurfi vel.</p> <p><br /> Góðir fundarmenn.</p> <p>Ég þakka ykkur fyrir að fá að ávarpa fundinn og fara yfir þau atriði sem hafa verið í umfjöllun í samgönguráðuneytinu undanfarin misseri.</p> <p>Ég þykist vita að við eigum eftir að ræða málin út frá ýmsum hliðum bæði í hinni formlegu dagskrá og þegar stund gefst milli stríða til óformlegra viðræðna. Slíkt spjall er ekki síður mikilvægt og nauðsynlegt þegar þessi mikilvægi málaflokkur á samgöngusviðinu er annars vegar. Ég óska ykkur góðs gengis í fundarstörfum á hafnasambandsþingi.</p> <br /> <br />

2008-09-09 00:00:0009. september 2008Áhættuhegðan ungra ökumanna

Ávarp Kristjáns L. Möller samgönguráðherra á morgunverðarfundi<SPAN> </SPAN>Lýðheilsustöðvar, Slysavarnaráðs og Umferðarráðs um áhættuhegðun ungra ökumanna 9. september 2008 <p><span>Góðir ráðstefnugestir.</span></p> <p><span></span></p> <p><span>Ungt fólk á hraðri ferð í gegnum lífið er áhættuhópur í umferðinni. Tölur frá Evrópulöndum sýna að helsta dánarorsök fólks í aldurshópnum 17-24 ára eru umferðarlys. Hjá okkur í fyrra voru það tveir af 15 látnum og árið 2006 átta af 31 látnum í umferðinni. Við þurfum að leita allra leiða til að lækka þessar tölur og koma í veg fyrir að við séum að missa unga fólki okkar vegna byrjendamistaka.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Svokölluð núllsýn sem bæði Svíar og Norðmenn hafa varðandi umferðarslys gengur meðal annars út á að aðstæður í umferðinni séu þannig að sem minnstar líkur séu á umferðarslysi og að afleiðingar verði sem minnstar ef til þeirra kemur. Sérhver manneskja er einstök og ekki er hægt að sætta sig við að fólk bíði bana í umferðarslysum. Vegakerfið skal vera þannig úr garði gert að það leiði til öruggrar umferðar og að menn séu varðir gegn alvarlegum afleiðingum mistaka í umferðinni og að vegfarendur og yfirvöld beri sameiginlega ábyrgð á umferðaröryggi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ungum og óreyndum ökumönnum er hættara við að lenda í slysi en þeim sem lengri reynslu hafa og það er kannski ekkert skrýtið. Við þurfum þá einfaldlega að taka á því og íhuga hvað má bæta í þeim efnum. Með góðri ökukennslu og góðum undirbúningi undir þennan mikilvæga þátt í lífi okkar flestra er hægt að draga mjög úr þessari áhættu enda er það ávallt markmiðið að nýir ökumenn komi sem best undirbúnir út í raunveruleikann í umferðinni. Endurskoðun umferðarlaga, sem nú stendur yfir í samgönguráðuneytinu, felur einmitt í sér að farið er sérsaklega yfir þátt ökukennslu og ökunáms.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við vitum vel að okkar mannlega hegðun skiptir miklu máli í öllu daglegu lífi. Við getum verið misjafnlega vel upplögð til verka og segjum að við nennum ekki hinu eða þessu eða séum ekki í stuði til að gera þetta eða hitt. Hver kannast ekki við þetta hjá sjálfum sér í umferðinni. Einmitt þar sprettur fram hjá okkur svo margs konar hugarástand sem getur jafnvel leitt okkur í gönur.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er einmitt þessi mannlegi þáttur sem við þurfum að rannsaka betur. Hver er rótin að breytni okkar í umferðinni og rótin að því að við hegðum okkur ekki alltaf sem skyldi? Mannlegi þátturinn hefur í áratugi verið mikið rannsakaður þegar flugslys eru annars vegar. Þær rannsóknir skila ákveðnum umbótum og því skyldum við ekki líka taka það upp í umferðinni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við teljum okkur oft geta meira og vera klárari en við erum og við teljum okkur líka oft vita betur og meira en aðrir sem eru í kringum okkur. Þetta byrjar í æsku, heldur áfram á unglingsárum og fylgir okkur trúlega alla ævi. En okkur er hollt að taka mið af því sem þeir sem reyndari eru vilja miðla okkur og sú afstaða gildir ekki síst í umferðinni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hér á eftir tala þrír sérfræðingar um hin ýmsu svið er varða unga ökumenn sérstaklega. Þeir munu fjalla um leiðir til aukins öryggis, hlutfall óhappa hjá nýliðum í umferðinni og um áhrif akstursbanns sem ökumenn með bráðabirgðaskírteini þurfa að sæta ef þeir gerast brotlegir við umferðarlög og fá fjóra refsipunkta.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta eru allt mál sem við þurfum að kanna rækilega. Við þurfum að skoða það ofan í kjölinn hvar má breyta og bæta hvað varðar sérstaklega unga ökumenn. Ég á von á því að hér verði flutt áhugaverð og fróðleg erindi. Ég á líka von á því að í framhaldinu geti skapast frjóar umræður enda er alltaf gagnlegt að ræða málin og skiptast á skoðunum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég óska fundarmönnum góðs gengis og vænti þess að við förum öll fróðari héðan en við komum. Ég þarf því miður fljótlega að hverfa af þessum fundi og á fund ríkisstjórnarinnar en veit að fulltrúar mínir hér halda mér upplýstum um það sem fram fer.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðar stundir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-06-05 00:00:0005. júní 2008Framlag Íslands verði í samræmi við sérstöðu landsins

Kristján L. Möller samgönguráðherra kynnti nýverið ásamt fleirum nýja skýrslu um útblásturskvóta í atvinnuflugi sem nú eru til umræðu innan Evrópusambandsins.<p>Flugráð gekkst fyrir kynningarfundi 5. júní um áfangaskýrslu stýrihóps um losunarheimildir á koltvísýringi (CO2) í flugi. Auk ávarps ráðherra fluttu nokkrir sérfræðingar erindi um hinar ýmsu hliðar útblásturskvóta í flugi og afleiðingar viðskiptakerfis með slíkan kvóta á íslenskan flugrekstur.</p> <p>Ávarp ráðherra fer hér á eftir:</p> <p>Góðir áheyrendur!</p> <p>Eins og kunnugt er hefur Ísland undirritað Kyoto bókunina um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda, en undir hana fellur m.a innanlandsflug en ekki millilandaflug. Evrópusambandið ásamt EFTA þjóðunum leggja mikla áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og jafnvel umfram það. Vöxtur flugsins í ESB er ör og meiri en á heimsvísu og jókst losun um 7,5% á milli áranna 2003 &ndash; 2004 og hafði hlutur þess þá aukist um 87% á árunum 1990-2004. Auk þess er því spáð að flugumferð muni ríflega tvöfaldast milli áranna 2005 og 2020. Í ljósi þessa hafa verið undirbúnar tillögur um að losun gróðurhúsalofttegunda í flugi verði felldar inn í tilskipun ESB um viðskiptakerfi með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda í því skyni að draga einnig úr slíkri losun frá flugi.</p> <p>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir m.a. um umhverfismál að ríkisstjórnin stefni að því að gera skýra áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Fyrirætlanir EES ríkjanna um setningu kvótakerfis á losun koltvísýrings í flugi og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á þessu sviði eru þannig í góðum samhljómi við fyrirætlanir Íslendinga í loftslagsmálum.</p> <p>Þann 18. janúar 2008 skipaði ég stýrihóp, sem ætlað var að meta heildrænt áhrif kvótasetningar á losun koltvísýrings í flugi, en Flugráð hafði á fundi sínum þann 20. desember 2007 ályktað og gert að tillögu sinni að nú þegar verði ráðist í það verkefni að meta hver áhrif kvótasetningarinnar yrðu hér á landi. Er í ályktuninni tekið sérstaklega fram að meta þurfi áhrif á flutninga til og frá landinu, flugfargjöld, flugrekstur, ferðaþjónustu, byggðamál, auk áhrifa á neytendur og þar með á efnahagslíf Íslendinga.</p> <p>Stýrihópurinn tók þegar til starfa undir forystu Gunnlaugs Stefánssonar formanns Flugráðs og hefur hann nú lagt fram áfangaskýrslu, en hafa skal í huga að málið er enn í fullum gangi innan Evrópusambandsins og engar formlegar ákvarðanir hafa verið teknar enn sem komið er. Helstu atriði í skýrslu stýrihópsins má draga saman í eftirfarandi meginatriðum: Væntanleg tilskipun Evrópusambandsins mun gilda fyrir allt flug með örfáum undantekningum til og frá EES og innan svæðisins. Gert er ráð fyrir að í upphafi verði losunarheimildum að mestu úthlutað ókeypis en með tímanum muni hlutur uppboða á losunarheimildum aukast og verði 100% eigi síðar en árið 2020. Strax frá gildistöku kerfisins árið 2012 mun verða skortur á losunarheimildum vegna mikils árlegs vaxtar í fluginu. Vænta má að flugrekendur muni bregðast við með því að kaupa viðbótarheimildir jafnvel frá öðrum starfsgreinum, eða eins og hinn raunverulegi tilgangur kerfisins er, að hagræða í rekstri sínum t.d. með því að kaupa sparneytnari hreyfla og draga þannig úr losun CO2.</p> <p>Sérstaða Íslands í þessu máli felst einkum í því að ekki er öðrum samgöngugreinum til að dreifa fyrir almenning og fyrirtæki í samskiptum út fyrir landssteinana. Engar forsendur eru fyrir almenning að skipta yfir á aðrar vistvænni samgöngugreinar svo sem járnbrautir hvorki á skemmri né lengri leiðum eins og ein forsenda tilskipunarinnar er. Þá vegur flugrekstur margfalt þyngra í íslensku efnahagslífi en annarra Evrópuríkja sem og Bandaríkjanna.</p> <p>Áhrifin fyrir Ísland verða þau að gera má ráð fyrir að fargjöld muni hækka nokkuð bæði í innanlandsflugi og millilandaflugi, nokkur samdráttur verður í fjölda farþega og ferðaþjónustu, og samdráttur gæti orðið í hagkerfinu.</p> <p>Það er stefna íslenskra stjórnvalda að Ísland leggi sitt að mörkum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en líklegt og nánast öruggt þykir að þátttaka flugs í viðskiptakerfinu að öðru óbreyttu geti raskað samkeppnisstöðu Íslands og þrengt rekstrarsvigrúm íslenskra flugrekenda samanborið við aðra í Evrópu. Með fullri þátttöku verður framlag Íslands til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda meira en annarra. Ástæðan er eins og áður segir fyrst og fremst sérstaða Íslands vegna landfræðilegrar legu landsins og það hversu mikil áhrif atvinnugreinarinnar, bæði bein og óbein, eru hér á landi.</p> <p>Nauðsynlegt kann að verða að leitast verði við að tryggja jöfnun aðstöðu með því að fara fram á takmarkaðar undanþágur frá þátttöku í kerfinu eða rýmri losunarheimildir fyrir Ísland umfram aðra. Eðlilegt er að reynt verði að ná fram niðurstöðu sem taki mið af því að framlag Íslands verði sanngjarnt á við aðrar þjóðir Evrópu og sé í samræmi við sérstakar aðstæður í flugstarfsemi á Íslandi. Á það skal bent að í umræðum á Evrópuþinginu um málið hefur verið fjallað um sérstöðu jaðarsvæða og fjarlægra eyja. Er von til að komið verði á móts við þau sjónarmið sem ég hef lýst hér að framan.</p> <p>Að lokum vil ég segja þetta:</p> <p>Á ferð minni í Brussel í apríl síðast liðnum hitti ég samgöngustjóra Evrópusambandsins og ræddi við hann m.a. um þessi mál og kynnti sjónarmið Íslands. Nú þegar skýrsla stýrihóps um losunarheimildir á koltvísýringi liggur fyrir mun ég beita mér fyrir því að hún verði kynnt á viðeigandi stöðum innan Evrópusambandsins og fylgja eftir sanngjörnum hagsmunum Íslendinga og íslensks flugrekstrar í málinu.</p>

2008-04-04 00:00:0004. apríl 2008Óþrjótandi verkefni í sveitarstjórnarmálum

Ræða á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga, 4.apríl 2008.<p>Kæru landsþingsfulltrúar.</p> <p>Mér er það sönn ánægja að vera hér með ykkur í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem ég er gestur á landsþingi ykkar sem ráðherra sveitarstjórnarmála og mér er það mikill heiður.</p> <p>Sveitarstjórnarmálin hafa alltaf verið mér hugleikin. Ég sat sjálfur í sveitarstjórn á Siglufirði í 12 ár og tók með margvíslegum hætti virkan þátt í félagsstarfi í mínu ágæta sveitarfélagi og hafði af því mikla ánægju. Þessi reynsla gerði það einnig að verkum að ég hef sem þingmaður tekið virkan þátt í umræðu um stöðu og viðfangsefni sveitarfélaganna.</p> <p>Verkefni sveitarstjórnarmanna eru umfangsmikil og vandasöm og á þeim hvílir mikil ábyrgð. Það þarf að framfylgja reglum og fyrirmælum um lögbundna þjónustu, það þarf að mæta kröfum íbúanna um sambærilega eða betri þjónustu en er í næsta eða þarnæsta sveitarfélagi, það þarf að byggja upp þjónustustofnanir og styrkja innviði nærsamfélagsins</p> <p>Verkefnin eru óþrjótandi og sveitarstjórnarmenn hafa metnað fyrir hönd sinna umbjóðenda og bera hag þeirra fyrir brjósti &ndash; þessi eldmóður hefur skinið í gegn á þeim fundum sem ég hef átt með fulltrúum einstakra sveitarstjórna síðan ég tók við sveitarstjórnarmálunum um síðustu áramót.</p> <p>Vandi sveitarfélaganna er gjarnan sá að þessi verkefni kosta mikla fjármuni og þegar tekjustofnar sveitarfélaga eru takmarkaðir er oft úr vöndu að ráða. Það kallar á forgagnsröðun verkefna, vandaða áætlunargerð og ábyrga fjármálastjórn.</p> <p>Ég hef hins vegar fullan skilning á því að sveitarfélögin eru misjafnlega í stakk búin til að takast á við þessi verkefni, og sum sveitarfélög hafa átt við langvarandi rekstrarvanda að glíma sem meðal annars má rekja til breytinga á byggða- og búsetumynstri fólks. Ytri og innri skilyrði sveitarfélaga eru því afar mismunandi og viðfangsefni á sviði byggðamála eru stöðugt til umræðu og kalla á nánið samstarf margra aðila.</p> <p>Þess vegna fagna ég sérstaklega að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst gangast fyrir ráðstefnu um byggðamálin í samstarfi við samgönguráðuneytið og iðnaðarráðuneytið, sjálfur hef ég átt samtöl við iðnaðarráðherra um aukið samstarf okkar í milli á þessu sviði. Ég mun því fylgjast grannt með framvindu byggðamála og gera mitt til að leggja lóð á vogaskálarnar.</p> <p>Ég legg einnig áherslu á að byggðamál eru mál alls landsins, en ekki aðeins landsbyggðarinnar. Það eru okkur öllum í hag að jafnvægi sé í búsetu og byggðaþróun í landinu og allir hafa þar hlutverki að gegna. Ég hvet því sveitarstjórnarmenn til að hafa það sérstaklega í huga í störfum sínum.</p> <p>Tvenns konar viðfangsefni liggja fyrir í þessu sambandi sem ég hef til skoðunar.</p> <p>Í fyrsta lagi að ákveða aðra úthlutun 250 m.kr. framlags til þeirra sveitarfélaga sem verða fyrir tekjumissi vegna tímabundins samdráttar í aflamarki þorsks. Eins og kunnugt er ákvað ríkisstjórnin að veita samtals 750 milljónum króna í þetta verkefni á árunum 2007 til 2009 sem hluta af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna hins tímabundna samdráttar í sjávarútvegi.</p> <p>Í öðru lagi liggur fyrir að setja reglur varðandi úthlutun 1.400 milljón króna aukaframlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, en því framlagi er ætlað að jafna aðstöðumun sveitarfélaga sem talin eru í mestri þörf fyrir sérstakt viðbótarframlag vegna þróunar í rekstrarumhverfi þeirra og erfiðra ytri aðstæðna.</p> <p>Vinna er nú hafin við að ákveða hvernig að þessu verður staðið í ár og á þessum tímapunkti get ég ekkert um þær reglur sagt sem úthlutun framlaganna mun byggja á. Náið samráð verður haft við Samband íslenskra sveitarfélaga um úthlutunarreglurnar. Ég vil þó segja það, að veigamikil rök verða að vera til staðar ef breyta á þessum reglum í grundvallaratriðum. Hins vegar verður áhersla lögð á að hraða setningu reglnanna og greiða framlögin að einhverju leyti fyrr á árinu en var í fyrra.</p> <p>Þá þurfum við í sameiningu að meta framhald slíkra aukaframlaga til sveitarfélaga vegna erfiðra ytri aðstæðna.</p> <h3>Sveitarstjórnarmál og samgöngumál</h3> <p>Sveitarstjórnarmál, samgöngumál og fjarskiptamál eru náskyldir málaflokkar. Því tel ég að það hafi verið góð ákvörðun að sameina þessa málaflokka undir einu og sama ráðuneyti. Greiðar og hagkvæmar samgöngur eru forsenda fyrir jákvæðri þróun byggðar í landinu, það þekkjum við öll. Samgöngubætur hafa styrkt innviði byggðarlaga, stuðlað að uppbyggingu vaxtar og ýtt undir atvinnusköpun.</p> <p>Við þekkjum öll jákvæð áhrif Hvalfjarðargangna á atvinnu- og búsetuþróun á Vesturlandi, þar hefur átt sér stað hljóðlát bylting hin síðari ár. Héðinsfjarðargöng voru forsenda fyrir sameiningu sveitarfélaga á utanverðum Tröllaskaga og skapa auk þess fjölmörg tækifæri fyrir aukið samstarf sveitarfélaga á svæðinu, uppbyggingu ferðaþjónustu og svo framvegis. Göng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar voru sömuleiðis ein lykilforsenda fyrir sameiningu sveitarfélaganna þar og hafa átt sinn þátt í að mynda eitt atvinnusvæði.</p> <p>Núgildandi vegaáætlun er metnaðarfull, þar er gert ráð fyrir margvíslegum samgöngubótum sem munu hafa mikla þýðingu fyrir byggðirnar um allt land. Í því sambandi má sérstaklega nefna vegaframkvæmdir á Vestfjörðum. Mér er einnig sérstaklega ljúft að nefna í þessu sambandi hinn nýja viðauka við vegaáætlunina, sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir páska að minni tillögu, en hann felur í sér ákvörðun um að hefja framkvæmdir við tvöföldun suðurlandsvegar og göng í gegnum Vaðlaheiði strax á þessu ári. Ég er ekki í nokkrum vafa um samfélagslegan ávinning af þessum framkvæmdum.</p> <p>Fjölmörg verkefni eru einnig aðkallandi á höfuðborgarsvæðinu og það er skiljanlegt að ákveðinnar óþreyju gæti hjá sveitarstjórnarmönnum hvað það varðar. Ég fullvissa menn þó um að það er vilji minn og þessar ríkisstjórnar að vinna að farsælum og góðum framtíðarlausnum fyrir samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.</p> <p>Ég hitti á dögunum hinn ágæta bæjarstjóra í Kópavogi og átti með honum góðan fund um þessi mál, þó ég hafi reyndar ekki fengið allt það bakkelsi sem mér hafði verið lofað í frægri Morgunblaðsgrein. Ég hef hins vegar ákveðið, eins og ykkur er kunnugt, að koma á fót sérstökum samstarfsvettvangi milli ráðuneytisins, vegagerðarinnar og sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu um framtíð og verkefni í samgöngumálum á þessu svæði í náinni framtíð. Þegar liggja fyrir fjárveitingar í mikilvæg verkefni og önnur eru enn til skoðunar. Ákvarðanir um legu Sundabrautar munu liggja fyrir með haustinu og áætlun um framkvæmdir þar í kjölfarið.</p> <p>Þá eru flugsamgöngur afar mikilvægar og enginn neitar því að Reykjavíkurflugvöllur skiptir sköpum hvað varðar tengingu annarra landshluta við höfuðborgina. Það er því brýnt að eyða allri óvissu um framtíð flugvallarins þannig að þessi mikilvæga samgönguleið til og frá borginni geti bæði viðhaldist og þróast til lengri tíma.</p> <p>Góðar samgöngur á sjó gegna einnig þýðingarmiklu hlutverki í að tengja byggðir og það er sérstakt ánægjuefni að nú hafa Grímseyingar loksins fengið góðan ferjukost. Ég hef einnig lagt áherslu á að vinna náið með Vestmannaeyingum í því að tryggja öruggar, greiðar og reglulegar siglingar milli lands og eyja, og áform um höfn á Bakkafjöru munu bæði tryggja þessi markmið sem og skapa ný tækifæri til samstarfs og samvinnu sveitarfélaga á Suðurlandi.</p> <p>Í nútíma samfélagi skipta fjarskipti gríðarlegu máli og þar eru margir hlutir að gerast en ö<span>ll uppbygging fjarskipta á vegum Samgönguráðuneytis fer fram á grundvelli fjarskiptaáætlunar og er fjármögnuð í gegnum fjarskiptasjóð.</span></p> <p><span>Áætlunin gerði ráð fyrir að uppbyggingu á farsímaþjónustu verði lokið á árinu 2009 en samkomulag hefur náðst við aðilann sem fékk verkefnið um að þeirri uppbyggingu verði hraðað. Gert er ráð fyrir að verkefninu verði að mestu lokið á þessu ári. En uppbyggingu á fyrsta hluta er nær til hringvegarins og 5 fjallvega, er nánast lokið en síðari hluti tekur til stofnvega aðallega á Vestfjörðum og NA-landi og tveggja þjóðgarða</span></p> <p><span>Útboð á umfangsmesta verkefninu á sviði fjarskipta sem eru háhraðatengingar til allra landsmanna var kynnt í lok febrúar. Verkefnið nær til tenginga á um 1300 stöðum á landsbyggðinni. Svæði sem mótvægisaðgerðir vegna skerðingar þorskkvóta ná til þ.e. Vestfirðir og á N-Austurlandi verður lokið fyrr eða á innan við ári frá undirritun samnings.</span></p> <p><span>Í undirbúningi er í samvinnu samgöngu- og utanríkisráðuneytis að koma ljósleiðaraþráðum NATO í borgaraleg not. Þessi þræðir liggja með ljósleiðara Símans kringum landið og til Vestfjarða. Stefnt er að útboði á afnotum þeirra á vormánuðum og <span></span>er markmiðið er stuðla að aukinni samkeppni í gagnaflutningum á innanlandsmarkaði og um leið að auka aðgengi almennings og fyrirtækja að háhraðatengingum, einkum út á landi.</span></p> <p>Sameining þessara málaflokka, þ.e. sveitarfélaga, samgöngumála og fjarskipta undir einni yfirstjórn gefur sannarlega tækifæri til ákveðinnar samþættingar og heildarsýnar sem ég hyggst sannarlega nýta mér. Sérstök vinna er nú í gangi í ráðuneytinu sem miðar að því að nýta samþættingartækifærin, og skoða þannig hvernig við stöndum sem best að því að búta til nýtt og heildstætt ráðuneyti sveitarstjórnar- samgöngu- og<span>&nbsp;</span> fjarskiptamála .</p> <h3>Samskipti ríkis og sveitarfélaga</h3> <p>Það var eitt mitt fyrsta verkefni á þessu ári eftir að ég tók við málefnum sveitarfélaganna að eiga fund með formanni, varaformanni og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á þeim fundi kynntu þessir fulltrúar ykkar fyrir mér ýmis fjárhagsleg samskiptamál sem brýnt er að ræða og afráða um.</p> <p>Ég legg gríðarlega áherslu á að eiga gott og náið samstarf við sveitarstjórnarmenn um öll þessi málefni. Góð samskipti ríkis og sveitarfélaga eru mikilvæg forsenda þess að árangur náist á mörgum sviðum, það þekki ég vel sem gamall sveitarstjórnarmaður. Virða þarf sjálfsforræði sveitarfélaganna og það mikilvæga hlutverk sem þau gegna í að veita íbúum þessa lands velferðarþjónustu, ráðstöfun tekjustofna þeirra í því skyni og viðleitni þeirra almennt til að tryggja hag sinna íbúa.</p> <p>Á hinn bóginn verða sveitarfélögin að skilja, að eftir því sem umfang þeirra og ábyrgð eykst vex þörfin fyrir aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að búskap hins opinbera í heild sinni og hagstjórn í landinu.</p> <p>Búskapur sveitarfélaganna hefur stöðugt aukist hin síðari ár og umfang þeirra í útgjöldum hins opinbera er nú tæpur þriðjungur. Þetta hlutfall mun aukast enn næstu árin þegar sveitarfélögin taka við málefnum fatlaðra og öldrunarþjónustu af ríkinu, sem ég vona að verði sem fyrst því reynslan hefur sýnt að sveitarfélög, sem hafa tekið þessa málaflokka yfir, hafa náð að samþætta þá þeim velferðarverkefnum sem fyrir eru.</p> <p>Í þessu ljósi er því mikilvægt að samskipti ríkis og sveitarfélaga séu góð og gagnkvæmt traust ríki milli aðila, og að menn virði mismunandi hlutverk aðila. Það er ennfremur sérstök ábyrgð okkar, sem höfum verið valin til að gæta hagsmuna almennings, að stilla saman strengi okkar á þeim óstöðugleikatímum sem nú ríkja í efnahagsmálum okkar Íslendinga og umheimsins. Það er ekki gott að skulda mikið á tímum sem þessum, hvorki fyrir heimilin, sveitarfélögin eða hið opinbera í heild sinni. Ráðdeild og yfirvegun eru því lykilatriði í allri áætlanagerð, bæði hjá ríki og sveitarfélögum.</p> <p>Því höfum við fjármálaráðherra bundið miklar vonir við að okkur takist að ná saman um meginsjónarmið varðandi fjármálareglur fyrir sveitarfélög, eins og viljayfirlýsingin frá síðasta ári kvað á um. Að þessu hefur verið unnið í svokallaðri samráðsnefnd um efnahagsmál, sem starfar á grundvelli samstarfssáttmála ríkis og sveitarfélaga.</p> <p>Á nýliðnum samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga var lögð fram greinargerð samráðsnefndarinnar þar sem dregnar eru upp fyrstu línur að slíkum reglum og hvernig megi beita þeim. Góðar umræður fóru fram um þetta viðfangsefni, og samþykkt tillaga þess efnis að fela sérstakri nefnd undir forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga að halda þessu verki áfram og á hún að skila af sér fyrir lok júlí n.k.</p> <p>Ég er sannfærður um að fjármálareglur muni vera til góðs fyrir sveitarfélögin og ég tel að við eigum að vinna áfram að því að ná samstöðu um slíkar reglur, sem sveitarfélögin geta síðan nýtt sér við áætlanagerð og spilað þannig betur með við stjórn efnahagsmála í landinu.</p> <p>Viljayfirlýsingin gerir einnig ráð fyrir því að ríkið sé tilbúið að skoða þátttöku sína í lækkun skulda þeirra sveitarfélaga sem tækju upp slíkar reglur. Ég hef heyrt efasemdaraddir um að þetta sér gerlegt og ástæðulaust sé að verðlauna þá sem safnað hafa skuldum sérstaklega. Ég átta mig á því að þetta er ekki einfalt viðfangsefni, ástæður fyrir skuldasöfnun sveitarfélaga geta verið mismunandi og hvernig slíkur stuðningur er útfærður skiptir því vissulega máli. Ég er hins vegar sannfærður um að í þessu felast ákveðin tækifæri fyrir sveitarfélögin og það er fullur einhugur af hálfu ríkistjórnarinnar að standa við þetta ákvæði viljayfirlýsingarinnar.</p> <p>Ríki og sveitarfélög eiga að leggja sig fram um að eiga gott samstarf. Ég veit að aðilar eru ekki alltaf sammála um hvernig leysa eigi hin margvíslegu samskiptamál og sveitarfélögin innbyrðis geta í sjálfu sér einnig haft mismunandi hagsmuna að gæta í því sambandi. Þegar kemur hins vegar að formlegum samskiptum ríkis og sveitarfélag er mikilvægt að til staðar séu samskiptareglur og skilvirk ferli fyrir viðræður.</p> <p>Á samráðsfundinum var undirritaður nýr samstarfssáttmáli ríkis og sveitarfélaga &ndash; honum fylgir viðauki sem er nýmæli og ég er ákaflega stoltur af en þar er kveðið á um skipan sérstakrar nefndar sem er sérstaklega ætlað að ræða með hvaða hætti megi bæta verkferla og samskipti ríkis og sveitarfélaga. Til nefndarinnar verður hægt að vísa stefnumálum ríkisstjórnarinnar sem<span>&nbsp;</span> hafa í för með sér nýja löggjöf eða reglur sem<span>&nbsp;</span> snerta sveitarfélög, verkefni þeirra og tekjustofna, óskir sveitarfélaga um breytingar á lögum og reglum og álitamálum um kostnaðarskiptingu sem og kostnaðaráhrif nýrra laga og reglugerða.</p> <p>Nefndinni er ætlað að greina stöðu mála í álita og ágreiningsmálum, koma með tillögur til lausnar til ríkistjórnarinnar, ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Skipað verður í þessa mikilvægu nefnd við fyrstu hentugleika.</p> <p>Góðir sveitarstjórnarmenn</p> <p>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að tekju- og verkaskipting ríkis og sveitarfélaga skuli endurskoðuð með það að markmiði að efla sveitarstjórnarstigið.<span>&nbsp;</span> Að þessu markmiði hyggst ég vinna ötullega í samstarfi við félaga mína í ríkisstjórn og ykkur kæru sveitarstjórnarmenn.</p> <p>Verkefnisstjórn er nú starfandi undir forystu félags- og tryggingamálaráðherra sem hefur það markmið að færa málefni fatlaðra og öldrunarþjónustu til sveitarfélaga og hef ég beðið fulltrúa minn þar að leggja sitt á vogaskálarnar til að það geti gerst sem fyrst og í sátt við sveitarfélögin. Við þurfum ennfremur að skoða fleiri viðfangsefni hins opinbera og meta hvernig ríki og sveitarfélög geta hagað verkaskiptingu sinni þannig, að til hagsbóta sé fyrir almenning og samfélagið í heild sinni. Við þurfum einnig að vera opin fyrir því að skapa svigrúm fyrir fjölbreytni í rekstri velferðarverkefna eftir því sem við á.</p> <p>Þá vil ég minna á að Ísland er aðili að Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga sem setur okkur þær skyldur á herðar að standa vörð um stöðu sveitarstjórnarstigsins.<span>&nbsp;</span></p> <p>Einn liður í því að efla sveitarstjórnarstigið er að stækka sveitarfélögin, skapa þeim þannig<span>&nbsp;</span> stjórnsýslulegar og fjárhagslegar forsendur til að takast á við ný og flókin verkefni. Ég er mikill áhugamaður um þetta viðfangsefni og þó vissulega hafi náðst góður árangur í að stækka sveitarfélögin á umliðnum árum má færa rök fyrir því að sveitarfélögin á Íslandi séu enn of mörg og mörg þeirra alltof fámenn miðað við þær skyldur sem á þeim hvíla. Ef við ætlum að efla sveitarstjórnarstigið og ef við meinum eitthvað með því, þá þurfum við að horfast í augu við þessa fullyrðingu og ræða þetta samhengi til fulls.</p> <p>Ég hef sett af stað sérstaka skoðun á framkvæmd og áhrifum af átaksverkefni stjórnvalda og Sambands íslenskra sveitarfélaga um sameiningu sveitarfélaga og eflingu sveitarstjórnarstigsins sem stóð frá árinu 2004 og fram til sveitarstjórnarkosninga 2006. Markmiðið er að meta árangur af áðurnefndu átaksverkefni, en einnig að leggja fram hugmyndir/tillögur að því hvernig best sé að standa að frekari eflingu sveitarstjórnarstigsins í komandi framtíð.</p> <p>Ég vil hér með opna á þessa umræðu með ykkur, kæru sveitarstjórnarmenn. Ég tel að við verðum m.a. að spyrja okkur þeirrar spurningar, hvort ekki sé tímabært að hækka lágmarksíbúafjölda sem samkvæmt sveitarstjórnarlögum er 50. Öllum má ljóst vera að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta ákvæði var lögfest fyrir 22 árum síðan, starfsemi, skyldur og umfang sveitarfélaganna er með öðrum hætti nú en þá. Eins og ykkur er eflaust mörgum kunnugt um hef ég verið meðflutningsmaður að tillögum á Alþingi að hækka bæri lágmarksíbúafjölda í eittþúsund. Ég er enn þeirrar skoðunar að það beri að gera, og því kalla ég eftir umræðu á þessu landsþingi um þetta mál.</p> <p>Ég kom inn á þetta atriði í viðtali í Sveitarstjórnarmálum fyrir skömmu og viðbrögðin voru mjög jákvæð, ég fékk mörg samtöl um þetta mál og hvatningu. Þannig að þessi sjónarmið eiga greinilega góðan hljómgrunn víða.</p> <p>Ég vil að endingu segja um þetta, að ég hyggst beita mér fyrir því að áfram verði til svigrúm í Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að greiða með myndarlegum hætti fyrir sameiningu sveitarfélaga sem kann að eiga sér stað á næstu árum. Það er ljóst að þeir fjármunir sem hafa runnið til sameinaðra sveitarfélaga á síðustu árum hafa haft mikla þýðingu fyrir þá endurskipulagningu sem hefur þurft að eiga sér stað í kjölfar sameiningar &ndash; því tel ég mikilvægt að slík aðstoð verði áfram til staðar.</p> <p>Herra fundarstjóri</p> <p>Á borði ríkisstjórnarinnar liggur fyrir erindi frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um að skipuð verði nefnd til að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga. Þetta mál var til umræðu á samráðsfundi okkar fóru fulltrúar ykkar yfir þau sjónarmið sem þar liggja að baki. Ég lýsti þar yfir vilja mínum til að hefja slíka vinnu, en tel engu að síður brýnt að undirbúa hana vel, skilgreina þau markmið sem við viljum ná.</p> <p>Mikilvægt er að sveitarfélögunum séu á hverjum tíma tryggðir tekjustofnar til að mæta lögbundnum verkefnum, og að sveitarfélög njóti svigrúms til að ráðstafa þeim í samræmi við þarfir og skyldur. Það liggur hins vegar í hlutarins eðli, að takmörk eru á því að hve miklu leyti er hægt að koma til móts við kröfur sveitarfélaganna.</p> <p>Almenn sjónarmið um samræmda stjórn efnahagsmála, viðfangsefni opinberrar fjármálastjórnunar og þjóðarbúskapurinn í heild sinni hafa áhrif á niðurstöðuna hverju sinni. Ég tel hins vegar nauðsynlegt að skoða með opnum huga hvernig rétt sé að tekjustofnar sveitarfélaga þróist með hliðsjón af breytingum í rekstrarumhverfi sveitarfélaganna og tel að sérstök endurskoðunarnefnd sé réttur vettvangur fyrir slíka umræðu.</p> <p>Jöfnunarsjóður sveitarfélaga gegnir mikilvægu hlutverki við að jafna útgjalda og tekjumun á milli sveitarfélaga. Eins hefur sjóðnum verið falið margvísleg sérstök verkefni í gegnum tíðina, en áætluð heildarvelta sjóðsins í ár eru rúmir 18 milljarðar.</p> <p>Reglur sjóðsins eru ekki yfir gagnrýni hafnar og ég er tilbúinn til að skoða með opnum huga, með hvaða hætti er hægt að þróa reglur hans þannig að hann þjóni best því hlutverki sem honum er ætlað að gegna. Ég kalla eftir uppbyggilegri og málefnalegri umræðu um þennan mikilvæga jöfnunar- og byggðasjóð.</p> <p>Fyrir liggja tvær nýjar skýrslur um starfsemi sjóðsins.</p> <p>Í fyrsta lagi er um að ræða skýrslu og tillögur nefndar skipuð fulltrúum sambandsins, þingflokka og félagsmálaráðuneytis. Þar eru settar fram ýmsar áhugaverðar tillögur um breytingar á reglum sjóðsins og hef ég sent skýrsluna til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til skoðunar og vænti viðbragða á næstunni. Í sjálfu sér er ekki verið að leggja til neina uppstokkun á starfsemi sjóðsins, heldur lagðar til margvíslegar breytingar á einstökum reglum hans til að um markvissari jöfnun verði að ræða.</p> <p>Ég mun gefa mér tíma til að skoða þessar tillögur og meta í samhengi við annað, þó hef ég ákveðið með hliðsjón af ábendingum nefndarinnar að skipa sérstaka nefnd til að endurskoða lög um Innheimtustofnun sveitarfélaga. Mun ég á næstunni senda stjórn Sambandsins bréf þar að lútandi. Jafnframt hyggst ég óska eftir samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga og fleiri aðila um að greina starfsemi þeirra og meta hvort hægt sé með einhverjum hætti að styrkja forsendur fyrir þessu svæðisbundna samstarfi sveitarfélaga. Meginspurningin er hvort hægt sé og æskilegt að tengja þessa starfsemi með markvissari hætti öðru svæðasamstarfi í landinu.</p> <p>Í öðru lagi liggur fyrir úttektarskýrsla Ríkisendurskoðunar varðandi framlög sjóðsins til reksturs grunnskóla. Margar gagnlegar ábendingar koma þar fram sem vert er að skoða nánar, m.a. varðandi tengslin á milli framlaga sjóðsins við aðra tekjustofna og raunútgjöld sveitarfélaga vegna reksturs grunnskóla. Almennt má þó segja, að Ríkisendurskoðun staðfestir að sjóðurinn rækir sitt hlutverk vel miðað við gildandi lagaákvæði. Ég hef falið nokkrum sérfræðingum að meta þessar ábendingar skýrslunnar og mun bíða með frekari ákvarðanir um breytingar á reglum sjóðsins þar til þeirri vinnu er lokið.</p> <p>Kæru landsþingsfulltrúar.</p> <p>Það eru mörg verkefni fyrirliggjandi í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, bæði á sviði sveitarstjórnarmála og eins á sviði hefðbundinna samgöngu- og fjarskiptamála.</p> <p>Ég mun í næstu viku leggja <span>&nbsp;</span>fram á Alþingi frumvarp sem gerir ráð fyrir því að Bjargráðasjóður verði lagður niður. Sjóðurinn hefur gegnt mikilvægu hlutverki í gegnum tíðina og komið sveitum lands til hjálpar þegar hart var í ári. Nú eru hins vegar breyttir tímar og ekki þörf á að halda úti sérstökum tryggingasjóði sem þessum.</p> <p>Frumvarpið gerir ráð fyrir því að hreinum eignum sjóðsins verði skipt á milli eigenda hans, þ.e. ríkissjóðs, Bændasamtaka Íslands og sveitarfélaganna, sem samkvæmt nýjasta ársreikningi eru um 660 milljónir króna.</p> <p>Að lokum vil ég nefna þau áform mín um að hefja fljótlega vinnu við heildarendurskoðun sveitarstjórnarlaga. Núgildandi lög eru frá árinu 1998 og því eru í sumar liðin 10 ár frá gildistöku þeirra. Þeim hefur hins vegar verið breytt nokkrum sinnum á tímabilinu og tel ég nú vera lag að skoða lögin í heild sinni og meta hverju þarf að breyta með hliðsjón af þeirri þróun sem átt hefur sér stað málefnum sveitarfélaganna almennt. Í því sambandi kemur einnig til greina að skoða þróun mála í nágrannalöndunum og með hliðsjón af umræðu sem fram fer á vettvangi þess alþjóðasamstarfs sem við erum þátttakendur í, svo sem á vettvangi Evrópuráðsins.</p> <p>Ég legg áherslu á að til slíkrar vinnu komi breiður hópur aðila, sem bæði hafa reynslu og þekkingu á starfsemi sveitarfélaganna og eins utanaðkomandi aðila, sem gætu lagt sitt af mörkum við að varpa nýju ljósi á þessi mikilvægu lög, sem eru grundvöllur fyrir lýðræðislega og samfélagslega þátttöku í hverju sveitarfélagi um sig.</p> <p>Kæru landsþingsfulltrúar.</p> <p>Mér er það mikill heiður að hafa verið falið það mikilvæga hlutverk að gegna embætti ráðherra sveitarstjórnarmála. Ég, ásamt mínu góða samstarfsfólki í ráðuneytinu, hlakka til að vinna með ykkur hér eftir sem hingað til.</p>

2008-03-29 00:00:0029. mars 2008Háhraðanet um allt land

Grein um uppbyggingu háhraðanets - 24 stundir 29.mars 2008.<p>Eitt af markmiðum ríkisstjórnarinnar er að koma á háhraðanettenginu um land allt. Víðtæk sátt hefur náðst um það í samfélaginu að hér sé um að ræða eitt það mesta framfaraverkefni fyrir byggð í landinu sem hægt er að ráðast í. Góð nettenging við umheiminn felur ekki bara í sér aukin þægindi fyrir þá sem hennar njóta, heldur er hún forsenda atvinnuþróunar og vaxtar á 21.öldinni. Uppbygging háhraðanets um land allt er því bæði aðkallandi og skynsamleg aðgerð, sem skapar breiðari grundvöll undir vöxt og viðgang þjóðfélagsins alls.</p> <h3>1200 staðir</h3> <p><span>Markaðsaðilar hafa þegar komið á háhraðanetteningu víðast hvar. Hlutverk ríkisvaldsins er annars vegar að styðja við þá uppbyggingu, en hins vegar &ndash; og ekki síður &ndash; að sjá til þess að háhraðanettenging sé lögð til þeirra staða þar sem ekki er ætlun fyrirtækja að gera það á markaðslegum forsendum.</span></p> <p><span>Fjarskiptasjóður stóð fyrir því að kortleggja þessa staði og tók í þeirri vinnu mið af áætlunum markaðsaðila. Upphaflega var talið að á annað hundrað staðir á landinu stæðu fyrir utan áætlanir markaðsaðila og þyrftu sérstakar aðgerðir, en þegar upp var staðið kom í ljós að þetta átti við um ríflega 1200 staði. Með stöðum er átt við að lágmarki eitt lögheimili með heilsársbúsetu og/eða fyrirtæki með starfsemi allt árið.</span></p> <h3><span>Enginn situr eftir</span></h3> <p><span>Aðkallandi er að þessi staðir sitji ekki eftir og njóti verri skilyrða til búsetu og atvinnulífs en aðrir staðir á landinu. Mikilvægt er að koma á tengingu á þessa staði sem fyrst og hefur nú þegar verið ráðist í útboð á því verki. Útboðið var auglýst nú í febrúar og rennur frestur til að skila inn tilboðum út þann 31.júlí.</span></p> <p><span>Verkefnið felur í sér stuðning ríkisvaldsins vegna viðbótarkostnaðar við uppbyggingu á háhraðanettengingum á þessum skilgreindu stöðum.Tilboðin verða metin út frá m.a. hraða við uppbygginguna, gagnaflutningshraða auk tilboðsfjárhæðar. Ástæðan fyrir löngum útboðstíma er meðal annars sú að fjarskiptafyrirtækin þurfa að meta hvernig best er unnt að koma fyrir tengingum hjá hverjum og einum þeirra rúmlega 1200 staða sem falla undir útboðið.</span></p> <h3><span>Unnið að málinu á háhraða</span></h3> <p>Að lokinni þessari framkvæmd verður íbúum á þessum svæðum tryggð háhraðanettenging og tilheyrandi þjónusta allt til ársins 2014 hið minnsta. Sá áfangi þýðir í raun og veru að markmið ríkisstjórnarinnar um að koma á háhraðanetengingu um land allt &ndash; með öllum þeim möguleikum sem þá skapast fyrir byggðarþróun og atvinnuuppbyggingu í landinu &ndash; hefur náðst. Rösklega hefur verið gengið til verks í þessu máli. Engum ætti að dyljast, að ætlun mín og ríkisstjórnarinnar er að vinna að þessu framfaraverki á háhraða.</p> <br /> <br />

2008-03-15 00:00:0015. mars 2008Meiriháttar samgöngubætur

Grein vegna viðauka við samgönguáætlun - Fréttablaðið 15.mars 2008.<p>Hafist verður handa við tvær meiriháttar samgöngubætur &ndash; tvöföldun Suðurlandsvegar og Vaðlaheiðargöng &ndash; strax á næsta ári. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi nú í vikunni og kynnt á blaðamannafundi á fimmtudag. Báðar þessar framkvæmdir eru hluti af viðauka við samgönguáætlun 2007-2010, sem ríkisstjórnin boðaði sem hluta af mótvægisaðgerðum vegna niðurskurðar á þorskkvóta.</p> <h3>Tvöföldun til Hveragerðis</h3> <p>Lengi hefur verið talað um tvöföldun Suðurlandsvegar. Slys hafa verið tíð á veginum og umferð þar er mikil og fer vaxandi. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hefjast handa við fyrsta áfanga á tvöföldun vegarins felur því í sér mikil og góð tíðindi fyrir ökumenn. Stefnt er að því að frumdrög umhverfismats á tvöföldun vegarins frá Litlu kaffistofunni að Hveragerði verði tilbúin nú í lok maí. Þá þegar verður hönnun vegarkaflans boðin út og framkvæmd verksins strax í kjölfarið í nóvember. Framkvæmdir við tvöföldun þessa fyrsta áfanga geta því hafist að ári og ætti þeim að ljúka vorið 2011.</p> <h3>Göng um Vaðlaheiði</h3> <p>Vaðlaheiðargöng stytta ökuleiðina milli Akureyrar og Húsavíkur, og þar með hringveginn, um ríflega 16 kílómetra auk þess sem tilkoma þeirra gerir ökumönnum kleift að sneiða hjá vegi sem oft er varasamur að vetri. Nauðsynlegt var orðið að tengja þessi tvö atvinnusvæði, Akureyri og Húsavík, betur saman og engin framkvæmd er betur til þess fallin en Vaðlaheiðargöng. Hér er því án efa um þjóðhagslega hagkvæmt verkefni að ræða, þar sem betri forsendur fyrir vexti og atvinnuþróun á Norðausturlandi mun vitaskuld koma þjóðinni allri til góða. Undirbúningsvinna, nauðsynlegar rannsóknir og mat, hefur þegar farið fram, sem gerir það að verkum að nú er hægt að hefjast handa og ráðast í útboð.</p> <h3>Þreföldun til tengivega</h3> <p>Auk þessara tveggja meiriháttar samgöngubóta boðar ríkisstjórnin til enn frekari aðgerða á sviði samgöngumála. Um 700 milljónum verður varið til framkvæmda á tengivegum víða um land, til viðbótar við þær tæplega 1300 milljónir sem boðaðar voru í framkvæmdir við tengivegi síðastliðið sumar. Alls renna því tveir milljarðar til tengivega á þessu ári, sem er ríflega þreföldun frá fyrra ári. Út frá atvinnusjónarmiðum er mikilvægt að hafa í huga að þessar framkvæmdir henta minni verktökum víða um land ákaflega vel og falla því vel að markmiðum mótvægisaðgerðanna.</p> <h3>GSM og háhraðanet um allt land</h3> <p>Einnig verður hafist handa við lengingu Akureyrarflugvallar, sem eykur notkunarmöguleika flugvallarins til muna. og gert er ráð fyrir að komið verði upp aðstöðu fyrir innanlandsflug á Reykjavíkurflugvelli, til þess að leysa úr aðsteðjandi húsnæðisvanda sem þarfnast úrlausnar, burtséð frá öllum ákvörðunum sem síðar verða teknar um framtíð flugvallarins.</p> <p>Í fjarskiptamálum verður einnig brett upp ermar. Þegar hefur farið fram útboð á lagningu háhraðanets til um 1200 staða á landinu, sem standa fyrir utan áætlanir fyrirtækja á markaði um netuppbyggingu. Þegar þessir staðir verða tengdir hefur ríkisstjórnin náð því markmiði sínu að koma á háhraðaneti um land allt. Uppbygging á GSM neti hefur einnig verið sett á fulla ferð og gera áætlanir ráð fyrir að síðari áfanga í þeirri uppbyggingu ljúki á næsta ári. Jafnvel má gera ráð fyrir, ef áætlanir ganga eftir, að landið allt verði orðið GSM-vætt um áramót.</p> <h3>Sókn í samgöngumálum</h3> <p>Aldrei hefur jafnmiklu fé verið varið til samgöngumála og nú. Það er í samræmi við fyrirheit beggja stjórnarflokkanna á sviði samgöngumála, enda eru góðar samgöngur í víðustu merkingu þess orðs lykillinn að hagvexti og blómlegu mannlífi í landinu.</p> <p>Þær aðgerðir sem nú eru boðaðar og hér hafa verið raktar marka vitaskuld ekki endapunkt á framkvæmdum í samgöngumálum. Meira stendur til. Á það hefur verið bent að ýmsar vegaframkvæmdir á Suðvesturhorninu og þá einkum á höfuðborgarsvæðinu séu orðnar verulega aðkallandi. Undir það tek ég heilshugar. Næsta stórframkvæmd á dagskrá er Sundabraut. Hún hefur alltaf verið forgangsmál í mínum huga. Fyrirhuguð lagning hennar er nú í lögformlegu matsferli.</p> <p></p> <br /> <br />

2008-03-12 00:00:0012. mars 2008Blásið til sóknar á Keflavíkurflugvelli

Ræða á fundi með starfsmönnum Keflavíkurflugvallar, 12.mars 2008.<p><span>Ágætu starfsmenn,</span></p> <p><span>Á morgun mun ég mæla fyrir lagafrumvarpi á Alþingi, þar sem tekið er nýtt og mikilvægt skref í því breytingarferli sem átt hefur sér stað á varnarsvæðinu hér á Keflavíkurflugvelli og í umhverfi hans á undanförnum misserum. Þetta breytingaferli hófst, sem kunnugt er, þegar samningar voru gerðir um skil Bandaríkjamanna á svæðinu til íslenskra stjórnvalda.</span></p> <p><span>Ég segi að þetta frumvarp feli í sér mikilvægt skref. Stórt skref. Tilgangur frumvarpsins er að setja heildstæða löggjöf um rekstur Keflavíkurflugvallar og þá þjónustu sem þar er veitt bæði flugfélögum og farþegum. Þetta þýðir að gera þarf margháttaðar breytingar á yfirstjórn starfseminnar og þjónustu flugvallar og flugstöðvar. Ég er viss um að þær breytingar muni verða til góðs. Gert er ráð fyrir að breytingarnar gangi í gegn á þessu ári og er ljóst að hér verða margir að leggjast á árarnar til að þær gangi hratt og örugglega fyrir sig.</span></p> <p><span><span>Ég er hingað kominn til að kynna þessar breytingar og tala við ykkur um þær og fá álit ykkar. Hverjar eru þessar breytingar helstar? Í stuttu máli eru meginatriði frumvarpsins þau að sameina á rekstur Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf. í opinbert hlutafélag í eigu ríkisins.</span></span></p> <p><span>Einnig verður sett á fót skipulagsnefnd flugvallarsvæðisins og í henni munu sitja fulltrúar sveitarfélaga og samgönguráðuneytis, en gert er ráð fyrir áframhaldandi yfirstjórn utanríkisráðherra í skipulags- og mannvirkjamálum á öryggisvæðinu.</span></p> <p><span>Auk þessara atriða sem lagasetningin sjálf mun ná til, verður leitað leiða til að skapa til frambúðar samstarfsvettvang ríkis og sveitarfélaga um þróun og atvinnuuppbyggingu hér á svæðinu. Hugað verður að þessu atriði í sambandi við umbreytingu á Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf. með beinni eignaraðild sveitarfélaga og aðkomu hins nýja flugvallarfélags.</span></p> <p><span>Með þessum breytingum tel ég að skapa megi forsendur til þess að blása til sóknar í uppbyggingu hér á svæðinu, í kringum þessa mikilvægu starfsemi sem hér fer fram. Svæðið í kringum Keflavíkurflugvöll er og verður í síauknum mæli vaxtarsvæði, eins og raunin er í tilviki fjölmargra alþjóðaflugvalla í heiminum.</span></p> <p><span>Ég veit að einhverjir starfsmenn kunna að hafa áhyggjur af því, þegar blásið er til svona breytinga, að breytingarnar leiði til umróts, uppsagna og þar fram eftir götunum. Slíkar áhyggjur eru skiljanlegar. Ég get hins vegar fullvissað ykkur um það, að þær eru ástæðulausar, eins og ég mun rekja. Við erum hér að blása til sóknar.</span></p> <p><span>Hér verður &ndash; á þessa mikla vaxtasvæði &ndash; þörf á fleira fólki, frekar en hitt &ndash; til lengri tíma litið &ndash; til að sinna allri þeirri miklu þjónustu sem hér er boðið upp á og mun vaxa til muna, á grunni þeirra breytinga sem við nú boðum.</span></p> <p><span>Alþjóðaflugvellir eru mjög víða heilmikil vaxtasvæði. Fyrir nokkrum árum var því spáð af fræðimönnum á þessu sviði að alþjóðaflugvellir yrði eins og hafnir voru áður. Í kringum hafnirnar &ndash; eins og þið þekkið hér á Suðurnesjum &ndash;skapaðist mikið líf. Um víða veröld urðu til hafnarborgir. Hið sama á við um flugvelli. Vegna þess mikla fjölda fólks sem notar flugvelli, þá skapast í kringum þá líf. Það er ekki ástæðulaust að við tölum um flughafnir.</span></p> <p><span>Tala flugfarþega vex nú ár frá ári og eins er mikill vöxtur í fraktflutningum. Á síðasta ári fóru rúmlega tvær milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll og um 60 þúsund tonn af frakt og hefur þessi starfsemi aukist jafnt og þétt síðustu árin. Íslensk sem erlend flugfélög hafa þar starfsemi og nú er í sjónmáli að þróa á flugvallarsvæðinu fleiri tækifæri til þjónustu sem tengist flugi og viðskiptum. Ég er sannfærður um að þegar við höfum gengið í gegnum þetta breytingaferli og þegar nýtt skipulag hefur tekið gildi munum við ná þeim markmiðum að gera stjórnsýsluna skilvirkari, þjónustuna hagkvæmari og vöxtinn meiri.</span></p> <p><span>Tökum dæmi, svona til þess að átta okkur á því hvað hér er í húfi. Einn af þeim flugvöllum sem þykir hvað mest til fyrirmyndar hvað varðar á vöxt í þjónustu við flugfarþega, er flugvöllurinn í Dallas. Í gegnum hann fara um 60 milljón farþegar á ári. Á árinu 2006 voru tekjur flugvallarins um 619 milljón dollarar, eða um 43 milljarðar króna. Það sem vekur hins vegar athygli í þessu er að 60% af tekjum flugvallarins komu frá öðru en flugfélögunum. Hótelrekstur, afþreying ýmiss konar, jafnvel golfvöllur, söfn, ráðstefnusalir og hvað eina &ndash; allt þetta skapaði meirihluta teknanna. Flugvöllurinn í Texas er nú orðinn eitt mesta vaxtasvæðið í fylkinu. Og fleiri flugvelli má nefna, eins og til að mynda Schipholl í Hollandi sem hefur verið hafður nokkuð til hliðsjónar í þeirri hugmyndavinnu sem hér hefur farið fram.</span></p> <p><span>Við getum gert svona hluti hér. Við eigum að hugsa stórt. Við eigum að kynna þetta svæði, Keflavíkurflugvöll og nágrenni, sem stað fyrir ferðamenn til að staldra við, slaka á, njóta þjónustu á heimsmælikvarða á ferð sinni yfir Atlantsála. Vísir að þessu er auðvitað þegar kominn. Bláa lónið, sem hér er í örskotsfjarlægð, nýtur frægðar og vinsælda um víða veröld.</span></p> <p><span>Og meira er hægt að gera. Ljóst er að brottför hersins og fyrirhugaðar breytingar opna á fjölmörg ónýtt tækifæri til nýsköpunar. Hafa verður í huga að flugvöllurinn og nærsvæði hans eru með eitt stærsta ónýtta landsvæði í kringum alþjóðaflugvöll í Evrópu &ndash; þ.e. um 8700 hektara lands.</span></p> <p><span>Flestir flugvellir í Evrópu eru þjakaðir af takmörkunum sem leiðir af nálægð við ört vaxandi þéttbýli sem hindrar frekari vöxt þeirra. Staðsetning Keflavíkurflugvallar er þar að auki á miðju Atlantshafi mitt á milli Evrópu og Ameríku, með gnótt af landsvæði til uppbyggingar, harðduglegt og vinnufúst fólk í næstu byggðum og styrka innviði í flugbrautum, flugstöð og sérhæfðu starfsfólki. Þetta er einstakt. Flugvöllurinn hefur þannig alla burði til að verða segull fyrir uppbyggingu og þróun nýrrar atvinnustarfsemi sem verður lyftistöng fyrir Suðurnesin og landið allt.</span></p> <p><span>Þetta vildi ég segja ykkur, bara svo þið áttið ykkur á því að til grundvallar þessum breytingum er ekki nein samdráttarhugsun eða uppgjöf, heldur þvert á móti. Þetta svæði er á mikilli uppleið og breytingarnar eru ekki síst gerðar til þess að auka við þann vöxt.<span> </span></span></p> <p><span>En nú held ég að það sé rétt, kæru starfsmenn, að ég fari stuttlega yfir forsöguna að þessum breytingum. Í árslok 2006 tóku gildi lög sem kváðu á um skipan mála á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli til bráðabirgða. Varnarsvæðinu var skipt í þrjú svæði sem eru í fyrsta lagi flugvallarsvæðið, sem er starfssvæði Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar og nefnt er svæði A, í öðru lagi öryggissvæði, sem heyrir undir utanríkisráðuneytið og er ætlað til varnarstarfa og kallað er svæði B og í þriðja lagi svæði C, sem er starfssvæði Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.</span></p> <p><span>Meðal ákvæða áðurnefndra laga var að <a id="G2M2" name="G2M2">utanríkisráðherra skyldi að höfðu samráði við samgönguráðherra skipa fimm manna nefnd sérfræðinga til að undirbúa snurðulausa færslu á stjórnun og rekstri Keflavíkurflugvalla til samgönguyfirvalda</a>. Þetta gekk eftir og í skilaði nefndin skýrslu sinni í febrúar 2007 með tillögum um framkvæmd yfirfærslunnar. Ríkisstjórnin skipaði í ágúst 2007 starfshóp sem falið var að undirbúa löggjöf um Keflavíkurflugvöll og skyldi hann hafa til hliðsjónar tillögur áðurgreindrar nefndar um flutning málefna flugvallarins til samgönguráðuneytis og tillögur PricewaterhouseCoopers um atvinnuþróun á svæðinu.</span></p> <p><span>Segja má að starfshópurinn hafi einkum haft tvennt að leiðarljósi við umfjöllun sína um löggjöf um flugvöllinn. Annars vegar að hann geti sem best þjónað til frambúðar borgaralegu millilandaflugi og hins vegar að skapaðar séu forsendur til að nýta tækifæri til atvinnurþóunar í nágrenni flugvallarins. Var ekki síst talið mikilvægt að tengja saman ólíka hagsmuni og tryggja samræmi í skipulagsmálum á svæðinu öllu.</span></p> <p> </p> <p><span>Ég ætla nú að fara örlítið betur í saumana á ákvæðum laganna, meðal annars því sem lýtur að starfsmannamálum.</span></p> <p><span>Samgönguráðherra er með samþykki laganna heimilað að stofna opinbert hlutafélag um rekstur flugvallarsvæðis Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Frumvarpið gerir ráð fyrir að félagið verði allt í eigu ríkisins og að sala þess verði óheimil. Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar fari samgönguráðherra með hlut ríkisins í félaginu. Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum.</span></p> <p><span>Félaginu verður skylt samkvæmt bráðabirgðaákvæði að bjóða starfsmönnum Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. störf. Heimilt verður að undanskilja starfsmenn flugleiðsöguþjónustu Flugmálastjórnar þar sem heimilað verður að flytja þann þátt starfseminnar til Flugstoða ohf. Verði sú heimild nýtt &ndash; en sú ákvörðun verður tekin eftir að sérstök könnun á kostum og þess og göllum hefur farið fram &ndash; ber Flugstoðum ohf. að bjóða þeim störf.</span></p> <p><span>Af þessu sést að lögð verður áhersla á það að tryggja réttindi starfsmanna við þessa breytingu og fer réttarstaða þeirra á tímamótum sem þessum eftir starfsmannalögum og ákvæðum aðilaskiptalaga svo sem verið hefur í hliðstæðum tilvikum. Starfsmannalögin skipta máli hvað varðar hugsanleg réttindi núverandi starfsmanna Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli en þau taka<span> </span> ekki til starfsmanna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem þegar eru starfandi hjá hlutafélagi, þar sem þeir teljast ekki ríkisstarfsmenn.</span></p> <p><span>Aðilaskiptalögin hafa þá þýðingu að aðilaskipti ein og sér geta ekki verið ástæða uppsagna, þær geta aðeins orðið ef efnahagslegar, tæknilegar eða skipulagslegar ástæður hafi í för með sér breytingar á starfsmannahaldi fyrirtækisins. Réttindi og skyldur samkvæmt ráðningarsamningi færast til hins nýja félags og virða skal áfram launakjör og starfsskilyrði samkvæmt kjarasamningi þar til hann rennur út eða nýr samningur tekur við.</span></p> <p><span>Hina nýja félagi er sem sagt ætlað að annast rekstur, viðhald og uppbyggingu flugvallar og reksturs flugstöðvarinnar og starfsemi sem er í beinum tengslum við flugrekstur, rekstur flugvalla og flugstöðvar og aðra starfsemi sem nauðsynlegt er að sé innan haftasvæðis flugverndar. Félaginu verður einnig heimilað að gerast eignaraðili að öðrum félögum og fyrirtækjum, þar með talið er þátttaka í félagi &ndash; þ.e. Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar &ndash; sem ætlað er að annast atvinnuuppbyggingu á nærsvæði flugvallarins. Þetta er áherslubreyting sem hefur mikla þýðingu. Jafnframt verður félaginu leyfilegt að gera samninga við aðra aðila til að ná tilgangi sínum á sem hagkvæmastan hátt.</span></p> <p><span>Að lokum örfá orð um skipulagsmál innan flugvallarsvæðisins. Þau munu áfram njóta nokkurrar sérstöðu. Gert er ráð fyrir að sex manna skipulagsnefnd annist skipulagsmál. Sveitarfélögin þrjú, sem land eiga að flugvallarsvæðinu, Garður, Reykjanesbær og Sandgerði, tilnefna hvert um sig einn fulltrúa í nefndina, umhverfisráðherra einn og Skipulagsstofnun einn og einn skipar samgönguráðherra án tilnefningar. Félagið mun annast gerð deili- og aðalskipulagstillagna fyrir flugvallarsvæðið og leggja fyrir nefndina til afgreiðslu. Gert er ráð fyrir að utanríkisráðherra fari með yfirstjórn skipulags- og mannvirkjamála á öryggissvæðinu. Þá er gert ráð fyrir að skipulagsnefndin geti tekið þátt í gerð svæðisskipulags með nærliggjandi sveitarfélögum, Grindavík og Vogum, auk hinna þriggja sem aðild eiga að nefndinni, í samræmi við ákvæði skipulagslaga. Sama gildir um utanríkisráðherra varðandi öryggissvæðið.</span></p> <p><span>Ég hef nú farið yfir helstu þætti í lagafrumvarpinu, kæru starfsmenn. Gert er ráð fyrir að félagið hefji starfsemi 1. júní á þessu ári og yfirtaki þá rekstur flugvallarsvæðisins og flugstöðvarinnar. Ég tel, eins og ég hef rakið, að með samþykkt þess muni öllum málum Keflavíkurflugvallar vera vel borgið. Hið nýja lagaumhverfi setur ramma um endurnýjaðan þrótt í flugstarfsemi og flugtengdri starfsemi á Keflavíkurflugvelli og nágrenni. Með því er rennt<span> </span> styrkari stoðum undir atvinnulífið á þessu landsvæði og opnað fyrir margs konar þróun og nýsköpun til hagsbóta fyrir þjóðfélagið allt.</span></p> <p><span>Takk fyrir.</span></p> <p> </p> <br /> <br />

2007-12-23 00:00:0023. desember 2007Er tvöföldun þjóðvega lúxus?

Svar við grein Rögnvalds Jónssonar - Morgunblaðið 23.desember 2007.<p>RÖGNVALDUR Jónsson verkfræðingur var nýlega með ágætar vangaveltur í Morgunblaðinu um öryggi vega og varpar spurningum til samgönguráðuneytisins. Umræðan um 2+1 eða 2+2 vegi, kostnað og umferðaröryggi er þörf og við eigum sífellt að hafa samhengi þessara atriða að leiðarljósi.</p> <p>Rétt er að ákveðið hefur verið að hefjast handa um tvöföldun Hringvegarins allt milli Borgarness og Selfoss. Það er stórvirki sem kosta mun mikla fjármuni og að sama skapi bæta umferðaröryggi.</p> <p>Rögnvaldur Jónsson bendir líka á að með því að leggja í nokkru viðaminni vegagerð eða 2+1 veg verður framkvæmdin til muna ódýrari en 2+2 vegur og því unnt að setja þá fjármuni í uppbyggingu slíkra vega annars staðar á landinu eða að byggja upp almennilega þjóðvegi á strjálbýlum svæðum.</p> <p>En er málið svona einfalt? Hér á eftir mun ég leitast við að svara spurningum Rögnvaldar:</p> <p>1) Hvaða ástæður mæla með því að byggja 2+2 vegi í stað 2+1 vegi til Selfoss og Borgarness?</p> <p>Ársdagsumferð (meðaltalsumferð á dag yfir árið) um Suðurlandsveg milli Reykjavíkur og Selfoss er 6 til 9 þúsund bílar eftir hvaða kafla er um að ræða. Um Vesturlandsveg milli Reykjavíkur og Borgarness er umferðin heldur minni eða milli 3.600 og 4.000 bílar á kaflanum milli Hvalfjarðarganga og Borgarness. Í báðum tilvikum er umferðin mest næst borginni.</p> <p>Ef horft er til staðla um afköst vega er deginum ljósara að 2+1 vegur myndi anna umferð um þessa vegarkafla nema allra næst borginni næstu 10 ár og næstu 20 ár þegar horft er til umferðar lengra frá borginni. Hér er miðað við þá tilhneigingu í aukningu umferðar sem verið hefur síðustu árin.</p> <p>Banaslys og alvarleg slys á þessum vegarköflum hafa knúið á aðgerðir. Lagning 2+1 vegar myndi bæta stórlega úr og ekki síst það atriði að aðskilja akstursstefnur. En menn hafa þrýst á um að gengið sé lengra en þetta, að vegirnir verði tvöfaldaðir. Þar er átt við íbúa, sveitarstjórnarmenn og alþingismenn. Reynsla vegfarenda af nýlegum 2+1 kafla yfir Svínahraun hefur frekar ýtt undir þrýsting á að farið verði strax í 2+2 veg á Suðurlandsvegi en sumir hafa talið hann of mjóan.</p> <p>Samgönguyfirvöld stóðu því frammi fyrir þeirri spurningu hvort ráðast eigi í tvöföldun á umræddum vegum strax eða láta 2+1 vegi duga. Ákveðið var að fara þessa leið með þeim rökum að slysatíðnin myndi lækka og fjárfesta í vegum sem duga myndu til langrar framtíðar.</p> <p>2) Telur ráðuneytið það réttlætanlegt að fresta framkvæmdum með því að byggja 2+2 vegi í stað 2+1 vegi?</p> <p>Bréfritari gefur sér að öðrum framkvæmdum verði frestað meðan mikið fjármagn þarf að fara í tvöföldun. Miðað við framlög samkvæmt samgönguáætlun sem nú er unnið eftir verður í engu slakað á framkvæmdum annars staðar á landinu. Vil ég þar nefna Sundabraut sem er í undirbúningi, Bolungarvíkurgöng sem byrjað verður á næsta ár, Vaðlaheiðargöng sem eru á teikniborðinu, lagfæringu vegar milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar sem hefst næsta ár og ný Norðfjarðargöng sem eru í undirbúningi. Allt þetta er til þess fallið að auka umferðaröryggi.</p> <p>3) Hvaða röksemdir eru fyrir því að setja svona mikla fjármuni í 2+2 vegi í staðinn fyrir 2+1 vegi þegar vegakerfið er að stórum hluta ófullkomið hvað varðar m.a. breidd vega, burðarþol, umferðaröryggi o.fl.?</p> <p>Svarið er að nokkru leyti komið fram hér að framan. Rökin fyrir tvöföldun er umferðarþunginn og aukið öryggi sem bréfritari telur lúxus þar sem ná megi svipuðum árangri með 2+1 vegum. En ég ítreka að þessar fjárfreku framkvæmdir munu ekki tefja framgang annarra verkefna. Það er rétt sem felst í spurningunni að margt er enn ógert í vegakerfi okkar en þar verður í engu slakað á og unnið að umbótum á næstu árum í krafti aukinna fjárframlaga.</p> <p>Árin 1966 til 2005 létust 56 vegfarendur í umferðarslysum á Reykjanesbraut en frá því hluti hennar var tvöfaldaður árið 2004 hefur ekkert banaslys orðið þar þó vissulega hafi orðið þar alvarleg slys.</p> <p>Nýlega fjölluðu norskir fjölmiðlar um það að norska vegagerðin er orðin fráhverf þriggja akreina vegum. Reynsla Norðmanna af E6-veginum, en hann er 2+1 og 107 kílómetra langur, er sú að um leið og komið sé inná tvöfalda kaflann hefjist kappakstur og eins rétt áður en tvöfölduninni lýkur. Á síðustu 18 árum hefur, samkvæmt frétt í 24 stundum, orðið þar 21 banaslys en þar eru akstursstefnur reyndar ekki aðgreindar með vegriði. Þetta þýðir þó ekki að þriggja akreina vegir geti ekki átt ágætlega við íslenskar aðstæður.</p> <p>Staðreyndin er hins vegar sú að umferðarspár sýna að umferð á Suðurlandsvegi, svo dæmi sé tekið, verður á næstu tólf árum komin allt upp í 23.000 bíla á sólarhring en talið er að þriggja akreina vegur geti vel þjónað 15.000 bílum.</p> <p>Vilji samgönguyfirvalda er hinn sami og vilji allra íbúa: Að umferðarslysum fækki. Til að svo megi verða þarf tvennt: Góð mannvirki og góða hegðun í umferðinni. Ef við leggjum okkur fram á þessum tveimur sviðum náum við árangri. Hvort tveggja eru verkefni sem vinna þarf að í bráð og lengd.</p> <br /> <br />

2007-12-08 00:00:0008. desember 2007Umferðarslys og skipulagsmál

Grein um samhengi umferðarslysa og skipulags - Morgunblaðið 8.desember 2007.<p>Enn hefur orðið hörmulegt banaslys í umferðinni. Enn á ný horfumst við í augu við að kannski hefði mátt koma í veg fyrir slys ef tilteknum forvörnum hefði verið beitt. Þessi nöturlega staðreynd blasir of oft við þegar banaslys eru annars vegar. Hugur okkar er hjá foreldrum og öðrum aðstandendum litla drengsins í Keflavík og öðrum sem misst hafa ástvini í umferðarslysum.</p> <p>Orsakir slysanna eru margar og misjafnar og oft eru þær nokkrar og samverkandi. Hegðun ökumanns ræður miklu en færi og veður einnig. Stundum er það ástand ökutækis og stundum eitthvað í umferðarmannvirkjunum sem leiðir til slyss eða kemur í það minnsta ekki í veg fyrir það og afleiðingar þess.</p> <p>Æ meira er nú horft til þess að gera umferðarmannvirki þannig úr garði að þau og umhverfi þeirra dragi eins og kostur er úr afleiðingum slysa og áverka ef eitthvað fer úrskeiðis í akstrinum. Þetta á einnig við um skipulag gatna, íbúðarhverfa og þjóðvega sem er tilefni þessarar greinar.</p> <h3>Skipulag skiptir máli</h3> <p>Mörg rótgróin bæjarfélög í landinu búa við skipulag sem er barn síns tíma sem í dag ræður ekki við sívaxandi umferð í bæjunum. (Það á raunar við þjóðvegakerfið líka sem við erum orðin eftir á með að endurnýja og byggja upp.) Skipulag gömlu hluta bæjanna byggist oft á aðalgötum, tengibrautum og safnbrautum sem erfitt getur verið að greina á milli. Þegar umferð um aðalgöturnar gerist tafsöm leitar hún í tengigötur og safngötur og þar standa yfirleitt íbúðarhús. Oft er því lítill munur á húsagötu, safngötu og tengibraut. Þetta eru iðulega nokkuð breiðar götur sem þýðir að hraðinn er jafnmikill og á aðalgötunum. Þetta skipulag býður hættunni heim því að við þessar íbúðargötur er fólk á ferli, ekki síst börn, og allir vita að þau eru kvik og frá á fæti.</p> <p><span>Ný íbúðarhverfi hafa í seinni tíð verið skipulögð þannig að aðalumferðaræðar liggja utan við hverfin, þær tengdar saman með tengigötum þar sem hraða er haldið niðri til dæmis með hringtorgum. Inn í hverfin sjálf liggja síðan safngötur, gjarnan með hraðahindrunum eða þrengingum, og stuttar húsagötur. Þar er hámarkshraðinn oft 30 km á klst. Skipulag þetta kallast flokkað gatnakerfi og er til þess fallið að draga úr óþarfa umferð inni í íbúðarhverfum, hraða hennar og þeirri <span>hættu að gangandi stafi ógn og hætta af umferð bíla.</span></span></p> <p>Það er því varasamt að horfa framhjá þessari hugmyndafræði hins flokkaða gatnakerfis þegar ný hverfi eru skipulögð. Ný stefna hefur hins vegar numið land sem felur í sér afturhvarf til fyrri tíma þar sem gert er ráð fyrir að umferðin geti flætt um allt viðkomandi hverfi án þess að eiga beinlínis erindi í það. Þetta hefur verið orðað svo að verið sé að fjölfalda 101 Reykjavík og þannig megi efla samskipti íbúanna. En jafnvel þótt gripið sé til hraðahindrandi aðgerða í slíku gatnakerfi, sem að vísu duga misvel gagnvart öflugum bílum nútímans, þá er ekkert sem kemur í staðinn fyrir rólega húsagötu sem er algjörlega án umferðar sem á þangað ekkert erindi.</p> <h3>Umferð beint á stofnbrautir</h3> <p>Í nýlegri úttekt Reykjavíkurborgar á umferðaröryggi 30 km hverfa kom í ljós að slysatíðni er hæst í 101 Reykjavík, einmitt þar sem umferðin getur flætt hindrunarlítið í gegnum hverfið og flokkun gatna er lítil sem engin. Í úttektum á slysatíðni á öðrum götum kemur einnig í ljós að slysatíðni á vel útbúnum stofnbrautum með mislægum gatnamótum er með lægsta móti en götur sem eru með mismunandi hlutverk eru yfirleitt með háa slysatíðni. Það er því allt sem mælir með því að hindra að óviðkomandi umferð fari um húsagötur og safngötur og henni verði beint að afkastamiklum stofnbrautum þar sem hún kemst leiðar sinnar á greiðan og öruggan hátt.</p> <p>Gatnaskipulag íbúðarhverfa á fyrst og fremst að þjóna þeim sem þar búa. Þar verða öryggissjónarmið að vera efst á blaði og hámarkshraðinn sem minnstur. Umferðin safnast í rólegheitunum að stærri götunum og síðan út úr hverfinu. Á sama hátt þegar menn koma inn í hverfið er hinn takmarkaði hámarkshraði skýrt tilgreindur bæði með góðum merkingum sem og gerð gatnanna. Hringtorg, þrengingar, hraðahindranir og skýrar hraðamerkingar eru lykilatriði í íbúðarhverfunum auk eftirlits lögreglu.</p> <div> <p>Ef við ætlum að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að fækka slysum verðum við að skoða alla möguleika. Við getum bætt hegðan okkar, við vitum að það er víða nauðsynlegt að grípa til ákveðinna aðgerða og við vitum að allt kostar það fjármuni. Samgönguyfirvöld og sveitarfélög þurfa að láta umferðaröryggismál njóta forgangs &ndash; meðan svo er ekki getum við ekki vænst þess að slysunum fækki.</p> </div> <br /> <br />

2007-11-21 00:00:0021. nóvember 2007Sparnaður og minni losun með vistakstri

Grein um hagkvæman akstur - Morgunblaðið 21.nóvember 2007.<p>Vistakstur hefur komið til umræðu síðustu misserin en með slíkum akstri má minnka eldsneytisnotkun að minnsta kosti um 10% og draga úr losun mengandi efna. Vistakstur fellur þannig mjög vel að umhverfismarkmiðum samgönguáætlunar.</p> <p>Með vistakstri er átt við aðferðafræði í akstri sem miðar einkum að því að aka mjúklega og huga jafnframt að ýmsum atriðum varðandi umhirðu bílsins.</p> <p>Akstur með þessu lagi er vistvænn og hagkvæmur andrúmsloftinu og um leið lækkar eldsneytiskostnaður sem þýðir sparnað fyrir notandann. Enn ein jákvæð afleiðing vistaksturs er aukið umferðaröryggi þar sem menn verða meðvitaðri um akstur sinn og hafa hugann betur við hann. Af þessum sökum öllum mætti allt eins segja að vistakstur sé skynsemisakstur.</p> <p>Hérlendis hefur Ökukennarafélag Íslands haft forgöngu um að kynna vistakstur. Félagið hefur staðið fyrir námskeiðum fyrir félagsmenn sína, ökukennara sem vilja bjóða nemendum og öðrum ökumönnum að nýta þessa aðferðafræði. Þá hefur ferðaþjónustufyrirtækið Hópbílar, sem einnig rekur Hagvagna, gengist fyrir námskeiðum um vistakstur fyrir bílstjóra sína í samræmi við umhverfisstefnu fyrirtækisins.</p> <p>Vistakstur getur því jafnt átt við fólksbíla og stóra sem litla atvinnubíla.</p> <h3>Hegðunin hefur mest áhrif</h3> <p>Í skýrslu um umhverfismat fyrir tillögu að samgönguáætlun áranna 2007 til 2018 er fjallað um áhrif samgangna á loftslag. Þar kemur fram að mæta þurfi aukningu útblásturs sem hlýst af auknum akstri með mótvægisaðgerðum sem annaðhvort snúast um að minnka losun eða binda kolefni. Er fyrst og fremst horft til lausna sem felast í sparneytnari bílum og nýtingu umhverfisvænni orkugjafa.</p> <p>Einnig segir í skýrslunni: ,,Hegðun fólks hefur einna mest áhrif á eldsneytisbrennslu. Bæði það hvernig fólk notar bílinn sem samgöngutæki og hvernig það ekur honum getur haft mikil áhrif. Í samgönguáætlun er talað um beitingu áróðurs og menntunar til að kenna fólki vistakstur. Fjöldi stuttra bílferða innanbæjar eru umhugsunarefni fyrir samgönguyfirvöld og sveitarfélög. Gefst þar færi á að minnka allverulega eldsneytisnotkun heimilanna.&ldquo;</p> <p>Unnt er að fræðast um vistakstur til dæmis með því að sækja námskeið hjá ökukennara. Einnig er hægt að gera tilraunir áður en til þess kemur og freista þess að meta hvaða árangri unnt er að ná. Hér eru nokkrar ábendingar sem dæmi um hvernig við getum breytt hugsunarhætti okkar við akstur og vitanlega er ekki alltaf hægt að fara eftir þessu til hins ýtrasta.</p> <ul> <li>Auktu hraðann ákveðið. Hér er átt við að menn aki rösklega af stað en án þess að stíga í botn.</li> <li>Hægðu á þér með því að sleppa bensíngjöf í tíma &ndash; til dæmis þegar rautt ljós er framundan.</li> <li>Dreptu á vélinni. Alltof algengt er að við látum vélina ganga meðan makinn skreppur inn í búð eða meðan við fylgjum börnunum í leikskólann. Við skóla og leikskóla er líka iðulega bent á að bíll í lausagangi mengar.</li> <li>Óþarft er að hita upp bílinn áður en lagt er af stað að morgni. Það skal hins vegar viðurkennt að freistandi er að setja í gang og skafa síðan rúðurnar.</li> <li>Best er að geta skipulagt aksturinn. Tíu mínútna óþarfa akstur á klukkutíma ferð þýðir 14% minni nýtingu eldsneytis.</li> <li>Athugaðu loftþrýsting í hjólbörðum reglulega. Réttur þrýstingur getur minnkað eldsneytisnotkun um 2-5% og hjólbarðar endast betur. Hæfilegt er að athuga þrýstinginn tvisvar í mánuði.</li> <li>Hentu út óþarfa dóti. Aktu ekki um með toppgrind eða farangurshólf á þakinu árið um kring þar sem það veldur óþarfa loftmótstöðu. Farangursbox getur aukið eldsneytisnotkun um einn lítra á hverja 100 km. Einnig er ráðlagt að nota nagladekk hóflega þar sem þau auka á svifryk og hafa meiri eldsneytisnotkun í för með sér.</li> <li>Reglulegt þjónustueftirlit. Farið eftir leiðbeiningum í handbók bílsins. Reglulegt eftirlit, stilling, skipting á olíu og síum getur dregið úr eldsneytisnotkun. Hugsanlega þarf að skipta oftar um síur en handbók segir til um ef mikið er ekið á malarvegum.</li> </ul> <p>Af þessu má sjá að vistakstur er eins konar hugmyndafræði sem ökumenn geta tamið sér ef þeir vilja leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfið. Beinn ávinningur fyrir hvern og einn er minni eldsneytiskostnaður. Má gera ráð fyrir að sparnaður vegna þessa geti verið kringum 18 til 22 þúsund krónur á fólksbíl miðað við meðalakstur á ári. Þar fyrir utan má fastlega gera ráð fyrir að þessi breytta hegðan leiði ósjálfrátt til aukins umferðaröryggis. Með vistakstri hugsum við líka aðeins út fyrir okkar daglega ramma, verðum meðvitaðri um að jarðefnaeldsneyti endist ekki til eilífðarnóns.</p> <br /> <br />

2007-11-15 00:00:0015. nóvember 2007Gæði og fagmennska eru meginstoðir

Ávarp við upphaf aðalfundar Ferðamálasamtaka Íslands, að Flúðum 15.nóvember 2007.<p><span>Það er mér sönn ánægja að fá að ávarpa aðalfund Ferðamálasamtaka Íslands hér í dag, hugsanlega er það mitt eina tækifæri en verði samgöngumál einhvern tímann á dagskrá hjá ykkur er ég reiðubúinn til að mæta aftur.</span></p> <p><span>Á þessum stutta tíma sem ég hef farið með ráðuneyti ferðamála hefur verið lokið við endurskoðun ferðamálaáætlunar 2006-2015, sem forveri minn ýtti úr vör, auk skýrslu um framkvæmd hennar fram að þessu sem ég lagði fram á Alþingi á dögunum. Verki þessu stýrði Magnús Oddsson, ferðamálastjóri af miklum myndarskap.</span></p> <p><span>Einnig lagði öflug nefnd um skemmtiferðaskip nýlega fram tillögur sem snúa að móttöku skipanna, hafnargjöldum og nauðsyn á eflingu markaðsstarfs. Ég vil hvetja fundarmenn til að kynna sér skýrsluna sem er viðamikil og frekar skemmtileg samantekt á þessum geira.</span></p> <p><span>Af öðrum verkefnum nefni ég Grímseyjarferjuna en endurbætur á henni eru komnar vel á veg. Sýnist mér sem þarna sé að verða til spennandi viðbót við ferðaþjónustuna í landinu.</span></p> <p><span>Þá munu málefni Keflavíkurflugvallar færast til samgönguráðuneytis á næstunni og áform um byggingu samgöngumiðstöðvar í Reykjavík eru að verða mjög raunhæf.</span></p> <p><span>Langþráð lenging flugbrautarinnar á Akureyri er komin á dagskrá auk þess sem stefnt er að útboði á göngum á milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar.</span></p> <p><span>Allt eru þetta innviðir sem nýtast munu ferðaþjónustunni.</span></p> <p><span>Eins og ykkur er kunnugt þá er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar gert ráð fyrir að málefni ferðaþjónustunnar flytjist frá samgönguráðuneyti til iðnaðarráðuneytis um áramót. Um þetta eru auðvitað skiptar skoðanir en það er mín skoðun að ferðaþjónustan falli vel að verkefnum iðnaðarráðuneytisins á sviði byggðamála, nýsköpunar og jafnvel orkumála. Við þetta bjóðast ný tækifæri sem munu stuðla enn frekar að framgangi ferðaþjónustunnar.</span></p> <p><span>Á næstu tveimur árum verður 180 milljónum varið beint til mótvægisaðgerða í ferðaþjónustu vegna niðurskurðar aflaheimilda og verður aðferðarfræðin við úthlutun fjármunanna kynnt fyrir árslok.</span></p> <p><span>Samgönguráðuneytið er aðili að menningarsamningum við samtök sveitarfélaga um allt land en heildarframlag til þessara samninga hleypur á hundruðum milljóna á ári. Aðild samgönguráðuneytisins er fyrst og fremst til að efla menningartengda ferðaþjónustu. Ég hvet ykkur til að fylgjast með starfi menningarráðsins á ykkar svæði en þau halda utan um framkvæmd samninganna og auglýsa styrki.</span></p> <p><span>Framlög til Ferðamálastofu voru aukin verulega á þessu ári til að standa að rekstri upplýsingamiðstöðva og svæðisbundnu markaðsstarfi og þið í Ferðamálasamtökum Íslands hafið haft mikið um að segja hvernig þessum fjármunum er varið. Markaðsstofur víða um land hafa síðan verið styrktar sérstaklega af stjórnvöldum. Er mjög gott að fundurinn ætli að fara ofan í þau mál hér í dag enda hefur hvert svæði sína sérstöðu og væntanlega sína sýn á hvernig þessum málum skuli háttað.</span></p> <p><span>Ein af meginstoðum íslenskrar ferðaþjónustu og þar með markaðssóknar eru gæði og fagmennska þeirra sem taka á móti ferðamanninum og tryggja að upplifun hans sé í samræmi við væntingar. Því fagna ég því að hér á eftir verði fjallað um menntun og öryggismál sem eru stór hluti af gæðunum.</span></p> <p><span>Fundargestir. - <span>Margs konar nýsköpun og þróun hefur verið innan ferðaþjónustunnar undanfarin ár. Tilraunir hafa verið gerðar sem sumar eru dæmdar til að mistakast en aðrar heppnast vel. Við þurfum að halda áfram á þeirri braut - gera tilraunir og prófa okkur áfram.</span></span></p> <div> <p><span>Ég er ekki sérfræðingur í ferðamálum eða sérstaklega frjór hugmyndasmiður. En mætti ekki vinna meira út frá hugmyndum um mjög sérhæfðar ferðir, erfiðar gönguferðir, jöklaferðir, skíðaferðir og vetrarferðir á óbyggð svæði, dvelja á Hornströndum í viku í skammdeginu, sambandslaus og háður náttúruöflunum, fá hingað fólk sem vill kynnast einhverju allt öðru en sól og sandi? Getur ekki heilbrigðisþjónustan fengið fólk í aðgerðir sem ferðaþjónustan tekur síðan við og býr til sérhæfðar heilsuferðir eða heilsuvikur hér og þar á landinu?</span></p> <p><span>Ég veit að þið hafið miklu fleiri hugmyndir og vil brýna ykkur til dáða á ykkar mikilvæga vettvangi! Ég óska ykkur að lokum góðs aðalfundar og ánægjulegrar dvalar hér á Flúðum. Ferðamálasamtökum Íslands óska ég farsældar í störfum sínum. Takk fyrir.</span></p> </div> <br /> <br />

2007-07-31 00:00:0031. júlí 2007Hvatt til ábyrgðar í umferðinni

<P></P> <P>Ávarp á blaðamannafundi um umferðaröryggismál í aðdraganda verslunarmannahelgarinnar árið 2007. </P><p>Ágætu blaða- og fréttamenn</p> <p>Tilgangur þessa fundar, sem við höldum nú þegar ein mesta ferðamannahelgi ársins er framundan og með aðstoð ykkar fjölmiðlafólks, er að hvetja alla ökumenn til að aka varlega, draga úr umferðarhraða, spenna beltin og muna að blanda ekki áfengi eða öðrum fíkniefnum við aksturinn.</p> <p>Með þessu sýnum við samfélagslega ábyrgð á þátttöku í umferðinni.</p> <p>Okkur er öllum hollt að staldra við og brýna okkur sjálf til þess að sýna ábyrgð í umferðinni og raunar ekki aðeins um þessa helgi heldur alltaf.</p> <p>Þá vil ég einnig koma betur á framfæri upplýsingum, til þeirra ökumanna sem ekki vilja vera ábyrgir þátttakendur í umferðinni, um þau hertu viðurlög við umferðarlagabrotum sem tekið hafa gildi á liðnum vikum og mánuðum.</p> <p>Jafnframt kynnum við hér skilti og upplýsingar á ensku sem ætlaðar eru erlendum ferðamönnum en það er orðið sífellt mikilvægara að kynna þeim ýmsan séríslenskan vanda sem tengist akstri á íslenskum vegum, hvort heldur hraðamörkin eða akstur á malarvegum svo dæmi séu tekin.</p> <p>Viðurlög við umferðarlagabrotum, sektir, punktakerfi, svipting ökuleyfis og að gera ökutæki upptæk eru alltaf ákveðið neyðarúrræði sem beitt er þegar akstur manna hefur farið úr böndum.</p> <p>Því miður hefur hegðun sumra í umferðinni hjá okkur verið þannig að hún kallaði á þessi hertu viðurlög. Lítill hópur verður til þess að löggjafinn setur þröng mörk og þeim er fylgt eftir með öflugu eftirliti og aðhaldi lögreglu</p> <p>Það er aldrei gaman að refsa eða beita viðurlögum og er ekki markmið heldur tæki til að hafa áhrif á hegðun til að tryggja öryggi annarra.</p> <p>Við umberum ekki vítaverða hegðun í umferðinni.</p> <p>Við höfum gnægð dæma um þannig hegðun sem leitt hefur af sér dauða og örkuml. Við kærum okkur ekki um slíka áhættuhegðun í umferðinni.</p> <p>Þetta vitum við sem ökumenn og langstærsti hluti ökumanna hegðar sér eðlilega í umferðinni og virðir umferðarlög og réttindi annarra.</p> <p>En ég taldi rétt að hnykkja á þessum atriðum og brýna enn og aftur fyrir okkur öllum að halda áfram vel á spöðunum í umferðinni.</p> <p>Til þessa hafa mun færri banaslys orðið í umferðinni en á sama tíma í fyrra. Ég minni hins vegar á að verstu mánuðirnir í fyrra voru ágúst og október.</p> <p>Við megum því hvergi slaka á og við megum ekki láta freistast til glannaskapar. Við vitum aldrei hvað slík augnablik geta kostað.</p> <p>Við afhendum hér á eftir útdrátt um þessi hertu viðurlög og ég vil aðeins staldra við nokkur atriði varðandi þau.</p> <ul> <li>Sektir við umferðarlagabrotum hafa verið hækkaðar. Menn eru þegar farnir að finna fyrir því. Sektarupphæðir eru mun hærri, menn fá fleiri punkta í ökuferilsskrá og sviptingu ökuleyfis og akstursbanni er beitt fyrir alvarleg brot.</li> <li>Nú er með heimild í umferðarlögum hægt að gera ökutæki upptæk vegna ákveðinna alvarlegra og ítrekaðra brota á lögunum. Þar er bæði um að ræða heimild en í ákveðnum tilvikum er einnig um skyldu að ræða að gera ökutæki upptæk. Mál vegna hugsanlegrar upptöku ökutækja eru þegar í gangi.</li> <li>Þá vil ég einnig vekja athygli ungra ökumanna á akstursbanni sem hægt er að beita gegn ökumönnum með bráðabirgðaskírteini.</li> <li>Byrjandi í umferðinni, þ.e sá sem hefur bráðabirgðaökuskírteini, skal sæta akstursbanni þegar hann hefur fengið fjóra eða fleiri punkta vegna umferðarlagabrots. Í framhaldinu þarf hann að sitja námskeið og taka próf að nýju. Þetta er harkaleg aðgerð og ljóst að menn þurfa ekki að brjóta oft af sér til að fá fjóra punkta. Þegar ekið er gegn rauðu ljósi eru fjórir punktar skráðir, tveir ef stöðvunarskylda eða forgangur á gatnamótum eru ekki virt og þrír ef gangbrautarréttur er ekki virtur.</li> </ul> <p>Með þessu teljum við unnt að veita ungum ökumönnum strax slíkt aðhald að þeir hugsi sig um áður en ekið er af stað.</p> <ul> <li>Að lokum vil ég vekja sérstaka athygli á umferðaröryggisáætluninni sem er hluti samgönguáætlunar fyrir árin 2007 til 2010. Þar eru verulegir fjármunir lagðir í hert eftirlit, áróður, fræðslu og aðgerðir á þjóðvegakerfinu þar sem slys hafa verið tíð. Allar þessar aðgerðir miða að því að draga sem mest úr slysum í umferðinni.</li> </ul> <p>Ég vil að lokum biðja fyrir eftirfarandi orðsendingu til ökumanna:</p> <ul> <li>Sýnum aðgæslu í umferðinni, ökum á löglegum hraða í samræmi við aðstæður með beltin spennt og án vímuefna.</li> <li> <p>Það verður mikil umferð um helgina. Gerum ráð fyrir að allar ferðir okkar taki lengri tíma en vanalega, ætlum okkur meiri tíma. Það er betra að koma of seint í áfangastað en komast alls ekki.</p> </li> <li>Sýnum ábyrga hegðun í umferðinni.</li> </ul>

2007-07-02 00:00:0002. júlí 2007Sýnum viljann í verki og ökum varlega

Grein um umferðarmenningu - Morgunblaðið, 2.júlí 2007.<p>Ástæða er til að fagna mjög framtaki hjúkrunarfræðinganna á Landspítala &ndash; háskólasjúkrahúsi um gönguna gegn slysum. Sá mikli fjöldi sem tók þátt í göngunum í Reykjavík, á Akureyri og Selfossi sýnir að mínu mati vel að mál er að umferðarslysum linni. Næsta skref er að aka gegn umferðarslysum og það er á okkar valdi.</p> <p>Það var vel til fundið að sleppa blöðrum til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðarslysum og þeirra sem slasast hafa alvarlega. Þetta var okkur lifandi áminning um fjöldann, að allur þessi fjöldi skuli hafa slasast og látist í umferðinni. Um leið voru blöðrurnar áminning til okkar um það hversu fljótt við gleymum þeim. Við heyrum fréttir af hörmulegum slysum og fyllumst ónotum en síðan líða þær okkur úr minni eins og blöðrurnar sem hurfu.</p> <p>Við skulum ekki gleyma lengur. Við skulum halda áfram þeirri jákvæðu vitundarvakningu sem hafin er. Höfum í huga ábyrgð okkar sem bílstjóra. Við erum búin að tala lengi um hversu brýnt það er að bæta okkur í umferðinni. Það sem við eigum að gera núna er að láta verða af því.</p> <p>Við eigum mörg eftir að aka víða um í sumar. Við eigum eftir að fá mörg tækifæri til að sýna að við getum farið eftir umferðarreglum og ekið eftir aðstæðum. Við eigum áreiðanlega líka eftir að lenda í þeirri freistingu að ,,gefa í" undir ákveðnum kringumstæðum. Þá er mikilvægt að minnast þess af hverju við tókum þátt í göngunni &ndash; að við ætlum að sýna af okkur ábyrga hegðun og að við ætlum ekki að valda slysi eða lenda í slysi. Sýnum þann styrk að okkur finnist það ekki sniðugt að ,,gefa í". Sýnum þá ábyrgð að spenna alltaf beltin og sýnum þá ábyrgð að aka aldrei undir áhrifum.</p> <div> <p>Ég vil að lokum þakka hjúkrunarfræðingunum sérstaklega fyrir framtakið. Sýnum viljann í verki og ökum varlega.</p> </div> <br /> <br />

2007-06-16 00:00:0016. júní 2007Enn mun reimt á Kili

Grein um veg yfir Kjöl - Morgunblaðið, 16.júní 2007.<p>Vegna umræðna síðustu daga um vegagerð á Kjalvegi þykir mér rétt að gera betur grein fyrir afstöðu minni til þeirrar hugmyndar að leggja upphækkaðan heilsársveg milli Norður- og Suðurlands. Einkahlutafélagið Norðurvegur setti fyrir nokkrum misserum fram hugmynd um að lagður yrði upphækkaður heilsársvegur um Kjöl og hefur félagið staðið fyrir ýmsum rannsóknum vegna hugmyndarinnar. Með því styttist leið milli Norðurlands og Suðurlands, létt yrði á Hringveginum og meðal jákvæðra afleiðinga væri aukið umferðaröryggi, hagkvæmni myndi nást og minni útblástur verða frá umferð.</p> <p>Þetta er allt gott og blessað. Hins vegar er alveg eftir að kanna hver yrðu áhrif á umhverfið af slíkri framkvæmd og tilheyrandi umferð um nýjan veg og hvort hann fellur að skipulagi miðhálendisins. Þess vegna er mjög mörgum spurningum ósvarað áður en unnt er að ákveða nokkuð í þessu sambandi.</p> <p>Víðernin á hálendi Íslands eru verðmæt og þau eru sérstæð. Mikil umræða hefur farið fram síðustu árin í tengslum við virkjanir og stóriðju og hvort og hvernig framkvæmdir á þeim sviðum samræmast náttúruvernd. Þessi umræða þarf einnig að fara fram hvað varðar vegi á hálendi Íslands. Í umhverfisskýrslu með tillögu að tólf ára samgönguáætlun kemur fram að ekki liggur fyrir samræmd stefna stjórnvalda um landnotkun á hálendinu og þar með hvers konar vegi megi sjá fyrir sér þar í framtíðinni. Á næstunni þurfum við að standa fyrir opinni umræðu um hvernig við viljum fara með þessi mál. Hér koma mörg sjónarmið til álita og hér eru margs konar og ólíkir hagsmunir til skoðunar. Við þurfum að draga þau öll fram og komast að niðurstöðu í framhaldi af því. Fyrsta skrefið gæti verið ráðstefna þar sem sérfræðingar reifuðu málið út frá náttúruvernd, byggðasjónarmiðum, þjóðhagslegum sjónarmiðum og mannlífinu almennt. Kalla ég hér með eftir hugmyndum um útfærslu slíkrar umræðu.</p> <p>Af þessu má ljóst vera að ritstjóri Morgunblaðsins getur sofið rólegur því ég er ekki að rjúka til og standa fyrir lagningu á nýjum vegi yfir Kjöl. Og ég get líka fullvissað hann um það að við Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra munum komast að sameiginlegri niðurstöðu í þessu máli. Vonandi verður þetta til þess að kveða niður draugaganginn sem þetta mál hefur vakið upp á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins, þó enn muni reimt á Kili eins og segir í kvæðinu góða.</p>

2007-06-03 00:00:0003. júní 2007Fögnum 70 ára flugsögu

<BDO id=ART:Subtitle collection="Article" prompt="Subtitle">Ávarp á afmælisfagnaði Icelandair sunnudaginn 3. júní 2007</BDO><p><span>Við fögnum hér í dag 70 ára íslenskri flugsögu sem nú heitir Icelandair en hófst með stofnun Flugfélags Akureyrar hér í þessum bæ. Þar voru framsýnir og dugandi menn á ferð sem sáu að flugið gat skipt sköpum í samgöngumálum þjóðarinnar.</span></p> <p><span>Þannig hefur það verið allar götur síðan. Flugið óx og dafnaði og hefur í gegnum árin átt góða daga og slæma en aðallega góða og við fögnum þeim í dag.</span></p> <p><span>Stofnun Flugfélags Akureyrar lagði grunninn að því atvinnuflugi sem nú er stundað á Íslandi. Þeir framsýnu og dugandi menn sem hófu sig til flugs létu ekki bugast þótt flugskilyrðin væru ekki alltaf góð. Þeir fundu ávallt leiðir til að halda áfram rekstri og sinna þeirri mikilvægu þjónustu sem þeir stofnuðu til og íslenskur almenningur var fljótur að notfæra sér. Það gat þurft að breyta rekstrarformi, stofna nýtt félag og fá hentugri vélar allt eftir því hvernig viðraði hverju sinni og þannig hefur það alltaf verið.</span></p> <p><span>Við þekkjum gömlu góðu nöfnin Flugfélag Íslands, Loftleiðir, Flugleiðir og Icelandair &ndash; og ég veit ekki hvort má bæta við öðrum nöfnum eins og Air Viking, Arnarflugi, Vængjum, Íslandsflugi og Air Atlanta &ndash; en allt eru þetta þættir í flugsögunni sem við þurfum að halda til haga þótt við stöldrum í dag fyrst og fremst við Flugfélag Akureyrar og beina afkomendur þess. Um þessa 70 ára sögu getum við fræðst hér og það er þarft framtak að búa um hana hér í Flugsafninu á Akureyri sem senn verður opnað formlega með enn meiri sögu.</span></p> <p><span>Og úr því við tölum um söguna er ekki úr vegi að hæla öllum þeim sem stýrt hafa Icelandair, Flugleiðum, Flugfélagi Íslands og Flugfélagi Akureyrar fyrir að halda til haga þessu sögubroti sem er svo verðmætt í atvinnusögu þjóðarinnar.</span></p> <p><span>Í þessari atvinnugrein eða viðloðandi hana hafa alltaf verið einstaklingar sem hafa gætt þess að ljósmynda, kvikmynd, skrá og halda til haga á einhvern hátt merkilegum áföngum í starfi þessara fyrirtækja. Þetta efni þarf að varðveita og gera sýnilegt og þess njótum við nú að geta í hnotskurn séð þessa 70 ára sögu og kannski séð andlit eða rifjað upp nöfn sem við þekkjum eða þekkjum til.</span></p> <p><span>Ég vil að lokum óskað Icelandair til hamingju með daginn, með farsæla 70 ára sögu og óska því fararheilla um alla framtíð.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <br /> <br />

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira