Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Sturlu Böðvarssonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2007-04-23 00:00:0023. apríl 2007Aukið fé í umferðaröryggisáætlun

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra flutti ávarp við setningu alþjóðlegrar umferðarviku sem hófst í dag. Ráðherra greindi frá nokkrum atriðum umferðaröryggisáætlunar og býnir ökumenn og aðra þátttakendur í umferðinni til ábyrgrar hegðunar.<p style="text-align: justify;"><span>Umferðarslys og afleiðingar þeirra eru eitt mesta heilbrigðisvandamál okkar. Það á við um Ísland, nágrannalönd okkar og raunar alla heimsbyggðina. Það er sama hvert litið er, alls staðar tekur umferðin sinn toll og alls staðar kostar hún ómældar þjáningar og sorg fyrir utan eigna- og fjárhagstjón. Þetta er mat Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Umferðarslys eru því alþjóðlegt vandamál og það er ekki að ástæðulausu sem Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir alþjóðlegri umferðaröryggisviku. Um 1,2 milljónir manna bíða árlega bana í umferðarslysum og milljónir til viðbótar eru slasaðir og örkumlaðir.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Við Íslendingar þekkjum þessar hliðar umferðarinnar og við höfum ekki farið varhluta af þeirri skelfingu sem umferðarslys eru. En við höfum enga ástæðu til að sitja þegjandi eða aðgerðalaus hjá þessum voða. Við erum sammála um að aðgerða er þörf og þannig hafa bæði almenningur og yfirvöld gripið í taumana.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Við þurfum að gera betur og þess vegna tökum við þátt í umferðaröryggisviku. Við notum tækifærið og reynum að bregðast við of mörgum slysum sem langoftast stafa af <span style="text-decoration: underline;">of miklum hraða</span> eða <span style="text-decoration: underline;">bílbelti eru ekki notuð</span> eða <span style="text-decoration: underline;">menn setjast ölvaðir undir stýri</span>.</span></p> <p><span>Hver eru viðbrögð okkar við þessu?</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Viðbrögðin koma fram í umferðaröryggisáætlun þar sem er bæði stefnt að auknu aðhaldi og aðgerðum af hálfu lögreglu og lögð áhersla á vitundarvakningu til að byggja upp eins konar öryggismenningu í umferðinni.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Alls verður varið 1.763 milljónum króna til umferðaröryggisaðgerða næstu fjögur ár.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="text-decoration: underline;">Sem dæmi um aukið umfang má nefna að nú verður lögreglan mun sýnilegri en fyrr og eftirlitið verður aukið</span><span>. Lögreglan hefur fengið meiri tækjabúnað til að fylgjast með ökuhraða. Eftirlitsmyndavélar hafa verið settar upp í þéttbýli og við þjóðvegi og þeim verður fjölgað. Þá hefur einnig verið fjölgað myndavélum í lögreglubílum og lögreglumótorhjólum. Lögreglan hefur einnig fengið fleiri öndunarsýnamæla sem auðveldar eftirlit með ölvunarakstri. Nálega 500 milljónum króna verður varið í þetta verkefni.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="text-decoration: underline;">Við aukum öryggi með umbótum í vegakerfinu</span><span>. Um 450 milljónum króna verður varið til aðgerða á svartblettum í vegakerfinu og um 290 milljónir fara í að bæta umhverfi vega víða um land. Samgöngumannvirki, vegir og umhverfi, geta ráðið miklu þegar slys verða. Við höfum því bætt staðla, vegir verða breiðari, það er skipulega unnið að því að fækka einbreiðum brúm og á öllum umferðarmestu vegunum verður að aðskilja akstursstefnur. Þá hefur verið tekin upp úttekt á vegakerfinu. Niðurstöður hennar eru notaðar til að ráðast í umbætur þar sem vegir fá ekki nógu góða einkunn.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="text-decoration: underline;">Við aukum fræðslu og áróður og tökum upp nýjungar í ökukennslu</span><span>. Frá byrjun næsta árs verður það skilyrði til að fá fullnaðarökuskírteini að ökunemar hafi fengið þjálfun í ökugerði, sérstöku akstursæfingasvæði. Við höfum verið að efla umferðarfræðslu í skólum og hún þarf að vera samfelld, ég segi næstum frá vöggu til grafar, byrja í leikskóla, halda áfram gegnum grunnskóla og ná upp í framhaldsskóla.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Þá eru flestir orðnir beinir þátttakendur í umferðinni sem ökumenn og þess vegna þurfa áminningar og fræðslan að halda áfram allt lífið.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="text-decoration: underline;">Ég hef beitt mér fyrir breytingum á umferðarlögum og sett nýjar reglugerðir</span> <span>sem herða viðurlög vegna brota á umferðarlögum og um leið hafa sektir verið hækkaðar. Þannig hefur lögreglan sterkari vopn í baráttu við hraðaksturinn og síbrotamenn í umferðinni geta átt það á hættu að bílar þeirra verði gerðir upptækir við ítrekuð brot. Þessi möguleiki er líka fyrir hendi gagnvart þeim sem ítrekað hafa ekið ölvaðir.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Þá vil ég vekja athygli á nýjustu reglugerðunum sem taka gildi í umferðaröryggisvikunni. Fjallar önnur þeirra um gerð og búnað ökutækja þar sem bætt er við ákvæðum um öryggisbelti, höfuðpúða og annan búnað sem nauðsynlegur er í bílum sem flytja fatlað fólk.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Hin kveður á um skyldubundna notkun á öryggis- og verndarbúnaði í ökutækjum þar sem sérstaklega er fjallað um búnað fyrir börn og kveðið á um skyldu til að veita farþegum í hópferðabílum upplýsingar um að nota skuli öryggisbelti.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Með öllum þessum aðgerðum og kannski ekki síst með því að hækka sektir og herða viðurlög við umferðarlagabrotum dregur vonandi úr þeim og vonandi fer slysum fækkandi. En það er alveg sama hversu miklu eftirliti og hversu miklum viðurlögum við beitum – grundvallaratriðið er alltaf hegðunin. Við höfum sjálf mest um það að segja hvort við stundum glæfra- og áhættuakstur eða ekki.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Þá vil ég nefna atriði sem ég tel mjög nauðsynlegt að ná fram breytingu á. Það er að umferðaröryggismál séu aðeins málefni samgönguyfirvalda, lögreglu eða félagasamtaka sem hafa slík mál sérstaklega á dagskrá sinni. Við þurfum fleiri liðsmenn frá öllum sviðum þjóðfélagsins. Við þurfum leikmenn, sérfræðinga, áhugamenn, stjórnmálamenn, ungt fólk og aldrað til að gera umferðaröryggi að daglegu viðfangsefni.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Ég vil að lokum þakka þeim sem undirbúið hafa dagskrá umferðaröryggisvikunnar og hvet okkur öll til að sýna ábyrgð í umferðinni.</span></p> <p><span></span></p> <br /> <br />

2007-03-30 00:00:0030. mars 2007Ísland áhugavert í augum ferðamanna

</P> <P><B><SPAN>Hér fer á eftir ræða sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra flutti á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í Ketilhúsinu í Gilinu á Akureyri fimmtudaginn 29. mars 2007.</SPAN></B></P> <P><p align="justify"><span>Það er mér bæði heiður og ánægja að ávarpa ársfund ykkar enn á ný. Þessi fundur hefur orðið umfangsmeiri með hverju árinu og hlýtur það að teljast vísbending um öflugt starf á vettvangi ferðaþjónustunnar og mikinn uppgang í atvinnugreininni.</span></p> <p align="justify"><span>Þegar undirbúningur við gerð ferðamálaáætlunar hófst verð ég að viðurkenna að það hvarlaði ekki að mér að staða og horfur í íslenskri ferðaþjónustu yrðu jafn glæsilegar og raun ber vitni í dag. Gerð ferðamálaáætlunar átti sér langan aðdraganda. Grunnur að vinnu við ferðaamálaáætlunina voru af hálfu ráðuneytisins skýrslur um heilsutengda ferðaþjónustu, menningartengda ferðaþjónustu, skýrslan um auðlindina Ísland og fleiri gögn þar sem dregnir voru upp helstu möguleikar fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Á grundvelli þessarar undirbúningsvinnu sem fjölmargir komu að <span></span>voru mótuð þau metnaðarfullu markmið sem fram koma í ferðamálaáætluninni. Forsenda hennar var hinsvegar uppbygging innviða svo sem í vegamálum, ferjuhafnamálum, flugmálum<span>&nbsp;</span> fjarskiptamálum, eflingu innanlandsflugsins og öflugt landkynningarstarf.</span></p> <p align="justify"><span>Forsendur ferðamálaáætlunar voru jafnframt áform um landkynningu og markaðssetningu innan lands og utan ásamt áformum um uppbyggingu fjarskipta og þar með stórbyltingu í háhraðatengingum í þeim tilgangi að skapa tækifæri í viðskiptum gegnum Netið. <span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Nú liggur fyrir að við höfum staðið okkur í að framfylgja þeim markmiðum sem við settum okkur. Það staðfestist meðal annars í mati</span> <span>Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar</span> <span><span>á samkeppnishæfi í ferðaþjónustu árið 2006. Samkvæmt mati þeirrar stofnunar kom í <span>&nbsp;</span>ljós að Ísland vermir 4. sætið á lista 124 landa. Ef litið er til nágranna okkar má sjá að Noregur er í 11. sæti, Svíþjóð í því 17. og Danmörk í 23.</span></span> <span>Samkeppnisvísitala ferðaþjónustunnar er mæld út frá allmörgum þáttum, svo sem stefnumótandi reglum, umhverfisreglum, skipulagi samgangna og ferðamennsku, verðsamkeppni og náttúrulegum og menningarlegum verðmætum. Margar þessara stoða eru á sviði samgönguráðuneytisins og sýna svo ekki verður um villst nauðsyn þess að samþætta skipulag samgangna og fjarskipta við þróun ferðaþjónustunnar. Ein þessara stoða eru stefnumótandi reglur en samgönguráðuneytið hefur undanfarin ár farið nýjar leiðir í að móta stefnu í ferðaþjónustu til framtíðar.</span></p> <p align="justify"><span>Það voru<span>&nbsp;</span> nýmæli er ég lagði fram á Alþingi ferðamálaáætlun fyrir tímabilið 2006-1015. Í kjölfarið hafa verið gerðar stórfelldar breytingar á lagaumhverfi ferðaþjónustunnar til að styrkja innviði greinarinnar og einfalda leyfis- og tryggingamál hennar eins og ný lög frá Alþingi um um veitinga- og gististaði bera vitni um.</span></p> <p align="justify"><span>Það er mér mikil ánægja að flytja hér enn frekari fréttir af góðri stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. Á vegum Ferðamálastofu og í samræmi við ferðamálaáætlun var gerð könnun þar sem borin voru saman rekstrarskilyrði</span> <span>ferðaþjónustunar á Íslandi við ferðaþjónustu í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Verkið var unnið af tveimur rekstrarhagfræðingum. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að umfang ferðaþjónustunnar hefur aukist hlutfallslega mest á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin. Skattaumhverfið á Íslandi er ótvírætt betur fallið til fyrirtækjarekstarar en í samanburðarlöndunum enda skattar til fyrirtækjarekstrar lægri. Virðisaukaskatturinn er auk þess lægri en gengur og gerist sem vekur athygli ferðamanna. Hlutfall ferðaþjónustunnar á Íslandi í vergri landsframleiðsu er hærra en hjá samanburðarþjóðunum og atvinnugreinin efnahagslífinu afar mikilvæg. Í könnunni koma jafnframt fram verkefni sem við eigum eftir að leysa. Áfengisgjaldið á Íslandi er enn hátt og stýrivextir og gengissveiflur eru meiri en hjá nágrönnum okkar. Betur má ef duga skal varðandi verðlag á matvörum og enn er það hærra hér þótt bilið fari sem betur fer minnkandi. Skýrsluna í heild sinni verður hægt að nálgast á heimasíðu samgönguráðuneytisins og Ferðamálastofu þar sem hægt er að kynna sér þessar áhugaverðu niðurstöður frekar.</span></p> <p align="justify"><span>Staðreyndir um fjölgun ferðamanna til Íslands tala auðvitað sínu máli um góða stöðu Íslands í ferðaþjónustu. Í fyrra komu rúmlega 422 þúsund erlendir gestir til landsins og fjölgaði þeim því um 12,9% á milli ára. Ef við bætum við farþegum skemmtiferðaskipa er fjöldinn alls kringum 500 þúsund manns. Þetta er mun meiri fjölgun en á árinu þar á undan, þegar fjölgunin nam rétt um 4%, og raunar ein mesta hlutfallslega fjölgun á milli ára frá upphafi. Ef við lítum til umheimsins kemur í ljós að vöxtur milli áranna 2005 og 2006 var 4,5% í heiminum öllum en meðaltalsvöxtur hjá okkur síðustu 10 árin er 7,6%. Tölurnar sýna að Ísland er enn sem fyrr áhugavert í augum erlendra ferðamanna. Er það í samræmi við það sem komið hefur í ljós í viðhorfskönnunum á vegum verkefnisins Iceland Naturally að vaxandi áhugi sé fyrir ferðum hingað til lands.</span></p> <p align="justify"><span>Nokkrar breytingar hafa orðið á vestnorræna samstarfinu í ferðamálum. Var um áramótin undirritaður nýr samningur á milli Íslands, Grænlands og Færeyja um ferðamálasamstarf.</span></p> <p align="justify"><span>Samgönguráðuneytið hefur verið aðili að vestnorrænu ferðamálasamstarfi frá árinu 1985 og ein helsta áherslan í því samstarfi er að bæta flugsamgöngur innan svæðisins. Því undirrituðu samgönguráðuneytið og Flugfélag Íslands nýlega samning um að tryggja flug á milli Íslands og Suður-Grænlands. Samningurinn er til þriggja ára og er stefnt að því að flugleiðin standi undir sér við lok samningstímans og með því verði tryggður áframhaldandi rekstur hennar óháð greiðslum frá ríkinu.</span></p> <p align="justify"><span>Undanfarin misseri hefur það mikið verið rætt innan Evrópusambandsins að auka frelsi í flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna. Nú er svo komið að samgönguráðherrar ESB hafa náð saman um loftferðasamning sem felur það í sér að flugfélög í löndum ESB og í Ameríku geta hafið flug yfir hafið sem til þessa hefur verið háð margs konar skilyrðum. Samgönguráðuneytið í samvinnu við utanríkisráðuneytið hefur þegar hafið vinnu við athugun á möguleikum Íslands á aðild að samningnum. Ljóst þykir að samkeppni í flugi yfir Atlantshafið muni því aukast eitthvað en samningurinn á að taka gildi í mars á næsta ári. Óljóst er hvaða áhrif þetta hefur á íslenskt flug en ég þykist vita að forráðamenn íslensku flugfélaganna muni mæta aukinni samkeppni eins og áður.</span></p> <p align="justify"><span>Vöxturinn hefur náð til allra hliðar ferðaþjónustunnar og ekki síst vegna vaxandi umsvifa sem verið hafa í móttöku erlendra skemmtiferðaskipa. Á síðasta ári komu um 80 skemmtiferðaskip til landsins og höfðu þau 185 viðkomur í íslenskum höfnum. Flest höfðu viðdvöl í Reykjavík en mörg einnig á einum eða tveimur öðrum stöðum &ndash; ekki síst hér á Akureyri. Alls voru farþegar með þessum skipum um 55 þúsund talsins sem flestir stíga á land og stór hluti fer einnig í skoðunarferðir. Við þurfum að vera í stakk búin til að mæta þessari auknu eftirpspurn eftir þjónustu og þar kemur bæði til kasta atvinnugreinarinnar og stjórnvalda. Atvinnugreinin verður að geta boðið fram nægan fjölda rútubíla, leiðsögumanna og annarra sem sinna farþegunum. Stjórnvöld þurfa að halda áfram að byggja upp hafnarmannvirki og aðstöðu í sumum höfnum til að auðvelda skipunum viðkomu. Við Reykjavíkurhöfn er ekki síst mikilvægt að byggja farþegamiðstöð.</span></p> <p align="justify"><span>Ég hef nýlega sett á laggirnar starfshóp til að skilgreina þessar vaxandi þarfir í greininni og á nefndin að fjalla um hafnaraðstöðu og aðra innviði sem þurfa að vera í lagi svo greinin geti blómstrað. Hópurinn hefur þegar tekið til starfa og hef ég óskað eftir að niðurstöður liggi fyrir áður en árið er á enda. Ég tel ástæðu til þess að hvetja til þess að hafnsækin ferðaþjónusta verði efld.</span></p> <p align="justify"><span>Eins og þið vitið öll eru hafnar hinar umfangsmiklu framkvæmdir við tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík en allur undirbúningur verksins hefur gengið mjög vel. Áætlað er að mannvirkið komist í gagnið í desember 2009 og ég fullyrði að tilkoma þess þýðir byltingu á fleiri en einu sviði í ferðaþjónustu. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið mun því geta skapað ferðaþjónustunni aukin verkefni og þetta þarf raunar ekki að taka fram í þessum hópi. Er næsta víst - svo gripið sé til orðalags frá vísum manni - að atvinnugreinin hefur þegar sett sig í nauðsynlegar markaðsstellingar til að þetta stóra tækifæri nýtist okkur sem allra best.</span></p> <p align="justify"><span>Ég vil vekja athygli á þeirri stefnumörkun sem fram kemur í samgönguáætlun en samkvæmt</span> <span>henni eru fyrirhugaðar meiri framkvæmdir á næstu fjórum árum en nokkru sinni hefur<span>&nbsp;</span> áður verið ráðist í. Þessi verkefni munu gjörbreyta öllu íslenska samgöngukerfinu sem er grundvallar atriði fyrir enn enn frekari árangri í ferðaþjónustunni. Má þar nefna Sundabraut, breikkun vega, veg að Dettifossi, jarðgöng milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur, Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, Neskaupstaðar og Eskifjarðar, Vaðlaheiðargöng og fleira.</span></p> <p align="justify"><span>Með samgönguáætlun fylgir í fyrsta sinn heildar áætlun um umhverfismat og er það í samræmi við ný lög frá Alþingi á liðnu vori. Nokkur lönd í Evópu hafa þegar lagt fram áætlanir um einstök landsvæði en Ísland er meðal fyrstu landa til að leggja fram umhverfisskýrslu með landsáætlun. Þetta atriði er mjög mikilvægt og ekki síst þegar ferðaþjónustan er annars vegar enda eru áhrif samgönguáætlunar á samfélagið margvísleg &ndash; flestar framkvæmdir hafa jákvæð áhrif á ferðir meginþorra landsmanna en sumar geta haft neikvæð og staðbundin áhrif. Verkefni okkar er að draga sem mest úr slíkum áhrifum.</span></p> <p align="justify"><span>Í niðurstöðu umhverfismats samgönguáætlunar er bent á að fram þurfi að fara umræða um notkun okkar á miðhálendinu áður en kemur til þess að ráðast í frekari vegaframkvæmdir. Sett hefur verið fram hugmynd um að leggja uppbyggðan heilsársveg um Kjöl. Ég fól ferðamálaráði að fara yfir málið og fékk það meðal annars fulltrúa Norðurvegar, Vegagerðarinnar, Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og Ferðafélags Íslands á sinn fund til að viðra sjónarmið sín. Niðurstaða ferðamálaráðs er að heilsársvegur, alhliða vegur sem hugsaður er fyrir vöruflutninga og aðra umferð, sé í andstöðu við hagsmuni ferðaþjónustunnar og myndi svipta svæðið kyrrð sinni og öðrum sérkennum. Hér verðum við að stíga varlega til jarðar jafnvel þótt við séum þeirrar skoðunar að vegur sem þessi geti verið til hagsbóta á margan hátt. Ferðamálaráð bendir líka réttilega á að eigi að ráðast í uppbyggingu á slíku mannvirki kalli það á mikla endurnýjun vega í uppsveitum Árnessýslu og dölum Skagafjarðar sem er nauðsynlegt til að taka við þeim mikla umferðarþunga sem myndi færast á þá vegi.</span></p> <p align="justify"><span>Þessu skylt er umfjöllun um uppbyggingu vega í þjóðgörðum. Við þurfum að móta vinnu reglur um það hvernig haga eigi samspili uppbyggingar og náttúruverndar, hvernig eigi að gera ferðamönnum og náttúruunnendum kleift að njóta þjóðgarðanna án þess að þeim verði raskað um of. Og þetta samspil okkar á við á fleiri sviðum. Við þurfum að íhuga hverjir eru annars vegar kostir vaxtar og fjárfestinga í þágu aukinnar ferðaþjónustu og hins vegar kostir þess að vernda landið og náttúru hennar sem mest fyrir álagi okkar og annarra. Ég hef því ákveðið að skipa nefnd sem fari yfir og móti stefnu í uppbyggingu hálendisvega og stíga sem eru á skrá Vegagerðarinnar og vega í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum. Ég vona að með því starfi mótist tillögur og stefnumörkun sem nýtist okkur til að bæta aðgengi að friðlöndum án þess að raska náttúrunni.</span></p> <p align="justify"><span>Með fjármunum úr fjarskiptasjóði hefur framkvæmdum við þéttingu <span>&nbsp;</span>og uppbyggingu gsm-farsímanetsins verið komi af stað og á þessu ári verður búið að þétta netið á Hringveginum þannig að enginn kafli verði sambandslaus. Til viðbótar verður komið fyrir sendum á fimm fjallvegum og í næsta áfanga verksins verða tekin fyrir allmörg ferðamannasvæði. Verið er að leggja lokahönd á undirbúning útboðs vegna háhraðatenginga sem eiga að <span>&nbsp;</span>gera öllum landsmönnum sem vilja kleift að njóta þeirra. Stafrænar útsendingar um gervihnött þýða að sjómenn og íbúar í afskekktum byggðum landsins koma loksins til með að eiga kost á að ná útsendingum RÚV. Samningur ríkisins við TeleNor útilokar ekki samninga við aðra stafræna fjölmiðla, jafnt innlenda sem erlenda.</span></p> <p align="justify"><span>Samkvæmt lögum um ferðamálaátælun ber að endurskoða hana fyrir 2009. Þar sem svo vel hefur gengið að koma markmiðum áætlunarinnar í framkvæmd og önnur eru komin vel á veg tel ég rétt að hefja endurskoðunina nú þegar. Stýrihópi hefur þegar verið falið að fara yfir það sem vel hefur verið gert, meta gæði þeirrar vinnu, hvað megi betur fara og hverju nauðsynlegt er að bæta við. Breytingar á lagaumhverfi verði hafðar til hliðsjónar sem og samgönguáætlun og fjarskiptaáætlun , en samkvæmt þeim er unnið að fjölmörgum þáttum er varða framþróun ferðaþjónustu á Íslandi. Gert er ráð fyrir að endurskoðuninni ljúki á haustdögum. Ég hef skipað þau Magnús Oddsson, Helgu Haraldsdóttur og Ernu Hauksdóttur í hópinn og munu þau kalla ýmsa aðila til samráðs eftir þörfum.</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p align="justify"><span>Ég vil að lokum þakka ykkur fyrir árangursríkt samstarf og óska ykkur alls hins besta í því mikilvæga hlutverki ykkar að halda vel á rekstri ferðaþjónustufyrirtækja í landinu og vera þannig mikilvægir gerendur í þvi að tryggja hagvöxt og framþróun með öflugu og arðgefandi starfi í þágu íslensks atvinnulífs.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2007-03-22 00:00:0022. mars 2007Of mörg slys og ekki í samræmi við markmið umferðaröryggisáætlunar

</P> <P align=justify><SPAN>Ávarp Sturlu Böðvarssonar á blaðamannafundi 22. mars þar sem kynnt var skýrsla Umferðarstofu um umferðarslys 2006</SPAN></P><div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/innanrikisraduneyti-media/media/frettir/IMG_5914.JPG"><img src="/media/innanrikisraduneyti-media/media/frettir/IMG_5914.JPG?proc=singleNewsItem" alt="Skýrsla um umferðarslys 2006 kynnt" class="media-object"></a><figcaption>Skýrsla um umferðarslys 2006 kynnt</figcaption></figure></div><p align="justify"><span>Ég vil í upphafi þakka ykkur fyrir að koma á þennan fund en sú hefð er að skapast hjá okkur að Umferðarstofa geri grein fyrir umferðarslysum ársins í skýrslu sinni sem hér verður lögð fram. Jafnframt þakka ég Landhelgisgæslunni fyrir aðstöðuna hér en segja má að hún sé valin sem eins konar samnefnari fyrir þá sem starfa að neyðar- og björgunarverkefnum og leita þarf til þegar umferðarslys eru annars vegar.</span></p> <p align="justify"><span>Banaslysin í umferðinni í fyrra voru of mörg. Árið var það versta frá árinu 2000. Þeir voru líka fleiri sem slösuðust alvarlega í umferðinni eða 153 í fyrra en 129 árið 2005. Það er of mikið. Þetta er ekki í samræmi við markmið umferðaröryggisáætlunar sem stefnir að fækkun slysa. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu atriðum skýrslunnar um umferðarslys sem við getum síðan rætt nánar um.</span></p> <p align="justify"><span>En við hljótum að spyrja: Hvað gerðist? Af hverju fjölgaði látnum í umferðinni úr 19 í 31 milli ára? Hefði einhver mannlegur máttur getað komið í veg fyrir einhver þessara slysa?</span></p> <p align="justify"><span>Í raun er ógerlegt að svara slíku. Við greinum hins vegar orsakir slysanna eftir því sem unnt er og reynum að draga af því lærdóm.</span></p> <p align="justify"><span>Meðal þess sem sérfræðingar okkar í slysarannsóknum komust að er eftirfarandi:</span></p> <ul type="disc"> <li><span>Níu þeirra sem létust voru ekki með bílbeltin spennt. Hefðu beltin hugsanlega bjargað einhverjum þeirra?</span></li> <li><span>Í átta tilvikum áttu ölvaðir ökumenn hlut að máli í slysunum og í tveimur tilvikum til viðbótar létust óvarðir vegfarendur sem voru undir áhrifum áfengis. Hversu miklu réði áfengisneyslan í þessum tilvikum?</span></li> <li><span>Ellefu létust í slysum þar sem ofsaakstur kemur við sögu. Hefði eitthvert þeirra lifað ef hraðinn hefði verið minni?</span></li> <li><span>Átta látast þegar bílar fara útaf vegi. Hefði eitthvert þeirra lifað ef umhverfi veganna hefði verið öðruvísi?</span></li> </ul> <p align="justify"><span>Þannig getum við greint slysin og spurt. Og við hljótum að leita allra leiða til að draga úr áhrifum slysa. Draga úr áhrifum þess er menn lenda í ógöngum vegna veðurs eða aðstæðna, vegna gáleysis, hraðaksturs eða vegna þess að bílbeltin eru ekki notuð. Við þurfum að halda áfram að bæta mannvirkin, gera umhverfi vega þannig að það auki ekki slysahættuna heldur dragi úr áhrifum slysa eins og ég nefndi.</span></p> <p align="justify"><span>Og ég segi við þurfum að halda áfram aðgerðum vegna slysavarna og ég legg áherslu á þetta – að halda áfram. Ýmislegt hefur sem betur fer verið gert. Við höfum eflt stórlega eftirlit á þjóðvegum og hert viðurlög við brotum. Við höfum eflt áróður og fræðslu. Við höfum breytt hönnunarforsendum við vissar aðstæður við vegi og tekið upp nýja gerð vegriða.</span></p> <p align="justify"><span>En eitt stærsta atriðið í alltof mörgum orsökum umferðarslysa er kannski það erfiðasta viðureignar: Hegðunin. Af hverju hegðum við okkur ekki betur í umferðinni? Ef hegðun okkar myndi lagast og áhrif betri hegðunar bætast við áhrif af betri mannvirkjum, meiri þekkingu og meira aðhaldi þá værum við á betri braut í umferðaröryggismálum. Að því skulum við stefna.</span></p> <p><span> </span></p> <br /> <br />

2006-09-15 00:00:0015. september 2006Raunhæfasta slysavörnin er bætt hegðan okkar sjálfra

</P> <P align=justify><SPAN>Sturla Böðvarsson samgönguráðherra flutti eftirfarandi ávarp á borgarafundi í Hallgrímskirkju í gær. Boðskapur hans var lesinn á hinum fundunum sex sem haldnir voru á sama tíma en fundirnir voru liður í viðbrögðum samgönguráðuneytis og Umferðarstofu vegna tíðra umferðarslysa.</SPAN></P><p align="justify"><span>Þeir sem lásu ávarp ráðherra voru í Borgarnesi Stefán Skarphéðinsson sýslumaður, á Ísafirði Kristín Völundardóttir, settur sýslumaður, á Akureyri Björn Jósef Arnviðarson sýslumaður, á Egilsstöðum Lára Huld Guðjónsdóttir, staðgengill sýslumanns, á Selfossi Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður og í Reykjanesbæ Jóhannes Jensson lögreglumaður.</span></p> <p><span></span></p> <p><span>Kæru samkomugestur. Þau hafa látist í umferðarslysum á árinu:</span></p> <p><span>Pétur Sigurðsson 59 ára</span></p> <p><span>Þórey Guðmundsdóttir 17 ára</span></p> <p><span>Halla Margrét Ásgeirsdóttir 15 ára</span></p> <p><span>Guðrún Jónsdóttir 18 ára</span></p> <p><span>Sesar Þór Viðarsson 19 ára</span></p> <p><span>John Joseph Cramer 47 ára</span></p> <p><span>Hallgrímur Páll Guðmundsson 34 ára</span></p> <p><span>Sigrún Kristinsdóttir 20 ára</span></p> <p><span>Heiðar Þórarinn Jóhannsson 52 ára</span></p> <p><span>Þórður Björnsson 83 ára</span></p> <p><span>Birkir Hafberg Jónsson 26 ára</span></p> <p><span>Rósa Guðmundsdóttir 36 ára</span></p> <p><span>Linda Björg Rafnsdóttir 16 ára</span></p> <p><span>Jóhann F. Ingibjörnsson 34 ára</span></p> <p><span>Guðmundur A. Ómarsson 21 árs</span></p> <p><span>Dariusz Wojewoda 25 ára</span></p> <p><span>Eugeniusz L. Lojko 47 ára</span></p> <p><span>Bryndís Zophaníasdóttir 74 ára</span></p> <p><span>Unnur Bettý Guðmunsdóttir 18 ára</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Nítján manns hafa látist í umferðarslysum það sem af er árinu. Við söfnumst saman hér í dag þeirra vegna. Þetta er okkur ríkulegt tilefni til þess að koma saman og leggja á ráðin. Hvað getum við gert?</span></p> <p align="justify"><span>Við minnumst þeirra sem látist hafa og alls þess sem þau misstu af vegna þess að þau eru ekki lengur á meðal okkar. Við minnumst líka fjölskyldna þeirra og vina sem hafa misst mikið. Við köllum til funda víðsvegar um landið til að minna okkur á þessa alvöru.</span></p> <p align="justify"><span>Við hrökkvum við þegar við fáum fréttir af banaslysum og fyllumst ónotum. Hver verður næstur?</span></p> <p align="justify"><span>Akstri fylgir mikil ábyrgð. Við höfum hrokkið við vegna slysaöldu. En hvað svo? Fellur allt í sama farið? Gleymum við þessari alvöru og þessari ábyrgð okkar þegar frá líður? Látum það ekki henda okkur.</span></p> <p><span>Við spyrjum getum við spyrnt við fótum?</span></p> <p align="justify"><span>Já, það er hægt. En það gerist ekki nema við sjálf gerum eitthvað. Enginn annar gerir það fyrir okkur. Raunhæfasta slysavörnin er bætt hegðan okkar sjálfra í umferðinni. Ýmislegt annað þarf einnig að koma til svo sem ýmsar aðgerðir stjórnvalda. Í þeim efnum þarf að herða á nokkrum atriðum:</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <ul type="disc"> <li><span>Lögreglan ætlar að auka enn frekar umferðareftirlit.</span></li> </ul> <ul type="disc"> <li><span>Flýtt verður uppsetningu hraðamyndavéla á fjölförnum þjóðvegum .</span></li> </ul> <ul type="disc"> <li><span>Flýtt verður sérstökum umferðaröryggisaðgerðum á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi út frá höfuðborgarsvæðinu þar sem mörg alvarleg slys hafa orðið.</span></li> </ul> <ul type="disc"> <li><span>Taka verður á því ofbeldi sem blasir við okkur í umferðinni nánast daglega. Liður í því er að endurskoða refsingar við umferðarlagabrotum og er það verkefni þegar hafið.</span></li> </ul> <ul type="disc"> <li><span>Jafnframt er þjóðarnauðsyn að auka umferðarfræðslu í grunnskólum og framhaldsskólum til að innprenta nemendum siðferði og ábyrgð í umferðinni.</span></li> </ul> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Fæst af þessu er í sjálfu sér nýtt en ástæða er til að flýta aðgerðum og fylgja þeim fast eftir. Við þurfum alltaf á brýningu að halda.</span></p> <p align="justify"><span>Hraðakstur á íslenskum vegum er staðreynd sem við þurfum að stöðva. Mælingar sýna að á Vesturlandsvegi við Esjumela óku 227 ökumenn á yfir 150 km hraða í ágúst. Af þeim voru 67 yfir 190 km hraða. Við sjáum svipaðar tölur annars staðar. Mikill hluti slysa er vegna hegðunarvanda okkar í umferðinni og við ein getum breytt því.</span></p> <p align="justify"><span>Við verðum að hætta þessu. Við skulum því öll taka undir áskorun Umferðarstofu á netinu um að við ætlum að bæta okkur í umferðinni. Þar segir:</span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span><span>§<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <strong><span>Ég hyggst fara að lögum í umferðinni.</span></strong></p> <p><span><span>§<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <strong><span>Ég ætla að gera allt sem ég get til að skaða hvorki mig né aðra í umferðinni.</span></strong></p> <p><span><span>§<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <strong><span>Ég ætla að auðvelda öðrum vegfarendum að komast leiðar sinnar á sem öruggastan hátt.</span></strong></p> <p><span><span>§<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <strong><span>Ég ætla að hvetja þá sem mér þykir vænt um til að gera slíkt hið sama.</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Við getum auðvitað öll skrifað undir þetta. Við Íslendingar fáum miklu áorkað þegar við leggjumst á eitt. Nú segjum við stopp.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2006-08-15 00:00:0015. ágúst 2006Ræða við hátíðarkvöldverð biskups Íslands á 900 afmæli Hóla 13. ágúst

<P>Sturla Böðvarsson samgönguráðherra flutti ræðu í kvöldverðarboði biskups Íslands sem hann efndi til í lok Hólahátíðar um síðustu helgi þar sem minnst hefur verið 900 ára afmælis skóla- og biskupsseturs á Hólum. Ræðan var flutt örlítið stytt.</P> <P> </P><div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/innanrikisraduneyti-media/media/Myndir_i_frettatilkynningar/Holar_og_FI0004a.jpg"><img src="/media/innanrikisraduneyti-media/media/Myndir_i_frettatilkynningar/Holar_og_FI0004a.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Holar_og_FI0004a" class="media-object"></a><figcaption>Holar_og_FI0004a</figcaption></figure></div><p align="justify"><span>Biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson, frú Kristín Guðjónsdóttir og aðrir góðir gestir innlendir og erlendir.</span></p> <p align="justify"><span>Ég vil nota tækifærið og þakka biskupi Íslands herra Karli Sigurbjörnssyni fyrir að hafa boðið mér sem fyrsta þingmanni kjördæmisins að ávarpa ykkur hér. Það gefur mér tækifæri til að að árétta mikilvægi öflugs samstarfs kirkjunnar og þingmanna, í þágu Hóla og samfélagsins í héraðinu.</span></p> <p align="justify"><span>Hólar hafa verið í aðalhlutverki þessa helgi og kemur ekki á óvart. Saga Hóla í <span></span> 900 ár<span>&nbsp;</span> tengist öllum sviðum þjóðfélagsins, allt frá söguöld til þessa dags.</span></p> <p align="justify"><span>Kirkjan setti strax í upphafi mark sitt á þjóðlífið. Boðun hennar og kennivald lagði grunninn að mannlegum samskiptum í daglegu lífi á Íslandi. Hún var það afl sem<span>&nbsp;</span> kom á fót samfélagsþjónustu og hvers konar starfsemi, kennslu og atvinnurekstri sem mótaði þjóðfélagið. Sterkir leiðtogar hennar voru frumkvöðlar á þessum sviðum. Enn er kirkjan okkur mikilvæg. Hún snertir daglegt líf okkar og skapar það skjól sem manninum er nauðsynlegt í ölduróti samtíðarinnar. Ég er þeirrar skoðunar að það sé mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að sambúð kirkjunnar, ríkisstjórnar og Alþingis sé áfram traust og leiði til framfara í veraldlegum jafnt sem andlegum efnum í þágu þjóðarinnar.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Kirkjan hefur ekki síst mikilvægu hlutverki að gegna á þeim miklu uppbyggingar- og vaxtartímum sem nú ríkja. Það drýpur smjör af hverju strái og menn kunna sér ekki alltaf hóf. Við þær aðstæður þarf boðun kirkjunnar að vera sterk og hvatningin skýr um að hófs sé gætt <span>&nbsp;</span>ekki síst í viðskiptum og menn hrifsi ekki til sín ótæpilega. Í viðskiptum ekki síður en í stjórnmálum þarf sterka siðferðiskennd og ríka ábyrgðartilfinningu gagnvart samferðamönnum sínum.</span></p> <p><span>Í lífinu öllu og ekki síst stjórnmálum og viðskiptum gildir, að hóf er best í öllu.</span></p> <p align="justify"><span>En hvað er það sem mótar samfélagið og hvað er það sem veldur því að einn staður fremur öðrum byggist upp á vegum sterkra einstaklinga sem hafa fengið fjöldann til liðs við sig.</span></p> <p align="justify"><span>Það er fróðlegt fyrir mig, sem ráðherra samgöngu- og ferðamála, að velta því fyrir mér hvers vegna Hólastaður varð biskupssetur og héraðsmiðstöð<span>&nbsp;</span> og menningarsetur? Það er verðugt verkefni sagnfræðinga og fornleifafræðinga að grafast fyrir um það. Því er hins vegar ekki að neita að Hólar eru vel í sveit settir og gott var um aðdrætti frá höfninni í Kolkuósi á sínum tíma þegar beinar siglingar tryggðu aðdrætti og hafa trúlega skipt sköpum fyrir staðinn. Hjaltadalurinn og Skagafjörður voru og eru gjöfular sveitir og góðar samgöngur<span>&nbsp;</span> skiptu máli fyrir vöxt og viðgang mannlífs í byggðinni og í héraðsmiðstöðinni.</span></p> <p align="justify"><span>Hið fornkveðna ,, Allar leiðir liggja til Rómar&rdquo; má vissulega heimfæra á Hóla því Jón biskup Ögmundarson mæltist til þess að menn kæmu reglulega heim að Hólum, helst á hverju ári. Þangað lá leiðin með samgöngutækjum þeirra tíma.</span></p> <p align="justify"><span>Því má telja Jón biskup Ögmundarson áhrifavald í samgöngumálum þess tíma og Hólar hafa fram til dagsins í dag eflst sem héraðsmiðstöð og sem helgur staður.</span></p> <p align="justify"><span>Ferðamál heyra undir samgönguráðuneytið. Leiðir Hólaskóla og ráðuneytisins hafa legið nokkuð saman á því sviði.<span>&nbsp;</span> Ferðaþjónustan er í dag þriðji stærsti atvinnuvegur okkar Íslendinga þegar tekið er mið af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins og ferðaþjónustan skapar mörg atvinnutækifæri. Samgönguráðuneytið hefur metið að verðleikum framlag Hólaskóla til menntunar í þágu ferðaþjónustunnar og lítur á það sem einskonar verkefnaútrás Hólaskóla. Hólaskóli hefur lagt<span>&nbsp;</span> sitt að mörkum til uppbyggingar í ferðaþjónustu landsmanna með því að mennta fólk til starfa í greininni</span></p> <p align="justify"><span>Hólar hafa í gegnum aldirnar verið þýðingarmikil miðstöð kirkju, kristni og menntunar, bæði fyrir nágrannabyggðirnar og langt út fyrir þær. Af hálfu ríkisstjórnarinnar og Alþingis er lögð rík áhersla á að á Hólum geti áfram blómstrað kirkju- og háskólasamfélag sem standi undir nafni með viðeigandi rannsóknum og kennslu á þeim sérsviðum sem byggð hafa verið upp innan vébanda Hólaskóla.<span>&nbsp;&nbsp;</span> Eins og greint hefur verið frá er nú stefnt að enn frekari eflingu háskólastarfsins með nýrri löggjöf sem varðar Hólaskóla.</span></p> <p align="justify"><span>Þess verður hins vegar að gæta að kerfið verði staðnum ekki fjötur um fót þegar a.m.k. fimm fagráðuneyti koma að starfseminni<span>&nbsp;</span> með einum eða öðrum hætti. Úr þeirri flækju þarf að greiða.</span></p> <p align="justify"><span>Á hátíðarstundu sem þessari er ekki óeðlilegt að staldra við og láta sig dreyma. Sem þingmaður kjördæmisins og samgönguráðherra er heldur ekki óeðlilegt að þeir draumar snerti meðal annars byggðamál og samgöngumál<strong>.</strong> Það er sameinginlegt markmið kirkjunnar og okkar stjórnmálamanna að bæta aðstæður<span>&nbsp;</span> fólksins í landinu svo hamingja þess og lífsfylling geti verið sönn og mannbætandi.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Ég sagði hér fyrr að allar leiðir hafi legið til Hóla.<span>&nbsp;</span> En alfaraleið liggur ekki lengur yfir Heljardalsheiði. Það er hlutverk mitt sem samgönguráðherra að marka stefnu í samgöngumálum.&nbsp;Framtíðarsýn mín á þessu svæði er sú að stytta enn frekar leiðir milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Þar horfi ég<span>&nbsp;</span> til þeirrar hugmyndar heimamanna í Skagafirði að í framtíðnni<span>&nbsp;</span> verði opnuð leið um <span>&nbsp;&nbsp;</span>Tröllaskagann<span>&nbsp;</span> milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Með því yrðu Hólar enn og aftur komnir í þjóðbraut og hér yrðu mikilvægar krossgötur. Á síðustu árum hefur verið unnið stórátak við vega og jarðgangagerð <span>&nbsp;</span>sem bætt hefur búsetu og því er hvergi nærri lokið. Við verðum að halda áfram á þeirri braut. Og það í anda þeirra framsýnu biskupa sem sátu á Hólum og mörkuðu spor til framfara í takt við tíðarandann hverju sinni. En til þess þarf fjármuni.</span></p> <p align="justify"><span>Góðir hátíðargestir. Ég sagði áðan að það væri ekki óeðlilegt að láta sig dreyma á hátíaðrstundum. Það er öllum hollt. En við þurfum líka að taka ákvarðanir, taka ákveðin skref til að láta draumana rætast. Uppbygging á Hólum þarf að halda áfram. Þau skref eru framundan sem munu vonandi liggja heim að Hólum og efla allt starf þar, í þágu gróandi þjóðlífs, í skjóli kirkjunnar. Við verðum að tryggja þá stöðu og það afl sem kirkjan þarf að hafa svo hún geti næstu 900 árin verið íslensku þjóðinni það leiðarljós, sverð og skjöldur sem við þurfum á að halda í hverfulum heimi.</span></p> <br /> <br />

2006-07-25 00:00:0025. júlí 2006Svar vegna greinar Kristjáns Guðmundssonar, um Slys og afleiðingar þess, í Morgunblaðinu 3. júlí 2006

</P> <P align=justify>Hér fara á eftir nokkur atriði sem samgönguráðuneytið vill taka fram í framhaldi af grein Kristjáns Guðmundssonar, fyrrverandi skipstjóra, í Morgunblaðinu 3. júlí síðastliðinn þar sem hann fjallar um slys og afleiðingar þess.</P><p align="justify">Vegna spurninga Kristjáns Guðmundssonar, fyrrverandi skipstjóra, í grein í Morgunblaðinu 3. júlí þess efnis hvenær samgönguráðuneytið muni gangast fyrir því að settar verði reglur um öryggi sjófarenda á skemmtibátum og hvort ekki sé rétt að skylt verði að tryggja gagnvart hugsanlegu tjóni af völdum skemmtibáta vill samgönguráðuneytið taka fram eftirfarandi:</p> <p align="justify">1) Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma á ákveðnum reglum um skemmtibáta. Upphaflega var gerð tilraun til að setja sérstakar reglur um skemmtibáta með frumvarpi til laga sem lagt var fram á Alþingi árið 2002. Ekki náðist samstaða um afgreiðslu frumvarpsins. <span></span>Síðastliðið vor var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um áhafnir íslenskra fiskiskipa og annarra skipa þar sem tekið var á þessum málum en frumvarpið hlaut því miður ekki heldur afgreiðslu. Gert er ráð fyrir að málið verði tekið upp að nýju á Alþingi á hausti komanda.</p> <p align="justify">2) Samkvæmt 11. gr. frumvarpsins var lagt til að þeir sem hyggjast stjórna skemmtibát skuli<span>&nbsp;</span> afla sér þar til gerðra réttinda, að undangengnu námskeiði samkvæmt námsskrá sem menntamálaráðuneytið setur að fenginni umsögn Siglingastofnunar Íslands. Gengið er út frá því að Siglingastofnun Íslands gefi út skírteini til stjórnunar skemmtibáta að fullnægðum skilyrðum um menntun og þjálfun, aldur, siglingatíma, heilbrigði, sjón og heyrn. Lagt var til að aldursmarkið yrði sett við 18 ár hvað varðar skipstjórnarréttindi til stjórnunar skemmtibáta sem eru 10 metrar eða minni að stærð en við 20 ár varðandi stærri báta. Gert er ráð fyrir heimild samgönguráðherra til að setja frekari reglur um skemmtibáta í reglugerð. Slík reglugerð hefur verið í vinnslu í nánu samráði við hagsmunaaðila, þ.e. fulltrúa skemmtibátaeigenda.<span>&nbsp;</span></p> <p align="justify">3) Minnt skal á að í gildi eru reglur um skoðanir á skemmtibátum og búnaði þeirra og skal Siglingastofnun gefa út haffærisskírteini í samræmi við fyrirmynd sem hún ákveður. Til eru Norðurlandareglur um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum sem byggðar eru á kröfum sem gilt hafa á undanförnum árum um öryggi skoðunarskyldra báta á Norðurlöndunum, þ.m.t. ákveðinna tegunda skemmtibáta. Reglurnar eru lágmarksreglur og getur sérhvert Norðulandanna því sett strangari kröfur ef svo ber undir, t.d. vegna óhappa, séraðstæðna eða af öðrum ástæðum. Settar hafa verið ýmsar sérkröfur á Íslandi umfram kröfur Norðurlandareglnanna. Ísland hefur þá sérstöðu m.a. að hér á landi gilda reglurnar sem krafa fyrir alla báta, en á hinum Norðurlöndunum er þetta frjálst val fyrir báta undir ákveðnum mörkum. Að auki hefur verið sett reglugerð um skemmtibáta nr. 168/1997, með síðari breytingum.</p> <p align="justify">4) Siglingalög, nr. 34/1985, með síðari breytingum, gilda um öll skip sem skráð eða skráningarskyld eru á Íslandi, þar með talda skemmtibáta. Lagðar eru ákveðnar skyldur á skipstjóra samkvæmt lögunum án þess þó að hugtakið skipstjóri sé skilgreint þar sérstaklega.<span>&nbsp;</span> Samkvæmt eðli máls og orðanna hljóðan má ætla að skipstjóri sé sá sem fer með æðsta vald um borð í skipi. Samkvæmt því er einungis einn skipstjóri á hverju skipi. Skipstjóri ber ábyrgð á því skv. 6.gr. siglingalaga að skip sé haffært og að það sé vel útbúið, nægilega mannað og búið vatni og vistum til fyrirhugaðrar ferðar, auk öryggisbúnaðar eftir þeim ákvæðum í lögum og reglugerðum sem um hann gilda.<span>&nbsp;</span> Samkvæmt sömu reglu hvílir sú skylda á skipstjóra að gera allt það sem hann má til að halda skipi haffæru á ferð. Samkvæmt 7. gr. laganna ber skipstjóra að annast um að skipi sé stjórnað og með það farið í samræmi við góðar venjur og kunnáttu í siglingum og sjómennsku. Ef skip kemst í sjávarháska er skipstjóra skylt að gera allt sem hann má til<span>&nbsp;</span> bjargar mönnum, skipi, farmi og öðrum fjármunum sem á skipi eru og leita sér til þess hjálpar sem nauðsyn krefur, skv. 11. gr. laganna. Jafnframt hvílir sú augljósa skylda á hverjum skipstjóra að hann kunni á siglingatæki og öryggisbúnað þess skips sem hann stýrir, ekki síst áttavita, GPS-staðsetningartæki og talstöð. Þá ber skipstjóri ábyrgð á að um borð séu neyðarsendir, neyðarblys, björgunarvesti og björgunarbátur, vita hvar sá búnaður er geymdur og kunna að nota hann ef slys ber að höndum. Einnig er nauðsynlegt að skipstjóri hafi lágmarksþekkingu í siglingafræði og að um borð sé sjókort. Í siglingalögum eru ákvæði um ábyrgð útgerðarmanns á kröfum vegna lífs- eða líkamstjóns þeirra sem ráðnir eru í skiprúm hjá honum og er útgerðarmanni skylt að kaupa slíkar tryggingar. Þá segir í lögum um eftirlit með skipum að ekki skuli gefa út haffærisskírteini eða annað jafngilt skírteini fyrir skip sem er undir 20 brúttótonnum nema fyrir liggi yfirlýsing tryggingafélags um áhafnatryggingu. Ekki er sérstakur áskilnaður í lögum eða reglum um skyldu eiganda eða stjórnanda skemmtibáts til að kaupa tryggingu vegna lífs- eða líkamstjóns þeirra sem um borð eru. Í ráðuneytinu fer nú fram skoðun á því hvort ástæða sé til að áskilja slíka tryggingu, jafnvel þótt um sé að ræða ástundun tómstundargamans áhugafólks um skemmtisiglingar í mörgum tilvikum.</p> <p align="justify">5) Samþykktar voru breytingar á siglingalögum á Alþingi sl. vor með lögum nr. 101/2006, þar sem inn komu ákvæði um að reyni skipverji eða annar starfsmaður sem hefur með hendi starfa í skipi að stjórna því en sé óhæfur vegna neyslu áfengis, ofskynjunarefna, örvandi eða deyfandi lyfja eða þreytu sé það refsivert.</p> <p align="justify">Af þessu má sjá að þegar eru í gildi ákveðnar reglur varðandi stjórn og útgerð skemmtibáta og stefnt er að því að koma þeim málum í enn öruggari farveg með því að taka upp í lög ákvæði um að stjórnendur skemmtibáta skuli hafa aflað sér tilskilinna réttinda.</p> <p align="justify">Lesa má úr greinarskrifum höfundar að ítrekaðar ábendingar hafi verið sendar ráðuneytinu varðandi lög og reglugerðir um öryggi sjófarenda og öryggismál skemmtibáta. Ekki er ljóst af greinarskrifum hvort höfundur er þar að vísa til ábendinga sem eru frá honum sjálfum komnar eða öðrum aðilum. Það skal tekið fram að gefnu tilefni að ráðuneytið hefur ekki fengið ábendingar frá greinarhöfundi varðandi skemmtibáta sérstaklega. Eins og greint var frá hér að framan hefur ráðuneytið hins vegar verið í samvinnu við Siglingastofnun Íslands og hagsmunaaðila að vinna að frekara regluverki um öryggismál skemmtibáta. Öðrum erindum greinarhöfundar hefur verið svarað að mati ráðuneytisins.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2006-07-06 00:00:0006. júlí 2006Ræða í tilefni af 60 ára afmæli Reykjavíkurflugvallar

<P align=justify>Sturla Böðvarsson ávarpaði athöfn á vegum Flugmálastjórnar Íslands á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem minnst var þess að 60 ár eru í dag liðin frá því Bretar afhentu Íslendingum völlinn til afnota.</P><p align="justify"><span>Það er rík ástæða til þess að fagna í dag því liðin eru 60 ár frá því Bretar afhentu Íslendingum Reykjavíkur-flugvöll til afnota. Völlurinn hefur ætíð síðan þjónað innanlandsflugi landsmanna og lengi vel einnig millilandaflugi eins og við þekkjum. <span></span>Flugvöllurinn er reyndar enn fullgildur millilandaflugvöllur og talsvert notaður sem slíkur.</span></p> <p align="justify"><span>Saga flugsins í Vatnsmýrinni er enn lengri. Hún hófst í september 1919 þegar Avro flugvél í eigu Flugfélags Íslands hins fyrsta hóf sig til flugs.</span></p> <p align="justify"><span>Í árdaga flugsins hér voru flugbrautir grasi lagðar en þegar Bretar komu til skjalanna í október 1940 var lagður grundvöllur að því mannvirki sem flugvöllurinn er í dag. Fyrir réttum 60 árum afhentu svo Bretar Íslendingum flugvöllinn til umráða og tók þá Flugmálastjórn Íslands við rekstri hans. Auk flugvallarins sjálfs er enn að finna nokkrar menjar um veru Bretanna í formi bygginga, sumar hverjar enn í notkun.</span></p> <p align="justify"><span>Það liggja því söguleg og menningarleg rök fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur þjóni landsmönnum hér í hjarta höfuðborgarinnar okkar þaðan og þangað<span>&nbsp;</span> sem leiðir allrar Íslendinga liggja.</span></p> <p align="justify"><span>Ekki þarf að fjölyrða um þýðingu flugvallarins fyrir Reykvíkinga og raunar landsmenn alla. Flugið varð snemma mikilvæg atvinnugrein og frumkvöðlar í atvinnuflugi og flugrekstri tóku að þjóna landsmönnum með reglulegu flugi frá Vatnsmýrinni til fjölmargra staða á landsbyggðinni sem og annarra landa. Fyrirtækin byggðust upp, yfir þau komu skin og skúrir en alltaf risu þau upp endurnýjuð og héldu áfram að sinna þessari mikilvægu tengingu höfuðborgar við landið og umheiminn. Auk sjálfrar flugstarfseminnar hefur þróast við Reykjavíkurflugvöll margs konar önnur þjónusta og starfsemi.</span></p> <p align="justify"><span>Þannig má segja að sá nýi tími sem barst til Íslands með fluginu hafi átt vöggu sína á Reykjavíkurflugvelli og sífellt skapað ný tækifæri í atvinnulífinu.</span></p> <p align="justify"><span>Árin 2000 til 2002 fór fram endurnýjun flugvallarins samkvæmt samkomulagi borgaryfirvalda og samgönguyfirvalda. Var orðið löngu tímabært að lagfæra flugbrautir og endurnýja búnað og má segja að nánast hafi orðið til nýtt mannvirki.<span>&nbsp;&nbsp;</span> Það var rík ástæða fyrir endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar því innanlandsflugið er að vaxa.<span>&nbsp;</span> Þeir sem starfa að útrás íslenskra fyrirtækja nýta sér Reykjavíkurflugvöll í auknum mæli og stóraukin millilandasamskipti í viðskiptalífinu er snar þáttur í umferð um völlinn. Þetta er vissulega ánægjuleg þróun.</span></p> <p align="justify"><span>Reykjavíkurflugvöllur er því best kominn í Vatnsmýri<span>&nbsp;</span> &ndash; fyrir því liggja fjárhagsleg rök.</span></p> <p align="justify"><span>Mikil umræða varð í þjóðfélaginu þegar endurnýjun flugvallarins stóð fyrir dyrum og hefur hún náð til dagsins í dag. Hart er sótt að starfseminni hér og hugmyndir hafa verið settar fram um að öll flugvallarstarfsemin flytjist út á sjó, uppá heiðar eða verði færð til Keflavíkur. Sumir horfa til þessa svæðis sem framtíðar byggingarlands fyrir höfuðborgina og vilja einnig setja hér niður margs konar starfsemi sem tengist ekki síst menntun og vísindum. Ég segi hins vegar að hér sé þegar fyrir hendi margs konar starfsemi sem er eins konar þekkingarþorp. Við þurfum ekki að staldra lengi við til að koma auga á það.</span></p> <p align="justify"><span>Við flugvöllinn starfa kringum 20 fyrirtæki, langflest í flugi og ferðaþjónustu. Starfsmenn þeirra eru varlega áætlað kringum 500 og hátt í 400 þúsund farþegar fara um völlinn á ári hverju í innanlandsflugi.</span></p> <p align="justify"><span>Við þá tölu bætast síðan við um 26 þúsund millilandafarþegar. Fjárfesting er mikil á Reykjavíkurflugvelli, fyrir utan völlinn sjálfan má nefna alþjóða flugþjónustuna, margs konar aðstöðu fyrirtækja í flugrekstri, verkstæðum og kennslu. Öllu þessu tengist margs konar þjónusta og velta. Ég spyr: ,,Af hverju er svo nauðsynlegt að flytja allt þetta úr Vatnsmýrinni? Gera menn sér grein fyrir áhrifum og þýðingu þessarar starfsemi fyrir borgarbúa og þjóðfélagið í heild?&rdquo;</span></p> <p align="justify"><span>Ég segir því enn og aftur: Reykjavíkurflugvöllur er best kominn í Vatnsmýri<span>&nbsp;</span> &ndash; fyrir því liggja þjóðhagsleg rök.</span></p> <p align="justify"><span>Í umræðunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar hafa önnur möguleg flugvallastæði komið til skoðunar. Til dæmis að leggja nýjan flugvöll á Hólmsheiði, í Kapelluhrauni eða á Lönguskerjum og jafnvel hafa fleiri staðir verið nefndir. Enginn þessara staða hefur alla þá kosti sem Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri hefur og nægir þar að staldra við veðurfar. Allir eru sammála um að þegar flug er annars vegar má hvergi slaka á öryggiskröfum. Fyrir þeim er vel séð á Reykjavíkurflugvelli í dag og meðan ekki koma fram aðrir kostir og öruggari þarf ekki að ræða málið frekar.</span></p> <p align="justify"><span>Reykjavíkurflugvöllur er því best kominn í Vatnsmýri<span>&nbsp;</span> &ndash; fyrir því liggja öryggisástæður.</span></p> <p align="justify"><span>Höfuðborg hvers lands þarf að vera vel tengd. Þangað og þaðan þurfa að vera greiðar samgöngur á öllum sviðum og það hafa Íslendingar búið við í 60 ár og vel það. Reykjavík þarf að vera áfram vel tengd við eitt af megin samgöngukerfum landsins, innanlandsflugið, annars stendur höfuðborgin ekki undir nafni. Þetta á við um þá sem ferðast hvort heldur Íslendinga eða erlenda ferðamenn.</span></p> <p align="justify"><span>Reykjavíkurflugvöllur er því vel staðsettur</span> <span>&ndash; til að tryggja greiðar samgöngur við höfuðborgar-svæðið.</span></p> <p align="justify"><span>Ég vil að lokum nota tækifærið og minna á það sem framundan er hjá Flugmálastjórn Íslands og nýju hlutafélagi sem stofnað hefur verið<span>&nbsp;</span> um flugvallarekstur og flugleiðsöguþjónustu. Eins og fram hefur komið hefur lengi verið til athugunar að skilja að stjórnsýslu og eftirlit annars vegar og hins vegar rekstur flugvalla og flugleiðsöguþjónustu. Þessi dagur er nú runninn upp með nýjum lögum sem samþykkt voru á Alþingi fyrir rúmum mánuði. Þannig<span>&nbsp;</span> gerum við stjórnsýslu og eftirlit gagnsærra og reksturinn sveigjanlegri. Við fylgjum þeirri þróun sem verið hefur í flugheiminum undanfarin misseri og um leið aukum við samkeppnishæfni okkar í rekstri íslenska flugstjórnarsvæðisins og tökumst jafnvel á við ný verkefni á sviði flugleiðsögu. Framundan er að undirbúa breytinguna frekar þannig að hún taki gildi um næstu áramót.</span></p> <p align="justify"><span>Næsta skrefið er síðan að sameina rekstur Keflavíkurflugvallar og rekstur annarra flugvalla í einu fyrirtæki svo við getum náð þeirri hagkvæmni sem nauðsynleg er í þágu vaxandi flugstarfsemi okkar Íslendinga.</span></p> <p align="justify"><span>Ég vona að sátt ríki um þessar breytingar sem snerta á einhvern hátt alla starfsmenn Flugmálastjórnar, starfsmenn flugfélaganna og þeirra fyrirtækja sem við flugið starfa. Á sama hátt vona ég að sátt megi nást meðal landsmanna um framtíð Reykjavíkurflugvallar &ndash; í þágu allra landsmanna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2006-05-16 00:00:0016. maí 2006Ræða við afhendingu styrkja úr Menningarsjóði Vesturlands

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra flutti ávarp við athöfn í Borgarnesi 13. maí þegar afhentir voru styrkir úr Menníngarsjóði Vesturlands. Alls fengu 53 verkefni styrk og sá hæsti kom í hlut Landnámssetursins.<p><span>Eins og ykkur er kunnugt fer samgönguráðuneytið með málefni ferðaþjónustunnar hér á landi og mótar þá umgjörð sem hentar atvinnugrein í örum vexti og skapar þjóðarbúinu gríðarlega vaxandi tekjur. Vöxtur íslenskrar ferðaþjónustu hefur að undanförnu verið langtum meiri en víðast hvar annars staðar en það ríkir hörð samkeppni um ferðamenn í heiminum og við þurfum að vanda okkur og standa okkur við móttöku þeirra sem hingað koma.</span></p> <p><span>Við höfum lengi byggt alla kynningu á landinu á náttúruperlum okkar og ævintýralegri fegurð landsins, en menningin skipar æ hærri sess. Er það ekki síst vegna aukinnar kröfu ferðafólks um að kynnast menningu þeirra landa sem það sækir heim en einnig vegna þeirrar viðleitni að skapa meiri tekjur af hverjum ferðamanni og að ferðamenn geti notið þess að fara um landið á öllum tímum árs.</span></p> <p><span>Ferðamálaáætlun til ársins 2015 gerir ráð fyrir því að náttúra Íslands, fagmennska, sterk byggð og menning þjóðarinnar verði ráðandi þættir í þróun íslenskrar ferðaþjónustu. Samgönguráðuneytið vinnur eðlilega að eflingu íslenskrar ferðaþjónustu með því að styrkja innviði eins og vegi, flugvelli og hafnir og tryggja fjarskipti; -háhraðatengingar og gsm-samband. Eins hefur ráðuneytið í auknum mæli tekið þátt í alls kyns þróunarverkefnum í ferðaþjónustu. Hafa þau mörg tengst menningu og listum enda leitar fólk í auknum mæli í sögu okkar og sagnaarf til að skemmta ferðamönnum og fræða.</span></p> <p><span>Í ljósi þessara áherslna er það samgönguráðuneytinu mikilvægt og í raun mikill heiður að eiga aðild að menningarsamningi við Austurland og Vesturland. Og það er einstaklega ánægjulegt að fá staðfestingu á þýðingu samningsins svo fljótlega eftir að hann tók gildi.</span></p> <p><span>Ég er mjög ánægður að sjá hve stór hluti styrkþega er einmitt að vinna að verkefnum sem munu styrkja ferðaþjónustuna og gera ferðalög um Vesturland að meiri upplifun. Og auðvitað er einstakt að standa hér í nýju Landnámssetri - talandi dæmi þess sem fólk með stórkostlegar hugmyndir, góða menntun og hæfileika getur komið í verk, <span></span>njóti það skilnings og styrkra bakhjarla.</span></p> <p><span>Það gleður mig svo sannarlega að sjá hversu metnaðarfull verkefni hafa hlotið styrk hér í dag og ég óska ykkur öllum innilega til hamingju. Ég fyllist tilhlökkun að sjá áform ykkar verða að veruleika og auðga tilveru okkar Vestlendinga. Sum verkefnin hafa reyndar sannað tilvist sína og fá hér því ekki aðeins fjárhagslegan stuðning heldur viðurkenningu á þýðingu þeirra og mikilvægi.</span></p> <p><span>Hugmyndir ykkar og trú á menningarstarfi hér á Vesturlandi er stjórnvöldum hvatning til þátttöku í samstarfi eins og því sem hér á sér stað.</span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Á þessum degi er mér ofarlega í huga þakklæti til menntamálaráðherra og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fyrir að menningarsamningurinn hafi orðið að veruleika. Menningarráð Vesturlands hefur þegar sýnt að það tekur framkvæmd samningsins föstum tökum. Hér í dag hefur verið sleginn tónn í þessu samstarfi sem ég er afar stoltur af. &ndash; Að lokum óska ég Menningarráði Vesturlands gæfu í störfum sínum og Elísabetu Haraldsdóttur, nýráðnum menningarfulltrúa, góðs gengis í sínu nýja starfi.</span></p> <p><span>Öllum viðstöddum óska ég til hamingju með daginn. - Það er greinilegt að það er á Vesturlandi sem hlutirnir eru að gerast!</span></p> <p><span>Við ykkur styrkþega vil ég segja ,,Kaupa fley og fagrar árar&rdquo; og siglið á vit þeirra athyglisverðu verkefna sem þið hafið hlotið styrk til að sinna.</span></p> <p><span>Megi ykkur vel farnast.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2006-04-24 00:00:0024. apríl 2006Framsöguræða samgönguráðherra vegna lagafrumvarps um breytt skipulag flugmála

</P> <P><SPAN>Framsöguræða Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra á Alþingi í dag vegna frumvarpa til nýrra laga um breytt skipulag flugmála og stofnun hlutafélags um rekstur flugumferðarþjónustunnar o.fl. </SPAN></P> <P><p><span>Hæstvirtur forseti.</span></p> <p><span>Ég mæli hér fyrir tveimur frumvörpum til nýrra laga, annars vegar frumvarpi til laga</span> <span>um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur og hins vegar frumvarpi til laga um Flugmálastjórn Íslands</span> <span>ásamt breytingu á lögum nr. 60/1998 um loftferðir.</span></p> <p><strong><span>I.</span></strong> <span>Með frumvörpum þessum er lagt til að núverandi skipulagi flugmála verði breytt og leiðir það til nokkurrar uppskiptingar á starfsemi Flugmálastjórnar Íslands frá því sem er í dag. Lagt er til að þjónusturekstur stofnunarinnar þ.e. flugleiðsöguþjónustuna að alþjóðaflugþjónustunni meðtalinni svo og rekstur flugvalla verði tekin út úr stofnuninni og stofnað verði um hana sérstakt hlutafélag. Þá er lagt til að sett verði sérstök lög um starfsemi Flugmálastjórnar Íslands sem eftir breytingarnar takmarkast einkum við verkefni er varða stjórnsýslu og eftirlit á sviði flugmála.</span></p> <p><span>Helstu markmið sem stefnt er að með breytingunum eru eftirfarandi:</span></p> <p><span>§</span> <span>Að skilja stjórnsýslu og eftirlit Flugmálastjórnar frá þjónustustarfsemi stofnunarinnar í samræmi við innlendag og erlendar kröfur um skýr skil milli þessara þátta.</span></p> <p><span>§<span> </span></span> <span>Að auka gagnsæi, skilvirkni, sveigjanleika og stuðla að betri stjórnsýsluháttum stjórnsýsluhlutans.</span></p> <p><span>§<span> </span></span> <span>Að auka skilvirkni þjónustustarfseminnar og ekki síst samkeppnishæfni flugumferðarþjónustunnar í sínu alþjóðlega umhverfi.</span></p> <p><span>§<span> </span></span> <span>Að færa verkaskiptingu varðandi flugmál í sambærilegt horf og <span> </span>þekkt er í ríkjunum í kringum okkur.</span></p> <p><strong><span>Inngangur</span></strong></p> <p><span>Virðulegur forseti, við Íslendingar höfum mikla sérstöðu í flugmálum samanborið við nágrannalöndin.<span> </span> Við eigum flugfélög og tengda starfsemi ásamt flugleiðsöguþjónusta sem er margföld að umfangi miðað við það sem íbúafjöldi og stærð landsins gefur tilefni til. Við erum reyndar stór á þessu sviði óháð þeim mælikvarða sem við viljum nota til þess að bera okkur saman við aðrar þjóðir. Hvers vegna? <span> </span>Þetta skýrist að stórum hluta af góðu rekstrarumhverfi sem hefur meðal annars áunnist vegna aðildar okkar að EES samningnum.<span> </span> Með EES samningnum var losað um skilyrði fyrir aðgang að mörkuðum sem íslenskir flugrekendur njóta góðs af. Jafnframt höfum við hvergi slakað á við að innleiða öryggisreglur alþjóðasamfélagsins og gætt þess að halda uppi ströngu eftirliti til þess að tryggja að innlendir flugrekstraraðilar uppfylli alþjóðlegar reglur um starfsemina. Þetta hefur tryggt íslenskum flugrekstraraðilum gagnkvæma viðurkenningu á starfseminni og auðveldar aðgang að mörkuðum. Þá erum við með eitt stærsta flugstjórnarsvæði í heimi þar sem veitt er flugleiðsöguþjónusta í fremstu röð. Þjónusta á hluta þess svæðis er veitt samkvæmt umboði Alþjóðaflugmálastjórnarinnar en einnig samkvæmt samningi við Dani varðandi þjónustu yfir Grænlandi. Fjármögnun þjónustunnar er samkvæmt ákvæðum alþjóðasamnings þar um og er að mestu borin uppi af þjónustugjöldum.</span></p> <p><span>Virðulegur forseti, þessi góða staða íslensks flugrekstrar er ekki sjálfgefin og við getum ekki gengið að því vísu að halda henni.<span> </span></span></p> <p><span>Mikil samkeppni ríkir í því alþjóðlega umhverfi sem íslenskur flugrekstur starfar í og ekki síst á sviði þeirrar flugþjónustu sem Flugmálastjórn veitir.<span> </span> Samkeppnin hefur aukist mikið í kjölfar markaðssóknar samkeppnisaðila bæði í austri og vestri.<span> </span> Þessir samkeppnisaðilar eru einkavædd fyrrum ríkisfyrirtæki og eru þau að sækja inn á ný svæði þ.m.t. þau sem við stjórnum.<span> </span> Við þessu verðum við að bregðast m.a. með því að þjónusta starfi ekki við lakari aðstæður en sambærileg þjónusta í ríkjunum næst okkur. <span> </span>Þetta gildir bæði um gæði og öryggi þjónustunnar og ekki síður hið rekstrarlega umhverfi. Starfsemin þarf að búa við sveigjanleika og snerpu til að bregðast við í alþjóðlegri samkeppni.<span> </span></span></p> <p><span>Við verðum nú sem fyrr að halda vöku okkar í sívaxandi alþjóðlegri samkeppni og styrkja grunninn<span> </span> svo við getum haldið stöðu okkar og jafnvel sótt fram.<span> </span> Séu skilyrði fyrir frumkvæði og framsækni fyrir hendi efast ég ekki um að það takist og flugþjónusta verði áfram mikilvæg atvinnugrein hér á landi sem skapar fjöldamörg íslensk hálauna störf.</span></p> <p><span>Með þessum frumvörpum er haldið áfram á þeirri braut að færa skipulag flugstarfseminnar og rekstrarlegt umhverfi til samræmis við það sem viðtekið er í alþjóðaumhverfinu. Markmiðið er m.a. að losa um hömlur og takmarkanir núverandi skipulags og leysa úr læðingi krafta til þess að takast á við auka alþjóðlega samkeppni á þessu sviði.</span></p> <p><strong><span>II.</span></strong></p> <p><span>Virðulegur forseti, á flugþingi á árinu 2003 kynnti ég ákvörðun mína um skipun stýrihóps til að skoða framtíðarskipulag flugmála hér á landi. Markmið hópsins var m.a. að fara yfir starfsemi, skipulag og verkefni Flugmálastjórnar og skilgreina hvaða rekstrarform mundi henta fyrir þá starfsemi Flugmálastjórnar sem lýtur að rekstri og þjónustu við flugið, og þá sérstaklega hvort hlutafélagaformið teldist henta til þeirrar starfsemi eða hluta hennar. Hópurinn skilaði skýrslu til samgönguráðuneytisins í mars 2005.</span></p> <p><span>Í skýrslunni kom fram að miklar breytingar hafi orðið á rekstrarumhverfi á sviði flugmála á undanförnum árum. Þessar breytingar hafa leitt af aukinni áherslu stjórnvalda á öryggi flugsamgangna annars vegar og á samkeppni hins vegar.<span> </span> Í þessu felst m.a. krafa um gagnsæjan og hagkvæman rekstur og að greinin sé sjálfbær. Þá hafa örar tækniframfarir á sviði flugmála leitt til mikilla breytinga sem enn sér ekki fyrir endann á.</span></p> <p><span>Flugmálin eru í eðli sínu alþjóðleg og hefur Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) gengt mikilvægu hlutverki við stefnumótun á því sviði og þar með þróun undanfarinna ára .<span> </span> Þá hafa flugmál skipað háan sess innan EES samningsins og gerðumst við t.d. fullgildir aðilar að Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) 1. júlí 2005. <span> </span>Sú stefna sem flugmál hefur tekið undanfarin ár, ekki síst fyrir tilstilli aðgerða Evrópusambandsins, hefur leitt til þess að mörg ríki hafa endurskoðað fyrirkomulag flugmála sinna og ráðist í skipulagsbreytingar á því sviði. Samgönguráðuneytið fylgdist vel með þróuninni og var skipan stýrihópsins liður í því.</span></p> <p><span>Hópurinn benti á að til að uppfylla alþjóðlegar kröfur þyrfti að breyta skipulagi eftirlits og þjónustu Flugmálastjórnar.<span> </span> Það samræmdist ekki góðum stjórnsýsluháttum að sama stofnun hefði með höndum stjórnsýslu og eftirlit með þjónustu sem sama stofnun veitti. Til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra var talið nauðsynlegt að aðskilja faglega yfirstjórn eftirlits annars vegar og þjónustustarfsemi Flugmálastjórnar hins vegar.</span></p> <p><span>Flugmálayfirvöld verða að gera sömu kröfur í öryggismálum og önnur ríki sem við berum okkur saman við. Þá þurfum við að styðja við útrás íslenskra flugrekenda með skilvirkri stjórnsýslu sem er hluti af því rekstrarumhverfi sem flugrekendum er búið og hefur á hrif á möguleika þeirra í samkeppninni.</span></p> <p><span>Í ljósi þess að samkeppni er hafin í flugleiðsöguþjónustu var það m.a. mat stýrihópsins að bregðast þyrfti við þannig að íslenskri flugleiðsöguþjónustu yrðu sköpuð skilyrði til að eflast og takast á við aukna samkeppni og breyttar aðstæður.</span></p> <p><span>Þá er þrýstingur á um fækkun flugstjórnarsvæða og aukna skilvirkni flugleiðsöguþjónustunnar. Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi flugmála í nágrannalöndum okkar sem miða að því að auka samkeppnishæfni flugumferðarþjónustu. Það var mat stýrihópsins að bregðast þyrfti við þessari þróun og haga málum þannig að íslenskri flugumferðarþjónustu séu sköpuð skilyrði til að eflast enn frekar.</span></p> <p><span>Það liggi fyrir að flugstjórnarmiðstöðvar beggja vegna Atlantshafsins sækjast eftir að fá að taka yfir umrætt flugstjórnarsvæði því er mikilvægt að sú þjónustu sem veitt er hér á landi sé samkeppnishæf og örugg. Að öðrum kosti kann sú<span> </span> hætta að vera fyrir hendi að þjónustan hverfi úr landi.</span></p> <p><span>Stýrihópurinn lagði til að valinn yrði sá kostur að skilja þjónustustarfsemi og rekstur Flugmálastjórnar frá stjórnsýslu og eftirliti þar sem þjónustustarfsemin og flugvallareksturinn yrði færður til hlutafélags sem yrði í eigu ríkisins. Meginkostir þeirrar tillögu voru taldir þeir að stjórnsýsla og eftirlit eigi samleið og aðgreining eftirlits og þjónustu með þessum hætti uppfylla kröfur um gagnsæi opinberrar stjórnsýslu. Jafnframt að hlutafélagavæðing þjónustustunnar veiti þann sveigjanleika sem nauðsynlegur sé til að takast á við fyrirliggjandi verkefni og fyrirsjáanlega samkeppni. Þjónustan við flug þurfi að vera samkeppnishæf.<span> </span> Til lengri tíma litið er gert ráð fyrir að hlutafélagavæðing þjónustustarfsemi leiði til sveigjanleika sem og greiði fyrir nýtingu mögulegra sóknartækifæra. Auðveldara er að stofna til samstarf við erlend og innlend hlutafélög við markaðssetningu þjónustu og stoðþjónustu erlendis. Þetta er einnig í samræmi við þróunina á hinum Norðurlöndunum og annars staðar í Evrópu.</span></p> <p><em><span>Skilvirk stjórnsýsla og eftirlit greiðir einnig fyrir flugstarfsemi hér á landi og styður við útrás íslenskra flugrekstraraðila. (Er líka neðst á bls. 4)</span></em></p> <p><span>Í ljósi þess sem hér að frama segir ákvað ég að fara að tillögum stýrihópsins í megindráttum um að breyta Flugmálastjórn og eru frumvörpin sem hér er mælt fyrir ætlað er að hrinda nauðsynlegum breytingum í framkvæmd.<span> </span></span></p> <p><strong><span>III.</span></strong></p> <p><span>Hæstvirtur forseti, ljóst er að breytingar sem hér hafa verið kynntar kröfðust vandaðs undirbúnings. Skipaður var sérstakur umbreytingahópur í</span> <span>ágúst 2005</span> <span>sem hafði það hlutverk að hrinda í framkvæmd breytingum í samræmi við tillögur stýrihópsins og sem ég hafði fallist á.</span> <span>Frumvörp þessi eru samin af umbreytingahópnum og þar er gert ráð fyrir breytingum á starfsemi og skipulagi Flugmálastjórnar með það að markmiði að stofna sérstakt hlutafélag í eigu ríkisins um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar, en að stjórnsýslustarfsemi, þ.m.t. eftirlitsstarfsemi Flugmálastjórnar, yrði sinnt af sérstakri stofnun, Flugmálastjórn Íslands með sérstökum lögum þar um.</span></p> <p><span>Við undirbúning frumvarpanna var leitað eftir athugasemdum frá hagsmunaaðilum, flugrekendum, stéttarfélögum og Flugmálastjórn auk þess sem drögin voru kynnt á netinu. Haldnir hafa verið nokkrir fundir með starfsmönnum, stéttarfélögum og fulltrúum lífeyrissjóða starfsmanna ríkisins þar sem þessi mál hafa verið kynnt. Flugráð hefur fjallað um málið á öllum stigum þess. Frumvörpin voru tekin fyrir í ráðinu, sem fagnaði þeim breytingum sem hér eru lagðar til og telur að þær séu til bóta. Auk þess séu tillögurnar til þess fallnar að auka á sveigjanleika og samkeppnishæfni í þjónustustarfsemi flugmálayfirvalda.<span> </span></span></p> <p><strong><span>IV.</span></strong> <span>Hæstv. forseti ég mun nú gera ítarlegri grein fyrir helstu breytingum sem fyrirhugaðar eru með frumvörpunum.</span></p> <p><strong><span>Frumvarp um stofnun hlutafélagsins</span></strong></p> <p><strong><span>Almennt</span></strong></p> <p><span>Í frumvarpi þessu er, gert ráð fyrir því að ríkisstjórninni verði heimilað að stofna hlutafélag um þjónustustarfsemi Flugmálastjórnar Íslands, Til félagsins verða lagðar ýmsar eignir og réttindi, og gera félaginu að taka yfir skuldir og skuldbindingar sem tilheyra framangreindum rekstri. Hlutafé í félaginu verður í eigu ríkisins en samgönguráðherra fer með hlutaféð og ákveður hvaða eignir og réttindi, skuldir og skuldbindingar fylgja félaginu. Ríkisendurskoðandi staðfestir matið og stofnhlutafé félagsins sem miðað er við að verði 1. janúar 2007.</span></p> <p><span>Tilgangur félagsins skal vera að annast rekstur og uppbyggingu flugleiðsöguþjónustu og rekstur flugvalla hér á landi auk annarrar skyldrar starfsemi sem styrkir kjarnastarfsemi félagsins.</span></p> <p><span>Gert er ráð fyrir að félaginu verði falið með samningum við ríkið að annast uppbyggingu og rekstur flugvalla og flugleiðsöguþjónustu og að félaginu verði falið að tryggja þjónustu á sviði flugleiðsögu og reksturs flugvalla sem á hverjum tíma er talið nauðsynlegt. Þá er gert ráð fyrir að heimilt sé að fela félaginu að fara með afmörkuð réttindi og skyldur íslenska ríkisins samkvæmt alþjóðasamþykktum, alþjóðasamningum og er gert ráð fyrir félaginu verði falið að fara með réttindi og skyldur íslenska ríkisins vegna Alþjóðaflugþjónustunnar.</span></p> <p><span>Athugasemdir við einstaka greinar.</span></p> <p><span>Í 1. gr. frumvarpsins er, í samræmi við það sem áður sagði, gert ráð fyrir því að ríkisstjórninni verði heimilað að stofna hlutafélag um þjónustustarfsemi Flugmálastjórnar Íslands, þ.e. flugleiðsöguþjónustu, þ.m.t. flugumferðarþjónustu, fjarskipta- og leiðsögukerfi, svo og flugvallarekstur Flugmálastjórnar. Skal ríkisstjórninni heimilað að leggja til félagsins ýmsar eignir og réttindi, og gera félaginu að taka yfir skuldir og skuldbindingar sem tilheyra framangreindum rekstri Flugmálastjórnar nú að frátöldum fasteignum á flugvöllum þ.m.t. flugbrautum, umferðarsvæðum flugvéla og flughlöðum.</span></p> <p><span>Markmiðið með frumvarpinu er að stofna sterkt og lífvænlegt hlutafélag um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands.<span> </span> Ljóst er að fara verður vandlega í gegnum eignir og skuldir Flugmálastjórnar og ákveða hvað eðlilegt er að færist yfir í hlutafélagið. <span>Eiginfjárstaðan verður að vera sérstaklega traust og endurspegla öruggan rekstur og <span>sterkan</span> <span>efnahag því allur rekstur tengdur flugrekstri er áhættusamur og sveiflukenndur eins og menn þekkja.. Ég treysti því að þetta markmið um traust félag náist enda er engin önnur niðurstaða ásættanleg.</span></span></span></p> <p><span>Hlutaféð verður í eigu ríkisins samkvæmt 2. gr. og er sala þess og ráðstöfun óheimil. Samgönguráðherra skal falið að fara með hlutafé ríkisins í félaginu og fara með forræði hluthafans í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga.</span></p> <p><span>Ráðherra ákveður hvaða eignir og réttindi, skuldir og skuldbindingar það eru sem lagðar eru til félagsins samkvæmt 3. gr. en þær verða metnar til stofnhlutafjár í félaginu. Ríkisendurskoðandi staðfestir matið og verðmæti stofnhlutafjár í félaginu. Hlutafé telst hins vegar innborgað við yfirtöku félagsins á eignunum sem miðast við 1. janúar 2007 en gert er ráð fyrir að þá hefji félagið starfsemina.</span></p> <p><span>Samkvæmt 5. gr. frumvarpsins er tilgangur félagsins að annast rekstur og uppbyggingu flugleiðsöguþjónustu og rekstur flugvalla hér á landi en einnig erlendis eftir atvikum, auk annarrar skyldrar starfsemi sem geti styrkt framangreinda kjarnastarfsemi félagsins. Þá er gert ráð fyrir að félagið muni annast rekstur núverandi flugleiðsöguþjónustu Flugmálastjórnar, þ.m.t. Alþjóðaflugþjónustunnar, og muni að auki taka að sér að annast rekstur fjarskipta- og leiðsögukerfa sem Flugmálastjórn annast nú. Þá er gert ráð fyrir því í frumvarpi þessu að félagið taki að sér rekstur á þeim flugvöllum sem heyra undir Flugmálastjórn, m.a. í samræmi við sérstaka rekstrar- og þjónustusamninga sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Þá er einnig opnað fyrir þann möguleika að félagið geti tekið að sér rekstur og uppbyggingu flugleiðsöguþjónustu og flugvalla utan Íslands, hvort sem er á eigin vegum eða í samstarfi við aðra aðila, ríki eða einkaaðila.</span><span><span> </span></span></p> <p><span>Í 7. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að um réttarstöðu starfsmanna sem nú starfa hjá Flugmálastjórn á sviði flugleiðsöguþjónustu og flugvallareksturs og sem gert er ráð fyrir að flytjist yfir til hlutafélagsins fari samkvæmt almennum ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og laga um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum. Ekki er gert ráð fyrir sérákvæðum í tilefni þessara breytinga.</span></p> <p><span>Í þessu felst m.a. að engum starfsmanni verður sagt upp störfum vegna þessara breytinga einna saman. Þeir starfsmenn, sem falla undir 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, fyrirgera ekki rétti sínum til biðlauna þó þeir hafni boði um að starfa áfram hjá félaginu, en um biðlaunaréttinn fer að öðru leyti eftir ákvæðum starfsmannalaganna m.a. um að frá biðlaunum dragast hvers konar launatekjur á biðlaunatímanum. Þá er gilda kjarasamningar starfsmanna við Flugmálastjórn áfram hjá hinu nýja félagi í samræmi við 9. gr.<span> </span></span></p> <p><span>Samkvæmt 8. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að félagið verði stofnað, því kosin stjórn og það skráð nokkru áður en félagið tekur yfir starfsemina, en ljóst er að stjórn félagsins þarf að sinna ýmsum undirbúningsverkefnum áður en eiginleg starfsemi félagsins hefst. Ekki er gert ráð fyrir því að stjórnarmenn séu tilnefndir af öðrum til setu í stjórn félagsins, en miðað er við að í stjórnina veljist hæfir menn á þeim sviðum sem mestu skipta á hverjum tíma í starfsemi félagsins og í framtíðaruppbyggingu þess, hvort sem er á sviði flugmála eða almenns rekstrar.</span></p> <p><span>Lagt er til í 9. gr. að félagið taki yfir flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar 1. janúar 2007. Samhliða er gert ráð fyrir að Flugmálastjórn hætti þeirri starfsemi sem færist yfir til hlutafélagsins. Þá er kveðið á um að breyting veiti viðsemjendum Flugmálastjórnar ekki sérstaklega heimild til að segja upp fyrirliggjandi samningssamböndum og er þá m.a. átt við verk- og þjónustusamninga sem í gildi eru vegna þeirrar starfsemi sem flyst til hlutafélagsins.</span></p> <p><span>Samkvæmt 10. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að félagið taki að sér að annast núverandi flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar og að félagið muni annast uppbyggingu og rekstur flugvalla og flugleiðsöguþjónustu í samræmi við spurn eftir slíkri þjónustu á hverjum tíma. Fyrirliggjandi er að mikilvægir þættir í þeirrar starfsemi muni ekki standa undir stofnkostnaði eða undir kostnaði við reksturinn. Þessi starfsemi er eftir sem áður mikilvæg hér á landi, með sama hætti og önnur samgöngukerfi landsins. Það er því gert ráð fyrir því að íslenska ríkið muni fela félaginu að annast rekstur tiltekinna flugvalla og flugleiðsögukerfa á grundvelli uppbyggingar- og þjónustusamninga sem munu á hverjum tíma taka mið af stefnumótun og markmiðum í samgöngumálum hér á landi m.a. með tilliti til samgönguáætlunar. Af þessu leiðir að eftir stofnun félagsins munu verða gerðir samningar við félagið um rekstur flugvalla og flugleiðsöguþjónustu hér á landi sem tryggja munu að uppbygging, þjónusta og rekstur sé í samræmi við núverandi og framtíðarmarkmið stjórnvalda og stefnumótun í samgöngumálum.</span></p> <p><span>Þá er gert ráð fyrir því í 11. gr. frumvarpsins að heimilt sé að fela félaginu að fara með afmörkuð réttindi og skyldur íslenska ríkisins samkvæmt alþjóðasamþykktum, alþjóðasamningum eða samningum við önnur ríki eftir því sem samræmist tilgangi félagsins á hverjum tíma. Sérstaklega er gert ráð fyrir að heimilt sé að fela félaginu að fara með réttindi og skyldur íslenska ríkisins vegna Alþjóðaflugþjónustunnar.</span></p> <p><span>Loks er gert ráð fyrir því í frumvarpi Þá er í 14. gr. frumvarpsins gert ráð fyrir breytingum á nokkrum ákvæðum í lögum um loftferðir og á lögum um rannsókn flugslysa sem leiðir af hinu breytta skipulagi.</span></p> <p><span>þessu að stjórn félagsins setji því þjónustugjaldskrá þar sem gætt verður almennra arðsemissjónarmiða.</span></p> <p><strong><u><span>Frumvarp um Flugmálastjórn</span></u></strong></p> <p><span>Almennt</span></p> <p><span>Í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir því að sérstök lög verði sett um Flugmálastjórn Íslands sem komi í stað núgildandi II. kafla laga um loftferðir, nr. 60/1998. Með þessu er m.a. verið að að styrkja Flugmálastjórn í breyttu umhverfi og skilgreina betur hlutverk og starfsemi stofnunarinnar.</span></p> <p><span>Niðurstaða stýrihóps um Framtíðarskipan flugmála sem skilaði af sér skýrslu í febrúar 2005 var sú að skynsamlegt væri að eftirlitsstarfsemi Flugmálastjórnar færðist undir B-hluta fjárlaga. Reglur A-hluta dragi mjög úr viðbragðsflýti við nýjum verkefnum sem hafa aukin útgjöld í för með sér. A-hluta reglur geria kröfu um að sótt sé um auknar útgjaldaheimildir á aukafjárlögum, sem eru afgreidd undir lok viðkomandi árs, fyrir auknum kostnaði við verkefnin jafnvel þótt þjónustugjöld standi að fullu undir kostnaði. Mikilvægt var að mati stýrihópsins <span> </span>að opinberir aðilar geti stutt við og þjónað vaxandi atvinnugrein með góðu móti. Í raun hafa þjóðir mikla hagsmuni af því að hafa flugvélar á skrá því þeim fylgir mikill efnahagslegur ábati. Stýrihópurinn taldi sannað að flugöryggissvið Flugmálastjórnar Íslands taki beint eða óbeint þátt í mikilli samkeppni á þessu sviði þó svo að það megi aldrei koma niður á öryggismálum. Með hliðsjón af þeirri samkeppni sem ríkir á milli þjóða á þessu sviði var það mat stýrihóps um Framtíðarskipan flugmála að mun heppilegra væri að flugöryggisstofnun lúti B-hluta reglum</span><span>.</span> <span>Ég tek undir þetta sjónarmið stýrihópsins fullum huga. Hins vegar er það jafnframt ljóst að eftirlitsstofnanir eins og Póst- og fjarskiptastofnun, Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið eru allar <span> </span>í A-hluta.<span> </span> Jafnframt er bent á lögin um fjárreiður ríkisins. Í þeim <span> </span>er tiltekið að í B-hluta séu eingöngu stofnanir sem afla fjármuna til rekstrar af þjónustugjöldum frá einstaklingum á markaði og selja þjónustu sína á markaði. <span> </span>Hér eru því á ferðinni skilgreingaratriði<span> </span> sem úrskuða þarf um. Ég treysti því á að ríkireikningsnefnd, sem um þetta þarf að fjalla verði frumvarp þetta að lögum, taki faglega afstöðu til málsins þannig að niðurstaða fáist um heppilegt rekstrarform Flugmálastjórnar strax í byrjun.</span></p> <p><span>Í frumvarpi þessu er fjallað um skipulag stofnunarinnar, yfirstjórn hennar og stöðu gagnvart ráðuneytinu, auk þess sem kveðið er á um stöðu flugmálastjóra og heimildir hans til að ráða til stofnunarinnar annað starfsfólk.</span></p> <p><span>Þá er í frumvarpi þessu kveðið á um breytt hlutverk flugráðs, en ráðinu er ætlað að vera ráðherra og flugmálastjóra til ráðuneytis um tiltekin mál sem undir það falla. Hlutverk flugráðs er að nokkru takmarkað frá því sem nú er en gert er ráð fyrir að ráðið hafi eftir sem áður mikilvægu ráðgefandi hlutverki að gegna.</span></p> <p><span>Þá er í frumvarpinu er gerð grein fyrir helstu verkefnum Flugmálastjórnar, kveðið á um almennar eftirlitsheimildir stofnunarinnar og að auki er kveðið á um heimildir stofnunarinnar til leyfissviptinga og önnur þvingunarúrræði. Einnig er kveðið á um sérstakt þagnarskylduákvæði og ákvæði sem lýtur jafnframt að afhendingu gagna sem stofnunin aflar í starfsemi sinni. Þá er það nýmæli í frumvarpinu að gert ráð fyrir að stofnunin taki til athugunar kvartanir frá notendum loftferðaþjónustu, en slíkt ákvæði er sett til að efla eftirlitshlutverk stofnunarinnar. Þá er kveðið á um gjaldskrá stofnunarinnar og gjaldtökuheimildir, en miðað er við að ráðherra staðfesti gjaldskrána sem taki mið af kostnaði við að veita þjónustuna.</span></p> <p><span>Einstakar greinar.</span></p> <p><span>Í frumvarpinu er mælt fyrir um fyrir það í 1. gr. að Flugmálastjórn Íslands sé<span> </span> sérstök stofnun sem heyri undir samgönguráðherra og að hún fari með stjórnsýslu á sviði loftferða hér á landi hafi með að gera eftirlit á því sviði að gera. Þá er ráð fyrir að flugmálastjóri sé skipaður til fimm ára í senn og að hann fari með stjórn stofnunarinnar í samræmi við það sem nú er. <span> </span>Þá er nýmæli í greininni um að flugmálastjóri ráði til stofnunarinnar annað starfsfólk, þar með talið yfirmenn einstakra sviða eða deilda, en það er breyting frá núgildandi lögum sem kveða á um að samgönguráðherra skuli ráða framkvæmdastjóra einstakra sviða</span><span> </span></p> <p><span>Með 3. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að nokkrum breytingum á hlutverki flugráðs. Ráðið verður eftir sem áður skipað sex mönnum og ekki er gert ráð fyrir breytingu á tilnefningum í ráðið frá því sem nú er. En samkvæmt frumvarpinu er því gert ráð fyrir að núverandi tilnefningar vegna þriggja flugráðsmanna (og varamanna) haldist óraskaðar, en ekki verði gert ráð fyrir frekari bundnum tilnefningum til ráðsins. Samkvæmt greininni verður flugráð ráðgefandi fyrir ráðherra og flugmálastjóra og verða helstu verkefni ráðsins að fjalla um stefnumótun í flugmálum, veita ráðherra umsögn um tillögu samgönguráðs um samgönguáætlun og veita umsagnir um lagafrumvörp og tillögur að reglum er varða flugmál, auk annarra mála sem ráðherra kýs að senda ráðinu. Ráðið hefur því aðeins ráðgjafandi hlutverk eftir breytinguna en og er ekki ætlað að hafa afskipti af stjórnsýslu- eða eftirlitsverkefnum Flugmálastjórnar. Því er því ekki ætlað að veita umsögn um rekstraráætlanir Flugmálastjórnar eða gjaldskrártillögur en slíkt er ekki talið samræmast breyttu hlutverki ráðsins og því umhverfi sem Flugmálastjórn er ætlað að starfa í.</span></p> <p><span>Í 4. gr. frumvarpsins eru tilgreind helstu verkefni Flugmálastjórnar og meginhlutverki hennar lýst. Stofnuninni er ætlað að fara með stjórnsýslu og eftirlit á sviði loftferða hér á landi og á íslensku yfirráðasvæði eftir því sem nánar er kveðið á um. Ljóst er að meginverkefni Flugmálastjórnar eru tiltekin í lögum um loftferðir, nr. 60/1998, enda eru þau lög aðallöggjöfin sem gildir um loftferðir og loftferðastarfsemi hér á landi. Að auki er verkefnum og viðfangsefnum stofnunarinnar er einnig lýst í ýmsum alþjóðlegum samningum á sviði flugmála. Í 2. mgr. greinarinnar er gerð nánari grein fyrir helstu verkefnum en ljóst er að hér er aðeins megintilvika getið en ekki um tæmandi talningu að ræða.</span></p> <p><span>Í 5. gr. frumvarpsins er fjallað almennt um eftirlitsheimildir Flugmálastjórnar, en ákvæðinu er ekki ætlað að raska sértækum heimildum sem stofnuninni eru veittar í öðrum lögum, einkum loftferðalögum. Hér er kveðið á um eftirlitsskyldu Flugmálastjórnar heimildir hennar til að kanna rekstur eftirlitsskyldra aðila aðgangur að starfsstöðvum, loftförum, heimildir til að framkvæma vettvangsathuganir, úttektir og skoðanir auk þess sem kveðið er á um upplýsingaskyldu eftirlitsskyldra aðila og annarra.</span></p> <p><span>Í 6.gr. frumvarpsins er fjallað almennt um heimildir Flugmálastjórnar til leyfissviptingar auk heimildar stofnunarinnar til að fella úr gildi leyfi ef leyfisbundnum skilyrðum er ekki fullnægt.</span></p> <p><span>Í 7. gr. frumvarpsins er kveðið á um þagnarskyldu starfsmanna Flugmálastjórnar. Ákvæðið er til <strong>fyllingar</strong> almennu þagnarskylduákvæði starfsmannalaganna. En kveðið er á um að starfsmenn Flugmálastjórnar skuli gæta þagmælsku gagnvart óviðkomandi um það sem þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara, m.a. varðandi rekstur og viðskipti aðila sem þeir hafa eftirlit með. Þá nær ákvæðið einnig til þeirra sjálfstæðu sérfræðinga sem starfa á vegum stofnunarinnar. Þá er sérstaklega kveðið á um það að með gögn og aðrar upplýsingar, sem aflað er af hálfu Flugmálastjórnar, skuli fara með sem trúnaðarmál.</span></p> <p><span>Í 3. mgr. er kveðið á um heimildir stofnunarinnar til að safna saman, vinna úr og birta tölfræðilegar upplýsingar um loftferðir og að krefja þá sem stunda leyfisbundna starfsemi um upplýsingar.</span></p> <p><span>Í 4. mgr. greinarinnar er fjallað um heimild stofnunarinnar til að veita eftirlitsstjórnvöldum annarra ríkja eða eftirlitsaðilum á vegum viðurkenndra alþjóðasamtaka, sem Ísland er aðili að, upplýsingar sem samkvæmt grein þessari kunna að vera háðar þagnarskyldu, enda sé slíkt liður í eftirlitssamstarfi ríkja og nauðsynlegt til að framfylgja lögmæltu eftirliti. Er ákvæðið sett til að tryggja alþjóðlegt eftirlit með leyfisskyldum aðilum, en ljóst er að það er mjög mikilvægt í því alþjóðlega umhverfi sem flugið er að samstarf eftirlitsaðila sé skilvirkt.</span></p> <p><span>Í 8. gr. frumvarpsins er nýmæli um að telji notandi loftferðaþjónustu eða aðrir að leyfisskyldur aðili brjóti eða hafi brotið gegn skyldum sínum samkvæmt loftferðalögum, reglum settum samkvæmt þeim eða gegn starfsleyfum sínum geti viðkomandi beint athugasemdum eða kvörtunum til Flugmálastjórnar. Er gert ráð fyrir að slík athugasemd eða kvörtun fái viðeigandi rannsókn Flugmálastjórnar eftir því sem tilefni er til. Er ákvæðinu ætlað að styrkja eftirlit Flugmálastjórnar með leyfisbundnum aðilum.</span></p> <p><span>Í 9. gr. frumvarpsins er síðan heimild til að innheimta gjöld vegna starfsemi stofnunarinnar vegna leyfisveitinga og halda uppi lögbundnu eftirliti. Ákvæðið er í samræmi við þá meginreglu að heimild til að taka gjöld fyrir opinbera þjónustu skuli vera lögbundin. Er hér gert ráð fyrir að þeir sem njóta leyfa og sæta eftirliti skuli að meginstefnu til greiða fyrir leyfisveitingar og lögbundið eftirlit. Sama gildi varðandi aðra þjónustu sem veitt er á vegum stofnunarinnar svo sem þegar eftirlit fer fram utan Íslands eða þegar um önnur frávik er að ræða frá hefðbundinni stjórnsýslu hér á landi. Gjaldskrá taki mið af kostnaði við að veita umrædd leyfi, sinna eftirliti eða veita viðkomandi þjónustu. Gert er ráð fyrir að gjaldskráin verði staðfest af ráðherra og að gjöldin njóti beinnar aðfararheimildar.</span></p> <p><span>Þá er kveðið á um það nýmæli í 2. mgr. að Flugmálastjórn sé heimilt að hafa tekjur af þjónustu- og verksamningum, svo og af rannsóknarstarfsemi og þróunarverkefnum. Ekki er hér gert ráð fyrir sérstakri gjaldskrá, enda ekki um að ræða hefðbundin lögmælt stjórnsýsluverkefni. Þóknun fyrir slík verkefni yrði í samræmi við samninga í hverju tilviki.</span><span> </span></p> <p><span>Hæstv. forseti. Ég legg til að frv. verði að lokinni umræðunni vísað til 2. umræðu og hæstvirtrar samgöngunefndar.</span></p> <p><span> </span></p> <br /> <br />

2006-04-07 00:00:0007. apríl 2006Setning samgönguþings 2006

<SPAN>Endurskoðun samgönguáætlunar vandasamt verk.</SPAN><p align="justify"><span>Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti framtíðarsýn sína á samgöngumál á samgönguþingi sem haldið var á Selfossi 5. apríl. Á þinginu var fjallað um helstu forsendur og markmið samgönguáætlunar 2007 til 2018 sem nú er í endurskoðun og leggja á fyrir Alþingi næsta haust.</span></p> <p align="justify"><span>Í ávarpi sínu við setningu samgönguþingsins sagði samgönguráðherra að endurskoðun samgönguáætlunar væri nú vandasamara verk en áður, markmiðin væru skýr en vandinn lægi í forgangsröðuninni og því hvernig tekna skuli aflað og hvaða kröfur skuli gera um mannvirkjagerð og öryggi í samgöngum. Hlutverk samgönguráðs sagði hann að gera grein fyrir því hver þörfin væri fyrir afköst í samgöngukerfinu og hvað gera þyrfti til að ná markmiðum í lok áætlunartímabilsins. Hann sagði að kröfur bærust sér úr öllum landshlutum um hvers kyns stórframkvæmdir og í lok ávarpsins setti hann fram eftirfarandi framtíðarsýn:</span></p> <p align="justify"><span>1) Við verðum að efla innanlandsflugið með hinni bestu aðstöðu á flugvöllum landsins. Við gerum það ekki með því að leggja niður flugvöllinn í höfuðborginni.</span></p> <p align="justify"><span>2) Við verðum að tryggja framtíð millilandaflugsins á alþjóðaflugvellinum í Keflavík með skynsamlegu skipulagi, rekstri og eignarhaldi mannvirkja þar.</span></p> <p align="justify"><span>3) Við verðum að bæta afkomu og samkeppnisstöðu hafnanna með sameiningu í tíu eða tólf hafnasamlög fyrir landið allt.</span></p> <p align="justify"><span>4) Við verðum að sætta okkur við eðlilegan framkvæmdahraða við uppbyggingu vegakerfisins og gera þær kröfur að allar aðgerðir miðist við það að auka umferðaröryggi, stytta leiðir, fækka leiðum um fjallvegi og hálsa, koma slitlagi á alla stofn- og tengivegi á næsta áætlunartímabili og tryggja burðargetu veganna.</span></p> <p align="justify"><span>5) Við verðum að halda áfram að gera ráð fyrir útgjöldum til öryggisaðgerða við flugöryggi, siglingaöryggi og umferðaröryggi á vegakerfinu.</span></p> <p align="justify"><span>Í ávarpi sínu sagði Sturla m.a. um innanlandsflugið að hann legði mikla áherslu á að innanlandsflugvöllur yrði áfram í höfuðborginni og yrði að gera ráð fyrir því í skipulagsvinnu. Hann sagði samgönguáætlun gera ráð fyrir að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram miðstöð innanlandsflugs en vildi þó ekki útiloka að völlurinn yrði fluttur til innan borgarinnar. Þá sagði ráðherrann að mikilvægt væri að hagræða í rekstri og uppbyggingu hafna landsins. Vísaði hann til hafnasamstarfs við Faxaflóa og í Eyjafirði og nefndi að hægt væri að hugsa sér svipuð <span></span>hafnasamlög t.d. á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Um vegamálin sagði hann helsta verkefni næstu ára að stytta vegalengdir og liður í því væri að fækka leiðum um fjallvegi og hálsa. Kvaðst hann hissa á þeirri niðurstöðu Skipulagsstofnunar að leggjast gegn breytingu á legu Vestfjarðavegar milli Bjarkalundar og Eyrar sem miðaði að styttingu hans.</span></p> <p align="justify"><span>Ingimundur Sigurpálsson, formaður samgönguráðs, gerði grein fyrir helstu atriðum samgönguáætlunarinnar og nefndi að meðal breytinga frá fyrri áætlun væri að meðal markmiða um greiðari samgöngur væri að stytta ferðatíma. Þannig ætti ferð til næsta þjónustukjarna ekki að taka lengri tíma en klukkustund og ferð til höfuðborgarsvæðisins ekki lengri tíma en þrjár klukkustundir en var þrjár og hálf klukkustund áður.</span></p> <p align="justify"><span>Þá ræddi Þjóðverjinn Hartmut H. Topp, prófessor við tækniháskólann í Kaiserslautern, um samgöngur framtíðarinnar og kom m.a. fram í máli hans að kostnaður við samgöngur og flutninga yrði stigvaxandi á næstu áratugum og að gjaldtaka myndi í auknum mæli miðast við að greitt yrði fyrir eknar vegalengdir.</span></p> <p align="justify"><span>Af öðrum erindum samgönguþings má nefna að Þorgeir Pálsson flugmálastjóri, Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri og Hermann Guðjónsson siglingastjóri ræddu helstu atriði í stefnumörkunar <span>&nbsp;</span>samgöngumála hver á sínu sviði. Einnig talaði Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sem dró fram sjónarmið atvinnuvega og Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, og Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi í Reykjavík, ræddu áætlunina frá sjónarhóli sveitarstjórnarmanna. Bjarni Reynarsson, ráðgjafi hjá Landráði, fjallaði um ferðatíma, Axel Hall, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun HÍ, ræddi aðferðir við forgangsröðun og Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri Þróunarsviðs Vegagerðarinnar, skýrði frá áætlunum um breytta gjaldtöku af umferð.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2006-04-06 00:00:0006. apríl 2006Ræða samgönguráðherra á aðalfundi SAF 2006

Sturla Böðvarsson flutti eftirfarandi ræðu við setningu aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar, sem haldinn var á Hótel Loftleiðum 6. apríl.<p align="justify"><span>Fundarstjóri, góðir fundarmenn!</span></p> <p align="justify"><span>Mig langar til að byrja á því að óska ykkur til hamingju með þennan ársfund ykkar en þessir fundir verða glæsilegri með hverju árinu. Lít ég á það sem ótvírætt merki um bjartsýni innan ferðaþjónustunnar auk þess mikla dugnaðar sem einkennir þá sem í greininni starfa.</span></p> <p align="justify"><span>Það gefur líka ástæðu til bjartsýni að gistinóttum á hótelum í janúar síðastliðnum hafi fjölgað um 13% frá síðasta ári og í febrúar var einnig fjölgun. Þetta hlýtur að vera vísbending um að atvinnugreinin og stjórnvöld séu að gera flest rétt við kynningu og sölu á ferðum til Íslands &ndash; og innanlands og sú stefna að lengja ferðamannatímann sé í fullu gildi og sé að bera árangur.</span></p> <p align="justify"><span>Síðan við vorum hér fyrir ári hefur, frá sjónarhóli samgönguráðuneytisins, margt á daga ferðaþjónustunnar drifið. Ný lög tóku gildi um áramót og hefur Ferðamálastofa nú tekið við útgáfu leyfa vegna ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda og eftirliti með þeim. Nú reynir á þetta nýja fyrirkomulag en ég vonast til að með þolinmæði umsækjenda og lipurri þjónustu Ferðamálastofu takist að láta alla vel við una. Markmiðið er skýrt: Að ferðaþjónustan standi sterkar að vígi þegar leyfismálin verða komin í skýrari farveg &ndash; og leyfislaus starfsemi verði tekin föstum tökum. Er það í samræmi við óskir SAF.</span></p> <p align="justify"><span>Nýtt ferðamálaráð var skipað um áramót og hefur þegar tekið til starfa á forsendum nýrra laga. Formaðurinn, Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður, er flestum hnútum kunnugur í íslensku atvinnulífi og því fáum betur treystandi til að fara ofan í saumana á hlut stjórnvalda í þessari viðkvæmu atvinnugrein. Bind ég miklar vonir við að í Ferðamálaráði fari fram fagleg og hreinskiptin umræða um það hvernig markaðsmálum og öðrum brýnum verkefnum ferðaþjónustunnar verði best komið. Það er tímabært að fara yfir þessi mál enda breytist umhverfi greinarinnar hratt og þarf stöðugt að hyggja að nýjum aðferðum til að grípa tækifærin. Ég tel mikilvægt að allt starf opinberra aðila sæti stöðugri endurskoðun svo það fylgi breytingum og framförum.</span></p> <p align="justify"><span>Þeim fjölgar sífellt sem sjá Ísland sem fýsilegan viðkomustað. Meðal þeirra eru stjórnendur SAS og British Airways sem hóf flug hingað í síðasta mánuði. Það er því ljóst að samkeppnin í flugi til og frá landinu harðnar enn. Því fylgir væntanlega stóraukin landkynning af hálfu fyrirtækjanna og haldi kakan áfram að stækka felast í því mikil tækifæri fyrir þá sem taka á móti ferðamönnum á Íslandi. Hagur íslensku ferðaþjónustufyrirtækjanna ætti því að geta batnað.</span></p> <p align="justify"><span>Fjarskipti og upplýsingatækni skiptir allar atvinnugreinar miklu. Fjarskiptaáætlun er mér ofarlega í huga enda fékkst á þriðja milljarð úr sölu Símans til að hrinda henni í framkvæmd en meginmarkmiðið er að tryggja að þeir, sem fjarskiptafyrirtækin sjá sér ekki fært að sinna á markaðslegum forsendum, fái aðgang að sömu gæðum og aðrir landsmenn hvað varðar háhraðatengingu og farsímasambönd.</span> <span></span></p> <p align="justify"><span>Fjarskiptaáætlun áætlun er nátengd ferðamálaáætlun því að m.a. með þéttingu gsm-netsins á fjölsóttum ferðamannastöðum verður mikilvægum áfanga náð í öryggismálum ferðaþjónustunnar. Háhraðatenging landsins alls er einnig mikið baráttumál ferðaþjónustunnar enda útilokað í dag að stunda viðskipti af einhverju viti <span>&nbsp;</span>nema fyrir hendi séu góðar og öruggar tengingar. Ég hef því lagt áherslu á að Ísland verði altengt. Það er ekki síst í þágu ferðaþjónustunnar.</span></p> <p align="justify"><span>Ferðamálastofa í samstarfi við greinina hefur verið að vinna mjög gott starf svo sem sjá má á árangri landkynningar og markaðsaðgerða.</span></p> <p align="justify"><span>Ferðamálaáætlun fyrir tímabilið 2006 til 2015 gerir m.a. ráð fyrir því að náttúra Íslands, menning þjóðarinnar, sterk byggð og fagmennska verði ráðandi þættir í þróun íslenskra ferðamála. Samgönguráðuneytið hefur í samræmi við lög um skipan ferðamála vísað framkvæmd ferðamálaáætlunar til Ferðamálastofu. Einnig hefur ráðuneytið verið í sambandi við forsvarsmenn SAF um mikilvæg mál sem snúa m.a. að rekstrarumhverfi greinarinnar. Þar eru hagsmunasamtökin óþreytandi við að segja okkur stjórnmálamönnunum til &ndash; og er það vel.</span></p> <p align="justify"><span>Nýlega hafði samgönguráðuneytið frumkvæði að ráðstefnunni <em>Ferðaþjónusta fyrir alla,</em> sem er hugtak sem í auknum mæli er notað um það að</span> <span>ALLIR, óháð fötlun, geti ferðast þangað sem þeir óska og á því við allt sem snertir ferðamennsku.</span> <span>Ferðamálastofa, SAF og Öryrkjabandalagið komu einnig að ráðstefnunni sem var vel sótt. Þarna kom margt afar áhugavert fram og greinilegt að ferðaþjónustan hyggst standa sig betur í þessum málaflokki.</span></p> <p align="justify"><span>Sérstaka eftirtekt vakti úttekt Ferðaþjónustu bænda á bæjum um allt land og útgáfa sérstaks kynningarbæklings í kjölfarið. Það eru alls 26 gististaðir innan þeirra vébanda sem hafa nú leyfi til að auglýsa aðgengi fyrir fatlaða. Staða þessara mála er núna til skoðunar hjá Ferðamálastofu sem, eins og kunnugt er, hefur fjármuni til uppbyggingar á fjölsóttum ferðamannastöðum auk þess að hafa umsjón með flokkun gististaða. Ég tel nauðsynlegt að stjórnvöld stuðli að því að aðkoma fatlaðra að fjölförnum ferðamannastöðum verði bætt.</span></p> <p align="justify"><span>Að undanförnu hefur mikil umræða verið um leyfisveitingar í veitingarekstri. Allir eru sammála um að ferlið er of flókið og nauðsynlegt er að leita leiða til að einfalda afgreiðsluna.</span></p> <p align="justify"><span>Samgönguráðuneytið hefur því að undanförnu haft forystu um að vinna nauðsynlegar lagabreytingar sem hafa það að markmiði að einfalda leyfisveitingar til veitinga- og gististaða.<span>&nbsp;</span> Stefnt er að því að leggja fram á næsta þingi lagafrumvarp sem miðar að þessu. Þessi vinna er ekki einföld enda sinna henni þrjú ráðuneyti auk þess sem Samband íslenskra sveitarfélaga á fulltrúa.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Samhliða þessari vinnu hefur samgönguráðuneytið líka verið að skoða þann möguleika hvort ekki megi fækka gögnum sem aðilar þurfa að skila með umsókn. Í staðinn afli leyfisveitandi þeirra sjálfur rafrænt. Niðurstöðu er að vænta innan skamms en við sjáum mikið hagræði í þessu og nýta má fjarskiptin til að einfalda gagnaöflun fyrir leyfisveitanda.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Við þessa vinnu hefur verið og mun áfram verða haft mikið samráð við SAF og vil ég nota þetta tækifæri og að þakka forsvarsmönnum samtakanna fyrir aðstoð og ábendingar.<span>&nbsp;</span> Við verðum að leita allra leiða til að draga úr skriffinnsku.</span></p> <p align="justify"><span>Samgönguráðuneytið hefur fylgst með þeirri þróun sem orðið hefur í komum skemmtiferðaskipa hingað til lands. Ýmsir ferðaþjónustuaðilar, bæði ferðaskrifstofur og rútufyrirtæki, Ferðamálastofa og helstu hafnir landsins með Faxaflóahafnir í fararbroddi hafa um árabil beitt sér markvisst í markaðssetningu landsins sem viðkomustaðar fyrir skemmtiferðaskip. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og ég tek sem dæmi að væntanleg eru 22 skip til Ísafjarðar í sumar með 15.000 farþega en fyrir tíu árum voru þetta sjö skip og 1500 farþegar. Þetta er bara eitt dæmi um þýðingu ferðaþjónustunnar fyrir hin ýmsu byggðarlög á Íslandi.<span>&nbsp;</span> Það er því óhjákvæmilegt að hafnirnar byggi upp betri aðstöðu til afgreiðslu skemmtiferðaskipa og það verkefni verði skoðað við endurskoðun Samgönguáætlun.</span></p> <p align="justify"><span>Iceland Naturally verkefnið, sem samgönguráðuneytið hefur staðið að í Bandaríkjunum frá árinu 2000, hefur sýnt fram á að ferðaþjónustan og aðrar útflutningsgreinar eiga mikla samleið og sameiginleg markmið varðandi eflingu á ímynd landsins og kynningu á íslenskum vörum og þjónustu. Því hefur ráðuneytið nú gert samning um samskonar verkefni í Evrópu til þriggja ára.<span>&nbsp;</span> Ég vænti þess raunar að fleiri fyrirtæki komi að því verkefni.</span></p> <p align="justify"><span>Verður áherslan í fyrstu á Bretland, Frakkland og Þýskaland og sömu aðferðarfræði beitt og í Bandaríkjunum. Hef ég gert ráð fyrir 50 milljónum króna til verkefnisins árlega. Fimm manna stjórn hefur verið skipuð undir formennsku Ingimundar Sigurpálssonar</span> <span>og er nú allt kapp lagt á að koma af stað kynningarverkefnum sem íslensk vara og ekki síst ferðaþjónusta nýtur góðs af</span><span>. Mér fannst eðlilegt að hafa sama formanninn í stjórn IN beggja vegna Atlantsála svo að sem mest nýtist af reynslu og því góða starfi sem unnið hefur verið hjá Ferðamálastofu í New York og viðskiptafulltrúa utanríkisráðuneytisins þar í borg.</span></p> <p align="justify"><span>Í tengslum við fyrirhugaða útrás undir merkjum Iceland Naturally í Evrópu átti ég nýlega fundi með sendiherrum og fulltrúum Ferðamálastofu í Evrópu.</span></p> <p align="justify"><span>Í kjölfarið hef ég velt því fyrir mér hvernig starfsemi Ferðamálastofu sé best komið á þessu svæði en hún er núna í Frankfurt og Kaupmannahöfn auk þess sem markaðsstarfið í Bretlandi er rekið frá Ferðamálastofu í Reykjavík.</span></p> <p align="justify"><span>Það hafa ýmsir velt því upp og nú á síðasta fundi Ferðamálaráðs, hvort þetta fyrirkomulag þjónar greininni best eða hvort það myndi styrkja markaðsstarf&nbsp; Ferðamálastofu&nbsp; og gera það enn markvissara að sameina skrifstofurnar í Frankfurt og Kaupmannahöfn&nbsp; í eina Evrópuskrifstofu sem yrði þá efld verulega. Þá yrði ein skrifstofa í Bandaríkjunum, ein í Evrópu og síðan farið að huga að opnun skrifstofu í Asíu.</span></p> <p align="justify"><span>Á undanförnum árum hefur aukist allt samstarf við sendiráðin á sviði kynningarmála. Þar ber hæst frábært samstarf um IN verkefnið í Bandaríkjunum. Þá er í vaxandi mæli samstarf um staðbundnar kynningar þar sem viðkomandi sendiráð, Ferðamálastofa auk ferðaþjónustufyrirtækjanna og fleiri taka þátt.</span></p> <p align="justify"><span>Á síðustu vikum hafa verið haldnar slíkar ferðakynningar í sendiráðunum í Osló, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, London og Helsinki. Þá má einnig nefna hér frábært samstarf sem verið hefur við sendiráðið í Kína um kynningarmál þar. Mun fleiri dæmi mætti nefna um þetta aukna samstarf við flest sendiráð okkar.</span></p> <p align="justify"><span>Ég legg mikla áherslu á að þetta samstarf þróist og dafni enn frekar.</span></p> <p align="justify"><span>Ég þreytist ekki á að minna á að góðar samgöngur séu forsenda fyrir öflugri ferðaþjónustu og því legg ég gríðarlega áherslu á að uppbygging samgöngumannvirkja komi ferðaþjónustunni að sem mestu gagni.</span></p> <p align="justify"><span>Með styttingu leiða og endurbyggðum vegum á Vestfjörðum opnast möguleikar á hringleiðum sem ferðaþjónustan hefur lagt áherslu á.</span></p> <p align="justify"><span>Búið er að tryggja fjármuni til fyrsta áfanga við að endurbyggingu</span> <span>Uxahryggjarvegar og er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í sumar. Þá er gert ráð fyrir endurbyggingu Gjábakkavegar um Lyngdalsheiði og er verið að meta umhverfisáhrif framkvæmdarinnar, en það verk hefur því miður tafist.</span></p> <p align="justify"><span>Aðgengi að þjóðgarðinum á Þingvöllum verður sem sagt stórbætt með þessum aðgerðum og á samgönguáætlun er einnig<span>&nbsp;</span> vegurinn um Snæfellsnesþjóðgarð sem mun þannig opnast enn frekar.</span></p> <p align="justify"><span>Vegur frá hringvegi að Dettifossi verður boðinn út á næstunni. Seinni áfangar vegarins, það er tengingin áfram niður í Ásbyrgi og að Norð austurvegi miða ég við að klárist á næsta áætlunartímabili, en samgönguáætlun er einmitt í endurskoðun um þessar mundir í samgönguráðuneytinu.<span>&nbsp;</span> Í heildina er hér um að ræða nærri 2 milljarða verkefni þegar hringnum verður lokið að fullu. Í samgönguáætlun er því og verður <span>&nbsp;</span>rík áhersla lögð á bætta aðkomu í þjóðgörðum.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Ferjusiglingar skipta ferðaþjónustuna miklu.<span>&nbsp;</span> Því ber að fagna stórhug eigenda Sæferða, sem reka Breiðafjarðarferjuna Baldur, sem hafa fest kaup á stærri ferju til þess að efla ferðaþjónustu við Vestfirði og Breiðafjarðarsvæðið. Þá er ný ferja væntanlega á næstunni til Grímseyjarsiglinga. Ferðum <span>&nbsp;</span>Vestmannaeyjarferjunnar Herjólfs hefur verið fjölgað<span>&nbsp;</span> og fer Herjólfur nú 14 ferðir á viku allt árið og er það í samræmi við ákvörðun mína um að bæta enn frekar samgöngur við Eyjar.</span></p> <p align="justify"><span>Ferðaþjónustan í Vestmannaeyjum hefur átt undir högg að sækja og hefur einkum verið horft til bættra samgangna til að bæta ástandið. Það eru því mikil tíðindi að Siglingastofnun telji höfn á Bakkafjöru mögulegan valkost en slík höfn gæti eðlilega haft mikil áhrif á allt ferðamynstur á Suðurlandi. Á næstunni mun nefnd um ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum skila áliti sínu.</span></p> <p align="justify"><span>Mikil umræða hefur verið í gangi vegna áhrifa gengisþróunar á ferðaþjónustu.<span>&nbsp;</span></span> <span>Ég var að fá í hendur úttekt sem Hagfræðistofnun vann fyrir Ferðamálastofu <span>&nbsp;</span>um áhrif raungengis á ferðaþjónustuna. Þar kemur margt athyglisvert fram og ég hvet fundarmenn til að kynna sér skýrsluna sem er komin á vef samgönguráðuneytis.</span></p> <p align="justify"><span>Í ljós kom að breyting á raungengi á viðkomandi ári hafði ómarktæk áhrif á breytingar á fjölda ferðamanna. Aftur á móti reyndist raungengi krónunnar árið á undan hafa marktæk áhrif, sem og breyting á olíuverði og breyting á landsframleiðslu þess lands sem ferðamennirnir komu frá. Þetta kemur nokkuð á óvart því að flestir útlendingar ákveða ferðir sínar hingað með tiltölulega stuttum fyrirvara.</span></p> <p align="justify"><span>Gera</span> <span>má ráð fyrir að um 45% af tekjum fyrirtækja í ferðaþjónustu á Íslandi verði til í erlendri mynt, en einungis 25% kostnaðar. Misvægið nemur því um 20% af tekjum.</span></p> <p align="justify"><span>Myndin sem Hagfræðistofnun dregur upp er mjög athyglisverð. Ég er á þessu stigi þó ekki reiðubúinn til að taka niðurstöður hennar sem algildan sannleik fyrir alla greinina. Eins og við vitum eru fyrirtækin mörg og margbreytileg &ndash; og eins og gengur þá lenda ýmsir utan við hefðbundna mælikvarða.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Í lokaniðurstöðum Hagfræðistofnunar segir að ferðaþjónusta á Íslandi myndi ekki njóta mikils góðs af því að krónan félli og verðlag hækkaði hér að sama skapi.<span>&nbsp;</span> Það bendir því allt til þess að gengisþróun íslensku krónunnar hafi ekki haft þau neikvæðu áhrif í ferðaþjónustu sem ýmsir hafa látið í veðri vaka. Enda má draga þá ályktun að umhverfið sé ekki sem verst þegar litið er til þess að öflug fyrirtæki og fjarfestar eru að fjárfesta í auknu flugi til landsins, í fjölmörgum hótelum,<span>&nbsp;</span> og síðast en ekki síst í Ráðstefnumiðstöð, tónlistarhúsi og hóteli hér við Austurhöfnina. Það bendir því allt til þess að framunda séu bjartir tímar í íslenskri ferðaþjónustu.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Ágætu fundarmenn. Ég vona að þessi athyglisverða skýrsla Hagfræðistofnunar verði tekin til rækilegrar umræður á vettvangi ferðaþjónustunnar.</span></p> <p align="justify"><span>Að lokum þakka ég Samtökum ferðaþjónustunnar fyrir gott samstarf og óska þess að ykkur megi öllum vel farnast. Það eru allar aðstæður til þess.</span></p> <br /> <br />

2006-03-23 00:00:0023. mars 2006Ávarp Sturlu Böðvarssonar á málþingi Samtaka ferðaþjónustunnar

Samgönguráðherra flutti eftirfarandi ávarp á málþingi Samtaka ferðaþjónustunnar AUÐLINDIN ÍSLAND á Grand Hótel Reykjavík fyrr í dag. </P> <P><p><span>Ráðherrar, ráðstefnustjóri, góðir gestir!</span></p> <p align="justify"><span>Í ferðamálaáætlun, sem ég lagði fram á Alþingi fyrir réttu ári síðan, eru afmörkuð megin markmið. Þau eru á náttúru landsins, menningu, sterka byggð og fagmennsku.</span> <span>Þar kemur einnig fram að unnið skuli að því að Íslendingar <span></span>haldi stöðu sinni sem forystuþjóð í umhverfismálum og að u<span>nnið verði að því að auka ábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í ferðaþjónustu í umhverfismálum. Undir þessar áherslur tók Alþingi með samþykkt tillögunnar og mjög jákvæðri umfjöllun.</span></span></p> <p align="justify"><span>Náttúran er og verður hornsteinn ferðaþjónustu hér á landi. Langflestir koma hingað til að njóta náttúrunnar auk þess sem landsmenn sjálfir njóta hennar í síauknum mæli með ferðum um landið.<span>&nbsp;</span> Mikilvægt er að allir, sem að ferðaþjónustu koma, skilji mikilvægi þess að vernda auðlindina eins og kostur er.</span></p> <p align="justify"><span>Umhverfismál eru ofarlega á baugi í heiminum í dag &ndash; og ekki síst innan ferðaþjónustunnar. <span>&nbsp;</span></span><span>Á undanförnum árum hafa yfirvöld og samtök í ferðaþjónustu hvatt til ábyrgrar umgengni um auðlindir<span>&nbsp;</span> og mörg fyrirtæki hafa tekið upp markvissa stefnu í umhverfismálum.</span></p> <p align="justify"><span>Stór og smá skref hafa verið stigin og sækjast íslensk fyrirtæki í auknum mæli eftir alþjóðlegri umhverfisvottun. Lengst hafa sveitarfélög og atvinnufyrirtæki á Snæfellsnesi gengið með vottun Green Globe 21 á svæðinu öllu.</span></p> <p align="justify"><span>Í ljósi þess hversu hratt ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár hafa vaknað spurningar um áhrif á samfélag og umhverfi ferðamannastaða. Til þess að skoða þessi áhrif var ýtt úr vör á vegum Ferðamálastofu rannsóknarverkefni á þolmörkum sem taka átti til fimm staða á Íslandi, Þjóðgarðsins í Skaftafelli, friðlands á Lónsöræfum, Landmannalauga, Þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum og Mývatnssveitar<em>.</em></span></p> <p align="justify"><span>Það er vissulega rík ástæða til að efla þolmarka&shy;rann&shy;sóknir því að með þeim er hægt að fylgjast með þróun einstakra svæða.</span></p> <p align="justify"><span>Fjölgun ferðamanna á Íslandi er vísbending um að erlendir ferðamenn líti svo á að mikil og eftirsóknaverð verðmæti felist í íslenskri náttúru og þeirri þjónustu sem hér er veitt.</span></p> <p align="justify"><span>Þetta undirstrikar verðmæti verndarsvæða og minnir á mikilvægi þess að fyllstu varúðar sé gætt í öllum aðgerðum sem hafa í för með sér miklar breytingar á náttúrunni af manna völdum.</span></p> <p align="justify"><span>Hér í dag er rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma til umræðu. Ferðaþjónustan hefur haft gott fólk úr sínum röðum í þessari vinnu. Ég skil hins vegar vel áhyggjur ferðaþjónustunnar vegna framtíðarinnar. Það verður eðlilega þrengra um starfsemi í óspilltri náttúru eftir því sem mannvirkjagerð fleygir fram á landinu og ekki síst í <strong>óbyggðum</strong>. Því er algjörlega nauðsynlegt að ræða landnýtingarþörf ferðaþjónustunnar. Atvinnugreinin er gríðarlega mikilvæg í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins. Mitt mat er að ferðaþjónustan hafi skapað sér þann sess og þá virðingu að ekki verði framhjá sjónarmiðum hennar gengið þegar teknar eru ákvarðanir sem varða farsæla auðlindanýtingu í náttúru Íslands.</span></p> <p align="justify"><span>Við Íslendingar verðum að átta okkur á því að hófleg nýting auðlinda okkar er forsenda búsetu í landinu. Til þessa höfum við talið það til kosta lands elds og ísa að geta nýtt orku fallvatna og jarðhitans til raforkuframleiðslu og hitunar híbýla okkar í stað þess að nota óendurnýjanlega orkugjafa.</span></p> <p align="justify"><span>Fyrir þann auð höfum við meðal annars&nbsp;byggt upp innviði landsins svo sem vegi, flugvelli, hafnir og fjarskipti. Allt styður það ferðaþjónustuna og er raunar forsenda fyrir henni að um landið séu góðar samgöngur.</span></p> <p align="justify"><span>Engu að síður skiptir umgengnin um landið miklu máli. Öll mannvirkjagerð og landnýting verður að vera í takti við náttúru og umhverfi. Til þess að tryggja það sem best <span>&nbsp;</span>höfum við arkitekta og hönnuði mannvirkja sem í samstarfi við aðra sérfræðinga eiga að geta lagt þá hönd á að til sóma sé.</span></p> <p align="justify"><span>Um leið og ferðaþjónustan á nánast allt undir því að varlega sé gengið um náttúruna þegar virkjað er þá eru virkjanir hluti af búsetu okkar í landinu sem taka þarf tillit til. Engu að síður verður að taka tillit til þess í rammaáætlun um virkjanir að ferðaþjónustan á allt undir óspilltri náttúrunni og vel gerðum mannvirkjum sem við getum verið stolt af og þjóna skilgreindum markmiðum okkar um farsæla auðlindanýtingu og gott orðspor í landnýtingu og umhverfismálum.</span></p> <p align="justify"><span>Ég fagna því að samráðherrar mínir í ríkisstjórn komi til þessa fundar og taki þátt í þessari mikilvægu umræðu sem Samtök ferðaþjónustunnar efna til.</span></p> <p align="justify"><span>Það er von mín sem ráðherra ferðamála að ferðaþjónustan fái eðlilegt svigrúm í landinu og sátt geti ríkt milli hennar og þeirra sem bera ábyrgð á virkjun orkulinda.</span></p> <p align="justify"><span>Ég óska ykkur góðs gengis hér í dag og færi Samtökum ferðaþjónustunnar þakkir fyrir að boða til þessa fundar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <h3><span>&nbsp;</span></h3> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2006-02-27 00:00:0027. febrúar 2006Food and fun festival

<P align=justify>Sturla Böðvarsson ávarpaði gesti við opnun Food and fun festival síðastliðinn föstudag í Hótel- og veitingaskólanum. </P><p align="justify"><span>Mr. Mayor, Anthony Williams and Mrs. Dianne Williams. Honoured guests, <span></span>- ladies and gentlemen!</span></p> <p align="justify"><span>In recent times,</span> <span>Iceland</span> <span>has become one of the hottest tourist destinations. A true</span> <span>Mecca</span> <span>for outdoor loving PEOPLE, adventure seekers and lovers of great food.</span></p> <p align="justify"><span>Icelandic food can now be found on the menus of many fine restaurants around the <span>&nbsp;</span>world but we highly recommend that you come <strong>directly</strong> to</span> <span>Iceland</span> <span>to experience our culinary delights.</span></p> <p align="justify"><span>We try hard to achieve Freshness - Purity - High Quality - and Great Taste.<span>&nbsp;</span> The crystal clear and clean waters in and around</span> <span>Iceland</span> <span>and the cool and healthy climate guarantee some of the <span>&nbsp;</span>success &ndash; our chefs take care of the rest.</span></p> <p align="justify"><span>The Iceland Food Festival is an opportunity to demonstrate to the world just how SPECIAL our food really is. Thanks to The Icelandic Restaurant Industry, in particular The Icelandic <strong>Chefs</strong>, who through their hard work and skills, have brought fame and accknowledgment to the Icelandic cusine.</span></p> <p align="justify"><span>I wish to thank the Mayor of Washington for honouring Food and Fun with his and his wife´s presence. We appreciate it and I hope, Mr Mayor, that your visit will be memorable as well as enjoyable.</span></p> <p align="justify"><span>I would also like to thank the organizers and sponsors of this grand festival &ndash; Icelandair, Iceland Naturally and the Icelandic Agricultural Association as well as the many restaurants and other partners who are simply too many to mention.<span>&nbsp;</span> Last but certainly not least: special thanks to The Culinary School of Iceland where we now stand.</span></p> <p><span>I hereby declare the fifth Iceland Food &amp; Fun Festival, officially OPEN.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2006-02-16 00:00:0016. febrúar 2006Framsöguræða um breytingu umferðarlaga

Samgönguráðherra flutti eftirfarandi framsöguræðu um frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum.<p><span>Herra/frú forseti.</span></p> <p><span>Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga um breytingar á umferðarlögum nr. 50/1987. <span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Markmið frumvarpsins er að stuðla að bættu umferðaröryggi fyrir landsmenn alla í samræmi við umferðaröryggisáætlun, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2005 sem hluti þingsályktunar um samgönguáætlun.<span>&nbsp;</span> Frumvarpið stuðlar að þessu markmiði á margvíslegan hátt.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><strong><span><span>1.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span></strong> <strong><span>Reglur um akstur og hvíld</span></strong></p> <p align="justify"><span>Frumvarpið skýtur styrkari lagastoðum undir úrræði til þess að framfylgja löggjöf um aksturs- og hvíldartímareglur, sem gilda um atvinnubílstjóra á stærri atvinnubifreiðum.</span></p> <p align="justify"><span>Nauðsynlegt er fyrir umferðaröryggi að tryggja að ökumenn í langkeyrslum stórra flutningabifreiða fái hæfilega hvíld við starfa sinn ekki síst þegar flutningar á vegum eru að aukast eins og raun ber vitni.<span>&nbsp;</span> Reglurnar stuðla að hæfilegri hvíld atvinnubílstjóra og eiga fullt erindi við ökumenn á Íslandi, sem vinna oft langan vinnudag í mjög streituvaldandi vinnuumhverfi.<span>&nbsp;</span> Markmið reglnanna er umfram allt að fækka slysum, sérstaklega þar sem stór ökutæki eiga hlut að máli, og auka umferðaröryggi í landinu.<span>&nbsp;</span> Ljóst er því að ávinningur af innleiðingu þeirra í íslenskan rétt er ótvíræður.<span>&nbsp;</span> Því er afskaplega mikilvægt að ökumenn flutningabifreiða fari að reglum og fái viðhlítandi hvíld. Samþykki Alþingi frumvarpið verða öll úrræði virk til þess að framfylgja reglum um hvíldartíma.</span></p> <p align="justify"><span>Reglur um aksturs- og hvíldartíma gilda á EES svæðinu og voru innleiddar hér á landi árið 1995.<span>&nbsp;</span> Lagabreytingin, sem hér er kynnt, er m.a. til komin vegna dóms Hæstaréttar í máli þar sem ákærði var sýknaður af kröfu ákæruvaldsins fyrir brot á reglu um aksturs- og hvíldartíma ökumanna.</span></p> <p align="justify"><span>Í þessu frumvarpi er að finna bættar verknaðarlýsingar og verða þannig refsiákvæði fyrir brot á þessum reglum virk.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><strong><span><span>2.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span></strong> <strong><span>Reglur um farstarfsmenn (mobile workers)</span></strong></p> <p align="justify"><span>Í frumvarpinu er lagt til að settar verði sérstakar reglur um farstarfsmenn í samræmi við gerð Evrópusambandsins þessu lútandi.<span>&nbsp;</span> Þetta eru þeir aðilar í áhöfn flutningabifreiða sem ekki teljast ökumenn heldur eru n.k. aðstoðarmenn þeirra um ýmsa hluti sem að flutningastarfsemi koma, svo sem varðandi hleðslu ökutækis, affermingu, aðstoð við farþega, viðhald o.fl.<span>&nbsp;</span> Eins og staðan er á Íslandi í dag er hér um mjög fáa aðila að ræða en það fyrirkomulag gæti tekið breytingum í framtíðinni.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span><span>3.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <strong><span>Eftirlit Vegagerðarinnar elft</span></strong></p> <p align="justify">Þá er hér lagt til aukið en einfaldara eftirlit Vegagerðarinnar með akstri farmflutninga- og hópbifreiða.<span>&nbsp;</span> Rétt er að árétta að það er fyrst og fremst lögreglan sem fer með löggæslu í landinu.<span>&nbsp;</span> Engu að síður hefur þótt nauðsynlegt fram að þessu að frekara eftirlit en lögreglan getur sinnt fari fram með ýmsum þáttum er varðar umferðaröryggi og skattheimtu.</p> <p align="justify"><span>Þannig annast Vegagerðin samanber 68. gr. gildandi umferðarlaga eftirlit með reglum um aksturs- og hvíldartíma ökumanna og hefur hún heimildir til þess að stöðva ökutæki til þess að framfylgja eftirlitinu. Skv. 19. gr. laga um olíugjald og kílómetragjald nr. 87/2004 fer ríkisskattstjóri með eftirlit með framkvæmd laganna en er heimilt að framselja það vald til Vegagerðarinnar.<span>&nbsp;</span> Sambærileg stöðvunarheimild er í því lagaákvæði Vegagerðinni til handa, svo unnt sé að framfylgja eftirlitinu.</span></p> <p align="justify"><span>Í frumvarpinu er lagt til að eftirlit Vegagerðar verði gert markvissara í þágu umferðaröryggis þannig að eftirlitsmönnum Vegagerðarinnar verði jafnframt gert kleift að framkvæma ýmsar aðgerðir sem lögreglu var áður einni falið að framkvæma.<span>&nbsp;</span></span> <span>Það þykir eðlileg ráðstöfun og hagkvæm að þegar á annað borð er búið að stöðva ökutæki þá séu allir þættir er varðar öryggi í umferðinni kannaðir en eftirlitið miði ekki einungis að afmörkuðum þáttum eins og nú er.<span>&nbsp;</span> Það verður að teljast í það minnsta óeðlilegt að sú staða geti komið upp að eftirlitsmaður Vegagerðarinnar geti staðið ökumann að broti á frágangi farms við hefðbundið eftirlit með stærð, heildarþyngd og ásþunga þess, en geti ekki gripið til aðgerða að slíku tilefni.<span>&nbsp;</span> Staðan er einmitt þessi í dag og er það algerlega óviðunandi að mínu mati.<span>&nbsp;</span> Það blasir við öllum að slíkt ökutæki getur verið stórhættulegt í umferðinni og hrein fásinna að byggja ekki undir heimildir Vegagerðarinnar til að hafa eftirlit með slíkum þáttum einnig.<span>&nbsp;</span> Því er við þetta að bæta að ráðuneytið hefur nú til skoðunar útfærslu á því hvernig eftirliti með ástandi ökutækja á vegum verði best háttað sem ég tel líka mjög mikilvægan þátt í að ná fram markmiði frumvarpsins um aukið umferðaröryggi.</span></p> <p align="justify"><span>Vakni grunur um brot er ökumanni skylt að hlíta banni<span>&nbsp;</span> eftirlitsmanns um frekari för, þar til að lögreglan kemur á vettvang.<span>&nbsp;</span> Eftir sem áður munu valdheimildir lögreglu standa óbreyttar.</span></p> <p align="justify"><span>Miklir hagsmunir eru af því að þungatakmarkanir séu virtar. Of þungar bifreiðir á vegum geta valdið skemmdum á yfirborði og/eða burðarlagi vega með tilheyrandi slysahættu. Viðgerð getur verið afar kostnaðarsöm og er því nauðsynlegt að koma í veg fyrir skemmdir með eftirliti með þunga vöruflutningabifreiða.</span></p> <p align="justify"><span>Virkara eftirlit á vegum er einn af hornsteinum aukins umferðaröryggis á landinu öllu og stuðlar að fækkun slysa í umferðinni.<span>&nbsp;</span> Það er mitt mat að lögreglan í landinu og Vegagerðin eigi að vinna saman að því að stuðla að auknu umferðaröryggi með virku og markvissu eftirliti.</span></p> <p><strong><span><span>4.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span></strong> <strong><span>Stjórnun ökutækja undir áhrifum ávana- og fíkniefna</span></strong></p> <p align="justify">Í frumvarpinu er lagt til að byggt verði undir heimildir laganna varðandi bann við stjórnun ökutækis undir áhrifum ávana- og fíkniefna.<span>&nbsp;</span> Að þessu tilefni er sett fram það nýmæli í frumvarpinu að ökumanni sé skylt að láta í té munnvatnssýni, að kröfu lögreglu, þegar grunur leikur á að hann hafi gerst brotlegur við lög vegna neyslu ávana- og fíkniefna.<span>&nbsp;</span> Um er að ræða nýja tækni sem mun að öllum líkindum koma til með að hafa veruleg áhrif til aukins árangurs við rannsókn umferðarlagabrota af þessu tagi.<span>&nbsp;</span> Það skal tekið fram að þessu tilefni að þróun í þeirri tækni sem hér um ræðir hefur verið hröð á síðustu árum.<span>&nbsp;</span> Athygli samgönguráðuneytis hefur jafnframt verið vakin á þeim möguleika að unnt sé að taka svitasýni af ökumönnum til að ákvarða hvort viðkomandi séu undir áhrifum ávana- og fíkniefna.<span>&nbsp;</span> Verið er að skoða hvort og þá hvernig unnt sé að nýta þennan möguleika við umferðareftirlit af þessu tagi og mun ég leggja til við samgöngunefnd að hún taki þetta atriði til sérstakrar skoðunar.</p> <p align="justify"><span>Lagt er til að dregin verði afdráttarlaus lína varðandi akstur undir áhrifum <em>ólöglegra efna</em> eða lyfja, sem í daglegu tali teljast til hefðbundinna ávana- og fíkniefna.<span>&nbsp;</span> Greinist slík ólögleg efni í blóði ökumanns skal hann metinn óhæfur til stjórnunar ökutækis og refsað með hliðsjón af því.<span>&nbsp;</span> Mörkin eru hér sett við núllið og ekkert svigrúm veitt til mats á nokkurn hátt.<span>&nbsp;</span> Skilaboðin eru því skýr þegar um er að ræða akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna en það tel ég afar mikilvægt hr./frú forseti.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Lagt er til í frumvarpinu að beitt verði sambærilegum viðurlögum og gilda um akstur undir áhrifum áfengis.<span>&nbsp;</span> Gengið er út frá því að gerist ökumaður sekur um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna skuli hann sviptur ökurétti eigi skemur en þrjá mánuði og allt að tveimur árum eftir alvarleika brots og magni ávana- og fíkniefna í blóði eða þvagi ökumanns.<span>&nbsp;</span> Hafi ökumaður áður gerst sekur um akstur undir áhrifum áfengis eða ávana- og fíkniefna eða neiti hann að veita atbeina sinn við rannsókn máls skal svipting ökuréttar vera a.m.k. tvö ár og allt að fimm árum eftir alvarleika brots og magni vínanda eða ávana- og fíkniefna í ökumanni við síðara brotið.<span>&nbsp;</span> Tekið er sérstakt tillit til þeirra ökumanna sem eru sjúklingar og þurfa á læknisfræðilegri meðhöndlun að halda.<span>&nbsp;</span> Lagt er til að ökumaður, sem telst vera sjúklingur, verði ekki beittur viðurlögum vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna, geti hann með ótvíræðum hætti sýnt fram á að hann hafi verið hæfur til að stjórna ökutækinu örugglega í umrætt sinn.<span>&nbsp;</span> Gerðar eru strangar sönnunarkröfur í slíkum tilvikum, t.d. um framlagningu gagna og læknisskoðun.</span></p> <p><strong><span><span>5.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span></strong> <strong><span>Gjaldtökuheimildir</span></strong></p> <p align="justify"><span>Starf að umferðaröryggismálum hefur verið elft verulega síðastliðin tvö ár en það kallar á aukin fjárútlát.<span>&nbsp;</span> Miðað er við að þessu starfi verði haldið áfram. Mikilvægt er að þessu tilefni að eftirlit á vegum verði aukið, svo kölluðum ,,svartblettum&rdquo; verði eytt, fræðsla í skólum verði efld og haldið upp öflugum áróðri.<span>&nbsp;</span> Þessir auknu fjármunir hafa komið frá öðrum liðum ráðuneytisins, þó einkum úr vegaáætlun.<span>&nbsp;</span> Allar vísbendingar eru í þá átt að slysum í umferðinni sé að fækka, sem eru góðar og uppörvandi fréttir fyrir okkur sem setja aukið umferðaröryggi í forgang.<span>&nbsp;</span> Eðlilegt þykir að skjóta styrkari stoðum undir öflugt umferðaröryggisstarf og tryggja fjármuni til þess til frambúðar.<span>&nbsp;</span> Lagt er til í frumvarpinu að fjárhæð umferðaröryggisgjalds verði hækkuð úr 200 kr. í 400 kr. til eflingar starfs umferðaröryggisáætlunar í umferðaröryggismálum.<span>&nbsp;</span> Þess má geta hér að í skýrslu, sem gerð var fyrir nokkrum árum af Vegagerðinni, Háskóla Íslands, Landlæknisembættinu og Umferðarráði og fleiri aðilum var árlegur samfélagslegur kostnaður af völdum umferðarslysa metinn vera 15 &ndash; 20 milljarðar króna.</span></p> <p><strong><span><span>6.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span></strong> <strong><span>Ýmis ákvæði<span>&nbsp;</span></span></strong></p> <p align="justify"><span>Í frumvarpinu er að finna nokkrar lagfæringar og ákvæði er varða nýjar skilgreiningar á hugtökum, breytt ákvæði um notkun öryggisbelta í bifreiðum og bifhjólum auk þess sem heimilt verður að setja reglur um vagn fyrir bifhjól.<span>&nbsp;</span> Þá er lagt til í frumvarpinu að ákvæði um hlutverk Umferðarstofu við rannsóknir á orsökum umferðarslysa verði fellt brott enda hefur það hlutverk verið fært til rannsóknarnefndar umferðarslysa.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Ég vil að lokum geta þess að ég lét í ráðuneytinu skoða sérstaklega hvort herða mætti viðurlög umferðalaga við að leggja í stæði fatlaðra.<span>&nbsp;</span> Niðurstaðan úr þeirri skoðun var að heimildir umferðarlaga til viðurlaga væru nægar en ástæða gæti verið til að herða þau og hækka sektir við slíkum brotum í reglugerð.<span>&nbsp;</span> Ég mun beita mér fyrir að það verði gert og sektir hækkaðar verulega.</span></p> <p align="justify"><span>Ég vil leggja til, herra forseti, að frumvarpinu verði að lokinni þessari umræðu vísað til hæstvirtrar samgöngunefndar.</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2006-02-09 00:00:0009. febrúar 2006Landflutningar og umferðaröryggi

Eftirfarandi fer ávarp Sturlu Böðvarssonar á málþingi um landflutninga og umferðaröryggi.<p></p> <p><span>Ágætu fundargestir.</span></p> <p align="justify"><span>Ég vil þakka þeim góða hópi sem er mættur hér í dag til að ræða um landflutninga og umferðaröryggi.</span></p> <p align="justify"><span>Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni sú mikla umræða sem verið hefur í samfélaginu undanfarin misseri um aukningu þungaflutninga um vegi landsins.<span>&nbsp;</span> Margir setja þessa aukningu í samhengi við þá ákvörðun skipafélaganna að leggja niður strandsiglingar á sínum tíma.<span>&nbsp;</span> Samkvæmt þeim úttektum sem ég hef látið vinna er sú tilfinning að nokkru leiti á misskilningi byggð.<span>&nbsp;</span> Vissulega hafði fækkun skipaferða með ströndum nokkur áhrif á umferð flutningabíla um vegakerfið, en meginástæða aukinnar þungaumferðar eru hin auknu umsvif í samfélaginu þessi misserin.</span></p> <p align="justify"><span>Tímarnir breytast og samfélagið þróast.<span>&nbsp;</span> Það sem þótti ásættanlegt í eina tíð þykir ekki gjaldgengt í dag.<span>&nbsp;</span> Hvergi sést þetta betur en í vöruflutningum landshorna á milli.<span>&nbsp;</span> Krafa dagsins er að fá vöruna til sín á eins stuttum tíma og mögulegt er &ndash; helst í gær.<span>&nbsp;</span> Til að sinna þeirri kröfu standa landflutningar mun framar en strandsiglingar, af augljósum ástæðum.</span></p> <p align="justify"><span>Í umræðunni um aukna þungaflutninga hafa komið fram miklar fullyrðingar, sumar réttar, aðrar rangar.<span>&nbsp;</span> Málþingið sem við höldum hér í dag mun hjálpa okkur að fara í saumana á málinu með það fyrir augum að gera okkur sem gleggsta grein fyrir raunverulegri stöðu mála.<span>&nbsp;</span> Hvar kreppir skóinn og hver eru mikilvægustu úrlausnarefnin.<span>&nbsp;</span> Það þjónar ekki tilgangi að setja þessar mikilvægu atvinnugreinar í uppnám vegna deilna um öryggi á vegum &ndash; deilna sem kunna að byggja á röngum forsendum.</span></p> <p align="justify"><span>Nú er unnið eftir Samgönguáætlun sem gildir fyrir tímabilið 2005-2008. Í endurskoðun er 4 ára áætlunin fyrir árin 2007-10 og langtímaáætlunin sömuleiðis en hún nær til áranna 2007-2018.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Við þá endurskoðun þurfum við að skoða hvort gera þurfi sérstakt átak á vegum sem eru þýðingarmiklar flutningaleiðir.<span>&nbsp;</span> Hér getur verið um að ræða aðgerðir beint vegna umferðaröryggis þessara vega, uppbyggingu þeirra upp úr snjó og til þess að ekki komi til þungatakmarkanna.<span>&nbsp;</span> Aukið burðarþol og breikkun þeirra vegna þungaflutninga svo eitthvað sé nefnt. Fleira má hér auðvitað nefna svo sem breikkun einbreiðra brúa, lagfæringu krappra beygja, minnkun halla o.s.frv.<br /> <br /> </span></p> <p align="justify"><span>Á sama hátt þarf að skoða þá þjónustu á vegakerfinu sem veitt er. Er hún nægjanleg, er hún veitt á þeim tíma sem þessi umferð fer um o.s.frv.<span><strong>&nbsp;</strong></span> Stefna mín í þessum efnum er að öll þjónusta á vegakerfinu og allar endurbætur auki öryggi.</span></p> <p align="justify"><span>Nú er unnið eftir sérstakri umferðaröryggisáætlun sem ég fékk samþykkta sem hluta af samgönguáætlun á síðasta ári.<span>&nbsp;</span> Þetta er í fyrsta skipti sem unnið er jafn markvisst að umferðaröryggismálum og raunin er.<span>&nbsp;</span> Markmið eru skilgreind, framkvæmd ákveðin og fjármunum ráðstafað með hliðsjón af því.</span></p> <p align="justify"><span>Tölur síðasta árs, hvað varðar banaslys og alvarleg slys, benda til þróunar í rétta átt, en óvarlegt er að leggja of ríkan skilning í þróunina þar sem stutt er síðan farið var að vinna eftir þeirri umferðaröryggisáætlun sem er í gildi.</span></p> <p align="justify"><span>Rætt er um að slysaþróunin, þegar kemur að flutningabílunum, sé ekki nægjanlega jákvæð.<span>&nbsp;</span> Á þessu verðum við að taka með öllum ráðum.</span></p> <p align="justify"><span>Það eru mörg mál sem snúa að umferðaröryggismálum í vinnslu í ráðuneytinu.<span>&nbsp;</span> Við höfum lagt mikla áherslu á að bæta kennslu og fræðslu.<span>&nbsp;</span> Leiðbeinandi hraðamerkingar hafa verið settar upp.<span>&nbsp;</span> Leiðbeiningar og áróður fyrir erlenda ferðamenn hefur verið aukinn.<span>&nbsp;</span> Ökugerði til æfinga fyrir unga ökumenn, jafnt og þá sem lengra eru komnir, er í undirbúningi.<span>&nbsp;</span> Vegrýni verkefni er komið í gang í umsjón FÍB og svo mætti lengi telja.</span></p> <p align="justify"><span>Nokkur umræða hefur orðið um hið meinta lögregluvald sem ég á að vilja færa vegagerðarmönnum er starfa við eftirlit á vegum.<span>&nbsp;</span> Þessi umræða er á misskilningi byggð, en ef ég þarf að sitja undir henni til að bæta umferðaröryggi í landinu, þá bara geri ég það.<span>&nbsp;</span> Það er ótækt að á vegunum séu flutningabílar með farm sem er ekki tryggilega fastur.<span>&nbsp;</span> Það er ótækt að á vegunum séu flutningabílar, sem svefndrukknir ökumenn stjórna og það er ótækt að á vegunum geti verið bílar þar sem til að mynda bremsubúnaði er ábótavant.<span>&nbsp;</span> En sem betur fer þá eru flestir ökumenn vel meðvitaðir um ábyrgð sína og bílar og farmur í góðu lagi.<span>&nbsp;</span> Engu að síður kennir reynslan okkur að eftirlit verður að vera í gangi.<span>&nbsp;</span> Og þá ekki síst leiðbeinandi eftirlit.</span></p> <p align="justify"><span>Þessu málþingi sem við höldum hér í dag er ætlað til að kafa ofan í þessi mál.<span>&nbsp;</span> Hvernig getum við tryggt að umferðaröryggi sé sem best?<span>&nbsp;</span> Hvað getum við gert á vegakerfinu, hvað getum við gert varðandi bílana sjálfa og hvað getum við gert til að tryggja að ökumennirnir séu sem best í stakk búnir til að höndla þær aðstæður sem geta komið upp á vegum landsins?</span></p> <p align="justify"><span>Góðir fundargestir, ég vona að hér verði uppbyggilegar og lærdómsríkar umræður. Þakka ykkur fyrir.</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2006-02-07 00:00:0007. febrúar 2006Sóknarhugur í ferðaþjónustu

<p>Á undanförnum árum hafa orðið miklar framfarir í íslenskri ferðaþjónustu. Fyrirtæki hafa bæði stækkað og styrkst og stöðugt fleiri hafa haslað sér völl í greininni. </p> <p>Ferðaþjónustan er orðin önnur stærsta atvinnugrein landsins hvað varðar gjaldeyrisöflun og ekki síður öflug hvað varðar öll margfeldisáhrif í samfélaginu. Og hún hefur verið mikilvæg uppspretta atvinnutækifæra fyrir skólafólk yfir sumartímann.</p> <h3>Ferðamönnum hefur fjölgað mikið á Íslandi</h3> <p>Undanfarin ár hefur fjölgun erlendra ferðamanna, sem sækja Ísland heim, verið mikil. Fjölgunin hefur verið hlutfallslega mun meiri á undanförnum árum en almennt hefur verið í Evrópu. Þessi staðreynd lýsir frábærum árangri fyrirtækja og starfsmanna þeirra í ferðaþjónustu. Þar er einnig á ferðinni mikilsverður árangur af aukinni fjárhagslegri og faglegri aðkomu stjórnvalda þar sem m.a. starfsfólk Ferðamálaráðs á Íslandi og erlendis hefur í samvinnu við fyrirtækin í greininni unnið í samræmi við þessa auknu aðkomu stjórnvalda.</p> <h3>Kynningarstarf skilar árangri</h3> <p>Ég hef lagt á það áherslu að smæð okkar á þessum markaði veraldarinnar kallaði á stöðuga landkynningu og harða markaðssókn í samstarfi við fyrirtæki sem sækja á markaði ferðamanna erlendis. Farnar hafa verið nýjar leiðir í þessu samstarfi samhliða hefðbundnu starfi og m.a. stofnað til samstarfs stjórnvalda og fyrirtækja undir heitinu ,,Iceland Naturally” sem hefur verið í N- Ameríku nú á sjötta ár og er að fara af stað á helstu mörkuðum í Evrópu.</p> <p>Þessi heild, þetta margþætta samstarf, á heiðurinn af því hversu vel hefur tekist til undanfarin ár með auknum stuðningi opinberra aðila. Það er því ekki að ástæðulausu að ferðamálayfirvöld, bæði í Noregi og Danmörku, hafi haft samband við Ferðamálaráð Íslands á síðasta ári með beiðni um að senda hópa markaðsfólks til Íslands til að fá kynningu á markaðstarfi Íslands á erlendum mörkuðum.</p> <h3>Árangur okkar vekur athygli</h3> <p>Það er ekki aðeins áhugi ferðamálayfirvalda nágrannalandanna sem staðfestir að vel hafi verið staðið að kynningarmálum af hálfu greinarinnar og opinbera aðila. Í árlegri könnun, sem sænska blaðið Aftonbladet gerði meðal lesenda sinna um draumaferðina næsta sumar, kom í ljós að langflestir nefndu Ísland þegar þeir voru spurðir hvert þeir vildu ferðast innan Norðurlandanna. Alls tóku 60 þúsund manns þátt í könnuninni. Þegar spurt var um áfangastað á Norðurlöndum nefndu 28,7% Ísland meðan16,9% nefndu þann áfangastað sem næstur kom að vinsældum.</p> <p>Þá var Ísland valið í efsta sætið í árlegri könnun bresku blaðanna Guardian og Observer á uppáhaldslandi lesenda þeirra í Evrópu. Ísland tók nú í annað sinn við þessum verðlaunum, en við fengum þau einnig árið 2003. Loks má nefna að í nýlegri könnun veffyrirtækis í Bandaríkjunum var landkynningarvefur Ferðamálastofu valinn 5. besti landkynningarvefur þar í landi. Og þar erum við að keppa við stórveldi á þessu sviði.</p> <p>Þá er ekki síður athyglisverð sú staðreynd að tekist hefur að þróa og markaðssetja ferða- og þjónustupakka hótela, veitingastaða, heilsulinda og afþreyingarfyrirtækja, sem hefur leitt til þess að dregið hefur verulega úr árstíðarsveiflum í ferðaþjónustu hér á landi á allra síðustu árum.</p> <p>Hvað varðar komu erlendra gesta til landsins hefur engu nágrannalandi okkar, og í reynd fáum sunnar í álfunni, tekist að jafna þessa sveiflu hliðstætt og hér samkvæmt upplýsingum sem ráðuneytið hefur aflað.Í október 2005 komu t.d. jafnmargir erlendir ferðamenn til Íslands og í júlí 1995. Þetta er staðreynd sem sýnir árangur í stöðugri viðleitni okkar til að lengja svokallaða háönn í ferðaþjónustunni.</p> <h3>Ýmsar ytri aðstæður valda alltaf sveiflum</h3> <p>Þrátt fyrir að ytri skilyrði hafi á ýmsan hátt verið erfið fyrir ferðaþjónustuna árið 2005 þá fjölgaði ferðamönnum sem komu hingað. Aukning er hlutfallslega minni en á árinu 2004. Enda ekki sjálfgefið að við náum hliðstæðri aukningu á hverju ári og meðaltal undanfarinna ára. Ýmsar ytri aðstæður gera það að verkum að sveiflur verða í vextinum. Við þekkjum áhrif hryðjuverka, útbreiðslur sjúkdóma, efnahagslegar aðstæður á okkar helstu mörkuðum, olíukreppur, veðurfarslegar ástæður o.fl. o.fl.</p> <p>Samkeppnin við önnur lönd eykst stöðugt ekki síst með opnun til austurs og stórauknu framboði þar og annars staðar á hagstæðum verðum. Þá skiptir okkar eigið rekstrarumhverfi eðlilega miklu um okkar árangur.</p> <p>Á undaförnum árum hafa mörg skref verið stigin til að laga ýmsa þætti hvað varðar rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja og fyrirtækja almennt til að auka samkeppnishæfni þeirra.</p> <h3>Áhrif gengis þróunar metin</h3> <p>Á liðnu ári hefur staða krónunnar verið mjög sterk, sem hefur bein áhrif á rekstur fyrirtækjanna og um leið alla samkeppni þó áhrifin séu misjöfn eftir hvaða grein ferðaþjónustunnar við skoðum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er nú, að minni beiðni, að skoða áhrif gengis á ferðaþjónustuna almennt og á einstaka þætti hennar og munu niðurstöður liggja fyrir í mars. Eins og áður sagði er ekkert nýtt að einhver ytri áhrif hafi tímabundinn áhrif á vöxt í ferðaþjónustu og nægir þar að nefna t.d. samdráttinn 2002.</p> <p>Þegar litið er til lengri tíma en aðeins síðasta árs þá er okkar árangur hlutfallslega meiri og betri en meðaltal heildarinnar og í reynd betri en flestra okkar nágrannalanda.</p> <p>Þó árið 2005 sé með hlutfallslega litla aukningu þá er aukning í fjölda erlendra gesta frá árinu 2002, eða á 3 ára tímabili, rúmlega 30%.</p> <p>Samkvæmt þeim upplýsingum Hagstofunnar, sem nú liggja fyrir, varð hlutfallslega meiri aukning í fjölda hótelgistinátta fyrstu 11 mánuði ársins en í fjölda gestanna. Athyglisvert er líka að sjá hvernig ferðaþjónustan sækir fram á nýjum mörkuðum í Asíu, svo sem Kína og Japan.</p> <h3>Ferðaþjónustan ætlar sér enn stærri hlut</h3> <p>Atvinnugreinin hefur undanfarna áratugi orðið að aðlaga sig að sveiflum og þær munu verða áfram. Það er einfaldlega eðli þessarar atvinnugreinar að vera mjög viðkvæm fyrir ýmsum ytri og innri aðstæðum.</p> <p>Ánægjulegt er að sjá að þrátt fyrir að síðustu mánuðir hafi ekki verið okkur hagstæðir hvað varðar erlenda markaðinn þá virðist ríkja veruleg bjartsýni og hugur er í greininni þegar litið er til áætlana hennar fyrir árið 2006.</p> <p>Stærsta innlenda fjárfestingin í ferðaþjónustu á komandi árum verður bygging Ráðstefnu- og tónlistarhúss þar sem stjórnvöld hafa ákveðið, í samstarfi við Reykjavíkurborg, að koma að stærstum hluta að fjármögnun þessa metnaðarfulla verkefnis og samhliða eru nú þegar í farvegi áform um aukið opinbert fjármagn til kynningar á Íslandi sem áfangastað vegna funda, ráðstefna og menningarviðburða.</p> <p>Meðal þeirra, sem hafa ákveðið miklar fjárfestingar, má nefna ferðaþjónustufyrirtækið Flugstöð Leifs Eiríkssonar en í frétt frá fyrirtækinu kemur fram að þeirra ákvarðanir taki mið af farþegaspá sem breska fyrirtækið BAA Plc., sem rekur stærstu flugvelli í Bretlandi og víðar, gerði í upphafi árs 2005. Í þeirri spá er gert ráð fyrir að farþegafjöldi þessa flugvallar muni fara í 3,2 milljónir árið 2015. Skipulagssérfræðingar BAA horfa til ýmissa þátta sem áhrif hafa svo sem hagvaxtar á Íslandi, fargjalda, markaðssóknar og vinsælda Íslands sem áningarstaðar ferðafólks.</p> <p>Allt það sem að framan hefur verið sagt sýnir greinlega að greinin sjálf og spár sérfræðinga gera ráð fyrir áframhaldandi framsækni með auknum umsvifum, atvinnusköpun og arðsemi.</p> <h3>Innlendur markaður mikilvægur</h3> <p>Hér að framan hefur nær eingöngu verið rætt um árangur í ferðaþjónustu á erlendum mörkuðum.En ekki má gleyma þeim stórauknu umsvifum sem orðið hafa á innlendum markaði. Unnið hefur verið markvisst að kynningu á Íslandi gagnvart innlendum aðilum.</p> <p>Þar hafa opinberir aðilar, ríki og einstök sveitarfélög komið að verki svo og einstök fyrirtæki og aðrir hagsmunaaðilar. Bætt vegakerfi,stóraukin bílaeign, aukin uppbygging um allt land ásamt kraftmikilli kynningu hefur skilað sér í mjög auknum viðskiptum okkar Íslendinga sjálfra á ferð um eigið land.</p> <p>Þessi markaður er okkur ekki síst mikilvægur þegar árangur á erlendum mörkuðum er ekki í samræmi við væntingar einhver árin vegna ytri eða innri aðstæðna.</p> <p>Því er mikilvægt að sinna af kostgæfni vöruþróun og annarri uppbyggingu svo og öllu kynningarstarfi með hagsmuni þessara beggja markhópa í huga.</p> <p>Árangur í þessari sveiflukenndu atvinnugrein byggir ekki hvað síst á því að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni. Geta brugðist við og fært áherslur á milli markaða bæði landfræðilega og einnig á milli einstakra markhópa.</p> <br />

2006-01-23 00:00:0023. janúar 2006Algjör misskilningur

<P></P> <P align=justify>Villandi umfjöllun Landssambands lögreglumanna og fleiri aðila vegna nýs frumvarps til laga um breytingu á umferðarlögum hefur vakið furðu mína. Gagnrýnin hefur verið mjög harkaleg en í meginatriðum byggst á algerum misskilningi.</P><p align="justify">Samkvæmt gildandi lögum hefur Vegagerðin heimildir til stöðvunar ökutækja hóp- og flutningabifreiða yfir tilteknum þunga. Þetta er ekkert nýtt og hefur verið í lögum síðan árið 2004.</p> <p align="justify">Það sem lagt er til í hinu nýja frumvarpi er einungis nánari útfærsla á þessari heimild Vegagerðarinnar. Auk þess er styrkari stoðum rennt undir möguleika Vegagerðarinnar til að framfylgja viðurlögum vegna brota á ákvæðum reglnanna. Hér er því ekki um neina stefnubreytingu að ræða og allra síst í þá veru að farið sé yfir á valdsvið lögreglunnar í umferðareftirlitsmálum. Það sem meðal annars kemur nýtt inn í frumvarpið er heimild Vegagerðarinnar til að hafa sérstakt eftirlit með ástandi ökutækja í umferðinni, hleðslu þeirra, frágangi og merkingu farms.</p> <p align="justify">Til þess að átta sig betur á vandanum sem við okkur blasir getur verið gott að sjá hlutina fyrir sér út frá raunverulegum dæmum. Segjum sem svo að Vegagerðin stöðvi ökutæki gagngert til að hafa eftirlit með akstri og hvíldartíma eða ásþunga ökutækis. Við nánari skoðun kemur í ljós að hleðsla þess er stórhættuleg, farmurinn er allur laus eða ekki er breitt yfir hann með fullnægjandi hætti, auk þess sem bremsur virka ekki. Eins og staðan er í dag getur Vegagerðin ekki gripið inn í við slíkar aðstæður. Það er að mínu mati óviðunandi. Lagt er til í frumvarpinu að Vegagerðinni verði í slíkum tilvikum heimilað að banna frekari för ökutækisins þar til lögregla kemur á staðinn. Með þessum hætti er reynt að fyrirbyggja slys í umferðinni vegna ástands eða hleðslu þess ökutækis sem um ræðir. Ég held að þetta dæmi lýsi nokkuð glöggt frammi fyrir hvaða vanda við stöndum við þetta eftirlit.</p> <p align="justify">Að lokum tel ég rétt að vekja menn til umhugsunar um það hvert markmiðið er með frumvarpinu, nefnilega aukið umferðaröryggi. Öll verðum við að taka höndum saman um það að tryggja vegfarendum þessa lands sem öruggast umhverfi. Gleymum því ekki að þau ökutæki sem hér um ræðir eru í senn stór og þung og bera oft gríðarlegan og jafnvel hættulegan farm. Hér ríður því á að samgöngu- og dómsyfirvöld auk Vegagerðar og lögreglu vinni saman að sameiginlegu markmiði í þágu aukins umferðaröryggis.</p> <p>Sturla Böðvarsson</p> <br /> <br />

2006-01-06 00:00:0006. janúar 2006Upphlaup tveggja þingmanna

<P align=justify>Upphlaup og málflutningur tveggja þingmanna hefur gefið mér tilefni til þess að hugleiða starf stjórnmálamanna og ekki síður samstarf þingmanna.</P><p align="justify">Vefur BB á Ísafirði er mikið lesinn enda aðgengilegur og vel gerður og er hann einn þeirra vefmiðla sem ég reyni að fylgjast með vegna starfs míns. Hann er að mínu mati mikilvægur vettvangur til sóknar og varnar í þágu byggðanna á Vestfjörðum. Hann er því mikið notaður af þingmönnum sem koma á framfæri skoðunum sínum og á honum eru fréttir sem vekja oft athygli.</p> <p align="justify">Breytingar á framkvæmd póstdreifingar við Ísafjarðardjúp hefur gefið tveimur þingmönnum tilefni til þess að hlaupa upp í fjölmiðlum og leita leiða til árása á mig sem samgönguráðherra. Þetta upphlaup og málflutningur þingmannanna hefur gefið mér tilefni til þess að hugleiða starf stjórnmálamanna og ekki síður samstarf þingmanna. Er það góðum málsstað til framdráttar að sverta aðstæður og nota aðgang að fjölmiðlum til þess að láta líta svo út sem að viðkomandi hafi ástæðu til þess að veitast að samstarfsmanni án þess að gefa færi á málefnalegri og upplýstri umræðu?</p> <p align="justify">Um jól og áramót gefast stundir til þess að hugleiða umburðarlyndi og afstöðuna til náungans og ekki síst samstarfsmanna. Ég er einn þeirra sem hef hugleitt þessar hliðar mannlífsins vegna starfs okkar stjórnmálamanna. Harkan í garð stjórnmálamanna hefur verið að aukast og sumir stjórnmálamenn ganga raunar sjálfir á undan með fordæmi sem er lítt til eftirbreytni. Að nota hvert tækifæri til þess að gera samstarfsmenn sína tortryggilega getur ekki þjónað ærlegum eða málefnalegum tilgangi. Á Alþingi gefst tækifæri til umræðu og svara þegar deilt er um málefni. Á þeim vettvangi gefst færi á því að svara og skýra málin og þar eru fyrirspurnartímar þar sem þingmenn geta t.d. sett fram spurningar til ráðherra og skapað málefnalega umræðu. Í fjölmiðlum ljósvakans gefst ekki alltaf tækifæri til þess að bregðast við fullyrðingum eða sleggjudómum. Vefmiðlarnir eru hraðfleygir og önnum kafnir ráðherrar hafa ekki tækifæri til þess að liggja yfir spjalli á vefnum. Mér hefur verið bent á upphlaup í fjölmiðlum af hálfu samþingsmanna minna þeirra Jóns Bjarnasonar, þingmanns Vinstri grænna og Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslyndaflokksins. Tilefnið er endurskipulagning póstdreifingar við Ísafjarðardjúp. Að því tilefni hafa þeir félagar ekki vandað mér kveðjurnar. Á BB vefnum talar Sigurjón Þórðarson um kaldar kveðjur Sturlu Böðvarssonar og Jón Bjarnason skrifar í alla miðla og þar á meðal í BB um að ,,blásið sé í Póstlúðra við Ísafjarðardjúp" gegn hagsmunum íbúanna við Djúp. Þeir ágætu þingmenn tala og skrifa eins og þeir einir beri hag íbúa dreifbýlisins fyrir brjósti. Þetta upphlaup þeirra er ótrúlega ómálefnalegt. Ekki höfðu þeir fyrir því að leita upplýsinga hjá samgönguráðherra, sem þeir voru að gagnrýna og væna um að hafa ekki hagsmuni íbúanna í huga og mátti ætla af þessum skrifum að ég hefði sérstakan áhuga á að skerða þjónustu íbúa við Ísafjarðardjúp.</p> <p align="justify">Að þessu tilefni vil ég segja að Íslandspóstur hefur skyldum að gegna í samræmi við lög og reglur. Það fer ekki á milli mála að ráðuneytið fylgir því eftir að þeim skyldum sé sinnt. Ágætt samstarf er og hefur verið milli samgönguráðuneytisins, Íslandspósts og sveitarstjóra Súðavíkurhrepps um þá þjónustu sem veitt er, og verður veitt, á vegum Íslandspósts. Er fullt samkomulag um það hvernig íbúunum við Djúp verður þjónað. Vil ég vísa til þess sem kemur fram á <a href="http://www.sudavik.is/">heimasíðu Súðarvíkurhrepps</a> um málið og á <a href="http://www.sturla.is/default.asp?sid_id=6495&tid=99&fre_Id=28120&Tre_Rod=002|">heimasíðu minni</a>. Vænti ég þess að íbúarnir á svæðinu átti sig á því hverjir hafi raunverulega verið að vinna að hagsmunamálum þeirra. Upphlaup og vinnubrögð þessara tveggja þingmanna hljóta að vekja furðu. Ég hef orðið þess ríkulega var í viðbrögðum þeirra sem hafa haft samband við mig og leggja mikið upp úr góðu og árangursríku samstarfi þingmanna og íbúa kjördæmisins. Ég hef ekki lagt það í vana minn að eltast við ómálefnalegt fjas í minn garð. En ég gat ekki látið þessu ósvarað.</p> <p align="justify">Sturla Böðvarsson samgönguráðherra</p> <br /> <br />

2005-12-30 00:00:0030. desember 2005Rætt um flugvöll - Athugasemd vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins

Eftirfarandi grein Sturlu Böðvarssonar birtist í Morgunblaðinu í dag 30. desember<p align="justify">Blaðamaður Morgunblaðsins, Kristján G. Arngrímsson, skrifar ágæta Viðhorfsgrein í Morgunblaðið, þriðjudaginn 20. desember undir fyrirsögninni ,,Rætt um flugvöll". Þar fjallar hann um hin ýmsu rök með og móti flugvellinum í Vatnsmýrinni. Í greininni vitnar blaðamaðurinn hins vegar til afstöðu samgönguráðuneytisins og segir: ,,Svo má segja að fjórða sjónarmiðið hafi komið fram hjá samgönguráðuneytinu, sem hefur sagt að það væri æskilegasti kosturinn að flugvöllurinn hyrfi úr Vatnsmýrinni, en að það sé einungis mögulegt ef finnist viðunandi valkostur. Ráðuneytið hefur því í raun tekið afstöðu." Þarna virðist blaðamaðurinn hafa misskilið eða hann vitnar til afstöðu ráðuneytisins af verulegri ónákvæmni þegar hann heldur því fram að samgönguráðuneytið telji það æskilegasta kostinn að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni.</p> <h3>Afstaða samgönguráðherra</h3> <div align="justify"> Ég hef talið að flestum ætti að vera ljóst hver afstaða mín er til flugvallarins eftir alla þá orrustu sem staðið hefur um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Sem samgönguráðherra hef ég marglýst þeirri afstöðu að besti kosturinn fyrir innanlandsflugið og alla þá þjónustu sem það tryggir sé að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Ég hef einnig sagt að verði innanlandsfluginu úthýst úr Vatnsmýrinni og finnist ekki viðunandi kostur innan borgarmarkanna geti vart verið forsendur fyrir því að byggja annan flugvöll í námunda við Keflavíkurflugvöll svo sem í Hvassahrauni. Því muni innanlandsflugið fara til Keflavíkurflugvallar finnist ekki viðunandi lausn innan borgarmarka. </div> <h3>Flugvöllurinn var endurbyggður</h3> <div align="justify"> Staða þessa flókna máls er hins vegar þannig að Reykjavíkurflugvöllur var endurbyggður frá grunni með sérstöku leyfi borgaryfirvalda. Framkvæmdir við endurbyggingu vallarins hófust eftir að ég, sem samgönguráðherra, hafði gert samkomulag um málið við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra. Þegar vindar blésu gegn því að flugvöllurinn yrði til framtíðar í Vatnsmýrinni sneru borgaryfirvöld, með þáverandi borgarstjóra í broddi fylkingar, við blaðinu og hafa síðan unnið gegn flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli. Eftir að ljóst varð að borgaryfirvöld ætluðu sér að takmarka starfsemi Reykjavíkurflugvallar taldi ég nauðsynlegt og í rauninni óhjákvæmilegt að ganga til samninga við borgarstjórann í Reykjavík vegna byggingar Samgöngumiðstöðvar við flugvöllinn annars vegar og hins vegar vegna framtíðarskipulags flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli. </div> <h3>Samkomulag við núverandi borgarstjóra</h3> <div align="justify"> Eftir viðræður milli mín og borgarstjórans, Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, varð samkomulag um tiltekið vinnulag sem birtist í sérstakri bókun dagsettri 11. febrúar 2005. </div> <p align="justify">Í samræmi við það samkomulag okkar borgarstjóra skipaði ég nefnd undir formennsku Helga Hallgrímssonar, fyrrverandi vegamálastjóra. Auk Helga sitja þar Þorgeir Pálsson flugmálastjóri, Sigurður Snævarr borgarhagfræðingur og Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi. Þessari nefnd er ætlað að meta aðstæður og gera tillögur um framtíðarskipulag flugvallar sem sinni innanlandsfluginu. Í skipunarbréfinu er vitnað til bókunar milli mín og borgarstjórans dags. 11. febrúar 2005 sem er svohljóðandi:</p> <p align="justify"><em>,,Vinnuhópur um samgöngumiðstöð í Reykjavík sem verið hefur að störfum með þátttöku fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar mun skila af sér niðurstöðu innan tíðar. Horft er til tveggja kosta varðandi staðsetningu samgöngumiðstöðvar, norðurkosts eða hótelskosts. Norðurkostur er á svæði norðan við Hótel Loftleiðir en í hótelskosti felst að nýta hluta af núverandi húsnæði Hótels Loftleiða.</em></p> <p align="justify">Samgönguráðherra og borgarstjóri eru sammála um nauðsyn þess að ná samkomulagi þar sem hagsmunir beggja aðila geta farið saman. Forsendur samkomulags eru eftirfarandi:</p> <p align="justify">1. Samgönguráðherra setji fram í tillögu að þingsályktun um samgönguáætlun 2005-2008 sérstaka tillögu um fjármögnun Hlíðarfótar sem er forgangsverkefni eigi samgöngumiðstöð að vera í Vatnsmýri.</p> <p align="justify">2. Aðilar fari sameiginlega í skipulagsvinnu á svæði samgöngumiðstöðvar. Jafnframt er það sameiginlegur skilningur aðila að núverandi reit á deiliskipulagi, sem hefur verið merktur flugstöð, verði ráðstafað til annarra þarfa eftir nánara samkomulagi aðila.</p> <p align="justify">3. Samgönguyfirvöld loki NA/SV flugbraut á Reykjavíkurflugvelli í síðasta lagi í árslok 2005 og við það muni skapast svæði til annarra nota skv. sérstöku samkomulagi aðila þar um. Þau munu þegar hefja viðræður við núverandi notendur brautarinnar og flugvallarstjórnina á Keflavíkurflugvelli um aðra kosti svo flugöryggi verði ekki stefnt í hættu, sbr. bókun samgönguráðherra og borgarstjóra frá 1999.</p> <p align="justify">4. Hert verði á framkvæmd þeirrar stefnumörkunar um aðstöðu fyrir æfinga-, kennslu og einkaflug sem sett var fram í 3. tl. bókunar samgönguráðherra og borgarstjóra frá 1999 vegna Reykjavíkurflugvallar.</p> <p align="justify">5. Samgönguráðherra og borgarstjóri eru sammála um að með byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni sé ekki verið að taka afstöðu til framtíðar Reykjavíkurflugvallar.</p> <p align="justify">6. Í því skyni að leggja grundvöll að sameiginlegri niðurstöðu um framtíð flugstarfsemi í Vatnsmýri láti samgönguráðherra, sem yfirmaður samgöngumála, og Reykjavíkurborg, sem ber að annast skipulagsáætlanir í Vatnsmýri, fara fram flugtæknilega, rekstrarlega og skipulagslega úttekt á Reykjavíkurflugvelli. Hvor aðili um sig tilnefni tvo fulltrúa til að leggja grunn að úttektinni, sem unnin verði af sjálfstæðum aðilum. Úttektin skal m.a. byggjast á samanburði ólíkra valkosta, þ.m.t. einnar-brautarlausn, tveggja-brautalausn og þeim kosti að öll flugstarfsemi hverfi af svæðinu. Tilgangur úttektarinnar er m.a. sá að ná fram mati á lágmarksstærð flugbrauta og athafnasvæðis sem þörf er talin á, eigi flugvöllurinn að þjóna núverandi hlutverki sínu sem miðstöð innanlandsflugsins. Að niðurstöðu fenginni fari fram formlegar viðræður aðila um framtíð flugstarfsemi í Vatnsmýrinni."</p> <h3>Flugvallarkostir bornir saman og lausnir í sjónmáli</h3> <div align="justify"> Starf nefndarinnar er komið vel á veg og liggja nú þegar fyrir hugmyndir að lausnum, sem verða bornar saman og metnar af sérfræðingum sem vinna það verk sem óháðir ráðgjafar. Um er að ræða möguleika á framtíðarstaðsetningu flugvallar fyrir innanlandsflugið samanborið við Vatnsmýrina, mat á flugöryggisþáttum og hagrænt mat við rekstur flugvalla á mismunandi stöðum miðað við hið mikilvæga hlutverk sem Reykjavíkurflugvöllur gegnir í þágu samgangna og sjúkraflugs. Fyrir liggur að Reykjavíkurflugvöllur hefur verið endurbyggður með ærnum kostnaði og þar hafa fjölmörg fyrirtæki byggt upp aðstöðu sína. Á hitt er að líta að finna verður lausn sem sátt getur náðst um. Ég mun leggja áherslu á það að hagsmunir innanlandsflugsins verði hafðir að leiðarljósi þegar ákvörðun verður tekin um framtíðaraðsetur þess. Í því samhengi er mikilvægast að tryggja öryggishagsmuni svo sem vegna sjúkraflugsins og vegna hlutverks varaflugvallar. Það er von mín að þegar úttekt nefndarinnar liggur fyrir geti samgönguyfirvöld og borgaryfirvöld náð saman um framtíðarlausn í þjóðar þágu. </div> <p><br /> <br /> </p> <br /> <br />

2005-11-08 00:00:0008. nóvember 2005Kínverskir ferðamenn - ný viðskiptatækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu

Sturla Böðvarsson flutti nú fyrir stundu ávarp á hátíðarfundi Íslensk kínverska verslunarráðsins á Hótel Sögu.<p align="justify">Mr. Chairman, honoured guests!</p> <p align="justify">It gives me great pleasure as the Minister of Tourism to be able to take part in this meeting here in Reykjavik today - and I would like to extend my warmest wishes on the tenth anniversary of the Icelandic-Chinese Trade Council.</p> <p align="justify">Over the past 50 years, Icelandic tourism has experienced dramatic growth. It has transformed from a small industry into Iceland&rsquo;s second-largest industry, as measured in foreign currency earnings. Tourism is viewed as one of the mainstays in the development of future employment opportunities in Iceland.</p> <p align="justify">As is perhaps natural, promotion of Iceland as a tourist destination has long been mostly limited to the nations served by direct flights to our country. And therefore overwhelming majority of tourists who have come here have been from Europe and the United States. Now, however, all that is changing, and Icelandic tourism professionals are very excited to bring tourists from Asia &mdash; and especially China &mdash; to our country. In the group here today, there is certainly no need to list the reasons for this change. But how do Icelandic tourism officials and companies anticipate reaching out to that big market?</p> <p align="justify">Since 2003 the Icelandic authorities have had an air traffic agreement with China. This is of importance for the future opportunities in the tourism and aviation business in Iceland. It makes it possible for Icelandic companies to take advantage of the great opportunity to participate in the future growth of this fast-growing business.</p> <p align="justify">And last year, Icelandic and Chinese authorities made an agreement, called "Approved Destination Status". This means that Chinese tourists are able to travel to Iceland more easily as part of organized tour groups.</p> <p align="justify">We have participated in the most extensive marketing research of the tourism demand and behaviour of the entire Asian market, including China, Japan, Southeast Asia, and India. That market research will be the cornerstone of the marketing efforts for all the Nordic tourist authorities<strike>.</strike></p> <p align="justify">This month, I will be visiting China, as a guest of the China State Tourism Administration. During that visit I will have the opportunity to travel to Kunming and attend the largest professional travel trade show, not only in China but in all of Asia. The Icelandic Tourist Board will participate in the show, with representatives from the Icelandic travel trade and in co-operation with Icelandair and the Icelandic Embassy in Beijing. And I hope to be able to do my part to promote the strengthening of business ties between Icelandic and Chinese tourism companies.</p> <p>Finally - I would like to express my best wishes to the Icelandic-Chinese Trade Council in its important work.</p> <br /> <br />

2005-11-04 00:00:0004. nóvember 2005Hver er staðan á öryggismálum sjómanna í dag?

Í tengslum við fundaröð um öryggi sjómanna hélst samgönguráðherra eftirfarandi ræðu á fundi í Grundarfirði 2. nóvember 2005</P><p>Ágætu fundarmenn.</p> <p align="justify">Fyrst vil ég leyfa mér að þakka þeim sem unnið hafa að undirbúningi þessa fundar og þeim fjölmörgu sem leggja hönd að öryggismálum sjómanna.</p> <p align="justify">Það er hlutverk okkar stjórnmálamanna að marka stefnu og móta samfélagið með löggjöf og margskonar framkvæmdum. Þegar ég tók við embætti samgönguráðherra, eftir kosningar 1999, var mér ljúft og skylt verandi fæddur og uppalinn í sjávarbyggðinni Ólafsvík, að leggja sérstaka áherslu á öryggismál sjómanna. Á þessum tíma stóð styr um gildistöku á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað gúmmíbjörgunarbáta í íslenskum skipum. Forverar mínir höfðu frestað því að setja reglugerðina og var það eitt fyrsta verk mitt að taka á því mikilvæga öryggismáli sjómanna. Áður en árinu 1999 lauk höfðu, að minni tilstuðlan, tekið gildi reglur um losunar- og sjósetningarbúnað gúmmíbjörgunarbáta og í dag er gerð krafa um slíkan búnað fyrir öll skip sem gerð eru út í atvinnuskyni á Íslandi.</p> <p align="justify">Það var einnig mín skoðun að löngu hafi verið tímabært að gera langtímaáætlun um öryggismál sjómanna. Hugmynd mín var að slík langtímaáætlun yrði unnin í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi og að hún væri afgreidd sem ályktun Alþingis með sérstakri þingsályktunartillögu til að gefa áætluninni aukið vægi.</p> <p align="justify">Í byrjun árs 2000 ákvað ég að láta í ráðuneytinu hefja undirbúning við gerð langtímaáætlunar í öryggismálum sjófarenda. Eftir nokkurn undirbúning ráðuneytisins var þann 16. febrúar sama ár skipuð sérstök verkefnisstjórn til að halda utan um verkið. Hún var skipuð fulltrúum frá samtökum sjómanna og útgerðarmanna, frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, Siglingastofnun og auk formanns frá samgönguráðuneyti.</p> <p align="justify">Unnið var að fyrstu langtímaáætlun um öryggi sjófarenda undir stjórn verkefnastjórnarinnar í samráði við hagsmunaaðila og hún kynnt á fundum siglingaráðs. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá skipar samgönguráðherra fulltrúa hagsmunaaðila í sjávarútvegi í siglingaráð sér til ráðuneytis um siglinga- og vitamál.</p> <p align="justify">Eftir nokkurn undirbúning samgönguráðuneytisins var framkvæmdin falin Siglingastofnun, sem vann með verkefnastjórninni að framkvæmd verksins. Stofnunin réð sérstakan starfsmann tímabundið til að sinna þessu verkefni. Verkefnið var kynnt á heimasíðu Siglingastofnunar og voru allir, sem láta sig öryggismál sjómanna varða, hvattir til að koma með hugmyndir til að bæta öryggi um borð í skipum. Einnig voru spurningalistar lagðir fyrir áhafnir skipa þar sem sjómönnum var gefin kostur á að koma fram með sín sjónarmið um það sem betur mætti fara í öryggismálum sjómanna. Svör bárust frá 120 starfandi sjómönnum og auk þess komu fram ýmsar aðrar skriflegar og munnlegar athugasemdir. Þegar athugasemdir höfðu verið teknar saman kom í ljós að taka þurfti til hendinni í þessum málaflokki. Sett var upp verkáætlun með áhersluatriðum sem að meginhluta voru byggð á tillögum og athugasemdum sjómanna sjálfra. Áhersluatriði langtímaáætlunarinnar tóku meðal annars á menntun sjómanna, stöðugleika skipa, átaksverkefnum, gerð fræðsluefnis og leiðbeininga, miðlun upplýsinga til sjómanna og rannsóknum á sviði öryggismála.</p> <p align="justify">Í samgönguráðuneytinu var ákveðið að festa áætlunina í sessi og bera hana undir Alþingi í formi þingsályktunartillögu um langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda. Í tillögunni, sem Alþingi samþykkti 19. maí 2001, ályktaði Alþingi um að á árunum 2001 til 2003 skyldi gert átak í öryggismálum sjófarenda. Markmið átaksins skyldi vera að treysta öryggi íslenskra skipa og áhafna þeirra sem og farþega á íslenskum skipum og skipum sem sigla í íslenskri efnahagslögsögu. Stefnt skyldi að því að skilgreina hlutverk þeirra sem vinna að öryggismálum sjófarenda og að slysum til sjós fækkaði um að minnsta kosti þriðjung fram til ársins 2004 og að sama skapi drægi úr tjóni vegna sjóslysa.</p> <p align="justify">Í dag eru öryggismál sjófarenda orðin hluti af samgönguáætlun, samkvæmt lögum um samgönguáætlun, sem áætlun um öryggi sjófarenda. Byggt verður áfram á þeim hugmyndum og áhersluatriðum sem lágu að baki langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda fyrir árin 2001 til 2003. Með samgönguáætlun hefur áætluninni verið tryggt fé til næstu ára þannig að áfram verður unnið kappsamlega að öryggismálum sjómanna á þessum vettvangi.</p> <p align="justify">Önnur mál sem ég vil leyfa mér að nefna og af því sem ég hef beitt mér fyrir í þágu öryggismála er í fyrsta lagi ný löggjöf og algjör endurskipulagning á starfsemi Rannsóknarnefndar sjóslysa. Í öðru lagi fékk ég samþykkt á Alþingi löggjöf um vaktstöð siglinga. Með þeirri löggjöf var brotið blað þar sem með henni voru sköpuð skilyrði fyrir björgunar- og fjarskiptamiðstöð sem rekin er undir hatti Öryggis- og fjarskiptamiðstöðvarinnar í Skógarhlíð. Ég tel að það hafi verið mikið heillaskref að setja upp vaktstöð siglinga og setja yfirstjórn björgunar- og vaktstöðvar undir einn hatt.</p> <p align="justify">En hvað hefur áunnist með þessum aðgerðum öllum og ekki síst langtímaáætlun? Eitt af megin markmiðum hennar var að fækka slysum um þriðjung til ársins 2004.</p> <p align="justify">Þetta er gott markmið, ekki síst í ljósi þess að mikill árangur hefur náðst á síðustu áratugum við að fækka slysum. En það þarf að hafa meira fyrir enn frekari árangri. Á árabilinu 1965-1984 fórust að meðaltali 17 sjómenn ár hvert. Síðastliðinn 20 ár hafa að meðaltali 5 sjómenn farist. Slysum, öðrum en banaslysum, hefur auk þess fækkað. Þannig sýna skráningar Tryggingastofnunar að slysum á sjómönnum hefur að meðaltali fækkað um 52% á síðustu 20 árum.</p> <p align="justify">Ef við skoðum tölfræðina fyrir síðustu ár þá hafa dauðaslys um borð í íslenskum fiskiskipum verið eitt til tvö á ári frá árinu 1997 utan árið 2001en þá fórust sjö sjómenn og einn árið 2004. Skip, sem hafa farist frá árinu 1997, hafa verið á bilinu þrjú til tíu. Ekki hefur verið samhengi milli fiskiskipa sem hafa farist og dauðaslysa á fiskiskipum. Til dæmis fórust tíu fiskiskip árið 2000 en einn sjómaður lést það ár í dauðaslysi. Árið 2001 farast þrjú fiskiskip en sjö sjómenn í dauðaslysum það ár. Það er mjög erfitt að bera saman dauðaslys milli ára vegna þess að þau eru orðin, sem betur fer, tiltölulega fá. Einnig hefur sjómönnum hlutfallslega fækkað milli ára.</p> <p align="justify">Tilkynningar um slys til Tryggingastofnunar hefur fækkað frá 361 árið 2000 í 309 árið 2004 eða um 15%. Tilkynnt slys til Tryggingastofnunar hefur farið hlutfallslega fækkandi frá árinu 1997. Þó ber að geta þess hér að samningar milli sjómanna og útvegsmanna geta haft áhrif á fjölgun tilkynntra slysa til Tryggingastofnunar hin síðari ár vegna ákvæða í samningum um örorkumat og veikindadaga.</p> <p align="justify">Sem samgönguráðherra get ég verið ánægður með árangur langtímaáætlunar í öryggismálum sjófarenda um leið og ég slæ þann varnagla að aldrei má slá slöku við í þessu efni. Ég er því mjög stoltur að hafa tryggt áframhald á þessari vinnu sem áætlun um öryggi sjófarenda í samgönguáætlun. Við vitum að aldrei verður hægt að koma í veg fyrir slys en að setja sér það markmið að fækka þeim er verðugt og metnaðarfullt verkefni. Þessi fundur hér í kvöld er hluti þessa verkefnis.</p> <p align="justify">Eins og ég gat um hér í upphafi þá vari mér það bæði ljúft og skylt að greiða eftir megni götu öryggismála sjómanna eftir að ég varð samgönguráðherra árið 1999. Með langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda 2001 til 2004 og áætlun um öryggi sjófarenda í samgönguáætlun 2005 til 2008 tel ég að mínar hugmyndir um bætt öryggi sjómanna og fækkun slysa um borð í skipum hafi orðið að veruleika. En þessu starfi er ekki lokið. Við verðum að halda áfram og árangur næst einungis með samstilltu átaki ykkar sjómanna og þeirra sem skipuleggja þjálfun og björgunaraðgerðir.</p> <br /> <br />

2005-10-27 00:00:0027. október 2005Ferðamálaráðstefnan 2005

Sturla Böðvarsson flutti eftirfarandi ávarp á ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs fyrr í dag.<p align="justify"></p> <p align="justify">Ágætu gestir á ferðamálaráðstefnu 2005.</p> <p align="justify">Síðasta ár hefur verið ár hinna stóru ákvarðana í samgöngum og ferðaþjónustu. Á það jafnt við um opinbera aðila sem og ekki síður fyrirtækin innan ferðaþjónustunnar. Allar þessar ákvarðanir sem ég nefni hér á eftir varða framtíð íslenskrar ferðaþjónustu mjög miklu.</p> <p align="justify">Fyrst má nefna að ríkisstjórnin tók ákvörðun um að verja stórum hluta söluandvirðis Símans til uppbyggingar vega og fjarskipta í landinu. Þau áform um stórfelldar framkvæmdir í vega-, brúa- og jarðgangagerð eru til viðbótar ákvörðunum sem teknar voru með samþykkt samgönguáætlunar fyrr á þessu ári. Sú samgönguáætlun sem gildir til ársins 2008 gerir ráð fyrir risa skrefum við uppbyggingu vegakerfisins um land allt m.a. að fjölförnum ferðamennastöðum svo sem að Dettifossi, tengingu Þjóðgarðsins á Þingvöllum með vegi um Lyngdalsheiði og Uxahryggi og um þjóðgarðinn á Snæfellsnesi.</p> <p align="justify">Í öðru lagi er að nú hillir undir tónlistar- og ráðstefnuhús í miðborg Reykjavíkur. Það er líklega stærsta markaðsaðgerð í íslenskri ferðaþjónustu fyrr og síðar. Þarna fáum við væntanlega aðstöðu sem jafnast á við það besta sem gerist í heiminum á sviði menningar og ferðaþjónustu. Fyrirhugað tónlistar- og ráðstefnuhús hefur alla burði til að stækka markað okkar og ekki síður til að lengja ferðamannatímann á Íslandi, því að ég veit að sérstaða íslenskrar náttúru og landsbyggðar verður áfram drifkrafturinn í því að fólk velji Ísland frekar en aðra áfangastaði. Ég legg gríðarlega mikið upp úr því að þetta tækifæri verði nýtt sem allra best og hef því ákveðið að veita 10 milljónum króna aukalega á næsta ári til Ferðamálastofu svo hún geti með öflugum hætti komið að kynningu á húsinu í samstarfi við rekstraraðila hússins, Reykjavíkurborg og Ráðstefnuskrifstofu Íslands.</p> <p align="justify">Í þriðja lagi hafa flugfélög og ferðaskrifstofur tilkynnt áform um fjölgun flugferða til og frá landinu á næstu misserum. Og FL-group, sem tók yfir farsæla starfsemi Flugleiða, hefur vaxið með ævintýralegum hætti og stefnir í að verða risi á markaði flutninga og ferðaþjónustu.</p> <p align="justify">Við hljótum að fagna þeim áformum sem þar eru uppi og stefna að aukinni starfsemi á sviði flutninga og ferðaþjónustu. Ég óska stjórnendum og starfsfólki allra eininga FL-Group sem og annarra félaga á sviði flutninga og ferðaþjónustu farsælla starfa.</p> <p align="justify">Síðast en ekki síst vil ég nefna ákvörðun mína sem samgönguráðherra um að láta vinna og leggja fram stefnumótun í ferðamálum og fá samþykkta á Alþingi stefnumörkun sem byggir á umfangsmikilli vinnu ferðaþjónustunnar og ráðuneytisins sem birtist í ferðamálaáætlun.</p> <p align="justify">Allt sem hér hefur verið nefnt, bendir til þess að mikil bjartsýni ríki um framtíð samgöngumála og um leið ferðaþjónustunnar hér á landi og að okkur hafi tekist að skapa Íslandi þá ímynd að Ísland sé ákjósanlegur áfangastaður fyrir ferðamenn. Öflug og markviss landkynning og markaðsaðgerðir okkar hafa því verið að bera árangur.</p> <p align="justify">Það var í lok síðasta árs sem stýrihópur um gerð ferðamálaáætlunar fyrir tímabilið 2006-2015 lauk störfum og var þingsályktunartillaga um ferðamál, sem ég lagði fram á Alþingi, samþykkt á vordögum. Með henni eru mörkuð mikilvæg tímamót í samstarfi stjórnvalda og samtaka innan ferðaþjónustunnar. Alþingi samþykkti markmið okkar við uppbyggingu ferðaþjónustunnar sem framtíðar atvinnugreinar og með þeirri samþykkt á stefnumótun í ferðamálum er kominn rammi utan um það starf sem þarf til að greinin eflist áfram. Eðlilega eru sett fram markmið um rekstrarumhverfi greinarinnar og nefndar leiðir til að ná fram því meginmarkmiði að rekstrarskilyrðin hér á landi verði sambærileg við það sem gerist í samkeppnislöndunum því þannig - og aðeins þannig - mun nást viðunandi árangur í afkomu greinarinnar.</p> <p align="justify">En vissulega eru blikur á lofti vegna þróunar gengis þó þær hitti ferðaþjónustufyrirtækin með mismunandi hætti.</p> <p align="justify">Ég hef falið Hagfræðistofnun að meta áhrif sterkrar krónu á ferðaþjónustuna, en þær aðstæður sem hér hafa ríkt að undanförnu hafa eðlilega haft áhrif á útflutningsgreinarnar. Það er ekki á valdi stjórnvalda að grípa inn í þá þróun að öðru leyti en því sem ríkisfjármálin eru notuð til þess að hafa hemil á eftirspurn á vinnumarkaði og á fjármagnsmarkaði. Engu að síður er nauðsynlegt að meta stöðuna og langtímaáhrifin sem gengisþróunin hefur á ferðaþjónustuna sem heild.</p> <p align="justify">Það er vissulega von mín að þróun gengis verði á þann veg að ekki komi til brotlendingar þeirra fyrirtækja sem standa berskjölduð fyrir gengisþróuninni. En það má öllum ljóst vera að sigling þeirra fyrirtækja sem starfa hér innanlands og byggja tekjur sínar á erlendum gjaldmiðlum er mjög kröpp.</p> <p align="justify">*********</p> <p align="justify">Með nýjum lögum um ferðamál, sem taka gildi um næstu áramót, er gerð nokkur breyting á leyfismálum þeirra sem hafa ferðatengda starfsemi með höndum.</p> <p align="justify">Er þarna komið til móts við óskir greinarinnar um að gera sem flesta leyfisskylda. Það tryggir fagmennsku greinarinnar og neytandanum öryggi.</p> <p align="justify">Sérstaklega reynir á þessa þætti þegar um rafræn viðskipti er að ræða &ndash; ekki síst við þau skilyrði verður viðskiptavinurinn að geta treyst því að baki viðskiptunum sé aðili með leyfi til reksturs slíkrar starfsemi.</p> <p align="justify">Að undanförnu hefur nokkur umræða verið um leyfisveitingar í veitingarekstri og hvernig einfalda megi umsóknarferlið, eftirlitið og kerfið í heild.</p> <p align="justify">Talsmenn Samtaka ferðaþjónustunnar hafa verið óþreytandi við að benda á hversu villugjarnt er í skógi leyfisveitinganna og kerfið óþarflega flókið. Málefni þessarar atvinnugreinar heyra undir nokkur ráðuneyti og eru dómsmálaráðuneyti, samgönguráðuneyti og umhverfisráðuneyti sammála um að nauðsyn beri til að einfalda leyfisveitingar veitinga- og gististaða og leita allra leiða til að draga úr skriffinnsku og skrifræði á þessu sviði. Það verði m.a. gert með breytingu á lögum um veitinga- og gististaði en samhliða því verði gerðar aðrar nauðsynlegar breytingar með tilliti til einföldunar á leyfisveitingum og lagaumhverfi veitinga- og gististaða. Að þessu er nú unnið.</p> <p align="justify">Ný lög um skipan ferðamála, sem taka gildi um áramótin, breyta hlutverki núverandi skrifstofu Ferðamálaráðs. Mun skrifstofan fá nafnið Ferðamálastofa. Ferðamálaráðið er hugsað sem ráðgefandi aðili fyrir samgönguráðherra um ferðamál og mun ekki hafa sömu tengsl við Ferðamálastofu og er samkvæmt núgildandi lögum. Allt er þetta til samræmis við það sem gerist um aðrar stofnanir ráðuneytisins og þau ráð sem starfa á vegum þess.</p> <p align="justify">Hlutverk ferðamálaráðs breytist töluvert og er aðkoma samtaka þeirra sem vinna að ferðamálum með einum eða öðrum hætti- aukin. Mun það m.a. gera tillögur um markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustunnar og vera ráðherra til ráðgjafar um áætlanir í ferðamálum. Ég mun leggja sérstaka áherslu á að ferðamálaráð hafi glögga yfirsýn um stöðu greinarinnar svo leggja megi áherslur í markaðsmálum að teknu tilliti til veikra og sterkra hliða ferðaþjónustunnar hverju sinni.</p> <p align="justify">Ferðamálaráð er í dag skipað sjö fulltrúum en fulltrúum mun fjölga um þrjá. Ráðið verður skipað formanni og varaformanni, sem skipaðir eru án tilnefningar, þremur fulltrúum frá SAF, tveimur frá Ferðamálasamtökum Íslands, tveimur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga og einum frá Útflutningsráði.</p> <p align="justify">Nýtt ferðamálaráð verður skipað um áramót eins og lögin kveða á um og vænti ég mikils af starfi þess.</p> <p align="justify">Einar K. Guðfinnsson hefur gegnt formennsku í Ferðamálaráði síðustu misserin af mikilli árvekni. Vil ég þakka honum góð störf í þágu ferðaþjónustunnar og óska honum alls hins besta í embætti sjávarútvegsráðherra. Þar verður hlutverk hans að róa á önnur mið.</p> <p align="justify">Varaformaður ráðsins Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri mun stýra ráðinu til þess tíma að nýtt verður skipað.</p> <p align="justify">Það er margt á vettvangi samgöngumála sem varðar ferðaþjónustuna beint. Almenningssamgöngur eru hluti þess og vil ég minna á stóraukin framlög til ferja, sérleyfishafa og innanlandsflugs á undanförnum árum. Hér er ekki aðeins um að ræða aukna fjármuni heldur líka hagræðingu og einföldun sem kemur ferðaþjónustunni vonandi til góða. Sem dæmi má nefna að frá því rekstur Herjólfs var boðinn út hefur ferðum verið fjölgað um yfir 70% og ég legg mjög ríka áherslu á að áfram verði unnið að því að efla ferðaþjónustuna í Vestmanneyjum ekki síður en í öðrum landshlutum.</p> <p align="justify">Framkvæmd ferðamálaáætlunar er mikið verk. Ráðuneytið hefur falið Ferðamálastofu að annast framkvæmdina að miklu leyti en vissulega þurfa fleiri að koma þar að auk þess sem ráðuneytið mun skipa starfshópa til að fjalla t.d. um rekstrarumhverfi greinarinnar.</p> <p align="justify">Nýlega fól ég Þorleifi Þór Jónssyni hagfræðingi SAF formennsku í nefnd sem ætlað er að gera tillögur um það hvernig gera megi hagtölum um ferðaþjónustu sem gleggst skil í þjóðhagsreikningi og vænti ég mikils af því starfi.</p> <p align="justify">Ferðamálaáætlun gerir ráð fyrir því að samkeppnisskilyrði ferðaþjónustunnar verði sambærileg við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Er mikilvægt að meta þá stöðu vel svo vinna megi að hagsbótum greinarinnar á öllum sviðum.</p> <p align="justify">Markaðsmál ferðaþjónustunnar eru okkur öllum hugleikin og hefur ferðaþjónustan margoft lýst áhyggjum af framlagi hins opinbera til þeirra. Auðvitað geri ég mér vel grein fyrir þýðingu markaðssetningarinnar - og ekki síst núna með styrkingu krónunnar. Vert er að geta þess að til viðbótar framlögum til landkynningar og markaðsmála sem tekin voru upp í kjölfar 11. september 2001 eru framlög vegna IN í Norður-Ameríku og almennrar landkynningar á vegum Ferðamálaráðs auk stuðnings við Ferðamálasamtökin.</p> <p align="justify">Iceland Naturally verkefnið í Bandaríkjunum er orðið vel þekkt hjá ferðaþjónustu og öðrum útflutningsatvinnugreinum. Samskonar verkefni er nú verið að hrinda af stað í Evrópu. Er það gert í ljósi niðurstöðu mikillar könnunar, sem ég lét gera um ímynd landsins í þremur löndum á meginlandi Evrópu.</p> <p align="justify">Sú könnun leiddi í ljós að landið hefur skýra ímynd í þeim löndum sem hún fór fram í, þ.e.a.s. Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi og einnig kom í ljós að meirihluti aðspurðra, í þýsku- og frönskumælandi löndum, taldi vel koma til greina að nota slagorðið Iceland Naturally. Þegar verkefnið verður að veruleika verður því stýrt frá ráðuneytinu og skrifstofu Ferðamálaráðs í Frankfurt í góðu samstarfi við viðskiptafulltrúa í sendiráðum Íslands, en nú standa yfir viðræður á milli samgönguráðuneytis og utanríkisráðuneytis um það hvernig hátta megi þessu samstarfi svo kraftar okkar nýtist sem best.</p> <p align="justify">Kína er á allra vörum í dag. Þaðan komu 8000 ferðamenn hingað til lands á þessu ári og gera sérfræðingar ráð fyrir enn frekari aukningu á næsta ári. Fjöldi þeirra Kínverja sem nú hyggur á ferðalög er slíkur að við megum ekki láta undir höfuð leggjast að skilgreina hvernig við getum sótt á þennan markað.</p> <p align="justify">Ráðherra ferðamála í Kína hefur boðið mér í opinbera heimsókn í næsta mánuði og mun sú ferð vonandi verða til þess að greiða leið íslenskra fyrirtækja inn á kínverskan ferðamarkað. Þar vinna nú þegar nokkur íslensk fyrirtæki mikilvægt starf og mun ég fá tækifæri til að hitta fulltrúa þeirra og kínverskra söluaðila í ferðinni. &ndash; Rúm tvö ár eru síðan undirritaður var loftferðasamningur á milli Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína, en hann tekur á reglubundnu áætlunarflugi með farþega, farangur, frakt og póst á milli landanna. Með þessum samningi var stigið stórt skref í ferðamálasamskiptum landanna. Næsta skref er að huga að einföldun umsókna Kínverja um vegabréfsáritun til Íslands en í dag sér danska sendiráðið í Beijing einnig um áritanir fyrir Ísland. Ég stefni einnig því að í heimsókn minni til Kína verði undirritað samkomulag um að kínverskir sérfræðingar komi hingað til lands til að leiðbeina ferðaþjónustunni um það hvernig skuli staðið að verki við móttöku ferðamanna frá Kína.</p> <p align="justify">Þegar hefur verið gert samkomulag við Kína um ferðamál, sem fjallar um um hópferðir Kínverja, en það er sambærilegt við það sem ESB hefur gert við Kína. Ég tel að við eigum að leggja áherslu á að ná góðu samstarfi við Kína á sviði ferðamála.</p> <p align="justify">Gistinætur á hótelum yfir sumarmánuðina (maí-ágúst samanlagt) voru 516.000 árið 2005 en voru 488.000 árið á undan. Þetta er um 6% aukning. Innlendi markaðurinn er öflugur og er ég ánægður með aðkomu yfirvalda að verkefninu ,,Ísland sækjum það heim" og öflugu starfi Ferðamálasamtaka Íslands, sem m.a. hafa staðið að útgáfu glæsilegs kynningarefnis um alla landshluta. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort ekki sé kominn tími til að greinin fái nýtt slagorð því ,,<em>Ísland sækjum það heim"</em> nálgast nú fermingaraldurinn.</p> <p align="justify">Allar atvinnugreinar byggja velgengni sína á gæðum þess sem verið er að selja. Þetta á jafnt við um framleiðslu sem og þjónustu. Í þeirri stefnumótun, sem ég lagði fyrir Alþingi og var samþykkt sem ályktun Alþingis, var megin áhersla lögð á náttúru, menningu, sterka byggð og GÆÐI þeirrar þjónustu sem í boði væri. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að hvetja alla til að leggja áherslu á gæði þeirrar þjónustu sem í boði er á Íslandi. Takist það er þess að vænta að ferðaþjónustan á Íslandi eflist enn frekar og afkoman batni og ferðaþjónustan styrki atvinnulíf byggðanna. Það er vissulega ástæða til þess að minna á að samgöngur og ferðaþjónusta er lykill að framþróun og vexti í samfélagi okkar á öllum sviðum. Og við ættum að minnast þess að ferðaþjónustan er stærsta atvinnugrein veraldar.</p> <p align="justify">Að lokum vil ég þakka þeim sem komu að undirbúningi þessarar ráðstefnu; starfsfólki Ferðamálaráðs og einnig þeim fyrirlesurum sem hér eiga eftir að tala. Ég óska ykkur öllum og íslenskri ferðaþjónustu heilla um ókomin ár.</p> <br /> <br />

2005-10-04 00:00:0004. október 2005Ársfundur Hafnasambandsins 2005

</P> <P align=justify>Samgönguráðherra ávarpaði fulltrúa á ársfundi Hafnarsambandsins síðastliðinn föstudag. Í ræðu ráðherra kom meðal annars fram að mikils misskilnings gætti í umræðu um að hætta að fjárfesta í höfnum, þær gegni lykilhlutverki í verðmæti framleiðslu atvinnuveganna. Ræða ráðherra er eftirfarandi:</P> <P><p align="justify">Fundarstjóri, ágætu fulltrúar á ársfundi Hafnarsambandsins!</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Það má með sanni segja að hafnir hafi verið í þungamiðju efnahagslífsins á Íslandi allt frá árdögum byggðar og fram til dagsins í dag. Þær eru tenging lands við hin gjöfulu fiskimið okkar auk þess sem þær gegna lykilhlutverki í utanríkisverslun Íslands. Þrátt fyrir að aðrar greinar samgangna hafi vaxið mjög hin síðustu ár þá eru áhrif hafna á efnahagslífið enn mjög mikil - ekki síst nú á dögum. Hafnir eru oftar en ekki lykillinn að atvinnuuppbyggingu og nýtingu gæða landsins, hvort sem um er að ræða orku, jarðefni eða ferðamennsku.</p> <p align="justify"><strong>&nbsp;</strong></p> <p align="justify"><strong>Hafnir gegna lykilhlutverki</strong></p> <p align="justify">Öðru hverju kemur upp sú umræða hvort við hljótum ekki að geta hætt að fjárfesta í höfnunum. Hér gætir mikils misskilnings. Hafnirnar gæta lykilhlutverki þegar kemur að verðmæti framleiðslu atvinnuveganna sem rennur um hafnirnar á markaði erlendis og þær verða að fylgja þróuninni í flutningatækni og breyttum atvinnuháttum.</p> <p align="justify">Dæmin sjáum við alls staðar í kringum okkur - álvershöfn á Reyðarfirði, iðnaðarhöfn í Hvalfirði, iðnaðarhöfn í Arnarfirði eða ferjuhöfn á Seyðisfirði. Ekki má gleyma gríðarlegu átaki í hafnaframkvæmdum á síðustu tíu árum, sem e.t.v. hefur ekki verið haldið nægjanlega á lofti, þar sem fábreyttum og erfiðum höfnum hefur verið lyft upp í að vera nútímalegar hafnir með garða og nægu dýpi til þess að taka á móti sem fjölbreytilegustum skipum.</p> <p align="justify">Þar hafa sérfræðingar okkar í hafnagerð lyft grettistaki í rannsóknum og hönnun hafnarmannvirkja. Það er ánægjulegt að fylgjast með því hversu miklum árangri Siglingastofnun hefur náð og gildir það jafnt um hafnagerð sem og öryggismál sjófarenda. Í dag er unnið eftir langtímaáætlun um öryggismál sjófarenda sem ég lét vinna og fékk samþykkta á Alþingi.</p> <p align="justify"><strong>&nbsp;</strong></p> <p align="justify"><strong>Framfarir í samgöngum</strong></p> <p align="justify">Miklar framfarir og þróun hefur einnig verið í öðrum samgöngum á undanförnum árum, einkum samgöngum á landi. Stórbættar samgöngur á landi hafa breytt hlutverki hafna í byggðarlögum. Nægir þar að nefna Vestfjarðargöngin sem tengja saman 4 &ndash; 6 byggðarlög eftir því hvernig horft er á það. Þessum framförum í landssamgöngukerfinu og stóraukinni flutningsgetu á vegum, samfara stórbættri vetrarþjónustu fylgir hvoru tveggja; ógnanir og tækifæri fyrir hafnir landsins.</p> <p align="justify">Að mínu viti eru enn fyrir hendi miklir möguleikar til þess að styrkja byggðarlög og hafnir með sameiningu sveitarfélaga eða einstakra hafnarsjóða. Hér er það sérhæfing sem er lykilorðið hvort sem mönnum líkar það betur eða verr.</p> <p align="justify"><strong>&nbsp;</strong></p> <p align="justify"><strong>Hafnalögin nýju</strong></p> <p align="justify">Þegar unnið var að nýjum hafnalögum á sínum tíma var horft til þess að auka sjálfstæði hafnanna m.a. á sviði gjaldskrármála og ábyrgð á eigin efnahag og framtíð en hér gildir ,,veldur hver á heldur" Víða eru ýmsir möguleikar fyrir hafnir og athafnamenn að hafa frumkvæði til atvinnusköpunar ef hugmyndaflugið, frumkvæðið, krafturinn og árræðið er til staðar. Það sýna dæmin úr ferðaþjónustunni m.a. hversu vel hefur til tekist að laða skemmtiferðaskip til landsins, aukning í hvalskoðunarferðum og ýmis þjónusta við ferðamenn þar sem hafnirnar skipta sköpum.</p> <p align="justify">Í nýju hafnalögunum sem Alþingi samþykkti 2003 er bráðabirgðaákvæði um að ráðherra skuli skipa sérstaka endurskoðunarnefnd til þess að meta hvernig til hafi tekist við framkvæmd laganna. Nú í haust skipaði ég þessa nefnd og bind ég miklar vonir við störf hennar. Það er einkum tvennt sem ég tel mikilvægast að hún fjalli um. Í fyrsta lagi hvernig er hægt að hafa áhrif á og hraða þróun í átt til sameiningar og samvinnu hafna, bæði notendum og höfnum til hagsbóta, en að þessu hef ég vikið áður í ræðu minni og í öðru lagi hvernig taka eigi á málum skuldsettustu hafnanna.</p> <p align="justify"><strong>&nbsp;</strong></p> <p align="justify"><strong>Taprekstur hafna</strong></p> <p align="justify">Ég vil minna fundarmenn á að skv. 3. mgr. 18. gr. hafnalaga er höfnum sem reknar eru með tapi í þrjú ár í röð skylt að gera breytingar á sínu rekstrarformi. Hér er því um mjög alvarlegan hlut að ræða sem ekki verður undan vikist að taka á.</p> <p align="justify"><strong>&nbsp;</strong></p> <p align="justify"><strong>Strandsiglingar</strong></p> <p align="justify">Undanfarið hefur mikið verið fjallað um niðurlagningu áætlunarflutninga með skipum við ströndina. Ekki verður sagt að ég hafi tekið þessari þróun án nokkurra athafna því fyrir liggja hvorki fleiri né færri en þrjár skýrslur um þetta mál, eða raunar fjórar svo ég taki með skýrslu sem unnin var fyrir Hafnasamabandið fyrir nokkrum árum. Þar af eru tvær frá því að síðasta Hafnasambandsþing var haldið. Niðurstaða allra þessara rannsókna er mjög merkileg og stangast á við þær umræður sem hafa orðið um þessi málefni.</p> <p align="justify">Megin niðurstaða allrar þessarar vinnu er að síðustu ákvarðanirnar um niðurlagning strandsiglinga (þ.e.a.s. Eimskip), og þar með aukning vöruflutninga á landi, hafi takmörkuð áhrif á viðhald vega, umferðaröryggi og losun gróðurhúsalofttegunda.</p> <p align="justify">Ég hef opinberlega tekið undir þessar niðurstöður og hef mótað stefnu í samgöngumálum í samræmi við tillögur og skýrslu nefndarinnar. Ég tel að mikilvægasta verkefni samgönguyfirvalda sé, í ljósi þessarar niðurstöðu, að tryggja uppbyggingu vegakerfis og umferðaröryggis í kjölfar þess að vöruflutningar um vegina hafa aukist. Með afgreiðslu samgönguáætlunar s.l. vor var stefnan mörkuð í samræmi við það mikilvæga markmið að auka umferðaröryggi. Afturhvarf til reksturs strandsiglinga með ríkisstyrkjum er fráleit leið og engum til hagsbóta. Hins vegar geri ég auðvitað engar athugasemdir við strandsiglingar sem byggja á jákvæðum rekstrarlegum forsendum.</p> <p align="justify">Við eigum að hraða uppbyggingu vegakerfisins. Það er stefna mín sem samgönguráðherra og hún birtist í framkvæmd með samgönguáætlun. En við eigum samt sem áður að leggja okkur fram um að nýta hafnirnar fyrir fiskiskipaflotann, skemmtiferðaskipin og vöruflutninga þar sem það á við.</p> <p align="justify"><strong>&nbsp;</strong></p> <p align="justify"><strong>Umhverfi hafnanna.</strong></p> <p align="justify">Umhverfi hafna hefur breyst mikið á undanförnum 2-3 árum og ekki einungis vegna nýs lagaumhverfis. Atburðirnir 11. september leiddu til þess að á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar var ráðist í gerð reglna um siglingavernd sem voru felldar inn SOLAS samninginn sem Ísland er aðili að. Ársfundur Hafnasambandsins fjallaði ítarlega um siglingavernd fyrir tveimur árum síðan og ætla ég ekki að segja margt um þetta hér. Þó er óhætt að segja að fram að því að þessar alþjóðlegu kröfur komu fram á sjónarsviðið hafi vart verið hægt að segja að alþjóðlegt regluverk hafi komið mikið við sögu í rekstri hafna. Nánast yfir nótt breyttist þetta og er siglingavernd, ásamt þeirri umsýslu og eftirliti sem því fylgir, hluti af rekstri hafna. Forvitnilegt verður að fylgjast með umræðunum á fundinum í dag um þetta efni. Að lokum má geta þess að í undirbúningi er á vegum Evrópubandalagsins reglugerð um hafnavernd sem felur í sér að skoða þurfi áhættu fleiri mannvirkja á hafnarsvæðinu en bara þeirra sem lúta að tengingu skips við bryggju og farm.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri en vil að lokum þakka fundarmönnum fyrir tækifærið til þess að ávarpa fundinn og óska ykkur velfarnaðar í störfum á fundinum.</p> <br /> <br />

2005-09-15 00:00:0015. september 2005Staðlausir stafir frá Álftanesi

<P></P> <P align=justify>Sturla Böðvarsson svaraði bæjarstjóranum á Álftanesi í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær.</P> <P><table cellspacing="0" cellpadding="0" border="0"> <tbody> <tr> <td> <div align="justify"> Nýráðinn bæjarstjóri á Álftanesi reiðir hátt til höggs í fjölmiðlum í þeim tilgangi að berja niður meintar skoðanir mínar um að staðsetja nýjan flugvöll á Álftanesi. Hann vísar til yfirlýsinga sem hann telur mig hafa viðhaft í nýlegu sjónvarpsviðtali um innanlandsflugvöll á Álftanesi. Formaður Samfylkingarfélagsins á Álftanesi skrifar í kjölfarið grein í Morgunblaðið þar sem hún, rétt eins og bæjarstjórinn, heldur því fram að ég hafi í sama viðtali snúið við blaðinu og reifað eigin hugmyndir um flutning Reykjavíkurflugvallar út á Álftanes. Bæði eru þau á villigötum og nokkuð ljóst að hvorugt þeirra hefur séð viðtalið sem þau gera að umtalsefni, eða að minnsta kosti ekki heyrt hvað þar var sagt. Í upphrópunum sínum fara þau með staðlausa stafi með því að leggja mér orð í munn og því er réttast að rifja upp fyrir þeim, og öðrum áhugasömum, orðrétt það sem ég sagði í viðtali sem Stöð 2 átti við mig. ,,...<em>ef við finnum leið sem er betri en sú að hafa völlinn í Vatnsmýrinni þá er ég tilbúinn til þess að skoða það</em>." Á öðrum stað í viðtalinu sagði ég aðspurður um flutning vallarins úr Vatnsmýrinni "<em>Ef það eru fjárhagslegar forsendur fyrir því að þá tel ég að samgönguráðherra hver sem hann yrði á þeim tíma að hann gæti ekki vikist undan því að fara í samningaviðræður við borgina um það. Ég tel að við verðum að ná samkomulagi og þess vegna fagna ég þessum mikla áhuga sem er núna hjá frambjóðendum til borgarstjórnar að ganga til þessa verks en þeir geta ekki tekið neinar ákvarðanir fyrr en að búið er að stilla upp kostum og þið eruð að láta kjósa núna hér um hvar völlurinn eigi að vera og það er nú þrautin þyngri fyrir áhorfendur að gera það vegna þess að þeir vita ekki hvort að þetta er raunhæft með Lönguskerin. Þeir vita ekki hvort það er raunhæft með Álftanesið. Vegna þess að bæjaryfirvöld þar þau ráða þeirri för, hvort það verður byggður flugvöllur á Álftanesi eða ekki.</em>" </div> <p align="justify">Nýlega var gert samkomulag milli mín og borgarstjórans í Reykjavík um sérstakan vinnuhóp sem nú starfar undir stjórn Helga Hallgrímssonar verkfræðings að því að endurskoða landnotkun og skipulag flugvallarsvæðisins og meta hagkvæmni þeirra kosta sem til greina koma. Í þeirri vinnu verða allir valkostir skoðaðir og m.a. rætt við fulltrúa allra sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef verið talsmaður þess að innanlandsflugvöllur landsmanna verði á, eða sem allra næst, höfuðborgarsvæðinu. Sú skoðun mín hefur ekkert breyst og ég hef enga ástæðu til þess að gefa frekari yfirlýsingar um framtíðarstaðsetningu flugvallarins fyrr en niðurstöður vinnuhópsins liggja fyrir og frekari umræða á sér stað um einstaka valkosti í þessum efnum. Vert er að minna á að Reykjavíkurflugvöllur er nýendurbyggður og var það gert með öllum leyfum borgaryfirvalda.</p> <p align="justify">Enginn fótur er þess vegna fyrir því að ég stefni sérstaklega að því að &bdquo;<em>þröngva flugvelli upp á Álftnesinga&ldquo;</em> eins og formaður Samfylkingarinnar á Álftanesi heldur fram í Morgunblaðsgrein sinni. Upphlaup formannsins og sömuleiðis bæjarstjórans á Álftanesi eru óskiljanleg vindhögg.&nbsp;&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td align="right">Sturla Böðvarsson</td> </tr> </tbody> </table> <br /> <br />

2005-09-13 00:00:0013. september 2005Ræða Sturlu Böðvarssonar við opnun Reyðarfjarðarganga 09.09 2005

<P></P> <P align=justify>Forsætisráðherra, vegamálastjóri, fulltrúar verktaka, alþingismenn, heimamenn og gestir.</P> <P align=justify> </P> <P align=justify>Í nafni samgönguráðuneytisins fagna ég verklokum hér&nbsp; við Reyðafjörð.</P> <P><table cellspacing="0" cellpadding="0" border="0"> <tbody> <tr> <td> <p align="justify">Gott verk hefur verið unnið sem hefur mikla þýðingu fyrir íslenska samfélagið. Hver einasti hluti vegakerfisins sem er endurbyggður er í þágu allra Íslendinga.</p> <p align="justify">Þess skulum við minnast við verklok hér við Reyðafjörð þar sem í dag drýpur smjör af hverju strái eins og sagt var um gósen lönd úr fortíðinni.</p> <p align="justify">&nbsp;Við eigum og verðum að muna að við erum ein þjóð sem byggir þetta land. Við verðum að minnast þess einnig að við eigum allt undir því að samtakamáttur okkar verði það að afl sem tryggir sjálfstæði okkar og&nbsp; varðveiti menningu okkar. Mikilvægur hluti þeirrar viðleitni er að tryggja samgöngur með öruggu vegakerfi.</p> <p align="justify">&nbsp;Um leið og ég lýsi jarðgöngin á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar&nbsp; formlega opnuð vil ég leyfa mér að þakka almættinu fyrir að hafa haldið sinni verndarhendi yfir starfsmönnum við verkið og tryggt&nbsp; framvindu þessa mikilvæga&nbsp; mannvirkis sem við tökum í notkun á þessum fallega degi.</p> <p align="justify">&nbsp;Ég lýsi jarðgöngin milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar opin fyrir umferð. Megi gæfan fylgja öllum vegfarendum sem fara um þetta glæsilega mannvirki&nbsp; og megi góðir vættir vaka yfir byggðum austurlands.&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td align="right">Sturla Böðvarsson</td> </tr> </tbody> </table> <br /> <br />

2005-08-23 00:00:0023. ágúst 2005Strandferðaskip og umferðaröryggi

<P align=justify>Að undanförnu hefur verið mikil umræða um umferðaröryggismál. Í flestum tilvikum hefur þessi umræða verið málefnaleg og tengd því mikla átaki sem umferðaröryggisáætlun Samgönguáætlunar felur í sér. Síðustu daga hefur blandast inn í málið umræða um strandsiglingar. Þar hefur brugðið fyrir misskilningi sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Jafnvel þingmenn skrifa um strandferðarskipin með söknuð í huga og minnast siglingar Esjunnar milli hafna færandi póst og varning á kostnað skattgreiðanda.</P><table cellspacing="0" cellpadding="0" border="0"> <tbody> <tr> <td> <p align="justify">Að undanförnu hefur verið mikil umræða um umferðaröryggismál. Í flestum tilvikum hefur þessi umræða verið málefnaleg og tengd því mikla átaki sem umferðaröryggisáætlun Samgönguáætlunar felur í sér. Síðustu daga hefur blandast inn í málið umræða um strandsiglingar. Þar hefur brugðið fyrir misskilningi sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Jafnvel þingmenn skrifa um strandferðarskipin með söknuð í huga og minnast siglingar Esjunnar milli hafna færandi póst og varning á kostnað skattgreiðanda. Vegna þessarar furðulegu umræðu vil ég rifja upp nokkrar staðreyndir um strandsiglingar og flutninga um vegakerfið.</p> </td> </tr> <tr> <td> <p align="justify"><strong>Skipafélögin hætta strandsiglingum</strong></p> <p align="justify">Á undanförnum árum hefur stöðugt dregið úr flutningum á sjó milli landshluta. Samhliða hafa flutningar um vegakerfið aukist. Forsvarsmenn skipafélaganna skýrðu þessa þróun með því að sjóflutningar stæðust ekki auknar kröfur um hraða í flutningum.</p> <p align="justify">Þegar ljóst var að skipafélögin mundu hætta hinum sérstöku strandsiglingum frá Reykjavík ákvað ég að láta vinna úttekt á áhrifum þess að þeir flutningar færðust yfir á vegina.</p> <p align="justify">Í nóvember á síðasta ári skipaði ég því nefnd sem falið var það verkefni að skila inn tillögum að framtíðarstefnu stjórnvalda varðandi sjóflutninga með ströndinni.</p> <p align="justify">Skipun nefndarinnar var tilkomin vegna breytinga á vöruflutningum á Íslandi sem felast m.a. í miklum samdrætti í siglingum strandferðaskipa og samfara því auknum akstri flutningabíla á vegum landsins.</p> <p align="justify">Í nefndina voru skipaðir þeir Ólafur Sveinsson, hagverkfræðingur, sem formaður, Sigurður Guðmundsson, fjármálaráðuneyti og Hugi Ólafsson, umhverfisráðuneyti. Björn Ágúst Björnsson, verkfræðingur í samgönguráðuneyti, var starfsmaður nefndarinnar.</p> <p align="justify"><strong>Aukin umferð vöruflutningabíla</strong></p> <p align="justify">Í störfum sínum leitaðist nefndin við að meta áhrifin út frá þeim upplýsingum sem fyrir liggja en auk þess leitaði nefndin álits um ákveðin atriði hjá fulltrúum Samtaka verslunar og þjónustu, Landverndar, Hafnarsambands sveitarfélaga, Vegagerðarinnar, fyrirtækja í sjávarútvegi og fleiri.</p> <p align="justify">Aukin umferð vöruflutningabíla hefur meðal annars áhrif á; uppbyggingu vegakerfisins, umferðaröryggi, losun gróðurhúsaloftegunda, notkun hafna og flutningastarfsemi í landinu. Eftir að nefndin skilaði niðustöðum sínum voru þær kynntar samgöngunefnd Alþingis og lágu þær fyrir þegar samgönguáætlun var undirbúin og síðan lögð fram og afgreidd á Alþingi. Samgönguáætlun var því unnin að teknu tiliti til þess að umferðin um vegakerfið mundi aukast og dregið yrði úr sjóflutningum líkt og flutningafyrirtækin töldu vera hagstæðasta kostinn fyrir neytendur.</p> <p title="" align="justify">Skýrsluna í heild má nálgast á <a href="/media/innanrikisraduneyti-media/media/Skyrsla/Nefndaralit_um_troun_flutninga_innanlands.doc">vef samgönguráðuneytisins</a> <strong title=""><a href="/media/innanrikisraduneyti-media/media/Skyrsla/Nefndaralit_um_troun_flutninga_innanlands.doc">&nbsp;</a></strong></p> <p align="justify"><strong title="">&nbsp;</strong></p> <p align="justify"><strong title="">Niðurstöður nefndarinnar komu ýmsum á óvart</strong></p> <p align="justify">Meginniðurstaða nefndarmanna er að niðurlagning strandsiglinga, og þar með aukning vöruflutninga á landi, hafi takmörkuð áhrif á viðhald vega, umferðaröryggi og losun gróðurhúsalofttegunda.</p> <p align="justify">Nefndin telur mikilvægt að stjórnvöld tryggi að gjaldtaka og álögur á mismunandi flutningasmáta verði sem réttust og í samræmi við samfélagslegan kostnað sem þeir valda, í þeim tilgangi að skapa heilbrigt og sanngjarnt samkeppnisumhverfi. Jafnframt telur nefndin að ríkisvaldið eigi ekki og geti ekki gripið til aðgerða sem miða að því að færa meginþunga flutninga á sjó og telur vandséð að slíkar aðgerðir geti snúið þróuninni við og að ekki sé hægt að sjá að samfélagslegir hagsmunir krefjist slíks.</p> <p align="justify">Hér að neðan eru dregnar saman helstu niðurstöður nefndarinnar.</p> <div> <p align="justify">1. <a id="_Toc99353442" name="_Toc99353442">Uppbygging vegakerfisins</a></p> <p align="justify">Umferðarþungi og veður hafa mest áhrif á viðhaldskostnað vega. Veður hefur afgerandi áhrif á endingu slitlags en umferð þungra bíla veldur mestu af sliti á efra burðarlagi vega. Fjárfestingar Vegagerðarinnar í viðhaldi vega með slitlagi eru um 1.400 milljónir kr á ári.. Talið er að árlegur viðhaldskostnaður muni aukast um 100 milljónir í kjölfar þess að strandsiglingar Eimskips lögðust af.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">2. <a id="_Toc99353443" name="_Toc99353443">Umferðaröryggi</a></p> <p align="justify">Aukin umferð flutningabíla á helstu akstursleiðum hefur ekki leitt til fjölgunar slysa og óhappa þar sem þungir bílar koma við sögu. Tíðni á hverja milljón ekna kílómetra hefur lækkað. Árið 2003 kemur reyndar fram umtalsverð fækkun slysa og óhappa, en líkleg ástæða hennar er talin vera aukin áhersla á öryggisstjórnun hjá flutningsaðilum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">3. <a id="_Toc99353444" name="_Toc99353444">Losun gróðurhúsalofttegunda</a></p> <p align="justify">Vöruflutningar valda útstreymi gróðurhúsalofttegunda og var hlutdeild þeirra í heildarlosun landsins árið 2002 á bilinu 3,5 til 4%. Á síðastliðnum 20 árum hefur losun gróðurhúsalofttegunda frá strandflutningaskipum minnkað um 40 þús tonn en á sama tímabili jókst losun frá stórum bifreiðum um tæp 53 þús tonn á ári. Sé gert ráð fyrir því að þessi aukningin sé eingöngu vegna vöruflutningabifreiða er niðurstaðan sú að losun gróðurhúsalofttegunda vegna vöruflutninga hefur aukist um tæp 13 þús tonn á tuttugu árum, eða um 9%. Almennt má segja að flutningar á sjó valdi minna útstreymi en flutningar á landi. Útreikningar nefndarinnar benda þó til þess að veruleg óvissa sé um þann ávinning sem ná mætti með auknum strandflutningum hvað útstreymi gróðurhúsalofttegunda varðar og að líklegast sé að hann yrði óverulegur. Aðgerðir til að auka sparneytni og minnka útstreymi frá flutningabílum eru líklegri til að árangurs en sértækar aðgerðir til að færa flutninga út á sjó.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">4. <a id="_Toc99353445" name="_Toc99353445">Notkun hafna</a></p> <p align="justify">Breytingarnar hafa eðlilega þau áhrif að hlutverk hafna í vöruflutningum minnkar. Þar er sérstaklega um að ræða hafnir á Ísafirði og í Eyjafirði, en þau sjónarmið komu fram að skapist réttar aðstæður munu strandsiglingar hefjast á ný á þær hafnir sem hagkvæmt er að sigla til.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">5. <a id="_Toc99353446" name="_Toc99353446">Flutningastarfsemin í landinu</a></p> <p align="justify">Innflutningsvöru og innlendri vöru er nú dreift í daglegum ferðum frá nokkrum stórum birgðastöðvum til viðtakenda um allt land. Biðtími eftir vöru á landsbyggðinni er styttri en áður og birgðakostnaður fyrirtækja er lægri. Fastur kostnaður flutningsaðila er nú lægri og gámakostnaður lækkar frá því sem áður var. Almennt hefur þessi þróun leitt til bættra búsetuskilyrða á landsbyggðinni.</p> <p align="justify">Stórir söluaðilar á neytendamarkaði bjóða vörur til neytenda á landsbyggðinni á verði sem er sambærilegt við verð í Reykjavík og beita þannig verðjöfnun milli landshluta án afskipta opinberra aðila. Aukinni þjónustu við neytendur á landsbyggðinni virðist því ekki fylgja verðhækkanir á vöru.</p> </div> <p align="justify"><strong>Aðgerðir til aðlögunar breytingum</strong></p> <p align="justify">Nefndarmenn telja mikilvægt að hugað verði að aðgerðum til aðlögunar breytingunum og má nefna í því samhengi;</p> <ul> <li>Aðgerðir til að auka umferðaröryggi, t.d. með auknu umferðareftirliti og öðrum aðgerðum í umferðaröryggisáætlun samgönguráðuneytis.</li> </ul> <ul> <li> <p align="justify">Aðgerðir til að draga úr áhrifum útstreymis gróðurhúsalofttegunda, komið verði upp hvatakerfi til að hvetja flutningaaðila til að fylgja tækniþróun, en líklegt er að miklar framfarir verði á því sviði á komandi árum.</p> </li> <li> <p align="justify">Aðgerðir til að vegakerfið afkasti og standi undir auknu álagi, t.d. með því að viðhald vega verði í samræmi við þarfir á endurnýjun slitlaga og burðarlaga og öflugt eftirlit sé með að öxulþungareglur verði virtar.</p> </li> <li> <p align="justify">Nauðsyn þess að gerð verði langtímaáætlun varðandi viðhaldskostnað vega. Upplýsingaöflun varðandi áhrifaþætti í endingu burðalaga og slitlaga verði efld verulega.</p> </li> </ul> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ég hef opinberlega tekið undir niðurstöðu nefndarinnar og hef mótað stefnu í samgöngumálum í samræmi við tillögur og skýrslu nefndarinnar. Ég tel að mikilægasta verkefni samgönguyfirvalda sé í ljósi þeirrar niðurstöðu að tryggja uppbyggingu vegakerfis og umferðaröryggis í kjölfar þess að vöruflutningar um vegina hafa aukist. Með afgreiðslu samgönguáætlunar s.l. vor var stefnan mörkuð í samræmi við það mikilvæga markmið að auka umferðaröryggi. Afturhvarf til reksturs strandsiglinga með ríkisstyrkjum er fráleit leið og engum til hagsbóta. Við eigum að hraða uppbyggingu vegakerfisins. Það er stefna mín sem samgönguráðherra og hún birtist í framkvæmd með samgönguáætlun.</p> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td align="right">SB</td> </tr> </tbody> </table> <br /> <br />

2005-06-27 00:00:0027. júní 2005Við Almannaskarð 24. júní 2005

<P align=justify>Sturla Böðvarsson flutti eftirfarandi ávarp við opnun ganga undir Almannaskarð síðastliðinn föstudag.</P><p align="justify"></p> <p align="justify">Ráðherrar, vegamálastjóri, fulltrúar verktaka, alþingismenn, heimamenn og gestir.</p> <p align="justify">Í nafni samgönguráðuneytisins fagna ég verklokum hér við Almannaskarð.</p> <p align="justify">Gott verk hefur verið unnið sem hefur mikla þýðingu fyrir íslenska samfélagið. Hver einasti hluti vegakerfisins sem endurbyggður er þjónar okkur Íslendingum öllum.</p> <p align="justify">Þess skulum við minnast. Við eigum og verðum að muna að við erum ein þjóð sem byggir þetta land. Við verðum að minnast þess að við eigum allt undir því að samtakamáttur okkar verði það að afl sem tryggir sjálfstæði okkar og varðveiti menningu okkar. Mikilvægur hluti þeirrar viðleitni er að tryggja samgöngur með öruggu vegakerfi.</p> <p align="justify">Um leið og ég lýsi jarðgöngin hér í Almannaskarði formlega opnuð vil ég leyfa mér að þakka almættinu fyrir að hafa haldið sinni verndarhendi yfir þessu verki og tryggt slysalausa framvindu þessa mikilvæga mannvirkis sem við tökum í notkun á þessum fallega degi.</p> <p align="justify">Ég lýsi jarðgöngin í Almannaskarði opin fyrir umferð. Megi gæfan fylgja öllum vegfarendum og megi góðir vættir vaka yfir byggðum þessa héraðs.</p> <br /> <br />

2005-06-13 00:00:0013. júní 2005Af fjarskiptum og frelsi

</P> <P align=justify>Fjarskiptin hafa verið ríkulega til umfjöllunar í ráðherratíð samgönguráðherra. Ör þróun fjarskipta og upplýsingatækni kallar á að stjórnvöld séu vakandi yfir löggjöfinni. Samgönguráðherra skrifar grein í Morgunblaðið s.l. þriðjudag þar sem hann svarar mjög ósangjarnri gagnrýni sem kom fram á þær breytingar sem hann stóð fyrir að gera á fjarskiptalögunum á síðasta þingi.</P><p align="justify">Með lögunum er verið að huga að eðlilegum breytingum er lúta að heimildum lögreglu í því breytta tækniumhverfi sem við lifum í. Mikil umræða hefur verið um frumvarp til laga um breytingu á fjarskiptalögum sem samþykkt var sem lög frá Alþingi á síðasta degi þingsins. Nokkur ákvæði laganna hafa staðið upp úr í þessari umræðu og gagnrýni helst beinst að þremur ákvæðum þeirra sem gerð verða að umtalsefni hér í þessari gein. Þar er um að ræða ákvæði um geymslu gagna, um skráningu símakorta í farsímafrelsi og um upplýsingar til lögreglu um símanúmer og IP-tölu. Þá hefur brugðið fyrir umræðu um heimild lögreglu til hlerunar vegna rannsóknar afbrota. Áður en lengra er haldið er rétt að nefna að meginástæða endurskoðunar fjarskiptalaga nú var að tryggja lagastoð vegna gerðrar fjarskiptaáætlunar. Fjarskiptaáætlun var samþykkt á Alþingi hinn 11. maí sl., um leið og hinar umdeildu breytingar á fjarskiptalögunum. Gerð fjarskiptaáætlunar er mjög mikilvæg fyrir uppbyggingu og þróun fjarskipta hér á landi. Með samræmdri stefnumótun á þessu sviði vilja stjórnvöld stefna að því að auka samkeppnishæfni landsins og stuðla að framþróun í atvinnulífi öllum almenningi til hagsbóta. Nú þegar erum við í fremstu röð og fremst viljum við vera. Það má með sanni segja að samþykkt Fjarskiptaáætlunar marki tímamót, ekki síst fyrir atvinnulífið (og einstaklinga), menntastofnanir og hinar dreifðu byggðir.</p> <h3 align="justify">Netið er öflugasta upplýsingatæki samtímans</h3> <p align="justify">Netið er orðið eitt öflugasta upplýsingatæki samtímans. Það tengir byggðir, sameinar fólk og er meginleiðin að upplýsingasamfélaginu, auk þess sem upplýsingatækni, þ.m.t. fjarskiptatækni, er ein af uppsprettum aukins hagvaxtar hér á landi sem og í Evrópu. Til að raska ekki þessari þróun verður að tryggja öryggi netsins þannig að almenningur og fyrirtæki geti á það treyst í viðskiptum og daglegu lífi. Aukin áhersla hefur verið lögð á öryggi net- og upplýsingakerfa í starfsemi Póst- og fjarskiptastofnunar, auk þess sem Íslendingar hafa meðal annars í þessari viðleitni gerst aðilar að Net- og upplýsingaöryggisstofnun Evrópu (European Network and Information Security Agency), nýrri stofnun Evrópusambandsins, sem hefur það eitt á sínu verksviði að tryggja og bæta öryggi net- og upplýsingakerfa í álfunni. Evrópusambandið hefur lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að tryggja öryggi Netsins enda er það ekki hugsað sem athvarf eða skjól fyrir glæpastarfsemi né gettó fyrir stjórnleysingja. Allt þetta leiðir til þess að tryggja þarf eins og unnt er að hægt sé að koma böndum á glæpa- og skemmdarstarfsemi á eða í gegnum Netið. Eins og alltaf þegar leitast er við að tryggja öryggi almennings með aukinni löggæslu og eftirliti takast á andstæð sjónarmið sem ganga oft á grundvallarréttindi eins og persónuréttindi, friðhelgi einkalífs og önnur grundvallarmannréttindi. Löggjafinn verður að vega og meta þessa hagsmuni og finna hæfilegt jafnvægi.</p> <h3 align="justify">Hversvegna breytingar?</h3> <p align="justify">Ég hef verið spurður að því hvers vegna fjarskiptaráðherrann hafi beitt sér fyrir umræddum breytingum í þágu verkefna lögregluyfirvalda. Það er því rétt að gera nokkra grein fyrir áðurnefndum breytingum á fjarskiptalögunum sem gagnrýndar hafa verið. Breytingarnar eru tilkomnar að eindreginni ósk dómsmálayfirvalda og í kjölfar ábendinga sem Ríkislögreglustjóri kom fram með eftir síðustu endurskoðun fjarskiptalaga sem gildi tóku á árinu 2003. En einnig vegna gagnrýni í fjölmiðlum og á Alþingi, m.a. frá Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanni í ræðu á Alþingi í fyrra þar sem hún sagði fjarskiptalögin vernda barnaníðinga og glæpamenn og hvatti mjög til breytinga á fjarskiptalögum í takt við það sem nú hefur verið gert. Ræðu Jóhönnu má nálgast á slóðinn: <a href="http://www.althingi.is/altext/130/03/r30133252.sgml">http://www.althingi.is/altext/130/03/r30133252.sgml</a> en umræðurnar í heild á slóðinni: <a href="http://www.althingi.is/altext/130/03/l30133242.sgml">http://www.althingi.is/altext/130/03/l30133242.sgml</a>. Eftir vandlega yfirferð í samgönguráðuneytinu var ákveðið að verða við óskum um breytingar á lögunum um leið og aðrir mikilvægir þættir fjarskiptalaganna voru styrktir.</p> <h3 align="justify">Varðveisla gagna</h3> <p align="justify">Til að bregðast við þessu var því ákveðið í 7. gr. laganna, að í þágu rannsókna opinberra mála og almannaöryggis verði fjarskiptafyrirtæki gert að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði. Þegar eru í fjarskiptalögum ákvæði varðandi umferðargögnin, sem að mestu eru þegar geymd í dag, en sú heimild náði aðeins til þess að geyma gögn svo lengi sem reikningar yrðu véfengdir. Lenging geymslutímans miðar að því að tryggja að lögregla og ákæruvald hafi nægjanlegt svigrúm til að upplýsa brot á netinu en leggja verður sérstaka áherslu á að þessi gögn eru ekki aðgengileg lögreglu nema að undangengnum úrskurði dómstóla í samræmi við skilyrði 86. og 87. gr. laga um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991. Með ákvæðinu er aðeins verið að tryggja tilvist gagnanna en þeim ber síðan að eyða að sex mánuðum liðinum.</p> <p align="justify">Komið var til móts við athugasemdir við frumvarpið, m.a. frá Persónuvernd, og geymslutíminn styttur úr einu ári niður í 6 mánuði, en stofnunin taldi eins árs geymslutíma ekki samræmast meðalhófssjónarmiðum sem ber að viðhafa við meðferð persónuupplýsinga. Hinn upphaflegi eins árs geymslutími byggðist á lægstu tímamörkum í sambærilegri tillögu fjögurra ríkja ESB til framkvæmdastjórnarinnar varðandi geymslu fjarskiptagagna. Fyrir liggur að ESB mun setja aðildarríkjunum viðmið að þessu leyti og skv. upplýsingum frá formanni fjarskiptanefndar ESB mun sú tillaga koma fram í sumar og mun væntanlega eins og aðrar reglur á sviði fjarskipta verða innleidd hér.</p> <h3 align="justify">GSM-frelsi</h3> <p align="justify">Varðandi skráningu á GSM-frelsiskortum samkv. 8. gr. laganna er gert ráð fyrir heimild Póst- og fjarskiptastofnunar til að setja reglur um skráningu þeirra í samstarfi við Neyðarlínu, lögreglu og farsímafyrirtæki í því skyni að stuðla að auknu öryggi við notkun farsíma. Um nokkurt árabil hafa slík kort í farsíma verið seld án þess að skráning fari fram á kaupanda eða væntanlegum notanda þeirra. Kortin má kaupa víða, þar á meðal á bensínstöðvum og í söluturnum, og þau hafa númer sem ekki eru tengjanleg neinum notanda, nema notandinn óski sérstaklega eftir því. Þetta veldur vandkvæðum í rannsóknum lögreglu þegar tækin eru notuð til refsilagabrota. Má hér nefna ónæði og hótanir sem settar eru fram í tali eða með SMS-skilaboðum. Með óskráðum númerum er því mögulegt að stunda refsiverða hegðun í skjóli nafnleyndar. Í sumum löndum Evrópu er þetta ekki heimilt, t.d. í Noregi. Þá eru vandkvæði þessu samfara tengd hlustun lögreglu á símtölum, einkum í tengslum við rannsóknir fíkniefnabrota. Með ákvæðinu er gert ráð fyrir að verði skráningin tekin upp verði það gert í samráði við hagsmunaaðila á þessu sviði.</p> <h3 align="justify">Upplýsingar vegna símanúmers og IP-tölu</h3> <p align="justify">Fram að þessu hefur verið litið svo á af hálfu fjarskiptafyrirtækjanna að upplýsingar um símanúmer (leyninúmer) og hver sé notandi IP-tölu (sem er einkennisnúmer hverrar tölvu) falli undir fjarskiptaleynd og með þær skuli fara sem aðrar upplýsingar um innihald fjarskipta. Af þessu hefur hlotist nokkur fjöldi mála samkvæmt upplýsingum lögreglu þar sem lögregla hefur leitað úrskurðar um það eitt hver sé notandi IP-tölu. Fallist er á að persónulegar upplýsingar séu bundnar við efni fjarskipta og í skrám yfir tengingar fjarskiptatækja hvert við annað eru engar slíkar upplýsingar bundnar við símanúmer eða IP-tölu eina sér. Með túlkun á ákvæðum 86. og 87. gr. laga um meðferð opinberra mála hafa einfaldar upplýsingar um símanúmer og IP-tölu því verið lagðar að jöfnu við hleranir og aðrar aðgerðir lögreglu sem ganga sýnu lengra inn á persónuréttindi og friðhelgi einkalífs almennings, þrátt fyrir að grundvallarmunur sé þar á. Af þessu leiðir að lögregla getur ekki fengið upplýsingar um leyninúmer og IP-tölu nema um sé að ræða brot sem varðar annað hvort 8 ára fangelsi eða að um ríka almanna- eða einkahagsmuni sé að ræða.</p> <p align="justify">Í tveimur nýlegum dómum Hæstaréttar var lögreglu synjað um upplýsingar um notanda IP-tölu á þessum grundvelli þrátt fyrir að það væri það eina sem þyrfti til að upplýsa verknaðinn. Við þessu varð að bregðast og því er með 9. gr. laganna tekin upp heimild til handa lögreglu til að afla upplýsinga frá fjarskiptafyrirtækjum um hver sé eigandi ákveðins símanúmers og notendur IP-talna, án úrskurðar dómara. Ef þetta ákvæði hefði ekki náð fram að ganga væri lögreglu gert ókleift að aðhafast vegna brota á netinu nema í alvarlegustu tilvikunum.</p> <p align="justify">Síðan má deila um það hvort engu að síður hefði átt að skilyrða þennan aðgang lögreglu að símanúmeri eða IP-tölu við heimild frá dómstólum en setja vægari brotaviðmið. Ef það hefði verið gert hefði það engu að síður leitt til þess öll brot undir því viðmiði yrðu ekki upplýst. Þessi breyting á lögunum er í samræmi við norskar og danskar lagaheimildir.</p> <p align="justify">Með ákvæðum laganna eins og þeim er nú breytt er verið að gera greinarmun á eðli upplýsinga, þ.e. annars vegar upplýsinga sem lúta að innihaldi og hins vegar einfaldra upplýsinga um eiganda símanúmers eða IP-tölu, sem fela ekki í sér sérstakar persónuupplýsingar eða lúta að friðhelgi einkalífs en eru nauðsynlegar lögreglu til að upplýsa brotastarfsemi á netinu.</p> <h3 align="justify">Hlerunarbúnaður</h3> <p align="justify">Í umræðunni um lögin hafa ýmsir farið mikinn í blöðum og látið að því liggja að fyrirhuguð væri stórfelld og aukin heimild lögreglu til hlerunar símtala. Það á auðvitað ekki við nein rök að styðjast.</p> <p align="justify">Með ákvæðum um hlerunarbúnað í 2. gr. laganna var í engu verið að breyta fyrri framkvæmd, aðeins verið að styrkja lagaheimildina og kveða skýrar á um skyldu fjarskiptafyrirtækis varðandi aðgang að búnaði til hlerunar. Rétt er að taka fram að til þess að lögregla fái heimild til hlerunar símtala þarf eftir sem áður úrskurð dómara.</p> <h3 align="justify">Gætt er persónuverndar</h3> <p align="justify">Þær breytingar, sem nú hafa verið gerðar á fjarskiptalögunum, eru í samræmi við 15. gr. persónuverndartilskipunar Evrópusambandsins og með þeim er í engu gengið inn á friðhelgi heimilisins eða vegið að 71. gr. stjórnarskrárinnar, hvað þá að verið sé að brjóta gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Sambærilegar heimildir er þegar að finna í lögum lýðræðisríkja í kringum okkur.</p> <p align="justify">Þá má benda á að tillagan til framkvæmdastjórnarinnar um að geyma fjarskiptagögn í 12-36 mánuði kom frá einhverjum þekktustu lýðræðisríkjum Evrópu, þ.e. Frakklandi, Írlandi, Svíþjóð og Bretlandi. Þá hefur því verið haldið fram að starfsmenn fjarskiptafyrirtækja séu berskjaldaðri eftir lagabreytinguna en fyrir hana og að þeir verði tengdari lögreglurannsóknum en fyrr. Þetta er alveg dæmalaus málflutningur, á sér enga stoð og bendir til algerrar vanþekkingar á því hvernig staðið er að þessum málum.</p> <p align="justify">Það hvernig sífellt er tönglast á að um sé að ræða atlögu að persónufrelsi og friðhelgi einkalífs og mannréttindum er aðeins verðfelling á þessum mikilvægu réttindum.</p> <p align="justify">Með lögunum er verið að huga að eðlilegum breytingum er lúta að heimildum lögreglu í því breytta tækniumhverfi sem við lifum í.</p> <p align="justify">Það er ljóst að með þeirri lagabreytingu, sem nú hefur verið gerð á fjarskiptalögum, er ekki verið að veita lögreglu heimild til að valsa um og skoða gögn borgara án dómsúrskurðar. Hörðustu andstæðingar þessara breytinga hafa haldið því fram að allt efni tölvupóstsendinga verði skráð og þar með innihald tölvupósta. Slíkt er auðvitað fráleitt. Þær upplýsingar, sem lögreglu verður heimilt að nálgast án dómsúrskurðar, eru aðeins upplýsingar um hver sé notandi IP tölu annars vegar og eigandi símanúmers hins vegar. Þessar upplýsingar eru þess eðlis að þær kalla ekki á sérstakt mat af hálfu dómstóla en forsenda þess að lögregla afli þessara upplýsinga er að það sé gert í þágu rannsóknar opinbers máls. Allar aðrar upplýsingar um umferð eða magn gagnasendinga, tengingar við aðra sem og gögn sem frá tölvu koma o.s.frv. getur lögregla ekki nálgast án atbeina dómstóla og er í engu verið að breyta lögum að þessu leyti. Með þessum breytingum er verið að auka öryggi þeirra sem nota Netið og fjarskipti og senda skýr skilaboð um vilja löggjafans og stjórnvalda til þess. Verið er að bregðast við ákveðnum vanda en í engu verið að brjóta gegn friðhelgi einkalífs eða mannréttindum. Með ákvæðinu er verið að verja möguleika almennings og fyrirtækja til að nýta Netið okkur öllum til hagsbóta. Það dettur vonandi engum í hug að Netið eigi að vera sérstakt athvarf fyrir brotamenn. Netið verður öruggara á eftir og persónuréttindi og friðhelgi verða betur varin en áður.</p> <p align="justify">Sturla Böðvarsson</p> <p align="justify"></p> <br /> <br />

2005-05-19 00:00:0019. maí 2005Alþjóðafjarskiptadagurinn

</P> <P align=justify>Samgönguráðherra var að sjálfsögðu staddur á ráðstefnu um ný tækifæri á sviði fjarskiptatækni. Við setningu ráðstefnunnar flutti Sturla Böðvarsson eftirfarandi ávarp:</P><table cellspacing="0" cellpadding="0" border="0"> <tbody> <tr> <td> <p></p> </td> </tr> <tr> <td> <p>Ágætu ráðstefnugestir</p> <p align="justify">Það er mikið að gerast á vettvangi fjarskiptanna. Alþingi hefur samþykkt Fjarskiptaáætlun, breytt Fjarskiptalög fela í sér nýtt fyrirkomulag <u></u>samráðs á vettvangi Fjarskiptaráðs og í dag verða send inn tilboð í hlut ríkisins í Símanum.</p> <p align="justify">Verulegar breytingar hafa átt sér stað í fjarskiptamálum á undanförnum árum hér á landi sem annars staðar. Í Evrópu er nú samræmd fjarskiptalöggjöf, sem m.a hefur leitt til afnáms einkaréttar og samkeppni á fjarskiptamarkaði, sem takmarkar um leið möguleika stjórnvalda til að beita ríkisreknu símafyrirtæki til að framkvæma stefnu sína í fjarskiptamálum. Þetta kallar á breytta aðkomu stjórnvalda að þessum málaflokki og nauðsynlegt er fyrir þau að móta stefnu sína á þessu sviði og setja fram með skýrum hætti. Það munum við nú gera innan Fjarskiptaráðs með samstarfi við fulltrúa fjarskiptafyrirtækjanna.</p> <p align="justify">Hröð þróun á sér nú stað á fjarskiptasviðinu, bæði á markaði með tilkomu nýrra þjónustufyrirtækja og með samruna eldri fyrirtækja auk þess sem tækniþróunin er á slíkum ofurhraða að ekki verður fyrir séð. Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun eru að renna saman í eina gátt og hefðbundin rásaskipt talsímaviðskipti að víkja fyrir IP tækninni, sem verður m.a umfjöllunarefni fyrirlesara hér á eftir.</p> <p align="justify"><strong>Fjarskiptaáætlun</strong></p> <p align="justify">Í ljósi þessara aðstæðna og vegna breyttra aðkomu ríkis að fjarskiptamarkaði með sölu á hlut í Símanum ákvað ég í ársbyrjun 2004 að ráðist yrði í gerð fjarskiptaáætlunar fyrir árin 2005&ndash;2010. Með henni yrðu lögð drög að heildstæðri stefnu í fjarskiptamálum á Íslandi, þeirri fyrstu á þessu sviði hér á landi. Sérstakur stýrihópur undir forystu Hrafnkels V. Gíslasonar forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar hafði umsjón með verkinu. Í stýrihópnum vöru auk Hrafnkels, Guðbjörg Sigurðardóttir, Bergþór Ólason og Karl Alvarsson.</p> <p align="justify">Í fjarskiptaáætluninni, sem Alþingi hefur nú samþykkt, er skilgreint nánar markmið stjórnvalda í fjarskiptamálum til næstu ára. Með þessari samræmdu stefnumótun er stefnt að því að auka samkeppnishæfni Íslands og stuðla að framþróun atvinnulífs, ná fram hagkvæmri nýtingu fjármagns og samræmdri forgangsröðun verkefna. Einnig er lögð áhersla á að aðgengi að fjarskiptum sé mikilvægt fyrir alla landsmenn og fjallað um með hvaða hætti aðstaða landsmanna, hvað varðar aðgengi að fjarskiptum, verði jöfnuð.</p> <p align="justify">Jafnframt er skýrð verkaskipting ríkisins annars vegar og markaðarins hins vegar varðandi þróun fjarskipta hérlendis. Í stórum dráttum er þar gert ráð fyrir að markaðsaðilar leiði uppbyggingu á fjarskiptamarkaði þar sem þeir treysta sér til.</p> <p align="justify">Hlutverk stjórnvalda verður að fjármagna verkefni til almannaheilla, í öryggisskyni, af umhverfisástæðum eða samkvæmt byggðasjónarmiðum sem stuðla að samkeppnishæfni þjóðfélagsins, enda verði trauðla í þau ráðist af markaðsaðilum. Slíkum verkefnum verði hrint í framkvæmd á grundvelli útboða eða tilboða. Þennan þátt fjarskipta köllum við Samþjónustu í Fjarskiptaáætlun.</p> <p align="justify"><strong>Meginmarkmið</strong></p> <p align="justify">Vegna mikilvægis fjarskipta í tæknisamrunanum er áríðandi er að útvíkka lágmarksþjónustu, sem allir landsmenn hafa aðgang að, þannig að fjarskipti örvi þróun upplýsingasamfélagsins alls staðar á landinu, á heimilum, í skólum og í fyrirtækjum. Einnig er mikilvægt að aðgengi að fjölmiðlum verði tryggt öllum landsmönnum til lands og sjávar.</p> <p align="justify">Því er í fjarskiptaáætlun lagt til að skilgreind verði ný og metnaðarfull markmið stjórnvalda til að tryggja öllum landsmönnum aðgang að upplýsingasamfélaginu. Þessi markmið eru:</p> <blockquote dir="ltr"> <p align="justify">- Almenningi standi til boða háhraðatenging á heimili sínu til flutnings á tali, mynd og gögnum.</p> <p align="justify">- GSM farsímaþjónusta verði aðgengileg á þjóðvegi 1 og öðrum helstu stofnvegum og á helstu ferðamannastöðum.</p> <p align="justify">- Dreifing sjónvarpsdagskrár RÚV, auk hljóðvarps Rásar 1 og Rásar 2 til sjómanna á miðum við landið og til strjálbýlli svæða, verði stafræn í gegnum gervihnött.</p> </blockquote> <p align="justify">Þessi markmið auka öryggi landsmanna með því að þétta GSM netið, tryggja að allir landmenn geti tekið virkan þátt í upplýsingasamfélaginu og allir landsmenn til sjávar og sveita hafi aðgang að stafrænu íslensku sjónvarpi.</p> <p align="justify">Í fjarskiptaáætlun eru auk þess sett fram metnaðarfull markmið á öllum sviðum fjarskipta. Þessi markmið eiga að tryggja að Ísland verði áfram í fremstu röð þjóða þegar kemur að fjarskiptum, beitingu upplýsingatækni og aðgengi að efni fjölmiðla, upplýsingaveita og efnisveita hvers konar.</p> <p align="justify">Staða okkar Íslendinga er góð í alþjóðlegum samanburði varðandi fjarskipti. Við búum við afar gott aðgengi að fjarskiptum, lág verð og rekstraröryggi kerfa er gott. Skyldur ríkisins, sem skilgreindar eru með alþjónustu til að veita lágmarks fjarskiptaþjónustu, eru nær 100% uppfylltar hérlendis og gerum við betur en flestallar nágrannaþjóðir okkar í því í efni. Þetta þýðir þó ekki að við eigum að setjast með hendur í skaut - við verðum á tryggja með þeim drifkrafti, sem í okkur býr, að vera áfram í fremstu röð.</p> <p align="justify">Fyrsta skrefið á þeirri braut er fjarskiptaáætlun sem Alþingi samþykkti á síðasta degi þingsins með öllum greiddum atkvæðum. Næsta skref er gerð framkvæmdaáætlunar, sem er á lokastigi, en ríkistjórnin hefur þegar samþykkt að veita til þessara verka verulegum fjármunum, m.a. með stofnun sérstaks fjarskiptasjóðs.</p> <p align="justify">Góðir ráðstefnugestir.</p> <p align="justify">Markmiðið er að Íslendingar eigi að vera í fremstu röð þjóða í að nýta upplýsingatækni og tryggja framþróun með tækifæri einstaklingsins og velferð hans að leiðarljósi. Öflug fjarskipti eru leið að þessu markmiði. Ég treysti ykkur, sem hér eruð, til þess að gera þennan vilja stjórnvalda að veruleika. Það er í þágu okkar allra.</p> <p align="justify">Hlutverk Póst- og fjarskiptastofnunar er mikilvægt. Ég hef því lagt áherslu á að bæta starfsumhverfi stofnunarinnar með bættu húsnæði og skýrum ramma árangursstjórnunar.</p> <p align="justify">Það er mér mikið ánægjuefni að undirrita nýjan árangursstjórnunarsamning samgönguráðuneytisins við Póst- og fjarskiptastofnun. Með honum er komið á mælanlegum markmiðum sem verður fylgt eftir á hverju ári og upplýsingum um árangur aðgerða komið til landsmanna.</p> <p align="justify">Er vel við hæfi að nota Alþjóðafjarskiptadaginn til þess.</p> <p align="justify">Ég býð ykkur velkomin til þessarar ráðstefnu og segi hana setta.</p> </td> </tr> </tbody> </table> <br /> <br />

2005-04-22 00:00:0022. apríl 2005Framsöguræða með frumvarpi um skipan ferðamála

<P></P> <P align=justify>Sturla Böðvarsson flutti framsöguræðu með frumvarpi um skipan ferðamála þann 18. apríl síðastliðinn.</P> <P><p align="justify">Hæstvirtur forseti!</p> <p align="justify">Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga um skipan ferðamála en frumvarpi þessu er ætlað að leysa af hólmi lög nr. 117/1994 um skipulag ferðamála.</p> <p align="justify">Þróun ferðaþjónustunnar hér á landi hefur verið ör undanfarinn áratug. Tölur um fjölda ferðamanna og þróun í gjadeyristekjum vitna um þennan mikla vöxt. Fjöldi ferðaskrifstofa hefur til að mynda margfaldast á þessum tíma og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Einnig hefur öll aðstaða og þjónusta við ferðamenn stórbatnað og sala á ferðaþjónustu og landkynning hefur breyst verulega. Kemur þar til notkun internetsins, tilkoma lággjaldafélaga og ekki síst stóraukin framlög stjórnvalda til markaðsmála.</p> <p align="justify">Frumvarp var samið í samgönguráðuneytinu og var haft víðtækt samráð við hagsmunaaðila og samtök þeirra. Frumvarpið var gert aðgengilegt almenningi á vef ráðuneytisins rétt fyrir jól eða á sama tíma og það var sent til hefðbundinnar umsagnar. Var ánægjulegt að fá athugasemdir frá ýmsum aðilum sem eiga hagsmuna að gæta eða eru áhugamenn um framgang ferðaþjónustunnar, en standa utan þeirra hagsmunasamtaka og stofnana sem leitað var umsagnar hjá. Þessi ráðstöfun gafst svo vel að ákveðið hefur verið að nota þetta verklag í samgönguráðueytinu framvegis. Umsagnartíminn var einnig óvenju rúmur og er það mat ráðuneytisins að það hafi haft áhrif á hversu vandaðar og vel ígrundaðar umsagnir bárust.</p> <p align="justify">Megintilefni þess að ráðist var í heildarendurskoðun laganna var að gera skrifstofu Ferðamálaráðs kleift að gegna hlutverki stjórnsýslustofnunar og rjúfa valdboð á milli stofnunarinnar og Ferðamálaráðs sem er skipað hagsmunaaðilum. Er gert ráð fyrir að skrifstofa Ferðamálaráðs fái nafnið Ferðamálastofa til að undirstrika þennan aðskilnað.</p> <p align="justify">Samkvæmt gildandi lögum sér samgönguráðuneytið um útgáfu leyfa ferðaskrifstofa og aðra umsýslu er því tengist. Aðilar hafa því, eins og staðan er í dag, ekki möguleika á að skjóta ákvörðunum til æðra stjórnvalds og er það andstætt góðum stjórnsýsluháttum nútímans.</p> <p align="justify">Annað tilefni endurskoðunarinnar var að skilgreiningar laganna hafa ekki þótt nægilega skýrar og til þess fallnar að valda misskilningi á því hvaða starfsemi er leyfis- og tryggingarskyld. Er í frumvarpi þessu leitast við að gera skýringar og skilyrði fyrir leyfum einfaldari og skýrari.</p> <p align="justify">Helstu breytingar og nýmæli frumvarpsins eru að nýrri stofnun, Ferðamálastofu, er falin framkvæmd ferðamála og eru verkefnin tilgreind, þó ekki með tæmandi hætti heldur er gert ráð fyrir að ráðherra geti falið stofnuninni frekari verkefni.</p> <p align="justify">Verkefni Ferðamálastofu verða einkum:</p> <p align="justify">-Útgáfa leyfa, skráning á starfsemi og eftirlit með að skilyrðum fyrir þeim sé fullnægt.</p> <p align="justify">-Þróunar-, gæða- og skipulagsmál ferðaþjónustu, þ.e. framkvæmd markaðrar ferðamálstefnu, samræming umhverfis- og fræðslumála, miðlun upplýsinga, svæðisbundin þróun, alþjóðlegt samstarf.</p> <p align="justify">-Markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustu, í samræmi við ákvörðun ráðherra hverju sinni.</p> <p align="justify">Ráðherra getur með reglugerð kveðið nánar á um hlutverk og starfshætti Ferðamálastofu og einstök verkefni hennar.</p> <p align="justify">Ferðamálastofu er heimilt með samþykki ráðherra að fela öðrum að annast ákveðin verkefni og vera aðili að samstarfsverkefnum. Er hér m.a. haft í huga samstarf núverandi skrifstofu Ferðamálaráðs við ferðamálaráð hinna Norðurlandanna um rekstur landkynningarskrifstofu í Bandaríkjunum og vest-norrænt ferðamálasamstarf á Bryggjunni í Kaupmannahöfn. Einnig er Ferðamálastofu með þessu gert kleift að stofna til samstarfs við hagsmunaaðila um einstök kynningarverkefni innan lands og utan. Iceland Naturally verkefnið sem samgönguráðuneytið stýrir fyrir hönd íslenskra stjórnvalda er einnig dæmi um það hvernig opinberir aðilar geta tekið þátt í samstarfi um landkynningu með öðrum útflutningsgreinum um ferðaþjónustu.</p> <p align="justify">Hlutverk ferðamálaráðs er gert skýrara með frumvarpinu og tengsl þess við Ferðamálastofu rofin og er það til samræmis við önnur ráð á vettvangi samgönguráðuneytisins, t.d. flugráð og siglingaráð. Er kveðið á um að ferðamálaráð verði ráðherra til ráðgjafar á sviði ferðamála, veiti umsagnir um breytingar á lögum og reglugerðum og geri árlega eða oftar tillögu til ráðherra í markaðs- og kynningarmálum. Bein áhrif ferðamálaráðs á stefnumörkun eru því tryggð enn betur en í núgildandi lögum þar sem segja má að ferðamálaráð gegni fyrst og fremst hlutverki stjórnar yfir skrifstofu ráðsins.</p> <p align="justify">Skipan ferðamálaráðs breytist nokkuð og verða í því átta fulltrúar í stað sjö eins og nú er. Samgönguráðherra skipar formann og varaformann án tilnefningar, Samtök ferðaþjónustunnar tilnefna þrjá fulltrúa í stað tveggja í núverandi ferðamálaráð. Ferðamálasamtök Íslands tilnefna tvo fulltrúa í stað eins og Útflutningsráð einn fulltrúa en það hefur ekki tilnefnt fulltrúa í ferðamálaráð fram að þessu. Samtök sveitarfélaga hafa fram að þessu tilefnt tvo fulltrúa í ferðamálaráð en frumvarpið gerir ekki ráð fyrir að samtökin tilnefni fulltrúa í ráðið. Ferðamálasamtök Íslands eru sá vettvangur sem sinnir ferðamálum á sveitarstjórnarvísu og eru starfandi ferðamálasamtök á höfðuborgarsvæðinu. Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra, Austurlandi, Suðurlandi og á Reykjanesi. Ferðamálasamtökunum hefur verið úthlutað fjármunum frá Alþingi til reksturs samtakanna og upplýsingamiðstöðva. Einnig hefur samgönguráðuneytið haft samstarf við Ferðamálasamtökin vegna kynningar á Íslandi fyrri íslenska ferðamenn, uppbyggingar upplýsingamiðstöðva og árlegrar ferðasýningar samtakanna. Þannig hafa ferðamálasamtökin verið virkur aðili í samstarfi við stjórnvöld þó að sveitarfélög hafi vissulega komið að uppbyggingu ferðaþjónustu á hverju svæði og rekstri t.d upplýsingamiðstöðva.</p> <p align="justify">Eins og áður segir er fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar fjölgað um einn. Það er mjög mikilvægt að tryggja aðkomu hagsmunasamtaka í ferðaþjónustu að ferðamálaráði, ekki síst þegar því hefur verið falið það hlutverk að gera árlega eða oftar tillögu til ráðherra um markaðs- og kynningarmál . Sú sérþekking sem rekstraraðilar búa yfir nýtist þannig enn frekar við mótun þess umhverfis sem ferðaþjónustunni er búið, ekki síst á sviði landkynningar og hvernig háttað skuli meðferð opinbers fjár á þessum vettvangi. Við þetta fyrirkomulag eru bundnar miklar vonir og að með því náist að sameina krafta stærstu hagsmunasamtakanna, ferðamálasamtaka og annarra útflutningsgreina með aðkomu Útflutningsráðs. Þeir fulltrúar sem skipaðir eru án tilnefningar sem og fulltrúar Ferðamálasamtaka Íslands eru fulltrúar þeirra fjölmörgu einstaklinga, sveitarfélaga og fyrirtækja sem standa utan Samtaka ferðaþjónustunnar en eru virkir þátttakendur í mótun íslenskrar ferðaþjónustu.</p> <p align="justify">Virðulegi forseti.</p> <p align="justify">Samkvæmt 8. grein frumvarpsins kemur fram að hver sá sem hyggst starfa sem ferðaskipuleggjandi eða ferðaskrifstofa skal hafa til þess leyfi Ferðamálastofu. Þetta er eins og í núgildandi lögum en hugtökin hafa verið skilgreinst á ný. Einungis <em>ferðaskrifstofur</em> selja alferðir, sem eru skýrðar sérstaklega í frumvarpinu, allir aðrir sem stunda starfsemi sem undir lögin falla, eru því <em>ferðaskipuleggjendur</em>. Er hér stigið gríðarlega mikilvægt skref í því skyni að gera fyrirtæki sem selja afþreyingarferðir af ýmsu tagi, leyfisskyld því frumvarpið gerir ráð fyrir að þeir sem selja, í atvinnuskyni, hestaferðir, vélsleðaferðir, fljótasiglingar og ævintýraferðir með sérútbúnum ökutækjum þurfi til þess leyfi Ferðamálastofu. Með þessu er komið til móts við kröfur hagsmunaaðila í ferðaþjónustu um aukna fagmennsku í greininni og að þeir sem hefji starfsemi á þessum vettvangi geri sér grein fyrir ábyrgð sinni. Ferðafélögum eru ekki gerð sérstök skil í frumvarpinu en í núgildandi lögum njóta þau undanþágu frá leyfisskyldu. Ferðafélög selja ferðir í samkeppni við einkaaðila og einnig hafa nokkur brögð verið að því að aðilar sem bjóða ferðir til sölu hafa skilgreint starfsemi sína sem ferðafélag til að komast hjá því að afla leyfa og leggja fram tryggingu. Það skal þó tekið fram að tryggingar ferðaskrifstofa eru einungis til endurgreiðslu fjár sem viðskiptavinur hefur greitt vegna alferðar sem enn er ófarin og til heimflutnings viðskiptavinar úr alferð komi til gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar ferðaskrifstofu.</p> <p align="justify">Frumvarpið gerir áfram ráð fyrir samskonar tryggingu vegna sölu alferða og er í gildandi lögum en þó ert gert ráð fyrir nokkurri lækkun á því hlutfalli af veltu sem tryggingin er reiknuð út frá.</p> <p align="justify">Litlar sem engar breytingar eru því gerðar á fyrirkomulagi vegna þessara trygginga nema að fellt er út að leiguflug erlendis frá sé tryggt sérstaklega. Þykir ekki lengur ástæða til að hafa þann háttinn á þar sem minni skil eru nú á milli þeirra sem selja áætlunarflug og leiguflug auk þess sem með þessu er tryggingarskyldu að hluta létt af ferðaskrifstofum og samkeppnisstaða þeirra gerð betri.</p> <p align="justify">Í frumvarpinu er lagt til að leyfin verði ótímabundin. Í núgildandi lögum eru þau veitt fyrst til tveggja ára og síðan til fimm ára í senn. Hefur þetta haft í för með sér óþarfa umstang fyrir leyfishafa auk þess sem aðeins hluti þeirra er með tryggingarskylda starfsemi.</p> <p align="justify">Leyfishafa er almennt skylt að hafa fasta starfsstöð sem skuli vera opin á auglýstum tíma. Þó er heimilt að víkja frá því ef þjónusta er einungis boðin rafrænt en þá skal uppfylla skilyrði laga um rafræn viðskipti. Nýmæli er að leyfishafa geti rekið útibú, án þess að sækja sérstaklega um það.</p> <p align="justify">Og er lagt til að Ferðamálastofa hafi yfir að ráða sérstöku myndrænu auðkenni sem leyfishafar og skráðir aðilar noti t.d. í auglýsingum. Er þetta gert til að rekstraraðilar og almenningur skynji mikilvægi leyfanna og geri greinarmun á starfsemi með öll lögbundin leyfi í lagi og ólöglegri starfsemi.</p> <p align="justify">Í frumvarpinu er hugtakið upplýsingamiðstöð skilgreint í fyrsta sinn í íslenskum lögum en upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn skipta nokkrum tugum og eru reknar víða um land af einkaaðilum og/eða sveitarfélögum. Margar stöðvar njóta einnig ríkisstyrkja. Í frumvarpinu er gerður greinarmunur á bókunarþjónustu og upplýsingamiðstöð og kveðið á um bókhald og fjárhagslegan aðskilnað þegar hvort tveggja er rekið af sömu aðilum og nýtur opinberra styrkja. Er með þessu komið til móts við nýlegan úrskurð Samkeppnisráðs vegna reksturs bókunarþjónustu í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík en í því tilfelli kom fram kæra frá einkaaðila sem taldi á sér brotið þegar fyrirtæki í opinberri eigu starfaði á sama sviði.</p> <p align="justify">Bókunarþjónusta og upplýsingamiðstöð eru skilgreindar sem skáningarskyld starfsemi og er það nýjung. Þessum aðilum er þannig gert að senda skriflega tilkynningu um starfsemi sína til Ferðamálastofu sem gefur út skírteini til staðfestingar því að ákvæði um tilkynningarskyldu hafi verið uppfyllt.</p> <p align="justify">Nýmæli er í frumvarpinu um brottfall leyfa. Bæði er gert ráð fyrir að leyfi falli niður sjálfkrafa og heimild til handa Ferðamálastofu að fella leyfi úr gildi, eftir að gætt er andmælaréttar leyfishafa. Komi til þess að starfsemi sé rekin án tilskilins leyfis eða skráningar er unnt að leita dómsúrskurðar um stöðvun starfseminnar þar á meðal með lokunn starfsstövðar og lokun heimasíðu. Í núgildandi lögum vantar slík úrræði og hefur því oft verið óhægt um vik þegar starfsemi sem sannanlega er leyfisskyld hefur ekki sinnt óskum samgönguráðuneytis um að sækja um leyfi og leggja fram lögboðna tryggingu.</p> <p align="justify">Hæstvirtur forseti. Að lokinni umræðunni legg ég til að frumvarpinu verði vísað til háttvirtrar samgöngunefndar og til annarrar umræðu.</p> <br /> <br />

2005-04-18 00:00:0018. apríl 2005Hátíðarfundur Þýsk- íslenska verslunarráðsins í Hamborg

Sturla Böðvarsson var aðalræðumaður á hátíðarfundi Þýsk- íslenska verslunarráðsin í Hamborg nú fyrir helgi.<table cellspacing="0" cellpadding="0" border="0"> <tbody> <tr> <td> <p align="justify">Í ræðu ráðherra kom meðal annars fram hve mikilvægir þýskir ferðamenn eru íslenskri ferðaþjónustu. Til dæmis eru gistinætur Þjóðverja hér á landi fleiri en á meðal annarra ferðamanna. Einnig kom fram að mikil tækifæri væru fólgin í því að fá þýska ferðamenn hingað til lands utan háannar.</p> <p align="justify">Ræða ráðherra er eftirfarandi:</p> <p align="justify">Distinguished Chairman, dear participants</p> <p align="justify">It gives me particular pleasure as Minister of Tourism to be able to take part in this meeting of the German-Icelandic Trade Council here in Hamburg today, especially since tourism is one of the two main topics on the agenda of the meeting.</p> <p align="justify">I would like to say a few words with regard to general developments in the Icelandic tourist industry, the importance of the German market in those developments and finally the role played by the authorities in this process.</p> <p align="justify">During the past 50 years, Icelandic tourism has experienced dramatic growth. It has in fact been transformed from a small industry that provided summer employment for relatively few individuals and was often regarded as a special interest of eccentrics, into Iceland second largest industry with regard to foreign currency earnings, and, in addition, tourism is now the area of economic activity which is looked upon as one of the mainstays in the development of future employment opportunities in Iceland during this century.</p> <p align="justify">As may be expected, the beginning originated with developments in communications between Iceland and other countries Two trans-Atlantic air companies which maintained communications between Iceland and the rest of the world during the 1950s created the necessary environment for promoting Iceland as a tourist destination on foreign markets. It is too often forgotten, in fact, that communications between Iceland and other countries constitute the very foundation of our tourist industry. It makes absolutely no difference what we do about marketing and developing services - all this is wasted unless we have reliable links with the outside world.</p> <p align="justify">A community of 300,000 people, far away from the road and rail systems of the major markets, may not seem, at first glance, a promising place for tourist development. Not only are we a long way from our markets. Our domestic market is also small. The idea, which became a reality, of operating international air routes between Europe and the USA via Iceland, was and remains the prerequisite for building up year-round tourism for foreign markets. What kind of airline services would operate between Iceland and other countries, if they were only serving the needs of a community of 300,000 people for communications with the rest of the world? What community in the world with such a small population has direct flights to 23 destinations in Europe and America? Daily flights all year make it possible for us to compete for passengers who want to be able to choose any length of journey, any time. The future of Icelandic tourism, and particularly the prospects for more even distribution of tourists throughout the year, is contingent to a great degree on Icelandair&#39;s success in developing its network. It is not only tourism, of course, that has reaped the benefit. The Icelandair network has also been a crucial factor for Icelandic business and exports in general. Further development of the Icelandair network, and their marketing efforts, along with other bodies, are not only important to tourism. This is in fact the basis of our ability to continue to play a greater part in international trade, and our competitiveness.</p> <p align="justify">The origin of our entire communications system abroad may be traced to a small country in this vicinity. This was during a period when all flight operations were subject to strict rules and conditions. Iceland was able to negotiate an agreement with the government of Luxembourg and this is how the adventure began; flights between Europe and the United States with Iceland as a stopover. Next month it will be exactly 50 years since the first Icelandic plane landed in Luxembourg and thus this unique foundation for Icelandic tourism was established. It was this event that made it possible to promote Icelandic tourism in Germany on a whole year basis, by means of scheduled flights from the neighbouring country of Luxembourg.</p> <p align="justify">Much has changed since those days and the system of routes on which our whole year tourism is based has now been completely transformed, although the basic concept is still there; that is, to use Iceland as a link between Europe and the United States. I would now like to move on from the topic of our communications system; it is, however well worth dwelling on this matter, especially since the 50th anniversary is marked by a new chapter in its development, the forging of a link with the U.S. Pacific Coast by means of a scheduled flight service to San Francisco. Parallel to this system was the gradual development in the following decades of direct flight services in summer from destinations in Germany. Furthermore, the shipping company Smyril Line began sailing to Iceland from Denmark 30 years ago with marketing operations mostly being directed towards Germany, since it was mostly Germans that took advantage of this service. Now we have direct flights between Germany and Iceland all year round and the Smyril Line&rsquo;s vessel, Norræna, also sails to Iceland on a whole year basis.</p> <p align="justify">How has all this, then, affected the growth of tourism in Iceland? If we look at the number of visitors from abroad, we note that last year 362,000 tourists visited this country whose population is only 300,000. The past few years have seen an impressive increase. When we look back over the past years, from1995-2004 we see an increase of 70%. According to information published by the WTO, tourism increased worldwide by 24% during this same period. This has to be regarded as a remarkable achievement, reached by the joint effort of companies involved in tourism and the Icelandic government.</p> <p align="justify">But the number of visitors from abroad does not tell the whole story, Income also matters. Last year, Iceland&rsquo;s foreign exchange earnings from the tourist industry were approximately ISK 40 billion (500 million euro), so that , the income from each visitor is about EUR 1,400. Thus, tourism as an export industry is contributing approximately 13% of Iceland&rsquo;s total foreign exchange earnings. This ratio was about 6% in 1985; thus tourism&rsquo;s contribution to our total foreign exchange earnings has more than doubled while heavy industry and other new factors have also come to play an increasing part. Furthermore, the importance of tourism to the national economy is clearly indicated when we look at foreign exchange earnings as a proportion of GDP. In Iceland this figure is about 3% whereas it is about 2% in France, only 1% in Germany and just over 2% in Italy. The German market has played a highly significant role in the growth of our tourism. Currently, about 40,000 German tourists visit Iceland, or about 11% of our total tourist arrivals.</p> <p align="justify">It is quite clear, however, as already mentioned, that sheer numbers are not necessarily the most important criterion for assessing the extent of tourism. When we examine the number of hotel nights, we note that Germany contributes nearly 20% of all hotel nights in Iceland. No other nation brings us the same number of hotel nights; for comparison, we note that German tourists spend more hotel nights in Iceland than the entire contribution from the Scandinavian countries. I have already mentioned that our foreign exchange earnings last year were about EUR 500 million. With regard to number of hotel nights it would seem a reasonable estimate that Icelandic tourism has earned about EUR 100 million in foreign exchange from the German market alone. Those figures demonstrate the immense importance of this market for Icelandic tourism and indeed the entire Icelandic economy.</p> <p align="justify">During the past 10-15 years the share of new markets has increased to a certain extent, but in spite of this, the proportion contributed by the German market remains unchanged from 1985, or just below 20%. Although all of these figures are positive, this market, however, STILL differs from our other markets in one respect. At the same time as we have made considerable progress in all our product development and marketing operations with regard to the main objective of reducing seasonal fluctuations, the German market has turned out to be the most resistant to change in this respect. I must urge service providers in Iceland and sales agents in Germany to work at this task &ndash; and I call this a task, not a problem &ndash; even harder and try to reach a larger target group for visits to Iceland outside the high season. 90% of Germans that arrive in Iceland say that the Icelandic natural environment is the main reason for their visits. This is a higher ratio than shown in general tourist surveys which yield a figure of 76%. The average age of Germans visitors is 45 years and they spend more time outside the area of the capital than visitors from other countries. This, again, indicates how important the German market is to us, since it is one of the chief aims of all development work to strengthen tourism in regions outside the capital.</p> <p align="justify">As I mentioned in the beginning, I would now like to comment on the approach the Icelandic authorities have adopted towards the tourist industry. Although it is government policy that tourism, like any other industry should prosper as a result of its own initiative based on the principles of private enterprise, the government has to be involved in those developments in a variety of ways. Government creates the environment of industry by means of law and regulations. Government also defines tasks that the public sector undertakes in relation to tourism and decides upon financial contributions to certain projects. Such contributions are determined by government policy at any given time.</p> <p align="justify">In addition to tourism, the Ministry of Communications is concerned with all communications on land, sea and in the air, as well as all matters regarding telecommunications. All those categories are of course closely related to tourism. We who work in the ministry have obviously noted that concurrently with significant growth in the extent and importance of tourism, we pay increasing attention to its requirements in all our administrative activities. With regard to direct government financial contribution to tourism, we have formulated a policy to the effect that it is the role of government to participate in certain areas, e.g. the general dissemination of facts regarding Iceland and the provision of information, education and research. In addition, contributions to environmental issues are important to tourism with regard to the fact that the natural environment is our most important tourist attraction. During the past few years, I have taken the initiative to greatly increase financial contributions to the above areas of government policy. We have begun co-operating with the tourist industry in its marketing operations and it is the opinion of those who are most knowledgeable in those matters that those contributions have been of the highest importance to the industry in the wake of 11 September 2001. Iceland was quicker to react than most other countries and regained former operational levels within a relatively short period of time. As an example of the way the Icelandic authorities regard it as their role to assist in the general dissemination of information about Iceland, a promotion and marketing office is operated in Germany under the auspices of the Iceland Tourist Board.</p> <p align="justify">This office has been government financed for the past 20 years, since its opening here in Hamburg in 1985. In order to define even more clearly the role and assistance of government in the development of tourism, I have, during the past four years, had reports compiled with regard to certain areas of operation within the industry. Among those is the development of culture-related tourism, health-related tourism, development opportunities within particular regions, the operating environment of the tourist industry etc. When those reports had been compiled, I arranged for a special tourism operations plan to be prepared for the period 2006-2015 with regard to the way the authorities would like to be involved in and influence the development of the tourist industry during the next 10 years. I have presented this plan to the Icelandic Parliament where it is now being debated. I hope this matter will be concluded in the spring and this would be the first time that a tourism operations plan is passed by the Icelandic Parliament. After the plan has been passed, it is anticipated that a work schedule will be published relating to nine areas of operation with regard to government involvement in diverse areas of co-operation with the tourist industry and its projects for the next 10 years.</p> <p align="justify">Five years ago I concluded an agreement of co-operation between government and companies, both in tourism and other areas of export with regard to working together in North America under the banner &bdquo;Iceland Naturally". The objective of this co-operative venture is to create a positive image of Icelandic goods and services on the CONSUMER MARKET. This involves promoting Iceland and all things Icelandic by means of direct advertising and various other activities, thus trying to encourage a positive overall image which could subsequently benefit tourist agencies and producers on the North American market. The government has contributed 70% of the cost of the project with companies making 30% of total contributions. One million USD per year has been invested in the project in North America. Regular measurements have indicated that this work is yielding a return and that general public awareness of Iceland and its products has increased.</p> <p align="justify">Encouraged by the success in North America, I decided to study the possibility of a similar project on the continent of Europe. As a result of this study, I decided to launch a project of a similar kind here this year. I have assigned a chairman and provided the project with a home base, similar to the North American arrangement, at the Frankfurt office of the Icelandic Tourist Board. The project has been set on course and the first survey relating to our image on the continent is being prepared to enable us to base the beginning of our work on its conclusions as has already been done in North America. I have high hopes of this new co-operative venture between government and companies in the promotion of Iceland here on the European continent. Dear participants. As I have described, Icelandic tourism is undergoing a spell of significant growth and is of ever-increasing importance in our economy and industry as a whole. The German market has been and still remains one of our vital supports in this growth, as it makes up one fifth of all the activities of the tourist market abroad. During the past years, the government has been increasingly involved in the evolution of the tourist industry and now, for the first time, as I mentioned before, a tourism operations plan has been compiled and submitted to the Icelandic Parliament for confirmation, regarding the role played by government during the next 10 years. New ways are constantly being sought to strengthen every aspect of our work, both as regards the reception aspect in Iceland which has to go hand in hand with a growing foreign market, and also on the markets abroad, as is for example seen in the decision to launch the "Iceland Naturally" project here in addition to all other marketing and promotional activities in this part of the world.</p> <p align="justify">I am grateful for this opportunity to present to you various aspects of Icelandic tourism and I would like to express my best wishes to the German-Icelandic Trade Council in its important work of strengthening the commercial ties between our two countries.</p> </td> </tr> </tbody> </table> <br /> <br />

2005-04-18 00:00:0018. apríl 2005Framsöguræða með tillögu til þingályktunar um samgönguáætlun

</P> <P>Framsöguræða samgönguráðherra á Alþingi með tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2005-2005. </P> <P><table cellspacing="0" cellpadding="0" border="0"> <tbody> <tr> <td> <p align="justify">Hæstvirtur forseti!</p> <p align="justify">Ég mæli hér fyrir þingsályktunartillögu um samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008.</p> <p align="justify">Uppbygging samgönguáætlunar er í samræmi við lög um samgönguáætlun nr. 71/2002. Frá því að síðasta samgönguáætlun var samþykkt hefur verið unnið eftir þeirri stefnumótun sem lögð var fram í 12 ára áætluninni sem var samþykkt hér á Alþingi. Hér er því í annað sinn sem lögð er fram samræmd heildstæð áætlun um rekstur og uppbyggingu samgangna sem tekur til allra samgöngumáta undir meginmarkmiðunum um greiðar, hagkvæmar, umhverfisvænar og öruggar samögnur, sem tólf ára áætlunin tiltekur.</p> <p align="justify">Við afgreiðslu fjárlaga síðastliðið haust tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að hægja á opinberum framkvæmdum á þessu og næsta ári til að draga úr spennu sem ríkir í efnahagslífi þjóðarinnar. Í fjárlögunum var gert ráð fyrir meiri samdrætti en lagt er til í núverandi samgönguáætlun, en þess ber að geta að samdrátturinn er einungis frestun framkvæmda þar sem reiknað er með að fjármagnið komi til baka sem fjárveitingar á árunum 2007-2008.</p> <p align="justify">Miklar kröfur eru gerðar til uppbyggingar samgöngukerfisins af hálfu sveitarstjórna, hagsmunaaðila og almennings í landinu. Eins og áætlunin ber með sér eru verkefnin framundan stór og þrátt fyrir að meira fé sé veitt í þennan málaflokk á áætlunartímabilinu, en áður fyrr, er ógerningur að verða við óskum allra. Þeir áfangar sem stefnt er að á tímabilinu munu samt sem áður stórbæta samgöngur víða um land, og í sumum tilfellum verður um kúvendingu að ræða en þar valda jarðgöng mestum straumhvörfum.</p> <p align="justify">Í þessari ræðu vil ég kynna fyrir háttvirtum alþingismönnum helstu áhersluþætti í samgönguáætluninni, en eins og venjan er gerir áætlunin ráð fyrir verulegum framkvæmdum í hafnargerð, rekstri flugmála, vegagerð og að lokum, sem er nýlunda í þessu samhengi, umferðaröryggisáætlun.</p> <h4 align="justify">Flugmál</h4> <p align="justify">Nýframkvæmdir flugvalla eru að þessu sinni ekki stór hluti útgjalda samgönguáætlunar. Áætlaður stofnkostnaður á tímabilinu er tæpir 1,4 milljarðar og þar af er verið að greiða af lánum vegna Reykjavíkurflugvallar um hálfan milljarð. Uppbygging samgöngumiðstöðvar er fyrirhuguð við Reykjavíkurflugvöll en samgöngumiðstöðin verður að öllum líkindum byggð og rekin sem einkaframkvæmd. Framkvæmdum við Reykjavíkurflugvöll er annars að stórum hluta lokið ef undan er skilinn frágangur flughlaða. Aðrar framkvæmdir tengdar flugvöllum eru lenging og endurbygging flugvallarins á Þingeyri, endurbætur á Akureyrarflugvelli, Egilsstaðaflugvelli og Bakkaflugvelli. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir að úttekt verði gerð vegna lengingar á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum, sem þjóna eiga millilandaflugi. Að lokum má nefna að tæplega hálfur milljarður er ætlaður til flugöryggisbúnaðar og annarra framkvæmda á áætlunartímabilinu. Um þessar mundir er verið að ljúka við endurbyggingu flugvallar í Grímsey, sem breytir miklu um flugið þangað.</p> <h4 align="justify">Hafnarmál</h4> <p align="justify">Í samræmi við ákvæði nýrra hafnalaga mun ríkið draga saman seglin í fjárstuðningi við nýframkvæmdir í höfnum og þá sérstaklega í stærri höfnum en þetta mun ekki koma að fullu til framkvæmda fyrr en árið 2007. Svigrúm hafna til tekjuöflunar hefur rýmkast frá setningu síðustu samgönguáætlunar og gjaldskráin hefur verið gefin frjáls. Þeir fjármunir, sem þannig sparast í höfnum, ganga til vegagerðar. Ný lög, um vaktstöð siglinga, lög um eftirlit með skipum og lög um siglingavernd, hafa m.a. leitt til þess að færa hluta af starfsemi Siglingastofnunar út á almennan markað eða í samvinnu við fleiri ríkisaðila. Heildargjöld siglingamála á áætlunartímabilinu nema um 6.3 milljörðum króna.</p> <p align="justify">Út frá byggðasjónarmiði er mikilvægt að tryggja góða aðstöðu í höfnum landsins, þ.a. þjónusta hafnanna geti fylgt eftir þróun flotans og að byggðir landsins séu í stakk búinar að takast á við ný verkefni. Í grunneti landsins eru 33 hafnir. Nokkrar af stærstu framkvæmdum, sem njóta ríkisstyrkja á þessu tímabili, eru hafnirnar í Grindavík, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum, Hornarfirði, Reyðarfirði, Vopnafirði, Húsavík, Akureyri, Skagaströnd, Bolungarvík, Ísafirði, Vesturbyggð, Grundarfirði og Snæfellsbæ. Hafnir, sem liggja utan grunnets, njóta einnig verulegra styrkja vegna framkvæmda sem fyrirhugaðar eru, er þar helst að nefna hafnirnar í Grímsey, Hvammstanga, Súðavík, Tálknafirði, Bíldudal og Reykhólahöfn.</p> <p align="justify">Þeir fjármunir, sem varið verður í framkvæmdir í framtöldum höfnum, fara til uppbyggingar á um 1,5 km af viðleguköntum úr stáli auk þess sem unnið verður að stofndýpkun innan hafna, viðhaldsdýpkun í höfnum og brimvarnargarða svo nokkuð sé nefnt.</p> <p align="justify">Vert er að geta annarra markmiða og áhersla í rekstri Siglingastofnunar næstu fjögur árin sem eru eftirfarandi:</p> <p align="justify">Ákveðið breytingaferli á sér nú stað vegna þess að nýjar styrkjareglur eru að taka við 2007. Af þessum ástæðum er hér lagt til að ríkissjóður meðhöndla styrki til nýframkvæmda á sérstakan hátt á yfirgangstímanum. Þarna er átt við að áætlaðar framkvæmdir 2005-2006, skv. þessari áætlun, sem ekki verður lokið í árslok 2006 og falla niður um styrktarflokka árið 2007 skv. nýjum hafnalögum, verði eftir sem áður heimilaðar undir eldri styrkjareglum á árunum 2007-2008, sé það hagfellt fyrir viðkomandi hafnarsjóð að haga framkvæmdahraða með öðrum hætti en hér er gert ráð fyrir í áætluninni.</p> <p align="justify">Unnið verður að gerð ýmiss konar fræðsluefnis og leiðbeininga undir merkjum langtímaáætlunar um öryggismál sjófarenda. Ennfremur verður unnið að ýmsum rannsóknum svo sem öldufarsreikningum við suðurströndina, á siglingaöryggi á mismunandi leiðum undan ströndinni, auk rannsókna vegna endurbóta í höfnum, t.d. innsiglinga, svo sem vegna úrbótaþarfar í innsiglingunni í Rifshöfn, sem í eina tíð var Landshöfn ásamt Þorlákshöfn og Njarðvíkurhöfn.</p> <p align="justify">Í grunnneti samgöngukerfisins eru <u>10 flugvellir</u>, <u>33 hafnir</u> og um <u>5.200 km af vegum</u>. Af þessum þremur þáttum er óumdeilt að fjárfestingaþörfin er langmest í vegunum.</p> <h4 align="justify">Vegamál</h4> <p align="justify">Samgönguáætlun næstu fjögurra ára gerir ráð fyrir að á áætlunartímanum verði heildargjöld Vegagerðarinnar tæplega 60 milljarða. Útgjöldum til <u>vegamála</u> er skipt í þrennt, þ.e. rekstur og þjónustu, viðhald og stofnkostnað.</p> <p align="justify">Á síðustu árum hafa útgjöld til reksturs, þjónustu og viðhalds aukist og því valda sívaxandi kröfur um aukna þjónustu, ekki síst vetrarþjónustu, en sem kunnugt er eigum við fleiri bíla að hlutfalli en flestar aðrar þjóðir.</p> <p align="justify">Viðhaldsþörf vega vex síðan jafnframt í hlutfalli við verðmæti vega svo og í hlutfalli við aukna umferð, einkum þungaumferð. Þær sviptingar sem hafa orðið í flutningum á síðustu árum með samdrætti í strandflutningum hafa verið til skoðunar hjá stjórnvöldum. Reynt er að mæta þessari auknu þörf í samgönguáætlun, með breikkun vega og á næstu árum má búast við auknu viðhaldi.</p> <p align="justify"><strong>Almenningssamgöngur</strong> utan þéttbýlis á samgönguáætlun eru skilgreindar sem ferjur, sérleyfi og styrkt flug. Útgjöld til þessa hafa farið stigvaxandi.</p> <p align="justify">Nefnd, skipuð af samgönguráðherra, hefur starfað við að móta stefnu um málefni almenningssamgangna milli þéttbýliskjarna til næstu framtíðar. Líta má á þetta sem fyrsta áfanga til að ná þeim markmiðum sem lagt var upp með í samgönguáætlun 2003-2014. Nefndin leggur til í skýrslu sinni að sérleyfi verði boðin út í samræmi við lög nr. 73/2001 til 2-3 ára. Jafnframt leggur hún til að eftir samruna sveitarfélaga verði unnið að því að sveitarfélög takist á hendur meiri ábyrgð á uppbyggingu og stjórnun almenningssamgangna á landi, en talið er að þetta muni m.a. stuðla að bættu þjónustustigi. Ég hef þegar ákveðið að sérleyfi verði boðin út til þriggja ára að mestu í óbreyttri mynd hvað varðar leiðarkerfi. Jafnframt er gert ráð fyrir óbreyttri þjónustu ferja og verður rekstur Herjólfs boðinn út í ár. Með sama hætti verður flug til jaðarbyggða boðið út á þessu ári. Útgjöld samgönguáætlunar vegna almenningssamgangna eru veruleg. Á áætlunartímibili er gert ráð fyrir að styrkur til sérleyfa geti numið allt að 692 milljónum - til áætlunarflug 570 milljónum og til ferja 2.802 milljónum, þar af afborganir ferjulána 945 milljónir.</p> <p align="justify">Rúmlega helmingur vegafjár fer þó til stofnkostnaðar og þá helst til framkvæmda í grunnneti, sem miðar að því að stytta vegalengdir milli þéttbýlisstaða.</p> <p align="justify">Eins og nefnt var í upphafi var sú ákvörðun tekin, við afgreiðslu fjárlaga síðastliðið haust, að fresta nokkrum opinberum framkvæmdum á þessu og næsta ári til að draga úr þenslu sem ríkir í efnahagslífi þjóðarinnar. Fyrir utan bein þensluáhrif þessara framkvæmda liggur fyrir því nokkur vissa að verð eru nokkru hærri á þenslutímum en annars og er þetta því líka spurning um hagkvæma notkun fjármagns. Frestun framkvæmda fyrir um 1.900 milljónir á þessu ári og 2.000 milljónir á árinu 2006 munu koma til baka sem auknar fjárveitingar á árunum 2007-2008.</p> <p align="justify">Með þessu er leitast við að koma á móts við þarfir samgangna í heild í því þjóðfélagsástandi sem við búum við. Stefnan er því að þrátt fyrir frestun framkvæmda verði lyft grettistaki á seinna tímabili samgönguáætlunar og þannig nást margir góðir áfangar á áætlunartímabilinu, og verða hér nefndir nokkrir þeirra:</p> <p align="justify">Stærstu einstöku framkvæmdir sem unnið verður að eru tvöföldun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ og tvöföldun Reykjanesbrautar í Kópavogi, Garðabæ og Suðurnesjum. Hellisheiðarvegur verður að auknum hluta byggður sem 2+1 vegur en við þá gerð vega eru bundnar miklar vonir út frá umferðaröryggi. Lokið verður við jarðgöng í Almannaskarði og Fáskrúðsfirði, framkvæmdir hafnar á jarðgöngum um Héðinsfjörð, lokið við tengingu Hringvegarins milli Austurlands og Norðurlands, framkvæmdum haldið áfram í Ísafjarðardjúpi og á Vestfjarðarvegi. Framkvæmdir hafnar við veg um Arnkötludal og verulegar framkvæmdir í vegum í þjóðgörðum svo sem Dettifossvegi, Uxahryggjarvegi og Útnesvegi um Snæfellsnes-þjóðgarðinn og svo mætti lengi telja. Auk þessa er gert ráð fyrir einum og hálfum milljarði á tímabilinu til umferðaröryggisaðgerða.</p> <p align="justify"><strong>Framkvæmdaáætlun umferðaröryggisáætlunar</strong> er nýjung þessarar samgönguáætlunar, en hún kemur inn í framhaldi af því að umferðarmál fluttust yfir til samgönguráðuneytis. Mótuð hefur verið ný stefna í umferðaröryggismálum þar sem stillt er saman kröftum þeirra stofnana sem fara með umferðaröryggismál. Framkvæmdaáætlunin mun stuðla að auknu öryggi vegfarenda og vonandi eiga sinn þátt í því að fækka slysum.</p> <p align="justify"><strong>Nýtt olíugjald.</strong> Hinn 1. júní taka ný lög gildi um olíugjald og kílómetragjald. Þungaskattskerfið mun því verða lagt niður í núverandi mynd. Næsta skref að minni hyggju er að kanna möguleikann á innleiðingu á nýju gjaldtökukerfi þar sem gjaldtakan mun taka sérstakt tillit til umhverfis, umferðaröryggis og notkunarþátta á vegakerfinu. Ljóst er til viðbótar að núverandi tekjustofn fer þverrandi vegna minni eyðslu bílvéla og að fyrirsjáanlegir eru nýir orkugjafar sem koma munu í stað jarðefnaeldsneytis í framtíðinni. Því er mjög brýnt að umræða skapist um þetta mál eigi að vera hægt að halda áfram uppbyggingu samgöngukerfisins.</p> <p align="justify">Fyrir stuttu skilaði nefnd um gjaldtöku og einkafjármögnun vegaframkvæmda skýrslu og tillögu um gjaldtöku og einkafjármögnun umferðarmannvirkja. Þar eru gerðar tillögur um gjaldtöku af umferðinni með nýjum aðferðum og tekjuöflun vegna einkaframkvæmda í vegagerð. Geri ég ráð fyrir að við afgreiðslu langtímaáætlunar verði afstaða tekin til þeirra tillagna.</p> <p align="justify">Hér hefur verið minnst á nokkuð af því sem fram kemur í samgönguáætlun til næstu fjögurra ára. Með þessum áföngum og öðrum sem nást á tímabilinu munu samgöngur stórbatna víða um land.</p> <p align="justify">Ég vil fara nokkrum orðum um skiptingu fjár í samgönguáætluninni vegna þeirrar umræðu sem verið hefur í fjölmiðlum síðustu daga þar sem bygging Sundabrautar og gerð mislægra gatnamóta við Kringlumýrarbraut/Miklubraut hefur komið upp. Nauðsynlegt er að minna á að borgarstjórn tók ákvörðun að hætta við gerð mislægra gatnamóta á Kringlumýrarbraut og Miklubrautar þegar hönnun var komin af stað. Þess í stað var valið að endurbæta ljósastýrð gatnamót. Augljóst er að fjármögnun Sundabrautar er svo stórt og viðamikið verkefni að taka verður á því með sérstökum hætti. Ef til vill er hægt að segja að það rúmist ekki innan samgönguáætlunar vegna stærðar þess. Nægt fjármagn er hins vegar á tímabilinu til undirbúnings verksins. Það er mitt mat að leggja eigi Sundabraut sem eitt verk alla leiðina frá Sæbraut upp á Kjalarnes og tengja þannig höfuðborgarsvæðið við hafnarstarfsemina og stóriðjuna á Grundartanga og byggðirnar norðan Hvalfjarðar sem eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Vegna umræðunnar síðustu daga er vert að minna á að enn hefur borgarstjórn ekki tekið afstöðu til þess hvar Sundabrautin eigi að liggja. Auk þess hefur ekki verið úrskurðað í þeim kærum sem komu vegna samþykktar Skipulagsstofnunar á kostunum sem til skoðunar eru. Það er því margra ára vinna eftir við undirbúning Sundabrautar og ótímabært að gera ráð fyrir framkvæmdum næstu tvö árin uns samgönguáætlun verður næst til endurskoðunar.</p> <p align="justify">Ég vil minna á að nú fer síðan í hönd endurskoðun á tólf ára samgönguáætlun 2007-2018 og samhliða henni önnur endurskoðun fjögurra ára áætlunarinnar 2007-2010. Þessar nýju áætlanir verða lagðar fram á Alþingi veturinn 2006-2007 og það er í þessum áætlunum sem taka verður endanlega ákvörðun um þetta mikla verk sem Sundabrautin er.</p> <p align="justify"><strong>Samantekt</strong></p> <p align="justify">Herra forseti.</p> <p align="justify">Þessi tillaga til þingsályktunar, sem ég hef hér mælt fyrir, er til marks um að með þeim framkvæmdum, sem í henni felast, munu margir stórir áfangar nást. Í hnotskurn má segja:</p> <blockquote dir="ltr"> <p align="justify">Að fylgt sé þeirri heildstæðu stefnu og skýru markmiðum sem sett var í síðustu 12 ára samgönguáætlun.</p> <p align="justify">Að sett sé fram metnaðarfull áætlun um ráðstöfun fjármuna í samgöngumál næstu 4 árin.</p> <p align="justify">Að áætlunin gefi skýra og heildstæða sýn á samgöngumál og setji flugmál, siglingamál, vegamál og nú umferðaröryggismál í samhengi.</p> <p align="justify">Að vinnubrögð við þessa áætlanagerð hafi stuðlað að stóraukinni samvinnu milli stofnana samgöngumála og bætt reynslu þeirra sem að samgöngumálum koma.</p> </blockquote> <p align="justify">Hæstvirtur forseti, með þessum orðum hef ég mælt fyrir þingsályktunartillögu um samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008. Ég legg til að tillögunum verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umræðu og til háttvirtrar samgöngunefndar.</p> </td> </tr> <tr> <td> </td> </tr> </tbody> </table> <br /> <br />

2005-04-08 00:00:0008. apríl 2005Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar

Samgönguráðherra ávarpaði gesti á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í gær.<table cellspacing="0" cellpadding="0" border="0"> <tbody> <tr> <td> <p>Ræða Sturlu er eftirfarandi:</p> <p align="justify">Fundarstjóri, góðir fundarmenn!</p> <p align="justify">Það er mér bæði heiður og ánægja að ávarpa ársfund ykkar í sjötta sinn og geta með sanni sagt að ferðaþjónustan sem atvinnugrein er á mikilli siglingu.</p> <p align="justify">Á þessum síðustu dögum vetrarins hefur verið í mörgu að snúast í samgönguráðuneytinu. Ég hef á yfirstandandi þingi lagt fram á Alþingi 11 þingmál og þar af varða 8 þeirra ferðaþjónustuna beint og óbeint. Er hér um að ræða:</p> <p align="justify">1. Löggjöf um Þriðju kynslóð farsíma, sem hefur tekið gildi</p> <p align="justify">2. Löggjöf um Rannsóknir umferðaslysa, sem taka gildi í haust</p> <p align="justify">3. Frumvarp til laga um fólksflutninga, vöruflutninga og efnisflutninga</p> <p align="justify">4. Frumvarp til laga um loftferðir</p> <p align="justify">5. Frumvarp til laga um fjarskipti og þingsályktu um fjarskiptaáætlun</p> <p align="justify">6. Þingsályktun um ferðamál</p> <p align="justify">7. Samgönguáætlun og</p> <p align="justify">8. Frumvarp til laga um skipan ferðamála.</p> <p align="justify">Ég vil sérstaklega nefna þingsályktunartillögu um ferðamál þar sem meginlínur stjórnvalda í ferðamálum til ársins 2015 eru lagðar. Tillagan byggir á vinnu stýrihóps um ferðamálaáætlun fyrir tímabilið 2006 til 2015 og gerir m.a. ráð fyrir því að náttúra Íslands, menning þjóðarinnar og fagmennska verði ráðandi þættir í þróun íslenskra ferðamála.</p> <p align="justify">Í tillögunni er jafnframt fjallað um rekstrarumhverfi, kynningarmál, rannsóknir og gæða- og öryggismál svo eitthvað sé nefnt.</p> <p align="justify">Tillagan fékk góðar undirtektir þegar ég mælti fyrir henni á Alþingi og spunnust um hana nokkrar umræður. Núna er hún til meðferðar hjá samgöngunefnd og býst ég við að hún verði afgreidd frá Alþingi í vor. Ég hvet fundarmenn til að kynna sér efni tillögunnar, sem er að finna á vef samgönguráðuneytisins, en henni fylgir viðamikil skýrsla stýrihópsins.</p> <p align="justify">Eins og ykkur er kunnugt hefur <strong>frumvarp um skipan ferðamála</strong> verið í smíðum og hefur það nú verið samþykkt í ríksstjórn. Geri ég ráð fyrir að mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi á allra næstu dögum.</p> <p align="justify">Frumvarpið var samið í samgönguráðuneytinu og var haft víðtækt samráð við hagsmunaaðila og samtök þeirra. Frumvarpið var gert aðgengilegt almenningi á vef ráðuneytisins rétt fyrir jól eða á sama tíma og það var sent til hefðbundinnar umsagnar. Var athyglisvert að fá athugasemdir frá ýmsum aðilum, sem eiga hagsmuna að gæta eða eru áhugamenn um framgang ferðaþjónustunnar, en standa utan þeirra hagsmunasamtaka og stofnana sem leitað var umsagnar hjá. Þessi ráðstöfun gafst svo vel að ákveðið hefur verið að nota þetta verklag í samgönguráðueytinu framvegis þegar því verður við komið. Umsagnartíminn var einnig óvenju rúmur og er það mat ráðuneytisins að það hafi haft áhrif á hversu vandaðar og vel ígrundaðar umsagnir bárust.</p> <p align="justify">Megintilefni þess að ráðist var í heildarendurskoðun laganna var að gera skrifstofu Ferðamálaráðs kleift að gegna hlutverki stjórnsýslustofnunar og rjúfa valdboð á milli stofnunarinnar og Ferðamálaráðs sem er skipað hagsmunaaðilum. Skrifstofa Ferðamálaráðs mun fá heitið Ferðamálatofa.</p> <p align="justify">Samkvæmt gildandi lögum sér samgönguráðuneytið um útgáfu leyfa ferðaskrifstofa og aðra umsýslu er því tengist. Aðilar hafa því, eins og staðan er í dag, ekki möguleika á að skjóta ákvörðunum til æðra stjórnvalds og er það andstætt góðum stjórnsýsluháttum nútímans.</p> <p align="justify">Skipan ferðamálaráðs breytist nokkuð og verða í því átta fulltrúar í stað sjö eins og nú er. Samgönguráðherra skipar formann og varaformann án tilnefningar og Samtök ferðaþjónustunnar tilnefna þrjá fulltrúa í stað tveggja í núverandi ferðamálaráð. Ferðamálasamtök Íslands tilnefna tvo fulltrúa í stað eins og Útflutningsráð einn fulltrúa, en það hefur ekki tilnefnt fulltrúa í ferðamálaráð fram að þessu en ég tel nauðsynlegt að efla tengsl ferðaþjónustunnar við aðrar útflutningsgreinar. Iceland Naturally verkefnið sem samgönguráðuneytið hefur nú staðið að vel á sjötta ár í Bandaríkjunum hefur sýnt fram á að ferðaþjónustan og aðrar útflutningsgreinar eiga mikla samleið og sameiginleg markmið varðandi eflingu á ímynd landsins og kynningu á íslenskum vörum og þjónustu.</p> <p align="justify">Eins og áður segir er fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar fjölgað í þrjá og hefur þar verið komið til móts við eindregnar óskir samtakanna um að eiga sterka rödd í nýju ferðamálaráði. Það er auðvitað mjög mikilvægt að tryggja aðkomu hagsmunasamtaka í ferðaþjónustu að ferðamálaráði, ekki síst þegar því hefur verið falið það hlutverk að gera tillögur til ráðherra um markaðs- og kynningarmál greinarinnar. Sú sérþekking sem rekstraraðilar búa yfir nýtist þannig enn frekar við mótun þess umhverfis sem ferðaþjónustunni er búið, ekki síst á sviði landkynningar og hvernig háttað skuli meðferð opinbers fjár á þessum vettvangi. Ég bind miklar vonir við þessa breytingu og tel að með henni skapist tækifæri fyrir ferðamálaráð til að hafa áhrif á mikilvægar ákvarðanir um stefnu yfirvalda á öllum sviðum ferðaþjónustunnar.</p> <p align="justify">Góðar samgöngur eru forsenda fyrir öflugri ferðaþjónustu. Endurskoðuð samgönguáætlun fyrir næstu fjögur árin hefur verið lögð fram á Alþingi. Í henni kemur fram með skýrum hætti hve mikla áherslu ég legg á að uppbygging samgöngumannvirkja komi ferðaþjónustunni að sem mestu gagni. Hefur verið leitað samráðs við fólk alls staðar á landinu og þó að allir draumar séu ekki uppfylltir horfir mjög margt til betri vegar um úrbætur á vegakerfinu. Það blasir t.d. við að tvöföldun Reykjanesbrautar er ferðaþjónustunni mikilvæg. Ekki er einungis um mikla öryggisframkvæmd að ræða heldur gjörbreytir þetta fyrstu kynnum ferðamanna af landinu.</p> <p align="justify">Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á Hellisheiði og eru þær hafnar. Um hana, eins og Reykjanesbraut, fara líklega flestir ferðamenn á ferð sinni um Ísland. Því er nauðsynlegt að gera veginn eins öruggan og mögulegt er og tryggja að hann sé greiðfær alla daga ársins.</p> <p align="justify">Með styttingu leiða og endurbyggðum vegum á Vestfjörðum opnast möguleikar á hringleiðum sem ferðaþjónustuaðilar hafa lagt áherslu á að séu til staðar. Fleiri slíkar leiðir opnast með nýjum vegi vestan Dettifoss, sem verður nú lagður, en hann hefur um árabil verið efstur á óskalista ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Með þessum vegi geta mun fleiri notið Jökulsárgljúfra auk þess sem hægt er að fara hringinn á skemmri tíma en núverandi vegir bjóða upp á. Það er von mín að þetta efli ferðaþjónustuna á Norðurlandi enn frekar og að þess verði ekki langt að bíða að Demantshringurinn, eins og þeir kjósa að kalla leiðina, verði ekki minna aðdráttarafl en Gullni hringurinn hér sunnanlands.</p> <p align="justify">Þegar er hafin uppbygging Uxahryggjarvegar og er gert ráð fyrir framhaldi á henni í nýrri samgönguáætlun. Þessi leið skiptir miklu máli fyrir ferðaþjónustuna enda mun uppbygging vegarins lengja þann tíma mikið sem hægt er að fara um Þingvelli. Vonandi mun ferðaþjónustan t.d. í Borgarfirði njóta nokkurs ágóða af þessu en þar eins og annars staðar mun lenging ferðamannatímans skipta sköpum. Þá er gert ráð fyrir endurbyggingu Gjábakkavegar um Lyngdalsheiði.</p> <p align="justify">Aðgengi að þjóðgarðinum á Þingvöllum verður sem sagt stórbætt með þessum aðgerðum og á samgönguáætlun er einnig svokallaður Útnesvegur sem er vegurinn fyrir Snæfellsnes. Snæfellsnesþjóðgarður mun þannig opnast enn frekar en nú er. Ég á von á því að sú perla sem þessi þjóðgarður er verði smám saman að einum þeirra staða sem allir verða að heimsækja. Í samgönguráætlun er því rík áhersla lögð á bætta aðkomu í þjóðgörðum.</p> <p align="justify">Jarðgöng virðast vera umdeildar framkvæmdir. Það er mjög eðlilegt þegar fjármunir eru ekki ótakmarkaðir. Við vitum hins vegar að alls staðar þar sem göng hafa verið gerð hefur ferðaþjónustan eflst á viðkomandi svæði. Í haust þegar Fáskrúðsfjarðargöngin verða formlega tekin í notkun opnast til að mynda feikilega falleg og skemmtileg hringtenging um Hérað og sunnanverða Austfirði. Ég hef hér einungis nefnt fá dæmi um úrbætur á vegakerfinu, þar er af mörgu að taka og ég minni á að allar framkvæmdir á vegakerfinu auka umferðaröryggi.</p> <p align="justify">Það má segja að nánast allt sem við gerum í samgönguráðuneytinu snerti ferðaþjónustuna. Nýlega hef ég með reglugerð breytt reglum um akstur leigubifreiða til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og gert höfuðborgarsvæðið og Suðurnes eitt gjaldsvæði fyrir leigubíla. Þar voru í gildi reglur sem stóðu eðlilegum viðskiptum á þessu sviði fyrir þrifum. Vona ég að þetta leiði til eðlilegrar samkeppni og að ferðamenn njóti góðs af henni.</p> <p align="justify">Við uppbyggingu innviða á borð við vegi, flugvelli og hafnir er mikilvægt að rödd ferðaþjónustunnar heyrist. Við í samgönguráðuneytinu erum stolt af þeim þunga sem ferðaþjónustan hefur fengið í ALLRI áætlunargerð og úthlutun fjármagns á vettvangi samgöngumála.</p> <p align="justify">Núna liggur t.d. fyrir Alþingi ný fjarskiptaáætlun en hún var samþykkt í ríkisstjórn síðast liðinn mánudag. Fréttaflutningur af henni hefur eðlilega verið mjög tengdur einkavæðingu Símans en þar koma þó fram margar aðrar áherslur og mjög metnaðarfull markmið um m.a. eflingu GSM kerfisins. Núna eru u.þ.b. 400 km á hringvegi án sambands en þar sem reiknað er með að ríkissjóður komist í nokkrar álnir með sölu Símans verði til fjármunir til að ráðast í þessa uppbyggingu. Með GSM væðingu hringvegarins og helstu stofnvega munu langflestir fjölsóttir ferðamannastaðir komast í samband. Um það hefur verið tekið ákvörðun.</p> <p align="justify">Íslendingar hafa sterka stöðu hvað varðar aðgengi að háhraðatengingum en það er með því besta sem gerist í heiminum. Nettengingin er fyrirtækjum lífsnauðsynleg og held ég að hægt sé að fullyrða að sala á flugmiðum og ferðaþjónustu sé á meðal þess algengasta sem almenningur um allan heim kaupir á netinu. Að því er stefnt í fjarskiptaáætlun að allir landsmenn, sem þess óska, hafi aðgang að háhraðatengingu. Mun þetta m.a. verða til þess að ferðamenn eiga að hafa aðgang að neti og þannig getur öll upplýsingagjöf t.d. vegna öryggismála orðið mun öflugri en nú er.</p> <p align="justify">Tillögur um að samgöngumiðstöð rísi í Reykjavík eru núna til vinnslu hjá samgönguráðuneytinu. Er það í samræmi við samkomulag sem ég gerði við borgarstjórann í Reykjavík í tengslum við lokagerð skýrslu um samgöngumiðstöð. Stefnir í mannvirki sem á eftir að gjörbreyta aðkomu landsmanna sem erlendra ferðamanna til og frá Reykjavík. Þarna munu flestir þræðir samgöngukerfisins koma saman á einum stað. Í samgöngumiðstöðinni verður að vera öll aðstaða eins og best gerist í heiminum. Gert er ráð fyrir að þarna geti landkynning ýmiss konar og upplýsingagjöf átt heima auk verslunar. Ferðamaðurinn hafi þannig aðgang að öllu sem hann þarf til að halda ferð sinni áfram hér í borginni eða hvert á land sem er. Ný samgöngumiðstöð er forsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu og eflingu almenningssamgangna. Liður í því að efla almenningssamgöngur er að ég hef falið Vegagerðinni að bjóða út öll rútusérleyfin á landinu. Þurfa nú rútufyrirtækin að undirbúa sig undir þá breytingu sem tekur gildi 1. janúar 2006.</p> <p align="justify">Jafnfram hef ég falið Vegagerðinni að bjóða út rekstur Vestmannaeyjarferjunnar Herjólfs frá áramótum og miða við að ferjan fari 13 eða 14 ferðir á viku allt árið og er það í samræmi við óskir heimamanna. Þá eru í gangi samningar vegna Breiðafjarðarferjunnar baldurs en ljóst er að þegar vegur um Barðaströnd hefur verið endurbyggður breytist þjónusta ferjunnar.</p> <p align="justify">Þá má geta þess að unnið er að nýju útboði á flugi til jaðarbyggða svo sem Grímseyjar og Gjögurs sem er auðvitað mikilvægt fyrir ferðamennsku á þeim svæðum.</p> <p align="justify">Þegar ég byrjaði mitt annað kjörtímabil í samgönguráðuneytinu lýsti ég því yfir að ferðaþjónustan mundi hafa forgang. Eins og heyra má af þessari kynningu á verkefnum ráðuneytisins sem tengjast beint ferðaþjónustu þá er það deginum ljósara að hagsmunum ferðaþjónustunnar er vel borgið í samgönguráðuneytinu. Við horfum til þarfa greinarinnar í öllu okkar starfi og nýtur ferðaþjónustan stöðugt meiri skilnings og virðingar þeirra sem koma að skipulagi nauðsynlegra innviða á sviði samgöngu- og fjarskiptamála. Fyrir þessu hefur eðilega þurft að berjast en ég tel ekki eftir mér að koma hagsmunum ferðaþjónustunnar á framfæri hvar sem ég sé tækifæri til. Ég mun áfram leggja áherslu á að framlög til markaðsmála verði til staðar og að nýjasta verkefnið á sviði markaðsmála, Iceland Naturally í Evrópu nái góðu flugi með aðkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu og annarra atvinnugreina.</p> <p align="justify">Það er von mín að íslensk ferðaþjónusta geti nýtt sér að aldrei fyrr hefur verið ráðist í svo mikla uppbyggingu á samgöngukerfi landsins. Aldrei fyrr hafa verið sett fram svo metnaðarfull markmið um fjarskipti jafnt sem samgöngumiðstöð &ndash; og síðast en ekki síst eru sett fram metnaðarfull markmið með sjálfstæðri Ferðamálastofu og öflugu Ferðamálaráði sem á að geta eflt greinina sjálfa með því að fylgja eftir markmiðum í ferðamálaáætlun næstu árin.</p> <p align="justify">Ágætu ársfundargestir.</p> <p align="justify">Megi SAF vegna vel í mikilvægu starfi.</p> </td> </tr> </tbody> </table> <br /> <br />

2005-04-07 00:00:0007. apríl 2005Gjábakkavegur –þetta er að gerast

Að beiðni samgönguráðherra birtist eftirfarandi grein í Morgunblaðinu í dag.<table cellspacing="0" cellpadding="0" border="0"> <tbody> <tr> <td> <p align="justify">Ásgeir Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið þann 24. mars s.l. sem ber yfirskriftina Gjábakkavegur &ndash; hvað er að gerast? Ég vil þakka Ásgeiri fyrir ágæta grein og þann áhuga sem hann sýnir þessari mikilvægu vegalagningu sem hefur verið undirbúin af mikilli kostgæfni. &nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td> <p align="justify">Vegna umræddrar greinar vil ég biðja Morgunblaðið fyrir þetta greinarkorn mitt í þeim tilgangi að upplýsa Ásgeir og aðra lesendur blaðsins lesendur um stöðu málsins. Rétt er að minna á að vegurinn liggur að þjóðgarðinum á Þingvöllum, sem er á heimsminjaskrá. Því er óhjákvæmilegt að vanda þessa vegagerð vel og taka tillit til aðstæðna í þjóðgarðinum.</p> <p align="justify">Nýr vegur um Lyngdalsheiði (Gjábakkavegur 365) kemur fyrst fram í langtímaáætlun í vegagerð 1999-2010 og var þá gert ráð fyrir fjárveitingum til verksins á öðru og þriðja tímabili þeirrar áætlunar, þ.e. á árunum 2003-2010.</p> <p align="justify">Vegagerðin fór formlega af stað með vinnu við frumdrög í ársbyrjun 2002 og var skýrsla tilbúin í mars 2003. Í kjölfarið hófst svo vinna við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Áður hafði Vegagerðin skoðað nokkra veglínukosti vegna vinnu við aðalskipulag Laugardalshrepps, en gert er ráð fyrir nýjum vegi þar.</p> <p align="justify">Matsskýrsla ráðgjafa Vegagerðarinnar, vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, var send til skipulagsstofnunar í júlí á sl. ári og felldi skipulagsstjóri úrskurð sinn í nóvember sl. Hafði vinna við skýrsluna tekið nokkuð lengri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi og munaði þar mestu um að í millitíðinni hafði íslenska ríkið sótt um að Þingvellir yrðu settir á alheimsminjaskrá UNESCO og með því ljóst að viðkvæmara yrði að fá leyfi til nýframkvæmda innan þjóðgarðsins. Leiddi það til þeirrar niðurstöðu að Vegagerðin lagði til að vegurinn tengdist Þingvallavegi á mót við Miðfell og yrði nýr vegur því alfarið utan stækkaðs þjóðgarðs. Skv. úrskurði skipulagsstjóra var fallist í meginatriðum á framkvæmdaáform Vegagerðarinnar en nokkrir aðilar kærðu úrskurðinn hins vegar til umhverfisráðherra og er að vænta úrskurðar hans nú mjög fljótlega. Verði hann jákvæður verður hægt að hefja lokahönnun og undirbúa útboð.</p> <p align="justify">Við lokavinnslu samgönguáætlunar 2003-2006 ákvað ríkisstjórnin að setja viðbótarfjármagn til ýmissa vegagerðarverkefna og var m.a. ákveðið að veita 150 m.kr. til Gjábakkavegar. Í núgildandi samgönguáætlun 2003 -2006 er svo gert ráð fyrir samtals 115 m.kr. á árunum 2005 og 2006 til viðbótar þeim 150 m.kr. sem áður voru komnar. Áætlaður heildarkostnaður við verkið er nú áætlaður um 575 m.kr. Samkvæmt tillögu til þingsályktunar um Samgönguáætlun fyrir tímabilið 2005 -2008 er gert ráð fyrir að ljúka framkvæmdinni á árinu 2007 og er gert ráð fyrir fjármögnun verksins að fullu á því ári. Þetta skýrist síðan við afgreiðslu Samgönguáætlunar nú í vor.</p> <p align="justify">Vegagerðin hefur miðað við að hægt yrði að bjóða út framkvæmdir við veginn næsta haust en verklok og hugsanleg áfangaskil eru endanlega háð ákvörðun í Samgönguáætlun, sem verður til meðferðar á Alþingi á þessu vori eins og fyrr er getið. Að öllu óbreyttu verður Gjábakkavegur því opnaður fyrir umferð fullgerður á árinu 2007.</p> </td> </tr> </tbody> </table> <br /> <br />

2005-04-07 00:00:0007. apríl 2005Framsöguræða með þingsályktunartillögu um ferðamál

</P> <P align=justify> Ráðherra mælti nýlega fyrir þingsályktunartillögu um ferðamál. Ræðan er eftirfarandi:</P><table cellspacing="0" cellpadding="0" border="0"> <tbody> <tr> <td> <p>Hæstvirtur forseti!</p> <p align="justify"></p> <p align="justify">Ég mæli hér fyrir þingsályktunartillögu um ferðamál.</p> <p align="justify">Ferðaþjónustan er mjög vaxandi atvinnugrein hér á landi og því brýnt að henni sé mótuð skýr stefna til framtíðar af hálfu stjórnvalda. Atvinnurekendum og neytendum sé þannig ljóst á hverjum tíma hverjar séu áherslur hins opinbera gagnvart framtíðaruppbyggingu greinarinnar. Og það skiptir miklu fyrir ímynd lands og þjóðar hvaða mynd íslensk ferðaþjónusta skapar með þjónustu sinni.</p> <p align="justify">&nbsp;Árið 1996 kom út stefnumótun samgönguráðuneytisins í ferðamálum til ársins 2005. Síðan þá hefur átt sér stað mikil þróun í greininni. Vöxtur hefur aukist talsvert meiri en ráð var fyrir gert. Fyrirtæki hafa sameinast, önnur hætt rekstri og ný verið sett á laggirnar, auk þess sem hagsmunasamtök ferðaþjónustufyrirtækja voru stofnuð (SAF). Breytingar hafa átt sér stað á sviði farþegaflugs, bæði innan lands og til og frá landinu. Reiknað er með frekari breytingum þar og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Stóraukin notkun internetsins, breytingar í fjarskiptatækni og þróun kauphegðunar ferðamanna kalla á breytingar á þeim innviðum sem ferðaþjónustufyrirtæki treysta á. Þá hafa markaðs- og landkynningarmál verið tekin nýjum tökum sem hefur skilað miklum árangri.</p> <p align="justify">Umhverfismál hafa öðlast hærri sess í allri umræðu um ferðamál, enda hefur mikil þróun átt sér stað og mikil vinna verið lögð í þann málaflokk innan ferðaþjónustunnar og utan. Hið sama má segja um gæðamál. Einnig á þetta við um menntamálin, en þar er talin nauðsynleg frekari samræming á námsframboði í þágu ferðaþjónustunnar. Skilgreina þarf betur menntunarþörfina, samstarf opinberra- og einkaaðila og hlutverk stjórnvalda í fjármögnun, uppbyggingu og vöruþróunarverkefnum.</p> <p align="justify">&nbsp;Þá hefur aukning orðið á framlögum hins opinbera til íslenskrar ferðaþjónustu og nýrra leiða verið leitað til að hámarka árangur greinarinnar.</p> <p align="justify">Einstökum aðgerðum í markaðsmálum hefur verið ýtt úr vör á ýmsum markaðssvæðum sem virðast hafa skilað umtalsverðum árangri, sbr. að ferðamönnum sem sóttu Ísland heim fjölgaði um 69% tímabilið 1995-2004 en sambærileg aukning í heiminum öllum var um 24% samkvæmt WTO (World Tourism Organization).</p> <p align="justify">Samgönguráðuneytið hefur nú látið vinna sérstaka ferðamálaáætlun fyrir tímabilið 2006 til 2015 og henni ætlað að taka við af þeirri stefnumörkun sem unnin var á sínum tíma. Þingsályktunartillagan sem hér er lögð fram byggir á þessari ferðamálaáætlun, sem jafnframt er lögð fram hér á Alþingi í dag, en hún er unnin af stýrihópi sem samgönguráðherra skipaði haustið 2003 til að vinna að gerð ferðamálaáætlunar fyrir Ísland fyrir tímabilið 2006-2015. Við undirbúning og gerð þingsályktunartillögunnar var m.a. byggt á skýrslum sem unnar hafa verið um heilsutengda ferðaþjónustu, menningartengda ferðaþjónustu, skýrslu um auðlindina Ísland sem skilgreindi megin segla sem draga til sín ferðamenn, og skýrsla um framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu. Allar þessar skýrslur voru unnar á síðasta kjörtímabili og hafa nýst við stefnumörkun og markaðsaðgerðir stjórnvalda sem unnar hafa verið að í góðu samstarfi við samtök aðila í ferðaþjónustu.</p> <p align="justify">Stýrihópurinn, sem vann að gerð þingsályktunarinnar, hafði samráð við sérstakan vettvang hagsmunaaðila og leitaði þar m.a. sjónarmiða og tillagna varðandi starf hópsins. Við vinnslu áætlunarinnar var byggt að miklu leyti á skýrslum, úttektum og greinargerðum sem gerðar hafa verið á vegum ráðuneytisins og annarra aðila. Þá var og rætt við marga aðila sem vinna að ferðamálum og tengdri starfsemi.</p> <p align="justify">Sett var upp vefsvæði fyrir verkefnið í því augnamiði að auðvelda samskipti, gera grunngögn aðgengileg á einum stað og gera vinnuna við áætlunina gagnsærri. Einnig voru haldin málþing með aðilum hagsmunavettvangsins um starf stýrihópsins.</p> <p align="justify">Í þessari þingsályktunartillögu er áherslan á eftirfarandi meginmarkmið:</p> <p align="justify">1. Náttúra Íslands, menning þjóðarinnar og fagmennska verði ráðandi þættir í þróun íslenskra ferðamála.</p> <p align="justify">2. Tryggð verði samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar sem stuðli að hámarksafrakstri í greininni.</p> <p align="justify">3. Álagi vegna ferðaþjónustu verði jafnað á landið og íbúa þess og verði innan þolmarka í samræmi við niðurstöður rannsókna.</p> <p align="justify">4. Ímynd Íslands sem ferðamannastaðar verði byggð upp og varin.</p> <p align="justify">Enn fremur verði unnið að eftirfarandi markmiðum:</p> <p align="justify">1. Ferðaþjónustunni verði sköpuð rekstrarskilyrði sambærileg við rekstrarskilyrði í samkeppnislöndunum.</p> <p align="justify">2. Ísland verði í forystu í umhverfisvænni ferðaþjónustu.</p> <p align="justify">3. Fylgt verði eftir uppbyggingu þjóðgarða með því að stuðla að ferðaþjónustu sem samþættir útivist og náttúruvernd.</p> <p align="justify">4. Ábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í umhverfismálum verði aukin.&nbsp;</p> <p align="justify">Til að ná markmiðum í ferðamálum gerir þingsályktunartillagan ráð fyrir að beitt verði sérstökum aðgerðum sem varða m.a. rekstrarumhverfi greinarinnar, kynningarmál, nýsköpun, menntun, rannsóknir, gæðamál og öryggismál. Í greinargerð með tillögunni er síðan farið ítarlegar út í þau markmið og þær leiðir sem nauðsynlegar teljast til að ná megi þeim meginmarkmiðum sem fram eru sett í tillögunni.&nbsp;</p> <p align="justify">Verði þingsályktunartillagan samþykkt er sérstök aðgerða- og framkvæmdaáætlun til ársins 2010 þegar til reiðu en hún er þó að miklu leyti bundin af þeim fjárveitingum sem fást til verkefnanna, frá Alþingi og hagsmunaaðilum í greininni.&nbsp;</p> <p align="justify">Þingsályktunartillagan, sem hér er mælt fyrir, er lögð fram í þeim tilgangi að varða leið ferðaþjónustunnar, sem er sú atvinnugrein sem hefur vaxið hvað mest á Íslandi. Það er von mín að með samþykkt hennar geti Alþingi og opinberir aðilar hlúð að því mikilvæga starfi sem einstaklingar og fyrirtæki standa fyrir.</p> <p align="justify">Ég vil leggja til að lokinni þessari umræðu verði tillögunni vísað til hæstvirtrar samgöngunefndar og síðari umræðu.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> </td> </tr> </tbody> </table> <br /> <br />

2005-03-15 00:00:0015. mars 2005Flugmálastjórn sextíu ára

</P> <P align=justify>Í tilefni af 60 ára afmæli Flugmálastjórnar Íslands minnist samgönguráðherra merkra tíma.</P><h3>Merkra tímamóta Flugmálastjórnar minnst</h3> <p align="justify">Í ár verður merkra tímamóta í sögu flugstarfsemi á Íslandi minnst. Þann 30. janúar 1945 samþykkti Alþingi lög um ,,gerð flugvalla og lendingarstaða fyrir flugvélar". Í þeim kvað einnig á um ,,sérstaka stjórn flugmála" og flugmálastjóra. Í lögum þessum var lagður formlegur grundvöllur að flugmálastjórn. Í dag verður opnuð sýning í Ráðhússalnum í Reykjavík þar sem sýndar verða myndir og minjar úr flugsögunni og sextíu ára afmælis Flugmálstjórnar minnst. Það má með sanni segja að frá fyrstu tíð hefur ríkt framsýni og stórhugur hjá þeim sem vörðuðu leiðina til þess ævintýris sem þróun flugsins hefur verið á Íslandi frá fyrstu tíð.</p> <h3>Flugmálastjóri skipaður</h3> <p align="justify">Íslendingar hafa verið aðilar að Alþjóða flugmálastofnuninni frá upphafi en stofnsamningurinn var undirritaður á fyrsta ári íslenska lýðveldisins árið 1944. Með þeirri aðild fylgdi krafan um að tryggð væri nauðsynleg stjórnsýsla á vettvangi íslenskrar flugmálastjórnar. Erling Ellingsen, verkfræðingur, var skipaður fyrsti flugmálastjórinn árið 1945 og tók skipunin gildi hinn 1. júlí það ár og er upphaf Flugmálastjórnar Íslands miðað við þann dag. Embætti flugvallastjóra ríkisins var síðan stofnað 1947 og var Agnar Kofoed-Hansen skipaður í starfið. Erling Ellingsen gegndi starfi flugmálastjóra fram til ársins 1951, en þá var embættið lagt niður. Árið 1954 var embætti flugmálastjóra stofnað á nýjan leik og Agnar Kofoed-Hansen þá skipaður í það. Hann gegndi starfinu allt til dauðadags 23. desember 1982. Pétur Einarsson, lögfræðingur, var skipaður í starfið 1. mars 1983, en lét af því 30. júní 1992. Þá tók við núverandi flugmálastjóri, Þorgeir Pálsson flugverkfræðingur.</p> <h3>Grunnurinn lagður</h3> <p align="justify">Eins og þekkt er og oft rætt þá var Reykjavíkurflugvöllur byggður af Bretum í síðari heimsstyrjöldinni og tekinn í notkun árið 1941. Bandaríkjamenn byggðu hinsvegar Keflavíkurflugvöll árið 1942. Íslendingar byggðu sinn fyrsta flugvöll árið 1946 en þá var Vestmannaeyja-flugvöllur vígður. Næstu árin á eftir voru síðan teknir í notkun flugvellir á Egilsstöðum 1953, Akureyri 1954 og á Ísafirði 1960. Allir þessir flugvellir voru með malarflugbrautir og um margt mjög ófullkomnir. Grunnurinn að þeirri þjónustu sem Flugmálastjórn veitir í dag fyrir alþjóðlegt flug yfir Norður-Atlantshafi var lagður strax á fyrstu árum stofnunarinnar. Árið 1946 tók Flugmálastjórn við flugumferðarþjónustu á íslenska flugupplýsingasvæðinu, sem þá var umtalsvert minna en það er í dag.</p> <p align="justify">1948 var gerður heildarsamningur við ICAO um rekstur alþjóða-flugþjónustunnar. Nýr samningur, Joint Financing Agreement, var gerður árið 1956 og er hann grundvöllurinn að þeirri mikilvægu þjónustu sem veitt er á Íslandi við alþjóðlegt flug yfir Norður-Atlantshafi í dag.</p> <p>Í dag eru fjórtán áætlunarflugvellir og fjörutíu og sex lendingarstaðir á landinu.</p> <h3>Þróun flugsins á Íslandi</h3> <p align="justify">Starfsemi Flugmálastjórnar hefur vaxið jafnt og þétt. Í dag eru yfir þrjú hundruð starfsmenn í þjónustu Flugmálastjórnar og tengdri starfsemi á vegum ríkisins. Þróun flugsins á Íslandi er samofin starfsemi Flugmálastjórnar og þjónusta við flugstarfsemina hefur með öðru leitt til þess að flugið er að verða með stærstu atvinnuveitendum í landinu. Flugmenn, flugliðar og eftirlitsmenn á vegum opinberra aðila starfa um allan heim vegna flugrekstrar. Alþingi og ríkisstjórnir hafa haft ríkan skilning á þörfinni fyrir uppbyggingu flugvalla og öryggiskerfa til flugumsjónar. Það ber því að fagna því á þessum tímamótum að afkoma flugfélaga hefur ekki í annan tíma verið betri og eru bundnar miklar vonir við að bæði innanlandsflugið, sem nú skilar hagnaði, og millilandaflugið, sem gengur vel, verði sterk stoð til eflingar atvinnulífsins og tryggi okkur þá flutninga sem eru okkur nauðsynlegir jafnt innanlands sem til og frá landinu.</p> <p align="justify">Á þessum tímamótum vil ég í nafni samgönguráðuneytisins þakka þeim fjölmörgu sem hafa starfað fyrir Flugmálstjórn Íslands og vænti þess að flugstarfsemin megi eflast og verða áfram sterk stoð í atvinnulífi okkar Íslendinga.</p> <br /> <br />

2005-02-18 00:00:0018. febrúar 2005Verðmæti ferðaþjónustunnar

<P></P> <P>Ávarp Sturlu Böðvarsson á málþinginu er eftirfarandi: </P> <P><p align="justify">Fundarstjóri, góðir fundarmenn!</p> <p align="justify">Ég vil byrja á því að lýsa ánægju minni með þetta málþing hér í dag. Það er auðvitað eðlilegt að hver og ein atvinnugrein skoði stöðu sína reglulega, meti aðstæður og hugi að því hvað megi betur fara.</p> <p align="justify">Mér er það vel ljóst að ferðaþjónustan, eins og aðrar útflutningsgreinar, er að ganga í gegnum erfitt skeið. Gengi krónunnar hefur verið sveiflukennt undanfarin ár og mátti því búast við að tvísýn staða kæmi upp fyrr eða síðar. Að sama skapi má reikna með að krónan veikist á ný og hagur útflutningsgreinanna vænkist. Um þetta verður eflaust fjallað af mikilli kunnáttu hér á eftir og ég sný mér því að öðru þó að ég sé að sjálfsögðu reiðubúinn til að ræða þessi mál við ferðaþjónustuna hvar og hyggst því setja af stað öflugan vinnuhóp sem er ætlað að vera til ráðgjafar í ráðuneytinu um stöðu ferðaþjónustunnar. Tekjur af ferðamönnum hafa aukist hröðum skrefum og allt útlit fyrir enn eitt metárið í ár.</p> <p align="justify">Í rétt ársgamalli skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að heildarumsvif í hagkerfinu vegna útgjalda erlendra ferðamanna hafi verið um 92,2 milljarðar árið 2002. Með hliðstæðri nálgun má gera ráð fyrir að þessi tala hafi nú þegar hækkað verulega. Það kemur því á óvart að stórfjárfestar eygi ekki möguleika í ferðaþjónustu á Íslandi á sama tíma og þeir fara í miklar áhættufjárfestingar á erlendum vettvangi. Ferðaþjónustan er stærsti atvinnuvegur veraldar og hefur farið vaxandi hér.</p> <p align="justify">Það er stefna mín að áfram verði stefnt að því að stjórnvöld taki fullan þátt í almennri landkynningu. Það er vilji til að efla þessa atvinnugrein enn frekar og nýta þau tækifæri sem enn eru vannýtt. Ég kem betur að því síðar.</p> <p align="justify">Á undanförnum árum hef ég látið greina stöðu, hæfni og möguleika okkar í ferðaþjónustunni. Má þar nefna skýrslu um Heilsutengda ferðaþjónustu, Menngingartengda ferðaþjónustu, skýrslu um framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu og skýrslu sem nefnd var Auðlindin Ísland, þar sem greindir voru megin seglar Íslands sem mynda auðlindir Íslands sem ferðaþjónustan selur. Nú hef ég látið vinna greinargerð sem felur í sér ferðamálaáætlun til næsta áratugar. Í þessari áætlun eru lagðar línur um það helsta sem að ferðaþjónustunni snýr og mun hún vonandi marka stefnu sem greinin ætti að gera fylkt sér um. Magnús Oddsson ferðamálastjóri stýrði vinnu ásamt Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra SAF og Helgu Haraldsdóttur, skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu. Að vinnunni kom einnig öflugt bakland helstu hagsmunaaðila og fulltrúa stjórnmálaflokkanna.</p> <p align="justify">Það sem gerir ferðaþjónustuna ólíka öðrum atvinnugreinum er hve víða þræðir hennar liggja. Það er því ógerlegt að vinna að markmiðum ferðamálaáætlunar án náinnar samvinnu við ráðuneyti annarra málaflokka, svo sem fjármálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis og umhverfisráðuneytis.</p> <p align="justify">Í framhaldi af þessu starfi við gerð áætlunar á sviði ferðamála hefur verið stefnt að því að leggja fram nýtt frumvarp um skipan ferðamála og hafa drög að því verið send til umsagnar og eru ágæt viðbrögð sem nú er unnið úr. Lögin sem nú eru í gildi eru að stofni til frá árinu 1964 og því löngu kominn tími á heildarendurskoðun.</p> <p align="justify">Lagt var upp með að megintilgangur frumvarpsins skyldi vera þríþættur. Annars vegar breytingar varðandi stjórnsýslu með stofnun sérstakrar stofnunar og að færa þangað þær leyfisveitingar sem eru óhjákvæmilegar. Hins vegar að einfalda leyfisveitingar og tryggingamál ferðaskrifstofa. Í þriðja lagi að skýra og styrkja hlutverk Ferðamálaráðs. Og er í frumvarpinu gert ráð fyrir að nafni skrifstofu Ferðamálaráðs verði breytt í Ferðamálastofu.</p> <p align="justify">Það er algjörlega nauðsynlegt að taka á tryggingarmálum ferðaskrifstofa og reyna að einfalda alla umsýslu vegna þeirra. Það er alls ekki eðlileg ráðstöfun að samgönguráðuneytið sjái um mat á tryggingarskyldri starfsemi, útgáfu leyfa og vörslu ábyrgða. Við gjaldþrot Samvinnuferða-Landsýnar haustið 2001 kom líka í ljós að ábyrgð sem ráðuneytið tók góða og gilda var ekki pappírsins virði. Þrátt fyrir að þar væri ábyrgð eigenda sem voru og eru með öflugustu aðila SAF, en kusu að hlaupast undan merkjum þegar á reyndi. Það var reyndar óvenjulegt mál og fer fjarri að ég sé að gefa í skyn að eitthvað sé gruggugt hjá öðrum ferðaskrifstofum. Það sem ég er að segja er að það verður að vera í höndum tryggingarfélaga að tryggja alferðir og heimflutning farþega komi til gjaldþrots eða annars tjóns. Vona ég að sátt náist um þessa leið og að atvinnugreinin sjái sér hag í því að leita nýrra leiða í þessum málum.</p> <p align="justify">Nái frumvarpið fram að ganga munu helstu verkefni Ferðamálastofu verða, fyrir utan útgáfu ferðaskrifstofuleyfa, svipuð því sem nú er: Það eru þróunar- og gæðamál ferðaþjónustu, samræming umhverfis- og fræðslumála, miðlun upplýsinga, alþjóðlegt samstarf og markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustunnar á vegum hins opinbera. Ferðamálastofu er einnig heimilt að hafa frumkvæði að, eða taka á annan hátt þátt í, samstarfsverkefnum með hagsmunasamtökum eða fyrirtækjum í greininni.</p> <p align="justify">Ferðamálaráð fer núna með hlutverk stjórnar skrifstofu Ferðamálaráðs en með nýjum lögum yrðu tengsl ráðsins og Ferðamálastofu, sem stjórnsýslustofnunar, rofin þar sem það er skipað hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu. Þetta er í samræmi við starfsemi Flugráðs, Hafnarráðs, Siglingaráðs og Umferðarráðs.</p> <p align="justify">Frumvarpið gerir ráð fyrir breytingu á skipan og hlutverki Ferðamálaráðs og að ráðið verði samgönguráðherra til ráðgjafar á sviði ferðamála. Ferðamálaráð skal, samkvæmt frumvarpinu, skipað átta fulltrúum í stað sjö eins og nú er en það eru nýmæli er að Útflutningsráð Íslands tilnefni í ráðið og er það til að tryggja aðkomu annarra útflutningsgreina að umfjöllun um ferðamál. Á þetta hef ég lagt mikla áherslu enda nauðsynlegt að ferðaþjónustan samsami sig enn frekar með öðrum útflutningsgreinum.</p> <p align="justify">Stefnt er að því að fá nýju Ferðamálaráði <strong>mun skýrara hlutverk</strong> en núverandi ráði. Er það í samræmi við ábendingar úr greininni. Því yrði til að mynda falið það gríðarlega mikilvæga verkefni að gera tillögur til ráðherra um landkynningarmál. Ferðamálaráð leggi því meginlínurnar í því hvar og hvernig ferðamannalandið Ísland skuli kynnt fyrir umheiminum. Um nákvæmlega þennan þátt hefur jafnan staðið nokkur styr og hef ég velt því töluvert fyrir mér hvort og þá hvernig stjórnvöld eiga að koma að almennri landkynningu. Það er spurning hvort markaðsmálin eigi alfarið að vera í höndum fyrirtækjanna og ferðamálayfirvöld einbeiti sér að uppbyggingu nauðsynlegra innviða atvinnugreinarinnar. Með því að láta Ferðamálaráði þetta stefnumótunarverkefni í hendur er aðkoma hagsmunaaðila að markaðsmálum mun betur tryggð en hingað til. En auðvitað veldur hver er á heldur. Þetta reynir á að þeir sem tilnefni í ráðið geri sér grein fyrir hlutverki þess og þeirri miklu ábyrgð sem því er falin.</p> <p align="justify">Ég hef verið ákaflega ánægður með það hvernig til hefur tekist með Iceland Naturally verkefnið í Bandaríkjunum og hvernig samstarf ríkisins og fyrirtækja hefur náð að blómstra. Því er ég núna að ýta úr vör Iceland Naturally í Evrópu sem tilraunaverkefni.</p> <p align="justify">Samstarf atvinnugreinarinnar og stjórnvalda um almenna landkynningu var reynt með stofnun Markaðsráðs ferðaþjónustunnar og var hugmyndin sú að ná meiri slagkrafti með auknu fé &ndash; sem við þekkjum öll orðið ágætlega. Þar var atvinnugreinin sjálf í forystu og margt ákaflega vel gert. Það starf kom þó engan veginn í staðinn fyrir þá landkynningu sem skrifstofur Ferðamálaráðs standa að.</p> <p align="justify">Þó að ég sé talsmaður þess að atvinnulífið og stjórnvöld taki höndum saman um einstök verkefni þá vil ég sjá framkvæmd markaðsmála í höndum Ferðamálastofu og að hún starfi eftir þeim meginlínum sem nýtt og öflugt Ferðamálaráð leggur.</p> <p align="justify">Ég fæ ekki ekki séð hvernig skilja megi að markaðsmálin og Ferðamálastofu án þess að setja nýja stofnun á laggirnar með öllum þeim skyldum sem nú hvíla á skrifstofu Ferðamálaráðs. Samstarf greinarinnar við ríki og sveitarfélög er af hinu góða og mun ég vinna því brautargengi eftir því sem fjármunir fást og góðar hugmyndir kvikna. Ný stofnun við hlið Ferðamálastofu í formi einhverskonar Markaðsráðs kemur hins vegar ekki til greina miðað við núverandi forsendur.</p> <p align="justify">Yfirskrift þessa fundar er ,,Verðmæti ferðaþjónustunnar". Verðmæti ferðaþjónustunnar hefur vaxið ár frá ári. Ferðamönnum fjölgar stöðugt. Það fer ekki hjá því að við verðum að viðurkenna að landkynning og markaðssókn hefur tekist einstaklega vel. Og þar gildir það að veldur hver á heldur..........</p> <p align="justify">Ég ætla ekki að hafa orð mín fleiri hér í dag en vona að dagskrá þessa málþings SAF verði okkur öllum uppspretta fróðleiks og uppörvunar.</p> <br /> <br />

2005-02-08 00:00:0008. febrúar 2005Fundur í Reykjanesbæ 7.2.2005 um örugga Reykjanesbraut

<P></P> <P align=justify>Ágætu fundarmenn.</P> <P align=justify>Ég vil þakka Áhugahópi um örugga Reykjanesbraut fyrir að bjóða mér til þessa fundar.</P><p align="justify">Það er ánægjulegt – en kemur samt ekki á óvart – að finna fyrir þeim mikla áhuga sem fjölmennið hér í kvöld endurspeglar á því að bæta öryggi í umferðinni. Betra vegakerfi er stór þáttur í umferðaröryggi og engum dylst að í þeim efnum skiptir Reykjanesbraut miklu máli</p> <table> <tr> <td> <p align="justify">Ég hef átt einstaklega ánægjulegt samstarf við áhugamannahópinn um örugga Reykjanesbraut og vil þakka þeim fyrir frumkvæðið í þessu máli.</p> <p align="justify">Við Íslendingar eigum mikið undir því að byggja upp samgöngukerfi okkar. Hér á Suðurnesjum eru bestu samgöngur sem um getur á landinu – en um leið sannast að lengi má gott bæta og betur má ef duga skal. Reykjanesbrautin mun þurfa að taka við umtalsverðri umferðaraukningu á komandi árum samhliða auknum ferðamannastraumi um Leifsstöð, auknum vöruflutningum frá Reykjanesi, vaxandi fólksfjölda og fyrirsjáanlegri fjölgun þeirra sem atvinnu sinnar vegna munu aka Reykjanesbrautina daglega til og frá vinnu.</p> <p align="justify">Ríkisstjórnin hefur lagt ríka áherslu á að bæta aðstöðuna fyrir millilandaflugið. Liður í því er að byggja upp bætta móttöku í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar hefur verið fjárfest fyrir háar fjárhæðir. Á síðast ári og þessu ári verður fjárfest fyrir 3 milljarða í endurbótum, sem skipta miklu máli fyrir afkastagetu flugstöðvarinnar. Fjárfesting í Flugstöðinni er mikilvæg fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum.</p> <p align="justify">Slíkar staðreyndir styðja við þá ákvörðun að halda áfram með tvöföldun Reykjanesbrautarinnar.</p> <p align="justify">En það eru víða verkefnin sem samgönguráherra verður að huga að.</p> <p align="justify">Umferðin eykst reyndar um allt land og krafan er eðlilega bættar samgöngur í öllum landshornum.</p> <p align="justify">Eftir að strandsiglingar skipafélaganna lögðust af er enn nauðsynlegra en áður að byggja upp vegakerfið með ströndinni milli byggðarlaga og tryggja öryggi vegfarenda í ört vaxandi umferð.</p> <p align="justify">Hvarvetna er kallað eftir framkvæmdum.</p> <p align="justify">Sá vilji stjórnvalda, sem komið hefur fram í þeim framkvæmdum sem lokið er við fyrsta áfanga tvöfaldrar Reykjanesbrautar, liggur fyrir og var sú ákvörðun að ráðast í tvöföldun Brautarinnar tekin þrátt fyrir að Reykjanesbrautin sé ekki fjölfarnasti vegur landsins. </p> <p align="justify">Til samanburðar fara rúmlega 37 þúsund bílar á sólahring um Reykjanesbraut við Smáralind, 23 þúsund bílar fara um Reykjanesbraut í Garðabæ, tæplega 19 þúsund bílar fara um Vesturlandsveg í Mosfellsbæ og á níunda þúsund bílar fara um Suðurlandsveg við Geitháls á hverjum sólarhring. Á sama tíma fara vel á níunda þúsund bíla á sólarhring um hina eiginlegu Reykjanesbraut sem hér er til umræðu.</p> <p align="justify">Af þessu má glöggt sjá að samanborið við nefnda vegi er meiri þörf fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar en fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar og mun meiri þörf fyrir tvöföldun Vesturlandsvegar ef umferðarþunginn er notaður sem eini mælikvarðinn.</p> <p align="justify">Engu að síður er mikill vilji til þess að auka öryggið á brautinni og það hefur verið gert með tvöföldun þess hluta sem tekin var í notkun 29.júlí á síðasta ári og kostaði rúmar ellefuhundruð milljónir, en sá kafli er 12,1 km. Síðasti áfanginn hingað suður eftir er 10,5 km og er áætlað að hann kosti tæpa tvo milljarða með mislægum gatnamótum. Þá er eftir að tvöfalda Reykjanesbrautina í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.</p> <p align="justify">Þrátt fyrir þetta hefur verið tekin ákvörðun um að tvöfalda Reykjanesbrautina. Tel ég vera fullgild rök fyrir þeirri ákvörðun. Framundan er að setja af stað útboð á næsta áfanga. Í ljósi þess tel ég skynsamlegt að bjóða út í einu lagi það sem eftir er og meta framkvæmdahraðann á grundvelli þeirra tilboða sem berast. Fáist hagstæð tilboð verður þess ekki langt að bíða að við getum fagnað verklokum. </p> <p align="justify">Fram að þeim tíma verða allir ökumenn að leggja sig fram um að gæta öryggis og hvetja til góðaksturs. Verum minnug þess að mörg alvarlegustu slysin verða vegna hraðaksturs.</p> <p align="justify">Strengjum þess heit að vinna saman að því að brautin verði slysalaus.</p> <p align="justify">Með sama hætti og Suðurnesjamenn hafa verið öflugir þátttakendur í því að efla öryggi sjófarenda vil ég skora á ykkur að taka höndum saman og tryggja öryggi í umferðinni. Hvert og eitt okkar verður að finna til ábyrgðar minnug þess að hver er sinnar gæfu smiður í umferðinni.</p> <p align="justify">Við Steinþór Jónsson og hans áhugasama lið vil ég segja: ,,Takið fram skófluna góðu". Það verður fljótlega þörf fyrir hana til þess að hefja mokstur við síðasta áfangann við tvöföldun Reykjanesbrautar á Suðurnesjum. En sýnið okkur vegamálstjóra og þingmönnum áfram þolinmæði við það verkefni að leita hagkvæmustu kosta við það mikilvæga verk að byggja upp vegakerfið á Íslandi í samræmi við efnahagslega getu okkar en eins hratt og nokkur kostur er. Það er sameiginlegt verkefni okkar, og þingmanna ykkar, sem hafa frá upphafi staðið með framkvæmdinni sem einn maður, hvar í flokki sem er.</p> <p align="justify">Ágætu fundarmenn, að lokum þetta: Ég hef tekið þá ákvörðun, að höfðu samráði við fjármálaráðherra, formann og varaformann samgöngunefndar, að verkið verði boðið út nú í vor þegar samgönguáætlun liggur fyrir, og þá í heilu lagi. Verklok munu ráðast af þeim tilboðum sem berast.</p> </td> </tr> </table>

2005-01-22 00:00:0022. janúar 2005Samskip’s vessel named in Hamburg, 22nd January 2005.

<P> <P></P> <P><SPAN>Ladies and Gentlemen.</SPAN></P> <P></P> <P> <P><SPAN></SPAN></P> <P><SPAN></SPAN></P> <P><SPAN>I should like to begin by offering my thanks for the honour shown to my wife and me to be here today when Samskip&rsquo;s vessel is given the name Arnarfell.</SPAN><SPAN> </SPAN></P> <P></P><p><span>I should also like to congratulate Mrs Ingibjörg Kristjánsdóttir on her naming of the ship on this impressive and memorable occasion.</span></p> <p><span>It is not often that an Icelandic Minister of Transport is given the opportunity to be present when an Icelandic shipping company receives a new cargo vessel. I should therefore like to offer the congratulations of the Ministry of Transport in</span> <span>Iceland</span> <span>to the Samskip shipping company. It is my hope that the new vessel will have smooth sailing over the oceans of the world, and prove to be a successful vehicle to the crew that will be steering it between the various ports.</span></p> <p><span>This vessel is a fine example of the designing and craftsmanship of German shipbuilders, giving me ample reason to congratulate this shipyard for the manufacture of this magnificent ship.</span></p> <p><span>It is imperative for</span> <span>Iceland</span> <span>to ensure continuous and viable navigation to and from the country. Our independence has not least been secured by free trade and unhindered marine traffic.</span> <span>Iceland</span> <span>welcomes the initiative of vigorous shipping companies that connect</span> <span>Iceland</span> <span>to the world&rsquo;s principal markets, and bring us the necessary provisions from abroad.</span></p> <p><span>It is my hope that the co-operation of Icelandic shipping companies and German shipyards will always ensure the utmost safety in marine traffic to and from</span> <span>Iceland</span><span>, and that the crews of the ships serving</span> <span>Iceland</span> <span>will continue to enjoy the best facilities, as this splendid vessel certainly will.</span></p> <p><span>May providence be the permanent companion of this ship.</span></p> <br /> <br />

2005-01-22 00:00:0022. janúar 2005Skipi Samskipa gefið nafn í Hamborg 22.janúar 2005

<P> <P> <P> <P></P> <P><SPAN>Herrar mínir og frúr.</SPAN></P></P> <P> <P><SPAN></SPAN> </P></P></P> <P> <P> <P><SPAN></SPAN>&nbsp;</P></P></P></P> <P> <P> <P> <P><SPAN> </SPAN></P> <P><SPAN></SPAN></P> <P><SPAN>Fyrst vil ég leyfa mér að þakka þann heiður sem mér og konu minni<SPAN> </SPAN>er sýndur með því að vera hér viðstaddur í dag þegar skipi Samskipa er gefið nafnið Arnarfell. </SPAN></P></P></P></P><p><span>Ég vil jafnframt óska frú Ingibjörgu Kristjánsdóttur til hamingju með glæsilega og eftirminnilega athöfn við að gefa skipinu nafn.</span></p> <p><span>Það er fátítt að samgönguráðherra frá Íslandi fái tækifæri til þess að vera viðstaddur þegar tekið er á móti nýju flutningaskipi í eigu íslensks skipafélags. Ég vil því færa eigendum skipafélagsins Samskipa<span>&nbsp;</span> hamingjuóskir frá íslenska samgönguráðuneytinu. Ég vona að hið nýja skip megi sigla án áfalla<span>&nbsp;</span> um heimsins höf og skipið verði farsæll farkostur þeirri áhöfn sem skipinu mun stýra milli stranda.</span></p> <p><span>Skipið ber handverki og hönnun þýskra skipasmiða gott vitni og er ástæða til þess að óska skipasmíðastöðinni til hamingju með glæsilegt skip.</span></p> <p><span>Við Íslendingar eigum mikið undir því að siglingar til og frá landinu séu tryggar og hagkvæmar. Sjálfstæði okkar hefur ekki síst verið háð því að verslun væri frjáls og siglingar tryggar. Við Íslendingar fögnum því framtaki öflugra skipafélaga sem tengja Ísland við megin markaði veraldar og flytja til okkar nauðsynleg<span>&nbsp;</span> aðföng frá öðrum löndum.</span></p> <p><span>Það er von mín að samstarf íslenskra skipafélga og þýskra skipasmíðastöðva megi verða til<span>&nbsp;</span> þess að ítrasta öryggis sé jafnan gætt í siglingum til og frá<span>&nbsp;</span> Íslandi og áhafnir þeirra skipa sem Íslandi þjóna njóti besta aðbúnaðar svo sem þetta<span>&nbsp;</span> glæsilega skip gefur vissulega vonir um.</span></p> <p><span>Megi gæfan fylgja för þessa skips.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-01-10 00:00:0010. janúar 2005Vígsla á húsnæði Fjölbrautarskóla Snæfellinga

</P> <P align=justify>Þann 7.janúar síðastliðinn var nýtt og glæsilegt húsnæði Fjölbrautarskóla Snæfellinga formlega tekið í notkun. Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta við vígsluna og hélt þar eftirfarandi ræðu:</P><table cellspacing="0" cellpadding="0" border="0"> <tbody> <tr> <td> </td> </tr> <tr> <td> <p>Menntamálaráðherra, Snæfellingar, ágætu gestir.</p> <p>Það er vissulega stór dagur á Snæfellsnesi í dag þegar við tökum í notkun þetta glæsilega húsnæði Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem er byggt á undra skömmum tíma. Og það má með sanni segja að, loksins, loksins höfum við Snæfellingar eignast sameiginlegt musteri menntunar, þangað sem ungmenni okkar geta sótt menntun í framhaldsskóla og undirbúið sig fyrir lífsstarfið.</p> <p align="justify">Fyrir hönd þingmanna Norðvesturkjördæmis óska ég nemendum og kennurum skólans til hamingju, einnig vil ég óska sveitarstjórnum og bygginganefnd Jeratúns til hamingju með frábært verk svo og verktökum sem að byggingu hafa komið. Slíku stórvirki sem að reisa og hefja rekstur skólastofnun sem Fjölbrautaskóla Snæfellinga er ekki komið á þrautalaust. Þingmenn hafa staðið einhuga að baki heimamönnum við allan undirbúning. Við þetta tækifæri vil ég þakka samstarfið við núverandi menntamálaráðherra sem hefur frá fyrsta degi sýnt skólanum mikinn áhuga og velvilja. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er hinsvegar þriðji menntamálaráðherrann sem kemur að þessu máli og er rík ástæða til þess að færa þeim þakkir fyrir samstarfið svo og fjármálaráðherra sem staðfesti vilja sinn gagnvart skólanum með samningum um fjármögnun.</p> <p align="justify">Það er von mín sem þingmanns, sem hef fylgst með þessu máli frá upphafi að hér megi ríkja andi mennta og menningar í þessum glæsilegu sölum.</p> <p align="justify">Forsendan fyrir samstarfi sveitarfélaganna um rekstur framhaldsskóla hér eru bættar samgöngur. Allan tímann sem skólinn var á undirbúningsstigi lá það ljóst fyrir að hann yrði ekki að veruleika án þess að samgöngurnar væru bættar. Það var í því samfélagslega ljósi sem ég tók þá ákvörðun sem samgönguráðherra að leggja svo ríka áherslu á byggingu vegarins milli bæjanna hér á norðanverðu Nesinu. Sú ákvörðun byggði á vitnesku minni um vilja sveitarstjórnanna að tenging bæjanna ætti að njóta forgangs. Á undirbúningstíma skólans var lokið við endurbyggingu vegarins fyrir Búlandshöfða, tekin ákvörðun og framkvæmdum lokið við nýjan veg um Vatnaleið og brú á Kolgrafafjörð.</p> <p align="justify">Í dag stöndum við með pálmann í höndunum Snæfellingar og getum fagnað breyttum aðstæðum.</p> <p align="justify">Skólahús er vissulega mikilvægur rammi um starfið. Það mikilvægasta er hinsvegar árangur nemenda og það skjól sem skólinn á að veita þeim til að þroskast og eflast með leik og starfi á vettvangi skólans.</p> <p align="justify">Það er ekki langt síðan að unglingar á Snæfellsnesi þurftu að sækja allt sitt nám í önnur héruð í héraðsskólanna í Reykholti, Skógum, Laugarvatni eða Reykjum í Hrútafirði eða til að ljúka grunnsólanum og fara síðan suður til Reykjavíkur eða norður til Akureyrar til að ljúka framhaldsnámi. Ég sé hér mörg andlit sem ég þekki og veit að urðu að fara að heiman fjórtán eð fimmtán ára til að sækja skóla í fjarlægum héruðum fjarri fjölskyldum sínum.</p> <p align="justify">Framhaldsskólinn hér á Snæfellsnesi breytir þessu öllu í dag.</p> <p align="justify">Það hefur ekki gengið þrautalaust að ná þessum áfanga. Það hefur þurft þrautseigju og hörku. Snæfellingar vita sem er að þeir fiska sem róa. Engar framfarir verða nema hart sé sótt af forystumönnum sem lýsa vilja sínum umbúðalaust. Sveitarstjórnarmenn og skólafólk hefur sótt það fast að ná þeim áfanga sem hér er fagnað í dag. Það er ríkt í eðli Snæfellinga að láta ekki deigan síga. Sækja fast rétt sinn og lífsbjörg. Séra Árni Þórarinsson prófastur á Stórahrauni sagði í ævisögu sinni sem meistari Þórbergur Þórðarson skráði að það fyrsta sem Snæfellingar lærðu að segja væri "nei". Það kann vel að vera. Snæfellingar hafa notað þá eðliskosti sína vel í sókn til að koma upp menntastofnun sem nýttist ungmennum okkar. Því fögnum við í dag.</p> <p align="justify">Við skulum sameinast um það að líta til fjallanna okkar Kirkjufells, Helgafells og Snæfellsjökuls og heita á allar góðar vættir og biðja nemendum blessunar í leik og í starfi innan vébanda Fjölbrautaskóla Snæfellinga.</p> </td> </tr> </tbody> </table> <br /> <br />

2004-12-09 00:00:0009. desember 2004Samgöngur til Vestmannaeyja

</P> <P align=justify>Í ræðu samgönguráðherra á Alþingi í gær kom m.a. fram að ferðum til Vestmannaeyja hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Ræða Sturlu Böðvarssonar er eftirfarandi:</P><p align="justify"></p> <p align="justify">Virðulegi forseti.</p> <p align="justify">Ég leyfi mér að þakka hv. málshefjanda fyrir að gefa mér tækifæri til að gera grein fyrir stöðu mála hvað varðar samgöngur við Vestmannaeyjar.</p> <p align="justify">Í marsmánuði á síðasta ári skilaði vinnuhópur, sem ég skipaði, tillögum um aðgerðir til að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar. Eftir þeim tillögum hefur verið unnið eins og fært hefur verið. Eins og að líkum lætur eru sjóflutningar meginsamgönguleið Eyjanna. Herjólfur hefur gegnt þar lykilhlutverki ásamt vöruflutningaskipum íslensku skipafélaganna. Rekstur Herjólfs var boðinn út árið 2000. Hefur rekstur allra ferja verið boðinn út og hefur það fyrirkomulag gefist vel. Rekstraraðili Herjólfs er Samskip.</p> <p align="justify">Þegar ljóst varð í haust að Eimskipafélagið mundi hætta strandsiglingum var hafin vinna í samgönguráðuneytinu við að leggja á ráðin um hvernig mætti bregðast við gagnvart þeim byggðum sem eiga allt undir sjóflutningum. Hvað varðar Vestmannaeyjar er ljóst að ekki varð undan því vikist að fjölga ferðum Herjólfs við þessar aðstæður til að tryggja nauðsynlega ferðatíðni svo að þjónusta við Eyjarnar væri fullnægjandi hvað varðar vöruflutninga.</p> <p align="justify">Frá því að rekstur Herjólfs var boðinn út hefur ferðum verið fjölgað verulega. Sem dæmi má nefna að árið 1999 voru farnar 419 ferðir. Samkvæmt nýgerðum samningi við Samskip verða farnar allt að 595 ferðum á næsta ári og hefur því ferðum verið fjölgað um 42% á þessu tímabili. Farþegum fjölgaði milli áranna 1999 og 2003 um 46%. Af þessu má sjá að þjónusta Herjólfs hefur stóraukist og mun aukast mikið með þessari fjölgun ferða sem nú hefur verið samið um.</p> <p align="justify">Ástæða er til að vekja athygli á því að styrkur ríkissjóðs vegna reksturs Herjólfs á árinu 2003 var 177 millj. kr.</p> <p align="justify">Samkvæmt upplýsingum frá skipafélögunum verða siglingar vikulega til Evrópuhafna frá Eyjum svo sem verið hefur. Hvað varðar flutninga til Ameríku geta flutningafyrirtækin nýtt Herjólf til að koma afurðum í veg fyrir skipin sem sigla þangað. Fjölgun ferða Herjólfs skiptir þannig mjög miklu máli fyrir atvinnulífið og er afar mikilvægt að það samkomulag hefur náðst.</p> <p align="justify">Eins og sjá má hefur verið brugðist við þessum aðstæðum hvað varðar sjóflutninga og ættu Eyjamenn að standa bærilega að vígi þrátt fyrir að strandsiglingarnar leggist af eins og þær hafa verið reknar. Það er von mín að um þessa aukningu geti ríkt sátt. Hún mun kosta verulega aukna fjármuni í rekstrarstyrki og á því verður að sjálfsögðu að taka.</p> <p align="justify">Flugið til Eyja hefur verið að aukast á nýjan leik, bæði frá Reykjavíkurflugvelli og Bakkaflugvelli sem skiptir mjög miklu máli fyrir Vestmannaeyjar. Á Bakkaflugvelli er verið að bæta aðstæður. Þar verður byggð ný flugstöð sem verður tekin í notkun um mitt næsta ár. Þannig ætti aðstaða til flugs að batna mjög mikið.</p> <p align="justify">Á vegum samgönguráðuneytisins hefur verið unnið mikið starf við að leggja á ráðin um framtíðarhugmyndir hvað varðar samgöngur við Vestmannaeyjar. Í samræmi við tillögur starfshóps um samgöngur við Eyjar hefur verið unnið að rannsóknum á suðurströndinni vegna hugsanlegrar ferjuhafnar við Bakkafjöru. Í þingsályktunartillögu um rannsóknir á ferjuaðstöðu við Bakkafjöru var gert ráð fyrir að undirbúningsrannsóknatíminn tæki a.m.k. þrjú ár. Unnið hefur verið að öldufarsreikningum á siglingaleiðinni milli lands og Eyja og til Þorlákshafnar. Samið hefur verið við Vestmannaeyjahöfn um reglulegar dýptarmælingar við Bakkafjöru til að fylgjast með botnsbreytingum undan Bakkafjöru. Talið var nauðsynlegt að kanna breytingar á sandfjörum með dýptarmælingum vetur, sumar, vor og haust í a.m.k. þrjú ár, þ.e. til ársins 2006. Þetta þarf að gera þar sem aðstæður við ströndina þarna eru síbreytilegar.</p> <p align="justify">Hjá Siglingastofnun eru skoðaðar mismunandi útfærslur skjólgarða og siglingaleiða og má þar nefna hvort hentar betur að ferjuhöfnin sé við ströndina eða hvort staðsetja eigi höfnina utan við brimgarðinn með vegtengingu í land. Siglingamálastofnun mun standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu á Hornafirði á næsta ári og munu þessar hugmyndir verða lagðar þar fyrir mestu sérfræðinga á þessu sviði.</p> <p align="justify">Eins og fyrr sagði skipaði ég starfshóp til að fara yfir þessi samgöngumál fyrir Vestmannaeyjar. Það verkefni að skoða höfn við Bakkafjöru var ein af þeim tillögum sem sá starfshópur lagði fram. Ég tel afar mikilvægt að ljúka þeim rannsóknum þannig að hægt verði að taka ákvörðun árið 2006 um hvort sá kostur sé fær sem framtíðarlausn fyrir ferjusiglingar til Eyja.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Sturla Böðvarsson</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <br /> <br />

2004-11-25 00:00:0025. nóvember 2004Á Umferðarþingi 2004

Ræða samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar, á Umferðarþingi 2004.<h3 align="center">Ræða samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar,<br /> á Umferðarþingi 2004</h3> <p>Fundarstjóri, ágætu gestir Umferðarþings!</p> <p>Mér er það sérstök ánægja að ávarpa Umferðarþing í fyrsta sinn, en eins og kunnugt er tók samgönguráðuneytið við umferðarmálum af dómsmálaráðuneytinu um síðastliðin áramót. Samgönguráðuneytið er á krossgötum nýrra og krefjandi verkefna á sviði öryggismála. Mér er ljós sú mikla ábyrgð sem því fylgir að takast á við þetta mikilvæga verkefni og samgönguráðuneytið markar strax þá stefnu að við verðum að skilgreina megin markmiðin skýrt og leggja aukna fjármuni til umferðaröryggismála. Það mun koma fram hér í dag og það stendur skrifað skýrum stöfum í fjárlögum fyrir næsta ár sem nú eru til meðferðar á Alþingi.</p> <p>Við höfum notað þetta ár til að skoða málaflokkinn frá grunni, meta stöðuna og marka stefnu Íslands til framtíðar. Okkur er öllum ljóst að verkefnin eru næg og því hef ég látið undirbúa sérstaka áætlun um aðgerðir til aukins umferðaröryggis.&nbsp; Í þeirri áætlun er lagt upp með það mikilvæga markmið að kostnaðargreina aðgerðir og forgangsraða á þeim forsendum hvar fjármunir nýtist best í þágu aukins öryggis í umferðinni.</p> <p>Stefna ráðuneytisins er skýr:</p> <ol> <li>Umferðaröryggisáætlun verður fylgt fast eftir með auknum fjármunum strax á næsta ári en þá gerum við rá fyrir að leggja tæpar 400 milljónir í skýrt skilgreindar aðgerðir sem fjallað verður um hér síðar á fundinum.</li> <li>Rannsóknir umferðarslysa verða auknar.</li> </ol> <p>Ég hef nú þegar aukið framlag hins opinbera til Rannsóknarnefndar umferðarslysa og lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga&nbsp; um starfsemi nefndarinnar.&nbsp; Það blasir við að því meiri þekkingu sem við höfum á áhættunni í umferð á Íslandi &ndash; því meira getum við gert í því&nbsp; að hjálpa vegfarendum til að ná áfangastað á öruggan hátt.&nbsp; Rannsóknir á umferðarslysum eigum við að nota til þess að bæta umferðarmannvirki, bæta hegðun ökumanna í umferðinni og til þess að kynna hættur í umferðinni svo ökumenn geti hagað akstri í samræmi við aðstæður.</p> <p>Ég vil nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim sem starfa að umferðar-öryggismálum fyrir gott starf á síðustu árum.&nbsp; Í aprílmánuði árið 2002 samþykkti Alþingi þingsályktun þess efnis að stefnt skyldi að fækkun alvarlegra umferðarslysa um 40% til ársins 2012.&nbsp;&nbsp; Það hefur vissulega náðst árangur í þéttbýli, þar hefur tekist að bæta umferðarmenninguna.</p> <p>Það hefur hinsvegar ekki farið fram hjá okkur að banaslysum á þjóðvegum Íslands hefur fjölgað frá því sem var fyrir áratug eða svo. Árekstrar eru meðal annars vegna aukinnar umferðar, en nú er svo komið að nærri þrjú af hverjum fjórum dauðsföllum í umferð eiga sér stað á þjóðvegunum.&nbsp; Slysahættan er því að aukast í umferðinni á þjóðvegum landsins, það hefur dregið úr umferðaröryggi.&nbsp; Þessu verðum við að breyta!</p> <p>Þann 1. júní síðastliðinn skipaði ég stýrihóp um mótun nýrrar heildarstefnu í umferðaröryggismálum.&nbsp; Í stýrihópnum eru Auður Þóra Árnadóttir frá Vegagerðinni, Birgir Hákonarson frá Umferðarstofu, Hreinn Haraldsson frá Vegagerðinni, Jón Bjartmarz frá Ríkislögreglustjóra, Óli H. Þórðarson frá umferðarráði og Björn Ágúst Björnsson verkfræðingur frá samgönguráðuneytinu sem er formaður. Hann hefur stýrt þessu starfi af miklu öryggi og mikilsverðri þekkingu.&nbsp; Ég lagði áherslu á það að úr þeirri vinnu kæmi aðgerðaráætlun til næstu fjögurra ára á sömu nótum og gert er í samgönguáætlun.</p> <p>Stýrihópurinn hefur nú lokið störfum og fyrir liggur tillaga þar sem tíundaðar eru einstakar aðgerðir og gerð grein fyrir fjármögnun þeirra.&nbsp; Ég vænti þess að Alþingi samþykki þessa áætlun sem hluta samgönguáætlunar í byrjun næsta árs.</p> <p>Miklir hagsmunir eru í húfi &ndash; umferðarslys og óhöpp eru talin kosta okkur 15 milljarða á ári.&nbsp; En hvað veldur alvarlegustu slysunum og hvernig komum við í veg fyrir þau?&nbsp; Heildarlengd þjóðvega landsins er um 13 þúsund km og víða leynast hættur.&nbsp; Ég hef ákveðið að sérstök áhersla verði lögð á að leiðbeina ökumönnum með stórbættum merkingum við þjóðvegi.</p> <p>Það er oft spurt hversu miklum fjármunum sé varið til umferðaröryggismála.&nbsp; Svar mitt er jafnan að allir fjármunir sem fara til vegamála eru til umferðaröryggisaðgerða.&nbsp;<br /> Stórframkvæmdir samkvæmt vegaáætlun auka umferðaröryggi á þjóðvegum til mikilla muna.&nbsp; Nýir og fullkomnir vegir koma í stað eldri vega.&nbsp; Í gangi eru mörg mikilvæg verkefni á vegakerfinu. Sum hafin og önnur á undirbúningsstigi. Má þar helst nefna nýjan veg um Svínahraun, endurbyggingu hringvegarins í Stafholtstungum í Borgarfirði, Reykjanesbraut og Vesturlandsvegur að Mosfellsbæ verða senn tvöfaldaðir og stórbættur vegur um Tjörnes, Kolgrafarfjörður brúaður og nýr vegur um Almannaskarð með jarðgöngum svo dæmi séu tekin.<br /> Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir mun nema milljörðum króna.</p> <p>Það er unnið af kappi að endurbótum á vegakerfinu.&nbsp; Einbreiðum brúm er fækkað með skipulögðum hætti og gerðar eru breytingar á þekktum hættustöðum um allt land, svokölluðum svartblettum.&nbsp; Í þessum aðgerðum og endurbótum á vegakerfinu felst skýr stefnumörkun um aukið umferðaröryggi.</p> <p>Í nýlegri skýrslu sem tekin var saman af Umferðarstofu um afbrot í umferðinni kemur fram að í þremur af hverjum fjórum banaslysum á Íslandi á árunum 1998 til 2002 er aðalorsök talin vera hraðakstur, ölvunarakstur eða það að bílbelti er ekki notað.&nbsp; Allar þessar orsakir banaslysa tengjast brotum á umferðarreglum.&nbsp; Það verður því að marka skýra stefnu um aukið eftirlit á vegakerfinu eigi árangur að nást.</p> <p>Um 70% þeirra einstaklinga sem láta lífið í kjölfar útafaksturs á Íslandi eru ekki í öryggisbelti!&nbsp; Þessi einfaldi búnaður er í öllum bifreiðum og ég spyr í ljósi þessarar reynslu: ,,Hvernig er hægt að fá ökumenn og farþega til að nota bílbelti?".</p> <p>Á þessu ári hefur Umferðarstofa og samgönguráðuneytið unnið að því að bæta viðhorf almennings til umferðar og nú verður tekið næsta skref með því að auka aðhald að ökumönnum á þjóðvegum með jákvæðum hætti.&nbsp;&nbsp; Stýrihópur um stefnumótun hefur metið áhættuþætti og arðsemi aðgerða. Leggur fram tillögur um samræmdar forgangsaðgerðir og&nbsp; fjárþörf vegna þeirra.&nbsp; Miðað er við að samræmdar aðgerðir t.d. áróður, eftirlit og leiðbeiningar séu markvisst stilltar saman til þess að fækka slysum á þjóðvegum landsins.</p> <p>Þessar tillögur stýrihópsins eru nú til meðferðar í ráðuneytinu og í Samgönguráði.&nbsp; Ég mun leggja ríka áherslu á að nýta fjármuni úr útgjaldaramma ráðuneytisins til aðgerða í samræmi við þær tillögur sem stýrihópurinn hefur lagt til.</p> <p>Aðgerðaráætlun felur í sér veruleg óhjákvæmileg útgjöld til aukins umferðaröryggis.</p> <p>Aðgerðir umferðaröryggisáætlunarinnar verða valdar eftir mati á arðsemi þeirra eða þeim árangri sem þær eru taldar skila.&nbsp; Ávinningur af þessum aðgerðum skilar sér í lækkun kostnaðar hins opinbera og almennings vegna fækkunar umferðarslysa og umferðaróhappa og er áætluð heildararðsemi aðgerða, þegar litið er til næstu 10 ára,&nbsp; rúmir 3 milljarðar króna, þ.e. ávinningur eftir að tekið hefur verið tillit til kostnaðar.&nbsp; Þess er vænst að dauðsföllum í umferð fækki verulega vegna þessara aðgerða.&nbsp; Af þessu má sjá að við eigum að kosta miklu til svo árangur náist.</p> <p>Samgönguáætlun er nú til endurskoðunar.&nbsp; Ég hef ákveðið að umferðaröryggisáætlun verði hluti af samgönguáætlun og verða tillögur stýrihópsins unnar inn í samgönguáætlunina.&nbsp; Þetta fyrirkomulag er til samræmis við það sem er í flugöryggismálum og siglingaöryggismálum.</p> <p>Ágætu þingfulltrúar. Þessi nálgun að auknu umferðaröryggi er nýmæli - í fyrsta sinn verður lögð fyrir Alþingi sérstök áætlun um bæði&nbsp; tímasettar aðgerðir og fjármögnun þeirra.&nbsp; Markmið stjórnvalda eru skýr:</p> <ul> <li>Fjöldi&nbsp; alvarlegra slysa í umferð hér á hverja 100.000 íbúa verði sambærilegur við það sem lægst gerist&nbsp; í heiminum.&nbsp;</li> </ul> <p>Að lokum vil ég þakka forstjóra Umferðarstofu Vegamálastjóra, Ríkis-lögreglustjóra og starfsfólki þeirra ágætt samstarf.&nbsp; Við starfsmönnum þeirra blasa við þau stóru og krefjandi verkefni að auka öryggi veg-farenda.&nbsp; Fulltrúum í stýrihópi um stefnumótun í umferðaröryggi vil ég þakka ágætt framlag.&nbsp; Gestum þakka ég fyrir áheyrnina og óska ykkur góðra stunda hér á Umferðarþingi 2004.</p> <p>En öll verðum við að muna að hver er sinnar gæfu smiður í umferðinni.</p> <br /> <br />

2004-11-10 00:00:0010. nóvember 2004Frumvarp til laga um rannsóknarnefnd umferðarslysa

Framsöguræða samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar, á Alþingi.<h2 align="center">Frumvarp til laga um rannsóknarnefnd umferðarslysa</h2> <p>Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga um rannsóknarnefnd umferðarslysa.</p> <p>Um síðustu áramót voru umferðar-og umferðaröryggismálin flutt til samgönguráðuneytisins frá dóms-og kirkjumálaráðuneytinu, með breytingu á reglugerð um Stjórnarráð Íslands.</p> <p>Í upphafi þessa árs var hafin vinna í samgönguráðuneytinu við endurskipulagningu þessa málaflokks á tvennan hátt.</p> <p>Annars vegar er í undirbúningi þingsályktun um umferðaröryggismál fyrir árin 2005 - 2008 sem lögð verður fyrir Alþingi innan tíðar. Til þess að halda utan um það verk var skipaður sérstakur stýrihópur og var honum falið að móta nýja heildarstefnu í umferðaröryggismálum, endurmeta markmið og útbúa framkvæmdaáætlun um umferðaröryggisaðgerðir.</p> <p>Hins vegar var hafist handa við undirbúning löggjafar um rannsóknarnefnd umferðarslysa. Var farið yfir stjórnsýslu málaflokksins og er árangur þess starfs meðal annars það frumvarp sem hér liggur fyrir. Var m.a. leitað umsagnar rannsóknarnefndar umferðarslysa, Ríkislögreglustjóra, Ríkissaksóknara, Sambands íslenskra tryggingafélaga og Umferðarstofu. Ég vil að gefnu tilefni ítreka það sérstaklega að hlutverk lögreglu við rannsóknir umferðarslysa mun ekki breytast með þessu frumvarpi.</p> <p>Umferðarslysin hér á Íslandi eru óásættanleg með öllu. Því þarf að leita allra leiða til þess að koma í veg fyrir slysin. Áður en ég geri grein fyrir þessu frumvarpi vil ég fara nokkrum orðum um þau markmið í umferðaröryggismálum sem ég hef sett fram.</p> <p><strong>Í fyrsta lagi</strong> verður einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins fækkað skipulega. Þessar slysagildrur eru alltof margar en endurbygging þeirra tekur sinn tíma. Á næstu 12 mánuðum er gert ráð fyrir að 20 einbreiðar brýr verði teknar úr notkun.</p> <p><strong>Í öðru lagi</strong> verður mikið lagt í að ná samkomulagi við sveitastjórnir hringinn í kringum landið og banna lausagöngu búfjár og hrossa - sérstaklega við þjóðveg eitt. Lausagangan skapar mikla hættu.</p> <p><strong>Í þriðja lagi</strong> verða slysarannsóknir efldar, m.a. með lögfestingu þessa frumvarps. Fjárfesting í rannsóknum skilar sér í aukinni þekkingu á slysagildrum og fækkun slysa. Ég kem betur að þessu markmiði síðar.</p> <p><strong>Í fjórða lagi</strong> verða vegamerkingar bættar. Hér er ég sérstaklega að tala um leiðbeinandi hraðamerkingar á erfiðum vegaköflum, t.d. kröppum beygjum. Vegagerðin metur þá ákveðna vegakafla, finnur út æskilegan hámarkshraða á því vegbili og setur upp sérstakar merkingar.</p> <p><strong>Í fimmta lagi</strong> mun Umferðarstofa gefa út sérstakt myndband fyrir erlenda ferðamenn um þær aðstæður sem hér eru og undirbúa þannig erlenda gesti betur en nú er gert. Erlendir ferðamenn lenda í allt of mörgum slysum á þjóðvegum landsins. Við þessu þarf að bregðast.</p> <p><strong>Í sjötta lagi</strong> mun ég, eins og áður sagði, leggja fram endurskoðaða umferðaröryggisáætlun sem verður á ábyrgð Umferðarstofu að fylgja eftir. Ný áætlun verður lögð fram með tímasettum aðgerðum til fjögurra ára, skýrum markmiðum, kostnaður áætlaður og ábyrgð verkefna verður skýr.</p> <p><strong>Í sjöunda lagi</strong> verður hraðaeftirlit eflt í samstarfi við lögregluna. Rannsóknir sýna að öflugt og markvisst hraðaeftirlit er árangursríkasta leiðin til að vinna gegn hraðakstri, sem er meginorsök alvarlegra umferðarslysa.</p> <p><strong>Í áttunda lagi</strong> vil ég nefna að þær miklu framkvæmdir, sem eru á vegakerfinu um allt land, eru allar til þess fallnar að auka öryggi. Nokkrar stórframkvæmdir Vegagerðarinnar vil ég nefna sérstaklega en þær munu hafa mikil áhrif til bætts umferðaröryggis. Ég vil nefna fernt sérstaklega. Fyrsta áfanga við tvöföldun Reykjanesbrautar sem nýlega er lokið, breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ, lagður verður nýr vegur um Stafholtstungur í Borgarfirði, vegurinn um Norðurárdal í Skagafirði verður endurbættur, nýr vegur um Svínahraun og framkvæmdir við jarðgöng í Almannaskarði eru hafnar. Allt eru þetta tímamótaframkvæmdir. Og fleira mætti nefna.</p> <p><strong>Í níunda lagi</strong> viljum við breyta viðhorfi almennings til hraðaksturs. Það er staðreynd að of mörgum finnst það sjálfsagt að aka á ólöglegum hraða. Á sama tíma er hraðakstur algengasta orsök alvarlegra slysa.</p> <p><strong>Í tíunda lagi</strong> eru sérfræðingar ráðuneytisins og Umferðarstofu að leggja mat á fýsileika þess að svokölluðum ökugerðum, eða æfingaaksturssvæðum verði komið upp.</p> <p>Á fundi samgönguráðherra Norðurlandanna nýverið voru kynntar tillögur Svía um nýjar aðgerðir til að koma í veg fyrir umferðarslys með því að draga úr hraðakstri og ölvunarakstri. Er ástæða til þess að læra af reyslu nágranna okkar í Evrópu.</p> <p>Ekki er að finna ákvæði um rannsóknir umferðarslysa í formi sérstakra laga. Í 115. gr.a. umferðarlaga nr. 50/ 1987, með síðari breytingum, er þó að finna ákvæði um að ráðherra geti skipað sérstaka rannsóknarnefnd umferðarslysa. Gert er ráð fyrir að nefndarmenn skuli hafa sérfræðiþekkingu, svo sem að því er varðar umferðarlöggjöf, löggæslu, slysalækningar, umferðarskipulag, bifreiðatækni eða vátryggingar.</p> <p>Í reglugerð nr. 681/1998 er fjallað um hlutverk og skipulag rannsóknarnefndar umferðarslysa. Þar er m.a. ákvæði þess efnis að nefndin skuli starfa sjálfstætt og óháð öðrum stjórnvöldum og rannsóknaraðilum. Nefndarmenn skulu vera þrír og skipaðir af ráðherra.</p> <p>Það frumvarp sem hér er lagt fram er ætlað að skjóta styrkari stoðum undir starfsemi rannsóknarnefndar umferðarslysa og skapa nefndinni þannig réttarstöðu til samræmis við aðrar rannsóknarnefndir á sviði slysa og ófara, svo sem flugslysa og sjóslysa. Ljóst er þó að ekki er hér um sambærilegar rannsóknir að ræða að öllu leyti, og er í frumvarpinu að nokkru vikið frá því fyrirkomulagi sem t.d. er mælt fyrir um í lögum nr. 35/2004, um rannsókn flugslysa, auk þess sem skilgreining verkefna nefndanna er með nokkuð ólíkum hætti. Markmiðið er hins vegar það sama. Að koma í veg fyrir slys með því auka skilning á orsökum þeirra.</p> <p>Meginatriði frumvarpsins lúta einkum að eftirfarandi atriðum; hlutverki og markmiðum rannsóknarnefndarinnar, skipulagi og nefndarskipan, framkvæmd rannsókna af hálfu nefndarinnar, samningu skýrslna í tengslum við störf nefndarinnar og að aðgangi að gögnum hjá nefndinni.</p> <p>Samkvæmt frumvarpinu er markmiðið með störfum rannsóknarnefndar umferðarslysa að leiða í ljós orsakir umferðarslysa til að koma í veg fyrir að sams konar umferðarslys verði aftur og stuðla með því að auknu öryggi í umferðinni hér á landi. Rannsóknir umferðarslysa skulu bæði ná til rannsókna einstakra umferðarslysa svo og til flokka umferðarslysa eða umferðarslysa sem teljast af sama tagi. Með flokki umferðarslysa er átt við afmarkaðar tegundir umferðarslysa, sem hafa tiltekin einkenni, svo sem banaslys. Með slysum af sama tagi er hins vegar til dæmis átt við öll slys sem verða á einhverjum tilteknum gatnamótum eða tiltekinni tegund gatnamóta á ákveðnu tímabili. Áhersla skal lögð á að ekki er ætlunin með frumvarpi þessu að hagga því fyrirkomulagi sem nú er á rannsókn lögreglu á umferðarslysum.</p> <p>Skipulag rannsóknarnefndar umferðarslysa er með nokkuð áþekkum hætti og hjá rannsóknarnefnd flugslysa. Í rannsóknarnefnd umferðarslysa skulu eiga sæti þrír menn sem samgönguráðherra skipar til fimm ára og skal einn skipaður formaður. Jafnframt skulu skipaðir varamenn til sama tíma.</p> <p>Samgönguráðherra skipar nefndinni forstöðumann til fimm ára í senn. Forstöðumaðurinn skal jafnframt vera rannsóknarstjóri nefndarinnar og stýra rannsóknarverkefnum á vegum hennar. Ennfremur er gert ráð fyrir að rannsóknarnefndin geti tilnefnt staðgengil forstöðumanns, svo sem vegna forfalla, leyfa eða sambærilegra atvika.</p> <p>Lagt er til að nefndin gefi út heildarskýrslu um störf sín ár hvert þar sem meðal annars skal vera yfirlit yfir helstu störf nefndarinnar á yfirstandandi starfsári, tölfræðilegar samantektir auk tillagna um öryggisúrbætur á sviði umferðarmála. Nefndin getur líka, telji hún tilefni til, samið sérstaka skýrslu um niðurstöður rannsóknar einstaks slyss. Í slíkri skýrslu skal gerð grein fyrir orsök eða sennilegri orsök slyssins auk þess sem þar skulu gerðar tillögur um þær varúðarráðstafanir sem gera má til þess að afstýra frekari slysum af sömu eða líkum orsökum, eða draga úr afleiðingum þeirra. Skýrslur nefndarinnar skulu gerðar opinberar. Jafnframt er gert ráð fyrir að nefndin geti beint tilmælum til viðeigandi aðila um úrbætur í umferðaröryggismálum eftir því sem rannsóknir hennar gefa tilefni til og skulu þeir, sem tillögum er beint til, taka tilhlýðilegt tillit til þeirra og hrinda þeim í framkvæmd ef við á. Þetta er mjög mikilvægt nýmæli.</p> <p>Hæstvirti forseti: Ég hef í stuttu máli rakið meginatriði frumvarps til laga um rannsóknarnefnd umferðarslysa. Ég legg til að frumvarpið verði að lokinni umræðu vísað til 2. umræðu og háttvirtrar samgöngunefndar.</p> <br /> <br />

2004-10-28 00:00:0028. október 2004Ársfundur Hafnarsambands sveitarfélaga 2004

Ræða samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar, á ársfundi Hafnarsambands sveitarfélaga 2004.<p></p> <p>Fundarstjóri, ágætu fulltrúar á ársfundi Hafnarsambandsins!</p> <p>Mér er það sérstök ánægja að ávarpa þennan fyrsta ársfund Hafnarsambands sveitarfélaga, eftir skipulagsbreytingar.</p> <p>Það er óhætt að segja að miklar breytingar séu að eiga sér stað í því umhverfi sem við störfum á vettvangi siglinga og hafnarstarfsemi. Þessar miklu breytingar endurspeglast jafnt í umhverfi hafnanna, fjármálaumhverfi fyrirtækja sem og stjórnsýslunni. Ný hafnalög, strangar reglur um hafnavernd og siglingavernd, umræða um strandsiglingar og sameining hafna eru meðal&nbsp; þeirra mála sem brenna á okkur.</p> <p>Ég vil nota þetta tækifæri og óska ykkur til hamingju með góðan árangur á mörgum sviðum á síðustu misserum. Þar vil ég ekki síst nefna hversu vel tókst til með að koma á þeim breytingum sem vinna þurfti vegna reglna um siglinga og hafnavernd. Þá vil ég nota tækifærið hér í upphafi ávarps míns og lýsa yfir ánægju með sameiningu Reykjavíkurhafnar, Grundartangahafnar, Akranesshafnar og Borgarnesshafnar.&nbsp; Sú aðgerð ber vott um framsýni og er viðurkenning á stórstígum breytingum sem eru að verða á flutningakerfi landsins.&nbsp; Þessi sameining byggir á þeim breytingum sem ný hafnalög hafa mótað. Með þeim var lagður grunnur að nauðsynlegri þróun í&nbsp; starfsemi hafnanna í landinu sem mun verða til hagsbóta í framtíðinni.</p> <p><strong>Hafnalögin&nbsp; móta breytingarnar<br /> </strong>Eins og fulltrúar á ársfundi Hafnarsambandsins þekkja var það ekki átakalaust að ná fram breytingum á hafnarlögum. Því fagna ég því þegar það er viðurkennt að breytingin á lögunum var tímabær. Ég vil leyfa mér að vitna í októberhefti fréttabréfs Reykjavíkurhafnar þar sem fjallað er um nýju hafnalögin. Þar segir:</p> <p>,,Ný hafnalög tóku gildi 1. júlí 2003 og valda gjörbyltingu á rekstrarumhverfi hafna.<br /> Segja má að hafnir hafi fram til þessa verið reknar í skjóli samgönguráðuneytisins. Þar var gjaldskrá hafna ákveðin að mestum hluta, og var hún ein og hin sama fyrir allar hafnir. Hafnirnar, sem slíkar, höfðu lítil áhrif á afkomu sína þó að þær hafi sjálfar ráðið þjónustugjaldskrá sem aðeins nemur litlum hluta af tekjum hafna. Það sem að hafnirnar gátu gert til að sýna góðan rekstur byggðist því næstum eingöngu á aðhaldssemi og því að stilla kostnaði í hóf eins og mögulegt var. Þetta var þó ekki algilt og ekki endilega keppikefli allra hafna þar sem þær gátu flestar sótt fé í ríkissjóð til uppbyggingar, og hafnarsjóðirnir hafa verið nátengdir sveitarsjóðunum.&rdquo;</p> <p>Svo mörg voru þau orð.&nbsp; Þó svo að ég&nbsp; taki&nbsp; ekki&nbsp; undir allt sem þarna var sagt þá finnt mér samt að þessi umfjöllun hafnarstjórans í Reykjavík lýsi vel ástæðum þess hvers vegna farið var út í það stórvirki að umbylta hafnalögum í miklum pólitískum andróðri. En til þess að ná fram breytingum þurfti töluvert afl og sannfæringu. Og breytingarnar verða vissulega til þess að meira reynir á hafnarstjórnirnar og þær verða að velja og hafna og taka á sig þá ábyrgð því ekki er lengur hægt að reka hafnirnar í ,,skjóli samgönguráðuneytisins &ldquo; svo vitnað sé til Fréttabréfs Reykjavíkurhafnar.</p> <p>Nýju hafnalögin hafa bráðum verið í gildi í eitt og hálft ár. Reyndar er það svo að&nbsp; lögin taka gildi í áföngum. 1. júlí 2003 tók meginefni laganna gildi, 1. júlí 2004 var gjaldskráin gefin frjáls og frá og með fjárlögum 2007 taka hinar nýju reglur um ríkistyrki til hafnarframkvæmda gildi, þ.e. sjálf 24.grein laganna.&nbsp; Frá gildistöku laganna hefur verið unnið að nýrri reglugerð um hafnir sem tók gildi s.l. vor. Í reglugerð þessari, sem er númer 326/2004, eru margar veigamiklar breytingar sem snerta hafnir. Á sama tíma hefur verið unnið að endurskoðun allra hafnareglugerða landsins og hefur öllum hafnarsjóðum verið send rammareglugerð til skoðunar. Búast má við að þeirri vinnu ljúki á fyrri helmingi næsta árs, en um er að ræða endurskoðun á um 50-60 hafnarreglugerðum sem er heilmikil vinna.</p> <p>Ég vil leyfa mér að víkja að hver þróunin hefur verið eftir að hin nýju hafnarlög tóku gildi.&nbsp;</p> <p>Það er skemmst frá að segja að til mín hafa borist afar fár kvartanir eða athugasemdir. Í byrjun var það aðlögunargjaldskráin fræga og þær breytingar sem hún leiddi til. Ég tók ákvörðun um að hækka minna hafnargjöld sem einkum gátu átt við strandflutningaskip.&nbsp; Sú ákvörðun var gagnrýnd af fulltrúum hafnanna.&nbsp; Ég er sannfærður í dag að sú ákvörðun var rétt. Ég hefði ekki viljað standa frammi fyrir því að hafa hækkað þær álögur í ljósi þess sem að blasir við í dag þegar strandsiglingum er hætt.</p> <p>Önnur breyting við gildistöku laganna var að hafnir urðu virðisaukaskattsskyldar. Breytingin sjálf gekk vel þó vissulega sé um nokkuð flókið mál að ræða. Ég hef ekki orðið þess var að fundið hafi verið að þessari breytingu.&nbsp; Þann 1.júlí á þessu ári var gjaldskrá hafna gefin frjáls eins og fyrr var getið. Ekki get ég neitað því, í ljósi þess sem á undan var gengið, að ég bar nokkurn kvíðboga fyrir því hvernig til tækist og að miklar og langvinnar deilur myndu rísa.&nbsp; En hvað gerðist?&nbsp; Hafnirnar breyttu flestar lítillega sínum gjaldskrám ef Reykjavíkurhöfn er undanskilin. Hvergi heyrðist hljóð úr horni enda held ég flestir séu þeirrar skoðunar í dag,&nbsp; eins og hafnarstjórinn í Reykjavík kom inn á í leiðara hafnablaðsins, að auðvitað var löngu tímabært að hafnirnar réðu þessum málum sjálfar.</p> <p>Ég hef hér í stuttu máli farið yfir þróunina frá því að hafnalögin voru sett. Ég sé fyrir mér að næstu áfangar, sem reyna á hin nýju lög, verði fyrst og fremst tveir, þ.e. hvernig til tekst með hina miklu og og um margt gleðilegu samvinnu Reykjavíkur-, Akraness-, Borgarness- og Grundartangahafna og síðan kemur að lokaáfanganum sem er 1. janúar 2007, þegar ýmsar hafnir þurfa að standa á eigin fótum án styrkja eða með minni ríkisstykjum, þó svo að minni hafnirnar muni ná fram hækkun styrkja.&nbsp; Þessir áfangar eru ekki síður mikilvægir en hinir fyrri.</p> <p>Í hafnalögunum er í bráðabirgðaákvæði tiltekið að ráðherra skuli innan þriggja ára frá gildistöku þeirra setja á stofn endurskoðunarnefnd til þess að meta hvernig til hafi tekist. Sérstaklega skal nefndin, og það held ég að sé þarft, meta hvernig taka eigi á málum skuldsettustu hafnanna.</p> <p>Ég hef nú ákveðið í samráði við formann Hafnasambandsins að setja þegar á stofn endurskoðunarnefnd skv. hafnalögunum og mun þessi nefnd, sem í eiga sæti fulltrúar frá Hafnasambandi sveitarfélaga, Sambandi íslenskra kaupskipaútgerða og Landssambandi íslenskra útvegsmanna taka til starfa innan skamms.</p> <p>Í ljósi tillögu um sameiningu sveitarfélaga er nauðsynlegt að skoða hvaða breytingar þarf að gera. Ég tel að við þurfum jafnvel að skoða frestun á gildistöku&nbsp; 24.greinar lagann um ríkistyrki ef það gæti orðið til þess að auðvelda sameiningu.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</p> <p><br /> <strong>Strandsiglingar</strong><br /> Eimskipafélag Íslands hefur&nbsp; tilkynnt þá ákvörðun sína að leggja af siglingar síðasta áæltunaskipsins sem siglir hringinn með ströndinni,&nbsp; ef frá eru skildar siglingar ,,Jaxlsins&rdquo; á Vestfjarðarhafnirnar. Í kjölfar ákvörðunar Eimskipafélags Íslands um að hætta strandsiglingum hefur skapast mikil umræða um áhrifin af þessari ákvörðun að færa alla flutninga félagsins á vegakerfið.</p> <p>Ég vil nefna, að það að Eimskip skuli nú hætta áætlunarsiglingum er hluti af langri þróun sem ef til vill hefur staðið í áratug eða lengur. Benda má á tvo aðra atburði úr fortíðinni í þessu sambandi, þ.e. þegar að Ríkisskip hættu erfiðum rekstri 1992 og þegar Samskip hættu strandflutningum árið 2000.</p> <p>En við lifum á tímum hins frjálsa markaðshagkerfis og atvinnulífið starfar eftir reglum sem settar eru á hinu Evrópska efnahagssvæði. Það segir enginn lengur fyrirtækjunum hvað þau eiga að gera haldi þau sig innan þeirra ramma sem samfélagið hefur sett. Ég trúi ekki öðru en stjórnendur Eimskipafélagsins hafi tekið sína ákvörðun að vel yfirlögðu ráði þar sem bornir hafa verið saman allir valkostir í stöðunni út frá því sem talið var að kæmi sér best fyrir fyrirtækið og viðskiptavini þess. Ég vil staldra aðeins við seinna atriðið. Getur verið að lítil&nbsp; eftirspurn hafi verið eftir strandflutningunum þrátt fyrir það að þeir hafi&nbsp; verið allt að því helmingi ódýrari en sambærilegir flutningar á landi?&nbsp; Svo þegar raunveruleikinn blasir við þá rjúka menn upp til handa og fóta og telja mikinn missi af sjóflutningunum.</p> <p>Ætla má að áætlunarsiglingar við ströndina leggist af að mestu þann 1. desember n.k. nema nýir aðilar hefji rekstur á þessu sviði, sem vel kann að vera möguleiki. Fyrir liggur að markaðurinn telur þennan flutningsmáta ekki hagkvæman og mun væntanlega ekki breyta þeirri skoðun sinni nema eitthvað nýtt komi til í umhverfinu og verður mönnum þá litið til stjórnvalda.&nbsp;</p> <p>Mjög fljótlega eftir að Eimskip tilkynntu ákvörðun sína setti ég á laggirnar vinnuhóp samgönguráðuneytisins með Vegagerðinni og Siglingastofnun Íslands til þess að kryfja til mergjar ákvörðun Eimskips og leggja mat á hvaða breytingar yrðu á flutningum innanlands í kjölfar þeirra.&nbsp; Starfshópur þessi hefur þegar skilað niðurstöðum sínum til mín og verða þær kynntar í fyrsta skipti á þinginu hér á eftir.&nbsp;&nbsp; Mun Jóhann Guðmundsson kynna helstu atriði skýrslunnar.&nbsp; Ég vil&nbsp; greina frá því að megin niðurstaða starfshópsins er sú að ákvörðun Eimskipa hefur hverfandi áhrif á flutninga innanlands ein og sér.&nbsp; Áætlað er að flutningur þungra bíla aukist um 2% og heildarumferðin á vegakerfinu um 0,15%. Útstreymi&nbsp; gróðurhúsaloftegunda minnkar en starfshópurinn tekur fram að almennt sé talið að flutningar með skipum sé umhverfisvænn flutningamáti þar sem sá flutningamáti á við.</p> <p>Bind ég vonir við það að skýrsla vinnuhópsins fái umræðu hér á þessu þingi og víðar í þjóðfélaginu. Hún er fyrst og fremst hlutlæg lýsing á nýju ástandi sem mögulega ætti að geta gagnast til frekari umræðu.</p> <p>Næsta skref í þessu máli er þegar ákveðið af minni hálfu og það felst í því að skipa nefnd þriggja ráðuneyta, sbr. samþykkt ríkisstjórnarinnar.&nbsp; Henni er ætlað að fjalla um mál strandsiglinga á breiðari grundvelli og mun nýta&nbsp; þessa skýrslu við frekari vinnu.</p> <p>Eigi strandsiglingar að hefjast að nýju kemur gróft frá sagt aðeins tvennt til greina og það er annars vegar að gera landflutningana dýrari og þá væntanlega með aukinni skattheimtu eða þá hins vegar að styðja við bakið á strandflutningum með fjárframlögum eða ígildi þeirra.&nbsp; Hvaðan þau fjárframlög ættu að koma er svo spurning sem þyrfti að svara. á t.d. að verja minna&nbsp; til vegamála á landsbyggðinni í staðinn.<br /> Hvorugur þessara kosta er heillandi að mínu mati....</p> <p><br /> <strong>Er sameining hafna svarið?</strong><br /> Eins og ég gat um í upphafi tel ég að viljayfirlýsing um sameiningu hafnanna í Reykjavík, Akranesi, Grundartanga og Borgarnesi hafi verið jákvæð aðgerð. Ég tel að þarna hafi menn stigið fyrsta raunverulega skrefið inn í nýja öld í hafnarmálum vegna nýrra hafnalaga og vegna breytinga í flutningakerfi okkar. Því er mjög þýðingarmikið að vel takist til, því það er líklegt að fleiri hafnir munu fylgja í kjölfarið ef allt gengur að óskum. Krafa samtímans er hagkvæmari rekstrareiningar með sameiningu og möguleikar á sérhæfingu.<br /> Viðskiptahugmyndin, sem liggur til grundvallar þessari hafnasameiningu, hefur allt þetta til að bera til hagsbóta fyrir hafnirnar og notendur þeirra. Líkur eru á að hinu nýja fyrirtæki takist með tímanum að ná fram mun markvissari fjárfestingarstefnu og ná þannig niður kostnaði þegar til lengdar lætur. Sé litið til umhverfismálanna er sameiningin líklega mjög af hinu góða.&nbsp; Hætt hefur verið við umdeilda hafnargerð í Geldingarnesi og starfsemin, sem sú höfn átti að taka við, væntanlega&nbsp; flutt upp á Grundartanga. Þannig verður vonandi umferð þungra bifreiða minni á sjálfu höfuðborgarsvæðinu, svo eitthvað sé nefnt.&nbsp; Ég hef verið ákafur talsmaður þessarar hugmyndafræði um alllangt skeið. Ég&nbsp; tel líka að tilkoma nýju hafnalaganna hafi í raun gert þessa sameiningu mögulega. Ég vil því nota þetta tækifæri til þess að óska þeim, sem að þessu standa, enn og aftur til hamingu og óska þeim um leið velfarnaðar við að leysa þetta vandasama verkefni.</p> <p>Næstu sameiningar hafna til mikilla hagsbóta&nbsp; gæti verið að sameina allar hafnirnar á Snæfellsnesi, sameina hafnir Vesturbyggðar og Tálknafjarðar, sameina hafnir í Bolungavík, Ísafirði og Súðavík, sameina hafnirnar í Skagafirði, Skagaströnd og Blöndósi og sameina allar hafnirnar á Reykjanesi með Hafnarfjarðarhöfn.</p> <p>Ágætu þinggestir!</p> <p><strong>Samgönguáætlun</strong><br /> Vinna við fjögurra ára samgönguáætlun 2005-2008 gengur skv. áætlun og reiknað er með að hún verði lögð fram á vorþingi. Tillaga um fjárveitingar á næsta ári eru þegar komnar fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2005. Eins og þekkt er þá er lögð til allmikil frestun fjárframlaga til nýframkvæmda m.v. samgönguáætlun eða um 1,9 milljarðar króna sem er mikil fjárhæð.&nbsp; Rökin fyrir frestun framkvæmda&nbsp; nú er til þess að sporna við þenslu, m.a. þegar að hápunktur framkvæmdanna fyrir austan fer í hönd. Ég hef þrátt fyrir þessi veigamiklu rök lagt áherslu þá það að ekki verði niðurskurður á fjárframlögum til hafnamála á aðlögunartíma hafnarlaganna og verður við það staðið.<br /> Óskir sveitarfélaganna eru samt eins og ævinlega mjög miklar. Ég hef velt því fyrir mér hvort virkilega sé þörf fyrir allar þessar miklu framkvæmdir og hef þá í huga hvort ekki megi ná sama árangri í einhverjum tilvikum með sameiningu og samvinnu nálægra hafna, sérstaklega með tilliti til þess að samgöngur á landi hafa batnað jafnmikið og raun ber vitni. Ég veit ekki hvort allir hafa áttað sig á því að nýju hafnalögin færa í reynd mikla ábyrgð á stjórnendur hafnanna um að halda rekstri innan marka og að hann verði sem hagkvæmastur.</p> <p>Ágæti þingfulltrúar. Það er von mín að við getum sem best unnið saman, samgönguráðuneytið og hafnarstjórnir að mikilvægum hagsmunamálum í þágu hafnanna og viðskiptamanna þeirra.</p> <p>Að lokum vil ég þakka stjórn Hafnasambandsins fyrir ágætt samstarf og vænti þess að Hafnasambandinu megi vegna vel.<br /> </p> <br /> <br />

2004-10-18 00:00:0018. október 2004Ræða samgönguráðherra á ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs á Kirkjubæjarklaustri 14.október síðastliðinn

<P></P> <P align=justify>Ráðstefnustjóri, ágætu ráðstefnugestir! </P> <P align=justify></P> <P align=justify>Mér er það sérstök ánægja að ávarpa ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs Íslands á þessum sögufræga stað, sem jafnframt er einn fegursti staður landsins.</P> <P></P> <P><p align="justify">Hér á Kirkjubæjarklaustri leitar hugurinn til Skaftárelda og Móðuharðinda, sem eru að dómi margra, afdrifaríkustu náttúruhamfarir sem dunið hafa yfir íslensku þjóðina. Í Skaftáreldum árið 1783 rann úr Lakagígum eitt stærsta hraun sem runnið hefur í einu gosi á jörðinni á sögulegum tíma og er hraunið að margra dómi náttúrufyrirbæri á heimsmælikvarða. Það er þessi jarðsaga og stórbrotna náttúra sem vekur hjá okkur löngun til að að ferðast um landið okkar og heillar einnig fjölda erlendra ferðamanna. Kirkjubæjarklaustur er eftirsóttur ferðamannastaður og vel að verki staðið við uppbyggingu allrar þjónustu hér og í nærsveitum.</p> <p align="justify">Í þessari ræðu mun ég fara yfir það sem ég tel efst á baugi í atvinnugreininni og vil byrja á markaðssókn í íslenskri ferðaþjónustu. Á þessu ári voru 320 milljónir króna á þessum fjárlagalið samgönguráðuneytisins og fór stór hluti fjárins í samstarfsverkefni með ferðaþjónustufyrirtækjum af öllum stæðrum og gerðum. Ferðamálastjóri hefur haldið utan um þetta verkefni með sínu fólki og hef ég heyrt fulltrúa fyrirtækja fara lofsamlegum orðum um það tækifæri sem þessi aðferð hefur veitt í landkynningarmálum. Þó hafa einnig heyrst raddir sem telja að aðferðin henti ekki alls kostar minni fyrirtækjum.</p> <p align="justify">Í því fjárlagafrumvarpi, sem lagt var fram á Alþingi fyrir hálfum mánuði, er gert ráð fyrir að 150 milljónir komi til markaðsmála í ferðaþjónustu, til viðbótar við það sem er til Iceland Naturally. Á árinu 2001 voru þetta 50 milljónir, á árinu 2002 voru þetta 200 milljónir, á árinu 2003 voru þetta 300 milljónir og 320 milljónir í ár. Það er óumdeilt að stjórnvöld og atvinnugreinin hafi nýtt þetta fé af fagmennsku og metnaði. Það sem hins vegar hefur valdið óróa í kringum þessa fjármuni er kæra eins fyrirtækis til Eftirlitsstofnunar EFTA. Kæruefnið er að fyrirtækjum sé mismunað með því að bjóða til samstarfs af þessu tagi. Þó að kæran hafi nú verið dregin til baka er málið enn til skoðunar og er uppi ágreiningur um hvort líta beri á samstarfsverkefnin sem beina styrki til fyrirtækja og samkeppnisstaða þeirra hafi því skekkst. &ndash; Ég vona að niðurstaða fáist sem fyrst í þetta mál og að ekki komi til þess að aðferðin, sem nýst hefur til að tvöfalda fé til landkynningar, verði dæmd ónothæf.</p> <p align="justify">Fimm ára samningur um Iceland Naturally verkefnið í Norður-Ameríku er nú að renna sitt skeið, en þar er á ferðinni samstarfsverkefni stjórnvalda og fyrirtækja, sem selja vörur og þjónustu á Bandaríkjamarkaði. Í ljósi góðrar reynslu af verkefninu hefur verið ákveðið að gera nýjan samning og þá til fjögurra ára, eða frá 2005 til ársloka 2008. Framlag samgönguráðuneytis er 700 þúsund dollarar á ári og fyrirtækin leggja fram 300 þúsund dollara. Þarna hefur skapast öflugt og eftirtektarvert samstarf, sem ekki einvörðungu hefur náð góðum árangri, heldur sýnir þann slagkraft sem hið opinbera og hagsmunaaðilar geta náð með því að samnýta fjármagn og þekkingu til að ná sameiginlegu markmiði.</p> <p align="justify">Til þess að fara ofan í saumana á því hvort nýta megi reynsluna af IN til hliðstæðs verkefnis í Evrópu hefur vinnuhópur verið settur á laggirnar. Vinnuhópurinn starfar undir forystu samgönguráðuneytisins, en auk þess eiga þar sæti fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Þýsk-íslenska verslunarráðsins, Fransk-íslenska verslunarráðsins og utanríkisráðuneytis. Starfsmaður hópsins er forstöðumaður Ferðamálaráðs á meginlandi Evrópu enda er reiknað með að verði verkefnið að veruleika verði það vistað hjá Ferðamálaráði, á sama hátt og gert er vestanhafs.</p> <p align="justify">Evrópa er okkur svo mikilvægur markaður að ég vil einskis láta ófreistað til að ná þar auknum árangri. Það þarf því að kynna þeim sem þar búa,</p> <p align="justify">enn frekar en áður, að Ísland sé spennandi viðkomustaður allt árið um kring og að landsbyggðin sé töfrandi jafnt vetur sem sumar. &ndash; Íslenska menningarkynningin í París hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu og sýnist sitt hverjum. Mín afstaða er algjörlega skýr og á henni byggðist þátttaka samgönguráðuneytisins í þessari kynningu; það kostar peninga að koma Íslandi á framfæri á erlendum vettvangi. Auðvitað þarf að vanda mjög til allra slíkra kynninga því að annars getur verið verr af stað farið en heima setið. Við stefnum að því að fjölga ferðamönnum frá Frakklandi eins og öðrum löndum Evrópu og nýtum til þess þær leiðir sem við teljum heppilegastar; kynning á íslenskri menningu er ein þeirra leiða.</p> <p align="justify">Það hefur verið athyglisvert að sjá hvernig sveitarstjórnir og fyrirtæki í ferðaþjónustu á öllu Norðurlandi hafa náð að stilla saman strengi og sameinast á einum vettvangi; Markaðsskrifstofu Norðurlands. Þó að ekki liggi fyrir hver árangurinn af þessu hefur orðið er þó kominn vísir að einhverju sem vert er að fylgjast vel með. Þarfir ferðaþjónustunnar þurfa, eins og í öðrum atvinnugreinum, að vera í stöðugri endurskoðun. Burtséð frá mörkum sveitarfélaga eða kjördæma eiga heilu svæðin sameiginlegra hagsmuna að gæta og eiga ekki hafa neitt annað að leiðarljósi við að sameina krafta sína. Mér finnst Markaðsskrifstofa Norðurlands athyglisverð nálgun á markaðssetningu heilla svæða, því að öll vitum við að sameinað átak er aflmeira en þegar hver og einn hugsar aðeins um þrönga eiginhagsmuni. Það er ástæða til að fagna þessu starfi Norðlendinga en vissulega er hér um langtímastarf að ræða sem ekki er hægt að mæla árangur af á fyrsta eða öðru ári verkefnisins.</p> <p align="justify">Snemma á þessu ári opnaði Ferðamálaráð nýja skrifstofu á Norðurbryggju, eða Bryggjunni, í Kaupmannahöfn. Þó að þessi landkynningarskrifstofa sé enn á bernskuskeiði þá vona ég að þeir sem starfa í ferðaþjónustu átti sig á því að þarna er komið tækifæri sem nauðsynlegt er að kynna sér og nýta sem allra best. Það fer alltaf best á því að fyrirtækin og stjórnvöld nái að starfa saman og ná þannig meiri slagkrafti í þeirri hörðu samkeppni sem ferðaþjónustan starfar í.</p> <p align="justify">Vest Norden ferðakausptefnan var haldin í Reykjavík fyrir réttum mánuði síðan. Þótti vel til takast og engin þreytumerki að sjá á þessu áralanga samstarfi Íslands, Grænlands og Færeyja. Á næsta ári er það Grænlendinga að halda ferðakaupstefnuna og hafa þeir boðað að hún muni haldin í Kaupmannahöfn næsta haust. Norðurbryggjuhúsið verður vettvangur kaupstefnunnar og verður mjög fróðlegt að sjá hvort þessi leið Grænlendinga muni breyta eðli kaupstefnunnar til framtíðar.</p> <p align="justify">Á þessu ári hefur formennskan í Norrænu ráðherranefndinni verið í höndum Íslendinga. Mikið hefur verið að gerast í samgöngumálum enda verða alþjóðlegar reglur um flug og siglingar sífellt fyrirferðarmeiri og við viljum standa þannig að málum að við verðum, ásamt Norðurlöndunum, leiðandi í öryggismálum. Ísland hefur sérstaklega beint sjónum að umferðaröryggi en þar, eins og í öllum þessum málaflokkum á ferðaþjónustan mikilla hagsmuna að gæta. Eins og þið hafið eflaust orðið vör við hefur samgönguráðuneytið í samstarfi við Umferðarstofu staðið fyrir átaki til að efla vitund fólks um umferðaröryggismál og þá miklu ábyrgð sem hvert og eitt okkar ber í umferðinni.</p> <p align="justify">Ferðamálin hafa verið ofarlega á blaði undir formennsku Íslands og unnið hefur verið að stefnumótun í sjálfbærri ferðaþjónustu á norðurslóðum, í menningartengdri ferðaþjónustu og í ferðaþjónustu fyrir fatlaða. Afrakstur þessa starfs verður kynntur á ráðstefnu í Kaupmannahöfn þann 8. nóvember n.k.</p> <p align="justify">Samgönguráðuneytið hefur á þessu ári, eins og því síðasta, haft samstarf við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið um uppbyggingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Fjármunir til þessa hafa komið af byggðaáætlun. Á þessu ári hófst samstarf um byggðamál í tengslum við byggðaáætlun og er markmiðið að styðja sérstaklega við uppbyggingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni næstu þrjú árin a.m.k. Verkefnin, sem styrkt hafa verið, hafa verið á sviði menningar en einnig tengst umhverfisvottunarkerfinu Green Globe 21. Einnig á samgönguráðuneytið í ýmiss konar samstarfi við ferðaþjónustuaðila víða um land í því skyni að gera ferðaþjónstunni kleift að takast á við aukinn fjölda ferðafólks og sífellt meiri kröfur um gæði og þjónustu.</p> <p align="justify">Ferðamálaráð Íslands hefur sinnt umhverfismálum ötullega frá upphafi og nýtur þar algjörrar sérstöðu miðað við sambærilegar stofnanir í öðrum löndum. En það er engin tilviljun að umhverfismál á ferðamannstöðum séu eitt lögbundinna verkefna Ferðamálaráðs hér á landi. Allir vita að íslensk ferðaþjónusta byggir á náttúru landsins. Greinin má því aldrei hafa skammtímamarkmið að leiðarljósi og verður að dafna í anda sjálfbærrar þróunar. &ndash; Ég tel því mikilvægt að umhverfisvottun og efling umhverfisfræðslu verði tekin fyrir skipulega og markvisst á sama hátt og sveitarfélögin á Snæfellsnesi og Ferðaþjónusta bænda hafa gert í samstarfi við Hólaskóla. Það er einnig fagnaðarefni að veita eigi sveitarfélögunum á Snæfellsnesi sérstaka viðurkenningu á World Travel Market í London í næsta mánuði.</p> <p align="justify">Ég myndi ég vilja sjá frammistöðu íslenskrar ferðaþjónustu á sviði umhverfismála hampað enn frekar en nú er gert. Það eru og gætu orðið mörg tilefni til þess. Ísland hefur sérstöðu í auðlindanýtingu á sjálfbærum forsendum og við eigum bæði að vekja athygli á því og nýta okkur þá kosti sem íbúar vítt um veröldina sjá í því að sækja heim þjóð sem gerir umverfismálum svo hátt undir höfði og við gerum og viljum gera. Umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs eru liður í því að vekja athygli á þeim sem skara fram úr á þessu sviði og ríkir ávallt tölvuerð eftirvænting um það hvaða fyrirtæki hljóti hnossið hverju sinni en þau eru nú veitt í tíunda sinn.</p> <p align="justify">Í öllu því sem að ferðaþjónustunni snýr er nauðsynlegt að horfa enn frekar til framtíðar. Á ferðamálaráðstefnunni í Mývatnssveit á síðasta ári kynnti ég fyrirhugaða vinnu við gerð ferðamálaáætlunar undir stjórn ferðamálastjóra. Þessi ferðamálaáætlun er þessa dagana að líta dagsins ljós, en hún er fyrir tímabilið 2006-2015 með framkvæmdaáætlun til ársins 2010. Áætluninni er ætlað að vera grunnur að þingsályktunartillögu, sem verður vonandi lögð fram á þessu þingi. Auk stýrihópsins hefur tuttugu manna bakland haft tækifæri til að hafa áhrif á gerð ferðamálaáætlunar. Þeir sem tilnefndu fulltrúa í þessa bakvarðasveit voru SAF, Ferðamálasamtök Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórnmálaflokkarnir á Alþingi. Vil ég nota tækifærið og þakka öllu þessu fólki fyrir óeigingjarnt starf.</p> <p align="justify">Þegar ferðamálaáætlun hefur verið kynnt á Alþingi mun hefjast vinna við endurskoðun laga um skipulag ferðamála. Vegna mikilla breytinga í íslenskri ferðaþjónustu, m.a. með stofnun Samtaka ferðaþjónustunnar og evrópskum reglum um neytendavernd og tryggingar, hafa lög um skipulag ferðamála tekið mörgum breytingum á undanförum árum en eru að grunni til 40 ára gömul.</p> <p align="justify">Ágætu ráðstefnugestir! Það verður spennandi að fylgjast með þeim erindum sem hér verða í dag en meginþema ráðstefnunnar <em>Efnahagslegt gildi ferðaþjónustunnar</em> er vissulega brýnt í umhverfi sem tekur stöðugum breytingum og býr oft við mikla óvissu og óstöðugleika. Umræðan er ekki síður brýn þegar fjármagn til markaðsmála ferðaþjónustunnar er hugsanlega að minnka á ný og því gríðarlega mikilvægt að ferðaþjónustan nái að koma því vandlega á framfæri hve gríðarlega þýðingarmikil hún er íslensku efnahagslífi.</p> <p align="justify">Eins og sjá má hefur fjölgun ferðamanna hingað til lands verið með ólíkindum. Spár sem taka mið af undanförnum 10 árum sýna að fjöldi erlendra ferðamanna gæti orðið á bilinu sjö til áttahundruð þúsund árið 2015. Þetta eru háar tölur en ég leyfi mér samt að halda því fram að miðað við þann kraft sem býr í íslenskri ferðaþjónustu geti þessi tala átt eftir að verða miklu hærri. Getur það verið að eftir fimm góð ár muni okkur takast að tvöfalda þann fjölda ferðamanna sem kemur til landsins í ár? Þessari spurningu þurfum við að svara í áætlunum okkar á næstunni.</p> <p align="justify">Að lokum vil ég þakka öllum sem komið hafa að undirbúningi ráðstefnunnar; starfsfólki Ferðamálaráðs og fulltrúum ferðaþjónustunnar hér á Kirkjubæjarklaustri og í nágrenni. Ég óska ykkur öllum góðrar ráðstefnu og ánægjulegrar dvalar á þessum góða stað.</p> <br /> <br />

2004-10-11 00:00:0011. október 2004Ræða samgönguráðherra í Frakklandi 27.september 2004

<P> <P></P> <P align=justify>Ráðherrar, herrar mínir og frúr! </P></P> <P> <P align=justify>&nbsp;</P> <P align=justify>Sem ráðherra ferðamála á Íslandi fagna ég því tækifæri að ávarpa ykkur. </P> <P></P><p align="justify">Í hugum okkar Íslendinga er Frakkland sveipað ríkri menningarhefð. Við njótum þess að koma hingað og upplifa andblæ aldagamallar sögu og menningar og við njótum veðurblíðunnar og matarins.</p> <p align="justify">Við, sem störfum að því að fá Frakka til að ferðast til Íslands, teljum okkur þekkja hugmyndir Frakka um Ísland. Þar leikur náttúra landsins okkar stórt hlutverk, ísinn og eldurinn; jöklarnir, hraunið, fjöllin og heita vatnið. En þeir sem ferðast um land okkar hljóta að komast í snertingu við menningu okkar og sögu.</p> <p align="justify">Við Íslendingar erum, eins og Frakkar, stoltir af landi okkar og menningu og í auknum mæli reynum við að gera menningu okkar sýnilega og aðgengilega til að ferðamenn fái notið hennar. Við viljum halda á lofti því sem gerir þjóð okkar sérstaka, - bæði í augum þjóðarinnar sjálfrar og þeirra sem sækja hana heim. Fjölmargir ferðamenn koma árlega til Íslands og fjöldi þeirra hefur farið vaxandi ár frá ári. Aukning sem nemur 10-15% milli ára er einstök í Evrópu. Fyrr á öldum lögðu franskir fiskimenn leið sína að ströndum Íslands og efldu tengsl og vináttu milli landanna. Í dag efla franskir ferðamenn, sem heimsækja Ísland, samband þjóðanna og færa vonandi með sér til baka þann vitnisburð um land og þjóð sem eflir enn frekar samband okkar.</p> <p align="justify">Það er afar þýðingarmikið fyrir íslensk ferðamálayfirvöld að hafa fengið tækifæri til að koma að þessari menningarkynningu hér í París og að kynnast því hve miklu er hægt að áorka þegar svo margir leggjast á eitt.</p> <p>Efst í mínum huga er þakklæti til allra þeirra sem hér hafa lagt hönd á plóg &ndash; og tilhlökkun yfir að löndin okkar megi tengjast enn sterkari böndum.</p> <br /> <br />

2004-10-11 00:00:0011. október 2004Jarðgöng í almannaskarði

</P> <P align=justify>Síðasta föstudag var slegið í gegnum síðasta haftið í jarðgöngunum í Almannaskarði. Um er að ræða merkan áfanga í endurbyggingu hringvegarins.</P><table cellspacing="0" cellpadding="0" border="0"> <tbody> <tr> <td> <p align="justify"></p> </td> </tr> <tr> <td> <p align="justify">Göngin auka umferðaröryggið og lækka flutningskostnað. Verktakinn Leonard Nilsen &amp; Sönner og Héraðsverk hafa unnið af miklu kappi við göngin og hefur verkið gengið mjög vel og eru verktakar á undan áætlun. Stefnt er að því að ljúka við verkið ekki seinna en í júnímánuði á næsta ári. Jarðgöngin í Almannaskarði eru hluti af þeim verkum sem fjármögnuð eru í Samgönguáætlun. Fyrir stuttu var slegið í gegnum síðasta haftið í jarðgöngunum milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Tvenn jarðgöng verða þannig tekin í notkun á Austurlandi á næsta ári, til viðbótar mikilli vegagerð á Austulandi sem m.a. tengist stóriðjuframkvæmdunum á svæðinu. Næstu stórverk í Norðausturkjördæmi verður að ljúka tengingu milli Norður- og Austurlands, byggja nýjan veg að Dettifossi, leggja veg af hringvegi til Vopnafjarðar og leggja nýjan veg í stað vegar um Öxafjarðarheiði. Jafnframt bíða í öðrum landshlutum mörg mikilvæg verkefni sem mjög er þrýst á. Austfirðingar verða því að sýna tillitssemi á meðan hugað er að framkvæmdum í öðrum landshlutum.</p> <p align="justify">&nbsp;Vinna við gerð jarðganga er vandasamt og erfitt verkefni. Mánuðum saman vinna starfsmenn verktaka inni í fjallinu og leggja hart að sér að ná þeim áfanga að ljúka við að bora og sprengja uns fjallið opnast og tenging milli fjarða og dala er staðreynd. Það þykir mikill viðburður í herbúðum jarðgangagerðarmanna þegar "slegið er í gegn" eins og þeir kalla það. Við þann atburð hafa þróast hefðir og venjur. Ein er sú að efna til fagnaðar og heiðra bergbúa og ekki síður að þakka verkamönnum fyrir mikið og vandasamt starf. Það hefur þótt við hæfi að þakka verkamönnum með því að ráðherra og forystumenn Vegagerðarinnar ásamt þingmönnum og ýmsum forsvarsmönnum úr héraði séu kallaðir til af ánægjulegu tilefni.</p> <p align="justify">Það er nokkur skuggi yfir stórum og merkum áfanga við jarðgangagerðina í Almannaskarði. Eins og greint hefur verið frá í fréttum hef ég óskað eftir að framkvæmd verði rannsókn á framkvæmdinni og upplýst verði hverju það sætti að starfsmenn verktaka töldu sig hafa verið í hættu þegar sprengt var. Það er mjög alvarlegt ef rétt er að verktaki og þeir sem ábyrgð bera hafi ekki tryggt öryggi við framkvæmd sprengingar þegar slegið var í gegnum síðasta haftið. Upplýsa verður hvað fór úrskeiðis svo tryggja megi að slík hætta geti ekki stafað af framkvæmdum í jarðgangagerð. Gildir það um allan feril jarðgangagerðar frá fyrstu til síðustu sprengingu. Það gildir jafnt um ráðherra sem aðra gesti sem koma að slíkum viðburði til að þakka og fagna að við verðum að geta treyst því að öryggis sé gætt og engum stefnt í hættu.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td align="right">Sturla Böðvarsson samgönguráðherra</td> </tr> </tbody> </table> <br /> <br />

2004-10-07 00:00:0007. október 2004Ávarp samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar við opnun Öryggisviku sjómanna 2004

<p align="left">Góðir gestir.</p> <p align="justify">Það er mér mikil ánægja að vera hér í dag við opnun Öryggisviku sjómanna sem nú er sett í annað sinn. Vikan var haldin hátíðleg í fyrsta sinn hér á landi árið 2002. Árið áður hafði komið fram sú hugmynd að í stað þess að halda einn dag hátíðlegan í tilefni að Alþjóðasiglingadeginum væri verðugt verkefni að helga heilli viku öryggismálum sjómanna. Nú er í annað sinni efnt til Öryggisviku sjómanna og er þema hennar að þessu sinni &bdquo;Forvarnir auka öryggi".</p> <p align="justify">Öll þekkjum við til forvarna í einhverri mynd. En hvað eru forvarnir í sjómennsku? Forvarnir eru hér, sem annars staðar, fyrirbyggjandi aðgerðir og sem dæmi má nefna virkt eftirlit útgerða og áhafna með öryggismálum í skipum, reglubundnar æfingar um borð í skipum, aukin vitund sjómanna um slysahættu og svo mætti lengi telja. Hlutverk sjómannsins er hins vegar alltaf kjarninn í Öryggisviku sjómanna.</p> <p align="justify">Nú er Öryggisvika sjómanna orðinn hluti af verkefnaáætlun um öryggi sjófarenda. Ákveðið hefur verið halda hana annað hvert ár í Reykjavík en hitt árið verði haldnir málfundir víðsvegar um land þar sem öryggismál sjómanna eru rædd og yfirfarin.</p> <p align="justify">Síðan ég tók við embætti samgönguráðherra hef ég lagt mikla áherslu á aukið öryggi sjófarenda. Má þar nefna lögleiðingu losunar- og sjósetningarbúnaðar gúmmíbjörgunarbáta, langtímaáætlun um öryggismál sjófarenda, endurskipulagningu á starfsemi Rannsóknarnefndar sjóslysa, nýja löggjöf og markvissari reglur um rannsókn sjóslysa þar sem m. a. er skilað tillögum til úrbóta að rannsókn lokinni. Tillögur rannsóknarnefndarinnar hafa orðið kveikjan að fimm rannsóknarverkefnum sem unnin eru á vegum Siglingastofnunar.</p> <p align="justify">Öryggi sjófarenda verður alltaf best tryggt með góðri og stöðugri þjálfun sjómanna og samstilltu átaki stjórnvalda, útgerðar og sjómanna á sviði öryggismála. Það er vilji allra að fækka slysum til sjós. Þeir, sem sinna verkefnaáætlun um öryggi sjófarenda, gegna lykilhlutverki við átak til aukins öryggis. En rétt er að minna á að árangri verður ekki náð nema allir hafi trú á verkefninu og leggi fram krafta sína og metnað. Ég óska sjófarendum og landsmönnum öllum til hamingju með Alþjóðasiglingadaginn. Það er von okkar, sem störfum í samgönguráðuneytinu, að Alþjóðasiglingadagurinn verði til þess að auka öryggi sjófarenda.</p> <p>Ég segi hér með Öryggisviku sjómanna 2004 setta.</p> <br /> <br />

2004-09-13 00:00:0013. september 2004Hugleiðing um stjórnsýslu að gefnu tilefni.

<P>Á síðasta eina og hálfa áratug hefur átt sér stað ör réttarþróun í stjórnsýslunni.</P><p>Embætti Umboðsmanns Alþingis var sett á fót 1. janúar 1988 til að hafa eftirlit með stjórnsýslunni og stjórnsýslulögin voru sett 1994 til að lögleiða ríkjandi hugmyndir um góða stjórnsýsluhætti. Stjórnsýslunni er mikilvægt að fá skýrar leiðbeiningar, enda gilda um hana sérreglur einkum þegar hún hefur vald til að kveða á um rétt og skyldu manna. Þá er litið svo á að stjórnvöld séu að taka stjórnvaldsákvarðanir um atriði sem öll atvinnufyrirtæki þurfa að taka í sínum rekstri, s.s. við ráðningar í störf. Samgönguráðuneytið hefur lagt áherslu á að vanda til stjórnsýsluframkvæmdar sinnar, sem endurspeglast meðal annars í skýrum reglum sem settar hafa verið fram í handbók til starfsmanna.</p> <p>Nýlega komu út tvö álit Umboðsmanns Alþingis í málum er varða stjórnsýsluhætti í samgönguráðuneytinu við ráðningar í störf.</p> <p>Í öðru þeirra var ráðuneytið brýnt á því að lagaskylda stendur til að benda sérhverjum umsækjanda á réttinn til að óska rökstuðnings fyrir ákvörðun en ráðuneytið hefur þegar tekið upp þau vinnubrögð. Þá var í sama áliti kveðið á um að stjórnvöldum beri að skrá upplýsingar um málsatvik sem því eru veitt munnlega ef þær hafa verulega þýðingu fyrir úrlausn máls. Hér mun átt við upplýsingar sem stjórnvald aflar um umsækjanda með viðtölum við meðmælendur og mat þeirra sem að ráðningu standa á hæfi umsækjanda. Ráðuneytið telur að mjög vandasamt sé að fylgja þessum fyrirmælum með hliðsjón af þeim trúnaði sem nauðsynlegt er að ríki við öflun slíkra upplýsinga og mat á þeim.</p> <p>Í síðara álitinu komst Umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að skilyrði til undanþágu samkvæmt 2. gr. reglna nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum ríkisstofnana hafi ekki legið fyrir þegar gerður var bráðabirgðasamningur um deildarsérfræðingsstöðu hjá ráðuneytinu í maí 2003 og beinir þeim tilmælum til ráðuneytisins að framvegis verði tekið mið af sjónarmiðum sem rakin eru í álitinu. Samgönguráðuneytið fellst á það.</p> <p>Málavextir í þessu máli voru þeir að vegna vinnu við framkvæmd EES samningsins eru öll ráðuneytin með fulltrúa staðsetta í sendiráði Íslands í Brussel. Fulltrúarnir fara tímabundið til þessara starfa og þeir þurfa að hafa reynslu úr ráðuneyti og yfirsýn yfir verkefni þeirra. Fulltrúi samgönguráðuneytisins á árinu 2002 og fram á mitt ár 2003 var sérfræðingur þess í fjarskiptamálum, en annar hafði verið ráðinn tímabundið í ráðuneytið til að leysa hann af. Ráðningatími afleysingastarfsmannsins var að renna út og hann að hverfa til annarra starfa og ráðuneytið hafði óskað eftir því munnlega við fulltrúann í Brussel að hann kæmi aftur til starfa í ráðuneytinu frá 1. júlí 2003. Formleg tilmæli þessa efnis voru gerð með bréfi dags. 30. apríl 2003. Á sama tíma stóð ráðuneytið frammi fyrir því að endurmanna í stöðuna í Brussel. Ráðningatími aðstoðarmanns ráðherra til fjögurra ára var í þann veginn að renna út, en ráðuneytinu þótti sem fengur yrði að því að njóta starfskrafta hans og að yfirgripsmikil þekking hans á málefnum ráðuneytisins nýttist sérlega vel í því starfi. Því var gerður ráðningasamningur við hann til bráðabirgða í lok maímánaðar 2003 miðað við að hann hæfi störf 1. ágúst sama ár. Þá þegar lá ljóst fyrir að starfið yrði auglýst laust til umsóknar nokkru síðar. Fjarskiptasérfræðingurinn sagði starfi sínu lausu 5. ágúst sama ár. Þá voru lausar tvær stöður í ráðuneytinu, þ.e. á ráðherraskrifstofu og á skrifstofu fjarskipta og öryggismála. Sú fyrrnefnda var auglýst laus til umsóknar 14. ágúst 2003 en sú síðarnefnda þann 13. sama mánaðar. Í báðar stöðurnar var ráðið á grundvelli umsókna samkvæmt nefndum auglýsingum.</p> <p>Það var ráðning í deildarsérfræðingsstöðuna á skrifstofu ráðherra, sem var tilefni til kvörtunar þeirrar sem álit Umboðsmanns snýst um. Umboðsmaður telur í áliti sínu að þær forsendur sem koma fram í rökstuðningi ráðuneytisins fyrir vali í stöðuna verða að teljast málefnalegar, enda sé það almennt hlutverk viðkomandi stjórnvalds að ákveða á hvaða málefnalegu sjónarmiðum slík ákvörðun eigi að byggjast. Með öðrum orðum eru ekki bornar brigður á hæfi þess starfsmanns sem ráðinn var til að gegna stöðunni.</p> <p>Álitið hefur einnig að geyma túlkun Umboðsmanns á réttarstöðu aðstoðarmanna ráðherra sem verður að teljast hafa almennt fordæmisgildi fyrir stjórnsýsluna. Í settum lögum er aðeins eitt ákvæði um þessi störf en Umboðsmaður bendir á að aðstoðarmenn njóti sérstöðu meðal starfa hjá ríkinu að því leyti að ráðherra sé heimilt að byggja ráðningu þeirra alfarið á pólitískum eða persónulegum forsendum og því er litið svo á að ekki þurfi að auglýsa störf þeirra áður en til ráðningar kemur. Þá kemur fram sú skýringarregla að hafi aðstoðarmaður ekki verið ríkisstarfsmaður áður en hann tók við því starfi sé ekki unnt að gera breytingar á verksviði hans þannig að hann taki við starfi í ráðuneyti án þess að fylgja reglum um auglýsingar. Þetta var raunar skilningur ráðuneytisins og ástæða þess að staðan var auglýst laus til umsóknar 14. ágúst.</p> <p>Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri</p> <p>Unnur Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri ráðherraskrifstofu</p> <br /> <br />

2004-07-12 00:00:0012. júlí 2004Aðgerðaráætlunin ,,Breytum þessu“

<P>Þann 8. júlí boðaði samgönguráðherra til blaðamannafundar í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð til að kynna aðgerðaráætlunina ,,Breytum þessu&ldquo;.</P><p>Góðir gestir,</p> <p>Um síðustu áramót voru umferðaröryggismál flutt frá dómsmálaráðuneyti til samgönguráðuneytis. Tilgangurinn var að efla þessa starfsemi með því að koma Umferðarstofu og Vegagerðinni í sama ráðuneytið.</p> <p>Um leið fór í gang vinna innan ráðuneytisins og lögð drög að aðgerðum. Það var strax ljóst að forgangsatriði væri að fækka alvarlegum slysum á&nbsp;þjóðvegum landsins. Á undanförnum árum hefur náðst verulegur árangur</p> <p>við að fækka alvarlegum umferðarslysum í þéttbýli. Það er í dreifbýlinu sem áríðandi er taka á málum.</p> <p>Á alþjóðlegum umferðardegi þann 7. apríl kynnti ég þær hugmyndir sem þá&nbsp;voru á borðinu. Síðan þá hefur undirbúningsvinnan haldið áfram og er henni nú lokið. Fyrir liggur aðgerðaáætlun sem verður kynnt hér í dag.</p> <p>Umferðarslys eru ekki sjálfsagður hlutur. Okkar markmið er alveg skýrt. Öryggi í umferð á Íslandi skal vera eins og best gerist í heiminum, sbr. Bretland og Svíþjóð. En til þess að ná því markmiði þarf breytingar. Það þarf aðgerðir og það þarf skýr skilaboð.</p> <p>Við ákváðum því að við vildum nafn á þessa aðgerðaráætlun sem væri&nbsp;betra en &bdquo;umferðaröryggisáætlun samgönguráðuneytisins". Við vildum nafn sem kæmi því til skila að nú yrðu breytingar á þessum málum.</p> <p>Þess vegna heitir þessi aðgerðaráætlun einfaldlega: &bdquo;Breytum þessu!" - með stóru og miklu upphrópunarmerki - vegna þess að við ætlum að ná&nbsp;árangri og við ætlum að fækka alvarlegum slysum. &bdquo;Breytum þessu!" er ætlað að vera hvatning til allra þeirra sem vinna&nbsp;að umferðaröryggismálum - hjá Umferðarstofu - hjá Vegagerðinni - í&nbsp;ráðuneytinu og út í þjóðfélaginu. &bdquo;Breytum þessu!" er áminning um það að við berum ábyrgð á þessum málum. &bdquo;Breytum þessu!" er líka hvatning til fólksins í landinu vegna þess að langflest alvarleg slys verða þegar verið er að brjóta umferðarlögin.</p> <p>Almenningur í landinu ber líka ábyrgð. Í hvert einasta sinn sem við setjumst undir stýri erum við að axla ábyrgð á lífi fólksins í kringum okkur. En við erum að aka of hratt. Við erum að bregðast ábyrgð okkar sem ökumenn.</p> <p>Að lokum er &bdquo;Breytum þessu!" loforð. Við setjum í dag fram aðgerðaráætlun í 10 liðum og ég lít á þennan lista sem loforð þeirra sem starfa að umferðaröryggismálum til þjóðarinnar. Þetta er það sem samgönguráðuneytið ætlar að gera til að breyta þessu.</p> <p>&nbsp;</p> <p><em>Í fyrsta lagi</em></p> <p>Einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins verður fækkað. Þessar slysagildrur eru alltof alltof margar. Á næstu 12 mánuðum er gert ráð fyrir að 20 einbreiðar brýr verði teknar úr notkun.</p> <p>&nbsp;</p> <p><em>Í öðru lagi</em></p> <p>Mikið verður lagt í að ná samkomulagi við sveitastjórnir hringinn í kringum landið og banna lausagöngu búfjár og hrossa - sérstaklega við þjóðveg eitt. Lausagangan skapar mikla hættu og hefur ítrekað kostað mannslíf. Ég vil breyta þessu.</p> <p>&nbsp;</p> <p><em>Í þriðja lagi</em></p> <p>Hafin er vinna við að skoða útfærslu á reglugerð vegna svokallaðrar "ökugerðishugmyndar" Með þeirri reglugerð verður öllum sem taka bílpróf skylt að taka tíma á sérstökum æfingasvæðum sem nefnast ökugerði. Þar öðlast nemendur til dæmis skilning á hversu bjargarlausir þeir eru í hálku ef ekið er hraðar en aðstæður leyfa. Þessum hálkubrautum er ekki ætlað að kenna fólki að bregðast við þegar bíll rennur í hálku, heldur, að aka skynsamlega við erfiðar aðstæður og koma þannig í veg fyrir að slíkar aðstæður komi upp yfir höfuð.</p> <p>&nbsp;</p> <p><em>Í fjórða lagi</em></p> <p>Slysarannsóknir verða efldar. Fjárfesting í rannsóknum skilar sér í aukinni þekkingu á slysagildrum og fækkun slysa.</p> <p>&nbsp;</p> <p><em>Í fimmta lagi</em></p> <p>Vegamerkingar verða bættar. Hér er ég sérstaklega að tala um leiðbeinandi hraðamerkingar á erfiðum vegaköflum, t.d. kröppum beygjum. Vegagerðin metur þá ákveðna vegakafla, finnur út æskilegan hámarkshraða á því vegbili og setur upp sérstakar merkingar.</p> <p>&nbsp;</p> <p><em>Í sjötta lagi</em></p> <p>Erlendir ferðamenn lenda í allt of mörgum af slysum á þjóðvegunum. Við þessu þarf að bregðast. Umferðarstofa mun gefa út sérstakt myndband fyrir erlenda ferðamenn um þær aðstæður sem hér eru og undirbúa þannig erlenda gesti betur en nú er gert.</p> <p>&nbsp;</p> <p><em>Í sjöunda lagi</em></p> <p>Ég mun leggja fram endurskoðaða umferðaröryggisáætlun sem verður á ábyrgð Umferðarstofu að fylgja eftir. Vinna við hana er þegar hafin. Ný áætlun verður lögð fram með tímasettum aðgerðum til fjögurra ára,skýrum markmiðun, kostnaður áætlaður og ábyrgð verkefna verður skýr.</p> <p>&nbsp;</p> <p><em>Í áttunda lagi</em></p> <p>Hraðaeftirlit verði eflt með aukinni notkun eftirlitsmyndavéla í&nbsp;samstarfi við lögregluna. Reynslan frá Bretlandi og Danmörku hefur sýnt, svo ekki verður um villst, að hraðamyndavélar geta fækkað alvarlegum slysum verulega. Sérstaklega eru áhugaverðar myndavélar sem mæla hraða á ákveðnum vegaköflum. Þá vinna tvær myndavélar saman - önnur tekur mynd í upphafi vegakaflans og hin í lokin. Síðan er reiknaður út meðalhraði bílsins. Slíkar myndavélar gætu haft mikil áhrif í dreifbýli þar sem eftirlit er lítið en hraðinn oft þeim mun meiri.</p> <p>Tölvukubbur í hvern bíl er lausn sem er orðin tæknilega framkvæmanleg. Vegagerðin hefur unnið að þróunarverkefni með ND á Íslandi, sem hefur þróað þráðlausan ökurita. Þetta er lausn sem vert er að skoða með tilliti til umferðaröryggismála um leið og þar getur legið framtíðarlausn í gjaldtöku á vegakerfinu. Hins vegar er alveg ljóst að kerfi eins og þetta yrði að taka mikið tillit til persónuverndarsjónarmiða. Slíkt kerfi mætti aldrei vera hægt að nota til að fylgjast með ferðum fólks.</p> <p>&nbsp;</p> <p><em>Í níunda lagi</em></p> <p>Nokkrar stórframkvæmdir Vegagerðarinnar munu hafa mikil áhrif. Ég vil nefna fernt sérstaklega. Fyrsta áfanga við tvöföldun Reykjanesbrautar verður lokið innan skamms, lagður verður nýr vegur um Stafholtstungur í Borgarfirði, vegurinn um Norðurárdal í Skagafirði verður endurbættur og framkvæmdir við jarðgöng í Almannaskarði eru hafnar. Allt eru þetta tímamótaframkvæmdir.</p> <p>&nbsp;</p> <p><em>Í tíunda lagi</em>&nbsp; viljum við breyta viðhorfi almennings til hraðaksturs.&nbsp;Það er staðreynd að of mörgum finnst það sjálfsagt að aka á ólöglegum&nbsp;hraða. Á sama tíma er hraðakstur algengasta orsök alvarlegra slysa. Við munum því efla forvarnir og hér á eftir mun Sigurður Helgason frá Umferðarstofu kynna fyrir ykkur nýja auglýsingaherferð sem ber nafnið &bdquo;Hægðu á þér."</p> <p>&nbsp;</p> <p>Góðri gestir</p> <p>Á hverju ári deyja milli tuttugu og þrjátíu Íslendingar í</p> <p>umferðarslysum. Auk þess slasast tugir svo alvarlega að þeir verða aldrei samir á eftir. Það er óeðlilegt og óásættanlegt. Við viljum að fólk spyrji spurninga þegar slíkt gerist &ndash; alvarlegustu slysin verða oft við bestu aðstæður. Menn eiga að spyrja: Hvað fór úrskeiðis? Og hvernig getum við komið í veg fyrir að þetta gerist aftur? Þannig getum við - breytt þessu ósættanlega ástandi í umferðinni.</p> <br /> <br />

2004-07-08 00:00:0008. júlí 200440 ára afmæli Ferðamálaráðs Íslands

<P></P> <P> Ávarp samgönguráðherra í 40 ára afmælishófi Ferðamálaráðs Íslands sem haldið var 7. júlí 2004 í Sunnusal Hótel Sögu.</P><p></p> <p>Ágætu afmælisgestir!</p> <p align="justify">Það er ánægjulegt að fagna þessum tímamótum Ferðamálaráðs. Ferðamálaráð er ein þeirra ríkisstofnana, sem láta lítið yfir sér en vinna sitt verk og ná árangri.</p> <p align="justify">Það má segja að grunnurinn að Ferðamálaráði, í núverandi mynd, hafi verið lagður árið 1936 með lögum um Ferðaskrifstofu ríkisins, en þar segir m.a. að skrifstofan skuli veita fræðslu um landið, innanlands og utan, með fræðsluritum, útvarpserindum, fyrirlestrum og kvikmyndum, með það fyrir augum að vekja athygli ferðamanna á landinu.</p> <p align="justify">Í lögunum kemur einnig fram að Ferðaskrifstofan skuli hafa eftirlit með hreinlæti á gistihúsum og veitingahúsum, prúðmannlegri umgengni og aðbúnaði ferðamanna.</p> <p align="justify">Í núgildandi lögum um skipulag ferðamála segir í fyrstu grein:</p> <p><em>,,Tilgangur laga þessara er að stuðla að þróun ferðamála sem atvinnugreinar og skipulagningu ferðaþjónustu fyrir íslenskt og erlent ferðafólk sem mikilvægs þáttar í íslensku atvinnu- og félagslífi, bæði með hliðsjón af þjóðhagslegri hagkvæmni og umhverfisvernd."<br /> </em></p> <p align="justify">Þó að margt hafi breyst þá er grunnurinn enn sá sami og Ferðamálaráð hefur frá stofnun þess, árið 1964, í raun sinnt þessum sömu verkefnum en unnið að þeim í takt við þann tíðaranda sem atvinnugreinin hrærist í hverju sinni. Á þessum fjörtíu árum hefur Ferðamálaráð í samstarfi við fyrirtæki og fjölmarga einstaklinga náð að efla íslenska ferðaþjónustu og gera hana jafn þróaða og öfluga atvinnugrein og raun ber vitni.</p> <p align="justify">Síðustu árin hafa markaðsaðgerðir Ferðamálaráðs tekið miklum breytingum. Sýnist mér sem fjöldi samstarfsverkefna í markaðssókn, innanlands og utan, sem og Iceland Naturally í Bandaríkjunum, séu að skila góðum árangri. &ndash; Skilaboð mín til afmælisbarnsins er að þessari sókn verði haldið áfram og hún styrkt enn frekar í Evrópu auk þess sem sótt verði á fjarlægari markaði í auknum mæli. Við Íslendingar þurfum á því að halda að skjóta sterkari stoðum undir ferðaþjónustuna og til þess þurfum við að nýta og nota allar leiðir sem færar eru.</p> <p align="justify"><strong>Umhverfismálin eru mikilvæg fyrir ferðaþjónsutana.</strong></p> <p align="justify">Ferðamálaráð Íslands hefur sinnt umhverfismálum ötullega frá upphafi og nýtur þar algjörrar sérstöðu miðað við sambærilegar stofnanir í öðrum löndum. En það er engin tilviljun að umhverfismál á ferðamannstöðum séu eitt lögbundinna verkefna Ferðamálaráðs hér á landi. Allir vita að íslensk ferðaþjónusta byggir á náttúru landsins. Greinin má því aldrei hafa skammtímamarkmið að leiðarljósi og verður að dafna í anda sjálfbærrar þróunar. &ndash; Ég tel því mikilvægt að umhverfisvottun og efling umhverfisfræðslu verði tekin fyrir skipulega og markvisst á sama hátt og sveitarfélögin á Snæfellsnesi og Ferðaþjónusta bænda hafa gert í samstarfi við Hólaskóla og með styrk frá samgönguráðuneytinu.</p> <p align="justify">Í framhaldi af nýrri sókn í umhverfismálum myndi ég vilja sjá frammistöðu íslenskrar ferðaþjónustu á sviði umhverfismála hampað enn frekar en nú er gert. Það eru og gætu orðið mörg tilefni til þess. Ísland hefur sérstöðu í auðlindanýtingu á sjálfbærum forsendum og við eigum bæði að vekja athygli á því og nýta okkur þá kosti sem íbúar vítt um veröldina sjá í því að sækja heim þjóð sem gerir umverfismálum svo hátt undir höfði og við gerum og viljum gera.</p> <p align="justify">Framverðir íslenskrar ferðaþjónustu hafa verið margir í gegnum tíðina. Ég held að á engan sé hallað þó að ég nefni þá sérstaklega sem skipuðu fyrsta Ferðamálaráðið. Þeir voru Lúðvíg Hjálmtýsson, Þorleifur Þórðarson, Lárus Ottesen, Ágúst Hafberg, Geir Zoëga, Sigurlaugur Þorkelsson, Sigurður Magnússon og Birgir Þorgilsson.</p> <p align="justify">Ég vænti þess að í framtíðinni megi atvinnugreinin dafna og vaxa í höndum öflugra frumkvöðla og með eðlilegum beinum og óbeinum stuðningi Ferðamálaráðs og ráðuneytis ferðamála.</p> <p>Ég vil biðja gesti um að lyfta glösum til heiðurs frumkvöðlum og til heiðurs íslenskri ferðaþjónustu í nútíð og framtíð um leið og ég þakka ferðamálaráði, ferðamálastjóra og starfsfólki á skrifstofu Ferðamálaráðs fyrir gott starf.</p> <br /> <br />

2004-06-22 00:00:0022. júní 2004Skipun nefndar um samgöngur til Vestmannaeyja

<P>Grein samgönguráðherra sem birtist einnig á <A href="http://www.sturla.is">heimasíðu hans</A>.</P><p>Allsérstök umræða átti sér stað á vettvangi DV milli tveggja bæjarstjórnarfulltrúa í Vestmannaeyjum og beindist sú umræða að undirrituðum. Í framhaldi af þessum umræðum var síðan bókun tveggja af þremur bæjarfulltrúum í bæjarráði Vestmannaeyja. Engin formleg erindi hafa hins vegar borist ráðuneytinu.</p> <p>Forsögu málsins þekkja margir. Málið varðar umræðu um framtíðarlausn í samgöngum milli lands og Eyja og skipun nefndar sem fer yfir þau mál.</p> <p>Ægisdyr, áhugamannafélag um jarðgöng á milli lands og Eyja hafa á liðnum misserum unnið mjög gott starf og hafa haldið á lofti möguleikanum á jarðgöngum á milli lands og Eyja. Þeim til hróss er rétt að benda á að án þeirra framlags væru jarðgöng ekki einn af þeim valkostum sem verið er að skoða þegar kemur að samgöngum á milli lands og Eyja. Það geta engir aðrir skreytt sig með fjöðrum þeirra Ægisdyramanna, þó ýmsir vildu Lilju kveðið hafa.</p> <p>Nú nýverið skipaði ég nefnd, sem hefur það hlutverk að fara á faglegan hátt yfir þá möguleika sem eru í stöðunni varðandi samgöngur á milli lands og Eyja. Tilefnið var skýrsla Hagfræðistofnunar, um hagkvæmni jarðganga, sem unnin var fyrir Ægisdyr og skýrsla erlendra ráðgjafa og Línuhönnunar, sem unnin var fyrir Vegagerðina um kostnað við jarðgöng til Eyja. Nefndinni er ætlað að fara yfir þá kosti, sem uppi eru, til þess að bæta samgöngur við Eyjar til frambúðar. Þar eru nokkrir kostir á borðinu, meðal annars þeir þrír sem mest eru í umræðunni, en það eru jarðgöng milli lands og Eyja, nýtt ferjulægi í Bakkafjöru með tilheyrandi ferjurekstri og áframhaldandi ferjusiglingar frá Þorlákshöfn með endurnýjaðri ferju.</p> <p>Að mati vegamálastjóra eru tiltækar nægjanlegar rannsóknir er varða jarðgangnagerð til að hægt sé að taka ákvörðun um framhaldið samanber álit sérfræðinga Vegagerðarinnar. Upplýsingar um áframhaldandi ferjusiglingar á milli Þorlákshafnar og Eyja eru aðgengilegar og áætlað er að rannsóknum vegna mögulegs ferjulægis í Bakkafjöru ljúki í lok ársins 2005. Lok rannsókna í Bakkafjöru eru því sá áfangi sem beðið er eftir til að hægt sé að leggja málefnalegt mat á hvaða leið er skynsamlegust þegar kemur að framtíðarlausn í samgöngum milli lands og Eyja.</p> <p>Í tveimur viðtölum í DV hafa fulltrúar meirihlutans í Eyjum farið mikinn og veist að mér sem ráðherra. Fyrst var það Lúðvík Bergvinsson 11. júní, þar sem hann talar meðal annars um að ,,í ljósi fyrri samskipta núverandi meirihluta í Eyjum við þann samgönguráðherra sem nú situr kemur þetta ekki á óvart". Allt eru það kunnugir orðaleppar og fátt kemur á óvart í málflutningi Lúðvíks Bergvinssonar. Hann er sá þingmaður, sem er laus við það að láta sannleikann eða sanngirni í málflutningi flækjast fyrir sér þegar hann hefur hug á að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Sem betur fer hef ég ekki þurft að hafa mikil samskipti við hann sem bæjarfulltrúa.</p> <p>Til þess að vekja athygli á ómálefnalegri framgöngu Lúðvíks Bergvinssonar vil ég draga fram nokkrar staðreyndir um framgöngu mína í þágu bættra samgangna við Vestmanneyjar. Það sem gert hefur verið í samgöngumálum milli lands og Eyja í ráðherratíð minni er fjölmargt. Auknum fjármunum hefur verið varið af hendi hins opinbera til að styrkja samgöngur milli lands og Eyja. Tekin var ákvörðun um fjölgun ferða Herjólfs. Þjónusta ferjunnar er meiri en áður hefur verið. Með útboði á rekstri Herjólfs sparaðist verulega og var sá sparnaður nýttur til fjölgunar ferða. Í gangi er uppbygging á Bakkaflugvelli, sem skilar Vestmannaeyjum stórbættum flugsamgöngum og er samkvæmt þeirri samgönguáætlun sem unnið er eftir. Þá skiptir endurbygging Reykjavíkurflugvallar miklu máli fyrir Eyjar. Unnið er að rannsóknum í Bakkafjöru vegna mögulegs ferjulægis, sem getur skilað Vestmannaeyjum stórbættum samgöngum. Í góðu samstarfi við fyrrverandi meirihluta bæjarstjórnar var á vegum ráðuneytisins unnið mikið starf til þess að greina þörfina á bættum samgöngum og liggja fyrir tillögur sem unnið er eftir. Vegna vinnu forsvarsmanna Ægisdyra við skoðun á hagkvæmni jarðganga varð að ráði að skipa starfshóp er færi yfir stöðuna og skilaði álit til ráðherra. Viðbrögð Lúðvíks, við skipun þess hóps, benda til þess að aðrir hagsmunir en hagsmunir Eyjamanna vaki fyrir honum þegar hann ræðst með stóryrðum gegn ráðherra, sem hefur kallað til núverandi og tvo fyrrverandi bæjarstjóra Vestmanneyja til starfa í nefndinni. Mér virðist að skipun þeirra Páls Zóphóníassonar og Inga Sigurðssonar hafi mælst vel fyrir í Eyjum hjá öllum öðrum en bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Viðbrögð Lúðvíks benda til þess að hann sé algerlega vanhæfur um að gæta hagsmuna Vestmannaeyinga í þessu máli sem öðrum.</p> <p>Þann 19. júní er það Andrés Sigmundsson, sem er kominn upp á dekk í DV, og þar talar bæjarfulltrúinn um að vilja ,,bjarga ráðherra frá stjórnsýslulegu klúðri" eins og hann kallar það. Ekki er vitað hver sú stjórnsýsla er. Í framhaldinu talar bæjarfulltrúinn síðan um útrétta sáttahönd og að vera ,,þrátt fyrir allt tilbúinn til samstarfs". Það vill svo undarlega til að þrátt fyrir þennan ,,mikla" samstarfsvilja þessara ágætu manna þá voru þeirra fyrstu samskipti við samgönguráðuneytið í gegnum DV. Á engu stigi málsins virtust bæjaryfirvöld hafa sérstakan áhuga á aðkomu að málinu eða framgangi þess. Frá þeim hefur ekkert komið nema í fjölmiðlum. Ég er nú einu sinni þeirrar náttúru gerður að ég vil vinna með mönnum sem vilja vinna, en ekki bara tala.</p> <p>Fulltrúar Ægisdyra hafa dregið vagninn fyrir hönd Vestmannaeyinga og fyrir það eiga þeir hrós skilið. Án þeirra væri að líkindum ekki verið að skoða jarðgangnagerð sem valkost.</p> <p>Eftir fund þingmanna Suðurkjördæmis með fulltrúum Ægisdyra og vegamálastjóra ákvað ég, eftir tillögu þingmanna, að skipa nefnd sem færi yfir alla þætti samgangna við Vestmannaeyjar. Í nefndina skipaði ég staðgengil Siglingamálastjóra formann, en hann þekkir mjög vel til um samgöngur til Eyja eftir að hafa stýrt nefndinni, sem lagði til bætta þjónustu Herjólfs. Aðrir í nefndinni eru, aðstoðarvegamálastjóri, lögfræðingur í samgönguráðuneytinu og tveir fyrrverandi bæjarstjórar í Vestmannaeyjum. Þá hef ég ákveðið að núverandi bæjarstjóri bætist í hópinn og hefur hann tekið það verkefni að sér að minni ósk. Með þessu liði tel ég ekki í kot vísað. Ég vona að vinna nefndarinnar skili tilætluðum árangri og leggi grunninn að farsælli lausn á framtíðarsamgöngum á milli lands og Eyja.</p> <p>Sturla Böðvarsson</p> <p> </p> <br /> <br />

2004-05-17 00:00:0017. maí 2004Evrópsk samgönguráðstefna

<P></P> <P>Við upphaf evrópskrar samgönguráðstefnu sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 17. -18. maí, hélt samgönguráðherra meðfylgjandi ræðu:</P> <P></P><p>Virðulegu ráðstefnugestir.</p> <p>Það er mér bæði ánægja og heiður að ávarpa ykkur hér við upphaf ráðstefnunnar og bjóða erlenda gesti velkomna til Íslands um leið og ég fagna þátttöku fulltrúa Reykjavíkurborgar í starfi samtakanna.</p> <p>Sem ráðherra ferðamála fagna ég góðum gestum og vona að þið megið eiga ánægjulega dvöl hér í höfuðborg okkar Reykjavík. Borgin er einstök fyrir þær sakir að hér nýtum við jarðvarmann til mikilla hagsbóta fyrir umhverfið. Hinsvegar eigum við mikið verkefni óunnið við að draga úr orkunotkun í samgöngukerfinu.</p> <p>Á Íslandi er bílinn þarfasti þjóninn, eins og sagt var um hestinn fyrr á öldum. Hér er mikil bílaeign og kröfur um gott vegakerfi eru mjög vaxandi bæði í höfuðborginni og öðrum hlutum landsins. Almenningssamgöngur eru frekar takmarkaðar og eiga undir högg að sækja. Þessi sérstaða okkar er nokkuð sem erfitt er að breyta og ég er ekki viss um að almenningur sé tilbúinn til þess að færa sig frá notkun einkabílsins innan borgarmarkanna nema í almenningssamgöngum finnist mjög hagkvæm og aðgengileg lausn, sem hentar við okkar aðstæður. Ekkert bendir til þess að slíkar lausnir séu í augsýn.</p> <p>Af dagskrá fundarins má sjá að hér verða flutt forvitnileg erindi og ég vænti þess að fyrirlesarar geti miðlað fróðleik og reynslu, sem nýtist jafnt í litlum sem stórum borgum.</p> <p>Umræður um samgöngur eru miklar hér á Íslandi og framlög til samgöngumála hafa farið vaxandi. Um þessar mundir eru til umfjöllunar á vegum samgönguráðuneytis mörg verkefni, sem munu hafa mikil áhrif á samgöngur í landinu til framtíðar.</p> <p><strong>Í fyrsta lagi</strong> vil ég nefna að á síðasta ári samþykkti Alþingi samræmda samgönguáætlun, sem nær til allra þátta samgöngukerfisins. Um er að ræða vegakerfið, þar með þjóðvegakerfi innan borgarmarka, hafnir, en hér í höfuðborginni er stærsta flutningahöfnin landsins og flugvallaþjónusta. Hér innan borgarmarkanna er miðstöð innanlandsflugsins, sem gerir það mjög hagkvæmt því mestu flutningarnir innanlands eru til og frá höfuðborginni. Þessa samgönguáætlun er verið að endurmeta og munu samgöngur innan borgarinnar mjög koma við sögu við þá endurskoðun. Legg ég ríka áherslu á samstarf við borgaryfirvöld um uppbyggingu samgöngukerfisins.</p> <p><strong>Í öðru lagi</strong> er unnið að endurskipulagningu almenningssamgöngu-kerfisins milli landshluta og er gert ráð fyrir að bjóða út rekstur áætlunarbíla á tilteknum leiðum út frá höfuðborginni. Verður það í fyrsta skipti sem sú leið verður farin. Er nú unnið við að skilgreina verkefnið, en útboðið fer fram á næsta ári.</p> <p><strong>Í þriðja lagi</strong> er unnið að undirbúningi þess að reisa hér í höfuðborginni samgöngumiðstöð, sem sinni öllum þáttum samgangna og verði eins og "höfuðbrautarstöð" sem tengir saman flugið, áætlunarbíla sem ganga til og frá borginni, flugrútuna, strætó og leigubílaþjónustuna. Miklar vonir eru bundnar við að okkur megi takast að styrkja almenningasamgöngurnar innan höfuðborgarsvæðisins með þessari samgöngumiðstöð og bæta þannig þjónustuna og gera hana hagkvæmari um landið allt. Samgöngurnar gegna mjög mikilvægu hlutverki í samfélaginu og því er mikilvægt að leita hagkvæmustu leiða, sem jafnframt sinna góðri þjónustu.</p> <p><strong>Í fjórða lagi</strong> er unnið að undirbúningi þess að marka stefnu um gjaldtöku af umferðarmannvirkjum á sama hátt og gert er víða í Evrópu. Gjaldtaka vegna umferðarmannvirkja gæti orðið lykill að stórstígum framförum og uppbyggingu umferðarmannvirkja hér í höfuðborginni og um leið skapað möguleika á því að byggja umferðarmannvirkin hraðar upp en nú er mögulegt. Liður í þeirri vinnu er að taka upp rafrænt staðsetningarkerfi í öllum bílum, sem gæti lagt grundvöll að allri gjaldtöku af umferðinni. Það myndi leiða til aukinnar hagkvæmni og notkunar ódýrari orkugjafa, svo sem dísilolíu og rafknúinna bíla.</p> <p><strong>Í fimmta lagi</strong> er síðan verið að endurskipuleggja umferðaröryggismálin. Markmið þeirra skipulagningar er aukið öryggi á vegum, bætt ökunám og einfaldari stjórnsýsla umferðaröryggismála. Þessir málaflokkar heyra nú undir samgönguráðuneytið. Alvarleg slys í umferðinni eru óásættanleg og ég tel að við eigum að geta breytt því alvarlega ástandi sem er á vegakerfi landsins.</p> <p>Af þessari upptalningu má sjá að við vinnum að margháttuðum aðgerðum sem munu leiða til betri og hagkvæmara samgöngukerfis hér í höfuðborginni.</p> <p>Það er von mín að á þessari ráðstefnu verði umræður, sem geti leitt okkur inn á svið hagkvæmustu kosta í þágu þeirra kynslóða sem byggja borgir Evrópu í framtíðinni. Kynslóða, sem munu njóta þeirrar uppbyggingar í samgöngum, sem við stöndum fyrir, en þurfa ekki að takast á við þau vandamál sem við skiljum eftir okkur í formi mengunar og óhagkvæmra samgangna. Við skulum leggja áherslu á að byggja samgöngukerfið upp á vistvænan hátt í þágu barna okkar og barnabarna.</p> <p>Megi ykkur vel farnast í störfum ykkar.</p> <br /> <br />

2004-04-20 00:00:0020. apríl 2004Þriðja kynslóð farsíma

<P>Síðastliðinn föstudag lagði samgönguráðherra fram frumvarp til laga á Alþingi um þriðju kynslóð farsíma. Meðfylgjandi er framsöguræðan sem hann flutti við það tilefni.</P> <P></P><p align="justify">Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga um þriðju kynslóð farsíma.</p> <p>Markmið þessa frumvarps er að afla heimildar til að úthluta tíðnum fyrir þriðju kynslóð farsíma, tryggja hagsmuni neytenda og virkja samkeppni á íslenskum farsímamarkaði.</p> <p>Ríflega 9 af hverjum 10 Íslendingum nota farsíma í daglega lífinu og Internetnotkun hér á landi er meðal þess hæsta sem þekkist í heiminum. Margir spá að þriðja kynslóð farsíma muni leysa hefðbundna farsímatækni af hólmi.</p> <p align="justify">Með þriðju kynslóðinni er aukin áhersla lögð á gagnaflutning og nýir möguleikar opnast fyrir samskipti með háum sendingahraða. Til eru nokkrir staðlar fyrir þriðju kynslóðar farsímakerfið, sem eru notaðir í Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu. Evrópusambandið og aðildarríki þess hafa ákveðið að nota UMTS (Universal Mobile Telecommunications System) farsímastaðlana og gerir frumvarpið ráð fyrir að þeir verði notaðir hér á landi.</p> <p align="justify">Frumvarpið, sem hér er lagt fram, er nokkru seinna á ferðinni en víðast annars staðar í Evrópu. Þegar litið er til reynslunnar í Evrópu við úthlutun tíðna fyrir þriðju kynslóð farsíma ætti mönnum að vera ljóst að það var hárrétt ákvörðun að flýta sér hægt í þessu máli. Víða í Evrópu voru tíðnir fyrir þriðju kynslóð farsíma boðnar hæstbjóðenda. Mörg uppboðanna fóru fram árin 2001-2002 þegar óhófleg bjartsýni um afkomumöguleika net- og hátæknifyrirtækja ríkti. Þessi mikla bjartsýni á möguleikum fjarskipta- og upplýsingatækninnar leiddi til óraunhæfra tilboða í tíðni fyrir þriðju kynslóð farsíma. Mörg fjarskiptafyrirtækin lentu svo í vandræðum þegar bólan sprakk og það kom á daginn að langt var í land að þjónusta sem byggði á þriðju kynslóðar farsímum næði fótfestu á markaðinum. Við þetta urðu fyrirtækin skuldsett og hafa skerta fjárhagslega burði til þess að byggja upp net og þjónustu sem krefst mikils fjármagns. Auk þess hafa þessi uppboð leitt til dýrari þjónustu vegna mikils kostnaðar af leyfunum. Þetta er mjög svo í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingaþjóðfélagið og aðgengi fyrir alla. Því er í frumvarpinu gert ráð fyrir að önnur leið verði farin þ.e. haldið svokölluð "fegurðarsamkeppni" þar sem keppt er um hraða uppbyggingar og gæði þjónustu.</p> <p align="justify">Í dag býr fjarskiptamarkaðurinn við allt önnur skilyrði. Notendabúnaður fyrir þriðju kynslóðar farsíma er kominn á markað. Einnig er markaðssett þjónusta sem krefst afkasta þriðju kynslóðarinnar s.s. myndsímaþjónusta, margmiðlun og gagnaflutningsþjónusta. Markaður fyrir slíka þjónustu er frumskilyrði fyrir velgengni þriðju kynslóðar farsímakerfisins. Í Bretlandi var þriðju kynslóðarþjónusta sett á markað fyrir rúmlega ári síðan eða í mars 2003 og þar eru nú um 320 þúsund áskrifendur. Hins vegar hefur þriðju kynslóðar farsímaþjónusta náð meiri útbreiðslu í Asíu nánar tiltekið í Japan. Þar eru aðrir staðlar notaðir en miðað er við í Evrópu og var þjónustan fyrst boðin árið 2001. Eftir erfiða byrjun er nú mikill vöxtur í fjölda áskrifenda og hefur áskrifendum þar fjölgað um ríflega 1 milljón það sem af er ári. Fjöldi áskrifenda stefnir í að fara vel yfir 2,4 milljón á þessu ári.</p> <p>Frumvarpið sem hér er lagt fram kveður á um nokkur atriði er varðar þriðju kynslóð farsíma. Að öðru leyti gilda fjarskiptalögin um þriðju kynslóð farsíma.</p> <p align="justify">Ég mun nú gera grein fyrir helstu atriðum frumvarpsins.</p> <p>Frumvarpið gerir ráð fyrir að Póst- og fjarskiptastofnunin úthluti tíðnum. Þetta er í samræmi við lögbundið hlutverk stofnunarinnar samkvæmt fjarskiptalögum en eitt hlutverk stofnunarinnar er að úthluta tíðnum til fjarskipta s.s. sjónvarpssendinga, útvarpssendingar, til notkunar fyrir talstöðvar, útsendingu leiðsögumerkja og fyrir farsímanotkun.</p> <p>Í frumvarpinu er sett fram það skilyrði að rétthafar tryggi útbreiðslu 3ju kynslóðar farsímaþjónustu til 60% íbúa eftirfarandi svæða hvers um sig:</p> <p>a. Höfuðborgarsvæðis,</p> <p>b. Vesturlands, Vestfjarða og Norðurlands vestra,</p> <p>c. Norðurlands eystra og Austurlands,</p> <p>d. Suðurlands og Suðurnesja.</p> <p>Rétthöfum er heimilt að hafa samstarf um að uppfylla þessa kröfu að uppfylltum skilyrðum fjarskiptalaganna um reiki og samkeppni. Nái þeir ekki samningum um reiki verða þeir að byggja upp þjónustuna sjálfir. Í frumvarpinu er miðað við að tíðnigjald verði 190 m.kr. á leyfi en afsláttur verður veittur fyrir aukna útbreiðslu utan höfuðborgarsvæðis. Veittur er 10 m.kr. afsláttur fyrir hvern hundraðshluta yfir 60% útbreiðslu og er hann veittur strax í upphafi leyfistímans. Leyfisgjald verður þó aldrei lægra en 40 m.kr. Þessu ákvæði er ætlað að stuðla að aukinni útbreiðslu þjónustunnar. Til þess að fá hámarksafslátt af tíðnigjaldi þ.e. greiða 40 m.kr. í tíðnigjald þarf rétthafi að tryggja a.m.k. 75% útbreiðslu á hverju svæði. Miðað við kröfur laganna er ljóst að útbreiðslan verður mun meiri miðað við þessar forsendur. Það gefur auga leið að afslátturinn hvetur til aukinnar útbreiðslu og uppbyggingu þjónustunnar á landsbyggðinni og er það markmiðið með að veita hann. Miðað er við að þessi atriði komi fram í viðskiptaáætlun bjóðanda sem er hluti af tilboðsgögnum.</p> <p>Í frumvarpinu er gert ráð fyrir allt að fjórum tíðniúthlutunum. Miðað er við að úthlutun tíðna fari fram að undangengnu almennu útboði. Ekki er gert ráð fyrir í útboðinu að boðið verði í tíðnirnar eins og vikið var að hér að framan. Frumvarpið, sem hér er mælt fyrir, gerir ráð fyrir að önnur leið verði farin eða útboð í formi svokallaðrar "fegurðarsamkeppni". Nokkrar ástæður eru fyrir þessu vali. Í fyrsta lagi má benda á reynsluna í Evrópu þar sem niðurstaða útboðanna leiddi til fjárhagslega veikari fyrirtækja sem getur leitt til dýrari þjónustu og hægari uppbyggingu vegna skerts fjárhags samanber orð mín hér fyrr. Tíðnin fyrir farsímaþjónustu er verðmæt. Íslensku fyrirtækin eru misjafnlega fjárhagslega burðug og vel í stakk búin til þess að bjóða í tíðnirnar. Því er ekki ástæða til þess né heldur rétt að keppa um tíðniúthlutunina á fjárhagslegum forsendum. Það er einnig vilji núna að frumvarpið stuðli áfram að hagkvæmum gjöldum fyrir fjarskiptaþjónustu hér eftir sem hingað til. Með því að rétthafar greiði hóflegt gjald miðað við 75% útbreiðslu er stuðlað að því að helstu farsímafyrirtækin ráði við að tryggja sér tíðni. Einnig að þeir hafi, eftir sem áður, góða burði til þess að byggja upp þjónustuna enn frekar af þeim metnaði, sem felur það í sér að tryggja hér bestu fjarskiptaþjónustu.</p> <p>Frumvarpið miðar því við að tíðnir fyrir þriðju kynslóðar farsímaþjónustu verði boðnar út með það að markmiði að tryggja bestu fáanlegu þjónustu sem víðast á landinu. Miðað er við að tíðniúthlutanir hvers rétthafa takmarkist við þær þarfir sem hann getur sýnt fram á. Gert er ráð fyrir að bjóðendur sendi inn viðskiptaáætlun um hvernig þeir ætli að haga uppbyggingu þjónustunnar. Í útboðslýsingu verða settir fram þeir þætti sem ráða munu vali á bjóðendum og vægi þeirra skilgreint. Þó er ljóst, eins og fram kemur í greinargerð, að tilboðin verða annars vegar metin á grundvelli hversu mikil útbreiðslan verður og hins vegar hvenær áskrifendur umsækjenda muni njóta aðgangs að UMTS-neti hans. Þessar upplýsingar skulu koma fram í viðskiptaáætlun bjóðanda sem er hluti af tilboðsgögnum hans. Með þessu er best tryggt að sem flestir landsmenn njóti þjónustunnar sem fyrst.</p> <p>Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að þeir sem verða hlutskarpastir í útboðinu beri kostnaðinn af verkefninu. Gert er ráð fyrir að Póst- og fjarskiptastofnun innheimti fyrir kostnaði útboðs af handhöfum tíðna við úthlutun þeirra.</p> <p>Frumvarpið miðar við að gildistími leyfanna takmarkist við 15 ár, sem er nokkru lengri en leyfi fyrir ýmsa aðra þjónustu. Mikill kostnaður fylgir því að byggja upp þriðju kynslóðar farsímaþjónustu. Fimmtán ára gildistími eykur líkur á að fjarskiptafyrirtækin vinni að frekari uppbyggingu farsímaþjónustunnar og að fjárfestingin beri sig.</p> <p>Ég vil leggja til, herra forseti, að frumvarpinu verði að lokinni þessari umræðu vísað til hæstvirtrar samgöngunefndar.</p> <br /> <br />

2004-04-07 00:00:0007. apríl 2004Alþjóðaumferðaröryggisdagurinn

<B> <P></P></B> <P>Ræða samgönguráðherra á alþjóðaumferðaröryggisdaginn, 7. apríl, flutt í húsnæði Björgunarmiðstöðvarinnar.</P> <P></P><p>Ágætu tilheyrendur,</p> <p>Ég vil byrja á að þakka þeim sem hafa undirbúið umferðaröryggisár sem hefst í dag 7.apríl.</p> <p><strong>Samgönguráðuneytið og öryggismálin</strong></p> <p>Nú um áramótin tók samgönguráðuneytið við umferðarmálum og þar með umferðaröryggismálum úr hendi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Það er óhætt að segja að mikill áhugi hafi verið fyrir málaflokkinum innan samgönguráðuneytisins um langa hríð. Og af hverju skyldi það nú vera, - jú, vegna þeirra möguleika sem við sáum fyrir okkur með samnýtingu á kröftum Vegagerðarinnar annars vegar og Umferðarstofu hins vegar, til sameiginlegs átaks í umferðaröryggismálum,auk þeirrar reynslu sem er innan ráðuneytisins af öryggismálum í flugi og á sjó. Með þessari breytingu falla öll öryggismál umferðar undir samgönguráðuneytið.</p> <p><strong>Óásættanleg staða &ndash; Við getum breytt þessu</strong></p> <p>Á hverjum degi eru framin afbrot í umferðinni. Það er óásættanlegt að á Íslandi láti jafnmargir lífið, eða slasist alvarlega í umferðinni og raun ber vitni um. Á þriðja tug banaslysa er tala sem við erum orðin vön þegar árið er gert upp - það er tala sem við eigum ekki að sætta okkur við. Og við hana bætast svo um 200 alvarleg slys. Þessu getum við breytt og verðum að breyta.</p> <p>Það er talið að umferðarslys kosti þjóðfélagið 20 milljarða króna á ári. Því getum við breytt.</p> <p>Það er ljóst að þær umferðaröryggisaðgerðir, sem gripið hefur verið til á höfuðborgarsvæðinu, hafa skilað sér í ánægjulegri fækkun alvarlegra slysa. Aðgerðir eins og lækkaður hámarkshraði í íbúðahverfum, gangbrautir yfir stórar umferðaræðar, mislæg gatnamót, aðgreining gagnstæðra akbrauta o.fl. Árangur, sem náðst hefur á höfuðborgarsvæðinu, rennir styrkari stoðum undir þá ákvörðun mína að taka til hendinni á þjóðvegum landsins. Þar með er ekki sagt að slakað verið á í þéttbýlinu, en staðreyndin er sú að meginþorri alvarlegra umferðarslysa á sér stað orðið úti á þjóðvegum utan þéttbýlis með vaxandi umferð allan ársins hring. Þar er verk að vinna.</p> <p><strong>Hugarfarsbreyting</strong></p> <p>Í umferðinni þarf hugarfarsbreytingu ökumanna. Skýrslan, sem hér er kynnt í dag, sýnir að flest alvarleg umferðarslys verða þegar ökumaður er að brjóta lög. Eru þá hraðakstur, ölvunarakstur og akstur án bílbelta algengustu brotin. Hugarfarsbreytingu þarf í umferðarmenningu okkar Íslendinga. Tillitsleysi ökufanta gagnvart samferðarmönnum sínum er með ólíkindum. Ökumenn skaða sjálfa sig með þessu háttalagi og þeir skaða saklausa vegfarendum sem aka á löglegum hraða og virða umferðarreglur. Það er hverjum manni ljóst að ef allir færu að umferðarlögunum og ækju eftir aðstæðum, þá væru alvarleg umferðarslys mun færri. Þessu ástandi, sem er í umferðinni, getum við breytt.</p> <p><strong>Aðgerðir á vegakerfinu</strong></p> <p>Aðgerðir á vegakerfinu eru hluti þess átaks sem vinna þarf skipulega að. Það er nauðsynlegt að halda áfram af enn meiri krafti en hingað til þegar kemur að fækkun einbreiðra brúa, ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess.</p> <p>Bættar merkingar eru að sama skapi aðgerð sem hægt er að ráðast í hratt og örugglega. Þegar ég tala um bættar merkingar þá á ég til að mynda við <u>leiðbeinandi hraðamerkingar á erfiðum vegaköflum</u>, svo sem í kröppum beygjum og þar sem bundið slitlag endar og malarvegur tekur við. Það er öryggisaðgerð sem getur skilað miklum árangri fljótt og án mikils kostnaðar. Slys á erlendum ferðamönnum hafa verið allt of mörg í gegnum tíðina og bættar merkingar eru líklegar til að gagnast bæði innlendum sem erlendum ferðamönnum.</p> <p>Lausaganga búfjár er alvarlegt vandamál víða um landið Það er ætlun mín að tekið verði á því vandamáli. Um það verður að ná samkomulagi við sveitarfélögin, um að hverfa frá því fyrirkomulagi. Það vita allir sem hafa ferðast um landið að lausaganga búfjár, og ekki síst hrossa, skapar mikla hættu á vegum. Með samstilltu átaki Vegagerðar, Umferðarstofu og sveitarfélaga getum við breytt því ástandi.</p> <p><strong>Efling ökunáms</strong></p> <p>Efling ökunáms er mikilvægur þáttur í auknu umferðaröryggi. Ég tel nauðsynlegt að samgönguráðuneytið og menntamálaráðuneytið taki höndum saman um að veita umferðarfræðslu aukið vægi í námsskrá grunnskólanna, sérstaklega í eldri bekkjunum, en fyrirkomulag umferðarfræðslu í fyrstu bekkjum grunnskólans er með ágætum. Nái þetta fram að ganga verða unglingar mun betur settir þegar á framhaldsskólaaldurinn er komið og hið raunverulega ökunám hefst. Eigi að verða hugarfarsbreyting þarf að beina áróðrinum að unga fólkinu sem sem er að byrja feril sinn sem ökumenn.</p> <p>Ég tel að mikil bót hafi orðið þegar æfingaaksturstímabili þeirra, sem eru að læra á bíl, var komið á en nú er kominn tími til að stíga næsta skref. Boða ég hér með þá breytingu að innan tíðar verði öllum þeim, sem fá ökuskírteini í fyrsta sinn, gert að æfa sig á sérstaklega gerðum æfingasvæðum. Svokölluðum Ökugerðum. Þetta fyrirkomulag er við líði í mörgum löndum í kringum okkur og hefur gefið góða raun. Í Ökugerðum sem þessum öðlast nemendur til dæmis skilning á hversu bjargarlausir þeir eru í hálku ef ekið er hraðar en aðstæður leyfa. Umhverfi ökunámsins getum við breytt í samstarfi við ökukennara.</p> <p><strong>Rannsóknir.</strong></p> <p>Ég tel nauðsynlegt að efla rannsóknir sem unnar eru á sviði umferðaröryggismála. Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur verið þröngur stakkur sniðinn í gegnum tíðina og hefur það orðið til þess að rannsóknir hafa verið takmarkaðar við mjög afmarkaðan fjölda slysa, það er eingöngu banaslys hafa verið rannsökuð.</p> <p>Það er nauðsynlegt að efla þessar rannsóknir. Rannsóknir umferðarslysa eru í eðli sínu ólíkar rannsóknum sjó- og flugslysa að því leiti að fjöldi umferðarslysa er það mikill að um sívinnslu er að ræða. Sívinnslan miðast við að þeir sem að umferðaröryggismálum starfa geti tekið upplýstar og góðar ákvarðanir, enda er markmiðið það sama; Að koma í veg fyrir slys.</p> <p><strong>Eftirlit.</strong></p> <p>Eftirlit lögreglu á vegum er þáttur í umferðaröryggi sem seint verður lögð of mikil áhersla á. Hámarkshraði á vegum er engin tilviljun. Hámarkshraðinn er sá hraði sem vegirnir eru hannaðir fyrir. Það eru sláandi tölur sem liggja fyrir um fjölda "afbrota" í umferðinni. Það að 75% allra afbrota í landinu séu umferðarlagaafbrot er auðvitað grafalvarlegt mál þegar litið er til þess að í meirihluta alvarlegra slysa þá er ökumaðurinn að brjóta lög. Í flestum tilvikum með hraðakstri, í öðrum tilvikum með ölvunarakstri og svo mætti áfram telja. Ég endurtek því það sem ég sagði hér fyrr í tölu minni að ef ökumenn halda sig innan hámarkshraða og fylgja akstursreglunum verða alvarleg slys mun færri en nú er.</p> <p>Hvað er til ráða gegn hraðakstursvandanum. Ég vil leggja áherslu á að hraðaeftirlit verði aukið og ein leiðin til þess er að fjölga hraðamyndavélum um landið. Danir hafa farið þessa leið og eru með 1700 merkta myndavélapunkta á vegakerfi sínu. Reynsla þeirra er að stórlega hafi dregið úr hraða á þjóðvegakerfinu og um leið hafi náðst góður árangur í fækkun alvarlegra umferðarslysa. Bretar hafa einnig náð góðum árangri í því að draga úr hraðakstri. Sú leið sem þeir hafa farið á lengri vegaköflum er að taka mynd af bifreið við upphaf vegakafla og síðan aftur í lok þess sama vegakafla og reikna meðalhraða ökutækis.</p> <p>Það þarf vart að fjölyrða um áhrif þessa fyrirkomulags á ökuhraða. Þetta er leið sem áhugavert er að skoða frekar sem viðbót við staðbundnar hraðamyndavélar. Hraðakstur er vandamál sem við verðum að taka á í sameiningu því að mínu mati er það sjálfsagður réttur þeirra sem aka um vegi landsins að vera ekki lagðir í hættu vegna aksturslags þeirra sem brjóta af sér í umferðinni. Þessu getum við breytt.</p> <p><strong>Umferðaröryggisáætlun</strong></p> <p>Sem stjórnartæki og framkvæmdaáætlun í þessari vinnu mun ég leggja fram endurskoðaða umferðaröryggisáætlun sem verður á ábyrgð Umferðarstofu að fylgja eftir. Ný umferðaröryggisáætlun verður lögð fram með skýrum markmiðun, aðgerðir tímasettar, kostnaður áætlaður og ábyrgð verkefna verður skýr. Ábyrgð á jafn mikilvægum aðgerðum og þessum verður að vera skýr. Því getum við breytt.</p> <p><strong>Flókin stjórnsýsla.</strong></p> <p>Ég stefni að því að einfalda stjórnsýslu umferðaröryggismála. Næstu mánuði verður unnið að endurskoðun laganna og að koma fram með nauðsynlegar laga og reglugerðabreytingar í haust.</p> <p>Góðir áheyrendur,</p> <p>Það fylgir því mikil ábyrgð að hafa tekið við þessum málaflokki sem umferðaröryggismálin eru. Sem samgönguráðherra, mun ég gera þær breytingar á skipulagi umferðaröryggismála sem taldar verða farsælar í ljósi nýrra aðstæðna. Verkefni okkar er að vinna gegn alvarlegum umferðarslysum. Það verður ekki gert með því að einblína á að fækka umferðarslysum um tiltekna prósentu, heldur verður það gert út frá þeirri hugsun að alvarleg umferðarslys séu óásættanleg. Það ber að vinna gegn þeim og koma í veg fyrir þau. Þetta er ekki keppni í tölfræði sem við tökum þátt í heldur átak til að bjarga mannslífum. Til þess að ná árangri þarf þjóðarátak. Við getum breytt þessu ástandi sem er í umferðinni og ógnar öllum vegfarendum.</p> <br /> <br />

2004-04-01 00:00:0001. apríl 2004Flugmálastjórn tekur að sér faglega ráðgjöf á flugvellinum í Pristina

<P></P>Ávarp sem samgönguráðherra flutti í dag á Pristina flugvellinum í Kosovo (á ensku). <P><p style="text-align: left">Your Excellencies, Ladies and Gentlemen,</p> <p style="text-align: justify">I am very pleased to be here today one year after Iceland formally took over command of Pristina Airport from the Italian Air Force. Iceland has since then been the leading nation for the operation of the airport as a part of the NATO Peacekeeping Force, KFOR. During this time the Airport has been transformed in many ways. Today we are operating according to ICAO standards and procedures. Taxiways have been improved, technical equipment has been procured, a new fire station built, and storage facilities have been erected. Number of local Kosovar´s have been trained to take on the job of operating the airport in the future. Today, the airport has around 36 trained local fire fighters and 12 more are in training. Today, we have around 16 fully trained local air traffic controllers. All this has been achieved while operating the airport at full capacity thanks to the dedication of the multi-national force serving here and the local personnel. It is in large measure, thanks to you, - the Pristina APOD Multi-national force that we have achieved so much in such a short time.</p> <p style="text-align: justify">Now that KFOR and Iceland, as the airport authority, turn all operations and air services over to UNMIK, I would like to acknowledge the spirit of cooperation that has been extended to us by the Special Representative, - Mr. Holkeri and his team. With the Framework Agreement on Airport Operations after 1 April in place, the Icelandic Civil Aviation Administration will, - on behalf of UNMIK - ensure that all ICAO safety standards in air operations are met after this transition to civil status. This agreement is limited in time.</p> <p style="text-align: justify">One fundamental issue that still needs to be put in place is transforming the management of the airport under one single corporate entity based on previous KTA board resolutions from January 2004. Therefore Iceland must be involved in the process of developing the regulations incorporating the Airport and a deadline must be set for the completion of this work without further delay.</p> <p style="text-align: justify">Colonel Halli Sigurðsson, and his team of Icelandic specialists, deserve our special thanks for their hard work in this, as in so many other good things that have been and will be accomplished here at the airport and for the airport.</p> <p style="text-align: justify">Icelandic aviation authorities have had a long-standing co-operation with ICAO and have been involved in international air traffic services over the North- Atlantic for half a century. It is this experience that makes it easier to take on this task here at Pristina airport.</p> <p style="text-align: justify">I especially want to thank President Rugova and Prime Minister Rexheppi for their co-operation and support in ensuring the success of this project.</p> <p style="text-align: justify">I would also like to note that the Icelandic Civil Aviation Administration will continue ensuring that the airport will be operated according to ICAO standards.</p> <p style="text-align: justify">Finally, let me wish our distinguished guests all the very best - as UNMIK with locally trained personnel, takes over the many airport functions that have been carried out by the international community. It is my hope that events of the last few weeks will not delay the process of integrating Kosovo into Europe. It is also my hope that this significant hand-over of Pristina airport operations will mark a new beginning for Kosovo, for its young generation and for the future of all Kosovars.</p> <p style="text-align: justify">As a minister of transport and communications, it is my wish that this project will be successful, so that we will be able to look back on it with pride.</p> <p style="text-align: justify"> </p> <p style="text-align: justify"> </p>

2004-03-25 00:00:0025. mars 2004Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldinn 25. mars á Radisson SAS Hótel Sögu. Samgönguráðherra flutti meðfylgjandi erindi í tilefni dagsins. <P><p>Fundarstjóri, félagsmenn í SAF og aðrir fundargestir!</p> <p style="text-align: justify">Mér er það sérstök ánægja að ávarpa þennan glæsilega aðalfund SAF en þetta mun vera í fimmta sinn sem ég mæti á aðalfund ykkar sem ráðherra ferðamála og fer ekki á milli mála að fundurinn ber þess merki að samtök ykkar hafa náð öflugri fótfestu.</p> <p style="text-align: justify">Í dag er margt mjög athyglisvert á dagskrá en ég mun fyrst beina sjónum að markaðsmálum ferðaþjónustunnar og mikilvægustu áformum ráðuneytisins í þágu atvinnugreinarinnar.</p> <p style="text-align: justify">Mig langar þó til að byrja á hefðbundnum nótum og bregða upp tölum um þróun í fjölda ferðamanna og gjaldeyristekjum af ferðaþjónustunni. – Ferðaþjónustunni eykst jafnt og þétt fiskur um hrygg; árið 2003 komu 320 þúsund ferðamenn til landsins og er reiknað með yfir 350 þúsund ferðamönnum í ár.- Ég tel okkur vel getað unað við þessa aukningu en það dregur þó ekki úr áhyggjum mínum af afkomu greinarinnar í heild en hún hefur nokkuð verið til umræðu og ég reikna með að aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar muni fjalla um sérstaklega að venju.</p> <p style="text-align: justify">Fámenn þjóð sem Íslendingar þarf mikið afl til þess að ná árangri í landkynningu í þágu atvinnuveganna. Á þessu ári hefur samgönguráðuneytið 300 milljónir til markaðssóknar í ferðaþjónustu til viðbótar því sem lagt er til Ferðamálaráðs og Iceland Naturally. Og eins og þið sem hér eruð þekkið mætavel þá hefur sú leið verið farin að stórauka þetta fé með því að bjóða fyrirtækjum til samstarfs í markaðsmálum. Núna, eins og undanfarin ár, hef ég falið ferðamálastjóra framkvæmd þessa viðkvæma verkefnis og get ég ekki annað en verið sáttur með hvernig til hefur tekist. Hnökrar sem hafa komið upp hafa greinilega verið sniðnir af og því ekki borið á neinni óánægju að ráði með þau verkefni sem ráðist verður í. – Það er von mín að okkur takist að halda áfram á þessari braut en það er eðlilega háð vilja Alþingis og því hvernig ferðaþjónustunni tekst að spila úr þeim tækifærum sem þessi auknu umsvif veita.</p> <p style="text-align: justify">Í lok þessa árs rennur út fimm ára samningur samgönguráðuneytis við íslensk fyrirtæki sem hagsmuna eiga að gæta á Bandaríkjamarkaði undir merkjum– Iceland Naturally. Samkomulagið var um að bæta og styrkja ímynd Íslands og auka áhuga á íslenskum vörum og ferðaþjónustu. Fyrirtækin sem aðild eiga að samkomulaginu eru Icelandair, ICELANDIC USA, Iceland Seafood Corp., Bændasamtökin, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Ölgerðin.</p> <p style="text-align: justify">Við upphaf átaksins var gerð ítarleg rannsókn á stöðu og möguleikum Íslands á bandarískum markaði og kom í ljós að 89% þekktu engar vörur frá Íslandi og ímyndin var að miklu leyti tengd ís og snjó. Í kjölfarið voru ákveðnir markhópar skilgreindir en þeir eru útivistarfólk og fólk með háskólapróf með áhuga á ferðalögum og með mikinn kaupmátt.</p> <p style="text-align: justify">Til átaksins hefur verið varið einni milljón dollara á ári. Samgönguráðuneytið hefur stýrt átakinu og lagt fram 70% fjárins, eða um það bil 70 milljónir króna á ári, og fyrirtækin hafa lagt fram 30%. Stjórn átaksins hefur staðið fyrir auglýsingum, skipulagðri fjölmiðlaherferð, viðburðum og kynningum í einstökum borgum sem og kynningu á einstökum fyrirtækjum í verslunum og á veitingahúsum.</p> <p style="text-align: justify">Reglubundnar markaðsrannsóknir hafa síðan verið gerðar til að meta áhrif átaksins. Niðurstaða rannsóknar frá því í maí á síðasta ári sýnir að bandarískir neytendur hafa almennt jákvæðara viðhorf til Íslands, eru meðvitaðri um vörur frá Íslandi og mun fleiri en áður hafa áhuga á að ferðast til landsins. Aðstandendur átaksins telja þessar niðurstöður gefa vísbendingar um mikil sóknarfæri á bandarískum markaði.</p> <p style="text-align: justify">Nú er það til skoðunar að samgönguráðuneytið geri nýjan samning um Iceland Naturally frá og með 1. janúar n.k. og byggi hann á þeirri reynslu og þeim árangri sem náðst hefur með núgildandi samkomulagi. Í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hefur með Iceland Naturally vestanhafs hef ég verið áhugasamur um að samskonar átaki verði hleypt af stokkunum í Evrópu enda er hún sem heild mikilvægasta markaðssvæði íslenskrar ferðaþjónustu auk þess Ferðamálaráð hefur fært út kvíarnar með opnun skrifstofu í Kaupmannahöfn. Í ljósi mjög góðs árangur undanfarin ár af samstarfi ríkis, fyrirtækja og annarra hagsmunaaðila í IN í N-Ameríku hef ég ákveðið að láta kanna á meginlandi hvaða þættir það séu líklegastir til að vera sameiginlegir til að koma íslenskri ferðaþjónustu enn frekar en tekist hefur á framfæri á þessu svæði. Í framhaldi af slíkri rannsókn verði hannað slagorð og "logo" í samræmi við niðurstöður með sama hætti og gert er undir merki Iceland Naturally. Ég legg mikla áherslu á að í þessu mikilvæga máli verði beitt faglegri aðferðarfræði alveg frá upphafi eins og gert var í Bandaríkjunum við upphaf verkefnisins Iceland Naturally.</p> <p style="text-align: justify">Til að vinna að gerð þessa verkefnis , þ.e. rannsókn og undirbúningi samstarfs mun ég leita samstarfa við utanríkisráðuneyti, Samtökum atvinnulífsins, Þýsk-íslenska verslunarráðinu og Fransk-íslenska verslunarráðinu. Starfsmaður undirbúningshópsins verði Haukur Birgisson forstöðumaður Ferðamálaráðs í Frankfurt enda geri ég ráð fyrir að verkefnið verði, á sama hátt og vestanhafs, vistað hjá Ferðamálaráði. Samgönguráðuneytið mun ráðstafa 10 milljónum kr. á þessu ári til rannsókna og undirbúnings samstarfsins.</p> <p style="text-align: justify">Það er greinilegt, eftir áralangar tilraunir, að Japansmarkaður er að rumska.</p> <p style="text-align: justify">Þar hafa Flugleiðir sótt inn með markvissum hætti og árangurinn í takt við það. Ég tel ferðamálayfirvöld mikið geta lært af því sem þarna er að eiga sér stað og hef farið fram á það við Ferðamálaráð að það skoði af alvöru að ganga til samstarfs við hin Norðurlöndin um landkynningu í Japan líkt og gert er í Bandaríkunum með ágætum árangri. Stefni ég að því að ákvörðun liggi fyrir á þessu ári og geti nýst þegar kemur að heimssýningunni. (Hluta þeirra fjármuna sem fara í markaðsmál á þessu ári hef ég þegar eyrnamerkt markaðsmálum í þessum heimshluta)</p> <p style="text-align: justify">Norðurlöndin ætla að standa fyrir sameiginlegri kynningu á heimssýningunni í Aichi í Japan en sýningin verður opnuð 25. mars á næsta ári. Á heimssýningunni ætla Norðurlönd að kynna sig sem landamæralaust svæði og fá þau tæplega 1300 fermetra sýningarsvæði. Yfirskrift heimssýningarinnar er að þessu sinni „Viska náttúrunnar". Hún þykir falla einkar vel að markmiðum Norðurlanda um það hvernig stórfengleg náttúra á norðurslóð endurspeglast í norrænni menningu. Íslenska ríkisstjórnin leggur áherslu á að Ísland verði vel sýnilegt á þessari sýningu og eftir því sem séð verður núna er metnaður Japana gríðarlegur varðandi umgjörð sýningarinnar og ekki síður kynningu á heimsvísu.</p> <p style="text-align: justify">Við skulum einnig huga að því sem nær okkur er. Ný könnun Ferðamálaráðs um ferðavenjur Íslendinga var um margt athyglisverð en 1300 manns voru m.a. spurðir um ferðalög innanlands, tilgang ferðar og útgjöld. Einnig hvaða svæði voru heimsótt, fjölda gistinátta og hvaða afþreying var nýtt. Ég vil hvetja félagsmenn SAF til að kynna sér niðurstöður þessarar könnunar en í henni tel ég mörg vannýtt tækifæri birtast. Það er greinilegt að fólk vill ferðast miklu meira um eigið land og að margir staðir eru eftirsóknarverðir í huga fólks.</p> <p style="text-align: justify">Fjölgun ferðamanna kallar á að móttaka þeirra sé í lagi. Eitt af því sem könnunin náði til var upplýsingagjöf. Nýting upplýsingamiðstöðva hefur aukist lítillega frá árinu 2000, úr 15% í 17%, en Internetið, ferðabækur og ferðabæklingar virðast skipta mestu. Upplýsingamiðstöðvarnar tel ég þó áfram gegna þýðingarmiklu upplýsinga- og öryggishlutverki og því fer hluti af fjármunum byggðaáætlunar til uppbyggingar upplýsingamiðstöðva til viðbótar þeim fjármunum sem Ferðamálaráð ráðstafar til þeirra. Hér er aðeins um tímabundna aðgerð að ræða og alveg ljóst að komi upplýsingamiðstöðvarnar ekki undir sig fótunum með aðstoð sveitarfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja þá munu þær líða undir lok ein af annarri.</p> <p style="text-align: justify">Annað sem er gríðarlega mikilvægt í móttöku ferðafólks er að náttúruperlur landsins verði varðveittar. Miklir fjármunir eru settir árlega uppbyggingu svæða og úrbætur á fjölsóttum ferðamannastöðum. Alls hefur verið veitt á fjórða hundrað milljónum af opinberu fé til þessara verkefna á undanförnum árum sem dreifist um landið, eins og sjá má á kortinu. Það er kannski gömul tugga en ég tel mjög mikilvægt að með síauknum fjölda ferðamanna finni ferðaþjónustan hve ábyrgð hennar er mikil. Það er nauðsynlegt að sem flest svæði komi til greina þegar ferðamaðurinn skipuleggur ferðalög um landið. Því er nauðsynlegt að þjónustan sé sem víðast og að um allt land sé nóg við að vera fyrir ferðafólk sem hungrar í að upplifa náttúru og menningu landsins.</p> <p style="text-align: justify">Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að greininni verði sköpuð sambærileg rekstrarskilyrði og í samkeppnislöndunum. Skoðum þetta aðeins nánar. Ég reikna með að við öll vitum nokkurn veginn við hvaða lönd við erum að keppa við um ferðamenn en rekstrarskilyrðin eru auðvitað misjöfn. Það sem SAF hefur helst barist fyrir er samræming skatta af atvinnutækjum í greininni auk einföldunar leyfisveitinga og lækkunar flugvallargjalda svo eitthvað sé nefnt. Útflutningsatvinnuvegur eins og ferðaþjónustan er eðlilega mjög háð þróun gengis og verður að gæta þess að hafa ekki öll eggin í sömu körfu, heldur draga úr áhættu og leitast við að stunda viðskipti bæði í evru og dollar.</p> <p style="text-align: justify">Íslensku efnahagslífi vegnaði vel á síðasta ári. Mælingar Hagstofunnar benda til þess að hagvöxtur síðastliðins árs hafi verið um 4% og því nokkuð umfram væntingar. Ef rétt reynist, þá er það góður viðsnúningur miðað við árið 2002, en þá gekk íslenska hagkerfið enn í gegnum nokkra aðlögun. Hversu vel tókst þá til sýnir mikla aðlögunarhæfni efnahagaslífsins og gegnir íslenska krónan þar stóru hlutverki. Talið er að hagvöxtur á evrusvæðinu hafi verið rúmlega 0,5% á árinu 2003 og á næstu árum verði hann 1,8 til 2,5%. Þetta er mun minni hagvöxtur en gera má ráð fyrir hér á landi .Vonandi nægir sá hagvöxtur til þess að Evrópubúar ferðist til Íslands í vaxandi mæli.</p> <p style="text-align: justify">Almennt skattaumhverfi fyrirtækja hér á landi hefur verið stórbætt og á að standast samjöfnuð við það besta sem gerist í okkar helstu samkeppnislöndum. Stóra málið er hins vegar fyrirhuguð lækkun á virðisaukaskatti á matvöru, gistingu og fleiri þáttum – en verið er að leggja á ráðin um verulega lækkun á 14% þrepinu. Áhrif þessa munu væntanlega verða töluverð á íslenska ferðaþjónustu, einnig vegna þess að ráðstöfunartekjur fólks hér á landi munu aukast og aukin ferðalög innanlands og utan koma enn frekar til álita.</p> <p style="text-align: justify">Eitt af því sem áhrif hefur á starfsumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu er fjarskiptanetið á landinu. Öflug uppbygging þess skiptir miklu máli þegar landið er kynnt sem nútímalegur og öruggur viðkomustaður. Fjarskiptafyrirtækin verða að átta sig á því að ferðamenn eru stór viðskiptamannahópur auk þess sem fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa á ódýrum og öruggum gagnaflutningi að halda. Ég tel eðlilegt hin góða afkoma símafélaganna verði nýtt í uppbyggingu fjarskiptanetsins í landinu. – Uppbygginga á háhraðaneti og farsímadreifingu er liður í því að efla upplýsingasamfélagið undir kjörorðinu „Auðlindir í allra þágu" en ríkisstjórnin hefur markað skýra framtíðar stefnu á sviði upplýsingatækninnar.</p> <p style="text-align: justify">Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er einnig gert ráð fyrir að Ferðamálaráð vinni náið með aðilum í greininni að markaðsstarfi og framþróun með það að markmiði að þjónusta við ferðamenn verði heilsársatvinnugrein og skapi þannig fleiri örugg og vel launuð störf. Eins og ég kom inn á hér á undan þá tel ég að samvinna Ferðamálaráðs við greinina sé í ágætum farvegi hvað markaðsstarfið snertir. – Ég hef einnig beitt mér fyrir ákveðnum breytingum á innra skipulagi á skrifstofu Ferðamálaráðs sem ég tel vera að skila sér í auknu samstarfi við greinina.</p> <p style="text-align: justify">Eins og félagsmönnum í SAF er kunnugt stendur nú yfir vinna við gerð ferðamálaáætlunar en það er sú stefna í ferðamálum sem ég hyggst leggja fram á næsta þingi. Ég bind miklar vonir við þessa áætlun og að með henni myndist grundvöllur að nýju lagaumhverfi ferðaþjónustunnar. Í áætluninni munu mörg þau mál sem á ferðaþjónustunni brenna verða tekin fyrir og skilgreind á aðgengilegan hátt svo að hefjast megi handa við að vinna þeim - einu af öðru - brautargengi. Eitt af mörgum málum sem nauðsynlegt er að skoða við gerð nýrra laga um skipan ferðamála eru öryggismálin en nefnd um öryggisreglur fyrirtækja í afþreyingu skilaði mér nýverið tillögum sínum.</p> <p style="text-align: justify">Við gerð ferðamálaáætlunar njótum við þess auðvitað, að samhliða vinnur SAF að stefnumótun fyrir sín samtök.</p> <p style="text-align: justify">Góðir fundarmenn – að lokum vil ég fagna þeim mikla uppgangi sem átt hefur sér stað á vettvangi íslenskra flugmála. Íslensk flugfélög hafa haslað sér völl víða um heim svo eftir hefur verið tekið og innanlandsflug stendur í miklum blóma eftir nokkur mögur ár. Hér er ég að vísa til Icelandair, Atlanta, Flugfélags Íslands, Íslandsflugs og Bláfugls auk samstarfs Iceland Express og breska flugfélagsins Astraeus. -</p> <p style="text-align: justify">Fundarmenn – mig langar að lokum til að óska ykkur enn á ný til hamingju með glæsilegan aðalfund og þakka Samtökum ferðaþjónustunnar fyrir gott samstarf frá stofnun samtakanna.</p> <p style="text-align: justify"> </p> <p style="text-align: justify"> </p> <p style="text-align: justify"> </p> <p style="text-align: justify"> </p> <p style="text-align: justify"> </p> <br /> <br />

2004-03-23 00:00:0023. mars 2004Alþjóðleg ferðasýning í Berlín (ITB)

<P></P>Ávarp samgönguráðherra, í móttöku á sýningarsvæði Íslands á ITB í Berlín, mánudaginn 15. mars 2004. <P><P> <P>Góðir gestir, dear guests!</P> <P align=justify>Það er mér mikil ánægja að eiga þess kost að koma nú í fyrsta sinn á þessa mikilvægu ferðakaupstefnu, ITB. Ég átti von á að þetta væri umfangsmikil sýning en samt kemur stærð hennar mér á óvart. ITB sannar hve gríðarlega umfangsmikil ferðaþjónustan er í heiminum og líka hvað samkeppnin um viðskiptin er hörð. – Það er því stórkostlegt að sjá hve mörg íslensk fyrirtæki taka þátt í sýningunni á þessu sinni og hve öll umgjörð Íslands er okkur til mikils sóma. </P> <P align=justify></P> <P align=justify>Það er íslenskri ferðaþjónustu lífsnauðsynlegt að styrkja enn frekar stöðu sína á evrópskum ferðamarkaði. Evrópa er okkar stærsti markaður og hefur þýski markaðurinn alltaf verið sérstaklega traustur enda fáar þjóðir áhugasamari um Ísland en Þjóðverjar. – Skrifstofa Ferðamálaráðs hér í Þýskalandi hefur m.a. það hlutverk að sinna almennri landkynningu hér og í Frakklandi, á Ítalíu og víðar. Ferðamálaráð á að vera samstarfsvettvangur greinarinnar allrar og sér um að veita ferðaskrifstofum og einstaklingum upplýsingar um Ísland. Það er mér mikið kappsmál að greinin nýti sér þá þjónustu sem þar er í boði enda mikilvægt að allar opinberar fjárfestingar í ferðaþjónustu skili sér í auknum umsvifum ferðaþjónustunnar og inn í íslenskt efnahagslíf.</P> <P align=justify></P> <P align=justify>Þið sem hér eruð vitið að stórauknu fé hefur verið varið til markaðssóknar í íslenskri ferðaþjónustu undanfarin ár og aldrei meir en á þessu ári. Þessi markaðssókn er ekki síst öflug vegna þess að fyrirtækin hafa sýnt vilja í verki til að taka fullan þátt í að gera sem mest úr þessum fjármunum. Við megum því eiga von á að sjá Ísland kynnt með enn markvissari og öflugri hætti en áður.</P> <P align=justify></P> <P align=justify>Mig langar að lokum til að hvetja alla þá sem hér eru til að starfa saman af einhug, fagmennsku og stefnufestu til að í sameiningu verði hægt að ná þeim árangri sem stefnt er að fyrir íslenska ferðaþjónustu og íslenskt efnahagslíf.</P> <P align=justify></P> <P align=justify>I want to thank you all for promoting Iceland as a tourist destination. Your work is highly appreciated. Thank you.&nbsp;</P> <P align=justify>&nbsp;</P> <P align=justify>&nbsp;</P> <P></P>

2004-03-23 00:00:0023. mars 2004Aðalfundur Símans

Samgönguráðherra ávarpaði fundarmenn á aðalfundi Símans þann 22. mars síðastliðinn.<p><P>Fundarstjóri, hluthafar, stjórn og starfsmenn Símans.</P> <P>Ég vil nota þetta tækifæri og ávarpa aðalfundarfulltrúa á þeim tímamótum er samgönguráðherra sleppir hendi af þessu merka fyrirtæki sem handhafi hlutabréfs ríkisins í Símanum. </P> <P>Á síðustu árum og þá ekki síst frá því Síminn varð hlutafélag hafa orðið stórstígar breytingar á vettvangi fjarskiptanna. Í fjarskiptum, líkt og í öllum öðrum viðskiptum, höfum við Íslendingar ákveðið að fella okkur að reglum hins Evrópska efnahagssvæðis sem við höfum undirgengist. Þær reglur fela í sér umfangsmiklar kvaðir gagnvart markaðsráðandi fyrirtækjum eins og Símanum um leið og sköpuð eru mikilvæg skilyrði fyrir samkeppni á fjarskiptamarkaði. Nú hefur samkeppni skapast og því tímabært og í fyllsta máta eðlilegt að ráðherra fjarskiptamála, sem fer með málefni Póst- og fjarskiptastofnunar, láti af hendi hlutabréf í Símanum, þessu fyrirferðarmikla fyrirtæki á íslenskum fjarskiptamarkaði.</P> <P>Á síðustu árum hefur verið unnið að því að efla Símann á flestum sviðum. Er óhætt að segja að vel hafi tekist til þótt á stundum hafi gustað um fyrirtækið. Með framsækinni fjarskiptalöggjöf og kröfuhörðum ákvæðum um alþjónustu hefur kerfi Símans verið byggt upp af miklum metnaði af úrvals starfsfólki. </P> <P>Við okkur blasir í dag verðmætt fyrirtæki á vaxandi samkeppnismarkaði, sem þjónar öllu landinu,- að vísu misjafnlega vel.</P> <P></P> <P>Því er ekki að leyna að ég hefði kosið að betur hefði tekist til með uppbyggingu fjarskiptakerfisins í landinu utan hins mesta þéttbýlis. Því miður hefur Síminn stungið meira við fæti við uppbyggingu háhraðakerfanna og farsímavæðingarinnar en ég hefði kosið og neytendur gera kröfur til. </P> <P>Það kemur því í hlut nýrrar stjórnar, sem kosin var hér í dag, að halda merkinu á lofti og færa okkur framar með því að nýta enn betur framþróun fjarskiptanna í þágu allra landsmanna, um leið og góð arðsemi er tryggð.</P> <P>Með sama hætti og öllum þykir eðlilegt að Síminn, sem heild, fjárfesti í Cantat3, Farice og Skyggni, verður að líta á uppbyggingu grunnkerfisins sem heild sem skapar aðgang að gagnaflutningum og símaþjónustu um landið allt. </P> <P>Fyrir skömmu setti ríkisstjórnin undir forystu forsætisráðherra fram metnaðarfulla stefnu um upplýsingasamfélagið fyrir árin 2004-2007 undir yfirskriftinni ,,Auðlindir í allra þágu". Í inngangi að riti, sem gefið var út af þessu tilefni, segir m.a. ,,<I>Staða Íslands</I> <I>varðandi notkun upplýsingatækninnar er góð. Sé litið til aðgengis landsmanna að tölvum og netinu eru Íslendingar í fararbroddi þjóða heims árið 2003. Hið sama má segja um ýmsa aðra þætti sem bornir eru saman í alþjóðlegum könnunum á sviði upplýsingasamfélagsins. Mikill árangur hefur til dæmis náðst á ákveðnum sviðum viðskiptalífsins. Í mörgum skólum landsins hefur upplýsingatæknin orðið eðlilegur hluti af skólastarfinu og í stjórnsýslunni hafa ráðuneytin og ríkisstofnanir tekið mörg framfaraskref.</P> <P>Á nokkrum sviðum hefur þróunin þó orðið hægari en væntingar stóðu til. Víða um landið er enn takmarkaður aðgangur að háhraðatengingum við fjarskiptakerfið og í sumum tilvikum enginn. Úr þessu þarf að bæta með markvissum aðgerðum. Íslendingar þurfa því að hafa sig alla við til að halda styrkri stöðu sinni í alþjóðlegum samanburði á þessu sviði og nauðsynlegt er að taka verulega til hendinni á þeim sviðum samfélagsins þar sem tæknin er ekki nýtt sem skyldi."</P></I> <P>Með þessum orðum er hvatningu beint til íslenskra fjarskiptafyrirtækja. Vil ég nota þetta tækifæri til þess að koma hvatningunni á framfæri.</P> <P> </P> <P>Í þessari stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið eru sett markmið og leiðir á sviði fjarskipta. Þar segir m.a.:</P> <UL> <LI>Mótuð verði, á árinu 2004, langtímastefna um fjarskiptamál á Íslandi.</LI></UL><B> <P>Ábyrgð: </B>Samgönguráðuneytið.</P> <UL> <LI>Stuðlað verði að því að landsmenn hafi greiðan aðgang að ódýrri og öruggri fjarskiptaþjónustu. Leitað verði leiða til að tryggja að allir landsmenn, sem þess óska, einnig íbúar strjálbýlli svæða, geti tengst háhraðaneti og notið viðunandi fjarskiptaþjónustu.</LI></UL><B> <P>Ábyrgð: </B>Samgönguráðuneytið.</P> <UL> <LI>Stefnt skal að því að allar helstu stofnanir ríkisins verði tengdar háhraðaneti árið 2006 og komið verði á öruggum samskiptum milli þeirra á sama ári.</LI></UL><B> <P>Ábyrgð: </B>Samgönguráðuneytið.</P> <UL> <LI>Bættur verði aðgangur að farsímaþjónustu á þjóðvegum landsins. Vegagerði ríkisins vinni að þessu verkefni í samráði við símafélög. Verkefninu verði lokið árið 2005.</LI></UL><B> <P>Ábyrgð: </B>Samgönguráðuneytið.</P> <UL> <LI>Stuðlað verði að uppbyggingu dreifikerfis fyrir stafrænt sjónvarp sem nái til landsins alls.</LI></UL><B> <P>Ábyrgð: </B>Samgönguráðuneytið í samráði við menntamálaráðuneytið.</P> <P>Með þessu hefur ríkisstjórnin markað mjög skýra stefnu á sviði fjarskiptanna og upplýsingasamfélagins sem fylgt verður eftir af fullri festu. </P> <P>Á öllum þessum sviðum er vinna hafin og stefni ég að því að í haust verði lögð fram í fyrsta skipti sérstök Fjarskiptaáætlun sem unnin verður í nánu samráði við fjarskiptafyrirtækin sem starfa á hinum mjög svo hraðfleyga markað.</P> <P>Vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut ríkisins í Símanum lagði ég fram á fundi ríkisstjórnarinnar í desember s.l<I>. </I>minnisblað um þau atriði sem ég taldi að hyggja þyrfti að áður en til sölu kæmi. Hefur verið skipaður viðræðuhópur bæði af hálfu stjórnar Símans og ráðuneytisins. Er þeim ætlað að leggja upp tillögu að samkomulagi, sem fæli í sér að ná tilteknum markmiðum sem ríkisstjórnin telur mikilvæg og varðar bætta þjónustu á sviði fjarskipa. </P><B></B> <P>Það er von mín að sem fyrst megi ljúka því starfi og leggja upp áætlun um framvindu þeirra verkefna sem vinna þarf svo Ísland verði áfram í fremstu röð á sviði fjarskipta og upplýsingatæknin nýtist okkur sem best í þágu bættra lífskjara og samkeppnishæfni landsins. Það er í samræmi við væntingar notenda fjarskipta á öllum sviðum.</P> <P>Ágætu fundarmenn. Ég vil ljúka þessu ávarpi með því að þakka öllum sem ég hef átt gott samstarf við hjá Símanum og óska stjórn og starfsmönnum gæfu og góðs gengis. Þá óska ég fjármálaráðherra og öllum hluthöfum Símans til hamingju með að hafa í höndum svo verðmæt hlutabréf. </P></p>

2004-02-23 00:00:0023. febrúar 2004Food and Fun Festival

Matar og skemmtihátíðin <EM>Food and Fun Festival</EM> var haldin á Íslandi í þriðja sinn dagana 18.-22. febrúar. Föstudaginn 20. febrúar ávarpaði samgönguráðherra gesti í Hótel og veitingaskólanum.<p><P align=justify>Ágætu gestir,</P> <P align=justify>Ég vil nota tækifærið og þakka ykkur sem hér eruð fyrir mikilvægt starf við að efla íslenska ferðaþjónustu. Það kastljós sem þið beinið að íslenskri matargerð er okkur mjög mikilvægt - og er áhugaverð leið til að gera Ísland að vinsælum áfangastað fyrir kröfuharða ferðamenn.</P> <P align=justify></P> <P align=justify>Stuðningur samgönguráðuneytisins í nafni íslenskra stjórnvalda við markaðsaðgerðir er auðvitað vel útilátinn og hefur vaxið ár frá ári. Stuðningurinn er veittur í þeirri vissu að ríkissjóður fái allt sitt margfalt til baka enda annað óafsakanlegt gagnvart skattgreiðendum landsins. Sjónum er beint að mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu en einnig að Íslendingum sjálfum sem eru mikilvægir ferðamenn í eigin landi auk þess sem þeir skapa það andrúmsloft sem erlendir ferðamenn sækjast eftir að upplifa.</P> <P align=justify></P> <P align=justify>Það hefur verið gaman að fylgjast með því hvað Food and Fun er að takast að skjóta rótum sem árviss og spennandi viðburður um miðjan vetur. Það er von mín að hátíðin verði haldin sem oftast enda er kominn vísir að því að hátíðin beinlínis hvetji ferðamenn til að koma hingað. Það á aðeins eftir að aukast ef rétt er haldið á spilunum og samstarf allra er jafn gott og raun ber vitni.</P> <P align=justify></P> <P align=justify>Dear guests, The Iceland Food and Fun Festival is going to demonstrate to the world just how SPECIAL our food really is. I can hardly wait to taste some of the delicacies here in front of us, so I promise not to keep you waiting much longer.</P> <P align=justify></P> <P align=justify>I would like to give thanks to the organizers and sponsors of this festival as well as the many restaurants and other partners who are simply too many to mention. Last but certainly not least a special thanks goes to The Culinary School of Iceland where we now are.</P> <P align=justify></P> <P align=justify>I wish that all of you will enjoy this lunch at the third Iceland Food & Fun Festival!</P> <P align=justify></P> <P align=justify></P></p>

2004-02-23 00:00:0023. febrúar 2004Stofnfundur Cruise Iceland

<P>Cruise Iceland samtökin eru samtök ferðaþjónustuaðila sem taka á móti skemmtiferðaskipum. Samgönguráðherra ávarpaði gesti á stofnfundi samtakanna 20. febrúar síðastliðinn.</P> <P> </P><P><A name=OLE_LINK1>Það er mér sönn ánægja að ávarpa stofnfund Cruise Iceland hér í dag en ég lít svo á að hér sé á ferðinni enn ein vísbendingin um þann kraft og fagmennsku sem íslensk ferðaþjónusta býr yfir. - Mér finnst líka ánægjulegt að sjá að bryddað upp á þeirri nýbreytni að tala um skemmtiskip í stað skemmti<B>FERÐA</B>skipa. <P>Það hvílir óneitanlega ævintýrablær yfir því að sigla með skemmtiskipi um heimsins höf. Fólk nýtur lífsins lystisemda um borð á milli þess sem framandi og spennandi staðir eru skoðaðir. </P> <P>Þessir staðir eru auðvitað fjölmargir um allan heim og samkeppnin um skemmtiskipin því hörð. Það geta hins vegar ekki allir tekið á móti þessum skipum, að minnsta kosti ekki þeim stærstu. Til þess þarf stórar hafnir og einnig aðra innviði til að móttaka - oft á tíðum mjög kröfuharðra viðskiptavina - uppfylli öll skilyrði. – Hér á landi eru hafnir eðlilega víða og uppbygging þeirra í takt við tímann. Hafnirnar eru þó fyrst og fremst gerðar til að þjóna þörfum fiskiskipa og fraktflutninga. Því er ekki annað hægt en að dást að því hve sambúðin við skemmtiskipin hefur gengið vel í þeim höfnum sem á móti þeim taka.</P> <P></P> <P>Þar sem ég er bæði ráðherra ferðamála og hafnamála er stofnun Cruise Iceland mér sérstakt fagnaðarefni enda er bætt nýting dýrra hafnarmannvirkja stjórnvöldum mikið kappsmál. Árlega er varið á annan milljarð króna til uppbyggingar hafna hér á landi. Við þetta mun síðan í sumar bætast við umtalsverð fjárútlát hafnasjóða vegna stóraukinna krafna um öryggismál í höfnum. Nú er það svo að alþjóðlegar reglur leggja okkur þá skyldu á herðar að tryggja öryggi siglingaleiða á sama hátt og við þekkjum úr fluginu. Setja þarf upp vopnaleitarhlið á viðkomustöðum skipanna og aðstöðu til að gegnumlýsa farangur og frakt. </P> <P>Eins og ykkur, sem eruð hér, er vel kunnugt hefur samgönguráðuneytið beitt sér fyrir því að stórauka opinbert fjármagn til markaðssóknar íslenskrar ferðaþjónustu. Ferðamálaráð hefur stýrt þeirri sókn og við getum verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur þó að gefið hafi á bátinn um stund. Fjölmargar leiðir eru farnar til að vekja athygli á landinu og er af þessu tilefni hér í dag rétt að geta þeirrar gríðarlegu vinnu sem síðustu árin hefur verið lögð í að fá skemmtiskip hingað til lands. Þar hafa Reykjavíkur- og Akureyrarhöfn verið í fararbroddi ásamt Ferðamálaráði í New York en fleiri hafnir hafa komið að málum og er ég feikilega ánægður að sjá að Ísafjarðarhöfn er einnig aðili að þeirri vinnu sem liggur að baki stofnun Cruise Iceland. </P> <P>Ég óska íslenskri ferðaþjónustu til hamingju með daginn því að hér er á ferðinni gríðarlega stórt tækifæri fyrir greinina. Vonandi sjá sem flest fyrirtæki og einstaklingar sér hag í að gerast aðilar að Cruise Iceland svo samtökin nái þeim byr sem að er stefnt.</P> <P>Ég óska þeim, sem staðið hafa að undirbúningi þessara samtaka innilega til hamingju með vel unnið verk.</P> <P></P> <P></P> <P></A> </P> <P></P>

2003-11-24 00:00:0024. nóvember 2003Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands 2003

<P>Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands var haldinn föstudaginn 21. nóvember 2003, á veitingastaðnum Ránni í Reykjanesbæ.</P> <P> </P><P>Góðir gestir. Ég vil byrja á að þakka góð viðbrögð við ræðu minni á ferðamálaráðstefnunni í Mývatnssveit í síðasta mánuði.<BR><BR>Á næsta ári mun Ísland vera í formennsku í Norðurlandaráði og hefur samgönguráðuneytið í fyrsta sinn birt formennskuáætlun sína í sérstökum bæklingi.<BR><BR>Á þeim vettvangi er sjónum manna í auknum mæli beint að ferðaþjónustu sem vaxandi atvinnugrein ef rétt er á málum haldið. Samgönguráðuneytið leggur áherslu á að á þessum vettvangi verði stuðlað að gerð samnorrænnar stefnumótunar á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Hér er um gríðarlega víðfeðmt verkefni að ræða og hefur þegar verið unnið mikið starf á ýmsum sviðum nátengdum þessu málefni. Það er því nauðsynlegt að afmarka verkefnið við skýrt afmarkaða og sameiginlega þætti úr menningu Norðurlandanna, í fortíð, nútíð og framtíð.<BR><BR>Einnig verður lögð áhersla á frekari vinnu við stefnumörkun í sjálfbærri ferðaþjónustu á norðurskautssvæðum og að hrinda í framkvæmd aðgerðaráætlun tengdri þessari stefnu. Hér er um þýðingarmikið mál að ræða þar sem ferðaþjónustan getur tengt okkur saman og um sameiginlegar hugmyndir er að ræða. Þá skal stefnt að því að tryggja að Norðurlöndin verði í fararbroddi í aðgengismálum hreyfihamlaðra á ferðamannastöðum.<BR><BR>Nú er stutt í að Norðurbryggja, eða Bryggjan, í Kaupmannahöfn verður opnuð en þar mun Ferðamálaráð Íslands vera með sérstaka landkynningarskrifstofu. Landkynningarskrifstofan á Norðurbryggju markar nýja tíma og nýjar áherslur með öflugri útrás á Norðurlöndum og í Evrópu.<BR><BR>Ég hvet Ferðamálasamtök Íslands til að huga að því hvaða möguleikar kunni að felast í þessu skrefi fyrir ferðaþjónustuna enda Norðurlöndin gríðarlega þýðingarmikill markaður.<BR><BR>Viðamesta verkefnið á formennskuári Íslands verður heildarúttekt á samgöngum innan "Vest-Norden" en á þeirri úttekt munu ríkisstjórnir landanna þriggja væntanlega byggja frekari ákvarðanir um flug innan svæðisins. <BR><BR>Stöðvun flug Air Greenland til Akureyrar hefur verið nokkuð til umræðu upp á síðkastið en þegar félagið óskaði eftir að fá að fljúga hingað til lands veittu íslensk stjórnvöld félaginu mjög rúm réttindi. Íslenskir flugrekendur gerðu athugasemdir við þetta en mótmæltu þó ekki formlega. Óánægja þeirra byggðist á því að gagnkvæmni ríkti ekki á milli samningsaðila, þ.e. íslensk félög fengu ekki sömu réttindi til að fljúga til Grænlands. Af þessum sökum fóru fulltrúar samgönguráðuneytis og flugrekenda á fund með dönskum samgönguyfirvöldum. Á þeim fundi var ekki fallist á óskir um endurskoðun á loftferðasamningi þjóðanna með tilliti til gagnkvæmni. Samningurinn er frá árinu 1950. – Stöðvun flugsins á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar byggðist þó ekki að neinu leyti á þessu heldur eingöngu viðskiptalegum forsendum eftir því sem ég hef upplýsingar um. <BR><BR>Nauðsynlegt er að horfa enn frekar til framtíðar og skilgreina þau fjölmörgu verkefni sem bíða ferðaþjónustunnar svo hún megi halda mikilvægri stöðu sinni sem gjaldreyrisskapandi atvinnugrein. Það var því fyrir tveimur árum að ég skipaði nefnd um framtíð ferðaþjónustunnar og fékk henni það stóra verkefni að horfa allt fram til ársins 2030 og leitast við að meta þá sýn sem við blasir og leggja á ráðin um nauðsynlegar aðgerðir svo ferðaþjónusta megi vaxa í sátt við umhverfi landsins. <BR><BR>Tillögur nefndarinnar liggja nú fyrir í skýrslunni Íslensk ferðaþjónusta, framtíðarsýn - og er það von mín að hér sé kominn grunnur til að byggja á nýja stefnu í ferðaþjónustu.<BR><BR>Með þessari skýrslu framtíðarnefndar, skýrslunni um menningartengda ferðaþjónustu, skýrslunni um heilsutengda ferðaþjónustu og skýrslunni um Auðlindina Ísland tel ég að grundvallarvinnu fyrir stefnumótun íslenskrar ferðaþjónustu liggi fyrir. Við erum komin á framkvæmdastigið.<BR><BR>Ég hef nú skipað þriggja manna stýrihóp og fengið honum það verkefni að fara í gegnum áðurgreinda vinnu og leggja drög að nýrri ferðamálaáætlun sem ég hyggst leggja fram á Alþingi á næsta þingi. Formaður hópsins er Magnús Oddsson, ferðamálastjóri en auk hans eru Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu ferðamála í samgönguráðuneytinu og Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF í hópnum.<BR><BR>Á vegum stýrihópsins starfa síðan fleiri aðilar sem fá það viðamikla verkefni að vinna tillögur til stýrihóps um þann hluta ferðamálaáætlunar sem snýr að skipulagi, verkefnum og hlutverki stjórnsýslu og annarra þjónustuþátta íslenskrar ferðaþjónustu og gera tillögur um breytt lagaumhverfi greinarinnar samkvæmt mati stýrihópsins. <BR><BR>Ferðamálaráð mun ráða starfsmann stýrihópsins sem m.a. mun halda úti heimasíðu þar sem ALLIR geta komið á framfæri hugmyndum sínum um stefnumótunina.<BR><BR>Stýrihópurinn er fámennur en ráðuneytið hefur einnig óskað eftir tilnefningum hagsmunaaðila fyrir sérstakan 20 manna samráðsvettvang. Þeir sem tilnefna fulltrúa á þennan vettvang eru Ferðamálasamtök Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, SAF og stjórnmálaflokkarnir.<BR><BR>Í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir 320 milljónum króna til markaðssóknar í íslenskri ferðaþjónustu og eru þeir fjármunir enn á ný hrein viðbót við það fé sem Ferðamálaráð hefur úr að spila vegna markaðsstarfs á erlendum vettvangi og þess sem fer til ferðamálasamtaka landshlutanna.<BR><BR>Í ljósi góðrar reynslu munu þessir fjármunir fara í sérstakt markaðsátak undir stjórn ferðamálastjóra og forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálaráðs. Reikna ég með að umfangsmikilli auglýsinga- og kynningarherferð verði hrundið af stað á hefðbundnum markaðssvæðum, en að einnig verði stutt við markaðsstarfið í Japan, sem gefur miklar vonir, og er farið að skila sér. – Skrifstofa Ferðamálaráðs mun bjóða út fjármuni til samstarfsverkefna og leitast þannig við að tvöfalda það fjármagn sem kemur frá hinu opinbera. Þetta hefur nú verið gert tvisvar sinnum og gafst mjög vel þó að borið hafi á óánægju hjá þeim sem ekki náðu samningum. <BR><BR>Samgönguráðuneytið hefur lagt áherslu á skýrari reglur svo ekki fari á milli mála hvaða kröfur þarf að uppfylla til að samstarf um landkynningu komist á með fjármunum úr ríkissjóði. Ferðamálastjóri hefur ákveðið að halda kynningarfundi um málið, lengja umsóknarfrestinn verulega og með því að útbúa sérstök umsóknareyðublöð svo ekki fari á milli mála um hvað málið snýst. Auglýsingin verður birt í næstu viku og hvet ég fundarmenn til að reyna með öllum ráðum að stofna til samstarfs við Ferðamálaráð um kynningu á svæði sínu eða fyrirtæki.<BR><BR>Ákveðið hefur verið að auglýsa síðar eftir samstarfsaðilum vegna innlendrar kynningar og hvet ég fundarmenn til að hyggja ekki síður að þeim möguleikum sem þar felast. <BR><BR>Með breyttu ferðamynstri hefur þýðing upplýsingamiðstöðva aukist gríðarlega en með því á ég við fjölgun ferðamanna á eigin vegum sem margir hverjir hafa ekki skipulagt dvöl sína út í æsar og þurfa mikla þjónustu.<BR><BR>Reykjavíkurborg opnaði á þessu ári öfluga upplýsingamiðstöð ferðamanna og heyrir hún undir Höfuðborgarstofu. Eftir að Reykjavíkurborg ákvað að draga sig út úr samstarfi innan Markaðsráðs ferðaþjónustunnar beitti ég mér fyrir því að Ferðamálaráð og Höfuðborgarstofa gerðu með sér samkomulag um aðkomu ríkisins að rekstri stöðvarinnar enda mikilvægt að ferðaþjónustan á öllu landinu eigi aðkomu að þessari þýðingarmiklu upplýsingamiðstöð og borgin komi þannig til samstarfs að nýju sem nýtist á landsvísu. Ég reikna með að samningurinn um upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík verði framlengdur og þá helst til nokkurra ára. <BR><BR>Að sama skapi tel ég mikilvægt að landshlutamiðstöðvarnar sem nú fá rekstrarframlög frá Ferðamálaráði geti gert samninga til tveggja eða þriggja ára í senn - í stað eins árs eins og nú er.<BR><BR>Í nýrri úttekt Byggðastofnunar á rekstrarumhverfi upplýsingamiðstöðva kom m.a. fram að þær standa víða á brauðfótum og eru varla samkeppnishæfar um mannafla vegna þess hver reksturinn er ótryggur frá ári til árs.<BR><BR>Frá árinu 1999 hafa framlög til Ferðamálasamtaka landshlutanna – og þar af leiðandi til upplýsingamiðstöðva - aukist hröðum skrefum. Þau voru 8 milljónir 1999 en 31 milljón á þessu ári. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2004 er hins vegar um nokkra skerðingu að ræða. Hvernig sem því máli lýkur þá vil ég beita mér fyrir að stórauka framlag ferðamálayfirvalda til reksturs upplýsingamiðstöðva – Í ráðuneytinu er unnið að því að leita leiða til að svo megi verða þegar á næsta ári. <BR><BR>Til þess að ferðaþjónustan hafi möguleika á að þróast sem atvinnugrein í nútímalegu samkeppnisumhverfi þurfa innviðirnir að vera í lagi. Hér á ég við fjölmarga hluti en stórátak hefur verið gert í vegamálum og áfram verður unnið að mikilvægum vegabótum á kjörtímabilinu. Jafnframt mun samgönguráðuneytið standa fyrir sérstökum umferðaröryggisaðgerðum á þjóðvegakerfinu á þessu kjörtímabili. Gert verður sérstakt átak í að sníða af hættulega kafla á vegakerfi landsins og bæta merkingar á vegum um allt land.<BR><BR>Auk þess er margt í innviðum sem þarf að bæta m.a. á sviði samgangna og fjarskipta. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir miklum framkvæmdum, sem bæta stöðu ferðaþjónustunnar, og það er mér kappsmál að símafyrirtækin í landinu taki við sér og sjái sér hag í því að efla þjónustuna um allt land svo aukin flutningsgeta á Internetinu og farsíminn geti, í samræmi við kröfur nútímans, verið það atvinnu- og öryggistæki sem ferðamenn og aðilar í ferðaþjónustu um allt land geta treyst á.<BR><BR>Stórátak hefur verið gert í vegamálum og áfram verður unnið að mikilvægum vegabótum á kjörtímabilinu. Jafnframt mun samgönguráðuneytið standa fyrir sérstökum umferðaröryggisaðgerðum á þjóðvegakerfinu á þessu kjörtímabili en samgönguráðuneytið hefur nú tekið við nýjum málaflokki: umferðarmálum, sem áður heyrðu undir dómsmálaráðuneytið.<BR><BR>Fé til úrbóta á fjölsóttum ferðamannastöðum hefur aukist hröðum skrefum undanfarin ár. Það er grundvallaratriði fyrir atvinnugrein, sem gerir að svo miklu leyti út á náttúruskoðun, að náttúruperlur skaðist ekki. Vegagerðin hefur víða komið að verkefnum með Ferðamálaráði og legg ég áherslu á að sú góða samvinna haldist og að lágmarksþjónusta verði á öllum fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins, en þá á ég við bílastæði, göngustíga, merkingar og snyrtiaðstöðu þar sem við á.<BR><BR>Á þessu ári hófst samstarf um byggðamál í tengslum við byggðaáætlun og er markmiðið að styðja sérstaklega við uppbyggingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni næstu þrjú árin a.m.k.<BR><BR>Fundargestir. Ferðaþjónustan stendur í miklum blóma víðast hvar en stríðir eðlilega við ýmis vandamál sem einkum tengjast miklum fjárfestingum og litlum viðskiptum yfir veturinn. Ráðuneytið er einnig í samstarfi við önnur ráðuneyti, sveitarstjórnir og einkafyrirtæki um eflingu hestatengdrar ferðaþjónustu og er ég þar að vísa til samstarfssamninga um rekstur Hestamiðstöðvar og Umboðsmanns íslenska hestsins.<BR><BR>Að lokum óska ég ykkur öllum góðs aðalfundar og ánægjulegrar dvalar hér í Reykjanesbæ. Ferðamálasamtökum Íslands óska ég farsældar í störfum sínum. <BR></P>

2003-10-31 00:00:0031. október 2003Ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga

<P>Við upphaf ársfundar Hafnasambands sveitarfélaga, sem haldinn var 31. október, ávarpaði Sturla Böðvarsson gesti.</P> <P> </P><P>Ágætu ársfundarfulltrúar,<BR><BR>Það er mér mikil ánægja að eiga þess kost að flytja hér ávarp á fyrsta hafnafundi Hafnasambands sveitarfélaga, sem haldinn er skv. nýjum lögum sambandsins, sem samþykkt voru á síðasta ársfundi. <BR><BR>Markmið með þessum hafnafundum sýnist mér vera m.a. almennar kynningar og fræðslustarfsemi fyrir starfsmenn og stjórnendur hafna. Ég tel að þetta lýsi mikilli framsýni Hafnasambandsins. Þær miklu breytingar sem eru að ganga um garð þessi misserin krefjast þess að eflt verði allt fræðslu- og kynningarstarf á vettvangi hafnanna.<BR><BR>Það er ástæða til þess að rifja það upp að við stöndum frammi fyrir miklum breytingum í rekstri hafnanna og raunar á flestum sviðum samgöngukerfisins. Þær breytingar allar kalla á náið samráð og samstarf milli samgönguráðuneytisins og stjórnar Hafnarsambandsins og lýsi ég mig tilbúinn til þess að eiga gott samstarf við ykkur. <BR><BR>Ný hafnalög hafa tekið gildi, nýtt Hafnaráð er tekið til starfa eftir breytta skipan þess þar sem notendur hafnanna tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins eiga sérstakan fulltrúa, Samgönguáætlun hefur verið samþykkt, fyrsta fjárlagafrumvarpið liggur fyrir eftir að ný hafnalög hafa tekið gildi og er gert ráð fyrir að framkvæmdir í höfnunum verði í samræmi við samgönguáætlunina. Varið verður rúmum milljarði til hafnanna af fjárlögum ríkisins auk þess sem til sjóvarna verður varið 77 milljónum kr. Það er því af mörgu að taka í samskiptum hafnanna, Siglingastofnunar og samgönguráðuneytis.<BR><BR>Þann 1. júlí á þessu ári tóku gildi ný hafnalög. Ein af ástæðum fyrir breyttri skipan hafnamála var krafa samkeppnisyfirvalda um að gjaldskrár hafna væru ekki samræmdar heldur tæki hver höfn sjálfstæða ákvörðun um sína gjaldskrá. Þessi lög fela í sér miklar breytingar fyrir íslenskar hafnir og er ekki nema hluti þeirra breytinga kominn fram. Það sem er að skýrast nú er að miklar hræringar hafa orðið í gjaldskrármálum og hafa margar hafnir breytt gjaldskrám sínum oftar en einu sinni á þessu tímabili. Viðskiptavinir hafnanna eða samtök þeirra hafa sýnt höfnunum mikið aðhald og gengið hefur á ýmsu. Það er þó ljóst að menn eru farnir að tala saman um þessi gjöld, sem ekki var áður, og það hlýtur að vera af hinu góða.<BR><BR>Deilur um gjaldtöku hafnanna valda mér hins vegar miklum áhyggjum og kröfur útgerða og skipafélaga benda til þess að takmarkaður skilningur sé þar á bæjum gagnvart hagsmunum hafnanna og þörf þeirra fyrir eðlilegar tekjur vegna þjónustu hafnanna. Er augljóst að þar er arfur þess tíma þegar útgerðin taldi sig eiga að hafa aðgang að fjármunum úr ríkissjóði til þess að skapa hafnaraðstöðu án þess að fyrir þá fjárfestingu fengist eðlilegur arður sem nýttist til þess að reka hafnirnar og byggja þær upp. <BR><BR>Ótrúlegar skeytasendingar útvegsmanna á ársfundi þeirra í gær vekja ekki miklar vonir um að í þeim herbúðum megi finna skilning á þörfum hafnanna til eðlilegra tekna. Sá tónn sem þar var sleginn færir mér heim sanninn um að það var mikil ástæða til þess að styrkja löggjöf um hafnir og skapa þeim betra svigrúm til rekstrar í breyttum heimi viðskiptanna.<BR><BR>Nýverið kom fram fyrir hafnaráð skýrsla Siglingastofnunar Íslands um afkomu tveggja af stærstu höfnum landsins, þ.e. Reykjavíkurhöfn og Hafnafjarðarhöfn. Niðurstaða hennar var að afkoma þessara tveggja hafna af hafnarekstri væri óviðunandi. Sjálfsagt getur sú niðurstaða verið umdeilanleg en það er samt ljóst að hafnirnar verða að skoða vel sinn hag nú meðan að tækifæri gefast til þess. Á sama hátt hlýtur það að vera í þágu viðskiptavina hafnanna að þær séu almennilega reknar. Það er ekki þeirra hagur, þegar til lengri tíma er litið, að það ríki ævintýramennska í hafnarekstri á Íslandi. Það ætti að vera öllum mönnum ljóst að hér eru sameiginlegir hagsmunir á ferðinni. Hagsmunirnir felast í markmiðum um hagkvæman hafnarekstur til framtíðar á Íslandi öllum til hagsbóta.<BR><BR>Mér var það alveg ljóst þegar að ég lagði frumvarpið til breytinga á hafnalögunum fyrir Alþingi, að það myndi víða hvessa þegar að lögin tækju gildi. Breytingarnar eru það miklar. Ég er jafnframt viss um að ekki hefur öllum stormum slotað. Ég held reyndar að töluverður tími muni líða þangað til að nýtt jafnvægi kemst á. Hvet ég menn að hafa þetta í huga og taka þeim breytingum, sem framundan eru, sem nýjum áskorunum eða verkefnum sem þurfi að leysa, en leggja ekki árar í bát eða streitast á móti óhjákvæmilegum breytingum.<BR><BR>Mikill misskilningur virðist vera í gangi hjá samtökum útgerða um gjaldskrá hafnanna og ákvæði hafnalaga sem lúta að heimild til gjaldtöku fyrir þjónustu hafnanna. Í 17gr. hafnarlaganna eru skilgreind þau gjöld sem hafnirnar mega leggja á vegna þjónustu við flotann. Ein af forsendum hafnalaganna er að gjaldskráin verði gefin frjáls og hafnirnar megi semja um gjaldtöku við viðskiptavini og þar með svo sem gert er ráð fyrir í síðustu málsgrein 17.gr að gera langtímasamninga við viðskiptavini. Í ákvæði til bráðabirgða er hinsvegar gert ráð fyrir að samgönguráðherra gefi út gjaldskrá sem gildi fyrsta árið.<BR><BR>Nú hafa fulltrúar útgerðarinnar gert þá kröfu að hafnirnar semji um breytingar á gjaldskránni með því að veita enn frekari afslátt en svigrúm er fyrir innan gjaldskrárinnar. Það er mat ráðuneytisins að ekki sé eðlilegt að ganga lengra en gjaldskráin gerir ráð fyrir á aðlögunartímanum. Ég lít svo á að samkomulg hafi verið gert um að veita þennan frest til fullkomins frelsis og samkeppni sem bráðabirgðaákvæði hafnalaganna gerir ráð fyrir. Þegar litið er til þess að hafnagjöldin hafa verið innan við 1% af tekjum útgerðarinnar er ekki um verulegan hluta útgjalda fiskiskipaflotans að ræða og ættu forsvarsmenn útgerða ekki síður að snúa sér að þeim hluta útgjalda sem nemur nærri 99% kostnaðar útgerða.<BR><BR>Í kjölfar hryðjuverkanna i Bandaríkjunum 11. september 2001 var samþykkt á 22. þingi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) í nóvember 2001 að gera sérstakt átak í hafna- og siglingavernd. Aðgerðir skyldu miða að bæði skammtímamarkmiðum og langtímamarkmiðum. Ég skipaði stýrihóp í maí 2003 sem hefur það hlutverk að :<BR><BR>- Fara yfir og skilgreina þær kröfur sem gerðar eru í ofangreindum reglum um siglingavernd og hverjum beri að fullnægja þeim. <BR>- Gera tillögur að nauðsynlegum laga- og reglugerðarbreytingum til að innleiða framangreindar alþjóðlegar kröfur. <BR>- Semja siglingaverndaráætlun fyrir Ísland. <BR>- Kanna fjárhagsleg áhrif innleiðingarinnar. <BR><BR>Stýrihópur þessi er nú að störfum af fullum krafti því verkefni þetta er mjög viðamikið.<BR><BR>Mér þykir rétt hér að vekja athygli á skilgreiningu á hafnaraðstöðu í SOLAS-samþykktinni. Samkvæmt henni er hafnaraðstaða svæði ákveðið af aðildarríki þar sem skip tengist höfn. Svæðið tekur m.a. til skipalægis, viðlegukanta og aðkomuleiða frá sjó, eins og við á. Það er forráðamanna hafna að velja hvort uppfylla skal kröfur um hafnavernd. Meti þeir ekki ástæðu til þess að uppfylla kröfurnar geta þeir átt von á að skip með siglingaverndarskírteini í millilandasiglingum velji að koma ekki til hafnarinnar af öryggisástæðum. Því vil ég hvetja allar hafnir til þess að hugleiða vel hvort þær telji sig þurfa taka á móti slíkum skipum og gera þær ráðstafanir sem til þarf. Undan því verður ekki vikist.<BR><BR>Ég vil að lokum enda ávarp mitt á því að hvetja stjórnendur íslenskra hafna til þess að huga vel að hagræðingu og samruna hafnarsvæða í þeim tilgangi að gera rekstur þeirra hagkvæmari og bregðast við þeirri samkeppni sem framundan er augljóslega. Hafnirnar verða ekki í því skjóli stjórnvalda sem þær hafa verið í eftir að samkeppni og frjáls gjaldsskrá verða að veruleika um mitt næsta ár. Það er nú þegar runnið upp nýtt viðskiptaumhverfi hafna. Með því að öryggismálin er færð upp í æðra veldi verður ekki aftur snúið frá því að hafnirnar verða að leita hagkvæmustu kosta bæði hvað varðar fjárfestingu og hagkvæmni í rekstri sem og að taka tillit til sterkri kröfu um hagkvæmni í flutningum jafnt á sjó sem á landi. <BR><BR>Ég óska ykkur svo öllum góðs gengis á þessum fyrsta hafnafundi.<BR></P>

2003-10-23 00:00:0023. október 2003Flugþing 2003

<P>Við setningu flugþings 23.október 2003 ávarpaði samgönguráðherra gesti.<BR></P><P>Góðir gestir ég vil bjóða ykkur öll velkomin til flugþings.<BR><BR>Ég vil sérstaklega bjóða velkomna alla fyrirlesarana á flugþinginu, en yfirskrift þingsins að þessu sinni er "Flug í heila öld", saga og framtíð flugsins. Það verður því horft til fortíðar jafnt og framtíðar hér í dag eins og sjá má af heiti fyrirlestranna sem fluttir verða hér á eftir.<BR><BR>Við erum komin langan veg frá fyrsta flugi þeirra Wright bræðra, fyrir rétt rúmum 100 árum síðan. Það fyrsta flug snerist auðvitað um viðleitni mannsins til að takast á við lögmál flugeðlisfræðinnar. Þeir bræður mörkuðu vissulega spor í mankynssögunni sem sýnast hins vegar dvergvaxin við hlið tækni breiðþotu nútímans. <BR><BR>Síðasta Flugþing var haldið við óvenjulegar aðstæður í skugga hryðjuverkanna 11.september 2001. Flugheimurinn er ekki enn samur eftir þær hörmungar sem gengu yfir þá og kölluðu á margvíslegar aðgerðir á sviði flugöryggismála, sem setja ekki einungis mark sitt á alla þjónustu í fluginu heldur einnig rekstur þeirra flugfélaga sem upp úr standa eftir þann hildarleik sem flugfélögin hafa háð í kjölfarið. Hvað sem því líður þá má með sanni segja að okkur hafi tekist að snúa vörn í sókn í flugrekstri og ferðaþjónustu og er ástæða til þess að minna á þær umfangsmiklu aðgerðir sem ríkisstjórnin tók upp þegar íslenska ríkið gekkst í ábyrgð fyrir flugfélögin vegna trygginga íslenska flugflotans. <BR><BR>Þær aðgerðir, ásamt farsælum viðbrögðum íslensku flugfélaganna, leiddu til þess að flugsamgöngur við landið eru tryggðar og leiguflugfélögin að færa út kvíarnar og tryggja verkefni til hagsbóta fyrir þá fjölmörgu sem vinna við flugið beint og óbeint. <BR><BR>Þátttaka okkar í alþjóðasamfélaginu og samvinnu á sviði flugs leggur á okkur nýjar kvaðir en opnar jafnframt ný tækifæri. Nýir loftferðasamningar við lönd eins og Japan og Kína opna fyrir áhugaverða möguleika. Íslensk flugfélög eru í útrás og markaðurinn er allur heimurinn, eins og dæmin sýna.<BR><BR>Á Flugþinginu 2001 gerði ég einkum að umræðuefni flugöryggismálin og þær víðtæku og margvíslegu breytingar og aðgerðir sem ráðuneytið hefur staðið fyrir á sviði flugöryggismála. <BR>Vil ég vísa til þess og geta áhugasamir rifjað það upp með því að kynna sér það á heimasíðu minni, en þar kemur fram hversu mikilvægar breytingar hafa verið gerðar á löggjöf og starfsemi Flugmálastjórnar og Rannsóknarnefndar flugslysa. <BR><BR>Á grundvelli nýrra laga hefur verið skipað nýtt flugráð undir forystu Gísla Baldurs Garðarssonar lögmanns. Vil ég nota þetta tækifæri til þess að færa þeim flugráðsmönnum þakkir sem skipuðu hið gamla flugráð og þá sérstaklega fv. formanni Hilmari Baldurssyni, sem stýrði ráðinu, en gaf ekki kost á sér til frekari starfa eftir farsælan feril sem formaður.<BR><BR>Það er ástæða til þess að minna á miklar framkvæmdir hér á Reykjavíkurflugvelli, sem unnar hafa verið í samræmi við Samgönguáætlun. Ég vil á þessum vettvangi þakka þann öfluga stuðning sem ég fann frá starfsfólki flugfélaga, og þeim sem vinna við tengda starfsemi, þegar orrustan um framtíð Reykjavíkurflugvallar stóð sem hæst. Ég mátti sæta árásum vegna þess að ég stóð í fylkingarbrjósti við endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar, sem hafði í áratugi verið hornreka í ríkiskerfinu og var látinn drabbast niður með óforsvaranlegum hætti. Í<I> </I>allri<I> </I>þeirri umræðu komu fram þau furðulegu sjónarmið að ráðherra flugmála ætti ekki að hafa<I> </I>skoðun á framtíðarstaðsetningu flugvallarins sem tengir höfuðborgina við<I> </I>landsbyggðina vegna þess að hann væri ekki þingmaður höfuðborgarinnar. Slík<I> </I>sjónarmið eru auðvitað fráleit og þakka ég sérstaklega þeim sem stóðu með mér<I> </I>vaktina í þeirri orrahríð. <BR><BR>Í dag er <B>völlurinn </B>nýendurbyggður og okkur til sóma, bæði flugbrautir, aðflugsbúnaður og öryggisbúnaður. Er það von mín að sú framkvæmd megi tryggja öryggi í fluginu og auðvelda flugrekendum þá mikilvægu þjónustu við landsmenn og ferðamenn sem nýta sér flugið.<BR><BR>Með endurbótum á flugvöllum landsins er gefinn tónninn um þann aga og þær ríkulegu kröfur til allrar starfsemi í fluginu sem ég tel að við eigum að gera og eðlilegt er að gera. Flugöryggismálin eru þýðingarmikil og er vaxandi áhersla lögð á þau af hálfu stjórnvalda og í starfi allra, sem að fluginu koma. <BR>En auðvitað má alltaf betur gera og hvergi má slaka á þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra sem hafa á hendi flugrekstur á Íslandi. <BR><BR>Um leið er mikilvægt að vinna stöðugt að þróun löggjafar, reglugerða og öryggiskerfa og bættum vinnubrögðum hjá flugrekendum, flugliðum, flugmálastjórn, Rannsóknarnefnd flugslysa, ráðuneyti, og öðrum þeim sem starfa við flug og flugþjónustu.<BR><BR>Góðir gestir, á síðasta flugþingi ræddi ég um nokkur atriði sem ég taldi nauðsynlegt að færa til betri vegar til að auka á flugöryggi. Þeirri vinnu hefur miðað vel áfram og hafa flest þau viðfangsefni sem ég taldi þá upp verið afgreidd.<BR><BR>Lög um flugvernd tóku gildi í mars 2002. Markmið með þeirri löggjöf er að vernda flugsamgöngur gegn ólögmætum aðgerðum og tryggja öryggi flugfarþega, áhafna og almennings. Í samræmi við þau lög var staðfest samræmd flugverndaráætlun til næstu ára fyrir Ísland annars vegar og eftirlitsskylda aðila hins vegar.<BR><BR>Flugöryggissvið Flugmálastjórnar hefur flutt í nýtt og hentugra húsnæði og er öll aðstaða þar nú til fyrirmyndar. <BR><BR>Eftirlitsvald og úrræði Flugmálastjórnar gagnvart flugrekendum hafa verið treyst í loftferðarlögum<BR><BR>Reglugerð um flugvelli er á lokastigi en í þágu flugöryggis verða flugvellir og flugstöðvar á Íslandi gerð starfsleyfisskyld.<BR><BR>Og að lokum nefni ég aftur að endurbygging Reykjavíkurflugvallar er eitt mikilvægasta skrefið sem stigið hefur verið í flugöryggismálum um langt skeið.<BR><BR>Flugöryggismál eru eilífðarverkefni og þó að góður árangur hafi náðst á <B>liðnum árum má aldrei sofna á verðinum heldur sífellt að leita leiða til að gera enn betur.</B><BR><BR>Ágætu þingfulltrúar. <BR>Þegar litið er til baka á þeim tímamótum að 100 ár eru liðin frá því að flug hófst er mikilvægt að horfa til framtíðar. Hver eru mikilvægustu verkefni okkar í fluginu á næstu árum og áratugum? Hver eru áform flugfélaganna?<BR><BR>Verkefnin blasa við okkur. <BR><BR>Í veröldinni allri gegnir flugið stöðugt mikilvægara hlutverki í opnum heimi gagnkvæmra og vaxandi viðskipta sem eru án landamæra þar sem ferðaþjónusta er stærsti atvinnuvegur veralda.<BR><BR>Fyrir okkur Íslendinga er flugið grundvallar þáttur í samgöngukerfi landsins. Ekki einungis vegna flugsamgangna til og frá landinu heldur einnig vegna innanlandsflugsins, sem vissulega er mikilvægur hlekkur í flutningakerfi landsins.<BR><BR>Ég hef ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun á allri stjórnsýslu og þjónustu Flugmálstjórnar og leggja upp nýtt framtíðarskipulag flugmála í landinu.<BR><BR>Hilmar Baldursson fyrrv. formaður Flugráðs mun stýra þeirri vinnu.<BR><BR>Gert er ráð fyrir að þessi vinna standi næstu tíu mánuði og að ég geti lagt fyrir ríkisstjórn og Alþingi þær breytingar á löggjöf sem talið er nauðsynlegt að gera haustið 2004.<BR>Vænti ég góðs samstarfs við alla þá sem til verður leitað um samráð vegna þessa starfs og er þess að vænta að samráð geti orðið með fundarhöldum og með kynningu á Netinu.<BR><BR>Þá geri ég ráð fyrir að leggja fram á þessu hausti frumvarp til nýrra laga um Rannsóknir flugslysa en vinna við það frumvarp er á lokastigi.<BR><BR>Ágætu flugþingsfulltrúar.<BR><BR>Ég vil þakka þeim sem hafa komið að undirbúningi þessa flugþingsins og vænti frjórrar umræðu hér í dag. <BR></P>

2003-10-17 00:00:0017. október 2003Umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs Íslands 2003

Samgönguráðherra afhenti umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs Íslands 2003 á Ferðmálaráðstefnu sem haldin var við Mývatn 16. og 17. okóber. Við það tækifæri ávarpaði hann gesti.<P align=left><BR><BR>Líkt og undanfarin ár hefur Ferðamálaráð óskað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna jafnframt því sem innan stofnunarinnar er fylgst með því sem ferðaþjónustuaðilar eru að gera í umhverfismálum. Í ár bárust 6 tilnefningar og hefur Ferðamálaráð Íslands komist að þeirri niðurstöðu að Bandalag íslenskra farfugla hljóti verðlaunin að þessu sinni.<BR><BR>Bandalag íslenskra farfugla, er aðili að alþjóðasamtökum farfuglaheimila. Meginhlutverk samtakanna er rekstur farfuglaheimila um allt land og upplýsingamiðlun til að gera fólki kleift að ferðast á hagkvæman hátt hér heima og erlendis. Alls starfa 23 gististaðir undir merkjum Bandalags íslenskra farfugla hér á landi og að auki leigja samtökin rekstur Tjaldsvæðisins í Laugardal af Reykjavíkurborg.<BR><BR>Árið 1997 hófst undirbúningur að gerð umhverfisstefnu samtakanna með aðstoð innlendra og erlendra ráðgjafa. Lagðar voru fram viðhorfskannanir fyrir gesti og 1998 tóku 8 heimili þátt í tilraunaverkefni á sviði umhverfismála. Þessi undirbúningsvinna tryggir það að umhverfisstefnan er í fullu samræmi við kröfur og væntingar ferðafólks, lög og reglugerðir opinberra aðila og lög alþjóðasamtaka farfuglaheimila og Bandalags íslenskra farfugla.<BR><BR>Árið 1999 var umhverfisstefnan samþykkt af stjórn samtakanna og í dag starfa öll gistiheimili innan samtakanna eftir henni. Frá og með þessu ári eru umhverfismál hluti af gæðastöðlum farfuglaheimilanna.<BR><BR>Með tilliti til mikils og vandaðs undirbúnings að umhverfisstefnu og þeirra markvissu og víðtæku þátttöku í henni er Bandalag íslenskra farfugla verðugur handhafi umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs Íslands 2003.<BR><BR>Vil ég að svo mæltu biðja formann Bandalags íslenskra farfugla Stefán Haraldsson, að koma og taka við verðlaunum. Verðlaunin sem er höggmynd ber heitið "Harpa" og er unnin af Hallsteini Sigurðssyni myndhöggvara. <BR><BR></P>

2003-10-16 00:00:0016. október 2003Ferðamálaráðstefna Ferðamálaráðs í Mývatnssveit

Ferðamálaráðstefna Ferðamálaráðs er að þessu sinni haldin í Mývatnssveit dagana 16. og 17. október. Við það tilefni hélt samgönguráðherra meðfylgjandi ræðu.<DIV align=center> <P><B></B> </P></DIV><BR>Ráðstefnustjóri, ágætu ráðstefnugestir!<BR><BR>Mér er það sérstök ánægja að ávarpa ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs Íslands hér í dag enda er Mývatn og einstök náttúra þessa svæðis einn af þeim hornsteinum sem íslensk ferðaþjónusta byggir á.<BR><BR>Á síðustu ferðamálaráðstefnu fór ég yfir viðbrögð stjórnvalda vegna hryðjuverkanna 11. september 2001, sem ótvírætt hafa ógnað ferðaþjónustunni um allan heim. Ég er mjög ánægður með hvernig samstarf stjórnvalda og hagsmunaaðila í greininni hefur skilað okkur árangri, sem flestir hefðu talið útilokaðan, miðað við þann vanda sem við stóðum gagnvart fyrir réttum tveimur árum. <BR><BR>Við skulum þó ekki dvelja við það heldur horfa fram á veginn. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar er lögð áhersla á að nýta sóknarfæri ferðaþjónustunnar eins og kostur er og gert ráð fyrir að Ferðamálaráð vinni náið með aðilum í greininni að markaðsstarfi og framþróun með það að markmiði að þjónusta við ferðamenn verði heilsársatvinnugrein sem skapi fleiri örugg og vel launuð störf. <BR><BR>Í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir 320 milljónum króna til markaðssóknar í íslenskri ferðaþjónustu og eru þeir fjármunir enn á ný hrein viðbót við það fé sem Ferðamálaráð hefur úr að spila vegna markaðsstarfs á erlendum vettvangi og þess sem fer til ferðamálasamtaka landshlutanna.<BR><BR>Í ljósi góðrar reynslu munu þessir fjármunir fara í sérstakt markaðsátak undir stjórn ferðamálastjóra og forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálaráðs. Reikna ég með að umfangsmikilli auglýsinga- og kynningarherferð verði hrundið af stað á hefðbundnum markaðssvæðum, en að einnig verði stutt við markaðsstarfið í Japan, sem gefur miklar vonir, og er farið að skila sér. Eins geri ég ráð fyrir að skrifstofa Ferðamálaráðs muni í byrjun næsta árs bjóða út fjármuni til samstarfsverkefna og leitast þannig við að tvöfalda það fjármagn sem kemur frá hinu opinbera. Þetta hefur nú verið gert tvisvar sinnum og gafst mjög vel þó að borið hafi á óánægju hjá þeim sem ekki náðu samningum. <BR>Ber að harma það kærumál sem er í gangi svo ekki sé nú talað um þau ómálefnalegu skrif sem ferðaskrifstofa hefur látið sér sæma að útbreiða á Netinu í tilraunum sínum til þess að koma höggi á ráðherra ferðamála. Eru trúlega fá dæmi um sambærilegan málflutning. <BR><BR>Samgönguráðuneytið hefur lagt áherslu á skýrar reglur, svo ekki fari á milli mála hvaða kröfur þarf að uppfylla, til að samstarf um landkynningu komist á með fjármunum úr ríkissjóði.<BR><BR>Ferðamálastjóri hefur ákveðið að halda kynningarfundi um málið, lengja umsóknarfrestinn verulega svo ekki fari á milli mála um hvað málið snýst.<BR><BR>Ég vona að haldið verði áfram með markaðsherferðina ,,Ísland, sækjum það heim" enda byggja fjölmargir aðilar í íslenskri ferðaþjónustu afkomu sína á Íslendingum sem ferðamönnum í eigin landi.<BR><BR>"Iceland Naturally"átakið í Norður-Ameríku hefur nú staðið yfir í fjögur ár, en þar er á ferðinni samstarfsverkefni stjórnvalda og fyrirtækja sem selja vörur og þjónustu á Bandaríkjamarkað. Framlag samgönguráðuneytis er rétt um sjötíu milljónir króna á ári en fyrirtækin leggja fram um það bil 30 milljónir. Þarna hefur skapast öflugt og eftirtektarvert samstarf sem ekki einvörðungu hefur náð góðum árangri heldur sýnir þann slagkraft sem hið opinbera og hagsmunaaðilar geta náð með því að samnýta fjármagn og þekkingu til að ná sameiginlegu markmiði. Ég tel vel koma til greina að nýta reynsluna af IN til hliðstæðs markaðsstarfs í Evrópu.<BR><BR>Með breyttu ferðamynstri hefur þýðing upplýsingamiðstöðva aukist gríðarlega en með því á ég við fjölgun ferðamanna á eigin vegum sem margir hverjir hafa ekki skipulagt dvöl sína út í æsar og þurfa mikla þjónustu. <BR>Reykjavíkurborg opnaði á þessu ári öfluga upplýsingamiðstöð í Reykjavík og heyrir hún undir Höfuðborgarstofu. Eftir að Reykjavíkurborg ákvað að draga sig út úr samstarfi innan Markaðsráðs ferðaþjónustunnar beitti ég mér fyrir því að Ferðamálaráð og Höfuðborgarstofa gerðu með sér samkomulag um aðkomu ríkisins að rekstri stöðvarinnar enda mikilvægt að ferðaþjónustan á öllu landinu eigi aðkomu að þessari þýðingarmiklu upplýsingamiðstöð og borgin komi þannig til samstarfs að nýju sem nýtist á landsvísu. Hefur Höfuðborgarstofa einnig fengið sérstakan styrk til markaðsmála. Meta þarf árangurinn af þessu samstarfi þegar markaðsaðgerðir verða endurmetnar.<BR><BR>Það var svo vordögum að ný og glæsileg Norræna sigldi inn í höfnina á Seyðisfirði. Þetta markar tímamót í ferjusiglingum hingað til lands því hér er komið skip sem stenst kröfur um þægindi. <BR>Tölur hafa sýnt fram á þýðingu þeirra farþega sem til landsins koma á þennan hátt þar sem þeir virðast fara víðar um landið og dvelja lengur á landsbyggðinni en margir aðrir. Ég tel því að fjárfesting í hafnarmannvirkjum og móttökustöðinnni hafi verið fullkomlega réttlætanleg og mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna.<BR><BR>Vísindaveiðar á hrefnu hófust hér við land þann 16. ágúst s.l. Veiðarnar hafa valdið Samtökum ferðaþjónustunnar, og sérstaklega þeim sem starfa við hvalaskoðun, miklum áhyggjum, eins og við er að búast. Hvalaskoðun hefur vaxið sem atvinnugrein og því var fyrirséð að hvalveiðar myndu valda deilum. <BR><BR>Ég legg mikla áherslu á að stjórnendur vísindaveiðanna taki tillit til hvalaskoðunar og forðist að fara inn á þau svæði sem þeir nýta við atvinnu sína. Fjölmiðlaumfjöllun um vísindaveiðarnar hefur verið miklu minni en ég átti von á. Hvort hún á eftir að aukast og skaða okkur á næstu árum er útilokað að segja um á þessu stigi. Í september komu hingað til lands rúmlega 16% fleiri gestir en á sama tíma í fyrra. Við þurfum þó eðlilega að fylgjast vel með allri umfjöllun og hugsanlegum afleiðingum veiðanna. Ég legg þó áherslu á að við tökum ekki sjálf þátt í að blása þetta mál upp í erlendum og innlendum fjölmiðlum á neikvæðum forsendum. Með sama hætti og við gerum kröfur til þess að sjávarútvegurinn taki tillit til ferðaþjónustunnar verðum við, sem erum talsmenn ferðaþjónustunnar, að taka tillit til þeirra hagsmuna sem sjávarútvegurinn telur að þurfi að verja með vísindaveiðum. <BR><BR>Sumarið 2002 gerði Ferðamálasetur Íslands könnun á viðhorfi þátttakenda í hvalaskoðunarferðum. Þar kom m.a. fram að 75 % aðspurðra hefðu komið til Íslands þó að hér væru stundaðar hvalveiðar. <BR>Samgönguráðuneytið var á meðal þeirra sem styrktu þessa rannsókn og mun leggja sitt af mörkum til að tryggja að hún haldi áfram svo leggja megi áfram mat á viðhorf þessa hóps. <BR><BR>Samgönguráðuneytið leggur mikla áherslu á að við alla almenna kynningu á landinu á næstunni verði tekið mið af þessum aðstæðum. Við verðum að tryggja að áfram komi hingað náttúruunnendur sem sækjast í siglingar við landið og hafa áhuga á að skoða hvali og njóta útivistar.<BR><BR>Nú er stutt í að Norðurbryggja, eða Bryggjan, í Kaupmannahöfn verður opnuð með pompi og pragt. Þar verður sköpuð umgjörð fyrir blómlegt starf, sem miðar að því að efla samstarf Íslands, Danmerkur, Færeyja og Grænlands. Löndin fjögur hafa sameinast um að endurreisa eitt elsta og fegursta pakkhúsið á hafnarsvæðinu og mun Ferðamálaráð Íslands opna þar sérstaka landkynningarskrifstofu, en jafnframt verður þarna aðsetur sendiráðs Íslands í Danmörku. Landkynningarskrifstofan á Norðurbryggju markar nýja tíma og nýjar áherslur með öflugri útrás á Norðurlöndum og í Evrópu.<BR><BR>Á næsta ári mun Ísland vera í formennsku í Norðurlandaráði. Á þeim vettvangi er sjónum manna í auknum mæli beint að ferðaþjónustu sem vaxandi atvinnugrein ef rétt er á málum haldið. Samgönguráðuneytið leggur áherslu á að á þessum vettvangi verði stuðlað að gerð samnorrænnar stefnumótunar á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Hér er um gríðarlega víðfeðmt verkefni að ræða og hefur þegar verið unnið mikið starf á ýmsum sviðum nátengdum þessu málefni. Það er því nauðsynlegt að afmarka verkefnið við skýrt afmarkaða og sameiginlega þætti úr menningu Norðurlandanna, í fortíð, nútíð og framtíð.<BR><BR>Einnig verður lögð áhersla á frekari vinnu við stefnumörkun í sjálfbærri ferðaþjónustu á norðurskautssvæðum og að hrinda í framkvæmd aðgerðaráætlun tengdri þessari stefnu. Hér er um þýðingarmikið mál að ræða þar sem ferðaþjónustan getur tengt okkur saman og um sameiginlegar hugmyndir er að ræða. Þá skal stefnt að því að tryggja að Norðurlöndin verði í fararbroddi í aðgengismálum hreyfihamlaðra á ferðamannastöðum. <BR><BR>Ráðstefnugestir. Í sumar gerði ég víðreist um landið til að kynna mér stöðu og nýjungar í ferðaþjónustu. Það eru margir spennandi og ólíkir hlutir á ferðinni; þannig heyrði ég t.d. af hugmyndum um ferðamannagöng í Látrabjargi og fékk fréttir af sælkeraeldhúsi í Skagafirði.<BR><BR>Ferðaþjónustan stendur í miklum blóma víðast hvar en stríðir eðlilega við ýmis vandamál sem einkum tengjast miklum fjárfestingum og litlum viðskiptum yfir veturinn. Auk þess er margt í innviðum sem þarf að bæta m.a. á sviði samgangna og fjarskipta. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir miklum framkvæmdum, sem bæta stöðu ferðaþjónustunnar, og það er mér kappsmál að símafyrirtækin í landinu taki við sér og sjái sér hag í því að efla þjónustuna um allt land svo aukin flutningsgeta á Internetinu og farsíminn geti, í samræmi við kröfur nútímans, verið það atvinnu- og öryggistæki sem ferðamenn og aðilar í ferðaþjónustu um allt land geta treyst á.<BR><BR>Því fer þó fjarri að stöðnun ríki á þessum vettvangi og í síðustu viku var undirritað samkomulag á milli Símans og verkefnisins Upplýsingatækni í dreifbýli - UD - um nýtingu upplýsingatækni til verðmætaaukningar og aukinnar atvinnusköpunar í sveitum landsins þar sem ferðaþjónustan er að eflast og verða mikilvægur þáttur í atvinnulífi. Verkefni Símans og UD felur meðal annars í sér það að Síminn býður bændum um allt land ISDN-plús samband á hagstæðum kjörum hvað varðar stofngjald og fleira. Þessi þjónusta er sprottin af þeim ákvæðum fjarskiptalaganna um að Símanum sé skylt að veita öllum aðgang að ISDN tengingu sem nú þróast mjög ört og nálgast háhraða tækni.<BR><BR>Til þess að ferðaþjónustan hafi möguleika á að þróast sem atvinnugrein í nútímalegu samkeppnisumhverfi þurfa innviðirnir að vera í lagi. Hér á ég við fjölmarga hluti en stórátak hefur verið gert í vegamálum og áfram verður unnið að mikilvægum vegabótum á kjörtímabilinu. Jafnframt mun samgönguráðuneytið standa fyrir sérstökum umferðaröryggisaðgerðum á þjóðvegakerfinu á þessu kjörtímabili. Gert verður sérstakt átak í að sníða af hættulega kafla á vegakerfi landsins og bæta merkingar á vegum um allt land.<BR><BR>Á þessu ári hófst samstarf um byggðamál í tengslum við byggðaáætlun og er markmiðið að styðja sérstaklega við uppbyggingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni næstu þrjú árin a.m.k. Einnig á samgönguráðuneytið í ýmiss konar samstarfi við ferðaþjónustuaðila um allt land í því skyni að gera ferðaþjónstunni kleift að takast á við aukinn fjölda ferðafólks og sífellt meiri kröfur um gæði og þjónustu.<BR><BR>Farþegaskattur hefur verið mikið til umræðu að undanförnu í tengslum við harðnandi samkeppni á flugleiðum og vegna athugasemda ESA sem telur að það samræmist ekki EES reglum að hafa mismunandi skatt í millilandaflugi og innanalandsflugi. Því fól ég Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að meta áhrif farþegaskatts á fjölda flugfarþega. <BR><BR>Í vinnslu þessa máls hafa komið fram vísbendingar um að skatturinn hafi umtalsvert meiri áhrif á flugið en áður hefur verið talið. Verðlagning ferðaþjónustu skiptir mjög miklu máli í því samkeppnisumhverfi sem við hrærumst í. Ég tel óhjákvæmilegt að taka þessa skattlagningu til endurskoðunar og mun beita mér fyrir breytingu á álagningu farþegaskatta til hagsbóta fyrir ferðaþjónustuna.<BR><BR>Þrátt fyrir ágætan árangur og margvísleg framfaraskref er nauðsynlegt að horfa enn frekar til framtíðar og skilgreina þau fjölmörgu verkefni sem bíða ferðaþjónustunnar svo hún megi halda mikilvægri stöðu sinni sem gjaldreyrisskapandi atvinnugrein. Það var því fyrir tveimur árum að ég skipaði nefnd um framtíð ferðaþjónustunnar og fékk henni það stóra verkefni að horfa allt fram til ársins 2030 og leitast við að meta þá sýn sem við blasir og leggja á ráðin um nauðsynlegar aðgerðir svo ferðaþjónustan megi vaxa í sátt við umhverfi landsins. <BR><BR>Tillögur nefndarinnar liggja nú fyrir í þessari skýrslu sem er dreift hér á fundinum og er það von mín að hér sé kominn grunnur til að byggja á nýja stefnu í ferðaþjónustu. Formanni framtíðarnefndar, nefndarmönnum og starfsmanni færi ég mínar bestu þakkir fyrir vel unnin störf.<BR><BR>Með þessari skýrslu framtíðarnefndar, skýrslunni um menningartengda ferðaþjónustu, skýrslunni um heilsutengda ferðaþjónustu og skýrslunni um Auðlindina Ísland tel ég að grundvallarvinnu fyrir stefnumótun íslenskrar ferðaþjónustu liggi fyrir. <BR>Við erum komin á framkvæmdastigið! <BR>Á næstu dögum mun ég skipa þriggja manna stýrihóp sem fær það verkefni að fara í gegnum áðurgreinda vinnu og leggja drög að nýrri ferðamálaáætlun.<BR><BR>Á vegum stýrihópsins starfa síðan tveir undirhópar; annar fær það viðamikla verkefni að vinna tillögur til stýrihóps um þann hluta ferðamálaáætlunar sem snýr að skipulagi, verkefnum og hlutverki stjórnsýslu og annarra þjónustuþátta íslenskrar ferðaþjónustu en hinum er ætlað að gera tillögur um breytt lagaumhverfi greinarinnar. Starfsmaður stýrihópsins verður frá Ferðamálaráði. Stýrihópurinn er fámennur en honum til halds og traust mun ég óska eftir tilnefningum hagsmunaaðila fyrir sérstakan samráðsvettvang, allt að 20 manna en hann mun væntanlega, í samráði við stýrihópinn, halda úti virkri heimasíðu þar sem ALLIR sem við ferðaþjónustu starfa geta komið skoðunum sínum á framfæri. Þeir sem ég mun óska eftir tilnefningum frá eru SAF, Ferðamálasamtök Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórnmálaflokkarnir.<BR><BR>Þið heyrið á þessum orðum mínum að ég vil leggja skýrar línur á þessum vettvangi og ég sé ferðamálin verða í algjörum forgrunni í samgönguráðuneytinu á þessu kjörtímabili. Þess vegna hefur verið ákveðið að setja á laggirnar í fyrsta sinn sérstaka skrifstofu ferðamála í ráðuneytinu en ferðamálin hafa hingað til verið á skrifstofu með öðrum og ólíkum málaflokkum og mun skrifstofa ferðamála ásamt Ferðamálaráði koma að vinnu við framtíðar stefnumótun, lagaramma og annað það sem greinin þarf á að halda við upphaf nýrrar aldar. Einnig mun skrifstofan áfram sinna þeim fjölmörgu samstarfsverkefnum sem ráðuneytið kemur að um allt land og erlendu samstarfi.<BR><BR>Ágætu ráðstefnugestir! Það verður spennandi að fylgjast með þeim erindum sem hér verða í dag en meginumræðuefni ráðstefnunnar - markaðssetning Íslands, breyttar áherslur - er mjög brýnt í umhverfi sem tekur stöðugum breytingum og býr oft við mikla óvissu og óstöðugleika. Umræðan er ekki síður brýn þegar fjármagn til markaðsmála hefur stóraukist því allir vilja sjá því varið á þann hátt að gagnist öllum – um allt land. <BR><BR>Stórbrotin náttúra og íbúar sem varðveita menningu sína af kostgæfni er uppskrift að draumastað hvers ferðamanns. Það er von mín að við missum aldrei sjónar á þessari staðreynd og að ferðaþjónustan verði ávallt í fararbroddi við verndun náttúru og menningar þessa lands. <BR><BR>Að lokum vil ég þakka öllum sem komið hafa að undirbúningi ráðstefnunnar; starfsfólki Ferðamálaráðs og fulltrúum ferðaþjónustunnar hér við Mývatn. Ég óska ykkur öllum góðrar ráðstefnu og ánægjulegrar dvalar í fögru umhverfi.<BR><BR><BR><BR>

2003-09-29 00:00:0029. september 2003Norðurál fimm ára

Laugardaginn 27. september var haldið upp á fimm ára starfsafmæli Norðuráls. Við það tækifæri bauð Norðurál og Columbia Ventures Corporation til móttöku. Samgönguráðherra flutti þar eftirfarandi erindi:<P align=left><BR>Hr. Kenneth Peterson, iðnaðarráðherra, starfsmenn Norðuráls, góðir gestir.<BR><BR>Í nafni íbúa Norðvesturkjördæmis vil ég fagna þessum degi og færa starfsmönnum og eigendum Norðuráls innilegar hamingjuóskir vegna 5 ára afmælis starfseminnar hér á Grundartanga. Í tilefni þessara tímamóta færi ég Kenneth Peterson sérstakar þakkir fyrir framsýni og starf hans að uppbyggingu Norðuráls í þágu byggðanna og í þágu íslensks iðnaðar í kjördæminu.<BR><BR>Það var vissulega óvænt innkoma þegar Kenneth Peterson haslaði sér völl í íslensku atvinnulífi með því að reisa álver Norðuráls á undraskömmum tíma og starfsemin hófst hér fimm árum síðar. Fyrir vinnumarkaðinn á svæðinu var stofnun Norðuráls mikilvæg viðbót og hefur tryggt öflugt vaxtarskeið, sem hefur ekki einungis eflt svæðið við Hvalfjörðinn heldur hefur starfsemi Norðuráls verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingarkeðju og aflvaki hagvaxtar á Íslandi.<BR><BR>Vestlendingar, og þá sérstaklega íbúar Akraness og Borgarfjarðarsvæðisins, hafa horft mjög til þess að hér mætti iðnaðarstarfsemin vaxa enn frekar með stækkun Norðuráls. En það er ekki einungis vilji þeirra, sem hér búa, heldur einnig þingmanna og ríkisstjórnarinnar sem hefur lagt áherslu á stækkun álversins til hagkvæmrar nýtingar orkulinda okkar Íslendinga. Það er von mín að við munum fá fregnir af frekari áformum um aukna starfsemi hér svo auka megi hagkvæmni fjárfestingar í álveri og orkuverum og tryggja þannig þau störf sem álverinu fylgja beint og óbeint.<BR><BR>Ég vil nota tækifærið til þess að vekja athygli á þeim miklu möguleikum sem höfnin hér á Grundartanga gefur, svo miðsvæðis og vel sett sem hún er, til þess að tengjast millilandasiglingum og vörudreifingu um landið. Í gildandi Samgönguáætlun er nú tryggt fjármagn til þess að tengja hafnarsvæðið með nýjum vegi sem vonandi hefjast framkvæmdir við á þessu hausti. <BR><BR>Það er mat okkar í samgönguráðuneytinu að ein mikilvægasta aðgerð til þess að létta á umferðarþunga á veginum inn í höfuðborgarsvæðið sé að byggja upp betri móttöku hér á hafnarsvæðinu á Grundartanga til umskipunar. Með þeim hætti þyrftu ekki allir flutningar sem eru á veginum í dag að fara inn í höfuðborgarumferðina um íbúðarhverfi að Sundahöfn, Hafnafjarðarhöfn eða Kópavogshöfn. <BR><BR>Ég vil nota þetta tækifæri til þess að lýsa yfir vilja mínum um að aðstæður verði skapaðar til þess að Grundartangahöfn fái frekara hlutverk vegna aukinna krafna um siglingavernd.<BR><BR>Ég óska eigendum Norðuráls og starfsmönnum til hamingju með daginn. Megi framtíðin verða jafn farsæl og árin fimm sem við fögnum í dag. <BR><BR></P>

2003-08-05 00:00:0005. ágúst 2003Setning 6. Unglingalandsmóts UMFÍ

Ávarp Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra starfandi menntamálaráðherra við setningu 6. Unglingalandsmóts UMFÍ 1. ágúst síðastliðinn.<P align=left><BR><BR>Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaieff. Formaður UMFÍ.<BR>Ágætu Unglingalandsmótsgestir<I>.</I><BR>Ég vil bera ykkur góðar kveðjur frá menntamálaráðherra, Tómasi Inga Olrich, en hann hafði ekki tök á að vera hér í dag.<BR><BR>Það er mér bæði ánægja og heiður að fá að vera með ykkur á Unglingalandsmóti á Ísafirði. <BR><BR>Ég leyfi mér að fullyrða að ekkert er nokkurri þjóð mikilvægara en heilbrigð og glöð ungmenni sem sinna íþróttum og félagsstarfi.<BR><BR>Eitt af meginhlutverkum Ungmennafélags Íslands er að efla félagsþroska einstaklinga og gera þá betur hæfa til að takast á við lífið og tilveruna. Þróttmikil og fjölbreytt starfsemi ungmennafélaga um land allt á liðnum áratugum byggir á þrotlausri og óeigingjarnri vinnu fjölda einstaklinga, sem hefur tvímælalaust skilað sér til æsku landsins. Þjóðin þekkir og metur mikils það starf. <BR><BR>Samkeppni um tíma og áhuga barna og ungmenna hefur aukist verulega á síðustu árum og bera endalaus afþreyingartilboð því best merki. Áreitið er mikið og vandi að velja milli hinna ýmsu gylliboða. Það kemur hins vegar ekki á óvart að rannsóknir hafa leitt í ljós að þau börn og ungmenni, sem taka þátt í félags- og íþróttastarfi eru síður líkleg til að lenda í erfiðleikum á unglingsárum. Þátttaka í skipulögðu félags- og tómstundastarfi, undir leiðsögn reyndra og menntaðra leiðbeinenda og þjálfara, verður sífellt mikilvægari í uppeldi og þroskaferli ungs fólks. <BR><BR>Miklu skiptir fyrir börn og ungmenni að vera virkir þátttakendur í skipulögðu starfi en ekki óvirkir neytendur. Því er nauðsynlegt að efla krefjandi starf á vettvangi félaga eins og Ungmennafélags Íslands, sem býður ungu fólki upp á þroskandi en um leið skemmtilega afþreyingu.<BR><BR>Að gefa unglingum og foreldrum tækifæri til að koma saman bæði í leik og keppni við kjöraðstæður um Verslunarmannahelgi er góður kostur, bæði fyrir unglingana og ekki síður fyrir foreldra og forráðamenn þeirra. Sá tími sem við verjum með börnum okkar er okkur öllum mjög dýrmætur. Ákvörðun UMFÍ að halda Unglingalandsmótið hér á Ísafirði þessa helgi hefur tvímælalaust verið rétt. Sá fjöldi foreldra sem hér er sannar það. Af dagskrá mótsins má sjá að hér er af mörgu að taka, allir geta tekið þátt og verið virkir, því hér er mikið um að vera og margt í boði um þessa helgi.<BR><BR>Stjórnvöld hafa átt mjög góða samvinnu við Ungmennafélagshreyfinguna um langt árabil. Ráðuneyti hafa leitast við að fylgjast með starfinu og styðja við bakið á starfsemi UMFÍ eins og mögulegt er og leggur menntamálaráðuneytið áherslu á áframhaldandi mikið og gott samstarf við ykkur. <BR><BR>Ánægjulegt er að sjá hversu vel bæjaryfirvöld hér í Ísafjarðarbæ hafa búið að mótinu og hvernig Ísafjarðarbær hefur byggt upp aðstöðu sem er til fyrirmyndar. <BR><BR>Um þessar mundir auglýsa Ferðamálaráð og ferðaþjónustufyrirtækin í landinu ,,Íslands sækjum það heim". Með því að halda Unglingalandsmótin víðs vegar um land gefst kjörið tækifæri til að kynnast mannlífinu á viðkomandi stöðum, bindast vináttuböndum og skoða landið okkar. Við sækjum Ísland heim og komumst að raun um að það gott er að vera ferðamaður í okkar fagra landi.<BR><BR>Það er von mín að þetta Unglingalandsmót UMFÍ megi takast sem best og að starfsemi ungmennafélaganna megi dafna og vaxa í náinni framtíð, ungu fólki þessa lands til gæfu.<BR><BR>Þegar ég lít yfir þann glæsilega hóp sem kominn er til landsmóts á Ísafirði á fögru sumarkvöldi, milli hárra fjalla við lygnan fjörðinn, er ekki annað hægt en að gleðjast yfir því góða verki sem hér hefur verið unnið með kjörorðið "Íslandi allt" að leiðarljósi.<BR><BR>Ég flyt ykkur öllum kveðju ríkisstjórnar Íslands. Megi gæfan vera með ykkur í leik og í starfi.<BR><BR></P>

2003-07-31 00:00:0031. júlí 2003Vígsla ferjuhafnar á Seyðisfirði

Ávarp samgönguráðherra við vígslu ferjuhafnar á Seyðisfirði 31. júlí 2003.<P align=left><BR><BR>Bæjarfulltrúar, bæjarstjóri, alþingismenn og góðir gestir.<BR><BR>Í dag fögnum við merkum tímamótum þegar tekið er í notkun svo veglegt mannvirki sem ferjuhöfn fyrir farþegaferju á borð við Norrænu sem siglir um úthafið milli Íslands, Færeyja og meginlandsins.<BR><BR>Það er mikill viðburður að tekið er í notkun slíkt hafnar og móttökumannvirki, sem leggur okkur til aðstöðu til þess að taka á móti fólki og farartækjum sem eykur flutninga til landsins og skapar mikil viðskipti í ferðaþjónustu um landið allt.<BR><BR>Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein og sú atvinnugrein sem hvað mest gróska hefur verið í hér á Íslandi síðustu misserin, enda er ferðaþjónustan stærsta atvinnugrein veraldar. Við höfum sótt hart fram með mikilli landkynningu jafnt í Evrópu sem í Norður Ameríku og okkur hefur tekist vel að markaðssetja landið sem áfangastað velmegandi ferðamanna, sem hrífast af landinu, náttúru þess, sögu okkar og menningu.<BR><BR>Við í samgönguráðuneytinu lögðum ríka áherslu á að allur undirbúningur mannvirkjagerðar fyrir nýja ferju væri vandaður og að samningar væru gerðir við skipafélag ferjunnar og bæjaryfirvöld, svo öllum mætti verða ljóst að ekki væri tjaldað til einnar nætur með svo mikilli fjárfestingu af hálfu ríkisins. <BR><BR>Skip getur siglt sinn sjó á vegum nýrra eigenda, en sérhæfð hafnarmannvirkin og móttöku búnaðurinn fyrir ferjuna verða ekki flutt um set ef aðstæður breytast. Í því ljósi þótti eðlilegt að ráðuneyti og bæjaryfirvöld næðu samningum þar sem hlutur ríkis, bæjarsjóðs og skipafélags væri skýr og skyldur ljósar.<BR><BR>Það þótti mikið í lagt þegar farið var af stað með gerð þessa mannvirkis og það var að mörgu að hyggja við rannsóknir og skipulag áður en hafist var handa við gerð hafnarbakka, brúar og vega að hafnarsvæðinu, sem hefur tekið miklum breytingum svo bæjarmyndin er önnur en áður var.<BR><BR>Það var nýlunda af hálfu ríkisins hvernig staðið var að því að koma á einni verkefnisstjórn undir forystu Gísla Viggóssonar verkfræðings hjá Siglingastofnun, sem hefur af miklu öryggi stýrt framvindu verksins í góðu samstarfi við Vegagerðina, heimamenn, hönnuði og verktaka. <BR><BR>Samstarf við heimamenn hefur verið ánægjulegt og þeir, sem af hálfu Seyðfirðinga komu að undirbúningi og framkvæmd, sýndu mikið áræði en jafnframt mikla ábyrgð. Vil ég sérstaklega þakka Adólfi Guðmundssyni fyrir hans þátt.<BR><BR>Öllum þeim sem hafa komið að gerð þessa mannvirkis vil ég, sem samgönguráðherra, þakka fyrir vel unnið verk og vænti þess að hér megi ríkja gróska í anda þeirra bjartsýnismanna frá Færeyjum, sem riðu á vaðið með smíði nýrrar Norrænu til þess að brúa Atlandshafið með siglingu ferjunnar glæsilegu.<BR><BR>Megi gæfan fylgja þeim sem um þessi hafnarmannvirki fara.<BR>Með þeim orðum afhjúpa ég nafnspjöld fyrir bryggjurnar tvær þá gömlu sem hér eftir ber nafnið <B>Bjólfsbakki</B> og þá nýju sem ber nafnið <B>Strandarbakki.</B></P>

2003-06-19 00:00:0019. júní 2003Ávarp samgönguráðherra við formlega opnun Safnhússins Eyratúni á Ísafirði

Við opnun Safnahússins Eyratúni á Ísafirði ávarpaði samgönguráðherra Sturla Böðvarsson viðstadda.<P align=left><BR>Íbúar Ísafjarðarkaupstaðar og aðrir gestir. Gleðilegan þjóðhátíðardag.<BR><BR>Það er vissulega fagnaðarefni að Safnahúsið skuli í dag formlega opnað og það er vel viðeigandi að endurgerð Safnahússins njóti viðurkenningar ríkisstjórnarinnar, sem eitt af menningarhúsum landsins, með sérstökum samningi milli menntamálaráðuneytis og Ísafjarðarbæjar.Ákvörðun um stuðning við að reisa eða endurbyggja menningarhús var og er tímabær hvatning til þess að styrkja og bæta búsetu í landinu og koma til móts við þau byggðarlög, sem hafa afl til þess að snúast gegn óæskilegri þróun byggðanna. Uppbygging á sviði menningarmála er hluti af atvinnuuppbyggingu í landinu og ekki síst utan höfuðborgarsvæðisins. Vert er að minnast þess og árétta að menningin blómstrar í gróandi mannlífi.<BR><BR>Þegar ég sat á vinnustofu minni heima í Stykkishólmi og hugleiddi þetta ávarp og forsendur menningarhúsa, horfði ég yfir Breiðasundið til Klofningsfjallsins yfir í Dalasýsluna. Ég minntist skilgreiningar fóstru Steins Steinars á menningu, en Steinn var fæddur á Laugalandi við Djúp en ólst upp í Dalasýslu. Hún skilgreindi menningu á sérstakan hátt við fósturson sinn: ,,Menning, það er rímorð drengur minn sem þeir nota fyrir sunnan til að ríma á móti þrenningunni. Menning, þrenning". Skýringar fóstru Steins eru mjög í ætt við skáldskaparstíl Steins sem bar merki kaldhæðni þess er flutti á mölina.<BR><BR>Enn þann dag í dag veltum við því fyrir okkur hvað þurfi til að skapa jákvæða menningu. Hvar verður menningin til? Þarf hús utan um menninguna eða einungis hugsjónir, vilja og gott mannlíf. Raunar er allt starf okkar hluti af menningunni.<BR><BR>Það þarf ekki að efast um að það bjó að baki mikill hugur og vilji hjá Ísfirðingum til þess að efla og auka menningu staðarins þegar þeir reistu nýtt sjúkrahús 17. júní 1925, rúmum fimm árum áður en Landsspítalinn í Reykjavík var tekinn í notkun. Gamli spítalinn ber höfundi sínum og byggingameisturum fagurt vitni og setur mikinn og sterkan svip á bæjarmyndina. Og það ber merki ríkrar menningar hér á staðnum að reisa svo glæsilegt hús. Því er endurreisn þessa húss, sem menningarhúss, tímamótaviðburður sem ber að fagna.<BR><BR>Við Íslendingar höldum með réttu á lofti verkum skálda okkar og sagnaarfi, sem var skráður á skinn. En við eigum einnig mikinn fjársjóð í byggingarlistinni, hvers konar handverki og atvinnutækjum er tengjast atvinnuháttum, sem okkur ber að varðveita. <BR><BR>Hér á Ísafirði eru varðveitt ómetanleg menningaverðmæti í formi allra gömlu endurgerðu húsanna. Þeir einstaklingar, sem hafa staðið fyrir þessu stórvirki eiga mikinn heiður skilinn. Og í dag bætist þetta glæsilega hús í hóp uppgerðra húsa á Íslandi, sem eru perlur byggðanna og sýna stórhug og reisn íbúanna.<BR><BR>Sem ráðherra ferðamála fagna ég þessu framtaki og hvet til þess að starfsemi safnahússins verði kynnt sérstaklega ásamt með endurgerð gamalla húsa í Ísafjarðarbæ. Hef ég ákveðið að veita sérstakan styrk frá samgönguráðuneytinu, að upphæð ein milljón króna, til að kynna þetta merka framtak sem er starfsemi safnahússins og endurgerð gamalla húsa á Ísafirði.<BR><BR>Það er von mín að Safnahúsið megi verða jafnt bæjarbúum sem ferðalöngum ríkuleg uppspretta mennta og menningar. Ég óska íbúum Ísafjarðarkaupstaðar til hamingju með Safnahúsið Eyrartúni.<BR><BR></P>

2003-05-05 00:00:0005. maí 2003Ávarp ráðherra við opnun Ferðatorgs

Ávarp samgönguráðherra við opnun Ferðatorgs 2003 í Smáralind og afhending styrks vegna markaðsátaks innanlands.<P align=left><BR><BR>Góðir gestir!<BR><BR>Það er mér sönn ánægja að opna Ferðatorg öðru sinni en það tókst með afbrigðum vel hér í Smáralind á síðasta ári.<BR><BR>Ferðatorgið er ein af mörgum aðferðum sem beitt er í markaðssetningu íslenskrar ferðaþjónustu fyrir Íslendinga og 6% aukning gistinátta innlendra ferðamanna á síðasta ári sannar að kynning sem þessi hefur mikið að segja.<BR><BR>Með Ferðatorgi er skapaður vettvangur fyrir fyrirtæki af öllu landinu, til að sýna og kynna það helsta sem þau hafa upp á að bjóða, nú þegar sumarleyfistími landsmanna er á næsta leyti. Markaðssetning sem þessi, er ákaflega mikilvæg, til að ferðalög innanlands komi ekki síður til álita þegar ákvarðanir eru teknar um það hvernig sumrinu skuli varið. <BR><BR>Hér á Ferðatorgi er á aðgengilegan hátt hægt að fá nákvæmar upplýsingar um það sem býðst í hverjum landshluta í gistingu, skoðunarferðum, skemmtun og ævintýrum. Fjölbreytileikinn er ótrúlegur og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Þannig er leitast við að opna augu okkar fyrir því, að Ísland er skemmtilegur og óvenjulegur ferðamannastaður!<BR><BR>Upplifðu Ísland er eitt þeirra slagorða sem ferðaþjónustan hefur notað á þessum vetri og í sumar má búast við enn frekari hvatningu til landsmanna um að ferðast um Ísland og upplifa náttúru þess og mannlíf. Ferðatorg markar upphafið að átaki Ferðamálaráðs - Ísland sækjum það heim - en það er langtímaverkefni er að fá Íslendinga til að læra að upplifa land og þjóð og ferðalög innanlands á sama hátt og þegar þeir ferðast erlendis.<BR><BR>Ísland hefur ímynd hreinleika og öryggis. Breytt ferðamynstur og áherslur í ferðalögum um allan heim hafa opnað ný tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu, sem getur boðið upp á fyrsta flokks þjónustu í umhverfi sem er óspillt og laust við ógn hryðjuverka og glæpa. <BR><BR>Ágætu gestir!<BR><BR>Íslensk ferðaþjónusta á framtíðina fyrir sér. Ég hvet landsmenn alla til að ferðast meira um landið, gera það með opnum huga, skoða, hlusta, snerta og kynnast Íslandi, það mun örugglega koma skemmtilega á óvart.<BR><BR>Mig langar að lokum til að afhenda Pétri Rafnssyni formanni Ferðamálasamstaka Íslands styrk samgönguráðuneytis til allra ferðamálasamtaka landshlutanna. Styrkurinn er 16 milljónir króna og er ætlaður til markaðsátaks innanlands á þessu ári.<BR><BR>Ég lýsi Ferðatorg 2003 hér með opið.<BR><BR><BR><BR><BR></P>

2003-05-05 00:00:0005. maí 2003Menningarvefur ferðaþjónustunnar

Ávarp samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar, við undirritun samkomulags við Snorrastofu um menningarvef ferðaþjónustunnar.<DIV align=center> <P> </P></DIV><BR>Góðir gestir!<BR><BR>Það er mér mikil ánægja að þið hafið séð ykkur fært að þiggja boð okkar Hallgerðar í þennan kvöldverð hér á Hótel Reykholti. <BR><BR>Ástæðan fyrir þessu boði er sú að okkur þótti við hæfi að innsigla með einvherjum hætti ánægjulegt samstarf samgönguráðuneytis og ykkar allra á undanförnum árum en staðurinn er okkur hjónum, eins og flestum Íslendingum, ákaflega kær og höfum við oft átt hér góðar stundir í gegnum árin.<BR><BR>Eins og ykkur er kunnugt þá fer samgönguráðuneytið með málefni ferðaþjónustu hér á landi og hefur áhersla á menningartengda ferðaþjónustu um allt land verið mikið metnaðarmál í ráðuneytinu undanfarin ár. Dagný Emilsdóttir, framkvæmdastjóri Heimskringlu sat í nefnd sem ég skipaði til að fjalla um þennan málaflokk undir forystu núverandi menntamálaráðherra og skilaði hún af sér viðamiklum tillögum þar sem mikið var horft til miðaldamenningar okkar Íslendinga en einnig fram á veginn og til þess hvernig nýta mætti nýjustu tækni til að miðla upplýsingum til ferðamanna. <BR><BR>Ein af tillögum nefndarinnar var að komið yrði á laggirnar sérstökum menningarvef ferðaþjónustunnar. Í kjölfarirð kom Snorrastofa með áhugaverða tillögu um það hvernig staðið skyldi að slíkum vef þar sem þarfir ferðaþjónustunnar um aðgengi að menningarupplýsingum verði uppfylltar í samstarfi við fræðimenn á sviði menningarmála.<BR><BR>Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu hefur fylgt málinu vel eftir hjá ráðuneytinu og við úthlutun styrkja vegna byggðaáætlunar opnaðist glufa sem samgönuráðuneytið nýtti sér og hefur nú verið gengið til samstarfs um að hefja gerð menningarvefsins. – Þetta er brautryðjendaverkefni og munu margir fylgjast með því hvernig til tekst enda eru bæði þeir sem starfa að menningarmálum og ferðaþjónustu þekktir fyrir að hafa ákveðnar skoðanir á hlutunum.<BR><BR>Það er lílega ekki þörf á að segja það hér en Reykholt er auðvitað einn af helstu sögustöðum íslensku þjóðarinnar og vinsæll ferðamannastaður. Kirkja hefur verið í Reykholti frá því í öndverðri kristni og hafa kirkjubyggingarnar verið mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Við hönnun og smíði nýju kirkjunnar í Reykholti var sérstaklega hugað að þörfum ferðafólks og gert ráð fyrir m.a. sýningaraðstöðu og tónleikasal. Samstarf kirkjunnar hér, Heimskringlu og Snorrastofu hefur skapað staðnum þann virðulega sess í huga fólks sem honum sæmir.<BR><BR>Þetta stóreykur aðdráttarafl staðarins enda þyrstir innlenda sem erlenda ferðamenn í menningu og fræðslu jafnframt því sem þeir njóta náttúru landsins. <BR><BR>Samgönguráðuneytið hefur stutt sóknarnefnd Reykholtskirkju nokkuð dyggilega á undanförnum árum og nú hefur verið ákveðið að samgönguráðuneytið greiði til viðbótar eina milljón króna til fegrunar á umhverfi gömlu og nýju kirkjunnar í Reykholti.<BR><BR>Það er von mín sem ráðherra ferðamála að hér séu á ferðinni tvo verkefni sem allir geta tekið undir að séu menningartengdri ferðaþjónustu á Íslandi til vegsauka um alla framtíð. <BR><BR>Megi gæfa fygja Reykholti um ókomna tíð og Guð blessa alla þá sem hér búa og starfa. <BR><BR><BR><BR>

2003-04-03 00:00:0003. apríl 2003Aðalfundur SAF 2003

Ræða Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar 2. apríl 2003.<P align=left><BR><BR>Fundarstjóri, félagsmenn í SAF og aðrir fundargestir!<BR><BR>Mér er það sérstök ánægja að ávarpa þennan glæsilega aðalfund SAF en þetta mun vera í fjórða sinn sem ég mæti á aðalfund ykkar sem ráðherra ferðamála og fer ekki á milli mála að fundurinn verður glæsilegri með ári hverju. Það er sérstaklega vel við hæfi að splunkunýtt hótel – Hótel NORDICA, skuli skapa umgjörð þessarar þýðingarmiklu samkomu og óska ég öllum þeim sem að hótelinu koma innilega til hamingju! <BR><BR>Hótel NORDICA og fleiri ný hótel eru skýr dæmi um þá þrautseigju og bjartsýni sem ferðaþjónustan grundvallast á. Það er ekkert sem þvingar þessa grein til að lúta í lægra haldi og dæmin sanna líka hve skjótt mótvindur getur breyst í góðan byr. <BR><BR>Síðasti aðalfundur SAF var haldinn í skugga atburðanna 11. september. Þá þegar var ljóst að ákveðinna aðgerða var þörf, og á vegum samgönguráðuneytisins og fyrirtækjanna í greininni var gripið til ýmissa ráðstafana til að reyna að draga sem mest úr neikvæðum afleiðingum fyrir íslenska ferðaþjónustu. 150 milljónir króna voru settar í sérstakt markaðsátak undir stjórn ferðamálastjóra og umfangsmikilli auglýsinga- og kynningarherferð hrundið af stað í Evrópu - enda nauðsynlegt að sækja enn frekar á Evrópumarkað þegar aðstæður vestanhafs voru tvísýnar og erfiðar og fyrir lá að stórfelldur samdráttur yrði í Atlantshafsflugi Flugleiða. <BR><BR>Jafnframt var blásið nýju og skemmtilegu lífi í markaðsherferðina Ísland, sækjum það heim. Nokkur öflug fyrirtæki komu til liðs við átakið og vakti það mikla athygli en á það skal minnt að hér er á ferðinni ímyndarvinna sem ætlað er að sá fræjum í þjóðarsálina á löngum tíma.<BR><BR>Við sjáum nú þegar árangur af okkar starfi því að þó að tölur sýni fækkun á höfðatölu ferðamanna til landsins á síðasta ári þá fjölgaði gistinóttum erlendra og innlendra ferðamanna um 6% á sama tíma.<BR><BR>Það eru í raun stórtíðindi að þetta skuli takast þrátt fyrir mikinn samdrátt í Atlantshafsflugi Flugleiða og verður að teljast vísbending um að það hafi verið hárrétt ákvörðun að að hefja stórsókn á Evrópumarkað þegar í kjölfar 11. september 2001.<BR><BR>Við Íslendingar, eins og aðrir, lentum í varnarbaráttu þegar ferðalög um allan heim drógust saman í einu vetfangi. Íslensk ferðamálayfirvöld og fyrirtækin í greininni tóku á málum af mikilli festu og sveigðu áherslur í markaðsstarfi að gjörbreyttum aðstæðum.<BR><BR>Á árinu 1999 voru opinberar fjárveitingar til ferðamála 190 milljónir króna en eru á þessu ári komnar í rúmar 620 milljónir. Á tímabilinu frá 2000 til 2003 hefur því náðst að afla ferðaþjónustunni rúmlega 400 milljóna króna til vibótar því sem fyrir var og full ástæða til að fagna þeim skilningi sem greinin hefur notið hjá ríkisstjórn og Alþingi. Það er ekki síst þessum framlögum að þakka hve mjög hefur tekist að beina athygli erlendra ferðamanna að landinu.<BR><BR>Að auki verður á þessu ári ráðstafað 350 milljónum króna í styrki til ferja og sérleyfishafa og rúmum 130 milljónum króna til að styrkja innnalandsflug. Og því má bæta við að ferjuaðstaða á Seyðisfirði vegna nýrrar og stærri Norrænu kostar ekki undir 600 milljónum króna. Í öllum þessum tilvikum er óumdeilanlega um að ræða fjárveitingar, sem styðja verulega við vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar um land allt. <BR><BR>Þrátt fyrir að hér sé hlut stjórnvalda gert hátt undir höfði vil ég taka skýrt fram að miklu fleiri eiga hér hlut að máli; stór og smá ferðaþjónustufyrirtæki um allt land hafa unnið ötullega að kynningu á Íslandi sem ferðamannalandi og hafa lagt í það mikla vinnu og fjármuni. Þar er viljinn, þörfin og þekkingin til að efla ferðaþjónustuna svo að hún nái að verða ein af styrkustu stoðum íslensks efnahagslífs. Ég vonast til að áfram verði öflugt samstarf við fyrirtækin sem eru innan vébanda SAF þó að Markaðsráð ferðaþjónustunnar hafi runnið sitt skeið. – Í átakinu Iceland Naturally ríkir blómlegt samstarf stjórnvalda, og fyrirtækja í ferðaþjónustu og fleiri útflutningsgreinum, og vona ég að framhald geti orðið á því mikilvæga máli.<BR><BR>Árangur íslensku flugfélaganna á síðasta ári hefur vakið eftirtekt. Þar náðist árangur sem alþjóð hlýtur að fagna. Í millilandafluginu ríkir nú hins vegar meiri samkeppni en nokkru sinni. Alls sjö fyrirtæki munu á sumri komanda bjóða upp á ferðir til og frá landinu. Tækifæri íslenskrar ferðaþjónustu til að sækja á nýja markaði og herja fastar á aðra eru því fjölmörg. Það olli mér því nokkrum vonbrigðum að ekki var meiri breidd í þeim umsóknum sem fullnægðu settum skilyrðum um samstarf um notkun markaðsfjár. Því fer þó fjarri að ég sé svartsýnn því hér er vissulega um nýjung að ræða sem greinin þarf að læra á og venjast. – Og það er von mín að framhald verði á öflugri þátttöku af hálfu ráðuneytis ferðamála við fjármögnun markaðsaðgerða.<BR><BR>Nafnið Reykjavík verður sífellt þekktara á erlendum vettvangi og hefur tekist að vekja áhuga ferðamanna á borginni árið um kring. Ég geri mér vel grein fyrir að höfuðborgin þarf að vera vel kynnt og hef stuðlað að því að Ferðamálaráð og Höfuðborgarstofa geri með sér tvo samninga, annars vegar um rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamála og hins vegar samning til að efla upplýsinga- og markaðsmál í borginni, samtals að upphæð 10 milljónir króna. Það er mér hins vegar kappsmál að samhliða áherslunni á Reykjavík verði af auknum þunga hugað að landsbyggðinni í allri kynningu. Þörfin á eflingu ferðaþjónustunnar og annarrar atvinnusköpunar úti á landi er mikil og vil ég að öllu afli sé beitt til að vekja áhuga ferðamanna á að fara sem víðast um landið. Því óskaði ég eftir því við Ferðamálaráð að mótaðar yrðu tillögur að raunhæfum vaxtarsvæðum um allt land og var gerður góður rómur að þeim á ferðamálaráðstefnunni í Stykkishólmi í haust. <BR><BR>Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar var lögð áhersla á að auka veg ferðaþjónustunnar m.a. með öflugu kynningarátaki á helstu mörkuðum. Eins og hér hefur verið lýst tel ég að samgönguráðuneytið hafi í störfum sínum stuðlað að síauknu framlagi stjórnvalda til kynningarmála ferðaþjónustunnar.<BR><BR>Í stefnuyfirlýsingunni eru einnig nefnd þau sóknarfæri sem fyrir hendi eru á sviði menningar- og heilsutengdrar ferðaþjónustu. Þeim málum fylgdi ég eftir með því að setja á laggirnar tvær nefndir til að fjalla um þessi mál. Það er skoðun mín að slík vinna sé nauðsynleg til að atvinngreinin og stjórnvöld átti sig á því hvert skuli stefnt. Ég vona að greinin geti nýtt sér þá miklu vinnu sem þarna fór fram og stjórnvöld munu gera sitt. Gott samstarf er á milli samgöngu- og menntamálaráðuneytis um að mæta vaxandi áherslu á menningartengda ferðaþjónustu um allt land.<BR><BR>Sveitarfélag og fyrirtæki hafa lyft Grettistaki á sviði heilsutengdrar ferðaþjónustu og skoðar Ferðamálaráð nú, að minni ósk, hvernig gera megi heilsu- og íþróttatengdri ferðaþjónustu enn hærra undir höfði í uppbyggingu og kynningu á íslenskri ferðaþjónustu. <BR><BR>Kannanir hafa margsinnis sýnt fram á þýðingu íslenskrar náttúru fyrir ferðaþjónustu þessa lands. Hestaferðir eru ein vinsælasta aðferð ferðamannsin við að renna saman við landið og hefur því skapast mikil þörf á ákveðinni grunngerð til að þessi tegund ferðaþjónustu geti þróast enn frekar. Reiðvegir hafa lengi verið til umræðu og tekur Vegagerðin fullan þátt í uppbyggingu reiðvega meðfram þjóðvegum en í samgönguáætlun er gert ráð fyrir 35-55 milljónum á ári í þennan málaflokk næstu 12 árin.<BR><BR>Lagning annarra reiðvega er þó jafn nauðsynleg og því skipaði ég sérstaka nefnd til að gera tillögur um frekari fjármögnun þeirra. Nefndin gerir tillögu um að hálft prósent af áætluðum gjaldeyristekjum Íslendinga af hestatengdri ferðaþjónustu fari til reiðvega og er framlag þetta áætlað um 40 milljónir króna á ári. Með þessum hætti telur nefndin fjármögnunina tengjast eðlilega við þá starfsemi sem mest not hefur af þessum framkvæmdum, sem eru notendur og seljendur hestaferða auk hestamanna almennt. <BR><BR>Hin tillaga nefndarinnar er að lagður verði skattur á reiðhesta en ekki er gert ráð fyrir að sú tillaga geti komið til framkvæmda fyrr en í fyrsta lagi að fjórum árum liðnum og þarfnast hún víðtækrar kynningar og samstöðu áður en hún getur orðið að veruleika. Það mun velta á því hverjar undirtektir hestamannafélaga verða við hugmyndum um skatt á reiðhesta en grunnhugsunin að baki tillögunni er að þeir sem noti reiðvegina taki þátt í kostnaði við gerð þeirra.<BR><BR>Ég mun beita mér fyrir því að framlög til þeirra reiðvega, sem ekki eru þegar hluti af samgönguáætlun, verði aukin á næsta ári og tel ég að með því móti sé að miklu leyti komið á móts við óskir nefndarinnar. <BR><BR>Umhverfisgjald á gistinætur og farþegaskattur hafa verið mikið til umræðu. Í mínum huga er hér ekki um sambærileg gjöld að ræða þar sem umhverfisgjald myndi leggjast á alla jafnt en farþegaskattinn greiða eingöngu þeir sem nýta flugvelli landsins. Hér verður ekki farið frekar út í þessa sálma en það er óhjákvæmilegt að ferðaþjónustan taki afstöðu til þess hver skuli greiða fyrir þjónustu flugvalla og ekki síður hvernig standa skuli að viðhaldi og úrbótum á fjölsóttum ferðamannastöðum. <P align=left><BR>Til þess að ferðaþjónustan þróist í rétta átt og í sátt við land og þjóð þarf að gera áætlanir um fjölmörg atriði. Og ekki síður ef ferðaþjónustan ætlar að halda mikilvægri stöðu sinni í gjaldeyris- og atvinnusköpun þjóðarinnar. Það var því fyrir tæpum tveimur árum sem ég fékk nefnd undir stjórn Hrannar Greipsdóttur, framkvæmdastjóra Radisson SAS, það stóra verkefni að horfa til framtíðar og leitast við að meta þá sýn sem við blasir og leggja á ráðin um nauðsynlegar aðgerðir svo ferðaþjónusta megi vaxa í sátt við umhverfi landsins. <BR><BR>Ítarlegur listi yfir þær aðgerðir sem nefndin telur nauðsynlegt að ráðast í liggur nú fyrir. Á meðal þess sem nefndin leggur áherslu á er:<BR><BR>· nauðsyn samræmdrar ímyndar landsins sem ferðamannalands<BR>· auknar rannsóknir m.a. á hálendinu<BR>· að stuðlað skuli að alþjóðlegri umhverfisvottun sem víðast í ferðaþjónustunni (eins og reyndar fyrirtæki innan Ferðaþjónustu bænda, Farfugla og fleiri vinna nú að á markvissan hátt)<BR>· setta verði skýrar reglur um lágmarkskröfur til öryggisþátta<BR>· menntun tryggi að þjónusta standist væntingar gesta<BR>· gripið verði til viðeigandi aðgerða varðandi vanda landsbyggðarhótela<BR>· markaðsstarf hins opinbera verði skilið frá stjórnsýsluaðgerðum<BR>· opinberir aðilar standi ekki í samkeppni við einkarekin fyrirtæki í ferðaþjónustu<BR>· ganga verður vel um náttúru landsins ef áhugaverð sérstaða á að haldast<BR><BR>Með starfi framtíðarnefndar, tillagna um menningar- og heilsutengda ferðaþjónustu, og þeirri vinnu sem unnin hefur verið um vaxtarsvæði ferðaþjónustunnar geri ég mér vonir um að kominn sé grunnur að nýrri stefnumótun íslenskrar ferðaþjónustu. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka formanni framtíðarnefndar, nefndarmönnum og starfsmanni mínar fyrir vel unnin störf.<BR><BR>Nú þegar svo umfangsmikil áform um að styrkja ferðaþjónustuna liggja fyrir hef ég ákveðið að fram fari heildarendurskoðun á lögum um ferðamál og hef ég þegar óskað eftir tilnefningum í vinnuhóp sem falið verður það viðamikla verkefni. <BR><BR>Aukin menntun og færni starfsfólks í ferðaþjónustu er mikilvægur hornsteinn greinarinnar. Margar menntastofnanir eru að vinna stórkostlegt starf á þessu sviði og ég sé ég m.a. fram á að þær rannsóknir sem þar fara fram muni skila atvinnugreininni hratt fram á veginn þegar á næstu árum.<BR><BR>Þau eru mörg handtökin sem unnin hafa verið í þágu íslenskra ferðamála að undanförnu: Reykjavíkurflugvöllur hefur verið endurbyggður og öll aðstaða í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur tekið stakkaskiptum. Ný ferjuhöfn hefur verið gerð á Seyðisfirði til að taka megi á móti nýrri og afkastameiri Norrænu og ráðist hefur verið í gríðarlegar samgöngubætur um allt land. Ný samgönguáætlun gerir ráð fyrir meira fjármagni til samgöngumála en nokkru sinni. Þetta mun nýtast þeirri ferðaþjónustu sem við öll hér á þessum fundi viljum sjá blómstra á Íslandi í framtíðinni.<BR><BR>Ágætu fundarmenn! Það verður fróðlegt og spennandi að fylgjast með þeim erindum sem hér verða á eftir en metnaðarfull dagskrá þessa aðalfundar sýnir að SAF er að hasla sér völl sem mikilvægur hagsmunaaðili í íslensku atvinnulífi.<BR><BR>Að lokum vil ég þakka SAF fyrir gott og ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Ég óska þess að aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar verði vettvangur frjórrar umræðu og að hann muni efla enn frekar samstöðu og fagmennsku íslenskrar ferðaþjónustu.<BR><BR></P>

2003-03-24 00:00:0024. mars 2003Samgönguáætlun markar tímamót

Grein samgönguráðherra í Morgunblaðinu 19. mars s.l. um samgönguáætlun sem samþykkt hefur verið á Alþingi. Um er að ræða samræmda áætlun allra samgangna. <p style="text-align: left;">Eitt helsta verkefni mitt sem samgönguráðherra á kjörtímabilinu hefur verið að undirbúa og fá samþykkta á Alþingi eina samræmda samgönguáætlun fyrir landið í heild. Um er að ræða samræmda áætlun allra samgangna. <br /> Áætlunin er í senn fjárfestingaáætlun og samgöngustefna stjórnvalda. Fjallað er um mál er tengjast fjárfestingum í samgöngumannvirkjum skv. fjárlögum, þ.m.t. vegir, hafnir og flugvellir, umhverfis- og öryggismál og málefni vöru- og fólksflutninga. Lögð er rík áhersla á útboð í allri þessari vinnu, sbr. aukinn fjölda útboða er tengjast ferjurekstri og flugleiðum innanlands.<br /> <br /> Samgönguráð gerði tillögu til samgönguráðherra um framkvæmdir á sviði vega-, hafna- og flugmála til næstu 12 ára, þ.e. fyrir árin 2003-2014. Á grundvelli þeirra tillagna var lögð fram og samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga sem felur í sér rammaáætlun um framkvæmdir næstu tólf árin. Jafnframt var samþykkt nákvæmari framkvæmdaáætlun til næstu fjögurra ára, 2003-2006. Ekki er nokkur vafi að samgönguáætlun markar mikilvæg tímamót í heildstæðri áætlunargerð í samgöngumálum Íslendinga.<br /> <br /> Í upphafi kjörtímabilsins var samþykkt flugmálaáætlun 2000-2003, hafnaáætlun 2001-2004, sjóvarnaáætlun 2001-2004, vegáætlun 2000-2004 og jarðgangaáætlun 2000-2004. Á þessu kjörtímabili hafa stórauknar framkvæmdir verið í öllum þáttum samgöngumála.<br /> <br /> Í nýsamþykktri samgönguáætlun fyrir árin 2003-2014 er gert ráð fyrir áframhaldandi þróun í þá átt því enn eykst fjármagnið til þessa málaflokks. Í áætluninni er gert ráð fyrir að tæplega 240 milljörðum króna verði varið til samgöngumála næstu tólf árin.<br /> <br /> Fáar þjóðir ef nokkrar verja jafn stórum hluta ríkisútgjalda til vegamála og Íslendingar. Þessi staðreynd endurspeglar mikla þörf fyrir bættar vegasamgöngur byggða á milli, auk þesss sem sú staðryend að meirihluti fjárins fer í uppbyggingu nýrra mannvirkja undirstrikar hve margt er enn ógert í vegakerfinu.<br /> <br /> Tölurnar um framlög til vegamála segja í raun allt sem segja þarf. Ef framlög til vegamála á föstu verðlagi eru skoðuð má sjá að á þessu kjörtímabili hefur verið varið meiri fjármunum til vegamála en nokkru sinni fyrr. Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir enn frekari aukningu framlaga. Sama gildir um framlög til höfuðborgarsvæðisins, en aldrei hefur hærri upphæð verið varið til stofn- og tengivega á höfuðborgarsvæðinu en í ár. Þessu til viðbótar skal minna á ákvörðun ríkisstjórnarinnar að auka vegaframkvæmdir næsta eina og hálfa árið og flýta vinnu við þegar ákveðin verkefni til að stuðla að eflingu atvinnutækifæra fram til þess tíma er áhrifa af stóriðjuframkvæmdum fer að gæta til fulls. Ákveðið var að leggja til viðbótar fyrri áætlunum 4,6 milljarða til vegamála. Með þessum auknu framlögum til vegamála munu verða stórstígar framfarir á vegagkerfi landsins.<br /> <br /> </p>

2003-03-24 00:00:0024. mars 2003Frumvarp til laga um þriðju kynslóð farsíma

Grein samgönguráðherra í Morgunblaðinu 7. mars s.l. um þriðju kynslóð farsíma sem hann hefur lagt fyrir Alþingi. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að úthlutað verði allt að fjórum tíðnum að loknu útboði gegn 190 milljóna króna gjaldi sem fer þó lækkandi með aukinni útbreiðslu.<P align=left><BR>Nú í vikunni lagði ég fram frumvarp til laga um þriðju kynslóð farsíma. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að úthlutað verði allt að fjórum tíðnum að loknu útboði gegn 190 milljóna króna gjaldi, sem þó fer lækkandi með aukinni útbreiðslu. Þegar umræður hófust um þriðju kynslóð farsíma voru uppi miklar væntingar. Víða í Evrópu sáu menn í hyllingum möguleika þess að nýta hina nýju tækni til gagnaflutninga og myndsendinga. Jafnframt gerðu menn sér vonir um miklar tekjur af úthlutun tíðna. <BR><BR>Í mörgum löndum var efnt til uppboða á tíðnum og kepptust símafyrirtækin um að bjóða ótrúlega háar fjárhæðir í leyfin. En tæknin hefur látið standa á sér. Þessi nýja kynslóð farsíma með öllum þeim möguleikum til samskipta um farsímanetið er ekki farin að mala gull fyrir eigendur símafyrirtækjanna og endurgreiða stofnkostnað og leyfisgjöld þar sem uppboð leiddu til mikilla útgjalda.<BR><BR>Á Fjarskiptaþingi 2001 gerði ég grein fyrir þeirri afstöðu minni að úthluta ætti tíðnum fyrir þriðju kynslóð farsíma á Íslandi með útboði þar sem áhersla yrði lögð á tryggja útbreiðslu á þjónustunni í okkar stóra dreifbýla landi. Fara ætti þá leið sem kölluð hefur verið "fegurðarsamkeppni", þar sem útboðsherferð er beitt og símafyrirtækin látin keppa um bestu lausnirnar gegn föstu gjaldi. Með þeirri leið var fyrst og fremst hugsað um að tryggja hagsmuni símnotenda en ekki að nota skattlagningu á leyfum í þágu ríkissjóðs.<BR><BR>Ýmsar þjóðir, svo sem Danir, Bretar og Þjóðverjar, hafa valið þá leið að hafa uppboð á farsímaleyfum. Þegar uppboðsleiðin er valin er eingöngu keppt um verð en engin trygging er fyrir því hver útbreiðsla þjónustunnar verður.<BR><BR>Almennt úboð er hins vegar heppilegasta aðgerðin til að ná fram yfirlýstum markmiðum mínum sem samgönguráðherra um hámarksútbreiðslu hagkvæmrar farsímaþjónustu. Það er sú leið sem farin er í frumvarpinu. Ýmis önnur rök hníga að útboðsleiðinni:<BR><BR>1. Mikil reynsla er af þessari aðferð hér á landi.<BR><BR>2. Með því að ákveða fyrirfram skilyrði og aðferðir við mat á tilboðum má tryggja hlutlægni við val á bjóðendum.<BR><BR>3. Það er ekki skilyrði fyrir árangri að bjóðendur séu fleiri en úthlutaðar tíðnir - eins og er í uppboðsleiðinni.<BR><BR>4. Með því að heimila reikisamninga á útbreiðslu er hagkvæmni aukin og unnt að komast hjá óarðbærum fjárfestingum þrátt fyrir mikla útbreiðslu.<BR><BR>Við mat á tilboðum verður fyrst og fremst litið til útbreiðslu og verða veitt stig fyrir áætlaða útbreiðslu og útbreiðsluhraða eftir ákveðnum reglum. TIl að stuðla að víðtækri útbreiðslu þriðju kynslóðar farsímaþjónustu er lagt til að gerð verði lágmarkskrafa um útbreiðslu á tilgreindum svæðum. Skipting í svæði miðar að því að ná sambærilegri útbreiðslu á farsímaþjónustunni um allt land. Í frumvarpinu er lagt til að lágmarkskrafan um útbreiðslu verði 60% á hverju svæði sem tryggir í raun mikla útbreiðslu frá lágmarkskröfunni, og hins vegar er mikill hvati fólginn í því að útbreiðslukröfur umfram 30% er heimilt að uppfylla með reikisamningum milli símafyrirtækjanna.<BR><BR>Með útboðsaðferðinni er því lögð áhersla á meiri útbreiðslu og betri þjónustu en hægt er að gera ráð fyrir að uppboðsleiðin hefði skilað. Sú leið er ekki síst mikilvæg fyrir hagsmuni landsbyggðarinnar.<BR><BR><BR></P>

2003-02-28 00:00:0028. febrúar 2003Fyrsta flug Iceland Express

Ræða samgönguráðherra sem hann flutti í tilefni að fyrstu ferð Flugfélagsins Iceland Express til Kaupmannahafnar 27. febrúar 2003.<P align=left><BR>Ágætu gestir!<BR><BR>Í dag er enn einum áfanga náð í flugsögu og ferðaþjónustu okkar Íslendinga - og vil ég óska forsvarsmönnum ICELAND EXPRESS, og þjóðinni allri, innilega til hamingju með daginn!<BR><BR>Á síðustu mánuðum höfum við séð nýtt ferðaþjónustufyrirtæki fæðast, - ÍSLENSKA aðila sem, í samvinnu við breskan flugrekanda, sérhæfir sig í sölu ódýrra ferða á milli Íslands og þeirra áfangastaða sem lengst hefð er fyrir að Íslendingar heimsæki. Er þetta mjög í takt við þá þróun sem verið hefur annars staðar í heiminum og í samræmi við þann draum sem flestir eiga sér; að fara sem víðast á sem hagstæðustu kjörum.<BR><BR>Allar áherslur ICELAND EXPRESS eru í þessum anda, þær eru skýrar og nútímalegar og sé ég fyrir mér að ýmsir muni taka fyrirtækið sér til fyrirmyndar og horfa í auknum mæli á Netið sem miðdepil í sölu- og markaðsmálum. <BR><BR>Með ICELAND EXPRESS er vissulega á ferðinni spennandi tækifæri fyrir ferðaglaða Íslendinga en vonandi ekki síður öflugt verkfæri í höndum þeirra sem vinna að eflingu innlendrar ferðaþjónustu. - Við eigum fallegt land og til staðar eru innviðir og aðstaða til að fjölga ferðamönnum til landsins, ekki síst utan hins hefðbundna ferðamannatíma. Það er því sérstakt fagnaðarefni að ICELAND EXPRESS stefni að starfsemi árið um kring! Af þessu leiðir að áherslan á haustið, veturinn og vorið verður enn markvissari í allri kynningu á landinu.<BR><BR>Þótt við fögnum núna þá er vissulega mikið starf framundan til að tryggja starfsemi nýja fyrirtækisins. Sagan hefur því miður sýnt okkur að ekkert er gefið í þessum efnum en með traust, fagmennsku og bjartsýni að leiðarljósi verður ICELAND EXPRESS vonandi einn af máttarstólpum ferðaþjónustunnar í landinu.<BR><BR>Megi gæfa og gott gengi fylgja ICELAND EXPRESS og viðskiptavinum þess í framtíðinni.<BR></P>

2003-02-05 00:00:0005. febrúar 2003Þingsályktunartillögur um samgönguáætlun

Framsöguræða Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra sem hann flutti á Alþingi í gær vegna samgönguáætlunar 2003-2014 .<P align=left><BR>Ég mæli hér fyrir þingsályktunartillögum um samgönguáætlun. Önnur er rammaáætlun fyrir árin 2003–2014 og hin sundurliðuð fyrir árin 2003-2006. <BR><BR><B>Aðdragandi:</B><BR>Miklar og vaxandi kröfur hafa verið gerðar um hraðari uppbyggingu samgöngukerfisins eins og fjölmargar ályktanir frá sveitarstjórnum og öðrum hagsmunaaðilum bera vott um. Í þingsályktunartillögunum sem hér eru lagðar fram er í fyrsta sinn lögð fram heildstæð áætlun um rekstur og uppbyggingu samgangna sem tekur til allra samgöngumáta en markmiðið með samræmdri áætlun er fyrst og síðast að auka hagkvæmni. Eins og tillagan ber með sér er verkefnið risavaxið og ekki hægt að verða við óskum allra. Framkvæmdaþörfin blasir við en við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti.<BR><BR>Þegar mælt var fyrir lögum um gerð samgönguáætlunar var fjallað um aðdraganda þess að samræma áætlanagerð í samgöngumálum. Þar var sagt frá stýrihóp sem ég skipaði til þess að vinna tillögu að samgönguáætlun. Hann skilaði af sér í desember 2001. <BR><BR>Í framhaldinu lagði ég fram á Alþingi frumvarp til laga um gerð samgönguáætlunar sem var samþykkt á vordögum 2002 sem lög um samgönguáætlun nr. 71/2002. <BR><BR>Við vinnslu samgönguáætlunar var tekið fullt tillit til ábendinga Ríkisendurskoðunar sem fram komu í desember 1998 en þar var bent á skort á samræmingu áætlana.<BR><BR><B>Breytt vinnubrögð</B><BR>Með lögum um samgönguáætlun er öllu vinnulagi gjörbreytt. Lögin kveða á um skipun samgönguráðs. Samgönguáætlun kemur í stað sex eldri áætlana um samgöngumál, þ.e. flugmálaáætlunar, hafnaáætlunar, sjóvarnaráætlunar, langtímaáætlunar um öryggi sjófarenda, vegáætlunar og langtímaáætlunar í vegagerð. Þá tekur hún tillit til umferðaröryggisáætlunar. Áætlunin nær jafnframt til rekstrarútgjalda Vegagerðarinnar, Flugmálastjórnar og Siglingastofnunar sem ekki var fjallað um í fyrri áætlunum. Þá er mörkuð stefna til framtíðar í samgöngumálum þ.m.t. í öryggismálum og umhverfismálum. <BR><BR>Áætluninni er ætlað að stuðla að víðtæku samstarfi stofnana í samgönguráði, m.a. á sviði rannsókna. <BR><BR>Þá gera lögin ráð fyrir aukinni aðkomu helstu notenda og hagsmunaaðila að gerð samgönguáætlunar m.a. með opnu samgönguþingi sem halda á minnst einu sinni við gerð hverrar samgönguáætlunar. Einnig er lögbundið að hafnaráð og flugráð gefi ráðherra umsögn um tillögu samgönguráðs. <BR><BR><B>Stefnumótun samgönguáætlunar</B><BR>Í henni er sett fram stefna í samgöngumálum til næstu 12 ára auk þess sem gerð er grein fyrir almennum forsendum og spáð fyrir um þróun ýmissa lykilstærða. <BR><BR>Í þingsályktunartillögunni sem hér er mælt fyrir eru eftirfarandi fjögur megin markmið. <UL> <P align=left>Fyrst er markmið um greiðari samgöngur. Hér undir falla flestallar framkvæmdir við uppbyggingu og endurbætur samgöngukerfisins. Einnig er lögð áhersla á að sköpuð verði skilyrði fyrir flesta landsmenn til að komast til eða frá höfuðborgarsvæðinu hvert á land sem er innan þriggja og hálfrar klukkustundar. Loks er sett fram að almenningssamgöngur í lofti, á sjó og á landi verði skipulagðar þannig að þéttbýlisstaðir með 200 íbúa eða fleiri eigi kost á þeim. <BR><BR>Annað markmið er um hagkvæmni við uppbyggingu og rekstur samgangna. Í samgönguáætlun er enn fremur áformað að nýta markaðsöflin við uppbyggingu og rekstur samgöngukerfisins enn frekar en nú er. <BR><BR>Þriðja markmiðið er um umhverfislega sjálfbærar samgöngur m.a. varðandi vetnisnotkun.<BR><BR>Loks er fjórða markmiðið um öryggi í samgöngum og er ástæða til þess að vekja sérstaka athygli á verkefnum sem ætlað er að bæta öryggi. </P></UL> <P align=left><BR>Í þessari samgönguáætlun er aukin áhersla lögð á uppbyggingu vegakerfisins. Þetta er stefnubreyting þar sem litið er svo á að byggingu nýrra flugvalla og nýrra hafna sé lokið nema sérstakar aðstæður kalli á annað. Framkvæmdir í höfnum og flugvöllum miðast við að bæta aðstöðu og bregðast við auknum kröfum og þróun á sviði flugs og siglinga.<BR><BR>Ein mikilvægasta einstaka aðgerðin í þessari nýju langtímaáætlun er skilgreining grunnnets eða burðarnets samgangna sem nær til samgöngumátanna þriggja. <BR>Með grunnneti er átt við þau mannvirki sem mynda eðlilegt, samfellt samgöngukerfi um landið allt. Umferðin er mest í grunnkerfinu og því mikilvægt að það njóti forgangs. <BR><BR>Í þessari áætlun er einnig unnið að því að bæta samgöngur fyrir ferðaþjónustuna með uppbyggingu hálendisvega og öðrum aðgerðum og verður fjallað um sumar þeirra hér á eftir.<BR><BR><B>Fjármál</B><BR>Heildarfjármagn til samgöngumála hefur stóraukist á undanförnum árum. Í samgönguáætlun heldur þessi þróun áfram, því enn eykst fjármagnið til vegamála. Tillagan gerir ráð fyrir að tæplega 240 milljörðum króna verði varið til samgöngumála næstu tólf árin. Þrátt fyrir þessa miklu fjármuni er ekki nægt fjármagn fyrir hendi til þess að uppfylla öll markmiðin í uppbyggingu vega fyrstu 12 árin. Það liggur fyrir að enn vantar fé sem nemur framkvæmdafé rúmlega eins fjögurra ára tímabils til þess að markmið náist. <BR><BR>Fáar þjóðir ef nokkrar verja jafn stórum hluta ríkisútgjalda til vegamála. Þessi staðreynd undirstrikar hina miklu þörf, sem er fyrir bættar vegasamgöngur. Meiri hluti fjárins fer til stofnkostnaðar, þ.e. til nýrra mannvirkja og undirstrikar það enn hve margt er ógert á vegakerfinu. <BR>Fámenn þjóð í stóru landi með erfiða veðráttu verður að leggja hlutfallslega meira af mörkum til þessa málaflokks en títt er um þær þjóðir, sem við berum okkur gjarnan saman við.<BR><BR><B>Flugmál</B></P> <UL> <P align=left>Útgjöld til flugmála hafa aukist á undanförnum árum sem skýrist aðallega af auknum umsvifum Alþjóðaflugþjónustunnar og er búist við áframhaldandi vexti hennar. Umsvif þjónustunnar eru m.a. fjármögnuð af yfirflugsgjöldum. Áætlunin gerir ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu flugmála og í samgönguáætlun eru eftirfarandi áfangar skilgreindir:<BR></P></UL> <P align=left>* Á fyrsta tímabili er stefnt að því að flugvellir í flokki I uppfylli auknar kröfur vegna aðflugs, öryggis og flugverndar.<BR>* Á öðru tímabili er stefnt að því að flugvellir í flokki II uppfylli kröfur til bygginga og einnig kröfur til flugbrauta og hlaða þar sem því verður við komið. Í lok 12 ára tímabilsins ættu því flugvellir í grunnneti að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til flugvalla í flokkum I og II að svo miklu leyti sem það er hægt af landfræðilegum ástæðum. <BR><BR>Sett er í forgang að ljúka þeim verkefnum sem varða flugöryggi. Víða þarf að bæta þær byggingar sem hýsa búnað sem notaður er til rekstrar flugvalla. Þá verður unnið að endurnýjun öryggis- og björgunarbúnaðar í samræmi við hertar kröfur. Loks verður vopnaleitarbúnaðar settur upp í samræmi við nýjar kröfur.<BR><BR>Í samgönguáætlun er stefnt að byggingu nýrrar samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli og er gert ráð fyrir að hún verði fjármögnuð a.m.k. hluta til með einkaframkvæmd. Ekki er gert ráð fyrir fjármagni til hennar á flugmálaáætlun og verður það skoðað sérstaklega. Þó er gerð flughlaðs við stöðina á flugmálaáætlun.<BR><BR>Helstu markmið í rekstri flugmála á áætlunartímanum eru innleiðing nýrra rekstrarkerfa, s.s. öryggisstjórnunarkerfis og annarra gæðastjórnunarkerfa sem auka öryggi, skilvirkni og gæði þjónustunnar á flugvöllum og í flugumferðarþjónustu.<BR><BR>Markmiðin hér að framan miða að því að uppfylla staðla eins og þeir eru í dag.<BR><BR>Í áætluninni er lögð mikil áhersla á flugöryggismál og er m.a. áformað að tryggja aðkomu Íslands að nýrri stofnun Evrópusambandsins á sviði flugöryggis. Sú stofnun byggir á starfsemi og reglum flugöryggissamtaka Evrópu. <BR>Flugmál næstu fjögur ár<BR>Á undanförnum árum hefur verið unnið að mörgum brýnum verkefnum á sviði flugmála. Langviðamesta verkefnið er endurbygging Reykjavíkurflugvallar. Dæmi um önnur stór verkefni eru stækkun og endurbætur flugstöðva í Vestmannaeyjum, Akureyri og á Egilsstöðum og ný flugstöð í Grímsey. Helstu verkefni sem fyrirhuguð eru á næstu fjórum árum er endurbygging flughlaðs á Reykjavíkurflugvelli, endurnýjun flugbrautarljósa á Akureyri, Ísafirði og í Vestmannaeyjum, nýr flugturn á Ísafirði og ný flugstöð á Bakkaflugvelli. <BR><BR>Ljóst er að mikil áhersla verður á flugvernd og öryggismál á næsta fjögurra ára tímabili. Vegna krafna um vopnaleit í millilandaflugi sem tóku gildi 1. janúar sl. þarf að kaupa talsverðan búnað á Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli.<BR>· Áformað er að taka út og votta alþjóðaflugvelli hér á landi samkvæmt nýjum kröfum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar fyrir lok ársins<BR>· Áhersla verður lögð á stöðugt betri skráningu smárra og stærri flugatvika í samræmi við það sem aðrar Evrópuþjóðir munu gera. <BR><BR><B>Siglingamál</B><BR>Mestu útgjöldin í siglingamálum eru til framkvæmda í höfnum. Áætlunin miðar við núgildandi hafnalög.<BR>· Í áætluninni er við það miðað að ríkið taki þátt í að endurnýja hafnarmannvirki í fiskihöfnum á landsbyggðinni til að uppfylla þarfir sjávarútvegsins og jafnframt að mæta nýjum þörfum atvinnugreinarinnar. Löng reynsla hefur sýnt að kröfur til íslenskra hafna eru síbreytilegar og að þróun þeirra verður að haldast í hendur við þróun fiskiskipaflotans.<BR>· Langtímaáætlun um öryggi sjófarenda er fest í sessi og eru framlög til hennar aukin í 20 milljónir króna á ári.<BR>· Gert er ráð fyrir að rannsóknir verði efldar með það að markmiði að auka öryggi sjófarenda og hámarka nýtingu fjármagns sem varið er til hafnarmannvirkja og sjóvarnargarða.<BR>· Við það er miðað að Siglingastofnun taki virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi um öryggismál. Mikilvægt er að gæta hagsmuna Íslands þegar verið er að semja alþjóðlegar reglur. Það þarf að sjá til þess að reglurnar tryggi sem best öryggi sjófarenda, þær hæfi sem best íslenskum aðstæðum. <BR><BR>Eins og kunnugt er þá þjóna hafnir í meginatriðum tvíþættum tilgangi, þ.e. fiskveiðum og fólks- og vöruflutningum bæði innan lands og milli landa. <BR>Auk þess eru ferjusiglingar frá nokkrum höfnum. <BR><BR>Á síðustu tveimur áratugum hefur landaður afli aukist um 30%. Vöruflutningar á milli landa hafa á sama tímabili aukist um 87% og má rekja mikið af þeirri aukningu til flutninga vegna stóriðju. Sjóflutningar innan lands jukust jafnt og þétt fram á miðjan síðasta áratug en síðustu 5 árin hafa þeir dregist saman um rúmlega 10%. Ferðum strandflutningaskipa hefur fækkað mun meira, þar sem nú eru notuð stærri og afkastameiri skip en áður. <BR><BR>Hafnir landsins eru víðast hvar vel í stakk búnar til að sinna meiri vöruflutningum en í dag og ekki þarf kostnaðarsamar framkvæmdir þess vegna.<BR><BR><B>Siglingamál næstu fjögur árin</B><BR>Á síðustu fjórum árum var unnið á vegum hafnarsjóða að ríkisstyrktum hafnarframkvæmdum fyrir um 5.000 milljónir króna eða að meðaltali um 1.250 milljónir á ári. Hlutur ríkissjóðs í þessum framkvæmdum var um 3400 milljónir eða að meðaltali um 850 milljónir á ári.<BR><BR>Helstu verkefnin síðast liðin fjögur ár voru lenging bryggju á Grundarfirði og á Siglufirði, ný stálþil á Flateyri og á Ísafirði og stækkun fiskihafnarinnar á Akureyri. <BR>Einnig framkvæmdir við nýjan brimvarnargarð á Húsavík, dýpkun hafnar og innsiglingar á Raufarhöfn og Þórshöfn, dýpkun hafnar og ný loðnubryggja á Vopnafirði. <BR><BR>Nýtt ferjulægi hefur verið gert á Seyðisfirði, lenging togarabryggju í Neskaupsstað, nýtt stálþil á Eskifirði, löndunarkantur á Djúpavogi, endurnýjun stálþilja í Vestmannaeyjum og framkvæmdir við dýpkun hafnar og varnargarða við höfnina í Grindavík.<BR><BR>Í fjögurra ára áætlun er gert ráð fyrir verja 4,6 milljörðum króna til hafnaframkvæmda sem er mun hærri fjárhæð en á undanförnum árum. Þetta skýrist m.a. af uppbyggingu ferjuhafnar við Seyðisfjörð og álvershafnar á Reyðarfirði. Styrkir til hafnargerðar eru fyrst og fremst til að endurbæta og byggja ný viðlegumannvirki til að mæta þörfum fiskiskipaflotans. Stærstu verkefnin af þessu tagi eru á Patreksfirði, Bolungarvík, Ísafirði, Siglufirði, Húsavík, Hornafirði, Vestmannaeyjum og Grindavík. <BR><BR>Á Akureyri, Húsavík, Þórshöfn, í Neskaupstað, á Eskifirði, Hornafirði og Þorlákshöfn verða byggðir nýir viðlegukantar úr stáli. Unnið verður að stofndýpkun innan hafnar í Vestmannaeyjum og Grindavík og viðhaldsdýpkun í Ólafsvík, á Rifi, á Sauðárkróki, Hornafirði og Þorlákshöfn. <BR>Skjólgarðar á Akranesi, í Ólafsvík og Bolungarvík verða styrktir og byggðir nýir skjólgarðar á Vopnafirði, í Neskaupstað og Þorlákshöfn.<BR><BR><B>Eftirfarandi eru helstu áfangar og áherslur í rekstri Siglingastofnunar næstu fjögur árin.</B><BR>· Lokið verður uppbyggingu móttakara og senda fyrir sjálfvirkt upplýsingakerfi um ferðir skipa, sem byggja þarf upp í samræmi við kröfur Alþjóða siglingamálastofnunarinnar. <BR>· Miðað er við að vaktstöð siglinga verði komið á fót og er þar m.a. verið að koma til móts við reglur Evrópusambandsins. Hlutverk vaktstöðvarinnar er að vera miðstöð skipaumferðar í íslenskri efnahagslögsögu. <BR>· Haldið uppi öflugu starfi við gerð ýmiss konar fræðsluefnis og leiðbeininga undir merkjum langtímaáætlunar um öryggismál sjófarenda.<BR>· Unnið verður að ýmsum rannsóknum svo sem öldufarsreikningum við suðurströndina, á siglingaöryggi á mismunandi leiðum undan ströndinni og á hugsanlegu ferjulægi við Bakkafjöru. Gert er ráð fyrir að vinna við tilraunir á endurbótum á innsiglingunni til Rifshafnar. <BR>· Þá verður unnið að áhættumati minni fiskiskipa í hættulegum öldum og ýmsum sértækum verkefnum sem tengjast öryggi skipa.<BR><BR><B>Vegamál</B><BR>Útgjöldum til vegamála er skipt í þrennt, þ.e. rekstur og þjónustu, viðhald og stofnkostnað. Fyrri tveir liðirnir hafa farið hækkandi á undanförnum árum, og heldur sú þróun áfram. Valda þar mestu sívaxandi kröfur um aukna þjónustu, en sem kunnugt er eigum við fleiri bíla að hlutfalli en flestar aðrar þjóðir. <BR>Viðhaldsþörf vega vex í hlutfalli verðmæti vega svo og í hlutfalli við aukna umferð, einkum þungaumferð. Reynt er að mæta þessari auknu þörf í samgönguáætlun.<BR><BR>Meirihluti vegafjár fer til stofnkostnaðar og þá helst til framkvæmda í grunnneti.<BR><BR>Í grunnneti samgöngukerfisins eru 10 flugvellir, 33 hafnir og um 5.200 km af vegum. Af þessum þremur þáttum kerfisins er fjárfestingaþörfin langmest í vegunum. <BR><BR>Grunnnet vega fær þannig stóra sneið af kökunni, en það dugir þó ekki. Engu að síður nást margir góðir áfangar á áætlunartímabilinu, og verða hér nefndir nokkrir þeirra:<BR><BR>Lokið verður við Gjábakkaveg og nýjan veg milli Reykholts og Flúða í Árnessýslu á öðru tímabili. Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar verður tvöfölduð. Vega- og brúargerð yfir Kolgrafarfjörð er á dagskrá á fyrsta tímabili. Á áætlunartímanum verða byggðakjarnarnir á Vestfjörðum tengdir við Hringveginn með bundnu slitlagi. Hér er um gríðarlega stórt verkefni að ræða. <BR><BR>Síðasta kafla á Hringveginum um Norðurland lýkur á þessu ári og á öðru tímabili verður unnt að aka allan hringinn á bundnu slitlagi. Þá verður unnið að tengingu byggðakjarnanna á Norðausturlandi við Hringveginn, og í lok tímans verður kominn vegur með bundnu slitlagi til þéttbýlisstaðanna í Norður–Þingeyjarsýslu, en nokkru fyrr til Vopnafjarðar eða á öðru tímabili. Þá ber að nefna nýja brú á Hornafjarðarfljót, sem stytta mun Hringveginn um 11 km, en henni verður lokið á öðru tímabili.<BR>Hér hefur verið minnst á nokkra stóra áfanga. Um flesta þeirra gildir eðlilega að þeir væru betur fyrr á ferðinni. Það á ekki síst við um vegagerð á Vestfjörðum og Norðausturlandi. Þess ber að geta að áætlaður kostnaður við þessi verkefni hefur aukist mikið frá því að langtímaáætlun í vegagerð var sett fram. <BR>Þessu valda einkum meiri kröfur, til þessara vega, og því að valdar eru betri og dýrari lausnir en áður. Breidd þessara vega er aukin frá 6,5 m í 7,5 m og er það gert vegna aukins umferðarhraða á bundnu slitlagi.<BR><BR>Af öðrum stórum áföngum ber að nefna jarðgöng. Göng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Göng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Er miðað við að gerð þeirra hefjist í beinu framhaldi af gerð Fáskrúðsfjarðarganga og verkinu ljúki 2008.<BR><BR>Með þessum áföngum og öðrum sem nást á tímabilinu munu samgöngur stórbatna víða um land, og í sumum tilvikum er um byltingu að ræða. Þar valda jarðgöngin mestum straumhvörfum.<BR><BR>Á höfuðborgarsvæðinu verður unnið að byggingu Sundabrautar, gerð mislægra gatnamóta, svo sem við Kringlumýrarbraut/Miklubraut, færslu Hringbrautar og tvöföldun vega, svo sem í nágrannasveitarfélögunum í Kópavogi, Garðabæ og í Hafnarfirði. Því er ljóst að lokið verður við mörg brýn verkefni, er öll miða að því að greiða fyrir hinni miklu og sívaxandi umferð og jafnframt að draga úr slysum. Fjármagn til höfuðborgarsvæðisins er í áætluninni meira en áður hefur verið.<BR><BR><B>Vegamál næstu fjögur árin </B><BR>Eins og jafnan áður þarf mikið fjármagn til reksturs og þjónustu á vegakerfinu og fer sú fjárþörf vaxandi. Sama er að segja um viðhald vega. Ekki verður fjölyrt frekar um þessa liði, en þó er rétt að minnast á tvö atriði.<BR><BR>Allar almenningssamgöngur utan þéttbýlis eru taldar undir vegamálum, og annast Vegagerðin umsjón þeirra. Útgjöld til þessa liðar eru 900 – 1000 milljónir króna á ári. Hafa þau farið vaxandi og verður svo áfram út tímabilið. <BR>Þjónustusamningum um rekstur ferja og áætlunarleiða í flugi hefur verið komið á eftir útboð. Unnið hefur verið að endurskipulagningu sérleyfisleiða og þjónustusamningar gerðir við sérleyfishafa um allt land. Gert er ráð fyrir að sá hluti almenningssamganga verði einnig boðinn út í síðasta lagi á árinu 2005.<BR><BR>Sérstakur liður öryggisaðgerðir er í áætluninni en auk þess er rétt að benda á að mjög mikið af nýbyggingarfé fer til verkefna, sem stuðla að auknu öryggi. Sem dæmi um þetta má nefna breikkun brúa. Á undanförnum átta árum hefur einbreiðum brúm fækkað að meðaltali um 21 brú á ári. <BR><BR>Ég vil fara nokkrum orðum um skiptingu fjár á milli kjördæma af liðunum almennum verkefnum og tengivegum. Við afgreiðslu langtímaáætlunar í vegagerð var liðnum almennum verkefnum skipt jafnt á milli kjördæma annarra en Reykjavíkur. Við síðustu endurskoðun vegáætlunar var þessari skiptingu haldið, þar með talið á árunum 2003 og 2004. Í tillögu að fjögurra ára áætlun er lagt til að sami háttur verði á hafður á árunum 2005 og 2006. <BR><BR>Eðlilegt er að skoða þessi mál að nýju við næstu endurskoðun fjögurra ára áætlunar, enda verður nýja kjördæmaskipanin þá orðin föst í sessi.<BR><BR>Fjármagni til tengivega hefur lengi verið skipt í samræmi við reiknilíkingu þar sem tekið er tillit til kostnaðar við gerð veganna, ástands þeirra og umferðar. Hér er miðað við að sú regla haldist óbreytt. <BR><BR><B>Framkvæmdir í grunnneti.</B><BR><BR><B>Ferðamannaleiðir.</B><BR>Ferðaþjónustan í landinu byggir í ríkum mæli á góðum samgöngum. Með þeim áherslum sem hér eru er leitast við að koma til móts við þarfir greinarinnar í heild. <BR><BR>Við síðustu endurskoðun vegáætlunar var í auknum mæli veitt fé til ferðamannaleiða. Tvær leiðir fengu sérstakar fjárveitingar, þ.e. Uxahryggjavegur milli Þingvalla og Borgarfjarðardala og Dettifossvegur austan Jökulsár á Fjöllum. Að öðru leyti var fjárveitingum skipt á kjördæmi til þeirra verkefna, sem brýnust voru.<BR><BR><B>Hálendisvegir</B><BR>Hálendisvegir sem eru í umsjá Vegagerðarinnar teljast til landsvega og hefur þeim verið sinnt eftir því sem fjármagn hefur leyft á hverjum tíma. Með samgönguáætlun eru fjórir hálendisvegir flokkaðir með vegum í grunnneti og er það nýmæli að hálendisvegir séu settir í forgang með þessum hætti. Þetta eru vegirnir um Kaldadal, Kjöl, Sprengisand og Fjallabaksleið nyrðri. Í áætluninni er sett það markmið að þessum vegum verði komið í allgott horf og þeir síðan lagðir bundnu slitlagi. Lengd þessara vega er um 500 km og kostnaður við að fullnægja markmiðunum hefur verið metinn lauslega á 9 – 10 milljarða króna.<BR><BR>Í samgönguáætlun eru fjárveitingar til að hefjast handa við þetta verkefni, sem skiptir miklu máli fyrir ferðaþjónustuna auk þess, sem það stuðlar að því að landsmenn kynnist hálendinu. <BR>Þó að grunnetið fái til sín bróðurpartinn af fjárveitingum til nýframkvæmda, verður verkefnum utan grunnnetsins sinnt áfram í svipuðum mæli eða betur en verið hefur.<BR><BR><B>Samantekt </B><BR><B>Hæstvirtur forseti.</B><BR><BR>Þessar tillögur til þingsályktunar sem ég hef hér mælt fyrir, á grundvelli hinna nýju laga um samgönguáætlun, fela í sér mörg nýmæli en eru ekki síst til marks um að með þeim framkvæmdum sem í þeim felast munu margir stórir áfangar nást. Í hnotskurn má segja:<BR>· Að sett er í fyrsta sinni fram heildstæð stefna og skýr markmið til næstu 12 ára í öllum greinum samgangna.<BR>· Að sett er fram metnaðarfull áætlun um ráðstöfun fjármuna í samgöngumál næstu 12 árin í þremur fjögurra ára tímabilum.<BR>· Að áætlanirnar gefa skýra og heildstæða sýn á samgöngumál og setja flugmál, siglingamál og vegamál í samhengi m.a. með því að skilgreina nú í fyrsta skipti grunnnet samgangna.<BR>· Að ný vinnubrögð við þessa áætlanagerð hafa þegar stuðlað að stóraukinni samvinnu þeirra sem að samgöngumálum koma, og þá ekki síst með samvinnu við notendur með samgönguþingi, en ekki síður með meiri og nánari samvinnu á milli stofnana samgöngumála.<BR><BR>Með þeim áætlunum sem hér liggja fyrir Alþingi til afgreiðslu, er hugsað stórt, og það er hugsað til framtíðar. Við gerum ráð fyrir meiri og dýrari framkvæmdum en nokkru sinni fyrr, og við gerum ráð fyrir því að í lok áætlunartímabilsins fullnægi samgöngukerfi þjóðarinnar í öllum meginatriðum þegnum þessa lands. Með þessari samgönguáætlun er sannarlega stefnt að grettistaki í samgöngumálum þjóðarinnar. <BR><BR>Hæstvirtur forseti. Ég hef nú mælt fyrir þingsályktunartillögum um samgönguáætlun. Ég legg til að tillögunum verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umræðu og til háttvirtrar samgöngunefndar.<BR><BR><A href="http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl?txti=/wwwtext/html/128/s/0774.html&amp;leito=Samg%F6ngu%E1%E6tlun#word1">Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2003-2014</A><BR><BR><A href="http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl?txti=/wwwtext/html/128/s/0911.html&amp;leito=Samg%F6ngu%E1%E6tlun#word1">Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2003-2006</A><BR><BR><BR></P>

2002-11-15 00:00:0015. nóvember 2002Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda 2002

Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda var haldin 12. nóvember 2002 og við það tilefni flutti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ávarp.<DIV align=left><BR><BR>Fundarstjóri, góðir gestir!<BR><BR>Það er mér sönn ánægja að fá að koma hingað og ávarpa uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda. Ég heyri að dagskráin í gær og í morgun hafi verið vel heppnuð enda hlýtur að vera bæði uppbyggilegt og skemmtilegt að vera í svo öflugum samtökum sem Ferðaþjónustu bænda er. – Á þessum vettvangi hafa gæðamál lengi verið til umræðu og sýnist mér sú umræða vera að taka á sig sífellt skýrari og metnaðarfyllri mynd. Ég óska ykkur góðs gengis á þeirri leið sem þið eruð að marka hér á þessari uppskeruhátíð enda eru það fyrst og fremst gæðin sem ákvarða hvaða viðkomustað ferðamaðurinn velur sér.<BR><BR>Það segir sig sjálft að ferðaþjónustan öll horfir mjög til þess sem gerist á vettvangi Ferðaþjónustu bænda því að þegar litið er á samtökin sem eitt sameinað afl þá eru fáir í aðstöðu til að móta með jafn skýrum hætti ásýnd heillar atvinnugreinar. <BR><BR>Um allan heim hafa vinsælir ferðamannastaðir og fyrirtæki í ferðaþjónustu þurft að gera ráðstafanir til að vernda þá náttúru og menningu sem ferðamennirnir sækast eftir að sjá. Þannig er reynt að koma í veg fyrir að gengið sé á mikilvægustu auðlindir ferðaþjónustunnar. Hér á landi er þessu eins farið og hafa nokkur fyriræki þegar aflað sér alþjóðlegrar umhverfisviðurkenningar. – Það var mér því mikið fagnaðarefni þegar fulltrúar ykkar í Ferðaþjónustu bænda komu á minn fund og gerðu mér grein fyrir því mikla undirbúningsstarfi sem átt hefur sér stað varðandi Green Globe 21 umhverfisvottun ferðaþjónustufyrirtæjanna innan vébanda Ferðaþjónustu bænda. Hér er á ferðinni stórmerkilegt verkefni sem mjög verður horft til hvernig tekst.<BR><BR>Allur undirbúningur hafði greinilega verið unninn af kostgæfni enda eru svo stór áform dæmd til að mistakast ef jarðvegurinn er ekki frjósamur og móttækilegur eða öllu heldur: fólkið reiðubúið til að láta hendur standa fram úr ermum. - Þegar ljóst var að Hólaskóli yrði úttektaraðili og tengiliður Ferðaþjónustu bænda og Green Globe 21 þá vissi ég að vel átti að vanda til alls málsins og ekki hætta á hagsmunatengsl eða annað sem varpað gæti rýrð á verkefnið. Samgönguráðueytinu var því heiður að því að styrkja þennan hluta vottunarferilsins – úttektina sjálfa - en ráðuneytið á þegar samstarf við Hólaskóla á sviði fjarkennslu í ferðamálafræðum.<BR><BR>Mig langar til að óska Ferðaþjónustu bænda velfarnaðar á þeirri leið sem er að hefjast. Öll eruð þið sérfræðingar í umhverfismálum og fróðlegt að sjá hvernig gengur að ná enn frekari árangri. Það ætti að sparast mikið þegar markvissar verður tekið á þeim þáttum sem snúa að því að hlífa náttúrunni. Einnig á að verða til markaðstæki sem þarf að beita af öllu afli í þeirri miklu samkeppni sem ríkir um ferðamenn í heiminum í dag.<BR><BR>Að lokum óska ég ykkur góðs gengis á fundinum hér í dag og vona að allir haldi heim með þá einlægu ósk að vinna íslenskri náttúru, menningu og efnahagslífi sem mest gagn í framtíðinni.<BR><BR></DIV>

2002-11-01 00:00:0001. nóvember 2002Íslensk-amerískur viðskiptadagur í New York

Ávarp sem flutt var á Íslensk-ameríska viðskiptadeginum sem haldinn var í New York.<P align=left><BR>Samgönguráðherra var boðið að taka þátt í dagskrá Íslensk-ameríska verslunarráðsins í New York nú fyrir helgi. Ráðherra gat því miður ekki tekið þátt en aðstoðarmaður ráðherra flutti meðfylgjandi ræðu fyrir hans hönd. <P align=left>Formaður, góðir fundarmenn! <P align=left>Ferðaþjónusta á Íslandi er ung atvinnugrein. Segja má að hún hafi ekki farið að þróast fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld og ekki af neinni alvöru fyrr en síðustu tvo áratugina eða svo. – Íslensk náttúra hefur alltaf verið helsta aðdráttaraflið enda óvíða hægt að sjá svo mikla fjölbreytni í tiltölulega litlu landi. Fólk hefur verið hvatt til að koma og sjá hraun, hveri og fossa og njóta friðsældar í fámennu landi. Ferðamönnum hefur fjölgað ár frá ári og nú skapar ferðaþjónustan íslenska þjóðarbúinu næst mestar gjaldeyristekjur á eftir sjálfum fiskveiðunum. Þennan vöxt getum við þakkað öflugu markaðsstarfi hér vestanhafs. – Íslensk ferðaþjónusta hefur lengi horft vestur um haf og er komin sterk hefð á tengsl hingað. Bandaríkjamarkaður er langstærsti transit markaður Íslands og smám saman er okkur að takast á fá farþegana til að staldra lengur við. <P align=left>Það var stigið stórt skref þegar Iceland Naturally-átakið fór af stað á árinu 2000, samhliða umfangsmikilli kynningu á Íslandi í tengslum við árþúsundamótin. Innan vébanda Iceland Naturally tókst að sameina krafta íslensku ríkisstjórnarinnar og fyrirtækja sem hagsmuna eiga að gæta á þessum erfiða markaði. Stefnt var að almennri ímyndarsköpun sem mismunandi framleiðslu- og þjónustugreinar gætu notið góðs af. Mér heyrist allir sem aðild eiga að Iceland Naturally hæstánægðir með það starf sem unnið hefur verið og hróður átaksins hefur borist víða. <P align=left>Bandaríkjamarkaður er fullur af tækifærum og sérfræðingar okkar hafa aflað sér þekkingar og reynslu til að standa í eldlínu samkeppninnar. Í kynningu á Íslandi hér í landi hefur áherslan verið á að ná athygli fjölmiðla enda snúið og kostnaðarsamt að herja beint á neytendur. Og nú er svo komið að Ísland nýtur feiknarathygli fjölmiðla. Þetta mun skila sér og ég er þess fullviss að Bandaríkjamenn eiga eftir að heimsækja Ísland í stórum stíl í framtíðinni. <P align=left>Ég vil nota tækifærið og þakka tryggum vinum Íslands hér í Bandaríkjunum fyrir að hafa trú á landinu sem samstarfsaðila. Einnig þakka ég öllum þeim sem komið hafa að kynningu á Íslandi hér í Bandaríkjunum, Flugleiðum og fulltrúum mínum í Iceland Naturally. Sérstakar þakkir færi ég mönnum sem þið þekkið öll, þeim Einari Gustavssyni og Magnúsi Bjarnasyni. <P align=left>Það er engum blöðum um það að fletta að náttúran er helsta auðlind ferðaþjónustunnar á Íslandi. Hún er líka undirstaða þess hagvaxtar sem við búum við og ekkert lát er á. Auk fengsælla fiskimiða gefa fallvötnin og hveravatnið okkur hreina og endurnýjanlega orku. Mengun andrúmsloftsins er því svo að segja óþekkt fyrirbæri á Íslandi og við erum sjálfum okkur nóg um rafmagn og heitt vatn til húshitunar. Þetta, ásamt öðru, gerir landið að FRAMTÍÐARáfangastað ferðamanna. <P align=left>Mikil áhersla hefur verið lögð á að vernda fjölsótta ferðamannastaði og dreifa gestum sem víðast um landið. Þetta er ekki auðvelt því eðlilega vilja ferðamenn sjá frægustu staðina, þá sem mest eru kynntir. Við erum líka stolt af velgengni einstakra fyrirbæra eins og Bláa lónsins. En... til þess að sporna við því að náttúruperlurnar láti á sjá höfum við lagt mikla áherslu á að vernda þær og jafnframt gera þær aðgengilegar ferðamönnum. Það kallar á göngustíga, merkingar og önnur mannvirki en ávallt er reynt að láta þau falla vel að umhverfinu svo að lítt snortin náttúra landsins skaðist ekki. <P align=left>Mín framtíðarsýn er að menningin verði í auknum mæli það sem laðar ferðamenn til landsins. Við eigum hvorki frelsisstyttu né píramída en erum samt stolt af sögu okkar og menningu. Þjóðfélag okkar er ungt og gamalt í senn. Við eigum þúsund ára gömul skinnhandrit og tölum hálfgert fornmál. Enskukunnátta er hins vegar almenn og menntun á háu stigi. Við búum í þjóðfélagi þar sem hugvit í fjarskiptum og upplýsinga- og erfðatækni er á við það besta í heiminum. Þessa ólíku menningu, þessa gjörólíku tíma í sögu lands, vil ég sjá tvinnaða saman svo að úr verði áhugaverður áfangastaður, vetur ekki síður en sumar. Þannig er ég bjartsýnn á að Ísland eigi eftir að státa af söfnum sem fara með fólk í ferðalag til fortíðar með aðferðum nýjustu tækni. – Allt þetta mun síðan styðja við eitt af okkar meginmarkmiðum; lengingu ferðamannatímans! – Ísland glímir við þann vanda, eins og margar aðrar þjóðir, að fjárfestingar í ferðaþjónustu eru vannýttar stóran hluta ársins. Súperjepparnir eru líklega sú fjárfesting sem best er nýtt en fleira þarf að koma til. <P align=left>Ísland er spennandi land með hrikalega náttúru. Landið er einnig nútímalegt og öruggt. Við teljum okkur því eiga fullt erindi inn á ráðstefnumarkaðinn í heiminum. Hótelin á Íslandi eru mörg góð en okkur vantar fullkomna ráðstefnuaðstöðu til að geta átt möguleika á ráðstefnumarkaðinum. Nú hefur náðst samkomulag um að hefja byggingu ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík, við sjóinn, í hjarta borgarinnar. Mín framtíðarsýn er að þessi miðstöð verði aðdráttarafl í sjálfri sér og að ferðaþjónusta alls staðar á landinu njóti góðs af þeim ferðamönnum sem jafnframt því að koma á ráðstefnur ferðast um landið. Landsbyggðin á Íslandi mun í framtíðinni gegna lykilhlutverki í íslenskri ferðaþjónustu. Alþjóðavæðingunni er að takast að gera borgir um allan heim líkar hver annarrri en sveitirnar og landsbyggðin halda sérkennum sínum. Fólk mun því sækja sér hvíld og endurnæringu í sveitina. <P align=left>Góðir fundarmenn! - Framtíðarsýn mín er byggð á mikilli trú á Íslandi og stolti yfir því sem landið hefur upp á að bjóða. Velgengni ferðaþjónustunnar, sérstaklega síðustu tíu til fimmtán ár, gefur mér til kynna að ég hafi ástæðu til bjartsýni. Þeir sem starfa í ferðaþjónustu eru óðum að átta sig á gildi strangra gæðakrafna, menntunar og því að hvorki menning okkar né náttúra megi líða fyrir aukinn fjölda ferðamanna. Hugtakið sjálfbær þróun er því að síast inn. Ferðaþjónustan á Íslandi tjaldar því ekki til einnar nætur. Hún er atvinnugrein sem er komin til að vera, efnahagslífi þjóðarinnar til heilla! <P> <P>

2002-11-01 00:00:0001. nóvember 2002Opnun Reykjavíkurflugvallar 1. nóvember 2002

Reykjavíkurflugvöllur var opnaður eftir umfangsmiklar endurbætur 1. nóvember 2002 og flutti samgönguráðherra Sturla Böðvarsson ávarp við það tækifæri.<P align=left><BR>Borgarstjóri, ráðherrar, þingmenn og ágætu gestir.<BR><BR>Við erum hér saman komin í vöggu flugsins og miðstöð innanlandsflugs á Íslandi.<BR><BR>Endurbygging Reykjavíkurflugvallar er mesta framkvæmd á sviði flugöryggismála, sem ráðist hefur verið í á síðustu árum. Eftir umfangsmiklar endurbætur er Reykjavíkurflugvöllur í fremstu röð flugvalla hvað varðar öryggi. Því ber að fagna og um leið hljótum við að gera þá kröfu til þeirra, sem stunda flugrekstur, að hvergi verði slakað á kröfum um fyllsta öryggi þegar löggjöf og öll mannvirki eru nú í samræmi við það sem best gerist í veröldinni.<BR><BR>Ég vil, sem samgönguráðherra, þakka öllum þeim sem komið hafa að framkvæmdum við flugvöllinn. Þar vil ég fyrst nefna Flugráð, flugmálastjóra og annað starfsfólk Flugmálstjórnar, hönnuði, verktaka og þá sem komið hafa að skipulagi flugvallar svæðisins. <BR><BR>Í áratugi hafði Reykjavíkurflugvöllur setið á hakanum um nauðsynlegar fjárveitingar til endurbóta og frágangs á flugvallarsvæðinu. Nú hefur verið úr því bætt og við okkur blasir gjörbreyttur flugvöllur sem fellur betur inn í umhverfið og verður ekki lengur sem kaun í landinu heldur vel frá gengið athafna svæði, vinnustaður hundruða manna, sem sinna fluginu og flugtengdri starfsemi sem og hverskonar ferðaþjónustu.<BR>Með samþykkt Alþingis á flugmálaáætlun, þar sem gert var ráð fyrir nýjum flugbrautum og fullkomnum aðflugsbúnaði Reykjavíkurflugvallar og með samþykkt Alþingis á fjárveitingum til framkvæmda, var tekin ákvörðun um að Reykjavíkurflugvöllur yrði um ókomin ár miðstöð innanlandsflugs á Íslandi.<BR><BR>Þessari ákvörðun Alþingis var fylgt eftir með samkomulagi milli mín, sem samgönguráðherra, og borgarstjóra þar sem staðfest voru áform um framkvæmdir og skipulag á flugvallarsvæðinu. Það mikilvæga samkomulag var síðan staðfest af borgarstjórn með því að veitt var heimild til framkvæmda. <BR><BR>Allar þessar ákvarðanir vörðuðu flugið á Íslandi miklu og eru staðfesting á því hversu miklu máli það skiptir í almenningssamgöngukerfi okkar Íslendinga. <BR><BR>Ég hef lagt áherslu á það að allt skipulag og framkvæmdir skuli miðast við að taka tillit til óska borgaryfirvalda um að flugvallar svæðið yrði dregið saman sem mest mætti verða og að umferð mætti takmarka sem mest við áætlunarflugið svo ónæði frá fluginu yrði sem minnst.<BR>Eftir að flugvallarsvæðið hefur verið girt af verður borginni skilað aftur umtalsverðu landsvæði, sem nýta má til bygginga og opinna svæða, í samræmi við skipulagáætlanir borgarinnar.<BR><BR>Það er von mín að nú þegar framkvæmdum er lokið við flugbrautir og umhverfi vallarins megi verða friður um þá umfangsmiklu starfsemi, sem hér fer fram og skilningur megi aukast á því að innan flugvallarsvæðisins eru margir stærstu atvinnuveitendur borgarinnar, sem leggja til mikla virðisaukandi starfsemi í þágu allra landsmanna.<BR>En hér má ekki láta staðar numið. Næstu skrefin hljóta vera að byggja nýja þjónustu og samgöngumiðstöð hér að austanverðu á vallarsvæðinu, svo sem skipulag gerir rjáð fyrir, sem sinnir öllum þáttum almenningssamgangna að og frá borginni. Um er að ræða í raun sjálfan miðpunktinn í samgöngukerfi þjóðarinnar. Þetta verður tengipunktur innanlandsflugsins, millilandaflugsins, áætlunarbifreiða til og frá landsbyggðinni og strætisvagnakerfis höfuðborgarsvæðisins. Lokaákvörðun um byggingu samgöngumiðstöðvarinnar verður tekin af Alþingi eftir umfjöllun þess um tillögu að samgönguáætlun 2003-2014, sem ég mun leggja fram í þessum mánuði. Samhliða er nauðsynlegt að flugvallarsvæðið verði tengt stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins með nýjum afkasta miklum vegi meðfram Öskjuhlíðinni.<BR>Annað skref þarf einnig að stíga á næstunni. Nauðsynlegt er að taka ákvörðun um framtíðarstaðsetningu kennslu- og æfingaflugsins. Sú ákvörðun er óhjákvæmilega mjög tengd ákvörðun um framtíð og þróun flugsá Íslandi sem vaxandi atvinnugreinar. Í þessu sambandi hef ég ákveðið að óska eftir viðræðum við borgaryfirvöld um framkvæmd og nánari útfærslu á áðurnefndu samkomulagi okkar um snertilendingar og kennsluflug frá því 1999.<BR><BR>Ágætu gestir.<BR><BR>Umræður um flugvöllinn og innanlandsflugið hafa verið stríðar síðustu misserin. Nú blasir við betri tíð. Nýr og fullkominn flugvöllur og stórbættur hagur flugfélaganna, sem sinna áætlunarflugi innanlands. Það eru ánægjuleg tíðindi sem berast um bætta afkomu flugfélaganna í kjölfar þess að innanlandsflugið hefur verið endurskipulagt með útboði á sjúkraflugi og flugi til jaðarbyggða, sem hafa þurft styrki úr sameiginlegum sjóðum. Þessi breytta staða í fluginu og mikill vöxtur í ferðaþjónustunni hlýtur að skapa ný við horf til innanlandsflugsins og endurbyggingar Reykjavíkurflugvallar.<BR><BR>Megi Guð og gæfan fylgja öllum þeim sem um flugvöllinn fara.<BR><BR><BR></P>

2002-10-18 00:00:0018. október 2002Málþing um umhverfismál í Stykkishólmi 18. október 2002

Í framhaldi af ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs Íslands í Stykkishólmi er haldið málþing í dag, 18. október 2002, um umhverfismál.<P align=left><BR><BR>Í kjölfar ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs í Stykkishólmi 17.október s.l. var haldið málþing um umhverfismál. Meðal fyrirlesara voru Mr. Reg Easy framkvæmdastjóri vottunarsviðs Green Globe 21, Skúli Skúlason rektor Hólaskóla, Stefán Gíslason verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi, Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar og Einar Kr.Guðfinnsson formaður Ferðamálaráðs. Ávarp samgönguráðherra fylgir hér á eftir:<BR><BR>Fundarstjóri, Mr. Reg Easy from Green Globe, aðrir fyrirlesarar, góðir fundarmenn!<BR><BR>Á ráðstefnunni í gær kom fram í ræðu minni að náttúran sé mikilvægasta auðlind íslenskrar ferðaþjónustu og að stefnt sé að því að menningin verði hin meginstoð þessarar mikilvægu atvinnugrein. Hvar sem ferðaþjónusta er til umræðu í heiminum í dag eru umhverfismál og sjálfbær þróun áberandi og verður að segjast að mikils er vænst af Íslendingum í því sambandi. Það var því með mikilli ánægju sem ég tók undir hugmyndir góðra manna um nauðyn þess að þetta málþing yrði haldið hér í dag í tengslum við ferðamálaráðstefnuna.<BR><BR>Ég fagna því sérstaklega að hingað sé kominn Reg Easy framkvæmdastjóri vottunarsviðs Green Globe 21, sem vottar umhverfisvæna ferðaþjónustu, fyrirtæki og áfangastaði, um allan heim. Einnig býð ég aðra fyrirlesara innilega velkomna til þessa málþings.<BR><BR>Ferðaþjónusta bænda hyggst taka upp Green Globe vottunarkerfið á meðal sinna félagsmanna og hljóta það að teljast mikil tíðindi að samtök rúmlega hundrað ferðaþjónustufyrirtækja skuli þar með hafa ákveðið eitt vottunarkerfi fram yfir önnur úr því mikla framboði sem er af slíkur kerfum í heiminum í dag. Þegar önnur umhverfisvottun verður skoðuð verður vissulega horft til þess hvernig til tekst hjá Ferðaþjónustu bænda enda er um merkilegt brautryðjendastarf að ræða.<BR><BR>Ef vel tekst til hefur verið brotið blað í vottunarmálum ferðaþjónustunnar en Hólaskóli mun sjá um úttekt á stöðunum og vera þannig tengiliður fyrirtækjanna og vottunarðaðilans. Samgönguráðuneytið mun styrkja Hólaskóla til að taka að sér þetta verkefni og fylgjast vel með framvindu mála. Hérna er hugsanlega á ferðinni tækifæri fyrir landið að skapa sér enn skýrari sess sem land með skýra og metnaðarfulla umhverfisstefnu. Þegar hafa nokkur fyrirtæki fengið umhverfisvottun og mun verða horft mjög til þess sem þau hafa gert er önnur fylgja í kjölfarið.<BR><BR>Í ljósi þeirra umræðna sem urðu í gær um sérstöðu landssvæða tel ég að ekkert landssvæði geti skorast undan því að taka vel á í umhverfismálum. Við megum ekki láta koma holan hljóm í þá miklu ímyndarvinnu sem unnin hefur verið um árabil með höfuðáherslu á hreina og óspillta náttúru. Við fáum, og viljum fá, hingað til lands vel menntaða og kröfuharða ferðamenn. Þeir koma gjarnan frá löndum þar sem jákvæð umhverfishegðun er talin sjálfsögð og orðið umhverfissóði þykir neikvæðasti skammaryrði sem hægt er að fá á sig. Þessir ferðamenn eru því fljótir að koma auga á það sem aflaga fer og ef þeir fara óánægðir af landinu þá missum við mikilvægan hlekk í kynningu á landinu. – Umhverfisvottun er því af hinu góða. Ferðaþjónustuaðilar taka þá til í sínum ranni, spara fjármuni með skynsamlegri umgengni við orkulindir og bjóða ferðamönnum upp á gegnheila vöru. Vonandi eigum við fljótlega eftir að sjá heilu landshlutana fá það vottaða að þar ríki ábyrg og metnaðarfull umhverfisstefna. Þannig hefur ferðaþjónustan lagt sitt að mörkum til að staðfesta megi alþjóðlegar samþykktir um umvherfismál og sjálfbæra þróun.<BR><BR>Ég færi Ferðamálaráði mína bestu þakkir fyrir að hafa staðið að undirbúningi þessa málþings og óska ykkur, góðir gestir, fróðlegrar og ánægjulegrar morgunstundar.<BR></P>

2002-10-17 00:00:0017. október 2002Ræða samgönguráðherra á ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs í Stykkishólmi 17. október 2002

Ferðamálaráðstefna Ferðamálaráðs Íslands var sett í Stykkishólmi í morgun. Við það tilefni flutti samgönguráðherra Sturla Böðvarsson ávarp.<P><B></B> <DIV align=center></DIV>Ráðstefnustjóri, ágætu ráðstefnugestir!<BR><BR>Mér er það sérstök ánægja að ávarpa ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs Íslands hér í Stykkishólmi í dag. Þetta er í fjórða sinn sem ég ávarpa þessa árlegu ráðstefnu sem ráðherra ferðamála, og þó skipst hafi á skin og skúrir í ferðaþjónustunni um víða veröld, þá hefur greininni sannarlega vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Líkt og um land allt, hefur ferðaþjónustan vaxið og dafnað hér við Breiðafjörðinn og á Snæfellsnesi - enda náttúrufegurðin einstök og sagan með Eyrbyggju og Laxdælu lætur engan ósnortinn.<BR><BR>Síðasta ferðamálaráðstefna var haldin í skugga 11. september. Strax var ljóst að ákveðinna aðgerða var þörf, og á vegum samgönguráðuneytisins var gripið til ýmissa ráðstafana til að reyna að draga sem mest úr neikvæðum afleiðingum fyrir íslenska ferðaþjónustu.<BR>150 milljónir króna voru settar í sérstakt markaðsátak undir stjórn ferðamálastjóra og umfangsmikilli auglýsinga- og kynningarherferð hrundið af stað í Evrópu - enda nauðsynlegt að sækja enn frekar á Evrópumarkað þegar aðstæður vestanhafs voru tvísýnar og erfiðar og fyrir lá að stórfelldur samdráttur yrði í Atlantshafsflugi Flugleiða. <BR><BR>Jafnframt var blásið nýju og skemmtilegu lífi í markaðsherferðina Ísland, sækjum það heim. Olíufélagið ESSO, Íslandspóstur og Ríkisútvarpið komu til liðs við átakið og vakti það mikla athygli. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver árangurinn var á þessu ári en á það skal þó minnt að hér er á ferðinni ímyndarvinna sem á að sá fræjum í þjóðarsálina. Við getum því átt von á uppskeru til langs tíma litið, og er ég ekki í neinum vafa um að hún verður góð!<BR><BR>Á liðnu ári hefur átakið Iceland Naturally, sem nú hefur staðið yfir í þrjú ár í Norður-Ameríku, heldur betur þurft að herða róðurinn. <BR>Ég er mjög ánægður með þann varnarsigur sem unnist hefur í erfiðri baráttu á markaði sem má segja að hafi hrunið á nokkrum mínútum í fyrra. <BR><BR>Þó margt hafi verið vel gert og árangurinn sé vel viðundandi verðum við að gæta þess að horfa vandlega á það hverju þessir ferðamenn eru að skila allri ferðaþjónustunni, hvar sem er á landinu. Ferðaþjónusta á landsbyggðinni hefur ekki eflst nægjanlega á meðan hún dafnar í Reykjavík. Þetta vekur upp ákveðnar spurningar, en segir okkur þó að of mörg fyrirtæki í greininni búa við lélega nýtingu fjárfestinga og litla arðsemi. Þetta dregur eðlilega úr getu fyrirtækjanna í greininni til að geta unnið að nýsköpun og öflugu markaðsstarfi.<BR><BR>Ég hef heyrt gagnrýni á þá áherslu sem er á Reykjavík þegar landið er kynnt á erlendri grund og komið þeim athugasemdum til Ferðamálaráðs. Ég geri mér vel grein fyrir að höfuðborgin þarf að vera vel kynnt en það er mér samt mikið kappsmál að samhliða áherslunni á Reykjavík verði af auknum þunga hugað að landsbyggðinni í landkynningu. Þörfin á eflingu ferðaþjónustunnar og annarrar atvinnusköpunar hér úti á landi er mikil og vil ég að öllu afli sé beitt til að vekja áhuga ferðamanna á að fara sem víðast um landið. Því óskaði ég eftir því við ferðamálastjóra að mótaðar yrðu tillögur að raunhæfum vaxtarsvæðum um allt land. Ferðamálastjóri mun kynna þær tillögur á ráðstefnunni hér í dag, og verða þær í raun megin umræðuefni þessarar ráðstefnu.<BR><BR>Markaðsmál ferðaþjónustunnar standa á ákveðnum tímamótum. Tilraunin um Markaðsráðið, þar sem ráðuneytið og SAF tóku höndum saman um það sem átti að vera króna á móti krónu, virðist fullreynd í bili. Reykjavíkurborg hefur einnig dregið sig út úr þessu samstarfi sem veldur vonbrigum. Það hefur sýnt sig að greinin hefur ekki nægilega burði, eða vilja, til að leggja stórar fjárhæðir til sameiginlegra markaðsmála. – Það þýðir þó ekki að slegið verði slöku við.<BR><BR>Aldrei fyrr hefur verið ráðstafað viðlíka fjármunum til markaðsstarfs í ferðamálum og fjárlögin fyrir næsta ár gera ráð fyrir. Eins og sjá má á meðfylgjandi glæru hafa framlög til þessa málaflokks á fjárlögum vaxið umtalsvert á undanförnum árum. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir á sjöunda hundrað milljóna króna framlagi. Þá er ég ekki að tiltaka umtalsverða liði, líkt og tæpar 350 m.kr. í styrki til ferja og sérleyfishafa eða styrki til innanlandsflugs að upphæð rúmar 130 m.kr. Hér er óumdeilanlega um að ræða styrki, sem styðja verulega við vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar um land allt.<BR><BR>Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 300 milljónum til markaðssóknnar í íslenskri ferðaþjónustu. Í ljósi góðrar reynslu af markaðssókn þessa árs, hef ég ákveðið að líkt verði staðið að í framhaldinu. Stór hluti þess fjármagns sem nýttur var til markaðssóknar í ár, fór í markaðsðgerðir í samvinnu við Flugleiðir. Flugleiðir er langstærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og því eru gerðar ríkar kröfur til þess af minni hálfu að vel sé staðið að landkynningarmálum þess á erlendri grundu. <BR>Á árinu hef ég heimsótt allar aðalskrifstofur Flugleiða í Evrópu og sannfærst um, að þar er unnið mikilvægt og gott starf á sviði markaðssetningar fyrir íslenska ferðaþjónustu í heild sinni. En ég hef einnig sannfærst um réttmæti þess að gera ríkari kröfu til Flugleiða en annarra fyrirtækja um hvernig staðið er að þessum málum. Ábyrgð þeirra er mikil hvað markaðssetningu Íslands varðar – og hefur félagið staðið vel undir henni. Ég vonast til að áfram verði öflugt samstarf við SAF og fyrirtækin í greininni þó að Markaðsráð ferðaþjónustunnar hafi runnið sitt skeið. Þá vil ég jafnframt geta þess hér, að ég geri ráð fyrir að Ferðamálaráð og Reykjavíkurborg nái saman um samstarf um rekstur upplýsingamiðstöðvar í tengslum við svokallaða Höfuðborgarstofu.<BR><BR>Þá vil ég sérstaklega nefna nýmæli sem reynt var í ár og gafst mjög vel, en það er sú hugmynd að bjóða bókstaflega út fjármagn til markaðsmála, þannig að ákveðnir fjármunir voru til ráðstöfunar gegn mótframlagi. Nú í haust voru fyrstu pottarnir boðnir út, og þykir mér einsýnt að framhald verði á þessu fyrirkomulagi og þessar sérstöku fjárveitingar m.a. nýttar til þess.<BR><BR>Ráðstefnugestir. Í flestum þeim ræðum ég hef haldið í starfi mínu sem ráðherra ferðamála hef ég lagt áherslu á að grundvöllur markaðsstarfs á borð við það sem ég hef verið að lýsa hér, séu traustir innviðir greinarinnar. Til þess að ferðaþjónustan hafi möguleika á að þróast sem atvinnugrein í nútímalegu samkeppnisumhverfi þurfa innviðirnir að vera í lagi. Hér á ég við fjölmarga hluti.<BR><BR>Byrjum á samgöngunum: Vegakerfið hefur verið stórbætt á undanförnum árum og hefur Vegagerðin í auknum mæli tekið tillit til þarfa ferðaþjónustunnar þó að eðlilega finnist mörgum ekki nóg að gert. Hvað sem því líður þá geta allir verið sammála um að merkingum hefur fleygt fram og áningarstöðum með upplýsingaskiltum og nestisaðstöðu fjölgað svo um munar. Þar er reynt eftir megni að taka tillit til hópferðabíla jafnt sem einkabíla. <BR><BR>Þegar ég tók við embætti blasti við hrun þess rútukerfisins og þó að við Íslendingar séum miklir aðdáendur einkabílsins eru traustar áætlunarferðir nauðsynlegur hluti af ferðaþjónustu hvers lands. Mikil vinna hefur verið lögð í að koma þessu kerfi á fætur á ný og hafa margir lagt hönd á plóginn. Nú er staðan sú að sérleyfishöfum hefur fækkað með sameiningu fyrirtækja. Framlög til hvers aðila hafa verið hækkuð og ég treysti því að afkoma fyrirtækjanna eigi eftir að stórbatna. Liður í þeim aðgerðum er að ná þarf samningum við Spöl um lækkun á gjaldi fyrir sérleyfishafa í Hvalfjarðargöngin. Ég tel að það mál fái farsæla niðurstöðu. Í samræmi við nýja löggjöf um fólksflutninga verða sérleyfin boðin út, ekki síðar en frá og með 2005. Þó er gert ráð fyrir að bjóða austurleiðina út á næstunni í samræmi við samkomulag sem gert var við Austurleið-SBS hf. fyrr á þessu ári.<BR><BR>Eins og ykkur er kunnugt hefur mikil uppstokkun átt sér stað í innanlandsfluginu. Það eru góðar fréttir að Flugfélag Íslands sé farið að skila hagnaði eftir mörg mögur ár. Þá standa fyrir dyrum áherslubreytingar hjá Íslandsflugi innanlands, sem meðal annars munu lýsa sér í aukinni markaðssókn og áherslu á aukna þjónustu, t.a.m. til Vestmannaeyja. Flug til smærri staða hefur verið boðið út og er samgönguráðuneytið að veita verulega styrki á þeim leiðum. Flug til afskekktra staða nýtist ekki eingöngu íbúunum heldur getur verið spennandi viðbót við ferðaþjónustuna á staðnum og ferðamenn hvaðanæva að. Ég efast ekki um að sú stefna sem ég markaði með útboði á flugi til jaðarbyggða og endurbygging Reykjavíkurflugvallar, hefur verið lykillinn að endurskipulagningu flugsins sem skilar sér nú í hagnaði og bættri þjónustu.<BR><BR>Aukin menntun og færni starfsfólks í ferðaþjónustu er mikilvægur hornsteinn greinarinnar. Og hvað þau mál varðar er ég hvað stoltastur af samstarfi ráðuneytis mín og Hólaskóla um uppbyggingu fjarnáms við skólann. Þar er kominn flötur til að fólk sem starfar í ferðaþjónustu eða hyggur á störf á þeim vettvangi geti menntað sig án þess að gera svo róttækar breytingar á högum sínum sem hefðbundið nám krefst. Margar aðrar menntastofnanir eru að vinna stórkostlegt starf á sviði ferðaþjónustu og sé ég fram á að þær rannsóknir sem þar fara fram muni skila atvinnugreininni fram á veginn þegar á næstu árum.<BR><BR>Á síðasta ári skipaði ég sérstaka nefnd, svokallaða framtíðarnefndar ferðaþjónustunnar, og fékk henni það verkefni að horfa á framtíð íslenskrar ferðaþjónustu. Nefndin mun skila mér tillögum sínum á allra næstu dögum, og verða þær þá kynntar sérstaklega.<BR><BR>Með starfi framtíðarnefndar, skýrslunnar um menningartengda ferðaþjónustu, skýrslunnar um heilsutengda ferðaþjónustu og lok þeirrar vinnu sem unnin hefur verið um vaxtarsvæði ferðaþjónustunnar geri ég mér vonir um að kominn sé grunnur að nýrri stefnumótun íslenskrar ferðaþjónustu. Ég mun fara vandlega yfir þessi mál í heild sinni og vonast til að sjá nýja stefnumótun er byggi á þessari miklu vinnu sem þegar hefur verið unnin.<BR><BR>Sem fyrrverandi formaður Þjóðminjaráðs geri ég mér vel grein fyrir þeim möguleikum sem felast í menningararfi okkar og sögu. Því var það sem ég setti á fót nefnd um menningartengda ferðaþjónustu. Ég hef einnig fengið í hendur aðgerðaáætlun um menningartengda ferðaþjónustu sem Júlíus Hafstein hefur unnið með hliðsjón af skýrslu nefndar um menningartengda ferðaþjónustu. Ferðamálaráð hefur haft áætlunina til skoðunar en í henni kennir ýmissa grasa. Ég fagna því að í áætluninni er gert fyrir auknu samstarfi Ferðamálaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um ferðamál en ég tel nauðsynlegt að sem mest og best samstarf náist á öllum sviðum þessarar margslungnu atvinnugreinar.<BR><BR>Þó að menningin öðlist smám saman þann sess að verða önnur meginstoð íslenskrar ferðaþjónustu þá er náttúran enn mikilvægasta auðlindin. Mér fundust það því mikil tíðindi er Ferðaþjónusta bænda ákvað að leita eftir vottun Green Globe fyrir fyrirtækin innan sinna vébanda. Ef vel tekst til hefur verið brotið blað í vottunarmálum ferðaþjónustunnar en Hólaskóli mun sjá um úttekt á stöðunum og vera þannig tengiliður fyrirtækjanna og vottunarðaðilans. Samgönguráðuneytið mun styrkja Hólaskóla til að taka að sér þetta frumkvöðulsverkefni og fylgjast vel með framvindu mála. Hérna er hugsanlega á ferðinni tækifæri fyrir landið að skapa sér enn skýrari sess sem land með skýra og metnaðarfulla umhverfisstefnu í þágu ferðaþjónustunnar sem á allt undir því að halda verndarhendi yfir náttúru landsins. Þegar hafa nokkur fyrirtæki fengið umhverfisvottun og mun verða horft mjög til þess sem þau hafa gert er önnur fylgja í kjölfarið.<BR><BR>Málefni Ferðamálasjóðs hafa lengi verið til umræðu þar sem vægi sjóðsins í lánastarfsemi til ferðaþjónustufyrirtækja hefur minnkað í breyttu fjármálaumhverfi. Ég mun á þessu þingi leggja fram frumvarp um breytingar á skipulag ferðamála sem miðar að því að Ferðamálasjóður verði lagður niður í núverandi mynd. Ég tel nauðsynlegt að Byggðasjóður taki, enn frekar en nú er, að sér það hlutverk að veita ferðaþjónustunni á landsbyggðinni lánafyrirgreiðslu til fjárfestinga og gera henni kleift að nálgast fjármagn á betri kjörum en hingað til hefur verið mögulegt. Jafnframt verði aðrar lánastofnanir hvattar til að sinna þessari vaxandi atvinnugrein betur en nú er, enda er nauðsynlegt að aðgengi að lánsfjármagni fyrir arðbær fyrirtæki á þessu sviði sé gott.<BR><BR>Ágætu ráðstefnugestir! Það verður spennandi að fylgjast með þeim erindum sem hér verða í dag en yfirskrift ráðstefnunnar fellur mjög að þeim hugmyndum sem ég hef haft um að hvert svæði þrói ferðaþjónustuna í takt við skýrt markaða sértstöðu sína. Stórbrotin náttúra og íbúar sem varðveita menningu sína af kostgæfni er uppskrift að draumastað hvers ferðamanns. Það er von mín að við missum aldrei sjónar á þessari staðreynd og að ferðaþjónustan verði ávallt í fararbroddi við verndun náttúru og menningar þessa lands. <BR><BR>Að lokum vil ég þakka öllum sem komið hafa að undirbúningi ráðstefnunnar; starfsfólki Ferðamálaráðs og fulltrúum ferðaþjónustunnar hér í Stykkishólmi. Ég óska ykkur öllum góðrar ráðstefnu og ánægjulegrar dvalar hér við Breiðafjörðinn.<BR><BR>

2002-10-03 00:00:0003. október 2002Bættar almenningssamgöngur

Grein samgönguráðherra í Morgunblaðinu 1. október s.l. um bættar almenningssamgöngur.<STRONG></STRONG> <P><BR><BR><STRONG>Stefna ber að bættum almenningssamgöngum.</STRONG><BR>Miklar umræður hafa verið um almenningssamgöngur og þá sérstaklega á lands-byggðinni. Mikið og gott verk hefur verið unnið síðustu misseri við endurskipu-lagningu allra almenningssamgangna á landsbyggðinni. Það starf hefur miðað að því að tryggja til langframa samfellt grunnkerfi almenningssamgangna á Íslandi, hvort heldur með ferjum, flugi eða sérleyfisbifreiðum. Hér á eftir kem ég stuttlega að þeim þremur meginbreytingum og árangri sem náðst hefur á kjörtímabilinu.</P> <P><BR><STRONG>Ferjusiglingar boðnar út.<BR></STRONG>Árið1999 var ákveðið að bjóða út rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs svo og Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Rekstur Hríseyjarferjunnar Sævars var boðinn út síðar. Þessi ákvörðun var í samræmi við útboðsstefnu ríkisins og reglur á hinu Evrópska efnahagssvæði sem Ísland er aðili að, en áður höfðu félög í eigu heimamanna rekið ferjurnar. Verulegt hagræði náðist í Herjólfsútboðinu, sem nýtt var til hagsbóta, fyrir Eyjamenn, með fjölgun ferða Herjólfs. Ferjurnar gegna lykilhlutverki fyrir viðkomandi byggðir auk þess að vera mikilvægur þáttur í þjónustu við erlenda og innlenda ferðamenn, sem nýta sér þær. Í kjölfar útboðsins fjölgaði ferðum Herjólfs frá 1999 til og með 2002 um 24% og gert er ráð fyrir 12% aukningu á næsta ári. Farþegum, sem ferðast með ferjunni, hefur einnig fjölgað jafnt og þétt. Mikilvægt er að huga að úrbótum á þeirri þjónustu sem ferjunum er ætlað að sinna. Í ljósi þess skipaði ég, fyrr á þessu ári, tvær nefndir sem vinna nú að því að skoða framtíðarhlutverk ferjanna Herjólfs og Baldurs. Er þess að vænta að tillögur liggi fyrir innan tíðar svo leggja megi á ráðin um rekstur þeirra í framtíðinni.</P> <P><BR><STRONG>Nýtt skipulag sérleyfa áætlunarbíla-útboð undirbúið.</STRONG><BR>Með gildistöku laga um fólksflutninga, vöruflutninga og efnisflutninga á landi síðasta vetur, var mótuð ný og breytt stefna í almenningssamgöngum á landi. Meginbreyting laganna snýr að fólksflutningunum og er nú er skýlaus heimild veitt fyrir því að gera svokallaða þjónustusamninga við sérleyfishafa. Gert er ráð fyrir að endurbætt sérleyfisfyrirkomulag haldist að mestu óbreytt fram til 1.ágúst 2005 en eftir þann tíma er áætlað að öll sérleyfi verði boðin út. Á þessum tímapunkti má segja að breytingarnar hafi orðið mun umfangsmeiri en nokkurn grunaði:<BR>1. Tekist hefur að koma í veg fyrir hrun greinarinnar með auknum framlögum og <BR>endurskipulagningu. Samþykkt hefur verið nýtt sérleyfaskipulag sem gildir til ársins 2005. <BR>2. Eftir hinu nýja skipulagi er Sérleyfishöfum fækkað og hafa fyrirtæki sameinast til <BR>þess að ná fram hagkvæmni sem er forsenda þess að bæta þjónustuna.<BR>3. Mögulegt er nú að setja fram skyldur og kröfur á sérleyfishafanna í <BR>þjónustusamningum með mun öflugri hætti en áður var. Eftir að sérleyfin eru boðin út munu þessar kröfur, sem snúa að mörgum þáttum t.d. gæði farartækja, umhverfismálum, ferðatíðni ofl., verða hertar þannig að þessi þjónusta geti farið að bera sig saman við það sem gerist annarsstaðar.<BR>4. Gert er ráð fyrir því að tímann fram til 2005 muni sérleyfishafarnir nota til þess að endurskipuleggja starfsemina enn frekar þannig að þegar að útboðum kemur, þá verði það kraftmikil grein sem takist á við nýja tíma, en ekki atvinnugrein á undanhaldi eins og þróunin var. Ef vel verður á haldið af sérleyfishöfum ættu þeir að geta bætt þjónustuna í góðum bílum og lækkað verð. Einungis við þær aðstæður mun farþegum fjölga.</P> <P><BR><STRONG>Flug til jaðarbyggða boðið út með ríkisstyrk</STRONG><BR>Miklar breytingar hafa orðið á flugsamgöngum síðasta áratug. Farþegum í flugi hefur fækkað sem og áfangastöðum í áætlunarflugi. Opnun markaða árið 1997, ásamt stórbættum vegsamgöngum, átti ríkan þátt í þeirri þróun. Eins og eðlilegt er þá taka flugrekendur í dag viðskiptalegar ákvarðanir í rekstri sínum þegar ákveðið er hvaða leiðum eigi að halda úti. Til þess að tryggja samgöngur til jaðarbyggða, sem ekki njóta viðunandi samgangna á landi, var tekin ákvörðun um að bjóða út flugleiðir til þessara jaðarbyggða. Að frumkvæði samgönguráðuneytisins var jafnframt efnt til sameiginlegs útboðs á áætlunar- og sjúkraflugi. Þær flugleiðir, sem njóta beinna ríkissstyrkja eftir útboð, eru flugleiðirnar Reykjavík-Gjögur, Ísafjörður-Vesturbyggð, þegar heiðarnar eru ófærar, Reykjavík– Bíldudalur, Reykjavík-Hornafjörður, Akureyri-Grímsey, Akureyri-Þórshöfn og Akureyri-Vopnafjörður. Þessar mikilvægu aðgerðir tryggja samgöngur og leiða jafnframt til eðlilegra aðstæðna fyrir flugfélögin. Allt bendir til þess að innanlandsflugið sé nú að styrkjast í kjölfar þessara breytinga. Eru það ánægjuleg tíðindi á sama tíma og endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar er að ljúka. Mun það bæði auka öryggi í innanlandsfluginu og bæta alla aðstöðu þeirra sem nýta sér flugsamgöngurnar.</P> <P><BR><STRONG>Samræmi í almenningssamgöngum.</STRONG><BR>Samfara framangreindum breytingum hefur stjórnsýsla almenningssamgangna verið endurskipulögð. Var ákveðið að almenningssamgöngur, sem heyra undir samgöngu-ráðuneytið, skyldu vera á ábyrgð einnar stofnunar þ.e. Vegagerðarinnar. Vegagerðin fer nú með framkvæmd sérleyfiskerfisins, flugútboða, ferja og flóabáta í umboði ráðuneytisins. Þannig er tryggt að ákvarðanir um þessa þjónustu eru teknar á samræmdan hátt. Jafnframt er að því stefnt að allir rekstrarstyrkir verði veittir á grundvelli útboða og bendir allt til þess að því markmiði verði náð þegar árið 2005. Einnig má nefna hugmynd um að tengja saman sérleyfin og skólaakstur vegna framhaldsskólanna. Í tengslum við það hafa átt sér stað viðræður milli ráðuneytis, Vegagerðar og sveitarfélaga á Vesturlandi. Það er von mín að þær viðræður geti leitt til enn frekari úrbóta á þjónustu á vegum sérleyfishafa á svæðinu. <BR><BR>Það er mat mitt að nú sé búið að tryggja til langframa samfellt grunnkerfi almennings-samgangna á Íslandi, hvort sem er með ferjum, flugi eða sérleyfisbifreiðum. Á þennan grunn er hægt að byggja og treysta mikilvæga þjónustu við íbúa hinna dreifðu byggða og ekki síður þjónustu við þá fjölmörgu ferðamenn sem koma til landsins og skapa vaxandi gjaldeyrisstekjur. Það er von mín að áfram verði hægt að þróa og bæta almenningssamgöngur í landinu til hagsbóta fyrir þá sem kjósa eða verða að velja þann ferðamáta.<BR><BR></P>

2002-10-03 00:00:0003. október 2002Setningarávarp á ráðstefnu vegna öryggisviku sjómanna

Samgönguráðherra setti ráðstefnu um öryggi og heilsu sjómanna í morgun í tilefni af öryggisviku sjómanna sem lýkur í dag.<P><BR>Ágætu ráðstefnugestir.<BR><BR>Sjómennskan er ólík öllum öðrum störfum. Vinnustaður sjómannsins er hafið með öllum þeim áhrifum veðurs og sjóslags sem því fylgja. Hætturnar leynast víða og slys á sjó eru of tíð. Svo árangur náist í fækkun slysa verða yfirvöld og hagsmunaaðilar að taka höndum saman. Öryggisvika sjómanna er liður þeirri baráttu. Þessi fyrsta öryggisvika hefur tekist vel og er það trú mín og von að hér eftir verður hún árviss viðburður. Því forvarnir slysa byggja í höfuðatriðum á fræðslu og aftur fræðslu, upprifjun og aftur upprifjun. Vika sem þessi á að minna sjómenn á að þjálfuð, örugg og skjót viðbrögð áhafnar skiptir öllu máli þegar slys ber að höndum.<BR><BR>Betur má ef duga skal. Leita verður allra leiða til að fækka slysum á sjó. Með það að markmiði lagði ég fram á Alþingi þingsályktunartillögu um langtímáætlun í öryggismálum sjómanna sem samþykkt var árið 2001 og gildir í fyrsta áfanga til 2003. Þar er megináherslan lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir, t.d. með því að auka vitund sjómanna um slysahættu, virkja eftirlit útgerða og áhafna með öryggismálum í skipum og svo mætti lengi telja. <BR>Einnig beitti ég mér fyrir breytingu á lögum um rannsóknir sjóslysa og ráðuneytið hefur lagt ríka áherslu á að efla Rannsóknarnefnd sjóslysa. Tilgangur nýrra laga um Rannsóknarnefnd sjóslysa er að efla starf og sjálfstæði rannsóknarnefndarinnar. Einnig er það nýmæli að nefndinni ber, í niðurstöðum sínum, að koma með tillögur til úrbóta sem byggðar eru á niðurstöðu hverrar rannsóknar en vandaðar rannsóknir á slysum skipta miklu um forvarnir.<BR><BR>Síðar í dag munum við heyra um rannsóknir Lovísu Ólafsdóttur um áhrif svefnmynsturs á heilsu sjómanna. Sú rannsókn hefur vakið athygli mína. Ég tel mikilvægt að fylgja þessari rannsókn eftir og nýta niðurstöður hennar sem best. Hef ég ákveðið að styðja frekari rannsóknir og úrfinnslu þeirra í samvinnu við Rannsóknarnefnd sjóslysa. <BR><BR>Slysavarnaskóli sjómanna hefur lyft Grettistaki í fræðslu um öryggismál sjómanna. Með markvissri þjálfun og notkun öryggisbúnaðar um borð hefur með skipulögðum hætti verið unnið að fækkun slysa. Til að sannreyna þetta hef ég ákveðið að fela Rannsóknarnefnd sjóslysa að gera úttekt á áhrifum þjálfunar í Slysavarnaskóla sjómanna á björgun úr sjávarháska. <BR><BR>Til að leggja skólanum lið er það mér sönn ánægja að afhenda skólastjóra hans, Hilmari Snorrasyni, þetta gjafabréf. Með bréfi þessu gefur samgönguráðuneytið Slysavarnaskóla sjómanna fjarskiptabúnað í þrjá björgunarbáta sem eru í eigu skólans. Er það von mín að gjöfin komi skólanum að góðum notum og verði honum til heilla. <BR><BR>Ég vænti þess að ráðstefnan verði okkur öllum til gagns og það er mér heiður að fá að bjóða ráðstefnugestum veitingar í lok annasams dags.<BR><BR>Ég segi ráðstefnu um "öryggi og heilsu sjómanna um borð", SETTA.<BR><BR>

2002-10-01 00:00:0001. október 2002Öryggisvika sjómanna sett

Ávarp Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra við setningu öryggisviku sjómanna 26. september 2002.<DIV align=center> <P> </P></DIV>Góðir gestir.<BR>Sjómennskan er ólík öllum öðrum störfum. Skipið, sem jafnt er vinnustaðurinn og annað heimili sjómannsins, er ávallt á hreyfingu og áhrif veðurs og sjólags eru mikil. Þjálfaður og árvökull sjómaður, haffært og stöðugt skip og fullnægjandi öryggisbúnaður er besta forvörnin gegn sjóslysum. En sjóslysin eru því miður eru of tíð. Oft verða sjóslys vegna ófullnægjandi búnaðar eða óviðráðanlegra aðstæðna, en í öðrum tilvikum getur ófullnægjandi þjálfun orsakað slys. Skjót og örugg björgun skips og áhafnar getur þá dregið verulega úr alvarlegum afleiðingum slysa. Því skiptir höfuðmáli að áhafnir íslenskra skipa kunni vel til verka þegar slys ber að höndum. Auk þess verður eftirlit með búnaði íslenskra skipa og báta að vera eins gott og mögulegt er.<BR>Þeir sem best þekkja til sjómennsku og hafa fylgst með öryggismálum sjómanna vita að með skipulegum vinnubrögðum má fækka slysum. <BR>Með það að leiðarljósi beitti ég mér fyrir gerð fyrstu langtímaáætlunar í öryggismálum sjófarenda og var hún fullgerð og samþykkt samhljóða á Alþingi 2001 og gildir til 2003 í fyrsta áfanga. Þar er megináherslan lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir, t.d. með því að auka vitund sjómanna um slysahættu, virkja eftirlit útgerða og áhafna með öryggismálum í skipum og svo mætti lengi telja. <BR>Vandaðar rannsóknir á slysum skipta miklu um forvarnir. Endurskipulagning sjóslysarannsókna var tímabær og mjög mikilvæg. Því var það að ég fékk sett ný lög um rannsóknarnefnd sjóslysa. Í kjölfarið voru gerðar grundvallarbreytingar á allri starfsemi nefndarinnar. Hún er nú mun sjálfstæðari, hefur skyldur til að koma með tillögur að úrbótum um það sem miður fer, auk þess sem hún vinnur að gerð öflugs gagnagrunns, sem hefur að geyma mikilvægar upplýsingar. Slíkur grunnur gegnir lykilhlutverki í því forvarnarstarfi, sem við ætlum að vinna í slysavarnamálum sjómanna á næstu árum. <BR><BR>Góðir gestir, <BR>Árið 2002 varð 26. september fyrir valinu sem alþjóðasiglingadagurinn. Hann er helgaður sjómönnum og viðhorfi þeirra til eigin öryggis og annarra í áhöfn skips. <BR>Öryggisvika sjómanna á að vekja sjómenn og aðra þá, sem að sjómennsku koma til umhugsunar um öryggi sitt við störf og hvernig þeir geta komið í veg fyrir slys, sem því miður verða of oft. Mikilvægasta öryggið felst hinsvegar í þjálfun og árvekni sjómannsins sjálfs, því framganga hans og aðgæsla um borð skiptir öllu máli.<BR>Hlutverk sjómannsins er kjarninn í Öryggisviku sjómanna. Eins og þið sjáið er dagskrá vikunnar glæsileg; <BR>Á laugardag verður hátíð á Miðbakkanum í Reykjvíkurhöfn þar sem almenningi gefst kostur á að skoða Sæbjörgina, sem við erum nú stödd í. Einnig verður varðskipið Ægir til sýnis, þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir björgun og fleira má upp telja.<BR>Þriðjudaginn 1. október kl. 1 er stefnt að björgunaræfingum um borð í öllum íslenskum skipum.<BR>Öryggis viku sjómanna lýkur með ráðstefnu um öryggismál sjómanna fimmtudaginn 3. október.<BR>Öryggisvika sjómanna hefst í dag. Vikuna alla eigum við að nota til þess að vekja athygli þjóðarinnar á sjómennsku. Öryggisvikan verður notuð til að efla slysavarnir. Vikan verður notuð til að sameina krafta allra sem vinna að auknu öryggi til sjós. Vikan markar vonandi upphaf fækkunar á sjóslysum á Íslandi. <BR><BR>Ég segi hér með ÖRYGGISVIKU SJÓMANNA 2002 SETTA og þakka öllum þeim sem unnið hafa að undirbúningi langtímaáætlunar og Öryggisviku sjómanna.<BR><BR>

2002-09-30 00:00:0030. september 2002Ræða samgönguráðherra á 120 ára afmælis- og útskriftarhátíð Hólaskóla 7. september 2002

Í ræðu sinni á afmælis- og útskriftarhátíð Hólaskóla lagði samgönguráðherra sérstaka áherslu á samstarf samgönguráðuneytis og Hólaskóla um nám í ferðamálafræðum.<P>7. september 2002<BR><BR><BR>Skólameistari, góðir gestir, ágætu heimamenn!<BR><BR>Það er mér heiður að ávarpa ykkur við þetta tækifæri. Ég hef alltaf virt mikils það starf sem fer fram hér á Hólum og finnst það hljóta að teljast forréttindi að fá að koma hingað til að afla sér menntunar. Þeir eru tæpast margir staðirnir sem geta boðið upp á slíka umgjörð náttúru og sögu fyrir nám og starf. Hólar hafa notið þess ríkulega síðustu árin að stjórnvöld ekki síður en héraðsbúar hafa sterkar tilfinningar til uppbyggingar og reisnar staðarins sem Biskupsseturs, skóla og merks sögustaðar.<BR><BR>Augu ráðherra ferðamála beinast eðlilega að þeirri áherslu sem Hólaskóli hefur lagt á ferðaþjónustu undanfarin ár. Og í þeirri skýrslu sem hér hefur verið kynnt er greinilega hvergi hvikað af þeirri braut sem mörkuð hefur verið af stjórnendum skólans. Ferðamannastraumurinn til Íslands vex hratt, svo hratt að þróun og skipulag ferðaþjónustunnar helst vart í hendur við hann. <BR><BR>Og nú er svo komið að ferðaþjónustan er í 2. til 3. sæti sem einn af stærstu atvinnuvegum þjóðarinnar þegar það er mælt á mælikvarða gjaldeyristekna. Ferðaþjónustan er því stöðugt mikilvægari þáttur atvinnulífsins ekki síst á landsbyggðinni.<BR><BR>Áherslan á rannsóknir í framtíðarstarfi ferðamálanámsins í Hólaskóla er mér mjög að skapi og vona ég að þar bætist við nýtt samstarfsverkefni samgönguráðuneytis og skólans en ég hef verið mjög ánægður með þá samvinnu sem tókst um fjarnám í ferðamálum. – Samgönguráðuneytið kemur reyndar víðar að málum þar sem landbúnaður og ferðaþjónusta skarast, og þar að auki hér í Skagafirði, en ráðueytið á aðild að fulltrúaráði Hestamiðstöðvar Íslands.<BR><BR>Ég tek heilshugar undir það sem fram kemur í skýrslunni að menntun til hinna fjölbreyttu starfa sem felast í ferðaþjónustu er lykillinn að auknum gæðum hennar og þar með árangri í markaðssetningu til framtíðar. <BR><BR>Ég fagna því að Hólaskóli hyggist áfram leggja áherslu á að mennta þá sem eru í beinum samskiptum við ferðamanninn og þá sem verða í hringiðu þeirrar uppbyggingar sem greinin þarfnast til að ná settu marki. Því ferðaþjónustan, eins og aðrar atvinnugreinar, þarfnast frumkvöðla og fólks með kjark og sköpunargáfu til að byggja upp þessa mikilvægu atvinnugrein.<BR><BR>Til innviða ferðaþjónustunnar teljast samgöngur, gistihúsa og veitingarekstur svo auðvitað afþreying eða upplifun hverskonar sem ferðamenn sækjast í . Stöðugt er unnið að því að bæta samgöngukerfi landsins og ný samgönguáætlun tekur mið af því að samræma samgöngur á lofti, láði og legi öllum lansmönnum til hagsbóta. Í hinum nýju lögum um samönguáætlun er kveðið sérstaklega á um að tekið sé tillit til þarfa ferðaþjónustunnar fyrir bættar samgöngur. <BR><BR>Þó að stjórnvöld taki að mestu að sér uppbyggingu samgöngukerisins og styðji landkynningu á ferðaþjónustan mest undir framtaki einstaklinga. <BR><BR>Að mínu mati er því nauðsynlegt að ferðaþjónustan, ekki síður en aðrar atvinnugreinar, hafi eðlilegan aðgang að "þolinmóðu" fjármagni lánastofnana ekki síst fyrirtækin á landsbyggðinni. Ég tel því nauðsynlegt að Byggðasjóður taki, enn frekar en nú er, að sér það hlutverk að veita ferðaþjónustunni lánafyrirgreiðslu til fjárfestinga og gera henni kleift að nálgast fjármagn á betri kjörum en hingað til hefur verið mögulegt. Ég tel því eðlilegt að Byggðastofnun taki við hlutverki Ferðamálasjóðs í framtíðinni.<BR><BR>Samgönguráðuneytið hefur sterka aðkomu gagnvart atvinnulífi á landsbyggðinni. Samgöngumálin, fjarsskiptin og ferðamálin munu, eiga mikla hlutdeild í þeirri sókn sem ég sé fyrir mér á landsbyggðinni m.a. í kjölfar bættra samgangna . En þó að þessir svokölluðu innviðir séu góðir og öruggir á eftir að ná til ferðafólksins eða eins og markaðsmennirnir orða það: "að selja vöruna"! – Í starfi mínu sem ráherra ferðamála hef ég lagt mikla áherslu á markaðsmálin. <BR><BR>Iceland Naturally er viðamikið markaðsátak í Norður –Ameríku sem sett var á laggirnar til að byggja ofan á það mikla starf sem unnið var í tengslum við árið 2000. Hér er á ferðinni samstarfsverkefni samgönguráðuneytis annars vegar og atvinnufyrirtækja hins vegar. Aðild að átakinu eiga, Flugleiðir, íslensku fisksölufyrirtækin vestanhafs, nokkur önnur útflutningsfyrirtæki og Bændasamtökin. Ég bind vonir við að þetta átak fjölgi bandarískum ferðamönnum hingað til lands og vinni gegn afleiðingum hryðjuverkanna fyrir réttu ári síðan. – Í markaðsmálum ferðaþjónustunnar dugar samt ekki að horfa aðeins í eina átt. Það er einnig horft til þýðingarmikilla markaða í Evrópu og hefur stórauknu fé verið veitt í markaðssetningu þar í kjölfar atburðanna 11. september. Innanlandsmarkaðurinn er ekki síður mikilvægur. Íslendingar ferðast mikið. Í okkar eigin fólki eigum við verðmæta ferðamenn sem við þurfum að virkja enn frekar til að ferðast um landið okkar, sumar sem vetur. Það verður spennandi að fá niðurstöður úr gistináttatalningu sumarsisn og sjá hvort átakaið Ísland sækjum það heim hafi skilað sér í auknum ferðalögum íslendinga um eigið land.<BR><BR>Umhverfismál eru eðlilega ofarlega baugi í heiminum í dag. Og ekki síst innan ferðaþjónustunnar. Mörg stór og smá skref hafa verið stigin og nú nýlega hafa tveir staðir fengið alþjóðlega umhverfisvottun á ferðaþjónustu sinni. Þetta eru Hótel Eldhestar í Ölfusi og Brekkubær á Hellnum í Snæfellsbæ. Í kjölfarið hefur Ferðaþjónusta bænda ákveðið að innleiða Green Globe- umhverfisvottunarkerfið á þremur árum, en innan vébanda þeirra samtaka eru á annað hundrað fyrirtæki. Ég fagna sérstaklega því samstarfi sem tekist hefur á milli Hólaskóla og Ferðaþjónustu bænda um að skólinn verði úttektaraðili fyrir Green Globe hér á landi. Mér finnst það lýsa þeirri virðingu sem skólinn nýtur innan ferðaþjónustunnar allrar. Ég sé fyrir mér að þegar svo sterkir aðilar taka höndum saman muni nást árangur sem eftir verður tekið. Þá munum við í öllu okkar markaðsstarfi stolt geta bent á að hér sé fyrir hendi raunverulegur skilningur og samband við þá auðlind sem ferðaþjónustan byggir á, náttúru landsins. <BR><BR>Ég vil nota þetta tækifæri til þess að lýsa vilja mínum til þess að veita Hólaskóla styrk frá Samgönguráðuneytinu til að vinna að vottunarkerfi Green Glob. Sú aðgerð er afar mikilvæg fyrir ferðaþjónustu bænda og getur fært þeim í framtíðnni auknar tekjur og meiri hagnað.<BR><BR>Að lokum vil ég óska útskriftarnemum, nýnemum og öllu starfsfólki Hólaskóla til hamingju með þessi tímamót í sögu skólans. Ég vænti þess að íslensk ferðaþjónusta fái notið krafta ykkar allra sem lengst – þjóðinni allri til heilla.<BR><BR><BR><BR><BR><BR>

2002-07-12 00:00:0012. júlí 2002Vígsla brúar yfir Haugsvörðugjá við Sandvík á Reykjanesi þar sem jarðskorpuflekar Evrópu og Ameríku mætast

Ræða samgönguráðherra við vígslu brúar yfir Haugsvörðugjá 3. júlí 2002.<P align=left><BR>Góðir gestir!<BR><BR>Það hefur stundum verið talað um að Ísland sé eins og kennslubók í jarðfræði. Íslendingar vita því almennt að landið er á mörkum Evrópu og Ameríku og hafa gert töluvert úr því við kynningu á landinu. Þetta hefur löngum verið útskýrt í smáatriðum fyrir erlendum ferðamönnum og þeim sýnt fyrirbærið eftir því sem kostur er, til dæmis á Þingvöllum.<BR><BR>Það sem við sjáum hins vegar hér í dag er hvernig hugmyndaauðgi og framtakssemi getur opnað leyndardóma jarðfræðinnar en frekar og gert hana að skemmtilegri upplifun. Fræðilegar útskýringar verða óþarfar, þetta blasir við. Hér er nú hægur leikur að ganga á milli heimsálfanna og eiga eflaust fjölmargir eftir að fara hér yfir í framtíðinni.<BR><BR>Ferðaþjónustan hefur löngum byggt á náttúru þessa lands og ekki síst því aðdráttarafli sem jarðhitasvæðin hafa en þau eru flest á þessari sömu sprungu og við sjáum hér. Það að hér skuli brugðið á leik til að skýra þetta náttúrufyrirbæri enn frekar er þakkarvert og á vonandi eftir að skila sér í stórauknum áhuga ferðamanna á Suðurnesjum. <BR><BR>Hér hefur atorkusamt fólk komið að verki og skal því öllu færðar miklar þakkir. Bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ óska ég innilega til hamingju með þetta gríðarlega skemmtilega mannvirki. Megi það stórefla ferðaþjónustu á Suðurnesjum. <BR><BR>Til hamingju!<BR><BR><BR></P>

2002-07-12 00:00:0012. júlí 2002Þjóðgarðurinn í Skaftafelli: Ráðstefna um aðgengi fatlaðra að ferðamannastöðum

Ræða samgönguráðherra á ráðstefnu um aðgengi fatlaðra að ferðamannastöðum 4. júlí 2002.<P align=left><BR><BR><BR>Umhverfisráðherra, ráðstefnustjóri, góðir gestir!<BR><BR>Ferðaþjónustan er Íslendingum mikilvæg atvinnugrein og er því stefnt að því að auka umsvif hennar enn frekar. Það skal þó gert í sátt við landið okkar enda á þessi atvinnugrein mikið undir fegurð og hreinleika landsins. Sjálfbær ferðamennska er rauði þráðurinn í þeirri stefnumótun sem unnið er eftir enda auðlindin afar viðkvæm. Ýmsum ráðum er beitt til að minnka álag ferðamanna á íslenska náttúru og áherslan í æ ríkari mæli á dreifingu ferðamanna sem víðast um landið og yfir allt árið. <BR><BR>Stöðugt er leitað nýrra leiða til að fá fólk til að koma til landsins og er reynt eftir megni að leggja áherslu á að hver ferðamaður njóti sem bestrar þjónustu og eigi sem mest viðskipti. Þannig skapast fleiri störf og tekjurnar aukast. Ferðaþjónustan sem atvinnugreinin er þó enn ung og eigum við enn margt ólært.<BR><BR>En hvað er verið að gera til að auka umsvifin? - Íslendingar eru hvattir til ferðalaga um eigið land og kynning á Íslandi sem viðkomustað ferðamanna eykst ár frá ári bæði í Evrópu og Ameríku. Enn víðar er hægt að leita fanga enda heimurinn stór og allt sem bendir til að ferðalög haldi áfram að aukast þrátt fyrir bakslagið sem varð á síðasta ári. Þessi aukning mun þó ekki koma af sjáfu sér. Kröfur fólks um betri þjónustu aukast eftir því sem það fer víðar. Frítíminn er kominn í hóp þeirra verðmæta sem við kunnum hvað mest að meta. <BR><BR>Það er mikilvægt að við förum ekki fram úr sjálfum okkur við kynningu á landinu, hún verður alltaf að vera gegnheil og því mikilvægt að öll kynning hvíli á traustum grunni. - Stundum er talað um að grunnstoðir ferðaþjónustu séu samgöngur, gisting og veitingar. Til viðbótar er svo afþreyingin eða ævintýramennskan. Mikill uppgangur er á öllum þessum sviðum eins og þið þekkið. Viðamesti hlutinn er samgöngukerfi landsins og þá fyrst og fremst vegirnir. Þó skal ekki vanmeta gildi flugs og ferjusiglinga fyrir ferðaþjónustuna hér á landi. Í áætlun sem ég hef lagt fyrir Alþingi er gert ráð fyrir að tekið sé mið af þeim umframkostnaði sem hlýst af því að gera almenningssamgöngur aðgengilegar fötluðum. Ég hef einnig beitt mér fyrir því að fjármunir til Ferðamálaráðs og Vegagerðarinnar vegna úrbóta á fjölsóttum ferðamannastöðum hafa stóraukist undanfarin ár og hafa úrbæturnar einkum beinst að tvennu: Að koma í veg fyrir skemmdir náttúruperlum og - ekki síður - að bæta aðgengi og upplýsingagjöf. Þannig skapast skilyrði fyrir því að sem flestir fái notið staðanna. <BR><BR>Fyrir nokkrum árum var gefinn út bæklingur með upplýsingum um þá staði sem höfðu aðgengi fyrir fatlaða í lagi. Hins vegar spretta ný gistihús og veitingastaðir upp um land allt og þarf því stöðugt að vera á verði. Bændur hafa í auknum mæli gert ráð fyrir aðstöðu fyrir fatlaða, oft a.m.k. eitt herbergi með stærra salerni og tilheyrandi búnaði. Síðustu tvö árin hefur Ferðaþjónusta bænda safnað upplýsingum um þá staði sem hafa aðgengismál í lagi og mun úttekt ljúka með haustinu. Eins og staðan er í dag eru um 10 bæir sem auglýsa aðstöðu fyrir fatlaða og/eða fólk í hjólastólum. Samtök ferðaþjónustunnar hyggjast taka á þessum málaflokki og munu hafa til grundvallar helstu stefnumið Sjálfsbjargar í ferlimálum og nýja norræna skýrslu – Aðgengi fyrir alla – en samgönguráðuneytið átti aðild að gerð hennar auk samstarfs við þá aðila sem þessum málaflokki stjórna. Eins og ég kem að síðar er þar tekið á fleiri tegundum fatlana eða hindrana en hingað til hefur verið lögð áhersla á.<BR><BR>Ráðuneyti ferðamála og ferðaþjónustan horfa eðlilega til þeirra atriða sem heyra beint undir samgönguráðuneytið, til að mynda þeirra breytingar sem gera þarf á samgöngutækjum til að auðvelda fötluðum að ferðast.<BR><BR>Nýleg úttekt í Danmörku bendir til þess að upplýsingar ferðaþjónustufyrirtækja um aðgengi fyrir fatlaða séu engan veginn fullnægjandi enda ekki settar fram á kerfisbundinn hátt. Því þurfa þeir sem reka hótel, farfuglaheimili, tjaldstæði, skemmtigarða, söfn, veitingastaði og upplýsingamiðstöðvar að taka sér tak. Það sama á við um íslenska ferðaþjónustu. Hér er verk að vinna og munu ferðamálayfirvöld horfa til þeirra tillagna sem fram koma í áðurnefndri norrænni skýrslu. Þar eru sett fram fimm grunnmerki sem staðir geta sett upp og vísa til þess að viðkomandi staðir séu öruggir:<BR><BR>· fyrir fólk í hjólastól,<BR>· fyrir fólk í hjólastól sem er með fylgdarmann,<BR>· sjónskerta,<BR>· heyrnadaufa<BR>· og fólk með ofnæmi af ýmsu tagi. <BR><BR>Það má vel ímynda sér að það kosti töluvert, mismikið þó, að gera þær breytingar eða lagfæringar sem staðlaðar merkingar af þessu tagi krefjast en því má ekki gleyma að það má hafa umtalsverðar tekjur af þeim stóra hópi fólks sem þarf víðtækari þjónustu en gengur og gerist. Aldraðir eru til að mynda að verða einn þýðingarmesti markhópur ferðaþjónustu í heiminum. Þetta fólk á síðan fjölskyldur og vini sem enn myndu stækka hópinn.<BR><BR>Hér er því um risastóran hóp ferðamanna að ræða. Fólk sem ég tel víst að aðilar í ferðaþjónustu vilji ná til og bjóða velkomið til að njóta allrar þjónustu til jafns við aðra - og þar með gera því kleift að ferðast um þetta land.<BR></P>

2002-05-24 00:00:0024. maí 2002Ráðstefna háskólamenntaðra ferðamálafræðinga 23. maí 2002

Ávarp samgönguráðherra á ráðstefnu Félags háskólamenntaðra ferðamálafræðinga á Hótel Loftleiðum 23. maí 2002.<P><BR>Ágætu ráðstefnugestir.<BR>Ég þakka Félagi háskólamenntaðra ferðamálafræðinga það tækifæri sem mér býðst hér í dag að ávarpa þessa ráðstefnu, þar sem viðfangsefnið er "íslensk ferðaþjónusta á Netinu", og velt er upp þeirri spurningu hvort upplýsingahraðbrautin sé greiðfær – eða jafnvel ófær? Í ljósi þess að nýjar samskiptaleiðir hafa rutt sér til rúms á síðustu árum, er mikilvægt að stofnað sé til umræðuvettvangs eins og ráðstefnunnar hér í dag, þar sem aðilar með mismunandi bakgrunn miðla af reynslu sinni.<BR><BR>Ljóst er að rafræn samskipti og rafræn viðskipti eru komin til að vera. Því er mikilvægt fyrir fyrirtæki og stofnanir að tileinka sér þennan nýja miðil og kanna hvort, og þá hvernig, hann getur hjálpað til við markaðssetningu og jafnvel sölu á vörum og þjónustu.<BR><BR>Með tilkomu Internetsins hafa rafræn viðskipti vaxið hröðum skrefum. Ótölulegur fjöldi verslana er nú þegar til staðar á Netinu, og eru íslenskar verslanir þegar farnar að skipta tugum, ef ekki einhverjum hundruðum (meira að segja ÁTVR hefur opnað verslun á vefnum!)<BR><BR>Helstu kostir Netsins eru ef til vill þeir, að viðskiptavinir hafa aðgang að nýjustu upplýsingum allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Hagræðið er augljóst. Þetta sparar tíma, þar sem ekki þarf að bíða eftir afgreiðslu eða ferðast á milli sölustaða. Þá er auðvelt að uppfæra upplýsingar þar sem ekki þarf að prenta og dreifa kynningarefni með hefðbundnum dreifingarleiðum, sem leiðir til kostnaðarlækkunar. Auðvelt er að aðlaga efni eftir aðstæðum hverju sinni.<BR><BR>Vefstjórar geta fengið greinargóðar upplýsingar um vefnotkun frá degi til dags, t.d. fylgst með fjölda heimsókna, hvaða síður eru vinsælastar, og fleira í þeim dúr. Þannig er hægt að bregðast betur og hraðar við óskum notenda.<BR><BR>Þrátt fyrir mjög almenna netnotkun hérlendis er það nú svo að einungis hluti jarðarbúa hefur aðgang að Netinu. Sá hópur fer reyndar ört stækkandi. Miðlinum eru því enn takmörk sett, þar sem stundum eru einungis hlutar af ákveðnum markhópum tengdir þessum nýju samskiptaleiðum. Sumir markhópar geta reyndar verið ótengdir með öllu og þá er ógerlegt að ná til þeirra í gegnum Netið. Því er óvíst að þessi miðill henti alltaf til sölu og markaðssetningar, en það verður að sjálfsögðu að skoða í hverju tilviki fyrir sig.<BR><BR>Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem ég trúi að geti nýtt þennan nýja samskiptamáta. Við sjáum nú þegar dæmi um mjög öflugar bókunarvélar flugfélaga og ferðaskrifstofa á Netinu. Ekki skiptir máli hvar í heiminum hugsanlegir viðskiptavinir búa, því svo fremi sem þeir hafa tengingu við Netið, geta þeir skoðað vefi fyrirtækja og fengið allar hugsanlegar upplýsingar á skömmum tíma. <BR><BR>Staðreyndirnar tala sínu máli. Sífellt fleiri ferðamenn kaupa sér þjónustu á Netinu. En þar sem verslunarstaðurinn er tiltölulega nýr, ef svo má að orði komast, verður að gaumgæfa að einkenni hans styðji sölu- og markaðsstarf fyrirtækja. Góður undirbúningur er nauðsynlegur til að árangri verði náð.<BR><BR>Ágætu ráðstefnugestir.<BR>Sem ráðherra bæði ferðamála og fjarskipta fylgist ég með framgangi þessara mála af miklum áhuga. Ég fagna því að netnotkun hér á landi er jafn almenn og raun ber vitni, en ein ástæða þess er ekki síst sú staðreynd að kostnaður við netaðgang hér á landi er með því lægsta sem þekkist inna OECD-ríkjanna. Þá skiptir ekki síður máli að aðgangur að góðum og öflugum fjarskiptum er almennt séð mjög góður um landið. <BR><BR>Það skiptir máli fyrir ferðaþjónustuna, sem og okkur öll er búum þetta stóra land, að einkunnarorð mín á sviði fjarskiptanna verði höfð að leiðarljósi, það er að fjarskipti eigi að vera fyrir alla, ódýr, örugg og aðgengileg.<BR><BR><BR>Í því sambandi vil ég sérstaklega nefna, að með gildandi fjarskiptalögum, sem ég beytti mér fyrir að sett yrðu er ég kom í samgönguráðuneytið fyrir um þremur árum síðan, lagði ég ríka áherslu á að tryggja hverju heimili landsins aðgengi að góðum gagnaflutningsleiðum, eða að lágmarki ígildi ISDN tengingar. Þessi ákvörðun hratt af stað þeirri þróun að símafyrirtækin fóru að keppa enn frekar um að bjóða sem bestar gagnaflutningslausnir, og nú sjáum við hraða útbreiðslu ADSL þjónustunnar sem býðst á góðu verði á sífellt fleiri stöðum um landið. Aðgengið að Netinu og upplýsingahraðbrautinni er því gott og upplýsingahraðbrautin er því greiðfær að þessu leyti. En hvort einhversstaðar megi búast við ófærð, er ykkar að leyta svara við hér í dag.<BR><BR>Ég vona að ráðstefnan hér í dag muni hjálpa til við að greina ný tækifæri fyrir aðila í ferðaþjónusturekstri, varpa ljósi á einkenni þessa nýja samskiptamáta og nytsemi hans fyrir íslenska ferðaþjónustu.<BR><BR>

2002-05-23 00:00:0023. maí 2002Málþing Íslandsdeildar flugöryggissamtakanna

<P>Ávarp samgönguráðherra á málþingi Íslandsdeildar flugöryggissamtakanna 21. maí 2002.</P> <P> </P><P>Góðir gestir, ég fagna því að efnt skuli til málþings Íslandsdeildar flugöryggissamtakanna hér í dag.<BR><BR>Í veröldinni allri gegnir flugið stöðugt mikilvægara hlutverki í opnum heimi gagnkvæmra og vaxandi viðskipta sem eru án landamæra. Og flugið er meðal mikilvægustu þátta í íslensku atvinnulífi því ferðaþjónusta sem byggir á flugi til og frá landinu er næst stærsta atvinnugrein okkar mælt á mælikvarða gjaldeyristekna.<BR><BR>Fyrir okkur íslendinga er flugið mjög svo mikilvægur þáttur í samgöngukerfi landsins. Ekki einungis vegna flugsamgangna til og frá landinu heldur einnig vegna innanlandsflugsins, sem vissulega er mikilvægur hlekkur í flutningakerfi landsins. <BR><BR>Í því samhengi öllu eru flugöryggismálin þýðingarmikil og vaxandi áhersla lögð á þau af hálfu stjórnvalda og í starfi allra, sem að fluginu koma. En auðvitað má alltaf betur gera og hvergi má slaka á ítrustu og eðlilegum öryggiskröfum. Mikilvægt er að vinna stöðugt að þróun löggjafar, reglugerða og öryggiskerfa og bættum vinnubrögðum hjá flugrekendum, flugliðum, Flugmálastjórn, Rannsóknarnefnd flugslysa og ráðuneyti.<BR><BR>Hafa ber í huga að þó lög og reglur séu sett með það að leiðarljósi að ítrustu öryggiskrafna sé gætt er það svo að aldrei verður hjá því komist að upp komi mál sem ekki verða fyrirséð og fellur það þá í hlut ráðuneytisins að leysa þar úr. Flugmenn, starfsmenn flugfélaga og flugumferðarstjórnar eru hinsvegar í lykilhlutverki og því skiptir miklu máli að unnið sé stöðugt að endurbótum á sviði flugöryggismála á þeim vettvangi.<BR><BR>Á síðustu misserum hafa komið upp erfið mál er varða flugrekstur og flugöryggi. Þar má bæði nefna eftirmála flugslyssins í Skerjafirði og deilur um heilbrigðisvottorð flugmanns, sem mjög hefur verið blásið upp í fjölmiðlum. Spjótum hefur verið beint ótæpilega að Flugmálastjórn, Rannsóknarnefnd flugslysa og ekki síst ráðherra sem hefur mátt sæta óforsvaranlegum árásum vegna beggja þessara mála. Af því tilefni er rétt að minna á að ráðuneytið hefur á þessu kjörtímabili staðið fyrir miklum umbótum á löggjöf og framkvæmd flugöryggismála og leitað samstarfs við aðila sem að flugmálum koma. <BR><BR>Við Íslendingar eigum mikið undir samstarfi við aðrar þjóðir og samtök í flugheiminum. <BR><BR>Samstarf okkar innan ICAO hefur verið einstaklega farsælt og við njótum þess að hafa styrk af því samstarfi sem hefur verið byggt upp. Og ég hef orðið þess rækilega áskynja að embættismenn okkar njóta virðingar fyrir störf sín á vettvangi alþjóðasamtaka. <BR><BR>Rannsóknarnefnd flugslysa hefur átt náið og gott samstaf við systurstofnanir í nágrannalöndum. Til þess að auka styrk RNF enn frekar hef ég beint því til formanns RNF að leitað verði eftir formlegu samstarfi við erlendar stofnanir á sviði flugslysarannsókna. Er þess að vænta að RNF undirriti samninga innan tíðar um samstarf og ráðgjöf.<BR><BR>Ágætu gestir ég vona að umræður hér á eftir verði gagnlegar og málefnalegar og greininni til framdráttar. Ég óska ykkur velfarnaðar í mikilvægu starfi .<BR><BR>Ég lýsi málþing Íslandsdeildar flugöryggissamtakanna sett.<BR><BR><BR>

2002-05-10 00:00:0010. maí 2002Ræða samgönguráðherra á hádegisverðarfundi Samtaka ferðaþjónustunnar 8. maí 2002

<P>Ræða samgönguráðherra á hádegisverðarfundi Samtaka ferðaþjónustunnar 8. maí 2002. Samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar .</P> <P> </P><P>Góðir fundarmenn,<BR>Samtök ferðaþjónustunnar standa hér í dag fyrir fundi um samkeppnisstöðu Keflavíkurflugvallar. Nokkur umræða var um þessi mál í kjölfar frétta um að flugfélagið GO hyggðist ekki ætla að bjóða uppá áætlunarflug til Keflavíkur í sumar, líkt og í fyrra. <BR><BR>Ég vil hér strax í upphafi nefna að ekki fer á milli mála að mikil uppbygging hefur átt sér stað á Keflavíkurflugvelli, sér í lagi síðustu fimmtán ár eða svo. Þjónustustig vallarins hefur aukist hröðum skrefum, og hefur ríkissjóður lagt til aukinnar þjónustu á vellinum háar fjárhæðir á undanförnum árum. <BR><BR>Ég sagði á fundi í morgun um gildi ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík, sem mörg ykkar hafið kannski verið á, að með þeirri ákvörðun, að byggja ráðstefnumiðstöð í Reykjavík, horfum við til framtíðar, líkt og gert var þegar ákveðið var að ráðast í byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Aðstaðan til móttöku ferðamanna í Keflavík, í byrjun níunda áratugarins, var ekki til mikillar fyrirmyndar. Þegar ákvörðun var tekin um byggingu flugstöðvar Leifs Eiríkssonar voru margir til að gagnrýna hana, og töldu enga þörf á þvílíkri fjárfestingu í innviðum ferðaþjónustunnar.<BR><BR>Allir sanngjarnir menn sjá hve mikilvæg Leifsstöð er ferðaþjónustunni og ljóst að sú umferð sem fer þar um í dag gæti á engan hátt farið um völlinn, ef ekki hefði verið ráðist í byggingu nýrrar flugstöðvar. Hæpið er að íslensk ferðaþjónusta, og í raun þjóðarbúið allt, hefði notið þeirra hundruða milljarða gjaldeyristekna, sem greinin hefur skilað frá opnun flugstöðvarinnar, – ef ekki hefði verið blásið á þessa gagnrýni á sínum tíma og flugstöðin reist.<BR><BR>Stækkunin á Leifsstöð, sem nýverið var tekin í gagnið, er ekki síst tilkomin vegna skuldbindinga okkar gagnvart Schengen-samkomulaginu. Ráðist var í milljarða fjárfestingu, til að tryggja sem best fljótt og öruggt flæði farþega um völlinn, sem var óumdeilanlega mjög mikilvæg aðgerð af hálfu stjórnvalda til að auka enn frekar samkeppnishæfni vallarins.<BR><BR>Þessi hraða uppbygging í þjónustu Keflavíkurflugvallar skiptir samkeppnishæfni hans verulegu máli. Stjórnvöld hafa lagt sitt af mörkum til að skapa samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar með mikilli fjárfestingu í Leifsstöð, en jafnframt hefur verið lagt í umtalsverðar fjárfestingar í flugvellinum sjálfum. <BR><BR>Hið opinbera hefur tryggt að Keflavíkurflugvöllur er tæknilega fullkominn völlur sem stenst allan samanburð á því sviði. Þá er öll aðstaða gagnvart farþegum til mikillar fyrirmyndar, en hún skiptir einnig verulega miklu máli þegar talað er um samkeppnishæfni vallarins.<BR><BR>Þjónustustig Keflavíkurflugvallar er því að mínu mati hátt. Flugvöllurinn uppfyllir allar öryggiskröfur sem gerðar eru til fullkomnustu alþjóðaflugvalla. Þá er ekki síður mikilvægt fyrir samkeppnishæfni vallarins hve stutt er í góða varaflugvelli. Það skiptir ekki svo litlu máli þegar rætt er um samkeppnishæfni hans.<BR><BR>Ég vil sérstaklega nefna hér í dag, hve allar aðflutningsleiðir að flugvellinum skipta miklu. Vegakerfið að vellinum er gott, og stendur enn til bóta. Umræðan um tvöföldun Reykjanesbrautar hefur lengi verið til staðar, en nú hillir loks undir að framkvæmdir við tvöföldunina hefjist..<BR><BR>Hvað varðar almenningssamgöngur við flugvöllinn, þá má að ósekju segja að þær mættu vera betri. Hótelaðstaða við völlinn er aftur á móti mjög góð, enda stutt í góða þjónustu á því sviði í Keflavík. Að því leytinu til er samkeppnishæfni flugvallarins góð. <BR><BR>Eitt verður þó að hafa í huga, þegar rætt er um samkeppnishæfnina, að umferðin um völlinn er ekki sambærileg við þá flugvelli sem helst hafa verið nefndir, t.d. Kaupmannahöfn og München. Þó er það þannig, að ef í stuttu máli er farið yfir þá gjaldtöku sem á sér stað á vellinum, má þar nefna flugvallarskattinn, lendingargjöldin, innritunargjald, og loks þjónustugjöld vegna allrar afgreiðslu, að samanburðurinn er oft erfiður.<BR><BR>Vissulega má alltaf deila um hvort gjaldtaka hins opinbera í tengslum við flugið sé of há. Þó er ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að ef tekið er dæmi af hinni hefðbundu umferð um vegakerfi landsins, þá stendur hún algjörlega undir rekstri þess. Allar nýframkvæmdir, viðhald og þjónusta við vegakerfið er greidd af umferðinni, af notandanum. Þessu fer víðsfjarri í fluginu. <BR><BR>Miklar fjárhæðir eru borgaðar með rekstri flugvallanna í landinu, þannig að sú krafa sem uppi er af ýmsum um lækkun opinberra gjalda er að mínu mati ekki fyllilega sanngjörn þegar litið er til þess hvernig rekstri flugvalla í landinu er háttað og tekna aflað til þess rekstrar.<BR><BR><BR>Fram hafa komið hugmyndir um mishá gjöld, t.d. að lækka þau umtalsvert yfir vetrartímann, þ.e. utan háannar. Ég tel vandséð hvernig standa eigi að þannig regluverki, því sá kostur, að rýra tekjur flugmálaáætlunar er ekki fýsilegur. Þó tel ég koma til greina að frekar verði unnið að markaðssetningu flugvallanna á landsbyggðinni, líkt og Markaðsráð ferðaþjónustunnar gerir nú í sumar í samstarfi við þýska flugfélagið LTU.<BR><BR>Eitt sem ég vil sérstaklega nefna hér, er að stjórnvöld hafa enn frekar aukið samkepnnishæfni vallarins með því að opna fyrir samkeppni á allri afgreiðslu á vellinum í samræmi við EES reglur. Þetta var síðan staðfest með reglugerð sem ég setti í vetur. Þar með ættu að vera enn betri skilyrði fyrir samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.<BR><BR>Nokkrar deilur hafa verið innan Evrópu vegna þeirrar staðreyndar að nokkur ríki hafa misháa farþegaskatta, annars vegar í innanlandsflugi og hins vegar í millilandaflugi. Sama fyrirkomulag hefur alla tíð verið viðhaft hér á landi. <BR><BR>Nú er svo komið að Eftirlitsstofnun EFTA hefur verið að fara yfir þessi mál, og gert athugasemdir við þessa gjaldtöku, á þeim forsendum að ekki sé heimilt að hafa misháa gjaldtöku eins og hér er. Því er ljóst að fara þarf gaumgæfilega yfir þessi mál og eru þau nú til sérstakrar skoðunar í ráðuneytinu. Ekkert er hægt að segja um það á þessu stigi, hvað kemur út úr þeirri skoðun, en ljóst er að verði að jafna þessa gjaldtöku, er komin upp staða sem gerir það að verkum að stokka gæti þurft upp alla tekjuhlið Flugmálaáætlunar – jafnvel með þeim afleiðingum að koma yrði á flóknu ríkisstyrkjakerfi vegna innanlandsflugsins.<BR><BR>Góðir fundarmenn,<BR>að endingu vil ég undirstrika hve miklu skiptir fyrir samkeppnishæfni flugvallarins að öll öryggismál séu í fullkomnu lagi. Flugöryggismálin hafa verið sérstaklega mikið í umræðunni undanfarin misseri, bæði hér heima sem og erlendis, ekki síst í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september s.l. Nýsamþykkt loftferðalög skerpa enn frekar á öryggiskröfum sem gerðar eru til flugsins.<BR><BR>Sem dæmi má nefna að flugverndaráætlun fyrir Ísland verður staðfest á næstu dögum og í undirbúningi er innleiðing evrópskra reglugerða um flugvernd. <BR><BR><BR>Ég tel, þegar á heildina er litið, að vel hafi verið að málum staðið varðandi Keflavíkurflugvöll af hálfu hins opinbera. Við höfum tryggt að samkeppnishæfni hans sé mjög góð. Með aukinni umferð ætti hagkvæmnin að vaxa og skapast betri skilyrði til að standast verðsamkeppni þeirra flugvalla, sem njóta mikillar stærðarhagkvæmni,G með því að bæta reksturinn og auka tekjur af starfsemi á vellinum.<BR><BR>Það er von mín að ferðaþjónustan og þeir sem sinna flutningum geti náð þeim árangri að auka umferðina um flugvöllinn og styrkja þannig stöðu þeirra fyrirtækja sem starfa á vettvangi flugsins og ferðaþjónustunnar.<BR><BR>

2002-05-10 00:00:0010. maí 2002Ræða samgönguráðherra á morgunverðarfundi Ráðstefnuskrifstofu Íslands 8. maí 2002

<P>Ræða samgönguráðherra á morgunverðarfundi Ráðstefnuskrifstofu Íslands 8. maí 2002. </P> <P></P><P>Ágætu gestir,<BR>Ég vil í upphafi, þakka stjórn Ráðstefnuskrifstofu Íslands, fyrir að gangast fyrir þessum fundi hér í dag. Fundurinn er í raun haldinn í tilefni af 10 ára afmæli Ráðstefnuskrifstofunnar, og við hæfi að óska aðstandenum hennar til hamingju. Mér er vel ljóst mikilvægi þessa starfs sem unnið er á vegum Ráðstefnuskrifstofunnar, og tel að samstarf þessara 30 aðila sem að skrifstofunni standa, hafi skilað góðum árangri.</P> <P><BR>Fyrir rétt tæpum mánuði síðan var undirritaður samningur um byggingu ráðstefnumiðstöðvar- og tónlistarhúss í Reykjavík. Hvers vegna, hafa margir spurt, og svarið við þeirri spurningu hvað varðar ráðstefnumiðstöðina er margþætt. <BR>Ljóst er að þessi markhópur ferðaþjónustunnur, ráðstefnu- og fundagestir, skilar okkur hlutfallslega mestum tekjum. Þá eru ráðstefnu og fundagestir okkur ekki síður mikilvægir vegna þess að þeir skila mestum hluta teknanna utan háannar hins almenna ferðamarkaðar, það er vor og haust, og í miðri viku, en þar hefur nýtingin verið hvað slökust. <BR>Við höfum lagt ríka áherslu á að lengja ferðamannatímann, og mikilvægur lykill að árangri á því sviði, er einmitt ráðstefnumarkaðurinn. Ráðstefnumiðstöð er því mikilvæg og við erum minnt á það þessa daga þegar verið er að búa til ráðstefnumiðstöð úr skólum og íþróttahúsum í vesturbænum vegna NATO fundarins.<BR>Við höfum nú þegar náð ákveðnum árangri á sviði ráðstefnu halds, en það er álit fjölmargra þeirra sem unnið hafa mikið að markaðsmálum og þjónustu við ráðstefnugesti, að við getum náð mun meiri árangri á þessu sviði. Talið er að á árinu 2000, hafi tekjur af þessum þætti ferðaþjónustunnar, verið um það bil 4 milljarðar króna, eða hátt í 15% af heildar gjaldeyristekjum þjóðarinnar af greininni. Því er ljóst að hér er eftir miklu að slægjast.<BR>En hver er þá grunnurinn að því að ná meiri árangri? Þegar tekin er ákvörðun um hvar halda skuli ráðstefnu, er margt sem lagt er til grundvallar. Staðsetningin skiptir hér miklu máli. Kannanir sýna, að raunhæfur markaður sem Íslensk ráðstefnumiðstöð þarf einkum að sækja inná, eru innan þess svæðis sem Flugleiðir þjóna í dag. Það er alveg ljóst, að sá markaður sem er næstur okkur, á Norðurlöndunum, Bretlandi og meginlandi Evrópu, er hvergi nærri fullnýttur . Markaðurinn er því innan seilingar, ef svo má segja. </P> <P><BR>Á þessu svæði, hefur almennt markaðsstarf ferðaþjónustunnar verið unnið í áratugi. Og hin síðari ár, sérhæft markaðsstarf hvað varðar ráðstefnur og fundi. Og það starf hefur verið að bera mikinn árangur. <BR>Á sama hátt hefur fjármagn Markaðsráðsins og viðbótarfjármagnið sem er í fjárlögum ársins í ár, verið nýtt til markaðssetningar á þessum nærmörkuðum okkar. Þar hafa markaðir verið byggðir upp með þrautseigju og elju á undanförnum árum, og jafnvel áratugum. </P> <P><BR>Við hljótum því að horfa til þessara markaða fyrst og fremst, og einbeita okkur að þeim, til að nýta þá grunnfjárfestingu sem stofnað hefur verið til, þ.e. til að koma Íslandi af kynningarstigi og yfir á vaxtarstig þegar fjárfestingin er farin að skila arði.<BR>Þá er líklegt, að hin svokallaða alþjóðavæðing, eða útrás íslenskra fyrirtækja, geti sett mark sitt á ráðstefnuhald framtíðarinnar, sem gæti gefið okkur nýja möguleika á öðrum mörkuðum. Ísland, staðsett mitt á milli Ameríku og Evrópu, hlýtur að eiga mikla möguleika sem ráðstefnustaður fjölþjóðafyrirtækja og annara er stunda viðskipti beggja vegna Atlantsála.</P> <P><BR>Þá njótum við heilsárs leiðakerfis Flugleiða, sem er forsenda þess að ná árangri á þessum markaði, og að mínu mati í raun stærsti og mikilvægasti lykillinn að því að ráðstefnu- og tónlistahús í Reykjavík geti borið sig. Ráðstefnumiðstöð verður ekki byggð á stopulum samgöngum. <BR>Tíðar ferðir til landsins, allan ársins hring, eru forsenda þess að hægt sé að markaðssetja Ísland sem raunhæfan valkost á þessu sviði. </P> <P><BR>Þá er ekki síður mikilvægt í markaðssetningu Íslands sem ráðstefnulands, að geta státað af öflugri upplýsingatækni og fullkomnu fjarskiptaneti á sanngjörnu verði, og aðgengi að upplýsingaveitum hverskonar sem skipta sífellt meira máli þegar ráðstefnu er fundinn staður.</P> <P><BR>Það er því ljóst að við höfum þegar til staðar margt er ætti að tryggja okkur frekari árangur á markaði ráðstefnuhalds. Það eru því fullgild rök fyrir þeirri fjárfestingu sem felst í Ráðstefnumiðstöð. Landið sjálft er aðdráttarafl, en okkur vantar enn betri aðstöðu en nú er til ráðstefnuhalds svo okkur megi takast að ná enn fleiri og enn verðmætari ferðamönnum til landsins. Og skila þannig enn meiri tekjum í þjóðarbúið og enn fleiri atvinnutækifærum um allt land.<BR>Því er sú ákvörðun tekin, að fjárfesta hér í fyrsta flokks aðstöðu, sem um leið gerir þær kröfur til þeirra sem vinna að þjónustu við ráðastefnu gesti að sú vinna verði í samræmi við óskir þessa kröfuharðasta hóps ferðafólks.<BR>Með þeirri ákvörðun, að byggja ráðstefnumiðstöð í Reykjavík, er horft til framtíðar, líkt og gert var þegar ákveðið var að ráðst í byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. </P> <P><BR>Aðstaðan til móttöku ferðamanna í Keflavík, í byrjun níunda áratugarins, var ekki burðug. <BR>Þegar ákvörðun var tekin um byggingu flugstöðvar Leifs Eiríkssonar voru margir til að gagnrýna hana, og töldu enga þörf á þvílíkri fjárfestingu í innviðum ferðaþjónustunnar. Allir sanngjarnir menn sjá hve mikilvæg Leifsstöð er ferðaþjónustunni, og ljóst að sú umferð sem fer þar um í dag, gæti á engan hátt farið um völlinn ef ekki hefði verið ráðist í byggingu nýrrar flugstöðvar. Hæpið er að íslensk ferðaþjónusta, og í raun þjóðarbúið allt, hafi notið þeirra hundruða milljarða gjaldeyristekna sem greinin hefur skilað frá opnun flugstöðvarinnar – ef ekki hefði verið blásið á þessa gagnrýni á sínum tíma.<BR>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að auka veg ferðaþjónustu m.a. með öflugu kynningarátaki á helstu mörkuðum. Þannig verði nýtt þau sóknarfæri sem gefast í þeirri grein, ekki síst á sviði menningar- og heilsutengdrar ferðaþjónustu. Unnið verði að lengingu ferðamannatímans um land allt og betri nýtingu fjárfestingar í greininni. Ein forsenda þess að ná þessum markmiðum er fjárfesting í innviðum greinarinnar, og þar með í ráðstefnumiðstöð og tónlistarhúss. Þessi ákvörðun verður að mínu mati mjög mikilvæg fyrir framgöngu menningartengdrar ferðaþjónustu. <BR>Á vegum samgönguráðuneytis og menntamálaráðuneytis hefur verið unnið að markvissari stefnumótun á þessu sviði og því er það mér alveg sérstakt ánægjuefni að þetta verkefni sé nú komið á þann rekspöl sem raun ber vitni.<BR>Ég er sannfærður um að sú ákvörðun að byggja ráðstefnumiðstöð með þeim forsendum sem við höfum sett okkur, mun verða íslenskri ferðaþjónstu allri, og um land allt, gríðarleg lyftistöng. </P> <P><BR>Við förum af stað í þetta verkefni með það að markmiði að ná árangri innan skynsamlegra tímamarka. Sannfæring mín er sú að þetta verkefni verði í senn atvinnuskapandi, auki tekjur þjóðarbúsins í heild sinni, og festi enn frekar í sessi hið dýrmæta leiðakerfi sem Flugleiðir hafa byggt upp til og frá landinu.</P> <P><BR>Nú á næstunni verður skipuð verkefnisstjórn þessa verkefnis, skipuð þremur mönnum frá ríki og þremur frá borginni. Ég mun tilnefna einn af fulltrúum ríkisins. Jafnframt hef ég ákveðið að skipa sérstakan samráðshóp með tengsl við ferðaþjónustuna, sem yrði mínum manni í verkefnisstjórninni til halds og trausts. Þegar hefur verið haldinn í samgönguráðuneytinu fyrsti undirbúningsfundur vegna þessa verkefnis.</P> <P><BR>Þegar ráðstefnumiðstöð- og tónlistarhús, með fyrsta flokks hóteli, verður orðið að veruleika í hjarta höfuðborgarinnar, verður þar um að ræða mjög stóran og verðmætan vinnustað, sem skila mun feiknarmiklum tekjum inn í hagkerfi borgarinnar. Ferðaþjónusta innan borgarmarkanna getur orðið stóriðja borgarinnar.<BR>Ég hlýt því að nota þetta tækifæri, til að hvetja Reykjavíkurborg til að endurskoða ákvarðanir sínar um aðkomu að markaðsmálum ferðaþjónustunnar, líkt og borgin gerði er hún ákvað á sínum tíma að vera áfram aðili að Ráðstefnuskrifstofu Íslands, eftir að hafa íhugað úrsögn um hríð.<BR>Jafnframt vil ég nefna hér í dag stöðu Reykjavíkurflugvallar. Þeir gestir sem sækja alþjóðlegar ráðstefnur vilja hafa möguleika á því að kynnast á stuttum tíma því landi, og þeirri þjóð, sem þeir gista hverju sinni. Um er að ræða verðmæta gesti, sem eru tilbúnir til að eyða umtalsverðu fé, til að skoða</P> <P> landið á stuttum tíma. Til að svo megi áfram vera mögulegt, skiptir tilvera flugvallarins í Reykjavík öllu. <BR>Það sem oft ræður úrslitum um að ákveðið er að halda ráðstefnu á Íslandi, er áhugi ráðstefnugesta á að kynnast einstakri náttúru Íslands, menningu og sögu, og njóta fjölbreyttrar afþreyingar. <BR>Því verðum við að tryggja að væntanlegir ráðstefnugestir, líkt og þeir sem heimsækja okkur nú, hafi áfram möguleika á því að upplifa sem mest af landinu – og einnig að ferðaþjónustan um allt land njóti aukinna umsvifa. <BR>Því er innanlandsflug frá Reykjavíkurflugvelli svo mikilvægt, til að koma til móts við þær óskir góðra gesta um að geta á einfaldan og þægilegan hátt skroppið hvort heldur sem er vestur, norður eða austur. Flugvöllur svo nærri ráðstefnumiðstöð er því einstök viðbót við fyrsta flokks aðstöðu í ráðstefnumiðstöð, og tengdi hana sterkum böndum við ferðaþjónustuna um land allt.</P> <P><BR>Framundan er mikil vinna við að undirbúa byggingu og rekstur ráðstefnumiðstöðvar. Og væntanlegir gestir munu koma með flugi.</P> <P><BR>Að mínu mati má einfalda myndina þannig, að við séum hér að fjalla um þrennt er skiptir meginmáli. Heilsárs leiðakerfi Flugleiða, markaðsvinnu erlendis og byggingu ráðstefnumiðstöðvar. <BR>Takist Flugleiðum að verja núverandi leiðakerfi sitt, eða byggja það aftur frekar upp, þá styður bygging ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík möguleika þess – á sama hátt og án heilsárs leiðakerfis Flugleiða mun fjárfesting í ráðstefnumiðstöð ekki skila arði og þjóðarbúið verða af miklum tekjum.</P> <P><BR>Ég tel því nauðsynlegt að ríki og höfuðborgin sameinist í&nbsp;stuðningi við markaðsaðgerðir ferðaþjónustunnar og sýni þannig væntanlegum fjárfestum þann sterka vilja sem við höfum til þess að styrkja stöðu ferðaþjónustunnar með öflugri kynningu á landinu og Ráðstefnumiðstöð sem getur hýst glæsilegar ráðstefnur. Með nýrri Ráðstefnumiðstöð getur Ísland orðið þekkt sem ráðstefnu land í þjóðbraut.</P> <P><BR>Við þær aðstæður eiga allar greinar ferðaþjónustu að geta hagnast.<BR></P>

2002-04-22 00:00:0022. apríl 2002Fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs 2002

<P>Ávarp samgönguráðherra við veitingu fjölmiðlabikars Ferðamálaráðs 2002.</P> <P> </P><P>Ágætu gestir,<BR><BR>Fyrir um tuttugu árum síðan, í júní árið 1982, kviknaði sú hugmynd innan Ferðamálaráðs að veita árlega viðurkenningu, fjölmiðlabikarinn, fyrir umfjöllun um ferðamál í fjölmiðlum. Síðan þá hefur fjölmiðlabikarinn verið veittur - þó ekki árlega. Afstaðan hefur verið sú, að ef ekkert afgerandi hefur staðið uppúr, hefur verðlaunaveitingunni verið sleppt. Þessi háttur hefur verið hafður til að gera vægi viðurkenningarinnar meira en ella.<BR><BR>Viðurkenningin er veitt fyrir umfjöllun um ferðamál í víðasta skilningi. Fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs var fyrst afhentur árið 1982, þá Sæmundi Guðvinssyni fyrir skrif hans um ferðamál. Meðal bikarhafa má nefna Harald J. Hamar, vegna útgáfu Iceland Review, Sigurð Sigurðsson fyrir útgáfu ferðablaðsins Áfangar og Magnús Magnússon fyrir umfjöllum um Ísland í Bretlandi. Ríkisútvarpið fékk bikarinn fyrir Stiklu-þætti Ómars Ragnarssonar, Örlygur Hálfdánason vegna útgáfu bóka um Ísland og Flugleiðir fyrir markaðsstarf. Núverandi handhafi fjölmiðlabikars Ferðamálaráðs er Gunnar Marel Eggertsson, skipasmiður og skipstjóri víkingaskipsins Íslendings, sem árið 2000 silgdi í kjölfar Leifs Eiríkssonar í tilefni 1000 ára afmæli landafundanna.<BR><BR>Eins og upptalning bikarhafa ber með sér, leitar Ferðamálaráð víða fanga, þegar leitað er að verðugum aðila til að taka við þessari viðurkenningu. Oft hefur valið verið erfitt, en svo var ekki í ár. Ferðamálaráð Íslands hefur einróma ákveðið að Klúbbur matreiðslumeistara hljóti fjölmiðabikar Ferðamálaráðs árið 2002.<BR><BR>Kynningar íslenskra matreiðslumeistara, á hámenningu okkar í matargerð, hefur vakið mikla athygli erlendis og áhersla þeirra á úrvals hráefni og náttúulegar afurðir hafa opnað augu ótalmargra fyrir hreinni og óspilltri náttúru Íslands.<BR><BR>Mikil umfjöllun hefur verið um íslenskan mat og íslenskt hráefni í stórum og virtum erlendum fjölmiðlum. Í kjölfarið hafa fylgt greinar um Ísland sem áskjósanlegan áningarstað fyrir sælkera sem vilja upplifa óspillta náttúru og ævintýralegt umhverfi um leið og gælt er við bragðlaukana á fyrsta flokks veitingahúsum.<BR><BR><BR>Markaðsátak íslenskra matreiðslumanna hefur auk þess dregið hingað til lands fjölda heimsþekktra og virtra matreiðslumanna sem hafa kynnt sér leyndardóma íslenska hráefnisins og matargerðarlistar. Þessir áhrifamenn í matarmenningu heimsins eru margir hverjir orðnir óformlegir kynningarfulltrúar lands og þjóðar, því heima fyrir deila þeir upplifun sinni með löndum sínum og viðskiptavinum.<BR><BR>Fjöldi erlendra blaða- og fréttamanna hafa auk þess gert sér ferðir hingað til lands í því skyni að deila upplifun sinni á matnum, hráefninu og ævintýrum landsins með lesendum sínum, áhorfendum og hlustendum.<BR><BR>Það er ljóst að íslenskir matreiðslumenn hafa lyft grettistaki með jákvæðri kynningu sinni á landi og þjóð. Því er það vel við hæfi að Ferðamálaráð Íslands veiti Klúbbi matreiðslumeistara fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs á 30 ára afmælisári klúbbsins.<BR><BR>Ég vil biðja Gissur Guðmundsson, formann klúbbs matreiðslumeistara, að koma hingað og taka við fjölmiðlabikarnum.<BR><BR>

2002-04-19 00:00:0019. apríl 2002Ferðatorg 2002

<P>Ávarp Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra við opnun Ferðatorgs 2002.</P> <P> </P><P>Það er mér sönn ánægja að opna Ferðatorg 2002. <BR><BR>Ferðatorgið er lofsverð nýjung í markaðssetningu ferðaþjónustunnar innanlands. Hér er skapaður nýr vettvangur fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af öllu landinu, til að sýna og kynna það helsta sem þau hafa upp á að bjóða, nú þegar sumarleyfistími landsmanna er á næsta leyti. Markaðssetning sem þessi, er ákaflega mikilvæg, til að þeir möguleikar sem í boði eru til ferðalaga innanlands, komi til álita sem raunhæfur valkostur þegar ákvarðanir eru teknar um það hvernig frítíma skuli varið. <BR><BR>Hér er á aðgengilegan hátt hægt að fá nákvæmar upplýsingar um það sem býðst í hverjum landshluta í flutningum, gistingu og afþreyingu. Fjölbreytileikinn er ótrúlegur og hægt er að fullyrða að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvar sem er á landinu. Þannig er hægt að opna augu okkar allra fyrir því, að það er alveg jafn áhugavert að ferðast um þessa stórkostlegu eyju, Íslandi, sem við byggjum eins og að ferðast um framandi lönd. <BR><BR>Ég bind vonir við að Ferðatorg 2002 verði árviss viðburður, sem almenningur getur hlakkað til og kannað hverju sinn þá valmöguleika sem í boði eru til ferðalaga innanlands.<BR><BR>Ferðatorg 2002 er lofsvert framtak Ferðamálasamtaka Íslands og Ferðamálaráðs. Er mjög við hæfi að opna Ferðatorg 2002 og hleypa jafnframt af stokkunum markaðsátaki innanlands undir slagorðinu "Ísland sækjum það heim".<BR><BR>Hryðjuverkin í Bandaríkjunum höfðu mikil ákhrif á ferðaþjónustu um allan heim. Hratt var brugðist við breyttum aðstæðum íslenskrar ferðaþjónustu í kjölfar. Ég beitti mér fyrir í ríkisstjórn að ákveðið var 150 milljóna króna fjárveiting, til þess að draga úr yfirvofandi samdrætti í ferðaþjónustunni. <BR><BR>Samkvæmt tillögu Ferðamálastjóra, sem falin var framkvæmd átaksins, var ákveðið að stórum hluta yrði varið í markaðssókn á erlendum vettvangi, aðallega í Bandaríkjunum og á okkar helstu markaðssvæðum í Evrópu. Auk þess var leitað samstarfs við nokkur íslensk fyrirtæki erlendis um kynningarstarf og voru viðtökur undantekningarlaust jákvæðar. Er það mat þeirra sem best til þekkja að umtalsverður árangur hafi náðst á síðustu mánuðum. <BR><BR>Til verkefnisins innanlands, hefur verið ákveðið að verja alls 45 milljónum króna. Markmiðið með innanlandsátakinu er að hvetja landsmenn til að ferðast um Ísland og upplifa það á annan hátt en tíðkast hefur. Að kynna sér þann mikla fjölbreytileika sem einkennir íslenska ferðaþjónustu allan ársins hring í formi gistingar, veitinga og ekki síst afþreyingar. Þennan fjölbreytileika og gæði þess sem er í boði, eru erlendir ferðamenn búnir að uppgötva og nýta sér í æ ríkari mæli ár frá ári. <BR><BR>Á hinn bóginn þykir ekki hafa tekist nægilega vel að opna augu landsmanna fyrir þessari staðreynd og því að fyrir þessa þjónustu þarf að greiða rétt eins og á erlendri grundu. Langtímaverkefnið er að fá Íslendinga til að læra að upplifa land og þjóð og ferðalög innanlands á sama hátt og þegar þeir ferðast erlendis, gefa sér meiri tíma til slökunar og afþreyingar, kynna sér umhverfi sitt og náttúru, sögu og menningu með opnum huga. <BR><BR>Beri átakið árangur mun það ná að vekja athygli á markbreytilegum tækifærum til að ferðast um landið, árið um kring, og skapa hlý hughrif vegna einstakra eiginleika okkar fallega lands. Þykir mér sýnt að þannig muni landsmenn upplifa ferðalag innanlands sem engu minna ævintýri en ferðalag erlendis. <BR><BR>Mikil gróska hefur verið í funda- og ráðstefnuhaldi hér á landi og á undanförnum árum hafa tekjur af þeirri þjónustu verið í stöðugum vexti. Sem dæmi má nefna að gera má ráð fyrir því að heildartekjur af ráðstefnugestum árið 2000 hafi verið nálægt 4 milljörðum króna þ.e. um 15% af gjaldeyristekjum greinarinnar. Eitt af því sem getur ráðið úrslitum í þróun ferðaþjónustu hér á landi er bygging ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík. <BR><BR>Í síðustu viku var undirritað samkomulag um byggingu ráðstefnu- og tónlistarhúss og hótels í hjarta borgarinnar. Sú ákvörðun verður að vera lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna um allt land. Gera verður þá kröfu til þeirra sem byggja og reka ráðstefnumiðstöðina, að ráðstefnustarfsemi leiði til aukins ferðamannafjölda utan hins hefðbundna ferðamannatímabils, til hagsbóta fyrir íslenska ferðaþjónustu í heild. <BR><BR>Ísland hefur ímynd hreinleika og öryggis. Breytt ferðamynstur og áherslur í ferðalögum um allan heim hafa opnað ný tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu, sem getur boðið upp á fyrsta flokks þjónustu í umhverfi sem er óspillt og laust við þá ógn sem hryðjuverk og glæpir skapa. Þá hefur orðið samstaða um að fara nýjar leiðir við markaðssetningu og skapa ný sóknarfæri, eitt dæmið um það er Ferðatorg 2002.<BR><BR>Ágætu gestir<BR><BR>Íslensk ferðaþjónusta á framtíðina fyrir sér. Ég hvet landsmenn alla til að ferðast meira um landið, gera það með opnum huga, skoða, hlusta, snerta og kynnast Íslandi eins og kynningarátakið hvetur til, það mun örugglega koma skemmtilega á óvart.<BR>Látum okkur líða vel á ferð um landið <BR><BR>Ferðatorg 2002 er opnað. Góða ferð.<BR>

2002-04-18 00:00:0018. apríl 2002Málþing um ferðaþjónustu í Vestur-Barðastrandarsýslu

<P>Ræða samgönguráðherra á málþingi um ferðaþjónustu í V-Barðastrandarsýslu 11. apríl 2002.</P> <P> </P><P>Á málþingi um ferðaþjónustu í V-Barðarstrandarsýslu laugardaginn 11. apríl kom fram í ræðu samgönguráðherra að mikilvægt væri að byggja upp ferðaþjónustuna á svæðinu með hliðsjón af sérstöðu þess. Verið væri að vinna að stefnumótun af hálfu ráðuneytisins og Ferðamálaráðs og haft væri að leiðarljósi að skipta landinu upp í þróunar- og vaxtasvæði þar sem hvert landssvæði væri nýtt í þágu ferðaþjónustunnar miðað við þá kosti sem í boði væru á hverjum stað. Ráðherra lagði ríka áherslu á uppbyggingu vegakerfisins svo og að samgöngur inn á svæðið væru tryggar. Til þess að slíkt mætti verða í raun þyrftu flugsamgöngur og ferjusiglingar að batna því uppbygging vegakerfisins tæki tíma. Því hefði verið ákveðið að bjóða út flug til ákveðinna byggðarlaga, m.a. svokallaðra jaðarbyggða eins og t.d. milli norður- og suðursvæðis Vestfjarða. Kom m.a. fram að verið væri að setja upp mjög bættan búnað í aðflugi inni á Bíldudalsflugvelli. <BR><BR>Fram kom í máli ráðherra að í samgönguáætlun, sem lögð verður fram í haust, væri nauðsynlegt að hraða framkvæmdum við vegi á Barðastrandasvæðinu til að tengja svæðið suður á bóginn. Í framhaldi af því yrði horft norður á bóginn með tenginu milli norður- og suðursvæðis Vestfjarða í huga. Slík tenging yrði ekki nema með jarðgöngum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar en í ljósi stóru verkefnanna í jarðgangagerð á Austurlandi og Siglufirði, sem væru í forgangi, yrðu menn að sýna biðlund. <BR><BR>Í lok ræðu sinnar kom ráðherra inn á markaðssetningu ferðaþjónustunnar og átakið sem sett var í gang til að efla greinina og styrkja markaðssetninguna. Ljóst væri að þær aðgerðir hefðu borið árangur það sem af væri af árinu og nú væri bara spurning um framhaldið í sumar og það sem væri eftir ársins. Innanlandsátak væri að fara í gang til að fá íslendinga til þess að ferðast meira um sitt land og fróðlegt gæti orðið að fá hugmyndir frá þátttakendum málþingsins um hvernig efla mætti kynningu og aðgerðir til að svæðið nyti vaxandi fjölda ferðamanna. <BR><BR>Sjá nánar ræðu í heild sinni hér að neðan. <DIV align=center><BR><BR><B>Málþing um ferðaþjónustu í V-Barðastrandarsýslu</B><BR><BR><B>Ræða samgönguráðherra.</B><BR></DIV><BR>Fundarstjóri, ágætu fundarmenn, ég vil nú byrja á því að þakka ykkur fyrir að bjóða mér hingað til þessa málþings. Það skiptir miklu að fá tækifæri til þess að koma í Vestur-Barðastrandasýslu og heyra raddir heimamanna þó mér gefist nú ekki færi á að vera hér í allan dag, því miður. En það verða nógu margir til þess að bera mér boð ykkar og tillögur inn í ráðuneytið. <BR><BR>Umræður um ferðaþjónustuna hafa verið mjög miklar og þess vegna er málþing á borð við þetta mjög mikilvægt fyrir okkur, sem erum að vinna að stefnumótun, og ekki síður fyrir ykkur sem að vinnið að ferðaþjónustunni á þessu svæði. <BR><BR>Ég verð nú að biðjast afsökunar á því að hafa tafið fundinn aðeins og komið of seint en það sem er nú ennþá verra er að Gísli Eiríksson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, er ekki kominn og hefur tafist vegna þess að það er ekki búið að moka. Við skulum vona að það verði mokað svo að Gísli komist alla leið hingað. <BR><BR>Það er mikið starf unnið um þessar mundir, bæði af hálfu ráðuneytisins og Ferðamálaráðs, við að móta stefnu og styrkja ferðaþjónustuna sem atvinnugrein. Staðan í þessum málum er þannig núna að ferðaþjónustan er næst stærsta atvinnugrein þjóðarinnar, ef við notum gjaldeyristekjurnar sem mælikvarða, og það segir okkur að við eigum mjög mikið verk að vinna til þess að styrkja ferðaþjónustuna sem atvinnugrein. Þess vegna er það að við höfum lagt á ráðin um að horfa til þess hvernig við getum byggt upp ferðaþjónustuna um landið allt . Ég hef lagt fram þá hugmynd, og að því er nú unnið á vegum Ferðamálaráðs, að skipta landinu upp í það sem ég hef kallað þróunar- og vaxtasvæði, með það í huga að við nýtum hvert landssvæði í þágu ferðaþjónustu, miðað við þá kosti sem eru á hverjum stað. <BR><BR>Við verðum að gæta þess í ferðaþjónustunni að búa ekki til eina aðferð, eitt módel sem á að passa fyrir hvert einasta landssvæði. Það svæði sem hér er um að ræða, Vestur-Barðastrandasýsla, hefur sérstöðu og við eigum að horfa til þess hvaða kostir eru hér og hvernig á að byggja upp þetta svæði ferðaþjónustunnar. Það er í þeim anda sem við erum að láta vinna á vegum Ferðamálaráðs áætlun um það og í samstarfi við heimamenn verður unnið í sumar þannig að í haust liggi fyrir tillaga um þessi svæði. Þess vegna er þetta málþing mjög mikilvægt innlegg í undirbúningi þessarar vinnu. Með sama hætti er verið að vinna að stefnumótun varðandi menningar- og heilsutengda ferðaþjónustu ásamt tillögum frá svokallaðri framtíðarnefnd ferðaþjónustunnar sem að vinnur á vegum ráðuneytisins. Ég á von á því að í haust, þá liggi fyrir upplýsingar sem skapi okkur möguleika á því að leggja upp með stefnumótun til lengri tíma í þágu ferðaþjónustunnar. Ég vona að umræður hér í dag geti leitt til þess að við fáum tillögur frá ykkur um það á hvað þið viljið leggja áherslu. <BR><BR>En eitt af því sem ég vil gera að umtalsefni hér í þessu stutta ávarpi mínu, er að ég vildi gera grein fyrir því að um leið og við vinnum að uppbyggingu vegakerfisins, þá verðum við að hugsa til þess að tryggja samgöngurnar hér inn á svæðið. <BR><BR>Á vegum samgönguráðuneytisins þá hefur sú stefna verið mörkuð að reyna að tryggja sem best flugsamgöngur og samgöngur með ferjunum og þess vegna var ákveðið að bjóða út flug til tiltekinna byggðarlaga, jaðarbyggða svokallaðra m.a., og bjóða út flugið hér á milli norður- og suðursvæðis Vestfjarða. Innanlandsflugið hefur verið í töluvert miklum vanda en ég trúi því að þar sé komið að vendipunkti og við munum sjá að innanlandsflugið styrki stöðu sína þegar það er farið að hafa áhrif sem við höfum verið að gera, sem er að styrkja tilteknar flugleiðir sem að flugfélögin hafa orðið að bera uppi halla af á undanförnum árum. Við höfum boðið út flug eins og til Gjögurs, til Grímseyjar, áætlun út frá Akureyri, og nú til Hafnar í Hornafirði og viðurkennt það sem staðreynd að tilteknar flugleiðir geti ekki staðið undir sér en verði, með tilliti til heildarhagsmuna, að vera starfræktar. Þar má m.a. nefna flugið hér á milli norður og suður svæðisins að vetri þegar ófært er. Ég hef þá trú að ef að Reykjavíkurflugvöllur fær að vera í friði, þá muni flugið styrkja stöðu sína og það skiptir auðvitað mjög miklu máli fyrir Barðastrandasýslu eins og aðra landshluta sem þurfa að nýta flugið. <BR><BR>Ég vil greina frá því, að verið er að setja upp mjög bættan búnað í aðflugi inni á Bíldudalsflugvelli, þannig að með nýrri tækni þá verður hægt að fljúga beint á flugvöllinn, sem ekki hefur verið hægt áður þegar slæmt skyggni er. Það styttir flugleiðina og smátt og smátt batnar þessi aðstaða og að því þarf að stefna. <BR><BR>Hvað varðar ferjusiglingarnar, þá er alveg ljóst að á meðan að vegakerfið um Barðaströndina er eins og það er þá verður ekki undan því vikist að Breiðafjarðarferjan verði rekin. Ég hef sagt það nýverið að miðað við þessar aðstæður þá þarf að huga að bættri þjónustu ferjunnar og þá með fjölgun ferða. Einnig þarf að huga að því, án þess að það eigi að koma niður á uppbyggingu vegakerfisins, hvort þörf sé á öðru skipi. Nú gerist það ekki í einu vettfangi, það er alveg ljóst, en ef að auknar kröfur verða gerðar til þessa flutninga þá þarf að horfa á þessa hluti í heild. Aðalatriðið er að nýta skipið sem best eins og það er í þágu bæði atvinnulífsins, ferðaþjónustunnar og byggðanna hér á þessu svæði. <BR><BR>Við verðum að gera okkur grein fyrir því að uppbygging vegakerfisins tekur tíma. Sem betur fer eru framkvæmdir hafnar við vegagerðina á Klettshálsi og við gerum ráð fyrir að þeim ljúki, ekki seinna en 2004 samkvæmt áætlun. Á þessum tíma þá þarf ferjan að sinna þessari þjónustu og þess vegna vil ég leggja á það ríka áherslu að sú þjónusta verði bætt fremur en hitt.<BR><BR>Áður en langt um líður þá verður væntanlega ekki þörf fyrir þessar ferjusiglingar, en á meðan svo er þá þurfum við að standa þannig að málinu að það sé til hagsbóta fyrir þetta svæði, það skiptir miklu máli. Ég vil undirstrika það til að koma í veg fyrir misskilning, að það er ekki mín hugsun að rekstur ferjunnar, framlög til ferjunnar, rekstrar og endurbóta, leiði til seinkunnar á uppbyggingu vegakerfisins. Það er fjarri öllu lagi að það sé hugsunin hjá okkur í samgönguráðuneytinu. <BR><BR>Vegakerfið er eins og við þekkjum og það þarf ekki að fara mörgum orðum um það. Eins og ég hugsa þessa uppbyggingu á svæðinu, þá vil ég leggja alla áherslu á að hraða framkvæmdum við vegi hér á Barðarstrandasvæðinu til þess að tengja þetta svæði suður á bóginn. Það er verkefni númer eitt og það er fullur vilji, veit ég, hjá þingmönnum til þess. Nú er unnið að samgönguáætlun sem verður lögð fram í haust. Þá verður að liggja fyrir útfærsla og áætlun um hvernig við byggjum veginn frá Bjarkarlundi og hingað vestur eftir, um Þorskafjörð, Djúpafjörð, Gufufjörð og svo áfram. Í haust verður áætlun að liggja fyrir um það þannig að hægt sé að setja þessar framkvæmdir inn í 12 ára áætlun sem að verður lögð fram þá. Þetta skiptir mjög miklu máli og það verður að vera, að mínum mati, sú lína sem er lögð til að byggja upp þetta vegakerfi suður á bóginn, sem fyrsta verkefni. Síðan horfum við til norðurs og sömu áætlunar, þá gerum við að sjálfsögðu ráð fyrir því að tengja norður og suður svæði Vestfjarða saman. Það gerist ekki öðruvísi en með jarðagöngum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar er næsta verkefni ásamt endurbótum á þeim fjallvegum sem þar að liggja. <BR><BR>Ég held að það sé afar mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að allt tekur þetta tíma og ég vil ekki vera að vekja neinar falsvonir. Við höfum frammi fyrir okkur þessi stóru verkefni sem eru jarðgöng á Austurlandi og Siglufjarðargöngin. Það hefur verið talað um að það væri fyrsta verkefnið í þessari jarðgangaáætlun. Þangað til að úr verður bætt hér á þessu svæði með jarðgöngum, verður að huga bæði að lagfæringum á þessum vegum og uppbyggingu. Sömuleiðis verður að huga að bættri vetrarþjónstu. Um það þarf að fjalla sérstaklega og verður væntanlega fjallað í þeirri samgönguáætlun sem að ég nefndi hér áðan og verður afgreidd á næsta þingi.<BR><BR>Um þessar mundir er töluvert rætt um markaðssetningu ferðaþjónustunnar og við höfum í kjölfar hryðjuverkanna í Ameríku sett í gang mikið átak við að efla ferðaþjónustuna og styrkja markaðssetninguna. Það er alveg ljóst að þær aðgerðir sem við fórum í, strax í haust og í byrjun þessa árs, hafa borið árangur. Þeir fjármunir sem settir voru í markaðsaðgerðir bæði í Ameríku og ekki síst í Evrópu, hafa borið árangur. Það hefur orðið aukning á fjölda ferðamanna til landsins í byrjun ársins. Að vísu hefur fækkað eins og við var að búast frá Ameríku, en í heildina tekið þá hefur okkur tekist að verjast. Og nú er bara spurningin hvernig verður framhaldið í sumar og það sem eftir er ársins. Við erum með mikið átak í gangi sem, eins og ég segi, hefur sjáanlega borið mikinn árangurog nú er næsta skrefið hjá okkur kynning á innanlandsátaki sem gengur út á það að fá íslendinga til þess að ferðast meira um sitt land. <BR><BR>Það væri fróðlegt að fá frá ykkur hugmyndir um hvernig þið teljið að það mætti efla kynningu og standa fyrir aðgerðum á vegum Ferðamálaráðs og á vegum Markaðsráðs, þannig að þetta svæði gæti notið vaxandi fjölda ferðamanna. Ég er ekki með neinar töfralausnir í þeim efnum, það eru fyrst og fremst þið og sérfræðingarnir í ferðaþjónustinni sem verða að leggja þær línur, en það er mitt hlutverk sem samgönguráðherra og ráðherra ferðamála, að leggja til þá fjármuni sem eðlilegt er talið að opinberir aðilar komi með inn í þetta verkefni.<BR><BR>Með þeim orðum þá vil ég endurtaka þakkir fyrir að fá að koma hingað og vænti mikils af samstarfi við aðila í ferðaþjónustu hér á þessu svæði og óska ykkur alls hins besta í störfum ykkar hér í dag og í framtíðinni.<BR>

2002-04-10 00:00:0010. apríl 2002Aðalfundur SAF

Ræða samgönguráðherra á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar á Akureyri í dag.<P> </P>Fundarstjóri , ágætu fundargestir!<BR>Mér er það sönn ánægja að ávarpa þennan glæsilega aðalfund Samtaka ferðaþjónustunnar hér á Akureyri í dag.<BR><BR>Síðustu sjö mánuðir, frá 11. september 2001, hafa verið ferðaþjónustunni í heiminum öllum - ekki síst flugrekstri - þungir í skauti. Óþarfi er að rifja upp atburði þessa örlagaríka dags. Fyrir okkur Íslendinga, sem eigum svo mikið undir flugsamgöngunum, höfðu hryðjuverkin í Ameríku mikil áhrif. En þrátt fyrir þessar miklu hörmungar, þessa miklu röskun og samdrátt í flugsamgöngum, þá er það sem betur fer svo, að okkur hefur tekist vonum framar að snúa vörn í sókn. Fyrir okkur, sem viljum veg ferðaþjónustunnar sem mestan, skiptir máli, að standa saman, með það að markmiði að ná sem fyrst fyrri styrk. <BR><BR>Eftir atburðina 11. september lagði ég strax ríka áherslu á að samráð yrði haft um hvort, og þá til hvaða aðgerða ætti að grípa. Í minnisblaði sem ég kallaði eftir frá formanni Ferðamálaráðs, formanni Markaðsráðs og formanni SAF var gerð grein fyrir mögulegum áhrifum hryðjuverkanna í Bandaríkjunum á ferðaþjónustu hér á landi og mikilvægi þess að leita leiða til að draga úr þeim áhrifum.<BR><BR>Þar sagði, að gera mætti ráð fyrir, að án aðgerða yrði samdráttur sem næmi 4-5 milljörðum króna í gjaldeyristekjum á 12 mánaða tímabili. Jafnvel þótt strax yrði gripið til aðgerða, var samt sem áður útlit fyrir eins-og-hálfs milljarða króna samdrátt. Hér er eingöngu átt við beint tap í gjaldeyristekjum vegna komu færri gesta.<BR><BR>Ekki er tekið tillit til margfeldisáhrifa eða annarra þátta. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skoðað mikilvægi þessa þáttar í þjóðarbúskapnum. Niðurstaðan er sú að 10% fækkun erlendra gesta myndi leiða til tæplega 11 milljarða króna neikvæðra áhrifa í hagkerfinu öllu og fækkunar um rúmlega 1.100 ársverk. Að sama skapi myndi 30% fækkun gesta hafa í för með sér 32 milljarða króna neikvæð áhrif og fækkun um allt að 3.400 ársverk.<BR><BR>Afleiðingar atburðanna komu fljótlega í ljós. Flugleiðir voru eins og vænta mátti fyrst íslenskra fyrirtækja til að grípa til aðgerða. Starfsfólki Flugleiða og dótturfyrirtækja var fækkað sem nam rúmlega 270 stöðugildum. Af hálfu félagsins var ákveðið að draga verulega úr sætaframboði, bæði í vetraráætlun frá fyrra ári og í sumaráætlun 2002 samanborið við áætlun 2001. Mestur hefur samdrátturinn orðið á flugi til og frá Bandaríkjunum.<BR><BR>Um leið og niðurskurður Flugleiða lá fyrir, var ekki hjá því komist að gera ráð fyrir fækkun erlendra ferðamanna. Hlutur hins opinbera í gjaldeyristekjum af ferðaþjónustu hefur verið áætlaður á bilinu 20-25 % í formi beinna og óbeinna skatta og gjalda. Miðað við þær forsendur sem settar voru fram í minnisblaði formannanna til mín, hefði beint tap þjóðarbúsins orðið um 400-500 milljónir í vetur og allt að 1.000 milljónir á árinu.<BR><BR>Fyrir mig, sem ráðherra ferðamála, voru þetta ekki uppörvandi staðreyndir sem við blöstu. Þó var ánægjuleg að mikil eindrægni ríkti innan greinarinnar um aðgerðir. Samstaða var um að auka allt upplýsinga- kynningar- og markaðsstarf til að lágmarka tap þjóðarbúsins.<BR><BR>Ég geri mér vel grein fyrir því, að leiðakerfi Flugleiða er ekki aðeins hornsteinn ferðaþjónustunnar heldur forsenda fyrir þátttöku íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegu viðskiptalífi. Kunnugt er að Flugleiðir hafa borið hitann og þungann af okkar sameiginlega markaðs- og kynningarstarfi. Útilokað var að gera ráð fyrir að fyrirtækið héldi því áfram með sama hætti og fyrr. Staðreyndin er, að á undanförnum árum hafa stjórnvöld komið með vaxandi þunga að markaðs- og upplýsingamálum ferðaþjónustunnar, meðal annars með það að markmiði að lengja ferðamannatímabilið. Þessar fjárfestingar hafa skilað tilætluðum árangri, sem sést glögglega í mikilli fjölgun ferðamanna.<BR><BR>Afstaða greinarinnar um aðgerðir hefur verið skýr, og var afgerandi ályktun samþykkt á ferðamálaráðstefnunni á Hvolsvelli, 18. október s.l. Þar kom fram nauðsyn þess að bregðast við, til að tryggja tíðni og áfangastaði núverandi leiðakerfis Flugleiða. Ráðstefnan taldi að grípa þyrfti til almennra aðgerða til stuðnings við yfirstandandi markaðsaðgerðir og áætlanir.<BR><BR>Ég fékk samþykkt í ríkisstjórninni að veitt yrði umtalsverðu fé í markaðsaðgerðir í kjölfar 11. september. Á fjárlögum ársins í ár eru 150 milljónir settar aukalega í markaðsmálin. Ef sú tala er sett í samhengi, má nefna að árlegt framlag ríkisins til Markaðsráðs ferðaþjónustunnar hefur verið 50 milljónir króna, og framlagið til Iceland Naturally um 70 milljónir króna. Á blaðamannafundi sem ég hélt s.l. laugardag, kynnti ég hvernig þessari fjárveitingu hefur verið varið. <BR><BR>Ákveðið var að verja stærstum hluta fjárins á erlendum vettvangi strax í upphafi ársins. Til kynningarátaks í Bretlandi var veitt 24 milljónum króna, til Þýskalands, Bandaríkjanna og Norðurlanda var varið 19 milljónum á hvert svæði, og 9 milljónum til Frakklands. Jafnframt var ákveðið að verja tæplega þriðjungi til sérstakra kynningarverkefna innanlands. Samgönguráðuneytið og skrifstofa Ferðamálaráðs hafa unnið að undirbúningi verkefnisins í samráði við greinina.<BR><BR>Markaðsátakinu innanlands verður hleypt af stokkunum á ferðakynningarhátíð í Smáralind síðar í mánuðinum. Markmiðið er að hvetja landsmenn til að nýta sér í auknum mæli þá fjölbreyttu möguleika sem íslensk ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða. Þá fá landshlutasamtök ferðamála hvert um sig tiltekna fjárhæð til kynningarátaks.<BR><BR>Leitað hefur verið samstarfs við önnur íslensk fyrirtæki í rekstri erlendis. Viðtökur voru undantekningarlaust jákvæðar og verða alls 50-60 bæklingastandar með kynningarefni um Ísland í bækistöðvum þeirra víða um heim. <BR><BR>Allar þessar aðgerðir lúta að því að verja þann vöxt sem verið hefur í íslenskri ferðaþjónustu. Tekjur ferðaþjónustunnar á síðasta ári voru tæpir 38 milljarðar króna, sem var aukning frá fyrra ári um tæpan fjórðung. Þó svo að tekið sé tillit til gengisbreytinga, er samt um verulega aukningu að ræða.<BR><BR>Ferðamálaráð hefur að undanförnu unnið að endurskipulagningu og hagræðingu á starfsemi sinni erlendis, með það að markmiði að nýta fjármuni til markaðsmála sem best. Tekin var ákvörðun um að flytja starfsemi Ferðamálaráðs í Frakklandi til Frankfürt. Starfsemin verður nú á þremur stöðum erlendis. Skrifstofa í New York er sinni Ameríkumarkaði, skrifstofa í Frankfürt er sinni meginlandi Evrópu og skrifstofa er sinni Norðurlöndunum. Gert er ráð fyrir að hún opni í Norðurbryggjuhúsi í Kaupmannahöfn í lok næsta árs.<BR><BR>Síðast liðið haust skilaði nefnd um menningartengda ferðaþjónustu skýrslu og tillögum. Lagt er til að íslensk ferðaþjónusta verði í framtíðinni byggð upp á tveimur meginstoðum, íslenskri náttúru og íslenskri menningu. Settar eru fram fjölmargar tillögur þar að lútandi. Í sérstöku samstarfi samgönguráðuneytis og menntamálaráðuneytis hefur Júlíus Hafstein verið ráðinn til að vinna áætlun fyrir framgang menningartengdrar ferðaþjónustu.<BR><BR>Líkt og ég hef áður rætt á þessum vettvangi, og fram kemur í skýrslunni, hef ég lagt áherslu á að horft verði á landið í skilgreindum markaðs- eða vaxtarsvæðum. Hafin er vinna við verkefnið af hálfu Ferðamálaráðs, og er mikil áhersla lögð á samvinnu við hlutaðeigandi aðila í öllum landshlutum. Rætt verður við þá sem skipuleggja og selja ferðir á Íslandi, bæði fyrir innan- og utanlandsmarkað. Búið er að skipuleggja fundaferð til að ræða við forsvarsmenn ferðaþjónustunnar og sveitarfélaga. Ég legg mikla áherslu á að niðurstöður liggi fyrir í águst næstkomandi.<BR><BR>Að sama skapi legg ég áherslu á að framtíðarnefnd ferðaþjónustunnar skili endanlegri skýrslu í lok sumars. Verkefni nefndarinnar er að rína í framtíðina næstu áratugi, leitast við að meta þá sýn sem við blasir og leggja á ráðin um nauðsynlegar aðgerðir, svo ferðaþjónustan megi vaxa í sátt við umhverfið. Með tillögur Framtíðarnefndar og tillögur Ferðamálaráðs um markaðs og vaxtarsvæði í farteskinu verður lagt af stað í haust á vegum ráðuneytisins við gerð nýrrar stefnumótunar fyrir ferðaþjónustuna. Legg ég ríka áherslu á að SAF komi að því starfi.<BR><BR>Til að tryggja flugsamgöngur milli höfuðborgar og landsbyggðar hafa flugleiðir innanlands verið boðnar út. Nú síðast flugleiðin milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði sem skiptir ferðaþjónustu þess landsvæðis miklu. Þá er uppstokkun sérleyfa til fólksflutninga á landi í undirbúningi. Þar verður tekið mið af markmiðum samgönguáætlunar fyrir árin 2003-2014 sem nú er unnið að. Gert er ráð fyrir útboði allra sérleyfa árið 2005, eða jafnvel fyrr. Þannig verði bættar almenningssamgöngur um landið tryggðar.<BR><BR>Ekki er hægt að ræða um almenningssamgöngur, án þess að ræða um þá þjónustu sem ferjurnar veita. Eins og ykkur er kunnugt, eru reknar fimm farþegaferjur við landið. Herjólfur skiptir ferðaþjónustuna í Vestmannaeyjum miklu. Með útboði ferjusiglinganna hefur hagkvæmni þess rekstrar aukist. Ég beitti mér fyrir samkomulagi um að ferðum Herjólfs yrði fjölgað. Mest er um vert, að í nýrri sumaráætlun verða farnar tvær ferðir á dag, sex daga vikunnar. Alls fjölgar ferðum Herjólfss um 55 á ári. <BR><BR>Í þágu byggðanna og ferðaþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum er að sama skapi eðlilegt að endurmeta þjónustu Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Ég vil nota þennan vettvang hér í dag, til að lýsa þeirri skoðun minni að fyrr en síðar þarf að huga að endurnýjun ferja, sér í lagi Herjólfs og Baldurs. Vegasamgöngur við sunnanverða Vestfirði eru erfiðar. Rétt er að reikna með ferjuþjónustu á því svæði að óbreyttu vegakerfi. Sífellt er krafist styttri ferðatíma, og því þarf að skoða möguleika á notkun hraðskreyðari skipa, til að uppfylla sífellt vaxandi kröfur um þjónustu.<BR><BR>Undirritað hefur verið samkomulag um fjármögnun og tilhögun framkvæmda við nýtt ferjulægi á Seyðisfirði vegna stækkunar Norrænu. Framkvæmdin er umfangsmikið verkefni sem þegar er hafið. Reist verður nýtt farþega- og tollafgreiðsluhús, smíðuð ný ekjubrú fyrir bíla og landgangur fyrir farþega. Áætlanir gera ráð fyrir 6–700 milljóna króna kostnaði.<BR><BR>Þessar miklu fjárfestingar á Seyðisfirði, og endurbygging Reykjavíkurflugvallar nýverið upp á tæpa tvo milljarða, eru nýjustu, en um leið stærstu einstöku dæmin um mjög miklar fjárfestingar, sem nýtast beint í þágu ferðaþjónustunnar.<BR><BR>Samstarfið við grannþjóðir okkar, Grænlendinga og Færeyinga skiptir máli. Eitt af því sem rætt hefur verið um að undanförnu, er hvort Keflavíkurflugvöllur geti þjónað Grænlendingum sem millilandaflugvöllur. Verið er að skoða ýmsa möguleika í þeim efnum. Í undirbúningi er samningur milli Íslendinga og Grænlendinga um flugsamgöngur á milli landanna. Ég geri ráð fyrir að skrifað verði undir hann nú í vor eða sumar, og innihald hans kynnt greininni á VestNorden kaupstefnunni hér á Akureyri í haust. Einnig geri ég ráð fyrir að SAMIK og FITUR samningarnir verði endurnýjaðir við sama tækifæri.<BR><BR>Þá vil ég ekki láta hjá líða og nefna, að seint á síðasta ári undirritaði ég ásamt forsvarsmönnum Hólaskóla samning um eflingu fjarnáms Ferðamálabrautar skólans. Með tilkomu samningsins verður Hólaskóla gert kleift að vinna markvisst að því að bjóða upp á meginhluta náms ferðamálabrautar í fjarkennslu. Aukin menntun í greininni skiptir miklu. Hún er undirstaða þess, að tryggja okkur í senn meiri gæði og betra starfsfólk.<BR><BR>Ég er reglulega minntur á, ekki síst af ykkur, fólkinu í ferðaþjónustunni, að enn er verulegra endurbóta þörf í vegakerfinu. Ferðaþjónustan gerir sér glögga grein fyrir hvaða þýðingu það hefur fyrir greinina í heild sinni, að gott og öruggt vegakerfi teygi sig sem víðast um landið. Bæði er hér um að ræða hið hefðbunda vegakerfi landsins, en jafnframt hálendisvegina og leiðir að fjölförnum ferðamannastöðum. Þessi afstaða ferðaþjónustunnar undirstrikar hve mikla þýðingu hröð uppbygging vegakerfisins hefur fyrir íslenska ferðaþjónustu. Ekki skal vanmeta, hvað þessi uppbygging skiptir fyrirtækin í ferðaþjónustunni miklu máli, og þá ekki síst fyrirtækin á höfuðborgarsvæðinu. Að mínu mati undirstrikar þessi afstaða greinarinnar hve hæpin, í raun og veru, sú umræða er að að etja sífellt saman sem andstæðum, hagsmunum höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar, þegar verið er að útdeila vegafé. Þess vegna skiptir miklu máli að vinna með þeim hætti sem ég hef lagt áherslu á, að vinna eftir samræmdri samgönguáætlun fyrir landið allt vegna vega, flugvalla og hafna.<BR><BR>Á undanförnum árum hafa sífellt meiri fjármunir verið settir í markaðssetningu greinarinnar. Þarna er að mínu mati um að ræða arðsama fjárfestingu, en ljóst er að betur er hægt að gera. Það þarf frekari fjármuni til landkynningar – frá öllum aðilum, frá hinu opinbera, greininni og frá sveitarfélögunum. Sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að vilja ekki endurnýjun á samningnum um Markaðsráð ferðaþjónustunnar veldur vonbrigðum. Ég vil vegna þessa, að skoðuð verði frekar- aðkoma sveitarfélaganna í landinu í heild að markaðsmálum ferðaþjónustunnar sem er orðin einn stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar - og í raun stóriðja sumra sveitarfélaga.<BR><BR>Ég vil undirstrika, að markaðsaðgerðir einar og sér tryggja ekki vöxt og viðgang greinarinnar. Hið opinbera, sveitarfélögin, og síðast en ekki síst, fyrirtækin, verða að ábyrgjast og uppfylla væntingar viðskiptavinanna um aðstöðu og þjónustu. Ferðaþjónustan er á engan hátt frábrugðin öðrum rekstri.<BR><BR>Hún verður að uppfylla gæðakröfur og skila viðunandi arðsemi. Lykillinn og undirstaða framfara á því sviði er bætt menntun starfsmanna í greininni. En jafnframt ber greininni, að horfa til hagræðingar, samvinnu og samruna fyrirtækja, líkt og raunin hefur verið í öðrum atvinnugreinum.<BR><BR>Fundarstjóri, ágætu ráðstefnugestir. Ég vil hér í dag, eins og ég hef gert við hvert slíkt tækifæri, minna á mikilvægi þess að koma upp glæsilegri ráðstefnumiðstöð í höfuðborginni. Ég hef lagt ríka áherslu á framgang þessa máls, því fullkomin ráðstefnuaðstaða skiptir ferðaþjónustuna í landinu öllu mjög miklu máli. Það er alveg ljóst að þessi grein ferðaþjónustunnar býr ekki við þá aðstöðu eins og hún getur best orðið og á því þarf að verða breyting. <BR><BR>Góðir ráðstefnugestir. Ferðaþjónustan er önnur stærsta atvinnugrein þjóðarinnar. Þeir sem hafa staðið í stafni fyrirtækjanna sem hafa gert það að veruleika geta verið stoltir. Við berum öll mikla ábyrgð á því að framgangur ferðaþjónustunnar vaxi áfram á nýrri öld. Strengjum þess heit að standa saman um íslenska ferðaþjónustu. Hún er lykill að fjölbreytni, styrkir menningu okkar, skapar hagsæld og skiptir þjóðarbúið miklu máli.<BR><BR>Minnist þess í ályktunum ykkar á þessum aðalfundi SAF.<BR><BR>

2002-03-27 00:00:0027. mars 2002Málþing um samgönguáætlun 2003-2014

Ávarp samgönguráðherra á málþingi um samgönguáætlun 2003 - 2014.<P align=left><BR>Ágætu málþingsfulltrúar.<BR><BR>Ég vil bjóða ykkur velkomin til þessa málþings og þá sérstaklega Jack Short framkvæmdastjóra Evrópusamtaka samgönguráðherra, sem var svo vinsamlegur að mæta til málþingsins og flytja hér fyrirlestur. <BR><BR>Þá vil ég skipa sem fundarstjóra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur alþingismann sem sæti á í samgöngunefnda þingsins.<BR><BR>Samgöngukerfi hverrar þjóðar er forsenda fyrir styrku efnahagslífi og traustu velferðarkerfi.<BR><BR>Það skiptir því miklu máli fyrir okkur Íslendinga að byggja hratt upp samgöngukerfið og ná sem mestum árangri á sem skemmstum tíma.<BR><BR>Fyrir Alþingi liggur nú til loka afgreiðslu löggjöf um samgönguáætlun. Við höfðum gert ráð fyrir því að frumvarpið hefði orðið að lögum fyrir málþingið en væntum þess að það geti orðið fyrir páska. Um málið er í raun sátt í þinginu þegar á heildina er litið. <BR><BR>Á grundvelli nýrrar löggjafar um samgönguáætlun, sem kemur í stað þriggja sjálfstæðra áætlana um vegakerfið , flugvelli og hafnir, verður lögð fram tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun í haust og mun hún ná til allra þátta samgöngumála. Það skiptir því miklu máli að við nýtum tímann vel næstu sex mánuði við að móta stefnuna. Mikilvægt er að ná sátt um nýja samgönguáætlun sem nýtir sem best takmarkaða fjármuni og tryggir viðunandi samgöngur við byggðir landsins. Samgönguáætlun verður að taka tillit til vaxandi umferðar í þéttbýlinu og til helstu ferðamannastaða á landinu. <BR><BR>Samgöngukerfið verður að taka mið af þörfum atvinnulífsins, vaxandi ferðamannastraumi til landsins og kröfum um lækkun flutningskostnaðar.<BR><BR>Helstu þættir sem fjalla verður um og gera tillögur um í samgönguáætlun eru:<BR><BR>1. Skipulag, rekstur og uppbygging hafna í breyttu samkeppnisumhverfi með tilliti til nauðsynlegra byggðarsjónarmiða við nýtingu auðlinda hafsins með strandveiðum.<BR><BR>2. Skipulag, rekstur og uppbygging flugvalla og öryggiskerfa í fluginu.<BR><BR>3. Uppbygging vegakerfisins og þjónusta við vegfarendur svo sem vetrarþjónusta.<BR><BR>4. Skipulag almenningssamgangna og styrkir til sérleyfishafa og vegna flugs til jaðarbyggða. <BR><BR>5. Áherslur í umhverfismálum og orkunotkun í samgöngum.<BR><BR>Meðal vandasömustu þátta er stefnumörkun í almennings-samgöngum . Öllum má ljóst vera að leggja verður áherslu á að nýta sem best almenningssamgöngur ekki síst í mesta þéttbýlinu og einnig milli landshluta. Samkvæmt núgildandi löggjöf, sem er ný, geri ég ráð fyrir að bjóða út öll sérleyfi og leitast þannig við að ná hagkvæmni og bættu skipulagi. Sveitarfélögin verða hinsvegar að sjá um almenningssamgöngur innan bæjarmarka eins og eðlilegt er. Engu að síður er eðlilegt að fjallað sé um almennings samgöngur í samgönguáætlun og gera þar ráð fyrir þeim stuðningi sem ríkisvaldið stendur fyrir.<BR><BR>Ágætu fundarmenn.<BR><BR>Ég vænti þess að umræður hér á málþinginu verði fróðlegar og skoðanaskipti geti orðið til þess að færa okkur nær þeim nauðsynlegu ákvörðunum sem fylgja þurfa nýrri samgönguáætlun.<BR><BR><BR></P>

2002-03-12 00:00:0012. mars 2002Aðalfundur Landssímans

<P>Aðalfundur Landssíma Íslands hf. var haldinn 11. mars 2002. Ræða samgönguráðherra fylgir hér á eftir:</P> <P> </P><P>Fundarstjóri, góðir fundarmenn.<BR><BR>Síminn stendur fyrir sínu. Þannig lauk ég einni af mörgum þingræðum, sem ég flutti á liðnu starfsári Landssíma Íslands. Þær hafa orðið fleiri en ég átti von á, umræðan óvægnari, og darraðadansinn í kringum fyrirtækið krappari en nokkurn gat órað fyrir. Uppúr stendur að Síminn er öflugt fyrirtæki með yfirburðastöðu á íslenskum fjarskiptamarkaði. Það sést vel á reikningum félagsins og niðurstöðu þeirra, sem gefur tilefni til 12% arðgreiðslu til hluthafa.<BR><BR>Ég þakka góðan undirbúning þessa ársfundar og ítarlegar upplýsingar um gang fyrirtækisins. Þá þakka ég stjórn og öllu starfsfólki félagsins, hvar á landinu sem það starfar, alveg sérstaklega fyrir störf þess í þágu félagsins á síðasta starfsári. Síðasta starfsár hefur verið viðburðaríkt í sögu Símans. Straumhvörf hafa orðið, eigandi þess er ekki lengur einn og einkavæðing fyrirtækisins er hafin. Það er sama þróun og hvarvetna í Evrópu.<BR><BR>Fyrir ári síðan ávarpaði ég aðalfund Símans, þá sem handhafi eina hlutabréfsins. Nú eru hluthafar ríflega tvöþúsund, þar af um 600 starfsmenn. Vissulega hefur einkavæðing fyrirtækisins ekki gengið jafn hratt og vonir stóðu til í upphafi, en stefnan er skýr. Markmiðið er skýrt. Síminn er til sölu.<BR><BR>Í febrúar árið 2000 kynnti ég fyrst í ríkisstjórn hugmyndir um sölu hlutafjár í Símanum. Tæpu ári síðar, eða 26. janúar 2001, samþykkti ríkisstjórnin tillögur einkavæðingarnefndar um fyrirkomulag sölu hlutabréfa Símans. Í byrjun maí 2001 mælti ég fyrir frumvarpi til laga um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Símanum. Lögin voru samþykkt 19. maí 2001 og þar með var heimiluð sala á öllu hlutafé félagsins.<BR><BR>Strax við upphaf einkavæðingarinnar var ljóst að mikil vinna var framundan – ekki síst innan fyrirtækisins sjálfs. Jafnframt var að mínu mati nauðsynlegt að sambandið milli einkavæðingarnefndar og fyrirtækisins yrði skilvirkt og gott. Því óskaði ég eftir því að stjórnarformaðurinn, Friðrik Pálsson, yrði tengiliður fyrirtækisins við nefndina. Vissulega var á köflum stormasamt þar á milli, enda gerðar miklar kröfur til Símans á stuttum tíma. Allar efasemdir, sem komið hafa fram í fjölmiðlum um vinnuframlag stjórnarformannsins, eru hins vegar rangar og ósanngjarnar. <BR><BR>Úttekt á rekstri Landssíma Íslands hf. og verðmat á hlutabréfum fyrirtækisins fór fram á hefðbundinn hátt. Vinna við verðmatið, sem unnið var af PwC, hófst í byrjun apríl s.l. Verðmatsskýrslu var skilað til einkavæðingarnefndar síðari hluta maí. Niðurstaða verðmatsins var, að verðmæti eigin fjár Landssímans væri á bilinu 43 til 47 milljarðar króna. Þetta jafngilti að gengi hlutabréfa samkvæmt verðmatinu væri 6,08 til 6,68 og meðaltalið 6,38. Ákveðið var að verðleggja hlutabréfin á genginu 5,75, sem var u.þ.b. 10% afsláttur frá meðalgengi. Þessi afsláttur var veittur til að tryggja almenningi og starfsmönnum ávinning. Engin fordæmi eru fyrir meiri afslætti við sölu ríkiseigna hér á landi. <BR><BR>Allt frá því tillögur einkavæðingarnefndar komu fram í janúar 2001 var ljóst að tími til undirbúnings sölu vorið 2001 væri stuttur. Eins og ég gat um áðan, voru lögin sem heimiluðu sölu, samþykkt 19. maí. Á fundum með ráðgjöfum kom fram að sala fyrirtækisins yrði að hefjast í byrjun júni eða ekki fyrr en í september. Samþykkt laganna í lok maí mánaðar mátti því ekki seinni vera, svo takast mætti að hefja sölu í júní. Þegar leið á árið var ljóst að ýmsir þættir voru ekki hagstæðir sölu Símans. Óvissa var á fjármálamarkaði, gengi krónunnar óstöðugt, lítil viðskipti á hlutabréfamarkaði, og ESA hafði ekki afgreitt mál varðandi meintan ríkisstuðning í tengslum við stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar. Jafnframt þurfti ýmislegt að bæta og þróa í starfsemi fyrirtækisins. <BR><BR>Margar ástæður hafa verið nefndar fyrir því að ekki hefur tekist betur til með söluna. Þrjár ástæður voru fyrirferðarmestar í umræðunni: <BR>Í fyrsta lagi er að nefna þá hörmulegu atburði ( í New York og Washington, sem áttu sér stað nokkrum dögum fyrir söluna) sem voru nokkrum dögum áður en salan í Bandaríkjunum, þegar gerðar voru hryðjuverkaárásir á New York og Washington. Áhrif þessara atburða voru miklu mun meiri en gera mátti sér í hugarlund. <BR>Í öðru lagi var umræðan um of hátt verð hlutabréfa í Símanum. Þar fóru fremst í flokki greiningardeildir fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóðir, aðilar sem sýnt höfðu áhuga á að kaupa stóra hluti í Símanum og stjórnarandstaðan á Alþingi. Rétt er að undirstrika hér, að staðið var að verðmati félagsins með þeim hætti sem reglur gera ráð fyrir. Þegar verðmat PwC lá fyrir var leitað til Búnaðarbanka Íslands hf. um yfirferð á verðmatinu. Bankinn gerði ekki athugasemd við þá aðferðafræði sem notuð var við verðmatið. Því kom aldrei til greina að lækka verð hlutabréfanna til að mæta væntingum á hlutabréfamarkaði. Hlutafé Símans var til sölu á því verði sem ákveðið var með þeim aðferðum sem viðurkenndar eru og reglur hafa verið mótaðar um hjá ríkinu.<BR>Í þriðja lagi var erfitt ástand á innlendum fjármálamarkaði, sem m.a. orsakaðist af ótryggu gengi krónunnar. <BR><BR>(Varðandi sölu á hlut til kjölfestufjárfestis, þá var það var mat okkar að í því fælist verulegur ávinningur, bæði fyrir Landssímann og ekki síður fyrir fjarskiptamarkaðinn hér á landi í heild sinni. Fjarskiptamarkaðurinn á Íslandi er lítill, og æskilegt að tengjast erlendum fyrirtækjum í sams konar rekstri með beinum hætti.)<BR><BR>Landssími Íslands er öflugt fyrirtæki með yfirburðastöðu á íslenskum fjarskiptamarkaði. Fjárhagsstaða fyrirtækisins er traust, tæknileg uppbygging þess er með því besta sem gerist, og innan þess býr er mikil og dýrmæt þekking. Fyrirtækið hefur á að skipa góðu starfsfólki sem hefur ásamt stjórn fyrirtækisins, þrátt fyrir mikið öldurót, náð góðum árangri - líkt og rekstur þess og afkoma staðfestir. <BR><BR>Hins vegar þarf fyrirtæki eins og Landssíminn sífellt að endurskoða markmið sín og stefnu. Það er hlutverk stjórnar fyrirtækisins, í umboði eigenda, að móta stefnuna og sjá til þess að rekstur fyrirtækisins gangi fram með eðllilegum og farsælum hætti.<BR><BR>Fundurinn hefur nú kosið fyrirtækinu nýja stjórn. Með þeirri breytingu sem hér hefur verið samþykkt, að fækka stjórnarmönnum úr sjö í fimm, er lögð áhersla á sterkari aðkomu allra stjórnarmanna að stefnumörkun og stjórnarstörfum. Hlutverk stjórnar verður sífellt mikilvægara með vaxandi samkeppni á fjarskiptamarkaði.<BR><BR>Uppstokkun sem þessi, í æðstu stjórn Símans, er aðeins möguleg vegna þess að hjá fyrirtækinu starfar úrvalsgott fólk. Ég er sannfærður um að með samhentu átaki starfsfólks og nýrra stjórnenda mun Síminn standa af sér ágjöf síðustu vikna.<BR><BR>Nýrrar stjórnar og forstjóra bíður að stýra fyrirtækinu áfram á kröfuhörðum markaði, svo það fái haldið forystuhlutverki sínu á sviði fjarskipta og upplýsingatækni, auki verðgildi sitt og haldi áfram að veita mikilvæga þjónustu við landsmenn alla.<BR><BR>Í dag tengist fjarskiptakerfi landsins umheiminum um Cantat-3. Vöxtur í gagnaflutningi, fyrst og fremst vegna internetsins, hefur gert það að verkum að varaleiðir munu takmarkast og þegar til lengri tíma er litið er ljóst að Cantat-3 mun ekki anna gagnaflutningsþörfinni. Í samgönguráðuneytinu hefur verið mótuð skýr stefna varðandi framtíð gagnaflutnings- og fjarskiptaþjónustu - sem meðal annars kemur fram í fjarskiptalögum. Á vegum ráðuneytisins og fleiri aðila var gerð skýrslan Stafrænt Ísland þar sem metin var bæði flutningsgeta og flutningsþörf gagna til og frá landinu. Niðurstöður skýrslunnar og undirbúningur innan Símans leiddu til þess að undirbúningur að lagningu nýs ljósleiðara til Evrópu er hafinn. Sem ráðherra fjarskiptamála legg ég ríka áherslu á að þetta mál nái fram að ganga.<BR><BR>Í tengslum við sölu Landssímans hefur verið lögð áhersla á að bæta aðgang allra landsmanna, án tillits til búsetu, að nútímalegri gagnaflutnings- og fjarskiptaþjónustu. Á undanförnum misserum hafa augu manna beinst í vaxandi mæli að þeim möguleikum sem fjarskiptatækni getur fært einstaklingum og fyrirtækjum. Til að þeir verði fullnýttir er mikilvægt að íslenskur fjarskiptamarkaður bjóði upp á nýjustu tækni og þjónustu á tímum (örra) hraðra breytinga fyrir sanngjarnt verð. Hér á landi er kostnaður vegna almennrar talsímaþjónustu með því lægsta sem þekkist, hins vegar hafa notendur gagnaflutningsþjónustu gagnrýnt verðlagningu fyrir gagnaflutning og leigulínur. Stjórnvöld og Alþingi hafa ítrekað lýst því markmiði, að tryggja beri ódýran aðgang að nægjanlegri flutningsgetu um allt land. Í framsöguræðu minni með frumvarpi til laga um sölu Símans, lagði ég áherslu á að hrinda í framkvæmd aðgerðum til að tryggja að fjarskiptin og upplýsingatæknin geti nýst um allt land. Ég skipaði nefnd á síðasta ári, til að vinna framkvæmdaáætlun um hvernig markmiðum stjórnvalda í fjarskiptamálum verði náð. Nefnd þessi er að ljúka störfum, og mun ég kynna niðurstöður hennar inna tíðar, sem og þær aðgerðir sem tillögum hennar fylgja og munu geta aukið viðskipti og þjónustu símafyrirtækja um land allt.<BR><BR>Eitt af stærri verkefnum Símans á næstunni hlýtur m.a. að vera það að tileinka sér nýjungar við dreifingu myndefnis með gagnvirkri sjónvarpstækni og við uppbyggingu kerfa vegna þriðju kynslóðar farsíma. Þriðja kynslóðin hefur vakið miklar væntingar um möguleika fjarskiptanna. Það er því mikil áskorun til Símans að halda forystu sinni á þessu sviði sem öðrum. Á Fjarskiptaþingi í byrjun síðasta árs gerði ég grein fyrir fyrirhuguðu útboði á leyfum fyrir þriðju kynslóð farsíma. Staðreyndin er sú, að mikil seinkun hefur orðið á því að þriðja kynslóðin komi á markað. Sú ákvörðun mín að setja ekki strax af stað útboð leyfa vegna þriðju kynslóðarinnar hefur því reynst vera hárrétt. Íslensku fjarskiptafyrirtækin eru fyrir vikið ekki að sligast undan þungum byrðum hárra leyfisgjalda, líkt og svo mörg fjarskiptafyrirtæki í Evrópu og víðar. Tíminn hefur verið vel nýttur til að undirbúa alla framkvæmd þess að nýta nýja tækni. Unnið hefur verið að gerð lagafrumvarps, sem verður væntanlega lagt fram á komandi haustþingi. Þessi staða skapar íslenskum fjarskiptafyrirtækjum mikilsvert forskot, og eykur verðmæti þeirra. Á það vil ég sérstaklega minna, hér á aðalfundi Símans.<BR><BR>Hægt hefur miðað með útbreiðslu sjónvarpssendinga um breiðbandið þrátt fyrir að mikil eftirspurn virðist vera eftir þeirri þjónustu. Um land allt er spurt hvenær sjónvarpsstöðvarnar, sem nú þegar eru til staðar í dreifingu á Breiðvarpinu, verði í boði fyrir alla viðskiptavini Símans. Næsta átak hjá Símanum hlýtur að verða frekari útbreiðsla sjónvarpssendinga í samstarfi sjónvarpsstöðvanna – og þá ekki einungis hér á höfuðborgarsvæðinu - heldur um land allt.<BR><BR>Stafrænt sjónvarp er á næsta leiti og núverandi tækni við útbreiðslu sjónvarps því á undanhaldi. Póst- og fjarskiptastofnun hefur veitt leyfi til tilraunaútsendinga fyrir stafrænt sjónvarp. Með stafrænu tækninni verður mikil breyting, sem felur í sér aukna nýtingu ljósleiðarans og tæknibúnaðar Símans – og þar með aukin viðskipti fyrir fyrirtækið.<BR><BR>Herra fundarstjóri,<BR>Stefna stjórnvalda er skýr. Landssími Íslands er til sölu. Sölu hlutabréfa ríkisins verður haldið áfram um leið og aðstæður á fjármálamarkaði leyfa og viðunandi verð fæst. Þess vegna segi ég nú, líkt og ég gerði við umræðuna um sölu Símans á Alþingi í fyrravor, það er ekki aðeins eðlilegt, heldur beinlínis nauðsynlegt, að ríkið gefi einstaklingum og félögum færi á að eignast hlut í Símanum. Síminn er traust og öflugt fyrirtæki sem veitir þjónustu um allt land – og mun að sjálfsögðu gera það áfram. Ástæðulaust er með öllu að óttast á nokkurn hátt þó hlutur ríkisins í fyrirtækinu fari minnkandi. Starfsleyfið, með öllum þeim ströngu skilyrðum sem í því eru og okkar framsækna fjarskiptalöggjöf, mun tryggja hagsmuni allra símnotenda á Íslandi. <BR><BR>Ég vil í lokin þakka öllu starfsfólki Símans frábært starf þess í þágu félagsins. Það er starfsfólkið fyrst og fremst, sem hefur gert Landssíma Íslands hf. að því öfluga og verðmæta fyrirtæki sem það í raun er.<BR>

2001-12-07 00:00:0007. desember 2001Ráðstefnu um heilsutengda ferðaþjónustu

<P>Samgönguráðherra flutti ávarp á ráðstefnu um heilsutengda ferðaþjónustu sem haldin var í Bláa lóninu í gær. Setningarávarpið fylgir hér á eftir.</P> <P> </P><P>Ráðstefnustjóri, ágætu ráðstefnugestir.<BR><BR>Það gleður mig að fá tækifæri til að ávarpa ráðstefnu Ferðamálaráðs um heilsutengda ferðaþjónustu. Það ber vott um bjartsýni og styrk í ferðaþjónustu að blásið sé til sóknar og boðað til þessarar ráðstefnu. Viðbúið er að mikil vinna bíði þeirra er starfa í greininni, svo hægt verði að viðhalda þeim öra vexti sem hefur einkennt hana síðustu árin.<BR>Ráðstefna eins og þessi er, góður vettvangur fyrir umræðu um heilsutengda ferðaþjónustu. Það er von mín að framhald verði á þeirri vinnu sem hafin er með ráðstefnu sem þessari, svo að umræðan um heilsutengda ferðaþjónustu haldi áfram að þróast. Það er vissulelga mikið verk að vinna.<BR>Eins og allir vita, sem koma að ferðaþjónustu á einhvern hátt, hefur íslensk náttúra verið stærsta aðdráttaraflið fyrir erlenda ferðamenn á leið til Íslands. Aðaláherslan hefur verið á skoðunar- og ævintýraferðir um fjöll og firnindi. Þegar kemur að heilsutengdri ferðaþjónustu er það máttur og virkni náttúrunnar sem er varan sem framreidd er til viðskiptavinanna og skipta þá náttúruauðlindirnar höfuðmáli. <BR>Því má segja að með heilsutengdri ferðaþjónustu sé í raun verið að markaðssetja náttúruna sjálfa með nýjum hætti, fremur en að um algjörlega nýtt fyrirbrigði sé að ræða.<BR>Í "Stefnumótun í ferðaþjónustu", sem var unnin árið 1996, kemur skýrt fram að stefnt skuli að því að auka ferðamennsku í tengslum við heilsubót og heilbrigði, og að hefja skuli markaðssetningu á almennri heilbrigðisþjónustu erlendis. Gert er ráð fyrir að sérstaða Íslands, sem hreint og ómengað land, verði notuð til að koma landinu og þjónustunni á framfæri, sem og að gæði heilbrigðisþjónustunnar verði dregin fram.<BR>Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnarinnar frá árinu 1999 er lögð áhersla á menningar-og heilsutengda ferðaþjónustu.<BR>Árið 1999 skipaði ég nefnd til að vinna að skýrslu um heilsutengda ferðaþjónustu sem gefin var út í júní árið 2000. Þar voru settar fram tillögur um hvernig best sé að standa að uppbyggingu á heilsutengdri ferðaþjónustu á Íslandi. <BR>Í kjölfarið fól ég Ferðamálaráði að vinna að úrvinnslu og framgangi þeirra tillagna sem skýrslan og nefndarálitið felur í sér. Samkvæmt upplýsingum Ferðamálaráðs stendur yfir söfnun upplýsinga um sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og fleiri slíka staði, sem leitt gæti til flokkunar á þessum stöðum í "Thermal baths" og "Spa". <BR>Þá var sett af stað hugmyndavinna fulltrúa ferðamálaráðs og ÍSÍ um hvernig þessir aðilar gætu unnið saman að framgangi heilsutengdrar ferðaþjónustu í samræmi við ábendingar í skýrslunni. Verið er að vinna að þessu verkefni og er þess vænst að hægt verði að kynna frekari úrvinnslu hugmyndanna. Einnig hafa verið gerðar viðamiklar rannsóknir á vegum Orkustofnunar á nýtingu jarðhita til ferðaþjónustu en frekari rannsókna er þörf á einstökum svæðum. <BR>Auk þess er mikilvægt að kortleggja ferskvatnssvæði og kanna möguleika á vinnslu kísils og leirs til baða. Það ber að fagna því að Orkustofnun hefur sýnt heilsutengdri ferðaþjónustu mikinn áhuga og unnið vel að þeim málum.<BR>Áhugi á heilsutengdri ferðaþjónustu í heiminum er mikill og fer vaxandi, til þess benda allar rannsóknir. Segja má að skilyrði fyrir henni og framrás þjónustunnar séu ákjósanleg hér á landi. Hér er heitt vatn í ómældu magni, ómengað drykkjarvatn, hreint loft, leir og jurtir og fagurt mannlíf.<BR>Heilbrigðisþjónusta á Íslandi er í háum gæðaflokki, og ástæða er til að nefna möguleika á að framkvæma aðgerðir hér á erlendum gestum sem hingað koma. Nú þegar hafa læknastofur skoðað þennan möguleika og vonandi verður framhald á þeirri vinnu. Stór hluti heilbrigðistækniiðnaðarins fer til útflutnings og er áætluð velta um 5-6 milljarðar króna á ári hverju, en þar á meðal er stoðtækjaframleiðsla, þjónusta og lyf. Samstarf við þessa aðila getur verið mikilvægt þegar kemur að markaðssetningu á heilsurækt og heilsuvernd á Íslandi.<BR>Heilsu- og líkamsræktarstöðvum hefur fjölgað mjög á síðustu árum hér á landi og eru Íslendingar sífellt duglegri að nýta sér þær. Stöðvar eins og þessar eru stór hlekkur þegar kemur að skipulagningu á heilsuferðamennsku og sífellt er verið að bjóða upp á margþættari þjónustu til að mæta þörfum viðskiptavinanna.<BR>Kröfur ferðamanna aukast stöðugt og því verður að bjóða upp á vel skilgreinda þjónustu sem stendur undir væntingum.<BR>Eins og áður sagði er Ísland vel fallið til þess að stunda heilsutengda ferðaþjónustu. Heilsubaðstaðurinn Bláa Lónið hefur t.d. verið einn vinsælasti ferðamannastaður Íslands á síðustu árum og er einnig orðinn vel þekktur erlendis. <BR>Þá hefur Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði starfað í nær hálfa öld með það að markmiði að efla heilbrigði og auka vellíðan gesta sinna, en hún hefur til þessa aðallega sinnt innlendum gestum. Ég vil nota þetta tækifæri til að vekja sérstaka athygli á starfi Heilsustofnunarinnar í Hveragerði sem rutt hefur brautina og verið frumkvöðull á sviði heilsutengdrar þjónustu á Íslandi. <BR>Einnig er mikill áhugi á heilsuferðamennsku á Snæfellsnesi og er margþætt undirbúningsvinna þar í fullum gangi. <BR>Dagskrá ráðstefnunnar ber líka vitni um mikla grósku í þessari grein ferðaþjónustunnar, þar sem margir ferðaþjónustuaðilar munu kynna hér starfsemi og hugmyndir sínar og er það vel. <BR>Óhætt er að segja að ástæða sé til bjartsýni í þessari grein ferðaþjónustunnar, því möguleikarnir eru til staðar, þá þarf bara að virkja.<BR>Fyrrgreindir þættir sýna sérstöðu Íslands – sérstöðu sem hægt er að nýta við markaðssetningu á heilsutengdri ferðaþjónustu erlendis. <BR>Náttúruauðlindirnar eru til staðar, sem og tækifærin, og þess vegna verður að vanda til verka við markaðssetningu og aðra undirbúningsvinnu við heilsutengda ferðaþjónustu á Íslandi. Undirbúningur er forsenda árangurs í þessum efnum. Þess vegna skipaði ég starfshópinn til að vinna að heilsutengdri ferðaþjónustu, sem skilaði mjög góðum tillögum. Frumkvöðlar, SAF og Ferðamálaráð hafa því verk að vinna.<BR>Mögulegur ávinningur Íslands af heilsutengdri ferðaþjónustu er að mínu mati mikill. Ímynd Íslands sem ferðamannastaðar hefur í gegnum tíðina byggst á sérstæðri og ósnortinni náttúru og er með þessu verið að styrkja þá ímynd enn frekar.<BR>Með heilsutengdri ferðaþjónustu á að vera hægt að fá hingað til lands erlenda ferðamenn utan háannatíma, en það hefur verið eitt af helstu markmiðum í greininni nú síðustu ár. Þannig er hægt að stuðla að betri nýtingu gistirýmis og minnka neikvæð áhrif lágannar á afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu, sem hefur verið eitt stærsta vandamál fyrirtækja í greininni.<BR>Mikil breyting hefur verið á síðustu árum á högum fólks, þjóðir heims eldast og ráðstöfunartekjur hækka. Heilsulindir og staðir þar sem boðið er upp á líkamlega og andlega uppbyggingu og fyrirbyggjandi heilsuverndarþjónustu, verða sífellt vinsælli. Kanna verður möguleikana á að markaðssetja Ísland á þennan hátt, bæði fyrir Íslendinga og erlenda gesti.<BR>Faglegur undirbúningur og greining helstu markaðssvæða og markaðshópa er nauðsynlegt fyrir stefnumótun í greininni. <BR>Markmið þeirrar stefnu verða að vera skýr, raunhæf og mælanleg, svo auðveldara sé að meta árangurinn hverju sinni. Fagmennska og fyrirhyggja tryggja vissulega ekki velgengni, en eru ein af forsendum þess að vel megi takast.<BR>Það er von mín að ráðstefnan hér í dag verði innlegg í umræðuna og mótun uppbyggingar þessarar greinar ferðaþjónustu sem hefur alla möguleika til að eflast mjög á næstu árum.<BR>Hin mikla ógn hryðjuverka hefur dregið úr vexti ferðaþjónustunnar og valdið mkilu tjóni sem enn er ekki séð fyrir hversu mikið verður. Að undanförnu hefur verið unnið að undirbúningi aðgerða af hálfu stjórnvalda til þess að snúa vörn í sókn eftir 11. september.<BR>Fyrsta skrefið var að tryggja starfsemi flugfélaganna með því að gangast í ábyrgð fyrir íslensku flugfélögin og tryggja öryggisþætti flugvalla.<BR>Næsta skref er að auka fjárveitingar til markaðsaðgerða innanlands sem utan og endurskipuleggja markaðsstarf á vegum samgönguráðuneytisins en skrifstofa Ferðamálaráðs mun sjá um framkvæmdina. Framlög af fjárlögum til markaðsverkefna verða fjórfölduð og hækka úr 50 milljónum í 200 milljónir. Með þeirri hækkun verður á næsta ári varið samtals allt að 380 milljónum króna, til landkynningar og markaðssetningar íslenskrar ferðaþjónustu af hálfu stjórnvalda. Þessi mikla aukning á fjárframlögum er tákræn aðgerð stjórnvalda og um leið öflug útrás til stuðnings fyrirtækjunum sem eru að leggja mikla fjármuni til markaðssetnigar áislenskrar ferðaþjónustu.<BR>Markaðsstarf Ferðamálaráðs verður að skilgreina að nýju í ljósi breyttra aðstæðna í heiminum.<BR>Ákveðið hefur verið að nýta útrás íslenskra fyrirtækja og taka höndum saman við viðpskiptalífið til enn frekari landkynningar. Stefnt er að því að gerðir verði þjónustusamningar við ákveðin fyrirtæki, sem hafa skrifstofur víða um<BR>heim. Þar er gert ráð fyrir að verði til staðar kynningarefni um Ísland, auk þess sem starfsmenn fyrirtækjanna munu miðla frekari upplýsingum um land og þjóð til viðskiptavina sinna. Ég vænti mikils af þessu samstarfi.<BR>Ágætu ráðstefnugestir!<BR>Eins og fram hefur komið hér á undan er nokkuð ljóst að Ísland hefur alla burði til að ná langt í markaðssetningu á heilsutengdri ferðaþjónustu. Náttúruauðlindir hér á landi skapa óteljandi möguleika á að svala þörfum gesta okkar um betri heilsu og líðan. Þessa möguleika þurfum við að nýta á réttan hátt og nýta auðlindirnar af mikilli gát. Framtíðarsýnin er að saman starfi að uppbyggingu þessarar greinar ferðaþjónustunnar fagfólk í heilbrigðisþjónustu, aðilar frá orkufyrirtækjum, forsvarsmenn afþreyingarfyrirtækja sem leggja áherslu á útivist og síðast en ekki síst fagfólk í ferðaþjónustu. <BR>Ég er þess fullviss að ef rétt er að málum staðið bíða góðir tímar heilsuferðamennsku á Íslandi.<BR>Ráðstefnan er sett.<BR>

2001-12-07 00:00:0007. desember 2001Hvatningarverðlaun Ferðamálaráðs

Í tengslum við ráðstefnu um heilsutengda ferðaþjónustu voru veitt, í fyrsta skipti, hvatningarverðlaun Ferðamálaráðs í heilsutengdri ferðaþjónustu.<P><BR><BR>Eins og ávallt þegar verðlaun eru veitt eru margir til kallaðir en fáir útvaldir. Eins er það í þessu tilfelli þegar Ferðamálaráð veitir í fyrsta sinn Hvatningarverðlaun Ferðamálaráðs í Heilsutengdri ferðaþjónustu.<BR>Meðal þeirra sem komu til greina má nefna Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði, en þar á bæ eru uppi áform um mikla uppbyggingu á komandi árum og verður spennandi að fylgjast með hvernig tekst til. Þá má einnig nefna Orkuveitu Reykjavíkur, sem með nýjum hætti er að markaðssetja sundlaugar Reykjavíkur á erlendum mörkuðum undir nafninu Reykjavík SPA City.<BR>Eitt fyrirtæki þykir þó standa upp úr þegar kemur að veitingu þessarar viðurkenningar nú í fyrsta skiptið og var það samdóma álit allra í Ferðamálaráði að Bláa lónið skyldi hljóta verðlaunin. <BR>Bláa Lónið var stofnað árið 1992 og tók við rekstri baðstaðarins við Bláa lónið árið 1994. Aðaleigendur eru Hitaveita Suðurnesja, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, fyrirtækin Hvatning, Olís og Flugleiðir ásamt sveitarfélögum á Suðurnesjum.<BR>Nýi baðstaðurinn við Bláa lónið var opnaður formlega þann 15. júlí 1999. Þar gefur að líta glæsilega aðstöðu í mannvirkjum, sem falla einkar vel að stórbrotnu umhverfi. Frá því að nýi baðstaðurinn opnaði hafa um 790.000 gestir sótt staðinn heim. Þess má einnig geta, að í könnunum Ferðamálaráðs meðal erlendra ferðamanna, er Bláa lónið sá staður sem flestir sækja meðan þeir dvelja hér á landi.<BR>Bláa lónið er gott dæmi um hve náttúran og auðlindir hennar nýtast okkur mannfólkinu á margvíslegan hátt. Í Bláa lóninu er jarðsjór sem hefur verið nýttur til upphitunar ferskvatns og til framleiðslu rafmagns. Glöggir menn uppgötvuðu jákvæð áhrif vatnsins í lóninu á húðsjúkdóminn psoriasis. Í dag er boðið upp á náttúrulega meðferð við psoriasis á göngudeildinni við Bláa lónið. Meðferðin byggist á einstakri samsetningu steinefna og vistkerfi blágrænna þörunga í jarðsjónum sem myndar Bláa lónið.<BR>Bláa lónið framleiðir einnig athyglisverðar snyrtivörur sem sérstaklega eru ætlaðar til meðhöndlunar á húðvandamálum. Þannig gefst þeim, sem ekki eiga möguleika á að baða sig í lóninu sjálfu, tækifæri til að njóta einstakra áhrifa þess. Í dag er Bláa lónið þó fyrst og fremst staður sem allir, jafnt ungir sem aldnir, sækja sér til hressingar og afslöppunar.<BR>Ég vil því biðja Grím Sæmundsen að koma hér og veita verðlaununum viðtöku.<BR><BR>

2001-10-29 00:00:0029. október 2001Flugþing 2001

Samgönguráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands halda Flugþing í dag miðvikudaginn 31. október undir yfirskriftinni "Flugöryggi í dögun nýrrar aldar".<BR><BR><P>Hér á eftir fer ræða samgönguráðherra á Flugþingi 2001:<BR><BR>Góðir gestir ég vil bjóða ykkur öll velkomin til Flugþings.<BR><BR>Sérstaklega vil ég bjóða velkomna alla fyrirlesara Flugþingsins. Þeir hafa tekið að sér það mikilvæga verkefni að fjalla um flugöryggismálin jafnt á heimsvísu sem til þess að horfa á þau frá sjónarhóli einstakra flugfélaga. Flugöryggismál eru og hafa verið mjög í umræðunni hér á Íslandi síðastliðið ár. Málefni flugsins og þar með flugöryggismálin hafa síðan tekið nýja stefnu eftir 11.september. Ótrúlegar árásir hryðjuverkamanna ógna öllu öryggi og afkomu flugfélaga í veröldinni og hafa sett ferðaþjónustuna í uppnám. Íslensku flugfélögin hafa ekki farið varhluta af þessari nýju ógn og ríkisvaldið hefur orðið að taka á sig ábyrgðir vegna flugvélatrygginga til þess að tryggja flugsamgöngur við landið. <BR>Í veröldinni allri gegnir flugið stöðugt mikilvægara hlutverki í opnum heimi gagnkvæmra og vaxandi viðskipta sem eru án landamæra.</P> <P><BR>Fyrir okkur íslendinga er flugið mjög svo mikilvægur þáttur í samgöngukerfi landsins. Ekki einungis vegna flugsamgangna til og frá landinu heldur einnig vegna innanlandsflugsins, sem vissulega er miklilvægur hlekkur í flutningakerfi landsins. </P> <P><BR>Í því samhengi eru flugöryggismálin þýðingarmikil og vaxandi áhersla lögð á þau af hálfu stjórnvalda og í starfi allra, sem að fluginu koma. En auðvitað má alltaf betur gera og hvergi má slaka á ýtrustu og eðlilegum öryggiskröfum og mikilvægt að vinna stöðugt að þróun löggjafar, reglugerða og öryggiskerfa og bættum vinnubrögðum hjá flugrekendum, flugliðum, flugmálastjórn, Rannsóknarnefnd flugslysa og ráðuneyti.<BR>Það er í því ljósi, sem ég hef tekið ákvörðun um að efla alla þætti flugöryggismála. Það vil ég gera með sama hætti og ég hef lagt fyrir að verði varðandi rannsóknir sjóslysa og aukið hlutverk og verkefni Siglingastofnunar í tengslum við nýsamþykkta áætlun á sviði öryggismála sjófarenda.<BR>Í ráðuneytinu hefur verið unnið hörðum höndum að breytingum á löggjöf sem varðar flesta þætti flugöryggismála. Ég vænti þess að Alþingi afgreiði þau frumvaörp á sviði flugöryggismála sem ég mun leggja fyrir á næstunni. <BR>Það er í þágu flugöryggis að ég hef tekið ákvörðun um og fengið samþykkt í ríkisstjórn að efla enn frekar flugöryggissvið Flugmálstjórnar og hef tryggt fjármuni til þess. <BR>Það er í þágu flugöryggis sem Jarops1 reglur hafa tekið gildi hér á landi einnig gagnvart minni flugvélum frá 1.október s.l.. <BR>Það er í þágu flugöryggis að ég hef lagt fram frumvarp til laga um loftferðir. <BR>Það er í þágu flugöryggis sem flugvellir og flugstöðvar á Íslandi verða nú starfsleyfisskyldar samkvæmt frumvarpi til loftferðalaga þar sem öryggisþættir verða betur skilgreindir.<BR>Það er í þágu flugöryggis sem eftirlitsvald og úrræði Flugmálastjórnar gagnvart flugrekendum verða treyst í loftferðarlögum .<BR>Það er í þágu flugöryggis að ég legg ríka áherslu á traust samstarf Flugmálstjórnar við ICAO, sem er ein af stofnunum Sameinuðuþjóðanna, sem eftirlitsaðili á sviði flugöryggismála.<BR>Það er í þágu fluggöryggis að unnið er að breytingum á lögum um RNF m.a.í samræmi við ábendingar frá ICAO. <BR>Það er í þágu flugöryggis að leitað var til ICAO, til þess að fá metið vinnubrögð og verklag RNF og Flugmálstjórnar. <BR>Það er í þágu flugöryggis að lögfesta sérstaka flugverndaráætlun fyrir Ísland á grundvelli frumvarps, sem ég hef fengið samþykkt í ríkisstjórn og verður væntanlega afgreitt á Alþingi í haust.<BR>Það er í þágu flugöryggis að Reykjavíkurflugvöllur hefur verið endurbyggður og það er í þágu flugöryggis að samið hefur verið við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Slysavarnafélagið Landsbjörgu um björgunar og öryggismál á Reykjavíkurflugvelli.</P> <P><BR>Eins og oft vill verða þá geta alvarleg slys orðið tilefni óvæginnar gagnrýni á störf þeirra sem fara með öryggimál. Vissulega þurfa allir að horfa í eigin barm og skoða hvað betur má fara þegar slys verða, ekki síður flugrekendur og flugliðar en stjórnvöld. Lögin um rannsóknir flugslysa eru sett í þeim tilgangi að leita að skýringum og orsökum slysa og leggja á ráðin um hvað megi betur fara. <BR>Það er von mín að umræður um flugöryggismál hér á Flugþingi og í kjölfar þess geti komið umræðunni upp á það svið sem flugöryggismálum hæfir. Í þeim tilgangi er Flugþingið helgað flugöryggismálum.<BR>Eins og þeir vita sem fylgjast með flugöryggismálum á Íslandi hefur Skúli Jón Sigurðsson látið af störfum sem formaður og rannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar flugslysa. <BR>Vil ég þakka honum fyrir langt og farsælt starf á sviði flugöryggismála.<BR>Þormóður Þormóðsson fyrrv. flugrekstararstjóri Íslandsflugs var skipaður til að taka við formennsku í nefndinni. Óska ég honum velfarnaðar í því starfi.</P> <P><BR>Ágætu Flugþingfulltrúar.<BR>Ég vil þakka þeim sem hafa undirbúið Flugþingið og vænti málefnalegrar umræðu hér í dag.<BR></P>

2001-10-18 00:00:0018. október 2001Samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu

<P>Samgönguráðherra ávarpaði fyrr í dag ráðstefnu á Hótel Loftleiðum um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu.</P> <P> </P><P>Ágætu ráðstefnugestir.</P> <P><BR>Ég vil þakka fyrir það tækifæri sem ég fæ hér til þess að skýra stefnu mín í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins.<BR>Þegar fjallað er um samgöngumál höfuðborgarsvæðisins verður ekki hjá því komist að hafa undir allt svæðið frá norðanverðum Hvalfirði að Suðurnesjum. Þetta er eitt atvinnu og viðskiptasvæði þar sem fólk fer til vinnu sinnar daglega. Nágrannar mínir í vesturbænum í Reykjavík stunda vinnu hvort heldur sem er í iðjuverunum á Grundartanga, í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli eða í miðborginni. Þeir gera kröfu um greiðar samgöngur svo ekki sé nú talað um þá fjölmörgu sem sækja vinnu til Akureyrar, Egilsstaða eða Vestmanneyja og fara á milli með flugi. Þar eru á ferðinni bæði kennarar og sölumenn, að óslepptum viðgerðarmönnum tölvubúnaðar sem mega engan tíma missa. Þeir gera allir kröfu til þess að komast á milli staða á sem skemmstum tíma og viðskiptamenn þeirra gera kröfu til þess að kostnaður við ferðirnar sé í lágmarki. Flugið frá Reykjavíkurflugvelli er því forsenda fyrir þeim ferðum milli landshluta. Í því ljósi er breytt afstaða borgaryfirvalda til flugvallarins óskiljanleg.<BR>Hafnirnar á þessu sama svæði eru lykillinn að inn og útflutningsverslun okkar og æðar vöruflutninga liggja að og frá hafnarbakka í Sundahöfn, Hafnarfjarðarhöfn, Grundartangahöfn eða Helguvíkurhöfn. Það blasir því við að um þetta svæði greinast allar megin flutningaleiðir fólks og vöruflutninga.<BR>Það verða því engar áætlanir gerðar um samgöngumál án þess að taka fullt tillit til þeirra þarfa sem höfuðborgarsvæðið hefur á sviði samgangna. Og sú staðreynd blasir við í gildandi vegaáætlun.<BR>Það er í þessu ljósi sem samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins mun koma mjög við sögu við gerð samræmdrar samgönguáætlunar. Í henni verður fjallað um alla þætti samgöngukerfisins. Að þeirri áætlun er nú unnið á vegum samgönguráðuneytisins.<BR>Litið hefur verið á virkt samgöngukerfi sem eina af grundvallarforsendum fyrir hagvexti og mikilvægan þátt í öflugu atvinnulífi og þjóðlífi. Gott samgöngukerfi hefur af mörgum verið talið til lífsgæða fólks og hefur hreyfanleiki áhrif á val á búsetu, atvinnu, ferðalög/frítíma og margt fleira og er þannig einn af grundvallarþáttum nútíma samfélags. Þannig eru góðar samgöngur eitt af því sem setur hvað mest mark sitt á þróuð þjóðfélög í dag og er Ísland engin undantekning frá því.<BR>En samgöngur þurfa einnig að taka tillit til fólks og náttúru og þrátt fyrir margar jákvæðar hliðar samgangna hafa þær einnig neikvæð áhrif á umhverfi og lífsgæði fólks. Í dag er þróunin ekki sjálfbær, of margir slasast eða deyja í umferðinni og samgöngur hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif og óæskileg áhrif á heilsu og lífsgæði fólks. <BR>Þessi atriði m.a. krefjast þess að sameiginlegt átak verði gert varðandi skipulag og áætlanagerð samgangna. Því hefur ríkisstjórnin ákveðið að vinna að samgönguáætlun fyrir tímabilið 2003-2014, sem er ætlað að ná fram forgangsröðun og stefnumótun fyrir málaflokkinn í heild, hagkvæmari notkun fjármagns og mannafla og meiri áherslu á samstarf og samspil milli samgöngumáta og stofnana samgönguráðuneytisins.<BR>Á Íslandi eru samgöngur þríþættar þ.e. flug, siglingar og landsamgöngur. Þessir samgöngumátar hafa ólíkum hlutverkum að gegna og þjóna fólki og atvinnulífi á ólíkan hátt. Samkvæmt núgildandi lögum leggur samgönguráðherra fyrir Alþingi, að fengnum tillögum frá hverri stofnun, tillögu til þingsályktunar um vegáætlun, flugmálaáætlun og hafnaáætlun og öðlast þær gildi þegar þær hafa verið samþykktar á Alþingi. Þær eru síðan endurskoðaðar á tveggja ára fresti, þannig að ætíð eru í gildi áætlanir til a.m.k. 2 ára. <BR>Alþingi samþykkti árið 1998 í fyrsta skipti þingsályktunartillögu um langtímaáætlun í vegagerð til 12 ára. Þingsályktunartillaga um jarðgangaáætlun var samþykkt á Alþingi árið 2000 og þingsályktunartillaga um sjóvarnir var samþykkt í fyrsta skipti árið 2001. <BR>Samræming milli vegáætlunar, flugmálaáætlunar og hafnaáætlunar hefur ekki verið mikil. Þrátt fyrir að samgöngumátarnir hafi mismunandi hlutverkum að gegna eiga þeir þó ýmislegt sameiginlegt og með einni samgönguáætlun til 12 ára, má líta heildstætt á samgöngur í landinu. Er þá haft í huga að ekki sé nægjanlegt að hver samgöngumáti þróist fyrir sig, heldur er einnig mikilvægt að nýta þá möguleika sem felast í samspili þeirra. <BR>Samgöngukerfi er í eðli sínu umfangsmikið, þar sem sumir hlutar þess eru mikilvægir á landsvísu og þjóna landinu í heild, en aðrir þjóna meira staðbundnum hagsmunum. Einkabíllinn er allsráðandi í fólksflutnigum en almenningssamgöngur eru þó engu að síður mikilvægar. Skipulag á að miðast við að fólk komist örugglega og á þægilegan hátt ferða sinna. Skipulag vöruflutninga stjórnast meira af markaðslögmálum, en unnt er með samræmdu átaki að hafa áhrif á virkni þeirra.<BR>Alþjóðleg þróun<BR>Alþjóðleg þróun gefur tóninn og er ákveðin forsenda fyrir íslenskri samgöngustefnu. Má þar nefna alþjóðlegar skuldbindingar og erlent samstarf sem Íslendingar eru þátttakendur í og eru ákvarðandi fyrir ýmsa þætti í samgöngumálum, svo sem ýmis lög og reglur. Einnig hefur hin svo kallaða hnattvæðing áhrif á íslenska samgöngustefnu, þar sem hún hefur bæði áhrif á vöru- og fólksflutninga milli landa. Aukin ferðalög fólks milli landa eru bæði vegna þess að Ísland hefur orðið vinsælli ferðamannastaður með árunum og einnig ferðast Íslendingar meira til útlanda, bæði í fríum og í viðskiptaerindum. <BR>Þar sem Íslendingar eru mjög háðir utanríkisverslun eru gæði vöruflutninga til og frá landinu því mjög mikilvæg. Segja má að allir samgöngumátarnir verði fyrir áhrifum af hinni alþjóðlegu þróun, t.d. flugsamgöngur vegna ferðalaga milli landa, skipasamgöngur vegna vöruflutninga milli landa og vegasamgöngur vegna ferðamennsku innanlands.<BR>Innlend þróun<BR>Eitt meginatriðið varðandi innlenda þróun í vöruflutningum er mikil aukning vöruflutninga á vegum á kostnað skipaflutninga. Varðandi fólksflutninga er það einkum aukning á fólksflutningum með flugi og akstri einkabíla á vegum, en stöðnun eða minnkun í fólksflutningum með almenningssamgöngum á landi. Hin síðari ár hefur búseta einkennst af tilflutningi til höfuðborgarsvæðisins. Það er og hefur verið sterkur stjórnmálalegur vilji til að vinna með landsbyggðinni, varðandi búsetu og atvinnu og nýta auðlindir lands og sjávar. Í því samhengi hefur samgöngukerfið stóru hlutverki að gegna og þess vegna hefur verið lögð sérstök áhersla á að bæta samgöngukerfið um allt land.<BR>Betri nýting fjármuna<BR>Mikilvægt er að stuðlað sé að betri nýtingu fjármuna til samgöngumála. Liður í því er meiri samvinna á milli stofnana. Við ákvarðanir um uppbyggingu mannvirkja í einstökum samgöngumátum hefur alloft skort á að heildarsýn á samgöngur væri höfð að leiðarljósi. Ófullnægjandi vegakerfi olli því t.d. að ráðist var í flugvallagerð á ýmsum stöðum, en síðan reyndist ekki grundvöllur fyrir áætlunarflugi á þessa staði, þegar að vegakerfið batnaði. Sama gildir í raun um hafnirnar.<BR>Ná má betri nýtingu fjármuna með því að líta heildstætt á samgöngumátana og þá einnig með aukinni samvinnu stofnananna í rekstri mannvirkja og þjónustu við umferðina.<BR>Höfuðborgarsvæðið<BR>Höfuðborgarsvæðið er meginmiðstöð samgangna á Íslandi. Meirihluti allra vöruflutninga til og frá landinu fer um hafnirnar á svæðinu. Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugsins og Keflavíkurflugvöllur er í næsta nágrenni höfuðborgarinnar, þ.e. innan þess atvinnusvæðis. Þjóðvegakerfið á svæðinu ber miklu meiri umferð en aðrir þjóðvegir á landinu. <BR>Þjóðvegirnir á höfuðborgarsvæðinu mynda samfellt kerfi, sem er burðarkerfi samgangna á svæðinu. Umferð er um 77 þúsund bílar á dag að meðaltali, þar sem hún er mest (Ártúnsbrekka). Slíkt umferðarmagn krefst 6 akreina og mislægra gatnamóta ef þjónustustigið á að vera viðunandi. Á höfuðborgarsvæðinu er að finna vegarkafla og gatnamót, sem telja verður flöskuhálsa í samgöngukerfi svæðisins þrátt fyrir það að ástandið nálgist ekki það sem er í mörgum stórborgum.<BR>Samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins fara mest fram með einkabílum og einungis um 4% ferða er með almenningsvögnum.. Svo lítil hlutdeild veldur því hins vegar að byggja verður samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins með tilliti til einkabílsins.<BR>Við gerð aðalskipulags sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, hefur þjóðvegakerfinu oftast verið ætlað nægt rými bæði fyrir vegina sjálfa og mislæg gatnamót, sem þurfa mikið pláss. Þegar kemur að því að framfylgja skipulaginu reynist sveitarfélögunum oft erfitt að standa gegn þrýstingi hagsmunaaðila, og verður niðurstaðan stundum sú að þrengt er að vegum og gatnamótum, fjölgað er tengingum á stórar umferðaræðar o.fl. í þeim dúr. Þetta kemur m.a. fram í áætlunum að gera jarðgöng á nokkrum stöðum í framtíðinni.<BR>Reykjavíkurflugvöllur verður miðstöð innanlandsflugsins næstu árin, en óvissa er um hvað tekur við þar á eftir. Sú óvissa veldur erfiðleikum í áætlanagerð um nauðsynlega uppbyggingu aðstöðu á flugvellinum, en mjög brýnt er að halda henni áfram. <BR>Að öllu óbreyttu bendir allt til þess að hafnirnar á svæðinu verði áfram aðal inn- og útflutningshafnir landsins og þá um leið miðstöðvar fyrir dreifingu innflutnings út á land og söfnun útflutnings frá landsbyggðinni. Þessi staðreynd veldur mikilli umferð flutningabíla og skapar jafnframt miklar tekjur og hagsæld á svæðinu og möguleika fyrir atvinnufyrirtækin.<BR>Í þeirri stefnumótun sem samgönguáætlun felur í sér er mikilvægt að leggja áherslu á öryggi í umferðinni og auknar almenningssamgöngur innan höfuðborgarsvæðisins. <BR>Þeir þættir sem ég legg áherslu á í samgönguáætlun næstu 12 árin eru þessir:<BR><BR>* Aukin afkastageta Reykjanesbrautar, Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum og Suðurlandsvegar að Selfossi.<BR><BR>* Gerð mislægra gatnamóta á höfuðleiðum á svæðinu.<BR><BR>* Undirbúningur og framkvæmd Sundabrautar<BR><BR>* Bygging þjónustu og umferðarmiðstöðvar fyrir innanaldsflugið og áætlunarbíla við Reykjavíkurflugvöll sem tengist millilandaflugvellinum með öflugum almenningssamgöngum.<BR><BR>* Almenningssamgöngur á sérleyfisleiðum áætlunarbíla út frá höfuðborgarsvæðinu verði boðnar út og tengdar flugsamgöngum.<BR><BR>* Dregið verði úr sjóflutningum inn á miðju höfuðborgarsvæðisins með því að bæta hafnaþjónustu á jaðarsvæðunum í höfnum á Suðurnesjum og í Grundartangahöfn Hvalfirði og Akranesi. Með því má draga úr vöruflutningum inn á miðju höfuðborgar svæðisins sem er mjög mikilvægt.<BR><BR>* Samkeppnisstaða megin flutningahafna á landsbyggpinni verði styrkt og stuðlað að bættri samkeppnisstöðu sjóflutninga gagnvart landflutningum.<BR><BR>* Þegar auka þarf afkastagetu Reyjanessbrautar eftir tvöföldun verði það gert með lestarsamgöngum inn á höfuðborgarsvæðið, reynist það hagkvæmur kostur.. Talið er að rekstur standi undir sér eftir 20 ár án vaxta af stofnkostnaði. Stofnkostnaður vegna lestar frá Keflavík í Mjódd er talinn 25-30 milljarðar. </P> <UL>Það er svipuð upphæð og vænta má til samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu og og tvöföldun Reykjanessbrautar<BR>næstu 12 árin. </UL>* Með samstarfi borgaryfirvalda og Vegagerðar verði lögð áhersla á sjálfvirka stýringu umferðarinar um stofnvegakerfið með tölvutækni og ljósum í þeim tilgangi að auka hagkvæmni í umferðinni og bæta umferðaröryggi og draga úr mengun.<BR><BR>Áform samgönguyfirvalda verða í vaxandi mæli að taka tillit til umhverfisþátta.<BR><BR>Setja þarf fram markmið er stuðla að sjálfbærum samgöngum og fjalla um leiðir til að ná markmiðunum, að svo miklu leyti sem unnt er á heimavígstöðvum. Árangur á þessu sviði ræðst þó að mjög miklu leyti af alþjóðlegri tækniþróun.<BR>Ágætu fundarmenn. <BR>Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa mikla efnahagslega yfirburði umfram aðra landshluta og eiga að geta nýtt sér hagkvæmni stærðarinnar við að byggja upp samgöngukerfið á móti ríkisvaldinu.<BR>Umræður um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu hafa verið fyrirferðarmiklar síðustu misseri. Það er von mín að þessi yfirferð varpi ljósi á þá stefnumörkun sem ég hef unnið að og vil fylgja í góðu samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.<BR>

2001-10-18 00:00:0018. október 2001Ferðamálaráðstefna á Hvolsvelli

<P>Fyrr í dag flutti samgönguráðherra ræðu sína á ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs Íslands, sem að þessu sinni er haldin á Hvolsvelli.</P> <P> </P><P>Ráðstefnustjórar, ágætu ráðstefnugestir.</P> <P><BR>Mér er það kærkomið tækifæri að fá að ávarpa ráðstefnu Ferðamálaráðs hér á Hvolsvelli í dag. Frá síðustu ferðamálaráðstefnu, á Ísafirði s.l. haust, hefur margt á dagana drifið og ferðaþjónustan hefur verið í miklum vexti. Hryðjuverkin sem framin voru í Bandaríkjunum fyrir rétt rúmum mánuði hafa komið hart niður á ferðaþjónustunni um allan heim. Erum við hér á Íslandi ekki undanskilin. Því er mikilvægt að nota þetta tækifæri til að meta ástandið af yfirvegun og raunsæi og ekki síður til að leggja á ráðin um hvað greinin sjálf og stjórnvöld geti gert til að snúa vörn í sókn. Heimsmyndin hefur vissulega breyst, og það kallar á ný og breyttt vinnubrögð. Það er ekki vafi í mínum huga, að þrátt fyrir þetta áfall mun íslensk ferðaþjónusta nýta sér þau tækifæri sem skapast á næstu misserum og halda áfram þeirri miklu sókn sem hún hefur verið í undanfarin ár.<BR>Það hefur ekki farið fram hjá neinum að flugfélögin eru þau fyrirtæki sem hafa orðið fyrir mestu tjóni í kjölfar atburðanna 11. september. Rekstur margra þeirra hafði verið erfiður fyrir, en almennur samdráttur í flugi hefur haft þau áhrif að fjölmörg flugfélög standa frammi fyrir gífurlegum rekstrarerfiðleikum. <BR>Því miður er það svo að íslensk flugfélög hafa ekki farið varhluta af þessu ástandi. Flugleiðir hafa um árabil haldið uppi öflugu millilandaflugi árið um kring. Stöðug fjölgun áfangastaða og tíðni ferða hefur myndað það samgöngukerfi sem hefur ekki síst orðið grundvöllur þess, að komum erlendra ferðamanna hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Það er því mikil hætta á að bein fylgni verði á milli þess að Flugleiðir hafi nú neyðst til að fækka ferðum og að samdráttur verði hjá innlendum ferðaþjónustufyrirtækjum.<BR>Gegn þessari þróun verður að sporna með öllum tiltækum ráðum og óhjákvæmilegt annað en ferðaþjónustan sjálf og stjórnvöld taki höndum saman til að takmarka tjón greinarinnar. Nauðsynlegt er að horfa til þess hvað aðrar þjóðir eru að gera en við búum við meiri sérstöðu vegna landfræðilegrar legu okkar. Því er enn brýnna en ella að grípa til aðgerða sem tryggja stöðuna hvað varðar fjölda áfangastaða og tíðni ferða.<BR>Eitt af þeim atriðum sem nefnd hafa verið til sögunnar eru kynningarmál. Flugleiðir hafa á undanförnum árum haldið uppi mjög öflugu kynningar- og markaðsstarfi um Ísland, sem án efa hefur nýst ferðaþjónustunni í heild. Ég segi ykkur nú, að samgönguráðuneytið mun vinna að nauðsynlegum aðgerðum á þessu sviði í samvinnu við greinina.<BR>Á miðjum síðasta áratug var unnið að umfangsmikilli stefnumótun á sviði ferðaþjónustunnar. Með þeirri vinnu var stefnan mörkuð að undirlagi greinarinnar sjálfrar. Fyrr á þessu ári fól ég Ferðamálaráði að meta hvernig stefnumótuninni hefur verið framfylgt. Sú úttekt liggur nú fyrir og verður ásamt öðrum gögnum grundvöllur að nýrri stefnumótun sem unnin verður að.<BR>Þegar skoðað er hvað stjórnvöld hafa látið framkvæma af þeim fjölmörgu atriðum sem brýn eru talin í stefnumótuninni, sést að mörgum stærstu málunum hefur verið ágætlega sinnt. Gert hefur verið átak í markaðs- og gæðamálum og unnið markvisst að breytingum á rekstrarumhverfi greinarinnar. Enn er unnið að gæða- og öryggismálum vegna afþreyingarfyrirtækja ferðaþjónustunnar og er áætlað að ljúka því starfi í nóvembermánuði. Aðkoma að fjölsóttum ferðamannastöðum hefur verið stórbætt og samkvæmt núgildandi vegaáætlun hefur verið varið meiri fjármunum til uppbyggingar vegakerfisins en áður.<BR>Til að tryggja öruggar flugsamgöngur milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar hafa flugleiðir á Norðurlandi og Vestfjörðum verið boðnar út. Ég hef tekið ákvörðun um að flugleiðin milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði verði boðin út fyrir næstu áramót. Þangað til verður flug til Hafnar tryggt, með samningi við Flugfélag Íslands. Með því vil ég leggja áherslu á það svæði sem mikilvægan hlekk í íslenskri ferðaþjónustu.<BR>Umfangsmiklum endurbótum er nú að fullu lokið á öllum flugbrautum Reykjavíkurflugvallar. Er þar með aukið til muna öryggi allrar þeirrar umferðar sem um völlinn fer. Unnið er að gerð akstursbrauta, frágangi og fegrun svæðisins, og er stefnt að verklokum á næsta ári. Jafnframt er unnið að undirbúningi að byggingu þjónustu- og samgöngumiðstöðvar við flugvöllinn, en að því verki vinnur nefnd, sem Leifur Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, veitir forstöðu. Samgöngumiðstöð þessi mun tengja saman flug og langferðabifreiðar á sama stað, notendum þessarar þjónustu til mikilla hagsbóta.<BR>Mikil vinna hefur farið fram í ráðuneytinu hvað varðar uppstokkun sérleyfa til fólksflutninga á landi. Í fyrsta lagi má nefna að framlög til sérleyfishafa hafa verið tvöfölduð, úr 50 í 100 milljónir króna.<BR>Lögð hefur verið áhersla á sameiningu sérleyfa, til að auka rekstrahæfni fyrirtækjanna. Gerðir hafa verið þjónustusamingar við sérleyfishafa sem verður að teljast mikil bót frá því sem áður var. Þá geri ég ráð fyrir að lagðar verði fram tillögur í vetur um framtíðarfyrirkomulag sérleyfa sem gildi a.mk. til ársins 2005. Þar verði tekið mið af markmiðum væntanlegrar samgönguáætlunar fyrir árin 2003-2014 sem nú er unnið að. Loks er gert ráð fyrir útboði allra sérleyfa árið 2005, eða jafnvel fyrr. Með þessum aðgerðum vil ég tryggja bættar almenningssamgöngur um landið.<BR>Nefnd um rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, sem ég skipaði á árinu 1999, skilaði niðurstöðum sínum í fyrra. Ég fullyrði að mikið hefur áunnist í aðgerðum til að bæta rekstrarumhverfi greinarinnar í samræmi við tillögur þeirrar nefndar. Beinar aðgerðir stjórnvalda árið 2000 og á þessu ári, hafa leitt til lækkunar á vörugjöldum á bílaleigubíla og vélsleða. Breytingar hafa verið gerðar á virðisaukaskattsreglum, sem hafa þýtt hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til veitingahúsa og gert endurnýjun hópferðabíla auðveldari. Þungaskattur hefur verið lækkaður, styrkir til sérleyfishafa tvöfaldaðir í þeim tilgangi að skjóta styrkari stoðum undir almenningssamgöngur eins og fyrr er nefnt, og fasteignagjöld á landsbyggðinni hafa verið lækkuð. <BR>Gerðir hafa verið samningar um gestastofur og fjármunum er varið árlega til eflingar upplýsingamiðstöðva á landsbyggðinni. Og síðast en ekki síst vil ég nefna að skattalækkanir stjórnvalda styrkja ferðaþjónustuna líkt og aðrar atvinnugreinar.<BR>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á heilsutengda ferðaþjónustu. Kannanir hafa sýnt, að ferðamönnum á aldrinum 50-70 ára mun fjölga mest á komandi árum. Þessi aldurshópur er bæði vel í stakk búinn fjárhagslega og sækist mikið eftir heilsutengdri ferðaþjónustu.<BR>Nefnd um heilsutengda ferðaþjónustu, skilaði skýrslu sinni um mitt síðasta ár. Þar komu fram fjölmargar mikilvægar tillögur sem án efa hafa nýst greininni við uppbyggingu og þróun. Er augljóst að bæði einstaklingar og sveitarfélög hafa séð þá möguleika sem heilsutengd ferðaþjónusta býður upp á. Má í því sambandi nefna að Reykjavíkurborg kynnir hina fjölmörgu baðstaði sem aðdráttarafl fyrir bæði innlenda og erlenda ferðamenn, og Orkuveita Reykjavíkur hefur ráðið sérstakan starfsmann til að sinna þessum málaflokki. Stykkishólmsbær hefur í samstarfi við fjárfesta staðið fyrir athugun á því, hvernig standa megi að eflingu heilsutengdrar ferðaþjónustu, með því að nýta heita vatnið á staðnum, en það hefur fengið sérstaka vottun.<BR>Í Hveragerði er áratugahefð fyrir heilsutengdri þjónustu, staður sem hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og Bláa Lónið er að sjálfsögðu heilsutengdur ferðamannastaður á heimsmælikvarða. Á Mývatni eru kjöraðstæður fyrir ferðaþjónustu sem þessa og hafa þegar verið settar fram athyglisverðar tillögur um uppbyggingu á svæðinu. Þetta eru ólíkir staðir með mismunandi áherslur, en sýna vaxtarbroddinn sem felst í greininni.<BR>Ferðamálaráði var falið að fylgja eftir tillögum nefndarinnar, til að greina þær aðgerðir sem mættu verða til að stuðla að frekari framgangi heilsutengdrar ferðaþjónustu á Íslandi. Haldin verður ráðstefna um heilsutengda ferðaþjónustu þann 6. desember nk. Verður þar leitast við að kanna möguleika á samstarfsvettvangi orkufyrirtækja og ferðaþjónustunnar. Í samræmi við tillögur nefndar um heilsutengda ferðaþjónustu verða veitt hvatningaverðlaun Ferðamálaráðs því fyrirtæki eða einstaklingi sem þykir hafa skarað fram úr á þessu sviði. Er ætlunin að veita þessi verðlaun árlega og eru vonir bundnar við að þau hvetji ferðaþjónustuna enn frekar til dáða á þessu sviði.<BR>Fyrir stuttu skilaði nefnd um menningartengda ferðaþjónustu yfirgripsmikilli skýrslu og tillögum sem þegar hefur verið dreift til ráðstefnugesta. Í tillögum sínum kemst nefndin að þeirri niðurstöðu, að grundvöllur sé fyrir því að byggja íslenska ferðaþjónustu í framtíðinni upp á tveimur meginstoðum, íslenskri náttúru og íslenskri menningu. Megináhersla verði lögð á að kynna saman náttúru landsins og menningu þjóðarinnar. <BR>Lagt er til að menningartengd ferðaþjónusta verði skilgreind sem sérstök grein ferðaþjónustunnar. Til að skipuleggja uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu, leggur nefndin til að gerðar verði svæðisbundnar áætlanir, sem allar varpi ljósi á tengsl menningar og náttúru, en á hinn bóginn verði lögð áhersla á að draga fram sérkenni og styrkleika hvers svæðis fyrir sig. Er ljóst að tillögur nefndarinnar falla mjög vel að þeirri hugmynd sem ég varpaði fram á síðasta aðalfundi SAF um ákveðin vaxtarsvæði, sem væru sérstaklega skilgreind og horft til við uppbyggingu og markaðsetningu. Hef ég nú þegar falið Ferðamálaráði úrlausn þessa verkefnis. Nefndin leggur til að stofnaðir verði tveir sjóðir til að styðja við uppbyggingu þessarar greinar ferðaþjónustu. Þessar tillögur kalla á vissa uppstokkun í greininni sjálfri og því nauðsynlegt að allir þeir er vinna að ferðamálum, fari vel yfir tillögur nefndarinnar og móti sér skoðun á því hvernig beri að hrinda þeim í framkvæmd.<BR>Hér hefur verið stiklað á stóru af tillögum nefndarinnar. Þó að hér séu settar fram hugmyndir um stóraukin ríkisframlög til styrktar þessari nýju grein ferðaþjónustunnar, er nauðsynlegt að benda á að hér er ekki síður um að ræða verkefni greinarinnar sjálfrar og hinna fjölmörgu menningar- og listastofnana vítt og breitt um landið. Ég ætlast til að skýrslan komist í sem flestra hendur, svo að hugmyndir þær sem þar koma fram, verði virkjaðar og hrint í framkvæmd af þeim sem best þekkja til á hverjum stað. Menningartengd ferðaþjónusta verður ekki að veruleika nema þeir, sem starfa í atvinnugreininni og að menningarmálum, vinni nánar úr þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunni.<BR>Mér finnst nú eins og það sé að bera í bakkafullan lækinn að minnast á eina nefndina enn í þessari ræðu, en ég verð að geta Framtíðarnefndar ferðaþjónustunnar, sem skipuð var í vor. Verkefni hennar er að horfa allt fram til ársins 2030, leitast við að meta þá sýn sem við blasir og leggja á ráðin um nauðsynlegar aðgerðir, svo ferðaþjónustan megi vaxa í sátt við umhverfið. Er nefndinni ætlað að skila tillögum í apríl á næsta ári. Bind ég miklar vonir við starf þessarar nefndar, sem skipuð er valinkunnum einstaklingum undir formennsku Hrannar Greipsdóttur. <BR>Hugmynd mín er sú að á grundvelli tillagna Framtíðarnefndar verði lagður grunnur að nýrri stefnumótun íslenskrar ferðaþjónustu. Þar verði byggt á þeim mikla árangri sem í raun hefur áunnist á undanförnum árum, og þeim hugmyndum sem fram hafa komið um eflingu íslenskrar ferðaþjónustu.<BR>Ég vil að endingu óska ykkur öllum, fulltrúum á 31. ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs Íslands, ánæglulegra og árangursríkra daga hér á Njáluslóð.<BR></P>

2001-06-08 00:00:0008. júní 2001Samgönguráðherra ávarpar TorNuuRek í Perlunni

<P>Vörusýningin TorNuuRek, kennd við Þórshöfn, Nuuk og Reykjavík, var opnuð með pompi og prakt í Perlunni í gær. Ávarp samgönguráðherra við það tækifæri fer hér á eftir.</P> <P> </P><P>Ráðherrar, kæru gestir! - Ministre, ærede gæster!</P> <P><BR>Samstarf á milli Færeyja, Grænlands og Íslands hefur aukist hröðum skrefum undanfarin ár. Það er ekki síst að þakka drífandi einstaklingum sem séð hafa tækifæri í því að líta til okkar næstu nágranna þegar leitað hefur verið markaða fyrir vörur og þjónustu. <BR>Við íslendingar erum þakklátir fyrir að eiga góða granna bæði í austri og vestri.<BR>Þjóðirnar eru um margt líkar en að þó ekki það einsleitar að ein þjóð geti ekki lært af annarri. Hér á TORNUUREK getum við íslendingar kynnst því sem færeyst og grænlenskt atvinnulíf hefur að bjóða og íslensk fyrirtæki haf góða aðstöðu til þess að kynna framleiðslu sína.<BR>Á sýningu eins og þessari má kynnast fyrritækjum sem fást við margskonar framleiðslu og þjónustu. Eins og við er að búast tengjast mörg þeirra sjávarútvegi enda í hafinu sú auðlind sem allar þjóðirnar treysta mikið á. Fyrirtæki tengd flutningum og samgöngum eru hér einnig enda geta allir verið sammála því að án traustra samgöngukosta gangi þetta þriggja landa samstarf ekki upp.<BR>Það hafa verið blikur á lofti í samgöngum á milli Íslands og Grænlands. Og ef vel ætti að vera þyrfti að fljúga oftar á milli Íslands og Færeyja. Mikill metnaður er í öllum löndunum að stórefla ferðaþjónustuna innan Vest-Norden og því hafa margir lýst áhyggjum sínum af þeirri þróun sem leiðir til færri ferða og minni flutninga og um leið minni tekjum af ferðamönnum. <BR>Auðvitað verðum við að treysta á kraft og útsjónarsemi þeirra sem stunda rekstur flugfélaganna og þeirra sem sjá sér hag í viðskiptum milli landanna. En stjórnvöld landanna verða auðvitað að stuðla því að flugið styrkist eftir þeim leiðum sem stjórnvöld hafa og færar eru. <BR>Vonandi sjáum við þó fram á þá tíma að samskiptin á milli landanna og þar með flutningar verði nægilega miklir til þess að flugfélög blómstri ekki síður en önnur fyrirtæki sem starfa á okkar sameiginlega markaði Færeyja, Grænlands og Íslands.<BR>Ég fagna því hversu sýningin ber vott um mikla bjarsýni og hér í Perlunni er á ferðinni mjög svo frambærilegt framtak. <BR>Sýnendum og öðrum þeim sem að undirbúningi sýningarinnar hafa komið óska ég innilega til hamingju. Megi gestir okkar eiga góða júnídaga á Íslandi. <BR></P>

2001-05-02 00:00:0002. maí 2001Framsöguræða samgönguráðherra vegna sölu Landssímans

Framsöguræða samgönguráðherra vegna frumvarps til laga um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.<P> <P>Hæstvirtur forseti. <BR>Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um sölu á hlutafé ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf. Salan er í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að halda beri áfram einkavæðingu ríkisfyrirtækja, einkum þeirra sem eru á samkeppnismarkaði. Með gildandi fjarskiptalögum, sem ég beitti mér fyrir og tóku gildi 1. janúar 2000, voru sköpuð skilyrði fyrir raunverulegri samkeppni í fjarskiptum á Íslandi - samkeppni sem er nú orðin að veruleika. Þess vegna er ekki aðeins eðlilegt, heldur beinlínis nauðsynlegt, að ríkið hætti samkeppni við þá einstaklinga og fyrirtæki sem starfa á sama markaði. <P> <P>Áform um einkavæðingu Landssímans eiga sér nokkurn aðdraganda. Símamálastofnanir víða um lönd hafa verið einkavæddar á undanförnum árum, samhliða því að samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur verið innleidd. Ástæðan er sú að ríkið hefur viljað draga sig út úr rekstri á samkeppnismarkaði. Auk þess hefur mönnum orðið ljóst að með samkeppni á fjarskiptamarkaði, þar sem fyrirtækin keppa um hylli neytenda, má bæta þjónustuna og lækka verð á henni. Við þessar nýju aðstæður hefur hlutverk stjórnvalda breyst mikið. Í stað þess að standa sjálf í rekstri símafyrirtækja, er það nú hlutverk stjórnvalda að skapa þær aðstæður að samkeppni verði raunveruleg, en jafnframt að tryggja aðgang allra landsmanna að nútíma fjarskiptaþjónustu. <BR><BR>Með lögum frá 1996 var stofnað hlutafélag um rekstur Póst- og símamálastofnunar. Samkvæmt þeim verða hlutir í félaginu ekki seldir nema með samþykki Alþingis. Með því var tryggt að hlutum í fyrirtækinu yrði ekki ráðstafað nema að loknum nauðsynlegum undirbúningi.<BR><BR>Af því tilefni, og til að vanda allan undirbúning að sölu hlutafjár í Landssímanum, fól ég framkvæmdanefnd um einkavæðingu að vinna tillögur um hvernig staðið skuli að sölu hlutabréfa í Landssíma Íslands hf. Sérstaklega var lagt fyrir nefndina að skoða eftirfarandi atriði er tengjast undirbúningi sölu:<BR>1. Að tryggja starfsfólki kauprétt á hlutafé í fyrirtækinu með hliðsjón af sambærilegum tilvikum við sölu annarra ríkisfyrirtækja.<BR>2. Að ákveðinn hluti verði seldur í almennri dreifðri sölu og þá sérstaklega símnotendum.<BR>3. Að kanna kosti og galla þess að selja umtalsverðan hlut í fyrirtækinu til eins aðila. <BR>4. Að meta hagkvæmni þeirra hugmynda sem fram hafa komið um að skilja að einstaka þætti í starfsemi fyrirtækisins, svo sem hið almenna fjarskiptanet. <BR><BR>Nefndin svaraði þessum spurningum með skýrslu sem gefin var út í lok janúar síðastliðnum. Í skýrslunni var lagt til að salan færi fram í þremur áföngum. Í fyrsta áfanga yrðu almenningi, starfsmönnum og fjárfestum boðin 24% fyrirtækisins. Í öðrum áfanga yrði leitað eftir kjölfestufjárfesti í lokuðu útboði að loknu forvali. Sú sala næmi 25% hlutafjár með hugsanlegri 10% viðbót síðar. Í þriðja áfanga yrðu þau 51% sem eftir verða seld.<BR><BR>Við einkavæðingu ríkisfyrirtækja á undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á sölu hlutabréfa til starfsmanna. Mótuð hefur verið sérstök aðferðafræði sem einkavæðingarnefnd leggur til að lögð verði til grundvallar við sölu á hlutabréfum til starfsmanna Landssíma Íslands hf.<BR><BR>Landssími Íslands hefur mikla markaðshlutdeild í fjarskiptaþjónustu hér á landi, þótt eðlilega hafi hún farið minnkandi eftir að markaðurinn var opnaður fyrir samkeppni. Markaðshlutdeild Símans er mismikil eftir þjónustugreinum. Hæst er hún í fastlínuþjónustu, eða yfir 90%. Í farsímarekstri er markaðshlutdeildin um 75%, og lægri í gagnaflutningsþjónustu, en á því sviði er örðugra um upplýsingar þar sem margir smærri aðilar starfa. Ef horft er til opinberra veltutalna helstu fyrirtækja á þessu sviði, má ætla að heildar markaðshlutdeild Landssímans sé komin niður fyrir 85%. Þetta hlutfall fer sýnilega lækkandi samhliða því að nýir samkeppnisaðilar Símans fá aukinn styrk. Ný fyrirtæki hafa á mjög skömmum tíma náð að tryggja sér fótfestu á fjarskiptamarkaðinum og veita Símanum samkeppni – samkeppni sem stuðlar að betri frammistöðu Símans og þannig betri þjónustu við alla landsmenn.<BR><BR>Ég er þess fullviss að sá rammi sem fjarskiptalöggjöfin hefur búið fjarskiptamarkaðinum tryggir að samkeppnisaðilar Landssímans fái eðlilegt svigrúm til athafna, m.a. til að bjóða þjónustu á grunnkerfum Landssímans. Þessu til staðfestingar eru samningar Íslandssíma og Tals um aðgang að farsímakerfi Landssímans. Samningarnir eru til marks um að heilbrigðir viðskiptahættir þróast hratt á þessu sviði - þannig að hagkvæmni og fjölbreytni fara vaxandi.<BR><BR>Þetta þýðir vissulega að markaðshlutdeild Landssímans mun minnka, en þarf síður en svo að þýða að umsvifin minnki. Á það ber að líta að mörk fjarskiptaþjónustu og ýmissa annarra starfsgreina, hafa orðið óskýrari síðustu árin. Því er spáð að sú þróun haldi áfram. Þannig eru þess glögg merki að símafyrirtæki sæki meira inn á vettvang afþreyingar, fjölmiðlunar og upplýsingatækni í sífellt víðari merkingu. Fjarþjónusta í tölvutækni fer vaxandi og símafyrirtæki hafa víða haslað sér völl á því sviði. Sömu einkenni má sjá á íslenskum fjarskiptamarkaði, og þau má greina í breyttum áherslum Landssímans. Þess er því að vænta að samhliða því að markaðshlutdeild félagsins minnkar í hefðbundinni fjarskiptaþjónustu, auki það áherslur á önnur skyld svið, haldi uppi heilbrigðum vexti í starfsemi sinni og verði þannig verðmætara.<BR><BR>Afkoma af rekstri Landssíma Íslands hefur verið mjög góð síðustu árin. Á síðasta ári skilaði reksturinn 6,6 milljörðum í rekstrarafgang, fyrir afskriftir og fjármagnskostnað. Þetta er liðlega 40% af tekjum. Er það hlutfall mjög gott í alþjóðlegum samanburði símafélaga og í ljósi þess að símgjöld á Íslandi eru með því lægsta sem þekkist.<BR><BR>Samkeppnisyfirvöld lýstu þeirri afstöðu að félagið hafi verið vanmetið við breytingu á Póst- og símamálastofnun í hlutafélag. Niðurstaða nefndar, sem ég fól að endurskoða stofnefnahagsreikning félagsins, í kjölfar ákvörðunar samkeppnisyfirvalda, var sú að félagið skyldi greiða rétt um 5 milljarða í ríkissjóð. Hefur nú verið gengið frá því máli og fjárhæðin að fullu gjaldfærð í reikningum félagsins. Sú ákvörðun að gjaldfæra þessar skuldbindingar að fullu á síðasta ári var ákvarðandi um niðurstöðutölu reikninga síðasta árs, en hagnaður eftir skatta var 149 milljónir. Stefna félagsins nú er að hagnaður eftir skatta verði að meðaltali meiri en 100 milljónir á mánuði á yfirstandi ári.<BR><BR>Í umræðunni um sölu Landssímans hefur því verið haldið fram að aðskilja beri grunnnetið frá annari starfsemi fyrirtækisins. Ég óskaði sérstaklega eftir því við einkavæðingarnefnd að metin yrði hagkvæmni þess að skilja að einstaka þætti í starfsemi fyrirtækisins, svo sem hið almenna fjarskiptanet. Nefndin skoðaði bæði rekstrarlegar og tæknilegar forsendur slíkrar skiptingar og kallaði til ráðgjafar sérfræðinga á þessu sviði. Niðurstaða nefndarinnar var sú að ekki sé ástæða til að skipta rekstri fyrirtækisins út frá sjónarmiðum um þjónustu, samkeppni eða vegna fyrirhugaðrar einkavæðingar. <BR><BR>Margháttuð rök hafa verið færð gegn því að skipta Landssíma Íslands í tvö eða fleiri fyrirtæki vegna fyrirhugaðrar einkavæðingar. Þessi tel ég vega hvað þyngst:<BR>1. Langt fram eftir nýliðinni öld var lagaumhverfi fjarskiptafyrirtækja við það miðað að eitt ríkisfyrirtæki átti allt fjarskiptanetið og hafði einkarétt á öllum fjarskiptum. Símamálastofnanir nutu lögbundins einkaréttar en þurftu jafnframt að lúta ströngu aðhaldi með verðlagningu, þjónustu og þjónustustigi. Þrátt fyrir að dregið hafi úr nauðsyn slíkra aðgerða eru í gildi ítarlegar reglur sem tryggja hagsmuni samkeppnisaðila og notenda fjarskiptaþjónustu, einkum ef samkeppni skortir. Staða þeirra gagnvart Símanum er því lík hvort sem hún er veitt af fyrirtæki í einkaeign eða sérstakri símamálastofnun í eigu ríkisins. <UL></UL>2. Lög og reglur áskilja að þjónusta milli rekstrareininga Landssímans sé seld á sama verði og til annarra fjarskiptafyrirtækja. Upplýsinga- og reikningskerfi Landssímans gerir kleift að skilja að einstaka kostnaðarþætti þannig að verðlagning þeirra sé í samræmi við raunkostnað. Málsmeðferðarreglur fjarskiptalaga tryggja einnig að samkeppnisaðilar Landssímans eiga lögvarða kröfu á því að þjónusta sem þeir kaupa sé seld eftir sömu gjaldskrá og þeirri sem aðrar deildir Landssímans greiða fyrir samskonar þjónustu. Notendur og fjarskiptafyrirtæki í samkeppni við Landssímann greiða því ekki hærri gjöld fyrir fjarskiptaþjónustu en þeir myndu gera ef fyrirtækinu yrði skipt upp. <UL></UL>3. Í fjarskiptalögum er almennum notendum tryggður aðgangur að umtalsverðum flutningshraða á sama verði um allt land með svokallaðri alþjónustu. Auk þess hefur samgönguráðherra heimildir til að leggja í framkvæmdir eða rekstur sem er til almannaheilla í öryggisskyni, af umhverfisástæðum eða samkvæmt byggðasjónarmiðum og ætla má að skili ekki arði. Fjarskiptaþjónusta við skip í öryggisskyni er dæmi um slíka þjónustu.<BR><BR>Þessi þrjú atriði sýna glöggt að staða notenda og samkeppnisaðila er vel tryggð án tillits til þess hvort grunnnet og þjónusta verði skilin að eða ekki. <BR><BR>Þá er á það að líta að veruleg vandkvæði eru á að skipta fyrirtækinu. Tæknileg sjónarmið þess eru fyrst og fremst að erfitt er að skilja þjónustu grunnnetisins frá annarri þjónustu. Slíkur aðskilnaður krefst gífurlegrar fjárfestingar í stjórn- og tengibúnaði sem hefði í för með sér aukinn kostnað fyrir neytendur.<BR><BR>Þegar fjallað er um skiptingu fyrirtækisins er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þeim öru breytingum sem orðið hafa á þessum markaði á undanförnum misserum. Sem dæmi má nefna að samtök hugbúnaðarfyrirtækja, töldu fyrir aðeins þremur árum að skipta bæri fyrirtækinu upp með þeim hætti að dreifikerfið yrði skilið eftir í sérstöku félagi. Formaður samtakanna hefur nú lýst því yfir að ekki sé lengur ástæða til þess. Fyrirtæki á fjarskiptamarkaðnum hafa tekið í sama streng.<BR><BR>Til að taka saman þau meginatriði sem mæla gegn aðskilnaði grunnets og þjónustu vil ég nefna eftirfarandi: <BR>1. Í fyrsta lagi fer samkeppni vaxandi í rekstri grunnneta í fjarskiptaþjónustu eins og ég mun víkja nánar að síðar. Hafa ber í huga að grunnnet Landssímans er nú þegar í samkeppni við til dæmis Línu.Net og Íslandssíma.<BR>2. Í öðru lagi fylgja slíkum aðskilnaði tæknileg vandkvæði sem auka kostnað fyrir neytendur.<BR>3. Í þriðja lagi hefur aðskilnaður nets og þjónustu enga sérstaka þýðingu þar sem fjarskiptalög mæla þegar fyrir um bókhaldslegan aðskilnað rekstrarþátta Landssímans.<BR>4. Í fjórða lagi má nefna það að ýmiskonar kvaðir hafa verið lagðar á Landssímann og gerðar eru miklar kröfur til þjónustu fyrirtækisins um allt land. Ef fyrirtækinu yrði skipt upp er hætt við að það yrði veikara og möguleikar þess til að veita öllum landsmönnum þjónustu skertir.<BR>5. Í fimmta lagi tryggir lagalegt umhverfi samkeppnisaðilum Landssímans greiðan aðgang að grunnkerfinu á sama verði og Landssíminn.<BR>6. Sala á fyrirtækinu án grunnnetsins myndi væntanlega draga úr líkum á því að kjölfestufjárfestar sýndu fyrirtækinu áhuga þar sem ákveðin óvissa yrði um mögulega þróun fyrirtækisins. Kjölfestufjárfestar eru að leita að viðskiptatækifærum og geta einungis metið fyrirtækið út frá þekktum stærðum og aðstæðum.<BR><BR>Af framansögðu er því ljóst, að öll rök hníga í þá átt að Landssími Íslands hf. verði ekki hlutaður í sundur. Ekki síst vegur hér þungt að hagsmunum hinna dreifðu byggða er best borgið með þjónustu öflugs fjarskiptafyrirtækis og eðlilegri samkeppni á þeim markaði - án ríkisafskipta. Þá vil ég sérstaklega nefna, af gefnu tilefni, að umræða um aðskilnað kerfa í raforkudreifikerfinu og aðskilnað kerfa í fjarskiptakerfinu er ekki sambærileg. Fjarskiptanetin eru margbreytilegri og flóknari en raforkudreifikerfi en grundvallaratriðið er þó að á fjarskiptamarkaðinum er nú þegar til staðar samkeppni í dreifingunni – ólíkt því sem gerist í dreifingu raforku. Þá er þess að geta að hvergi í Evrópu hefur sú leið verið farin að skilja sambærileg fyrirtæki í sundur og halda grunnkerfi eftir í ríkisrekstri.<BR><BR>Þrátt fyrir sölu ríkisins á hlutabréfum í eigu þess hafa stjórnvöld verulegra hagsmuna að gæta af því að félagið sé vel og örugglega rekið og í fullu samræmi við tilgang þess og markmið fjarskiptalaga. Landssíminn hefur byggt upp fullkomið fjarskiptakerfi og fjarskiptaþjónustu sem allir landsmenn eiga aðgang að samkvæmt gildandi fjarskiptalögum .<BR><BR>Í samgönguráðuneytinu hefur verið unnið markvisst að því að efla möguleika allra landsmanna á að njóta nútímalegrar fjarskiptaþjónustu á hagstæðu verði. Fyrst ber að nefna fjarskiptalögin sem tóku gildi þann 1. janúar 2000. Með þeim var komið á lagaumhverfi sem annars vegar auðveldar aðgang nýrra fyrirtækja að markaði, og hins vegar allra landsmanna að gagnaflutningsþjónustu á forsendum alþjónustu, en í 13. gr. fjarskiptalaga er það nýmæli að gagnaflutningsþjónusta með 128 kílóbita á sekúndu flutningsgetu (ISDN þjónusta) sem notendur tengjast um heimtaugar almenna talsímanetsins teljist til alþjónustu. Í leyfisbréfi Landssímans og samkomulagi fyrirtækisins við samgönguráðherra frá 16. mars síðastliðnum er tryggð stórfelld uppbygging ATM-gagnaflutningsneta og ADSL-þjónustu, auk þess sem framtíð NMT, langdræga farsímakerfisins, er tryggð.<BR><BR>Í kjölfar samkomulagsins kynnti Landssími Íslands hf. síðastliðið haust aðgerðir til að mæta þörfum landsbyggðarinnar fyrir þjónustu á sviði gagnaflutninga og ná fram markmiðum um aukna gagnaflutningsþjónustu við almenning og atvinnulíf í landinu. Í áætlunum fyrirtækisins felst stórfelld verðlækkun og aukin þjónusta um allt land. Landssíminn skuldbatt sig til fimm ára til að tryggja viðskiptavinum á öllum þéttbýlisstöðum með fleiri en 150 íbúa aðgang að tveggja Megabita samböndum yfir ATM-netið eða sambærilegri þjónustu á verði, sem sé það sama innan hvers svæðis en aukakostnaður við tengingar út fyrir svæði verði ekki umfram kr. 17.000 á mánuði. Fyrir liggur að nokkur halli verði á þessari þjónustu Símans fyrst í stað, en áætlanir félagsins miðast við að þessi halli snúist í hagnað með vaxandi umferð um fjarskiptanetið. Til að tryggja að þessu marki verði náð, og að þessi þjónusta veiki ekki rekstrarforsendur félagsins, verður áfram unnið að hagræðingu í rekstri stofnlínuhluta og þjónustu. Þá er jafnframt við það miðað að öll önnur fjarskiptafyrirtæki hafi áfram aðstöðu til endursölu þessarar þjónustu líkt og verið hefur.<BR><BR>Auk þessara sértæku aðgerða stjórnvalda og fyrirtækisins til að jafna aðstöðumun notenda fjarskiptaþjónustu hér á landi, stuðlar aukin samkeppni ótvírætt að lægra verði á fjarskiptaþjónustu til almennings. Því ber að fagna vaxandi samkeppni um allt land þar sem ný fjarskiptafyrirtæki hafa ýmist hafið starfsemi eða hafa uppi áform um uppbyggingu nýrra fjarskiptaneta. <BR><BR>Uppbygging öflugra ljósleiðaraneta utan höfuðborgarsvæðisins virðist nú einnig vera orðinn hagkvæmur fjárfestingarkostur að mati annarra fyrirtækja en Landssímans. Nýr ljósleiðari hefur þegar verið lagður austur fyrir fjall og til Vestmannaeyja á vegum Íslandssíma og Línu.Nets. Áform eru uppi um lagningu nýs ljósleiðara til Akureyrar og fjarskiptafyrirtækið Fjarski sem er í eigu Landsvirkjunar er að gera tilraunir með lagningu ljósleiðara í tengslum við dreifikerfi sitt sem nær um allt land. Fyrirtækið hefur þegar gert samning við Rannsókna- og háskólanet Íslands hf. um uppbyggingu ljósleiðaranets á landsvísu. Því er líklegt að önnur fyrirtæki muni veita Landssímanum samkeppni í netaðgangi um allt land. Þá hafa Íslandssími og Lína.Net unnið að uppbyggingu á eigin neti.<BR><BR>Ljóst er að á næstu misserum fer í hönd tími mikilla breytinga í fjarskiptaþjónustu, þar sem ný kynslóð farsíma mun að einhverju leyti leysa af hólmi þjónustu í almenna talsímanetinu og hefðbundinni GSM-þjónustu. Mikilvægt er að almenna fastanetið um allt land verði byggt upp með þetta fyrir augum.<BR><BR>Samhliða sölu Landssíma Íslands verður lögð áhersla á framtíðaruppbyggingu fjarskiptakerfisins. Vilji minn í þessu sambandi er skýr, en ég tel að leita verði leiða til að styrkja svo sem unnt er bæði dreifikerfið og þjónustuna um land allt. Því hefur verið mótuð í samgönguráðuneytinu skýr stefna varðandi framtíð gagnaflutnings- og fjarskiptaþjónustu sem meðal annars kemur fram í fjarskiptalögum. Þá vil ég nefna að á síðasta ári var á vegum ráðuneytisins og RUT-nefndar gerð skýrslan Stafrænt Ísland þar sem metin var bandvíddarþörf til og frá landinu. Niðurstaða hennar hefur haft þau áhrif að undirbúningur fjarskiptafyrirtækja að lagningu nýs ljósleiðara til Evrópu er kominn vel á veg. Þá hefur, eins og ég hef þegar vikið að í ræðu minni, verið gripið til ýmiskonar ráðstafana vegna sölu Landssímans, sem hafa það að markmiði að bæta aðgang allra landsmanna, án tillits til búsetu, að nútímalegri gagnaflutnings- og fjarskiptaþjónustu. Samgönguráðuneytið tekur einnig þátt í starfi á vegum Verkefnisstjórnar um upplýsingasamfélagið og samstarfi við menntamálaráðuneytið um hvernig koma megi á öflugum flutningsleiðum í upplýsingtækni til allra skóla í landinu. Að þessu er nú unnið.<BR><BR>Öflugar eftirlitsstofnanir eiga að tryggja að samkeppni geti þrifist um land allt. Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppnisstofnun hafa gert með sér samning um gagnkvæmt samráð í málum er varða samkeppnis- og fjarskiptalöggjöf. Einnig hafa ný lög verið sett um Póst- og fjarskiptastofnun sem hafa það að markmiði að efla heimildir stofnunarinnar gagnvart fjarskiptafyrirtækjum með umtalsverða markaðshlutdeild. Eftirlitsstofnanir stjórnvalda geta því tryggt að eftir skilmálum leyfisbréfa sé farið. Fjarskiptafyrirtækin hafa gert með sér gagnkvæma samtengingarsamninga og samstarf um númeraflutning, forskeyti og aðgang að heimtaug er með því besta sem þekkist.<BR><BR>Eins og ég hef nú rakið hefur rekstur fjarskiptafyrirtækja breyst í grundvallaratriðum á undanförnum árum. Kröfur um sveigjanleika fjarskiptafyrirtækja hafa jafnframt aukist verulega. Fyrirtæki sem hagnýta nýjustu tækni hafa komið fram á undanförnum mánuðum og gera auknar kröfur til aðlögunarhæfni Landssíma Íslands. Aðhald sem fylgir hæfilega dreifðri eignaraðild Símans stuðlar ótvírætt að hagkvæmri þróun íslensks fjarskiptamarkaðar.<BR><BR>Ég legg áherslu á að salan fari fram þegar aðstæður og almennt ástand í efnahagsmálum mæla með því. Ég hef heyrt ýmsa úr röðum stjórnarandstöðunnar lýsa efasemdum um sölu á hlutafé ríkisins í Landssíma Íslands hf. núna á þeim grundvelli að verðmæti félagsins hafi fallið. Rétt er að undistrika hér í umræðunni, að ekkert verðmat á Landssíma Íslands hefur farið fram. Hins vegar er rétt að mat markaða á verðmæti tæknifyrirtækja hefur breytst mjög mikið á tiltölulega stuttum tíma. Þannig hafa símafyrirtæki um allan heim lækkað umtalsvert frá því þau voru metin hvað hæst í mars og apríl á síðastliðnu ári. Um þetta þarf ekki að deila. Um hitt virðast sérfræðingar nokkuð sammála að verðþróun hlutabréfa í tæknifyrirtækjum hafi á síðastliðnu ári endurspeglað meiri væntingar til vaxtar og framtíðarhagnaðar en fyrirtækin fái staðið undir. Fyrirtækin voru því í raun ofmetin. Þess er vart að vænta að hlutabréfamarkaðir komist á ný í þær hæðir sem var á síðastliðnu ári. Ég tel heldur ekki sjálfsagt að harma að hafa ekki nú þegar selt íslenskum almenningi hlut í Símanum á verði sem einungis hefði getað lækkað. Ríkissjóður getur ekki komið fram eins og hver annar spákaupmaður sem reynir að koma eignum sínum út á sem hæstu verði á kostnað almennings – sem þá hefði keypt í góðri trú. Það verð sem nú er á eignarhlutum í símafélögum gefur fjárfestum raunhæfa von um að fjárfesting í öflugum og vel reknum félögum geti skilað góðum arði. Þetta er mikilvæg forsenda vel heppnaðrar einkavæðingar með mikilli þátttöku alls almennings. Ég ætla ekki að hafa hér uppi neinar getgátur um verðmæti Landssímans um þessar mundir. Að því mati vinna nú þrautreyndir og virtir sérfræðingar. Hitt veit ég að kennitölur úr rekstri Landssímans gefa mjög ákveðið til kynna að félagið standi sterkum fótum og komi vel út í samanburði við önnur evrópsk símafélög. Þá ber að hafa í huga að verðmæti Landssímans hlýtur einnig að taka mið af sterkri stöðu félagsins á hinum íslenska fjarskiptamarkaði.<BR><BR>Með einkavæðingu Landssímans má ná margþættu markmiði. Aukið frjálsræði í viðskiptum hefur opnað augu íslenskra fjárfesta fyrir því að þeir eiga ekki síður möguleika á að festa fé sitt í atvinnurekstri í útlöndum. Því eru bornir saman fjárfestingarkostir, hér heima sem erlendis. Ef þeir finnast ekki nægjanlega áhugaverðir hér á landi, leitar fé úr landi. Við þær aðstæður er mikilvægt að ríkið beiti áhrifum sínum til að bjóða fram áhugaverða fjárfestingarkosti - kosti sem geti bæði laðað fram aukinn sparnað almennings með mikilli þátttöku í almennri sölu og gefið stofnanafjárfestum nýtt tilefni til að festa fé sitt hér innanlands og draga þannig úr útstreymi til erlendra fjárfestinga. Kaup á hlut í Landssímanum eru vel til þess fallinn að mæta þessum sjónarmiðum. Því eru almenn efnahagsleg rök fyrir því að hraða sölu á hlut í Símanum - eins og ríkisstjórnin stefnir að.<BR><BR>Að endingu minni ég á að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er skýrt kveðið á um að tekjunum af sölu ríkisfyrirtækja verði varið til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, til að fjármagna sérstök verkefni í samgöngumálum og til að efla upplýsingasamfélagið. Að því verður unnið svo fjarskiptin og upplýsingatæknin geti nýst atvinnulífinu og einstaklingum um landið allt.<BR><BR>Hæstvirtur forseti. Ég legg til að frumvarpið verði að lokinni umræðunni hér í dag vísað til 2. umræðu og hæstvirtrar samgöngunefndar.<BR><BR><BR>

2001-03-16 00:00:0016. mars 2001Langtímaáætlun í öryggismálum sjómanna

Samgönguráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu um öryggismál sjómanna á Alþingi í gær. Ræða ráðherra fylgir hér á eftir.<P><BR>Herra forseti,<BR>Með þeirri þingsályktunartillögu sem hér liggur fyrir er leitað heimildar Alþingis til að setja af stað langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda.<BR>Með þessari tillögu er lagt til í fyrsta sinn að gert verði sérstakt átak í öryggismálum sjófarenda á grundvelli samþykktar Alþingis. Á undanförnum árum hefur mikið verið unnið í þessum málaflokki og hefur það m.a. komið fram í því að tilkynntum slysum á sjómönnum til Tryggingastofnunar ríkisins hefur fækkað verulega og dauðaslysum á sjó hefur fækkað jafnt og þétt síðasta áratuginn. En betur má ef duga skal. Það var mat Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands árið 1998 að árlegur heildarkostnaður vegna sjóslysa væri 3,2 - 4,3 milljarðar króna. Með þessari tillögu er stefnt að því að gera enn betur og efla samvinnu þeirra sem að öryggismálunum sjófarenda koma. <BR><BR>Aðdraganda að þingsályktunartillögu þessari má rekja til þess að í byrjun ársins 2000 ákvað ég að láta hefja vinnu við að undirbúa gerð langtímaáætlunar í öryggismálum sjófarenda. Skipuð var verkefnisstjórn 16. febrúar 2000 til að halda utanum verkið með fulltrúum frá samgönguráðuneyti, samtökum sjómanna og útgerðarmanna, Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og Siglingastofnun Íslands. Unnið var að málinu í nánu samstarfi við aðra hagsmunaaðila og siglingaráð. Á heimasíðu Siglingastofnunar Íslands var kynning á verkefninu og var öllum sem láta sig öryggismál sjófarenda varða var gefinn kostur á að koma sjónarmiðum að. Til að geta betur metið leiðir sem þarf að fara til að bæta öryggi sjófarenda almennt var óskað eftir athugasemdum og tillögum frá sjómönnum, útgerðum og öllum sem málið varðar. Tekin voru saman ýmis sjónarmið sem fram hafa komið í skýrslum og almennri umræðu, s.s. í blöðum, tímaritum og á ráðstefnum. Sérsniðnar spurningar um öryggismál voru sendar til útgerðarfyrirtækja og sjómanna. Svör bárust frá um 120 starfandi sjómönnum og auk þess komu fram ýmsar aðrar skriflegar og munnlegar athugasemdir, alls um 600 talsins. Þessi mikli fjöldi athugasemda og tillagna bera bæði vott um þann gífurlega áhuga sem er á öryggismálum sjómanna og hversu brýnt er orðið að gera og hefja framkvæmd á samræmdri langtímaáætlun. Við undirbúning málsins voru teknar saman upplýsingar úr þeim tilkynningum um slys á sjómönnum sem bárust Tryggingastofnun ríkisins árið 1999. Skoðaðar voru nýlegar sjóslysaskýrslur og rætt var við ýmsa aðila sem hafa góða þekkingu á ákveðnum sviðum öryggismálanna. Þegar áðurnefnd atriði höfðu verið skoðuð og metin dró verkefnisstjórn út atriði varðandi öryggismálin og tengd málefni sem skoða ætti sérstaklega. Í framhaldi af því skilaði verkefnisstjórn tillögum sínum um þau atriði þar sem úrbóta er þörf og eru helstu niðurstöður hennar eftirfarandi: <UL>* Útgerðarmenn og áhöfn bera sameiginlega ábyrgð á því að fyrirkomulag öryggismála um borð sé í góðu horfi. <BR>* Megináherslu í öryggismálum þarf að leggja á forvarnir gegn slysum og óhöppum.<BR>* Af hálfu þess opinbera er Siglingastofnun Íslands með öryggismál sjófarenda undir yfirstjórn samgönguráðuneytis. <BR>* Samgönguráðuneytið hefur frumkvæði að því að hlutverk allra sem að öryggismálum sjófarenda koma verði skilgreint og efld verði samvinna og samstarf þeirra aðila.<BR>* Siglingastofnun Íslands gerir framkvæmdaáætlun fyrir hvert ár í öryggismálum sjófarenda sem samgönguráðherra staðfestir. <BR>* Opinberar stofnanir og aðrir, sem að öryggismálum sjófarenda vinna, senda skýrslu til Siglingastofnunar Íslands fyrir lok hvers árs um fyrirbyggjandi aðgerðir á sviði öryggismála sjófarenda.</UL><BR>Tilgangur með tillögu þessari er að gera langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda á árunum 2001 til 2003 með því að setja af stað sameiginlegt átak allra aðila sem að öryggismálum sjófarenda koma og er Siglingastofnun Íslands falið að vera nokkurs konar samnefnari fyrir þá. Markmið átaksins er að treysta öryggi íslenskra skipa og áhafna þeirra sem og farþega á íslenskum skipum og skipum sem sigla í íslenskri efnahagslögsögu eftir því sem nánar er ákveðið í áætluninni. Hlutverk hvers og eins sem vinnur að öryggismálum sjófarenda verður skilgreint og er stefnt að því að slysum til sjós fækki um að minnsta kosti þriðjung fram til ársins 2004 og að sama skapi dragi úr tjóni vegna sjóslysa. Samkvæmt tillögunni á samgönguráðherra fyrir 1. apríl hvers árs, fyrst árið 2002, að leggja fyrir Alþingi skýrslu um framgang áætlunar í öryggismálum sjófarenda og hvernig miðar í átt að settu marki. Sem dæmi um helstu verkefni sem samkvæmt tilögunni er lagt til að ráðist verði í eru eftirfarandi:<BR>* Menntun og þjálfun sjómanna verði efld með ýmsum hætti.<BR>* Gert verði sérstakt átak í öryggismálum farþegaskipa og farþegabáta. <BR>* Átaksverkefni í fræðslu og áróðri. <BR>* Gerð fræðsluefnis og leiðbeininga. <BR>* Söfnun og miðlun upplýsinga milli sjómanna og aðila í landi. <BR>* Samræmd slysa- og sjúkdómaskráning<BR>* Úrbætur í stöðugleikamálum skipa og báta. <BR>* Gerð verði úttekt um kostnað vegna sjóslysa. <BR>* Slysatryggingamál sjómanna verði skoðuð. <BR>* Fyrirbyggjandi aðgerðir í heilbrigðismálum sjómanna. <BR>* Notkun öryggis- og gæðastjórnunarkerfa. <BR>* Öryggistrúnaðarmannakerfi verði tekið upp í fiskiskipum. <BR>* Eftirlit með öryggisþáttum verði eflt.<BR>* Auka rannsóknir og úttektir á sviði öryggismála skipa. <BR><BR>Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um efni tillögunnar og vísa að öðru leyti til greinargerðar með henni. Að endingu vil ég leggja áherslu á að sjóslys við Ísland eru alltof tíð og verður að leita allra leiða til að fækka þeim. Mikilvægt er að allir leggi sitt af mörkum til að svo megi verða og tillaga sú til þingsályktunar um langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda sem hér er lögð fram er mikilvægt skref að því marki. <BR><BR>Ég vil að lokum leggja til, herra forseti, að að lokinni þessari umræðu verði tillögunni vísað til hæstvirtrar samgöngunefndar.<BR>

2000-09-27 00:00:0027. september 2000Ferðamálaráðstefnan 2000 á Ísafirði

Samgönguráðherra er staddur á Ísafirði, en þar er haldin í dag á vegum Ferðamálaráðs Íslands Ferðamálaráðstefnan 2000. Ræða ráðherra á ráðstefnunni fer hér á eftir. <p ><br /> Ráðstefnustjórar, góðir ráðstefnugestir!<br /> <br /> Það er mér mikil ánægja að fá tækifæri til að hitta svo marga fulltrúa<br /> íslenskrar ferðaþjónustu, líkt og raun ber vitni, hér saman komna á<br /> einum stað. Ég tel þennan vettvang, sem hin árlega ferðamálaráðstefna<br /> er, afar mikilvægan fyrir okkur öll. Hvorki Internet né Byggðabrú koma í<br /> stað ráðstefnu sem þessarar, og ég vona að við eigum öll eftir að eiga<br /> góða daga hér á Ísafirði. <br /> <br /> Viðburðaríkt sumar er að baki. Náttúran, sem íslensk ferðaþjónusta<br /> byggir allt sitt á, lét heldur betur að sér kveða - jarðskjálftar, jökulhlaup<br /> og vatnavextir höfðu hvert á sinn hátt áhrif á ferðaþjónustuna. En það<br /> höfðu einnig mannanna verk eins og langvinnt verkfall rútubílstjóra sem<br /> ég veit að gerði mörgum erfitt fyrir – bæði ferðamönnunum sjálfum sem<br /> og skipuleggjendum ferða.<br /> <br /> Sá vöxtur sem við höfum verið að sjá í íslenskri ferðaþjónustu á<br /> undanförnum árum heldur áfram. Á sama tíma og við erum að sjá<br /> fjölgun ferðamanna um fimmtán prósent á ári að meðaltali, s.l. þrjú ár,<br /> má nefna sem dæmi að ferðamönnum til Danmerkur fjölgar ekki á<br /> sama tíma. Þar ríkir stöðnun á meðan við erum að sjá fjölgun frá<br /> mikilvægustu viðskiptalöndum okkar. <br /> <br /> En þegar upp er staðið er það ekki höfðatalan sem skiptir mestu máli<br /> heldur tekjurnar:<br /> <br /> Gjaldeyristekjurnar hafa vaxið stöðugt, og við getum nú gumað af því að<br /> ferðaþjónustan sé komin næst á eftir sjávarútvegi þegar gjaldeyrisköpun<br /> fyrir þjóðarbúið er annars vegar. Ég geri mér hins vegar ljóst að<br /> forsvarsmenn fyrirtækjanna eru ekki allir ánægðir. En atvinnugreinin<br /> verður að líta í eigin barm um leið og gerðar eru kröfur til hins opinbera.<br /> Ekki verður hjá því litið að fjölgun ferðamanna skapar auknar tekjur.<br /> Slíkar tekjur geta ekki annað en breytt stöðunni – og það til batnaðar.<br /> <br /> Nefnd um rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar lauk störfum fyrir nokkru<br /> síðan. Í áliti nefndarinnar kemur m.a. fram áhersla á mikilvægi þess að<br /> skattayfirvöld sjái til þess að allir sitji við sama borð þegar álögur eru<br /> annars vegar. Ég óskaði eftir umsögn SAF um skýrsluna og fékk svör.<br /> Sem ráðherra ferðamála mun ég skoða forsendur þeirra upplýsinga<br /> sem þarna koma fram og síðan fylgja málinu eftir við samráðherra mína.<br /> <br /> Á síðasta þingi voru samþykktar þýðingarmiklar breytingar á lögum um<br /> bílaleigur. Málaflokkurinn var færður frá dómsmálaráðuneyti til<br /> samgönguráðuneytis. Í nýju lögunum felst að allar bílaleigur eru<br /> leyfisskyldar og skilyrði fyrir rekstrarleyfi eru skýrari en áður hefur verið.<br /> Sett var í lögin ákvæði um starfsábyrgðartryggingu og nú er unnið að<br /> samræmingu leigusamninga. Þessar breytingar munu óumdeilanlega<br /> verða neytendum til hagsbóta. Jafnframt voru gerðar verulegar<br /> breytingar á vörugjaldi sem nýtast munu allri ferðaþjónustunni í<br /> lækkuðum kostnaði.<br /> <br /> Oft hefur verið talað um nauðsyn þess að þeir sem reka svokölluð<br /> afþreyingarfyrirtæki þurfi starfsleyfi af einhverju tagi, auk þess að leggja<br /> fram tryggingar fyrir starfsemi sinni. Ég hef skipað nefnd til að skoða<br /> þessi mál og gera tillögu að reglum af þessu tagi. Geri ég ráð fyrir að<br /> nefndin skili af sér í mars á næsta ári.<br /> <br /> Þá hefur ekki farið fram hjá neinum að öryggismálin hafa verið til<br /> umræðu í sumar. Slys munu því miður áfram verða, en ég legg ríka<br /> áherslu á að tryggja að hvergi sé veikur hlekkur - verði því við komið.<br /> Hef ég óskað eftir því við ferðamálastjóra að hann fari yfir það með<br /> Vegagerðinni hvort upplýsingagjöf til vegfarenda sé ábótavant og<br /> jafnframt óskað eftir tillögum um úrbætur ef nauðsynlegar eru. Engin<br /> ástæða er til að umfjöllun um þessi mál veki ótta um að landið sé ekki<br /> öruggur ferðamannastaður. Við gerum hins vegar þær kröfur til ALLRA<br /> að þeir standi sig á þessu sviði.<br /> <br /> Á ferðamálaráðstefnu á Egilsstöðum á síðasta ári sagði ég frá<br /> fyrirhuguðu nefndastarfi á vegum samgönguráðuneytis. Ég hef þegar<br /> komið inn á starf nefndar um rekstrarumhverfið en nefnd um<br /> heilsutengda ferðaþjónustu hefur einnig lokið störfum. Í áliti þeirrar<br /> nefndar komu fram athyglisverðar tillögur. Greinilegt er að þarna er<br /> mikill efniviður fyrir hendi en jafnframt töluvert starf óunnið til að hann<br /> megi nýta sem best. Nefndin gerir það m.a. að tillögu sinni að stofnað<br /> verði til hvatningarverðlauna í heilsutengdri ferðaþjónustu enda<br /> nauðsynlegt að vekja athygli á því sem vel er gert. Mér er sönn ánægja<br /> að því að tilkynna ykkur að samgönguráðuneytið mun veita slík<br /> verðlaun í fyrsta skipti á næsta ári.<br /> <br /> Ég hef vísað tillögum nefndarinnar til úrvinnslu hjá Ferðamálaráði og<br /> Markaðsráði. Skýrslan er á vef samgönguráðuneytis og hvet ég<br /> ráðstefnugesti til að kynna sér efni hennar.<br /> <br /> Menningin er þýðingarmikill hluti af þeirri auðlind sem atvinnugreinin<br /> byggir á. Og ég er ekki frá því að þetta mikla menningarár sem nú er að<br /> líða, hafi vakið fólk enn frekar til umhugsunar. Sjálfur hef ég mikinn<br /> áhuga á að sjá aukið samstarf – bæði á milli manna og fyrirtækja hér<br /> innanlands, en ekki síður á milli landa. Við þurfum að nýta okkur sem<br /> best við getum siglingu ÍSLENDINGS vestur um haf - og þá kynningu<br /> sem hún hefur haft á sögu okkar, í minningu Leifs heppna og Guðríðar,<br /> í þágu ferðaþjónustunnar.<br /> <br /> Þannig tel ég skipta miklu máli að Eiríksstaðir, Brattahlíð og L'anse<br /> aux Meadows taki upp samstarf um kynningu staðanna, hvern fyrir sig<br /> og sem eina heild. Sigling ÍSLENDINGS hefur vakið þvílíka athygli á<br /> víkingatímanum að okkur ber skylda að nýta hana sem best við getum.<br /> <br /> Nefnd um menningartengda ferðaþjónustu er enn að störfum en ég<br /> vænti skýrslu frá henni í næsta mánuði. Þarna er um vítt svið að ræða<br /> auk þess sem þarna liggja vonandi miklir möguleikar varðandi lengingu<br /> ferðamannatímans. <br /> <br /> Umræða um ferðaþjónustu snýst að mörgu leiti um tvennt, fyrir utan<br /> afkomu fyrirtækjanna, – þ.e. INNVIÐI og MARKAÐSSETNINGU. Ég tel<br /> mig vera að vinna að hvoru tveggja enda trúi ég því að ferðaþjónustan<br /> geti haft afgerandi áhrif á byggðamynstur og yfirbragð dreifbýlis á<br /> Íslandi.<br /> <br /> Upplýsingamiðstöðvar og gestastofur eru eitt af því sem sameinar<br /> innviði og markaðssetningu. Þær eru andlit bæja og heilla byggðarlaga<br /> og því nauðsynlegt að vel sé á málum haldið. Til viðbótar auknum<br /> fjármunum til upplýsingamiðstöðva á þessu ári veitti ráðuneytið<br /> gestastofunni í Reykholti styrk til rekstursins með skilmálum og<br /> samningi um framboð á þjónustu fyrir hinn almenna ferðamann. Stefni<br /> ég að því að skoða fleiri mál af þessu tagi. Víðast er vel að þessum<br /> málum staðið. Til dæmis hefur verið sérstaklega ánægjulegt að sjá hve<br /> Geysisbændur hafa haldið myndarlega á sínum málum og gefið þeim<br /> vinsæla ferðamannastað alveg nýja vídd.<br /> <br /> Sú uppbygging sem hér um ræðir er að mestu í höndum heimamanna.<br /> Mér finnst nauðsynlegt að heimamönnum verði á fleiri sviðum<br /> ferðaþjónustunnar fært vald til að ráða sínum eigin málum. Miðstýring<br /> ferðamannastaða eins og sú sem Náttúruvernd ríkisins hefur með hendi<br /> er að mínu mati úrelt fyrirkomulag, sem getur valdið stöðnun í stað<br /> framþróunar. Frumkvæðið í ferðaþjónustunni er hjá einstaklingunum og<br /> þeir þurfa bakhjarl sem þeir geta treyst og skilið. Þannig geta til dæmis<br /> sveitarfélög og fjórðungssambönd haft á sinni hendi stjórn svæða og<br /> sinnt rannsóknum á þeim, að sjálfsögðu með færustu sérfræðinga<br /> innan sinna vébanda. <br /> <br /> Eitt af því sem ég tel að geti skipt sköpum fyrir ferðaþjónustuna um<br /> land allt er að við náum að gefa landinu nýja ásýnd – við hlið þeirrar<br /> sem náttúran gefur. Hér er ég að tala um byggingu ráðstefnumiðstöðvar<br /> í tengslum við tónlistarhús í miðborginni með tilheyrandi þjónustu.<br /> Þarna tel ég að til verði segull sem landið þarf á að halda svo að allt tal<br /> um lengingu ferðamannatímans sé ekki eingöngu orðin tóm.<br /> Sannfæring mín er að með ráðstefnumiðstöð yrði brotið blað í íslenskri<br /> ferðaþjónustu.<br /> Ég sé fyrir mér að með tilkomu ráðstefnumiðstöðvar og tónlistarhúss á<br /> hafnarbakkanum í Reykjavík verði jafnframt hægt að bæta umgjörð<br /> farþega skemmtiferðaskipa. Sú aðstaða gæti haft áhrif á þá ákvörðun<br /> að skip komi hingað til lands. Þannig gæti bætt aðstaða í Reykjavík<br /> haft góð áhrif á þessa tegund ferðaþjónustu á fleiri stöðum – til að<br /> mynda hér á Ísafirði.<br /> <br /> Þá eru það markaðsmálin. Nú er komin nokkur reynsla á starsfemi<br /> Markaðsráðs ferðaþjónustunnar sem samgönguráðuneytið og SAF auk<br /> Reykjavíkurborgar stofnuðu til á síðasta ári. Markaðsráðið leggur<br /> áherslu á markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað á hefðbundnum<br /> markaðssvæðum auk Kanada, en það samstarf sem orðið hefur við<br /> Kanada vegna ársins 2000 gefur miklar vonir.<br /> <br /> Á öllum svæðum er lögð áhersla á að beina athyglinni að þeim<br /> möguleikum sem hér eru vetur, vor og haust.<br /> <br /> Samhliða markaðsráðinu eru það margir aðrir sem koma að<br /> markassetningu Íslands sem ferðamannalands og skal þar þáttur<br /> fyrirtækjanna sjálfra ekki vanmetinn. <br /> <br /> Iceland Naturally er eitt aflið. Það er fjögurra ára tilraun vestanhafs til að<br /> koma Íslandi og íslenskum afurðum á kortið hjá vandlega skilgreindum<br /> hópum sbr. könnun sem gerð var á vegum samgönguráðuneytis í<br /> Norður –Ameríku á síðasta ári. <br /> <br /> Eftir að hafa átt þess kost að fara vestur um haf fyrr í haust og sjá með<br /> eigin augum það ævintýri sem Landafundanefnd hefur komið af stað<br /> með siglingu víkingaskipsins til Kanada og Bandaríkjanna er ég þess<br /> fullviss að jarðvegurinn fyrir starf Iceland Naturally er frjór. Enda hefur<br /> verið unnið markvisst að því að vekja athygli fjölmiðla á landinu. Til þess<br /> hefur verið beitt íslenskri menningu af bestu gerð; leiklist, tónlist,<br /> matargerð o.fl. o.fl. Allt hefur þetta vakið athygli á landi og þjóð - og það<br /> er ykkar að vinna úr þeirri athygli.<br /> <br /> Ágætu ráðstefnugestir, ég vil þakka starfsfólki Ferðamálaráðs,<br /> Ísfirðingum og öðrum sem komu að undirbúningi ráðstefnunnar fyrir<br /> öflugt starf. Megi ráðstefnugestir eiga hér skemmtilega og fræðandi<br /> daga.</p>

2000-05-24 00:00:0024. maí 2000Endurbætur á heimasíðu

<P>Með endurbótum á heimasíðu samgönguráðuneytisins er leitast við að bæta þjónustu ráðuneytisins við almenning og auðvelda aðgang að gögnum er varða stefnumótun á vettvangi einstakra málaflokka. Með heimasíðunni er einnig leitast við að veita upplýsingar um starf ráðherrans og helstu málefni sem unnið er að á hverjum tíma. Starf á vegum ráðuneytis skiptist annarsvegar í margskonar afgreiðslu og úrskurði og hinsvegar pólitíska stefnumótun og undirbúnig löggjafar sem ráðherra lætur vinna að á grundvelli stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Með þeirri endurbættu heimasíðu sem nú hefur verið opnuð hjá samgönguráðuneytinu vil ég leggja áherslu á að ráðuneyti fjarskipta verði í fremstu röð við að nýta fjarskiptin og margmiðlunartæknina í þeim tilgangi að auka afköst, gæði og hakvæmni stjórnsýslunnar. <BR>Ég vil hvetja notendur heimasíðunnar til þess að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum við efni síðunnar, en ekki síður við starf ráðuneytisins og stefnu mína í einstöku málum. Þannig verður heimasíðan best nýtt í þágu þeirra málefna sem ráðuneytið fer með og ber ábyrgð á. Það er í þágu okkar allra að kosti Netsins og þeirrar tækni sem það byggir á megi nýta sem best. <BR><BR>Sturla Böðvarsson samgönguráðherra<BR><BR></P>

2000-05-24 00:00:0024. maí 2000Reykjavíkurflugvöllur endurbættur

Framkvæmdir standa yfir við endurbætur flugbrauta og öryggisbúnaðar Reykjavíkurflugvallar.<P align=left><BR>Framkvæmdir eru samkvæmt áætlun og í samræmi við samþykkt skipulag af svæðinu og í samræmi við það samkomulag sem gert var milli mín og borgarstjórans í Reykjavík í júní á fyrra ári. Kostnaður er áætlaður um 1.5 milljarður króna.<BR><BR>Umræður um framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli hafa verið nokkrar að undanförnu vegna hugmynda danskra skipulagsfræðinga um að hafa einungis eina flugbraut í Reykjavík í framtíðinni og vegna þeirrar ákvörðunar borgarráðs að efna til kosninga um hvort fyrri ákvörðun borgaryfirvalda um að flugvöllurin verði í Vatnsmýrinni eigi að standa . Óskað var eftir að ég skipaði fulltrúa samgönguráðuneytisin í starfshóp er fengi það verkefni að undirbúa kynningu á þeim kostum sem eru í boði fyrir innanlandsflugið. Fram kom í starfslýsingu fyrir hópinn að velja ætti milli þriggja kosta þar á meðal að byggður verði nýr flugvöllur sunnan Hafnarfjarðar ekki fjarri byggðinni þar. Um leið og ég skipaði Leif Magnússon framkvæmdastjóra hjá Flugleiðum í starfshópinn ítrekaði ég þá afstöðu mína að ekki kæmi til greina að gera ráð fyrir því að byggður verði annar flugvöllur við Hafnarfjörð eins og innan borgarkerfisins hefur verið lagt til. Ég tel að kostirnir sem valið stendur um séu einungis tveir. Að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrini og hann verði einungis notaður fyrir inanlandsflugið eða að inanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur.<BR><BR>Það hefur ítrekað komið fram af hálfu flugrekenda að það jafngildi þvi nánast að leggja niður inanlandsflugið að færa það til Keflavíkur. Það veldur mér vissulega áhyggjum að standa fyrir svo umfangsmiklum framkvæmdum við endurbætur á flugvelinum þegar framtíð hans er jafn óviss og raun ber vitni um. Það er von mín að samkomulag megi takast um skipulag flugvallarsvæðisins og uppbygging þess megi gerast sem fyrst. Frágangur flugvallarsvæðisin er fjarri því að vera borginni, Flugmálastjórn og flugrekendum til sóma. Það veldur vissulega áhyggjum hversu borgaryfirvöld eru neikvæð gagnvart þeirri starfsemi sem fylgir flugvellinum. Er þess að vænta að næsta krafa verði að hafnirnar víki líkt og flugið og þær ásamt með þeirri starfsemi sem höfnunum fylgi fari af höfuðborgarsvæðinu?!!<BR><BR></P>

2000-05-24 00:00:0024. maí 2000Ný þota Flugleiða bætist í flugflotann

Flugleiðum bættist ný þota í flugflotann þegar flugvélin Leifur Eiríksson kom til landsins í apríl sl.<P>Apríl 2000 <DIV align=left><BR>Flugleiðum bættist ný þota í flugflotann þegar flugvélin Leifur Eiríksson kom til landsins 26.4.s.l. og var gefið nafn af eiginkonu minni Hallgerði Gunnarsdóttur við hátíðlega athöfn í flugskýli Flugleiða á Keflavíkurflugvelli. Í ræðu minni við það tækifæri vakti ég athygli á mikilvægi flugsins fyrir íslenska ferðaþjónustu. Við eyþjóðin eigum mikið undir því að rekstur flugfélaga okkar gangi vel og almenningur jafnt sem erlendir viðskiptvinir beri traust til þeirra. Þegar ný flugvél bætist í flota Flugleiða er ástæða til að fagna og óska félaginu og starfsmönnum þess allra heilla.<BR><BR>Almenningssamgöngur gegna mikilvægu hlutverki í flutningum farþega milli landshluta. Á það bæði við um þjónustu við íbúa landsins sem þurfa að fara á milli staða og einnig erlenda ferðamenn sem velja að nota almenningssamgöngurnar.<BR><BR>Með betri vegum, aukinni vetrarþjónustu á þjóðvegunum og fjölgun einkabíla hefur þeim farið fækkandi sem nota almenningssamgöngur milli landshluta. Gildir það jafnt um flugsamgöngur sem rúturnar. Flugleiðum hefur því fækkað og mun fækka enn frekar að öllu óbreyttu. Rekstur sérleyfa hefur dregist saman og er nú svo komið að rekstur þeirra hefur verið að komast í þrot og sum fyrirtæki hafa hætt. Vegna þessarar alvarlegu stöðu efndi samgönguráðuneytið til ráðstefnu í Borgarnesi um almenningssamgöngur. Tókst hún hið besta. Var varpað skýrara ljósi á vanda þeirra sem sem stunda þennan rekstur og einnig kom fram hvaða kröfur eru gerðar til þesarar þjónustu.<BR><BR>Í framhaldi af ráðstefnunni hefur verið unnið að því í ráðuneytinu að leggja á ráðin um lausnir. Nú liggur fyrir annars vegar að samkvæmt nýsamþykktri vegáætlun er gert ráð fyrir auknum stuðningi við sérleyfishafa. Ég hef lagt ríka áherslu á að sérleyfishafarnir endurskoði og hagræði í rekstri sínum og leitist við að gera rekstur hagkvæmari og bæti þjónustuna.<BR>Þá er í undirbúningi að bjóða út flug frá Akureyri til Grímseyjar, Þórshafnar, Vopnafjarðar, Egilsstaða og Ísafjarðar. En einnig milli Ísafjarðar og Vesturbyggðar yfir veturinn þegar ófært er landleiðina á milli, og frá Reykjavík eða Akureyri til Siglufjarðar. Útboð flugsins fer fram samhliða útboði á sjúkraflugi. Er þess að vænta að því geti fylgt hagræði, bæði fyrir sjúkraflutninga og áætlunarflugið.<BR><BR>Með þessum aðgerðum vona ég að takast megi að bæta almennigssamgöngur í landinu og skapa fyrirtækjunum skilyrði til rekstar.<BR><BR></DIV>

2000-05-24 00:00:0024. maí 2000Ríkisstjórnin ársgömul

Það er liðið ár frá því þriðja ráðuneyti Davíðs Oddssonar tók við völdum. Þessi tími hefur verið viðburðaríkur. Á sviði samgöngumálanna hefur ýmislegt verið gert.<P> <DIV align=left>Má þar nefna á vettvangi löggjafar ný fjarskiptalög og lög um póst- og fjarskiptastofnun, lög um rannsóknarnefnd sjóslysa og breytingar á siglingalögum, breytingar á lögum um tilkynningaskyldu fiskiskipa, breytingar á vegalögum, lög um bílaleigur og breytingar á lögum um veitinga og gististaði vegna svokallaðra nektarstaða.<BR>Þá er ástæða til þess að nefna undirbúning í ráðuneytinu og stofnunum þess vegna afgreiðslu og samþykktar vegáætlunar fyrir tímabilið 2000-2004, jarðagangaáætlun fyrir sama tímabil og Flugmálaáætlun. Allar þessar áætlanir marka tímamót hver með sínum hætti. Jarðgangaáætlun er sú fyrsta sem Alþingi samþykkir.<BR>Vegáætlun gerir ráð fyrir meiri framkvæmdum í vegagerð og jarðgangagerð en áður hefur verið á jafn löngum tíma og gerir ráð fyrir framkvæmdum sem munu hafa mikil áhrif á byggðaþróun svo sem jarðgöngin til Siglufjarðar og Reyðafjarðar, brúin á Kolgrafafjörð, aukin hraði framkvæmda á Barðaströnd og við Ísafjarðardjúp, vegur um Þverárfjall, vegur að Dettifossi og nýr vegur um Uxahryggi sem sérstakar ferðamanaleiðir, nýr vegur frá Þorlákshöfn að Grindavík svokallaður Suðurstrandavegur og auknar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu svo nokkur verkefni séu nefnd . Flugmálaáætlun gerir ráð fyrir miklum framkvæmdum við Reykjavíkurflugvöll og að hafin verði undirbúningur að því að reisa flugstöð við flugvöllinn. Þá er gert ráð fyrir uppsetningu búnaðar til næturflugs á Ísafjarðarflugvelli sem mun breyta miklu fyrir Vestfirðinga. <BR><BR>Af öðrum málum vil ég nefna aukin framlög til ferðamála og þá sérstaklega til kynningar og markaðsmála erlendis. Samninga um rekstur gestastofa í Reykholti og við Geysi í Haukadal. Aukin framlög til endurbóta á fjölförnum ferðamannastöðum. Útboð flugleiða til jaðarbyggða.. Sólarhrings þjónusta á Akureyrarflugvelli. Vinnu við gerð langtímaáætlunar á sviði öryggismála sjómanna, auknar kröfur um öryggi í siglingum ferja og undirbúningur við útboð þeirra. Breytingar á yfirstjórn Landssímans hf, undirbúning vegna sölu hans og forvinnu vegna úthlutunar leyfa fyrir þriðju kynslóð farsíma að ógleymdu endurmatinu á stofnefnahagsreikningi Landssíma Íslands hf. . <BR><BR>Með þessari upptalningu er hvergi nærri tæmdur sá listi vekefna sem hjá ráðuneytinu er til meðferðar og enn er unnið að. Það er von mín að næsta starfsár ríkisstjórnarina megi verða farsælt fyrir okkur Íslendinga. Samgönguráðuneytið mun stuðla að því svo sem fært er og efni standa til. Ástæða er til þess að þakka samstarfsmönnum fyrir vel unnin störf og samherjum á vettvangi stjórnmálanna fyrir mikilvægan stuðning og nauðsynleg skoðanaskipti jafnt við samherja sem andstæðinga í stjórnmálum. Án umræðu væri stjórnmálin daufleg iðja og mundi ekki skila þeim árangri sem að er stefnt í þágu samfélgsins og einstaklinga .<BR><BR><BR><BR></DIV>

2000-04-18 00:00:0018. apríl 2000Nýr og endurbættur vefur opnaður í apríl 2000

Nú hefur verið opnaður hér á vef ráðuneytisins nýr og endurbættur vefur. Vegna sameiginlegs útlits á vef stjórnarráðsins eru ekki miklar útlitslegar breytingar sjáanlegar á vefnum, en að innihaldinu til er um algjörlega nýtt verkfæri að ræða.<DIV align=center> <P> </P></DIV>Vefurinn hefur yfir að ráða ýmsum verkfærum sem eiga að auðvelda samskipti almennings við ráðuneytið. Settir hafa verið á vefinn svokallaðir umræðuhópar, en þar er um að ræða vettvang fyrir gesti vefsins til að koma sínum skoðunum á framfæri í viðeigandi málaflokki. Til að byrja með verður boðið upp á umræðuhópa um einkavæðingu Landssíma Íslands, Sundabraut og breikkun Reykjanesbrautar og Vesturlandsvegs. Miklar vonir eru bundnar við að þar verði vettvangur líflegra skoðanaskipta sem gagnist við að taka púlsinn á umræðunni í þjóðfélaginu hverju sinni.<BR><BR>Stjórnvöld hafa í síauknum mæli lagt áherslu á að nýta upplýsingatæknina sem mest, og á það ekki síst við í sambandi við samskipti almennings við stjórnarráð Íslands. Með nýjum vef samgönguráðuneytisins er stigið skref í áttina að því að í gegnum vefinn verði boðið upp á alla almenna þjónustu ráðuneytisins. Starfsfólk ráðuneytisins leggur sig fram við að sinna þeim erindum sem ráðuneytinu berast bæði fljótt og vel. Það á að sjálfsögðu einnig við um erindi sem ráðuneytinu berast í gegnum vefinn, en vissulega eru vonir bundnar við að vefurinn sem slíkur svari á stundum spurningum sem upp koma.<BR><BR>Eitt er víst. Vefur sem þessi á að virka í báðar áttir, og hann á jafnframt að vera lifandi og síbreytilegur. Ein megin reglan í umsýslu vefs sem þessa er að vefurinn er aldrei endanlegur. Hann er sífellt að taka breytingum og sífellt er verið að bæta þar inn nýjum upplýsingum og fréttum.<BR><BR>Með ósk um góð samskipti við gesti á vef samgönguráðuneytisins,<BR><BR>Jakob Falur Garðarsson, aðstoðarmaður ráðherra.<BR><BR>

2000-02-25 00:00:0025. febrúar 2000Aðalfundur Landvara

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, ávarpaði í morgun aðalfund Landvara. Ávarp ráðherra fer hér á eftir.<P>25. febrúar 2000<BR> <DIV align=left><BR>Fundarstjóri, ágætu landflutningamenn.<BR><BR>Þið eruð saman komnir hér í dag á árlegum fundi, til að bera saman bækur ykkar og ræða sameiginleg hagsmunamál. Í samgönguráðuneytinu hefur lengi verið unnið að málum tengdum ykkar hagsmunum og því sem þið starfið að. Sú vinna snýst að jafnaði um að bæta laga og regluumhverfið. Hlutverk okkar stjórnmálamannanna er koma fram okkar stefnumálum og áherslum, og þá um leið að vinna að því að breyta lögum og reglum þannig að verði í samræmi við kröfur okkar og aðstæður. Þá þurfum við vissulega einnig að huga að þeim sameiginlegu reglum sem samstarf okkar við aðrar Evrópuþjóðir setur okkur: Síðast, en ekki síst, þurfum við einnig að hlusta á og taka tillit til þess sem sagt er á fundi sem þessum hér í dag.<BR><BR>Á fyrri hluta síðasta árs var allt eftirlit og stjórnsýsla gerð skilvirkari en verið hafði. Þetta var gert með því að fela Vegagerðinni alla stjórn og allt eftirlit með hópferða- og sérleyfishöfum. Þar með var eftirlit með þungaskattsinnheimtu, aksturs- og hvíldartíma og starfsleyfum sem heyra undir þrjú ráðuneyti komið á einn stað.<BR><BR>Þá var einnig á síðasta ári horfið frá hinum gömlu hópferðaleyfum og tekin upp almenn starfsleyfi með setningu nýrra laga um skipulag fólksflutninga með hópferðabifreiðum. Í þeim eru gerðar kröfur um starfshæfni, mannorð og efnahag en krafa um þessa hluti hefur ekki verið gerð áður. Með þessum nýju kröfum erum við hér á landi að aðlaga löggjöf okkar að kröfum Evrópusamstarfsins. Þessar nýju kröfur eru mun ríkari en þær eldri. Ég vona að það verði bæði þeim sem bjóða fram þjónustuna og þeim sem þiggja hana til góðs.<BR><BR>Rétt er að greina frá því hér, að nú er hafin vinna í ráðuneytinu að frumvarpi að nýjum lögum um vöruflutninga. Þetta frumvarp, sem að sjálfsögðu verður borið undir starfsgreinina, mun á margan hátt svipa til hinna nýju laga um skipulag á fólksflutningum með hópferðabifreiðum sem ég nefndi hér áðan.<BR><BR>Ferðaþjónustan er einn af þeim málaflokkum er undir samgönguráðuneytið heyrir, og sem samgönguráðherra legg ég mikla áherslu á hana. Undir lok síðasta árs skipaði ég nefnd til að kanna rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar á Íslandi, og innan þeirrar nefndar hefur samkeppnisstaða íslenskra fólksflytjenda innbyrðis og ekki síður út á við verið rædd. Endurnýjun bílaflotans er einmitt eitt af þeim málum sem þar hafa verið rædd. Mín skoðun er sú að það skiptir íslenska ferðaþjónustu miklu að hér sé boðið upp á góðan og helst gæðavottaðan flota langferðbíla, og því leyfi ég mér að skora á ykkur hér í dag að stefna að gæðaflokkun langferðabíla sem fyrst.<BR><BR>Um þessar mundir er verið að þróa námskeið fyrir þá sem koma nýir inn á þennan markað. Stefnt er að því að námskeiðið verði fullbúið nú í haust, en það er gert og haldið í samræmi við kröfur hins Evrópska efnahagssvæðis. Á námskeiðinu verður farið í það sem menn þurfa að kunna skil á við rekstur nútíma fyrirtækis og þess sem sérstaklega snýr að flutningastarfsemi. <BR><BR>Á seinni hluta síðasta árs var lokið gerð skýrslu sem ráðuneytið lét vinna um almenningssamgöngur á Íslandi. Þar koma fram tillögur um framtíðarfyrirkomulag fólksflutninga á landi. Ég hef sent Vegagerðinni skýrsluna til umfjöllunar, en jafnfram farið fram á það við Vegagerðina að hún kostnaðarmeti tillögur skýrsluhöfunda og komi með tillögur til mín um hvernig niðurstöðum skýrslunnar verði best hrundið í framkvæmd. Vegagerðin hefur nú tilkynnt mér að verið sé að vinna greinargerð um þær tillögur sem fram koma í skýrslunni, og mun ég að sjálfsögðu taka þær til skoðunar þegar þar að kemur. <BR><BR>Ráðuneytið hefur í samstarfi við Landvara unnið að því að móta og skipuleggja fræðslu fyrir stjórnendur vöruflutningafyrirtækja í tengslum við upptöku flutningaleyfa hér á landi samkvæmt EES samningnum. Fyrsta námskeiðið verður haldið í samstarfi við Háskóla Íslands á Akureyri í næstu viku og er það fyrir stjórnendur vöruflutningafyrirtækja með fimm ára starfsreynslu í atvinnugreininni. Í framtíðinni mun Vegagerðin síðan hafa umsjón með þessum námskeiðum fyrir alla þá sem koma nýir inn í greinina. Ég vonast til að fljótlega verði fyrstu starfsleyfin gefin út fyrir þá sem hafa uppfyllt þær kröfur sem ráðuneytið hefur ákveðið í samræmi við það sem Evrópusamstarfið gerir kröfu til.<BR><BR>Undanfarið hefur verið lögð ríkari áhersla á málefni leigubílstjóra í ráðuneytinu. Umsjónarnefnd fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu hefur nýverið fengið starfsmann og er ætlunin að hann gæti þess að þau mál sem lúta að stjórnsýslu leigubílamála á höfuðborgarsvæðinu verði í lagi. Tryggja þarf að allir hafi jafna aðstöðu og til þess að svo verði þarf að ganga eftir því að lögum og reglum sé fylgt. <BR><BR>Ágætu fundarmenn, ég hef reynt í fáum orðum að stikla á því helsta sem að ykkur snýr í samgönguráðuneytinu. Ég vona að samstarfið við ráðuneytið hafi verið farsælt, og verði svo áfram. Ég flyt ykkur kveðjur ráðuneytismanna og vona að þið eigið ánægjulegt og gagnlegt þing.<BR></DIV>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira