Hoppa yfir valmynd

Mannauðsmál

Það er stefna samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að hafa ávallt á að skipa hæfu og áhugasömu starfsfólki sem sýnir frumkvæði í störfum, veitir góða þjónustu og bregst við síbreytilegum þörfum samfélagsins. Til þess að fylgja þeirri stefnu eftir var ný mannauðsstefna ráðuneytisins samþykkt á árinu 2019. Þar er lögð rík áhersla á starfsánægju og heilbrigði starfsfólks, jafnvægi milli vinnu og einkalífs, jafnrétti, góðan aðbúnað á vinnustað, jákvæð samskipti, faglega og styðjandi stjórnun og tækifæri fyrir starfsfólk til símenntunar og þróunar í starfi. 

Í lok árs 2020 voru starfsmenn í föstu starfi 42 talsins og þrír í tímabundnu starfi, auk ráðherra og aðstoðarmanna -  26 konur og 19 karlar. Meðalaldur starfsfólks er 49 ár og meðalstarfsaldur tæp 9 ár. Starfsfólk ráðuneytisins hefur fjölbreyttan bakgrunn og menntun. Ráðuneytið tekur þátt í reglulegum vinnustaðakönnunum sem framkvæmdar eru í öllu Stjórnarráðinu og mælist starfsánægja góð.

Jafnlaunavottun 

Jafnrétti er hornsteinn í mannauðsstefnu ráðuneytisins. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Óháðir úttektaraðilar gerðu úttekt á jafnlaunakerfi ráðuneytisins og hlaut ráðuneytið jafnlaunavottun í febrúar 2019.

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira